Greinar sunnudaginn 6. apríl 1997

Forsíða

6. apríl 1997 | Forsíða | 321 orð

Palestínumenn vara Clinton við

PALESTÍNSKIR embættismenn sögðust í gær hafa ákveðið að vara Bill Clinton Bandaríkjaforseta við því að "sprenging" í friðarferli Ísraela og Palestínumanna gæti hæglega leitt til frekari átaka á milli þjóðanna. "Öflum friðar er hafnað og ofbeldisöflum otað fram," sagði Ahmed Abdel-Rahman, framkvæmdastjóri stjórnar Palestínumanna. Meira
6. apríl 1997 | Forsíða | 226 orð

Samningur verði Rússum ekki byrði

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í útvarpsávarpi í gær að hann myndi leggja áherslu á bæta stöðu mannréttindamála í Hvíta-Rússlandi og að auka umbætur þar í landi. Jafnframt hét hann Rússum því að samningur, sem undirritaður var á miðvikudag um ríkjasamband Rússlands og Hvíta- Rússlands, myndi ekki verða þeim byrði. Meira
6. apríl 1997 | Forsíða | 139 orð

Zairemenn funda í S-Afríku

FULLTRÚAR Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, og skæruliða, sem náð hafa um þriðjungi landsins á sitt vald, hófu í gær friðarviðræður í Suður-Afríku. Borgarastyrjöld hefur nú staðið í hálft ár í Zaire og hefur komið mjög niður á óbreyttum borgurum og flóttafólki, sem hrynur niður úr næringarskorti og sjúkdómum. Ekki er vitað hversu lengi viðræðurnar munu standa. Meira

Fréttir

6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

126 læknar hjá Ríkisspítölum með eigin rekstur

ALLS hafa 126 sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Ríkisspítölum jafnframt með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur, sem þeir sinna utan vinnutíma hjá Ríkisspítölum, að því er segir í svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um sérfræðimenntaða lækna. Meira
6. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 347 orð

Áfram átök vegna landnemabyggða PALESTÍNSKA lögr

PALESTÍNSKA lögreglan handtók í vikunni um þrjátíu félaga í íslömsku samtökunum Jihad, en Ísraelar segja þá hafa staðið að misheppnaðri tilraun til að ráða ísraelsk skólabörn af dögum. Tveir Palestínumenn létu lífið í henni en Ísraelar og Palestínumenn kenna hvorir öðrum um sprengingarnar. Þá létu tveir Palestínumenn lífið í óeirðum á Vesturbakkanum, sem hafa nú staðið í á þriðju viku. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 682 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 7.­12. apríl 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 7. apríl: "Ljóðagerð íslenskra kvenna" er yfirskrift á sýningu á handritum, bréfum og bókum skáldkvenna sem opnuð var um helgina í þjóðdeild Landsbókasafns. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Doktor í jarðfræði

HELGA Gunnarsdóttir varði doktorsritgerð sína í jarðfræði við Háskólann í Ósló 16. ágúst sl. Ritgerðin ber heitið "Holocene Vegetation History in the Northen Parts of the Gudbrandsdalen Valley, South Central Norway". Á íslensku nokkurn veginn svo: Saga gróðurfars í norðurhluta Guðbrandsdals í Noregi frá ísöld og fram á okkar tíma. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fermist frá Hjallakirkju

EITT nafn féll niður í lista yfir fermingarbörn í Hjallakirkju í Kópavogi klukkan 10.30 í dag. Meðal þeirra sem fermast þar í dag er Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson, Álfhólsvegi 73, Kópavogi. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Félagsvistin í dag

FÉLAGSVIST Félags eldri borgara verður í dag, sunnudag, klukkan 13. Í blaðinu í gær var ranglega sagt að félagsvistin yrði laugardag. Félagsvistin verður í Risinu við Hverfisgötu. Þá verður dansað í Goðheimum, Sóltúni 3, í kvöld klukkan 20. Á morgun, mánudag, verður brids í Risinu kl. 13 og söngvaka kl. 20.30. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Fjársöfnun í rannsókn

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur beðið embætti lögreglustjóra í Reykjavík að athuga fjársöfnun aðila sem tengdust áður söfnuninni Þjóðarátak gegn fíkniefnum, en hafa að undanförnu haft samband við fólk í nafni samtakanna Forvarnir gegn fíkniefnum og falast eftir fjárstuðningi. Meira
6. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Fundað um jafnréttismál

Félagsmálaráðherra boðaði til fundar um jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundurinn er annar í fundaröð sem haldin verður víðar um land. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fyrirlestur um endurvinnslu og förgun

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál á þessari önn. Fyrirlestrarnir eru hluti af umhverfisfræðiáfanga sem kenndur er í véladeild skólans. Næstkomandi þriðjudag, 8. apríl, mun Magnús Stephensen, byggingartæknifræðingur og deildarstjóri hjá Sorpu, fjalla um stöðuna í sorphirðu, endurvinnslu og förgun á Íslandi. Meira
6. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

FYRSTA ÁR PERSSONS: Þar sem ekkert vill lánast

FYRSTA ÁR PERSSONS: Þar sem ekkert vill lánast Göran Persson hefur verið forsætisráðherra í eitt ár og er nú óvinsælasti forsætisráðherra sem Svíar hafa haft. Sigrún Davíðsdóttir rekur erfiðleika Perssons, sem gæti átt betri tíma í vændum. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Gámunum skipað upp

FJÓRUM gámum hafði verið skipað upp úr Vikartindi á hádegi í gær og var vonast til að takast mætti að ná tuttugu gámum úr skipinu í gærdag. Gámunum var raðað upp í fjörunni, þar sem tollvörður innsiglaði þá og stóð til að flytja þá til Reykjavíkur. Ágætt veður var á strandstað í gær, logn og sléttur sjór. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Hale-Bopp næst sólu

HALASTJARNAN Hale-Bopp er næst sólu um þessar mundir og því eins björt og hún getur orðið. Engu var líkara en hún ætlaði að tylla sér á Esjuna, þegar Snævarr Guðmundsson, áhugamaður um stjörnuskoðun, tók þessa mynd af henni af Kjalarnesi. Á myndinni sést greinilega hvítur hali stjörnunnar, en það eru efni sem gufa upp af yfirborði hennar, ís og ryk. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Hefur lúpínuseyði áhrif á krabbamein?

OPIÐ hús verður hjá Styrk að Skógarhlíð 8, Reykjavík, 4. hæð, þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, segir frá rannsóknum á áhrifum lúpínuseyðis á krabbamein og fleira, en nýlega hefur verið sagt frá þeim í fréttum. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Heimilið ­ griðastaður geranda

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands stendur fyrir ráðstefnu um heimilisofbeldið í Rúgbrauðsgerðinni þriðjudaginn 8. apríl kl. 17­21. á fundinum verður kynning á skýrslu um heimilisofbeldið sem unnin var á vegum dómsmálaráðuneytisins. "Á fundinum verður gerð tilraun til að kalla saman alla þá sem á einhvern hátt tengjast fórnarlömbum heimilisofbeldis og ræddar leiðir til úrbóta. Meira
6. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 1287 orð

Hneykslismál yfirgnæfa málefnin

ÞESSAR kosningar snúast um traust," sagði Tony Blair, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, þegar hann í lok vikunnar kynnti með pomp og pragt kosningastefnuskrá flokks síns fyrir þingkosningarnar 1. maí næstkomandi. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Iðja samdi að nýju

IÐJA, landssamband iðnverkafólks, og vinnuveitendur gengu frá nýjum kjarasamningi um hádegisbilið í gær í stað samningsins frá 9. mars sem hafði verið felldur með 72% atkvæða hjá Iðju í Reykjavík. Í samningnum felst í raun að Iðjufélagar fá þær hækkanir sem um hefur verið samið síðan en samningstíminn er lengdur, til 15. febrúar árið 2000 í stað 15. október 1999. Meira
6. apríl 1997 | Landsbyggðin | 66 orð

Ísdans á páskum

ÞÓ AÐ allir þrái að vetur konungur lini senn tökin og vorið komi sem fyrst er ísinn og snjórinn jafnan kærkominn leikvöllur barnanna. Þessir fjögur börn sem heita Bergþór Ingi, Dröfn, Smári Kristján og Jóhann Halldór eiga heima á bæjunum Dalbæ og Miðfelli í Hreppum og voru að leik á lítilli tjörn í aftanskini páskadagsins þegar smellt var mynd af þeim. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Konur 23% nefndarmanna

Í NEFNDUM sem skipaðar hafa verið á vegum ráðuneytanna á árunum 1995­97 eru konur 434, eða 23% af heildarfjölda nefndarmanna sem er 1902. Af 329 formönnum nefnda eru 66 konur, eða 20%. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur alþingismanns. Lægst er hlutfall kvenna í nefndum landbúnaðarráðuneytisins. Þar eru nefndarmenn 66 og þar af er ein kona. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Laxveiðum í sjó frá Kúludalsá að ljúka?

