Greinar laugardaginn 5. október 1996

Forsíða

5. október 1996 | Forsíða | 168 orð

442 milljarða afgangur

FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið 1997 var lagt fram í Noregi í gær, en það gerir ráð fyrir 40,9 milljörðum norskra króna, jafnvirði 442 milljarða íslenskra, í tekjuafgang. Þrátt fyrir fyrirséðan tekjuafgang sagði Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra, að mikils aðhalds yrði gætt í ríkisfjármálum til að kynda ekki undir verðbólgu. Meira
5. október 1996 | Forsíða | 186 orð

Jeltsín rekur sex hershöfðingja

HIÐ nýja varnarmálaráð Rússlands hélt í gær fund til að ræða fjárskort rússneska hersins en engin niðurstaða náðist enda meðlimir ráðsins ekki á eitt sáttir um til hvaða aðgerða skuli gripið. Stjórnvöld hafa þó þegar hafið endurskipulagningu hersins, því í gær var tilkynnt að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði rekið sex hershöfðingja, þ.ám. Meira
5. október 1996 | Forsíða | 210 orð

Lee varar við árás frá Norður-Kóreu

LEE Soo-sung, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sagði í gær, að allt eins mætti gera ráð fyrir árás af hálfu Norður-Kóreumanna á fimm afskekktar eyjar, sem eru á valdi Suður-Kóreu, en liggja skammt undan ströndum Norður- Kóreu. Meira
5. október 1996 | Forsíða | 129 orð

Mikill viðbúnaður í Jerúsalem

MÚSLIMI gengur framhjá ísraelskum lögreglumönnum eftir bænasamkomu í mosku í Jerúsalem í gær. 3.000 lögreglumenn voru á varðbergi í grennd við moskuna en múslimskir klerkar komu í veg fyrir að efnt yrði til mótmæla í borginni til að afstýra átökum áður en friðarviðræður Palestínumanna og Ísraelsstjórnar hefjast að nýju á morgun, sunnudag. Meira
5. október 1996 | Forsíða | 116 orð

Olíuleit í hættu í Færeyjum

OLÍU- og gasleit í Færeyjum hefur legið niðri í rúmar tvær vikur þar sem bor dönsku leitarfyrirtækjanna festist í basaltlögum, sem sögð eru óvenjuhörð. Harka færeysku basaltlaganna er það mikil, að rúmlega tveggja vikna tilraunir til að losa rannsóknarborinn hafa engan árangur borið. Er jafnvel talað um, að olíuleitin sé í hættu og kunni að verða stöðvuð. Meira

Fréttir

5. október 1996 | Innlendar fréttir | 776 orð

Aðgangur að samfélaginu mikilvægastur

Aðgengi heyrnarskertra að framhalds- og háskólanámi, er yfirskrift þemadaga, sem nú standa yfir í Reykjavík á vegum félags heyrnarskertra á Norðurlöndum, NHS, en aðild að því eiga landssamtök heyrnarskertra á Norðurlöndunum. Halda samtökin þemadagana á Hótel Lind en þátttakendur eru um fimmtíu. Formaður NHS er Svein Ludvigsen, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Aðildin kostar eina milljón

IBEX Motor Policies, sem selur FÍB Tryggingu, stendur til boða að gerast aðili að bílabanka og tjónanefnd vátryggingafélaganna á sömu kjörum og Skandia buðust fyrir tæpum tveimur árum, að sögn Sigmars Ármannssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins setti SÍT upp 1 milljón króna fyrir aðildina. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 231 orð

Alls verða boraðar sjö holur

FRIÐFINNUR K. Daníelsson verkfræðingur hefur síðustu daga verið að vinna fyrir Árskógshrepp við jarðhitaleit á ýmsum stöðum í hreppnum. Hann á og rekur fyrirtækið Alvarr sem er verktaki við jarðhitaleitina. Hann hefur þegar borað sjö holur vítt og breitt en áætlar að bora 12 holur í allt. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Áhugi Finna á ESB minnkar

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun, sem birt var í Finnlandi á mánudag, hafa aðeins sjö prósent Finna talsverðan áhuga á málefnum sem varða Evrópusambandið (ESB). Fyrir fáeinum árum sögðust 25% Finna hafa mikinn áhuga á ESB. Þykir þetta fremur lök niðurstaða því það eru aðeins þrjár vikur þar til kosningar til Evrópuþingsins eiga að fara fram. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 321 orð

Átta grunnskólanemar játuðu fíkniefnaneyslu

ÁTTA ungir piltar hafa játað við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri að hafa reykt hass í gleðskap í heimahúsi fyrir hálfum mánuði og þá viðurkenndu nokkir þeirra neyslu á hassi á lóð Síðuskóla á sama tíma og skólaskemmtun fór þar fram. Ný stefna Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 102 orð

Biskup hvetur fólk til bæna

HR. ÓLAFUR Skúlason biskup Íslands sendir í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Biskup Íslands beinir því til landslýðs að biðja almáttugan Guð um að vernda þjóðina frá þeirri vá sem af náttúruhamförum getur leitt. Hann biður presta landsins að hafa eldgosið og afleiðingar þess í huga er þeir huga að bænarefnum nk. sunnudags. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 201 orð

Brak Boeingþotunnar týnt

VÍSBENDINGAR um hvað olli því að Boeing-757 þota fórst við strendur Perú sl. miðvikudag kunna að vera glataðar því brakið hefur borist undan öflugum Humboldt-straumnum. Í gær fannst brakið ekki á þeim stað þar sem það hafði legið daginn áður. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 342 orð

Börnin með stöðugar áhyggjur

"ÞETTA er alveg hætt að hafa áhrif á mig enda ekkert til að hræðast. Maður hugsar mest um það núna hvaða skemmdir geti af þessu hlotist," segir Guðveig Bjarnadóttir í Bölta í Skaftafelli. Gat varla andað Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 240 orð

Clinton eykur forskot sitt

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur aukið forskot sitt á forsetaframbjóðanda Repúblikana, Bob Dole, fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Clinton nú 13,3% forskot á Dole. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Dagsferð í Þjórsárdal og á Gnúpverjaafrétt

ÁRBÓK Ferðafélags Íslands kom út í júníbyrjun en loks nú gefst færi á ferð á slóðir árbókarinnar í fylgd höfundarins Ágústs Guðmundssonar, jarðfræðings. Ferðin verður núna á laugardaginn 5. október kl. 9 í Þjórsárdal og Gnúpverjaafrétt. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Eigendaskipti á Tískuversluninni Gala

NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Laugaveg 101. Nýir eigendur eru Einar H. Bridde feldskeri og Alda Sigurbrandsdóttir pelsasaumakona. Gala Tískuhús selur áfram franskar vörur frá Ester Ken, Agatha, Electre og peysur frá Damour ennfremur fást í Gala leðurbelti og slæður frá Frakklandi. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð

Ekki tíð slys á Boeing 757

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leif Magnússyni framkvæmdastjóra þróunarsviðs Flugleiða: Í Morgunblaðinu í dag (föstudag) er birt frétt undir fyrirsögninni: "Flugleiðir segja tíð flugslys Boeing 757 ekki áhyggjuefni ­ engin vandamál hérlendis". Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 185 orð

Evert endurkjörinn leiðtogi

MILTIADIS Evert var í gær endurkjörinn leiðtogi gríska hægriflokksins Nýs lýðræðis og bar sigurorð af George Souflias með 103 atkvæðum gegn 84. Evert sagði af sér sem leiðtogi flokksins eftir ósigurinn í þingkosningunum 22. september, þegar sósíalistar náðu öruggum meirihluta. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 584 orð

Fimmtíu gos talin frá landnámi

A4. október 1996: UK ÞESS sem Grímsvatnalægðin er langstærsta jarðhitasvæði á Íslandi eru Grímsvötn ein virkasta eldstöð landsins á síðustu öldum. Talið er að þar hafi gosið ekki sjaldnar en 50 sinnum frá landnámi. Það er samspil hraunkvikunnar undir jarðhitasvæðinu við jökulbráð sem viðheldur vatni í Grímsvatnaöskjunni og veldur Skeiðarárhlaupum. Meira
5. október 1996 | Landsbyggðin | 166 orð

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs 10 ára

Egilsstöðum-Haldið var upp á 10 ára afmæli Framfarafélags Fljótsdalshéraðs í Svartaskógi. Farin var gönguferð um skóginn undir leiðsögn Orra Hrafnkelssonar og snæddar veitingar í Hótel Svartaskógi. Félagið var stofnað 7. október 1986 og tilgangurinn að stuðla að alhliða framþróun. Á þessum 10 árum hefur félagið látið ýmis mál til sín taka, s.s. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fræðslufundur Mígrenisamtakanna

MÍGRENISAMTÖKIN halda fyrsta fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 8. október nk. kl. 20.30 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Á fundinum mun Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, fjalla um sálræn viðbrögð við mígreni sem langvarandi sjúkdómi. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fræðslustarf í Seltjarnarneskirkju

FRÆÐSLUSTARF er nú að fara af stað í Seltjarnarneskirkju. Hefst það við upphaf kirkjuviku Reykjarvíkurprófastsdæma en kirkjuvikan verður 6.­13. október nk. Sunnudaginn 8. október verður messa í Seltjarnarneskirkju og hefst kl. 11. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fulltrúar sjálfstæðisflokks með viðtalstíma

ALÞINGISMENN og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða á næstu vikum til viðtals úti í hverfum borgarinnar. Miðað er við að viðtalstími verði á einum stað hverju sinni og þar verði til staðar einn þingmaður og einn borgarfulltrúi. Viðtalstímarnir verða á mánudögum frá kl. 17­19. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 413 orð

Fulltrúi R-listans hyggst segja sig úr nefndinni

HEILBRIGÐISNEFND samþykkti í gær að ásættanlegt yrði að veita undanþágu frá viðmiðunarmörkum fyrir umferðarhávaða í mengunarvarnareglugerð vegna nýbygginga við Kirkjusand 1­5. Nefndin samþykkti að hljóðstig mætti reiknast allt að 60 dB með dB fráviki að vissum skilyrðum uppfylltum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 602 orð

Fylgst með nýjungum á sviði tölvutækni

MELASKÓLINN er 50 ára í dag. Afmælisins verður minnst með skrúðgöngu frá skólanum kl. 13 í dag og síðar um daginn verður skólinn opinn almenningi. "Ég sé í sjálfu sér ekki fyrir mér róttækar breytingar í kennslunni í nánustu framtíð. Á hinn bóginn hef ég gjarnan haft í huga tvíþætt markmið skólastarfsins. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Gildi menntunar, loforð og efndir

SAMTÍMIS því sem menntaþing er haldið í Háskólabíói á vegum menntamálaráðuneytisins halda námsmannahreyfingarnar sitt eigið menntaþing í tjaldi á háskólalóðinni eftir hádegi í dag. Menntaþing námsmannanna er komið til vegna óánægju námsmannahreyfinganna SHÍ, BÍSN, SÍNE, Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Grjóthrun úr Súðavíkurhlíð

Grjóthrun úr Súðavíkurhlíð GRJÓT féll á veginn fyrir neðan Súðavíkurhlíð um kl. 20.30 í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var um allmikið grjóthrun að ræða en engin umferð var um veginn sem var ruddur skömmu síðar. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Gömul vél í gömlum búningi

