Greinar fimmtudaginn 27. mars 1997

Forsíða

27. mars 1997 | Forsíða | 245 orð

Aukinn þrýstingur á deiluaðila í Zaire Lagt að deiluaðilum í Zaire að hefja samninga

FORSETAR nokkurra Afríkuríkja ásamt Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), freistuðu þess í gær á leiðtogafundi Einingarsamtaka Afríkuríkja, að fá deiluaðila í Zaire til að hætta bardögum og setjast að samningaborði. Meira
27. mars 1997 | Forsíða | 241 orð

Lítið gagn að litla fingri

BRASILÍSKUR dómari hafnaði í gær skaðabótakröfu manns sem krafðist örorkubóta fyrir að brjóta litlafingur í vinnuslysi á þeirri forsendu að fingurinn væri gagnslítill. Kröfðust lögmenn mannsins mánaðarlegrar bótagreiðslu sem svaraði 30% af tekjum hans er hann slasaðist. Dómarinn sagði að ekki hefði tekist að sýna fram á að vinnufærni mannsins hefði hrakað við slysið. Meira
27. mars 1997 | Forsíða | 2 orð

Morgunblaðið/RAX

27. mars 1997 | Forsíða | 224 orð

Ross reynir að sætta Arafat og Netanyahu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær hafa sent Dennis Ross, sérlegan sendimann sinn í málefnum Miðausturlanda, til viðræðna við leiðtoga Ísraela og Palestínumanna þar sem hann hefði miklar áhyggjur af deilum þeirra. Meira
27. mars 1997 | Forsíða | 155 orð

Steffi Graf laus allra mála

ÞÝSKUR ríkissaksóknari aflýsti í gær frekari rannsókn og hugsanlegri málssókn á hendur tennisstjörnunni Steffi Graf fyrir meint skattsvik. Ákvörðunin er niðurstaða samninga við Graf sem í staðinn féllst á að greiða ótiltekna fjárhæð til líknarmála. Steffi Graf hélt fram sakleysi sínu þrátt fyrir gjörninginn og sagði hann ekki á neinn hátt jafngilda sakarjátningu. Meira

Fréttir

27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

15 mánaða fangelsi fyrir mök við telpur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 72 ára gamlan mann í Reykjavík í 15 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á árunum 1989 til 1995. Stúlkurnar eru nú 16 og 17 ára. Maðurinn játaði að hafa margsinnis haft í frammi ýmiss konar kynferðislega tilburði við telpurnar en þó aðeins hluta þess sem honum var gefið að sök. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 482 orð

600 manns koma undir sig fótunum

ÍSLENZK stoðtæki og gervilimir munu bæta til muna alla möguleika 600 Bosníumanna, sem hafa misst fót fyrir neðan hné í borgarastríðinu, sem geisað hefur í landinu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritaði í fyrradag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samning við stoðtækjafyrirtækið Össur hf. um kaup á stoðtækjum og tækniaðstoð á því sviði fyrir um 33 milljónir króna. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

60% lesa Morgunblaðið á hverjum degi

MORGUNBLAÐIÐ er að meðaltali lesið af 60% landsmanna á aldrinum 12-80 ára dag hvern, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var 27. febrúar til 5. marz síðastliðinn. Þetta er sami meðallestur og í síðustu könnun, sem var gerð í október á síðasta ári. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 229 orð

9.000 berklatilfelli á ári

SVO virðist sem berklatilfellum fari ekki lengur fjölgandi á Spáni og skráðum tilfellum í fyrra fækkaði eilítið. Þetta kemur fram í skýrslu, sem yfirvöld heilbrigðismála á Spáni birtu á mánudag, á Alþjóðlega berkladeginum. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 1418 orð

Að láta drauminn rætast

ÞEGAR ég var að búa mig undir að fljúga burt úr skammdeginu á Íslandi suður í sumarið og sólina í Ástralíu fór ég niður á Ferðaskrifstofu Stúdenta að kaupa mér ódýran miða. Þá uppgötvaði ég fyrir einskæra "tilviljun" að konan sem sat við hliðina á mér bjó einmitt í Perth, borginni sem ég var á leiðinni til. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Aðvörunarskilti sett upp á Skeiðarársandi

ALMANNAVARNIR ríkisins í samvinnu við Vegagerð ríkisins hafa lokið við gerð og uppsetningu viðvörunarskilta á Skeiðarársandi. Skiltunum er ætlað að vekja athygli ferðamanna á þeirri hættu sem m.a. stafar af sandbleytum og kviksyndum á þeim svæðum sem Grímsvatnahlaupið fór yfir í nóvember 1996. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Afmælisfundur AA

AFMÆLISFUNDUR AA-samtakanna verður haldinn að venju á föstudaginn langa, 28. mars, í Háskólabíói kl. 21 og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Fundurinn verður túlkaður fyrir heyrnarlausa. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 283 orð

Asbest í nýbyggingum Evrópuþingsins

ASBEST hefur fundizt í sjö sýnum af tuttugu, sem tekin voru í tveimur glænýjum skrifstofubyggingum Evrópuþingsins í Brussel. Þingmenn og starfsfólk þingsins hafa látið í ljós áhyggjur af þessum niðurstöðum og svo getur farið að fresta verði því að flytja inn í húsin, sem eru kölluð D1 og D2. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Aukin samvinna Rauða kross félaga

"LANDSFÉLÖG Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu hyggjast auka samvinnu sína verulega til þess að verða betur í stakk búin að takast á við þau vaxandi vandamál sem blasa við almenningi víða um álfuna. Sérstök áhersla verður lögð á baráttuna gegn vaxandi fátækt og heilbrigðisvandamálum sem blasa við stórum hluta íbúa Austur-Evrópu. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 316 orð

Áhersla á að ná olíublautu braki

NÝR hreinsunarflokkur er að hefjast handa í fjörunni við strandstað Víkartinds í Háfsfjöru undan Þykkvabæ. Síðustu daga hafa fjörur austan og vestan við strandstaðinn verið gengnar til að hirða hættuleg efni og lögð hefur verið áhersla á að ná olíublautu braki. Byrjað verður að hita á ný svartolíu skipsins í dag og undirbúa dælingu hennar eftir að rafall og annar búnaður vegna hennar fóru í Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 806 orð

Ástralía á leið að verða lýðveldi?

UMRÆÐUR meðal stjórnmálamanna og ekki síður almennings í Ástralíu um hvort breyta eigi stjórnskipan landsins og gera það að lýðveldi hafa verið mjög áberandi síðustu misserin í Ástralíu. Bent er á að árið 1897 hafi hafist undirbúningur að þeirri skipan sem nú er og honum hafi lokið árið 1901. Því sé ekki fjarri lagi að á aldarafmæli þess megi byrja viðræður um að Ástralía verði lýðveldi árið 2001. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

BJÖRN THORS

BJÖRN THORS blaðamaður lézt á Landspítalanum í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags, 74 ára að aldri. Björn fæddist 28. febrúar 1923 í Reykjavík, sonur hjónanna Ágústu Björnsdóttur og Kjartans Thors. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Borgarstjóri setur málstofu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir verður gestur á málstofu Samvinnuháskólans á Bifröst miðvikudaginn 2. apríl kl. 15.30 í hátíðarsal skólans. Mun hún fjalla um endurskoðun og uppstokkun á opinberri þjónustu. Meira
27. mars 1997 | Landsbyggðin | 201 orð

Bætt aðstaða á skíðasvæði Sauðkrækinga

Sauðárkróki-Ungmennafélagið Tindastóll hefur á undanförnum árum verið að vinna við nýtt skíðasvæði í vesturhlíðum samnefnds fjalls. Hefur þar verið komið upp góðri toglyftu sem nær upp í um 400 metra hæð og hefur sívaxandi áhugi verið á Sauðárkróki fyrir þessari grein íþrótta sem ekki hefur verið mjög mikið stunduð hér fram til þessa. Nú í febrúar sl. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 100 orð

Chan segir af sér

SIR Julius Chan, forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu, lét í gær undan þrýstingi hersins og sagði af sér til að binda enda á tíu daga ólgu og óeirðir í Kyrrahafslandinu. Þúsundir manna, þeirra á meðal vopnaðir hermenn, höfðu umkringt þinghúsið í Port Moresby og meinað hundrað þingmönnum að fara þaðan. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Chelsea Clinton í Afríku

HILLARY Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta, og Chelsea, dóttir þeirra, eru nú á tveggja vikna ferð um Afríku. Í gær fóru mæðgurnar að Ngorongoro- gígnum, sem er í þjóðgarði í norðurhluta Tanzaníu. Talið er að gígurinn sé um 2,5 milljóna ára gamall og hann hafi orðið til þegar strýta eldfjalls féll saman. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 94 orð

Dalai Lama í heimsókn á Tævan

DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er í heimsókn á Tævan og ræddi í gær við Lien Chan, varaforseta landsins, og fór lofsamlegum orðum um lýðræðið á Tævan. Líklegt er að þau ummæli ergi kommúnistastjórnina í Kína, sem lýsti heimsókninni sem "leynimakki aðskilnaðarsinna," er berjast fyrir sjálfstæði Tíbets og Tævans. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 1122 orð

Dunda við smíðar á milli spítalaferða Eftir að Andrés B. Helgason veiktist fyrir fimmtán árum og hætti að geta búið segist hann

ANDRRÉS B. Helgason, Blommi í Miðfelli, hóf búskap í Miðfelli 3 í Hrunamannahreppi árið 1950, eftir að hann kvæntist Gerdu Doretz Hermannsdóttur. Gerda var í hópi þýsku kvennanna sem fluttu hingað 1949. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Eftirspurn níföld á við framboð

6.300 einstaklingar og fyrirtæki óskuðu eftir hlutabréfum, samtals að andvirði rúmlega 400 milljóna króna að nafnverði, eða 3,6 milljarða króna að söluverði, í hlutafjárútboði útgerðarfyrirtækisins Samherja sem lauk í gær. Samtals voru í boði hlutabréf fyrir 45 milljónir króna að nafnvirði, eða 405 milljóna króna að söluverði, þannig að eftirspurnin var nífalt meiri en framboðið. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Eining frestaði boðuðu verkfalli

SAMNINGANEFND Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að fresta fyrirhuguðu verkfalli til miðnættis 23. apríl nk. Framundan er allsherjaratkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga og þarf Eining að skila niðurstöðu hennar til ríkissáttasemjara fyrir 15. apríl. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 302 orð

"Endalok skattlagningar- og eyðslustefnu"

BREZKI Verkamannaflokkurinn samþykkti í gær kosningastefnuskrá sína, sem kvað fela í sér tímamótaskattalækkunaráætlun. Flokksleiðtoginn Tony Blair sagði áætlunina marka endalok "skattlagningar- og eyðslustefnu" Verkamannaflokksins og bjóða upp á endurnýjuð tengsl flokksins við brezka alþýðu, byggð á trúnaðartrausti. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Enginn árangur í bankadeilunni

SAMNINGANEFNDIR bankanna og bankamanna hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Þetta var fyrsti fundur eftir að sáttatillaga í kjaradeilunni var felld. Að sögn Friðberts Traustasonar, formanns Sambands íslenskra bankamanna, var fundurinn árangurslaus. Verulegur ágreiningur væri enn á milli deiluaðila um nokkur atriði. Nýr fundur hefur verið boðaður annan í páskum. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 163 orð

Enn deilt um fanga MRTA

STJÓRNIN í Perú neitar enn að verða við þeirri kröfu marxísku skæruliðahreyfingarinnar MRTA, sem heldur 72 gíslum í Lima, að sleppa 450 félögum hennar úr fangelsi og er það nú helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum um lausn málsins. Meira
27. mars 1997 | Landsbyggðin | 90 orð

Fegurstu stúlkur Austurlands

Egilsstöðum-Þær stúlkur sem taka þátt í fegurðarsamkeppni Austurlands eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir keppnina sem haldin verður í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, 5. apríl nk. Framkvæmdastjóri keppninnar er Íris Másdóttir og þjálfari stúlknanna er Katrín Einarsdóttir. Þessi mynd var tekin þegar stúlkurnar voru að fara út að borða í boði Pizza 67. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fimmtíu ár frá Heklugosi

FYRIR 50 árum, 29. mars 1947, gaus Hekla eftir meira en aldarhlé og voru menn farnir að halda að hún væri hætt þótt enn væri ylur í gígnum. Varð það mikið ösku- og hraungos sem stóð í 13 mánuði. Það var eins og Hekla væri að hleypa af startskoti, því áratugina síðan hefur verið áberandi mikil eldvirkni á Íslandi og Hekla sjálf hefur gosið fjórum sinnum. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 233 orð

