Greinar þriðjudaginn 18. mars 1997

Forsíða

18. mars 1997 | Forsíða | 339 orð

Stefnir í harðvítuga baráttu

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að efnt yrði til þingkosninga í landinu 1. maí. Búist er við langri og harðvítugri kosningabaráttu, en skoðanakannanir benda til þess að litlar líkur séu á að Íhaldsflokkurinn fari með sigur af hólmi í kosningunum og fái umboð kjósenda til að stjórna landinu fimmta kjörtímabilið í röð. Meira
18. mars 1997 | Forsíða | 383 orð

Umbótasinnum veitt mikil völd

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skýrði frá því í gær að Borís Nemtsov, 37 ára héraðsstjóri í Nísní Novgorod og vinsæll umbótasinni, yrði fyrsti aðstoðarforsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins ásamt Anatolí Tsjúbaís, sem er 41 árs og fyrrverandi skrifstofustjóri forsetans. Meira
18. mars 1997 | Forsíða | 277 orð

Þjarmað að Berisha

FAST er nú lagt að Sali Berisha, forseta Albaníu, að segja af sér vegna upplausnarinnar í landinu síðustu vikur. Sósíalistinn Fatos Nano, sem þykir líklegastur til að taka við embættinu, skoraði í gær á forsetann að hætta að hindra störf stjórnarinnar og einbeita sér að því að koma á lögum og reglu í landinu. Meira

Fréttir

18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

871 tengdist fíkniefnamálum árið 1996

Á SÍÐASTA ári höfðu lögreglumenn afskipti af fíkniefnafólki í 529 tilvikum. Um var að ræða 871 einstakling, þ.a. 87 konur. Af þessum hópi þótti ástæða til að handtaka 193. Leitir voru gerðar á 784 aðilum eftir að stöðvuð höfðu verið 210 ökutæki, farið inn í 96 hús eða leitað á gangandi vegfarendum. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Athugasemd

Í MORGUNBLAÐINU 13. desember sl. birtust viðtöl við nokkra aðila um samningsveð, þ.ám. Stefán Pálsson, bankastjóra Búnaðarbankans. Eftirfarandi ummæli voru m.a. höfð eftir honum: "Það hefur alla tíð verið tilhneiging til þess að reyna að halda kvótanum utan við veðsetningu og verðmæti innan fiskveiðigeirans, en síðan þetta varð að verðmætum er þetta auðvitað metið inn. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 513 orð

Áhættufjármögnunarsjóði vantar á Íslandi

"FRAMLÖG ríkisins til rannsókna- og þróunarstarfsemi hérlendis hafa síðustu árin verið svipuð og í nágrannalöndunum, mæld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, en hins vegar hafa framlög atvinnulífsins á sama tíma verið um helmingi lægri hér en í þessum löndum," segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Árangursrík landssöfnun

ALLS bárust loforð um framlög fyrir um 27 milljónir króna í landssöfnun fyrir hjartveik börn sem efnt var til seinasta föstudag en að sögn Elínar Viðarsdóttur, formanns Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, er þess að vænta að upphæðin nái 30 milljónum króna. "Okkur finnst stórkostlegt að finna fyrir samhug fólks og hlýju í garð þessa málefnis. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 910 orð

Bensín til á sjálfsölum til 5­7 daga

DREIFING á eldsneyti til bensínstöðva hefur stöðvast með öllu í Reykjavík og einnig dreifing á hráolíu til skipa og flugvélaeldsneyti. Strætisvagnar Reykjavíkur eiga dísilolíuforða til einnar viku og er í undirbúningi að draga úr tíðni ferðanna. Afgreitt verður af sjálfsölum á bensínstöðvum í Reykjavík að öllu óbreyttu meðan birgðir endast. Talið er að þær birgðir dugi í 5-7 daga. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 110 orð

Blóðgjöf gerir hjartanu gott

KARLMÖNNUM, sem gefa blóð, virðist vera síður hætt við að fá hjartaáfall en þeim sem gera það ekki. Þetta er niðurstaða finnskra vísindamanna sem birt hafa grein um rannsóknir sínar í nýjasta hefti British Medical Journal. Meira
18. mars 1997 | Miðopna | 739 orð

Breytt frumvarp kynnt í næstu viku

Fjármálaráðherra stefnir að því að kynna í næstu viku frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða. Uppnám varð í kjaraviðræðum um helgina þegar fréttist að í drögum að frumvarpinu væri gert ráð fyrir að einstaklingar mættu sjálfir við ákveðin skilyrði ráðstafa hluta af framlagi sínu í séreignarsjóð. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 375 orð

Bætt úr þörf á leikskólum í miðbænum

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirritaði á fimmtudag samning vegna kaupa Reykjavíkurborgar á leikskólanum Hagaborg við Fornhaga af barnavinafélaginu Sumargjöf og hljóðar heildarupphæð samningsins upp á um 68 milljónir króna. Meira
18. mars 1997 | Óflokkað efni | 65 orð

Dáið þér Beethoven?

SIGURÐUR Halldórsson, sellóleikari og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 15. mars kl. 17. Á efnisskránni eru verk fyrir selló og píanó eftir Ludwig van Beethoven; Tvær sónötur op. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Einmánaðarfagnaður í Gjábakka

EINMÁNAÐARFAGNAÐUR í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Fannborg 8 í Reykjavík, verður haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 14. Meðal efnis á dagskránni er að Jón Hjörleifur Jónsson syngur íslensk lög við undirleik Sólveigar konu sinnar. Þorgeir Jónsson les ljóð og Leopold Jóhannesson les magnþrungna sögu. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Erindi um Ólafs sögu

MARÍA Anna Þorsteinsdóttir heldur erindi á vegum Félags íslenskra fræða í Skólabæ við Suðurgötu þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30. Nefnist erindi hennar: Frá þjóðsögu til skáldsögu og er byggt á nýútkominni bók hennar Tveggja heima sýn: Ólafs saga Þórhallssonar og þjóðsögurnar sem prentuð er í ritröðinni Studia Islandica. Í erindinu verður m.a. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 128 orð

Ferðafólk varað við Flórída

LÖGREGLUSTJÓRI í Miami vakti mikla eftirtekt fyrir síðustu helgi þegar hann lýsti yfir, að ekki væri á það hættandi fyrir ferðafólk að koma til Flórída eftir að 300 hættulegum glæpamönnum hefði verið sleppt úr fangelsi. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Fer líklega til Filippseyja

SUÐUR-kóreskir embættismenn sögðu í gær, að Hwang Jang-yop, háttsettur Norður-Kóreumaður, sem leitaði hælis í s-kóreska sendiráðinu í Peking, gæti farið þaðan jafnvel í þessari viku. Enn væri þó deilt um hvert hann skyldi fara. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Finnbjörn formaður

FINNBJÖRN Aðalvíkingur Hermannsson var kjörinn formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu sem fram fór sl. föstudag og laugardag. Finnbjörn hlaut 308 atkvæði eða 85,3% greiddra atkvæða. Þorvaldur Þorvaldsson sem einnig bauð sig fram til formanns hlaut 50 atkv. eða 13,8%. 33,5% félagsmanna á kjörskrá tóku þátt í kosningunni. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Fíkniefnasölum gert erfiðara fyrir

Fíkniefnasölum gert erfiðara fyrir Á UNDANFÖRNUM árum hafa lögreglumenn á vöktum almennrar deildar starfað tímabundið í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Í byrjun árs 1996 var byrjað að hafa óeinkennisklædda lögreglumenn á vakt er höfðu þann meginstarfa að safna skipulega upplýsingum um þessi mál og miðla þeim. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Fjölmenni í Hlíðarfjalli

SKÍÐAFÓLK fjölmennti í Hlíðarfjall um helgina enda veður og skíðafæri með allra besta móti. Að sögn Ívars Sigmundssonar forstöðumanns Skíðastaða voru um 1500 gestir á skíðum hvorn dag. "Það var mjög líflegt í fjallinu og aðkomufólk í meirihluta. Þetta var örugglega ein besta helgin til fjölda ára og við gerum okkur vonir um að næsta helgi verði álíka stór. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 364 orð

Flestir fagna sigurgöngu uppreisnarmannanna

STJÓRNVÖLD í Zaire hafa skorað á íbúa höfuðborgarinnar, Kinshasa, að halda ró sinni þrátt fyrir sigra uppreisnarmanna en þeir náðu Kisangani, þriðju stærstu borg landsins, á sitt vald á laugardag. Virðist sem ekkert fái stöðvað sókn þeirra og hafa hundruð stjórnarhermanna gengið til liðs við þá. Sagt er, að uppreisnarmenn séu að undirbúa sókn í öðrum hlutum landsins. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 97 orð

Fordæma afskipti Bandaríkjamanna

RÍKISSTJÓRN Mexíkó hefur fordæmt afskipti Bandaríkjanna af innanríkismálum landsins eftir að neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti að neita Mexíkó um "vottun" fyrir baráttu sína gegn fíkniefnaglæpum, nema Bill Clinton forseti gæfi þinginu ­ innan 90 daga frests ­ skýrslu um þann árangur sem náðst hefði á því sviði, samkvæmt nánar skilgreindum skilyrðum. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Formleg rannsókn á atviki á leikskóla

ÞJÓNUSTUDEILD skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar munu í dag hefja formlega rannsókn á því atviki sem gerðist á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði í síðustu viku er einn leiðbeinandi skólans varð uppvís að því að líma breitt límband fyrir munn tveggja ára drengs. Rannsakað sembarnaverndarmál Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 702 orð

Forysta bankamanna andvíg sáttatillögu

FORYSTA bankamanna hvetur félagsmenn sína til að fella sáttatillögu ríkissáttasemjara. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir tillöguna ófullnægjandi. Í hana vanti hækkanir til þeirra bankamanna sem eru á lægstu töxtunum og ennfremur sé útilokað fyrir bankamenn að fallast á þriggja ára samningstíma. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Fundir um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði

KOSNINGAR um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði verða 15. nóvember nk. Almennir fundir um sameiningarmálin verða í Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 19. mars nk., í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 20. mars og í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. mars. Allir fundirnir hefjast kl. 21. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fundur um Evrópusambandið

FÉLAG íslenskra háskólakvenna gengst fyrir opnum fundi um Evrópusambandið miðvikudaginn 19. mars. Fundurinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, kl. 17. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Ræðurmaður verður Valgerður Bjarnadóttir, forstöðumaður EFTA í Brussel. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrirlestur um melhveiti

DR. KESARA Anamthawat-Jónsson, lektor í grasafræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. mars kl. 21. Fyrirlesturinn fjallar um kynbótarannsóknir á tegundablendingum "melhveiti" sem búnir hafa verið til með víxlfrjóvgunum milli melgresis og hveitis. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fyrirlestur um skógrækt

BJÖRN Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskólans, heldur fyrirlestur og myndasýningu um skógrækt í Skaftafellssýslu þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í sal FÍ í Mörkinni 6. Björn Jónsson hefur stundað umfangsmikla skógrækt á jörð sinni austur í Landbroti í V-Skaftafellssýslu um árabil með góðum árangri. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Gert ráð fyrir víkjandi láni

Í FORSENDUM Landsbankans fyrir kaupum á helmingshlut Brunabótafélagsins í Vátryggingafélagi Íslands er gert ráð fyrir að taka þurfi víkjandi lán árið 1998 til að uppfylla kröfur um eiginfjárhlutfall. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Gjaldskráin óbreytt

VEITUSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi nýlega að hækka ekki gjaldskrá Rafveitu Akureyrar. Samþykktin kemur í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að hækka gjaldskrá Landsvirkjunar um 3,2% frá og með 1. apríl næstkomandi. Til að mæta auknum útgjöldum vegna hækkunar Landsvirkjunar hefði þurft að hækka gjaldskrá Rafveitu Akureyrar um 2,24%. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Gróðurhúsalofttegundir nýttar

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að kannað verði hvort hægt sé að nýta gróðurhúsalofttegundir til framleiðslu á eldsneyti og til nota í iðnaði í ljósi að útblástur þeirra hér landi muni aukast vegna stóriðju. Meira
18. mars 1997 | Landsbyggðin | 331 orð

Herrann frá Stykkishólmi og ungfrúin frá Akranesi

Ólafsvík-Fegurðarsamkeppni Vesturlands var haldin í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, föstudaginn 14. mars sl. Þessi fegurðarsamkeppni var óvenjuleg að því leyti að í henni tóku þátt bæði stúlkur og herrar. Er það í fyrsta skipti á Íslandi sem keppni með þessu sniði er haldin. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Hundrað fundir

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar hélt sinn 100. fund á dögunum og í tilefni af því var hann haldinn í Hlöðunni á Öngulsstöðum III. Ýmis mál voru á dagskrá og fylgdust nokkrir íbúar sveitarfélagsins með dagskránni en að loknum fundi var boðið upp á kaffi og veitingar. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 800 orð

Hægt verður að skipa ráðsmann í fjármálin

Nýtt frumvarp til lögræðislaga lagt fram á Alþingi Hægt verður að skipa ráðsmann í fjármálin Frumvarp til lögræðislaga hefur verið lagt fram á Alþingi. Helstu nýmæli í því lúta að úrræðum til aðstoðar þeim sem ekki geta sinnt sínum málum sjálfir. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 501 orð

Innbrot, líkamsmeiðingar og ónæði

UM HELGINA var tilkynnt um 8 innbrot, 12 þjófnaði, 1 rán, 6 líkamsmeiðingar, 7 eignarspjöll, 3 bílþjófnaði og lögreglumenn þurftu 19 sinnum að fara á heimili fólks vegna kvartana um ónæði og hávaða að næturlagi. Fíkniefni komu við sögu í fjórum málum, en afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunarháttsemi á almannafæri. Ástæða þótti til að vista 36 í fangageymslunum um helgina. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 112 orð

