Greinar þriðjudaginn 10. september 1996

Forsíða

10. september 1996 | Forsíða | 72 orð

"Hjarta Sarajevo slær aftur"

Reuter "Hjarta Sarajevo slær aftur" ÚRSLITIN voru áhorfendum ekki efst í huga á opnunardegi fyrsta alþjóðlega frjálsíþróttamótsins sem haldið er í Sarajevo í Bosníu frá því að stríðið braust út þar í landi. Meira
10. september 1996 | Forsíða | 161 orð

Hyggjast reisa hæstu byggingu Evrópu

NORSKA fyrirtækið Kværner ASA greindi í gær frá fyrirætlunum um að reisa hæstu byggingu Evrópu í miðju fjármálahverfi London, City. Trafalgar House, útibú Kværner, mun standa fyrir því að hin 390 metra háa, 92 hæða bygging rísi. Húsið á að heita Árþúsundaturninn og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki fyrir árið 2001 til að fagna mótum alda og árþúsunda. Meira
10. september 1996 | Forsíða | 287 orð

Lýsir Díönu sem leikkonu

ROBERT Runcie, fyrrverandi erkibiskup af Kantaraborg og yfirmaður ensku biskupakirkjunnar, lýsir Díönu prinsessu sem "leikkonu" og "ráðabruggara", en kveðst hafa áhyggjur af framtíð hennar. Runcie kveðst einnig hafa vitað af sambandi Karls Bretaprins, fyrrverandi eiginmanns Díönu, og Camillu Parker-Bowles áður en það varð altalað í fjölmiðlum. Meira
10. september 1996 | Forsíða | 372 orð

Menn Barzanis að ná Sulaimaniya

LIÐSMENN Kúrdaleiðtogans Massouds Barzanis í Írak hertu enn sókn sína í gær gegn samtökum Jalals Talabanis og sögðust síðdegis í gær vera komnir inn í borgina Sulaimaniya, öflugasta vígi hans. Áður höfðu þeir tekið mikilvægt raforkuver við bæinn Dukan. Barzani naut aðstoðar Írakshers við að taka Arbil, höfuðstað Kúrdabyggðanna í Írak, fyrir rúmri viku. Meira
10. september 1996 | Forsíða | 202 orð

Útilokar ekki eftirgjöf Gólan-hæða

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kom af stað miklum vangaveltum í heimalandi sínu í gær er hann útilokaði ekki að Ísraelar myndu kalla herlið sitt heim frá Gólanhæðum til að ná friðarsamningum við Sýrlendinga. Fréttamenn ræddu við Netanyahu á leið til Bandaríkjanna þar sem hann átti viðræður við ráðamenn. Meira

Fréttir

10. september 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

10 daga yfir Atlantshaf

EIN stærsta skúta í eigu Íslendings liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn. Hún kom þangað á sunnudag eftir um tíu daga siglingu frá Saint John's á Nýfundnalandi. Eigandi skútunnar er Magnús Jónsson, flugstjóri hjá Flugleiðum. Skútan heitir Elín og er 44 fet á lengd og með stálbotni. Hún er tuttugu ára gömul og kostaði um sex milljónir króna, keypt í Flórída í Bandaríkjunum í vor. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 831 orð

14 líkamsmeiðingamál

Í DAGBÓK helgarinnar er bókfært 391 mál. Af þeim eru 14 líkamsmeiðingar, 13 innbrot, 12 þjófnaðir, 13 eignarspjöll, 5 brunar og 5 mál vegna heimilisófriðar. Afskipti voru höfð af 52 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi og þurfti að vista 46 manns í fangageymslunum, bæði vegna þess sem og ýmissa annarra mála. Sjaldnar var kvartað yfir hávaða og ónæði en oft áður, eða 27 sinnum. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 301 orð

Aldamótafundur á Þingvöllum undirbúinn

HLUTVERK Íslands í sjálfbærri þróun á 21. öldinni verður umræðuefni ráðstefnu sem haldin verður 13.-14. september nk. á Hótel Sögu og Þingvöllum. Ráðstefnan er undirbúningsráðstefna fyrir aldamótafund á Þingvöllum árið 2000 þar sem ætlunin er að ræða framtíð mannkyns og leiðina í átt til sjálfbærrar þróunar. Meira
10. september 1996 | Óflokkað efni | 125 orð

Allir nemendur í sama skólanum

GRUNNSKÓLI Skútustaðahrepps í Reykjahlíð var settur 2. september. Skólastjórinn Hólmfríður Guðmundsdóttir flutti skólasetningaræðu og kom víða við. Hún bauð alla nemendur bæði nýja og eldri velkomna í skólann, ennfremur kennara bæði þá sem kennt hafa við skólann og einnig þá sem nú eru að hefja þar störf svo og annað starfslið skólans. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 111 orð

Andvígir styrkjum til græningjasamtaka

ÞVERT á samþykktir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, og meirihluta Evrópuþingsins hyggjast fjármálaráðherrar aðildarríkjanna stöðva fjárstyrki ESB til evrópskra umhverfisverndarsamtaka. Þetta ákváðu embættismenn ráðherraráðsins, sem undirbúa fund ráðherranna, við fyrstu afgreiðslu fjárlaga ESB fyrir árið 1997. Upprunalega var gert ráð fyrir 14 milljónum ECU, um 1. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 323 orð

Athugasemd frá bæjarstjóranum á Akranesi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gísla Gíslasyni, bæjarstjóra á Akranesi: "Í tilefni sögusagna og orðróms varðandi flutning Landmælinga Íslands til Akraness og "hlutverk" Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra og Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, í því efni vegna tengsla þeirra við Málningaþjónustuna hf. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Atvinnuráðgjöf fyrir stúdenta

HAGVANGUR HF., Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð HÍ undirrituðu nýverið samning þess efnis að koma á fót atvinnuráðgjöf til handa stúdentum sem eru að ljúka námi eða eru á síðasta námsári við Háskóla Íslands. Atvinnuráðgjöfin verður starfrækt frá 1. september til 1. júlí ár hvert og verður hún í húsnæði Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 210 orð

Á heimleið frá Korsíku

KORSÍKUFARARNIR sem lögðu upp í langferð síðastliðinn föstudag eru nú á heimleið og hefur ferðin gengið eins og í sögu, að sögn einkaflugmannsins unga, Jóns M. Haraldssonar, en hann er aðeins nítján ára gamall. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 401 orð

Án samvinnu verða átök á ný

CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, varaði við því í gær, að mikil hætta væri á nýjum vopnuðum átökum í landinu neituðu stjórnmálaflokkar að vinna saman og deila völdum eftir kosningar, sem ráðgerðar eru í Bosníu næstkomandi laugardag. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Bílvelta á Jökuldal

JEPPABIFREIÐ með kerru í eftirdragi valt í brekku við Arnórsstaði á Jökuldal á sunnudagskvöld. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slapp ómeiddur. Tildrög slyssins voru þau að það sprakk á afturdekki bifreiðarinnar að því er talið er. Við það missti bílstjóri stjórn á jeppanum sem fór fram af tæplega fimm metra háum kanti og hafnaði á hliðinni, rúmlega fimmtán metrum fyrir neðan veginn. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Boða ódýrustu lyfin

Hagkaup Boða ódýrustu lyfin ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hagkaupa, segir að lyfjaverslun fyrirtækisins sem opnuð verður í Skeifunni eftir nokkrar vikur, muni skuldbinda sig til að vera alltaf ódýrasta lyfjaverslun landsins. "Við munum gera reglulegar verðkannanir til að tryggja að við séum alltaf lægstir. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 219 orð

Bresk verkalýðsfélög mótmæla

BRESK verkalýðsfélög urðu í gær ókvæða við fréttum um að stjórn Íhaldsflokksins væri að íhuga aðgerðir til að fækka verkföllum og að Verkamannaflokkurinn léði máls á sumum þeirra. Verkalýðsfélögin sögðu að flestir Bretar teldu nú þegar að Íhaldsflokkurinn hefði gengið of langt í að skerða áhrif verkalýðsfélaganna frá því hann komst til valda árið 1979. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 292 orð

Brottflutningur hermanna hafinn

BROTTFLUTNINGUR rússneskra hermanna frá Tsjetsjníju hófst á sunnudag eins og gert var ráð fyrir í friðarsamkomulagi Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Herhljómsveit lék fjörug lög við kveðjuathöfn á rússneskum herflugvelli skammt frá Grosní þar sem brottflutningurinn hófst. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 445 orð

Bændur leita til annarra sláturleyfishafa

LAGT hefur verið niður sláturhús Sláturfélags Suðurlands í Vík í Mýrdal og reiknar félagið með að sláturfé þar verði flutt á Selfoss til slátrunar. Bændur á þessu svæði eru margir ósáttir við ákvörðun SS og hafa leitað til annarra sláturleyfishafa með viðskipti. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 714 orð

Engin ein skýring er á fjölgun skjól stæðinganna

NÆR tvöfalt fleiri konur hafa gist Kvennaathvarfið um lengri eða skemmri tíma í sumar en á sama tíma í fyrra. Ásta Júlía Arnardóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Samtaka um kvennaathvarf, segir enga eina skýringu hafa fundist á þessari fjölgun en ekkert hafi komið fram sem bendi til aukins ofbeldis inni á heimilunum. Meira
10. september 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Framkvæmdir hafnar við snjóflóðagarðana

Flateyri-FRAMKVÆMDIR eru hafnar við snjóflóðavarnargarðana fyrir neðan Skollahvilft. Það er verktakafyrirtækið Klæðning sem sér um framkvæmdirnar. Í fyrsta áfanga verksins verður byrjað á því að hreinsa lífrænan jarðveg ofan af og síðan verður grafið fyrir fráveituskurði. Í framhaldi af því verður byrjað á því að móta leiðigarðinn sem verktakinn á að skila af sér fyrir 1. Meira
10. september 1996 | Smáfréttir | 32 orð

Fundur í málfundafélagi alþjóðasinna

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna býður til fundar þriðjudaginn 10. september kl. 20 í Reykjavík að Klapparstíg 26, 2. hæð. Gestur málfundafélagsins er Laura Garza, frambjóðandi Sósíalískra verkamanna til varaforseta í Bandaríkjunum. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 642 orð

Fyrrverandi ráðherra sakaður um aðild

LÖGREGLAN í Belgíu handtók á sunnudag Alain Van der Biest, fyrrverandi ráðherra, og er hann grunaður um að eiga aðild að morðinu á Andre Cools, kunnum frammámanni í röðum sósíalista í Vallóníu, fyrir fimm árum. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 257 orð

Fyrsta og síðasta málið í nýju Dómhúsi

FYRSTI málflutningurinn í nýju Dómhúsi Hæstaréttar fór fram í gær. Flutt var hæstaréttarmálið Þórhallur Dan Johansen gegn Eimskipafélagi Íslands hf. Málflytjendur voru hæstaréttarlögmennirnir Guðmundur Pétursson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Guðmundur Pétursson var að flytja sitt síðasta mál en hann hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður í 40 ár. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Greiða hreinsun bílanna

VEGAGERÐIN mun greiða bíleigendum sem áttu leið um Norðurárdal síðastliðinn föstudag hluta af kostnaði við hreinsun á bílunum sem fengu tjöru á sig við akstur á þessum slóðum. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Vegagerðarinnar í Borgarnesi, Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 233 orð

Grískir hægrimenn vinna upp forskot sósíalista

HÆGRIFLOKKURINN Nýtt lýðræði hefur unnið upp forskot stjórnarflokksins í Grikklandi, Sósíalistaflokksins, og fylgi þeirra er orðið hnífjafnt nú þegar tvær vikur eru í kosningar, ef marka má skoðanakannanir sem voru birtar í gær. Meira
10. september 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Grunnskóli Flateyrar settur

Flateyri-Miðvikudaginn 4. september sl. var Grunnskóli Flateyrar settur af núverandi skólastjóra, Birni Hafberg. Í ár eru skráðir 48 nemendur, en voru á síðastliðnu skólaári 58 talsins. Nemendur og foreldrar þeirra fjölmenntu á skólasetninguna. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Hass gert upptækt

LÖGREGLAN í Reykjavík gerði upptæk níutíu grömm af hassi við húsleit í Breiðholtinu á föstudagskvöld. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið. Málið er í rannsókn hjá fíkinefnadeild lögreglunnar. Meira
10. september 1996 | Landsbyggðin | 175 orð

Héraðsbúar fjölmenntu á Ormsteiti

Egilsstöðum-Ormsteiti var haldið nýlega, annað árið í röð. Teitið er uppskeruhátíð Héraðsbúa og var margt til gamans gert. Um 30 aðilar sýndu vörur og handverk ýmiss konar. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 253 orð

Hræddir við að gera mistök

NEFND sérfræðinga mun taka um það ákvörðun í lok mánaðarins hver skuli annast hjartaaðgerðina á Borís Jeltsín Rússlandsforseta, að sögn hjartalæknisins Jevgenís Tsjasovs í gær. Jeltsín hefur gefið í skyn að aðgerðin muni fara fram á stofnun Tsjasovs í Moskvu en alls eru fjórar slíkar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hvað ungur nemur...

