BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti í gær fund með leiðtogum Ísraels, Palestínumanna og Jórdaníu þar sem rætt var um friðarferlið í Miðausturlöndum og hvernig koma mætti í veg fyrir, að það færi út um þúfur. Evrópusambandið gaf í gær út sína harðorðustu yfirlýsingu til þessa og gagnrýndi Ísraela fyrir að hafa ekki staðið við gerða samninga.
Meira
POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti í gær yfir stríði á hendur mótorhjólagengjum og eiturlyfjasölum í landinu og sagði að lögreglan myndi fá stóraukin völd í baráttunni framundan.
Meira
Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum LITLAR flugvélar virðast agnarsmáar í samanburði við djúpar jökulsprungurnar í Vatnajökli. Eldgos hófst í 4 til 6 km langri sprungu undir jöklinum á milli Bárðarbungu og Grímsvatna á ellefta tímanum á mánudagskvöld.
Meira
SKIPTUM er lokið í þrotabúi niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. en fyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 1993 eftir mikinn taprekstur árið á undan auk þess sem yfir fyrirtækinu vofðu fjárkröfur vegna vangoldinna tolla vegna rækju sem seld var til ríkja Evrópusambandsins. Málaferli sem risu í kjölfar gjaldþrotsins töfðu skiptalok.
Meira
Á sama tíma árið 1995 hafði lögreglu verið tilkynnt um 43 slík mál og segir Ómar Smári Ármannsson aðtoðaryfirlögregluþjónn að septembermánuður virðist vera sá tími sem mest ber á slíkum ofbeldisverkum, en ekki virðist gæta aukningar í þessum málaflokki á milli ára. Í september í fyrra fengu 29 einstaklingar aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna áverka.
Meira
UPPSVEIFLA í þjóðarbúskapnum hefur orsakað fjölgun aðfluttra hingað til lands miðað við undanfarin tvö ár og að sama skapi hefur þeim fækkað sem flutt hafa brott, segir Sigurður Á. Snævarr, forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofnun, í samtali við Morgunblaðið. Brottfluttir fyrstu 8 mánuði ársins voru 134 færri en á sama tíma í fyrra og aðfluttum hefur fjölgað um 428. Samtals hafa 2.
Meira
STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarútvegsins hefur samþykkt 137 umsóknir um samtals tæplega 414 milljóna króna styrki til úreldingar krókabáta á þessu ári. Sótt hefur verið um úreldingu 280 báta og gæti heildarupphæð styrkjanna komist í 850 milljónir króna.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti Alþingi í gær í fyrsta skipti á kjörtímabili sínu. Í setningarræðu sinni sagði forsetinn m.a. að á komanda vetri biðu mörg erfið úrlausnarefni þingsins. Áður en athöfnin í Alþingishúsinu hófst var að vanda messað í Dómkirkjunni og var myndin tekin þegar gengið var til þings.
Meira
Dagbók lögreglunnar í ReykjavíkAnnir vegna ölvunar og óláta 27.30. sept FJÖLDI skráðra atvika í dagbók helgarinnar er 420. Talsvert annríki var hjá lögreglumönnum. Af þessum atvikum voru m.a. 11 líkamsmeiðingar, 20 innbrot, 24 þjófnaðir, og 19 eignaspjöll.
Meira
Iljumsjinov endurkjörinn forseti FIDE Atlaga vestrænna þjóða mistókst Tilraun vestrænna þjóða til að breyta valdahlutföllum innan FIDE og þar með starfsháttum sambandsins mistókst í gær þegar Kirsan Iljumsjinov var endurkjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins.
Meira
MAÐUR lést í bílslysi skammt austan við Þrándarholt í Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Slysið varð á Þjórsárdalsvegi um áttaleytið þegar pallbíll á leið í vestur mætti Fiat-bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Bílstjóri pallbílsins fór á nærliggjandi bæ og gerði lögreglu viðvart og reyndist ökumaður Fiat-bifreiðarinnar látinn þegar að var komið.
Meira
SVÍAR verða um áramót fyrsta þjóðin sem gefur föngum um allt land kost á því að afplána styttri dóma heima, undir rafrænu eftirliti, í nokkurs konar sýndarfangelsi. Gerð hefur verið tilraun með slíkan búnað í tvö ár í sex umdæmum og hefur hún gefið svo góða raun að ákveðið hefur verið að hún nái til landsins alls.
Meira
BORGARÍSJAKA rak inn á Eyjafjörð í fyrrinótt og um hádegisbilið í gær var hann kominn inn fyrir Hrólfssker og farinn að nálgast Hrísey. Jakinn var nokkuð stór, með tveimur eins konar turnum og mjög tignarlegur að sjá. Auk þess sáust margir minni jakar á reki í firðinum.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup Hitaveitu Reykjavíkur á jörðunum Hvammi og Hvammsvík í Kjós af Lögreglufélagi Reykjavíkur. Í bókun borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokksins segir að margt bendi til að fullyrðingar um áhuga Reykjavíkurborgar á að kaupa Hvammsvíkurland á sama tíma og einstaklingur hafi boðið í það, hafi haft áhrif á ákvörðun Lögreglufélagsins að hafna tilboði hans.
Meira
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela sérfræðihópi um sölu borgarfyrirtækja að ganga frá stofnun og skráningu hlutafélagsins Malbiks og grjótnáms. Stefnt er að því að hlutafélagið taki yfir eignir og skuldbindingar frá 1. nóvember 1996.
Meira
NOKKUÐ hefur verið um það að undanförnu að unglingar hafa verið staðnir að því að þefa af hættulegum efnum í von um að komast í vímu, aðallega gasi. Ómar Smári Ármannsson segir ljóst að unglingarnir séu að bjóða heim hættu á andlegum og líkamlegum skaða með þessu athæfi, auk þess sem sprengju- og íkveikjuhætta myndist ef þeir eru að "sniffa" úr gaskútum innandyra.
Meira
JACQUES Chirac Frakklandsforseti dró í gær í efa að Ítalía yrði í hópi þeirra ríkja er tækju þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu frá upphafi árið 1999. Chirac sagði í gær á fundi með kaupsýslumönnum í norðurhluta Frakklands að hjólin snerust hratt hjá þeim ríkjum er hefðu gert átak í því að koma ríkisfjármálum sínum í viðunandi horf.
Meira
FLUTNINGAVERKAMENN í Finnlandi stöðvuðu á mánudag afgreiðslu á vöruflutningum frá Rússlandi í sólarhring til þess að mótmæla töfum í tollafgreiðslu Rússa á landamærum ríkjanna. Finnar telja að Rússar vilji með töfunum trufla starfsemi finnskra flutningsfyrirtækja. Vöruflutningar til Rússlands eru orðin allstór atvinnugrein i Finnlandi eftir hrun Sovetríkjanna.
Meira
Egilsstöðum-Egilsstaðabær er þátttakandi í norrænu verkefni um framkvæmdaáætlanir í umhverfismálum í fámennum sveitarfélögum. Verkefnið er unnið á vegum undirnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Egilsstaðabær er eina íslenska bæjarfélagið í verkefninu en auk þess eru 17 sveitarfélög í Færeyjum þátttakendur.
Meira
ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að Ketilvöllum í Laugardalshreppi um kvöldmatarleytið á mánudag. Talið er að kviknað hafi í út frá feiti í potti á eldavél. Þegar Slökkvilið Laugardals kom á vettvang, um tíu mínútum eftir að gert var viðvart, höfðu íbúar í húsinu þegar slökkt eldinn, sem náði ekki að breiðast út í önnur herbergi.
Meira
STRÝTA hf. á Akureyri og Söltunarfélag Dalvíkur hf., dótturfyrirtæki Samherja hf., hafa sagt upp vaktavinnusamningi starfsmanna í rækjuvinnslu fyrirtækanna. Í kjölfarið hefur alls um 25 starfsmönnum fyrirtækjanna beggja verið sagt upp störfum frá 1. október. Uppsagnarfrestur starfsmanna er mislangur en allt að 6 mánuðir.
Meira
EVRÓPUÞINGIÐ hefur fryst fjárveitingu til greiðslu ferðakostnaðar nefndarmanna í yfir 360 ráðgjafarnefndum Evrópusambandsins. Þingið krefst þess að fundir nefndanna verði opnaðir almenningi og að nefndarmenn, sem eru sérfræðingar og embættismenn, tilnefndir af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, gefi út yfirlýsingu um hagsmunatengsl, sem hugsanlega samrýmist ekki skyldum þeirra.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna íslenskan fræðslusjóð um raunvísindalegar rannsóknir á lífi í alheimi. Viðfangsefni verða á sviði fræða sem kallast lífveðurfræði og stjörnulíffræði. Lífveðurfræði fjallar um lífríki og lífsskilyrði á jörðinni, en stjörnulíffræði um lífsskilyrði annars staðar í sólkerfinu og í alheimi öllum.