LANDGRÆÐSLUVÉLIN Páll Sveinsson hefur verið máluð í hinum gömlu litum Flugfélags Íslands. Var það gert vegna töku kvikmyndarinnar Maríu, sem fjallar um þýzka stúlku sem kom hingað til lands eftir stríðið til að gerast ráðskona í sveit. Á þeim tíma notaði Flugélag Íslands þessa sömu flugvél í innanlandsflugi, en hún er af gerðinni DC-3. Vélin hefur áður verið máluð í sömu litum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Harpa Rós í 2. sæti

HARPA Rós Gísladóttir úr Garðabæ varð í 2. sæti í Fegurðarsamkeppni Norðurlanda sem fram fór í Finnlandi í gærkvöldi. Halla Svansdóttir frá Akranesi varð í 4. sæti. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og hlutskörpust varð finnsk stúlka, Lola Odusoga, en hún varð fyrir nokkru í 3. sæti í keppninni Ungfrú Alheimur. Ólafur Laufdal veitingamaður á Hótel Íslandi var formaður dómnefndar. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Haustmót TR hefst á sunnudaginn

HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. október kl. 14 og verður teflt í félagsheimili TR í Faxafeni 12. Í aðalkeppninni, sem hefst á sunnudaginn, verður þátttakendum skipt í flokka eftir skákstigum og tefldar ellefu umferðir í öllum flokkum. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku og lýkur aðalkeppninni 1. nóvember. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hámarkstjón hundrað milljónir

SÉRFRÆÐINGAR Landsvirkjunar gera ráð fyrir að flóð á Skeiðarársandi gæti í versta falli valdið um hundrað milljóna króna tjóni á rafmagnsstaurum og línum. Rafmagnslaust verður á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni fyrst eftir að línan rofnar, meðan verið er að gera ráðstafanir til að koma rafmagni á að nýju. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 455 orð

Héldu fyrir eyrun í fréttatímum Umbrotin í Vatnajökli og væntanlegt hlaup hafa lítil áhrif haft á daglegt líf og störf fólks í

BÖRNIN í grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum hugsa mikið um eldgosið í Vatnajökli og væntanlegt Grímsvatnaflóð. Kemur það meðal annars fram í því að í myndmenntatíma í gærmorgun fóru yngstu börnin að teikna gosið. "Mig dreymdi heljarstórt hlaup í nótt. Það er ekki þar með sagt að þetta leggist illa í mig. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hlaupið í þágu friðar

ALÞJÓÐLEGA friðarhlaupið - Sri Chimnoy Oneness Home Peace Run, fór fram í fimmta sinn hérlendis á miðvikudag. Hlaupið var frá Höfða og að Grand Hotel, þar sem málþing stendur yfir í tilefni af að 10 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjovs í Reykjavík. Nemendur í 5. og 6. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hólmjárn á Kaffi Óliver

TRÍÓIÐ Hólmjárn leikur á Kaffi Óliver við Ingólfsstræti annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.30. Tríóið skipa þeir Ólafur Hólm trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Kristján Eldjárn gítarmaður. "Þeir félagar leika fönksækna djasstónlist sem teygir anga sína allt frá basískum magasýrudjass til svokallaðrar death-dinner tónlistar. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hringurinn með tískusýningu

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði verður með tískusýningu og kaffisölu sunnudaginn 6. október kl. 15 í Haukahúsinu við Flatahraun. Kvenfélagið Hringurinn er góðgerðarfélag sem aðstoðar hópa og einstaklinga sem eru hjálparþurfi. Á þessu ári hafa t.d. Krýsuvíkursamtökunum verið gefnar 500 þúsund krónur sem aðstoð við fíkniefnavandanum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

HSÍ boðar brottrekstur eða heimaleikjabann

ÞRJÚ af 1. deildarfélögum karla í handknattleik, Valur, KA og Afturelding, hafa selt Stöð 2 og Sýn einkarétt á sjónvarpsútsendingum frá heimaleikjum félaganna næstu fjögur árin. Félögin kljúfa sig þar með út úr samskonar samningi sem HSÍ og Samtök 1. deildarfélaganna gerðu við ríkissjónvarpið og Stöð 3 á dögunum. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Hús Westhjónanna rifið niður

ÁKVEÐIÐ hefur verið að rífa niður hús hjónanna Freds og Rosemary West, sem myrtu ungar konur og stúlkur og grófu lík þeirra í garði hússins í Gloucester í vesturhluta Englands. Yfirvöld í Gloucester sögðu í gær að hafist yrði handa á mánudag við að rífa niður húsið og áætlað er að það taki tvær vikur. Næsta hús hefur einnig verið keypt til niðurrifs. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 656 orð

Hvatt til aðgæslu í verðhækkunum

Vinnuveitendasamband Íslands hefur beint þeim tilmælum til borgarstjórnar Reykjavíkur að við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði miðað við það að Reykjavíkurborg geri sitt til að stuðla að sem lægstri verðbólgu. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

Hæpið að hlaup hafi áhrif á fiskistofna

JÓN Ólafsson haffræðingur á Hafrannsóknastofnun telur ólíklegt að stórhlaup úr Grímsvötnum geti haft áhrif á fiskistofna við suðurströndina eða viðgang þeirra. "Það fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni hvernig þetta blandast og dreifist. Við gerðum kannanir eftir Skeiðarárhlaupið í vor og þá kom í ljós að þetta hafði dreifst mjög ört og hratt í burtu af svæðinu," sagði Jón. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Ingimars Eydal minnst með ýmsum hætti

FORSALA aðgöngumiða á minningartónleika um tónlistarmanninn Ingimar Eydal sem haldnir verða sunnudaginn 20. október næstkomandi hefst næstkomandi mánudag, 7. október, í Bókval á Akureyri og Tónabúðinni á Akureyri og Reykjavík. Ingimar hefði orðið 60 ára þennan dag. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Íslensk frímerki á alnetinu

VIGFÚS Pálsson, forfallinn frímerkjasafnari að eigin sögn, hefur á undanförnum mánuðum eytt frístundum sínum í að setja myndir af íslenskum frímerkjum inn á alnetið. Þar er að finna litmyndir af um 1.000 frímerkjum sem Vigfús hefur flokkað eftir tímabilum og efnisflokkum og sífellt er hann að bæta við nýjum upplýsingum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

Kjarvalsmálverk metið á um þrjár milljónir króna

LESIÐ á gullbók, verðmætasta Kjarvalsmálverk sem boðið hefur verið upp um langt árabil, er á málverkauppboði Gallerís Borgar sem fram fer á morgun, sunnudag, í Gullhömrum, húsi Iðnaðarmannafélagsins að Hallveigarstíg 1 kl. 20.30. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 246 orð

Klerkar hindra átök múslima og Ísraela

MÚSLIMSKIR klerkar og palestínskir embættismenn stöðvuðu í gær mótmæli Palestínumanna eftir bænasamkomu í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem til að koma í veg fyrir frekari átök við ísraelska hermenn. Ísraelsk yfirvöld höfðu sent 3.000 lögreglumenn að moskunni eftir að Hamas, hreyfing heittrúaðra múslima, hafði hvatt til uppreisnar gegn ísraelska hernum og gyðingum á svæðum Palestínumanna. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 431 orð

Komið verði á samkeppni í orkuöflun

Í DRÖGUM að nefndaráliti, sem liggja fyrir hjá svokallaðri orkulaganefnd, er lagt til að heimiluð verði samkeppni í orkuöflun og að einkaréttur Landsvirkjunar á að virkja verði afnuminn. Drögin gera ráð fyrir að það verði alfarið mál stjórnvalda hvernig staðið verður að jöfnun á orkuverði, en orkufyrirtækin sjálf keppi innbyrðis um sölu á raforku. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 289 orð

Kosningatími ákveðinn BOSNÍUMENN m

BOSNÍUMENN munu ganga til sveitarstjórnakosninga dagana 22.-24. nóvember, að sögn Bandaríkjamannsins Roberts Frowicks í gær. Hann er formaður nefndar á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, og sagðist hafa tekið ákvörðun um dagsetninguna eftir langar umræður í nefndinni sem fulltrúar þjóðabrotanna eiga aðild að. Upphaflega áttu kosningarnar að fara fram um leið og þingkosningar 14. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 907 orð

Kvennabyltingin þögla Maureen Reagan, dóttir Ronalds Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, var fulltrúi föður síns á málþinginu

MAUREEN Reagan flutti tölu undir yfirskriftinni "Hin þögla kvennabylting: skýrsla úr framlínunni" og hófst handa á því að þakka Íslendingum þann stuðning, sem þeir hefðu veitt Bandaríkjamönnum þegar kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Nairobi var í húfi. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Langur laugardagur í dag

FÉLAGAR úr Ármanni munu á laugardag sýna tilþrif í Tai-Kwon- do. Þeir munu sýna þrisvar yfir daginn á þremur mismunandi stöðum á Laugavegi í Reykjavík. Kl. 14 fyrir utan Kjörgarð, kl. 14.30 á Laugavegi 45 og svo að lokum kl. 15 efst í Bankastrætinu. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Litlar truflanir þótt ljósleiðarinn rofni

ENGAR eða mjög óverulegar truflanir verða á símasambandi þótt ljósleiðarastrengir fari í sundur vegna flóða á Skeiðarársandi. Jón Kr. Valdimarsson, yfirtæknifræðingur hjá Pósti og síma, segir að þótt ljósleiðarastrengurinn rofni á sandinum verði hvergi sambandslaust. Símtöl verði sjálfkrafa leidd hina leiðina í kringum landið. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Línudans í Hagkaupi

KÚREKATÓNLIST ómar úr verslunum Hagkaups í Kringlunni á morgnana, en þar mætir starfsfólk snemma til vinnu og stígur ýmis afbrigði af kúrekadönsum, svokölluðum línudönsum, áður en opnað er kl. 10. Harpa Guðmundsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri sérverslunar Hagkaups, segir undirtektir vera afar góðar. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 429 orð

Lýðræði í skugga Pinochets

ÞRÁTT fyrir að lýðræði hafi verið við lýði í Chíle í sex ár, virðist almenningur í landinu ekki enn hafa fengið trú á lýðræðinu. Enda er vart hægt að kalla stjórnarfarið í Chíle lýðræði, þar sem Agusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, er enn yfirmaður landhersins og hefur enn mikil völd. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Matargerð og íslenska kennd

UPPLÝSINGA- og menningarmiðstöð nýbúa stendur fyrir 6 vikna námskeiði fyrir nýbúa frá 14. október til 22. nóvember nk. þar sem kennt verður alla virka daga frá kl. 9­12.30. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Miðstöðvarinnar að Faxafeni 12 og eru atvinnulausir nýbúar sérstaklega hvattir til að skrá sig. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Menntun og menning í tölum og töflum

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út Tölfræðihandbók um menntun og menningu. Í inngangi bókarinnar kemur fram að hún sé liður í að auka upplýsingastreymi til almennings um menntunar- og menningarmál. Handbókin er gefin út í tengslum við menntaþing sem haldið er í Háskólabíó og Þjóðarbókhlöðu í dag. Sigríður Ana Þórðardóttir, þingstjórnandi setur þingið í Háskólabíó kl. 9.30 í dag. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Munið kirkjubílana. Útvarpsmessa í kirkjunni kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Fundur verður í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju í kapellunni kl. 17. Allir unglingar velkomnir. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá kl. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni

FURÐULEIKHÚSIÐ verður með sýningu á Mjallhvít og dvergunum sjö í dag, laugardaginn 5. október, kl. 14.30 í Ævintýra-Kringlunni. Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Krakkarnir fá að taka virkan þátt í sýningunni. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mín. Miðaverð er 500 kr. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Mjög harður árekstur í Hafnarfirði

MJÖG harður árekstur þriggja bíla varð á gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatarhrauns í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 15 í gær. Kona og stúlkubarn voru flutt á slysadeild, en meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Morgunblaðið/Freysteinn Sigmundsson VATNS

Morgunblaðið/Freysteinn Sigmundsson VATNSHAMARINN rís við austurenda Grímsvatna í Vatnajökli. Svo mikið bræðsluvatn hefur nú safnast í þau að íshellan hefur lyfstallt að 20 metrum hærra en hún gerði í gosinu 1938 og nær nú langt upp á þennan hamar. Grjótskriðurnar við rætur hans eru komnará kaf. Meira
5. október 1996 | Landsbyggðin | 584 orð

Ný tækni notuð við sauðfjárslátrunina

Höfn-Sláturhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár. Nemur kostnaður tugum milljóna og eru breytingarnar forsenda þess að sláturhúsið geti flutt kindakjöt á markað í Evrópubandalagslöndum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Ný verksmiðja fyrir 2 milljarða

STJÓRNIR Íslenskra sjávarafurða hf. og Iceland Seafood Corporation hafa tekið ákvörðun um að byggja nýja og fullkomna fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjunum. Nýja verksmiðjan verður reist í Newport News í Virginíufylki, um 20 km frá hafnarborginni Norfolk. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kostar verksmiðja af þessu tagi jafnvirði 1.500­2.000 milljóna íslenskra króna. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 303 orð

Óttast að áin hlaupi í austur

BÆNDUR á Svínafelli og Hofi í Öræfum óttast að Skeiðará hlaupi austur fyrir sandinn og eyðileggi mikið gróðurlendi, allt austur undir Ingólfshöfða. "Við fylgjumst bara með fréttum eins og aðrir og sofum alveg fyrir þessu," segir Ármann Guðmundsson bóndi á Svínafelli 2. Sex heimili eru á Svínafelli, alls liðlega 20 manns. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 347 orð

Óttast aukin áhrif Talebana

FULLTRÚAR Rússlands og fimm Mið-Asíuríkja, Kasakstans, Kírgístans, Úsbekístans, Tadzhíkístans og Túrkmenístans, hófu tveggja daga leiðtogafund í Almaty, höfuðborg Kasakstans, í gær til að ræða aðgerðir er komið gætu í veg fyrir að átökin í Afganistan breiddust út. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 286 orð

Ragnar Arnalds ekki í kjöri aftur

RAGNAR Arnalds alþingismaður tilkynnti á kjördæmisráðstefnu Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra um síðustu helgi að hann myndi ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Hann hvatti jafnframt flokksfélaga sína til að hefja strax undirbúning að því að finna eftirmann sinn og velja hann eigi síðar en næsta haust. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Rangt starfsheiti Í Morgunblaðinu síðast liði

Í Morgunblaðinu síðast liðinn föstudag (bls. 46) er grein eftir Birgi Þ. Kjartansson með yfirskriftinni Öldrun og drykkjusýki. Villa hefur slæðst inn í kynningu á höfundi. Hann er ráðgjafi Fíknifærðslunnar og fyrrv. formaður Verndar og fyrrv. forstöðumaður Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi. Meira
5. október 1996 | Miðopna | 580 orð

Reistu sér sjálfir þak yfir höfuðið

DONALD T. Regan, fyrrverandi skrifstofustjóri Bandaríkjaforseta og fjármálaráðherra Bandaríkjanna, átti þátt í að móta heimssöguna í Höfða. En hann á einnig aðrar minningar frá Íslandi. Í gær notaði hann tækifærið til að rifja upp þá tíma sem hann kom til Íslands í heimsstyrjöldinni síðari og heimsótti staðinn sem hans gömlu bækistöðvar voru á. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Rætt um hjónaband í Neskirkju

HJÓNASTARF Neskirkju fer nú aftur af stað að loknu sumri. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 kemur Nanna K. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, í heimsókn og fjallar um efnið: Hjónaband í blíðu og stríðu. Þar ræðir hún m.a. um makaval, væntingar og vonbrigði, afbrýðisemi og mikilvægi þess að kunna að leysa ágreining. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sala afsláttarflugferða að hefjast

MEÐLIMUM stéttarfélaga býðst afsláttur af flugfargjöldum hjá Flugleiðum innanlands í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. Sala flugferða hefst á morgun á sölustöðum Flugleiða um allt land og á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Afsláttarferðirnar verða einungis seldar á laugardögum og kosta kr. 5. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Samið um menntun sjúkraflutningsmanna

RAUÐI kross Íslands og heilbrigðisráðherra hafa gert með sér samning um skipulag og umsjón menntunar sjúkraflutningamanna. Samningurinn kveður á um að Rauði kross Íslands skipuleggi, stjórni og sjái um menntun sjúkraflutningamanna í umboði heilbrigðisráðuneytisins á grundvalli námskrár ráðuneytisins. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Samningur um hönnun brúar yfir Glerá

SAMNINGUR um hönnun brúar yfir Glerá var undirritaður í gær. Fyrir hönd verkkaupa, sem eru Vegagerðin og Akureyrarbær, undirrituðu þeir Guðmundur Heiðreksson yfirverkfræðingur og Gunnar H. Jóhannesson deildarverkfræðingur samninginn en fyrir hönd ráðgjafa, sem er Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen á Akureyri, Haraldur Sveinbjörnsson. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Skemmtifundur harmonikuunnenda

FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík er nú að hefja tuttugasta starfsár sitt og verður fyrsti skemmtifundur vetrarins sunnudaginn 6. október. Félagið var stofnað 8. september af áhugasömum harmonikuleikurum og unnendum hljóðfærisins í Reykjavík og nágrenni. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Skertir ferðastyrkir grafa undan listum

GERBREYTT túlkun Félagsheimilasjóðs á reglum um ferðastyrki vegna menningarstarfsemi á Akureyri kom til umræðu á aðalfundi Gilfélagsins sem haldinn var í Deiglunni nýlega, en félagsmenn telja hana hafa grafið undan starfsemi Listasumars sem og annarri skyldri starfsemi í bænum. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Skólar vímuefnalausir fyrir árið 2000

Á FUNDI íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar í vikunni var rætt um hugmyndir frá í sumar, um aðgerðir til að ná því markmiði að gera grunnskólana á Akureyri vímuefnalausa fyrir árið 2000. Margar hugmyndir komu fram á fundinum og var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna úr þeim ásamt þeim aðilum sem einnig koma að málinu, félagsmálastjóra, áfengisvarnanefnd og ÍBA. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

SR. ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON

SÉRA Þorbergur Kristjánsson, fyrrverandi sóknarprestur í Bolungarvík og Kópavogi, er látinn á 72. aldursári. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Ólafssonar og Ingveldar Guðmundsdóttur á Geirastöðum í Bolungarvík. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Sumarhús á faraldsfæti

SJÖ sumarhús voru flutt frá Skeljavík við Hólmavík að Hellu á Rangárvöllum í vikunni, hátt í 500 kílómetra leið. Húsin höfðu haft eigendaskipti og munu nú taka við nýju hlutverki í ferðamannaþjónustu á bökkum Ytri- Rangár. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 417 orð

Svisslendingar saka útlendinga um öfund

SVISSNESKIR embættismenn og dálkahöfundar hafa nú snúið vörn í sókn vegna ásakana um tengsl Svisslendinga við þýska nasista á tímum heimsstyrjaldarinnar síðari og saka þá sem eiga í samkeppni við Svisslendinga nú um að þeir reyni að sverta orðspor svissneskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 627 orð

Svívirða islam með "steingerðri" stefnu

HÁTTSETTUR klerkur í Íran sakaði í gær Taleban-skæruliða í Afganistan um að svívirða islam með því að koma á með valdboði "steingerðri" stefnu. Talebanar eru ákafir bókstafstrúarmenn og hafa m.a. bannað stúlkum að ganga í skóla og konum að vinna úti. Fregnir bárust af því að konur í Kabúl hefðu verið barðar fyrir að hlíta ekki fyrirmælum um klæðaburð en Talebanar heimta að þær hylji allan Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Söfnun til styrktar barnaspítala

HAFIÐ er söfnunarátak Kvenfélagssambands Gullbringu- og Kjósarsýslu til styrktar byggingu nýs barnaspítala. Kvenfélagskonur munu ganga í hús á félagssvæði sínu, sem nær frá Kjósarsýslu allt suður í Garð, laugardaginn 5. október nk. Einnig munu þær bjóða merkið til sölu í stórmörkuðum á svæðinu. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Taug flæktist í ratsjá

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF- Líf sótti í gær 23ja ára gamlan sjómann um borð í togarann Hoffell sem var á veiðum djúpt út af Reykjanesi. Vír slóst í kvið mannsins svo hann slasaðist. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík uppúr klukkan 11 og var hún yfir skipinu um kl. 14 .Ekki gekk áfallalaust að ná sjómanninum um borð því taug úr spili þyrlunna festist í ratsjá skipsins. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Tekjur Akureyrarhafnar um 5 millj.

TEKJUR Akureyrarhafnar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins í sumar námu um 5,1 milljón króna, sem er heldur lægri upphæð en í fyrra. Skipakomurnar í sumar urðu alls 38, eða jafn margar og á síðasta ári. Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri segir að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipanna ráðist töluvert af stærð þeirra. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju

SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp við Hafnarfjarðarkirkju að bjóða upp á svonefndar tónlistarguðsþjónustur annan hvern sunnudag kl. 18 og verður slík guðsþjónusta sunnudaginn 6. október. Þá munu flytjendur verða þau Natalía Chow, söngkona, Helgi Pétursson, organisti og félagar úr kór Hafnarfjarðarkirkju. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ungliðar krefjast jöfnunar atkvæðisréttar

STRAX að lokinni setningarathöfn Alþingis sl. þriðjudag afhentu formenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna formönnum þeirra sameiginlega áskorun um að kosningalögum yrði breytt, þannig að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafnaður. Fyrir tveimur árum lögðu allar stórnmálahreyfingar ungs fólks fram sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, sem þær ítrekuðu nú. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 43 orð

Uppreisnar í Moskvu minnst

STUÐNINGSMENN rússneska kommúnistaflokksins halda á myndum af fórnarlömbum uppreisnar harðlínumanna í Moskvu fyrir þremur árum á mótmælafundi við gamla þinghúsið í borginni í gær. Rúmlega 120 manns biðu bana þegar Borís Jeltsín beitti skriðdrekum til að kveða niður uppreisnina. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Uppskeruhátíð hjá Kvennakór

LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykjavíkur heldur uppskeru- og kompukarnival sunnudaginn 6. október á Ægisgötu 7 kl. 14­17. Í fréttatilkynningu segir m.a. að á boðstólum verði ýmislegt nýupptekið og sultað, ávaxtamauk og kökur ásamt blandaðri uppskeru sem kom úr kompum kórfélaga. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Útsendingum frá Alþingi verði breytt

Í STEFNUÁVARPI sínu við setningu Alþingis á þriðjudag benti Ólafur G. Einarsson á að það fyrirkomulag sem er á útvarps- og sjónvarpsútsendingum frá þinginu sé dæmi um úrelta starfshætti. Þörf sé á nýju fyrirkomulagi til að glæða áhuga almennings á störfum þingsins. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Varnargarðarnir styrktir

