Greinar laugardaginn 5. apríl 1997

Forsíða

5. apríl 1997 | Forsíða | 193 orð

Ópera í frumskóginum

EFTIR níu áratuga hlé munu nú um helgina ómþýðir tónar óperuverka eftir Verdi, Rossini og Bizet leika á ný um sali Amazón- óperuhússins í Manaus í Brasilíu, þegar tveggja vikna löng alþjóðleg óperuhátíð hefst í húsinu. Meira
5. apríl 1997 | Forsíða | 162 orð

Skilyrði að hætt verði að byggja

FORYSTUMENN Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sögðu í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, myndi ekki mæta til neinna viðræðna við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, nema byggingaframkvæmdum á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem yrði hætt. Meira
5. apríl 1997 | Forsíða | 307 orð

Skæruliðar ná demantavinnslu

BANDAMENN Mobutus Sese Seko, forseta Zaires, bjuggu sig undir það í gær að reka Etienne Tshisekedi, nýskipaðan forsætisráðherra stjórnarandstöðunnar, frá völdum en hann útilokaði þá frá ráðherraembættum er hann skipaði nýja stjórn. Ætlaði hann skæruliðum sex ráðuneyti en þeir höfnuðu því. Meira
5. apríl 1997 | Forsíða | 216 orð

Tekizt á um 3.100 störf

STARFSMENN samsetningarverksmiðju Renault í Vilvoorde í Belgíu héldu í gær áfram öflugum mótmælum gegn ákvörðun fyrirtækisins um að loka verksmiðjunni. Um 1.000 reiðum verkamönnum lenti saman við óeirðalögreglu, sem beitti þrýstivatni og kylfum til að halda aftur af múgnum, sem vildi ráðast til inngöngu í byggingu þá sem hýsir stjórn hins flæmska hluta Belgíu. Meira

Fréttir

5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

200 millj. manna eru undir fátæktarmörkum

TVÖ hundruð milljónir manna lifa undir fátæktarmörkum í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku, að sögn alþjóðlegrar stofnunar sem sérhæfir sig í efnahagsrannsóknum í þessum heimshluta. Þeim sem draga þurfa fram lífið við þessi skilyrði hefur þó fækkað nokkuð á undanliðnum árum. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 253 orð

Aðgerðir til varnar menntakerfinu

TVÖ stærstu verkalýðsfélög Spánar hafa ákveðið að hefja aðgerðir til að verja menntakerfið gegn því sem þau telja vera "aðför" stjórnar Jose Maria Aznar, forsætisráðherra landsins. Verkalýðsfélögin tvö, UGT og CCOO, eru hin langstærstu í landinu en einnig munu taka þátt í aðgerðum þessum landssamtök námsmanna og Landssamband foreldra skólabarna. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð

Aftökum fjölgar í heiminum

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International sögðu í gær að rúmlega 4.200 fangar hefðu verið teknir af lífi í heiminum á síðasta ári og aftökunum hefði fjölgað verulega frá árinu áður. Flestar voru aftökurnar í Kína, eða 3.500, og næst komu Úkraína með 169 aftökur, Rússland með a.m.k. 140, og Íran um 110. Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru 123 fangar teknir af lífi í Túrkmenístan. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Alþjóðleg próf í spænsku

ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin föstudaginn 9. maí nk. í fyrsta skipti á Íslandi. Spænskudeild Háskóla Íslands annast framkvæmd prófanna á vegum Menningarmálastofnunar Spánar og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófin á Spáni. Prófin verða haldin í Háskóla Íslands og fer innritun fram hjá nemendaskrá, aðalbyggingu. Frestur til að innrita sig rann út 4. apríl. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Atvinnumiðlun námsmanna 20 ára

"ATVINNUMIÐLUN námsmanna stendur nú á tímamótum þar sem 20. starfsár miðlunarinnar er nú að hefjast. Forsögu miðlunarinnar má rekja allt til ársins 1951 er Baldvin Tryggvason, þá laganemi, setti síðla árs fram tillögu í Stúdentaráði Háskóla Íslands um að vinnumiðlun yrði stofnsett fyrir stúdenta. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Bændur hvattir til rangra fjárfestinga

PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að sjóðakerfi landbúnaðarins hvetji bændur til rangra fjárfestinga með því að niðurgreiða vexti á lánum til framkvæmda. Hann vill að álögur á bændur, sem renna til sjóðakerfisins, verði lagðar af á næstu 10­15 árum. Þetta kom fram við umræður á Alþingi í gær um frumvarp til laga um búnaðargjald. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1407 orð

Böndin beinast að Danmörku

"ÞESSIR aðilar voru vitaskuld misjafnlega trúverðugir, en hjá þeim heimildum sem ég tek mest mark á vegna þekkingar þeirra og sambanda í þessum heimi, kom fram það álit að afar sterk rök hnigu að því að upphafsstaður þessara falsana væri í Danmörku. Þar væri að finna aðila sem stæðu að baki þessu máli. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Chevrolet Suburban sýndur um helgina

BÍLHEIMAR, sem hafa umboð fyrir bíla frá General Motors, sýna um helgina Chevrolet Suburban, 9 manna aldrifsbíla sem fáanlegir eru bæði með bensín- og dísilvélum. Chevrolet Suburban með 5,7 lítra, átta strokka og 234 hestafla bensínvél kostar rúmar 4,5 milljónir króna. Bíllinn með 6,5 lítra, átta strokka og 190 hestafla dísilvél kostar 5,1 milljón. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Deilt um slit Brunabótafélags Íslands

DEILT var um það á Alþingi í gær hvernig ætti að verja fé Brunabótafélags Íslands í kjölfar sölu á hlut þess í Vátrygingarfélagi Íslands til Landsbankans. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálmur Egilsson, Pétur H. Blöndal og Einar K. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

"Ekkert er göfugra en gott handverk"

BÓKAGERÐARMENN fögnuðu í gær hundrað ára afmæli samtaka sinna með veglegri afmælishátíð í Borgarleikhúsinu. Í kvöld verður hátíðarkvöldverður og dansleikur á Hótel Sögu. Dagana 22.­29. apríl nk. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Elín Hirst ráðgjafi á ritstjórn DV

ELÍN Hirst, fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2, hefur tekið að sér tímabundið ráðgjafarverkefni fyrir DV. Að sögn Elínar er verkefnið fólgið í því að koma með nýjar hugmyndir í tengslum við fréttaöflun og fréttavinnslu á ritstjórn og hefur hún verið ráðin til þriggja mánaða. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 940 orð

Enginn svartur listi yfir erlend flugfélög

ÞÝSK flugmálayfirvöld hafa borið til baka fréttir sem fram komu í þýska dagblaðinu Bild-Zeitung í gær um að öryggi sé ábótavant hjá tíu flugfélögum og þau séu á svörtum lista, enginn slíkur listi sé til. Voru íslensku flugfélögin Atlanta og Flugleiðir nefnd á þessum lista, einnig ítalska félagið Alitalia og nokkur félög í Austur-Evrópu. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Everestfararnir í grunnbúðum EVERES

EVERESTFARARNIR þrír, Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, eru nú staddir í grunnbúðum við Khumbu ísfallið. Í skeyti frá þeim kemur fram að í dag fara þeir að fikra sig upp Khumbu ísfallið, fyrstu torfæruna á leiðinni upp Everest. "Hingað eru þegar komnir nokkrir leiðangrar sem hafa slegið upp tjöldum hér allt í kring," segir í skeytinu. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Félagsmenn Iðju felldu nýgerða kjarasamninga

FÉLAGAR í Iðju, félagi verksmiðjufólks, felldu nýgerða kjarasamninga í atkvæðagreiðslu sem lauk á fimmtudagskvöld. Starfsfólk afurðastöðva í mjólkuriðnaði, starfsmenn Iðju í Mjólkursamlagi KEA, kolfelldi nýgerða kjarasamninga. Alls voru 34 á kjörskrá, 31 greiddi atkvæði eða 91%, 27 eða 87,1% sögðu nei en já sögðu 4, eða 12,9%. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Fimm sækja um Garðaprestakall

FIMM umsóknir bárust Biskupsstofu um embætti sóknarprests í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Ein umsókn barst um Ljósavatnsprestakall. Umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarprests í Hallgrímssókn og sjúkrahússprests í Kaupmannahöfn stendur til 15. apríl. Meira
5. apríl 1997 | Miðopna | 903 orð

Fjallvegur eða jarðgöng annars eina lausnin?

EIRÍKUR Bjarnason, bæjarverkfræðingur í Garðabæ, segir að bæjarstjórn Garðarbæjar leggist gegn því að Reykjanesbraut verði lögð sem Ofanbyggðarvegur í Hafnarfirði meðfram Urriðakotsvatni eða í gegnum önnur viðkvæm útivistarsvæði. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Fjölskyldan sameinuð á ný

ALBÖNSKU feðgarnir Enkelea og Bashkim Vokrri, sem hafa fengið dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, eru komnir heilu á höldnu til Neskaupstaðar eftir að hafa verið innlyksa í höfuðborginni Tirana í Albaníu í um tvær vikur vegna stjórnleysis þar í landi. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Fleiri tegundir en í öðrum úteyjum

44 TEGUNDIR háplantna hafa fundist í Surtsey frá 1965, þar af níu frá hausti 1995. Í mávavarpi sem tók að myndast á suðurhluta eyjarinnar um 1985, og hefur stækkað ár frá ári, hefur gróðurframvinda tekið stakkaskiptum vegna áhrifa áburðar og aðflutnings nýrra tegunda. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Forstjóri Flugleiða óttast neikvæð áhrif

"VIÐ höfum vissulega áhyggjur af því að þetta geti haft neikvæð áhrif fyrir okkur, sérstaklega í Þýskalandi þar sem vantrú hefur verið á erlendum flugvélögum eftir slys sem varð á síðasta ári," segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, um afleiðingar fréttar þýska dagblaðsins Bild- Zeitung þar sem sagt er að öryggi sé ábótavant hjá tíu flugfélögum, Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fuglaskoðun í Arnarnesvogi

EFNT verður til fuglaskoðunar í Arnarnesvogi milli kl. 13 og 15 sunnudaginn 6. apríl nk. Reyndir fuglaskoðarar verða til leiðsagnar við bryggjuna hjá skipasmíðastöð Stálvíkur og einnig verður gengið inn í vogsbotninn en við ós Arnarneslækjar er oft fjölbreytt fuglalíf sem og á voginum öllum. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Fylgst með bílbeltanotkun

Morgunblaðið/Þorkell LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undanfarna daga fylgst grannt með bílbeltanotkun í borginni. Í gær voru 18 bílstjórar, sem ekki voru spenntir í bílbelti, sektaðir um 2.000 krónur. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Fyrst til að sigra í báðum flokkum

ÍSLENDINGAR hafa staðið sig frábærlega á danskeppninni sem nú fer fram í Blackpool og unnið til fjölda verðlauna. Meðal þeirra para sem unnið hafa til verðlauna eru Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir en þau unnu sl. miðvikudag í flokki 13­15 ára í suður-amerískum dönsum. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir hafa dansað saman síðan 1991. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Fækkar á atvinnuleysisskrá

ATVINNULAUSUM fór heldur fækkandi á Akureyri í nýliðnum mánuði. Við skráningu í gær voru 437 manns skráðir atvinnulausir í bænum, en þeir voru 449 um mánaðamótin febrúar og mars. Fleiri konur en karlar eru án atvinnu, en hjá atvinnudeild Akureyrarbæjar eru skráðar 246 konur og 191 karl. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Gefur færi á margs konar úrvinnslu

TÓLF stúdentar unnu á síðasta ári á vegum Orðabókar Háskólans við innslátt á tölvu á notkunardæmum í ritmálssafni Orðabókarinnar. Er ritmálssafnið aðalsafn stofnunarinnar en hin tvö eru talmálssafn og textasafn. Með tölvuskráningunni gefst færi á margs konar úrvinnslu á dæmunum. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 259 orð

Gæði dagheimila skipta sköpum

BANDARÍSKIR vísindamenn kynntu á fimmtudag niðurstöðu rannsóknar sem bendir til þess að gæði dagheimila skipti sköpum fyrir mál- og vitsmunaþroska ungra barna. Með rannsókninni reyndu vísindamennirnir að sneiða hjá langvinnri deilu um hvort dagheimili væru góð eða slæm fyrir börnin. Þess í stað einbeittu þeir sér að því að kanna hvaða áhrif góð dagheimili hefðu á þroska barnanna. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hagnaður ÍS jókst um 60 milljónir

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Íslenzkra sjávarafurða varð 301 milljón króna á síðasta ári, en 124 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta og óreglulega liði varð nú 241 milljón á móti 100 milljónum. Nú varð tap á rekstri dótturfélaga 81 milljón króna, en sá rekstur var rétt við núllið í fyrra. Hagnaður samstæðu varð því 160 milljónir á síðasta ári en 100 milljónir árið áður. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 221 orð

Heilsubót á útsöluverði

LÆKNISÞJÓNUSTA, sjúkrahúsvist og sér í lagi vandasamar skurðaðgerðir kosta stórfé í Bandaríkjunum. Þess vegna kaupa Bandaríkjamenn, það er þeir sem á annað borð hafa efni á því, sérstakar tryggingar til þess að lækka slíkan eigin kostnað, en tryggingarnar eru líka dýrar. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð

"Hin samhæfða alúð"

NÆRRI 300 gestir komu saman á annan fræðslufund fundaraðar Skógræktarfélaganna og Búnaðarbankans nýlega. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur. Aðalerindi kvöldsins flutti Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskólans, um ræktun á jörð sinni í Landbroti í V-Skaftafellssýslu. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hverju breyta börnin í hjónabandinu?

