Greinar sunnudaginn 10. nóvember 1996

Forsíða

10. nóvember 1996 | Forsíða | 309 orð

Ákvörðun um fjölþjóðlegar hersveitir frestað

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem aðildarríki samtakanna eru hvött til að undirbúa stofnun fjölþjóðlegs herliðs til að koma í veg fyrir frekari hörmungar í austurhluta Zaire. Ráðið frestaði því hins vegar að taka lokaákvörðun um að senda þangað hersveitir. Meira
10. nóvember 1996 | Forsíða | 119 orð

Deng í hinstu langferðina

FORYSTUMENN kommúnistaflokksins í Kína hafa ákveðið að flytja Deng Xiaoping, byltingarhetjuna öldnu, til suðurhluta landsins "í áföngum" á mörgum mánuðum til að hann geti farið til Hong Kong 1. júlí á næsta ári þegar breska nýlendan verður undir stjórn Kínverja. Deng er orðinn 92 ára gamall og stjórnvöld í Peking óttast að þessi hinsta langferð öldungsins geti riðið honum að fullu. Meira
10. nóvember 1996 | Forsíða | 69 orð

Ævintýraheimur

HLAUPIÐ í Skeiðará sprengdi jökulsporðinn og fleytti gríðarstórum jökum bókstaflega upp úr jöklinum. Myndin er tekin úr einni gjánni þar sem hlaupvatnið spratt fram. Grýlukertum skreytt göng hafa myndast milli tveggja jaka. Jakarnir voru á að giska 10-15 mannhæðir hvor. Morgunblaðinu í dag fylgir sérblað með myndum úr Skeiðarárhlaupi. Meira

Fréttir

10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Alþjóðabænavika KFUM og KFUK

ALÞJÓÐLEG bænavika KFUM og KFUK hefst nú um helgina. Félagsmenn, félög og landssambönd KFUK og KFUM um allan heim sameinast til bænastarfa þessa daga. Í fréttatilkynningu segir að beðið sé fyrir starfi félaganna í hinum ýmsu heimshlutum og fyrir friði og réttlæti í heiminum. Í ár sé yfirskriftin tekin úr 3. kafla Opinberunnarbókarinnar: "Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Barnasýningar í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Í dag, sunnudaginn 10. nóvember kl. 14, verður sýnd kvikmyndin "Hojda fra Pjort" sem er dönsk barna- og fjölskyldumynd byggð á sögu Ole Lund Kirkegaard. Meira
10. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 408 orð

Bill Clinton endurkjörinn forseti

BILL Clinton var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningunum á þriðjudag en repúblikanar héldu meirihluta sínum í báðum deildum þingsins. Þetta er í fyrsta sinn í 52 ár sem demókrati er endurkjörinn forseti landsins. Clinton fékk 49,2% atkvæðanna og 379 kjörmenn en Bob Dole, forsetaefni repúblikana, 40,8% og 159 kjörmenn. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Bingókvöld hjá Ömmu í Réttarholti

HALDIÐ verður bingókvöld mánudaginn 11. nóvember kl. 20.30 hjá Ömmu í Réttarholti, Þingholtsstræti 5. Samkeppni verður haldin um nafn á bingókvöldinu og hugmyndabanki opnaður. Fresturinn til að leggja inn tillögu að nafni á bingóið rennur út sunnudagskvöldið 17. nóvember. Vinningshafi hlýtur verðlaun. Stjórnandi bingókvöldanna hjá Ömmu í Réttarholti verður Tinna Jóhannsdóttir. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

Bílvelta á Garðvegi

BÍLVELTA varð á Garðvegi milli Keflavíkur og Garðs á áttunda tímanum í gærmorgun. Engin meiðsl urðu á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur, að sögn lögreglu í Keflavík. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 451 orð

Borgarstjóri vill kosningabandalag

HUGMYNDIR um samstarf eða sameiningu jafnaðarmanna hafa verið ofarlega á baugi í umræðum það sem af er á flokksþingi Alþýðuflokksins. Í gær fóru fram sérstakar pallborðsumræður um samstarf jafnaðarmanna á þinginu. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 360 orð

Bólusetningu er að mestu lokið

INFLÚENSAN sem gert hefur vart við sig víða um heim undanfarna mánuði er ekki komin til landsins, að sögn Helga Guðbergssonar yfirlæknis á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Búið er að bólusetja flesta aldraða og sjúklinga með langvinna hjarta- og lungnasjúkdóma og er þeim sem ekki hafa verið bólusettir bent á að snúa sér til heimilislæknis síns eða heilsugæslustöðvar. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 846 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 11. til 16. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Mánudagurinn 11. nóvember: Þorleifur Einarsson prófessor í jarðfræði flytur erindi kl. 17 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar á Hjarðarhaga 2­6 sem nefnist "Umhverfisáhrif mannvirkjagerðar". Þriðjudagurinn 12. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 818 orð

Fátt er jafn hræðilegt og heiðni

AFRÍKUDÆTUR heitir bók sem Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur sendir frá sér í dag, á kristniboðsdaginn, en hún var kristniboði í Kenýu í tæp átta ár. Í bókinni segir höfundur frá gleði og sorg í eigin lífi og lífi margra af dætrum Afríku, svo sem fram kemur í kynningu á bókarkápu. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

Forsætisráðherra skipi forstjórann

RÍKISSTJÓRNIN mun í tengslum við ný lög um opinbera starfsmenn leggja til, að forsætisráðherra skipi forstjóra Byggðastofnunar, sem stjórn stofnunarinnar hefur ráðið fram að þessu. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, er hann flutti Alþingi skýrslu um starfsemi Byggðastofnunar á fimmtudag. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fræðslufundur um hættur á jöklum og leiðaval

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands efnir til fræðslufundar mánudaginn 11. nóvember nk. þar sem fjallað verður um ferðalög á jöklum og hættur samfara þeim. Á fundinum verður m.a. fjallað um jökulsprungur, breytingar á jöklum, framhlaup, leiðaval og hættur á jöklum, jarðhita og eldgos. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fyrirlestur um Mannréttindadómstólinn

ÞÓR Vilhjálmsson, dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg, flytur opinberan fyrirlestur í boði Mannréttindstofnunar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 12. nóvember nk. kl. 12 í stofu 102 í Lögbergi og nefnist hann: Mannréttindadómstóll á tímamótum. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

"Gömul arfleifð sem á ekki að eiga sér stað"

STJÓRN verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur gert athugasemdir við það að Samskip hafa fært starfsmenn sína einhliða í Samvinnulífeyrissjóðinn þegar þeir koma til starfa hjá fyrirtækinu. Þetta sé gert þrátt fyrir að starfsmennirnir hafi verið í Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar og síðan lífeyrissjóðnum Framsýn, sem stofnaður var með samruna fimm lífeyrissjóða um síðustu áramót. Meira
10. nóvember 1996 | Smáfréttir | 44 orð

HIV-jákvæð kona heimsækir mánudagskvöldið 11. nóvember unglingana í

HIV-jákvæð kona heimsækir mánudagskvöldið 11. nóvember unglingana í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði og segir frá lífsreynslu sinni. Forsvarsmenn John Casablancas munu einnig koma í heimsókn og kynna smokkinn. Fræðslukvöldið er ætlað unglingum úr 8.­10. bekk grunnskólanna. Vitinn er opnaður kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 414 orð

Hringvegur rofinn í hlaupi Mikið tjón

Mikið tjón varð á vegum og brúarmannvirkjum við Skeiðarársand þegar Skeiðará hljóp á þriðjudag, hlaup sem var meira og óx hraðar en menn hafa áður þekkt og hjaðnaði svo hraðar og var lokið á fimmtudag. Tæplega 400 metra brú yfir Gígjukvísl hvarf í vatnsflauminn sem braust fram úr Grímsvötnum og bar með sér sand, aur og stóra ísjaka. Meira
10. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð

Hvalveiðum Japana mótmælt

BRETAR skoruðu á föstudag á Japana að hætta hvalveiðum við Suðurheimskautið. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) hélt því fram fyrir fáeinum dögum að japanskt verksmiðjuskip hefði lagt úr höfn til að veiða 440 hrefnur á friðuðu svæði fyrir hvali. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 471 orð

