Greinar fimmtudaginn 3. október 1996

Forsíða

3. október 1996 | Forsíða | 348 orð

Eldur í iðrum Vatnajökuls

ÖSKUGOS hófst úr um sex kílómetra langri gossprungu í Vatnajökli á milli Grímsvatna og Bárðarbungu klukkan rúmlega fimm í gærmorgun. Sjónarvottar sáu hvítan bólstur yfir gosstöðvunum um klukkan fjögur um nóttina og svarta súlu stíga upp klukkan átján mínútur yfir fimm. Meira
3. október 1996 | Forsíða | 27 orð

pRennsli í Grímsvötn eins og 10 Þjórsár

pRennsli í Grímsvötn eins og 10 ÞjórsárpGosmökkur í 4­5 km hæð yfir sjávarmálip1 milljarða króna mannvirki í hættupGjóskufall á NorðurlandipBændum ráðlagt að hýsa búfénað Meira

Fréttir

3. október 1996 | Innlendar fréttir | 284 orð

2­3 milljarða afgangur á ríkissjóði á ári

RÍKISSJÓÐUR verður rekinn með afgangi allt til ársins 2000 samkvæmt langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem fylgir fjárlagafrumvarpinu, miðað við ákveðnar forsendur í efnahagsmálum. Áhersla er lögð á áframhaldandi aðhald í ríkisútgjöldum á næstu árum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Afmælissýning P & S

UM ÞESSAR mundir eru liðin 90 ár frá því að símaþjónusta á Íslandi hófst og í tilefni af því hefur verið sett upp sérstök afmælissýning í Póst- og símaminjasafninu á Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru m.a. ýmis skjöl og munir frá fyrstu áratugum símaþjónustunnar. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari og Heimir Þorleifsson sagnfræðingur hafa annast uppsetningu sýningarinnar. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 636 orð

Áformaður niðurskurður á annan milljarð kr.

GRIPIÐ verður til ýmissa sparnaðaraðgerða í heilbrigðismálum á næsta ári til að minnka útgjöld en á yfirstandandi ári er áætlað að útgjöldin fari um 1.400 milljónir króna fram úr fjárlögum ársins. Er það markmið sett að ná til baka þeim útgjöldum sem fóru fram úr áætlun á þessu ári, m.a. með 650 millj. kr. niðurskurði og öðrum sparnaði í sjúkratryggingum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ákvörðun Samkeppnisráðs fagnað

STJÓRN Heimdallar fagnar þeirri stefnumörkun sem kemur fram í ákvörðun Samkeppnisráðs um fullkominn aðskilnað Útfararstofu kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Í ályktun segir að í ákvörðun ráðsins sé með afgerandi hætti kveðið á um þau skilyrði sem opinber fyrirtæki þurfi að uppfylla varðandi samkeppnisstarfsemi. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Árangur erfiðrar baráttu að skila sér

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi og fer hún hér á eftir. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Herra forseti, góðir áheyrendur, Stjórnarsáttmálar og stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna eru athyglisverð plögg þótt menn greini oftast mjög á um innihald þeirra. Sáttmálarnir geyma jafnan loforð eða a.m.k. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 63 orð

Áttburar látnir

BRESK kona, sem ákvað að hlíta ekki læknisráði og reyna að ala áttbura er hún gekk með, hefur nú misst þá alla. Skýrðu læknar frá þessu í gær. Málið hefur vakið mikla athygli ekki síst vegna þess að konan, Mandy Allwood, seldi sögu sína dagblöðum fyrir stórfé. Læknar vildu að hún léti eyða nokkrum fóstranna til að auka lífslíkur hinna. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 493 orð

Batinn notaður til að greiða niður skuldir

"ÞAÐ er afar mikilvægt að sá efnahagsbati sem við finnum núna verði nýttur til þess að greiða niður skuldir," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjölmiðlum fjárlagafrumvarp fyrir árið 1997, en frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með rúmlega eins milljarðs króna afgangi. Ríkissjóður hefur ekki verið rekinn með afgangi síðan árið 1984. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Biblíusýning í Safnaðarheimilinu

BIBLÍUSÝNING verður opnuð í anddyri safnaðarheimilis Akureyrarkirkju í dag, fimmtudag. Sýningin var útbúin í fyrra, í tilefni af 180 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags og hefur yfirskriftina "Biblían, hvernig varð hún til?" Auk kynningar á ritunarsögu Biblíunnar, sem sögð er í máli og myndum, er saga Biblíuþýðinga kynnt, saga íslensku Biblíunnar og Hins íslenska Biblíufélags. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 394 orð

Blair vill óháða rannsókn

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvatti í gær til óháðrar rannsóknar á pólitískum fjárframlögum í Bretlandi vegna deilna um meinta spillingu í röðum þingmanna, einkum þingmanna Íhaldsflokksins. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

Boðar skattalækkanir

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, boðaði skattalækkanir á næstu árum í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Bæði ættu jaðarskattar og almennir skattar að lækka, en þar verði að fara með gát, því forsendan verði að vera að ríkissjóður verði framvegis rekinn hallalaus. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Breytingar fyrirhugaðar í vinnslunni

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur sagt upp öllum starfsmönnum í löndunarhópi fyrirtækisins, alls 22 mönnum, þar af tveimur verkstjórum. Uppsagnarfrestur starfsmannanna er þrír til sex mánuðir. Þá hefur þremur verkstjórum í landvinnslu, tveimur á Akureyri og einum á Grenivík, verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 379 orð

Búist við átökum í Panjsher

LIÐSMENN Taleban-hreyfingarinnar og hermenn Ahmad Shah Masoods, fyrrum yfirmanns stjórnarhersins í Afganistan, virtust albúnir til átaka í gær í mynni Panjsher-dalsins. Hafði Masood lýst yfir neyðarástandi í dalnum og sýndi þess engin merki, að hann og hans menn ætluðu að gefast upp fyrir Taleban. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 394 orð

Búist við stórhlaupi úr Grímsvötnum í dag

VÍSINDAMENN reiknuðu í gær með að hlaup úr Grímsvötnum hæfist í dag. Búist er við að það verði svo mikið að aðeins jafnist á við hlaup árið 1938, þegar vatnið ruddist fram sandinn á sex kílómetra kafla og bar tröllvaxna jaka allt að 300 metra frá jökulbrúninni. Það hlaup var rakið til eldgoss undir jöklinum, líkt og nú. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 308 orð

Bændum bent á að hýsa sláturfénað

ÖSKUFALLS frá gosinu við Bárðarbungu hafði í gær orðið lítillega vart á Blönduósi, í Blöndudalnum og í Bárðardal. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, sérfræðings á Tilraunastöð Háskólans að Keldum, getur flúor sem gjarnan berst með gosösku valdið doða í búfénaði og því hefur bændum verið bent á að hýsa sláturfénað og folöld þar sem hætta er á öskufalli. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 753 orð

Bætti samskipti risaveldanna

MÁLÞING í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi ræddust við í Höfða á Reykjavíkurfundinum hófst í gær og var niðurstaða þeirra sem tóku til máls sú að þar hefði verið stigið stórt skref í átt til afvopnunar og um leið verið greidd gata fyrir bætt samskipti risaveldanna eftir lægð í upphafi níunda áratugarins. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Dansmeyjar um borð í herskip

HEIMSÓKN tveggja nektardansmeyja um borð í kanadíska freigátu, Ville de Quebec, sem hafði viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í lok ágúst, er nú til rannsóknar hjá kanadíska flotamálaráðuneytinu. Dan Bedell hjá Upplýsingaskrifstofa kanadíska sjóhersins í Halifax sagði í samtali við Morgunblaðið að konurnar væru frönskumælandi Kanadabúar en starfi sem nektardansmeyjar í Reykjavík. Meira
3. október 1996 | Miðopna | 1430 orð

Efasemdir um suðurafríska tengingu Nýjar vísbendingar um að suður-afríska leyniþjónustan hafi staðið að baki morðinu á Olof

FÉLL Olof Palme forsætisráðherra fyrir byssukúlu truflaðs manns eða voru þar að verki skipulögð undirróðurssamtök, innlend eða erlend? Þessarar spurningar hafa Svíar spurt sig síðan morðnóttina 28. febrúar 1986 en svörin hafa látið á sér standa og morðvopnið hefur ekki einu sinni fundist. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

EINAR ÁRNASON

EINAR Árnason, fyrrverandi flugstjóri og útgerðarmaður, er látinn. Hann fæddist 22. júlí árið 1925 í Landakoti í Sandgerði. Foreldrar Einars voru Sigríður Magnúsdóttir húsmóðir og Árni Magnússon útvegsbóndi í Landakoti í Sandgerði. Einar gekk í kvöldskóla í Sandgerði á árunum 1940­ 1941 og sótti mótornámskeið í Reykjavík árið 1942. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | -1 orð

Ekki verið betra frá árinu 1992

UM SÍÐUSTU mánaðamót var 261 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, samkvæmt yfirliti frá Vinnumiðlunarskrifstofunni, 77 karlar og 184 konur. Á sama tímabili í fyrra var 321 á atvinnuleysisskrá, 130 karlar og 191 kona. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, forstöðumanns Vinnumiðlunarskrifstofunnar, hefur atvinnuástandið í bænum ekki verið jafn gott á þessum árstíma og frá árinu 1992. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Engin áhrif á tekjur ríkissjóðs

Er henni m.a. falið að leita leiða til að draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts og ýmissa bótagreiðslna en ekki er gert ráð fyrir að tillögur nefndarinnar leiði til neinna breytinga á tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þá er ekki gert ráð fyrir að skattlagning fjármagnstekna skilar tekjum á árinu 1997, að því er segir í frumvarpinu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Fimmtán ára draumur rætist

"ÞETTA er búinn að vera draumur okkar í fimmtán ár," segir Jón Sigurðsson, félagi í Björg, björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Eyrarbakka, um svifnökkva sem sveitin keypti í sumar. Nökkvann er fyrirhugað að nota við leitir í og við Ölfusá og víðar ef þörf er á. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

Flug raskaðist vegna ösku í lofti

EKKI VAR hægt að fljúga á áfangastaði Flugleiða á Norðurlandi í gær, í fyrstu vegna veðurs en síðar um daginn vegna ösku í lofti vegna eldgossins í Vatnajökli. Margrét H. Hauksdóttir, deildarstjóri hjá Flugleiðum, sagði að í gærmorgun hefði verið ófært á ýmsa áfangastaði um land allt vegna veðurs, til dæmis til Eyja og ísingarhætta og mikil ókyrrð hefði verið yfir Austfjörðum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Framlög hækka um 190 milljónir

ÁÆTLAÐ er að fjárveiting til málefna fatlaðra á næsta ári verði 2.314 milljónir kr. og hækki um 190 millj. kr. Útgjöld aukast m.a. vegna útskrifta vistmanna af Kópavogshæli yfir á sambýli hjá svæðisskrifstofunum í Reykjavík og á Reykjanesi og kostnaður við stuðningsfjölskyldur eykst um 19 milljónir kr. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fréttabréf á alnetinu

ÚTGÁFA fréttabréfs umhverfisráðuneytisins, Umhverfinu, er hafin að nýju eftir nokkurt hlé. Útgáfan er með nokkuð öðru sniði en áður, þar sem það er gefið út á rafrænu formi á Veraldarvefnum á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Athygli skal vakin á því að heimasíðan hefur flutt og er nú með veffangið: htt://www.mmedia.is/umhverfi/ Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 288 orð

Færri rúm í gangi á handlækningadeild til októberloka

STARFSEMI Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er nú komin í eðlilegt horf, en í sumar og fram til nýliðinna mánaðamóta var dregið úr henni m.a. með fækkun rúma á deildum, dregið var úr mannahaldi og þremur deilum var lokað um hríð. Sumarstarfsemi á handlækningadeild hefur þó verið framlengd til næstu mánaðamóta sem þýðir að 15 rúm af 25 verða í notkun til októberloka. Meira
3. október 1996 | Miðopna | 99 orð

Gjóskufall á Norðurlandi

Í GÆRKVÖLDI höfðu Veðurstofunni borist tilkynningar um lítils háttar gjóskufall á Blönduósi, í Blöndudal, Svínadal, á Akureyri og í Reykhólasveit. Búist var við suðvestlægum vindum og að gjóska gæti haldið áfram að berast yfir norðaustanvert landið fyrri part dagsins. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Gufubólsturinn eins og loftbelgur

"VIÐ VORUM komnir um 13 km suðvestur úr Kverkfjallahrygg um hálffjögur um nóttina. Hvítur bólstur eða mökkur blasti við í vesturátt aðeins um fimmtán mínútum síðar. Bólsturinn var álíka í laginu og loftbelgur og sást mjög vel, enda hélst hann vel saman í svolítinn tíma. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Gulli og Snúður fá þorsk

KETTIRNIR Gulli og Snúður, Snúlla og Loppa hafa væntanlega ekki verið sviknir um kvöldmatinn, en vinkonurnar Erla, Guðrún og Rannveig komu færandi hendi með nýveiddan og spriklandi þorsk sem beit á hjá Guðrúnu við Togarabryggjunna í hellidemu gærdagsins. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hagræðing í löggæslu

KANNAÐIR verða möguleikar á útboði á rekstri Kvíabryggju á næsta ári og lokun Síðumúlafangelsisins á að leiða af sér 20 milljóna kr. sparnað árið 1997. Þá verða færðar 30 milljóna kr. sértekjur á liðinn "ýmis löggæslukostnaður" hjá dómsmálaráðuneytinu en um er að ræða ósundurliðaðan sparnað sem ætlað er að ná með hagræðingu í löggæslu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Handboltadagar í Hafnarfirði

HANDBOLTADAGAR verða haldnir í Miðbæ Hafnarfjarðar dagana 4. og 5. október. Þá munu FH og Haukar kljást í ýmsum þrautum ásamt því að kynna starfsemi sína. Dagskráin hefst á hádegi föstudaginn 4. október með kynningarstarfsemi félaganna. Kl. 17 munu svo meistaraflokkur kvenna í báðum félögum kljást. Á hádegi laugardaginn 5. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 408 orð

Heilbrigðismál 1.400 milljónir umfram fjárlög

HALLI ríkissjóðs á yfirstandandi ári er nú talinn geta orðið 2,7 milljarðar kr., eða 1,2 milljörðum kr. minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum., skv. endurskoðaðri áætlun ársins. Að vaxtagjöldum frátöldum er afkoman jákvæð um 5,5 milljarða kr. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 473 orð

Hlaupið var um sex kílómetra breitt

FLESTUM að óvörum hófst gríðarmikið hlaup í Skeiðará 23. maí 1938. Fjögur ár voru frá síðasta hlaupi og var þá ekki vitað til þess að áður hefði liðið svo skammt á milli hlaupa. En þó menn yrðu áþreifanlega varir við hlaupið var enginn var við eldgos í jöklinum. Leiðangrar sem farnir voru í maí og lok júní þóttu hins vegar benda til að gosið hefði undir jökli norðan við Grímsvötn. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Hröð atburðarás við Grímsvötn

HLAUP verður í Grímsvötnum þegar jarðhiti neðst í öskju undir Vatnajökli nær að bræða nægilegt magn af ís til þess að hún fyllist. "Þegar vatnið er komið í vissa hæð smýgur það undir jökulinn og bræðir göng svo askjan tæmist í flóði sem kemur fram í Grímsvötnum og á Skeiðarársandi," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hvatt til samstöðu launafólks

Sósíalistafélagið hefur samþykkt ályktun þar sem launþegar eru hvattir til að knýja fram bætt kjör og réttindi í næstu kjarasamningum með órofa samstöðu. Í ályktuninni segir að undangengin ár hafi ákaft verið þrengt að kjörum almennings á Íslandi. Jafnframt hafi skipulega verið grafið undan því félagslega öryggisneti sem kallað hafi verið velferðarkerfi. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 467 orð

Hvernig bregðast Rússar við stækkun NATO?

