Greinar þriðjudaginn 12. nóvember 1996

Forsíða

12. nóvember 1996 | Forsíða | 157 orð

31.000 morð á ári

RÚSSNESKIR embættismenn sögðu í gær, að sérstökum sveitum hefði verið falið að finna þá, sem bera ábyrgð á hryðjuverkinu í kirkjugarði í Moskvu á sunnudag. Týndu 13 manns lífi þegar sprengja sprakk við minningarathöfn í garðinum. Meira
12. nóvember 1996 | Forsíða | 128 orð

Beðið eftir Castro

FIDEL Castro, forseti Kúbu, var í gær staddur í Santiago í Chile í tilefni af sjötta fundi leiðtoga Rómönsku Ameríku og Íberíuskaga. Stuðningsmenn Kúbuleiðtogans efndu til fundar í borginni til að lýsa yfir stuðningi við hann, þeirra á meðal þessi kona sem heldur á mynd af Castro og Salvador Allende, sem var steypt af stóli í Chile árið 1973. Meira
12. nóvember 1996 | Forsíða | 255 orð

Boðar samsteypustjórn hægriflokka

FÖÐURLANDSSAMBANDIÐ, flokkur Vytautas Landsbergis í Litháen, vann mikinn sigur í síðari umferð þingkosninganna á sunnudag og skortir aðeins eitt sæti upp á þingmeirihluta. Flokkurinn, sem er hægrisinnaður, hyggst mynda nýja ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum. Meira
12. nóvember 1996 | Forsíða | 354 orð

Matvæli send en flóttafólkinu berst ekki hjálp

STARFSMENN hjálparstofnana fluttu í gær hjálpargögn til Goma í austurhluta Zaire en ekki var hægt að koma þeim til nauðstaddra flóttamanna í grennd við borgina. Talið er að á hverri klukkustund deyi þúsundir flóttamanna úr þorsta og hungri á svæðinu, að sögn Boutros Boutros-Ghalis, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Meira

Fréttir

12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

16 ára stal bíl frá móður

LÖGREGLAN stöðvaði för ökumanns á Langholtsvegi á sunnudagskvöld, en sá hafði reynt að komast undan lögreglumönnunum á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn reyndist vera 16 ára piltur, sem hafði tekið bifreiðina í leyfisleysi frá móður sinni. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Alþýðuflokkurinn kaus nýja forystu

SIGHVATUR Björgvinsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins á flokksþingi um helgina. 19 atkvæði skildu hann og Guðmund Árna Stefánsson að. Tveir voru í kjöri til varaformanns; Ásta B. Þorsteinsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson. Ásta náði kjöri, fékk 186 atkvæði, Guðmundur Árni Stefánsson fékk 89 atkvæði og Gunnar Ingi fékk 27 atkvæði. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 326 orð

Atvinnutekjur að meðaltali 5,2% hærri

MEÐALATVINNUTEKJUR á árinu 1995 námu 106 þúsund kr. að jafnaði á mánuði, samkvæmt skattframtölum. Er þetta liðlega 5 þúsund kr. hærri tekjur en árið áður og nemur hækkunin 5,2% á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkaði um 1,7%. Samkvæmt yfirliti frá Þjóðhagsstofnun sýnir þetta að kaupmáttur atvinnutekna hefur aukist um 3,4% milli ára. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Áfram "veður" á Stórhöfða

EKKI stendur til að leggja niður veðurathugun á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eða flytja hana inn í Vestmannaeyjabæ, eins og kom fram í blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum nýlega. Vitavörður er ráðinn af Siglingastofnun og sinnir auk þess veðurathugun fyrir Veðurstofu Íslands. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 757 orð

Áhugi stórliðanna eykur sjálfstraustið

Lárus Orri var einn klettur af mörgum í vörn íslenska landsliðsins er það gerði markalaust jafntefli við Íra í undanriðli heimsmeistaramótsins í Dublin á sunnudag. Hann kvaðst ánægður með leikinn og frammistaðan þar hefði verið uppreisn æru eftir 0:4 tapið gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í síðasta leik. "Þetta gekk alveg eins og planlagt var. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Báturinn fylltist á tveimur mínútum

MAGNÚS Áskelsson, skipbrotsmaður af Birninum BA 85 sem lenti í hrakningum á föstudagskvöld, segir að báturinn hafi fyllst af sjó á um tveimur mínútum. Hann kann engar skýringar á því af hverju það gerðist. Vel gekk að koma út björgunarbát, en Felix Haraldsson, félagi Magnúsar, lenti hálfur útbyrðis þegar hann var að stökkva í bátinn. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Beðið eftir skýrslum um ástand byggingarinnar

ENN liggur ekki fyrir hvort hægt verður að endurbyggja Vallakirkju í Svarfaðardal sem varð eldsvoða að bráð í byrjun nóvembermánaðar. Elínborg Gunnarsdóttir, formaður sóknarnefndar Vallakirkju, sagði að Magnús Skúlason, arkitekt og starfsmaður húsafriðunarnefndar ríkisins, hefði skoðað kirkjuna í gær og myndi hann við fyrsta tækifæri skila skýrslu um ástand byggingarinnar. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Bhutto sigurviss

BENAZIR Bhutto, sem var vikið úr embætti forsætisráðherra Pakistans 5. nóvember, kvaðst í gær sannfærð um að hæstiréttur landsins mundi setja hana aftur til valda innan mánaðar. Bhutto var full sjálfsöryggis og baráttuvilja í sjónvarpsviðtali við Reuters-fréttastofuna og sagði að á næstu tveimur dögum hygðist hún fara þess á leit við hæstarétt að hún fengi völdin á ný. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 549 orð

Blóði drifin barátta milli glæpasamtaka

HART er lagt að stjórnvöldum í Rússlandi að hefja rannsókn á samtökum uppgjafahermanna í landinu eftir að 13 manns týndu lífi í sprengingu í kirkjugarði í Moskvu á sunnudag. Meðal þeirra voru móðir, ekkja og frændi Míkhaíls Líkhodeis, leiðtoga einna samtaka uppgjafahermanna, en hann lét lífið í sprengjutilræði fyrir tveimur árum. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 343 orð

Castro deilir hart á Bandaríkin

LEIÐTOGAR 19 ríkja rómönsku Ameríku auk Portúgals og Spánar komu saman í Santiago í Chile á sunnudag til að ræða eflingu lýðræðis en undir niðri örlaði á ágreiningi um Kúbu. Refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn þeim sem stunda viðskipti við Kúbu voru þó harðlega gagnrýndar. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Djass á Sólon Íslandus

DJASSTRÍÓ Árna Heiðars mun leika á Sólon Íslandus í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 22. Á efnisskránni eru þekkt lög eftir ýmsa af stærstu spámönnum djassins, s.s. Bill Evans, Herbie Hancock og Cole Porter. Meðlimir tríósins auk Árna eru Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Erik Kvikk á trommur. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 327 orð

Efasemdir um stefnuna í efnahagsmálum

STJÓRNMÁLASKÝRENDUR sögðu í gær að erfitt kynni að reynast fyrir Föðurlandssambandið, sem bar sigur úr býtum í þingkosningunum í Litháen um helgina, að sannfæra erlenda fjárfesta um að hann myndi framfylgja trúverðugri stefnu í efnahagsmálum. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 574 orð

Engin fíkniefni fundust í skipinu

ÍSLENSKUR skipstjóri og eigandi flutningaskipsins TIA var látinn laus úr haldi lögreglunnar í Cork- héraði á Írlandi síðdegis í gær þegar gæsluvarðhald hans rann út. Hann hafði siglt skipinu tómu frá Surinam í S-Ameríku til Írlands með viðkomu á Azoreyjum. Skipstjórinn kom fyrir rétt á Írlandi á föstudag þegar gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 580 orð

Enginn getur verið ósáttur við sinn hlut

SIGHVATUR Björgvinsson, nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins, segir að úrslit formannskjörins séu skýr og til forystu hafi valist mjög samhentur hópur. "Atkvæðatölurnar eru þannig að það getur enginn verið ósáttur við sinn hlut," segir hann. Meira
12. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 221 orð

Fiskmarkaður Þorlákshafnar flytur í nýtt húsnæði

Þorlákshöfn-Fiskmarkaður Þorlákshafnar er nú fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði sem fyrirtækið á sjálft. Síðan markaðurinn var opnaður fyrir bráðum fimm árum hefur hann starfað í óhentugu bráðabirgðar húsnæði. Í mars sl. sagði Fiskistofa að ekki yrði um frekari undanþágu að ræða. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Fíkniefnavandi

JÓNA Lísa Þorsteinsdóttir fræðslufulltrúi flytur fyrirlestur um fíkniefnavandann á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember, frá kl. 10 til 12. Allir foreldrar eru velkomnir með börn sín. Gengið er inn um kapelludyr. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Fjölmenni á skautasvellinu

SKAUTASVELLIÐ á Akureyri var opnað almenningi í fyrsta skipti á þessum vetri sl. föstudagskvöld. Bæjarbúar og þá aðallega börn og ungmenni voru fljót að taka við sér og fjölmenntu á svellið alla helgina. Á laugardag komu um 200 manns á skauta en aðsókn á föstudag og sunnudag var einnig mjög góð. Hún Arna Lind Viðarsdóttir var á skautum á laugardag og æfði sig af miklum krafti. Meira
12. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 139 orð

Flateyrarkirkja 60 ára

HALDIÐ var upp á 60 ára afmæli Flateyrarkirkju 10. nóvember sl. Hún var vígð hinn 26. júlí 1936 af dr. Jóni biskupi Helgasyni, með aðstoð prófastanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi í Dýrafirði og sr. Sigurgeirs Sigurðssonar á Ísafirði, síðar biskups, og sóknarprestsins í Holti í Önundarfirði, sr. Jóns Ólafssonar. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 263 orð

Flýja bardaga í Afganistan

GÍFURLEGA harðir bardagar milli hersveita Talebana í Afganistan og uppreisnarsveita í héraðinu Badghis norðvesturhluta landsins, hafa stökkt allt að 50.000 manns á flótta, að sögn starfsmanna flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Yfirmaður BIS hættir Meira
12. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 49 orð

Formannafundur Landsbjargar á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Árlegur formannafundur Landsbjargar var haldinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundinn sóttu formenn 28 aðildarsveita Landsbjargar auk starfsmanna Landsbjargar. Á fundinum voru rædd innri mál sveitanna og mál einstakra sveita, samstarf við opinbera aðila og eins veltu menn framtíðinni fyrir sér. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fræðslurit um Hengilssvæðið

FERÐAFÉLAG Íslands hefur gefið út rit um Hengilssvæðið og er það fjórða ritið í röð fræðslurita sem félagið hóf að gefa út árið 1985. Fjallað er um Hengilssvæðið og landið umhverfis svo sem Grafning og hluta Hellisheiðar. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fundur um torlæsi

Á FÉLAGSFUNDI Foreldrafélags misþroska barna miðvikudaginn 13. nóvember mun Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari, fjalla um dyslexíu eða torlæsi og aðgerðir til þess að minnka líkur á námsörðugleikum síðar meir. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fyrirlestur um tannátu

INGA B. Árnadóttir tannlæknir flytur fyrirlestur í málstofu í tannlæknisfræði í dag, þriðjudag, kl. 17.15 í fyrirlestrasal tannlæknadeildar í Læknagarði og nefnist hann: Tannáta á grannflötum. Fyrirlesturinn er byggður á rannsóknum Ingu hér á landi og framhaldsnámi við Chapel Hill háskólann í North Carolina í Bandaríkjunum. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Færði HÍ franskan gervihnattadisk

MÁNUDAGINN 4. nóvember afhenti sendiherra Frakka, Robert Cantoni, Heimspekideild Háskóla Íslands veglega gjöf, gervihnattadisk, sjónvarpstæki og myndbandstæki. En gjöf þessi er ætluð kennurum og nemendum í frönsku, til að þeir geti notfært sér franskt sjónvarps- og útvarpsefni í námi og kennslu. Meira
12. nóvember 1996 | Miðopna | -1 orð

Færeyingar ráða ferðinni

SÉRFRÆÐINGAR giska á að hægt verði að hefja olíuvinnslu á færeyska landgrunninu árið 2002. Löggjöf um olíumál er í undirbúningi í Færeyjum og á fimmtudag fyrir rúmri viku var lögþingsmönnum boðið til kynningarfundar með olíuráðgjafarnefndinni, Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Gangandi vegfarandi varð fyrir bíl

FIMMTUGUR maður varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut í gærmorgun. Maðurinn fótbrotnaði og slasaðist á höfði. Slysið varð skömmu fyrir kl. 9 og mun maðurinn hafa verið að ganga norður yfir götuna þegar hann varð fyrir bílnum gegnt húsinu númer 26 við Suðurlandsbraut. Hann hlaut opið beinbrot á fæti auk höfuðáverka og var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON

GUÐMUNDUR Arnlaugsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. nóvember á 84. aldursári. Guðmundur fæddist 1. september 1913 í Reykjavík, sonur Arnlaugs Ólafssonar verkamanns og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1933 og cand. mag. prófi með stærðfræði sem aðalgrein frá Kaupmannahafnarháskóla 1942. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 413 orð

Göngum ekki á hagsmuni starfsmanna

ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Samskipa, segir að það sé alrangt að starfsmönnum fyrirtækisins sé einhliða gert að vera í Samvinnulífeyrissjóðnum, en í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var haft eftir Halldóri Björnssyni, formanni verkamannafélagsins Dagsbrúnar, að Samskip hafi fært starfsmenn sína einhliða í Samvinnulífeyrissjóðinn þegar þeir komi til starfa hjá fyrirtækinu. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hafna kröfu um að draga bókun til baka

G-LISTINN á Húsavík hefur hafnað kröfu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins um að draga til baka harðorða bókun frá því bæjarstjórn ákvað að selja hluta af hlutabréfum bæjarins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Flokkarnir hafa verið í meirihlutasamstarfi en í gærkvöldi var enn óljóst hvort samstarfið héldi. Óljóst hefur verið um afdrif meirihlutans í bæjarstjórn Húsavíkur frá 22. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Handtekinn eftir árás

RÁÐIST var á unga konu á Bergstaðastræti aðfaranótt mánudags. Konan var á gangi þegar maður réðst aftan að henni og dró hana inn í húsasund. Þar reyndi hann að koma fram vilja sínum. Konan náði að gera vart við sig og kom fólk af nálægu veitingahúsi henni til aðstoðar. Maðurinn hljóp þá brott, en var handtekinn skömmu síðar. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

Harður árekstur í þoku og glerhálku

KONA slasaðist nokkuð þegar bifreið rann framan á hennar bifreið á Suðurlandsvegi um kl. 15 á sunnudag. Í fyrstu var óttast að konan hefði slasast mjög mikið og var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja hana á slysstað. Meiðsli konunnar reyndust þó minni en óttast var. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Háðsádeila um villta vestrið

