Greinar laugardaginn 26. október 1996

Forsíða

26. október 1996 | Forsíða | 285 orð

Boðar aðhald til að hemja verðbólgu

THORBJØRN Jagland, leiðtogi Verkamannaflokksins, tók í gær við embætti forsætisráðherra Noregs af Gro Harlem Brundtland, tæpu ári fyrir næstu þingkosningar. Jagland myndaði nýja stjórn og kvaðst ætla að framfylgja sömu stefnu og Brundtland en boðaði breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár til að geta knúið það fram á þinginu, þar sem Verkamannaflokkurinn er í minnihluta. Meira
26. október 1996 | Forsíða | 132 orð

Í fangelsi fyrir skrif um forseta

TVEIR rúmenskir blaðamenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa rægt Ion Iliescu, forseta Rúmeníu og haldið því fram að hann hafi eitt sinn verið á mála hjá sovésku leyniþjónustunni KGB. Meira
26. október 1996 | Forsíða | 195 orð

Varað við upplausn í hernum

ÍGOR Rodíonov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að yrði ekki ráðin bót á ástandinu innan hersins gæti það leitt til alvarlegra atburða. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær æðstu embættismönnum að leggja valdabaráttuna á hilluna og sagði, að kominn væri tími til, að þeir létu hendur standa fram úr ermum í starfi sínu. Meira

Fréttir

26. október 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

4 í sama bekk með lungnabólgu

FJÓRIR nemendur í einum bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði hafa verið greindir með lungnabólgu eftir að hafa fengið veirupest sem er að ganga. Reynir Guðnason, aðstoðarskólastjóri, sagði að engin tilfelli hefðu komið upp í öðrum bekkjum. Börnin fjögur hafa verið veik í tvær til þrjár vikur og verið með háan hita. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð

4 sigrar á ÓL í brids

ÍSLAND vann alla fjóra leiki sína á Ólympíumótinu í brids í gær, en er áfram í fjórða sæti í sínum riðli. Tveir leikjanna voru gegn sterkum liðum: Brasilíu, sem vannst 17-13, og Bretlandi, sem vannst 18-12. Þá vann Ísland Kenýa, 22-8, og Egyptaland, 16-14. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

6,2 milljónir úr Heita pottinum til Egilsstaða

HJÁ Happdrætti Háskóla Íslands var dregið í Heita pottinum 24. október sl. og kom vinningurinn á miða nr. 249990. Vinningshafi var einn, búsettur á Egilsstöðum og fékk í sinn hlut 6.268.925 kr. Í Heita pottinum er aðeins dregið út eitt miðanúmer, þ.e. fjórir einfaldir miðar og einn trompmiði, og ef vinningur gengur ekki út safnast hann upp í Heita pottinum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

84 ára og enn við störf

ÁRIÐ 1946 ákvað Sigurður Þorbjörnsson að finna sér vinnu í landi eftir fjórtán ára sjómennsku. Hann hafði víða farið á siglingunum, meðal annars til Hamborgar árið 1939. Þar sá hann Hitler á hátindi ferils sín, veifandi til mannfjölda úr bíl. Á stríðsárunum var Sigurður í siglingum til Fleetwood á Englandi og komst klakklaust úr öllum þeim ferðum. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 33 orð

AÐALFUNDUR Ferðamálasamtaka Vesturlandsverður haldinn mánudagi

AÐALFUNDUR Ferðamálasamtaka Vesturlandsverður haldinn mánudaginn 28. október kl. 19.30 í Arnarbæ, Arnarstapa. Að loknum venjulegum fundarstörfum kynnir Karl Sigurhjartarson Ferðaskrifstofu Vesturlands og Bjarnheiður Hallsdóttir stefnumótaverkefni í ferðaþjónustu fyrir Vesturland. Boðið verður upp á veitingar. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 472 orð

Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í stjórn

NEFND sem skipuð var af eigendum Landsvirkjunar til að yfirfara eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðarskipulag fyrirtækisins mun skila tillögum eftir helgina. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í þeim m.a. lagt til að stjórnarmönnum verði fækkað úr níu í sjö og að Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í stjórn. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Alþjóðleg kattasýning

HALDIN verður kattasýning á vegun Kynjakatta, kattaræktarfélags Íslands, sunnudaginn 27. október í Reiðhöll Gusts, Kópavogi. Þrír erlendir dómarar dæma kettina og ýmsir aðilar verða með kynningar á gæludýravörum. Veitingasala á efri hæð. Sýningin opnar kl. 10 og stendur til kl. 18. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 149 orð

Atvinnuráð-gjafar funda

Egilsstöðum­Haustfundur atvinnuráðgjafa var haldinn á Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð. Á fundinn mættu atvinnuráðgjafar víða af landinu og fulltrúar Byggðastofnunar. Aðalfyrirlesari fundarins var Jørgen Hedevang, danskur ráðgjafi frá Háskólanum í Álaborg. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Álftagerðisbræður syngja sunnan heiða

SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur Skagfirðingamót í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 2. nóvember og hefst borðhald klukkan 20. Meðal atriða á dagskránni er söngur bræðranna frá Álftagerði í Skagafirði sem um þessar mundir vinna að upptöku geisladisks. Meira
26. október 1996 | Miðopna | 775 orð

ÁR FRÁ SNJÓFLÓÐINU Á FLATEYRI Eggert Jónsson og Laufey Guðbjartsdóttir misstu son og fjölskyldu hans Ekki kom til greina að fara

Í dag er ár liðið frá því snjóflóð féll á Flateyri. Helgi Bjarnason blaðamaður og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari voru á Flateyri í vikunni og hittu að máli fólk sem lenti í snjóflóðinu eða missti nána ættingja. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ár liðið frá því að snjóflóðið féll á Flateyri

ÁR ER liðið frá því snjóflóð féll á Flateyri og tuttugu manns fórust. Er þetta eitt mannskæðasta snjóflóð aldarinnar. Ýmsar framkvæmdir standa yfir á staðnum, meðal annars við snjóflóðavarnir og nýjan leikskóla, en Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti, segir að uppbyggingin hefði mátt ganga hraðar. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 74 orð

Banna farsíma á þingi

HÉRAÐSÞINGIÐ í Andalúsíu í suðurhluta Spánar bannaði á miðvikudag notkun farsíma á þingfundum. Ástæðan var sú að þingheimur hafði fengið sig fullsaddan af stöðugum og truflandi símhringingum. Bannið tekur til allra funda á þingi, hvort sem um er að ræða nefndir eða þingið allt. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 466 orð

Björgunarsveitirnar verða að hjálpa öllum

UMRÆÐAN um hver eigi að greiða kostnað við leit og björgun var endurvakin nú í vikunni, þegar hátt á þriðja hundrað leitarmanna voru kallaðir út til að leita að tveimur rjúpnaskyttum sem höfðu villst í þoku. Mennirnir voru illa búnir, höfðu ekki með sér áttavita og höfðu ekki látið vita af ferðum sínum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Blóðmaur finnst á barni

Egilsstöðum. Morgunblaðið. TALIÐ er líklegt að blóðmaur hafi fundist á barni á Héraði nýlega, þegar foreldrar þess greindu dökkan nabba í augnhvarmi barnsins. Þetta var á barninu í þrjá daga og héldu þau fyrst að um vörtu væri að ræða, en það passaði ekki þegar að var gáð. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 342 orð

Búið að veiða um 20 þúsund tonn af síld

TILKYNNT hafði verið um veiðar á tæplega 20 þúsund tonnum af síld á vertíðinni á hádegi í gær, skv. upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Þar af höfðu tæp sjö þúsund tonn farið í söltun, rúm fjögur þúsund tonn í frystingu og tæp sex þúsund í bræðslu. Meira
26. október 1996 | Miðopna | 360 orð

Búum aldrei þarna

MAÐUR veit ekki hvað verður. Það eina sem er ljóst að við ætlum ekki að búa þarna framar," segja Hinrik Kristjánsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir um hús sitt Ólafstún 4. Snjóflóðið féll á húsið og skemmdi og hafa þau fengið tryggingabætur en hafa ekki viljað gera við húsið á meðan óráðið er hvað um það verður. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 417 orð

Byrjað að leita að nýjum verkefnum fyrir flotann

VERÐI sá samdráttur í úthafsveiðum á næsta ári sem útlit er fyrir þýðir það kringum tveggja mánaða úthald fyrir um 50 íslenska togara. Menn verða þá að leita annað eftir verkefnum fyrir þennan flota og eru reyndar þegar byrjaðir. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 398 orð

Dalvík sparar 4-5 millj. með útboðum

FJÁRHAGSLEGUR sparnaður Dalvíkurbæjar við það að leggja að mestu niður starfsemi áhaldahúss bæjarins en bjóða þess í stað út verk eða semja við verktaka um einstaka þjónustuþætti nemur um 4-5 milljónum króna á ári. Þetta kom fram í erindi Sveinbjörns Steingrímssonar bæjartæknifræðings á Dalvík á ráðstefnu um rekstur og framkvæmdir sveitarfélaga sem haldin var á Akureyri í gær. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 278 orð

Danir vonast eftir velsæld utan EMU

EFTIR að framkvæmdastjórn EMU hefur lagt línurnar fyrir samskipti Evrópulanda í og utan Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) er danska stjórnin bjartsýn á að staða dönsku krónunnar verði styrk, þrátt fyrir að Danir gerist ekki aðilar að bandalaginu. Í samtali við Jyllands- Posten segir Marianne Jelved efnahagsráðherra sterkar líkur á að danskir vextir verði svipaðir og innan sambandsins. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Elsa tekur við af Gísla hjá Framsókn

ELSA B. Friðfinnsdóttir var nýlega kjörinn formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar sem lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Elsa tekur við formennskunni af Gísla Kristni Lórenzsyni sem verið hefur formaður félagsins síðustu ár. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 184 orð

Enginn hefur áhuga á að skoða skítugt land

Morgunblaðið b.t. Landið Ágæti umsjónarmaður með efnisþættinum "Landið" Við nemendur í Barnaskóla Staðarhepps fórum á dögunum í ferðalag út á Heggstaðanes í V-Hún. Við fundum marga fallega hluti en við fundum líka töluvert mikið af rusli. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 340 orð

Eyjafjarðarsvæðið kynnt erlendis

GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri, og Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri bæjarins, sem á sæti í stjórn miðstöðvarinnar, voru nýlega á ferð um Noreg, Þýskaland og Ítalíu, auk þess sem þeir komu við í Danmörku. Tilgangurinn var að kynna hvað aðilar í ferðaþjónustu í Eyjafirði hafa upp á að bjóða yfir sumar- og vetrartímann. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fimm tilboð í vínbúðir í Kópavogi

FORVALSGÖGN um áfengisútsölu í Kópavogi, sem áætlað er að opna 1. mars nk., voru opnuð sl. fimmtudag. Fimm tilboð bárust en í forvalsgögnum var kveðið á um að húsnæði sem boðið væri fram yrði að vera í verslunarhverfi í Engihjalla, Hamraborg eða Smáranum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 440 orð

Fjárhagsávinningur og ný reynsla sjómanna

VERÐMÆTI úfluttra sjávarafurða af úthafsveiðum Íslendinga í ár er áætlað kringum 10 milljarðar króna. Ávinningurinn af úthafsveiðunum er einkum þrenns konar: Framlag þeirra til landsframleiðslu þjóðarinnar, fjárhagslegur ávinningur fyrirtækjanna af veiðunum og óbein áhrif, þ.e. sú reynsla og þekking sem fæst af veiðunum auk viðskipta sem orðið geta vegna nýrra sambanda í öðrum heimshlutum. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 110 orð

Fjölbreytt framleiðsla á Hvolsvelli

Hvolsvelli - Fyrirtæki á Hvolsvelli og nágrenni tóku myndarlega á móti forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann kom ásamt konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, í stutta heimsókn til Hvolsvallar vegna átaksins "Íslenskt, já takk!". Fyrirtækin sýndu brot af framleiðsluvöru sinni á sýningu í félagsheimilinu Hvoli. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Flugmálastjórn efnir til Flugþings 1996

FLUGMÁLASTJÓRN efnir til málþings fimmtudaginn 7. nóvemer nk. í ráðstefnumiðstöð Hótel Loftleiða undir heitinu Flugþing '96 ­ Framtíð íslenskra flugmála í Evrópu. Flugþing, sem er árlegt málþing um flugmál, er nú haldið í þriðja árið í röð. Að þessu sinni er þingið helgað framtíð íslenskra flugmála í Evrópu með sérstakri áherslu á tvö aðalviðfangsefni: flugsamgöngumál og flugöryggismál. Meira
26. október 1996 | Miðopna | 670 orð

Flytja inn í nýtt hús á Flateyri

HÚS Eiríks Finns Greipssonar og Guðlaugar Auðunsdóttur að Unnarstíg 3 sprakk í tætlur í snjóflóðinu en þau hjónin og tveir synir þeirra, Grétar Örn og Smári Snær, sluppu lítið meidd. Elsti sonurinn, Auðunn Gunnar, var við nám í Reykjavík þegar atburðirnar gerðust. Fjölskyldan fór strax til Reykjavíkur með varðskipinu Ægi og dvaldi þar fram á vor. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Forsetahjón skoða frímerki