Fjárfest fyrir rúmar 200 milljónir í fyrra

LOÐNUVERKSMIÐJAN Krossanes hf. á Akureyri skilaði tæplega 208 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er um fjórfalt meiri hagnaður en árið 1995. Aðalfundur Krossaness var haldinn í gær og þar kom fram bjartsýni forsvarsmanna fyrirtækisins á rekstur þess á næstunni. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

Fjölgun blóðsjúkdómaog krabbameinssjúklinga

Blóðsjúkdóma- og krabbameinsdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem stofnuð var við sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala, var nýlega kynnt en deildin er hluti af lyflækna og endurhæfingardeild spítalans. Að sögn Sigurðar Björnssonar, lyflæknis og lyflæknis krabbameina, hefur þeim fjölgað verulega, sem leita til deildarinnar eftir að hún var stofnuð. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Flogið til messugjörðar á Akureyri

UNGLINGAR innan Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi munu fara í flugferð til Akureyrar í boði Atlanta flugfélagsins, Olíufélagsins hf. og fleiri í byrjun júni. Miðað er við þátttöku þeirra sem hafa verið virkir í æskulýðsstarfinu í vetur eða um 360 unglinga og hefur próföstum Reykjavíkurprófstdæma og biskupi verið boðið með í ferðina. Þann 1. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Framsalsbeiðni kynnt Haneshjónunum

HANES-HJÓNIN bandarísku voru kölluð til Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær þar sem þeim var kynnt framsalskrafa sem borist hefur frá Bandaríkjunum vegna ákæru á hendur þeim fyrir brottnám á dótturdóttur konunnar. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, kom krafan frá Bandaríkjunum í byrjun mars. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fundur um jafnréttismál á Egilsstöðum

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur boðað til fundar í Valaskjálf miðvikudaginn 2. apríl kl. 20.30. Fundarefnið er framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, gerð verður grein fyrir núgildandi áætlun og hvað miðar við gerð nýrrar áætlunar. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 3137 orð

Fögur rithönd á íslensku embættisbréfi í safni franska flotans Árið 1833 hvarf franskur foringi, Jules de Blosseville, með

Fögur rithönd á íslensku embættisbréfi í safni franska flotans Árið 1833 hvarf franskur foringi, Jules de Blosseville, með herskipinu "La Lilloise" og áhöfn í rannsóknarleiðangri milli Íslands og Grænlands. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Gangan í grunnbúðir hafin

ÍSLENDINGARNIR þrír sem ætla að klífa Everest eru lagðir af stað í átt að grunnbúðunum við fjallið. Þeir fóru með flugi frá Katmandu, höfuðborg Nepal, til smáþorpsins Lukhla, sunnan við Everest, snemma í gærmorgun. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

GIZUR BERGSTEINSSON

GIZUR Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, andaðist í Reykjavík eftir skamma sjúkrahúslegu aðfaranótt miðvikudags tæplega níutíu og fimm ára að aldri. Hann fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 179 orð

Gruna IRA um sprengjutilræði

TVÆR sprengjur ollu skemmdum á járnbrautarteinum í bænum Wilmslow í Norður-Englandi í gær. Enginn slasaðist. Grunur leikur á að Írski lýðveldisherinn, IRA, beri ábyrgð á hermdarverkinu og að ætlun samtakanna sé að valda óstöðugleika í aðdraganda brezku þingkosninganna, sem fram eiga að fara 1. maí næstkomandi. Meira
27. mars 1997 | Miðopna | 1582 orð

HEKLA VAKNAÐI 1947 AF ALDARSVEFNI Í morgunsárið 29. mars 1947 tók Hekla að gjósa. Voru þá liðin 102 ár frá síðasta gosi þessa

HEKLUGOS stóð með 5 dálka heimsstyrjaldarletri á forsíðu aukablaðs Morgublaðsins sama morgun. Þar segir: "Hekla byrjuð að gjósa. Skömmu fyrir sjö í morgun varð fólk í Austursveitum vart við snarpan jarðskjálftakipp og skömmu síðar Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hræ af hrossi fjarlægt

FÉLAGI í samtökunum Dýravernd tilkynnti lögreglu í fyrradag að í girðingarhólfi í Kollafirði við Vesturlandsveg væri stóð hrossa og virtust þau illa á sig komin. Einnig væri grunur um að dautt hross lægi undir snjóskafli við hólfið. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 1301 orð

Hundahasar

PONGÓ er einhver glæsilegasti dalmatíuhundurinn í gjörvallri Lundúnaborg, en Roger (Jeff Daniels) eigandi hans er hins vegar allt of önnum kafinn í starfi sínu til að finna heppilegan maka handa Pongó, og reyndar sjálfum sér líka. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hús rýmd vegna snjóflóðahættu

ALMANNAVARNARNEFND Ísafjarðar ákvað í gærkvöld í samráði við Veðurstofuna að rýma þrjú hús á Ísafirði, 16 í Hnífsdal og nokkur á Flateyri vegna snjóflóðahættu. Að sögn lögreglu á Ísafirði var veður þar slæmt í gærdag, mikil snjókoma og hvöss norðanátt. Vindurinn gekk nokkuð niður með kvöldinu, en spá var slæm fyrir nóttina. Húsin sem rýmd voru á Ísfirði eru við Grænuhlíð og Seljaland. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 850 orð

Hver dagur á sjó kostar tuttugu þúsund pund

ÖÐRU hverju liggur danska eftirlitskipið Triton í Reykjavíkurhöfn. Um miðjan sl. mánuð fór það héðan með minningar- og kvikmyndaleiðangur vestur á Grænlandssund þar sem orustuskipið mikla HMS Hood sökk. Í umræðum um kaup á stærra varðskipi til Íslands hafa skip á borð við Triton og Vædderen borið á góma. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Í nýföllnum snjónum

KRAKKARNIR á leikskólanum Holtakoti virtust himinlifandi yfir nýföllnum snjónum og þustu í útigöllunum í leiktækin á lóð leikskólans. Og alltaf er jafn spennandi að eiga við klifurgrindina. Þegar upp er komið er útsýnið yfir völlinn gott og hægt að huga að því hvað hinir eru að gera. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 1997 orð

Konungar þjóðveganna Vöruflutningabílstjórarnir eru oft fyrirferðarmiklir á þjóðvegunum. Þeir leggja oftast í hann þegar aðrir

DAGUR er að kveldi kominn, klukkan orðin hálfsex og vinnudagur flestra á enda. Bílstjórar vöruflutningabíla eiga aftur á móti langan akstur fyrir höndum, norður yfir heiðar eða suður með sjó. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Kvöldvaka á föstudaginn langa

Í FRÍKIRKJUNNI í Hafnarfirði verður kvöldvaka á föstudaginn langa sem hefst kl. 20.30. Athöfnin fer fram með þeim hætti að safnast verður saman við stóran kross sem hangir í kórdyrunum. Flutt verður dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Meira
27. mars 1997 | Landsbyggðin | 412 orð

Kynningarfundur um samgöngu- og ferðamál

Grund-Kynningarfundur um samgöngu og ferðamál á vegum Samvinnunefndar um svæðisskipulag í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar var haldinn í Brautartungu fyrr í mánuðinum. Gestur fundarins var samgönguráðherra, Halldór Blöndal, sem mætti ásamt vegagerðarmönnunum Jóni Rögnvaldssyni, Hjörleifi Ólafssyni, Birgi Guðmundssyni og Bjarna Johansen. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Köfun að flaki Æsu undirbúin

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur falið Siglingastofnun Íslands að kanna hvert yrði umfang og kostnaður við köfun og skoðun á flaki Æsu ÍS 87 þar sem það liggur á 70 m dýpi í Arnarfirði. Hefur verið haft samband við enskt köfunarfyrirtæki og standa nú yfir viðræður um að það taki verkið að sér. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lítið eftir af Þorsteini

LÍTIÐ er nú eftir af bátnum Þorsteini GK 16, sem strandaði undir Krísuvíkurbergi fyrir rúmum hálfum mánuði. Brimið hefur farið um hann heldur óblíðum höndum og brátt verður ekki annað en minningin eftir. Á myndinni, sem tekin var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær, má sjá leifarnar af Þorsteini. Ofar á myndinni sést það sem eftir er af skrokknum og að neðan má sjá hluta af stýrishúsinu. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði

Á REYNISVATNI í Reykjavík er hafið meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði. Mótið er opið öllum. Verðlaun eru veitt fyrir stærstu fiska sem veiddir verða í vetur í dorgveiði. Opið er alla virka daga þegar veður leyfir frá kl. 13­19 og um helgar kl.10­19. Veiðileyfi kostar 2.850 kr. og eru fimm fiskar innifaldir í veiðileyfinu. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Messur

HVÍTASUNNUKIRKJAN: Skírdagur kl. 20.30, brautbrotning, ræðumaður Jóhann Pálsson. Föstudagurinn langi, samkoma kl. 14.00, ræðumaður G. Rúnar Guðnason. Páskadagur, samkoma/barnablessun kl. 14.00, ræðumaður Vörður L. Traustason. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1203 orð

MINNISBLAÐ LESENDA UM PÁSKANA

Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur: Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er opin allan sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími slysadeildar er 525-1700. Heimsóknartími á sjúkrahúsum: Sjúkrahús Reykjavíkur: Allir dagar frá kl.15-16 og 19-20, eða eftir samkomulagi. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Mitsubishi með vélasamstæðuna

STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að mæla með því við borgarráð að gengið verði til samninga við Mitsubishi Corporation um kaup á vélbúnaði í Nesjavallavirkjun. Sumitomo, sem einnig var með tilboð í verkið, hefur kært þessa afgreiðslu á þeirri forsendu að ekki hafi verið gætt jafnræðis við afgreiðslu málsins. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Myndlistasýning Hallgríms

HALLGRÍMUR Ingólfsson opnaði málverkasýningu á Kaffi Karólínu sl. laugardag og er þetta jafnframt hans fyrsta einkasýning. Hallgrímur sýnir akrýlmyndir á prentplötum. Sýningin er opin á afgreiðslutíma kaffihússins og stendur fram í byrjun apríl. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 345 orð

Naumur meirihluti samþykkur

KJARASAMNINGUR Verslunarmannafélags Reykjavíkur við Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasambandið var samþykktur með 533 atkvæðum gegn 524. Á kjörskrá voru 12.227, og 1.063 greiddu atkvæði, eða 8,7%. Til að hægt hefði verið að fella samninginn hefði þurfti að minnsta kosti 20% kjörsókn. Magnús L. Meira
27. mars 1997 | Miðopna | 944 orð

NÁLÆGÐ ER MIKILVÆG

Niðurstöður mínar eru þær að bæði sjúklingar og starfsfólk vilja meiri nálægð og samstarf í samskiptum sínum," sagði Svava Stefánsdóttur. Ég valdi orðið samstarf yfir þessi samskipti. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Námskeið um lífsgæði og fatlanir

FÉLAG sálfræðinga er starfa að málefnum fatlaðra efna til námskeið um lífsgæði og fatlanir dagana 10.­11. apríl nk. að Borgartúni 6, Reykjavík. "Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið miklar áherslubreytingar í þjónustu við ýmsa hópa fatlaðra á Íslandi. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 1226 orð

Námsráðgjöf skilar verðmætum Undanfarið hefur verið mikið annríki hjá Námsráðgjöf Háskóla Íslands. Starfsemi hennar hefur

ÞÖRFIN fyrir námsráðgjöf er gífurleg," sagði Ásta Kr. Ragnarsdóttir í upphafi samtalsins við blaðamann Morgunblaðsins. Eftirspurnin eftir slíkri þjónustu hefur aukist stöðugt milli ára og nú er svo komið að auk þess að veita einstaklingum ráðgjöf þjálfum við nemendur sem leggja stund á Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 1062 orð

Nægur skíðasnjór um allt land

HORFUR fyrir skíðaiðkendur um land allt, eru allgóðar fyrir bænadagana og páskana. Skíðasnjór er allsstaðar nægur, en veðurútlit er nokkuð misjafn, eins og fram kemur hér á eftir. BLÁFJÖLL, Skálafell og Hengilssvæðið Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Olía úr spennuvirki lak út

