Greinar miðvikudaginn 30. október 1996

Forsíða

30. október 1996 | Forsíða | 354 orð

Óttast um afdrif milljónar manna

EIN milljón manna gæti týnt lífi í Zaire ef ekki verður brugðist strax við til hjálpar. Emma Bonino, sem fer með mannúðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, lýsti þessu yfir í gær og skoraði jafnframt á Sameinuðu þjóðirnar að verja flóttamannabúðirnar. Talsmaður Flóttamannastofnunar SÞ sagði í gær að ekkert væri vitað hvar um 600. Meira
30. október 1996 | Forsíða | 339 orð

Ótti við öfgafulla gyðinga

MICHAEL Eitan, formaður þingflokks Likud-flokksins í Ísrael, hvatti til þess í gær að stjórnin gripi til aðgerða gegn öfgamönnum úr röðum gyðinga í Hebron á Vesturbakkanum til að afstýra blóðugum átökum í borginni. Meira
30. október 1996 | Forsíða | 56 orð

Sex bíða bana í tilræði Kúrda

TVEIR félagar í Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK) sviptu sig lífi með sprengju í gær og fjórir til viðbótar biðu bana í sprengingunni. Lögreglan sagði að kúrdísk kona hefði falið sprengjuna innanklæða og sprengt hana þegar hún og félagi hennar hefðu verið handtekin. Þrír lögreglumenn og vegfarandi létu einnig lífið. Meira
30. október 1996 | Forsíða | 192 orð

Skuldir keisarans greiddar

SAMNINGAR eru að takast um, að stjórnin í Moskvu leysi til sín nokkuð af þeim ríkisskuldabréfum, sem Rússakeisari gaf út um og fyrir síðustu aldamót en þegar bolsévíkar komust til valda í Rússlandi 1917 neituðu þeir að ábyrgjast þau. Meira
30. október 1996 | Forsíða | 186 orð

Spennan er aðeins um þingið

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur 12,6 prósentustig umfram keppinaut sinn, Bob Dole, þegar tæp vika er eftir af kosningabaráttunni. Kemur það fram í skoðanakönnun Reuters-fréttastofunnar, sem birt var í gær. Baráttan um þingsætin er hins vegar miklu jafnari og munar þar ekki nema tæpum þremur prósentustigum demókrötum í vil. Meira

Fréttir

30. október 1996 | Innlendar fréttir | 379 orð

16 punda sjóbirtingur úr Tungufljóti

SJÓBIRTINGSVEIÐIVERTÍÐINNI er nú lokið og var veiði góð víðast hvar, en þó nokkuð sveiflukennd eftir því hvernig vindar blésu og hitastig sveiflaðist. Algengt var að menn veiddu vel einn daginn, en ekkert þann næsta. Nóg var af fiski og mál manna að "tröllum" hafi fjölgað síðustu ár og meira hafi verið af þeim í haust en síðustu árin. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 606 orð

Aðeins stífur og ófrávíkjanlegur kynjakvóti óheimill

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja til breytingar á tilskipun sambandsins um jafnrétti kynjanna til að bregðast við dómi Evrópudómstólsins í svokölluðu Kalanke-máli, sem kveðinn var upp fyrir ári. Ýmsir hafa túlkað dóminn svo að svokölluð jákvæð mismunun og kynjakvótar við stöðuveitingar séu óheimil. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Af Oddi lögmanni í Höfn

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Birni Th. Björnssyni í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. október, kl. 20.30. Björn Th. Björnsson nefnir erindi sitt Hafnarför Odds hins háva og segir þar frá för Odds lögmanns Sigurðssonar til Kaupmannahafnar síðla hausts 1728 þar sem hann dvaldist ásamt böðli sínum og þjóni, Bjarna Eiríkssyni. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Akraberg undir færeyskan fána

TOGARINN Akraberg kom til Akureyrar á mánudag með um 80 tonn af frosnum fiski. Akraberg, sem er í eigu Framherja ltd., dótturfyrirtækis Samherja hf. í Færeyjum, hefur síðustu mánuði verið í leigu hjá Deutsche Fishfang Union, dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi og siglt undir þýskum fána. Leigutímanum er lokið og verður færeyski fáninn því dreginn upp aftur í næsta túr. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 938 orð

Arðgreiðslur geta numið allt að 600 milljónum króna á ári

ARÐGREIÐSLUR Landsvirkjunar til eigenda, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar, geta numið allt að 600 milljónum á ári. Reiknað er með að því takmarki verði náð árið 2004, miðað við þá samninga sem nú liggja fyrir um orkusölu og miðað við stækkun á járnblendiverksmiðjunni og að nýtt álver Columbia rísi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Leikflokknum Bandamenn: "Vegna athugasemdar Eiríks Þormóðssonar og Aðalgeirs Kristjánssonar um leikinn Álf í Nóatúnum í sunnudagsblaði yðar, vill leikflokkurinn Bandamenn taka eftirfarandi fram: Í aðfaraorðum að leiklestri á Álfi í Listaklúbbi Þjóðleikhússins sl. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 309 orð

Atvinnulausum fækkaði um 589 milli mánaða

SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum fækkaði um tæplega 18.000 frá ágúst til september síðastliðins, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 15,4% frá ágústmánuði en hefur fækkað um 6,5% frá september í fyrra. Atvinnuleysisdagar í september jafngilda því að 4.502 hafi verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali í mánuðinum. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð

Áfram miðstöð innanlandsflugs

FLUGVÖLLURINN í Reykjavík verður áfram miðstöð innanlandsflugs, á óbreyttum stað, samkvæmt aðalskipulagi borgarinnar sem gilda á til ársins 2016, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Nýtt aðalskipulag borgarinnar mun nú vera í burðarliðnum hjá Borgarskipulagi og skipulagsnefnd, þar sem kveðið er á um þetta. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

Ákvörðun um arð gagnrýnd

EFNT var til utandagskrárumræðu á Alþingi í gær í tilefni af skýrslu iðnaðarráðherra um eignarhald Landsvirkjunar. Svavar Gestsson, málshefjandi, gerði vinnslu þessarar skýrslu að umtalsefni. Meira
30. október 1996 | Landsbyggðin | 339 orð

Átak í ferlimálum fatlaðra

Selfossi-Bæjarstjórinn á Selfossi, Karl Björnsson, embættismenn, framkvæmdastjóri verslana KÁ og starfsmenn Verkfræðistofu Suðurlands fengu að upplifa þá reynslu að fara um götur bæjarins með bundið fyrir augun en í fylgd ráðgjafa um ferlimál blindra. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Brauðgerð Axels tekur til starfa

HJÓNIN Axel Vatnsdal og Margrét Baldvinsdóttir og faðir Margrétar, Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi í Torfunesi, hafa keypt rekstur og húsnæði Einarsbakarís við Tryggvagötu. Jafnframt var skipt um nafn á bakaríinu sem nú heitir Brauðgerð Axels. Axel er bakari, en hann lærði iðnina í Einarsbakaríi þar sem hann hefur unnið um 8 ára skeið. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Bremsurnar læstust og strætó út í kant

VAGNSTJÓRI Strætisvagna Akureyrar varð að grípa til þess ráðs í gærmorgun að aka vagninum út í kant til að missa hann ekki niður Drekagilið. Bremsur læstust þegar loftið fraus í bremsukerfinu. Annar vagn kom aðvífandi og tók farþegana upp í en þeir voru langflestir nemendur í framhaldsskólunum á Akureyri og komu of seint í skólann fyrir vikið. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 84 orð

Bretadrottning í Tælandi

ELÍSABET II. Bretadrottning er nú ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins, í opinberri heimsókn í Tælandi. Mun tilefnið vera að konungur landsins, Bhumibol, hefur nú ríkt í 50 ár eða lengur en nokkur annar núverandi þjóðhöfðingi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Dalverk með lægsta tilboð

DALVERK sf. á Selfossi var með lægsta tilboð í framkvæmdir við Laugarvatnsveg frá Reykjavegi að Úthlíð. Dalverk bauð 25.228.200 kr. í verkið en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á 33.060.338 kr. og er tilboð Dalvíkur því 76,3% af kostnaðaráætlun. Annað lægsta tilboðið kom frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni í Árnessýslu og var það 25.426.850 kr., eða 77,1% af kostnaðaráætlun. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

"Eins og þeir sæju allar hendurnar"

ÍSLENDINGAR urðu að lúta í lægra haldi fyrir Indónesíumönnum í átta liða úrslitum á Ólympíumótinu í brids. Úrslit urðu 180 stig gegn 115. "Við vorum hreinlega yfirspilaðir og það er ekki spurning að betra liðið vann," sagði Jón Baldursson, einn íslensku spilaranna, eftir leikinn. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð

Engin marktæk breyting mælist

Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Engin marktæk breyting mælist MÆLAR á Grímsvötnum sýndu í fyrradag enga marktæka breytingu frá því þeir voru síðast athugaðir. Í bæði skiptin mældist hæð vatnanna 1.509 metrar. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 585 orð

Enginn áhugi á ævisögunni

HERTOGAYNJAN af York, Sara Ferguson, sér nú fram á frekari hremmingar á fjármálasviðinu þar sem útgefendur eru teknir að sýna ævisögu hennar takmarkaðan áhuga. Hertogaynjan, sem Bretar nefna gjarnan "Fergie" og var gift Andrési prins, hafði vonast til þess að útgáfa bókarinnar gæti orðið til þess að minnka skuldir hennar, sem sagðar eru nema um 400 milljónum króna. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Fjögur námskeið haldin nyrðra

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands efnir til fjögurra námskeiða í samstarfi við Háskólann á Akureyri í nóvembermánuði. Þetta eru námskeiðin Stjórnun markaðsmála, Gæðakerfi ISO 9000, Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki og Einelti; orsakir, einkenni og viðbrögð. Jón Gunnar Aðils rekstrarhagfræðingur og ráðgjafi hjá Forskoti ehf. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Fjölbreytt listastarfsemi verður í húsinu

JAKOB Björnsson bæjarstjóri og Þröstur Ásmundsson formaður Gilfélagsins undirrituðu nýlega samning um afnot Gilfélagsins af Ketilhúsinu svonefnda við Kaupvangsstræti, en hann gildir til ársloka 1998. Akureyrarbær leggur fram 9 milljónir króna á samningstímanum til nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fundur um veiðileyfagjald

OPINN umræðufundur um veiðileyfagjald verður haldinn á vegum Njarðar, félags meistaranema í sjávarútvegsfræðum við Háskóla Íslands, í dag, miðvikudag, 30. október. Fundurinn er haldinn í hádeginu frá kl. 12 til kl. 13, í stofu 101 í Lögbergi. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 255 orð

Fundust lifandi eftir 36 klukkutíma í rústunum

BJÖRGUNARMENN fundu í gær tvær konur, eina egypska og aðra bandaríska, í rústum fjölbýlishússins, sem hrundi til grunna í hverfinu Heliopolis í Kaíró á sunnudag. Enn var talið að 90 manns væru innlyksa í rústunum og fóru vonir um að þeir fyndust á lífi dvínandi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fyrsti snjórinn

