Greinar laugardaginn 16. nóvember 1996

Forsíða

16. nóvember 1996 | Forsíða | 199 orð

Mafíósí fær ekki eftirlaun

ÍTÖLSK félagasmálayfirvöld hafa úrskurðað að mafíósinn Salvatore "Toto" Riina, foringi foringjanna, fái ekki lífeyri á þeirri forsendu að hann hafi auðgast á glæpastarfsemi. Riina afplánar nokkra lífstíðardóma fyrir mafíustarfsemi og er nú fyrir rétti ásamt 27 öðrum fyrir morð sem framin voru í sprengjuherferð í Róm, Mílanó og Flórens árið 1993. Meira
16. nóvember 1996 | Forsíða | 257 orð

Ríkar þjóðir segja fátækum að hjálpa sér sjálfar

HINAR auðugri þjóðir heims svöruðu í gær ákalli ráðamanna fátækra ríkja um aukna aðstoð fyrir vannærða með því að segja að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð sjálfir. Saudi-Arabar og Þjóðverjar voru meðal þeirra sem lögðu áherslu á það á fimm daga matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm að þróunaraðstoð ein og sér væri ekki nóg til að ná árangri. Of háð aðstoð? Meira
16. nóvember 1996 | Forsíða | 45 orð

Varað við tilræðum

STUÐNINGSMENN Írska lýðveldishersins (IRA) í norðurhluta Belfast hafa málað kveðjur til mótmælenda á veggi að undanförnu þar sem þeir eru beðnir að búa sig undir sprengjuregn. Breska öryggisþjónustan telur að hryðjuverkamenn IRA undirbúi sprengjuherferð á Norður- Írlandi og í Bretlandi fyrir jól. Meira
16. nóvember 1996 | Forsíða | 149 orð

Yngsti hjartaþeginn á batavegi

NÝFÆDD stúlka, Cheyenne Pyle, sem fékk nýtt hjarta klukkustund eftir að hún fæddist, er á góðum batavegi. Hún er yngsti hjartaþegi sögunnar. Stúlkan fæddist á Jackson-barnaspítalanum í Miami í Flórída sl. sunnudag. Á sama tíma dó nýfætt barn og var hjarta þess, á stærð við borðtennisbolta, grætt í hana. Meira
16. nóvember 1996 | Forsíða | 302 orð

Öryggisráðið nær samkomulagi um fjölþjóðaher

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) náði í gærkvöldi samkomulagi um ályktun og orðalag umboðs fjölþjóðaherliðs, allt að 10.000 manna, sem er á leið til Zaire til hjálpar á aðra milljón flóttamönnum frá Rúanda, sem þangað flýðu vegna fjöldamorða í heimalandinu 1994. Meira

Fréttir

16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 426 orð

Alessandra Mussolini segir skilið við fasista

ALESSANDRA Mussolini, leikari og þingmaður, hefur sagt skilið við Þjóðarbandalagið, sem boðar fasisma, og virðist því ekki lengur eiga hugmyndafræðilega samleið með afa sínum, Benito Mussolini, fyrrverandi leiðtoga Ítalíu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Áhættuslys til umfjöllunar

ÁHÆTTUSLYS eru umfjöllunarefni Landsfundar um slysavarnir sem haldinn verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi mánudaginn 18. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.20. Fjallað verður um flugslys, umferðarslys, sjóslys og frístundaslys. Landsfundurinn er ætlaður öllum sem láta sig varða slys og slysavarnir, bæði þeim sem hafa það að atvinnu og áhugafólki. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Árekstrarhætta yfir Skotlandi

FLUGSTJÓRAR farþegaþotna British Airways og AirUK segja flugvélar sínar hafa verið hættulega nálægt hvorri annarri yfir Skotlandi í fyrradag. Tilkynntu báðir um árekstrarhættu til bresku flugmálastjórnarinnar (CAA). Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 142 orð

Bannað að selja lyf í stórmarkaði

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg dæmdi í gær að frönskum eiganda stórmarkaðs væri óheimilt að selja lyf á borð við vítamín og spritt í verzlun sinni. Staðfesti dómstóllinn þar með niðurstöðu franskra dómstóla í málinu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 1037 orð

Baráttan rétt að byrja

FJÖLMENNT var á útifundi námsmannahreyfinganna á Austurvelli í gær þar sem námsmenn skoruðu á ríkisstjórnina að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og forgangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisútgjalda. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 407 orð

Baráttunni lýkur með hvössum orðaskiptum

SÍÐASTA sjónvarpseinvígið fyrir forsetakosningarnar í Rúmeníu á sunnudag var háð í fyrrakvöld með hvössum orðaskiptum frambjóðendanna, Ions Iliescus forseta, sem er fyrrverandi kommúnisti, og miðjumannsins Emils Constantinescus. Iliescu vísaði þar á bug ásökunum mótframbjóðandans um að hann hefði valdið almennri örbirgð í landinu og spillingu í stjórnkerfinu á sjö ára valdatíma sínum. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 97 orð

Basar hjá heimilisfólki á Dvalarheimilinu Ási

Hveragerði­Hinn árlegi basar heimilisfólksins á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður haldinn í föndurhúsinu, Frumskógum 6b, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember frá kl. 14­18 báða dagana. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 289 orð

Bókaverslunin Eymundsson stækkar

Í SUÐURHLUTA verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar var á fimmtudag opnuð Bókaverslun Eymundsson í um 400 fermetra húsnæði. Verslunin var áður til húsa á sama stað en hefur verið stækkuð til muna. Í versluninni er, að sögn Gunnars B. Dungal eiganda Pennans sem rekur Eymundsson bókabúðirnar, lagt kapp á að selja erlendar bækur á hagstæðu verði auk þess sem framboð á þeim verður aukið. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 479 orð

Breytingar á húsnæði spítalans kosta um 122 milljónir

GÍSLI Hermannsson, forstöðumaður rekstrar- og viðhaldsdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, býst við að ein öldrunarlækningadeilda á Landakoti, deild 2B, verði tilbúin í notkun fyrir áramót. Þá býst hann við að breytingar á deild 1B verði langt komnar og deildin hugsanlega tilbúin í janúar á næsta ári en þar er enn starfrækt augndeild að hluta. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Dagskrá í Dómkirkjunni

Í TILEFNI af Degi íslenskrar tungu efnir Hið íslenska Biblíufélag til dagskrár í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, þar sem kynntir verða textar úr nýrri Biblíuþýðingu sem nú er unnið að. Dagskráin hefst kl. 17 með því að Douglas Brotcie leikur á orgel. Dr. Guðrún Kvaran ritstjóri Orðabókar Háskólans og formaður þýðingarnefndar flytur ávarp og kynnir þýðingarstörfin. Jóhanna G. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Deres að danskri fyrirmynd

DANSKA verslunarkeðjan Deres hefur opnað útibú á Íslandi í fyrsta sinn utan heimalandsins. Verslunin er í suðurhúsi Kringlunnar en eigendur hennar eru Svava Johansen og Ásgeir Bolli Kristinsson sem um árabil hafa rekið tískuverslunina Sautján. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Doktor í tölvunarfræðum

GUÐJÓN Guðjónsson varði sl. vor doktorsritgerð sína í tölvunarfræðum (Computer Science) við Pennsylvania State University, Department of Computer Science and Engineering. Leiðbeinandi var dr. William H. Winsborough aðstoðarprófessor. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

DREGIÐ hefur verið í sumarleik Silfurbúðarinnar "heppin

DREGIÐ hefur verið í sumarleik Silfurbúðarinnar "heppin brúðhjón" og hlutu eftirtalin brúðhjón ferðavinninga til einhvers af áfangastöðum Flugleiða í Evrópu að eigin vali og gilda þeir í eitt ár: Edda Svavarsdóttir og Emil B. Hallgrímsson, Olga H. Sverrisdóttir og Haukur Þ. Ólafsson og Þórey Una Þorsteinsdóttir og Gísli Davíðsson. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ekki "minniháttar" líkamsmeiðsl

Í FRÉTT á bls. 2 í Morgunblaðinu á miðvikudag var frá því skýrt að tveir drengjanna, sem réðust á piltinn við Bústaðakirkju á mánudagskvöld, hafi áður komið við sögu í "vegna minniháttar líkamsmeiðinga". Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Farið að tilmælum Samkeppnisráðs

FARIÐ verður að tilmælum Samkeppnisráðs við úthlutun styrkja til heilsárshótela á næsta ári, að því er fram kom í máli samgönguráðherra við umræðu um úthlutun styrkja til heilsárshótela á landsbyggðinni utan dagskrár á Alþingi sl. fimmtudag. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 38 orð

FÍ-ferð að Hjöllum

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð að Vífilsstaðahlíð, Grunnuvötnum og í Heiðmörk á sunudaginn. Brottför er klukkan 13 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ekið verður að Maríuvöllum og gengið þaðan að Hjöllum. Verð er krónur 800. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fjallað um slys á Snæfellsjökli

BANDARÍSKI sjónvarpsþátturinn Neyðarlínan sem sýndur verður á Stöð 2 nk. mánudagskvöld fjallar um slys sem varð á Snæfellsjökli í júní 1991, þegar hjón frá Hellissandi hröpuðu á vélsleða 20 metra niður í þrönga sprungu í jöklinum. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fjallað um V- Íslendinga og byggingarlist

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kanada heldur opinn fund þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Lögbergi, H.Í., stofu 101. Á fundinum mun Ólafur Ólafsson landlæknir gera samanburð á Íslendingum og Vestur-Íslendingum. Síðan mun Pétur H. Ármannsson arkitekt fjalla um kanadíska byggingarlist í máli og myndum. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fjallagöngur í fimm heimsálfum

MYNDASÝNING verður haldin þriðjudaginn 19. nóvember nk. þar sem þrír úr hópi reyndustu og víðförlustu fjallamanna landsins segja frá úrvali ferða fimmtán ára ferils í fimm heimsálfum. Þetta eru þeir Hreinn Magnússon, ljósmyndari, sem sýnir myndir af fjallaklifri á Íslandi, einkum ísklifri og vetrarferðum, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og fjölmiðlungur, Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 316 orð

Fjölþrepa tekjuskattur og þrengri sjómannaafsláttur

FORMAÐUR nefndar, sem vinnur að tillögum um breytingar á tekjuskatti einstaklinga til að draga úr jaðaráhrifum skattsins og ýmissa bótagreiðslna, lagði á seinasta fundi fram ákveðnar hugmyndir sem byggðar eru á störfum nefndarinnar á undanförnum mánuðum og talið er að megi útfæra sem tillögur til ráðherra. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Flokksþing aðra helgi

Framsóknarflokkurinn heldur 24. flokksþingið á Hótel Sögu 22.-24. nóvember. Stofnunar flokksins árið 1916 minnst en yfirskrift þingsins er Framsókn í 80 ár. Þingið verður sett klukkan 10 föstudaginn 22. nóvember og syngja félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum að því loknu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Flugleiðsögubúnaður fyrir 100 millj.

ÍSLENSK flugmálayfirvöld eru í þann mund að ganga frá samstarfssamningi við bandarísku flugmálastjórnina um að reka GPS-jarðstöð með leiðréttinga- og viðvörunarbúnaði fyrir flugleiðsögukerfi. Haukur Hauksson varaflugmálastjóri segir að jarðstöðin verði sett upp á næsta ári og mun uppsetning hennar og þriggja ára prófun kosta rúmar 100 milljónir að hans sögn. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 131 orð

Foringjar styðja Mladic

GLUNDROÐI var meðal serbneskra yfirvalda í Bosníu á miðvikudagskvöld eftir að Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, reyndi að svipta Ratko Mladic, sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi, embætti yfirmanns hersins. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fræðslufundur um ferðabúnað

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferðum þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20. Fyrirlesari verður Árni Birgisson. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fuglaskoðun í Skerjafirði

VETTVANGSFRÆÐSLA og fuglaskoðun verður sunnudaginn 17. nóvember við Skeljungsstöðina í Skerjafirði milli kl. 13.15 og 15.15, þar sem tegundafjöldi er meiri en annars staðar á Innnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Fuglaverndarfélagi Íslands sáust t.d. 1. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fundur um hússtjórnarskólann á Hallormsstað

FUNDUR verður haldinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, sunnudaginn 17. nóvember kl. 16, vegna tillögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um að leggja skólann niður í núverandi mynd. Í fréttatilkynningu er skorað á velunnara skólans að mæta til fundar, og sýna samstöðu gegn þessum áformum. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 68 orð

Fundur um kornrækt og fóðurverð

HVER verður framtíðarþróun í kornrækt og kjarnfóðurverði á Íslandi? Framsóknarfélag Rangæinga heldur opinn fund um þetta mál í Hlíðarenda á Hvolsvelli þriðjudaginn 19. nóvember kl. 14. Frummælendur verða dr. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fyrirlestur um Indland í Norræna húsinu

