Greinar miðvikudaginn 9. apríl 1997

Forsíða

9. apríl 1997 | Forsíða | 177 orð

40.000 krónur fyrir að leggja skrjóðnum

YFIRVÖLD á Spáni hafa gripið til aðgerða til að flýta fyrir endurnýjun bílaflota landsmanna. Hver sá sem leggur bíl sem er tíu ára eða eldri og kaupir nýjan fær 40.000 króna greiðslu frá ríkinu. Meira
9. apríl 1997 | Forsíða | 376 orð

Clinton enn vongóður um að koma megi viðræðum af stað

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að "þokkalegar líkur" væru á að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna af stað á ný. Sagði forsetinn það undir ábyrgðartilfinningu deiluaðila komið hvert framhaldið yrði og kvaðst hann telja ótímabært að tala um að Bandaríkjamenn sneru upp á hendur þeirra. Til blóðugra átaka kom á Vesturbakkanum í gær og féllu þrír Palestínumenn. Meira
9. apríl 1997 | Forsíða | 36 orð

Dýrgripir til sýnis

GESTIR í Louvre-listaverkasafninu í París skoða hluta 987 málverka, teikninga og höggmynda sem sýnd voru opinberlega í fyrsta sinn eftir stríð í gær. Hersveitir nasista tóku listaverkin traustataki í Frakklandi í stríðinu. Meira
9. apríl 1997 | Forsíða | 150 orð

Hamilton fyrir valinu

FLOKKSFÉLAG breska Íhaldsflokksins í kjördæminu Tatton í norðvesturhluta Englands valdi í gærkvöldi Neil Hamilton, fyrrverandi ráðherra, sem frambjóðanda flokksins í kjördæminu við kosningarnar 1. maí nk. Hlaut hann 182 atkvæði gegn 100. Meira
9. apríl 1997 | Forsíða | 246 orð

Prodi segir æru Ítala að veði

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, skoraði í gær á stjórnmálaflokkana í landinu að styðja þátttöku Ítala í fjölþjóðaherliði í Albaníu og sagði, að "æra þjóðarinnar væri að veði". Mikill ágreiningur er um málið innan samsteypustjórnarinnar og helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Frelsisbandalag Silvios Berlusconis, er andvígur því. Meira

Fréttir

9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

10% verðlækkun loðskinna

LOÐSKINN lækka í verði á uppboði sem nú stendur yfir í danska uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn. Mikill hluti íslenskra loðdýrabænda selur þar framleiðslu sína. Uppboði á refaskinnum er lokið í Kaupmannahöfn og lækkuðu þau um 10% frá síðustu uppboðum. Skinnin fóru á um það bil 4.000 kr. en í september, í lok síðasta sölutímabils, voru þau komin upp í 8-9 þúsund krónur. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Aðalheiður sýnir tréskúlptúr

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Café Karólínu laugardaginn 12. apríl nk. undir yfirskriftinni "Fólk." Fólkið á þessari sýningu mótar Aðalheiður í tré og er þetta 5. sýningin sem hún setur upp með tréskúlptúrum. Aðalheiður útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri árið 1993 og er með vinnustofu í Grófargili. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Afkoman betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

AFKOMA matvörudeildar KEA á síðasta ári var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og varð 8% söluaukning milli ára. Rekstur matvöruverslana utan Akureyrar var hins vegar erfiður en gekk þó betur í fyrra en árið 1995. Rekstri slíkrar verslunar á Grenivík undir merkjum KEA var hætt en húsnæðið leigt til áframhaldandi verslunarreksturs. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 344 orð

Andvígir staðfestingu efnavopnasáttmála

ÞRÍR fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna gáfu í gær út yfirlýsingu þess efnis, að alþjóðlegur sáttmáli um bann við framleiðslu, geymslu og beitingu efnavopna brjóti að þeirra mati í bága við bandaríska hagsmuni. Leggja þremenningarnir til, að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti því ekki sáttmálann. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Athugasemd frá Félagi eldri borgara