FÉLAGSSKAPUR veiðiréttareigenda við laxveiðiár sem falla til Faxaflóa eru í samvinnu við Norður Atlantshafslaxasjóðinn og Ríkissjóð, í þann mund að ganga frá kaupum á netaveiðiréttindum jarðarinnar Kúludalsár við utanverðan Hvalfjörð. Samningsdrög liggja fyrir og komi ekkert óvænt uppá, verða þau undirrituð á næstunni. Síðasta sumar veiddust um 2.500 laxar í lagnir Kúludalsár. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Lýst eftir ökumanni

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni ljósblárrar fólksbifreiðar af tegundinni Dodge Aries, sem átti aðild að umferðarslysi í Fellsmúla skammt vestan Grensásvegar, við innkeyrsluna að bifreiðastöð Hreyfils fimmtudaginn 27. mars sl. um kl. 13.50. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 335 orð

Milljón farþegar í millilandaflugi

FARÞEGUM í millilandaflugi á íslenskum áætlunarflugvöllum fjölgaði um 11% á síðasta ári og farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um rúmlega 1%. Vöru- og póstflutningar jukust um 23% í millilandaflugi á síðasta ári en minnkuðu um 20% í innanlandsflugi, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Farþegar í millilandaflugi á íslenskum áætlunarflugvöllum voru alls 1.048. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Neikvæð áhrif af þýskri frétt

Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, óttast neikvæð áhrif fyrir flugfélagið af frétt sem þýska dagblaðið Bild Zeitung birti á föstudag þar sem fram kemur að íslensku flugfélögin Flugleiðir og Atlanta séu meðal tíu flugfélaga þar sem flugöryggi er ábótavant. Upplýsingar blaðsins byggðust á niðurstöðum atugana þýska loftferðaeftirlitsins sem bar fréttina til baka í gær. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Reyndi að flýja slysstað

BIFREIÐ var ekið á ljósastaur á gatnamótum Norðurfells og Fannafells um klukkan 19.30 á föstudagskvöld, með þeim afleiðingum að hún stórskemmdist. Ökumaðurinn reyndi að flýja vettvang á tveimur jafnfljótum en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku. Maðurinn henti frá sér munum á flóttanum sem grunur leikur á að séu þýfi. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 319 orð

Rætt um sameiginlega hagsmuni og lausn deilumála

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda sameiginlegt málþing norskra og íslenzkra hagsmunaaðila í sjávarútvegi hér á landi í september næstkomandi. Ætlunin er að ræða þar sameiginlega hagsmuni landanna á sviði sjávarútvegsmála og hugsanlegar lausnir á deilumálum. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1159 orð

Samspil manns og hests í Skálakoti

Í SKÁLAKOTI undir Eyjafjöllum er rekið bú með hrossarækt og þjónustu við hestamenn. Þar búa Guðmundur Viðarsson og Jóhanna Þórhallsdóttir með fjölskyldu sinni. Þau hafa byggt þar 50 hesta hesthús, reist íbúðarhús og hafið byggingu á reiðskemmu, sem jafnframt verður kennsluhúsnæði. Á jörðinni er heitt vatn, sem þau boruðu eftir ásamt nágrönnum sínum. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Skattalækkun vegna tannviðgerða

Í FRUMVARPI sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lagt til að skattstjóri geti lækkað tekjuskattstofn manns sem borið hefur verulegan kostnað af tannviðgerðum. Flutningsmenn eru þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Halldórsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Kristján Pálsson. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Skákmót á netinu Flateyri

ALNETS-skákmót var haldið á Vagninum á Flateyri laugardaginn fyrir páska. Þar gafst mönnum tækifæri til að tefla skák við sessunaut sinn eða bregða sér á "yrkið" og bjóða uppá skák úti í hinum stóra heimi. Margir þekktust boðið og voru tefldar skákir við aðila frá Michigan og Massachusetts og fóru leikar þannig að heimamenn á Flateyri unnu allar skákirnar. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skotið af haglabyssu í fjölbýlishúsi

LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk tilkynningu um tvo skothvelli úr íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum um kl. 1 á föstudagsnótt. Þegar að var komið reyndist þar vera á ferðinni maður á miðjum aldri sem hótaði skaða sjálfan sig. Hann ógnaði hins vegar ekki öðru fólki. Maðurinn var ölvaður en mun eiga við geðræn vandamál að stríða, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Stofnfundur Vinnuvistfræðifélags Íslands

VINNUVISTFRÆÐIFÉLAG Íslands verður stofnað þriðjudaginn 8. apríl nk. kl. 17.15 í fundarsal BHMR við Lágmúla 7, 3. hæð. "Vinnuvistfræði fjallar um samskipti mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

Telur skipan barnaverndarmála brot á mannréttindum

"SKIPAN barnaverndarmála samræmist ekki þeirri reglu, sem kveðið er á um í mannréttindasáttmála Evrópu, að sjálfstæður og óvilhallur dómstóll skuli úrskurða um réttindi og skyldur manna," sagði Páll Ásgeir Davíðsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Tveggja saknað eftir flugslys við Álftanes

LÍTIL flugvél steyptist í sjóinn suður af Álftanesi rétt fyrir kl. 14 í gær. Tveir menn voru um borð í vélinni og var þeirra enn saknað þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir af síðdegis. Tilkynning um slysið barst til flugturnsins í Reykjavík kl. 13.58 frá sjónarvotti, sem tilkynnti að hann hefði séð litla flugvél steypast í sjóinn. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ung kona kærir líkamsárás

KONA á þrítugsaldri hefur kært fyrrum unnusta sinn fyrir líkamsárás, eftir að hann kýldi hana í andlitið aðfaranótt laugardags. Konan hlaut mikla áverka af og þurfti að sauma sjö spor í andlitið, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Parið mun hafa verið í teiti um nóttina og lent í rifrildi með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Vann margmiðlunartölvu

Á FRAMADÖGUM, atvinnulífsdögum Háskóla Íslands þann 7. mars sl., efndu Landsbanki Íslands og Landsbréf til verðlaunagetraunar. Getrunin fólst í því að sýningargestir svöruðu nokkrum spurningum um þjónustu fyrirtækjanna. Í verðlaun var AST margmiðlunartölva frá EJS. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Verslunin 1928 á Laugaveginum

NÝLEGA var verslunin 1928 Boutique opnuð að Laugavegi 20b en hún deilir húsnæði með antikversluninni Fornsala Fornleifs og er sameiginlegur inngangur. 1928 er bandarískt fyrirtæki og eitt hið stærsta á sviði endurgerðra antikskartgripa. Hönnuðir fyrirtækisins sækja hugmyndir sínar víða um heim, allt frá Páfagarði til gullaldarára Hollywood, segir í fréttatilkynningu. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 365 orð

Viðbótarútgjöld námu 2,3 milljörðum

MEÐ seinna frumvarpi til fjáraukalaga fyrir 1996 leitar ríkisstjórnin eftir heimild til greiðslu viðbótargjalda að fjárhæð 2.289 milljónir kr. Greiðslur hafa þegar verið inntar af hendi. Hærri fjárhæð er til í ónotuðum fjárveitingum og reyndust gjöld ársins því minni en reiknað var með. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 672 orð