YFIRMENN almannavarna í Skaftafellssýslum og framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins funduðu með verkfræðingum Vegagerðar ríkisins í Freysnesi í gær. Að þeim fundi loknum var farið að sandinum þar sem Einar Hafliðason yfirverkfræðingur Vegagerðarinnar skýrði aðstæður og fyrirhugaðar aðgerðir til varnar brúnum. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vélarvana bát bjargað

BÁTUR með þremur mönnum innanborðs varð vélarvana við innsiglinguna að Eyrarbakkahöfn rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi. Bátsverjar hringdu í neyðarsíma Björgunarsveitar Slysavarnafélagsins á Eyrarbakka og um 10 mínútum síðar var slöngubátur þeirra kominn á vettvang. Meira
5. október 1996 | Erlendar fréttir | 447 orð

Vonazt eftir nýjum drifkrafti á ríkjaráðstefnu

ÓREGLULEGUR leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Dublin á Írlandi í dag. Boðað er til fundarins til að ræða ýmis mál, sem eru til umfjöllunar á ríkjaráðstefnu sambandsins. Ekki er búizt við neinum ákvörðunum, heldur er fyrst og fremst vonazt til að það veiti ríkjaráðstefnunni nýjan pólitískan drifkraft að stjórnmálamenn í æðstu valdastöðum ræði málefni hennar. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Þórarinn Jón endurkjörinn

ÞÓRARINN Jón Magnússon var endurkjörinn formaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði á aðalfundi síðastliðið fimmtudagskvöld. Þórarinn Jón hlaut 59 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Kristinn Andersen, 40 atkvæði. Einn seðill var auður. Meira
5. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Ægir til eftirlitsstarfa

VARÐSKIPIÐ Ægir hefur verið á Akureyri síðustu viku en hjá Slippstöðinni hf. hefur verið unnið við ýmsar lagfæringar á skipinu. Þeim er nú lokið og hélt Ægir til hefðbundinna eftirlitsstarfa úti fyrir Norðurlandi seinni partinn í gær en áhöfn skipsins kom fljúgandi frá Reykjavík í gærmorgun. Meira
5. október 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ökumaður hafi samband

RANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík biður ökumann milliblárrar fólksbifreiðar, sennilega af bandrískri gerð, sem lenti í árekstri í gær, föstudag, að hafa samband við deildina. Atvikið varð um klukkan 13.35 í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

5. október 1996 | Leiðarar | 622 orð

leiðariARFLEIFÐ REYKJAVÍKURFUNDARINS IÐURSTAÐAN af málþingi

leiðariARFLEIFÐ REYKJAVÍKURFUNDARINS IÐURSTAÐAN af málþinginu, sem staðið hefur undanfarna daga í tilefni af tíu ára afmæli Reykjavíkurfundar þeirra Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjov, er sú að fundurinn hafi markað tímamót í afvopnunarmálum og verið einn þátturinn í því að binda enda á kalda stríðið. Meira
5. október 1996 | Staksteinar | 334 orð

»Tvísköttun EFTIR stendur tvísköttun eftirlauna, segir Margrét Thoroddsen í

EFTIR stendur tvísköttun eftirlauna, segir Margrét Thoroddsen í félagsriti eldri borgara "Listin að lifa", það er skattur af eftirlaunum [sparnaði sem skattur hefur áður verið greiddur af] og skerðing á tryggingabótum. Þrískattur verður tvískattur Meira

Menning

5. október 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Afmæli í Magic Kingdom

ÖSKUBUSKUKASTALI, skreyttur eins og afmæliskaka, var baksvið hátíðarhalda í tilefni af 25 ára afmæli Magic Kingdom- skemmtigarðsins í Disney World í Orlando í Flórída í vikunni. Magic Kingdom var fyrsti garðurinn á svæðinu en nú hafa Epcot Centre og Disney MGM Studios bæst við auk tveggja vatnagarða, veitingahúsa, verslunarmiðstöðva og fleira. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 179 orð

Dalle sakfelld og sektuð

FRANSKA leikkonan Beatrice Dalle 32 ára var sakfelld fyrir ólöglega neyslu eiturlyfja fyrir rétti í París í vikunni. Rétturinn féllst á að brotið færi ekki á sakaskrá leikkonunnar svo það myndi ekki skaða feril hennar í bandarískum kvikmyndum. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 294 orð

Ég á lítinn, blankan skugga

Leikstjóri Andy Tennant. Handritshöfundar Deborah Dean Davis og Jeff Schechter. Aðalleikendur Kirstie Alley, Steve Guttenberg, Philip Bosco, Ashley Fellen Olsen, Mary-Kate Olsen, Jane Sibbett. 100 mín. Bandarísk. Rysher Entertainment/Warner Bros. 1995. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 276 orð

Frímann grætur

Leikstjóri Christophe Gans. Handritshöfundur Thierry Casals, Christopher Gans. Kvikmyndatökustjóri Thomas Burstyn. Tónlist Douglas Higgins, Alec McDowell. Aðalleikendur Julie Condra, Marc Dacasos, Rae Dawn Chong, Mako. Kanadísk/frönsk/ japönsk/bandarísk. August Films 1995. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Frumraun Hanks frumsýnd

HLUTI af leikaraliði myndarinnar "That Thing You Do", sem leikstýrt er af leikaranum og Óskarsverðlaunahafanum Tom Hanks, sést hér við frumsýningu hennar um síðustu helgi í Los Angeles. Frá vinstri eru Rita Wilson, eiginkona Toms, Tom Hanks, Liv Tyler, Johnathon Schaech, Ethan Embry og Steve Zahn. Myndin gerist árið 1964 og fjallar um popphljómsveit sem slær í gegn. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 166 orð

Ljósrauðhærð og stefnir á kvikmyndir

BANDARÍSKA leikkonan Teri Hatcher, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja sem Lois Lane í sjónvarpsþáttunum um ofurmennið "Lois and Clark", er komin með nýtt útlit. Sítt svart hárið hefur vikið fyrir ljósrauðum drengjakolli og ástæðan er: "Hlutverk í kvikmyndinni "Dogwater". Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 171 orð

Ný Cher í pallbíl með húðflúr

SVO virðist sem leik- og söngkonan síunga, Cher, sé búin að breyta um ímynd. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir að klæðast skrautlegum fötum, sem vekja mikla athygli og undirstrika íturvaxinn líkama hennar, en nýlega sást til hennar í óvenju íburðarlitlum klæðnaði. Hann samanstóð af gallabuxum, hlýrabol og sólgleraugum og áberandi húðflúr var á handleggjunum. Meira
5. október 1996 | Fólk í fréttum | 213 orð

Sigurjón heiðrar Cruise á kvikmyndadansleik

"THE AMERICAN Cinematheque", sem er félagsskapur sem sérhæfir sig í að kynna og sýna listrænar kvikmyndir, bauð til svokallaðs árlegs kvikmyndadansleiks í Beverly Hilton hótelinu í Los Angeles nýlega en forseti félagsins er Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi. Ballið var einnig styrktarsamkoma félagsins og söfnuðust rúmar 25 milljónir króna. Meira

Umræðan

5. október 1996 | Aðsent efni | 574 orð

Aukið hjúkrunarrými fyrir aldraða

VERULEGUR skortur er á hjúkrunarrými og þjónustuhúsnæði fyrir aldraða og er ástandið alvarlegast í Reykjavík. Á síðustu árum hafa biðlistar lengst og er ljóst að ef ekki kemur til sérstakt átak umfram það sem þegar hefur verið ákveðið að framkvæma í byggingu hjúkrunarheimila, mun stefna í algjört óefni. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 1026 orð

Boðun kirkjunnar

BOÐUN er fólgin í því að koma einhverju á framfæri. Ákveðnum boðskap, skilaboðum, skoðunum. Oft er tilgangurinn með boðun að reyna að hafa áhrif á annan, fá hann á sína skoðun eða til fylgis við sig. Boðun felst sem sagt í því að koma boðskap til fólks þannig að boðskapurinn nái að hafa áhrif á þann sem við honum tekur. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 255 orð

Bygging nýs barnaspítala draumur eða veruleiki

Á MEÐAN landsmenn sátu agndofa og fylgdust með fréttum af eldgosi undan Vatnajökli hittist hópur kvenna úr kvenfélögum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Tilefnið var að ýta úr vör söfnun til styrktar byggingu nýs barnaspítala og leggja þannig lóð á vogarskálarnar til stuðnings styrktarsjóðs Barnaspítala Hringsins. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 843 orð

Hagstjórn á heljarþröm

HAGSTJÓRNIN á Íslandi er komin í ógöngur. Ekki hagstjórnin í þröngri merkingu heldur sú meginstefna sem ræður nýtingu auðlinda og tækni og stjórnar menntun og atvinnutækifærum þjóðarinnar til langs tíma. Hagsmunir fiskveiða hafa lengi ráðið meginmarkmiðum hagstjórnar og valdið því að atvinnuhættir okkar byggja enn á frumframleiðslu. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 935 orð

Menntun leikskóla kennara á tímamótum

Í ÞESSARI grein mun ég færa rök fyrir því að Fósturskóli Íslands er ekki framhaldsskóli heldur er hann sambærilegur skólum á háskólastigi ef miðað er við tvískipt háskólastig eins og tíðkast hjá mörgum þjóðum. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 831 orð

Ný fiskveiðistjórnun

FLESTIR kannast við gallana á núverandi fiskveiðistýringu eða svonefndu kvótakerfi. Fiski er hent dauðum í sjóinn, braskað er með kvóta og veiðiheimildir og þeir kvótalausu eru oft og tíðum orðnir nokkurs konar leiguliðar lénsherranna sem eiga kvótann. Kvótaeigendur hagnast meira á því að leigja kvótann eða láta veiða fyrir sig gegn lágu gjaldi en að veiða hann sjálfir. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 366 orð

Stúdentar hjálpa stúdentum

STÚDENTAR við Háskóla Íslands munu 10.-11. október næstkomandi standa fyrir söfnun á kennslugögnum, tækjum og búnaði fyrir stúdenta í Sarajevo. Forsaga málsins er sú að eftir fjögurra ára stríð í Bosníu er uppbyggingarstarf hafið og stúdentar þaðan hafa biðlað til systursamtaka víða um Evrópu um aðstoð við uppbyggingu í þessu fyrrum lýðveldi Júgóslavíu. Meira
5. október 1996 | Bréf til blaðsins | 310 orð

Vetrarstarfið í Áskirkju

Á MORGUN, 6. október, hefst vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sumar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunnudag í vetur en barnaguðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11. Í guðsþjónustunni á sunnudaginn syngur Ingibjörg Marteinsdóttir einsöng. Barnaguðsþjónustur verða á sunnudagsmorgnum með áþekku sniði og undanfarin ár. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 635 orð

Vinnuvernd er brýnt þjóðfélagsmál

VIKAN 7.­13. október er tileinkuð vinnuvernd hjá ríkjum Evrópusambandsins. EFTA-ríkin innan EES-svæðisins (Ísland, Noregur og Lichtenstein) munu einnig nota þessa viku til að vekja athygli á mikilvægi vinnuverndar. Vinnuverndarvikan er til marks um að vinnuvernd er forgangsverkefni hjá þjóðum Evrópu. Meira
5. október 1996 | Aðsent efni | 537 orð