Íkveikjuárás í Brussel

FJÓRIR menn létust eftir íkveikjuárás á kaffihús í Brussel í fyrrinótt en eldurinn læsti sig um allt húsið, sem var upp á sex hæðir. Hrundi það síðan saman að nokkru leyti. Talið er, að kaffihúsið sjálft hafi verið mannlaust en belgíska fréttastofan Belga sagði, að nágrannarnir hefðu heyrt brothljóð og mikið væl í hjólbörðum rétt áður en eldhafið gaus upp eftir sprengingu. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 441 orð

ÍS íhugar að hefja starfsemi í eigin nafni í Rússlandi

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi hefur sagt upp samstarfssamningi sínum við Íslenzkar sjávarafurðir einhliða og án fyrirvara. Ástæða þess að samningnum er sagt upp er fyrst og fremst ágreiningur um rekstur fyrirtækisins á Kamtsjatka og sú krafa ÍS að hafa fulla stjórn á verkefninu. Samningur fyrirtækjanna var til tveggja ára og er nú á fyrra árinu. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Íslendingar mega ekki kaupa báta

LÖG um úreldingu fiskiskipa heimila Þróunarsjóði ekki að selja íslenskum smábátasjómönnum báta jafnvel þó að þeir verði fyrir því að missa báta sína. Sigurmundur Einarsson, smábátaeigandi í Vestmannaeyjum, segist telja þetta mjög óeðlilegt, en hann varð fyrir því óhappi fyrir skömmu, að bátur hans brotnaði í spón þegar verið var að flytja hann með krana í land. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 331 orð

Ísraelar herða gæslu á Gaza og Vesturbakkanum

ÍSRAELAR og Palestínumenn bjuggu sig undir átök í gær vegna áforma þeirra fyrrnefndu um að byggja íbúðahverfi fyrir gyðinga í Austur-Jerúsalem. Hafa Ísraelar fjölgað í herliði sínu á Gaza og Vesturbakkanum en ísraelskir embættismenn segjast búast við fundi æðstu embættismanna Ísraels og PLO, Frelsissamtaka Palestínu, í vikunni um þetta mál. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 472 orð

Jeltsín gagnrýnir NATO og Bandaríkin

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gagnrýndi í gær utanríkisstefnu Bandaríkjanna og gerði sér mat úr meiðslum Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem hann sagði verða "sjúklinginn" á leiðtogafundi þeirra í Helsinki í vikunni, öfugt við það sem búist hafi verið við. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Kári og Kristján Rúnar unnu

ÚRSLIT voru kynnt í stærðfræði- og eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema á háskóladegi sl. sunnudag og afhenti Björn Bjarnason menntamálaráðherra verðlaunin. Keppnirnar eru opnar öllum nemendum framhaldsskólanna. 827 nemendur úr 21 skóla mættu til leiks í forkeppni stærðfræðikeppninnar og af þeim kepptu 26 til úrslita sl. laugardag. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 365 orð

Kjaraviðræðurnar héngu á bláþræði í nótt

MIKIL óvissa ríkti um framhald kjaraviðræðna vinnuveitenda og landssambanda og verkalýðsfélaga Alþýðusambandsins hjá sáttasemjara um miðnætti í nótt. Launþegafélögin svöruðu í gærkvöldi nýju tilboði vinnuveitenda sem lagt var fram síðdegis. Var því hafnað í öllum meginatriðum og var mikil óánægja með það. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Kortið sagt brjóta gegn samkeppnislögum

NEYTENDASAMTÖKIN telja að fríkort, sem fimm stórfyrirtæki standa að, sé brot á samkeppnislögum, og samkeppnisráð hljóti að taka málið til athugunar. Ég veit ekki hvaða ofurneytendur þeir eru að tala um en mér sýnist það taka meðalfjölskylduna 40 til 50 mánuði að ná það mörgum punktum að hægt sé að vænta utanlandsferðar og punktarnir byrja að fyrnast eftir 48 mánuði, Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Lög um Fljótsdalsvirkjun verði afturkölluð

SAMTÖK áhugafólks um verndun hálendis Austurlands skora á þingmenn Austurlands að beita sér fyrir því að lög um Fljótsdalsvirkjun verði afturkölluð. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stofnfundi samtakanna síðastliðinn sunnudag. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 622 orð

"Mikil andleg hjálp"

SOPHIA Hansen og Ísak Halim Al sátu fyrir svörum í tyrkneska sjónvarpsþættinum Arena sl. fimmtudagskvöld þar sem saga forræðisdeilu þeirra var rakin. Meðal þess sem fram kom í þættinum var að Halim Al hefði íhugað að láta ráða Sophiu af dögum þannig að hann gæti einn farið með forræði dætra þeirra, Dagbjartar Vesile og Rúnu Aysegül. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Myndlistarsýning leikskólabarna í Bakkahverfi

MYNDLISTARSÝNING á verkum leikskólabarna í Bakkahverfi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 18. mars, kl. 14 í húsnæði SVR og í göngugötunni í Mjódd. Sýningin er árlegur viðburður, nú haldin í fimmta sinn, og er liður í samstarfi allra leikskólabarna í Bakkahverfi. Börn á leikskólaaldri hafa ríka þörf fyrir að tjá sig í myndmáli á skapandi hátt. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Möguleikar á viðskiptum þjóðanna miklir

OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans Ástríðar Thorarensen til Færeyja í boði landstjórnarinnar hófst í gær. Forsætisráðherra mun í ferð sinni heimsækja lögþing Færeyja og eiga viðræður bæði við þingmenn og ráðherra landstjórnar. Davíð kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi búast við að einkum þrennt yrði efst á dagskrá viðræðna í dag. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 356 orð

Nauðsynlegar úrbætur fyrir næstu vertíð

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur gefið út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Krossaness við Akureyri en það gildir til næstu áramóta. Vonast er til að búið verði að framkvæma nauðsynlegar úrbætur vegna lyktarmengunar fyrir loðnuvertíð næsta sumar. Hollustuvernd getur gripið til sérstakra úrbóta reynist lyktareyðingarbúnaðurinn ekki fullnægjandi. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Nýtt dagblað á Veraldarvefnum

Nýtt dagblað á Veraldarvefnum ANDRÍKI hefur hafið útgáfu dagblaðs á Veraldarvefnum. Fyrsta tölublaðið kom út 24. janúar síðastliðinn. Blaðið flytur einkum fréttir af stjórnmálum en einnig af öðrum þjóðmálum. Veffangið er http://www.treknet.is/andriki. Aðgangur að blaðinu er ókeypis og ótakmarkaður. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Óþolandi misrétti

STOFNFUNDUR Leigjendasamtaka Norðurlands skorar á stjórnvöld að flýta endurskoðun húsaleigubótalaganna og koma á einu húsnæðisbótakerfi og afnema það misrétti sem ríkir milli vaxtabóta og húsnæðisbóta. Einnig skoraði fundurinn á þau sveitarfélög sem ekki hafa greitt húsaleigubætur að taka þær upp. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Próflaus með þýfi í bílnum

ÖKUMAÐUR bifreiðar sem lögreglumenn stöðvuðu á laugardagsmorgun reyndist vera ökuréttindalaus og til að bæta gráu ofan á svart fannst í bifreiðinni ætlað þýfi; sjónvarps- og myndbandstæki. Tveir aðrir, sem voru í bifreiðinni með ökumanni, voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Í framhaldi af handtökunni var framkvæmd húsleit í húsi við Bergstaðastræti. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ráðamenn ræðast við

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og kona hans Ástríður Thorarensen fóru í opinbera heimsókn til Færeyja í gær. Fyrirhugað er að Davíð eigi viðræður við ráðamenn og heimsæki ýmis fyrirtæki og stofnanir, en heimsókninni lýkur á morgun. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 268 orð

Rekstrarbót upp á 161 milljón króna milli ára

REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga þess skilaði 117 milljóna króna hagnaði árið 1996. Þetta er rekstrarbót upp á um 161 milljón króna milli ára því árið 1995 nam rekstrartapið 44 milljónum króna. Brúttóvelta KEA og dótturfélaga á liðnu ári nam 9.345 milljónum króna og er það um 1% samdráttur frá árinu áður. Tekjur samstæðunnar voru 8. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Reyndist ekki vera nauðgun

TILKYNNT var um hugsanlega nauðgun á veitingastað við Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Dyravörður kom að pari í samförum og virtist stúlkan meðvitundarlaus. Við nánari athugun virtist ekki um nauðgun að ræða, og bendir allt til þess samkvæmt upplýsingum frá lögreglu að parið hafi verið gripið skyndilegri þörf til ástarleikja og valið svið skemmtistaðarins til að svala löngunum sínum. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Ríkissaksóknari rannsaki málið

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segist ekki sjá aðra leið til að upplýsa þær ásakanir sem komið hafa fram að undanförnu um starfsaðferðir fíkniefnalögreglunnar en að ríkissaksóknara verði falið að rannsaka málið. Hann vill þó ekki tilkynna um endanlega ákvörðun sína fyrr en tillögur um þetta efni hafa verið ræddar í ríkisstjórn. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 755 orð

Sagan austan við Fúlalæk

LAUGARNES er efni bókar sem Þorgrímur Gestsson vinnur að og er reyndar langt kominn með. Hann er fyrst spurður um ástæðuna fyrir því að þessi staður vakti áhuga hans. "Upphaflega hóf ég verkið vegna þess að ég á rætur í Laugarnesi. Afi og amma, Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir sem áttu sex börn, fengu jörðina 1915 og héldu henni til æviloka afa. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Samningur VR við Stöð 2 samþykktur

KJARASAMNINGUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Íslenska útvarpsfélagsins var samþykktur samhljóða á fundi með starfsmönnum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Samningur VR og Félags ísl. stórkaupmanna verður væntanlega borinn undir atkvæði á fimmtudag. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 457 orð

Seldi jörð undir álver 6 dögum eftir umsögn

ODDVITI Hvalfjarðarstrandarhrepps var með öllu óhæfur til að fjalla um umhverfismat fyrir fyrirhugað álver á Grundartanga vegna hagsmunatengsla, að mati forsvarsmanna samtakanna óspillt land, SÓL, og hyggjast þeir kæra hann til félagsmálaráðuneytisins og höfða ógildingarmál fyrir dómstólum á umhverfismati vegna álversins. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Síðastaföstumessan

SÍÐASTA föstumessa vetrarins verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Séra Helgi Hróbjartsson, sem var prestur í Hríseyjarprestakalli, prédikar. Hann hefur síðustu tíu ár verið við kristniboðsstörf í Senegal og Eþíópíu. Sungið verður úr Passíusálmum og flutt fögur lítanía. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 82 orð

Sjálfsmorð tölvupóstsvina

SAMBAND tveggja manna, sem kynnzt höfðu í gegnum tölvupóst, fékk snöggan endi er þeir létu verða af því að hittast í fyrsta sinn augliti til auglitis. 24 ára gamall kynskiptingur frá Chicago og 21 árs gamall karlmaður frá Ontario, sem átt höfðu í tölvupóstssambandi í nokkra mánuði, tóku saman á leigu hótelherbergi í Toronto á föstudaginn og fundust þar látnir tveimur dögum síðar. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 596 orð

Skyndileg slagsíða kom á bátinn

MANNBJÖRG varð þegar Blossi GK 60, sex tonna plastbátur, sökk skyndilega á laugardaginn er hann var á landstími úr línuróðri 10 sjómílur vestnorðvestur af Gelti úti fyrir Súgandafirði. Tveir skipverjar voru á Blossa og tókst þeim að komast um borð í gúmmíbjörgunarbát. Var þeim síðan bjargað um borð í Jónínu frá Flateyri sem kom á slysstaðinn skömmu síðar, eftir að hafa heyrt neyðarkall frá Blossa. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 114 orð

Sprenging við mosku

SPRENGJA sprakk fyrir utan mosku í París í gær og særðist einn maður lítillega. Urðu nokkrar skemmdir á innganginum. Ekki er vitað hver eða hverjir komu sprengjunni fyrir en sprengingin olli því, að rúður brotnuðu í gluggum víða um kring. Meiddist einn maður lítillega á hendi. Meira
18. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Stjórnmálafundir á Norðurlandi

FORYSTUMENN Alþýðubandalagsins og óháðra verða á ferð um Norðurlandskjördæmi eystra dagana 20.-22. mars nk. Heimsóttir verða vinnustaðir og haldnir almennir stjórnmálafundir í Félagsheimili Húsavíkur fimmtudagskvöldið 20. mars, í Sandhóli í Ólafsfirði föstudagskvöldið 21. og í Kaffi Menningu á Dalvík kl. 14 á laugardag. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 178 orð

Svíar hvattir til aðildar að EMU

YVES-Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagði við hringborðsumræður um tilvonandi Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, í Stokkhólmi á föstudag, það vera mikilvægt fyrir sænsk fyrirtæki og banka að undirbúa sig vel undir tilkomu evrósins, hins sameiginlega gjaldmiðils, hvort sem Svíar yrðu í hópi stofnríkja eða ekki. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Söngkeppni framhaldsskólanna

FRAMHALDSSKÓLARNIR halda sína árlegu söngkeppni miðvikudaginn 19. mars nk. Að þessu sinni fer keppnin fram í Laugardalshöllinni. Keppendur eru alls staðar af landinu komnir til að taka þátt. Keppnin hefst kl. 21 og stendur hún í um þrjár klukkustundir. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Tamningamaður slasaðist