Viljum stuðla að bættri þjóðmálaumræðu

Félag stjórnmælafræðinga hefur nú starfað í tvö ár. Það er fagfélag fólks, sem lokið hefur háskólagráðu í stjórnmálafræði. Nýlega var haldinn aðalfundur félagsins, þar sem ný stjórn var kjörin. Nýr formaður Félags stjórnmálafræðinga er Ragnar Garðarsson. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Þjálfun snjóflóðaleitarhunda í Hrauneyjum

HALDIÐ var á vegum Björgunarhundasveitar Íslands námskeið í þjálfun snjóflóðaleitarhunda dagana 7.­14. mars sl. Námskeiðið var haldið við Hrauneyjafossvirkjun. Landsvirkjun lánaði aðstöðu fyrir þátttakendur á námskeiðinu. Mættir voru til leiks hundar víðsvegar að af landinu. Að þessu sinni komu fjórir erlendir leiðbeinendur frá Noregi og Englandi auk íslensku leiðbeinendanna. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Þrír á slysadeild

ÞRÍR menn voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Engjaveginum í Reykjavík á tíunda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá slysadeild voru mennirnir ekki taldir mikið slasaðir. Tildrög slyssins voru ekki að fullu kunn, en að sögn lögreglunnar í Reykjavík skemmdust bílarnir mjög mikið. Meira
6. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Þróun í dreifingu og smásölu matvæla

VERSLUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 8. apríl nk. með prófessor John Dawson í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8­9.30. "Þróun á sviði dreifingar og smásölu matvæla hefur verið hröð á undanförnum áratug og óhætt er að fullyrða að enn sér ekki fyrir endann á henni. Meira

Ritstjórnargreinar

6. apríl 1997 | Leiðarar | 523 orð

ÖRYGGI Í FLUGI

leiðari ÖRYGGI Í FLUGI lugleiðir hafa hlotið margvíslega gagnrýni á undanförnum árum og þeim tæpa aldarfjórðungi, sem fyrirtækið hefur starfað. Sú gagnrýni hefur beinzt að ýmsum þáttum í viðskiptastefnu fyrirtækisins. Meira

Menning

6. apríl 1997 | Menningarlíf | 135 orð

Ameling kennir íslenskum söngvurum

SÖNGNÁMSKEIÐ (masterclass) hollensku sópransöngkonunnar, Elly Ameling, hófst á föstudag í Gerðubergi og lýkur í dag, sunnudag. Námskeiðið er haldið fyrir unga söngvara en síðan Ameling hætti að syngja opinberlega í febrúar á síðasta ári hefur hún ferðast víða um heim og haldið slík námskeið. Hingað kom hún frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið við námskeiðahald í sjö vikur. Meira
6. apríl 1997 | Kvikmyndir | 576 orð

Ást, ofbeldi og villt hugmyndaflug

ÚTLIT og hönnun "William Shakespeare's Romeo + Juliet" er með því flottara sem sést hefur í bíó undanfarið. Myndin er þó ekki eingöngu falleg fyrir augað heldur vel gerð í alla staði. Meira
6. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Clapton selur myndlist

SARA Mayfield, starfsmaður uppboðsfyrirtækisins Christies, sést hér fyrir framan málverkið "Sheng Tung" eftir myndlistarmanninn Bridget Riley. Verkið er úr einkaeign rokktónlistarmannsins Erics Clapton en verk úr safninu, sem inniheldur verk eftir marga þekktustu listamenn 20. aldarinnar, verða boðin upp hjá uppboðsfyrirtækinu í lok maí næstkomandi. Meira
6. apríl 1997 | Kvikmyndir | 198 orð

Dauft drama. Hin fullkomna dóttir (The Perfect Daughter)

Framleiðandi: Renee Longstreet. Leikstjóri:Harry S. Longstreet. Handritshöfundar: Sean Silas og Renee Longstreet. Kvikmyndataka: Stephen Lighthill. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Tracey Gold, Bess Amstrong og Harold Pruett. 91 mín. Bandaríkin. Cic-myndbönd. Útgáfudagur: 25. mars. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Drengjakór á Húsavík

DRENGJAKÓRINN Crosfields frá Reading á Englandi hélt fjölsótta tónleika í Húsavíkurkirkju sl. þriðjudag við mikla hrifningu áheyrenda. Stjórnandi er Stephen Yates og undirleikari Elizabeth Collins. Crosfields er einkarekinn drengjagrunnskóli í Reading sem er 30 m austan við London. Í skólakórnum eru drengir á aldrinum níu til þrettán ára. Meira
6. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 190 orð

Engin þægindi hjá Mr. Freeze

ÞAÐ er ekki ólíklegt að mynd með leikurunum George Clooney, Chris O'Donnel, Aliciu Silverstone, Umu Thurman og Arnold Schwarzenegger, veki athygli en þessir leikarar fara einmitt með hlutverk í nýju Batmanmyndinni, "Batman & Robin", í leikstjórn Joels Schumachers, sem frumsýnd verður í sumar. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 518 orð

Fegurðin er alls staðar ­ ef við höfum tíma

VEIÐIVÖTN í Rangárvallasýslu eru yrkisefni Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur myndlistarkonu á einkasýningu hennar í Stöðlakoti ­ hinni fyrstu sem hún heldur í áratug. Verkin, nítján að tölu, eru öll ný af nálinni og unnin með vatnslitum. Meira
6. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Ford, Cuba og Russo á frumsýningu

LEIKARINN Harrison Ford og leikkonan Rene Russo sjást hér ásamt kollega sínum, leikaranum og nýbökuðum óskarsverðlaunahafa, Cuba Gooding yngri við frumsýningu myndarinnar "Das Boot", eftir leikstjórann Wolfgang Peterson, sem nú er sýnd í endurnýjaðri útgáfu, í Hollywood í vikunni. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Guðrún Ingibjartsdóttir sýnir í Fjarðarnesti

NÚ STENDUR yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Guðrúnu Ingibjartsdóttur í Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4 í Hafnarfirði. Guðrún er frá Hesti í Hestfirði við Djúp og hefur verið á námskeiðum í Myndlistarskóla Kópavogs. Opið er virka daga kl. 7­10, laugardaga kl. 8­10 og sunnud. kl. 11­10. Sýningin er sölusýning og stendur til 30. apríl. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 166 orð

Málverk og tréskurður í Grindavík

SÝNING á málverkum og tréskurðarmyndum Snorra Snorrasonar, myndlistarmanns frá Selfossi, í Menningarmiðstöðinni í Grindavík lýkur um helgina. Snorri byrjaði að mála og skera út í rekavið 1993 og má segja að honum sé listin í blóð borin, Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 151 orð

Nýju orgeli fagnað

ORGANISTARNIR Haukur Guðllaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, og Örn Falkner, organisti Kópavogskirkju, leika orgelverk eftir J.S. Bach og stjórna margháttuðum tónlistarflutningi öðrum á tónleikum í Kópavogskirkju í kvöld. Þetta eru sjöttu tónleikarnir af átta, sem haldnir eru í tilefni af uppsetningu nýs pípuorgels Kópavogskirkju. Nýja orgelið var vígt í ársbyrjun. Meira
6. apríl 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Nýr veitingastaður í Borgarnesi

FYRIR skömmu var nýr og glæsilegur veitingastaður opnaður í elsta húsinu í Borgarnesi, gamla verslunarfélagshúsinu. Langeverslun lét reisa húsið að frumkvæði Akra Jóns árið 1877 og verður það því 120 ára á þessu ári. Síðast var húsið í notkun sem blikksmiðja Magnúsar Thorvaldssonar. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 215 orð

Píanótónleikar í Gerðarsafni

PÍANÓLEIKARARNIR Helga Bryndís Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson leika á tónleikum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, mánudagskvöldið 7. apríl kl. 20.30. Þau Helga Bryndís og Jónas leika fjórhent efnisskrá með völsum og ungverskum dönsum eftir Brahms og slavneskum dönsum eftir Dvorák. Meira
6. apríl 1997 | Kvikmyndir | 59 orð

Rísandi stjarna

NÆSTA mynd Minnie Driver verður "Good Will Hunting" leikstýrt af Gus Van Sant. Hún mun leika á móti Robin Williams, Matt Damon og Ben Affleck. Driver vakti fyrst athygli í "Circle of Friends" og "Sleepers". Nýjustu myndir hennar eru "Big Night", "Grosse Point Blank" á móti John Cusack og "The Flood" á móti Cristian Slater. Meira
6. apríl 1997 | Kvikmyndir | 104 orð