Yfirlýsing Þjóðminjaráðs

VILHJÁLMUR Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur ritar grein í Morgunblaðið 13. september sl. sem hann nefnir svo skáldlega "Hinn silfurslegna sannleika" og síðan aðra 28. september og nefndi hana "Bannað að koma fram". Efni greinanna er um silfursjóðinn frá Miðhúsum, sem virðist vera Vilhjálmi Erni mjög hjartfólginn og um samskipti sín við þjóðminjavörð og Þjóðminjaráð. Meira

Minningargreinar

5. október 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Friðfinna Hrólfsdóttir

Sumri hallar, hausta fer... Þessar ljóðlínur koma í huga mér, þegar ég minnist látinnar sómakonu, Friðfinnu Hrólfsdóttur, sem fæddist og ólst upp innst í skagfirskum dal fyrir rúmum 87 árum. Henni kynntist ég með óvenjulegum hætti, þá ég var nemandi í M.A. og bjó í heimavist. Hringt var kvöld nokkurt og 4. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 30 orð

FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR

FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR Friðfinna Hrólfsdóttir fæddist í Ábæ í Austurdal í Skagafirði 2. apríl 1909. Hún lést á Borgarspítalanum 26. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. október. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 252 orð

Guðni Magnússon

Einn þeirra, sem mestan svip settu á Keflavík um miðbik aldarinnar, Guðni Magnússon málari, er fallinn frá, 92 ára að aldri. Guðni bjó hjá foreldrum sínum í Narfakoti til 1935 að hann byggði stórt og glæsilegt hús, Suðurgötu 35 í Keflavík. Guðni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Jónsdóttir frá Stapakoti í Innri-Njarðvík. Hún lést 1939. Þau áttu svo syni: Vigni og Jón Birgi. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐNI MAGNÚSSON

GUÐNI MAGNÚSSON Guðni Magnússon fæddist í Narfakoti í Innri Njarðvíkum 21. nóvember 1904. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 15. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 24. september. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Þegar tímamót eru í lífi manns bregður upp mörgum svipmyndum. Nú eru tímamót því í dag kveðjum við í hinsta sinn Guðríði Halldórsdóttur, fyrrum húsfreyju á Syðri- Rauðamel í Hnappadalssýslu. Níu ára gömul dvaldi ég part úr sumri að Oddastöðum, þannig kynntist ég Guðríði og Guðmundi að Rauðamel og þar dvaldist ég næstu fjögur sumur. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 299 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Nú er hún Guðríður okkar á Rauðamel öll. Hún kvaddi þetta jarðlíf á jafn friðsælan hátt og hún lifði því hér á meðal okkar. Við systur áttum því láni að fagna að fá að vera sumarstelpur á Rauðamel hjá Guðríði og bræðrum hennar, Sæmundi og Guðmundi, sem báðir eru látnir. Milli þeirra systkina og foreldra okkar var mikil vinátta. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 509 orð

Guðríður Halldórsdóttir

Undir litlu rauðu fjalli hvílir lítill bær í faðmi fagurs fjallahrings. Bærinn heitir Syðri-Rauðimelur í Hnappadal og þar bjó Guðríður Halldórsdóttir eða Gauja lengst af ásamt bræðrum sínum Guðmundi og Sæmundi. Hún hefur nú kvatt okkur á nítugasta og fimmta aldursári og fengið hvíldina sem hún hafði svo lengi þráð. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 162 orð

GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Guðríður Halldórsdóttir fæddist á Oddastöðum í Hnappadal 16. maí 1902. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 25. september síðastliðinn. Foreldrar Guðríðar voru hjónin Halldór Jónsson bóndi á Oddastöðum, f. 23. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Hrefna G. Gunnarsdóttir

Ég hef misst góðan vin sem ég kveð í dag. Samt vil ég ekki trúa því ennþá að þú skulir vera farin á vit nýrra heima því enginn gat átt von á því að þú færir svo fljótt. Tómarúmið sem myndaðist í hjarta mér eftir að þú féllst frá fylli ég upp með öllum þeim minningum sem ég á um þig. Þær eru margar og hlýjar. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 120 orð

Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir

Elsku mamma. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi eg út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 209 orð

Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir

Hún amma Hrefna er dáin og mig langar svo til að segja frá því hvað hún var alltaf góð við mig. Við amma sátum svo oft saman inni í litlu-stofu og töluðum saman um lífið og tilveruna. Amma kallaði mig alltaf Krunku og mér fannst það svo hlýlegt. Hún sagði mér frá því þegar hún var lítil stelpa í sveitinni á Tindstöðum. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 594 orð

Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir

Nú þegar Hrefna á Felli er horfin okkur sjónum yfir móðuna miklu, er kallað hefur verið, vil ég og fjölskylda mín votta fjölskyldu hennar og ástvinum dýpstu samúð og hluttekningu í sorgum þeirra. Ef að er gáð er ekki svo margt sem aðskilur tvo heima. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 270 orð

HREFNA GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR

HREFNA GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR Hrefna Guðlaug Gunnarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. september 1943. Hún lést á heimili sínu 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Leó Þorsteinsson málarameistari, f. 31.7. 1907 í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi, d. 6.7. 1989, og Guðmunda Sveinsdóttir, f. 5.12. 1908 í Hafnarfirði, d. 7.8. 1996. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 240 orð

Ingólfur Baldvinsson

Í dag kveðjum við elsku afa Ingó eins og við kvöddum ömmu Hillu fyrir sjö árum. Það verður tómlegt að koma til Ólafsfjarðar og hvorugt þeirra verður til að taka á móti okkur. Allt frá því að við vorum börn var tilhlökkunin að fara norður til ömmu og afa strax og skólanum lauk mikil. Móttökurnar voru alltaf jafn hlýjar og innilegar. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 154 orð

INGÓLFUR BALDVINSSON

INGÓLFUR BALDVINSSON Ingólfur Baldvinsson fæddist á Básum í Grímsey 28. maí 1920. Hann lést á sjúkradeild Hornbrekku á Ólafsfirði 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnadóttir, f. 2. desember 1898, og lifir hún son sinn í hárri elli, og Baldvin Sigurbjörnsson. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 321 orð

Ólafur Gústaf Sigurjónsson

Elsku Gústi minn, þegar mamma sagði mér að þú værir farinn til Guðs, því að hjartað í þér var svo veikt, varð ég sorgmædd og grét mikið, því ég veit að þeir sem fara þangað koma ekki aftur. Þess vegna get ég aldrei heimsótt þig aftur í sveitina þína sem þér þótti svo vænt um. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 580 orð

Ólafur Gústaf Sigurjónsson

Það er bjartur og fallegur sunnudagseftirmiðdagur og síminn hringir, og í símanum er hann pabbi minn til þess að segja mér að Gústi frændi á Torfastöðum sé dáinn. Getur það verið, hann sem var svo hress tveimur tímum áður? Dauðinn gerir að vísu ekki alltaf boð á undan sér. Gústi hafði að vísu átt við vanheilsu að stríða undanfarin misseri, en þetta var samt alltof snöggt. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 189 orð

ÓLAFUR GÚSTAF SIGURJÓNSSON

ÓLAFUR GÚSTAF SIGURJÓNSSON Ólafur Gústaf Sigurjónsson var fæddur á Lambalæk í Fljótshlíð hinn 28. október 1925. Hann lést á heimili sínu á Torfastöðum í Fljótshlíð hinn 29. september síðastliðinn. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þeim Guðbjörgu Gunnarsdóttur, f. 2.11. 1888, d. 15.1. 1973, og Sigurjóni Þórðarsyni, f. 22.8. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 560 orð

Pétur Gunnarsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast Péturs Gunnarssonar vélstjóra, sem lést á heimili sínu aðfaranótt 22. september eftir stutta en erfiða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Eftir fallegt sumar og gróskumikið er farið að húma að hausti og trén farin að fella laufin ­ daginn tekið að stytta og skammdegið handan hornsins; lítið eftir af sumrinu annað en minningarnar einar. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 50 orð

PÉTUR GUNNARSSON Pétur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 22. september

PÉTUR GUNNARSSON Pétur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1926. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jóhannsson alþingismaður og Steinþóra Einarsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Svanhildur Óladóttir, en börn þeirra eru þau Svanhildur og Gunnar Óli. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 87 orð

Pétur R. Kárason

Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, eins lengi og við munum þig. Við trúðum því ekki að þú færir svona snöggt, eins og þú varst alltaf hress og aldrei veikur. Við eigum eftir að sakna þín sárlega, en minninguna um þig munum við alltaf geyma í hjörtum okkar. Elsku afi okkar, nú kveðjum við þig með miklum söknuði. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 221 orð

Pétur R. Kárason

Mig langar með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja fyrrum verkstjóra, yfirmann, læriföður og vin, Pétur R. Kárason. Ég kynntist Pétri árið 1986, síðsumars, en þá hóf ég störf í vinnuflokki hans hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 385 orð

Pétur R. Kárason

Tengdafaðir minn, Pétur R. Kárason, er látinn. Það var fyrir 27 árum að ég kom fyrst á heimili fjölskyldunnar á Njarðvíkurbrautinni. Móttökurnar voru mjög góðar og ég fann strax að ég var velkominn í fjölskylduna, sem hann hélt svo vel utanum. Pétur var bæði hæglátur og yfirvegaður og lítið fyrir að trana sér fram, en þó fastur fyrir með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 381 orð

PÉTUR R. KÁRASON

PÉTUR R. KÁRASON Pétur R. Kárason var fæddur í Reykjavík 22. júlí 1922. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kári Kárason frá Ásbæ í Bolungarvík og Júlíana Stígsdóttir úr Hafnarfirði. Alsystir hans var Sigurborg Káradóttir. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 576 orð

Svava Hólmkelsdóttir

Mig langar til að minnast hennar Svövu ömmu með nokkrum orðum. Ég á margar góðar minningar bæði frá bernsku minni og einnig þegar ég óx úr grasi og þær eru nokkrar sem ég vil segja frá á þessari stundu. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Svava Hólmkelsdóttir

Ástkær móðir okkar, Svava, er látin. Hún háði hatramma baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún barðist eins og hetja, en varð að láta undan í lokin. Aldrei skyldi hún kvarta þótt ærna ástæðu hefði hún til þess. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um móður sína því minningarnar eru svo margar. Elsku mamma, nú er baráttunni lokið, nú líður þér vel. Við hittumst síðar. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 131 orð

Svava Hólmkelsdóttir

Elsku amma. Þú varst hress kona. Við erum þakklátar fyrir þær stundir sem við höfum átt saman, þegar þú heimsóttir okkur komst þú oftast með bakkelsi, kleinur eða marmarakökur og það var alltaf vel þegið. Þú varst alltaf að prjóna. Flest allar lopapeysurnar sem við höfum átt eru unnar í þínum höndum. Lopapeysan er hlý og góð eins og þú. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Svava Hólmkelsdóttir

Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver er lýsir þína leið, er lítill neisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín ­ í söng og tárum. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 74 orð

SVAVA HÓLMKELSDÓTTIR Svava Hólmkelsdóttir fæddist á Siglufirði 25. mars 1920. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september

SVAVA HÓLMKELSDÓTTIR Svava Hólmkelsdóttir fæddist á Siglufirði 25. mars 1920. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmkell Jónasson og Jósefína Björnsdóttir. Svava giftist Hólmgeiri Guðmundssyni 1948, ættuðum úr Loðmundarfirði. Þeirra börn eru: Guðmundur Björn, f. 1948, Hólmgeir, f. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 579 orð

