Greinar þriðjudaginn 8. október 1996

Forsíða

8. október 1996 | Forsíða | 378 orð

31 særður eftir sprengingar í breskri herstöð

TVÆR sprengjur sprungu í höfuðstöðvum breska hersins á Norður- Írlandi í gær með þeim afleiðingum að 31 maður særðist, þar af fimm eða sex alvarlega. Atburður þessi bindur enda á tveggja ára vopnahlé á Norður-Írlandi. Talið er að Írski lýðveldisherinn (IRA) beri ábyrgð á sprengingunum, en einnig hefur verið leitt getum að því að fámennur klofningshópur úr IRA standi að baki þeim. Meira
8. október 1996 | Forsíða | 341 orð

Ekki í vegi fyrir stækkun NATO

ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sagði í gær að stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) í austurátt gæti leitt til þess að Rússar ákvæðu að standa ekki við afvopnunarsáttmála, sem bíða staðfestingar. Meira
8. október 1996 | Forsíða | 35 orð

Juppé boðar hörku eftir tilræði

AÐSKILNAÐARSINNAR á Korsíku lýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárás á borgarstjóraskrifstofu Alains Juppés, forsætisráðherra Frakklands, í Bordeaux á laugardag. Frönsk stjórnvöld hétu því að stöðva starfsemi skæruliða aðskilnaðarsinna. Meira
8. október 1996 | Forsíða | 130 orð

Samstarf gegn Talebönum?

HER afganska stríðsherrans Ahmads Shah Masoods tókst um helgina að hrinda að mestu árás Talebana. Abdul Rashid Dostum, einn af stríðsherrum landsins, gaf í gær í skyn að hann mundi aðstoða Masood, sem hefur bækistöðvar í Panjsher-dal. Meira
8. október 1996 | Forsíða | 124 orð

Viðræður hafnar um Hebron

FULLTRÚAR Ísraela og Palestínumanna hófu í gær viðræður í landamærabænum Erez um fyrirkomulag brottflutnings herliðs frá Hebron á Vesturbakkanum, en ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, krefst trygginga fyrir öryggi um 400 gyðinga í borginni og varðveislu helgra staða gyðingdómsins. Meira

Fréttir

8. október 1996 | Innlendar fréttir | 321 orð

235 tegundir taldar þurfa sérstaka aðgæslu

MEIRA en 10% blómplantna og byrkninga hér á landi eru í útrýmingarhættu og um 15-25% af öllum fléttum, mosum og þörungum. Tvær tegundir eru þegar útdauðar, ein tegund blómplantna, Davíðslykill, og rauðþörungurinn Catanella repens, sem ekki hefur hlotið íslenskt heiti. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 382 orð

30 ára gömul tré féllu

DJÚP 950 millibara lægð gekk yfir landið á sunnudag og olli víða lítilsháttar skemmdum. Þakplötur fuku af húsum og allt að 30 ára gömul tré féllu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni náði vindhraðinn víða 12 vindstigum í hviðum. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 318 orð

Afsali sér börnunum og flytjist úr landi

ELÍSABET Bretlandsdrottning hefur gengið frá samningi um, að allar skuldir Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af Jórvík, verði greiddar gegn því, að hún afsali sér forræði yfir dætrunum og setjist að erlendis. Flutti dagblaðið The Sun þessa frétt í gær. Samkvæmt fréttinni er drottning tilbúin til að leggja fram nokkuð á sjötta hundrað milljóna kr. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

Alsiða á markaðinum að sögn Flugleiða

EKKI er unnt að kaupa flugmiða frá Lundúnum til Íslands á tilboðsverði því sem Flugleiðir hafa boðið farþegum hérlendis til Lundúna að undanförnu, eða rétt um 19 þúsund krónur með flugvallarskatti. Símon Pálsson sölustjóri fyrirtækisins segir það alsiða í rekstri sem þessum að ákveðin tilboð gildi einungis á afmörkuðum markaðssvæðum, en ekki annars staðar. Meira
8. október 1996 | Óflokkað efni | 97 orð

ATT VAKTM:Mynd af forseta íslands í Hollandi:kannast menn við þetta? Er þessi mynd til á

ATT VAKTM:Mynd af forseta íslands í Hollandi:kannast menn við þetta? Er þessi mynd til á forsetaskrifstofu? 1. Lebed ræðir við forráðamenn NATO. Fors. + mynd. 2. Sjónvarpskappræður frambjóðenda í Bandaríkjunum. Ítarlega frétt + viðbrögð og skoðanakannanir. Bogi. 3. Viðræður Ísraela og Palestínumanna + fundahöld með W.Christopher um helgina. 4. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Aukið fylgi Alþýðuflokksins

SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar DV sem birtist í gær sögðust 16,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni styðja Alþýðuflokkinn, og hefur fylgi flokksins samkvæmt því aukist um 4,6 prósentustig sé miðað við síðustu könnun DV á fylgi flokkanna frá því í lok júní síðastliðins. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Áhugi er á fjárfestingu í norskum sjávarútvegi

GUÐBRANDUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. segir að fyrirtækið hafi mikinn áhuga á að koma sér fyrir í Noregi og þá með einhvers konar fjárfestingu í sjávarútvegi. Þetta tengist m.a. kaupum ÚA á ferskum fiski frá Noregi en Guðbrandur segir að þessi mál séu aðeins í skoðun og ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir í þeim efnum. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 119 orð

Ásakanir um skattsvik

ARJA Alho, fjármálaráðherra Finna, hefur fyrirskipað Jukka Tammi ríkisskattstjóra að gera grein fyrir eignaraðild og afskiptum hans af fyrirtæki mágs skattstjórans. Í nafnlausum bréfum sem send hafa verið lögreglu og fjölmiðlum er fyrirtækið sakað um að hafa komið virðisaukaskatti undan. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð

Áætlað að verkið kosti 13,5 milljarða króna

BYGGING 125 MW virkjunar við Sultartanga er langstærsta framkvæmdin sem Landsvirkjun telur sig þurfa að ráðast í til að anna orkuþörf fyrirhugaðs álvers Columbia Ventures og vegna hugsanlegrar stækkunar Járnblendiverksmiðjunnar. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er talið að verkið kosti 13,5 milljarða og að framkvæmdatíminn verði 3 1/2 ár. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Bílvelta í Langadal

JEPPI valt í Langadal um tvöleytið í gærdag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp með skrámur að sögn lögreglu á Blönduósi. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt nokkrar veltur. Bíllinn skemmdist mikið. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 1030 orð

Bob Dole tekst ekki að hnekkja veldi Clintons

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tókst á við Bob Dole, forsetaefni repúblikana, í 90 mínútna sjónvarpskappræðum í fyrrinótt en ólíklegt þykir að þær dragi úr líkunum á því að Clinton nái endurkjöri. Samkvæmt skyndikönnunum eftir kappræðurnar voru mun fleiri þeirrar skoðunar að Clinton hefði sigrað en flestir sögðu þó að Dole hefði staðið sig betur en þeir hefðu búist við. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Bréf bæjarins seld

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að selja hlutabréf bæjarins í Hlutabréfasjóði Norðurlands hf. að nafnverði ein milljón króna. Hlutabréfasjóður Norðurlands hefur boðið hluthöfum forkaupsrétt að hlutabréfum í hlutabréfaútboði sjóðsins. Samþykkti bæjarráð að hafna forkaupsrétti Akureyrarbæjar og selja hlutabréf sín í sjóðnum. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Dæmdur fyrir að hrinda gesti

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dyravörð á veitingastað í Reykjavík til greiðslu 50 þúsund króna sektar. Manninum var gefið að sök að hafa hrint gesti niður stiga. Atburðurinn varð á Glaumbar við Tryggvagötu í apríl sl. og var kærandinn kona á þrítugsaldri. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Dæmdur fyrir tilefnislausar árásir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir og til greiðslu 560 þúsund króna skaðabóta til tveggja manna. Þá er honum gert að greiða 160 þúsund krónur í sakarkostnað. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Einn skúrinn gjöreyðilagðist

FIMM vinnuskúrar Vegagerðarinnar sem staðsettir voru við Djúpá í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu, fuku í óveðrinu sem gekk yfir norðanvert landið í fyrrinótt. Einn vinnuskúrinn gjöreyðilagðist en hinir fjórir skemmdust nokkuð og er um töluvert tjón að ræða. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ekki taldar eiga við rök að styðjast

RANNSÓKN hefur leitt í ljós að kæra tveggja drengja á hendur félögum í Björgunarsveit Ingólfs á ekki við rök að styðjast. Drengirnir sökuðu björgunarsveitarmennina um alvarlega líkamsárás og áreitni. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

EMU-aðild skylda ekki tilboð

"EVRÓPSKA myntbandalagið er ekki tilboð til ESB-landanna, heldur er skylda að vera með, ef löndin uppfylla á annað borð inngönguskilyrðin," sagði Klaus Hänsch forseti Evrópuþingsins í heimsókn í Stokkhólmi fyrr í vikunni. Samkvæmt hans skilningi er Svíþjóð því skyldug til að gerast aðili að myntbandalaginu (EMU). H¨ansch undirstrikaði einnig að tímasetning myntbandalagsins gilti fyrir alla. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 370 orð

Erfiður fundur fyrir Major

LEIÐTOGAFUNDURINN í Dublin var John Major, forsætisráðherra Bretlands, erfiður. Annars vegar virtust viðvörunarorð hans til hinna leiðtoganna um að fara sér hægt á ríkjaráðstefnunni eiga lítinn hljómgrunn. Hins vegar voru andstæðingar ESB-aðildar í hans eigin flokki óánægðir og töldu hann ekki hafa barizt vel gegn áformum um enn frekari samruna ESB-ríkjanna. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Espihóll fallegasta býlið

UMHVERFISNEFND Eyjafjarðarsveitar úthlutaði við athöfn síðastliðinn sunnudag árlegum verðlaunum fyrir góða umgengni á sveitabýlum og við einstök hús. Í fyrsta sæti varð býlið Espihóll, en þar búa hjónin Jón Jóhannesson og Guðný Kristjánsdóttir og sonur þeirra Jóhannes. Alls voru tíu bæir og hús tilnefnd, þar af fengu sex efstu áritað skjal. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fagnaðarfundir við komu Óðins

