Greinar sunnudaginn 27. október 1996

Forsíða

27. október 1996 | Forsíða | 256 orð

Hundruð þúsunda á flótta

UPPREISNARMENN af þjóðerni Tútsa í austurhluta Zaire voru sagðir hafa tekið tvær borgir, Uvira og Rutshuru, í gær af stjórnarhernum og fulltrúar alþjóðlegra hjálparstofnana sögðu að um 200.000 Hútúar, sem dvalist hafa í Kibumba-flóttamannabúðunum skammt frá borginni Goma í Norður-Kivuhéraði, væru nú að hafa sig á brott. Undanfarna daga hafa auk þess um 300. Meira
27. október 1996 | Forsíða | 141 orð

Ráðherra sakaður um landráð

EMBÆTTI réttarkanslara í Finnlandi kannar nú mál Arja Alho skattamálaráðherra sem er grunaður um að hafa framið landráð með því að veita frammámönnum Evrópusambandsins (ESB) í Brussel trúnaðarupplýsingar skömmu áður en finnska markið var tengt gengissamstarfi Evrópu (ERM). Meira
27. október 1996 | Forsíða | 363 orð

Stjórnarandstæðingi er spáð sigri

HELSTI frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Búlgaríu í dag hefur 11 prósentustig umfram frambjóðanda sósíalista, sem eru við stjórn. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi en víst þykir, að til annarrar umferðar komi og þá verði kosið á milli tveggja efstu manna. Efnahagskreppa er í landinu og áhugi á kosningunum lítill. Meira
27. október 1996 | Forsíða | 94 orð

Þorp Ástríks á kortið

TEIKNARI Ástríks, gallísku hetjunnar lágvöxnu sem barðist við Rómverja, hefur viðurkennt að þorpið Erquy á Bretaníuskaga sé fyrirmynd að heimabæ hetjunnar, Gaulverjabæ. René Goscinny, sem ritaði textann, er nú látinn. Listamaðurinn, Albert Uderzo, kynntist Erquy á stríðsárunum er hann var barn. Meira

Fréttir

27. október 1996 | Erlendar fréttir | 199 orð

Arabar hylla Chirac

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, sneri í gær heim úr vikuferð sinni til Miðausturlanda sem hafði að markmiði að auka hlut Evrópuríkja í friðarferlinu. Á myndinni sést hann með Rafik al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, við brottförina frá Beirut í gær. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 559 orð

Átak undirbúið á einu ári

AKURNESINGAR undirbúa nú þær margþættu breytingar sem Hvalfjarðargöngin munu hafa í för með sér. Samtök aðila í þjónustu og verslun á Akranesi, Átak Akraness, ræddu málin á fundi á veitingahúsinu Langasandi í fyrrakvöld. Meira
27. október 1996 | Erlendar fréttir | 341 orð

Brundtland hættir GRO Harlem Brundtla

GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs og vinsælasti stjórnmálamaður landsins, skýrði frá því á miðvikudag að hún myndi láta af störfum og tók Thorbjørn Jagland, sem varð formaður Verkamannaflokksins 1992, við stjórnarforystunni á föstudag. Allmiklar breytingar voru gerðar á ríkisstjórninni, m.a. vék Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra úr henni. Meira
27. október 1996 | Erlendar fréttir | 79 orð

Fallið frá lögum gegn andófi

STJÓRN Slóvakíu hefur látið af áformum um að knýja fram á þingi frumvarp, sem hafði verið harðlega gagnrýnt fyrir að minna á löggjöf gegn andófi á valdatímum kommúnista. Samkvæmt hinum fyrirhuguðu lögum hefði verið hægt að refsa fólki fyrir að skipuleggja mótmæli gegn stjórninni og birta "rangar upplýsingar" erlendis. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 427 orð

FJÁRMÁL þjóðkirkjunnar voru mikið rædd á

FJÁRMÁL þjóðkirkjunnar voru mikið rædd á nýloknu kirkjuþingi. Biskupsstofa hefur ráðið fjármálastjóra til að hafa eftirlit með bókhaldi embættisins og voru reikningar þess fyrir árið 1995 lagðir fram í lok kirkjuþings á fimmtudag að ósk séra Geirs Waage, formanns Prestafélags Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem reikningar biskupsembættisins eru lagðir fyrir kirkjuþing. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Fyrirlestur um agastjórnun í grunnskóla

ANNA Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands þriðjudaginn 29. október kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Agastjórnun í grunnskóla. Í fyrirlestrinum segir Anna Kristín frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á agastjórnun í grunnskóla. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Glöggt er smiðs augað

VEL hefur viðrað til verklegra framkvæmda í höfuðborginni undanfarið og meðal þeirra sem notað hafa veðurblíðuna var þessi smiður sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í miðbænum í vikunni. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Harður árekstur á einbreiðri brú

HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á brú á Mýrum vestan Hafnar í Hornafirði síðdegis á föstudaginn og var ökumaður annars bílsins fluttur með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík til rannsóknar, en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Hraðakstur verri en framhjáhald

ENGIN þjóð kaupir oftar inniskó á ári en Frakkar (rúmlega eitt par á mann á ári) og þeir eru einnig fremstir í neyslu lyfja við þunglyndi. 64% Frakka stunda kynlíf án þess að taka af sér úrið og í huga Frakka, sem eru yfir fimmtugu, er of hraður akstur alvarlegra mál en framhjáhald. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Hraðlest kostar tugi milljarða

TALIÐ er að stofnkostnaður við hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar yrði 20-30 milljarðar króna ef miðað er við reynslu Finna af sambærilegu verkefni. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra kostar hraðlest sem tengja á nýjan flugvöll í Gardermoen við Osló um 72 milljarða íslenskra króna, en í fyrsta áfanga munu 15-16 milljónir farþega fara um flugvöllinn árlega. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins komin út

JÓLAMERKI og jólakort Thorvaldsensfélagsins eru komin út. Jólamerkin hafa verið gefin út síðan 1913 og myndefni þeirra þetta árið er "Sendiboðar" eftir Karólínu Lárusdóttur. Myndin á jólakortinu heitir "Vort daglega brauð" og er eftir Gígju Baldursdóttur. Jólamerkin og -kortin eru seld á Thorvaldsensbazar, Austurstæti 4. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Klúbbfundur Phoenix-námskeiðsins

KLÚBBFUNDUR Phoenix-námskeiðsins, Leiðin til árangurs, heldur sinn fyrsta fund eftir sumarfrí mánudaginn 28. október kl. 20 að Hótel Loftleiðum, Þingsal. Klúbbfundir þessir hafa verið haldnir í fjöldamörg ár og eru fyrir þá sem hafa tekið þátt í Phoenix- námskeiðum Brian Tracy International. Nánari upplýsingar veitir Fanney Jónmundsdóttir. Sama dag kl. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð

Kynbundinn launamunur verði afnuminn

JAFNRÉTTISÞING, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík s.l. föstudag, samþykkti m.a. áskorun til stjórnvalda, atvinnurekenda og samtaka launafólks um að semja í komandi kjarasamningum um markvissar aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Léttu á sér í hraðbanka

FJÓRIR piltar voru handteknir í Mosfellsbæ í fyrrinótt fyrir að míga í hraðbanka Íslandsbanka við Þverholt. Að sögn lögreglunnar verður væntanlega skrifuð skýrsla vegna máls piltanna og mega þeir því búast við sektum vegna athæfis síns. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Messa í Ytri-Njarðvíkurkirkju

MESSA verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14 á sunnudag. Hólmavíkursöfnuður kemur í heimsókn. Sigríður Óladóttir sóknarprestur predikar og kirkjukór Hólmavíkurkirkju syngur ásamt kórum Njarðvíkurkirkna. Organistar verða Ólafía Jónsdóttir og Steinar Guðmundsson. Prestur er sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Námskeið um Gamla testamentið

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg efnir til námskeiðsins Rýnt í gamlar síður Biblíunnar nú í nóvember. Lesnir verða kaflar úr spádómsbók Jesaja, 40. kafla og áfram, en þar er að finna mörg hvatningar- og huggunarorð til Ísraelsmanna á tímum herleiðingarinnar í Babýlon sem var erfiður tími í lífi þjóðarinnar. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rændu áfengi af vegfaranda

HÓPUR unglinga réðst að manni sem var á ferð fyrir utan veitingahúsið Rauða ljónið við Eiðistorg í fyrrakvöld og rændi af honum áfengi sem hann hafði meðferðis. Lögregla var kölluð á staðinn og var einn úr hópnum handtekinn og tekinn til yfirheyrslu á lögreglustöðinni en sleppt að henni lokinni. Að sögn lögreglunnar var mikið fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt en engin teljandi óhöpp urðu. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 441 orð

Rætt um aukna eignaraðild eða sölu á hlut félagsins

INNAN stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga er m.a. rætt um framtíð félagsins innan Útgerðarfélags Akureyringa hf. Tvær leiðir hafa aðallega verið nefndar í því sambandi, annars vegar að stækka hlut KEA í félaginu, og þá jafnvel með því að sameina sjávarútvegssvið KEA og ÚA, eða selja rúmlega 11% hlut KEA í félaginu og hætta afskiptum af því. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

Sértekjur 63% fjárveitinga

Í ÁVARPI Háskólarektors Sveinbjörns Björnssonar á Háskólahátíð í gær þar sem brautskráðir voru 172 nemendur, kom fram að skrásettum nemendum við skólann hefur fjölgað undanfarin ár en þeir nálgast nú 6000. Auk þess njóta um 7000 manns fræðslu á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans. Sértekjur Háskólans fyrir utan fjárveitingar úr ríkissjóði verða væntalega um 1125 millj. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sigur á Hong Kong

ÍSLAND vann Hong Kong 23-7 í 25. umferð á Ólympískákmótinu í brids í gærmorgun og var íslenska sveitin þá komin í 2. sæti í sínum riðli. Ítalía var þá í 1.sæti með 493 stig, Ísland með 477 stig, Tævan var í 3. sæti með 476,5 stig og Ísrael í 4. sæti með 475,5 stig. Meira
27. október 1996 | Erlendar fréttir | 193 orð

Skammtarnir of stórir?

