Greinar sunnudaginn 8. september 1996

Forsíða

8. september 1996 | Forsíða | 108 orð

Meira manntjón af völdum fellibyls

AÐ MINNSTA kosti tveir menn drukknuðu og tólf sýslur í Vestur-Virginíu voru lýstar hamfarasvæði eftir að ár flæddu yfir bakka sína í austurhluta ríkisins síðla á föstudag. Flóðin urðu í kjölfar fellibylsins Fran, sem gengið hefur yfir austurströnd Bandaríkjanna. Verst er ástandið í Pendleton-sýslu, en þetta er í fjórða sinn á árinu sem flóð verða í Vestur- Virginíu. Meira
8. september 1996 | Forsíða | 80 orð

Ólga í Kasmír

YFIRVÖLD í Kasmír á Indlandi, sögðu í gær að ólga hefði verið í héraðinu og komið hefði til skotbardaga við landamærin. Gengið var til kosninga í Kasmír í gær og eru það fyrstu kosningarnar í héraðinu frá því að uppreisn gegn indverskum stjórnvöldum hófst fyrir sex árum. Eru þær taldar mikilvægur liður í þeirri ætlun stjórnvalda að koma á lýðræði að nýju í héraðinu en um 20. Meira
8. september 1996 | Forsíða | 139 orð

Rannsókn á flugflota forsetans

HVÍTA húsið hefur fyrirskipað umfangsmikla öryggisrannsókn á flugflota Bandaríkjaforseta í kjölfar fjölda slysa og óhappa sem orðið hafa á vélum úr honum. Á föstudag urðu tvö óhöpp sem tengdust þyrlum fylgdarliðs forsetans með stuttu millibili. Meira
8. september 1996 | Forsíða | 185 orð

Rússar mótmæla hlutlausu svæði

RÚSSAR lýstu í gær yfir þungum áhyggjum vegna áætlana Tyrkja um að koma upp hlutlausu svæði á svæðum Kúrda í norðurhluta Írak. Segja Rússar þessar áætlanir alvarlega atlögu að fullvalda ríki og vegna þess hversu eldfimt ástandið sé á svæðinu, auki slík ákvörðun enn á óstöðugleikann. Meira

Fréttir

8. september 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Árekstrar við ferðaþjónustu

TVEIR bílar frá ferðaþjónustufyrirtækinu Langjökli fóru inn á lokaða sérleið GSM-rallsins í gærmorgun þrátt fyrir tilraunir starfsmanna rallsins til að stöðva þá. Tryggvi M. Þórðarson keppnisstjóri segir að starfsmenn rallsins hafi átt fótum fjör að launa og að atvikið verði kært til lögreglu í Borgarnesi. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Árekstur á Biskupstungnabraut

ÁREKSTUR varð á Biskupstungnabraut á móti versluninni Minni-Borg um tíuleytið í gærmorgun. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hugðist beygja inn til verslunarinnar en á sama tíma ætlaði hinn að taka fram úr honum. Ökumennirnir voru báðir fluttir á heilsugæslustöðina á Selfossi en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Meira
8. september 1996 | Erlendar fréttir | 357 orð

Barnabók seld undir borðið HARÐAR deilu

HARÐAR deilur eru komnar upp í Bretlandi vegna ásakana um að Harrods-stórverslunin selji barnabókina um litla svarta Sambó undir borðið en hún er af mörgum talin innihalda kynþáttahatur af versta tagi. Hópur fólks sem berst gegn kynþáttahatri hafði samband við verslunina fyrir skömmu og spurðist fyrir um bókina. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Bonino í heimsókn

VON er á Emmu Bonino sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins til Íslands 26. september. Mun hún eiga viðræður við íslensk stjórnvöld og sitja ráðstefnu um íslenskan sjávarútveg og Evrópusambandið. Meira
8. september 1996 | Erlendar fréttir | 335 orð

Eldflaugaárásá Íraka BANDARÍKJAMENN skutu 27

BANDARÍKJAMENN skutu 27 stýriflaugum frá herskipum og sprengjuflugvélum á hernaðarleg skotmörk í suðurhluta Íraks á þriðjudag. Fimm manns féllu í árásinni og einn maður í árás sem gerð var degi síðar. Voru árásirnar gerðar í kjölfar þess að Íraksher var sendur inn í héruð Kúrda í norðri um helgina og réðst á borgina Arbil, þar sem blóðug átök hafa staðið á milli stríðandi fylkinga Kúrda. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fjölskylduleikur í Hafnarfirði

NÝVERIÐ var komið fyrir 28 merkispjöldum í landi Hafnarfjarðar, nánar tiltekið í nágrenni Kaldárselsvegar. Hér er um ratleik að ræða sem stunda má þar til snjóa fer í haust. Ratleikurinn er samvinnuverkefni Péturs Sigurðssonar stjórnarmanns í skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Spjöldin eru merkt með mismunandi tölu- og bókstöfum. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Flísaverzlunin Víddí stærra húsnæði

VÍDD ehf. sem starfað hefur við Suðurlandsbraut undanfarin ár flutti í sumar í húsnæði að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi. "Fyrirtækið hefur á boðstólum úrval gólf- og veggflísa úr ýmsum efnum eða frá ódýrustu keramikflísum og upp í granítgerðir. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fylgst með álftinni Dóra

MERKTAR voru um 100 álftir á Jökuldalsheiði við Búrfellsvatn á dögunum en merkingin er liður í samstarfi íslenskra og breskra vísindamanna. Ólafur Einarsson fuglafræðingur hefur annast litmerkingar á álftum sem hægt er að lesa á úr fjarlægð. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Grunnskólinn allur einsetinn

MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á skipulagi skólahalds í Hornafirði í kjölfar yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna 1. ágúst sl. Breytingarnar fela meðal annars í sér að grunnskólinn er allur einsetinn en þrískiptur. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

GSM-hátíð á Austurvelli

PÓSTUR og sími heldur GSM-hátíð á Austurvelli í dag, sunnudaginn 8. september, frá kl. 14­17 en hátíðin er haldin í tilefni af því að GSM-rallinu lýkur þennan dag og bílarnir koma akandi inn á Austurvöll. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 723 orð

Hin sérstöku einkenni Íslands móta umfjöllunarefnið

FJÖGURHUNDRUÐ sérfræðingar á ýmsum sviðum sem tengjast jarðskjálftum og jarðskjálftarannsóknum setjast á rökstóla á Hótel Loftleiðum í fyrramálið þegar þar hefst 25. allsherjarþing samtaka evrópskra jarðskjálftafræðinga. Ráðstefnan er haldin á vegum Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og umhverfisráðuneytisins. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hreindýraveiðar ganga vel

HREINDÝRAVEIÐAR hafa gengið vel það sem af er þessu veiðitímabili og er búið veiða um tvo þriðju þess kvóta sem heimilt er að veiða í ár, en hann er 268 dýr. Veiðitímabilinu lýkur 15. september, en það hófst 1. ágúst og á sumum svæðum um miðjan ágústmánuð. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 400 orð

Innlent

FYRSTU vísbendingar um stærð þorskárgangsins frá þessu ári eru að hann verði undir meðallagi eða lélegur. Skýringin á slakri útkomu hrygningarþorsksins í vor eru meðal annars lítill hrygningarstofn og stuttur hrygningartími. Seiðavísitala loðnu er hins vegar einhver sú hæsta sem mælst hefur. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Leitað að heitu vatni

Þykkvibær Leitað að heitu vatni HREPPSNEFND Djúpárhrepps leitar að heitu vatni í Þykkvabæ. Verið er að bora rannsóknarholur í þeim tilgangi. Búið er að koma upp nákvæmum jarðskjálftamælum um allt Suðurland. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 375 orð

Missa ekki frekari uppbót þótt vottorð vanti

LÍFEYRISÞEGAR er fá greidda svokallaða frekari uppbót, vegna lyfja- og sjúkrakostnaðar eða umönnunar, sem ekki hafa getað skilað Tryggingastofnun ríkisins vottorðum vegna sjúkra- eða lyfjakostnaðar í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna, eiga ekki að verða fyrir skerðingu eða niðurfellingu uppbótarinnar af þeim sökum, skv. upplýsingum sem fengust hjá Tryggingastofnun ríkisins. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