AÐILD grannríkja Rússlands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) getur verið viðkvæmt mál og kom það fram við hringborðsumræður á fyrra degi málþingsins á Grand Hóteli um tíu ára afmæli Reykjavíkurfundar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í gær. Meira
3. október 1996 | Miðopna | 1073 orð

Hver strókurinn á eftir öðrum Öskugos hófst í Vatnajökli upp úr klukkan fimm í fyrrinótt. Sjónarvottar segja það hafa byrjað með

ÖSKUGOSIÐ Í VATNAJÖKLI Hver strókurinn á eftir öðrum Öskugos hófst í Vatnajökli upp úr klukkan fimm í fyrrinótt. Sjónarvottar segja það hafa byrjað með hvítum bólstri, líkustum loftbelg, og þegar á daginn leið urðu töluverðar sprengingar, sem þeyttu öskunni upp í loftið. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 172 orð

Írakar ráðast á SÞ

ÍRAKAR réðust á miðvikudag harkalega að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) sem þeir sökuðu um að koma í veg fyrir að samningur Íraka og SÞ um olíusölu í skiptum fyrir matvæli tæki gildi. Segjast Írakar hafa staðið við samkomulag um eyðingu vopna. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Japanir vilja Ísland í Alþjóðahvalveiðiráðið

MICHIO Shimada, forstöðumaður sjávarútvegsstofnunar japanska sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu að nýju, samkvæmt frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Jarðskjálftamælar sóttir

JARÐSKJÁLFTAMÆLAR sem komið var fyrir neðansjávar á Reykjaneshrygg um miðjan ágúst voru sóttir aftur fyrir skömmu. Það voru varðskipsmenn á Óðni, tveir japanskir vísindamenn og Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur sem fiskuðu mælana upp. Mælarnir eru 27 talsins en ekki hefur tekist að ná í nema 25. Bryndís segir að enn sé vonast eftir því að hinir tveir finnist. Meira
3. október 1996 | Landsbyggðin | 187 orð

Kabarett í Inghóli á Selfossi

Selfossi­ NÝR kabarett Leikfélags Selfoss og hljómsveitarinnar Karma verður frumsýndur í Inghóli á Selfossi á laugardag, 5. október. Það eru félagar í leikfélaginu sem hafa samið kabarettinn sem fjallar um ferð fólks á sólarströnd og nefnist Sólarauki með Karma. Meira
3. október 1996 | Landsbyggðin | 1405 orð

Kránni lokað klukkan tíu

Eyrbekkingar standa á öndinni vegna þess sýslumaður hefur gert veitingastaðnum og þorpskránni, Kaffi Lefolii, að loka fyrr á kvöldin vegna kvörtunar nágranna. Veitingamaðurinn ætlar að loka ef ákvörðun sýslumanns fæst ekki hnekkt. Helgi Bjarnason kynnti sér deilurnar. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Kynning á ferðum fyrir eldri borgara

Í NÝÚTKOMNU málgagni eldri borgara eru kynntar tvær ferðir í Paradís Karíbahafsins á lægra verði en áður hefur þekkst. Miðað er við mánaðardvöl á fimm stjörnu hóteli með úrvalsfæði og margs konar skemmtun og afþreying innifalið. Fararstjóri Heimsklúbbsins og/eða hjúkrunarfræðingur ferðast með hópnum frá Íslandi og dvelst með honum allan tímann. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lánað verði til félagslegra leiguíbúða

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu félagsmálaráðs um að sótt verði um lán til Húsnæðisstofnunar ríkisins til kaupa á 30 félagslegum leiguíbúðum árið 1997. Í erindi félagsmálaráðs til borgarráðs kemur fram að árlega hafi verið sótt um lán til 30 leiguíbúða frá árinu 1990 til ársins 1996 og að einu sinni hafi verið veitt lán til kaupa á 30 íbúðum eða árið 1991. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Lánasýslan út af eftirmarkaði

STARFSEMI Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa verður lögð niður á næsta ári og gerðar verða breytingar á starfsemi Lánasýslu ríkisins. Lánasýslan mun í framtíðinni eingöngu sjá um fjáröflun ríkissjóðs á frummarkaði með útboðum ríkisverðbréfa og hverfa frá eftirmarkaðsviðskiptum en þau viðskipti munu færast til annarra verðbréfafyrirtækja. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

LEIÐRÉTT

MISHERMT var í blaðaukanum Tölvur og tækni, sem fylgdi Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að Treknet hefði umboð fyrir Metrowerks og þar með CodeWarrior kennslu- og þróunarhugbúnað. Hið rétta er að umboðsaðili fyrir Metrowerks er Hringiðan ehf. eins og sjá má á slóðinni http: //www.vortex.is/Islenska/Fyrirtaeki/Metrowerks/. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Litlar breytingar á nefndaskipan

Á FUNDI Alþingis í gær var setningu 121. löggjafarþings fram haldið með kosningu varaforseta þingsins og skipan í þingnefndir. Loks var hlutast til um sæti þingmanna. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður nýstofnaðs þingflokks jafnaðarmanna, tilkynnti formlega um sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka í hinum nýja þingflokki. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ljóðakvöld í Skálanum

BÓKAFORLAGIÐ Mál og menning og Háskóli Íslands standa fyrir þýzku ljóðakvöldi í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar flytur Petra von Morstein ljóð sín og ræðir um þau. Ljóðakvöldið verður í Skálanum Hótel Sögu og hefst klukkan 20:15. Meira
3. október 1996 | Miðopna | 82 orð

Ljósmyndir/Ingvar Valdimarsson SÍFELLT nýir gosstrókar komu upp,

Ljósmyndir/Ingvar Valdimarsson SÍFELLT nýir gosstrókar komu upp, fyrst hvítir gufubólstrar, en þegar þessar myndir voru teknar úr flugvél Flugmálastjórnar rétt eftir klukkan átta í gærmorgun urðu töluverðar sprengingar, sem þeyttu öskunniupp í 300 til 500 m hæð og lagði mökkinn svo undan vindi nokkra kílómetra í norður. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 320 orð

Lofa að koma til móts við kröfur þingsins

DAVID Williamson, aðalritari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur heitið fjárlaganefnd Evrópuþingsins því að orðið verði við kröfum þingsins um breytingar á starfsháttum ráðgjafarnefnda ESB. Þingið hefur fryst fjárveitingu, sem ætluð er til greiðslu ferðakostnaðar nefndarmanna, þar sem það telur starfshætti nefndanna ólýðræðislega. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Mannslífum verður ekki hætt fyrir mannvirki

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt fund í forsætisráðuneytinu klukkan fjögur í gærdag með Halldóri Blöndal samgönguráðherra, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, Helga Hallgrímssyn vegamálastjóra, Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og formanni Almannavarna ríkisins, og Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 458 orð

Margir vilja Laxá

FORRÁÐAMENN Veiðifélags Laxdæla hafa haft í nógu að snúast að yfirfara tilboð í Laxá í Dölum, en skilafrestur rann út um síðustu helgi. Mörg tilboð bárust, þau hæstu nokkur upp á 12-15 milljónir króna samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Einnig komu nokkur tilboð í Fáskrúð, en þar eru aðrar og lægri tölur á ferðinni. Fimmtug Veiðimálastofnun Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Með 1,1 milljarð í afgang

GERT er ráð fyrir tæplega 1,1 milljarðs króna afgangi í rekstri ríkissjóðs á næsta ári eftir samfelldan hallarekstur frá árinu 1985, í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997, sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 124,3 milljarðar kr. og lækka að raungildi um 2,5% eða um rúma þrjá milljarða kr. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

"Menn búa sig undir hið versta"

"VIÐ mældum ána rétt fyrir myrkur og þá greindist í henni lítillegur vöxtur, en enn sem komið er virðist hann vera vegna rigninga, en ekki vegna þess að vatn sé að brjótast undan jöklinum. Við búumst þó við að hlaup hefjist í fyrramálið, en ég held að tímasetningin geti aldrei orðið nákvæm. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Merkjasala Krabbameinsfélagsins um helgina

NÚ Í vikulokin verða seld merki o.fl. um land allt til stryktar starfi Krabbameinsfélagsins, en slík sala er orðin árviss. Auk merkja eru að þessu sinni seldir áletraðir pennar og lyklaveski, allt á sama verði, 300 krónur. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Meira
3. október 1996 | Landsbyggðin | 83 orð

Minnsti snjór frá 1960

Grund-Það er víðar en í Esjunni sem fjöll hafa ekki verið snjóléttari sl. 30­40 ár. Skarðsheiðin hefur ekki státað af svo fáum fönnum síðan 1960 að fréttaritari best veit. Menn fylgjast grannt með hvort Skessuhornið nái að verða snjólaust en eini skaflinn sem í því er skipti sér fyrir nokkrum dögum og eru nú tveir snjódílar eftir. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Morgunblaðið/Golli UNNIÐ var að mælingum á rennsli vatnsfalla á Ske

Morgunblaðið/Golli UNNIÐ var að mælingum á rennsli vatnsfalla á Skeiðarársandi í gær og kannaði Páll Jónsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, Núpsvötn. Vöxtur mældist í ánum, en hann var rakinn til rigninga. Búist var við að hlaup undan jökli hæfist í dag. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ný húsgagnaverslun á Höfn

HJÓNIN Jóhann Gunnarsson og Ólöf Gísladóttir opnuðu 26. september sl. verslunina Húsgagnaval á Höfn. Verslunin er til húsa í gamalli verbúð sem faðir Ólafar, Gísli Þorvaldsson, keypti og breytti í verslun árið 1979. Samtals er verslunarpláss um 300 fm á tveimur hæðum og eru húsakynni öll hin vistlegustu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Nýir danskennarar

TVEIR ungir danskennarar útskrifuðust frá Danssmiðju Hermanns Ragnars sl. vor þau Emelía Petrea Sigurðardóttir frá Akranesi og Jóhann Gunnar Arnarsson frá Akureyri. Þau hafa starfað við skólann sl. fjögur ár og tóku fyrri hluta prófs fyrir tveimur árum en lokapróf nú í vor. Aðalkennarar þeirra hafa verið Hermann Ragnar, Henný Hermannsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Óðinn á heimleið

VARÐSKIPIÐ Óðinn er nú lagt af stað heim úr Smugunni eftir sex vikna útivist. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur á sunnudag eða mánudag. Nú eru 14 íslensk skip við veiðar á víð og dreif um Smuguna. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Óheimilt að selja kveikjaragas í verslunum

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á 21 brúsa af kveikjaragasi í verslun við Lágmúla á þriðjudag. Slíkt gas má ekki selja einstaklingum yngri en 18 ára og það má einungis selja á bensínafgreiðslustöðum. Óheimilt er að selja gas af þessu tagi í verslunum og söluturnum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Ókeypis munnleg lögfræðiráðgjöf

LÖGFRÆÐIVAKTIN í Hafnarfirði mun hefja starfsemi í dag, fimmtudag, en hún er rekin á vegum Félags sjálfstætt starfandi lögmanna í Hafnarfirði, í samráði við Hafnarfjarðarkirkju. Bæjarbúum verður þar boðin ókeypis lögfræðiráðgjöf starfandi héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanna. Sams konar lögmannavaktir hafa verið starfræktar í Reykjavík og á Akureyri frá árinu 1994. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ólíklegt að gosið hafi áhrif á veðurfar

ÓLÍKLEGT þykir að eldgosið við Bárðarbungu á Vatnajökli hafi nokkur áhrif á veðurfar til langs tíma, að sögn Guðmundar Hafsteinssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. "Þó þetta stæði svona í þessum dúr kannski í fáeina daga og hætti svo þá hef ég ekki trú á að það hefði nein áhrif," sagði Guðmundur. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 387 orð

Palestínumenn lýsa vonbrigðum með árangurinn

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, hefðu náð samkomulagi um að taka aftur upp þráðinn í friðarsamningunum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Ríkið dregur úr fjárfestingu

FJÁRFESTINGAR ríkisins minnka um 300 milljónir samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og verða 9,4 milljarðar. Minnkunin kemur fyrst og fremst fram í vegamálum. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu verður 1,8% á næsta ári, en á árunum 1991­1994 var þetta hlutfall 2,8­3,2%. Tæpir 7 milljarðar til vegamála Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 402 orð

Segja Rússland vera án leiðtoga

DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, kom í gær saman í fyrsta sinn frá því Borís Jeltsín forseti tilkynnti að hann myndi gangast undir hjartaaðgerð. Stjórnarandstöðuleiðtogar sögðu í ræðum að Rússland væri nú án leiðtoga og kröfðust þess að gerðar yrðu þegar í stað ráðstafanir til að afstýra algjöru stjórnleysi. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 744 orð

