Greinar þriðjudaginn 15. október 1996

Forsíða

15. október 1996 | Forsíða | 103 orð

Rannsóknardómari látinn hætta

HÆSTIRÉTTUR Belgíu úrskurðaði í gær, að rannsóknardómarinn Jean-Marc Connerotte skyldi hætta rannsókn á máli barnaníðingsins Marc Dutroux, sem uppvís hefur orðið að því að ræna ungum stúlkum, misnota þær kynferðislega og myrða. Var þessari ákvörðun mótmælt harkalega. Meira
15. október 1996 | Forsíða | 367 orð

Talað um 15% niðurskurð á sex árum

FLEST bendir til, að áætlanir Emmu Bonino, sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, ESB, um mikinn niðurskurð í fiskveiðum aðildarríkjanna verði sjálfar skornar niður við trog. Voru þær gagnrýndar harðlega á fundi sjávarútvegsráðherra ESB í Luxemborg í gær og haft er eftir heimildum, að hugsanlega verði aðeins samþykkt að minnka sóknina um 15% á sex árum. Meira
15. október 1996 | Forsíða | 143 orð

Talebanar játa ósigra

TALEBANAR reyndu í gær að styrkja varnir umhverfis Kabúl, höfuðborg Afganistans, eftir ósigra helgarinnar. Andstæðingar Talebana hafa hafið pólitískt samstarf við Abdul Rashid Dostum, sem ræður lögum og lofum í norðurhluta Afganistans. Meira

Fréttir

15. október 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

11 handteknir

SNEMMA á föstudagsmorgun var tilkynnt um hávaða frá íbúð húss við Laugaveg og lék grunur á að vopn kynnu að leynast í íbúðinni. Lögreglan í Reykjavík fór á staðinn og handtók 11 manns. Á staðnum svo og á nokkrum viðkomandi aðilum fannst lítilræði af fíkniefnum, hnífar og tæki til neyslu fíkniefna. Meira
15. október 1996 | Landsbyggðin | 245 orð

150 manns í hlaðborði

Selfossi-Hundrað og fimmtíu franskir lögfræðingar, sem voru á ferð um Suðurland í boði franska búnaðarbankans, snæddu nýlega sjávarrétti undir hömrum Reynisfjalls upp af ströndinni í Vík. Sjávarréttahlaðborðið var lokapunkturinn á ferð lögfræðinganna um Suðurland en í henni fóru þeir meðal annars upp á Mýrdalsjökul og í siglingu með hjólabát frá Vík. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

5 konur og 4 SUSfélagar náðu kjöri

MAGNEA Guðmundsdóttir, Flateyri, hlaut flest atkvæði í miðstjórnarkjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fimm konur náðu kjöri af alls ellefu miðstjórnarfulltrúum sem kosnir voru og voru konur í fjórum efstu sætunum. Á seinasta landsfundi árið 1993 náðu fjórar konur kjöri í miðstjórn og voru þær meðal fimm efstu í kjörinu. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Afnotagjald RÚV verði afnumið

LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins samþykkti að leggja til að afnotagjald Ríkisútvarpsins yrði afnumið. Jafnframt var samþykkt að markmið, rekstur og fjármögnun Ríkisútvarpsins, ekki síst sjónvarpsins, yrðu jöfnuð með tilliti til hagkvæmni og samkeppni. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Almannavörnum boðin hálf milljón sandpoka

STÓRLEGA hefur dregið úr gosinu í Vatnajökli en gjáin hefur breikkað verulega við gíginn. Þegar ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins flugu yfir um helgina sáust öðru hverju öskusprengingar, en þær voru litlar og svartur reykurinn hvarf fljótt inn í hvítan gufumökkinn sem steig beint upp í loft. Engin ummerki sáust um eldvirkni annars staðar. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Andstaða við niðurskurð

LANDSÞING Félags framhaldsskólanema haldið í Norræna skólasetrinu 11.­13. október hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: Félag framhaldsskólanema lýsir yfir fullri andstöðu við þann niðurskurð til framhaldsskólanna sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega finnst félaginu að verið sé að vega að smærri skólum á landsbyggðinni. Meira
15. október 1996 | Miðopna | 671 orð

Arðsemi fiskistofnanna verði í þágu þjóðarinnar

HÉR fer á eftir endanleg ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Sjávarútvegurinn er mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og staða hans skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 274 orð

Besta saumakona Evrópu

GUÐRÚN Árdís Össurardóttir sigraði í keppni þýska tískublaðsins Burda um titilinn "Besta saumakona Evrópu" í Baden-Baden á laugardagskvöldið. Verðlaunin fékk hún fyrir kjól sem hún hannaði og saumaði úr allsérstæðum efnivið. "Hann er úr dökkbláu polyester og organza og svo notaði ég gardínugorm til að halda ytra pilsinu út. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Breytingar á vinnumarkaði

DR. INGI Rúnar Eðvarðsson heldur opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi fimmtudag, 17. október í húsnæði háskólans við Þingvallastræti í stofu 16 á fyrstu hæð, en hann hefst kl. 17. Meira
15. október 1996 | Landsbyggðin | 135 orð

Bræður með maríulaxa úr Hafralónsá

LAXVEIÐITÍMANUM er nú lokið og menn eru misjafnlega ánægðir með sumarið eins og gengur. Bræðurnir Arnþór og Jón Kristbjörn Jóhannssynir eru ánægðir fyrir sitt leyti því þeir náðu báðir maríulaxi sínum í Hafralónsá síðasta dag veiðitímabilsins. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 444 orð

Búast þarf við gagnsókn vinstri manna

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn yrði að búa sig undir að svara hugmyndafræðilegri gagnsókn vinstri manna. Búast mætti við því að íslenskir vinstri menn sæktu hugmyndir til breska Verkamannaflokksins og sjálfstæðismenn yrðu að búa sig undir að svara þeim. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 358 orð

Bæjarbúar og starfsfólk njóta forkaupsréttar

ÖLLUM íbúum á Akureyri, 18 ára og eldri, svo og starfsmönnum Útgerðarfélags Akureyringa hf. stendur nú til að boða að kaupa hlutabréf í ÚA fyrir allt að 131 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 4,98. Þeir sem nýta þennan rétt að fullu greiða því rúmar 652 þúsund krónur fyrir hlutabréfin. Tilboð þetta var sent út í gær. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Davíð fékk 90% atkvæða

DAVÍÐ Oddsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 90% atkvæða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudag og Friðrik Sophusson var endurkjörinn varaformaður með 76,16% atkvæða. Á seinasta landsfundi árið 1993 hlaut Davíð 78,8% atkvæða í formannskjöri og Friðrik 74,9% í varaformannskjöri. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 34 orð

Deildarmyrkvi

DEILDARMYRKVI á sólu var á laugardag eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Englandi þegar tunglið fór milli sólar og jarðar. Deildarmyrkvinn sást ekki víða í Bretlandi vegna skýja. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

Doktor í jarðfræði frá Oslóarháskóla

HELGA Gunnarsdóttir varði doktorsritgerð sína í jarðfræði við Háskólann í Osló 16. ágúst sl. Ritgerðin ber heitið "Holocene vegetation history in the northen parts of the Gudbrandsdalen valley, south centran Norway". Á íslensku nokkurn veginn svo: Saga gróðurfars í norðurhluta Guðbrandsdals í Noregi frá ísöld og fram á okkar tíma. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Dómararfá orlof á yfirvinnu

FÉLAGSDÓMUR hefur gengið að þeirri kröfu Dómarafélags Íslands að dómarar fái greitt orlof af yfirvinnu og eiga þeir rétt á orlofsgreiðslum frá ákveðnum tíma, eða um þrjú ár aftur í tímann. Stefán Már Stefánsson veitti félagsdómi forstöðu þegar þessi niðurstaða var fengin og segir hliðsjón hafa verið hafða af niðurstöðum Kjaradóms fyrir nokkrum misserum. Meira
15. október 1996 | Smáfréttir | 33 orð

DREGIÐ hefur verið úr ferðapotti Kirby þar sem vinni

DREGIÐ hefur verið úr ferðapotti Kirby þar sem vinningurinn var helgarferð til Dublinar á vegum Samvinnuferða Landsýnar. Hilmar Jacobsen hjá Kirby á Íslandi afhenti vinningshafanum Hauki Breiðfjörð frá Selfossi gjafabréf til Dublinar fyrir tvo. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Eign félagsins í Skinnaiðnaði hf. rúmlega sjöfaldast

STARFSMANNAFÉLAG Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri hefur hagnast vel á því að hafa lagt hlutafé í fyrirtækið við endurreisn þess fyrir um þremur árum. Starfsmannafélagið seldi aðaleign sína, sumarbústað í Borgarfirði, og lagði þriggja milljóna króna hlutafé í hið nýja félag. Vegna mikillar hækkunar sem orðið hefur á hlutabréfum í Skinnaiðnaði hf. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Eitt hundraðasti þrýstikúturinn afhentur

TÍMAMÓT voru hjá Kælismiðjunni Frost hf. fyrir helgi en þá afhenti fyrirtækið eitt hundraðasta þrýstikútinn sem starfsmenn þess hafa smíðað. Um er að ræða 12.900 lítra dælukút fyrir ammoníak kælikerfi og er hann keyptur af Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Fjárhagsvandi Sjúkrahúss Reykjavíkur

MEGINÁHERZLAN í umræðum utan dagskrár um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem fram fóru á Alþingi í gær, lá á deilum um það samkomulag, sem heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur gengu frá 28. ágúst sl. um aukafjárveitingu til spítalans, sem rétta átti fjárhagsstöðu hans. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Fjögur börn boðin í sumarbúðir

UNDANFARIN ár hefur Newman's Own, fyrirtæki bandaríska kvikmyndaleikarans Pauls Newmans, gefið milljónir króna til hjálpar langveikum börnum á Íslandi. Drjúgur hluti fjárins hefur runnið til Barnaspítala Hringsins. Að auki hefur hópi langveikra íslenskra barna verið boðið að dvelja um hríð í sumarbúðum Newman's Own í Bandaríkjunum og Skotlandi. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Flug raskaðist

FLUGSAMGÖNGUR röskuðust verulega innanlands í gærdag vegna veðurs. Hjá Íslandsflugi fengust þær upplýsingar að allt flug hefði legið niðri nema hvað flogið hefði verið til Siglufjarðar og Sauðárkróks í gærmorgun og til Egilsstaða og Norðfjarðar síðdegis. Flugleiðir flugu til Akureyrar og Sauðárkróks og síðdegis þegar veður skánaði var farið til Egilsstaða og Hornafjarðar. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Flækingsfuglar hrifnir af kirkjugörðum

GULSKRÍKJA sást í fyrsta sinn hérlendis fyrir skömmu, á flögri í kirkjugarðinum á Höfn í Hornafirði. Þá sást einnig í fyrsta skipti til Norðsöngvara í kirkjugarðinum á Selfossi. Brynjúlfur Brynjólfsson fuglaáhugamaður frá Höfn, segir gulskríkjuna vera smáfugl af bandarískri spörfuglaætt og afar sjaldséðan í Evrópu. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 408 orð

Fundurinn hefur styrkt stöðu flokksins mikið

"STEFNAN er mjög afgerandi og traust. Það er enginn bilbugur á mönnum. Það örlaði mjög lítið á ágreiningi í öllum helstu málum," sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið að afloknum 32. landsfundi flokksins á sunnudag. Meira
15. október 1996 | Smáfréttir | 41 orð

FYRSTI félagsfundur í Sagnfræðingafélagi Íslands ver

FYRSTI félagsfundur í Sagnfræðingafélagi Íslands verður haldinn í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, þriðjudagskvöldið 16. október kl. 20.30. Fyrirlesari kvöldsins er Árni Daníel Júlíusson. Hann hefur lagt fram doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla. Fyrirlestur Árna Daníels nefnist: Valkostir sögunnar. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Góður árangur íslenskra dansara