Ný gerð snjóflóðavarna sett upp

UPPSETNING á nýrri gerð snjóflóðavarna stendur nú yfir í Siglufirði og er þetta tilraunaverkefni á vegum Veðurstofu Íslands. Ef búnaðurinn reynist vel mun hann að öllum líkindum verða settur upp á þekkt snjóflóðahættusvæði víðar á landinu. Snjóflóðavarnir þessar eru svokölluð upptakastoðvirki, þ.e. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Opinber fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar

HERIBERTA Casta~nos-Lomnitz flytur fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 10. september kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: "Malice in Wonderland: Dilemmas of Modernization in a University". Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Ók ölvuð á ljósastaur

ÖLVUÐ og réttindalaus stúlka á nítjánda aldursári ók á ljósastaur á mótum Eirarvegs og Kirkjuvegs á Selfossi um klukkan hálffjögur í gærmorgun. Bíllinn er töluvert skemmdur. Stúlkan fékk að fara heim að lokinni skýrslutöku. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ríkið að keppa við einkaaðila

FORSVARSMENN Iceland Travel Net segja að með samningi Flugleiða og samgönguráðuneytis um landkynningu á alnetinu sé ríkið að taka þátt í samkeppni við einkaaðila. Hermann Ottósson hjá Auglýsingastofu Reykjavíkur sagði að gagnagrunnurinn Iceland Travel Net hefði verið rekinn frá því snemma á árinu 1996 og gerður hefði verið samningur um málið við Ferðamálaráð sem gildi til ársloka 1997. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

RLR skortir gögn

TÓMAS Jónsson, verjandi Sierra Leóne-manns sem Finnar vilja fá framseldan héðan, segist hafa undir höndum skjöl sem sanni að Finnar hafi á sínum tíma neytt hann til að fara úr landi. Jón H. Snorrason, starfandi rannsóknarlögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að staðhæfingar Tómasar í þessa veru væru byggðar á misskilningi. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Sameining þingflokka samþykkt

FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokksins og stjórn Þjóðvaka samþykktu á fundum sínum í gær samkomulag sem náðst hefur um sameiningu þingflokka þessara flokka og stofnun þingflokks jafnaðarmanna. Talsverðar umræður urðu um málið á fundum beggja flokka en engin gagnrýni kom fram í máli ræðumanna, Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

Samningur um ferðakynningu á alnetinu

SAMNINGUR milli Flugleiða og samgönguráðuneytis um samstarf allra stærstu aðila í ferðaþjónustu og landkynningu á Íslandi á alnetinu var undirritaður á Akureyri á föstudag. Gert er ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði tilbúinn síðar á þessu ári og er um að ræða þriggja ára átaksverkefni. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Sparnaður í yfirstjórn dugar fyrir leikskóla

HREPPSNEFNDIR Stokkseyrar og Eyrarbakka hafa kosið sameiginlega nefnd til að kanna hagkvæmni aukins samstarfs eða sameiningar hreppanna. Áhugi er á því að fá fleiri sveitarfélög á svæðinu til að taka þátt í þessari vinnu. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vetrarstarf í Gjábakka

VETRARSTARFSEMI í Gjábakka, félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi, verður kynnt dagana 11. og 12. september í Gjábakka, Fannborg 8. Miðvikudaginn 11. september kynna Félag eldri borgara í Kópavogi, Frístundahópurinn Hananú og Gjábakki þá starfsemi sem verður á þeirra vegum og fimmtudaginn 12. september verða námskeið á vegum Gjábakka fram til áramóta kynnt. Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Viðræður hafnar á ný

ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir Læknafélags Íslands og ríkisins til sáttafundar kl. 17 í gær, en viðræður hafa legið niðri frá 29. ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa engin ný tilboð komið fram sem gefi sérstakt tilefni til bjartsýni á lausn deilunnar, en læknar hafa fundað stíft að undanförnu og farið yfir sín mál, Meira
8. september 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Vonir um að hagnaður verði á rekstri ríkisins

ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt drög að frumvarpi til fjárlaga næsta árs en frumvarpið var endanlega afgreitt úr þingflokknum á fundi á föstudaginn. Nokkur óánægja er þó meðal einstakra þingmanna vegna niðurskurðar framlaga til vegamála frá vegaáætlun, skv. heimildum blaðsins. Meira

Ritstjórnargreinar

8. september 1996 | Leiðarar | 519 orð

ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ

leiðariORÐ Í TÍMA TÖLUÐ IÐ vígslu Dómhúss Hæstaréttar síðastliðinn fimmtudag flutti Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um hlutverk dómstóla í þjóðfélaginu. Hann sagði, að án sjálfstæðra og óháðra dómstóla gæti lýðræðislegt réttarríki ekki þrifizt. Meira
8. september 1996 | Leiðarar | 1408 orð

Reykjavíkurbréf REYKJAVÍKURBORG hefur, í krafti stærðar sinnar

REYKJAVÍKURBORG hefur, í krafti stærðar sinnar, byggt upp samfélag, sem býður um margt betri kosti til búsetu einstaklingum og fjölskyldum en fámennari og fátækari sveitarfélög. Stór og sterk sveitarfélög hafa meiri fjárhagslega burði til þeirrar þjónustu, sem fólk horfir einkum til þegar það velur sér framtíðarbúsetu. Meira

Menning

8. september 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

Barn Kennedys fær Aston Villa búning

PÖNKFIÐLARINN Nigel Kennedy og unnusta hans Eve Westwood eignuðust fyrsta barn sitt, drenginn Sark, nýlega. Nigel hóf samstundis að kynna barninu helstu bókmenntir sígildrar tónlistar og lék á fiðluna við skírnina sem fór fram í sjúkrahúskapellunni. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 257 orð

Bók um lunda og börn í Eyjum valin besta barnabók ársins

BÓK, SEM Bruce McMillan skrifaði um "nætur lundana" og börnin í Vestmannaneyjum hefur hlotið mjög eftirsótt verðlaun bandarískra foreldrasamtaka, sem "besta barnabók ársins 1995". Hefur bókin hlotið mjög almennt lof í bandarískum fjölmiðlum. Fjórða prentun bókarinnar er nú komin út og hefur hún þá verið prentuð í 50 þúsund eintökum. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Danskt popp í kjallara

DANSKA poppsöngkonan Anne Dorte Michelsen hélt tónleika í Leikhúskjallaranum um síðustu helgi og skemmtu áhorfendur sér vel. Anne Dorte er vinæl söngkona í Danmörku og Japan og að hennar eigin sögn er tónlistin sem hún leikur bæði lagræn og taktviss. ANNE Dorte synguraf innlifun. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 537 orð

Fallvölt fjöll

EF FJÖLL, hraun og klettar eru ekki óhagganlegur veruleiki, hafin yfir hverfulan hversdagsleika, hver er þá staða okkar mannanna? Er hugsanlegt að það séum við sem stöndum utan tímans en ekki þessi föstu fyrirbrigði í tilveru okkar? Fáir hafa sennilega svör við þessum spurningum á reiðum höndum en Arngunnur Ýr myndlistarkona leitast engu að síður við að svara þeim með verkum sem hún sýnir á Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | -1 orð

Fimmtugsveisla á Fjöllum

Egilsstöðum - Guðlaug Ólafsdóttir hélt nýverið upp á fimmtugsafmæli sitt á Víðirhól á Fjöllum. Guðlaug ólst þar upp en foreldrar hennar voru síðustu ábúendur á Víðirhól. Rúm 30 ár eru síðan þau fluttu þaðan og hefur jörðin verið í eyði þar til fyrir þremur árum að reistir voru þar tveir sumarbústaðir, en það eru Guðlaug og systir hennar, Margrét Pála, Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Galleríkeðjan sýnirými