FAGNAÐARFUNDIR urðu með 19 skipverjum Óðins, varðskips Landhelgisgæslunnar, og fjölskyldum þeirra þegar varðskipið lagðist að bryggju í Reykjavík á 47. degi ferðar í Smuguna. Óskar Skúlason háseti fékk reglulega hlýar móttökur frá sinni heittelskuðu, Svandísi Hákonardóttur, og létu þau ljósmyndara ekki trufla sig. Ferð Óðins er sú þriðja á jafn mörgum árum á veiðislóðir í Smugunni. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 1040 orð

Fjárfesting á 3 árum gæti numið 38­39 milljörðum

LANDSVIRKJUN stendur nú frammi fyrir miklum framkvæmdum við orkuöflun ef samningar nást við Columbia Ventures um 60 þús. tonna álver við Hvalfjörð og einnig er stækkun Járnblendiverksmiðjunnar talin mjög líkleg, Meira
8. október 1996 | Miðopna | 447 orð

Fjárveitingarvaldið ber löggjafann ofurliði

SAMTÍMIS menntaþingi, sem menntamálaráðuneytið skipulagði í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu og fram fór á laugardag, héldu námsmannahreyfingarnar eigið menntaþing í tjaldi á túninu við Hótel Sögu. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Foreldrafundur LAUF

LAUF, félag áhugafólks um flogaveiki, verður með foreldrafund í fundarsalnum á efstu hæðinni í húsnæði félagsins á Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin, miðvikudaginn 9. október kl. 20.30. Astrid Kofoed-Hansen formaður flytur inngang, en Guðlaug María Bjarnadóttir og Jónína B. Guðmunsdóttir félagsfræðingur flytja erindi. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Friðarvaka í Dómkirkjunni

FRIÐARVAKA verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík alla þriðjdaga kl. 21 á vegum Friðar 2000. Í kvöld, þriðjudaginn 8. október, verður m.a. greint frá aðstæðum almennings í Írak. Í frétt frá Friði 2000 segir að friðarvökurnar miðist ekki við nein einstök trúarbrögð. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fundur um jöfnun atkvæðisréttar

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur fund á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í dag, þriðjudaginn 8. október, kl. 17.30­19. Birgir Ármannsson, talsmaður málefnadeidlar SUS, kynnir niðurstöður nefndarinnar varðandi breytingar á kosningalöggjöfinni og kjördæmaskipan. Þá ræða Geir H. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fyrirlestur um stöðu þjóðkirkjunnar

PÉTUR Pétursson, prófessor, heldur fyrirlestur í boði Félagsfræðingafélags Íslands um stöðu þjóðkirkjunnar og trúarlega félagsmótun þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísinda- og viðskiptafræðideilda HÍ. Allir velkomnir. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fyrirlestur um þjóðgarða

DR. MARGARET G. Ottum flytur opinberan fyrirlestur um þjóðgarða í Bandaríkjunum og vandamál í sambandi við stjórnun þeirra fimmtudaginn 10. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fyrsta stórviðri haustsins

FYRSTA stórviðri haustsins gerði vart við sig á sunnudag og aðfaranótt mánudags þegar djúp 950 millibara lægð gekk yfir landið og olli víða lítilsháttar skemmdum. Ekkert alvarlegt tjón varð eða slys á fólki. Þakplötur fuku af húsum og allt að 30 ára gömul tré féllu. Náði vindhraðinn víða 12 vindstigum í hviðum. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Fyrsti snjórinn

ÞAÐ var allt hvítt yfir að líta í Eyjafirði í gærmorgun, en fyrsti snjór vetrarins féll í fyrrinótt. Mikil hálka var á götum Akureyrarbæjar en engin teljandi óhöpp urðu. Sjálfsagt hafa einhverjir ökumenn látið snjóinn og hálkuna fara í skapið á sér, en börnin á Flúðum voru ekki að tvínóna við hlutina, Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 841 orð

"Gott kvöld" jafngildir vegabréfi

Guðmundur Hálfdánarson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, sagði í Morgunblaðinu fyrir skömmu að náttúran sé að mörgu leyti orðin sterkara þjóðernistákn en tungumálið og það sem dregið hafi úr áhrifum tungunnar sem sameiginlegs tákns sé að "sífellt er verið að skamma þjóðina fyrir að tala ekki rétt mál", eins og hann orðaði það. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Greiðsla húsaleigubóta verður óbreytt

BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti að greiðslum vegna húsaleigubóta verði haldið óbreyttum frá því sem nú er vegna ársins 1997 í trausti þess og með fyrirvara um að ákvæði gildandi laga um skiptingu kostnaðar og önnur ákvæði sem varða bæturnar verði óbreytt fyrir árið 1997. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Grunnskólar marki sér áætlun um vímuvarnir

STEFNT er að því að allir grunnskólar í Reykjavík marki sér eigin vímuvarnaáætlun í því skyni að sinna forvörnum gegn ávana- og fíkniefnum. Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, skýrði frá þessu á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn í svari við athugasemdum Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa D-lista, við yfirlitsskýrslu vímuvarnanefndar Reykjavíkurborgar, Meira
8. október 1996 | Miðopna | 1289 orð

Hefja þarf menntun til virðingar

5.000-6.000 manns litu við á menntaþingi menntamálaráðuneytis um síðustu helgi sem fram fór í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu Hefja þarf menntun til virðingar Íslendingar verða að gera betur í menntamálum en hingað til ætli þeir að verða samkeppnishæfir við önnur lönd. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 463 orð

Heimilistrygging í gildi þrátt fyrir leigu á húsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Skandia til að greiða manni 3 milljónir króna vegna tjóns á innbúi hans. Í málinu var ekki tekin til greina hækkun mannsins á verðmæti innbústryggingar skömmu áður en innbúinu var stolið, en ekki heldur fallist á það með tryggingafélaginu að tryggingin hafi fallið niður þar sem maðurinn bjó ekki lengur í húsi sínu sjálfur, heldur leigði það út. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Hófsemi í launahækkunum forsenda kaupmáttaraukningar

Í UMRÆÐUM utan dagskrár, sem fram fóru á Alþingi í gær, skiptust stjórnarandstæðingar á hvössum skeytum við oddvita ríkisstjórnarinnar um lífskjör og hagi fjölskyldunnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist telja brýnt að hækka laun en lagði áherslu á að hófsemi í hækkun launa væri forsenda áframhaldandi aukningar kaupmáttar. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hrópaði á Hjálp

ÍBÚA í austurborginni brá illa við þegar hann heyrði að hrópað var á hjálp út út myrkrinu skammt frá húsi hans, skömmu eftir miðnætti. Eftir að hrópið hafði verið endurtekið nokkrum sinnum ákvað íbúinn að hringja á aðstoð lögreglu. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Hvatt til áframhaldandi ráðstefnuhalds í Reykjavík

JAFNT bandarískir og rússneskir þátttakendur í málþingi, sem haldið var í tilefni 10 ára afmælis Reykjavíkurfundar Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, hafa hvatt til þess að Reykjavík verði áfram vettvangur funda- og ráðstefnuhalds um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 489 orð

Íbúar í nágrenni hyggjast kæra ákvörðunina

SKIPULAGSNEFND Reykjavíkurborgar samþykkti í gær deiliskipulagstillögu fyrir lóðir við Kirkjusand þar sem Ármannsfell hf. hyggst reisa þrjú fjölbýlishús. Vera Guðmundsdóttir líffræðingur, sem verið hefur í forsvari fyrir andstæðinga byggingarinnar, segir ákvörðunina reiðarslag og að íbúar í nágrenninu hyggist kæra ákvörðunina. Meira
8. október 1996 | Óflokkað efni | 79 orð

Íslenskur verð-bréfamarkaður

RÁS 1 Kl. 15.03Heimildarþáttur um þróun íslensks verðbréfamarkaðar í umsjón Bergljótar Baldursdóttur. Íslenskur verðbréfamarkaður er mjög ungur og er ennþá að þróast. Sagt er að eftir um það bil tvö ár verði hann orðinn eins og víða erlendis. Meira
8. október 1996 | Landsbyggðin | 147 orð

Íþróttaskóli barna á Héraði

Egilsstöðum-Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum, Ungmennafélagið Huginn í Fellum og Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hafa stofnað Íþróttaskóla barna á Héraði. Íþróttaskólinn býður íþrótta-, leikja- og hreyfiþjálfun fyrir börn á aldrinum 3ja til 9 ára. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Jeppi hafnaði á gangbrautarvita

JEPPI skemmdist töluvert þegar hann hafnaði á gangbrautargötuvita snemma í gærmorgun. Atvikið varð um kl. 7.30. við gatnamót Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Bíl var ekið í vesturátt, á móti grænu ljósi, að sögn ökumanns. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 572 orð

Kannað hvort ríkissjóður gefi eftir virðisaukaskatt

GUÐRÚN Agnarsdóttir telur áhyggjuefni hve framboð til embættis forseta Íslands reynist kostnaðarsöm jafnvel þótt aðhalds og ráðdeildar sé gætt. Endurskoðuð reikningsskil framboðs hennar voru kynnt í gær og eru gjöld framboðsins umfram tekjur um 5,6 milljónir króna. Alls nam kostnaður við framboðið 17.387,756 kr. en tekjur af styrkjum og sölu happdrættismiða 11.779,103 kr. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Kirkjumiðstöðin í Laxdalshúsi opnuð

KIRKJUMIÐSTÖÐIN í Laxdalshúsi á Akureyri hefur verið opnuð Í Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsi verður aðsetur sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskups á Hólum í Hjaltadal, sr. Guðmundar Guðmundssonar héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, guðfræðings og fulltrúa fræðslu- og þjónustudeildar kirkjunnar í Hólastifti. Sr. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kjarvals verkið seldist ekki

LESIÐ á gullbók, verðmætasta Kjarvalsmálverk sem boðið hefur verið upp um langt árabil, seldist ekki á uppboði Gallerís Borgar á sunnudag. Reyndar barst tilboð í verkið, sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna, en því var hafnað. Málverkið er metið á um þrjár milljónir kr. Meira
8. október 1996 | Landsbyggðin | 223 orð

Klaklax til hrognatöku

Borgarfirði-Um þetta leyti árs lýkur laxveiði í ám og eigendur farnir að huga að því að taka klaklax til að hjálpa náttúrunni að auka veiði næstu ára í ánum. Fyrir nokkru fór Sturla Guðbjarnarson í Fossatúni með fríðu föruneyti að ármótunum við Oddsskarð í Grímsá til að draga á og verða sér úti um klaklax til hrognatöku. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 155 orð