Í FYRIRLESTRARÖÐINNI "Orkanens øje" í Norræna húsinu verður haldinn fyrirlestur um Indland sunnudaginn 17. nóvember kl. 16. Sendiherra Íslands á Íslandi, S.K. Mathur, segir frá Indlandi og nefnir fyrirlesturinn "A Land of Diversity". Á undan fyrirlestrinum verður sýnt stutt myndband um Indland og á eftir fyrirlestrinum gefst áheyrendum tækifæri til að varpa fram spurningum. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fyrirlestur um siðfræði

PÁLL Skúlason, prófessor í heimspeki, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar háskólans, mánudagskvöldið 18. nóvember kl. 20.15. Fyrirlesturinn er sjálfstætt framhald tveggja lestra sem Páll flutti á síðasta vetri undir fyrirsögninni Umhverfi I og II. Meira
16. nóvember 1996 | Miðopna | 828 orð

Gervihnattaleiðsögn á flugleiðum

EINNI GPS-jarðstöð með leiðréttinga- og viðvörunarbúnaði fyrir flugsögukerfi verður komið upp á Íslandi á næsta ári að sögn Hauks Haukssonar varaflugmálastjóra. Búnaðurinn verður síðar hluti af alþjóðlegu neti leiðréttingastöðva (Wide Area Augmentation System, WAAS) og búist við að slíkt net innan Bandaríkjanna verði komið í gagnið árið 1998. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 271 orð

Getur komið sér illa fyrir Jeltsín

FRIÐURINN, sem ríkt hefur milli núverandi og fyrrverandi innanbúðarmanna í Kreml, virðist vera úti, að minnsta kosti milli þeirra Anatolís Tsjúbajs, skrifstofustjóra Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og Alexanders Korzhakovs, fyrrverandi yfirmanns forsetalífvarðarins. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Guðsþjónusta í Nýju postulakirkjunni

WILHELM Leber svæðispostuli heldur guðsþjónustu á morgun sunnudag kl. 11 í kirkjusal Nýju postulakirkjunnar á Íslandi í Ármúla 23. Sem postuli Jesú Krists ferðast hann víða og m.a. til Íslands og Grænlands auk þess sem hann þjónar í kirkjunni í norðurhluta Þýskalands. Guðsþjónustan verður þýdd jafnóðum. Meira
16. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 624 orð

Hagnaður af rekstri síðasta árs 553 milljónir

SAMHERJI og dótturfélög verða sameinuð í eitt félag fyrir áramót. Félagið verður að því loknu, í upphafi næsta árs, skráð á almennum hlutabréfamarkaði. Hagnaður af rekstri félaganna var 553 milljónir króna á síðasta ári. Í fyrstu verða hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðnum en síðar á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Haustþing kennara

SVÆÐAFÉLÖG Kennarasambands Íslands í Reykjavík og á Reykjanesi halda sameiginlegt haustþing á Hótel Loftleiðum í dag, laugardaginn 16. nóvember. Á þinginu munu verða fluttir margir fyrirlestrar um ýmis áhugaverð efni. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 53 orð

Havel á kjörstað

VACLAV Havel, forseti Tékklands, sýnir skilríki sín þar sem hann bíður þess ásamt fleira fólki að kjósa í fyrri umferð kosninganna til nýstofnaðrar öldungadeildar. Havel hvatti landsmenn sína til að mæta vel á kjörstað en margir segjast ekki skilja hvaða nauðsyn bar til að koma á fót öldungadeild í þinginu. Meira
16. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hátíðardagskrá á Dalvík

BÓKASAFN Dalvíkur gengst fyrir hátíðardagskrá í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu og hefur fengið til liðs við sig nemendur úr Dalvíkurskóla. Dagskráin verður fluttu á bókasafninu og eru hún tileiknuð Jónasi Hallgrímssyni. Þar mun Halldór Blöndal samgönguráðherra flytja erindi um skáldið og Tjarnarkvartettinn syngur nokkur lög. Nemendur 6. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Heimir Már til Alþýðubandalagsins

FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþýðubandalagsins hefur ráðið Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, í stöðu framkvæmdastjóra flokksins. Heimir tekur til starfa 1. desember næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Alþýðubandalaginu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hernám ráðgert ef sósíalistar næðu völdum

BANDARÍKJAHER gerði áætlanir á árunum 1948­1951 um að hertaka Ísland ef sósíalistar rændu hér völdum, að því er fram kemur í væntanlegri bók Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, Í eldlínu kalda stríðsins. Valur segir að herinn hafi ætlað að senda hingað hermenn með skipum og flugvélum til að vernda Keflavíkurflugvöll og bæla niður uppreisn sósíalista. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 213 orð

Hjarðarholtskirkja endurvígð

ENDURVÍGSLA Hjarðarholtskirkju fór fram 3. nóvember sl. í logni, sólskini og 12 stiga frosti. Kirkjugestir, heimafólk og gestir fylltu kirkjuna. Meðal gesta voru biskupshjónin frú Ebba Sigurðardóttir og herra Ólafur Skúlason, prófasturinn sr. Ingiberg J. Hannesson, sr. Ágúst Sigurðsson og frú frá Prestbakka og fyrrverandi sóknarprestur í Hjarðarsókn, sr. Friðrik J. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 767 orð

Hægt er að koma í veg fyrir blindu vegna sykursýki

Jóhannes Kári Kristinsson læknir varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands hinn 25. maí síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið Diabetic Retinopathy. Screening and prevention of blindness eða Sykursýkisskemmdir í sjónhimnu. Skimun og forvarnaraðgerðir gegn blindu. Leiðbeinandi Jóhannesar var Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við HÍ. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kosið í skipulags- og umferðarnefnd

BORGARSTJÓRN hefur kosið sjö menn til setu í skipulags- og umferðarnefnd til loka kjörtímabilsins. Nefndin var mynduð úr tveimur nefndum, skipulagsnefnd og umferðarnefnd, í samræmi við tillögur stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar um fækkun nefnda. Nýlega var einnig kjörið í sameinaða atvinnu- og ferðamálanefnd. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Kvenfélag Kristskirkju með basar og kaffisölu

KVENFÉLAG Kristskirkju í Landakoti heldur sinn árlega basar, happdrætti og kaffisölu í safnaðarheimilinu við Hávallagötu á morgun sunnudag kl. 15. Eins og undanfarin ár verða á boðstólum handunnar vörur sem kvenfélagskonur hafa unnið sl. ár, brauð, kökur og engin núll í happdrættinu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

LEIÐRÉTT

Í frétt á bls. 2 í gær kom fram að lýsingu Reykjanesbrautar lyki við fyrirtækið Ramma. Fyrirtækið hefur breytt um nafn og heitir nú Bykó - gluggar og hurðir. Agricola Jónas Knútsson BA í latínu frá Háskóla Íslands þýddi verkið Agricola eftir Tacítus en ekki öfugt eins og stóð á bls B3 í Mbl í gær. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Lífeyrissjóði þingmanna verði breytt

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir eðlilegt að lög um Lífeyrissjóð alþingismanna og Lífeyrissjóð ráðherra verði endurskoðuð með hliðstæðum hætti og lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Hann segir hins vegar eðlilegt að Alþingi en ekki fjármálaráðherra hafi forystu um þá endurskoðun. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ljósmyndarar sýna

AÐ LÝSA flöt er yfirskrift ljósmyndasýningar sem Ljósmyndarafélag Íslands heldur í Gerðarsafni í Kópavogi í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Sýningin verður opnuð í dag og þar verða sýndar u.þ.b. 400 ljósmyndir eftir 56 ljósmyndara. Á myndinni sjást þau Bragi Þór Jósefsson, Anna Fjóla Gísladóttir, Jóhannes Long og Kristján Maack hengja myndir á veggina. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 396 orð

Lýst eftir jaðarskattstillögum

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar lýstu eftir tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts í umræðum á Alþingi á fimmtudag, er Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir röð stjórnarfrumvarpa um breytingar á skattalögum. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 193 orð

Manns leitað þegar hann lá á sjúkrahúsi

MAÐUR sem saknað hafði verið frá því á mánudag og lögregla hafði leitað frá því á þriðjudag fannst strax eftir að mynd af honum var birt á sjónvarpsskjánum á fimmtudag. Þá kom í ljós að hann hafði legið á sjúkrahúsi frá því á mánudag. Maðurinn hafði veikst þegar hann var staddur í kirkjugarði í Reykjavík og komist við illan leik á slysadeild Borgarspítalans. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Málþing presta um þagnarskyldu

STJÓRN Prestafélags Íslands stendur fyrir málþingi mánudaginn 18. nóvember kl. 17­19 um þagnarskylduna. Frummælendur verða Ástríður Stefánsdóttir, læknir og MA í heimspeki, dr. Björn Björnsson og sr. Úlfar Guðmundsson. Málþingið verður haldið í Digraneskirkju í Kópavogi og er öllum opið. Meira
16. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 294 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í kirkjunni, sunnudagaskóli Glerárkirkju kemur í heimsókn. Munið kirkjubílana. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af afmæli kirkjunnar. Barnakór kirkjunnar tekur þátt í messunni. Kvenfélag Akureyrarkirkju verður með veislu, kaffi, brauðsölu og lukkupokasölu í Safnaðarheimilinu eftir messu. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 126 orð

Mótmæla fegurðarkeppni

MÓTMÆLI hafa verið á Indlandi gegn því að fegurðarsamkeppnin Ungfrú heimur skuli haldin þar í landi. Náðu þau hámarki á fimmtudag, er 24 ára gamall Indverji kveikti í sér. Maðurinn, atvinnulaus skraddari, hellti eldfimum efnum yfir sig frammi fyrir hundruð manns sem fengu ekkert að gert er hann bar eld að sér. Á sekúndubroti varð hann alelda. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 49 orð

Mótmælafundur í Manila

NOKKUR hundruð vinstrimanna komu saman í fjármálahverfi Manilaborgar á Filippseyjum í gær til að mótmæla ráðstefnu, sem þar er haldin á vegum Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja. Sögðu þeir, að unnið væri að því leynt og ljóst að eyðileggja lífsafkomu bænda og fiskimanna í vanþróuðum löndum. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Námskeið Lífsskólans

LÍFSSKÓLINN, Vesturbergi 73, byrjar námskeiðin laugadaginn 23. nóvember nk. Á dagskrá skólans í vetur verða meðal annars helgarnámskeið í meðferð ilmolía, sogæðanudd, reiki, stjörnuspeki fyrir byrjendur og haldinn verða erindi á vegum skólans um leiðir til betra daglegs lífs og ræddar verða forvarnir gegn öldrun og veiku ónæmisskerfi, segir í fréttatilkynningu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Námsmenn mótmæla

NÁMSMENN fjölmenntu á útifundi víða um land á hádegi í gær til þess að skora á ríkisstjórnina að breyta lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og forgangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisútgjalda. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 123 orð

Nemendaheimsókn af vellinum

Vogum­Nemendur tveggja elstu bekkja Stóru-Vogaskóla fengu 10 nemendur úr A.T. Mahan High School á Keflavíkurflugvelli í heimsókn og voru gestirnir daglangt í Vogum við leiki og störf. Að sögn Helga Hólm tungumálakennara er heimsóknin hluti af enskunámi við skólann og gerð til að gefa krökkunum tækifæri til að ræða við enskumælandi fólk. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 317 orð

Norsk ferja strandaði

NORSK ferja strandaði skammt frá höfninni í Stromstad í Svíþjóð á fimmtudagskvöld. Mikið hvassviðri var þegar skipið strandaði. 33 farþegar voru um borð og seint í gær hafði þeim öllum verið bjargað frá borði ásamt 11 af 22 manna áhöfn. Rússar fagna lausn njónsara Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nóvembermessa Kvennakirkjunnar

NÓVEMBERMESSA Kvennakirkjunnar verður haldin í Laugarneskirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar verður: Er kyn Guðs aðalatriði kvennaguðfræðinnar? Elín H. Kristjánsdóttir, nemi í kvennafræðum í HÍ, séra Yrsa Þórðardóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédika. Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng og Júlía Traustadóttir, 11 ára, leikur á fiðlu. Meira
16. nóvember 1996 | Miðopna | 1175 orð

Nýir og stórir klefar og stórbætt íþróttaaðstaða Fangar á Litla-Hrauni starfa meðal annars við þvotta, hellusteypu,

KRISTJÁN Stefánsson, framkvæmdastjóri fangelsisins, bauð fréttamönnum að skoða fangelsið, svo þeir gætu kynnt sér staðhætti, starfsemina og aðbúnað fanga. Hann tók þó fram, að virða yrði óskir fanganna sjálfra, til dæmis um hvort skoða mætti klefa þeirra, enda væri fangelsið heimili þeirra. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Of lítið flutt af íslenskri tónlist

FÉLAG ísl. hljómlistarmanna, Félag tónskálda og textahöfunda og Samtök hljómplötuframleiðenda hafa vakið athygli útvarpsstöðva á hlutdeild íslenskrar tónlistar í dagskrá stöðvanna. Bent er á að á Rás 1 var áætlaður flutningur íslenskrar tónlistar á síðasta ári 21% og 17,67% á Rás 2. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ógnaði vagnstjóra með hnífi

