Greinar þriðjudaginn 1. október 1996

Forsíða

1. október 1996 | Forsíða | 372 orð

Arafat samþykkir fund í Washington Kaíró, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku

YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna, kvaðst í gærkvöldi ætla að sitja tveggja daga leiðtogafund um Miðausturlönd, sem hefst í Washington í dag. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, afþakkaði hins vegar boð Bills Clintons Bandaríkjaforseta um að mæta á fundinn. Meira
1. október 1996 | Forsíða | 197 orð

CDU boðar lægri skatta

THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, kynnti í gær tillögur um umbætur á þýska skattkerfinu og sagði að markmiðið væri að lækka skattana verulega til að stuðla að auknum fjárfestingum og styrkja samkeppnisstöðu Þýskalands. Meira
1. október 1996 | Forsíða | 144 orð

Fyrsti fundurinn lofar góðu

FYRSTI fundur þriggja manna forsætisráðs sambandsríkisins Bosníu var haldinn í Sarajevo í gær, en ráðið var kjörið 14. september. Fulltrúi Carls Bildts, sem stjórnar alþjóðlega uppbyggingarstarfinu, sagði leiðtogana þrjá ræðast við eina og án aðstoðarmanna, andrúmsloft hefði verið gott og umræður málefnalegar. Meira
1. október 1996 | Forsíða | 78 orð

Skattamál efst á baugi

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, setti þing flokksins í gær og sagði, að umbætur í skattamálum yrðu helstu baráttumál flokksins í næstu kosningum. Sagði hann stefnu flokksins, að lægsta tekjuskattsþrepið yrði 10-15% í stað 24% nú. Meira
1. október 1996 | Forsíða | 122 orð

Stríðsherra stöðvar sókn Taleban-manna

SÓKN Taleban-hreyfingarinnar gegn her fyrrverandi stjórnar Afganistans stöðvaðist í gær þegar öflugur stríðsherra, Abdul Rshid Dostum, neitaði að leyfa liðsmönnum hennar að að fara um yfirráðasvæði hans norður af Kabúl. Meira

Fréttir

1. október 1996 | Erlendar fréttir | 110 orð

250 handteknir

LEVON Ter-Petrosyan, forseti Armeníu, hefur notað óeirðirnar í vikunni sem leið sem átyllu til að láta handtaka pólitíska andstæðinga og hindra andóf gegn stjórninni. Stjórnarerindrekar og armenskir stjórnarandstæðingar segja að allt að 250 manns hafi verið handteknir, margir þeirra hafi ekkert tengst óeirðunum. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

26 sagt upp hjá Aðalverktökum

ÍSLENSKIR aðalverktakar sögðu 26 starfsmönnum upp störfum í gær. Ólafur Thors starfsmannastjóri segir að flestir starfsmannanna sem sagt var upp séu véla- og tækjamenn eða í samsvarandi starfi, til dæmis á bílaverkstæði. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

32 þúsund aðilar gáfu í söfnunina

ALMENN framlög frá 32.000 einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, til landssöfnunar fyrir Súðvíkinga undir heitinu Samhugur í verki námu 265.404.044 kr. samkvæmt ársreikningi fyrir árið 1995. Framlag til sérverkefnis frá Færeyjum nam 25.051.859 kr. og vaxtatekjur námu 719.975 kr. Innkoma nam því alls 291.175.878 kr. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

3 konur í stjórn

NÝ stjórn Prestafélags Austurlands var einróma kjörin á fundi sl. sunnudag. Í stjórninni eiga sæti sr. Þórey Guðmundsdóttir, formaður, sr. Brynhildur Óladóttir, gjaldkeri og sr. Kristín Pálsdóttir, ritari. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

3 konur í stjórn

NÝ stjórn Prestafélags Austurlands var einróma kjörin á fundi sl. sunnudag. Í stjórninni eiga sæti sr. Þórey Guðmundsdóttir, formaður, sr. Brynhildur Óladóttir, gjaldkeri og sr. Kristín Pálsdóttir, ritari. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

7 tilboð bárust í bréfin

SJÖ tilboð hafa borist í hlutabréf Norðurtangans hf. á Ísafirði, en 80% hluthafa buðu völdum sjávarútvegsfyrirtækjum þau til kaups fyrir helgi. Ásgeir og Hörður Guðbjartssynir, sem eiga 20% í fyrirtækinu, ákváðu um helgina að selja einnig sinn hlut og því eru öll hlutabréf fyrirtækisins til sölu. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR

Andlát AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR AÐALBJÖRG Tryggvadóttir lést á heimili sínu, Lönguhlíð 3 í Reykjavík, 20. september síðastliðinn. Hún var elst Íslendinga, fædd 4. desember 1891 og var því á 105. aldursári er hún lést. Foreldrar Aðalbjargar voru hjónin Tryggvi Hallgrímsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Afvopnuðu gestgjafa sinn

ÆSTUR og ofurölvi maður var handtekinn í húsi í Breiðholti síðla aðfaranætur laugardags, eftir að hafa látið ófriðlega og veifað haglabyssu framan í gesti sína. Maðurinn hafði boðið sex starfsstúlkum af dansstaðnum Vegas heim í gleðskap eftir lokunartíma skemmtistaða. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

ALFREÐ GUÐMUNDSSON

ALFREÐ Guðmundsson, fyrrverandi forstöðumaður Kjarvalsstaða, lést í Borgarspítalanum hinn 24. september síðastliðinn. Alfreð fæddist 7. júlí 1918 og var sonur hjónanna Guðríðar Káradóttur húsmóður og Guðmundar S. Guðmundssonar bifreiðastjóra. Eftirlifandi kona Alfreðs er Guðrún Árnadóttir og áttu þau einn son, Guðmund, sem er þjóðréttarfræðingur. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 181 orð

Aukinn EMU-áhugi

LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims, G7- hópurinn svokallaði, sýnir áformunum um Myntbandalag Evrópu (EMU) stöðugt meiri áhuga og segja fjármálaráðherrar ríkjanna, sem funduðu í Washington um helgina, mikilvægt að sameiginlegi gjaldmiðillinn, evró, verði jafnstöðugur og þýska markið er nú. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 331 orð

Áhersla lögð á einingu og efnahagslega ábyrgð

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, setti þing flokksins í Blackpool í gær, það síðasta fyrir næstu þingkosningar. Verður þar lagt mest upp úr einingu út á við þrátt fyrir margs konar ágreining inn á við og upp úr þeim nýju áherslum, sem Verkamannaflokksmenn vonast til að fleyti sér í valdastólana eftir 17 ár í stjórnarandstöðu. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Áttavitanámskeið í 30 ár

ÞAÐ hefur verið fastur liður í haustdagskrá Hjálparsveitar skáta í Reykjavík undanfarin 30 ár að halda námskeið fyrir almenning í ferðamennsku og notkun áttavita. Á þessu hausti verða haldin tvö námskeið, það fyrra 2. og 3. október en það síðara 9. og 10. október. Námskeiðin verða á Snorrabraut 60 og byrja kl. 20 fyrra kvöldið, en kl. 19 seinna kvöldið og er það verkleg æfing. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Áttavitanámskeið í 30 ár

ÞAÐ hefur verið fastur liður í haustdagskrá Hjálparsveitar skáta í Reykjavík undanfarin 30 ár að halda námskeið fyrir almenning í ferðamennsku og notkun áttavita. Á þessu hausti verða haldin tvö námskeið, það fyrra 2. og 3. október en það síðara 9. og 10. október. Námskeiðin verða á Snorrabraut 60 og byrja kl. 20 fyrra kvöldið, en kl. 19 seinna kvöldið og er það verkleg æfing. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Átök í Þverárrétt

AÐ VENJU var líf og fjör í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit um helgina. Hrossin fylltu réttina en fjöldi fólks kom og fylgdist með átökunum sem gjarnan fylgja hrossaréttum. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Meira
1. október 1996 | Fréttaskýringar | 1515 orð

Á ögrandi tímamótum

FÓSTURSKÓLI ÍSLANDS 50 ÁRAÁ ögrandi tímamótum Fósturskóli Íslands stendur á krossgötum, það er samdóma álit þeirra Gyðu Jóhannsdóttur skólastjóra, Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Beðið eftir afa

Beðið eftir afa ÞÓRDÍS Árnadóttir var með barnabörnin, Þórdísi Ellen og tvíburana Trausta Karl og Heiðar Karl á göngu á bryggjunni í Ólafsfirði, en þau voru að taka á móti afa barnanna, Trausta Aðalsteinssyni sem rær á trillunni Söru ÓF. Þann daginn fékk Trausti um 400 kíló af vænum þorski. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Brimknapar í ævintýraleit

Brimknapar í fremstu röð hafa til þessa ekki leitað að viðfangsefnum við Íslandsstrendur. Ef til vill verður nú breyting þar á því hópur brimknapa frá Kaliforníu er staddur hér til að reyna sig við íslenskar öldur og mun ferðasagan birtast í tímaritinu Surfer Magazine. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 243 orð

Clarke hafnar skattalækkun

BRESKI Íhaldsflokkurinn heldur flokksþing sitt eftir rúma viku, 8. þ.m., og eins og staðan er í breskum stjórnmálum ríður flokknum á, að ekkert verði til að skyggja á það. Kenneth Clarke fjármálaráðherra er enn einu sinni í sviðsljósinu eftir að hafa hafnað pólitískum skattalækkunum. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 320 orð

Draumastaða allra að taka við jafn ómótuðu embætti

SÉRA Flóki Kristinsson lætur af embætti sóknarprests í Langholtskirkju og tekur við þjónustu við Íslendinga á meginlandi Evrópu í dag. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra segir einu afskipti ríkisstjórnarinnar hafa falist í því að veita samþykki og tryggja fjárveitingu vegna embættisins út árið. Flóki segist halda að draumastaða allra sé að fá að takast á við jafnnýtt og ómótað starf. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Dýpkun fiskihafnar stærsta verkefnið

HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur fyrir sitt leyti samþykkt framkvæmdaáætlun fyrir árið 1997. Áætlaður framkvæmdakostnaður í styrkhæfum framkvæmdum næsta árs er um 68,5 milljónir króna og er áætlaður hluti ríkisins um 53,2 milljónir króna. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Einkavinir Vinalíununnar

PRENTSMIÐJAN Hjá GuðjónÓ ehf. og Prentþjónustan ehf. hafa verið sæmd viðurkenningu Vinalínu Rauða krossins og lýst "Einkavinir" hennar. Viðurkenninguna hlutu fyrirtækin fyrir að hafa stutt starfsemi Vinalínunnar með því að gefa alla vinnu við að útbúa veggspjald Vinalínunnar. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ekið á skiltabrú

EKIÐ var á skiltabrúna á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka um helgina og skemmdist hún mikið. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar að gefa sig fram. Brúin er hátt yfir akbrautinni, svo það eru aðeins allra stærstu farartæki sem ná að rekast í hana og skemma. Talið er að brúin hafi skemmst á tímabilinu frá föstudagskvöldi fram á hádegi á sunnudegi. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ekki Mitsubishi Pajero

BÍLL sem kynntur var sem ný útgáfa af Mitsubishi Pajero jeppa í Morgunblaðinu á sunnudag heitir í raun Mitsubishi Challenger og mun ekki koma á markað í Evrópu. Hann er byggður á sama grunni og pallbíllinn Mitsubishi L200, er þegar á markaði í Japan og væntanlegur á bandarískan markað eftir hálft ár. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Eldur í gaskút

SLÖKKVILIÐIÐ var kallað út á sjötta tímanum í gær vegna elds í gaskúti við Ártúnsbrekku. Þar var verið að vinna við vegmerkingar þegar slanga losnaði af kósangaskúti og stóð þá logi upp úr honum. Vel gekk að slökkva og kæla kútinn. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Ellefu sækja um eina lóð

Ellefu sækja um eina lóð ELLEFU umsóknir bárust um eina lausa lóð við Hörpulund, sem er á nýju byggingarsvæði ofan við Verkmenntaskólann á Akureyri. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Engar framkvæmdir á efri hæðunum

EIGENDUR hlutafélagsins Valhallar sem á 1. hæð í húsinu Hafnarstræti 100 hafa farið þess á leit við bygginganefnd Akureyrarbæjr að hún hlutist til um að nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að loka efri hæðum hússins og láti fjarlæga vinnupalla sem eru utan á húsinu. Beiðnin er fram komin þar sem engar framkvæmdir hafa verið um langa hríð við húsið. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 284 orð

Enn einn NorðurKóreumaður felldur

SUÐUR-kóreskir hermenn felldu í gær enn einn norður-kóresku kafbátsmannanna, sem stigu land í Suður-Kóreu fyrir tæpum hálfum mánuði, og hafa þá alls 22 verið skotnir. Yfirvöld í N-Kóreu saka þau s-kóresku um að hafa drepið mennina, sem hafi í raun verið skipreika, með köldu blóði. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Fjórir misfjörugir

AKURERYSKA kvikmyndastjarnan Kristján Kristjánsson sem gert hefur garðinn frægan í nokkrum bíómyndum Filmumanna og félagi hans Sigurður Rúnar Marinósson voru allir af vilja gerðir að aðstoða "sjómennina" við að greiða úr netinu. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 409 orð

Flóttamenn flykkjast að landamærum við Pakistan

SKÆRULIÐAR Taleban-hreyfingarinnar sögðust í gær hafa tekið Kapisa-hérað, norður af höfuðborginni Kabúl, en þeir ráða nú um 75% Afganistan. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman við landamærin að Pakistan sem eru lokuð, en Pakistanar óttast að flóttamannastraumurinn inn í landið muni aukast um allan helming. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 330 orð