Sífellt meiri áhugi á umhverfismálum meðal lögfræðinga

Ídag lýkur þriggja daga ráðstefnu á sviði umhverfisréttar um mengun sjávar, en hún er haldin á vegum Íslandsdeildar samtaka evrópskra laganema (ELSA). Ráðstefna þessi er haldin á Hótel Borg í Reykjavík og lýkur með pallborðsumræðum klukkan þrjú í dag, Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 644 orð

Skila á tæplega 1,1 milljarðs kr. afgangi á árinu

Gert er ráð fyrir 1.084 milljóna kr. tekjuafgangi á ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í gær. Ef það markmið næst yrði það í fyrsta skipti frá árinu 1985 sem ekki er hallarekstur á fjárlögum. Stefnt er að 2,5% lækkun útgjalda ríkisins að raungildi frá áætlaðri útkomu á yfirstandandi ári. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Snorri sýnir í Deiglunni

SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýninguna: Mát pát kát heysát á Kaffi Karólínu álaugardag, 5.október næstkomandi kl.14. Verkin ásýningunnieru stór ogsmá og er húntileinkuð indíánum í Norður- Ameríku. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Spara á 128 milljónir króna

FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ gerir ráð fyrir að sparaðar verði um 128 milljónir hjá Atvinnuleysistryggingasjóði með endurskoðun á starfsemi og úthlutunarreglum sjóðsins. Meðal annars er fyrirhugað að lækka þóknun úthlutunarnefnda atvinnuleysisbóta um 1% úr 3,2% í 2,2%, en það mun leiða til 25 milljóna króna sparnaðar. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Spáð 4% atvinnuleysi 1997

ÁÆTLAÐ er að verðlag hækki um 2% milli áranna 1996 og 1997 og að atvinnuleysi minnki og verði um 4%, að því er fram kemur í efnahagsforsendum fjárlagafrumvarpsins. Óvissa vegna kjarasamninga Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Staðfestir að miðin séu í þjóðareign

ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna lagði fram á Alþingi í gær tillögu til þingsályktunar um veiðileyfagjald, en þetta er fyrsta þingmálið sem hinn nýi þingflokkur leggur fram á nýsettu þingi. Meginatriði tillögunnar er, að Alþingi álykti, að taka beri upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Með því staðfesti Alþingi, að þjóðin eigi fiskimiðin. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 331 orð

Stefnt að 2,3 milljarða lækkun skulda ríkisins

HEILDARLÁNTÖKUR ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða eru áætlaðar 47,7 milljarðar kr. á næsta ári. Afborganir eldri lána eru áætlaðar 36 milljarðar. Hrein lánsfjáröflun er áætluð 11,7 milljarðar og er það 7,7 milljörðum kr. lægri fjárhæð en á yfirstandandi ári. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 327 orð

STUTTNýtt markaðseftirlitsgjald

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hyggst flytja frumvarp um markaðseftirlitsgjald sem tekið verði upp og á að gefa um 10 millj. kr. í tekjur en framlag til Löggildingarstofunnar lækkar um 2,2 millj. kr. á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu. ÁÆTLAÐ er að arðgreiðslur ríkisfyrirtækja minnki um 7% á næsta ári eða um nálægt 170 milljónir kr. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 122 orð

Suu Kyi með fréttamönnum

LEIÐTOGI andstæðinga herforingjastjórnarinnar í Burma, Aung San Suu Kyi, laumaðist til þess í gær að ræða við erlenda fréttamenn á heimili vinafólks síns í Rangoon en stjórnvöld hafa bannað alla umferð að og frá húsi hennar. Suu Kyi sagði að alls hefðu nær 800 stjórnarandstæðingar verið handteknir, mun fleiri en skýrt hefði verið frá. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 432 orð

Tekjur vaxa samhliða meiri veltu í efnahagslífinu

TEKJUR ríkissjóðs verða heldur lægri á næsta ári en á þessu ári gangi áætlun fjárlaga eftir. Ástæðan fyrir því er að búið er að flytja rekstur grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna, en samhliða voru tæplega 6 milljarða tekjur fluttar til sveitarfélaganna. Meira
3. október 1996 | Miðopna | 287 orð

Umbrotin hluti af lengri atburðarás

PÁLL Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að umbrotin undir Vatnajökli, sem hófust á sunnudag, tengist virkni sem fyrst varð vart í fyrrasumar. Páll segir þrjár megineldstöðvar koma við sögu, það er Bárðarbungu Grímsvötn og Hamarinn, eða Lokahrygg sem liggur austur af honum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

Unnið að sameiningu og fækkun stofnana

SETT eru fram áform um breyttar áherslur í rekstri og þjónustu ríkisstofnana í fjárlagafrumvarpinu sem á að leiða til fækkunar þeirra og laga starfsemina að breyttum aðstæðum, m.a. vegna tækniframfara og bættra samgangna. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

ÚA-bréfin seld á genginu 4,98

SALA á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefst um miðjan október, að sögn Jóns Halls Péturssonar, framkvæmdastjóra Kaupþings Norðurlands hf. Akureyrarbær samdi við Kaupþing Norðurlands um að annast sölu bréfanna, sem eru að nafnvirði 132,2 milljónir króna. Í fyrsta áfanga sölunnar er starfsfólki ÚA og bæjarbúum 18 ára og eldri boðinn forkaupsréttur á bréfunum. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Útgjöld til landbúnaðar minnka

ÚTGJÖLD landbúnaðarráðuneytis eru áætluð 6.924 milljónir kr. á næsta ári og lækka um 57 millj. á milli ára. Greiðslur vegna sauðfjárræktar lækka um 230 millj. kr., úr 2.727 millj. kr. á fjárlögum í ár í 2.497 millj. á næsta ári, í samræmi við búvörusamning ríkisins og bænda. Uppkaup á fullvirðisrétti eru áætluð 313 millj. kr. og lækka um 282 millj. kr. milli ára. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 342 orð

Vegir og varnargarðar rofnir til hlífðar brúm

"VEGAGERÐIN býr sig undir að mæta miklu hlaupi og þar er miðað við hlaupið árið 1938, enda var aðdragandinn þá mjög svipaður og núna. Við þurfum að rjúfa varnargarða og vegi til vatnið renni fram sandinn og hlífi brúm, en óvíst er hvenær við þurfum að hefjast handa," sagði Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

Vetrarferð Kristins og Jónasar á geislaplötu

HINN KUNNI ljóðaflokkur, Vetrarferðin, eftir Franz Schubert verður gefinn út á diski í haust hjá Máli og menningu í flutningi Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Jónas hefðu verið að flytja þetta verk á tónleikum í um það bil tíu ár og alltaf hefði staðið til að gefa það út á diski. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Viðskiptahalli áætlaður 15 milljarðar

HAGVÖXTUR hér á landi stefnir í 5,5% á þessu ári og miðað við forsendur þjóðhagsáætlunar, sem lögð var fram á Alþingi í gær, verður vöxturinn 2,5% á næsta ári. Spáð er áþekkum hagvexti næstu árin á eftir. Ekki er gert ráð fyrir byggingu álvers á Grundartanga í þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar en þó er tekið fram að ef álverið verður reist, leiði það til þess að hagvöxtur á næsta ári verði um 4%. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Vinnur Blair traust kjósenda?

BRESK blöð hrósuðu í gær ræðu Tony Blairs, leiðtoga Verkamannaflokksins, á flokksþinginu í Blackpool í fyrradag og sögðu hana hafa hleypt nýjum eldmóð í flokksmenn. Létu þau þó efasemdir í ljós um, að tíminn fram að þingkosningum, sem fram fara í síðasta lagi í maí að vori, myndi nýtast honum til að sannfæra kjósendur um, að honum hefði tekist að losa flokkinn úr viðjum verkalýðshreyfingarinnar. Meira
3. október 1996 | Erlendar fréttir | 342 orð

Þotan fórst vegna bilunar í stjórntölvum

FLUGSTJÓRI perúskrar farþegaþotu af gerðinni Boeing 757-200, sem fórst við strendur Perú í gær, tilkynnti um meiriháttar bilun í stjórntækjum þotunnar skömmu áður en samband við hana rofnaði. Allir, sem um borð voru, 70 manns, fórust. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Þýfið fannst í skúr í nágrenninu

TILKYNNT var um innbrot í húsnæði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur við Lindargötu um hálfníuleytið á þriðjudagsmorgun en þegar nánar var að gáð kom í ljós að þýfið hafði verið flutt í skúr í nágrenninu. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 468 orð

Þýfi finnanlegt gegnum alnetið

ÍSLENDINGUR hefur í samvinnu við ástralskan aðila komið á fót þjónustu á alnetinu sem miðar að því að skrá tæki og annan búnað á lista, til að auðveldara sé að hafa upp á þeim eftir þjófnað eða sannreyna hvort varningur sem boðinn er til kaups sé stolinn eða heiðarlega fenginn. Meira
3. október 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

GERT er ráð fyrir 490 millj. kr. fjárheimild til launa- og verðlagsmála á næsta ári, í fjárlagafrumvarpinu, og er þetta fé einkum ætlað til að mæta hækkun bóta velferðarkerfisins sem kann að leiða af kjarasamningum á árinu 1997. Meira
3. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

3. október 1996 | Staksteinar | 328 orð

»Launaþróun og verðbólga HAGTÖLUR mánaðarins, septemberhefti, segja horfur í

HAGTÖLUR mánaðarins, septemberhefti, segja horfur í verðlagsmálum hér á landi næstu misseri ráðast af komandi kjarasamningum. 4-5% launabreyting milli ára samrýmist um 2,5% verðrisi og stöðugu raungengi, en 7% launahækkun eða meiri tefli stöðugleika í verðlagsmálum í umtalsverða hættu. Horfur Meira
3. október 1996 | Leiðarar | 638 orð

leiðariÞING OG SÉRFRÆÐIÞEKKING ARNAÐARORÐ forseta Íslands,

leiðariÞING OG SÉRFRÆÐIÞEKKING ARNAÐARORÐ forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í fyrstu ræðu hans við setningu Alþingis, eru allrar athygli verð. Forseti sagði meðal annars: "Að vissu leyti heyr þingið nú varnarbaráttu til að tryggja að það vald sem því ber samkvæmt lýðræðisgrundvelli íslenzkrar stjórnskipunar flytjist í reynd ekki smátt og smátt t Meira

Menning

3. október 1996 | Menningarlíf | 155 orð

Annað svið sýnir Svaninn

NÚ ERU hafnar æfingar hjá leikfélaginu Annað svið á leikritinu Svaninum eftir bandaríska leikritaskáldið Elísabetu Egloff. Leikstjóri Svansins er Kevin Kuhlke, aðalleiðbeinandi Experimental Theater Wing við New York háskóla. Kevin leikstýrði Sjúk í ást, eftir Sam Sherpard, sem Annað svið setti upp fyrir fáeinum árum. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 646 orð

Blikktrommuleikur á Töfrafjalli

Á Þýskum bókadögum hjá Eymundsson í Austurstræti eru engar bækur eftir Johann Wolfgang von Goethe, en aftur á móti bók um hann. Að sögn Jónfinns Joensen verslunarstjóra var ákveðið að bókadagarnir kynntu sérstaklega samtímabókmenntir og þess vegna eru elstu höfundarnir bræðurnir Thomas og Heinrich Mann, Erich Maria Remarque og Heinrich Böll svo að einhverjir séu nefndir. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Bond-stúlkur í bílabás

FJÓRAR föngulegar fyrirsætur stilla sér upp fyrir myndtöku í "James Bond" sýningarbásnum á bílasýningu sem opnar í París í dag. Stórt safn af farartækjum sem notuð hafa verið í myndum um breska njósnarann er til sýnis á sýningunni og þar á meðal þessi Kenworth trukkur sem notaður var í myndinni "Licence to Kill". Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Crystal í spennumynd

BANDARÍSKI leikarinn Billy Crystal, sem er að leika í myndinni "Father's Day" með Robin Williams, áætlar að leika í og framleiða lögregluspennumynd sem enn hefur ekki fengið nafn. Myndin mun fjalla um óheflaðan lögreglumann í New York sem neyðist til að vinna með kvenkyns rannsóknarlögreglumanni frá Scotland Yard við að leysa röð morða sem eiga sér stað í listheiminum. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Datt og ásakar Tommy Lee

LÖGREGLAN í Los Angeles rannsakar nú atvik sem átti sér stað síðastliðinn mánudag fyrir utan skemmtistaðinn the Viper Room. Ljósmyndarinn Henry Trappler segir að Tommy Lee, trommuleikari rokkhljómsveitarinnar Mutley Crue og eiginmaður leikkonunnar Pamelu Anderson Lee, hafi hrint sér með þeim afleiðingum að hann datt í götuna og hlaut af meiðsl í baki. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 412 orð

Djass fyrir Evrópu

Sextett Sigurðar Flosasonar. Sigurður Flosason altósaxófónn, Veigar Margeirsson trompet, Óskar Guðjónsson tenórsaxófónn, Agnar Már Magnússon píanó, Gunnlaugur Guðmundsson kontrabassi, Einar Valur Scheving trommur. Sveiflukvintett Levinsons, Schevings og Webers. Dan Levinson klarinett, Árni Scheving víbrafónn, John Weber píanó, Þórður Högnason kontrabassi, Tom Melito trommur. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Edwards keypti 15 fjallahjól

LIÐSMENN umboðsskrifstofu leikarans úr Bráðavaktinni, Anthonys Edwards, urðu glaðir nýlega þegar hann keypti 33.000 króna fjallahjól handa hverjum þeirra, alls 15 talsins. Tilefnið var ný þáttaröð, "In Cold Blood", sem skrifstofan hafði milligöngu um að afla Edwards hlutverks í. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Errósýning opnuð í Hannover

NÚ STENDUR yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Errós í Hannover í Þýskalandi. Á henni gefur að líta pólitísk málverk listamannsins frá 30 ára tímabili. Listamaðurinn var viðstaddur opnun sýningarinnar og á meðal fjölmargra sýningargesta var stór hópur Íslendinga. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 427 orð

Friðarstund

Mogens Christensen: Vinterlys; John Frandsen: Twilight; Lárus H. Grímsson: "Tis a Stairway, not a Street".Auður Hafsteinsdóttur, fiðla; Camilla Söderberg, blokkflauta; Einar Kristján Einarsson og Pétur Jónasson, gítar; Martial Nardeau, þverflauta. Norræna húsinu, þriðjudaginn 1. október kl. 12.30. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 29 orð