HUGSANLEGT er talið að allt að 1.200 konur, sem voru til meðferðar vegna brjóstakrabbameins á Geislalækningasjúkrahúsinu í Ósló á árunum 1975 til 1985, hafi fengið hættulega stóran geislaskammt. Flestar kvennanna eru nú látnar en að sögn Aftenposten hefur Gudmund Hernes, heilbrigðisráðherra Noregs, Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Stilla saman strengi

Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UM 150 nemendur á strengjahljóðfæri frá tuttugu tónlistarskólum víða af landinu stilltu saman strengi sína í Keflavík á föstudag en um helgina stendur Tónlistarskólinn þar í bæ fyrir móti nemendamóti. Mótinu lýkur á sunnudag með tónleikum í íþróttahúsinu í Keflavík. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 437 orð

Stjórnendur lenda sífellt milli stríðandi fylkinga

Á HJÚKRUNARÞINGI sem haldið var á föstudag á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsti Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, erfiðri aðstöðu stjórnenda bráðasjúkrahúsa, sem á krepputímum lenda sífellt á milli stríðandi fylkinga fjárveitingavaldsins og sjúklinga. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Stóraukinn innflutningur á notuðum bílum

INNFLUTNINGUR á notuðum bílum hefur aukist verulega undanfarið í kjölfar nýrra reglna um vörureikninga í samræmi við nýjan GATT- samning. Bílgreinasambandið og bílasala greinir mjög á um ágæti þessa innflutnings. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 866 orð

Stuðlar vonandi að valddreifingu og hagkvæmni REKSTRI Reykjavíkurborgar verður sett svokölluð rammafjárhagsáætlun sem taka á

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist vonast til þess að fyrsti ávinningurinn af því að taka upp rammafjárhagsáætlun fyrir rekstur Reykjavíkurborgar og þær stofnanir hennar sem fá framlög úr borgarsjóði verði sá að framúrkeyrsla Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

Sögusýning opnuð í Ráðhúsinu

HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni 200 ára afmælis Dómkirkjunnar í Reykjavík hófst í gær og stendur hún til 8. desember. Hátíðin var sett í Dómkirkjunni í gær og því næst var opnuð sögusýningin Kirkja tveggja alda í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð almenningi í dag. Í dag kl. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tekinn á 153 km hraða

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í fyrrinótt bifreið sem ekið var á 153 km hraða á Hellisheiði og var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum á staðnum. Alls tók lögreglan á Selfossi 17 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í fyrrinótt og tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Teknir við innbrot

TVEIR menn voru handteknir við innbrot í verslunina Prýði í Vestmannaeyjum í fyrrinótt og eru mennirnir jafnframt grunaðir um að hafa brotist inn í Kaffi Maríu við Skjólveg aðfaranótt föstudagsins og stolið þar áfengi. Meira
27. október 1996 | Erlendar fréttir | 153 orð

Veldur ströng þjálfun ófrjósemi?

UNGIR knattspyrnumenn sem æfa mikið eiga á hættu að verða ófrjóir, að sögn ítalskra lækna sem kannað hafa heilsufar 198 drengja á aldrinum 10 til 14 ára. Dr. Andrea Scaramuzza, sem er læknir hjá hinu fræga knattspyrnuliði AC Milan, hefur rannsakað málið ásamt starfsbræðrum sínum hjá háskólanum í Pavia. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 399 orð

Vilja fleiri konur í stjórn landsins

NÆRRI helmingur landsmanna er þeirrar skoðunar, að Íslandi yrði betur stjórnað, ef fleiri konur væru við stjórnun landsmála. Þetta kom m.a. fram á Jafnréttisþingi í gær, er kynntar voru nokkrar af niðurstöðum nýrrar könnunar á viðhorfum Íslendinga til jafnréttismála, sem Gallup gerði fyrir Jafnréttisráð. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Yfirlýsing

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Aðalgeiri Kristjánssyni og Eiríki Þormóðssyni. "Hinn 20. október síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu í "Fréttum úr menningarlífinu" tilkynning þess efnis að leiklesa ætti "Álf í Nótatúnum" á vegum Leikklúbbsins í Þjóðleikhúskjallaranum. Meira
27. október 1996 | Innlendar fréttir | 742 orð

Þjóðarvitund Grænlendinga orðin traust

ÞAÐ voru sjö nemendur sem sýndu þessu áhuga að staðaldri og það er ekki svo slæmt!" segir Langgård. "Nemendur sem leggja beinlínis stund á málvísindi eru ekki svo margir hér frekar en annars staðar og þeir hafa auðvitað flestir nóg að gera við að ljúka öðrum námskeiðum. Meira

Ritstjórnargreinar

27. október 1996 | Leiðarar | 542 orð

CLINTON OG BECKER

LEIDARI CLINTON OG BECKER MORGUNBLAÐINU í fyrradag var sagt frá nýrri bók eftir Nóbelsverðlaunahafann í hagfræði Gary S. Becker, en í formála hennar víkur hann m.a. að gjaldi fyrir réttinn til að veiða fisk og umræðum um þau mál hér á Íslandi. Í formála bókarinnar segir Nóbelsverðlaunahafinn m.a. Meira
27. október 1996 | Leiðarar | 1907 orð

Reykjavíkurbréf FRIÐRIK SOPHUSSON,fjármálaráðherra og varaforma

FRIÐRIK SOPHUSSON,fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ræðu á landsfundi flokksins fyrir skömmu, sem ástæða er til að fjalla um. Þar varaði hann flokksmenn sína við og sagði, að þeir mættu búast við gagnsókn vinstri manna. Þeir mundu sækja hugmyndir til brezka Verkamannaflokksins og Sjálfstæðismenn yrðu að búa sig undir að svara þeim. Meira

Menning

27. október 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

22 stúlkur í óvissuferð

PAIDEA, félag uppeldis og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands, stóð fyrir óvissuferð nýlega þar sem farið var víða um borgina í ævintýraleit. 22 stúlkur tóku þátt í ferðinni. Gengið var frá Odda niður í Hljómskálagarð þar sem spilaður var fótbolti og þaðan var farið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 104 orð

Auga fyrir auga í Tjarnarbíói

LISTAHÁTÍÐINNI Unglist lýkur í dag, sunnudag, með sýningu Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Auga fyrir auga eftir Bandaríkjamanninn William Mastrosimone í Tjarnarbíói kl. 20. Einungis er fyrirhuguð þessi eina sýning á verkinu sunnan heiða. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Á vængjum vinnunnar

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun í samstarfi við Listasafn Íslands standa fyrir námskeiði sem hefst 4. nóvember næstkomandi um Edvard Munch og verkamannamyndir hans. Umsjón með námskeiðinu hefur Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur við Listasafn Íslands. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 1530 orð

Fram af bjargbrúninni Annað kvöld verða óvenjulegir tónleikar í Leikhúskjallaranum því þar leiða saman hesta sína

DJASS og sígild tónlist eru ósættanlegir pólar að margra mati, önnur tónlistarstefnan þrífst á snarstefjun og frumkvæði flytjandans, en hin á akademískum aga og trúnaði við skrifaðar nótur. Ýmsir hafa reynt að fella þessar tvær stefnur saman, Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 130 orð

Fyrirlestur um umhverfislist

SÆNSKI myndhöggvarinn Torgny Larsson heldur fyrirlestur í Norræna húsinu um umhverfislist, í dag, sunnudag, kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist "Genius Loci (The spirits of the place)". "Fyrirlesturinn fjallar í máli og myndum um list á opinberum vettvangi og umhverfislist. Hann mun segja frá eigin verkum, sem hann hefur unnið í heimalandi sínu Svíþjóð. Meira
27. október 1996 | Kvikmyndir | 420 orð

HROLLKÖLD SPENNUMYND

SÖGUSVIÐ þessa kuldalega norska sálfræðitryllis sem ber það viðeigandi heiti Núll á kelvin er lítil veiði- og rannsóknarstöð á Grænlandi á þriðja áratugnum. Það gefur myndinni strax talsvert myndrænan þunga að ekki sé talað um drunga. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 165 orð

Íslenskar bækur þykja fallegar

BÓKASTEFNUNNI í Gautaborg lýkur í dag. Aðsókn hefur verið mikil og ívið meiri en í fyrra. Auk viðamikillar sýningar bóka voru dagskráratriði fjölmörg og yfirleitt vel sótt. Aðalumræðuefni voru tjáningarfrelsi og margmenning. Íslenskir rithöfundar, fræðimenn og menntamálaráðherra tóku þátt í dagskrárliðum stefnunnar. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 445 orð

Íslenskur söngleikur um ástir og örlög í New York

ÉG BÝÐ þér upp í dans er vafalaust fyrsti íslenski söngleikurinn sem settur er á svið í New York- borg. Uppfærslan á "Ég býð þér upp í dans" í Chernuchin-leikhúsinu á Manhattan var að því leyti skemmtileg frumraun. Herbert Guðmundsson, sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum og hefur búið í New York um árabil, sagðist ánægður með sýninguna. Meira
27. október 1996 | Fólk í fréttum | 82 orð

Jackson með tveimur

GAMLI refurinn Jack Nicholson, 59 ára, er ekki dauður úr öllum æðum. Hann tók fagnandi á móti tveimur stúlkum sem sóttu hann heim kl. 3 að nóttu á hótelherbergi hans í London nýlega eftir veislu hjá milljónamæringnum Robert Hansen fyrr um kvöldið. Talið er að þau hafi stundað ástaleiki af miklum móð þar til dagur rann. Meira
27. október 1996 | Fólk í fréttum | 231 orð

Laugarásbíó sýnir myndina Eyja dr. Moreau

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á spennumyndinni Eyja dr. Moreau með þeim Marlon Brando, Val Kilmer og David Thewlis í aðalhlutverkum en leikstjóri er John Frankenheimer. Bresk flugvél steypist í Kyrrahafið og hinn ungi Edward Douglas (Thewlis) er sá eini sem kemst lífs af. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 79 orð

"Myrkraveröld Sunnu"