Í raun viðurkenning á óheflaðri framkomu ESB

"MÉR finnst nú furðulegt að hún skuli bregðast við með þessum hætti, því í raun er hún að viðurkenna óheflaða framkomu ESB í síldveiðunum," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, aðspurður um viðbrögð við ummælum Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, í grein í Morgunblaðinu í gær. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Konur og verkalýðsbarátta

FUNDUR um konur og verkalýðsbaráttu veður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember í húsnæði Kvennalistans að Austurstræti 16, 3. hæð. Frummælendur verða þær Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona, Hansína Á. Stefánsdóttir, miðstjórn ASÍ, Marta Hjálmarsdóttir, formaður BHMR, og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir í stjórn félags starfsfólks í veitingahúsum. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Kókaíns leitað í skipi Íslendings

ÍSLENSKUR skipstjóri á sjötugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í bænum Castletownbere á Írlandi ásamt þremur öðrum úr áhöfn skipsins Tia, sem skráð er í Panama. Írskir lögreglumenn hafa frá því á miðvikudag gert umfangsmikla leit í skipinu að fíkniefnum en grunur leikur á að það hafi flutt kókaín frá Suður-Ameríku. Sú leit hafði ekki borið árangur í gær. F. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kringlan stækkar á fimmtudag

FRAMKVÆMDIR við stækkun Kringlunnar eru á lokastigi og verður nýi hlutinn, sem áður hér Borgarkringlan, opnaður nk. fimmtudag. Mikið frost undanfarnar tvær vikur hefur valdið byggingaraðila erfiðleikum við frágang utan dyra. Ekki er þó gert ráð fyrir að það leiði til þess að fresta verði opnun hússins. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kristniboðsdagurinn er í dag

"KRISTNIBOÐSDAGUR Íslensku þjóðkirkjunnar er í dag, annan sunnudag nóvembermánuði. Biskup hefur sent prestunum bréf af því tilefni. Þar minnir hann á samþykkt kirkjuþings í fyrra þar sem sagði að leitað skyldi leiða til virkari og ábyrgari þátttöku þjóðkirkjunnar í kristniboði. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

LUDWIG H. SIEMSEN

LUDWIG H. Siemsen, stórkaupmaður og fyrrv. aðalræðismaður Austurríkis á Íslandi, lést í Landspítalanum 8. nóvember síðastliðinn. Hann fæddist í L¨ubeck, Þýskalandi, 4. júní 1920, sonur Árna Siemsen, stórkaupmanns og aðalræðismanns Íslands í L¨ubeck og konu hans, Elísabetar Siemsen, f. Hartwig. Seinni kona Árna er Liselott Siemsen, búsett í L¨ubeck. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Lægri gjöld af sumarhúsum

FASTEIGNAGJÖLD af sumarbústöðum lækka verulega á næsta ári samkvæmt lagafrumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn á föstudag. Um er að ræða breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Nú eru sumarbústaðir flokkaðir með íbúðarhúsnæði við álagningu fasteignagjalda en verða samkvæmt frumvarpinu flokkaðir með útihúsum í sveitum. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Margæsir enn á ferð

Um seinustu helgi sást margæsapar með tvo ungfugla í Arnarnesvoginum þar sem þessi mynd var tekin. Margæsir eru algengir umferðarfarfuglar hér á landi að vori til sem að hausti. En þeim sem til þekkja þykir heldur seint að finna margæsir hér enn í nóvember. Þrjár margæsa-deilitegundir eru til, tvær eru í V-Evrópu á veturna og hafa báðar sést hér við land. Meira
10. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 197 orð

Mladic vikið frá

BILJANA Plavsic, forseti Bosníu- Serba, hefur vikið Ratko Mladic hershöfðingja frá sem yfirmanni serbneska hersins í Bosníu "vegna vel þekktrar afstöðu þjóða heims", að sögn serbnesku fréttastofunnar SRNA í gær. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mótmæli vegna niðurskurðar

NEMENDUR úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu afhentu á föstudag Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra undirskriftalista í mótmælaskyni vegna niðurskurðar á fjárveitingum til skólans. Nemendurnir höfðu ætlað sér að keyra til Reykjavíkur, en vegna Skeiðarárhlaupsins var sú leið ófær og þeir urðu því að fljúga á fund ráðherrans. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 134 orð

Mælir og skráir snjóþunga

VEÐURSTOFA Íslands hefur nýlega fest kaup á mælitæki frá Verkfræðifyrirtækinu Hugrúnu ehf. sem mælir og skráir snjóþunga í dyngjum fyrir ofan Siglufjörð. "Mælitækið skráir snjóþungann á sekúndu fresti allt árið og er að fullu hannað af íslenskum verkfræðingum og framleitt á Íslandi. Það tengist erlendum snjóflóðagirðingum í hlíðinni fyrir ofan Siglufjörð. Hugrún ehf. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Námskeið fyrir aðstandendur fólks með geðklofa

MARGRÉT Jónasdóttir, félagsráðgjafi á barna- og unglingadeild, hefur tekið að sér að stýra námskeiðum fyrir aðstandendur fólks með geðklofa. Fyrst verður farið af stað með námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga. Takist það vel verður það væntanlega endurtekið og einig haldið fyrir aðstandendur annarra hópa geðsjúkra, segir í fréttatilkynningu. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Njarðvíkursöfnuðir með uppboð

UPPBOÐ á munum sem börn og fullorðnir á Indlandi hafa framleitt fyrir Njarðvíkursöfnuði verður að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 15. Um er að ræða handsaumaða dúka, útskorið tré og skó, indverskt te o.fl. Einnig verða boðnar upp kökur frá fermingarbörnum. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Nýr formaður rekstrarstjórnar NLFÍ

SÚ breyting hefur orðið á skipan rekstrarstjórnar Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði að Ólfur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Almennra, hefur látið af starfi formanns. Við formennsku hefur tekið Baldvin Tryggvason, fyrrum sparisjóðsstjóri SPRON. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Nýtt pípuorgel tekið í notkun í Kópavogskirkju um jólin

"KÁRSNESSÖFNUÐUR í Kópavogi stendur í stórræðum um þessar mundir. Verið er að setja upp í Kópavogskirkju nýtt 32 radda pípuorgel og verður það tekið í notkun um jólin. Um helgina munu sóknarbörn ganga í hús í vesturbæ Kópavogs og víðar og bjóða til sölu ný jólakort með mynd af Kópavogskirkju. Seld verða 10 jólakort í pakka fyrir 1. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Óljóst um orsakir sjóslyssins

ENN er óljóst hvers vegna Björninn BA 85 frá Patreksfirði fylltist af sjó á föstudag. Báturinn var á línuveiðum um tuttugu sjómílur vestur af Blakknesi. Tveir menn voru um borð og björguðust þeir báðir. Fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa voru væntanlegir til Patreksfjarðar með flugi í gær til að kanna tildrög slyssins. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Snorragöng að hruni komin

FORNMINJAR í Reykholti hafa eyðilagst og er lítið um þær hirt að sögn staðarhaldarans, séra Geirs Waage. Þjóðminjasafnið hyggst laga göngin við Snorralaug næsta sumar, að sögn þjóðminjavarðar. Talið er að göngin hafi legið frá Snorralaug inn í kjallara bæjar Snorra Sturlusonar á fyrrihluta 13. aldar. Göngin voru grafin upp á um tveggja metra kafla á fjórða áratugnum. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Sóknarfæri í styttri vinnutíma

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það séu fleiri leiðir til þess að auka kaupmátt en flatar launahækkanir sem komi jafnt á öll laun. Í stórum dráttum sé það langur vinnutími sem skilji á milli kjara hér og í nágrannalöndunum og hluti af því viðfangsefni sem sé framundan í kjarasamningunum sé að færa þann kaupmátt sem fáist með yfirvinnu yfir á dagvinnutímabilið. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