NORRÆNA frímerkjasýningin Nordia 96 var sett á Kjarvalsstöðum í gær. Sýningin stendur fram á sunnudag, er öllum opin og aðgangur ókeypis. Þetta er umfangsmesta frímerkjasýning, sem haldin er hér á landi og eru allir salir Kjarvalsstaða lagðir undir hana. Hér skoða forsetahjónin, herra Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, sýninguna ásamt Sigurði R. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fræðslukvöld fyrir afa og ömmur fatlaðra barna

FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur sem Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eiga aðild að standa fyrir fræðslukvöldi fyrir afa og ömmur fatlaðra barna. Fyrsta fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 29. október kl. 20 hjá Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 58 orð

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Mjallhvít og dvergarnir

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö í Ævintýra-Kringlunni í dag klukkan 14.30. Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Garðurinn stækkaður

UNNIÐ er að stækkun kirkjugarðsins í Bolungarvík. Til þess að hlaða garðinn voru fengnir menn norðan úr landi sem undanfarin ár hafa sérhæft sig í að hlaða garða um grafreiti. Hér vinna við að byggja upp vegg þeir Kristján Ingi Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari og Ásgeir Valdimarsson, framar. Notað er sprengigrjót sem raðað er saman. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Gíll og úlfur á síðasta sumardegi

ÓVENJUSTÓR rosabaugur myndaðist um sólu á Austurlandi í gær, á síðasta degi sumars. Fyrirbæri þetta var áður fyrr kallað veðrahjálmur eða hjálmabönd af alþýðu manna, að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Töldu margir sig sjá teikn á himni þótt mönnum bæri ekki saman um hvort þeir væru fyrir góðu. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hátt í 40.000 hafa séð Djöflaeyjuna

NÚ HAFA um 37.500 Íslendingar séð nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjuna. Í fréttatilkynningu frá framleiðanda kemur fram að engin íslensk kvikmynd hafi hlotið jafn mikla aðsókn hérlendis undanfarin ár. Fram kemur að myndin hafi hlotið mikla aðsókn á landsbyggðinni, til dæmis hafi yfir 1.000 áhorfendur séð hana á Akranesi. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 302 orð

Heilagar miðaldakonur voru haldnar lystarstoli

HEILÖG Katrín frá Síena og fleiri helgar konur á miðöldum voru haldnar lystarstoli, að því er fram kom á ráðstefnu lækna og sálfræðinga í San Gimignano á Ítalíu á dögunum. Rauði þráðurinn í fyrirlestrunum var að lystarstol væri ekki nútímafyrirbæri, heldur sjúkdómur sem hefði herjað á mannkynið í margar aldir. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Hvatt til úttektar á EMU og sjávarútvegsstefnu ESB

AÐALFUNDUR Evrópusamtakanna, sem haldinn var á miðvikudag, skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir úttekt á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins annars vegar og á áhrifum þess fyrir Ísland að standa utan ESB er Efnahags- og myntbandalag Evrópu tekur gildi hins vegar. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 413 orð

Hörð átök og kveikt í húsum

KVEIKT var í á 28 stöðum og 11 manns slösuðust í óeirðum sem urðu í hverfi blökkumanna í St. Petersburg í Florida aðfaranótt föstudags eftir að lögregla skaut til bana svartan ökumann. Tókst ekki að koma á ró fyrr en í morgunsárið. Borgarstjórinn í St. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 109 orð

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verða hestar teymdir undir börnum fr

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verða hestar teymdir undir börnum frá kl. 13­15 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Á sunnudeginum kl. 11 verður sögustund í Kaffihúsinu. Sagan Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur verður lesin. Kl. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Í hrakningum á Fimmvörðuhálsi

BJÖRGUNARSVEITIN Dagrenning á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu sóttu hóp fólks í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi síðdegis í gær. Hópurinn hafði lagt upp frá Skógum og ætlaði að ganga yfir í Bása í Þórsmörk en lenti í rigningu og vondu veðri. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 558 orð

Ísland viðurkennir brot á EES-samningnum

ÍSLENZKA ríkið og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel undirrituðu á fimmtudag samkomulag um að ESA drægi til baka mál, sem höfðað hefur verið á hendur Íslandi fyrir EFTA- dómstólnum vegna innheimtu og álagningar vörugjalds hér á landi. Samkomulagið felur í sér að Ísland viðurkennir að hafa brotið EES-samninginn. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Kaffisala og basar Kvenfélags Neskirkju

KVENFÉLAG Neskirkju verður með kaffisölu og basar næstkomandi sunnudag, 27. október, klukkan 15, að aflokinni guðsþjónsutu. Kaffisalan og basarinn hafa ætíð verið vel sótt og vonast kvenfélagskonur til að svo verði einnig nú. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Kaupmætti nágrannalanda náð á 4-5 árum

VERKAMANNASAMBAND Íslands ætlar að krefjast verulegs kaupmáttarauka fyrir félagsmenn sína í komandi kjarasamningum. Formenn VMSÍ eru jafnframt tilbúnir að gera samning til rúmlega tveggja ára ef gengið verður frá tryggingum og hugsanlega með opnunarákvæðum í slíkum samningi. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 129 orð

KÁ opnar fjórar myndbandaleigur

FJÓRAR myndbandaleigur hefja starfsemi hjá KÁ á Suðurlandi í dag. Leigurnar eru allar í bensínstöðvum Essó, í Fossnesti á Selfossi, á Hvolsvelli, í Víkurskála í Vík í Mýrdal og í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri. Myndbandaleigurnar eru eitt af þeim skrefum sem tekin verða á næstunni í þá átt að auka vöruval á bensínstöðvunum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kirkjudagar Hallgrímssóknar

ÁRTÍÐARDAGUR Hallgríms Péturssonar er 27. október, en Hallgrímur lést á Ferstiklu 27. október 1674 á 29. aldursári. Frá því að Hallgrímssöfnuður varstofnaður árið1940 hefir þessdags ætíð veriðminnst með samkomuhaldi ogguðsþjónustu oghefir gjarnan veriðnotað messuformsem er líkt því semnotað var á dögum sálmaskáldsins. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Kristján í Grímudansleiknum

ÁKVEÐIÐ var í gær að hætta við sýningar á óperunni Valdi örlaganna í Metropolitan-óperunni í New York en taka þess í stað til sýninga óperuna Grímudansleikinn eftir sama höfund. Kristján Jóhannsson átti að syngja á móti Luciano Pavarotti í Valdi örlaganna en þegar til kom taldi Pavarotti sig ekki í stakk búinn til að takast á við hlutverkið. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 371 orð

Kröfur stöðugt hertar

"Í FYRSTA lagi er alls óvíst að um svikna varahluti hafi verið að ræða. Í öðru lagi verður að teljast ólíklegt að þessar flugvélar hafi verið notaðar á Íslandsleiðinni, þó ekki sé hægt að útiloka að ein þeirra hafi flogið þangað á þessu tímabili," sagði Simen Revold, talsmaður SAS-flugfélagsins í Ósló, Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Mat á umhverfisáhrifum rætt á fræðslufundi

FYRSTI fræðslufundur HÍN á þessu vetri verður mánudaginn 28. október kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytja þau Hólmfríður Sigurðardóttir líffræðingur og Þóroddur F. Þóroddsson, jarðfræðingur hjá Skipulagi ríkisins, fræðsluerindi sem þau nefna: Mat á umhverfisáhrifum. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 124 orð

Málþing umboðsmanns barna á Egilsstöðum

UMBOÐSMAÐUR barna heldur málþing um málefni barna og ungmenna í Austurlandskjördæmi í hátíðarsal menntaskólans á Egilsstöðum fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október, kl. 13.30­16.30. Frummælendur eru börn og ungmenni undir 18 ára aldri og munu þau m.a. ræða um janfrétti til náms, hvernig tilveran liti út ef þau mættu ráða í einn dag og hvað taki við þegar 16 ára aldrinum verði náð. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 241 orð

MESSUR

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu á morgun, skemmtilegir gestir koma í heimsókn. Munið kirkjubílana. Fjölskyldumessa kl. 14. Ungmenni aðstoða. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og ástvina þeirra. Messað verður á Hlíð kl. 14. Messað verður á FSA kl. 17. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 317 orð

Mótmæla aðför að framkvæmdasjóði aldraðra

FULLTRÚAFUNDUR Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldinn helgina 18. og 19. október í Reykjanesbæ. Í tengslum við fulltrúafundinn var haldið málþing sem bar yfirskriftina "Stoðþjónusta eða stofnun". Að loknu málþingi var haldinn fulltrúafundur, en hann sitja fulltrúar aðildarfélaga samtakanna. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 316 orð

Mælarnir gætu leyst ráðgátuna

TVEIR eldsneytismælar úr TWA- þotunni, sem sprakk á flugi eftir flugtak í New York í júlí sl., fundust á hafsbotni í vikunni og hafa verið sendir til skoðunar í rannsóknarstöð Öryggisstofnunar samgöngumála (NTSB) í Washington. Að þeim hafa rannsóknaraðilar leitað lengi enda talið, að þeir geti svarað því hvort vélræn bilun hafi orsakað sprenginguna, að sögn bandaríska blaðsins Washington Post. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 469 orð

Mörg óvænt nöfn á ráðherralista Thorbjørns Jaglands

RÁÐHERRALISTI Thorbjørns Jaglands, nýs forsætisráðherra Noregs, kom að ýmsu leyti á óvart, eins og hann hafði reyndar lofað. Stjórn hans verður skipuð sjö nýjum ráðherrum og ellefu ráðherrar í stjórn Gro Harlem Brundtland voru á ráðherralistanum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 738 orð

Nauðsynlegt að fólk kynnist innbyrðis

AÐ FERÐAGLEÐINNI standa óháð samtök innan ferðaþjónustunnar en margir leggja þar hönd á plóg. Hátíðin stendur í tvo daga og er hápunktur hennar þegar aðilar innan ferða- og veitingaþjónustu eru heiðraðir fyrir störf í þágu atvinnugreinarinnar. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nýr meirihluti í Kjalarneshreppi

MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Kjalarneshrepps klofnaði í gær og gengu tveir fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks til samstarfs við tvo fulltrúa F-lista, sem áður voru í minnihluta. Í minnihluta er nú einn fulltrúi af D-lista. Nýi meirihlutinn hyggst vinna að endurskipulagningu fjármála hreppsins og stuðla að aukinni samvinnu eða sameiningu við nágrannasveitarfélög. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 28 orð

OPIÐ hús verður hjá Samtökum um kvennaathvarf í Lækjargötu 10

OPIÐ hús verður hjá Samtökum um kvennaathvarf í Lækjargötu 10 í dag, laugardaginn 26. október, kl. 11­13. Að þessu sinni kynna starfskonur Kvennaathvarfsins innra starf í athvarfinu. Allir velkomnir. Meira
26. október 1996 | Miðopna | 350 orð

Orðið hluti af reynslunni

FYRSTU mánuðina hugsaði maður um lítið annað. Þetta var auðvitað hræðilegt en núna eru þessir atburðir orðnir hluti af reynslunni sem maður verður að lifa með," segir Guðný Margrét Kristjánsdóttir. Hún var gestkomandi að Tjarnargötu 7 og lenti í snjóflóðinu en var grafin upp þegar tæpir átta tímar voru liðnir frá því flóðið féll. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 93 orð

Óbreytt útvegsstefna

KARL Eirik Schjøtt-Pedersen tók við starfi sjávarútvegsráðherra af Jan Henry T. Olsen en lagði áherslu á að koma sín í ráðuneytið myndi ekki marka straumhvörf; sjávarútvegsstefnan yrði óbreytt. Aðspurður um afstöðu sína til deilna Íslendinga og Norðmanna um veiðar í Smugunni og síldarsmugunni svaraði Schjøtt-Pedersen: "Ég verð að setja mig betur inn í þau mál. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Poppmessa í Vídalínskirkju

EFNT verður til fyrstu poppmessu vetrarins í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudagskvöldið 27. október nk. kl. 20.30. Þessi athöfn einkennist af léttri sveiflu í helgri alvöru, segir í fréttatilkynningu. Gospelbandið Nýir menn sér um tónlist. Sönghópurinn Hljómeyki syngur tvo stutta kafla úr messu eftir Hjálmar H. Ragnarsson undir stjórn Bernards Wilkinsons. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Rafmagnsveitan kynnir starfsemi sína

RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur mun halda kynningu fyrir almenning á starfsemi sinni í Kringlunni í Reykjavík dagana 28. október til 2. nóvember næstkomandi. Verður þjónusta Rafmagnsveitunnar kynnt í veglegum sýningarbás sem verður á 2. hæð Kringlunnar. Er þetta liður í þeirri viðleitni Rafmagnsveitu Reykjavíkur til að halda sem bestu sambandi við viðskiptavini sína, rafþegana. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 320 orð

Reykjavík og Kjalarnes ræða sameiningu

REYKJAVÍKURBORG og Kjalarneshreppur hafa ákveðið að skipa nefnd til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðu í lok nóvember. Borgarstjóri segir sameiningu skapa nýja möguleika í þróun búsetu á svæðinu. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Samhjálp kvenna

KRISTBJÖRG Þórhallsdóttir kynnir samtökin Samhjálp kvenna á Íslandi og starfsemi hliðstæðra samtaka víða um heim á fundi í Samhjálp, félagsskap kvenna sem fengið hafa krabbamein í brjóst. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld, 28. október, og stendur frá kl. 20 til 22. Hann verður haldinn í húsnæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis að Glerárgötu 24, 2. hæð. Meira
26. október 1996 | Landsbyggðin | 85 orð

