Greinar miðvikudaginn 18. september 1996

Forsíða

18. september 1996 | Forsíða | 273 orð

3.500 bandarískir hermenn til Kúveits

BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í gær að 3.500 bandarískir hermenn yrðu sendir til Kúveits og sagði að það væri hluti áætlunar um að halda Saddam Hussein forseta Íraks í skefjum þannig að nágrönnum hans stafaði ekki ógn af honum. Meira
18. september 1996 | Forsíða | 221 orð

Geislavirkni hefur aukist

GEISLAVIRKNI hefur aukist mjög í tvígang í fjórða kjarnakljúf Tsjernobyl-kjarnorkuversins í Úkraínu á einni viku og rannsaka vísindamenn nú hvort keðjuverkun sé að fara af stað í verinu. Tíu ár eru liðin frá því að eitt alvarlegasta kjarnorkuslys, sem orðið hefur, varð í kjarnakljúfinum og var steypt utan um hann steinþró til að draga úr geislavirkninni frá honum. Meira
18. september 1996 | Forsíða | 193 orð

Izetbegovic spáð sigri

FLEST bendir nú til þess að músliminn Alja Izetbegovic, forseti Bosníu, hafi hlotið flest atkvæði til forsætisráðs Bosníu í kosningunum sem fram fóru um helgina. Er talið fullljóst að niðurstaða kosninganna verði sú að harðlínumenn úr stjórnarflokkum þjóðarbrotanna þriggja; múslima, Serba og Króata, muni fara með stjórn landsins. Búist er við að úrslit kosninga til forsætisráði liggi fyrir í dag. Meira
18. september 1996 | Forsíða | 40 orð

Krefjast hreins vatns

ÍBÚAR Í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, gengu í gær um götur borgarinnar og kröfðust þess að gerðar yrðu úrbætur í vatnsmálum. Um níu milljónir manna búa í Dhaka og um helmingur þeirra hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Meira
18. september 1996 | Forsíða | 108 orð

Perot ekki með í sjónvarpi

NEFND demókrata og repúblikana, er undirbúa skal sjónvarpsumræður forsetaefna í Bandaríkjunum í haust, hefur ákveðið að efnt verði til einvígja þeirra Bills Clintons forseta og Bobs Doles án þátttöku Ross Perots. Hótar Perot málsókn vegna niðurstöðu nefndarinnar. Meira
18. september 1996 | Forsíða | 177 orð

Stríð á hendur hávaða

KOMIST Verkamannaflokkurinn til valda í Bretlandi í næstu kosningum mun hann lýsa yfir stríði gegn hávaða og fólki, sem er til ama fyrir nágranna sína. Hefur hann heitið að setja á stofn sérstakar lögreglusveitir til að sinna þessum málum eingöngu. Meira

Fréttir

18. september 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

30-40% samdráttur í rækjuvinnslu

PÉTUR Bjarnason, formaður félags rækju- og hörpudisksframleiðenda, telur að rækjuframleiðsla hafi dregist saman um 30-40 prósent upp á síðkastið. Nokkrar rækjuvinnslur hafa lokað tímabundið eða dregið úr afköstum og aðrar stefna að því að loka á næstunni í samræmi við ráðleggingu félagsfundar um að draga úr afköstum. Meira
18. september 1996 | Landsbyggðin | 197 orð

50 ár frá setningu bráðabirgðalaga

FIMMTÍU ár eru um þessr mundir liðin frá setningu bráðabirgðalaga um leigunám Sólheima og var þess minnst á Sólheimum í Grímsnesi fimmtudaginn 12. september sl. Af þessu tilefni afhjúpaði Hildur Jackson höggmynd eftir Martein Guðmundsson, "Torso", í höggmyndagarði Sólheima þar sem margt fólk var saman komið. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

600 þús. króna aukafjárveiting

BORGARRÁÐ hefur samþykkt 600 þúsund króna aukafjárveitingu til menningarnætur sem haldin var í miðborg Reykjavíkur 18. ágúst síðastliðinn á 210 ára afmæli borgarinnar. Í greinargerð með erindinu til borgarráðs kemur fram að undirbúningstími hafi verið lítill og að ekki hafi verið gert ráð fyrir verkefninu á fjárhagsáætlun þessa árs. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

86% telja að forsetinn standi sig vel

SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups telja tæplega 86% þjóðarinnar að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, muni standa sig vel í embætti en 8% telja að hann muni standa sig illa. Mun fleiri í eldri aldurshópum þjóðfélagsins en þeim yngri hafa trú á Ólafur Ragnari eða 93% þeirra sem eru 55 ára eða eldri en 76% þeirra sem eru 25 ára eða yngri. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

Aðferðir í kjarabaráttu og launajafnrétti í brennidepli

RÁÐSTEFNA um laun og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum hófst í gær á Scandic Hótel Loftleiðum og verður fram haldið í dag. Um 80 manns sitja ráðstefnuna, þar af eru 66 fulltrúar frá stéttarfélögum hjúkrunarfræðinga í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Samtök hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, SNN, halda slíkar ráðstefnur á fimm ára fresti. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Athugasemd vegna skaðabótamáls Bretans á hendur íslenska ríkinu

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá lögmanni Bretans, Ásgeiri Á. Ragnarssyni: "Af frétt Morgunblaðsins sem birtist hinn 12. september sl. mátti ráða að ég teldi málið bæði torsótt og að í sams konar málum sem upp hafi komið hér á landi á síðustu árum hafi ríkið verið sýknað af skaðabótakröfum. Þetta er ekki rétt. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Auglýsingar á ensku gagnrýndar

STJÓRN Íslenskrar málnefndar hefur sent frá sér ályktun þar sem þeim tilmælum er beint til auglýsenda og fjölmiðla sem birta auglýsingar um kvikmyndasýningar og leigu myndbanda, að þeir hugi að því hvort við hæfi sé að auglýsingarnar séu birtar að mestu eða öllu leyti á erlendu máli og þá langoftast ensku. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Aukin ásókn í hússtjórnarnám

AUKINN áhugi er á námi í hússtjórnarfræðum hérlendis en Hússtjórnarskólinn í Reykjavík hefur haft námskeið í slíkum fræðum í boði undanfarin ár. Nemendum þar hefur fjölgað ört á skömmum tíma og í ár hafa umsóknir um skólavist ekki verið fleiri frá árinu 1970. Í hússtjórnardeild stunda yfirleitt nám stúlkur um tvítugt. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 695 orð

Bjargaðist úr breska togaranum Sargon undir Hafnarmúla

ÁTJÁN ára piltur, Fred Collins, var einn sex skipverja sem björguðust þegar togarinn Sargon frá Grimsby strandaði undir Hafnarmúla við Patreksfjörð 1. desember 1948. Ellefu menn fórust með skipinu. Fred er nú kominn á sjötugsaldur og hættur sjómennsku. Hann er sá eini sem eftir lifir af þeim sem var bjargað. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Bygging íþróttahúss boðin út

TILBOÐ í byggingu nýs íþróttahúss voru opnuð á skrifstofu Höfðahrepps í gær en ákveðið var síðastliðið vor hefja byggingu íþróttahúss á þessu ári. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau frá Helga Gunnarssyni á Skagaströnd og Trésmiðjunni Stíganda hf. á Blönduósi. Kostnaðaráætlun á þeim hluta verksins sem boðin var út hljóðaði upp á 80,8 milljónir króna. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 259 orð

Dæmi um að nær allur þorskkvóti sé leigður

MEÐ auknum úthafsveiðum hefur verslun með leigukvóta aukist verulega þó ekki liggi fyrir haldbærar upplýsingar um heildarviðskiptin. Dæmi eru um fyrirtæki, sem leigt hafa frá sér nánast allan þorskkvóta sinn sl. tvö fiskveiðiár. Helstu skýringar á því að útgerðir flytja botnfiskkvóta frá sér eru að þær stunda veiðar utan lögsögu og leigja frá sér kvóta á meðan. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Eindregin andstaða við að skólinn verði í Reykjavík

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti einróma á fundi sínum í gær að lýsa eindreginni andstöðu sinni við þá niðurstöðu starfshóps sem kannað hefur leiðir til að stofna hér á landi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, að skólinn skuli staðsettur í Reykjavík. Meira
18. september 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Finnar borga meira til ESB en þeir fá á móti

FINNSKIR sérfræðingar rengja tölur ríkisstjórnarinnar um ávinning finnska ríkissjóðsins af aðild Finnlands að Evrópusambandinu á síðasta ári. Stjórnvöld höfðu haldið því fram að Finnland væri eina nýja aðildarríkið, sem fengi meira fé frá ESB en það léti af hendi. Samkvæmt nýjum útreikningi eru Finnar hins vegar nettógreiðendur í sjóði ESB, líkt og Svíar og Austurríkismenn. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 447 orð

Fleiri rými á næsta ári leysa brýnasta vandann

MEÐ fleiri rýmum á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða verður brýnustu þörfinni fyrir vistun heilabilaðra, að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, sæmilega svarað í höfuðborginni á næsta ári. Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að veita fé til að koma upp aðstöðu sem mæti þörfum hinna sjúku og aðstandenda þeirra. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 346 orð

Flestir telja matvælaframleiðslu mikilvægasta

EYFIRÐINGAR virðast hafa valið sér að setja matvælaframleiðslu á oddinn þegar þeir eru inntir álits á því hvað sé mikilvægast til uppbyggingar atvinnulífs í Eyjafirði, en hugmyndir um stóriðju eru á hröðu undanhaldi. Þetta kemur fram í skýrslunni Staða þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu sem Magnús Þór Ásgeirsson vann m.a. fyrir Iðnþróunarfélag Eyfirðinga. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Forsetahjónin heimsækja Patreksfjörð

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir munu verða í opinberri heimsókn í Barðastrandasýslu 20.-22. september næstkomandi. Gestgjafar forsetahjónanna eru sveitarfélög í sýslunni, það er Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur og Reykhólahreppur. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fólk bjartsýnna nú en í fyrra

FÓLK er mun bjartsýnna á batnandi horfur í efnahagsmálum en það var á síðasta ári ef marka má skoðanakönnun Gallups sem gerð var um síðustu mánaðamót. Fram kemur að fólk er sérlega bjartsýnt með efnahagsástand þjóðarinnar á næstu 12 mánuðum en einnig telur fólk efnahag heimilanna eiga eftir að batna. Meira
18. september 1996 | Landsbyggðin | 99 orð

Garðyrkjuskóli ríkisins settur

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum, Ölfusi, var settur þriðjudaginn 10. september. Alls eru 47 nemendur skráðir í skólann næsta skólavetur. Brautirnar fimm sem nemendurnir skiptast í eru skrúðgarðyrkjubraut, sem er löggilt iðngrein, garðplöntubraut, umhverfisbraut, ylræktarbraut og blómaskreytingabraut, en nemendur á þeirri braut hefja bóklegt nám eftir áramót. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Gott gengi á gæsaveiðum

VEIÐIFÉLAGIÐ Villibráðin sem samanstendur af þremur félögum, þeim Degi Guðmundssyni, Svani Rafnssyni og Rögnvaldi Jónssyni, kom heim úr sinni árlegu gæsaveiðiferð um síðustu helgi. Eftir fjögurra daga veiðiferð lágu í valnum 46 gæsir sem þeir síðan reittu í sérstakri plokkunarvél sem Svanur smíðaði. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Halastjarnan Hale- Bopp væntanleg

ALMANAK fyrir Ísland 1997 er komið út hjá Háskóla Íslands. Ritið hefur verið gefið út samfellt allt frá árinu 1837 og er þetta því 161. árgangurinn. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Í ritinu er að finna margvíslegar upplýsingar auk dagatalsins. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Haust í Þingholtunum

ÞÓTT haustlaufin séu farin að falla er ennþá sumarsvipur á ungu kynslóðinni. Þessi mynd var tekin í Þingholtunum í Reykjavík af þeim Bryndísi Helgadóttur og Þóru Einarsdóttur láta vel að kisunni Emiliönu Torrini. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Háskólafyrirlestur í guðfræði

DR. FOLKE Bohlin, prófessor í tónlistarfræðum við háskólann í Lundi í Svíþjóð, heldur opinberan fyrirlestur á vegum guðufræðideildar Háskóla Ísland sem hann nefnir "The Role of Song in Modern Liturgy." Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Heilbrigðismál á fundi ABR

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík heldur í kvöld sinn fyrsta fund í fundaröð sem fengið hefur nafnið Málstofa ABR. Þar er ætlunin að brjóta til mergjar þau mál sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu. Gestir fundarins verða Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og formaður Alþýðubandalagsins og Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

Herþotur tíðir gestir

AKUREYRARFLUGVÖLLUR hefur verið eins konar herflugvöllur síðustu daga en vegna erfiðra flugskilyrða í Keflavík hafa nokkrar herþotur, svo og fjölmargar aðrar vélar, þurft að lenda á Akureyri. Á miðvikudag lentu tvær þýskar herþotur á Akureyri og á föstudag lentu þar þrjár herþotur frá Kanada. Tvær vélanna eru komnar til ára sinna en þær eru af gerðinni T-33 og voru smíðaðar árið 1954. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Hvalur í ógöngum í Sandgerðishöfn

