Greinar föstudaginn 21. mars 1997

Forsíða

21. mars 1997 | Forsíða | 107 orð

Átök vegna nýrrar byggðar gyðinga

ÍSRAELSKIR hermenn beittu táragasi og skutu gúmmíkúlum á Palestínumenn við jaðar Betlehem í gær þegar þeir mótmæltu byggingu nýs hverfis fyrir gyðinga nálægt Austur-Jerúsalem. Einn Palestínumaður særðist af völdum byssukúlu og þrettán voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa andað að sér táragasi. Meira
21. mars 1997 | Forsíða | 116 orð

Hugðust myrða konung Svía

ATHYGLI sænskra fjölmiðla hefur á ný beinst að morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, eftir að sænskur lögfræðingur skýrði frá því að fyrrverandi skjólstæðingur sinn hefði sagt sér frá samsæri um að myrða Palme og Karl Gústaf Svíakonung. Meira
21. mars 1997 | Forsíða | 202 orð

Ímynd Jeltsíns batnar

RÚSSNESKIR embættismenn hafa mánuðum saman reynt að bæta ímynd Borís Jeltsíns og sannfæra menn um að hann sé nógu hraustur til að stjórna Rússlandi en þeir gátu brosað breitt yfir myndunum sem voru teknar á flugvellinum í Helsinki í gær. Þar sést forseti fluttur úr flugvélinni á hjólastól í veitingagámi og brosa kindarlega meðan annar fóturinn skagaði stífur fram. Meira
21. mars 1997 | Forsíða | 163 orð

Krefjast viðræðna um afsögn forseta Zaire

LEIÐTOGAR uppreisnarmanna í Zaire kröfðust í gær viðræðna við Mobutu Sese Seko forseta og settu það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Frakkar hvöttu franska borgara í landinu til að fara þaðan og sendu hermenn og flugvélar til tveggja nágrannaríkja Zaire til að undirbúa hugsanlegan brottflutning þeirra. Meira
21. mars 1997 | Forsíða | 105 orð

Vextirnir hækkaðir?

VERÐ hlutabréfa snarlækkaði í kauphöllum í Evrópu og New York og gengi dollars hækkaði í gær eftir að Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að ákveðið yrði í næstu viku að hækka vexti í fyrsta sinn í tvö ár. Meira

Fréttir

21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

19 ára forseti bæjarstjórnar

ÞAU tíðindi urðu á bæjarstjórnarfundi á Ísafirði í gær, að nítján ára bæjarfulltrúi Funklistans, Kristinn Hermannsson, sat í forsæti og er að líkindum yngsti forseti bæjarstjórnar sem sögur fara af. Kristinn og félagi hans, Hilmar Magnússon, náðu kjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí í fyrra, þegar Funklistinn fékk 18,20% atkvæða. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

70 þúsund kr. krafan sanngjörn

GÍSLI Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olíuverzlunar Íslands, vék að óvissunni í kjaramálum í ræðu sinni á aðalfundi Olís í gær og sagði að í sérkjarasamningnum Dagsbrúnar, sem gerður var vegna starfsfólks á bensínstöðvum, hefði verið samið um meiri launahækkanir en gert var í aðalkjarasamningnum. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

AÐALFUNDUR Félags eldri borgara, Garðabæ, var haldinn

Félags eldri borgara, Garðabæ, var haldinn nýverið. Helgi K. Hjálmsson viðskiptafræðingur flutti skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að starf félagsins stendur með blóma og starfar félagið í góðum tengslum við félagsmálaráð Garðabæjar. Næsta verkefni félagsins er skoðunar- og skemmtiferð austur á Skeiðarársand, m.a. undir leiðsögn Jóns Jónssonar jarðfræðings. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Afmælisfundur

AFMÆLIS- og aðalfundur Félags áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni verður haldinn á morgun, laugardaginn 23. mars, kl. 13 í Dvalarheimilinu Hlíð. Félagið er 5 ára. Kaffiveitingar í boði. Allir eru velkomnir á fundinn. Meira
21. mars 1997 | Smáfréttir | 90 orð

ÁLYKTUN um biðlista í heilbrigðiskerfinu var samþykkt á fundi

ÁLYKTUN um biðlista í heilbrigðiskerfinu var samþykkt á fundi Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Þar er skorað á ríkisstjórnina Íslands að gera þegar í stað átak til þess að eyða biðlistum eftir lífsnauðsynlegri læknisaðstoð í heilbrigðiskerfinu. FUJ telur að ekki náist raunverulegur sparnaður vegna takmarkana á þjónustu. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Barnaskemmtun í Bæjarbíói

LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar heldur barnaskemmtun í Bæjarbíói laugardag og sunnudag kl. 14 og 16 sem unnin er úr verkum Thorbjörns Egners. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Í fréttatilkynningu frá leikfélaginu segir að rifjuð séu upp nokkur skemmtilegustu lögin og atriðin úr leikritunum sem hann er hvað þekktastur fyrir s.s. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Bjórdósabann Dana í hættu?

BANN danskra stjórnvalda við sölu á bjór og gosdrykkjum í áldósum kann að vera í hættu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent Dönum rökstutt álit um að dósabannið brjóti gegn tilskipun ESB um umbúðir og sé í raun viðskiptahindrun. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

BLÓMABÚÐIN Iðna Lísa er flutt í stærra h

BLÓMABÚÐIN Iðna Lísa er flutt í stærra húsnæði í Hverafold 1­5. Iðna Lísa hefur úrval af gjafavörum, afskornum blómum og pottaplöntum. Þar er einnig til sölu garn og útsaumsvörur. Verslunin er með umboð fyrir Happdrætti Háskólans, DAS og SÍBS. Eigendur Iðnu Lísu eru mæðgurnar Þórunn Einarsdóttir og Hulda Rúnarsdóttir. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

Borgarstjóri fékk mjólkurvörur að gjöf

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, brosti sínu breiðasta er hún hélt heim á leið um miðjan dag eftir stutta heimsókn til Akureyrar í gær. Borgarstjóra voru færðar mjólkurvörur að gjöf, nýmjólk og rjómi sem hún hafði meðferðis í mjólkurleysið í borginni. Meira
21. mars 1997 | Landsbyggðin | 276 orð

Braut fyrir fatlaða nýtur velvilja

Grindavík- Starfsbraut fyrir fatlaða eða nemendur með sérþarfir tók til starfa í byrjun árs í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sækja hana 8 nemendur á aldrinum 18­25 ára. Að sögn Magna Hjálmarssonar kennara, stjórnanda brautarinnar, gengur brautin mjög vel og nýtur áhuga og velvilja hjá stjórnendum skólans, kennurum, Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 724 orð

Búist við að 25 millj. manna sjái þáttinn

20-25 MILLJÓNIR bandarískra sjónvarpsáhorfenda munu væntanlega fylgjast með því þegar Good Morning America, tveggja klukkustundalangur frétta- og magasínþáttur sjónvarpsstöðvarinnar ABC, verður sendur út í beinni útsendingu frá Íslandi 16. maí næstkomandi. Meira
21. mars 1997 | Landsbyggðin | 82 orð

Byggt fyrir 807 millj.

Vogum-Á Keflavíkurflugvelli standa yfir framkvæmdir við matvöruverslun Varnarliðsins fyrir 807 milljónir króna. Hluta þeirra er lokið en það er bygging vöruskemmu ásamt skrifstofum og hefur verslunin flutt til bráðabirgða í það húsnæði eða á meðan miklar endurbætur fara fram á húsnæði hennar. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Deilt um spillingarskýrslu

BRESK þingnefnd hefur birt bráðabirgðaskýrslu um spillingu eða mútugreiðslur til þingmanna og þar eru 15 þingmenn sýknaðir af allri sök. Að sögn skýrsluhöfunda mun hins vegar ekki vinnast tími til að ljúka rannsókn á máli Neil Hamiltons, fyrrverandi ráðherra, og nokkurra annarra þingmanna Íhaldsflokksins fyrir kosningar. Meira
21. mars 1997 | Miðopna | 1072 orð

Fjárhagur hreppsins í brennidepli

SAMKOMULAG hreppsnefndar Kjalarness og borgarstjórnar Reykjavíkur um að kannaðir verði með formlegum hætti möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna, sem undirritað var 14. mars sl., var kynnt á almennum borgarafundi í Fólkvangi í fyrrakvöld. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Fjórar holur boraðar við Kröflu

LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að hefja í vor borun eftir háþrýstigufu við Kröflu til að afla orku fyrir seinni vél af þeim tveimur sem framleiða eiga samtals 30 megawött sem þörf er á vegna stækkunar Álversins í Straumsvík og byggingar nýs álvers við Grundartanga. Gengið hefur verið frá samningi við Jarðboranir hf. um að fyrirtækið vinni verkið og hljóðar verksamningurinn upp á um 320 milljónir Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Flutningabíll á hliðina

FLUTNINGABÍLL með tengivagn hafnaði utan vegar og valt á hliðina á Dalvíkurvegi, skammt norðan við afleggjarann að Hauganesi snemma í gærmorgun. Bílstjórinn sem var einn á ferð slapp ómeiddur og urðu litlar skemmdir á bíl og vagni enda lendingin í snjóinn utan vegar nokkuð mjúk. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 762 orð

Foreldrasími og námskeið fyrir börn alkóhólista

Foreldrasamtökin Vímulaus æska hafa starfað í nær tíu ár. Samtökin eru síður en svo að rifa seglin og áætla nú að þjálfa upp fólk í stærstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, til að veita foreldrum ráðgjöf og styðja þá, ef börnin þeirra neyta vímuefna. Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingur og formaður samtakanna segir að þörfin fyrir slíkan stuðning við foreldra fari sífellt vaxandi. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Framleiðsluverðmæti gæti orðið 75-100 milljarðar

MÉR vitanlega hefur engin innlend rannsóknastofnun sinnt rannsóknum á orkunýtingu eða orkutækni. Stóriðjufyrirtækin hafa nýtt sér þekkingu og tækni móðurfyrirtækjanna og því hefur mikið af rannsóknavinnu farið úr landi, Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 396 orð

Friður ríkir í bili

FLUGUMFERÐ hófst á ný frá flugvellinum við Tirana í gær, eftir að hafa legið niðri í viku vegna upplausnarástandsins í Albaníu. Opnun flugvallarins þykir greinilegasta merkið til þessa um að ástandið sé að komast í nokkurn veginn eðlilegt horf. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Fræðslufundur um álftir heima og að heiman

NÆSTI fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessum vetri verður mánudaginn 24. mars kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi, lagadeildarhúsi Háskólans (ath. ekki Odda). Á fundinum flytur Ólafur Einarsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, erindi sem hann nefnir: Álftir heima og að heiman. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Fyrirlestur um spendýr á norðurslóð

PÁLL Hersteinsson prófessor flytur fyrirlesturinn Spendýr á norðurslóð laugardaginn 22. mars kl. 14 í sal 3 í Háskólabíói. Fyrirlesturinn er sá þriðji í fyrirlestraröðinni Undur veraldar sem haldin er á vegum Raunvísindadeildar Háskóla Íslands og Hollvinafélags hennar. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fyrrum JC- félagar á L.A. Café