HREYFIMYNDAFÉLAG Háskólabíós sýnir gamanmyndina "Blazing Saddles" í Háskólabíói þriðjudaginn 12. nóvember kl. 19 og fimmtudaginn 14. nóvember kl. 11. Með aðalhlutverk fara Gene Wilder, Cleavon Little, Mel Brooks o.fl. Leikstjóri er Mel Brooks. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 375 orð

Hlutverk gæsluliðs verði vel skilgreint

BANDARÍKJAMENN reyna ekki að koma í veg fyrir að komið verði á laggirnar alþjóðlegum herafla til að hjálpa flóttafólki sem lent hefur milli steins og sleggju í átökunum í Zaire en segja að hvergi sé búið að gera nothæfa áætlun um liðsaflann og hlutverk hans enn þá. Kom þetta fram í máli talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington, Nicholas Burns, á Írlandi í gær. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 782 orð

Hröð atburðarás fyrir kjör varaformanns Fulltrúum á flokksþingi Alþýðuflokksins kom á óvart hversu lítill munur var á fylgi

ÞAÐ munaði 19 atkvæðum á Sighvati Björgvinssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni í formannskjörinu á flokksþinginu í Perlunni, sem fram fór síðdegis á laugardag. Þetta kom greinilega mörgum á óvart en flestir höfðu spáð því að Sighvatur myndi fara með stærri sigur af hólmi. Réð útspil Jóns Baldvins úrslitum í formannskjöri? Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ísland sæki um aðild að ESB á næsta ári

"SKILGREINA ber samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB strax að lokinni ríkjaráðstefnu sambandsins á næsta ári," segir í ályktun flokksþings Alþýðuflokksins um samskipti Íslands við Evrópusambandið. Í ályktuninni eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnu sína í Evrópumálum og fullyrt að andvaraleysi þeirra stefni þjóðarhagsmunum í voða. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 249 orð

Jafnvægis ekki gætt í umfjöllun

VERULEGA skortir á, að mati framkvæmdastjóra fangelsisins á Litla- Hrauni, að jafnvægis hafi verið gætt í umfjöllun fjölmiðla um málefni fanga að undanförnu. "Okkur sem hér störfum þykir umfjöllun upp á síðkastið og kannski í talsvert langan tíma hafi verið einhliða. Það hefur borið á því að þessi mál þyki lítið fréttaefni nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 101 orð

Jeltsín braggast

HEILSU Borís Jeltsíns Rússlandsforseta fer eðlilega fram, að sögn lækna sem fylgjast með líðan hans eftir hjartaskurðaðgerð, sem framkvæmd var í Moskvu sl. þriðjudag. Sergej Míronov, yfirlæknir Kreml, sagði allt benda til þess, að forsetinn hæfi störf að nýju eftir sex til átta vikur. Gert væri ráð fyrir, að hann yrði rúma viku í viðbót á sjúkrahúsi. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Jólakort Blindrafélagsins

JÓLAKORT Blindrafélagsins eru að koma út um þessar mundir en þau eru til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Jólakortin í ár eru teiknuð af aðalfélögum Blindrafélagsins sem allir hafa innan við 10% sjón. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 373 orð

Krefjast betri skilgreininga á undanþágum

ÞÝZKALAND neitaði í gær á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna að samþykkja óbreyttar tillögur framkvæmdastjórnar ESB um "stöðugleikasáttmála", sem á að tryggja að aðildarríki hins væntanlega Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) gæti fyllsta aðhalds í ríkisfjármálum. Þjóðverjar krefjast nákvæmra skilgreininga á undanþágum frá greiðslu sekta, sem sáttmálinn heimilar að ríki séu beitt. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Landsráðstefna herstöðvaandstæðinga

Í ÁLYKTUN Samtaka herstöðvaandstæðinga, sem Morgunblaðinu hefur borist, segir m.a: "Harma ber hvernig íslensk stjórnvöld hafa beitt atkvæði þjóðarinnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem fylgt hefur verið herskárri stefnu Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra í flestum veigamiklum málum ... Krafan er að Ísland komi fram á alþjóðavettvangi sem sjálfstæð þjóð. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 513 orð

Land við Vífilsstaði selt til að fjármagna barnaspítala

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, ætlar að leita eftir heimild Alþingis til að selja landareignir við Vífilsstaði, sem eru í eigu Ríkisspítalanna, og verja fjármununum til byggingar barnaspítala á Landspítalalóð. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Listræn Tukt í Síðumúlafangelsi

SÝNING á innsetningum 16 listamanna, undir yfirskriftinni Tukt, verður opnuð í Síðumúlafangelsinu laugardaginn 16. nóvember. Guðmundur Gíslason, fyrrverandi forstöðumaður fangelsisins, segir að húsið verði nýtt í því ásigkomulagi sem það er nú en að listamennirnir hafi frelsi til að breyta hverjum klefa eftir hentugleikum. Meira
12. nóvember 1996 | Miðopna | 557 orð

Margar skyssur í ákvarðanatöku má rekja til ónógrar umræðu

Einn þeirra manna í Færeyjum sem búa yfir hvað mestri þekkingu á olíumálunum er Jan Müller, ritstjóri á dagblaðinu Sosialurin. Hann er sagður hafa fjallað manna mest um olíu í færeyskum fjölmiðlum og telur að umræðan úti í þjóðfélaginu mætti vera mun meiri. "Ég held að Færeyingar séu ekki ennþá farnir að átta sig á því að olían er að verða að veruleika. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 212 orð

Matseðlar með blindraletri og stækkuðu letri

TVEIR veitingastaðir á Akureyri, Fiðlarinn og Pizza 67, bjóða nú gestum sem á þurfa að halda að skoða matseðla staðanna með blindraletri eða mikið stækkuðu letri. Í sumar var unnið að viðamiklu verkefni um ferlimál fatlaðra á Akureyri og segir Rut Sverrisdóttir, ein þeirra sem að verkefninu unnu, að m.a. hafi verið rætt við eigendur veitingastaða. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð

Minni tekjur af skíða- og sundstöðum

MINNI tekjur af skíðasvæðum og sundstöðum síðastliðinn vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir eru ástæða framúrkeyrslu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í bókhaldi borgarinnar. ÍTR fékk aukafjárveitingu að upphæð 38,6 milljónir króna þegar endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Trilla sökk við bryggju

TRILLUBÁTURINN Hlín ÍS-194 sökk við bryggju í Ólafsvík aðfaranótt sunnudags. Talið er að báturinn hafi festst undir dekkjum á bryggjunni á fjöru, síðan hafi fallið að og báturinn fyllst af sjó og sokkið. Stór bílkrani var fenginn til að lyfta bátnum og slökkvilið Snæfellsbæjar dældi sjó úr honum. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 204 orð

Mynda hægriflokkar stjórn?

FRJÁLSLYNDIR demókratar voru sigurvegarar þingkosninganna í Slóveníu á sunnudag en talið er, að þeim geti reynst stjórnarmyndun erfið. Raunar kvaðst leiðtogi Þjóðarflokksins, Marjan Podobnik, búast við, að hann yrði forsætisráðherra þar sem flokkur sinn og aðrir hægriflokkar myndu líklega fá meirihluta. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 874 orð

Norrænt samstarf kostar ekki meira en bíómiði á mann"

Norðurlandaráðsþing er næstum eins og næturfundur á Alþingi. Maður veit aldrei hvaða mál koma upp," varð einum íslensku gestanna að orði í gær, þegar Norðurlandaráðsþing hófst í Kaupmannahöfn. En þó umræðan geti virst óskipuleg þá er regla í óreglunni og meðal annars hefst þingið alltaf á ávörpum forsætisráðherranna. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ný kennsluvél hjá Flugtaki

FLUGSKÓLINN Flugtak kynnti nýja kennsluflugvél af gerðinni Diamond Aircraft HOAC DV-20 KATANA á Reykjavíkurflugvelli á laugardag. Vélin er hönnuð og smíðuð hjá svifflugvélaframleiðandanum Diamond í Austurríki og gerð úr trefjaefnum og plasti. Hún er jafnframt yngsta vélin í íslenska flugflotanum. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ný staðsetning rædd

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir hafa komið fram áhuga á að fyrirhuguðum listaháskóla verði fundinn annar staður en hús kennt við SS á Kirkjusandi. Slíkar hugmyndir séu nú til athugunar. Aðspurður segir ráðherra hugmyndir þess efnis að fyrirhugaður listaháskóli flytji ekki í SS-húsið á Kirkjusandi á umræðustigi. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur m.a. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

Opinn fundur með Sighvati Björgvinssyni

ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur opinn fund með Sighvati Björgvinssyni, nýkjörnum formanni Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokki Íslands, í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Piltur stunginn í háls með hnífi

UNGLINGSPILTUR var stunginn í hálsinn í grennd við Bústaðakirkju um klukkan 21.30 í gær. Lögreglan handtók þrjá pilta, á svipuðu reki, grunaða um verknaðinn í gærkvöldi og voru þeir yfirheyrðir síðla kvölds. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 275 orð

Powell segist myndu taka við ráðherrastól

COLIN Powell, fyrrverandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hleypti af stað miklu umtali í Washington um helgina þegar hann gaf til kynna að hann mundi taka að sér embætti í stjórn Bills Cintons Bandaríkjaforseta ef honum byðist það. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Prestur kosinn í Langholtssókn

KJÖRMENN í Langholtssókn velja nýjan sóknarprest á fundi á morgun. Sjö eru í kjöri, fjórir vígðir prestar og þrír guðfræðingar. Sá sem valinn verður þarf að fá 50% atkvæða til að kosning hans sé gild og því gæti þurft að kjósa oftar en einu sinni á fundinum. Meira
12. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 2049 orð

Rekstrarumhverfi flugsins gjörbreytist

HILMAR Baldursson sagði, að í flugöryggismálum væri umhverfið að breytast með aðild Íslendinga að Flugöryggissamtökum Evrópu (JAA), sem 27 ríki eiga aðild að. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefðum við tekið upp flugsamgöngustefnu Evrópusambandsins (ESB). Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 344 orð

Samstarfið á vinnustöðunum er lykilatriðið

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir að lykilatriðið í hugmyndum um svokallaða fyrirtækjasamninga sé samstarfið inni á vinnustöðunum sjálfum og að utanaðkomandi félög komi ekki og fjalli um það. "Félögin hafa afskaplega miklu hlutverki að gegna við að skapa þennan ramma, að standa að ráðgjöf, en kjarasamningur er samningur milli félaga. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 333 orð

Setlög myndast hundruð kílómetra frá landinu

JÖKULHLAUP á Íslandi hafa að öllum líkindum myndað setlög á hafsbotni mörg hundruð kílómetra frá landinu. Með rannsóknum á seti sem myndast hefur eftir nýafstaðið Skeiðarárhlaup er nú reynt að staðfesta þessa kenningu. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 672 orð

Sighvatur Björgvinsson kjörinn formaður með 52,1% atkvæða

SIGHVATUR Björgvinsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins og Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður á flokksþinginu á laugardaginn. 19 atkvæði skildu að Sighvat og Guðmund Árna Stefánsson í formannskjörinu. Miklar breytingar urðu á æðstu embættum flokksins á þinginu. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Skattar taki tillit til fjölskyldustærðar

FLOKKSÞING Alþýðuflokksins samþykkti ályktun um að taka beri upp fjölskylduskattkort og að tekið verði sérstaklega tillit til fjölskyldustærðar við álagningu skatta en á móti verði barnabætur og barnabótaauki lagður niður. Þá vildi þingið að öll málefni fjölskyldunnar verði sameinuð í sérstöku fjölskylduráðuneyti. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Skemmdir og þjófnaður

INNBROT í Hvassaleitisskóla uppgötvaðist í gærmorgun. Töluverðar skemmdir voru unnar í skólanum, auk þess sem ýmsum búnaði var stolið. Þjófarnir höfðu skemmt og brotið sex hurðir í skólanum í leit sinni að verðmætum. Þeir höfðu á brott með sér sjónvarp, myndbandstæki og peninga. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 409 orð

Stórframkvæmdir og þensla syðra soga til sín fólk

ÍBÚUM á Akureyri hefur fækkað um 61 á fyrstu 10 mánuðum ársins. Alls hafa 210 manns flutt burtu úr bænum en 149 til bæjarins á þessu tímabili samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Fækkunin í kjördæminu, Norðurlandi eystra, í heild nemur 82 íbúum. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Tekið fyrir í hæstarétti í Ankara í dag

RÉTTARHÖLD verða í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims Als, fyrrum eiginmanns hennar, í hæstarétti í Ankara í Tyrklandi fyrir hádegi í dag. Halim Al var dæmt forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl 13. júní síðastliðinn og var niðurstöðunni áfrýjað til hæstaréttar. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Tveir til þrír skjálftar á dag

SKJÁLFTAVIRKNI mælist enn í Grímsvötnum og segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að 2­3 litlir skjálftar ríði yfir á dag. "Mælarnir sýna að umbrotin í ísnum sjálfum fara minnkandi. Það varð vart við mikla ísdynki eftir hlaupið sem dregið hefur úr dag frá degi. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 491 orð

Undirstrikar visst áframhald á grundvallarstefnu

"FYRIR flokksþingið lagði ég áherslu á að það þyrfti að skapa samstöðu um samhenta forystusveit. Ég gerði það sem óvenjulegt er, að mæla með eftirmanni mínum og lagði til að forystan yrði að öðru leyti óbreytt, fyrir utan það að ég mælti sérstaklega með því að Össur Skarphéðinsson tæki að sér forystu í framvæmdastjórn. Ekki gekk þetta allt eftir en aðalatriðin standa. Meira
12. nóvember 1996 | Miðopna | 858 orð

Upphaflega málamiðlun um veiðigjald

Loka á Þróunarsjóði um áramótin Upphaflega málamiðlun um veiðigjald Áformað er að hætta að greiða úreldingarstyrki úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins um áramótin samkvæmt nýju lagafrumvarpi sjávarúrvegsráðherra.Guðmundur Sv. Hermannsson skoðaði sögu sjóðsins. Meira
12. nóvember 1996 | Miðopna | 342 orð

Upplýsingamiðlun milli atvinnulífs og olíufélaga

"OLÍUIÐNAÐUR Færeyja" eru hagsmunasamtök sem stofnuð voru árið 1993 til þess að kanna möguleika á þátttöku Færeyinga í fyrirhuguðum olíuiðnaði. Í samtökunum eru um 250 aðilar; einstaklingar, fyrirtæki, félög atvinnurekenda, verkalýðsfélög, opinberar stofnanir, bankar og tryggingafélög. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Utanríkisog öryggismál aðalmálin Norðurlandaráðsþing hófst í Kaupmannahöfn í gær. Fyrrum bannorð eins og öryggis- og

Fyrrum forboðin umræðuefni efst á baugi á Norðurlandaráðsþingi Utanríkisog öryggismál aðalmálin Norðurlandaráðsþing hófst í Kaupmannahöfn í gær. Meira
12. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Valt í S-Þingeyjarsýslu