TVEIR unglingspiltar voru handteknir í Grafarvogi í gærkvöldi eftir að annar þeirra ógnaði strætisvagnstjóra með hnífi. Báðir piltarnir, sem eru um 16 ára gamlir, voru ölvaðir. Piltarnir voru í strætisvagni á Fjallkonuvegi, létu dólgslega og kröfðu bílstjórann um peningalán. Þegar hann neitaði tók annar piltanna í hálsbindi bílstjórans, dró upp hníf og ógnaði honum. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 216 orð

Óttast að 20 hafi farist

EGYPSKIR froskmenn fundu í gær fimm lík um borð í fljótabáti, sem sökk á Níl í fyrradag, en óttast er, að enn séu 12 lík ófundin. Flestir þeirra, sem fórust, voru ferðamenn frá Tékklandi og Slóvakíu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Óvenjuleg afferming

FLUTNINGABÍLL frá Kaupfélagi Borgnesinga valt út af veginum í Hvalfirði, við Múlafjall, skömmu fyrir kl. 15 í gær. Hópur manna úr björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi kom á vettvang og handlangaði farm bílsins út úr honum og upp á veg, svo koma mætti bílnum á réttan kjöl á ný. Ökumaður slapp án meiðsla, en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 275 orð

Patreksapótek gaf hlut sjúklinga í lyfjaverði

PATREKSAPÓTEK veitti 100% afslátt af hlut sjúklings við kaup á lyfseðilsskyldum lyfjum síðastliðinn miðvikudag. Apótekarinn telur að Hagkaup-Lyfjabúð hafi ekki staðið við að endurgreiða fólki mismuninn ef það fyndi lægra lyfjaverð annars staðar og gefa aukaafslátt því til viðbótar. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 474 orð

Rekstrarábyrgð er tekin frá sjóðnum

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir enga framför fólgna í breytingum á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins ef breytingarnar feli í sér að útreikningar tryggingafræðinga eigi að ráða því hversu hátt iðgjald ríkissjóður borgi í sjóðinn. Þar með hafi öll rekstrarábyrgð verið tekin af stjórn sjóðsins. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Ríkissjóður ber lífeyrisgreiðslur

LÍFEYRIR til bænda, fæddum árið 1914 eða fyrr, verður fjármagnaður til frambúðar með beinum hætti úr ríkissjóði og af Stofnlánadeild landbúnaðarins en ekki borinn af Lífeyrissjóði bænda, þótt þessar lífeyrisgreiðslur falli að núgildandi lögum undir verksvið sjóðsins. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ronja ræningjadóttir í Norræna húsinu

KVIKMYNDIN Ronja ræningjadóttir verður sýnd í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Kvikmyndin er gerð eftir sögu Astrid Lindgren en flest börn og unglingar kannast við Ronju og leikfélaga hennar, Birki. Sýningin tekur um 2 klst. og er aðgangur ókeypis. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 194 orð

Rússum veitt efnahagsaðstoð

RÁÐAMENN í Japan sögðust í gær ætla að veita Rússum 500 milljóna dala efnahagsaðstoð, sem ákveðið var að fresta vegna upplausnar Sovétríkjanna árið 1991. Skýrt var frá þessu í Tókýó í tilefni af heimsókn Jevgenís Prímakovs, utanríkisráðherra Rússlands, sem reyndi að leysa áratuga gamla deilu Rússa og Japana um Kúril-eyjar og lagði til að þjóðirnar nýttu náttúruauðlindir eyjanna í sameiningu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 254 orð

Samherji brátt skráður á hlutabréfamarkaði

SAMHERJI og tengd fyrirtæki verða sameinuð í eitt og er þess vænst að vinnu við sameininguna verið lokið á næstu vikum. Félagið verður skráð á almennum hlutabréfamarkaði, fyrst í stað á Opna tilboðsmarkaðnum en síðar á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Samkeppnisstaða þjóðtungunnar

PÉTUR Pétursson, fyrrverandi útvarpsþulur, hefur sent Samkeppnisstofnun eftirfarandi erindi í tilefni af Degi íslenskrar tungu: "Í tilefni af Degi íslenskrar tungu bið ég háttvirta stofnun yðar að ganga úr skugga um hvort þjóðtungan njóti jafnréttis í flutningi söngva í útvarpi og sjónvarpi, Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð

Samningaviðræður um síld og karfa í London

ÍSLENZK samninganefnd undir forystu Jóhanns Sigurjónssonar, nýs aðalsamningamanns í fiskveiðimálum, heldur til London í næstu viku. Þar hefst á mánudag fundur Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja ásamt Evrópusambandinu um stjórn síldveiða og á miðvikudag hefst fundur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), þar sem meðal annars verður fjallað um stjórn veiða á síld og karfa. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Samningur ráðherra hafði ekki lagastoð

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms í máli fyrrum ábúenda ríkisjarðanna Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi á hendur íslenska ríkinu. Ríkið er þar með sýknað af öllum kröfum þessarra tveggja loðdýrabænda. Málin voru höfðuð vegna vanefnda ríkisins á samningi sem Steingrímur J. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Sérnefndartillögur væntanlegar

TILLÖGUR um hvernig ná megi betri hagræðingu í ríkisrekstrinum og reikningshaldi ríkissjóðs í nafni árangursstjórnunar munu, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, verða lagðar fram í lok þessa mánaðar og kynntar í ríkisstjórn. Þetta kom fram er Friðrik mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um fjárreiður ríkisins á Alþingi í gær. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

SFiat sýning hjá nýju umboði

UMBOÐ fyrir Fiat bíla á nýjum stað verður formlega opnað um helgina en það er fyrirtækið Ístraktor í Garðabæ sem tekið hefur við innflutningi Fiat en það hefur lengi haft umboð fyrir t.d. bíla frá Iveco. Hjá Ístraktor verða sýndar um helgina hinar ýmsu gerðir Fiat bíla, Bravo, Brava, Punto og smábíllinn Cinquecento. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 111 orð

Skemmdir á grjótgörðum

Miðhúsum-Nokkrar skemmdir urðu á veginum um hafnargarð Reykhólahafnar í vonskuveðri á fimmtudag, en annars er ekki vitað um skemmdir þar. Þörungaverksmiðjan á pramma úti en þeir voru það vel festir að enginn skaði varð. Verksmiðjan hefur gengið vel í ár og er söluaukning um 50% á árinu. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð

Stefnan að sýna sveigjanleika í verði

VIRGIN Megastore verslun sem selur geisladiska, myndbönd, tímarit og tölvuleiki var opnuð í Kringlunni á fimmtudag. Sams konar verslanir eru reknar víða um heim undir merkjum bresku Virgin samsteypunnar. "Við bjóðum meira úrval og betra vöruverð en Íslendingar hafa hingað til fengið að kynnast," sagði Helgi Hermannsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar í samtali við Morgunblaðið. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Stærsta e-töflumál hérlendis

FÍKNIEFNALÖGREGLAN vinnur nú að rannsókn á máli, sem samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er stærsta e-töflumál sem upp hefur komið hérlendis. Lagt hefur verið hald á 1.000 e-töflur og um 60 grömm af kókaíni. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sýning í Hornstofu

SNJÓLAUG Guðmundsdóttir, Brúarlandi, Mýrum, sýnir og selur muni, unna úr skeljum og flóka, ásamt vefnaði, í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélagsins, Laufásvegi 2, í dag, laugardag, og á morgun. Snjólaug er vefnaðarkennari að mennt og kenndi m.a. við Hússtjórnarskólann að Varmalandi í níu ár. Hún hefur unnið og selt handverk í um það bil tíu ár. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 118 orð

Sögunarmylla kynnt á Íslenskum dögum

Flateyri­Trésmíðaverkstæði Sævars I. Péturssonar á Flateyri kynnti laugardaginn 9. nóvember sl. afkastamikla sögunarmyllu sem keypt var til landsins fyrir ári, frá Illinois í Bandaríkjunum. Kaupverð var 1,4 milljónir íslenskra króna. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 381 orð

Tebbit hótar stofnun nýs flokks ESB-andstæðinga

TEBBIT lávarður, fyrrverandi formaður brezka Íhaldsflokksins, segir að reyni stjórn Johns Major að koma Bretlandi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) muni það eyðileggja Íhaldsflokkinn og hugsanlega leiða til þess að andstæðingar ESB-aðildar úr öllum flokkum taki höndum saman og stofni nýjan stjórnmálaflokk. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 388 orð

Telur sig skotspón hatursfullra manna

TALIÐ er, að ríkisstjórn Romano Prodis, forsætisráðherra Ítalíu, muni standa af sér skyndilega afsögn Antonios Di Pietros, ráðherra opinberra framkvæmda. Di Pietro, sem er hetja í augum flestra landa sinna vegna framgöngu sinnar í spillingarrannsóknunum á síðustu árum, er nú sjálfur sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem dómari og auðgast óeðlilega í embætti. Meira
16. nóvember 1996 | Erlendar fréttir | 71 orð

Til stuðnings Wang

NOKKUR hópur manna efndi til mótmæla í Hong Kong í gær og krafðist þess, að kínversk stjórnvöld leystu úr haldi andófsmanninum Wang Dan. Wang var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir samsæri gegn ríkinu og í gær var áfrýjun hans hafnað. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 235 orð

Undirbúa stofnfund stjórnmálasamtaka

UM 30 manna hópur ungs fólks úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og einstaklingar sem starfað hafa innan Kvennalistans, auk óflokksbundins ungs fólks úr Háskóla Íslands, ætla að halda undirbúningsfund fyrir stofnun sameiginlegra stjórnmálasamtaka í Bifröst í Borgarfirði í dag. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

UNGLINGAMEISTARAMÓT Taflfélagsins Hellis verður haldið mánuda

UNGLINGAMEISTARAMÓT Taflfélagsins Hellis verður haldið mánudagana 18. og 25. nóvember. Þátttökurétt hafa unglingar fæddir 1981 og síðar. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og umhugusunartími er 20 mínútur á hvorn keppanda. Verðlaunaafhending verður strax að lokinni síðustu umferð. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Ungur flautuleikari í tónlistarguðsþjónustu

TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTUR hafa verið haldnar annan hvern sunnudag um nokkurt skeið við Hafnarfjarðarkirkju. Þær hefjast kl. 18. Við tónlistarguðsþjónustu á sunnudaginn mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á þverflautu, en hann er nemandi í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og stundar nám á sjötta stigi. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 457 orð

Útflutningur á tölvum til veðurfræðirannsókna

HALO, haf- og lofthjúpsfræðistofan, hefur selt kerfi til að reka tölvureiknaðar veðurspár hjá alþjóðlegri stofnun og viðræður standa yfir við fleiri stofnanir um sölu á tölvum og hugbúnaði til veðurfræðirannsókna. Halo, haf- og lofthjúpsfræðistofan í Reykjavík, helgar starfsemi sína rannsóknum og þróun á sviði haf- og lofthjúpsfræða. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Útivist á slóðum risaorma og risakatta

Í FJÓRÐU þjóðsagnarferð Útivistar, sunnudaginn 17. nóvember, verður gengið með Kleifarvatni og í nágrenni þess. Rifjaðar verða upp sagnir og farið á þær slóðir þar sem fólk á 18. öld taldi sig samkvæmt samtímaheimildum hafa séð dýr er líktust risaormum og risaköttum í Kleifarvatni og Grænavatni. Meira
16. nóvember 1996 | Akureyri og nágrenni | 264 orð

Viðamikil atvinnukönnun

VIÐAMIKIL könnun á atvinnulífinu á Akureyri og ýmsum þáttum í rekstri fyrirtækja í bænum verður gerð í næstu viku. Að könnuninni standa Atvinnumálaskrifstofan á Akureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, en nemendur á öðru ári í rekstrardeild háskólans gera könnuninaþ Þeir munu einnig vinna úr henni að hluta undir handleiðslu rannsóknarstofnunarinnar. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 292 orð

Viðurkenningar til tveggja miðbæjarverslana

VERSLUNIN Sautján hefur hlotið viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir framlag til uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur og verslunin Mál og menning hlaut Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun ferðamannaverslunar, sem atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavíkur og samtökin Íslensk verslun veita í fyrsta sinn. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vilja þjóðsönginn áfram

LIÐLEGA 68% landsmanna vilja hafa núverandi þjóðsöng áfram, samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Tæplega 32% vilja nýjan þjóðsöng. Alþingismaður velti nýlega upp þeirri spurningu hvort ekki væri rétt að fá annan þjóðsöng, við hlið hins eldra. Meira
16. nóvember 1996 | Landsbyggðin | 659 orð

Ýmsir möguleikar í atvinnulífi héraðsins

Borgarfirði-Íbúar í Andakíls-, Skorradals-, Lundarreykjardals-, Reykholtsdals- og Hálsahrepps funduðu nýlega í Logalandi í Reykholtsdal um atvinnumál. Ellefu frummælendur voru á fundinum sem var vel sóttur. Víða var komið við í umræðum á fundinum og ljóst að ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í atvinnulífi héraðsins. Meira
16. nóvember 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Ökumannstrygging bætti fall af palli