NÚ stendur yfir sýning Sunnu Emanúels á Nikkabar, Hraunbergi 4. "Sunna hefur hafið elstu kvenréttindakonuna á Íslandi til vegs og virðingar á undanfönum árum, hýst Grýlu og hennar hyski ásamt tröllum, álfum og dvergum, m.a. í Gerðarsafni, Perlunni og Laugardalshöllinni," segir í kynningu. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 156 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Undir huliðshjálmi ­ Sagan af Benedikt eftir Dóru S. Bjarnason. Þetta er sönn saga af móður og syni, þeim Dóru og Benedikt og lífshlaupi þeirra um fimmtán ára skeið. "Sonurinn er að vísu enginn venjulegur drengur því hann er mikið fatlaður, bæði andlega og líkamlega. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 343 orð

Spunnið um Búkollu

"BARNIÐ sem býr í brjósti okkar þráir að komast út, það er ekki eins djúpt á því og við höldum", segir Pétur Eggerz, annar tveggja leikara í barnaleikritinu Einstök uppgötvun, sem frumsýnt verður í Möguleikhúsinu í dag. Meira
27. október 1996 | Fólk í fréttum | 39 orð

Stoltir foreldrar

BANDARÍSKI leikarinn Woody Harrelson og eiginkona hans Laura Louie eignuðust sitt annað barn í síðasta mánuði, eins og komið hefur fram hér á síðunumm, dótturina Zoe, og sjást hér stolt með afkvæmið á frumsýningu í New York nýlega. Meira
27. október 1996 | Kvikmyndir | 439 orð

Svart/hvít furðuveröld

LEIKSTJÓRINN og handritshöfundurinn Jim Jarmusch, sem eignast hefur stóran hóp aðdáenda í öllum heimshornum fyrir sínar persónulegu gálgahúmorsmyndir, leggur undir sig nýtt land og tíma í Dauður. William Blake (Johnny Depp) heldur á endastöð járnbrautanna í hinu villta vestri á ofanverðri síðustu öld, smábæjarins Machine. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Torfi sýnir skrift

NÚ stendur yfir sýning Torfa Jónssonar á skrift (kalligrafíu) í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. Þetta er önnur einkasýning Torfa á skrift, en sú fyrsta var haldin á Flateyri fyrr í mánuðinum. Hann hefur áður tekið þátt í fjölda samsýninga bæði skriftar- og vatnslitamyndasýningum heima og erlendis og haldið margar einkasýningar á vatnslitamyndum. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 664 orð

Tveir leggja upp laupana en einn tekur til starfa

TVEIR sýningarsalir á höfuðborgarsvæðinu, Gallerí Greip og Við Hamarinn, eru í þann mund að leggja upp laupana vegna örðugleika í rekstri. Á sama tíma er nýtt myndlistarhús Hlaðvarpans, Tehús, að hefja starfsemi sína. Tinna Gunnarsdóttir sem rekið hefur Gallerí Greip á Hverfisgötu undanfarin þrjú ár segir einkum tvær ástæður fyrir því að hún hyggist nú láta staðar numið. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 21 orð

Unglist

Unglist AUKADAGUR Unglistar í dag sunnudag 27. október: Kl. 20 Tjarnarbíó. Leikfélag Húsavíkur, Auga fyrir auga. Aðeins ein sýning í Reykjavík. Meira
27. október 1996 | Menningarlíf | 128 orð

Þættir fyrir brúðuleikhús

ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik dvelur hér á landi frá 16. október fram í byrjun nóvember og heldur sýningar fyrir fullorðna og börn. Hann sýnir í Kaffigalleríi Amma í Réttarholti í kvöld sunnudagskvöld kl. 21. Aðgangseyrir er 800 kr. Meira
27. október 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Ættarmót í Súlnasal

ÆTTARMÓT fólks af Ráðagerðisætt af Seltjarnarnesi og Báruhaukseyrarætt af Álftanesi var haldið í Súlnasal Hótel Sögu um síðustu helgi. Á mótinu var frændskapurinn ræddur og rakti Anna Einarsdóttir ættirnar fram til dagsins í dag með aðstoð skýringarmynda á glærum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira

Umræðan

27. október 1996 | Bréf til blaðsins | 589 orð

Misskilinn sparnaður

EINS OG flestir vita tilkynnti menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, fyrir rúmum mánuði að skorinn yrði sérstaklega niður kennslukostnaður í nokkrum skólum, sem eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum og Framhaldsskólinn á Höfn í Hornafirði. Meira
27. október 1996 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

MIG LANGAR til að fjalla hér um það ófremdarástand sem orðið er í þjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Smáformáli verður að vera á þessu erindi mínu. Þannig er mál með vexti að ég lenti í slysi í sumar, varð fyrir því óhappi að detta ­ um þúfu ­ í sumarleyfi mínu vestur á fjörðum og slasast illa á öxl. Ég fékk mjög góða fyrstu hjálp á Sjúkrahúsi Ísafjarðar. Meira
27. október 1996 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Opið bréf til Karls Ágústs Ípsens

Opið bréf til Karls Ágústs Ípsens Kjartani Jónssyni: KÆRI Karl Ágúst Þakka þér fyrir kveðjuna þann 3. október sl. hér í Morgunblaðinu. Sem einn af þeim sem starfað hafa að Granna og skoðanabróðir "æðstavaldsins", eins og þú kallar hann, kemst ég ekki hjá því að taka þetta til mín og finn hjá mér hvöt til þess að svara þessu. Meira
27. október 1996 | Bréf til blaðsins | 277 orð

Um Íslenska sjónvarpið hf.

Í FYRIRSÖGN Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum var eftirfarandi: Fjárhagsleg endurskipulagning Íslenska sjónvarpsins hf. Óskað verður heimildar til nauðasamninga. Fyrirtæki mitt ÍSKRAFT er einn af mörgum kröfuhöfum í Íslenska sjónvarpið hf. Föstudaginn 11. október sl. Meira

Minningargreinar

27. október 1996 | Minningargreinar | 448 orð

Orri Einarsson

Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þegar við ættmenni Orra frænda kveðjum hann, sem varð illvígu krabbameini að bráð aðeins tvítugur að aldri, skulum við hafa þessi orð skáldsins að leiðarljósi og huggun. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Orri Einarsson

Orri var yndislegur strákur. Hann var góður vinur Hákonar, bróður míns. Þeir, Hákon og Orri, kynntust á Akureyri, þegar Hákon var þar eina önn í skóla, og urðu mjög góðir vinir. Ég held meira að segja að bróðir minn hafi verið hálf fluttur heim til Orra, og mamma átti ekki orð yfir hvað Orri og mamma hans voru elskuleg við Hákon. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Orri Möller Einarsson

Undanfarið hálft annað ár höfum við nemendur og kennarar Menntaskólans á Akureyri fylgst með harðri baráttu ungs manns fyrir lífi sínu. Með einstöku æðruleysi hefur hann mætt hverju áfallinu á fætur öðru og alla tíð gerði hann sér grein fyrir að brugðið gat til beggja vona. Nú er þessari hörðu baráttu lokið og við horfum á eftir gáfuðum hæfileikamanni með söknuði. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Orri Möller Einarsson

Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 532 orð

Orri Möller Einarsson

Hví grátið þér þanns í gröf hvílir ungan elskuson? Örðug ganga var oftar geymd mörgum mæðudögum. (Jónas Hallgrímsson.) Rúmt ár er nú liðið síðan Orri frændi kom veikur heim úr skólaferðalagi frá Portúgal. Þá hóf hann baráttu, sem við fjölskylda hans hér sunnan heiða, tókum þátt í eftir mætti. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 322 orð

Orri Möller Einarsson

Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, kæri frændi. Minningarnar streyma um hugann, allt frá því þú varst lítill og til stundanna sem við höfum átt saman undanfarna mánuði. Þessir mánuðir voru þér erfiðir, miklar sjúkrahúslegur, hér á Akureyri, í Reykjavík og einnig í Stokkhólmi. Þú varst þó alltaf jákvæður og ákveðinn í að sigrast á sjúkdómi þínum. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 164 orð

Orri Möller Einarsson

Það var erfitt og sárt að heyra að Orri frændi okkar væri farinn frá okkur. Við lifðum í þeirri von að hann fengi að vera með okkur lengur. Hann sem var alltaf svo hress og skemmtilegur. Þegar við systkinabörnin hittumst og skemmtum okkur saman var Orri hrókur alls fagnaðar. Hans verður sárt saknað úr hópnum okkar. Kæri Orri, minning þín er ljós í lífi okkar. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 258 orð

Orri Möller Einarsson

Óréttlæti. Það var það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég frétti af veikindum þínum. Ég skil ekki hvers vegna þú hlaust þetta hlutskipti. Það mun ég aldrei skilja. Ég þarf ekki að rifja upp allar þær stundir sem við áttum saman á Akureyri fyrir mörgum árum. Þó minnist ég sérstaklega fótboltaleikja á lóðinni framan við Einilundinn. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 203 orð

Orri Möller Einarsson

Orri, minn besti vinur, nú hefur þú farið í ferðalagið mikla. Á komustað er örugglega tekið vel á móti þér þannig að þú verður ekki einmana í skýjaborgum. Þú ert líka í fullu starfi við að fylgjast með okkur hinum. Þú varst mikill leiðtogi og upprennandi athafnamaður. Þegar við vorum saman var andrúmsloftið afslappað. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Orri Möller Einarsson

Elsku Orri. Það var sárt að heyra að þú værir farinn eftir hetjulega baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur á meðal okkar skilur eftir stórt skarð í hópnum. Við viljum þakka þér fyrir tímann sem við áttum með þér. "Þú leitar að leyndardómi dauðans. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 206 orð

Orri Möller Einarsson

Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg og svala sálu nú, kom, sól, og þeirra tárin kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós og lýstu mér, kom, líf er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Fimmtudagskvöldið 17. október sl. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 283 orð