UNGIR íslenskir dansarar komust í úrslit á "London Open Championship", alþjóðlegri danskeppni sem haldin var í London á laugardag. Í flokki 12-15 ára sigruðu Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir í suður-amerískum dönsum. Í flokki 11 ára og yngri náðu Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir 2.sæti í standard-dönsum og 3. sæti í suður-amerískum dönsum. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Happdrætti Hjartaverndar

DREGIÐ var í Happdrætti Hjartaverndar 1996 12. október sl. Vinningar féllu þannig: 1. Toyota Land Cruiser 3,0 L, diesel, 3.775.000 kr. nr. 83804, 2. Toyota Carina E, 1.590.000 kr., nr. 75022, 3.­5. Ævintýraferð með Útval/Útsýn, 500.000 kr., kr. 14885, 57519, 103234, 6.­25. Ferðavinningur eða tölvupakki 300.000 kr. nr. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hálka og ófærð

HÁLKA var víða á vegum í gær, einkum á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi. Ófært var um Hrafnseyrarheiði og Lágheiði en Öxarfjarðarheiði var mokuð í gær. Þungfært var um Hellisheiði eystri, Þorskafjarðarheiði og á Ströndum. Slæmt veður var á Vestfjörðum og samkvæmt upplýsingum vegagerðar var ekki ráðgert að moka þar í gær. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Hert eftirlit á landamærunum

DANSKA lögreglan hyggst herða mjög eftirlit á landamærum til að koma í veg fyrir að félagar í stríðandi fylkingum mótorhjólagengja, komi til landsins. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar sprengjuárásar sem gerð var á samkomuhús Vítisengla fyrir rúmri viku, sem kostaði tvo lífið og særði fjölmarga meðlimi. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Horfið frá nauðasamningum

ALLT útlit er fyrir að óskað verði gjaldþrotaskipta yfir Miðbæ Hafnarfjarðar ehf. á næstunni að sögn Viðars Halldórssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Félagið hafði áður fengið heimild til að leita nauðasamninga en hefur nú fallið frá henni. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 1695 orð

Hreifst þegar ég sá hvers Rauði krossinn er megnugur Dr. Guðjón Magnússon læknir lét um helgina af formennsku í Rauða krossi

ÞANN áratug, sem Guðjón Magnússon hefur setið í forsæti Rauða kross Íslands, hefur starfsemi samtakanna breyst umtalsvert. Fimmtíu deildir RKÍ um land allt starfa í auknum mæli með öðrum félagasamtökum að ýmsum líknar- og hjálparstörfum, en um leið hefur verið lögð sívaxandi áhersla á hjálparstarf erlendis. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Hreyfimyndafélagið sýnir Fahrenheit 451

HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ sýnir myndina Fahrenheit 451 þriðjudaginn 15 okt. og fimmtudaginn 17. okt, en þessi kvikmynd er gerð árið 1966 eftir sögu Rays Bradburys og á sér stað í fasistaríki í framtíðinni þar sem bækur eru eiturlyf almúgans og því ólöglegar. Meira
15. október 1996 | Smáfréttir | 23 orð

INGA Magnúsdóttir, miðill og Heiðar Jónsson, snyrtir

INGA Magnúsdóttir, miðill og Heiðar Jónsson, snyrtir skyggnast yfir á léttu nótunum þriðjudagskvöldið 15. október. Samkoman hefst kl. 20.30 og er aðgangseyrir 1000 kr. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 123 orð

Ísraelar sagðir vilja virða friðarsamningana

HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands (t.v.), sagði í gær að Ezer Weizman, forseti Ísraels (t.h.), hefði fullvissað hann um að Ísraelar myndu standa að fullu við friðarsamningana sem þeir hafa gert við Palestínumenn. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Jörð skalf sunnanlands

VEÐURSTOFUNNI bárust tilkynningar um jarðskjálfta af sunnanverðu landinu og allt vestur í Búðardal um kl. 21 í gærkvöldi. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir upptök skjálftans nokkurn veginn miðja vegu á milli Ingólfsfjalls og Úlfljótsvatns. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 3,9 á Richter-kvarða. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kirkjuþing BISKUP Íslands setur í dag, þriðjudag, 27. kirkjuþing h

BISKUP Íslands setur í dag, þriðjudag, 27. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju í safnaðarsal Bústaðakirkju að aflokinni guðsþjónustu sem hefst í Bústaðakirkju kl. 14. Við setningu þingsins flytur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp. Við guðsþjónustuna mun séra Karl Sigurbjörnsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Baldri Kristjánssyni. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kærði nauðgun

STÚLKA tilkynnti um nauðgun á sunnudagsmorgun sem á að hafa átt sér stað í samkvæmi í iðnaðarhúsnæði á Ártúnhöfða. Hún var flutt á neyðarmóttöku slysadeildar. Lögreglan í Reykjavík hafði farið í umrætt samkvæmi fyrr um nóttina og leyst upp þann gleðskap sem þar var innandyra enda án tilskilinna leyfa. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

LEIÐRÉTT

Ranghermt var í myndatexta í greininni "Búðarráp á Siglufriði" í Lesbók á laugardaginn, að á mynd Sigga Sófusar í Litlu búðinni væri faðir hans. Viðskiptavinurinn á myndinni er Ágúst Einar Sæby og er beðist afsökunar á þessum mistökum. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Leitað vitna að bílveltu

UM klukkan 16.20 sl. sunnudag valt rauð Colt-bifreið á Hellisheiði, skammt austan við Skíðaskálann í Hveradölum. Var ökumaðurinn að víkja undan bifreið sem á móti kom með fyrrgreindum afleiðingum. Vitni voru að atburðinum, að talið er, og biður lögreglan á Selfossi þau að hafa samband við sig í síma 482-1111 hið fyrsta. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lettar í Árnastofnun

VALDIS Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, er nú staddur hér á landi í opinberri heimsókn. Í gær skoðaði ráðherrann, sem er fyrir miðri mynd, handrit í Stofnun Árna Magnússonar. Sverrir Tómasson, sérfræðingur á stofnun Árna Magnússonar, sem er lengst til visntri á myndinni, fylgdi ráðherranum og fylgdarmönnum hans, þeim Karlis Eihenbaums sendiráðsritara, Zem Ribo, Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lokað vegna olíuleka

LOKA þurfti vegarkafla við gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar í á annan tíma í gær vegna olíuleka. Steypubíll hafði bakkað yfir umferðarmerki og stakkst stöngin upp í olíupönnu vélarinnar, með þeim afleiðingum að úr henni rann. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað til og hreinsuðu liðsmenn þess olíuna upp með uppsogsefni sem sérstaklega er ætlað til þeirra nota. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Lægstu launataxtar stórhækki

FÉLAGSFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og nágrenni krefst þess að tryggt verði í komandi kjarasamningum að lægstu launataxtar stórhækki ásamt auknum kaupmætti, þannig að lægstu laun verði sambærileg við niðurstöður Kjararannsóknarnefndar um greidd dagvinnulaun. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Lögreglu falið að hafa uppi á Halim

HALIM Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu Hansen, kom ekki til réttarhalda undirréttar í Istanbúl í Tyrklandi vegna umgengnisbrota hans gagnvart Sophiu Hansen, fyrrverandi eiginkonu hans, og dætrum í gærmorgun. Dómari fól lögreglu að leita Halim uppi og færa hann í handjárnum í næsta réttarhald. Réttarhöldunum var frestað til 20. nóvember nk. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 448 orð

Málamiðlun um GATT

GAGNRÝNI á framkvæmd GATT-samkomulagsins voru felld út úr ályktunardrögum um viðskipta- og neytendamál á landsfundinum. Náðist málamiðlun í starfshópum fundarins um eftirfarandi setningu í stjórnmálayfirlýsingu landsfundarins: "GATT-samningi er fagnað og þeim möguleikum sem hann veitir íslenskum útflytjendum og neytendum. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Mikilvægt að fylgj-ast með nýjungum

"ÞAÐ skiptir miklu að fylgjast vel með öllum hræringum á þessum vettvangi og vera vakandi fyrir nýjungum," segir Pálmi Stefánsson, eigandi Tónabúðarinnar í Sunnuhlíð á Akureyri, sem einnig rekur útibú á Laugavegi 163 í Reykjavík, en þrjátíu ár eru í dag, 15. október, frá því verslunin hóf starfsemi. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 351 orð

Morðum og alvarlegum ofbeldisglæpum fækkar

EINN ofbeldisglæpur er framinn á hverjum 18 sekúndum, nauðgun á hverjum fimm mínútum og ekki líða nema 24 mínútur á milli þess, að einhver sé myrtur í Bandaríkjunum. Kemur þetta fram í uppgjöri FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, fyrir árið 1995 en góðu fréttirnar eru þó þær, að ofbeldisglæpum og morðum hefur þrátt fyrir allt fækkað. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsókn í H

UNGIR og gamlir þáðu boð borgarstjóra Reykjavíkur um að litast um í Höfða í tilefni af 10 ára afmæli leiðtogafundarins um helgina. Leiðsögumenn tóku á móti gestunum, rifjuðu upp sögu hússins og sögðu sögu ýmissa listmuna í eigu Reykjavíkurborgar í húsinu. Á eftir rituðu gestir nöfn sín í gestabók Höfða eins og leiðtogar risaveldanna gerðu fyrir 10 árum. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Náttsöngur og kyrrðarstund í Holtsprestakalli

KYRRÐARSTUND með náttsöng og bænargjörð verður í Flateyrarkirkju á miðvikudögum kl. 18.30. Sams konar samverustund verður í Holtskirkju á fimmtudögum kl. 18.30. Barnaguðsþjónustur í prestakallinu verða annan hvern sunnudag kl. 11.15 í Flateyrarkirkju. Börnin fá möppu að safna í blöðum með biblíufrásögn dagsins sem þau lita. Meira
15. október 1996 | Landsbyggðin | 511 orð

Nýr nemendagarður á Hvanneyri

Grund-Landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, tók fyrstu skóflustunguna að fjórða nemendagarðinum á Hvanneyri á dögunum. Húsnæðismál nemenda búvísindadeilda voru löngum mikið vandamál og ekki í annað húsnæði að venda en heimavistina sem er ekki hentugt húsnæði fyrir nemendur sem dvelja langdvölum í skóla og í sumum tilvikum fjölskyldufólk. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 509 orð

Ný vofa þjóðernisstefnu á ráfi um Evrópu

AUSTURRÍKISMENN kusu í fyrsta sinn fulltrúa landsins á þing Evrópusambandsins, ESB, um helgina og hafa úrslitin valdið óhug víða í álfunni. Frelsisflokkur þjóðernissinnans Jörgs Haiders vann mesta sigur sinn frá upphafi og fékk nær 28% atkvæða. Jafnaðarmenn Franz Vranitzkys kanslara fengu 29,1% og hinn stjórnarflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, hlaut 29,6%. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Ófærir ósar tefja leit

FRÁ stjórnstöð björgunarsveitarinnar Kyndils á Kirkjubæjarklaustri fóru menn til leitar á Meðallandsfjöru þar sem mest af braki úr Jonnu hefur fundist. Að sögn Harðar Davíðssonar svæðisstjórnarmanns gerir það leitina erfiðari að fjölmargir ófærir ósar eru á ströndinni og þarf að fara langt upp á land til að komast fyrir þá. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 504 orð

Ólæknandi hugsjónamanneskja

ANNA Þrúður Þorkelsdóttir var á laugardag kjörin formaður Rauða kross Íslands en hún tekur við af Guðjóni Magúnssyni. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu starfi. Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldin á Akureyri á laugardag. Ýmis mál voru á dagskrá fundarins, auk venjulegra aðalfundarstarfa, var m.a. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rangt kaupverð kært

NOKKUR tollalagabrot í tengslum við innflutning á notuðum bifreiðum hafa verið kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins að sögn Sigurgeirs A. Jónssonar ríkistollstjóra. Hafa tollyfirvöld staðreynt í nokkrum tilvikum að innflytjendur notaðra bifreiða hafi lagt fram ranga kaupverðsreikninga til þess að lækka vörugjöld. Þá hefur borið á því að átt hafi verið við akstursmæla að Sigurgeirs sögn. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Ritstjórn Vikublaðsins kaupir HP