ÞRJÁR sýningar á vegum galleríkeðjunnar Sýnirýmis, voru opnaðar á laugardaginn. Í gallerí Sýniboxi, sem er viðarkassi staðsettur utan á vegg Dún- og fiðurhreinsunarinnar við Vatnsstíg, sýnir í þetta sinn G.R. Lúðvíksson og ber sýning hans yfirskriftina "brauð, mýs og browserar". Í símsvaragalleríinu Hlust sýnir Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson viðtal. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Gráleitur Gere með góðum vini

BANDARÍSKI leikarinn og silfurrefurinn Richard Gere, sem nú skartar gráu hári og skeggi, sást nýlega á göngu með bresku fyrirsætunni Lauru Bailey. Þau áttu í ástarsambandi árið 1994 sem lauk í góðu og Laura sagðist hafa fundið vin fyrir lífstíð í leikaranum. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 525 orð

Haugtussa Griegs og Stúlkuljóð Brahms

SÍÐUSTU sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verða þriðjudagskvöldið 10. september klukkan 20.30 og fram koma þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Þau flytja sönglög eftir Franz Schubert, Johannes Brahms og Edvard Grieg. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 287 orð

Háskólabíó og Sambíóin frumsýna spennumyndina"Twister"

HÁSKÓLABÍÓ, Bíóhöllin og Bíóborgin hafa hafið sýningar á spennumyndinni Stormur eða "Twister". Myndin, sem gerist í miðríkjum Bandaríkjanna, fjallar um hópa af vísindamönnum sem hafa það að atvinnu að elta skýstrokka og safna upplýsingum um hegðan þeirra. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 233 orð

Helga gerir beljusófa

HUNDAR, kettir og hamstrar eru yndisleg dýr en þau eru ekki heppileg til að sitja á. Beljur aftur á móti eru stórar og mjúkar og á þeim má sitja. Grænmetisætan og beljuvinurinn, Helga Tacreiter 44 ára, býr til stóra mjúka sófa sem líkjast beljum í þremur stærðum og selur á 13.000 kr. stykkið, þá minnstu, en 33.000 kr. þá stærstu. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 314 orð

Hljómsveitin The Boys hætt og flutt til Íslands

HLJÓMSVEITIN The Boys, sem var skipuð bræðrunum Rúnari Halldórssyni, 15 ára, og Arnari Halldórssyni, 14 ára, er hætt. Hljómsveitin starfaði í fjögur ár í Noregi og naut mikilla vinsælda þar í landi. Hún gaf út þrjár hljómplötur sem allar seldust vel og til dæmis seldist fyrsta platan í yfir 100.000 eintökum. Á plötunum léku drengirnir á gítara og sungu gömul sígild rokklög. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 666 orð

Margir frægustu söngvararnir voru kórdrengir

"BRESKIR háskólakapellukórar hafa langa hefð að baki sér, hún er jafn gömul skólunum sjálfum sem sumir eru allt frá 13. öld," segir Timothy Brown, stjórnandi eins þekktasta háskólakapellukórs í Bretlandi, Clare College Chapel Choir frá Cambridge, en hann heldur þrenna tónleika hér á landi um helgina. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 57 orð

Málstofa um list og hönnun

MYNDLISTA- og handíðaskóli Íslands verður með málstofu alla mánudaga í húsnæði skólans í Laugarnesi kl. 12.30 til 13.30. Þar verður tekið á ýmsum málum sem snerta listir og hönnun. Fyrsti gestur í Málstofu í Laugarnesi er Högni Sigurþórsson, nemandi í skúlptúrdeild MHÍ, mánudaginn 9. september kl. 12.30-13.30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

MS á fyrsta busaballi vetrarins

FYRSTA busaball vetrarins var haldið á skemmtistaðnum Tunglinu í vikunni. Nemendur Menntaskólans við Sund troðfylltu staðinn og svitnuðu í heitum dansi við tónlist Greifanna. GREIFARNIR í heitri sveiflu. GRÉTAR Már Axelsson og Jóhann Jóhannsson nýstignir afdansgólfinu. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

No Code á toppinn þrátt fyrir lakara gengi

NÝJASTA plata rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam, "No Code", fór beint á topp listans yfir söluhæstu plötu síðustu viku í Bandaríkjunum. Platan seldist í 367.000 eintökum sem hljóta að teljast nokkur vonbrigði fyrir þá samanborið við að síðasta plata þeirra "Vitology" seldist í 877.000 eintökum fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Meira
8. september 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Ný hönnun á MAX-sýningu

NÝLEGA kynnti fataframleiðslufyrirtækið MAX nýja útivistarlínu á tískusýningu í MAX- húsinu. Björg Ingadóttir fatahönnuður hafði umsjón með hönnun línunnar sem hefur kjörorðið MAX/Frelsi til útiveru. Innkaupastjórar og verslunareigendur fjölmenntu á sýninguna og fyrirsæturnar sem sýndu fatnaðinn voru á öllum aldri, sú yngsta tveggja ára. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Nýjar bækur ÁRIÐ 1773 skrifaði

ÁRIÐ 1773 skrifaði Jón Ólafsson úr Grunnavík ritgerð um menntun Íslendinga þar sem hann íhugar "hverjir hlutir nytsamlegastir séu nú á tímum að vita og vinna á Íslandi". Ritið nefndi Jón Hagþenkiog tileinkaði það "öllum skynsömum og sanngjörnum mönnum er þessa síns föðurlands gagn stunda, velferð og velgengni". Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 296 orð

Rússnesk og rómantísk píanótónlist í Norræna húsinu

RÚSSNESK tónlist verður kynnt í Norræna húsinu í dag kl. 17 en þá munu kanadísku hjónin Anna Mois Levy og Gregory Arthur Myers fjalla um rússnesk tónskáld og spila píanóverk eftir þau. Gregory Myers mun flytja fyrirlesturinn "Russia's Silver Age: The Piano Music of Nikolai Medtner, Nikolai Myaskovsky and Alexander Skrjabin. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 168 orð

Sópranarnir þrír á svið

MAÐURINN að baki hugmyndinni um að leiða saman þrjá þekktustu tenóra heims; Pavarotti, Carreras og Domingo, hefur nú kynnt til sögunnar næstu áætlun sína; tónleika sóprananna þriggja. Á fimmtudag voru haldnir tónleikar þriggja sópransöngkvenna, sem fluttir verður í sjónvarpi í desember og er vonast til þess að þær muni slá í gegn líkt og tenórarnir. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 57 orð

Tena Palmer í Söngsmiðjuna

SÖNGSMIÐJAN er að hefja sjötta starfsárið. Djasssöngkonan Tena Palmer frá Kanada kennir við skólann og er koma hennar samstarfsverkefni Söngsmiðjunnar og Tónlistarskóla FÍH. Sönghópur Móður jarðar starfar í vetur undir stjórn Estherar Helgu Guðmundsdóttur. Meðal kennara skólans eru auk Tenu Palmer, Esther Helga Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Hv. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 28 orð

Vefnaðarsýningu lýkur

Í HORNSTOFUNNI, Laufásvegi 2, stendur nú yfir vefnaðarsýning á vegum félags íslenskra vefnaðarkennara er ber yfirskriftina "Viltu vefa?". Sýningunni lýkur nú um helgina. Opið frá kl. 13-18. Meira
8. september 1996 | Menningarlíf | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Í TILEFNI þess að hundrað ár eru liðin frá því að tónskáldið Johannes Brahms lést, hyggst útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophone gefa út safn verka hans. Verður því komið fyrir á 46 geislaplötum og er breytt og bætt útgáfa fyrra safns "Brahms Edition" sem út kom á 63 hljómplötum árið 1983. Meira

Umræðan

8. september 1996 | Bréf til blaðsins | 677 orð

Einelti á ekki að umbera

EINU sinni var blóm. Það var stórt og miklu fallegra en blómin í kring. Hin blómin urðu öfundsjúk og þrengdu að rótum þess svo það fengi ekki vætu eða næringu. Strákurinn sem átti blómið reyndi að hjálpa því og vökvaði það oft en vondu blómin klipptu þá sundur á því ræturnar. Meira
8. september 1996 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Ræktum eigin garð