Fugees í Vín

Fugees í Vín HLJÓMSVEITIN The Fugees er á tónleikaferð um Evrópu og hér sést einn liðsmanna hennar, Wyclef Jean, á sviðinu á opnunarhátíð nýrrar tónleikahallar í Vín um helgina. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Fyrsta ball Borgarholtsskóla

NÝJASTI skólinn í borginni, Borgarholtsskóli, hélt fyrsta busaballið í Ingólfskaffi í síðustu viku. Fjöldi glaðlegra ungmenna skemmti sér af krafti við undirleik hljómsveitarinnar Sóldaggar. Morgunblaðið/Hilmar Þór ÓLAFUR Hreggviðsson og Anna Guðrún Jónsdóttirtaka sér stöðu við barinn. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 200 orð

Fyrstu tónleikar Höllu Margrétar Árnadóttur

HALLA Margrét Árnadóttir óperusöngkona heldur sína fyrstu opinberu tónleika hér á landi í Íslensku óperunni laugardaginn 12. október nk. kl. 16. Halla Margrét hefur sl. 6 ár verið við nám og nú síðast störf á Ítalíu við sópransöng. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 181 orð

Grísk veisla í Hafnarborg

NÚ í haust verður tekin upp sú nýbreytni að hafa leiksýningar í Hafnarborg. Hér er um að ræða dagskrá sem flutt var í Kaffileikhúsinu á síðasta vetri, flutning á söngvum og ljóðum Mikis Þeodorakis, eins ástsælasta skálds Grikkja. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 397 orð

Halldór kveður Tríó Reykjavíkur

Flytjendur Halldór Haraldsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran. Sunnudagur 29. september 1996. VEGNA anna sem skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík hefur Halldór tekið þá ákvörðun að hætta sem píanóleikari Tríós Reykjavíkur. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Harley-hátíð í Japan

UM 2.000 mótorhjólamenn og -konur komu til japanska bæjarins Kinugawa nýlega, um 100 km norðan við höfuðborgina Tókýó, á Harley Davidson-mótorhjólahátíð sem þar var haldin. Hinn 60 ára gamli japanski mótorhjólajaxl Hideo Miura kom hjólandi á vel skreyttum grip sínum og þótt ótrúlegt sé leynist Harley Davidson-mótorhjól undir öllu glingrinu. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 421 orð

Hver í kapp við annan

Camerartica og gestir Fluttu verk eftir Erkki Jokinen, Kjell Marcussen, Kjell Mørk Karlsen, Harri Suilamo, Svend Hvidtfelt-Nielsen og Kjartan Ólafsson. Stjórnandi: Bernhard Wilkinson. TÓNLEIKARNIR hófust á samleikverki fyrir harmonikku og kontrabassa, eftir Erkki Jokinen, Verkið er töluverk átaksmikið og var að mörgu leyti vel flutt, Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 421 orð

Í kvenlegg

Ólöf Oddgeirsdóttir. Opið kl. 14 - 18 alla daga til 9. október; aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur oft verið nefnt að listarfurinn felst ekki eingöngu í hinu stórfenglega og magnþrungna; ef svo væri hefðu Íslendingar af litlu að státa frá fyrri öldum. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Kammersveit í Óperunni

FYRSTU tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru um helgina í Íslensku óperunni en þeir voru haldnir innan ramma Norrænna músíkdaga. Stjórnandi var Silvia Massarelli frá Ítalíu og einsöngvari Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran. Ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á tónleikana og tók nokkrar myndir. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 233 orð

Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi

LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út bókina Landmælingar og kortagerð Dana á Íslandi. Höfundur er Ágúst Böðvarsson fyrrverandi forstjóri Landmælinga Íslands. Í bókinni er skráð saga eins mesta stórvirkis Dana á stjórnarárum þeirra á Íslandi, þ.e. gerð umfangsmikils landmælinganets yfir allt landið og nákvæmra korta sem síðari tíma kort af Íslandi hafa byggst á til þessa. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 639 orð

Léttir lífsþræðir

Guðrún Gunnarsdóttir. Opið kl. 10-18 alla daga til 20. október. Aðgangur 300 kr. (gildir á allar sýningar); sýningarskrá 900 kr. Í MIÐRÝMI Kjarvalsstaða má segja að sé að finna yfirlætislaust andóf við þá ágætu en um leið ágengu myndlist sem fyllir salina sitt hvoru megin. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 766 orð

List eftirvæntingarinnar - eða ergjandi bið

eftir Kerstin Ekman. Sverrir Hólmarsson þýddi. Uglan, Íslenski kiljuklúbburinn, Reykjavík 1995. 430 bls. KERSTIN Ekman hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna, Atburðir við vatn(H¨andelser vid vatten), árið 1994. Ekman (f. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 532 orð

Litaballett

Verk eftir Tapio Nevanlinna, Lars Gunnar Bodin og Patrick Kosk. Myndræn innsetning: Halldór Ásgeirsson. Hljóðstjórn: Lárus H. Grímsson. Höfðaborginni í Hafnarhúsinu, föstudaginn 27. september kl. 23. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 80 orð

McGillis snýr aftur

BANDARÍSKA leikkonan Kelly McGillis, sem lék meðal annars á móti Tom Cruise í myndinni "Top Gun" og hefur ekki leikið í kvikmynd síðan árið 1992 þegar hún lék í myndinni "The Babe", snýr aftur á hvíta tjaldið 7. október næstkomandi þegar tökur hefjast á vestranum "Prairie Doves". Hann fjallar um fimm vændiskonur í smábæ í Bandaríkjunum og gerist árið 1870. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 757 orð

MEISTARI MATTA

Roberto Sebastian Matta Echaurren. Opið kl. 10-18 alla daga til 20. október. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar); sýningarskrá kr. 3.500. ÞAÐ er ekki oft sem sýningar réttnefndra örlagavalda listasögunnar rata til Íslands, en þó gerist það stöku sinnum. Nú stendur ein slík yfir í vesturhluta Kjarvalsstaða. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 109 orð

Miklos Dalmay sigurvegari Tónvakans 1996

TÓNVAKANUM 1996, tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins, er nú lokið. Sigurvegarinn að þessu sinni er Miklos Dalmay píanóleikari. Miklos Dalmay er fæddur í Ungverjalandi og stundaði tónlistarnám frá unga aldri. Hann hefur starfað að tónlistarkennslu og tónlistarflutningi í heimalandi sínu, í Svíþjóð og síðustu árin á Íslandi. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Mjallhvít í Möguleikhúsi

FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýndi barnaleikritið Mjallhvíti undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar í Möguleikhúsinu um helgina. Gestir tóku virkan þátt í sýningunni og sungu og bættu við leikhljóðum þegar þess þurfti. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 378 orð

Námsstefna um Karenu Blixen

NÁMSTEFNA verður haldin í Norræna húsinu um danska rithöfundinn Karenu Blixen, sunnudaginn 6. október frá kl. 14­20. "Kvikmyndin "Jörð í Afríku", sem byggð er á bók hennar "Den afrikanske Farm" og kvikmyndin "Gestaboð Babettu", er byggist á bók hennar "Skæbne-Anekdoter", sem leikstýrt er af Dananum Gabriel Axels, Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 661 orð

NÁTTÚRUHAMFARIR

Verk eftir Harri Vuori, Torsten Nilsson, Harri Viitanen og Pelle Gudmundsen-Holmgreen. Katarina Lewkovitch, Lenka Matéová, Harri Viitanen og Eva Feldbæk, orgel. Hallgrímskirkju, mánudaginn 30. september kl. 17. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 77 orð

NORSKA ríkissjónvarpið hefur boðað til

NORSKA ríkissjónvarpið hefur boðað til óvenjulegrar samkeppni í samvinnu við Grieg- félagið þar í landi. Í tengslum við Grieg-hátíð sem sýnd verður í sjónvarpinu árið 1998 er boðað til samkeppni um að ljúka við píanókonsert sem Edvard Grieg lauk ekki við. Er búist við því að tónskáld hvaðanæva að muni taka þessari áskorun. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Ný Nicholson mynd

TÖKUR eru hafnar á nýrri mynd með gamla refnum og Óskarsverðlaunahafanum Jack Nicholson í aðalhlutverki. Myndin heitir "Old Friends" og er rómantísk gamanmynd. Mótleikkona hans er Helen Hunt, sem lék í myndinni "Twister", og leikstjóri er James L. Brooks sem leikstýrði meðal annars myndinni "Broadcast News". Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Nýr stjórnandi

KVENNAKÓR Suðurnesja er að hefja nýtt starfsár með nýjum stjórnanda. Agota Joó tekur nú við af Sigvald Snæ Kaldalóns, sem stjórnað hefur kórnum í sjö ár. Æft verður tvisvar í viku og stefnt að tónleikahaldi á aðventu og í vor. Kvennakór Suðurnesja er með elstu kvennakórum landsins. Hann var stofnaður árið 1968 og hefur starfað óslitið síðan. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 95 orð

Opnunarhóf Sundanestis

SUNDANESTI flutti í nýtt 220 fermetra húsnæði á lóð Olís við Sæbraut um helgina. Af því tilefni var haldið stórt opnunarhóf þar sem rúmlega 100 manns mættu og þáðu léttar veitingar og fylgdust með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 542 orð

Óhefðbundin kynning

eftir José Jiménez Lozano. Jón Thoroddsen og Kristín G. Jónsdóttir þýddu. Prentun Oddi. Mál og menning 1996 ­ 123 síður. ÞAÐ er ekki oft sem spænskar bækur eftir höfunda sem eru nær óþekktir utan Spánar koma út í öðrum löndum. Þetta hefur þó gerst hér heima með útgáfu smásagna José Jiménez Lozano (f. 1930), Lambið og aðrar sögur. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 201 orð

Prestasögur og eiturlyfjaneysla

BÓKAÚTGÁFAN Hólar á Akureyri sendir frá sér fimm bækur á þessu ári. Framhald prestasagnanna frá í fyrra, Þeim varð á í messunni, heitir Þeim varð aldeilis á í messunni. Meðal þeirra presta sem segir af í nýju bókinni eru Pálmi Matthíasson, Sigurður Haukur, Svavar Jónsson, Pétur Þórarinsson, Irma Sjöfn, Dalla Þórðardóttir, Sigurður Arnarson og Vigfús Þór. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 374 orð

Ráðinn við óperuna í KrefeldMönchengladbach

MAGNÚS Baldvinsson óperusöngvari hefur verið ráðinn til tveggja ára við óperuna í Krefeld-Mönchengladbach í Þýskalandi. Söngvarinn starfaði áður í hálft annað ár í Detmold og segir hann þetta stórt skref upp á við en umrætt óperuhús sé í háum gæðaflokki. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 91 orð

Rithöfundar gagnrýna Arafat

ALÞJÓÐASAMTÖK rithöfunda, PEN, hafa sent Yasser Arafat, leiðtoga sjálfsstjórnar Palestínumanna, opið bréf, þar sem þeir mótmæla þeirri ákvörðun að banna verk hins heimsþekkta palestínska rithöfundar Edward Said. Líklega hafa fáir vakið jafnmikla athygli á málstað Palestínumanna á Vesturlöndum og Said en bækur hans voru bannaðar í ágúst eftir að hann gagnrýndi Arafat opinberlega. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 614 orð

Safnfréttir, 105,7

VINIR DÓRA hefja vetrarstarfið með heimsókn til Vestmannaeyja um helgina. FURSTARNIR leika á Hótel Barbró, Akranesi, á laugardagskvöld. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 466 orð

Samtíma(þjóð)sögur úr Kópavogi

eftir Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdóttur. Rótarýklúbbur Kópavogs, 1996 ­ 123 síður. KVEIKJAN að þessari bók er B. Ed-ritgerð sem höfundar unnu við Kennaraháskóla Íslands. Verkefni þeirra var að skrá sögur og sagnir úr Kópavogi eftir frásögnum fróðra manna og kvenna. Meira
3. október 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Tom og Kidman knúsast í Feneyjum

HJÓNIN og leikararnir Tom Cruise og Nicole Kidman eru búin að vera gift í fimm ár og af þeim geislar hamingja sem aldrei fyrr. Í veislu, sem haldin var á meðan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum stóð yfir nýlega, sást þetta glöggt. Ást Toms á eiginkonunni var augljós og þau knúsuðu hvort annað meira og minna allt kvöldið. Á meðfylgjandi myndum sjást dæmi um atlotin. Meira
3. október 1996 | Menningarlíf | 1280 orð

Tónleikar á tunglinu?

MAÐUR var nefndur Hannes Finnsson. Var hann vígður kirkjuprestur og stiftsprófastur í Skálholti 1776, aðstoðarbiskup föður síns, Finns Jónssonar, í Skálholti ári síðar og biskup 1785. Hannes var talinn fjölmenntaðasti maður á Íslandi á sínum tíma, vel heima í náttúrufræði, stærðfræði, sagnfræði, hagfræði og málfræði en eftir hann liggja fjölmörg rit. Hann andaðist árið 1796. Meira

Umræðan

3. október 1996 | Aðsent efni | 1192 orð

75 ára afmæli soroptimistahreyfingarinnar

SOROPTIMISTAR um allan heim halda daginn í dag hátíðlegan og minnast þess að 75 ár eru liðin síðan fyrsti soroptimistaklúbburinn var stofnaður í Oakland í Kaliforníu. Aþjóðasamband soroptimista (SI) eru samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heimsbyggð alla. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 1179 orð

Eldvarnir á skemmtistöðum ­ gagnrýni svarað

TILEFNI þessarar greinar er nýbirt athugun Brunamálastofnunar ríkisins um ástand veitingahúsa í Reykjavík, en niðurstöður hennar fundu sér leið í sjónvarpsfréttir í vikunni sem leið. Í niðurstöðum þessarar athugunar hallar mjög á Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar og get ég ekki látið undir höfuð leggjast að svara nokkru þar um. Meira
3. október 1996 | Bréf til blaðsins | 244 orð

Ferðir á Snæfellsjökul fyrr og nú

FYRST var gengið á Snæfellsjökul 1. júlí 1754. Gerðu það Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Þeir biðu ferðaveðurs á Ingjaldshóli í fjóra daga. Klukkan eitt um nótt lögðu þeir af stað og höfðu hesta undir farangur. Þeir komu hestunum upp á jökulröndina við Geldingafell. Að Jökulþúfum voru þeir komnir kl. 9 í 24 gráða frosti. Til bæja komu þeir á hádegi. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 917 orð

Fornar forvarnir Maharishi

Fornar forvarnir Maharishi TM-hugleiðsla er, að mati Guðjóns B. Kristjánssonar, hentug á sumum sviðum heilbrigðismála. Í ALLRI umræðunni um forvarnir og framkvæmd þeirra virðist sem lítið hafi verið gert af samanburði á árangri þeirra aðferða sem eiga að leiða til aukins heilbrigðis. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 1008 orð

Hjálparstofnunum úthýst í Búrma

"ÞAÐ var í janúar og kalt. Ég var bara á skyrtunni. Ég ætlaði að reisa kofa yfir fjölskylduna og átti bara eftir að setja þakið þegar hermennirnir skipuðu mér að koma og vinna. Ég vildi fá að setja þakið á áður en ég færi en þá hótuðu þeir að skjóta mig. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 727 orð

Hugleiðingar um íþróttir unglinga

NÚ ÞEGAR handboltavertíðin byrjar og félögin hefja þjálfun, hefst eltingaleikur ýmissa félaga við sterkustu einstaklingana úr öðrum félögum. Margir fylgjast með fréttum af tilfærslum manna í meistaraflokki og ekki þykir í frásögu færandi að menn skipti um félag á hverju ári, þó svo að á árum áður hefði það talist óhugsandi. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 823 orð

Hver ræður?