FYRRUM meðlimir í JC Bros hafa ákveðið að hittast í kvöld, föstudagskvöldið 21. mars, á veitingahúsinu L.A. Café kl. 20. Í fréttatilkynningu segir að tilefni samkomunnar sé að félagið hefði orðið 10 ára um þessar mundir og að allir fyrrum meðlimir félagsins séu hvattir til að mæta. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 389 orð

Gefur þröstunum kræsingar á hverjum degi

"ÞRESTIRNIR eru miklir sælkerar og brjálaðir í allt sem er feitt, reykt, salt eða kryddað," segir Oddný Gestsdóttir, húsmóðir og fuglavinur í Fossvoginum, sem telur það ekki eftir sér að smyrja og brytja niður nokkra brauðbita með smjöri og remúlaði, skera niður afgangsfitu af salt- eða hangikjöti eða blanda saman saltkjötsfloti, Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Greiðslukortakerfið stöðvast

FRIÐBERT Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að fullyrðingar forstjóra VISA um að rafræna greiðslukortakerfið muni ekki stoppa í verkfalli bankamanna séu rangar. Friðbert sagði að fulltrúar bankamanna hefðu átt fund með Einari S. Einarssyni, forstjóra VISA. Honum ættu því að vera ljósar afleiðingar verkfallsins. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

Grein um herflug varnarliðsins í World Airpower Journal

TÍU blaðsíðna grein um starfsemi varnarliðsins í Keflavík birtist í nýjasta tölublaði World Airpower Journal, eins virtasta alþjóðlega tímarits um herflug. Greinarhöfundur er Baldur Sveinsson, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann og flugáhugamaður, en hann hefur um árabil fylgzt með starfsemi flugsveita varnarliðsins og tekið aragrúa mynda af flugvélum þess, Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 409 orð

Heimilt að draga kostnað frá tekjum af aukaverkum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að aukaverk presta teljist til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi og prestum sé því heimilt að draga kostnað vegna þeirra frá tekjum þegar þeir gera skil á skatti. Dómurinn felldi úr gildi úrskurð skattstjórans í Reykjavík, sem reiknaði skatt af tekjum vegna aukaverka eins og væru þær launatekjur. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Helga Björg sýnir á Greifanum

SÝNING á verkum Helgu Bjargar Jónasardóttur stendur yfir um þessar mundir á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin úr kínverskum hríspappír sem hún litar og saumar saman í myndir. Myndirnar eru unnar á síðasta ári og eru allar til sölu. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 291 orð

Hwang áfram á Filippseyjum

HWANG Jang-yop, landflótta hugmyndafræðingur norður- kóreska kommúnistaflokksins, sem fluttur var úr sendiráði Suður-Kóreu í Peking til Filippseyja fyrr í vikunni, mun að sögn suður-kóreskra embættismanna dvelja á Filippseyjum að minnsta kosti fram yfir næstu mánaðamót. Þetta hafi Kínverjar og S-Kóreumenn komið sér saman um. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 641 orð

Höfum ekki ákveðið að hætta í tryggingum

HILMAR Pálsson, forstjóri Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, segir það misskilning hjá Einari Oddi Kristjánssyni og fleiri alþingismönnum, sem lagt hafa fram frumvarp um að Eignarhaldsfélagið verði leyst upp, að félagið hafi ákveðið að hætta afskiptum af tryggingastarfsemi. Félagið hafi ekki gefið neina slíka yfirlýsingu. Fundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins, sem haldinn verður 4. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð

Ísland er mörgum fyrirmynd

Í NÝJU menningar- og ráðstefnumiðstöðinni í Nuuk á Grænlandi stendur nú yfir alþjóðleg ráðstefna um sjálfstæði, sjálfstjórn og skilyrði fyrir sjálfbærri þróun á norðurslóðum. Ráðstefnan er haldin á vegum Norðurheimskauts-rannsóknaráðsins (Nordic Arctic Research Forum) en hana sækja sérfræðingar víða að, sem rannsakað hafa norðurslóðasamfélög, Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kanada hafnar loftferðasamningi

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi unnið að því í mörg ár að gera gagnkvæman loftferðasamning við Kanadamenn, en þeir hafnað slíku. "Við treystum okkur ekki til að gefa Kanadamönnum heimild til að athafna sig að vild hér án þess að við höfum gagnkvæm réttindi í Kanada," sagði Halldór. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Koma með danska eftirlitsskipinu Vædderen í vor

Á VORI komanda er von á tveimur síðustu handritasendingunum frá Danmörku en um þessar mundir eru liðin 26 ár síðan fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, voru afhent Íslendingum við hátíðlega athöfn eftir áratuga viðræður um endurheimt þeirra. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Landbúnaðarráðstefna SUF á Selfossi

LANDBÚNAÐARRÁÐSTEFNA Sambands ungra framsóknarmanna verður haldin á morgun, laugardaginn 22. mars, í Inghóli á Selfossi. Ráðstefnan hefst klukkan 10 með ávarpi Árna Gunnarssonar formanns SUF. Fjallað verður um framtíð og horfur í loðdýrarækt og garðyrkju, um lífrænan landbúnað, möguleika á auknum útflutningi reiðhrossa og verkefni bænda á sviði skógræktar og landnýtingar. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Launakostnaður í ár eykst um 5-6%

RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning vegna rafiðnaðarmanna í ríkisþjónustu í gærmorgun. Sáttafundur hafði þá staðið yfir í um 30 klukkustundir. Verkfalli, sem hófst á miðnætti í fyrrinótt, var frestað þegar samkomulag lá fyrir. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn Í BLAÐINU í gær var röng fyrirsögn á myndbandadómi um myndina "Multiplicity". Rétt fyrirsögn er Góð grínmynd en ekki Bull og vitleysa eins og misritaðist. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lúða gleypir þorsk

SKIPVERJAR á Barða NK, sem var að veiðum á Papagrunni nýverið, fengu 60 til 70 kg lúðu í vörpuna sem ekki er í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar farið var að gera að lúðunni kom í ljós að hún hafði gleypt plastbakka með tilbúnum fiskrétti. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Lúðrasveitin Svanur á Norðurlandi

LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika með Lúðrasveit Akureyrar laugardaginn 22. mars kl. 15 í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Stefnt hefur verið að þessum tónleikum í allan vetur og efnisskráin vel undirbúin. Sveitirnar munu spila saman og hvor í sínu lagi undir stjórn þeirra Haraldar Á. Haraldssonar og Atla Guðlaugssonar. Á leiðinni til Reykjavíkur sunnudaginn 23. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Löng sjúkrasigling SVFÍ

BJÖRGUNARSKIP SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, kom til hafnar um kl. 13 í gær með mann sem hafði fengið hjartaáfall á skipi að veiðum 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrrakvöld. Sjúkrasiglingin var löng, eða um 13 stundir. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Málþing um stöðu samfélagsgreina

MÁLÞING á vegum fagfélaga kennara og Kennarasambands Íslands um stefnumótun í kennslu samfélagsgreina vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar námskrár verður haldið laugardaginn 22. mars kl. 10­15 í stofu 201 í Odda. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju kl. 11 næstkomandi laugardag, 22. mars, og kl. 13.30 sama dag í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 23. mars kl. 21. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Miðilsfundur í íþróttahúsi

KNATTSPYRNUDEILD Breiðabliks gengst fyrir opnum miðilsfundi með Þórhalli Guðmundssyni miðli í íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 25. mars nk. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Miðstöð nýbúa lokuð í dag

Miðstöð nýbúa lokuð í dag VEGNA flutnings Miðstöðvar nýbúa í nýtt húsnæði við Skeljanes í Stóra Skerjafirði (Skeljungshúsið) er lokað í dag, föstudag. Miðstöðin verður opnuð aftur mánudaginn 24. mars nk. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Neytendavernd bætt

ÁR VAR liðið í gær frá því Stephen Dorrell, heilbrigðisráðherra Bretlands, viðurkenndi í þingræðu að tengsl kynnu að vera á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóms í mönnum. Sú yfirlýsing hleypti af stað miklu fári í Evrópu og varð Evrópusambandinu tilefni til að banna allan útflutning brezks nautakjöts. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Nýr prestur á Ísafirði

SKÚLI S. Ólafsson, guðfræðingur, var kjörinn aðstoðarprestur í Ísafjarðarprestakalli á fundi kjörmanna sóknanna þriggja, Hnífsdals, Ísafjarðar og Súðavíkur 18. þ.m. Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

Ný Rússlandsstjórn ekki verkefnalaus

RÚSSNESKA ríkisstjórnin kom í fyrsta sinn saman í Moskvu í gær eftir róttæka uppstokkun. Viktor Tsjernomyrdín sést hér stýra fundinum, en þar var ekki stækkun NATO aðaláhyggjuefnið, eins og á fundi forsetanna Borísar Jeltsíns og Bills Clintons í Helsinki, heldur voru efnahagsmálin í landinu efst á baugi. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Nýtt gjald á bílastæðum

FRÁ og með næstu mánaðamótum verður tekin upp gjaldskylda á afmörkuðum bifreiðastæðum norðan og vestan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og mun bílastæðisgjald fyrir hvern sólarhring verða 250 krónur. Þá verður einnig óheimilt að leggja bifreiðum lengur en í þrjá tíma samfleytt á afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalinngang flugstöðvarinnar, en þar er á hinn bóginn ókeypis að leggja. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

PH Víking siglir á ný eftir breytingar

FERÐAÞJÓNUSTUBÁTURINN PH Víking var sjósettur um helgina eftir gagngerar endurbætur en hann hefur verið lengdur, settir á hann síðustokkar, vélar teknar upp, stýrishúsi breytt og aðbúnaður farþega bættur. Ferðaþjónusta Vestmannaeyja rekur bátinn og sér einnig um skoðunarferðir í landi, rekur Hótel Bræðraborg og Gistiheimilið Heimi með alls 30 herbergjum og veitingaaðstöðu. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ráðstefna um "Jafnréttisreglu"

MANNRÉTTINDASTOFNUN Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um jafnréttisreglu í stjórnskipunarlögum og Evrópurétti laugardaginn 22. mars nk. kl. 13 í A- sal á Hótel Sögu. Á dagskrá ráðstefnunnar sem verður sett kl. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

RKÍ gerir samning við Úsbekistan og Turkmenistan

RAUÐI kross Íslands gerði samstarfssamninga við Rauða hálfmánann í Úsbekistan og Turkmenistan á ráðstefnu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu, sem lauk í Kaupmannahöfn í gær. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, var gerður eins árs samningur við Rauða hálfmánann í Usbekistan og tveggja ára samningur við Rauða hálfmánann í Turkmenistan. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 135 orð

Ryanair ógnar BA og SAS

ÍRSKA flugfélagið Ryanair blandaði sér á miðvikudag í verðstríðið, sem nú geisar á Norðurlöndum, og mun það hugsanlega ógna hinum sterku tökum SAS og British Airways á markaðnum. Ryanair tilkynnti, að frá og með 12. júní nk. yrðu hafnar áætlunarferðir milli Stanstead-flugvallar í London og Stokkhólms og lét það fylgja, að fargjöldin yrðu lækkuð um helming. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð

Rætt um hærri taxta og skattleysismörk í 70 þús.