FLUTNINGABÍLL frá Viggó hf. í Neskaupstað lenti utan vegar og valt skammt frá bænum Krossi í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Flutningabíllinn var með 40 feta gám, fullan af þorski, á leið frá Fáskrúðsfirði til Grindavíkur. Ökumaður flutningabílsins, sem var einn á ferð, slapp án teljandi meiðsla og bíllinn og gámurinn skemmdust lítið. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Varð fyrir bíl og rotaðist

RÚMLEGA tvítug kona varð fyrir bíl á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í gærmorgun. Slysið varð kl. 7.50. Konan féll í götuna og rotaðist. Þegar hún fékk meðvitund að nýju kvartaði hún undan eymslum í hálsi og hné. Hún var flutt á slysadeild til rannsóknar. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 420 orð

Vilja gjörbreyta kvótakerfinu

"ALÞÝÐUFLOKKURINN vill gjörbreyta núverandi kvótakerfi, sem er bæði ósanngjarnt og óhagkvæmt," segir í upphafi ályktunar flokksþings Alþýðuflokksins um sjávarútvegsmál. Þingið lýsti yfir stuðningi við veiðileyfagjald. Auðveldast sé að koma slíku gjaldi á með því að hækka það gjald sem nú rennur í Þróunarsjóð og láta þann hluta sem er umfram þarfir sjóðsins renna í ríkissjóð. Meira
12. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 755 orð

Vistunum í fangageymslu fækkar

Á TÍMABILINU voru 329 tilvik skráð í dagbók lögreglunnar. Af einstökum málaflokkum bar mest á ölvun og ölvunartengdum málum. Vista þurfti 24 einstaklinga í fangageymslunum eftir afskipti af 37 manns undir óhóflegum áfengisáhrifum á almannafæri, auk þeirra sem handteknir voru vegna 8 líkamsmeiðinga, 12 innbrota, 17 þjófnaða, 5 fíkniefnamála, 9 ölvunaraksturstilvika, Meira

Ritstjórnargreinar

12. nóvember 1996 | Staksteinar | 367 orð

»Eftirlaunakreppa KOSTIR íslenzka lífeyriskerfisins eru ótvírætt margir miðað við sambæri

KOSTIR íslenzka lífeyriskerfisins eru ótvírætt margir miðað við sambærileg kerfi í ESB. Þetta segir í SAL-fréttum. Tímaskekkja Í LEIÐARA í fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða segir m.a.: "Í Evrópu fer nú fram umræða um nauðsyn á lífeyrissparnaði í sjóðsmyndandi lífeyriskerfum þar sem djúpstæð eftirlaunakreppa er framundan. Meira
12. nóvember 1996 | Leiðarar | 574 orð

KOSNINGABANDALAG VINSTRI MANNA?

LeiðariKOSNINGABANDALAG VINSTRI MANNA? LANDSFUNDI Kvennalistans fyrir viku var hafnað hugmyndum um beina aðild þingmanna Kvennalistans að þingflokki jafnaðarmanna. Hins vegar var lýst vilja til þátttöku í kosningabandalagi núverandi stjórnarandstöðuflokka. Meira

Menning

12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 363 orð

Að fullnægja þörfum sem flestra

Icelandinc folk music and a variety of popular songs. Stjórnandi: Roar Kvam. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kvartett: Ingi Rafn Jóhannsson, Þorkell Pálsson, Björn Jósef Arnviðarson, Eggert Jónsson. Undirleikari: Richard Simm. Hljóðblöndun: Studio Stemma hf. Upptaka fór fram í sal 1929 á Akureyri og í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. Útgefandi: Karlakór Akureyrar-Geysir. Dreifing: Spor ehf. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 107 orð

Afdrifaríkt uppátæki

SKÁLDSAGAN 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason er komin út. Aðalpersónan, Hlynur Björn, maður á fertugsaldri sem enn býr í móðurhúsum, tekur sig til einn daginn og hefur afdrifarík áhrif á líf allra í kringum sig með því að víxla nokkrum pillum... Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 405 orð

Allt getur fallið í ljúfa löð

Barnaleikritið Rúi og Stúi. Unnið í spunavinnu eftir hugmynd Arnar Alexanderssonr og Skúla Rúnars Hilmarssonar. Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir. Söngtextar og sönglög: Örn Alexandersson. Undirleikur á gítar: Bjarni Gunnarsson. Frumsýning í Hafnarhúsinu, Reykjavík, 10 nóv. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 332 orð

Á PARI

Leikstjóri Ron Sheldon. Handritshöfundar Ron Sheldon og John Norville. Kvikmyndatökustjóri Russell Boyd. Tónlist William Ross. Aðalleikendur Kevin Costner, Rene Russo, Don Johnson, Cheech Marin, Linda Hart. Bandarísk. Regency/Warner Bros. 1996. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 82 orð

BJARTUR og Frú Emilía, annað tölublað ársins, e

BJARTUR og Frú Emilía, annað tölublað ársins, er tileinkað skáldinu Charles Bukowski sem var goðsögn í lifanda lífi. Hann þótti frumlegur og djarfur í skáldskap sínum. Jón Kalman Stefánsson kynnir skáldið. Auk þess er birt úrval ljóða eftir Bukowski. Bjartur og frú Emilía er gefið út af bókaforlaginu Bjarti og leikhúsinu Frú Emilía. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 1227 orð

Blómleg Heimskringla Heimskringla nefnist háskólaforlag Máls og menningar. Það hefur gefið út sautján fræðirit sem eru ætluð

HÁSKÓLAFORLAG Máls og menningar, Heimskringla,var stofnað árið 1991 og hefur gefið út sautján bækur sem spanna mörg svið hug- og raunvísinda, svo sem heimspeki, bókmenntir, sagnfræði, stjórnmálafræði, sálarfræði, hagfræði, læknisfræði og eðlisfræði. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Downey dæmdur á skilorð

BANDARÍSKI leikarinn Robert Downey jr. var dæmdur til þriggja ára skilorðsbundinnar fangavistar í vikunni en hann var tekinn fastur fyrr í haust fyrir misnotkun á eiturlyfjum og fyrir að hafa hlaðið vopn undir höndum. Einnig var honum gert skylt að dvelja í þrjá mánuði í eiturlyfjameðferð, fara reglulega í áfengis- og eiturlyfjaeftirlit og borga auk þess 16. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 115 orð

Friðsælt í Fellahverfi

FRIÐAR- og grillhátíð var haldin í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti í síðustu viku. Tvær hljómsveitir skemmtu og grillaðar voru pylsur sem skolað var niður með gosdrykkjum. Ástþór Magnússon Wium kom og spjallaði við viðstadda, sem voru allt unglingar, ræddi við þá um frið og útdeildi bæklingum. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 81 orð

Frumvarp undirbúið

NEFND hefur verið skipuð til að annast heildarendurskoðun á lögum og reglum um Háskóla Íslands og semja frumvarp til nýrra laga um Háskólann, auk reglugerða með nánari útfærsluliðum. Í nefndinni sitja af hálfu Háskólans Þorgeir Örlygsson prófessor sem er formaður, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor og Guðrún Kvaran forstöðumaður. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 379 orð

Gaman og alvara

eftir Kristin Reyr. Reykjavík 1996 ­ 143 bls. KRISTINN Reyr eraf þeirri kynslóð skáldasem hóf upp raust sínaá fyrri hluta þessararaldar. Hann er fæddurí Grindavík árið 1914og fyrstu ljóðabók sína,Suður með sjó, gaf hannút árið 1942. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 96 orð

Hamingjuleit

LÍFSINS tré eftir Böðvar Guðmundsson er komið út. "Þetta er skáldverk um lífsbaráttu þrautseigra Íslendinga sem leituðu hamingjunnar vestur um haf þegar heimaland þeirra þurfti ekki lengur á þeim að halda. Í þessari bók segir höfundurinn frá örlögum fólks af fyrstu og annarri kynslóð Vesturíslendinga og sambandi þeirra við ættingja í gamla landinu," segir í kynningu. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 143 orð

Herrakvöld Harðar

HERRAKVÖLD hestamannafélagsins Harðar var haldið á laugardagskvöldið í Harðarbóli í Mosfellsbæ þar sem snæddur var kaldur kínverskur matur, boðnir upp bögglar, hlustað á lífsspeki Rósu Ingólfsdóttur og skoðaður dans tveggja ungra stúlkna. Allt fór vel fram og skemmtu menn sér hið besta. Um miðnættið kom kvenpeningurinn á staðinn svo hægt væri að hefja dans. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 749 orð

Hetja á vorum tímum

eftir Nelson Mandela. Jón Þ. Þór og Elín Guðmundsdóttir íslenskuðu. Fjölvi, 1996, 511 síður. NELSON Mandela er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Heimurinn gerði hann að tákni fyrir frelsisbaráttu svartra í Suður-Afríku á meðan hann tók út hörðustu refsingu sem pólitískur fangi hafði hlotið í því landi: lífstíðardóm sem endaði sem tuttugu og sjö ára fangelsisvist. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 1079 orð

Hjartasorgir

Fræg og umdeild ástarsaga frá níunda áratug síðustu aldar í Kaupmannahöfn eftir Bodil Wamberg í þýðingu Björns Th. Björnssonar. Mál og menning, 1996 ­ 127 síður. SVIÐIÐ er Kaupmannahöfn á níunda áratug nítjándu aldar. Sænsk skáldkona tekur sér herbergi á Hótel Leopold til að losna við eiginmann sinn og fá næði til að skrifa. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 570 orð

Hljóð, fálát og fögur

Flutt voru verk eftir Thomas Morley, Matthew Locke, Willam Byrd, John Banister, Georg Philipp Telemann og Johann Jakob Froberger. Flytjendur voru Ragnheiður Haraldsdóttir og Camilla Söderberg, er léku á blokkflautur, Anna Margrét Magnúsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba og selló. Laugardagurinn 9 október, 1996. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 381 orð

Í kringum landið með ljóðin í kollinum

"ÉG ÁTTI frumkvæðið að gerð bókarinnar og bar hugmyndina undir stjórnendur Máls og Menningar um áramótin 1993-94. Þeir lögðu síðan til ljóðin og ég fór í gang vorið 1994 og keyrði hringinn í kringum landið með ljóðin í kollinum. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 713 orð

Í leit að kjarnanum

eftir Kristján B. Jónasson.Mál og menning, 1996. 225 bls. SÖGUMAÐUR Snákabana býr á eyðibæ einn og yfirgefinn, en sjálfstæður og sæll með sitt, að sögn. Það er þó vænlegra að taka frásögn sögumanns í þessari fyrstu skáldsögu Kristjáns B. Jónassonar með nokkrum fyrirvara. Söguhetjan og sögumaðurinn Jakob er ekki að öllu leyti ábyggilegur. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Ísleikhús

Ísleikhús LEIKHÚS, byggt úr snjó og ís, mun rísa í mars næstkomandi í Luleå í Norður-Svíþjóð. Verður leikhúsið eftirmynd The Globe" í London. Opnunin tengist sænsku leiklistarhátíðinni, sem haldin verður í bænum um miðjan mars. Verður opnunarathöfn hátíðarinnar í ísleikhúsinu og þar verða einnig settar upp sýningar. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 131 orð

ÍSLENSKUR annáll 1988 er tíunda bókin í bókaf

ÍSLENSKUR annáll 1988 er tíunda bókin í bókaflokknum Íslenskur annáll. "Að þessu sinni er bókin óvenju efnismikil, hvort tveggja vegna áratugar afmælisins og hins að þetta ár gekk á ýmsu í þjóðmálum," segir í kynningu. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 167 orð

Jarðfræði á geisladiski

BRAUTRYÐJENDAVERK Sigurðar Davíðssonar um íslenska jarðfræði er komið út á geisladiski hjá Máli og menningu. Er hér um fyrsta margmiðlunardisk fyrirtækisins að ræða og hentar hann grunnskólanemendum sem farnir eru að læra um myndun og mótun lands. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 157 orð

Kennarar verða að geta sinnt fleiru en kennslu

ELNA KATRÍN Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, segir að í komandi kjarasamningum muni væntanlega verða mikill þungi í viðræðum við samninganefnd ríkisins um vinnutíma kennara vegna ýmissa áhrifa framhaldsskólalaganna, s.s. kennsludagafjölgunar, samræmdra prófa, endurskoðunar á námsskrám og öðru. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 97 orð

Kostulegir menn

SMÁSAGNASAFNIÐ Þættir af einkennilegum mönnum eftir Einar Kárason er komið út. "Þetta eru átta "þættir af einkennilegum mönnum" sem geyma yfirlætislausar svipmyndir af kostulegum karakterum og mynda umgjörð um níu smásögur sem eru lengri að gerð. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Lion King á Broadway

SÖNGLEIKUR sem unninn er upp úr teiknimyndinni "The Lion King" er væntanlegur á svið á Broadway næsta haust. Þar mun hið vinsæla lag úr teiknimyndinni, "Can You Feel the Love Tonight", eftir Elton John og Tim Rice koma fyrir meðal annars, auk þess sem tónlist í bakgrunni mun gegna stóru hlutverki. Nýjum lögum eftir John og Rice verður bætt inn í verkið. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 549 orð

Ljóðagerð er ólæknandi árátta

SJÖTTA ljóðabók Gylfa Gröndals, Undir hælinn lagt, er komin út í tilefni af sextugsafmæli hans. Það er liðið tuttugu og eitt ár síðan fyrsta ljóðabók Gylfa birtist en ferill hans sem ljóðskálds er mun lengri: "Ég byrjaði að yrkja strax sem barn og í Menntaskólanum í Reykjavík var ég svokallað skólaskáld og lét mikið á mér bera sem slíkur. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 263 orð

Lög úr söngleikjum flutt í Árnessýslu

HAFIN er síðari tónleikasyrpan á haustönn handa nemendum í Árnessýslu á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Að þessu sinni fá nemendur í Árnessýslu að kynnast söngleikjatónlist. Söngkonurnar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir ásamt píanóleikaranum Kristni Erni Kristinssyni flytja þeim nokkur ógleymanleg lög og önnur minna þekkt. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 89 orð

MEMORIES of Reykjavik er heiti á bók um höfuð

MEMORIES of Reykjavik er heiti á bók um höfuðborg Íslands og er hún á ensku. Í kynningu útgefanda segir: "Borgin við sundin blá á sér mörg svipmót og hér hefur Páll Stefánsson, ljósmyndari, fest nokkur þeirra á filmu. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 506 orð

Merkisberi norðlenska skólans

Geisladiskur Gunnars Gunnarssonar, gefinn út til minningar um Ingimar Eydal. Tónlistarflutningur og útsetningar: Gunnar Gunnarsson. Hljóðfæri: Boston flygill. Hljóðritun og eftirvinnsla: Ari Daníelsson. Píanóstillingar: Sigurður Kristinsson. Hönnun: Hlynur Helgason. Ljósmyndir: Sóla. Útgefandi: Dimma. Dreifing: Japis. 48:35 mín. 1.999 krónur. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 840 orð