FLUTNINGUR opinberra stofnana frá Reykjavík er liður í fjölþættum aðgerðum gegn byggðaröskuninni í landinu. Nauðsyn slíkra aðgerða hefur á síðari árum hlotið almenna viðurkenningu. Fólksflutningarnir til höfuðborgarsvæðisins, einhæfni atvinnulífsins í öðrum landshlutum, Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 560 orð

Jöfnum atkvæðavægis

ALLIR stjórnmálaflokkar hafa þá stefnu að jafna beri misjafnt vægi atkvæða. Ungt fólk í öllum stjórnmálahreyfingum hefur krafist þess að vinna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hefjist sem fyrst. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar sé að endurskoða kosningalöggjöfina með það fyrir augum að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 1007 orð

Launakerfi og vinnutími ­ börn blekkingar

ÞANN 11. ágúst sl. birti Morgunblaðið grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra undir fyrirsögninni "Stefnumörkun í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar". Þar segir m.a. að eftir að gerð hafði verið úttekt á stjórnkerfi borgarinnar hafi verið komið á fót starfshópi um mótun starfsmannastefnu. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 726 orð

Launamisrétti

UNDANFARIN ár hafa ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar aukið mjög á misrétti í þessu þjóðfélagi með þeim afleiðingum að brátt er hægt að tala um að hér á Íslandi búi tvær þjóðir, sú bjargálna og sú sem býr við örbirgð og á vonina eina eftir. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 775 orð

Leiðsögn um Papey ­ rangfærslur

Í SUMAR fór ég langþráða ferð út í Papey á vegum Papeyjarferða hf. á Djúpavogi. Um 40 mínútur tók að sigla út en skoðunartíminn í eyjunni var um 2 1/2 klst. Ferðafókið taldi um tuttugu manns og voru Íslendingar í meirihluta. Leiðsögumaðurinn var ung stúlka sem á ættir að rekja til eyjarinnar. Meira
3. október 1996 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Lækkun bifreiðatrygginga

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands sér allt í einu tilefni til þess að lækka hjá sér bifreiðatryggingarnar í samkeppni við FÍB tryggingu sem hóf starfsemi fyrir viku. Það er mjög áhugavert hversu fljótt er hægt að skipta um skoðun þegar einhverjir peningar eru komnir í spilið. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 619 orð

Menntaþing námsmanna ­ Til móts við breytta tíma

LAUGARDAGINN 5. október stendur menntamálaráðherra fyrir menntaþingi í Háskólabíói undir yfirskriftinni Til móts við nýja tíma. Námsmannahreyfingunni finnst mjög jákvætt að menntamálaráðherra blási til menntaþings. Námsmenn hafa nefnilega lagt sig fram við að efla málefnalegar umræður um menntamál. Nú hefur hins vegar komið upp ágreiningur milli menntamálaráðherra og námsmanna. Meira
3. október 1996 | Bréf til blaðsins | 587 orð

Ógnarveldi í vesturbæ

GRANNI, húmanískt hverfisblað í vesturbæ Reykjavíkur, hefur verið gefinn út, með nokkru hléi, í lengri tíma. Þegar undirritaður tók til starfa við blaðið var það með mikilli eftirvæntingu. Blaðið var nýtt, og það virtist vera spennandi miðill sem hentaði framtíðinni. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 644 orð

Sameining íþróttahreyfingarinnar?

UNDANFARIÐ hafa birst í blöðum greinar um sameiningu ÍSÍ og ÓL, þær hafa allar verið gott innlegg í þá umræðu hvort endurskipuleggja eigi alla hreyfinguna upp á nýtt og leggja niður núverandi skipulag. Samkvæmt lögum Íþróttasambands Íslands er tilgangur sambandsins að vera æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu. Sambandið á að vera óháð stjórnmálastefnum og trúmálaskoðunum. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 608 orð

Skógrækt og uppgræðsla á Reykjanesi

AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Íslands var haldinn fyrir skömmu í Hafnarfirði og var aðalþema fundarins gróður og náttúrufar á Reykjanesskaganum. Mörg góð erindi voru flutt á fundinum og kom m.a. fram að þegar land byggðist var Reykjanesskaginn gróinn og kjarri vaxinn og hélst svo fram á 18. öld. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 390 orð

Til styrktar nýjum Barnaspítala Hringsins

Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu mun 4. og 5. október nk. gangast fyrir sölu á merkinu Gleym mér ei. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu samanstendur af 11 kvenfélögum sem sameiginlega vinna þetta verk. Ágóði af merkjasölu þessari mun renna til styrktar byggingu Barnaspítala Hringsins. Meira
3. október 1996 | Bréf til blaðsins | 171 orð

"Útaf með dómarann"

ÓMAR Ragnarsson samdi fyrir nokkrum árum ágætan texta um hann Jóa útherja, sem var þekktur fyrir sín þrumuskot auk margs annars. Þar komu raunar fleiri við sögu, einn hrópaði í darraðardansinum miðjum: "Útaf með dómarann" og tvítók þá kröfu er rétt er munað. Það er þannig engin ný bóla að dómarinn sé ekki endilega vinsælasti maður á vellinum og störf hans umdeild. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 933 orð

"Valfrjálst" tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustunni

Í BYRJUN júlímánaðar sl. kynnti heilbrigðisráðuneytið stefnuyfirlýsingu sína um "aðgerðir til að efla heilsugæslu og hafa áhrif á verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu". Ljóst er að stefnuyfirlýsing þessi tengist uppsögnum heilsugæslulækna fyrr á árinu og er hluti af samkomulagi þeirra og ráðuneytisins. Ekkert samráð var haft við aðra lækna en þá sem starfa á heilsugæslustöðvum í eigu ríkisins. Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 1245 orð

Vestfirskir vegir ­ vestfirskur vilji?

NÚ NÝVERIÐ voru hin glæsilegu göng undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega vígð og þar með að mestu lokið við að tengja byggðir á norðanverðum Vestfjörðum varanlega saman. Að sögn samgönguráðherra, Halldórs Blöndal, er næsta stórverkefni í vegagerð á Vestfjörðum að bæta leiðina um Ísafjarðardjúp og tengja með því byggðirnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra hluta landsins, Meira
3. október 1996 | Aðsent efni | 506 orð

Þórisdalur

Ég rumskaði um miðja nótt og rak höfuðið upp úr svefnpokanum. Við mér blasti ein fegursta sýn sem ég hef nokkru sinni augum litið. Almyrkt var, ekki skýhnoðri á lofti og heiðskír stjörnuhimininn hvolfdist yfir mér. Þegar ég renndi augunum til hliðar sá ég að jörðin var hrímuð umhverfis. Ég virti þetta fyrir mér dágóða stund, en fór svo að sofa aftur og svaf eins og steinn til morguns. Meira

Minningargreinar

3. október 1996 | Minningargreinar | 711 orð

Aðalbjörg Tryggvadóttir

Látin er í hárri elli frænka mín og uppeldissystir móður minnar, Guðrún Aðalbjörg Tryggvadóttir. Faðir hennar, Tryggvi Hallgrímsson, fyrrum landpóstur, f. 16. mars 1859 á Víðivöllum í Fnjóskadal, var sonur Hallgríms Þorlákssonar bónda og konu hans, Aðalbjargar Jónsdóttur. Móðir Öllu var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, fædd 11. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 36 orð

AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR

AÐALBJÖRG TRYGGVADÓTTIR Guðrún Aðalbjörg Tryggvadóttir frá Eskifirði fæddist á Tjörn á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 4. desember 1891. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 20. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 2. október. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 196 orð

Alda Pétursdóttir

Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja og minnast nágranna okkar, Öldu Pétursdóttur, sem er látin. Fyrir u.þ.b. fimm árum fluttust sex fjölskyldur í stigaganginn á Álfholti 2c. Mynduðust fljótlega sterk tengsl og vináttubönd milli íbúanna og höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir. Við andlát Öldu hefur því verið höggvið stórt skarð í litla samfélagið okkar. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Alda Pétursdóttir

Elsku systir mín og vinkona. Þetta gerðist allt svo fljótt. Við Villi vorum nýkomin heim frá Ísafirði þegar Reynir hringir til okkar og segir að þú hafir fengið heilablæðingu og sért á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það var ekki nema vika síðan við vorum hér öll fjölskyldan saman komin ásamt þér í 70 ára afmæli mínu. Ég þakka fyrir þessa síðustu stund sem við áttum saman. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 267 orð

Alda Pétursdóttir

Elsku amma mín. Að vita til þess að þú ert ekki lengur meðal okkar er virkilega sárt og erfitt að sætta sig við. Allar þær minningar frá því ég var krakki um heimsóknirnar til þín og afa eru allar svo hlýjar og góðar. Þú varst alltaf svo góð við mann og ef beðið var um eitthvað var alltaf sama svarið: "Já, elskan mín. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 360 orð

Alda Pétursdóttir

Þegar ég kynntist Öldu Pétursdóttur kom hún mér fyrir sjónir sem ákveðin og snaggaraleg kona sem "gustaði" af hvar sem hún fór. Alda var heilsteypt kona sem hafði mótandi áhrif á heimili sitt og annað umhverfi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og í verkalýðsmálum var hún vel að sér enda búin að sitja margan fundinn og þingið. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 327 orð

Alda Pétursdóttir

Mig langar að minnast í fáum orðum vinkonu minnar sem er látin langt um aldur fram. Margs er að minnast þegar litið er um öxl. Það var árið 1975 sem ég kynntist Öldu fyrst. Ég var að byrja að vinna hjá BÚH í Hafnarfirði og var sett við sama borð og þær systurnar Alda og Setta. Þarna kynntist ég alveg einstakri konu. Konu sem lét sér annt um aðra. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 591 orð

Alda Pétursdóttir

Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku,í þagnar brag.Ég minnist tveggja handa, er hár mitt strukueinn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefiðsvo undarleg.Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,og einnig ég. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 171 orð

ALDA PÉTURSDÓTTIR

ALDA PÉTURSDÓTTIR Alda Pétursdóttir fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elínborg Elísdóttir og Pétur Björnsson í Hafnarfirði. Alda var yngst fimm systra. Systur hennar eru: Sesselja, f. 1917, gift Sófusi Bertelsen, Hulda Sigrún, f. 1919, d. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 71 orð

Alda Pétursdóttir Ég vil minnast ömmu minnar í örfáum orðum. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, allar þær

Ég vil minnast ömmu minnar í örfáum orðum. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það er skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna með mér en samt í trú minni verðum við alltaf saman, amma mín. Guð geymi þig og blessi. Guð gefi afa og Reyni, pabba og Pétri styrk á þessum erfiðu tímum. Martin Hauksson. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Alda Pétursdóttir Nú hefur hún Alda mín kvatt þennan heim. Mig langar að minnast hennar í kveðjuskyni. Við kynntumst þegar ég

Nú hefur hún Alda mín kvatt þennan heim. Mig langar að minnast hennar í kveðjuskyni. Við kynntumst þegar ég var aðeins 16 ára og var hún tengdamóðir mín í tæp 22 ár. Við áttum saman margar góðar stundir og reyndist hún mér vel þegar eitthvað bjátaði á. Þó að leiðir hafi skilið fyrir átta árum var hugur minn oft hjá henni. Hún var glaðlynd og hress kona sem stóð með sínum. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 66 orð

Arna Steinþórsdóttir

Fyrir hönd Foreldra- og kennarafélags Álftanesskóla viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir óeigingjörn störf Örnu Steinþórsdóttur í þágu barna í Álftanesskóla mörg undanfarin ár. Gleðji þig guðs stjörnur, sem gladdi bezt mig, og mörgu sinni, vegstjarnan fagra vizku þinnar, ástjarðar ljúfasta ljós. (Jónas Hallgr. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 450 orð

Arna Steinþórsdóttir

Elsku Arna. Mig langar að kveðja þig og það er erfitt. Þú gafst okkur svo mikið af kærleika þínum og visku. Betri nágranna hefur ekki verið hægt að hugsa sér. Alltaf varstu tilbúin að hugsa um stelpurnar mínar og aðstoða í öllum málum sem ég bar undir þig. Einnig varstu mikill félagi minn og sýndir mér mikinn hlýhug, bæði með framkomu þinni og gjöfum. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 120 orð

Arna Steinþórsdóttir

"Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR

ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR Arna Steinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1958. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bessastaðakirkju 2. október. . Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 525 orð

ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR

Hún Arna okkar er dáin! Þeir sem misst hafa ástvin þekkja tilfinninguna, hrollinn sem hríslast um mann, spurningarnar sem aldrei var spurt og svörin sem ekki fengust. Svo virðist sem jörðin hætti augnablik að snúast og grasið að gróa. En dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér, svo þegar allt í einu er klippt á þessa tilveru bregður manni. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 473 orð