Þiðrik Baldvinsson

Þegar Þiðrik var á fjórða aldursári fluttist hann með foreldrum sínum að Grenjum í Álftaneshreppi og ólst þar upp. Vann hann að búi með foreldrum sínum fram til ársins 1946, tók hann þá við búi foreldra sinna ásamt eiginkonu sinni og var bóndi þar til ársins 1960. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 88 orð

ÞIÐRIK BALDVINSSON

ÞIÐRIK BALDVINSSON Þiðrik Baldvinsson fæddist í Hægindi í Reykholtsdalshreppi 16. mars 1911. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Baldvin Jónsson og Benónýja Þiðriksdóttir frá Grenjum og var hann fimmta barn í hópi átta systkina. Hinn 10. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Þorbergur Kristjánsson

Rökföst var ræða en rík af trú. Til hæstu hæða æ horfðir þú. (Grétar Fells.) Fánar voru dregnir í hálfa söng í Bolungarvík, strax og fréttir bárust af andláti sr. Þorbergs Kristjánssonar. Hann var sóknarprestur okkar Bolvíkinga í hartnær tvo áratugi fyrr á tíð við góðan orðstír. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 874 orð

Þorbergur Kristjánsson

Séra Þorbergur Kristjánsson er látinn. Hann verður öllum þeim minnisstæður sem honum kynntust enda var hann sterkur persónuleiki og annálaður kennimaður. Hann var fæddur í Bolungarvík en ólst að mestu upp á Geirastöðum í Hólshreppi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Þorbergur var góður námsmaður enda fluggreindur. Hann fór til náms við MA og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1946. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 359 orð

Þorbergur Kristjánsson

Þegar nú séra Þorbergur Kristjánsson er látinn vakna í huga margra minningar um farsælan og eftirminnilegan prest. Minning séra Þorbergs er alveg sérstöku marki brennd. Það eru ræðurnar sem koma okkur í hug. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Þorbergur Kristjánsson

Í fyrradag var jarðsettur sóknarprestur minn í nær tvo áratugi, sr. Þorbergur Kristjánsson. Við sviplegt og ótímabært fráfall hans er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu og velgerninga hans í minn garð. Ég kynntist honum fljótlega eftir að hann tók við embætti sóknarprests hins nýstofnaða Digranesprestakalls í Kópavogi og hafa þau kynni verið mér mikils virði. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 476 orð

Þorbergur Kristjánsson

Grandvar drengur er genginn Guði sínum á vald. Með honum er fallinn í valinn einn svipmesti kennimaður íslensku kirkjunnar. Atvikin, eða forlögin, höguðu því þannig til, að við áttum heima í sama litla dalnum, þar sem aðeins voru þrjú heimili, en þar byrjuðum við að skynja veröldina með allri sinni fjölbreytni, í þröngum sjóndeildarhring dalsins okkar. Meira
5. október 1996 | Minningargreinar | 276 orð

ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON

ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON Þorbergur Kristjánsson fæddist í Bolungarvík 4. apríl 1925. Hann lést hinn 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Ólafsson bóndi, hreppstjóri og oddviti á Geirastöðum í Bolungarvík (f. 17.6. 1887, d. 14.5. 1969) og kona hans Ingveldur Guðmundsdóttir, húsfreyja (f. 3.11. 1893, d. 17.6. 1992). Meira

Viðskipti

5. október 1996 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Deilt um afhendingu bókbandsvélar

HÉRAÐSDÓMUR í Reykjavík hefur nú til umfjöllunar í annað sinn kröfu bókbandsstofunnar Flateyjar hf. um að fá afhenda bókbandsvél sem fyrirtækið keypti af hollenskum vélakaupmönnum í febrúar í vetur, sem aftur höfðu keypt vélina af prentsmiðjunni Odda. Vélin er staðsett hér á landi í prentsmiðjunni Grafík og átti að afhendast 1. mars í vetur. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Gjaldeyrisstaðan rýrnar

GJALDEYRISSTAÐA Seðlabankans rýrnaði nettó um 900 milljónir króna í september. Gjaldeyrisforðinn breyttist lítið þar sem bankinn tók tæplega 900 milljóna króna erlent skammtímalán og nam forðinn 23,9 milljörðum króna í lok september. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Metsala á bókum í heiminum

SALA bóka í heiminum í fyrra jókst um 8%, sem er met, og söluaukningin verður langmest í Kína út öldina samkvæmt nýrri könnun. Skýrt var frá því á bókasýningunni í Frankfurt að samkvæmt könnum markaðsrannsóknastofnunarinnar Euromonit hefði sala bóka í heiminum 1991-1995 aukizt um 24,3% úr 64.3 milljörðum dollara í 80 milljarða. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ

HJÁ Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verður boðið upp á eftirtalin námskeið næstu vikur. Meðferð eftirlauna- og tekjuskattsskuldbindinga í reikningsskilum fyrirtækja verður viðfangsefnið 9. októkber kl. 15-19. 14.-15. október. Stefnumótun í markaðsmálum kl. 8:30-12:30. Nýsköpunarstyrkir Evrópusambandsins, tækifæri og umsóknartækni kl. 16-19. 16. október. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Ráðstefna um fjarskipti

PÓSTUR og sími efnir til ráðstefnu um fjarskiptaþróun mánudaginn 7. október í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að sæsíminn var lagður til Seyðisfjarðar og Landsími Íslands var stofnaður. Meðal fyrirlesara eru Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, Tormod Hermansen, forstjóri Telenor í Noregi, og Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Umboð Eimskips í nýtt húsnæði

UMBOÐ Eimskips í Ísafjarðarbæ tók formlega í notkun nýtt skrifstofu- og vöruhús við Ásgeirsgötu í Sundahöfn á Ísafirði í vikunni. Húsnæðið hefur fengið nafnið Eyrarskáli og vísar þar í upprunalegt nafn Ísafjarðarkaupstaðar, Eyri við Skutulsfjörð. Vinna við hið nýja hús hófst í nóvember á síðasta ári og hafa framkvæmdir gengið vel. Húsið er alls 670 fermetrar að stærð. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 286 orð

Velta ársins komin í 87 milljarða króna

HEILDARVELTA viðskipta á Verðbréfaþingi Íslands, það sem af er þessu ári nemur 87,6 milljörðum króna. Þetta er meiri velta en áður hefur orðið á einu ári en áður varð hún mest 86,5 milljarðar allt árið 1994. Allt árið í fyrra nam veltan 71 milljarði króna. Meira
5. október 1996 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Yfir 40 þátttakendur úr ýmsum áttum

NÝJUNGAR í prentun, útgáfu, margmiðlun, grafískri hönnun og tölvum er meðal þess sem er til sýnis á Prentmessu 96 sem hófst í Laugardalshöll í gær. Við opnunina síðdegis í gær flutti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, ávarp. Að sögn Hjartar Guðnasonar, framkvæmdastjóra Prenttæknistofnunar, eru þátttakendurnir á sýningunni alls 42 og koma þeir úr ýmsum áttum. Meira

Daglegt líf

5. október 1996 | Neytendur | 240 orð

30% blaða og tímarita í endurvinnslu

MILLI áranna 1994 og 1995 varð fjórföldun á innsöfnun dagblaða-, og tímaritapappírs á höfuðborgarsvæðinu eða eftir að Reykjavíkurborg og Sorpa hófu skipulega söfnun á dagblaða-, og tímaritapappír í júlí í fyrra. Söfnunargámum var víða komið fyrir og helst á þeim stöðum þar sem íbúar hverfa ættu daglega leið hjá. Að sögn Rögnu Halldórsdóttur umhverfisfræðings hjá Sorpu er talið að um 8. Meira
5. október 1996 | Neytendur | 43 orð

Hagkaup flytur inn franska osta

Í GÆR var byrjað að selja um fimmtíu tegundir af frönskum ostum í Hagkaup í Kringlunni. Um er að ræða fyrstu sendinguna en innan tíu daga kemur sú næsta og verða ostarnir þá fáanlegir í öllum Hagkaups verslununum. Meira
5. október 1996 | Neytendur | 740 orð

Lesið úr vörumerkingum matvæla

ÞEIR SEM vilja fylgjast með hvað þeir borða ættu helst að lesa vörumerkingar matvæla. Brynhildur Briem næringar-, og matvælafræðingur segir að neytendur geti orðið margs vísari með þeim lestri upplýsingarnar sem eru gefnar upp á umbúðum matvæla eru tvenns konar þ.e.a.s. innihaldslýsingar og næringargildi vörunnar er líka oft gefið upp. Meira

Fastir þættir

5. október 1996 | Dagbók | 2683 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 4.-10. október eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
5. október 1996 | Í dag | 144 orð

Áminning til vagnstjóra HANSÍNA hringdi, en hún hafði v

HANSÍNA hringdi, en hún hafði verið að lesa greinar í blaðinu þar sem fólk kvartar sáran yfir breyttu leiðakerfi SVR. Hún sagðist ekki geta kvartað yfir því, en vildi minnast á að bílstjórarnir tækju ekki af stað fyrr en fólk væri almennilega sest niður. Sjálf sagðist hún ekki vera of lipur og þetta kæmi sér illa fyrir gamalt fólk og fólk með börn. Meira
5. október 1996 | Í dag | 117 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 5. októb

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 5. október, er áttatíu og fimm ára Guðbjörg Karlsdóttir, Barónsstíg 24, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælisdaginn, eftir kl. 15. ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 6. Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 60 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrending

Mánudaginn 30. sept sl. hófst 3 kvölda tvímenningur. Aðaltvímenningur. 45 pör mættu. Röð efstu para eftir fyrsta kvöldið er eftirfarandi: Magnús Sverriss. - Eðvarð Hallgrímss.474Guðbjörn Þórðarson - Vilhjálmur Sigurðs.451Viðar Guðmundss. - Gunnar Pétursson440Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson439Sigrún Pétursd. Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 103 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag byrjenda

Fyrsta spilakvöld vetrarins verður mánudaginn 7. okt. Spilað er í húsi BSí í Þönglabakka 1 og hefst spilamennska kl. 19.30. Aðstoðað er við myndun para og er andrúmsloftið sérlega afslappað. Bridsfélag Sauðárkróks Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá félaginu. Efstu pör urðu: Kristján Blöndal - Ingvar Jónsson130Bjarni R. Meira
5. október 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Jórunn Kjartansdóttirog Sigurjón Magnús Sigurjónsson.Heimili þeirra er í Flétturima 24, Reykjavík. Meira
5. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Edda Svavarsdóttir ogEmil Birgir Hallgrímsson. Heimili þeirra er á Sléttahrauni 21, Hafnarfirði. Meira
5. október 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Sankti Jósefskirkjunni í Hafnarfirði af séra Hjalta Hilda Elísabeth Guttormsdóttir og Björgvin Unnar Ólafsson. Heimili þeirra er á Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Meira
5. október 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní í Dómkirkjunni af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Valgerður Laufey Einarsdóttir og Þór Marteinsson. Heimili þeirra er í Álftahólum 6, Reykjavík. Meira
5. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Snæfríður Hlín Svavarsdóttir og Stefán Stefánsson.Heimili þeirra er í Miðtúni 8, Höfn. Meira
5. október 1996 | Dagbók | 412 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 633 orð

Er mér að fara aftur?