EINANGRARI í spennuvirki hjá Reykjahlíð í Mosfellsdal splundraðist á mánudagskvöld og skaust brot úr honum marga metra, meðal annars í kælikerfi annars spennuvirkis um 20­30 metra í burtu. Leki kom að kælikerfinu og úðuðust út úr því 1.500 til 2.000 lítrar af spennuolíu. Í kjölfarið þurfti að fjarlægja mengaðan snjó af svæðinu og dæla þeirri olíu sem hægt var að ná upp í burtu. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Páskavaka í Hafnarfjarðarkirkju

PÁSKAVAKA í Hafnarfjarðarkirkju verður haldin á páskanótt. Hefst hún kl. 23.30 á laugardagskvöld og stendur til kl. 00.30 á páskadagsmorgun. Tónlistin og upprisugleðin skipa veglegan sess á páskavökunni. Söng annast félagar úr Hljómkórnum. Einsöngvari eru Signý Sæmundsdóttir. Á páskavökunni gefst kirkjugestum kostur á að kveikja á bænakertum við altarið og endurnýja skírnarheiti sitt. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 325 orð

Raunhæfar hreinsunaraðgerðir fyrirskipaðar

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suðurlands og sveitarstjórn Djúpárhrepps hafa krafist þess í bréfi til umboðsmanns útgerðar og vátryggjanda Víkartinds að hefja þegar í stað og án alls undandráttar raunhæfar hreinsunaraðgerðir. Er einnig krafist 50 milljóna króna tryggingar til tryggingar á efndum. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund ofangreindra aðila með fulltrúum í umhverfisráðuneytinu í gær. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Ráðherra gefur út starfsleyfi Norðuráls

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra gaf í gærkvöldi út starfsleyfi fyrir álver Norðuráls hf. á Grundartanga. Starfsleyfið byggist á ákvörðun stjórnar Hollustuverndar ríkisins, en ráðherra hefur bætt nokkrum ákvæðum við og gert skilyrði fyrir rekstrinum strangari. Starfsleyfið tekur gildi þegar starfsemi hefst í kerskála álversins og gildir í tíu ár, en þó ekki lengur en til 1. maí 2009. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Rúm 65% fanga í vinnu eða námi

AF 131 fanga sem vistaður var í fangelsi 11. mars síðastliðnum stunduðu 86 vinnu eða nám. Öðrum var ýmist ekki haldið til vinnu vegna agabrota eða þeir voru á sjúkrastofnunum ellegar óvinnufærir af öðrum ástæðum. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sáttafundum frestað fram yfir páska

EKKI eru ráðgerðir sáttafundir hjá ríkissáttasemjara yfir páskana nema í kjaradeilu Sambands bankamanna og viðsemjenda sem eru boðaðir til sáttafundar á annan í páskum. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara héldu nokkur félög á almenna markaðinum og félög opinberra starfsmanna viðræðum sínum áfram við viðsemjendur í gær án þess að niðurstaða fengist. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Segir staðfestingu þingsins í sjónmáli

JESSE Helms, einn af forystumönnum repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, greindi frá því í fyrradag að hann væri að semja við ríkisstjórn Bills Clintons um alþjóðlegan sáttmála um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna og staðfesting Bandaríkjaþings á honum væri í sjónmáli. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 275 orð

Simpson vill ný réttarhöld O.J. Simpson hefur krafist

O.J. Simpson hefur krafist nýrra réttarhalda vegna ásakana um að hann hefði myrt eiginkonu sína og vin hennar. Simpson var sýknaður í opinberu sakamáli en síðar dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlambanna 33,5 milljónir dala, sem svarar 2,4 milljörðum króna, í einkamáli sem höfðað var gegn honum. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 494 orð

Síðasti einyrkinn?

ÞEIR eru kallaðir einyrkjar. Þeir aka eigin vöruflutningabílum. Þeim fækkar óðum og ef fram heldur sem horfir verða stóru flutningafyrirtækin orðin einráð á markaðnum innan fárra ára. Þó eru nokkrir sem synda móti straumnum. Guðmundur Björnsson, kenndur við Stakkanes, er einn þeirra. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Spilafélagar rændu mann og börðu

MAÐUR kærði líkamsárás og rán snemma á þriðjudagsmorgun, sem átti sér stað á heimili hans á Ásvallagötu. Hann var fluttur á slysadeild með áverka í andliti. Maðurinn hafði farið á knæpu í Hafnarstræti kvöldið áður og hitt þar par, karlmann og konu, sem hann bauð heim til sín, að eigin sögn til að spila brids. Treg til farar Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Stærðfræðikennsla og menntun stærðfræðikennara

ÍSLENSKA stærðfræðafélagið heldur málþing þriðjudaginn 1. apríl kl. 13­18 í stofu 101 Odda, húsi félagsvísindadeildar HÍ undir yfirskriftinni: Stærðfræðikennsla og menntun stærðfræðikennara. "Stærðfræðikennsla í skólum hefur verið í sviðsljósi síðan TIMSS könnun leiddi í ljós slaka kunnáttu skólabarna í stærðfræði. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Söguferð um Þingvelli

ÚTIVIST fer sína árlegu söguferð á föstudaginn langa, 28. mars. Að þessu sinni verður genginn Kárastaðastígurinn niður á Lögberg og áfram um Þingvelli og endað á Spönginni. Rifjuð verður upp saga hins forna þings og þingstaðar eftir því sem tækifæri gefst. Ef færð leyfir verður einnig gengið að Öxarárfossi. Leiðsögumaður verður Sigurður Líndal, prófessor. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Telja gengið þvert á yfirlýsingu ríkisstjórnar

FORYSTA ASÍ telur að drög að frumvarpi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem þeir hafa fengið í hendur til skoðunar, gangi þvert á yfirlýsingu forsætisráðherra, sem gefin var í tengslum við kjarasamninga um að forræði hinna almennu lífeyrissjóða á 10% framlagi verði tryggt í þeirri löggjöf sem nú er í undirbúningi. Meira
27. mars 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Tyrklandi ekki hafnað

KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði í gær að umsókn Tyrklands um aðild að Evrópusambandinu, ESB, yrði ekki hafnað, en Tyrkir yrðu að sýna biðlund. "Tyrkland tilheyrir Evrópu. Tyrkneska lestin helzt á aðalsporinu, hún mun ekki verða sett á hliðarspor," sagði Kinkel á blaðamannafundi í Ankara, en hann er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Meira
27. mars 1997 | Fréttaskýringar | 2647 orð

ÚTIVISTARPARADÍS Í URRIÐA VATNSLANDI

Urriðavatn er fallegt stöðuvatn, steinsnar norðan við Setbergshverfið í Hafnarfirði. Það blasir við af Flóttamannaveginum, sem svo hefur verið nefndur og Bretar lögðu á stríðsárunum. Meira
27. mars 1997 | Landsbyggðin | 178 orð

Vatnsúðakerfi kom í veg fyrir stórtjón

Sauðárkróki-Um klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöld varð vegfarandi sem leið átti um Sauðárhlíð þess var að aðvörunarbjöllur á Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans voru í gangi. Kallaði hann út slökkvilið og lögreglu og voru þessir aðilar komnir á staðinn innan fárra mínútna. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Veittu ferðastyrki

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram tuttugusta og fyrsta úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 565.203 kr. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Viðræður um stækkun flugflota Flugleiða

FLUGLEIÐIR hafa verið í viðræðum við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar að undanförnu um kaup á nýjum Boeing 757 þotum og er búið að ganga frá samningum um vél sem kemur um næstu áramót hingað til lands. Ennfremur er búið að tryggja kauprétt og verið að vinna að samningi um kaup á annarri samskonar vél, sem kæmi þá væntanlega til landsins í apríl 1999. Hátt í álversstækkun Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Vorkoman í sjónum

NÝSÝN, áhugafólk um nýjar leiðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að kynna sér upp á eigin spýtur íslenska náttúru, sögu og samfélag, hefur undanfarið leitað til ýmissa aðila um samstarf og fengið góðar undirtektir. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 398 orð

Voru verk þjóðþekktra listamanna fölsuð?

MEINTAR falsanir á þremur verkum eftir þjóðþekkta listamenn hafa verið kærðar til Rannsóknarlögreglu ríkisins og er grunur um að fleiri verk eftir þessa listamenn og aðra kunni að hafa verið fölsuð og seld einstaklingum og stofnunum hérlendis og erlendis. Verkin sem getið er í kærunni, eru eignuð Jóhannesi S. Kjarval, Þórarni B. Þorlákssyni og Júlíönu Sveinsdóttur. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

VSÍ greiðir atkvæði um samningana

FRAMKVÆMDASTJÓRN VSÍ ákvað á fundi á þriðjudag að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja VSÍ um nýgerða kjarasamninga við landssambönd og verkalýðsfélög innan ASÍ. Er þetta í fyrsta skipti í sögu VSÍ sem kjarasamningar eru bornir undir atkvæði aðildarfyrirtækja þess. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 588 orð

VSÍ krefst afturköllunar ef komast á hjá réttarágreiningi

FJÖLDI verkalýðsfélaga, sem eru aðilar að kjarasamningunum sem gerðir voru sl. mánudag, héldu áfram atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla eftir að samningar lágu fyrir. Þau sendu í gær og fyrradag út boð um vinnustöðvanirnar ásamt tilkynningu um frestun þeirra til 23. apríl. Samtök vinnuveitenda brugðust hart við þessum verkfallsboðunum í gær, sem þau telja að séu ólöglegar. Meira
27. mars 1997 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Þáttur kennara í skólaþróun

MEL West flytur opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi miðvikudag, 2. apríl, í stofu 16 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn nefnist; Þáttur kennara í skólaþróun. Á síðustu tveimur árum hafa fjórir skólar á Norðurlandi eystra unnið að sérstökum skólaþróunarverkefnum, en þau eru byggð á aðferðum sem þróaðar hafa verið við Cambridgeháskóla. Meira
27. mars 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þjófur missti skó á flótta

MAÐUR vatt sér inn í verslun við Fellsmúla laust eftir klukkan 17 í fyrrdag, greip þar geislaspilara og hljóp út. Verslunareigandinn var snar í snúningum, hljóp á eftir þjófinum, og tókst eftir nokkra eftirför að ná tækinu. Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 1997 | Leiðarar | 601 orð

SIGUR LÍFSINS YFIR DAUÐANUM RÚIN á almætti mannsins var ra

SIGUR LÍFSINS YFIR DAUÐANUM RÚIN á almætti mannsins var rauði þráðurinn í þeim lífsviðhorfum, sem settu svip sinn á framanverða 20. öldina. Fram voru sett kenningakerfi um brúnt og rautt alræði, einhvers konar þúsund ára forsjárhyggjuríki, sem leysa átti allan mannanna vanda. Meira

Menning

27. mars 1997 | Menningarlíf | 232 orð

Að eilífu í Hafnarfirði

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóður og Háðvör hefur hafið æfingar á nýju gamanleikriti með söngvum eftir Árna Ibsen. Nefnist það Að eilífu en undirtitillinn er Svipmyndir úr brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guðmundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum. Um er að ræða samstarfsverkefni við Nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands. Meira
27. mars 1997 | Tónlist | 446 orð

Afrískir dansar

Akuna Matata" eftir Orville J. Pennant og M'Bemba Bangoura Tónlist: M'Bemba Bangoura, Helgi Svavar Helgason, Helgi Dacobsen, Erla Björk, Hafsteinn Snæland, Marrit Meintema, Rafael Lisniak, Thelma Amunda, Michael Óskarsson. Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 95 orð

Áhorfendur í dómarasæti

ÞÆR stuttmyndir sem komast í gegnum forvalið á Stuttmyndadögum 1997 verða sýndar á Stöð 2 kl. 18.30 alla virka daga frá 1. til 10. apríl. Úrslitahátíð keppninnar verður haldin föstudaginn 11. apríl og geta áhorfendur Stöðvar 2 haft áhrif á það hvaða myndir sigra. Að sögn Ragnars Hólms hjá Stöð 2 gilda atkvæði áhorfenda að hálfu á móti vali þriggja manna dómnefndar. Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 119 orð

Drottning Sundance hátíðarinnar

PARKER Rosey leikur í þremur myndum sem voru sýndar á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár og hlaut sérstök verðlaun fyrir leik sinn í einni þeirra, "The House of Yes". Hinar myndirnar eru "Clockwatchers" og "Suburbia". Ef mynd á þessari kvikmyndahátíð hlýtur náð fyrir augum dómara eða áhorfenda er næsta víst að dreifingar- og sölumöguleikar hennar aukast til muna. Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 249 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 778 orð