Orri Möller Einarsson

Nú er okkar kæri vinur látinn. Við þökkum honum samfylgdina þessi ár sem hann var á meðal okkar. Þau ár sem við áttum saman munu alltaf vera okkur minnisstæð. Við vottum Súsönnu og Einari alla okkar dýpstu samúð. Allur lífs- og drifkraftur sem bjó í Orra lifir í minningunni og langar okkur til að kveðja hann með þessum orðum. "Þú leitar að leyndardómi dauðans. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 213 orð

ORRI MÖLLER EINARSSON

ORRI MÖLLER EINARSSON Orri Möller Einarsson var fæddur í Reykjavík 13. maí 1976. Hann lézt 17. október á Gjörgæsludeild Landsspítalans eftir rúmlega árs baráttu við krabbamein. Orri var sonur Súsönnu Jónu Möller, starfsmanns Slippstöðvarinnar á Akureyri, f. 7. sept. 1943, og Einars Guðnasonar, viðskiptafræðings í Reykjavík, f. 13. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Orri Möller Einarsson Mér finnst leiðinlegt að vera fjarstödd þegar Orri verður kvaddur því að mér þótti svo vænt um hann. Við

Mér finnst leiðinlegt að vera fjarstödd þegar Orri verður kvaddur því að mér þótti svo vænt um hann. Við vorum búin að þekkjast lengi og margar mínar minningar tengjast honum á einn eða annan hátt. Allt sem við gerðum saman, krakkarnir, þegar við vorum yngri, partíin heima hjá Orra, opið hús, skólaferðalagið í 10. bekk og allt annað sem við brölluðum og maður segir ekki frá í blöðum. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 650 orð

Sigurður Jóhannesson

Mætur samstarfsmaður og vinur, Sigurður Jóhannesson, lést eftir stutta sjúkralegu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 21. þessa mánaðar aðeins 64 ára að aldri. Enda þótt okkur vinnufélögum hans á Reykjalundi væri vel kunnugt um erfið veikindi hans um árabil eigum við erfitt með að sætta okkur við þá tilhugsun að Siggi raf, eins og hann var nefndur meðal vina sinna hér, sé okkur horfinn að eilífu. Meira
27. október 1996 | Minningargreinar | 221 orð

SIGURÐUR JÓHANNESSON

SIGURÐUR JÓHANNESSON Sigurður Jóhannesson var fæddur í Hafnarfirði 26. janúar 1932. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Jóhannes Þorsteinsson, bifreiðastjóri í Hafnarfirði og síðast á Klöpp í Garði, fæddur 9. nóvember 1884 í Reykjavík, dáinn 27. nóv. Meira

Daglegt líf

27. október 1996 | Bílar | 608 orð

BMW 750iL - draumur "Bimma" fíkilsins

AÐEINS einn BMW 750iL er til í landinu. L-ið stendur fyrir lengri gerðina, límúsínuna, sem er 14 sm lengri en 750i. Bíllinn er af árgerð 1989, ekinn nálægt 100 þúsund kílómetrum, keyptur í Þýskalandi og fluttur inn fyrir um einu ári. Eigandinn er Einar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur, alþjóðaviðskiptafræðingur og spjótkastari. Bílinn keypti Einar þegar hann var á keppnisferðalagi í Þýskalandi. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 570 orð

Bætt og breytthótel í Hveragerði

EITT elsta hótel á Íslandi, Hótel Hveragerði, hefur undanfarið ár gengist undir viðamiklar endurbætur. Hótelið er eitt elsta hús Hveragerðisbæjar, en þar ráku Eiríkur Bjarnason og Sigríður Björnsdóttir hótel til margra ára. Á þeim tíma var hótelið allt í senn; hótel, bíó og félagsmiðstöð bæjarbúa enda eiga allflestir bæjarbúar ljúfar minningar um hótelið og þá starfsemi sem þar var rekin. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 1606 orð

Faðmlögfjallatinda

ÞETTA land, Nepal, býr ekki bara yfir einstakri náttúrufegurð, heldur hefur það að geyma flest fegurstu og hæstu fjöll veraldar. Að auki eru íbúar þekktir fyrir gestrisni og hlýlegt viðmót í garð allra sem leggja leið sína á þeirra framandi slóðir. Markmiðið var að klífa Mera tind, 6. Meira
27. október 1996 | Bílar | 250 orð

Ford Ka á 898.000 kr.

FORD Ka, nýi byltingarkenndi smábíllinn sem var sýndur á bílasýningunni í París í byrjun mánaðarins, verður að öllum líkindum boðinn til sölu hjá Brimborg hf. snemma á næsta ári. Framleiðsla er að hefjast á bílnum og kemur hann til sölu í Evrópu í nóvember. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 160 orð

Gestir greiða eftir þyngd

VEITINGASTAÐURINN skemmtilegi Hercegovina við hlið Tívolísins í Kaupmannahöfn hefur tekið upp á nokkuð sérkennilegri nýjung í tengslum við hlaðborð sitt. Gestirnir geta borðað eins og þá lystir af hlaðborðinu - og greiða fyrir, jafngildi eigin þyngdar í krónum talið. Við peningakassann er vigt sem gestum er boðið að skella sér og svo borga þeir. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 237 orð

Írskir ferðamenn streyma til Íslands

Írskir ferðamenn hafa sennilega sett svip sinn á bæinn um helgina því síðastliðinn föstudag kom 360 manna hópur Íra til landsins á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Að sögn Gunnars Rafns Birgissonar, deildarstjóra innanlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar, er þetta stærsti hópur írskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar til þessa. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 92 orð

Íslensk hjálp í Torrevieja

ÍSLENDINGAR í hinum vinsæla ferðamannabæjar Torrevieja á Spáni, eiga kost á þjónustu fyrirtækis í eigu íslenskra aðila, Multi- Service, sem nýlega hóf starfsemi. Fyrirtækið veitir ferðamönnum og húseigendum á svæðinu alla alhliða þjónustu, t.d. flutning til og frá flugvelli, flutning á útimarkaði, ferðir á kvöldskemmtanir og annað. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 511 orð

Lauslega áætlað fara um tvö þúsund manns í skipulagðar skíðaferðir á vegum Flugleiða og ferðaskrifstofanna

ÞÓTT flestar hópskíðaferðir sem boðið er upp á í vetur verði farnar eftir áramót, segja sölumenn að þegar hafi borist óvenjumargar fyrirspurnir. Ferðablaðið leitaði upplýsinga og fékk nokkur verðdæmi þar sem miðað er við gistingu á mann í tvíbýli. Nema annað sé tilgreint er flug, akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunmat, fararstjórn og flugvallarskattur innifalið. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 27 orð

NEPAL

NEPAL Nepal býr ekki bara yfir einstakri náttúrufegurð, heldur hefur það að geyma flest fegurstu og hæstu fjöll veraldar, sem heilla íslenskt fjallafólk jafnt sem erlent. Meira
27. október 1996 | Bílar | 128 orð

Nýtt hjól frá Suzuki

SUZUKI umboðið ehf., umboðsaðili Suzuki mótorhjóla, hefur tekið í sölu fimm ný mótorhjóla af árgerð 1997. Þar á meðal TL 1000S Super Twin sem er nýtt hjól frá grunni. Hjólið er með V2 fjórgengisvél með miklu togi. Vélin er 966 rúmsentimetrar og er vatnskæld með tveggja þrepa beinni innspýtingu. Gírkassinn er sex gíra og kúplingin er með átaksjafnara. Grindin er úr áli. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 1102 orð

París á haustdögum Hvað er hægt að hafa fyrir stafni í París í október? Því er fljótsvarað. Nánast allt. En til þess að fá sem

FRÓMT frá sagt hafði ég reyndar lítið skipulagt tímann og um hótelið vissi ég nánast ekkert. Eftir millilendingu í Amsterdam var lent á hinum nútímalega Charles de Gaulle flugvelli í útjaðri Parísar um fimmleytið að staðartíma á laugardegi. Meira
27. október 1996 | Bílar | 108 orð

Polo með nýja eins lítra vél

VW Polo árgerð 1997 verður boðinn með nýrri eins lítra vél úr áli. Auk þess sem vélin er léttari en fyrri gerð eins lítra vélarinnar er hún 16% sparneytnari og kraftmeiri, 50 hestöfl í stað 45 áður. Vélin vegur nú aðeins 17,4 kg og segir VW að þótt hestaflaaukningin sé ekki mikil finnist það strax í akstri. Tog nýju vélarinnar er einnig meira, 86 Nm í stað 76 Nm við 3.000- 3. Meira
27. október 1996 | Ferðalög | 162 orð

Rafrænirfarseðlar

GÖMLU, góðu pappírsflugfarseðlarnir heyra bráðum sögunni til, ef marka má fréttir frá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga, sem hafa kynnt flugfélögum sérstaka staðla vegna notkunar rafrænna farseðla milli mismunandi flugfélaga í millilandaflugi. Meira
27. október 1996 | Bílar | 190 orð

Skoda til Heklu hf.?