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi sl. fimmtudag tryggingafélag til að greiða vörubílstjóra bætur fyrir slys sem hann varð fyrir árið 1992. Dómurinn taldi tjón mannsins bótaskylt samkvæmt ákvæðum umferðarlaga þar sem maðurinn hefði unnið við lestum vörubílsins og teldist sú vinna til notkunar bifreiðarinnar, í skilningi laganna. Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 1996 | Leiðarar | 575 orð

leiðari SAMKOMULAG UM LÍFEYRI RÍKISSTARFSMANNA AÐ HLÝTUR a

leiðari SAMKOMULAG UM LÍFEYRI RÍKISSTARFSMANNA AÐ HLÝTUR að teljast til tíðinda, að samkomulag hefur tekizt milli fjármálaráðuneytis og samtaka ríkisstarfsmanna um nýtt lífeyrissjóðakerfi. Því er ætlað að tryggja starfsmönnum eigi síðri lífeyrisréttindi en nú er og reyndar bætt lífeyriskjör í framtíðinni. Meira
16. nóvember 1996 | Staksteinar | 383 orð

»Nýir tímar MIKIL umskipti eru að verða í þjóðarbúskap margra ríkja, segir í l

MIKIL umskipti eru að verða í þjóðarbúskap margra ríkja, segir í leiðara Iðnlánasjóðstíðinda, vegna útbreiðslu markaðskerfisins. Upplýsingabyltingin hefur flýtt fyrir áhrifum þessarar þróunar, þar sem fjarlægð er ekki lengur sú hindrun sem áður var í samskiptum manna. Þetta býður upp á ný tækifæri til eflingar íslensku atvinnulífi. Meira

Menning

16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 133 orð

Aiello tók hlutverk Brandos

LEIKARINN vinalegi Danny Aiello hefur tekið að sér hlutverk Dons Clericuzios í sjónvarpsþáttunum "The Last Don" sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC er að hefja framleiðslu á, en áður hafði Marlon Brando hafnað hlutverkinu. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Ellilegur Rourke

ELLI kerling er farin að setja mark sitt á leikarann óstýriláta Mickey Rourke eins og sjá má á þessari mynd. Hann hefur lifað hátt um hríð og brennt margar brýr að baki sér vegna skaphita síns og langvarandi misnotkunar áfengis og eiturlyfja. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fleetwood Mac í hljóðver

HIN gamalkunna hljómsveit Fleetwood Mac hefur ákveðið að hefja samstarf að nýju. Hljómsveitin, með þau Lindsey Buckingham og Stevie Nicks í fararbroddi, er sögð ætla að skeiða inn í hljóðver í desember næstkomandi og hefja þar vinnu við nýja hljómplötu. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Fljúgandi brúður

BRÚÐKAUP þeirra Candace Whitaker og Richards Waters yngri á Cocoa-ströndinni í Flórída fékk óvæntan skell þegar þau voru á leið frá kirkju í hestvagni og bíll keyrði aftan á vagninn. Við áreksturinn flaug brúðurin í íburðarmiklum brúðarkjól sínum úr vagninum og lenti á götunni. Hún og brúðguminn þurftu bæði að fara með sjúkrabíl á sjúkrahús og fengu þar hálskraga. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 385 orð

Færri Norðmenn lesa dagblöð

SEXTÁN stærstu dagblöð Noregs hafa samtals misst nær 250 þúsund lesendur á einu ári. Þetta er niðurstaða nýrrar neyslu- og fjölmiðlakönnunar sem Gallup í Noregi hefur gert og norska blaðið Dagens Næringsliv greinir frá fyrr í haust. Könnunin mældi breytingar á dagblaðalestri frá því í ágúst 1995 þar til í júlí í ár. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Gaman að versla

BRESKU tónlistarmennirnir Elton John og Robbie Williams eru miklir vinir. Ekki einungis deila þeir áhuga á tónlist heldur finnst þeim báðum ákaflega gaman að versla. Elton er þekktur sem meistari í faginu og þekkt er safn hans af sólgleraugum og skóm, en Robbie veitir honum sífellt harðari samkeppni. Hér sjást þeir á leiðinni á veitingastað eftir velheppnaða innkaupaferð. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Goldie glöð í London

BANDARÍSKA gamanleikkonan Goldie Hawn var nýlega stödd í London til að vera við frumsýningu nýjustu myndar hennar, "The First Wives Club" þar sem hún leikur á móti Bette Midler og Diane Keaton. Á myndinni sést hún koma út af veitingastaðnum The Ivy, sem vinsæll er meðal stjarna. GOLDIE, glöð og reif, flýtirsér inn í bíl... Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 209 orð

Hagnaður News Corp minni en spáð var

HAGNAÐUR News Corp fyrirtækis Ruperts Murdochs minnkaði um 8,1% á fyrsta fjórðungi fjárhagsársins 1996/97, þótt sérfræðingar hefðu spáð því að hagnaðurinn mundi aukast verulega. Nettóhagnaður News Corp á þremur mánuðum til septemberloka minnkaði í 283 milljónir ástralskra eða 223 milljónir bandarískra dollara úr 308 milljónum Ástralíudala á sama tíma í fyrra. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 60 orð

Hollenzk gervihnatta stöð

HOLLENZK gervihnattastöð er tekin til starfa og sjónvarpar til 600.000 hollenzkumælandi fólks utan Hollands og Belgíu. Rásinni stjórnar heimsútvarpið Wereldomroep Zomer TV, deild hollenzka ríkissjónvarpsins Nederlandse Omroep Stichting (NOS). Fréttum og hollenzku efni verður sjónvarpað dag hvern til 1. september. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 105 orð

Ísrael ber til baka frétt um Murdoch

ÍSRAELSKT tekjuskattaráð hefur borið til baka þá frétt blaðsins Sunday Business í London að gefin hafi verið út tilskipun um að handtaka fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch vegna rannsóknar á skattsvikum. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Kattamergð í Istanbul

TYRKNESKI dýravinurinn Nezahat Ocal, 65 ára, sem hefur safnað og tekið að sér flækingsketti síðustu 20 árin, leikur hér við nokkra vini sína í íbúð sinni í Istanbul nýlega. Nágrannarnir eru ekkert yfir sig hrifnir af kattamergðinni en um 100 kettir gista heimili Ocal um þessar mundir. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Michael Jackson og frú

SÖNGVARINN sívinsæli Michael Jackson sést hér ásamt nýbakaðri eiginkonu sinni og tilvonandi barnsmóður, hjúkrunarkonunni Debbie Rowe, 37 ára. Michael er á tónleikaferðalagi um heiminn og Debbie sendi Michael ómsjármyndband af barninu í kviði hennar. Hann er sagður vonast til að Páfinn skíri barnið, sem væntanlegt er í heiminn snemma á næsta ári. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Mynda sig á styrktarsamkomu

LEIKKONURNAR vinalegu Holly Robinson, til vinstri, og Halle Berry fá greinilega aldrei nóg af myndavélum og sjást hér taka mynd af sjálfum sér á samkomu til styrktar lestrarkennslu barna, sem samtökin Color Me Bright Youth Foundation standa fyrir. Teete fékk viðurkenningu samtakanna við þetta tilefni en Berry hlaut samskonar viðurkenningu á síðasta ári. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 489 orð

Neita að afhenda lögreglu ljósmyndir

LÖGREGLAN telur að myndirnar geti komið að gagni við að upplýsa morð á liðsmanni eins mótorhjólagengisins í Ósló fyrir nokkru en Hanseid segir að vandleg íhugun liggi að baki ákvörðun hans sem hafi verið erfið. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 183 orð

Sýn stækkar útbreiðslusvæðið

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun á næstu vikum stækka dreifikerfi sitt til norðurs og suðurs þannig að stöðin mun nást á Akureyri og nágrenni, Selfossi og nágrenni og í Vestmannaeyjum, auk núverandi útbreiðslusvæðis sem nær yfir höfuðborgarsvæðið, Akranes og Suðurnes. Meira
16. nóvember 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Tvær Julíur

JULÍA Roberts hrökk í kút þegar hún hitti tvífara sinn og staðgengil á tökustað nýjustu myndar hennar, "The Conspiracy Theory", nýlega en tvífarinn leikur í áhættuatriðum í myndinni. Nú er bara að sjá hvort Julía getur ekki nýtt sér tvífarann þegar hún þarf að fá hvíld frá erlinum í Hollywood. Meira
16. nóvember 1996 | Fjölmiðlar | 56 orð

VHF-rás fyrir staðbundið sjónvarp

FJÓRIR sóttu um að fá úthlutað VHF sjónvarpsrás á Akureyri, samkvæmt frétt fram samnönguráðuneytinu. Að athuguðu máli hefur ráðuneytið ákveðið að rásin verði til afnota fyrir opið staðbundið sjónvarp á Akureyri, og segir í fréttinni að í samræmi við það hafi samgönguráðuneytið falið Fjarskiptaeftirliti ríkisins að sjá um að svo verði gert. Meira

Umræðan

16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 780 orð

Drengjakór Laugarneskirkju

Þannig eru kjörorð Drengjakórs Laugarneskirkju (skammstafað DKL). Þau lýsa ágætlega hugmyndafræði starfsins. Söngurinn verður bestur og túlkun tónanna innilegust þegar nauðsynleg ögun og frelsi barnsins til leikja fer saman í kórstarfinu. Meðal flestra rótgróinna menningarþjóða er hefð fyrir drengjakórum í kirkjulegu starfi. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 730 orð

Gott íþróttastarf - og keppni

Gott íþróttastarf - og keppni Ráðstefna stúlknaþjálfara Öllum ætti að vera ljóst, segir Ingveldur Bragadóttir, að íþróttir eru nauðsynlegar. ÍÐRÓTTAIÐKUN stúlkna hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1115 orð

Gönuhlaup prófessorsins

ARNÓR Hannibalsson prófessor skrifar í Dag-Tímann miðvikudaginn 6. nóvember og Morgunblaðið 10. nóvember og fjallar um stóriðju á Grundartanga, bæði verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins og fyrirhugaða verksmiðju Columbia álfyrirtækisins. Þessi umfjöllun einkennist af órökstuddum fullyrðingum og sleggjudómum sem sæma ekki vísindamanni og prófessor við Háskóla Íslands. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 401 orð

Hverjum glymja klukkurnar?

SENN munu klukkur Langholtskirkju hringja til helgra tíða og upp renna sú tíð er vér nefnum aðventu, sem svo nær hámarki með fæðingarhátíð frelsara vors, hinni miklu friðarhátíð, jólum. Yfir fyrrnefndri kirkju hefur að undanförnu verið þrumuský, sem öðru hvoru hefur sent frá sér eldglæringar svo undan hefur sviðið, einstaklingum, safnasðarbörnum, já jafnvel heilli þjóð. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1087 orð

Miklir menn erum við, Páll minn

"ILLT er til þess að vita að fötluðum sé skipt í tvær þjóðir, annarri fengið allt sem unnt er en hin sett alfarið hjá" eru niðurlagsorð í grein Páls Péturssonar félagsmálaráðherra í Morgunblaðinu þann 12. nóvember síðastliðinn. Grein sem opinberar vanþekkingu hans á viðkvæmum málaflokki. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 574 orð

Nútíminn og stjórnun heilbrigðismála

TILEFNI þessara skrifa eru grein eftir Árna Björnsson, lækni, og viðtal við Sverri Bergmann, formann Læknafélags Íslands, sem birtust í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar eru störf hjúkrunarfræðinga og þá sérstaklega stjórnunarstörf þeirra í heilbrigðiskerfinu gerð tortryggileg. Mín fyrstu viðbrögð eftir lestur greinanna voru að spyrja hvað byggi að baki slíkra skrifa. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1093 orð

Opið þakkarbréf til dómsmálaráðherra um forsjá

Virðulegi ráðherra. Þakka yður vingjarnlegt svar þann 26. september við opnu bréfi mínu sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. ágúst síðastliðinn. Jafnvel þótt bréf mitt fullnægi ekki kröfum yðar um góða umræðu um forsjármál er von mín engu að síður sú að umræðan hafi þokast eitt hænufet fram á við. Og það væri raunar ekki svo lítill árangur því vissulega er málið brýnt. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 746 orð

Sannleikurinn og málefni fatlaðra

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra gerir enn tilraun með grein í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. til að gera Landssamtökin Þroskahjálp ótrúverðug og sakar undirritaðan um rangfærslur og svikabrigsl. Það er leitt að ráherrann skuli ekki getað fjallað um málefni fatlaðra á málefnanlegri hátt en raun ber vitni og ítrekaðar dylgjur hans í garð Landssamtakanna Þroskahjálpar eru ekki sæmandi Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 499 orð

Skortur á þjónustu við einhverf börn

ÞAÐ jafngildir því væntanlega að bera í bakkafullan lækinn að benda á enn einn hópinn sem fær ófullnægjandi þjónustu vegna endurskipulagningar, skipulagsleysis eða tiltektar í kerfinu. Á hinn bóginn er ekki hægt að sitja þegjandi hjá á meðan þarfir og réttindi fólks eru virt að vettugi. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 628 orð