Kostnaður 40 milljónir króna

KOSTNAÐUR við framboð Ástþórs Magnússonar og átakið "Virkjum Bessastaði" nam 40.059.384 kr. samkvæmt yfirliti sem tekið hefur verið saman og afhent fjölmiðlum. Vinnsla og birting auglýsinga í ljósvakamiðlum annars vegar og rekstur skrifstofu og greiðslur til verktaka voru stærstu kostnaðarliðirnir en liðlega hálf tíunda milljón var lögð í hvorn þátt átaksins. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kvartett Ómars Axelssonar á Sólon Íslandus

Á SÓLON Íslandus leikur í kvöld, 8. október, Kvartett Ómars Axelssonar og hefur leikinn kl. 22 og leikur til kl. 0.30. Kvartettinn skipa Ómar Axelsson, píanó, Hans Jensson, tenórsax, Leifur Benediktsson, bassi, og Þorsteinn Eiríksson, trommur. KVARTETT Ómars Axelssonar leikur á Sólon Íslandus. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kveikt á nýjum umferðarljósum

KVEIKT verður á nýjum umferðarljósum á mótum Hverfisgötu og Frakkastígs í dag, þriðjudaginn 8. október. Þar voru áður hnappastýrð gangbrautarljós. Ennfremur verða fljótlega tekin í notkun hnappastýrð gangbrautarljós á Hverfisgötu við Vitatorg og ný umferðarljós á Bústaðavegi við brúna yfir Kringlumýrarbraut, vestan megin, Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Lystarstol

HVERNIG er að vera með lystarstol? er heiti á fyrirlestri Kristínar S. Bjarnadóttur hjúkrunarfræðings á opnu húsi "mömmumorgni" í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudag, frá kl. 10 til 12. Leikföng og bækur eru fyrir börnin, en allir foreldrar eru velkomnir. Gengið er inn um kapelludyr. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Lýst eftir bifreið

LÝST er eftir bifreið sem hvarf frá Vatnsstíg í Reykjavík 30. september sl. Bíllinn er af gerðinni Toyota Corolla, dökkblár skutbíll, árgerð 1982. Skráningarnúmer bifreiðarinnar er A-12238. Finnandi vinsamlegast láti lögregluna í Reykjavík vita. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Lög gegn mótorhjólaklúbbum

ÁRÁSIN á klúbbhús Vítisengla á Norðurbrú í Kaupmannahöfn aðfaranótt sunnudags er enn ein áminningin til danskra yfirvalda um að engin vettlingatök dugi til að stemma stigu við átökum stríðandi mótorhjólaklúbba. Tveir létust og nítján særðust. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Lögregla í önnum í hvassviðrinu

MIKILl erill var hjá lögreglu á Akureyri á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudag, en einkum unnu þeir að því að koma höndum yfir lausamuni af ýmsu tagi og njörva þá niður. Jóhannes Sigfússon varðstjóri lögreglunnar sagði að vindhraðinn hefði verið um 7 vindstig en farið upp í 10 í mestu hviðunum. Tilkynnt var um að grein hefði fallið af tré og hafnað á bifreið, en tjón varð ekki mikið. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Málstofa hjá Vitund hf.

MÁLSTOFA Video Arts verður haldin á vegum Vitundar hf. fimmtudaginn 10. október nk. í Norræna húsinu kl. 9-13. Þar verður m.a. fjallað um frammistöðumat, þjálfun starfsmanna, vinnustaðafundi, afgreiðslu í síma, samningatækni og tímastjórnun. Þátttökugjald er 1.500 kr. Skrá þarf þátttöku hjá Vitund hf. í síma 562 0086 eða bréfsíma 561 48 00. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Melaskólinn 50 ára

MIKIÐ var um dýrðir í Melaskólanum á laugardaginn þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skólans. Nemendur og velunnarar skólans fóru í skrúðgöngu um hverfið og að því loknu var opið hús í skólanum og komu fjölmargir gestir í heimsókn. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

Miðill ehf. gjaldþrota

MIÐILL ehf., útgáfufélag Helgarpóstsins, var tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag. Bústjóri þrotabúsins er Sigurmar K. Albertsson, hrl. Sigurmar sagði að eigandi Miðils ehf., Árni Möller, hefði sjálfur farið fram á skipti búsins. "Þar sem mjög skammt er liðið frá úrskurði um gjaldþrotaskipti hef ég ekki haft tækifæri til að líta nánar á stöðu málsins. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Miklar fokskemmdir á Raufarhöfn

HVASSVIÐRI gekk yfir Norðausturland aðfaranótt mánudags og var Björgunarsveitin Pólstjarnan kölluð út kl. 5.30. Hér á Raufarhöfn var hvassast um kl. 9 um morguninn en þá fór vindhraði upp í 11 vindstig af vestri. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Milljónatjón í stórbruna á bænum Staðarhóli

MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða á bænum Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit að morgni sunnudags. Vegfarandi á leið fram Eyjafjarðarbraut vestri sá reykjarmökk leggja frá útihúsum og lét slökkvilið á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit vita. Eldur var laus í gömlu aflögðu fjárhúsi og hlöðu sem búið var að breyta í geymslu. Þar voru m.a. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 168 orð

Minjasafn fjarskipta stofnað

PÓST- og símamálastofnun og Háskóli Íslands hafa ákveðið að stofna til samstarfsverkefnis um rekstur minjasafns fjarskipta á Íslandi og rekstur þjálfunar- og rannsóknarstöðvar í nútíma fjarskiptatækni. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Nefnd kannar hvort hefja á hvalveiðar á ný

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra greindi í gær frá því á Alþingi að skipuð hefði verið nefnd, sem ynni nú að undirbúningi þingsályktunartillögu um það, hvort Íslendingar ættu að taka aftur upp hvalveiðar. Hann sagði að til greina kæmi að Ísland sækti aftur um aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Níu þúsund gestir um helgina

Samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndasjóði Íslands er ekki vitað til þess að íslensk kvikmynd hafi í annan tíma fengið fleiri áhorfendur fyrstu sýningarhelgina en þess ber þó að geta að fáar íslenskar kvikmyndir hafa verið frumsýndar á fleiri en einu tjaldi. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 220 orð

Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á ónæmiskerfi

ÁSTRALINN Peter Doherty og Svisslendingurinn Rolf Zinkernagel (t.h.) skipta með sér Nóbelsverðlaunum í læknisfræði á þessu ári en þau nema rúmlega 70 milljónum ísl. króna. Sten Grillner, formaður nefndarinnar sem úthlutar læknisfræðiverðlaununum, sagði rannsóknir mannanna tveggja marka þáttaskil. Meira
8. október 1996 | Landsbyggðin | 282 orð

Ný loftmyndatækni

Egilsstöðum-Loftmyndir ehf. er nýtt fyrirtæki sem stofnað var af Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði og Ísgraf í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í töku loftmynda úr flugvélum og sölu gagna sem byggja á þeim. Sl. sumar og nú í haust hefur verið á vegum fyrirtækisins Cessna 402 flugvél frá Kampsax-Geoplan í Danmörku með áhöfn og öllum búnaði til loftmyndatöku. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Opna á tvær nýjar vínbúðir

RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins auglýst forval þátttakenda í lokað útboð á rekstri vínbúða í Kópavogi og á Patreksfirði. Að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR, er gert ráð fyrir að verslunin í Kópavogi verði opnuð í mars næstkomandi og verslunin á Patreksfirði í maí. Samstarf um reksturinn Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Ófullnægjandi aðstæður til skólastarfs

SAMEIGINLEGUR fundur foreldraráðs og kennararáðs Barnaskóla Akureyrar hefur sent bæjarráði ályktun þar sem m.a. segir að aðstæður til skólastarfs í Barnaskóla Akureyrar á þessu hausti verði að teljast alls ófullnægjandi og úrbóta er krafist. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 582 orð

Óskað liðsinnis 5.000 afkomenda hjartasjúklinga

VIÐAMIKIL rannsókn á erfðavísum hjarta- og æðasjúkdóma stendur fyrir dyrum hjá Hjartavernd. Rannsóknin tekur við af 30.000 manna hóprannsókn á útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma meðal Íslendinga, sem hófst fyrir 30 árum. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 335 orð

Óveðrið olli talsverðum skemmdum

MIKLAR annir voru hjá lögreglunni í Reykjavík, björgunarsveitum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna veðurofsans seinasta sunnudag, aðallega vegna foks. Langt fram á mánudagsmorgun, þegar veðrið gekk loks niður, þurfti að aðstoða fólk, hemja fjúkandi hluti og festa það er fokið gat. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Plast flettist af rúlluböggum

EFTIR rólegt og gott sumar og haust var hér kolbrjálað veður aðfaranótt mánudags og er ljóst að hér hefur orðið mikið tjón á húsum, rúlluböggum, girðingum og öllu því sem fokið getur. Veðrið fletti plastinu af rúlluböggunum svo baggarnir standa með henglana eina eftir. Ekki var þó snjókoma með þessu roki sem var verst á milli kl. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Pokasjóðsdeilu skal leysa fyrir gerðardómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli sem Landvernd höfðaði á hendur Hagkaupi. Landvernd gerði þá kröfu að Hagkaupi yrði gert að greiða tæpar 8 milljónir í svokallaðan pokasjóð Landverndar þar sem verslunin hafi hætt að greiða í sjóðinn frá apríl 1994. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Rændi verslun vopnaður hnífi

KARLMAÐUR um tvítugt rændi á annað hundrað þúsund krónum úr matvöruversluninni Straumnesi við Vesturberg á sunnudagskvöld. Hann var vopnaður hnífi og ógnaði afgreiðslustúlku með honum. Afgreiðslustúlkan veitti skömmu eftir klukkan 21 á sunnudagskvöld athygli ungum manni sem var að skoða skjólflíkur, sem verslunin selur, skammt frá afgreiðslukassanum. Meira
8. október 1996 | Miðopna | 460 orð

Skólamál aldrei tengd fólksflótta

MENNTUN og jafnrétti var yfirskrift málþings í einni málstofunni og var þar rætt um jafnrétti til náms út frá heimspekilegum hugleiðingum, jafnrétti kynjanna, rétt nemenda með sérþarfir til náms, menntun nýbúa og búsetu og jafnrétti. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 271 orð