NÆR öruggt er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að umboð fyrir Skoda flytjist frá Jöfri hf., núverandi umboðsaðila, til Heklu hf., sem hefur umboð m.a. fyrir VW og Audi. VW samsteypan er meirihlutaeigandi í Skoda verksmiðjunum og almennt er það stefna bifreiðaframleiðenda að hafa einn umboðsaðila fyrir alla sína framleiðslu. Meira
27. október 1996 | Bílar | 1018 orð

SNÝR OG SNAGGARLEGUR FORD FIESTA FORD Fiesta er nú aftur fáanl

FORD Fiesta er nú aftur fáanlegur á Íslandi eftir alllangt hlé og nú í nýrri og gjörbreyttri mynd. Fiesta er áhugaverður smábíll, framdrifinn og fimm manna, með rúmlega 1.200 rúmsentimetra og 75 hestafla vél, skemmtilegur í útliti, ekki síst að innan, fáanlegur þriggja eða fimm hurða og með handskiptingu eða beinskiptingu. Meira
27. október 1996 | Bílar | 303 orð

SVarahlutir frá Transtar hjá nýju umboði VERSLUNIN NP varahlutir hf. í

VERSLUNIN NP varahlutir hf. í Kópavogi tók fyrir nokkru við umboði fyrir varahluti frá Transtar í Bandaríkjunum sem er gamalgróin verksmiðja og sérhæfir hún sig í framleiðslu á varahlutum í sjálfskiptingar. NP varahlutir er þriggja ára gamalt fyrirtæki og hefur til þessa einkum boðið varahluti í japanska bíla frá Nipparts, kertaþræði frá FAE og reimar og fleira frá FAI í Englandi. Meira
27. október 1996 | Bílar | 300 orð

Volvo breytt í kraftabíl

BANDARÍKJAMAÐURINN Boyd Coddington hefur verið kallaður "gúrú" kraftabílanna. Nýjasta hugmynd Coddingtons er að breyta sænskum herragarðsvagni, Volvo 850 Turbo, eftir eigin höfði. Bíllinn var lækkaður niður með Eibach lækkunarsetti, settar undir hann álfelgur sem Coddington hannaði og hann fékk litaðar rúður sem ekki sést inn um. Meira
27. október 1996 | Bílar | 378 orð

Willys herjeppi '41 á götuna

VÖLUNDUR Jóhannsson á Egilsstöðum hefur nýlokið við að gera upp Willys herjeppa árg. 1941. Bílinn fékk hann norður í Aðaldal og vissi ekki þá hversu merkilegur hann var. 1989 skoðaði Pétur Jónsson hjá Þjóðminjasafni bílinn. Pétur sagði að honum yrði að bjarga. Meira
27. október 1996 | Bílar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

FORD FIESTA REYNSLUEKIÐ - BMW 750IL MEÐ V12 VÉL REYNSLUEKIÐ - HERJEPPI Á EGILSSTÖÐUM NÝTT MÓTORHJÓL SUZUKI - GJÖLD AF BÍLUM Í E Meira

Fastir þættir

27. október 1996 | Dagbók | 2674 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 25.-31. október eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið v.d. kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
27. október 1996 | Í dag | 61 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 27. októb

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 27. október, er sjötugurGuðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn.Eiginkona hans er Ásta S. Hannesdóttir, snyrtisérfræðingur. Meira
27. október 1996 | Í dag | 27 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi JónssyniBerglind Kristinsdóttir og Georg Friðriksson. Heimili þeirra er í Smáratúni 1, Keflavík. Meira
27. október 1996 | Í dag | 27 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. IngvasyniAðalheiður Hilmarsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Heimili þeirra er í Fífumóa 7, Njarðvík. Meira
27. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Helga Sonja Hafsteinsdóttir og Ásgeir Benonýsson.Heimili þeirra er á Vesturbraut 7, Keflavík. Meira
27. október 1996 | Í dag | 26 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Innri- Njarðvíkurkirkju af sr. Braga BenediktssyniÁgústa Bragadóttir og Björn Samúelsson.Heimili þeirra er á Hellisbraut 10, Reykhólum. Meira
27. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Sigurrós Ragnarsdóttir og David Nooteboom. Heimili þeirra er í Efstahrauni 26, Grindavík. Meira
27. október 1996 | Fastir þættir | 53 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrending

Mánudaginn 21. okt. sl. var spiluð hraðsveitakeppni, fyrsta kvöldið af þremur. 20 sveitir mættu. Spilað var í tveimur riðlum, forgefin spil, sömu spil í báðum riðlum. Besta skor í A-riðli: Hrafnhildur Skúladóttir615Allan Sveinbjörnsson571Árni Magnússon549 Besta skor í B-riðli: Eðvarð Hallgrímsson665Vilhjálmur Sigurðsson J.R. Meira
27. október 1996 | Fastir þættir | 96 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sextánda Guðmundarm

Laugardaginn 9. nóvember kl. 10 árdegis verður haldið Guðmundarmót Bridsfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga. Ráðgert er að 36 pör spili Barómeter. (2×35­70 spil). Þátttökugjald er 3.000 pr. mann. (Innifalinn miðdagsverður). Ágætu félagar, skráið ykkur tímanlega, í síðasta lagi, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13. Þátttaka tilkynnist til: Eggerts Ó. Meira
27. október 1996 | Fastir þættir | 151 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Munins og S

Stórmót Munins og Samvinnuferða/Landsýnar verður haldið laugardaginn 11. nóvember og hefst kl. 11. Spilastaður er Bridsheimilið Máni við Sandgerðisveg. Spilaður verður tvímenningur eftir monradkerfi. Keppnisgjald 6.000 pr. par. Keppnisstjóri Sveinn Rúnar Þorvaldsson. Heildarverðlaun 180 þús. 1. verðl. 70.000, 2. verðl. 50.000 ferðav. S/L, 3. verðl. 30.000, 4. verðl. 20.000, 5. verðl. 10.000. Meira
27. október 1996 | Dagbók | 646 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. október 1996 | Í dag | 283 orð

Hvimleið keðjubréf FYRIR skömmu fékk ung kona sent heim óþv

FYRIR skömmu fékk ung kona sent heim óþverralegt keðjubréf og fannst henni ástæða til að hvetja fólk til að hunsa slík bréf. Innihaldið var á þá leið að ef móttakandi sendi ekki a.m.k. tuttugu samskonar bréf innan einhvers ákveðins tíma þá gæti eitthvað hræðilegt komið fyrir hann. Lánið leiki hins vegar við hann sendi hann innan tímamarkanna. Meira
27. október 1996 | Í dag | 499 orð

KATTAR eru ekki vinsælasta fyrirbæri mannlífsins. E

KATTAR eru ekki vinsælasta fyrirbæri mannlífsins. En þegar grannt er gáð liggja rætur þeirra í kröfum okkar til samfélagsins, ríkis og sveitarfélaga. Skattar hafa "hrjáð" landann allar götur síðan tíund var lögleidd árið 1096 eða 1097, að forgöngu Gissurar biskups Ísleifssonar. Þeir eiga því níu hundruð ára afmæli á þessu eða næsta ári. Meira
27. október 1996 | Dagbók | 129 orð

Kross 1LÁRÉTT:

Kross 1LÁRÉTT: - 1 pokaskjatti, 4 erindi, 7 skolli, 8 rýma, 9 ró, 11 kvenmannsnafn, 13 muldri, 14 snagar, 15 gauragangur, 17 krafts, 20 beita, 22 tröllkona, 23 lýkur upp, 24 gyðju, 25 hluta. Meira

Íþróttir

27. október 1996 | Íþróttir | 122 orð

Harford yfirgaf Blackburn

RAY Harford knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sagði upp störfum hjá félaginu fyrir helgi og er ástæðan slakur árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíðinni en þegar hann fór hafði félagið ekki unnið leik og sat eitt og yfirgefið í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig úr 10 viðureignum. Meira
27. október 1996 | Íþróttir | 415 orð

Vonandi næst góð sátt og samstaða um sameininguna

Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, lagði mikla áherslu á gildi íþróttahreyfingarinnar og mikilvægi þess að hún stæði saman undir einu merki, sameiginlegri stjórn og forystu um hugsjónir og hagsmuni, í setningarræðu sinni á íþróttaþingi ÍSÍ á Akranesi árla laugardags. Meira
27. október 1996 | Íþróttir | 687 orð

Vængjaðir tvíburar

FEÐGAR urðu Íslandsmeistarar í rallakstri á dögunum, Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson. En í fjarveru þeirra tóku tvíburar völdin og unnu síðasta rallmót ársins sem fram fór á Suðurnesjum fyrir skömmu. Tvíburarnir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir óku Ford Escort með 280 hestafla vél til sigurs. Meira

Sunnudagsblað

27. október 1996 | Sunnudagsblað | 121 orð

68.000 höfðu séð ID4

ALLS höfðu um 68.000 manns séð geimvísindatryllinn Þjóðhátíðardag í Regnboganum og víðar eftir síðustu helgi. Þá höfðu tæp 4000 mann séð Fatafelluna í Regnboganum og Laugarásbíói, rúm 2000 gamanmyndina Sex og rúm 2000 Hestamanninn á þakinu. Næstu myndir Regnbogans eru m.a. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1957 orð

Að byggja höfn fyrir friðinn Þar sem klerkur ofan af Íslandi liggur á baðströnd í landinu helga og bakar sig í sólinni heyrir

Úrvalssveit Íslendinga í stórræðum í Ísrael Að byggja höfn fyrir friðinn Þar sem klerkur ofan af Íslandi liggur á baðströnd í landinu helga og bakar sig í sólinni heyrir hann óvænt íslenskar verkhvatningar berast til sín með vindinum. Þegar sr. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 803 orð

Að duga eða drepast

VANDAMÁLIÐ hjá Roy "Tin Cup" McAvoy er að hann er alltaf að taka sénsa. Ef hann hefði valið öruggu leiðina í lífinu, væri hann kannski atvinnumaður í golfi en ekki golfkennari hjá litlum klúbbi í bænum Salome í vesturhluta Texas. Ekki skortir hæfileikana. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 468 orð

»Allar áttir Bubba BUBBI Morthens sendi fyrir skemmstu frá sér breiðs

BUBBI Morthens sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Allar áttir, sem vekur meðal annars athygli fyrir þá sök hve lögin á henni eru fjölbreytt og ólík. Glöggir heyra undireins að á plötunni er Bubbi að velta fyrir sér ýmsum stílum og straumum sem hann hefur áður unnið í með góðum árangri, enda segist hann standa á einskonar gatnamótum lífs og listar. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 502 orð

Asklok er ekki himinn ÞAÐ VAR EFTIR-minnilegt að

ÞAÐ VAR EFTIR-minnilegt að anda að sér heimsmenningunni í Lundúnum og París nýlega. Engir kunna að leika Oscar Wilde einsog Bretar, aldrei hef ég séð jafnfínan dansballett og í óperunni í París (Aur`eole P. Taylors, A Suite of Dances eftir J. Robbins sem á sínum tíma kom hingað með dansflokk sinn, Annonciation eftir A. Preljocaj og Le Jeune homme et la Mort R. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 416 orð