HVALUR, ung langreyður að því að talið er, synti inn í höfnina í Sandgerði um miðjan dag í gær. Helga Ingimundardóttir, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, segir þetta háttarlag óvenjulegt og kunni hún engar skýringar á því. Að sögn Helgu hafði skipstjóri skips sem var á leið inn í höfnina, samband við hana um miðjan dag í gær og tilkynnti um hval sem synti þvert fyrir skipið. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Hægt að stjórna veiðum þrátt fyrir mótmæli

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra, að frumvarp til laga um úthafsveiðar, sem ekki var afgreitt á síðasta Alþingi, yrði endurflutt á komandi þingi. Bætt verður við frumvarpið ákvæði, Meira
18. september 1996 | Landsbyggðin | 87 orð

Höggmynd eftir "Torso" afhjúpuð

HILDUR Jackson afhjúpaði nýverið höggmynd eftir Martein Guðmundsson "Torso" í höggmyndagarði Sólheima í Grímsnesi. Þetta er sjötta höggmyndin sem sett er upp í garðinum sem áætlað er að muni geyma tíu verk eftir jafnmarga listamenn. Höggmyndagarðurinn mun verða eins konar yfirlitssýning á íslenskri höggmyndalist frá 1900­1950. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Íbúar á átta stöðum vilja útibú ÁTVR

ÍBÚAR á átta stöðum á landinu hafa samþykkt áfengisverslanir á sínum slóðum og var miðað við að ÁTVR opnaði útibú í Kópavogi á þessu ári að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 357 orð

Íslendingar nálgast efstu sveitirnar

Ólympíuskákmótið er haldið í Jerevan í Armeníu 15. september til 2. október. ÍSLENDINGAR unnu sveit frá El Salvador 3 - í annarri umferð á ólympíuskákmótinu í Jerevan í Armeníu. Margeir Pétursson varð að láta sér lynda jafntefli á fyrsta borði, en Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu sínar skákir. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Jass á Píanóbarnum

JASSTRÍÓ Ástvaldar Traustasonar leikur á Píanóbarnum í kvöld, miðvikudagskvöld, og fimmtudagskvöld. Ásamt Ástvaldi, sem leikur á píanó, leika þeir Matthías Hemstock á trommur og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa. Tríóið mun leika hefðbundna jass- standarda ásamt fleiru. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Kísilþörungur breiðistút í ám á Vesturlandi

KÍSILÞÖRUNGURINN Dydimosphenia geminata sem var fyrst greindur í Hvítá í Borgarfirði haustið 1994, hefur breiðst mjög út og finnst nú í flestum ám Borgarfjarðar og eitthvað vestur á Mýrar að sögn Sigurðar Más Einarssonar fiskifræðings hjá Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kostnaður rúmlega 4,8 millj.

KOSTNAÐUR vegna undirbúnings og stofnunar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur vegna yfirtöku grunnskólans er 4.856.928 krónur. Þetta kemur fram í svari skrifstofustjóra borgarstjóra við fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Kröfugerð hluti af viðræðuáætlun

RAFIÐNAÐARSAMBAND Íslands birtir kröfugerð sína vegna viðræðna um gerð nýs kjarasamnings að lokinni kjaramálaráðstefnu um helgina. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að sambandið muni gera kröfu um að kröfugerðin verði hluti af viðræðuáætlun sambandsins og vinnuveitenda. Hannes G. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Kúrekar norðursins

LAGFÆRINGAR standa yfir á leikvellinum í Grímsey. Um verkið sáu þrenn ung hjón í eyjunni en Kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn Grímur hafa styrkt verkið með fjárframlögum og einn útgerðarmaður í eynni, sem úrelti trillu sína, fékk undanþágu frá því að eyðileggja hana en gaf bátinn þess í stað á leikvöllinn. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kynningarkvöld Biblíuskólans við Holtaveg

HAUSTMISSERI Biblíuskólans við Holtaveg er nú hafið. Kennd verða sex námskeið sem fjalla um fjölbreytt svið kristinnar trúar. Svonefnt Alfa-námskeið verður nú haldið í annað sinn en það er grunnnámskeið í kristinni trú. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju

KYRRÐARSTUNDIR hefjast að nýju 22. september í Hallgrímskirkju í hádeginu á fimmtudögum. Þetta eru stuttar og hljóðlátar stundir þar sem áhersla er lögð á tónlist, íhugun og þögn. Leikið er á orgel frá kl. 12 í um það bil 15 mínútur. Síðan leiðir prestur íhugun og bæn. Stundinni lýkur um klukkan hálf eitt. Á eftir er léttur hádegisverður á boðstólum í safnaðarheimilinu. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lést í bílslysi

KONAN, sem lést af slysförum undir Hafnarfjalli í fyrrakvöld, hét Ragnhildur Petra Helgadóttir. Hún var á tuttugasta og áttunda aldursári. Sjö mánaða sonur hennar er talinn úr lífshættu eftir slysið. Meira
18. september 1996 | Smáfréttir | 50 orð

LIONSKLÚBBURINN í Kópavogi hefur fært vistmönnum í Skálatúni

LIONSKLÚBBURINN í Kópavogi hefur fært vistmönnum í Skálatúni nýja bifreið að gjöf. Bifreiðin er af gerðinni Opel Astra og verður hún notuð til að sinna þörfum vistmannanna sjálfra. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Messa

HÚSAVÍKURKIRKJA: Messa verður næstkomandi sunnudag, 22. september kl. 14. Sr. Gunnlaugur Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Námskeið til að hætta að reykja

TVÖ reykbindindisnámskeið verða í haust og fyrri hluta vetrar hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Hið fyrra hefst 25. september og lýkur 23. október. Stjórnandi og aðalleiðbeinandi er Valdimar Helgason, kennari. Meira
18. september 1996 | Erlendar fréttir | 117 orð

Niðurskurðarfjárlög í Frakklandi

FRANSKA stjórnin opinberar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag og mun þar kveðið á um mikinn niðurskurð í útgjöldum ríkisins. Talið er, að ráðgerður fjárlagahalli verði innan við 3% en það er skilyrði fyrir þátttöku í Evrópska myntbandalaginu 1999. Til að ná þessu marki þarf mikinn niðurskurð og margir hagfræðingar eru vantrúaðir. Meira
18. september 1996 | Smáfréttir | 31 orð

NÝLEGA opnuðu Hugrún Helga Ólafsdóttir, löggiltur fó

NÝLEGA opnuðu Hugrún Helga Ólafsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, og Guðrún Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofu í Árskógum 4. Opið er alla virka daga frá kl. 9­17. Hugrún og Guðrún störfuðu áður í Gerðubergi. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Nýtt apótek í Skipholti

NÝLEGA opnaði Guðríður Einarsdóttir lyfsali nýtt apótek, Skipholts apótek, í Skipholti 50c. Guðríður hefur starfað í tæpa tvo áratugi sem lyfjafræðingur í ýmsum apótekum í Reykjavík og víðar en vann í Laugavegs apóteki þar til hún fékk lyfsöluleyfi í Skipholti. Skipholts apótek leggur áherslu á ýmsar náttúruvörur og nýjungar t.d. í vítamínum, húðsnyrtivörum o.fl. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

óðs manns æði að fara út í þetta

MILLI þrjátíu og fjörtíu manns voru strandaglópar í um 15 klukkustundir um borð í Fagranesinu í Þorlákshöfn frá hádegi í gær en brottför til Vestmannaeyja var ráðgerð um klukkan 3 í nótt. Að sögn Hjalta Hjaltasonar skipstjóra, var ekki talið ráðlegt að sigla í veðrinu eins og það var í gær þegar vindhraðinn stóð í tíu til tólf vindstigum. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Óttast ójafnræði við úthlutun tíma

FULLTRÚAR íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar áttu á dögunum fund með aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem rætt var um bókun ráðsins frá því í ágúst síðastliðnum varðandi byggingu knattspyrnuhúss á svæði Íþróttafélagsins Þórs. Ráðið mælti með því á fundinum í síðasta mánuði að gerður yrði samningur við Íþróttafélagið Þór um byggingu og rekstur knattspyrnuhúss. Meira
18. september 1996 | Miðopna | 1049 orð

Raforkusamningur gæti legið fyrir í byrjun október

Viðræður um byggingu álvers Columbia Ventures Corporation á Grundartanga Raforkusamningur gæti legið fyrir í byrjun október Verði af byggingu álvers Columbia Ventures Corporation á Grundartanga verður það bæði í Skilmannahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ráðist á starfsmann skemmtistaðar

RÁÐIST var á einn af starfsmönnum skemmtistaðarins Sjallans á Ísafirði er hann var á heimleið að lokinni vinnu aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Sá sem réðst á manninn mun hafa verið einn af gestum staðarins umrætt kvöld. Að sögn lögreglunnvar árásin algjörlega að tilefnislausu. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 409 orð

Samdráttur á sjúkrahúsum hækkar kostnað vegna lyfja

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur ákveðið að óska eftir því að kannað verði hversu mikið lyfjakostnaður stofnunarinnar hefur aukist vegna samdráttar í starfsemi sjúkrahúsanna. Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, segir ljóst að samdráttur í starfsemi sjúkrahúsanna stuðli að aukningu á lyfjakostnaði. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Samið við iðnaðarmenn

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands, Rafiðnaðarsambandið og Samiðn hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna vinnu við göng undir Hvalfjörð. Þar með hafa öll verkalýðsfélög, sem koma að vinnu við göngin, gengið frá samningum vegna félagsmanna sinna. Samningsaðilar vildu ekki tjá sig um hversu miklar kauphækkanir fælust í samningnum. Meira
18. september 1996 | Miðopna | 887 orð

Segir yfirdýralækni sýna seinagang

TORFI Áskelsson, bóndi í Syðra-Seli, sótti um leyfi til innflutnings á strútseggjum fyrir rúmu ári. Engin skýr svör hafa borist frá yfirdýralækni vegna þessa þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Selshreifar á þorrablótið

MIKIL og löng hefð er fyrir selveiðum við Skjálfanda. Ekki ber á öðru en Húsvíkingar séu enn að því Sigurbjörn Sörensson og Hörður Sigurbjarnarson voru að gera að stórum blöðrusel á bryggjunni á Húsavík þegar blaðamenn voru þar á ferð í vikunni. Hörður sagði að gamlar og góðar selaskyttur hefðu veitt selinn austur af Flatey. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Sigur í 2. umferð

ÍSLENDINGAR unnu El Salvador- búa í annarri umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan í gær með 3vinningi gegn . Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu sínar skákir en Margeir Pétursson gerði jafntefli. Stórsigur/37 Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur í viðræðum

VIÐRÆÐUR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta í Borgarbyggð hófust í gærkvöldi eftir að slitnaði upp úr viðræðum Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um slíkt samstarf. Ekki hefur verið starfhæfur meirihluti í bænum síðan fulltrúi Alþýðubandalags sleit samstarfi við framsóknarmenn. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sjávarútvegshringur genginn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 18. september, frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur úr Grófinni með sjónum frá Hlíðarhúsasandi inn á Laugarnestanga. Þaðan verður gengið úr Norðurkotsvörinni upp Laugamýri og yfir Rauðarárholt, Arnarhólsholt og um Skildinganesmela niður í Grófina. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Staða og framtíð íslensks málmiðnaðar

SAMTÖK iðnaðarins og Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, gangast fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð íslensks málmiðnaðar undir heitinu Sóknarfæri í málmiðnaði í miðstöð ÍSÍ í Laugardal fimmtudaginn 19. september nk. kl. 13 og 17. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

Starfsnám fyrir ungt fólk í atvinnuleit

HITT húsið, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, stendur fyrir starfsnámi fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Starfsnámið skiptist í tvennt, námskeið og starfsþjálfun. Námskeiðið er ólaunað en þátttakendur halda atvinnuleysisbótum þær fjórar vikur sem það stendur. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 368 orð

Stórsigur vannst á El Salvador-búum

ÍSLENDINGAR unnu stórsigur á El Salvador-búum í annarri umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson unnu allir örugga og fyrirhafnarlitla sigra á stigalausum andstæðingum, og sigurinn hefði raunar getað orðið stærri því Margeir Pétursson hafði um tíma vænlega stöðu gegn eina El Salvador-búanum með alþjóðleg skákstig, Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Stúdentaráð vill ekki að ráðherra skipi háskólarektor

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að menntamálaráðherra skipi rektor HÍ og fulltrúa í háskóla- og deildarráð. Yrðu slíkar hugmyndir að veruleika telur ráðið að HÍ væri gerður að pólitískri stofnun sem væri háð duttlungum stjórnmálamanna. Meira
18. september 1996 | Landsbyggðin | 197 orð

Sundnámskeið í nýrri sundlaug

Vaðbrekku, Jökuldal- Ný sundlaug var tekin í notkun á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal um miðjan júní í sumar. Skólahald nú í haust hófst síðan með því að halda fyrsta sundnámskeiðið í sundlauginni, meðfram annarri kennslu í skólunum á svæðinu. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Sveinspróf í bílamálun