Staðið við ráðstefnulok í júní

LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í Dublin á Írlandi um helgina að halda fast við þau áform að ríkjaráðstefnu sambandsins ljúki í júní á næsta ári og að hægt verði að hefja aðildarviðræður við væntanleg ESB- ríki hálfu ári síðar. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Stingtónleikarí Dublin

FERÐASKRIFSTOFAN Ratvís og Sting-klúbbur Íslands skipuleggja tónleikaferð með hljómlistarmanninum Sting til Dublinar. Sting heldur nokkra tónleika í Dublin dagana 17.-19. nóvember en farið er út föstudaginn 15. Uppselt er á tónleikana en keyptir hafa verið 80 miða á tónleikana þann 17. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

Stofninn í slöku meðallagi

RJÚPNASTOFNINN er í slöku meðallagi þetta árið og er nú álíka stór eða aðeins stærri en síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofnunar Íslands höfðu menn gert sér vonir um að aukningin sem varð milli áranna 1994 og 1995 myndi halda áfram. Svo reyndist hins vegar ekki vera nema að litlu leyti. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 1213 orð

Tilraun gerð með rekstur áfangadeildar á Arnarholti

STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur tók ákvörðun um aðgerðir til að ná fram 80,5 milljóna króna sparnaði í rekstri SHR fram til áramóta á fundi sínum 4. október sl. Sparnaðurinn dreifist á öll svið sjúkrahússins. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 111 orð

Trúboði en ekki njósnari

YFIRVÖLD í Suður-Kóreu sögðu í gær, að bandarískur ríkisborgari, sem væri í haldi í Norður-Kóreu, væri trúboði með aðsetur í Kína og ekki njósnari Suður-Kóreu. Talsmaður s-kóreska utanríkisráðuneytisins sagði, að hann teldi, að Evan Carl Hunzike, sem Norður- Kóreumenn handtóku, væri trúboði með aðsetur skammt frá landamærum N-Kóreu í Norðaustur-Kína. Meira
8. október 1996 | Miðopna | 422 orð

Um 100 kynningarbásar

TÆPLEGA 5.000 eintökum af ráðstefnugögnum var útdeilt til gesta á menntaþingi um síðustu helgi. Gera má því ráð fyrir að allt að 6.000 gestir hafi komið þar við. Langflestir létu sér nægja að líta á þær kynningar sem fram fóru í anddyri og göngum Háskólabíós og í Þjóðarbókhlöðu því tiltölulega fáir sáust í hverjum þingsal fyrir sig á meðan málstofur voru í gangi. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Útboð á starfsleyfi fyrir áramótin

HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, segir vilja sinn standa til þess að útboð á starfsleyfi til reksturs annars GSM-farsímakerfis til viðbótar við kerfi Pósts og síma verði auglýst fyrir áramót. Nýtt GSM-þjónustufyrirtæki geti því tekið til starfa eigi síðar en 1. júlí á næsta ári. Meira
8. október 1996 | Erlendar fréttir | 293 orð

Varað við erfðavopnum

VÍSINDAMENN kunna að þróa erfðavopn, sem eru til þess gerð að gera menn ófrjóa, veikja og drepa ákveðna kynþætti eða þjóðir, að því er segir í skýrslu sem breska læknafélagið hefur látið taka saman vegna aðalfundar Alþjóðasamtaka lækna (WMA) í október. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Varð fyrir bíl og stórslasaðist

EKIÐ var á þrjátíu og sjö ára gamlan mann á Garðsvegi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann slasaðist mjög illa, en hann er þó ekki talinn vera í lífshættu. Maðurinn var á gangi eftir veginum á milli Garðs og Keflavíkur, skammt frá afleggjaranum til Helguvíkur, en þar er engin lýsing. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vetrardagskrá Hreyfimyndafélagsins

HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ hefur formlega vetrardagskrá sína í dag, þriðjudaginn 8. október. Í þessum mánuði verða sýndar vísindaskáldsögur frá ýmsum tímabilum, ein mynd á viku. Aðeins tvær sýningar verða á hverri mynd, á þriðjudegi og fimmtudegi, og eru allar sýningar í Háskólabíói. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð

Vélarvana fiskibáti bjargað

AÐSTOÐARSKIPIÐ Elding bjargaði 250 tonna fiskibáti, Guðmundi Kristni SU, úr hafsnauð í Garðsjó á föstudagsmorguninn. Bátinn rak vélarvana í átt að Garðskagafjörum sunnan við Sandgerði og átti hann aðeins eftir um tvær sjómílur að landi þegar Eldingin kom að og tók hann í tog. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

ÞRIÐJUDAGSSPJALL Kvennalistans verður haldið í kvöld, þriðjudaginn 8.

ÞRIÐJUDAGSSPJALL Kvennalistans verður haldið í kvöld, þriðjudaginn 8. október, að Austurstræti 16, 3. hæð (gengið inn frá Pósthússtræti). Yfirskrift fundarins er Hvenær fáum við kvenbiskup? og munu séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og séra María Ágústsdóttir ræða stöðu kvenna innan kirkjunnar. Fundurinn hefst kl. 20. Meira
8. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Æfingar hafnar á jólaleikritinu

ÆFINGAR eru hafnar á jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, Undir berum himni eftir bandaríska Bosníumanninn Steve Tesich sem Hallgrímur Helgi Helgason þýddi. Arnar Jónsson og Þráinn Karlsson leika göngumóða ferðalanga, Al og Angel, sem leita allra leiða til að bjarga lífi sínu við óblíðar aðstæður. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 628 orð

Ölvaðar stúlkur áberandi

TILKYNNINGAR vegna afleiðinga veðurofsa settu svip sinn á helgardagbókina að þessu sinni. Þá bera bókanir talsverð merki ölvunar á meðal fólks. Í dagbókinni eru skráð 44 umferðaróhöpp, en í þeim urðu slys á fólki í þremur tilvikum. Afskipti þurfti að hafa af 10 líkamsmeiðingum, 15 innbrotum, 9 þjófnuðum, 15 eignarspjöllum og 1 rán var tilkynnt til lögreglu. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Jón StefánssonSamkvæmi leyst upp í morgunsárið LÖGREGLAN þurfti að hafa afskipti af samkvæmi sem haldið var í bragga í eigu Flugmálastjórnar við Nauthólsvík aðfaranótt sunnudagsen borist hafði tilkynning um háreysti ogónæði. Meira
8. október 1996 | Innlendar fréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

8. október 1996 | Leiðarar | 659 orð

LeiðariFÆR MENNTUN FORGANG? AÐ GEKK eins og rauður þráður í

LeiðariFÆR MENNTUN FORGANG? AÐ GEKK eins og rauður þráður í gegnum umræður á menntaþingi, sem haldið var í fyrsta sinn á laugardag - og raunar einnig skoðanaskiptin á "tjaldþingi" námsmanna - að menntun yrði að vera forgangsverkefni, til þess að Ísland geti staðizt harðnandi alþjóðlega samkeppni á 21. öldinni. Meira
8. október 1996 | Staksteinar | 321 orð

»Skattaafsláttur vegna búsetu Í NÝJUSTU Vísbendingu er þeirri hugmynd hreyft að ýta undir

Í NÝJUSTU Vísbendingu er þeirri hugmynd hreyft að ýta undir búsetu á landsbyggðinni með skattaafslætti. Gæluverkefni Í "ÖÐRUM SÁLMUM" er fjallað um Byggðastofnun og byggðastefnu. Þar segir: "Nýlega var lögð fram stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á Byggðastofnun. Í skýrslunni er Byggðastofnun gagnrýnd nokkuð harðlega fyrir óráðsíu og stefnuleysi. Meira

Menning

8. október 1996 | Menningarlíf | 102 orð

Árbók Eyvinds

ÚT er komin P-Árbók II 1996. Þar er að finna laust mál og bundið: Glefsur og glósur, ljóð og léttmeti, dróttkvæðar vískur og dregnar skissur, einnig sögur og sitthvað ásamt þriðjungi framhaldsleikrits, sem tók að birtast í P-Árbók I, sem kom 1988 með líku innihaldi. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Ástleitinn eiginmaður

EIGINMAÐUR leikkonunnar Teri Hatcher, Jon Tenney, var ástleitinn við konu sína þegar þau mættu á frumsýningu nýjustu myndar hennar "2 Days In The Valley" nýlega. Klæðnaður hennar vakti athygli sem aldrei fyrr enda þykir hún smekkleg með eindæmum. Meira
8. október 1996 | Bókmenntir | 540 orð

Bók í minningu Íslandsvinar

Grigol Matsjavariani íslenskaði með aðstoð Pjeturs Hafsteins Lárussonar. Fjölvi, 1996, 77 síður. Georgíumaðurinn Grigol Matsjavariani varð á hvers manns vörum hér á landi eftir að honum tókst eftir talsverða fyrirhöfn að vekja athygli landsmanna á áhuga sínum á Íslandi. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 157 orð

Cartwright ánægður með Stone Free

BRESKA leikritaskáldið Jim Cartwright kom hingað til lands um helgina í boði Leikfélags Íslands og var viðstaddur hátíðarsýningu á verki sínu, "Stone Free", sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu síðan í júlí síðastliðnum. Einnig sá hann sýningu á öðru verki sínu, Bar Par, sem einnig hefur notið vinsælda og er sýnt á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 97 orð

Demi steikir eggjaköku

LEIKKONAN fáklædda, Demi Moore, verður seint eftirlæti veitingamanna. Hún og bóndi hennar, Bruce Willis, fóru á veitingastað í Los Angeles nýlega þar sem hún pantaði sér eggjaköku sem þó mátti, meðal annars, ekki innihalda eggjahvítur né neinar olíur. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Djöflaeyjan frumsýnd

KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, var frumsýnd í síðustu viku við góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Handritshöfundur er Einar Kárason rithöfundur en myndin er byggð á metsölubókum hans um líf í braggahverfi eftirstríðsáranna. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór á frumsýninguna og í samkvæmi sem haldið var eftir sýninguna í Gyllta sal Hótels Borgar. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Drag áSólon

ÞRIÐJA förðunarkeppni Make Up For Ever fór fram um helgina á veitingastaðnum Sólon Íslandus. Þema keppninnar í ár var dragdrottningar, en það er heiti yfir karlmenn sem klæða sig og farða sem kvenmenn í leikrænum tilgangi. 12 keppendur tóku þátt en sigurvegari varð Guðrún Edda Haraldsdóttir sem bjó til drottningu úr módeli sínu Björgvini Franz Gíslasyni. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 345 orð