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, ætlar að ræða um efnið: Hverju breyta börnin í hjónabandinu? á fundi í hjónastarfi Neskirkju sunnudagskvöldið 6. apríl kl. 20.30. Dr. Sigrún hefur starfað að fjölskyldufræðslu og ráðgjöf í heilbrigðisþjónustunni um 20 ára skeið. Hún er dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands en rekur auk þess sína eigin stofu samhliða kennslunni. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Hætt við Síðustu freistingu Krists

SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að hætta við sýningu bandarísku kvikmyndarinnar Síðasta freisting Krists eftir Martin Scorsese, sem átti að vera á dagskrá Sjónvarps í kvöld. Kvikmyndin, sem gerð var 1988, er byggð á bók gríska rithöfundarins Nikosar Kazantzakis, þess hins sama og ritaði um Grikkjann Zorba. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Íslenskur sigur í Blackpool

ÍSLENSKT par, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sigraði í keppni í suður-amerískum dönsum í flokki barna ellefu ára og yngri í gær í Blackpool í Englandi. Um er að ræða barna- og unglingakeppni í samkvæmisdönsum og hefur verið haft á orði að um sé að ræða eitt sterkasta mót á þessu sviði, jafnvel nokkurs konar óopinbert heimsmeistaramót. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

KA-mót í skíðagöngu

ÁÆTLAÐ er að halda KA-mót í skíðagöngu í Hlíðarfjalli á morgun, sunnudag, ef veður leyfir. Keppt verður í öllum flokkum, 12 ára og yngri kl. 13 og 13 ára og eldri kl. 14. Gengið verður með hefðbundinni aðferð. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að vera með. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Kapphlaup um aflaheimildir

VEIÐAR á úthafinu settu svip á rekstur Granda hf. á síðasta ári. Mikil áhersla var lögð á að afla veiðireynslu á Reykjaneshrygg og í Smugunni til þess að félagið stæði sem best að vígi í framtíðinni gagnvart úthlutun kvóta á þessum svæðum. Sæmilega tókst til á Reykjaneshryggnum en veiðar í Smugunni ollu vonbrigðum. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kvikmyndasýning í Norræna húsinu

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru alla sunnudaga kl. 14 í Norræna húsinu. Sunnudaginn 6. apríl verður sýnd finnska teiknimyndin "Vår i Mumindalen". Sýndar verða þrjár teiknimyndir um múmínálfana. Vorið er komið og vinir okkar eru að vakna til lífsins á ný. Í Múmíndalnum sofa nefnilega allir yfir vetrartímann í heila þrjá mánuði. Og ævintýrin bíða þeirra. Meira
5. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Kviknaði í bókahillu

Flateyri-Tilkynnt var um eld að bænum Hóli í innanverðum Önundarfirði á páskadag. Reyndist eldurinn vera í bókahillu. Slökkvilið Ísafjarðar og Flateyrar voru ræst út og voru komin innan stundar á staðinn. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kynning á morgun

STJÓRNIR Dagsbrúnar og Framsóknar hafa ákveðið að verða við áskorun félagsmanna um að halda kynningarfund um nýgerða kjarasamninga. Fundurinn verður í Bíóborginni klukkan 13.30 á morgun. Af þeim 570 undirskriftum sem bárust félögunum reyndust 105 ekki finnast á félagaskrám, segir í frétt frá stjórnum félaganna. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTTING Rangt starfsheiti Í FRÉTT á baksíðu

Í FRÉTT á baksíðu Mbl. í gær var fjallað um nýja tegund hjartaskurðaðgerðar, sem gerð var á Landspítalanum. Þar var Bjarni Torfason titlaður yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild. Hið rétta er að Grétar Ólafsson ber þennan titil en Bjarni er yfirlæknir skurðdeildar Landspítalans og sérfræðingur á hjarta- og lungnadeild. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 352 orð

Lofa kjósendum að hækka skatta á hátekjur og tóbak

FRJÁLSLYNDIR demókratar í Bretlandi kynntu í gær stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar 1. maí og höfnuðu því viðhorfi keppinautanna, Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, að Bretar vildu ekki skattahækkanir. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Lokun á sér hæpna lagastoð

SÝSLUMAÐUR Rangárvallasýslu telur fyrirhugaða aðgerð landeiganda, að loka Háfsfjöru í dag kl. 14, eiga sér hæpna lagastoð og hvetur til þess að það verði ekki gert. Hreinsunarstarf í fjörunni lá að mestu niðri í gær vegna snjóa og frosts í jörðu. Þá voru engir gámar hífðir frá borði Vikartinds, en reyna átti að nýju í dag. Veður hindraði tilraunir til þess í gær. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Meiri kaupmáttaraukning en þekkst hefur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að kaupmáttaraukning á tímabilinu 1995-1999 verði samtals 20% eða meiri en þekkst hafi áður hér á landi og mun meiri en er í nágrannalöndunum. Kaupmáttaraukning næstu þriggja ára er áætluð 4% á ári. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um áhrif kjarasamninga. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Öll börn velkomin, munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Svavar A. Jónsson messar. Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar eftir messu. Æskulýðsfundur í kapellu kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30. á mánudagskvöld. Mömmumorgunn frá kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Fyrirbænaguðsþjónusta í kirkjunni kl. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 456 orð

Mokveiði í Skaftá

GÓÐ sjóbirtingsveiði hefur verið í Skaftá þessa fyrstu daga veiðitímabilsins og "nóg af fiski" eins og Þorsteinn Gíslason bóndi í Nýjabæ sagði í samtali við Morgunblaðið í vikulokin. Veiði hófst fyrir landi Nýjabæjar 1. apríl. Þar er aðeins veitt á eina stöng og er fimm fiska kvóti fyrir daginn. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Náðum helstu markmiðunum

BANKAMENN greiða atkvæði um nýjan kjarasamning, sem skrifað var undir klukkan 2 í fyrrinótt, dagana 14. og 15. apríl. Við náðum þeim markmiðum sem við lögðum af stað með, að hækka sérstaklega lægstu laun," sagði Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna í viðtali við Morgunblaðið um samninginn. Ná lægstu taxtar nærri 70 þúsund krónum við upphaf samningstímans. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Námskeið um vímuefnavarnir

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir námskeiði dagana 10. og 11. apríl um vímuefnavarnir. Námskeiðið er ætlað fólki sem vinnur með og fyrir ungt fólk, s.s. starfsfólki félagsmiðstöðva, íþróttaþjálfurum, skólahjúkrunarfræðingum, námsráðgjöfum, skólastjórum og kennurum. Meira
5. apríl 1997 | Miðopna | 1003 orð

Niðurstaðan kemur forystumönnum ekki á óvart

KJARASAMNINGUR Rafiðnaðarsambandsins og Rafmagnsveitu ríkisins var felldur með miklum meirihluta, en almenni samningur RSÍ við vinnuveitendur og samningur við rafiðnaðarmenn hjá ríkinu voru samþykktir með 80% atkvæða. Kjarasamningar Iðju við vinnuveitendur voru felldir alls staðar á landinu nema í Hveragerði og Sauðárkróki. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Nóg að gera í snjómokstri

SNJÓ hefur kyngt niður undanfarið í ríkjandi norðaustanátt. Þetta hefur leitt til þess að næg verkefni hafa verið í sambandi við snjómokstur á götum Flateyrar. Erfitt hefur verið yfirferðar og menn þurft að klofa margan skaflinn á leið til vinnu sinnar. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 254 orð

Óeining innan ESB

EVRÓPUSAMBANDIÐ er klofið í afstöðu sinni til þess hvernig eigi að taka á mannréttindabrotum stjórnvalda í Kína á fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Genf. Hans van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, sem nú situr í forsæti ráðherraráðs ESB, sakar nokkur aðildarríki um tvískinnung í mannréttindamálum, þar sem þau neiti að fordæma Kínastjórn. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Rauðmagi í Hafnarfirði

RAUÐMAGINN er einn af árvissum vorboðum og kitlar sjálfsagt bragðlauka einhverra þessa dagana. Grímur Ársælsson á Fróða HF sagði vertíðina hafa byrjað ágætlega fyrir um tveimur vikum, en síðan hefði dregið úr afla. Hann sagðist vera hættur að selja á bryggjunni, nú færi rauðmaginn á markað eins og annar fiskur. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 59 orð

Reuter Jarðskjálfti losar um björg

ÍBÚI á japönsku eyjunni Kyushu virðir fyrir sér bjarg sem féll á veg við bæinn Kagoshima í jarðskjálfta, sem reið yfir í fyrradag. Að minnsta kosti fjórir slösuðust í skjálftanum, sem mældist 5,5 stig að styrkleika á Richtersskalanum. Nóttina fyrir skjálftann hafði rignt mikið á svæðinu og hleypti hann því jarðskriðum af stað úr fjallshlíðum. Meira
5. apríl 1997 | Landsbyggðin | 224 orð

Reynir nýja gerð af járnristum undir sauðfé

Vaðbrekka, Jökuldal-Árni Halldórsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, er að reyna nýja gerð af járnristum undir sauðfé sitt. Árni keypti á síðasta hausti nýjar sinkhúðaðar járnristar í öll fjárhúsin hjá sér, þessar nýju ristar eru með möskva 14 sinnum 50 millimetrar og 25 millimetra þykkar. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

RSV-faraldur í rénun á barnaspítala Hringsins

ÁSTANDIÐ á barnaspítala Hringsins er enn erfitt vegna RSV-veirusýkingar, en að undanförnu hafa 10-15 börn með slíka sýkingu legið þar, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sérfræðings í smitsjúkdómum barna. Hann kveðst þó sjá merki þess að faraldurinn sé í rénun. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Salan á VÍS staðfest

FULLTRÚARÁÐSFUNDUR eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands staðfesti í gær sölu á eignarhlut félagsins í Vátryggingarfélagi Íslands og líftryggingarfélagi þessi til Landsbanka Íslands. Alger samstaða var um málið, að sögn Valdimars Bragasonar, formanns stjórnar félagsins. Fulltrúaráð Brunabótafélagsins fer með æðsta vald í málefnum eignarhaldsfélagsins. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 328 orð

Sáttatónn í Tyrkjum TYRKNESKA stjórnin lýsti

TYRKNESKA stjórnin lýsti í gær yfir því að hún bæri fullt traust til þýska réttarkerfisins. Skeytin hafa gengið á milli tyrkneskra og þýskra stjórnvalda að undanförnu vegna íkveikja í húsum tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi, sem Tyrkir segja til marks um ekki sé gripið til aðgerða gegn vaxandi andúð á Tyrkjum. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 439 orð

Segja tollinn vera áfall fyrir EES-samninginn

NORSK stjórnvöld reyna nú allt hvað þau geta til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið leggi 14% refsitoll á norskan eldislax. Nefnd framkvæmdastjórnar ESB, sem fjallar um undirboð, mun á mánudag fella úrskurð um það hvort leggja beri tollinn á eður ei. ESB sakar Norðmenn um að stunda undirboð á markaðnum í krafti ríkisstyrkja til laxeldisstöðva. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 774 orð

Siðferðisgildi tengist náminu

SUNITA Gandhi rekur nú einkastofnunina Hnattræn hugtök [Global Concepts] með aðalstöðvar í Bandaríkjunum er vinnur að útbreiðslu menntastefnu þar sem notuð er reynslan af grunnskólunum í Lucknow. Lögð er áhersla á heildrænan þroska barnanna. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Sjö stelpur í Samkomuhúsinu

LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, laugardagskvöldið 5. apríl, leikritið Sjö stelpur eftir Erik Torsteinsson. Leikstjóri er Guðbjörg Thoroddsen. Leikritið fjallar um sjö stúlkur sem dvelja á áfangaheimili í kjölfar áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Lífshlaup þeirra er rifjað upp í leikritinu og fjallað um samskipti þeirra á milli og við starfsfólk heimilisins. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skartgripum og rafmagnsvörum stolið

BROTIST var inn í skartgripaverslun í Bankastræti í fyrrinótt og stolið skartgripum fyrir hundruð þúsunda króna. Einnig var brotist inn í verslunina Segul við Nýlendugötu og stolið rafmagnsvörum. Þá voru unnar skemmdir á hurðum og ellefu skápar brotnir upp í Vesturbæjarskóla en ekki hafði þjófurinn annað upp úr krafsinu en þúsund kr. í smámynt. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Skilningur innan stjórnar KEA

STJÓRN Búnaðarsambands Eyjafjarðar hefur farið fram á það við stjórn Kaupfélags Eyfirðinga að eyfirskir mjólkurframleiðendur fái hliðstæðar greiðslur og mjólkurframleiðendur á svæði Mjólkurbús Flóamanna og Mjólkursamsölunnar, en þessar afurðastöðvar hafa greitt mjólkurframleiðendum, sem lögðu inn mjólk hjá þeim á síðasta ári, Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Skráningum fjölgar í kaþólsku kirkjuna

ALLS höfðu 35 manns skráð sig í nýtt félag múslima á Íslandi í lok síðasta mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, en trúfélagið var viðurkennt til skráningar af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. febrúar sl. Þá fjölgaði skráningum kaþólskra nokkuð á fyrsta fjórðungi þessa árs eða um 38. Meira
5. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 568 orð

Stefnir í átök um kanslaraefni jafnaðarmanna

ÁKVÖRÐUN Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, um að sækjast eftir embættinu í fimmta sinn hefur valdið því, að hart er lagt að jafnaðarmönnum að tilnefna sinn frambjóðanda. Ýmsir franskir stjórnmálamenn hafa fagnað yfirlýsingu Kohls og segja hana góðar fréttir fyrir Evrópu og Frakkland. Samkvæmt skoðanakönnun er þó meirihluti Þjóðverja andvígur því, að Kohl verði í framboði enn einu sinni. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Stefnt að samningum um helgina

KJARASAMNINGUR Iðju við vinnuveitendur var felldur. Yfir 72% sögðu nei við samningi Iðju í Reykjavík. Samningur Rafiðnaðarsambandsins og Rafmagnsveitu ríkisins var einnig felldur með miklum meirihluta, en almenni samningur RSÍ við vinnuveitendur og samningurinn við ríkið voru samþykktir með 80% atkvæða. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Stuttmyndasýning

NEMENDUR í Kvikmyndaskóla Íslands eru nú að ljúka tveggja mánaða námskeiði í kvikmyndagerð og af því tilefni verður efnt til kvikmyndasýninga á stuttmyndum eftir nemendur skólans í dag. Markmið Kvikmyndaskóla Íslands með þessum námskeiðum er að kynna fyrir nemendum alla helstu þætti kvikmyndagerðar með verklegri og bóklegri kennslu. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Sveitir frá 20 ríkjum taka þátt í Samverði '97

HER- og björgunarsveitir frá tuttugu ríkjum munu taka þátt í almannavarnaæfingunni Samverði '97, sem haldin verður hér á landi í júlí á komandi sumri. Æfingin er fyrsta almannavarnaæfingin á vegum Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins og jafnframt umfangsmesta almannavarnaæfing, sem haldin hefur verið hér á landi. Meira
5. apríl 1997 | Landsbyggðin | 108 orð

