BENAZIR Bhutto, sem forseti Pakistans vék úr embætti forsætisráðherra á þriðjudagsmorgun, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi leita til æðstu dómstóla landsins til að fá ákvörðuninni hnekkt. Þingið var leyst upp og bráðabirgðastjórn tók við völdum í landinu á þriðjudag. Þingkosningar eru boðaðar í febrúar.
Meira
BILL Clinton Bandaríkjaforseti sneri í gær sigri hrósandi aftur til Hvíta hússins frá heimili sínu í Arkansas-ríki en fregnir um að lykilmenn í ríkisstjórn hans og nánustu samverkamenn væru á förum urðu þó til þess að beina athyglinni frá kosningasigri hans.
Meira
SKEIÐARÁRSANDUR var í gær þakinn ísjökum, stórum og smáum, sem ofurkraftur hlaupvatnsins úr Grímsvötnum reif úr jaðri Skeiðarárjökuls og dreifði niður allan sand og í sjó fram. Smæð mannsins frammi fyrir náttúruöflunum verður augljós þegar þessi tíu metra breiði jaki, sem hlaupið þeytti fram á sandinn, er skoðaður.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík og Kópavogi eltu í fyrrinótt uppi bifreið sem stolið hafði verið við söluturn í Garðabæ, meðan ökumaðurinn brá sér þar inn. Bifreiðin, sem er af Toyota-gerð, var skilin eftir í gangi og ólæst. Á meðan ökumaðurinn var innandyra notaði sextán ára unglingur, sem beið eftir strætisvagni þar skammt frá, tækifærið og ók á brott á henni.
Meira
OFMÆLT mun hafa verið, að 200 unglingar undir 16 ára aldri á höfuðborgarsvæðinu séu "ofurseldir" neyzlu fíkniefna, eins og haldið var fram í fréttaþætti í Sjónvarpinu fyrir tæpum mánuði. Nær lagi sé að ætla að fjöldinn sé um 50.
Meira
Í TILEFNI af 70 ára afmæli St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verður haldin ráðstefna um heilbrigðismál í Hafnarborg föstudaginn 8. nóvember kl. 15. Ráðstefnan ber yfirskriftina: "Heilbrigðisþjónustan í Hafnarfirði og nágrenni.
Meira
FRAMBURÐUR úr Skeiðarárhlaupinu hefur myndað totur sem ná um 200 metra í sjó fram frá Svínafellsfjöru og víðar út af Skeiðarárssandi. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Landmælingum Íslands, mun sjórinn líklega vinna á þeim framburði sem hlaðist hefði upp í tangana.
Meira
LEIKFÉLAG Akureyrar sendi fyrr í haust bækling inn á öll heimili á Akureyri þar sem vetrarstarfið var kynnt. Bæklingurinn var jafnframt happdrættismiði og eftir sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi nýlega fékk bangsabarnið, Auður Jónsdóttir, það hlutverk að draga út 100 heppna vinningshafa.
Meira
BIBLÍUSÝNING verður opnuð í safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, og er hún opin frá kl. 17 til 19. Hið íslenska Biblíufélag hefur látið gera sýningarfleka með myndum og fræðslu um Biblíuna og er sýningin á ferð um landið. Einnig verða til sýnis fjölmargar Biblíur. Ólafsfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að skoða sýninguna.
Meira
Inga Huld Hákonardóttir rithöfundur er ritstjóri bókarinnar Konur og Kristmenn, þættir úr kristnisögu Íslands, en bókin er unnin upp úr erindum sem flutt voru á ráðstefnu sem haldin var á síðasta ári um sama málefni.
Meira
TEIKNINGIN sýnir snið af brúarstöpli á Skeiðarársandi. Stöpullinn er þannig gerður, að fyrst voru reknir niður tólf 11 metra langir steyptir staurar, sem mynda undirstöðu. Ofan á þá var steypt botnstykki, 2,5 metra djúpt og 1,6 metra þykkt, og þar ofan á sjálfur stöpullinn, sex metra hár. Á honum situr brúin á hálfs annars metra háu sæti.
Meira
BRÚIN yfir Núpsvötn virtist í gær hafa staðið af sér atlögu hlaupsins úr Grímsvötnum og var umferð yfir hana heimiluð á ný. Skarð, sem rofið var í veginn skammt vestan við brúna á þriðjudag, var fyllt að nýju. Íshröngl, sem hlaupið bar með sér, náði upp á hæl, sem markar hæð hlaupsins árið 1986.
Meira
BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips hf., hefur keypt öll hlutabréf Lífeyrissjóðs Norðurlands í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Lífeyrissjóðurinn átti 5,78% hlut í ÚA að nafnvirði rúmar 53 milljónir króna.
Meira
DEMÓKRATAR báru sigur úr býtum í ríkisstjórakosningum í sjö ríkjum af ellefu og fjöldi ríkisstjóra stóru flokkanna tveggja breyttist ekki í kosningunum. Mesta athygli vakti að sonur kínverskra innflytjenda, demókratinn Gary Locke, fór með sigur af hólmi í Washington-ríki og verður fyrsti ríkisstjórinn af asískum uppruna á meginlandinu.
Meira
GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, segist ekki vera "neinn engill" en vísar á bug öllum ásökunum um mafíutengsl. Vitnaleiðslur standa nú yfir í máli Andreottis. Hann sat rólegur í sæti sínu er Francesco Marino Mannoi, sem hefur snúið baki við fyrrverandi glæpafélögum sínum í mafíunni,
Meira
SJÓPRÓF vegna strands Rifsness SH-44, 230 tonna stálskips frá Rifi, í Grenivík í Grímsey að morgni mánudagsins 21. október sl., fóru fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Þar kom m.a. fram að enginn yfirmanna skipsins hafði fullgild réttindi.
Meira
FLUGLEIÐIR hafa hækkað skráð fargjöld um 2,5% vegna verðhækkunar sem orðið hefur á flugvélaeldsneyti á alþjóðamarkaði undanfarið, og nemur hækkunin 750-1000 kr. á algengustu fargjöldum. Fargjöld í pakkaferðum til Evrópu hækka um 600 kr. af þessum sökum og um 900 kr. í pakkaferðum til Bandaríkjanna.
Meira
EINS HREYFILS Cessna 172 einkaflugvél fór út af flugbrautinni við Kirkjubæjarklaustur laust fyrir klukkan 14 í gær þegar hún var nýlent og skemmdist töluvert. Þrír menn voru um borð í vélinni sem er fjögurra sæta, en þeir sluppu allir heilir á húfi. Vélin var að koma frá Höfn í Hornafirði.
Meira
FLUGMÁLASTJÓRN efnir til málþings í dag, fimmtudag, undir heitinu Flugþing '96 Framtíð íslenskra flugmála í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á tvö viðfangsefni: Flugöryggismál og flugsamgöngumál.
Meira
EFNT verður til fræðslustundar á vegum Garðasóknar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld, fimmtudagskvöld, sem stendur frá kl. 2122. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði mun fjalla um forsendur fyrir kristniboði kirkjunnar og tengsl þess við almennt safnaðarstarf. Er þetta fyrsti fyrirlesturinn af fjórum sem fjallar um fyrrnefnt efni.
Meira
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur að fyrirlestri um makamissi í kvöld kl. 20 í Gerðubergi. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur fjallar um efnið og umræður og fyrirspurnir verða í kjölfarið. Þátttakendum gefst að endingu kostur á að skrá sig í svokallaða nærhópa sem samanstanda af fáum syrgjendum. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Meira
ÁSMUNDUR Gunnlaugsson, jógakennari, heldur fyrirlestur í Yoga- stúdíó, Hátúni 6a í Reykjavík, föstudaginn 8. nóvember kl. 20. Hann mun fjalla um streitu, kvíða og fælni og hvernig nota má öndun, jógaæfingar og slökun til að koma á jafnvægi, bæði andlega og líkamlega. Ásmundur mun einnig fjalla um kvíðaferli og hvar ræturnar liggja að mörgu sem fólk er að glíma við í dag.
Meira
GEORG Ólafur Tryggvason náði bestum árangri tólf keppenda í lendingakeppni sem kennd er við silfur-jodelinn og fer fram á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubökkum við Leirvogsá. Keppt er tvisvar á ári hverju og gildir betri árangur keppanda til úrslita. Georg fékk 57 stig í fyrri hluta keppninnar og 105 í þeim síðari og dugði árangurinn í fyrri umferðinni til sigurs.
Meira
FRÉTTIR af náttúruhamförunum á Skeiðarársandi eru enn ekki farnar að hafa merkjanleg áhrif á pantanir erlendra ferðamanna á hálendis- og jöklaferðum hér á landi, að sögn starfsmanna ferðaskrifstofa sem sérhæfa sig í slíkum ferðum og Morgunblaðið hafði samband við í gær.
Meira
Jarðvísindamenn greinir á um hvort sprengingarnar sem urðu sunnarlega á gosstöðvunum í gær voru nýtt gos eða gufusprengingar. Magnús Tumi Guðmundsson, Páll Einarsson og Ragnar Stefánsson segja frá atburðum gærdagsins og breytingum á Grímsvötnum.
Meira
FERÐAMÁLANEFND Hafnarfjarðar efnir til málþings um ferðamál í dag, fimmtudag, í Hraunholti, Dalshrauni 15, 2. hæð, kl. 1418. Þar verður fjallað um mikilvægi gæða, samvinnu og markaðssetningar í ferðaþjónustu.
Meira
LÍÐAN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta er góð eftir atvikum og hann tekur stöðugum framförum, sagði í tilkynningu sem barst frá stjórnvöldum í Kreml í gær. Læknar hans sögðu að ekki hefðu komið upp nein sérstök vandamál í tengslum við afturbatann og það kæmi þeim á óvart hve skjótt hann virtist ætla að ná sér. Sagt var að ný tilkynning yrði birt í dag, fimmtudag, um líðan forsetans.
Meira
HJÓNIN Sigrún Olsen og Þórir Barðdal hafa ákveðið að nýta ákjósanlega aðstöðu í Kjarnalundi og halda þar framvegis hinn vinsæla heilsubótardag. Starfsemi þeirra er orðin þekkt eftir níu ára starfrækslu á Reykhólum. Í glæsilegu húsnæði Náttúrulækningafélags Akureyrar er gestum boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu í eins eða tveggja manna herbergjum sem öll eru með snyrtingu og sturtu.
Meira
TJÓNAKOSTNAÐUR af völdum náttúruhamfara óveðurs, vatns- og snjóflóða, jarðskjálfta o.þ.h. hér heima sem erlendis, hefur á undanförnum áratug farið sívaxandi. Árið 1995 var metár að þessu leyti hérlendis, með kostnað greiddan af Viðlagatryggingum upp á meira en 686 milljónir króna. Tímabilið 1989-1995 hefur á heimsmælikvarða verið mettímabil hvað tjónakostnað varðar.
Meira
HALDIN verður kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K, Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, í kvöld, fimmtudaginn 7. nóvember, kl. 20.30. Sigurjón Gunnarsson, bankamaður, flytur ferðaþátt með myndum frá Eþíópíu, kór KFUM og K syngur og sr. Ólafur Jóhannsson flytur hugvekju.
Meira
SÖFNUÐUR Vídalínskirkju efnir til fyrstu kyrrðarstundar vetrarins í kirkjunni í kvöld kl. 22. Framvegis verða kyrrðarstundir á þessum tíma á fimmtudagskvöldum. Kirkjan verður opin frá kl. 21.30. Leikin verður sígild tónlist í fimmtán mínútur fyrir athöfn. Kyrrðarstundir byggjast upp á tilbeiðslu og fyrirbænum ásamt almennum söng.
Meira
NEMENDUR Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu gefast ekki upp þótt á móti blási en fyrirhugað var að aka skemmstu leið til Reykjavíkur á fund menntamálaráðherra Björns Bjarnasonar og afhenda honum undirskriftalista þar sem niðurskurði á fjárframlögum til skólans er mótmælt.