Draumur Pamelu Lee

DRAUMAR veita innsýn í innri mann fólks og sýna manni sitthvað úr fortíð og framtíð. Afi bandarísku strandvarðaleikkonunnar Pamelu Lee Andersson, sem er gift trommuleikara hljómsveitarinnar Mötley Crue, Tommy Lee, lést þegar Pamela var 11 ára. Á dánarbeði sagði hann henni að skrifa niður drauma sína. Það gerði Pamela og hér kemur einn sem mönnum er frjálst að ráða í. Meira
8. október 1996 | Kvikmyndir | 333 orð

Ekkert er nýttundir körfunni

Leikstjóri: Steve Gomer. Aðalhlutverk: Rhea Perlman og Fredro Starr. Framleiðandi: Danny De Vito. TriStar. 1996. BANDARÍSKA leikkonan Rhea Perlman er þekktust hér á landi sem hin einstaklega úrilla gengilbeina á kránni Staupasteini. Meira
8. október 1996 | Tónlist | 494 orð

Fróðleg skemmtun

Spænskt kvöld Kaffileikhússins í Hlapðvarpanum, haldið með undirtitlinum La vida no es bacalao. Fram komu Sigríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn R. Ólafsson, Lára Stefánsdóttir, Pétur Jónasson og Einar Kristinn Einarsson. Leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir, Leikmynd hannaði Sigríður Guðjónsdóttir, lýsingu annaðist Jóhann Pálmason. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Fyrirlestur um skáldsögu

FRIÐRIK Rafnsson heldur fyrirlestur, miðvikudagskvöldið 9. október kl. 20.30, um skáldsöguna Jakob forlagasinni og meistari hans eftir Denis Diderot, en íslensk þýðing hans á sögunni er væntanleg á næstunni. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 72 orð

Grætur glerbrotum

HASNA Meselmani, 12 ára stúlka frá Líbanon, heldur hér á hlutum, sem eru einna líkastir glerbrotum, sem koma úr augum hennar. Líbanískir læknar eiga engin svör við af hverju stúlkan "grætur" þessu harða efni. Hasna segist ekki finna til neins sársauka þegar brotin koma úr augum hennar en um tvö slík koma út á hverjum degi. Meira
8. október 1996 | Myndlist | 645 orð

Heimilið og landið

Yngvi Guðmundsson/Sigríður Ólafsdóttir. Listhús 39: Opið kl. 10­18 mánud.­föstud. og kl. 14­18 laugard. og sunnud. Til 14. október; aðgangur ókeypis. Við Hamarinn: Opið kl. 14­18 alla daga til 13. október; aðgangur ókeypis. ÞAÐ er undarlegt með hina litlu sjálfstæðu sýningarsali; sums staðar dafna þeir, en annars staðar ekki. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 38 orð

Hlýtur viðurkenningu frá Berklee

AGNAR Magnússon píanóleikari hlaut nýverið viðurkenningu fyrir afburðahæfni á sviði tónlistar frá Berklee-tónlistarháskólanum í Boston, Massachusetts. Agnari var afhentviðurkenningin á Umbria-djasshátíðinni í Perugia á Ítalíu, þar sem hann var einn af tíu fulltrúum skólans. Meira
8. október 1996 | Bókmenntir | 757 orð

Hugleiðingar á hallærisöld

eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. 84 bls. Þórunn Sigurðardóttir sá um útgáfuna og ritaði inngang. Útg. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns og Hagþenkir. BÓK þessi hefst á allýtarlegum inngangi þar sem umsjónarmaður útgáfunnar fer fyrst nokkrum orðum um aldarfar á 18. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Hundasýning í reiðhöll

ÁRLEG haustsýning Hundaræktarfélags Íslands var í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Sýningin var alþjóðleg og um 300 hundar voru til sýnis. Hundaáhugamenn fjölmenntu í reiðhöllina til að berja hundana augum og fylgjast með stigakeppni sem fór fram. Ljósmyndari Morgunblaðsins mætti á svæðið. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 140 orð

Konurnar sigruðu Seagal

"FIRST Wives Club er í toppsæti listans yfir aðsóknarmestu myndir síðustu helgar í Bandaríkjunum þriðju vikuna í röð. Hún stóðst þar með áhlaup þriggja nýrra mynda sem voru frumsýndar um helgina. Myndin er gamanmynd um þrjár konur sem taka til sinna ráða gegn eiginmönnum sínum sem létu þær róa fyrir yngri konur. 732,6 milljónir komu inn í aðgangseyri á myndina. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 74 orð

Kurteis Rotten á tónleikum

SÖNGFUGLINN ljúfi Engelbert Humperdinck og gamli pönkarinn og söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistols, Johnny Rotten, hittust nýlega á tónleikum þess fyrrnefnda á Rihga Royal hótelinu í New York þar sem hann söng nokkur lög af síðustu plötu sinni "After Dark". Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 172 orð

Nýjar bækur

BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan hafa gefið út ritið Litteratur og kjønn í Norden (Kynferði og bókmenntir á Norðurlöndum) undir ritstjórn Helgu Kress, prófessors í almennri bókmenntafræði við Háskóla Ísladns. Í því eru 87 erindi eftir jafnmarga höfunda sem flutt voru á 20. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 184 orð

Nýjar bækur

ÍSLAND ­ framandi land er eftir Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing. Íslendingum hefur löngum leikið forvitni á að vita hvaða augum útlendingar líta þá og þessi bók er nýnæmi að því leyti að þar er að finna eins konar heildaryfirlit yfir margvíslegar hugmyndir Vestur-Evrópubúa um Ísland og Íslendinga á liðnum öldum. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 313 orð

Nýjar bækur Fjórar bækur fyrir unga lesendur

HJÁ Barnabókaútgáfunni eru komnar út fjórar nýjar bækur eftir íslenska höfunda og teiknara. Bækurnar eru allar ætlaðar yngri lesendum og eru þær fyrstu í nýjum flokki bóka sem í ár hefur göngu sína hjá útgáfunni. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Réno er giftur

FRANSKI leikarinn Jean Réno lét harðjaxlaímynd sína úr kvikmyndunum víkja um stund fyrir mjúku hlið sinni þegar hann gekk að eiga Nathaliu Dyskiewicz í rómantískri athöfn í kirkju í Frakklandi. Hér sjást hjónin sæl á svip að lokinni athöfninni. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Robbie eyðir peningum

ÞÓ AÐ deildar meiningar séu um hæfileika tónlistarmannsins Robbie Williams hafa einhverjir trú á honum því hann er búinn að undirrita hljómplötusamning sem færir honum 100 milljónir króna í aðra hönd á þessu ári. Peningunum hefur hann þegar eytt að stórum hluta og keypti hann sér meðal annars glæsiíbúð í London fyrir um 40 milljónir króna og Ferrari-bifreið fyrir 10 milljónir. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 723 orð

Samið um útgáfur íslenzkra bóka Aðsókn að Bókastefnunni í Frankfurt jókst síðustu dagana en í fyrstu var hún mun dræmari en í

Á bókastefnunni var gengið frá samningum um útgáfu á bók eftir Einar Kárason í Frakklandi og Einar Má Guðmundsson í Tékklandi og Þjóðverjar hafa hug á að gefa út Svaninn eftir Guðberg Bergsson. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 649 orð

Smíðar fyrst og fremst með höfðinu

SIGURÐUR Þórólfsson gullsmiður hefur opnað sýningu á silfurmunum í Listasafni Kópavogs ­ Gerðarsafni, neðri hæð. Sýninguna nefnir hann Í bárufari og vísar þar til fjörusteina sem hann notar í mörg verka sinna. Um 40 verk eru á sýningunni, þar af yfir 30 silfurskúlptúrar, en einnig eru sýnd örsmá skipslíkön úr gulli og silfri, skreytt eðalsteinum. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 145 orð

Teodorakis á söngskrá Samkórs Suðurfjarða

NÚ fer í hönd nýtt starfsár hjá Samkór Suðurfjarða en þetta er sjöunda starfsár kórsins. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde, norskur tónlistarmaður frá Halsnøj í Noregi. Torvald hefur starfað hér á Stöðvarfirði sem skólastjóri Tónlistarskólans og organisti í kirkjunni síðastliðin 3 ár. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 522 orð

Tískan mætir listinni

ÞEGAR listin og tískan mætast hafa menn óttast að annað tveggja gerist; að tískan fari að taka sjálfa sig of alvarlega eða í ljós komi að listin hafi í raun aðeins átt sér það takmark að selja nýjustu framleiðsluna. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 73 orð

Trúðaskólinn í æfingu

BYRJAÐ er að æfa barna- og fjölskylduleikritið "Trúðaskólinn" eftir Friedrich Karl Waecther og Ken Campell hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Bessi Bjarnason leikur prófessorinn. Lævísan trúð leikur Halldóra Geirharðsdóttir, Belg trúð leikur Eggert Þorleifsson, Bólu trúð leikur Helga Braga Jónsdóttir og Dropa trúð leikur Kjartan Guðjónsson. Meira
8. október 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Útgáfutónleikar Kolrössu

HLJÓMSVEITIN Kolrassa Krókríðandi hélt útgáfutónleika í Loftkastalanum á fimmtudagskvöld í tilefni af útkomu fjórðu hljómplötu hennar "Köld eru kvennaráð". Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í tónleikagallann og myndaði hljómsveit og gesti. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 54 orð

Verk eftir Bach, Mozart og Liszt í Gerðarsafni

TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, miðvikudagskvöldið 9. október kl. 20.30. Það eru flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir ásamt píanóleikaranum Peter Máté sem flytja verk eftir Bach, Mozart, Liszt, Schubert o.fl. Listafólkið lék saman fjölmarga tónleika á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Meira
8. október 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Þúsundir skoða verk Guðrúnar Nielsen

YFIR tuttugu þúsund manns sáu skúlptúrverk Guðrúnar Nielsen, Wheel of Progress, á samsýningu fimmtán myndlistarmanna af ýmsu þjóðerni, sem lauk á dögunum í Mount Ephraim-görðum, nærri Canterbury í Kent. Wheel of Progress var upphaflega hannað fyrir Hönnunarsafnið í Lundúnum árið 1992. Meira

Umræðan

8. október 1996 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Að skjóta sig í fótinn!