MAÐUR um fertugt höfuðkúpubrotnaði eftir að hafa fallið af baki hests sem hann var að temja í hesthúsabyggð skammt frá Hvolsvelli á sunnudagsmorgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli og þaðan áfram til Reykjavíkur. Hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Meira
18. mars 1997 | Miðopna | 2044 orð

Tilgangurinn að efla fjármálaþjónustu bankans Samningaviðræður um kaup Landsbankans á helmingshlut Brunabótafélagsins í VÍS tóku

KAUP Landsbanka Íslands á helmingshlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. komu íslenska fjármálaheiminum gjörsamlega í opna skjöldu þegar tilkynnt var um þau á föstudag. Þar áttu menn von á því að ríkið myndi innan skamms hefja undirbúning að því að selja hlutabréf sín í bankanum, Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 542 orð

Tilgangurinn að friða ríki sem ekki komast strax inn

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Apeldoorn í Hollandi um helgina að kanna möguleikana á að setja á fót fastaráðstefnu eða samráðsvettvang ESB-ríkjanna og væntanlegra aðildarríkja. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 25 orð

Trúnaðarbréf afhent

Trúnaðarbréf afhent RÓBERT Trausti Árnason, sendiherra, afhenti 13. mars sl. Algírdas Brazauskas, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Litháen með aðsetur í Kaupmannahöfn. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

Tveir stjórnarmenn OLÍS þurfa að víkja

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppnisráðs um að stjórnar- og starfsmönnum Olíufélagsins og dótturfélaga sé óheimilt að sitja í stjórn Olíuverslunar Íslands. Olíufélagið kærði ákvörðun Samkeppnisráðs 23. janúar sl. og felldi áfrýjunarnefndin úrskurð sinn sl. föstudag. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Varð á milli bíla

MAÐUR meiddist á föstudag eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Safamýrar. Eftir óhappið fóru ökumenn út til að huga að skemmdum, en þá var þriðju bifreiðinni ekið aftan á aðra þá sem fyrir var. Við það varð annar ökumannanna á milli og varð að flytja hann á slysadeild með sjúkrabifreið. Meira
18. mars 1997 | Landsbyggðin | 67 orð

Vel heppnuð æfing

Grýtubakkahreppi-FIMM hundar úr Eyjafirði og eigendur þeirra tóku þátt í snjóflóðaleitaræfingu fyrir skömmu en hún var haldin á vegum Ægis á Grenivík, sem er deild innan Björgunarsveita Slysavarnafélags Íslands. Tveir hundanna voru frá Dalvík, einn úr Grýtubakkahreppi, einn úr Hrísey og einn frá Akureyri. Alls tóku 15 manns þátt í æfingunni sem tókst mjög vel. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Vel sóttar rannsóknakynningar

FJÖLDI fólks lagði leið sína í Háskóla Íslands á háskóladegi sl. sunnudag. Þar voru m.a. kynntar rannsóknir í raunvísinda- og verkfræðideildum, auk þess sem Endurmenntunarstofnun og Rannsóknaþjónusta Háskólans kynntu starfsemi sína. Dagskráin hófst í Háskólabíói með ávarpi Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 354 orð

Vilja afnema lög um hjónaband eftir nauðgun í Perú

NAUÐGARAR í Perú hafa lengi vel getað skotið sér undan dómi með því að ganga að eiga fórnarlömb sín. Lögin, sem leyfa þetta, eru frá árinu 1924 og er nú mikill þrýstingur á perúska þingið frá hinum ýmsu kvennasamtökum að afnema þau. Meira
18. mars 1997 | Erlendar fréttir | 195 orð

Þrjá mánuði í prísundinni

ÞRÍR mánuðir eru nú liðnir frá því að skæruliðar Tupac Amaru-samtakanna tóku hundruð gesta í bústað japanska sendiherrans í Lima í Perú í gíslingu en 72 perúskir og erlendir sendifulltrúar eru enn í haldi skæruliðanna. Minntust ættingjar gíslanna og fjölmargir borgarbúar þess við athöfn nærri sendiráðinu í gær, kirkjuklukkum var hringt og bílflautur þeyttar. Meira
18. mars 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Ömmubúð

AÐ HAFNARSTRÆTI 4 í Reykjavík hefur verið opnuð verslun sem ber nafnið "Ömmubúð". Í "Ömmubúð" er á boðstólum gjafavara, íslenskt handverk, minjagripir, blóm, þurrskreytingar ásamt kertum, servéttum og dúkum. "Ömmubúð" er opin virka daga kl. 10­18 og laugardaga kl. 10­16. Meira

Ritstjórnargreinar

18. mars 1997 | Leiðarar | 637 orð

HVERJIR EIGA PENINGANA?

LEIÐARI HVERJIR EIGA PENINGANA? pphlaup forystumanna verkalýðsfélaganna um helgina og stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær er eitt af því fáránlegasta, sem hér hefur gerzt í langan tíma. Talsmenn þessara aðila halda því fram, að með hugmyndum, sem uppi eru um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sé verið að "skerða lífeyrisrétt" launþega. Meira
18. mars 1997 | Staksteinar | 253 orð

»Vaxandi utanríkisviðskipti VIÐSKIPTI við útlönd jukust milli áranna 1

VIÐSKIPTI við útlönd jukust milli áranna 1995 og 1996, ef tekið er tímabilið frá janúar til nóvember hvort ár. Útflutningur jókst um 7,7% og innflutningurinn um 19,5%, að því er fram kemur í vikuritinu Vísbendingu. Mestur útflutningur til Bretlands Meira

Menning

18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 226 orð

36 þaulsetnir Íslendingar

ÚTVARPS - og sjónvarpsmaðurinn David "Kid" Jensen og eiginkona hans Guðrún sem búa ásamt börnum sínum Önnu Lísu, 18 ára, Alexander, 16 ára, og Viktori Thor í Surrey á Englandi héldu veislu á heimili sínu nýlega í tilefni af 30 ára útsendingarafmæli Davids. Meira
18. mars 1997 | Skólar/Menntun | 1627 orð

Að kunna að kenna

Í kjölfar TIMSS-rannsóknarinnar veltu menn meðal annars fyrir sér hvort menntun kennara væri nægilega góð, hvort lengja ætti námið í Kennaraháskólanum um eitt ár með það fyrir augum að væntanlegir kennarar gætu lagt áherslu á það fag sem þeir ætluðu að kenna. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Alexander Ingason sýnir í kaffihúsi SÁÁ

ALEXANDER Ingason er með málverkasýningu á kaffihúsi SÁÁ, Úlfaldanum. Þetta er fimmta sýning Alexandres í Reykjavík. Myndirnar eru flestar unnar á þessu ári og eru unnar með blandaðri tækni, blek, olíumyndir og skúlptúrar. Sýningin stendur yfir til 10. apríl og er opin alla virka daga frá kl. 20 til 23.30, um helgar er opið frá kl. 14 til 23.30. Meira
18. mars 1997 | Kvikmyndir | 416 orð

Ástin og lífið Töfrandi fegurð (Stealing Beauty)

Framleiðandi: Fox Searchlight Pictures. Leikstjóri: Bernardo Bertolucci. Handritshöfundur: Susan Minot eftir sögu Bernardos Bertolucci. Kvikmyndataka: Darius Khondji. Tónlist: Richard Hartley. Aðalhlutverk: Liv Tyler, Sinead Cusack, Jeremy Irons og Donal McCann. 117 mín. Bandaríkin/Ítalia. 20th Century Fox Home Entertainment/Skífan 1997. Útgáfudagur: 12. mars. Meira
18. mars 1997 | Tónlist | 606 orð

Ástir og örlög

Sönglög eftir ítalska barokkhöfunda, Jónas Tómasson (frumfl.), Schumann og Richard Strauss. Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzosópran, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó. Kirkjuhvoli í Garðabæ, laugardaginn 15. marz kl. 17. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð

Benidorm á Astro

BENIDORM skemmtikvöld var haldið á veitingastaðnum Astro í síðustu viku. Að kvöldinu stóðu Samvinnuferðir-Landsýn, Euracard Atlas, FM 95,7 og Astro. Edda Björgvinsdóttir leikkona kom fram við þetta tækifæri og skemmti í gervi Bibbu á Brávallagötunni, við góðar undirtektir og hlátrasköll viðstaddra, Gréta Matthíasdóttir söng fyrir gesti, Meira
18. mars 1997 | Kvikmyndir | -1 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason

Að lifa Picasso Höfundar nokkurra bestu mynda síðari ár skortir eldmóð í kvikmyndagerð um meistara Picasso, en Hopkins kemur til bjargar með enn einum stórleik (á köflum). Space Jam Snillingurinn Michael Jordan og Kalli kanína bjarga leikinni teiknimynd frá umtalsverðum leiðindum. Við hæfi ungbarna og forfallinna NBA-aðdáenda. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Burtfararpróf í Listasafni Íslands

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Íslands miðvikudaginn 19. mars kl. 20. Tónleikarnir eru burtfararpróf Ögmundar Bjarnasonar píanóleikara frá skólanum. Á efnisskrá eru Partíta nr. 1 í B-dúr BWV 825 eftir J.S. Bach, Tilbrigði í f-moll Hob XVII/6 eftir J. Haydn, Sónata í Es-dúr op. 81a eftir L.v. Beethoven, Fimm etýður eftir CI. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 68 orð

Depp og Moss á frumsýningu

NÝJASTA mynd leikarans Johnnys Depp, "Donnie Brasco", þar sem hann leikur á móti Al Pacino, er nú meðal mest sóttu mynda í Bandaríkjunum. Þar leikur hann FBI lögreglumann sem vinnur á laun og tekst að sannfæra mafíuna um að hann sé af sama sauðahúsi og þeir. Hér sést Depp koma til frumsýningar myndarinnar ásamt unnustu sinni, fyrirsætunni Kate Moss, í Los Angeles nýlega. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Dýrin á Hálsahæli í Ölduselsskóla

NEMENDAFÉLAG Ölduselsskóla sýnir leikritið Dýrin á Hálsahæli þriðjudaginn 18. mars klukkan 20.00. Leikmynd, búningar, förðun, tónlist og dans er í höndum nemenda. Auður Ögmundsdóttir og Kristín Inga Guðmundsdóttir sáu um leikstjórn. Aðgangseyrir er 300 krónur og rennur hann óskertur í leiklistarsjóð Nemendafélagsins. Leiksýningin er fyrir alla aldurshópa. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 95 orð

Einsöngur í Miðgarði

SIGURÐUR Skagfjörð Steingrímsson heldur einsöngstónleika í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 20. mars og hefjast þeir kl. 21. Sigurður er fæddur og uppalinn í Varmahlíð og ætlar því að halda þessa fyrstu einsöngstónleika sína á heimaslóðum. Meira
18. mars 1997 | Myndlist | 522 orð

Ferðalangar

Soffía Sæmundsdóttir. Opið kl. 10­18 virka daga, kl. 10­17 laugard. og kl. 14­17 sunnud. til 23. mars; aðgangur ókeypis. UNDARLEG vegferð mannsins um veröldina hefur verið listamönnum, trúboðum og heimspekingum hugleikið viðfangsefni alla tíð. Meira
18. mars 1997 | Skólar/Menntun | 150 orð

Fjöldi námskeiða úti á landi

TVÖFÖLDUN verður á framboði námskeiða fyrir grunnskólakennara á vegum Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) á þessu ári miðað við í fyrra. Að sögn Guðrúnar Kristinsdóttur endurmenntunarstjóra KHÍ er meginástæðan aukið samstarf við sveitarfélögin, sem leggja fram hluta kostnaðar. Munar einna mest um Reykjavík, sem heldur 16 námskeið í samvinnu við KHÍ. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Fríkortshátíð í Flugskýli 4

STARFSMENN fyrirtækjanna Hagkaups, Flugleiða, Skeljungs, Íslandsbanka og Húsasmiðjunnar, sem standa sameiginlega að Fríkortinu svokallaða, fjölmenntu á fjölskyldudagskrá sem haldin var í skýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli um helgina. Boðið var upp á flatbökur, gos og páskaegg auk þess sem kortið og fríðindi þess voru kynnt. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Haust og vetur í París

TÍSKUHÚS Parísarborgar keppast nú við að leggja línurnar fyrir fatatísku næsta hausts og veturs. Á meðfylgjandi myndum sést "ready-to-wear" klæðnaður eftir Þjóðverjann Karl Lagerfeld og Bretann Alexander MacQueen. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 98 orð

Háskólanemar á árshátíð

ÁRSHÁTÍÐ félags sagnfræði-, félags- og félagsráðgjafanema í Háskóla Íslands var haldin á Hótel Borg í vikunni. Ýmislegt var til skemmtunar og meðal annars sýndu Gysgaurar töfrabrögð. Veislustjóri var Guðmundur Andri Thorsson. Skemmtunin stóð fram á rauða nótt og kennarar og nemendur dönsuðu saman við undirleik hljómsveitarinnar Riff Redhead. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 180 orð

Háskólatónleikar í Norræna húsinu

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. mars flytur Háskólakórinn verk eftir Johannes Brahms, Leif Þórarinsson, Paul Hindemith og Carl Orff. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Meðal þeirra verka sem Háskólakórinn flytur er Maríumúsik eftir Leif Þórarinsson, en Háskólakórinn frumflutti verkið árið 1993. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 1248 orð

HVAR ER LOSTINN, HEIMSPEKINGAR GÓÐIR

MAÐURINN er undarleg skepna og tilvera hans svo mótsagnakennd að enn hefur hann ekki fengið nokkurn botn í hana. Þótt lífshvötin sé grunnafl hans virðist hann ætíð stefna að tortímingu sjálfs sín. Og þótt eðli hans sé að leita hamingjunnar kallar hann ætíð óhamingjuna yfir sig. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Hversdagsleg bæjarferð Alec og Kim