Sex ára börnum gefnir hjálmar

Vogum-Lionsklúbburinn Keilir og Lakkhúsið gáfu nýlega öllum nemendum í 1. bekk Stóru-Vogaskóla hjólahjálma. Kjartan Hilmisson, formaður Keilis, segir að fólk geri sér sífellt meiri grein fyrir hvað hjálmur er mikið öryggi og þess vegna hafi Lionsmenn ákveðið að gefa einum aldurshópi barna hjálma, alls 16 börnum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Síki í Vatnsmýrinni

Morgunblaðið/Árni Sæberg Í VATNSMÝRINNI er verið að grafa síki umhverfis friðlandið, sem þar er. Að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, á að veita fuglunum, sem þar verpa algeran frið yfir varptímann á vorin. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 54 orð

SKÁKSKÓLI Íslands byrjar með ný námskeið vikuna 28. október ti

SKÁKSKÓLI Íslands byrjar með ný námskeið vikuna 28. október til 2. nóvember. Hvert námskeið stendur í 6 vikur og kennt er í byrjendaflokki, almennum flokki, framhaldsflokki og sérstökum stúlknaflokki. Aðsókn að námskeiðum skólans í haust hefur verið mjög góð, segir í fréttatilkynningu. Skráning á námskeiðin fer fram í síma Skákskóla Íslands virka daga kl. Meira
26. október 1996 | Miðopna | 872 orð

Skilur eftir djúp spor

Flateyringar minnast í dag þeirra tuttugu íbúa staðarins sem fórust í snjóflóðinu fyrir réttu ári. Magnea Guðmundsdóttir fyrrverandi oddviti segir að atburðirnir skilji eftir djúp spor. Margt hafi verið gert á þessu ári en þó séu enn mörg mál óleyst. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Starfsemi hefst um mánaðamótin

SAMNINGUR Hrossaræktasamtaka Suðurlands og landbúnaðarráðuneytisins um rekstur Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti var undirritaður í gær. Gildistími samningsins er til 5 ára en starfsemi hefst 1. nóv. næstkomandi. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Stefnt að sameiningu ÍSÍ og ÓÍ innan árs

FULLTRÚAR héraðs- og sérsambanda leggja fram tillögu á íþróttaþingi Íþróttasambands Íslands á Akranesi í dag þess efnis að samþykkt verði að stefna að sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar Íslands innan árs. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Stefnu í heilbrigðismálum mótmælt

HALDINN var útifundur á Ingólfstorgi á degi Sameinuðu þjóðanna undir kjörorðinu "Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi". Fundurinn var skipulagður af Húmanistahreyfingunni á Íslandi en mörg samtök stóðu að fundinum og voru ræðumenn frá nokkrum þeirra. Í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Fundurinn mótmælir þeirri stefnu sem ríkt hefur að undanförnu í heilbrigðismálum. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Stolið frá Pósti og síma

Stolið frá Pósti og síma BROTIST var inn hjá Pósti og síma við Sölvhólsgötu í fyrrinótt og stolið þaðan tugum GSM-síma. Mikið var rótað í húsinu, að sögn lögreglu, en ekki er vitað hverjir voru að verki. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Stórkaupmenn íhuga að fara í mál við ríkið

STÓRKAUPMENN íhuga málshöfðun á hendur ríkinu til að fá til baka vörugjöld, sem þeir telja sig hafa ofgreitt vegna þess að ríkið áætlaði heildsöluálagningu á innfluttar vörur þar til í sumar. Ísland hefur nú viðurkennt, í samkomulagi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem undirritað var á fimmtudag, að tvö ákvæði laga um vörugjald hafi brotið samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Teknir á stolnum bíl

FJÓRIR piltar voru teknir á stolnum bíl á Sogavegi aðfaranótt föstudags. Fíkniefni fundust á einum piltanna og auk þess voru tæki til innbrota í bílnum. Piltarnir voru færðir í fangageymslur og segir lögreglan hugsanlegt að þeir hafi átt þátt í nokkrum innbrotum að undanförnu. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 60 orð

TILEINKA konur sér tölvutæknina síður en karlar? Ef svo er, hvers veg

TILEINKA konur sér tölvutæknina síður en karlar? Ef svo er, hvers vegna? Er tölvukennsla í skólum löguð að þörfum stráka? Í dag, laugardaginn 26. október, verður Ragnhildur Helgadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Laugardagskaffi í húsnæði Kvennalistans að Austurstræti 16, 3. hæð (gengið inn frá Pósthússtræti). Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Tillagna að vænta frá einkavæðingarnefnd

EINKAVÆÐINGARNEFND ríkisstjórnarinnar mun á næstunni leggja fram tillögur sínar varðandi Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi, en verðbréfafyrirtækið Skandia hefur skilað nefndinni skýrslu um heildarúttekt á fyrirtækinu, möguleikum þess og starfsumhverfi. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Tölvuskráning útlána

TÖLVUSKRÁNING útlána á Amtsbókasafninu á Akureyri hófst í vikunni, en unnið hefur verið að tölvuvæðingu safnsins í 3-4 ár. "Þetta er stór áfangi fyrir okkur, við höfum unnið svo lengi að því að ná honum," sagði Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Varað við fjölgun tóbakstegunda

AÐALFUNDUR Félags íslenskra heimilislækna var haldinn á Akureyri nýlega og var þar samþykkt eftirfarandi ályktun gegn tóbaksreykingum: "Tóbaksnotkun er ein alvarlegasta farsótt nútímans. Árlega granda reykingar um 3 milljónum manna í heiminum. Sú tala fer vaxandi og er áætluð verða um 10 milljónir árið 2025. Árlega deyja a.m.k. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 723 orð

Var andvígur NATO og ESB en söðlaði um THORBJØRN Jagland, nýr forsætisráðherra Noregs, aðhylltist róttæka vinstristefnu og

Thorbjørn Jagland fæddist í Drammen, skammt frá Ósló, 5. nóvember árið 1950 og nam hagfræði við Óslóarháskóla. Hann komst fyrst til áhrifa í Verkamannaflokknum árið 1977 þegar hann var kjörinn formaður AUF, ungliðahreyfingar flokksins. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Verkafólk Munchs á Listasafni

Á VÆNGJUM vinnunnar er yfirskrift sýningar á verkum norska listmálarans Edvards Munchs sem opnuð verður í Listasafni Íslands 9. nóvember næstkomandi. Á sýningunni verða 65 verk, sem fengin eru að láni frá Munch-safninu í Osló. Munu verkin sýna lítt þekkta hlið á listamanninum en þau bera vott um áhuga hans á erfiðisvinnu og lífi verkafólks. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Verum saman leikum saman

VERUM saman, leikum saman var yfirskrift þemaviku sem staðið hefur yfir í Lundarskóla á Akureyri en þá var vikið frá hefðbundinni stundarskrá og unnu börnin og kennarar þeirra að margvíslegum verkefnum. Hörður Ólafsson skólastjóri sagði að vel hefði tekið til, en tilgangurinn væri m.a. að auka og efla samstarf meðal nemenda skólans. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 52 orð

Vilja frjálsa samkeppni

ÚTFARARSTJÓRAR á Spáni efndu til mótmæla í Madrid á fimmtudag og óku vögnum sínum um miðborgina til að leggja áherslu á kröfur sínar um að komið verði á algerlega frjálsri samkeppni í þjónustugreininni. Hafa útfararstjórarnir bundist samtökum um að efna til allsherjarverkfalls taki ríkisstjórnin ekki skjótt á máli þeirra. Meira
26. október 1996 | Smáfréttir | 31 orð

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu fagnar 25 ára afmæli í dag, laugardaginn

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu fagnar 25 ára afmæli í dag, laugardaginn 26. október, milli kl. 17 og 19 á efri hæð veitingahússins Sólon Íslandus við Bankastræti. Ávarp flytur Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður VÍK. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Vinnuvikan hvergi í Evrópu jafn löng og hér

VINNUVIKAN er hvergi í Evrópu jafn löng og hér á landi og munar átta og hálfri klukkustund á vikulegum vinnutíma hér og að meðaltali í ríkjum innan Evrópusambandsins eða rúmlega fimmtungi. Hér á landi er vinnuvikan 47 tímar að meðaltali þegar kaffitímar hafa verið dregnir frá samkvæmt mælingum Kjararannsóknarnefndar, en er 38,5 stundir að meðaltali innan ESB. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Vistheimilinu Bjargi gefin peningagjöf

SIGRÚN Aðalbjarnardóttir og fjölskyldu gáfu nýlega Vistheimilinu Bjargi, sem er heimili fyrir geðfatlaða í eigu Hjálpræðishersins, peningagjöf að upphæð 1 milljón króna. Gjöfin var gefin til minningar um bróður Sigrúnar, Ingólf Aðalbjarnarson, sem dvalið hafði á heimilinu í 26 ár. Á myndinni, sem tekin var við afhendingu peningagjafarinnar, eru f.v. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Vímulaus æska íhugar kæru

"OKKUR er kunnugt um að undanfarið hefur verið hringt í fólk og það beðið að styrkja hóp foreldra unglinga, sem eru eða hafa verið í vímuefnaneyslu og jafnframt er nafn Vímulausrar æsku nefnt, enda störfum við innan þeirra samtaka. Hins vegar er engin slík söfnun í gangi og því ljóst að verið er að blekkja fólk til að láta fé af hendi rakna," sagði Stefán H. Meira
26. október 1996 | Erlendar fréttir | 46 orð

Yfir Ganymede

NÝJAR tölvumyndir af yfirborði Ganymede, fylgitungli Júpíters, hafa verið birtar. Eru þær unnar úr myndum sem Galileo-geimfarið tók yfir sama stað, annars vegar úr 9519 km fjarlægð 27. júní sl. og 10.220 km hæð 6. september. Blái liturinn út við sjóndeildarhring er óraunverulegur. Meira
26. október 1996 | Innlendar fréttir | 409 orð

Þrjátíu í áhöfnum björgunarvélanna

ÞRJÁTÍU varnarliðsmenn, sem eru í áhöfn tveggja Sikorsky- þyrla, einnar Orion eftirlitsvélar og einnar Hercules-eldsneytisvélar, tóku þátt í björgun japansks sjómanns á fimmtudag. Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins segir að kostnaður vegna hverrar ferðar sé aldrei reiknaður út sérstaklega og þar á bæ vildu menn ekki giska á kostnaðinn. Meira
26. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Þrjú tilboð í bygginguna

ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu kjallara Giljaskóla á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Tvö tilboðanna voru yfir áætluðum kostnaði Akureyrarbæjar. Tilboðin voru frá Hyrnu ehf., sem bauð 13.963.372 kr. í verkið sem er 107,4% af áætluðum kostnaði, SS-Byggi, sem bauð 12.514.904 kr. eða 96,2% af kostnaðaráætlun, og frá Spretti ehf., sem bauð 14.150.000 kr. Meira

Ritstjórnargreinar

26. október 1996 | Staksteinar | 344 orð

»Hækkaðar álögur á borgarbúa ÁRIÐ 1996 er þriðja árið, sem landsmenn búa v

ÁRIÐ 1996 er þriðja árið, sem landsmenn búa við tiltölulega stöðugt verðlag ­ segir í grein, sem birt er í "Af vettvangi", fréttablaði Vinnuveitendasambands Íslands. Þetta skeið stöðugleika tók við af löngu tímabili hárrar verðbólgu, svo löngu að það verður að fara ein 40 ár aftur í tímann til að finna jafn langt stöðugleikaskeið. Meira
26. október 1996 | Leiðarar | 653 orð

leiðariÁBYRGÐ LÁNARDROTTNANNA KULDASÖFNUN heimilanna er að

leiðariÁBYRGÐ LÁNARDROTTNANNA KULDASÖFNUN heimilanna er aðkallandi vandi hér á landi. Íslenzkar fjölskyldur skulda meira en fjölskyldur í flestum nágrannalöndum og spara minna. Meira

Menning

26. október 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Afhending Laxnessverðlauna

-textiBÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness voru afhent í Sigurjónssafni á þriðjudaginn. Fjölmenni mætti til afhendingarinnar og gladdist með Skúla Birni Gunnarssyni sem hlaut verðlaunin fyrir smásagnasafn sitt Lífsklukkan tifar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KJARTAN Örn Ólafsson og AuðurLaxness ræða saman. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Brandon braggast vel

ÞEGAR Pamela Lee Anderson er ekki spriklandi í sjónum að bjarga fólki úr sjávarháska í sjónvarpsþáttunum Strandvörðum, sinnir hún móðurhlutverkinu af kappi. Hér sést hún ásamt vinkonu sinni á ströndinni í Malibu. Brandon, sonur hennar og trommarans Tommys Lees, virðist braggast vel og unir sér vel í móðurfaðmi. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Fótafimi á upp skeruhátíð

KNATTSPYRNUMENN og konur gerðu sér glaðan dag á uppskeruhátíð KSÍ sem haldin var á Hótel Íslandi um síðustu helgi. Meðal skemmtiatriða var bítlasýning hússins og Radíusbræður fóru með gamanmál. Eftir að verðlaun höfðu verið veitt dönsuðu fótafimir fótknattleiksmenn út í nóttina við undirleik hljómsveitarinnar Sixties. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 172 orð