Meira
Fyrirhugaður fyrirlestur Páls Eiríkssonar, á vegum Nýrrar Dögunar sem vera átti annaðkvöld; fimmtudagskvöld, í Gerðubergi, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Fyrirlesturinn sem fjallar um endurtekna sorg verður að öllum líkindum á dagskrá seinna í vetur.
Meira
DR. VITOR Wetshelle prófessor í trúfræði við The Lutherian School of Theology at Chicago, Bandaríkjunum, heldur opinberan fyrirlestur í kapellu Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, fimmtudaginn 3. október nk. kl.10.15.
Meira
FÉLAG nýrra Íslendinga heldur félagsfund fimmtudagskvöldið 3. október kl. 20.30 á 2. hæð, í Miðstöð nýbúa, í Faxafeni 12. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Að þessu sinni heldur Siggi Hall, matreiðslumeistari, erindi og svarar síðan spurningum um íslenskan mat og matarvenjur íslendinga.
Meira
LANDHELGISGÆSLUNNI var afhent gjöf frá danska sjóhernum á laugardaginn í tilefni af 70 ára afmæli Landhelgisgæslunnar í sumar. Axel Fiedler, flotaforingi í danska sjóhernum, sem var staddur hér á landi í tengslum við siglingu Friðriks krónprins Danmerkur með eftirlitsskipinu Vædderen, afhenti Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, afmælisgjöfina.
Meira
SETNING Alþingis Íslendinga, 121. löggjafarþings, fór fram í blíðskaparveðri í gær. Að lokinni messu í Dómkirkjunni, þar sem sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur á Breiðabólstað, predikaði, var gengið til þings. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið í fyrsta sinn á kjörtímabili sínu.
Meira
EINN HELSTI leikstjóri landsins, kvikmynda- og sviðsleikari, Helgi Skúlason, lést á 64. aldursári á mánudagskvöld. Foreldrar Helga voru Sigríður Ágústsdóttir í Birtingaholti og Skúli Oddleifsson í Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Meira
ÞEMADAGAR NHS, Nordiske hörselskadades samarbetskommitte, verða haldnir í Reykjavík, á Hótel Lind 3.5. október 1996. NHS eru samtök heyrnarskertra á Norðurlöndum og hefur Félagið Heyrnarhjálp verið aðili að samtökunum um margra ára skeið. Félagið annast framkvæmd þemadaganna. Yfirskrift þemadaganna er: Aðgengi heyrnarskertra að framhalds- og háskólanámi.
Meira
STARFSFÓLKI á Hótel KEA hefur verið sagt upp störfum, flestir verða endurráðnir að nýju, en fyrirhugað er að fækka starfsfólkinu nokkuð, eða um fjóra til fimm. Rétt rúmlega tuttugu manns hafa starfað hjá hótelinu. Elías Hákonarson hótelstjóri sagði að aukin samkeppni í veitingarekstri leiddi til þess að sá þáttur starfseminnar gengi ekki nægilega vel.
Meira
STOFNAÐUR hefur verið nýr framhaldsskóli í Reykjavík og nefnist hann Hraðbraut. Skólinn hefur enn ekki tekið til starfa, og hvort og hvenær það verður fer eftir undirtektum á kynningarfundi sem haldinn verður í Odda í Háskóla Íslands á laugardaginn. 6-8 vikna sumarfrí og mikil heimavinna
Meira
HALDIÐ var upp á sjötíu ára afmæli Ísaksskóla í Reykjavík í gær. Við það tækifæri var afhjúpað glerlistaverkið "Flugdreki" eftir Leif Breiðfjörð. Viðstaddir voru Björn Bjarnason menntamálaráðherra, nemendur, kennarar og aðrir gestir. Skóli Ísaks Jónssonar er elsti starfandi barnaskóli í Reykjavík. Hann er sjálfseignarstofnun og sinnir kennslu 58 ára barna.
Meira
BORGARÍSJAKI norðan Hríseyjar vakti mikla athygli sjófarenda og annarra sem leið áttu um Eyjafjörð í gær, enda sást hann einnig vel frá landi. Erlendir ferðamenn sem voru í hvalaskoðunarferð á bátnum Hrólfi, í eigu Sjóferða á Dalvík, fengu mikið fyrir peninga sína. Auk hvalaskoðunar fór Árni Júlíusson, skipstjóri á Hrólfi með hópinn að jakanum og var hann myndaður í bak og fyrir.
Meira
Ísland í 8.12. sæti ólympíuskákmótsins ÍSLENDINGAR enduðu í 8.12. sæti á ólympíuskákmótinu í Jerevan. Það er glæsilegur árangur og mun betri en raunsæir menn gátu gert sér vonir um fyrir mótið.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða samþykkti í gær að Kaupfélag Ísfirðinga yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kristinn Bjarnason héraðsdómslögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri og kemur hann til Ísafjarðar í dag og tekur við bústjórn, að sögn Péturs Sigurðssonar, stjórnarformanns Kaupfélags Ísfirðinga. Skuldir Kaupfélagsins umfram eignir nema tugum milljóna, að Péturs sögn.
Meira
SÆNSK dagblöð telja líklegast að Bei Dao, kínverskt ljóðskáld í útlegð í París, eða portúgalski rithöfundurinn Jose Saramago, muni hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin á morgun, fimmtudag.
Meira
HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir stuttum heimsóknum í miðvikudagskvöldgöngu sinni á nokkra staði á hafnarsvæði Reykjavíkurborgar þar sem hafin og eða er að hefjast ný starfsemi. Að því loknu gefst kostur á gönguferð með hafnarbökkum.
Meira
Í FRÉTT um andlát Aðalbjargar Tryggvadóttur í blaðinu í gær, var eiginmaður hennar sagður hafa heitið Ólafur Bjarni en hann hið rétta er að hann hét Óskar Bjarni Bjarnason. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Meira
FlateyriÞað var líf og fjör í íþróttahúsi Flateyrar á dögunum. Hér voru samankomin börn úr leikskólanum á aldrinum 26 ára í sínum öðrum leikfimitíma. Það er óhætt að segja að leikfimitíminn hjá þeim hafi ekki verið hefðbundinn.
Meira
Ársteinn hf. Lítið fékkst upp í kröfur SKIPTUM er lokið á þrotabúið Ársteins hf. í Ólafsfirði, en fyrirtækið sá um verkefni tengd gerð jarðganga í Ólafsfjarðarmúla. Lýstar almennar kröfur í þrotabú Ársteins hf.
Meira
ÁKVEÐIÐ var í sumar að lýsa heimreiðar að hverjum bæ í ábúð í Árskógshreppi og nú nýlega var hafist handa við það verkefni. Hreppurinn tekur þátt í kostnaði á móti ábúendum sem ætla má að séu himinlifandi yfir raflýsingu heim að bæ sínum.
Meira
MAUREEN E. Reagan mun flytja fyrirlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 4. október kl. 15.30 sem ber yfirskriftina "Women's Quiet Conflict: A report from the Front". Í erindi sínu mun hún fjalla um ýmsar leiðir til þess að styðja konur til þátttöku í stjórnmálum og opinberu lífi og að því búnu taka þátt í umræðum og fyrirspurnum úr sal.
Meira
TÍU ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík verður minnst með tveggja daga málþingi á Grand Hóteli í Reykjavík í dag og á morgun. Á ráðstefnunni munu bæði þátttakendur í fundinum og fræðimenn fjalla um það sem átti sér stað þegar Reagan og Gorbatsjov ræddust við í Höfða 11. og 12. október 1986.
Meira
Mikil slátursala eftir rólega byrjun SLÁTURSALA er komin í fullan gang hjá Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, en hún fór hægt af stað í byrjun sláturtíðar. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að gott veður í september hefði gert að verkum að salan hefði farið seint af stað.
Meira
UNNIÐ hefur verið á öllum sviðum við uppbyggingu nýrrar Súðavíkur í sumar. Á vegum sveitarfélagsins hefur verið unnið við gatnagerð og byggingu skólahúsnæðis og einstaklingar hafa verið að byggja sér hús eða flytja úr gömlu Súðavík. Hátt í hundrað menn voru að störfum á byggingarsvæðinu þegar mest var í sumar, að mati Ágústs Kr. Björnssonar sveitarstjóra.
Meira
Nýr flygill NÝR flygill var tekin í notkun við Tónlistarskóla Dalvíkur nýlega. Flygillinn er af gerðinni KAWAI. Nýja hljóðfærið kostaði eina milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur, en eldri flygill tónlistarskólans var tekinn upp í kaupin.
Meira
MAÐUR var rændur aðfaranótt mánudags eftir að hafa setið á veitingastað skammt frá Hlemmtorgi. Þar hafði hann hitt tvo menn sem hann bauð í glas, auk þess að drekka talsvert af áfengi sjálfur. Þegar veitingahúsinu var lokað bauð hann drykkjufélögum sínum heim, sem þeir þáðu ekki, en fylgdu honum þó eftir.