Móðir og sonur

Sagan af Benedikt Dóra S. Bjarnason 200 bls. Prentun Scandbook A/B, Svíþjóð Mál og menning, 1996. FRÁSÖGN Dóru S. Bjarnason hefst á tveimur stuttum kynningum, sú fyrri er kynning á henni sjálfri undir titilinum "Ég var..." og þar er eftirfarandi línur að finna: "Ég var staðráðin í að lifa eigin lífi. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 251 orð

Neonljósa ? yfir kynhneigð Michaels

POPPSTJARNAN grískættaða George Michael, 33 ára, segir í nýju viðtali í tímariti sem gefið er út af heimilislausu fólki, Britain's Big Issue, að stórt neonljósaspurningarmerki hangi yfir kynhneigð hans. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 146 orð

Nýjar bækur

Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Stafakarlarnireftir Bergljótu Arnalds. Bókin er myndskreytt af Jóni Hámundi Marinóssyni. Einn síðsumardag gerðist dálítið skrítið. Ari og Ösp voru úti á leikvelli með stafabókina þegar vindhviða feykti öllum stöfunum út úr bókinni svo þeir lentu í hrúgu framan við sandkassann. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 233 orð

Nýjar bækur ARIEL og önnur ljóð er heiti á bók

ARIEL og önnur ljóð er heiti á bók eftir bandaríska ljóðskáldið Sylviu Plath í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Bókin hefur að geyma fjörutíu ljóð, þar á meðal flest þau sem helst hafa haldið nafni hennar á lofti: "Pabbi", "Lafði Lasarus", "Ariel", "Kólossus", Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 137 orð

Nýjar bækurEN það er ekki ókeypis er skáldsaga e

EN það er ekki ókeypis er skáldsaga eftir Þorstein Stefánsson. Höfundurinn er Austfirðingur sem lengi hefur verið búsettur í Danmörku. Þorsteinn hefur fengið margháttaðar viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. H.C. Andersen verðlaunin fyrir bók sína Dalinn. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 80 orð

Nýjar bækur NÖFNIN á útidyrahurðinni e

NÖFNIN á útidyrahurðinni er ný bók eftir Braga Ólafsson. Bragi hefur áður sent frá sér fjórar ljóðabækur og er Nöfnin á útidyrahurðinni fyrsta sagnabók hans. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 81 orð

Nýjar bækur ÓHUGGANDI er skáldsaga eftir

ÓHUGGANDI er skáldsaga eftir Kazuo Ishiguro Booker-verðlaunahafa og höfund sögunnar Dreggjar dagsins. "Ishiguro tekst í hæglæti sínu og yfirvegun að skrifa skáldsögu sem er bæði farsi og martröð. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 91 orð

Nýjar bækur SILFURKROSSINN er ný barna- og ung

SILFURKROSSINN er ný barna- og unglingabók eftir Illuga Jökulsson. Í henni segir frá undarlegum atburðum sem gerast þegar ung fjölskylda flyst í nýbyggt hús í nýju íbúðahverfi. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 81 orð

Nýjar bækur VILLILAND er eftir Jónas Þ

VILLILAND er eftir Jónas Þorbjarnarson. Þetta er fjórða ljóðabók Jónasar. Í kynningu útgáfunnar segir m.a.: "Í þessari nýju bók Jónasar Þorbjarnarsonar er sem fyrr að finna óvenju þokkafulla ljóðlist. Hún er innileg og íhugul í senn, borin upp af næmri sýn á veröldina, undur hennar og ógnir. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 127 orð

Nýjar bækur ÞÚ sem ert á himnum ­ Þú ert hér,

ÞÚ sem ert á himnum ­ Þú ert hér, eru játningar eftir Ísak Harðarson. Í kynningu segir: "Í áhrifamikilli játningu lýsir höfundur leit sinni að sálarfriði og tilgangi í lífinu, leit sem er svo árangurslaus að hann gerir sér loks grein fyrir því að hann veit og getur ekki neitt. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 158 orð

Nýjar hljómplötur GEISLAPLATA með s

GEISLAPLATA með söng Karlakórs Akureyrar - Geysis er komin út. Þetta er fyrsta geislaplata kórsins sem stofnaður var 11. október 1990 við sameiningu Karlakórs Akureyrar og Karlakórsins Geysis. Á plötunni eru 18 lög eftir innlenda og erlenda höfunda þó flest eða fimm talsins eftir eyfirska skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 110 orð

Ort um framandi lönd

LJÓÐABÓKIN Á leið til Timbúktú eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamann og rithöfund er komin út. Þetta er fyrsta ljóðabók Jóhönnu sem áður hefur sent frá sér skáldsögur og ferðabækur að ógleymdri metsölubókinni Perlur og steinar sem út kom fyrir nokkrum árum. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 106 orð

Ólíkir staðir lifna

FLEY og fagrar árar eftir Thor Vilhjálmsson er komin út. "Þetta er hraðvirkur minningaspuni, skrifaður í svipuðum anda og hin vinsæla bók Thors, Raddir í garðinum (1994). Í bókinni kallar eitt atvik á annað, ein mannlýsing kveikir aðra og ólíkir staðir lifna fyrir augum lesandans", segir í kynningu. Öðrum þræði er bókin ferðasaga eins og fleiri bækur Thors Vilhjálmssonar. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 889 orð

Picasso svikinn í ástum

PABLO Picasso, sem hefur verið sakaður um kvenhatur og kvensemi, fær uppreisn æru í nýjustu ævisögu þessa mikla meistara málaralistarinnar. Þar er fullyrt að að minnsta kosti tvær konur hafi svikið Picasso í ástum, en hann hefur verið sakaður um að hafa dregið fjölda kvenna á tálar en hafnað þeim síðar. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 333 orð

Rangan á frelsinu

Leikstjóri Zhang Yimou. Handritshöfundur Li Xiao. Kvikmyndatökustjóri Lu Yue. Tónlist Zhang Guangtian. Aðalleikendur Gong Li, Wang Xiaoxiao, Li Baoham. Kína/Frakkland. 1995. SÍÐASTA samstarfsverkefni kínversku listamannanna Zhang Yumou leikstjóra og leikkonunnar Gong Li er ljóðræn frásögn af andstæðunum sígildu, sekt og sakleysi. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 811 orð

Rannsóknir vanræktar í skólum

ÍSLENDINGAR eiga að verja mun meiri tíma í kennslu náttúruvísinda en gert er og virkja nemendur í auknum mæli til rannsókna. Um leið ætti að gera ákveðnum hluta kennara í hverjum framhaldsskóla kleift að stunda rannsóknir, segir Þorvaldur Örn Árnason náttúrufræðikennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 158 orð

"Ransom" fær metaðsókn

SPENNUMYNDIN "Ransom" með Mel Gibson í aðalhlutverki ruddi myndinni "Romeo & Juliet" af toppi listans yfir tíu aðsóknarmestu bíómyndir í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Greiddur aðgangseyrir á "Ransom" nam 2.310 milljónum íslenskra króna og er það meiri innkoma en aðgangseyrir á allar aðrar myndir á listanum samanlagt. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 171 orð

Safnfræðsla

Í AUSTURFORSAL Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning til kynningar á starfsemi safnsins er lýtur að fræðslu og miðlun, safnfræðslu. Markmiðið með þessu starfi er að kynna fyrir íslenskum skólanemum verk og lífsýn innlendra og erlendra myndlistarmanna, áður fyrr og nú á tímum og vekja þannig áhuga á list og menningu ásamt því að efla vitund um menningararfleifð og menningarsögu. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 100 orð

Saga brotamanns

SKÁLDSAGAN Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn er komin út. Sagan fjallarum GuðmundAndrésson, fræðimann og skáld,sem hefur aldreigetað lært að beratilhlýðilega virðingu fyrir yfirvöldum, veraldlegumsem andlegum ogþað kemur honumí koll. Honum ergefið að sök að hafa samið hneykslanlegt rit gegn Stóradómi. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 687 orð

Saga í tónum

Jón Þórarinsson tónskáld flutti fyrirlestur um störf Páls Ísólfssonar. Flutt voru tónverk eftir orgelleikara við Dómkirkjuna og verk samin fyrir vígslu og aðrar athafnir kirkjunnar. Flytjendur: Dómkórinn í Reykjavík og Anna Guðný Guðmundsdóttir, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudagurinn 10. nóvember, 1996. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 664 orð

Saga sem ekki hefur verið skrifuð fyrr

eftir Eystein Björnsson. 189 síður. Útgefandi: Tindur. Reykjavík 1996. SKÁLDSAGAN Snæljós eftir Eystein Björnsson er bæði ástarsaga og spennusaga án þess þó að sverja sig í ætt dæmigerðra ástar- og spennusagna og langt því frá. Ástin í sögunni er mjög óvenjuleg og kemur á óvart. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 86 orð

Schehereazade

SchehereazadeMarmarahvít gat hún verið en líkami hennar rjúkandi af hlýju hér í þessari brennheitu eyðimörk svöl eins og lind er sál hennar Hún vakir sína þúsundustu nótt sér vinjar svefnsins á ný varpa skugga á hillingar hans morðsins útvalda stund! Sér f Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 134 orð

Stórviðburðir og misgjörðir

ÚT ER komin skáldsagan Blóðakur eftir Ólaf Gunnarsson. Í kynningu segir: "Þessi mikla samtímasaga er hlaðin stórviðburðum, full af lifandi persónum og rík af samlíðan höfundar með öllu því fólki sem hann hefur hér skapað, hvort sem það er skuldugt alþýðufólk eða voldugir stjórnmálamenn í æðstu stöðum; allir njóta hér sannmælis án þess að dregin sé fjöður yfir misgjörðir. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 113 orð

THE Icelandic Horse in the Home Country er he

THE Icelandic Horse in the Home Country er heiti á nýrri bók um íslenska hestinn á ensku. Í henni er að finna kynningu á íslenska hestinum og lífi hans í heimahögum. Komið er inn á mörg svið hestamennskunnar í máli og myndum, "m.a. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 156 orð

TÍMARITIÐ Gangleri, síðara hefti 70.

TÍMARITIÐ Gangleri, síðara hefti 70. árgangs, er komið út. Gangleri flytur greinar um andleg og heimspekileg mál. Alls eru 18 greinar í þessu hefti auk smáefnis. Í hausthefti Ganglera nú er m.a. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 333 orð

Trúarskáld í efa og afneitun

"Í BÓKINNI legg ég áherslu á skáldskap Östens Sjöstrands á sjötta og níunda áratugnum en þar finnst mér hann ná mestum hæðum. Sjöstrand er mjög heimspekilegur höfundur. Hann er búinn að velkjast í ýmsum hugmyndafræðilegum straumum og tekur afstöðu til ýmissa mála, Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Trúðar og fagurfræði

H.H. Bilson. Opið daglega frá 1O-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. Til 17 nóvember. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKIR myndlistarmenn og einstaklingar af íslenzkum ættum hafa víða dreift sér í útlandinu og trúlega er það best varðveitta leyndarmálið hversu margir þeir eru. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 88 orð

Umsóknarfrestur í Hugvísi

SKILAFRESTUR til að sækja um rannsóknastyrk í Hugvísi, keppni ungs fólks í vísindum og tækni, rennur úr 1. desember nk. Sækja skal um styrkinn til Ísaga hf. Frestur til að skila inn hugmyndum í sjálfa keppnina rennur út 3. mars nk. en 12. apríl verður verðlaunaafhending og þá kemur í ljós hver fær að halda áfram í keppni erlendis. Sl. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 322 orð

Undraverður höfundur

SKÁLDSAGAN Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur vakið mikla athygli í Frakklandi en hún kom þar út fyrr í haust hjá bókaforlaginu Seuil sem er eitt virtasta bókmenntaforlag landsins. Á dögunum birtist einkar lofsamlegur dómur í dagblaðinu La Croix en þar segir að Ólafur Jóhann sé undraverður og honum takist einstaklega vel upp í lýsingu sinni á sálarangist manns. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 503 orð

Unga hjartað ólmast

Leikfélagið Allt milli himins og jarðar "The Breakfast Club". Þýðing: Þorsteinn Bachmann, Anna Melsteð og Jakob Ingimundarson, en Jakob leikstýrir. Leikendur: Jóhannes Ásbjörnsson, Íris María Stefánsdóttir, Rebekka Árnadóttir, Kári Guðlaugsson, Guðleifur Kristjánsson, Jóhann Guðlaugsson, Katrín Bjarney Guðjónsdóttir. Frumsýning hátíðasal Verslunarskóla Íslands, 8. nóv. sl. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 224 orð

ÚT ER komin geislaplata með píanóleikaranum Þorste

ÚT ER komin geislaplata með píanóleikaranum Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Á honum leikur Þorsteinn tvö verk eftir Sergei Rahmaninov, píanókonsert nr. 2 í c-moll og rapsódía um stef eftir Paganini ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ula Rudner. Upptökur fóru fram í Háskólabíói í september 1994 og í maí 1995. Í kynningu segir að: "Píanókonsert nr. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 107 orð

ÚT er komin geislaplata með Sönghópnum Sólarmegin.

ÚT er komin geislaplata með Sönghópnum Sólarmegin. Á disknum eru íslensk lög, svo og erlend lög með nýjum íslenskum textum, auk nokkurra erlendra laga með upprunalegum texta. Nýir íslenskir textar eru við 7 af 20 lögum á disknum. Hljómdiskurinn er tekinn upp á sl. Meira
12. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Vala og Súkkat

LEIK- og söngdagskrá leikkonunnar Völu Þórsdóttur og hljómsveitarinnar Súkkats var frumsýnd í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum um síðustu helgi. Sýningin lagðist vel í frumsýningargesti en meðal dagskráratriða er leiksagan "Konan með löngu augnhárin" og tónlistar- og leikþátturinn "Skjóðuljóð". Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 218 orð

Verk eftir Beethoven og Poulenc á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. nóvember munu þeir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettleikari og Brjánn Ingason fagottleikari spila lög eftir Beethoven og Poulenc. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | -1 orð

Við upphaf nútímans

eftir Denis Diderot. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning, Reykjavík 1996. 276 bls. Á DÁNARÁRI franska heimspekingsins og rithöfundarins Denisar Diderots (1784), birtist grein í tímaritinu Berlinische Monatschrift eftir þýska heimspekinginn Immanuel Kant (1724-1804), Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 256 orð

Vinn mjög sjálfstætt

JÓHANNA Helgadóttir heitir nemandinn sem fékk tækifæri til að vinna að rannsóknum í vetur hjá Þorvaldi Erni Árnasyni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún er ánægð með námið og segir að hér sé um miklu meiri einstaklingsvinnu að ræða en hún hefur átt að venjast. "Ég þarf til dæmis að skipuleggja tíma minn því enginn segir mér hvað ég á að gera fyrir hvern tíma. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 574 orð

Vitfirringin sæla

NORSKUR gagnrýnandi og dálkahöfundur heimsblaða á borð við Die Zeit, Le Figaro og New York Times lét þau orð falla í mín eyru á Bókastefnunni í Frankfurt í október að hann undraðist ekki upphefð íslenskra rithöfunda á erlendum vettvangi. Íslenskir rithöfundar væru víðförlir og skrifuðu bækur sem höfðuðu til umheimsins með áhrifaríkum hætti. Þetta hefðu þeir lengi gert. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 334 orð

Vorið góða...