ÉG HEFI aldrei farið í launkofa með það, að besta veganesti til farsællar ævi er að vera bindindis- og bænarmaður. Það hefi ég reynt gegnum árin og það hefir ekki brugðist á neinn hátt. Því þykir mér grátlegt að sjá og vita til þess hversu margir æskumenn ánetjast fíkniefnum og hversu það virðist færast í aukana að unga fólkið í landinu venji sig á óhollar lífsnautnir svo ekki sé meira sagt og Meira

Minningargreinar

8. september 1996 | Minningargreinar | 499 orð

Baldvin Jónsson

Það er kunn staðreynd að á uppvaxtarárum hvers einstaklings mótast hann mjög af því fólki sem hann umgengst og ekki síst af þeim fyrirmyndum sem hann velur sér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja og umgangast Baldvin Jónsson frá barnsaldri og hann varð mér fyrirmynd um margt. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Baldvin Jónsson

Baldvin og Emilía voru áratugum saman ómissandi í félagsskap jafnaðarmanna í Reykjavík. Hann var alvörugefinn og íhugull en fróður og áhugasamur, þegar eftir var leitað. Hún var glaðvær og gáskafull, lífið og sálin í félagslífinu. Hennar var sárt saknað þegar hún féll frá í október 1994. Það varð Baldvini mikill missir. Ég þóttist sjá það í fari frænda míns að hann hafði misst gleði sína. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 468 orð

Baldvin Jónsson

Baldvin Jónsson lögmaður var einn hornsteina þeirra sem flug okkar Íslendinga var reist á. Hann var einn af hollvinum flugsins og vildi veg þess ætíð sem mestan, hvort sem um var að ræða atvinnustarfsemi eða áhugamennsku. Baldvin fékk snemma áhuga á flugi, lét sig flugmál mikið varða og fylgdist grannt með þróun og framgangi þeirra bæði hér og erlendis. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Baldvin Jónsson

Baldvin var persónugervingur Alþýðuflokksins. Hann var alinn upp í honum, baráttunni, hugsjónunum, sigrum og ósigrum. Faðir hans var einn af stofnendum flokksins og fyrsti formaður. Hver einasti alþýðuflokksmaður var hluti af Baldvini, gat leitað til hans, þegið ráð og styrk. Baldvin var einn fórnfúsasti maður sem ég hef kynnst. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 406 orð

Baldvin Jónsson

Það mun hafa verið rétt fyrir áramótin 1982/1983 sem undirritaður kynntist Baldvini Jónssyni. Undanfari þess var sá að ég hafði löngun til þess að leggja fyrir mig lögmennsku, þá 26 ára nýútskrifaður lögfræðingur. Renndi ég nokkuð blint í sjóinn en ákvað að ganga á milli lögmannsstofa og leita fyrir mér um möguleika á starfi. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 262 orð

BALDVIN JÓNSSON

BALDVIN JÓNSSON Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík 10. janúar 1911. Hann lést í Reykjavík 1. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Baldvinsson prentari, forseti ASÍ, bankastjóri og alþingismaður, og Júlíana Guðmundsdóttir húsfreyja. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 234 orð

Baldvin Jónsson Kveðja frá Landsbanka Íslands

Eins og að líkum lætur hefir Landsbanki Íslands haft á að skipa í bankaráði sínu um meira en aldarskeið ýmsum af fremstu mönnum þjóðarinnar í stjórnmálum og atvinnumálum. Formennsku í bankaráði Landsbankans hafa ýmsir af þekktustu þjóðmálaskörungum gegnt, svo sem Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson og í ráðinu um lengri og skemmri tíma setið menn á borð við Ólaf Thors og Jónas Jónsson frá Hriflu. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Björn Þorkelsson

Bjössi, eins og allir kölluðu afa, var besti afi sem hugsast getur. Alltaf tilbúinn að hjálpa okkur þó stundum gæti hann verið þreytandi og leiðinlegur. Við systkinin elskuðum hann ofurheitt og söknum hans mikið. Afi var mikið fyrir föndur og má nefna helst áhuga hans á fiskroði, en úr því bjó hann til m.a. rósir, bókamerki og fiðrildi. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Björn Þorkelsson

Fyrstu kynni mín af Bjössa voru þegar ég var lítill snáði að koma til Reykjavíkur með foreldrum mínum og systkinum, en móðir mín og kona Bjössa, Munda, voru systur. Strax þá varð maður var við góðmennsku hans, ekki eingöngu gagnvart mér, heldur öllum, að mér fannst. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 753 orð

Björn Þorkelsson

Björn Þorkelsson verkstjóri, vinur og venslamaður, á höfuðdagsmorgun kvaddir þú okkur öll, son þinn Jóhann Dag og barnabörn, systur þínar, bræður og vini og hélst inn í eilífðina. Sumarið var allt í einu liðið og komið haust hljóðlátt eins og þú en svolítið svalt og þungbúið fyrir þá sem eftir lifa og sakna hér vinar í stað. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 91 orð

BJÖRN ÞORKELSSON

BJÖRN ÞORKELSSON Björn Þorkelsson fæddist við Grensásveg hér í Reykjavík 16. ágúst 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ástríður Ingibjörg Björnsdóttir, f. í Reykjavík 10. janúar 1902, húsfrú á Litlu- Grund við Grensásveg, d. 30. júlí 1951 og maður hennar 19. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 375 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Við hjónin eigum ljúfar minningar um Herdísi Biering sem nú er látin. Sjálfur man ég hana frá barnsaldri. Hún var yngst af fjórum börnum Rannveigar Samúelsdóttur og Jóns Hróbjartssonar kennara, listateiknara og málara en þau bjuggu í næsta nágrenni við okkur á Ísafirði og var samgangur allnáinn. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 652 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Sumri er nú tekið að halla, sólin að lækka á lofti og haustið að ganga í garð. Það var í samræmi við allan lífsstíl vinkonu okkar, Herdísar Biering, að lífsgöngu hennar lauk á þessum árstíma. Allt hennar lífsstarf mótaðist af því að líkna sjúkum og hlúa að öllu því, sem þurfti hjálpar við. Ung að árum ákvað hún að gera hjúkrun að lífsstarfi sínu. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 701 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Herdís Jónsdóttir Biering er látin. Í mínum huga er og verður Herdís Jónsdóttir Biering ávallt Hedda og það meira að segja HEDDA með stórum stöfum. Ég man hana fyrst sem vígreifan hjúkrunarfræðing á Landspítalanum, hjúkrunarfræðing, sem hafði ráð undir rifi hverju, geislaði af lífsorku en var á sama tíma barmafull af umhyggjusemi og kærleika við sjúklinga. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Nú er elsku vinkona mín, hún Hedda Biering, búin að fá hvíldina. Herdís Jónsdóttir Biering lést aðfaranótt mánudagsins 3. september, í faðmi fjölskyldunnar, Gunnars Biering og dætranna Huldu og Rönnu. Það var hennar hjartans ósk að eiga þessar síðustu hljóðlátu og kærleiksríku stundir með þeim. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 274 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Á kveðjustund vinkonu minnar, Herdísar Jónsdóttir Biering, hjúkrunarkonu, koma fram í hugann myndir og minningar, sem ná yfir 47 ára tímabil. Upphaf af okkar kynnum var veturinn 1949 þegar við vorum báðar nemendur í Hjúkrunarskóla Íslands á heimavist. Við bjuggum á þriðju hæð Landspítalans og urðu samverustundirnar margar og skemmtilegar og mjög náinn vinskapur. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 145 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Elsku amma. Manstu gömlu góðu dagana í Goðheimunum? Þær stundir sem við áttum saman þegar við fengum að snúa stofunni við og leika okkur og ærslast, þess á milli gafstu okkur nammi og sýndust birgðirnar aldrei þverra. Við eigum eftir að sakna þín í öllum ferðalögunum og matarboðunum sem við eigum eftir að fara í. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 308 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Ég vil minnast tengdamóður minnar Herdísar Jónsdóttur Biering, sem verður sárt saknað. Ég kynntist Heddu, eins og hún var jafnan kölluð af sínum nánustu, fyrir um 20 árum, er ég kom í Hvassaleitið þar sem þau hjónin hún og Gunnar þá bjuggu. Ljóst var frá fyrstu kynnum að þar færi stórveldi sem geislaði af kímni, gleði og hlýju. Það var alltaf gott að heimsækja Heddu og Gunnar. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 216 orð

HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING

HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING Herdís Jónsdóttir Biering fæddist á Ísafirði 6. október 1919. Hún andaðist 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Hróbjartsson kennari, f. 14. júlí 1877, d. 29. ágúst 1946, og Rannveig Samúelsdóttir, f. 1. júní 1878, d. 14. janúar 1945.Herdís giftist Gunnari Biering lækni 25. apríl 1958. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 417 orð

Herdís Ólöf Jónsdóttir

Lengi er hægt að velta vöngum yfir því hvað ákvarðar skapadægur einstaklingsins. Að sjálfstöðu er hægt að gefa læknisfræðilegar skýringar á hinu líffræðilega. Svo er það spurningin hvort hverjum og einum er úthlutað við fæðingu ákveðnu lífshlaupi Að raunhæfri niðurstöðu kemst maður víst aldrei hvort sem maður veltir þessu lengur eða skemur fyrir sér. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 317 orð

HERDÍS ÓLÖF JÓNSDÓTTIR

HERDÍS ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Herdís Ólöf Jónsdóttir fæddist í Tungu í Stíflu 11. ágúst 1912. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón G. Jónsson bóndi og hreppstjóri í Tungu Jónssonar bónda á Brúnastöðum og Sigurlína Hjálmarsdóttir húsfreyja í Tungu, f. 8. júlí 1886, d. 9. mars 1977. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 443 orð

Matthías Daníelsson

Þegar ég hringdi í bróður minn á mánudagskvöldið til þess að segja honum frá því að við Björg hefðum eignast son það sama kvöld, færði hann mér þær fréttir að afi hefði verið fluttur á sjúkrahús þá um morguninn. Morguninn eftir lést afi og var því baráttan við dauðann stutt. Ég var sex ára gamall þegar ég var fyrst "sendur" í sveitina í Borgarfjörðinn til afa og ömmu. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 121 orð

MATTHÍAS DANÍELSSON

MATTHÍAS DANÍELSSON Matthías Daníelsson fæddist í Melkoti í Leirársveit í Borgarfjarðarsýslu 21. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 3. september síðastliðinn. Systkinin voru tíu en níu komust á legg. Foreldrar hans voru Daníel Ólafsson og Steinunn Ólafsdóttir. Matthías var á barnsaldri þegar faðirinn lést. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRIR BENEDIKTSSON

ÞÓRIR BENEDIKTSSON Þórir Benediktsson iðnverkamaður fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 28. nóvember 1913. Hann lést á Landakotsspítala 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. september. Meira
8. september 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Þórir Benediktsson Elsku afi, það er erfitt að horfast í augu við að þú sért ekki hér lengur. Þegar ég kem í heimsókn næst í

Elsku afi, það er erfitt að horfast í augu við að þú sért ekki hér lengur. Þegar ég kem í heimsókn næst í Melgerðið verður þú ekki þar. En afi minn, ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú, og þar er engan sársauka að finna. Ég geymi þig í minningunni eins og þú varst meðan þú varst heill heilsu. Meira

Daglegt líf

8. september 1996 | Bílar | 376 orð

11 ára ábyrgð gegn ryðtæringu

NÝR VW Passat sem verið er að setja á markað verður með 11 ára ábyrgð gegn ryðtæringu. Þar með er VW leiðandi framleiðandi á þessu sviði því almennt bjóða framleiðendur ekki lengri ryðábyrgð en til seex ára þótt einstaka framleioðendur, eins og Fiat, Volvo og Renault bjóði átta ára ábyrgð og Audi til tíu ára. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 1318 orð

Borg knattspyrnuog kráarmenningar

STUNDUM hefur verið haft á orði að Bretland hafi upp á ekkert að bjóða nema rauða múrsteina, baunir, fótbolta og bjór. Ef til vill hefur það átt við um Newcastle fyrir tveimur áratugum. Þá var borgin eins og skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar - gráleit og skítug. En þegar skipasmíðaiðnaðurinn hrundi á áttunda áratugnum þurftu borgaryfirvöld að breyta áherslum sínum. Meira
8. september 1996 | Bílar | 215 orð

Ford jeppar af öllum stærðum

FORD, sem framleiðir mestselda jeppann í Bandaríkjunum, Explorer, ætlar að færa út kvíarnar í jeppadeildinni, jafnt með stærri sem minni jeppum en fyrir eru. Fyrsti nýi jeppinn kemur reyndar á markað í haust, þ.e.a.s. stóri, fjögurra dyra Expedition jeppinn sem sagt hefur verið frá á þessum síðum. Hann á að leysa af hólmi tveggja dyra Bronco. Meira
8. september 1996 | Bílar | 469 orð

Fyrstu viðbrögð við M-B AAV

ÞÓTT enn sé eitt ár þangað til Mercedes-Benz AAV jeppinn verði frumsýndur í sýningarsölum hefur frumgerð bílsins verið á fleygiferð um Bandaríkin. Mercedes-Benz hefur sýnt bílinn á golf- og tenniskeppnum, hestamótum, kappakstursmótum, listahátíðum og í verslunarklösum í sumar. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 56 orð

Glasgowferðum fjölgar

SAMKVÆMT vetraráætlun Flugleiða verður ferðum til Glasgow fjölgað um helming frá 26. október. Flogið verður alla daga nema sunnudaga til skosku borgarinnar. Í fréttabréfi Flugleiða segir að ekki hafi verið tekið jafn stórt skref í fjölgun ferða til tiltekins áfangastaðar hjá þeim síðan ferðum til Kaupmannahafnar var fjölgað úr 7 í 14 á viku. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 226 orð

Hornafjörður áhaustmánuðum

HORNAFJÖRÐUR, Austur- Skaftafellssýslu, er austur af Mýrum og út af Nesjum. Yst á nesinu milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar er Höfn sem fékk kaupstaðarréttindi árið 1988. Hinsvegar hófst byggð á þessum stað fyrir 99 árum þegar Ottó Tuliníus flutti verslun sína frá Papósi til Hornafjarðar. Hótel Höfn hefur starfað frá 1966 og félagsheimilið Sindrabær frá 1963. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 152 orð

Í stuttumáli

Newcastle er í hópi tuttugu vinsælustu ferðamannaborga í Englandi. Á þessu ári er reiknað með að um 300% aukning verði á ferðum til Newcastle á ákveðnum mörkuðum, m.a. frá Hollandi og Norðurlöndum. Um 5 þúsund Íslendingar fara á ári hverju til Newcastle. Flugleiðir fljúga til Newcastle á haustin í leiguflugi fyrir Plúsferðir. Meira
8. september 1996 | Bílar | 346 orð

Keppa í stærstu þolaksturskeppninni

ÍSLENSKA landsliðið í vélhjólaakstri tekur þátt í stærstu þolaksturskeppni ársins í Englandi í dag, 8. september. Liðið lenti í öðru sæti í þolaksturskeppni í Pembrey í Englandi í fyrra. Liðið keppir undir nafninu "Team Iceland Endurance" erlendis og er þessi keppnisferð gerð möguleg með dyggum stuðningi Vélhjóla & sleða sem eru styrktaraðilar liðsins. Meira
8. september 1996 | Bílar | 244 orð

Kílómetramælum snúið til baka?