Forsætisráð kemur saman í Sarajevo

LEIÐTOGAR múslima, Króata og Serba í Bosníu, þeir Alija Izetbegovic, Kresimir Zubak og Momcilo Krajisnik, náðu í gær samkomulagi um að halda fyrsta fund forsætisráðs landsins í Sarajevo og var hann haldinn á Saraj-móteli. Talsmenn Öryggis- og sa mvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) úrskurðuðu á sunnudag að úrslit sem birt hafa verið í kosningunum 14. september skyldu gilda. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 549 orð

Frábært um helgina

Ólympíuskákmótið er haldið í Armeníu 15. september til 2. október. ÍSLENSKA skáksveitin hefur unnið sigur í þremur síðustu viðureignum og er í 3.-7. sæti með 31 vinning fyrir lokaumferðina á Ólympíumótinu í Jerevan. Þetta er frábær frammistaða og fleiri vinningar en Íslendingar hafa áður haft fyrir síðustu umferð á Ólympíuskákmóti. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 549 orð

Frábært um helgina

Ólympíuskákmótið er haldið í Armeníu 15. september til 2. október. ÍSLENSKA skáksveitin hefur unnið sigur í þremur síðustu viðureignum og er í 3.-7. sæti með 31 vinning fyrir lokaumferðina á Ólympíumótinu í Jerevan. Þetta er frábær frammistaða og fleiri vinningar en Íslendingar hafa áður haft fyrir síðustu umferð á Ólympíuskákmóti. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 321 orð

Frjálslyndir heita samstöðu

SJÖ frjálslyndir stjórnmálaflokkar í Rússlandi stofnuðu um helgina nýjan samstarfsvettvang sem ætlað er að skapa flokkunum nýja ímynd og auka þeim fylgi. Leiðtogi flokkasambandsins, Jegor Gajdar, sagði að eftir væri að móta hvernig samtökin störfuðu og hvernig ákvarðanir yrðu teknar á vettvangi þeirra. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem starfar í útlöndum

KAUPÞING hf. hefur sett á stofn dótturfyrirtæki í Lúxemborg, Kaupþing Management Company, í samstarfi við Rothschild-bankann þar í landi. Fyrirtækið mun starfrækja verðbréfasjóði og verða í upphafi reknir tveir sjóðir. Annarsvegar er um að ræða alþjóðlegan skuldabréfasjóð, Kaupþing Fund ­ Global Bond Class, og hins vegar alþjóðlegan hlutabréfasjóð, Kaupþing Fund ­ Global Equity Class. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 315 orð

Greiða af 870 milljóna skuld

LÁNTAKENDUR eldri byggingalána skulda um 870 milljónir á svokölluðum greiðslujöfnunarreikningum. Á þessu og síðasta ári hafa laun hækkað meira en verðlag og þess vegna hafa lántakendur verið að greiða niður skuldir af þessum reikningum með hærri afborgunum. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Gróðursett á góðu hausti

Gróðursett á góðu hausti ÞAÐ hefur verið nóg að gera hjá krökkunum í 4. bekk Barnaskóla Ólafsfjarðar, en þau hafa notað veðurblíðuna þessa haustdaga til að gróðursetja tré ásamt kennurum sínum. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 111 orð

Hamar og sigð víkja

LIÐIN eru fimm ár frá því að Sovétríkin liðu undir lok og enn þurfa Rússar að nota gömlu sovésku vegabréfin með áletruðum hamri og sigð. Nú hillir hins vegar undir það að hamarinn og sigðin víki fyrir tvíhöfða erni keisaratímans og nafn Rússlands verði letrað á skilríki. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Hádegissamvera í Glerárkirkju

HáDEGISSAMVERA verður í Glerárkirkju á morgun, miðvikudaginn 2. október frá kl. 12 til 13. Þetta er fyrsta hádegissamvera vetrarins en undanfarna vetur hafa slíkar samverustundir verið í Glerárkirkju á miðvikudögum. Að lokinni helgistund í kirkjunni ­ orgelleik, lofgjörð, fyrirbænum og sakramenti ­ er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu verði. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Heyrnarlaus skólastjóri ráðinn að Vesturhlíðarskóla

BERGLIND Stefánsdóttir tók í gær við stöðu skólastjóra Vesturhlíðarskóla. Skólinn er sérskóli fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og tvítyngisskóli með táknmál og íslensku. Var Berglindi vel fagnað á fyrsta degi í hinu nýja starfi. Fyrsti heyrnarlausi skólastjóri á Norðurlöndum Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Í 3. sæti fyrir lokaumferðina í Jerevan

ÍSLENDINGAR unnu glæsilegan sigur á Kínverjum, 3-1, í næstsíðustu umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan og eru nú í 3. sæti á mótinu, ásamt nokkrum öðrum þjóðum. Líklegt verður að telja að þeir mæti Rússum í síðustu umferðinni í dag. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 438 orð

Íbúarnir nú innan við eitt hundrað

GÍFURLEG fólksfækkun hefur orðið í Grímsey á árinu og eru íbúar í eyjunni nú innan við eitt hundrað talsins. Hinn 1. desember sl. voru íbúar í Grímsey skráðir 117 en frá þeim tíma og til ágústloka sl. hafa 17 íbúar flutt lögheimili sitt frá eynni, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 48 orð

Kosið í Uttar Pradesh

ÞINGKOSNINGAR hófust í gær í fjölmennasta sambandsríki Indalands, Uttar Pradesh og var myndin tekin á kjörstað í borginni Hapur. Talið er að kosningarnar muni fyrst og fremst verða geysihörð barátta milli miðju- og vinstrabandalags H.D. Deve Gowda, forsætisráðherra Indlands, og hins þjóðernissinnaða hindúaflokks Bharatiya Janata. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐINLEG mistök urðu við myndvinnslu á sunnudagsblaði Morgunblaðsins með þeim afleiðingum að myndir á blaðsíðu 2b og 10b víxluðust á milli síðna og greina. Morgunblaðið biður lesendur sína og hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Myndatextar í Lesbók Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐINLEG mistök urðu við myndvinnslu á sunnudagsblaði Morgunblaðsins með þeim afleiðingum að myndir á blaðsíðu 2b og 10b víxluðust á milli síðna og greina. Morgunblaðið biður lesendur sína og hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Myndatextar í Lesbók Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 351 orð

Major hvattur til að hindra áform um EMU

JOHN Redwood, sem skoraði John Major á hólm í leiðtogakjöri brezka Íhaldsflokksins í fyrra, hvatti nafna sinn til þess á sunnudag að hindra að önnur ríki ESB reyndu að komast framhjá skilyrðum Maastricht-samningsins fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Major hafði áður sagt að hann myndi ekki láta undan þrýstingi hægrivængs flokksins um að útiloka EMU-aðild Breta nú þegar. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 1266 orð

Markmiðið gott nám í samræmi við fjárveitingu

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir mikla endurskipulagningu fyrir dyrum á framhaldsskólastiginu og að markmiðið hljóti að vera að bjóða upp á gott nám innan þess ramma sem fjárveiting leyfi. Skólameistarar þriggja framhaldsskóla á Húsavík, Laugum og Höfn í Hornafirði fengu tilmæli frá ráðuneytinu í síðustu viku um að minnka kennslumagn um 18-22%. Meira
1. október 1996 | Landsbyggðin | 91 orð

Málefni Íþróttasambandsins kynnt UÍA

Egilsstöðum-Málefni íþróttahreyfingarinnar voru til umræðu á fundi sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands stóð fyrir. Á fundinum héldu erindi þeir Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands og Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri sambandsins. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Menningar- og skólasamstarf við Grænland og Færeyjar

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra undirritaði í Nuuk á Grænlandi síðastliðinn fimmtudag samning til þriggja ára um menningar- og skólasamstarf Grænlands, Færeyja og Íslands ásamt ráðherrunum Sámal Pétri í Grund og Konrad Steenholt. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 2. október. Kennt verður fjögur kvöld og verða kennsludagar 2., 3., 7. og 8. október. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og er þátttaka heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 2. október. Kennt verður fjögur kvöld og verða kennsludagar 2., 3., 7. og 8. október. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og er þátttaka heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Námskeið Lífssýnar

LÍFSSÝN býður í vetur upp á eftirtalin námskeið: Í október: Heilun, ljósgjöf og vígsla; í nóvember: Hugur og hugblik; í janúar '97: Orkustöðvar manns og jarðar; í febrúar '97: Huliðsheimar manna og álfa; í mars: Þróunarleiðir og helgir menn. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Námskeið Lífssýnar

LÍFSSÝN býður í vetur upp á eftirtalin námskeið: Í október: Heilun, ljósgjöf og vígsla; í nóvember: Hugur og hugblik; í janúar '97: Orkustöðvar manns og jarðar; í febrúar '97: Huliðsheimar manna og álfa; í mars: Þróunarleiðir og helgir menn. Meira
1. október 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð

Neitar að hafa myrt Olof Palme

ANT White, fyrrverandi liðsmaður rhódesískra sérsveita, vísaði því á bug í gær, að hann hefði átt einhverja aðild að morðinu á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem myrtur var í lok febrúar 1986 í Stokkhólmi. Meira
1. október 1996 | Landsbyggðin | 203 orð

Nýr geisladiskur með austfirskri tónlist kominn út

Egilsstöðum-Austfirskir staksteinar nefnist nýr geisladiskur sem gefinn er út af Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Á diskinum eru eingöngu lög og textar eftir austfirska höfunda. Mörg þeirra eru þekkt á Austurlandi og hafa verið spiluð á samkomum og dansleikjum í fjölda ára en aldrei verið gefin út. Elstu lögin eru frá 1965-70. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Nýtt gámasvæði fyrir áramót

FRAMKVÆMDIR við nýtt gámasvæði við lóð númer 2 við Réttarhvamm hefjast innan tíðar og er vonast til að hægt verða að taka það í notkun fyrir áramót. Um er að ræða tæplega 4.000 fermetra stórt svæði sem fer undir gámana, en lóðin sem bærinn fær til umráða er þó mun stærri. Svæðið verður girt og gróðursett umhverfis það. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ráðið í stöður frétta- og dagskrárgerðarmanna

ÁSGEIR Tómasson, Kristján Róbert Kristjánsson og Jóhanna Margrét Einarsdóttir hafa verið ráðin í stöður fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu. Þá hafa þær Eva María Jónsdóttir og Anna Krístín Jónsdóttir verið ráðnar dagskrárgerðarmenn á Rás 2. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ráðstefna um umhverfisrétt

RÁÐSTEFNA á sviði umhverfisréttar um mengun sjávar verður haldin hér á landi dagana 1.-3. október á Hótel Borg í Reykjavík. Er ráðstefnan á vegum Íslandsdeildar samtaka evrópskra laganema (ELSA). Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra setur ráðstefnuna í dag kl. 10. Fyrirlesarar eru Wybe Th. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ráðstefna um umhverfisrétt

RÁÐSTEFNA á sviði umhverfisréttar um mengun sjávar verður haldin hér á landi dagana 1.-3. október á Hótel Borg í Reykjavík. Er ráðstefnan á vegum Íslandsdeildar samtaka evrópskra laganema (ELSA). Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra setur ráðstefnuna í dag kl. 10. Fyrirlesarar eru Wybe Th. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Réttað 22. nóvember

FORRÆÐISMÁL Sophiu Hansen verður tekið fyrir af hæstarétti í Ankara í Tyrklandi þann 22. nóvember nk. Sophia reyndi án árangurs á dæmdan umgengnisrétt hennar og dætra hennar á föstudag. Sophia og fylgdarmenn hennar komu að tómum dyrum hjá Halim Al, fyrrum eiginmanni Sophiu, á föstudag. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

"Rússneskir dagar" í kaupfélaginu

BIÐSTAÐA er í málum Kaupfélags Ísfirðinga. Stjórnendur félagsins eru að semja við lánardrottna félagsins um greiðslu skulda og síðan er fyrirhugað að leigja reksturinn. Pétur Sigurðsson stjórnarformaður segir að verslanir hafi sýnt því áhuga að taka reksturinn á leigu. Komið hefur fram að þar er m.a. um að ræða Kaupfélag Suðurnesja og Björnsbúð á Ísafirði. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Sambýli fyrir aldraða reist

Grýtubakkahreppur Sambýli fyrir aldraða reist FYRIRHUGAÐ er að reisa sambýli fyrir aldraða á Grenivík. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri segir að ófremdarástand ríki varðandi slíka þjónustu við aldraða íbúa hreppsins. Fólk sem komið er á efri ár og þurfi þjónustu með hafi m.a. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 297 orð

Sex mánaða fangelsi og 4 milljónir í skaðabætur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrrverandi framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Grindavíkur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Þá er honum gert að greiða þrotabúi hraðfrystihússins tæpar fjórar milljónir króna, auk 300 þúsund króna málskostnaðar. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 808 orð

Sigur á Þjóðverjum og Indónesum um helgina

ÍSLENDINGAR stóðu sig vel um helgina þegar fram fóru 11. og 12. umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan. Enginn þeirra tapaði skák og íslenska sveitin þokaðist upp í 9.­14. sæti, sem verður að teljast mjög gott veganesti fyrir síðustu umferðirnar tvær. Á laugardag tefldu Íslendingar við Þjóðverja og mátti búast við erfiðri viðureign. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 808 orð

Sigur á Þjóðverjum og Indónesum um helgina

ÍSLENDINGAR stóðu sig vel um helgina þegar fram fóru 11. og 12. umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan. Enginn þeirra tapaði skák og íslenska sveitin þokaðist upp í 9.­14. sæti, sem verður að teljast mjög gott veganesti fyrir síðustu umferðirnar tvær. Á laugardag tefldu Íslendingar við Þjóðverja og mátti búast við erfiðri viðureign. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 418 orð