BÖRNIN glöddust í gærmorgun þegar fyrsti snjórinn gerði vart við sig á Suður- og Vesturlandi. Snjókoman markar einnig tímamót á hjólbarðaverkstæðum og í gærmorgun brostu starfsmenn þar út í annað meðan þeir umfelguðu, skiptu og jafnvægisstilltu. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um land allt voru engin dæmi um alvarleg umferðaróhöpp í gær. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 41 orð

Gengið um Seltjarnarnesbæ

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20. Gengið verður út í Bakkavör á Seltjarnarnesi og síðan með ströndinni út að Gróttu. Val er um að ganga til baka niður á höfn eða fara með SVR. Allir velkomnir. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 70 orð

Gulli skilað

SAMKOMULAG náðist í gær um að hálfu öðru tonni af gulli, sem nasistar stálu í Albaníu á stríðsárunum, verði skilað þangað. Þrefað hefur verið um gullið í 50 ár en það er geymt í Englandsbanka. Bretar neituðu að afhenda kommúnistastjórn Envers Hoxha gullið vegna þess að þeir fengu ekki bætur fyrir 44 sjóliða er fórust með skipum sínum þegar þau rákust á tundurdufl við Albaníu árið 1946. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 283 orð

"Gúmmígreinin" stóð í Dönum

Mótleikur ESB gegn bandarískum lögum "Gúmmígreinin" stóð í Dönum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á SÍÐUSTU stundu tókst utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna á mánudagskvöld að finna Dönum ástæðu til að hætta við að beita neitunarvaldi sínu og hindra þannig mótleik ESB gegn bandarískum verslunarlögum, Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hábergið með Siglu SI í togi

HÁBERG GK 299 kom áhöfn Siglu SI 50 til aðstoðar um 60 mílur norður af Straumnesi eftir að skipið fékk í skrúfuna. Hábergið tók Siglu í tog og að sögn skipverja á Háberginu var búist var við því í gærkvöldi að skipin kæmu til hafnar á Ísafirði um klukkan þrjú í nótt. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hálendisráðstefna Ferðafélags Íslands

VEGVÍSIR til framtíðar er heiti ráðstefnu sem Ferðafélag Íslands gengst fyrir laugardaginn 2. nóvember í Mörkinni 6 kl. 13­17. Fjallað verður um skipulag miðhálendisins, gönguleiðir, ferðaþjónustu, umhverfisvernd og eignarhald. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 795 orð

Háskólinn brautskráir 172 kandidata

LAUGARDAGINN 26. október sl. voru eftirtaldir 172 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands. Auk þess luku 38 nemendur eins árs viðbótarnámi í félagsvísindadeild og námsbraut í hjúkrunarfræði. Guðfræðideild (7) Embættispróf í guðfræði (5) Anna S. Meira
30. október 1996 | Landsbyggðin | 182 orð

Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

Búðardalur - Hátíðarguðsþjónusta verður í Hjarðarholtskirkju í Dölum 3. nóvember nk. í tilefni af því að nú er lokið viðgerðum og endurbótum á kirkjunni, sem staðið hafa yfir sl. sex ár. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Hlynnt greiðslu bótanna en lögin meingölluð

BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að taka upp greiðslu húsaleigubóta að óbreyttum lögum. Ráðið er hlynnt greiðslu slíkra bóta en telur lögin um húsaleigubætur frá 1994 meingölluð. Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um bréf félagsmálaráðuneytis þar sem minnt er á að sveitarfélög þurfi að taka ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta á árinu 1997 fyrir 1. nóvember næstkomandi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 792 orð

Indónesar reyndust erfiðir mótherjar

Ólympíumótið í brids er haldið 19. október til 3. nóvember. ÞAÐ var ljóst frá upphafi leiks Íslands og Indónesíu í 8 liða úrslitum Ólympíumótsins í brids í gær, að þetta yrði ekki dagur Íslendinganna. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Íbúarnir njóta eignar sinnar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segja að samningur eigenda Landsvirkjunar um breytingar á rekstri fyrirtækisins tryggi að íbúar þessara staða njóti loks eignar sinnar í Landsvirkjun. Í samkomulaginu felst, að arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjunar, ríkis, Reykjavíkur og Akureyrar, gætu numið allt að 600 milljónum króna á ári. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 306 orð

ÍSAL veitt jafnréttisviðurkenning

ÍSLENSKA álfélagið í Straumsvík, ÍSAL, hlaut í gær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir lofsvert framtak í jafnréttismálum en hún var nú veitt í fimmta sinn. Í rökstuðningi lagði dómnefnd áherslu á valið byggði ekki aðeins á því að kona hafi verið ráðin í stöðu forstjóra heldur einnig vegna þess að ÍSAL hafi um alllangt skeið unnið að því í samvinnu við stéttarfélög að auka Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Íslensk margmiðlun hf. annast rekstur Stöðvar 3

FYRIRTÆKIÐ Íslensk margmiðlun hf. hefur tekið að sér rekstur Stöðvar 3 með samningi við Íslenska sjónvarpið hf., sem mun í dag óska formlega eftir heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga um skuldir í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu rekstrarins. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Kaupmáttur aukist án verðbólgu

"KJARASAMNINGAR eru framundan. Þar þarf það markmið að vera að leiðarljósi að kaupmáttur geti aukist, sérstaklega hjá þeim sem lægst hafa launin, án þess að það leiði til verðbólgu eða stefni stöðugleika í hættu. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 780 orð

Kennum mannréttindi í fjölda landa

GUÐMUNDUR Alfreðsson lagaprófessor var nýlega skipaður í annað af tveimur sætum Vesturlanda í starfshópi Sameinuðu þjóðanna um rétt til þróunar. Guðmundur hefur síðastliðið ár verið forstöðumaður við Raoul Wallenberg-mannréttindastofnunina í Lundi í Svíþjóð. Hvert er hlutverk stofnunarinnar sem þú veitir forstöðu? Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kornskurður á Flateyjaraurum

MIKIL bjartsýni ríkti hér á landi í graskögglagerð á 6. og 7. áratugnum. Margar graskögglaverksmiðjur spruttu upp og höfðu ærinn starfa. Með breyttum búnaðarháttum, eins og rúllubindingum, urðu þær flestar að draga saman seglin, sumar lögðu niður starfsemina. Upp úr 1970 var graskögglaverksmiðja sett á laggirnar hér á Mýrum og var rekin af opinberum eða hálfopinberum aðilum til 1987. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Kostnaður er áætlaður um níu milljarðar króna

Í ATHUGUN Veðurstofu Íslands á þörf fyrir snjóflóðvarnir á átta stöðum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er áætlað að kostnaður við uppbyggingu varna á hættusvæðum sé um sjö milljarðar króna. Ef varnir gegn krapa- og aurflóðum og uppkaup á fasteignum þar sem varnir koma ekki til greina eru tekin með í reikninginn eru heildarútgjöld áætluð níu milljarðar króna samkvæmt skýrslunni. Meira
30. október 1996 | Landsbyggðin | 343 orð

Krafan um jafnrétti til náms í brennidepli

Egilsstöðum- Málþing umboðsmanns barna um málefni barna og unglinga í Austurlandskjördæmi var haldið 26. okt. sl. á Egilsstöðum. Ungmenni mættu til þingsins víða að af Austurlandi og höfðu framsöguerindi og fyrirspurnir til ráðamanna. Á milli atriða voru skemmti- og söngatriði flutt af unglingum. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kynningarfundur um UNESCO-skýrslu

ÍSLENSKA UNESCO-nefndin, í samstarfi við lista- og safnadeild menntamálaráðuneytisins, býður til málþings til að kynna skýrslu sem Menningarstofnun SÞ, UNESCO, gaf út á sl. vetri og nefnist Fjölbreytt sköpun okkar. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 31. október kl. 16.30­18.30. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Landið verði eitt vinnusvæði

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær drög að tveimur frumvörpum til laga, um vinnumarkaðsaðgerðir og endurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar. Ráðherra segir lagafrumvarp um vinnumarkaðsaðgerðir afar brýnt en með því er landið gert að einu vinnusvæði og vinnumiðlanir færðar til ríkisins. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

LEIÐRÉTTFríða nefnd Linda Þau mist

Þau mistök urðu við vinnslu greinar um Fríðu Gylfadóttur á Siglufirði í blaðaukanum Innan veggja heimilisins sem fylgdi Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag að hún var nefnd Linda í texta við myndir. Þar átti að sjálfsögðu að standa Fríða og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Viðhorfskönnunum jöfnuð kynja Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Listkynning á vegum Myndlista- og handíðaskóla Íslands

LISTKYNNING verður á vegum Myndlista- og handíðaskóla Íslands miðvikudaginnn 30. október frá kl. 16­17 í Barmahlíð, Skipholti yngra, 4. hæð. Brynhildur Þorgeirsdóttir flytur fyrirlestur. Í fyrirlestrinum fjallar Brynhildur um feril sinn í máli og myndum, hún mun koma víða við og fjalla um verk sín. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Logsuða olli eldsvoða

ELDUR kom upp í samkomusal trúfélags á Dalvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan 16 á sunnudag og urðu talsverðar skemmdir á þaki byggingarinnar, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði. Verið var að gera breytingar á húsnæðinu og virðst sem eldurinn hafi kviknað af völdum neista frá logsuðu, þegar súla var fest við stálbita í lofti. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 287 orð

Læknir Jeltsíns bjartsýnn SERGEJ Míronov, læknir Borís Jelt

SERGEJ Míronov, læknir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði í gær að undirbúningur hjartaðgerðar forsetans gengi eftir áætlun og gert væri ráð fyrir því að hann yrði skorinn upp við kransæðastíflu í næsta mánuði eða í byrjun desember. Míronov kvaðst ennfremur sannfærður um að Jeltsín gæti gegnt embættinu í fjögur ár til viðbótar eða allt kjörtímabilið. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 216 orð

Manntjón og hætta á flóðum

ÓVEÐUR, sem breskir veðurfræðingar telja að hafi verið leifar fellibylsins Lili, fór yfir Bretland og norðurströnd meginlands Evrópu aðfaranótt þriðjudags. Er vitað um fimm manns er létu lífið í slysum er tengdust hamförunum, einkum er bílum var ekið á tré sem fallið höfðu á vegi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Málefnasamningur kynntur

NÝR meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði undirritaði málefnasamning í lok ágústmánaðar og hefur nú lagt hann fram. Ástæðan fyrir því að samningurinn er ekki lagður fram fyrr en nú er m.a. að nýi meirihlutinn vildi tryggja vinnufrið í upphafi starfstíma en ætlunin var ætíð að birta samninginn síðar, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Málþing um húsvernd í Reykjavík

HÚSVERNDARNEFND Reykjavíkur boðar til málþings um nýja stefnumörkun Reykjavíkurborgar í húsverndarmálum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. nóvember kl. 10­16. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 451 orð

Misskilningur tafði neyðarhjálp

MISSKILNINGUR milli lögreglu á Húsavík og starfsmanna Neyðarlínunnar í Reykjavík olli því að um 50 mínútna töf varð á því að sjúkrabíll væri sendur rétta leið til aðstoðar manni sem fengið hafði hjartaáfall. Maðurinn lést skömmu eftir að áfallið reið yfir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Mjólkurbíll valt við Kjartansstaði