Elliglöp Spurning: Ég er orðinn 55 ára gamall og mér finnst að mér sé að fara aftur. Hugsunin er ekki eins skýr og áður og ég á það til að gleyma ýmsu, sem betur fer oftast smávægilegum hlutum, t.d. hvar ég lagði frá mér eitt og annað. Meira
5. október 1996 | Í dag | 242 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
5. október 1996 | Í dag | 663 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 1180 orð

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur. (Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur. (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 1105 orð

Hirðingjafæði í Kyrgistan Hver þjóð hefur sína síði og á það ekki síst við um matarmenningu og borðsiði. Steingrímur

HVAÐ borðar fólk eiginlega í Kyrgistan? Þrátt fyrir að hafa velt þessari spurningu fyrir mér fram og aftur áður en af stað var haldið var ég engu nær. Það er ekki auðvelt að nálgast upplýsingar um þetta fyrrum Sovétlýðveldi, sem hlaut sjálfstæði árið 1991. Það er afskekkt, einangrað og í hugum flestra einungis eitt allra þessara ríkja í Mið-Asía sem heita nöfnum er enda á "stan". Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 181 orð

Hvernig bragðast gosið

ÚTLIT umbúða er djarft, óvenjulegt og nútímalegt (þrátt fyrir greinilegar tilvísanir í bandaríska neyslumenningu sjötta áratugarins) og bragðið er einnig öðruvísi en maður á að venjast. Þrátt fyrir að áfengismagn sé álíka mikið og í bjór verður þess ekki vart í bragðinu. CRANBERRY CHARGE: Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 1358 orð

Skemmtilegt innlegg í erfiða umræðu Það er ýmislegt sem gerist baksviðs og væri efni í annað leikrit. Það fannst Hildi

"HVAR er heftiplásturinn?" kallar unga leikkonan ergileg yfir hóp af samleikurum, sem eru í óðaönn að gera sig klára fyrir sýninguna. "Þetta er dæmigert," tautar annar leikari, "plásturinn týnist fyrir hverja sýningu." Leikkonan unga heldur áfram að leita því þennan húðlita heftiplásturinn verður hún að hafa til að festa hljóðnemann við sig. Meira
5. október 1996 | Fastir þættir | 277 orð

Sniðugt eða varhugavert? Áfengir gosdrykkir hafa verið eitt helsta drykkjaræðið í Bretlandi síðastliðið misseri og vakið þar upp

FLEST "æði" í Evrópu og Bandaríkjunum berast hingað til lands fyrr eða síðar og það á við um áfenga gosdrykki sem annað. Þeir hafa notið gífurlegra vinsælda í Ástralíu og Bretlandi upp á síðkastið en jafnan vakið upp harðar deilur. Ekki er ólíklegt að það verði einnig raunin hér. Meira
5. október 1996 | Dagbók | 316 orð

SPURT ER...»

»Þetta ár bar andlát Jóhannesar S. Kjarvals að og Bobby Charlton kom til Íslands. Bobby Fischer og Borís Spasskí tefldu heimsmeistaraeinvígi í Laugardalshöll. Þá náði Richard Nixon endurkjöri og fór til Kína. Hvaða ár var þetta? »Í vikunni var haldið málþing í Reykjavík til að minnast ákveðins atburðar, sem hver ræðumaður á fætur öðrum kvað hafa markað tímamót í sögunni. Meira
5. október 1996 | Í dag | 335 orð

TUNDUM gleðst Víkverji yfir því að búa í timburhúsi þeg

TUNDUM gleðst Víkverji yfir því að búa í timburhúsi þegar hann horfir upp á raunir þeirra, sem búa í steinhúsum þar sem steypuskemmdirnar hafa fengið að grassera. Úrræði þeirra, sem búa við steypuskemmdirnar, virðast stundum ekki vera önnur en þau að klæða steinhúsin að utan til að verja þau veðrun. Meira

Íþróttir

5. október 1996 | Íþróttir | 82 orð

Alexander ekki með ÍA gegn ÍBV

ALEXANDER Högnason, miðvallarspilari hjá ÍA, getur ekki leikið með Skagamönnum gegn Eyjamönnum í Meistarakeppni KSÍ á Laugardalsvellinum 12. október. Hann hefur verið úrskurðaður í leikbann fyrir að hafa fengið sex áminningar í sumar. Nokkrir leikmenn byrja næsta keppnistímabil í leikbanni; Enes Cogic, Fylki, Grétar Einarsson, Grindavík, Ólafur H. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 96 orð

Arnór í stöðu Bjarka

LOGI Ólafsson landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Tékkum á dögunum. Arnór Guðjohnsen kemur í stað Bjarka Gunnlaugssonar sem er meiddur. Leikið verður með fimm manna vörn, Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 97 orð

Atli er bjartsýnn í Vilníus

Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennaliðs Íslands, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Litháen og sannfærður um gott gengi. "Við lékum vel gegn Makedóníu og Möltu í sumar og ég hef trú á að strákarnir nái settu marki og fagni sigri hér. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 310 orð

Ásthildur best og markahæst

Ásthildur best og markahæst ÁSTHILDUR Helgadóttir, Breiðabliki, var í gær valin besti leikmaður fyrstu deildar kvenna á lokahófi hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, sem haldið var í Stjörnuheimilinu í Garðabæ en hún var einnig markahæst í sumar og hlaut að launum gullskó Mizuna, Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 77 orð

Ásthildur bestog markahæst

ÁSTHILDUR Helgadóttir úr Breiðabliki varð markahæst í 1. deild kvenna í sumar með 17 mörk í 13 leikjum og í gær var hún einnig útnefnd besti leikmaður deildarinnar. Það er aðalstyrktaraðili 1. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 441 orð

Elber betri en M¨uller

BRASILÍSKI framherjinn Giovane Elber gerði tvö mörk fyrir VfB Stuttgart þegar liðið sigraði nágrannanna frá Freiburg, 4:2, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi á heimavelli sínum. Stuttgart er því enn á toppi deildarinnar og Leverkusen í öðru sæti eftir að hafa burstað Hansa Rostock, 4:1. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 677 orð

HSÍ hótar að reka félögin úr Íslandsmótinu eða setja í heimaleikjabann

Handknattleikshreyfingin er í uppnámi vegna ákvörðunar Vals, KA og Aftureldingar um sjónvarpssamningana. Formenn allra 1. deildarliðanna tólf hafa verið boðaðir á fund hjá HSÍ fyrir hádegi í dag og þar ætti framhaldið að skýrast. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 348 orð

Hörður genginn til liðs við Val

HÖRÐUR Magnússon knattspyrnumaður úr FH skrifaði í gær undir samning til tveggja ára við 1. deildarlið Vals. Hörður hefur leikið með FH í 14 ár og er í 5.-6. sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deildar frá upphafi. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 69 orð

Knattspyrna

Þýskaland Bochum - Dortmund1:0 (Waldoch 63.) Áhorfendur: 36.334. VfB Stuttgart - Freiburg4:2 (Bobic 12., Schneider 39., Elber 64. og 68.) - (Decheiver 17. og 52.) 53.000. Leverkusen - Hansa Roscock4:1 (Sergio 45. og 49., Feldhoff 57., Meijer 78.) - (Beinlich 8.) 23.000. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 64 orð

Kúludráttur hjá Getraunum

BÚIÐ er að fresta fjórum leikjum í Englandi, sem er á getraunaseðlinum í dag. Dregið verður um úrslit leikjanna með að draga úr sextán kúlum, sem eru merktar 1, X og 2. Hér koma leikirnir sem hafa verið frestað og og kúlufjöldi á hvern möguleika: 1.Oxford - Bolton 268 2. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 256 orð

Kötturinn og músin

LEIK Njarðvíkur og Breiðabliks á heimavelli þeirra fyrrnefndu í gærkvöldi verður ekki lýst öðruvísi en sem leik kattarins að músinni. Kötturinn, Njarðvík, lék sér að músinni, Breiðabliki, en þegar kötturinn slakaði á klónni átti músin góða spretti. Örlög músarinnar voru þó ráðin í upphafi og lokatölur 100:73. Það gladdi einna helst augað þegar Torrey John tróð boltanum með tilþrifum. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 274 orð

Landsliðið átti ekki að fá að æfa á aðalvellinum

Litháar reyndu að klekkja á íslenska landsliðinu í gær í Vilníus, þar sem Íslendingar leika gegn Litháum á Zalgiris-leikvellinum í dag. Það er alltaf svo fyrir leiki í alþjóðlegum leikjum, að aðkomulið eiga að fá eina æfingu daginn fyrir leik, á þeim leikvelli sem leikið er á. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 52 orð

Landsliðið í "einangrun"

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í "einangrun" fyrir utan Vilníus í Litháen. Leikmenn liðins dveljast á hóteli fyrir utan Vilníus, þar sem fátt hefur truflað þá. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, er mjög ánægður með dvalarstaðinn og segir að leikmenn fái frið til að einbeita sér að verkefninu ­ leiknum gegn Litháen. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 167 orð

Lichtenstein vonast til að skora á móti Litháen

Lictenstein, sem er í sama riðli og Íslendingar og eru að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn, hefur leikið tvo leiki í undankeppni HM og tapað þeim báðum. Tapaði fyrsta leiknum fyrir Makedóníu 3:0 og þeim seinni á móti Írum 5:0. Lichtenstein hefur því ekki enn skorað í HM. Dietr Weise, landsliðsþjálfari, segist vonast til að liðið nái að skora á móti Litháen í næstu viku. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 471 orð

Lithár segja Íslendinga auðvelda bráð

"VIÐ gerum okkur grein fyrir því að þetta verður erfiður róður, en við mætum Lithátum fullir sjálfstrausts," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari Íslands. Það var létt yfir leikmönnum íslenska liðsins í gær, þrátt fyrir að Litháar hafi sett á svið "sálarstríð" ­ þeir sögðust aðeins stefna að einu; sigri. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 258 orð

ORÐRÓMUR

ORÐRÓMUR er uppi í Newcastle að Kevin Keegan hafi hug á að gera breytingar, ætli að selja Frakkann Ginola og Kólumbíumanninn Asprilla. Þá er Middlesbrough tilbúið að borga 4,2 millj. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 240 orð

UMFN - Breiðab.100:73

Íþróttahúsið í Njarðvík, Íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild - fyrsta umferð, föstudaginn 4. október 1996. Gangur leiksins: 6:0, 12:3, 16:9, 28:13, 31:17, 31:22, 49:24, 51:28, 55:35, 63:41, 74:43, 91:52, 98:64, 100:73. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 39 orð

UM HELGINAKörfuknattleikur Úrvalsd

Körfuknattleikur Úrvalsdeild karla Sunnudagur: Njarðvík:Njarðvík - KR16 Seljaskóli:ÍR - Þór Ak.16 Akranes:ÍA - Haukar20 Grindavík:Grindavík - Keflavík20 Sauðárkrókur:Tindastóll - Skallagrímur20 Smárinn:Breiðablik - KFÍ20 Handknattleikur 2. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 23 orð

Þórður áfram þjálfari Stjörnunnar

Þórður áfram þjálfari Stjörnunnar ÞÓRÐUR Lárusson hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Þá verður Jörundur Áki Sveinsson áfram með kvennalið Stjörnunnar. Meira
5. október 1996 | Íþróttir | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞEGAR flautað verður til leiks í dag í Vilníus, í leik Litháa og Íslendinga í undankeppni HM í knattspyrnu, jafnar Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, landsleikjamet Atla Eðvaldssonar ­ leikur sinn sjötugasta landsleik. Meira