Björk Ragnarsdóttir

Nú er Björk dáin og kemur ekki framar á heimili okkar hér á Hallgilsstöðum, en minningin um hana lifir, og mun lifa um ókomin ár. Ég þekkti Björk mjög vel og hafa þau kynni varað í meira en áratug. Það sem ég kunni svo vel að meta í fari hennar var gamansemin og orðheppnin. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 127 orð

BJÖRK RAGNARSDÓTTIR

BJÖRK RAGNARSDÓTTIR Björk Ragnarsdóttir fæddist á Akureyri 5. október 1958. Hún lést á Landspítalanum 25. júlí síðastliðinn eftir skamma sjúkdómslegu. Hún ólst upp í Oddagötunni hjá foreldrum sínum, þeim Sigríði Tryggvadóttur og Ragnari Pálssyni, ásamt 11 systkinum sínum. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 574 orð

Elín Guðbrandsdóttir

Að kveðja getur oft verið erfitt, sérstaklega þegar það er í hinsta sinn. Hinn 16. sept. síðastliðinn reikaði hugur minn óvenju mikið heim til Íslands. Það var svo um kl. 18 að Chicago-tíma að foreldrar mínir hringdu með þær sorglegu fréttir að hún Elín hefði andast þá um nóttina. Enn og aftur er ég langt að heiman þegar ástvinur kveður þennan heim. Ég á erfitt með að trúa þessu. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR

ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR Elín Guðbrandsdóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 16. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 20. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 241 orð

Friðrikka Guðbjörg Eyjólfsdóttir

Nú er hún Bagga frænka mín farin, síðust af Brúsastaðasystkinum, þessu góða fólki móður minnar. Móðir mín, Ragnhildur, og Bagga voru bræðradætur. Afi minn, Jón, lést árið 1914. Þá fór amma mín, Soffía, til Eyva frænda með litlu dóttur sína tíu ára gamla. Þar var nóg pláss, tólf börn fyrir. Ingveldur og Eyjólfur áttu nóg hjartarými. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 32 orð

FRIÐRIKKA GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR

FRIÐRIKKA GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR Friðrikka Guðbjörg Eyjólfsdóttir fæddist á Langeyri í Hafnarfirði 27. september 1900. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 70 orð

Halldóra Bjarnadóttir

Ástkær amma og langamma okkar er nú lögst til hinstu hvíldar. Hennar verður sárt saknað. Eins léttlynd og barngóð og hún var, verður hún alltaf í huga okkar. Það er svo erfitt að missa það sem manni finnst sjálfsagt að hafa. Við kveðjum þig, elsku amma Dóra, með söknuði og þökkum þér um leið fyrir hlýju og góðu móttökurnar sem þú ávallt veittir okkur. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 624 orð

Halldóra Bjarnadóttir

Að morgni 19. september síðastliðins er annar okkar var að koma frá Keflavík, með foreldra okkar, sem þá voru að koma úr stuttu fríi frá Bandaríkjunum og ekið var fram hjá Sólvangi í Hafnarfirði, en amma okkar bjó þar hjá í þjónustuíbúð, sagði móðir okkar: "Er ekki komið ljós hjá mömmu?" Haldið var sem leið liggur að heimili foreldra okkar í Reykjavík, Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 274 orð

HALLDÓRA BJARNADÓTTIR

HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Halldóra Bjarnadóttir var fædd í Hítardal í Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. ágúst 1905. Hún lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 19. september síðastliðinn. Foreldrar henanr voru Bjarni Márus Jónsson, f. 30.8. 1875, d. 4.12. 1918, og Gróa Jónsdóttir, f. 1.6. 1878, d. 1.1. 1948. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 364 orð

Hreiðar Jónsson

Komum aðeins inn í garðinn, sagði Hreiðar. Tíu ára snáði bar óttablandna virðingu fyrir garðinum hennar Höllu í Árkvörn en fylgdi þó - og alla leið að rifsberjarunnunum sem sólskríkjurnar voru svo iðnar við að tína berin af. Í þessari rifsberjaveislu upplýstist að aldursmunur veislugestanna var meiri en tuttugu ár. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

HREIÐAR JÓNSSON

HREIÐAR JÓNSSON Hreiðar Jónsson fæddist í Bollakoti í Fljótshlíð 19. janúar 1918. Hann lést á Selfossi 14. september og fór útför hans fram frá Hlíðarendakirkju 21. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Jón Egilsson

Einn kunnasti afreksmaður Golfklúbbs Akureyrar, Jón Egilsson, forstjóri, er nú horfinn á braut. Hann kom mjög við sögu ferðamála hér á Akureyri um áratuga skeið, bæði sem forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1947 til 1951 og síðar Ferðaskrifstofu Akureyrar sem hann stofnaði árið 1951 og stjórnaði í 30 ár. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN EGILSSON

JÓN EGILSSON Jón Egilsson fæddist í Stokkhólma í Skagafirði 16. september 1917. Hann lést á Akureyri 24. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 398 orð

Kristján Gunnar Hildeberg Jónsson

Nú ert þú farinn elsku afi minn. Þú fórst snögglega og þó þú værir búinn að vera veikur í mörg ár, þá varst þú alltaf hress, mikið á ferðinni og leist alltaf svo vel út, að ég bjóst ekki við að þú værir á förum. Þegar ég sest nú niður til að skrifa þessi orð þá hrannast upp minningarnar. Þú varst sterkur persónuleiki og með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 437 orð

Kristján Gunnar Hildiberg Jónsson

Í dag er til hinstu hvílu borinn faðir minn Kristján Gunnar Hildiberg Jónsson. Hann hafði undanfarin ár átt við alvarleg veikindi að stríða svo að ég vissi að hverju stefndi. Þó er eins og enginn sé viðbúinn að missa ástvin sinn, sársauki og söknuður gagntekur mann og óskin er heitust að mega bakka aftur í tímann svo hægt væri að segja þau orð sem voru ósögð. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 128 orð

KRISTJÁN GUNNAR HILDIBERG JÓNSSON

KRISTJÁN GUNNAR HILDIBERG JÓNSSON Kristján Gunnar Hildiberg Jónsson fæddist í Stykkishólmi 26. júní 1914. Hann lést á Landspítalanum 19. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Hildibergs Sigurðssonar kaupmanns og bókara í Stykkishólmi, f. 30.5. 1878, d. 30.1. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 629 orð

Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir

Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir, "hún amma", var ekki skyld fjölskyldunni í Efstasundi en engu að síður varð hún "amma" einn daginn þegar fjórar litlar stelpur misstu ömmu sína í bílslysi. Þá sagði Jara mamma þeirra: "Hættið þið þessu væli, hún Magga er hér, hún verður amma ykkar." Og viti menn, hún varð amma fyrir þessar stelpur sem voru Guðrún, Eyrún, Bergrún og Arnrún, dætur Tona og Jöru. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 29 orð

MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR

MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR Magnúsína Aðalheiður Bjarnleifsdóttir fæddist í Reykjavík 10. júní 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 822 orð

Ólafur Unnsteinsson

Svífur að hausti; gras sölnar, lauf falla og regnvindar blása. Fregn um andlát berst eins og óvæntur kuldasveipur. Vinur og félagi til margra ára er skyndilega horfinn. Bara farinn þegjandi og hljóðalaust og án alls fyrirvara. Það var ekki honum líkt, og þó. Alltaf þurfti hann að vera fyrstur til hlutanna, alltaf í fararbroddi. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÓLAFUR UNNSTEINSSON

ÓLAFUR UNNSTEINSSON Ólafur Unnsteinsson fæddist á Reykjum í Ölfusi 7. apríl 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 20. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 181 orð

Rútur Óskarsson

Rútur er farinn heim til að vera hjá Drottni. Með Rúti er genginn drengur góður. Hann var góður faðir drengjanna sinna, hann var góður sonur og tengdasonur og hann var góður eiginmaður. Rútur var tryggur frelsara sínum og Drottni Jesú Kristi og var reiðubúinn að ganga á hans fund þegar kallið kom. Mig dreymdi Rút nóttina er hann fór heim. Mér þótti sem ég sæi hann á biðstöð strætisvagna. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 1092 orð

Rútur Óskarsson

Kær vinur er horfinn héðan og farinn heim til Drottins. Minningar frá liðnum tíma fylla hugann. Ég minnist þess að ég sá Rút fyrst, er við hjónin vorum að stofna okkar fyrsta heimili. Við höfðum gift okkur um vorið 1951. Ég var þó að mestu um sumarið vestur í Geiradal, þar sem foreldrar mínir bjuggu, og hjálpaði til við heyskap. Við höfðum fest kaup á litlu húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 277 orð

Rútur Óskarsson

Mig langar í örfáum orðum að kveðja vin minn Rút Óskarsson sem er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ég þekkti Rút frá því ég fyrst man eftir mér og þó að á okkur væri um það bil 26 ára aldursmunur, ég á þessum tíma barn en hann ungur maður, minnist ég þess sérstaklega hvað mér þótti gaman að ræða við hann um heima og geima. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 378 orð

Rútur Óskarsson

Í dag kveðjum við yndislegan fjölskylduvin, Rút Óskarsson, sem er látinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Rút hef ég þekkt síðan ég man eftir mér. Hann var giftur móðursystur minni Sigríði Karlsdóttur frá Valshamri í Geiradal. En þar bjuggu þau sín fyrstu búskaparár eða þar til 1968. Þá fluttust þau til Hafnarfjarðar. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 148 orð

Rútur Óskarsson

Nú er hann afi minn farinn til Guðs. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur heimsótt hann. Það var alltaf svo gaman að hitta afa. Hann var alltaf svo skemmtilegur og í góðu skapi. Oftast var hann eitthvað að laga eða smíða, úti í bílskúr eða niðri í kjallara. Hann afi minn var aldrei stressaður eða að flýta sér. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 300 orð

Rútur Óskarsson

Rútur afi var bestur. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar um afa. Þær tengjast að sjálfsögðu bílskúrnum, verkfærum, skotinu á bak við bílskúrinn en þar fengum við að leika okkur, barnabörnin, eins og við vildum. Við breyttum skotinu í ævintýraheim og nutum þar velvildar Siggu ömmu og Rúts afa. Rútur afi var engum líkur. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Rútur Óskarsson

Það er erfitt fyrir mig að setjast niður til að minnast tengdapabba míns. Hvar á að byrja og hvað á að tíunda því minningarnar eru nánast óteljandi eftir fimmtán ára kynni og tíu ára búsetu í húsinu við hliðina á honum. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Rútur Óskarsson

Rútur og Sigga, Svalbarði 12, órjúfanleg eining, samheldni, traust og kærleikur. Þannig kynnist ég þeim heiðurshjónum fyrir 20 árum. Heimili þeirra var jafnan samkomustaður fyrir unga sem aldna. Gestrisni þeirra hjóna var og er margrómuð. "Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 466 orð

Rútur Óskarsson

Það var að kvöldlagi í maímánuði síðastliðnum að við pabbi lögðum á ráðin um verkefni næsta dags áður en við kvöddumst, en sá dagur kom í raun aldrei. Á einni nóttu var honum kippt út úr því lífsmunstri sem hafði einkennt hann alla tíð, því að vera þátttakandi, ráðgjafi og félagi í flestu því sem við synir hans vorum að gera. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Rútur Óskarsson

Það er svo ótrúlegt, elsku afi minn, að hugsa um það að þú sért farinn frá okkur. Við erum búnar að búa í húsinu við hliðina á þér síðan við munum eftir okkur og höfum næstum alltaf hitt þig á hverjum degi, séð þig í garðinum eða bílskúrnum þínum, manstu! Að gera við traktorinn þinn sem þú varst svo ánægður með. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 326 orð

RÚTUR ÓSKARSSON

RÚTUR ÓSKARSSON Rútur Óskarsson var fæddur í Berjanesi í A-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 24. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Óskar Ásbjörnsson, bóndi, f. 11. september 1902, d. 7. maí 1967, og Anna Jónsdóttir, f. 16. október 1907, d. 15. maí 1995. Bræður Rúts eru Jón, f. 11. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 101 orð

Rútur Óskarsson Ástvinur minn, ég kveð þig kært að sinni, og hvað væri lífið hefði ég ekki trú, því sorgin er þung og þraut í

Ástvinur minn, ég kveð þig kært að sinni, og hvað væri lífið hefði ég ekki trú, því sorgin er þung og þraut í sálu minni og þó fer ég brátt til sama lands og þú. Þú varst mér svo kær, þú varst mín vonafylling þú verndaðir mig og leiddir ævistig. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 883 orð

Skafti Benediktsson

Þegar æviárum fjölgar verður það hlutskipti okkar, sem fáum þeim úthlutað, að kveðja vini og vandamenn, sem á undan eru kallaðir yfir landamæri lífs og dauða. Þetta er lögmál sem allir verða að hlíta og örugg vissa. Á slíkum kveðjustundum verður manni ljóst, hvað það er mikils virði að hafa fengið að kynnast góðu fólki og blanda við það geði. Frá Stafafellskirkju í Lóni var 17. september sl. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 36 orð

SKAFTI BENEDIKTSSON

SKAFTI BENEDIKTSSON Skafti Benediktsson fæddist á Bjarnanesi í Nesjum 17. október 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði hinn 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafafellskirkju í Lóni 17. september. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 236 orð

Þórir Friðgeirsson

Þegar lýk ég lífsins vist, láttu í mínu spori gróa mjúkan grænan kvist, gjöf frá hlýju vori. (Þ.F.) Elsku afi, nú hafa leiðir skilist. Þú ert farinn að hitta ömmu og börnin ykkar tvö sem guð tók til sín svo lítil. Við vitum að það hafa verið ljúfir endurfundir. Það eru fallegar og bjartar minningar sem við systkinin eigum um þig. Meira
3. október 1996 | Minningargreinar | 236 orð

ÞÓRIR FRIÐGEIRSSON

ÞÓRIR FRIÐGEIRSSON Þórir Friðgeirsson var fæddur á Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi 14. september 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðgeir Kristjánsson og Kristbjörg Einarsdóttir. Meira