Höfundur: Astrid Lindgren. Myndir: Ilon Wikland. Þýðing: Sigrún Árnadóttir. Prentun: Aarhus Stiftsbogtrykkeri, Danmörk. Mál og menning, 1996 - 32 síður. Það er einkenni sagnameistarans, hversu áreynslulaust hann dregur upp myndir af hversdagsleikanum, réttir þér, og þér þykir vænna um ævintýrið líf eftir. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 610 orð

Þetta hefur verið mikill galeiðuróður

Fyrsta rússnesk-íslenska orðabókin væntanleg Þetta hefur verið mikill galeiðuróður UTANRÍKISRÁÐHERRAR Íslands og Rússlands hafa fengið afhent fyrstu eintökin af nýrri rússnesk- íslenskri orðabók sem kemur formlega út á vegum Nesútgáfunnar um áramót. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 1547 orð

Þjóðarhelgidómur og saga höfuðstaðar

eftir Þóri Stephensen. Hið íslenska bókmenntafélag og Dómkirkjan í Reykjavík 1996 - 653 síður Í TILEFNI af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík er nú komin út saga hennar skrifuð af séra Þóri Stephensen sem þjónaði söfnuðinum á árunum 1971-1989. Bókin er í tveimur hlutum og heitir sá fyrri Byggingarsaga og hinn síðari Í iðu þjóðlífs. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 89 orð

ÞRÍTENGT er ljóðabók eftir Geirlaug Magnús

ÞRÍTENGT er ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon. Hún inniheldur annars vegar fimmtíu frumsamin ljóð höfundarins og hins vegar þýðingar hans á nokkrum ljóðum eftir franska skáldið Pierre Reverdy. "Knappur, meitlaður en þó hlýlegur stíll Geirlaugs Magnússonar birtist glögglega í Þrítengt. Meira
12. nóvember 1996 | Skólar/Menntun | 467 orð

Þörf á sérkennslu hefur minnkað

MARKVISS móðurmálskennsla á fyrstu árum skólagöngu nemenda Grunnskóla Borgarness hefur skilað sér í minni þörf á sérkennslu þegar fram líða stundir, að sögn Guðmundar Sigurðssonar skólastjóra. "Lestur er lykillinn að svo mörgu. Þegar eitthvað fer úrskeiðis á efri grunnskólaárum má oft rekja það til erfiðleika í lestri," sagði hann. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 111 orð

ÆVINLEGA hér er heiti á nýrri ljóðabók eftir

ÆVINLEGA hér er heiti á nýrri ljóðabók eftir Sigurð Skúlason. Bókin geymir 25 ljóð og lýsa þau persónulegri reynslu höfundar þar sem staðir, fólk, atvik og tilfinningar taka á sig form í "myndum úr veruleikanum litla" eins og undirtitill bókarinnar hljóðar. Meira
12. nóvember 1996 | Bókmenntir | 159 orð

Ævintýraleg ferð

SKÁLDSAGAN Íslandsförin eftir Guðmund Andra Thorsson er komin út. "Þetta er skáldsaga sem lögð er í munn enskum aðalsmanni sem heldur til Íslands á seinni hluta 19. aldar. Ferðin er ævintýraleg og ferðafélagarnir ekki síður. Meira
12. nóvember 1996 | Menningarlíf | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Um þjóðarhelgidóm - Dómkirkjusaga Þóris Stephensen/2 Í kringum landið með ljóðin í kollinum/3 Hjartasár/4 Diderot og forlagasinninn/5 Ævisaga Mandela/6 Nýjar íslenskar skáldsögur/7 Fræðibókaútgáfa/8 Meira

Umræðan

12. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Eru óbeinar reykingar "barnamisþyrmingar"?

AF NORÐURLANDAÞJÓÐUM taka Íslendingar og Danir minnst tillit til barna sinna, ef marka má niðurstöður úr stórri norrænni könnun sem gerð var fyrir tilstuðlan norrænu krabbameinfélaganna og Dagens Nyheter greindi frá fyrir skömmu. Á Íslandi og í Danmörku býr tæpur helmingur ungra barna á heimilum þar sem þau eru a.m.k vikulega útsett fyrir tóbaksreyk. Meira
12. nóvember 1996 | Aðsent efni | 629 orð

Framþróun ­ öfugþróun

AÐ UNDANFÖRNU hefir opinber umræða um stefnu og stjórn fiskveiðimála einkennst af endalausu karpi um úthlutun og verðlagningu fiskveiðiheimilda. Eigum við að halda okkur við kvótakerfið eða taka upp svokallað veiðileyfagjald? Hinn almenni borgari á hinsvegar stundum erfitt með að átta sig á hlutunum ­ hvernig á þessum málum er haldið af hálfu stjórnvalda, Meira
12. nóvember 1996 | Aðsent efni | 831 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

Í MORGUNBLAÐINU 7. nóvember sl. birtist grein eftir Guðmund Ragnarsson, formann Landssamtakanna Þroskahjálpar. Heiti greinarinnar er Jafnrétti og lífskjör fatlaðra. Efni greinarinnar er þannig að þar er ekki öll sagan sögð og af því leiðir að sú mynd sem Guðmundur dregur upp er röng. Reyndar hefur þetta hent áður og nokkuð markað samþykktir sem Þroskahjálparfélögin hafa gert. Meira
12. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 486 orð

Hjólreiðar fyrir alla

HEILSURÆKT og aukið heilbrigði landans er hætt að vera tískufyrirbæri. Við vitum nú fyrir víst að heilbrigðari þjóðfélagsþegna sparar útgjöld vegna heilbrigðismála og að aukið heilbrigði gerir okkur hamingjusamari. Íþróttir fyrir alla er framtíðin. Í þessum anda hafa hjólreiðar verið stundaðar hérlendis. Meira
12. nóvember 1996 | Aðsent efni | 761 orð

Keisarans bláa skegg

NÚ HEFUR úrskurður Skipulags ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna uppgræðslu Hólasands hrundið af stað enn einni fjölmiðlaumræðu um hina merkilegu jurt lúpínuna. Umræðan nú er með aðeins öðrum formerkjum en áður, þar sem ekki er deilt um kosti og galla lúpínunnar sjálfrar, Meira
12. nóvember 1996 | Aðsent efni | 413 orð

Mjólk og brauð á bankavöxtum

ÞEGAR lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna var breytt árið 1992 voru teknar upp svokallaðar eftirágreiðslur námslána, en þær hafa í för með sér að námslán eru greidd út eftir að árangur úr prófum liggur fyrir. Til að brúa bilið frá því að skóli hefst og þar til einkunnir liggja fyrir þurfa námsmenn að leita á náðir bankanna og framfleyta sér á yfirdráttarlánum. Meira
12. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Opið bréf til Ómars Ragnarssonar

ÁGÆTI Ómar! Ég ætti reyndar að ávarpa þig: Kæri vinur, því það ertu allra þeirra sem unna landinu sínu, Íslandi. Ég vil þakka þér alla uppbyggilegu þættina um land og þjóð. Þar er í geysilegur fróðleikur, skemmtun og áhrifarík vörn fyrir landið. Dagsljósþáttur þinn frá hálendissvæðinu við Köldukvísl er alvarleg aðvörun sett fram á listrænan hátt. Meira

Minningargreinar

12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 487 orð

Einar Sigurjónsson

Það var veturinn 90-91 sem hópur manna tók sig saman og fór í sleðaferð uppfrá Lyngdalsheiðinni í áttina að Langjökli, með ferðaáætlun yfir jökul og á Hveravelli. Leiðsögn var í öruggum höndum reynds skipstjóra Einars Sigurjónssonar. Ferðalangarnir voru ýmist þrautreyndir sleðamenn eða algerir viðvaningar. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Einar Sigurjónsson

Kveðja frá félögum í Landsbjörg Fallinn er í valinn mikill hugsjónamaður, Einar Sigurjónsson, skipstjóri og síðar forseti Slysavarnafélags Íslands. Við sem störfum að björgunarmálum og þekktum Einar bárum mikla virðingu fyrir störfum hans. Hann var hugmyndaríkur og hafði góða hæfileika til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 270 orð

Einar Sigurjónsson

Æskuvinur minn er látinn langt um aldur fram. Það var stutt á milli heimila okkar Einars Sigurjónssonar og undirritaðs á Austurgötu í Hafnarfirði fyrir rúmum 50 árum. Hann var yngstur fimm systkina þeirra þekktu hjóna Sigurjóns Einarssonar skipstjóra og Rannveigar Vigfúsdóttur. Við Einar urðum því snemma góðir vinir og leikfélagar. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 24 orð

EINAR SIGURJÓNSSON

EINAR SIGURJÓNSSON Einar Sigurjónsson fæddist í Hafnarfirði 2. apríl 1930. Hann lést 27. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 8. nóvember. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 966 orð

Gerður Árný Georgsdóttir

Ég vil byrja kveðjuorð mín til vinkonu minnar með þessu litla ljóði, sem mér finnst eiga svo vel við á þessari stundu: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 31 orð

GERÐUR ÁRNÝ GEORGSDÓTTIR

GERÐUR ÁRNÝ GEORGSDÓTTIR Gerður Árný Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 6. janúar 1936. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 30. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. nóvember. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 261 orð

Guðmunda G. Guðmundsdóttir

Okkur vinkonur Mundu langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Við vorum unglingsstelpur þegar leiðir okkar lágu fyrst saman og vinátta okkar hefur haldist óslitin síðan. Betri og tryggari vinkonu en Mundu er ekki hægt að hugsa sér. Hún var einstaklega örlát, gestrisin og alltaf hrókur alls fagnaðar og sá skoplegu hliðarnar á lífinu alveg fram á síðustu stund. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Guðmunda G. Guðmundsdóttir

Elsku Munda. Við höfðum einu sinni ákveðið að eyða síðustu æviárunum saman á elliheimili, ásamt körlum okkar. Ég vissi að alltaf yrði gleði í kring um þig. Enda varð sú raunin á. Jafnvel í erfiðustu veikindum þínum, þessa síðustu mánuði, fórum við frá þér með bros á vör. Aldrei skiptir þú um skap, frekar en þú hafðir gert þau 35 ár, sem ég þekkti ykkur. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 345 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Ég get enn ekki trúað því, elsku vinkona, að þú sért ekki lengur á meðal okkar hér á þessari jörðu. Ég talaði við þig í síma bara tveim dögum áður en ég fékk þessa sorgarfregn að þú værir látin. Þú virtist vera svo jákvæð með þetta allt og gerðir grín og ég sagði þér að ég væri á leiðinni til Íslands, og þú svaraðir: "Hlakka til að sjá þig." Það fór öðruvísi en ætlað var. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 395 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

"Þín minning bregður tærum hlátri á haustið og hennar vegna er skemmtilegra að lifa". (Matthías Jóhannesen). Það er margs að minnast, og fyrir svo ótal margt að þakka. Ég man ekkert leiðinlegt þó ég spóli fram og til baka. Munda sá til þess að engum leiddist í návist hennar. Þessi fremur lágvaxna vinkona mín er mér í huga með stærri konum sem ég hef kynnst. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 552 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Við fráfall mágkonu minnar, Guðmundu G. Guðmundsdóttur, verður mér á margan hátt hugsað til minnar sérstöku tengdamóður, sem er sannarlega ein af hetjum hversdagslífsins í þessu landi. Ung og fátæk ekkja ól hún upp svo til fyrirmyndar var og gaf okkur öllum, systurnar þrjár á Skálholtsstígnum sem við eignuðum okkur síðar svilarnir, Hansi heitinn, ég undirritaður og Maddi. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 418 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Með þessum orðum langar mig til að minnast og kveðja gamla vinkonu, Guðmundu Guðrúnu Guðmundsdóttur. Hún lést langt um aldur fram þann 2. nóvember, á allrasálnamessu. Guðmunda Guðrún var alltaf kölluð Munda. Við Munda kynntumst fyrir rúmum 20 árum þegar við ásamt fjölskyldum okkar vorum nágrannar í nokkur ár. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 85 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Elsku Munda frænka, þessar ljóðlínur munum við systkinin hafa að leiðarljósi. Þar sem þú varst var jákvætt andrúmsloft og gleði. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 244 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

"Drottinn vakir, Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér." Góð vinkona okkar, Guðmunda G. Guðmundsdóttir, er fallin frá. Munda var vinur okkar í þrjátíu ár og þar bar aldrei skugga á. Það var vegna þess hve gott var að vera nálægt henni. Hún var ávallt hress og létt í lund og tilbúin að rétta hjálparhönd hvenær sem á þurfti að halda. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Guðmunda Guðrún Guðmundsdóttir

Horfin er frá okkur góð og elskuleg kona. Krabbameinið lagði hana að velli langt fyrir aldur fram. Hún barðist hetjulega og var alveg ákveðin í að sigra þennan óvin, horfði fram á við, hugrökk og æðrulaus til hinstu stundar. Munda starfaði með okkur í Leikklúbbnum Spuna í Lúxemborg frá árinu 1985. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 161 orð

GUÐMUNDA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmunda G. Guðmundsdóttir fæddist á Kluftum, Hrunamannahreppi, 20. ágúst 1940. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 2. nóvember síðastliðinn. Guðmunda var dóttir hjónanna Guðmundar Ágústs Sigurðssonar, bónda á Kluftum, f. 9. ágúst 1904, d. 21. apríl 1942, og Sigríðar Árnadóttir húsfreyju, f. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 610 orð

Guðmundur Gunnarsson

Það var mikill sorgardagur hjá fjölskyldu okkar sunnudaginn 13. október sl. Þá snemma um morguninn var hringt til okkar frá Bandaríkjunum og okkur tilkynnt að hann Gummi frændi minn og vinur okkar væri dáinn. Við skiljum ekki enn af hverju þessi góði maður er kallaður í burt frá konu sinni, þremur börnum og okkur öllum hinum sem dáðum hann svo mikið. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐMUNDUR GUNNARSSON

GUÐMUNDUR GUNNARSSON Guðmundur Gunnarsson Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1951. Hann lést í Middleborogh í Massachusetts 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gerða Lúðvíksdóttir húsmóðir, f. 14.5. 1931 á Fáskrúðsfirði, og Gunnar Guðmundsson skipstjóri, f. 3.10. 1929 í Reykjavík. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 438 orð