Meira
ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Rússum með minnsta mun í síðustu viðureign sinni á Ólympíuskákmótinu í Jerevan í Armeníu í gær. Rússar unnu mótið en Úkraínumenn urðu í öðru sæti. Íslendingar enduðu í 8.12. sæti með 33 stig. Þrjár skákir Íslendinga og Rússa enduðu með jafntefli en á fjórða borði tapaði Helgi Áss Grétarsson fyrir Sergei Rublevskij.
Meira
Ólympíuskákmótið var haldið í Armeníu dagana 15. september til 2. október. VART var hægt að fá erfiðari andstæðinga í lokaumferðinni á Ólympíuskákmótinu en Rússa sem höfðu þriggja vinninga forystu fyrir umferðina. Íslenska sveitin tapaði með minnsta mun og hlaut 33 vinninga á Ólympíuskákmótinu og endaði í 8.12. sæti á mótinu sem hlýtur að teljast mjög góð frammistaða.
Meira
Námsmannahreyfingarnar eru óánægðar með fyrirkomulag menntaþings sem menntamálaráðuneytið hefur boðað til í Háskólabíói næstkomandi laugardag og hafa ákveðið að halda sitt eigið menntaþing á sama tíma í stóru samkomutjaldi þar skammt frá.
Meira
KRISTJÁN Jóhannsson söng í frumsýningu á óperunni Il Trittico (Þríundin) eftir Puccini í óperuhúsinuChicago Lyric ámánudagskvöldið við góðar undirtektiráheyrenda semfylltu 3.500manna húsið.
Meira
VIÐRÆÐUR standa yfir milli stjórnenda Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Meitilsins hf. í Þorlákshöfn um nánara samstarf, þar á meðal um sameiningu. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir markmiðið með viðræðunum að kanna hvort hægt sé að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna. Náið samstarf
Meira
ÁRLEGUR fundur Tourette-samtaka á Norðurlöndunum var í fyrsta sinn haldinn á Íslandi um sl. helgi. Tourette Syndrome (TS) er algengasti ættgengi taugasjúkdómur í heimi. Helstu einkenni TS eru ósjálfráð hljóð og hreyfingar, áráttuhegðun og oft athyglisbrestur. Elísabet K. Magnúsdóttir, formaður Tourette- samtakanna á Íslandi, segir að fundurinn hafi verið afar árangursríkur. Norrænu-samtökin hafi
Meira
TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, flutti ræðu á þingi flokksins í Blackpool í gær og kvaðst ætla að standa vörð um hagsmuni smáfyrirtækja og leggja áherslu á menntamál kæmist hann til valda í næstu kosningum. Hann lofaði ennfremur að hafa hagsmuni allra Breta að leiðarljósi, ekki aðeins vinstrimanna eða verkalýðsfélaga.
Meira
SEX hönnunarhópar hafa verið valdir til þátttöku í lokuðu útboði fyrir verkfræðihönnun vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ellefu hönnunarhópar sóttu um þátttöku í útboðinu.
Meira
VIÐ viljum nú helst kalla þetta markaðshyggju- eða frjálshyggjustofnun, viljum ekki láta bendla okkur allt of mikið við ýmis hefðbundin stefnumál hægrimanna í félagsmálum eins og t.d. áherslu á lög og reglu," segir Morris. "Við erum mjög upptekin af því að auka frelsi í samskiptum manna, viljum að einstaklingar fái aukið frelsi til að semja sín í milli.
Meira
SKÁTAR minntust 25. september sl. aldarafmælis fyrrverandi skátahöfðingja síns Helga Tómassonar, yfirlæknis. Skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirsson, lagði blómsveig á leiði hans í Fossvogskirkjugarði og minntist hans í nokkrum orðum. Nokkrir fyrrverandi skátahöfðingjar og fleiri skátar voru viðstaddir athöfnina ásamt börnum Helga Tómassonar og afkomendum.
Meira
REKSTARSTJÓRAR Vegagerðarinnar hafa lýst áhyggjum yfir ástandi slitlags á þjóðvegum, og segja það víða að hruni komið. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segist skilja áhyggjur rekstrarstjóranna, en telur ástandið ekki verra en áður.
Meira
ABDUR Razzaq, stjórnandi skæruliðasveita Taleban-fylkingarinnar, setti í gær Ahmad Shah Masood, yfirmanni herafla stjórnar Burhanuddins Rabbanis forseta Afganistans, sem steypt var sl. föstudag, úrslitakosti; ellegar gæfist hann upp eða sveitir hans yrðu þurrkaðar af yfirborði jarðar, eins og að orði var komist.
Meira
FRÁ OG með deginum í gær ber að heilbrigðisskoða sérhverja sendingu af íslenzkum sjávarafurðum, sem fluttar eru inn til Evrópusambandsins í gegnum Holland. Undanfarin misseri hafa reglur um heilbrigðisskoðun á landamærum verið einna frjálslegastar í Hollandi af ríkjum ESB og hefur aðeins hundraðasta hver sending verið skoðuð. Breytingin veldur útflytjendum því talsverðum óþægindum og kostnaði.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þingheim við setningu Alþingis í gær. Í upphafi ávarps síns sagði forsetinn: "Alþingi skipar veglegan sess í sögu þjóðarinnar. Engin önnur stofnun vísar jafn skýrt til uppruna Íslendinga og örlaga landsmanna á liðnum öldum. Eftir endurreisn var Alþingi vettvangur sigra í baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði, lýðréttindum og alhliða framförum.
Meira
NÆSTA námstefna Stjórnunarfélags Íslands verður haldin þriðjudaginn 15. október frá kl. 917 á Scandic Hótel Loftleiðum. Námstefnan ber heitið Virkjun skapandi hugsunar í fyrirtækjaumhverfi og er leiðbeinandi Igor Bytterbier frá Hollandi.
Meira
EINN af leiðtogum mótmælenda á N-Írlandi, sem tengsl hefur við vopnaða hermdarverkamenn, sagði í gær að flokkur hans myndi endurskoða afstöðu sína til vopnahlésins sem ríkt hefur í héraðinu. Fulltrúi mótmælendafanga sem sakfelldir hafa verið hryðjuverk sagði þá ekki styðja vopnahlé lengur vegna árása sem sprengjumenn úr röðum kaþólikka hafa staðið fyrir í Englandi.
Meira
NORSKU útgerðarmennirnir Kjell Inge Røkke og Bjørn Rune Gjelsten tryggðu á mánudagskvöld samruna stórfyrirtækjanna Aker og Resource Group International (RGI) og verður nýja fyrirtækið, Aker RGI þriðja stærsta fyrirtæki Noregs. Búist er við að það taki formlega til starfa í upphafi næsta árs, að ársvelta þess verði um 190 milljarðar ísl. kr. og starfsmennirnir um 17.000.
Meira
ELDGOS hófst í 4 til 6 km langri sprungu undir Vatnajökli á milli Bárðarbungu og Grímsvatna um kl. 22.30 á mánudagskvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, segir að þrír sigkatlar hafi verið að myndast yfir sprungunni um miðjan dag í gær.
Meira
Leiðari ÚTFLUTNINGUR HUGBÚNAÐAR TFLUTNINGUR á hugbúnaði hefur nær hundraðfaldazt frá árinu 1990 til 1995 en á síðasta ári var flutt út fyrir tæpan milljarð. Útflutningurinn nemur 27% að meðaltali af veltu fyrirtækjanna innan Samtaka íslenzkra hugbúnaðarfyrirtækja. Láta mun nærri að þar sé um að ræða verðmæti, sem nemur um 800 milljónum króna.
Meira
Á HVERJU ári njóta um 1.700 félagsmenn VR og fjölskyldur þeirra dvalar í orlofshúsum. Svipuðu máli gegnir um önnur stéttarfélög. Bygging, viðhald og rekstur þessara húsa og þúsunda sumarhúsa í einkaeigu, sem og margvísleg viðskipti sumarhúsafólks, skapa ófá atvinnutækifæri víðsvegar um landið. Betri sumarfrí
Meira
flutti verk eftir Dagfinn Koch, Reine Jönsson, Pál P. Pálsson, Göran Gamstorp og Einojuhani Rautavaara. Einsöngvari: Rannveig Fríða Bragadóttir. Stjórnandi: Silvia Massarelli. Sunnudagurinn 29. september, 1996.
Meira
Strengjakvartettar eftir Jovanka Trbojevic, Arne Mellnäs, Jouni Kaipainen og Per Nørgård. Avanti! (John Storgårds, Anna Hohti, fiðlur; Tuula Riisalo, víóla; Lea Pekkala, selló). Listasafni Íslands, laugardaginn 28. september kl. 20.
Meira
SÝNINGIN Silfur í Þjóðminjasafni hefur verið framlengd til 13. október. Á sýningunni sem er í Bogasalnum getur að líta valda silfurgripi úr eigu safnsins. Þar eru munir sem fundist hafa í jörðu eins og Þórshamarinn frá Fossi og næla í Úrnesstíl sem fannst hjá Tröllaskógi, borðsilfur, tarínur, púnsskeiðar og margs konar búningasilfur. Þá er á sýningunni 18.