Hnetuhringir eyðilögðu líf hans

"ÉG VAR nær dauða en lífi eftir að ég hafði borðað hnetuhringi," segir hinn ofurnæmi Norðmaður Espen Gaarstad frá Ósló. Hann þolir hvorki egg, fisk, baunir né hnetur og það hafði skelfilegar afleiðingar þegar hann smakkaði á nýrri tegund hnetunasls fyrr á þessu ári þar sem hann hélt að ósköp venjulegir kartöfluhringir væru á ferðinni. Ofnæmisviðbrögðin létu ekki á sér standa. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Hundur Drew fyrir bíl

HJARTA bandarísku leikkonunnar Drew Barrymore tók hræðslukipp þegar hundur hennar varð fyrir bíl nýlega. Til allrar hamingju slapp hvutti óskaddaður frá ákeyrslunni og svo virðist sem Drew hafi tekið atvikið mun meira nærri sér. Á myndinni skimar hún eftir bílnum sem ók á hundinn en hann stakk af eftir slysið. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 137 orð

Orðrómur um óléttu Demi

DEMI Moore var í uppáhaldshlutverki sínu, móðurhlutverkinu, þegar sást til hennar nýlega að sækja börn sín í skólann. Demi, sem lagði mikið á sig til að komast í gott form fyrir myndina "Striptease", virðist hafa bætt á sig nokkrum kílóum að nýju og ýtir þar með undir þann orðróm að hún eigi von á fjórða barni sínu og Bruce Willis eiginmanns hennar. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 170 orð

Prinsinn og Katja slíta samvistum

FYRIRSÆTAN fyrrverandi, Katja Storkholm Nielsen, hefur tilkynnt að sambandi hennar og Friðriks krónprins Danmerkur sé lokið en það stóð í tvö og hálft ár. Svo virðist sem Katja, sem nú vinnur sem símadama í fyrirtæki föður síns, og Friðrik hafi vaxið hvort frá öðru síðan hann gekk í herinn fyrr á þessu ári. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 169 orð

Reeve mættur til vinnu

BANDARÍSKI leikarinn Christopher Reeve, sem þekktastur er fyrir leik sinn í hlutverki Ofurmennisins og lamaðist þegar hann féll af hestbaki fyrir 16 mánuðum, hefur tekið upp þráðinn í kvikmyndabransanum og nú öfugu megin myndavélarinnar, í leikstjórastól. Myndin, "In the Glooming", er um ungan eyðnismitaðan mann og er gerð fyrir sjónvarp. Meira
26. október 1996 | Fólk í fréttum | 130 orð

Tískusýning á Unglist

TÍSKUSÝNING nemenda í Iðnskólanum í Reykjavík, Förðunarskóla Línu Rutar og Módelskóla Johns Casablancas, Föt ­ Hár ­ Förðun, fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í vikunni í tengslum við Unglist, listahátíð ungs fólks. Um 350 manns mættu á sýninguna og var gerður góður rómur að því sem fyrir augu bar. Meira

Umræðan

26. október 1996 | Aðsent efni | 1040 orð

Aðgerðir gegn launamun kynja

HJÁ Reykjavíkurborg stöndum við á þröskuldi nýrra tíma. Um miðjan október kynnti borgarstjóri niðurstöður könnunar á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg sem sýna að konur fá 14% lægri laun en karlar eftir að búið er að jafna út áhrifin af mismunandi starfsaldri, starfsgrein og fleiri þáttum sem hafa áhrif á laun. Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 878 orð

Að nota fjárlagahalla sem skálkaskjól

TILLÖGUR menntamálaráðuneytisins um að skerða gífurlega rekstrarfé Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) reka mig út á ritvöllinn. Tilvist og efling skólans er nú mesta hagsmunamál íbúa Suðausturlands. Það er fullvissa mín að enginn einn málaflokkur hefur jafn víðtæk og jákvæð áhrif á byggðaþróun og möguleikar fólksins til að stunda nám heima í héraði sem lengst. Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 733 orð

Cellulite eða appelsínuhúð

UNDIRRITUÐ var stödd í snyrtivöruverslun í Reykjavík í þessum mánuði og varð vitni að því þegar afgreiðslustúlka verslunarinnar var að selja krem frá virtum snyrtivöruframleiðanda sem að sögn hennar myndi losa hana við óvelkomna "lærapoka" og hreinsa út eiturefni úr vöðvunum! Konur vilja ólmar stytta sér leið í átt að grönnum líkama og þess vegna eru framleidd ógrynnin öll af skyndilausnum sem Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 464 orð

Er SSH peningasóun?

AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) var haldinn 19. október síðastliðinn. Þar var m.a. lögð fram skýrsla nefndar um endurskoðun samtakanna. Að okkar mati tók nefndin ekki á kjarna málsins, þ.e. hvort það sé raunverulegur vilji fyrir því meðal sveitarfélaganna að efla þennan samstarfsvettvang. Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 663 orð

Geðheilbrigðismál í Noregi

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA fyrir einstaklinga með geðræn vandamál er að öllu jöfnu mjög vel skipulögð í Noregi. Allir sjúklingar sem leita til sjúkrahúsa og göngudeilda í Noregi eiga kröfu á að fá meðferð innan sex mánaða. Geðsjúkrahús eru í öllum sýslum landsins og göngudeildir sem meðhöndla geðræn vandamál eru við öll sýslusjúkrahús í landinu. Meira
26. október 1996 | Bréf til blaðsins | 591 orð

Hér þarf þjóðarvakningu

VIÐ birtum hér grein eftir roskinn og reyndan blaðamann í Svíþjóð, Gunnar Rossel að nafni. Tvær ástæður eru til þess að þessi grein er valin til birtingar. Önnur er sú að hér er málstaður bindindis túlkaður svo að við getum það ekki betur. Hin ástæðan er sú að Rossell er útlendur maður og tekur afstöðu eftir viðhorfum og reynslu í sínu landi. Meira
26. október 1996 | Bréf til blaðsins | 226 orð

Hvernig keyrir þú, Reykvíkingur?

AF HVERJU beygir þú út á aðalbraut beint fyrir framan nefið á mér, þannig að ég verð að snöggbremsa til þess að keyra ekki á þig? Þegar ég gef stefnuljós til að komast út af hringtorgi, Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | -1 orð

List á landsfundi

Stjórnmálaflokkarnir eru ekki þekktir fyrir að ota fram list og mennt af krafti á málþingum og landsfundum, nema kannski helst þeir lengst til vinstri. Sem eins og sér til framdráttar hafa víðast slegið eign sinni á þessi atriði á mannlífsvettvangi. Meira
26. október 1996 | Bréf til blaðsins | 477 orð

Manchester ­ Reykavík

HVÍLÍK vitfirring! Að heyra enn eina söguna um hvernig landinn hagar sér um leið og hann kemst út fyrir landsteinana. Kaupæðið tekur öll völd. Um daginn eða þann 12. október fór hópur fólks út til Manchester í dagsferð í boði olíufélaganna. Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 650 orð

Stjórnsýsludómstóll eða sérstakur stjórnsýsluumboðsmaður

Stjórnsýsludómstóll eða sérstakur stjórnsýsluumboðsmaður Tímabært er, segir Þorgils Óttar Mathiesen, að stofna stjórnsýsludómstól. UNDANFARNAR vikur og mánuði hafa bæjarmálin í Hafnarfirði verið mikið til umræðu einsog svo oft áður. Meira
26. október 1996 | Aðsent efni | 1270 orð

Þótt náttúran sé lamin með lurk...

MÖRG dæmi eru um það hversu illa tekst til þegar mannskepnan ­ viljandi eða óviljandi ­ bætir framandi lífverutegund í vistkerfi einhvers staðar á jörðinni. Hérlendis má benda á minkinn, sem fluttur var til landsins sem loðdýr 1931 en slapp fljótlega úr haldi og olli talsverðri röskun í lífríkinu, einkum fyrst í stað. Meira

Minningargreinar

26. október 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Árni Pétursson

Fyrstu kynni mín af Árna urðu fyrir fimm árum. Fyrir framan mjólkursöluna í Hlíðaskóla. Ég var þá ellefu ára óþekktarormur, hann kennari í gagnfræðideildinni. Eitthvað var ég að gera sem féll í grýttan jarðveg hjá aðstoðarskólastjóranum, þ.e.a.s. Árna, og biður hann mig um að fylgja sér. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNI PÉTURSSON

ÁRNI PÉTURSSON Árni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Árný Svala Kristjánsdóttir

Nú kveð ég þig, elsku amma mín. Mér sem þykir svo vænt um þig. Bara að ég hefði fengið svolítið meiri tíma með þér, ég átti eftir að segja þér svo margt. En að því er ekki spurt, öll þurfum við að lokum að fara á Drottins fund. Loksins fékkst þú hvíldina sem þú þráðir svo. En ég veit að þú verður ávallt hjá mér og stelpunum mínum, þér sem þótti svo vænt um langömmutelpurnar þínar. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 30 orð

ÁRNÝ SVALA KRISTJÁNSDÓTTIR Árný Svala Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1. janúar 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

ÁRNÝ SVALA KRISTJÁNSDÓTTIR Árný Svala Kristjánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1. janúar 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. október síðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Ásta Þorsteinsdóttir

Elsku Ásta. Að leiðarlokum langar mig að þakka allar okkar samverustundir. Þú varst mér svo einstaklega kær. Öll mín bernskuár eru svo ljúf í minningunni. Ég vildi geta sagt þér hversu vel mér leið í sveitinni hjá þér. Þökk sé þér, Ásta mín. Ég kom eins og farfuglarnir á vorin, dyr þínar stóðu mér ætíð opnar og kunni ég svo sannarlega að meta það. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 403 orð

Ásta Þorsteinsdóttir

Mágkona mín elskuleg, hún Ásta, er látin. Ásta var glaðleg, hjálpsöm og félagslynd. Hún hafði yndi af dýrum og hafði áræði og handlag til að hjálpa skepnum þegar á þurfti að halda. Ung lofaðist hún Gísla Hjartarsyni, Efri-Rauðsdal á Barðaströnd. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 130 orð

Ásta Þorsteinsdóttir

Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst: hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld, í sorg og þrautum. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 132 orð

ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR

ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR Ásta Þorsteinsdóttir frá Efri-Rauðsdal á Barðaströnd fæddist í Litluhlíð á Barðaströnd 10. mars 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Finnbogadóttir ljósmóðir og Þorsteinn Ólafsson bóndi í Litluhlíð og var Ásta yngst ellefu barna þeirra. Hinn 25. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 112 orð

Ásta Þorsteinsdóttir Elsku amma mín. Það er sárt að missa þá sem maður elskar og það er sárt að sakna en nú veit ég að þér

Elsku amma mín. Það er sárt að missa þá sem maður elskar og það er sárt að sakna en nú veit ég að þér líður vel hjá afa. Það var svo gott að fá að alast upp hjá þér í sveitinni, mín fyrstu sex ár umvafin ást og kærleika. Ég ætla að gera það sem þú baðst mig um þegar ég var lítil, að láta loga á útskorna kertinu þínu þegar þú yrðir jarðsett. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 246 orð

Björn Björnsson

Á dimmum haustdegi situr lítil stúlka við gluggann og bíður eftir því að dagróðrabátarnir úr Hrísey komi fyrir eyjaroddann. Þeir koma einn af öðrum og svo kemur allt í einu ákveðinn bátur. Þá hverfur öll dimma því að þú varst að koma heim, pabbi minn. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Björn Björnsson

Þá var beðið eftir vorinu með enn meiri eftirvæntingu. Sólin virtist heitari og sumarið bjartara. Lítill snáði lagði uppí, að honum fannst, langt ferðalag. Alla leið útí Hrísey. Þar var annar heimur, náttúran svo nálæg, sjávarhljóð og söngur mófugla. Mannlífið einstakt, allir þekktu alla og vissu hvað hver gerði. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Björn Björnsson

Tengdafaðir minn, Björn Björnsson, er látinn. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum 30 árum þegar ég kynntist Baldvini elsta syni hans. Mér er efst í huga sú velvild sem hann og Guðrún kona hans sýndu mér og Helgu dóttur minni, þá fjögurra ára gamalli, þegar við komum inn í stóru fjölskylduna þeirra og sú velvild óx með árunum. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 108 orð

BJÖRN BJÖRNSSON

BJÖRN BJÖRNSSON Björn Björnsson var fæddur í Pálsgerði í Fnjóskadal 19. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Hrísey 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurrós Sölvadóttir, húsmóðir og Björn Árnason, bóksali. Þau eignuðust fimm börn. Hinn 17. nóvember 1945 giftist Björn eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Baldvinsdóttur, f. 8. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 225 orð

Geirmundur Júlíusson

Elsku afi okkar. Nú ert þú búinn að fá hvíldina sem þú þráðir, og farinn til ömmu sem hefur beðið þín. Minning okkar um afa er bundin Hnífsdal, og ef ég tala um afa kemur amma líka upp í hugann því þau voru eitt. Regína amma og afi bjuggu í mörg ár á Strandgötunni í Hnífsdal eða þar til þau fluttu fyrir nokkrum árum að Hlíf á Ísafirði, en amma lést 23. júní 1994. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 200 orð