Harpa Steinarsdóttir

Elsku litla systir. Þegar þú komst í heiminn 7. desember 1976, svo lítil og nett. Þú varst besta og stærsta jólagjöfin sem ég fékk. Litla systirin sem ég var svo ánægð með og stolt af, sem ég passaði og lék við. Þú varst mér meira en systir sem kom til af aldursmun sem á okkur var. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 382 orð

Harpa Steinarsdóttir

Ekki hvarflaði það að okkur að það væri í síðasta sinn sem við hittum þig í október, þegar þú komst í helgarfrí hingað norður á Sauðárkrók. Þú komst við hjá okkur eins og þú gerðir svo oft þegar þú varst á ferðinni. Daginn eftir hitti ég þig heima hjá foreldrum okkar og þú varst svo glöð og ánægð. Ég faðmaði þig að mér og sagði: Harpa mín, hafðu það nú gott. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 26 orð

HARPA STEINARSDÓTTIR

HARPA STEINARSDÓTTIR Harpa Steinarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 26. október. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 137 orð

Jón Sveinsson

Elsku bróðir, nú er komið að leiðarlokum, heldur fljótar en flestir áttu von á. Eftir sitjum við með minningar um góðan dreng og vin vina sinna sem öllum vildi gott gera. Það duldist engum að þetta ár var þér erfitt heilsufarslega þó að þú bærir það með karlmennsku, eins og annað í þessu lífi. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 157 orð

JÓN SVEINSSON

JÓN SVEINSSON Jón Sveinsson fæddist í Reykjavík 20.2. 1937 og bjó þar alla ævi. Hann lést á heimili sínu, Hraunbæ 4, Reykjavík, 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Sveinn Jónsson, f. 1885, d. 1957, og Hanna Kristín Guðlaugsd., f. 1911, vistmaður á Kumbaravogi. Systkini Jóns eru Stella Ragnheiður, f. 27.12. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 383 orð

Ólafur Jensson

Með nokkrum orðum skulu þökkuð ánægjuleg og sérlega þroskandi kynni nú þegar Ólafur Jensson hefur kvatt þennan heim. Aðrir og mér hæfari munu vafalítið gera grein fyrir glæstum starfsferli hans og vísindastörfum, sem nutu viðurkenningar erlendis sem hérlendis. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 274 orð

Ólafur Jensson

Fyrir rúmum tveim áratugum þegar heimurinn virtist mér svartur og hvítur, gekk ég þvengmjór, hárprúður og alvitur inn á heimili þeirra Ólafs og Erlu. Þau sýndu þá sem oftar það umburðarlyndi sem prýðir hina víðsýnu. Ólafur tengdafaðir minn var baráttunnar maður, hvort heldur sem barist var um brauðið eða í þekkingarleit vísindanna. Markmiðin voru þau sömu skapandi og háleit. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 680 orð

Ólafur Jensson

Ólafur Jensson, fyrrverandi prófessor og yfirlæknir, er látinn í Reykjavík 72 ára að aldri. Við Ólafur hittumst fyrst í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir rúmum 50 árum og urðum stúdentar saman þaðan 1946. Báðir innrituðust í læknadeild um haustið og Ólafur lauk kandídatsprófi 1954. Ólafur fékk ungur áhuga á rannsóknarstarfsemi sem á þeim árum var hornreka í læknisfræði. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Ólafur Jensson

Okkur langar að minnast föðurbróður okkar Ólafs Jenssonar eða Óla frænda eins og hann var yfirleitt kallaður á okkar heimili. Það er margs að minnast enda var Óli frændi mjög eftirminnilegur persónuleiki, mjög frændrækinn og fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni. Við munum vel eftir þeim bræðrum, þ.e. pabba, Óla og Katli þegar þeir hittust gjarnan á sunnudagsmorgnum heima hjá afa og ömmu í Vogi. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Ólafur Jensson

Ólafur Jensson Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ógna svarta eins og hetja og góður drengur. ­ Allt af leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð. Orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 330 orð

Ólafur Jensson

Lífið er hverfult. Fyrir nokkrum dögum var undirritaður á ársfundi ameríska mannerfðafræðifélagsins sem haldinn var í San Fransisco. Við Íslendingarnir á ráðstefnunni höfðum mælt okkur mót í Kínahverfinu. Sól skein í heiði og fjölskrúðugt mannlíf San Fransisco- borgar gerði sitt til að auka á stemmninguna. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 30 orð

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór

ÓLAFUR JENSSON Ólafur Jensson var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. nóvember. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 297 orð

Ragnar Guðmundsson

Elskulegur móðurbróðir minn, Ragnar Guðmundsson frá Kjós er síðasta barn Guðmundar Pálssonar í Kjós sem kveður þennan heim. Fyrstu kynni okkar Ragnars urðu þegar hann kom að hitta Gísla Guðmundsson hálfbróður sinn. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 31 orð

RAGNAR GUÐMUNDSSON

RAGNAR GUÐMUNDSSON Ragnar Guðmundsson fæddist á bænum Kjós í Árneshreppi í Strandasýslu 26. mars 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 718 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

"Þú hefðir þá alveg eins getað tekið leigubíl, og það hefði verið miklu ódýrara," kvakaði ég brothættri unglingsröddu þegar hún, ellilífeyrisþeginn, hafði boðið mér 5.000 krónur fyrir að keyra sig milli póstnúmera í Reykjavík. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1266 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Ég man eftir hrísblómi. Ég man eftir brauðsúpu með maltöli. Ég man eftir rúgbrauðstertu, randalín og kleinum. Ég man eftir laufabrauðsbakstri. Þá stóð amma með skuplu á höfðinu yfir rjúkandi feiti, sem var svo heit að enginn mátti koma nálægt pottinum nema hún. Feitin hvæsti og urraði svo á hverri stundu mátti búast við eldstrók uppúr pottinum. En amma hafði alltaf betur í þeim hildarleik. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 550 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar ég gekk út úr sjúkrastofunni frá Sigríði, aðeins tveimur dögum fyrir andlát hennar, felldi ég í huganum inn mynd af þessari konu eins og hún leit út fyrir nær 50 árum og undraðist þá hvað hár aldur og sjúkdómar höfðu lítið breytt björtum og heiðríkum svip hennar. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 726 orð

Sigríður Guðmundsdóttir

Heima hjá ömmu er mynd í gylltum ramma sem sýnir nokkur berfætt börn að leik í flæðarmáli, þar á meðal dreng og stúlku sem sólin skín á, það er eins og sé dálítil gola sem feykir ljósum kjól stúlkunnar og löngu fléttunum hennar. Stúlkan er amma Sigga og með henni er Lalli bróðir hennar, eða það hélt ég til skamms tíma. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 164 orð

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Sigríður Guðmundsdóttir var fædd á Akri í Vestmannaeyjum 6. desember 1909. Hún lést á Landspítalanum 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Þórðarson á Akri, f. 10.5. 1878, d. 16.12. 1924, og Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 12.4. 1879, d. 23.9. 1928. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 543 orð

Sigrún Kristín Jónsdóttir

Mér þótti vænt um hana Stínu frænku frá því ég var barn, löngu áður en ég sá hana eða kynntist. Ástæða þess var einkum sú að móður minni, Guðmundínu, varð tíðrætt um Sólrúnu systur sína, móður Stínu. Hún var einstæð móðir sem vann hörðum höndum fyrir sér og tvíburum sínum, Kristínu og Magnúsi. Þá var ekki hjálp að hafa frá samfélaginu í neinni mynd til þeirra er lítið höfðu á milli handa. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 125 orð

Sigrún Kristín Jónsdóttir

Þá vissi ég fyrst, hvað tregi er og tár, sem tungu heftir, ­ brjósti veitir sár er flutt mér var sú feigðarsaga hörð, að framar ei þig sæi' eg hér á jörð; er flutt mér var hin sára sorgarfregn, ­ er sálu mína og hjarta nísti' í gegn að þú hefðir háð þitt hinzta stríð svo harla fjarri þeim sem þú varst blíð. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Sigrún Kristín Jónsdóttir fæddist á Heggsstöðum í Andakílshreppi 3. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 4. nóvember. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Þórhallur Sigurjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur með Þórhalli Sigurjónssyni misst einn af sínum ötulu liðsmönnum. Hann var jafnan mættur þegar flokkurinn þurfti einhvers með, hvort heldur var við kosningar, gróðursetningar eða önnur störf á vegum flokksins og taldi ekki eftir sér fé né fyrirhöfn. Meira
12. nóvember 1996 | Minningargreinar | 33 orð

ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON

ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON Þórhallur Sigurjónsson var fæddur í Kollsstaðagerði í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði 10. desember 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 11. nóvember. Meira

Viðskipti

12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 322 orð

Áfall í máli VW gegn Opel-GM

VW hefur ákveðið að vísa málinu til æðri dómstóla og ekki er enn séð fyrir endann á hörðum málaferlum í Þýzkalandi og Bandaríkjunum vegna ásakana um að nokkrir háttsettir starfsmenn GM hafi haft með sér leynileg skjöl þegar þeir hættu hjá fyrirtækinu og hófu störf hjá VW. Kröfðust 10 millj. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 363 orð

Áætlað að afkoman verði í járnum í ár

ÁRNES hf. í Þorlákshöfn hefur í dag útboð á nýju hlutafé að nafnvirði 130 milljónir króna. Bréfin verða boðin á genginu 1,25 til hluthafa á forkaupsréttartímabili sem stendur til 26. nóvember, en þá verða óseld hlutabréf boðin til sölu á almennum markaði á genginu 1,35. Söluandvirði bréfanna verður því a.m.k. 162,5 milljónir króna. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Disney íhugar garð á Spáni

WALT DISNEY er eitt nokkurra fyrirtækja, sem eiga í viðræðum um nýjan skemmtigarð á austurströnd Spánar að sögn yfirvalda. Fylkisstjórn Valencia ræðir við Disney, Paramount og Universal kvikmyndaverið um nýjan skemmtigarð nálægt Costa Blanca í héraðinu Alicante. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 107 orð

»Evrópsk bréf hækka í takt við Dow Jones VERÐHÆKKANIR urðu í f

VERÐHÆKKANIR urðu í flestum evrópskum kauphöllum í gær eftir methækkanir í Wall Street og rólega byrjun þar. Úrslit bandarísku kosninganna, góðar framtíðarhorfur Intel og lægri langtímavextir á bandarískum skuldabréfum hafa haft jákvæð áhrif í London, en staðan getur breytzt eftir um 130 punkta hækkun í Wall Street á tveimur dögum. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Fyrirspurn um lífeyrisgreiðslur

TÓMAS Ingi Olrich alþingismaður hefur beint fyrirspurn til fjármálaráðherra varðandi greiðslur í lífeyrissjóði og almannatryggingar. Meðal annars er spurt um hvort fylgst sé með að allir launamenn og þeir sem stundi atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eigi aðild að lífeyrissjóði eins og skylt sé samkvæmt lögum. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Hlutabréfamarkaður á gelgjuskeiði

MORGUNVERÐARFUNDUR á vegum félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember klukkan 8:00- 9:30 á Hótel Sögu, Skála. Yfirskrift fundarins er hlutabréfamarkaður á gelgjuskeiði. Framsögumenn á fundinum verða Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþingi Íslands, sem fjallar m.a. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Innherjaviðskipti athuguð hjá Eurotunnel

RANNSÓKNARDEILD fjársvika í Bretlandi, SFO, hyggst kanna innherjaviðskipti fyrir frönsku lögregluna hjá Eurotunnel Plc, ensk- franska fyrirtækið sem heldur uppi ferðum um járnbrautargöngin undir Ermarsundi. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 388 orð

"Ljómandi mylludeig" í verslanir

LJÓMANDI mylludeig er ný framleiðsla sem Myllan hf. og Sól hf. standa sameiginlega að. Um tvenns konar tilbúið deig er að ræða, piparköku- og súkkulaðibitakökudeig. Deigið er selt í 600 gramma pakkningum og geymist í allt að sex vikur í kæli. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 211 orð

»Nýtt met í Wall Street bætir stöðu í Evrópu

Nýtt met var slegið í Wall Street og bætti það stöðuna í evrópskum kauphöllum fyrir lokun eftir deyfð vegna óvissu um vaxtamál. Á gjaldeyrismörkuðum komst dollar í mestu lægð í tvo mánuði gegn marki og er ekki búizt við að nýjar bandaríska hagtölur í vikunni bæti stöðuna. Skömmu eftir opnun í Wall Street hækkaði Dow Jones vísitalan í 6251.50 punkta og sló þar með fyrra met frá föstudegi. Meira
12. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Sjö milljarðar í hlutabréfum

BÓKFÆRÐ hlutabréfaeign lífeyrissjóða nam tæpum 7 milljörðum króna um síðustu áramót eða 2,65% af heildareignum þeirra, sem voru um síðustu áramót um 263 milljarðar króna, að því er fram kemur í SAL fréttum, fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða. Samsvarandi hlutfall af heildareignum var 2,34% í árslok 1994. Meira

Daglegt líf

12. nóvember 1996 | Neytendur | 733 orð

Vill bæta ímynd lambakjötsins

Sú tilraun sunnlensks sauðfjárbónda að setja á markað kjötskrokka eftir að búið var að skera frá og henda verstu hlutum hans hlaut mjög góðar viðtökur neytenda. Haraldur Sveinsson segir Helga Bjarnasyni að mikilvægt sé að bæta ímynd lambakjötsins á borði neytenda. Meira

Fastir þættir

12. nóvember 1996 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 8.-14. nóvember eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opin til kl. 22. Auk þess er Laugavegs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
12. nóvember 1996 | Fastir þættir | 264 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sparisjóðsmót Bridsfélags Kó

Þokkaleg þátttaka var í opna sparisjóðsmótinu, sem Bridsfélag Kópavogs og Sparisjóður Kópavogs héldu sl. laugardag í Bridshöllinni í Þönglabakka. 37 pör spiluðu og sigruðu Ásmundur Pálsson og Sigurður Sverrisson eftir hörkukeppni. Þeir leiddu mótið nær allan síðari hlutann en lokastaðan varð þessi: Ásmundur Pálss. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september í Glerárkirkju af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Hrafnhildur Sólrún Sigurgeirsdóttir og Tómas Páll Sævarsson. Heimili þeirra er að Snægili 15, Akureyri. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september í Akraneskirkju af sr. Birni Jónssyni Guðrún Fanney Pétursdóttir og Sverrir Þór Guðmundsson.Með þeim á myndinni er sonur þeirraGuðmundur Darri Sverrisson.Heimili þeirra er á Akranesi. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. október í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Jóna Dóra Þórsdóttirog Arnoddur Guðmannsson. Heimili þeirra er á Rimasíðu 25g, Akureyri. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Akureyrarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Stella Gestsdóttir ogEyþór Jósepsson. Heimili þeirra er í Háhlíð 2, Akureyri. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Laufáskirkju, Eyjafirði af sr. Pétri Þórarinssyni Halldóra Ingibergsdóttir og Valtýr Björn Valtýsson. Heimili þeirra er í Funafold 16, Reykjavík. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Þóroddsstaðakirkju í Köldukinn af vígslubiskupi herra Sigurði Guðmundssyni Hulda Ólafsdóttir ogJón Ásgeir Blöndal. Heimili þeirra er á Hraunbrún 30, Hafnarfirði. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Munkaþverárkirkju, Eyjafirði af sr. Hannesi Erni Blandon Heiða Hrönn Theódórsdóttir og Hreiðar Hreiðarsson. Heimili þeirra er í Hjallalundi 22, Akureyri. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 525 orð