Talsverð ófærð á Ströndum

Litlu-Ávík-Allmikill snjór er kominn hér í sveit sérstaklega eftir síðasta hret 25. og 26. mars. Þar af leiðandi hefur verið mikill snjómokstur en reynt er að halda veginum opnum frá Gjögursflugvelli og til Norðurfjarðar helst tvisvar í viku en þetta er um 20 km leið. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Tilbrigði við húsagerð

SÆNSKI arkitektinn Janne Ahlin heldur fyrirlestur um Sigurd Lewerentz arkitekt og verk hans mánudaginn 7. apríl. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.00. Janne Ahlin er prófessor í arkitektúr og hefur meðal annars kennt við háskólann í Lundi og við Texasháskóla. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur til sýnis

TILLAGA að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016 er nú almenningi til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar má einnig sjá greinargerðir, þemakort og aðra uppdrætti er tengjast aðalskipulaginu. Sýningin í Ráðhúsinu stendur yfir til 9. apríl nk. og er opin alla virka daga frá kl. 8.20 til 19, en um helgar frá kl. 12 til 18. Þann 10. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Tryggingar í sumum tilvikum ekki gerðar upp

"ERLENDIR framleiðendur og birgjar krefjast greiðslu fyrir vörur, sem voru um borð í Víkartindi, en því miður hafa tryggingafélög í sumum tilvikum dregið að bæta mönnum tjónið. Þetta veldur ýmsum óþægindum og vandræðum," sagði Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, í samtali við Morgunblaðið. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Tvær útigengnar kindur fundust

TVÆR útigengnar kindur fundust í svokölluðum Þrengslaborgum á miðvikudag, 2. apríl. Þetta var ær með lamb sitt. Fyrir páska hafði sést til þessara kinda við Dimmuborgir en tókst ekki að handsama þær enda mjög styggar. Talið er að þær líti vel út, þó búnar séu að þreyja meginhluta vetrar og virðast ekki hafa liðið skort langa daga og vetrarnætur. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Um 17 tonn af fernum hafa safnast

UM 17 tonn af notuðum fernum voru bögguð á móttökustöð SORPU á fimmtudag, en að sögn Rögnu Halldórsdóttur upplýsingafulltrúa SORPU er þarna um að ræða tveggja mánaða afrakstur söfnunarinnar "Fernur hafa framhaldslíf" sem Mjólkursamsalan og SORPA standa fyrir á suðvesturhorni landsins. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Undirbúa verkfall hjá P&S

NOKKUR stéttarfélög sátu á samningafundum í Karphúsinu í gær og héldust mislengi við efnið. Rafiðnaðarmenn slitu viðræðum við fulltrúa Pósts og síma hf. síðdegis. Heldur samninganefnd þeirra fund í dag og ræðir tillögu um að boða verkfall 25. apríl. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 354 orð

Úr 1,3% hagnaði niður í núllpunkt

AFKOMA sjávarútvegsins í heild versnaði um 1,4 prósentustig við nýgerða kjarasamninga. Útvegurinn var rekinn með 1,3% hagnaði fyrir þá, en því kominn núllpunktinn nú. Halli á botnfiskvinnslu í heild er um 5%, en veiðar og vinnsla á loðnu skila nær 27% hagnaði þrátt fyrir 15% launahækkun í loðnubræðslu. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Útsendingar hefjast um miðjan apríl

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun hefja útsendingar á Akureyri um miðjan apríl. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, markaðsstjóra Íslenska útvarpsfélagins, er stefnt að því að setja upp 1.000 watta sendi á Vaðlaheiði í næstu viku. Dagskrá Sýnar verður send út á UHF-tíðni, sem þýðir að þeir Akureyringar sem ekki eru með UHF-loftnet, þurfa að fjárfesta í slíku til að ná útsendingum Sýnar. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Valfrelsi í lífeyrismálum eru mannréttindi

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkisstjórnina til að auka frelsi á sviði lífeyrissparnaðar. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu fái að ákveða hvar það ráðstafar sínum lífeyrissparnaði í stað þess að vera neytt til að greiða iðgjöld í sjóði sem atvinnu- og verkalýðsrekendur hafa valið fyrir þá, segir í fréttatilkynningu. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

"Varúð, ferðamenn"

ÞÝSKA dagblaðið Bild birti í gær frétt undir fyrirsögninni "Öryggi ábótavant hjá 10 flugfélögum" og nefnir þar meðal annars íslensku flugfélögin Atlanta og Flugleiðir. Fylgir frétt þýska blaðsins hér í íslenskri þýðingu: "Varúð, ferðamenn. Sá, sem nú er að bóka flugfar, ætti að hugsa sig um tvisvar áður en hann ákveður með hvaða flugfélagi hann vill fljúga. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 971 orð

Viðtökur markaðarins eru hvetjandi

"VIÐ byrjuðum á því að prófa lífræna rækun á kartöflum í smáum stíl fyrir fjórum árum. Árið eftir, haustið 1984, voru við svo óheppin að það fraus í görðunum áður en við náðum kartöflunum upp og þær skemmdust. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Vinningur Risa- poppleiks afhentur

AÐALVINNINGUR í Risa-poppleik Orville Redenbacher's hefur verið afhentur en dráttur fór fram í beinni útsendingu á Bylgjunni og kom upp nafn Hallfríðar Reynisdóttur. Risa-poppleik Orville Redenbacher's og Bylgjunnar lauk þann 1. mars sl. með því að dregið var úr innsendum seðlum um aðalvinninginn sem var Volkswagen Polo frá Heklu. Fleiri vinningar voru með í leiknum sem hófst þann 20. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Vitni að árekstrinum gefi sig fram

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem sáu aðdraganda árekstrar á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð á mánudag, 31. mars. Hjón og sex ára sonur þeirra, sem voru í öðrum bílnum, voru enn í lífshættu síðdegis í gær. Meira
5. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Vorið handan hornsins

EITT af fjölmörgum merkjum þess að vorið er á næsta leiti eru vorleikir barnanna, snúsnú og teygjutvist, en þessir leikir njóta aldrei meiri vinsælda en einmitt á þessum árstíma. Stelpurnar í Borgarhlíðinni brugðu á leik í gærmorgun, snéru böndum í gríð og erg og hoppuðu af list. Meira
5. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Yfirheyrslur hefj ast eftir 2-3 vikur

"VIÐ erum að afla gagna um málið, en yfirheyrslur hefjast líklega eftir tvær til þrjár vikur," sagði Atli Gíslason, settur rannsóknarlögreglustjóri. Atli fer með opinbera rannsókn á samskiptum lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Kristins Steiner, sem grunaður hefur verið og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli. Meira
5. apríl 1997 | Landsbyggðin | 181 orð

Þingeyingar mótmæla niðurskurði

Húsavík-Þingeyingar, 1.143 að tölu, hafa að tilhlutan Kvenfélags Húsavíkur undirritað mótmæli gegn þeim áætlunum ríkisstjórnarinnar að rýra fjárveitingar til Sjúkrahúss Þingeyinga frekar en orðið er. Meira

Ritstjórnargreinar

5. apríl 1997 | Staksteinar | 295 orð

Kaupmáttaraukning

Í HAGVÍSUM segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna hér á landi hafi aukizt mun meira sl. tvö ár en víðast annars staðar, eða um 4,0% í hittiðfyrra og 5,5% í fyrra. Í ljósi nýgerðra kjarasamninga og ráðstafana í tengslum við þá má reikna með að kaupmáttur aukist áfram hraðar hér á landi en í grannríkjum. Hagstæður samanburður Meira
5. apríl 1997 | Leiðarar | 565 orð

Leiðari PRENTARAFÉLAG ALDARGAMALT UNNUDAGINN 4. apríl 1897 s

Leiðari PRENTARAFÉLAG ALDARGAMALT UNNUDAGINN 4. apríl 1897 stofnuðu 12 prentarar Hið íslenzka prentarafélag í þeim tilgangi "að efla og styrkja samheldni meðal prentara á Íslandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðjueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfir í iðn vorri, Meira

Menning

5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 97 orð

Anthony Edwards færir út kvíarnar

ANTHONY Edwards, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja sem lækninn Mark Greene í Bráðavaktinni, hefur stofnað eigið framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið heitir Aviator en Edwards segir nafnið tilkomið vegna mikils flugáhuga. Hann stendur ekki einn að fyrirtækinu og hefur sér til halds og trausts æskuvininn Dante Di Loreto sem er framleiðandi. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | -1 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Svei

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir BÍÓBORGIN 101 Dalmatíuhundur zfiKostuleg kvikindi Málið gegn Larry Flynt SAMBÍÓIN, Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Brosmildur Prince Michael Junior

"HANN er alltaf brosandi og það kemur glampi í augun á honum þegar ég syng fyrir hann. Hann þekkir greinilega rödd mína," segir hinn nýbakaði faðir Michael Jackson um son sinn sem nýlega var gefið nafnið Prince. Jackson og eiginkona hans, Debbie Rowe, sátu fyrir á myndum ásamt barni sínu í fyrsta sinn nýlega og birtust þær í tímaritinu OK í síðustu viku. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Carradine múraður

GAMLI harðjaxlinn og kvikmyndaleikarinn David Carradine sést hér með stjörnuplatta sem hann fékk eftir að stjarna með nafni hans hafði verð múruð ofan í hina þekktu gangstétt í Hollywood, "The Hollywood Walk of Fame", í vikunni. Carradine er einkum þekktur fyrir að leika í slagsmálamyndum og þá helst í sjónvarpsþáttunum "Kung Fu". Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Damme sparkar í Planet Hollywood

BELGÍSKI hasarmyndaleikarinn Jean-Claude Van Damme sýnir hér karatespark í tilefni heimsóknar sinnar á Planet Hollywood veitingastaðinn í New York í vikunni. Van Damme kom færandi hendi og færði veitingastaðnum að gjöf leikmun úr nýjustu mynd sinni, "Double Team" en eins og kunnugt er Planet Hollywood veitingastaðakeðjan skreytt munum úr frægum kvikmyndum. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 42 orð

Ellismellir enn á ferð

WALTER Matthau og Jack Lemmon eru að undirbúa framhald af "The Odd Couple". Í framhaldinu ferðast þeir saman í brúðkaup barna sinna. Ellismellirnir tveir hafa ekki gefið upp hvort þriðja "Grumpy Old Men" myndin er væntanleg. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 275 orð

Ég logaði og Stallone slökkti

ÞRÁTT fyrir að breski leikarinn Tom Lucy hafi leikið í myndum eins og "Braveheart", með Mel Gibson, "First Knight", með Richard Gere og Sean Connery, og "Daylight", með Sylvester Stallone, þá er nafn hans lítt þekkt. Ástæðan er einföld; hann er áhættuleikari og bregður sér oft í hlutverk frægra stjarna um stundarsakir án þess að andlit hans þekkist. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Fiskveiðar eru nýjasta æðið í Japan

JAPANSKA skrifstofustúlkan Junko Suzuki sést hér stolt með veiði dagsins við tjörn í nágrenni lestarstöðvar í Tókýó. Fiskveiðar eru nýjasta æðið í Japan, þær þykja töff, þær eru í tísku og þykja góðar fyrir andann. Um 19 milljónir Japana stunda nú þetta tómstundagaman, hnýta sjálfir sínar eigin flugur meðal annars og hafa iðkendur aldrei verið fleiri. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 49 orð

Fúlmennið Harrelson

WOODY Harrelson og Elisabeth Shue ætla að leiða saman hesta sína í sakamálamyndinni "Palmetto". Hún segir frá góðum manni sem ákveður að verða illmenni. Michael Rapaport og Chloe Sevigny ætla einnig að fara með hlutverk í myndinni. Það er Castle Rock kvikmyndafyrirtækið sem framleiðir myndina. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 87 orð

Gaman og spenna

GAMANLEIKKONAN Janeane Garofalo hefur tekið að sér hlutverk á móti Joaquin Phoneix og Vince Vaughan í spennumyndinni "In Too Deep". Tökur eiga að hefjast í Salt Lake City eftir miðjan apríl. "In Too Deep" segir frá Earl sem kemst að því að eiginkonan heldur við besta vin hans. Earl ákveður að sviðsetja sitt eigið morð og koma sökinni á vininn. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 194 orð

Góður húmor Stóra blöffið (The Great White Hype)

Framleiðandi: 20th Century Fox Leikstjóri: Reginald Hudlin. Handritshöfundur: Tony Hendra og Ron Shelton. Kvikmyndataka: Ron Garcia. Tónlist: Marcus Miller. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson, Jeff Goldblum, Peter Berg og Damon Wayans. 99 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox/Skífan 1996. Útgáfudagur: 24. mars. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 285 orð

Lendum á tónleikum hjá Bazaar

SÖNGVARINN Sverrir Guðjónsson heldur áfram á ferðlagi sínu um heiminn í útvarpsþáttunum Á sjö mílna skónum ­ mósaíkleifturmyndir, á rás 1 í dag klukkan 15. Þetta er fimmti þáttur Sverris sem nú er staddur í Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalist í Japan síðastliðna fjóra þætti. Síðar liggur svo leiðin til Lundúna. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 172 orð

Ljúfur og lítillátur

BILLY Bob Thornton er hógværðin holdi klædd þrátt fyrir að hafa komið, séð og sigrað við Óskarsverðlaunaafhendinguna í mars síðastliðnum. Lukkuhjól Thorntons tók að snúast fyrir alvöru þegar hann sló í gegn í bíómyndinni "One False Move" árið 1992, en þar lék hann eitt aðalhlutverkið ásamt því að skrifa handritið. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 33 orð

Rod og Rachel á kappreiðum

BRESKA poppstjarnan Rod Stewart og eiginkona hans Rachel stilla sér hér upp fyrir ljósmyndara í Dubai í vikunni. Þar voru þau stödd til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í kappreiðum. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

"Saint" leikarar á góðgerðarsamkomu

LEIKARARNIR Val Kilmer og Elisabeth Shue, sem leika aðalhlutverkin í myndinni "The Saint", sjást hér á góðgerðarsamkomu til styrktar neyðarathvarfi fyrir ungt fólk í breska sendiráðinu í Washington en "The Saint" var forsýnd þar í borg í vikunni. Myndin var síðan frumsýnd um öll Bandaríkin í gærkvöldi. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

"Stundum er Gus Gus gott"

HLJÓMSVEITIN Gus Gus hefur verið á uppleið undanfarið og frami hennar hefur ekki farið fram hjá þýska tímaritinu Der Spiegel þar sem í þessari viku er lítillega fjallað um hana í tilefni af nýrri plötu. Meira
5. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 141 orð