Meira
Á UPPBOÐI Bruun Rasmussen fyrir helgi var mynd eftir Ásgrím Jónsson slegin á 26 þúsund danskar krónur. Matsverðið var 20 þúsund. Að sögn Peter Christmas Møller hjá uppboðshúsinu var myndin að öllum líkindum seld íslenskum kaupanda. Christmas Møller sagði íslensku verkin hafa gert það gott á uppboðinu og öll sex hefðu selst.
Meira
ÞESSI vanskapaði blöðrugullfiskur, sem er aðeins með blöðru öðru megin á andlitinu, sést hér svamlandi í fiskabúri í verslanamiðstöð í Singapore. Fiskurinn er afar sjaldgæfur og hefur vakið mikla athygli gesta í miðstöðinni. Rétt skapaðir gullfiskar af þessari gerð eru með blöðrur á báðum hliðum andlitsins.
Meira
Tryggvi Ólafsson. Opið virka daga frá 10-18. Laugardaga 10-17, sunnudaga 14-17. Til 6 október. Aðgangur ókeypis. BÓSA sögu og Herrauðs úr fornaldarsögum Norðurlanda þekkja að vonum margir, því þau berorðu lofnismál er hún inniheldur hafa upptendrað hugi og hold ungra um margar aldir. Vakið upp gaman meðal pilta, meyjar farið hjá sér við lestur hennar og kinnar blóðgast.
Meira
Leikstjóri: Jörn Faurschou. Handrit eftir sögu Thorstein Thomsen, Drengur án líkama. Aðalhlutverk: Ulf Pilgaard, Morten Schaffalitzky, Kenn Godske og Helle Fagralid. Danmörk. 1995. Íslenskur texti.
Meira
Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri bandaríska heimspekingsins, Arthurs C. Danto, sem hann hélt á vegum Heimspekideildar Háskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur í Lögbergi á fimmtudag.
Meira
KVIKMYNDIN DJÖFLAEYJAN eftir Friðrik Þór Friðriksson verður frumsýnd í Stjörnubíói á morgun, fimmtudag. Gengið hefur á ýmsu við gerð myndarinnar og er skemmst að minnast innbrots í húsnæði Íslensku kvikmyndasamsteypunnar þar sem kynningarefni um myndina og fleiru var stolið.
Meira
FYRSTI hluti hæfileikakeppninnar "Stjörnur morgundagsins" fór fram á Hótel Íslandi um síðustu helgi. 11 þátttakendur mættu til leiks og sungu létt lög. Áhorfendur og hljómsveitarstjóri kvöldsins, Gunnar Þórðarson, völdu síðan sigurvegarana, sem voru fjórir talsins, Nanna Kristín Jónsdóttir, 20 ára úr Hafnarfirði, Guðrún Óla Jónsdóttir, 22 ára úr Reykjavík,
Meira
Í DAG kynnir fjöllistamaðurinn Alastair Maclennan list sína kl. 16-17 í Barmahlíð, Skipholti 1. yngra 4. hæð. Alastair Maclennan kom hingað til lands á vegum fjöltæknideildar MHÍ. Hann verður gestakennari þar í stuttan tíma. Í dag, miðvikudag, fjallar hann um verk sín og svarar fyrirspurnum um þau. Enginn aðgangseyrir er og allir áhugamenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Meira
KÍNVERSKI myndlistarmaðurinn Albert Ka Hing Liu heldur fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, miðvikudaginn 2. október kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist "Munurinn á engu og hinu smæsta" (The Difference between Nothing and the Smallest Thing). Albert Ka Hing Liu er fæddur í Hong Kong en nú búsettur í Toronto í Kanada.
Meira
Höfundar: Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir. Leikmynd: Áslaug Leifsdóttir. Tónlist úr ýmsum áttum en lokalag eftir Ingólf Steinsson. Aðstoð: Geir Magnússon. Sunnudagur 29. september.
Meira
Hljómeyki, stjórnandi Bernhard Wilkinson, flutti kórverk eftir Henrik Ødegaard, Peter Lindroth, Sunleif Rasmussen og Hjálmar H. Ragnarsson. Sunnudagurinn 29, september, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á söngverkinu Margit og Bergekongen, eftir Henrik Ødegaard. Textinn er þjóðvísa frá Þelamörk og studdist tónskáldið við upptöku á söng kvæðamanns, sem gerð var 1938.
Meira
Leikstjóri: Reginald Hudlin. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Damon Wayans, Jeff Goldblum, Peter Berg, Cheech Marin. 20th Century Fox. 1996. FJÖLMIÐLASIRKUSINN og baktjaldamakkið í kringum heimsmeistarakeppnina í hnefaleikum í Bandaríkjunum er skotmark þessarar vondu háðsádeilu með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki.
Meira
Ritstjóri Ágúst H. Bjarnason, aðstoðarritstjórar Óli Valur Hansson, Þorvaldur Kristinsson. Útgefandi: Forlagið. Prentvinnsla, prentun, bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. 542 blaðsíður. STÓRA garðabókin, sem kom út fyrr í sumar, er einhver mesti hvalreki sem rekið hefur á fjörur íslenzkra áhugamanna um garðrækt.
Meira
LISTASAFN Íslands hefur eignazt verk eftir japanska myndlistarmanninn Atsuo Ishii. Á samsýningun íslenskra og japanskra myndlistarmanna í Norræna húsinu voru meðal annars nokkrar höggmyndir eftir einn af þekktustu myndlistarmönnum Japans, Atsuo Ishii.
Meira
Burning Pitch eftir Kent Olofsson, Heavy metal eftir Sven-David Sandström og Roman eftir Lasse Thoresen. Flytjendur: Saxofon Concentus og Kvintett Corretto. Tónlistarskóla FÍH að Rauðagerði, sunnudaginn 29. september kl. 14.
Meira
VAKA-HELGAFELL gefur út svipaðan fjölda bóka á þessu ári og í fyrra eða um 70 titla. Meðal þeirra eru þrjár íslenskar verðlaunabækur, skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, bók eftir Elínu Pálmadóttur og rit eftir Val Ingimundarson sagnfræðing um samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld. Ólafur Jóhann Ólafsson sendir nú frá sér nýja skáldsögu.
Meira
ELITE fyrirsætukeppnin fór fram í Nice í Suður- Frakklandi í síðasta mánuði. Ragnheiður Guðnadóttir var fulltrúi Íslands í keppninni en 79 stúlkur kepptu þar til úrslita. Ragnheiður stóð sig með prýði en komst ekki í 15 manna lokaúrslit. Henni var aftur á móti boðinn fyrirsætusamningur í París í kjölfarið.
Meira
NORRÆN sönglög settu mestan svip á tónleika þeirra Sigurðar Bragasonar barítonsöngvara og Hjálms Sighvatssonar píanóleikara í Weill sal Carnegie tónleikahússins í New York á sunnudagskvöldið. Fyrri hluti dagskrárinnar hófst með tveimur íslenskum þjóðlögum og því næst söng Sigurður lög eftir Pál Ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns, Síbelíus, Grieg og fleiri norræn tónskáld.
Meira
NÝR meðlimur Listakots, Hrönn Vilhelmsdóttir hönnuður í Textílkjallaranum, hefur gengið til liðs við listakonurnar á Laugavegi 70 og opnað sýningu í litla sal Listakots sem er á efri hæð gallerísins. Þar verða til sýnis silkitreflar fyrir konur, karla og krakka.
Meira
Picasso-sýning í afmælisgjöf myndi víst gleðja flesta listunnendur og þá líka Knud W. Jensen, stofnanda Louisiana. Í tilefni áttræðisafmælis hans hefur safnið opnað heillandi sýningu á verkum meistarans og nokkrum fornum listmunum frá löndunum í kringum Miðjarðarhaf en af klassískri list þess svæðis hreifst Picasso alla tíð.
Meira
ENN verma reiðar fyrrverandi eiginkonur toppsætið á lista aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum um síðustu helgi því greiddur aðgangseyrir á myndina , "The First Wives Club", nam 1.023 milljónum króna og er aðra vikuna í röð á toppnum. Myndin er þar með orðin ein af toppmyndum ársins. Myndin fjallar um konur sem hafa verið látnar róa, af eiginmönnum sínum, fyrir yngri konur.
Meira
Í TILEFNI af sýningu myndarinnar Sunset Park liðið í Stjörnubíói, sem fjallar um körfuboltalið í bandarískum menntaskóla, var efnt til körfuskotkeppni og troðslukeppni um helgina á baklóð bíósins. Þeir sem skoruðu fengu miða á myndina að launum og fjölmenntu ungir körfuboltaáhugamenn á svæðið.
Meira
NÝJASTA verk breska leikskáldsins Harolds Pinters var frumsýnt fyrir skömmu í London, en það hefur hlotið fremur dræmar undirtektir, að því er segir í International Herald Tribune. Verkið kallast Ashes to Ashes". Leikdómari blaðsins fer hins vegar lofsamlegum orðum um það og segir spennuna í salnum, þær 60 mínútur sem verkið tekur í flutningi, magnaða.