Skýrt með réttarhléi og mannaskiptum

EKKI er ljóst hvenær gengið verður frá sjóprófum vegna Æsu ÍS sem sökk í Arnarfirði í júlí síðastliðnum, en þeirra er þó að vænta innan skamms að sögn Sonju Hreiðarsdóttur fulltrúa héraðsdómara við Héraðsdóm Vestfjarða. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Slysavarnir barna

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands gengst fyrir leiðbeinendanámskeiði um slysavarnir barna í Hafnarfirði laugardaginn 5. október og fer námskeiðið fram í Slysavarnahúsinu, Hjallahrauni 9, og hefst kl. 10. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Slysavarnir barna

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands gengst fyrir leiðbeinendanámskeiði um slysavarnir barna í Hafnarfirði laugardaginn 5. október og fer námskeiðið fram í Slysavarnahúsinu, Hjallahrauni 9, og hefst kl. 10. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Slys en ekki árás

ATHUGUN Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur leitt í ljós að ekkert bendi til þess að hollenskur ferðamaður, sem taldi að ráðist hefði verið á sig aðfaranótt laugardags, hafi í raun orðið fyrir líkamsárás eða ránstilraun. Hið gagnstæða sé nær sanni. Meira
1. október 1996 | Landsbyggðin | 326 orð

Sónartæki dregur úr ferðalögum sjúklinga

Seyðisfirði­Lionsmenn á Seyðisfirði afhentu nýlega Sjúkrahúsi og Heilsugæslustöð Seyðisfjarðar sónartæki að gjöf. Fyrir tæki af þessari gerð hefði Sjúkrahúsið annars þurft að greiða um 3,5 milljónir króna. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á 410. fundi Lionsfélagins á Seyðisfirði að viðstöddum gestum. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Starfsfólki í slátrun barst ekki uppsögn

STJÓRN Fiskiðjunnar Skagfirðings lítur svo á að þeir sem hófu störf hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga í kjölfar lokunar fyrirtækisins 12. ágúst síðastliðinn hafi með því rift starfssamningi við fyrirtækið. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Starfsmenn gengu út

Sláturhús SS Starfsmenn gengu út Selfossi. Morgunblaðið. UM HELMINGUR starfsmanna í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi lagði niður vinnu um tíma í gær vegna samstarfsörðugleika við yfirmenn sína. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Stálu úr baukum barna

Stálu úr baukum barna BROTIST var inn í leikskóla við Suðurströnd á Seltjarnarnesi í fyrrinótt og stolið 20 þúsund krónum úr sparibaukum barnanna. Ekki er ljóst hverjir frömdu þetta afbrot, en málið er í rannsókn. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Stærsta grjótið var 30 tonn

GRJÓT féll á Óshlíðarveginn rétt hjá Skjólhamarsvík um kl. 21 á sunnudagskvöld og rauf grjótvarnarnet á um 40 metra kafla. Tjónið er talið vera um 5 milljónir króna. Stærsta grjótið sem féll úr hlíðinni var um 30 tonn að þyngd, en talsvert af minni steinum kom með. Vegagerðin opnaði veginn fljótlega og gerði við grjótvarnarnetið til bráðabirgða. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Stærsti skjálfti 5 stig

STERK jarðskjálftahrina byrjaði í Bárðarbungu í Vatnajökli á sunnudag, sem hófst með skjálfta sem náði 5 stigum á Richtersskala að styrkleika. Að sögn jarðskjálftafræðinga gæti hrinan verið fyrirboði eldsumbrota. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem varað er við flugi yfir Bárðarbungu og ferðalögum á jökli í nálægð við eldstöðvarnar. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tekjutap yfir 200 milljónir

ÁÆTLAÐ tekjutap Sjóvár- Almennra vegna lækkunar á iðgjöldum bíltrygginga er á þriðja hundrað milljónir króna á ári, að sögn Einars Sveinssonar, forstjóra félagsins. Sjóvá-Almennar hafa verið með tæp 30% af markaðnum. VÍS er með um 40% af markaðnum og segir Axel Gíslason, forstjóri, að áætlað tekjutap séu samkeppnisupplýsingar sem ekki verði látnar í té. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Tepokar og skrúfa undan jöklinum

ÁRNI ALfreðsson líffræðingur hefur í sumar safnað saman hlutum og braki úr flaki bandarísku herflugvélarinnar sem fórst árið 1952 á norðanverðum Eyjafjallajökli. Árni hefur komið þessu fyrir að Stórumörk undir Eyjafjöllum, en von hans er, að þar rísi í framtíðinni safn til minningar um flugslysið. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Úraverslun í 40 ár á sama stað

ÚRA- og skartgripaverslun Garðars Ólafssonar hefur verið til húsa á sama stað á Lækjartorgi í 40 ár. Í tilefni afmælisins er boðið upp á 20­50% afslátt af öllum vörum verslunarinnar dagana 30. september til 5. október. Auk þess fá allir sem kaupa fyrir 5.000 kr. eða meira góðan kaupauka. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Úraverslun í 40 ár á sama stað

ÚRA- og skartgripaverslun Garðars Ólafssonar hefur verið til húsa á sama stað á Lækjartorgi í 40 ár. Í tilefni afmælisins er boðið upp á 20­50% afslátt af öllum vörum verslunarinnar dagana 30. september til 5. október. Auk þess fá allir sem kaupa fyrir 5.000 kr. eða meira góðan kaupauka. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Valt við að forða árekstri

TÆPLEGA 29 tonna þungur sandflutningabíll valt á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar á níunda tímanum í gærmorgun. Bíllinn var að koma að gatnamótunum þegar hemlar gáfu sig. Ökumaðurinn sveigði frá umferð til að forðast árekstur en með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ökumaðurinn slapp óskaddaður en töluvert tjón varð á bílnum. Meira
1. október 1996 | Landsbyggðin | 112 orð

Varðskipið Týr aðstoðar Hugin VE til hafnar

Seyðisfirði-Á laugardaginn dró varðskipið Týr fiskveiðiskipið Hugin VE 55 til hafnar á Seyðisfirði. Huginn hafði orðið vélarvana þar sem hann var við rækjuveiðar út af Héraðsflóa á föstudaginn. Var talið að dexilbolti hefði gefið sig og hann kæmist til hafnar fyrir eigin vélarafli. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Veiðileyfagjald efst á dagskrá

ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna kynnti í gær málaskrá sína á haustþinginu sem hefst í dag. Meðal helztu stefnumarkandi mála á málaskránni ber hæst þingsályktun um veiðileyfagjald og lagafrumvörp um þjóðareign auðlinda í jörðu, endurskipulagningu skattakerfisins þannig að dregið verði úr jaðarsköttum, atvinnulýðræði og fleira. Meira
1. október 1996 | Miðopna | 481 orð

Verðmæti fólgin í hornsteini hússins

Verðmæti fólgin í hornsteini hússins HANNES Hafstein ráðherra lagði hornstein að húsinu 23. september árið 1906, á ártíðardegi Snorra Sturlusonar. Í riti Jóns Jakobssonar, fyrrverandi landsbókavarðar, um aldarsögu safnsins (1818-1918), segir, að steininum væri svo fyrir komið, að hann sjáist innan úr kjallaranum. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Vextir hækka um 0,1-0,5 prósentustig

INN- OG ÚTLÁNSVEXTIR banka og sparisjóða hækka um 0,1-0,5 prósentustig á vaxtabreytingardegi í dag í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hækkaði vexti sína um 0,4 prósentustig 23. september síðastliðinn og jók bindiskyldu banka og sparisjóða úr 10% í 12%. Búnaðarbanki Íslands hækkar útlánsvexti mest. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 486 orð

Vinnubrögð að ýmsu leyti gagnrýnisverð

ÞÓ SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun feli í sér ýmsar gagnlegar ábendingar fyrir starfsmenn, stjórn og stjórnvöld, eru vinnubrögðin við skýrslugerðina að ýmsu leyti gagnrýnisverð að mati Guðmundar Malmquist forstjóra Byggðastofnunar. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 838 orð

Þarf að uppræta meinsemdina

RÓIÐ Á ný mið er titill á nýrri bók eftir Steingrím J. Sigfússon, alþingismann, þar sem hann fjallar um stöðu og framtíðarhorfur í íslenskum sjávarútvegi. Steingrímur segist með bókinni fyrst og fremst vera að reyna að koma á meiri umræðu um sjávarútvegsmál, því sér hafi fundist hún föst í þrætum með og á móti kvótakerfinu og aðrir þættir því orðið útundan. Meira
1. október 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Þingsetning með venjubundnum hætti

SETNING Alþingis fer fram í dag, með venjubundnum hætti, eftir að hugmyndir um breytt fyrirkomulag þingsetningar strönduðu á andstöðu eins þingflokksins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13:30. Að henni lokinni gengur þingheimur til þinghússins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur þingið. Meira
1. október 1996 | Miðopna | 1442 orð

Þjóðargersemar í þjóðmenningarhúsi árið 2000 Hornsteinn Safnahússins við Hverfisgötu var lagður fyrir 90 árum. Lengi hefur verið

SAFNAHÚSIÐ Þjóðargersemar í þjóðmenningarhúsi árið 2000 Hornsteinn Safnahússins við Hverfisgötu var lagður fyrir 90 árum. Lengi hefur verið tekizt á um hvert skuli vera framtíðarhlutverk hins sögufræga húss, en það hefur nú verið ákveðið. Meira
1. október 1996 | Fréttaskýringar | 245 orð

Þolinmæði og geðprýði mikilvægir eiginleikar

Það er mjög gaman og yndislegt að stunda nám í Fósturskólanum," sagði Ásdís Jesdóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hún kvaðst lengi hafa haft áhuga á börnum og það hafi ráðið námsvali hennar. Námið sjálft er áhugavekjandi og til þess fallið að læra að þekkja sjálfan sig." Hún kvað þolinmæði og geðprýði mikilvæga eiginleika fyrir leikskólakennara. Meira
1. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Æfingar hafnar á Stútungasögu

LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur hafið æfingar á Stútungasögu eftir þau Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjaltadóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Tónlistin er eftir Ármann Guðmundsson. Undirtitill verksins er "kyrrt um hríð, stríðsleikur" en sá leikur er allur á léttu nótunum. Meira

Ritstjórnargreinar

1. október 1996 | Staksteinar | 294 orð

»Launamunur kynja í bankakerfinu Í GREIN í SÍB-blaðinu, málgagni bankastarfsma

Í GREIN í SÍB-blaðinu, málgagni bankastarfsmanna, er vitnað til launakönnunar, sem Samband íslenzkra bankamanna fól Félagsvísindastofnun HÍ að gera í aprílmánuði síðastliðnum, en þar kemur fram að konur eru með 13,7% lægri laun en karlar í bankakerfinu. Meira
1. október 1996 | Leiðarar | 716 orð

SAMAN Á HAFINU

leiðariSAMAN Á HAFINU RAM kom í viðræðum Emmu Bonino, sjávarútvegsmálastjóra Evrópusambandsins, við þá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra fyrir helgi, að bæði Ísland og ESB vildu efla þær svæðisstofnanir, sem stjórna úthafsveiðum á Norður-Atlantshafi, Meira

Menning

1. október 1996 | Skólar/Menntun | 136 orð

47 aðstoðarmenn

FJÖRUTÍU og sjö háskólakennarar fengu styrki til að ráða sér aðstoðarmenn á haustmisseri, en alls bárust 59 umsóknir að fjárhæð 9,5 m.kr. Voru flestir styrkirnir að upphæð 63 þúsund krónur. Að sögn Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra stjórnar Aðstoðarmannasjóðs var farin sú leið að hafa styrkina lága til að leyfa sem flestum að njóta þessa nýja sjóðs. Meira
1. október 1996 | Skólar/Menntun | -1 orð

Atvinnurekendur kalla á gæðastjórnun í skólum

ÞEGAR Morgunblaðið hitti Diane Ritter deildarstjóra menntasviðs hjá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu GOAL/QPC tók hún strax fram að varasamt gæti verið að nota orðið gæðastjórnun í sambandi við mennta- og heilbrigðisgeirann því þetta orð virtist fara í taugarnar á fólki þar. Í staðinn mætti tala um "að vinna starf sitt svolítið öðruvísi og á svolítið betri hátt". Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 387 orð

Ástríðufullur og blóðheitur

ÁSTRALSKI popptónlistarmaðurinn Peter Andre, 23 ára, nýtur mikilla vinsælda hér á landi um þessar mundir og lag hans "Mysterious Girl" hefur tröllriðið vinsældalistum um allan heim. Smáskífa hans "Flava" er nýkomin út. Nýlega var hann staddur á Ibiza á Spáni þar sem hann sólaði stæltan kropp sinn sem hann þreytist seint á að sýna. "Ég er ætíð í ástarleit. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Boogie á Gauknum

HLJÓMSVEITIN Spooky Boogie hélt útgáfupartí og tónleika á veitingastaðnum Gauki á Stöng í vikunni í tilefni af útkomu plötu þeirra "Greatest hits". Mikill fjöldi gesta mætti á tónleikana og var þröng á þingi þegar flest var. Morgunblaðið/Jón Svavarsson DAVÍÐ Þór Jónsson, Magnús Hjaltalín og HjaltiÞórisson hlýða á hljómsveitina. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 254 orð

Börn og fullorðnir

Leikstjóri Claus Bjerre. Handritshöfundur Hans Henrik Koltze. Kvikmyndatökustjóri Dirk Bruel. Tónlist Jacob Groth. Aðalleikendur Sara Kristine Mosegaard Minh, Maria Lundberg Baré, Morten Gundel, Anne Marie Helger, Martin Brygman. Det Danske Filminstitut. Danmörk. 1995. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Depardieu í flugslysi

FRANSKI leikarinn Gerard Depardieu slapp naumlega þegar lítil flugvél sem hann var farþegi í lenti í árekstri við Boeing 727 þotu á Barajas flugvellinum í Madrid um helgina. Boeing þotan, sem var nýkomin frá portúgölsku borginni Oporto og hin franska Falcon 10 vél Depardieus, rákust á við mót tveggja flugbrauta. Falcon vélin skemmdist mikið en þotan skemmdist aðeins lítillega á væng. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Eldsvoði eftir tískusýningu

ELDUR braust út í Coliseu leikhúsinu í Oporto í Portúgal um helgina aðeins nokkrum stundum eftir að ofurfyrirsæturnar Claudia Schiffer, Valeria Mazza og Yasmeen Gaurhi höfðu komið fram á tískusýningu þar. Eldurinn, sem eyðilagði svæðið umhverfis sviðið, neyddi skipuleggjendurna til að aflýsa seinni sýningardeginum. Sýning þessi er sú stærsta sem haldin er í Portúgal. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 889 orð

Er að fást við eins konar blaðamennsku.