SVEINSPRÓF í bílamálun var haldið á bílaverkstæðinu Múlatindi á Ólafsfirði nýlega, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt próf er haldið utan Reykjavíkur. Það er menntamálaráðuneytið sem stendur yfir prófinu, sem sex nemar tóku, en prófdómarar voru þrír. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sýning á fjalla-þríhjóli

REIÐHJÓLAVERSLUNIN Hjólið á Eiðistorgi er með fjalla-þríhjól til sýnis í versluninni. Hjólið er hannað og smíðað af Svani Ingvarssyni smið á Selfossi. Svanur segir að hugmyndin að hjólinu hafi kviknað á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Þar hafi hann séð svipað hjól og litist vel á. "Hönnuninn og smíðin tók rúmt ár en vinur minn sem er vélsmiður aðstoðaði mig við smíðina. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 435 orð

Tafir hjá skipum og flugvélum

MIKIÐ hvassviðri gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær, með allt að 60 hnúta hvössum vindhviðum. Í Reykjavík náði meðalveðurhæðin 9 vindstigum. Loftið í lægðinni, sem flutti þetta veður til landsins, er óvenju hlýtt. Hitinn fór hátt í 20 gráður á Norðurlandi, en þar sem vindurinn og úrkoman var mest, þ.e. á Suðvesturlandi, var hitinn að jafnaði um 13 gráður. Meira
18. september 1996 | Landsbyggðin | 537 orð

Til lausnar vanda neyzlusamfélagsins

SJÁLFBÆR byggð, sem byggist á vistrænum lifnaðarháttum, er hugmynd sem hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Fyrir sex árum hóf Gaia-sjóðurinn í Danmörku að helga sig því verkefni, að finna leiðir til að styrkja hreyfinguna í átt að sjálfbærri þróun. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 527 orð

Tilræði við Björk afstýrt

BRESKA lögreglan eyðilagði í gær pakka sem stílaður var á Björk Guðmundsdóttur og grunur lék á að innihéldi sprengibúnað og brennisteinssýru, sem átti að sprautast yfir söngkonuna. Pakkinn var frá Ricardo Lopez, 21 árs aðdáanda hennar í bænum Hollywood á Flórída, sem framdi sjálfsmorð. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 448 orð

Trúverðug mynd af horfnum tíma

SÝNING á risaeðlulíkönum hefst á um 750 fermetra rými í Kolaportinu á föstudag og verður á annan tug líkana sýndur. Tryggingaverðmæti sýningarinnar, sem kemur hingað frá Bretlandi, er á sjöunda tug milljóna króna, að sögn Birgis Sveinbergssonar, eins forsvarsmanna hennar. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Tuttugu árum eftir olíuskellinn

Samkvæmt frétt Háskólans er prófessor Radetzky einn helsti hráefnahagfræðingur heims og eftir hann liggja fjölmargar bækur og greinar um hráefni og hráefnavinnslu, einkum óendurnýjanlegar auðlindir eins og málma, kol og olíu. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 699 orð

Umfang endurspeglar stöðu greinarinnar

FOSTER segir að aðstæður á fyrstu sýningunni 1984 hafi verið frumstæðar og ýmis framkvæmdaatriði staðið í mönnum. "Ég man að John gróf skurði hérna bak við höllina til að reyna að leiða rigningarvatnið burt! Okkur hefur öllum farið fram og sýningarsvæðið hefur tekið stakkaskiptum. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Ungur maður lést í eldsvoða

KARLMAÐUR á fertugsaldri lést í fyrrakvöld þegar eldur kom upp í íbúð hans í Keflavík. Hann hét Eiríkur Ellertsson, 35 ára að aldri, og var til heimilis að Ásabraut 16. Slökkviliðinu í Keflavík barst tilkynning um reyk frá íbúð í fjölbýlishúsi við Ásabraut rétt fyrir hálftólf á mánudagskvöldið og reyndist maðurinn látinn þegar að var komið. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

ÚA kaupir hlut bæjarins

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í gær að selja Útgerðarfélagi Akureyringa 10% af hlut sínum í félaginu. Alls ætlar bærinn að selja tæp 25% af hlutafé sínu. "Þetta er merkur atburður," sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. "Við erum að selja stóran hlut í félagi sem bærinn hefur átt meirihluta í um langt skeið. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Útgáfutónleikar Rjúpunnar

HLJÓM- og sjónsveitin Rjúpan hefur sent frá sér hljómadiskinn "Konungur háuloftanna" og heldur af því tilefni tónleika í Deiglunni á Akureyri, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 19. september. Þeir hefjast kl. 22 og verða lögin af diskinum leikin en auk þess verður farið með gamanmál og fleipur. Meira
18. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Útihátíð í þéttbýli óviðunandi án leyfis

FÉLAGSMÁLARÁÐ ræddi á dögunum greinargerð félagsmálastjóra vegna hátíðarinnar Halló Akureyri. Fram kom að ráðið telur óviðunandi að hægt sé að halda útihátíð inni í þéttbýli án leyfis og skilyrða bæjaryfirvalda. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Útrýma á blindu vegna sykursýki

SYKURSÝKI er ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Meðferð sem lækkar mjög blindutíðni meðal sykursjúkra hefur verið þróuð undanfarna áratugi. Hún felst einkum í því að meðhöndla sjónhimnuna með leysigeislum en til að ná sem beztum árangri þarf að fylgjast reglulega með augum sykursjúkra. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Verslun með indversk húsgögn

NÝ VERSLUN hefur tekið til starfa, Delhi, Klapparstíg 35. Eigendur eru Sigurður B. Sigurðsson og Lárus Guðmundsson. Delhi sérhæfir sig í sölu á handunnum gömlum og nýjum húsgögnum frá Indlandi. Einnig leggur Delhi áherslu á vandaða handunna gjafavöru úr járni og tré og vefnaðarvöru og teppum sem eru unnin úr 100% bómull og ull. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. Meira
18. september 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Viðræður um sameiningu

VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar um sameiningu félaganna. Er það í kjölfar viljayfirlýsingar um sameiningu, sem stjórnir félaganna samþykktu í maí. Meira

Ritstjórnargreinar

18. september 1996 | Leiðarar | 738 orð

leiðari FISKVINNSLAN OG TAPIÐ HEILD er sjávarút

leiðari FISKVINNSLAN OG TAPIÐ HEILD er sjávarútvegurinn nú rekinn með 0,5% tapi, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 4,5%. Fiskverð er frjálst, en mjög hátt, og hráefniskostnaður er um eða yfir 60% af kostnaði fiskvinnslunnar. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar er botnfiskvinnslan nú rekin með 8,5% tapi. Meira
18. september 1996 | Staksteinar | 293 orð

»Ofbeldislýður DV SKRIFAR í leiðara á mánudag um ofbeldið í þjóðfélaginu og er

DV SKRIFAR í leiðara á mánudag um ofbeldið í þjóðfélaginu og er heiti leiðarans "Ofbeldislýður. DV SEGIR: "Við höfum stært okkur af því að búa í friðsælu samfélagi þar sem menn gætu gengið óhultir um götur, jafnt að nóttu sem degi. Það á ekki við lengur. Meira

Menning

18. september 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Art Projekt": Framúrstefna í framkvæmd

MENNINGARUPPÁKOMA undir heitinu Art Projekt" lítur óneitanlega út eins og hún hafi eitthvað með listir að gera og hér er það tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 20.-29. september, sem liggur að baki nafninu. En ART er líka skammstöfun fyrir Abraham Racing Team", því driffjöður hátíðarinnar er Þjóðverjinn Franz Abraham, 32 ára og fyrrum kappaksturkappi í Formúlu 1. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Ásýnd Englendinga

MANNAMYNDASAFNIÐ er til hliðar við aðalsafnið og inngangur öllu risminni svo það vill fara fram hjá ýmsum. Í öllu falli gat rýnirinn að mestu skoðað sjálft safnið í friði og ró þær stundir er honum dvaldist þar, meðan manngrúi var í aðalbyggingunni. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Brooke spennt á kappleik

BANDARÍSKA leikkonan Brooke Shields tók sér nýlega frí frá leik í sjónvarpsþáttunum "Suddenly Susan", þar sem hún fer með hlutverk, til að horfa á bónda sinn, tenniskappann Andre Agassi, keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Meira
18. september 1996 | Kvikmyndir | 310 orð

Duglítill uppvakningur

Leikstjóri Jeremiah S. Chechik. Handritshöfundar Don Roos, Henri- George Clouzot, Jerome Geronimi, Thomas Narcejac. Kvikmyndatökustjóri Peter James. Tónlist Randy Edelman. Aðalleikendur Sharon Stone, Isabelle Adjani, Chazz Palminteri, Kathy Bates, Spalding Gray, Allan Garfield. Bandarísk. Morgan Creek/Warner Bros. 1996. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 368 orð

Erkitónlist á rangri hillu

Ég, ég, ég, geisladiskur dúettsins Erkitónlistar sf. Erkitónlist eru Pétur Jónasson og Kjartan Ólafsson. Erkitónlist sf. gefur út og dreifir. ÞRÁTT fyrir ungan aldur er undirritaður ekki svo ungur að hann muni ekki eftir popphljómsveitinni Pjetri og úlfunum og laginu um Stjána saxófón. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 495 orð

Fjölskyldan flaug í ofboði til Berlínar

HANN er nýskriðinn á þrítugsaldurinn en fékk í síðustu viku tækifæri til að stjórna einni þekktustu sinfóníuhljómsveit heims, Berlínarsinfóníunni. Umræddur stjórnandi heitir Daniel Harding og er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það þykir hann einn efnilegasti stjórnandinn sem komið hefur fram lengi. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 176 orð

Fortensky handtekinn í annað sinn

BYGGINGAVERKAMAÐURINN léttfætti Larry Fortensky, 44 ára, sjöundi eiginmaður leikkonunnar Elizabethar Taylor, var handtekinn í annað sinn á stuttum tíma í vikunni. Hann er kærður fyrir umferðarlagabrot og fyrir að hafa hlaðið skotvopn í fórum sínum. Fortensky var sleppt stuttu síðar en á að mæta fyrir dómara sjöunda október næstkomandi. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Fundur norrænna fangelsismálastjóra

ÁRLEGUR fundur fangelsismálastjóra á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík í síðustu viku, en þar var fjallað almennt um stöðu fangelsismála og þróun afbrota á Norðurlöndum. Sérstaklega var rætt um alnæmi og HIV- smit meðal fanga, erfiða fanga og fíkniefnaneytendur í fangelsum, öfgahópa og mótorhjólaklíkur og skipulagða alþjóðlega afbrotastarfsemi. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Gera að gamni sínu

BANDARÍSKI gamanleikarinn Damon Wayans og eiginkona hans Lisa gerðu að gamni sínu þegar þau mættu á frumsýningu nýjustu myndar hans "Bulletproof" í Los Angeles nýlega. Myndin er gamansöm spennumynd og er þriðja mest sótta myndin í Bandaríkjunum um þessar mundir. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 180 orð

Hasarhetjan Damme á toppnum

HASARMYND slagsmálaleikarans Jean-Claude Van Damme, "Maximum Risk" fór á topp listans yfir aðsóknarmestu myndir síðustu helgar í Bandaríkjunum en greiddur aðgangseyrir á hana nam 382,8 m.kr. Fast á hæla henni er öllu hjartnæmari mynd, "Fly Away Home" með 330 m.kr. Báðar þessar myndir eru frá kvikmyndafyrirtækinu Columbia TriStar Motion Picture Cos. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Herra Ísland

KEPPNIN um Herra Ísland var haldin á Hótel Íslandi um helgina. Tuttugu menn kepptu um titilinn Herra Ísland og komu þeir þrisvar sinnum fram um kvöldið, þar af einu sinni berir að ofan með fráhneppta efstu töluna á gallabuxunum. Sigurvegari varð Þór Jósefsson, 23 ára Reykvíkingur. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Höfðaborgarar í hátíðarskapi

HÖFÐABORGARFÉLAGIÐ, félag fyrrverandi íbúa í Höfðaborginni við Borgartún í Reykjavík, hélt stórdansleik í Súlnasal Hótels Sögu um helgina þar sem andi sjötta áratugarins sveif yfir vötnum. Gestir voru í hátíðarskapi og dönsuðu við undirleik hljómsveitarinnar Saga-Class. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Íslenskir rithöfundar verðlaunaðir

HRAFNHILDUR Valgarðsdóttir rithöfundur hlaut fyrstu verðlaun fyrir smásögu sína "Jólagjöf heilagrar Maríu" og Eysteinn Björnsson rithöfundur önnur verðlaun fyrir smásöguna "Hvalurinn" í bókmenntasamkeppni á Ítalíu nýlega. Samkeppnin er kennd við Jean Monnet sem stundum hefur verið kallaður faðir hugmyndarinnar um sameiningu Vestur-Evrópu. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 205 orð