Stuðningur við aðstandendur minnissjúkra

ALZHEIMERSJÚKDÓMURINN og skyldir sjúkdómar hafa verið nefndir elliglöp eða heilabilun (dementia). Aðaleinkennið er hægt vaxandi minnisleysi, einkum er varðar skammtímaminni og er því jafnframt oft talað um minnissjúkdóma. Ferli sjúkdómsins er oft skipt í þrjú stig. Á fyrsta stigi er aðallega um skammtíma minnisleysi að ræða. Meira
16. nóvember 1996 | Aðsent efni | 1084 orð

Um heimsþing Biblíufélaganna

Toronto/Missisauga, Kanada, 26. september til 3. október sl. "Hún er mér kær, sú blessuð bók." - Sb. 295/H.H. HEIMSÞING Sameinuðu Biblíufélaganna/United Bible Societies (UBS), kemur saman áttunda hvert ár. Að þessu sinni var hátíðlegt haldið 50 ára afmæli UBS. Nú komu til þingsins 346 þátttakendur frá 138 löndum. Meira
16. nóvember 1996 | Bréf til blaðsins | 689 orð

Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti

SÚ VAR tíð á Íslandi að fólk gat gengið nær hömlulaust í þá sjóði sem eldri kynslóðir höfðu safnað saman í sveita síns andlits á langri vinnuævi. Þetta fólk gat fengið lán á gjafverði fyrir nánast hverju sem er og að sjálfsögðu óverðtryggð þannig að verðbólgan át upp jafnt vexti sem höfuðstól. Meira

Minningargreinar

16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 1485 orð

Albert Ingibjartsson

Það var stórt skarð rofið í kunningjahópinn á Hlíf á Ísafirði og fjölmargra annarra vina Alla Ingibjarts mánudaginn 11. október síðastliðinn. Rétt eins og hendi væri veifað var hann hrifinn frá okkur góður, kátur og einlægur vinur, og það rétt fyrir fótaferðartíma svo ekki fengum við almennilega tækifæri til að kveðja hann. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 169 orð

ALBERT INGIBJARTSSON

ALBERT INGIBJARTSSON Albert Ingibjartsson var fæddur á Sólhjöllum, litlu húsi á mótum Urðarvegar og Engjavegar á Ísafirði, hinn 11. febrúar 1929. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjartur Ingimundarson og Bjarnfríður Jónsdóttir. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 517 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Látinn er fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Guðmundur Arnlaugsson. Í 30 ára sögu MH er hann sá maður sem mest hefur mótað stefnu skólans og hugsjónir. Þegar MH var stofnaður 1966 var ljóst að skólanum var ætlað að leita nýrra námsleiða og nýjunga í skólastarfi. Það var mikil gæfa fyrir MH að Guðmundur Arnlaugsson skyldi veljast fyrsti rektor skólans. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 311 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Hann var ekki á því að gefast upp fyrir hinum illvíga sjúkdómi krabbameini né heldur elli kerlingu. Það vakti undrun og aðdáun þeirra er sáu hann á gangi, léttan og röskan. Áttatíu og þriggja ára varð Guðmundur hinn 1. september sl. Æðrulaus tókst hann á við veikindi og erfiðleika, án þess að kvarta. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 820 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Góður vinur og lærimeistari, Guðmundur Arnlaugsson, er kvaddur með þökk og mikilli virðingu. Sú kemur tíð að einhver verður til þess að rekja skólasögu Íslendinga á síðari helmingi 20. aldar. Þar mun koma fram að á þeim áratugum hafi orðið einhver mesta umbylting sem um getur á því sviði. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 506 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Guðmundur Arnlaugsson er látinn í hárri elli. Aðalsmerki hans var skýr hugsun og yfirveguð framkoma. Hvort tveggja fylgdi honum til hins síðasta. Allt lífshlaup hans var með þeim hætti að hann gat "glaður með góðan vilja " og sáttur "beðið heljar ". Guðmundur átti óvenju starfsama ævi, fram til síðustu stundar var hann sívinnandi. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 513 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Þegar leiðir okkar Guðmundar Arnlaugssonar hafa legið saman á undanförnum árum hafa oft leitað á mig hugleiðingar um vísindin, hlutverk þeirra og eðli. Í þeirri bylgju nytjahyggjunnar sem nú gengur yfir verður mörgum starsýnt á nytjagildi vísindanna. Hitt vill þá hverfa í skuggann að vísindi eru einnig nátengd forvitni mannsins og þekkingarþrá. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 701 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Við fráfall Guðmundar Arnlaugssonar, fyrrverandi rektors Mennta- skólans við Hamrahlíð, sækja á minningar um einkar heilladrjúgt samstarf, þegar hinum nýja menntaskóla var komið á fót fyrir þremur áratugum. Við vorum 6 kennarar, sem fastráðnir voru þar á árinu 1966, þegar skólinn tók til starfa. Auk mín, sem þetta skrifar, voru það tveir "gamlir" og góðir kennarar mínir, Ingvar Brynjólfsson (d. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 427 orð

Guðmundur Arnlaugsson

Kveðja frá Reykjavíkurlistanum Falla hinar öldnu eikur, ­ ófullt skarð til tveggja handa, ­ rótafastar, fagurkrýndar, friðarmerki skógarlanda. (Sigurður Nordal.) Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést í Landspítalanum 9. nóvember

GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Guðmundur Arnlaugsson fæddist í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést í Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 15. nóvember. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 489 orð

Guðný Þuríður Guðnadóttir

Hér er ég staddur í Bandaríkjunum og er nýbúinn að koma dóttur minni í svefn, þegar mamma hringir og tilkynnir okkur að hún Nýja amma sé látin. Það var mikið áfall að heyra að hún væri farin. Ég hafði frétt nokkrum dögum áður að hún væri orðin veik og þyrfti að fara á spítala. Ég settist niður til að skrifa henni langt bréf og sendi það á faxi til foreldra minna, það kom of seint. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 415 orð

Guðný Þuríður Guðnadóttir

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þetta ljóð eftir Valdimar Briem er vel við hæfi þegar við kveðjum hana ömmu okkar í hinsta sinn. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 380 orð

Guðný Þuríður Guðnadóttir

Hún amma er dáin. Já, það er erfitt að kyngja þessu en svona er jú lífið. Við systkinin teljum okkur hafa verið heppin að hafa fengið að kynnast henni ömmu. Þegar við dvöldumst hjá henni á Norðfirði á sumrin hér áður fyrr, ýmist sitt í hvoru lagi eða öll fjölskyldan, var hún alltaf á þönum til að gera dvöl okkar sem ánægjulegasta. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 241 orð

Guðný Þuríður Guðnadóttir

Elsku hjartans Nýja mín, ekki hefði mig grunað að þú færir svona fljótt. Að missa tvær yndislegar ömmur úr lífi okkar Svanbjörns á nítján dögum var ansi mikill missir. Þú sem sendir mér þessi fallegu blóm alla leið til Ameríku til að votta mér samúð vegna ömmu minnar sem var mér svo kær. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 123 orð

GUÐNÝ ÞURÍÐUR GUÐNADÓTTIR

GUÐNÝ ÞURÍÐUR GUÐNADÓTTIR Guðný Þuríður Guðnadóttir fæddist á Norðfirði 28. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Ásmundsdóttir, fædd 7. október 1881, og Guðni Eiríksson, fæddur 19. desember 1880. Guðný Þuríður var yngst sex systkina og átti einn fósturbróður. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Guðríður Eiríksdóttir

Mig setti hljóða þegar ég frétti að Gaua vinkona mín væri látin. Þótt ég vissi að þetta væri framundan er maður aldrei viðbúinn því að góðir vinir kveðji. Minningarnar koma upp í hugann. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég kom sem unglingur að Vesturkoti á Skeiðum og dvaldi hjá fósturforeldrum hennar mörg sumur og var strax tekin sem ein af fjölskyldunni. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR Guðríður Eiríksdóttir fæddist í Efri-Gróf í Villingaholtshreppi 30. desember 1909. Hún lést 25. október

GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR Guðríður Eiríksdóttir fæddist í Efri-Gróf í Villingaholtshreppi 30. desember 1909. Hún lést 25. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 1. nóvember. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 888 orð

Jóhanna Bjarnadóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 240 orð

JÓHANNA BJARNADÓTTIR

JÓHANNA BJARNADÓTTIR Jóhanna Bjarnadóttir var fædd í Bolungarvík 31. desember 1898. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni 31. október síðastliðinn, þá tæplega 97 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Bjarni Magnússon verkamaður á Sandeyri, f. 27. nóvember 1870, d. 20. nóvember 1960, og Elín Þóra Árnadóttir, f. 23. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 198 orð

Jóhann Pétursson

Okkur langar til að kveðja föðurbróður okkar, Jóhann Pétursson, með nokkrum orðum. Þegar okkur er mikið niðri fyrir er oft erfitt að finna réttu orðin. En nú er hlutverki þínu hér á jörðinni lokið, Guð hefur kallað þig til sín. Þú varst orðinn svo veikur, en nú ert þú laus við allan hrörleika og sjúkdóma. Og nú munt þú hitta alla ástvini þína sem á undan hafa farið. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 276 orð

Samolína Pétursdóttir

Á kveðjustund koma oft margar minningar upp í hugann. Sérstaklega á það við þegar maður hefur átt samleið með þeim látna mikinn hluta ævinnar. Það flugu því margar minningar um huga minn þegar ég heyrði af andláti Sömmu, en það var hún jafnan kölluð. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 55 orð

SAMOLÍNA PÉTURSDÓTTIR Samolína Pétursdóttir var fædd 6. apríl árið 1909 á Kirkjubóli vestra í Múlasveit í

SAMOLÍNA PÉTURSDÓTTIR Samolína Pétursdóttir var fædd 6. apríl árið 1909 á Kirkjubóli vestra í Múlasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Hún lést 6. nóvember á Sjúkrahúsi Akraness. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Samúelsdóttur og Péturs Jónssonar sem bjuggu á Kirkjubóli. Samolína átti eina systur, Ólínu. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 455 orð

Steinunn G. Blöndal

Nú er hún amma mín gengin veginn á enda. Hún var fædd 5. júní 1908 svo að leiðin var orðin nokkuð löng. Þó svo að þetta sé leið okkar allra kemur það kannski alltaf svolítið óvænt og innst inni erum við ekki alveg tilbúin að taka slíkum fréttum. Svo þegar þær berast leita minningar á hugann og maður fær örlítinn sting í hjartað og þyngsli fyrir brjóstið. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 141 orð

STEINUNN G. BLÖNDAL

STEINUNN G. BLÖNDAL Steinunn G. Blöndal fæddist á Melum á Kjalarnesi 5. júní 1908. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Steinunnar voru Guðmundur Brynjólfsson, f. 3.4. 1867, d. 11.4. 1949, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 27.5. 1879, d. 1979. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 619 orð

Sverrir Guðmundsson

Okkar kæri afi er farinn úr þessum heimi. Allt of fljótt og ekki tilbúinn, svo margt átti hann eftir og við að gera saman. Við afabörnin þrjú höfum misst mikið, því hann unni okkur öllu framar. Minningar hrannast upp og allar eru þær svo fallegar og skemmtilegar. Afi keypti bílstól fyrir okkur, svo við kæmumst með honum í sunnudagsbíltúrana. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 371 orð

Sverrir Guðmundsson

Elsku pabbi, nú ert þú farinn í ferðina löngu, eftir 4 mánaða baráttu við krabbamein. Þú varst ósáttur við þessi örlög. Við öll áttum svo erfitt í vanmætti okkar, gátum ekkert að gert, þótt erfiðast hafi það verið þér, pabbi minn. Þú kvartaðir aldrei, gerðir allt til að létta þessa bið. Þú tókst í hönd mína þann 1. júní 1949 og leiddir mig fyrstu skrefin. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 26 orð

SVERRIR GUÐMUNDSSON Sverrir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Han lést í Landspítalanum 14. október síðastliðinn

SVERRIR GUÐMUNDSSON Sverrir Guðmundsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1914. Han lést í Landspítalanum 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 24. október. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 31 orð

Valdimar Einarsson

Valdimar Einarsson Flýt þér vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J.H.) Með kveðju og þökk frá samstarfsfólki á Kumbaravogi. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 515 orð

Valdimar Einarsson

Veturinn 1951-52 vorum við Valdimar Einarsson samtíða í Reykholtsskóla. Ég var þá um fermingaraldur en hann nokkrum árum eldri og áttum við sakir aldursmunar á því skeiði fátt saman að sælda. Þá þegar varð ég þess þó áskynja að hann var afkomandi Bólu-Hjálmars og þótti krakkanum nokkuð til þeirrar ættgöfgi koma. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 156 orð

Valdimar Einarsson

Með þessum orðum langar mig að minnast samstarfsmanns og ekki síður góðs vinar Valdimars Einarssonar sem við kveðjum í dag. Kynni okkar hófust þegar ég hóf störf á Kumbaravogi fyrir fimm árum. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta, við áttum mörg sameiginleg áhugamál, ljóðalestur og myndlist voru okkur mjög hugleikin, t.d. Meira
16. nóvember 1996 | Minningargreinar | 80 orð

VALDIMAR EINARSSON Valdimar Einarsson fæddist í Reykjavík 19. október 1932. Hann lést á Landspítalanum 4. nóvember síðastliðinn.