Meira
SAMGÖNGURÁÐUNEYTI Perú staðfesti í gær, að svo virtist, sem brotlending Boeing-757 þotu perúska flugfélagsins Aeroperu, væri afleiðing þess, að hreingerningamenn gleymdu að fjarlægja límband af mikilvægum hæðar- og hraðaskynjurum þotunnar.
Meira
EIGNATJÓN af völdum hlaupsins á Skeiðarársandi er sennilega það mesta sem orðið hefur hérlendis í náttúruhamförum frá Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Viðlagatrygging Íslands tryggir eignir gegn tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða og hefur gert síðan hún var sett á fót árið 1975 til að taka við af rekstri Viðlagasjóðs, sem bætti m.a.
Meira
SKEIÐARÁRHLAUPIÐ nú kann að verða stytzta hlaupið í dögum talið, en aftur á móti er það langmesta hlaupið á öldinni mælt í rennsli hlaupvatns; mest 45.000 rúmmetrar á sekúndu og náði þeim á innan við sólarhring. Hlaupið 1938 náði hámarki í 40.000 rúmmetrum á sekúndu á tæpum þremur sólarhringum, en á þeim tíma er hlaupið nú nánast fjarað út.
Meira
LANDSVIRKJUN telur að tjón sitt vegna hlaupsins á Skeiðarársandi nemi um það bil 60 milljónum króna. Byggðalínuhringur Landsvirkjunar rofnaði í hlaupinu á Skeiðarársandi á þriðjudagsmorgun. Könnunarflug starfsmanna Landsvirkjunar í gær og fyrradag hefur leitt í ljós að 22 staurastæður í Prestbakkalínu 1 eru fallnar á um fjögurra kílómetra kafla og er tjón talið um 60 milljónir króna.
Meira
ÁGANGUR músa er mikill á Egilsstöðum. Eru það eingöngu húsamýs sem herja á híbýli manna. Að sögn meindýraeyðis á Egilsstöðum, Þórhalls Borgarssonar, er óvenjumikið um mýs núna og hefur verið alveg síðan í ágúst. Allt eitur er upp urið í herbúðum hans og ekki von á því fyrr en í næstu viku. Þórhallur segir mýsnar það ágengar að ef dyr standa opnar fari þær inn.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að möguleikar á sölu Húsatrygginga Reykjavíkur hafi verið kannaðir á síðasta ári. Horfið hafi verið frá því, þar sem tími var naumur en salan þurfti að fara fram fyrir 1. desember þegar tryggingasamningar eru lausir. Að sögn borgarstjóra breytti töfin litlu um söluverðið.
Meira
SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í ræðu á 20. þingi Sjómannasambandsins, í gær, að nauðsynlegt væri að taka á óheftu framsali veiðiheimilda og að allur fiskur til sölu innanlands yrði að fara á fiskmarkaði, ef takast ætti að ná samkomulagi um kjör sjómanna.
Meira
GREINARGERÐ skipulagsdeildar Akureyrarbæjar um lágmarksaðgerðir og kostnað við að opna göngugötuna í Hafnarstræti tímabundið fyrir bílaumferð verður lögð fram á fundi bæjarráðs í dag, fimmtudag. Nokkrar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en kaupmenn við Hafnarstræti sendu á dögunum bréf til bæjaryfirvalda þar sem m.a.
Meira
HALDIÐ verður upp á 60 ára afmæli Flateyrarkirkju sunnudaginn 10. nóvember nk. Messað verður í kirkjunni kl. 14. Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar og blessar safnaðarheimili í nýrri viðbyggingu kirkjunnar. Að því loknu býður sóknarnefnd til kaffisamsætis í veitingastofunni Vagninum á Flateyri.
Meira
BREIÐÞOTA Atlanta flugfélagsins, Tristar Lockheed hefur verið leigð undir áhafnaskipti á fimm togurum sem veiða á Flæmska hattinum. Flogið verður þann 11. nóvember til St. John's á Nýfundnalandi þar sem áhafnaskiptin fara fram en með í för verða um 50 skipverjar af m.a. Dalborgu, Svalbarða, Jöfra og Klöru Sveinsdóttur. Flogið verður til baka þremur dögum síðar.
Meira
ENN ER ekki ljóst hvaða áhrif hlaupvatn og framburður munu hafa á lífríki sjávar úti fyrir Skeiðarársandi en menn hafa sérstakar áhyggjur af humarstofninum í því sambandi. "Eins og þessu hefur verið stillt upp getur þetta haft verulega slæm áhrif á umhverfið í sjónum," segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Meira
RANNVEIG Guðmundsdóttir, formaður Þingflokks jafnaðarmanna, lýsti því yfir í gær að hún gæfi ekki kost á sér í kjöri formanns Alþýðuflokksins á 48. flokksþingi Alþýðuflokksins sem hefst á morgun.
Meira
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands halda ráðstefnu um ferðamál, ferðalög fyrir alla. Ráðstefnan verður haldin 8.9. nóvember nk. á Hótel Sögu í A-sal. Dagskráin hefst kl. 9.30 með setningu og stendur til kl. 17 þann dag. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 9.30 og stendur til kl. 12.
Meira
ÁRNI Snorrason, forstöðumaður vatnamælingasviðs Orkustofnunar, segir að hlaupið á Skeiðarársandi hafi náð hámarki um kl. 22:30 í fyrrakvöld og þá hafi runnið um 45.000 rúmmetrar á sekúndu undan Skeiðarárjökli. Spálíkan sem gert var í fyrrakvöld á grundvelli mælinga í þessu og eldri hlaupum virðist hafa staðist, en það gerði ráð fyrir hámarki kl. 23 um kvöldið.
Meira
REPÚBLIKANAR héldu meirihluta sínum á þingi, í öldungadeild og fulltrúadeild, þrátt fyrir mikinn sigur Bill Clintons í forsetakosningunum. Er þetta í fyrsta sinn í 68 ár, að þeir fá meirirhluta í tvennum kosningum í röð en þegar þeir tryggðu sér hann í kosningunum 1994 var það í fyrsta sinn í 40 ár.
Meira
VÍSINDAMENN í Suður-Afríku unnu á þriðjudag ákaft að því að greina ástæðu þess starfsmenn í strútasláturhúsi hafa sýkst af svonefndri Kongó-Krímveiki en hún er skyld ebóla-veikinni. Útflutningur á strútakjöti var þegar bannaður en talið er að kjöt af fuglum sem slátrað hefur verið 24 stundum fyrr sé hættulaust. Einn maður er þegar látinn og 16 manns á sjúkrahúsi.
Meira
KJÓSENDUR í Kaliforníu samþykktu í fyrradag að nema úr gildi svokallaða jákvæða mismunun og þeir ákváðu einnig að leyfa sjúklingum að nota maríjúana. Var kosið um ýmiss konar sérmál í mörgum öðrum ríkjum samhliða þing- og forsetakosningunum en atkvæðagreiðslan í Kaliforníu um fyrrnefnda málið vakti mesta athygli enda getur hún mikil áhrif á landsvísu.
Meira
BREZKA Evrópuhreyfingin segir að það muni reynast fyrirtækjum í Bretlandi dýrt, ákveði ríkisstjórnin að standa utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Einkum muni vaxtahækkanir koma niður á efnahagslífinu.
Meira
Egilsstöðum-Niðurstöður könnunar á þróun og stöðu sérkennslumála í grunnskólum á Austurlandi voru ræddar á fundi sem haldinn var hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Egilsstöðum. Þessi könnun er hluti af stærri könnun um þróun heildstæðrar og einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir fatlaða í heimabyggð og var hún gerð í 10 bæjar- og sveitarfélögum á Austurlandi.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir að Þróunarsjóður sjávarútvegsins taki að sér að fjármagna að stærstum hluta kaup á nýju og öflugu hafrannsóknaskipi. Starfsemi sjóðsins verður að öðru leyti hætt og úreldingarstyrkir sem hefðu komið til útborgunar á næstu árum falla niður, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra.
Meira
ATVINNU- og kjaramál, verðlagning á fiski og fiskveiðistjórnun eru aðalmálin á 20. þingi Sjómannasambands Íslands, sem hófst í gær og lýkur á morgun. Sjómenn ræða einnig á þinginu margvísleg önnur hagsmunamál sín eins og öryggismál, aðbúnað um borð í skipum og tryggingamál. Allur afli/14
Meira
Vestmannaeyjum-Stóra skriðdýrasýningin var á ferð í Vestmannaeyjum í vikunni og voru skriðdýrin til sýnis fyrir Eyjamenn í húsi Hvítasunnusafnaðarins. Sýningin var opin i þrjá daga og var góð aðsókn að henni.
Meira
NÝ snjóbrettaverslun, Krím, hefur verið opnaður á Laugavegi 12 í Reykjavík. Þar eru á boðstólum snjórbrettavörur í miklu úrvali, m.a. frá stærsta snjóbrettafyrirtæki í heimi, Burton, en verslunin er umboðsaðili fyrir það merki á Íslandi.
Meira
ÍSLENSK stjórnvöld eiga að skilgreina samningsmarkmið sín og sækja um aðild að Evrópusambandinu strax að lokinni ríkjaráðstefnu sambandsins á næsta ári, segir í drögum að ályktun starfshóps Alþýðuflokksins, sem lögð verða fram á flokksþinginu sem hefst á morgun.
Meira
FLUGSTJÓRN á Reykjavíkurflugvelli fékk tilkynningu frá flugvél kl. 13.17 í gær um að svo virtist sem gos væri hafið syðst í gossprungunni við Grímsvötn. Vélinni flaug Stefán Þorbergsson, flugmaður hjá Íslandsflugi. Hann var í útsýnisflugi yfir Skeiðarársandi eftir hádegið í gær og tók dálítinn útúrdúr upp að Grímsvötnum í lokin.
Meira
ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns Íslands hefur nýlega sent frá sér spurningaskrá nr. 91 um prjónaskap. "Íslendingar hafa prjónað a.m.k. síðan á 16. öld og fljótlega varð prjónles mikilvægur útflutningur. Síðan hefur mikið verið prjónað á Íslandi. Langmest var prjónað úr spunnu ullarbandi en ekki úr lopa svo vitað sé fyrr en á öðrum áratug aldarinnar og þá var algengast að vélprjóna hann.
Meira
UMHVERFISSJÓÐUR verslunarinnar hefur úthlutað fimmtán aðilum styrkjum fyrir tæpar 22 milljónir á árinu. Á ársfundi sjóðsins í gær bættust tveir nýir styrkþegar í hópinn þegar einni milljón var úthlutað til minningarsjóða Flateyrar og Súðavíkur. Umhverfissjóður verslunarinnar tók til starfa 1. október 1995.
Meira
EGILL Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Hornafjarðar, segir að flutt hafi verið 5-6.000 tonn af fiski frá markaðinum yfir Skeiðarársand það sem af er árinu. Rof á samgöngum suður um land í kjölfar hlaups þýði að nú sé "styttra til Evrópu frá Hornafirði". "Samgöngur við Evrópu eru mjög góðar og ekki spurning að meira fer þangað af fiski nú," segir hann.
Meira
EITT kíló af hassi fannst um borð í togaranum Björgúlfi EA frá Dalvík þegar skipið kom úr siglingu til Bremerhaven í Þýskalandi um helgina. Þetta er mesta magn fíkniefna sem fundist hefur í beinum innflutningi á Eyjafjarðarsvæðinu. Söluverðmæti fíkniefnanna er talið vera á bilinu 1,8 til 2 milljónir króna. Fannst fyrir tilviljun
Meira
"VIÐ sváfum bara mjög vel í nótt. Við voru kannski mest hissa í morgun þegar við vöknuðum og áttuðum okkur á að hlaupið í Skeiðará var að mestu búið," sagði Einar Torfi Finnsson, sem svaf inni í Morsárdal ásamt Ingibjörgu Guðjónsdóttur í fyrrinótt þegar hlaupið var í hámarki.