Kay með nýja plötu á nýjum bíl

BRESKI tónlistarmaðurinn Jamiroquai, eða Jason Kay réttu nafni, er nýbúinn að gefa út þriðju hljómplötu sína "Virtual Insanity", en hann vakti athygli fyrir fyrstu plötu sína "Emergency On Planet Earth" sem þótti vel heppnuð auk þess sem mönnum þótti tónlist og söngstíl Kays svipa sterklega til Stevie Wonders. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 616 orð

Kristnihald á Skaga

eftir Gunnlaug Haraldsson. Útg.: Akraneskirkja 1996, 394 bls. SKAGAMENN ­ eða a.m.k. sumir þeirra ­ hafa verið kristnir allt frá landnámstíð. Saga kristni á Skaganum yrði því ærið löng væri hún sögð. En það er raunar ekki ætlunin í þessari bók. Ein öld er síðan guðshús var byggt þar sem nú heitir Akraneskaupstaður. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 136 orð

Largo desolato eftir Havel á litla sviðinu

LARGO desolato eftir Václav Havel, forseta Tékklands og leikskáld, verður frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 20. september. Havel var aðsópsmikill andófsmaður gegn mannréttindabrotum og eins konar þjóðhetja, sat fyrir vikið í fjölda ára í fangelsi en varð forseti lands síns eftir byltinguna mjúku í Tékkóslóvakíu 1989. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Leikari og framleiðandi á frumsýningu

LEIKARINN Hugh Grant og unnusta hans, leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley, sjást hér koma til frumsýningar myndarinnar "Extreme Measures" í New York um helgina. Grant leikur í myndinni ásamt Gene Hackman og Söruh Jessicu Parker en Hurley er framleiðandi. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 73 orð

Litmyndir frá sumrinu

GUÐMUNDUR Ingólfsson ljósmyndari sýnir í verslun Hans Petersen hf í Austurveri við Háaleitisbraut. Þetta eru litmyndir frá sumrinu sem er að líða, teknar á stærstu litfilmu (8x10") og stækkaðar af Agli Sigurðssyni. Guðmundur lærði ljósmyndun í Þýskalandi í lok sjöunda áratugarins og hefur rekið ljósmyndastofuna Ímynd frá árinu 1972. Sýningin stendur frá 13. september til 10. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 495 orð

Ljós yfir landi

eftir Sumarliða R. Ísleifsson, Reykjavík 1996, 248 bls. HÖFUNDUR þessarar bókar hefur áður ritað tvær bækur í Safni til Iðnsögu Íslendinga. Ágætar bækur voru það, sem ég las mér til mikillar ánægju. Með fyrri bókinni gaf hann raunar tóninn um fyrirkomulag og efnistök þessa mikla og ágæta ritsafns. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 147 orð

MIKIL umræða hefur að undanförnu verið í Noregi um stað

MIKIL umræða hefur að undanförnu verið í Noregi um staðsetningu fyrirhugaðs óperuhúss. Ríkisstjórninni er ætlað að taka ákvörðun um hana innan þriggja mánaða og eru ýmsar hugmyndir uppi. Staðir á borð við Vestbanen og Bjørvika hafa verið nefndir, svo og að óperan verði áfram á sama stað. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 47 orð

Myndlist í Eden

KRISTJÁN Jón Guðnason opnar sýningu á málverkum, teikningum og klippimyndum í Eden í Hveragerði 23. september næstkomandi. Kristján Jón hefur áður sýnt á samsýningum og einnig haldið nokkrar einkasýningar. Þetta eru myndir gerðar við íslenskar þjóðsögur og þó sérstaklega íslensk ævintýri. Sýningunni lýkur 5. október. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 184 orð

Njála á tyrknesku

Necmi þýddi beint af íslensku og hafði jafnframt enska og franska útgáfu til hliðsjónar. Hann taldi best að stytta textann ekki, heldur hafa í meginmáli bundið mál og ættartölur. Þá gaf hann lagaatriðum sögunnar sérstakan gaum. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 87 orð

Ný Bond- mynd með nýjum leikstjóra

LEIKSTJÓRI næstu James Bond-myndar, sem gengur undir nafninu "Bond 18", verður væntanlega Roger Spottiswoode en viðræður við hann standa nú yfir. Pierce Brosnan mun leika Bond og byrjað verður að taka myndina í byrjun næsta árs. Spottiswoode hefur fengið margar viðurkenningar fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta og þar á meðal fyrir þættina "And The Band Played On". Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 141 orð

Ný plata frá Oasis

BRESKA popphljómsveitin Oasis, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna ósættis hljómsveitarmeðlima og skyndilegs endis sem þeir bundu á tónleikaferð í Bandaríkjunum nýlega, tilkynnti í gær að ný plata væri væntanleg með henni á næsta ári. Liðsmenn munu hefja vinnu við plötuna í október næstkomandi og stefna að útgáfu næsta sumar. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 544 orð

Ráðstefna um myndlistargagnrýni

DAGANA 19.-22. september verður haldin í Reykjavík umfangsmikil alþjóðleg ráðstefna um myndlistargagnrýni sem ber yfirskriftina: Art Criticism Today: The State of European Art Criticism. Að ráðstefnunni standa Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Norræna húsið og listasöfn á höfuðborgarsvæðinu. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Risalifrarbolla

STÆRSTA lifrarbolla í heimi hefur verið elduð í bænum Zams í Týrol í Austurríki. Bollan vegur 1,8 tonn og á greiða leið inn í heimsmetabók Guinness. Týrolska dagblaðið skýrði frá þessu um helgina þegar bollan var tilbúin. 600 kg af brauði fóru í bolluna, 180 kg af fitu, 490 kg af lifur, 200 kg af lauk og smáskvetta af hvítlauk og kryddjurtum. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 154 orð

Ungfrú Ameríka söng óperuaríu

TÓNLISTARKENNARINN Tara Dawn Holland 23 ára, ungfrú Kansas, var kjörin ungfrú Ameríka 1997 um helgina. Fegurðarsamkeppnin var haldin í Atlanta City í New Jersey og var sú 76. í röðinni síðan keppnin var fyrst haldin árið 1921. Í öðru sæti varð ungfrú Louisiana, Erika Schwarz. Meira
18. september 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Verk eftir On Kawara á Annari hæð

OPNUÐ hefur verið sýning á verkum eftir japanska listamanninn On Kawara í sýningarsalnum Önnur hæð að Laugavegi 37. "On Kawara er óvenjulegur listamaður sem hefur á þremur síðustu áratugum unnið að nokkrum mjög afmörkuðum flokkum verka sem á einn eða annan hátt fjalla um tíma og benda okkur á hversu hverfult augnablik lífið er", segir í kynningu. Meira
18. september 1996 | Fólk í fréttum | 28 orð

Þrjár brosandi leikkonur

AÐALLEIKKONUR myndarinnar "The Wives' Club", Goldie Hawn, Diane Keaton og Bette Midler, sjást hér brosandi á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles í Bandaríkjunum í vikunni. Meira

Umræðan

18. september 1996 | Aðsent efni | 869 orð

Að ljúga með þögninni

SAGT er að prestur nokkur í tilteknum landshluta hafi sagt að þar lygju menn með þögninni. Sama má segja um túlkun Hafrannsóknarstofnunar hvað varðar tilraunastarfsemina um "uppbyggingu" þorskstofnsins í tvo áratugi. Allar hafa tilraunirnar misheppnast og saklausum veiðimönnum sífellt kennt um "ofveiði". Þorskstofninn virðist aðlaga sig að minnkandi sókn með því að draga úr eigin framleiðslu. Meira
18. september 1996 | Bréf til blaðsins | 706 orð

Blessuð lúpínan enn

LÚPÍNAN er merkileg jurt. Það er ekki bara þessi dýrmæti eiginleiki hennar að geta þrifist í nánast hvaða jarðvegi sem er og framleitt sitt eigið köfnunarefni, heldur hefur hún reynst hafa einstaka hæfileika til þess að draga fram þann eiginleika okkar Íslendinga, sem einkennir okkur umfram aðrar þjóðir, sumsé þrætubókarlistina. Meira
18. september 1996 | Aðsent efni | 641 orð

Eftirmál um meirihluta

Í HVERAGERÐI er frekar tíðindalítið og þar er fólk vinsamlegt hvort við annað, allan ársins hring. Þar koma mjögreisendur úr heimabyggðinni við á hlöðum, og sumir þeirra fá svona tveggja til þriggja riktera skjálfta í uppbót á kaffið í Eden. Meira
18. september 1996 | Aðsent efni | 521 orð

Greiðum þeim leið ­ með strætó

EFTIR hlýtt og gróskumikið sumar færist nú haustlegra yfirbragð yfir borgina okkar við sundin. Skólar hefjast og lífið færist aftur í fastari skorður að afloknu sumarleyfi. Haustinu og vetrinum fylgir meðal annars félagsstarf, klúbbar og námskeið sem duglegir og hressir krakkar stunda í frítíma sínum. Sem betur fer telja flestir foreldrar æskilegt að börn þeirra taki þátt í slíku starfi. Meira
18. september 1996 | Aðsent efni | 735 orð

Gönuhlaup Kjartans Magnússonar

KJARTAN Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn SVR, birti sl. laugardag ritsmíð í Morgunblaðinu sem veikir tiltrú á sannleiksást í umfjöllun hans um SVR. Grein Kjartans er tvískipt og fjallar fyrri hlutinn um breytingar á leiðakerfi SVR en seinni hlutinn um breytingar í stjórn SVR. Um leiðakerfið mun ég fjalla síðar, þegar niðurstöður á endurmælingum liggja fyrir. Meira
18. september 1996 | Bréf til blaðsins | 664 orð

Maharishi og Bítlarnir

MAHARISHI Mahesh Yogi er þekktur um heim allan. Sennilega eru flestir tilbúnir að mynda sér skoðun á honum án þess að kynna sér staðreyndir um starf hans og kenningar en tengja hann ósjálfrátt við blóm, frið, hippatíma og ekki síst Bítlana. Undirritaður vinnur við kennslu í fræðum Maharishi, m.a. Meira
18. september 1996 | Aðsent efni | 431 orð

Mistök í Hveragerði

GÆFA hvers sveitarfélags er að það hafi á að skipa mönnum sem hafi góðar hugmyndir, framsýni og kjark til þess að koma þeim í framkvæmd. Í Hveragerði hefur mátt sjá að bærinn væri að vakna til lífsins. Ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarins hafa verið gerðar í þá átt að fegra bæinn. Meira
18. september 1996 | Bréf til blaðsins | 258 orð

Opið bréf til sjálfstæðiskvenna

UNDANFARIN misseri hafa sjálfstæðiskonur rætt mikið og skrifað um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Konur í áhrifastöðum innan flokksins eiga að hvetja flokkssystur sínar um allt land til að gefa kost á sér í pólitísku starfi flokksins. Til að auka hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Meira
18. september 1996 | Aðsent efni | 880 orð

Vanþróað vegakerfi og hallalaus fjárlög

UMRÆÐUR um hallalaus fjárlög hafa verið nokkrar að undanförnu. Stjórnarflokkarnir hafa sett sér það markmið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum og lækka skuldir ríkisins. Um leiðir að því markmiði er deilt. Sumir telja of langt gengið í sparnaði, en aðrir vilja ganga lengra og draga verulega úr framkvæmdum jafnt sem rekstrarútgjöldum ríkisins. Meira

Minningargreinar

18. september 1996 | Minningargreinar | 231 orð

Alexius Lúthersson

Fréttin um lát Alexíusar vinar okkar kom ekki á óvart. Við höfðum vonað að honum hefði tekist að vinna bug á krabbameininu, því eftir fyrri átök við sjúkdóminn virtist hann hafa náð nokkuð góðri heilsu síðustu tvö árin, en það var bara gálgafrestur. Þegar við komum heim eftir langa dvöl erlendis 1959 höguðu atvikin því þannig að Ingibjörg og Alexíus urðu nágrannar okkar. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 151 orð

ALEXIUS LÚTHERSSON

ALEXIUS LÚTHERSSON Alexíus Lúthersson fæddist á Ingunnarstöðum í Kjós 28. september 1921. Hann lést í Landspítalanum 11. september síðastliðinn. Foreldrar Alexíusar voru Lúther Lárusson, fæddur í Reykjavík 1886 og Guðrún Sigtryggsdóttir fædd 1879 á Þórustöðum í Svínadal. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 70 orð

Halldóra Áslaug Geirsdóttir

Halldóra mín. Við þökkum fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur í Bjarkarási. Það var alltaf svo gaman þegar þú og Guðni húsvörður komuð yfir til okkar. Það var líka svo hlýtt og gott hjá ykkur. Guðni smíðaði koparhringa fyrir mig og Aldísi þegar við opinberuðum. "Alveg sjálfsagt, Stefán minn," sagði hann alltaf. Guð veri með ykkur hjónum, Halldóru og Guðna. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 30 orð

HALLDÓRA ÁSLAUG GEIRSDÓTTIR

HALLDÓRA ÁSLAUG GEIRSDÓTTIR Halldóra Áslaug Geirsdóttir fæddist á Bjargi á Akranesi 2. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 4. september. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Elsku Hedda frænka. Helgargistingar hjá þér og Gunnari í Hvassaleitinu eru ævintýraheimsóknir sem seint líða okkur úr minni. Engin nema þú gast látið okkur líða eins og litlum prinsessum á háu barstólunum með nýkreistan ávaxtasafa í morgunmat. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 372 orð