BJÖRN Víglundsson kynningarfulltrúi hjá P. Samúelssyni, umboðsaðila Toyota á Íslandi, telur hugsanlegt að fluttir hafi verið inn notaðir bílar frá Bandaríkjunum sem sýni ranga kílómetrastöðu á mælum. Nýlega var fjallað um það í bandaríska bílablaðinu Automotive News að aldrei hafi verið jafn mikið um svik með kílómetramæla þar í landi. Kílómetramælum er m.ö.o. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 68 orð

NEWCASTLE

VERSLUNARFERÐIR til Newcastle eru að hefjast, en hingað til hafa um fimm þúsund Íslendingar lagt leið sína þangað á ári. Borgin hefur upp á margt að bjóða fyrir Íslendinga. Þar er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu, auðugt mannlíf, kráarhverfið Big Market og fornar söguminjar að ógleymdum heimavelli stórliðsins Newcastle United. Meira
8. september 1996 | Bílar | 183 orð

Prowler kominn á götuna

PLYMOUTH Prowler sýnir ef til vill best djarhug sem ríkir meðal bandarískra bílaframleiðenda um þessar mundir. Prowler er tveggja sæta opin hraðkerra og útlitið minnir meira á kappakstursbíla frá þriðja áratug aldarinnar en þeim tuttugasta. Meira
8. september 1996 | Bílar | 123 orð

Saab 90 á markað 1999

SAAB hefur fengið heimild hjá General Motors að notfæra sér hluta af framleiðslutækni nýs Opel Astra til þess að smíða nýjan bíl í millistærðarflokki. Bíllinn sem á að heita Saab 90 verður settur á markað 1999. Saab 90 verður óumdeilt með Saab línum þrátt fyrir tengslin við Opel. Meira
8. september 1996 | Bílar | 450 orð

Sérsmíðað ofurhjól

ÞAÐ eru ekki margir ökumenn sem myndu þora að setjast á ökutæki Gunnars Rúnarssonar, gefa því fulla bensíngjöf og hanga svo á því á fullri ferð í 400 metra langri kvartmílu. En Gunnar hefur kjarkinn til að stýra þessu 220 hestafla sérsmíðaða mótorhjóli og setti nýtt Íslandsmet á því fyrir skömmu. Hann keppir í úrslitamóti Íslandsmótsins í dag á kvartmílubrautinni við Kapelluhraun. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 549 orð

Sígild fæðaí Zunfthúsií Z¨urich

ÉG HAFÐI aldrei heyrt á staðinn minnst þegar ég fór að velta svo kölluðum "Zunfthaus" matstöðum í Zürich fyrir mér. En allir sem ég talaði við sögðu að þeir myndu helst borða í Zunfthaus zur Schmiden ef þeir ættu að velja gott Zunfthaus. Það reyndist vera í hjarta gamla bæjarins, beint á móti Santa Lucia pizzustað og á hæðunum fyrir ofan sjónvarpsverslun. Meira
8. september 1996 | Bílar | 299 orð

Skráningaarreglum breytt

RÁÐGERT er að breyta skráningarreglum nýrra bíla í Englandi. Eins og nú háttar þar í landi fer 25% allrar bílasölu fram í ágústmánuði vegna þess að í þeim mánuði eru gefinn út nýr bókstafur á númeraplötur. Bókstafur gefinn út í ágúst gefur því til kynna að viðkomandi er á splunkunýjum bíl. Nýrri bókstafur á númeraplötu liðkar líklega einnig eitthvað fyrir endursölu. Meira
8. september 1996 | Bílar | 460 orð

Stundum fallist hendur

Víða er verið að gera upp bíla, mismerkilega. Norður í Skagafirði rakst Helgi Bjarnason á lúxusútgáfu af hálffimmtugum Mercedes Benz sem þar hefur lengi verið í endurnýjun. Meira
8. september 1996 | Ferðalög | 121 orð

Suðvestur- Flórída

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn og Visa Ísland hafa í samvinnu gefið út ferðahandbókina Visa, leiðin um Suðvestur- Flórída með Úrval-Útsýn. Þessi handbók fjallar á fróðlegan máta um sólarstaðina Ft. Myers og Naples auk næsta umhverfis, en þetta eru aðaláfangastaðir Úrvals-Útsýnar á Flórída. Meira
8. september 1996 | Bílar | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

LÚXUSÚTGÁFA AF MERCEDEZ- BENZ 220 ÁRGERÐ '52 - SÉRSMÍÐAÐ 220 HESTAFLA OFURHJÓL - SAAB 90 Á MARKAÐ 1999 - NÝI BENZ AVV JEPPINN Á FERÐ OG F Meira

Fastir þættir

8. september 1996 | Í dag | 33 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 9. sept

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 9. september, verður áttræð Guðrún Pálmfríður Guðnadóttir, Ránargötu 8, Flateyri. Hún tekur á móti gestum í félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Rafstöðvarveg í dag, sunnudaginn 8. september, kl. 15. Meira
8. september 1996 | Fastir þættir | 164 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

GÓÐ þátttaka var í Sumarbrids miðvikudaginn 4. september. 34 pör spiluðu Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. NS: Erlendur Jónsson - Þórður Björnsson508 Jón H. Hilmarsson - Guðbjörn Þórðarson496 Arngunnur Jónsd. - Hanna Friðriksson470 AV Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. Meira
8. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaErling Ó. Aðalsteinsson, ljósmyndari BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Vídalínskirkju af sr. Braga Friðrikssyni Ásgerður Guðmundsdóttirog Gunnar Örn Erlingsson. Þau eru búsett í Danmörku. Meira
8. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaErling Ó. Aðalsteinsson, ljósmyndari BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Ragna Árný Lárusdóttir ogBjörn Árnason. Þau eru búsett í Lúxemborg. Meira
8. september 1996 | Dagbók | 751 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. september 1996 | Fastir þættir | 127 orð

Hvað skal segja? 7 Væri rétt að seg

7 Væri rétt að segja: Þeir fóru í sitthvort húsið? Rétt væri: Þeir fóru í sitt húsið hvor. Tveir menn fóru í sitt húsið hvor. Þrír menn fóru í sitt húsið hver. Tvær konur fóru í sinn bílinn hvor. Meira
8. september 1996 | Í dag | 159 orð

Refsað fyrir að spara FRÁ 1. júní '96 til dagsins í dag haf

FRÁ 1. júní '96 til dagsins í dag hafa laun mín lækkað úr 38.940 krónum í 32.945, eða 5.995 hvern mánuð. Það er u.þ.b. sama upphæð og mér er gert að greiða mánaðarlega fram að jólum vegna vangoldinna skatta hjá hinu opinbera, og dráttarvexti þar af leiðandi. Meira

Sunnudagsblað

8. september 1996 | Sunnudagsblað | 110 orð

17.500 höfðu séð "Eraser"

ALLS höfðu um 17.500 manns séð nýjustu spennumynd Arnolds Schwarzeneggers, "Eraser", í Sambíóunum og víðar eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu 21.000 manns séð Í hæpnasta svaði, 13.000 Bréfberann, 32.000 Leikfangasögu, 38.000 Klettinn, 34.500 Sendiförina, 17.000 Truflaða tilveru, 11.500 "Kingpin" og 3.000 Flipper. Næstu myndir Sambíóanna eru m.a. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 375 orð

»Alþjóðlegt arðrán Margt sérkennilegt á sér stað í rokkheiminum, ekki sís

Margt sérkennilegt á sér stað í rokkheiminum, ekki síst þegar tónlistarmenn eru í hálfgildings stríði við tónlistarmarkaðinn; eru að semja svo merkileg listaverk að það er vart við hæfi að þau sé sett í hendurnar á alþjóðlegum arðræningjum, en halda samt áfram að semja og gefa út í góðri samvinnu við fyrirtækin sem þeir forsmá. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 54 orð

Brotist inn í fangelsi

SÆNSKIR fangelsisstarfsmenn tóku í gær eftir gati í girðingu umhverfis fangelsi í vesturhluta Svíþjóðar. Við nánari athugun kom í ljós að ekki hafði verið brotist út úr fangelsinu, heldur inn í það. Þjófarnir brutust inn í skrifstofu fangelsisstjórans, en forðuðu sér tómhentir og skildu meira að segja eftir kúbein. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 2515 orð

BRÝRNAR í Reykjavík

Brýr hafa alltaf heillað fólk. Rithöfundar hafa oft notað brýr sem áhersluauka eða tákn í verk sín, fræg er t.d. bókin Brýrnar í Madisonsýslu, ástarsaga þar sem ókleift reyndist að brúa bil milli heima tveggja elskenda. Fyrst og fremst eru brýr þó mikilvæg samtenging svæða fyrir umferð. Brýr í Reykjavík eru til dæmis a.m.k. tíu og sumar þeirra nýjar eða nýlegar. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1331 orð

Bræðravíg á ný Kúrdar í Írak eru klofnir í tvær fylkingar sem nú eiga í blóðugum átökum, segir í grein Kristjáns Jónssonar.