SSSól í Borgarleikhúsinu

SSSól í Borgarleikhúsinu HLJÓMSVEITIN SSSól fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir og kl. 21 á mánudagskvöldið verða fjórmenningarnir með órafmagnaða tónleika í Borgarleikhúsinu. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

St. Jósefsspítali í samstarf við Reykjavíkursjúkrahúsin

Á RÁÐSTEFNU um heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði og nágrenni, sem St. Jósefsspítali stóð fyrir í tilefni af 70 ára afmæli spítalans á föstudag, kom fram að unnið er að samkomulagi við Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalann um verkaskiptingu á ýmsum sviðum sérfræðiþjónustu. Meira
10. nóvember 1996 | Smáfréttir | 77 orð

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 11. nóvember. Tefldar ve

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 11. nóvember. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir og svo 3 atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með nýju Fisher/FIDE klukkunum. Þátttökugjald er 200 kr. fyrir félagsmenn en 300 kr. fyrir aðra. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Tillaga um siðareglur Alþýðuflokks

LÖGÐ hefur verið fram tillaga á flokksþingi Alþýðuflokksins að siðareglum fyrir flokkinn. Þar er lagt til að skipuð verði nefnd til að útfæra siðareglur fyrir þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og eru kjörnir í æðstu embætti. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Vinnuslys við Dalveg

MAÐUR féll nokkra metra þar sem hann var ásamt öðrum að rífa gamalt áhaldahús við Dalveg í Kópavogi um ellefuleytið í gærmorgun. Mennirnir voru að kasta niður timbri og ekki vildi betur til en svo að nagli kræktist í föt mannsins og hann féll. Hann var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en að sögn vakthafandi læknis þar eru meiðsl hans ekki talin alvarleg. Meira
10. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

Þing Norðurlandaráðs

48. ÞING Norðurlandaráðs verður haldið 11.­13. nóvember nk. í danska þinginu í Kaupmannahöfn. "Þetta er fyrsta þing ráðsins eftir að skipulagi þess var breytt, áherslunni er nú beint að þremur meginsviðum: Hinu eiginlega norrænu samstarfi, samstarfi við grannsvæðin og samstarfi við Evrópu. Meira

Ritstjórnargreinar

10. nóvember 1996 | Leiðarar | 2430 orð

EITT HELZTA ÚR-lausnarefni okkar nú um stundir er lagfæring

EITT HELZTA ÚR-lausnarefni okkar nú um stundir er lagfæring á lögum um fiskveiðistjórnun og þá með þeim hætti að þau fullnægi réttlætishugmyndum okkar eins og ráðgert er með skýrri yfirlýsingu um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar, enda langmikilvægasta auðlind hennar og raunar undirstaða íslenzks sjálfstæðis og þess velferðarríkis sem við viljum treysta og varðveita. Meira
10. nóvember 1996 | Leiðarar | 576 orð

HÚSVERND OG HAGSMUNIR

HÚSVERND OG HAGSMUNIR ÓPUR arkitekta á vegum húsverndarnefndar Reykjavíkur hefur gert tillögur um nýja húsverndarstefnu borgarinnar. Samkvæmt tillögunum, sem kynntar voru á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi, verða mun fleiri hús í gömlu bæjarhlutunum friðuð en nú er, auk þess sem heillegar götumyndir skulu friðaðar, Meira

Menning

10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Afmælisferð á Arsenal-leik

Í TILEFNI af 14 ára afmæli Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður efnt til Lundúnaferðar á leik Arsenal og Tottenham þann 21. nóvember næstkomandi auk þess sem heimavöllur Arsenal, Highbury, verður skoðaður. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 367 orð

"Alltaf hægt að læra af Schumann"

TVÖ tónskáld, Atli Heimir Sveinsson og Robert Schumann, verða í brennidepli í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöld en jafnframt mun nafn franska skáldsins Saint-John Perse bera á góma. "Ég hef alltaf verið hrifinn af Schumann, það er alltaf hægt að læra af honum, Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 128 orð

Bíóborgin frumsýnir myndina Hvíti maðurinn

BÍÓBORGIN hefur tekið til sýninga hina umdeildu kvikmynd Hvíti maðurinn eða "White Man" eins og hún heitir á frummálinu. Myndin er í leikstjórn Desmonds Nakanos með John Travolta í aðalhlutverki. Auk hans fara þau Harry Belafonte og Kelly Lynch með stór hlutverk í myndinni. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Dómarar gera sér glaðan dag

DÓMURUM í Íslandsmótinu í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð sem fram fór um síðustu helgi, alls fimm talsins, var boðið til kvöldverðar á veitingahúsinu Skólabrú að lokinni keppninni. Þar voru þeir meðal annars leystir út með gjöfum. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í steppskónum á Skólabrú. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Faríseateiti

HLJÓMSVEITIN Farísearnir, með Davíð Þór Jónsson í broddi fylkingar, hélt útgáfuteiti á Kaffibarnum í síðustu viku til að fagna nýútkominni plötu sinni "Farísearnir". Fjölmenni mætti, þáði veitingar og lyfti glösum. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Fyrirlestur um ferli

OLLE Anderson, sænskur innanhússarkitekt og prófessor, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 11. nóvember kl. 17. Hann flytur mál sitt á ensku og nefnir fyrirlesturinn "The searching Sketch" og fjallar um listrænt ferli. Olle Anderson er staddur hér á landi á vegum Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Norræna hússins. Meira
10. nóvember 1996 | Kvikmyndir | 336 orð

Í bleiku húsi fortíðarinnar

Leikstjóri: Vanna Paoli. Aðalhlutverk: Giulia Boschi, Jim van der Woude, Radovan Lukavski og Stefano Davanzati. Adriana Chiesa Enterprises. 1995. ÍTALSKA myndin Bleika húsið er um ítalska konu sem kemur til Tékklands þar sem fortíðarhyggja er mjög svo ríkjandi. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 239 orð

Menningarveisla á Kaffi Króki

VEITINGAHÚSIÐ Kaffi Krókur hefur gert allmikið að því að bjóða gestum sínum upp á ýmiss konar listneyslu um leið og þeir njóta veitinga og hafa Sauðárkróksbúar kunnað vel að meta þennan þátt í menningarlífi staðarins. Sunnudaginn 27. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 339 orð

Neistann vantar

Geislaplatan Crush, fyrsta breiðskífa Dead Sea Apple. Dead Sea Apple eru Arnþór Þórðarson, Carl Johan Carlsson, Hannes Heimir Friðbjarnarson, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Steinarr Logi Nesheim. Upptökustjóri var Nick Cathcart-Jones. Spor gefur út og dreifir, lengd 46,34 mín. Verð 1.990 kr. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 594 orð

Ný stjarna risin?

Geisladiskur Önnu Halldórsdóttur. Lög og textar: Anna Halldórsdóttir, nema ljóðið Blóð: Steinn Steinarr. Anna syngur öll lögin og leikur á rafpíanó og hljómborð. Aðrir hljóðfæraleikarar: Ásgeir Óskarsson trommur og hristur, Jakop Smári Magnússon bassi, Jens Hansson forritun, rafpíanó og hljómborð. Orri Harðarson, rafgítar, kassagítarar 6 str. og 12 str., píanó, tamborína og hljómborð. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Pele heim með tvíbura

GAMLA knattspyrnuhetjan Pele sést hér með eiginkonu sinni Assisriu og börnum þeirra, tvíburunum Celeste og Joshua, sem eyddu fyrstu 39 dögum ævi sinnar inni á sjúkrahúsi, en þeir fæddust 28. september síðastliðinn. Fjölskyldan hélt að lokinni myndatöku til heimilis síns í Guaruja í Brasilíu. Fyrir á Pele tvö börn frá fyrra hjónabandi. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 145 orð

Pólitíski fanginn eftir Gerði gefinn SÞ

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Íslendingar gerðust aðilar að Sameinuðu þjónunum mun ríkisstjórn Íslands færa Sameinuðu þjóðunum að gjöf höggmyndina "Óþekkti pólitíski fanginn" eftir Gerði Helgadóttur. Meira
10. nóvember 1996 | Bókmenntir | 157 orð