Geirmundur Júlíusson

Þá hefur þú fengið hvíldina, Geirmundur minn. Eftir 88 ára lífsbaráttu. Lífið á Ströndum var enginn dans á rósum. Það báru hendur þínar vitni um; sigggrónar, stórar og æðaberar. Örvar Dóri var alveg heillaður af þeim, strauk þær oft og varð tíðrætt um þær og reyndar aldur þinn líka. Allt sem var gamalt var miðað við þig. Hann sagði oft við mig: "Var Geirmundur til í gamla daga. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 523 orð

Geirmundur Júlíusson

Í dag er kvaddur góður vinur minn og frændi Geirmundur Júlíusson. Hann fór ársgamall í fóstur til afa síns og ömmu, Geirmundar Guðmundssonar og Sigurlínu Friðriksdóttur. Var hann borinn í poka frá Fljótavík yfir Tunguheiði og Kjöl yfir í Stakkadal í Aðalvík. Þar var hann í tvö ár, eða þar til hann flutti með þeim að Borg í Skötufirði og átti heima þar næstu tvö árin. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 247 orð

Geirmundur Júlíusson

Elsku afi. Nú ert þú búinn að fá hvíldina og farinn á vit ljóssins, þar sem hún amma bíður þín. Þegar fregnin kom um að Geirmundur afi væri dáinn, komu ýmis minningarbrot upp í huga minn, þó svo að ég hafi nú ekki mikið umgengist þig, afi minn, þá er minningin góð. Til dæmis þegar ég var hjá ykkur ömmu í Ögri þegar þú vannst við að byggja bryggjuna. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 297 orð

Geirmundur Júlíusson

Í dag verður til moldar borinn elsku frændi minn, Geirmundur Júlíusson frá Atlastöðum í Fljótavík og ég minnist hans með miklum söknuði. Reyndist hann mér oft og tíðum sem faðir þegar ég missti móður mína 1950. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég fór fyrst að muna eftir mér í Geirmundarhúsinu. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Geirmundur Júlíusson

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Geirmundur afi, nú ert þú búinn að fá þína hinstu hvíld og hún Regína amma hefur örugglega tekið vel á móti þér. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 364 orð

GEIRMUNDUR JÚLÍUSSON

GEIRMUNDUR JÚLÍUSSON Geirmundur Júlíusson var fæddur á Atlastöðum í Fljótavík 4. mars 1908. Hann lést 17. okt. síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Foreldrar hans voru Júlíus Geirmundsson, f. 26. maí 1884 á Látrum í Aðalvík, d. 6. júní 1962, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18. júní 1884, d. 24. mars 1951. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 98 orð

Geirmundur Júlíusson Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku afi, við sendum

Elsku afi, við sendum þessa kveðju til þín þar sem við erum stödd erlendis og getum því ekki fylgt þér til hinstu hvílu. Kallið kom og þú kvaddir veru þína hér á jörð, en handan Gullna hliðsins beið hún amma eftir þér með útbreiddan faðminn. Við minnumst þín og ömmu með hlýju og söknuði í hjarta, en gleðjumst jafnframt yfir því að nú ert þú í góðum höndum og við vitum að þér líður vel. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Guðbjörg Ágústa Ólafsdóttir

Elskuleg frænka okkar, hún Gudda, hefur kvatt þennan heim. Í okkar huga var hún einstök kona, og frænka. Frænka, sem kom, hress og kát að vitja æskustöðvanna í Hrútafirðinum, þegar við vorum að alast upp. Við hlökkuðum alltaf til þegar von var á henni og Óla. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 357 orð

Guðbjörg Ágústa Ólafsdóttir

Þegar móðir mín hringdi og sagði að Guðbjörg Ólafsdóttir, Gudda, væri dáin runnu margar minningar í gegnum hugann. Þessi fregn kom þó ekki mjög á óvart því Gudda hafði í nokkur ár barist við alsheimer-sjúkdóminn. Gudda ólst upp hjá ömmu sinni á Bálkastöðum í Hrútafirði uns hún giftist Ólafi Stefánssyni frá Kolbeinsá. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 200 orð

GUÐBJÖRG ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR

GUÐBJÖRG ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR Guðbjörg Ágústa Ólafsdóttir fæddist að Fallandastöðum í Hrútafirði 4. janúar 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jóhannsdóttir og Ólafur Guðmundsson Bjargmann. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 301 orð

Harpa Einarsdóttir

Elsku Harpa mín. Þegar ég fékk þessa hörmulega frétt á sunnudagskvöldið að það hefði verið þú sem að lést í þessu hörmulega slysi varð ég harmi slegin. Við sátum öll við matarborðið og gátum ekkert sagt. Sennilega hugsuðum við öll það sama: Það getur ekki verið að hún Harpa okkar sé dáin. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 254 orð

Harpa Steinarsdóttir

Þau deyja ung sem æðri völd hafa ætlað stærri hlutverk. Ósanngirni er mikil þegar ung stúlka er hrifin á brott og send út í það óendanlega. Ég kynntist Hörpu Steinars eins og hún var alltaf kölluð fyrir þremur árum þegar ég bjó á Króknum. Harpa var ljúf og góð tilfinningavera sem gat grátið yfir því hvað heimurinn væri ósanngjarn. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 530 orð

Harpa Steinarsdóttir

Elsku Harpa mín, það eru fá orðin sem maður á þegar atburð sem þennan ber að höndum og ung stúlka í blóma lífsins er hrifin á brott. Maður situr bara og hugsar og fær ekki skilið hvernig þetta má ske. Það má með sanni segja að lífið geti verið harla ósanngjarnt. Fyrir tæpum tuttugu árum, nánar tiltekið 7. desember 1976 kl. 13.07, varð ég vitni að því í fyrsta sinn að sjá barn fæðast. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 172 orð

Harpa Steinarsdóttir

Elsku hjartans Harpa mín, ekki hvarflaði það að mér, vina mín, síðast þegar þú skrappst heim, að það væri í síðasta sinn sem ég sæi litlu stúlkuna mína. Ég var fyrir örfáum dögum búin að kaupa hálsmen sem þig hafði lengi langað í, og ætlaði ég að gefa þér þann 7. desember, þegar þú yrðir tvítug. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Harpa Steinarsdóttir

Ég mætti henni Hörpu í Kringlunni á föstudagsmorgni fyrir viku. Við héldum hvor í sína áttina til verkefna dagsins. Svo kom kvöld og nótt. En það kom ekki morgunn hjá Hörpu. Bjart bros hennar frá því við heilsuðumst morguninn áður hefur verið í huga mér síðan. Það minnti mig á fermingarárið hennar. Það minnti mig á lífsgleði, hlýleika og notalegheit. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 110 orð

Harpa Steinarsdóttir

Með söknuði og hryggð í hjarta kveðjum við kæran vinnufélaga, Hörpu Steinarsdóttur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 309 orð

Harpa Steinarsdóttir

Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halld.) Þegar fólk er ungt virðist lífið svo fullt af fyrirheitum, framtíðin óendanlega löng og dauðinn svo víðsfjarri. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Harpa Steinarsdóttir

"Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan." (Spámaðurinn.) Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hún Harpa okkar er dáin. Við viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Við kynntumst henni Hörpu fyrst í haust þegar hún hóf störf í Hagkaupi. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 61 orð

HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október

HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðmunda Kristjánsdóttir f. 10.4. 1945, og Steinar Skarphéðinsson f. 11.3. 1941. Systkini Hörpu eru: Helga, f. 11.11. 1963, Hafdís Halldóra, f. 26.6. 1965, og Hlín, f. 20.9. 1966. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 2486 orð

Jónas Sigurgeirsson

Hverjum manni, sem lifir langa ævi og býr til hinsta dags á ættarleifð sinni og fæðingarstað, hlýtur að vera það mikill hamingjuauki að lifa í sátt við samferðamenn sína og umhverfi. Þegar ég vil minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum og lít yfir æviferil hans, finnst mér þetta vera eitt af því sem honum hlotnaðist flestum mönnum fremur. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 306 orð

JÓNAS SIGURGEIRSSON

JÓNAS SIGURGEIRSSON Jónas Sigurgeirsson var fæddur á Helluvaði í Mývatnssveit hinn 4. desember 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 18. þessa mánaðar. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jónsson, bóndi á Helluvaði, f. 21. apríl 1876, d. 2. mars 1951, og Sólveig Sigurðardóttir, f. 30. mars 1871, d. 8. desember 1964. Hinn 20. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Ólafur Tómasson

Nú er Ólafur minn Tómasson, mágur móður minnar, Þórdísar Toddu, dáinn. Í þau ár sem við Ólafur þekktumst reyndist hann mér ávallt traustur og góður vinur þó aldursmunur okkar hafi verið mikill. Samskipti okkar voru traust og innileg og hittumst við nokkuð reglulega en að mínu mati alltof sjaldan. Veikindi hans báru frekar brátt að. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 27 orð

ÓLAFUR TÓMASSON Ólafur Tómasson fæddist á Sandeyri, Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp, 25. september 1921. Hann lést á

ÓLAFUR TÓMASSON Ólafur Tómasson fæddist á Sandeyri, Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp, 25. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. október síðastliðinn. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hugur minn reikar 35 ár aftur í tímann um samvistir okkar ömmu í Vestmannaeyjum. Fyrir gos er ég bjó í Eyjum var gott að koma til ömmu. Hún var alltaf hlýleg, brosmild og góð. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 235 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Elsku mamma mín, þú varst búin að vera svo veik. Svo fórstu á sjúkrahús í Vestmannaeyjum og það var alltaf léttir þegar var hægt að láta þér líða vel. Þú hresstist alltaf í öll þau skipti. Mamma mín, svo fórstu 27. september en þér hrakaði því miður, en nú eru öll veikindi búin. Við sitjum eftir með minningar um þig. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 54 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Hún langamma er dáin. Hún er nú komin til hans afa og Sigga sem henni þótti svo vænt um. Amma var alltaf svo góð. Það var gott að láta hana faðma sig. Við munum aldrei gleyma henni Siggu langömmu. Nú mun guð passa hana fyrir okkur. Sigurhanna Ágústa Ein arsdóttir, Guðmundur Grétar Einarsson. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Það var alltaf svo gaman að fara til Vestmannaeyja og fá að vera hjá ykkur afa. Þar snerist lífið og tilveran um Faxó eins og við krakkarnir kölluðum það. Þú hafðir alltaf svo gaman af að fylgjast með því sem við vorum að bralla, jafnvel tókst þátt í því og hlóst svo að öllu saman. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 492 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni, hvað það getur verið erfitt. Það er ekki bara að ég sé að kveðja móður mína, heldur vorum við bestu vinkonur, sem gátum alltaf haft stuðning hvor af annarri, trúað hvor annarri fyrir því sem við sögðum ekki öðrum, hlegið saman og grátið saman. Við vorum svo nátengdar. Mamma var aðeins þriggja ára þegar faðir hennar drukknaði við Vestmannaeyjar. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 381 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Elsku amma, okkur systurnar langar til að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig og við söknum þín nú þegar. Við eigum aldrei eftir að ganga inn um dyrnar á Faxó og sjá þig brosandi taka á móti okkur. Við sáum þig síðast á spítalanum og þó að erfitt væri að sjá þig svona mikið veika, þá þótti okkur gott að vera hjá þér. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 554 orð

Sigríður Ágústsdóttir

Í dag verður hún amma, Sigríður Ágústsdóttir, jarðsett frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Amma hafði átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma. Margt hefur verið lagt á ömmu um ævina. Hún var fyrir það fyrsta gift sjómanni, honum afa heitnum Einari Sveini Jóhannessyni sem var skipstjóri nær alla sína starfsævi. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 163 orð

SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR Sigríður Ágústsdóttir var fædd í Miðskála undir Eyjafjöllum 5. júní 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. október síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru Guðný Eyjólfsdóttir frá Miðskála undir Eyjafjöllum og Ágúst Sigurhansson frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Sigríður Ágústsdóttir Elsku langamma okkar. Nú ertu komin til Guðs og búin að hitta langafa og Sigga frænda og stjarnan þín er

Elsku langamma okkar. Nú ertu komin til Guðs og búin að hitta langafa og Sigga frænda og stjarnan þín er komin á himininn, við erum búnir að sjá hana. Það var alltaf svo gaman að hitta þig, þú gafst þér alltaf svo góðan tíma til að tala við okkur og svara spurningum okkar, Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 442 orð

Sigurjón Hákon Haukdal Andrésson

Um það bil sem geislar sólar eru að hætta að skína hér hjá okkur vestra, vetur gengur í garð og skammdegismyrkrið verður meira og meira, þá leggur afi upp í sína hinstu för. Afi var búinn að dvelja á sjúkrahúsi Ísafjarðar um stuttan tíma og nú síðast í Sjúkraskýli Þingeyringa áður en hann lést. Okkar langar til þess að minnast hans með nokkrum orðum. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 278 orð

SIGURJÓN HÁKON HAUKDAL ANDRÉSSON

SIGURJÓN HÁKON HAUKDAL ANDRÉSSON Sigurjón Hákon Haukdal Andrésson var fæddur á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði hinn 5. mars 1916. Hann lést í Sjúkraskýli Þingeyrar aðfaranótt 21. október síðastliðins. Sigurjón var þriðji í röð sjö barna hjónanna Ólafíu Jónsdóttur, f. 19. júlí 1882, d. 15. júlí 1979, og Andrésar Guðmundssonar, f. 24. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 154 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Sverrir, ég man fyrst eftir þér þegar ég var ný byrjuð í Gaggó. Beggi var að stríða mér og þú baðst hann að gefa mér "sjens". En árin liðu og við urðum góðir vinir. Maður skilur ekki hvernig svona ungur maður svo fullur af lífi getur farið svo fljótt. Nú ertu kominn í heim sem enginn lifandi maður veit hvernig er, en ég er viss um að þér líði vel, hvar sem þú ert. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Sverrir Karl Stefánsson

Elsku Sverrir Karl, ég trúði því ekki þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur, svo hress, kátur og glaður, það var alltaf svo stutt í bros þitt, þú varst svo listrænn, þú teiknaðir, samdir falleg ljóð og bjóst til svo fallegar hálsfestar. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Sverrir Karl Stefánsson Nú er Sverrir Karl, vinur okkar, farinn, farinn á staðinn sem allir fara einhvern tímann. Ég kynntist

Nú er Sverrir Karl, vinur okkar, farinn, farinn á staðinn sem allir fara einhvern tímann. Ég kynntist Sverri haustið 1994 en Tóti kynntist honum vorið 1995. Við vorum saman í Reykholtsskóla og áttum þar mjög góðar og glaðar stundir, því Sverrir átti auðvelt með að fá alla til að hlæja. Meira
26. október 1996 | Minningargreinar | 31 orð

SVERRIR KARL STEFÁNSSON Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13.