LIÐSMENN Barzanis, sem er leiðtogi Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP), tóku Arbil í liðinni viku af herjum Jalals Talabanis, er fer fyrir hinni aðalfylkingunni, Þjóðernisbandalagi Kúrdistans (KUP). Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1213 orð

Disney gerir Hringjarann

VARLA er hægt að ímynda sér við fyrstu sýn að hægt sé búa til fallegt Disney-ævintýri úr sögu Victors Hugo um hringjarann í Notre Dame. Sögusviðið er París árið 1482 en bókin kom út árið 1831 þegar höfundurinn var aðeins 28 ára undir heitinu "Notre-Dame du Paris" (íslensk þýðing eftir Björgúlf Ólafsson var gefin út árið 1948 og hét Maríukirkjan í París). Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 503 orð

Einn þekktasti leikstjóri Norðurlandanna

DANSKI leikstjórinn, handritshöfundurinn og kvikmyndatökumaðurinn Bille August er fæddur árið 1948 og lagði hann í fyrstu fyrir sig auglýsingaljósmyndun. Eftir að hafa lokið námi við Danska kvikmyndaskólann árið 1971 starfaði hann í fyrstu sem kvikmyndatökumaður við gerð myndarinnar Hemaat í natten (1977), Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 234 orð

Flugræningi flýði ófriðinn

PALESTÍNUMAÐURINN sem rændi búlgarskri leiguflugvél á þriðjudag og sneri henni til Óslóar, hugðist sækja um pólitískt hæli í Noregi, þar sem þar væri mun friðsamlegra en í Mið-Austurlöndum. Norskir embættismenn kváðust hins vegar efins um að hann fengi ósk sína uppfyllta, vegna strangra laga sem þar giltu um flugræningja. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 228 orð

Fólk

Tveir leikarar hafa með stuttu millibili dregið sig úr kvikmyndum sem komnar eru í tökur. Annar er John Travolta sem hætti við að leika í mynd Romans Polanskis, Tvífaranum eða "The Double". Ástæðurnar, að því er Travolta segir, voru veikindi sonar hans og ósætti milli Travolta og Polanskis. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 2548 orð

Fremur hið STÓRA en hið smáa

SVISS ER ekki landið sem Íslendingar hugsa helst til þegar þeir ákveða að fara í framhaldsnám í dag. Á árunum eftir stríð var þessu á annan veg farið. Þá var Sviss ofarlega á baugi í þessum efnum, það gerði hagstætt innanlandsástand þar miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1456 orð

Frumherjar bresku bylgjunnar

ROKKÞYRSTIR hafa átt náðuga daga í sumar því hingað hafa komið góðir gestir til tónleikahalds, bæði gamlir jálkar og nýjar stjörnur, og í kvöld leikur hér ein merkasta hljómsveit Bretlands nú um stundir, hljómsveitin Blur, sem nýtur mikillar hylli hér á landi, eins og sannast á sölu á breiðskífum hennar og því að löngu er uppselt á tónleikana. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 2033 orð

Fyrsta fegurðarsamkeppnin í Teofani-pökkum. Líklega er hvergi í heiminum til stærra safn íslenskra póstkorta og smápakkamynda en

Það er gaman að komast í að gramsa í möppunum hans Jóns Halldórssonar, sem standa í snyrtilegum röðum er fylla margar hillur í skápnum hans. Þar er safn hans af íslenskum póstkortum og smápakkamyndum, Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 282 orð

Fyrsti morgunninn í skólabílnum

KLUKKAN nálgast átta á þriðjudagsmorgni. Það er heldur svalt í veðri, enda tekið að hausta. Út úr ótal húsum á Höfn í Hornafirði koma lítil börn með stórar skólatöskur á bakinu, mörg þeirra í fylgd með foreldrum eða systkinum. Flest eru þau stundvís og standa prúð á þar til gerðum biðstöðvum og bíða eftirvæntingarfull eftir skólabílnum sem er væntanlegur á hverri stundu. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 638 orð

Gera myndir sem fólk vill sjá

"ÉG MUN EKKI sitja hér í fjögur kjörtímabil. Ég ætla að reyna að vinna mikla vinnu á skömmum tíma og síðan er ég farinn," sagði Þorfinnur Ómarsson nýr framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands í samtali við Morgunblaðið á fyrsta starfsdegi sínum í nýju embætti. Hann tók við starfinu af Bryndísi Schram og sagðist spenntur að fást við þau verkefni sem biðu. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Hátt uppi í Tíbet

Rúmri viku eftir að ég fór að heiman virti ég Shisha Pangma, 13. hæsta fjall jarðar, fyrir mér af Lalung Leh og undraðist um framhaldið. Seint um síðir sama dag höfðum við skrönglast á lítill rútu með bílalestinni eins langt og unnt er. Í 5.000 metra hæð, allfjarri tveimur smábyggðum Tíbeta, unnum við í óða önn við að reisa tjöld til tveggja nátta. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 213 orð

INNIHALDSRÍKT RAPP

FYRIR margt löngu kom fram ný hreyfing í bandarísku rappi; hreyfing sem byggðist á trúarlegu rappi og innihaldsríku. Þá fóru fremstar í flokku rappsveitir eins og The Jungle Brothers, De La Soul og A Tribe Called Quest. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 111 orð

Í BÍÓ

Eitt af því sem aukin samkeppni kvikmyndahúsanna í Reykjavík hefur leitt af sér er betri þjónusta við landsbyggðina. Í fyrstu naut Akureyri góðs af því og þar eru iðulega frumsýndar stórmyndir á sama tíma og þær eru frumsýndar í höfuðborginni en aðrir staðir hafa bæst við að undanförnu. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Íslenskur þrái og kínverskir drekabátar

AFMÆLISKVEÐJUNA frá skrifstofu gatnamálastjóra í Málmey fékk Kristján Gíslason á fimmtugsafmælinu meðan drekabátakeppnin stóð sem hæst. Kveðjan er grafin á koparplötu á stórum steini er stendur í garðinum á keppnisstaðnum við "kanalinn". Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 546 orð

Klassísk ástarsaga

JERUSALEM er epísk ástarsaga sem gerist rétt fyrir aldamótin síðustu í litlu trúuðu samfélagi í norðurhluta Svíþjóðar. Gertrud (Maria Bonnevie) og Ingmar (Ulf Friberg) eru ástfangin upp fyrir haus. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1839 orð

KOMNIR SVO LANGT SEM TÆKNIN LEYFIR Við Niels Bohr Institut í Kaupmannahöfn starfar hópur manna sem heitir

Okkar aðal verkefni undanfarin ár hefur verið að smíða tæki sem send verða með bandaríska Pathfinder-geimfarinu til Mars 2. desember, segir Haraldur. Því starfi er að mestu lokið og hafa tækin verið fest á geimfarið sem verið er að prófa. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 112 orð

Land feitu kattanna

DÝRAUNNENDUR eru "að drepa gæludýrin sín með ást", að sögn dýralækna, sem segja að breskir kettir og hundar séu hinir feitustu í Evrópu. Rannsókn hefur leitt í ljós að 52% hunda í Bretlandi og 47% katta þurfi að fara í megrun. Eigendur dýranna dekri við þau með ýmsu góðgæti og nýjum gómsætum gæludýraréttum, þannig að þau séu orðin algerir sælkerar. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 955 orð

LÉTTLEIKI OG KLASSÍK Í GRILLINU Léttleiki hefur ráðið ríkjum í Grillinu síðustu mánuði. Steingrímur Sigurgeirssongerði sér ferð

GRILLIÐ á Hótel Sögu á sér langa og merkilega sögu. Þeir eru óteljandi kokkarnir og þjónarnir sem þar hafa stigið sín fyrstu skref og enn í dag er Saga ein helsta þjálfunarmiðstöð íslensks veitingalífs. Grillið er staðfastur og íhaldssamur staður í flesta staði, jafnt hvað varðar innréttingar, matargerð og þjónustu. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1662 orð

MARTA, MARTA!