Hún er margslungin sú hverfula list

ÁÞESSU ári fagnar Leikfélag Reykjavíkur eitt hundrað ára afmæli sínu og má því með nokkrum rétti segja að eiginlegt leikhús á Íslandi eigi aldarafmæli, leikhús með listrænan metnað og með listrænan árangur. En hvernig getum við greint þetta listræna? Um fátt hefur verið meira ritað meðan ritöld hefur staðið og um fátt hafa menn átt erfiðara að koma sér saman. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 74 orð

Íslendingatónleikar í Vín

ÍSLENSKIR tónlistarmenn komu fram á tónlistarkvöldi Austurrísk-íslenska félagsins í Vínarborg á laugardag og voru aðeins íslensk verk á efnisskránni. Tónleikarnir voru haldnir í Franz Schubert-tónlistarskólanum og sungu Kristján E. Valgarðsson baríton, Sigríður E. Meira
27. mars 1997 | Tónlist | 609 orð

Ítalskar fornperlur

Verk eftir ítalska snemm- og miðbarokkhöfunda. Icarus-hópurinn frá Hollandi (Hilde de Wolf, blokkflautur; David Rabinovich, barokkfiðla; Ariane James, barokkselló; Regina Albanez, barokkgítar, chittarone og slagverk; Katherine Heater, semball.) Þjóðleikhúskjallaranum, mánudaginn 24. marz kl. 21. Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 208 orð

Leikstjóri High Noon látinn

FRED Zinnemann, einn af kvikmyndaleikstjórum gullára Hollywood, er látinn. Þeir sem kannast ekki við nafnið þekkja örugglega myndir hans eins og High Noon, From Here to Eternity, Act of Violence, A Man For All Seasons, Oklahoma,og The Day of the Jackal. Zinneman og verk hans eru fulltrúar Hollywood sem er ekki til lengur. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 291 orð

Listvinafélag Hallgrímskirkju

PASSÍUSÁLMAR séra Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30 og gert er ráð fyrir að hann standi til um það bil 18.30. Flutningur sálmanna er orðinn að árvissum viðburði í kirkjunni á þessum degi. Meira
27. mars 1997 | Myndlist | 514 orð

Lífið í götunni

ÞAÐ ERU þekkt ummæli á íslensku um mannkerti af vissri tegund að það rigni upp í nefið á þeim; með því er auðvitað átt við að viðkomandi séu svo merkilegir með sig að þeir horfi aðeins til efstu hæða mannlegra metorða og telji sitt nánasta umhverfi ­ í mannlegum skilningi sem og öðrum ­ sér varla samboðið. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 210 orð

Ljóðasafn austfirskra höfunda

FÉLAG ljóðaunnenda á Austurlandi, sem stofnað var á síðasta sumri, hefur ákveðið að gangast fyrir útgáfu ljóðasafns austfirskra höfunda. Stefnt er að því að bókin komi út síðari hluta ársins 1999. Þá verða liðin 50 ár frá útkomu bókarinnar Aldrei gleymist Austurland sem geymir ljóð 73 höfunda. Þessi nýja bók verður í svipuðu broti og hin fyrri og stærð hennar áætluð um 300 síður. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 734 orð

Maður er manns gaman

ÞAÐ ER margt um manninn í sýningarsal Norræna hússins þennan vota vetrardag í mars. Engu að síður er lítið skrafað og gesturinn fær að spóka sig óáreittur í salnum þótt hann standi í miðjum manninum. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Málverk Kristínar í Geirsdóttur

NÚ STENDUR yfir sýning í safnaðarsal Grafarvogskirkju á málverkum Kristínar Geirsdóttur. Á sýningunni eru átta olíumálverk sem eru unnin á síðustu þremur árum og hafa flest verið sýnd áður, þ.ám. á myndlistarsýningunni "Stefnumót listar og trúar" í Hafnarborg vorið 1995. Kristín Geirsdóttir útskrifaðist úr málaradeild MHÍ árið 1989. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 1360 orð

Með hjartslátt Schuberts í röddinni

FYRIR mörgum árum hafði Robert Jacobson í New York, sem þá var ritstjóri "Opera News" þar í borg, fróðlegt viðtal við Elly Ameling. Það viðtal er enn í fullu gildi og gefur verulega innsýn í hugarheim og vinnubrögð söngkonunnar. Mig langar til að vitna í þetta viðtal: "Ég man ekki eftir mér öðruvísi en syngjandi," sagði Elly Ameling. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Ormstunga á Njáluslóðir

LAUGARDAGINN 29. mars verður leikritið "Ormstunga" leikið á Hellu. Nánar tiltekið í hinu forna Hellu- bíói. Það mun vera í tilefni af 70 ára byggðarafmæli staðarins sem Gunnlaugi og Helgu fögru er boðið á Njáluslóðir og verða sýningarnar tvær, kl. 13. og 17. Þetta mun vera í annað sinn sem leikurinn er leikinn utan höfuðborgarinnar en í janúar var sýnt á Hvanneyri í hinni fornu íþróttahöll. Meira
27. mars 1997 | Fólk í fréttum | 513 orð

Safnfréttir, 105,7

ÓPERUKJALLARINN Á föstudagskvöld verður diskótek þar sem D.J. Klara verður í búrinu. Opið frá kl. 24­4. Sunnudagskvöld verður svo stórdansleikur með Bjögga Halldórs og Óperubandinu. Opið kl. 24­4. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 756 orð

Sama hvar ég er svo lengi sem ég fæ að syngja

FJÓRIR einsöngvarar taka þátt í flutningnum á Messíasi ásamt Kór Langholtskirkju. Þrír þeirra eru íslenskum söngunnendum að góðu kunnir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona, Sverrir Guðjónsson kontratenórsöngvari og Loftur Erlingsson barítonsöngvari, Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 174 orð

Smeðjulegur lygari í fyrsta sæti

GAMANLEIKARINN Jim Carrey fór beint í fyrsta sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum þegar mynd hans, "Liar Liar" var frumsýnd um síðustu helgi. Alls voru greiddar 2.198 milljónir króna í aðgangseyri á myndina. Einungis ein mynd, "Star Wars", hefur á þessu ári fengið betri aðsókn en alls voru greiddar 2. Meira
27. mars 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð

Sonur Jacksons heitir Prince

POPPKONUNGURINN Michael Jackson hefur valið syni sínum nafnið Prince Michael Jackson Junior. Þetta kemur fram í frétt breska vikublaðsins OK sem varð fyrst til að birta myndir af barninu mánaðargömlu, nú í byrjun vikunnar. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 698 orð

Stendur veldi Lloyds-Webbers á brauðfótum?

SÍÐASTA sýningin á söngleiknum "Sunset Boulevard" eftir Andrew Lloyd-Webber á Broadway var á laugardag. Sýningar á verkinu höfðu þá staðið í tvö og hálft ár í Minskoff leikhúsinu í New York, sem allajafna væri talið bera velgengni vitni, en þegar tjaldið féll í síðasta skipti á laugardag var talað um að þessarar sýningar yrði minnst fyrir aðrar sakir. Meira
27. mars 1997 | Fólk í fréttum | 196 orð

Sting varð þjónn á heimili sínu

POPPTÓNLISTARMAÐURINN Sting, 45 ára, sem fetar sig nú æ lengra inn í frumskóg kvikmyndanna, leikur tvíkynhneigðan yfirþjón í gamanmyndinni "Gentlemen Don't Eat Poets". En hvernig undirbjó hann sig fyrir hlutverkið? "Fyrst datt mér í hug að horfa á myndirnar hans Anthony Hopkins því hann nær þjónshlutverkinu svo vel. Þá datt mér annað snjallræði í hug. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 870 orð

Syng fyrir sjálfa mig

ÁRLEGIR Páskabarokktónleikar verða haldnir í Listasafni Kópavogs-Gerðarsafni næstkomandi laugardag kl. 16.00. Verður tónlistin, sem fyrr, flutt á upprunaleg hljóðfæri og sungin af söngvara sem sérstaklega hefur tileinkað sér söngstíl barokktónlistar. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 90 orð

Sýning Jóns Bergmanns að ljúka

31. MARS lýkur sýningu Jóns Bergmanns Kjartanssonar í Galleríi + í Brekkugötu 35 á Akureyri. Sýningin er opin laugardag, sunnudag og mánudaginn annan í páskum frá klukkan 14.00 til 18.00. Jón Bergmann er fæddur í Reykjavík 1967 og búsettur þar. Hann hefur haldið 4 einkasýningar áður, 2 á Íslandi og 2 í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í samsýningum í Englandi, Hollandi og á Íslandi. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 50 orð

Sæll og bless

SÆLL og bless heitir samsýning nema í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Galleríi Nema hvað í Þingholtsstræti 6. Sýningin verður opnuð næstkomandi laugardag kl. 20 og stendur yfir í þrjár vikur. Opnunartími gallerísins er á fimmtudögum og föstudögum kl. 16-20 og á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Meira
27. mars 1997 | Myndlist | 921 orð

Tiltekt

Opið þriðjudaga til föstudaga frá 14­18. Til 26 marz. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ FER fram óvenjulegur gjörningur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg um þessar mundir. Felst í því að listaverkageymsla safnsins hefur verið rýmd og verkunum komið fyrir á tvist og bast í öllum sölum safnsins. Meira
27. mars 1997 | Bókmenntir | -1 orð

Tregða

eftir Ingimar Oddsson. Útg. Ingimar Oddsson, Reykjavík 1996. 62 bls. SJÁLFSÚTGÁFUR, bækur sem höfundar gefa út á eigin reikning (og ábyrgð), eru býsna misjafnar að gæðum. Stundum er um að ræða bækur sem bókaforlög hafa hafnað og ekki talið nógu góðar eða sölulegar. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 1865 orð

Tunglskinseyjan í Landi morgunroðans Ný, íslensk kammerópera, Tunglskinseyjan, eftir Atla Heimi Sveinsson, var frumsýnd í Peking

SAGAN segir frá ungum elskendum af konungaættum, Kalman og Auði, sem eiga sér rætur í Írlandi og á eyjunum norður af Skotlandi. Ísland hefur ekki verið numið, en sögur herma að lengst í norðri sé eyja, þar sem sólin aldrei sest. Valdabarátta og styrjaldir konunga og prinsa, verða til þess að elskendurnir skiljast að og hvort um sig heldur að hitt sé dáið. Meira
27. mars 1997 | Myndlist | 469 orð

Undraverur vonar og kærleika

Sæmundur Valdimarsson. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 7. apríl; aðgangur kr. 200 (gildir að öllum sýningum). ÞAÐ er ekki ofsagt að halda fram að því fylgi jafnan mikil hugarró að koma innan um þær meyjar sem Sæmundur Valdimarsson hefur leyst úr viðjum rekaviðar frá fjarlægum ströndum. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 1840 orð

"Vinsamlegast mætið ekki í krínólínu og skiljið sverðin eftir heima!" Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar flytur

GEORGE Frederick Händel er nú fyrst og fremst þekktur sem höfundur stórbrotinna óratóría. Hann fullkomnaði ensku óratóríuna og ekki minni menn en Haydn og Mendelssohn fylgdu í fótspor hans. Sjálfur Beethoven sagði: "Händel er mesta tónskáld sem uppi hefur verið. Við gröf hans myndi ég taka ofan og krjúpa. Meira
27. mars 1997 | Menningarlíf | 107 orð

Voru Columbus og Leifur vinir?

NÚ ER starfandi leiklistarhópur í Hafnarfirði sem saman stendur af íslenskum og ítölskum unglingum á aldrinum 15­18 ára. Hópurinn ætlar að frumsýna leikrit sem verið er að semja um Columbus og Leif heppna, tengsl þeirra og þörfina til að kanna heiminn og að kynnast öðrum menningarheimum. Leikið verður á íslensku og ítölsku og frumsýna á 31. mars í Bæjarbíói. Meira
27. mars 1997 | Kvikmyndir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUEyðandinn (Eraser) Sporhundar (Bloodhounds) Glæpur aldarinnar (Crime of the Century) Próteus Meira

Umræðan

27. mars 1997 | Aðsent efni | 102 orð

AV:

AV: Baldur Ásgeirsson ­ Magnússon Halldórsson383Árni Halldórsson ­ Helgi Vilhjálmsson362Þórarinn Árnason ­ Þorleifur Þórarinsson354Rafn Kristjánsson ­ Þorsteinn Kristjánsson347Meðalskor312 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 21.3. 1997. 28 pör mættu. Meira
27. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 414 orð

Eru heimilin vörugeymslur?