Ryder leikur og framleiðir

WINONA Ryder lætur sér ekki nægja að leika í næstu kvikmynd sinni, "Lambs of God", heldur framleiður hún myndina líka. Hún verður reyndar ekki eini framleiðandinn. Umboðsmaður Ryder, Carol Bodie, og óháði framleiðandinn, Ross Bell, deila ábyrgðinni með henni. "Lambs of God" fjallar um þrjár konur sem búa í yfigefnu nunnuklaustri á lítilli hitabeltiseyju. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 103 orð

Styrkir úr sjóði dr. Björns Þorsteinssonar

ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fór fram nýverið. Styrki hlutu Haki Þór Antonsson til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í St. Andrews í Skotlandi um samskipti Bretlands, sérstaklega Skotlands, og Íslands á miðöldum og Sigríður Matthíasdóttir til að vinna að doktorsritgerð við Háskóla Íslands um þjóðernisstefnu og mótun íslenskrar sjálfsvitundar á 20. öld, 150 þús. kr. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 92 orð

Syngjum saman

ÞRIÐJUDAGINN 8. apríl kl. 20.30 verður söngkvöld í Friðrikskapellu undir yfirskriftinni Syngjum saman. Tilgangur þessa söngkvölds, eins og annarra slíkra, sem efnt hefur verið til í kapellunni á liðnum vetri, er að fá gesti til að sameinast óþvingað í almennum söng, ánægjunnar vegna; félög og samtök, sem standa að Friðrikskapellu skiptast á um að sjá um þessi kvöld. Meira
6. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Urdangarin giftist inn í spænsku konungsfjölskylduna

SPÆNSKI handboltamaðurinn Ióaki Urdangarin, 29 ára, sést hér ásamt félaga sínum úr Barselóna handboltaliðinu í vikunni. Christina Spánarprinsessa, yngri dóttir Juan Carlos Spánarkonungs og Sofiu drottingar, mun bráðlega tilkynna um giftingu sína og Urdangarin en þau hittust á Ólympíuleikunum í Atlanta síðastliðið sumar. Meira
6. apríl 1997 | Menningarlíf | 188 orð

Vortónleikar Fóstbræðra

ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórsins Fóstbræðra verða haldnir í Langholtskirkju eftirtalda daga: Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30, miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30, fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30 og laugardaginn 12. apríl kl. 15. Efnisskrá vortónleikanna er fjölbreytt að vanda. Meira
6. apríl 1997 | Kvikmyndir | 198 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið23.05 Einn af fremstu leikstjórum Frakka, Andre Techine nær að skapa áhrifamikla þroskasögu með Villireyr (Les roseaux savages, 1994). Fjórir unglingar í suðvesturhluta Frakklands glíma við kynþroska, stéttaskiptingu og pólitísk álitamál ársins 1962 þegar þau eru á þröskuldi fullorðinsára. Meira

Umræðan

6. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 286 orð

Krafa sjónvarpsáhorfenda er íslenskt efni

RÍKISSJÓNVARPINU ber skylda til að efla íslenska menningu og standa vörð um íslenska tungu með framleiðslu á fjölbreyttu íslensku efni. Ríkissjónvarpið hefur því miður ekki rækt þessa skyldu sína við landsmenn sem greiða fyrirtækinu háan skatt í hverjum mánuði en hafa ekkert um það að segja hvernig þessu fjármagni er varið. Meira
6. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 366 orð

Sigur fyrir námsmenn

NÁMSMENN hafa lengi barist fyrir breytingum á lögum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur sú barátta staðið yfir síðan lögunum var breytt 1992. Virtist sú breyting nauðsynleg vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sjóðsins, sem stofnað var til með óskynsamlegri lántöku í ráðherratíð Svavars Gestssonar. Meira

Minningargreinar

6. apríl 1997 | Minningargreinar | 916 orð

Erlendur J. Sæmundsson

Kær frændi minn, hann Elli, er dáinn. Nú gengur hann þann stíg sem ástkærir foreldrar hans og systkini hafa þegar gengið og mun þar mæta opnum örmum. Elli var eini frændi minn af þessari kynslóð sem komst á efri ár en það var ekki eingöngu þess vegna sem hann taldist uppáhaldsfrændi heldur vegna þess hver hann var. Elli var góður drengur og gott var að vera í návist hans. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 75 orð

Erlendur Sæmundsson

Elsku Elli afi. Núna ertu farinn til Guðs, en ég man alltaf eftir þér. Ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar og hvað þú varst alltaf góður við mig. Hérna er ljóð eftir Guðrúnu langömmu mína. Vinir kátir vors á fund vona báti rugga. Aðrir gráta gengna stund Guð sig láta hugga. Hugsaðu stund hlýtt til mín huggaðu þann sem stynur. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 711 orð

Erlendur Sæmundsson

Svo kvað Jónas um hringrás náttúrunnar. Nú er minn ástkæri móðurbróðir Elli allur og horfinn á burt í hringrás eilífðarinnar. Hann kvaddi þennan heim á sjálfan páskadagsmorgun og hélt á vit annars heims, á fund látinna ástvina. Þeirra endurfunda hafði hann beðið, endurfundanna við sína ástkæru eiginkonu, systkinin öll þrjú, móður og föður, en þau höfðu öll farið á undan honum yfir móðuna miklu. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Erlendur Sæmundsson

Elsku Elli, það er sama í hvaða mynd dauðinn birtist, hann er aldrei velkominn. Þú skilur eftir þig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Söknuðurinn er sár, en ég hugga mig við margar og góðar minningar um þig. Ég veit að Margie, foreldrar þínir og systkini sem kölluð voru burt alltof fljótt taka á móti þér með útbreiddan faðm. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 182 orð

Erlendur Sæmundsson

Dauðinn kom og dauðinn tók, mig einan eftir skildi. Elsku pabbi minn, þetta var það fyrsta sem fór um huga minn er ég gekk inn í herbergi þitt á páskadagsmorgun. Þú hafðir sofnað þínum hinsta svefni. Dauðinn kemur alltaf eins og reiðarslag, jafnvel eftir svo löng og ströng veikindi. Elsku pabbi, þú varst mín stoð og stytta, gegnum þunnt og þykkt allt mitt líf, og nú stend ég eftir einn. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 218 orð

ERLENDUR SÆMUNDSSON

ERLENDUR SÆMUNDSSON Erlendur J. Sæmundsson fæddist í Hafnarfirði 11. maí 1931. Hann lést 30. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sæmundar Sigurðssonar, verkamanns í Hafnarfirði, f. 4.2. 1894, d. 20.8. 1945, og Guðrúnar Jónsdóttur, húsmóður og verkakonu í Hafnarfirði, f. 13.8. 1900, d. 16.8. 1993. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 68 orð

Erlendur Sæmundsson Elsku afi, okkur langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum og alla þá ást og hlýju

Elsku afi, okkur langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar sem við áttum og alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur. Við vitum að þú og amma vakið yfir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (H.P.) Eftir lifir minning um góðan afa. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 156 orð

Guðjón Haukur Hauksson

Kæri Guðjón. Ég man þegar við hittumst í Borgarfirði fyrir nokkrum árum. Það var yndislegt sumarveður. Náttúran skartaði sínu fegursta, það bærðist ekki hár á höfði, fuglasöngur fyllti loftið og ilmurinn, þessi dásamlegi sumarilmur, fyllti öll vit. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐJÓN HAUKUR HAUKSSON Guðjón Haukur Hauksson fæddist í Reykjavík 18. júní 1951. Hann lést 21. mars síðastliðinn í Reykjavík og

GUÐJÓN HAUKUR HAUKSSON Guðjón Haukur Hauksson fæddist í Reykjavík 18. júní 1951. Hann lést 21. mars síðastliðinn í Reykjavík og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 26. mars. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 108 orð

Guðmundur Stefánsson

Okkur langar til að kveðja góðan vin okkar og saumaklúbbsmaka. Skarð er fyrir skildi í vinahópnum. Nú þegar leiðir okkar skilja um sinn, er okkur efst í huga þakklæti fyrir margar ánægjustundir og vináttu í gegnum árin. Við þökkum góð kynni sem stóðu of stutt þú stóðst okkur nærri svo traustur í lund. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Guðmundur Stefánsson