Sígild frönsk gamansaga

JAKOB forlagasinni og meistari hans eftir franska rithöfundinn og heimspekinginn Denis Diderot í þýðingu Friðriks Rafnssonar er komin út. Jakob forlagasinni og meistari hans er líklegasta þekktasta gamansaga franskra bókmennta frá 18. öld, ásamt Birtingi Voltaires. "Þetta er skáldsaga af ætt píkareskra sagna eða skálkasagna eins og þær eru stundum kallaðar á íslensku. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 147 orð

Stjarna í móðurkviði

CICCIONE fjölskyldan gerir það ekki endasleppt um þessar mundir. Á meðan stórverslunin Bloomingdales setur fatnað frá fimmta áratugnum á markað í tilefni af kvikmyndinni um Evitu með Madonnu í aðalhlutverki er fyrsta plata nýfæddrar dóttur hennar, Lourdes Maria Ciccione, komin út. "Unborn Baby Sounds" nefnist platan ("Hljóð ófædds barns") og lýgur titillinn engu um innihaldið. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 80 orð

Tónlistarsaga Dómkirkjunnar

TÓNLEIKAR verða haldnir í Dómkirkjunni í dag, sunnudag, kl. 17. Rakin verður tónlistarsaga Dómkirkjunnar í tali og tónum. Dómkórinn syngur lög sem hljómað hafa í 200 ár, m.a. eftir Pétur Guðjohnsen, Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson, Ragnar Björnsson og Jónas Tómasson. Marteinn H. Friðriksson leikur orgelverk eftir Pál Ísólfsson og Jón Nordal. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 797 orð

Tölvan setur myndlist í víðara samhengi

FÁAR þjóðir hafa siglt jafnhratt inn í tækniöld og Finnar. Hafa listamenn ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum og þessa dagana sýna tvö gallerí í Reykjavík, Ingólfsstræti 8 og Úmbra, verk tveggja finnskra myndlistarmanna, heitfólksins Pekka Niskanens og Sari Tervaniemis, sem tekið hafa tölvuna í sína þjónustu. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Um bókmenntaumræðu

RITSTJÓRI franska tímaritsins L'Atelier du Roman, Lakis Proguidis, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Smiðja skáldsögunnar. Ný umræða um bókmenntir í Frakklandi. Hann verður fluttur á frönsku, en ítarlegur útdráttur á íslensku mun liggja frammi handa þeim sem þess óska. Meira
10. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Uppselt á Dion

SÖNGKONAN geðþekka Celine Dion er nú á tónleikaferðalagi um heiminn. Hér sést hún á öðrum af tvennum tónleikum sem hún heldur í Z¨urich í Sviss. Uppselt var í bæði skiptin enda nýtur söngkonan mikilla vinsælda í Evrópu. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Uppselt frá frumsýningardegi

LEIKRIT Karls Ágústs Úlfssonar, Í hvítu myrkri, hefur nú verið sýnt 20 sinnum fyrir fullu húsi. Er aukasýning fyrirhuguð 10. nóvember og uppselt á næstu sex sýningar. Þau skipti urðu fyrir nokkru að Sigurður Skúlason hefur tekið við hlutverki bílstjórans. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 89 orð

Úthlutun menningarstyrkja

BORGARRÁÐ hefur samþykkt úthlutun Menningarmálanefndar Reykjavíkur við seinni úthlutun styrkja 1996: Úthlutað var 3 milljónum króna til 18 aðila, en 29 sóttu um styrki. Eftirfarandi hlutu styrki; Samnorrænt verkefni um hönnun 125.000, Brynja Benediktsdóttir 400.000, Einleikhúsið 250.000, Furðuleikhúsið 300.000, Kjallaraleikhúsið 500.000, Leikbrúðuland 100.000, Ari Alexander E. Meira
10. nóvember 1996 | Menningarlíf | 100 orð

Vandi þýðenda

Í FYRIRLESTRARÖÐINNI Orkanens Øje myn Ylva Hellerud, þýðandi og fyrrverandi sendikennari í sænsku við HÍ, halda fyrirlestur um þýðingar í dag, sunnudag, kl. 16. í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist "I Usa har de inga ruttna lingon". Meira

Umræðan

10. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 307 orð

90-110

UNDANFARIÐ hafa í fjölmiðlum birst fréttir af tillögu sex stjórnarþingmanna um breytingar á umferðarlögum til aukningar á leyfilegum hámarkshraða ökutækja utan þéttbýlis. Í DV 23. október sl. er getið álits tveggja sýslumanna á landsbyggðinni, sem telja að greinilegt samband sé á milli ökuhraða og alvarleika umferðarslysa. Sýslumennirnir hafa rétt fyrir sér. Meira
10. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 404 orð

Dylgjur um tónlistargagnrýnendur

MORGUNBLAÐIÐ birti laugardaginn 2. nóvember greinina "Tónlistargagnrýni, hverjum gagnast hún og hverjum beinist hún gegn?" eftir Þuríði J. Jónsdóttur taugasálfræðing. Greinin er hörð ádeila á íslenska tónlistargagnrýnendur. Meira
10. nóvember 1996 | Aðsent efni | 96 orð

Í BÍÓ

ÞÁ ER Kvikmyndahátíð Reykjavíkur lokið eftir sýningar á meira en fimmtíu bíómyndum. Hún var firnaskemmtileg og virkaði sem vítamínsprauta á bíólífið hér. Val myndanna tókst með ágætum svo áhorfendur fengu gott úrval þess sem verið er að framleiða um mestalla Evrópu, Meira
10. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 359 orð

"Þeir koma í haust"

ÉG HEF gert mér það til gamans í nokkur ár að spyrja bókmenntafræðinga og aðra áhugamenn um bókmenntir hvort þeir kannist við Dos Passos. Ennþá hef ég ekki hitt mann undir fimmtugu sem þekkir nafnið hvað þá bækurnar sem hann skrifaði. Þetta var þó höfundur sem samdi U.S.A., en það verk taldi Sartre eitt af öndvegisritum þessarar aldar. Meira

Minningargreinar

10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 430 orð

Gunnar Möller

Nú þegar við kveðjum Gunnar frænda okkar, viljum við minnast með nokkrum orðum góðra stunda sem við áttum með honum þegar við vorum að vaxa úr grasi á Siglufirði. Gunnar var yngsti bróðir hennar mömmu. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 650 orð

Jón Gunnar Möller

Við hlutum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund, en bíðum þar aðeins byrjar um blikandi hnattasund. Við finnum í eðli og anda útþrá, sem bæði seiðir og knýr til hugboðs um eitthvað horfið, sem hinum megin býr. (Davíð Stef.) Á morgun verður kvaddur hinstu kveðju föðurbróðir minn, Gunnar Möller. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 225 orð

JÓN GUNNAR MÖLLER

JÓN GUNNAR MÖLLER Jón Gunnar Möller fæddist á Siglufirði 27. júlí 1922. Hann andaðist á Landspítalanum 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Sigurbjörg Möller, fædd Rögnvaldsdóttir, f. 18 .mars 1885 á Þrastastöðum í Óslandshlíð, Skagafirði, d. 6. febrúar 1972 á Siglufirði, og Christian Ludvig Möller, f. 5. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Jón Kristjánsson

Fyrir allmörgum árum var ég kynntur fyrir manni, ekki hávöxnum en beinum í baki. Hann var silfurgrár í vöngum með kurteist andlit og yfirbragð. Eftir það handtak varð okkur vel til vina og hittumst gjarnan. - Maðurinn var Jón Kristjánsson, en móðir hans Elísabet og Sveina amma mín voru systur. Nú er Jón frændi farinn heim. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Jón Kristjánsson

Elsku hjartans afi okkar hefur nú skilið við okkur eftir löng og erfið veikindi. Eftir er stórt skarð sem ekki verður fyllt. Hjá okkur hefur hann skilið eftir perlur minninga sem gott er að hugsa til nú þegar sorgin sækir að. Afi var heiðarlegur, góður maður sem gott var að leita ásjár hjá enda voru ráð hans vandlega ígrunduð og gott veganesti sem reynst hefur okkur vel í lífinu. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 526 orð