STARFSÁR Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófst líkt og undanfarin ár með uppákomum í Kringlunni þar sem hljómsveitin lék fyrir gesti og gangandi á laugardag. Framundan eru Upphafstónleikar á fimmtudag, föstudag og laugardag, þar sem hljómsveitarstjórinn Takuo Yuasa og fagottleikararnir Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vilbergsson verða í sviðsljósinu. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Höfðaborgarfélagið heldur Reykjavíkurball

STJÓRN Höfðaborgarfélagsins hefur ákveðið að efna til dansleiks í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 14. september nk. Á dansleikinn er sérstaklega boðið íbúum sem áttu heima við Skúlagötu, í Túnunum, þ.e. Samtúni, Miðtúni, Hátúni, Höfðatúni og Defensor á árunum 1960­1980. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Íslendingar fengu silfur

LANDSLIÐ matreiðslumeistara hlaut silfurverðlaun fyrir heita rétti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Berlín á sunnudag. Silfurmatseðillinn samanstóð af fiskiseyði með íslensku sjávarfangi í forrétt, lambahrygg með spínatívafi í aðalrétt og súkkulaðiterta í eftirrétt setti punktinn yfir máltíðina. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

JÓAKIM PÁLSSON

Andlát JÓAKIM PÁLSSON JÓAKIM Pálsson útgerðarmaður í Hnífsdal lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á sunnudag. Jóakim var fæddur í Hnífsdal 20. júní 1915. Foreldrar hans voru Guðrún Guðríður Guðleifsdóttir, húsfreyja, og Páll Pálsson, útvegsbóndi og formaður í Hnífsdal. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kristján leysir Pavarotti af í Metropólitan

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari leysir Luciano Pavarotti af hólmi í óperu Verdís, Vald örlaganna, í Metropólitan-óperunni í New York borg í vetur. Fyrsta sýning með Kristjáni verður 19. febrúar en alls verða þær fimm, 22. og 27. febrúar og 4. og 7. mars. Kristján syngur einnig í fimm sýningum á Cavalleria Rusticana eftir Mascagni í Metropólitan-óperunni, 29. janúar, 2., 5., 8. og 13. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Kúasmali er ekki ónýtur titill

Þóra Pétursdóttir er ekki há í loftinu en hefur samt gegnt því virðulega embætti að vera kúasmali á búi foreldra sinna á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði í sumar. Þóra sagðist brátt ætla að hætta störfum því hún er byrjuð í 5. bekk í Vopnafjarðarskóla og styttist í að kýrnar verði hýstar fyrir veturinn. Uppáhaldskýrin hennar Þóru er kýrin Draumadís. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Laxastigi við Elliðavatn opnaður á ný

LAXASTIGI við Elliðavatnsstíflu hefur verið opnaður en honum var lokað á síðasta sumri eftir að kýlaveikisýking kom upp í Elliðaánum. Fisksjúkdómanefnd ákvað að heimila opnun stigans með hliðsjón af því að kýlaveiki hefur ekki greinst í ánum í sumar. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Leiðakerfi strætisvagna tímamælt á ný

STJÓRN SVR samþykkti í gær að fela starfshópi, sem unnið hefur í eitt og hálft ár að undirbúningi breytinga á leiðakerfi SVR, að vinna greinargerð um þá þætti breytinganna sem gagnrýndir hafa verið að undanförnu. Meðal þess sem hópurinn á að gera er að tímamæla helstu leiðir og koma með tillögur um breytingar ef hann telur þörf á því. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

LEIÐRÉTT

Í minningargrein Jónu Kristínar Magnúsdóttur um hjónin Önnu Gunnsteinsdóttur og Sigurð Þorsteinsson á blaðsíðu 45 í Morgunblaðinu fimmtudaginn 5. september féll niður nafn elsta sonar Helgu, dóttur þeirra Önnu og Sigurðar, Niel. Þá féll niður nafn eiginkonu Sigurðar, yngsta sonar þeirra hjóna, Önnu og Sigurðar, Ann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 544 orð

Litið til hússins sem musteris réttlætisins

MÁL var flutt í fyrsta sinn í nýju Dómhúsi Hæstaréttar við Arnarhól í gær. Áður en málflutningurinn hófst var stutt athöfn í dómsal 1 þar sem Þórunn Guðmundsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, færði Hæstarétti listaverk eftir Svövu Björnsdóttur. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Lægsta boð helmingur af áætlun

LÆGSTA tilboð í Örlygshafnarveg um Skápdalshlíð í Patreksfirði var rétt rúmur helmingur af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Verktakinn býðst til að vinna verkið fyrir 16,7 milljónir kr. en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 30 milljónir. Lægsta tilboðið er frá Friðgeiri V. Hjaltalín í Grundarfirði. Næst lægsta tilboðið hljóðaði upp á 24,7 milljónir kr. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Maður féll þegar vinnupallur hrundi

VINNUSLYS varð á Akureyri skömmu fyrir hádegi í gær. Vinnupallur féll frá tveggja hæða húsi og maður sem var á pallinum skall einnig til jarðar og brotnaði illa á hægra fæti. Maður var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Mikil þátttaka í Stimpilleik í ESSO

DREGIÐ var í Stimpilleik ESSO 24. ágúst sl. Stimpilleikurinn var í Vegabréfi ESSO og Ferðamálaráðs Íslands. "Þátttaka var mjög góð. Um 10.500 staðfestingar fyrir 10 stimpla bárust og um 12.000 seðlar voru í Vegabréfspottinum sem dregið var úr vikulega í beinni útsendingu á Rás 2," segir í frétt ESSO. Þeir sem hlutu vinninga í leiknum eru: 1. vinningur: VW Polo frá Heklu hf. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Mælt með Gísla Kr. Lórenzsyni

ÍÞRÓTTA - og tómstundaráð Akureyrar hefur mælt með því að Gísli Kristinn Lórenzson verði ráðinn í stöðu forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar. Gísli Kr. Lórenszonar er varaslökkviliðsstjóri Slökkvilið Akureyrar en hann hefur látið íþróttamál til sín taka um áratuga skeið, m.a. Meira
10. september 1996 | Miðopna | 1265 orð

Nauðsynlegt að halda EES á lofti Samskipti Íslands við Liechtenstein, einkum á sviði Evrópska efnahagssvæðisins, voru í

LIECHTENSTEIN og Ísland geta að lítt athuguðu máli virzt eiga fátt sameiginlegt. Liechtenstein er landlukt furstadæmi í Mið-Evrópu, 160 kmað stærð, en Ísland stór eyja úti í miðju Atlantshafi. Þegar betur er að gáð, er þó ýmislegt sem tengir þessi tvö annars svo ólíku lönd. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Námskeið í ásetningu gervinagla

NAGLASTOFAN Neglur & list, sem er til húsa að Suðurlandsbraut 52, heldur í september og október tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra ásetningu gervinagla, naglaskreytingu, styrkingu og umhirðu náttúrulegra nagla, ásetningu gervinagla á tær, paraffín handmeðferð og fleira sem snýr að gervinöglum og viðhaldi þeirra. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Nefnd athugar hvort hægt sé að rýmka reglur

STJÓRN Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað í 3,75%, eins og það var fyrir árið 1992. Núverandi endurgreiðslukerfi geri þeim einstaklingum sem eru að greiða af námslánum ókleift að lifa mannsæmandi lífi og torveldi húsnæðiskaup til muna. Meira
10. september 1996 | Landsbyggðin | 94 orð

Nýr skattstjóri skipaður

Ísafirði­Sigríður Björk Guðjónsdóttir, 27 ára lögfræðingur, hefur verið skipuð skattstjóri Vestfjarðaumdæmis til fimm ára frá og með 1. október nk. Sigríður Björk hefur starfað á eftirlits- og tekjuskattsskrifstofu hjá Ríkisskattstjóra. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1993. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Opinn fundur um kjaramál

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ heldur opinn fund á Kornhlöðuloftinu þriðjudagskvöldið 10. september um kjaramál á Íslandi með hliðsjón af kjaramálum í nágrannalöndum okkar. Í sumar hafa komið fram upplýsingar um samanburð á kjörum á Íslandi og í Danmörku, skýrsla Þjóðhagsstofnunar sem unnin var eftir að beiðni kom frá þingflokki Alþýðubandalagsins um slíka skýrslu á sl. þingi. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Óheimilt samkvæmt grunnskólalögum

LANDSSAMTÖKIN heimili og skóli hafa sent frá sér ályktun til að vekja athygli á að samtökunum hafa borist fregnir af því að nemendur í 9. og 10. bekk séu látnir kaupa námsgögn í valgreinum nú í upphafi skólaárs, en slíkt sé með öllu óheimilt. Grunnskólalög og reglugerð um valgreinar í grunnskóla taki af öll tvímæli um slíkt. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Prestvígsla í Landakoti

KAÞÓLSKUR prestur, séra Atli Gunnar Jónsson, var vígður í Kristskirkju í Landakoti á laugardaginn og söng hann sína fyrstu messu á sunnudag. Johannes Gijsen biskup vígði Atla. Atli er sjöundi Íslendingurinn sem vígist til prests í kaþólskum sið eftir siðaskipti. Hann hefur stundað nám í Bretlandi og Róm og mun ljúka licentiatsprófi á komandi sumri. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Rákust saman á Vesturlandsvegi

TVEIR bílar sem komu hvor úr sinni áttinni rákust harkalega saman á Vesturlandsvegi um miðjan dag á sunnudag. Endaði annar bíllinn utan vegar. Tvær tækjabifreiðar slökkviliðsins og þrjár sjúkrabifreiðir fóru á staðinn auk lögreglu. Klippa þurfti ökumenn beggja bílanna úr bílflökunum. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Reykur í Alþingishúsinu

SPENNIR á annarri hæð Alþingishússins brann yfir laust eftir hádegi í gær og sprakk. Talsverður reykur varð af þessum völdum í húsinu en enginn eldur. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs fór á staðinn. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

RLR svarað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Tómasi Jónssyni héraðsdómslögmanni: "Starfandi vara-rannsóknarstjóri ríkisins hefur sagt mig misskilja reglur sem gilda um framsal sakamanna á milli Norðurlandanna. Hér er enginn misskilningur á ferðinni. Meira
10. september 1996 | Landsbyggðin | 412 orð

Rolluhræ á botni laugarinnar í tæpt ár

Ísafirði-Í óveðrinu sem geisaði á norðanverðum Vestfjörðum undir lok októbermánaðar á síðasta ári, þegar m.a. stórt snjóflóð féll á Flateyri með hörmulegum afleiðingum, féll annað snjóflóð úr hlíðinni milli Norðureyrar og Selárdals í Súgandafirði. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 571 orð

Sagt að Írakar hafi afstýrt aðgerð CIA

TRENT Lott, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði á sunnudag að fréttir af því að árás Saddams Husseins, forseta Íraks, á Kúrda í norðurhluta Íraks hefði leitt til þess að leynileg aðgerð bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, varð að engu væri áhyggjuefni. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 397 orð

Sá stærsti úr Elliðaánum

JÓN Þór Júlíusson, 15 ára gamall, veiddi um helgina stærsta laxinn sem komið hefur á land úr Elliðaánum í sumar. Var það 15 punda leginn hængur sem ugglaust hefur verið 17-18 pund á góðum degi fyrr í sumar. Laxinn veiddi Jón Þór á maðk og stóð viðureignin í um 15 mínútur. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

SEldur kom upp í Hólmaborginni SU

ELDUR kom upp í Hólmaborginni SU síðastliðinn föstudagsmorgun þar sem skipið var í skipasmíðastöð í Gdynia í Póllandi. Eldurinn kom upp í svokölluðu "astikrými" þar sem verið var að rafsjóða og er talið að kviknað hafi í út frá því. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en tjón er metið á 20 til 30 milljónir króna sem skipasmíðastöðin tekur á sig. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 259 orð

Sex leiksýningar, átta myndlistarsýningar og tónlistarviðburðir

LISTASUMRI á Akureyri lauk um helgina þegar lokahátíð Listasumars var haldin í Ketilhúsinu. Aðsókn að viðburðum var með ágætum og hefur Listasumar sem nú var haldið í fjórða sinn skapað sér sess í menningarlífi bæjarins. Að sögn Hafliða Helgasonar framkvæmdastjóra var boðið upp á fjölbreytta og sérlega vandaða listviðburði. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

SH eykur framleiðslu um 22%

HEILDARFRAMLEIÐSLA SH fyrstu átta mánuði ársins varð tæplega 90.000 tonn, en var á sama tíma í fyrra rúm 70.000 tonn. Framleiðslan hefur því aukizt milli ára um 22%. Heildarframleiðsla á síðasta ári varð tæplega 110.000 tonn, en það ár var annað bezta árið í sögu SH, þegar litið er til framleiðslunnar. Aðeins vantar framleiðslu upp á 20.000 tonn það sem af er árinu til að ná sama magni og þá. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 213 orð

Skipað að skjóta á flóttamenn?

RANNSÓKNARMENN í Þýskalandi hafa í fyrsta sinn fundið traustar vísbendingar um að stjórnvöld í Austur-Þýskalandi sem var hafi skipað landamæravörðum að skjóta sérhvern þann er reyndi að flýja til vesturs. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Skólinn "skreyttur"

LÖGREGLAN á Akureyri náði í skottið á pörupiltum sem voru að "skreyta" Lundarskóla með lakki úr úðabrúsa á sunnudagskvöld. Að sögn varðstjóra voru piltarnir þrír og sá elsti fæddur 1978 "og því kominn yfir það að geta talist óviti. Meira
10. september 1996 | Miðopna | 1274 orð

Snör handtök nauðsynleg í orkuöflun

Nýtt álver og stækkun járnblendiverksmiðjunnar þyrfti um 1.350 GWst raforku Snör handtök nauðsynleg í orkuöflun Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 423 orð

Stefnir í nýtt met í útflutningi hrossa

VEL LÍTUR út með útflutning lífhrossa í ár og ljóst að stefnir í metútflutning. Þann 1. september höfðu verið flutt út 1990 hross sem er rétt tæpum tvö hundruð hrossum fleira en flutt höfðu verið út 1. september 1994 sem er metár í útflutningi. Þá höfðu verið flutt út 1.791 hross, í fyrra höfðu 1.685 hross verið seld úr landi fyrstu átta mánuði ársins. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 191 orð

Stjórn de Klerks ábyrg?