LEIKARARNIR Alec Baldwin og Kim Basinger brugðu sér í bæjarferð nýlega ásamt 16 mánaða dóttur sinni, Ireland. Fjölskyldan var hversdagslega klædd svo ekki sé meira sagt, Alec í samfestingi með húfu og gleraugu en Basinger, sem er meira þekkt sem kynbomba í aðskornum kjólum, var í víðum gallabuxum og jakka. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 371 orð

Konur á Djöflaeyju

NORRÆN kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Rúðuborg í Frakklandi. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og henni hefur vaxið fiskur um hrygg. Áhorfendum hefur fjölgað úr 10.000 til að byrja með í rúm 30.000 síðustu ár. Kvikmyndirnar sem sýndar hafa verið eru þúsund talsins. Afmælinu verður fagnað með sýningu verðlaunamynda liðinna ára og meðal þeirra er Ingaló Ásdísar Thoroddsen. Meira
18. mars 1997 | Myndlist | 754 orð

Krukkur/ Saumur/ Dúkur

Sólveig Aðalsteinsdóttir. Opið alla daga frá 14­18. Til 22. marz. Aðgangur ókeypis. UM ÞESSAR mundir virðist listakonan Sólveig Aðalsteinsdóttir upptekin af innsetningum með tómar vatnslitakrukkur, á líkum grunni og menn kynntust á síðustu sýningu hennar í listhorni Sævars Karls. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Listræn mótmæli

FRANSKUR leikari, sem starfar í lausamennsku, breiðir út vængina við mótmæli þúsunda listamanna, sem fram fóru skammt frá Eiffel-turninum í París á miðvikudag. Nokkur þúsund leikara og tónlistarmanna mótmæltu þar kjörum sínum og ótryggri vinnuaðstöðu. Meira
18. mars 1997 | Tónlist | 495 orð

Maria og krossinn

Undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu kórverk eftir Gesualdo. Palestrina, Arvo Pärt og Hjálmar H. Ragnarsson. Sunnudagurinn 16. mars 1997. YFIRSKRIFT tónleikanna var Maria og krossinn og hófust tónleikarnir á stuttum kórverkum eftir Carlo Gesualdo, prins af Venosa. Á æskuárum sínum lagði hann stund á tónlist og varð mjög fær lútuleikari. Meira
18. mars 1997 | Skólar/Menntun | 519 orð

Menntun fæst víðar en úr skólum

RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskóla Íslands (Rþj) gekkst fyrir námstefnu sl. föstudag um símenntun. Að sögn Ingibjargar Gísladóttur deildarstjóra hjá RHÍ þótti vert að halda námstefnuna í tilefni þess að Ár símenntunar er að baki, en vekja jafnframt athygli á að símenntun eigi stöðugt erindi við þá sem vilja vera samkeppnishæfir, hvort sem eru einstaklingar, atvinnurekendur eða þjóðfélagið í heild. Meira
18. mars 1997 | Kvikmyndir | 109 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Geimtrukkarnir (Space Truckers) Börnin á akrinum (Children of the Corn) Powder (Powder) Innrásin (The Arrival) Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) Draumur sérhverrar Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 582 orð

"Ó,ó en brjáluð sýning"

HIMNARÍKI, verk Árna Ibsen, sem sýnt er í Noregi um þessar mundir, hefur fengið blendnar móttökur. Gagnrýnendur hafa ýmist lofað verkið í hástert eða sagt það ófrumlegt, margir áhorfendur hafa hlegið sig máttlausa en þeir eru einnig til sem ekki hafa fengið að sjá verkið þar sem málfar þess hefur ekki þótt eiga neitt erindi við unga fólkið. Meira
18. mars 1997 | Kvikmyndir | 329 orð

Óvenjulegur ástarþríhyrningur

HILMAR Oddsson fékk nýlega ásamt Ólafi Rögnvaldssyni styrk úr Kvikmyndasjóði til að skrifa handrit að mynd í fullri lengd eftir smásögu Sjón sem nefnist Undir vængjum valkyrjunnar. Sagan er um arkitekt sem hefur frá unga aldri átt í mjög sérkennilegu ástarsambandi við þýsku hryðjuverkakonuna Guðrúnu Ensslin, sem var einn af forsprökkum Baader-Meinhofhreyfingarinnar. Meira
18. mars 1997 | Skólar/Menntun | 311 orð

Samstarf við atvinnulífið um rannsóknir

ATVINNUMÁLANEFND félagsvísindadeildar Háskóla Íslands hefur gert samstarfssamning í formi viljayfirlýsingar við nokkur fyrirtæki og stofnanir um að nemendur vinni afmörkuð verkefni í þágu atvinnulífsins. Um er að ræða öll svið sem kennd eru við deildina. Nú þegar hefur eitt verkefni, sem snýr að starfsmannamálum, verið unnið fyrir Flugleiðir hf. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Súpulist

BANDARÍSKI popplistamaðurinn Steve Kaufman, sem eitt sinn var aðstoðarmaður Andy Warhols, stendur við hlið málverks síns af Campbell-súpu í glerkrukku, sem stillt hefur verið upp við hlið eins af hinum þekktu Campbell-verkum Warhols. Mynd Kaufmans var afhjúpuð í tilefni 100 ára afmælis Campbell-súpunnar en hún er til sýnis í Sjónlistastofnun Andy Warhols í New York. Meira
18. mars 1997 | Tónlist | 515 orð

Sönggleði

Undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar flutti íslensk og erlend karlakórs lög. Undirleikarar voru Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar voru bræðurnir Óskar, Pétur, Gísli og Sigfús Péturssynir, Björn Stefánsson og Einar Halldórsson. Laugardagurinn 15. mars 1997. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 195 orð

TENNESSEE Williams, höfundur verksins

TENNESSEE Williams, höfundur verksins Köttur á heitu blikkþaki" sem nýlega var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu, telst vafalítið á meðal merkustu leikskálda aldarinnar sem nú er að líða. Það er að minnsta kosti mat breska gagnrýnandans Michaels Billingtons, sem skrifar í The Guardian og nokkurra starfssystkina hans víðs vegar um Evrópu. Meira
18. mars 1997 | Skólar/Menntun | 116 orð

Tímarit

FIMMTI árgangur Uppeldis og menntunar er komið út. Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal skýra frá niðurstöðum rannsókna á tóbaks- og hassneyslu unglinga. Í tveimur greinum er fjallað um hugtökin gæðamat og gæðastjórnun. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Tjarnarkvartettinn í Stykkishólmi

STYKKISHÓLMSBÆR tekur þátt í verkefninu "Tónlist fyrir alla" og er boðið upp á þrenna tónleika á þessu skólaári. Í haust kom Jasssveit Reykjavíkur og 11. mars kom Tjarnarkvartettinn og hélt tvenna tónleika fyrir nemendur grunnskólans og almenna tónleika um kvöld sem 120 manns sóttu. Meira
18. mars 1997 | Myndlist | 461 orð

Traðir

Kristján Guðmundsson. Opið fimmtud.­sunnud, frá kl. 14­18. Til 25. marz. Aðgangur ókeypis. LÍTILL vafi leikur á því, að Kristján Guðmundsson er mestur hugmyndafræðingur í íslenzkri list um þessar mundir, og að bein og óbein áhrif hans eru óumdeilanleg. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Tvífari Johns Wayne

ÞEIR sem muna eftir leikaranum John Wayne þegar hann var að hefja sinn feril í kvikmyndum bregður sjálfsagt í brún við að líta á Anthony, 20 ára gamlan nema og fyrirsætu sem starfar fyrir Ford umboðsskrifstofuna. Þeir eru sláandi líkir. Það kemur þó ekki mikið á óvart þegar á það er litið að Anthony er barnabarn Johns Wayne. Meira
18. mars 1997 | Menningarlíf | 310 orð

Vertu nú kátur nafni minn

UNGMENNAFÉLAG Reykdæla sýnir nú leikrit, sem samsett er úr sex verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasonar; Allra meina bót, Deliríum Búbónis, Rjúkandi ráði, Skjaldhömrum og Drottins dýrðar koppalogni og einnig eru fluttir söngvar úr leikritinu Þið munið hann Jörund. Leikstjóri Þórunn Magnea Magnúsdóttir og leikmynd hljóð og ljós eru unnin af félögum í Ungmennafélagi Reykdæla. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 147 orð

Vinskapur, ekki ástarsamband

AÐ UNDANFÖRNU hafa háværar kjaftasögur um ástarsamband leikaranna Demi Moore, 34 ára, og Leonardos DiCaprios, 22 ára, farið sem eldur í sinu um Hollywood. Nýlega sást til þeirra á veitingastað áður en þau héldu til strandhúss Demi og Bruces í Malibu. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Völundarhúsið frumsýnt

LEIKRITIÐ Völundarhús eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur var frumsýnt í Borgarleikhúsinu um helgina. Leikritið fjallar um uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu Fjórar verur í leit að höfundi eftir Pirandello. Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningunni. Meira
18. mars 1997 | Fólk í fréttum | 136 orð

Þeir eru allir fallegir

MEXÍKÓSKA leikkonan Salma Hayek, 30 ára, sem leikur á móti Matthew Perry í myndinni "Fools Rush In" er ánægð með þá karlkyns leikara sem hún hefur unnið með. "Mér finnst allir karlleikarar sem ég hef unnið með hafa verið myndarlegir hver á sinn hátt," segir Salma en hún lék til dæmis á móti hjartaknúsaranum Antonio Banderas í "Desperado", Meira

Umræðan

18. mars 1997 | Aðsent efni | 489 orð

Föstusöfnun Caritas Flóttamannavandinn og hungurdauðinn

Á ÞESSARI föstu hefur Caritas Ísland ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum ákveðið að verja hinni árlegu föstusöfnun til að hjálpa flóttamönnum víðs vegar í heiminum. Engin hátíð rís hærra í huga kristinna manna en hátíð upprisunnar, páskahátíðin. Meira
18. mars 1997 | Aðsent efni | 1239 orð

"Hann las Vefinn með vefsjánni"

Á LIÐNU ári hafa komið fram tillögur um íslenskun ýmissa heita og hugtaka sem tengjast alnetinu. Flestar hugmyndirnar eru um þýðingu á orðinu "Browser". Greinarhöfundur var skotinn í kaf snemma árs 1996 með hugmynd sína "vefalda" (browser = vefaldi) í tímaritinu Tölvuheimi sællar minningar. Aðrar hugmyndir sem komið hafa fram eru vafri, rápari, vefskoðari, veflesari og sjálfsagt fleiri. Meira
18. mars 1997 | Aðsent efni | 926 orð

Ísland ­ hvað er svona merkilegt við það?

NÚ ER mikið talað um hagvöxt, stóriðju og náttúruvernd. Ein rökin fyrir stóriðju á Íslandi eru að við höfum svo náttúruvæna orku. Mér finnst þetta mjög merkileg rök. Ísland er kannski upplagður stóriðjustaður fyrir Evrópu. Það er langt frá annarri byggð. Hefur nóga orku sem er mun náttúruvænni en mikið af þeirri orku sem þeir á meginlandinu nota. Meira
18. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 1094 orð

Opið bréf til dóms-, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda

Í FRÉTTUM um daginn kom fram að yfirvöld hefðu sett sér það takmark að gera Ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2002. Þetta er í sjálfu sér gott takmark. Þar var rætt um að leggja aðaláherslu á forvarnir sem er líka nauðsynlegt, en það er ein stór brotalöm þarna í planinu, sem ég ætla að benda á, og það eru gleymdu börnin hennar Evu. Meira
18. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 249 orð

Setjum punkt

ÞAÐ er hart barist um bitana í þjóðarkökunni um þessar mundir, það er orðin venja, að þeim, sem minnst hafa, sé áfram skammtað naumt, en hinir, sem tróna á toppnum, fá mest til sín. Öryrkjum og eldri borgurum er sífellt haldið við sultarmörk. Við svo búið má ekki standa lengur. Þetta fólk verður að vakna til dáða, annars fer illa. Meira
18. mars 1997 | Aðsent efni | 509 orð

Vatnsfæðingar

ÞAÐ kom fram í kvöldfréttum sjónvarpsins þann 4. mars sl. að konur væru farnar að fæða börn sín í vatni á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. Mikið var ég fegin að heyra að konum á Íslandi byðist loksins þessi valkostur í fæðingum hér á landi. Meira
18. mars 1997 | Aðsent efni | 892 orð

Verkaskipting á háskólastigi Nú er í undirbúningi frumvarp að lögum um íslenska háskóla. Jónas Guðmundsson er þeirrar skoðunar

EFTIRSPURN eftir háskólamenntun hefur farið hraðvaxandi hér á landi á undanförnum áratugum. Ungt fólk hefur í auknum mæli leitað í háskóla eftir undirbúningi fyrir líf og starf; stjórnendur atvinnufyrirtækja hafa ennfremur sóst eftir betur menntuðu vinnuafli. Rótgrónar háskólastofnanir hafa vaxið hratt á stuttum tíma, nemendum og námsbrautum þeirra hefur verið fjölgað. Meira
18. mars 1997 | Aðsent efni | 700 orð

Þjóðfélagsbreytingar og breytt hlutfall aldurshópa

BRÁTT er þessi öld til enda runnin. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað á öllum sviðum, ekki einungis hvað byggðamynstur varðar, lífsgæði eða tæknibreytingar, heldur hefur aldurssamsetning þjóðarinnar einnig breyst verulega. Er það í raun lýsandi dæmi um betri aðbúnað, minna vinnuálag og stórstígar breytingar, sem líkja má við byltingu í læknavísindum. Meira
18. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 466 orð