Á bílauppboði í Halifax

EINN viðmælandi Morgunblaðsins, sem nýlega keypti bíl í Halifax í Kanada, segist hafa fengið lista yfir bílasala hjá kanadíska ræðismanninum á Íslandi. Fyrsta skrefið til þess að kaupa bíl á uppboði þar í landi er að komast í samband við bílasala sem hefur leyfi til þess að kaupa bíla á slíkum uppboðum þar sem viðurkennt er að bílverð er lægra en á almennum bílasölum. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 799 orð

Á fallanda fæti

ÞÓTT ÞAÐ sé töluvert atvinnuleysi hérna í henni Ameríku, virðist alltaf vera jafn tilfinnanleg vöntun á fólki til að gera við öll tæki og vélar, sem við, nútímafólk, erum búin að hlaða í kringum okkur, og virðast alltaf vera að bila. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 704 orð

Áhrif tækninnar á persónuleika mannsins

OKKUR er hollt að íhuga hvar við stæðum án tækninnar. Því er fljótsvarað. Án hennar, t.d. þess hluta sem er orðinn til eftir iðnbyltinguna, stæðum við hvergi. Það á a.m.k. við um flest okkar. Mikill meirihluti okkar væri nefnilega ekki til. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 137 orð

"Biti af Reykjavík"

SÝNING er ber nafnið "Biti af Reykjavík" verður haldin í Perlunni um næstu helgi. Það er Lions-klúburinn Víðarr í Reykjavík sem stendur fyrir sýningunni en markmiðið er að gefa landsmönnum kost á að kynnast veitingahúsalífinu er þrífst í Reykjavíi. Alls munu um 35 veitingastaðir og þjónustufyrirtæki tengd veitingarekstri taka þátt í sýningunni sem verður opin laugardaginn 2. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 814 orð

DULÍTIÐ FURÐURÍKI

ANDORRA! Aðdráttarafl þessa litla furstadæmis í Pyreneafjöllum átti vísast í huganum rætur í samnefndu leikriti Max Frisch, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1963, þessu sterka leikriti um sektarkennd og fordóma mannsins og ekki síst aðlögunarhæfni hans að tíðarandanum í umhverfi hvers tíma. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 225 orð

Dæmi um verð á uppboðsbílum

UPPBOÐSMARKAÐIR í Kanada gefa út sérstaka verðlista þar sem lágmarksverð er uppgefið á þeim bílum sem á að bjóða upp. Eftirfarandi bílar eru valdir af handahófi af slíkum lista. Verð miðast við kanadíska dollara en gengi hans var 25. október tæpar 50 ÍSK. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 2212 orð

Eins og verkið sé fremur samið undir áhrifum frá nútímanum Loftkastalinn sýnir nú gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir bræðurna

JÓN Múli setti það skilyrði fyrir þátttöku sinni að hann fengi að ráða fyrstu spurningunni. Var það auðsótt og lagði hann þá fyrir mig að spyrja: "Eruð þið nokkuð mótfallnir því að tala við Morgunblaðið?" "Nei, það er okkur bæði ljúft og leitt," svaraði hann. "Þetta skaltu skrifa á Múlann," sagði Jónas. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1145 orð

Ellin verst í ríki æskunnar Í Bandaríkjunum hefur það löngum þótt líklegt til árangurs að hafa yfir sér ímynd æsku og

ÆSKUDÝRKUN hefur löngum þótt einkenna bandarískt samfélag og gildir það um flest svið mannlífsins. Þeir sem hyggjast "ná langt" vestra þurfa oftar en ekki að hafa yfir sér ímynd æsku og virðast þróttmiklir í framgöngu allri, ekki síst sá stóri hópur manna sem á allt sitt undir fjölmiðlum. Þetta hefur og einkennt bandaríska stjórnmálabaráttu á undanförnum áratugum og má trúlega m.a. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 817 orð

ELSASS, KAMPAVÍN OG PÚRTVÍN

ÞAÐ ER orðið nokkuð flókið að fylgjast með nýjungum sem í boði eru í verslunum ÁTVR. Mánaðarlega koma nýjar tegundir í reynslusölu í fjórar búðir (Kringlan, Eiðistorg, Heiðrún og Akureyri) en einnig hefur sérpantanalista ÁTVR heldur betur spunnið utan á sig. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 360 orð

Endalausar hugljómanir

ANNA Halldórsdóttir heitir stúlka af Akranesi, sem margir muna eftir sem söngkonunni í Bróður Darwins. Sú sveit er löngu hætt en Anna hefur ekki sagt skilið við tónlist, hefur samið lög af kappi í fjölda ára og sendir á næstunni frá sér safn bestu laga. Anna segir að platan heiti Villtir morgnar og sé "frekar róleg plata, lágstemmd plata, fín vetrarplata". Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 104 orð

Fá smokk fyrir atkvæðið

"KJÓSIÐ og þiggið smokk" gæti verið kjörorðið í nýrri herferð í Honduras gegn útbreiðslu alnæmis. Tveir stærstu flokkar landsins, Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn, hafa í samráði við heilbrigðisráðuneytið ákveðið að efna til prófkjöra 1. desember, degi sem helgaður er baráttunni gegn alnæmi, vegna næstu þingkosninga. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 3357 orð

Fjölbreytt orðið í sálarmalnum

Einn nafnkunnasti hagyrðingur landsins, Hákon Aðalsteinsson, hefur nú hreiðrað vel um sig að Húsum í Fljótsdal. Hefur gert upp bæinn, ræktar skóg og tekur á móti ferðafólki. Hann er orðinn hreppstjóri Fljótsdælinga og hróður hans sem kjötreykingamanns berst víða. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 196 orð

Fólk

Fjórar myndir eru frá Ítalíu á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Guiseppe Tornatore er í hópi þekktustu leikstjóra Ítalíu í dag og eru tvær mynda hans á hátíðinni, Stjörnuleitin og Einfalt formsatriði. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 618 orð

FRÆKNIR FIMMMENNINGAR

ÞETTA ár hefur verið unnendum breskrar popptónlistar sérdeilis gjöfult, því ekki er nóg með að hver gæðasveitin á fætur annarri hefur haldið hér tónleika, gamlar lummur og nýjar, rokkarar og dansboltar, heldur er ævintýrinu síst lokið; á fimmtudag leikur hér hljómsveit sem kölluð hefur verið bjartasta von breskrar popptónlistar nú um stundir, Walesverjarnir í Super Furry Animals. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 419 orð

»Gjugg í borg Kannski bestu tíðindin við Kvikmyndahátíð Reykjavíkur séu þa

Kannski bestu tíðindin við Kvikmyndahátíð Reykjavíkur séu þau að hún skuli yfirleitt vera haldin. Eftir að Kvikmyndahátíð Listahátíðar hafði sungið sitt síðasta var framtíðin óviss mjög. Ekki var sjálfgefið að haldnar yrðu stórar kvikmyndahátíðir hér á landi með reglulegu millibili í framtíðinni; áhugi almennings hafði minnkað eins og sást á síðustu hátíð. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 109 orð

Handritin heim

ÞAÐ hefur reynst mörgum vel að hana kynnst Bítlunum áður en þeir urðu frægir, ekki síst ef hægt er að tína til sitthvað smáleg til að selja. Ekki mælist slíkt þó alltaf vel fyrir og þannig varð mikið uppistand hjá uppboðshúsinu Sotheby's fyrir skemmstu. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1531 orð

Holl samkeppni eða eftirlitslaust brask? Um fátt er meira rætt innan bílgreinarinnar en innflutning á notuðum bílum. Í samantekt

Innflutningur á notuðum bílum hefur stórlega aukist Holl samkeppni eða eftirlitslaust brask? Um fátt er meira rætt innan bílgreinarinnar en innflutning á notuðum bílum. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 114 orð

Í BÍÓ

Þegar síðasta Kvikmyndahátíð Listahátíðar, sem nú hefur dáið drottni sínum, var haldin þótti hún illa sótt. Það var eins og allan áhuga vantaði. Hún var haldin á tveggja ára fresti sem mörgum þótti of stopult. Hinni nýju Kvikmyndahátíð Reykjavíkur, sem byrjað hefur með pomp og prakt, er ætlað að kveikja aftur áhugann á viðamiklum kvikmyndahátíðum og glæða aðsóknina mjög. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 164 orð

John Sayles og sagan

Nýjasta mynd eins fremsta óháða leikstjóra Bandaríkjanna, John Sayles, er á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en hún heitir Lone Star" og hefur vakið athygli víða. Með hlutverk í henni fara Chris Cooper, Matthew McConaughey, Elizabeth Pena, Kris Kristofferson, Frances McDormand og Joe Morton. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 921 orð

Kostnaður gæti orðið tugir milljarða króna Hugmyndin um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hefur komið til

GUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur lýst því yfir að tómt mál sé að tala um að flytja Reykjavíkurflugvöll fyrr en komin sé hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, en þá væri hægt að flytja innanlandsflugið þangað. Guðrún sagði í samtali við Morgunblaðið að fróðlegt væri ef gerð yrði könnun t.d. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 2097 orð

KRINGUM-STÆÐUR SEMLÍFIÐ ÝTTIMÉR ÚT ÍFyrir sex árum var Ásmundur Gunnlaugsson svo illa haldinn af sjúklegum kvíða að suma daga

KRINGUM-STÆÐUR SEMLÍFIÐ ÝTTIMÉR ÚT ÍFyrir sex árum var Ásmundur Gunnlaugsson svo illa haldinn af sjúklegum kvíða að suma daga treysti hann sér ekki út úr húsi. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 130 orð

Kristín Lafransdóttir eftir Ullman

Skáldverk nóbelsrithöfundarins Sigrid Undset, Kristín Lafransdóttir, kom út í íslenskri þýðingu Helga Hörvars og Arnheiðar Sigurðardóttur á árunum 1955 til 1957 og hétu þau Kransinn, Húsfreyjan og Krossinn. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 331 orð

Margslungið

UNDANFARIÐ hefur heyrst í útvarpi lag með Páli Óskari Hjálmtýssyni þar sem kveður við nýjan tón í íslenskri dægurtónlist; fyrsta lagið sem kalla má drum 'n bass, þó það sverji sig kyrfilega í ætt við önnur lög sem Páll hefur sent frá sér. Það lag er af væntanlegri breiðskífu Páls, Seif, sem kemur út í vikunni. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1567 orð