FORYSTUMENN samningsaðila á almenna vinnumarkaðinum leita nú óformlega leiða á bak við tjöldin til lausnar á yfirstandandi kjaradeilu og er að því stefnt að viðræður fari í fullan gang um helgina. Reyna á að ná samkomulagi áður en allsherjarverkfall Dagsbrúnar og Framsóknar hefst á mánudag. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 739 orð

Sjúklegt hatur á sænsku samfélagi og yfirvöldum

LARS Tingström, kunnur afbrotamaður í Svíþjóð, kallaður "Sprengjumaðurinn", skýrði lögfræðingi sínum frá því á banabeði fyrir fjórum árum hver hefði myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og nokkurn veginn hvar morðvopnið væri að finna. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skákþing Íslands í áskorenda- og opnum flokki

SKÁKÞING Íslands 1997, áskorenda- og opinn flokkur, verður haldið dagana 22.­29. mars í Faxafeni 12, Reykjavík. Tefldar verða 4 skákir og síðan 5 kappskákir (2 klst. á 40 leiki og 1 klst. til að ljúka skákinni). Teflt verður eftir svissneska kerfinu. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Snæfinnur snjókarl á Ráðhústorgi

RÁÐHÚSTORGIÐ hefur tekið miklum breytingum síðustu daga. Þar hafa nemar á fyrsta ári í Myndlistarskólanum á Akureyri, í samvinnu við starfsmenn bæjarins byggt snjókarl sem er engin smásmíði. Snjókarlinn sem er tæpir 8 metrar á hæð, ber heitið Snæfinnur, í höfuðið á sparibauk Búnaðarbankans. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 848 orð

Sótti mjólk austur og tók bensín í bakaleiðinni

FRÁ því að verkfall bensínafgreiðslumanna skall á hefur verið óvenju gestkvæmt í Litlu kaffistofunni á Sandskeiði þar sem gestir og gangandi geta keypt veitingar og bensín. Litla kaffistofan er í tæplega 20 km fjarlægð frá Reykjavík en tilheyrir Ölfushreppi. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Stefnumótun í kennslu raungreina

FÉLAG raungreinakennara og Samlíf, félag líffræðikennara, efna til opins málþings um stefnumótun í kennslu raungreina á morgun, laugardaginn 22. mars kl. 9­16. Málþingið er liður í vinnu félaganna við nýja aðalnámskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla sem taka mun gildi haustið 1998. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 345 orð

Sölutímabil hlutafjár stendur í fjóra daga

HLUTAFJÁRÚTBOÐ Samherja hf. hefst í dag, föstudag, þegar ný hlutabréf að nafnvirði 115 milljónir króna verða boðin til sölu. Þrír stærstu hluthafarnir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir hafa ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn að nafnvirði 70 milljónir króna í þeim tilgangi að framselja hann. Meira
21. mars 1997 | Miðopna | 1718 orð

Tillögur um varnarmál setja Ísland í vanda

UMRÆÐUR um hlutverk Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum og tengsl sambandsins og Vestur-Evrópusambandsins (VES) eru eitt viðkvæmasta málið, sem er til umræðu á ríkjaráðstefnu ESB. Þetta er jafnframt sá málaflokkur á ríkjaráðstefnunni sem getur haft einna mest áhrif á hagsmuni Íslands. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tveir sjóðir kaupa fyrir 22,5 millj.

ÞRÍR stærstu eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir, sem nýtt hafa sér forkaupsrétt sinn í hlutafjáraukningu félagsins að upphæð 70 milljónir króna að nafnvirði, hafa gert bindandi samkomulag um að framselja 22,5 milljónir króna til tveggja sjóða. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Uppsögn samnings alvarleg tíðindi fyrir ferðaþjónustuna

MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri segir það alvarleg tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu ef Flugleiðir segja upp samstarfssamningum sínum við Ferðamálaráð nema til kæmi stóraukið fjármagn frá stjórnvöldum til að opna kynningarskrifstofur á þeim stöðum þar sem Flugleiðir hafa verið umboðsaðilar ráðsins. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Utanríkisráðherra vill viðræður við Palestínumenn

ÍSRAELSSTJÓRN er með nýlegum ákvörðunum sínum um byggingu íbúðarhverfis fyrir gyðinga í austurhluta Jerúsalems orðin einn helsti þrándur í götu friðarumleitana í Mið- Austurlöndum og er nú talin hætta á því að þær stöðvist algjörlega, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Úrslitakvöld Músíktilrauna í kvöld

ÚRSLITAKVÖLD Músíktilrauna Tónabæjar 1997 verður í kvöld og hefst það kl. 20. Þær hljómsveitir sem hafa þegar komist áfram á tilraunakvöldunum 1, 2 og 3 eru: Spitsign, Ebeneser, The Outrage, Andhéri, Drákon, Woofer, Flasa og Tríó Óla Skans. Síðasta tilraunakvöldið var í gær og bættust þá 2­3 hljómsveitir á sjálft úrslitakvöldið. Meira
21. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Útför Sigríðar Jónsdóttur í Garði

ÚTFÖR Sigríðar Jónsdóttur, Garði í Mývatnssveit, var gjörð frá Skútustaðakirkju laugardaginn 15. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Örn Friðriksson flutti minningarræðu og jarðsöng, kór kirkjunnar söng, organisti Jón Árni Sigfússon. Sigríður Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 1. júní 1906. Eiginmaður hennar var Halldór Árnason í Garði. Þau hófu þar búskap árið 1928. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Vagnstjórar SVR leita fyrir sér í Noregi

VAGNSTJÓRI hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hefur ráðið sig til vinnu í Noregi og fleiri eru á leiðinni þangað, að sögn Sigurbjörns Halldórssonar trúnaðarmanns. Laun vagnstjóra í Noregi fyrir 37 stunda vinnuviku að frádregnum opinberum gjöldum eru 130­140 þúsund krónur ísl. en eftir 18 ára starfsaldur hjá SVR eru launin að frádregnum sköttum 85 þúsund krónur fyrir 40 stunda vinnuviku. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Vaskir piltar á vorjafndægri

VASKIR piltar láta það ekki á sig fá þó snjór hylji jörð og kargaþýfi skiptir heldur engu máli þegar mönnum hleypur kapp í kinn. Ósléttur og háll fótboltavöllurinn kemur öllum jafn illa, svo það er engin ástæða til að bera sig aumlega. Það er ólíklegt að piltarnir hafi áttað sig á, að í gær voru vorjafndægur. Meira
21. mars 1997 | Erlendar fréttir | 132 orð

Viður kennir skaðsemi reykinga

TÓBAKSFYRIRTÆKIÐ Ligget Group, sem framleiðir Chesterfield- sígarettur, hyggst gera samning við 21 af 22 ríkjum Bandaríkjanna, sem hafa höfðað mál gegn tóbaksfyrirtækinu, þar sem það viðurkennir að sígarettur séu vanabindandi. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Væntanleg innan fárra vikna

SKÝRSLA Samkeppnisstofnunar um flugrekstrarmarkaðinn verður væntanlega gefin út innan fárra vikna en að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, verður Flugleiðum gefinn kostur á að tjá sig um hana þegar gengið hefur verið frá henni. Meira
21. mars 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þörf á lögfræðilegri greinargerð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir þörf á að fá lögfræðilega greinargerð um rétt Alþingis til að fá upplýsingar um hlutafélög í eigu ríkisins. Hann telur afstöðu ráðherranna Halldórs Blöndal og Finns Ingólfssonar um þetta málefni ekki eins misvísandi og virðist við fyrstu sýn. Halldór sagðist í síðustu viku ekki geta svarað fyrirspurn Ástu R. Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 1997 | Staksteinar | 353 orð

»Lakast á Íslandi INGÓLFUR V. Gíslason, ritstjóri Vogarinnar, fréttabréfs Jafnréttisráðs,

INGÓLFUR V. Gíslason, ritstjóri Vogarinnar, fréttabréfs Jafnréttisráðs, gerir að umtalsefni möguleika launafólks á Norðurlöndum til orlofs, annaðhvort til að sinna börnum sínum eða afla sér aukinnar menntunar. Réttur feðra minnstur á Íslandi Meira
21. mars 1997 | Leiðarar | 589 orð

ÞRÝSTIHÓPAR OG ÞJÓÐARATKVÆÐI

ÞRÝSTIHÓPAR OG ÞJÓÐARATKVÆÐI ÉTUR H. Blöndal flutti nýlega ræðu á Alþingi vegna breytinga á stjórnarfrumvarpi um atvinnuleysistryggingar, sem ASÍ hafði krafizt að yrði dregið til baka eða gerðar á því ákveðnar breytingar, sem launþegahreyfingin gæti sætt sig við. Meira

Menning

21. mars 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Á sama tíma að ári

LEIKFÉLAG Hornafjarðar frumsýnir leikritið Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade laugardaginn 22. mars. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir og leikendur þau Hólmgrímur Elís Bragason og Vilborg Þórhallsdóttir. 20 ár eru síðan Guðrún leikstýrði hér eystra, þegar leikfélagið setti Skírn á svið. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 223 orð

Dagskrá til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni

OPIÐ hús verður í Íslensku óperunni á morgun til heiðurs Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi prófessor, alþingismanni og ráðherra, sem varð áttræður í febrúar síðastliðnum. Fjöldi listamanna mun koma fram; skáld munu lesa, leikarar leika, söngvarar syngja og tónlistarmenn spila. Einnig verður sýning á höggmyndum, glerlist og málverkum í umsjá Helga Gíslasonar og Leifs Breiðfjörðs. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Dansinn dunar á fiðluballi

ÁRLEGT Fiðluball Menntaskólans í Reykjavík var haldið í hátíðarsal Menntaskólans í vikunni. Ballið er haldið samkvæmt nokkurra áratuga gamalli hefð en þangað mæta stúdentsefni skólans, kennarar og aðrir starfsmenn. Allir mættu prúðbúnir og dönsuðu síðan við undirleik strengjakvartetts. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Deborah Unger notar tærnar

LEIKKONAN Deborah Unger, 30 ára, leikur á móti James Spader í mynd Davids Cronenbergs, "Crash", sem hefur vakið hörð viðbrögð og verið mjög umdeild en hefur jafnramt hlotið margar viðurkenningar. Í myndinni leikur Spader mann með sjálfseyðingarhvöt sem fær kynferðislega útrás út úr bílslysum. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 150 orð

Ferðast um skáldverk

SÍÐASTA bókmenntakynningin sem Norræna húsið stendur fyrir að þessu sinni verður laugardaginn 22. mars kl. 16. Íslenskar bókmenntir eru á dagskrá og er þetta í fyrsta skipti sem þær eru kynntar sérstaklega á þessum hefðbundnu kynningum. Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur hefur tekið að sér að fjalla um bókaútgáfuna á Íslandi 1996. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 123 orð