Þjónustuíbúðir aldraðra

FYRIR skömmu var fjallað um neytendamál í þjóðarsálinni. Þar kom fram hjá Drífu Sigfúsdóttur að mikið af kvörtunum bærist til þeirra frá eldra fólki sem festi kaup á svokölluðum þjónustuíbúðum aldraðra vegna þess hve dýrar þær væru og að þjónustan væri minni en fólk hefði gert sér vonir um. Meira

Minningargreinar

18. mars 1997 | Minningargreinar | 175 orð

Alfreð Júlíusson

Þegar við systkinin vorum lítil þekktum við, og þekkjum enn, konu sem alltaf var svo góð við okkur og allt vildi fyrir okkur gera. Skýring okkar var sú að konan kynni ekki að vera reið. Afi var líka svona. En á þeim tíma hugsuðum við ekki um afa í þessu samhengi, í okkar augum var afi bara afi. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 512 orð

Alfreð Júlíusson

Það að gamall maður leggi höfuðið á koddann, sofni og vakni ekki aftur er eitthvað sem okkur finnst eðlilegt. Við lítum jafnvel á slík lífslok sem farsælan endi á góðri og viðburðaríkri ævi, eins konar fullkomnun á sköpunarverkinu. Samt er það nú svo að þegar vinir okkar eiga í hlut þá erum við sjaldnast tilbúin til kveðjustundar. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ALFREÐ JÚLÍUSSON Alfreð Júlíusson var fæddur á Akureyri 25. október 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. mars

ALFREÐ JÚLÍUSSON Alfreð Júlíusson var fæddur á Akureyri 25. október 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Matthíasarkirkjunni á Akureyri 13. mars. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Ásta Brynjólfsdóttir

Harpa æskuminninganna hljómar ljúft í hugum okkar. Einn strengur þeirrar hörpu er Ásta Brynjólfsdóttir. Hún var einstaklega ljúflynd, hjartahlý, ráðagóð og gestrisin. Heimili Ástu og Alla bar vott um samheldni, alúð og samhljóman sem varð okkur ósjálfrátt fyrirmynd en þó svo sjálfsögð að varla þurfti um að tala. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Ásta Brynjólfsdóttir

Í dag verður til moldar borin elskuleg frænka mín Ásta Brynjólfsdóttir. Það er ekki auðvelt að koma frá sér hugsunum á blað er nákominn ættingi kveður. Ég finn mig vanmáttuga og orð mega sín svo lítils á þessari kveðjustund, því margt vildi ég segja og hugurinn reikar víða. Eitt er það sem alltaf stendur upp úr, það er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt svo yndislega frænku. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 1126 orð

Ásta Brynjólfsdóttir

Í dag, þriðjudaginn 18. mars, verður jarðsungin elskuleg tengdamóðir mín Ásta Brynjólfsdóttir frá Hrísey. Mig langar til að minnast í fáeinum orðum þessarar mannkostakonu sem ég kynntist síðla árs 1972 er ég tók upp á því að gera hosur mínar grænar fyrir Sigurveigu, einkadóttur hennar. Ástu Brynjólfsdóttur verður ekki lýst í fáum orðum. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 543 orð

Ásta Brynjólfsdóttir

Elsku amma mín, oft hef ég hugsað með kvíða til þess að setjast niður og skrifa þessar línur. Nú þegar stundin er runnin upp hrærast í mér blendnar tilfinningar. Fyrst og fremst finn ég til djúprar sorgar yfir að ástkær amma mín skuli ekki vera á meðal okkar lengur. Hins vegar veit ég að þau veikindi sem þú hefur átt við að stríða hafa verið erfið og fengið mikið á þig. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Ásta Brynjólfsdóttir

Elsku Ásta frænka. Í dag, 11. mars, hefðir þú orðið 85 ára og nú er komið að kveðjustund. Ég vil að lokum þakka fyrir allt sem þið voruð mér þegar ég fluttist fyrir um tuttugu árum í Álfheimana. Var það mér alveg ómetanlegt af ýmsum orsökum. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 192 orð

ÁSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR

ÁSTA BRYNJÓLFSDÓTTIR Ásta Brynjólfsdóttir fæddist í Hrísey 11. mars 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jóhannesson útvegsbóndi í Hrísey, f. 1891, d. 1977, og kona hans Sigurveig Sveinbjörnsdóttir húsmóðir, f. 1886, d. 1950. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir

Það er jafnan tilhneiging þegar skrifuð eru eftirmæli fólks að tíunda aðeins það besta í fari þess. Þú, Jóna mín, hafðir marga kosti eins og galla. Það var hægt að spjalla við þig tímunum saman, og skiptast á slúðri því þú vissir alltaf hvað var að gerast í kringum þig. Af því að þú hafðir raunverulegan áhuga á öðru fólki. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 659 orð

Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir

Hún var grönn og smávaxin sem barn, en óx stóru systur fljótlega yfir höfuð, jafnt í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Hún var foringinn þó að yngri væri, sú sem þorði, sú sem tók af skarið, sú sem ekki bað um hjálp þegar torfærur urðu á veginum. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 459 orð

Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir

Í dag verður til grafar borin frá Kópavogskirkju ástkær tengdamóðir mín, Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir. Ég kynntist Jónu fyrir tæpum tíu árum og sá það strax að þar fór kvenskörungur, sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og okkur varð strax vel til vina. Þú hafðir útlitið með þér, varst há, mjög dökk og fallega eygð. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir

Mig langar að minnast fóstur"ömmu" minnar, Guðrúnar Jónu Sigurjónsdóttur, nokkrum orðum. Það er tæplega áratugur síðan ég kynntist Jónu fyrst en þá var ég níu ára, það var þegar Sigurjón sonur hennar og mamma byrjuðu saman. Ég minnist Jónu sem góðrar, sterkrar, lífsreyndrar og glaðlyndrar konu. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 437 orð

GUÐRÚN JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir, fangavörður, var fædd í Vatnsholti í Flóa 2. mars 1938. Foreldrar hennar voru Herdís Jónsdóttir, f. 8. júní 1900, d. 31. október 1989, og Sigurjón Gestsson, f. 25. apríl 1912, d. 20. maí 1961. Móðurforeldrar voru Guðrún Árnadóttir, f. 1866, d. 1939, og Jón Brynjólfsson, f. 1868, d. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Hallgrímur Kristjánsson

Elsku afi. Nú ertu farinn á betri stað og ert hjá henni ömmu. Við krakkarnir hlökkuðum alltaf svo til að fara í heimsókn upp í Hraunbæ 12 til afa og ömmu. Minningar um ferðalög bæði á ættarmót og í sumar- bústað uppi á Laugarvatni munu endast okkur alla ævi. Þú gast alltaf skemmt þér og okkur og komst öllum til að brosa. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HALLGRÍMUR KRISTJÁNSSON Hallgrímur Kristjánsson fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars

HALLGRÍMUR KRISTJÁNSSON Hallgrímur Kristjánsson fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 11. mars. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Jón Dal Þórarinsson

Hægur en glettinn var þessi tónelski maður, jafnlyndur og þrautseigur, kom samferðamönnum sínum á óvart með skörpum ályktunum sínum, vökull, iðkandi andann og elskandi andans sköpun, tónlistina. Hann var upprunninn úr fögrum sveitum Fljótdalshéraðs þar sem Dyrfjöll og Beingeitarfjall standa vörðinn, leitaði ævintýra, náms og atvinnu á Hvanneyri og fleiri stórbýlum syðra, Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN DAL ÞÓRARINSSON Jón Dal Þórarinsson fæddist í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 12. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi

JÓN DAL ÞÓRARINSSON Jón Dal Þórarinsson fæddist í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá 12. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. mars. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Páll Garðar Andrésson

Elsku hjartans kæri, vinur og tengdasonur. Þegar við hugsum til þeirrar stunda sem við áttum saman í gegnum árin eru eingöngu góðar minningar er streyma inn í huga okkar. Þú varst slíkur mannkostamaður að öðru eins höfum við ekki kynnst, alltaf varstu tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd í blíðu og stríðu. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Páll Garðar Andrésson

Elsku Palli. Með fáeinum orðum viljum við minnast bróður okkar. Aldrei datt okkur í hug að við ættum eftir að sitja hérna tvær og skrifa um þig. Við héldum alltaf að við fengjum að eldast öll þrjú saman og þú yrðir allra karla elstur. Og svo einn morguninn er hringt og sagt að þú hafir farist með Dísarfellinu, þú sem áttir að verða manna elstur. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Páll Garðar Andrésson

Elsku Palli okkar er farinn frá okkur og er kominn til englanna. Söknuðurinn í hjarta mínu er mikill og ávallt mun vanta part í það því Palli var mikilvæg persóna í lífi mínu. Ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd og veita mér mikinn styrk í sorg minni og mun ég reyna að gefa Stínu, Bjössa og Elísu þann sama styrk. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Páll Garðar Andrésson

Skjótt skipast veður í lofti, hörmulegt slys, maður á besta aldri er hrifinn burt úr þessu jarðlífi frá konu og börnum og eftir stöndum við dofin og spyrjum spurninga sem enginn getur svarað nema almættið eitt. Það sem var hversdagsleg heimsókn í gær er perla minninga í dag. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Páll Garðar Andrésson

Ísland er eyja sem stendur óvarin gagnvart vindum veðurguðanna. Það breytist ekki. En sjúkrabílar eru ekki lengur hvítir með rauðan kross á hliðunum. Og hjartað slær ekki lengur. En lítið hjarta sló hratt eitt kvöldið í Laugarnesinu svo að konan á móti þurfti að drífa sig af stað, klæddi sig í græna kápu, skildi eftir opið og bað um að litið yrði eftir dóttur sinni. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Páll Garðar Andrésson

Að stundaglasið hans Palla frænda væri að tæmast hvarflaði ekki að mér þegar við áttum góða kvöldstund saman tæpri viku áður en hann fórst. Hann var fullur af lífskrafti og glaðværð og framtíðin virtist björt. Ég hitti Palla sjaldan í seinni tíð, enda störfuðum við á ólíkum vettvangi. Þegar fundum okkar bar saman fannst mér það vera gagnkvæm tilfinning, að við ættum margt sameiginlegt. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 364 orð

Páll Garðar Andrésson

Það var hörmuleg frétt sem ég fékk í símtali snemma að morgni sunnudagsins 9. mars, Dísarfellið, þetta stóra skip, hafði farist og þú og skipsfélagi þinn látið lífið, þetta var ótrúlegt og við Stína trúðum ekki því sem sagt hafði verið, hann Palli er dáinn. Í dag kveð ég vin minn Pál Andrésson. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Páll Garðar Andrésson

Að þurfa að kveðja einn af sínum bestu vinum og vinnufélögum við þessar aðstæður reynist mér erfitt. Við Palli höfum verið skipsfélagar síðastliðin þrjú ár og samveran verið í alla staði ánægjuleg. Hann var traustur og samviskusamur í starfi, jákvæður og sanngjarn yfirmaður. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 565 orð

Páll Garðar Andrésson

Þegar við bræður setjumst niður til að skrifa minningargrein um hann Palla, vin okkar og mág, er svo erfitt að setja línur á blað, því við sitjum hljóðir af harmi. Síðan þær hryllilegu fréttir bárust okkur að hann Palli hefði látist í hræðilegu sjóslysi, slysi sem náttúruöflin valda, vakna margar spurningar en fá verða svörin. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Páll Garðar Andrésson

Ég held að ég geti sagt að tíminn hafi eiginlega staðið kyrr þegar hún Lilligó hringdi í mig á sunnudagsmorguninn og sagði mér að hann Palli væri dáinn. Ég dofnaði eiginlega upp og það má segja að sá dofi sé enn til staðar. Ég hef þekkt Palla síðan hann kynnstist Stínu fyrir nítján árum. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 131 orð

PÁLL GARÐAR ANDRÉSSON

PÁLL GARÐAR ANDRÉSSON Páll Garðar Andrésson fæddist í Reykjavík 22. desember 1958. Hann lést af slysförum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Valgerður Hrefna Gísladóttir, f. 22.febrúar 1927, og Andrés Gilsson, f. 17. júní 1926. Systur hans eru Guðríður Inga, f. 10. september 1955, og Grímheiður Elín, f. 18. júlí 1961. Hinn 20. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Tómas Karlsson

Hann Tómas er dáinn. Strengur er brostinn. Minningarnar hrannast upp. Ég hitti Tómas og Ásu Jónsdóttur, tengdaforeldra mína, fyrst hinn 17. júní 1988 þegar Jón Frosti sonur þeirra kynnti okkur Silju dóttur mína fyrir þeim, væntanlegum tengdaforeldrum mínum. Ég man hvað ég var búin að kvíða því að hitta þau í fyrsta sinn, en sá kvíði gufaði fljótt upp þegar Tómas heitinn tók mér opnum örmum. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 421 orð

Tómas Karlsson

Það var árið 1960, að Tómas Karlsson kom að máli við mig og spurði, hvort við ættum ekki að taka að okkur vikulegan útvarpsþátt um það, sem væri efst á baugi hverju sinni á erlendum vettvangi. Mér leist strax vel á hugmyndina og nokkru síðar hleyptum við af stokkunum útvarpsþættinum "Efst á baugi". Þar með hófst mjög náið og skemmtilegt samstarf milli okkar Tómasar sem átti eftir að standa lengi. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 332 orð

Tómas Karlsson

Tómas Karlsson var lifandi og eftirminnilegur persónuleiki þeim er kynntust honum. Fas hans og yfirbragð var gjörvilegt og hann átti létt með að tjá sig um þau fjölmörgu málefni sem hann hafði hugsað um og kynnt sér á lífsleiðinni. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Tómas Karlsson