Með góðu fólki

BJÖRGVIN Halldórsson er umsvifamikill á íslenskum tónlistarmarkaði þetta haustið eins og jafnan áður, því hann á snaran þátt í tveimur breiðskífum, stýrði upptökum og framleiðslu á annarri, sem á er tónlistin úr Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 2191 orð

Nyrst á Indlandi í krikanum milli Nepal og Pakistan, þar sem heitir Uttar Pradesh, kúrir bærinn Mussoorie við rætur hæstu fjalla

FLÓTTABÖRN Í FJALLAFAÐMI Nyrst á Indlandi í krikanum milli Nepal og Pakistan, þar sem heitir Uttar Pradesh, kúrir bærinn Mussoorie við rætur hæstu fjalla heims og steinsnar sunnan við landamæri Kína og Tíbet. Þar eiga 1. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 786 orð

Rauða hárið og afmælisveislan

UM daginn sá ég einhvers staðar frásögn af þýskum námsmanni sem var að fara í ferðalag. Hann var þrifinn í betra lagi og ákvað að skilja ekki eftir neitt svínarí á sínu heimili. Hann tók því tvennskonar hreingerningarlög og hellti vænum slurki af þeim báðum í klósettskálina. Það fór þannig fyrir þessum þrifna manni að hann lét þarna líf sitt. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 267 orð

Reglugerð vegna innflutnings

VIÐ tollafgreiðslu verður innflytjandi bíls að tilgreina tollverð bílsins og færa inn á aðflutningsskýrslu. Hann verður einnig að afhenda tollstjóra frum- eða samrit af vörureikningi. Tollverð bílsins er það verð sem raunverulega er greitt fyrir hann, þ.e. kaupverð úti auk flutningsgjalds, aukakostnaðar og vátryggingar í flutningi. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 180 orð

Rekin fyrir að syngja ekki afmælissöng

CORA Miller, 43 ára vottur Jehóva, hefur höfðað mál gegn eigendum veitingahúss í Bandaríkjunum sem véku henni frá vegna þess að hún neitaði að syngja afmælissönginn fyrir viðskiptavinina af trúarástæðum. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 539 orð

Stórstjarna á ný?

KEVIN Costner var kominn með BA- próf í viðskiptafræði áður en hann ákvað að snúa við blaðinu og leggja fyrir sig leiklist. Um nokkurra ára skeið stundaði hann leiklistarnám á kvöldin en vann sem sviðsmaður í leikhúsi í LA á daginn. Þess á milli þjónaði hann til borðs á veitingastöðum og keyrði leigubíl til að ná endum saman. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 624 orð

Strangt eftirlit með innfluttum tjónabílum

TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ hefur gefið út nýjar vinnureglur varðandi skráningarferli tjónabifreiða. Samkvæmt þeim verður strangt eftirlit haft með bílum sem eru fluttir inn skemmdir en óbreytt fyrirkomulag verður með eftirliti á bílum sem hafa verið nýskráðir á Íslandi og verða fyrir tjóni. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1439 orð

Sættast Saddam og Assad? Sá brandari er vinsæll meðal hægrisinna í Ísrael að líklega verði kjör Benjamins Netanyahu,

SÍÐUSTU mánuði hefur ýmislegt bent til þess, að mati ýmissa sérfræðinga um málefni Miðausturlanda, að breytinga sé að vænta á samskiptum stjórnvalda í Sýrlandi og Írak. Færi svo mundi það vera sögulegra en flest annað í þessum Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 1590 orð

VELGENGNI BYGGÐ Á VANDVIRKNI eftir Guðna Einarsson. Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf. í Garðabæ er fæddur

Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins Smiðju hf. í Garðabæ er fæddur árið 1954. Að loknu verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands fór Guðmundur til náms í Vélskóla Íslands og lauk þaðan 4. stigs prófi vélstjóra. Á skólaárunum vann Guðmundur á sumrin í Héðni, tók þar smiðjutíma og öðlaðist vélvirkjaréttindi. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 366 orð

Verð hefur lækkað á notuðum bílum

TÍU til fimmtán prósent verðlækkun hefur orðið á notuðum Mercedes-Benz-bílum í kjölfar aukins innflutnings, að mati Jóns Ragnarssonar, eiganda Bílahallarinnar. Bílasala, sem Morgunblaðið ræddi við, greinir á um hvort almenn verðlækkun hafi orðið á notuðum bílum vegna aukins innflutnings. Meira
27. október 1996 | Sunnudagsblað | 205 orð

Ökumælum breytt

NOKKUR mál hafa risið vegna þess að akstursmælum á innfluttum bílum hefur verið breytt. Bílar sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum og Kanada eru flestir með svokallað Certificate of Title sem í er skráð kílómetrastaða á akstursmæli. Meira

Ýmis aukablöð

27. október 1996 | Dagskrárblað | 183 orð

9.00Morgunsjónvarp barnan

10.45Hlé 16.30Sumartónleikar á Holmenkollen 1996 Upptaka frá tónleikum í Osló 16. júní síðastliðinn. 17.25Listkennsla og listþroski Ný íslensk þáttaröð um myndlistarkennslu barna í skólum. (e) (2:4) 17.50Táknmálsfréttir 18.00Stundin okkar Stundin okkar hefur nú göngu sína eftir sumarfrí. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 532 orð

Að velja sér bæjarlæk

"ÞAÐ var eiginlega um áramótin sem við tókum ákvörðun um að kaupa eigið húsnæði á Blönduósi og staðsetning hússins réð algjörlega valinu," segja þau hjónin Guðmundur R. Sigurðsson og Gróa María Einarsdóttir, íbúar á Árbraut 3 á Blönduósi. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 968 orð

Draumurinn um gamla húsið í Vesturbænum

ÞAÐ ERU ekki margir sem hafa gert upp gamalt hús hvað eftir annað. En vestur í bæ hafa hjónin Guðbjörg Árnadóttir og Þorgrímur Gestsson hreiðrað um sig í gömlu húsi...tvisvar sinnum. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 309 orð

Enginn veit sína stofuna...

Á HÚSVEGGI eru settar dyr og gluggar, og vegna þessara tómu rúma eru húsin okkur nytsöm. Lao Tze ÞEGAR hafist er handa við að fegra heimilið er fyrsta spurningin sú hvernig tiltekið rými á að gagnast íbúunum. Ekki er vitlaust að ímynda sér hvers lags hughrif herbergið á að vekja og láta hugann reika til staða sem vakið hafa vellíðan í fortíðinni, til dæmis í æsku. Meira
27. október 1996 | Dagskrárblað | 544 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.07Morgunandakt: Séra Björn Jónsson prófastur flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. ­Tokkata og fúga í d-moll. Jean Guillou leikur á orgel. ­Ouvertüre í C-dúr BWV 1066 Nýja Bachsveitin í Leipzig leikur; Max Pommer stjórnar. 8.50Ljóð dagsins. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 781 orð

Fólk ætti að forðast allar öfgar

LÝSINGU inni á heimili má skipta í þrennt, það er almenna lýsingu, sérlýsingu og vinnulýsingu, segja Páll Á. Pálsson og Davíð E. Sölvason hjá Raftæknistofunni. "Það er mjög mikilvægt að vera með góða, almenna lýsingu sem varpar jafnri birtu yfir alla íbúðina. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 712 orð

Gamalt en ber aldurinn vel

EINBÝLISHÚSIÐ að Kirkjustíg 9 á Siglufirði er vissulega gamalt, en það ber aldurinn einkar vel og virðuleikinn hefur síður en svo dalað enda hefur húsið verið í höndum natinna og umhyggjusamra eigenda, hjónanna Hermanns Jónassonar og Ingibjargar Halldórsdóttur, en þau hafa undanfarin 18 ár verið að taka húsið í gegn, lið fyrir lið. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 851 orð

Góð dýna er gulls ígildi

FÓLK eyðir að meðaltali þriðjungi ævinnar í rúminu. Samt sem áður er nýtt rúm oft fjárfesting sem mætir afgangi. Sjúkraþjálfarar leggja áherslu á að fólk gefi sér góðan tíma við val á dýnu og er miðað við að hún lagi sig að líkamanum og veiti nægilegan stuðning, þannig að hryggsúlan sé bein þegar legið er út af. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 535 orð

Grænmeti er ekki bara hollt!

GULRÆTUR, tómatar, spergilkál, hvítlaukur, aspas, sítrónur og nokkur blöð og ber héðan og þaðan úr garðinum. Hljómar þetta sannfærandi þegar verið er að telja upp hráefni í borðskreytingu? Erla Dögg Ingjaldsdóttir sýnir hér svo ekki verður um villst að stundum er nóg að kíkja í ísskápinn ef löngunin til að búa til eitthvað fallegt gerir vart við sig. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 610 orð

Hreiðurgerð og rómantík

"MIG dreymir um að gera upp svona gamalt, lúið hús," sagði ég upp úr eins manns hljóði og starði eins og dáleidd á sjónvarpsskjáinn. Ég missti þetta eiginlega út úr mér, hugsaði óvart upphátt eitt andartak. En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Áður en ég vissi af var ég farin að verja þennan draum minn með kjafti og klóm. Tilefnið hafði verið auglýsing í sjónvarpinu... Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 145 orð

Hugarflug á Siglufirði

NORÐUR á Siglufirði búa hjónakornin Unnar Pétursson og Fríða Gylfadóttir í einkar fallegu húsi við Túngötu, sem þau hafa tiltölulega nýverið fest kaup á. Innan dyra gætir ýmiskonar augnkonfekts og sjá má að hugmyndaflug, smekkvísi og myndarskapur húsmóðurinnar fær sín notið til hins ýtrasta. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 332 orð

Hvernig á að bera vínið fram?

1 BOTNFALL myndast í góðum vínum þegar þau eldast og er gæðamerki. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt eða vont að drekka botnfallið og ástæðurnar að baki því að menn reyna að losna við það eru fyrst og fremst fagurfræðilegar. 2VÍNI ER UMHELLT til þess að losna við botnfall. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 123 orð

Hversu mikið á að kaupa?