Vill leigja nýrað í 99 ár

"NÝRU, nýru. Ég á tvö í góðu ásigkomulagi. Langtíma leiga möguleg." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í dagblaði í Flórída nýlega. Auglýsandinn, Bob Loturco, 60 ára, er sjúklingur og heldur vart lífi á þeim lágu örorkubótum sem honum eru skammtaðar. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 628 orð

Væntanlegar myndir í Laugarásbíó

Í APRÍL er væntanleg í Laugarásbíó hin umdeilda mynd Davids Cronenberg Crash. Myndin, sem fjallar um fólk sem fær kynferðislega útrás í tengslum við bílslys, hefur komið við kaunin á mörgum og komið af stað heitum umræðum í Bretlandi og víðar. Með aðalhlutverkið í Crash fara James Spader, Holly Hunter, Rosanna Arquette, Deborah Unger og Elias Koteas. Meira
5. apríl 1997 | Kvikmyndir | 443 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur Sjónvarpið21.40 Óskarsverðlaunað handrit Bos Goldman leikur sér meistaralega með það sem er sannsögulegt og það sem er bara sögulegt í myndinni Melvin og Howard (Melvin and Howard, 1980), um hugsanlegan fund hversdagsmannsins Melvins Dummar og auðmannsins Howard Hughes. Meira

Umræðan

5. apríl 1997 | Aðsent efni | 364 orð

Alþjóðlegur heilbrigðisdagur 7. apríl 1997

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur undanfarin ár beint því til þjóða heims að helga einn dag á ári sérstöku heilbrigðisvandamáli. Yfirskrift heilbrigðisdagsins, sem er 7. apríl í ár, er "Nýir smitsjúkdómar: Alheimsviðvörun ­ alheimsviðbrögð". Meira
5. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 720 orð

Athyglisvert tónlistarnámsefni

NÝLEGA kom út hjá Námsgagnastofnun tónlistar- og samþættingarverkefnið Töfratónar. Námsefnið samanstendur af forleik, átta sönglögum um árstíðirnar, þ.e. tveimur sönglögum um hverja árstíð, og í því eru einnig tvær "ballettsvítur". Höfundur verksins, Ólafur B. Meira
5. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 251 orð

Ákall um hjálp vegna húsbrunans í Bolungarvík

AÐFARANÓTT sunnudagsins 30. mars síðastliðins, sem var páskadagur, varð íbúðarhúsið nr. 6 við Heiðarbrún í Bolungarvík eldi að bráð. Fyrir mikla Guðs mildi björguðust heimilisfaðirinn og dóttir hans úr eldsvoðanum heil á húfi. En þarna fór að öðru leyti allt sem farið gat; húseignin, innanstokksmunirnir, allt brann þetta til kaldra kola. Slys sem þetta er óskaplegt áfall þeim sem fyrir verða. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | 1112 orð

Eftirlit með fjármálum almannatrygginga

ÚTGJÖLD ríkisins vegna almannatryggingamála á yfirstandandi ári eru áætluð á fjárlögum rúmlega 30 milljarðar króna. Þetta er langstærsti einstaki liðurinn á fjárlögum, tæplega fjórðungur allra útgjalda ríkisins, sem svipar til útgjalda 10 minnstu ráðuneytanna eða tveimur þeirra næststærstu á eftir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem eru fjármála- og menntamálaráðuneytið. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | 828 orð

Er verra að vel fiskist?

MIKIL fiskgengd og góður þorskafli það sem af er þessu ári hefur vakið mikla athygli og umræður og sýnist sitt hverjum. Flestir fagna því þegar vel fiskast. En einnig hefur heyrst að mikil þorskgengd sé vandamál. Er þá gjarnan vísað til þess að erfiðlega gangi að veiða ufsa: þorskur sé um alla ufsaslóðina en ufsinn finnist hvergi. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | 988 orð

Heilsuvernd lífríkisins

VETURINN 1992-93 dvaldi ég mér til heilsubótar á sveitabýli í Smálöndum í Suður-Svíþjóð, þar sem rekið var heilsuheimili. Náttúrufegurð er mikil í hrjóstrugu og skógi vöxnu landslagi Smálandanna og langar skógargöngur eru hin ákjósanlegasta heilsubót. Ég var búinn að vera þarna einn eða tvo mánuði þegar ég tók eftir því að heimamenn voru að ræða áhyggjufullir á svip um drykkjarvatnið. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | 642 orð

Nýtt kerfi húsaleigubóta

NÚ ER að störfum nefnd á vegum félagsmálaráðherra, sem gera á tillögur um breytingar á núverandi lögum um húsaleigubætur. Skiptar skoðanir eru um núverandi húsaleigubótakerfi meðal annars vegna þess að húsaleigubætur ná ekki til alls leiguhúsnæðis og bæturnar eru ekki skattfrjálsar eins og vaxtabætur og annar opinber stuðningur við öflun húsnæðis. Meira
5. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 218 orð

Nýtt skipulag verkalýðsmála

HJÁ hverju fyrirtæki og stofnun sé starfandi starfsmannafélag, sem semji um kaup og kjör félaga sinna. Allir sem þiggja laun hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun eru skyldaðir til að þess að vera í viðkomandi starfsmannafélagi. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Rök gegn álveri skoðuð

Á LIÐNUM mánuðum hefur mikið verið rætt um mengun frá stóriðju á Íslandi, einkum frá fyrirhuguðu álveri á Grundartanga. Til einföldunar geri ég hér ráð fyrir að þar verði framleidd 100 þúsund tonn af áli á ári og kalla það Hvalfjarðarálver. Þetta er meira en verður framleitt í fyrsta áfanga en minna en síðar kann að verða. Meira
5. apríl 1997 | Aðsent efni | 1239 orð

Sátt um stjórnkerfi fiskveiða

NIÐURSTAÐA fræðimanna og reynslunnar er sú að ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkt er hafi yfirburði yfir aflamarkskerfi með frjálsu framsali aflaheimilda. Það er því engin þörf á að skipta um stjórnkerfið sem slíkt. Það er hins vegar orðið nauðsynlegt að breyta ýmsum öðrum þáttum í umhverfi sjávarútvegsins sem tengist kvótakerfinu. Hér verður aðeins ymprað á nokkrum þeirra. Meira
5. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 778 orð

Spaugstofumenn gengu of langt

EINS og margir aðrir, sem heima eru um páskana, hef ég fylgst allvel með dagskrá fjölmiðlanna útvarps og sjónvarps. Nú síðast í kvöld, laugardagskvöldið 29. mars, horfði ég á nokkurn hluta dagskrár ríkissjónvarpsins. Hjá kristnu fólki eru þessir dagar, skírdagur, föstudagurinn langi og páskadagur helgasti tími ársins. Meira
5. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 368 orð

Þrjár fréttir í Morgunblaði

MORGUNBLAÐIÐ birti þrjár fréttir 12. mars sem hér verður vikið að. Ein er um dóm yfir ungum manni, sem rændi verslun þar sem stúlka var ein við afgreiðslu. Pilturinn réðst grímuklæddur á stúlkuna og barði hana með hamri. Í dómi þeim sem upp var kveðinn er 18 mánaða fangelsi talið hæfa en 15 mánuðir þar af eru skilorðsbundnir í 5 ár gegn því að hinn dæmdi neyti ekki áfengis. Meira

Minningargreinar

5. apríl 1997 | Minningargreinar | 242 orð

Arnar Karl Bragason

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 301 orð

Arnar Karl Bragason

Að morgni skírdags kom Helga dóttir mín og sagði við mig: "Viltu setjast mamma, ég þarf að segja þér sorgarfregn, hann Arnar Karl er dáinn. Ég varð sem lömuð - Arnar dáinn! Ég hugsaði til foreldra hans, systkina, alls skyldfólks hans og vina. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 146 orð

Arnar Karl Bragason

Síminn hringdi snemma á skírdagsmorgun og okkur voru fluttar sorgarfréttir. Arnar Karl frændi okkar var dáinn. Svo ungur, svo góður. Við vorum heppnir að fá að kynnast þér, elsku Arnar, en kynni okkar voru alltof stutt. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla við okkur bræður þegar við hittumst á Hvammstanga eða í Reykjavík. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Arnar Karl Bragason

Elsku Arnar minn. Mig tekur það sárt að hafa ekki getað kvatt þig áður en þú yfirgafst þennan heim. Í huga mér rifja ég bara upp þær stundir sem við áttum saman. Þær voru góðar. Ég man fyrst eftir þér þegar þú og fjölskylda þín bjugguð á Melaveginum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Arnar Karl Bragason

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 446 orð

Arnar Karl Bragason

Frá því að barn lítur fyrst dagsins ljós miðast líf þess við að raða saman ýmsum minningum um fólk sem okkur er kært og eftirminnilega atburði. Að lokum myndar það eina heild og má því líkja lífinu við eitt eilífðar púsluspil. Púsluspilið gengur sinn vanagang allt þar til ævi okkar er öll. Sá hluti af gangi lífsins, sem við eigum hvað erfiðast með að sætta okkur við, er þegar eitt púslið er tekið. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 1138 orð

Arnar Karl Bragason

Það er erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín, Arnar, eins besta og sannasta vinar míns. Dauði þinn var svo skyndilegur og hræðilega sár og það er svo margs að minnast og margs að sakna. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp fyrstu kynni okkar er það fyrst og fremst sauðburður, heyskapur og útivera í sveitinni á Melum sem kemur upp í huga mér. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Arnar Karl Bragason

Ég hugsa til baka, þar sem ég sit í rökkrinu og rifja upp kynni mín af Arnari Karli Bragasyni og þegar ég horfi í loga kertaljóssins sem er að brenna upp á stofuborðinu birtast myndirnar hver af annarri. Arnar dvaldi um tíma hjá okkur hjónum þegar við bjuggum skamma hríð á Melum í Hrútafirði. Áður höfðum við haft af honum dálítil kynni, því að hann sóttist mikið eftir að dvelja í sveitinni. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 92 orð

ARNAR KARL BRAGASON

ARNAR KARL BRAGASON Arnar Karl Bragason var fæddur á Hvammstanga þann 17. desember 1977. Hann lést á Hvammstanga 27. mars síðastliðinn. Móðir hans er Laufey Margrét Jóhannesdóttir, sjúkraliði í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Leifur Hákonarson. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Arnar Karl Bragason Á þessum degi kveðjum við Arnar Karl Bragason. Mér er svo minnisstætt þegar ég hitti þig í fyrsta skipti

Á þessum degi kveðjum við Arnar Karl Bragason. Mér er svo minnisstætt þegar ég hitti þig í fyrsta skipti eftir að við pabbi þinn fórum að vera saman. Við hittumst í Kaupfélaginu, þú komst og heilsaðir mér svo hlýlega, mér þótti svo vænt um það. Það er reyndar svo auðvelt að láta sér þykja vænt um ykkur systkinin. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 49 orð

Arnar Karl Bragason Elsku Arnar. Ég sendi þér mína hinstu kveðju, kæri vinur. Vinátta okkar var traust og órjúfanleg. Þökk

Elsku Arnar. Ég sendi þér mína hinstu kveðju, kæri vinur. Vinátta okkar var traust og órjúfanleg. Þökk fyrir allt. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Samúðarkveðjur til aðstandenda. Þinn vinur ætíð, Elvar. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 130 orð

Arnar Karl Bragason Elsku Arnar Karl minn. Núna ertu farinn frá okkur en enginn vill trúa því, margar spurningar vakna upp í

Elsku Arnar Karl minn. Núna ertu farinn frá okkur en enginn vill trúa því, margar spurningar vakna upp í huga mínum, af hverju þú? En ég fæ engin svör. Skarð hefur verið höggvið í hjarta mitt sem mun aldrei gróa. Minningarnar um þig eru alltof fáar en mjög dýrmætar og þær getur enginn tekið frá mér. Ég mun ávallt geyma þær í hjarta mínu. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Birna S. Björnsdóttir

Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þér hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekkur. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 537 orð

Birna S. Björnsdóttir

Ég man fyrst eftir Birnu systur minni þegar ég var sex ára gömul. Hún var þá þriggja ára og mér fannst hún afskaplega falleg og sæt. Mamma okkar hafði þá þrem árum áður orðið ekkja og átti þrjár dætur, sjálf aðeins 19 ára. Þarna var Birna systir komin til að flytjast með mömmu, kjörföður og systrum að Meltröð 8 í Kópavogi. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 120 orð

BIRNA S. BJÖRNSDÓTTIR

BIRNA S. BJÖRNSDÓTTIR Birna S. Björnsdóttir fæddist í Óðinsvéum í Danmörku 8. janúar 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Frederikshavn í Danmörku hinn 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnvör B. Sigurðardóttir og Sigurbjörn Hilmar Jónsson, d. 1947. Kjörfaðir hennar var Björn Einarsson. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Að fæðast - lifa - deyja. Þessi áfangaskipti jarðneskrar tilvistar okkar fáum við engu ráðið um. Við vitum fullvel að eitt sinn skal hver deyja. Engu að síður kveinkum við okkur, þegar að dauðinn sjálfur kveður dyra og hrífur brott einhvern sem stendur okkur nær og okkur þykir vænt um. Svo er nú, þegar nýtt skarð er höggvið með fráfalli Guðrúnar Guðmundsdóttur. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Í dag kveð ég með virðingu tengdamóur mína, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem lést 22. mars sl. eftir langan, erfiðan og fórnfúsan æviferil. Elsku Gunna mín. Lífið var þér ekki auðvelt, þú varðst fyrir mörgum áföllum, en þú varst ekki sú manngerð sem kvartaðir. Sérhver endir er upphaf að einhverju nýju og ég trúi því að þetta upphaf hjá þér núna verði auðveldara. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Lífið hefst og lífið endar. Börn fæðast og eitt sinn verða allir menn að deyja. Þá er komið að kveðjustund, elsku amma okkar í Hveragerði, og margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Þó svo að við kæmum ekki oft í Breiðumörkina höfðum við ávallt gaman af návist þinni og hlýju. Við kynntumst þér sem sterkri manneskju hvað sem bjátaði á. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 276 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Blesastöðum á Skeiðum 17. desember 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Blesastöðum, Guðmundur Magnússon, bóndi og kennari, f. 11.5. 1878, d. 20.10. 1972, og Kristín Jónsdóttir, húsfreyja, f. 16.5. 1886, d. 2.9. 1971. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Guðrún Guðmundsdóttir Sú hugsun hefur leitað mjög á mig á liðnu