Herdís Jónsdóttir Biering

Enn einu sinni hefur hinn lúmski óvinur, krabbinn, lagt að velli fríða og föngulega læknisfrú. Hedda, ísfirskrar ættar, hefur nú lotið í duft fyrir hinum illræmda óvini, sem hún hefur barist við á öðru hnénu í nær tvö ár. Æðrulaust gekk hún inn í síðasta skeiðið, sama Heddan og áður, uns yfir lauk. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 26 orð

HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING

HERDÍS JÓNSDÓTTIR BIERING Herdís Jónsdóttir Biering fæddist á Ísafirði 6. október 1919. Hún lést 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. september. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Ingibjörg H. Jónsdóttir

Hún Imba, föðursystir okkar, var alla tíð í huga okkar systkina "Imba frænka". Það var alltaf gaman að heimsækja hana; fá hjá henni sælgætismola og spjalla. Um jól og áramót var Imba oft hjá okkur og þá var einatt glatt á hjalla. Við systkinin kveðjum Imbu frænku og vitum að hún hefur nú fengið langþráða hvíld eftir erfiða sjúkdómslegu. Hvíldu í friði kæra frænka. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 30 orð

INGIBJöRG H. JÓNSDÓTTIR

INGIBJöRG H. JÓNSDÓTTIR Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 21. apríl 1917. Hún lést á Landakoti 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 22. ágúst. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 278 orð

JÓHANN PÉTUR KOCH VIGFÚSSON

JÓHANN PÉTUR KOCH VIGFÚSSON Jóhann Pétur Koch Vigfússon var fæddur á Reykjanesvita í Hafnarhreppi 19. janúar 1924. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 7. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Sigurðsson, Grænlandsfari, húsasmiður í Reykjavík og vitavörður á Reykjanesi um skeið, f. 16. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 701 orð

Jóhann P. Koch Vigfússon

Tengdafaðir minn, Jóhann Vigfússon, er látinn eftir stutta og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Jóhanni fyrir tuttugu árum þegar ég kom fyrst til Íslands frá Bandaríkjunum til að giftast dóttur hans, Vilborgu, sem hafði verið þar við nám. Frá þessum árum á ég margar skemmtilegar minningar af samveru minni og minnar fjölskyldu með Jóhanni og Margréti, konu hans. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 699 orð

Jóhann P. Koch Vigfússon

Kær föðurbróðir, Jóhann P. Koch Vigfússon, er látinn eftir þunga sjúkdómslegu á 73. aldursári. Að hans eigin ósk var kveðjuathöfnin í sama anda og það líf sem hann hafði sjálfur ætíð lifað ­ með hægð og í kyrrþey og aðeins í návist nánustu ættingja og vina. Okkur sem næst honum stóðum kom andlát hans reyndar ekki á óvart, svo mjög var af honum dregið síðustu vikurnar. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 1414 orð

Sigríður G. Brynjólfsdóttir Petersen

Langri og gifturíkri ævi tengdamóður minnar, Sigríðar G. Brynjólfsdóttur, er lokið. Sigríður Guðlaug var yngst átta systkina, en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Er hún var þriggja, vildi faðir hennar, sem var organisti og söngstjóri, freista gæfunnar vestan hafs. Ætlunin var að koma aftur eftir tvö ár, en raunin varð önnur. Hann kom ekki aftur frá Kanada fyrr en rúmum tuttugu árum síðar. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 240 orð

SIGRÍÐUR G. BRYNJÓLFSDÓTTIR PETERSEN

SIGRÍÐUR G. BRYNJÓLFSDÓTTIR PETERSEN Sigríður Guðlaug Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Magnúsdóttur húsmóður frá Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 1870, d. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 578 orð

Skafti Benediktsson

Nú fer ég nýjan veg norðan yfir heiðar, suðri mót möl og grjót marka sporin reiðar, fela sjón fram í Lón fjöll og auðnir breiðar, hérna fóru fornmenn sinnar leiðar. (Sr. Jón Jónsson, Stafafelli. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 34 orð

SKAFTI BENEDIKTSSON

SKAFTI BENEDIKTSSON Skafti Benediktsson fæddist á Bjarnarnesi í Nesjum 17. október 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði hinn 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafafellskirkju 17. september. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 548 orð

Sólveig Snorradóttir

Elsku Solla, ég man eftir því þegar ég fylgdi þér í sjúkrabílnum, þá sagðir þú við mig: "Ég ætla ekki að láta neinn segja mér hvað ég á eftir að lifa lengi, það skal ég sýna ykkur." Veistu Solla mín, ég held að þú sért búin að sýna okkur það, þú lifðir mun lengur en ég þorði að vona. Alltaf sjáum við hvað það er stutt á milli lífs og dauða, við eigum að þakka Guði fyrir hvern dag. Meira
18. september 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SÓLVEIG SNORRADÓTTIR

SÓLVEIG SNORRADÓTTIR Sólveig Snorradóttir fæddist í Keflavík 16. júlí 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 31. ágúst. Meira

Viðskipti

18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 356 orð

Einn milljarður króna boðinn út í húsnæðisbréfum

TILBOÐ í fjórða og síðasta hluta útboðs húsnæðisbréfa á þessu ári verða opnuð í dag og verður gengið frá sölunni í næstu viku, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Geirssonar, forstöðumanns verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Um er að ræða einn milljarð króna. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Evrópsk bréf lækka vegna nýs uggs um hærri vexti

VERÐ komst nálægt hámarki í evrópskum kauphöllum í gær, en lokaverð var lægra vegna nýs uggs um bandaríska vaxtahækkun sem batt enda á methækkun í Wall Street. Vegna jákvæðrar stöðu við opnun í Wall Street komst verð nálægt hámarki í London og Frankurt, en ástandið breyttist þegar verð hlutabréfa í New York lækkaði um 0,6% á einum klukkutíma. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Fjórir milljarðar seldir í ríkisvíxlum

RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum í tæpa fjóra milljarða króna í útboði á ríkisvíxlum í gær. Mest var selt af ríkisvíxlum til þriggja mánaða, 2.509 milljónir króna, ríkisvíxlar til sex mánaða seldust fyrir 1.120 milljónir króna og ríkisvíxlar til tólf mánaða seldust fyrir 300 milljónir króna. Seðlabanki Íslands keypti ríkisvíxla fyrir 1.235 milljónir á meðalverði samþykktra tilboða. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 468 orð

Líklegt að hluthafar nýti forkaupsrétt

STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarútvegsins hefur samþykkt tilboð frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. í hlutabréfaeign sjóðsins í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Ekki hefur þó verið gengið frá kaupunum þar sem hluthafar og starfsmenn fyrirtækjanna hafa forkaupsrétt að bréfunum og rennur frestur þeirra til að ganga inn í tilboðið út í næstu viku. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Sendinefnd frá Kína

KÍNVERSK sendinefnd háttsettra embættismanna frá ráðuneytum utanríkisviðskipta, landbúnaðarmála og sjávarútvegsmála er nú stödd hér á landi vegna fyrsta fundar íslensk- kínverska viðskiptaviðræðunefndarinnar. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Tilboð 38,5% yfir áætlun

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði Ístaks hf. í byggingu dælustöðva fyrir skolp við Ánanaust, á móts við Boðagranda og Seilugranda. Einungis þrjú tilboð bárust í verkið og var tilboð Ístaks lægst, nam tæpum 137 milljónum og var 38,5% yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Ármannsfells hf. var hins vegar 154% yfir kostnaðaráætlun og Húsaness hf. 82,5% yfir áætlun. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 192 orð

USAir utan bandalags AMR og British Airways

STEPHEN WOLF, stjórnarformaður bandaríska flugfélagsins USAir Group, segir að USAir komist ekki fyrir í fyrirhuguðu markaðssamstarfi American Airlines flugfélags AMR-fyrirtækisins og brezka flugfélagsins British Airways. Meira
18. september 1996 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Vöruflutningar Reykjavík-Húsavík í 40 ár

FYRIRTÆKIÐ Aðalgeir Sigurgeirsson hf. minnist þess um þessar mundir að 40 ár eru liðin síðan stofnandi og aðaleigandi þess Aðalgeir Sigurgeirsson hóf vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Aðalgeir hóf akstur vörubíls 1948 hjá Bifreiðastöð Þingeyinga, Meira

Fastir þættir

18. september 1996 | Í dag | 36 orð

1a Já, frú... við erum að leita að nýjum hundadalli

1a Já, frú... við erum að leita að nýjum hundadalli... 2b Áttu til einhverja með kanínum á hliðinni? Hann er hrifinn af kannínum... c Jæja þá, við tökum þá bara venjulegan... a Líf mitt er svo leiðinlegt... Meira
18. september 1996 | Dagbók | 2712 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 13.-19. september eru Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opin til kl. 22. Auk þess er Garðs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. Meira
18. september 1996 | Í dag | 371 orð

AU orð Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra við vígslu

AU orð Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra við vígslu Dómhúss Hæstaréttar við Arnarhól nú fyrir skömmu, að þyngja bæri refsingar vegna líkamlegs ofbeldis, eru samkvæmt því, sem Víkverji hefur heyrt frá því ráðherrann lét orðin falla, löngu tímabær. Meira
18. september 1996 | Í dag | 104 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 18. se

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 18. september, er tíræður Þórður Kristján Runólfsson, Haga í Skorradal. Eiginkona hans var Halldóra Guðlaug Guðjónsdóttir, en hún andaðist 1982.Þórður mun vera elsti starfandi bóndi á Íslandi. ÁRA afmæli. Meira
18. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Fríða Oddsdóttir ogIndriði Þröstur Gunnlaugsson.Heimili þeirra er í Ásgarði 18, Reykjavík. Meira
18. september 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Minjasafnskirkjunni á Akureyri af sr. Birgi Snæbjörnssyni Guðrún Karítas Bjarnadóttir og Halldór Sveinn Kristinsson. Heimili þeirra er í Hrísalundi 16e, Akureyri. Meira
18. september 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Bryndís Viðarsdóttir ogAðalsteinn Helgason. Heimili þeirra er á Kjalarsíðu 14b, Akureyri. Meira
18. september 1996 | Dagbók | 675 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. september 1996 | Fastir þættir | 66 orð

Hvað skal segja? 15 Væri rétt að se

15 Væri rétt að segja: Það var prestinum sem var vikið úr embætti en ekki meðhjálparanum. Rétt væri: Það var presturinn, sem var vikið úr embætti, en ekki meðhjálparinn. Þágufallið, sem sögnin víkja heimtar, lendir á tilvísunarfornafninu sem, en það er eins í öllum föllum. Meira
18. september 1996 | Dagbók | 124 orð

Kross 2LÁRÉTT:

Kross 2LÁRÉTT: - 1 tág, 8 sælu, 9 tómið, 10 elska, 11 hljóðfærið, 13 peningar, 15 endurtekningar, 18 kjáni, 21 ótta, 22 ákveðin, 23 guð, 24 dæmalaust. Meira
18. september 1996 | Í dag | 101 orð

Tapað/fundið Bakpoki tapaðist VÍNRAUÐUR Adidas-

VÍNRAUÐUR Adidas- bakpoki, sem í var m.a. dökkblá vetrarúlpa og skólabækur 8 ára drengs, tapaðist í strætisvagnaskýli á Miklubraut, gegnt Hagkaupi í Skeifunni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 586-1010. Veski tapaðist SVART herraseðlaveski með öllum skilríkjum tapaðist í miðbæ Reykjavíkur eða í leigubíl frá Viðarási og niður í miðbæ. Meira

Íþróttir

18. september 1996 | Íþróttir | 133 orð

Aftureldingu spáð sigri í 1. deild AFTUREL

AFTURELDING úr Mosfellsbæ verður Íslandsmeistari í handknattleik karla ef marka má spá forráðamanna liðanna í deildinni. Eins og undanfarin ár spáðu forráðamenn liðanna um lokastöðuna í handknattleiknum á árlegum blaðamannafundi sem haldinn var í fyrradag. Hvert félag fékk tvo atkvæðaseðla og því voru alls voru 216 atkvæði í pottinum og hlaut Afturelding 208 stig í fyrsta sætið. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 176 orð

Amersíksur fótbolti NFL-deildin Pittsburgh - Buffalo24:6Chicago - Minnesota 20:14Cincinnati - New Orleans 15:30Green Bay - San

Bikarmót KAÍ Bikarmót Karatesambands Íslands, hið þriðja af fjórum, fór fram í Fylkishöllinni í Árbæ um helgina. Keppt var í einum flokki karla og voru úrslit þessi: 1. Ingólfur Snorrason, UMFS 2. Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri 3. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 184 orð

Dagur og Ólafur verða báðir með gegn Dönum

DAGUR Sigurðsson og Ólafur Stefánsson, landsliðsmenn í handknattleik, sem leika með Wuppertal, leika með landsliðinu gegn Dönum í síðasta leik Íslands í undankeppni HM í Danmörku 1. desember. Wuppertal leikur sama dag gegn Flensburg í 2. deildarkeppninni í Þýskalandi. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 323 orð