FYRSTI vetrarsnjórinn féll í Skagafirði aðfaranótt þriðjudags og varð af þeim sökum víða hált á vegum bæði í héraði og á Sauðárkróki. Lögreglunni á Sauðárkróki barst tilkynning rétt um klukkan sjö á þriðjudagsmorgun um að bíll hefði farið út af veginum við Kjartansstaði á leiðinni Sauðárkrókur ­ Varmahlíð, Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 110 orð

Njósnir viðurkenndar

EINI Norður-Kóreumaðurinn, sem handsamaður var lifandi úr áhöfn kafbáts er strandaði í haust í Suður- Kóreu, sagði í gær að um njósnaför hefði verið að ræða. Nokkrir skipverja fundust skotnir eftir strandið og hafa hermenn stjórnvalda í Seoul fellt hina að þrem undanskildum. Segist fanginn telja víst að þeir hafi komist yfir landamærin til heimalandsins. Meira
30. október 1996 | Landsbyggðin | 102 orð

Ný bensínstöð við Brúartorg

Borgarnesi­Hafin er bygging nýrrar bensín-, smur- og hjólbarðastöðvar við Brúartorg í Borgarnesi. Er það Hjólbarðaþjónustan í Borgarnesi sem verður eigandi hússins en fyrirhugað er að leigja út hluta þess fyrir bensínstöð. Að sögn Björns Leifssonar, forsvarsmanns Hjólbarðaþjónustunnar í Borgarnesi, er gert ráð fyrir því að flutt verði í húsið fyrir 1. mars 1997. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Nýr öflugur prentari

PEDROMYNDIR á Akureyri tóku nýlega í notkun 90 sentímetra breiðan bleksprautuprentara af gerðinni Laser Master. Prentarinn prentar í 300 punkta upplausn og skilar útprentunum mjög líkum ljósmyndum. Hægt er að prenta á mörg mismunandi efni, t.d. glansandi og mattan pappír, límdúk, ljósakassafilmu, striga og fleira. Myndirnar geta verið 90 sentímetra breiðar og allt að 16 metra langar. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Ný súrsæt sósa

FERSKVÖRUDEILD Kjötiðnaðarstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga hefur sett á markað nýja súrsæta sósu í 360 gramma dósum. Áður hefur framleiðsla hafist á hvítlauksgrillsósu og kaldri piparsósu. Nýja súrsæta sósan sem hentar einkar vel bæði með kjöti og fiski er kynnt í átakinu "Íslenskt, já takk" sem nú stendur yfir á Norðurlandi. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 542 orð

Ofanflóðavarnir kosta 9 milljarða Hætta af snjóflóðum er hvergi talin meiri en á Íslandi. Á vegum umhverfisráðuneytisins hefur

Í SKÝRSLU sem Veðurstofa Íslands hefur unnið fyrir Umhverfisráðuneytið er kostnaður við uppbyggingu snjóflóðavarna á hættusvæðum áætlaður um sjö milljarðar króna. Ef teknar eru með varnir gegn krapa- og aurflóðum og kostnaður vegna uppkaupa á fasteignum þar sem varnir koma ekki til greina nær kostnaðurinn níu milljörðum króna. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 173 orð

Ólafur Jóhann í stjórn Advanta

ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, fyrrum forstjóri Sony Interactive Entertainment Inc., hefur verið skipaður í stjórn Advanta Information Services, AIS, nýstofnaðs dótturfyrirtækis Advanta Corp. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 40 orð

Popocatepetl ræskir sig

ELDFJALLIÐ Popocatepetl, sem er skammt frá Mexíkóborg, spýr eldi og eimyrju en sprenging varð í því á mánudag. Aðeins er um öskugos að ræða og segja sérfræðingar að íbúar höfuðborgarinnar séu ekki í hættu vegna eldsumbrotanna. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 298 orð

Rannveig fær áskoranir úr Kópavogi

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, ætlar að greina frá því á morgun, fimmtudag, hvort hann býður sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni sagði í samtali við Morgunblaðið að kjör aðal- og varafulltrúa til setu á flokksþinginu lyki á fimmtudag og hann vildi ekki að ákvörðun hans hefði áhrif á kosningarnar. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 156 orð

Ráðherrar deila um kauptilboð

EIGENDUR Föroya Fiskavirking, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Færeyja, með nítján fiskvinnslustöðvar innan sinna vébanda, höfnuðu á mánudag tilboði hóps atvinnurekenda sem höfðu falað það fyrir jafnvirði um 480 millj. ísl. króna. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 376 orð

Ráðherrar halda sig til hlés

FRAMHALD varð á umræðum um veiðileyfagjald á Alþingi á mánudag, í fyrsta sinn að hvorum tveggja forsætis- og sjávarútvegsráðherra viðstöddum. Ráðherrarnir kusu þó að tjá sig ekki um tillöguna, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir flutningsmanna. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

Send 3.900 mílur frá Íslandi

TJALDUR II frá Rifi gerði tilkynningaskyldunni vart við sig rétt fyrir hádegi í gær og átti þá skamma leið ófarna að miðbaug. Ólafur Ársælsson varðstjóri hjá tilkynningaskyldunni segir íslenskt skip aldrei hafa sinnt þessari skyldu eins fjarri Íslandi og Tjaldur nú. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Slægjufundur Mývetninga

MÝVETNINGAR héldu hefðbundinn slægjufund í Skjólbrekku á sunnudaginn, annan dag vetrar. Hófst hann með góðum veitingum og meðlæti. Kynnir var Bryndís Kristjánsdóttir. Þá söng Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal við frábærar viðtökur fundargesta. Þorlákur Jónasson í Vogum flutti ræðu dagsins, slægjuræðuna. Friðrik Steingrímsson hagyrðingur með meiru fór með gamanþátt í bundnu máli. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Sníkjudýr eyðir norskum laxi

BRÁÐDREPANDI sníkjudýr ógnar nú lífi í norskum laxveiðiám. Gyrodactylus salaris heitir sníkillinn sem hefur drepið ungviði í 39 ám í Noregi undanfarin ár. 23 laxveiðiár hafa verið skolaðar með eitri sem eyðir öllu lífi til að vinna bug á þessari plágu og endurreisa laxastofninn. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 390 orð

Stefna sem festir misréttið í sessi

BSRB mótmælir harðlega rammafjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi og hefur m.a. að markmiði að auka frelsi og ábyrgð stjórnenda á starfsemi sinni og að forstöðumenn hafi möguleika á að umbuna góðum starfsmönnum, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri greindi frá þessum hugmyndum í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 434 orð

Streita hefur aukist

STREITA er mest hjá langskólagengnum og hefur aukist meðal Íslendinga á undanförnum tveimur árum. Þá neytir fólk oftar áfengis en áður og andleg heilsa þjóðarinnar er misjöfn eftir starfsstéttum, verri hjá þeim sem hafa styttri skólagöngu. Sá hópur reykir einnig meira, hreyfir sig síður og borðar óhollari mat en háskólamenntaðir. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Tillaga um olíuleit við Ísland

SEX þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í gær fram þingsályktunartillögu, sem miðar að því að ríkisstjórnin stuðli að því að hafnar verði markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Íslands. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur Hallvarðsson. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Ungir karlmenn jafnréttissinnaðir

UNGIR karlmenn eru mjög jafnréttissinnaðir og er það mun algengara að þeir taki sér fæðingarorlof en talið hefur verið til þessa. Þetta kom fram í erindi sem Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og starfsmaður karlanefndar Jafnréttisráðs, hélt á Jafnréttisþingi, sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík s.l. föstudag. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Uppistand á Hótel Borg

SIGURJÓN Kjartansson og Jón Gnarr, sem betur eru þekktir sem Tvíhöfði, standa fyrir skemmtikvöldi eða svokölluðu uppistandi miðvikudagskvöldið 30. október ásamt Steini Ármanni Magnússyni á Hótel Borg. Meira
30. október 1996 | Miðopna | 1605 orð

Vandræðalega vörugjaldamálið

ÍSLAND viðurkenndi í síðustu viku að tvö ákvæði laga um vörugjald, sem giltu allt þar til í júlí síðastliðnum, hefðu brotið samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, sem tók gildi í ársbyrjun 1994. Á móti féllst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) á að draga til baka kæru á hendur Íslandi, sem EFTA-dómstóllinn hefði ella tekið fyrir í næstu viku. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 193 orð

Verða að tvöfalda útgjöld til varnarmála

PÓLVERJAR verða að tvöfalda árleg útgjöld sín til varnarmála á fimm ára tímabili til þess að geta uppfyllt væntanlegar skyldur sínar sem fullgildir aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO), að því er Aleksander Kwasniewski forseti landsins sagði í fyrradag. Meira
30. október 1996 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Vélsleðamenn funda í Vín

FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði heldur aðalfund sinn í Blómaskálanum Vín nk. fimmtudagskvöld, 31. október. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning tveggja stjórnarmanna, slidesmyndasýning, sýnd verður mynd um akstur vélsleða og umboðin kynna nýja sleða. Veitingar verða í boði félagsins. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Viðskiptabannið á Írak verði endurskoðað

ÞRÍR þingmenn stjórnarandstöðuþingflokkanna lögðu fram í gær þingsályktunartillögu um endurskoðun á alþjóðlega viðskiptabanninu á Írak. Tillagan miðar að því, að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að viðskiptabannið á Írak verði "tafarlaust tekið til endurskoðunar". Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Vilja auka öryggi í Óshlíð

BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur ákvað á fundi fyrir stuttu að skora á samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþingis að láta fara fram úttekt á umferðaröryggi um Óshlíðarveg sem og að gera tillögur til úrbóta. Jafnframt hefur bæjarstjórnin óskað eftir því við sömu aðila að þeir sjái til þess að tryggja fjármagn til nauðsynlegra úrbóta. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 57 orð

Vilja landvist

LIÐSMENN óeirðalögreglu í París handtaka þátttakanda í mótmælum sem fram fóru við aðalstöðvar lögreglunnar í gær. Fólkið, sem er úr röðum ólöglegra innflytjenda, krafðist þess að fá landvistarleyfi og jafnframt að hætt yrði að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Flestir innflytjendur eru frá löndum múslima í Norður-Afríku og eru réttindi þeirra mikið hitamál í Frakklandi. Meira
30. október 1996 | Erlendar fréttir | 256 orð

Vill að Norðmenn knýi á um aðstoð

YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, hvatti í gær Norðmenn til að knýja á önnur ríki um að standa við loforð um fjárhagsaðstoð við svæðin. "Arafat forseti dró upp mjög dapurlega mynd af ástandinu á svæðum Palestínumanna," sagði Kari Nordheim-Larsen, sem fer með aðstoð við þróunarríki í norsku stjórninni, Meira
30. október 1996 | Miðopna | 1234 orð

Þurfa foreldrar 11 ára barna að hugsa um vímuvarnir?