FÓLK innbyrðir auðvitað mismikið magn af víni en þegar keypt er inn fyrir veislu má hafa eftirfarandi í huga. Ef ætlunin er að bjóða gestina velkomna með glasi af freyðandi víni er ágætt að miða við að hver flaska dugi fyrir sex manns, nema gert sé ráð fyrir ábót. Sé svo er miðað við fjóra eða fimm um hverja flösku. Undir borðum má reikna með hálfri til einni vínflösku á mann. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 1656 orð

Kreppan hefur eyðilagt gæðaskyn

FINNUR Fróðason innanhússarkitekt er búinn að vera í faginu miklu lengur en hann kærir sig um að muna, eða frá 1968, og segir allt ganga í dag. "Það sem mér finnst kannski skemmtilegast núna er að það eru svo margir tískustraumar ráðandi í einu. Hér áður fyrr teiknaði maður kannski sama eldhúsið tuttugu sinnum og notaði sömu viðartegundina margsinnis," segir hann. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 322 orð

Kurteisi er hluti af velheppnaðri máltíð

Kurteisi gegnir ekki síðra hlutverki við matarborðið en það sem fram er reitt. Framreiðslumennirnir Brynja Gunnarsdóttir og Hafdís Nína Hafsteinsdóttir voru fúsar til þess að leika eftir ýmsum gerðum borðsiða. Sögusviðið er Humarhúsið. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 490 orð

Landslagsmyndir fyrir utan gluggann

ÓÐINN Eymundsson og Elísabet Jóhannesdóttir búa í tveggja hæða raðhúsi á Júllatúni 1, Höfn. Út um gluggann blasir við Hornafjörðurinn með eyjum, sundum og fjölskrúðugu fuglalífi. Í fjarska gnæfir Vatnsjökull í öllu sínu veldi. Er ekki laust við að þeir, sem búa þarna á sjávarbakkanum, séu öfundaðir af þessu einstaka útsýni. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 828 orð

Máttug töfrateppi Persíu

EF SKILGREINA á ekta persneskt teppi á einfaldan hátt má segja að það sé mynstruð, marglit, handhnýtt ábreiða með kögri á sitt hvorum enda. Það þarf jafnframt að vera upprunnið í Persíu, sem í hugum flestra er gamla nafnið á Íran, en var í reynd risastórt konungsveldi í Vestur-Asíu, segir Ragna Ragnars löggiltur skjalþýðandi, dómtúlkur og forfallin áhugakona um teppi. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | -1 orð

Nýtt ísskápslíf

VOPNAÐUR bílalakki og með styrkri hönd, getur eigandi gamals og lúins ísskáps hæglega breytt honum í helsta stássgrip eldhússins. Bílalakk er til í tugum litaafbrigða og því hægur leikur að færa ísskápinn í endurnýjum lífdaga. Ísskápar og frystikistur rispast með tímanum og af þeim verður æ minni prýði. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 1330 orð

Pottaplöntur eru mikilvægar fyrir sálarlífið

POTTAPLÖNTUR skiptast í nokkra hópa eftir eðli vaxtarlagi og uppruna en hugtökin pottaplöntur og stofublóm eru nátengd og óaðskilin. Þótt í raun megi segja að allar plöntur sem ræktaðar eru í pottum utanhúss sem innan, séu pottaplöntur í eiginlegum skilningi er sjaldan átt við það þegar orðið ber á góma, heldur ævinlega stofublóm, það er að segja plöntur sem einungis eru ræktaðar í híbýlum manna, Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 823 orð

Reglurnar tryggja vellíðan gestanna

BRYNJA Gunnarsdóttir auglýsingafulltrúi og húsmóðir er menntuð sem framreiðslumaður og man þegar sumir gesta Hótels Sögu geymdu skóna sína framan við herbergisdyr og gengu til kvöldverðar á sokkaleistunum. Brynja hlaut hæstu einkunn fyrir sveinsstykkið "borð hestamannsins" á sínum tíma og hefur engu gleymt þótt hún sé horfin til annarrar iðju. Hér leggur hún á ráðin um veisluhöld í heimahúsi. Meira
27. október 1996 | Dagskrárblað | 218 orð

S9.00Barnatími Teiknimyndir með íslensku tali. 10.35Ey

10.35Eyjan leyndardómsfulla (Mysterious Island)Ævintýralegur myndaflokkur gerður eftir samnefndri sögu Jules Verne. 11.00Heimskaup - verslun um víða veröld - 12.00Hlé 14.40Þýskur handbolti 15.55Enska knattspyrnanBein útsending. Liverpool ­ Derby County. 17. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 106 orð

Skrifstofuna heim!

ÍTALSKA fyrirtækið Tecno kynnti nýja gerð húsgagna fyrir fólk sem vinnur heima á Orcatec-sýningunni sem lauk í Köln um síðustu helgi. Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður skoðaði sýninguna og segir hún að með aukinni tölvunotkun á heimili séu húsgögn af þessu tagi að verða jafn sjálfsögð og borðstofusett. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 852 orð

Slátur og MoutonRothchild VÍNMENNING Íslendinga hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á undanförnum árum og ýmsir siðir farnir að

SÁ SIÐUR að bjóða upp á sterka og sæta fordrykki á undan mat hefur verið galli á vínmenningu hér og í mörgum nágrannaríkjum. Kokteilar og sterkir drykkir á borð við viskí eða eitthvað þess háttar eru ekki ákjósanlegir sem fordrykkir því þeir deyfa bragðskynið. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 1097 orð

Stefnan tekin á lífrænu efnin

ENDURREISN linoleum og víðtækari útbreiðsla á parketi eru helstu breytingarnar á íslenskum gólfefnamarkaði undanfarin ár að sögn Tómasar Waage veggfóðrarameistari. Segir Tómas tískusveiflur allsráðandi á Íslandi og að þróunin hafi verið einhvern veginn þannig: linoleum-plastdúkur-teppi-flísar- plast-parket-teppi-parket-linoleum, í þessar röð. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 191 orð

Stigi til að rýna í

"MÉR fannst stiginn ljótur og þrepin voru orðin slitin. Þetta var ódýr lausn sem mig langaði til að prufa, en óraði reyndar ekki fyrir allri þessari vinnu við hann," segir Ólöf Kristjánsdóttir um mjög óvenjulegan stiga sem prýðir heimili hennar að Hólavegi 65 á Siglufirði. Meira
27. október 1996 | Dagskrárblað | 799 orð

Sunnudagur 27.10. SBBC PRIME 5.00 The J

Sunnudagur 27.10. SBBC PRIME 5.00 The Jewish Enigma 5.30 A Family Legacy 6.00 News 6.20 Wild Tracks 6.30 Jonny Briggs 6.45 Bitsa 7.00Bodger and Badger 7.15 Count Duckula 7.35 Maid Marian and Her Merry Men 8. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 823 orð

Undraveröld postulínsins

MATAR- og kaffistell eru framleidd úr ólíkum efnum og nefnast því "bone china", postulín, vitro-postulín og "faience" eða leir. Munurinn liggur í mismunandi hráefnum og aðferðum sem notaðar eru við framleiðsluna. Hráefnunum er blandað saman á ólíkan hátt og þau brennd við mismunandi hitastig. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 687 orð

Vantar bara vél til að leggja á borð

BRAUÐVÉLIN hefur staðið í ströngu síðustu tvo tímana og nú lætur hún vita með suði að bakstri sé lokið. Steikin er tilbúin á borðinu og bakaraofninn í óðaönn að þrífa sig sjálfur eftir eldamennskuna. Eldavélin sá um að sjóða kartöflurnar á mettíma og spara orku í leiðini. Hún gætti þess sjálf að hitastigið væri mátulegt á kartöflunum og hringdi bjöllu til að láta vita að þær væru soðnar. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 936 orð

Það er tómt brjálæði að byggja

FYRIRGEFÐU, hvað meinarðu?" spurði hún og röddin var allt að því ógnvekjandi. Ég leit í aðra átt, ræskti mig lítið eitt og endurtók svo spurninguna; "Var ekki svolítil rómantík í því fólgin að byggja sitt eigið hús...búa til sitt eigið hreiður?" Löng þögn. Þegar ég þorði loks að líta á hana aftur skutu augu Önnu Sigríðar Árnadóttur bókstaflega gneistum. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 1271 orð

Þurrkaði myndina í burtu

VIKTOR Smári Sæmundsson er ekki alls kostar sáttur við starfsheitið forvörður og segir það ekki nógu gegnsætt. Hann hefur unnið við forvörslu mynda Listasafns Íslands síðastliðin sjö ár og mælir alls ekki með því að fólk noti ræstiduft til þess að hreinsa olíumálverkin sín. Viktor Smári lærði iðn sína í Danmörku og segir að námið taki að minnsta kosti þrjú ár og stundum fimm eða átta. Meira
27. október 1996 | Dagskrárblað | 166 orð

ö9.00Eðlukrílin 9.10Bangsar og bananar

9.10Bangsar og bananar 9.15Kolla káta 9.40Heimurinn hennar Ollu 10.05Í Erilborg 10.30Trillurnar þrjár 10.55Ungir eldhugar 11.10Á drekaslóð 11. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

HÆGT er að festa myndir upp á vegg með margvíslegum hætti. Ein aðferðin er sú að finna út sjónlína sitjandi manns og standandi og hengja myndina upp þannig að miðjan sé þar sem sjónlínurnar tvær mætast. Margir hengja myndir upp of hátt á veggnum og einnig þarf að gæta þess að þær stingi ekki of mikið í stúf við aðra muni í herberginu. Meira
27. október 1996 | Blaðaukar | 152 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÖLD gluggatjaldaefna er framandi þeim sem ekki til þekkja og flækjurnar óendanlegar. Stundum virðist sem ógrynni efnis sé þörf og nokkur feilspor geta dregið langan slóða á eftir sér. Jafnvel hangið yfir manni heila eilífð. Í heimilis-handbók Íkea eru vegvísar um völundarhús gluggatjaldagerðar og margvísleg hollráð fyrir híbýli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.