Jón Kristjánsson

Elsku afi minn, nú þegar þú ert farinn þá hugsa ég um allar stundirnar er við áttum saman og þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann, en aðeins fáar sem settar eru á blað. Sagan segir að ég hafi verið viku gömul þegar þið amma tókuð mér opnum örmum og hafið alla tíð síðan verið mér sem bestu foreldrar og gott betur. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 277 orð

JÓN KRISTJÁNSSON

JÓN KRISTJÁNSSON Jón Kristjánsson fæddist í Þernuvík, Ögurhreppi, N- Ís. 14. febrúar 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján B. Jónsson, f. 2. september 1877, d. 2. október 1944, og Elísabet María Hermannsdóttir, f. 9. apríl 1876, d. 9. febrúar 1953. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 118 orð

Ólafur J. Long

Elsku afi og langafi. Nú hefur þú fengið hvíldina löngu eftir erfið veikindi. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og langar okkur til að kveðja þig með þessum erindum: Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 68 orð

Ólafur J. Long

Ólafur J. Long Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLAFUR J. LONG

ÓLAFUR J. LONG Ólafur J. Long fæddist í Vestmannaeyjum 19. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. nóvember. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 556 orð

Sigríður Waage

Ég hitti Ninní frænku mína síðast í áttatíuogfimm ára afmæli ömmu okkar fyrir einu og hálfu ári. Við frændsystkinin sátum þá saman, hlógum hátt og töluðum mikið. Við kvöddumst fyrir utan og ég man að ég horfði á eftir frænku minni ganga í burtu hnarreista með flaksandi sítt hárið og þótt ég vissi að það gæti liðið nokkur tími þar til ég sæi hana aftur hvarflaði það ekki að mér að sú stund rynni Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 578 orð

Sigríður Waage

Fæðing lítils barns er aðstandendum mikið gleðiefni og svo sannarlega var það svo, þegar bróðurdóttir mín leit dagsins ljós. Hamingjusamir foreldrar og bróðir sýndu stolt vinum og frændfólki litla undrið, sem sveiflaði ótrauð fótunum hátt á loft þrátt fyrir þunga fjötra. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 59 orð

SIGRÍÐUR WAAGE

SIGRÍÐUR WAAGE Sigríður Waage fæddist í Hafnarfirði 6. nóvember 1971. Hún lézt á heimili sínu í Fröstrup á Jótlandi 24. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hákon Jens Waage, leikari og Þórdís K. Pétursdóttir, fulltrúi. Systkini hennar eru Indriði, f. 15. febrúar 1969, stúdent við Háskóla Íslands og Inga Þórunn, f. 5. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Sigurjón Þórhallsson

Okkur setti hljóð á sunnudagsmorguninn síðasta þegar hringt var og sagt að hann Þórhallur væri dáinn, hefði dáið um morguninn. Ég kynntist Þórhalli fyrir um það bil 23 árum, um það leyti sem við fluttum til Reykjavíkur og vorum að koma okkur fyrir, bæði í skóla og við vinnu. Það var við fyrstu kynni sem með okkur tókst mikil og góð vinátta. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 817 orð

Sæmundur Stefánsson

Göfug sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Stgr. Thorst.) Þessar ljóðlínur leita á huga minn þegar ég minnist Sæmundar Stefánssonar sem nú hefur lokið vegferð sinni meðal vina og vandamanna og lotið þeim örlögum sem öllum eru búin. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 115 orð

SÆMUNDUR STEFÁNSSON

Sæmundur fæddist að Völlum í Svarfaðardal 16. ágúst 1905. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastliðinn. Sæmundur var sonur hjónanna séra Stefáns Baldvins Kristinssonar og Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Sæmundur var tvígiftur, fyrri kona hans var Svanhildur Þorsteinsdóttir, f. 17.11. 1905, d. 25.12. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 445 orð

Þórhallur Sigurjónsson

Þórhallur Sigurjónsson andaðist sunnudaginn 3. nóvember. Það varð snöggt um hann og var okkur hjónunum brugðið, þegar við fengum þessi sorgartíðindi. Mér fannst Þórhallur hafa verið furðu hress að undanförnu, hann stundaði sund og göngu og virtist vera í góðu formi. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 294 orð

Þórhallur Sigurjónsson

Ég kynntist Þórhalli fyrst haustið 1982, þegar við settumst að í Reykjavík, ári eftir komu mína til Íslands. Við vöndumst fljótt á sunnudagsheimsóknir í Hrauntunguna, því þar bjó "amma" fjölskyldunnar hún Nabba, auk þess sem alltaf var hringt í okkur ef eitthvað var um að vera og við hvött til að koma. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 552 orð

Þórhallur Sigurjónsson

Æskuvinur minn og félagi Þórhallur Sigurjónsson heildsali frá Kollstaðagerði á Völlum er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi sunnudaginn 3. þ.m. Þórhallur var ynstur sex barna þeirra Kollstaðagerðishjóna, systurnar eru fjórar, en annar bróðirinn Aðalsteinn dó í æsku. Þórhallur var tæpum þremur árum eldri en ég og kynni mín af stráknum á næsta bæ hófust fyrir mitt minni. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 253 orð

ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON

ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON Þórhallur Sigurjónsson var fæddur í Kollsstaðagerði í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði hinn 10. desember 1927. Hann lést á heimili sínu 3.nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug Þorsteinsdóttir, f. 1890, d. 1972, og Sigurjón Guðjónsson bóndi, f. 1884, d. 1943. Meira
10. nóvember 1996 | Minningargreinar | 47 orð

Þórhallur Sigurjónsson Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allt. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Legg ég nú bæði líf og

Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allt. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd,síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Við skulum hugsa vel um hana ömmu. Þínir afastrákar. Meira

Daglegt líf

10. nóvember 1996 | Bílar | 119 orð

Activa V-6 CITROËN hefur uppi áform

ISUZU hefur sölu á Vehi- Cross jeppanum í apríl á næsta ári. Fyrirtækið ætlar að framleiða takmarkaðan fjölda bíla til sölu í Japan. Bíllinn verður á grind af Trooper og með V-6 vél. Heimildir herma að bíllinn verði í litlu frábrugðinn hinni nýstárlegu frumgerð sem smíðuð var árið 1993 af hönnunarmiðstöð Isuzu í Birmingham. Hönnuninni stýrði Simon Cox sem áður starfaði fyrir Lotus. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 544 orð

Alltaf fleiri áramótagestir frá útlöndum

Lítið framboð á skipulögðum hópferðum til erlendra stórborga um áramótinAlltaf fleiri áramótagestir frá útlöndumUM 150 Íslendingar fara á vegum Ferðaskrifstofunnar Úrvals/Útsýnar í skipulagða fjögurra nátta áramótaferð í beinu leiguflugi til Berlínar 28. desember. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 692 orð

Dugmikill L 200 í nýjum búningi

HEKLA hf., sem hefur umboð fyrir bíla frá Mitsubishi, býður nú endurnýjaðan L 200 pallbílinn sem verið hefur í boði hérlendis í allmörg ár. Hann er fáanlegur sem fyrr með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli, er afturdrifinn en með tengjanlegu aldrifi, háu og lágu og býður ýmis þægindi. L 200 er orðinn ávalari í útliti og betur búinn hið innra. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 984 orð

Fjölnotabíll í sendibílaformi

FJÖLNOTABÍLLINN Vito frá Mercedes-Benz kom á markað nýlega. Vito er mun kassalagaðri bíll en hefðbundnir fjölnotabílar, t.d. Espace, Voyager og Space Wagon sem byggja á einrýmishönnun. Vito kemur í tveimur útfærslum, annars vegar sem sendibíll og hins vegar sem fólksflutningabíll. Viano, eða V-línan frá Mercedes-Benz, er svo sami bíll en mun betur búinn að öllu leyti. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 604 orð

Gengið yfir Golden Gate

Gengið yfir Golden Gate ÞEKKTASTA mannvirki San Francisco borgar er án efa Golden Gate brúin. Hún er ekki lengst brúa við San Francisco flóann, en ferðalangar láta sér hinar litlu skipta og flykkjast að ryðrauðri stálbrúnni, sem liggur frá suðri til norðurs út við ströndina. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 282 orð

Glæsilegur Coupé á tæpar 1,5 milljónir

RENAULT hefur skapað heila fjölskyldu í kringum nýja Mégane bílinn sem kom fyrst á markað á síðasta ári. Bíllinn kom fyrst á markað í fimm dyra hlaðbaksútfærslu. Nú er hann fáanlegur í 2ja dyra sportútfærslu, Coupé, og einnig sem lítill fjölnotabíll og heitir þá Scénic. Sportbíllinn fæst í tveimur útfærslum, með 1,6 lítra og 2ja lítra vélum og er nú fáanlegur hér á landi. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 220 orð

Gönguskíðakeppni á Grænlandi

Gönguskíðakeppni á Grænlandi ARTIC Circle Race '97 skíðagöngukeppni fer fram í fyrsta skipti á Grænlandi 7.-14. apríl nk. Til stóð að keppnin yrði haldin á apríl á þessu ári, en þá þurfti að aflýsa henni vegna óvenju milds vetrar. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 165 orð

Hvað kostar rafbíll?