PÁLL Vilhjálmsson, ritstjóri Vikublaðsins, hefur ásamt starfsmönnum þess og nokkrum fjárfestum öðrum fest kaup á Helgarpóstinum og er reiknað með að kaupsamningur við prentsmiðjuna Odda verði undirritaður í dag. Páll vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp kaupverðið. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 781 orð

Rjúpan ekki í útrýmingarhættu

RJÚPNAVEIÐITÍMINN hefst í dag. Ætla má að fjöldi skotveiðimanna leggi á fjöll að ná sér í rjúpur til jóla. Samkvæmt fjölda útgefinna veiðikorta eru skotveiðimenn rúmlega 11 þúsund talsins, en hvað eru margir í landssamtökum skotveiðimanna, Skotvís? "Þeir eru um þúsund, eða um 10% skotveiðimanna, og hefur fjölgað ört á undanförnum árum," segir Sigmar formaður. Meira
15. október 1996 | Landsbyggðin | 335 orð

Samningar um borun eftir heitu vatni

Stykkishólmi-Í um það bil ár hafa staðið yfir rannsóknir á því hvort nýtanlegt heitt vatn kunni að finnast í nágrenni Stykkishólms. Þessar rannsóknir hafa verið samstarfsverkefni RARIK og Stykkishólmsbæjar og hefur RARIK ekki áður unnið að svona málum í samstarfi við aðra. Meira
15. október 1996 | Landsbyggðin | 88 orð

Seinni göngum á Vesturöræfum lokið

Vaðbrekku, Jökuldal­ Seinni göngum á Vesturöræfum inn af Hrafnkelsdal er nýlokið. Í seinni göngum eru fangaðar þær kindur er komast undan smalamönnum í fyrstu göngum og gengur þá á ýmsu. Vigfús Hjörtur Jónsson sést hér á myndinni eftir að hafa fangað eina fjallafáluna í gili við Desjará en þar ætlaði hún að dyljast fyrir gangnamönnum. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Selásskóli vann hjólakeppni

SELÁSSKÓLI bar sigur úr býtum í hjólreiðakeppni grunnskóla 1996 sem fram fór við Perluna í Reykjavík á laugardag. Fjórtán keppendur víðsvegar að af landinu tóku þátt í úrslitakeppninni en tveir keppendur voru í hverju liði. Á myndinni eru þrjú efstu liðin í hjólreiðakeppninni, í fremri röð: Jón Egill Jónsson og Magnús Freyr Ágústsson, Grunnskólanum í Búðardal, 3. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Síldarkvóti samsvarar 150 t af þorski Aflahlutdeild

VERÐ á síldarkvóta íslensku síldarinnar, sem veiðist suður og suðaustur af landinu, jafngildir nú um 150 tonnum af þorski, hvort sem um er að ræða aflamark, þ.e. kvóta til eins árs, eða varanlegan kvóta, aflahlutdeild. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Staða á biðlistum verður óbreytt

HÉR á eftir fer athugasemd við frétt í Morgunblaðinu þann 13. október sl. um líffæraflutninga frá Sigurði Thorlacius, tryggingayfirlækni. "Í umræddri frétt kom fram að ungur Íslendingur hefði fengið ígrætt líffæri á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Í fréttinni var jafnframt vitnað í íslenskan lækni sem starfar við sjúkrahúsið. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Steypt neðansjávar

VERIÐ er að reisa mikið mannvirki neðansjávar við Slippinn í Reykjavíkurhöfn. Um er að ræða endurbyggingu undirstöðu undir nýja dráttarbraut. Aðstæður við framkvæmdirnar eru um margt sérstakar. Þar vinna kafarar við að beina steypudælu í mót undirstöðunnar sem aftur hvílir á miklum steyptum stöplum sem reknir voru niður fyrr í sumar. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 1087 orð

Söluverð á annað hundrað bíla til athugunar

TOLLYFIRVÖLD hafa kært nokkur tilvik til Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem innflytjendur notaðra bifreiða hafa lagt fram ranga kaupverðsreikninga til þess að lækka vörugjöld, að sögn Sigurgeirs A. Jónssonar ríkistollstjóra. Einnig segir hann að borið hafi á því að akstursmælum ökutækja hafi verið breytt. Meira
15. október 1996 | Miðopna | 2038 orð

Tekist á um grundvallaratriði fiskveiðistefnunnar Tillaga Einars OddsKristjánssonar o.fl. um grundvallarbreytingar á

Mikill meirihluti samþykkti stuðning við núverandi fiskveiðistjórnkerfi með fyrirvara um stöðuga endurskoðun Tekist á um grundvallaratriði fiskveiðistefnunnar Tillaga Einars OddsKristjánssonar o.fl. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

Tók niðri við Ísafjörð

TOGARINN Múlaberg frá Ólafsfirði tók niðri í mynni Ísafjarðarhafnar í gær og var vindur svo mikill að ekki var hægt að losa skipið fyrr en lægði eftir um þrjár klukkustundir. Engin hætta er talin hafa verið á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarhöfn. Það sé ekki óalgengt í veðurofsa að skip festist þarna, í sandrennu skammt frá flugvellinum á Ísafirði. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Undanþága fyrir hljóðstig samþykkt

HEILBRIGÐISNEFND hefur samþykkt undanþágu frá ákvæðum um hljóðstig í mengunarvarnareglugerð að beiðni Ármannsfells vegna nýbygginga við Kirkjusand. Fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna og var hún samþykkt með tveimur atkvæðum á fundi nefndarinnar í gær. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 622 orð

Unglingar vor ekki í miðbænum um helgina

Í DAGBÓK helgarinnar eru bókfærð 383 mál. Af þeim eru 2 minniháttar líkamsmeiðingar, 14 innbrot, 9 þjófnaðir, 19 eignarspjöll, 6 brunar og 5 mál vegna heimilisófriðar og 39 vegna hávaða og ónæðis. Afskipti voru höfð af 29 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi og þurfti að vista 40 manns í fangageymslunum, bæði vegna þess sem og ýmissa annarra mála. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 376 orð

UNITA virði friðarsamninga

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á Jonas Savimbi, leiðtoga UNITA-skæruliða í Angóla, að virða friðarsamningana við stjórn landsins frá árinu 1994 og sagði að þjóðir heims myndu ekki láta nýtt stríð viðgangast. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 551 orð

"Upplýsingasíþreyta" hrjáir stjórnendur

VIÐAMIKIL könnun leiðir í ljós að margir eru að kikna undan of miklu streymi upplýsinga á tímum alnets, tölvupósts og bréfsíma.UM helmingur stjórnenda er að kikna undan linnulausu upplýsingastreymi. Það eykur streitu sem er þó næg fyrir og getur leitt til heilsubrests, að því er fram kemur í alþjóðlegri könnun sem birt var í gær. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 344 orð

Útflytjendur óttast lélegri samkeppnisstöðu

FINNAR ákváðu um helgina að hefja þátttöku í evrópska gjaldeyrissamstarfinu, ERM, og er stefnt að því að þeir uppfylli skilyrði fyrir að aðild að mynteiningunni sem á að taka gildi 1999. Gengi marksins hefur undanfarin fjögur ár verið látið fljóta og ýmsir frammámenn í atvinnulífinu eru óánægðir með að ákvörðunin skuli tekin nú þegar gengið gagnvart þýska markinu sé Finnum óhagstætt. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 460 orð

Útgerðin og fiskvinnslan greiði sömu skatta og aðrir

FRIÐRIK Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti á landsfundi flokksins hugmyndir sem hann sagði fallnar til að sætta sjónarmið þeirra sem vilja taka gjald fyrir aflakvóta og þeirra sem eru slíkri gjaldtöku andvígir. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Útvarpsfréttir á alnetinu

UNDANFARNA mánuði hafa tækifæri gefist til að hlusta á fréttir Ríkisútvarpsins á alnetinu. Einkum eru það Íslendingar búsettir erlendis sem notfæra sér þessa þjónustu en sent er út um 2ja mínútna ágrip frétta, sem þulur les á undan hádegis- og kvöldfréttum, en ennfremur um 15 mínútna vikuyfirlit. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

"Varaþjóðsöngur" tekinn upp?

SPURNINGIN hvort rétt sé að taka upp annan þjóðsöng við hlið núverandi þjóðsöngs Íslendinga, var rædd á Alþingi í gær. Unnur Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, mælti fyrir þingsályktunartillögu um málið. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð

Vatnshæðin að ná 1.500 m

GPS-landmælingartækjum var komið fyrir á vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar á Grímsvötnum á Vatnajökli sl. laugardag. Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur segir að aðeins hafi borist merkjasendingar frá landmælingartækjunum í um klukkustund. Merkjasendingarnar gáfu til kynna að hæð Grímsvatna væri að ná 1.500 m. Gosið á Vatnajökli virtist að mestu hafa legið niðri í gær. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Verð á kvóta lækkar

LÍTIL sem engin eftirspurn er eftir þorskkvóta á markaði um þessar mundir, að sögn Björns Jónssonar, kvótamiðlara hjá LÍÚ, þrátt fyrir að verð á leigukvóta sé komið niður í um 70 krónur, en það var um 95 krónur á sama tíma í fyrra. Meira
15. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Viðbrögð við stórslysum æfð

SJÚKRAFLUTNINGASKÓLINN stóð fyrir námskeiði á Akureyri um helgina, fyrir sjúkraflutningamenn frá Siglufirði, Dalvík og Akureyri og sátu það 18 manns. Um var að ræða bæði bóklegt og verklegt nám en námskeiðinu lauk með stórslysaæfingu, þar sem bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn á Akureyri komu einnig við sögu. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 459 orð

Vinna að sameiginlegum verkefnum

NEMENDUR tveggja elstu bekkja Hallormsstaðarskóla á Fljótsdalshéraði hafa mikil samskipti við nemendur í Näsbyparkskolan í Täby í Svíþjóð. Síðastliðinn vetur unnu þau að sameiginlegu verkefni og eru um þessar myndir að hefja vinnu við nýtt verkefni. Æfing í tungumálum Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Von um að samkomulag nálgist

"ÉG GERI mér vissulega vonir um að fundir með norskum og rússneskum starfsbræðrum mínum í byrjun næsta mánaðar færi okkur nær samkomulagi í Smugudeilunni, en hins vegar er mjög ofsagt að ég reikni með að samningar takist strax, enda hefur í sjálfu sér ekkert nýtt gerst," sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Þremur tölvum stolið

ÞREMUR tölvum var stolið úr Grandaskóla í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Starfsfólk varð þjófnaðarins vart þegar það kom til vinnu á laugardagsmorgun og gerði lögreglu viðvart. Gluggi hafði verið spenntur upp og farið inn um hann. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 436 orð

Þriggja manna saknað

ÞRIGGJA skipverja á Jonnu SF 12, 30 tonna eikarbáti frá Höfn í Hornafirði, er saknað eftir að báturinn fórst í fyrrakvöld austur af Skarðsfjöruvita. Um 60 manna björgunarlið frá Vík í Mýrdal til Hafnar í Hornafirði leitaði mannanna árangurslaust fram í myrkur í gærkvöldi. Tvo tóma björgunarbáta og brak úr bátnum hefur rekið á fjörur. Meira
15. október 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð

Þyrluslys í Noregi ALLT bendir til þess að fl

ALLT bendir til þess að flugmenn þyrlu sem fórst í Førdefirði í Noregi aðfararnótt gærdagsins, hafi verið óánægðir með þyrluvöllinn sem þeim hafði verið vísað á til lendingar og að þeir hafi verið á leið til annars vallar. Lenti þyrlan á háspennulínu og steyptist í sjóinn. Þyrlan var í sjúkraflugi og voru fjórir um borð. Þeir eru taldir af en lík þeirra hafa enn ekki fundist. Meira
15. október 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