FYRIRLESARAR á fundunum eru þau Sigrún Hv. Magnúsdóttir, félagsráðgjafi og Jón K. Guðbergsson, fulltrúi. Þau eru sammála um að ágætt sé að ræða ýmis mál, sem alla jafna flokkist sem "unglingamál" við foreldra 11 ára barna. Krakkar á þeim aldri séu virk og dugleg, skoðanir þeirra á lífinu og tilverunni í hraðri mótun, en samt séu þau ekki enn komin á breytingaskeiðið alræmda, unglingsárin. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Öllum olíutilboðum hafnað

LANDHELGISGÆSLAN hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum olíufélaganna um eldsneytissölu sem bárust eftir útboð. Lítill munur var á tilboðunum og að sögn Stefáns Melsteð, lögfræðings Landhelgisgæslunnar, var talið að ef tekið væri tillit til skilyrða um lágmarkskaup í ákveðinn árafjölda sem fylgdu þeim væri hagkvæmara að kaupa áfram samkvæmt eldri samningum. Meira
30. október 1996 | Innlendar fréttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

30. október 1996 | Staksteinar | 271 orð

»Bitist um göt á fjöllin NÚ ÞEGAR er farið að bítast um hvar næstu göng á ef

NÚ ÞEGAR er farið að bítast um hvar næstu göng á eftir Hvalfjarðargöngum eigi að liggja, segir Vísbending, í baksíðuumfjöllun. "Nefnd hafa verið göng við Siglufjörð, ný göng undir Oddsskarð, göng sem tengdu saman Seyðisfjörð, Neskaupstað og Egilsstaði, göng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og göng milli Héraðs og Vopnafjarðar." Skattpeningar almennings Meira
30. október 1996 | Leiðarar | 545 orð

KAUPHÆKKANIR OG STÖÐUGLEIKI

KAUPHÆKKANIR OG STÖÐUGLEIKI EÐLABANKI Íslands hefur birt haustskýrslu sína og segir þar, að verði launahækkanir ekki meiri en í helztu viðskiptalöndum Íslendinga eða á bilinu 3,5 til 4%, muni raungengi haldast stöðugt og verðbólga hérlendis verða svipuð og í viðskiptalöndunum. Meira

Menning

30. október 1996 | Fólk í fréttum | 86 orð

Árshátíð FÍA í Súlnasal

FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna hélt árshátíð sína um síðustu helgi í Súlnasal Hótels Sögu og við það tækifæri var Björn Guðmundsson gerður að heiðursfélaga FÍA. Hátt í 300 manns mættu á skemmtunina sem fór vel fram. Þann 29. nóvember verða aftur hátíðahöld hjá félaginu þegar haldið verður upp á 50 ára afmæli þess, en félagið var stofnað 3. desember árið 1946. Meira
30. október 1996 | Bókmenntir | 515 orð

Blátt áfram verðlaunasögur

eftir Skúla Björn Gunnarsson. Vaka- Helgafell, Reykjavík, 1996. 101 bls. SMÁSAGNASAFN Skúla Björns Gunnarssonar, Lífsklukkan tifar, vann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í síðustu viku. Þetta er frumraun Skúla Björns á ritvellinum en bókin ber þess ekki mörg merki. Meira
30. október 1996 | Bókmenntir | 716 orð

Bundnar sögur og frjálsar

eftir Andra Snæ Magnason. 109 síður. Útgefandi: Mál og menning. Reykjavík 1996. LÍF íslenskra stráka og stelpna hefur aldrei verið uppá marga fiska. Og þrátt fyrir að nýjungarnar berist nú fyrr til landsins en nokkru sinni áður hefur fjölbreytileiki lífsins ekki vaxið með því. Sjaldan stendur ungt fólk á Íslandi í sporum persónanna í ævintýrunum, á krossgötum eða á eitthvert val. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 113 orð

Djöflaeyjan fagnar 40.000. gestinum

EKKERT lát er á aðsókn á Djöflaeyjuna, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Yfir 40.000 gestir hafa séð myndina síðan hún var frumsýnd í síðasta mánuði og um síðustu helgi var gestur númer 40.000, Kolbrún Guðlaugsdóttir, leystur út með gjöfum, blómvendi, geisladiski með lögum úr myndinni og stórbók Einars Kárasonar. Meira
30. október 1996 | Kvikmyndir | 649 orð

Ef værir þú á leið til Albaníu...

NÝJASTA verk ítalska leikstjórans Giovanni Amelio (Stolnu börnin) er ein þeirra mynda sem víkja ekki svo glatt frá manni. Ameríkaer merkileg mynd í flesta staði, e.k. pólitísk vegamynd sem er engri lík. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 194 orð

Frá englum í Basquiat

BANDARÍSKI leikarinn Jeffrey Wright fer með hlutverk bandaríska myndlistarmannsins Jean-Michel Basquiat, sem dó fyrir aldur fram af völdum of stórs skammts af eiturlyfjum, í nýrri mynd eftir myndlistarmanninn Julian Schnabel, "Basquiat". Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 571 orð

"Frissi köttur hittir Hitler ­ og önnur ósvífni"

"Frissi köttur hittir Hitler ­ og önnur ósvífni" Mikið hefur verið skrifað bæði af smáum og stórum greinum um sýningu Errós í Hannover, segir Þórarinn Stefánsson, og eiga þær flestar það sameiginlegt að byrja á stuttum, sterkum fullyrðingum um listamanninn. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 343 orð

Guðfaðirinn á Apaplánetunni

Leikstjóri: John Frankenheimer. Handrit byggt á samnefndri sögu H. G. Wells. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Val Kilmer, David Thewlis. 1996. CHARLES Laughton og Burt Lancaster hafa leikið vísindamanninn dr. Moreau sem gerir tilraunir til að breyta dýrum í menn og nú er röðin komin að Marlon Brando í þessari nýjustu kvikmyndaútgáfu sögu H. G. Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 104 orð

Guðný og Delana leika í Tónlistarskólanum

GUÐNÝ Guðmundsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur á tónleikum á sal Tónlistarskólans í Keflavík miðvikudagskvöldið 30. október og hefjast þeir kl. 20. Með Guðnýju leikur Delana Thomsen á píanó. Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 117 orð

"Haustsýning" í Listakoti

MARGRÉT Guðmundsdóttir opnar "Haustsýningu" í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, á laugardag kl. 15. Margrét lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 og hefur unnið við grafík og vídeó-list síðan, en áður starfaði hún sem innanhússarkitekt og kenndi meðal annars fagteikningu við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Meira
30. október 1996 | Kvikmyndir | -1 orð

Meiri vonir og væntingar

UNNENDUR breska 19. aldar höfundarins Jane Austen geta varla kvartað undan áhugaleysi kvikmyndagerðarmanna á verkum hennar. Hver bókin á fætur annarri verður nú að kvikmynd eða sjónvarpsþáttum sem njóta mikilla vinsælda. Er skemmst að minnast hinna frábæru þátta sem gerðir voru eftir Hroka og hleypidómum og ríkissjónvarpið sýndi ekki alls fyrir löngu. Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 176 orð

Norðmenn deila hart um Høeg

HARÐAR ritdeilur hafa risið í Noregi vegna bókar Danans Peters Høegs, Kvinden og aben" (Konan og apinn) en hún er væntanleg í íslenskri þýðingu. Danskir gagnrýnendur voru ekki á eitt sáttir um ágæti bókarinnar er hún kom út í vor en viðbrögðin voru þó ekkert í líkingu við deilurnar í Noregi, sem risu eftir að Linn Ullmann, Meira
30. október 1996 | Tónlist | 745 orð

OLÍUR OG VÖTN

Verk eftir Nínu Björk Elíasson og Hasse Poulsen. Tónlistarhópurinn Klakki: Nína Björk Elíasson (söngur), Hasse Poulsen (gítar), Aida Rahman (fagott) og Martin Bregnhøi (slagverk). Norræna húsinu, laugardaginn kl. 17. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Órafmagnaðir í MS

HLJÓMSVEITIN Síðan skein sól hélt tónleika í Menntaskólanum við Sund í síðustu viku. Tónleikarnir voru þeir fyrstu sem hljómsveitin spilar "órafmagnaða" og jafnframt fyrstu tónleikarnir í tónleikaferð hennar um landið. Á undan Síðan skein sól lék skólahljómsveitin Silfurskórnir hennar Guddu. Rúmlega 200 manns mættu á tónleikana sem stóðu í um tvo klukkutíma. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 289 orð

Pabbi skilur allt

Leikstjóri James Foley. Handritshöfundar Christopjer Crowe, James Foley . Tónlist Carter Burwell. Aðalleikendur Mark Wahlberg, Reese Witherspoon, William L. Petersen, Amy Brenneman. Bandarísk. Universal 1996. ÞEGAR Nichole (Reese Witherspoon), 16 ára dúllan hans pabba síns (William L. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Rosanne ófrísk í sjötta sinn

BANDARÍSKA gamanleikkonan Rosanne og eiginmaður hennar, lífvörðurinn fyrrverandi Ben Thomas, eru sögð eiga von á öðru barni sínu á næsta ári. Fyrsta barn þeirra, sonurinn Buck, fæddist í Los Angeles síðastliðið sumar. Fyrir á Rosanne fjögur uppkomin börn á aldrinum 18 ­ 25 ára. Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Saknaðarljóð

Elegía heitir geislaplata, sem komin er út með leik Gunnars Kvaran á selló og Selmu Guðmundsdóttur á píanó. Orðið elegía er úr grísku og hefur fengið merkinguna saknaðarljóð á íslensku, en platan er helguð minningu Guðmundar Tómasar Árnasonar (1969-94). Á plötunni leika Gunnar og Selma 20 verk. Í kynningu eftir Halldór Hansen segir m.a. Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Sólarmegin í Aratungu

SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur tónleika í Aratungu í kvöld, miðvikudag 30. október kl. 21.00. Á efnisskrá tónleikanna verður sitthvað af efni nýs geisladisks sem sönghópurinn er að gefa út um þessar mundir, en einnig ný lög og eldri. Í Sönghópnum Sólarmegin eru 10 söngvarar. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson. Meira
30. október 1996 | Kvikmyndir | -1 orð

Stjörnugjöfin

Ameríka Brimbrot Chabert ofursti Daður Dauður Fortölur og fullvissa Heima er verst Hringrás tímans Hvíta blaðran Kolya Meira
30. október 1996 | Menningarlíf | 279 orð

Stolin verk til sýnis

OLÍUMÁLVERK af tveimur börnum sem halda utan um hvort annað og horfa út yfir draumkennt landslag kallast "Að eilífu ykkar, pabbi og mamma". "Þetta hékk örugglega yfir sófanum í setustofunni," segir sjötug kona sem er ein af fjölmörgum gestum sem hefur skoðað sýningu sem nú stendur yfir í Vín í Austurríki á listaverkum sem nasistar rændu af gyðingum í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
30. október 1996 | Bókmenntir | 570 orð

Talnafíkn fullorðinna

Skáldsaga LITLI PRINSINN eftir Antoine de Saint-Exupéry. Þýðing Þórarinn Björnsson. 95 bls. Útgefandi Mál og menning. LITLI prinsinn kom fyrst út í íslenzkri þýðingu Þórarins Björnssonar 1961. Hún er með fjöllesnustu bókum franskra bókmennta - ekki að ástæðulausu. Hún sameinar alvöru og gaman, djúpa speki og létt grín. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Tyson hefnir Tupacs