STJÓRN hvíta minnihlutans í Suður-Afríku bar ábyrgð á fjöldamorðunum í Bisho í einu af svonefndu heimalöndum blökkumanna, Ciskei, árið 1992, að sögn Cyrils Ramaphosa, aðalritara Afríska þjóðarráðsins (ANC)í gær. Hann segir að Oupa Gqoso herforingi, sem tekið hafði sér völd í héraðinu, hefði aldrei þorað að láta skjóta á liðsmenn ANC án samþykkis stjórnar F.W. de Klerks í Pretoriu. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 568 orð

Stuðlar að jafnvægi í byggð landsins

FORSTJÓRI Landmælinga ríkisins kynnti starfsmönnum stofnunarinnar í gær formlega ákvörðun umhverfisráðherra að flytja Landmælingar ríkisins frá Reykjavík til Akraness. Jafnframt var starfsmönnum kynntur rökstuðningur ráðuneytisins fyrir flutningnum. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Stökk út í Laxá eftir stórlaxinum

PÉTUR Steingrímsson í Laxárnesi veiddi á sunnudaginn 28 punda lax í Laxá í Aðaldal. Pétur setti í laxinn á Vitaðsgjafa, en daginn áður fékk hann 22 punda lax sem hann veiddi á Skriðuflúð. Í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að laxinn hefði verið erfiður. "Hann tók 4-5 metra frá landi. Eftir að ég hafði glímt við hann dágóðan tíma gaf girnið sig. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 397 orð

Sveitarfélög keppa um grunnskólakennarana

SAMKEPPNI er milli sveitarfélaga um að fá til sín grunnskólakennara. Meira virðist vera um yfirborganir og sérkjör heldur en áður, en samt hefur reynst erfitt að fá fólk í stöður í skólum úti á landi. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 251 orð

Sveltandi börnum bjargað

HJÁLPARSTOFNANIR hófu í gær flutninga á matvælum og lyfjum til hundraða sveltandi barna í bænum Tubmanburg í Líberíu sem hefur verið einangraður vegna átaka stríðandi fylkinga. Talið er að 4.000 börn séu í bænum og hundruð þeirra séu nær dauða en lífi vegna hungurs. Sex ára borgarastyrjöld hefur kostað meira en 150.000 manns lífið í Líberíu. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

SVERRIR RUNÓLFSSON

Andlát SVERRIR RUNÓLFSSON SVERRIR Runólfsson lést að morgni sl. laugardags eftir erfið veikindi á 75. aldursári. Sverrir fæddist í Reykjavík 3. desember 1921, sonur Runólfs Kjartanssonar, kaupmanns í Parísarbúðinni, og Láru Guðmundsdóttur. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tóku mann nauðugan af heimili sínu

HÓPUR manna veittist að húsráðanda einum á heimili hans í Rimahverfi síðastliðið laugardagskvöld og var maðurinn fluttur nauðugur á brott í bifreið aðkomumanna. Til nokkurra ryskinga kom og gerði eiginkona mannsins lögreglu aðvart. Jeppabifreið var stöðvuð nokkru síðar og voru mennirnir í honum. Meira
10. september 1996 | Erlendar fréttir | 94 orð

Tuttugu ára ártíð Maós

ILLA farin mynd af Maó formanni prýðir veggi einnar af fjörutíu Maó-matstofum í Peking. Á matstofunum er á boðstólum dæmi um þann mat sem menn urðu að gera sér að góðu í "Stóra stökkinu fram á við" en þá létu um 28 milljónir Kínverja lífið í hungursneyð sem varð vegna stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum. Á matseðlinum er m.a. gras, trjábörkur, sporðdrekar og maurar. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Umhverfi Grenivíkurkirkju fegrað

Á SÍÐASTLIÐNU sumri hafa verið gerðar miklar endurbætur á umhverfi kirkjunnar á Grenivík, gömul girðing sem orðin var viðhaldsþurfi var fjarlægð og í hennar stað var hlaðin snyrtileg grjóthleðsla og hún tyrfð að ofan. Þeir Kristján Ingi Gunnarsson og Ásgeir Valdimarsson frá Akureyri sáu um framkvæmdina. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Unnið við nýjan miðbæ Ísfirðinga

HAFNAR eru framkvæmdir við nýjan miðbæ í Ísafirði. Efnt var til hönnunarsamkeppni á meðal arkitekta um nýja ímynd miðbæjarins á Ísafirði og varð tillaga Pálmars Kristmundssonar arkiteks fyrir valinu. Í fyrsta áfanga verksins, sem unninn verður í haust, eru ráðgerðar 10­15 milljónir króna. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 400 orð

Valkostur fyrir þá sem stunda vilja skógrækt

FÉLAGAR í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, sem leigja spildur í landi Háls í Eyjafjarðarsveit, hittust að Hálsi síðasta laugardag og áttu þar saman dagstund. Gróðursettar voru plöntur á svæðinu, þá sýndu forsvarsmenn félagsins fólki landið og greindu frá því sem næst er fyrirhugað að gera. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

Verksmiðjan seld tvisvar sinnum

EIGENDUR saltfiskverksmiðjunnar La Bacladera á Spáni hafa gert samning við norska fyrirtækið Troms Fisk um sölu á öllum hlutabréfum í verksmiðjunni þrátt fyrir að hafa áður gert bindandi sölusamning við SÍF um sölu allra hlutabréfanna. SÍF hefur þegar hafið málaferli vegna þessa til að fá sölu verksmiðjunnar til norska fyrirtækisins hnekkt. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 285 orð

Yfirgnæfandi líkur á læknasamningum í dag

YFIRGNÆFANDI líkur eru taldar á því að samningar náist í kjaradeilu heilsugæslulækna og ríkisins í dag eða kvöld, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Samningafundi sem hófst kl. 21 í gærkvöldi var frestað kl. 23.30 en honum verður haldið áfram kl. 13 í dag og bendir allt til þess að á honum muni takast að ganga frá gerð nýs samnings. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Þoka truflar flug

FLUGSAMGÖNGUR á Reykjavíkurflugvelli fóru úr skorðum í gær vegna svartaþoku. Fjórar flugvélar í innanlandsflugi gátu ekki lent á vellinum og var beint til Keflavíkur. Síðdegis, þegar létti til, gátu þrjár vélanna lent í Reykjavík. Meira
10. september 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

GENGIÐ verður um suðurhluta Vestureyjar Viðeyjar í kvöld, þriðjudag. Nú verður að fara fyrr en venjulega vegna skemmri birtutíma. Því verður farið með Viðeyjarferjunni kl. 19. Þetta er fjórða ferðin af fimm í þriðju raðgöngunni í sumar en í fimm ferðum sjá menn alla eyjuna nokkuð vel. Þetta er líka næstsíðasta kvöldgangan á sumrinu. Meira
10. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Þrjár sýningar opnaðar

ÞRJÁR sýningar voru opnaðar í Listasafninu á Akureyri um helgina. Einar Helgason sem kennt hefur íþróttir og myndmennt við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri sýnir verk sín í austursal safnsins, vatnslita- og pastelmyndir sem eru allt frá því að vera nýjar til mynda frá upphafi ferils hans. Meira

Ritstjórnargreinar

10. september 1996 | Staksteinar | 363 orð

»Ótrúverðug sinnaskipti HÉR ER ekki um að ræða þá sameiningu íslenskra jafnaðarmanna,

HÉR ER ekki um að ræða þá sameiningu íslenskra jafnaðarmanna, sem so mikið hefur verið gasprað um árum saman, segir í DV um sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Stundarfyrirbrigði Meira
10. september 1996 | Leiðarar | 563 orð

SAMSTARF Á SVIÐI VÍSINDA

LeiðariSAMSTARF Á SVIÐI VÍSINDA EÐ STUTTU millibili hefur verið skýrt frá tveimur merkum vísindaverkefnum á sviði læknisfræði, sem íslenzkir vísindamenn vinna í samvinnu við erlenda starfsbræður, augnrannsóknum með Japönum og flogaveikirannsóknum, sem Bandaríska heilbrigðisstofnunin kostar með 150 milljón króna framlagi. Meira

Menning

10. september 1996 | Skólar/Menntun | 210 orð

Ábyrgð og áhrif foreldra á grunnskólann

GRUNNSKÓLINN ­ ábyrgð og áhrif foreldra er yfirskrift foreldraþings á vegum Landssamtakanna heimila og skóla, sem haldið verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 13. september og laugardaginn 14. september 1996. Að sögn Unnar Halldórsdóttur formanns samtakanna gengur skráning nokkuð vel og finnst henni eftirtektarvert hversu margt skólanefndarfólk er meðal þátttakenda. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 166 orð

Á eigin vegum

Þrátt fyrir að rithöfundum sé ráðið frá því að fara út í eigin útgáfu, segjast Susan Hill og Rupert Allason engu kvíða. Fyrsta bókin, sem Allason gefur út er eftir John Cairncross, vin Grahams Greenes, en Allason segir Cairncross hafa játað að hafa verið fimmti maðurinn í njósnahneykslinu sem tengdist Burgess, Maclean og Philby. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Árnesingakórinn í Róm

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur nú hafið vetrarstarfið, en í sumar söng kórinn á tónleikum í Pantheon- hofinu í Róm 10. júní og að kvöldi sama dags í 13. aldar kirkju í Perugia, Chesa di Monteluce. Laugardaginn 13. júní söng kórinn á tónleikum í Dómkirkjunni í Massa en þar á meðal tónleikagesta voru utanríkisráðherra Íslands og frú. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Bette svöl og bóndinn líka

SÖNG- og leikkonan Bette Midler og eiginmaður hennar Martin von Haselberg settu upp sólgleraugun þegar þau gengu inn í þétta Lundúnaþokuna nýlega, minnug orða mannsins sem sagði ... "þegar maður er svalur skín sólin allan sólarhringinn". Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 123 orð

"Bulletproof" Wayans efst

GAMANMYNDIN "Bulletproof" með Damon Wayans og Adam Sandler í aðalhlutverkum var frumsýnd um helgina og fór beint í efsta sæti lista aðsóknarmestu mynda. Greiddur aðgangseyrir á myndina var 396 milljónir króna. Efsta mynd síðustu helgar, "The Crow" tók stóra niðursveiflu og féll í sjöunda sæti listans. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 278 orð

Eftirminnilegir atburðir og sérstætt fólk

HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi gefur út tíu bækur á þessu ári. Meðal væntanlegra bóka eru æviminningar Soffaníasar Cecilssonar, Lífskúnstnerinn Leifur Haraldsson og bók um Þórð í Haga - hundrað ára einbúa. Soffi í særoki söltu nefnast æviminningar Soffaníasar Cecilssonar skipstjóra og útvegsmanns í Grundarfirði. Bókin greinir frá lífi og starfi sjómanna og frá samferðamönnum í sjávarútvegi. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 39 orð

"Ég er andvarp"

"ÉG er andvarp" kallast klukkustundar langur ljóðaflutningur Hjalta Rögnvaldssonar leikara á Kaffi Oliver í kvöld kl. 22. Þar mun hann lesa upp ljóðabækur Þorsteins frá Hamri, Lifandi manna land og Langnætti á Kaldadal. Aðgangur er ókeypis. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 360 orð

Fimmtíu milljóna kr. meistaraverk

ÓÞEKKTUM indverskum rithöfundi hefur tekist að selja útgáfuréttinn að óbirtri fyrstu bók sinni fyrir sem nemur um 50 milljónir ísl. kr. Um er að ræða 280 síðna skáldsögu The God of Small Things" eftir Arundhati Roy, 36 ára, frá Nýju-Dehli. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 194 orð

Fróðleikur um fugla

ÍSFYGLA er heiti nýrrar bókar eftir sr. Sigurð Ægisson á Grenjaðarstað. Í bókinni er fjallað í máli og myndum um 72 fuglategundir sem verpa hér á landi að staðaldri. Jón Baldur Hlíðberg myndskreytti bókina. Sr. Sigurður hefur um langt árabil verið mikill áhugamaður um náttúrufræði og bæði skrifað í blöð og flutt útvarpserindi um fugla og hvali. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Fyrirlestur í Nýlistasafninu

FRANSKI heimspekingurinn Roger Pouivet heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, miðvikudaginn 11. september kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist "Þjónar einhverjum tilgangi að skilgreina list?" Roger Pouivet, sem er kennari við háskólann í Rennes á Bretagneskaga, starfar um tíma hérlendis sem gestakennari við heimspekideild Háskóla Íslands. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Garðabæjarbusar í Ingólfskaffi

NÝNEMAR í Fjölbrautaskóla Garðabæjar brugðu sér nýbusaðir í borgina og skemmtu sér á busaballi skólans sem var haldið á skemmtistaðnum Ingólfskaffi. Allir voru í stuði og sýndu tilþrif á dansgólfinu. Á efri hæð hélt Stuðbandið Spur uppi fjörinu en plötusnúðurinn Þossi á neðri hæð. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 481 orð

Gestir í gleðivímu

Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Blur í Laugardalshöll. Til upphitunar voru íslensku hljómsveitirnar Jet Black, SSSól og Botnleðja. Tónleikagestir voru eitthvað á sjötta þúsund, miðaverð 2.300 kr. Tónleikarnir stóðu frá kl. 18.00 til rúmlega 22.00. Meira
10. september 1996 | Tónlist | 621 orð

Glæsilegur kórsöngur

Clare College Chapel Choir frá Cambridge flutti ensk kórverk, mótettu eftir J.S. Bach og orgelverk eftir Janácek. Sunnudagurinn 8. september 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Festival Te Deum, eftir Benjamín Britten, op. 32, samið 1944, fyrir blandaðan kór og orgel. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Hlegið á miðnætursýningu

BRESKI grínistinn Eddie Izzard skemmti á miðnætursýningu í Loftkastalanum síðastliðinn föstudag fyrir troðfullu húsi. Gestir hlógu nær stanslaust þá tvo tíma sem hann stóð á sviðinu og meðal þess sem hann talaði um voru hestaferðir á Íslandi, ferðir í stórmarkaði, þroski ávaxta, Meira
10. september 1996 | Kvikmyndir | 624 orð

Í leit að trú og tilgangi

Leikstjóri Bille August. Handritshöfundur Bille August, eftir sögu Selmu Lagerlöf. Kvikmyndatökustjóri Jörgen Persson. Tónlist Stefan Nilson. Aðalleikendur Ulf Friberg, Maria Bonnevie, Sven-Bertil Taube, Hans Alfredson, Pernilla August, Lena Endre, Olympia Dukakis, Max Von Sydow, Sven Wallter, Annika Borg, Reine Brynjolfsson. Svíþjóð 1996. Meira
10. september 1996 | Myndlist | 761 orð

Konur og kynjastaðir

Valgerður Guðlaugsdóttir/Guðrún Þórisdóttir/Elsa Margrét Þórsdóttir. Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 15. sept.; aðgangur ókeypis. Gallerí Listakot: Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-14 laugard. og kl. 12-14 sunnud. til 14. sept.; aðgangur ókeypis. Gallerí Fold: Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-17 laugard. og kl. 14-17 sunnud. til 15. sept.; aðgangur ókeypis. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 384 orð

Listin gleður

ÞRÁTT fyrir að flestir hafi sínar skoðanir á því hverjir það séu sem sæki listviðburði hefur það viðfangsefni verið lítt kannað hér á landi. Bretar hafa hins vegar gert fjölda vísindalegra og óvísindalegara athugana á hinum dæmigerða listunnanda og nýlega birti Sunday Times úttekt á honum. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 561 orð