Ökuskírteini í formi plastkorts

BREYTING á umferðarlögum, sem miðar að aðlögun umferðarlaga að tilskipun Evrópusambandsins um ökuskírteini, sem tekin var í reglukerfi EES-samningsins í marz 1994, er nú til umföllunar á Alþingi. Í kjölfar lögleiðingar ákvæða þessarar tilskipunar er gert ráð fyrir að hér á landi verði tekin upp ökuskírteini í formi plastkorts, svipuðu greiðslukorti. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 1996 | Staksteinar | 299 orð

Bati efnahagslífsins

NÝHAFIÐ er annað starfsár sitjandi ríkisstjórnar. Vísbending rekur plúsa og mínusa í starfi hennar. Bezt hefur tekizt til í efnahagsmálunum að mati ritsins. Helzta aðfinnsluefnið er að ríkisútgjöld hafi aukizt hraðar en ríkissjóðstekjur. Plúsar Meira
15. október 1996 | Leiðarar | 651 orð

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG SJÁVARÚTVEGUR JÖLMENNASTI landsfundu

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR OG SJÁVARÚTVEGUR JÖLMENNASTI landsfundur Sjálfstæðisflokksins til þessa, sem haldinn var um helgina, sýndi að nokkuð almenn samstaða ríkir innan flokksins um þessar mundir og samheldni meiri en um langt skeið. Meira

Menning

15. október 1996 | Fólk í fréttum | 174 orð

Annríki hjá Söruh

ÞAÐ ERU fáar leikkonur eins uppteknar þessa dagana og Sarah Jessica Parker. Hún leikur í myndunum "Extreme Measures" og "The First Wives Club", sem báðar eru meðal þeirra tíu vinsælustu í Bandaríkjunum í dag, og tvær myndir hennar í viðbót verða frumsýndar í desember: "Mars Attacks" og "The Substance of Fire". "Ég held að þetta sé í það mesta. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 255 orð

Áhersla lögð á rannsóknir og fræðslu

HÁSKÓLI Íslands (HÍ) og Skálholtsskóli munu í náinni framtíð vinna saman að fræðslu og rannsóknum, svo og aukinni kynningu á sögu og menningu þjóðarinnar sem tengist Skálholti. Þessu til staðfestingar undirrituðu Sveinbjörn Björnsson, rektor HÍ, og Jón Pálsson, settur rektor Skálholtsskóla, samning fyrir skömmu. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 438 orð

Árangur drengja batnar í móðurmáli

COTSWOLD-skóli í Bourton-on- the-Water í Bretlandi hefur undanfarin tvö ár í tilraunaskyni látið skipta nemendum í móðurmálstímum í bekki eftir kyni og hefur reyndin orðið sú að árangur batnar verulega, að sögn The Sunday Times. Meðaltalsárangur drengja í þessari grein hefur síðustu árin versnað mjög í landinu borið saman við árangur stúlkna. Meira
15. október 1996 | Leiklist | 586 orð

Bangsi breytir sér

Leikendur: Jakob Þór Einarsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikstjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Búningahönnun: Helga Rún Pálsdóttir. Leiktjöld og búningar unnir af hópnum. Gerðuberg, fimmtudagur 10. október. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Brosnan bíður barns

JAMES Bond-leikarinn Pierce Brosnan leggur hér hönd á kvið unnustu sinnar, Kellie Shaye Smith, en hún gengur með fyrsta barn þeirra turtildúfna. Þau eru hér að koma á frumsýningu myndarinnar "Michael Collins", eftir leikstjórann Neil Jordan, í Beverly Hills í Los Angeles í vikunni. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

CISV 15 ára

ÍSLANDSDEILD Alþjóðlegra sumarbúða barna, CISV á Íslandi, átti 15 ára afmæli í síðustu viku og af því tilefni var vegleg afmælisskemmtun haldin um helgina. Á þriðja hundrað gestir mættu á skemmtunina og þar á meðal forseti alheimssamtakanna, David Lister frá Englandi, og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð

Enginn afsláttur fyrir Stone

LEIKKONAN Sharon Stone var á búðarrápi í New York nýlega og rak nefið inn í Versace- verslunina á Manhattan ásamt fylgdarliði sínu. Meðan hún masaði í farsímann sinn skoðaði hún hvað verslunin hafði upp á að bjóða og valdi sér föt til að kaupa. Þegar hún kom að kassanum varð hún öskureið þegar afgreiðslufólkið neitaði að gefa henni afslátt af vörunum. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 231 orð

Erótík við Austurvöll

ERÓTÍSKUR skemmtistaður, Erotic Club Óðal, var opnaður við Austurvöll í fyrrakvöld en tveir staðir með svipuðu sniði hafa verið starfræktir í Reykjavík að undanförnu. Um helgar munu nektardansmeyjar frá Kanada, Frakklandi og Danmörku stytta gestum stundir á miðhæðinni en á 3. hæð bjóða þær einkasýningar. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 347 orð

Fagavinna í fyrirrúmi á komandi vetri

RÚNAR Sigþórsson, kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Eyþings og nýkjörinn formaður Samtaka fámennra skóla, segir að þau hafi hug á að verða samtök sem sveitarstjórnamenn í fámennum hreppum sem og aðrir geti leitað eftir ráðgjöf til. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 380 orð

Gospel gefuránægju og útrás

DANSKA gospelsöngkonan Bebiane Böje heldur tvenna tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20 og 22. Á morgun verða lokatónleikar hennar og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum syngur hún ásamt hljómsveit sinni, kór Bústaðakirkju og söngvaranum Claes Wegener, sem er nemandi hennar í gospelsöng. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Kaffihúsið Puccini opnað á Vitastíg

KAFFIHÚSIÐ Puccini var opnað á Vitastíg 10 í síðustu viku. Húsið er á tveimur hæðum og sérhæfir sig í kaffi og te frá bandaríska framleiðandanum Barnie's. Fjölmennt var við opnunina og leist gestum vel á húsakynni. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 160 orð

Kilmer og Douglas í Afríku

ÆVINTÝRASPENNUMYNDIN "The Ghost and the Darkness" fór rakleiðis á topp listans yfir aðsóknarmestu myndir síðustu helgar í Bandaríkjunum, sína fyrstu sýningarhelgi, með 613,8 milljónir króna í greiddan aðgangseyri og sló þar með út toppmynd síðustu þriggja vikna, "The First Wives Club" sem datt niður í annað sæti með ögn minni innkomu, 607,2 milljónir króna. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Klumbustíll í kjallara

HLJÓMSVEITIN Inferno 5 hélt tónleika í Rósenbergkjallaranum í síðustu viku. Tónleikarnir voru einnig liður í gerð framhaldskvikmyndarinnar Klumbustíll á Íslandi. Listunnendur fjölmenntu í kjallarann og ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn. Meira
15. október 1996 | Kvikmyndir | 325 orð

Konan sem komst á barminn

Leikstjóri og handritshöfundur Pedro Almodóvar. Kvikmyndatökustjóri Alfonso Beato. Tónlist Alberto Iglesias. Aðalleikendur Marisa Paredes, Juan Echanova, Imanol Arias, Carmen Elias, Rossy De Palma, Chus Lampreave, Joaquin Cortes, Manuela Vargas. Spánn 1995. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 162 orð

Krabbameinsæxli Bardots

ÞAÐ á ekki eftir að verða sársaukalaust fyrir Nicolas Charrier að lesa nýútkomnar æviminningar móður sinnar, dýravinarins Brigitte Bardot. Í þeim segir Bardot meðal annars frá því að sonur hennar hafi verið óvelkominn í þennan heim og hún hafi ítrekað reynt að framkalla fóstureyðingu. Meira
15. október 1996 | Tónlist | 450 orð

"...margar vistarverur"

Halla Margrét Árnadóttir, sópran, Ólafur Vignir Albertsson, píanó. 12. október kl. 16. FYRST skal telja, að Halla Margrét söng alla efnisskrána utanað, nokkuð sem alls ekki allir einsöngvarar íslenskir hafa þorað að standa við á söngpalli, venjulega haft einhver hjálpargögn, en vitanlega er ekki öll sagan þar með sögð. Meira
15. október 1996 | Menningarlíf | 85 orð

Myndlistarmaður mánaðarins í Galleríi List

LÍNA Rut Karlsdóttir er myndlistarmaður mánaðarins í Galleríi List, Skipholti 50b. Lína Rut sýnir olíumálverk og verða verkin til sýnis til 28. október. Lína Rut stundaði 4ra ára nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr málaradeild vorið 94 og Accademi de Belli arti, Flórenz hluta af vetri 96. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 435 orð

Nemendur veikir heima geta sótt gögnin í tölvuna

BRÁTT verður svo komið að nemendur sem hafa aðgang að alnetinu heima hjá sér, geta nálgast námsefni kennarans frá degi til dags þrátt fyrir að þeir liggi veikir heima. Það sem meðal annars gerir þeim það kleift er ný uppfinning Helga Baldurssonar kennara við Verzlunarskóla Íslands sem hann kallar Kennaravasann. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 331 orð

Nýtt námsefni

Á VEGUM Námsgagnastofnunar hafa að undanförnu komið út nýjar námsbækur í móðurmáli og náttúrufræði. Lestrarglímur er kennsluforrit fyrir PC og Macintosh- tölvur eftir Karl Thoroddsen, Ebbe Raun o.fl. Er um að ræða þjálfunarverkefni í lestri og léttri ritun sem henta nemendum frá 8 ára aldri. Meira
15. október 1996 | Myndlist | -1 orð

Óformleg pensilför

Jóhanna Bogadóttir. Opið frá kl. 14­19 alla daga til 20 október. Aðgangur 100 krónur. MÁLARINN Jóhanna Bogadóttir hefur fram að þessu helst verið þekkt fyrir sundurslitin form og taumlausan tjákraft í dúkum sínum sem hún hefur endurtekið með ýmsum tilbrigðum um langt árabil. Meira
15. október 1996 | Menningarlíf | 192 orð

Risavaxin listumfjöllun

EITT yfirgripsmesta rit, sem gefið hefur verið út um myndlist, kemur út í Bandaríkjunum á næstunni. Um er að ræða umfjöllun á alls 32.600 blaðsíðum, í 34 bindum og er gert ráð fyrir að verkið kosti um 580.000 ísl. kr. í smásölu. Meira
15. október 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Sköllóttar stjörnur

BRUCE Willis sem löngum hafði gaman af að renna fingrum í gegnum dökkt hár eiginkonu sinnar, Demi Moore, getur það ei meir en hefur því meira gaman af að klappa henni á skallann síðan hún lét hvern hárbrodd fjúka nýlega. Meira
15. október 1996 | Menningarlíf | 275 orð

Spíritismi og sjávarútvegur

BÓKAÚTGÁFAN Skerpla gefur út nokkrar bækur á þessu ári. Væntanleg er fljótlega bókin Ekki dáin - bara flutt. Saga spíritisma á Íslandi á fyrri hluta aldarinnar. Spíritismi eða andatrú náði fótfestu á fyrstu árum aldarinnar undir verndarvæng og forystu manna sem skipuðu sér í fremstu röð í þjóðlífinu. Meira
15. október 1996 | Tónlist | 448 orð

Sýnisbók um mismunandi leikmáta

Blásarakvintett Reykjavíkur og Kristinn Örn Kristinsson fluttu verk eftir György Ligeti, Carl Nielsen, Francis Poulenc og Wolfgang Amadeus Mozart. Sunnudagur 13. október 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á sex smálögum fyrir blásarakvintett, eftir György Ligeti. Meira
15. október 1996 | Leiklist | 845 orð

Upprennandi listamenn í leikhúsi leiðans

Höfundur: Hávar Sigurjónsson og leikhópurinn, byggt á tveimur leikritum Georgs Büchners í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Búningasaumur: Aðalheiður Alfreðsdóttir. Förðun og hárgreiðsla: Kristín Thors. Lýsing: Egill Ingibergsson. Meira
15. október 1996 | Skólar/Menntun | 594 orð

Vantar samastað fyrir ungt fólk

ERINDI Snævars Sigurðssonar formanns Félags framhaldsskólanema vakti hvað mesta athygli í málstofu sem bar yfirskriftina Forvarnir í skólakerfinu á menntaþingi menntamálaráðuneytis sem haldið var í Háskólabíói um þarsíðustu helgi. Fjallaði erindi hans um hlutverk framhaldsskóla í forvörnum. Meira
15. október 1996 | Menningarlíf | 3031 orð

Vel stílaðar miðlungsbækur og alvöruskáldskapur

ÍRAR voru í forystu á Bókastefnunni í Frankfurt sem lauk mánudaginn 7. október og var hin 48. í röðinni. Írar eru mikil bókmenntaþjóð og hafa af mörgu að taka í þeim efnum. Hæst gnæfir James Joyce, síðan koma William Butler Yeats, John Millington Synge, Meira

Umræðan

15. október 1996 | Aðsent efni | 216 orð

Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins, 15. október

ALLIR velkomnir í Borgarleikhúsið! Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, býður almenningi að samgleðjast sér í Borgarleikhúsinu í dag. Í tilefni af alþjóðlegum degi hvíta stafsins verður í dag kl. 17 hátíðar- og skemmtidagskrá í Borgarleikhúsinu. Um 57 ára skeið hefur Blindrafélagið notið velvildar almennings í mörgu. Meira
15. október 1996 | Aðsent efni | 1133 orð

Er nefndarsótt alvarlegur sjúkdómur?