DAVID O'Leary

DAVID O'Leary, fyrrum varnarmaður Arsenal og írska landsliðsins, var í gær ráðinn aðstoðarmaður George Grahams, knattspyrnustjóra Leeds. Graham tók við Leeds 10. september. "Ég veit að ef ég þarf að bregða mér frá, til dæmis skoða leikmenn, get ég treyst O'Leary til að taka við á meðan. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 150 orð

Elín í þriðja sæti í stökki

Þrjár stúlkur, Elín Gunnlaugsdóttir, Lilja Erla Jónsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir sem allar eru í Fimleikadeild Ármanns, tóku um helgina þátt í móti í áhaldafimleikum í Belfast og var bæði keppt í liðakeppni og einstaklingskeppni. Stúlkurnar urðu í fjórða sæti í liðakeppninni, Walesbúar sigruðu, Norðmenn urðu í öðru sæti, Norður­Írar í því þriðja og Ísland hreppti fjórða sætið. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 144 orð

Eyjamenn æfir

EYJAMENN eru mjög óhressir með ummæli þau sem koma fram í nýjustu leikskrá Lengjunnar, en þar segir að leikur ÍBV og ÍA sé ekki á lengjunni þar sem leikmenn ÍBV hafi sagt að "best væri að tapa fyrir ÍA til að komast í Evrópukeppnina." Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann ætlaði með málið alla leið. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 2289 orð

Fram gæti komið allra liða mest á óvart í deildinni

Íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld með heilli umferð í 1. deild karla. Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fjallar um handknattleik í Morgunblaðinu í vetur og heldur hér áfram að spá í spilin, þar sem frá var horfið í blaðinu á föstudag. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 134 orð

Gróttumenn fengu alls 13 leiki í bann

SEX Gróttumenn voru samtals dæmdir í 13 leikja bann af aganefnd KSÍ í gær, en leikmönnum og þjálfara Gróttu var vísað af leikvelli á laugardaginn. Gróttu var einnig gert að greiða 10.000 króna sekt vegna brottvísunar Sverris Herbertssonar þjálfara og 15.000 krónur í sekt vegna framkomu áhorfenda. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 170 orð

Guðmundur Bragason semur við BJC Hamborg

GUÐMUNDUR Bragason, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, skrifar í dag undir samning við þýska 1. deildarliðið BJC Hamborg. Samningurinn gildir út maí og því ljóst að Guðmundur mun leika með félaginu í vetur. Liðið er eina körfuknattleiksliðið í Hamborg. Í liðinu er Rússi og ætlar það sér stóra hluti í vetur og stefnir ótrautt að sæti í úrvalsdeildinni að ári. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 294 orð

ÍBR vill breytingar

Tillögur viðræðunefndar Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands um sameiningu féllu í grýttan jarðveg á formannafundi Íþróttabandalags Reykjavíkur í fyrrakvöld. Að sögn Reynis Ragnarssonar, formanns ÍBR, Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld Knattspyrna EM kvennalandsliða: Laugardalsv.Ísland - Þýskal.kl. 20

Knattspyrna EM kvennalandsliða: Laugardalsv.Ísland - Þýskal.kl. 20 Handknattleikur 1. deild karla kl. 20. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 160 orð

Knattspyrna Spánn Real Betis - Real Madrid1:1 Real Betis skaust á toppinn með sjö stig, eins og Barcelona, Real Sociedad og

Spánn Real Betis - Real Madrid1:1 Real Betis skaust á toppinn með sjö stig, eins og Barcelona, Real Sociedad og Racing Santander, en með betri markatölu. Þýskaland Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 212 orð

Man. City fékk skell

Leikmenn Manchester City töpuðu stórt í gærkvöldi fyrir 3. deildarliði Lincoln í fyrri leik liðanna í 2. umferð ensku bikarkeppninnar, 1:4. Uwe Rosler skoraði fyrir Manchester City, sem hefur ekki fagnað titli í Englandi síðan 1976, eftir aðeins fjórar mín., en Terry Fleming, Steve Holmes, Hollendingurinn Gilbert Bos og Jon Whitney svöruðu fyrir Lincoln. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 428 orð

"Mistök dómara eru mikill höfuðverkur"

JAVIER Clemente, landsliðsþjálfari Spánverja, sagði í gær á ráðstefnu landsliðsþjálfara í Evrópu, sem fer fram í Kaupmannahöfn, að mesti höfuðverkurinn í aðþjóðlegri knattspyrnu séu mistök dómara. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 373 orð

Spennandi verkefni

Ísland og Þýskaland spila fyrri leik sinn um laust sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Laugardalsvelli kl. 20 í kvöld. Kristinn Björnsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að leikurinn verði íslenska liðinu erfiður því Þjóðverjar eru núverandi Evrópumeistarar og silfurhafar úr síðustu heimsmeistarakeppni. "Þetta er spennandi verkefni, en krefjandi. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 100 orð

Stórleikur í bikarnum ÞAÐ verðu

ÞAÐ verður stórleikur í fyrstu umferð bikarkeppninnar, sem að þessu sinni er kennd við prentsmiðjuna Odda, því í 32-liða úrslitum, sem fram fara miðvikudaginn 13. nóvember, taka Haukar á móti Aftureldingu. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 48 orð

Stöð 3 sýnir þýskan handknattleik

STÖÐ 3 mun í vetur sýna leiki úr þýska handknattleiknum á miðvikudagskvöldum kl. 24. Þá verða sýndir leikir sem eru í beinnt útsendingu í Þýskalandi fyrr um kvöldið. Í kvöld verður sýnt frá viðureign Magdeburgar og Grosswallstadt. Atli Hilmarsson, fyrrum leikmaður í Þýskalandi, lýsir. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 266 orð

Tímataka alltaf stöðvuð við vítakast NO

NOKKRAR breytingar á leikreglum munu ganga í gildi á þessu leiktímabili. Dómarar skulu nú stöðva tímatöku þegar vítakast er dæmt. Leikmenn mega kasta sér á bolta sem liggur á gólfinu eða rúllar eftir því og í þriðja lagi er aðeins heimilt að veita leikhlé fari boltinn aftur fyrir endalínu, í markið eða aftur fyrir það. Meira
18. september 1996 | Íþróttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristinn Velkomin í hópinnÍSLAND og Þýskaland leika fyrri leik sinn um laust sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Laugardalsvellií kvöld kl. 20.00. Þýska liðið er núverandi Evrópumeistari og silfurhafi frá síðustu heimsmeistarakeppni. Meira

Sunnudagsblað

18. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

ÓMETANLEG REYNSLA

DVÖLIN á Íslandi og námið í Jarðhitaskólanum hjálpaði mér á marga lund, ekki aðeins bættist við þekking og fróðleikur, heldur hætti ég að óttast að takast á við eitthvað nýtt og mér fannst ég á margan hátt þannig endurmeta sjálfa mig og trú á mig. Meira

Úr verinu

18. september 1996 | Úr verinu | 302 orð

25 þúsund þorskígildi flytjast á þetta kvótaár

RÚMLEGA tólf þúsund þorskígildistonn í botnfiski féllu niður ónýtt um síðustu kvótaáramót þann 1. september sl. Mestu munar um ufsann, en í þeirri botnfisktegund tókst að veiða aðeins innan við helming leyfilegs aflamarks á síðasta fiskveiðiári, eða 30.931 lestir af 65.410 lesta aflamarki, skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Flytja má 10. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 396 orð

695 fyrirtæki frá 28 löndum kynna vörur og þjónustu sína

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, mun í dag klukkan 10.00 formlega opna Íslensku sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll, en hún hefur aldrei verið jafn stór í sniðum og nú. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur opnunina. Alls taka 695 fyrirtæki frá samtals 28 þjóðlöndum þátt í sýningunni að þessu sinni og hafa þau aldrei verið fleiri. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 240 orð

Baader flakar fiskinn óslægðan og óblóðgaðan

BAADER og Baader Ísland hf. verða saman á sýningarbás á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll þar sem helstu nýjungar fyrirtækjanna verða kynntar. Baader kynnir m.a. á sýningunni nýja flökunarvél, Baader 192, fyrir 40-70 sm bolfisk. Vélin getur tekið við bæði óslægðum og óblóðguðum fiski. Hún er mjög hraðvirk og getur tekið við allt upp í 100 fiskum á mínútu. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 425 orð

Bjóða suðulausa samsetningu á háþrýstirörum

VÖKVALEIÐSLUR og tengi ehf. hafa sérhæft sig í rörum, slöngum og tengistykkjum fyrir háþrýsti- og lágþrýstilagnir til sjós og lands. Fyrirtækið selur lagnaefni til járnsmiðja og verkstæða víða um land og smíðar auk þess slöngur og rör, t.d. glussaslöngur, bremsu- og spíssarör, eftir pöntun. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 464 orð

Brælavíðast hvar

VEÐUR hafði nokkur áhrif á aflabrögð hjá skipum á suðvesturlandi í gær. Hjá hafnarverði í Grindavík fengust þær upplýsingar að veiði hafi verið þokkaleg hjá stærri línuskipunum og þau að landa upp í 60 tonnum eftir vikuna. Þá hafi trollskipin einnig verið að fá þokkalegan afla að undnaförnu. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 256 orð

Dýptarmælir sýnir botninn í þrívídd

ÞRÍVÍDDIN hefur haldið innreið sína í dýptarmæla og með nýjustu tækni geta sjófarendur nú skoðað nákvæm "landakort" af sjávarbotni. Þessi tækni eykur því þekkingu skipstjórnarmanna á veiðisvæðunum og gæti leitt til betri aflabragða. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 476 orð

Eykur áreiðanleika og minnkar mengun

HEKLA HF. kynnir á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll grunnvélabúnað fyrir skip og heildarlausnir fyrir vélarúm. Þá verður kynnt ný útfærsla á hinum þrautreyndu CAT 3500 vélum, CAT 3500B, þar sem eldri hönnun 3500 vélanna er tekin til talsverðra endurbóta sem auka eiga áreiðanleika vélanna, minnka mengun og draga úr eldsneytisnotkun. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 458 orð

Fiskaflinn 2 milljónir tonna á fiskveiðiárinu

FISKAFLINN á Íslandsmiðum og Reykjaneshrygg á nýloknu fiskveiðiári varð meiri en nokkru sinni á 12 mánaða tímabili, eða 1.825.000 tonn. Það er hálfri milljón tonna meira en á fiskveiðárinu þar á undan, en þá varð aflinn rúmlega 1,3 milljónir tonna. Nú er ekki meðtalinn afli af norsk-íslenzku síldinni, ekki af Flæmska hattinum og ekki úr Smugunni. Á þessum slóðum hafa aflazt langleiðina í 200. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 334 orð

Fjölbreytt þjónusta við höfnina í Hafnarfirði

"VIÐ ERUM í raun að kynna alla þá þjónustu sem hægt er að fá í einni höfn fyrir útgerðir, skip og áhafnir," segir Már Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar, en á Sjávarútvegssýningunni mun höfnin kynna þjónustu sína en vöruflutningar og önnur starfsemi við höfnina hefur farið ört vaxandi síðustu ár. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 506 orð

Frárennslismengun rækjuverksmiðja lítil

MENGUN af völdum frárennslis frá rækjuverksmiðjum á Vestfjörðum er ekki mikil ef marka má rannsókn Gunnars Torfasonar, nemanda í sjávarútvegfræði við Háskólann á Akureyri. Gunnar hefur í sumar unnið við verkefnið "Umhverfismál fyrirtækja" og kannað virkni mengunarvarna vegna frárennslis frá fyrirtækjum í rækjuvinnslu á Vestfjörðum. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 586 orð

FTC á Íslandi með Maja roðflettivélar

INNFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ FTC á Íslandi leggur áherzlu á hraðvirkar mæliaðferðir, búnað og kerfi til gæðaeftirlits og vélar til matvælavinnslu. Meðal nýjunga hjá hjá fyrirtækinu eru roðflettivélar frá Maja í Þýskalandi og nýjungar í beinhreinsun. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 572 orð

Færavindurnar geta haft samráð sín á milli

FÆRAVINDURNAR frá DNG-Sjóvélum eru góðkunnar íslenskum handfærasjómönnum og á sjávarútvegssýningunni verður kynnt nýjung í handfæraveiðum því færavindurnar geta nú haft samskipti sín á milli og aukið þannig afköstin enn frekar að sögn Matthíasar Einars Jónssonar, markaðsstjóra DNG- Sjóvéla. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 263 orð

Góð nýliðun í Barentshafi gæti skilað sér á næsta ári

GÓÐ nýliðun þorsks í Barentshafi gæti skilað sér í góðri veiði í Smugunni á næstu árum ef árferði á þessum slóðum og ástand sjávarins verður jafn gott og verið hefur undanfarin ár. Eins og fram kom í Úr verinu sl. miðvikudag hefur nýliðun Barentshafsþorsks tekist mjög vel og hrygningarstofninn nú sá næststærsti frá upphafi mælinga. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 208 orð