Meira
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi ekki gætt jafnræðisreglu 11 gr. stjórnsýslulaga við afgreiðslu á umsókn Þorvaldar Ásgeirssonar um vínveitingaleyfi til bráðabirgða í sex mánuði fyrir veitingahúsið Strandgötu 30. Afgreiðsla bæjarstjórnar frá 16. apríl sl. hefur því verið gerð ógild og henni gert að taka málið upp að nýju.
Meira
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra var í flugvél yfir gosstöðvunum í Vatnajökli þegar eldgosið í gær hófst. "Þegar við vorum til hliðar við gossvæðið urðu þar þrjár sprengingar, sem tilkomumikið var að sjá. Síðasta sprengingin sem ég sá gleggst skrúfaði sig upp í loftið og bar ösku með sér," sagði Halldór.
Meira
TILLAGA fulltrúa Alþýðubandalagsins um að bærinn greiði húsaleigubætur til reynslu næsta ár var felld á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Bæjarráð ítrekaði þá skoðun sína á fundi í fyrri viku að það væri hlynnt greiðslu bótanna, en teldi lögin um bæturnar meingölluð og sæi sér því ekki fært að taka þær upp.
Meira
ÁÆTLAÐ er að tjón á samgöngumannvirkjum á Skeiðarársandi í hlaupinu nemi 600-700 milljónum. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar treysta sér ekki til að segja hvenær hægt verður að koma á vegasambandi yfir sandinn að nýju, en flest bendir þó til að það taki a.m.k. nokkrar vikur.
Meira
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vann öruggan sigur í forsetakosningunum á þriðjudag og sagði úrslitin skilaboð frá kjósendum um að stjórnmálamennirnir ættu að láta af flokkadráttunum og vinna saman í þágu þjóðarinnar.
Meira
MENNTASMIÐJA kvenna á Akureyri býður nú í nóvember tvö helgarnámskeið fyrir almenning. Það fyrra nefnist "Greinaskrif á tölvu" en þar flétta Lára Stefánsdóttir kerfisfræðingur og Björg Árnadóttir blaðamaður saman vinnu á tölvu, ritvinnslu og upplýsingaöflun á alnetinu ásamt greinaskrifum. Byggist það námskeið á að ritunin og tölvunotkunin séu samþætt en ekki aðgreind.
Meira
TÖLUVERT tjón var unnið í innbroti í bókaverslunina Eddu í fyrrinótt. Þeir sem þar voru að verki rifu niður hlera á austurhluta hússins Hafnarstræti 100 og komust þannig inn í gegnum millihurð í bókabúðina. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér tölvu, símbréfstæki, töluvert magn af töskum, m.a. skjalatöskum, bækur, ritföng og skiptimynt.
Meira
ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir síðdegisnámskeiði um umhverfismál frá sjónarhóli refsi- og skaðabótaréttar 12.13. nóvember nk. Námskeiðið er einkum ætlað lögfræðimenntuðu fólki en er opið öðrum er vel þekkja til á þessu sviði.
Meira
ALÞJÓÐLEG miðlun ehf. hefur í undirbúningi að bjóða heimilis- og húseigendatryggingar í tengslum við FÍB-tryggingar sem félagið rekur í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Stefnt er að því að tryggingarnar verði töluvert ódýrari en gengur og gerist hjá íslensku vátryggingafélögunum.
Meira
RANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson kom á hafsvæðið við Skeiðarárósa um kl. 14 í gær og voru þar fyrst gerðar nokkrar athuganir á ástandi sjávar í Skeiðarárdjúpi, um 10 sjómílur frá landi, en síðdegis fóru leiðangursmenn á gúmbát að ósum Skeiðarár og tóku þar sýni.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að bráðabirgðaviðgerðir á vegarmannvirkjum á Skeiðarársandi yrðu hafnar um leið og færi gæfist. Miðað væri við að koma mætti á bráðabirgðavegtengingu á minna en tveimur mánuðum.
Meira
BILL Clinton var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag og virtist í sigurræðu sinni horfa fram á við. "Kæru Bandaríkjamenn, við höfum verk að vinna," sagði hann. "Um það snerust þessar kosningar.
Meira
"ÞETTA er allt öðru vísi en hlaupin 1938 og 1934. Þá var ekki svona mikið í Gígju, ekki svona mikill jakaburður hingað vestur," sagði Filippus Hannesson, bóndi á Núpsstað, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var þá nýkominn úr ökuferð austur á sanda, til að kanna skemmdir af völdum hlaupsins úr Grímsvötnum. Blaðamaður og ljósmyndari komu við á Núpsstað í gærmorgun.
Meira
"VIÐ vorum að fljúga yfir Grímsvötn þegar við sáum gufu byrja að myndast og síðan ágerðist hún og þá áttuðum við okkur á að þetta var gos. Þá var klukkan kortér yfir eitt," segir Magnús Þór Karlsson flugnemi, sem var í flugvél ásamt kennara sínum yfir Vatnajökli þegar gosið í gær hófst.
Meira
VÍSBENDING segir bjartsýni ríkja á álmörkuðum. Áleftirspurn fer vaxandi. "Aðalhættan er sú," segir ritið, "að bygging nýrra álvera taki það langan tíma að framboð nægi ekki fyrir eftirspurn, álverð hækki mjög mikið og hratt og það leiði síðan til verulega minnkandi eftirspurnar þegar ný álver bætast við." Staðarval
Meira
LEIDARICLINTON ENDURKJÖRINN ÍKT og búist hafði verið við fór Bill Clinton með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag og telst sú niðurstaða söguleg þar eð forseti demókrata hefur ekki verið endurkjörinn þar vestra frá því í tíð Franklins D. Roosevelt.
Meira
30 ÁRA afmæli stofnlánasjóðs matvöruverslana var haldið hátíðlegt í síðasta mánuði. Þáðu gestir veitingar, hlýddu á ræður og minntust stofnunar sjóðsins og fyrstu ára hans. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók nokkrar myndir í afmælinu. Morgunblaðið/Halldór HANNA Hafdal, Magnús L.
Meira
Egilsstöðum. Morgunblaðið. Hópur myndlistarfólks hittist reglulega á laugardagsmorgnum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og iðkar þar list sína. Þetta er fólk úr Myndlistarfélagi Fljótsdalshéraðs og hefur það hist við myndsköpun að vetrarlagi allt frá því félagið var stofnað 1991. Tilgangur félagsins er m.a.
Meira
STÓRSÝNINGIN Biti af Reykjavík, sem Lionsklúbburinn Víðarr stóð fyrir, var í Perlunni um helgina. Á sýningunni kynntu veitingahús og þjónustufyrirtæki starfsemi sína og gáfu fólki bita að smakka auk þess sem fjöldi skemmtikrafta kom fram. Allur ágóði af sýningunni rann til líknarmála.
Meira
Leikstjóri: Richard Loncraine. Handrit: Loncraine og Ian McKellen eftir leikriti Richard Eyre byggðu á leikriti Shakespeares. Aðalhlutverk: Ian McKellen, Annette Bening, Kristin Scott-Thomas, Maggie Smith, Nigel Hawthorne, Robert Downey. MGM/UA. 1996.
Meira
BELGÍSKA hasarmyndahetjan Jean Claude Van Damme, reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum áður en hann fékk tækifæri sem kvikmyndaleikari. Hann keyrði út pizzum, var lífvörður, þjónn, og bílstjóri meðal annars. "Það er lítill munur á að vera pizza-bílstjóri og kvikmyndastjarna.
Meira
BRASILÍUMAÐURINN Sidney de Queiroz hefur legið í 10 daga inni á spítala með hníf á kafi í heila sínum. Hann var að sötra bjór í rólegheitunum á krá í hverfinu þar sem hann bjó en lenti í átökum eftir heiftarlegt rifrildi sem lauk með því að mótherji hans tók upp voldugan hníf, 12,5 sm langan og 2,5 sm breiðan, og rak á milli hægra auga hans og nefs.
Meira
Helgi Þorgils Friðjónsson. Gerðuberg: Opið kl. 923 mánud. fimmtud., kl. 919 föstud. og kl. 1216 laugard.sunnud. til 10. nóvember; aðgangur ókeypis. Sjónarhóll: Opið kl. 1418 alla daga nema mánud. til 10. nóvember; aðgangur kr. 200.
Meira
NÝLEGA kom út í Frakklandi fyrsta kennslubók í íslensku á franska tungu, Manuel d'islandais eftir Emil H. Eyjólfsson lektor við háskólann í Lyon, og Magnús Pétursson, prófessor við Hamborgarháskóla. Bókin er að stofni til byggð á Lehrbuch des isl¨andischen Spache eftir Magnús Pétursson sem fyrst kom út í Þýskalandi árið 1980. Franska gerðin er 303 síður.
Meira
GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas minnist Gríms Thomsens á skemmti- og fræðslufundi í dag fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20.30, en 27. nóvember næstkomandi eru 100 ár liðin frá láti Gríms Thomsens, skrifstofustjóra, þingmanns, skálds og bónda að Bessastöðum.
Meira
KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík er lokið og þykir hátíðin hafa heppnast í alla staði mjög vel. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna áfram nokkar af myndum Kvikmyndahátíðar. Háskólabíó mun áfram sýna "Dauður", "Sanghæ-gengið" og "Brimbrot" en vegna góðrar aðsóknar að þeirri mynd hefur verið ákveðið að færa hana í stærri sal.
Meira
MYNDLISTAR- og handverkssýning á verkum Kristínar Bryndísar Björnsdóttur verður í Risinu (austursal), Hverfisgötu 105 í Reykjavík, sunnudaginn 10. nóvember. Til sýnis verða hekluð veggteppi, málverk, vatnslitamyndir, klippimyndir o.fl. Kristín Bryndís hefur um árabil stundað myndlistarnám, meðal annars við Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þetta önnur einkasýning hennar.
Meira
TÓNSKÁLD fá sennilega ekki oft samviskubit yfir því að senda frá sér tónverk. Það henti þó Karólínu Eiríksdóttur fyrr í vikunni þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands og einleikarinn Einar Jóhannesson spreyttu sig í fyrsta sinn í sameiningu á Klarinettkonsert hennar á æfingu. Tilefnið er tónleikar í Háskólabíói í kvöld. "Hvað hef ég eiginlega lagt á manninn," hugsaði hún með sér og saup hveljur.
Meira
Í KVÖLD verður efnt til bókakvölds í Súfistanum bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18. Þar verða kynntar bækurnar Ísland framandi land eftir Sigurliða Ísleifsson og Úr plógfari Gefjunar eftir Björn Th. Björnsson. Höfundarnir rabba um bækur sínar og lesa úr þeim kafla.
Meira
Geisladiskur Sigurðar Flosasonar, Gengið á hljóðið. Flytjendur: Sigurður Flosason altsaxófónn, Scott Wendholt trompet, Eyþór Gunnarsson píanó, Lennart Ginman kontrabassi og John Riley trommur. Heildartími 68,27 mínútur. Útgefandi: Jazzís, 1996.
Meira
TENÓRSAXÓFÓNLEIKARINN Efraim Trujillo heldur tónleika næstkomandi föstudagskvöld 8. nóvember á Jómfrúnni, Lækjargötu 4 í Reykjavík. Til liðs við sig hefur hann fengið Eyþór Gunnarsson á píanó, Þórð Högnason á bassa og Matthías Hemstock á trommur. "Efraim er af bandarísku og hollensku bergi brotinn, búsettur í Hollandi og í röð fremstu jazzleikara þar.
Meira
KÖNGULÓARAPARNIR í Taronga-dýragarðinum í Sidney í Ástralíu þurftu að hrjúfra sig hver upp að öðrum til að ná yl í kroppinn fyrr í þessari viku, því hiti þar neðra er nú fimm gráðum fyrir neðan meðallag, aðeins 16 gráður. Aparnir eru langt fjarri náttúrulegum heimkynnum sínum því þeir eru upprunnir í regnskógum Suður-Ameríku.