Á UNDANFÖRNUM árum hafa forystumenn í íþróttum farið stórum og bent á að mikil tengsl eru milli farsældar í lífinu og þess að stafa í íþróttum. Þar til grundvallar eru lagðar rannsóknir Þórólfs Þórlindssonar þar sem hann kannaði tengsl árangurs í íþróttum og frammistöðu í skólum. Meira
8. október 1996 | Bréf til blaðsins | 97 orð

Athugasemd Erlendi Guðlaugssyni: Í GREIN í Morgunblaðinu 27. september sl. um Bankastræti 14, er sagt "að Sveinn Zoëga hafi

Í GREIN í Morgunblaðinu 27. september sl. um Bankastræti 14, er sagt "að Sveinn Zoëga hafi haldið ótrauður áfram byggingu hússins við Bankastræti 14. Þetta er ekki alveg rétt. Ég minnist þess að Sigurbergur Árnason, sem var mikill áhugamaður um kristna trú og unnandi Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 238 orð

Einstaklingsfrelsi ­ jafnrétti í reynd

Á FIMMTUDAG, hefst 32. landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hefur haft langan aðdraganda og mikil vinna átt sér stað við undirbúning hans. Þetta á ekki síst við undirbúning í tengslum jafnréttismál, en yfirskrift fundarins er einmitt: "Einstaklingsfrelsi ­ jafnrétti í reynd." Slagorð þetta er komið frá Björgu Einarsdóttur sem lengi hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 1315 orð

Endurskoðun íhugunar í lífi okkar

UM ÞESSAR mundir á íslenska kirkjan þúsund ára afmæli, en það er um leið sá tími þegar kirkjunnar menn þurfa að hefja samræður við fulltrúa annarra trúarbragða hér á landi. Margir virðist telja að með skoðanaskiptum fólks, sem aðhyllist ólík trúarbrögð, sé verið að blanda trúarbrögðunum saman. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 203 orð

Gefum gömlum bókum annað tækifæri

ÁGÆTI háskólanemi. Hefur þú áhuga á því að létta öðrum áhugasömum stúdentum róðurinn og bæta möguleika þeirra til menntunar, án þess að það þurfi að kosta þig mikið? Flest eigum við gamlar kennslubækur sem við höfum ekkert frekara gagn af og eru jafnvel orðnar úreltar til kennslu hér á landi. Slíkar bækur eru okkur kannski lítils virði en gætu gert háskólastúdentum í Sarajevó heilmikið gagn. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 472 orð

Krabbameinsvaldar í vinnuumhverfinu

TALIÐ er að rekja megi um 4­5% allra dauðsfalla vegna krabbameina til orsaka í vinnuumhverfi. Þetta þýðir að um 40 manns deyja hér á landi vegna atvinnukrabbameina á hverju ári. Með atvinnukrabbameini er átt við illkynja krabbamein sem að öllu leyti eða að hluta til er orsakað af mengun efna eða öðru álagi sem kemur fyrir á vinnustað eða á sér stað við störf manna. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 599 orð

Markmið og stefnur í manneldismálum

NÝLEGA gafst undirritaðri tækifæri til að sitja ráðstefnu í Svíþjóð um stefnur og markmið norrænna stjórnvalda í manneldismálum. Þar voru saman komnir félagsfræðingar, næringarfræðingar, stjórnmálamenn o.fl., en slík blanda er fremur óvenjuleg við umjöllun sem þessa. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 779 orð

Ný rannsókn í Hjartavernd

HJARTAVERND hefur eins og flestum er kunnugt staðið fyrir umfangsmikilli hóprannsókn síðastliðin 30 ár. Þessi rannsókn hefur náð til um 30.000 einstaklinga og er ein af stærri rannsóknum af þessu tagi sem framkvæmdar hafa verið í heiminum. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 620 orð

Nýtur velferðarkerfið verndar stjórnarskrárinnar?

STÖÐUGT færist í vöxt að ráðist er gegn lögum um almannatryggingar og gegn ýmsum grundvallarreglum velferðarríkisins. Almenningur virðist varnarlaus í þessari baráttu og öll mótmæli virðast gagnslítil. Meira
8. október 1996 | Aðsent efni | 481 orð

Sjávarplássið er auðlind

Í ÞJÓÐFÉLAGI sem byggir efnahagslegt sjálfstæði sitt að mestu á sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, skiptir miklu máli hvernig löggjöfin er á því sviði. Sérstaklega hefur löggjöf um stjórn fiskveiða verið í brennidepli og gífurlega umdeild árum saman. Eitt hefur þó einkennt málið öðru fremur, gengið hefur verið út frá því að fiskveiðar séu mál eigenda skipa, útgerðarmanna. Meira
8. október 1996 | Bréf til blaðsins | 213 orð

Skólinn sem gleymdist

MORGUNBLAÐIÐ birti um það frétt á baksíðu miðvikudaginn 2. október að haldið hefði verið upp á 70 ára afmæli Ísaksskóla daginn áður, 1. október, og segir í framhaldi af því að skóli Ísaks Jónssonar sé "elsti starfandi barnaskóli í Reykjavík". Þegar ég las þetta duttu mér fyrst í hug orð konu Búa Árlands í Atómstöðinni: "Já mikið komið þér lángt ofanúr sveit. Meira
8. október 1996 | Bréf til blaðsins | 347 orð

"Til allrar hamingju"

GAUTI Kristmannsson skrifar meðal annarra orða í Morgunblaðið 1. okt. síðastliðinn: "evrópsk skáld vissu og vita vel hvað stuðlun er, rétt eins og hver einasti textasmiður á auglýsingastofu veit það, og láti þau stuðla eiga sig í texta sínum sé ég enga ástæðu til að bæta þeim við." Tilefnið er, að Gauti birti nýlega þýðingu eftir sig á Der Panther eftir Rilke og hafði hana óstuðlaða með öllu. Meira

Minningargreinar

8. október 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Guðni Lúther Salómonsson

Það var sunnudaginn 29. september sem við hjónin sátum við rúmstokkinn hjá honum frænda mínum í sjúkrahúsi Stykkishólms, sárþjáðum, og reiknuðum við með því að hann kveddi þennan heim, en þegar líða tók á daginn leið honum betur, svo við kvöddum hann að kveldi og héldum til Ólafsvíkur. Kvöldið var fagurt og haustblær yfir. Fjallgarðurinn og Jökullinn skörtuðu sínu fegursta. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 104 orð

GUÐNI LÚTHER SALÓMONSSON Guðni Lúther Salómonsson var fæddur í Ólafsvík 6. september 1912. Hann lést á sjúkrahúsinu í Ólafsvík

GUÐNI LÚTHER SALÓMONSSON Guðni Lúther Salómonsson var fæddur í Ólafsvík 6. september 1912. Hann lést á sjúkrahúsinu í Ólafsvík 30. september síðastliðinn. Foreldrar Guðna voru hjónin Salómon Jónatansson og Sigurlaug Benónýsdóttir. Þau hjón áttu átta syni en sex komust til fullorðinsára. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Rakel Björnsdóttir

Elsku sæta amma mín. Nú er komið að kveðjustundu og ég kveð þig með trega í hjarta og tár á kinn. Ég veit að þú ert alltaf hjá mér og styrkir mig og strýkur með þinni mjúku hendi, eins og þú hefur ætíð gert er við hittumst. Þegar ég sat og kúrði hjá þér síðustu nóttina talaði ég mikið við þig og ég veit að þú skynjaðir mig því þegar ég kvaddi þig um morguninn með kossi opnaðir þú augun. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 148 orð

Rakel Björnsdóttir

Nú er langamma orðin að engli með hinum englunum. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, ­ augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 477 orð

Rakel Björnsdóttir

Elsku amma mín. Ég hefði ekki getað átt yndislegri ömmu, ég geymi allar stundir sem við áttum saman í hjarta mínu. Þegar þú greindist með krabbamein vorum við öll slegin en þú sagðist ætla að ná þér aftur. Lyfjameðferðin gekk vel og allt leit vel út. En þá dattst þú niður og varst flutt á spítala. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 193 orð

Rakel Björnsdóttir

Mig langar að minnast í fáum orðum, heiðurskonunnar Rakelar Björnsdóttur. Ég kynntist henni og Páli, þegar bróðir minn kvæntist inn í fjölskyldu þeirra. Það sem er svo minnisstætt eftir þessi kynni er hvað þeim var annt um alla í kringum sig og fylgdust vel með hvernig aðrir hefðu það. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 482 orð

Rakel Björnsdóttir

Svífur að haustið og svalviðri gnýr. Svanurinn þagnar og heiðlóan flýr. Blóm eru fölnuð í brekkunum öll, bylgjurnar ýfast og rjúka sem mjöll. Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. (St.Th.) Jafndægur á hausti fyrir rúmum þremur vikum. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 135 orð

Rakel Björnsdóttir

Elsku mamma okkar, við þökkum þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur. Þú huggaðir okkur þegar eitthvað bjátaði á og gladdist með okkur á okkar góðu stundum. Megi góður Guð styrkja föður okkar á þessum erfiðu tímum. Einnig viljum við þakka starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum fyrir góða umönnum í þessum erfiðu veikindum. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 160 orð

RAKEL BJÖRNSDÓTTIR

RAKEL BJÖRNSDÓTTIR Rakel Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1919. Hún lést á Landspítalanum 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 7.8. 1876, d. 1947, og Björn Sumarliði Jónsson, f. 20.10. 1881, d. 1961. Systkini hennar eru Elín Anna, f. 20.7. 1907, Kristín, f. 4.11. 1908, Jóna Rannveig, f. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 80 orð

Rakel Björnsdóttir Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja ömmu mína. Amma var alltaf að prjóna lopapeysur, sokka og

Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja ömmu mína. Amma var alltaf að prjóna lopapeysur, sokka og vettlinga og ef eitthvað þurfti að lagfæra var hún tilbúin til þess. Hún hafði alltaf tíma til að sinna barnabörnunum sínum og síðar langömmubörnunum. Hún lék við þau, sýndi þeim myndaalbúmin sín og las fyrir þau bækur. Hún var glaðlynd og hafði gaman af að hitta fólk. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 1169 orð

Þorsteinn Júlíus Þorsteinsson

Steini er dáinn... maður sér honum ekki bregða fyrir á förnum vegi framar, gat verið harla fátítt. Þorsteinn Júlíus Þorsteinsson hét hann fullu nafni, var myndlistinni vígður frá unga aldri, þótt örlögin höguðu því svo að minna varð úr æviverki hans en á horfðist á tímabili. Meira
8. október 1996 | Minningargreinar | 109 orð