Með storminn í fangið

Leikstjóri: Jan De Bont. Handrit: Michael Crichton og Anne-Marie Martin. Framleiðendur: Kathleen Kennedy, Ian Bryce og Crichton. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aðalhlutverk: Helen Hunt, Bill Paxton, Jami Gertz og Gary Elwes. Universal, Warner Bros. 1996. MYND um veður og veðurfræðinga lítur ekki út fyrir að vera neitt sérlega spennandi á pappírnum. Meira
10. september 1996 | Skólar/Menntun | 1271 orð

Námsstyrkir Evrópusambands eftirsóttir

VERULEGRA áhrifa frá menntaáætlun Evrópusambandsins (ESB) er farið að gæta hér á landi innan alls skólakerfisins eftir að Erasmus- áætlunin og síðar Sókrates-áætlunin var tekin upp, að sögn Þóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Eru breytingarnar mest áberandi innan Háskóla Íslands (HÍ) og Myndlista- og handíðaskóla Íslands (MHÍ). Meira
10. september 1996 | Tónlist | 492 orð

"Non vibrato"

Sigurbjörg Magnúsdóttir mezzosópran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari fluttu söngverk eftir Haydn, Pál Ísólfsson, Carter, Barber, Sibelíus, Massenet og Bizet. Laugardagurinn 7. september 1996. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 158 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komið hjá Félaginu Ingólfi fimmta bindið í ritröðinni Landnám Ingólfs, nýtt safn til sögu þess. Í bókinni eru níu greinar. Lýður Björnsson fjallar um fyrstu Íslensku klúbbana. Meira
10. september 1996 | Skólar/Menntun | 121 orð

Ný tímarit TÍMARI

TÍMARITIÐ Heimili&skóli grannt er nýkomið út og er ritstjóri þess Unnur Halldórsdóttir. Blaðið er töluvert minna um sig en verið hefur og stendur til að gefa það framvegis út fjórum sinnum á ári í svipaðri stærð og það er nú. Að þessu sinni einkennist ritið af ýmsum hagnýtum upplýsingum um skólastarfið. Meira
10. september 1996 | Skólar/Menntun | 130 orð

Ný útgáfa

ALLT á einum stað, upplýsingamappa nemenda Háskóla Íslands er komin út í fyrsta sinn. ,Umsjón með texta og umbroti hafði Kristján Guy Burgess en Hilmar Þorsteinn hannaði kápu. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Pamela andspænis sæljóni

PAMELA Andersson Lee er mætt galvösk til leiks á ströndinni í nýrri þáttaröð Strandvarða. Hér sést hún ásamt tveimur meðleikurum sínum í þáttunum. Við hlið hennar er David Chokachi en öskrandi á móti þeim er myndarlegt sæljón. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Septembertónleikar Selfosskirkju 1996

ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleikaröð Selfosskirkju nú í haust, verða í kvöld 10. september kl. 20.30. Organisti að þessu sinni er prófessor Mark A. Anderson frá Princeton í Bandaríkjunum. Hann er mörgum kirkjutónlistarmönnum að góðu kunnur, en hann var aðalkennari á námskeiði barnakórstjóra í Skálholti í fyrra. Lengd tónleikanna er um 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Shakur skotinn og í lífshættu

RAPPARINN Shakur er í lífshættu eftir skotárás um helgina. Hann var skotinn þrisvar í brjóstið þegar bíl sem hann var farþegi í var veitt fyrirsát og 12-13 skotum var hleypt af. Shakur, sem hefur oft komist í kast við lögin, gekkst undir bráðaaðgerð í kjölfar árásarinnar og læknar segja líðan hans eftir atvikum. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 275 orð

Skógurinn er í vitundinni

Ljóðasýningin Rjóður í Hallormsstaðaskógi stendur nú sem hæst og mun fá að njóta sín í litaskiptum náttúrunnar úr hásumri yfir í haust. Fjölmargir gestir hafa lagt leið sína í Trjásafnið og séð og upplifað verk listamannanna sem nálgast viðfangsefnið á ólíkan hátt. Ses skáld taka þátt í sýningunni. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 402 orð

Spilað sér til skemmtunar

Candyfloss, fyrsta breiðskífa samnefndrar hljómsveitar. Hljómsveitina skipa Daníel V. Elíasson, Egill Gomez, Árni Þráinsson, Ingi V. Grétarsson og Héðinn Björnsson. Öll lög eru eftir meðlimi sveitarinnar nema "The Wizard", eftir Ken Hensley og Mark Clark. Hljómsveitin gefur sjálf út. 32,50 mín. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 36 orð

Sting fær heimsókn

LEIKARARNIR Rob Lowe, í miðið, og Christian Slater, til hægri, heilsuðu upp á popptónlistarmanninn Sting eftir tónleika hans í Los Angeles nýlega. Vel fór á með köppunum og myndarlegur vindilsdrjóli Slaters vakti verðskuldaða athygli. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Suðrænt Harmslag

Suðrænt Harmslag DÚETTINN Harmslag lék á veitingastaðnum Ara í Ögri nýlega. Hann er skipaður þeim Stínu Bongó sem leikur á trommur og Böðvari harmonikkuleikara. Þau léku meðal annars gömul íslensk lög með suðrænni sveiflu sem runnu ljúflega inn um eyru gesta. Meira
10. september 1996 | Menningarlíf | 447 orð

Syngjandi skáld

Árlegir hausttónleikar Harðar Torfasonar haldnir í Borgarleikhúsinu. Hörður var einn fyrir hlé en eftir hlé voru honum til aðstoðar Hjörtur Howser, Jens Hansson, Björgvin Gíslason, Friðrik Sturluson og Eysteinn Eysteinsson, aukinheldur sem Magnús R. Einarsson lék á mandólín í einu lagi. Áhorfendur voru ríflega 500 í Borgarleikhúsinu 6. september. Meira
10. september 1996 | Myndlist | 947 orð

Tíminn flýgur

Arngunnur Ýr/Helga Magnúsdóttir. Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 16. september; aðgangur kr. 200, sýningarskrá kr. 150. ÞÆR tvær listakonur sem hér sýna byggja verk sín báðar á þeirri náttúru, sem við öll hrærumst í. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 145 orð

Troðfullt hjá Rúnari

BÍTLAKYNSLÓÐIN, og raunar fólk á öllum aldri, hlýddi kallinu þegar efnt var til styrktardansleiks fyrir Rúnar Júlíusson á Hótel Íslandi síðastliðið laugardagskvöld. Rúnar hefur átt við veikindi að stríða að undanförnu, en mætti þó galvaskur til leiks og tók létta sveiflu með félögum sínum úr Hljómum, Trúbroti og Lónlí Blú Bojs. Meira
10. september 1996 | Fólk í fréttum | 180 orð

Vanilluís úr dópi í íþróttavörur

HVER man ekki eftir vanilluísnum og rapparanum Vanilla Ice sem skaust á frægðarhimininn árið 1990 með laginu "Ice Ice Baby" og átti meðal annars í átta mánaða löngu ástarsambandi við söngkonuna Madonnu? Hann er nú hættur í tónlistinni og hefur snúið baki við fyrra líferni, þar sem eiturlyf og áfengi runnu í stríðum straumum ofan í hann, Meira

Umræðan

10. september 1996 | Bréf til blaðsins | 106 orð

50 ára afmæli Melaskóla Rögnu Ólafsdóttur: HINN 5. október næstkomandi eru liðin 50 ár frá því að Melaskóli tók til starfa. Af

HINN 5. október næstkomandi eru liðin 50 ár frá því að Melaskóli tók til starfa. Af því tilefni er fyrirhugað að efna til myndasýningar í skólanum. Allmikið er til í skólanum af myndum frá þessu tímabili, en þó eru þar eyður í. Hér er fyrst og fremst átt við bekkjarmyndir og aðrar hópmyndir frá því fyrir 1960. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 621 orð

Ástu Möller svarað um neyðarþjónustu í kjaradeilu

ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúrkrunarfræðinga, geysist fram á ritvöllinn á síðum Mbl. þann 6. september sl. með sérstökum hætti. Þar kynnir hún sig sem sérstakan fræðimann og túlkanda siðareglna lækna og læknalaga. Meira
10. september 1996 | Bréf til blaðsins | 368 orð

Busaböl

ÞRÁTT fyrir alvarlega og ómaklega gagnrýni hafa framhaldsskólar og framhaldsskólakennarar beitt sér fyrir ótrúlega miklum umbótum í starfi sínu og starfsumhverfi innan skólanna undanfarin ár. Eitt af því sem þeir hafa knúið á um er að svokallaðar busavígslur leggist af sem ofbeldishátíðir en verði fremur móttaka nýrra félaga. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 700 orð

Engjavegur Reykjavíkur er langur og lestarferðir í lamasessi

FJARLÆGÐ milli heimilis og vinnustaðar í borg má líkja við engjaveg í sveit. Væri hann langur, þótti það galli og jarðir jafnvel metnar til færri hundruða. Engjasláttur stóð þó einungis fjórar vikur ár hvert, en vinnustaði sækja menn 48 vikur ár hvert. Vegalengd í Reykjavík frá heimili til vinnustaðar er löng því að byggð er úr hófi dreifð. Meira
10. september 1996 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Hvert er hlutverk LÍN?

HLUTVERK Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur komið mér svolítið skringilega fyrir sjónir núna á síðustu misserum, þar sem ég hef átt í baráttu við stjórn LÍN út af frestun á greiðslu af láni sem ég tók hjá þeim. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 669 orð

Íslenskar búvörur ógna ekki stöðugleikanum

Alltaf öðru hvoru heyrast hróp um að verðlag á íslenskum búvörum sé að hleypa vísitölum úr böndunum og ógni þeim stöðugleika sem ríkt hefur í efnahagslífinu á þessum áratug. Einkum er þessi umræða þrálát í tengslum við sveiflur í verðlagi á grænmeti og garðávöxtum, sem vissulega eru verulegar milli ára og frá einum mánuði til annars, Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 1027 orð

Margfalt barnameðlag ­ líf eyrir til kvenna eftir skilnað

ÞAÐ verður ekki logið á okkur konur. Við viljum eigna okkur börnin og láta karlpeninginn um að borga. Ein lítil dæmisaga af ungum hjónum. Hann: hefur unnið síðan hann var 17 ára. Vann sig upp. Ómenntaður, í góðri stöðu. Hún: Háskólamenntaður kennari, tiltölulega nýútskrifuð. Þau eiga eitt barn. Gátu ekki lifað í sátt og samlyndi í hjónabandi sem stóð stutt. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 922 orð

Námskrár!

NÁMSKRÁR eru mikilvægt stjórntæki sem notað er til að kveða á um inntak og fyrirkomulag kennslu. Þótt námskrár geti verið ólíkar að uppbyggingu er þeim þó yfirleitt sameiginlegt að þar er markmiðum skólastarfs lýst. Oft er tekið fram hvernig námsefni skuli skipt í námsgreinar og í hvaða röð skuli kenna efnið. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 550 orð

Ó-leikir í ÍSÍ-toppnum

UNDANFARNA mánuði hefur komið fram í sjónvarpi, útvarpi og nokkrum blaðagreinum rökstuðningur fyrir "nauðsyn" þess að íþróttahreyfingin og Ólympíunefndin sameinist í eina heild og undir einum "forseta". Það er athyglisvert að í öllum þessum viðtölum og greinum er ekki minnst á Ungmennafélagshreyfinguna, rétt eins og hún sé ekki með í myndinni. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 1127 orð

Prófessorinn og kvótakerfið

HINN 14. ágúst sl. birtist í Veri Morgunblaðsins viðtal við Rögnvald Hannesson prófessor við verslunarháskólann í Bergen í Noregi. Þeim sem fylgst hafa með fiskveiðimálum á undanförnum árum er prófessorinn vel þekktur fyrir að vera dyggur stuðningsmaður hins mjög svo umdeilda kvótakerfis, sem við Íslendingar búum nú við. Meira
10. september 1996 | Aðsent efni | 1071 orð

Rödd Eistlands

VACLAV Havel, Lech Walesa, Vytautas Landsbergis og Lennart Meri ­ þetta eru leiðtogar lýðræðisbyltingarinnar í Mið- og Austur- Evrópu og Eystrasaltsríkjunum. Havel og Meri eru þeir einu sem enn sitja á valdastóli. Meri er ekki einungis rödd Eistlands á alþjóðavettvangi; hann er áhrifamesti talsmaður þeirrar kröfu Eystrasaltsþjóðanna að fá að sameinast þjóðafjölskyldu Evrópuþjóðanna á ný. Meira

Minningargreinar

10. september 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir

Elsku systir mín, ég er svo sorgmædd yfir því að þú skulir vera farin frá okkur. Ég minnist liðinna stunda sem við áttum saman úti í Svíþjóð í fyrra er ég var þar í nokkra mánuði. Það var svo skemmtilegur tími. Við gerðum svo margt saman, fórum í bíó, töluðum saman um lífið og tilveruna, skemmtun okkur saman. Mér fannst svo gaman að eiga svona stóra systur. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 929 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir

Kom, fyll þitt glas! Lát velta á vorsins eld þinn vetrarsnjáða yfirbótafeld! Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld! Lít þessa rós! Hún segir: Sjá, ég græ og seilist uppí veröldina og hlæ. Frá mínum sjóði ég silkiskúfinn slít og sáldra um lundinn auðlegð minni á glæ. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 70 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir

Við hlýðum þó að komi hinsta kallið, og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum eins og blóm til foldar fallið, er fær ei varist sláttumannsins ljá. Nú bljúg við þökkum alla alúð þína, og umhyggju er jafnan kom frá þér. Nú sjálfur Drottinn annist öndu þína, og inn þig leiði í dýrðarvist hjá sér. (Jónína Magnúsdóttir. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir

Elsku stúlkan okkar, hún Inga Fanney, lenti í slysi úti í Svíþjóð. Hún er dáin, við trúum ekki að þetta gæti verið satt, þvílíkt reiðarslag, þvílík sorg. Hún var bara tuttugu og fjögurra ára og allt lífið framundan, búin að mennta sig og var í góðri vinnu. Inga Fanney hafði verið búsett í Svíþjóð síðan hún var átta ára gömul og bjó núna með móður sinni og tveimur hálfsystkinum. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 526 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir

Eins og það er nú annars gaman að heyra í móður sinni, hringja til sonar síns yfir hafið; ­ þá heyrði ég á móður minni þegar hún hringdi að kvöldi 27. ágúst sl. að fréttirnar væru ekki góðar; andardrátturinn var þungur, gráturinn skammt undan og þagnirnar langar. Henni var mikið niðri fyrir. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 99 orð