Meira
Kitta sýnir gifsgrímur LISTAKONAN Kitta sýnir nú 20 gifsgrímur á veggjum Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3, næstu vikurnar. Sýningin stendur um óákveðinn tíma. GIFSGRÍMUR eftir Kittu.
Meira
NOKKRUM aukasýningum á Stone Free verður bætt við í nóvember og er því ljóst að Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona getur ekki leikið hlutverk Patsyar í þremur þeirra. Margrét er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og leikur aðalhlutverkið í leikritinu Leitt hún skyldi vera skækja.
Meira
GEISLAPLATAN "Lítið brölt" með söng Hauks Morthens er komin út. Það var í kjölfar Stjörnumessu í febrúar 1980 sem sú hugmynd kviknaði að fá Jóhann Helgason til að semja ný lög fyrir Hauk Morthens sem rúmast gætu á einni hæggengri hljómplötu.
Meira
NÝLEG ævisaga breska leikskáldsins Harolds Pinters, sem leiklistargagnrýnandi The Guardian, Michael Billington, skráði, hefur fengið góða dóma í Bretlandi. Bókin nefnist The Life and Work of Harold Pinter" og þykir bera nafn með rentu þar sem fyrst og fremst er fjallað um tengsl lífs Pinters og verka hans.
Meira
KVENFATAVERSLUNIN Man var opnuð í síðustu viku á Hverfisgötu 108 í Reykjavík. Í versluninni verður seldur vandaður kvenfatnaður, dragtir, peysur og annar prjónafatnaður frá Þýskalandi og Ítalíu meðal annars. Hönnuður útlits og innréttinga í versluninni er Þorkell Magnússon arkitekt. Í tilefni opnunarinnar var haldið hóf í versluninni.
Meira
SKÁLDSAGAN Í luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur kom nýtverið út í sænskri þýðingu hjá Rabén Prisma bókaforlaginu í Stokkhólmi. Þýðandi er Inge Knutsson. Fjölmargir gagnrýnendur hafa fjallað um söguna sem hlotið hefur lofsamlega dóma. "Hin nýja skáldsaga Fríðu Á.
Meira
LEIKRITASKÁLDIÐ Henrik Ibsen og Villiöndin er námskeið í samstarfi við Þjóðleikhúsið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans og stendur frá 12. nóvember til 2. janúar. Í kynningu segir m.a. " Í Villiöndinni, einu frægasta verki sínu, veltir Ibsen fyrir sér ofangreindri spurningu.
Meira
ÚT er komin Orðaskrá úr stjörnufræði með nokkrum skýringum. Skráin er samin af orðanefnd Stjarnvísindafélags Íslands sem stofnað var árið 1990 undir formennsku Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings,
Meira
ÁSÓKN er nýleg Úrvalsbók eftir James Herbert, var fyrst gefin út hjá Hodder og Stoughton á Englandi árið 1988. Móttökurnar voru svo góðar að bókin hefur verið gefin út aftur og aftur síðan; til dæmis er þýðing sú sem hér fylgir gerð eftir sjöttu prentun New Engilsh Library Paperback Editions 1993.
Meira
KONA eldhúsguðsins er skáldsaga eftir Amy Tan. Áður hefur komið á íslensku eftir hana skáldsagan Leikur hlæjandi láns. Báðar bækurnar fóru í efsta sæti metsölulista í Bandaríkjunum og hafa komið út um víða veröld.
Meira
ÞJÓÐSÖGUR Jóns Múla Árnasonar eftir Jón Múla Árnason eru komnar út. Þetta eru endurminningar revíuhöfundarins, útvarpsþularins og djassáhugamannsins. Í bókinni segir Jón Múli frá ýmsu sem bar fyrir augu og eyru þegar hljóðneminn heyrði ekki til.
Meira
ÚT er komin geislaplata með söng Smárakvartettsins í Reykjavík. Á plötunni eru 22 lög. Smárakvartettinn í Reykjavík skipuðu þeir Sigmundur R. Helgason 1. tenór, Halldór Sigurgeirsson 2. tenór, Guðmundur Ólafsson, 1. bassi og Jón Haraldsson 2. bassi.
Meira
Í DAG, fimmtudag, verður opnuð sýning á verkum finnska listamannsins Pekkas Niskanens í Ingólfsstræti 8. Fáir listamenn nota tölvuna jafn mikið og Pekka Niskanen. Í kynningu segir: "Vinna hans hvílir að fullu og öllu á tilbúnum grunni.
Meira
HJARTAKNÚSARINN George Clooney mætti á svokallað Elds og Íss ball í Hollywood nýlega með plástur á vinstri augabrún. Helst mætti halda að leikarinn, sem þekktur er fyrir leik sinn í hlutverki barnalæknis í sjónvarpsþáttunum Bráðavaktin, hafi þurft að leita til alvöru lækna vegna slyss.
Meira
IN BLOOM er á leiðinni vestur um haf þ.e. til Bandaríkjanna, 18. nóv. nk. og er ætlunin að vera í um hálft ár við tónlistarsmíði, æfingar, myndbandagerð og að koma sér á framfæri.
Meira
Í DAG, fimmtudag, verður opnuð í Galleríi Úmbru, Bernhöftstorfu, sýning finnsku myndlistarkonunnar Sari Tervaniemi. Í kynningu segir: "Myndlistarkonan sem býr og starfar í Helsinki vinnur með ljósmyndir og texta með tölvu og einnig vídeóverk. Í verkum hennar nú er aðalviðfangsefnið að skoða viðhorf manna í nútímalegu samfélagi.
Meira
Höfundur: Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð. Hljóðmynd: Baldur Björnsson, Kári Þór Arnþórsson og Þórarinn Eyfjörð. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson og Þórarinn Eyfjörð. Búningar: Hópurinn. Förðun: Anna Toher. Tæknimenn: Guðmundur Pétursson og Walter Geir. Leikarar: Dofri Hermannsson, Eggert Kaaber, Hinrik Ólafsson og Katrín Þorkelsdóttir. Þriðjudagur 5. nóvember.
Meira
NÆSTA frumsýning í Þjóðleikhúsinu verður á Stóra sviðinu á nýju leikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Kennarar óskast. Eru æfingar vel á veg komnar. "Kennarar óskast segir frá kennarahjónum sem ráða sig til starfa í heimavistarskóla í afskekktu byggðarlagi og ætla að hefja nýtt líf.
Meira
SKÁLDIN Jón Bjarman, Kristjana Emilía Guðmundsdóttir og Þorvarður Hjálmarsson lesa úr verkum sínum í kaffistofu Gerðarsafns, í dag fimmtudag milli kl. 17 og 18. Í kynningu segir: "Fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári tóku nokkrir áhugamenn um ritlist í Kópavogi að venja komur sínar í kaffistofu Gerðarsafns, Listasafns Gerðar Helgadóttur á Kópavogshálsi.
Meira
HINIR frægu og fallegu sem dáðir eru fyrir útlit sitt og atgervi eru, hvort sem þið trúið því eða ekki, innst inni venjulegt fólk sem er stundum syfjulegt og slappt. Hér sjást tvö dæmi um hve manneskja getur litið mismunandi út við ólík tækifæri. MELANIE Griffith er fagurtfljóð... ...
Meira
NÚ stendur yfir kynning á speglum Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur í Gallerí Smíðar & Skart til 28. nóvember. Kristín er listamaður mánaðarins í nóvember. Hún lauk námi úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 og grafískri hönnun úr sama skóla 1992. Hún starfar við grafíska hönnun og myndskreytingar.
Meira
BOOKER-verðlaunin féllu í ár í hlut Bretans Grahams Swift, fyrir bók sína "Last Orders" og hlýtur hann auk þess tæpar 2 milljónir ísl. kr. í verðlaun. Swift, sem er 47 ára, hefur áður verið tilnefndur til verðlaunanna, það var árið 1983. Búast má við gríðarlegri sölu á bókum Swifts í kjölfar verðlaunanna, sem eru ein stærstu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í hinum enskumælandi heimi.
Meira
UM þessar mundir sýnir Sigurður Óskar Lárus Bragason nokkrar tölvumyndir í Veitingastofu McDonald's í Austurstræti 20. Myndirnar eru unnar á ljósritunarpappír með geislaprentara. Myndir þessar sýna tákn þau sem notuð eru á talrás Internetsins.
Meira
Grobbbragur. Texti: Helga Ágústsdóttir Dúett: Erna Ólafsdóttir og Ingólfur Jóhannsson Smekksatriði. Höfundar: Helgi Þórsson, Ólafur Theódórsson og Hannes Örn Blandon Ein sveitastemmning. Höfundur: Ólafur F. Rósinkrans Leikdeild U.M.F. Reykdæla: Snorri Sturluson. Ósögulegur ærslaleikur um ævi, ástir og andlát Snorra Sturlusonar eftir Þorvald Jónsson Einþáttungar sýndir í Freyvangi í Eyjafirði, 2.
Meira
"ÉG ER ánægður með að hafa fengið hann Hjalta til að lesa á Jólahátíð. Ég hef alltaf verið svo hrifinn af röddinni hans, hann er svona Richard Burton Íslands," segir Torfi Ólafsson í samtali við Morgunblaðið.
Meira
TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarðar stendur fyrir Vínartónleikum í Hótel Borgarnesi föstudaginn 8. nóvember kl. 21 og eru þeir þeir fyrstu af sex tónleikum sem fyrirhugaðir eru á vetrardagskrá Tónlistarfélagsins.
Meira
Saga þriggja kynslóða íslenskra kvenna eftir Elínu Pálmadóttur. Vaka Helgafell 1996. 198 síður. UNNÍ Pálsdóttir Conan er íslensk kona, sem giftist átján ára bandarískum hermanni og fluttist til Ameríku og hefur átt þar heima síðan.
Meira
LJÓSAR hendur nefnist nýtt ljóðverk og er þar safnað saman úrvali ljóða eftir þrjár skáldkonur, en þær eru Ágústína Jónsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þóra Jónsdóttir. Í kynningu á bókinni segir Þorsteinn Thorarensen útgáfustjóri Fjölva, að það hafi dottið í sig að gefa út einskonar þakkargerðarkver til forsjónarinnar fyrir þá einstæðu árgæsku sem við höfum notið í sumar.
Meira
Frásagnir ef eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki eftir Braga Þórðarson. Hörpuútgáfan 1996 - 237 síður. Á ÞESSA bók eru ritaðir tólf þjóðlífsþættir frá fyrri tíð. Allir voru þeir fluttir í Ríkisútvarpinu haustið 1995, en birtast nú á prenti auknir og eitthvað breyttir. Sögusviðið er Borgarfjörður og Akranes.
Meira
ÚT er komin geislaplata með söng Leikbræðra. Kvartettinn skipuðu þeir Gunnar Einarsson, fyrsti tenór, Ástvaldur Magnússon, annar tenór, Torfi Magnússon, fyrsti bassi og Friðjón Þórðarson, annar bassi.
Meira
ÚT er komin Brjálað vald eftir Jón Þorleifsson. Þetta er tuttugasta og sjöunda bók hans frá því hann sendi frá sér bókina Nútímakviksetning 1974, þá hálfsjötugur. "Í bókinni deilir Jón á Sameinuðu þjóðirnar og rekur mörg dæmi um misgjörðir þeirra.
Meira
17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 19.00Meistarakeppni Evrópu (UEFA Championship highlights ) 20.00Kung Fu 21.00Flugan (The Fly)Þriggja stjörnu mynd frá árinu 1958. Tilraun vísindamanns fer úr böndunum og "tilraunadýrið" öðlast nýja hæfileika.