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Braga Ragnarss

ÍKVERJA hefur borizt eftirfarandi bréf frá Braga Ragnarssyni vegna hugleiðinga í þessum dálki fyrir nokkru. Bréfið er svohljóðandi: Þriðjudaginn 17. september skrifar Víkverji um aukna tíðni afbrota og sér í lagi vopnaðra rána, hér á landi. Hvetur hann til aukinna umræðna um þessi mál og er það vel. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 105 orð

Lykill og brúðkaupssvuntur FYRIR nokkru fannst við v

FYRIR nokkru fannst við verslunina Einar Farestveit & co. hf. húslykill á kippu merktri með nafni. Ennfremur eru í óskilum í versluninni brúðkaupssvuntur með nöfnunum "Ingibjörg og Einar, 28.3. 1995", "Ingibjörg og Einar 22.7. 1996" og "Rafn og Árný, 6.4. 1996". Þeir sem kannast við þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband í verslunina. Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 224 orð

Miðvikudagur 13.11.1996: STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur S

Miðvikudagur 13.11.1996: STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Stokkhólmi í haust. Stórmeistarinn A. Kveinys (2.530), Litháen, var með hvítt, en nýjasta stjarna Svía, Tiger Hillarp- Persson (2.400) hafði svart og átti leik. 23. - Hxg2! 24. Rxg2 (Lakara var 24. Meira
12. nóvember 1996 | Dagbók | 619 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. nóvember 1996 | Í dag | 177 orð

Þriðjudagur 12.11.1996: STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur

Þriðjudagur 12.11.1996: STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í haust á alþjóðlegu móti í Jakarta í Indónesíu í viðureign tveggja stórmeistara. Þjóðverjinn Jörg Hickl (2.600) hafði hvítt og átti leik gegn fremsta skákmanni heimamanna, Utut Adianto(2.605). 26. Hxf6! - gxf6 27. Meira

Íþróttir

12. nóvember 1996 | Íþróttir | 116 orð

Árni Gautur til Stoke ÁRNA Gauti A

ÁRNA Gauti Arasyni, markverði ungmennaliðsins í knattspyrnu og Stjörnunnar, hefur verið boðið að koma og æfa með Stoke City, en með því félagi leikur Lárus Orri Sigurðsson sem kunnugt er. "Lou Macari, knattspyrnustjóri Stoke, sá landsleikinn gegn Írum og kom að máli við mig á eftir og bauð mér að koma til liðsins og æfa með því í eina viku," sagði Árni Gautur í gær. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 161 orð

Botninum náð

WALES fékk háðulega útreið í Eindhoven um helgina, tapaði 7:1 fyrir Hollandi í 7. riðli HM. Hollendingar unnu 3:1 í fyrri leik liðanna og bættu heldur betur stöðu sína á laugardag. Dennis Bergkamp, leikmaður Arsenal, var með þrennu, en tvíburarnir Ronald og Frank Boer, Phillip Cocu og Wim Jonk gerðu sitt markið hver. Dean Saunders gerði eina mark Wales. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 115 orð

Creteil - Haukar24:18

París, Borgarkeppni Evrópu, 16-liða úrslit, fyrri leikur laugardaginn 9. nóvember 1996. Gangur leiksins: 7:8, 10:8, 13:10, 18:15, 24:18. Mörk Hauka: Petr Baumruck 6/3, Aron Kristjánsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Gústaf Bjarnason 1, Hinrik Bjarnason 1, Óskar Sigurðsson 1, Jón Freyr Egilsson 1. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 713 orð

Eins og ég sé orðinn átján ára aftur

ÍSLENSKA ungmennaliðið stóð sig mjög vel á Dalymount Park í Dublin, þar sem liðið lagði það írska að velli, 0:1. Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennaliðsins, var ánægður með sína menn og sagði að það væri stórkostlegt að umgangast leikmenn sína. "Það er eins og ég sé orðinn átján ára aftur." Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 342 orð

Ewing og félagar sýndu enga miskunn

Eddie Jones var hetja LA Lakers í 92:85 sigri á Atlanta aðfaranótt mánudags. Í þriðja leikhluta var Lakers liðið nítján stigum undir um tíma er Jones kom til skjalanna og skoraði 13 stig og lagði grunninn að góðum leikkafla Lakers þar sem liðið skorði 32 stig gegn 10 og sneri leiknum sér í hag. Cedric Ceballos lék einnig við hvurn sinn fingur og gerði 11 stig á þessum kafla. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 328 orð

Fram - Víkingur15:18

Framhúsið, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, laugard. 9. nóvember 1996. Gangur leiksins: 2:5, 3:6, 4:9, 5:10, 9:10, 9:11, 10:12, 14:12, 15:15, 15:18. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 68 orð

Fyrsti sigur ÍBA KVENNALIÐ Íþró

KVENNALIÐ Íþróttabandalags Akureyrar vann sinn fyrsta deildarsigur í handbolta er liðið lagði ÍBV að velli í 1. deildinni í KA-heimilinu sl. laugardag. Lokatölur leiksins urðu 23:22. Þetta er annað keppnistímabilið sem ÍBA tekur þátt í deildinni. Önnur úrslit um helgina urðu þau að Víkingur sigraði Fram 18:15, Stjarnan lagði KR 25:14 og FH vann Fylki í Árbænum, 25:22. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

Grindvíkingar áfram í undanúrslit

Grindvíkingar áfram í undanúrslit Grindvíkingar eru komnir í fjögurra liða úrslit Lengjubikarsins eftir sigur á Tindastóli, 82:69, í Grindavík á sunnudaginn. Þeir mæta KR í undanúrslitum. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 698 orð

Guð einn fárra sem höfðu trú á mér

EVANDER Holyfield, hnefaleikakappi, lét allar hrakspár sem vind um eyru þjóta er hann mætti heimsmeistaranum Mike Tyson í Las Vegas á laugardagskvöldið. Var þetta einvígi um heimsmeistaratign WBA. Hann kom grimmur sem ljón til leiks og sló Tyson niður í 6. lotu og lét síðan kné fylgja kviði í þeirri 10. Loks í 11. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 279 orð

HANDBOLTIBosmanmálið nær einnig t

Líklegt er að eftirlitsstofnun EFTA sendi frá sér greinargerð á næstu dögum þar sem fram kemur að íslensk félagslið geti ekki krafist greiðslu fyrir leikmenn sem skipta yfir í evrópsk félagslið, séu leikmennirnir ekki á samningi hjá félaginu. Frá þessu var skýrt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 441 orð

Haukar - KR76:89 Íþróttahúsið við Strandgötu, Lengjubik

Íþróttahúsið við Strandgötu, Lengjubikarkeppnin, 8-liða úrslit, síðari leikur, laugardaginn 9. nóvember 1996: Gangur leiksins: 8:2, 13:12, 21:17, 28:21, 32:25, 36:36, 46:37, 46:45, 50:51, 55:55, 59:57, 59:70, 65:72, 70:78, 74:82, 76:89. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 119 orð

Ingvar með þrjú met

Ingvar Ingvarsson, ÍR, náði bestum árangri á Opna ÍR mótinu í lyftingum sem fram fór í Jötunheimum á laugardaginn. Ingvar sem keppir í 99 kg flokki lyfti 140 kg í snörun, 182,5 kg í jafnhöttun sem er 322,5 kg samanlagt. Allt eru þetta Íslandsmet í flokknum. Árangur Ingvars gerir 341,09 stig á alþjóðlegri Sinclair sitgatöflu, Sincalir og er um leið frambærilegur á Norðulandamælikvarða. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 9 orð

Í kvöld

Í kvöld Handknattleikur Bikarkeppni, 32-liða úrslit karla: Fylkishús:Fylkir - Breiðablik20. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 240 orð

ÍR-ingar ekki stór hindrun fyrir Keflv

ÍR-ingar voru ekki stór hindrun á vegi Keflvíkinga þegar liðin mættust í síðari leik liðanna í Lengjubikarnum í Keflavík á sunnudagskvöldið. Keflvíkingar sem sigruðu í fyrri leiknum með 11 stiga mun áttu alls kostar við ÍR-inga að þessu sinni og þó munurinn hafi ekki verið mikill á liðunum í lokin, 86:82, þá var sigur heimamanna alltaf öruggur. Í hálfleik var staðan 44:37. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 205 orð

Írland - Ísland0:0

Lansdowne Road í Dublin, undankeppni HM, sunnudagur 10. nóvember. Aðstæður: Aðstæður eins og best var kosið ­ sól, logn, tíu stiga hiti. Gul spjöld: Gary Breen (26. - brot), Rúnar Kristinsson (48. - brot), Eyjólfur Sverrisson (49. - brot), Arnar Grétarsson (87. - brot), Jason McAteer (88. - brot). Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 162 orð

Írsku leikmennirnir klæddust smóking Þ

ÞAÐ var allt annað en létt yfir leikmönnum Írlands eftir leikinn gegn Íslandi. Eftir leikinn mættu þeir allir í smóking í mikla veislu, þar sem menn fengu ýmsar viðurkenningar og leikmaður ársins útnefndur, Alan McLoughlin hjá Portsmouth. Upphaflega ætluðu þeir einnig að fagna sigri á Íslendingum og því að vera með fullt hús stiga. Íslendingar komu í veg fyrir að sá fögnuður færi fram. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 139 orð

KA - Herstal Liege26:20 KA-heimilið, fyrri leikur í 16 lið

KA-heimilið, fyrri leikur í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik, sunnudaginn 10. nóvember 1996. Gangur leiksins: 0:1, 5:5, 8:5, 10:9, 13:10, 16:10, 17:12, 22:15, 22:18, 25:18, 26:20. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 326 orð

KR á meðal hinna fjögurra fræknu

Vesturbæingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar er þeir sigruðu Hauka, 89:76, í síðari viðureign liðanna í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardag. Haukar höfðu forystu framan af, en góður leikkafli KR-inga tryggði þeim sigurinn. Heimamenn byrjuðu betur og höfðu nauma forystu lengst af í fyrri hálfleik. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

"Mátulega bjartsýnn"

KA vann öruggan sigur, 26:20, á Herstal Liege er liðin mættust á Akureyri í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa um helgina. KA fer því með sex mikilvæg mörk í farteskinu í seinni leikinn sem fram fer í Belgíu um næstu helgi. Sigur KA var síst of stór, en það hefði vissulega verið gott að vinna stærri sigur og vera með meira forskot. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 173 orð

"Náðum því sem við ætluðum okkur"

Við náðum því sem við ætluðum okkur, að halda markinu hreinu í Dublin. Við lékum mjög skynsamlega og allt það, sem Logi Ólafsson lagði fyrir okkur, heppnaðist. Hann fór vel yfir leikskipulag Íra og sýndi okkur hvernig best væri að brjóta þá að bak aftur, með því að sýna okkur leiki Íra á myndbandi. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 65 orð

NFL-deildin Cincinnati - Pittsburgh34:24Kansas City - Gre

Cincinnati - Pittsburgh34:24Kansas City - Green bay27:20Miami - Indianapolis37:13New Orleans - Houston14:31NY Jets - New England27:31Philadelphia - Buffalo17:24ST Louis - Atlanta59:16Tampa Bay - Oakland20:17Washington - Arizona34:37Denver - Chicago17:12Jacksonville - Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 88 orð

NHL-deildin Leikir aðfaranótt laugardags: Hartford - Detroit

Leikir aðfaranótt laugardags: Hartford - Detroit1:4Tampa Bay - Pittsburgh5:5Eftir framlengingu. Phoenix - Colorado1:4Vancouver - St. Louis2:4Anaheim - Los Angeles7:4San Jose - Dallas3:1Leikir aðfaranótt sunnudags: Philadelphia - Chicago1:4 Hartford - Buffalo4:3 Eftir framlengingu Colorado - Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 196 orð

Njarðvíkingar í basli með

Njarðvíkingar lentu í hálfgerðu basli með baráttuglaða Borgnesinga þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í Njarðvík á laugardaginn. Njarðvíkingum tókst þó um síðir að tryggja sér sigur og þar með sæti í undanúrslitunum, en það var enginn glans yfir leik þeirra. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 230 orð

Nýr áfangi í sögu Stjörnunnar

Stjarnan í Garðabæ braut blað í sögu félagsins þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EFH-keppninnar í handknattleik en Stjarnan hefur ekki náð svo langt í Evrópukeppni. Garðbæingar léku á móti Sparkasse og fóru báðir leikirnir fram í Bruck í Austurríki. Stjarnan vann fyrri leikinn 33:24 sl. föstudagskvöld en tapaði útileiknum 35:32 í fyrradag. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 453 orð

ORRI Björnsson

ORRI Björnsson glímumaður úr KR sigraði þriðja árið í röð í bikarglímu Reykjavíkur um helgina. Í öðru sæti hafnaði Helgi Bjarnason, KR, og Þórður Hjartarson, Ármanni, varð þriðji. ENGLENDINGAR léku 100. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 164 orð

Patrekur með átta mörk

Patrekur Jóhannesson gerði átta mörk fyrir Essen sem vann Héðin Gilsson og samherja í Fredenbeck, 26:20, í þýsku deildinni um helgina. "Við gerðum út um leikinn í seinni hluta fyrri hálfleiks þegar við náðum að leika sterka vörn og hraðaupphlaup fylgdu í kjölfarið," sagði Patrekur við Morgunblaðið en staðan í hálfleik var 12:6. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 100 orð

Sátt um HM

Valdabarátta Andreas Fouras, íþróttamálaráðherra í Grikklandi, og Stratos Molivas, forseta Frjálsíþróttasambands Grikklands, varðandi framkvæmd mála og skipulag vegna heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í Aþenu í ágúst á næsta ári varð til þess að Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hafði miklar áhyggjur af mótshaldinu, Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 255 orð

Sex marka tap Hauka

Við vorum ekki að leika eins og við getum best og vorum klaufar að missa leikinn niður í sex mörk í lokin," sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka, en á laugardaginn töpuðu hans menn fyrri viðureign sinni í Borgarkeppni Evrópu fyrir franska liðinu Creteil 24:18. Það er því ljóst að Haukar eiga á brattann að sækja í síðari leik liðanna í Hanfarfirði á laugardaginn. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 545 orð