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Í framhaldi af aðvörun formanns Þroskaþjálfafélagsins í sjónvarpi nýlega þarf stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) að koma á framfæri upplýsingum. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Áhrif hættulegs efnis í sjó rannsökuð

RANNSÓKN á hvaða áhrif hættulegasta eiturefnið, sem mengar sjó, TBT Tributýltin, hefur á klak þorsks og vöxt þorsklirfunnar á fyrstu vikum eftir klakið eru að hefjast sem samnorrænt rannsóknarverkefni hjá Botndýrastöðinni í Sandgerði. Norræna ráðherranefndin styrkir þetta verkefni. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ályktun SUF

MORGUNBLAÐIÐ hefur borist eftirfarandi ályktun sem stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti á stjórnarfundi í Reykjavík 6. apríl: "Stjórn SUF skorar á dómsmálaráðherra að banna embættisfærslur opinberra starfsmanna í heitum pottum á sundstöðum í Reykjavík. Biskupinn yfir Íslandi hefur staðfest í útvarpsviðtali að sr. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Borges og íslenskar fornbókmenntir

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Sigrúnu Á. Eiríksdóttur, lektor í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 20.30. Hún nefnir erindi sitt. Borges og íslenskar fornbókmenntir. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Byrjað að flytja gáma til Reykjavíkur

FLUTNINGUR á gámum úr Víkartindi hófst um miðjan dag í gær. Ekki er talið að takist að flytja alla gámana, sem losaðir voru af skipinu um helgina, til Reykjavíkur fyrr en í dag. Þeir verða fluttir á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Þar verða þeir að öllum líkindum opnaðir í dag að viðstöddum vátryggjendum og eigendum varningsins. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Bændur óttast áhrifin

SAMDRÁTTUR í mjólkursölu vegna verkfalls Dagbrúnarmanna hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík í mars nam tæplega 1,5 milljónum lítra og að teknu tilliti til aukinnar sölu hjá Mjólkurbúi Flóamanna á verkfallstímanum er áætlað að sölusamdrátturinn í mars nemi 1,2-1,3 milljónum lítra. Að sögn Guðbjörns Árnasonar, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, nemur tap bænda vegna þessa um 70 milljónum króna. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Davíð Örn vann í stærðfræðikeppni

DAVÍÐ Örn Benediktsson í Síðuskóla bar sigur úr býtum í stærðfræðikeppni sem JC-Akureyri efndi til meðal nemenda í 9. bekk í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Eva Guðjónsdóttir sem einnig er í Síðuskóla varð í 2. sæti og Sigurður Stefánsson í Gagnfræðaskóla Akureyrar varð í 3. sæti. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Dead Sea Apple með tónleika

HLJÓMSVEITIN Dead Sea Apple heldur tónleika á skemmtistaðnum Astró miðvikudaginn 9. apríl kl. 22. Á tónleikunum mun hljómsveitin leika efni af síðustu plötu sinni ásamt því að frumflytja nýtt efni. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi hljómsveitarinnar fyrir tónleikaferð til New York 15. maí nk. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 367 orð

Doktorsvörn í verkfræði

FÓLKDoktorsvörn í verkfræði ÞRÖSTUR Guðmundsson varði doktorsritgerð sína 7. nóvember sl. við efnisverkfræðideild Nottingham Háskóla í Englandi. Andmælendur við vörnina voru prófessor H. Jones frá University of Sheffield og dr. A. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Engar aðgerðir vegna opinberrar rannsóknar

ÚTVARPSSTJÓRI og formaður útvarpsráðs telja ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarbréfs Ólafs Skúlasonar biskups yfir þætti Spaugstofunnar laugardagskvöldið fyrir páska þar sem málið sæti nú opinberri rannsókn sem sakamál. Biskup bar fram kvörtun vegna meints guðlasts í þættinum og sendi hann afrit af bréfinu til ríkissaksóknara. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fastafulltrúi í Strassborg

SVEINN Björnsson sendiherra mun taka við störfum fastafulltrúa Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg um næstu mánaðamót af Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra í París. Sverrir Haukur gegnir áfram störfum sendiherra í París með tilheyrandi umdæmum. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Fatasöfnun í Glerárkirkju

FATASÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar verður opin í Glerárkirkju á morgun, fimmtudag og föstudag frá kl. 10 til 20 og á laugardag, 12. apríl frá kl. 10 til 18. Tekið er á móti hreinum og heilum fatnaði, en óskað eftir að fólk flokki fötin og merki fatapokana í samræmi við flokkun ef tök eru á. Einnig er tekið á móti góðum skóm sem bundnir eru saman. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 116 orð

Fegursta stúlka Austurlands valin

Egilsstöðum-Fegurðarsamkeppni Austurlands var haldin í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum sl. laugardagskvöld. Það voru sex stúlkur sem kepptu um titilinn Fegurðardrottning Austurlands. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Félagsbústaðir hf. stofnaðir

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að stofna hlutafélag, Félagsbústaði hf., um eignarhald, rekstur, viðhald, fjármálaumsýslu og þjónustuumsýslu vegna leiguhúsnæðis borgarinnar. Samþykkt var að Reykjavíkurborg væri heimilt að leggja félaginu til allt að tíu milljóna króna stofnfjárframlag til greiðslu nauðsynlegs undirbúnings- og stofnkostnaðar. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 728 orð

Finnst gaman að berjast

TUTTUGU og fimm ára íslensk stúlka, Inga Dóra Guðmundsdóttir, hefur verið í framboði fyrir grænlenska flokkinn Siumut í bæjar- og sveitarstjórnakosningum sem haldnar voru á Grænlandi í gær. Hún var yngsti frambjóðandinn í kosningunum, og var úrslita að vænta seint í gærkvöldi eða í morgunsárið. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

Flugleiðir hætta við sameiningu að óbreyttu

EKKERT verður af sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands undir merkjum Flugfélags Íslands hf. að óbreyttu vegna strangra skilyrða Samkeppnisráðs fyrir sameiningunni. Innanlandsflugið verður áfram hluti af Flugleiðum að óbreyttum skilyrðum og hefur félagið þegar hafið undirbúning að nýjum rekstrar- og þjónustuáætlunum. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 117 orð

Foringja "Gráúlfa" fylgt til grafar

TUGIR þúsunda Tyrkja söfnuðust saman við mosku í Ankara í gær vegna útfarar þjóðernissinnans og hægrimannsins Alparslans Turkes, foringja "Gráúlfanna" svokölluðu. Turkes lést af völdum hjartaáfalls á laugardag, áttræður að aldri. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

Frekari lækkun skipafarmgjalda verði könnuð

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og kona hans, Kristrún Eymundsdóttir, fóru í opinbera heimsókn til Grænlands dagana 27.­31. mars í boði Peters Grönvolds Samuelsens, atvinnu- og samgönguráðherra Grænlands. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 164 orð

Fullnæging með lyfjagjöf?

TVEIR vísindamenn sem starfa við Rutgers-háskóla í Nýju Brúnsvík í Bandaríkjunum hafa greint frá því, að þeir telja sig hafa uppgötvað efni, sem hægt sé að framleiða lyf úr, sem framkallað geti kynferðislega fullnægingu hjá konum. Það ætti jafnframt að geta þjónað sem verkjastillandi lyf, að sögn vísindamannanna. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 318 orð

Fyrir neðan bakkann

Verkalýðssaga Húsavíkur komin út Fyrir neðan bakkann Húsavík. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM kom út saga verkalýðshreyfingar, atvinnulífs og stjórnmála á Húsavík 1885 til 1985, gefin út af Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Bókin heitir Fyrir neðan Bakkann. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Fyrsti áburðarfarmurinn

FLUTNINGASKIP á vegum Áburðarsölunnar Ísafoldar ehf. kom með fullfermi af áburði til Þorlákshafnar í gær. Er þetta fyrsti umtalsverði innflutningurinn frá því áburðarinnflutningur var gefinn frjáls fyrir tveimur árum. Í skipinu sem kom í gær eru 1.700 tonn af áburði og annað skip kemur með 1.500 tonn til Hafnarfjarðar í næstu viku, að sögn Þorsteins Þorvaldssonar sölustjóra Ísafoldar. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Gefur færi á margs konar úrvinnslu