Meira
ALLIR þeir, sem fást við eða hugsa um pólitík, gera sér ljóst hver er megintilgangur Alþingis og ríkisstjórnar. Hann er sá að skapa atvinnuvegunum góð rekstrarskilyrði og launþegunum viðunandi lífskjör. Þetta hefir ekki tekist sem skyldi og mun ekki takast fyrr en hafist verður handa af alvöru og einbeitni um lausn þrenns konar efnahagsvanda.
Meira
Í KOSNINGABARÁTTUNNI í sumar hitti forsetinn naglann á höfuðið þegar hann sagði að menn ættu ekki að vera áskrifendur að orðuveitingum. Vonandi man hann þetta hluta af kjörtímabilinu. En það er hægt að vera áskrifandi að fleiru en orðum. Þannig geta sumir verið áskrifendur að laununum sínum án þess að vinna fyrir þeim og áskrifendur að styrkjum og lánum án allra forsendna eða verðleika.
Meira
NÚ ÞEGAR fer að hausta hefja hin ýmsu félög starfsemi sína. Hiklaust má benda á að ITC sé félag sem vert er að kynnast nánar. ITC stendur fyrir International Training in Communication, eða alþjóðleg þjálfunarsamtök. Markmið þessara samtaka er að hjálpa einstaklingnum til að byggja upp sitt sjálfstraust á jákvæðan hátt.
Meira
ÖÐRU hverju ræða menn um hvernig þýða beri orðið "Internet" á íslensku. "Alnetið" er sú þýðing sem m.a. Morgunblaðið notar. Ekki veit ég hver kom orðinu á flot, en það er hins vegar auðvelt að fullyrða að þýðingin er misheppnuð. Forliðinn "Inter-" er ekki hægt að þýða með "Al-". Þótt "International" sé nú á dögum þýtt sem "alþjóðlegur" er sú þýðing jafn misheppnuð.
Meira
EINHVERJA lesendur Morgunblaðsins rekur e.t.v. minni til þess, að á s.l. vetri gagnrýndi ég í blaðinu þær upplýsingar sem Samband íslenskra tryggingafélaga hafði sent til allsherjarnefndar Alþingis um heildartjónakostnað á ári í ábyrgðartryggingum bifreiða.
Meira
SÍFELLT færist ég nær grafarbakkanum. Ekki er nóg með að ellefan sé hálfpartinn lögst í dvala heldur er vagn nr. 111 jafnframt tekinn að fara hamförum, umbreytast í ofurvaxinn og ógnvekjandi orm sem ekki er samræðuhæft í og varla líft vegna háværs ískurs sem nístir gegnum merg og bein. Já, fyrr má nú rota en dauðrota.
Meira
TÓNLISTARSKÓLI Dalasýslu var stofnaður þann 1. október 1976 og er því 20 ára um þessar mundir. Um leið og skólanum eru færðar árnaðaróskir langar mig að rifja upp nokkur atriði um stofnun hans og fyrstu starfsár. Einn helsti hvatamaður að stofnun skólans var Guðmundur Baldvinsson organisti og bóndi á Hamraendum.
Meira
FYRIR skömmu var frá því skýrt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði fallist á að gerast verndari Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Er hann því 5. forseti landsins sem tekur þetta hlutverk að sér því allir forverar hans í embættinu voru verndarar ÍSÍ. Í fréttum af þessum atburði var því haldið fram að allt frá stofnun ÍSÍ hafi þjóðhöfðingjar landsins hverju sinni verið verndarar ÍSÍ (sbr.
Meira
VETRARSTARF Kársnessóknar í Kópavogi er hafið og verður það fjölbreytt og líflegt í vetur eins og undanfarin ár. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum þess: Guðsþjónustur Guðsþjónustur eru í Kópavogskirkju alla sunnudaga og að jafnaði kl. 11.00. Kór kirkjunnar syngur við guðsþjónusturnar en stjórnandi hans og organisti er Örn Falkner.
Meira
Látin er á 105. aldursári vinkona mín, Aðalbjörg Tryggvadóttir frá Eskifirði. Hún mun hafa verið elsta kona á Íslandi er hún lést. Kynni okkar hófust árið 1959 þegar við fluttum í sama húsið við Lindargötu í Reykjavík. Við hjónin nýlega gift og með fyrsta barn okkar nýfætt, en Aðalbjörg lífsreynd ekkja hátt á sjötugsaldri. Fljótlega myndaðist með okkur vinátta sem aldrei hefur borið skugga á.
Meira
Látin er í hárri elli frænka mín og uppeldissystir móður minnar, Guðrún Aðalbjörg Tryggvadóttir. Faðir hennar, Tryggvi Hallgrímsson, fyrrum landpóstur, f. 16. mars 1859 á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sonur Hallgríms Þorlákssonar bónda og konu hans, Aðalbjargar Jónsdóttur. Móðir Öllu var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, fædd 11.
Meira
Það er með hálfum huga að ég rita fáein orð um vinkonu mína Aðalbjörgu Tryggvadóttur frá Eskifirði, því enda þótt öll okkar kynni væru á einn veg í anda inngróinnar góðvildar hennar varð ég þess stundum var að hún óttaðist að mér kynni einhvern tíma að verða svo laus penninn að ég hripaði í gáleysi nafn hennar á blað og það sem á miðanum stæði slæddist síðan á prent.
Meira
Hún amma mín er látin, södd lífdaga, á 105. aldursári. Á bernskuárum hennar var illt að fá jarðnæði í Húnavatnssýslu, en fyrir áeggjan móðursystur hennar, Ingunnar sem bjó á Eskifirði, fluttist hún með foreldrum sínum þangað vorið 1895. Tryggvi faðir hennar var landpóstur 1896 milli Eskifjarðar og Hornafjarðar og gegndi því starfi í sjö ár.
Meira
AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR Guðrún Aðalbjörg Tryggvadóttir frá Eskifirði var fædd á Tjörn í Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 4. desember 1891. Hún lést á heimili sínu 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tryggvi Hallgrímsson, f. 16. mars 1859, d. 11.
Meira
Það var bjartan sumardag í júlí 1941. Við vorum þarna tveir fjórtán ára í 40 manna vinnuflokki, að mylja grjót með sleggjum. Við höfðum logið okkur 16 ára og vorum nokkuð varir um okkur ef að bar einhverja heldri menn. Þetta var afar skrautlegur vinnustaður. Menn úr hinum ólíklegustu áttum og stöðum. Það var unnið af kappi við að leggja flugbraut. Flugbraut sem nú heitir Reykjavíkurflugvöllur.
Meira
Það var á þeim dögum, þegar Kjarvalsstaðir voru fyrir breiðan hóp listunnenda, að gestir komust ekki hjá því að kynnast við Alfreð Guðmundsson, þáverandi forstöðumann Kjarvalsstaða, og konu hans frú Guðrúnu Árnadóttur. Hann var á Kjarvalsstöðum öllum dögum á meðan hann veitti húsinu forstöðu og kom þar oft eftir að hann hætti störfum.
Meira
Þeir hverfa einn af öðrum, sem alla tíð frá ófriðnum mikla settu sterkan svip á borgarlífið. Stríðsárin mörkuðu þjóðinni mikil örlög til margra átta, því framfarir hafa á sér gagnstæðar hliðar og ber að skoða þær vel og vandlega og haga gjörðum eftir því, svo þróunin verði mannlífi til viðgangs á sem flestum sviðum.
Meira
ALFREÐ GUÐMUNDSSON Alfreð Guðmundsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1918. Hann lést á Borgarspítalanum 24. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur S. Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 1896 á Urriðavatni í Garðahreppi, d. 1972, og Guðríður Káradóttir húsmóðir, f. 1895 á Eiði í Mosfellssveit, d. 1972. Bróðir hans var Kári, f.
Meira
Leikárið hófst mjög ánægjulega hjá okkur í vetur, Arna var mætt aftur til starfa. Hennar var sárt saknað þegar hún fór í veikindaleyfi síðastliðinn vetur en nú höfðum við fengið leiðtogann okkar aftur. Arna setti vissulega svip sinn á starfið í leikhúsinu enda hafði hún starfað þar í 20 ár í fata- og dyragæslu.
Meira
Það er erfitt að sætta sig við að kveðjustundin sé komin, svona alltof fljótt. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. Ég minnist dagsins sl. vetur þegar ég sat með þér niðri á Landspítala og þú fórst í fyrstu rannsóknirnar.
Meira
Öll finnum við fyrir fallvaltleika lífsins þegar við kveðjum vini sem falla frá fyrir aldur fram. Þannig var mér innanbrjósts við andlátsfrétt Örnu. Það var fyrir 12 árum að leiðir okkar Örnu lágu saman. Við hjónin vorum nýflutt á Álftanesið, Arna og Andrés að búa sér heimili í næsta húsi. Það var þá sem ég eignaðist gersemar, vináttu Örnu.
Meira
Elsku mamma mín. Nú er þinni baráttu lokið og er það viss léttir að vita að þér líður betur og þjáningarnar eru horfnar. Elsku mamma mín, fleiri verða stundirnar því miður ekki og verður þín sárt saknað.