MORÐINGI rapptónlistarmannsins Tupacs Shakur kætist sjálfsagt ekki við nýlega yfirlýsingu hnefaleikamannsins snaggaralega og höggþunga, Mike Tyson, þar sem hann segist ákveðinn í að hefna Tupacs en þeir Tyson voru miklir félagar. "Ég unni mér ekki hvíldar fyrr en ég kemst að því hver framdi ódæðið," sagði Mike Tyson. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Útilega í kirkju

TTT KLÚBBUR Grensáskirkju fór í "útilegu" í kjallara kirkjunnar um síðustu helgi. Skammstöfunin TTT stendur fyrir tíu til tólf ára börn en það er sá aldurshópur sem er í klúbbnum og hittast þau reglulega á miðvikudagskvöldum í kirkjunni. Meira
30. október 1996 | Tónlist | 832 orð

Veröld í vændum

Verk eftir Kjartan Ólafsson, John Frandsen og Penderecki. Pétur Jónasson, Einar Kristján Einarsson, gítarar; Camerarctica (Ármann Helgasonn, klarínett, Hilldigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, víóla og Sigurður Halldórsson, selló); Hilmar Jensson, rafgítar, Kjartan Ólafsson, tölvuhljómborð og Matthías Hemstock, trommur og slagverk. Þjóðleikhúskjallaranum, mánudaginn kl. 21. Meira
30. október 1996 | Myndlist | -1 orð

VIÐ SJÓNARRÖND

Guðbjörg Lind. Opið alla daga frá kl. 14­18. Til 11. nóvember. Aðgangur ókeypis. EINFALDLEIKINN hefur frá upphafi verið meginveigurinn í allri listsköpun Guðbjargar Lindar, og jafnan gengur hún út frá skýrt afmörkuðum myndstefjum á sýningum sínum. Meira
30. október 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Þingað í Stapa

HESTAMENN þinguðu um helgina í Stapa í Reykjanesbæ þar sem margvísleg málefni voru rædd. Mannlegi þátturinn var líka með í spilinu og voru fjórir valinkunnir hestamenn heiðraðir fyrir vel unnin störf að málefnum hestamanna. Meira

Umræðan

30. október 1996 | Aðsent efni | 835 orð

Á Reykjavíkurflugvöllur að vera eða ekki vera?

AÐ UNDANFÖRNU hefur Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, gefið yfirlýsingar um að það sé stefna borgaryfirvalda að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Þessar yfirlýsingar hefur hún gefið á sama tíma og borgaryfirvöld eru í samvinnu við Flugmálastjórn að vinna að nýju skipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Meira
30. október 1996 | Bréf til blaðsins | 758 orð

Efla þarf forvarnir

ÞAÐ líður varla sá dagur, að ekki berist fréttir af slysum og alls konar óáran í sambandi við neyslu áfengis og annarra fíkniefna og er þá fátt eitt tíundað af neyslunni. Samt er haldið áfram neyslu þessara fíkniefna en talað um að efla þurfi vímuefnavarnir. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 334 orð

Gæði skipta mestu máli

Í MORGUNBLAÐINU 23. október er frétt sem vakti athygli mína. Þar stóð að tveir Íslendingar biðu eftir líffæraflutningum í Gautaborg og um leið var sagt að samningur um líffæraflutninga við sjúkrahús í Gautaborg yrði ekki endilega endurnýjaður. Ég verð að játa að ég varð hvumsa. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 659 orð

Háskaleg breytingartillaga

Í MORGUNBLAÐINU 23. október sl. má lesa athyglisverða frétt þess efnis að nú hafi sex þingmenn úr stjórnarliðinu lagt fram á Alþingi breytingartillögu við 37. grein umferðarlaga þess efnis að hámarkshraði á bundnu slitlagi utan þéttbýlis verði 110 kílómetrar í stað 90. Í greinargerð með tillögunni segir að 90 kílómetra hámarkshraði á bundnu slitlagi sé "barn síns tíma". Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 983 orð

Hverjum þjónar verndarstefna í viðskiptum?

SÚ SKOÐUN hefur um langt skeið átt miklu fylgi að fagna hérlendis að verndarstefna í viðskiptum hafi jákvæð áhrif á hagþróun landsins. Með verndarstefnu er átt við vísvitandi hindranir sem einkum er beitt gegn erlendri samkeppni. Þessi hugsunarháttur hefur jafnframt verið áberandi þegar leikreglur viðskipta hér innanlands hafa verið ákveðnar. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 531 orð

Manneldisráð og gerilsneydd mjólk

ENN er mjólkurdagsnefnd komin af stað með gífurlega auglýsingaherferð fyrir ágæti þess að drekka gerilsneydda mjólk. Þegar hlustað er á þessar auglýsingar, eða þessi bæklingur þeirra lesinn, kemur sú spurning upp í hugann, hvort landlæknisembættið og manneldisráð séu á framfæri mjólkurdagsnefndar og væri gott að fá svar við því frá háttvirtum heilbrigðisráðherra. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 1043 orð

Ófremdarástand í innflutningi á bifreiðum?

HALLGRÍMUR Gunnarsson, forstjóri Ræsis, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu 15. október sl. að algert ófremdarástand sé að skapast í innflutningi á notuðum bílum og að eftirlit yfirvalda sé ekki nógu virkt. Svo er að skilja að forstjórinn, sem jafnframt er formaður Bílgreinasambandsins, telji aukið hlutfall á innflutningi notaðra bifreiða af hinu slæma. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 455 orð

Reglur um hámarksbið eftir aðgerðum

Í MBL. nýverið var gerð ítarleg úttekt á biðlistum eftir aðgerðum á stóru sjúkrahúsunum. Fram kom að sparnaðaraðgerðir hafi valdið því að þeir væru sífellt að lengjast. Í marz sl. voru á fjórða þúsund manns á biðlista, þar af um 1.300 manns á bæklunardeildir sjúkrahúsanna. Bið kostar Draga verður í efa að sífellt lengri biðlistar feli í sér sparnað. Meira
30. október 1996 | Aðsent efni | 762 orð

Samkomulagspunktar í Hveragerði

EINS og Hvergerðingum er kunnugt ákvað fyrrverandi forseti bæjarstjórnar að slíta samstarfi við undirritaðan og bæjarstjórann Einar Mathiesen þann 22. ágúst síðastliðinn. Um leið var hann einnig að segja skilið við 2. og 3. mann á lista Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerir hann upp á sitt eindæmi án samráðs við aðra bæjarfulltrúa. Meira
30. október 1996 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Þjóðsöngur Íslands er Ó, guð vors lands

Í EINUM af sínum fögru sálmum, segir Matthías: Í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli Drottinn þinn Þessi ástargeisli fer um alla sálma hins mikla skálds. Og sá ástargeisli Drottins fer einnig í gegnum þjóðsöng vorn. Vér þurfum engan "hliðar þjóðsöng", lögleiddan af Alþingi. Séra Matthías hefur allt þjóðdjúp vort í hörpu sinni. Meira

Minningargreinar

30. október 1996 | Minningargreinar | 226 orð

Ásgrímur Albertsson

Ásgrímur Albertsson Ásgrímur Albertsson var fæddur á Búðarnesi í Súðavík við Álftafjörð 9. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Albert Einarsson, f. 29. september 1888, d. 8. ágúst 1979, og Þórdís Magnúsdóttir, f. 14. febrúar 1888, d. 30. september 1950. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 732 orð

Ásgrímur Albertsson

Ásgrímur Albertsson var næstelstur í hópi sex systkina og ólst upp hjá foreldrum sínum í Súðavík. Um tíma var hann í fóstri hjá Sólveigu Einarsdóttur og Þórði Sveinbjörnssyni í Hlíð í Álftafirði meðan móðir hans var á berklahæli. Hann minntist þeirra hjóna og heimilisins í Hlíð ávallt með sérstakri hlýju. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 340 orð

Bjarnheiður Ingimundardóttir

Það munu vera um 40 ár síðan við kynntumst Bjarnheiði og Jóni í Litla-Hvammi. Sá kunningsskapur hófst vegna vináttu sona okkar, þeirra Jóns Gísla og Kristins, en þeir hófu nám í sama bekk í Langholtsskóla sjö ára gamlir. Vinátta þeirra hélst æ síðan. Nánar kynntumst við Jóni og Bjarnheiði, Heiðu eins og hún var alltaf kölluð, þegar við fluttum í Goðheima 11 og þau í Goðheima 12. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 645 orð

Bjarnheiður Ingimundardóttir

Ein af fyrstu manneskjunum sem ég man í æsku var Heiða frænka. Systurnar Magga, Heiða og Dúna bjuggu allar með fjölskyldum sínum í Litlahvammi við Engjaveg. Tvær þeirra eru nú látnar, Dúna fyrir tveimur áratugum og nú Heiða. Þorgrímur, hálfbróðir þeirra, lést 1933 og hálfsystirin Ingileif 1962. Heiða var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 498 orð

Bjarnheiður Ingimundardóttir

Þessar ljóðlínur voru mikið sungnar á æskuheimili Bjarnheiðar í Litlahvammi. Þess vegna eiga þær vel við þessi fátæklegu kveðjuorð mín. Fundum okkar bar saman fyrir rúmum 30 árum og því eru minningarnar orðnar margar á löngum tíma. Við vorum ekki alltaf sammála og greindi stundum á um ýmis mál, enda báðar skapmiklar, en ævinlega greri um heilt að lokum. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Bjarnheiður Ingimundardóttir

Okkur langar með þessum fáu orðum að minnast ömmu okkar, Bjarnheiðar Ingimundardóttur, eða Heiðu eins og hún var kölluð. Amma bjó í sama húsi og við alveg frá því að við munum eftir okkur. Það var okkur ómissandi, sérstaklega á okkar yngri árum. Það var aldrei svo að við gætum ekki leitað til hennar í hvaða erindagjörðum sem var. Amma var ekki bara amma, heldur mikill vinur okkar og félaga okkar. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 277 orð

BJARNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR

BJARNHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Bjarnheiður Ingimundardóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1913. Hún lést á Landspítalanum 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 29.11. 1879, d. 1966, og Ingimundur Hallgrímsson, f. 6.9. 1875, d. 1962. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 845 orð

Logi Snædal Jónsson

Stórt skarð er höggvið í vinahópinn þegar heiðursmaðurinn Logi Snædal Jónsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, er fallinn frá. Ekki hvarflaði það að okkur að við ættum ekki eftir að sjá Loga aftur þegar hann keyrði okkur út á bryggju fyrir þremur vikum og kyssti Sæbjörgu, dóttur sína, kveðjukossi. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 512 orð

Logi Snædal Jónsson

Nú hefur hann Logi verið kallaður frá okkur. Það má segja að hann hafi lifað hratt en stutt. Það kom ekki algjörlega á óvart hve brátt varð um Loga, en það hafði orðið vart við einhverja heilsufarsbresti hjá þessum jaxli, en þegar svo er komið er aldrei að vita hvenær lokaútkall glymur. Þeir sem heppnir eru fá ef til vill einhvern frest. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 205 orð

Logi Snædal Jónsson

Þegar mamma sagði mér að afi, eins og ég kallaði hann alltaf, væri dáinn, varð ég mjög leið og sár að hann væri ekki hér. Ég var nýbúin að heimsækja hana ömmu, þegar ég kom til Eyja með mömmu og pabba og Hreini og Sylvíu. Þá var hann svo hress og hlakkaði til að sjá mig aftur. Elsku afi, ég gleymi ekki þeim mörgu góðu stundum sem ég átti hjá ykkur bæði dag sem nótt. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 33 orð