INGA FANNEY KRISTINSDÓTTIR

INGA FANNEY KRISTINSDÓTTIR Inga Fanney Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1972. Hún lést af slysförum í Svíþjóð 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristinn Valdemarsson og Guðlaug Ásta Ingólfsdóttir, en þau slitu samvistum. Guðlaug giftist Einari Garibaldasyni og á með honum Garibalda Þorbjörn og Margréti. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 97 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir Elsku systir, ég minnist þessa hroðalega atburðar sem gerðist 26. ágúst síðastliðinn er þú lést í

Elsku systir, ég minnist þessa hroðalega atburðar sem gerðist 26. ágúst síðastliðinn er þú lést í bifhjólaslysi í Svíþjóð. Ég sá þig ekki oft, en þú varst systir mín fyrir því. Þú komst um síðustu jól til okkar. Það var ánægjuleg stund. Alltaf sendir þú jóla- og afmælispakka en komst með þá um síðustu jól. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 126 orð

Inga Fanney Kristinsdóttir Elsku systir mín, ég minnist þeirra stunda sem ég hef átt með þér og þó að þú byggir í Svíþjóð komst

Elsku systir mín, ég minnist þeirra stunda sem ég hef átt með þér og þó að þú byggir í Svíþjóð komst þú reglulega í heimsókn og var það mjög ánægjulegt. Við vorum alltaf svo spenntar þegar Inga Fanney systir var að koma í heimsókn og okkur fannst þú ekki koma nógu oft. Við hefðum viljað fá þig oftar í heimsókn og hafa þig lengur. Síðasta heimsókn þín til okkar var um jólin í vetur. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Mig langar að skrifa fáein orð um elskulega móðursystur mína sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf eftir skammvinn veikindi. Hún var þó þeirrar gæfu aðnjótandi að vera heilsuhraust allt sitt líf þar til síðastliðið vor er hún veiktist skyndilega. Hefur það eflaust fallið henni þungt að vera upp á aðra komin þar sem hún vildi alltaf vera að rétta öðrum hjálparhönd. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 237 orð

Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 250 orð

JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR

JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR Jóhanna Vilhjálmsdóttir fæddist í Sandfellshaga í Öxarfjarðarhreppi í N-Þingeyjarsýslu 24. október 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóhönnu voru Vilhjálmur Benediktsson bóndi í Sandfellshaga, f. 10. maí 1879, d. 26. mars 1938, og Júlíana Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 119 orð

Jóhanna Vilhjálmsdóttir Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. Við Guð þú

Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Með þessum ljóðlínum og þeim sem á eftir fara viljum við kveðja þig elsku langamma. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 27 orð

JÓNA AXFJÖRÐ

JÓNA AXFJÖRÐ Jóna Axfjörð fæddist á Akureyri 8. janúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 6. september. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 755 orð

Jóna F. Axfjörð

Elsku Jóna mín. Loksins ertu laus við allar þjáningar og ég efast ekki um að vel verður tekið á móti þér. Þótt ég sé ekki vön að skrifa minningargreinar ætla ég samt að reyna að rifja upp gömul kynni. Ég var "utanbæjarstelpa" á Akureyri, þegar skólaganga mín hófst. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 208 orð

MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS

MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS Margrét Þorbjörg Thors Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1902. Hún lést 2. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur frá Snæfellsnesi og Thors Jensens sem kom barnungur til verslunarstarfa á Íslandi og setti mark sitt á atvinnusögu þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar a Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 299 orð

Oddný Friðrikka Helgadóttir

Ég hef lengi þekkt Oddnýju vinkonu mína. Ég man fyrst eftir henni þegar hún kom í Eiðaskóla. Þá var ég í barnaskóla. Ég horfði á þessa litlu, laglegu og fjörugu stelpu frá Þórshöfn úr fjarlægð. Þó aðeins þriggja ára aldursmunur væri á okkur var ég barn en hún unglingur. Síðar, að loknu kennaranámi, urðum við samkennarar í rúman áratug við Breiðholtsskóla í Reykjavík. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ODDNÝ FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR

ODDNÝ FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR Oddný Friðrikka Helgadóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 22. ágúst 1947. Hún lést á Landspítalanum föstudaginn 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 30. ágúst. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 798 orð

Ólafur Jóhannesson

Okkur langar til að skrifa nokkur orð um móðurbróður okkar Ólaf Jóhannesson, eða Óla frænda eins og við kölluðum hann oftast. Það er mest vegna þess að hann var svo góður frændi. Eins og í svo mörgum öðrum fjölskyldum þar sem eru ógiftir og barnlausir karlar, eða konur, skapast ágæt tengsl milli þeirra og barna annarra fjölskyldumeðlima. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 144 orð

ÓLAFUR JÓHANNESSON

ÓLAFUR JÓHANNESSON Ólafur Jóhannesson frá Svínhóli fæddist á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 15. maí árið 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Ólafsson, bóndi og kennari, og kona hans Halldóra Helgadóttir. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 126 orð

Ólafur Jóhannesson Ég kynntist Ólafi fyrir 50 árum er Helgi bróðir hans kvæntist Þóru systur minni. Hann var þá á besta aldri,

Ég kynntist Ólafi fyrir 50 árum er Helgi bróðir hans kvæntist Þóru systur minni. Hann var þá á besta aldri, fullur af hugsjónum og framtíðardraumum. Ólafur fluttist til Reykjavíkur árið 1950 en átti um tíma heima á Blómsturvöllum í nágrenni Reykjalundar þar sem hann vann um skeið. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 576 orð

Ólafur Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson var alinn upp í Narfakoti á Vatnsleysuströnd. Þar bjuggu bræðurnir Sigurður og Páll Björnssynir. Þeir voru báðir einhleypir og höfðu tekið við búi af foreldrum sínum. Bræðurnir voru gæðamenn sem vildu öllum vel og átti Kristján þar góð æskuár, ásamt fleiri fósturbörnum þeirra bræðra. Narfakotsbræður höfðu m.a. vitaörslu á Gerðistangavita. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 137 orð

ÓLAFUR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

ÓLAFUR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Kristján Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 7. apríl 1905. Hann lést í Reykjavík 30. ágúst síðastliðinn. Hann var elsta barn Guðrúnar Magnúsdóttur, f. í Holti á Vatnsleysuströnd 12. maí 1882, d. í Reykjavík 19. ágúst 1965. Hún giftist ekki en átti fimm börn. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 298 orð

Yrsa Benediktsdóttir

Þá er lífsgöngu Yrsu frænku minnar lokið, svo skjótt að það tekur tíma að átta sig á því. Þó heilsu hennar hafi hrakað nú síðustu ár, hélt hún alltaf sinni reisn. Manni fannst vera langt til kveðjustundar en nú er hún komin, aðeins fjórum mánuðum eftir að Ingólfur, maður hennar, lést í apríl síðastliðnum. Við Yrsa erum búnar að þekkjast um langt árabil. Meira
10. september 1996 | Minningargreinar | 203 orð

YRSA BENEDIKTSDÓTTIR

YRSA BENEDIKTSDÓTTIR Yrsa Benediktsdóttir fæddist á Akureyri 4. desember 1920. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Yrsu voru hjónin Benedikt Steingrímsson, skipstjóri og hafnarvörður, frá Akureyri og Jónína Rannveig Einarsdóttir húsmóðir frá Akureyri. Yrsa átti fjögur systkini, Ingibjörgu f. 8.7. Meira

Viðskipti

10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Athugasemd frá Þorsteini Ólafssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þorsteini Ólafssyni, stjórnarformanni Iðnþróunarsjóðs. "Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu hinn 7. september sl. í sambandi við vangaveltur um stofnun "Fjárfestingarbanka Íslands" er nafn undirritaðs nefnt sem hugsanlegur bankastjóri í þessari ímynduðu stofnun. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Betri afkoma fyrirtækja

Betri afkoma fyrirtækja HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi sem hlutfall af tekjum hjá 987 fyrirtækjum úr flestum atvinnugreinum, fyrir utan landbúnað og orkubúskap, hefur hækkað úr 3,8% árið 1994 í 4% árið 1995. Ekki er tekið tillit til óreglulegra gjalda og tekna og hagnaðurinn er fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 57 orð

Gæðahandbók fyrir þjónustu

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands hefur gefið út gæðahandbók sem er dæmi um hvernig gæðahandbók félaga og fyrirtækja í þjónustustarfsemi getur litið út. Hún er hugsuð til notkunar í starfi Gæðastjórnunarfélagsins, bæði í innra starfi og í samskiptum við viðskiptavini þess. Bókin er einnig hugsuð til almennrar sölu sem fordæmi og hvatning fyrir önnur félög og fyrirtæki. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 510 orð

Hagnaður nam um 33 milljónum króna

HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam tæpum 33 milljónum króna, án rekstrarafkomu hlutdeildarfélaga. Þetta er 12 milljónum króna meiri hagnaður en varð á rekstri fyrirtækisins allt síðasta ár, en þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið birtir endurskoðað milliuppgjör liggja ekki fyrir samanburðarhæfar tölur við sama tímabil í fyrra. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Hægist um á hlutabréfamarkaði

NOKKUR ró færðist yfir viðskipti á hlutabréfamarkaði í gær, eftir gríðarlega lífleg viðskipti á föstudag. Heildarviðskipti dagsins námu 26 milljónum króna en heildarviðskipti föstudagsins námu hins vegar um 128 milljónum króna. Þingvísitala hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands lækkaði um 0,21% í gær. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 305 orð

Ibex at Lloyd's valdi hugbúnað frá Navís hf.

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Navís hf. hefur þróað upplýsingakerfi fyrir breska tryggingarfélagið Ibex at Lloyd's sem nú er að hasla sér völl hér á landi í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Tryggingafélagið mun starfa undir nafninu FÍB Trygging hjá Lloyd's og bjóða bifreiðatryggingar á lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi, segir í frétt. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Leiti sameinast Þormóði ramma

ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglufirði og Útgerðarfélagið Leiti ehf. á Ísafirði hafa gert samning um að sameinast undir nafni Þormóðs ramma hf. Samruninn er afturvirkur og miðast við 30. júní 1996. Útgerðarfélagið Leiti ehf. er í eigu Ásbergs Péturssonar og Brynju Guðmundsdóttur á Ísafirði og hefur gert út frystitogarann Jöfur ÍS-172, sem nú stundar veiðar á Flæmska hattinum. Meira
10. september 1996 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Málið líklega tekið upp að nýju

SAMKEPPNISSTOFNUN mun væntanlega leggja til við samkeppnisráð á næstu vikum að það fjalli að nýju um hvort seta tveggja stjórnarmanna í Olís samrýmist samkeppnislögum að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar. Meira

Fastir þættir

10. september 1996 | Í dag | 154 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir KRISTÍN hafði samband við Velvaka

KRISTÍN hafði samband við Velvakanda vegna bréfs sem hún fékk sent gegnum tölvupóst, en það var frá Ricardo Naidich, 43 ára þýðanda í Argentínu. Hann var að leita að 55 ára gamalli konu sem heitir Aðalheiður Jóhannesdóttir, en hann kynntist henni fyrir rúmum 14 árum í Svíþjóð. Bréfið sendi Ricardo Kristínu vegna þess að hún hefur sama föðurnafn og vinkona hans. Meira
10. september 1996 | Dagbók | 2646 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 6.-12. september eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opin til kl. 22. Auk þess er Háaleitis Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
10. september 1996 | Í dag | 39 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. sept

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. september, er fimmtugur Guðmundur Friðrik Ottósson, verktaki, Melahvarfi 11, Vatnsenda, Kópavogi. Hann og eiginkona hans Kolbrún Baldursdóttir taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Fáks, Víðidal, föstudaginn 13. september nk. kl. 19. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDSUmsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags el

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 3.9. sl. 22 pör mættu. Úrslit: NS-riðill Sæmundur Björnss. - Böðvar Guðmundss.278 Helgi Vilhjálmsson - Árni Halldórsson247 Gunnþórunn Erlingsd. - Þorst. Erlingss. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarf Bridsfé

SPILAMENNSKA á vegum BR hefst miðvikudaginn 18. september á hefðbundnum tíma kl. 19.30. Að sjálfsögðu verður spilað í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1. Til að auðvelda spilurum þátttöku í starfi félagsins hefur orðið ofaná að hafa engin "löng" (4-6 kvölda) mót þar sem skyldumæting ríkir. Meira
10. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrönn Sigurðardóttir ogJens Daðason. Heimili þeirra er í Fífuseli 7, Reykjavík. Meira
10. september 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Fanney Sigurðardóttir og Orri Árnason. Heimili þeirra er í Hamraborg 28, Kópavogi. Meira
10. september 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Dómkirkjunni af sr. Karli Sigurbjörnssyni Ragna Kristmundsdóttirog Bjarni Halldórsson. Þau eru búsett í Pittsburg, USA. Meira
10. september 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigurlaug K. Jóhannsdóttir og Hafsteinn Sv. Hafsteinsson. Heimili þeirra er í Marklandi 2, Reykjavík. Meira
10. september 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Lágafellskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Örn Baldursson.Heimili þeirra er í Kongens Gt. 86, 7012, Trondheim, Noregi. Meira
10. september 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Þingvallakirkju af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur Jóhanna G. Jóhannsdóttir og Roland M. Zgraggen. Meira
10. september 1996 | Dagbók | 698 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. september 1996 | Í dag | 474 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 51 orð

Hvað skal segja? 8 Væri rétt að seg

8 Væri rétt að segja: Hún varð óðara var við það? Rétt væri: Hún varð óðara vör við það. Maðurinn varð var við það. Konan varð vör við það. Barnið varð vart við það. Þeir urðu varir við það. Þær urðu varar við það. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 646 orð

Íslandsmetin stóðust metamótið tvö vallarmet sett

SKEIÐFÉLAGIÐ og ýmsir áhugasamir keppnismenn stóðu nú öðru sinni fyrir svokölluðu "metamóti" þar sem farið er nokkuð frjálslega með gildandi reglur og ýmsar nýjungar reyndar. Sem sagt nokkurskonar tilrauna- eða þreifingarmót. Meira
10. september 1996 | Dagbók | 128 orð

Krossgáta 1LÁRÉTT: - 1 fín kl

Krossgáta 1LÁRÉTT: - 1 fín klæði, 4 bolta, 7 sælu, 8 slóttug, 9 máttur, 11 verkfæri, 13 vaxa, 14 múlarnir, 15 flói, 17 fiskurinn, 20 skip, 22 kind, 23 snákur, 24 guðs, 25 fræði. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 374 orð