Meira
Arna Steinþórsdóttir Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir.
Meira
Okkur vinnufélagana við leikskólann Krakkakot í Bessastaðahreppi langar til að minnast hennar Örnu okkar í nokkrum orðum. Það var ólýsanleg tilfinning að mæta til vinnu á mánudagsmorguninn 23. september síðastliðinn, vitandi það að stórt skarð væri komið í hópinn þar sem Arna var ekki lengur á meðal okkar.
Meira
Fagurgrænt lauf sumarsins er að fölna um leið og elskuleg tengdadóttir okkar Arna Steinþórsdóttir kveður okkur svo allt of fljótt. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Meira
Sumarið er að kveðja, laufin tekin að falla og vetur að ganga í garð. Minningar sumarsins hrannast upp eftir gott og gleðilegt sumar. Þær falla þó fljótlega í skugga þeirra sorglegu frétta að frænka okkar hún Arna hafi látist skyndilega af veikindum sínum.
Meira
ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR Arna Steinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1958. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ásta H. Haraldsdóttir, húsmóðir, og Steinþór I. Nygaard, lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Bróðir hennar, Erlendur Steinþórsson, f. 1959, er verkfræðingur og býr í Bandaríkjunum.
Meira
Elsku Hekla mín, nú hefur þú kvatt þetta jarðvistarlíf, líf sem þú barðist svo fyrir, fyrst hjartagalli, svo allt annað sem reið yfir þig, þú barðist eins og hetja. Veistu, Hekla, að núna þegar ég skrifa þessar fáeinu línur klappa ég fyrir þér eins og þú gerðir alltaf fyrir öðru fólki þegar það gerði eitthvað gott.
Meira
HEKLA HÁKONARDÓTTIR Hekla Hákonardóttir fæddist í Reykjavík 20. desember 1994. Hún lést á Landspítalanum 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristín Kristjánsdóttir og Hákon Hákonarson. Systkini hennar eru Guðrún Erla, Helga, Gunnar, Hákon, Hulda, Ólafur Haukur og Arnar Snær. Útför Heklu fór fram frá Grafarvogskirkju 1.
Meira
Við viljum senda lítilli stúlku okkar hinstu kveðju. Aðeins hið guðlega vald ræður lífi og dauða og nú er hún Hekla litla farin yfir landamærin þar sem vel verður að henni búið því Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki því þeirra er Guðs ríki.
Meira
Það verður aldrei með vissu vitað hver auðna það er óráðnum og óhörðnuðum unglingi að kynnast sér eldra fólki sem hvetur hann og örvar, trúir á getu hans og vill frama hans og velgengni í hvívetna. Þannig voru fyrstu kynni mín við þau hjón Ragnhildi G. Gísladóttur og Ólaf Þ. Kristjánsson. Síðan eru liðin nákvæmlega 65 ár; þau giftu sig 7.
Meira
Réttlætistilfinningin var henni í blóð borin, heiðríkjan ríkti í huga hennar, kærleikurinn bjó í hjartanu. Og hjálpsemin var fylgikona hennar. Þannig var tengdamóðir mín, Ragnhildur Gísla Gísladóttir, sem við kveðjum frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Mér er minnisstætt, þegar ég, ungur maður um tvítugt, kom á heimili þeirra Ragnhildar og Ólafs, tengdaforeldra minna.
Meira
Amma í Flensborg er dáin. Hún fékk hægt andlát á Sólvangi, gömul kona, og hefur vafalaust orðið hvíldinni fegin. Við sitjum eftir, systkinin sjö, og minningar hrannast upp. Við kölluðum hana ömmu í Flensborg, af því að hún bjó í skólanum þar sem afi var skólastjóri mestan þann tíma sem við vorum að alast upp.
Meira
Ragnhildur Gísla GísladóttirRagnhildur Gísla Gísladóttir var fædd á Króki í Selárdal 3. desember 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 23. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Árnason bóndi í Króki og kona hans Ragnhildur Jensdóttir.
Meira
MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla var 7,1% í útboði Lánasýslu ríkisins í gær og er það um 0,6 prósentustiga hækkun frá því í síðasta útboði í byrjun ágúst. Alls bárust 4 gild tilboð að fjárhæð 1.805 milljónir en tekið var tilboðum fyrir 1.205 milljónir. Þar af tók Seðlabanki Íslands tilboðum að fjárhæð 400 milljónir á meðalverði samþykktra tilboða.
Meira
FJÁRFESTAR höfðu í gær lagt fram óskir um kaup á hlutdeildarskírteinum í hinum nýju verðbréfasjóðum Kaupþings í Lúxemborg fyrir nokkur hundruð milljónir króna, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi forstjóra. Fyrirtækið kynnti þessa nýju sjóði á mánudag, en formlega hefst skráning á gengi þeirra í kauphöllinni í Lúxemborg þann 14. október.
Meira
FERÐAMÁLAYFIRVÖLD á Norðurlöndunum hafa sett á stofn hlutafélag í Bandaríkjunum, Scandinavian Tourism Incorporation til að vinna að sameiginlegum kynningarmálum, upplýsingagjöf og markaðsmálum landanna í ferðaþjónustu á Bandaríkjamarkaði.
Meira
TED TURNER, stofnandi CNN- fréttasjónvarpsions, hefur keypt 233.918 hektara búgarð í Nýju- Mexíkó og mun þar með eiga um 1,5% af flatarmáli ríkisins samkvæmt blaðafréttum. Turner á tvo aðra búgarða í Nýju-Mexíkó auk fimm í Montana og Nebraska að sögn blaðsins Atlanta Journal-Constitution.
Meira
TVEIR Þjóðverjar eru í haldi lögreglu og hafa viðurkennt að hafa komið fyrir ljósmyndavél á tilraunabraut Volkswagen bifreiðaverksmiðjanna og selt bílaritum ljósmyndir. Mennirnir eru 39 og 44 ára og ónafngreindir.
Meira
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra var fyrsti viðskiptavinur verðbréfaútibús Háskóla Íslands sem opnað var á mánudag. Ekki er þó um eiginlegt verðbréfafyrirtæki að ræða heldur verðbréfaleik sem er samvinnuverkefni viðskiptafræðinema við HÍ, Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka og Einars J. SKúlasonar.
Meira
VINNUVEITENDASAMBAND Íslands (VSÍ) hefur óskað eftir því við stjórnvöld að verðbreytingastuðull skattalaga verði látinn taka mið af lánskjaravísitölu í stað byggingavísitölu og að sú breyting gildi fyrir skattuppgjör vegna yfirstandandi reikningsárs. Telur sambandið að án breytinga muni skattuppgjör margra fyrirtækja verða langt umfram almennar verðlagsbreytingar og mynda óeðlilega háan
Meira
ALÞJÓÐLEGA fyrirtækið 3M stendur nú fyrir vörusýningu á Hótel Loftleiðum þar sem kynnt eru sýnishorn af framleiðsluvörum fyrirtækisins. 3M framleiðir ótal vöruflokka eða allt frá gulum minnismiðum til skurðlækningatækja. Um síðustu áramót varð sú breyting að í stað eins umboðsmanns hérlendis voru valdir 13 aðilar, hver á sínu sviði til að annast sölu á vörum frá 3M.
Meira
SVEINN Rúnar Hauksson skrifaði skemmtilega grein um bláber í Morgunblaðið um helgina. Þó virðist vera um misskilning að ræða hjá honum þegar hann talar um að aðalbláberin verði alveg svört þegar þau þroskast vel. Hið rétta er að það eru svokölluð aðalber sem eru svört og glansandi, ekki ólík krækiberjum að lit og áferð, á bragðið minna þau á bláber, en eru miklu sætari og betri.
Meira
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. október 1996MánaðargreiðslurElli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)13.373 hjónalífeyrir12.036Full tekjutrygging ellilífeyrisþega24.
Meira
apótekanna í Reykjavík. Vikuna 27. september til 3. október eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12 opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 2. október, er sextugFjóla Ingibjörg Bótólfsdóttir, Sléttahrauni 25, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Ólafur Gíslason, starfsmaður Varnarliðsins. Þau eru að heiman.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 25. september var spilaður einskvölds Monrad Barómeter með þátttöku 44 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Meðalskor var 0 og efstu pör voru: Helgi Sigurðsson - Sigurður B.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Áskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Fríða Björk Tómasdóttir og Bjarni Friðrik Sölvason.Heimili þeirra er á Bárugranda 11, Reykjavík.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Gnarps kirkju í Svíþjóð, af sr. Mats Forslund Eva Wickström ogEiríkur Einarsson. Svaramaður var Árni Geir Pálsson, brúðarþerna var Ulrika Warpman og brúðarmeyja var Hólmfríður Árnadóttir. Heimili hjónanna er að 38 rue de Bourgogne, 75007 París.
Meira
Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. desember 1995 í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Guðrún Margrét Jónsdóttir og Kristján Jónsson.