Gömlu lögin við Passíusálmana

SMÁRI Ólason kirkjutónlistarmaður heldur fyrirlestur í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 í Friðrikskapellu við Hlíðarenda um "gömlu lögin" við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Smári hefur um langt skeið fengist við rannsóknir á fornum íslenskum sálmalögum og sérstaklega á þeirri sönghefð sem lagðist niður í lok 19. Meira
21. mars 1997 | Kvikmyndir | 1439 orð

HELGARMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAMér blæðir ­ þess vegna er ég Íslendingur

BLÓÐSÚTHELLINGAR glæpamyndar Brians DePalma um manninn með örið (Scarface) höfðuðu meira til íslensku þjóðarinnar en dramatísk ævintýramynd úr Suðurhöfum um uppreisnina á Bounty; þar stóðu 1.400 atkvæði gegn 1.200 í símakosningum Sjónvarpsins um laugardagsmyndina í síðustu viku. Helgina áður bar hláturinn sigur úr býtum, þar sem var gamanmyndin Næturvaktin. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 210 orð

Íslensk fegurð að eilífu í Ósló

Í BIÐHERBERGI fegurðarinnar er yfirskrift heilsíðugreinar í norska blaðinu Aftenposten um sýningu íslensku listakonunnar Önnu Líndal í RAM-galleríinu í Ósló. Á sýningunni eru myndir af ýmsum fegrunaraðgerðum sem Anna framkvæmir til þess að verða laglegri og kallast sýningin Beauty Forever" (Fegurð að eilífu). Yrkisefni sín hefur Anna hingað til sótt m.a. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 260 orð

Kvikmyndin Evita frumsýnd

LAUGARÁSBÍÓ og Regnboginn hafa hafið sýningar á kvikmyndinni Evita í leikstjórn Alans Parker en hún hlaut þrenn Golden Globe verðlaun og er tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna í ár. Með aðalhlutverk fara Madonna, sem leikur titilhlutverkið, Antonio Banderas sem fer með hlutverk sögumannsins Ché, Jonathan Pryce sem leikur Juan Perón og Jimmi Nail sem leikur tangósöngvarann Agustin Magaldo. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Kvöldnámskeið um lestur Biblíunnar

Í DYMBILVIKUNNI, nánar tiltekið þriðjudagskvöldið 26. mars, hefst námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans um Biblíuna, sögu hennar, tilurð, áreiðanleika og áhrif. Námskeiðið er haldið fimm kvöld alls og lýkur því 23. apríl nk. Á námskeiðinu verður Biblían kynnt sem safn rita sem orðið hafa til við ólíkar aðstæður á ólíkum tímum og helstu flokkar rita kynntir. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

Lygarinn frumsýndur í Los Angeles

GAMANLEIKARINN góðkunni, Jim Carrey, sést hér koma til frumsýningar nýjustu myndar sinnar "Liar, Liar" í Los Angeles í vikunni. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Lauren Holly. Myndin fjallar um mann sem er óforbetranlegur lygari en eftir að lögð eru á hann álög getur hann ekki annað en sagt sannleikann hvort sem honum líkar betur eða verr. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 1448 orð

Með vikuna til stefnu

"MAÐUR segir já án þess að vita við hverju. En þetta er allt í lagi, ég kann hlutverkið núna. Verra getur það verið í óperunni. Stöku sinnum er gaman að gera svona hluti." Gunnar Guðbjörnsson hringdi úr brakandi farsíma í vikunni, staddur í París til að æfa hlutverk málarans Fierrabras í samnefndri óperu Schuberts um Karlamagnús, vini hans og óvini. Meira
21. mars 1997 | Kvikmyndir | 115 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) Draumur sérhverrar konu (Every Woman's Dream) Ríkhaður þriðji (Richard III) Bleika húsið (La Casa Rosa) Sunset liðið Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 83 orð

Myndlistarsýning í Tehúsinu

RAGNHILDUR Stefánsdóttir, myndhöggvari opnar sýningu í Tehúsinu í Hlaðvarpanum laugardaginn 22. mars kl. 16. Sýningin stendur til 20. apríl og er opin einu sinni í viku, á laugardögum milli 13­17. Þess á milli er sýningin opin allan sólarhringin inn um glugga Tehússins. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 195 orð

Myndverk Magnúsar Tómassonar í Hallgrímskirkju

OPNUÐ verður sýning í anddyri Hallgrímskirkju á verkum Magnúsar Tómassonar myndlistarmanns sunnudaginn 23. mars. Myndverk Magnúsar og skúlptúrar prýða margar opinberar byggingar og útivistarsvæði. Meðal hinna þekktustu eru Þotuhreiðrið við flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík, Minnismerki um óþekkta embættismanninn í garðinum milli Lækjargötu og Pósthússtrætis í Reykjavík, Amlóði, Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Nybok format 55,7

Nybok format 55,7 Meira
21. mars 1997 | Myndlist | 834 orð

Ógnþrungnir fyrirboðar

Eyjólfur Einarsson/Jón Axel Björnsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12­18 til 31. mars; aðgangur kr. 200; sýningarskrá E.E. kr. 200. ÞAÐ ER einn helsti kostur stærri sýningarstaða að þar er hægt að nálgast samtímis myndlist frá hendi margra listamanna. Meira
21. mars 1997 | Kvikmyndir | 328 orð

Pizzur og alfræðiorðabækur

ÚRSLITIN í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, verða í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld kl. 21.15. [9073624] Það eru lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð sem keppa til úrslita. MR hefur fimm sinnum hreppt verðalaunagrip keppninnar, Hljóðnemann, en MH aldrei. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Pílukast í Tónabæ

ÍSLENSKA pílukastfélagið stóð fyrir kynningu á pílukasti í félagsmiðstöðinni Tónabæ í vikunni. Unglingar fjölmenntu á staðinn og reyndu sig í íþróttagreininni en pílukast nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BENEDIKTBenediktsson dreifirbæklingimeð reglumog leiðbeiningum í pílukasti. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Sápuhátíð í Los Angeles

SÁPUÓPERAN General Hospital fékk sex verðlaun þegar hin árlega sápuóperuverðlaunahátíð fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum nýlega. Meðal þeirra sem fengu verðlaun var Genie Francis, sem komin er sex mánuði á leið, en hún var valin besta leikkona í sápuóperu. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Schiffer í Vín

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer stillir sér upp við mynd af sjálfri sér á auglýsingaplakati í Vín í vikunni. Schiffer gerði stuttan stans í borginni, staldraði við í einn dag, en notaði tímann til að kynna auglýsingaherferð fyrir verslunarmiðstöðina Ringstrassengalerien þar sem myndir af henni skipa heiðurssess. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 63 orð

Síðasta sýning á Kennarar óskast

SÍÐASTA sýning á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Kennarar óskast, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá liðnu hausti verður í kvöld, föstudagskvöld.. Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson og Harpa Arnardóttir. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Síðasta sýning Trúðaskólans

SÍÐASTA sýning á Trúðaskólanum verður sunnudaginn 23. mars kl. 14. Trúðaskólinn er eftir Fredrich Karl Waechter. Þýðing og aðlögun er verk Gísla Rúnars Jónssonar eftir enskri útfærslu Kens Campbells. Trúðaskólinn var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun nóvember og hefur leikritið verið sýnt allar helgar síðan. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 133 orð

Skotinn í síðuna og brjóstið

LEIKARINN Treat Williams, 45 ára, sem leikur í myndinni "Devil's Own" ásamt Brad Pitt og Harrison Ford, hefur ekki átt sjö dagana sæla á hvíta tjaldinu. "Ég enda iðulega sem fórnarlamb. Í "Thing to Do in Denver When You're Dead" var ég skotinn í brjóstið, í "Handgun" var ég skotinn í síðuna, í "Mulholland Falls" kastar Nick Nolte mér út úr Dakota DC-3 flugvél, Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Sunnudagstónleikar í Kópavogskirkju

FIMMTU tónleikarnir af átta til styrktar orgelkaupum fyrir Kópavogskirkju verða pálmasunnudag 23. mars kl. 21. Að þessu sinni leikur Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju á orgelið. Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi: A. Gabrieli: Canzona. J.P. Sweelinck: Mein Junges Leben hat ein End. 6 sálutilbrigði. D. Buxtehude: Preludia og fuga í g. moll. J.S. Bach: Fantasía og fúga í c-moll. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 251 orð

Sýnir á tveimur stöðum

SIGURÐUR Þórir Sigurðsson opnar tvær sýningar á morgun laugardaginn 22. mars. Í Norræna húsinu verða eingöngu olíumálverk, en í Gallerí Ófeigs, Skólavörðustíg 5, verða myndir unnar í vatnslit og gouache. Sýningin hjá Ófeigi verður opnuð kl. 14 en í Norræna húsinu kl. 16. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 193 orð

Söngbræður í suðurferð

KARLAKÓRINN Söngbræður úr Borgarfirði heldur tvenna tónleika laugardaginn 22. mars. Hina fyrri kl. 15 í Ytri- Njarðvíkurkirkju og hina síðari kl. 21 í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, Rauðagerði 27 í Reykjavík. Kórinn hyggur á strandhögg á Írlandi um páskana og eru tónleikarnir á laugardaginn liður í undirbúningi fararinnar. Kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt um Vesturland. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 90 orð

Tónleikar Guðrúnar og Peter Máté

GUÐRÚN Birgisdóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari halda tónleika um næstu helgi í Hveragerði og í Þorlákshöfn. Fyrri tónleikarnir verða í Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. mars kl. 17 en þeir síðari sunnudaginn 23. mars, pálmasunnudag, kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra eru sígild verk, sem telja má til þess fegursta sem ritað hefur verið fyrir flautu og píanó, m.a. Meira
21. mars 1997 | Menningarlíf | 174 orð

Vinnukonurnar í Kaffileikhúsinu

NÚ STANDA yfir æfingar leikritinu Vinnukonurnar eftir franska leikritahöfundinn Jean Genet í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikendur Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Þýðandi er Vigdís Finnbogadóttir ásamt leikstjóra. Meira
21. mars 1997 | Tónlist | 702 orð

Voltaire með trukki

Verk eftir Smetana, Bernstein og Mendelssohn. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Lev Markiz. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Háskólabíói, fimmtudaginn 20. marz kl. 20. Meira
21. mars 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Þorrasamkoma í Hong Kong

ÍSLENDINGAR í Hong Kong komu saman á þorrasamkomu í síðasta mánuði en samkoman var sú síðasta sem haldin er á meðan Hong Kong er enn undir breskri stjórn en borgin endursameinast Kína þann 1. júlí næstkomandi. Meira
21. mars 1997 | Bókmenntir | 567 orð

Þróun þjóðkirkjunnar

Eftir: Magnús Guðjónsson Útgefandi: Skálholtsútgáfan Stærð: 240 blaðsíður, innbundin Viðmiðunarverð: 2.000 kr. HÖFUNDUR Sögu kirkjuráðs og kirkjuþings, sr. Magnús Guðjónsson, er fyrrverandi sóknarprestur m.a. á Eyrabakka. Meira