SÝNING á verkum Errós stendur nú í Hannover, en 20 ár eru síðan verk hans voru síðast til sýnis í Þýskalandi. Þórarinn Stefánsson var við opnunina á sýningu Errós. Börnum bannaður aðgangur nema í fylgd með fullorðnum. Þessa viðvörun bar fyrir augu mín þegar ég gekk í salinn. Fólkið streymdi að og flestir barnlausir. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 352 orð

Fimm á alnetinu

ENID Blyton hefði sem best getað skrifað þetta ævintýri um nokkra unglinga er lenda í spennandi hættum þegar hópur hryðjuverkamanna tekur yfir heimili eins þeirra en með hjálp morsemerkja og alnetsins tekst félögum hans að gera óþokkunum erfitt fyrir. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 569 orð

Fær lofsamlega dóma í frönskum blöðum

SKÁLDSAGAN Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom nú á dögunum út í Frakklandi hjá bókaforlaginu Seuil. Dómar franskra blaða síðustu daga hafa verið lofsamlegir. Í Le Observateur segir að Fyrirgefning syndanna sé frábær skáldsaga og Ólafur Jóhann skari fram úr með lýsingu sinni á illmennum. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Geena senuþjófur

BANDARÍSKA leikkonan Geena Davis stal senunni á MTV verðlaunaafhendingunni í New York sem fór fram nýlega. Hún mætti í þessum nýstárlega kjól eftir hönnuðinn Veru Wang, þar sem ákveðnir líkamspartar hennar fengu að njóta sín betur en aðrir, og vakti fyrir það drjúga athygli. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Grant njósnaði og neytti LSD

Á MEÐAL þess sem fram kemur í nýrri ævisögu leikarans dáða Cary Grant, sem er að koma út, er að hann hafi hugsanlega njósnað fyrir Breta í Hollywood í seinni heimsstyrjöldinni, að hann hafi verið tvíkynhneigður og verið ákafur neytandi eiturlyfsins LSD. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 1270 orð

Heimsbókmenntir í skugga sundrungar

ÍRLAND verður í brennidepli á Bókastefnunni í Frankfurt sem er sú 48. í röðinni. Bókastefnan sem verður sett í dag með ávarpi forseta og nóbelsskálds Íra og kanslara Þýskalands sem vel að merkja er líka rithöfundur (höfundur matreiðslubókar í samvinnu við konu sína), stendur til 7. október. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Hurley ljóshærð í vinnunni

ELIZABETH Hurley setti upp ljósa hárkollu þegar hún reyndi að forðast ágang fjölmiðla í fyrra þegar þeir eltu hana hvert fótmál út af ævintýrum unnusta hennar með vændiskonu í Hollywood. Þessi mynd, aftur á móti, er tekin af henni í vinnunni þar sem hún er að leika leyniþjónustumann í myndinni "Austin Powers: International Man Of Mystery". Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 77 orð

Íslenskar sópran-söngkonur í Prag

BJÖRK Jónsdóttir sópran og Signý Sæmundsdóttir sópran héldu tónleika í Prag við undirleik Gerrit Schuil 23. ágúst síðastliðinn. Tónleikarnir voru haldnir í Speglasal Klementinum, sem er einn af bestu og glæsilegustu tónleikasölum borgarinnar. Á tónleikunum voru meðal annars verk eftir Purcell, Haydn, Brahms, Svorak og Rossini. Einnig voru flutt nokkur íslensk verk. Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Johnson& Kaaber 90 ára

FYRIRTÆKIÐ Ó. Johnson & Kaaber hélt upp á 90 ára afmæli sitt í síðustu viku. Fjölmenni mætti í afmælisveislu sem var haldin í Gullhömrum að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís ALFREÐ Jóhannsson sölustjóri, Friðþjófur Ó. Johnson forstjóriog Ólafur Ó. Meira
1. október 1996 | Skólar/Menntun | 215 orð

Leonardo stærsti útgjaldaliðurinn

RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskóla Íslands hefur tekið yfir rekstur Tækniþróunar hf. og sitja nú fulltrúar atvinnulífsins í fyrsta sinn í stjórn innan Háskóla Íslands. Var skipun nýrrar stjórnar samþykkt á fundi háskólaráðs nú fyrir skömmu. Af hálfu atvinnurekenda voru kjörnir Baldur Hjaltason framkvæmdastjóri Lýsis hf., Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Össurar hf. Meira
1. október 1996 | Myndlist | 400 orð

Ljós og gler

Marta María. Opin daglega frá 14­18. Til 29. september. Aðgangur ókeypis. Því miður tókst ekki að birta þessa umsögn áður en sýningunni lauk. ÞAÐ er mun meira paufast á listavettvangi en flesta grunar og sumir einstaklingar og listhópar eru með vinnustofur og listhús á höfuðborgarsvæðinu sem við, er rýnum í þessa hluti, vitum jafnvel lítið um. Meira
1. október 1996 | Skólar/Menntun | 107 orð

Lýðskólinn starfar í vetur

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi í síðustu viku að leggja Lýðskólanum til 1,5 m.kr. Gerir þetta framlag, auk 2 m.kr. framlags frá Norræna húsinu, honum kleift að hefja starfsemi 14. október nk. Verður hægt að veita 20 nemendum skólavist og starfar skólinn í tíu vikur. Verður á næstum dögum auglýst eftir umsóknum. Meira
1. október 1996 | Skólar/Menntun | 374 orð

Menntun rædd frá mörgum sjónarhornum

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ boðar laugardaginn 5. október nk. til menntaþings sem ber yfirskriftina Til móts við nýja tíma. Er þetta í fyrsta sinn sem sambærilegt þing er haldið og munu um 100 skólar, stofnanir og samtök kynna þar starfsemi sína. Auk þess verða um 50 manns með erindi eða verða þátttakendur í umræðum um ýmis málefni í málstofum. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 306 orð

Metsölubók í sjónvarpsleshring

VALD bandarísku sjónvarpskonunnar Oprah Winfrey er þvílíkt að aðeins níu dögum eftir að hún sagði þeim 15 milljónum áhorfenda, sem horfa jafnan á spjallþátt hennar, að kaupa bók óþekkts rithöfundar trónaði hún á toppi bandaríska bóksölulistans. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 175 orð

Nona Golikova flytur erindi um stöðu leiklistarinnar

RÚSSNESKA leikskáldið og leikhúsfræðingurinn Nona Golikova hefur dvalist á Íslandi undanfarna daga. Í kvöld, 1. október, kl. 20.30. verður hún gestur MÍR í bíósalnum Vatnsstíg 10 og flytur þá erindi um stöðu leiklistarinnar í Rússlandi og fjallar um skáldverk og höfunda þeirra, einkum Búlgakov. Meira
1. október 1996 | Skólar/Menntun | 48 orð

Ný stjórn

NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi Samtaka fámennra skóla sem haldinn var í Stjórutjarnarskóla um liðna helgi. Formaður er Rúnar Sigþórsson, Skólaþjónustu Eyþings, Akureyri, Ólafur Arngrímsson, Stórutjarnarskóla er varaformaður, meðstjórnendur eru þau Dagbjört Hjaltadóttir, Grunnskólanum í Súðavík, Birgir Karlsson, Heiðarskóla og Sif Vígþórsdóttir, Hallormsstaðaskóla. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 309 orð

Rómantík á síðbuxum

SPURNINGIN á allra vörum var hvort gengið hefði verið of langt. Jonathan Miller hafði gripið til óvenjulegs bragðs í uppsetningu sinni á La Traviata" í Ensku þjóðaróperunni, hin rómantíska kvenhetja klæddist síðbuxum. Kvenhetja í síðbuxum Meira
1. október 1996 | Fólk í fréttum | 108 orð

Sharon sprangar á Anguilla

BANDARÍSKA leikkonan Sharon Stone, 38 ára, og unnusti hennar, milljónamæringurinn Michel Benasra, 44 ára, sprönguðu nýlega um á ströndu eyjarinnar Anguilla í Karíbahafinu. Holdafar kærastans vakti athygli sjónarvotta og ljóst er að Stone lætur ekki bjórvömb flækjast fyrir ástinni. Þau voru sem táningsturtildúfur og léku við hvern sinn fingur. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 284 orð

Síðasta dagbókin

CAPUT-hópurinn heldur tónleika í Borgarleikhúsinu á Norrænu músíkdögunum kl. 20 í kvöld. Leikin verða fjögur norræn verk, The Last Diary eftir Klas Torstensson frá Svíþjóð, Chimes at midnight eftir Danann Niels Marthinsen, Away eftir Finnann Magnus Lindberg og Futurum Exactum eftir Cecilie Ore frá Noregi. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 58 orð

Skrautmunir Valbjargar

VALBJÖRG Bergland Fjólmundsdóttir, Vallý, sýnir nú skrautmuni í Galleríi Sölva Helgasonar að Lónkoti í Skagafirði. Vallý er fædd 1955. Hún varð stúdent 1974 frá Menntaskólanum á Akureyri, frá náttúrufræðibraut. Eftir tíu ára skrifstofustarf á Stuðlabergi ásamt barnauppeldi og almennum heimilisstörfum varð úr opnun handverksstofu á Hofsósi, nefnd Vallerý. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

SÍÐUSTU tónleikar Norrænna músíkdaga 96 eru í dag. Þriðjudagur 1. október: Norræna húsið kl. 12.30; Camilla Söderberg, blokkflauta. Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Martial Nardeau, flauta. Einar Kristján Einarsson, gítar. Péturs Jónasson, gítar. Borgarleikhúsið kl. 20; Caput hópurinn/stj. Christian Eggen. Arnar Jónsson leikari. Meira
1. október 1996 | Menningarlíf | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞRÁTT fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir frá láti Maó Tse Tung, leiðtoga Kína, er hann á toppi metsölulistans á bókahátíðinni í Peking sem nú stendur yfir. Ævisaga Maós, safn verka hans í þremur bindum og safn ljóða formannsins eru í þremur efstu sætum bóksölulistans á hátíðinni. Meira

Umræðan

1. október 1996 | Bréf til blaðsins | 635 orð

Hvers á Rilke að gjalda?

ÁGÆTU ritstjórar, segja má að efni ljóðsins Der Panther eftir Rainer Maria Rilke, sem birst hefur í tveimur þýðingum í Lesbók Morgunblaðsins með stuttu millibili, sé orðið að myndhverfu dæmi um örlög skáldsins í búri móðurmálsins, og þýðandans sem ekki getur gert meira en að virða fyrir sér hina villtu fegurð fangelsaða í framandi landi. Meira
1. október 1996 | Aðsent efni | 1118 orð

Íslensk tónlist. Hvert nú, afturábak eða áfram?