VALDIMAR EINARSSON Valdimar Einarsson fæddist í Reykjavík 19. október 1932. Hann lést á Landspítalanum 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Valdimars voru Margrét Lára Lárusdóttir, f. 1911, og Einar Jón Karlsson, f. á Ísafirði 1909. Þau eru bæði látin. Valdimar átti tvo bræður, Karl og Viktor, sem eru látnir. Meira

Viðskipti

16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Ársvelta fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar

BÁSAFELL hf. á Ísafirði hefur tekið við rekstri þriggja fyrirtækja, Rits hf. á Ísafirði, Togaraútgerðar Ísafjarðar hf. og Útgerðarfélagsins Sléttaness hf. á Þingeyri. Hraðfrystihúsið Norðurtanginn hf. á Ísafirði mun væntanlega sameinast hinu nýja fyrirtæki um áramótin. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Fjögur tilboð bárust

FJÖGUR tilboð bárust í hlutabréf Reykjavíkurborgar og Aflvaka hf. í Pípugerðinni hf. en Borgarráð og stjórn Aflvaka hf. samþykktu fyrr á þessu ári að selja öll hlutabréfin ef viðunandi tilboð fengist að undangengnu útboði. Tilboðin voru opnuð í gær að viðstöddum tilboðsgjöfum hjá Landsbréfum hf. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Jökull hf. býður út 20 milljóna hlutafé

JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 20 milljónir króna. Gengi bréfanna verður 5,0 bæði á forkaupsréttartímabili og í almennri sölu, þannig að heildarsöluandvirði þeirra nemur 100 milljónum króna. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 408 orð

Óskað eftir tilboðum í 51% hlutafjárins

RÍKIÐ og Reykjavíkurborg hafa horfið frá þeirri hugmynd að hefja einkavæðingu Skýrr hf. með sölu 30% hlutafjárins á almennum markaði á föstu gengi fyrir áramót. Þess í stað verður óskað eftir tilboðum í 51% hlutafjárins, bæði innanlands og utan, með það fyrir augum að selja einum aðila meirihlutann í fyrirtækinu. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans

ÁRNI Oddur Þórðarson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn yfirmaður markaðsviðskipta Búnaðarbankans. Hann mun hefja störf hinn 1. febrúar næstkomandi. Markaðsviðskipti Búnaðarbankans sinna viðskiptum við fyrirtæki og stofnanafjárfesta á sviði verðbréfa, gjaldeyris og framvirkra samninga. Árni Oddur lauk cand. oecon. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Ráðstefna um pappírslaus viðskipti

"EDI-viðskipti í nútíð og framtíð ­ hvernig er staðan á Íslandi í dag?" er yfirskrift opinnar ráðstefnu um stöðu og framvindu staðlaðra, pappírslausra viðskipta (EDI). Ráðstefnan verður haldin að Hóteli Sögu á þriðjudag kl 14. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Selur 6% hlut í Íslandsbanka

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf., stærsti hluthafi Íslandsbanka hf., hefur selt helming hlutabréfa sinna í bankanum. Félagið átti um 12,4% hlut í bankanum eða um 480 milljónir að nafnvirði, en seldi kringum 240 milljónir að nafnvirði. Meira
16. nóvember 1996 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Vaxtalækkun á hlutaverðtryggðum lánum

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur lækkað vexti á hlutaverðtryggðum lánum úr Byggingarsjóði ríkisins, sem veitt voru á tímabilinu júlí 1974 til apríl 1978 úr 9,75% í 6%. Alls er um að ræða 14.775 hlutaverðtryggð lán hjá um 7.440 lántakendum að því er fram kemur í frétt frá Húsnæðisstofnun. Lækkunin tekur gildi á gjalddaganum 1. maí 1996 og kemur til framkvæmda 1. maí 1997. Meira

Daglegt líf

16. nóvember 1996 | Neytendur | 196 orð

Fataskáparnir taka breytingum

Egilsstöðum­MIÐÁS hf. smíðar og selur innréttingar fyrir eldhús, bað- og svefnherbergi og fyrir skömmu var fataskápalínu fyrirtækisins breytt. Miðás kynnir vörur sínar á íslenskum dögum á Austurlandi en þeim lýkur nú um helgina. Rúm 10 ár eru síðan byrjað var að framleiða Brúnás-innréttingar á Egilsstöðum en árið 1990 sem Miðás hf. tók við rekstrinum. Meira
16. nóvember 1996 | Ferðalög | 182 orð

Flestir ánægðir

Ný skoðanakönnun á þjónustu og sölukerfi Flugleiða Flestir ánægðir NÍUTÍU af hundraði farþega eru ánægðir með þjónustu Flugleiða, 97% telja sig geta mælt með söluskrifstofum flugfélagsins og 98% mæla með sölufulltrúum Flugleiða í nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins. Meira
16. nóvember 1996 | Neytendur | 38 orð

Handsnyrtistofa

Í VIKUNNI var opnuð handsnyrtistofan Gallery neglur á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi en starfsfólk hennar sérhæfir sig í að setja neglur á fólk. Þar er m.a. hægt að fá svokallaðar fiberglass-neglur, naglaskraut, naglastyrkingu, sérstaka naglameðferð og svo framvegis. Meira
16. nóvember 1996 | Neytendur | 833 orð

Kaffi er ekki bara kaffi

"ÞETTA er Kólumbíu kaffi, hnetukeimurinn er einkennandi," segir hann eftir að hafa andað að sér kaffiilminum og tekið sopa. Í tuttugu ár hefur Giles Hilton ferðast um heiminn og keypt kaffibaunir og te beint af framleiðendum. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hitti hann þar sem hann var viðstaddur opnun Whittard í Kringlunni. Meira
16. nóvember 1996 | Neytendur | 210 orð

KK matvæli með nýja rúllupylsu í Hagkaupi

Egilsstöðum­ÞESSA viku standa yfir íslenskir dagar á Austurlandi. KK matvæli á Reyðarfirði er eitt af fjölmörgum fyrirtækjum sem kynna framleiðslu sína á íslenskum dögum. Það var stofnað fyrir 9 árum af þeim hjónum Kristbjörgu Kristinsdóttur og Herði Þórhallssyni og hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum árum. Meira
16. nóvember 1996 | Neytendur | 212 orð

Koníakslegnir vöðvar og Dijon- marinerað kjöt

ÞESSA dagana eru nýjungar að bætast í VSOP línuna sem eingöngu er framleidd fyrir Hagkaups- verslanirnar. VSOP stendur fyrir vöðvamikið, sérvalið og prýðisgott og eru einungis notaðir svokallir DIB skrokkar og vöðvamestu skrokkarnir úr DIA og úrvali, þ.e. þyngdarflokkum 4 og 8. Það er látið þiðna við kjöraðstæður og koníak og sérvaldar marineringarblöndur eru notaðar. Meira
16. nóvember 1996 | Neytendur | 23 orð

Niðursoðnir ávextir frá Dole

NýttNiðursoðnir ávextir frá Dole NIÐURSOÐNAR perur, ferskjur og blandaðir ávextir hafa bæst við vöruúrvalið frá Dole. Það er Bergdal ehf. sem flytur inn niðursuðuvörurnar. Meira

Fastir þættir

16. nóvember 1996 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 15.-21. nóvember eru Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, og Breiðholts Apótek, Álfabakka 12, Mjódd, opin til kl. 22. Auk þess er Apótek Austurbæjar opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugard. kl. 10-14. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 48 orð

BRIDS Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 11. n

Mánudaginn 11. nóvember lauk 5 kvölda hraðsveitakeppni, 11 sveitir tóku þátt í keppninni. Efstu sveitur urðu: Sveitstig Páll Vermundsson, Þorvaldur Axelsson, Sigurður R. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufja

Þann 7. október var spilaður tvímenningur í tveimur 10 para riðlum, þrjú efstu pör í hvorum riðli voru sem hér segir: A-riðill: Jóhann Stefánsson ­ Stefanía Sigurbjörnsdóttir78 Þorsteinn Jóhannsson ­ Björn Ólafsson76 Benedikt Sigurjónsson ­ Jón Kort Ólafsson70 B-riðill: Jón Tr. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Árbæjarkirkjku af sr. Rúnari Þór Egilssyni Gyða Eyjólfsdóttir ogJón Kjartansson. Heimili þeirra er í 4505 Duval # 119, Austin, Texas 78751, USA. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 39 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Sigríður Lilja Samúelsdóttir og Jón Gunnarsson.Með þeim á myndinni eru Sigrún María og Guðrún Bóel. Þau eru til heimilis í Stórholti 37, Reykjavík. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Aldís Karlsdóttir ogVignir Traustason. Heimili þeirra er á Flögusíðu 9, Akureyri. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Kópavogskirkju af sr. Ægi Frey Sigurgeirssyni Helga H. Þórarinsdóttir og Dagur Jónasson. Heimili þeirra er í Hjallabrekku 15, Kópavogi. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 33 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. ágúst í kirkju heilagrar Moreote, Sviss af sr. Luigi E.D. Fortunato Berglind J. Jensdóttir og Jón Helgi Hreiðarsson. Heimili þeirra er á Hringbraut 99, Reykjavík. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Júlíana Guðmundsdóttir og Sigurður Árni Reynisson.Heimili þeirra er í Rósarima 6, Reykjavík. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 907 orð

Fágaður smekkur í vexti

FRAM á 18. öldina má segja að ákveðinn enskur stíll hafi varla þekkst. Það sem var í tísku við hirðina í Evrópu barst fljótlega til Bretlands. Áhrifin komu þó einkum frá Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi. Á 18. öldinni reis húsgagnaiðnaður hæst í Bretlandi. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 237 orð

Fjallgöngur í fjarlægum heimshornum

FJALLAMENNSKA er eitt af því sem heillar marga og fer sá hópur ört stækkandi sem leggur stund á fjallgöngur, ekki aðeins hér heima heldur einnig í öðrum heimsálfum. Helgi Benediktsson hefur stundað fjallamennsku frá unga aldri og er án efa einn af reyndustu fjallmönnum landsins. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1319 orð

Guðspjall dagsins: Trú þín hefir gjört þig heila. (Matt

Guðspjall dagsins: Trú þín hefir gjört þig heila. (Matt. 9.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 15.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 156 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 16. nóvember, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Salvör Sumarliðadóttir og Ólafur Sigurgeirsson, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 18. nóvember nk. verður áttræð Joan Reid, huglæknir frá Bretlandi. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 825 orð

Hvernig er hægt að hjálpa svona fólki?

Sjálfumgleði Spurning: Ég hef til margra ára átt góðan vin og samstarfsmann, sem er prýðismaður að öðru leyti en því að hann talar aldrei um annað en sjálfan sig. Honum finnst hann betri og meiri en flestir aðrir. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 718 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 875. þáttur

Guðmundur Benediktsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, minnti mig á að Grettir sterki Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði ætti þúsund ára afmæli á þessu ári. Mánaðardaginn höfum við því miður ekki á hreinu, en teljum Ljónið líklegt. Grettir var ekki aðeins höfuðkempa til vopna sinna, heldur og betur orði farinn í lausu máli og bundnu en flestir aðrir. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1454 orð

Karrí er ekki "karrí"

HVER hefði búist við því að einn skemmtilegasti og sérstæðasti veitingastaður landsins myndi skjóta rótum á Hverfisgötu? Þar hefur Chandrika Gunnarsson um nokkurra ára skeið rekið Austur-Indíafélagið ásamt eiginmanni sínum með miklum myndarbrag og verið óþreytandi við að kynna Íslendingum indverska menningu í gegnum mat sinn og útskýra muninn á íslenskum karrísósum og því sem Indverjar kalla Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 647 orð

Listakokkurinn Lakshman

FYRST eftir opnun eldaði Chandrika sjálf og voru uppskriftir frá fjölskyldu hennar og heimaslóðum þá áberandi og eru raunar enn. Fyrir tæpum tveimur árum kom hins vegar kokkurinn Lakshman Rao til starfa á Íslandi að beiðni föður Chandriku, en hann hafði hrifist af matargerð hans á veitingastað Lalitha Mahal- hótelsins í Mysore, þar sem Lakshman var yfirkokkur. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 1014 orð

Loksins mætast heimsmeistararnir

SEX stigahæstu skákmenn heims keppa á stórmóti í desember. Anatólí Karpov, heimsmeistari FIDE og Gary Kasparov, heimsmeistari atvinnumannasamtakanna PCA, tefla í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, b

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
16. nóvember 1996 | Dagbók | 420 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 386 orð

SAMA tíma og rætt er um að ofbeldi sé vaxandi van

SAMA tíma og rætt er um að ofbeldi sé vaxandi vandamál í samfélaginu, sérstaklega á meðal unglinga, hefja íslenzkir fjölmiðlar til skýjanna hnefaleikakeppni á milli nytsamra einfeldninga vestur í Bandaríkjunum, sem berja vitið hver úr öðrum fyrir peninga framan við sjónvarpsmyndavélarnar. Meira
16. nóvember 1996 | Dagbók | 356 orð

Spurt er...