Umræðan

21. mars 1997 | Aðsent efni | 826 orð

Að lesa meira og meira

Að lesa meira og meira Bókaverðir í almenningsbókasöfnum vinna markvisst að því, segir Sigríður Matthíasdóttir, að fá börn og unglinga til að nota söfnin. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 765 orð

Af Alexöndru og öðrum prinsessum

Þann 12. mars sl. mátti lesa smáfrétt í MBL um frystiskipið Alexöndru sem lá við Ægisgarð. Skipið hafði komið til landsins á leið sinni frá Danmörku, lestað á ströndinni frystar loðnuafurðir sem voru á leið á Japansmarkað. Meira
21. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 99 orð

Athugasemd vegna greinar Andreu J. Ísólfsdóttur: Í TILEFNI af grein Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, sem er

Í TILEFNI af grein Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, sem er svargrein til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs, vil ég undirrituð taka fram að fyrirtækið Ísólfur Pálmarsson hljóðfæraumboð sf. hefur um árabil haft umboð fyrir Kisselbach orgelverksmiðjuna í Þýskalandi, en sú verksmiðja framleiðir hvers konar orgel, jafnt lítil heimilisorgel sem kirkjuorgel. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 1082 orð

Eitt þak, eitt hús

Á UMLIÐNUM öldum var tví- og þríbýli algengt á stórum og góðum jörðum til sveita. Allar þessar byggingar voru gjarna áfastar en í eigu tveggja eða þriggja einstaklinga. Þetta voru því fyrstu íslensku "raðhúsin". Orðið hús merkti í öllum tilfellum veggir með einu þaki. Nokkur hús voru í hverjum bæ svo sem fjós, baðstofa, eldhús o.s.frv. Hver sá um viðhald sinna eigna. Meira
21. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 593 orð

Er ekki sannleikurinn sagna bestur?

MÉR blöskraði þegar ég las viðtal við Einar Hermannsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, í Morgunblaðinu, fyrir fáum dögum. Þar fullyrðir Einar að flest skipa Eimskipafélagsins séu með lokaða björgunarbáta, svokallaða frífallsbáta. Ástæðuna segir Einar vera hversu nýleg flest skip félagsins séu. Þetta er rangt. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 404 orð

Fjármálaráðherra í andstöðu við jafnréttislög

Í NÝUPPKVEÐNUM dómi Hæstaréttar er íslenska ríkið skyldað til að greiða ríkisstarfsmanni bætur þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögmætar ­ hlutlægar ástæður ­ skýri launamun viðkomandi starfsmanns og annars starfsmanns sem gegnir sama starfi en er í öðru stéttarfélagi og býr við önnur kjör. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Goðsögur sem réttlæting

ÞANN 14. mars síðastliðinn ritar Árni Björnsson grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni "Goðsögn um glansmynd". Þar tekur hann til umfjöllunar greinarstúf sem undirritaður skrifaði og birtur var í Lesbók Morgunblaðsins 1. mars síðastliðinn. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 932 orð

Heklugarður Það hefði mikið menningarlegt og táknrænt gildi, segir Borgþór Magnússon, að eiga eldfjallaþjóðgarð.

Í FRÉTTUM af Náttúruverndarþingi sem haldið var í lok janúar vöktu athygli hugmyndir fráfarandi Náttúruverndarráðs um stofnun eldfjallaþjóðgarðs á suðurhluta landsins, sem tengdi m.a. saman Heklu, Landmannalaugar, Veiðivötn, Jökulheima og Lakagíga. Hér er á ferðinni djörf hugmynd og víst er að hér er um merk eldfjöll og svæði að ræða sem ber að vernda. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 503 orð

Köld eru kvennaráð Allt eru þetta konur, segir Einar G. Ólafsson, sem annaðhvort vilja ekkert gera eða geta það ekki.

MIKIÐ er rætt og ritað um jafnrétti kynjanna. Nýlega var sagt frá því í fréttum að fyrirtæki eitt hefði ráðið nokkrar konur til þess að minnka muninn. Það er þeirra mál. En hvað vinnst og hver er árangur þeirra kvenna er komist hafa til áhrifa? Kvennalistinn hefir engu áorkað og eru þær sem eftir sitja sofnaðar með prjónana í hönd. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 781 orð

Leiftursókn gegn lífeyrissjóðunum Hefði verið nær, segir Hrafn Magnússon, að leiðarahöfundur Morgunblaðsins þakkaði aðilum

ENGUM blöðum er um það að fletta að íslenska lífeyrissjóðakerfið er með því besta sem þekkist í Evrópu og þó víðar væri leitað. Höfuðkostir kerfisins, sem byggjast á skylduaðild, samtryggingu og sjóðsöfnun, er litið öfundaraugum af öðrum þjóðum. Sú framsýni, sem heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins sýndu við stofnun almennu lífeyrissjóðanna á árinu 1969, var því mikið gæfuspor. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 733 orð

Ormstunga ­ söguleg sýning Þetta er framtíðin, segir Berglind Stefánsdóttir. Sameiginleg leikhúsmenning heyrnarlausra og

BENEDIKT Erlingsson leikari og Sigrún Edda Theódórsdóttir táknmálstúlkanemi standa á sviðinu. Benedikt hreyfir varirnir og Sigrún Edda miðlar okkur list þessa unga leikara á táknmáli. Benedikt: "Segjum að hann sé að gera eitthvað þjóðveldistýpískt eins og að slá, já segjum það, nei segjum að hann sé að járna, það er svona karlmannlegra, Meira
21. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Síldarsmugan og sjávarútvegsráðherra

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA virðist ætla að láta tilvonandi síldarvertíð gufa upp í skítalykt með þessum úthlutunarreglum sem eiga sér enga hliðstæðu í sögunni. Hvaða hagsmuni er hann að verja eða búa til með þessum reglum, það skyldi þó ekki vera að hann sé að verja hagsmuni fiskimjölsverksmiðjanna með þessu? Verksmiðjurnar munu greiða mun lægra hráefnisverð, Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 1686 orð

Svar við viðtali Mannlífs við séra Karl Sigurbjörnsson

ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið viðtal við einn af prestum þessa lands, séra Karls Sigurbjörnsson, í Mannlífi. Mér var bent á þessa grein svo það var hrein tilviljun að ég las hana. Varð ég alveg dolfallinn og er þá vægt til orða tekið. Að voga sér að segja: "Hið illa er óskýranlegt, það er eitthvað sem er þarna. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 667 orð

"Svo grátið aðeins geta hafsins börn"

SEINNI hluta nítjándu aldar, komu tvær steypireyðar í fjöldamörg ár inn í Arnarfjörð og eignuðust þar kálfa sína. Þær léku sér í firðinum allt sumarið við kálfana. Einn sorglegan dag á hverju hausti, var kálfurinn skutlaður og sjórinn litaðist blóði í kring um hvalina. Þá sást hvalmóðirin öðru hvoru lyfta kálfi sínum upp til þess að anda. Meira
21. mars 1997 | Aðsent efni | 1070 orð

Trúfrelsi og þjóðkirkja

FLESTUM ber saman um að frelsi mannsins til að móta sér sínar eigin trúarskoðanir og iðka sínar trúarathafnir einn og sér, í félagi með öðrum eða sleppa því alfarið, sé hluti af grundvallarmannréttindum. Sömuleiðis hryllir okkur við öllum tilburðum til skoðanamótunar af hálfu stjórnvalda, í hvaða formi sem slíkt birtist. Meira
21. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 366 orð

Það er mergurinn málsins

NÚ RÆÐA "ábyrgir" menn um vímulaust Ísland árið 2002. Það væri gagnlegt og gleðilegt ef alvara væri þar á bak við. Góðum mönnum blöskrar hvernig víman leikur þjóðfélagið og þeir hafa áhyggjur af þeim ósköpum sem aukin áfengisneysla hefur í för með sér. Þess vegna fagna ég því, ásamt öðrum hugsandi mönnum, að nú skuli ráðamenn setja sér markmið í þessum efnum. Betra er seint en aldrei. Meira

Minningargreinar

21. mars 1997 | Minningargreinar | 695 orð

Annelise Blomsterberg

Þá er komið að kveðjustund, amma mín Lísa. Þegar horft er til baka líða minningarnar gegnum hugann. Við vorum ekki háar í loftinu Emma frænka mín og ég þegar við fengum að gista hjá þér nótt og nótt og þá var nú glatt á hjalla hjá okkur þrem. Við fengum að vaka frameftir og spila við þig, hlusta á danslögin í útvarpinu, syngja saman, sitja saman og spjalla. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 130 orð

ANNELISE BLOMSTERBERG

ANNELISE BLOMSTERBERG Annelise Blomsterberg var fædd í Nörresundby 2. nóvember 1906. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Niels Madsen Brandborg og Maren Krogsgaard. Annelise átti tvær systur, Inger, sem er látin, og Karen, sem nú býr í Álaborg. Hinn 9. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 312 orð

Björgvina Magnúsdóttir

Í dag verður jarðsett yngsta systir mín Björgvina Magnúsdóttir. Við söknum ótrúlegrar glaðværðar hennar sem ég undraðist oft, svo erfitt sem hlutskipti hennar var. Hannes maður hennar hefur árum saman verið mikill sjúklingur og hefur hún annast hann af slíku trygglyndi og alúð að mér hefur stundum þótt óskiljanlegt hvernig hún komst í gegnum það. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 56 orð

BJÖRGVINA MAGNÚSDÓTTIR Björgvina Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1949. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. mars

BJÖRGVINA MAGNÚSDÓTTIR Björgvina Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1949. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. mars síðastliðinn. Hún var yngst sex barna Magnúsar Gíslasonar og Ástrósar Guðmundsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður Björgvinu er Hannes Gunnarsson. Þau eignuðust einn son, Gunnar Ísberg, f. 20.8. 1979. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 418 orð

Elías Örn Kristjánsson

Þegar kveðja á hinstu kveðju ungan mann, sem framtíðin blasir við, verður orðs vant. Í öllu orðskrúðinu finnast varla nýtileg orð, en mig langar til að grípa til þessara fallegu ljóðlína Tómasar Guðmundssonar. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Elías Örn Kristjánsson

Mig langar að minnast mágs míns, Elíasar, með fáeinum orðum. Hann lést á sviplegan hátt hinn 5. mars sl. við björgunarstörf suður af landinu. Þegar mér barst sú fregn að hans væri saknað kvöldið sem mikil björgunarafrek áttu sér stað, var sem eitthvað brysti. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 293 orð

Elías Örn Kristjánsson

Ungur maður er fallinn í valinn í þeirri baráttu sem sjómenn heyja fyrir lífi þessarar þjóðar. Elías Örn Kristjánsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi, féll fyrir borð er áhöfn varðskipsins gerði hetjulega tilraun til að bjarga Víkartindi, sem strandað hafði við Þjórsárósa hinn 5. marz síðastliðinn. Aðstæður voru mjög erfiðar, en sem fyrr drógu starfsmenn Landhelgisgæzlunnar ekki af sér. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 165 orð