Ótrúlegt er að þetta sé staðreynd, að þú sért horfinn frá okkur, elsku Gummi minn. Daginn sem þú hefðir orðið fertugur kvaddir þú þetta jarðlíf. Hver er tilgangurinn spyrjum við sem þekktum þennan hrausta og káta dreng? Ósjálfrátt leitar hugurinn í minningar bernskunnar þegar ég ei svo sjaldan dvaldi hjá ykkur í Hólkoti. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Guðmundur Stefánsson

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þá er þinni lífsgöngu lokið, elsku Gummi minn, og þú laus við allar þjáningar. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 518 orð

Guðmundur Stefánsson

Aðeins Guð einn veit, hvenær æviförinni lýkur, hvenær við þurfum að kveðja þennan heim, því að augu hans sáu mig og þig, áður en við vorum ómyndað efni voru ævidagar okkar ákveðnir og allir skrifaðir í lífsins bók, áður en nokkur þeirra orðinn var til, nú kveð ég þig, minn yndislegi vinur, bara um stund því seinna hittumst við á ný. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 725 orð

Guðmundur Stefánsson

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku hjartans bróðir minn. Nú þegar tekur að vora með hækkandi sól sem glæðir allt nýju lífi, þá kólnar og dimmir í kringum okkur, ástvini þína. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 421 orð

Guðmundur Stefánsson

"Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (Kahlil Gibran - "Spámaðurinn".) "Þú sem ert uppspretta orkunnar, geislar þínir lýsa um allan heim, lýstu einnig upp hjarta mitt til að það geti unnið sem þú". (Gayatri. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 416 orð

Guðmundur Stefánsson

Liðin er ævi. Lokið er degi. Ég leitaði að orði, og fann það eigi. Leitaði að von, og leitaði að sögn. Leitaði að bæn, og fann aðeins þögn. Elsku hjartans Gummi bróðir. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Mér er það minnisstætt þegar við öll fjölskyldan hittumst sl. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 257 orð

GUÐMUNDUR STEFÁNSSON

GUÐMUNDUR STEFÁNSSON Guðmundur Stefánsson fæddist í Hólkoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. apríl 1957. Hann andaðist á Grensásdeild 1. apríl síðastliðinn, fertugur að aldri. Foreldrar hans eru Stefán Þórisson, vörubílstjóri, og Gunnhildur Sigríður Guðmundsdóttir, húsmóðir. Systkini hans eru Aðalheiður, f. 27. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Guðmundur Stefánsson Elsku Gummi minn. Það er svo erfitt að hugsa fram í tímann og sjá bara fyrir sér tómarúm. Við sem ætluðum

Elsku Gummi minn. Það er svo erfitt að hugsa fram í tímann og sjá bara fyrir sér tómarúm. Við sem ætluðum að eiga góð ár í Danmörku þar sem þú ætlaðir að fá tíma til að njóta fjölskyldulífsins með okkur. En allt fer öðruvísi en ætlað er. Ég verð að trúa því að Guð hafi ætlað þér eitthvað enn mikilvægara en að vera hjá mér og litlu börnunum þínum sem sakna þín sárt. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Haukur Guðjónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 26 orð

HAUKUR GUÐJÓNSSON

HAUKUR GUÐJÓNSSON Haukur Guðjónsson fæddist í Reykjavík 4. október 1923. Hann lést á Landspítalanum 13. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 19. febrúar. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 293 orð

Jóhann Sigurðsson

Vinur minn. Ég vil kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum og þakka þér fyrir hverja stund er við áttum saman. Þar varst þú ætíð í hlutverki þess er gefur og miðlar af hógværð og gamansemi, en ég þiggjandi. Þar er margs að minnast, allt frá því að við urðum nágrannar í Vopnafirðinum. Þú ungur bóndi en ég barn að aldri. Þú varst alinn upp á Ljótsstöðum og þekktir þar hverja þúfu og sögu staðarins. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Jóhann Sigurðsson

Ekkert er glæsilegra en sigur mannsandans á þrautum lífsins og enginn maður er tignarlegri og glæstari en stoltur öldungurinn sem horfir hreykinn yfir farinn veg. Slíkur maður var Jói gamli á Stóra- Núpi. Ég heimsótti Jóa í síðasta sinn fyrir ári síðan og þá brann þessi hugumstóri snillingur enn í andanum, kominn á tíræðisaldurinn. Jói var maður með mönnum. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Jóhann Sigurðsson

Elsku Jóhann. Kynni okkar voru ekki löng en þau voru góð. Ég kynntist þér þegar leið þín var farin að styttast og þrek þitt á þrotum. Við áttum saman seinnipart virku daganna, í þær vikur sem þú fékkst að vera heima áður en þú kvaddir. Þú varst ótrúlega hress og skemmtilegur, þrátt fyrir allt sem á þig var lagt og við spjölluðum oft mikið og veltumst um af hlátri. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 268 orð

Jóhann Sigurðsson

Jóhann Sigurðsson er látinn eftir stríðan leik lífs og dauða. Sá sem hér skrifar var ekki kunnugur Jóhanni sem nokkru nemur. Eigi að síður skilur maðurinn eftir sig minningar og vonir í huga og hjarta, sem knýja á um að minnast hans í nokkrum fátæklegum orðum, svo fyrirgefi mér Guð. Fundum okkar Jóhanns bar saman aðeins einu sinni í sumarferð haf- og fiskirannsóknamanna í Þórsmörk. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANN SIGURÐSSON Jóhann Sigurðsson var fæddur á Ljótsstöðum II í Vopnafirði 12. janúar 1940. Hann lést á krabbameinsdeild

JÓHANN SIGURÐSSON Jóhann Sigurðsson var fæddur á Ljótsstöðum II í Vopnafirði 12. janúar 1940. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 4. apríl. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Jón Alfreð Garðarsson

Jón Alfreð flutti til Ástralíu 1968 með okkur foreldrum sínum og systur og bjó þar í rúm fjögur ár. Síðan fluttum við til Kanada árið 1973. Þar bjuggum við í Winnipeg, Arborg og Stonwall í Manitoba þar til við skildum 1986. Jón Alfreð fór til Íslands aftur 1975 og var einn vetur á Skógaskóla. Þar undi hann sér vel og talaði oft um veru sína þar. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 124 orð

JÓN ALFREÐ GARÐARSSON

JÓN ALFREÐ GARÐARSSON Jón Alfreð Garðarsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1960. Hann lést á heimili sínu í LaSalle nálægt Winnipeg í Manitoba í Kanada 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Álfheiður Alfreðsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 26.10. 1941 á Djúpavogi, og fyrri maður hennar, Garðar G. Garðarsson, prentari, f. 7.10. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Kristín Hallgrímsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast langömmu minnar, Kristínar Hallgrímsdóttur. Það verður hálf skrýtið að skreppa norður án þess að hitta "langömmu úr sveitinni", því það var ávallt hluti af ferðinni að koma við hjá henni. Það var aldrei komið að tómum kofunum þegar maður heimsótti hana, hún tíndi fram allt það besta, því enginn mátti fara svangur frá henni. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 128 orð

KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR

KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR Kristín Hallgrímsdóttir fæddist í Úlfstaðakoti í Blönduhlíð, sem nú heitir Sunnuhvoll, 17. október 1892 og ólst þar upp. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 29. mars síðastliðinn á 105. aldursári. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Friðriksson og Helga Jóhannsdóttir. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 104 orð

Lára Sigurjónsdóttir

Okkur langar að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Lára amma var alveg einstök kona og besta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún tók alltaf á móti okkur með opinn faðminn þegar við komum í Víðilundinn til hennar. Hún hrósaði okkur ávallt og hvatti okkur áfram í því sem við vorum að gera. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 112 orð

LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR

LÁRA SIGURJÓNSDÓTTIR Lára Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarvík í Hrísey 17. júlí 1905. Hún andaðist á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Gunnlaugsson og Kristín Benediktsdóttir. Lára var elst af fimm systkinum, en þau voru Hrefna, Steinunn, Freyja, allar látnar, Þórir er einn á lífi af þeim systkinum. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Stefán Davíðsson