SVERRIR KARL STEFÁNSSON Sverrir Karl Stefánsson fæddist á Ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 18. október. Meira

Viðskipti

26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 211 orð

250 millj. boðnar út í nýju hlutafé

STJÓRN Flugleiða hf. samþykkti á fundi sínum í gær að nýta heimild aðalfundar félagsins frá því í vor til að auka hlutafé Flugleiða um 250 milljónir króna að nafnvirði. Ákveðið hefur verið að gengi til hluthafa á forkaupsréttartímabili 5. nóvember til 27. nóvember nk. verði 2,8, en ef forkaupsréttarhafar nýta sér rétt sinn ekki að fullu verður gengi bréfanna á almennum markaði 3,1. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Air France í bandalag með Delta og Continental

AIR FRANCE hyggst taka höndum saman með bandarísku flugfélögunum Delta Air Lines og Continental og ganga með þeim í bandalag, sem á að bæta aðstöðu franska félagsins í samkeppninni við önnur helztu flugfélög Evrópu. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Ísraelsk rannsókn á Murdoch

RUPERT MURDOCH hinn kunni fjölmiðlakóngur, segir að rannsókn ísraelskra yfirvalda á meintum skattsvikum hjá fyrirtæki hans, News Datacom Research, geti komið í veg fyrir erlendar fjárfestingar í Ísrael að sögn blaðsins Yedioth Ahronot. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Moulinex segir upp tæplega þriðjungi starfsmanna

FRANSKI heimilistækjaframleiðandinn Moulinex hyggst grípa til róttækrar endurskipulagningar á starfsemi sinni í Frakklandi, sem hafa mun í för með sér að um þriðjungi starfsmanna fyrirtækisins þar í landi verði sagt upp störfum. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Stærsta farþegaskipið afhent

BANDARÍSKA skemmtisiglingafyrirtækið Carnival Corporation hefur tekið við stærsta farþegaskipi heims og hyggst færa út kvíarnar í Asíu. Aðalframkvæmdastjóri Carnivals, Micky Arison, gerði grein fyrir fyrirætlunum þess þegar risaskipinu Carnival Destiny var opinberlega hleypt af stokkunum í Feneyjum. Skipið er 101.000 smálestir og hærra en Frelsisstyttan. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 639 orð

Vinnuvikan fimmtungi lengri en í ESB

ENGIN merki eru um að yfirvinna hér á landi fari minnkandi og raunar virðist lengd vinnutíma vera í litlum tengslum við það hvort þensla eða samdráttur er í atvinnulífi, afkoma atvinnulífsins góð eða slæm eða kaupmáttur launa hár eða lágur. Meira
26. október 1996 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Þjónusta íslenskra skattayfirvalda algjörlega óviðunandi

TÖLUVERÐUR munur er á skattalegu rekstrarumhverfi á Íslandi og víða erlendis, þar sem hægt er að fá úrskurði fyrirfram um skattalega meðferð á þremur til fjórum vikum. Þetta getur skipt sköpum um val á staðsetningu fyrirtækja og jafnframt verið forsenda fyrir því að samningar náist. Meira

Daglegt líf

26. október 1996 | Neytendur | 78 orð

100 tegundir vítamína og bætiefna

FYRIRTÆKIÐ Cetus hefur sett á markað vítamín og bætiefni frá fyrirtækinu Power Health. Er um hundrað mismunandi tegundir að ræða og meðal nýjunga t.d. efnið Citrin sem á að skerða löngun fólks í sætindi. Þá er sérstök blanda kölluð Man Power en hún á að hafa áhrif á kynkirtlastarfsemi og minnka áhrif streitu. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 540 orð

98% verðmunur á papriku milli verslana

KÍLÓIÐ af papriku er á misjöfnu verði um þessar mundir. Í fyrradag voru allir litir af papriku á 399 krónur kílóið í Bónusi, hjá Nóatúni var grænt paprikukíló á 679 krónur og hinir litirnir á 789 krónur kílóið. Hjá 10­11 var sama uppi á teningnum græn paprika á 678 krónur kílóið en aðrir litir á 788 krónur. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 876 orð

Býr sjálf til Camembert-ost, fetaost, kotasælu og jógúrt

ÞEIR sem koma í heimsókn á Sæból á Ingjaldssandi fá eflaust að bragða á Camembert-osti sem Elísabet Pétursdóttir hefur búið til. Hún hefur nú á annað ár fikrað sig áfram með að nýta umfram mjólk í ostagerð og með góðum árangri, fer létt með að búa til fetaost, kotasælu og camembertost. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 402 orð

Eru krakkabrauð eins holl og grófu brauðin?

ÞORBJÖRG Gunnarsdóttir hafði samband og vildi vita hvort svokallað krakkabrauð væri jafn hollt og af er látið og hvort sams konar trefjar væru í því og grófu brauði? Svar: Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, segir að í auglýsingum og kynningu á krakkabrauði sé því haldið fram að brauðið sé hollt eins og gróft brauð en bragðist eins og hvítt brauð. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 79 orð

Indverskir matardagar í Blómavali

Í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, standa Blómaval og heildverslun Karls. K. Karlssonar fyrir indverskum matardögum á græna torginu í Blómavali í Sigtúni og á Akureyri. Indverskir réttir verða matreiddir á staðnum og fólki boðið að smakka. Matreiddir verða réttir úr vörum frá Patak's frá klukkan 14­18 báða dagana. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 87 orð

Nýjar mjólkurumbúðir um land allt

ÞESSA dagana er verið að taka nýjar mjólkurumbúðir í noktun um land allt. Þetta er í fyrsta skipti sem mjólkursamlöglandsins undirforystu markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins standaí sameiningu aðnýju útliti umbúðanna. Í fréttatilkynningu frámjólkursamlögunum segir að léttmjólk, nýmjólk og rjómi séu fyrstu tegundirnar sem koma í þessum nýju umbúðum. Meira
26. október 1996 | Neytendur | 78 orð

Snyrtistofan Eygló 10 ára

SNYRTISTOFAN Eygló er tíu ára um þessar mundir og af því tilefni er veittur 20% staðgreiðsluafsláttur af allri almennri snyrtingu, þ.e.a.s. af andlitsbaði, húðhreinsun, handsnyrtingu, vaxmeðferð og litun. Tilboðið gildir líka fyrir gjafakort. Eygló Þorgeirsdóttir er eigandi stofunnar en hún rekur einnig sjúkranuddstofu og fótaaðgerðastofu á sama stað. Meira

Fastir þættir

26. október 1996 | Í dag | 368 orð

Að gefnu tilefni MORGUNBLAÐINU barst bréf frá aðila sem ekk

MORGUNBLAÐINU barst bréf frá aðila sem ekki treysti sér til að setja nafn sitt undir það. Yfirleitt er slíkum bréfum ekki sinnt, en þar sem höfundur þess efast m.a. um þekkingu umsjónarmanns krossgátu blaðsins á íslensku máli er nauðsynlegt að hið rétta komi fram. Í bréfinu stendur m.a., orð- og stafrétt: "Þann 27. september s.l. var m.a. þetta: 19 lóðrétt ­ skurðbrúnin. Meira
26. október 1996 | Dagbók | 2674 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 25.-31. október eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið v.d. kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
26. október 1996 | Í dag | 33 orð

ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 26. október, er fimmtugAnna

ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 26. október, er fimmtugAnna Bjarney Eyjólfsdóttir, Miðengi 9, Selfossi. Eiginmaður hennar er Ingvar Benediktsson. Anna er nú stödd í Gautaborg í Svíþjóð ásamt syni sínum sem gengst undir nýrnaaðgerð. Meira
26. október 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Valgerður Vilmundardóttir og Ólafur Friðrik Eiríksson. Heimili þeirra er á Glæsivöllum 20A, Grindavík. Meira
26. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. SigurgeirssyniJónína Þórðardóttir og Hjörtur Þorkell Reynarsson. Heimili þeirra er á Digranesvegi 74, Kópavogi. Meira
26. október 1996 | Í dag | 27 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. IngvasyniÞrúður Sturlaugsdóttir og Sigurður Þorleifsson. Heimili þeirra er á Austurgötu 17, Keflavík. Meira
26. október 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir ogRúnar Sigurður Sigurjónsson. Heimili þeirra er í Ásvöllum 1, Grindavík. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 581 orð

Bakið brauð og sparið

VARLA hefur það farið fram hjá neinum að hér a.m.k. sunnanlands hefur verið einmuna blíða. Haustið hefur farið hjá garði, ef svo má segja, og nákvæmlega ein vika í fyrsta vetardag þegar þetta er skrifað laugardaginn 19. október. Hér hefur einmana hrossagaukur verið á vappi sem neitar að trúa að sumarið sé liðið. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 102 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæing

Lokastaðan í hausttvímenningi félagsins varð þessi: Rafn Kristjánsson ­ Þorsteinn Kristjánsson587 Óli Björn Gunnarsson ­ Jón Steinar Kristinsson572 Baldur Bjartmarsson ­ Halldór Þorvaldsson543 Vilhjálmur Sigurðsson ­ Guðbjörn Þórðarson526 María Ásmundsd. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 69 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

Þriðja umferð í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 22. október og urðu úrslit eftirfarandi: Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson16 Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir14 Kristján Kristjánss. - Ásgeir Metúsalemss.7 Jónas Jónasson - Sigurður Freysson6 Staðan að þremur umferðum loknum er eftirfarandi: Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vignir Sigursveinsson og Sva

Vignir Sigursveinsson og Svala Pálsdóttir frá Bridsfélagi Suðurnesja sigruðu í Reykjanesmótinu í tvímenningi, sem fram fór fyrir nokkru. Þau fengu 50 yfir meðalskor en helztu keppinautarnir, feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason, sem einnig eru frá BS, fengu 43. Næstu pör: Herta Þorsteinsd. - Elín Jóhannsd.26Karl Einarsson - Karl G. Meira
26. október 1996 | Dagbók | 396 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 1101 orð

Drottning rókókóstílsins

Í þessum þætti fjallar Sigríður Ingvarsdóttir um Madame de Pompadour drottningu rókokóstílsins sem hafði sérstakt dálæti á postulíni LÚÐVÍK XV varð konungur fjórtán ára. Ungur kvæntist hann Maríu Lesczcinsku, dóttur Stanislas fyrrum Pólverjakonungs, drottningin var sex árum eldri en konungur. Fyrsta áratug hjónabandsins ól María bónda sínum tíu börn. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 787 orð

Geitaostur

GEITAOSTAR hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér og yfirleitt vel ég mér nokkra slíka af ostaborðum í Frakklandi, hvort sem er á veitingahúsum eða í verslun. Bragð geitaosta er töluvert frábrugðið bragði þeirra osta er unnir eru úr kúamjólk. Oft er sagt að þeir séu með "ullarbragði". Þeir eru yfirleitt skjannahvítir en geta verið nær hvernig sem er í laginu. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 1249 orð

Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn. (Jóh. 4.)

Guðspjall dagsins: Konungsmaðurinn. (Jóh. 4.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Rangæingakórinn syngur í messunni ásamt kór kirkjunnar. Prestur sr. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 636 orð

HESTAR Úrslit A-flokkur gæðinga.

Úrslit A-flokkur gæðinga. 1.Lokka frá Störtal og Jóhann G. Jóhannesson, 8,51/8,72. 2. Breki og Thyri Þórðarson, 8,35/8,59. 3. Máttur frá Króki og Daniel Berres, 8,37/8,53. 4. Sputnik frá Hóli og Kóki Ólason, 8,27/8,49. 5. Mökkur frá Varmalæk og Reynir Aðalsteinsson, 8,48/8,46. 6.-7. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 976 orð

Hjartað gullið bál

María stendur að leiksýningunni Svaninum í Borgarleikhúsinu sem fjallar meðal annars um villtu ástina í hjartanu. Gunnar Hersveinnborðaði með henni á veitingahúsinu Við tjörnina og hlýddi á orð hennar um eldinn. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 555 orð

Hvernig virkar lykkjan?