LOGI SNÆDAL JÓNSSON Logi Snædal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur 15. október síðastliðinn um

LOGI SNÆDAL JÓNSSON Logi Snædal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur 15. október síðastliðinn um borð í Smáey VE 144 og fór útför hans fram frá Landakirkju 25. október. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 381 orð

Sverrir Guðmundsson

Þegar mér barst fregnin af andláti Sverris Guðmundssonar, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, setti að mér trega. Mér varð ljóst að enn einu sinni hafði sá sem öllu ræður tekið frá mér góðan læriföður og vin. Vinátta okkar náði aftur til ársins 1958 þegar ég hóf starf hjá Lögreglunni í Reykjavík. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 659 orð

Sverrir Guðmundsson

Sverrir Guðmundsson fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík andaðist á Landspítalanum að kvöldi 14. október síðast liðins. Með honum er genginn einn mætasti maður landsins í umferðarmálum. Sverrir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann hóf störf við lögregluna í Reykjavík 1941 á umbrotatímum. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 491 orð

Sverrir Guðmundsson

Ávallt leita á hugann minningar þegar sterkur persónuleiki hverfur af jarðlífi okkar. Sverrir Guðmundsson svili minni var sú persóna sem gustaði af og tekið var eftir í leik og starfi. Hann og Þórdís voru vinir systur minnar og mágs en nánari kynni hófust þegar ég fór á fjörur við mágkonu hans Guðrúnu og við trúlofuðumst. Þá var honum efst í huga að beina huga ungs manns inn á góðar frístundir. Meira
30. október 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SVERRIR GUÐMUNDSSON Sverrir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 14. október

SVERRIR GUÐMUNDSSON Sverrir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 24. október. Meira

Viðskipti

30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 205 orð

130 millj. boðnar á genginu 1,25

STJÓRN Árness hf. hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 130 milljónir að nafnvirði í nóvember. Gengi til hluthafa á forkaupsréttartímabili verður 1,25. Ef forkaupsréttarhafar hafa ekki nýtt sér réttinn í lok nóvember verða bréfin seld á almennum markaði á genginu 1,35. Kaupþing mun hafa umsjón með útboðinu. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Eining um Samsung og Fokker

HOLLENZKA sjónvarpið hermir að samningamenn Samsung-flugiðnaðarfyrirtækisins í Kóreu hafi náð samkomulagi í aðalatriðum um að fyrirtækið taki við stjórn Fokker- flugvélaverksmiðjanna. Talsmaður ríkisstjórnarinnar kvaðst þó ekkert vita um slíkt samkomulag. Engin skýrsla um niðurstöður af viðræðum eru í undirbúningi á þessari stundu," sagði hann. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Fólksbílainnflutningur jókst um 44%

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð í september um 2,3 milljarða, en þá voru fluttar út vörur fyrir 8,8 milljarða og inn fyrir 11,1 milljarð fob. Í september árið 1995 voru þau hagstæð um 1,5 milljarða á föstu gengi. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að fólksbílainnflutningur jókst um 44% fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Franskir kjósendur gegn sölu Thomsons

MEIRIHLUTI franskra kjósenda er mótfallinn þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að selja hið skulduga ríkisfyrirtæki Thomson SA einkafyrirtæki fyrir einn franka til málamynda smkvæmt skoðanakönnum viðskiptablaðsins La Tribune Desfosses. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Hamanaka viðurkennir koparsvindl

YASUO Hamanaka hefur viðurkennt að hafa falsað skjöl tengd 2.6 milljarða dollara tapi, sem hann olli Sumotomo fyrirtækinu með óleyfilegum koparviðskiptum, að sögn eins þriggja lögfræðinga hans. Ef Hamanaka játar sig sekan fyrir rétti gæti það torveldað rannsókn málsins í Bandaríkjunum og Bretlandi að mati sumra lögfræðinga. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 37 orð

Námskeið um fjármagnstekjuskatt

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir námskeiði vegna nýrra laga um fjármagnstekjuskatt, skattstofn, álagningu og innheimtu þann 31. október. Námskeiðið er ætlað endurskoðendum, bókurum og fjármálastjórum fyrirtækja. Leiðbeinandi verður Árni Tómasson, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Nýtt frumvarp í smíðum

RÍKISSKATTSTJÓRAEMBÆTTIÐ hefur svarað fyrirspurnum fyrirfram um hvernig skattlagningu í landinu er háttað í áratugi og fyrir nokkrum árum var stofnað alþjóðasvið hjá ríkisskattsjóra m.a. til þess að efla þessa þjónustu, segir Garðar Valdimarsson, formaður samninganefndar um tvísköttun. Á fundi hjá félagi viðskipta- og hagfræðinga 24. október sl. kom m. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Sólarorkan knýr ökutækin

NÚ stendur yfir keppni ökutækja, sem knúin eru áfram af sólarorku, þrjú þúsund kílómetra leið þvert yfir Ástralíu frá Darwin til Adelaide. 47 bílar og 15 hjól hófu keppnina, en á þriðja degi hennar hefur sólarbifreiðin á myndinni sem er frá Honda forystuna og er um 100 kílómetrum á undan næsta keppanda sem er frá Sviss. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 331 orð

Úrskurðarnefnd verði sett á laggirnar

FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti frumvarp til laga um endurskoðendur í ríkisstjórn í gær og var því vísað til þingflokka stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu er að finna nokkur nýmæli miðað við eldri löggjöf sem er frá árinu 1976. Meðal þeirra helstu er að gert er ráð fyrir að sett verði á laggirnar úrskurðarnefnd sem úrskurði um ágreining vegna starfa endurskoðenda. Meira
30. október 1996 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Vefnaðariðnaður færist til Asíulanda

ATVINNA í vefnaðariðnaði, fataiðnaði og skógerð hefur minnkað um meira en 40% á 20 árum og framleiðslan flutzt til þróunarlanda að sögn Alþjóðavinnnumálastofnunarinnar, ILO. ILO segir í nýrri skýrslu að störfum í þessum greinum hafi fjölgað mest í Asíu, eða um 597% í Malajsíu, 416% í Bangladesh, 385% í Sri Lanka og 334% í Indonesíu á árunum 1970-1990. Meira

Fastir þættir

30. október 1996 | Fastir þættir | 603 orð

61 Væri rétt að segja: Á ferðum sínum gista þeir Pétur og P

Væri rétt að segja: Á ferðum sínum gista þeir Pétur og Páll hjá hvor öðrum? Svar: Pétur hjá Páli og Páll hjá Pétri, en ekki: hjá Pétur Páli og hjá Páll Pétri, sem vitaskuld væri málleysa. Þess vegna er rétt að segja: Pétur og Páll gista hvor hjá öðrum. (hjá hvor öðrum er sams konar málleysa og hér var sýnd. Meira
30. október 1996 | Dagbók | 2669 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 25.-31. október eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið v.d. kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
30. október 1996 | Í dag | 230 orð

Á nótum vináttunnar KONA hringdi til Velvakanda og hafði ef

KONA hringdi til Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: "Ég vil þakka Jónu Rúnu Kvaran og dóttur hennar fyrir skemmtilegan þátt, Á nótum vináttunnar, sem er frá kl. 22-24 á Sígildu FM á sunnudagskvöldum. Sérstaklega þakka ég þessa yndislegu músík. Meira
30. október 1996 | Í dag | 116 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 4. nóvember nk

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 4. nóvember nk. verður sjötugurSigurður Jónsson, bóndi á Kastalabrekku í Rangárvallasýslu. Eiginkona hans er Steinunn Guðný Sveinsdóttir. Sigurður hefur gegnt mörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir sína stétt. Meira
30. október 1996 | Í dag | 30 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Grindavíkurkirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Irmý Rós Þorsteinsdóttir og Jón Gauti Dagbjartsson. Heimili þeirra er á Höskuldavöllum 13, Grindavík. Meira
30. október 1996 | Í dag | 30 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Ása Hrund Sigurjónsdóttir og Viktor B. Kjartansson. Heimili þeirra er á Norðurvöllum 28, Keflavík. Meira
30. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júní í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu KonráðsdótturFjóla Sigurðardóttir og Ingi Rúnar Ellertsson. Heimili þeirra er í Yrsufelli 40, Reykjavík. Meira
30. október 1996 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin vo

Árnað heillaLjósm. Nýmynd, Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Svala Úlfarsdóttir og Ólafur Eyjólfsson. Heimili þeirra er í Miðgarði 16, Keflavík. Meira
30. október 1996 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bræðurnir unnu aðal

AÐALTVÍMENNINGUR Bridssambands Austurlands var haldinn á Egilsstöðum 25. og 26. október sl. Til leiks mættu 30 pör og voru spilaðar 29 umferðir, fjögur spil milli para. Átta efstu pörin fengu silfurstig og urðu úrslit sem hér segir: Guttormur Kristmanns. ­ Pálmi Kristmanns.282 Guðm. Pálsson ­ Þorsteinn Bergsson274 Jóna E. Meira
30. október 1996 | Í dag | 422 orð

FYRRADAG flaug Víkverji yfir gosstöðvarnar í Vatnajökli

FYRRADAG flaug Víkverji yfir gosstöðvarnar í Vatnajökli og hafði mikla ánægju af. Það má með sanni segja að oftast er sjón sögu ríkari, því þótt blaðalesendur og sjónvarpsáhorfendur hafi fengið að fylgjast mjög náið með framvindu mála á Vatnajökli, Meira
30. október 1996 | Fastir þættir | 530 orð

Grænir tómatar

ÉG RAKST á græna fallega tómata í stórmarkaði og setti strax tvo poka í innkaupagrindina. Þegar að kassanum kom leit ég á verðið ­ 289 kr. kílóið, nokkuð dýrt fannst mér, ekki síst þar sem ég hafði lesið í erlendum blöðum og bókum að grænir tómatar væru ódýrir og því tilvaldir til sultugerðar. En við erum á Íslandi og þar gilda önnur lögmál með grænmetið en víðast hvar. Meira
30. október 1996 | Fastir þættir | 690 orð

Leikrit þýdd og flutt

EINHVER, sem ég veit ekki hver var, flutti nýverið í Ríkisútvarpið svofelldan boðskap til þjóðarinnar: "Sýningarhandrit skal það heita. Þessi endalausa vitleysa, sem ég held að hann Helgi Hálfdanarson hafi komið af stað hér á sínum tíma, að verið er að tala um leikgerð þessa og þessa leikstjóra! Nú má aldrei segja leikrit eftir Shakespeare, Meira
30. október 1996 | Dagbók | 634 orð

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

dagbok nr. 62,7------- Meira
30. október 1996 | Í dag | 80 orð

ÞRJÁTÍU og þriggja ára Belgi hreifst mjög a

ÞRJÁTÍU og þriggja ára Belgi hreifst mjög af landi og þjóð er hann varði sumarleyfinu sínu hér á landi sl sumar. Skrifar á ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Áhugamálin ferðalög, íþróttir, tónlist o.fl.: Patrick Bastiaensens, Willem Linnig Street no 32, B-2060 Antwerpen, Belgium. Meira

Íþróttir

30. október 1996 | Íþróttir | 698 orð

Að duga eða drepast fyrir AC Milan

FJÓRÐA umferð meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Ítalíumeistarar AC Milan eru í óvenjulegri stöðu, hafa tapað tveimur leikjum og verða að sigra Gautaborg í Svíþjóð til að eiga möguleika á að komast áfram. "Þessi leikur skiptir öllu máli," sagði króatíski miðjumaðurinn Zvonimir Boban. "Við verðum að sigra til að komast upp úr riðlakeppninni." Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 145 orð

Ágúst ekki með Brann gegn Eindhoven?