SÚ TÓNLIST sem í útlöndum er kennd við orðið "popular" og nefnd popptónlist er mikilvægur hluti menningar þessarar aldar. Hér á landi hefur þessi sama tónlist verið kennd við "dægur", orð sem vafalaust á að undirstrika endingargildi tónlistarinnar og endurspeglar jafnframt ríkjandi viðhorf í garð þessarar greinar hjá ríkjandi yfirvöldum. Meira
1. október 1996 | Aðsent efni | 773 orð

Í vændum

Í RÍKI náttúrunnar skiptast á skin og skúrir, ísaldir og blómaskeið. Á ferli þróunar verða hæðir og lægðir, gróska og hnignun. Þvílíkur öldugangur er saga þjóða; slík er framvinda menningar á flestum sviðum. Þar skiptir sköpum hversu vel góðærið hefur búið í haginn þegar harðnar í ári. Meira
1. október 1996 | Aðsent efni | 664 orð

Lotning fyrir lífi

MAÐUR er nefndur Albert Schweitzer, læknir, heimspekingur, mannvinur, sem lifði og starfaði lengst af við frumstæð skilyrði inni í svörtustu Afríku, þar sem baráttan um brauðið er hvað hörðust og eitt dýrið lifir á öðru. Í þessum myrkviði starfaði hann til þess að lina þjáningar innfæddra og hjálpa þeim við líkamlega kröm og bæta andlega velferð þeirra. Meira
1. október 1996 | Aðsent efni | 955 orð

Markaðssetjum Ísland ­ látum Geysi gjósa

NÚ ER að ljúka 6. goslausa sumrinu án þess að einn frægasti goshver heimsins, Geysir, gjósi. Ástæðu þessa gosleysis má rekja til ákvörðunar Náttúruverndarráðs frá 20. mars árið 1992. Þann dag ákvað ráðið að ekki skyldu framkölluð gos af mannavöldum í Geysi eða eins og segir orðrétt í fundargerð ráðsins: "Töluverð gagnrýni hefur komið fram á það að gos voru framkölluð í Geysi. Meira
1. október 1996 | Bréf til blaðsins | 580 orð

Svar til Garðars Sverrissonar

BÓK mín Haustdreifar kom út fyrir fjórum árum og er því ekki nýlegri en svo, að góðfúsir lesendur hafa haft ríflegan tíma til að lesa hana, jafnvel vandlega. Og ekki vonum seinna að gera athugasemdir við hana, ef rök eru til þess. Einn kafli þessarar bókar heitir "Sorgin og Guð". Meira

Minningargreinar

1. október 1996 | Minningargreinar | 1072 orð

Hekla Hákonardóttir

Það fylgir því ávallt mikil eftirvænting og tilhlökkun þegar von er á litlu barni í heiminn. Flest göngum við að því vísu að allt muni ganga samkvæmt óskum, að barnið verði vel skapað, heilbrigt og gæfu aðnjótandi um lífsins spor. Þannig var það einnig á fallegri aðventunni árið 1994. Hver dagur sem leið í desember bauð upp á þann möguleika að lítið jólabarn kæmi inn í tilveruna. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 333 orð

Hekla Hákonardóttir

Ástarfaðir himin hæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. (Stgr. Thorst.) Elsku hjartans Hekla. Núna ertu búin að fá hvíldina. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Hekla Hákonardóttir

Nú er hún flutt til annarra heima, hún Hekla litla, sem var allan sinn unga aldur eins og bjartur og gefandi sólargeisli, er lýsti upp umhverfi sitt og veitti öllum, sem henni tengdust með einhverjum hætti svo umvefjandi gleði og bjartsýni þrátt fyrir alla þá baráttu og erfiðleika sem hún átti í. Hún var alltaf svo glöð og fljót til að brosa og sýndi fljótt sterkan og þroskaðan persónuleika. T.d. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 51 orð

HEKLA HÁKONARDÓTTIR

HEKLA HÁKONARDÓTTIR Hekla Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 20. desember 1994. Hún lést í Landspítalanum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín Kristjánsdóttir og Hákon Hákonarson. Systkini hennar eru Guðrún Erla, Helga, Gunnar, Hákon, Hulda, Ólafur Haukur og Arnar Snær. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 81 orð

Hekla Hákonardóttir Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af

Hekla Hákonardóttir Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Með augunum sínum með andlitinu sínu með höndunum sínum hún sagði okkur svo margt. Og svo margt sem við vissum ekki áður. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 218 orð

JARÐÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR

JARÐÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR Jarðþrúður Bjarnadóttir fæddist á Mosum á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu 2. febrúar 1902. Hún lést í Arnarholti 13. september síðastliðinn 94 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 1. október. Meira
1. október 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Jarþrúður Bjarnadóttir

Í dag kveðjum við Þrúðu frænku. Síðustu árin hefur hún átt við erfið veikindi að stríða og hefur dvalist á Arnarholti, þar sem hún lést 94 ára að aldri. Ekkert okkar man svo eftir okkur að Þrúðu frænku hafi ekki notið við með allar sínar góðu fyrirbænir og umhyggjusemi. Hún var óvenju trúuð og góð kona sem vildi allt fyrir alla gera. Meira

Viðskipti

1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Álverð hefur lækkað um 32%

VERÐ á áli hefur ekki verið lægra í rúm tvö ár en það er nú eða frá því í júnímánuði árið 1994. Verðið er nú um 1.400 Bandaríkjadalir tonnið, en fór hæst í rúma 2.050 dali í janúar 1995. Síðan hefur verðið farið lækkandi og nemur lækkunin nú 32%, en það sem af er þessu ári er lækkunin tæp 12%. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Dalur hækkar gagnvart jeni

GENGI dollars gegn jeni hefur ekki verið hærra í 2 1/2 ár vegna nýrra vísbendinga um hægari efnahagsbata Japana og aukins bils milli vaxta í Bandaríkjunum og Japan. Dollarinn komst hæst í 111,66 jen í Evrópu og urðu sérfræðingar varir við auknar fjárfestingar japanskra stofnana erlendis. Fundur sjö helztu iðnríkja heims (G7) um helgina treysti einnig stöðu dollars. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 431 orð

Flugarþegum fjölgar um 7% og frakt eykst

FARÞEGUM sem fóru um flugvelli heims á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um 7% og flugfrakt jókst um 5% á sama tíma og styður það spár um mikla grósku í flugrekstri til aldamóta. Samkvæmt tölum alþjóðaflugvallarráðsins ACI í Genf fóru flestir farþegar um fjóra flugvelli í Bandaríkjunum og mest fór af flugfrakt um sömu flugvelli. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Hagnaðurinn 272 millj. kr.

HAGNAÐUR af rekstri Landsbanka Íslands og dótturfélaga fyrstu átta mánuði ársins nam 272 milljónum króna eftir fjármagnsliði og skatta. Allt síðastliðið ár var hagnaður bankans 175 milljónir. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir að helstu skýringarnar á bættri afkomu bankans séu áframhaldandi lækkun á framlagi í afskriftarreikning útlána sem skýrist m.a. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 464 orð

Kynnir íslensk verðbréf í Evrópuríkjum

KAUPÞING hf. hyggst með stofnun nýs dótturfyrirtækis í Lúxemborg og rekstri verðbréfasjóða þar í landi vekja athygli fjárfesta um alla Evrópu á möguleikum á ávöxtun fjármagns í verðbréfum í íslenskum krónum. Í því sambandi telur fyrirtækið t.d. að hin víðtæka verðtrygging hér á ríkistryggðum skuldabréfum geti verið fýsilegur kostur fyrir fjárfesta. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Seldur í yfir þrjú hundruð verslunum

ÍSLENSK matvæli, í samstarfi við fyrirtækið Cooking Exellence, selja reyktan lax í yfir þrjú hundruð verslunum á vegum fimm verslunarkeðja á New York svæðinu. Í fréttatilkynningu frá Íslenskum matvælum kemur fram að laxinn er seldur í þrenns konar pakkningum undir vörumerkinu Icefood. Í ágúst voru flutt út 20 tonn af reykta laxinum og hefur salan farið vel af stað. Meira
1. október 1996 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Skandia er ekki til sölu

STJÓRNARMAÐUR í sænsku tryggingasamsteypunni Skandia segir að tryggingafélagið Skandia á Íslandi sé ekki til sölu. Viðræður hafi átt sér stað, en niðurstaðan hafi orðið sú að selja ekki fyrirtækið og því sé það ekki til sölu. Meira

Daglegt líf

1. október 1996 | Neytendur | 193 orð

Bið á litríku sælgæti

TIL stóð að innan tíðar yrði opnað fyrir innflutning á ýmsu sælgæti sem ekki hefur í nokkur ár mátt selja hérlendis sem og annarri vöru sem inniheldur sterk litarefni. Er um að ræða sælgæti á við M&M hnetu-, og súkkulaðikúlur, , allskyns skærlituð hlaup, indverskt súrsað grænmeti (relish), drykki á við bandaríska krakkadrykkinn Kool-Aid og svo framvegis. "EFTA ríkin þ.e.a. Meira
1. október 1996 | Neytendur | 65 orð

Hreinsiefni fyrir bíla

OLÍS hefur tekið í sölu nýtt hreinsiefni fyrir bifreiðar sem heitir Black in a Flash. Um er að ræða hreinsiefni til þrifa á bifreiðum jafnt innan dyra sem utan. Efnið hentar á alla liti og á að koma í veg fyrir upplitun vegna sólarljóss. Þá er silikon í efninu sem ver og hrindir frá sér óhreinindum. 500 ml brúsi kostar 395 krónur. Meira
1. október 1996 | Neytendur | 120 orð

Kostar um 4.000 krónur á ári að hafa frystikistu

FRYSTIKISTA sem rúmar 250 lítra notar að meðaltali 1,5 kílówattstundir á dag, þ.e.a.s. ef aðstæður eru eðlilegar. Ársnotkun nemur því 550 kílówattsstundum og hver kílówattsstund kostar 7.33 krónur sem verða 4.031 krónur á ári. Full frystikista notar jafnlítið rafmagn og sú tóma og það er æskilegt að hún sé á köldum stað. Meira
1. október 1996 | Neytendur | 384 orð

Sveskjublóðmör og lifrarlummur

UM þessar mundir er víða verið að taka slátur. Það má nýta innmatinn með ýmsu móti, búa til sælkerarétti úr lifur, hjörtu og nýrum. Sigríður Sigmundsdóttir matreiðslumaður og þjónn kennir við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. "Lifrarpaté" Meira
1. október 1996 | Neytendur | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

Vissir þú að KRYDDIÐ allrahanda er úr berjum trjáa sem vaxa á Indlandi og eru af myrtuætt. Kryddið er þurrkað og malað og til dæmis notað í kæfur, slátur, rúllupylsu og einstaka kökur. Meira

Fastir þættir

1. október 1996 | Í dag | 64 orð

$$$$

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
1. október 1996 | Dagbók | 2752 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 27. september til 3. október eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12 opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. Meira
1. október 1996 | Í dag | 77 orð

Árnað heillaÁRA afmæli.Í dag, þriðjudaginn 1. októbe

Árnað heillaÁRA afmæli.Í dag, þriðjudaginn 1. október, er sjötug Kristín A. Claessen, Reynistað við Skildinganes. Eiginmaður hennar er Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Guðmundur eru í dag á ferðalagi með niðjum sínum og tengdasonum. ÁRA afmæli. Meira
1. október 1996 | Fastir þættir | 723 orð

Báðir skeiðmeistaratitlarnir til Íslendinga

EFTIR æsispennandi keppni í bæði 150 og 250 m skeiðmeistarakeppninni stóðu þeir uppi sem sigurvegarar Hinrik Bragason í 250 metrunum og Angantýr Þórðarson í 150 metrunum. Hinrik átti í hörkubaráttu við konu sína Huldu Gústafsdóttir en þau urðu jöfn að stigum en Hinrik vann á betri tíma. Meira
1. október 1996 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

SPiIAÐUR var Mitchell tvímenningur þriðjudaginn 24. september. 28 pör mættu. Úrslit NS: Jónína Halldórsd. - Hannes Ingibergsson352 Eysteinn Einars. - Bergsveinn Breiðfjörð334 Elín E. Guðmundsd. - Guðrún Maríasd.331 AV: Halla Ólafsd. - Margrét Margeirsd.354 Sæmundur Björnsson - Böðvar Guðm. Meira
1. október 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigurbjörnssyni Þórdís Árnadóttir ogSigurður Oddur Sigurðsson. Heimili þeirra er á Garðaflöt 3a, Stykkishólmi. Meira
1. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. ágúst í Neskirkju af sr. Sigurði Árnasyni Katrín María Þormar og Hlynur Grímsson. Heimili þeirra er á Boðagranda 1, Reykjavík. Meira
1. október 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Rosella G. Mosty ogÁgúst Felix Gunnarsson. Þau eru búsett í Boston. Meira
1. október 1996 | Dagbók | 579 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. október 1996 | Í dag | 224 orð

Enn um holtasóley MARTHA Björnsson garðyrkjufræ

MARTHA Björnsson garðyrkjufræðingur hafði samband við Velvakanda og segir ekki rétt hjá Hjalta Björnssyni þar sem hann segir rangt að kalla lauf holtasóleyjar rjúpnalauf. Hún segir latneska heitið á holtasóley vera dryas octo petala og vitnar hún í Garðblómabókina eftir Hólmfríði Sigurðardóttur, en þar segir m.a.: "... Meira
1. október 1996 | Í dag | 403 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
1. október 1996 | Í dag | 668 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
1. október 1996 | Fastir þættir | -1 orð

HAUSTLAUKAR ­ TÚLÍPANAR

BAK við samheitið blómlaukar leynist stór og fjölbreyttur hópur plantna, sem eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af forðavef, sem ýmist er kallaður laukur, hnýði eða jarðstöngull. Oftast eru þessar plöntur á markaðnum í dvala eða á laukforminu, en mun sjaldnar þegar þær eru í blóma ­ nema þá afskornar. Meira
1. október 1996 | Í dag | 451 orð

ÍKVERJI hefur ekki farið á knattspyrnuleik frá árinu

ÍKVERJI hefur ekki farið á knattspyrnuleik frá árinu 1948, þegar Melavöllurinn var og hét. Gamlar taugar til KR urðu þess þó valdandi, að á því varð breyting um þessa helgi. Meira
1. október 1996 | Fastir þættir | 351 orð

Sameining LH og HÍS mál málanna

NÚ ÞEGAR haustar fá reiðskjótarnir flestir hverjir gott frí fram á vetur en hestamenn nota tímann fyrir fundi og þing ýmiss konar. Meðal þess sem er á döfinni eru hinir föstu liðir eins og ársþing Landsambands hestamannafélaga sem verður haldið í Keflavík 25. til 26. október nk. Hestamannafélagið Máni á Suðurnesjum mun sjá um þinghaldið að þessu sinni. Meira
1. október 1996 | Í dag | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

da ÁTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum, vísindum, náttúrulífi, bókmenntum o.fl.: Maua Heikkilä, Palikkapolku 1A 15, 00420 Helsinki, Finland. Meira

Íþróttir

1. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA - LOKASTAÐAN

1. DEILD KARLA - LOKASTAÐAN ÍA 18 7 1 1 25 10 6 0 3 21 9 46 19 40KR 18 6 3 0 19 6 5 1 3 19 10 38 16 37LEIFTUR 18 5 1 3 18 16 3 4 2 15 12 33 28 2 Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 89 orð