Sú hugsun hefur leitað mjög á mig á liðnum vikum hve gott það er að fá að sofna að kvöldi eftir erfiðan dag. Svo sannarlega hlýtur það að hafa verið tengdamóður minni léttir að fá að sofna hinum hinsta svefni eftir veikindi og aðra erfiðleika síðustu ára. En þótt líf hennar hafi sennilega sjaldnast verið neinn dans á rósum hljóta það þó að vera hinar jákvæðu stundir sem við geymum í minningunni. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Guðrún Ingibjörg Finnbogadóttir

Mig langar með þessum fáu línum að kveðja hana Gunnu í Melgerðinu eða tengdaömmu eins og ég nefndi hana alltaf. Gunna var mjög góð kona og mikil manneskja. Ógleymanlegt er mér er ég kom í fyrsta sinn til hennar og Rósa í Melgerðið með Gunnari eiginmanni mínum. Þar var vel tekið á móti mér og allt frá þeim degi vorum við miklar vinkonur. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR

GUÐRÚN INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR Guðrún Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. apríl. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Gyða Árnadóttir

Ég vil minnast Gyðu Árnadóttur fyrir góðsemi og hlýju í minn garð fyrir mörgum árum, nánar tiltekið rúmum fjörutíu, en þá kynntumst við. Þó ekki væri mikið samband í langan tíma var þó söku sinnum slegið á þráðinn og rifjuð upp gömul kynni og skemmtilegar samverustundir, sem hefðu mátt vera fleiri. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GYÐA ÁRNADÓTTIR Gyða Árnadóttir var fædd á Borgarfirði eystra 24. október 1903. Hún lést á dvalarheimilinu Skjóli 15. mars

GYÐA ÁRNADÓTTIR Gyða Árnadóttir var fædd á Borgarfirði eystra 24. október 1903. Hún lést á dvalarheimilinu Skjóli 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

JAIME ÓSKAR MORALES LETELIER Jaime Óskar Morales fæddist í Valparíso í Chile 24. október 1951. Hann lést á heimili sínu 18. mars

JAIME ÓSKAR MORALES LETELIER Jaime Óskar Morales fæddist í Valparíso í Chile 24. október 1951. Hann lést á heimili sínu 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. apríl. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 334 orð

Jón Ólafur Árnason

Alla mína ævi hef ég þekkt Jón Ólaf. Þrátt fyrir að fjölskylda mín flyttist frá Ísafirði þegar ég var á fyrsta ári hafa tengslin við bæinn verið sterk. Hvert tækifæri var notað til að heimsækja fjölskyldu og vini á Ísafirði og þar hef ég átt mitt annað heimili. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN ÓLAFUR ÁRNASON Jón Ólafur Árnason var fæddur á Ísafirði hinn 13. júlí 1971. Hann lést í New Jersey 16. mars síðastliðinn og

JÓN ÓLAFUR ÁRNASON Jón Ólafur Árnason var fæddur á Ísafirði hinn 13. júlí 1971. Hann lést í New Jersey 16. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 22. mars. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 1450 orð

Kristín Bergþóra Loftsdóttir

"Þá missi ég heyrn, mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himnesku kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 162 orð

KRISTÍN BERGÞÓRA LOFTSDÓTTIR

KRISTÍN BERGÞÓRA LOFTSDÓTTIR Kristín Bergþóra Loftsdóttir, Framnesi, Ásahreppi, var fædd að Klauf í Vesturlandeyjahreppi 3. febrúar 1914. Hún lést 29. mars síðastliðinn á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar hennar voru Þórunn Sigurðardóttir frá Ysta-Koti og Loftur Þorvarðarson frá Klasbarða. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 644 orð

Kristján Arndal Eðvarðsson

Ég vil með nokkrum orðum minnast bróðursonar míns, Kristjáns Arndal, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Frá því fyrst ég man eftir mér vorum við Diddi mjög mikið saman, ásamt frænda okkar Árna Þór Sigmundssyni. Lékum við okkur mikið í fjörunni neðan við Vesturgötu 109 og fleiri stöðum. Diddi fluttist með fjölskyldu sinni til Kópavogs þegar hann var fimm ára gamall. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 594 orð

Kristrún Ísleifsdóttir

Nú er kallið þitt komið. Þreyttur líkaminn búinn að fá þá hvíld sem hann þarfnaðist fyrir svo löngu síðan. Þú varst búin að vera mikið veik núna síðustu daga. Það er nú samt einhvern veginn þannig að andlátsfréttir koma manni alltaf að óvörum. En amma mín, veistu að í hjarta mínu þá gleðst ég með þér nú. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 94 orð

Kristrún Ísleifsdóttir

Elsku amma mín. Það er margt sem kemur upp í huga minn núna á kveðjustund. Þið afi tókuð alltaf vel á móti okkur systkinunum þegar við heimsóttum ykkur til Stykkishólms. Afi var á Baldri og þú varst heima og hugsaðir aldeilis vel um okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 43 orð

Kristrún Ísleifsdóttir

Kristrún Ísleifsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Hvíl þú í friði. Margrét, Anna Hlín og Thelma. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 98 orð

KRISTRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR

KRISTRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR Kristrún Ísleifsdóttir fæddist á Tindum í Strandasýslu 25. júní 1909. Hún lést á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ísleifur Jónsson og Kristborg Guðbrandsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður Kristrúnar er Eyjólfur B. Ólafsson skipstjóri. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 53 orð

Margrét Andrésdóttir

Elsku Magga mín, þú varst alltaf svo góð við mig og vildir mér það allra besta. Þú varst lítið ljós í hjarta mínu, nú hefur þetta ljós dofnað en það mun samt aldrei hverfa. Minningin um þig varir að eilífu. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja þig, elsku frænka. Ester Inga. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 163 orð

Margrét Andrésdóttir

Elsku Magga frænka, við munum aldrei gleyma öllum þeim góðu stundum sem við áttum með þér, þær munum við ætíð geyma í hjarta okkar til minningar um þig. Þau voru yndisleg árin á Stokkseyri þegar við systurnar áttum heima í Hellukoti og styttum okkur stundir með því að læra að spila vist, Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 56 orð

MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR

MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR Margrét Andrésdóttir fæddist á Stokkseyri 8. maí 1914. Hún lést á heimili sínu hinn 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Ingimundarson og Jónína Jónsdóttir. Hún átti sex systkini og eru þau öll látin nema Lóa Andrésdóttir sem býr á Stokkseyri. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 66 orð

Ragnheiður Bogadóttir

Ragnheiður Bogadóttir Kveðja frá börnumog tengdabörnum Við þökkum þér kæra hvern dag hverja nótt, við kveðjumst um sinn hér í heimi. Hjartkæra mamma, já hvíl þú nú rótt, og heilagur drottinn þig geymi. Kæra, góða vina, þú kölluð varst á brott, nú kalin við á hjarta eftir stöndum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 101 orð

Ragnheiður Bogadóttir

Ragnheiður Bogadóttir Kveðja frá ömmubörnum Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minning geyma. Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd, og höldum því að okkur sé að dreyma. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 72 orð

RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR

RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR Ragnheiður Bogadóttir fæddist í Fljótum 20. mars 1921. Hún lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristrún Hallgrímsdóttir og Bogi Jóhannesson, sem eru bæði látin. Eiginmaður Ragnheiðar var Svanberg Pálsson, fæddur 26. september 1919, d. 9. júlí 1968. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Ragnheiður Jónsdóttir

Það er sólríkur júnídagur norður í Svartárdal fyrir 40 árum. Á hlaðinu á Steiná stendur sex ára drengur og horfir á eftir bíl foreldranna, sem hverfur út dalinn. Allt í einu nær söknuðurinn yfirhöndinni, drengurinn hleypur suður yfir garð og nokkur tár falla til jarðar. Þá kemur skyndilega hlý hönd og leiðir hann inn í bæ. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 143 orð

Ragnheiður Rósa Jónsdóttir

Takk takk, elsku amma, fyrir öll árin sem við fengum að njóta með þér. Hlýr faðmur og léttur hlátur er það sem kemur fyrst í huga okkar er við hugsum aftur til liðinna ára. Alltaf varstu til staðar er við stungum kolli inn um eldhúsgluggann hjá þér og gjarnan stakkstu þá að okkur nýbökuðum kleinum og eða einhverju öðru góðgæti. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 170 orð

RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Rósa Jónsdóttir fæddist á Bergstöðum í Svartárdal 10. nóvember 1908. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Una Jónsdóttir, f. 30.8. 1872, d. 26.9. 1967, og Jón Ólafsson, f. 18.5. 1866, d. 27.11 1936. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Sigmar Sigurbjörnsson

Það er margs að minnast, en smá grein í blaði nær skammt. Í stuttu máli má með sanni segja að allt það fólk sem hér er upptalið lífs og liðið er og hefur verið hörkuduglegt og prýtt heiðarleika og glaðlyndi og var Sigmar þar enginn eftirbátur. Ég undirritaður kynntist Sigmari fyrst um vetrarvertíð á Akranesi. Þetta var á árunum 1947-9. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 87 orð

SIGMAR SIGURBJÖRNSSON

SIGMAR SIGURBJÖRNSSON Sigmar Sigurbjörnsson fæddist á Syðstu-Grund undir V-Eyjafjöllum hinn 6. nóv. 1929. Hann lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Sigurðsson og Jóhanna Tryggvadóttir. Systkini Sigmars eru: Sigurður Tryggvi, f. 12. júní 1926, d. 28. feb. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 226 orð

Sigríður Andrésdóttir

Nú er Sigga fallin frá og farin frá okkur öllum að óvörum. Ekki kom það í minn hug, að þegar ég kvaddi hana, kvöldið 4. mars, að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn. Á Dvalarheimilinu á Barmahlíð var alltaf föndur á þriðjudögum og reyndi ég alltaf að mæta þá. Þá hitti ég alltaf Siggu og spjölluðum við saman um heima og geima. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 82 orð

SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR Sigríður Andrésdóttir fæddist 22. október 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 4. mars

SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR Sigríður Andrésdóttir fæddist 22. október 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés Sigurðsson og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, búendur á Gullþórisstöðum í Gufudalssveit. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 652 orð

Sigríður Bjarnadóttir

Góð vinkona okkar Sigríðar Bjarnadóttur sagði mér að hún Sigríður væri látin og jarða ætti hana daginn eftir, mánudaginn 24. mars. Mig setti hljóðan og það rifjaðist upp fyrir mér hvernig leiðir okkar Sigríðar lágu saman fyrir einum 14 árum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi aðfaranótt 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 24. mars. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

Mér hefur oft dottið í hug að fólk sem að ég hef verið samferða í lífinu sé eins og perlur á bandi, mismunandi stórar og mismunandi skínandi. Stærðin og hversu bjartar þær eru í huganum fer þá eftir því hversu lengi ég hef verið samferða þeim og hversu mikið þær skilja eftir af minningum. Sigríður Guðvarðsdóttir er horfin af sjónarsviðinu en hún er ein af þessum stóru perlum á bandinu mínu. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 445 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

- Kveða vil ég kvæði kvöldskuggunum fækkar, lifna blóm í lautu, ljósið sólar hækkar. Vorið góða vaggar vetrarþreyttu barni, gullnir röðulgeislar glóa á jökulhjarni. (Margrét Jónsdóttir. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 334 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Móðursystir okkar Sigríður er látin eftir langvarandi veikindi undanfarin ár og trúum við því að henni líði betur þar sem hún er nú. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

Alla þá, sem eymdir þjá er yndi að hugga. Lýsa þeim, sem ljósið þrá en lifa í skugga. (Freyst. Gunnarsson) Hálf öld og ári betur er síðan við hömpuðum prófskírteini á vordögum 1946, og á hausti sama árs lukust dyr að baki okkar, að loknu námi í Hjúkrunarkvennaskóla Íslands. Þann hóp fyllti Sigríður Guðvarðsdóttir. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Sigríður Guðvarðsdóttir

Í dag kveðjum við einn af stofnendum félagsins okkar og einn ötulasta stuðningsmann þess, Sigríði Guðvarðsdóttur. Ef litið er yfir 30 ára sögu Sjálfstæðiskvennafélags Sauðárkróks sést hve störf Sigríðar hafa verið mikil og samtvinnuð sögu félagsins. Hún var fyrsti formaður þess, og aftur var henni falin formennskan á árunum 1973­76. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 186 orð

SIGRÍÐUR GUÐVARÐSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐVARÐSDÓTTIR Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún lést á Sauðárkróki 26. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðvarðs Jakobssonar bifreiðastjóra í Reykjavík, f. 1900, d. 1959, og Oddrúnar Sigþrúðar Guðmundsdóttur, f. 1900, d. 1951, elst af átta börnum þeirra hjóna. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 510 orð

Sigurjón Pálsson

Sigurjón Pálsson frá Búlandsseli. Foreldrar Sigurjóns voru Páll Pálsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og Margrét Þorleifsdóttir. Faðir Sigurjóns flutti með fjölskyldu sína eftir að Búlandssel varð óbyggilegt eftir Kötlugos og 8 tomma þykkt öskulag huldi tún og útjörð. Fjölskyldan fluttist að Söndum í Meðallandi vorið 1919, en jörðin var umflotin Kúðafljóti. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Sigurjón Pálsson

"Ég hef lifað svo lengi í þessum heimi að nú er ég orðinn forvitinn um þann næsta." Þessi orð Benjamíns Franklin hefði Sigurjón bóndi að Galtalæk vafalaust getað gert að sínum jafnfróðleiksfús og hann ætíð var. Ég kynntist Sigurjóni fyrst fyrir um 6 árum og tengdist síðar fjölskyldu hans náið er ég kvæntist Guðrúnu dóttur hans. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 660 orð

Sigurjón Pálsson

Þeim fækkar óðum öldruðu sveitarhöfðingjunum, sem settu svip á síðari hluta aldarinnar og umhverfi æskunnar. Þeir hafa lifað í minningu um hlý lognsumur og töðulykt. Þeir voru hluti af hamingjusömu æviskeiði og hljóta í huganum þakkir fyrir barnagæsku og gestrisni og virðingu fyrir dugnað og hjálpsemi. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 481 orð