Elías Örn Kristjánsson

Mig langar með örfáum orðum, að kveðja æskuvin minn. Við kynntumst þegar við vorum átta ára og bjuggum báðir á Háaleitisbrautinni og hefur sá vinskapur haldist síðan. Það er erfitt að trúa að þú skulir vera farinn. Það er svo stutt síðan ég heimsótti þig, ekki datt mér í hug þá að það yrði síðasta heimsóknin. Ég sakna þín, kæri vinur. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Elías Örn Kristjánsson

Enginn veit með vissu hvar hann endar sinn ævidag og hefur okkur félögunum lærst að fyrirgefa almættinu þegar það hefur hrifsað óvænt til sín fólk er við þekktum. En ósjálfrátt verður fyrirgefningin erfið þegar höggvið er jafnnærri manni og raun varð á þegar starfsfélagi og vinur til lengri tíma, Elías Örn Kristjánsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi, var kallaður í burt frá okkur. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Elías Örn Kristjánsson

Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll, þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll, vertu ljós og leiðarstjarna, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 379 orð

ELÍAS ÖRN KRISTJÁNSSON

ELÍAS ÖRN KRISTJÁNSSON Elías Örn Kristjánsson, bátsmaður á Ægi, fæddist í Reykjavík hinn 1. ágúst 1966. Hann lést af slysförum við skyldustörf hinn 5. mars síðastliðinn. Móðir hans var Betzy Kristín Elíasdóttir, f. 11.6. 1945, dáin 20.10. 1987, og faðir hans er Kristján Friðjónsson, fæddur 2.9. 1943, verkfræðingur sem starfar í Svíþjóð. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 49 orð

Elías Örn Kristjánsson Kveðja frá systur og móðurbróður Með þessum ljóðlínum viljum við minnast þín, kæri bróðir og frændi. Sá

Kveðja frá systur og móðurbróður Með þessum ljóðlínum viljum við minnast þín, kæri bróðir og frændi. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Randí Þórunn, Þorgeir Örn. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Guðmundur Þóroddsson

Í dag er til moldar borinn Guðmundur Þóroddsson yfirtollvörður í Reykjavík, góður vinur og félagi. Guðmundur starfaði að tollgæslu óslitið frá 1. janúar 1948 þar til hann lét af störfum sakir veikinda seini part árs 1995. Hann var með þægilegustu mönnum í allri umgengni og leysti öll störf sín af einstakri prúðmennsku og samviskusemi. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 142 orð

GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON

GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON Guðmundur Þóroddsson fæddist á Kröggólfsstöðum í Ölfusi 23. desember 1927. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóroddur I. Guðmundsson og Valgerður Engilbertsdóttir. Þóroddur og Valgerður eignuðust sex börn en fjögur dóu í frumbernsku. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 381 orð

Rannveig Jóna Elíasdóttir

Okkur langar til að minnast hennar Jónu með fáum orðum og um leið að þakka fyrir sérstaklega góð kynni. Kynni okkar af Jónu og Halla hófust fyrir u.þ.b. 7 árum þegar við fluttum á hæðina fyrir neðan þau í Hjarðarholtinu. Samskiptin okkar á milli hafa alla tíð verið sérstaklega ánægjuleg og skemmtileg. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Rannveig Jóna Elíasdóttir

Elsku Jóna er farin frá okkur, eftir hetjulega baráttu við ströng veikindi. Líf okkar sem eftir erum verður tómlegt og söknuðurinn mikill. Eftir standa minningar um samverustundir okkar. Það var fyrir 30 árum að við fluttum á Esjubrautina, þá átti Jóna heima í næsta húsi. Það voru ánægjulegar stundir er við áttum á heimili hennar, margt spjallað og látið sig dreyma um lífið og tilveruna. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 376 orð

Rannveig Jóna Elíasdóttir

Elsku amma Jóna. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért horfin úr þessum heimi, að við eigum aldrei aftur eftir að heyra hlátur þinn og njóta kímnigáfunnar sem var alltaf til staðar þegar þú varst nærri. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 119 orð

RANNVEIG JÓNA ELÍASDÓTTIR

RANNVEIG JÓNA ELÍASDÓTTIR Rannveig Jóna Elíasdóttir fæddist á Akranesi 17. september 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. mars síðastliðinn. Hún var dóttir Klöru Sigurðardóttur og Elíasar Níelssonar. Rannveig Jóna giftist 1954 eftirlifandi eiginmanni sínum Haraldi V. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 437 orð

Stefán Thoroddsen

Tengdafaðir minn Stefán Thoroddsen lést á heimili sínu síðastliðinn laugardag. Þó andlát hans hafi borið að snögglega höfðu veikindi sett mestan svip á líf hans lengi, veikindi sem urðu þess valdandi að hann varð að láta af störfum fyrir rúmum áratug og varð að halda sig að mestu heima við það sem eftir lifði ævinnar. Stefán var fæddur í Vatnsdal við Patreksfjörð. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 1186 orð

Stefán Thoroddsen

Einn sumarbjartan júlídag árið 1922 klýfur borðfagur trillubátur lognkyrran Arnarfjörð, beygir fyrir Krókshausinn í Selárdal og inn Pollinn, þar sem séra Páll Björnsson lagði skútu sinni fyrr á öldum. Í bátnum er, auk tveggja skipverja, ung kona með reifabarn í fangi. Reifabarnið er Stefán Thoroddsen sem við kveðjum í Dómkirkjunni í dag. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 244 orð

STEFÁN THORODDSEN

STEFÁN THORODDSEN Stefán Thoroddsen fæddist í Vatnsdal við Patreksfjörð 12. júní 1922. Hann lést 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Thoroddsen, bóndi og skipstjóri í Vatnsdal, og k.h. Ólína Andrésdóttir frá Vaðli á Barðaströnd. Stefán var 11. í röð 14 systkina. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 26 orð

Stefán Thoroddsen Rauð signir sól sæinn vestur og kveður son. Stefán genginn gráta kona niðjar, frændur. Harmið hann ei því

Stefán Thoroddsen Rauð signir sól sæinn vestur og kveður son. Stefán genginn gráta kona niðjar, frændur. Harmið hann ei því heimur er sem ykkur gaf. Ólafur Thóroddsen. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 739 orð

Steinar Pálsson

Ekki man ég hvernig hann hljómaði, brandarinn sem Steinar sagði mér og Jóhanni Briem eitthvert sumarið sem við vorum í girðingarvinnu fram í Skipdal, en man samt að við Jóhann litum hvor á annan og þótti hann heldur klénn. Samt hlógum við drjúgt. Ekki yfir brandaranum, heldur því hvað hann hló innilega sjálfur. Ég hef fáa hitt sem hafa haft jafn smitandi hlátur og Steinar. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 493 orð

Steinar Pálsson

Mig langar að kveðja hann Steina, tengdaföður minn, með nokkrum orðum, en hann lést á heimili sínu að morgni 8. mars eftir baráttu við veikindi í nokkrar vikur. Hann var 87 ára og er það talsvert hár aldur en Steinar bar aldurinn svo vel að manni fannst alltaf að þarna færi mun yngri maður. Meira
21. mars 1997 | Minningargreinar | 30 orð

STEINAR PÁLSSON Steinar Pálsson fæddist í Hlíð í Gnúpverjahreppi 8. janúar 1910. Hann lést á heimili sínu hinn 8. mars

STEINAR PÁLSSON Steinar Pálsson fæddist í Hlíð í Gnúpverjahreppi 8. janúar 1910. Hann lést á heimili sínu hinn 8. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 15. mars. Meira

Viðskipti

21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Danske Bank fær 77% í sænskum banka

DEN DANSKE BANK A7S ­ stærsti banki Danmerkur ­ hefur keypt 77,2% í Ostgota Enskilda Bank og boðið í það sem eftir er af hlutabréfunum í sænska bankanum. Verð hlutabréfa í Ostgota Enskilda hækkaði um 23,60 krónur í 50,50, sama verð og Den Danske Bank greiddi fyrir hlut sinn og býður fyrir afganginn af hlutabréfunum. Bréf í Den Danske lækkuðu um 9 krónur í 601 krónu. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Eignarhaldsfélagið selur 9% í Tæknivali

STÆRSTI hluthafi Tæknivals hf., Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.. seldi í gær tæpan helming hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. Um er að ræða 9,4% hlut eða bréf að nafnvirði 11,3 milljónir króna. Kaupendur bréfanna voru Lífeyrissjóður Norðurlands, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Lífeyrissjóður Framsóknar, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 366 orð

Ekkert bendir til að flutningsjöfnun verði afnumin

ÞRÁTT fyrir að nú sé ár liðið frá því að Samkeppnisráð úrskurðaði að ákvæði í lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara brjóti í bága við samkeppnislög er ekkert sem bendir til þess að viðskiptaráðherra sem hefur yfir málinu að segja hyggist bæta þar úr. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Ferðamönnum fækkar

LÍTILSHÁTTAR samdráttur varð á fjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins fyrstu tvo mánuði ársins, samkvæmt yfirliti frá Útlendingaeftirlitinu. Þannig komu hingað um 14 þúsund erlendir gestir eða um 1% færri en á sama tímabili 1996. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Fóðurblandan hækkar um 56% frá gengi á útboðsdegi

VIÐSKIPTI með hlutabréf voru með líflegasta móti í gær og seldust bréf fyrir tæpar 140 milljónir króna sem er með því mesta sem selst hefur á einum degi. Fóðurblandan var skráð í fyrsta skipti á Verðbréfaþingi Íslands í gær og urðu mikil viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu eða fyrir samtals 38 milljónir króna að markaðsvirði. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 577 orð

Gera verður þá kröfu að jafnræði gildi

GÍSLI Baldur Garðarsson, formaður stjórnar Olíuverslunar Íslands hf., sagði á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær, að hluthafar Olís, sem nú hefðu orðið að lúta úrskurði samkeppnisyfirvalda um að tveir af þeim stjórnarmönnum sem Olíufélagið hf. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 335 orð

Hagnaður sexfaldaðist frá fyrra ári

ÁRIÐ 1996 var besta ár Kaupþings hf. frá stofnun fyrirtækisins árið 1982. Hagnaður af rekstri fyrir skatta var tæplega 193 milljónir króna sem er sexföldun frá árinu 1995. Eftir skatta nam hagnaðurinn tæplega 121,5 milljónum sem er um 57% arðsemi af eigin fé. Eigið fé Kaupþings hf. jókst um tæplega 281 milljón og var í árslok 493 milljónir, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Krupp og Thyssen staðfesta viðræður

ÞÝZKU stálframleiðendurnir Fried. Krupp AG Hoesch-Krupp og Thyssen AG hafa tilkynnt að þeir eigi í viðræðum um hugsanlega samvinnu, sem muni valda því að tilboð Krupps í Thyssen skipti ekki máli. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um sameiginlega heildarstefnu í stálgeiranum og verður það að nást innan átta daga. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 245 orð