Metamót á Kjóavöllum

A-flokkur gæðinga 1. Prins frá Hörgshóli, eigandi Þorkell Traustason, knapi Sigurður Sigurðarson, 8,58. 2. Seimur frá Víðivöllum fremri, eigandi Inga J. Kristinsdóttir, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,66. 3. Magnús frá Steinum, eigandi Axel Geirsson, knapi Vignir Siggeirsson, 8,39. 4. Mósart frá Grenstanga, eigendur Auðun og Gréta, knapi Ragnar Ólafsson, 8,33. Meira
10. september 1996 | Fastir þættir | 659 orð

Morgunfrú og hveitibrauð

Í FYRRASUMAR hitti ég mann norður í landi sem sagði mér frá bók sem hann vildi lána mér, en í henni er fjallað um blómið morgunfrú í matargerð. Ári síðar fór ég að reyna að prófa morgunfrúna í matreiðslunni, en uppgötvaði þá að blómið, sem var í öðrum hverjum garði fyrir nokkrum árum, er bara nokkuð sjaldgæft núna. Meira
10. september 1996 | Í dag | 303 orð

Útspil:

SPIL dagsins er áhugavert, bæði í sókn og vörn. Suður spilar fjóra spaða og má ekki gefa nema einn slag á trompið, sem er G9xxx móti Á8x. Hvernig á að meðhöndla slíkan lit? Suður gefur; allir á hættu. Meira
10. september 1996 | Í dag | 518 orð

VINTÝRAÞRÁIN virðist vera Íslendingum í blóð borin og

VINTÝRAÞRÁIN virðist vera Íslendingum í blóð borin og löngunin til þess að kynna sér fjarlægar slóðir fellur að sjálfsögðu undir þá þrá. Það kom Víkverja því ekkert á óvart í síðustu viku, Meira
10. september 1996 | Í dag | 149 orð

Þriðjudagur 10.9.1996: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

Þriðjudagur 10.9.1996: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Norðurlandamóti barnaskólasveita í Árósum í Danmörku í ágúst. Stefan Wahlström, Svíþjóð, var með hvítt, en Hjalti Rúnar Ómarsson (1.745) úr Digranesskóla í Kópavogi, hafði svart og átti leik. 29. - Hxg2+! 30. Ke3 (Eða 30. Meira

Íþróttir

10. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ´IA 15 11 1 3 34 12 34KR 15 10 3 2 35 11 33LEIFTUR 15 7 5 3 28 23 26´IBV 15 7 1 7 26 28 22STJARNAN 15 6 3 6 19 24 21VALUR 15 5 2 8 13 2 Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 186 orð

Alþjóðarallið

1. Rúnar Jónsson/Jón Ragnarsson, Mazda 3233.02,11 2. Niels Petter Gill/Einar Staff, Subaru3.05,47 3. Sigurður Bragi Guðmundsson/ Rögnvaldur Pálmason, Talbot3.11,43 4. Jeff Tunnard/Douglas Landy, Mitsubishi Pajero3.12,05 5. Hjörtur P. Jónsson/Ísak Guðjónsson, Toyota Corolla3. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 290 orð

Atletico Madrid fékk skell

Meistarar Atletico Madrid, sem léku án leikstjórnandans Jose Luis Caminero, máttu þola tap fyrir Compostela, 3:1. Hættulegasti leikmaður Atletico, Juan Eduardo Esnaider, náði að jafna leikinn fyrir leikhlé, 1:1, en hann var síðan tekinn af leikvelli í hálfleik af Radomir Antic, þjálfara, þar sem hann var kominn með gult spjald fyrir að mótmæla rangstöðudómi. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 268 orð

Ágúst skoraði tvö

Ágúst Gylfason hefur leikið vel að undanförnu með Brann í norsku 1. deildinni í knattspyrnu. Um helgina sigraði Brann lið Strömsgodset 6:2 og gerði Ágúst tvö síðustu mörkin í leiknum. Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, sat á varamannabekknum. Hann missti sætið í byrjunarliðinu eftir að hann tók landsleikinn gegn Tékkum framyfir deildarleik í síðustu viku. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 445 orð

Bragðdauft

Ég er hundfúll með mína menn, þeir voru áhugalausir og léku eins og ekkert væri í húfi að sigra, sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðsmenn hans höfðu gert jafntefli við Keflavík í botnbaráttu liðanna á Kópavogsvelli á laugardaginn, 1:1. Sigur var báðum mikilvægur því staða þeirra er slæm í 1. deildinni. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 752 orð

Breiðablik - Keflavík1:1

Kópavogsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild karla, 15. umferð laugardaginn 7. september 1996. Aðstæður: SV kaldi, alskýjað en þurrt. Völlurinn ágætur. Mark Breiðabliks: Arnar Grétarsson (26.). Mark Keflavíkur: Haukur Ingi Guðnason (37.). Gult spjald: Gestur Gylfason, Keflavík, (46.) - fyrir brot. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 197 orð

Dalvíkingar upp í 2. deild

DALVÍKINGAR tryggðu sér um helgina rétt til að leika í annarri deild að ári. Dalvíkingar sigruðu Fjölni 2:0 á sama tíma og Víðir tapaði heima fyrir Ægi og Selfyssingar unnu Reyni. Reynir tekur á móti Víði í síðustu umferðinni og verður það hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgir Dalvíkingum upp í 2. deild. Víðir er sem stendur í öðru sæti með 32 stig en Reynir hefur 31 stig í þriðja sæti. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 131 orð

England

Úrvalsdeildin: Blackburn - Derby1:2 Chris Sutton (11.) - Ron Willems (1.), (Sean Flynn 85.). 19.214 Aston Villa - Arsenal2:2 (Milosevic 39., 63.) - (Merson 70., Linighan 90.) 37.944 Leeds - Manchester United0:4 - (Martyn 3. sjálfsmark, Butt 49., Poborsky 77., Cantona 90.) 39. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 1106 orð

England

Úrvalsdeildin: Blackburn - Derby1:2 Chris Sutton (11.) - Ron Willems (1.), (Sean Flynn 85.). 19.214 Aston Villa - Arsenal2:2 (Milosevic 39., 63.) - (Merson 70., Linighan 90.) 37.944 Leeds - Manchester United0:4 - (Martyn 3. sjálfsmark, Butt 49., Poborsky 77., Cantona 90.) 39. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 376 orð

Enn sigrar Graf

ÞÝSKA tennisstúlkan Steffi Graf sigraði í fimmta sinn í Opna bandaríska meistaramótinu í tennis um helgina, lagði Monicu Seles 7-5 og 6-4 í úrslitaleik. Þetta var 21. sigur Graf á einu af stóru mótunum í tennis, en hún hefur 29 sinnum leikið til úrslita á slíkum mótum. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 277 orð

Eyjamenn að gefa eftir

Stjarnan gerði góða ferð til Eyja á laugardaginn og sigraði heimamenn 2:1 og munar nú aðeins einu stigi á liðunum, Eyjamenn eru í fjórða sæti en Stjarnan í því fimmta. Eyjamenn virðast því vera að gefa eftir í baráttunni um þriðja sætið, sem gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppninni næsta sumar. "Þetta var hörkuleikur. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 283 orð

FELIX Magath,

FELIX Magath, þjálfari Hamburger SV, var á meðal áhorfenda í Glasgow, til að fylgjast með Celtic, mótherjum liðsins í UEFA- keppninni. Hann sá liðið vinna Hibs 5:0. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 265 orð

Fjörugt hjá Þór og Fram Þórsarar sýnd

Þórsarar sýndu mikið keppnisskap þegar þeim tókst að vinna upp tveggja marka forskot 1. deildar kandídata Fram á Akureyrarvelli sl. laugardag. Það var engin hrákasmíð á leik Þórs að þessu sinni. Liðið sýndi á köflum sínar bestu hliðar og var síst lakara en Fram sem sigraði 8:0 í fyrri viðureign liðanna. Úrslitin 2:2 teljast sanngjörn. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 266 orð

Formula 1

Monza á Ítalíu. 53 hringir, 305,772 km: 1. Michael Schumacher (Þýskal.) Ferrari1:17.43,632 Meðalhraði hans var 236,034 km/klst. 2. Jean Alesi (Frakkl.) Benetton18,265 sek á eftir. 3. Mika Hakkinnen (Finnl.) McLaren1.06,635 4. Martin Brundle (Bretlandi) Jordan1.25,217 5. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 110 orð

GÍSLI Þór Einarsson

GÍSLI Þór Einarsson lék annan leik sinn í 1. deild er hann stóð á milli markstanganna hjá Blikum gegn Keflavík á laugardaginn. Gísli verður 20 ára 7. nóvember nk. og lék sinn fyrsta leik í 1. deild líka gegn Keflavík fyrir tveimur árum. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 428 orð

GRÆNLENSKUR

GRÆNLENSKUR handknattleiksmaður, Kim Nygård, hefur gengið í raðir Valsmanna og kom á fyrstu æfingu sína í gær. Hann er rúmlega 190 sm á hæð og spilar sem vinstri handar skytta. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 267 orð

Gullstig Skallagríms

Auðvitað var þetta bara heppni hjá mér og eflaust litið illa út ef hann hefði skotið í hitt hornið," sagði Friðrik Þorsteinsson markvörður Skallagríms og hetja liðsins er það lagði Þrótt 2:1 að velli í 2. deildinni á Valbjarnarvelli á sunnudaginn. Friðrik varði vítaspyrnu Árna Pálssonar á 69. mín. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 77 orð

Haraldur Ingólfsson náði boltanum við endalínu hægra m

Haraldur Ingólfsson náði boltanum við endalínu hægra megin á 64. mínútu, eftir að Fylkismenn höfðu reynd að koma knettinum í hornspyrnu. Hann gaf fyrir markið, beint á höfuðið á Stefáni Þ. Þórðarsyni sem var nýkominn inná sem varamaður, og hann skoraði af öryggi. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 1267 orð

Heilladísirnar fylgdu feðgunum Rúnari og Jóni

MEISTARAHEPPNI var með feðgunum Rúnari Jónssyni og Jóni Ragnarssyni í alþjóðarallinu. Á fyrsta keppnisdegi sluppu þeir með skrekkinn eftir að framöxull bilaði á einni leið. Á miðjum öðrum degi varð einhver bilun í gírkassanum og 280 km leið óku þeir með stöðugan skruðning frá gírkassanum í eyrunum. Krossuðu sig og vonuðu það besta. Þolinmæðin færði þeim gullið á endanum. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 344 orð

Helgi skoraði eftir aðeins 19 sekúndur í Berlín

Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir TB Berlín í 5:0 sigri á Nordhausen í þýsku 3. deildinni á laugardaginn og hefur því gert 4 mörk í fimm leikjum. Hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins á laugardag, það fyrra kom aðeins eftir 19 sekúndur. "Ætli þetta sé ekki met í deildinni. Við tókum miðju og hófum sókn og fengum strax hornspyrnu sem ég skoraði úr með skalla. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 71 orð

Hilmar Björnsson fékk laglega sendingu upp í horn hægra

Hilmar Björnsson fékk laglega sendingu upp í horn hægra megin, lék upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir mark Grindvíkinga, þar sem Þorsteinn Jónsson kastaði sér fram við markteig og skallaði knöttinn í netið. Þetta gerðist á 27. mín. Heimir Guðjónsson skoraði annað mark KR-inga á 71. mín. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 484 orð

HJÖRLEIFUR Hilmarsson

HJÖRLEIFUR Hilmarsson ogFranz Jezorskí urðu bensínlausir á miðri sérleið á Dómadal. Þeir sömdu við nærstaddan áhorfanda um að fá að tappa bensíni af bíl hans, enda Franz reyndur lögfræðingur og tókust skilyrðislausir samningar á mettíma. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 217 orð

Howard Wilkinson rekinn frá Leeds

LEEDS rak knattspyrnustjórann Howard Wilkinson í gær en hann hefur stjórnað ferð liðsins í tæplega átta ár. Það varð meistari 1992 eftir að hann hafði stýrt því upp úr 2. deild tveimur árum áður. Leeds endaði liðið tímabil í 13. sæti og eftir 4:0 tap gegn Manchester United um helgina er það í níunda sæti með sjö stig af 15 mögulegum. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 591 orð

Hyggst rallökumaðurinnHJÖRTUR P. JÓNSSONskjóta feðgunum ref fyrir rass? Daman opnaði og ég sat eftir

HJÖRTUR P. Jónsson, 25 ára gamall, vann fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í akstursíþróttum um helgina. Hann og Ísak Guðjónsson tryggðu sér titil rallökumanna í flokki ódýrra keppnisbíla. Hjörtur býr í Hafnarfirði ásamt Hjördísi Jónsdóttur og tveimur börnum, Gísla, sem er 7 ára, og Andreu, 4 ára. Hjörtur lærði rafvirkjun í Fjölbrautaskóla Breiðholts og vinnur hjá Iðnvélum hf. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 516 orð

Kanada og Bandaríkin í úrslit

Kanada og Bandaríkin leika til úrslita í heimsbikarnum í íshokkí, en um helgina sigruðu Kanadamenn Svía í undanúrslitum og Bandaríkjamenn höfðu betur gegn Rússum. Úrslitarimman hefst í Philadelphia í kvöld, en mest verða leiknir þrír leikir. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 75 orð

Knötturinn var gefinn inn í vítateig Vals á 38. mínútu, varnar

Knötturinn var gefinn inn í vítateig Vals á 38. mínútu, varnarmaður hugðist hreinsa frá en skallaði beint fyrir fætur Gunnars Más Mássonar, sem var á auðum sjó í miðjum vítateig átti ekki í vandræðum með að senda boltann í vinstra hornið. Á 83. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 416 orð

KR á toppnum í 126 mínútur

KR-ingar gerðu góða ferð til Grindavíkur, þar sem þeir tryggðu sér öruggan sigur, 0:2, og skutust þar með á topp 1. deildar, en voru þar ekki lengi. Þeir voru í forustuhlutverkinu í 126 mín., eða þar til Skagamenn tóku leikinn gegn Fylki, sem hófst klukkustund síðar, í sínar hendur. Það var ekki rishá knattspyrna sem leikmenn sýndu í Grindavík. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 80 orð