SVAR við þessari furðulegu spurningu er að finna í lok þessarar greinar. Það er alltaf óblandað gleðiefni fyrir okkur eftirlaunaþega eða ellilífeyrisþega, þegar við fréttum að hlaupið hafi á snærið hjá félögum okkar og þeir hafi með öðrum orðum fengið óvæntan glaðning eða smáuppbót á aum kjör. Meira
15. október 1996 | Aðsent efni | 1249 orð

Gjaldþrot, aðdragandi og eftirmálar

NÝ FYRIRTÆKI eða fyrirtæki í nýsköpun þurfa oft að búa við tap fyrstu árin, en geta síðan vænst verulegs hagnaðar, þegar þróunar- og markaðsstarf fer að skila sér. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki búa við tap, þegar afli er lélegur og markaðsverð eða gengi óhagstætt. Á hinn bóginn geta þau búið við góðan hagnað, þegar afli, gengi og markaðir eru hagstæðir. Sömu lögmál gilda um iðnað og þjónustu. Meira
15. október 1996 | Bréf til blaðsins | 143 orð

Í tilefni Alþjóðadags geðheilbrigðis

SAMKVÆMT ítrekuðum skýrslum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) mun vannæring af völdum viðskiptabannsins gegn Írak draga úr geðþroska heilla kynslóða barna í Írak. Slíkt tilræði gegn rétti barna til eðlilegs þroska er einsdæmi í sögu hins siðmenntaða heims og í hróplegri mótsögn við þá viðleitni þjóða heims að standa vörð um geðheilsu barna. Meira
15. október 1996 | Bréf til blaðsins | 379 orð

Safnaðarstarf í Seljakirkju

HVERT haust kallar fólk til starfa af endurnýjuðum krafti. Kirkjan er þar engin undantekning. Í Seljakirkju í Breiðholti er boðið upp á öflugt starf á þessu hausti sem áður og ber fyrst að nefna guðsþjónustur safnaðarins. Hvern sunnudag er barnaguðsþjónusta kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14. Á miðvikudögum kl. 18 eru svo fyrirbænaguðsþjónustur í kirkjunni. Meira
15. október 1996 | Bréf til blaðsins | 451 orð

Upplýsingar um alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
15. október 1996 | Aðsent efni | 540 orð

Vítahringur hækkana R-listans

VERÐLAG hefur verið stöðugt hér á landi síðustu tvö ár. Verðbólga hefur verið minni en í nágrannalaöndunum. Þessar aðstæður hafa skapað forsendur fyrir aukna fjárfestingu fyrirtækja og lægri vaxtabyrði heimilanna. Til að stöðugleikinn haldist ber ríki og sveitarfélögum að halda sköttum heimila og fyrirtækja í lágmarki. Meira
15. október 1996 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Þau vinna fyrir kaupinu sínu

FYRIR nokkru þurfti ég að gangast undir skurðaðgerð og lá þá tvær vikur á Landsspítalanum. Tilefni þessa bréfs er að láta í ljós þakklæti og aðdáun. Aðdáun á tækni og þekkingu, en þó fyrst og fremst þakklæti til þeirra sem önnuðust mig í veikindum mínum. Hjúkrunarliðið var hreint út sagt dásamlegt. Meira

Minningargreinar

15. október 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Einar Árnason

Þær komu að vestan, systurnar, mæður okkar Einars, vestan af Barðaströnd og Rauðasandi, bundnar þeim böndum ættrækni og vináttu sem aldrei röknuðu. Þungbær bræðramissir í hörmulegu sjóslysi "Halaveðursins" svonefnda, var áfall sem þær báru saman. Í minningu bræðranna vorum við Einar og Gunnlaug systir látin heita eftir þeim. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 28 orð

EINAR ÁRNASON

EINAR ÁRNASON Einar Árnason fæddist í Landakoti í Sandgerði 22. júlí 1925. Hann lést í Reykjavík 29. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 9. október. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 283 orð

Greipur Þ. Guðbjartsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast hans Greips afa. Þrátt fyrir að ég byggi á öðrum enda landsins en hann og Ninna amma, eyddi ég mörgum góðum stundum á Grundarstígnum, og man ég í raun meira eftir mér á mínum yngri árum á Flateyri heldur en heima í Njarðvík. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Greipur Þ. Guðbjartsson

Elsku afi okkar er nú látinn og viljum við systkinin minnast hans með örfáum orðum. Margs er að minnast og erfitt að velja brot af þeim minningum sem eru í huga okkar. Afi var sú persóna sem við höfum aldrei séð neitt misjafnt til. Hann kom fram við alla sem jafningja og virtum við hann mjög fyrir það. Sem börn vörðum við miklum tíma hjá honum og ömmu á Flateyri og voru það yndislegir tímar. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 531 orð

Greipur Þ. Guðbjartsson

Þá er komið að leiðarlokum, elsku tengdafaðir. Mig langar með nokkrum orðum að þakka þér alla þá vinsemd og kærleika sem þú sýndir mér frá fyrstu tíð. Kynni okkar hófust fyrir 25 árum er ég sá þig fyrst, Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 240 orð

GREIPUR Þ. GUÐBJARTSSON

GREIPUR Þ. GUÐBJARTSSON Greipur Þorbergur Guðbjartsson var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 15. apríl 1914. Hann lést á Litlu-Grund 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jóhannsdóttir, f. 1.8. 1883 í Brekkubúð á Álftanesi, d. 2.1. 1947, og Guðbjartur Helgason, f. 20.5. 1850 á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, d. 7.10. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 306 orð

Kristjana Steinþórsdóttir

Enn er komin kveðjustund að kveðja góðan vin, og minnast nokkrum orðum. Árið 1942 bar fundum okkar Kristjönu Steinþórsdóttur fyrst saman, frá þeim tíma hefur verið með okkur traust vinfengi, sem um þetta árabil hefur skotið æ dýpri og traustari rótum. Okkur bar inn á fjölmörg svið mannlegra samskipta. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 516 orð

Kristjana Steinþórsdóttir

Þá er hún amma horfin líka. Kristjana var ekki amma mín, en hún var seinni kona pabba míns, Sigfúsar Hallgrímssonar, og amma barnanna minna. Hún var eina amma þeirra, því mamma mín og farmor í Noregi voru báðar látnar löngu áður en þau fæddust. Ég hafði þekkt Kristjönu frá barnæsku, man fyrst eftir henni þegar hún bjó á Garði í Skerjafirði. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 1069 orð

Kristjana Steinþórsdóttir

Þegar ég fékk tilkynningu um lát frænku minnar, Kristjönu Steinþórsdóttur, á ferð minni erlendis, fylltist hugur minn sorg, trega og leiða yfir að hafa ekki getað efnt loforð mitt við hana að vera hjá henni síðustu stundir lífs hennar. Það voru erfiðir dagar, þó svo að ég vissi hversu mjög hún hafði þráð að fá að hverfa til Guðs síns. Jana mín var orðin ósköp þreytt og þráði hvíld eftir langa ævi. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 197 orð

KRISTJANA STEINÞÓRSDÓTTIR

KRISTJANA STEINÞÓRSDÓTTIR Kristjana Steinþórsdóttir fæddist á Þverá í Ólafsfirði 11. desember 1900. Hún lést í Kumbaravogi 5. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinþór Þorsteinsson, bóndi og sjómaður í Vík í Héðinsfirði, frá Þverá í Ólafsfirði, og Kristjana Jónsdóttir húsfreyja frá Stórholti í Fljótum. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 614 orð

Sigrún Áskelsdóttir

Elsku amma mín! Nú er komið miðvikudagskvöld og ég sit á rúminu mínu, hlusta á fallega tónlist og horfi á myndir sem ég tók af þér um jólin. Myndirnar eru á spjaldi sem reist er upp þannig að ég geti horft á þær þegar ég sit eða ligg í rúminu mínu. Fyrir framan myndirnar logar á kerti sem ég kveikti á fyrir þig. Það gefur mér frið og ró að horfa í logann og hugsa til þín. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 257 orð

Sigrún Áskelsdóttir

Tengdamóðir mín er dáin! Ég er varla búin að átta mig á því að hún sé horfin. Í þau 25 ár sem ég þekkti hana var hún vön að segja, ég ætla að gera þetta eða hitt, það er að segja, ef ég verð á lífi. Fyrir tveimur vikum vorum við í slátrum og þá kom ein svona setning hjá henni, þá hló dóttir mín og sagði við hana: Þú verður ábyggilega 100 ára, amma mín. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 346 orð

Sigrún Áskelsdóttir

Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja tengdamóður mína og þakka samfylgdina. Ég er ekki búin að vera í fjölskyldunni lengi, en tæp 5 ár eru síðan ég hitti Sigrúnu fyrst. Við Siggi komum norður í byrjun desember og erindið var að hitta fjölskylduna og ekki síst móðurina Sigrúnu. Þá var slegið upp veislu eins og Sigrúnu var lagið. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 181 orð

SIGRÚN ÁSKELSDÓTTIR

SIGRÚN ÁSKELSDÓTTIR Sigrún Áskelsdóttir fæddist 25. júlí 1914 í Bandagerði við Akureyri. Hún lést á heimili sínu, Víðilundi 20 á Akureyri, 6. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, fædd 29. október 1883, dáin 31. ágúst 1956, og Áskell Sigurðsson, fæddur 14. febrúar 1886, dáinn 25. desember 1968. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 78 orð

Sigrún Áskelsdóttir Elsku amma, nú ert þú komin heim eftir langa veru hér á jörðinni. Við óskum þér alls hins besta og biðjum

Elsku amma, nú ert þú komin heim eftir langa veru hér á jörðinni. Við óskum þér alls hins besta og biðjum Guð almáttugan að vera þér við hlið. Við eigum eftir að hittast aftur en þangað til, vertu sæl, elsku amma, Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 229 orð

Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir

Það er auðvelt að loka augunum og sjá hana ömmu mína ljóslifandi fyrir sér með prjónana í höndunum. Hún geislaði af hlýju og umhyggju. Enginn átti ömmu eins og við, ömmu með mjúku kinnarnar og hlýja faðminn sem alltaf var opinn fyrir okkur og langömmubörnin. Allt sem amma prjónaði, og stakk að mér mun ylja höndum og fótum og ekki síst hjartanu um ókomin ár. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 159 orð

Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir

Elsku amma. Okkur langaði til að skrifa þér nokkur kveðjuorð. Það er sár söknuður í hugum okkar þegar við kveðjum þig nú. Þegar við hugsum um þig nú þá kemur strax upp í huga okkar glaðlyndi, alltaf svo hýr og reiðubúin til að hjálpa okkur fjölskyldu þinni ef eitthvað bjátaði á, prjónar, því aldrei voru prjónarnir skildir eftir heima sama hvert þú fórst, Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 625 orð

Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir

Hún Júlla amma er dáin eftir langa og góða ævi sem ég og aðrir vorum svo lánsöm að fá að njóta með henni. Ég er ákaflega þakklátur þeim sem yfir okkur öllum vakir fyrir þann langa tíma sem hann gaf okkur með þeim Júlíu ömmu og Alexander afa saman. Afi minn, ég veit að sorg þín er mikil en ég veit að guð varðveitir hana ömmu því manngæska hennar var svo mikil. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 1299 orð

Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir

Nú þegar hún amma mín hefur kvatt okkur streyma minningarnar í huga mér. Minningar sem ylja mér um hjartarætur, minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu allt mitt líf. Það er svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir, amma mín, þú hefur skilið svo mikið og gott eftir þig. Þú hefur haft mikil áhrif á þroska minn og líf mitt þar sem ég hef mikið lært af því að vera með þér og nálægt þér. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 238 orð

Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir

Elsku amma. Nú er komið að kveðjustund og allar þær stundir sem við áttum með þér eru nú dýrmæt minning ein. Efst í huga eru allir veiðitúrarnir í Hlíðarvatn og síðar Djúpavatn þar sem öll fjölskyldan kom saman og þið afi voruð ætíð miðpunkturinn. Það verður tómlegt að koma í Djúpavatn og sjá þig ekki sitja við gluggann með prjónana. Meira
15. október 1996 | Minningargreinar | 263 orð

SIGRÚN JÚLÍA SIGURJÓNSDÓTTIR

SIGRÚN JÚLÍA SIGURJÓNSDÓTTIR Sigrún Júlía Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 4. júlí 1904. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Guðmundsson sjómaður og Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir húsmóðir. Systkini Júlíu voru: Guðmundur (eldri), f. 3.10. 1889, d. 31.5. 1986; Guðmundur (yngri), f. Meira

Viðskipti

15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Hagnaðurinn nam 6,3 milljörðum króna

HAGNAÐUR Norræna fjárfestingarbankans nam 74 milljónum ECU, sem jafngildir 6,3 milljörðum íslenskra króna, fyrstu átta mánuði ársins. Á sama tímabili á síðasta ári nam hagnaðurinn 66 milljónum ECU, eða 5,6 milljörðum íslenskra króna. Í frétt frá bankanum segir að þess sé vænst að hagnaðurinn 1996 verði að minnsta kosti jafn mikill og í fyrra. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 437 orð

Krafist lögbanns á sölu bréfanna

HEILDVERSLUNIN Mata hf. hefur ásamt 22 tengdum aðilum krafist lögbanns á sölu hlutabréfa Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Sjóðurinn hafði áður hafnað beiðni þessari aðila um að neyta forkaupsréttar að bréfunum. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 264 orð

»Metverð á breskum hlutabréfum London. Reuter. Hlutabréf seld

Hlutabréf seldust á nýju metverði í London í gær. Jákvæðar fréttir um verðbólgu innanlands og hækkun á verði bandarískra hlutabréfa þrýstu upp verðinu, en viðskipti voru með daufara móti. Verðið hækkaði enn þegar Dow vísitalan í New York fór aftur yfir 6.000 punkta. FTSE 100 mældist við lokun 4.038,7 punktar, sem var nýtt met og 10,6 punkta hækkun yfir daginn. Fyrra met var 4. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 412 orð

Sala skírteina nemur rúmum milljarði kr.

KAUPÞING hf. hefur nú selt hlutdeildarskírteini í hinum nýju verðbréfasjóðum sínum í Lúxemborg fyrir rúmlega einn milljarð króna. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir að einhverjir hafi fest kaup á bréfum án milligöngu fyrirtækisins en ekki lágu fyrir upplýsingar um þær fjárhæðir í gær. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Samsung reynir að fá styrk til að bjarga Fokker

SAMSUNG flugiðnaðarfyrirtækið í Suður-Kóreu reynir að fá styrk að upphæð 565 milljónir gyllina, eða tæpum 23 milljörðum íslenskra króna, frá hollenzku ríkisstjórninni til að bjarga Fokker-flugvélaverksmiðjunum að sögn útvarpsstöðvar í Hollandi. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 189 orð

Síldarvinnslan hf. verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið

SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað er nú orðin verðmætasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins þegar litið er til markaðsvirðis hlutafjár. Hlutabréfin hafa hækkað hratt í verði undanfarið og var gengi þeirra komið í 12 í viðskiptum á Verðbréfaþingi á föstudag sem er um 3,5-földun frá áramótum. Áður hafði Grandi hf. skipað efsta sætið á listanum yfir verðmætustu sjávarútvegsfyrirtækin á hlutabréfamarkaði. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Tilboð í Manchester United?

HLUTABRÉF í liði Bretlandsmeistaranna í knattspyrnu, Manchester United, hafa hækkað í verði vegna tals um að boðið verði í það. Verð bréfanna komst í 500 pens, sem er met, en lækkaði í 471 1/2 pens, sem þó var 19 pensa hækkun. Meira
15. október 1996 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Þjóðverjum án vinnu fjölgar

ÓVENJUMIKIL aukning atvinnuleysis í september hefur vakið efasemdir um varanlegan efnahagsbata í Þýzkalandi að sögn hagfræðinga. Fjölgun atvinnulausra kemur hagfræðingum á óvart í ljósi nokkurra vísbendinga að undanförnu um að efnahagurinn haldi áfram að eflast eftir bata á öðrum ársfjórðungi. Meira

Daglegt líf

15. október 1996 | Neytendur | -1 orð

Hreindýrasteik og sykurgljáður lax

UM ÞESSAR mundir eru gestakokkarnir Jacques Bertrand og Emanuel Destrait frá Frakklandi að leggja matreiðslumeisturum Perlunnar og Óðinsvéa lið en þar er frá fimmtudögum og fram á sunnudaga til 20. október boðið upp á villibráðarhlaðborð. Þeir félagar koma frá Michellin veitingahúsinu Les Cédresd í Lyon. Meira
15. október 1996 | Neytendur | 52 orð

Íslandsmeistarar sameinast

NÝLEGA voru sameinaðar tvær hársnyrtistofur í höfuðborgarsvæðinu, Stúdíó Hallgerður og Fígaró. Stofurnar verða báðar starfræktar að Borgartúni 33. Eigendur stofunnar sem báðir eru Íslandsmeistarar eru Gunnar Guðjónsson og Guðjón Þór. Auk þeirra starfa þær María Hjaltadóttir og Guðbjörg I. Hrafnkellsdóttir. Boðið verður upp á alla hárþjónustu fyrir dömur opg herra. Meira
15. október 1996 | Neytendur | 248 orð

Mikill sparnaður að taka slátur

ÞEIR sem taka fimm slátur spara þar með 9.551 krónu sé miðað við að þeir kaupi annars þessa vöru tilbúna úti í búð. Að þessu komust nemendur á þriðja ára í Kennaraháskóla Íslands en þeir ásamt kennara sínum Önnu Guðmundsdóttur reiknuðu kostnaðinn út lið fyrir lið eins og sést hér að neðan. Keypt 5 slátur + 2 aukavambirkr. 2. Meira
15. október 1996 | Neytendur | 303 orð

Mjög hættulegt ef börnin festast í reimunum

ÞAÐ er farið að kólna í veðri og börn komin í vetrargallana. Herdís Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi hjá Slysavarnafélagi Íslands, hafði samband og vildi hvetja alla foreldra lítilla barna til að fjarlægja reimar úr hettum þeirra og setja teygju í staðinn. "Á undanförnum árum hafa orðið nokkur hættuleg slys á börnum hérlendis sem rekja má til reima í hettum. Meira
15. október 1996 | Neytendur | 100 orð

Nýr eigandi Hárstofunnar

NÝR eigandi hefur tekið við rekstri Hárstofunnar sem er til húsa í Baðhúsinu Ármúla 30. Það er Fríða Magnúsdóttir sem festi kaup á hárstofunni en hún lærði á hágreiðslustofunni Kristu. Undanfarin 10 ár hefur hún búið í Bandaríkjunum og unnið hjá Michel Rene for hair í Washington D.C. Meira

Fastir þættir

15. október 1996 | Fastir þættir | 248 orð

"Af frjálsum vilja" á Hvanneyri

ÁGÆT aðsókn er að Bændaskólanum á Hvanneyri í vetur en alls stunda 17 nemendur nám á hrossaræktarbraut að þessu sinni. Starfið verður með svipuðu móti og verið hefur undanfarin ár, sagði Ingimar Sveinsson "primus motor" hrossaræktarbrautarinnar á Hvanneyri. Tamningatrippin koma í janúar og þau eru tamin fram í apríl og endað með skeifudeginum þar sem keppt verður um Morgunblaðsskeifuna. Meira
15. október 1996 | Dagbók | 2695 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 11.-17. október eru Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b opin til kl. 22. Auk þess er Laugarnes Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
15. október 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Iðunn Vaka Reynisdóttir ogIngvar Svendsen. Þau eru til heimilis í Krummahólum 6, Reykjavík. Meira
15. október 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. júní í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Berglind Ólafsdóttirog Helgi Þór Guðbjartsson. Þau eru til heimilis í Barmahlíð 28, Reykjavík. Brúðarmær er Rakel Adolpsdóttir. Meira
15. október 1996 | Dagbók | 601 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. október 1996 | Fastir þættir | 298 orð

Hugað að haustgöngu

HAUSTIÐ er komið, á því leikur enginn vafi. Full ástæða er til að minna hestamenn á að huga vel að aðbúnaði hrossa sinna. Nú þegar grös eru hætt að spretta gengur á beit í girðingum og á þessum tíma ættu öll reiðhross að vera komin í góða hausthaga þar sem beit er næg og aðgengi að vatni gott. Meira
15. október 1996 | Í dag | 373 orð

ÍÐASTLIÐINN fimmtudag birtust hér í blaðinu kaflar úr

ÍÐASTLIÐINN fimmtudag birtust hér í blaðinu kaflar úr ritlingi, sem Lyfjaverzlun Íslands hf. er að gefa út um þessar mundir og nefnist Geðhvörf. Ritlingur þessi fjallar um geðsjúkdóm, sem gengur undir nafninu "manic- depressive psychosis" á ensku. Meira
15. október 1996 | Fastir þættir | 102 orð

Morgunblaðið/Valdimar KristinssonFjölmenni á

Morgunblaðið/Valdimar KristinssonFjölmenni á fjörunum FERÐALÖG á hestum eru eitt vinsælasta viðfangsefni hestamanna yfir sumarið. Er þá farið í lengriog styttri ferðir ýmist með byggð eða upp í hálendið. Ein vinsælasta leiðin sem hestamenn velja sérum þessar mundir er Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira
15. október 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Næsta skeiðmeistaramót í Austurríki

SAMTÍMIS skeiðmeistaramótinu sem haldið var á Harðarbóli við Berlín fyrir skömmu var haldinn aðalfundur alþjóðlega skeiðmannafélagsins. Meðal þess sem ákveðið var var val á stöðum fyrir skeiðmeistaramót næstu tvö árin. Á næsta ári verður mótið haldið í bænum Wiener Neustadt í Austurríki 10. til 12. október í tengslum við stóra hestasýningu sem þar verður á sama tíma. Meira
15. október 1996 | Í dag | 46 orð

Tapað/fundið Kerrupoki tapaðist FJÓLUBLÁR og græ

FJÓLUBLÁR og grænn kerrupoki tapaðist frá Háaleitisbraut sunnudaginn 6. október sl. Finnandi er beðinn að hringja í síma 588-8019. Jakki fannst LÉTTUR kvenjakki fannst þar sem hann lá á bekk ekki langt frá golfvellinum á Seltjarnarnesi laugardaginn 5. október sl. Upplýsingar í síma 587-0858. Meira
15. október 1996 | Fastir þættir | 208 orð