»Miklar lækkanir

GENGI hlutabréfa í Evrópu og Wall Street hél áfram að lækka í gær eftir ótvíræðustu viðvörun bandaríska a seðlabankastjórans, Alans Greenspans, um fyrstu vaxtahækkunina í tvö ár. Dollar hækkaði hins vegar strax um hálfan pfenning í yfir 1.68 mörk og komst í yfir 123 jen. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Nýr lífeyrissjóður til Landsbréfa

SAMNINGAR hafa verið undirritaðir um að Landsbréf hf. taki að sér rekstur Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar. Stjórn sjóðsins og reglugerð verður með óbreyttu fyrirkomulagi, en sjóðurinn tryggir sér hagkvæman rekstur og sérfræðiþekkingu við stýringu fjármuna með samningnum. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Samruni Boeing og McDonnel Douglas í skoðun

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins tilkynnti í gær að hún hygðist hefja nákvæma rannsókn á áhrifum fyrirhugaðrar sameiningar Boeing og McDonnel Douglas Corporation innan aðildarríkja ESB. Sagðist framkvæmdastjórnin ætla að kanna sérstaklega hvaða áhrif þessi sameining kynni að hafa á þegar ráðandi stöðu Boeing á markaði fyrir farþegaþotur. Meira
21. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 457 orð

Þjónustumiðstöð reist á Ártúnshöfða

OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur ákveðið að endurbyggja nú í haust bensínstöð félagsins á Ártúnshöfða og reisa þar þjónustumiðstöð með veitingaaðstöðu. Félagið keypti nýverið Nesti hf. í þessu skyni sem hafði um langt skeið rekið veitingasölu á Ártúnshöfða og fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við bensínstöðvar. Meira

Fastir þættir

21. mars 1997 | Dagbók | 2876 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 21.­27. mars eru Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68 og Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20­22, opin til kl. 22. Auk þess er Háaleitis Apótek opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. Meira
21. mars 1997 | Í dag | 67 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextugur er á morgun, la

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextugur er á morgun, laugardaginn 22. mars, Hörður Sigurðsson, nuddari, Langholtsvegi 22, Reykjavík. Sambýliskona hans er Svala Þorbjörg Birgisdóttir. Hörður og Svala munu taka á móti gestum að Drafnarfelli 2, Danshöllinni, milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélagBreiðfirðing

Firma-hraðsveitakeppni félagsins hófst síðastliðinn fimmtudag, 13. mars, með þátttöku 11 sveita. Engin sveit náði afgerandi forystu á fyrsta spilakvöldinu og ljóst að keppnin verður spennandi þau fjögur kvöld sem hún stendur yfir. Sveit Vöku fékk hæsta skor fyrsta spilakvöldsins, 596 stig, en meðalskor er 540. Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 41 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfj

Þriðjudagskvöldið 18. mars lauk tveggja kvölda tvímenningi hjá BRE. Úrslit urðu á þessa leið: Auðbergur Jónsson ­ Jón Ingi Ingvarsson441Jónas Jónsson ­ Guðmundur Magnússon421Ásgeir Metúsalemsson ­ Kristján Kristjánsson413Atli Jóhannesson ­ Jóhann Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 120 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Meistaramót NL-vest

MEISTARAMÓT Norðurlands vestra í tvímenningi var haldið á Hvammstanga laugardaginn 15. mars. 16 pör kepptu um svæðismeistaratitilinn 1997, en hann gefur rétt til þess að fara beint í úrslit í haust. Keppnisstjóri var Björk Jónsdóttir frá Siglufirði og Magna Magnúsdóttir sá um veitingar og eru þeim færðar bestu þakkir. Gefandi verðlauna var Saumastofan Drífa á Hvammstanga. Meira
21. mars 1997 | Dagbók | 517 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
21. mars 1997 | Í dag | 535 orð

KKI ALLS fyrir löngu var austasta hluta Hafnarstrætis loka

KKI ALLS fyrir löngu var austasta hluta Hafnarstrætis lokað fyrir umferð annarra en strætisvagna og leigubifreiða. Sett var upp skilti við hornið á Pósthússtræti og Hafnarstræti, sem gaf þetta til kynna. Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa ráðstöfun og einn daginn var skiltið horfið og kaupmenn við götuna mótmæltu. Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 58 orð

Morgunblaðið/Theodór BORGNESINGAR unnu sér rétt til að spila u

Morgunblaðið/Theodór BORGNESINGAR unnu sér rétt til að spila um Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni í brids, semfram fer um bænadagana. Myndin er tekin á æfingu hjá þeim félögum í bridssveit Sparisjóðs Mýrasýslu, talið frá vinstri: Kristján Snorrason, bankastjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi, Guðjón IngviStefánsson framkvæmdastjóri, Jón Þ. Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 654 orð

Neyðin kennir naktri konu að spinna

Einhverjir sumarboðar eru komnir þrátt fyrir frost og vetrartíð um allt land svo sem sílamávur sem er enginn aufúsugestur og svo tylltu vinsælli fuglar - álftahópur - tánum á Suð- Austurland í vikunni. Meira
21. mars 1997 | Fastir þættir | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

SIGURVEGARAR í afmælismóti Lárusar Hermannssonar, urðu bræðurnir Ólafur og Hermann Lárussynir, synir afmælisbarnsins. Þátttaka var frekar dræm, þrátt fyrir góð verðlaun. Röð efstu para varð þessi: Hermann Lárusson ­ ólafur Lárusson57Guðjón Bragason ­ Vignir Hauksson55Halldór Már Sverrisson ­ Brynjar Valdimarsson46Hrólfur Hjaltason ­ Oddur Meira

Íþróttir

21. mars 1997 | Íþróttir | 407 orð

Afgreitt á tíu mínútum

Það tók Stjörnustúlkur aðeins tíu mínútur að gera út um fyrstu viðureign sína við Fram í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í Garðabæ í gærkvöldi, lokatölur 22:18. Eftir að leikurinn hafði verið í járnum í fyrri hálfleik var sem allt annað Framlið kæmi til leiks í þeim síðari. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 129 orð

BLAKStjörnuhrap Re

Reykjavíkur-Þróttarar tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki í gærkvöldi með því að sigra Stjörnuna í þremur hrinum, 15:11, 15:3 og 15:8. Leikurinn stóð aðeins í 49 mínútur og sýnir það yfirburði Þróttar. Það var einungis í fyrstu hrinunni sem gestirnir sýndu einhverja góða tilburði en síðan ekki söguna meir. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 100 orð

Davis Cup keppnin í tennisSigur og

ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis er statt í Botswana í suðurhluta Afríku og tekur þar þátt í 4. deild Davis-keppninnar í tennis. Í gær tapaði liðið 3:0 fyrir Madagaskar en vann síðan Djibouti 3:0. Einar Sigurgeirsson og Gunnar Einarsson unnu báðir 6-0 í einliðaleik og í tvíliðaleiknum lék Gunnar með Stefáni Pálssyni og þeir sigurðu einnig, 6-2 og 6-1. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 402 orð

Endurtaka þarf öll mót í skotfimi frá áramótum

HÉRAÐSDÓMSTÓLL UMSK hvað upp 11. mars þann dóm að Carl J. Eiríksson skotmaður hefði keppnisrétt með skambyssu og riffli á öllum innanhússmótum Skotsambands Íslands á yfirstandanadi keppnistímabili sem hófst 1. september á síðasta ári og lýkur 1. júlí í sumar. Því ber að endurtaka keppni þeim greinum sem Carl skráði sig til á þess vegum í janúar og febrúar en var meinuð þátttaka í. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 87 orð

Gátu selt 10 þúsund miða

GRÍÐARLEGUR áhugi var fyrir leik Wuppertal og Bad Schwartau, efstu liðanna í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöldi, en leikurinn fór fram á heimavelli Wuppertal sem tekur 4.000 áhorfendur í sæti. Aðgöngumiðar voru uppseldir í forsölu fyrir nokkru og telja forráðamenn Wuppertal að þeir hefðu getað selt allt að 10.000 miða. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 355 orð

GIOVANE Elber,

GIOVANE Elber, brasilíski framherjinn frábæri hjá VfB Stuttgart, segist ætla að fylla skarð J¨urgens Klinsmanns hjá Bayern M¨unchen næsta vetur. "Ég legg mig fram fyrir Stuttgart fram á síðustu sekúndu samnings míns ­ en fer í sumar. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 85 orð

Gleði á Kanarí MIKIL gleði ríkir á Kanaríeyjum

MIKIL gleði ríkir á Kanaríeyjum þessa dagana eftir að Las Palmas, knattspyrnulið eyjarinnar, sem er um miðja 2. deild, tryggði sér rétt til að leika í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fögnuðurinn er einna mestur vegna þess að liðið dróst á móti Barcelona í undanúrslitunum og fær væntanlega um 50 milljónir króna fyrir sjónvarpsréttinn, sem er mikið fé fyrir ekki stærra félag. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 73 orð

Glíma

Landsflokkaglíman Karlar ÷68 kg: (2 keppendur) 1.Sigurður Nikulásson, Víkverja 2.Daníel Pálsson, Umf. Laugdæla Karlar ÷74 kg: (4 keppendur) 1.Helgi Kjartansson, Umf. Hvöt 2.Sigurður Nikulásson, Víkverja 3. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 27 orð

Góukvöld KR

FÉLAGSLÍFGóukvöld KR Góukvöld kvennaráðs KR verður haldið í KR-heimilinu á morgun, laugardag, og hefst kl. 19. Boðið er upp á kínahlaðborð. Miðaverð er kr. 2.500. Veislustjóri Kolfinna Baldvinsdóttir. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 529 orð

Grindvíkingar glóðvolgir

GRINDVÍKINGAR gjörsigruðu Njarðvíkinga, 121:88, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Leikið var í Grindavík og fögnuðu stuðningsmenn UMFG vel og lengi sæti liðsins í úrslitum fjórða árið í röð, en Njarðvíkingar voru daprir í bragði enda höfðu þeir búist við að lið þeirra veitti Íslandsmeisturunum meiri mótspyrnu. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 78 orð

Gullit aftur í landsliðið RUUD Gullit

RUUD Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir þremur árum, en hefur nú verið valinn til að leika einu sinni enn með Hollendingum. Landslið þeirra mætir liði Suður Afríku í Jóhannesarborg 2. eða 8. júní og Gullit hefur verið beðinn um að vera fyrirliði. Reiknað er með að hann taki áskoruninni. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 123 orð

Handknattleikur Stjarnan - Fram22:18

Íþróttahúsið í Ásgarði, fyrsti leikur liðanna í 4-liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik kvenna, fimmtudaginn 20. mars 1997. Gnagur leiksins: 0:1, 4:2, 5:6, 8:7, 9:8, 14:8, 17:10, 19:16, 22:18. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 7/4, Björg Gilsdóttir 4, Herdís Sigurbergsdóttir 4, Nína K. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 316 orð

Hertha vill halda Eyjólfi

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur staðið sig vel með Hertha Berlín í 2. deildinni í Þýskalandi og vill félagið gera langtímasamning við hann. "Samningurinn rennur út í sumar en í honum er ákvæði þess efnis að félagið getur haldið mér í ár til viðbótar og eins get ég framlengt samninginn um eitt ár," sagði Eyjólfur við Morgunblaðið. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 51 orð