Sigurjón Pálsson

Afi, má ég fá þessa spýtu? Svarið var alltaf á sömu lund: Látum okkur sjá, nafni minn. Jú, ætli það ekki, en í hvað ætlar þú að nota hana? Svörin voru misjafnlega raunhæf. Ýmist var það til að byggja kastala eða kassabíl. Alltaf var þó jafn sjálfsagt að fá spýtuna. Það var í raun alltaf sjálfsagt að hjálpa öllum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 734 orð

Sigurjón Pálsson

Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns og frænda Sigurjóns bónda á Galtalæk. Þrátt fyrir að við vissum að hann gekk ekki heill til skógar á undanförnum misserum vorum við að vona að aðgerðin sem hann fór í fyrir stuttu frestaði því sem þá var ljóst að væri óumflýjanlegt. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 502 orð

SIGURJÓN PÁLSSON

SIGURJÓN PÁLSSON Sigurjón Pálsson fæddist á Búlandsseli 9. september 1911. Hann lést á heimili sínu á Galtalæk 30. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigurjóns voru Páll Pálsson, f. 24.12. 1877 frá Syðri Steinsmýri í Meðallandi, d. 26.4. 1955 á Galtalæk, og Margrét Þorleifsdóttir, f. 23.2. 1880 á Á á Síðu, d. 30.12. 1923 á Söndum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 634 orð

Steinunn Sigríður Beck

Háöldruð heiðurskona hefur kvatt þennan heim að loknum löngum og gifturíkum ævidegi. Steinunn var ein hinna mörgu Kollaleirusystkina, er settu um árabil sinn sterka og bjarta svip á byggðarlagið okkar, farsælt atorkufólk góðra hæfileika og gjöfulla mannkosta. Kristinn bróðir hennar kvaddi í næstliðnum desember og nú lifir Sæbjörg ein þeirra mætu systkina. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 225 orð

STEINUNN SIGRÍÐUR BECK

STEINUNN SIGRÍÐUR BECK Steinunn Sigríður Kristinsdóttir Beck var fædd á Sómastöðum í Reyðarfirði 1. janúar 1899. Hún lést á dvalarheimilinu Skjóli í Reykjavík 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Eyjólfsdóttir, f. 23. desember 1868 á Sléttu í Reyðarfirði, d. 13. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 785 orð

Þorlákur Kolbeinsson

Fallinn er frá hinn aldni bóndi, veiði- og fræðimaður Þorlákur Kolbeinsson, Þurá í Ölfusi. Þrátt fyrir mörg aldursár sem aðskildu okkur, þá var það ýmislegt sem samræmdi hug og áhugamál okkar, enda skiptir aldur ekki máli þegar um er að ræða áhuga- og fræðimennsku, varðandi veiði og veiðisögu. Um Þorlák gæti ég skrifað langa grein um fræði hans og störf. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 327 orð

Þorlákur Kolbeinsson

Þegar Þorlákur Kolbeinsson er kvaddur, vakna minningar um góð kynni og ánægjulegt samstarf á sviði veiðimála um langt skeið, sem yngri manni var lærdómsríkt. Þorlákur komst fljótt í kynni við silung og veiðar bæði í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, en móðir hans Geirlaug var frá Nesjavöllum. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Þorlákur Kolbeinsson

Ég kynntist Þorláki skömmu eftir komu mína í Höfnina, upp úr 1950. Hann hjálpaði okkur frumbýlingum við gerð kartöflugarða í hrjóstrugu heimalandinu og hafði til þess hentug tæki, sem komu sér vel. Kynni okkar voru ekki náin á þessum árum, en þó lágu leiðir saman á messudögum í Hjallakirkju og síðar í Þorlákskirkju, eftir vígslu kirkjunnar. Hann var hringjari í kirkjum sóknanna og hægri hönd sr. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 185 orð

ÞORLÁKUR KOLBEINSSON

ÞORLÁKUR KOLBEINSSON Þorlákur Kolbeinsson fæddist á Úlfljótsvatni í Grafningi 23. desember 1911. Hann lést í Reykjavík 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Geirlaug Jóhannsdóttir og Kolbeinn Guðmundsson, sem bjuggu á Úlfljótsvatni á árunum 1903­1929. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 449 orð

Þorsteinn Bjarnason

Ég trúi því varla að faðir minn hafi kvatt þennan heim. "Pabbi minn", þú sagðir alltaf við mig þegar ég var yngri að það væri bara eitt örugt í þessu lífi að einhvertímann myndum við öll deyja. Þessa setningu sagðir þú oft við mig en aldrei vildi maður hugsa neitt nánar út í það. Maður heldur eða vill ekki trúa því að maður geti misst foreldra sína. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 466 orð

Þorsteinn Bjarnason

Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri og gjaldkeri Verkalýðsfélagsins Boðans, lést þann 23. mars síðastliðinn, á sjötugasta og fyrsta aldursári. Þorsteinn, eða Steini eins og við oftast kölluðum hann, var kosinn gjaldkeri stéttarfélagsins á aðalfundi árið 1971. Hann gegndi þessu starfi allt til ársins 1995 eða í 24 ár. Þorsteinn lét af störfum vegna vanheilsu árið 1995. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Þorsteinn Bjarnason

"Lífið er ekki sjálfgefið. Það á að þakka fyrir hvern þann dag sem maður heldur heilsu og ástvinum sínum." Þetta sagði Steini við mig seint um kvöld, réttri viku áður en hann kvaddi okkur og þennan heim. Hafði hann nokkrum dögum áður fengið að vita að hann væri á förum. Hann lét ekki bugast heldur var staðráðinn í að standa sig eins og hann hafði alla tíð gert. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Þorsteinn Bjarnason

Nú er hann Steini, eins og við kölluðum hann, horfinn úr veraldaramstrinu, farinn á eitthvert æðra svið sem okkur er ekki ætlað að skilja að fullu. Ég kynnist Þorsteini 1990 um þær mundir er ég kynnist Hrafnhildi, dóttur hans. Strax tókst mikill vinskapur á milli okkar. Alltaf var hann áhugasamur um allt sem maður var að bralla. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Þorsteinn Bjarnason

Elsku, besti pabbi. Hvernig líður þér núna? Er þér nokkuð kalt? Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér, engillinn minn. Ég á svo margar minningar um þig sem enginn getur tekið frá mér og þær mun ég ávallt geyma. Ég man þegar ég kom til ykkar mömmu í heimsókn eftir að þú varst búinn að fá að vita að lokastundin nálgaðist. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Þorsteinn Bjarnason

Ég vil votta Jónu, dætrum og tengdasonum innilega samúð mína og hluttekningu. Ég á margar indælar minningar frá komu minni á ykkar indæla heimili í Hveragerði. Nú hef ég aðeins rakið nokkur atriði úr æviferli bróður míns og langar að lokum til að láta nokkrar hugleiðingar fylgja sem hinstu kveðjuorð í minningu um ágætan bróður og vin. Meira
5. apríl 1997 | Minningargreinar | 314 orð

ÞORSTEINN BJARNASON

ÞORSTEINN BJARNASON Þorsteinn Bjarnason fæddist í Álfhólum í Vestur-Landeyjum 7. maí 1926. Hann lést 26. mars síðastliðinn á Landspítalanum í Reykjavík. Hann er annar í röð fjögurra alsystkina og á einn hálfbróður. Faðir hans var Bjarni Jónsson, bóndi og smiður á Álfhólum, og móðir var Pálína Þorsteinsdóttir frá Hrafntóftum við Ytri Rangá. Meira

Viðskipti

5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 121 orð

9,7% aukning á tveimur árum

KAUPMÁTTUR ráðstöfunartekna hér á landi hefur á undanförnum tveimur árum vaxið mun meira heldur en í helstu viðskiptalöndum. Þannig jókst kaupmátturinn í fyrra um 5,5% á sama tíma og hann óx að meðaltali um 1,5% í ríkjum OECD í Evrópu. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Apple ræðir við Sun Microsystem

HLUTABRÉF í Apple hækkuðu í verði fyrir helgi vegna nýrra bollalegginga um að tölvufyrirtækið verði selt stærra fyrirtæki. Verð bréfanna hækkaði um 87,5 sent í 18,875 dollara. Verzlað var með 4,9 milljónir hlutabréfa, fleiri en í flestum öðrum fyrirtækjum. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 176 orð

»Evrópsk bréf bæta stöðu sína

EVRÓPSK hlutabréf bættu stöðu sína nokkuð í gær, en seldust ekki á hæsta verði vegna bandarískra upplýsinga, sem koma ekki á óvart en ýta undir ugg um verðbólgu. Í Wall Street varð 1% lækkun á tímabili vegna lækkunar á verði hlutabréfa í IBM og slakari stöðu skuldabréfa, en staðan batnaði. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Fimmta sakfelling í máli BCCI

ABBAS GOKAL, yfirmaður fyrirtækis sem hinn frægi gjaldþrota banki BCCI (Bank of Credit and Commerce International) lánaði mest, hefur verið sakfelldur í mesta bankasvikmáli sem um getur. Dómstóll í London fann Gokal sekan um að falsa reikninga eftir réttarhöld sem stóðu í tæplega fimm mánuði. Búizt er við að hann verði dæmdur 6. maí. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Kirch er hættur við umdeilt lán

FYRIRTÆKI þýzka fjölmiðlajöfursins Leos Kirchs kveðst ekki þurfa bæverskt bankalán að upphæð einn milljarður marka. Það vísar einnig á bug fréttum um að stofnkostnaður stafrænu sjónvarpsþjónustunnar DF-1 muni nema milljörðum marka. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Mikil viðskipti með Grandabréf

MIKIL viðskipti urðu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mest var verslað með bréf í Granda eða fyrir 55,1 milljón króna að markaðsvirði, í SR-mjöli hf. fyrir 14,8 millljónir og í Flugleiðum fyrir 13,3 milljónir. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni hækkaði um tæp 11% í dag frá síðustu viðskiptum. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði í gær námu 181 milljón króna að markaðsvirði. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 897 orð

Tap Básafells 230 millj. króna í fyrra

STJÓRN Básafells hf. á Ísafirði hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins að nafnverði um 250 milljónir króna. Gengi bréfanna hefur verið ákveðið 3,86 til forkaupsréttarhafa og stendur forkaupsréttartímabilið frá 4. apríl til 25. apríl. Verði hlutafé óselt að forkaupstímabili loknu, hefur verið gert samkomulag við hluta af fyrrverandi hluthöfum Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 598 orð

Veiðar í Smugunni ollu vonbrigðum

VEIÐAR á úthafinu settu svip sin á rekstur Granda hf. á síðasta ári. Mikil áhersla var lögð á að afla veiðireynslu á Reykjaneshrygg og í Smugunni til þess að félagið stæði sem best að vígi í framtíðinni gagnvart úthlutun kvóta á þessum svæðum. Sæmilega tókst til á Reykjaneshryggnum en heildarafli skipa fyrirtækisins þar reyndist um 7. Meira
5. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Vill stofna útflutningssjóð íslenskrar tónlistar

SKÝRSLA starfshóps iðnaðarráðherra um stöðu íslensks tónlistariðnaðar var kynnt á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag. Starfshópurinn leggur til að stjórnvöld gefi eftir virðisaukaskatt af sölu íslenskra hljómplatna. Lagt er til að í staðinn verði skattféð notað til að mynda sjóð, sem hafi það meginhlutverk að greiða götu útflytjenda íslenskrar tónlistar. Meira

Daglegt líf

5. apríl 1997 | Neytendur | 246 orð

ÐAlábyrgð á Philips GSM-farsímum PHILIPS í Hollandi býður nú sé

Philips hefur einnig sett á stofn þjónustumiðstöð í Svíþjóð sem tekur við öllum kvörtunum. Að morgni hvers dags eru kvartanir skoðaðar af tæknimönnum í verksmiðjunni í Frakklandi og ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós er framleiðslunni breytt samkvæmt því. Meira
5. apríl 1997 | Neytendur | 105 orð

Ný 10­11 verslun í Rimahverfi

Í dag, klukkan 10, verður opnuð ný 10­11 verslun við Langarima í Rimahverfi. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði og verður lögð áhersla á að bjóða viðskiptavinum úrval af fiski, kjöti, grænmeti og ávöxtum. Meira
5. apríl 1997 | Neytendur | 614 orð

Sigursælir íslenskir kökugerðarmenn Í nýlegri kökuger

Danir hafa löngum verið frægir kökugerðarmenn ­ hver hefur ekki heyrt af dönskum vínarbrauðum, sem á ensku kallast Danish pastry", danskar kökur. Því hafa Íslendingar gjarnan leitað þangað í nám. Hafliði Ragnarsson er einn þeirra og að hans áliti eru Danir öndvegis handverksmenn á þessu sviði, en um leið eru þeir svolítið bundnir af hefðinni. Meira
5. apríl 1997 | Neytendur | 411 orð

Þúsund krónur kílóið af rauðri og gulri papriku

PAPRIKA hefur hækkað í verði að undanförnu og kostaði kílóið af grænni papriku 698 krónur í Hagkaupi í gær og aðrir litir 998 krónur kílóið. Hjá Nóatúni var sama verð á grænni papriku og hjá Hagkaupi en aðrir litir voru á 798 krónur kílóið. Græn paprika var á 529 krónur í Bónus, gul á 539 krónur kílóið og rauð paprika á 539 krónur. Meira

Fastir þættir

5. apríl 1997 | Dagbók | 2877 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
5. apríl 1997 | Í dag | 120 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræð er í dag, laugarda

Árnað heilla ÁRA afmæli. Níræð er í dag, laugardaginn 5. apríl, Margrét Jónsdóttir, ljósmóðir, frá Ytri- Njarðvík. Hún dvelur nú ásamt eiginmanni sínum, Þórði Elíssyni, í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í Grindavík, þar sem hún mun taka á móti gestum í dag kl. 15­17. ÁRA afmæli. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 69 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Akraness

Fyrir nokkru lauk Akranesmóti í einmenningi. Akranesmeistari varð Ingi Steinar Gunnlaugsson. Röð efstu para varð þannig: Ingi Steinar Gunnlaugsson212Kjartan Guðmundsson208Magnús Magnússon200Alfreð Viktorsson196Sigurður Tómasson193 Eins kvölds tvímenningur var spilaður í tveimur riðlum síðasta spilakvöld. Meira
5. apríl 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. 7. desember sl. voru gefin saman á Flórída Svanhildur Reynisdóttir Svansson og Emmanuel Ierokomos. Heimili þeirra er að: 150 Vermont Ave., Tarpon Springs, Florida 34689, USA. Meira
5. apríl 1997 | Dagbók | 493 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 1243 orð

Draumurinn um hús

Í DRAUMI sérhvers manns er hús; bústaður til langframa eða íverustaður um stundarsakir. Það getur verið opinber bygging eða persónulegt kúluhús, torfbær eða höll, fullbúið eða hálfkarað. Húsið er ímynd dreymandans og sýnir með tákni sínu eðli hans, sálrænan vöxt, geðslag og líkamlegt atgervi á hverjum tíma. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 703 orð

Er hægt að koma í veg fyrir steina í nýrum og gallblöðru?