ÞÓTT kjarasamningar hafi staðið í hálft ár, hef ég ekki heyrt orð þaðan um þau ókjör að skuldir heimilanna eru nú um 350 milljarðar og vaxa stöðugt. Slíkt hefði þó verið eðlilegt því stjórnvöld komu að málinu samkvæmt venju og má næstum segja að heimilisskuldir séu lögboðnar vegna húsnæðisstefnunnar. Enginn á húsnæði skilið eða rétt til heimilis nema hann geti borgað og til þess þarf að taka lán. Meira
27. mars 1997 | Aðsent efni | 527 orð

Glataðar hringleiðir SVR

ÞEGAR breytingar voru gerðar á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur síðastliðið haust voru tvær leiðir lagðar niður. Þetta voru leiðir 8 og 9, hægri og vinstri hringleiðir. Þær gegndu mikilvægu hlutverki við að tengja saman norður- og suðurhverfi borgarinnar og þjónuðu íbúum og öðrum farþegum er þurftu að komast leiðar sinnar í Hlíðahverfi, Holtahverfi, Túnum, Teigum, Laugarneshverfi, Meira
27. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 266 orð

Illa að málum staðið hjá KR

ÉG GET ekki stillt mig um að stinga niður penna og lýsa óánægju minni með hversu illa er staðið að því að styðja fyrstudeildarlið KR-stúlkna, en þær eru nú í lokabaráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Grindvíkinga. Meira
27. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 306 orð

Ranghugmyndir næringarfræðingsins

SUNNUDAGINN 23. mars birtist flennistór grein eftir næringarfræðing sem vinnur sem verktaki fyrir Mátt, þar kom hann með fullyrðingar um efni sem selt er hér á landi. Því miður virðist næringarfræðingurinn fjalla um hluti sem hann hefur ekki þekkingu á, ekki kynnt sér eða hreinlega er illa læs. Hann segir í grein sinni "töflur sem Gaui litli auglýsir ... Meira
27. mars 1997 | Aðsent efni | 940 orð

R-listinn og Fæðingarheimili Reykjavíkur

HINN 28. janúar 1992 samþykkti stjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkur að ganga til viðræðna við fulltrúa Ríkisspítala um rekstur Fæðingarheimilisins og ráðstöfun á húsnæði þess. Tilefni þessa var að heilbrigðisráðuneytið hafði lýst yfir áformum um að flytja fjármagn það sem ætlað var í rekstur Fæðingarheimilisins frá Borgarspítala til Ríkisspítala. Meira
27. mars 1997 | Bréf til blaðsins | 281 orð

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

SÚ hefð hefur nú skapast í vali á fulltrúum Íslands í Eurovision- keppninni að einu sinni á ári kemur yfirlýsing frá RÚV þar sem þegnum landsins er tilkynnt um hvaða aðili verði fulltrúi okkar í keppninni það árið. Meira
27. mars 1997 | Aðsent efni | 427 orð

Þá munu steinarnir hrópa

JESÚS sagði: "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld." (Matt. 11:28). Hún var nýkomin heim eftir erfiða aðgerð, sem hún þurfti að gangast undir á Landspítalanum. Hún hringdi til mín og sagðist mega til að segja mér eftirfarandi. "Það var svo gott að vita af Nýja testamentinu í náttborðinu á spítalanum. Meira

Viðskipti

27. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Evrópsk bréf halda velli

EVRÓPSK hlutabréf héldu yfirleitt velli í gær þrátt fyrir 0,25% vaxtahækkun í Bandaríkjunum og vísbendingar um frekara aðhald vestanhafs. Gengi dollars lækkaði lítið, enda sýndu bandarískar hagtölur að pantanir í varanlega vöru jukust um 0,% í febrúar og hafa aldrei verið meiri. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Fjölmiðlabaróninn Kirch fær ríkisstyrk

ÞÝZK stjórnvöld hafa komið bæverska fjölmiðlabaróninum Leo Kirch til hjálpar, því að bankar bjóða honum gífurleg ríkistryggð lán. Tilraunir Kirchs til að ráða lögum og lofum á vettvangi stafræns sjónvarps í Þýzkalandi hafa virzt í hættu. Fyrir nokkrum vikum hætti brezka gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting Plc við fyrirætlanir um að fjárfesta í stafrænni DF1 stöð Kirchs. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptafréttir | 372 orð

Hagnaður sparisjóðanna 622 milljónir

HAGNAÐUR allra sparisjóða í landinu nam 622 milljónum króna á árinu 1996 og óx um tæpar 43 milljónir króna frá árinu áður eða 7,4%. Heildarinnlán sparisjóðanna og Sparisjóðabankans samanlagt jukust um 15,3% frá fyrra ári, en það er meira en meðaltalsaukning hjá viðskiptabönkunum tíunda árið í röð, að því er fram kemur í ársskýrslu Sparisjóðabanka Íslands. Meira

Daglegt líf

27. mars 1997 | Neytendur | 443 orð

Astmalyf á 5.200 eða 607 krónur?

ÁSGEIR Þormóðsson hringdi og bað um útskýringar á þeim verðmun sem er á lyfjum sem hann þarf reglulega að kaupa. Hann hefur notað astmalyfið Ventoline í 12-14 ár og annan hvern mánuð þarf hann að meðaltali að kaupa birgðir. Venjulegi skammturinn hefur um hríð kostað á fjórða þúsund krónur. Hinsvegar var skammturinn, 10 brúsar, kominn upp í næstum 5. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 86 orð

Bursti til tannhirðu

KOMINN er á markað nýr bursti sem á að auðvelda tannhirðu. Notkun miðast aðallega við að hreinsa tannsýkla sem safnast milli tanna en einnig til að þrífa í kringum gervihluti, s.s. brýr, tannréttingatæki og fl. Burstinn er einnota, búinn til úr endurvinnanlegu plastefni. Stöngullinn er þríhyrndur, grennstur fremst 0,5 mm en endar í 3,0 mm. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 221 orð

Er ekki hægt að fá snið af hátíðarbúningi herra?

Bergþóra Gunnlaugsdóttir hafði samband og vildi gjarnan fá upplýsingar um hvort ekki væri hægt að nálgast snið af íslenska hátíðarbúningnum á herra? Hún sagði að fjölskyldan þyrfti á sex slíkum búningum að halda í sumar og verðið á hverjum væri 47.000 krónur sem þýddi að sex búningar myndu kosta nálægt 280.000 krónum. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 409 orð

Lítið vantar upp á lífrænt bleikjueldi

"ÉG hlýt að vera bjartsýnn, ég er ekki búinn að vinna nema lítinn hluta þess markaðar sem er fyrir reyktan silung og lax," segir Jónas Erlendsson, framleiðandi Fagradalsbleikju. Jónas og Ragnhildur Jónsdóttir, bændur í Fagradal í Mýrdal, byrjuðu með fiskeldi fyrir sex árum. Sérhæfa þau sig í bleikjueldi. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 60 orð

Lýsisflöskur merktar Lionshreyfingunni

LÝSI hf. hefur látið hanna sérstakar flöskur merktar Lionshreyfingunni. Munu Lionsmenn selja flöskurnar á næstu misserum. Um er að ræða 100 ml flöskur af bragðminna lýsi en fram til þessa hefur lýsið verið selt í 220 gramma og 460 gramma flöskum. Ágóði af sölu lýsisins rennur til Lionsklúbbanna á Íslandi en fénu er síðan varið til líknarmála. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 64 orð

Nýr ilmur

ILMUR sem hentar bæði konum og körlum er kominn á markað. Hann hefur hlotið heitið CK be og er hann framleiddur af Calvin Klein Cosmetics. Hann er hugsaður fyrir sama aldurshóp og CK One ilmurinn eða fólk á aldrinum 18-29 ára. Ilmurinn kemur í svartri flösku með flauelsáferð en umbúðirnar hannaði franski glerframleiðandinn Pochet. Ilminn hannaði Givaudan-Roure í samvinnu við Ann Gottlieb. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 35 orð

Nýr listi frá Littlewoods

NýttNýr listi frá Littlewoods KOMINN er til landsins vor-, og sumarlistinn frá Littlewoods. Í listanum er að finna fatnað á alla fjölskylduna og boðið upp á vörumerkin eins og Calvin Klein, Kickers, Nike, Adidas og Levi's. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 197 orð

Ostalyftingur

Í matreiðsluþætti Sigmars B. Haukssonar, Hollt og gott, sem sýndur var í gærkvöldi í sjónvarpinu var fjallað um íslenska osta. Kristján Heiðarsson kennari við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi kenndi áhorfendum að útbúa ostasoufflé eða ostalyfting. 2 msk. (30 g) smjör dl (30 g) hveiti 2 dl mjólk 3 egg tsk. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 87 orð

Sex krónur fyrir vírherðatré

NÝJA efnalaugin Ármúla 30 hefur tekið upp þá nýbreytni að greiða sex krónur fyrir hvert vírherðatré sem þá er látið ganga upp í hreinsunarkostnað. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að Nýja efnalaugin sé eina efnalaugin sem taki við vírherðatrjám. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 44 orð

Sænskir kalkúnar í Hagkaup

SÆNSKIR kalkúnar fást nú í verslunum Hagkaups á tilboðsverði eða 739 krónur kílóið. Kalkúnarnir eru frá fyrirtækinu Ingelsted í suður Svíþjóð. Fyrirtækið er með um 20% hlutdeild á sænska markaðnum og heildarframleiðsla þess á kalkúnum um 110.000-120.000 fuglar á ári. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 44 orð

Þeytingur í stað rjóma

HAGKAUP hefur sett á markað mjólkurafurð sem hægt er að nota í stað rjóma. Afurðin er kölluð þeytingur og er seld í kæliborði Hagkaupsverslana í 400 ml túpum. Neytendur geta því notað þeyting í stað rjóma. Kjörís framleiðir þeyting fyrir Hagkaup. Meira
27. mars 1997 | Neytendur | 59 orð

Æfingagallar á ungbörn og uppúr

HENSON hefur sent frá sér nýja línu í æfingagöllum. Gallarnir fást í öllum mögulegum stærðum, þ.e.a.s. þeir eru til á ungbörn og í mjög stórum númerum. Í fréttatilkynningu frá Henson segir að gallarnir séu framleiddir í öllum helstu félagalitum, þeir eru úr 100% polyester sem framleitt er í Englandi og fást víða í íþróttavöruverslunum. Meira

Fastir þættir

27. mars 1997 | Dagbók | 2890 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Skírdagur: Sólarhringsvarsla er í Háaleitis Apóteki, Vesturbæjar Apótek er opið til kl. 22. Vikan 28. mars - 3. apríl: Garðs Apótek, Sogavegi 108, er opið allan sólarhringinn en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til kl. 22. Meira
27. mars 1997 | Í dag | 258 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 31. mars er

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 31. mars er hundrað og fjögurra ára Þórður Kristleifsson, fyrrv. menntaskólakennari, til heimilis að Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58. Hann mun vera elsti karlmaður á landinu. Þórður tekur ekki á móti gestum á afmælinu. ÁRA afmæli. Meira
27. mars 1997 | Í dag | 90 orð

ÁTJÁN á

ÁTJÁN ára austurrískur menntaskólanemi með Íslandsáhuga: Marc Diensthuber, Siebenhauserstrasse 3, A-2544 Leobersdorf, Austurríki. SPÆNSK hjón, 25 og 32 ára, langar að eignast íslenska pennavini. Áhugamálin sund, bókmenntir, tónlist, ferðalög o.fl. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsdeild Barðstrendinga

Besta skor þ. 24. mars sl. Geirlaug Magnúsdóttir ­ Torfi Axelsson93Guðmundur Guðmundsson ­ Gísli Sveinsson93Jóhannes Guðmannss. ­ Aðalbjörn Benediktss.90Jón Stefánsson ­ Sveinn Sigurgeirsson88Hrafnhildur Skúladóttir ­ Soffía Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

SKAFTI Björnsson og Jón Sigtryggsson hafa skorað 100 stig yfir meðalskor í Butler-tvímenningnum og hafa örugga forystu. Feðginin Anna G. Nielsen og Guðlaugur Nielsen skutust upp í annað sætið í síðustu umferðinni sl. mánudagskvöld og eru með 79 en næstu pör eru þessi: Ágúst Benediktss. ­ Bragi Eiríksson72Thorvald Imsland ­ Rúnar Guðmundsson55Kári Sigurjónsson ­ Guðm. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 17. mars 1997 spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning. N/S Jón Magnússon ­ Júlíus Guðmundsson252Elín Jónsdóttir ­ Gunnþórunn Erlingsdóttir243Magnús Halldórsson ­ Baldur Ásgeirsson240Ingunn K. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 36 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonSilfurstigamót Va