Meira
VEGNA ummæla Guðmundar Oddssonar á forsíðu Alþýðublaðsins fimmtudaginn 31. október sl. sem höfð voru eftir honum í morgunþætti Rásar 2 sama dag vil ég fyrir hönd félga minna í Leikfélagi Kópavogs byrja á því að þakka Guðmundi fyrir skyndilegan áhuga á starfsemi félagsins og því hversu vel hann virðist hafa kynnt sér innra og ytra starf þess! Í þau 10 ár sem undirritaður hefur starfað með LK
Meira
SUNNUDAGINN 13. okt. sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Kvaran sellóleikara undir heitinu "Börnin okkar". Grein þessi fjallar um uppeldi barna og skólagöngu, þær hættur sem í dag steðja að uppvaxandi æskufólki, og m.a. koma fram í aukinni neyslu vímuefna, og nauðsyn þess að bregðast við þeim vanda.
Meira
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa að undanförnu gagnrýnt þá skerðingu á framlagi til framkvæmdasjóðs fatlaðra sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997. Félagsmálaráðherra hefur gert tilraun til þess að gera samtökin ótrúverðug í augum þjóðarinnar vegna gagnrýninnar í stað þess að ræða málefnalega um niðurskurðinn og hafa viðbrögð hans vakið undrun.
Meira
Í KJÖLFAR greinar Ástu Dísar Óladóttur um afleiðingar hækkunar hámarkshraða á bundnu slitlagi utan þéttbýlis, úr 90 km hraða í 110 km hraða, finnst mér sjálfsagt að svara þessum hugleiðingum hennar með mínum eigin. Fyrst vil ég benda áðurnefndum greinarhöfundi á það að Íslendingar eru ekkert sérstaklega iðnir við að virða núverandi hraðatakmarkanir og flestir sem aka mikið um t.d.
Meira
SEM BETUR fer er sjaldgæft að finna í örstuttri grein aðra eins blöndu af rangfærslum og útúrsnúningi og gat að líta í grein Baldvins Hafsteinssonar, lögmanns Félags íslenskra stórkaupmanna, í Mbl. 29. október sl. undir fyrirsögninni Opið bréf til iðnaðarráðherra: Er íslenskur iðnaður í raun risinn úr öskustónni? Tilefnið er átakið íslenskt, já-takk, sem nú er ýtt úr vör fjórða árið í röð.
Meira
ÞEGAR haustmyrkrið færist yfir og vetrarkvíðinn sest að mönnum fer fólk að hugsa fyrir bætiefnum til að hjálpa sér gegnum skammdegið. Við systur rákumst á umfjöllun um undraefnið propolis og ákváðum að reyna á sjálfum okkur áhrifamátt þess.
Meira
FLUTNINGUR innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar er að mínu mati hin mesta firra, vegna fjarlægðar og veðurs. Ég er nýkomin úr utanlandsferð og lenti á Keflavíkurflugvelli, sem ekki er svo sem í frásögur færandi. Við lentum í roki, rigningu og myrkri og svo tók við klukkutíma akstur til Reykjavíkur. Í þessu tilfelli var þetta allt í lagi.
Meira
ENN OG aftur stelur Reykjavíkurflugvöllur senunni við gerð aðalskipulags Reykjavíkur. Miðað við nýjstu upplýsingar um ástand vallarins og kostnað við að tryggja öryggi flugs og byggðar er umræðan þó býsna sérkennileg í þetta sinn. Vanræksla og gáleysi
Meira
VSÍ HEFUR sent frá sér stefnu um gerð komandi kjarasamninga. Grunntónninn er að framkvstj. VSÍ ætlar að gefa fyrirtækjum heimild til þess að semja við starfsfólk sitt. Ég átta mig ekki alveg hvað er nýtt við þetta því starfsfólk og fyrirtæki hafa á undanförnum árum hagrætt vinnutíma á margvíslegan hátt, t.d. með því að fella niður kaffitíma, stytta matartíma o.fl.
Meira
MIKIÐ SKELFING varð ég hissa á grein sem Magnús L. Sveinsson ritar í Morgunblaðið og birtist laugardaginn 2. nóvember sl. Mér virðist Magnús hafa verið eitthvað van- stilltur þegar hann setti þessa grein saman, og víst er að hann vandar mér ekki kveðjurnar. Ástæða þessarar reiði Magnúsar er viðtal sem Ríkisútvarpið átti við mig sunnudagsmorguninn 20. október sl.
Meira
DOKTOR Þuríður Jónsdóttir sendir frá sér þanka um tónlistargagnrýni og veltir þar fyrir sér atriðum, sem hún líklega ætlast til að fái einhverja umfjöllun, þótt reyndar sé fátt í vangaveltum Þuríðar í spurnartóni. Greinin byrjar á greiningu orðsins gagnrýni og þó eingöngu um fyrri lið orðsins gagn.
Meira
Það var bjartur júnídagur. Við sátum og lásum saman kvæði sem ég hafði hnoðað. Ég var himinlifandi yfir að fá loksins að vinna með þér eftir alltof langt hlé. Þú varst sjálfri þér lík, glettin, ung, hvetjandi, óspör á hrósið, skemmtilegur og jákvæður vinnufélagi eins og þú hafðir alltaf reynst mér. Við hlógum saman að kvæðinu, við leituðum ráða hvort hjá öðru - þetta var björt og lifandi stund.
Meira
Elskuleg Bríet Héðinsdóttir hefur lokið jarðvist sinni. Það má með sanni segja að sú vist hafi orðið henni og öðrum til heilla því þar fór mikilhæf og góð kona. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa með henni að verkefnum sem við báðar höfðum mikla gleði af og bar aldrei skugga á þá samvinnu.
Meira
Með Bríeti Héðinsdóttur er hniginn að moldu einhver merkasti leikhúslistamaður þjóðarinnar á undanförnum áratugum. Bríet var sterkur persónuleiki og mótaði á ferli sínum sem leikkona fjölmargar ógleymanlegar persónur.
Meira
Enn hefur kvatt sviðið mikilhæfur listamaður, litríkur og merkilegur persónuleiki - og góður og hreinskiptinn vinur. Það eru orðin rúm fjörutíu ár síðan leiðir okkar Bríetar Héðinsdóttur lágu fyrst saman er við vorum við nám í Vínarborg. Þetta var skemmtilegur tími og margt um landann í höfuðborg tónlistarinnar eins og jafnan síðan.
Meira
Í annað skipti á örfáum vikum er stórt skarð höggvið í hóp íslenskra leikara og leikstjóra. Að þessu sinni kveðjum við Bríeti Héðinsdóttur, eina fremstu leikkonu sinnar kynslóðar. Hún átti að baki glæsilegan feril, sem vissulega var fullverðugt ævistarf en samt var það trú okkar að hún ætti enn eftir að bæta þar við mörgum sigrinum enda rétt komin yfir miðjan aldur.
Meira
Fyrir nokkrum vikum rakst ég á mynd. Á henni er Bríet Héðinsdóttir, stödd í heimsókn hjá mér ásamt Steinu og mömmu á Spáni páskana 1988. Við stöndum þarna undir Gíbraltarklettinum, þar sem straumar mætat á mótum Evrópu og Afríku. Það er einkennileg ró yfir þessari mynd. Við brostum allar blíðlega framan í ljósmyndarann í vorgolunni, nema Bríet.
Meira
Það fyrsta sem ég heyrði um Bríeti var að hún væri gáfaðasta kona á Íslandi. Þetta var í þá daga þegar karlar gátu leyft sér að tala um konur svona dálítið "von oben herab". Mér þótti þetta mikil viðurkenning fyrir Bríeti og fylgdist með henni full aðdáunar úr fjarska. Hún var spennandi og óvanaleg.
Meira
BRÍET HÉÐINSDÓTTIR Bríet Héðinsdóttir, leikari og leikstjóri, fæddist í Reykjavík 14. október 1935. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. nóvember.
Meira
Mig langar að minnast vinar míns og samferðamanns Guðmundar Karls Stefánssonar með nokkrum þakklætis- og viðurkenningarorðum. Leiðir okkar Guðmundar lágu saman hjá Blindrafélaginu nokkru eftir miðjan aldur okkar beggja. Við áttum báðir við sama óvin, sjónskerðinguna, að etja. Ég var orðinn alblindur og hann mjög sjónskertur þegar kunningsskapur okkar og vinátta hófst.
Meira
GUÐMUNDUR KARL STEFÁNSSON Guðmundur Karl Stefánsson var fæddur á Hóli við Stöðvarfjörð 28. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 25. október.
Meira
Elsku Harpa mín. Það eru svo fá orð sem maður á til þegar atburð sem þennan ber að höndum. En samt langar mig til þess að koma einhverjum orðum á blað. Þegar þú komst í heiminn má segja að tilvera okkar hafi breyst mikið. Lífið og tilveran fór að snúast ansi mikið um þig. Þú varst róleg, skapgóð en svolítill prakkari, eins og þegar þú málaðir listaverk handa mömmu á eldhúsinnréttinguna.
Meira
HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 26. október.
Meira
Kveðja til elskulegrar ömmu okkar og þakklæti fyrir þær dýrmætu stundir sem við nutum samvistum við hana. Þar sem amma hafði einstaklega gaman af ljóðum finnst okkur við hæfi að kveðja hana með þessum ljóðlínum sem segja meira en mörg orð. Elskulega amma njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá.
Meira
Þegar við kveðjum Kristínu ömmu og hugsum til hennar fer um mann hlýja. Margir voru sunnudagsbíltúrarnir, sem við hjónin enduðum í kaffi á Hringbrautinni hjá ömmu með börnin okkar. Alltaf var jafn notalegt og friðsælt að koma þar. Enda datt þessi siður aldrei út. Amma var hafsjór af fróðleik og hugprúð, enda margur lærdómur, sem við lærðum bæði frá ömmu og Árna afa, því þau voru sem eitt.
Meira
Elskulega amma er dáin, angrið sára vekur tár, amma, sem var alla daga okkur bezt um liðin ár, amma sem að kunni að kenna kvæðin fögru og bænaljóð, amma, sem að ævinlega okkur var svo mild og góð.
Meira
Elskuleg föðursystir mín, Kristín Jóhannesdóttir, er kvödd hinstu kveðju í dag. Hún var orðin rúmlega 90 ára og í öll þau ár var hún hinn sanni sólargeisli fjölskyldunnar. Ég hef dvalið langdvölum erlendis, en Stína hélt uppi bréflegu sambandi öll þessi ár og aldrei fannst mér ég vera komin alveg heim fyrr en ég fékk að njóta hins dillandi hláturs, sem Stína var alþekkt fyrir.
Meira
Elsku mágkona mín og vinkona! "Ef við lítum yfir farinn veg færast löngu liðnar stundir okkur nær." Þessar ljóðlínur, blátt áfram og einfaldar, fela í sér svo ótal margt að minningarnar streyma að og fylla hugann. En alltaf verður það eitthvað sérstakt, sem sker sig úr. Eitthvað, sem bundið er við sérstaka menn, málefni eða stund. Viss atvik í lífi.
Meira
Elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Jóhannesdóttir, er látin, og langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 50 árum, er ég ung stúlka kom með syni þeirra inn á heimilið þeirra Árna og Kristínar, og voru þau mér alla tíð síðan eins og væri ég dóttir þeirra.
Meira
Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum og lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi, skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Að færa slíka fórn sem þú mun flestum ofraun vera, en hjálpin var þín heita trú. Þær hörmungarnar bera.
Meira
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Kristín Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Vigfúsdóttur frá Ytri Sólheimum í Mýrdal, f. 16. nóv. 1876, d. 15. nóv.
Meira
Við komum ekki lengur við á Silfurteignum hjá henni Liv. En þangað var alltaf jafn gott að koma, á hvaða tíma sem var og hvernig sem á stóð. Alltaf var manni tekið opnum örmum. Ég er þakklát fyrir svo góða systur sem Liv var. Hún passaði mig oft mín fyrstu ár, auk annarra starfa sem hún sinnti á stóru heimili, því móðir okkar var oft veik. Alla tíð fylgdist Liv með mér.