Spurning: Sumu fólki virðist hættara en öðru við myndun svokallaðra steina í nýrum og gallblöðru. Hvað er hægt að ráðleggja slíku fólki varðandi mataræði eða e.t.v. fleira? Svar: Nýrnasteinar eru talsvert algengur sjúkdómur og má gera ráð fyrir að einn af hverjum 100 fái óþægindi af slíkum steinum einhvern tíma á ævinni. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 3048 orð

Fermingar 6. apríl

Ferming í Áskirkju kl. 14. Fermd verða: Björn Þór Arnarson, Skipasundi 72. Daði Jónson, Efstasundi 93. Gestur Már Reynisson, Hólsvegi 17. Halldór Ingi Emilsson, Sæviðarsundi 21. Haukur Hauksson, Barðavogi 44. Róbert Ingi Ríkharðsson, Keldulandi 21. Kristín Rut Kristjánsdóttir, Stóragerði 36. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Frú Stanley straujar og ryksugar

FINNUR og Anna búa við Sumner stræti. Fyrir óvanan Lundúnafara tók það pínulítinn tíma að rata á réttan stað eftir að stigið var út úr neðanjarðarlestinni en að lokum fannst blokkin umkringd járngrindverki. Gengið er inn í stórt port og Finnur og Anna auðfundin þaðan. Eftir að Íslendingarnir höfðu heilsast með virktum var gengið til stofu. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 723 orð

Gómsæt ýsa NÚ ERU landsmenn væntanlega vel haldnir eftir páskaeggjaát og rjómaþamb, segirKristín Gestsdóttir, en í verkfallinu

NOKKRIR hringdu í mig og spurðu hvað hægt væri að gera við rjómann. Mig langaði til að segja: "Hentu honum, hann er hvort sem er bráðóhollur" en það gerir maður ekki og því sagði ég hinum sömu að búa til ís úr rjómanum. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 717 orð

Guðspjall dagsins: Jesús kom aðluktum dyrum.

Guðspjall dagsins: Jesús kom aðluktum dyrum. (Jóh. 20.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í Bústöðum kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 926 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 895. þáttur

895. þáttur SETNINGAFRÆÐI í léttum dúr, þriðji hluti. III. Andlag Þórður hefur maður heitið. Hann er, þegar hér er komið sögu, vel yfir miðjan aldur, meðalmaður á vöxt, dökkur yfirlitum, hæruskotinn. Svipmótið ber vott um nokkurt andstreymi, en er greindarlegt og þesslegt, að hann hafi brögð undir brúnum. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 68 orð

Morgunblaðið/Arnór Búlki sló Landsbréfút af laginu

SVEIT Landsbréfa sigldi hraðbyri að Íslandsmeistaratitlinum í úrslitakeppni Íslandsmótsins, sem fram fór um bænadagana og var langefst eftir 7 umferðir. Þá mættust stálin stinn og Landsbréf guldu afhroð í 8. umferð gegn sveit Búlka, sem til þessa hafði ekki sýnt klærnar í mótinu. Myndin var tekin þegar leikurinn stóð sem hæst. Meira
5. apríl 1997 | Dagbók | 336 orð

Spurt er...

1 Í landsleik Kínverja og Íslendinga í handknattleik á Selfossi á fimmtudagskvöld skoraði einn leikmaður íslenska liðsins 21 mark og bætti þar með 31 árs gamalt met, sem Hermann Gunnarsson setti í landsleik gegn Bandaríkjamönnum í New Jersey árið 1966. Hvað heitir íslenski leikmaðurinn? 2 Bresku stjórnmálaflokkarnir kynntu í vikunni stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 1. Meira
5. apríl 1997 | Í dag | 337 orð

TLI það sé tilviljun að einokunarfyrirtækið Póstur og sím

TLI það sé tilviljun að einokunarfyrirtækið Póstur og sími tilkynnir mikla lækkun á gjöldum í farsímakerfinu um leið og umsóknarfrestur um starfsleyfi fyrir nýtt farsímafyrirtæki rennur út? Í Morgunblaðinu í gær mátti annars vegar lesa frétt um að fyrirtæki, sem bandarísk símafyrirtæki standa á bak við, hefði sótt um starfsleyfi fyrir farsímaþjónustu, Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 336 orð

Yfir sextíu börn í fjölskyldunni verið skírð í kjólnum

ÞAÐ er alltaf stór stund þegar nýr meðlimur bætist í fjölskylduhópinn. Börnin vekja mikla gleði vandamanna sinna, svona lítil og saklaus. Eftir fæðingu er skírnin fyrsta stóra stundin í lífi barnanna, þótt þau viti ekki af hverju allt þetta uppistand er í kringum þá athöfn hjá fullorðna fólkinu. Meira
5. apríl 1997 | Fastir þættir | 139 orð

Það sem hugurinn girnist

Nú í vikunni brá blaðamaður sér á búðarölt og leitaði að athyglisverðum hlutum. Afraksturinn getur að líta hér á síðunni og eins og sjá má virðist sem mjúkar línur séu allsráðandi í hönnun um þessar mundir. Meira
5. apríl 1997 | Í dag | 529 orð

(fyrirsögn vantar)

MARGRÉT hringdi vegna fréttar sem birtist í Mbl. miðvikudaginn 2. apríl þar sem fjallað er um árásarmálið "Árás í örvæntingu". Hún vill fá að vita hvernig standi á því að barnaverndarnefnd hafi ekki afskipti af börnum konunnar sem fyrir árásinni varð, því samkvæmt fréttinni sé hún þekkt af lögreglu og talin hættuleg. Meira

Íþróttir

5. apríl 1997 | Íþróttir | 70 orð

Bandaríkjamenn í bann LANDSLI

Bandaríkjamenn í bann LANDSLIÐ Bandaríkjanna verður ekki með á HM í handknattleik í Japan í næsta mánuði, eins og það vann sér rétt til, og tekur lið Brasilíu sæti þess. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 2134 orð

Erlendir þjálfarar hafa lyft grettistaki

Sundíþróttin var mín fyrsta ást í lífinu ef svo má að orði komast og enn þann dag í dag ann ég henni heitt, enda væri ég ekki að taka við því starfi sem ég er að gera nú ef svo væri ekki. En sem sundmaður hafði ég aldrei þann sjálfsaga sem þurfti til að komast í fremstu röð og því tók ég þann pól í hæðina að fara út Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 178 orð

Geir kveður Montpellier GEI

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er á förum til Wuppertal í Þýskalandi en Montpellier, liðið sem hann hefur leikið með, lýkur keppni í frönsku deildinni í dag og er öruggt með þriðja sætið. "Næsta skref er að pakka niður fyrir flutninginn til Þýskalands áður en ég kem aftur heim í lokaundirbúninginn fyrir HM í Japan," sagði Geir við Morgunblaðið. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 116 orð

Gústaf og Dagur fengu blóm DAGUR Sig

Gústaf og Dagur fengu blóm DAGUR Sigurðsson átti 24 ára afmæli á fimmtudag, af því tilefni fékk hann blómvönd frá HSÍ. Skömmu fyrir leikinn gegn Kína áttuðu menn sig á því að Gústaf Bjarnason var að fara að leika fyrsta landsleik sinn í heimabænum og ákvað handknattleiksdeild Selfoss að færa kappanum blómvönd. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 234 orð

Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: LAUGARDAGURÁsgarður:Stjarnan - Haukar16 MÁNUDAGURStrandgata:Haukar - Stjarnan20 Ef til

Úrslitakeppni kvenna: LAUGARDAGURÁsgarður:Stjarnan - Haukar16 MÁNUDAGURStrandgata:Haukar - Stjarnan20 Ef til fjórða leiks kemur. Úrslitakeppni karla: SUNNUDAGURVarmá:UMFA - KA16 Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla: Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 172 orð

"Hefur alltaf þótt vænt um markametið"

"ÉG VÆRI ekki að segja satt, ef ég segðist ekki sjá eftir markametinu. Mér hefur alltaf innst inni þótt vænt um metið. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir að það myndi falla ­ og nú gerðist það eftir þrjátíu og eitt ár," sagði Hermann Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. "Ég reiknaði alltaf með að metið félli ­ og það fyrir löngu. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 57 orð

Inter vill fá Ravanelli

INTER Mílanó vill fá "Silfurrefinn" Fabrizio Ravanelli, 28 ára miðherja Middlesbrough, til liðs við sig og er tilbúið að borga 896 millj. ísl. kr. fyrir hann. "Boro" keypti kappann frá Juventus sl. sumar á 784 millj. kr. Ravanelli verður í sviðljósinu með "Boro" á morgun, er liðið mætir Leicester á Wembley í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 132 orð

Í bann vegna notkunar á ólöglegum efnum

Tveir franskir knattspyrnumenn voru í gær úrskurðaðir í leikbann vegna neyslu ólöglegra efna. Miðvallarspilarinn David Garcion hjá Lille fékk átján mánaða bann fyrir neyslu á steraefnum. Þetta er lengsta bann sem franskur knattspyrnumaður hefur verið úrskurðaður í. Garcion, sem er 23 ára, féll á lyfjaprófi eftir leik Nice og Lille 20. desember. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 422 orð

Íslendingar tróna á toppnum

Íslenskum skylmingamönnum gekk vel á fimmta mótinu af átta í mótaröðinni um Norður-Evrópubikarinn í skylmingum með höggsverði sem fram fór í Edinborg um síðustu helgi. Helga Magnúsdóttir sigraði í kvennaflokki og Sigrún Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti ásamt enskri stúlku. Þá varð Kári Björnsson í öðru sæti í opnum flokki og Ragnar Sigurðsson hafnaði í 12. sæti. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 449 orð

LÁRUS Orri Sigurðsson,

LÁRUS Orri Sigurðsson, fyrirliði Stoke, var úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottrekstursins gegn Bradford á dögunum. BARRY Venison, fyrirliði Southampton, mun að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu á keppnistímabilinu vegna meiðsla í baki. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 348 orð

Met Gústafs verður eflaust aldrei slegið

GÚSTAF Bjarnason setti markamet sem eflaust verður aldrei slegið, þegar hann skoraði 21 mark gegn Kínverjum og bætti þar með 31 árs met Hermanns Gunnarssonar, sem skoraði 17 mörk í leik gegn Bandaríkjunum í New Jersey 1966. Þess má geta að tveir leikmenn hafa skorað 21 mark í 1. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 82 orð

Skíði Alþjóðlegt mót í Hlíðarfjalli: Svig kvenna: Brynja Þorsteinsdóttir, Ísl.1.30,29 Petra Olamo, Finnlandi1.30,82 Katua

NBA-deildin: Indiana - Miami78:92 New Jersey - Charlotte87:93 Orlando - LA Clippers94:113 Washington - Chicago110:102 Seattle - Milwaukee103:80 Golden State - Dallas106:90 Íshokkí Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 233 orð

Tíunda tap Chicago

Chicago Bulls tapaði sínum tíunda leik í NBA-deildinni er liðið heimsótti Bullets til Washington. Heimamenn sigruðu, 110:102, og var þetta sjötti sigur Bullets í röð. Rod Strickland gerði 26 stig og átti 14 stoðsendingar, flestar á Gheorge Muresan sem gerði 24 stig og tók 13 fráköst. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 106 orð

Tvö met Hermanns féllu á sömu kvöld-stundinni

ÞAÐ var ekki nóg að Gústaf Bjarnason bætti markamet Hermanns Gunnarssonar á Selfossi á fimmtudagskvöldið, með því að skora 21 mark í landsleik í handknattleik. Hermann varð að sjá á eftir öðru meti sama kvöld. Valdimar Kristóferson, leikmaður með Stjörnunni, skoraði þá þrjú mörk á aðeins tveimur mín. í leik gegn Aftureldingu í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu, tvö á 58. mín. Meira
5. apríl 1997 | Íþróttir | 343 orð

Víkingur kom, sá og sigraði

Víkingsstúlkur unnu sætan sigur á ÍS í Víkinni í gærkvöldi, unnu í þremur hrinum gegn einni og liðin standa nú jöfn að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, hvort hefur unnið einn leik. Hrinurnar enduðu 17:16, 10:15, 16:14 og 15:12 í leik sem tók 95 mínútur. Meira

Úr verinu

5. apríl 1997 | Úr verinu | 188 orð

Áherzla á arðsemi

"GÓÐ afkoma, góður árangur í viðamiklum verkefnum erlendis og ákvörðun um byggingu nýrrar fiskréttaverksmiðju í Bandaríkjunum er það sem hæst rís í starfsemi ÍS á síðasta ári," segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS. "Við erum bjartsýn á framhaldið. Við erum með ágætis aðstöðu hér heima og mikil viðskipti. Við erum með gott sölukerfi um allan heim og störfum í níu löndum. Meira
5. apríl 1997 | Úr verinu | 779 orð

Tekjur Íslenskra sjávarafurða jukust um 50%

SÍÐASTLIÐIÐ ár var hið hagstæðasta í sögu Íslenskra sjávarafurða. Hagnaður varð meiri en nokkru sinni, sala afurða fór í tæp 170.000 að meðtöldu mjöli og lýsi, en alls seldi félagið 135.500 tonn af frystum afurðum frá Íslandi, Rússlandi og Namibíu. Hreinn hagnaður ÍS og dótturfélaga varð 160 milljónir króna, en var 101 milljón árið 1995. Óvissa ríkir nú um samstarfssamning ÍS og UTRF á Kamtsjatka. Meira

Lesbók

5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 904 orð

ANGIST EÐA HETJUDÁÐ

STRÍÐ og átök eru kveikjan að Nelson- messu Haydns, sem er talin ein helsta perla tónskáldsins. Tónlistin endurspeglar í senn ótta og hetjudáð og minnir á hversu stutt er á milli angistar og dirfsku í tilfinningalífi mannsins. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