Silfurstigamót Vals verður haldið að Hlíðarenda mánudagana 14. og 21. apríl klukkan 20. Keppnisform er tölvureiknaður Mitchell tvímenningur, peningaverðlaun verða veitt. Keppnisstjóri er Jakob Kristinsson. Skráning hjá húsverði í síma 5511134. Meira
27. mars 1997 | Dagbók | 598 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 2177 orð

Fermingar 2. páskum, 31. mars Ferming

Fermingarbörn í Áskirkju, annan páskadag kl. 11: Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Arnar Freyr Óskarsson, Hjallavegi 27. Baldur Kristjánsson, Sæviðarsundi 96. Birgir Haraldsson, Skeiðarvogi 43. Egill Þórarinsson, Meistaravöllum 5. Friðrik I. Ingimundarson, Sæviðarsundi 94. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 3025 orð

Guðspjall dagsins: Upprisa Krists (Mark. 1

Guðspjall dagsins: Upprisa Krists (Mark. 16.) »ÁSKIRKJA:Skírdagur: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 20.30. Hrafnista: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Föstudagurinn langi, Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Jóhann Fr. Valdimarsson syngur einsöng. Þjónustuíbúðir aldr. v/Dalbraut. Guðsþjónusta kl. Meira
27. mars 1997 | Í dag | 355 orð

ÍKVERJI gerði á þriðjudag að umtalsefni misvísandi yfirl

ÍKVERJI gerði á þriðjudag að umtalsefni misvísandi yfirlýsingar forstjóra Visa og formanns Sambands bankamanna um það, hvort debet- og kreditkort yrðu nothæfur greiðslumiðill ef kæmi til verkfalls bankamanna. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 847 orð

ÍSLENSKT MÁL UmsjónarmaðurGísli Jónsson 894. þát

894. þáttur BJARNI Jónsson, nefndur Borgfirðingaskáld, var uppi um 1570­1640. Oft var hann kenndur við höfuðbólið Húsafell. Hann orti margt merkilegt. Aldasöngur er um afturför hér á landi, eftir siðaskipti; bað þó fyrir yfirvöldunum, sem þá þótti góður siður. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 48 orð

Morgunblaðið/Arnór Þeir hafa staðið lengi í eldlínunni félagarni

Morgunblaðið/Arnór Þeir hafa staðið lengi í eldlínunni félagarnir Stefán Guðjohnsenog Guðmundur Pétursson en þeir eru meðal þátttakenda í úrslitakeppni Íslandsmótsins, sem nú stendur yfir í Bridshöllinni íÞönglabakka. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 358 orð

Ný stjarna komin fram

FYRSTA stórsýning ársins í reiðhöllinni í Víðidal var haldin um helgina af Félagi tamningamanna. Félagsmenn sýndu þar listir sínar og hesta sinna þrjú kvöld við þokkalegar undirtektir. Lögð var áhersla á að vera með faglegar sýningar og tókst það með ágætum. Einnig voru sýnd kynbótahross, bæði stóðhestar og hryssur. Nemar á Hólum voru með nokkur atriði og komust vel frá sínu. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 538 orð

Páskahugvekja

KRISTUR er upprisinn. Það var sigurorðið, sem barst frá manni til manns hinn fyrsta páskadag og dagana þar á eftir. Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. Það var gleði og undrun í röddinni. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 680 orð

Páskamatur í rjómaleysi Dags

EKKI er oft sem íbúar höfuðborgarsvæðisins þrá rigningu, venjulega er nóg af henni, en nú viljum við snjóinn burt og þráum ekki bara rigningu heldur útsynning með. Sex trillur eru við skerin hér framundan Garðakirkju ­ líklega í rauðmaga, og þá er aldrei langt í vorið. Nú er komin páskavika og erfitt hjá þeim mörgu sem eru í verkfalli þótt meira sé talað um mjólkurskort og bensínleysi. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 442 orð

Pollarnir fengu páskaegg hjá Gusti

OPNIR vetrarleikar voru haldnir hjá Gusti í Glaðheimum um síðustu helgi þar sem keppt var í tölti. Þátttaka var mjög góð enda veður eins og best verður á kosið. Keppt var í öllum flokkum og þar á meðal svokölluðum pollaflokki sem ætlaður var knöpum tíu ára og yngri. Hlutu allir knapar í þeim flokki sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna og páskaegg að auki. Meira
27. mars 1997 | Í dag | 142 orð

STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND C SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á stórmótinu í Linares á Spáni í febrúar. Búlgarinn Veselin Topalov (2.725) var með hvítt, en Rússinn Vladímír Kramnik (2.740) hafði svart og átti leik. 23. ­ Bg4!! 24. Rxg4 ­ Rxg4+ 25. Dxg4 (Eða 25. Kg1 ­ Rdxf2! 26. Hxb3 ­ Rxh3+ 27. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 427 orð

Vel mætt á stóðhestastöðina

ANDVARI frá Ey sigraði í tölti sex vetra og eldri stóðhesta á stóðhestastöðinni í Gunnarsholti um síðustu helgi, knapi var Magnús Benediktsson, starfsmaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Höfðu Andvari og Magnús betur í viðureign við Loga frá Skarði og Sigurbjörn Bárðarson en báðir hafa þessir hestar hlotið 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi. Meira
27. mars 1997 | Fastir þættir | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍSLENSK fermingarguðsþjónusta verður haldin í St. Pauli-kirkjunni í Malmö á annan í páskum kl. 14. Prestur er sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Gautaborg. Organissti er Jón Ólafur Sigurðsson. Íslenski kórinn í Lundi syngur í messunni. Fermd verða: Hildur Þórarinsdóttir, Lundi. Hjördís Guðmundsdóttir, Arlöv. Þórður Ægir Þórisson, Staffantorp. Meira

Íþróttir

27. mars 1997 | Íþróttir | 539 orð

Badminton

Íslandsmeistaramót unglinga Hnokkar/TáturEinliðaleikur: Valur Þráinsson, TBR, sigraði Daníel Reynisson, UMFH, 11/3, 11/1. Tinna Helgadóttir, Víkingi, sigraði Halldóru E. Jóhannsdóttir, TBR, 11:9, 11:4. Tvíliðaleikur: Valur Þráinsson og Arthúr Jósfesson, TBR, sigruðu Ólaf P. Ólafsson og Jón Pétur Guðmundsson, Víkingi, 15/11, 15/13. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 85 orð

Beltið undir búningnum ÁBERAN

ÁBERANDI var hversu margir drengjanna voru klæddir enskum knattspyrnutreyjum og var Liverpool augljóslega vinsælasta liðið. Glímuköppunum ungu lá því greinilega ekkert á að útvega sér hefðbundna glímubúninga. Flottast þótti að láta ógert að girða treyjuna fínu ofan í buxurnar. Glímubeltið var þá algerlega hulið og erfitt var fyrir dómara að sjá hvort þátttakendur kynnu réttu handtökin. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 225 orð

Drammen þrýstir á Þorbjörn Jensson

Norska meistaraliðið Drammen þrýstir mjög á Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik, að hann komi til liðsins og stjórni uppbyggingu á nýju meistaraliði. Kynslóðaskipti eru hjá liðinu, eldri leikmenn að fara til Þýskalands, nýir leikmenn að koma til liðsins. "Ég get ekki neitað því að forráðamenn Drammen hafa verið í sambandi við mig. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 179 orð

Egill velur í Sydney-hópinn

Egill Eiðsson, unglinglandsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, hefur valið sjö íþróttamenn í Sydney-hóp FRÍ 2000 fyrir 1997 og 1998. Í hópnum eru Björn Margeirsson, 18 ára millivegahlaupi úr UMSS, Einar Karl Hjartarson, 17 ára hástökkvari úr USAH, Halldóra Jónasdóttir, 20 ára spjótkastari og félagsmaður í UMSB, Sunna Gestsdóttir, 21 árs spretthlaupari frá USAH, Sveinn Margeirsson, Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 136 orð

Einum of létt

RAKEL Pétursdóttir úr Fjölni sigraði í flokki 16 ára og yngri. Hún hefur æft í 6 ár og sagði að sigurinn í sínum flokki hefði verið fullauðveldur, því sig vanti samkeppni. "Það var aðallega ein stelpa sem var erfið en hún er eiginlega farin að spila körfubolta svo að þetta var ekki erfitt núna og einum of létt, Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 82 orð

Everton vildi fá tvo leikmenn frá Brann

ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum norska liðsins Brann í gær, að Everton hafi gert tilboð í tvo leikmenn liðsins ­ var tilbúið að borga 2,5 millj. punda fyrir miðvallarleikmanninn Claus Eftevaag og miðherjann Tore Andre Flo. "Við höfum hafnað þessu boði, þannig að Everton mun ekki gera annað tilboð," sagði Lars Henrik Berge hjá Brann. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 243 orð

Fram - UMFA26:25

Íþróttahús Fram, önnur viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik, miðvikudaginn 26. mars 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 7:1, 7:5, 10:6, 13:8, 15:10, 17:12, 20:14, 21:19, 22:21, 24:23, 25:24, 25:25, 26:25. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 90 orð

Fögnuður

FRAMARAR fögnuðu geysilega eftir að þeir voru búnir að leggja deildarmeistara Aftureldingar að velli, 26:25, í Framhúsinu í gærkvöldi. Mikil spenna var í húsinu ­ andrúmsloftið rafmagnað og fögnuður mikill hjá stuðningsmönnum heimamanna, er Óli Björn Ólafsson skoraði sigurmark Fram þegar fjórar sek. voru til leiksloka. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 93 orð

Góður leikur Herberts HERBERT Arnarson

HERBERT Arnarson, körfuknattleiksmaður hjá Donar í Hollandi, átti góðan leik í fyrrakvöld þegar Donar sigraði Cees Lubbers í fyrsta leiknum í átta liða úrslitum hollensku 1. deildarinnar. Leikið var í Donar og sigruðu heimamenn 88:75. "Við byrjuðum hræðilega illa og gekk ekkert á móti stífri pressuvörn þeirra. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 301 orð

Grunnskólamótið í glímu Stúlkur, 4. bekkur:

Grunnskólamótið í glímu Stúlkur, 4. bekkur: 1.Halldóra Markúsd. Barnsk. Gaulverja 2.Eva Dröfn Ólafsdóttir Melaskóla Rvík 3.Sigrún Árnadóttir Húsaskóla Rvík 5. bekkur: 1.Gréta Þórisdóttir Melaskóla Rvík 2.Anna Bjarkadóttir Melaskóla 6. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 314 orð

Haukur er ósigrandi

Haukur Arnórsson úr Ármanni hefur unnið öll bikarmótin sem af er vetri. Um helgina var síðasta bikarmótið fyrir Skíðamót Íslands haldið á Seyðisfirði og þar vann Haukur tvívegis í svigi og einu sinni í stórsvigi. Hann fékk reyndar harða keppni frá ungu Dalvíkingunum, Sveini Brynjólfssyni og Björgvini Björgvinssyni. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 258 orð

Hrifnir af sniðglímu

ARNAR Leó Arnarsson, sem átti 10 ára afmæli á sunnudeginum, og Oddur Tryggvi Elvarsson, sem er að verða átta ára, létu sig ekki vanta í glímuveisluna í Grafarvoginum. Þeir koma báðir frá Sauðárkróki og keppa fyrir Þrym. "Ég hef æft síðan félagið okkar byrjaði með glímu. Það eru nokkuð mörg ár síðan, en þetta er fyrsta Íslandsmeistaramótið mitt. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 130 orð

Ibrahim Ba á leið til Arsenal?