Kristófer Sigurgeirsson sendi knöttinn frá vinstri kanti á 26

Kristófer Sigurgeirsson sendi knöttinn frá vinstri kanti á 26. mínútu og fyrir markið á móts við miðja vítateigslínu þar sem Guðjóni Jóhannssyni mistókst að hreinsa. Arnar Grétarsson færði sér það í nyt og skaut föstu skoti með vinstri fæti í hægri stöngina og í netið. Á 37. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 84 orð

Laudrup ekki til sölu

GLASGOW Rangers hefur hafnað boði frá Barcelona, sem bauð níu millj. pund í Brian Laudrup. "Brian er ekki til sölu. Hann er frábær leikmaður," sagði David Murray hjá Rangers. Brian, sem er 27 ára, var keyptur til Rangers frá Fiorentína á Ítalíu fyrir 2,2 millj. punda og var hann útnefndur besti leikmaður Skotlands á fyrsta keppnistímabili sínu með Rangers. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 46 orð

Lee frá í fimm vikur

KÓREUMAÐURINN Lee Suk-Hyung, markvörður FH, fingurbrotnaði, langatöng vinstri handar, í leiknum gegn Stjörnunni á Reykjavíkurmótinu í handknattleik um helgina. Hann verður frá í fjórar til sex vikur og missir því af þremur fyrstu leikjum FH í Íslandsmótinu sem hefst í næstu viku. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 299 orð

Leiftur í góðri stöðu í baráttu um Evrópusæti

Gæði knattspyrnunnar að Hlíðarenda á laugardaginn, þegar Ólafsfirðingar sóttu Valsmenn heim, var ekki uppá marga fiska því baráttan var algerlega í fyrirrúmi. Gestunum tókst þó að sigra 2:0 og næla sér í þrjú mikilvæg stig, sem heldur þeim í þriðja sæti deildarinnar og góðum möguleika á sæti í Evrópukeppninni. Þó skal hafa í huga að enn eru þrjár umferðir eftir af deildinni. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 425 orð

MARAÞON »Málið snýst um loka-stöðuna hverju sinnien ekki áfanga á leið

Ensku knattspyrnunni hefur oft verið líkt við maraþonhlaup ­ árangur að hausti segir lítið sem ekkert til um lokastöðu að vori. Óvissan og spennan gera það að verkum að hvers leiks er beðið með mikilli óþreyju og sama spennan og óvissan ríkja þar til yfir lýkur. Leikgleði er áberandi í ensku knattspyrnunni þessar vikurnar. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 73 orð

Met í bekkpressu JÓN B. Reynisson s

JÓN B. Reynisson setti Íslandsmet í bekkpressu á hinu árlega Glaumbarsmóti um helgina. Hann lyfti 250,5 kg og sigraði í stigakeppninni. Víkingur Traustason varð annar í +125 kg flokki með 220 kíló. Völundur Þorbjörnsson sigraði í 125 kg flokki, lyfti 205 kg og í 100 kg flokki varð Gunnar Hjartarson hlutskarpastur með 180 kg en Ingvar Ingvarsson lyfti 175 kg. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 167 orð

Mikilvæg stig Víkinga Víkingar unnu sér inn

Mikilvæg stig Víkinga Víkingar unnu sér inn þrjú mikilvæg stig á sunnudaginn með 1:0 sigri á Leikni í Breiðholtinu. Heimamenn voru sprækari til að byrja með og áttu meðal annars skot í slá. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 101 orð

Montgomerie setti met

SKOTINN Colin Montgomerie sigraði á Meistaramóti Evrópu sem fram fór í Sviss. Hann lék síðasta hringinn á 63 höggum, átta undir pari, og brautirnar 72 á 260 höggum, 24 höggum undir pari. Með þessu spili bætti hann mótsmetið um eitt högg, en Jerry Anderson frá Kanada lék á 261 höggi árið 1984. Þetta var þriðji sigur Montgomeries á evrópsku mótaröðinni í sumar og 12. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 54 orð

Morgunblaðið/Golli Sárt að tapa

HART var barist á mörgum vígstöðvum knattspyrnunnar hérlendis, m.a. á toppi 2. deildar, þar sem Skallagrímsmenn úr Borgarnesi unnu mikilvægan sigur á Þrótti í Reykjavík. Borgnesingurinn Sveinbjörn Ásgrímsson sækir hér að Þorsteini Halldórssyni í viðureigninni en sá hinn síðarnefndi virðist hafa fengið knöttinn á viðkæman stað. »Neðri deildir/B3 1. og 2. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 457 orð

Opna Bláalóns mótið Síðasta mótið í þessari mótaröð, haldið í Leirunni sem er par 72. Án forgjafar: Þröstur Ásþórsson, GS73

Opna Bláalóns mótið Síðasta mótið í þessari mótaröð, haldið í Leirunni sem er par 72. Án forgjafar: Þröstur Ásþórsson, GS73 Birgir Leifur Hafþórsson, GL73 Örn Ævar Hjartarson, GS74 Guðmundur R. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 89 orð

Opna Reykjavíkurmótið: Riðlakeppnin: Haukar

Riðlakeppnin: Haukar - Grótta35:29 UMFA - KA29:26 FH - Breiðablik30:18 ÍBV - Grótta29:26 Valur - Víkingur25:17 Fram - Selfoss27:27 Víkingur - Fylkir24:20 Fram - Fylkir33:23 Valur - Selfoss27:25 ÍBV - Hörður47:17 Stjarnan - HK24:24 Haukar - Hörður62:19 Það er ekki á hverjum Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 775 orð

Ottey næst fótfráastakona sögunnar ­ 36 ára

DANIEL Komen frá Kenýa og Ludmilla Engquist frá Svíþjóð hrepptu síðustu titlana sem keppt er um á þessu mikla frjálsíþróttasumri, er þau tryggðu sér sigur í stigakeppni alþjóða frjálsíþróttasambandsins á laugardag. Úrslitamót stigamótaraðarinnar fór fram í Mílanó og þau Komen og Engquist fóru heim 250.000 dollurum ríkari. Fengu 50.000 dollara fyrir að vinna grein sína á mótinu og 200. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 278 orð

"Prinsinn" að ná völdum?

Noureddine Morceli frá Alsír, ókrýndur konungur millivegalengdahlaupa síðustu ár, sá á eftir erfðaprinsinum, Hicham El Guerroudj frá Marokkó, fyrstum í mark í 1.500 metra hlaupinu í Mílanó ­ og hafði ekki roð við honum. Morceli hafði ekki tapað í 1.500 metra eða míluhlaupi síðan 1992, í 56 hlaupum og segja má að hinn ungi El Guerroudj hafi nú gripið með a.m.k. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 34 orð

Reykjavíkurmótið Karlar: Breiðablik - Leikni

Reykjavíkurmótið Karlar: Breiðablik - Leiknir69:75 Valur - Breiðablik67:64 KR - Leiknir117:71 Konur: KR - ÍS67:47 KR - ÍR74:27 Reykjanesmótið Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 97 orð

Romario í sviðsljósinu

BRASILÍUMAÐURINN Romario var heldur betur í sviðsljósinu í Valencia í gær, þegar hann bar til baka að hann væri á förum frá Valencia. Hann gerði það aðeins klukkustund eftir að hann hafði sagt að hann myndi ekki leika undir stjórn þjálfarans Luis Aragones. Romario var óhress þegar ljóst var að hann væri ekki í liðinu sem léki gegn Bayern M¨unchen í UEFA-keppninni í kvöld. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 459 orð

Sampras bjargaði sumrinu

PETE Sampras bjargaði sumrinu hjá sér með sigri á Opna bandaríska mótinu á sunnudaginn. Sampras vann Michael Chang nokkuð örugglega í þremur settum í úrslitaleiknum og náði þar með að verja titil sinn og sigra í áttunda sinn á einu af stóru mótunum, en þetta var fjórði sigur hans á þessu móti og fékk hann tæpar 40 milljónir króna í vasann fyrir sigurinn. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 134 orð

Sanngjarnt jafntefli Lið FH og ÍR skildu j

Sanngjarnt jafntefli Lið FH og ÍR skildu jöfn, 1:1, í Kaplakrika og voru það sanngjörn úrslit. Sóknir FH-inga voru öllu skeinuhættari í fyrri hálfleik en ekkert var skorað, frekar sökum góðrar markvörslu en slæmra færa. Seinni hálfleikur var eftirmynd af þeim fyrri nema þá voru ÍR-ingar öllu hættulegri. Það var ekki fyrr en á 81. mín. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 247 orð

Schum-acher bít-ur frá sérÞJÓÐVERJINN Mich

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher á Ferrari heillaði Ítali uppúr skónum á sunnudaginn þegar hann vann ítalska kappaksturinn á Monza-kappakstursbrautinni á Ítalíu. Ferrari hefur ekki unnið þar frá árinu 1988 og þótti heimamönnum löngu tími til kominn. Kandídatarnir um heimsmeistaratitilinn, Bretanum Damon Hill og Kanadabúanum Jaques Villenuve, fengu engin stig úr keppninni. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 90 orð

Sigurður lék vel með Örebro

SIGURÐUR Jónsson átti mjög góðan leik með Örebro sem vann Malmö FF 2:0 í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. Sigurður lék á miðjunni á ný eftir að hafa leikið sem miðvörður í undanförnum leikjum. Hlynur Birgisson og Arnór Guðjohnsen léku einnig með Örebro, sem er komið upp í 9. sæti deildarinnar með 26 stig. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 369 orð

Skagamenn enn með eins stigs forystu á KR-inga

SKAGAMENN halda sínum hlut á toppi deildarinnar, einu stigi á undan KR. Þeir heimsóttu Árbæinga á sunnudaginn og sigruðu 2:0, en voru reyndar heppnir að heimamenn náðu ekki að skora í fyrri hálfleiknum. Það er ánægjuefni fyrir stuðningsmenn ÍA að liðið skuli fá þrjú mikilvæg stig þrátt fyrir mjög slakan leik. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 752 orð

Stigamót IAAF

Mílanó, Ítalíu á laugardag. Úrslitakeppni stigamótaraðar alþjóða frjálsíþróttasambandsins. KARLAR Sleggjukast: 1. Lance Deal (Bandar.)82,52 2. Igor Astapkovich (Hv­Rússl.)79,84 3. Heinz Weis (Þýskal.)78,38 4. Balazs Kiss (Ungvarjal.)78,34 5. Ilya Konovalov (Rússl.)78,20 6. Enrico Sgrulletti (Ítalíu)75,74 7. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 112 orð

Stjörnumenn áttu góða sókn strax á 7. mínútu leiksins. Hei

Stjörnumenn áttu góða sókn strax á 7. mínútu leiksins. Heimir Erlingsson skaut að marki en varnarmenn ÍBV vörðu skorið. Boltinn hrökk hins vegar til Baldurs Bjarnasonar, sem hafði átt sendinguna á Heimi. Baldur var á vítateigslínunni, snéri sér hálfhring með knöttinn og þrumaði honum í netið. Vel gert hjá Baldri. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 395 orð

Stuttgart áfram með fullt hús stiga

Leikmenn Stuttgart halda sínu striki og halda áfram að hrella markverði í Þýskalandi, hafa skorað fjórtán mörk í fjórum leikjum og eru með fullt hús stiga. Stuttgart lagði Köln að velli, 4:0, á Gottlieb-Daimler-leikvellinum, þar sem 53.700 áhorfendur voru saman komnir. Uppselt en langt er síðan uppselt hefur verið á völlinn. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 37 orð

Svíþjóð Halmstad - Örgryte1:3 Örebro - Malmö2:0 Gautabor

Svíþjóð Halmstad - Örgryte1:3 Örebro - Malmö2:0 Gautaborg - Degerfors2:0 Helsingborg - Umeå4:0 AIK - Trelleborg2:3 Norrköping - Dj¨urgården2:1 Oddevold - Ö Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 216 orð

Sætur sigur SIGUR Merlene ottey á

SIGUR Merlene ottey á Gail Devers í 100 metra hlaupinu í Mílanó var henni greinilega afar mikilvægur. Ekki nóg með að hún fengi 50.000 dollara fyrir að sigra í greininni heldur náði hún fram hefndum í leiðinni. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 241 orð

Tyson fljótur að næla í milljarð

VIÐUREIGN Mikes Tysons og Bruces Seldons í yfirþungavigt í hnefaleikum í Las Vegas aðfaranótt sunnudagins varð endaslepp, stóð aðeins í eina mínútu og 49 sekúndur. Áhorfendur voru óhressir og töldu að Seldon hefði látið sig falla í gólfið eftir að Tyson reyndi að slá hann ­ en hitti ekki. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 592 orð

Við getum sigrað alla

Middlesbrough hefur verið á hraðri siglingu að undanförnu. Í liðinni viku vann það West Ham 4:1 og fylgdi árangrinum eftir með 4:0 sigri á móti Coventry. Ítalinn Fabrizio Ravanelli og Brasilíumaðurinn Juninho gerðu sín tvö mörkin hvor og er sá fyrrnefndi markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sex mörk en sá síðarnefndi segir að Boro geti sigrað hvaða lið sem er. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 224 orð

Völsungar vonsviknir Það voru vonsviknir V

Völsungar vonsviknir Það voru vonsviknir Völsungar sem gengu af velli eftir 3:2 tap liðsins gegn KA á Húsavík þar sem Bjarni Jónsson fyrirliði KA skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Leikurinn var ágætur af beggja hálfu en staða Völsungs er nú orðin erfið. Ekki var skorað fyrir hlé. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 713 orð

Weah með stuttan skemmtiþátt

MEISTARABARÁTTAN er hafin á Ítalíu. Marco Simone skoraði tvö mörk og Líberíumaðurinn George Weah skoraði glæsilegt mark þegar meistarar AC Milan hófu titilvörnina með því að leggja Veróna að velli, 4:1. Bikarmeistarar Fiorentína fengu skell, töpuðu heima fyrir Vicenza 2:4 ­ Marcelo Otero skoraði öll mörk gestanna. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þór - Fram 2:2

Þór - Fram 2:2 Bjarni Freyr Guðmundsson (56.), Þorvaldur Ásgeirsson (71. sjálfsmark) - Ágúst Ólafsson 2 (43., 55.). Þróttur - Skallagrímur1:2 Pétur Grétarsson (sjálfsmark 18.) - Valdimar Sigurðsson (vítaspyrna 27.), Hilmar Hákonarson (52.). Leiknir - Víkingur0:1 - Arnar Hrafn Jóhannesson (34.). Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 59 orð