Æskulýðsmál hestamanna í brennidepli

AUGU hestamanna hafa á undanförnum árum í auknum mæli beinst að mikilvægi æskulýðsstarfs innan vébanda hestamannafélaga. Því öflugra sem æskulýðsstarfið því meira eykst gróskan í hestamennsku framtíðarainnar. Meira

Íþróttir

15. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA ÍS -SELFOSS

1. DEILD KARLA ÍS -SELFOSS 60: 63SNÆFELL -HÖTTUR 73: 75ÞÓR ÞORL. -REYNIR S. 94: 77STAFHOLTST. -HÖTTUR 71: 93STAFHOLTST. -VALUR 66: 97VALUR -REYNIR S. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 346 orð

1. deild kvenna: Fram - Haukar17:21 Mörk Fram: Þuríður Hjartardóttir 4, Hekla Daðadóttir 3, Arna Steinsen 3, Helga

Fram - Haukar17:21 Mörk Fram: Þuríður Hjartardóttir 4, Hekla Daðadóttir 3, Arna Steinsen 3, Helga Kristjánsdóttir 2, Svanhildur Þengilsdóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1, Þórunn Garðarsdóttir 1, Berglind Ómarsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 8, Erna Eiríksdóttir 1. Utan vallar: 4 mínútur. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 609 orð

Alan Shearer skaut Newcastle á toppinn

Alan Shearer, sem gerði bæði mörk Englands í 2:1 sigri á Póllandi í liðinni viku, skaut Newcastle á toppinn í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tryggði liðinu 1:0 sigur á móti Derby á laugardag. Shearer skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir aukaspyrnu frá varnarmanninum John Beresford. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 185 orð

Atli í Árbæinn, Bjarni til Eyja

BRÆÐURNIR Atli og Jóhannes Eðvaldssynir hafa verið í viðræðum við forráðamenn Fylkis og þó ekki hafi verið gengið frá samningum liggur það í loftinu. Atli verður þjálfari 2. deildar liðsins og Jóhannes framkvæmdastjóri og er gert ráð fyrir samningi til eins árs. Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV og tekur hann við af Atla. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 260 orð

Ákvað að nýta tækifærið

SJÖ ár eru liðin frá því Jakob Jónsson lék síðast með KA. Hann kom inn á eitt augnablik í fyrri leiknum á móti Amicitia en spilaði mun meira á sunnudaginn og lék þá stórvel. Hann braust snaggaralega í gegn, átti línusendingar sem gáfu mörk eða víti og skoraði fyrir utan. "Ég var ákveðinn í að nýta tækifærið fyrst ég fékk að spila í meira en eina og hálfa mínútu. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 165 orð

Bandaríkjamenn sigruðu

Bandaríkjamenn urðu um helgina heimsmeistarar landsliða í golfi er þeir sigruðu Ný­Sjálendinga 2:1 í úrslitaleik á St Andrews vellinum í Skotlandi. Phil Mickelson og Steve Stricker unnu sína leiki nokkuð örugglega, þá Greg Turner og Grant Waite, en Mark O'Meara tapaði fyrir Frank Nobilo. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 252 orð

Eftir rúmlega þriggja mínútna leik sendi Tryggvi Guðmundss

Eftir rúmlega þriggja mínútna leik sendi Tryggvi Guðmundsson langa sendingu í gegnum vörn ÍA og þar var hinn eldfljóti Steingrímur Jóhannessonmættur og skoraði af öryggi. Ólafur Þórðarson tók rispu upp miðjuna á 42. mínútu og vippaði skemmtilega á Kára Stein Reynissonsem var rétt innan vítateigs. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 569 orð

Eyjamönnum gekk betur að fóta sig á hálum vellinum

VESTMANNEYINGAR eru meistarar meistaranna í knattspyrnu, lögðu Skagamenn 5:3 í Meistarakeppninni á Laugardalsvelli á laugardaginn í bráðskemmtilegum leik þar sem slæmar vallaraðstæður settu svip sinn á leikinn. Völlurinn var frosinn og flugháll og máttu menn hafa sig alla við að standa í fæturna. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 81 orð

Gautaborg meistari

IFK GAUTABORG tryggði sér um helgina sænska meistaratitilinn fjórða árið í röð. Gautaborg vann Trelleborg 6:0 og hefur nú 50 stig eða 9 stigum meira næst lið, Helsingborg, sem vann Dj¨urgården 3:1. Sænsku landsliðsmennirnir Andreas Andersson og Stefan Pettersson gerðu tvö mörk hvor fyrir Gautaborg og Niclas Alexandersson og Magnus Erlingmark sitt markið hvor. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 276 orð

Hef 100 prósent stuðning frá forseta félagsins

WALLAU Masseinheim, sem Kristján Arason þjálfar, hefur ekki gengið vel það sem af er keppni í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið hefur unnið tvo af sex fyrstu leikjunum og um helgina máttu Kristján og félagar sætta sig við stórtap á heimavelli á móti Niederw¨urzbach, 21:27. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 395 orð

Hill heimsmeistari

BRETINN Damon Hill varð heimsmeistari á sannfærandi hátt í lokakeppninni á Suzuka kappakstursbrautinni í Japan á sunnudaginn. Hann vann eftir að hafa náð forystu á fyrstu metrunum í rásmarkinu og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í Formula 1 kappakstri. Helsti keppinautur hans, Jaques Villenueve, féll úr keppni og varð að sætta sig við annað sætið í meistaramótinu. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 1109 orð

ÍA - ÍBV3:5

Laugardalsvöllur, Meistarakeppni KSÍ, laugardaginn 12. október 1996. Aðstæður: Slæmar. Völlurinn frosinn og flugháll og í raun hættulegt að leika á honum. Sem betur fer slasaðist enginn vegna aðstæðnanna. Mörk ÍA: Kári Steinn Reynisson (42.), Bjarni Guðjónsson (58.), Stefán Þórðarson (64. vsp.). Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 543 orð

KA-menn áfram í Evrópukeppninni

FLEIRI mörk skoruð á "útivelli" fleyttu KA-mönnum áfram í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið lék tvívegis við Amicitia Zürich frá Sviss í KA-heimilinu á Akureyri. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 27:27, og seinni leikurinn á sunnudaginn endaði 29:29. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 227 orð

Klinsmann svaraði fyrir sig

J¨urgen Klinsmann hefur verið gagnrýndur undanfarnar vikur fyrir að ná ekki að skora fyrir Bayern en hann þaggaði niður óánægjuraddir þegar hann gerði tvö mörk í 4:2 sigri í Köln um helgina. Klinsmann skoraði með skalla 10 mínútum fyrir hlé og gerði síðan þriðja markið um miðjan seinni hálfleik. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 74 orð

Kristinn ræðir við Ólafsfirðinga KRISTI

KRISTINN Björnsson verður sennilega næsti þjálfari Leifturs í Ólafsfirði. Ekki hefur formlega verið gengið frá samningum en fátt virðist koma í veg fyrir að samkomulag náist innan skamms. Leiftur varð í 3. sæti í 1. deild Íslandsmótsins undir stjórn Óskars Ingimundarsonar en hann ákvað að hætta eftir að hafa þjálfað liðið undanfarin þrjú ár og sex ár samtals. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 125 orð

Kristófer til liðs við Fram

Kistófer Sigurgeirsson, sóknarleikmaður Breiðabliks, gekk um helgina til liðs við Fram. "Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Kristófer, sem er mjög leikinn, fljótur og fjölhæfur leikmaður, sem getur jafnt leikið sem kantmaður, miðherji og á miðjunni," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 872 orð

METNAÐUR »Eftir að þjóðsöngurinnhljómar er nafnið ekki"Jón" heldur Ísl

Landsliðið í knattspyrnu er metnaðarfullt. Svo mælir Logi Ólafsson, þjálfari liðsins, á laugardag er Morgunblaðið fékk hann til að svara gagnrýni á liðið eftir leikinn við Rúmeníu, og það er léttir fyrir knattspyrnuunnendur að sjá þessa yfirlýsingu landsliðsþjálfarans. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 152 orð

Nasistakveðju Bosnichs illa tekið

ENSKA knattspyrnusambandið kærði ástralska markvörðinn Mark Bosnich hjá Aston Villa fyrir óprúðmannlega framkomu og lögreglan er með máliðtil rannsóknar en hann heilsaði áhorfendum á White Hart Lane með nasistakveðju í seinni hálfleik viðureignar Tottenham og Aston Villa og féll framferðið í grýttan jarðveg hjá fylgismönnum Tottenham sem margir hverjir eru gyðingar. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 26 orð

NFL-deildin

Staðan Ameríska deildin Austurriðill Indianapolis510115:87Miami420140:86Buffalo42079:95New England330147:131NY Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 57 orð

NHL-deildin

Leikir aðfaranótt sunnudags: New Jersey - Dallas2:4Buffalo - Detroit1:6Florida - Hartford6:0NY Islanders - Philadelphia5:1Montreal - NY Rangers5:2Pittsburgh - Ottawa3:2Toronto - Tampa Bay4:7Washington - Los Angeles3:4Phoenix - Anaheim4:2Vancouver - St. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 761 orð

NJÁLL Eiðsson

NJÁLL Eiðsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs ÍR í knattspyrnu fyrir næsta keppnistímabil. Hann þekkir vel til í herbúðum ÍR, þjálfaði félagið tvö keppnistímabil fyrir nokkrum árum. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 171 orð

Ólæti í Frakklandi BASTIA og Mónakó gerðu m

BASTIA og Mónakó gerðu markalaust jafntefli í frönsku deildinni og slepptu áhorfendur sér þegar Emmanuel Petit braut á Slóvakanum Lubomir Moravcik með þeim afleiðingum að miðherjinn öklabrotnaði. Gera varð hlé á leiknum í nokkrar mínútur vegna óláta áhorfenda. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 48 orð

Porto hefur tak á Sporting PORTO vann Spor

PORTO vann Sporting 1:0 í portúgölsku deildinni og hefur þar með ekki tapað fyrir Sporting í sjö ár en Sporting hefur ekki náð að skora í innbyrðis leikjum liðanna í fjögur ár. Brasilíumaðurinn Edmilson Pimenta gerði eina markið með skalla um miðjan fyrri hálfleik. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 429 orð

Ragnar og Þórdís meistarar

Íslandsmótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Íþróttahúsi Bessastastaðahrepps um síðustu helgi. Tuttugu keppendur mættu til leiks og var keppt í opnum flokki og kvennaflokki, en konur máttu líka taka þátt í opna flokknum. Úrslitaviðureignirnar voru spennandi og mátti heyra saumnál detta er nær dró lokum. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 67 orð

Rangers tapaði sínum fyrsta leik

Skotlandsmeistarar Rangers máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu þegar þeir sóttu Hibernian heim um helgina. Heimamenn án þjálfara unnu 2:1 og Jim Leighton varði tvítekna vítaspyrnu Danans hjá Rangers, Brian Laudrups, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 127 orð

Ronaldo allt í öllu

Brasilíumaðurinn Ronaldo var frábær þegar Barcelona vann Compostela 5:1 í spænsku deildinni um helgina. Ronaldo gerði tvö glæsileg mörk og lagði upp önnur tvö fyrir efsta liðið. Fyrra mark Brasilíumannsins var magnað. Hann náði boltanum af tveimur mótherjum á eigin vallarhelmingi, fór framhjá þremur til viðbótar og skoraði framhjá Fernando Peralta í markinu. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 53 orð

Steingrímur með þrjú STEINGRÍMUR Jóhannesson gerði

STEINGRÍMUR Jóhannesson gerði þrennu þegar Vestmannaeyingar sigruðu Íslands- og bikarmeistara ÍA, 5:3, í Meistarakeppni KSÍ á laugardaginn. Steingrímur fagnar hér einu marka sinna. Í baksýn eru Sturlaugur Haraldsson og Gunnlaugur Jónsson og Þórður markvörður Þórðarson til hægri. Breiðablik sigraði í Meistarakeppni kvenna, vann Val 1:0 með marki Ingu Dóru Magnúsdóttur. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