Meira
Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. ágúst í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Katrín Ásgrímsdóttir og Einar Kristjánsson. Þau eru búsett í Lúxemburg.
Meira
REGNIR af stóriðjuframkvæmdum hér á landi og áformum erlendra stórfyrirtækja í þá veru hafa oftar en ekki á undanförnum árum reynst blaðamönnum sýnd veiði en ekki gefin. Þannig hafa fjölmiðlar hvað eftir annað birt fréttir í þá veru að samningar um byggingu nýs álvers á Keilisnesi, sem Atlantsál myndi reisa, væru um það bil að takast.
Meira
BALDUR Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, hlaut 21 M. Baldur er þar með leikmaður Íslandsmótsins að mati Morgunblaðsins. Næstur Baldri kom Leiftursmaðurinn Gunnar Oddsson með 19 M. Þrír leikmenn voru jafnir með 17 M, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, Ólafur Gottskálksson, Keflavík, og leikmaður mótsins í fyrra, Ólafur Þórðarson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍA.
Meira
DÓMARAR héldu sitt árlega haustþing 20. til 22. september að Laugarvatni. Þar var farið yfir nýjungar og breytingar á áherslum sem munu verða á komandi tímabili. Knötturinn telst nú á niðurleið eftir skottilraun fari hann í spjaldið og því má ekki slá hann í burtu. Hins vegar er í lagi að sópa honum í burtu eftir að hann hefur snert hringinn.
Meira
KEFLVÍKINGUM er spáð sigri í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, sem hefst á morgun. Stúlkunum úr Keflavík er einnig spáð sigri í 1. deild kvenna svo að ef marka má getspeki forráðamanna félaganna verður þetta vetur Keflvíkinga í körfunni. Þrír fulltrúar frá hverju félagi höfðu atkvæðisrétt í "könnuninni" sem gerð var á blaðamannafundi KKÍ í gær.
Meira
GUÐRÚN Arnardóttir, Ármanni, er nú í 13. sæti heimslistans í 400 m grindahlaupi kvenna samkvæmt listanum eins og hann leit út að loknum stigamótum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins um síðustu mánaðamót. Tími Guðrúnar er 54,81 sekúnda sem er jafnframt Íslandsmet og fleytti henni nærri því í úrslit í greininni á Ólympíuleikunum í Atlanta.
Meira
Meistarakeppni liða í keilu, "Meistarar meistaranna" fór fram í Keiluhöllinni, laugardaginn 28. september. Íslands- og bikarmeistarar kvenna, Flakkarar úr Keilufélagi Reykjavíkur, unnu öruggan sigur á Keilusystrum úr Keilufélagi Suðurnesja með 1.935 stigum gegn 1.803. Hjá körlunum var keppni mun meira spennandi, hnífjöfn allan tímann enda réðust úrslit þar á síðasta skoti síðasta manns.
Meira
Kim Magnús Nielsen vann alla sína leiki á Evrópumóti smáþjóða í skvassi sem fram fór í Búdapest fyrir skömmu. Ísland sendi lið í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið vann einn leik, á móti Mónakó, og hafnaði í 6. sæti af 7 þjóðum. Kvennaliðið vann einnig eina þjóð, Lúxemborg, og varð í 5. sæti af 6. Ungverjar unnu í karlaflokki og Kýpur í kvennaflokki.
Meira
ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara ÍA, ákvað í gærkvöldi að leika áfram með liðinu næsta keppnistímabil. "Það er erfitt að slíta sig frá þessu og ég athuga aftur minn gang að ári," sagði hann við Morgunblaðið eftir að hafa gengið frá samkomulagi við Gunnar Sigurðsson, formann Knattspyrnufélags ÍA.
Meira
RAY Wilkins, fyrrum knattspyrnustjóra QPR, var boðið að taka við skoska liðinu Hibernians. Hann sagði hins vegar: "Nei, takk." Alex Miller var í gær rekinn frá Edinbogarliðinu.
Meira
KEFLAVÍKURSTÚLKUR fengu svo til fullt hús þegar spáð var um röð liða í 1. deild kvenna í gær, hlutu 89 stig af 91 mögulegu. Miðað við mynstrið sem verið hefur hjá stúlkunum varðandi Íslandsmeistaratitla undanfarinna ára þá er líklegt að Keflvíkingar sigri í ár og næsta ár. Stúlkurnar urðu nefnilega meistarar 1988, 1989 og 1990, þrjú ár í röð.
Meira
Ég hef séð myndband með gríska landsliðinu í tveimur leikjum og eftir því að dæma er það svipað og ég hafði reiknað með. Grikkir leika hraðan sóknarleik og eru baráttumenn í vörn sem þeir stilla upp framarlega," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik í gærkvöldi.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bochum síðan fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í vor, þegar liðið mætti Schalke í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Þórður svaraði kalli þjálfarans af krafti og gerði tvö mörk í 3:2 sigri. Það fyrra gerði hann eftir aðeins 20 sekúndur og þótti einkar glæsilegt. Hið síðara kom á 29. mínútu og kom Bochum í 2:0.
Meira
Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Grikkjum í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í KA-húsinu á Akureyri íkvöld. Landsliðið æfði í Smáranum í Kópavogi í gær. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari leggur hér línurnar fyrir leikinn.
Meira
NÆSTUM 90.000 tonn af laxi voru "svelt burtu" í norskum laxeldisstöðvum á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Var það gert með því að draga úr eða hætta fóðrun tímabundið. Þrátt fyrir þennan hemil á framleiðslunni hefur salan í laxinum aukist um 22% miðað við sama tíma í fyrra og það, sem af er árinu, hefur líklega verið slátrað í Noregi 300.000 tonnum.
Meira
FYRSTU niðurstöður rannsókna Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sýna að hægt er að auka geymsluþol ferskra karfaflaka um að minnsta kosti tvo daga með notkun efnablöndunnar Natural White, að sögn Gríms Valdimarssonar, forstjóra Rf. Hann segir að rannsóknir á áhrifum blöndunnar á frystan fisk standa nú yfir hjá Rf, en niðurstöður liggi ekki fyrir.
Meira
Alfonso Paz-Andrade forstjóri Pescanova á Spáni Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Evrópumál 5 Íslenzkur sjávarútvegur og Evrópusambandið Markaðsmál 6 Fyrirtækjastefnumót leitt til 140 funda á tveimur dögum
Meira
MAREL hefur ákveðið að setja á stofn dótturfyrirtæki í Danmörku og hefur það hlotið nafnið Marel Europe. Það er fjórða dótturfyrirtæki Marel erlendis, en fyrir voru Marel Equipment Inc. í Kanada, Marel Seattle Inc. og Marel USA Inc.
Meira
UM fimmtíu íslensk fyrirtæki og 45 erlend tóku þátt í Interprise Iceland, sem fram fór dagana 19.-21. september á Grand Hótel Reykjavík í tengslum við sjávarútvegssýninguna. Alls voru skráðir yfir 140 fundir milli þessara fyrirtækja, en auk þess áttu fyrirtækin óformlega fundi sín á milli á sýningunni.
Meira
HILDUR Sigurðardóttirhóf fyrir nokkru störf í gæðaeftirlitinu hjá SÍF á Keilugranda. Hún er fyrsta konan sem gegnir starfi eftirlitsmanns hjá SÍF.
Meira
TOGARINN Klakkur er nýkominn úr Smugunni með þokkalegan saltfisktúr. Veiðin var afar misjöfn, en þegar rólegt er geta menn gefið sér tíma til að nýta fiskinn betur, bæði gella og kinna. Saltaðar kinnar og gellur eru ekki síður herramannsmatur en góður saltfiskur.
Meira
SÍLDVEIÐAR eru nú farnar að glæðast á ný og síðustu nætur hafa skipin verið að fá góð köst, meðal annars suður af Hvalbak. Ægir Sveinsson, fyrsti stýrimaður á Jóni Sigurðssyni GK, segir að mikið sé að sjá af síld, en hún sé stygg. Síldin er stór og góð, smásíld sést ekki í aflanum og fer hún því öll til frystingar eða söltunar. Vitað er um 8 skip, sem farin eru til síldveiða.
Meira
LOÐNUSKIPIÐ Jón Sigurðsson frá Grindavík leggur afla sinn um þessar mundir upp hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Í gær landaði skipið þar um 300 tonnum af stórri og fallegri síld sem fór öll í frystingu og söltun. Tekið hefur verið á móti töluverðu af síld í Neskaupstað í haust og hefur ekkert af henni farið til bræðslu annað en hausar og slóg.
Meira
SJALDAN eða aldrei hefur verið jafnmikið framboð á skipum og bátum á söluskrá og nú. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er aðallega um að ræða 100250 tonna skip, sem flest hver hafa stundað línuveiðar, en eins og kunnugt er hefur línutvöföldun verið afnumin og fór stærstur hluti þorskkvótaaukningarinnar 1. september sl.