ÁGÚST Gylfason, knattspyrnumaður hjá Brann í Noregi, meiddist í æfingaleik gegn Rosenborg á fimmtudaginn var og hefur ekkert getað æft síðan. "Ég hélt að þetta væri tognun í kálfa en læknir liðsins heldur að þetta geti verið eittvað meira. Ég skokkaði á æfingu í dag en get ekki leikið eins og er," sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 86 orð

Barmby til Everton EVERTON kræk

EVERTON krækti í gær í hinn 22 ára sóknarmann Nick Barmby frá Middlesbrough og var kaupverðið rúmar 603 milljónir króna. Middlesbrough keypti Barmby frá Tottenham fyrir rétt rúmu ári fyrir um 550 milljónir. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 133 orð

Dahlin aftur á leið til Gladbach

MARTIN Dahlin, sænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, sem gekk til liðs við Roma á Ítalíu í sumar, er líklega á förum frá félaginu en hann hefur ekki komist í leikmannahópinn hjá Rómverjum það sem af er leiktíðinni. Allt bendir til þess að hann hverfi á ný til liðs við Borussia Mönchengladbach þar sem hann var áður en hann hélt sunnar á bóginn. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 178 orð

Finnur semur við Leiftur FINNUR Kolbein

FINNUR Kolbeinsson, sem leikið hefur með Fylki undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við Leiftur frá Ólafsfirði og leika með liðinu næsta sumar. "Það verður Leiftur næsta sumar, það er frágengið," sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 52 orð

Fjögurra leikja bann fyrir að hrækja

GIUSEPPE Pancaro, varnarmaður Cagliari á Ítalíu, sem var rekinn af leikvelli fyrir að hrækja á andlit Gianluca Pagliuca, markvarðar Inter Mílanó, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Pancaro var einnig rekinn af leikvelli á dögunum, þegar hann lenti í átökum við leikmann Pagliuca í bikarleik. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 407 orð

Framtíðarvon PSV Eindhoven

EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er talinn framtíðarvon hollenska liðsins PSV Eindhoven og er hann nú þegar metinn á 400 milljónir ísl. kr, sem er sama upphæð og Eindhoven fékk fyrir Romario, þegar hann var seldur til Barcelona á sínum tíma. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 903 orð

Ginola með glæsimark

NEWCASTLE lék mjög vel í gær og vann Ferencvaros 4:0 og komst þar með í þriðju umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Tvö lið frá Skandinavíu komust einnig áfram, Bröndby frá Danmörku og Helsingborg frá Svíðjóð. Danirnir gerðu markalaust jafntefli við Aberdeen og Svíarnir 1:1 jafntefli við Neuchatel í Sviss. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 109 orð

GOLFSigurjón á fullu

GOLFSigurjón á fullu SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, er á fullu í golfinu í Flórída í Bandaríkjunum. Hann keppti nýverið á þremur mótum í Tommy Armour-mótaröðinni og stóð sig ágætlega. Hann varð 12. af 45 keppendum á eins dags móti á Heathrow-golfvellinum, lék á 74 höggum, sem er erfiðleikastuðull vallarins. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 50 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: Fram - KR21:13 Mörk Fram: Þórunn Garðarsdóttir 4, Þuríður Hjartardóttir 4, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Sveinunn Tómasdóttir 2, Helga Kristjánsdóttir 2, Arna Steinsen 2. Mörk KR: Edda Kristjánsdóttir 6, Brynja Jónsdóttir 2, Eva B. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 156 orð

Keane með Írum gegn Íslandi

Mick McCarthy, landsliðsþjálfari Írlands, hefur valið Roy Keane, miðvallarspilara hjá Manchester United, á ný í landslið sitt, fyrir leikinn gegn Íslendingum á Lansdowne Road í Dublin 10. nóvember. Keane, 25 ára, hefur aðeins leikið einn landsleik síðan McCarthy tók við starfi Jack Charlton. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 339 orð

Knattspyrna

UEFA-bikarkeppnin Önnur umferð, seinni leikir: Trabzon, Tyrklandi: Trabzonspor - Schalke3:3 Sota Aveladze (55.), Hami Mandirali 2 (65., 70.) ­ Johan de Kock 2 (33., 38.), Martin Max (75.). 25.000. Schalke áfram 4:3. Makva, Rússlandi: Spartak Moskva - Hamburger2:2 Alexei Meleshin (10. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 106 orð

Leikmenn hjá Dortmund sektaðir fyrir gagnrýni

Tveir leikmenn þýska meistaraliðsins Dortmund hafa verið sektaðir af stjórn félagsins fyrir að gagnrýna lækni félagsins opinberlega. Leikmennirnir sem eiga í hlut er Matthias Sammer og Rene Schneider. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 245 orð

MARK Bosnich

MARK Bosnich markvörður Aston Villa fór á mánudaginn í skurðaðgerð á hné og er reiknað með að hann verði frakeppni í a.m.k. mánuð. Bosnich meiddist í leik gegn Sunderland á laugardaginn. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 95 orð

Nói þjálfar Magna NÓI Björnsson hefur ve

NÓI Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari Magna frá Grenivík og mun hann stýra liðinu í 4. deildinni í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Nói er ekki ókunnur í herbúðuðm Magna, þjálfaði liðið árin 1992-1994 í 3. og 4. deild. Hann tekur við starfinu af fyrrum félaga sínum úr Þór, Sigurbirni Viðarssyni, sem tók við liðinu af Nóa og hefur stýrt því sl. tvö ár. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 79 orð

Ómar tekur við Þór

Ómar Torfason, fyrrum landsliðsmaður úr Fram, Víkingi og svissnesku liðunum Luzern og Olten, mun þjálfa lið Þórs frá Akureyri í 2. deildinni næsta ár. Aðeins á eftir að skrifa undir samninginn og það verður gert í dag ef Ómar kemst norður. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 94 orð

Roberts hættur með KFÍ

EUAN Roberts, sem leikið hefur með KFÍ í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í haust, er hættur að leika með félaginu. Roberts hefur verið meiddur á hné í haust og varð að samkomulagi milli hans og KFÍ að hann hætti að leika með Ísfirðingum. Til að fylla skarð hans hefur KFÍ gert samning við annan Bandaríkjamann, Derrick Bryant, og er hann væntanlegur til Ísafjarðar í dag. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 241 orð

ROMARIO

ROMARIO lék um helgina fyrsta leik sinn með Flamengo eftir að hann sneri heim að lokinni stuttri veru hjá Valencia á Spáni. Romario gat ekki lokið leiknum um helgian því sökum meiðsla varð hann að yfirgefa leikvanginn rétt fyrir leikhlé. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 348 orð

Ronaldo með einkasýningu á Nou Camp

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo heldur áfram að láta ljós sitt skína með Barcelona og virðist ekkert lát vera á sigurgöngu hans hjá félaginu. Um helgina skoraði hann öll þrjú mörk liðsins í 3:2 sigri að viðstöddum 108.000 manns á Nou Camp er Valencia kom þangað í heimsókn. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 100 orð

Skrifstofa Wenger brann

SKRIFSTOFA Arsene Wenger, hins nýja knattspyrnustjóra Arsenal, eyðilagðist í eldi aðfaranótt þriðjudagsins. Skrifstofan var í byggingu við æfingasvæði félagsins sem er um 30 kílómetra frá Highbury, leikvangi félagsins. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá þvottavél og er tjónið talið nema um einni milljón króna, en verið var að meta skemmdirnar í gær. Meira
30. október 1996 | Íþróttir | 135 orð

Þarf að ná upp góðri stemmningu

LANDSLIÐIÐ í handknattleik undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar, æfir af fullum krafti fyrir tvo leiki gegn Eistlandi í undankeppni HM, sem fara fram í Laugardalshöllinni um helgina. Júlíus Jónasson og Dagur Sigurðsson leika á ný með landsliðinu, eftir fjarveru vegna meiðsla. "Þeir eru búnir að ná sér og klárir í slaginn, eins og allir leikmennirnir sextán. Meira

Úr verinu

30. október 1996 | Úr verinu | 87 orð

Aðferðir við fiskveiðistjórn

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir námskeiði um nýjar aðferðir við fiskveiðistjórnun dagana 4. og 5. nóvember. Það er Ralph Townsend, hagfræðiprófessor frá Háskólanum í Maine í Bandaríkjunum, sem heldur fyrirlestra um þetta efni. Hann hefur fengizt við hagfræðilegar rannsóknir á fiskveiðistjórnun í Bandaríkjunum síðastliðin 15 ár. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 259 orð

Aukning á Evrópumarkaði

UM ÞAÐ bil 11% söluaukning varð á sölu Iceland Seafood Ltd., markaðs- og sölufyrirtæki Íslenskra sjávarafurða, á Evrópusambandsmarkaðnum fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Á Evrópumarkaðssvæðinu rekur ÍS þrjár skrifstofur, eina í Bretlandi, aðra í Frakklandi og þá þriðju í Þýskalandi. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 56 orð

Eldi á Atlantshafslaxi

1995 1996 % Breyting frá 1990 til '96 Noregur 249.000 295.000 + 51Bretland 72.000 80.000 +118Írland 12.000 13.000 + 50Færeyjar 8.000 15.000 - 33Ísland 3. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 733 orð

Erfðatæknin getur breytt forsendunum í laxeldinu

MIKLAR framfarir hafa orðið í erfðavísindum á síðustu árum og áratugum og nú er unnt að breyta erfðaeiginleikum plantna og dýra í því skyni að kalla fram aukinn vöxt eða aðra eftirsóknarverða eiginleika. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 89 orð

LANDAÐ Í KÖRFUM

VINNUBRÖGÐ af þessu tagi þættu ekki beint til fyrirmyndar hér á landi. Það tíðkast þó engu að síður að landa aflanum í körfum í Portúgal og ekki eru þær af stærra taginu. Körfurnar taka aðeins nokkur kíló hver og eru handlangaðar úr skipi og upp á byrggju, þar sem fiskurinn er ísaður í trékassa. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 445 orð

Leigukvóti og varanlegur þorskkvóti lækkar í verði

LEIGUVERÐ á aflamarki í þorski er nú komið í 68 krónur fyrir hvert kíló og lægst er verið að bjóða varanlegan þorskkvóta á 600 kr. kg sem er talsverð verðlækkun frá því í upphafi kvótaársins, þann 1. september sl. Þrátt fyrir það hefur enn engin eftirspurn verið eftir þorskkvóta, hvorki varanlegum né til leigu, að sögn Björns Jónssonar, kvótamiðlara hjá LÍÚ. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 1434 orð