Nú er hann afi minn horfinn á vit feðra sinna og hefur lokið löngum og farsælum ævidegi. Með honum er genginn afar góður og gegn maður sem var traustur og tryggur sínu starfi og hlutverki. Lífshlaupið hefur varla verið honum létt, þótt mér fyndist ávallt léttleiki yfir honum og engan barlóm að heyra. Ánægður með sig og sitt. Meira
6. apríl 1997 | Minningargreinar | 232 orð

STEFÁN DAVÍÐSSON

STEFÁN DAVÍÐSSON Stefán Davíðsson fæddist á Fossi í Vesturhópi 6. júní 1902. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Davíð Guðmundsson, f. 22.4. 1874, d. 25.2 1955, og Þórdís Hansdóttir, f. 7.7. 1864, d. í janúar 1956. Meira

Daglegt líf

6. apríl 1997 | Ferðalög | 132 orð

Afláttur hjá Úrvali-Útsýn

ÚRVAL-Útsýn býður 5000 króna afslátt á mann í nokkrar ferðir í sumar til Portúgals og Mallorca. Tilboðið stendur aðeins í eina viku og miðast við að gengið sé að fullu frá greiðslu við bókun, ýmist með peningum, korta- eða raðgreiðslu. Um er að ræða ferðir til Portúgals 11. júní og 2., 23. og 30. júlí og ferðir til Mallorca 11. júní, 9. júlí og 23. júlí. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 574 orð

Á vélsleðumí Þorvaldsdal

SPORTFERÐIR, sem Sveinn Jónsson á Kálfsskinni á Árskógsströnd og synir hans Jón Ingi og Marinó Viðar reka, er ört vaxandi fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu, en það sérhæfir sig í hvers konar sport- og ævintýraferðum bæði á sjó og landi. Taka þeir feðgar að sér skipulagningu á ferðum fyrir hópa og einstaklinga, bæði lengri og skemmri ferðir. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 393 orð

Bíll aldarinnar

HÓPUR yfirmanna hjá evrópskum bílaframleiðendum, blaðamenn og bílaáhugamenn hafa stofnað samtök í Amsterdam sem eiga að standa að vali á bíl aldarinnar. Dómnefndin verður skipuð 118 blaðamönnum frá 32 löndum og það mun taka þrjú ár að velja bíl aldarinnar. 200 bílar berjast um hituna. Þeim verður síðan fækkað niður í fimm og úr þeim hópi verður bíll aldarinnar valinn. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 927 orð

FERÐAPISTILL Aukin gæði meðumhve

ÞAÐ væri synd að segja að það gerðist aldrei neitt í ferðaþjónustunni! Stóru fyrirtækin keppast um yfirráð á erlendum mörkuðum, nýjustu fréttir herma uppsögn Flugleiða á samstarfssamningi sínum við Ferðamálaráð um markaðsmál erlendis og Samvinnuferðir- Landsýn bjóðast nú til að kynna Ísland ytra. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 1800 orð

Fornar minjar og heillandi mannlíf

Gríski skaginn Mani er um margt sérstakur. Þó þar sé sannkölluð náttúruparadís og mikið af fornum minjum segir Arthúr Björgvin Bollason að mannlífið heilli mest og andrúmsloftið sé ólíkt því sem megi finna annars staðar á Grikklandi. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 334 orð

Horfnir í gróður og gleymsku

ÞAÐ hefur löngum verið tamt meðal bílamanna að persónugera bíla og margir þeirra telja fornbíla sína hafa sál. Þegar starfsdegi þeirra lýkur meðal manna eru þeir færðir á afgirt svæði, sem jafnan eru nefnd bílakirkjugarðar. Í hinu víðáttumikla bílalandi Bandaríkjunum þar sem tugþúsundir bíla renna árlega af færiböndunum, er mestur fjöldi slíkra garða. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 401 orð

JAGUAR Í 62 ÁR

FYRIR 75 árum var William Lyons framkvæmdastjóri smáfyrirtækis í Englandi sem framleiddi mótorhjólavagna af gerðinni Swallow. Vagnarnir nutu einstæðra vinsælda og seldust eins og heitar lummur. Fyrirtæki Lyons var forveri Jaguar bílaframleiðandans breska. 29 árum síðar fylgdist Lyons með því þegar Jaguar C vann með yfirburðum í Le Mans kappakstrinum í fyrsta sinn sem keppt var á bílnum. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 225 orð

Lexus lúxusjeppi af minni gerðinni

LEXUS, dótturfyrirtæki Toyota, hyggst setja á markað lítinn jeppa árgerð 1998 sem kallast SLV. Þetta er laglegur bíll og verður líklega fjöldaframleiddur án mikilla breytinga frá frumgerðinni. SLV verður ekki eini jeppinn frá Lexus því þegar er kominn á markað Lexus LX450 sem í grundvallaratriðum er lítið breyttur Toyota Land Cruiser. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 311 orð

Miðnætursigl-ingar og matar-veislur í hellum

ÆVINTÝRI ferðamannsins í Vestmannaeyjum er að fara á bát kringum eyjarnar, en úr honum má sjá heillandi hella og í hellunum fugla eins og máva, súlur, fýl og lunda. Stundum renna hvalir, hnísur eða háhyrningar sér í grennd við bátinn og á sólríkum kvöldum er siglt út í Surtsey. Báturinn er sérsmíðaður handa ferðamönnum og nefnist PH-Víking eftir eiganda sínum, Páli Helgasyni. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 217 orð

Mitsubishi Galant kominn

NÝR Mitsubishi Galant, stallbakur og langbakur, er kominn til landsins með nýjum vélbúnaði og útliti. Í boði eru tvenns konar vélar, 2,0 lítra, fjögurra strokka vél, 137 hestafla, og 2,5 lítra V6 vél, 150 hestafla. Bíllinn verður kynntur á sýningu hjá Heklu hf., umboðsaðila Mitsubishi, um helgina. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 1121 orð

Musso E 23 á Eldfelli

FYRSTI SsangYong Musso jeppinn kom á markað hérlendis í júní á síðasta ári og vakti hann strax mikla eftirtekt. Þarna var á ferðinni jeppi frá Suður-Kóreu en með afar alþjóðlegu yfirbragði um leið. SsangYong er í miklu samstarfi við Mercedes-Benz og fær allar vélar í bílinn frá þýska framleiðandanum. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 178 orð

»Musso E 23 í hnotskurn Vél: 4 st

Vél: 4 strokka línuvél með tvo yfirliggjandi kambása, 16 ventlar, 2.295 rúmsentimetrar, Bosch eða Siemens innsprautun. Afl: 150 hestöfl við 5.400 snúninga á mínútu. Tog: 22,4/3.800 (kg.m./s.mín.). Hámarkshraði: 170 km/klst. Drifbúnaður: Afturhjóladrifinn með tengjanlegu aldrifi, Borg Warner millikassi. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 929 orð

Njótum þess að deila stórbrotinni náttúru landsins með öðrum

Á SUMRIN slá þeir upp búðum í þjóðgarðinum í Skaftafelli og búa þar í stóru hústjaldi. Þegar þeir eru ekki á tveimur jafnfljótum aka þeir um á áberandi Lapplander-jeppa, sem vekur ómælda athygli ferðamanna á svæðinu, sérstaklega þeirra útlensku. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 324 orð

Notkun magnesíum eykst um 15% á ári

AÐ ÖLLUM líkindum er sá bíll ekki til sem ekki er að einhverju leyti gerður úr magnesíum. Notkun þessa létta málms hefur aukist um 15% á ári síðustu tíu árin. Því er spáð að notkunin fari yfir 100 þúsund tonn árið 2000 en var á síðasta ári 72.300 tonn. Mesta eftirspurnin hefur verið meðal bandarískra framleiðenda en mikil aukning er nú í evrópskum bílaiðnaði eftir magnesíum. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 220 orð

Picasso í Stokkhólmi

Í Moderna Museet í Stokkhólmi stendur nú yfir sýning á verkum eftir Picasso, auk ýmissa verka frá Miðjarðarhafslöndum. Síðarnefndu verkin eru all miklu eldri en verk Picasso, eða allt frá því um 3000 fyrir Krist. Meira
6. apríl 1997 | Ferðalög | 142 orð