Fasteignablað

5. október 1996 | Fasteignablað | 252 orð

Dómar um fasteignakaup

ÚT er komið ritið Dómar um fasteignakaup eftir Viðar Má Matthíasson prófessor. Í þessu riti gefur að finna reifanir á dómum, sem gengið hafa um fasteignakaup í Hæstarétti frá 1920 fram á mitt ár 1995. Bókin er bæði hugsuð sem stuðningsrit við kennslu í lagadeild Háskóla Íslands og fyrir starfandi lögfræðinga svo og aðra, einkum þá sem sýsla með fasteignir í starfi sínu. Meira
5. október 1996 | Fasteignablað | 235 orð

Góð raðhús í Borgahverfi

HJÁ fasteignasölunni Gimli eru til sölu raðhús á tveimur hæðum við Dofraborgir 12 til 18. Þetta eru steinsteypt hús á tveimur hæðum, 143 ferm. að flatarmáli ásamt 24 ferm. bílskúr. Bílskúrarnir er byggðir á milli húsanna og tengja þau saman. Meira

Úr verinu

5. október 1996 | Úr verinu | 457 orð

Mikilvægt forskot á keppinauta okkar

"ÞETTA er mikil ákvörðun og afar krefjandi og spennandi viðfangsefni. Að lokinni byggingu nýju verksmiðjunnar höfum við tryggt okkur ákveðið forskot á sjávarafurðamarkaðnum í Bandaríkjunum og aukið sóknarfæri okkar til muna. Meira
5. október 1996 | Úr verinu | 105 orð

Nýr vertíðarbátur í flotann

NÝR bátur, Ólafur Magnússon HU 54, bættist í flota Skagstrendinga nú í byrjun september. Það er Jökull ehf., í eigu hjónanna Sigríðar Gestsdóttur og Stefáns Jósefssonar, sem á bátinn. Ólafur Magnússon er 125 tonna yfirbyggður stálbátur og er hann keyptur frá Höfn í Hornafirði þar sem hann hét Þórir SF 77. Báturinn var smíðaður 1972 en yfirbyggður árið 1986. Meira
5. október 1996 | Úr verinu | 309 orð

"Ætlum ekki að kokgleypa áróður atvinnurekenda" Fast sótt að réttindamálunum

"VIÐ teljum orðið tímabært að blása til ráðstefnu nú um málefni fiskverkafólks í ljósi þeirrar umræðu, sem verið hefur í þjóðfélaginu að undanförnu. Samningar eru lausir um næstu áramót og mikil óvissa er víða í frystihúsum um framtíð fiskvinnslu í landi. Meira

Viðskiptablað

5. október 1996 | Viðskiptablað | 1749 orð

Úr leikföngum í lystikerrur

Ingvar Helgason, stofnandi og aðaleigandi samnefnds fyrirtækis, hélt upp á fjörutíu ára rekstrarafmæli í gær Árið 1956 stofnaði hann heildverslunina Bjarkey með leikföng og gjafavörur en nú, fjörutíu árum síðar, er samsteypan Ingvar Helgason hf., og dótturfyrirtækið Bílheimar hf., orðin stærsti bifreiðainnflytjandi landsins með um 23% markaðshlutdeild og 4,6 milljarða króna heildarveltu. Meira

Lesbók

5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 197 orð

BJARNI THOR GERIR SAMNING VIÐ ÓPERUNA Í BONN

BJARNI THOR Kristinsson, bassasöngvari, hefur gert samning til tveggja ára við óperuhúsið í Bonn og tekur hann gildi haustið 1997. Bjarni söng fyrir forráðamenn óperunnar vegna hlutverks í einu verki fyrir hálfum mánuði en í framhaldi af því var honum boðin fastráðning. Í samtali við Morgunblaðið sagði Bjarni að samningurinn hefði mikla þýðingu fyrir sig. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 717 orð

EDDA MEÐ ENDURGERÐUM HLJÓM

FYRST var það Guðrúnarkviða í þurrkvínni með tónlist Hauks Tómassonar. Nú var það þýski tónlistarhópurinn Sequentia, sem færði upp nokkur goðakvæða Eddu. Í annað skipti á menningarárinu áttu Kaupmannahafnarbúar þess nýlega kost að sjá íslenskar fornbókmenntir færðar á svið. Hópurinn hefur sérhæft sig í flutningi miðaldaefnis og getið sér gott orð fyrir. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 424 orð

FORBOÐIN LÖND

Guðjón Bjarnason. Opið kl. 11­18 alla daga til 7. október; aðgangur ókeypis. Á STUNDUM eru listsýningar opnaðar án nokkurs atgangs, nánast í þögn og einrúmi listafólks og þeirra sem næst þeim standa. Fréttir af þeim berast ef til vill seint og takmarkað í gegnum fjölmiðla, þannig að listunnendur hafa varla næg tækifæri til að líta við og fylgjast með því sem um er að vera. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Hér eru tilfinningar bornar á torg

Maria Callas: Master Class eftir Terrence McNally. Íslensk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir. Leikarar og söngvarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Björn Karlsson, Ellen Freydís Martin, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Stefán Stefánsson. Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson. Leikmynd og búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Ljós og hljóð: Benedikt Axelsson. Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1024 orð

HLÁTUR OG GRÁTUR HVUNNDAGSHETJU

LEIKRIT Jims Cartwrights hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en öll verk hans nema eitt, sem heitir Bed, hafa verið sýnd í íslenskum leikhúsum. Cartwright hafði starfað sem leikari um árabil áður en hann sneri sér að Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 726 orð

Í VATNADÍSARHÖLL

G. Ph. Telemann: Ouverture í C-dúr (Vatnatónlist); Konsertar í B-dúr, F-dúr og a-moll. Musica Antiqua Köln u. stj. Reinhards Goebels. Archiv 413 788-2. Upptaka: DDD, Hamborg 1984. Lengd: 49:10. Verð: 1.590 kr. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1320 orð

KAREN BLIXEN: SKÁLD, MEISTARI, ÆÐSTIPRESTUR, FÓRNARLAMB?

Námstefna um dönsku skáldkonuna Karen Blixen verður haldin á morgun, sunnudag, í Norræna húsinu í Reykjavík. Námstefnan hefst klukkan 14 og eru fyrirlesarar sex, þrír danskir og þrír íslenzkir. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um dönsku fyrirlesarana og skáldkonuna. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3584 orð

KARLSSONUR ÆVINTÝRISINS ­ HARMSÖGULEG HETJA

I Pólitík er að vilja, sagði Olof Palme. Hugrekki taldi John F. Kennedy vera megineinkenni mikilhæfra stjórnmálamanna. Björn Jónsson var gæddur sterkum vilja og miklu hugrekki. Hann hófst líka til mikilla valda í stjórnmálalífi þjóðar sinnar. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 537 orð

LÍFIÐ ER EKKI SALTFISKUR

"ÞAÐ VERÐUR stiklað á stóru í spænskri sögu og menningu, reynt að gleðja bæði augu og eyru áhorfenda, það verður dansað og sungið en sjálfur mun ég verða sögumaður," segir Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaðurinn skeleggi, sem mun í fyrsta skipti stíga á leiksvið í Kaffileikhúsinu í kvöld. "Ja, kannski ekki í fyrsta skipti því ég lék í skólaleikriti í gamla daga. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 959 orð

LOFTAÐI HRESSILEGA UM OKKUR

FLAUTULEIKARARNIR Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir og píanóleikarinn Peter Máté eru nýkomin heim úr löngu hljómleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin þar sem þau spiluðu bæði tríó, dúetta og hvert í sínu lagi á alls tólf tónleikum. Þau hófu undirbúning ferðarinnar fyrir rúmu ári en samstarf þeirra hófst skömmu eftir að Peter fluttist til Reykjavíkur fyrir þremur árum. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð

MARÍA CALLAS

hin útvalda dæmigerða diva steig upp á óperusviðið um miðja tuttugustu öldina. Gerði hún meira en að fylla út í þetta hugtak. María Callas varð að lifandi goðsögn. Þúsundir manna lögðu á sig að standa í biðröð og sofa á götunum fyrir framan óperuhúsin í þrjá til fimm sólarhringa til að fá aðgöngumiða þar sem hún átti að koma fram. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

MÁLÞING UM ÍSLENZK FRÆÐI

MÍMIR, félag stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt með málþingi "Íslensk fræði í fortíð, nútíð og framtíð" dagana 12. og 13. október n.k.. Á málþinginu verður litið á stöðu íslenskra fræða í sem víðustum skilningi, meðal annars á öllum skólastigum, í fjölmiðlum og í tengslum við aðrar fræðigreinar. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 577 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin

Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súrrealistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. október. Við Hamarinn Sigríður Ólafsdóttir sýnir til 13. október. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 489 orð

NÁTTÚRAN HEFUR SÍN LÖGMÁL, MYNDLISTIN EINNIG

VIÐFANGSEFNI mitt er að tjá lífið og tilveruna," segir Jóhanna Bogadóttir, myndlistarkona, sem opnar málverkasýningu í Norræna húsinu í dag. "Efnið kemur til mín og svo reynir maður að skila því á strigann á sem ljósastan hátt. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 452 orð

NÁVÍGI VIÐ NÁTTÚRUNA

RAGNHEIÐUR Jónsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á stórum kolateikningum í austursal Listasafns Kópavogs-Gerðarsafns í dag. Er náttúran yrkisefni verkanna en sýn listakonunnar takmarkast þó ekki við ákveðinn stað, svo sem hún segir sjálf, Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

SÍÐASTA SÝNINGARHELGI HULDU HÁKON

UM helgina lýkur sýningu á nýjum lágmyndum eftir Huldu Hákon í Ingólfsstræti 8. Hulda á að baki nær annan tug einkasýninga víða um heim, auk fjölda samsýninga. Ingólfsstræti 8 er opið frá kl. 14-18 miðvikudaga til sunnudaga. Lokað er á mánudögum og þriðjudögum. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

SÍÐUSTU LJÓÐ RÖGNVALDS FINNBOGASONAR

LJÓÐABÓKIN Að heilsa og kveðja eftir séra Rögnvald Finnbogason er komin út. Bókin skiptist í fimm þætti sem hafa að geyma síðustu ljóð skáldsins auk fáeinna þýðinga. Yrkisefnin eru einkum minningar um stundir og staði heima og erlendis, atvik og augnablik sem kveikja ljóð um hverfulleika lífsins, efann, vonina og trúna. Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

UTOPIA Geirlaugur Magnússon þýddi

Eyjan þar sem allt verður þér ljóst Hér stendurðu á traustum grunni staðreyndanna Eina leiðin er leiðin færa Runnarnir svigna undan þroskuðum svörum Nærri tré Réttmætrar ályktunar með margkvísluðum greinum Og þráðbeint Skilningstréð gnæfir yfir lindinni Já þannig er það Framundan opnast æ meir Augljósidalur Sé nokkur Meira
5. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 393 orð

ÞRÁHYGGJA ÞORBJARGAR

UPP ÚR áhrifum sem Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari varð fyrir frá popplistinni á sjötta áratugnum hefur hún þróað fígúratíft málverk og í verkum hennar hafa allar götur síðan fléttast saman fortíð og nútíð, en í þeim blandar hún saman byggingarstíl endurreisnar, draumsæi súrrealismans og íslensku landslagi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.