ARSENAL hefur hug á að kaupa franska landsliðsmanninn Ibrahim Ba frá Bordeaux. Franska blaðið l'Equipe sagði frá því í gær að Arsenal væri tilbúið að borga 415 millj. ísl. kr. fyrir Ba, sem er mjög leikinn útherji. Faðir hans og umboðsmaður voru í London á mánudaginn, ræddu við knattspyrnustjórann Arsene Wenger og sáu leik Arsenal og Liverpool. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 324 orð

Íshokkí Þriðji og síðasti úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn: Björnin - SA5:12 Jónas Breki Magnússon 2 (1 stoðsending),

NHL-deildin: Hartford - Colorado0:4 New Jersey - Philadelphia3:4 Tampa Bay - Ottawa5:0 Washington - St Louis3:2 Calgary - Anaheim3:2 Körfuknattleikur Háskóladeildin í Bandaríkjunum Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 37 orð

Jafntefli gegn Bandaríkjamönnum ÍSLENSK

ÍSLENSKA unglingalandsliðið lék sinn annað leik í gær á alþjóðlegu móti í Cervia á Ítalíu, er þeir gerðu jafntefli gegn Bandaríkjamönnum, 2:2. Arnar Hraf Jóhannsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins, sem mætir Rúmeníu í dag. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 24 orð

Lemgo meistari

Lemgo meistari LEMGO tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik, er liðið vann Flensburg 27:23 í gærkvöldi. Patrekur Jóhannesson skoraði fimm mörk er Essen lagði Schutterwald 30:21. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 201 orð

Með tennistaktana á hreinu

MEÐ tennistaktana á hreinu og ákafinn uppmálaður reyndi tennisfólk af yngri kynslóðinni með sér á Íslandsmóti unglinga fyrir skömmu. Rúmlega 70 unglingar frá 16 ára niður í níu ára reyndu með sér og voru alls leiknir um 130 leikir á mótinu. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 778 orð

Með viljann að vopni

ÞAÐ var rafmagnað andrúmsloft í íþróttahúsi Fram í gærkvöld er Reynir Þór Reynisson, markvörður Fram, varði skot Páls Þórólfssonar, leikmanns UMFA, 24 sekúndum fyrir leikslok og staðan var jöfn, 24:24. Heimamenn sem nokkrum andartökum áður virtust hafa glatað möguleikanum á oddaleik geistust í sókn sem endaði með marki tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 157 orð

Middlesbrough missir stigin

DÓMSTÓLL enska knattspyrnusambandsins staðfesti í gær fyrri úrskurð aganefndar úrvalsdeildarinnar um að dregin verði þrjú stig af Middlesbrough fyrir að fresta deildarleik liðsins á móti Blackburn 20. desember upp á eigin spýtur. Félaginu var auk þess gert að greiða 50 þúsund pund í sekt. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 153 orð

Næstum skylda að fara í glímu

ÞÓRANNA Másdóttir, sem er á 14. ári, og Ingibjörg Markúsardóttir, sem verður 12 ára í júní, æfa hjá Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi. "Ég hef æft í tæp þrjú ár og líkar mjög vel. Þetta er skemmtilegra heldur en ég bjóst við," sagði Ingibjörg. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 296 orð

Oftar til útlanda ARNAR Sigurðsson úr

ARNAR Sigurðsson úr TFK, sem sjálfur er 15 ára, sigraði í flokki stráka 16 ára og yngri en hann hefur verið sigursæll og alltaf sigurvegari í sínum flokki fyrir utan eitt ár, 1994. "Það hefur ekki gerst aftur og er ekki á döfinni á næstunni." Það var fyrir tilviljun að Arnar fór að æfa tennis. "Það var strákur sem ég þekki sem dró mig til að prófa og ég hef verið að síðan. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 299 orð

ROBBIE Fowler,

ROBBIE Fowler, miðherji Liverpool, hefur heldur betur verið í fréttum, eftir drengilega framkomu í leik gegn Arsenal, þegar hann mótmælti vítaspyrnudómi. Myndir frá atvikinu hafa verið sýndar um allan heim og hefur framkoma hans vakið athygli. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 68 orð

Rodman ekki meira með Bulls DENNIS Rodm

DENNIS Rodman mun að öllum líkindum ekki leika meira með Chicago Bulls á keppnistímabilinu í NBA-deildinni. Hann meiddist á hné vinstri fótar í leik gegn Dallas á þriðjudagskvöldið ­ í leik sem hann tók 21 fráköst, níu í sókn og tólf í vörn. Rodman, sem er 35 ára, meiddist í samstuði við A.C. Green, er hann var að taka frákast. Chicago Bulls vann 94:92. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 65 orð

Rögnvald og Stefán dæma í Króatíu

RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómarar, hafa fengið það verkefni að dæma síðari úrslitaleik Babel Zagreb og Barcelona í Evrópukeppni meistaraliða. Leikurinn fer fram í Zagreb í Króatíu 20. apríl. Fyrri leikur liðanna fer fram í Barcelona á Spáni 13. apríl. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 244 orð

Sautján gull til TBR

Keppendur frá TBR unnu til 17 gullverðlauna af 20 sem í boði voru á unglingameistaramóti Íslands í badminton sem fram í fór í íþróttahúsi Keflavíkur á dögunum. Alls mættu um 200 keppendur til leiks frá 13 félögum viðs vegar af á landinu. Þrír keppendur fóru heim með þrjá gullpeninga hver. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 316 orð

Sigurður efstur í öllum greinum

Sigurður Gylfason er efstur að stigum í öllum greinum á Íslandsmótinu í vélsleðaakstri eftir annað mót ársins, sem fram fór í Bláfjöllum um sl. helgi. Sigurður vann í öllum greinum mótsins, fjallaralli, brautarkeppni og snjókrossi. Nokkrir af fremstu vélsleðaökumönnum landsins voru fjarverandi vegna mótmælaaðgerða gegn LÍA. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 519 orð

Skólakrakk- arnir læra að glíma

GLÍMUFÓLKIÐ hafði í nógu að snúast um þar síðustu helgi, en þá fóru fram tvö mót í íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum. Á laugardag var haldið Grunnskólamót Glímusambandsins, en Landsflokkaglíman fór fram á sunnudag. Þar var keppt í ýmsum þyngdar­ og aldursflokkum og ungir iðkendur létu ekki sitt eftir liggja. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 876 orð

Stórstjörnunum boðnir ofursamningar

Sífellt færist í vöxt að framleiðendur íþróttavarnings geri auglýsingasamninga við stórstjörnur á þessu sviði. Oft eru ævintýralegar upphæðir í boði samþykki viðkomandi íþróttamaður að nota eingöngu vörur frá viðkomandi fyrirtæki og kynna þær með þeim hætti sem fyrirtækið kýs. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 163 orð

Tennis

Íslandsmót unglinga í tennis, haldið helgina 14. til 16. mars 1997 í Tennishöllinni. Stelpur 10 ára og yngri: 1. Rebekka Pétursdóttir 2. Kolbrún Hallgrímsdóttir 3. Lilja Dögg Vignisdóttir Strákar 10 ára og yngri: 1. Sturla Óskarsson 2. Gunnar H. Gunnsteinsson 3. Erik Bjarnason. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 134 orð

Tékkar koma á næsta ári

SILFURLIÐ Tékka frá síðasta Evrópumóti í knattspyrnu leikur við íslenska landsliðið á Laugardalsvelli á næsta ári. Til stóð að Tékkar kæmu í sumar, en af því gat ekki orðið vegna mikilvægra landsleikja þeirra í undankeppni HM á þessu ári. Íslenska landsliðið lék við Tékka ytra sl. haust og tapaði 2:1 eftir að hafa verið 1:0 yfir í hálfleik. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 191 orð

Theódóra stóð sig vel í Bandaríkjunum

THEÓDÓRA Mathiesen, skíðakona úr KR sem er í háskólanámi í Bandaríkjunum, stóð sig vel á bandaríska háskólameistaramótinu í alpagreinum sem fram fór fyrir skömmu. Hún hafnaði í sjötta sæti í stórsvigi og var 0,92 sekúndum á eftir sigurvegaranum Christl Hager, sem sigraði. Í stórsviginu sigraði Roberta Pergher frá Bandaríkjunum á 1.40,93 mín. Theódóra varð 14. á 1.45,77 mín. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 535 orð

Tvísýn keppni

Fyrsta Landsflokkaglíman fór fram árið 1947 og því var 50 ára afmælismót í þetta sinn. Glímumenn fögnuðu afmælismótinu með metþátttöku því 120 glímumenn beggja kynja tóku þátt í mótinu. Nú var það til nýmæla að í fullorðinsflokkum máttu keppendur taka þátt í tveimur flokkum og nýttu menn sér það töluvert til aukinnar keppni. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 313 orð

UEFA greiðir um 20 millj. kr. vegna vegna EM á Íslandi

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir fyrir gistingu og fæði allra liðanna sem hingað koma vegna Evrópumóts unglingalandsliða sem fram fer hér á landi 24.­30. júlí í sumar. Liðin gista á Hótel Sögu og Hótel Loftleiðum. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 77 orð

Unglingaliðið í knattspyrnu til Þýskalands

DREGIÐ hefur verið í riðla í 16 liða úrslitum Evrópumóts unglingaliða 16 ára og yngri í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi dagana 28. apríl til 3. maí nk. Ísland leikur í riðli með Slóveníu og Slóvakíu og sigurvegara í leik Tyrklands og Frakklands. Allir leikirnir fara fram í nágrenni Hamborgar. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 92 orð

Valsmenn sektaðir um 50 þúsund krónur

AGANEFND HSÍ dæmdi handknattleiksdeild Vals til að greiða 50 þúsund krónur í sekt vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara eftir leik Hauka og Vals í Hafnarfirði í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum. Þá beinir aganefnd þeim tilmælum til stjórnar HSÍ að handknattleiksdeild Hauka verði áminnt þar sem ljóst er að gæslu í umræddum leik hafi verið ábótavant. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 424 orð

Viðamikil dagskrá á afmælisári KSÍ

Í GÆR voru liðin 50 ár frá því Knattspyrnusamband Íslands var stofnað. Stofnfundur sambandsins var haldinn 26. mars 1947 í Verslunarmannahúsinu við Vonarstræti í Reykjavík. Fulltrúar frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Akraness, Íþróttabandalagi Akureyrar og Íþróttabandalagi Vestmannaeyja sátu fundinn. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 194 orð

Ætlum allavega að reyna

HIN mesta skemmtun var að fylgjast með yngstu kynslóðinni spreyta sig. Þar var barist um hvern bolta en oft þurfti litla truflun til að krakkarnir tækju sér hlé til að svala eðlislægri forvitni, sem fylgir þessum aldri. Meira
27. mars 1997 | Íþróttir | 86 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meistarar í sjöttasinn í röðSKAUTAFÉLAG Akureyrar tryggðisér um sl. helgi Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí, sjötta árið í röð, er liðið vann Björninn 12:5 í þriðja úrslitaleik liðanna. SA sigraði í fyrri tveimurleikjunum, 15:7 og 17:7. Meira

Úr verinu

27. mars 1997 | Úr verinu | 426 orð

Vilja auka þorskkvótann verulega

STJÓRN Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum hefur sent áskorun til sjávarútvegs-, forsætis- og utanríkisráðherra þar sem skorað er á stjórnvöld að auka nú þegar þorskkvóta þessa árs um 50 þúsund tonn. Stjórn Vísis undir forystu Grétars Mar Jónssonar formanns félagsins las upp greinargerð á blaðamannafundi á þriðjudag sem send var til stjórnvalda til að rökstyðja þessa áskorun. Meira

Viðskiptablað

27. mars 1997 | Viðskiptablað | 826 orð

Agalaus atvinnurekstur?