Meira
Það getur verið afskaplega erfitt að koma auga á þær gjörðir okkar mannanna sem mestu skipta á vegferð okkar í lífinu. Hin góðu gildi hafa í vaxandi mæli vikið fyrir hégómlegum lífsgildum nútíma þjóðfélags hraða og spennu.
Meira
LIV JÓHANNSDÓTTIR Liv Jóhannsdóttir fæddist í Noregi 29. september 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Jóhann Franklín Kristjánsson, f. 1885, d. 1952, byggingarmeistari og hönnuður frá Litlu- Hámundarstöðum í Eyjafirði, og kona hans Mathilde Victoria Gröndahl, f. 1892, d.
Meira
Sumarið 1944 réðst ég ásamt Högna Ísleifssyni, þá tónlistarnema, í vinnu hjá Böðvari Bjarnasyni byggingameistara við niðurrif breskra bragga ofan við Reykjavík. Á móti pilti, hávöxnum og sterkum, felldi ég niður tex-plötur úr einangrun og reif upp gólfhlera. Ávarpaði pilturinn mig gjarnan á latínu, ofar skilningi mínum eftir 4. bekkjar latínunám.
Meira
Það var í kringum 1975-76 sem ég kynntist Óla fyrst er ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Sigríði dóttur hans. Það var ekki laust við að ég bæri óttafulla virðingu fyrir honum. Hann var ekki aðeins stór að vexti, heldur andlega stór líka. Hann var læknir, blóðbankastjóri og kommúnisti sem skrifaði pólitískar greinar í blöðin og hélt um þetta leyti þrumandi ræðu á 1.
Meira
Með Ólafi, mínum kæra mági og vini, sem dó 31. október síðastliðinn, eru allir þrír söngfuglarnir úr Skerjafirðinum, strákarnir þeirra Siggu frá Gesthúsum, Álftanesi, og Jens í Vogi, flognir á burt. Og hálf öld er liðin frá því þeir tóku allir saman lagið í
Meira
Nú er Ólafur vinur minn farinn. Það kom mér vissulega ekki á óvart. Í fimm ár hef ég vitað, að hann hefur borið í sér banvænan sjúkdóm. "Ég er kominn í sigti," eins og hann orðaði það sjálfur þegar sjúkdómurinn greindist fyrst. Þótt allir viti að okkar allra bíða sömu örlög, er það einu sinni þannig, að það er eins og eitthvað deyi í manni sjálfum, þegar góður vinur hverfur á braut.
Meira
Við andlát vinar míns Ólafs Jenssonar lít ég yfir farinn veg og í hugskoti mínu stendur þrekinn og óvenju hressilegur skóladrengur, litríkur persónuleiki sem ætíð lá mikið á hjarta. Iðulega sá ég hann á göngum Menntaskólans í Reykjavík en leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en í Háskóla Íslands er við lásum undir fyrsta hluta próf við læknadeild ásamt Magnúsi Þorsteinssyni.
Meira
Í dag kveð ég tengdaföður minn í hinsta sinn. Með þessum fáu orðum vil ég minnast hans í þakklætisskyni fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast honum. Ólafur og Erla tengdamamma tóku mér vel allt frá fyrstu stundu er ég kynntist þeim fyrir 20 árum. Hlýleg, einlæg og létt í lund létu þau mig strax finna að ég var velkomin inn í fjölskylduna.
Meira
Hreyfing okkar hefur verið samsett úr mörgum ólíkum einstaklingum sem hafa samt átt einn hug á mikilvægum augnablikum. Ekki bara í kosningum. Heldur líka í kröfugöngum. Á útifundum. Félagsfundum. Þegar þurti að safna peningum. Þegar hreyfingin tók þátt í samstarfi við aðra aðila í fjölda mála eins og í sjálfstæðisbaráttunni, í verkalýðsbaráttunni.
Meira
ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson, dr. med., fyrrv. forstöðumaður Blóðbankans og prófessor emeritus, fæddist í Reykjavík 16. júní, 1924. Hann lést á heimili sínu að morgni 31. október síðastliðinn. Ólafur var sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur, verkakonu, og Jens P. Hallgrímssonar, sjómanns.
Meira
Ólafur Jensson Haustið 1944 bættist heill bekkur af föngulegu ungu fólki við hóp okkar sem þá vorum að byrja í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Í þessum hópi var m.a. stór og þrekinn piltur með mikla rödd. Hann var alltaf með bók undir hönd, fyrri hluta dags námsbækur en seinni hlutann ýmis bókmenntaverk eða marxistísk fræði.
Meira
Nú er bjart veður og sólin skín á frostköldum sunnudegi. Í fjörunni við túnfótinn minn sitja sjávarfuglarnir á flæðiskerum, klakaþöktum og minna okkur á að ef til vill eru það ekki vitsmunir eða annar gjörvileiki sem skilur manninn frá skepnunum heldur þörfin á fötum og húsaskjóli. Útsýnið út um gluggann sameinar fegurð landsins og hörku.
Meira
Ólafur var forstöðulæknir Blóðbankans frá 1. mars 1972 til 31. desember 1994 og hafði síðan aðstöðu í Blóðbankanum á meðan starfsgeta hans leyfði. Ólafur var hár og myndarlegur maður, mikill ræðumaður og góður gestgjafi. Eiginkona Ólafs var Erla Ísleifsdóttir, sem lifir mann sinn. Þau voru glæsileg hjón og samhent.
Meira
Samstarfsmaður í meira en tvo áratugi er nú kvaddur. Steinunn Vilhjálmsdóttir kom til starfa í Seðlabankann árið 1966 og starfaði þar allar götur til miðs árs 1995, að vísu með nokkrum hléum. Fyrstu fimm árin vann Steinunn í hagfræðideild bankans, en haustið 1972 kom hún til starfa hjá undirrituðum á aðalskrifstofu bankans og unnum við þar saman að starfsmannamálum o.fl.
Meira
Látin er í Reykjavík skólasystir okkar og vinkona, Steinunn Vilhjálmsdóttir. Kynni okkar eru orðin löng og ná allt aftur til skólagöngu í Verzlunarskólanum árin 1945'49. Á þeim árum stofnuðum við saumaklúbb, sem hefur verið starfandi alla tíð síðan. Steinunn er önnur, sem fellur frá úr hópnum. Hún var góðum gáfum gædd og námið í Verzlunarskólanum veittist henni auðvelt.
Meira
Mágkona mín, Steinunn Vilhjálmsdóttir, er látin. Með henni er gengin mikilhæf og góð kona. Kynni okkar Steinunnar eða Systu, eins og hún var jafnan nefnd af vinum og ættingjum, hófst fyrir rúmum fjórum áratugum er ég giftist bróður hennar, Manfreð. Fjölskyldutengsl voru mikil í þessari fjölskyldu. Systkinin voru þrjú; Manfreð, Steinunn og Karen.
Meira
Tengdamóðir mín, Steinunn Vilhjálmsdóttir, eða Systa eins og hún var nefnd í daglegu tali, er látin. Mig langar að minnast hennar hér með fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 17 árum er ég kynntist dóttur hennar, Mörtu. Systa var mikill kvenskörungur og það er óhætt að segja að það var engin lognmolla í kringum hana enda átti hér í hlut mikil atorkukona.
Meira
STEINUNN VILHJÁLMSDÓTTIR Steinunn Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1930. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Jónsson smiður, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1972, og Marta Ólafsdóttir, f. 3.6. 1894, d. 12.11. 1983. Systkini hennar eru Karen kennari, f. 4.1.
Meira
EJS Scandinavia ehf, dótturfyrirtæki EJS hf, hefur hafið framleiðslu á stundatöflukerfinu Edda Scheduler. Kerfið er hannað fyrir áfangaskóla og byggir á langri reynslu Íslendinga af rekstri slíkra skóla. Kerfið er þróað í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautarskólann í Breiðholti.
Meira
Handverkssýning á Garðatorgi Á LAUGARDAG frá klukkan 10 og á sunnudag frá klukkan 12 er handverkssýning á Garðatorgi. Þar sýna um 40 manns vinnu sína og kvenfélagið í Garðabæ sér um kaffisölu.
Meira
Í DAG, fimmtudag, opnar ný verslun að Vatnsstíg 3 og ber hún heitið Allt á góðu verði. Þar verður áhersla lögð á ýmsar vörur til jólagjafa auk þess sem seldur verður fatnaður fyrir börn og herra- og dömuvörur.
Meira
ÞESSA vikuna er íslenskt átak á Vestfjörðum og Vesturlandi. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og eigandi Gullaugans á Ísafirði ætlar að kynna íslenska steina á íslenskum dögum. "Auk hefðbundinna íslenskra steina í skartgripagerð hef ég undanfarið ár verið að vinna mikið með fjörusteina og búa til ýmsa skartgripi þar sem þeir koma við sögu og líka notað þá í kertastjaka og blómavasa.
Meira
apótekanna í Reykjavík. Vikuna 1.-7. nóvember eru Garðs Apótek, Sogavegi 108, og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opin til kl. 22. Auk þess er Garðs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, er sjötugur Ólafur H. Hannesson, prentari og ökukennari, Snælandi 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Þorbjörg Valgeirsdóttir. Þau eru að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 8.
Meira
Árnað heillaLjósmyndastofa Reykjavíkur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. ágúst í Garðakirkju af sr. Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni Hulda Íris Sigursveinsdóttir og Leifur Gauti Sigurðsson. Heimili þeirra er í Þrastanesi 15, Garðabæ.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. október í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Helga Guðnadóttir og Hjalti Elís Einarsson. Heimili þeirra er á Hólsvegi 9a, Eskifirði.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Helga Sigurðardóttir og Aðalsteinn Elíasson. Heimili þeirra er í Laufengi 22, Grafarvogi.
Meira
Íslandsmeistaramót í 5&5 dönsum, með frjálsri aðferð, fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, síðastliðinn sunnudag 3. nóvember. Keppendur dönsuðu vel og nutu áhorfendur dagsins í samræmi við það
Meira
LLIR Íslendingar fylgdust með dolfallnir, þegar náttúruöflin tóku til sinna ráða í Grímsvötnum síðastliðinn þriðjudag. Brýrnar, sem voru þjóðargjöf Íslendinga til sjálfra sín á 1.100 ára afmæli Íslands byggðar, reyndust eins og smávægilegt pjátur, sem stóðst ekki ægiafl landsins.
Meira
SIGURÐUR I. Ragnarsson hringdi og hafði viðbótarupplýsingar um myndina sem birtist í Velvakanda sl. föstudag frá stríðsárunum og birtist á þeim tíma í dönsku blaði. Hann segir að myndin sé úr kvikmynd sem líklega var tekin árið 1940. Kvikmyndin var síðan sýnd í Ríkissjónvarpinu árið 1990 og þessa stuttu mynd má sjá í fyrst þættinum, en alls voru þeir sex og sá Helgi H.
Meira
ER NÚ loksins að rofa til í markaðsmálum lambakjötsins? Þetta er það sem koma skal og ber að fagna hinu lofsverða framtaki. Að vísu var hið snyrta lambakjöt selt á sama verði og hitt og við hlið þess svo að neytandinn gæti valið.
Meira
Breiðabliksmaðurinn Andre Bovain skorar mest allra í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Kappinn hefur leikið alla sex leikina með liði sínu í deildinni og hefur gert 218 stig, eða 36,33 stig að meðaltali í leik. Tito Baker úr ÍR er næstur í röðinni með 29,67 stig að meðaltali og í þriðja sæti er Ronald Bayless úr ÍA með 29,33 stig að meðaltali.
Meira
Alex Ferguson hafði í gær verið knattspyrnustjóri Manchester United í 10 ár. Undir hans stjórn hefur liðið fagnað Englandsmeistaratitlinum þrisvar á liðnum fjórum árum og tvisvar orðið tvöfaldur meistari en ánægja yfir velgengni varð að víkja fyrir áhyggjum hjá stjóranum á þessum tímamótum.