STJARNAN

STJARNAN 2 2 0 0 58 35 4KR 2 2 0 0 46 37 4VÍKINGUR 2 2 0 0 36 31 4HAUKAR 1 1 0 0 21 17 2FH 2 1 0 1 34 32 2ÍBA 1 0 0 1 16 18 0FRAM 1 0 0 1 Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 288 orð

Stjarnan - Hirschm..22:18

Íþróttahúsið í Garðabæ, Evrópukeppni félagsliða í handknattleik, fyrsta umferð - fyrri leikur, laugardaginn 12. október 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 9:4, 11:7, 11:10, 11:11, 12:11, 12:14, 13:15, 18:15, 19:17, 21:18, 22:18. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 8/2, Konráð Olavson 6, Magnús A. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 624 orð

Stjörnusigur með herkjum

Stjörnusigur með herkjum STJÖRNUMÖNNUM tókst með herkjum að sigra slakt lið Hirschmann frá Hollandi í Garðabænum á laugardaginn þegar fram fór fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 266 orð

UMFG kærir Hauka

Grindvíkingar hafa lagt fram kæru á hendur Haukum vegna viðureignar félaganna í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á dögunum, en Haukar fóru með sigur í þeim leik. Grindvíkingar telja að bandaríski leikmaður Hauka, Shawn Smith, hafi ekki verið kominn með leikheimild frá Bandaríkjunum fyrr en eftir leikinn. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 402 orð

Verður seint leikið eftir

Óhætt er að segja að Blikastúlkur hafi fullkomnað tímabilið er þær lögðu Valsstúlkur að velli í Meistarakeppni kvenna í Kópavogi á laugardag, 1:0. Þær unnu því sama bikarinn tvisvar á árinu, en þessi árlega keppni fór síðast fram í vor og var ákveðið að færa hana til haustsins nú í ár. Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 199 orð

Víðavangshlaup Íslands

Hlaupið fór fram í landi Helgafells sl. laugardag. Helstu úrslit: Strákar 12 ára og yngri (1,5 km) Ólafur Dan Steinsson, Fjölni6,20 Ásgeir Örn Hallgrímsson, FH6,41 Bjarki Páll Eysteinsson, Breiðabliki6,51 Sveit Fjölnis 28 stig Stelpur 12 ára og yngri (1, Meira
15. október 1996 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstu menn 8-Ian Wright (Arsenal) 7-F. Ravanelli (Middlesbrough) 6-Les Ferdinand (Newcastle), Meira

Fasteignablað

15. október 1996 | Fasteignablað | 826 orð

Að læra af reynslunni

Íhúsnæðismálum sem öðru er mikilvægt að læra af reynslunni. Ef það er gert, er líkegra en ekki, að unnt sé að fyrirbyggja verulega erfiðleik í þjóðfélaginu. Mikil reynsla hefur safnast saman í húsnæðismálum í kjölfar þeirrar miklu áherslu sem lögð hefur verið á þennan málaflokk á undanförnum árum. Reynslan sýnir t.d. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 181 orð

Einbýlishús við Fagrabæ

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til sölu einbýlishús við Fagrabæ 2 í Reykjavík. Húsið er 139 ferm. að stærð ásamt 32 ferm. bílskúr. Það er steinsteypt, reist árið 1967. Að sögn Viðars Marinóssonar hjá Ásbyrgi er þetta mjög skemmtilegt hús á einni hæð og hefur því verið haldið mjög vel við. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 25 orð

Fallegt rúmteppi

Fallegt rúmteppi RÚMTEPPI eru áberandi í svefnherbergjum. Hér er eitt slíkt sem á hefur verið saumuð bútasaumsmynd í miðjunni og setur það sannarlega svip á umhverfið. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 140 orð

Færri uppboð og hærra verð

ÞRÓUN mála á dönskum húsnæðismarkaði er talin mjög hagstæð um þessar mundir. Nauðungaruppboðum hefur fækkað og hafa þau aldrei verið færri en nú. Verð á íbúðum hækkar líka greinilega. Íbúðaverð hækkaði um rúmlega 10% frá fyrsta ársfjórðungi 1995 til fyrsta ársfjórðungs 1996 samkvæmt tölum atvinnuráðs dönsku verkalýðshreyfingarinnar. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 33 orð

Gamaldags heimili

Gamaldags heimili MYNDIN sýnir heimili í anda betra fólks" liðinna kynslóða. Enn finnst mörgum þetta skemmtilegt og reyna að verða sér úti um húsgögn í þessum anda og raða þeim upp á gamaldags máta. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 30 orð

Glaðlegir litir í skammdeginu

Glaðlegir litir í skammdeginu ÞESSIR litir lífga óneitanlega upp á, þegar líður að skammdegi. Kannski væri ekki úr vegi að hafa þá í huga ef fólk ætlar að mála fyrir jólin. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 176 orð

Glæsilegt hús í Garðabæ

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamar er til sölu húseignin Birkihæð 7 í Garðabæ. Þetta er 308 ferm. húseign með 50 ferm. innbyggðum bílskúr. Húsið er reist 1991, en í því eru nú tvær íbúðir. Þetta er glæsilegt og fullbúið hús á besta stað í Garðabæ," sagði Hilmar Bryde hjá Hraunhamri. Húsið er steinsteypt og einangrað bæði að utan og innan, en ekkert var til sparað við byggingu þess. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 234 orð

Gott hús við Grófarsel

SELJAHVERFIÐ hefur yfir sér heillegt og gróið yfirbragð og er eftirsótt af mörgum. Hjá fasteignasölunni Skeifan er nú til sölu húseignin Grófarsel 16. Þetta er 252 ferm. einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum 31 ferm. bílskúr. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 226 orð

Hús á sjávarlóð við Marbakkabraut

HJÁ fasteignasölunni Stakfelli er til sölu einbýlishús, sem stendur við Marbakkabraut 24 í Kópavogi. Húsið er hæð og ris, byggt úr timbri 1983. Það er 268 ferm. að stærð með innbyggðum 32 ferm. bílskúr. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 157 orð

Húsnæðisbreytingar hjá Ríkiskaupum

NOKKRAR breytingar verða gerðar á húsakynnum Ríkiskaupa 1. hæð í Borgartúni 7, Reykjavík. Endurnýjaðar verða 20­30 ára gamlar innréttingar, en auk þess er verið að aðlaga húsnæðið nýjustu áherslum í rekstri stofnunarinnar hvað varðar aukningu útboða, ráðgjafarþjónustu og fræðslustarfs, segir í frétt frá stofnuninni. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 316 orð

Hækkandi verð á íbúðum í fjölbýli

VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu fór hækkandi í júlí og í ágúst hækkaði það enn og hefur ekki verið hærra síðan í desember 1994. Það komst lægst í apríl sl. og hafði þá farið lækkandi hægt og sígandi frá því í marz 1994, er það komst hæst. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 301 orð

Kirkjur til sölu á Ítalíu

SVEITAKIRKJUR og ýmsar aðrar kirkjulegar byggingar á Chiantisvæðinu í Toscana á Mið-Ítalíu norðanverðri hafa verið auglýstar til sölu á gjafverði að sögn breska blaðsins Daily Telegraph. Kirkjuyfirvöld í borginni Siena sjá sér ekki lengur fært að hugsa um byggingarnar og gripu til þess óvenjulega ráðs að auglýsa þær til sölu í virtu tímariti um hús og híbýli. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 812 orð

Lagnafréttir Vestfirsk sjónarmi

Þegar haldnir eru fræðslufundir úti á landi eru þeir oftar en ekki með þeim formerkjum að hópur sérfræðinga, misjafnlega stór, heldur af stað út á land, messar yfir heimamönnum og heldur síðan heim á leið, hver og einn berjandi sér á brjóst tautandi; asskoti var þetta gott hjá mér. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 43 orð

Listar og gluggarammar

STRIKUÐ borð umhverfis glugga og annað tréskraut fegrar útlit gamalla húsa, sem gera á upp, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. Það hefur vantað mikið á, að nýir gluggar í gömul hús hafi verið settir í á viðunandi hátt. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 970 orð

Ný ásýnd Flateyrar

Ásýnd byggðarinnar á Flateyri mun breytast enn meira en orðið er þegar farið verður að byggja upp á Eyrinni samkvæmt nýju aðalskipulagi. Áhersla er þó lögð á að við byggingu nýrra húsa verði tekið mið af núverandi byggð og einkennum hennar. Helgi Bjarnason skoðaði skipulagið. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 38 orð

Reynslan í húsnæðismálum

MIKIL reynsla hefur safnazt saman í húsnæðismálum í kjölfar þeirrar áherzlu, sem lögð hefur verið á þennan málaflokk á undanförnum árum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Af þessari reynslu má mikið læra. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 25 orð

Rómverskt ljós

Rómverskt ljós ÞETTA ljós sækir fyrirmynd sína til rómverskrar listar en er norrænt að uppruna. Það gefur fallega og hæverska lýsingu og hefur fengið nafnið Roma. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 879 orð

Skrautlistar Lagfæring og endurgerð gamalla húsa er vandaverk, segir Bjarni Ólafsson. Það getur verið nauðsynlegt að leita eftir

Þegar byggð voru timburhús hér áður fyrr, á síðastliðinni öld og fram á þessa öld, voru notaðir strikaðir listar umhverfis glugga, dyrakarma, veggjahorn, gólflista og kverkar við loft og víðar í húsunum. Nú hin síðari ár hafa margir viljað eignast þessi gömlu timburhús og hafa þau mörg hver verið endurbyggð svo að þau hafa fengið fallegt yfirbragð. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 228 orð

Skrifstofuhúsnæði við Stórhöfða

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu atvinnuhúsnæði að Stórhöfða 15 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1988, en húsnæðið er 577 ferm., aðallega á annarri hæð hússins. Komið er inn í opið rými með stórri móttöku og þar er lofthæð 7-8 metrar. Á efri hæðinni eru svo 20 skrifstofuherbergi," sagði Guðlaugur Örn Þorsteinsson hjá Hóli. Húsnæðið er í eigu Strengs hf. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 283 orð

Stríð gegn hávaðamengun

BRESKI Verkamannaflokkurinn hefur boðað herferð gegn nágrönnum, sem valda hávaða, óþægindum og ama, ef flokkurinn kemst til valda. Flokkurinn heitir því að koma á fót sérstökum gagnplágusveitum" og ráða einkaspæjara til að berjast gegn friðarspillum. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 238 orð

Uppbygging Flateyrar

NÚ er langt komin gerð nýs aðalskipulags fyrir Flateyri, en það felur í sér stefnumörkun sveitastjórnar í skipulagsmálum til ársins 2015. Þar er kveðið er á um byggingasvæði og gatnakerfi til framtíðar. Arkitektarnir Gylfi Guðjónsson og Sigurður J. Jóhannsson unnu að skipulaginu í samráði við hreppsnefnd Flateyrarhrepps og Skipulag ríkisins. Meira
15. október 1996 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

15. október 1996 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

15. október 1996 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

15. október 1996 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

15. október 1996 | Úr verinu | 140 orð

Nýtt hreinsiefni

HJÁ Sápugerðinni Frigg er nú unnið að því að þróa sérstakt hreinsiefni til að nota á færibönd og flokkara frá Marel. Ætlunin er að fyrirtækin markaðssetji það sameiginlega þegar framleiðsla hefst. Ástæðan fyrir samstarfi fyrirtækjanna er sú, að iðulega hafa komið upp vandamál vegna notkunar á óheppilegum hreinsiefnum. Meira
15. október 1996 | Úr verinu | 421 orð

Vilja heimamenn í hásetastöður

NOKKURS kurrs hefur gætt í áhöfn Engeyjar RE að undanförnu vegna uppsagna í kjölfar þess að ákveðið var að senda skipið í útgerð við Falklandseyjar. Öllum skipverjum um borð hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagnirnar að líkindum gildi um áramótin. Í viðtali við Verið sl. fimmtudag sagði Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri Granda hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.