1 Einhver frægasta poppstjarna heims gekk öðru sinni í hjónaband í vikunni. Maðurinn kvæntist konu, sem tilkynnt var fyrir tæpum tveimur vikum að gengi með barn hans. Hvað heitir hann? 2 "Mér er borið á brýn, að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því að það lagast með aldrinum," sagði maður einn, sem síðar varð forseti Íslands, á kosningafundi í Vestur-Ísafjarðarsýslu árið 1923. Meira
16. nóvember 1996 | Í dag | 121 orð

Úr tapaðist KARLMANNSÚR af Milus-gerð með grárri skífu og sv

KARLMANNSÚR af Milus-gerð með grárri skífu og svartri leðuról tapaðist á leiðinni frá Laugavegi 37 að danska sendiráðinu við Hverfisgötu (gengið niður Klapparstíg) á tímabilinu 17.15- 17.30 laugardaginn 9. nóvember sl. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551-5481 eftir kl. 17 eða við Jóhannes í s. 551-7010 á skrifstofutíma og er fundarlaunum heitið. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Þorkell og synir með besta árangur ársins

Ræktunarmaður ársins '96 Þorkell og synir með besta árangur ársins Þorkeli Bjarnasyni var í gær veitt nafnbótin ræktunarmaður ársins á uppskeruhátíð hestamanna á Hótel Sögu. Meira
16. nóvember 1996 | Fastir þættir | 545 orð

ÞRÍBURABLÓM

NÚ HAFA kaldar krumlur vetrarins læst sig um landið. Þau blóm sem hvað lengst hafa þráast við og glatt augað, svo sem anemónur, stjúpur, haustliljan eða Kínavöndurinn, verða nú að láta undan síga. En þegar vetrar eru inniblómin mikils virði, gleðigjafi í grámanum ef vel er um þau hugsað. Einar I. Meira

Íþróttir

16. nóvember 1996 | Íþróttir | 92 orð

Aldrei fleiri Ítalir erlendis BOSMAN

BOSMAN úrskurðurinn hefurhaft mikil áhrif á landvinningaítalskra knattspyrnumanna ogleikur nú 21 ítalskur leikmaðurerlendis. Fyrir utan Bretlandseyjar leika þó aðallega minnispámenn eða kempur sem eruá síðasta snúningi og eru aðná sér í góðan pening eins oglandsliðsmennirnir fyrrverandiDaniele Massaro og SalvatoreSchillaci í Japan, Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 382 orð

Bjarna boðið að æfa með Newcastle

BJARNA Guðjónssyni, markakóngi frá Akranesi, hefur verið boðið að æfa með Newcastle í lok þessa mánaðar. Fleiri lið hafa sýnt Bjarna áhuga og auk Newcastle hefur Grasshopper frá Sviss boðið Bjarna að heimsækja félagið í byrjun desember. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 169 orð

Erfitt, en ekki útilokað

Haukar leika síðari leik sinn í Borgakeppni Evrópu í handknattleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag og mæta þar franska liðinu Creteil, sem er taplaust í efsta sæti fyrstu deildarinnar frönsku. Frakkarnir sigruðu 24:18 í fyrri leiknum og því ljóst að róðurinn verður Haukamönnum þungur. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 195 orð

Fjöldi beinna útsendinga

MARGAR beinar útsendingar verða frá íþróttaviðburðum í íslensku sjónvarpsstöðvunum um helgina. Í dag verður leikur Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sýndur beint í Sjónvarpinu kl. 15 og strax að honum leiknum viðureign Hauka og Créteil í Evrópukeppninni í handknattleik, en leikurinn fer fram í Hafnarfirði og hefst kl. 16.30. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 178 orð

Flestir styðja Ju

Flestir styðja Juventus Dagblaðið virta, Corriere della Sera, lét nýverið gera skoðanakönnun um hve margir hefðu áhuga á knattspyrnu og hvert væri uppáhaldslið knattspyrnuáhugamanna. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 878 orð

"Gefið á mig, ég er senterinn"

GIANLUCA Vialli er ekki hógvær maður en kann þá list að fara vel að fólki. Varnarmaðurinn Moreno Mannini, sem ennþá leikur með Sampdoria, kom til liðsins sama ár og Vialli. "Ef við gáfum ekki á hann í fyrri hálfleik," segir Mannini, "þá var hann vanur að draga upp í búningsklefanum spjöld sem hann hafði skrifað á heima hjá sér nóttina fyrir leikinn. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 276 orð

GIANFRANCO Zola

GIANFRANCO Zola mun leika sinn fyrsta leik með Chelsea, sem mætir Blackburn á útivelli í dag. MATT LeTissier leikur ekki með Southampton gegn Everton á Goodison Park, vegna meiðsla á ökkla. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 51 orð

Gianluigi Lentini

Fæddur 27.3. 1969 í Carmagnla, nálægt Tórínó. Hæð: 179 sm - þyngd: 72 kg. Fyrsti leikur í 1. deild: 23.nóvember 1986 í 2:0 tapi fyrirBrescia. Fyrsti landsleikur: 13. febrúar1991 í 0:0 jafntefli við belga. Síðasti landsleikur þar til ámóti Bosníu í síðustu viku: 1.mái 1993 í 0:1 tapi fyrir Sviss. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 70 orð

Giuliani látinn, aðeins 38 ára gamall

GIULIANO Giuliani, fyrrum markvörður Napólí, lést í gær, aðeins 38 ára gamall. Giuliani var markvörður Napólí á sama tíma og Diego Maradona lék með félaginu, en hann lék einnig með Como og Verona í fyrstu deildinni á Ítalíu. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 1121 orð

Ítölsku býflugurnar eiga að klára ætlunarverk Gullits

RUUD Gullit lék lungann úr ferli sínum á Ítalíu þar sem hann gerði garðinn frægan með AC Milan og Sampdoria. Eftir að hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Chelsea hefur hann leitað á mið sem hann þekkir vel, ítölsku Serie A deildina og með keypt þrjá ítalska leikmenn, nú síðast Gianfranco Zola frá Parma. Sá fjórði kann að vera á leiðinni, Giovanni Cervone, markvörður Roma. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 541 orð

Ítölsku risarnir mætast

RISARNIR í ítalskri knattspyrnu, Juventus og AC Milan, mætast í deildinni á sunnudaginn og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Knattspyrnulið félaganna hafa att kappi síðan 1901 og hafa leikir liðanna oft verið bráðskemmtilegir. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 41 orð

Knattspyrna Þýskaland Gladbach - St Pauli0:0 Köln - Bremen4:1 (Andersen 27.,, Polster 64., 77., Munteanu 83.) - (Bode 89.)

England Bikarkeppnin Fyrsta umferð: Woking - Millwall2:2 Liðin mætast á ný 26. nóvember. 1. deild: Tranmere - Oldham1:1 Holland Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 28 orð

Körfuknattleikur

Leikir í fyrrinótt: New York - Toronto99:96 Orlando - Charlotte96:89 Minnesota - Dallas100:90 Houston - Indoana90:88 Vancouver - Phoenix92:89 Golden State - Milwaukee95:86 LA Clippers - Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 17 orð

Körfuknattleikur 1. deild karla: Reynir - Selfoss82:85 Blak

Körfuknattleikur 1. deild karla: Reynir - Selfoss82:85 Blak 1. deild karla: KA - Þróttur N.0:3 (6:15, 9:15, Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 165 orð

KÖRFUKNATTLEIKURStarks með stórleik

JOHN Starks, sem átti stórleik, skoraði þrettán af 27 stigum sínum fyrir New York Knicks í fjórða leikhluta, er liðið lagði hið unga lið Toronto Raptors 99:96 í NBA-deildinni. Patrick Ewing skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Hakeem Olajuwon skoraði níu af 21 stigi sínu á síðustu 3.35 mín., þar af sigurkörfu Houston er 20 sek. voru til leiksloka í leik gegn Indiana Pacers, 90:88. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 252 orð

Njarðvík á tvö stig á næs

Njarðvík á tvö stig á næstu lið Ísfirðingar tóku á móti Njarðvíkingum í "Jakanum", eins og Íþróttahúsið, Torfunesi, er kallað, í gærkvöldi og töpuðu, 72:86, og þar með komst UMFN eitt á topp deildarinnar, á tvö stig á næstu lið. Það má segja að heimamenn hafi verið fullgestrisnir. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 365 orð

Óvæntur sigur Þórs á Haukum

Haukum mistókst að krækja í efsta sætið í úrvaldsdeildinni þegar liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri í gærkvöld. Þórsarar voru án stiga og virtust því fyrirfram vera auðveld bráð fyrir topplið Hauka enda ekki laust við að sigurvissu gætti hjá gestunum. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 121 orð

Refur setti svip sinn á leikinn GÖMLU

GÖMLU keppinautarnir í Glasgow, Celtic og Rangers, mættust á Celtic Park fyrir fullu húsi áhorfenda, 50.000. Rangers, sem hefur orðið meistari átta ár í röð, fagnaði sigri, 0:1, í leiknum, sem var sögulegur. Stöðva varð leikinn um tíma, þegar refur mætti til leiks og hljóp einn "heiðurshring" á vellinum. Brian Laudrup skoraði eina mark leiksins eftir varnarmistök. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN Í ´URVALSDEILD

STAÐAN Í ´URVALSDEILD UMFN 7 6 0 1 627 545 12KEFLAV´IK 7 5 0 2 694 598 10´IR 7 5 0 2 636 572 10UMFG 7 5 0 2 658 620 10HAUKAR 7 5 0 2 570 556 10KR 7 4 0 3 Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 480 orð

Takk Keegan, takk Hall

GIANLUIGI Lentini varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar AC Milan keypti hann frá Torino fyrir fimm árum á 1.350 milljónir króna. Ekkert félag greiddi hærri upphæð fyrir leikmann fyrr en Sir John Hall veitti Kevin Keegan einn og hálfan milljarð til að fá Alan Shearer til Newcastle í sumar. Lentini segist hafa þakkað þeim í huganum. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 206 orð

Þór - Haukar76:75 Íþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeildin í

Íþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeildin í körfu, föstudaginn 14. nóv. 1996. Gangur leiksins: 2:0, 9:9, 19:19, 19:25, 22:32, 29:38, 31:40, 34:45, 47:48, 54:53, 65:65, 69:69, 72:72, 74:75, 76:75. Stig Þórs: Fred Williams 22, Högni Friðriksson 19, Hafsteinn Lúðvíksson 13, Konráð Óskarsson 11, Böðvar Kristjánsson 8, John Cariglia 3. Meira
16. nóvember 1996 | Íþróttir | 267 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur: Borgarkeppni Evrópu: Strandgata:Haukar - Creteilkl. 16.30 1. deild kvenna: Seltj'nes:KR - ÍBAkl. 14.30 Vestm'eyjar:ÍBV - Fylkirkl. 16.30 Kaplakriki:FH - Framkl. 18.15 2. deild karla: Ísafjörður:Hörður - Þórkl. Meira

Úr verinu

16. nóvember 1996 | Úr verinu | 662 orð

Nýir tímar í fiskviðskiptum hjá Seagold Limited í Hull

Nýir tímar í fiskviðskiptum hjá Seagold Limited í Hull SEAGOLD Ltd. í Hull var stofnað 1. maí í vor til að annast sölu á sjófrystum afurðum Samherja hf., dótturfyrirtækja og samstarfsfyrirtækja í Bretlandi og á nálægum mörkuðum. Meira

Lesbók

16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð

AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM

Svo oft hef ég grátið og harmað mitt hlutskipti í leynum og horft inn í framtíð, sem beið mín þögul og myrk. Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk. Hér áður fyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1402 orð

Á MÆRUNUM Terry Eagleton er einn kunnasti bókmenntafræðingur samtímans. Eagleton, sem er prófessor við Oxford-háskóla, var í

Á MÆRUNUM Terry Eagleton er einn kunnasti bókmenntafræðingur samtímans. Eagleton, sem er prófessor við Oxford-háskóla, var í stuttri heimsókn hér á landi um síðustu helgi og hélt tvo opinbera fyrirlestra þar sem hann fjallaði um þróun bókmenntafræðinnar síðustu áratugi og vanda póstmódernismans. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1693 orð

ÁRÓÐURSMEISTARINN ENDAÐI Í SNÖRUNNI EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Þjóðverjar náðu M¨unzenberg í Frakklandi og þá var hann líklega á

Münzenberg var falið af yfirmönnum sínum í Moskvu að vinna að stofnun nýrrar Alþýðufylkingar meðal landflótta kommúnista og vinstri manna frá Þýskalandi, síðan átti þessi fylking að tengjast þeirri frönsku og spænsku. Münzenberg náði á þennan hátt tengslum við vinstri menn sem ekki töldust Stalínistar. Tengsl hans við gamla njósnanetið héldust að minnsta kosti að nafninu til. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