Læknisþjónusta með hjálp fjarskiptatækni

MEÐ auknum úthafsveiðum Íslendinga á undanförnum árum, tölfræðilegum rannsóknum og upplýsingum um fjölda slasaðra sjómanna, hefur skilningur á sérstakri heilbrigðisstofnun sjómanna og nauðsyn aukinnar þjónustu við sjómenn á hafi úti aukist. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 151 orð

Mikið veitt utan landhelgi

FISKAFLI Íslendinga utan landhelgi var orðinn rúmlega 254.000 tonn fyrstu níu mánuði þessa árs. Langmest af aflanum er norsk- íslenzka síldin, tæplega 165.000 tonn. Rúmlega 51.000 tonn hafa veiðzt af úthafskara, en þar af hafa um 4.000 tonn verið tekin úr kvóta Grænlendinga. Rækjuveiðar á Flæmska hattinum hafa aukizt gífurlega milli ára og námu nú um 18.500 tonnum. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 296 orð

Pottréttur meðsaltfiski og baunum

SALTFISKÚTFLUTNINGUR er Íslendingum mikilvægur í efnahagslegu tilliti, en það voru danskir kaupmenn sem hófu söltun á fiski í tunnur hér á landi á 15. öld og þurrkun saltfisks litlu síðar. Á seinni hluta 18. aldar beitti Skúli Magnússon landfógeti sér fyrir því að Íslendingar hæfu saltfiskverkun. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 262 orð

Saka RGI um að stunda rányrkju á alaskaufsa

ALÞJÓÐLEG stórútgerðarfyrirtæki, þar á meðal Resource Group International, RGI, fyrirtæki Norðmannsins Kjell Inge Røkkes, stunda mikla ofveiði á Alaskaufsa í Okhotskhafi að mati bandarískra fiskifræðinga. Segjast þeir óttast, að með sama áframhaldi muni stofninn verða hruninn um aldamótin. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 202 orð

S"Kvótakerfið er forsenda úthafsveiða"

KVÓTAKERFIÐ og frjálst framsal aflans er forsenda þess að við getum stundað úthafsveiðar. Menn geta fært hann milli skipa og leigt kvótann og með því losað skip til veiða á úthafinu og greitt þann fórnarkostnað sem úthafsveiðar og tilraunir til þeirra óneitanlega eru því ekki eru allar ferðir til fjár í þeim efnum. Þetta kom m.a. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 221 orð

SKynna þarf málstað fiskveiðiþjóða

FRÉTTIR og umfjöllun fjölmiðla um fiskveiðar eru með þeim hætti að skaðað hefur málstað Íslendinga, umfjöllunin er neikvæð og menn hafa sofið á verðinum og til dæmis ekki brugðist við þegar friðunarsamtök benda á meinta ofveiði. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 584 orð

Smákropp á síldinni

LÍTIL síldveiði hefur verið við Eldeyna frá því að Árni Friðriksson fann þar síld í síðustu viku. Í gærmorgun voru aðeins tvö skip á Eldeyjar-miðum, Jón Sigurðsson GK, sem landar í Grindavík, og Elliði GK sem landar á Akranesi, en bæði þessi skip fengu í fyrradag leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til þess að stunda síldveiðar á svæðinu í flottroll allan sólarhringinn, Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 513 orð

"Sýningargluggi" fyrir sjávarafurðir á alnetinu

NÚ ER kreppa í íslenskri fiskvinnslu. Hráefnisverð hefur hækkað mikið með tilkomu kvótakerfis og fiskmarkaða og afnáms ferskfiskmats. Hlutur sjómanna og kvótaeigenda hefur vænkast mikið. Starfsgrundvöllur landverkafólks og landvinnslu er lítill vegna þess hve hlutfall hráefnis í lokaverði hefðbundinna afurða hefur hækkað mikið á síðustu árum. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 225 orð

Um 11% söluaukning á Evrópusambandsmarkaði

UM ÞAÐ bil 11% söluaukning varð á sölu Iceland Seafood Ltd., markaðs- og sölufyrirtæki Íslenskra sjávarafurða, á Evrópusambandsmarkaðnum fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Á Evrópumarkaðssvæðinu rekur ÍS þrjár skrifstofur, eina í Bretlandi, aðra í Frakklandi og þá þriðju í Þýskalandi. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 1650 orð

Varúðar þörf við veiðar á Flæmingjgrunninu

RÆKJUVEIÐAR íslenskra skipa á Flæmingjagrunni hófust um mitt ár 1993 eða stuttu eftir að Kanadamenn höfðu sýnt fram á að veiðanleg rækja væri í verulegu magni á svæðinu. Aflinn varð um 28 þúsund tonn árið 1993 (sjá töflu 1) og stefnir í að verða á bilinu 45­50 þúsund tonn á þessu ári með þátttöku 14 þjóða. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 563 orð

"Veitum skjóta og góða þjónustu við höfnina"

LÖNDUN ehf. var stofnuð árið 1987 og hefur aðstöðu við Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið sinnir þörfum útgerða varðandi löndun sjávarafurða og veitir aðra almenna þjónustu við fiskiskip. Þeir Stefán Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, og Svavar Ásmundsson , þjónustustjóri, Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 595 orð

Þeir stjórna á Falklandinu

SÆBLÓM ehf., systurfélag Nýsis hf., hefur með samningi tekið að sér alla stjórnun á Island Fisheries Holdings Ltd. sem er nýstofnað útgerðarfyrirtæki á Falklandseyjum. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 206 orð

Þorskurinn unninn í landi

RÁÐSTÖFUN botnfiskaflans það sem af er þessu ári, hefur verið með þeim hætti að um 258.000 tonnum hefur verið landað til vinnslustöðva, en rúmlega 100.000 tonn hafa verið unnin úti á sjó eða flutt óunnin utan. Langmest af þorskinum fer til vinnslu í landi, eða rúmlega 111.000 tonn og hefur það hlutfall aukizt frá sama tímabili á síðasta ári. Meira
30. október 1996 | Úr verinu | 354 orð

Örn KE á veiðar eftir breytingar

NÓTASKIPIÐ Örn KE 13 heldur til veiða í dag eftir miklar breytingar í Póllandi í sumar. Segja má að allur framhluti skipsins sé nýr og ber það eftir breytingarnar 1.100 til 1.200 tonn af síld og loðnu og er með búnað til kælingar aflans um borð. Áður bar Örn 750 tonn, en hann var smíðaður í Noregi 1966 og var síðan lengdur 1976. Meira

Barnablað

30. október 1996 | Barnablað | 111 orð

Athyglin

SKOÐIÐ myndina gaumgæfilega í eina mínútu. Ekki lesa lengra en að næstu greinaskilum að sinni, því að hér á eftir fara spurningar sem þið eigið að svara þegar þið eruð búin að hylja myndina. Sem sagt: Skoðið myndina og lesið ekki meira í bili. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 44 orð

Fimm eru feilarnir

BERIÐ saman myndirnar tvær af lyftingamanninum og sannið til, þær eru ekki alveg nákvæmlega eins. Teiknarinn er að stríða okkur, sem er náttúrulega ekki fallegt af honum, hann hefur nefnilega breytt annarri myndanna á fimm stöðum. Finnið þessa fimm breyttu staði. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 59 orð

Fjölskyldan og næsta nágrenni

HÖFUNDUR: Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Aldur: 5 ára. Heimili: Skálagerði 17, 108 Reykjavík. Myndin hennar Ragnheiðar er af fjölskyldunni hennar. Lengst til vinstri er mamma, síðan pabbi, þá bræður hennar og hún sjálf er í bakgrunninum inni í húsinu þeirra. Síðan kemur kirkja og þar næst regnboginn lengst til hægri. Bestu þakkir fyrir skemmtilega mynd, Ragnheiður mín. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 24 orð

Fyrirsæta

Fyrirsæta SJÖFN Guðjónsdóttir, 6 ára, Öldugerði 3, Hvolsvelli, sendi okkur mynd sem hún gerði af fyrirsætu og við þökkum hjartanlega fyrir, kæra Sjöfn. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 954 orð

Gulleyja Prúðuleikaranna

HÉR birtast nöfn þeirra 150 krakka sem voru dregnir út í þessum litaleik okkar, Gulleyja Prúðuleikaranna. Hinir útdregnu geta nú farið á bíómyndina með þessum frægu fígúrum ­ þegar Sambíóin hafa sent þeim boðsmiðana, sem verður á allra næstu dögum. Myndasögur Moggans og Sambíóin þakka ykkur öllum sem þátt tókuð og ykkur sem fenguð bíómiða óskum við til hamingju. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 41 orð

Hver er Majór Mucus?

REYNIR Þ. Þorsteinsson, 12 ára, Kleppsvegi 2, 105 Reykjavík, er höfundur afar furðulegrar myndar og vel teiknaðrar, Major Mucus. Ekki vita Myndasögur Moggans hver það er sem nefndur er á myndinni, en allar upplýsingar væru vel þegnar. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 107 orð

Kaldasti staður á jörðu

NORÐUR- eða Suðurpóllinn eru ekki köldustu staðir á jörðinni eins og halda mætti. Smábær í Austur- Síberíu í Rússlandi, Oi- Meon, er sá kaldasti, meðalhitinn að vetri til er mínus 73 gráður á Celsius. Venjulegur útihitamælir ræður ekki við slíkan fimbulkulda, kvikasilfrið frýs nefnilega! Vatn, sem hellt er úr könnu utandyra, breytist í klaka áður en það snertir jörðina. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 126 orð

Mogginn er kominn!

OFBOÐSLEGA flinkur 10 ára strákur á Egilsstöðum, Pétur Atli Antonsson, sendi Myndasögunum nokkrum sinnum mjög vel teiknaðar myndir fyrir svona einu og hálfu til tveimur árum. En nú er hann 12 ára, fluttur í Mosfellsbæinn, Lágholt 1, og ekki hefur honum farið aftur í teikningunni. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 81 orð

Pennavinir

Hæ Moggi! Ég er hress 9 ára stelpa. Mig langar að eignast pennavinkonu á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál margvísleg. Svara öllum bréfum. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ragnheiður Bárðardóttir Reynimel 84 107 Reykjavík Kæru Myndasögur Moggans. Ég óska eftir pennavinum, bæði stelpum og strákum, á aldrinum 10-12 ára. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 38 orð

Risaeðlur

ÓLI Valur, 6 ára, Rauðási 6, 110 Reykjavík, nemandi í Selásskóla, var í pössun hjá frænku sinni í vinnunni þegar hann gerði þessa rosalegu mynd af þórseðlu að háma í sig laufkórónu trés og yfir sveimar flugeðlan. Meira
30. október 1996 | Barnablað | 87 orð

TVÖ EINS BRÉF ­ tvær myndir

KÆRI Moggi, ég væri mjög glöð ef þú myndir birta þessa mynd í blaðinu sem fyrst. ­ Svo hljóðuðu tvö bréf frá stúlkum í sömu götu, sem heita Bergþóra Smáradóttir, 9 ára, Jakaseli 24, 109 Reykjavík, og Svava Hróðný Jónsdóttir, 11 ára, Jakaseli 20, 109 Reykjavík. Myndirnar þeirra eru fallegar og birtum við þær hér saman í þeirri trú, að Svava og Bergþóra séu vinkonur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.