RAFVEITA Akureyrar leitaði til Gísla eftir upplýsingum um kostnað af rekstri rafbíls. Samkvæmt kostnaðaráætlun reyndist hagkvæmara, samkvæmt núgildandi reglum, að reka bensín- og dísilbíl. Gísli skoðaði hvað lítill, tveggja manna Kewet rafbíll frá Danmörku kostaði. Niðurstaðan var 1.851.000 krónur með virðisaukaskatti og vörugjaldi. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 157 orð

Í sérmerktum bolum á fótboltalandsleik

ÞAÐ má búast við því að þeir hátt í fjögur hundruð Íslendingar sem verða á áhorfendapöllunum á landsleik Írlands og Íslands í knattspyrnu, sem fram fer í Dyflinni á sunnudag, muni skera sig úr fjöldanum. Íslendingarnir verða allir í sérmerktum bolum sem atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur og Samvinnuferðir-Landsýn hafa látið úbúa. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 83 orð

MERCEDES-BENZ VITO 110 D Í HNOTSKURN

MERCEDES-BENZ VITO 110 D Í HNOTSKURN »Vél: 2.299 rúmsentimetrar, 4 strokkar, forþjappa og millikælir, 98 hestöfl. Snúningsvægi: 230 Nm við 1.600-2.400 snúninga á mínútu. Gírhlutföll: 1. gír: 3.77, 5. gír: 0,67, bakkgír: 3,57. Hámarkshraði: 152 km/klst. Hemlar: Vökvastýrt hemlakerfi, diskahemlar á öllum hjólum. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 591 orð

Sögusetrið á Hvolsvelli undirbýr Njálusýningu fyrir ferðamenn

SEX sveitarfélög í austurhluta Rangárvallasýslu hafa ákveðið að stofna sýningar- og ferðamiðstöð á Hvolsvelli þar sem menningin verður nýtt í ferðaþjónustu. Fyrsta verkefni Sögusetursins heitir Á Njáluslóð og miðar að því að gera Njálssögu sýnilega í umhverfinu og vekja áhuga ferðafólks á héraðinu, að sögn Guðjóns Árnasonar framkvæmdastjóra Sælubúsins ehf. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 600 orð

Söguslóðir sem fanga hjartað

Íslendingar á ferð um Ísrael og Jórdaníu Söguslóðir sem fanga hjartað HÓPUR Íslendinga fór á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals/Útsýnar hinn 24. september síðastliðinn til Ísraels og Jórdaníu, og var það í fyrsta sinn sem leið Íslendinga lá héðan og til Jórdaníu í gegnum Ísrael. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 250 orð

Söluæði í Frakklandi

12,2% söluaukning varð á bílum í Vestur-Evrópu í september vegna stóraukinnar eftirspurnar eftir nýjum bifreiðum í Frakklandi, að sögn sambands evrópskra bílaframleiðenda, ACEA. Sambandið segir að söluæði hefði gripið um sig í Frakklandi vegna þess að kaupendur hefðu viljað njóta góðs af áætlun frönsku stjórnarinnar um afslátt af nýjum bílum í stað gamalla, Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 101 orð

Tekjur ríkissjóðs af bílum

GERÐUR var samanburður milli landa árið 1991 á því hversu stóran hluta af tekjum ríkissjóðs mætti rekja til bíla. Í þessum samanburði trónuðu Íslendingar í næstefsta sæti á eftir Frakklandi en rekja mátti 16,1% af tekjum ríkissjóðs á Íslandi til bíla. Hjá nágrönnum okkar Svíum var þetta hlutfall 8,3% en hjá Finnum 11,3%. Hlutfallið var lægst í Japan. Þar varð það 3,7%. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 823 orð

Út að borða

VEITINGASTAÐIR í San Francisco eru óteljandi og það er sagt að í engri annarri bandarískri borg sé veitingahúsaflóran jafn litrík. Þá er ómögulegt annað en að hrífast af kaffihúsunum sem eru þarna á hverju götuhorni, lítil og notaleg, stór og glæsileg og allt þar á milli. Meira
10. nóvember 1996 | Bílar | 768 orð

Vill að gjöldum verði aflétt af rafbílum

GÍSLI Jónsson prófessor í raforkuverkfræði hefur ritað fjárlaganefnd Alþingis bréf og farið fram á að þungaskatti og vörugjaldi verði aflétt af rafbílum. Gísli segir að vandfundið sé land þar sem notkun rafbíla sé jafn kjörin og á Íslandi. Notkun þeirra sé þó gerð nær ómöguleg vegna ósanngjarnrar skattlagningar og óeðlilegrar verðlagningar á raforku til rafbíla. Meira
10. nóvember 1996 | Ferðalög | 1533 orð

Þar sem brekkurog brýr skapasérstaka umgerðGóðir gönguskór, götukort og grunnþekking á almenningssamgöngukerfinu. Með þetta í

GOLDEN Gate og allar hinar brýrnar, fangaeyjan Alcatraz úti á flóanum og þreyttir sporvagnar í bröttum brekkum. Gamlir hippar og jarðskjálftar. Ímynd San Francisco. Og borgin er allt þetta og svo miklu meira. Þegar maður fer alla leið frá Íslandi til San Francisco í sólskinsríkinu Kaliforníu, kemur á óvart hvað þar er svalt. Meira

Fastir þættir

10. nóvember 1996 | Dagbók | 2775 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 8.-14. nóvember eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opin til kl. 22. Auk þess er Laugavegs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
10. nóvember 1996 | Í dag | 134 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtudaginn 3. október s

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtudaginn 3. október sl. varð áttræður Einar O. Sigurðsson, (Beggi), sjómaður, dvalarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði. Tekið verður á móti gestum í kvöld frá kl. 21 í Næturgalanum, Smiðjuvegi 14. ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 10. Meira
10. nóvember 1996 | Dagbók | 625 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. nóvember 1996 | Í dag | 483 orð

RAMBURÐUR sumra þeirra, sem koma fram í sjónvarpi og ú

RAMBURÐUR sumra þeirra, sem koma fram í sjónvarpi og útvarpi, er miður góður, að ekki sé nú fastar að orði kveðið. Af því tilefni minnir Víkverji á þingsályktun frá árinu 1984: "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og grunnskólum verði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði íslenzkrar tungu. Meira
10. nóvember 1996 | Í dag | 193 orð

Rukkað fyrir Moggann MÓÐIR blaðberabarns skrifar: "Mig l

MÓÐIR blaðberabarns skrifar: "Mig langar til að tala um mánaðarlega rukkun á áskrift Morgunblaðsins. Strákurinn minn ber út Morgunblaðið í hverfi í Reykjavík og hefur það gengið mjög vel. En það er þessi mánaðamótarukkun sem er orðin töluverð fyrirhöfn. Venjulega þarf hann að fara 5-6 ferðir í hverfið að kvöldi til ef hann ætlar að ná fólki heima. Meira