Meira
FORSETI Flamengo í Brasilíu staðfesti í gær að félagið hefði selt landsliðsmanninn Bebeto til Sevilla á Spáni. Miðherjinn hefur aðeins verið í tæpa fimm mánuði hjá Flamengo og sagði að brasilíska liðið hefði gengið frá samningum án sinnar vitundar.
Meira
SPÁNVERJAR hafa átt snjalla knattspyrnumenn í gegnum tíðina og nú er mörgum ungum leikmönnum að skjóta upp á stjörnuhimininn. Fremstan í flokki má nefna hinn 19 ára Raul Gonzalez Blanco hjá Real Madrid, sem byrjaði að leika sem miðherji en er nú kominn aftur á miðjuna, þar sem snilld hans fær að njóta sín.
Meira
Haustmót KR Haustmót KR fór fram í gamla Hampiðjuhúsinu við Brautarholt sunnudaginn 26. október. Þátttaka var góð og voru margir skemmtilegir leikir spilaðir. Úrslit voru sem hér segir. 2. flokkur karla: 1. Örn Smári BragasonKr 2. Ragnar GuðmundssonKR 3.- 4. Viðar ÁrnasonKR 3.- 4.
Meira
Þrír leikmenn Fram sátu og slökuðu á eftir sigur á Stjörnuinni, 8:4, og voru að fá sé létta máltíð. Þeir sem um er að ræða eru Gunnar Harðarson, Sigfús Páll Sigfússon og Jón Orri Ólafsson. "Okkur hefur vegnað þokkalega, höfum unnið alla nema Haukana, þeir eru með gott lið," sögðu þeir félagar. Gunnar og Sigfús eru tíu ára en Jón Orri er árinu eldri.
Meira
FRÖNSKU meistararnir Auxerre máttu þola fyrsta tap sitt heima í deildinni á tímabilinu þegar Metz vann 3:2 í gærkvöldi. Franski landsliðsmaðurinn Robert Pires gerði tvö mörk fyrir gestina. Fyrst skoraði kantmaðurinn úr vítaspyrnu á 13. mínútu og síðan innsiglaði hann sigurinn rétt áður en flautað var til leiksloka.
Meira
MIÐHERJINN Elvir Bolic hjá Fenerbache í Tyrklandi, sem sá til þess fyrir viku að Manchester United tapaði á Old Trafford í fyrsta sinn í Evrópukeppni í 40 ár, var aftur í sviðsljósinu í gær. Þá tók landslið Bosníu á móti Ítölum og heimamenn fögnuðu 2:1 sigri, sem var jafnframt fyrsti sigur Bosníu í knattspyrnulandsleik á heimavelli, en Bolic gerði sigurmarkið skömmu fyrir hlé.
Meira
FH-ingar sigruðu ÍR-inga 29:26 í frekar slökum leik liðanna í Hafnarfirði í gærkvöldi. FH hafði lengst af undirtökin en er tíu mínútur voru eftir misstu þeir einbeitinguna og Breiðhyltingar voru ekki lengi að refsa þeim, gerðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk.
Meira
ÞAÐ var víða spenna í leikjum gærkvöldsins í 1. deild karla í handknattleik. Afturelding treysti stöðu sína á toppnum með sigri á lokasekúndunni á Gróttu, 28:27, og Valsmenn sluppu fyrir horn á heimavelli einnig með eins marks sigri, 21:20, yfir HK. Í Eyjum voru taugarnar einnig þandar en þar tryggðu heimenn sér 21:20 sigur á Fram með marki úr vítakasti á síðustu sekúndu.
Meira
BRASILÍSKI knattspyrnumaðurinn Emerson sem leikið hefur með Middlesbrough er í fríi í heimalandi sínu um þessar mundir. Tvennum sögum fer af því hvort það sé um stundarsakir eða fyrir fullt og fast. Emerson segist ekki ætla að leika með félaginu á ný og ætli ekki að leika með því framar.
Meira
Íslandsmeistarar Vals sýndu litla meistaratakta er þeir tóku á móti HK að Hlíðarenda í gærkvöldi og að leikslokum mega þeir teljast heppnir að hafa fengið bæði stigin og náðu þar með að lyfta sér úr næst neðsta sæti deildarinnar.
Meira
JÓN Óttarr Karlsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Stjörnustúlkna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Hann mun jafnframt sjá um þjálfun annars flokks kvenna hjá félaginu.
Meira
Reykjavíkurmeistaramót Drengir 7 - 10 ára:-25 kg flokkur: Einar Helgi HelgasonUMFG Hergeir RúnarssoonÁrmanni Sigurður BrynjólfssonUMFG Aron ÓmarssonUMFG -30 kg flokkur: Þórarinn A.
Meira
KIM Magnús Nielsen sigraði örugglega á HI-TEC skvassmótinu sem haldið var um helgina í Veggsporti, sigraði Albert Guðmundsson 3:0 í úrslitaleik og tapaði ekki lotu í mótinu. Hilmir H. Gunnarsson varð í þriðja sæti, vann Heimi Helgason 3:2 í spennandi leik um 3. sætið. Í opnum flokki sigraði Hrafnhildur Hreinsdóttir, vann Daníel Benediktsson 3:0 í úrslitum.
Meira
DÓMSTÓLL KKÍ tók í gær fyrir kæru UMFG gegn Haukum, en Grindvíkingar áfrýjuðu niðurstöðu dómstóls ÍBH vegna kæru Hauka á hendur UMFG, en Hafnfirðingar töldu að leikheimild hafi ekki verið komin til landsins fyrir erlendan leikmann Grindvíkinga þegar liðin mættust í úrvaldeildinni. Dómstóll KKÍ vísaði málinu aftur í hérað vegna formgalla.
Meira
KA-MENN voru lengi að hökta í gang þegar þeir sóttu Selfyssinga heim í gærkvöldi, en þegar þeir hrukku loks í gang tók leikgleðin völdin með tilheyrandi markaregni. Selfyssingar létu mótbyrinn þó aldrei slá sig alveg útaf laginu og tókst að hanga í þeim. Sóknarleikurinn var þó í fyrirrúmi hjá báðum liðum, enda voru skoruð 60 mörk, en af þeim gerði KA 34 og Selfoss 26.
Meira
Sex Íslandsmet unglinga voru sett á fjölmennu og velheppnuðu sundmóti Ægis í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Halldóra Káradóttir Ægi synti 50 m bringusund í stúlknaflokki á 34,36 sekúndum, en gamla metið var 34,88 sekúndur. Í 50 m skriðsundi í telpnaflokki synti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, á 27,94 sekúndum, fyrra met var 28,03 sekúndur.
Meira
AFTURELDING slapp með skrekkinn á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í gærkvöldi er liðið sigraði Gróttu naumlega, 28:27, í bráðskemmtilegum leik. Tvisvar virtust úrslit leiksins ráðin í fyrra skiptið voru heimamenn með leikinn í sínum höndum, en Gróttumenn virtust ætla að stinga af er skammt var til leiksloka.
Meira
Toronto - Dallas100:96 Cleveland - San Antonio68:74 Philadelphia - Detroit81:83 New York - LA Lakers81:83 Chicago - Vancouver96:73 Denver - LA Clippers78:82 Phoenix - Minnesota95:98 Seattle - Atlanta95:117 Golden State - Portland93:111 Sacramento -
Meira
EFTIRLITSMAÐUR Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, gaf til kynna að loknum æfingaleik Bosníu og Ítalíu í gær að enn gæti liðið nokkur tími þar til Kosevo-leikvangurinn yrði viðurkenndur af FIFA.
Meira
FH-stúlkur komu svo sannarlega á óvart í gærkvöldi er þær lögðu lið Stjörnunnar 24:23 í Kaplakrika. Garðbæingar voru yfir lengst af í leiknum, 10:12 í leikhléi, en á lokakaflanum náðu FH-ingar forystunni. Heimamenn léku af mikilli skynsemi undir lokin, héldu boltanum vel og það bar ríkulegan ávöxt.
Meira
PAUL Merson, miðvallarspilari Arsenal, fór ekki með enska landsliðshópnum til Georgíu, þar sem Englendingar mæta heimamönnum í undankeppni HM á laugardaginn. Merson er meiddur á nára.
Meira
Það var mikil spenna í Eyjum í gærkvöldi er heimamenn tóku á móti Fram. Leikurinn var jafn lengst af og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunni er heimamenn fengu vítakast og staðan var jöfn 20:20. Úr vítakastinu tryggði Zoltan Belany ÍBV eins marks sigur. "Þetta var einn erfiðasti sigur sem við höfum innbyrt. Framarar eru með gott lið og vel spilandi.
Meira
Ein af óvæntustu úrslitum í sögu sænsku knattspyrnunnar átti sér stað í Umeå, þar sem smáliðið Ljungskile tryggði sér rétt til að leika í sænsku úrvalsdeildinni, með því að leggja heimamenn að velli, 2:3, á sunnudaginn var. Ljungskile tapaði fyrri leikum heima, 0:1. Liðið er frá 3.
Meira
SEX lið eru enn taplaus í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í Austurdeildinni er það Miami í Atlantshafsriðlinum sem hefur sigrað í báðum leikjum sínum og í miðriðlinum hafa Detroit og Chicago sigrað í þremur leikjum og Milwaukee í tveimur. Houston hefur sigraði í fjórum fyrstu leikjum sínum í miðvesturriðli Vesturdeildarinnar og Lakers í þremur í Kyrrahafsriðlinum.
Meira
Árvisst handknattleiksmót Stjörnunnar í 6. flokki karla var haldið um síðustu helgi. Keppni hófst reyndar síðdegis á föstudag og lauk með úrslitaleikjum um miðjan dag á dag á sunnudag. Leikið var með A, B og C liðum.
Meira
Tony Fitzpatrick, knattspyrnustjóri skoska 1. deildarliðsins St. Mirren hefur sýnt Fylkismanninum Ólafi Stígssyni áhuga. Ólafur hefur æft með liðinu að undanförnu á Love Street. Fitzpatrick ætlaði að láta hann leika með gegn Clydebank á laugardaginn, en ekkert verður úr því, þar sem Ólafur leikur með 21 árs landsliðinu gegn Írum í Dublin.
Meira
Fyrsta unglingamót vetrarins í badminton var haldið í TBR- húsunum 26. og 27. október. Keppendur voru um 200 frá TBR, KR, Víkingi, úr Hafnarfirði, Keflavík, frá Flúðum, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og Húsavík. Varð úr jöfn og oft og tíðum spennandi keppni sem fór þó heiðarlega fram.
Meira
Ég æfi handknattleik þrisvar í viku og það er mikill áhugi hjá okkur. Það eru venjulega í kringum 30 strákar á æfingum," sagði Guðmundur Guðmundsson, markvörður C-liðs Stjörnunnar, rétt eftir að hafa lokið leik með félögum sínum gegn Fram.
Meira
Það voru fjórir hressir piltar úr A-liði Víkings sem Morgunblaðið hitti í Ásgarði er 6. flokks mótið fór fram. Það voru þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Sverrir Hermannsson, Helgi Óttarr Hafsteinsson og Emil Ásgrímsson. "Okkur hefur gengið mjög vel í mótinu. Við erum búnir að leika fimm leiki og vinna þá alla," sögðu þeir nær einum rómi.
Meira
Þýskaland Lemgo - Shutterwald32:23Flensburg - Minden26:22Niederw¨urzbach - Kiel21:18Lemgo er efst með 14 stig eftir 7 umferðir en Flensburg er í öðru sæti með 10 stig.
Meira
ATVINNU- og kjaramál, verðlagning á fiski og fiskveiðistjórnun eru stærstu mál 20. þings Sjómannasambands Íslands, sem nú stendur yfir. Öryggi sjómnanna, aðbúnaður um borð og tryggingamál eru einnig ofarlega á baugi. Sérstaklega verður fjallað um dauðaslys sjómanna utan vinnustaðar og sálarleg og félagsleg áhrif á sjómenn og fjölskyldur þeirra vegna langrar útivistar skipa.