HM 1999 í Sevilla SPÆNSKA borgin Sevilla var í gær

SPÆNSKA borgin Sevilla var í gær valin til að halda heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum sumarið 1999. Þetta var tilkynnt á fundi alþjóða frjálsíþróttasambands í Tórínó á Ítalíu. Helsinki, Nýja Dehli og Stanford í Kaliforníu sóttu einnig um að halda mótið. HM í sumar fer fram í Aþenu í ágúst. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 88 orð

Í kvöld Handknattleikur 8-liða úrslit karla: Vestm.eyjar:ÍBV - Fram20 KA-heimili:KA - Stjarnan20 Strandgata:Haukar - Valur20

Handknattleikur 8-liða úrslit karla: Vestm.eyjar:ÍBV - Fram20 KA-heimili:KA - Stjarnan20 Strandgata:Haukar - Valur20 Forsala á leikinn verður í íþróttahúsinu við Strandgötu frá kl. 16.00 og ííþróttahúsi Vals við Hlíðarenda fráklukkan 14 til 19. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 36 orð

Íshokkí

NHL-deildin Detroit - Boston4:1 NY Islanders - Florida7:4 NY Rangers - Montreal4:5 Toronto - Philadelphia3.6 Washington - New Jersey2.2 Eftir framlengingu. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 83 orð

Klinsmann til Spánar? ÞÝSKA fjöl

ÞÝSKA fjölmiðla grunar að J¨urgen Klinsmann, sem fer frá Bayern M¨unchen í vor, fari jafnvel til Spánar ­ því hann vilji læra eitt tungumál til. "Knattspyrnan er minn háskóli," sagði Klinsmann í viðtali við Morgunblaðið í hittifyrra. Sagði þá að með því að leika í hinum ýmsu löndum lærði hann mismunandi tungumál og kynntist ólíkri menningu. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 314 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa Undanúrslit, síðari leikir: Liverpool, Englandi: Liverpool - Brann3:0 Robbie Fowler (25. vsp., 75.), Stan Collymore (63.) 40.326. Liverpool áfram 4:1. Liverpool: David James; Mark Wright, Dominic Matteo (Phil Babb 46. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 399 orð

KR í körfubolta- skóla Keflvíkinga

Ég hef ekki skýringu á reiðum höndum en það er samt ljóst að það sem við gerðum rétt í síðasta leik gerðum við rangt núna," sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR-inga, eftir að lið hans hafði beðið algjört skipbrot í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 113:59 eða 54 stiga munur. Þetta var þriðji leikur liðanna í undanúrslitum og er staðan nú 2:1 fyrir Keflavík. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 145 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Boston - Utah100:113 Í þessum leik náði Karl Malone þeim áfanga að komast upp 10. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann gerði 32 stig og hefur samtals skorað 25.200 stig á ferlinum. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 849 orð

Liverpool, PSG, Fiorentina og Barcelona í undanúrslit

LIVERPOOL sló Brann frá Noregi út úr Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í gærkvöldi ­ sigraði 3:0 í seinni viðureign liðanna á Anfield Road ­ og er þar með komið í undanúrslit Evrópukeppni í fyrsta skipti síðan 1985. Hin þrjú félögin sem komust áfram voru Barcelona frá Spáni, ítalska félagið Fiorentina og París Saint Germain frá Frakklandi. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 42 orð

Reykjavíkurmótið A-deild: Fram - Víkingur2:1 Helgi Sigurðsson, Freyr Karlsson - Tómas E. Tómasson. B-deild: Léttir - Leiknir1:4

Reykjavíkurmótið A-deild: Fram - Víkingur2:1 Helgi Sigurðsson, Freyr Karlsson - Tómas E. Tómasson. B-deild: Léttir - Leiknir1:4 Engilbert Friðfinnsson - Róbert Arnþórsson 3, Birgir Ólafsson. Deildarbikarkeppnin Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 44 orð

Sadovskí til Austurríkis JÚRÍ Sadovskí,

JÚRÍ Sadovskí, rússneski handknattleiksmaðurinn sem leikið hefur með Gróttu á Seltjarnarnesi síðustu ár, er nú staddur í Austurríki. Hann hefur átt í viðræðum við félagsliðið Bregenz og allar líkur eru á að hann skrifi undir samning við austurrísksa félagið á næstu dögum. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 226 orð

Sjö breytingar hjá Hoddle GLENN

GLENN Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, kallaði sjö nýja leikmenn í 25 leikmannahóp sinn í gær sem mætir landsliði Mexíkó í vináttulandsleik á heimavelli 29. þessa mánaðar. Þeir sem um er að ræða eru Nicky Butt og Garry Pallister frá Manchester United, Darren Anderton, Tottenham, Jamie Redknapp leikmaður Liverpool, Teddy Sheringham félagi Andertons og markvörður Leeds, Nigel Martyn. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 80 orð

Stjörnusigur á Fram

STJARNAN sigraði Fram í fyrsta leik undanúrslita Íslandsmóts kvenna í handknattleik, 22:18, í Garðabæ. Herdís Sigurbergsdóttir leikstjórnandi Stjörnunnar er hér komin framhjá Steinunni Tómasdóttur og Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, þess albúin að láta skot af ríða. Herdís, sem gerði fjögur mörk, en fékk þriðju brottvísunina um miðjan seinni hálfleikinn og var því ekki meira með. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 87 orð

Stojko heimsmeistari ELVIS Stojko frá Kanada endurh

ELVIS Stojko frá Kanada endurheimti í gærkvöldi heimsmeistaratitilinn í listhlaupi karla á skautum í Lausanne í Sviss. Kanadamaðurinn sýndi snilldartilþrif á svellinu en sigurinn var auðveldari en ella hefði orðið vegna þess að Ólympeistarinn Alexej Urmanov frá Rússlandi varð að draga sig í hlé. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 222 orð

UMFG - UMFN121:88

Íþróttahúsið Grindavík, þriðji og síðasti leikur liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, fimmtudaginn 20. mars 1997. Gangur leiksins: 5:0, 12:4, 20:9, 30:19, 33:25, 42:25, 48:33, 59:35, 63:39, 66:39, 70:45, 75:53, 86:53, 96:59, 102:61, 108:75, 115:81, 121:88. Meira
21. mars 1997 | Íþróttir | 565 orð

Útlitið er gott hjá Wuppertal

Wuppertal er enn í efsta sæti norður-riðils þýsku 2. deildarinnar í handknattleik eftir jafntefli, 19:19, gegn Bad Schwartau á heimavelli í gærkvöldi. Þessi tvö lið berjast um efsta sætið í riðlinum en það gefur sæti í 1. deild að ári og Wuppertal hefur nú eins stigs forystu. Meira

Úr verinu

21. mars 1997 | Úr verinu | 288 orð

21 þúsund tonn flutt út af ferskfiski 1994­96

Í SVARI sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns um útflutning á ferskum fiski, kom fram að alls voru flutt út 21.126 tonn af ferskfiskflökum á árunum 1994­1996 að Fob-verðmæti 7,2 milljörðum króna og námu heildartollgreiðslur útflutningsins um 231 milljónum króna. Ennfremur kom fram í svarinu að EES-samningurinn hefur haft veruleg áhrif til lækkunar tolla. Meira
21. mars 1997 | Úr verinu | 297 orð

Loðnuvertíð senn að ljúka

"VIÐ ERUM að berja á hrygndri kerlingu og það er fremur dræm veiði. Það er langt á milli kasta og lítið í. Veiðin hefur hins vegar farið minnkandi og þetta er smám saman að fjara út," sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, í samtali við Morgunblaðið í gær, en skipið var þá að veiðum suður af Malarrifi á Snæfellsnesi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 279 orð

Andleg og líkamleg upplyfting fjölskyldunnar um páska

PÁSKAR eru tími gleðinnar í huga nútíma Íslendinga. Fimm streitulausir frídagar fjölskyldunar til andlegrar og líkamlegrar upplyftingar. Hér verður stiklað á gleðinni. MATUR:Páskalambinu er slátrað og fæst nú ferskt í búðum. Svínið kemur fast á hæla þess í kjötborðinu. ÍÞRÓTTIR:Skíði og sleðaferðir. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 969 orð

Endanleg svör endalok heimspekinnar

SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir er menntuð í heimspeki í Bandaríkjunum og Þýskalandi. "Ég hef búið í átján ár erlendis," segir hún "og fjölskyldan er enn úti í Berlín." Sigríður er nýskipaður lektor og jafnframt fyrsta konan sem fær embætti í heimspeki við Háskóla Íslands. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 649 orð

Fengu sófasett,ljósakrónur og sitthvað fleiraí kaupbæti þegar þau keyptu gamalt hús

MELSTAÐIR heitir gamalt steinús í Blesugróf í Reykjavík, sem byggt var árið 1947. Húsið er lítið, um 70 fermetrar, og ekkert sérlega fallegt að utan. Innan dyra blasir aftur á móti við hlýlegt heimili þeirra Maríu Dungal, Hákonar Árnasonar og tæplega þriggja ára sonar þeirra, Ísaks Arnar. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 455 orð

Handa konum og börnum og körlum

GUÐRÚN Hólmgeirsdóttir heimspekikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð skrifaði B.A.-ritgerð um kenningar Aristótelesar um muninn á kynjunum, vegna þess að hún hafði áhuga á að reyna að skilja fordóma hugsandi manna í garð kvenna. "Það lá beint við að skoða kynjasögu Aristótelesar því hugmyndir hans hafa mótað öll fræði ­ einnig viðhorf til kynjanna. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 473 orð

Heimspeki fyrsta kvendoktorsins

FYRSTA íslenska konan sem varði doktorsritgerð var viðfangsefni Kristínar Þóru Harðardóttur í lokaverkefni í heimspeki við Háskóla Íslands. Björg Caritas Þorláksdóttir var reyndar fyrsti kvenkyns Norðurlandabúinn sem útskrifaðist sem doktor frá Sorbonne háskólanum. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 21 orð

KONUR Í HEIMSPEKI/2ÞAU FENGU SÓFASETT, LJÓSAKRÓNUR OG F

KONUR Í HEIMSPEKI/2ÞAU FENGU SÓFASETT, LJÓSAKRÓNUR OG FLEIRA Í KAUPBÆTI MEÐ GÖMLU HÚSI/4SKEMMTILEGIR SPARIDAGAR Í HVERAGERÐI/5PÁLL ÓSKAR ER Á LEIÐ Í E Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

Páskaunginn sem barn eða kjúklingur?

BÖRN eru efniviðurinn minn," segir ástralski ljósmyndarinn Anne Geddes. Hún hefur smellt myndum af börnum sem englum, fuglum eða blómum og ávöxtum í fimmtán ár. Iðjusemi hennar og hugvit hafa borið árangur því verk hennar prýða nú dagatöl, veggspjöld og póstkort víða um heim. Meira
21. mars 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 357 orð

Upplýsing handa öllum

UPPLÝSING er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.