SAGA CLASS FLUGLEIÐIR hafa tekið upp þá nýbrey

FLUGLEIÐIR hafa tekið upp þá nýbreytni fyrir farþega á Saga-farrými að bjóða þeim að bóka sæti í flugvélinni um leið og þeir bóka farið. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá Flugleiðum er hægt að bóka sæti allt að sex mánuðum fyrir brottför. "Mörg flugfélög hafa tekið upp þessa þjónustu og hafa undirtektir verið góðar. Meira
6. apríl 1997 | Bílar | 144 orð

Subaru Forester síðsumars

EIN af stóru nýjungum næstkomandi sumar frá Ingvari Helgasyni hf., umboðsaðila Subaru, er splunkunýr Subaru Forester jeppablendingur. Bíllinn verður fáanlegur hérlendis síðsumars. Hann hefur verið kynntur á stóru evrópsku bílasýningunum síðustu misseri sem hugmyndabílinn Streega en nú er hann sem sé kominn með nafn og orðinn að veruleika. Meira

Fastir þættir

6. apríl 1997 | Dagbók | 2877 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
6. apríl 1997 | Fastir þættir | 406 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Hafnarfjarðar

Þriðjudaginn 1. apríl var fyrsta spilakvöldið hjá Bridsskólanum. 9 pör spiluðu Mitchell tvímenning. Spiluð voru 15 spil og gekk spilamennskan mjög greiðlega fyrir sig. Lokastaðan varð: N/S Dagmar Arnardóttir - Ólafía Harðardóttir69Jóhannes Vestdal - Anna Meira
6. apríl 1997 | Dagbók | 578 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. apríl 1997 | Í dag | 470 orð

ENGST af voru iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði, sem kveðið

ENGST af voru iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði, sem kveðið er á um í lögum og/eða kjarasamningum, nánast eini peningalegi sparnaður Íslendinga. Innlendur lánsfjármarkaður var af þessum sökum mjög smár til skamms tíma. Meira
6. apríl 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
6. apríl 1997 | Í dag | 453 orð

ÞakkirHANNA vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir pás

HANNA vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir páskamessu sem flutt var í Sjónvarpinu á páskadag. Messað var frá Hvalsneskirkju og prestur var séra Önundur Björnsson. Hún segir þessa messu hafa verið sérstaklega fallega og hlýlega og sönginn fallegan. Henni fannst einnig kirkjan falleg og stundin mjög hátíðleg. Meira

Íþróttir

6. apríl 1997 | Íþróttir | 152 orð

Afturelding tekur á móti KA

BARÁTTAN um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik hefst í dag, þegar Afturelding frá Mosfellsbæ og KA frá Akureyri eigast við í fyrstu rimmu liðanna, sem gætu orðið fimm. Leikurinn fer fram í Mosfellsbæ í dag kl. 16. Það er ljóst að nýtt nafn verður skráð á Íslandsbikarinn, þar sem hvorugt liðið hefur orðið meistari. Meira
6. apríl 1997 | Íþróttir | 272 orð

Arizona meistari

Úrslitakeppni bandarískra háskólaliða í körfuknattleik, sem er með útsláttarfyrirkomulagi, lauk með fjögurra liða úrslitum um páskahelgina. Í ár var Kansas talið sigurstranglegast, en Minnesota, Kentucky, og North Carolina voru talin helsta ógnun liðsins. Meira
6. apríl 1997 | Íþróttir | 900 orð

Möguleikar Grindvíkingavirðast litlir

KEFLVÍKINGAR geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í dag með því að sigra Grindvíkinga. Þriðji leikur liðanna í úrslitunum hefst kl. 16 í Keflavík og hafa heimamenn fullan hug á að hampa Íslandsmeistarabikarnum á heimavelli, en þeim hefur ekki tekist að sigra síðan 1994. Meira
6. apríl 1997 | Íþróttir | 216 orð

"Sálin sett að veði"

Lið Þróttar í Reykjavík skellti nöfnum sínum úr Neskaupstað í þremur hrinum gegn engri seint á föstudagskvöld. Liðið er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Reykjavíkurliðið hefur unnið tvo leiki í einvíginu en þarf þrjá til að draumurinn rætist. Hrinurnar enduðu 15:7, 15:9 og 16:14, en Norðfjarðarliðið hefur ekki enn náð að vinna hrinu í tveimur leikjum. Meira

Sunnudagsblað

6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 836 orð

Af klónum, kindum og mönnum

SÚ FRÉTT að tekist hafi að klóna eða einrækta lamb úr frumu fullorðinnar kindar hefur að vonum vakið mikla athygli um allan heim. Einnig hefur borið á ýmiss konar misskilningi um það hvað einræktun er og hver sé munurinn á einræktuðum einstaklingi og eineggja tvíbura. Á rannsóknastofnun í Skotlandi tókst að framkvæma eftirfarandi: Úr júgri fullorðinnar kindar var tekin ein fruma. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2235 orð

Aftur verður keypt mjólk í Barónsfjósinu

FJÓSIÐ á horni Hverfisgötu og Barónsstígs lét Gauldr`ec barón reisa sumarið 1899 yfir 40 kýr. Kostaði það 16-20 þúsund krónur, sem var enginn smápeningur um aldamótin, enda ekkert til sparað. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1506 orð

Áfram Ítalía Ítalía er helsta víngerðarland veraldar.

ÍTÖLSK vín voru til umfjöllunar hér fyrir nokkrum vikum og þá aðallega vín frá Piemont og Veneto á Norður-Ítalíu. Þá náði ég aðeins að fjalla um lítinn hluta þeirra ítölsku vína sem fáanleg eru á Íslandi, utan verslana ÁTVR, og er því umfjölluninni haldið hér áfram án þess þó að komast nærri því að tæma umfjöllun um ítölsk vín á Íslandi. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 820 orð

ÁSTÆÐA ER TILað minna hér á svofelldar athugasemdir Jóns Gíslasonar

ÁSTÆÐA ER TILað minna hér á svofelldar athugasemdir Jóns Gíslasonar í tengslum við hin miklu leikrit Sófóklesar. "Þegar það er athugað, sem hér að framan hefur verið rakið, kemur í ljós, að persónu Oidípúsar hefur skáldið gætt ýmsum einkennum Aþeninga. Eins og þeir, er Oidípús skjótur til framkvæmda, reyndur, áræðinn, fljóthuga og óþolinmóður. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 440 orð

Bóndi í Idaho

ÁRIÐ 1994 völdu bandarískir kvikmyndahúsaeigendur Harrison Ford kvikmyndastjörnu aldarinnar. Enginn leikari hefur fært kvikmyndahúsunum aðrar eins tekjur og maðurinn sem lék aðalhlutverkið í Indiana Jones myndunum, Star Wars myndunum og mörgum stærstu spennumyndum seinni ára. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 750 orð

Breikdans í stað slagsmála

UNGLINGAHÓPUR gengur inn Austurstræti í Reykjavík. Allir eru klæddir bláum og hvítum hettugöllum, uppháum strigaskóm og skærlitum grifflum. Einn heldur á stóru kassettutæki og annar á samanbrotnum gólfdúk. Þeir koma sér fyrir á miðju torginu og byrja að dansa. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 159 orð

Dægurjass

MARGIR muna eftir Spike Lee myndinni Mo' Better Blues, eða í það minnsta eftir tónlistinni úr myndinni, sem kom út á samnefndum geisladiski um líkt leyti og myndin var frumsýnd. Ekki staldraði sá diskur þó lengi við í verslunum, því hann var innkallaður vegna höfundarréttardeilna óforvarandis og hefur ekki fengist í nokkur ár. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2323 orð

FRAMTÍÐIN ER Í PLASTINU

PLASTOS ehf. var upphaflega stofnað af athafnamanninum Oddi Sigurðssyni, föður Sigurðar. Oddur varð einn af frumkvöðlum plastiðnaðar á Íslandi þegar hann tók þátt í að stofna Plastprent hf., fyrstu plastpokaverksmiðjuna, árið 1960. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2222 orð

Gróði flugfélaga mikilvægari en flugöryggi?