Sparsemi ­"Þegar eyðslukló ber á góma er iðulega átt við konu eða karl sem hleður utan á sig glingri," sagði Marta og nú vissi María að langur fyrirlestur var í uppsiglingu. ­"Klæðist leðurfatnaði og nýtízku fötum hverju sinni. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1030 orð

NÝIR LANDNEMAR HREIÐRA UM SIG Það eru alltaf breytingar og sviptingar í líf ríkinu í kring um okkur. Í augum fugla í fjarlægum

Það eru alltaf breytingar og sviptingar í líf ríkinu í kring um okkur. Í augum fugla í fjarlægum löndum myndi Ísland eflaust teljast fremur afskekktur útkjálki, en engu að síður hafa ýmsar nýjar tegundir verið að þreifa fyrir sér með varp síðustu sumur. Í sumar var engin breyting þar á, en þó ber þess að geta, að efst ber tvö ný nöfn. Það eru brandönd og barrfinka. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 101 orð

PÖNKSVEITIN

PÖNKSVEITIN góðkunna og goðsagnakennda Nomeansno er væntanleg hingað til lands í septemberlok og heldur eina tónleika. Tónleikarnir hér á landi verða lokatónleikar í Evrópureisu Nomeansno og leikur sveitin í Reykjavík eða nágrenni 28. september. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 235 orð

Rafall í hvert hús?

BRESKT fyrirtæki, Turbo Genset, hefur kynnt til sögunnar gasknúinn rafal, sem það segir svo kraftmikinn og fyrirferðarlítinn, að þess sé ekki langt að bíða að hann verði að finna á hverju heimili. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 671 orð

Rioja, Chardonnay og fleira

Nýjaheimsvín úr þrúgunni Chardonnay hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi sem víðar á síðastliðnum árum. Tvö ný Chardonnay-vín hafa nú bætst við á reynslulistann, bæði mjög frambærileg og frá framleiðendum sem flestir ættu að kannast við vegna vína sem fyrir eru í sölu. Frá Chile kemur vínið Montes Chardonnay 1995 (1.010 kr. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 795 orð

ROBERT BLYsegir að ljóðalestri ljúki aldrei í Afríku, þ

ROBERT BLYsegir að ljóðalestri ljúki aldrei í Afríku, þar sé litið svo á að ljóðið hafi ekki verið fullgert fyrren það hefur verið flutt fyrir áheyrendur. Bly segist ekki hafa alizt upp við ljóðlist. Hann hafi kynnzt henni stálpaður eða fullorðinn, ég man það ekki. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 198 orð

Saga Zanzibar

Saga Zanzibar ZANZIBAR samanstendur af tveim eyjum, Unguja og Pemba. Unguja er yfirleitt kölluð Zanzibar og á vesturströnd eyjunnar er Zanzibar-bærinn. Arabar komu fyrstir til Zanzibar á 8. öld og þeir stjórnuðu eyjunni þar til 1890 að hún varð breskt verndarsvæði. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 657 orð

Sambúð vísinda og lista

HILMAR Þór Björnsson arkitekt var beðinn að segja sitt álit á helstu brúm í Reykjavík. Brú þarf að vera þannig hönnuð að skynja megi hvernig kraftarnir eru fluttir til og færðir niður í jörðina og auðskiljanlegt sé hvernig hún hangir uppi," sagði Hilmar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Í öðru lagi þarf hún að vera þannig að maður beri fullt traust til hennar. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 173 orð

Svartklæddu mennirnir

Will Smith, Tommy Lee Jones og Linda Fiorentino leika saman í spennutryllinum "Men in Black", sem Barry Sonnenfeld leikstýrir. Hún fjallar um starfsmenn stofnunar sem hafa umsjón með nýbúum úr geimnum en tökur standa yfir í New York um þessar mundir. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 760 orð

Trattoria ­ Mamma mia

Á TÚNINU fyrir framan kirkju Heilags Frans sit ég flötum beinum og borða flatkökubita með pylsu. Virði fyrir mér á kirkjutröppunum á móti pattaralegan ferðamann borðandi jógúrt, beran að ofan og hefur útbúið sér höfuðfat úr hvítum bolnum. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 392 orð

Tvö góð tækifæri illa notuð

GÍSLI Sigurðsson umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins hefur skrifað mikið um arkitektúr í blaðið. Hann var beðinn að segja sitt álit á athyglisverðum brúm í Reykjavík. Á tveimur stöðum voru einstaklega góð skilyrði til þess að búa til fallegar brýr en þau tækifæri voru ekki notuð," sagði Gísli. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 580 orð

Undir mælikeri

ÞEIM tilmælum hefur oft verið beint til kvenna í blaðamannastétt að þær leiti til kvenna til að svara fyrir mál þar sem það má eðlilegt teljast og því verður við komið. Þessi tilmæli hafa einkum komið frá konum sem standa framarlega í kvennabaráttu. Ég veit að margar konur í blaðamannastétt hafa reynt að sinna þessum tilmælum eftir föngum án þess þó að ganga óeðlilega langt í þá veru. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1596 orð

Uppstokkun á skólastarfi í Hornafirði Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi skólahalds í Hornafirði í kjölfar

SKÓLASTARF er hafið samkvæmt nýju skipulagi í Grunnskóla Hornafjarðar. Nýja tilhögunin felur meðal annars í sér að grunnskólinn er allur einsetinn en þrískiptur. Þannig er yngstu börnunum, 1. og 2. bekk, ekið í Nesjaskóla sem er í 7 km fjarlægð frá Höfn, 3.-7. bekkur verður í Hafnarskóla og 8.-10. bekkur í Heppuskóla á Höfn. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1685 orð

Útúrdúr til kryddeyjunnar Zanzibar

GÓÐRARVONARHÖFÐI ­ TRÖLLASKAGI - 5. ÁFANGIÚtúrdúr til kryddeyjunnar Zanzibar Síðast var skilið við íslensku fjölskylduna, sem nú ekur norður eftir Afríku, þar sem hún strandaði í trúboðsstöð vegna bilunar í farartæki fjölskyldunnar. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 929 orð

Vísindin fyrir rétti

ÞAÐ ER EKKI oft sem vísindastörf eru hluti af réttarrannsókn, en þó var það tilfellið í máli ákæruvaldsins í Québec í Kanada gegn vísindamanninum Gaston Naessen árið 1986. LÆKNASAMTÖK þess fylkis ákærðu Naessen, sem er franskur Kanadamaður, Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 1004 orð

VÖNDUÐ VINNA Eftir Helga Bjarnason Guðmundur Guðmundsson er fæddur á Skagaströnd 23. desember 1949 og er því 46 ára gamall. Hann

Guðmundur Guðmundsson er fæddur á Skagaströnd 23. desember 1949 og er því 46 ára gamall. Hann flutti til Sauðárkróks 16 ára að aldri, lærði húsasmíði og fór síðan í Meistaraskólann í Reykjavík. Hann byrjaði að vinna hjá Trésmiðjunni Borg hf. 1970, fyrst sem verkstjóri, varð einn af eigendum árið eftir og hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1980. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 291 orð

Ys og þys

HLJÓMSVEITIN Soma hefur látið lítillega á sér kræla undanfarið og hóf ferilinn með látum; sigraði í hljómsveitakeppni norður í landi og fékk fyrir hljóðverstíma. Ekki er breiðskífa þó í vændum alveg strax vegna anna. Meira
8. september 1996 | Sunnudagsblað | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

TÓNLEIKAHALD hefst í Norðurkjallara MH föstudaginn 13. september næskomandi. Rokksveitin geðþekka Maus ríður á vaðið og að sögn hyggst sveitin leika úrval helstu verka sinna í bland við ný meistaraverk. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.