Lykkjan Spurning: Mig langar til að fá greinargóða útskýringu á því hvernig lykkjan virkar sem getnaðarvörn. Spurningin er öðrum þræði siðferðilegs eðlis, þ.e. hvort lykkjan komi í veg fyrir getnað eða hvort líf sé kviknað þegar hún fer að virka, m.ö.o. Meira
26. október 1996 | Í dag | 429 orð

ÍKVERJI tók eftir því í vikunni að hellulagningarmenn borg

ÍKVERJI tók eftir því í vikunni að hellulagningarmenn borgarinnar voru önnum kafnir við að endurgera Óðinstorg. Víkverja skilst að þar eigi að gera nýtt, gjaldskylt bílastæði. Bílaþvaga hefur einkum sett svip á Óðinstorg undanfarna áratugi og þannig verður það sjálfsagt áfram þótt nýju hellurnar hressi vonandi aðeins upp á torgið. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 804 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 872. þáttur

872. þáttur ORÐASAMBANDIÐ að vinna með dugir ekki með þolfalli, en er auðvitað jafnsjálfsagt með þágufalli. Við vinnum oft með einhverjum öðrum. Hitt, að "vinna með eitthvað, einhvern" heyrist því miður oft um þessar mundir og sést á prenti. Þetta virðist merkja aðfást við, vinna að, annast umog jafnvel nota. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 58 orð

Morgunblaðið/Arnór Reykjanesmótið í tvímenningi fór fram fyrir n

Morgunblaðið/Arnór Reykjanesmótið í tvímenningi fór fram fyrir nokkru í Kópavogi.Suðurnesjamenn komu, sáu og sigruðu og enduðu í fyrsta ogöðru sæti. Svala Pálsdóttir og Vignir Sigursveinsson urðu Reykjanesmeistarar en feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólasonurðu í öðru sæti. Myndin var tekin á spilakvöldi Bridsfélags Suðurnesja sl. Meira
26. október 1996 | Dagbók | 330 orð

Spurt er...

1) Gro Harlem Brundtland sagði af sér embætti forsætisráðherra Noregs í síðustu viku. Hvað heitir eftirmaður hennar? 2) Brundtland var ekki eini stjórnmálaforinginn á Norðurlöndum, sem gaf út yfirlýsingu um að kominn væri tími til að nýir menn tækju við. Formaður Alþýðubandalagsins sagði að hann mundi láta af formennsku í flokknum eftir 12 ár. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 677 orð

Tíska og táningar

Áhöld eru um hvort telpur eigi að leika hlutverk í tískuheiminum. Berglind Ingólfsdóttirsegir frá viðbrögðum þegar ungar stúlkur eru gerðar tælandi í auglýsingum. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 0 orð

(fyrirsögn vantar)

Hið árlega alþjóðlega skeiðmeistaramót var haldið á búgarðinum Harðarbóli í nágrenni Berlínar í Þýskalandi dagana 26. til 29. september s.l. Keppt var í A-flokki gæðinga slaktaumatölti, 150 og 250 metra skeiði, skeiðmeistarakeppni á þessum vegalengdum báðum, gæðingaskeiði og 100 metra fljúgandi skeiði. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

Valdimar Kristinsson Lítil hamingja en mikil vinnaÞRÍR formenn voru samankomnir ásamt öðrum hrossaræktarmönnum þegarHrossaræktarsamtök Suðurlands voru stofnuð á HótelSelfossi á sunnudag. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 481 orð

(fyrirsögn vantar)

EN ÞAÐ var fleira samþykkt á þessum sögulega fundi því fundarmenn virtust ekki hrifnir af nýju fyrirkomulagi sem tekið var upp við kynbótadóma á Íslandi þegar dómarar voru skildir að, bæði í byggingar- og hæfileikadómi. Meira
26. október 1996 | Fastir þættir | 188 orð

(fyrirsögn vantar)

Miðvikudaginn 23. október var spilaður einskvölds Monrad Barómeter, með þátttöku 44 para. Efstu pör urðu: Jón Hjaltason ­ Gylfi Baldursson258Snorri Karlsson ­ Ingi Agnarsson112Guðni Pétursson ­ Jón St. Gunnlaugsson107Baldvin Valdimarsson ­ Hjálmtýr Baldursson104Halldór Sigurðarson ­ Hlynur Tr. Meira

Íþróttir

26. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA UMFA 6 5 0 1 164 150 10STJARNAN 6 4 0 2 164 151 8SELFOSS 6 3 1 2 161 162 7FRAM 6 3 1 2 136 140 7KA 5 3 0 2 137 132 6ÍBV 6 3 0 3 146 1 Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 109 orð

FÉLAGSLÍF50 ára afmæli UMFB Á

Á morgun, sunnudag, heldur Ungmennafélag Bessastaðahrepps upp á 50 ára afmæli sitt. Klukkan 14 leika 5., 6. og 7. flokkur drengja og 6. flokkur stúlkna í knattspyrnu. Síðar um daginn verða veittar viðurkenningar þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í öllum íþróttagreinum sem iðkaðar eru hjá félaginu. Þá verður hreppsbúum boðið upp á kaffi, svaladrykki og kökur. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 135 orð

Herbert skoraði sigurkörfu Donar

LANDSLIÐSMAÐURINN Herbert Arnarson byrjaði vel í hollensku deildinni í körfuknattleik og gerði m.a. sigurkörfuna í fyrsta leik sínum með Donar sem vann Ide Trading 74:73 í fyrrakvöld. "Ég byrjaði ekki vel en úr rættist í seinni hálfleik og þá skoraði ég 10 stig," sagði Herbert við Morgunblaðið en alls var hann með 11 stig í leiknum, átti þrjár stoðsendingar, Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 528 orð

Julian Duranona ekki með með á móti Eistlendingum

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær landsliðshóp skipaðan 15 leikmönnum. Eiga þeir að taka þátt í tveimur landsleikjum gegn Eistlendingum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í Laugardalshöll föstudaginn 1. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember. Gerir hann talsverðar breytingar á hópnum frá viðureignunum gegn Grikkjum í byrjun þessa mánaðar. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 93 orð

Knattspyrna England 1. deild: Barnsley - Bolton2:2 Þýskland 1. deild: Hansa Rostock - St. Pauli3:1 Werder Bremen - Bayer

England 1. deild: Barnsley - Bolton2:2 Þýskland 1. deild: Hansa Rostock - St. Pauli3:1 Werder Bremen - Bayer Leverkusen1:1 Frakkland Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 36 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Bergsveinn Bergsveins.UMFA Guðmundur HrafnkelssonVal Aðrir leikmenn: Konráð OlavsonStjörnunni Björgvin BjörgvinssonKA Gústaf BjarnasonHaukum Dagur SigurðssonWuppertal Geir SveinssonMontpellier Gunnar Berg Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 349 orð

Mikil harka í Garðabæ

HART var barist í Garðabænum í gærkvöldi þegar Stjarnan fékk ÍBV í heimsókn og sigraði 30:26, sem skilar liðinu í annað sæti 1. deildar karla í handknattleik. "Við vissum að þeir yrðu erfiðir enda búnir að bíða lengi eftir þessum leik en við komum vel stemmdir til leiks," sagði Rögnvaldur Johnsen, Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 1360 orð

Ólýsanleg stemmning Ameríski fótboltinn er ein vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum. Green Bay Packers og San Francisco 49ers eru

Ameríski fótboltinn er ein vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum. Green Bay Packers og San Francisco 49ers eru með betri liðum í NFL-deildinni en Arnar H. Ottesen upplifði stemmninguna á leik liðanna í Green Bay. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 209 orð

PAVEL Kuka,

PAVEL Kuka, tékkneski landsliðsmaðurinn og miðherjinn hjá Kaiserslautern í Þýskalandi, er undir smásjánni hjá Southampton sem vonast til að fá kappann. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 120 orð

Rúnar áfram hjá Örgryte í Svíþjóð

RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gerir fastlega ráð fyrir að gera nýjan samning við Örgryte sem gildir til eins árs. "Gagnkvæmur vilji er að halda samstarfinu áfram," sagði Rúnar við Morgunblaðið í gær. "Ég fékk tilboð þar að lútandi en félagið er að skoða nokkur atriði nánar. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 488 orð

Samkomulag um að stefna að sameiningu ÍSÍ og ÓÍ innan árs

ÍÞRÓTTAÞING Íþróttasambands Íslands verður sett klukkan 10 fyrir hádegi í dag í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrir þinginu liggur m.a. tillaga um sameiningu ÍSÍ og Ólympíunefndar Íslands í ein heildarsamtök en breiðfylking fulltrúa héraðs- og sérsambandanna hefur náð samkomulagi um að leggja fram nýja tillögu sem gengur út frá því að sameining verði í síðasta lagi 1. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 162 orð

Stjarnan - ÍBV30:26

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, föstudaginn 25. október 1996. Gangur leiksins:1:0, 3:1, 4:4, 10:5, 10:7, 12:9, 14:10, 15:13, 18:16, 20:16, 21:18, 24:18, 25:22, 28:22, 28:24, 30:25, 30:26. Mörk Stjörnunnar: Hilmar Þórlindsson 8/1, Magnús A. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 221 orð

UM HELGINAHandknattleikur Laugardagur:

Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Digranes:HK - UMFA16 2. deild: Fylkishús:Fylkir - Hörður14.30 1. deild kvenna: Fylkishús:Fylkir - Valur16.30 Vestm.eyjar:ÍBV - Víkingur16.30 Sunnudagur: 1. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 72 orð

Ungur markvörður valinn í 16. sætið

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, ætlar að tilkynna 16. leikmanninn í landsliðshópinn vegna landsleikjanna gegn Eistlendingum eftir helgina. Í gær valdi hann 15 manna hóp til leikjanna tveggja um næstu helgi. "Ég tilkynni um sextánda manninn á mánudaginn. Það verður ungur og efnilegur markvörður," sagði Þorbjörn og var ófáanlegur til að nefna nafn. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | -1 orð

Vestmannaeyjabær kaupir eignir félaganna á 52 millj. kr.

Í VIKUNNI var undirritaður samningur milli Vestmannaeyjabæjar, Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélagsins Týs um aðkomu bæjarins að fjármálum íþróttahreyfingarinnar gegn því að félögin yrðu sameinuð í eitt félag. Meira
26. október 1996 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Þorkell Stjarnan í 2. sætiðSTJARNAN sigraði ÍBV með fjögurra marka mun í Garðabæ í gærkvöldi og er í öðru sæti 1. deildar karla íhandknattleik eftit sex umferðir. Hér skorar Sigurður Viðarsson fyrir heimamenn en Gunnar Berg Viktorssontil vinstri og Guðfinnur Kristmannsson koma engum vörnum við. Leikurinn/C4. Meira

Úr verinu

26. október 1996 | Úr verinu | 964 orð

Engin ofveiði á Flæmingjagrunni

ENGIN merki eru um ofveiði á rækju á Flæmingjagrunni og stofninum stafar ekki hætta af veiðunum. Eðlileg aldursdreifing er innan stofnsins, hrygningarstofninn mun vaxa á næsta ári. Nýliðun er óviss enn, en benda má á að skipin hafa haldið sig dýpra en áður. Meira

Lesbók

26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 184 orð

42. tölublað - 71. árgangur

í Reykjavík er 200 ára um þessar mundir. Af því tilefni kemur út saga hennar í tveimur bindum eftir sr. Þóri Stephensen. Fyrra bindið er um byggingarsögu kirkjunnar, sem spannar ótrúlega langan tíma og segir merkilega sögu um þjóðfélagsaðstæður, allsleysi og skort á verkmenningu. Gísli Sigurðsson hefur litið á bókina og unnið úr henni útdrátt um þessa sögu. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

AÐ VETRI

Ég man hve vorið kinn og enni kættimeð kossum sínum. ­ Frjáls og tær við balavar lækur smár að leika sér og hjalaog lofa daginn glaður sínum hætti. Nú fagnar jörðin sumri og sólarmætti.Hann sefar vind og lægir bitran kalaog víkur burtu völdum fárs og kvalaþess veðraböls er landið fyrrum sætti. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2554 orð

ALLT ER GOTT, ALLT GENGUR VEL

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem nýtt leikhús er stofnað og það er ekki einu sinni annan hvern dag að leikhús verður landsþekkt á einni nóttu ­ eða svo. En það gerðist eina vetrarnótt í því miðju gereyðingarstríði sem lífið er, Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 4978 orð

DÓMKIRKJAN Í REYKJAVÍK 200 ÁRA

Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið á sínum stað í tvær aldir. Hún hefur verið það hús sem löngum gnæfði yfir lágreista byggðina eins og sjá má á fjölmörgum teikningum frá síðustu öld. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1320 orð

FAÐIR POPPLISTAR, MINIMALLISTAR OG KONSEPTLISTAR

SÝNING á verkum Jaspers Johns í Museum of Modern Art í New York stendur til 21 janúar nk. Um er að ræða fyrstu ítarlegu úttekt á listferli listamannsins fram á daginn í dag. Á sýningunni eru um 225 verk eftir listamanninn. Listaverkin eru fengin að láni frá opinberum söfnum, einkasöfnum og einkaaðilum víðs vegar um heiminn. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 623 orð

FJÖLBREYTNIN Í FYRIRRÚMI Fjórða starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er að hefjast. MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR kynnti sér