Bandaríska loftferðaeftirlitið borið þungum sökum Gróði flugfélaga mikilvægari en flugöryggi? Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) er borið þungum sökum í nýrri bók eftir Mary Schiavo, fyrrverandi yfireftirlitsmann bandaríska samgönguráðuneytisins. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 630 orð

Hale Bopp-halastjarnan býr sig undir að kveðja

FRÁ því um miðjan mars fram um 10. apríl hefur verið og verður einna auðveldast að sjá Hale-Bopp-halastjörnuna, sé ekki tekið tillit til veðurs. Þetta skrif mun eiga að birtast 6. apríl en ekki vitað um veðurfar þennan tíma, þar sem orðin eru rituð 24. mars. En þetta tímabil fer það saman að halastjarnan er tiltölulega nærri jörðu og að tungl er á síðasta og fyrsta kvartili, semsé hlédrægt á Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 619 orð

IRA kemur til Ameríku

LÍKURNAR á því að Tom O'Meara (Harrison Ford) og Frankie McGuire (Brad Pitt) ættu eftir að kynnast voru ekki miklar. Sá fyrrnefndi er lögreglumaður í New York en sá síðarnefndi ungur, írskur hryðjuverkamaður, uppalinn í óöldinni í Belfast. Þeir eiga ekkert sameiginlegt annað en írskt ætternið. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 371 orð

Keppnin um Ford fyrirsætuna 1997

KEPPNIN um Ford fyrirsætuna 1997 verður haldin hinn 10. apríl nk. í Perlunni. Keppnin er í umsjón Eskimo Models en Eurocard Atlas er aðalstyrktaraðili keppninnar þetta árið. Húsið verður opnað 19.30 fyrir matargesti en kl. 21 fyrir aðra. Kynnir verður Einar Örn Benediktsson. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 2827 orð

Kjörviðarskáld Á GELGJUTANGA

"EF GUÐ hefði ætlað mönnum að smíða trefjaplastbáta, þá hefði hann skapað trefjaplasttré." Þessi texti mætti mönnum á kontórhurðinni í Bátastöð Jóns Ö. Jónassonar á Gelgjutanga í Reykjavík. Bátastöðin var eitt síðasta vígi hreinræktaðrar tréskipasmíði hér á landi. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1703 orð

Krukkið í bifreiðagjöldin

UMRÆÐAN um aðflutningsgjöld af bifreiðum er nú hafin að nýju. Tilefnið að þessu sinni virðist vera deila eins bifreiðaumboðanna við fjármálaráðuneytið um innkaupsverð á amerískum bifreiðum er viðkomandi umboð selur hér á landi. Þetta umboð á, eins og fleiri, undir högg að sækja. Inn í þessa deilu blandast að innflutningur á notuðum bifreiðum skuli hafa verið um 20% af sölunni á síðasta ári. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 585 orð

Lesa fyrir börnin 365 daga ársins

DAGLEGUR upplestur úr bókum er hluti af uppeldisaðferðum þeirra Birnu Sigþórsdóttur og Helga Gunnars Kristinssonar, sem búsett eru í Hafnarfirði. Þau eiga fjögur börn, tvær telpur, 7 og 9 ára, og tvo drengi, 5 og 12 ára, sem þau hafa lesið fyrir á hverju kvöldi frá rúmlega eins árs aldri og að minnsta kosti þar til þau eru orðin rúmlega læs. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1897 orð

Lestur er bestur

Lestur er bestur Lestrarvenjur Íslendinga hafa breyst verulega undanfarna áratugi og fagurbókmenntir hafa vikið fyrir öðrum tómstundum sem og annars konar ritmáli. Íslendingar eru enn jákvæðir í garð bóka og lesturs og vilja að yngri kynslóðin lesi. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 485 orð

Mikilvægt að kynna börnum kosti bóka

Á HEIMILI Árna Valdimars Kristjánssonar og Ragnheiðar Skúladóttur er ekki bannað að lesa við matarborðið eins og sums staðar tíðkast, heldur sjá menn þar tækifæri til að sameina hvort tveggja í senn; að taka inn andlega og líkamlega næringu. Árni segir að þessi háttur hafi verið hafður á alla tíð á heimilinu, þótt það eigi ekki við um hverja máltíð. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 3814 orð

Náttstaðir í Nígeríu og Níger

NIGERÍA er fjölmennasta land Afríku, en íbúafjöldi þess er talinn vera 100 til 140 milljónir (ekkert manntal hefur farið fram síðan 1963). Landið er 924 þúsund ferkílómetrar að stærð og er því skipt niður í 21 fylki. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 840 orð

Rerum fram úr okkur sjálfum

Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. var ort um Suðurnesjamenn. Á raunar við um alla Íslendinga. Enn er sóttur sjórinn, svo fast nú að til vandræða horfir. Verður að setja alls kyns höft á sjósóknina með tilhreyrandi ágreiningi. Enda hægara sagt en í að komast. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 231 orð

Stórstjarna

BRAD Pitt er 33 ára gamall, fæddur í Oklahoma, en uppalinn í Missouri. Hann lærði blaðamennsku í Missouri- háskóla, en fluttist til Los Angeles til að læra ljúka þar námi í auglýsingafræði og grafískri hönnun. Þar sneri hann sér að leiklistinni. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 432 orð

»Súrefni til Tunglsins GRÓSKA í íslenskri danstónlist virðist loks

GRÓSKA í íslenskri danstónlist virðist loks ætla að skila sér í aukinni útgáfu. Súrefni, ein efnilegasta hljómsveit sinnar tegundar hér á landi, sendir frá sér stuttskífu í vikunni. Á disknum verða fimm lög, en útgáfan er í takmörkuðu upplagi og helst hugsuð til að kynna sveitina. Súrefni rekur ættir til Hafnarfjarðar og er tveggja ára gömul eða þar um bil. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 293 orð

Uppáhaldsplata Vega og Gonzalez

TVEIR helstu spámenn bandarískrar danstónlistar eru þeir félagar Louie Vega og Kenny Gonzalez. Þeir eru líklega þekktastir undir nafninu Masters at Work, en vinsældir þeirra í því gervi gerðu þeim kleift að gera þá plötu sem þá langaði helst eins og heyra má á skífunni Nu Yorican Soul. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 514 orð

Þegar guðleg orð eru látin falla

ÞAÐ BÆTIR gæsku manna og eykur þeim andlega og líkamlega vellíðan að hugsa fallegar hugsanir." Þessi einstaklega hrífandi orð hrundu af vörum hins guðdómlega Dalai Lama á blaðamannafundi á Howard Plaza-hótelinu hér í Taipei. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 282 orð

Þungarokkið lifir

ÞUNGAROKKIÐ hefur nánast útaf dáið, eða virðist í það minnsta lagst í djúpan dvala. Liðsmenn rokksveitarinnar Machine Head eru á öðru máli eins og heyra má á geysiöflugri skífu þeirra sem kom út fyrir skemmstu. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 1196 orð

Ævintýrið um Gus Gus

ÞEIR SEM fletta reglulega breskum tónlistar- og tískublöðum hafa ekki komist hjá því að taka eftir hverri greininni af annarri um hóp íslenskra listamanna sem kallar sig Gus Gus, eftir marokkóskum hversdagsrétti. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 196 orð

(fyrirsögn vantar)

FEÐGARNIR í Bátastöðinni gerðu líkön í réttum hlutföllum af bátum og skútum sínum og voru þau prófuð í sjó. Hér er Pétur Jónsson, bróðir Agnars, með líkan af skútunni Fortunu. HJÁLMAR R. Bárðarson siglingamálastjóri og Jón Ö. Jónasson skipasmíðameistari við skútuna Blæsvölu. Myndin er tekin í slipp Bátastöðvarinnar 1971. Meira
6. apríl 1997 | Sunnudagsblað | 215 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Einar Falur KONTÓRINN í Bátastöðinni minnti á bestikk í bát, klæddur lökkuðum panel og krossviði. Veggina skreyttu hálflíkön af bátum og bátamyndir. Hér sést meðal annars mynd sem Óli K. Magnússon tók af Sigurði Baldvin KE á siglingu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.