Daglegt líf

3. október 1996 | Neytendur | 351 orð

Eðaljógúrt og pylsur

LESANDI hafði samband og vildi fá að vita hvort hætt væri að framleiða hreina eðaljógúrt án ávaxta. Svar: Að sögn Adolfs Ólasonar, sölustjóra hjá Mjólkursamsölunni, er hrein eðaljógúrt án ávaxta enn í framleiðslu og hann segir það velta á kaupmönnum hvort þeir selji vöruna. Hann segir ennfremur að til standi að taka þessa vörulínu í gegn og bæta hana. Meira
3. október 1996 | Neytendur | 149 orð

Lifandi risahumar

HJÁ Nóatúni í Austurveri er nú til sölu lifandi amerískur risahumar. Hann er veiddur í gildrur við Norður- Atlantshafsströnd Kanada og Bandaríkjanna og kemur með flugi frá Boston og Halifax. Viðskiptavinir Nóatúns fá humarinn afgreiddan lifandi beint úr sérstöku sjávardýrabúri sem verslunin hefur sett upp við fiskborðið. Meira
3. október 1996 | Neytendur | 35 orð

Ný 11-11 verslun

Í dag, fimmtudag, opnar 11-11 verslun við Norðurbrún. Í tilefni opnunarinnar verður viðskiptavinum boðið upp á ýmsar vörur á tilboðsverði, fyrirtæki verða með matvörukynningar og síðan verða pylsur grillaðar ef veður leyfir. Meira
3. október 1996 | Neytendur | 69 orð

Speglar sem stækka fimmfalt

VERSLUNIN Sigurboginn hefur hafið innflutning á sérstökum speglum sem stækka fimmfalt. Hönnuðurinn er bandarískur augnlæknir sem vildi með speglinum létta konum augnförðunina. Auk þess er spegillinn tilvalinn þegar verið er að snyrta augabrúnir, setja upp linsur eða ná úr andliti inngrónum hárum. Meira
3. október 1996 | Neytendur | 90 orð

(fyrirsögn vantar)

Um það bil 20% orku fer til spillis ef potturinn er 2 sentimetrum minni í þvermál en hellan á eldavélinni. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið 40% meiri rafmagnsnotkun. Þá skal ævinlega hafa þétt lok á potti og taka það ekki af meðan soðið er. Ef pottur er loklaus þarf tvöfalt meiri orku en ella. Meira

Fastir þættir

3. október 1996 | Dagbók | 2687 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 27. september til 3. október eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12 opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. Meira
3. október 1996 | Í dag | 88 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 4. okt

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 4. október, verður áttræður Ásgeir Höskuldsson, fyrrum póstvarðstjóri. Vinir, vandamenn og gamlir vinnufélagar eru hjartanlega velkomnir í safnaðarheimili Áskirkju, milli kl. 17 og 19. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 3. Meira
3. október 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí í Háteigskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Guðrún Karlsdóttir ogMichael Christ. Heimili þeirra er í Laxakvísl 9, Reykjavík. Meira
3. október 1996 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Hallgerður Jónsdóttirog Óskar Friðrik Jónsson. Þau eru búsett í Portúgal. Meira
3. október 1996 | Dagbók | 645 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. október 1996 | Í dag | 330 orð

egar umræður spruttu hér á landi um úrbætur í vegamál

egar umræður spruttu hér á landi um úrbætur í vegamálum, í kjölfar heimsóknar forseta Íslands til suðurhluta Vestfjarða, varpaði vinur Víkverja meðal annars fram þeirri hugmynd að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar tækju að sér vegarkafla og sæju um viðhald þeirra. Meira
3. október 1996 | Í dag | 692 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
3. október 1996 | Í dag | 419 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
3. október 1996 | Í dag | 566 orð

Nafnlaus bréf SÍFELLT berast til Morgunblaðsins bréf og ábe

SÍFELLT berast til Morgunblaðsins bréf og ábendingar frá fólki sem lætur ekki nafns síns getið, eða lætur nafn fylgja með, en hvorki heimilsfang né síma. Blaðið getur hvorki birt nafnlausar ábendingar né greinar og því er nauðsynlegt að nafn viðkomandi, heimilsfang og/eða símanúmer fylgi bréfum af þessu tagi. Það sama gildir um þá sem hringja, en vilja ekki láta nafns síns getið. Meira
3. október 1996 | Í dag | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

da TUTTUGU og tveggja ára franskur piltur með margvísleg áhugamál: Alain Robbe, 36 rue d'Etaing, 59259 Lécluse, France. Meira

Íþróttir

3. október 1996 | Íþróttir | 182 orð

Bayern með stórleik gegn Gladbach

LEIKMENN Bayern M¨unchen léku sinn besta leik á keppnistímabilinu þegar þeir tryggðu sér rétt til að leika í 16-liða úrslunum, lögðu Mönchengladbach að velli í gærkvöldi á útivelli, 1:2. Leikurinn var mjög fjörugur og fengu leikmenn liðanna mörg góð tækifæri til að skora. Alezander Zickler náði að tryggja Bayern sigur fjórum mín. fyrir leikslok. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 63 orð

Bikarinn á Hlíðarenda

VALSSTÚLKUR sigruðu fyrir skömmu í bikarkeppni 2. flokks kvenna á Suð-vesturlandi. Valsararnir sigruðu Skagastúlkur í úrslitaleik, 4:0, sem fór fram á Valbjarnarvelli. Á myndinni til hliðar má sjá bikarmeistara Vals. Efri röð f.v., Ágúst Grétarsson sjúkraþjálfari, Kathryn E. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 230 orð

Bjóst við Íslendingum betri "SIGUR Íslands var sanngjarn í þ

"SIGUR Íslands var sanngjarn í þessum leik. Sigurinn var þó ekki vegna þess að leikur þeirra væri sérstaklega góður heldur einkum vegna okkar mistaka í leiknum", sagði Iatroudis Panagiotis þjálfari Grikkja að leikslokum í gær. "Við erum með mjög ungt lið sem hefur ekki leikið mikið saman og það kom greinilega fram í þessum leik. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 420 orð

Borgarnes í um- ræðunni allt árið

Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgarnesi, sagði að mikið hefði verið lagt í íþróttir og íþróttaaðstöðu á staðnum og árangur knattspyrnuliðsins hefði verulega þýðingu fyrir bæjarfélagið. "Árangur í íþróttum eykur mjög samheldni íbúanna eins og hefur sýnt sig í sambandi við körfuboltaliðið okkar í úrvalsdeildinni," sagði hann. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 144 orð

Bo velur danska hópinn

BO Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og nú þjálfari Dana, hefur valið liðið sem mætir Grikkjum 9. október. Hann er með blöndu af yngri og reyndari leikmönnum. Laudrup bærðurnir eru í hópnum og eins markvörðurinn Peter Schmeichel. Hann hefur einnig valið varnarmanninn Thomas Rytter, sem mun væntanlega leika annan landsleik sinn. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 139 orð

"Cantona er bestur!"

TÍMABILI utanhússknattspyrnunnar hér á landi er nú að ljúka, en þess sjást engin merki hjá yngstu knattpspyrnuiðkendunum. Á mörgum knattspyrnuvöllum er linnulaust fjör og þar eyða sumir ungir og upprennandi fótboltamenn mestum hluta dagsins ásamt félögum sínum og leðurbolta. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 369 orð

Ekki lengur hlegið að ummælum stráksins

Fyrir fjórum árum sagði Emil Sigurðsson í viðtali að draumurinn væri að leika með Skallagrími í 1. deild. Brosað, jafnvel hlegið var að ummælum stráksins, sem þá var 11 ára, en undanfarna daga hafa orð hans verið í hávegum höfð í Borgarnesi. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 647 orð

Farseðilinn til Þýskalands tryggður

ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, lék gegn Lúxemborg og Færeyjum í undanriðli Evrópukeppninnar á Akranesi og í Borgarnesi í síðustu viku. Íslensku drengirnir sigruðu örugglega í báðum leikjunum og hafa því tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi dagana 26. apríl - 10. maí á næsta ári. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 399 orð

Framarar sóttu Dani heim

HANDKNATTLEIKSDEILD Fram sendi tvö lið úr 3. flokki karla og kvenna til Danmerkur til þátttöku á "Litlu Ólympíuleikana 1996" eins og mótið var kallað í dönsku fjölmiðlunum, en það fór fram í tilefni af 100 ára afmæli danska íþróttasambandsins dagana 5.­11. ágúst. Mikið var greint frá þessu móti opinberlega og var m.a. sýnt frá opnunarhátíðinni og einstökum íþróttaviðburðum í sjónvarpi. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 601 orð

FRANZ Carr,

FRANZ Carr, fyrrum leikmaður Nott. For., Sheff. Utd. og Sheff. Wed., er farinn frá Aston Villa, til að freista gæfunnar hjá Reggiana á Ítalíu. Carr er 30 ára. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 420 orð

Gunnar og Sigurð- ur þjálfa í Keflavík

GUNNAR Oddsson og Sigurður Björgvinsson hafa verið ráðnir þjálfarar 1. deildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu næstu tvö árin. Báðir léku um árabil með liðinu, Gunnar var hins vegar með Leiftri í Ólafsfirði í sumar og í fyrra en Sigurður hafði lagt skóna á hilluna. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 63 orð

HANDKNATTLEIKURAuðvelt gegn

ÍSLENDINGAR sigruðu Grikki mjög vel auðveldlega í undanriðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur urðu 32:21 eftir að staðan hafði verið 16:6 í leikhléi. Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk í leiknum, öll í fyrri hálfleik, er hann fór á kostum en hann kom ekki við sögu í seinni hálfleik. Hann gerir hér eitt marka sinna. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 163 orð

ÍA ræðir við Arnar og Þórhall Dan

ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga í knattspyrnu hafa augastað á bæði Arnari Grétarssyni, landsliðsmanni úr Breiðabliki og Fylkismanninum Þórhalli Dan Jóhannssyni fyrir næsta keppnistímabil. Félög þeirra Arnars og Þórhalls Dans féllu í 2. deild í lokaumferð 1. deildarinnar um síðustu helgi og Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur rætt við báða leikmennina skv. heimildum Morgunblaðsins. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 215 orð

Íbúarnir hafa beðið í 80 ár

UNGU guttarnir í Borgarnesi eiga sér fyrirmyndir í meistaraflokki rétt eins og pollar á öðrum knattspyrnustöðum landsins. Draumur boltastrákanna Arnars Þórs Þorsteinssonar, sem er 10 ára og í 5. flokki, og Eggerts Sólbergs Jónssonar, sem er 11 ára og í 4. flokki, er ekki aðeins að feta í fótspor þeirra sem lengst hafa náð með Skallagrími heldur að gera betur. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akureyri:Þór - Tindastóllkl. 20 Keflavík:Keflavík - ÍRkl. 20 Seltj'nes:KR - ÍAkl. 20 Strandg.:Haukar - UMFGkl. 20 1. deild karla: Borgarnes:Stafholst. - Valurkl. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 419 orð

Knattspyrna

Frakkland Auxerre - Mónakó2:0 Bernard Diomede (47.), Emmanuel Petit (65. - sjálfsm.). 15.000. Bastia - Nantes0:0 8.000. Bordeaux - Strasbourg1:2 Kaba Diawara (68.) ­ Jan Suchoparek (86.), Gerald Baticle (90. - vítasp.). 10.000. Metz - Cannes0:0 9.000. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 71 orð

Landslið Íslands utan í dag

ÍSLENSKA landsliðið leikur gegn Litháum í Vilnius á laugardaginn í undanriðli heimsmeistarakeppninnar. Lið þjóðanna, leikmanna 21 árs og yngri, mætast sama dag í sömu borg og bæði liðin halda utan í dag með Fokker vél Flugleiða. Á myndinni messar Logi Ólafsson landsliðsþjálfari yfir nokkrum manna sinna á æfingu í gær. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 189 orð

Martha í 15. sæti á HM

Martha Ernstsdóttir, ÍR, varð í 15. sæti á heimsmeistaramótinu í hálfmaraþonhlaupi sem fram fór í Palma á Mallorca síðasta sunnudag. Hún hljóp á 1:13,27 mín. Þetta er besti árangur Mörthu í greininni á heimsmeistaramóti en áður hafði hún fremst hafnað í 17. sæti. Þrjátíu gráða hiti var í Palma þegar hlaupið fór fram og hafði það sín áhrif á hlauparana. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 592 orð

Með liðinu úr fjórðu í 1. deild á átta árum

Valdimar K. Sigurðsson, fyrirliði Skallagríms, hefur farið með liðinu úr fjórðu deild í þá fyrstu á átta árum og að öllu óbreyttu verður hann, að fróðra manna sögn, fyrsti leikmaðurinn sem spilar með sama liði í öllum deildum Íslandsmótsins. Valdimar lék með Skagamönnum í öllum yngri flokkunum og var í meistaraflokkshópnum 1988. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 242 orð

"Notum plástrana til að anda betur"

Okkur hefur gengið vel í sumar. Við höfum alltaf komist í úrslit og verið annað hvort í 1. eða 2. sæti. Við unnum Pollamótið í Vestmannaeyjum og Haustmótið. Við erum svona góðir af því að við erum með svo góðan þjálfara ­ hann Steinar [Guðgeirsson]. Annars er hann Villi [Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson] bestur í liðinu. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 314 orð

Popescu skoraði fyrir Barcelona

Real Madrid heldur sæti sínu á toppnum á Spáni, þar sem Barcelona varð að sætta sig við jafntefli gegn tíu leikmönnum Tenerife, 1:1, á heimavelli og Deportivo La Coruna gerði einnig jafntefli við Rayo Vallecano, 1:1. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 974 orð

Skallagrímur í fremstu röð á ný

Ávallt vekur athygli þegar nýtt lið tryggir sér þátttöku í 1. deild karla í knattspyrnu. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, og Steinþór Guðbjartsson, blaðamaður, könnuðu hug manna í Borgarnesi í tilefni af árangri Skallagríms á nýliðnu tímabili. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 145 orð

Wenger óhress með val Bergkamps í landsliðið

Arsene Wenger, hinni nýi knattspyrnustjóri Arsenal, er óánægður með að Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Hollendinga, skuli velja Dennis Bergkamp í landsliðið. Bergkamp hefur verið meiddur og ekki getað leikið með Arsenal síðan um miðjan september. Hollendingar leika við Wales í undankeppni HM á laugardaginn. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 161 orð

Þekktur fyrirlesari á á námskeiði um

DR. C. Harmon Brown, sem er í læknanefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, formaður vinnuhóps á vegum hennar, sem hefur samið bókina IAAF Medical Manual ­ A Practical Guideum íþróttalæknisfræði og heldur námskeið fyrir þróunarlöndin í rannsókna- og þróunarstöðvum IAAF, er gestafyrirlesari á námskeiði um íþróttalæknisfræði sem læknanefnd Ólympíunefndar Íslands gengst fyrir. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 72 orð

Þær íslensku léku á als oddi

LANDSLIÐ Íslands í körfuknattleik, sem skipað var stúlkum 16 ára og yngri, öttu kappi við liðið Polonia, sem er skoskur meistari, og sigruðu með miklum yfirburðum, 62:21, í Skotlandi á dögunum. Þær mættu einnig landsliði Skota skipuðu leikmönnum 16 ára og yngri, en Ísland sigraði örugglega, 83:54. Meira
3. október 1996 | Íþróttir | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

Valsstúlkur haustmeistararHAUSTMÓT Knattspyrnuráðs Reykjavíkur fyrir 5. flokkkvenna fór fram á KR-vellinum 14. og 22. september síðastliðinn. Valsstúlkur sigruðu í keppni A-liða, en þær skoruðu17 mörk og fengu ekkert á sig. Keppni B-liðanna var jöfn,en henni lauk með sigri Fjölnis úr Grafarvogi. Meira

Úr verinu

3. október 1996 | Úr verinu | 320 orð

Finnmörk gerð að tilraunafylki?