FJÓRÐA starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er nú að hefjast. Fernir tónleikar eru á dagskránni og spanna þeir vítt svið í efnisvali, en markmið hljómsveitarinnar er að bjóða Norðlendingum upp á sem fjölbreyttasta tónlist. Meðal þess sem í boði er á starfsárinu eru alkunn verk eins og Eine kleine Nachtmusik Mozarts, 8. sinfónía Beethovens og Vatnasvítur Handels. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 330 orð

HANNA DÓRA Í TÖFRAFLAUTUNNI

HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona hefur verið ráðin til að syngja hlutverk fyrstu dömu í Töfraflautunni eftir Mozart við óperuna í Bonn í Þýskalandi. Frumsýningin var á dögunum en alls verða sýningarnar þrjátíu talsins, sú síðasta í júní 1997. Í samningi Hönnu Dóru felst lausráðning sem söngkonan kveðst vera hæstánægð með fyrsta kastið en hún lauk nýverið námi frá Berlín. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

HAUSTNÓTT

Mánaljós og silfur um safírbláa voga! Og senn er komin nótt. Það skelfur eins og strengur sé strokinn mjúkum boga. Og stjörnuaugun loga á djúpsins botni demantskært og rótt. En bráðum rísa vindar við yztu sævarósa, um unn og strendur lands. Og bylgjuföxin rís sem beðir hvítra rósa, og boðar norðurljósa í perluhvítum stormi stíga dans. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 359 orð

HUGLEIÐING UM LANDSLAG

HRÓLFUR Sigurðsson listmálari opnar sýningu á olíumálverkum, pastelmyndum og olíukrítarmyndum í Listasafni Kópavogs ­ Gerðarsafni í dag kl 15. Nokkur ný verk eru á sýningunni en flest eru þau frá undanförnum tveimur áratugum. Yrkisefni Hrólfs er, sem svo oft áður, íslenskt landslag. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

KVEÐJA TIL HELGA

Þín rödd var svo sérstök og tjáði vel hlýju þíns hjarta, í huga þér tengdir þú lífið við sólskinið bjarta. Sem náttúrubarn varstu næmur á lifandi strengi og náðir að túlka þá alla við vaxandi gengi. Þjóðin þín saknar en man þig og list þína lengi. Höfundurinn býr á Skagaströnd. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

LITIÐ YFIR VEGINN

Leikstjóri og handritshöfundur Andrzej Kondratluk. Aðalleikendur Iga Zembrzynska, Katarzyna Figura. Pólland 1995. PÓLVERJAR hafa löngum haft á að skipa afburða kvikmyndagerðarmönnum, einkum leikstjórum og tökumönnum og er þáttur þeirra á nýhafinni Kvikmyndahátíð í samræmi við það, þrjár myndir, forvitnilegar. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 291 orð

MARGMENNING Á BÓKASTEFNU

TJÁNINGARFRELSI og margmenning eru aðalefni á umræðufundum á 12. bókastefnunni í Gautaborg sem stendur til 27. október. Bókastefnan vekur spurningar um takmörk tjáningarfrelsis. Síðastliðið ár var Salman Rushdie heiðursgestur og umræðurnar snerust um hvernig ofstæki trúarbragða getur ógnað listrænu frelsi. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð

MUN BETRA AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU EN DÖNSKU

TÓNLISTARHÓPURINN Klakki frá Danmörku efnir til tónleika í Norræna húsinu í dag kl 17. Á efnisskrá er frumsamin tónlist, meðal annars við ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur og Sigurð Pálsson. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 643 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni

Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á verkum Matta frá Chile. Sýn. á verkum Kjarval í austursal til 22. desember. Við Hamarinn ­ Strandgötu 50, Hf. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Gunnar J. Straumland sýna til 3. nóv. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

ÓTTABLANDIN VIRÐING

LIV Ullman réðist á síðasta ári í það stórvirki að kvikmynda skáldsögu nóbelsverðlaunahafans Sigrid Undset, Kristínu Lafranzdóttur, sem út kom á íslensku um miðja öldina í þremur stórum bindum. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

PARDUSDÝRIÐ Hörður Einarsson þýddi

Í dýrsins augum þreyta og þjáning búa.Af þrammi um búrið tregastjarft og leitt.Því sýnist að það sjái þúsund rimlaog síðan, handan þeirra, ekki neitt. Hinn hægi, þekki, þófamjúki gangursem það í tilgangslausa hringi knýr,er kraftsins dans um aðeins eina miðjuog innst í henni slævður viljinn býr. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 354 orð

PÍSLARVOTTUR AÐSTÆÐNANNA

Leikstjóri Lars Von Trier. Handrit Lars Von Trier, Peter Asmussen, David Pirie. Kvikmyndataka Robby Mueller, Jean Paul Meurice. Tónlist Joachim Holbek. Aðalleikendur Emely Watson, Stellan Skarsgaard, Katrin Cartlidge. Danm. Holl. Frakkl. Svíþj. 1996. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 990 orð

UM HEILBRIGÐI

ÓVARLEGA er farið með heilbrigðishugtakið. Oft er það notað þannig að mörkin verða óskýr bæði á milli heilbrigðis og hamingju og á milli heilbrigðis og mannkosta. Fyrri ruglandinn á sér meðal annars rætur í frægri skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar frá 1946: "Þann skilning verður að leggja í hugtakið heilbrigði að maður sé ekki aðeins laus við sjúkdóm eða önnur Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

UNGLIST

DAGSKRÁ Unglistar í dag laugardag 26. október er eftirfarandi; Kl. 9­23 Hitt húsið. Myndlistarsýning unglistar. Lokadagur. Kl. 10­01 Café au lait. Sýning Hússtjórnarskólans. Lokadagur. Kl. 10­01 Kaffigallerí. Amma í Réttarholti. Sýning Bleks. Lokadagur. Kl. 14­16.30 Háskólabíó. Verðlaunaafhending ljósmynda-, myndlistar- og stuttmyndamaraþons. Kl. 14 Hitt húsið. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1197 orð

VANDINN AÐ SKILGREINA LISTINA Roger Pouivet er franskur heimspekingur og áhugamaður um afríska list. Hann dvaldi hér á landi sem

STJÓRNMÁLAMENN í Frakklandi hafa alltaf verið mjög áhugasamir um listir," segir Pouivet. "Georges Pompidou, sem var forseti árin 1969 til 1974, hafði sérstakan áhuga á nútímalist og reisti safn utan um hana í París, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

VAUGHAN Í GERÐARSAFNI

TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í kvöld, laugardagskvöld 26. október kl. 20.30. Breski bassa- baritón söngvarinn Simon Vaughan flytur tónlist eftir Hugo Wolf, Richard Strauss, Hendi Duparc og fleiri við undirleik Gerrit Schuil píanóleikara. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 161 orð

VESPER Í FLUTNINGI VOCES THULES

VESPER, kvöldtíðasöngur Þorlákstíða, verður í fyrsta sinn fluttur í heild sinni á tónleikum Voces Thules í anddyri aðalbyggingar Háskóla Íslands á morgun, sunnudag, kl. 17, tæpum átta hundruð árum eftir að Þorlákur biskup helgi var lögtekinn dýrlingur á Alþingi árið 1198. Þorlákstíðir, sem voru í eigu Skálholtsdómkirkju, hvíla í skinnahandriti frá 14. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3299 orð

VETTVANGSRANNSÓKN Í NÍGER EFTIR KRISTÍNU LOFTSDÓTTUR Níger er eitt af fátækustu löndum Afríku, landlukt með landamæri í norðri

Frá flugvélaglugganum sé ég jörðina nálgast óðfluga. Ég píri augun, reyni að sjá hvað bíður mín, en greini ekkert nema gráa malbiksrönd sem liðast í sandinum. Flugvélin lendir mjúklega á malbikinu og ég er loksins komin til Niamey, höfuðborgar Níger. Fólkið í kringum mig stendur upp og býr sig undir að ganga út. Meira
26. október 1996 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

VIÐ LAUGATJÖRN

Hvíslar í gárum sér draumblíð og djörf,dagrenning kvöldanna; eilífðarhvörf.Undir djúplygnum himni í kvöldhúmi rjóðuhömpuðu ljóðálfar vonunum björtu.Þar áður fyrr elskendur hikandi stóðuaugnanna sindrandi, talandi hjörtuog leiftur af framtíð í funanum glóðu. Meira

Ýmis aukablöð

26. október 1996 | Dagskrárblað | 106 orð

15.00Alþingi Bein útsen

15.00Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.05Markaregn Sýnt er úr leikjum síðustu umferðar í úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar. Þátturinn verður endursýndur að loknum ellefufréttum. 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (506) 17.30Fréttir 17. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 127 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Sumarsport 18.00Taumlaus tónlist 20.00Stöðin (Taxi 1) Margverðlaunaðir þættir þar sem fjallað er um lífið og tilveruna hjá starfsmönnum leigubifreiðastöðvar. Á meðal leikenda eru Danny DeVito og Tony Danza. 20. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 118 orð

17.00Taumlaus tónlist 17

17.00Taumlaus tónlist 17.35Íshokkí (NHL Power Week 1996-1997) 18.25Ítalski boltinn (Roma - Juventus.) Bein útsending. 20.30Þjálfarinn (Coach)Bandarískur gamanmyndaflokkur. 21. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 174 orð

9.00Morgunsjónvarp barna

10.50Hlé 13.35Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 13.50Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik í úrvalsdeildinni. 15.50ÍþróttaþátturinnSýnt frá leik HK og Aftureldingar. 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 99 orð

Dómkirkjan 200 ára

SJÓNVARPIÐKl. 20.30 Heimildarþáttur Í rétt tvö hundruð ár hefur Dómkirkjan í Reykjavík verið árlegur vettvangur helstu helgiathafna þjóðarinnar á hverjum tíma. Fyrsta kirkjan var reist af vanefnum í kjölfar mestu hörmunga Íslandssögunnar, en hún var þó tákn róttækra byltinga og framfarasóknar. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 614 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Guðný Hallgrímsdóttir flytur. 7.00Músík að morgni dags. Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir. 8.07Víðsjá. Úrval úr þáttum vikunnar. 8.50Ljóð dagsins. 9. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 669 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 8.00Hér og nú. Að utan 8.35Víðsjá. Listir, vísindi, hugmyndir, tónlist. 8. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 838 orð

Laugardagur 26.10. SBBC PRIME 5.00 News

Laugardagur 26.10. SBBC PRIME 5.00 News 5.20 Fast Feasts 5.30 Button Moon 5.40 Melvin & Maureen 5.55Creepy Crawlies 6.10 Artifax 6.35Dodger Bonzo and the Rest 7.00 Blue Peter 7.25 Grange Hill 8. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 777 orð

MÁNUDAGUR 28.10. SBBC PRIME 5.00 The Boss

MÁNUDAGUR 28.10. SBBC PRIME 5.00 The Boss 5.50 Trade Secrets 6.35Button Moon 6.45 Blue Peter 7.10Grange Hill 7.35 Timekeepers 8.00Esther 8.30 The Bill 8.55 English Garden 9.25 Songs of Praise 10. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 101 orð

Persaflóastríðið

STÖÐ 2Kl. 22.00Heimildarmyndaflokkur Þáttur um árás Íraka inn í Kúveit. Átökin, sem við þekkjum betur undir nafninu Persaflóastríðið, voru hatrömm og kostuðu mörg mannslíf. Þótt nokkur ár séu nú liðin frá þessum atburðum eru þau fólki enn í fersku minni enda má segja að heimsbyggðin hafi fylgst agndofa með gangi mála á sínum tíma. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 119 orð

Píanó

Stöð 221.10 Kvikmynd Frumsýning á Óskarsverðlaunamyndinni Píanó. Myndin gerist um miðja nítjándu öldina og fjallar um hina mállausu Ödu sem er gefin manni á Nýja-Sjálandi. Hún kemur þangað með óskilgetna dóttur sína og píanó eitt mikið sem er hennar helsta tjáningartæki. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 179 orð

S9.00Barnatími Teiknimyndir með íslensku tali. 11.00

11.00Heimskaup - verslun um víða veröld - 12.00Suður-ameríska knattspyrnan 12.50Hlé 18.10Innrásarliðið (The Invaders) Sígildir vísindaskáldsöguþættir sem voru frumsýndir í Bandaríkjunum árið 1967. (1:43) 19.00Benny Hill 19. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 96 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Hafnaboltahetjurnar 2 (Major League II) Sjálfstætt framhald fyrri gamanmyndarinnar um hafnaboltahetjurnar hjá Cleveland Indians. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Tom Berenger og Corbin Bernsen. 1994. 14.40Sjónvarpsmarkaðurinn 15.00Matreiðslumeistarinn (8:38) (e) 15. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 146 orð

ö8.30Heimskaup -verslun um víða veröld 17.00

17.20Borgarbragur (The City) 17.45Á tímamótum(Hollyoakes) 18.10Heimskaup -verslun um víða veröld18.15Barnastund 18.40Seiður (Spellbinder)Spennandi myndaflokkur fyrir börn og unglinga. (10:26) 19. Meira
26. október 1996 | Dagskrárblað | 164 orð

ö9.00Með afa - Myrkfælnu draugarnir - Ferðir Gúllivers - Æv

12.00NBA-molar 12.30Sjónvarpsmarkaðurinn 12.55Lois og Clark (Lois and Clark) (e) (2:22) 13.40Suður á bóginn (Due South) (4:23) (e) 14.25Fyndnar fjölskyldumyndir (America's Funniest Home Videos) (e) (3:24) 14. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.