ÁSTA

Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra! blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

DUMBRAUÐIR DAGAR

Koma dumbrauðir dagar! Guðsaugað ertir gulur bakki gas eitraðra hugsana. Fánýtur, fánýtur er harðfrosinn hugur. En litlu er betra ljónshjarta ef úr lambi er heilinn. Það renna úr sólinni rauð tár. Hræfuglinn gargar yfir grotnandi mannlífi: "Gefðu þér lausan taum! Hamslaus tryllingur er tryggð betri. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 333 orð

EFNI

Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík fyrir sjötíu árum og í tilefni af því verður í dag opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir hann í Stöðlakoti. Allar myndirnar á sýningunni eru í eigu Gunnlaugs Þórðarsonar og hafa ekki verið sýndar áður. Þær eru flestar frá tíu ára tímabili, 1933 til 1943. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1178 orð

FJÓRAR MENNINGARMIÐSTÖÐVAR Í NOREGI Guðmundur Jónsson arkitekt býr og starfar í Osló og hefur mörg járn í eldinum. Ekki færri en

Alþjóðlegt tímarit um arkitektúr sem heitir The Architectural Review, fjallaði í ágúst síðastliðnum sérstaklega um byggingarlist í Noregi. Meðal þess sem vakið hafði sérstaka athygli og um var fjallað, var sjóminjasafn í Rørvik. Höfundur þess: íslenzki arkitektinn Guðmundur Jónsson. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Handrit Laxness

Handrit Laxness HANDRIT Halldórs Laxness verða afhent til varðveislu í handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við hátíðlega athöfn í þjóðarbókhlöðu í dag, á degi íslenskrar tungu Það er Auður Laxness sem afhendir handritasafn eiginmanns síns. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2271 orð

JÓN FORSETI OG RÉTTUR TUNGUNNAR EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN

ÍSLENZK tunga er áhyggjuefni um þessar mundir þvíað hún á undir högg að sækja. Það leiðir hugann að baráttu Jóns Sigurðssonar og samherja hans fyrir vernd hennar og rétti svo notað sé þeirra eigið orð í Nýjum Félagsritum og Andvara. Jón skrifaði sjálfur um tunguna í Félagsritin og varðaði veginn þarsem annars staðar. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 48 orð

KVÖLDIÐ

Kvöldið er húmdökkt og lýst upp af bílljósum. Kvöldið hefur járnvilja og er á nælonbuxum. Kvöldið er fullt af glötuðum sálum, sem berast með straumunum, kunnugum og ókunnugum andlitum, hrífandi söngvum, lífsþorsta, ópum og brothljóðum, lögreglubílum og blóði á götunni. Höfundurinn býr á Akurhóli í Rangárvallasýslu. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Ljóð leikskólabarna

Ljóð leikskólabarna Í TILEFNI af Degi íslenskrar tungu gefur Félag íslenskra leikskólakennara út Ljóðabók eftir leikskólabörn. Stór þáttur í daglegu starfi leikskóla er málrækt og málörvun og setja ung börn gjarnan hugsanir sínar og upplifanir í ljóðaform sem leikskólakennarar skrá," segir í kynningu. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 977 orð

MÁLAÐ Á UMBÚÐAPAPPÍR Gunnlaugur Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík fyrir sjötíu árum og í tilefni af því verður í dag

MÁLAÐ Á UMBÚÐAPAPPÍR Gunnlaugur Scheving hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík fyrir sjötíu árum og í tilefni af því verður í dag opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir hann í Stöðlakoti. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1306 orð

MIÐAUSTURLÖND Þegar menn heyra um Miðausturlönd tengja líklega flestir þau við ólgu og sundrung. En hvaða fólk býr þarna og við

LANDFRÆÐILEG skilgreining þess sem við köllum í daglegu tali Miðausturlönd hefur lengi verið á reiki. Strangt til tekið telst þessi heimshluti hafa innan sinna landamæra Arabalönd, Ísrael, Tyrkland og Íran og stundum Afganistan. Mjög oft er Egyptaland talið með þótt það tilheyri annarri álfu og einatt hin síðari ár Arabaríkin Túnis, Marokkó, Líbya og Alsír í Norður Afríku. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

Móðurmálið mitt góða

Í DAG er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar en það mun verða gert ár hvert héðan í frá. Þema dagsins í ár er Jónas Hallgrímsson, líf hans og list, en yfirskrift dagsins að þessu sinni er einnig frá Jónasi komin: "Móðurmálið mitt góða. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð

Myndlistarsýning í fangelsinu við Síðumúla

SAMSÝNING 16 myndlistarmanna verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 í fangelsinu við Síðumúla 28 í Reykjavík. Fangelsismálastofnun ríkisins lánar húsnæðið til þeirra nota en fangelsið var formlega lagt niður í maí sl. Sýningunni hefur verið gefið nafnið Tukt. Hver listamaður hefur einn klefa til umráða fyrir innsetningu. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 614 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Sýn. á verkum Kjarvals til 22. desember. Listasafn Íslands "Ljósbrigði". Úr safni Ásgríms Jónss. til 8. des., "Á vængjum vinnunnar" til 19. jan. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 912 orð

NORRÆN MENNINGARHÁTÍÐ Í NORMANDÍ Norræna menningarhátíðin Borealis í Normandí er mesta Íslandskynning um árabil í Frakklandi.

ÍNORMANDÍ hefst nú á þriðjudsag öflugasta kynning á íslenskri menningu sem Frökkum hefur boðist um langt skeið. Borealis-hátíðin er fyrst og fremst bókmenntaþing en aðrar greinar lista og fræða fá einnig sinn skerf. Aðsetur hátíðarinar er í Caen og nokkrir viðburðir fá inni í nágrannabæjum. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 819 orð

NORRÆN SKURÐGOÐAFRÆÐI

RABB NORRÆN SKURÐGOÐAFRÆÐI FYRIR stuttu var ég í Svíþjóð í nokkra daga og hitti fjöldann allan af þarlendum sérfræðingum um utanríkis- og öryggismál. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1405 orð

ÓFÆRAN UM STÍLINN EFTIR DAVÍÐ ERLINGSSON

Það er fróðlegt að sjá hve íslenzki skólinn í rannsóknum fornsagna á sér ríka hliðstæðu í almennum hugsunarhætti og voldugum misskilningi. Til þess má hafa eftirfarandi frásögu, sem er að nokkru leyti hetjusaga, Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 566 orð

REYNI AÐ HALDA HLJÓÐFÆRALEIKARANUM Í MÉR VIÐ

ÞRJÚ verk verða flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Neskirkju í Reykjavík næstkomandi sunnudag: Forleikur að óperunni Ítölsku stúlkunni frá Alsír eftir Rossini, Kol Nidrei, sem er adagio fyrir selló og hljómsveit eftir Bruch og sinfónía nr. 103 í Es-dúr eftir Haydn. Einleikari á selló verður sr. Gunnar Björnsson en stjórnandi hljómsveitarinnar er Ingvar Jónasson. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 544 orð

SAMBAND LÍFSINS Í ALHEIMI EFTIR STEINAR PÁLSSON

Þegar ég nú fyrir skömmu leit á fæturna á mér, datt mér í hug að þetta væru reyndar töluvert einkennilegir fætur, hvorki með hófa, klaufir né klær. Þó eru hendurnar sennilega ennþá merkilegri. Hendur mannsins eru svona vegna þess hlutverks, sem þeim er ætlað að vinna í framtíðinni, en ekki vegna náttúru úrvals sem Darvin talaði um. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1463 orð

SKILIST TIL SENDANDA SMÁSAGA EFTIR ÞÓR HAUKSSON Það væri ekkert sniðugt að eiga pabba sem væri nokkurskonar pennavinur. Þá væri

UNDRANDI horfði hún á hann og sagði. "Ég átti ekki von á þér strax." Faðmaði hann að sér eins og hún vildi segja. - Þú ert minn, hjá mér skaltu ætíð hvíla - "Það er ekki þurr þráður á þér" sagði hún og strauk honum. Þykkt, dökkt hárið lá eins og límt við sitthvorn vangan. Hana langaði til að hlæja, hún vissi ekki hversvegna, bara hana langaði að hlæja. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1060 orð

SKYLDA OKKAR AÐ KOMA ÍSLENDINGASÖGUNUM Á HLJÓÐRÆNT FORM

SKYLDA OKKAR AÐ KOMA ÍSLENDINGASÖGUNUM Á HLJÓÐRÆNT FORM Hljóðbókaklúbburinn gefur út sex Íslendingasögur á hljóðbókum á mánudaginn. ORRI PÁLL ORMARSSON ræddi við Gísla Helgason, einn forsvarsmanna klúbbsins, í tilefni þessa. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

SÖGUR AF FÓLKI

ANNA JÓA SÝNIR Í HÖFÐABORG SÖGUR AF FÓLKI ANNA JÓA heldur sýningu á olíumálverkum og teikningum í Höfðaborginni í Hafnarhúsinu. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún að verkin fjölluðu um tilfinningar, kraft náttúruaflanna og tengsl þarna á milli. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

TIL ÞÍN

Það er allt dimmt ekki einu sinni snjór til að lýsa heiminn ­ en Leonard Cohen í útvarpinu hjá aðventuljósunum ég lyfti glasi skála við hann meðan ég bíð meðan ég hlusta á ljóðrænan sönginn fer um mig hrollur þegar mér hlýnar um hjartað við sönginn hans, Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð

Tónleikar til styrktar alzheimersjúklingum

Tónleikar til styrktar alzheimersjúklingum CARITAS á Íslandi efnir til tónleika til styrktar alzheimersjúklingum í Kristskirkju, Landakoti, á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1640 orð

UPPHAF NÚTÍMALEIKMENNINGAR Á ÍSLANDI

UPPHAF NÚTÍMALEIKMENNINGAR Á ÍSLANDI Sveinn Einarsson, leikhúsfræðingur, leikstjóri og rithöfundur, hefur lokið við síðara bindi sögu íslenskrar leikritunar og er bókin væntanleg á markað innan fárra daga. ÞRÖSTUR HELGASON hitti Svein að máli í tilefni þessa og bað hann um að rekja fyrir sig helstu niðurstöður rannsókna hans. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 908 orð

ÚRKYNJUN OG SPILAGLEÐI 5

Walter Braunfels: Die Vögel (Fuglarnir), ópera í 2 þáttum. Hellen Kwon, Endrik Wottrich, Michael Kraus, Wolfgang Holzmair og Matthias Görne; Útvarpskórinn og Þýzka sinfóníuhljómsveitin í Berlín u. stj. Lothars Zagrosek. Decca (Entartete Musik) 448 679-2. Upptaka: DDD, Berlín 12/1994. Lengd (2 diskar): 138:46. Verð: kr. 4.399 kr. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 712 orð

VALKOSTIR

Nýlega var haldið Menntaþing. Þar sýndi fjöldi skóla ýmislegt sem þeir voru að gera og var gaman að sjá hve mikil gróska er í íslenskum skólum þrátt fyrir allt. Þarna var líka haldinn fjöldinn allur af ræðum sem var sosum ágætt að heyra og þar á meðal fjallaði menntamálaráðherra um menntapólítík, eins og hann hefði raunverulega áhuga á því. Það er langt síðan við höfum haft slíkan ráðherra. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

Verk Guðmundar Hafsteinssonar

FIMM verk eftir Guðmund Hafsteinsson tónskáld verða flutt á tónleikum í Fella- og Hólakirkju kl. 14.30 í dag. Verða þrjú þeirra frumflutt, Borgarkveðja, kvartett fyrir víbrafón, hörpu, ungverskt cimbalom og píanó, sem Pétur Grétarsson, Elísabet Waage, Guðmundur Hafsteinsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar; Hugur minn líður, Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2001 orð

VIÐFANGSEFNI ALLRA DAGA Morgunblaðið hefur margoft brýnt fyrir lesendum sínum að standa vörð um móðurmálið og sjálft leitast

Á DEGI ÍSLENZKUNNAR VIÐFANGSEFNI ALLRA DAGA Morgunblaðið hefur margoft brýnt fyrir lesendum sínum að standa vörð um móðurmálið og sjálft leitast blaðið við að ganga á undan með góðu fordæmi, ekki aðeins á degi íslenzkunnar, heldur alla daga. Hvatningargreinar um þetta efni hafa margoft birzt í blaðinu. Meira
16. nóvember 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1347 orð

ÞETTA ER AÐ VERÐA KVENNASTARF Málverkin sem Guðmunda Andrésdóttir hefur verið að mála síðustu árin eru á gulum grunni og á honum

ÞETTA ER AÐ VERÐA KVENNASTARF Málverkin sem Guðmunda Andrésdóttir hefur verið að mála síðustu árin eru á gulum grunni og á honum aðrir litfletir og form; vandlega uppbyggðar línur og allnokkuð af svörtu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.