G.S. Maríasson með nýjungar í pökkun

G.S. Maríasson er ungt fyrirtæki, byggt á traustum grunni og hefur sérhæft sig í pökkunarvélum. G.S. Maríasson hefur náð góðri fótfestu á markaðnum og kynnir ýmsa hluti á Sjávarútvegssýningunni. Innflutningur á límböndum frá Supertape í Hollandi hefur aukist stöðugt og kassalokunarvélar frá sama fyrirtæki hafa reynst vel og eru nú yfir 30 vélar í notkun í sjávarútvegfyrirtækjum. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 711 orð

Hafa selt 21 dælu á um þremur árum

NORSKA FYRIRTÆKIÐ MMC seldi fyrir þremur árum fyrstu "vakúm fiskisuguna" um borð í íslenskt nótaskip, Þórshamar GK. Nú hefur fyrirtækið selt hingað til lands 21 dælu og segir Asbjörn Rönneberg, einn af eigendum MMC, að viðtökur á Íslandi hafi farið fram úr björtustu vonum. MMC og umboðsaðili þess á Íslandi, Akurfell hf. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 308 orð

Haftækni kynnir nýjan stafrænan "gyro-kompás"

HAFTÆKNI á Akureyri hefur fengið umboð fyrir stafrænan gyro- kompás frá bandaríska fyrirtækinu KVH, en þar er um að ræða nýjung hér á landi, sem hlotið góðar viðtökur þar sem hann hefur verið reyndur. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 208 orð

Heildarlausn við höfnina

REYKJAVÍKURHÖFN tekur nú í fyrsta skipti þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni og er markmiðið að kynna fyrirtæki á hafnasvæðinu og þá þjónustu sem þar er í boði. Reykjavíkurhöfn hefur áður tekið þátt í samskonar sýningu sem haldin var í Kaupmannahöfn í fyrra ásamt sex öðrum íslenskum fyrirtækjum af hafnarsvæðinu. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 1101 orð

Heimsmarkaður fyrir saltfisk svarar til 260.000 tonna alls

ÞORSKKVÓTINN hér við land hefur verið aukinn og sífellt vaxandi hlutur þorsksins fer nú í söltun. Í ljósi þess er er rétt að skoða hve stór heimsmarkaðurinn er fyrir hefðbundinn saltfisk. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF fór yfir þessi mál á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöða og fer yfirlit hans hér á eftir. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 385 orð

Interprice-fundur er í tengslum við sýninguna

Í TENGSLUM við sjávarútvegssýninguna verður haldið hér á landi alþjóðlegt fyrirtækjastefnumót undir nafninu Interprice Iceland 1996, með þátttöku aðila frá Íslandi, Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og Noregi. Ráðstefnunni er ætlað að koma íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í viðskiptasambönd við evrópska kollega sína. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 740 orð

Íslenskir þörungar þeir bestu í heimi

ÞÖRUNGAAFURÐIR eiga vaxandi vinsældum að fagna út um heim allan og möguleikar á framleiðslu þörungaafurða á Íslandi eru talsverðir að mati hollensks þörungaframleiðanda sem staddur var hér á landi á dögunum. Hann segir að hér sé að finna besta þara í heimi, Íslendingar geti boðið betra og hreinna hráefni en flestar aðrar þjóðir. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 261 orð

Leggja áherslu á veiðarfæraþjónustu

ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR hf. eru eins og kunnugt er eitt umsvifamesta útflutningsfyrirtæki landsins. Á Sjávarútvegssýningunni leggja ÍS áherslu á að kynna heildsölu- og dreifingarfyrirtækið Vöruhús ÍS sem er starfrækt innan vébanda fyrirtækisins en það hefur mikið umleikis og gerir viðskipti sín að langmestu leyti á innlendum vettvangi. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 557 orð

Marel hf. kynnir nýja og ódýrari "landvog"

UMSVIF MARELS hf. hafa aukist verulega á Íslandi á síðasta ári. Fyrirtækið hefur sett upp fjölda vinnslukerfa bæði í skip og fiskvinnslur og mun á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll kynna helstu nýjungar. Má þar nefna nýja landvog, M1000, sem er ætlað að mæta þörf minni fyrirtækja og opna leiðir inn á nýja markaði. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 1109 orð

Mikið svigrúm er til umbóta

ALLT frá árinu 1992 hefur verið unnið að viðamiklu verkefni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem fengið hefur nafngiftina Aflabót. Nýverið kom út rit um verkefnið með samnefndu heiti eftir þá Jón Heiðar Ríkharðsson og Rúnar Birgisson. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 444 orð

NAS-verkefnið komið í umsjá Útflutningsráðs

VERKEFNIÐ North Atlantic Solutions, eða NAS, verður kynnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Verkefnið hefur verið starfrækt undanfarið eitt ár af Samstarfsvettfangi sjávarútvegs og iðnaðar. Útflutningsráð Íslands og Samstarfsvettfangur sjávarútvegs og iðnaðar hafa nú gengið frá formlegum samstafssamningi um framtíðarrekstur, Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 386 orð

Ná betri tengslum við markaði ytra

BAKKI HF. söluskrifstofa er nýtt nafn á sölu- og útflutningsfyrirtækinu sem áður hét Kaldá hf. Fyrirtækið hefur í rúmt ár haslað sér völl í sölu og markaðssetningu á afurðum frá rækju- og fiskvinnslustöðvum Bakka hf. í Hnífsdal og Bakka Bolungarvík hf., bæði austan hafs og vestan. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 402 orð

Ný flotkví bætir aðstöðuna mikið

SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri á að baki áratuga reynslu í skipasmíðum og skipaviðgerðum. Þar er boðið upp á alla þætti viðgerða, viðhalds- og endurbyggingar, jafnt fyrir fiskiskipaflotann sem kaupskipaflotann. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 150 orð

Ný gerð af fiskihnífum

HNÍFAR og stál frá þýska fyrirtækinu F. Dick GmbH. eru þekkt í fiskiðnaðinum hér á landi, enda hafa DICK-hnífar og -stál verið notað hér í áratugi. Tiltölulega "einfaldir" hlutir eins og hnífar eru stöðugt í þróun og á hverju ári ver F. DiCK GmbH töluverðum fjármunum í hönnun, þróun og tilraunir með framleiðslu á ýmsum gerðum hnífa og handfanga á hnífa. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 146 orð

Ný lausn í kælingu

Kristján G. Gíslason ehf. hefur flutt inn kæliefni frá DuPont í hálfa öld. DuPont hefur verið leiðandi í framleiðslu á nýjum kælimiðlum eins og þeim gömlu, en það var einmitt DuPont sem hóf fyrst framleiðslu á R-12, R-22 og R-502 undir skrásetta vörumerkinu "Freon". Nýju kælimiðlarnir eru seldir undir nafninu "Suva" sem einnig er skrásett vörumerki DuPont. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 260 orð

Ný námskeið fyrir saltendur og sjómenn

NÁMSKEIÐ sem uppselt var á á vorönn hjá RF verða haldin aftur nú í haust og einnig verða ný námskeið haldin fyrir saltfiskverkendur og sjómenn. Auk þess sem námskeiðin verða öllum opin bjóðum við þau einstökum fyrirtækjum þar sem námsefnið er sérstaklega lagað að þeirra þörfum. Á námskeiði um þurrkun fiskafurða verður m.a. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 529 orð

Nýr vélbúnaður þrefaldar afköstin hjá Borgarplasti

BORGARPLAST verður meðal þátttakenda í Íslensku sjávarútvegssýningunni eins og endranær og mun í leiðinni fagna 25 ára afmæli sínu með viðhöfn nk. föstudag. Í afmælishófi fyrirtækisins, sem haldið verður í glænýju 900 fermetra verksmiðjuhúsnæði að Sefgörðum 3 á Seltjarnarnesi, mun Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra gangsetja nýjan vélbúnað, Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 199 orð

Ný strikamerkjatækni

FYRIRTÆKIÐ Króli verkfræðiþjónusta kynnir á sjávarútvegssýningunni nýja strikamerkjatækni sem gerir kleift að hafa allt að 1,2 og 2 kb af upplýsingum í hverju merki. Einnig er hægt að lesa merkið þó að allt að 50% af merkinu séu skemmd. Þessi kódi er hannaður af fyrirtæki sem er stærst í framleiðslu á skönnum og handtölvum í heimi, Symbol Technologies Inc. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 523 orð

Nýtt alþjóðlegt fréttabréf

FISKIFÉLAG Íslands og Miðlun ehf. munu í samvinnu gefa út nýtt alþjóðlegt fréttabréf, North Atlantic Fishing News (NAFN), um sjávarútveg við Norður-Atlantshaf. Fyrsta tölublað þess kemur út 18. september eða á opnunardegi sjávarútvegssýningarinnar í Laugardalshöll þar sem Fiskifélagið og Miðlun munu jafnframt kynna fréttabréfið formlega. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 700 orð

Ný vél bætir nýtingu í sjávarútvegi umtalsvert

FYRIRTÆKIÐ Jat ehf. á Akureyri og uppfinningamaðurinn Jón Pálmason hafa undanfarin ár unnið að þróun og smíði fiskvinnsluvéla. Í fyrsta lagi má nefna hausara sem jafnframt sker úr hausnum kinnar og gellu. Í öðru lagi vél til að skera klumbubein af svokölluðum rússafiski en það þarf að gera þegar unnið er með frosið hráefni, eins og færist í vöxt hér á landi. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 321 orð

Ný vökvakerfivatn í stað olíu

Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI í Laugardalshöll kynnir Héðinn, verslun, nýjung frá Danfoss sem á eftir að valda straumhvörfum, m.a. í matvælaiðnaði. Kröfur um hreinlæti og umhverfisvæna framleiðslu í iðnaði verða sífellt strangari, sérstaklega í Evrópu. Ýmis spilliefni fara nú á bannlista og reynt er að finna vistvænni efni í stað olíu. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 313 orð

Óttast að fá ekki fisk frá Rússum

NORÐMENN óttast, að þeir muni tapa í baráttunni um rússneska fiskinn á næstu árum. Yfirvöld í Rússlandi leggja æ meiri áherslu á að fiskurinn verði unninn innanlands og tilraunir norskra fyrirtækja til að koma sér fyrir í Rússlandi hafa ekki gengið vel. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 393 orð

SEimskipafélagið kynnir breyttar siglingaleiðir Flutningstími vöru styttist verulega

EIMSKIPAFÉLAG Íslands ætlar að leggja áherslu á að kynna á sjávarútvegssýningunni viðamiklar breytingar á siglingakerfi félagsins í Evrópusiglingum sem komu til framkvæmda í tveimur áföngum á þessu ári. Breytingarnar eru þær viðamestu í sextán ár. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 506 orð

SEndurvinnanleg ker og ný djúpsjávarkúla Afrakstur þrotlausra rannsókna hjá Sæplasti hf.

KER úr endurvinnanlegu plasti og ný djúpsjávartrollkúla munu setja svip sinn á 60 fermetra sýningarbás Sæplasts hf., sem ávallt hefur lagt mikið upp úr þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni og jafnan sýnt það nýjasta sem í boði er hjá fyrirtækinu hverju sinni. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 845 orð

SEngin nýsmíði skipa er í gangi eins og er Rúmmálsreglugerð kemur í veg fyrir endurnýjun

MIÐAÐ við þá miklu hagsmuni, sem við Íslendingar höfum af fiskveiðum, má fullyrða að ástandið varðandi endurnýjun fiskiskipaflotans sé harla óvenjulegt nú þar sem engin nýsmíði er í gangi eins og er, hvorki innanlands né erlendis, ef undan er skilinn fimmtán metra bátur, sem er í smíðum á Ísafirði. Og ef frá er talið nýtt og glæsilegt skip í eigu Ingimundar hf. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 213 orð

Sérhannaður kassi til flutninga á ferskum "flugfiski"

KOMINN er á markaðinn 20 lítra samanbrotinn "þurrkassi" hannaður til fiskflutnings á landi og í lofti. Framleiðandinn SCA Packaging Sweden AB hefur hannað kassann í samvinnu og með samþykki IATA (Alþjóðlegir flugflutningar) sem setur reglur um umbúnað fyrir flugflutninga á ferskum kældum fiski. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 115 orð

Skerpla gefur út nýtt sjómannalmanak

VÆNTANLEGT er á markaðinn Íslenskt sjómannaalmanak Skerplu 1997. Til þessa hefur Fiskifélag Íslands verið eitt um útgáfu sjómannalamanaks en skylda er að hafa slík almanök um borð í öllum skipum lengri en 12 metrar. Skerpa hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í útgáfu á efni sem tengist sjávarútvegi og má þar nefna Ægi og Kvótabókina. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 395 orð

Skila 700 milljónum króna til íslenskra fyrirtækja og stofnana

ÍSLENSKUM fyrirtækjum og stofnunum býðst fjöldi möguleika í Evrópu til að fjármagna rannsókna- og þróunarverkefni. Rannsóknarráð Íslands kynnir á Sjávarútvegssýningunni ýmsa styrki sem veittir eru til slíkra verkefna, m.a. innan 4. rammaáætlunar ESB, EUREKA, COST og Norræna iðnlánasjóðsins. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 503 orð