Það var vinum Tómasar Karlssonar ekki síður en fjölskyldu hans erfitt og þungbært að sjá þennan annars hrausta og glaðværa mann fjarlægjast umheiminn smátt og smátt sökum sjúkdóms, sem læknavísindin hafa enn ekki fundið lækningu við. Í lok sjöunda áratugarins og í byrjun þess áttunda var Tómas Karlsson í hópi þeirra ungra framsóknarmanna, sem efnilegastir þóttu. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 691 orð

Tómas Karlsson

Mjög er mismunandi, hvernig við geymum með okkur minningar og reynslu úr fortíðinni. Sumt, ef til vill flest, hverfur í hið mikla djúp en annað er sem lýsandi leiftur. Þannig man ég fyrstu kynni okkar Tómasar Karlssonar. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 362 orð

Tómas Karlsson

Nú er vinur minn Tómas Karlsson allur. Við kynntumst í Menntaskólanum í Reykjavík, vorum nágrannar og því iðulega samferða í skólann þótt ekki værum við í sama bekk. Áttum mörg sameiginleg áhugamál og ræddum þau fram og aftur en vorum ekki alltaf sammála. Átti Ísland að ganga í EFTA eða ekki? Við vorum miklir lestrarhestar og lásum frekar bókmenntir en skólabækurnar. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Tómas Karlsson

Tómas Karlsson sendiráðunautur og fyrrverandi ritstjóri Tímans er látinn langt um aldur fram. Hann hefði orðið sextugur nú á fimmtudaginn. Fyrir nokkrum árum uppgötvaðist að hann væri með Alzheimersjúkdóminn og varð hann því að láta af störfum í utanríkisþjónustunni. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Tómas Karlsson

Tómas Karlsson sá ég álengdar á uppvaxtarárum. Leyndi sér ekki að þar fór vaskur maður og hæfileikaríkur. Hvort tveggja átti eftir að sannast ennþá betur þegar hann óx að fullu úr grasi. Tómas haslaði sér völl í blaðamennsku og utanríkisþjónustu. Leiðir okkar snertust á báðum sviðum uns við svo urðum nánir samstarfsmenn um 2ja ára skeið í sendiráðinu í London 1987­89. Meira
18. mars 1997 | Minningargreinar | 269 orð

TÓMAS KARLSSON

TÓMAS KARLSSON Tómas Karlsson, fyrrverandi deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, fæddist 20. mars 1937. Hann lést 9. mars síðastliðinn í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Karls Guðmundssonar rafvélameistara og Margrétar Tómasdóttur, einn af níu börnum þeirra hjóna. Eiginkona Tómasar er Ása Jónsdóttir. Meira

Viðskipti

18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 816 orð

Árið 1996 besta árið í sögu Íslandsbanka

ÁRIÐ 1996 er besta árið í rekstri Íslandsbanka frá því bankinn tók til starfa. Umsvif bankans og dótturfélaga jukust mikið og hagnaður nær tvöfaldaðist á milli ára, að því er fram kom í ræðu Vals Valssonar, formanns bankastjórnar Íslandsbanka á aðalfundi bankans í gær þegar hann gerði grein fyrir ársreikningi bankans vegna síðasta árs. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 390 orð

Hagnaðurinn nam 201 milljón króna

NÝJAR áherslur í sölu og aukin fjölbreytni í rekstri er meginástæða fyrir stórbættri afkomu hjá Skeljungi hf. á síðasta ári. Hagnaður félagsins án afkomu hlutdeildarfélaga nam 201 milljón króna og jókst um tæp 40% á milli ára. Þetta er einhver besta afkoma sem fyrirtækið hefur skilað frá upphafi. Arðsemi eiginfjár hefur farið vaxandi undanfarin ár. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Hlutabréf í United News á metverði

HLUTABRÉF í brezka sjónvarps- og dagblaðafyrirtækinu United News & Media Plc seldust á metverði á föstudag þegar fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess hefði aukizt um 12% á fyrsta árinu eftir samruna. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Kaupir 4% í Loðnuvinnslunni

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. keypti í gær u.þ.b. 4% hlut í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða eftirstöðvar bréfa úr hlutafjárútboði fyrirtækisins frá því sl. haust að nafnvirði 17,1 milljón króna. Bréfin voru seld á genginu 3,0 eða fyrir 51,4 milljónir. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Norsk Hydro í viðræðum við Alumax

NORSK HYDRO, stærsta fyrirtæki Noregs, á í viðræðum við Alumax, þriðja mesta olíuframleiðanda Bandaríkjanna, að sögn bandaríska viðskiptaritsins Business Week. Heimildarmaður blaðsins segiraðalvarlegar umræður" fari fram og Alumax virðist falt fyrir 55 dollara á hlutabréf. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 1122 orð

Pólitísk ákvörðun í hæsta máta

ÖLL fyrirtæki á fjármagnsmarkaði hljóta að þurfa að skoða stöðu sína í nýju ljósi eftir að ríkið hefur ákveðið að hasla sér völl á tryggingasviðinu. Það mun Íslandsbanki að sjálfsögðu einnig gera, sagði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær. Fram kom hjá honum að liðið ár hefði að flestu leyti reynst bankanum hagstætt. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

SÍF og Fóðurblandan á Verðbréfaþing

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka á skrá þingsins tvö ný hlutafélög, Samband íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) og Fóðurblönduna hf. Verða þau fyrst skráð nk. fimmtudag, hinn 20. mars. Meira
18. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

»Veruleg lækkun í Evrópu

VERULEG lækkun varð á evrópskum mörkuðum í gær þegar bandaríska Dow Jones vísitalan lækkaði vegna nýs uggs um vaxtahækkanir. Gengi dollars varð stöðugra eftir eins pfennings lækkun vegna bollalegginga um þýzkar hagtölur, sem munu sýna aukinn styrk þýzka hagkerfisins. Meira

Daglegt líf

18. mars 1997 | Neytendur | 46 orð

Axe herrasnyrtivörur

FARIÐ er að selja herrasnyrtivörur frá Axe hér á landi. Til er rakspíri, líkamsúði og svitalyktareyðir með fjórum ilmtegundum, Marine, Musk, Oriental og Mirage. Axe snyrtivörurnar eru breskar og það er Ásgeir Sigurðsson ehf. sem sér um innflutning og dreifingu. Vörurnar fást í matvöruverslunum. Meira
18. mars 1997 | Neytendur | 258 orð

Banna auglýsingar frá Japis,Bræðrunum Ormsson og Íslensku Au Pair þjónustunni

Á FUNDI samkeppnisráðs hinn 13. mars var ákveðið að banna auglýsingar frá þremur fyrirtækjum. Ákveðið var að banna Bræðrunum Ormsson að auglýsa að Pioneer hljómtæki væru mest seldu hljómflutningstæki á Íslandi þar til fullyrðingin hefði verið sönnuð með fullnægjandi hætti. Meira
18. mars 1997 | Neytendur | 516 orð

Fundarglöp draga dilk á eftir sér

Í mars og apríl ár hvert eru aðalfundir haldnir í húsfélögum um land allt en samkvæmt lögum á alltaf að halda aðalfund fyrir lok apríl. Það er hins vegar ýmislegt sem gegnum árin hefur farið úrskeiðis á húsfundum og haft afdrifaríkar afleiðingar. Nýlega var gefin út sérstök fundargerðarbók fyrir húsfélög með leiðbeiningum og skýringum. Meira
18. mars 1997 | Neytendur | 279 orð

Heilsuvörur úr íslenskum fjallagrösum

FIMM nýjungar hafa bæst við þær heilsuvörur sem fyrir voru hjá Íslenskum fjallagrösum hf. Fjallagrös og ginsenghylki innihalda mulin fjallagrös og ginseng og þeim er ætlað að minnka þreytu og auka afkastagetu ásamt því að sjá líkamanum fyrir ýmsum nauðsynlegum bæti-, og trefjaefnum. Meira

Fastir þættir

18. mars 1997 | Dagbók | 2897 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 14.­20. mars eru Borgarapótek, Álftamýri 1­5 og Grafarvogsapótek, Hverafold 1­5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgarapótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. Meira
18. mars 1997 | Í dag | 40 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þrið

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 18. mars, Bjarni Axelsson, byggingartæknifræðingur, Engjaseli 74, Reykjavík. Eiginkona hans er Lára Gunnarsdóttir. Bjarni og Lára taka á móti gestum föstudaginn 21. mars í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, kl. 18­20. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 103 orð

BRIDS Arnór G.Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri bor

A-V Bragi Salómonsson ­ Valdimar Lárusson480Eysteinn Einarsson ­ Sævar Magnússon470Hannes Alfonsson ­ Einar Elíasson452Elín E. Guðmundsd. ­ Ingveldur Viggósd.449Meðalskor:420 Spilaður var Mitchell-tvímenningur, föstudaginn 14. mars 1997. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 76 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sigtryggur og

HRÓLFUR Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson unnu Minningarmótið um Guðmund Jónsson, sem Bridsfélag Hvolsvallar hélt í samvinnu við Landsbankann á Hvolsvelli sl. laugardag. Þátttaka var frekar dræm eða 20 pör og skipuðu spilarar úr Reykjavík flest verðlaunasætin. Þetta var lokastaðan: Hrólfur Hjaltason - Sigtryggur Sigurðss. Meira
18. mars 1997 | Dagbók | 598 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 1385 orð

Jón Pétur og Kara sigruðu í sinni síðustu keppni

Íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum, með frjálsri aðferð, var haldin síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt var annarsvegar í sígildum samkvæmisdönsum og í suður-amerískum dönsum hinsvegar. Á annað hundrað pör voru skráð til leiks og fjöldi áhorfenda, til að fylgjast með og hvetja sitt fólk. Meira
18. mars 1997 | Í dag | 92 orð

Meira afsmásögum íLesbókJAKOB hringdi og honum finnst

JAKOB hringdi og honum finnst að það mætti vera meira af smásögum í Lesbókinni. Hann hafði mjög gaman af sögunni Draumurinn eftir Björgu Elínu Finnsdóttur sem birt var í Lesbókinni 8. mars og vill endilega fá meira af svipuðu efni. Tapað/fundið RúskinnshanskifannstLOÐFÓÐRAÐUR rúskinnshanski fannst á göngustíg í Engidal. Meira
18. mars 1997 | Í dag | 451 orð

SLENDINGAR leita nú í sívaxandi mæli á ævintýralegar slóð

SLENDINGAR leita nú í sívaxandi mæli á ævintýralegar slóðir víða um heim. Á næstunni leggja þrír ungir fjallgöngumenn í ferð, sem vonandi endar giftusamlega á Everest-tindi og hefur verið sagt ítarlega frá áformum þeirra hér í Morgunblaðinu. Þeir hafa áður klifið fjöll víða um heim. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 109 orð

Stóðhestar keppa í Gunnarsholti

Stóðhestar keppa í Gunnarsholti BOÐIÐ verður upp á keppni stóðhesta þar sem keppt verður í tveimur flokkum í tölti, 5 vetra og yngri og 6 vetra og eldri. Einnig verður keppt í 100 metra flugskeiði. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 191 orð

Tamningamenn með sýningu í höllinni

Tamningamenn með sýningu í höllinni FÉLAG tamningamanna heldur um næstu helgi þriggja kvölda sýningu í Reiðhöllinni. Þar koma fram margir kunnir stóðhestar og má þar nefna Galsa frá Sauðárkróki, Hlekk frá Hofi og Hjörvar frá Ketilsstöðum. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 807 orð

Tjarnardraumurinn rættist

HESTAMÓT á tjörninni varð að veruleika á laugardag þegar Félag tamningamanna undir forystu Hafliða Halldórssonar hélt þar opið mót með töltkeppni og flugskeiði sem kallað er. Þessi ágæta hugmynd hefur lengi blundað meðal hestamanna og varð nú að veruleika. Meira
18. mars 1997 | Fastir þættir | 512 orð

Tvennir tímar

Þriðja undanúrslitakvöld Músíktilrauna, hljómsveitakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar. Þátt tóku hljómsveitirnar Möl, Nuance, Tempest, Tríó Óla Skans, Demogorgon, Woofer og Flasa. Föstudagurinn 14. mars. ÞRIÐJA tilraunakvöld Músíktilrauna var venju fremur skemmtilegt fyrir fjölbreytni og góðan flutning. Sl. Meira

Íþróttir

18. mars 1997 | Íþróttir | 359 orð

Afturelding í kröppum dansi

Afturelding fékk óvænta mótspyrnu frá FH í fyrri eða fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins, sem fram fór í Mosfellsbæ í fyrradag. Nýbakaðir deildarmeistarar náðu fljótlega fimm marka forystu, 7:2, en leikur þeirra riðlaðist eftir að Sigurður Sveinsson fór meiddur af velli og FH-ingar fóru að hafa nánari gætur á Bjarka Sigurðssyni. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 337 orð

Alphand og Wiberg heimsbikarmeistarar

HEIMSBIKARKEPPNINNI í alpagreinum skíðaíþrótta lauk í Vail í Colorado um helgina. Luc Alphand varð heimsbikarmeistari í karlaflokki og um leið fyrstur Frakka til þess síðan Jean-Claude Killy vann fyrir 29 árum. Pernilla Wiberg varð fyrst Norðurlandabúa til að sigra í kvennaflokki. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 156 orð

Alþjóðlegt kvennamót Algarve, Portúgal: Leikur um 7. sætið: Portúgal - Ísland0:0 Ísland vann 4:3 eftir vítaspyrnukeppni.