ÞORSTEINN JÚLÍUS ÞORSTEINSSON

ÞORSTEINN JÚLÍUS ÞORSTEINSSON Þorsteinn Júlíus Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík 9. maí 1932. Hann lést í Reykjavík 30. september. Þorsteinn stundaði myndlistarnám við Handíða- og myndlistarskólann 1948-50, nám hjá Jóni Engilberts listmálara, nám við Statens Kunstakademi í Ósló 1951-52. Meira

Viðskipti

8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Bandaríkjamenn deili á japanska tollamúra

Japanar neituðu að samþykkja beiðni Bandaríkjamanna um að fljótlega yrði skipuð nefnd til að kanna deiluna og stjórnin í Washington falaðist óbeinlínis eftir stuðningi annarra ríkja í baráttu við japanska tollmúra gegn erlendum varningi. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Myndfundur með J.M. Juran

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands mun gangast fyrir myndfundi með doktor J.M. Juran fimmtudaginn 10. október næstkomandi í samvinnu við VSÓ rekstrarráðgjöf og Póst og síma. Fundinum verður varpað um gervitungl um allan heim og munu þáttakendur eiga kost á að taka þátt í umræðum. Fundurinn verður haldinn á hótel Loftleiðum og hefst klukkan 17 og lýkur 19.30. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Parretti sakfelldur

KVIÐDÓMUR í Delaware hefur fundið ítalska fjármálamanninn Giancarlo Parretti, fyrrum yfirmann kvikmyndaversins Metro- Goldwyn-Mayer í Hollywood, sekan um að breyta sönnunargögnum og bera ljúgvitni. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 710 orð

Samkeppni við P&S getur hafist fyrir mitt næsta ár

HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, segir vilja sinn standa til þess að útboð á starfsleyfi til reksturs annars GSM-farsímakerfis til viðbótar við kerfi Pósts og síma verði auglýst fyrir áramót. Nýtt GSM-þjónustufyrirtæki geti því tekið til starfa eigi síðar en 1. júlí á næsta ári. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Samruni ferjufélaga á Ermarsundi ráðgerður

SAMKEPPNI á Ermarsundi hefur harðnað vegna þess að ferjufélögin, P&O og sænska félagið, Stena, skýrðu fyrir helgina frá fyrirætlunum um samruna í kjölfar áætlunar um að bjarga ensk-franska fyrirtækinu Eurotunnel, sem rekur Ermarsundsgöngin. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 523 orð

Telenor reiðubúið í nánara samstarf við P&S

TORMOD Hermansen, forstjóri norska símafyrirtækisins Telenor, telur að minni símafélög á borð við Póst og síma þurfi að leita eftir samstarfi við erlend símafyrirtæki. Á þann hátt geti þau í senn styrkt samkeppnisstöðu sína og boðið viðskiptavinum sínum þjónustu um allan heim. "Ég er persónulega fylgjandi nánara samstarfi milli Pósts og síma og Telenor. Meira
8. október 1996 | Viðskiptafréttir | 375 orð

Vélin seld með því skilyrði að hún færi úr landi

ÞORGEIR Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, segir að samkomulag sem gert var um sölu á bókbandsvél við hollenska vélakaupmenn hafi verið gert með því skilyrði að vélin yrði seld úr landi og ekki til aðila hérlendis. Meira

Daglegt líf

8. október 1996 | Neytendur | 287 orð

57 vörutegundir af 58 hlutu verðlaun

ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn sendu nýlega til Herning í Danmörku kjötvörur þar sem þær tóku þátt í alþjóðlegri fagkeppni. Alls voru dæmdar 58 vörutegundir frá Íslandi og fengu 57 þeirra verðlaun. Að sögn Óla Þórs Hilmarssonar, sem var einn alþjóðlegu dómaranna, er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska kjötiðnaðarmenn. Meira
8. október 1996 | Neytendur | 648 orð

Annars flokks ávextir og grænmeti á tilboðsverði?

DRÖFN Farestveit hússtjórnarkennari var að velta fyrir sér hvers vegna ekki væru sérstök horn í verslunum þar sem viðskiptavinir gætu keypt annars flokks ávexti eða grænmeti til að matreiða úr. Hún segist viss um að margir viðskiptavinir kynnu að meta slík afsláttarhorn og bendir á að fátt jafnist t.d. á við góða sultu úr plómum og eplum og hana má búa til úr annars flokks ávöxtum. Meira

Fastir þættir

8. október 1996 | Dagbók | 2683 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 4.-10. október eru Ingólfs Apótek, Kringlunni og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 opin til kl. 22. Auk þess er Ingólfs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
8. október 1996 | Fastir þættir | 422 orð

Arnar Geir vann einmenninginn

Íslandsmótið í einmenningi var haldið 5.­6. október í Þönglabakka 1. ARNAR Geir Hinriksson varð á sunnudag Íslandsmeistari í einmenningi eftir harða baráttu við Þóri Leifsson og Erlend Jónsson, sem enduðu í 2. og 3. sæti. 80 spilarar tóku þátt í mótinu. Eftir fyrstu lotuna hafði Ragnheiður Nielsen forustuna með 709 stig. Helgi G. Helgason var í 2. Meira
8. október 1996 | Fastir þættir | 134 orð

AV

Miðvikudaginn 2. október var spilaður tölvureiknaður Mitchell með forgefnum spilum. 32 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: NS Aðalsteinn Jörgensen ­ Ásmundur Pálss.453 Oddur Hjaltason ­ Hrólfur Hjaltason417 Ómar Olgeirsson ­ Eyþór Jónsson400 Unnur Sveinsd. ­ Inga Lára Guðmundsd. Meira
8. október 1996 | Í dag | 37 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 9.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 9. október, verður fimmtugur Lárus Loftsson matreiðslumeistari, Þverárseli 12, Reykjavík. Eiginkona hans er Valgerður Níelsdóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, á afmælisdaginn frá kl. 16.30-19.30. Meira
8. október 1996 | Dagbók | 632 orð

Bólstaðarhlíð 43.

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. október 1996 | Fastir þættir | 76 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonSPILAÐ

Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 4. okt. 20 pör mættu. Úrslit: N/S Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson254Eggert Einarsson - Karl Adolfsson237Ásthildur Sigurgíslad. Meira
8. október 1996 | Í dag | 23 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Digraneskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Bryndís Steinarsdóttir ogHermann Hermannsson. Heimili þeirra er í Arnarsmára 22, Kópavogi. Meira
8. október 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. ágúst í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir og Gunnar Gunnlaugsson. Heimili þeirra er á Norðurbraut 7, Höfn. Meira
8. október 1996 | Í dag | 37 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir og Jóhannes Kjartansson.Með þeim á myndinni eru börn þeirraHildur Rut og Steinar Geir. Heimili þeirra er í Engjaseli 86, Reykjavík. Meira
8. október 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Kr. Sigurðssyni Jónína Kristjánsdóttirog Jón Kristjánsson. Heimili þeirra er í Einbúablá 16A, Egilsstöðum. Meira
8. október 1996 | Í dag | 421 orð

ENN kemur að því, að Hvalfjörður fái að njóta sannmælis.

ENN kemur að því, að Hvalfjörður fái að njóta sannmælis. Í áratugi hafa ferðalangar kvartað yfir ökuferð í kringum Hvalfjörð og talið hana leiðinlegasta þáttinn í ferð vestur á land eða norður. Meira
8. október 1996 | Í dag | 30 orð

HJÓNABAND.

HJÓNABAND. Gefin voru saman í Háteigskirkju 10. ágúst af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Hólmfríður Erla Finnsdóttir og Sigurður Kjartansson. Heimili þeirra er á Víðimel 23 í Reykjavík. Meira
8. október 1996 | Í dag | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, b

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
8. október 1996 | Í dag | 37 orð

SAUTJÁN ára finnsk stúlka, m.a. með áhuga á

SAUTJÁN ára finnsk stúlka, m.a. með áhuga á hestum, útivist og bréfaskriftum: Niina Aronen, Eramiehentie 8, 86800 Pyhäsalmi, Finland. TUTTUGU og eins árs japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yukako Takagi, 2-26/116-10 Shikannon H., Tashiro, Chikusa, Nagoya 464, Japan. Meira
8. október 1996 | Fastir þættir | 637 orð

Sigurganga Æfingaskólans rofin

Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands varð að sjá á bak Norðurlandameistaratitli grunnskóla, sem skáksveit skólans hafði unnið þrjú ár í röð. DANSKA sveitin frá Jetsmark skólanum á Norður-Jótlandi sigraði örugglega á mótinu að þessu sinni með 12 vinning af 20 mögulegum. Sænska sveitin varð í öðru sæti og Finnar í því þriðja. Meira
8. október 1996 | Í dag | 191 orð

Tölvuraunir "TÆKNIN er eitthvað að stríða okkur," er gjarna sagt þeg

"TÆKNIN er eitthvað að stríða okkur," er gjarna sagt þegar eitthvað fer útskeiðis í sjónvarpi. Velvakandi vill gera þessi orð að sínum og biður þá sem hringdu til hans upp úr hádegi sl. föstudag að gera svo vel að hringja aftur, telji þeir ástæðu til. Þakkir til Halla Palla Erla í Efra-Breiðholti hringdi: "Kæri Velvakandi. Meira

Íþróttir

8. október 1996 | Íþróttir | 428 orð

ARNÓR Guðjohnsen

BJARKI Gunnlaugsson, sem gat ekki leikið með landsliðinu í Litháen vegna tognunar aftan í lærvöðva, kom til landsins í gær og verður tilbúinn í slaginn á morgun. Hann lék í 20 mínútur meðMannheim á sunnudaginn. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 354 orð

Breiðhyltingar komnir á blað Lið ÍR sigrað

Breiðhyltingar komnir á blað Lið ÍR sigraði Þór frá Akureyri, 91:76, í Seljaskóla. Heimamenn hófu leikinn með því að beita svæðisvörn og virtust ætla að gera út um leikinn strax í byrjun. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 107 orð

Bæjarar heppnir

Þetta voru góð úrslit fyrir okkur, við vorum með heilladísirnar með okkur," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern M¨unchen, eftir að Bæjarar höfðu lagt Hamburger SV að velli á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen, 2:1. Alexander Zickler og Christian Nerlinger skoruðu mörk heimamanna. Zickler opnaði leikinn með marki á sjöundu mín. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 308 orð