Í FINNMÖRK í Noregi er lífið saltfiskur enda er fylkið vel í sveit sett. Gjöful mið eru skammt undan og í landi bíður fólk, sem kann vel til verka. Samt gengur flest á afturfótunum hjá fyrirtækjum í landshlutanum. Meira
3. október 1996 | Úr verinu | 331 orð

Stofnmæling botnfiska í fyrsta sinn að haustlagi

STOFNMÆLING botnfiska á Íslandsmiðum á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar að haustlagi er nú hafin. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stendur fyrir slíkum leiðangri á þessum árstíma en undanfarin 12 ár hafa slíkar rannsóknum verið gerðar í marsmánuði. Sú mæling hefur náð yfir útbreiðslusvæði helstu nytjastofna á landgrunninu. Meira

Viðskiptablað

3. október 1996 | Viðskiptablað | 773 orð

Allt að sjö þúsund fyrirspurnir á viku Alþingi hlaut viðurkenningu fyrir bestu upplýsingasíðuna frá Samtökum tölvu- og

Upplýsingar um Alþingi á alnetinuAllt að sjö þúsund fyrirspurnir á viku Alþingi hlaut viðurkenningu fyrir bestu upplýsingasíðuna frá Samtökum tölvu- og fjarskiptanotenda í síðustu viku. Með tilkomu síðunnar hefur aðgangur almennings að upplýsingum um þingið verið auðveldaður til muna. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 778 orð

Búri ehf. vex fiskur um hrygg

REKSTUR Búrs ehf., innkaupafyrirtækis kaupfélaganna, Nóatúns og Olíufélagsins, hefur verið að festast í sessi eftir nokkra byrjunarörðugleika fyrr á árinu, einkum varðandi tölvuvæðingu og lagerhald. Er nú stefnt að því að auka veltu í um 150 milljónir á mánuði fyrir áramót, en það er um 20% af veltu verslana í sölu á nýlenduvörum í hluthafahópnum. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 137 orð

BYKO kaupir IBM tölvur

BYKO hf. hefur fest kaup á öflugum IBM AS/400 tölvumiðlara frá Nýherja hf. af gerðinni 50S. Þessi kaup eru hluti af endurnýjun fyrirtækisins á þeim búnaði sem þar er fyrir en BYKO notar nú sjö AS/400 vélar sem teknar voru í notkun á árunum 1990­1993, segir í frétt frá Byko. Nýja IBM vélin hjá BYKO mun þjóna öllum deildum fyrirtækisins og leysa fyrri vélar af hólmi í áföngum. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 241 orð

Cor Boonstra - nýr leiðtogi Philips

COR BOONSTRA tekur við starfi stjórnarformanns Philips um þessi mánaðarmót og er fyrsti aðkomumaðurinn sem stjórnar fyrirtækinu í 105 ára sögu þess. Boonstra hóf ekki störf hjá Philips í Eindhoven fyrr en 1994 og tekur við af Jan Timmer, sem bjargaði fyrirtækinu þegar það rambaði á barmi gjaldþrots eftir mikið tap í byrjun þessa áratugar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 509 orð

DagbókOpin kerfi kynna framt

OPIN kerfi hf. efna til kynningarfundar á Grand Hótel í Reykjavík kl. 10 til 12, fimmtudaginn 10. október nk. Þar verða kynntar ýmsar nýjungar frá Hewlett Packard, m.a. PA 8000 örgjörvinn og Pentium Pro netþjónar ("servers"). Auk þess verður gerð grein fyrir samstarfi Hewlett Packard við Microsoft. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 120 orð

Einkaleyfi

Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur sótt um einkaleyfi í tæplega 200 löndum vegna nýrrar aðferðar til að búa til svonefnda harða hulsu á gervifætur. Fyrst var sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum og þegar umsóknin var samþykkt þar í síðasta mánuði var hafist handa annarstaðar. C 2Vöruskipti Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 198 orð

Fimm lögfræðistofur og endurskoðunarskrifstofa í samstarfi

FIMM lögfræðistofur og ein endurskoðunarstofa hafa hafið samvinnu um rekstur stofanna í nýju húsnæði á Suðurlandsbraut 18, Reykjavík. Tilgangurinn með þessu samstarfi er að auka hagkvæmni í rekstri og að tryggja viðskiptavinum sem besta alhliða þjónustu á sviði lögfræði og endurskoðunar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 101 orð

Fjármálastjóri hjá Aco ehf.

GUÐMAR Guðmundsson hefur tekið til starfa sem fjármálastjóri hjá Aco ehf. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er ráðning Guðmars liður í endurskipulagningu fyrirtækisins á upplýsingasviði. Guðmar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1993. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 1027 orð

Framtíðarsýn á fjármagnsmarkaði Hugmyndir um að sameina Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð í fjárfestingarbanka tefja fyrir

SjónarhornFramtíðarsýn á fjármagnsmarkaði Hugmyndir um að sameina Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð í fjárfestingarbanka tefja fyrir nauðsynlegri uppstokkun fjármálafyrirtækja, að áliti Finns Sveinbjörnssonar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 344 orð

Hagnaður 132 milljónir króna á fyrri árshelmingi

HAGNAÐUR Búnaðarbankans fyrstu sex mánuði ársins nam alls um 199 milljónum króna fyrir skatta samanborið við 77 milljónir á sama tímabili í fyrra. Að frádregnum sköttum nemur hagnaður nú 132 milljónir en var 42 milljónir árið áður. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 57 orð

Hagvöxtur Íra eykst um 5% 1997

HAGVÖXTUR á Írlandi verður líklega um 6% 1996 og 5% 1997 að sögn írsku efnahags- og félagsrannsóknarstofnunarinnar, ESRI. Stofnunin sagði að þótt hagvöxtur á Írlandi væri heldur minni en 1994 og 1995 væri hann talsvert meiri en í flestum aðildarlöndum Efnahagssambandsins, þar sem hagvöxtur væri innan við 2% að meðaltalæi. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 607 orð

Hugvit á heimsvísu

STÓRAUKIN sókn íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja undanfarin ár á erlend mið hefur hleypt nýju lífi í íslenskan tölvuheim þar sem gífurleg þensla hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Frá árinu 1990 hefur útflutningur á hugbúnaði nær hundraðfaldast en á síðasta ári nam hann tæpum milljarði og allt útlit fyrir að útflutningurinn eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 1460 orð

Hvað gera má og hvað ekki Nú þegar viðskipti færast í auknum mæli á alþjóðavettvang er nauðsynlegt að þekkja til siða og hefða

MIKILVÆGT er að gera sér grein fyrir því, að hvert land eða menningarsvæði hefur oft sínar eigin siðareglur sem nauðsynlegt er að fylgja. Þættir sem virðist vera smámál eða aukaatriði í okkar heimshluta, geta verið ófyrigefanleg yfirsjón annars staðar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 266 orð

Hörð samkeppni á stöðnuðum bílamarkaði í Evrópu

HELZTU bílaframleiðendur heims sýna tugi nýrra og athyglisverðra bifreiða á bílasýningunni í París til að reyna á ná undirtökunum í harðri samkerpnni á stöðnuðum bílamarkaði Evrópu. Reynt er að lokka trega kaupendur með mörgum nýjum gerðum á sýningunni, allt frá nýjum Ka smábíl Fords Motors til hins nýja og sportlega Boxster frá Porsche. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 459 orð

IMF nefnd bjartsýn á ástand og horfur í heiminum

NEFND á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, hefur látið í ljós ánægju með ástandið í efnahagsmálum heimsins og telur að horfur á næsta ári virðist eins góðar af því að þjóðir heims reyni að lifa ekki um efni fram Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 366 orð

Innflutningsverð hækkaði um 4,3% fyrri hluta árs

INNFLUTNINGSVERÐ hækkaði um um 4,3% á fyrri helmingi þessa árs og útflutningsverð lækkaði um 0,7% vegna 1,4% lækkunar á verði sjávarafurða á sama tímabili. Samanlagt leiddi þetta til þess að viðskiptakjör í vöruskiptum versnuðu um nær 5% á heildina litið á þessu tímabili, að því er fram kemur í septemberhefti Hagtalna mánaðarins sem Seðlabanki Íslands gefur út. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 305 orð

Nái 75­ 80% hlutdeild innanlands

MÁLMUR, samtök fyrirtækja í málmiðnaði og Samtök iðnaðarins hafa að undanförnu unnið að stefnumótun fyrir málm- og skipaiðnaðinn. Þar hefur verið mótað það markmið að skipaiðnaðurinn nái fyrri markaðshlutdeild sinni innanlands, 75­80%, fyrir aldamót. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 156 orð

Ný gerð traktorsgrafa á markaðinn

BÚJÖFUR afhenti nýlega fyrstu nýju Lännen 940 traktorsgröfuna og kom Max Kvickström útflutningsstjóri verksmiðjanna hingað til lands af því tilefni. Vélin stoppaði stutt við hjá umboðinu en kaupandinn, Símon Skarphéðinsson, notaði helgina til að útbúa vélina fyrir fyrstu verkefnin. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 476 orð

Nýir stjórnendur hjá Flugleiðum

JENS Bjarnason hefur tekið við starfi flugrekstrarstjóra af Guðmundi Magnússyni sem tekið við starfi flugmanns á Boeing 757 vélum félagsins. Flugrekstrarstjóri sér um daglegan rekstur flugdeildar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 157 orð

Olís opnar mannlausar stöðvar

OLÍS mun á næstunni opna fyrstu sjálfvirku og ómönnuðu bensínstöðvarnar undir nafninu "ÓB-ódýrt bensín". Önnur verður staðsett við stórmarkað Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, en hin við verslunina Engjaver í Grafarvogi. Stöðvarnar verða með yfirbyggðu skyggni og sjálfsala, þar sem hægt er að nota seðla og kort allan sólarhringinn. Áformað er að opna síðar á árinu tvær ÓB-stöðvar til viðbótar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 145 orð

Rafboði smíðar stýritöflur fyrir ÍSAL

Rafboði smíðar stýritöflur fyrir ÍSAL ÍSLENSKA álfélagið hefur tekið tilboði Rafboða Garðabær ehf. um smíði á 80 stýritöflum sem er ætlað að stjórna kerum í nýjum skála álversins í Straumsvík og auka nýtingu þeirra. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 249 orð

Rafræn viðskipti auðvelda skattaeftirlit

AUKIN rafræn viðskipti auðvelda eftirlit skattyfirvalda á einstaklingum og fyrirtækjum, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt er öllum skylt að láta skattyfirvöldum í té allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem beðið er um og unnt er að láta í té. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 133 orð

Samið um Evrógöngin

ENSK-franska fyrirtækið Eurotunnel sem rekur Ermarsundsgöngin segir að samkomulag hafi náðst í meginatriðum um skuldbreytingu á 12.55 milljarða dollara láni sem vextir hafa ekki verið greiddir af síðan 1995. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 96 orð

Samvinna Chrysler og BMW

BMW í Þýzkalandi og Chrysler í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að fyrirtækin muni leggja fram 500 milljónir dollara í því skyni að koma á fót sameignarfyrirtæki í Suður- Ameríku til að framleiða vélar í litla bíla. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 207 orð

Skartgripakeðja velur ópusallt

ÍSLENSK forritaþróun hf. og systurfyrirtæki þess í Skotlandi, Atlantic Information Systems (AIS), hafa að undanförnu gert nokkra stóra samninga um sölu ópusallt-viðskiptahugbúnaðar til fyrirtækja í Skotlandi og víðar. Meðal nýrra erlendra notenda ópusallt er Martin Groundland, sem er keðja 13 skartgripaverslana í Mið-Skotlandi. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 532 orð

Sækir um einkaleyfi í tvö hundruð löndum

STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur hf. hefur sótt um einkaleyfi í tæplega 200 löndum vegna nýrrar aðferðar til að búa til svonefnda harða hulsu á gervifætur. Fyrst var sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum og þegar umsóknin var samþykkt þar í síðasta mánuði var hafist handa annarstaðar. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 428 orð

Útflutningur stefnir í 2 milljarða í ár

VERÐMÆTI útflutnings á málm- og rafbúnaði stefnir í um 2 milljarða á þessu ári sem yrði um tvöfalt meira en á árinu 1993. Þar vegur þungt góður árangur Marels hf. í útflutningi, en fyrirtækið flutti út búnað fyrir liðlega 600 milljónir á fyrri helmingi ársins. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 416 orð

Viðskipti með hlutabréf hafa þrefaldast

VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum tæplega þrefölduðust fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Viðskiptin námu samanlagt rúmum 5,5 milljörðum króna fram til loka september samanborið við rúmlega 1,9 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 1995. Meira
3. október 1996 | Viðskiptablað | 278 orð

Vöruskiptin 5,3 milljörðum lakari en í fyrra

FLUTTAR voru út vörur fyrir 82,9 milljarða króna fyrstu átta mánuði ársins, en inn fyrir 78,2 milljarða fob. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 4,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,9 milljarða á föstu gengi, skv. tilkynningu frá Hagstofunni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.