Alþjóðlegt kvennamót Algarve, Portúgal: Leikur um 7. sætið: Portúgal - Ísland0:0 Ísland vann 4:3 eftir vítaspyrnukeppni. Deildarbikarkeppni KSÍ Léttir - Fjölnir4:1 Rúnar Jónsson 2, Engilbert Friðfinnsson og Óskar Ingólfsson - Guðni Ingvarsson. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 275 orð

Amunike hetja Barcelona

Nígeríski landsliðsmaðurinn Daniel Amunike var hetja Barcelona er liðið vann mikinn heppnissigur á Logronyes, 1:0, í spænsku meistarakeppninni í knattspyrnu á sunnudagskvöldið. Barcelona-liðið er enn í öðru sæti í spænsku fyrstu deildinni en það lið sem mesta athygli vekur þessa dagana á Spáni er Real Betis. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 429 orð

ARSENE Wenger,

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður hafa mikinn áhuga á að kaupa vinstri bakvörðinn Graeme Le Saux frá Blackburn. Þeir munu þegar hafa rætt saman og miklar líkur eru á þessi fyrrum leikmaður Chelsea snúi aftur til London fyrir næsta keppnistímabil. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 124 orð

Á förum til Ítalíu

PILTALANDSLIÐIÐ, skipað leikmönnum undir 18 ára, tekur þátt í alþjóða móti á Ítalíu í næstu viku en það á titil að verja. 12 lið leika í fjórum riðlum og er Ísland í b-riðli með Belgíu og Bandaríkjunum auk þess sem leikið verður við Rúmeníu í a-riðli. Guðni Kjartansson hefur valið 18 leikmenn til fararinnar og eru eftirtaldir í hópnum: Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 571 orð

Átti sundmaðurinn ungiÖRN ARNARSONvon á að bæta 10 ára gamalt Íslandsmet?Það kom mér mest á óvart

ÖRN Arnarson sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sló heldur betur í gegn á Innanhússmeistaramótinu í sundi í Vestmannaeyjum. Hann varð áttfaldur Íslandsmeistari bæði í karla- og unglingaflokki auk þess að hafna í öðru sæti í einni grein í hvorum flokki. Hann fékk verðlaun fyrir öll sund sem hann tók þátt í. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 318 orð

Bikarhefðin Stúdínum í blóð borin

LIÐ Stúdína fagnaði bikarmeistaratitlinum í blaki á Seltjarnarnesi á laugardaginn eftir að hafa skellt aðalandstæðingum sínum í vetur, liði Þróttar í Neskaupstað, í fjórum hrinum, 3-1. Stúdínur hömpuðu bikarnum annað árið í röð en félagið var jafnframt að vinna níunda bikartitilinn frá upphafi. Lið Þróttar var annað árið í röð í úrslitum. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 564 orð

Bikarmót SKÍ

Haldið í Hlíðarfjalli: Stórsvig karla (I): 1. Haukur Arnórsson, Ármanni 2. Pálmar Pétursson, Ármanni 3. Gunnlaugur Magnússon, Ármanni Stórsvig karla (II): 1. Haukur Arnórsson, Ármanni 2. Pálmar Pétursson, Ármanni 3. Sigurður M. Sigurðsson, Ármanni Svig karla: 1. Haukur Arnórsson, Ármanni 2. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 197 orð

Borðtennis

TBR, Íslandsmótið í borðtennis, helgina 14. til 16. mars 1997. Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur Stephensen, Víkingi. 2. Kjartan Briem, KR. 3.-4. Adam Harðarson og Markús Árnason, Víkingi. Meistaraflokkur kvenna: 1. Eva Jósteinsdóttir, Víkingi. 2. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi. 3.-4. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 219 orð

Brann hefur beðið Birki og Jan Ove

Brann hefur beðið Birki og Jan Ove afsökunar "VIÐ ætluðum aldrei að lögsækja Brann, eins og hefur komið fram í blöðum hér og háar peningakröfur sem hafa verið nefndar, eru stórlega ýktar," sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 497 orð

CHRIS Waddle

CHRIS Waddle var í gær seldur frá 1. deildarliði Bradford City til Sunderland, sem hann hélt með í æsku, fyrir 75.000 pund. Þessi 36 ára fyrrum landsliðsmaður Englands hóf ferilinn hjá Newcastle fyrir nærri 17 árum og lýkur honum því einnig í norður austur Englandi. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 868 orð

"Eins gott að United sýndi ekki allir sparihliðarnar"

MANCHESTER United hefur þriggja stiga forystu eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Sheffield Wednesday, 2:0, á heimavelli á sama tíma og Liverpool gerði aðeins jafntefli á útivelli gegn Nottingham Forest, 1:1. Arsenal komst upp að hlið Liverpool eftir 2:0 sigur í Southampton og Newcastle ­ sem er í fjórða sætinu ­ burstaði Coventry, 4:0. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 533 orð

Einvígi Juve og Parma

KEPPNIN um meistaratitilinn á Ítalíu, "lo scudetto" er nú algjört einvígi Parma og Juventus. Parma sigraði Inter og er áfram 5 stigum á eftir Juve meðan Inter er heilum 10 stigum á eftir toppliðinu og er úr leik í baráttunni um titilinn. Juve var í litlum vandræðum með Roma á heimavelli og AC Milan lék sinn besta leik í langan tíma og sigraði Fiorentina örugglega. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 144 orð

Ekkert annað en sigur kom til greina hjá Evu

EVA Jósteinsdóttir úr Víkingi náði að endurheimta Íslandsmeistaratitil sinn af Lilju Rós Jóhannesdóttur í meistaraflokki en varð að sleppa honum í tvenndarleiknum í staðinn. Það var greinilegt í úrslitaleiknum að annað en sigur kæmi ekki til greina. "Ég var sár eftir tapið í fyrra og ætlaði mér svo sannarlega sigur núna. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 902 orð

England Úrvalsdeild: Chelsea - Sun

Úrvalsdeild: Chelsea - Sunderland6:2 Zola 38., Sinclair 43., Petrescu 51., Hughes 78., og 90., Di Matteo 90. - Stewart 58., Rae 60. 24.027. Aston Villa - West Ham0:0 35.992. Blackburn - Wimbledon3:1 Gallacher 7., 25., 58. - Ekoku 39. 23.333. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 44 orð

Evrópukeppni karla Fyrri leikir í undanúrslitum: E

Fyrri leikir í undanúrslitum: EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Celje Pivovarna Lasko - Barcelona24:29 THW Kiel - 1862 Zagreb23:23 EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA US d'Ivry - Fotex Veszprem29:31 Magdeburg - Elgorriaga Bidasoa26:23 EHF-KEPPNIN Granollers - Handewitt23:25 Academia Cigo - Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 157 orð

Faustino Asprilla engum líkur KENNY D

KENNY Dalglish taldi sig hafa séð allt sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða, en komst að því ­ er hann tók við liði Newcastle fyrr í vetur ­ að svo var ekki; eftir að hann kynntist Kólumbíumanninum Faustino Asprilla framherja hjá félaginu. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 107 orð

Fékk rautt spjald í upphituninni

MARK van Bommel skráði nafn sitt á áður óþekktan hátt í knattspyrnusögu Hollands þegar hann sendi línuverði tóninn í kjölfar vítaspyrnudóms og uppskar rautt spjald. Miðjumaðurinn var að hita sig upp en spjaldið gerði það að verkum að hann fékk ekki að fara inná hjá Fortuna Sittard sem tapaði 1:0 fyrir PSV Eindhoven og gerði Wim Jonk markið úr fyrrnefndri vítaspyrnu. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 250 orð

"Fyrsta skrefið" Þetta var fyrsta skrefið, en þa

"Fyrsta skrefið" Þetta var fyrsta skrefið, en það er erfið barátta framundan," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, sem lagði Fram að velli 20:18. "Bæði liðin léku sterkan varnarleik, þannig að menn áttu í erfiðleikum í sóknarleiknum. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 122 orð

Guðni frá í þrjár vikur GUÐN

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, varð að fara af velli í hálfleik í Ipswich um helgina og gerir ráð fyrir að vera frá keppni í þrjár vikur. "Það var sparkað í mig með þeim afleiðingum að ég fékk ljótan skurð á kálfa og rifnaði inn í vöðva," sagði Guðni við Morgunblaðið. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 335 orð

Hæstánægður

"ÉG er hæstánægður með sigur okkar og það er gaman þegar vel gengur. Ég var sannfærður strax úti í Sviss um að við myndum vinna heima," sagði Theódór Guðfinnsson þjálfari íslenska liðsins eftir leikinn. "Stelpurnar voru grimmar og ætluðu sér sigur auk þess sem liðsandinn var frábær. Tapið úti var slys enda dómgæslan hörmuleg en núna var hún sanngjörn. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 47 orð

Í kvöld Handknattleikur 8-liða úrslit karla: Kaplakriki:FH - UMFAkl. 20 Körfuknattleikur Undanúrslit, annar leikur:

Handknattleikur 8-liða úrslit karla: Kaplakriki:FH - UMFAkl. 20 Körfuknattleikur Undanúrslit, annar leikur: Seltjarnarn.:KR - Keflav.kl. 20 Njarðvík:UMFN - UMFGkl. 20 Blak Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 410 orð

ÍMÍ í Eyjum LAUGARDAGUR 400 m fjórsund karl

LAUGARDAGUR 400 m fjórsund karla 1. Örn Arnarson, SH4.37,07 Piltamet 2. Marteinn Friðriksson, Ármanni4.44,45 3. Númi Snær Gunnarsson, Þór4.46,82 400m fjórsund kvenna 1. Lára Hrund Bjargardóttir, Þór5.06,86 Íslandsmet 2. Anna Lára Ármannsdóttir, ÍA5.10,06 3. Sigurlín Garðarsdóttir, Self. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 237 orð

Íslandsmótið Úrslitakeppnin Akureyri,

Úrslitakeppnin Akureyri, laugardaginn 15. mars 1997: SA - Björninn15:7 Mörk (stoðsendingar í sviga): Rúnar Rúnarsson 3 (3), Allan Johnson 2 (2), Eggert Hannesson 2, Jónas Stefánsson 2, Ágúst Ásgrímsson 1 (1), Ingvar Jónsson 1 (1), Sveinn Björnsson 1, Héðinn Björnsson 1, Ágúst Ágústsson 1, Haraldur Vilhjálmsson 1, Sigurgeir Haraldsson (2), Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 118 orð

Ísland - Sviss21:18

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Undankeppni HM í handknattleik kvenna - síðari leikur Íslands við Sviss, laugardaginn 16. mars 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:3, 4:3, 5:4, 5:7, 7:9, 12:10, 12:11, 13:13, 15:13, 15:15, 18:15, 20:18, 21:18. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 91 orð

NBA-deildin

Leikir aðfaranótt laugardags: Atlanta - Seattle91:97Indiana - Utah96:105Miami - Vancouver88:82New Jersey - Chicago99:98Orlando - Charlotte86:81Philadelphia - Minnesota109:95Milwaukee - Washington96:105San Antonio - Boston103:92Portland - Cleveland96:73LA Lakers - LA Clippers95:97Leikir aðfaranótt Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 273 orð

NM fatlaðra

NÚ UM helgina fór fram í Turku í Finnlandi Norðurlandameistaramót fatlaðra í sundi. Þetta er fyrsta stórmótið sem íslenska sundfólkið tekur þátt í eftir frækna frammistöðu sína á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta sl. sumar. Samtals unnu Íslendingar til 6 gullverðlauna, 3 silfurverðlaun og 6 bronsverðlauna. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 446 orð

PÉTUR Guðmundsson

PÉTUR Guðmundsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni, keppti á móti utanhúss í Alabama í Bandaríkjunum um helgina. Hann varpaði kúlunni 19,18 metra og sigraði. Hann keppti einnig í kringlukasti og varð annar með 51,58 metra. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 183 orð

Rangers nálgast metið R

RANGERS vann Celtic 1:0 á sunnudag og er á góðri leið með að verða Skotlandsmeistari níunda árið í röð en aðeins Celtic hefur afrekað það, 1965 til 1974. Leikurinn var ekki góður. Brian Laudrup gerði eina markið rétt fyrir hlé en miðherjinn Mark Hateley fékk að sjá rauða spjaldið í fyrsta leik sínum með Rangers og varnarmanninum Malky Mackay hjá Celtic var einnig vikið af velli. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 365 orð

Spennan magnast í Þýskalandi

Stuttgart hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og gert 13 mörk í þremur leikjum á átta dögum. Um helgina tók liðið meistara Dortmund í kennslustund og vann 4:1. Stuttgart hefur hleypt mikilli spennu í baráttuna um Þýskalandsmeistaratitilinn en aðeins tvö stig skilja að efsta og fjórða lið. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 366 orð

Stórt skref hjá ÍR-ingum

ÍR-ingar stigu mikilvægt skref í að halda sæti sínu í 1. deild með því að vinna Selfyssinga, 22:19, í Seljaskóla í gær. ÍR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að halda sæti sínu í deildinni og fá til þess tvo leiki. Það er hins vegar að duga eða drepast fyrir Selfoss að vinna á heimavelli á miðvikudagskvöld, annars verður hlutskipti liðsins að falla í 2. deild. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 457 orð

SUND »Eftir nokkurra ára lægð sjá þeir loks fram á bjartari tímaInn

Innanhússmeistaramótið í sundi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina tókst vel, ekki einvörðungu framkvæmd þess heldur ekki síður var árangurinn óvenjugóður. Íslandsmetin voru átta sem er tveimur fleira en í fyrra. Það eitt og sér gerir mótið ekki svo frábrugðið öðrum meistaramótum síðustu ára. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 117 orð

SVISSNESKA

SVISSNESKA landsliðið í handknattleik fékk páskaegg frá yngri flokkum Gróttu fyrir leikinn á Seltjarnarnesi á laugardaginn. HALLA MARÍA Helgadóttirkom frá Noregi og skoraði megnið af mörkum Íslands gegn Sviss. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 462 orð