Ajax slapp fyrir hornMEISTARAR Ajax slu

MEISTARAR Ajax sluppu fyrir horn gegn Twente í hollensku knattspyrnunni á sunnudag. Twente skoraði snemma og meistararnir náðu ekki að jafna fyrr en undir lokin, eftir að einn mótherjanna, miðvallarleikmaðurinn Paul Bosvelt, var rekinn af velli. Þá voru tíu mín. eftir og einum fleiri náðu leikmenn Ajax að jafna. Varnarmaðurinn Winston Bogards var þar að verki. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 126 orð

Arsenal vill ekki sleppa Vali Fannari

ATLI Eðvaldsson, þjálfari ungmennalið Íslands, sem leikur gegn Litháen og Rúmeníu, tilkynnti leikmannahóp sinn í gær. Það kom fram hjá Atla að Arsenal hefði reynt að stöðva að Valur Fannar Gíslason léki, þar sem hann hefur verið meiddur á nára. Valur Fannar mun ekki leika í Litháen, en kemur heim í leikinn gegn Rúmeníu. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 215 orð

Á 13. mínútu sendi Heimir Erlingsson stungusendingu inn

Á 13. mínútu sendi Heimir Erlingsson stungusendingu inn á Goran Kristófer Micic, sem rakti boltann í rólegheitunum inn í teig. Varnarmaður Breiðabliks reyndi að komast að boltanum og Hajrudin Cardaklija markvörður kom út á móti en Goran lyfti boltanum framhjá honum. Goran Kristófer var aftur á ferðinni á 17. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 215 orð

Ánægjulegur sólarhringur hjá Haraldi

Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson, landsliðsmaður á Akranesi, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Strákurinn, sem var tæpar sextán merkur og 54 sm, er annað barn hans og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans, sem eiga fyrir tveggja ára stúlku, Unni Ýr. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 252 orð

Berlínar-maraþon Karlarklst. 1. Abel

Karlarklst. 1. Abel Anton (Spáni)2:09.15 2. Francis Naaly (Tansaníu)2:09.36 3. Sammy Lelei (Kenýju)2:09.52 4. Gilbert Rutto (Kenýju)2:10.04 5. Martin Ndiveni (S-Afríku)2:10.21 6. Sammy Maritim (Kenýju)2:11.22 7. Paul Yego (Kenýju)2:11.25 8. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 648 orð

Blikum var ekki ætlað að sigra

BLIKUM var ekki ætlað að bjarga sér frá falli í 2. deild því í síðasta leik liðsins í sumar, sem háður var gegn Stjörnunni í Garðabænum á laugardaginn, gekk ekkert upp þrátt fyrir mörg færi á meðan heimamenn gernýttu sín færi. Kópavogsbúum tókst samt að krækja sér í 3:3 jafntefli á síðustu stundu en það dugði ekki til. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 176 orð

"Blöðin hældu KR-ingum í hástert"

ÞRÁTT fyrir sætan sigur sagði Alexander Högnason, miðvallarleikmaður ÍA, að Skagamenn hefðu oft leikið betur. "Við vorum ekki að spila mjög áferðarfallega knattspyrnu í dag, en það er ekki spurt að því að loknum átján umferðum. Það skiptir aðeins máli hverjir eru efstir. Fegurðin skiptir ekki máli, heldur eru það mörkin sem teljast. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 133 orð

Einliðamót TBR

Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen úr TBR sigruðu hvort í sínum flokki á Einliðaleiksmóti TBR, sem var fyrsta opna badmintonmótið á þessu leiktímabili, fór fram 29. september. Elsa vann Maríu Thors, KR, Brynju Pétursdóttur, ÍA og Áslaugu Hinriksdóttur, TBR, í undanrásum, mætti Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslitum. Elsa vann fyrstu lotuna 11:8, tapaði síðan 9:12 eftir mikla baráttu. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 124 orð

Ekkert venjulegur áhugi hér"NÚ ER ég k

"NÚ ER ég kátur, þetta er toppurinn," sagði Karl Þórðarson knattspyrnukappi af Akranesi, sem var meðal áhorfenda en hann gerði garðinn frægan með Skagaliðinu fyrir nokkrum árum. "Það er búin er að vera alveg ótrúleg stemmning hér á Akranesi og allt hefur snúist um leikinn og úrslitin. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 193 orð

Ekki komnir á sama plan

"ÉG verð að segja að þetta var lélegasti leikur okkar á tímabilinu og það er alltaf þannig með okkur að þegar mikið liggur við er eins og við skítum í brækurnar," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, besti varnarmaður KR-inga, eftir leikinn. "Það var alls ekki pressa á okkur og þar sem ég tók út leikbann í Evrópuleiknum í síðustu viku get ég ekki sagt um hvort hann hafi haft áhrif. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 1191 orð

England Mánudagskvöld: Newcastle - Aston Villa4

Mánudagskvöld: Newcastle - Aston Villa4:3 Ferdinand 2 (5., 22.), Shearer (38.), Howey (67.) - Yorke 3 (4., 59., 69.). 36.400. Sunnudagur: Man. United - Tottenham2:0 (Solskjær 38., 58.). 54.943. Laugardagur: West Ham - Liverpool1:2 (Bilic 15.) - (Collymore 3., Thomas 55.). 25.064. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 525 orð

Enn koma Skagamenn upp á réttum tíma

"ÉG held að þetta hafi verið besti leikur Skagamanna á þessu keppnistímabili og enn á ný koma þeir upp á réttum tíma og sýna samstöðu þegar mest á reynir en KR- ingar hafa aftur á móti verið að gefa eftir í síðari hluta mótsins," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 242 orð

Erum með besta liðið á Íslandi

Sigursteinn Gíslason var í sjöunda himni á Skipaskaga eftir að hafa handleikið bikarinn. "Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta var frábær dagur; veðrið var gott, mikill fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með og stemmningin var góð. Við áttum líka góðan leik og sýndum að við erum besta liðið á Íslandi í dag. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 104 orð

Eyjamenn í Evrópukeppni bikarhafa ÞAÐ

ÞAÐ réðist ekki fyrr en eftir að úrslit lágu ljós fyrir á Akranesi á sunnudag, hvernig íslensku liðin raðast í Evrópukeppnina næsta keppnistímabil. Nú er ljóst að Akurnesingar fara í Evrópukeppni meistaraliða. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 44 orð

Fimm í fimmta skipti FIMM leikmenn Akr

FIMM leikmenn Akranessliðsins hafa verið í meistaraliðinu síðustu fimm árin. Þetta eru þeir Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson og Sturlaugur Haraldsson. Ólafur fyrirliði Þórðarson hefur verið með síðustu fjögur ár en fyrsta meistaraárið, 1992, lék hann í Noregi. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 493 orð

FJALLGANGA »Lykilatriði að gefastaldrei upp; jafnvel þósárið nái að be

Akurnesingum er ekki fisjað saman. Enn einu sinni komust þeir á hæsta tind íslenskrar knattspyrnu, þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í sumar, í þeirri fjallgöngu sem Íslandsmótið óneitanlega er. Liðið missti nokkra leikmenn áður en lagt var í'ann; þar af hurfu þrír lykilmenn á braut eftir síðustu ferð í fyrrasumar. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 538 orð

Flestar óskir uppfylltar

ÞORVALDUR Jónsson hefur verið markvörður Leifturs nær óslitið síðan 1986 en íhugar nú að draga sig í hlé. "Þegar ég var polli lét ég mig ekki dreyma um að Leiftur ætti eftir að vera stórlið Norðurlands," sagði markvörðurinn og viðskiptafræðingurinn hjá útgerðarfyrirtækinu Sæbergi í Ólafsfirði. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 55 orð

Frændur markahæstir TVEIR markahæstu le

TVEIR markahæstu leikmenn 1. deildar; Ríkharður Daðason, sem gerði 14 mörk og Bjarni Guðjonsson, sem gerði 13 mörk, eru frændur og koma úr Vegamóta-ættinni. Þeir eru fjórmenningar. "Þetta er greinlega kott kyn. Það er eitthvað í genunum sem gerir þessa drengi markheppnari en aðra. Það er ekki bara æfingin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 551 orð

Fylkismenn féllu á eigin bragði

"VIÐ lögðum okkur ekki fram í leiknum og þess vegna áttum við ekkert betra skilið," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylkismaður eftir að ljóst var að hann og félagar verða að drekka þann kaleik í botn að falla í 2. deild eftir ársveru í meðal þeirra bestu. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 48 orð

Fylkismenn ræða við Ólaf Þórðarson

ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍA, sem hefur áhuga að snúa sér að þjálfun, ræddi við forráðamenn Fylkis í gærkvöldi. Fylkir féll niður í 2. deild á elleftu stundu á laugardaginn. Skagamenn ræða við Ólaf í dag, þeir vilja hafa hann áfram í sínum herbúðum. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 566 orð

George Weah færði AC Milan óskabyrjun

GEORGE Weah skoraði tvö mörk og Roberto Baggio eitt þegar tíu leikmenn AC Milan lögð Perugia 3:0. Heimamenn fengu óskabyrjun á San Siro- leikvellinum, því að ekki var liðin nema ein mín. frá því að dómarinn flautaði til leiks, þar til knötturinn hafnaði í netinu hjá Perugia. Weah skoraði markið, sem var hans fjórða í fjórum leikjum. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 100 orð

Gísli leggur flautuna á hilluna GÍSLI Guðmundsson

GÍSLI Guðmundsson dæmdi leik Stjörnunnar og Breiðabliks á laugardaginn en hann hefur ákveðið að leggja flautuna endanlega á hilluna. "Þetta var skemmtilegur leikur að dæma þó að aðstæður hafi verið erfiðar," sagði Gísli eftir leikinn. "Þetta er orðið ágætt en ég held að söknuðurinn komi ekki fyrr en næsta vor, því tímabilinu er nýlokið og maður hálffeginn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 396 orð

Góður tími til að hætta sem formaður

GUNNAR Sigurðsson, formaður ÍA, segir að nú sé kominn tími til að hætta. Hann hefur verið formaður í samtals 15 ár og þar af sex síðustu ár. "Ég held að það sé kominn tími til að hætta núna. Þetta er góður tími til að breyta til. Aðalfundur félagsins er í janúar og þá reikna ég með að hætta sem formaður. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 32 orð

Guðmundur Torfason tók aukaspyrnu á miðri vítateigslínu vinst

Guðmundur Torfason tók aukaspyrnu á miðri vítateigslínu vinstra megin á 90. mínútu. Hann skaut í gegnum glufu á varnarvegg Leifturs, Þorvaldur varði en hélt ekki boltanum og Grétar Einarsson skoraði af stuttu færi. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 180 orð

Guðni og Ólafur Þórðarson nálgast met Atla

GUÐNI Bergsson, fyrirliði landsliðsins, og Ólafur Þórðarson geta jafnað landsleikjamet Atla Eðvaldssonar, 70 leiki, gegn Litháen í Vilníus á laugardaginn og geta bætt það í leik gegn Rúmeníu á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 9. október. Þeir félagar eru báðir í átján manna landsliðshópi Loga Ólafssonar, sem fer til Litháens. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 143 orð

Haukar - Stjarnan27:28

Íþróttahúsið Strandgötu í Hafnarfirði, Meistarakeppni kvenna, laugardaginn 28. september 1996. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 4:4, 7:7, 10:8, 11:9, 11:11, 13:12, 12:14, 14:16, 16:16, 18:17, 20:18, 20:20, 22:21, 22:23, 24:23, 24:24, 25:24, 27:25, 27:27 og 27:28. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 56 orð

Heimslistinn ístangarstökkikvenna 1996

1. Emma George, Ástralíu4,45 2. Sun Galyun, Kína4,25 3. Cal Welyan, Kína4,25 4. Daniela Bartova4,23 5. Stacy Dragila, Bandar.4,20 6. Vala Flosadóttir4,17 7. Nicole Rieger, Þýskal.4,16 8. Christine Adams, Þýskal. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 349 orð

Hræðilegir Haukar

HAUKAR hófu keppnistímabilið ekki vel á sunnudaginn er liðið steinlá fyrir Grindvíkingum í meistarakeppni KKÍ, en leikið var í Grindavík. Haukar voru hræðilegir í fyrri hálfleik og átti ágætt lið Grindvíkinga ekki í neinum vandræðum með Hafnfirðinga, sigruðu 95:79. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 572 orð

Hvað hugsaði táningurinnÞÓRARINN KRISTJÁNSSONþegar hann skoraði? Fagnaði bara eins og hinir

SÍÐASTA vika verður Keflvíkingnum Þórarni Kristjánssyni minnisstæð um ókomna framtíð. Hann skoraði þrjú mörk, eða öll mörkin í 3:0 sigri íslenska drengjalandsliðsins á Lúxemborg í undankeppni EM á mánudag. Gerði tvö af fjórum mörkum íslenska liðsins í fyrri hálfleik á móti Færeyingum á fimmtudag og endaði vikuna á því að skora sigurmark Keflvíkinga á móti ÍBV á laugardag. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 310 orð

Hörður Már Magnússon vann boltann rétt utan

Hörður Már Magnússon vann boltann rétt utan vítateigs Fylkis vinstra megin, lék glæsilega á tvo varnarmenn, komst inn í teiginn og rétt innan við teighornið skaut hann með vinstri fæti framhjá Kjartani Sturlusyni markverði sem kom út á móti. Þetta gerðist á 7. mín. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 922 orð

ÍA - KR4:1 Akranesvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1.

Akranesvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 18. og síðasta umferð, sunnudaginn 29. september 1996. Aðstæður: Svo gott sem logn, sól skein í heiði en völlurinn var rennandi blautur og gljúpur eftir rigningu síðasta mánuðinn. Mörk ÍA: Ólafur Adolfsson (41.), Haraldur Ingólfsson (64.), Bjarni Guðjónsson (84., 86). Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 212 orð

Íslendingaliðin tapa í Svíþjóð

Íslendingaliðin í knattspyrnunni í Svíþjóð riðu ekki feitum hesti frá leikjum helgarinnar. Í gærkvöldi tapaði Örgryte á heimavelli fyrir Gautabrog, 1:4 og var Rúnari Kristinssyni skipt útaf um miðjan síðari hálfleikinn, sem er mjög ónvenjulegt. Örebro tapaði einnig á heimavelli, 2:0 fyrir AIK, mótherjum KR í Evrópukeppninni. Sigurður, Arnór og Hlynur léku allir með. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 240 orð

JÓHANN B. Guðmundsson

JÓHANN B. Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, var kallaður sérstaklega heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann er í skóla, til að spila hinn mikilvæga leik á móti ÍBV á laugardaginn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 87 orð

Keflvíkingar fengu innkast á móts við vítateig ÍBV vinstra

Keflvíkingar fengu innkast á móts við vítateig ÍBV vinstra megin á 57. mínútu. Þeir notuðu tímann til að skipta varamanninum Þórarni Kristjánssyni inn á fyrir Jóhann B. Guðmundsson. Þórarinn hljóp beinustu leið inn að markteig Eyjamanna tilbúinn að taka við innkastinu sem Friðrik Sæbjörnsson Eyjamaður framlengdi með skalla inn að markteignum. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 113 orð

KNATTSPYRNA"Við erum meist

AKURNESINGAR urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu fimmta árið í röð er þeir sigruðu KR-inga 4:1 í síðustu umferð 1. deildarinnar á Akranesi á sunnudag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, KR-ingar með hagstæðara markahlutfall þannig að þeim dugði jafntefli en Vesturbæingarnir náðu sér aldrei á strik og áttu ekki möguleika gegn kraftmiklum Skagamönnum. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 89 orð

Komum vel stemmdir

"ÞETTA var mjög gott hjá okkur, við vorum vel stemmdir fyrir leikinn og sallarólegir. Stuðningsmenn okkar voru alveg trylltir en það er í góðu lagi því það er mikilvægast að við höldum ró okkar," sagði Ólafur Þórðarson fyrirliði Skagamanna eftir leikinn. "Það var mikið meiri pressa á þeim og við höfðum engu að tapa. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 1470 orð

KR-liðið lék alls ekki með hjartanu

Margir töldu KR með besta lið landsins fram eftir sumri, en enn missti Vesturbæjarliðið af Íslandsmeistaratitlinum. Eftir leikinn á Akranesi ræddi Ívar Benediktsson við Lúkas Kostic, þjálfara, sem sagðist sár yfir því að árangur liðsins varð ekki betri. "MÍNIR menn léku alls ekki eins og rætt var um fyrir leikinn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 236 orð

Kvenna- landsliðið

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þjóðverjum 4:0 í síðari leik þjóðanna um laust sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í Koblenz í Þýskalandi á sunnudaginn. Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum 3:0 á heimavelli og því samanlagt 7:0. Leikurinn í Koblenz var síðasti leikur Kristins Björnssonar sem þjálfara liðsins. Kristinn sagði útkomuna í leiknum viðunandi. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 60 orð

LandsliðshópurLoga

Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann45 Kristján Finnbogason, KR11 Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton69 Ólafur Þórðarson, ÍA69 Arnór Guðjohnsen, Örebro67 Rúnar Kristinsson, Örgryte55 Sigurður Jónsson, Örebro45 Arnar Grétarsson, Breiðab. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 278 orð

Lékum ekki eins og fyrir okkur var lagt

Við getum engum um kennt hvernig fór nema okkur sjálfum. Við lékum ekki eins og lagt var fyrir okkur," sagði Guðmundur Benediktsson vonsvikinn að leikslokum. "Það skipti sköpum," bætti hann svo við. "Það var lagt upp með það sama í farteskinu og fyrir aðra leiki ­ að verjast og reyna að skora. Þetta tókst ekki í dag, því miður. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 67 orð

Lélegt hjá okkur

"ÞETTA var lélegur leikur hjá okkur," sagði Þormóður Egilsson fyrirliði KR eftir leikinn. "Við náðum ekki að spila og þeir nýttu sín færi og því fór sem fór. Það var ekki pressa á okkur og ekki markmiðið að reyna að halda jafntefli en strax í upphafi gekk þetta ekki eins og við vildum. Það var líka slæmt að fá á sig mark á þessum tíma. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

LILLESTRÖM

LILLESTRÖM, sem leikur í norsku 1. deildinni í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á að fá Ólaf Gottskálksson, markvörð Keflvíkinga til sín. Norska félagið leigði markvörð sinn til Chelsea fyrir skömmu og vantar því annan markvörð í hans stað. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 37 orð

Markahæstir

14 - Ríkharður Daðason, KR 13 - Bjarni Guðjónsson, ÍA 9 - Guðmundur Benediktsson, KR 8 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV og Haraldur Ingólfsson, ÍA 7 - Einar Þór Daníelsson, KR, Mihajlo Bibercic, ÍA og Kristinn Tómasson, Fylki. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 93 orð

Meiri hraði en venja er

LIÐ Juventus er mjög agað undir stjórn Marcelos Lippi. Leikur fast, leikmennirnir nota meira langar sendingar og leika hraðar en Ítalir eiga almennt að venjast en eru kannski full agaðir á stundum. Þeir eru snillingar að halda fengnum hlut, eftir að hafa komist einu marki yfir. "Þetta lið hefur karakter. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 545 orð

Meistaramót öldunga

Mótið var haldið 30. - 31. ágúst. Konur 100 m hlaup Nafn, flokkur, félag, árangurValdís Hallgrímsdóttir, 30, UMSE13,4 Árný Heiðarsdóttir, 45, Óðinn,13,3 400 m hlaup Valdís Hallgrímsdóttir, 30, UMSE64,7 Unnur Stefánsdóttir, 45, HSK66,2 1500 m hlaup Guðrún Sólveig Högnadóttir, 35, Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 71 orð

Morgunblaðið/Ásdís Íslandsmeistararnir

Morgunblaðið/Ásdís Íslandsmeistararnir AKURNESINGAR, sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli á sunnudaginn eftir öruggan sigur á KR-ingum. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Þórðarson, þjálfari, Stefán Þórðarson, Ólafur Adolfsson, Gunnlaugur Jónsson, Haraldur Hinriksson, Viktor Viktorsson, Alexander Högnason, Sturlaugur Haraldsson, Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 1037 orð

Nú er hann tvöfaldur á Skaganum

Eitt er að horfa á knattspyrnuleik og annað að fylgjast með úrslitaleik ÍA og KR um Íslandsmeistaratitilinn. Steinþór Guðbjartsson upplifði það ásamt rúmlega 5.000 manns á Akranesi á sunnudag. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 207 orð

Ólafur í 4. sæti á NM

Fimm Íslenskir landsliðsmenn tóku þátt í Norðurlandamótinu í karate sem haldið var í Helsinki síðastliðinn laugardag (28. október); Ásmundur Ísak í kata og þeir Ólafur Nielsen, Ingólfur Snorrason, Jón Ingi Þorvaldsson, og Halldór Svavarsson í kumite. Ólafur Nielsen endaði í 4. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 94 orð

Punktamót

Fyrsta punktamót keppnistímabilsins í borðtennis fór fram um helgina í umsjón Borðtennisdeildar Víkings. Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi 2. Kristján Jónsson, Víkingi 3.-4. Markús Árnason, Víkingi 3.-4. Sigurður Jónsson, Víkingi Guðmundur vann Kristján í úrslitaleik 2:0 (21:14, 21:12). 1. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 84 orð

Sá hlær best...DIXIE Doerner, þjálfari

DIXIE Doerner, þjálfari Werder Bremen, gat leyft sér að brosa út í bæði eftir 3:0 sigurinn á Bayern M¨unchen á laugardag. Mario Basler, landsliðsmaðurinn snjalli sem seldur var frá Bremen til Bayern fyrir tímabilið, sagði nefnilega við þjálfarann fyrir leikinn: "Ég get ekki annað en hlegið þegar ég heyri að Bremen sakni mín ekki. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 142 orð

Sigur og tap hjá Guðmundi

Guðmundur Bragason, sem nú leikur með BC Johanneum Hamborg í norðurhluta 2. deildarinnar í Þýskalandi, gerði 12 stig á laugardaginn er lið hans tapaði á útivelli fyrir Göttingen, 84:73. "Ætli við höfum ekki ofmetnast þegar við unnum Oldenborg í fyrstu umferðinni. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 406 orð

Sjómenn og landkrabbar eru í stóru hlutverki

SÉRSTAKUR stuðningsmannaklúbbur er gjarnan ríkur þáttur í starfi hverrar íþróttadeildar sem á lið í fremstu röð en Leiftursmenn eru sérstakir að þessu leyti því þeir eiga þrjá öfluga stuðningsmannaklúbba í Ólafsfirði auk kraftmikils félags brottfluttra Ólafsfirðinga á Reykjavíkursvæðinu. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 233 orð

Skagamenn fengu 12. hornspyrnu sína í fyrri hálfleik á

Skagamenn fengu 12. hornspyrnu sína í fyrri hálfleik á 44. mínútu. Haraldur Ingólfsson tók spyrnuna, sem var frá vinstri, og á vítapunkti stökk Ólafur Adolfssonmanna hæst og hamraði knöttinn í netið með kollinum. Fallegt mark sem hafði legið í loftinu um tíma. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 580 orð

Stan

Stan Collymore var í byrjunarliði Liverpool á ný og skoraði eftir aðeins þrjár mínútur. Slaven Bilic jafnaði á 14. mín. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 473 orð

Stjarnan vann meistarakeppnina

HANDKNATTLEIKURStjarnan vann meistarakeppnina Frábær byrjun handknattleiksvertíðar kvenna lofar góðu fyrir veturinn VERTÍÐ handknattleikskvenna hófst með hálfgerðri flugeldasýningu í Hafnarfirði á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar Hauka léku við bikarmeistarana í Stjörnunni í meistarakeppni H Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 1070 orð

Stjórnendurnir gera út á toppinn

Árið 1986 var knattspyrnulið Leifturs í 3. deild en síðan hefur það tvisvar unnið sér sæti í 1. deild og náði áður óþekktum áfanga á nýliðnu tímabili með því að öðlast þátttökurétt í Evrópukeppni að ári. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, og Steinþór Guðbjartsson, blaðamaður, tóku púlsinn fyrir norðan í tilefni tímamótanna. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 76 orð

Stuttur stans hjá Ásmundi ÁSMUNDUR Hara

ÁSMUNDUR Haraldsson, leikmaður KR-inga, kom frá Bandaríkjunum á sunnudagsmorgun til að taka þátt í leiknum við ÍA. Hann fékk því lítinn tíma til að undirbúa sig með liðinu því hann fór beint upp á Akranes. "Ég svaf ekki mikið, enda var ég á ferðalagi í alla nótt," sagði Ásmundur fyrir leikinn. Hann kom inn á sem varamaður og lék í samtals 26 mínútur. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 57 orð

Svíþjóð

Malmö - Öster 2:2 Halmstad - Oddevold 3:0 Umea - Trelleborg 4:2 Djurgården - Degerfors 3:2 Norrköping - Helsingborg 0:1 Örebro - AIK 0:2 Örgryte - Gautaborg 1:4 Staðan: Gautaborg 22135444:1944 Helsingborg Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 533 orð

"Sýndi að ég er enn fær um að leika knattspyrnu"

Austurríski landsliðsmaðurinn Andreas Herzog brosti breitt á laugardag. Hann skoraði tvívegis fyrir Werder Bremen í 3:0 sigri á Bayern M¨unchen, sem var á toppnum fyrir leiki dagsins, en Herzog var hjá Bayern áður en hann fór til Brimaborgar. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 533 orð

Táningurinn bjargvættur

MIKIL spenna var í Keflavík þegar Eyjamenn komu í heimsókn. Heimamenn vissu að þeir urðu að vinna til að halda sæti sínu í 1. deild og það gerðu þeir með eftirminnilegum hætti. Kjartan Másson, þjálfari, tefldi djarft er hann setti Þórarin Kristjánsson, sem er aðeins 15 ára, inn á á 57. mínútu. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 197 orð

Teitur með níu stig Teitur

Teitur með níu stig Teitur Örlygsson og félgar hans í Larissa töpuðu fyrir AEK, 72:62, í 2. umferð grísku deildarinnar á laugardaginn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 32:32. Teitur lék nær allan leikinn og hvíldi aðeins í eina mínútu. Hann skoraði 9 stig og var næst stigahæsti leikmaður liðsins. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 207 orð

UMFG - Haukar95:79 Grindavík, Meistarakeppni KKÍ í karl

Grindavík, Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki, sunnudaginn 29. september 1996. Gangur leiksins: 0:3, 2:5, 19:5, 36:10, 48:15, 51:22, 55:28, 58:30, 60:36, 66:41, 68:46, 80:60, 90:65, 93:75, 95:79. Stig UMFG: Marel Guðlaugsson 23, Pétur Guðmundsson 22, Páll Axel Vilbergsson 19, Helgi Jónas Guðfinnsson 14, Jón Kr. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 2130 orð

Upphafið að árangri er vinna

Guðjón Þórðarson er sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnusögu. Hann bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn á sunnudaginn er hann stýrði ÍA til sigurs á Íslandsmótinu með því að leggja KR-inga að velli 4:1 í úrslitaleik á Akranesi. Þessi litríki og skapmikli þjálfari, sem kallar ekki allt ömmu sína, hefur slegið á allt gagnrýnistal sem hefur verið um hann í sumar. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 73 orð