APRÍLLJÓÐ

Það er indælis veður að arka um bæinn og orð færa' á blað, er lífgeislum stafar sól á sæinn og sumar fer að. Þá þyrpast á strætin konur og karlar með krílin smá og stúlkurnar: glaðlegar eru þær allar ­ svona á að sjá. En margur angrast af atvinnuleysi eða aumlegum hag, þótt harki hann af sér og höfuðið reisi hærra í dag. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2235 orð

ÁRÆÐINN ALDAMÓTAMAÐUR Um STEFÁN TH. JÓNSSON, athafnamann á Seyðisfirði um síðustu aldamót, sem byggði glæsilegustu hús bæjarins,

Um síðustu aldamót, þegar Reykjavík var einungis smábær í Kvosinni, var mikill uppgangur, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Á Ísafirði var Ásgeirsverzlun stórveldi sem gerði út 16 báta og Ásgeir Ásgeirsson yngri rak þá verzlanir víða á Vestfjörðum; hafði gufubát og gufuskip í ferðum og gerði tilraun til að stofna eimskipafélag. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 319 orð

BEKKUR, BANKI OG RUMPULÝÐUR

BEKKUR hefur ýmsar merkingar í nútímamáli, til dæmis borð sem setið er á, bálkur, og frá þeirri merkingu er stutt í legubekk. Bekkur var líka fjalagólf meðfram veggjum í baðstofu, en þá var moldargólf í miðju. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 323 orð

BERA EINHVERJUM EITTHVAÐ Á BRÝN EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON

Fleirtalan af nafnorðinu brún var í fornu máli brýn og sér þeirrar beygingar enn stað í ýmsum samböndum, t.d. bera e--m e--ð á brýn, láta brýnnar síga, setja í brýnnar og hnykla brýnnar. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 276 orð

efni 5. apríl

Th. Jónsson byrjaði með tvær hendur tómar austur á Seyðisfirði, en varð á tímabili slíkur athafnamaður í útgerð, fiskvinnslu, verzlun og blaðaútgáfu, að Seyðisfjörður býr enn að stórhug hans, einkum þá hinum glæsilegu timburhúsum. Starfsemi þessa brautryðjanda var að verulegu leyti lögð í rúst með pólitískri aðgerð þar sem einskis var svifizt. Gísli Sigurðsson hefur litið á sögu Stefáns. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

EG STEFNUMÓT HEF MÆLT VIÐ HEL Páll V.G. Kolka þýddi

Eg stefnumót hef mælt við Hel í móðu reyks við virkisgröf, er líður Vor um lönd og höf og ljúfan ilm frá hlíðum ber. Eg stefnumót hef mælt við Hel, er mildur blær um loftið fer. Hún leiðir máske mig við hönd í myrk og fjarlæg þokulönd með lukta brá og bliknað þel, það bíður máske þó um hríð. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1478 orð

ÉG FÉKK DÁLÍTIÐ BRJÁLAÐA HUGMYND

LARRY var að setja upp annað af tveimur stórum rýmisglerlistaverkum sínum í vestursal Kjarvalsstaða þegar blaðamann bar að garði. Með honum voru tveir aðstoðarmenn sem komu með honum frá Los Angeles og Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum en Bell er búsettur í Nýju Mexíkó. "Á morgun ætlum við að reisa verkið í ysta hluta salarins," segir Bell en salnum er skipt í fernt með stórum skilrúmum. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2076 orð

FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖÐRUVÍSI Samfélagið kann að viðurkenna sankynhneigð en aldrei án tvískinnungs. Við venjulegar

Nokkur átök verða jafnan milli einstaklings og samfélags hans, a.m.k. framan af ævi, milli þarfar hans fyrir að varðveita einstaklingseinkenni sín og hins sem talið er helst hæfa manna í meðal. Flestum lærist að semja sig að aðstæðum sínum þótt mönnum kunni að vera það mismunandi ljúft. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 188 orð

FRIÐUR

Hátt, hátt yfir sundruðum borgum og brenndum skóg, situr Friðurinn á skýjum. Aðgerðarlaus horfir hann á morð, rán og gripdeildir. Hann sér vegið úr launsátri, skipulagða hryðjuverkastarfsemi, ógnarverk unnin fyrir opnum tjöldum. Réttlætið hefur vikið fyrir valdinu. Siðgæðið fallið í skugga græðginnar. Skynsemin hörfað fyrir blóðugum vopnum vitfirringarinnar. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 515 orð

Fræðileg greining skáldverka eins og lýsing á humri

NÚ Í vikunni kemur út hjá Gallimard-forlaginu í París nýjasta skáldsaga Dani`ele Sallenave, sem ber titilinn Viole, eða "Nauðgun". Aðalumræðuefni skáldkonunnar á meðan á heimsókn hennar hérlendis var þó ekki eigin ritverk, heldur hélt hún m.a. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 207 orð

Ginsberg dauðvona

BANDARÍSKA ljóðskáldið Allen Ginsberg er með ólæknandi krabbamein í lifur og segja læknar hann eiga frá fjórum mánuðum, upp í eitt ár ólifað. Ginsberg öðlaðist frægð á 6. og 7. áratugnum fyrir ádrepuljóð sín sem samin voru í anda beat-kynslóðarinnar en hann er nú á 71. aldursári. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

GRÁTBLÓM

Drúpandi blóm, þú sólgeisla saknar og bíður, sligað af ævinnar þunga um bládimmar nætur. Þér tókst ekki frelsið að fanga en tíminn hann líður og þú situr eftir við sárbeiskan svörðinn, sólgið í blíðu og grátandi jörðin, uns sólmáni geislanna börn við þér getur. Glaðleg er æskan og þér líður betur. En annars staðar á öðrum beði er annað blóm og það grætur. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2985 orð

GRUNNUR ÍSLENSKRAR BÓKMENNINGAR

ÞEGAR stórþjóðir á borð við Kanada og Bretland kvarta yfir því að erfitt sé að markaðssetja barnabækur og meðalupplag telst 1.500 eintök rekur menn í rogastans þegar þeir heyra að meðalupplag á Íslandi sé að minnsta kosti jafnstórt og í mjög mörgum tilvikum er upplagið miklu stærra. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 132 orð

Horft inn í

Í DAG verður opnuð sýning á verkum Helgu Egilsdóttur listmálara í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Á henni eru tólf stór olíumálverk unnin á síðasta ári. Þótt Helga máli abstrakt eru verkin á sýningunni undir sterkum áhrifum frá íslenskri náttúru þar sem veturinn ríkir og vindarnir blása. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1862 orð

"HORNIÐ" ­ HEIMUR BERNSKU MINNAR

Hornið er svæði, sem takmarkast af Bjarkargötu, Hringbraut, Suðurgötu og Skothúsvegi. Þó teygði svæðið sig eilítið norður eftir Tjarnargötu, þannig að drengir úr Tjarnargötu 30­40 flutu með. Um miðjan 4. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 5034 orð

Í LEIT AÐ KONUNGSRÍKI

Mánudagurinn 9. apríl 1990 er mér minnisstæður í starfi mínu sem rúnafræðingur. Vegavinnumenn sem voru að breikka veginn rétt sunnan við Arlanda, flugvöll Stokkhólmsborgar og nágrennis, höfðu kvatt mig á vettvang til að líta á stóran rúnastein, sem þeir höfðu fundið nokkrum dögum áður. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

KVEÐJA

Látum hugann reika um ljúfar sumarnætur, lifum fyrir daginn, lifum þessa stund. Áfram líður tíminn, ó gefðu að því gætur að geyma þessa perlu, geyma okkar fund. Líttu þar á himni Íslands ­ bláa eldinn engin dýrð í heimi jafnast á við þá, er töfrafingrum skaparinn skreytir jarðarfeldinn, Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 676 orð

LISTIN ER LEIT

ÉG HEF verið að móta nýjan stíl með þessum strokum, grófu láréttu strokum. Ég er mjög grófur, vil ekki hafa þetta mjög fínt," segir Sveinn Björnsson þegar ég spyr hann um áberandi einkenni á myndum sýningarinnar í Gerðarsafni. Og hann heldur áfram. "Þessar strokur eru einhver della, eitthvað sem maður kemur sér upp. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1144 orð

LISTRÆN INNSÝN AFTUR Í TÍMANN

Við Íslendingar búum við þá sérstöðu að eiga skráða sögu þjóðarinnar frá landnámi og öll höfum við lært Íslandssögu, sem er þó ekki saga Íslands, heldur saga þjóðarinnar. Sú saga hefur vægast sagt verið ákaflega einhliða. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 312 orð

LJÓÐ UM KALSA

Það sem okkur Íslendinga vantar er pípuhattur á vetrarkollinn svo hann blási ekki oní bein. Svo árhringurinn verði ekki flatur að ofan einsog hangandi daggardropi. Landarnir í Ástralíu, andfætlingarnir í sólinni ættu þá að senda okkur ljóð til að við yrðum aðrir en við erum Skrautfiskarnir stynja hljóðlega í kaldri kúpunni, Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 677 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41 Kristján Steingrímur sýn. til 13. apríl Listasafn Íslands ­ Fríkirkjuvegi 7 Sýn. Ný aðföng til 6. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 505 orð

OFSÓTTIR RITHÖFUNDAR SAMEINAST

SALMAN Rushdie var meðal þeirra sem sátu þriðja alheimsþing rithöfunda í Strassborg um síðustu helgi. Hann lætur nú af formennsku samtakanna og við tekur nóbelsskáldið Wole Soyinka frá Nígeríu. Edúard Glissant frá Martíník er varaforseti samtakanna, sem hafa það markmið að aðstoða höfunda sem hafa verið ofsóttir eða gerðir burtrækir úr heimalandinu vegna skrifa sinna. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

"Portmyndir" við Laugaveg

MYNDLISTARSÝNING "Portmyndir" við Laugaveg og Bankastræti hefst í dag. Markmið sýningarinnar er að fara út úr hefðbundnum sýningarsölum og tengja listina annríki dagsins. Staðsetning verkanna verður í undirgöngum og stundum við Laugaveg og Bankastræti. Um er að ræða sýningu á innsetningum, listaverkum sem eru unnin sérstaklega inn í ákveðin valin port. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 210 orð

Sagnfræði almennings

GRÉTA Mjöll Bjarnadóttir myndlistarkona opnar sýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag á sex stórum koparætingum sem allar eru unnar á þessu ári. Ættartölur eru viðfangsefni listakonunnar að þessu sinni. Líta má á þær sem framhald af fyrri verkum sem unnin voru út frá æviminningum gamals fólks og minningargreinum. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð

Sigurður Þórir í Norræna húsinu

MÁLVERKASÝNINGAR Sigurðar Þóris í Norræna húsinu og í Galleríi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, verða framlengdar til sunnudagsins 13. apríl. Sýningin í Norræna húsinu er opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 en hjá Ófeigi á afgreiðslutíma verslunar. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1600 orð

STRIGINN OG BREIÐTJALDIÐ

LÍFSHLAUP skrautlegra listmálara var eitt sinn vinsælt yrkisefni kvikmyndagerðarmanna. Virðist sú lenska að gera slíkar myndir eiga auknu fylgi að fagna á síðustu misserum. Árið 1935 lék stórleikarinn Charles Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

Sveinbjörg og John í New York

JOHN Speight, söngvari og tónskáld, og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Speight píanóleikari koma fram á tónleikum á vegum The American Scandinavian Foundation í Norsku sjómannakirkjunni í New York 23. apríl næstkomandi. Á tónleikunum verður nýr lagaflokkur Johns, The Lady in White, frumfluttur en hann er saminn við ljóð eftir Emily Dickinson. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1672 orð

TÍMINN OG EFNIÐ Það eru eflaust margir sem hugsa

EINS og tíðkast hefur á fyrri sjónþingum mun Magnús ræða feril sinn um leið og litskyggnum af verkum hans er brugðið upp á tjald. Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Jónína Guðnadóttir myndlistarkona, einn af stofnendum SÚM, verða í hlutverki spyrlanna. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

VAKNAÐU

Vaknaðu þegar blærinn hvíslar komdu með mér út í vorið Sjáðu hvernig sumartunglið deplar til þín brosandi auga Hlustaðu á kyrrðina kveða ilmljóð í ungu brumi Vaknaðu þegar vorblærinn hvíslar: Komdu. Meira
5. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

ÞÚ HIRÐIR Jón Ármann Héðinsson þýddi úr spænsku

Þú hirðir, með ljúfan orðaóm,vaktir mig af djúphafssvefni. Þú, sem gjörðir tré að hirðarstað, það tré, þú festir arma að. Beinir að minni barnatrú, augnaljóma, og kærleikans eilífa skini. Þér ég veitti loforð mitt, að feta hin góðu spor, ó mildi ómur. Hlýð á hirðir, þú sem deyrð af ást, og hræðist eigi að bera mína synd, sem vinur fallinna syndara. Meira

Ýmis aukablöð

5. apríl 1997 | Blaðaukar | 239 orð

Aðildarfélög ÆSKR

Æskulýðsfélag Árbæjarkirkju, v/Rofabæ ­ Reykjavík. Fundir á sunnudögum kl. 19.30. Æskulýðsfélag Áskirkju, Vesturbrún 30 ­ Reykjavík. Fundir á miðvikudögum kl. 20. Æskulýðsfélag Breiðholtskirkju, Þangbakka 5 ­ Reykjavík. Fundir á miðvikudögum kl. 20. Æskulýðsfélag Bústaðakirkju, v/Bústaðaveg ­ Reykjavík Fundir á sunnudögum kl. 20. Meira
5. apríl 1997 | Blaðaukar | 145 orð

Hvað er ÆSKR?

ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) eru heildarsamtök æskulýðsfélaga þjóðkirkjusafnaðanna í Reykjavíkurprófastsdæmum. Allir söfnuðir í prófastsdæmunum eru sjálfkrafa aðilar að sambandinu. Megintilgangur ÆSKR er að vera samstarfsvettvangur æskulýðsfélaganna m.a. með því að gangast fyrir sameiginlegum uppákomum, mótum, æskulýðsmessum, ráðstefnum o.fl. Meira
5. apríl 1997 | Blaðaukar | 125 orð

Unglingar og æskulýðsstarf

UM ÞAÐ bil 92% unglinga á aldrinum 13-20 ára eru í þjóðkirkjunni. Margir unglingar hugsa lítið út í þetta, aðrir taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi má ætla að um það bil 300-400 unglingar sæki æskulýðsfundi í sóknarkirkjunum vikulega og þá er fermingarfræðslan ekki talin með. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.