Íþróttir

10. nóvember 1996 | Íþróttir | 214 orð

Chicago óstöðvandi

Chicago sigraði í fimm fyrstu leikjunum í NBA-deildinni í fyrra og var það besta byrjun félagsins en strákarnir jöfnuðu metið í Detroit aðfaranótt laugardags með 98:80 sigri. Gestirnir skiptu stigunum frekar bróðurlega á milli sín. Toni Kukoc, Scottie Pippen og Luc Longley skoruðu sín 16 stigin hver og Michael Jordan var með 15 stig og átta stoðsendingar. Meira
10. nóvember 1996 | Íþróttir | 257 orð

ÍSÍ styrkir 12 þjálfara til náms

Íþróttasamband Íslands afhenti í vikunni tólf þjálfurum, sem koma úr ellefu íþróttagreinum, styrki til að þeir geti menntað sig frekar á sínu sviði og er þetta í fyrsta sinn sem ÍSÍ veitir þjálfurum styrki til frekari menntunar. Fjórir þjálfarar fengu 75.000 krónur hver og átta fengu 50.000 krónur hver. Meira
10. nóvember 1996 | Íþróttir | 34 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Boston - Philadelphia105:115Toronto - LA Lakers93:92Cleveland - Vancouver88:72Miami - Milwaukee101:89Washington - Charlotte87:102Detroit - Chicago80:98San Antonio - Seattle75:87Denver - Golden State94:91LA Clippers - NY Knicks81:88Eftir framlengingu. Meira
10. nóvember 1996 | Íþróttir | 101 orð

"Þrái að slá markametið" JOHN A

JOHN Aldridge, sem er 38 ára, vantar eitt mark til jafna markamet Frank Stapletons með írska landsliðinu í knattspyrnu en það tekur á móti Íslendingum í Dublin í dag kl. 15. "Ég þrái að bæta metið," sagði Aldridge. "Ég er ekki nema einu marki á eftir honum, og ætla mér að skora þessi tvö mörk sem ég þarf, á móti Íslendingunum. Meira

Sunnudagsblað

10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 93 orð

48.000 á Djöflaeyjuna

EFTIR síðustu helgi höfðu ríflega 48.000 manns séð Djöflaeyjuna eftir Friðrik Þór Friðriksson í Stjörnubíói og víðar. Þá sáu um 7.000 manns gamanmyndina Margfaldan í Stjörnubíói og rúmlega 8.000 manns Nornaklíkuna en sýningum er hætt á báðum myndunum. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 842 orð

AÐ EIGNA SÉR LAND

BÖRNIN í sveitinni fengu oft hér áður fyrr að eigna sér lamb eða folald, sem tilheyrði búinu áfram. Gert til að gleðja þau eða kannski til hvatningar við bústörfin og til að hafa þau góð. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Blóði drifin saga

SAGA Rúanda síðustu áratugina endurspeglast í því sem nú er að gerast á landamærunum við Zaire: Tugir eða hundruð þúsunda manna falla í morðhrinum á nokkurra ára eða áratuga fresti þótt aldrei hafi grimmdarverkin verið víðtækari eða meiri en vorið og sumarið 1994. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 250 orð

Eitthvað nýtt

FÁTT ER um tónleikastaði í Reykjavík þar sem hljómsveitir geta spreytt sig, ekki síst ef þær eru að kynna frumsamda tónlist. Undanfarið ár hafa þær þó átt þess kost að leika á síðdegistónleikum í Hinu húsinu sér að kostnaðarlausu. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 159 orð

Ekkert persónulegt á Írlandi

BRESK kvikmyndagerð er nú í mikilli uppsveiflu. Ein nýjasta myndin þaðan er með Ian Hart og Michael Gambon í aðalhlutverkum og heitir Ekkert persónulegt eða Nothing Personal" og gerist á Írlandi. Leikstjóri er Thaddeus O'Sullivan. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 166 orð

Fjögura laga stuttdiskur úr Stone Free

LEIKRITIÐ Stone Free hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu frá því um miðjan júlí og plata með tónlist úr verkinu er söluhæsta plata ársins. Til að fagna því meðal annars kemur út diskur með fjórum lögum úr sýningunni á næstu dögum. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 2715 orð

Fley og fagrar árar Um þessar mundir er Thor Vilhjálmssonað senda frá sér nýja bók, og nefnist hún Fley og fagrar árar. Þetta er

ÁSI í Bæ var kempa. Hann fékk berkla í fót unglingur og átti í því lengi og missti reyndar fótinn síðar. Þegar hann var orðinn einfættur þurfti hann náttúrlega að sanna að hann væri ekki bara eins góður og þeir tvífættu heldur betri og varð aflakóngur á vertíð í Vestmannaeyjum. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 219 orð

Gamall draumur rætist

MEÐAL nýrra listamanna sem láta í sér heyra í fyrsta sinn fyrir þessi jól eru Ragnar Karl Ingason og Harpa Þorvaldsdóttir, sem skipa Dúettinn Tromp. Þau sendu frá sér breiðskífuna Myndir fyrir skemmstu. Ragnar Karl á öll lög á disknum nema eitt og hann segist hafa vitað af Hörpu, enda séu þau bæði frá Hvammstanga. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 682 orð

Gamlar stjörnur ­ ungur alheimur

RANNSÓKNIR undanfarinna ára benda til þess að aldur alheimsins sé á bilinu 12 til 16 billjón ár. Erfiðlega hefur gengið að fá nákvæmari tölu á þessu bili þó flestir vísindamenn hafi lengi vel hallast að efri mörkunum. Vandamálið við það er hins vegar að elstu stjörnur virðast lítið eldri en alheimurinn sjálfur. Þetta hefur eðlilega valdið stjarnfræðingum nokkrum höfuðverk. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 30 orð

HLJÓMSVEITIN geðþekka Saktmóðigur

HLJÓMSVEITIN geðþekka Saktmóðigur heldur tónleika næstkomandi fimmtudag í Kaffi Kult. Hljómsveitin hefur leik sinn um kl. 23.00 og hyggst meðal annars leika efni af væntanlegri 10" meðal annars. Aðgangur er ókeypis. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 475 orð

Hvað er síþreyta?

SÍÞREYTUSJÚKDÓMUR er töluvert frábrugðinn venjulegri þreytu, sem kemur til dæmis af mikilli vinnu og álagi. Menn geta einnig verið sífellt þreyttir af ýmsum orsökum, s.s. illkynja sjúkdómum, þunglyndi, sjúkdómum sem raska hormónajafnvægi, gigtar- og MS-sjúkdómum, blóðleysi og af fjöldamörgum öðrum orsökum. Sé hægt að lækna sjúkdóminn læknast þreytan sjálfkrafa. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 3228 orð

Kaupmátturinn skiptir mestu

Kaupmátturinn skiptir mestu Verkalýðshreyfingin hafði mikil áhrif á þá stefnu sem efnahagslífið tók í upphafi þessa áratugar þegar erfiðleikar blöstu við. Nú árar betur og nýstárleg viðhorf eru uppi í kjaramálum. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 1208 orð

Krafa um óbreytt ástand Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur sýnt mikinn sveigjanleika og það var þessi hæfileiki hans ásamt

ÍSIGRI Bills Clintons í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag birtist vilji meirihluta þjóðarinnar að fá að njóta óbreytts ástands. Enginn vafi leikur á að vænleg staða efnahagsmála tryggði forsetanum endurkjör. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 544 orð

Minnið bregst í miðri setningu

EDDA Magnúsdóttir er 52 ára. Hún var greind með vefjagigt fyrir tveimur árum og var sagt að eina ráðið væri að fara vel með sig. "Ég veit það núna að geri ég meira í dag en í gær kemur það niður á morgundeginum. Hjá mér hefur til dæmis ekki gengið upp að fara í létta leikfimi eða sund eins og ráðlagt er því að ég hef enga orku fram yfir vinnuna. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 1801 orð

MUNUM NÝTA MEÐBYRINN

Gæðastjórnunarfélag Íslands á tíu ára afmæli um þessar mundir. Formaður þess er Guðrún Högnadóttir, forstöðumaður gæða- og þróunarskorar Ríkisspítala, og í febrúar hefur hún leitt þennan félagsskap í tvö ár. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 1230 orð