Ekkert hægt að bóka fyrirfram

Gheorghe Hagi, einn besti leikmaður Evrópu, segir að það sé ekki sjálfgefið að sigra Íslendinga er þjóðirnar mætast á Laugardalsvelli í undankeppni HM annað kvöld. Hagi hefur leikið 101 landsleik og er fyrirliði liðsins. "Við getum ekki leyft okkur að vanmeta Íslendinga. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 293 orð

Fyrsti sigur KFÍ í Úrvalsdeild Leikur Breið

Fyrsti sigur KFÍ í Úrvalsdeild Leikur Breiðabliks og KFÍ í Smáranum á sunnudagskvöld var mjög sveiflukenndur framan af en verulega spennandi þegar líða tók á síðari hálfleik þó ekki hafi verið leikinn rishár körfubolti. KFÍ hafði sigur á endasprettinum, 75:78. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 159 orð

Fyrsti sigur Nantes

Leikmenn Nantes, sem höfðu leikið tíu leiki í röð án sigurs, buðu upp á markaveislu þegar þeir unnu stórsigur á Nice, 7:0, í frönsku 1. deildar keppninni. Parísarliðið Saint-Germain lagði Le Havre að velli, 2:0, og hefur sex stiga forskot. Japhet N'Doram, sem var í meistaraliði Nantes 1995, var einn af sjö leikmönnum sem skoruðu hjá Nice. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 392 orð

Glæsikarfa Tómasar Holton færði Skallagrím sigur F

Glæsikarfa Tómasar Holton færði Skallagrím sigur Fyrsti heimaleikur Tindastóls á keppnistímabilinu var hörkuspennandi og skemmtilegur og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu, þegar Tómas Holton, sá gamalreyndi leikmaður Skallagríms, skoraði sigurkörfuna, 86:85, um leið og leiktíminn rann út. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 301 orð

KNATTSPYRNA Lærum vonandi

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, segir að eftir tapið í Litháen á laugardag verði leikmenn að snúa bökum saman og læra af mistökunum í Vilníus. "Ég trúi ekki öðru en að leikmenn taki sig saman í andlitinu og geri betur á móti Rúmenum. Það sem skiptir máli er að læra af því sem aflaga fór á móti Litháen og að við snúum okkur að því sem framundan er. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 437 orð

Ravanelli skoraði tvö mörk fyrir Ítalíu

"SILFURREFURINN" hjá Middlesbrough, Fabrizio Ravanelli, skoraði tvö mörk þegar Ítalía lagði Moldavíu, 3:1, í undankeppni HM í Moldavíu. Þrátt fyrir sigurinn deildu ítölsk blöð hart á Arrigo Sacchi, þjálfara Ítalíu, sögðu ítalska liðið hafa leikið illa. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 433 orð

ROBERTO Donadoni,

ROBERTO Donadoni, miðvallarspilari, hefur ákveðið að snúa aftur til AC Milan, eftir að hafa leikið í sumar í Bandaríkjunum með New York/New Jersey MetroStars. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 264 orð

Skagamenn áttu meira skilið

Haukar unnu annan leik sinn í úrvalsdeildinni er þeir sóttu Skagamenn heim á sunnudagskvöldið. Leikurinn var jafn allan tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunni en gestirnir unnu 77:70. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og virkuðu mjög frískir á upphafsmínútunum. Meira
8. október 1996 | Íþróttir | 536 orð

Ætlar landsliðsmaðurinnÞORBJÖRN ATLI SVEINSSONað slá endalaust í gegn? Keppnin er rétt að byrja

ÞORBJÖRN Atli Sveinsson var í sviðsljósinu með samherjum sínum í ungmennalandsliði Íslands í knattspyrnu í Vilnius í Litháen á laugardag. Hann gerði tvö mörk í 3:0 sigri og er liðið í efsta sæti riðils síns í Evrópukeppninni með sex stig eftir tvo leiki auk þess sem það hefur ekki fengið á sig mark. Meira

Fasteignablað

8. október 1996 | Fasteignablað | 1701 orð

Borgarkringlan gerbreytist og sam- einast Kringlunni

BORGARKRINGLAN var byggð 1988 og hefur sett mikinn svip á umhverfi sitt. Í vor var ákveðið að ráðast í miklar breytingar á byggingunni. Framkvæmdir hófust um miðjan júlí og hafa gengið bæði hratt og vel. Byggð verður 7000 rúmmetra viðbygging fyrir kvikmyndahús með þremur sýningarsölum og sætaplássi fyrir 700 manns. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 700 orð

Gagnkvæmur skilningur nauðsynlegur

Þau eru nýbúin að kaupa sér einbýlishús á Flötunum í Garðabæ, í Seljahverfinu í Breiðholti eða í Hvömmunum í Kópavogi. Undanfari kaupanna er langur, mörg hús er búið að skoða, en hvað hefur verið skoðað? Staðsetning hússins, umhverfið, stofan, er hún nógu stór eða skemmtileg, svefnherbergin þægileg, er baðið rúmgott, hvernig er ástand hússins að utan, eru sprungur í veggjum, Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 204 orð

Glæsilegt einbýlishús við Blikanes

ARNARNESIÐ hefur mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu einbýlishúsið Blikanes 1. Þetta hús er að mestu á einni hæð. Þetta er glæsilegt hús, sem hefur verið haldið vel við, en það var byggt árið 1966. Á aðalhæð er forstofa, snyrting, þrjú herbergi, bókaherbergi, samliggjandi stofur með arni, eldhús, bað, þvottahús, geymslurými og sólstofa. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 254 orð

Glæsilegt hús á eftirsóttum stað

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu húseignin Markarvegur 14 í Fossvogi. Húsið er steinsteypt, reist árið 1982 og er á tveimur hæðum, samtals 237 ferm. Þetta er glæsilegt hús og vel við haldið," sagði Bárður Tryggvason hjá Valhöll. Húsið stendur í einum eftirsóttasta hluta Fossvogsins, rétt við Skógræktina. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 909 orð

Gömul hús

GULI liturinn er ríkjandi úti í náttúrunni, á trjám í görðum. Rauður og gulur á lyngi og runnum. Þetta eru haustlitirnir, segjum við. Svo kemur að því að hvassviðri gengur yfir og laufið fýkur af liminu. Vindurinn safnar því í hrúgur. Það myndast laufskaflar. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 26 orð

Handþrykkt munstur

Handþrykkt munstur MUNSTRIÐ á þessa púða er handþrykkt og litavalið er athyglisvert. Það er dönsku textilhönnuðirnir Malene Chrijstensen og Helle Laursen sem eiga heiðurinn af þessari framleiðslu. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 229 orð

Stórt einbýlishús við Stigahlíð

LÍTIÐ er um, að nýleg einbýlishús í Hlíðunum komi í sölu. Hjá fasteignasölunni Borgir er nú til sölu nýtt einbýlishús við Stigahlíð 70. Þetta er sérlega glæsilegt nýtt hús byggt af Skúla Magnússyni byggingameistara," sagði Karl Gunnarsson hjá Borgum. Húsið er allt hið vandaðasta og þaðan er gott útsýni yfir borgina úr sólskálanum á efri hæð. Meira
8. október 1996 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

8. október 1996 | Fasteignablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

8. október 1996 | Úr verinu | 1227 orð

Inn og út um gluggann

UM MARGRA ára skeið hefur undirritaður verið að leita að glugganum, sem margir fiskifræðingar hafa sagt honum að væri í hafinu og ákvarðaði meðal annars afkomumöguleika seiða ýmissa fiskistofna. Meira
8. október 1996 | Úr verinu | 1180 orð

Krefjumst starfsöryggis í stað óöryggis

FJÖLMÖRG mál brunnu á íslensku fiskverkafólki á fjölmennri ráðstefnu, sem haldin var á Hótel Íslandi sl. laugardag, en að mati þess er nú kominn tími á uppskeruhátíð, og þótt fyrr hefði verið. Bent var á að nú ríkti góðæri í íslenskum sjávarútvegi og því væru sóknartækifæri fyrir fiskverkafólk í komandi kjarasamningum. Meira

Ýmis aukablöð

8. október 1996 | Dagskrárblað | 158 orð

13.30Alþingi Bein útse

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.20Helgarsportið 16.45Leiðarljós (Guiding Light) (492) 17.30Fréttir 17.35Táknmálsfréttir 17.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 18.00Barnagull - Sá hlær best sem síðast hlær Teiknimyndaflokkur. Meira
8. október 1996 | Dagskrárblað | 115 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Walker (Walker, Texas Ranger) Spennumyndaflokkur með Chuck Norris . 21.00Ómennið (Mangler) Mögnuð kvikmynd um dularfulla atburði sem gerast í friðsælu hverfi. Meira
8. október 1996 | Dagskrárblað | 669 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir 6.50Bæn: Séra Halldóra Þorvarðardóttir flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. 7.50 Daglegt mál. 8.00 Hér og nú . Að utan 8.35Víðsjá. morgunútgáfa Listir, vísindi, hugmyndir, tónlist. 8. Meira
8. október 1996 | Dagskrárblað | 804 orð

ÞRIÐJUDAGUR 8.10. BBC PRIME 6.00

ÞRIÐJUDAGUR 8.10. BBC PRIME 6.00 Newsday 6.30 Melvin & Maureen 6.45 Count Duckula 7.05 The Gemina Factor 7.30 Timekeepers 8.00 Esther 8.30 Eastenders 9.00 Wildlife 9.30Bookworm 10. Meira
8. október 1996 | Dagskrárblað | 160 orð

ö08.30Heimskaup -verslun um víða veröld 17.00

17.20Borgarbragur (The City) 17.45Á tímamótum(Hollyoaks) (30:38) (e) 18.10Heimskaup -verslun um víða veröld 18.15Barnastund 19.00Þýska knattspyrnan - mörk vikunnar 19.30Alf 19.55Fyrirsætur (Models Inc. Meira
8. október 1996 | Dagskrárblað | 104 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Systurnar (Sisters) (9:24) (e) 13.45Chicago-sjúkrahúsið (Chicago Hope 2) (1:23) (e) 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn 15.00Morgunflug Skemmtilegur og fræðandi þáttur um gæsaveiðar. (e) 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.