Sýndu betri hliðarnar

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik sýndi sínar betri hliðar á Seltjarnarnesi á laugardaginn þegar það lék síðari leikinn við Sviss í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Í fyrri leiknum, sem fram fór ytra, hafði Sviss sigur, 30:23, en nú unnu þær íslensku sannfærandi 21:18, unnu fyrir stigunum með baráttu. "Við áttum ekki að tapa svona stórt í Sviss ­ það var slys. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 661 orð

UMFA - FH27:21

Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ, fyrsti leikur í átta liða úrslitum 1. deildar karla, sunnudaginn 16. mars 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 5:1, 5:2, 7:2, 7:4, 10:6, 11:8, 11:10, 11:11, 13:11, 14:12, 14:14, 15:15, 17:15, 17:16, 21:16, 23:19, 26:19, 27:21. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 191 orð

UMFG - UMFN86:84

Íþróttahúsið í Grindavík, fyrsti leikur í undanúrslitum úrvalsdeildar í körfuknattleik, sunnudaginn 16. mars 1997. Gangur leiksins: 2:0, 8:2, 15:4, 15:13, 18:20, 25:26, 42:31, 45:38, 47:45, 52:52, 60:53, 60:58, 70:60, 76:66, 80:70, 80:80, 84:80, 84:82, 85:84, 86:84. Stig UMFG: Herman Myers 28, Helgi Jónas Guðfinnsson 24, Jón Kr. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 104 orð

Undanúrslit kvenna:

Undanúrslit kvenna: UMFG - Keflavík61:55 Íþróttahúsið í Grindavík, úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfuknattleik, seinni leikur, mánudaginn 17. mars 1996. Gangur leiksins: 0:2, 2:5, 11:7, 15:17, 19:19, 30:20, 36:24, 42:30, 44:42, 50:42, 58:48, 60:51, 61:55. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 57 orð

Úrslitakeppni 1. deildar karla: Leiknir - Valur81:88 Stjarnan - Snæfell64:83 Valur og Snæfell leika um sæti í úrvalsdeildinni að

Úrslitakeppni 1. deildar karla: Leiknir - Valur81:88 Stjarnan - Snæfell64:83 Valur og Snæfell leika um sæti í úrvalsdeildinni að ári. Það lið sem tapar leikur síðan við Þór Akureyri um síðara lausa sætið í úrvalsdeildinni. Úrslitakeppni 2. deildar kvenna: Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 179 orð

Wuppertal með góða stöðu

VIGGÓ Sigurðsson er með Wuppertal í efsta sæti í Norðurriðli 2. deildar í handknattleik í Þýskalandi. Liðið vann Herdecke á útivelli um helgina, 31:18. Ólafur Stefánsson gerði 5 mörk og Dagur Sigurðsson 2. Dmitri Filippov var markahæstur með 8 mörk og er nú markahæstur í deildinni með 213 mörk. Wuppertal er efst í riðlinum með 49 stig þegar sjö umferðir eru eftir. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 400 orð

Yfirburðir Guðmundar og Eva

FÁTT kom á óvart á Íslandsmótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Guðmundur Stephensen úr Víkingi ber enn höfuð og herðar yfir aðra borðtennismenn á Íslandi, þó fjórtán ára sé, og sigraði í meistaraflokki og tvíliðaleik þriðja árið í röð. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 147 orð

Þannig vörðu þeir Varin skot (knött

Varin skot (knötturinn afturtil mótherja innan sviga). Bergsveinn Bergsveinsson,Aftureldingu, 14 (5): 6(3)langskot, 3(1) úr horni, 2 eftirgegnumbrot, 2(1) af línu, eitteftir hraðaupphlaup. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 210 orð

Þórður frá Bochum?

ÞÓRÐUR Guðjónsson var varamaður og kom ekki inná hjá Bochum sem vann Werder Bremen 3:0 í þýsku deildinni um helgina. Þórður hefur lítið fengið að spreyta sig síðan keppni hófst á ný í liðnum mánuði og telur að sér sé haldið úti í kuldanum vegna þess að hann hafi gefið til kynna að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. "Samningur minn rennur út 1. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ leik Fram og KA í deildarbikarkeppni KSÍ um helgina.Fram vann 2:0. Það er Framarinn Ágúst Ólafsson sem reynir hér hjólhestaspyrnu. Meira
18. mars 1997 | Íþróttir | 362 orð

(fyrirsögn vantar)

"Stóri bróðir" lagður að velli Haukar komust í gærkvöldi yfir fyrsta hjallann á leið sinni í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratitilinn, en þangað ætlar Hafnarfjarðarliðið sér. Haukar tóku í gær á móti "stóra bróður úr Reykjavík", Val, og sigruðu, 27:22, eftir jafnan og spennandi leik. Meira

Fasteignablað

18. mars 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Byggðarsjónarmið

ÍBÚÐARKAUPENDUR og húsbyggjendur utan þéttbýliskjarnanna þurfa að hafa aðgang að húsnæðislánum, sem svarar þörfum þeirra, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn, en þar fjallar hann um byggðarsjónarmið í húsnæðismálum. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 510 orð

Byggðarsjónarmið í húsnæðismálum

ÍSLAND er stórt land. Einungis lítill hluti þess er byggilegur. Það gerir það auðvitað að verkum, að það er dýrara að halda landinu í byggð en ella. Allir eru þó sammála um nauðsyn þess. Enda hefur ómældum fjármunum verið varið til uppbyggingar á vegakerfi, skólum, heilsugæslu og öðrum þáttum nútímaþjóðfélags eins víða um landið og mögulegt er, til að tryggja, eins og frekast er unnt, Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 218 orð

Gott atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

TÖLUVERÐ eftirspurn er nú eftir góðu atvinnuhúsnæði. Hjá Eignamiðstöðinni-Hátúni er til sölu atvinnuhúsnæði að Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, reist 1991 og um 660 ferm. að stærð. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Góð púðaver

Góð púðaver MJÖG skynsamlegt er að hafa tölur á púðaverum. Þessir púðar eru hannaðir af konu sem heitir Deborah Reyner og eru að sögn blaðsins Home & Gardens fáanlegir í 25 litum. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Hermes og Eros

Hermes og Eros ÞESSAR styttur eru af Hermes sú efri og Eros sú neðri. Þær eru eftirmyndir gerðar af styttum sem varðveittar eru í British Museum og framleiddar í Bretlandi. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 69 orð

Hótelkeðja færir út kvíarnar

HYATT-hótelkeðjan í Bandaríkjunum hefur rætt við Lonrhofélagið um kaup á Princess-hótelkeðju fyrirtækisins að sögn breska blaðsins The Observer. Nýlega var tilkynnt í aðalstöðvum Hyatt Hotels Corp. í Chicago að fyrirtækið ætlaði að verja um einum milljarði Bandaríkjadala á næstu þremur árum til kaupa á 20 til 30 hótelum. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 177 orð

Hús með verðlaunagarði í Mosfellsbæ

SÉRBÝLIÐ er áberandi í Mosfellsbæ. Bærinn er fyrir utan mesta þéttbýlið og þangað sækir fólk með áhuga á útivist, eins og garðrækt, hestamennsku og golfi. Hjá fasteignasölunni Bergi er nú til sölu 207 fermetra einbýlishús að Markholti 7 í Mosfellsbæ. Húsið er steinsteypt, byggt í tveimur áföngum, sá fyrri var reistur 1960 en sá síðari 1980. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 395 orð

Innanhúss- arkitekt til starfa á fasteignasölu

ÞAÐ er nánast hefð fyrir því, að karlmenn annist sölustörf á fasteignasölum á Íslandi. Þetta er samt ekki alls staðar þannig. Í Bandaríkjunum er t. d. algengara að konur séu fasteignasalar en karlmenn. Það fellur oft í hlut konunnar að skipuleggja heimilið og það má vel vera, að konur nái betur til annarra kvenna, þegar kemur að íbúðarkaupum. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 640 orð

Leiðarvísir fyrir Jón og Gunnu

ÞAÐ er ekki víst að brúðkaup sé að baki, meira að segja frekar ótrúlegt, það tíðkast tæplega nú til dags að byrja á því. Áður en að því kemur eru oft liðin nokkur ár í sambúð og eitt, tvö eða jafnvel fleiri börn komin í heiminn í blokkaríbúðinni sem ráðist var í að kaupa í upphafi sambúðar. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 37 orð

Leikhús

ÞETTA litla leikhús fyrir börn væri þarfaþing í garðinum. Það er hannað af Kate Hornor og framleitt í Bandaríkjunum, en auðvelt sýnist að smíða svipað hús, jafnvel fyrir þá sem ekki eru neitt sérstaklega lærðir í faginu. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 948 orð

Loftrásir

Að smíða loftrásir! Er það hægt? Nauðsynlegt er að loftræsta hús, já, öll hús. Gripahús þurfa að hafa góða loftunarmöguleika og þá ekki síður íbúðir manna og vinnustaðir. Erlendir ferðamenn sem komu inn í bæjarhús hér á landi á átjándu og nítjándu öld nefna það í frásögum sínum hve vond lykt sé í hýbýlum Íslendinga. Ástæða þess er sjálfsagt að nokkru leyti sú að lítið var um loftop. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 292 orð

Minnkandi vanskil fasteignaveðbréfa

AUKNING varð í febrúar í húsbréfaumsóknum vegna nýbygginga byggingaraðila og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þær litlu minni en á sama tímabili í fyrra. Þetta endurspeglar væntanlega nokkra bjartsýni á markaðnum. Möguleikar á kaupum á nýjum íbúðum hafa aukizt og eru líklega meiri en oft áður. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Sérstæður sófastóll

Sérstæður sófastóll ÞESSI sérkennilegi sófastóll hefur hlotið nafni Rosetta og í honum getur fólk setið andspænis hvort öðru en samt hlið við hlið og hvílst ágætlega meðan á samtalinu stendur. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 157 orð

Vandað parhús við Norðurbrún

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu parhús að Norðurbrún 26 í Reykjavík. Húsið er steinhús, byggt 1966 og er á tveimur hæðum. Það er 250 ferm. að stærð auk 22 ferm. bílskúrs. Þetta er gott hús," sagði Viðar Böðvarsson hjá Fold. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 259 orð

Vandað raðhús við Brekkub· æ

HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu 255 ferm. raðhús að Brekkubæ 42. Þetta er hús á tveimur hæðum auk kjallara sem nota mætti sem séríbúð. Bílskúr fylgir, sem er 23 ferm. að stærð. Þetta er sérlega vandað hús með JP-innréttingum," sagði Finnbogi Kristjánsson hjá Fróni. Stofurnar eru á aðalhæð og snúa í suður. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Vel hannað einbýli í Grafarvogi

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu einbýlishúsið Reyrengi 39 í Grafarvogi. Þetta er 196 ferm. nýbygging og er húsið á einni hæð með innbyggðum 37 ferm. bílskúr. Þetta er sérlega fallegt og vel hannað hús," sagði Ásmundur Skeggjason hjá Hóli. Þar er gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum, stofu og borðstofu með arni, þvottahúsi og tveimur baðherbergjum. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 1561 orð

Vistfræðilegt umhverfi innanhúss ræður miklu um heilsu og líðan

ALGENGT er, að fólk á norðurhveli jarðar eyði um 90% af tíma sínum innanhúss, ýmist á heimili, á vinnustað, í skóla eða á stofnun. Það er því augljóst, að vistfræðilegt umhverfi innanhúss hefur mikil áhrif á heilsu og líðan nútímamannsins. Byggingarlist beinist því meira og meira að því að skapa manneskjunni sem bezt líffræðilegt og andlegt umhverfi í byggingunni, sem hún á að lifa og hrærast í. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 217 orð

Vönduð þakíbúð með frábæru útsýni

HJÁ Fasteignasölu Reykjavíkur/Hugin er til sölu penthouse"- íbúð á einni hæð að Hverfisgötu 54 með aðkomu frá lóð við Laugaveginn. Íbúðin hefur sér inngang og er rúmlega 200 ferm. Húsið var byggt 1978. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 37 orð

Vöndum valið

SKAMMTÍMASJÓNARMIÐ mega ekki ráða við húsbyggingar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Það gildir jafnt um lagnir sem annað. Það borgar sig að vanda sig við val á lagnaefnum og lagnaleiðum í upphafi. Meira
18. mars 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

18. mars 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

18. mars 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

18. mars 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

18. mars 1997 | Úr verinu | 201 orð

Ennþá góð loðnuveiði

MJÖG GÓÐ loðnuveiði var í Faxaflóa um helgina og voru flest skip á veiðum um 30 mílur vestur af Garðskaga í gær. "Það var mokveiði hérna á sunnudaginn en ekki eins mikill kraftur í þessu í morgun," sagði Ægir Sveinsson, skipstjóri á Jóni Sigurðssyni GK, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var á leiðinni til hafnar með fullfermi. Meira
18. mars 1997 | Úr verinu | 154 orð

Þorski landað sem ufsa

FISKISTOFA hefur hafið rannsókn á tveimur kvótamisferlismálum á Suðurnesjum þar sem þorski var landað úr skipum sem ufsa. Fiskistofa hefur rannsakað kvótamisferli ákveðinna aðila á Suðurnesjum um nokkurn tíma og hófst lögreglurannsókn vegna málanna í gær. Meira
18. mars 1997 | Úr verinu | 388 orð

Þorski landað sem ýsu á erlendum mörkuðum

ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Vestmannaeyja hefur farið þess á leit við Fiskistofu að rannskað verði sannleiksgildi ummæla Elíasar Björnssonar, formanns Sjómannafélagsins Jötuns, sem höfð voru eftir honum í bæjarblaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum. Þar fullyrðir Elías að töluverðu af þorski sem fluttur er í gámum frá Íslandi sé landað sem ýsu á mörkuðum í Englandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.