Vanda tekur við landsliðinu

VANDA Sigurgeirsdóttir, sem hefur leikið með og þjálfað kvennalið Breiðabliks undanfarin ár, verður samkvæmt heimildum Morgunblaðins næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Kristinn Björnsson hefur verið með landsliðið s.l. tvö ár stjórnaði liðinu í síðasta sinn á móti Þjóðverjum á sunnudaginn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 387 orð

Varamenn Grindavíkur gulls ígildi

Grétar Einarsson og Guðmundur Torfason tryggðu Grindvíkingum áframhaldandi veru í 1. deild í Ólafsfirði á laugardag en tæpara gat það vart verið. Guðmundur tók aukaspyrnu frá vinstri á miðri vítateigslínu, Þorvaldur varði með fætinum en hélt ekki boltanum. Grétar fylgdi vel á eftir og skoraði í hornið nær. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 595 orð

Varð að standa við stóru orðin

"ÉG VAR eiginlega búin að lofa þessu meti í blaðinu hjá ykkur fyrr í sumar, og auðvitað varð ég að standa við stóru orðin," sagði Vala Flosadóttir við Morgunblaðið, eftir að hún setti heimsmet unglinga í stangarstökki á laugardag; stökk yfir 4,17 metra í Bordeaux í Frakklandi. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 844 orð

Verðskuldaður sigur

Allir voru sammála um að Akurnesingar hefðu verið betri í leiknum á sunnudag. Edwin Rögnvaldsson og Stefán Stefánsson ræddu við ýmsa viðstadda að leik loknum. "SIGURINN var verðskuldaður," sagði Ásgeir Elíasson fyrrum landsliðsþjálfari eftir leikinn. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 1039 orð

Vilji, kraftur, trú

Akurnesingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fimmta árið í röð eftir öruggan sigur á KR- ingum í síðustu umferð Íslandsmótsins á sunnudag. Skúli Unnar Sveinsson sá viðureignina og fannst hún mun skemmtilegri en svo mikilvægir leikir vilja oft verða. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 124 orð

Vogts ver KlinsmannMIKIÐ hefur verið r

MIKIÐ hefur verið rætt um það í Þýskalandi síðustu daga hve illa J¨urgen Klinsmann hafi leikið með Bayern M¨unchen upp á síðkastið. Hann var tekinn út af í leikhléi gegn Bremen á laugardag, ásamt öðrum landsliðsmanni, Mario Basler, en Klinsmann á hauk í horni þar sem er Berti Vogts, landsliðsþjálfari. Meira
1. október 1996 | Íþróttir | 159 orð

Þrenna Yorke dugði ekki í Newcastle

Þrjú mörk frá Dwight Yorke, miðherja Aston Villa, fyrsta markið eftir aðeins fjórar mín., dugði ekki til að leggja Newcastle að velli á St. James'Park, þar sem heimamenn svöruðu með fjórum mörkum og unnu 4:3. Les Ferdinand skoraði tvö mörk fyrir heimamenn, fyrra eftir fimm mín. Ugo Ehiogu kom í veg fyrir að Ferdinand skoraði sitt þriðja mark, er hann bjargaði skoti hans á marklínu. Meira

Fasteignablað

1. október 1996 | Fasteignablað | 286 orð

Byggingarheimur Hannarrs á alnetinu

RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Hannarr hefur komið upp sérstakri heimasíðu á alnetinu, sem nefnist Byggingarheimurinn og er ætluð þeim, sem hafa aðgang að eða vilja koma sér á framfæri á alnetinu. - Byggingarheimurinn á að vera lykilsíða fyrir aðila byggingarmarkaðarins og veita upplýsingar og opna leiðir til áhugaverðra aðila, bæði hér á landi og erlendis, Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 234 orð

Eigið fé Byggingarsjóðs ríkisins 16,5 milljarðar

EIGIÐ fé Byggingarsjóðs ríkisins nam 16.507 millj. kr. í árslok 1995, en var 16.425 millj. kr. í árslok 1994. Hallinn á rekstri hans á síðasta ári nam 183 millj. kr., en var 534 millj. kr. árið þar á undan. Vegnir meðalvextir á lántökum sjóðsins á árinu voru 6,8%, en vegnir útlánavextir hans voru að meðaltali 5,3%. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 25 orð

Falleg kertaljósakróna

Falleg kertaljósakróna ÞAÐ er óvenjuleg sjón að sjá svona glæsilegar kertaljósakrónur í eldhúsum en vissulega gæti bjarminn frá kertaljósunum varpað notalegu ljósi yfir heimilislífið við eldhúsborðið. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 1661 orð

Flutt inn í fyrsta fjölbýlishúsið í Víkurhverfi

TALSVERÐUR kraftur hefur verið í uppbyggingu Víkurhverfis vestan Korpúlfsstaða í sumar og nú eru húsin að rísa hvert af öðru. Enn er þar þó talsvert eftir af óbyggðum lóðum, en Víkurhverfi á að verða allstórt og fjölbreytt hverfi, þegar það er fullbyggt. Nyrzt verða einbýlishús og raðhús, en síðan koma fjölbýlishús. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 181 orð

Glæsilegt einbýlis hús í Seljahverfi

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu húseignin Heiðarsel 8 í Seljahverfi. Húsið er úr timbri, 170 fermetrar að stærð ásamt 25 fermetra bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum. Húsinu er skipt þannig að á neðri hæð eru tvær góðar stofur og rúmgott eldhús. Úr stofu er gengið út í fallegan garð með miklum og góðum trjágróðri og hellulögðum flötum. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 222 orð

Gott einbýlishús við Arnarhraun

HÚS á góðum hraunlóðum í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Ási er nú til sölu einbýlishús á tveimur hæðum við Arnarhraun 42. Húsið er rúml. 200 ferm. með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 15,9 millj. kr. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 847 orð

Hrapalleg hrösun

Nágrannaerjur hafa þekkst frá upphafi Íslandsbyggðar. Allt fram yfir Sturlungaöld kostuðu þær oft mannslíf og þó slíkt hafi verið fátítt á síðari tímum hefur oft komið til pústra milli nágranna. Það er því ekki að undra þó þetta héldi áfram með auknu þéttbýli en lengst af hafa verið í gildi lög um samskipti nágranna. Nýju lögin um fjöleignahús, sem tóku gildi 1. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 152 orð

Íbúð í miðbænum

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu íbúð að Lækjargötu 4 í Reykjavík. Þetta er tveggja herb. íbúð, sem er rúml. 60 ferm. að stærð og henni fylgir stæði í bílageymslu undir húsinu. Þetta er glæsileg íbúð í hjarta borgarinnar," sagði Finnbogi Hilmarsson hjá Fold. Húsið er fjölbýlishús og er íbúðin á fjórðu hæð. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 20 orð

Léttleikinn í fyrirrúmi

Léttleikinn í fyrirrúmi Þessi stofa er sannarlega léttleikanum mörkuð. Ekki spilla baldursbrárnar á gólfinu áhrifunum. Hvítir gluggar án gluggatjalda eru áhrifamiklir. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 37 orð

Líflegur markaður

FASTEIGNAMARKAÐURINN hefur verið líflegur að undanförnu og betri sala á stóru íbúðarhúsnæði, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. En vaxtahækkun Seðlabankans eykur afföll af húsbréfum, sem dregur úr sölu, þegar fram í sækir. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 125 orð

Lítil ásókn í 15 ára húsbréf

LÍTIL eftirspurn er eftir húsbréfum til 15 ára og nema þau aðeins 1% af þeim húsbréfum, sem gefin hafa verið út á þessu ári. Útgáfa á þessum húsbréfum hófst 15 janúar sl. og sömuleiðis á húsbréfum til 40 ára, en þau nema 7,7% útgefinna húsbréfa í ár. Eftirspurn eftir húsbréfum til 25 ára hefur verið langmest og nema þau 91,3% útgefinna húsbréfa frá áramótum. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 152 orð

Lóðaframboð í Grafarvogi

MIKIL uppbygging á sér nú stað fyrir austan Grafarvog í Reykjavík. Ný hverfi eins og Staðahverfi hafa nýlega verið skipulögð og lóðaúthlutun þar á að hefjast í haust. Yfirbragð byggðarinnar þar á að taka mið af staðsetningu hennar við sjávarströnd, sérkennilegu landslagi og miklu útsýni. Í Staðahverfi verður ennfremur einn sérstæðasti golfvöllur landsins. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 148 orð

Myndarlegt hús við Langholtsveg

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu húseignin Langholtsvegur 42 í Reykjavík. Um er að ræða steinsteypt hús, sem er kjallari, hæð og ris, alls 238 ferm. Húsinu fylgir bílskúr, sm er um 23 ferm. Byggingarár hússins er 1946. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 261 orð

Raðhús við Jörfa- lind í Kópavogi

MIKIL uppbygging á sér nú stað austan Reykjanesbrautar í Kópavogi. Nú er til sölu hjá fasteignasölunni Borgum raðhús við Jörfalind 2-8 í Kópavogi. Húsin eru 152 fermetrar að stærð, þar af er um 27 ferm. innbyggður bílskúr. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 326 orð

Samdrætti spáð í Þýzkalandi

KYRRSTAÐA hefur ríkt í byggingariðnaði í Vestur-Þýzkalandi í meira en ár og spáð er samdrætti í Austur- Þýskalandi í lok næsta árs að sögn Ifo-hagfræðistofnunar, sem bendir á tölur um að verulega hafi dregið út pöntunum í greininni í austurhluta landsins. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 44 orð

Timburkirkjur

TIMBUR er valið sem byggingarefni í kirkjur m. a. vegna þess, að kirkjugripir varðveitast þar betur en í steinkirkjum, einkum þar sem ekki er hægt að hafa stöðugan yl, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, sem fjallar um Viðvíkurkirkju í Skagafirði. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 282 orð

Tveggja íbúða hús við Háaleitisbraut

HJÁ fasteignasölunni Laufási er til sölu hús með tveimur íbúðum við Háaleitisbraut 87. Húsið er 290 ferm. að stærð, steinsteypt og með innbyggðum bílskúr. Í þessu húsi eru tvær íbúðir í dag. Neðri íbúðin er á jarðhæð, og er inngangur sléttur við jörð. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 202 orð

Umhverfisviðurkenningar í Rangárvallahreppi.

Hellu-Nýlega veitti umhverfisnefnd Rangárvallahrepps viðurkenningar til aðila sem skarað hafa fram úr á sviði garðræktar og fegrunar umhverfisins. Árni Guðmundsson og Bára Jónsdóttir, Drafnarsandi 7, Hellu, hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegan, fallegan og einfaldan garð, og snyrtilegt og vel viðhaldið hús. Ragnar J. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 405 orð

Upplýsingar um fast- eignir á alnetinu

HRINGIÐAN og Islandia Internetmiðlun veita nú upplýsingar um fasteignir á alnetinu. Áherzla er lögð á, að aðgangur að þessum upplýsingum sé sem greiðastur, þannig að allir, sem aðgang hafa að alnetinu, geti nýtt sér þær. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 103 orð

Urðarbraut 14 og leikskólinn fengu viðurkenningu

Blönduósi-Fegrunarnefnd Blönduóss veitti á dögunum viðurkenningar til þeirra sem á einhvern hátt hafa markað jákvæð spor í umhverfi bæjarfélagsins. Viðurkenningar fyrir snyrtilega lóð fengu eigendur Urðarbrautar 14 og leikskólinn Barnabær fékk viðurkenningu fyrir umhverfisfræðslu. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 795 orð

Viðvíkurkirkja

Hjaltadalur opnast út til norðurs, mót strönd Skagafjarðar. Við vitum öll að lengst frammi í dalnum eru Hólar, hið forna biskups-, skóla- og kirkjusetur. Nyrst í mynni dalsins stendur lítil timburkirkja er heitir Viðvík. Margir eru þeir sem ferðast um land okkar sem hafa áhuga og löngun til að skoða kirkjur um leið og þeir skoða byggðir og landslag. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 236 orð

Víkur- hverfi

NÚ eru húsin tekin að rísa hvert af öðru í Víkurhverfi vestan Korpúlfsstaða og íbúarnir þegar fluttir inn í nokkrar af íbúðunum í fyrsta fjölbýlishúsinu. Í viðtalsgrein við Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Húsvirki, sem byggir húsið, er fjallað um þessar íbúðir. Húsið stendur við Breiðuvík 20-24, en í því er 21 íbúð og eru ellefu þeirra þegar seldar. Meira
1. október 1996 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

1. október 1996 | Fasteignablað | 520 orð

(fyrirsögn vantar)

Almennt má segja að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur að undanförnu. Meira virðist vera um fasteignaviðskipti en á síðasta ári. Nokkuð hefur liðkast til með sölu á stóru íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur þungt í sölu, og svo virðist sem sala hafi jafnvel aukist sums staðar á landsbyggðinni. Meira

Úr verinu

1. október 1996 | Úr verinu | 176 orð

Fiskvinnsla hafin á ný á Þingeyri

FISKVINNSLA hófst á ný á Þingeyri fyrir skömmu með því að nýtt fyrirtæki, Unnur ehf., tók til starfa. Lögð er áhersla á söltun og harðfiskframleiðslu. Aðaleigendur fyrirtækisins eru þrír, Sigfús Jóhannsson framkvæmdastjóri, Ragnar Gunnarsson og Guðberg Kristján Gunnarsson. Starfsmenn eru nú fimm og þeim verður fjölgað ef vel gengur að afla hráefnis, að sögn Sigfúsar. Meira
1. október 1996 | Úr verinu | 278 orð

Klárast þorskkvóti Rússa í október?

HORFUR eru á, að rússneski þorskkvótinn í Barentshafi verði uppurinn fyrir mánaðamót en hann er alls 318.000 tonn. Nokkuð af honum var selt þannig að líklega var kvóti rússnesku skipanna um eða innan við 300.000 tonn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.