Mynd fyrir hugsandi fólk Það er alltaf skemmtilegt að leika vondan gæja, segir Bruce Willis um nýjustu mynd sína "Last Man

ATGANGURINN í kringum Bruce Willis á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september var langt því frá að vera venjulegur en kappinn hlýtur að vera ýmsu vanur því hann var með rólegri mönnum, mun afslappaðri en flestir aðrir þeir leikarar og leikstjórar sem komnir voru til eyjarinnar Lídó að kynna myndir sínar. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 467 orð

Ný sýn inn í iður jarðar

Á ÖLLUM tímum hafa jarðfræðingar velt því fyrir sér hvað gerðist inni í jörðinni. En í fimmtíu ár hafa verið uppi deilur um hvað gerðist þar, og sitt sýnst hverjum. Vitað hefur verið að iðustraumar misseigs efnis skýrðu margt út af fyribrigðum sem við verðum vör við á yfirborðinu, svo sem jarðsegulmagn, rek landa, jarðskjálfta og eldvirkni. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 3533 orð

Nýtt sjávarþorp verður til

Nýtt sjávarþorp hefur risið með undraverðum hraða í Súðavík. Strax eftir að snjóflóðin féllu á þorpið í janúar 1995 og ljóst varð að ekki er búandi í gamla þorpinu var ákveðið að byggja nýtt þorp í Eyrardal nokkru innar í Álftafirði. Skipulag var unnið í miklum flýti og framkvæmdir hófust. Nýtt þorp hefur orðið til á rúmu ári og ekki eru liðin tvö ár síðan snjóflóðin féllu. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 2749 orð

Opin BÓK

Opin BÓKÍ fyrra varð fyrstigeisladiskurEmilíönu Torrini gullplata, semseldist í 9000 eintökum og nú erEmilíana aftur að gefa út nýjandisk fyrir eigin reikning. Söngurhennar í leikritinu Stone Free slærí gegn. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 478 orð

»Píslarsaga Bessíar BRIMBROT eftir Lars von Trier líður manni ekki s

BRIMBROT eftir Lars von Trier líður manni ekki svo auðveldlega úr minni enda besta myndin af mörgum mjög góðum á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Með henni hlýtur von Trier að vera kominn í fremstu röð kvikmyndahöfunda í heiminum. Maðurinn er séní. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 2215 orð

Síþreyttur og síþreyta er ekki það sama Ekki eru ýkja mörg ár síðan síþreyta var talin ímyndun þrátt fyrir að fjöldi fólks

HÓPUR breskra lækna frá ýmsum fagfélögum hefur að beiðni breska landlæknisembættisins sett saman skýrslu úr niðurstöðum rúmlega 20 mismunandi rannsókna um hinn óskilgreinda sjúkdóm, síþreytu. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 333 orð

Smásagnasafn Emilíönu

SEGJA má að Emilíana Torrini hafi byrjað sinn tónlistarferil í fremstu röð; hún söng hljómsveitina Spoon inn á kortið á sínum tíma og gerði plötu sveitarinnar að einni söluhæstu plötu þarsíðasta árs og sólóskífa hennar sem kom út á síðasta ári varð ein söluhæsta plata ársins. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 382 orð

Stundarstemmning STEFÁNS

STEFÁN Hilmarsson sendi frá sér sína aðra sólóskífu í liðinni viku. Á henni kveður við nýjan tón og Stefán sameinar það sem hæst ber í breskri danstónlist og lagvissu poppi. Stefán Hilmarsson vann plötuna nýju með Mána Svavarssyni og Friðriki Sturlusyni, en hann segir að þeir félagar hafi brugðið sér í sumarbústað í haust,eins og er víst tíska í dag", segir hann og kímir, Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 800 orð

Takmarkalaus ást

Takmarkalaus blíða, takmarkalaus kærleikur, takmarkalaus ást, óendanlega þolinmóð og langlynd. Vafalaus ást stenst freistingarnar og horfir framhjá og lætur eins og ekkert hafi í skorist. ÞÓTT himinn og jörð myndu líða undir lok, þótt allar vonir yrðu að engu, þótt ekki stæði steinn yfir steini, myndi hin takmarkalausa ást ekki líða undir lok, Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 1488 orð

UM ÁLVER Á GRUNDARTANGA

UM ÁLVER Á GRUNDARTANGA Yfirvöld í Bæjaralandi vilja þetta gamla álver burt, segir Arnór Hannibalsson, fyrst og fremst vegna umhverfisspjalla. SVO hefur verið frá skýrt í fréttum, að hr. K. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 347 orð

Vanur maður

ROBERT De Niro er á þekktum slóðum í The Fan, en hann hefur áður leikið andfélagslegar persónur í myndunum Taxi Driver, The King of Comedy og Cape Fear. De Niro er borinn og barnfæddur í New York, en þar fæddist hann 17. ágúst 1945 og voru foreldrar hans báðir listmálarar. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Við hvern er að sakast í Rúanda? Ómar Valdimarsson blaðamaður var upplýsingafulltrúi Alþjóðasambands Rauða krossins í

ÞJÓÐARMORÐIN í Rúanda vorið og sumarið 1994 voru þaulskipulögð. Morðsveitir Húta, undir forustu hersins og ofstækisfullra stjórnmálamanna, fóru um sveitir, bæi og borgir með lista yfir þá sem taka átti af lífi, alla Tútsa og þá Húta sem taldir voru vafasamir eða "hófsamir", þ.e. hliðhollir friðsamlegri sambúð ættbálkanna. Flestir voru drepnir með sveðjum og hlújárnum. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 875 orð

Þráhyggja aðdáand

GIL Reinard (Robert De Niro) er ákafur aðdáandi hafnaboltahetjunnar Bobby Rayburn (Wesley Snipes) og fylgir hann fyrirmynd sinni hvert fótmál ef hann á þess kost. Gil er vonsvikinn hnífasölumaður sem á við margvísleg vandamál að etja og er hann smátt og smátt að missa tökin á tilverunni. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 315 orð

Ævintýraleg tónlist

ALLTAF eru það gleðitíðindi þegar nýjar söngkonur kveða sér hljóðs og í liðinni viku kom út breiðskífa ungrar söngkonu, laga- og textasmiðs Margrétar Kristínar Sigurðardóttur, Fabula. Margrét Kristín segist hafa dvalist erlendis undanfarin ár en sé nýflutt til Íslands. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 131 orð

Ævintýrið um Gosa

Einhver besta teiknimyndin sem Disney- fyrirtækið hefur búið til er um spýtustrákinn Gosa og ævintýri hans. Nú hefur verið gerð leikin bíómynd um strákinn með Martin Landau í aðalhlutverki en Gosi sjálfur er gerður af brúðumeisturum og með hjálp nýjustu tölvutækni. Leikstjóri myndarinnar er Steve Barron. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 1299 orð

Öfugum megin Elliðaáa?

GÖNG, sem talið er að hafi legið frá Snorralaug inn í kjallara bæjar Snorra Sturlusonar á fyrrihluta 13. aldar, voru grafin upp á um tveggja metra kafla á fjórða áratugnum. Þau eru nú að hruni komin og troðningar hafa myndast umhverfis laugina vegna ágangs ferðamanna. Meira
10. nóvember 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

(fyrirsögn vantar)

"NESROKK" er geisladiskur sem inniheldur 10 frumsamin lög og texta sem eiga það sameiginlegt að vera eftir tónlistarfólk frá Neskaupstað. Allur hljóðfæraleikur og söngur er í höndum heimamanna. Upptökur fóru allar fram frá mars fram í byrjun júlí 1996, í hljóðverinu Risi sf. í Neskaupstað nema lagið "Himnaganga" sem hljóðritað var haustið 1994. Meira

Viðskiptablað

10. nóvember 1996 | Viðskiptablað | 218 orð

Úr samþykktum Alþýðusambandsþings

ASÍ telur mikilvægt að samningsaðilar á vinnumarkaði geri með sér rammasamning um skipulagsreglur með það að meginmarkmiði að skapa formlegt og raunhæft svigrúm til sérkjaraviðræðna og vinnustaðasamninga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.