Sigurður frábær í herforingjahlutverki

SIGURÐUR Jónsson stjórnaði varnarleik Íslands eins og herforingi þegar íslenska landsliðið tryggði sér jafntefli, 0:0, gegn Írum í undankeppni HM á Landsdowne Road í Dublin. Sigurður var mjög yfirvegaður sem aftasti varnarmaður, barðist grimmilega, hélt knettinum vel og kom honum frá sér á réttum augnablikum. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 252 orð

Sigurður valinn, Keane útnefndur

FRÉTTAMENN á leik Írlands og Íslands voru beðnir um að velja mann leiksins og fengu þeir sérstakt blað til að skrifa á nafn leikmannsins sem þeir töldu vera bestan. Menn voru heldur betur undrandi þegar tilkynnt var rétt fyrir leikslok að Roy Keane hafi verið útnefndur besti leikmaður leiksins. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 330 orð

Skemmtilegar sviptingar

Meistarar Atletico Madrid sóttu Barcelona heim í spænsku deildinni um helgina og urðu 106.000 áhorfendur vitni að mikilli spennu í frábærum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu en lokatölur urðu 3:3. Jose Luis Caminero skoraði fyrir gestina þegar á sjöttu mínútu en Juan Pizzi og Luis Enrique Martinez svöruðu fyrir heimamenn í fyrri hálfleik. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 405 orð

SÓMI »Árangur lands-liða og félagsliðaeftirtektarverður

Íslenskir keppendur í flokkaíþróttum hafa yfirleitt ekki verið mjög hátt skrifaðir í alþjóða keppni að frátöldu landsliði karla í handknattleik. Raunhæfar væntingar um árangur eru því almennt ekki miklar en þeim mun meiri ástæða er til að gleðjast þegar vel gengur. Ekki síst þegar hagstæð úrslit nást á útivelli og sérstaklega þegar mótherjarnir eru ofar á styrkleikalista. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 132 orð

Stórsigur Makedóníu

MAKEDÓNÍA styrkti stöðu sína í 8. riðli HM með 11:1 sigri í Liechtenstein á laugardag. Þetta er einn af stærstu sigrum í 66 ára sögu keppninnar. Nýja Sjáland á metið, vann Fiji 13:0 1982. Þýskaland vann Kýpur 12:0 1970 og Mexíkó vann St. Vincent 11:0 1993 en áður hefur tveimur leikjum lokið 11:1 ­ þegar Trinidad sigraði Antigua 1974 og Ungverjaland skellti Grikklandi 1938. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 158 orð

Tveir Írar heppnir að sjá ekki rautt

TVEIR leikmenn írska landsliðsins voru heppnir að fá ekki að sjá rauða spjaldið í leiknum, fyrir grófan leik. David Kelly, miðherji hjá Leeds, braut tvisvar gróflega á Birki Kristinssyni, eftir að Birkir hafði handsamað knöttinn. Í bæði skiptin varð að stöðva leikinn til að gera að meiðslum Birkis. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 733 orð

Undankeppni HM 1. riðill: Slóvenía - Bosnía1:2

Undankeppni HM 1. riðill: Slóvenía - Bosnía1:2 Zlatko Zahovic (41., vítasp.) - Elvir Bolic (5.), Meho Kodro (32.). Krótaía - Grikkland1:1 Davor Suker (45.) - Demis Nikolaidis (9. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 556 orð

Ætlar markvörðurinnÁRNI GAUTUR ARASONað loka marki Stjörnunnar? Ætla að gera mitt besta

ÁRNI Gautur Arason markvörður var í eldlínunni um helgina og stórleikur hans með landsliði Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri gegn Írum vakti verðskuldaða athygli. Þar átti hann drjúgan þátt í að íslenskur sigur var staðreynd að leikslokum. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 495 orð

Öryggi Birkis hafði góð áhrif

"ÉG get ekki verið annað en ánægður með hvernig við lékum vörnina, náðum að loka svæðum og hleyptum írsku leikmönnunum ekki upp kantana, þannig að þeir gætu gefið knöttinn fyrir markið. Við vorum búnir að æfa okkur í að stöðva Íra á þennan hátt og það tókst," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir viðureignina við Íra í Dublin. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 56 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Barátta í DublinRÚNAR Kristinsson og Andy Townsend, fyrirliði Írlands,berjast um knöttinn í Dublin, þar sem íslenska landsliðiðnáði jöfnu við Íra á sunnudaginn, 0:0. "Við náðum því semvið ætluðum okkur, að halda markinu hreinu. Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 123 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir aðfaranótt sunnudags: Charlotte - Millwaukee98:100 Indiana - Washington103:100 Eftir framlengingu Philadelphia - Phoenix112:95 Chicago - Boston104:92 Dallas - Miami84:91 Houston - Utah91:85 Sacramento - Portland103:102 Leikir aðfaranótt mánudags: Cleveland - Denver101:86 LA Clippers - Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 55 orð

(fyrirsögn vantar)

Rennubanar - Stjörnugengið1184:1802 ÍR-P - Toppsveitin1881:1999 PLS - Þröstur2224:2211 Stormsveitin - HK2296:2040 Spilabræður - Sveigur1891:1002 Sveigur var án tveggja manna Strákarnir - JP-Kast1892:2006 HK-T - ET1731:2094 Lærlingar - KR-b2362:2150 KR-a - Keiluböðlar2094:2090 KR-d - Meira
12. nóvember 1996 | Íþróttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

Þýskaland Dormagen - Gummersbach20:15W.-Massenheim - Grosswallstadt30:25TUSEM Esen - Fredenbeck26:20Lemgo er efst með 14 stig eftir átta umferðir. Flensburg, Kiel og Nettelstedt eru með 10 stig, Niederw¨urzbach og Essen 9, Massenheim (á leik til góða), Minden og Grosswallstadt 8, Magdeburg og Gummersbach 7, Rheinhausen og Dormagen 6, Meira

Fasteignablað

12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 337 orð

Atvinnuhúsnæði á áberandi stað

HJÁ fasteignasölunni Laufási er til sölu atvinnuhúsnæði við Dalshraun 5 í Hafnarfirði. Um er að ræða hús á þremur hæðum, en til sölu er hálf fyrsta hæðin, öll önnur hæðin og rúmlega hálf þriðja hæðin, alls tæplega 600 fermetrar. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 642 orð

Á tímamótum

Flestar þjóðir eiga sér langa byggingasögu og langa hefð, fjöldi árhundraðagamalla bygginga prýðir borgir, margir búa í húsum sem eru allt að tvö hundruð ára gömul. Hérlendis er þessu öðruvísi farið, byggingar frá síðustu öld, sem hafa staðist tímans tönn, eru fágæti. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | -1 orð

Búum til jólagjafir

ÞEIR eru ófáir, sem þegar hafa unnið nokkuð að slíkum gjöfum, þótt enn séu sjö vikur til jóla. En nú kann einhver að spyrja sem svo: Hvað get ég búið til? Ég er svo hugmyndasnauður, mér kemur aldrei neitt skemmtilegt í hug. Engin vandræði ættu að vera með að finna hentug verkefni. Ég nefni fáeinar hugmyndir: Þeir sem kunna að prjóna eða sauma geta t.d. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 306 orð

Endurnýjað sérbýli við Framnesveg

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu raðhús við Framnesveg 20B. Þetta er raðhús á þremur hæðum, alls um 120 ferm. að stærð. Húsin í húsaröðinni eru teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og byggð árið 1922, en þetta hús hefur allt verið endurnýjað. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 264 orð

Framkvæmdir fyrir sjö milljarða til aldamóta

ÁRIÐ 1997 verður raforkunotkun landsmanna orðin 5.900 Gigawattstundir á ári en það svarar til 12% af því sem talið er hagkvæmt að nýta af vatnsafli og jarðvarma til raforkuvinnslu. Framkvæmdir Landsvirkjunar á næsta ári munu kosta kringum 3.450 milljónir króna og er helsta framkvæmdin tengd aukinni orkusölu til Álversins í Straumsvík vegna stækkunar þess. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 39 orð

Gamaldags uppröðun

ÞARNA má sjá gamaldags uppröðun gamalla hluta. Þessi veggur virðist tilheyra herbergi á liðinni öld en er í rauninni á heimili Kate nokkurar Stamps í New Orleans. Stóllinn og mahognygrindin með útsaumuðu myndinni eru þó frá árinu 1780. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 38 orð

Garðbekkur úr góðmálmi

Garðbekkur úr góðmálmi ÞÓTT nú sé varla tími garðbekkja þá er þessi svo fallegur að hannmætti nota hvar sem væri. Hann er þýskur að uppruna og er úr safni K. F. Schinkel. Stóllinn var vinsæll þegar á nítjándu öld. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 184 orð

Glæsilegt einbýlishús í Fossvogi

HJÁ fasteignasölunni Sefi er til sölu einbýlishús að Árlandi 6 í Fossvogi. Þetta er 237 ferm. hús á einni hæð með sambyggðum bílskúr. Ásett verð er 18,9 millj. kr. Þetta er glæsilegt einbýlishús á besta stað í Fossvogi, austast í einbýlishúsahverfinu," segir Sigurður Óskarsson hjá Sefi. Fallegur ræktaður garður er í kringum húsið, sem er vel byggt, steinsteypt og á einni hæð. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 262 orð

Gott raðhús í Fossvogi

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er til sölu endaraðhús að Brúnalandi 11 í Fossvogi. Þetta er pallaraðhús, 225 fermetrar að stærð. Húsið stendur ofan við götu, en fyrir framan það eru góð bílastæði. Húsið er upphaflega mjög vandað að allri gerð, en það er steinsteypt og reist árið 1968," sagði Dan Wiium hjá Kjöreign. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 887 orð

Mikilvægi réttra upplýsinga

ÞAÐ fer ekki á milli mála, að meiri stöðugleiki hefur verið á húsnæðismarkaði hér á landi undanfarin misseri en oft áður. Verð á íbúðarhúsnæði hefur ekki tekið stökkbreytingum og viðskipti hafa gengið fyrir sig með nokkuð eðlilegum hætti víðast hvar. Segja má, að viðskipti á fasteignamarkaði séu tiltölulega hagstæð, jafnt með notað húsnæði sem nýtt. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 1886 orð

Nýjar íbúðir við Fálkahöfða í Mosfellsbæ Framboð hefur verið lítið á nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum í Mosfellsbæ. Magnús

MOSFELLSBÆR hefur yfir sér sérstakt yfirbragð. Útivistarmöguleikar er óvíða meiri, útsýni er mikið og fjallahringurinn gefur umhverfinu sérstakan blæ. Úr bænum er ekki nema stundarfjórðungs akstur upp i Skálafell, eitt bezta skíðasvæði landsins. Aðstaða er ennfremur afar góð fyrir hestamenn, enda eru þeir margir í bænum. Í Mosfellsbæ er einnig mjög góður golfvöllur, sem er mikið notaður. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 293 orð

Sérstök deild stofnuð fyrir eldra fólk

NÆSTA sunnudag verður haldinn fundur á vegum Búseta á Grand Hótel í Reykjavík, þar sem ætlunin er að stofna sérstaka deild innan Búseta með félagsmönnum 55 ára og eldri. Verkefni deildarinnar verður að sinna sérstaklega húsnæðismálum þessa hóps. Á fundinum mun Jón Ólafur Ólafsson arkitekt fjalla um nýjar leiðir í íbúðabyggingum, þar sem áherzla verður lögð á lága byggð í stað háhýsa. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 455 orð

SFjárfesting atvinnuveganna eykst um 30% á næsta ári FJÁRFESTING atvi

FJÁRFESTING atvinnuveganna í byggingum og mannvirkjum sveiflast að jafnaði mikið milli ára og á næsta ári er talið að hún muni aukast um 30%. Fjárfesting hins opinbera verður svipuð en gert er ráð fyrir 3,5% aukningu í íbúðafjárfestingum sem skýrist af auknum kaupmætti heimilanna og lækkandi raunvöxtum. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 154 orð

Skortur á atvinnu- húsnæði í Khöfn

EFTIRSPURN eftir að fá leigt gott atvinnuhúsnæði í Kaupmannahöfn er meiri en framboð og eru það mikil umskipti samkvæmt fréttabréfi danska ráðgjafafyrirtækisins Sadolin & Albæk. Að mati fyrirtækisins standa aðeins 4% af útleigðu atvinnuhúsnæði í Kaupmannahöfn auð. Aðeins 3% af fyrsta flokks skrifstofum standa auð af um 4. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 633 orð

Sumarhús og ferða- miðstöð á Mýrum

BÚIÐ er að samþykkja skipulag sumarhúsasvæðis og ferðamiðstöðvar í landi Urriðaár við Brókarvatn á Mýrum í Borgarfirði, sem er í 14 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Ferðamiðstöðin hefur hlotið nafnið Mýrasól og á að rísa við þjóðveg 54, sem liggur til Ólafsvíkur. Hönnuður skipulagsins og ferðamiðstöðvarinnar er Páll Björgvinsson arkitekt. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 258 orð

SUppsveifla í mannvirkjagerð ekki vegna vegamála FRAMLÖG til vegamála sa

FRAMLÖG til vegamála samkvæmt vegaáætlun áranna 1995-1998 áttu að vera kringum 30 milljarðar króna en verða eftir áætlaðan niðurskurð á þessu ári og tveimur næstu 28,4 milljarðar. Þessar tölur benda ekki til uppsveiflu í íslenskum byggingariðnaði af völdum framkvæmda í vegagerð sem er fyrirsögn mannvirkjaþings 1996. Meira
12. nóvember 1996 | Fasteignablað | 319 orð

Verðlaunahús við Granaskjól

GÓÐ eftirspurn er ávallt eftir húseignum í Vesturbænum. Hjá Fasteignasölu Reykjavíkur er nú til sölu vandað endaraðhús innst í botnlanga við Granaskjól 48. Húsið er verðlaunahús, byggt af núverandi eigendum 1983, en arkitektar voru þau Dagný Helgadóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Ásett verð er 16,9 millj. kr. Meira

Úr verinu

12. nóvember 1996 | Úr verinu | 382 orð

Ágætis kolaveiði í net fyrir austan

Guðni gerir út 10 tonna bát frá Vopnafirði, Elsu NS, og lagði kolanet við Langanes í fyrrahaust, meira í tilraunaskyni en til að hafa eitthvað verulegt upp úr veiðunum að eigin sögn, og fékk rúm 4 tonn af kola á 20 dögum í nóvember í fyrra. Meira
12. nóvember 1996 | Úr verinu | 173 orð

Mikið saltað og fryst af síldinni

MIKIl síldveiði hefur verið undanfarna daga og er saltað og fryst af miklum krafti á Austfjörðum og víðar. Mun meira hefur verið unnið af síld til manneldis en á sama tíma í fyrra og má búast við því að meira verði saltað og fryst en nokkru sinni áður. Síldin veiðist nú 50 til 60 mílur suðvestur af Bjarnarey. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.