Skiparadíó kynnir nýja þróun á "sónarbúnaði"

SKIPARADÍÓ ehf. mun á sjávarútvegssýningunni kynna nýjungar frá bandaríska fyrirtækinu Wesmar, þ.ám. fjölhæfan höfuðlínusónar og neðansjávarradar sem gerir mönnum kleift að sjá þversnið af sjónum undir skipum. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 447 orð

"Sníkjan" reynist vel á Hryggnum

LÍNUVEIÐAR á úthafinu hafa færst í vöxt á síðustu árum, sérstaklega á Reykjaneshrygg. Þar eru aðstæður hinsvegar oft erfiðar, botninn slæmur og veiðarfæratjón orðið nokkurt. Nú hefur Veiðarfærasalan Dímon hf. komið fram með nýja línu, "Sníkjuna", sem hefur reynst vel við veiðar á Hryggnum. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 251 orð

SNý gerð af Hyster rafmagnslyfturum

VÉLAR og þjónusta hf., sem er til húsa að Járnhálsi 2 í Reykjavík, ætlar að kynna nýja gerð af svokölluðum Hyster-rafmagnslyfturum fyrir fiskvinnsluna, bæði þriggja og fjögurra hjóla, á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 520 orð

SSamhæfðir flutningar bæði á sjó og á landi Uppbyggingarstarf Samskipa skilar árangri

ÞRJÚ ár eru nú liðin síðan Samskip hófu umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi félagsins. Samskip starfar nú sem alhliða flutningafyrirtæki á breiðun grundvelli flutninga á sjó, á landi og í lofti innanlands og utan. Samskip var stofnað árið 1990 og tók þá við rekstri rótgróins þjónustufyrirtækis á sviði sjóflutninga sem hóf millilandasiglingar fyrir um hálfri öld. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 375 orð

SSíaukið vöruval og fagleg ráðgjöf Vandaðar umbúðir gefa forskot í samkeppninni

PLASTPRENT hefur á síðustu árum tekið virkan þátt í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í vinnslu sjávarafurða í neytendapakkningar með fjárfestingum í nýjum tækjabúnaði, auknu vöruvali og faglegri ráðgjöf. Fyrirtækið hyggst fylgja þessari þróun enn frekar eftir í framtíðinni enda markmiðið að veita heildarþjónustu í plastumbúðum, hvort sem er fyrir frumvinnslu eða fullvinnslu. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 495 orð

SStikla hf. býður hvers kyns varning í skipin Og kokkurinn í fríi í landlegum eins og hinir"

STIKLUMENN munu nú í fyrsta skipti kynna starfsemi sína á Íslensku sjávarútvegssýningunni, en þeir reka nú orðið umfangsmikla verslun með nokkuð nýstárlegu sniði, sem þó hefur viðgengist um áraraðir í helstu hafnarborgum erlendis. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 577 orð

STvær nýjar hleragerðir frá Jósafat Hinrikssyni "Ætlum að skarta safnmunum í bátslíkani"

VIÐ verðum á okkar fasta stað á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll og munum þar meðal annars skarta ýmsum safnmunum úr sjóminjasafninu okkar," segir Atli Már Jósafatsson, sölustjóri hjá J. Hinrikssyni ehf. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 1617 orð

Styrkja reksturinn með dreifðri áhættu

Sjávarútvegsdeild KEA á og rekur frystihús í Hrísey og á Dalvík og Útgerðarfélag Dalvíkinga, sem gerir út togarana Björgvin og Björgúlf, nótaskipið Sólfell og rækjufrystitogarann Snæfell. Þá á KEA 40% í Snæfellingi hf. í Snæfellsbæ, sem rekur rækjuvinnslu með um 6. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 299 orð

Taka þátt í uppbyggingu fiskimjölsverkmsiðjanna

VÉLBÚNAÐUR fyrir skip og tæknibúnaður til framleiðslu fiskimjöls er áberandi á sýningarbás Héðins Smiðju hf., sem hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í smíði og sölu á vélbúnaði fyrir sjávarútveg. Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf., segir að fyrirtækið muni þó einkum kynna sig sem þjónustufyrirtæki á sýningunni. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 70 orð

UNNIÐ Í NÓTINNI

LOÐNUVEIÐARNAR hafa aldrei gengið eins vel og á þessu ári, enda aflinn á fiskveiðiárinu rúmlega 1,1 milljón tonna. Þá hafa síldveiðar einnig gengið vel og skilað um 300.000 tonnum á land, þarf af um 165.000 tonnum af norsk-íslenzku síldinni, sem íslenzku skipin eru nú farin að veiða á ný. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 116 orð

Vakúmpokar með innbygðum gasskynjara

Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI verða kynntir vakúmpokar með innbyggðum gasskynjara. Þessi tegund poka er ætluð fyrir loftskiptar umbúðir þar sem mikilvægt er að tryggja að sú loftblanda sem sett hefur verið inn í umbúðirnar sé til staðar og að pokinn sé tryggilega lokaður. Tufflex eru þeir kallaðir þessir nýju pokar og eru framleiddir af Sealed Air Ltd. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 2201 orð

Vaxandi úthafsveiðar stórauka kvótaverslun

SStærstu útgerðarfélögin stunda viðskipti með kvóta í umtalsverðum mæli Vaxandi úthafsveiðar stórauka kvótaverslun Fiskveiðikvótinn er lögum samkvæmt eign þjóðarinnar allrar þrátt fyrir að útgerðarmenn einir hafi rétt til að versla með hann í viðskiptalegu tilliti. Meira
18. september 1996 | Úr verinu | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

ÚTHAFSVEIÐAR hefðu aldrei komið til ef ekki væri tryggður framsalsréttur aflaheimilda í lögum um stjórn fiskveiða, að mati formanns LÍÚ, sem þó viðurkennir að leigukvótaverslun sé orðin of umfangsmikil. Meira

Barnablað

18. september 1996 | Barnablað | 82 orð

Berjatínsla ­ Uppi á hól

KÆRU Myndasögur. Við heitum Elísa og Ingólfur Eðvarðsbörn og eigum heima á Skinnastað í Öxarfirði. Við erum 7 (Ingólfur) og 10 (Elísa). Okkur þætti vænt um ef þið mynduð vilja birta þessar myndir. Á myndinni hans Ingólfs er lítil stelpa uppi á hól og líka búrið hans Káts. Kátur er hamstur sem Elísa og Ingólfur eiga. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 115 orð

Kúluspil

NOTIÐ pappír sem er svona hérumbil einn metri á lengd, hálfur metri á breidd og teiknið á hann strik eins og sýnt er á myndinni. Merkið hverja línu með tölustaf, einn til fimm eða jafnvel hærra ef strikin eru fleiri. Notið litla bolta, kúlur eða jafnvel kúlur úr álpappír, sem þið fáið í eldhússkápnum með góðfúslegu leyfi húsráðenda. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 195 orð

Pennavinir

Pennavinir Kæru Myndasögur Moggans. Ég heiti Petra og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 12-15 ára. Sjálf er ég 14 ára. Áhugamál mín eru margvísleg. Petra M. Pétursdóttir Fífumóa 3b 260 Njarðvík Mig langar til að eignast pennavinkonur á aldrinum 12-13 ára. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 172 orð

Pocahontas

HÚN er komin! Pocahontas indíánastúlka í nýja heiminum (Ameríku) og John Smith frá gamla heiminum (Englandi í Evrópu) eru fulltrúar ólíkra menningarheima. Þegar leiðir þeirra liggja saman og þau verða hrifin hvort af öðru er hætt við að óróleiki geri vart við sig hjá meðbræðrum þeirra. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 128 orð

Risaeðlur

SIGURÐUR Hólm, 11 ára, í Laugarnesskóla, sendi þessa frábæru mynd og kveðjur með. Hann segir krakkana mega spreyta sig á að lita þessa mynd af risaeðlu, sem kemur út úr skóginum og allar litlu eðlurnar. Sigurður, hafðu kærar þakkir fyrir. Tyrannosaurus rex eða grameðla var tröllvaxin og stærst allra ráneðla. Hún er stærsta rándýr sem lifað hefur á þurru landi. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 86 orð

SKUGGI

FESTIÐ blað á vegg. Stillið þeim sem á að gera skuggamynd af upp fyrir framan blaðið, hann/hún snúi annarri hliðinni að veggnum. Síðan komið þið skermlausum lampa fyrir eins og sýnt er á myndinni. Bestur árangur næst í myrkvuðu herbergi. Nú er komið að því að draga útlínur skuggamyndarinnar á blaðið með blýanti, tússi eða litum. Svo er hægt að mála eða lita myndina á allra handa máta. Meira
18. september 1996 | Barnablað | 90 orð

SUMARDEKK Á BENZ

HERVALD Rúnar Gíslason, 5 ára, Skipasundi 27, 104 Reykjavík, málaði þessa mynd með vatnslitum. Hann kallar hana Sumardekk á Benz (blaðið var ekki stærra!). Kær kveðja, amma Valla Rúnars. - - -Myndasögur Moggans skilja vandræðin með blaðstærðina, og finnst verst að ekki er hægt að birta myndina í fullri dekkjastærð Mercedes Benz fólksbíla. Meira

Ýmis aukablöð

18. september 1996 | Dagskrárblað | 121 orð

17.00Spítalalíf (MASH

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Kung Fu 21.00Rósastríðið (War Of The Roses) Það var ást við fyrstu sýn. Hann var laganemi við Harvard og hún íþróttastjarna. Sautján árum og tveimur börnum síðar var hjónabandið hins vegar orðin martröð. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 127 orð

17.50Táknmálsfréttir

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Reynir Harðarson. (479) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 193 orð

17.50Táknmálsfréttir

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (480) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 130 orð

Af öllu hjarta

STÖÐ 2 Kl. 21.30Kvikmynd Af öllu hjarta eða Map Of The Human Heart er á dagskrá Stöðvar 2. Avik er 11 ára gamall eskimóastrákur sem vingast við nokkra kortagerðarmenn úr hernum. Liðsforinginn Walter Russell er einn þessara manna en með honum og drengnum myndast sterk vináttubönd. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 783 orð

Fimmtudagur 19.9. BBC PRIME 5.00

Fimmtudagur 19.9. BBC PRIME 5.00 Newsday 5.30 Bitsa 5.45 Run the Risk 6.10 Maid Marion and Her Merry Men 6.35 Turnabout 7.00 That's Showbusiness 7.30 The Bill 8.00 Esther 8.30Perfect Pictures 9. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 684 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Gunnþór Ingason flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 599 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Gunnþór Ingason flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 744 orð

Föstudagur 20.9. BBC PRIME 5.00

Föstudagur 20.9. BBC PRIME 5.00 Newsday 5.30 Look Sharp 5.45Blue Peter 6.10 Grange Hill 6.35Turnabout 7.00 Tba 7.30 Eastenders 8.00 Esther 8.30 Perfect Pictures 9.30Anne & Nick(r) 11. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 107 orð

Lester Bowie á Listahátíð '96

RÁS 1 Kl. 00.00 Tónleikar Bandaríski djass-trompetleikarinn Lester Bowie hóf að blása í lúður fimm ára og var orðinn hljómsveitarstjóri aðeins sextán ára. Hann sleit barnsskónum í heimabæ Bandaríkjaforseta, Little Rock í Arkansas, en fluttist síðan til St. Louis og lék með fjölda hljómsveita þar. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 89 orð

ö08.30Heimskaup -verslun um víða veröld 17.00Lækn

17.00Læknamiðstöðin 17.20Borgarbragur (The City) 17.40Á tímamótum(Hollyoaks) (20:38) (E) 18.10Heimskaup -verslun um víða veröld 18.15Barnastund 19.00Ú la la (Ooh La La)Hraður og skemmtilegur tískuþáttur fyrir unga fólkið. 19. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 179 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30T-Rex 13.55Júragarðurinn (Jurassic Park) Spennumynd eftir Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Sam Neill, Laura Dern og Jeff Goldblum. Maltin gefur þrjár og hálfa stjörnu. 1993. Bönnuð börnum. 16.00Fréttir 16. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 189 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesa

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30T-Rex Góðu og vondu risaeðlurnar eru aftur komnar á stjá. 14.00Njósnararnir (Undercover Blues) Kathleen Turner og Dennis Quaid leika hjónin Jeff og Jane Blue, nútímalega spæjara sem trúa á hjónabandið og fjölskyldulífið. Meira
18. september 1996 | Dagskrárblað | 217 orð

ö8.30Heimskaup -verslun um víða veröld. 17.00Læknam

17.00Læknamiðstöðin 17.20Borgarbragur (The City) 17.40Murphy Brown 18.10Heimskaup -verslun um víða veröld. 18.15Barnastund 19.00Ofurhugaíþróttir 19.30Alf 19.55Fréttavaktin (Frontline) Ástralskur gamanmyndaflokkur sem gerist á fréttastofu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.