Þær fljótustu í 100 m 10,49Florence

10,49Florence Griffith Joyner, 16. júlí 1988 10,61Florence Gr.-Joyner, 17. júlí 1988 10,62Florence Gr.-Joyner, 24. sept. 1988 10,70Florence Gr.-Joyner, 17. júlí 1988 10,74Merlene Ottey, Jamaíka, 7. sept. 1996 10,76Evelyn Ashford, Bandar., 22. ág. 1984 10,77Irina Privalova, Rússl., 6. Meira
10. september 1996 | Íþróttir | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli Eyjamenn unnu opna ReykjavíkurmótiðÍBV sigraði á opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik karla sem lauk í íþróttahúsinu Austurbergi á sunnudag. Eyjamenn unnu Stjörnuna í úrslitaleik mótsins 32:24 og fengu 150 þúsundkrónur í sigurlaun. Fram sigraði KA, 28:16, í leik um þriðja sætið. Meira

Sunnudagsblað

10. september 1996 | Sunnudagsblað | 213 orð

5 FRÁBÆR

TIL AÐ koma hljómsveit á framfæri er heillaráð að gefa eitthvað út. Ekki þarf heldur altaf breiðskífu til, því það má haga málum eins og hljómsveitin Sóldögg gerði fyrir skemmstu er hún gaf út fimm laga disk sem hún kallar Klám. Meira
10. september 1996 | Sunnudagsblað | 195 orð

SALSA-tónlist hefur notið mikilla vinsælda á undanför

SALSA-tónlist hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum og sér ekki fyrir endann á þeim. Fyrir skemmstu sendi Spor hf. frá sér salsasafn þar sem meðal annars má finna íslenskt salsa. Platan nýja ber heitið Salsaveisla aldarinnar og á henni er að finna ýmis lög innlend sem erlend. Meira
10. september 1996 | Sunnudagsblað | 274 orð

Skítamórall" á plast

TIL AÐ kynna sveit, ekki síst ballsveit, er fátt betur fallið en gefa út. Sú leið hefur meðal annars reynst hljómsveitinni Skítamóral vel, en hún sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Súper". Meira
10. september 1996 | Sunnudagsblað | 212 orð

UGLUSPEGLAR

ÞEIR félagar Richard D. James og Mike Paradinas eru með fremstu tónlistarmönnum Bretland um þessar mundir og marka nýjar brautir í danstónlist. Þeir gera þó lítið af því að gefa út undir raunverulegum nöfnum sínum, grípa frekar til fjölda dulnefna, ekki síst til að fá útrás á mörgum sviðum. Það þótti saga til næsta bæjar þegar þeir hljóðrituðu saman breiðskífu. Meira

Fasteignablað

10. september 1996 | Fasteignablað | 896 orð

Á heilum vagni heim

Íloftinu liggur eftirvænting og gleði blandin óþreyju. Sumarferðin er að hefjast og nú er um að gera að komast af stað. Allmiklum farangri hefur verið pakkað, nesti tekið með og nú er bara eftir að gæta að því að ekki sé straumur á eldavélinni eða öðru tæki og hvort lokað sé fyrir vatnskrana áður en húsinu er læst. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 31 orð

Bráðabirgðalausn

Bráðabirgðalausn Stundum vill fólk gjarnan hafa geymslurými fyrir hluti inn á baðherbergjum án þess að sjáist of mikið í það sem geymt er. Svona lausn er ágæt til bráðabirgða og mjög ódýr. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 336 orð

Brýnt að skipuleggja svæðin áður en byggt verður meira

KRINGUM 70 sumarbústaðir eru nú í Bæjarhreppi í Lóninu í Austur Skaftafellssýslu og hafa þeir risið þar undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur verið mælst til þess við landeigendur að fleiri bústaðir yrðu ekki reistir fyrr en búið er að ganga frá skipulagi svæðisins. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 161 orð

Einbýlishús í Garðabæ

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu húseignin Hörgatún 5 í Garðabæ. Húsið er einlyft timburhús á steyptum kjallara að hluta. Bílskúrsréttur fylgir. Gólfflötur hússins er 126 fermetrar. Þetta hús hefur verið talsvert endurnýjað á síðustu árum," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðinum. Það var reist árið 1962. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 244 orð

Einbýlishús við Melgerði

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Bifröst einbýlishúsið Melgerði 3 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, reist árið 1957 og 218 ferm. að stærð. Því fylgir 68 ferm. bílskúr. Að sögn Pálma B. Almarssonar hjá Bifröst er hér um að ræða mjög gott hús, en það er kjallari, hæð og ris. Húsið var mikið endurnýjað á árunum 1979 til 1985. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 130 orð

Einbýli við Bjargarstíg

HJÁ fasteignamiðluninni Bergi er til sölu húseignin Bjargarstígur 17. Þetta hús er byggt árið 1910 og er 110 fermetrar að stærð. Samkvæmt upplýsingum hjá Bergi er þetta eldra hús, sem hefur verið endurnýjað mjög mikið. Á því er nýtt þak og nýtt járn. Ný rafmagnslögn er í því og einnig ný hitalögn. Fallegur garður með verönd er við húsið og snýr í suður. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 508 orð

Endurgreiðslur og tryggingar Bankar gera meiri kröfur um veð en Húsnæðisstofnunin, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri

ÍBÚÐARVERÐ samanstendur af eigin fé kaupanda og lánamöguleikum hans. Við lánveitingar skipta tvö atriði mestu máli, í fyrsta lagi þær tryggingar sem lántakendur geta lagt fram, og í öðru lagi möguleikar þeirra á endurgreiðslum. Líklegt er að seinna atriðið sé mikilvægara af þessu tvennu, bæði fyrir skuldara og lánastofnanir. Eigið fé Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 68 orð

Fagur gripur

Þessi fagri gripur er hannaður með tilliti til hinna frægu Fabergé eggja sem gerð voru fyrir síðustu keisaradrottninguna í Rússlandi, en keisaraættinni þar var steypt af stóli árið 1917. Þetta egg er úr postulíni og skreytt 24 karata gulli. Í því er spiladós með tónlist eftir Tchaikovsky. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 351 orð

Hafa framleitt 100 þúsund fermetra af timburhúsum

RISIÐ er í Lindahverfinu í Kópavogi hús frá S.G.-einingahúsum á Selfossi og er þar eitt hundrað þúsundasti fermetrinn sem fyrirtækið hefur framleitt í timburhúsum. Framleiðsla slíkra húsa hófst árið 1966 þegar Sigurður Guðmundsson hóf smíði timburhúsa á verkstæði sínu og tók að flytja samsetta húshluta á byggingarstað en með því styttist byggingatíminn verulega. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 187 orð

Íbúð fyrir aldraða

HJÁ fasteignasölunni Þingholti er til sölu þriggja herbergja íbúð í þjónustuíbúðum aldraðra að Bólstaðarhlíð 41. Íbúðin er 85 fermetrar að flatarmáli og 23 fermetra bílskúr fylgir. Íbúðir í þessu húsi eru mjög skemmtilega teiknaðar. Stofa og tvö herbergi eru í íbúðinni auk baðherbergis og samliggjandi þvottahúss og geymslu," sagði Friðrik Stefánsson hjá Þingholti. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 175 orð

Íbúð með góðu útsýni við Klukkuberg

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu 105 ferm. íbúð á tveimur hæðum að Klukkubergi 29 í Hafnarfirði. Að sögn Anneyjar Bæringsdóttur hjá Fold er þetta glæsileg íbúð. Þetta er nýlegt steinsteypt hús," sagði Anney. Sérinngangur er að íbúðinni og henni fylgja rúmgóðar suðursvalir með stórbrotnu útsýni. Komið er inn í anddyri með flísum. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 1742 orð

Jafnvægi á framboði og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði Eignamiðlunin hefur nú til sölu nokkrar stórar lóðir og þekktar

STÓRAR byggingarlóðir á grónum svæðum í Reykjavík eru fágætar. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu 8.500 ferm. lóð við Köllunarklettsveg. Að sögn Sverris Kristinssonar, fasteignasala í Eignamiðluninni, hentar þessi lóð vel fyrir iðnaðarhús, heildverzlanir, lagerhúsnæði og fleira af því tagi. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 35 orð

Lán og greiðslugeta

SEGJA má með nokkrum sanni, að möguleikar skuldara á að endurgreiða lán, séu mikilvægari þáttur lánveitinga en þær tryggingar, sem veittar eru fyrir þeim, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 431 orð

Leiðbeiningar um varðveislu og viðgerðir tréglugga

GEFIÐ hefur verið út fyrsta ritið í ritröð um varveislu, viðgerðir og endurbætur gamalla timburhúsa og fjallar það um tréglugga. Húsafriðunarnefnd ríkisins gefur ritið út og hefur Magnús Skúlason arkitekt og framkvæmdastjóri nefndarinnar ritstýrt verkinu. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 29 orð

Ljósrauðar rósir

Ljósrauðar rósir HÉR er fallegt og frægt málverk eftir Vincent van Gogh sem hann málaði 1890 og kallaði Ljósrauðar rósir. Eftirprentun af því myndi sóma sér vel á flestum veggjum. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 227 orð

Lóðir og stórhýsi

ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar stórar lóðir á grónum svæðum í Reykjavík koma í sölu. Hjá Eigna miðluninni er nú til sölu 8.500 ferm. lóð við Köllunarklettsveg. Vegna staðsetningar sinnar hefur lóðin margvíslega kosti, en hún er í iðnaðarhverfi og bæði stutt frá höfninni og umferðaræðum í kring. Við Krókháls 5 er Eignamiðluninn einnig með stóra lóð í sölu, en á henni má byggja 8. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 270 orð

Lægra fermetraverð eftir því sem húsin eru stærri

TÖLUVERÐUR munur er á fermetraverði í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, en undir sérbýli falla bæði einbýlishús og raðhús. Teikningin hér til hliðar sýnir meðal fermetraverð í þeim húseignum, sem skiptu um eigendur á síðasta ári og er þar byggt á útreikningum frá Fasteignamati ríkisins, sem ná til steinhúsa, er reist eru 1940 og síðar. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 43 orð

Marglitir veggir

Áður fyrr var mikið í tísku að hafa veggi tvílita og jafnvel ramma á veggjum með öðrum litum inn í. Hér má sjá snyrtilega málaða panelveggi í fjórum hófsömum litum, hvítu, drapplituðu, dökkgrænu og ljósgrænu. Hurðin hefur sama lit og röndin dökkgræna. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 248 orð

Mesta hækkun á verði húsa í Bretlandi um árabil

VERÐ fasteigna í Bretlandi ætti að hækka um 5% á þessu ári og veruleg batamerki er að sjá á breskum fasteignamarkaði samkvæmt könnunum húsnæðislánastofnananna Halifax og Nationwide. Fasteignaverð í Bretlandi snarlækkaði um og eftir 1990 og eignarstaða hundruða þúsunda húseigenda varð neikvæð vegna þess að verðmæti eigna þeirra varð minna en lán þau sem hvíldu á þeim. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 27 orð

Nútímalegt teborð

Nútímalegt teborð TEBORÐ voru einu sinni algeng húsgögn á heimilum. Nú eru þau sjaldséð en hér er eitt í nútímalegum stíl. Svona borð eru án vafa mjög þægileg. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 33 orð

Ný efni og aðferðir

NÝJAR lagnaaðferðir og ný lagnaefni munu draga úr vatnstjónum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Stilling ofnhitakerfa er víða brýn nauðsyn og ekki síður eftirlit og stilling loftræstikerfa. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 730 orð

Rökrætt um lagnir á Vestfjörðum

SUMIR halda því fram að mannlíf á Vestfjörðum sé all frábrugðið mannlífi annars staðar á landinu eða réttara sagt að Vestfirðingar séu sér á parti. Víst er að sérkenna gætir enn í málfari og einkennilegum mannanöfnum bregður þar oft fyrir. Fyrir löngu eru menn í þeim landsfjórðungi hættir að brenna fólk fyrir galdra, en vissulega héldu þeir lengst í þessa hvimleiðu áráttu. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 230 orð

Umhverfissamtökin Mosi fá styrk frá Mosfellsbæ

NÝLEGA afhenti umhverfismálaráð Mosfellsbæjar einstaklingum og fyrirtækjum viðurkenningar fyrir fegrun umhverfis og uppgræðslu. Garðurinn að Bergholti 10 var verðlaunaður og viðurkenningu fengu jörðin Dalland og Sigurplast hf. fyrir umgengni og snyrtilegan frágang húss og lóðar við Völuteig 3. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 244 orð

Umhverfisviðurkenningar á Seltjarnarnesi

NÝLEGA voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi á Seltjarnarnesi. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra var í ár ákveðið að veita viðurkenningar fyrir sérstök verkefni sem lúta að fegrun umhverfis og götumyndar bæjarins. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 26 orð

Virðulegt yfirbragð

Virðulegt yfirbragð Þeir sem vilja hafa heimili sitt með virðulegu yfirbragði ættu að huga að húsgögnum sem þessum. Hönnuður heitir Alexander Julian og framleiðandi er Universal Furniture. Meira
10. september 1996 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

10. september 1996 | Úr verinu | 264 orð

20.000 tonna aukning frá sama tíma í fyrra

HEILDARFRAMLEIÐSLA SH fyrstu átta mánuði ársins varð tæplega 90.000 tonn, en var á sama tíma í fyrra rúm 70.000 tonn. Framleiðslan hefur því aukizt milli ára um 22%. Heildarframleiðsla á síðasta ári varð tæplega 110.000 tonn, en það ár var annað bezta árið í sögu SH, þegar litið er til framleiðslunnar. Aðeins vantar framleiðslu upp á 20.000 tonn það sem af er ári til að ná sama magni og þá. Meira
10. september 1996 | Úr verinu | 647 orð

S"Nýjar álögur á að réttlæta með EFTA-kröfu" 640 milljóna króna útgjaldaauki á sjávarútveginn

KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur farið þess á leit við fjármálaráðherra að hann upplýsi hvar hafi komið fram að Eftirlitsstofnun EFTA geri kröfu um að samræma tryggingagjald á sjávarútveg og annan atvinnurekstur. Heimildir LÍÚ væru á þann veg að engin slík krafa hefði komið fram enda ekki samið um sjávarútvegsmál í EES-samningnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.