FÆRA má rök fyrir því að íslensk fyrirtæki og lánastofnanir hafi aldrei tapað eins miklum fjárhæðum og á síðustu 10-15 árum. Mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota, milljarðar króna hafa tapast og fólk hefur misst vinnu og eignir. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 10 orð

ATVINNULÍFOkkar maður í Brüssel /6

ATVINNULÍFOkkar maður í Brüssel /6ÁLBlikur á lofti í Noregi/8TÖLVURÖrlagaþráður ö Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 347 orð

Aukin þjónusta Gulu bókarinnar

Gula bókin 1997 er nýlega komin út. Í frétt frá útgefanda kemur fram að með útgáfu þessarar bókar sé almennt aðgengi almennings að rekstrarupplýsingum fyrirtækja orðið að veruleika, því að eftir því sem best sé vitað er Gula bókin á Íslandi sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem birti kennitölur allra starfandi fyrirtækja hjá heilli þjóð. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 180 orð

Blair hyggst ekki skerða veldi Murdochs

TONY BLAIR, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, hefur sagt að fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch verði að beita áhrifum sínum með ábyrgðarkennd, en Verkamannaflokkurinn hyggist ekki skerða hagsmuni hans ef flokkurinn komist til valda. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 785 orð

Blikur á lofti í álvinnslunni í Noregi

ÁLVINNSLA Norsk Hydro í Noregi stendur nú á nokkrum tímamótum og getur það ráðist á næstu árum hvort henni verður haldið áfram. Er ástæðan fyrst og fremst hátt raforkuverð í Noregi og fyrirsjáanlegur raforkuskortur. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 165 orð

BMW býst við hægum vexti 1997

SÍÐASTA ár var eitt hið bezta í sögu BMW, en fyrirtækið býst við að draga muni úr söluaukningu. Sala jókst um 13,3% í fyrra, en stjórnarformaður Bayerische Motoren Werke AG , Bernd Pischetsrieder, sagði á árlegum blaðamannafundi fyrirtækisins að vegna lítillar hreyfingar á heimsmörkuðum og takmarkaðrar afkastagetu hefði BMW lítið svigrúm til að bæta frammistöðuna. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 575 orð

Breytingar hjá Íslenska útvarpsfélaginu

NOKKRAR breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi hjá Íslenska útvarpsfélaginu hf. að undanförnu. Bæði hafa starfsmenn innan fyrirtækisins fengið nýjar stöður og nýtt starfsfólk komið til liðs við fyrirtækið. Hilmar Sigurðsson hefur þannig verið ráðinn markaðsstjóri ÍÚ og tók við starfinu 20. mars sl. Hilmar er fæddur 1. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | -1 orð

Danskir ráðgjafar í samstarf umByggingarstjórann"

DANSKIR ráðgjafar munu nú í byrjun apríl hefja samstarf um íslenska hugbúnaðarkerfið Byggingarstjórann" á vegum fyrirtækisins KeyCon. Kerfið var hannað af LH-tækni, sem að hluta er í eigu Línuhönnunar hf. Það hefur þegar verið í notkun í Danmörku í tvö ár, svo umtalsverð reynsla hefur fengist af því, en með samstarfinu er ætlunin að tryggja notendum sem besta nýtingu þess. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 129 orð

ÐSvarkerfi fyrir Fríkortið UPPLÝSING ehf. hefur lokið við þróu

UPPLÝSING ehf. hefur lokið við þróun svonefnds gagnvirks svarkerfis fyrir Framsýni ehf. sem annast útgáfu Fríkortsins. Með kerfinu geta korthafar á sjálfvirkan hátt aflað ýmissa upplýsinga um notkun kortsins, þ.á.m. punktastöðu og punktaúttekt. Svarkerfið var að mestu smíðað með þróunarverkfærum frá Apex Voice Communications. Sérbyggð PC tölva og símakort frá Dialogic Inc. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 795 orð

Eilífar skattabreytingar helsta vandamálið Terry Brown skattasérfræðingur hjáendurskoðunarfyrirtækinu Deloitte &Touche í

ÍSLENDINGAR þyrftu að gera fleiri tvísköttunarsamninga við önnur ríki, reyna að auka stöðugleika í fjármálum hins opinbera, íhuga hækkun á leyfilegum skattfrádrætti fyrirtækja vegna afskrifta og jafnvel kanna hvort ekki beri að lækka frekar tekjuskatta fyrirtækja. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 790 orð

Endurskipulagning hjá Streng

STRENGUR hf. hefur sett á laggirnar sérstaka deild til að þjónusta viðskiptamannahóp fyrirtækisins í Informix-gagnagrunnskerfum. Auk þess að sinna ört stækkandi hópi Informix-viðskiptavina mun deildin sinna verkefnum í öðrum gagnagrunnsumhverfum eftir þörfum. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 72 orð

Enn ein stöðin í Bretlandi um páskana

BRETAR, sem verða heima um páskana, geta kynnt sér efni nýrrar sjónvarpsrásar, sem tekur til starfa að kvöldi páskadags. Nýja stöðin, Channel 5, er fyrsta óháða sjónvarpsrásin sem tekur til starfa í Bretlandi síðan Channel 4 (C4) hóf göngu sína 1982. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 172 orð

Flugferðir í heiminum jukust um 6% í fyrra

FARÞEGAFLUG í heiminum jókst um rúmlega 6% í fyrra og var aukningin mest á Asíu- Kyrrahafssvæðinu samkvæmt könnun á umferð um 467 flugvelli í heiminum sem aðild eiga að alþjóðaflugvallaráðinu, ACI. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 394 orð

Góður tími til bílakaupa í Evrópu

SJALDAN hefur verið eins hagstætt að kaupa bíla í Evrópu og um þessar mundir og vakti lágt verð og hagstæðir greiðsluskilmálar mesta athygli á bílasýningunni í Genf nýverið. Bílaiðnaðurinn á við mikla erfiðleika að stríða. Uppsagnir í verksmiðjum Renault í Belgíu og Frakklandi og hjá Ford í Bretlandi hafa vakið úlfúð. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 434 orð

Hagnaðurinn jókst um 60%

HAGNAÐUR hugbúnaðarfyrirtækisins Kögunar hf. nam tæpum 34 milljónum króna á síðasta ári, að meðtaldri hlutdeild í hagnaði dótturfélags að fjárhæð 11,5 milljónir króna. Í fyrra nam hagnaður samsteypunnar 21 milljón króna og er því um 60% aukningu að ræða. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 68 orð

Heitir nú Element-Skynjaratækni

ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta nafni RKS Skynjaratækni ehf. á Sauðárkróki Element Skynjaratækni efh. Jafnfram verður vöruheiti fyrirtækisins breytt til samræmis. RKS Skynjaratækni var sett á laggirnar innan Rafmagnsverkstæðis Kaupfélags Skagfirðinga, en er nú orðið sjálfstætt hlutafélag. Nafninu er ætlað að gefa til kynna starfsvettvang fyrirtækisins, þ.e. umhverfismælingar og vöktun. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 181 orð

Iceland Export Directory í fjórða sinn

KOMINN er út í fjórða sinn Iceland Export Directory, (the Official Guide to Quality Products and Services). Útgefandi bókarinnar er Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Miðlun ehf. sem annast alla framkvæmd útgáfunnar. Í frétt útgefenda segir að bókin gefi mjög góða mynd af fjölbreyttum útflutningi Íslendinga og sé mikilvægur hlekkur í kynningu á íslenskum vörum erlendis. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 217 orð

Írskt flugfélag í norrænt verðstríð

Írska flugfélagið Ryanair, sem býður ódýr fargjöld, hefur blandað sér í verðstríð á norrænum flugleiðum og ógnar yfirburðum SAS og British Airways á þeim markaði. Ryanair hefur tilkynnt að félagið muni taka upp tvær ferðir á dag frá Stansted-flugvelli við Lundúni til Skavsta-flugvallar við Stokkhólm 12. júní og heitir því að lækka fargjöld til Stokkhólms um rúmlega 50%. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 438 orð

Kassagerðin fær vottun samkvæmt ISO 9001

KASSAGERÐ Reykjavíkur hefur fengið vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Páll Einar Halldórsson, gæðastjóri fyrirtækisins, segir að ávinningur af vottuninni sé margvíslegur. Skýrari reglur gildi um alla meðferð vörunnar og samskipti við viðskiptavini og annað því tengt, ákveðin meðvituð gæðastefna sé mótuð og markmið hennar, þannig að öllu starfsfólki eigi að vera ljós stefna fyrirtækisins. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 366 orð

Landsbankinn hlýtur verðlaun Chase Manhattan Bank

FULLTRÚI Chase Manhattan Bank sem er einn stærsti banki í Bandaríkjunum, afhenti nýverið fjarskiptadeild Alþjóðasviðs Landsbanka Íslands viðurkenningu fyrir framúrskarandi góð vinnubrögð. Fram kemur í frétt frá bankanum að árlega fara hundruð þúsunda greiðslna á milli banka heimshornanna á milli í gegnum samskiptakerfi SWIFT. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 363 orð

Mannabreytingar hjá Pósti og síma

FJÁRMÁLASVIÐ Pósts og síma annast bókhald, fjárhagsáætlanir, innkaup, birgðahald, innheimtu og almenna fjárstýringu. Samfara breytingum á rekstrarformi Pósts og síma urðu nokkrar mannabreytingar hjá fjármálasviðinu. Framkvæmdastjóri þess er Kristján M. Indriðason. BRYNJA Guðmundsdóttirhefur verið ráðin forstöðumaður hagdeildar. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 112 orð

Metviðskipti með hlutabréf

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum námu rúmum 240 milljónum króna í gær og eru það mestu viðskipti frá upphafi á einum degi. Seld voru bréf í SR-mjöli fyrir 120 milljónir, í Flugleiðum fyrir tæpar 40 milljónir, í Haraldi Böðvarssyni fyrir 34 milljónir og Íslandsbanka fyrir 22 milljónir. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 134 orð

Ný bók frá Framtíðarsýn

ÚT er komin bókin Samningalist eftir Mark McCormack, stofnanda og stjórnarformann International Management Group. Er hann talinn einn snjallasti kaupsýslumaður samtímans og sá sem hefur haft meiri áhrif á viðskiptahlið íþrótta síðustu 30 árin, en nokkur annar einstaklingur, að því er segir í frétt frá útgefanda. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 533 orð

Ný fræðslumyndbönd frá Vitund með John Cleese

VITUND EHF. hefur fengið nokkur ný myndbönd frá Video Arts og Melrose, þar sem m.a. er fjallað um þjónustu, tímastjórnun, sölu- og markaðsmál og hópvinnu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í myndinni "Í fótspor viðskiptavinar", eru tekin nokkur dæmi um hvernig starfsmenn koma ekki til móts við væntingar viðskiptavinar. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 663 orð

Nýtt skipulag Orkustofnunar

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hrinda í framkvæmd skipulagsbreytingum á Orkustofnun á þessu ári. Breytingarnar koma í kjölfar endurskoðunar á skipulagi og starfsháttum Orkustofnunar sem iðnarráðherra ákvað að færi færi fram. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 498 orð

Póstur og sími hf. kaupir 25% hlut í Margmiðlun hf.

PÓSTUR og sími hefur keypt 25% hlut í hugbúnaðar- og alnetsfyrirtækinu Margmiðlun hf. Hlutafé fyrirtækins verður aukið sem þessu nemur og er hinu nýja fjármagni ætlað renna styrkari stoðum undir þróun hugbúnaðar fyrir rafræn viðskipti á alnetinu til útflutnings. Margmiðlun er sérhæft fyrirtæki á sviði hugbúnaðargerðar og alnetsþjónustu. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 302 orð

Renault í kröppum dansi og upp á kant við ESB

FRANSKI bílaframleiðandinn Renault á enn í verulegum vandræðum vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að loka verksmiðjum fyrirtækisins í Belgíu. Starfsmenn fyrirtækisins efndu til fjölda mótmælagangna og aðgerða til að reyna að fá fyrirtækið til að hverfa frá þessum áformum, Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 197 orð

Samningar í Kína

NÝSTOFNAÐ eignarhaldsfélag í Noregi hefur lagt inn nýtt hlutafé í Silfurtún ehf. fyrir 300 milljónir króna. Meðal eiganda er hópur fjárfesta sem tengjast pappírsfyrirtækinu Elopak í Noregi, en stærsti einstaki hluthafinn í félaginu er Friðrik Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Silfurtúns. Björn Ingi Sveinsson, verkfræðingur, sem áður starfaði hjá Klæðningu hf. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 534 orð

Tapið nam 58 milljónum

REKSTUR hugbúnaðarfyrirtækisins Taugagreiningar hf., sem sérhæfir sig í þróun og sölu heilarita til útflutnings, var mjög erfiður á síðasta ári. Tap félagsins nam 58 milljónum, en árið 1995 nam tapið 24 milljónum. Salan nam hins vegar 74 milljónum á árinu, en var 35 milljónir árið á undan. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 2163 orð

Útvörður íslensks atvinnulífs í Brussel Viðtal Með tilkomu EES-samningsins jukust tengsl Íslands við Evrópusambandið til muna.

ÍHJARTA Evrópusambandsins í Brussel starfrækja Vinnuveitendasamband Íslands og Samtök iðnaðarins sérstaka Evrópuskrifstofu, sem er sú eina sem sinnir Evrópumálum fyrir hönd Íslands, utan stjórnarráðsins. Meira
27. mars 1997 | Viðskiptablað | 1074 orð

Örlagaþráður örgjörvans

FYRR Á þessu ári fögnuðu menn afmæli örgjörvans og rifjuðu upp að ekkert hefur valdið öðrum eins breytingum á mannanna högum og hann. Áður en menn fussa við slíkri staðhæfingu er hollt að hafa í huga að örgjörvar eru ekki aðeins í tölvum; segja má að búið sé að koma örgjörva fyrir í nánast öllum raftækjum, þeir eru legíó í farartækjum á láði og legi, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.