Meira
SKIPTAR skoðanir eru meðal útgerðarmanna rækjuskipa á Flæmska hattinum, hvort rétt sé að ákveða heildarkvóta íslenzkra skipa þar aðeins 6.800 tonn á næsta ári. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs Ranna, segir að þessi ákvörðun komu ekki á óvart. Arni Þorsteinsson, stjórnarformaður Njarðar hf., segir að ljós sé að draga verði úr veiðinni.
Meira
FYRIRTÆKIÐ J. Hinriksson ehf. náði í síðustu viku þeim árangri að framleiða sinn sjö þúsundasta toghlera. Sá var af gerðinni T 10H-EIXV= 3.200 kg og 9,7 fermetrar að stærð. Fyrstu toghlerar fyrirtækisins voru framleiddir árið 1968 og voru þeir þá framleiddir úr tvöföldu járnbyrði með trémillilagi.
Meira
FÉLAGSFUNDUR í Stýrimannafélagi Íslands, stéttarfélagi stýrimanna á kaupskipum og varðskipum lýsir yfir áhyggjum sínum yfir sífækkandi störfum íslenskra farmanna á undanförnum árum sem muni að óbreyttu leiða til hættu á að íslensk farmannastétt heyri sögunni til að nokkrum árum liðnum.
Meira
A til Ö nýtt upplýsingarit Á VEGUM MIÐLUNAR er um þessar mundir verið að dreifa nýju upplýsingariti, A til Ö, þjónustuskrá Gulu línunnar, inn á hvert heimili og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Handbókin inniheldur upplýsingar um öll fyrirtæki, stofnanir og þjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu, alls rúmlega 9.
Meira
BILL GATES og félagi hans hjá Microsoft, Steven Ballmer, hafa gefið Harvardháskóla 20 milljónir dollara til að reisa tölvuvísindabyggingu - 20 árum eftir að Gates hætti námi í skólanum án þess að ljúka því. Gates og Ballmer gáfu 5 milljónir dollara að auki til rannsóknarstarfa og stofnunar prófessorsembætti fyrir deildina.
Meira
ÞÝZKI fjármálamaðurinn Dieter Bock, sem vék Tiny" Rowland úr starfi yfirmanns Lonrho fjölgreinafyrirtækisins eftir harða valdabaráttu, hefur nýlega selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu og mun láta af starfi forstjóra.
Meira
BÓKBANDSVÉL, sem bókbandsstofan Flatey og prentsmiðjan Oddi hafa deilt um eignarhald á, hefur verið tekin niður. Vélin var staðsett í húsnæði prentsmiðjunnar Grafíkur, sem að langmestu leyti er í eigu prentsmiðjunnar Odda. Krafa um innsetningu verður tekin fyrir á mánudaginn kemur í framhaldi af úrskurði Héraðsdóms.
Meira
ENDURMETIÐ eigið fé tíu sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði er þrefalt hærra en bókfært eigið fé fyrirtækjanna, samkvæmt útreikningi Andra Teitssonar, forstöðumanns Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka á Akureyri. Eigið fé hækkar úr 13 milljörðum króna í 39 milljarða króna við endurmatið og er þá meðtalið áætlað verðmæti veiðiheimilda að upphæð 28 milljarðar króna.
Meira
BÚVÖRUR, bifreiðakostnaður, vörur og þjónusta háð opinberum verðákvörðunum og önnur þjónusta hafa hækkað umfram hækkun vísitölu neysluverðs í heild síðastliðna tólf mánuði eða frá því í október 1995 til jafnlengdar í ár.
Meira
CARGOLOX hefur hlotið viðurkenningu fyrir fraktflutninga á þessu ári á fundi fraktflugfélaga í heiminum (Air Cargo Forum) í Dubai við Persaflóa. Viðurkenninguna veittu alþjóðasamtök fraktflugféla, TIACA, fyrir frábæra frammistöðu og merkt framlag í greininni.
Meira
Fiskvinnslufyrirtækið Taabbel er eitt af stærstu fyrirtækjum Dana á sínu sviði og eitt fárra slíkra fyrirtækja, sem ekki þarf að kvarta undan afkomunni. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki, en framleiðslustjórinn er Axel Ólafsson og hefur hann á sínum snærum allt framleiðslusvið fyrirtækisins.
Meira
ALÞJÓÐLEG miðlun ehf., sem annast rekstur FÍB-tryggingar í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur í undirbúningi að bjóða heimilis- og húseigendatryggingar í tengslum við bílatryggingarnar. Er stefnt að því að þær verði töluvert ódýrari en gengur og gerist hjá íslensku vátryggingafélögunum.
Meira
EVRÓPSK símafyrirtæki berjast um hylli fjárfesta þessa dagana í tengslum við afnám einokunar ríkisrekinna símafyrirtækja í aðildarríkjum Evrópusambandsins sem og í þeim löndum sem eiga aðild að evrópska efnahagssvæðinu, en samkeppni í þessum geira verður gefin frjáls 1. janúar 1998.
Meira
STEINN Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Flugleiða hf., segir að flugfargjöld á íslenska markaðnum séu nú æ oftar lægri en fargjöld félagsins á erlendum mörkuðum, öfugt við það sem margir telji. Þetta kemur fram í viðtali við Stein Loga í nýútkomnu tölublaði Flugleiðafrétta.
Meira
VERSLUN Sævars Karls stóð fyrir Boss-degi, þar sem sýndur var fatnaður frá Hugo Boss fyrirtækinu, laugardaginn 2. nóvember en verslunin hefur selt fatnað frá Hugo Boss í sautján ár. Í tilefni þess kom Henrik Jensen frá Hugo Boss í Danmörku hingað til lands til þess að skoða verslun Sævars Karls en fulltrúar frá fyrirtækinu skoða með reglulegu millibili verslanir sem selja fatnað frá
Meira
ÞJÓÐRÁÐ ehf., sem sérhæfir sig í símaþjónustu, hefur frá því í byrjun september boðið upp á nýja þjónustu, Call Center, eða símamiðstöð sem er fyrst sinnar tegundar hér á landi. Með henni getur Þjóðráð boðið viðskiptavinum sínum upp á símsvörun í þeirra nafni. Þjóðráð var stofnað 1.
Meira
ÞRIÐJA útgáfa útflutningshandbókarinnar Iceland Export Directory, the Official Guide to Quality Products and Services, er nú í vinnslu. Útgefandi bókarinnar er Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Miðlun ehf. Skráningu lýkur 15. nóvember en áætluð útgáfa bókarinnar er 15. janúar 1997. Bókinni er dreift í 10.000 eintökum.
Meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. apríl 1995 er lagður grunnur að stefnumótun í málefnum upplýsingasamfélagsins. Þar er gefið fyrirheit um mótun heildarstefnu um hagnýtingu upplýsingatækni í þágu efnahagslegra framfara og uppbyggingar í atvinnulífinu, vísindarannsókna, lista og annarra menningarmála.
Meira
BÓKBANDSVÉL, sem bókbandsstofan Flatey og prentsmiðjan Oddi hafa deilt um eignarhald á, hefur verið tekin niður. Vélin var staðsett í húsnæði prentsmiðjunnar Grafíkur, sem að langmestu leyti er í eigu prentsmiðjunnar Odda. Krafa um innsetningu verður tekin fyrir á mánudaginn kemur í framhaldi af úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 31.
Meira
METÞÁTTTAKA verður af hálfu íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu í hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market sem hefst í Earls Court í London í næstu viku og stendur frá 11.-16. nóvember. Þetta er ein stærsta og dýrasta ferðasýning heims, en leiga á hverjum fermetra kostar 356 sterlingspund eða um 40 þúsund kr.
Meira
AÐGANGUR að upplýsingum er forsenda þess að hægt sé að meta lánshæfi viðskiptavina og þar með forðast tap fyrirtækja í lánsviðskiptum. Þetta kom meðal annars fram í máli Tryggva Jónssonar, löggilts endurskoðanda hjá KPMG Endurskoðun hf., á námstefnu Upplýsingaþjónustunnar ehf. þann 28. október sl. Á námstefnunni var fjallað um nýjar leiðir við minnkun áhættu í lánsviðskiptum.
Meira
NÝTT og endurbætt tölvukerfi fyrir byggingarfulltrúa og bygginganefndir sveitarfélaga er nú komið á markaðinn. Kerfið, sem nefnist Erindreki, er hannað af hugbúnaðardeild Tæknivals hf. í samvinnu við fleiri aðila. Erindreki hefur verið reyndur hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur og gefið góða raun.
Meira
Anna Guðný Aradóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri Landflutninga 1. september síðastliðinn. Anna Guðný er stúdent frá MA og lauk rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun HÍ vorið 1996. Hún var áður aðstoðarmarkaðsstjóri Stöðvar 2. Anna Guðný er gift Ásgeiri Hermanni Steingrímssyni trompetleikara og eiga þau tvær dætur.
Meira
GAUKUR Hjartarson verkfræðingur hefur verið ráðinn húsnæðis- og byggingafulltrúi Húsavíkurbæjar. Hann er fæddur 15. janúar 1965. Gaukur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyriárið 1985 og lauk byggingaverkfræðiprófi frá Háskóla Íslands1990 og meistaraprófi frá University of Washington 1991 með
Meira
HJÖRLEIFUR Kristinssonhefur hafið störf hjá Opnum kerfum hf. Hjörleifur lauk prófi í rafmagnstæknifræði frá Odense Teknikum árið 1987. Hann starfaði áður hjá Gísla J. Johnsen & Skrifstofuvélum 19871990. Síðan starfaði Hjörleifur hjá Einari J. Skúlasyni frá 1990 til 4. okt. 1996 er hann hóf störf hjá Opnum kerfum hf.
Meira
SIGURÐUR Bjarnason hefur verið ráðinn hjá Prenthönnun ehf.til að annast þar markaðsmál ásamt framleiðslustjórnun. Sigurður lauk námi sem prentsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1964. Að loknu sveinsprófi starfaði hann meðal annars hjá Myndamótum hf. fram til ársins 1974 að hann stofnaði Prentþjónustuna Korpus hf.
Meira
FYRIRTÆKIÐ Nordic Book (HK) Ltd., hefur gefið út vandað kynningarrit um Norðurlönd. Ritið er bæði gefið út á kínversku og ensku, samtals í tíu þúsund eintökum, og er nú verið að dreifa því í Suðaustur-Asíu, Kína, Singapúr, Tævan (Formósu), og Hong Kong. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins hefur ritinu hvarvetna verið vel tekið.
Meira
MEIRI bjartsýni ríkir meðal Íslendinga um persónulega afkomu sína en verið hefur á undanförnum árum, samkvæmt könnun sem Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Morgunblaðið. Þar kemur meðal annars í ljós að um 35% Íslendinga eru nú þeirrar skoðunar að persónuleg afkoma þeirra verði betri á næsta ári en á þessu ári.
Meira
Í skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur kemur fram að verslunum í Kvosinni fækkaði um sex á síðasta ári en starfandi verslanir þar voru alls 67 talsins í september sl. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar,
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur sent frá sér álit vegna kvörtunar frá lögmanni hugbúnaðarfyrirtækisins Softís hf. vegna málsmeðferðar og niðurstöðu bankaeftirlits Seðlabanka Íslands í tengslum við sölu á hlutabréfum í fyrirtækinu, sem boðin höfðu verið hluthöfum í fréttabréfi hlutafélagsins til hluthafa hinn 9. desember 1994.
Meira
Bandaríska flugfélagið USAir mun panta 120 litlar farþegaþotur af Airbus Industrie og þar með hafa evrópsku flugiðnaðarsamtökin unnið annan sigur í baráttu sinni við bandarísku Boeing-flugvélaverksmiðjunnar að sögn Wall Street Journal.
Meira
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar föstudaginn 8. nóvember nk. kl. 12 í Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Framsögumenn verða: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og Jón Ásbjörnsson, formaður FÍS. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 5888910.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.