Meira
SJALDAN eða aldrei hefur verið jafnmikið framboð á skipum og bátum á söluskrá og nú. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er aðallega um að ræða 100250 tonna skip, sem flest hver hafa stundað línuveiðar, en eins og kunnugt er hefur línutvöföldun verið afnumin og fór stærstur hluti þorskkvótaaukningarinnar 1. september sl.
Meira
MATARGERÐ er Frökkum í blóð borin, eins og íslenskir gestir SÍF fengu að kynnast í ferð um Suður-Frakkland fyrir skömmu í tilefni af því að endurbyggingu Nord-Morue verksmiðjunnar í Jonzac er nú lokið.
Meira
UMRÆÐA um hugsanlega aðild Íslands að ESB hefur orðið minni en skyldi vegna deilna um ESB, að mati Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands Íslands, sem segir að sannast sagna hafi hún lagst af í kjölfar úrslita þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild í Noregi.
Meira
ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir það vera skoðun íslenskra sjómanna og íslensks fiskverkafólks að greiðsla fyrir EES-samninginn með þrjú þúsund tonnum af karfa af Íslandsmiðum hafi verið mjög dýru verði keypt. Hann telur sömuleiðis að það yrði mjög erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn og íslenskt atvinnulíf að fara í gegnum umræðu af því tagi aftur.
Meira
ÉG TEL óráð fyrir íslenskan sjávarútveg að ganga í ESB. Það er hægt að byggja sterka brú í átt til framtíðar með réttum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld geta með fáeinum pennastrikum og nokkrum útstrikunum á núverandi lögum styrkt enn frekar það frábæra kerfi, sem við höfum svo góða reynslu af.
Meira
VITA- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun ríkisins hafa verið sameinaðar í eina stofnun undir nafni Siglingastofnunar Íslands. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í mars síðastliðnum og hefur tíminn síðan verið notaður til að undirbúa sameininguna. Stofnanirnar sem nú verða sameinaðar höfðu báðar það verkefni að veita sjófarendum þjónustu.
Meira
SKOÐANIR um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu voru mjög skipta á ráðstefnunni Íslenzkur sjávarútvegur og Evrópusambandið. Ráðstefnan var haldin í lok síðustu viku og var Emma Bonino, framkvæmdastjóri sjávarútvegsdeildar ESB meðal ræðumanna. Hún sagðist reyndar ekki vera komin til Íslands til að hvetja Íslendinga til inngöngu.
Meira
ÞRÓUNARSJÓÐI sjávarútvegsins hafa alls borist umsóknir um úreldingu 280 krókabáta sem þýtt getur allt að 850 milljónir kr. í úreldingastyrki. Hinrik Greipsson, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðsins, segir umsóknirnar ívið fleiri en búist hafði verið við, en í sjálfu sér ekkert fleiri en menn gátu átt von á.
Meira
SVEINN Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, telur mikilvægt að þær veiðiheimildir, sem koma í hlut Íslands vegna úthafsveiða, verði tengdar aflamarkskerfinu með framseljanlegum hætti, líkt og fiskveiðistjórnunarkerfið innan landhelginnar er nú byggt upp.
Meira
MJÖG mikil eftirspurn var eftir þorskkvóta til leigu í byrjun september í fyrra þegar verðið var 75 krónur sem var það verð sem þorskur var leigður á í lok fiskveiðiársins 94/95. Þegar verðið var komið upp í 95 krónur leigðist töluvert af þorski. Um miðjan október tók síðan svo til alveg fyrir leigu. Mjög mikið framboð var af þorski á 95 krónur.
Meira
ÞORSKVERÐ á fiskmörkuðunum í Bretlandi hefur verið svipað undanfarna mánuði þrátt fyrir vaxandi framboð. Verð á kíló hefur verið í kringum 120 krónur frá því í maí, en það fór lægst í um það bil 110 krónur að meðaltali í marz. Verðið varð hæst að vanda í janúar, um 130 krónur á kíló og þá fór einnig mest utan, eða tæp 300 tonn.
Meira
Alfonso Paz-Andrade forstjóri Pescanova á Spáni vill fara varlega Útrýmum fiskinum án veiðitakmarkana Spænska sjávarútvegsfyrirtækið Pescanova í borginni Vigo er eitt hið allra stærsta á sínu sviði í veröldinni. Skip fyrirtækisins veiða árlega um 120.
Meira
EMMA Bonino, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu, segist vera sannfærð um að lausn muni finnast á deilu strandríkjanna fjögurra, Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja, og ESB um nýtingu norsk-íslensku síldarinnar. Hún vill að bandalagið verði viðurkennt sem fullgildur samningsaðili. Þegar Bonino var spurð á blaðamannafundi sl.
Meira
ÞORSKURINN vex vel í sjókvíum í Dýrafirði. Sigfús Jóhannsson og félagar í Unni ehf. fengu snurvoðarbát til að veiða fyrir sig þorsk og setja í kvína í ágúst. Í kvínni eru nú tæplega 2000 þorskar, samtals um 3 tonn að þyngd. Þeim er gefin loðna og geta ekki leynt græðginni eins og sést á þessari mynd þar sem Sigurjón Hákon Kristjánsson er við fóðrun.
Meira
PUNKTARNIR á myndinni eru ellefu talsins, ekki satt. Nú eigið þið að skipta myndinni með fjórum beinum línum í ellefu hluta þannig að hver punktanna verði einn og sér í hverjum hinna ellefu flata. Finnst ykkur þetta ekki einfalt og fljótgert?! Lausnir eru einhvers staðar í Myndasögunum til þess að staðfesta rétt svör ykkar.
Meira
ÞIÐ þurfið margar, margar eldspýtur og tening ef þið viljið fara í þetta spil. Spilið byggist á að byggja sem fljótast eldspýtnakarl. Þið kastið teningnum og notið eins margar eldspýtur og hann segir til um. Allir þátttakendur eiga að hafa jafnmargar eldspýtur. Karlinn á myndinni er byggður úr 41. Ekki fikta með eldspýtur - af litlum neista getur orðið mikið bál.
Meira
Felumynd FYLGIÐ hinum mismunandi táknum á myndinni með augunum eða dragið línur í mismunandi litum eftir þeim og þið sjáið hvaða hlutir eru á myndinni.
Meira
Hver gægist þarna milli fjalla? KÆRI Moggi. Ég gerði þessa mynd af bestu gerð og ég vona að hún birtist seinna í Myndasögum Moggans, segir stúlkan Ásta Rós, 10 ára, í bréfi sem fylgdi þessari fallegu mynd.
Meira
MÖRG ykkar, líklega flest, hafa tekið eftir að nýr Svali er kominn á markaðinn - þessi rauði með jarðarberjabragðinu. Sól hf., framleiðandi drykkjarins, og Myndasögur Moggans bjóða ykkur til litaleiks af þessu tilefni. Þið litið svarthvítu myndina og sendið til Myndasagnanna.
Meira
EFLAUST hafa mörg ykkar prófað að hvolfa glasi og sett það ofan í vatnið í vaskinum eða baðinu. Ef þið setjið það lóðrétt á hvolfi í vatnið gerist athyglisverður hlutur, glasið fyllist ekki af vatni, aðeins smá magn fer inn í glasið. Ástæðan er sú, að loftið sem var inni í glasinu kemst ekki út og pressast saman við þrýstinginn frá vatninu neðan frá.
Meira
Landslags hús MYNDIN er máluð af Gylfa Braga Guðlaugssyni, 5 ára, Bogahlíð 15, 105 Reykjavík. Hún er af húsi með grasi á, fjalli, fossi, kaktusi, blómi, fuglum og sól.
Meira
ÁGÆTI Barna-Moggi. Þetta er mynd frá tryggum lesanda blaðsins, Iðunni Garðarsdóttur. Iðunn er sex ára og býr í Reykjavík, hún er nemandi í Hlíðaskóla. Hún sendir kveðjur til blaðsins og vonast til þess að myndin hennar fáist birt í blaðinu. Kveðja.
Meira
oOo Þið þekkið rugguhest, þykist ég vita, hjarta erum við öll með þótt ekki sé það í laginu eins og á myndinni, hnífar eru ekki ætlaðir til brúks fyrir yngri krakka, pálmatré finnast t.d. í gróðurhúsum og verslanamiðstöðvum hér á landi, og perur eru hollur og bragðgóður ávöxtur.
Meira
Tilkynning Ég vil biðja Hildi Valsdóttur, Hvammstanga, að skrifa mér fljótt. Sigrún Antonsdóttir, Vesturvallagötu 2, 101 Reykjavík. Hæ, hæ, Moggi. Ég heiti Stefanía og langar að eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára (helst utan af landi), ég er sjálf 12 ára.
Meira
HÚN heitir Snærós og er Sindradóttir. Snærós kom og spurði í tvígang - nei, mörgum sinnum - hvort myndin hennar biritst ekki í næsta blaði (þetta var fyrir tveimur Myndasögublöðum síðan), hún virtist ekki mega vera að því að bíða mikið lengur. Af hverju henni lá svona mikið á er ekki vitað, en grunurinn er sá, að óþolinmæði hafi átt hlut að máli.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.