TÓLF stúdentar unnu á síðasta ári á vegum Orðabókar Háskólans við innslátt á tölvu á notkunardæmum í ritmálssafni Orðabókarinnar. Er ritmálssafnið aðalsafn stofnunarinnar en hin tvö eru talmálssafn og textasafn. Með tölvuskráningunni gefst færi á margs konar úrvinnslu á dæmunum. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gengið inn á Laugarnestanga

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 9. apríl, með ströndinni inn á Laugarnestanga. Val er um að ganga til baka eða fara með SVR. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20. Áður en sjálf gangan hefst verður litið um borð í víkingaskipið Íslanding í Suðurbugt og skemmtiferðaskipið Brimrúnu við Miðbakka. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1476 orð

Gengu yfir djúpar sprungur Khumbu

VIÐ lögðum af stað kl. 6 í morgun og var stefnan sett upp Khumbu-ísfallið og upp í búðir 2. Eftir um klukkutíma gang komum við að fyrstu sprungunum sem brúaðar voru með stigum. Við höfðum æft okkur áður í að skríða yfir stigana en ákváðum nú að karlmannlegra væri að reyna að labba yfir þá á mannbroddunum. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Germanskur uppruni

DR. Þórhallur Eyþórsson málfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Íslenska málfræðifélagsins í Lögbergi, st. 101, í dag kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: "Germanskur uppruni norrænnar setningagerðar" og fjallar um ýmis setningafræðileg einkenni í norrænu máli að fornu, svo sem stöðu sagnar í fyrsta eða öðru sæti í setningu, neitun með sagnorðum og mismunandi stöðu nafnorða og fornafna. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð

Góðar væntingar í Kjósinni

TAKIST félagsskap veiðiréttareigenda við laxveiðiár við Faxaflóa í samvinnu við laxakvótasjóð Orra Vigfússonar að kaupa upp netaveiðiréttindi Kúludalsár við utanverðan Hvalfjörð má búast við því að það muni koma laxveiðiám í næsta nágrenni til góða strax í sumar. Einkum má reikna með því að veiði glæðist í Laxá í Kjós. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Greiði 30 milljónir króna í arð

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra, að leggja til við stjórn Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi að fyrirtækið hafi 7,5% arðsemiskröfu að leiðarljósi í stefnumörkun sinni. Jafnframt telur ríkisstjórnin eðlilegt að fyrirtækið greiði eigendum sínum 3% af hlutafé í arð næstu þrjú ár, eða sem svarar til 30 milljóna króna á ári. Meira
9. apríl 1997 | Miðopna | -1 orð

Halim Al fær dæturnar, hæstaréttardómur fallinn Endurskoðað álit áfrýjunarréttar í Ankara í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims

ÚRSKURÐUR í áfrýjunarmáli Sophiu Hansen og Halims Als, til hæstaréttar í Ankara er kominn og staðfestir hann undirréttardóminn frá 13. júní 1996 á þann veg að faðirinn hafi forræði yfir dætrum þeirra en Sophia fái umgengnisrétt í júlí og ágúst. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 247 orð

Heimabyggðin Bakkafjörður

Bakkafirði-Í Grunnskólanum á Bakkafirði hafa nemendur unnið í vetur að verkefnum sem þeir hafa skýrt Heimabyggðin og eru þau liður í tíu ára vígsluafmæli skólans. Nemendurnir hafa teiknað kort af ströndinni við Bakkaflóann, merkt inn á það öll býli sem þar eru og hafa verið í byggð, einnig öll helstu kennileiti sem hér eru. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Heldur fjallamót í Nýjadal

EYFIRSKIR og norðlenskir vélsleðamenna beittu sér fyrir stofnun Landssambands íslenskra vélsleðamanna, LÍV, fyrir rúmum áratug. Stofnfundurinn var haldinn í Nýjadal við Sprengisandsleið og var mikið í fréttum á sínum tíma, enda brast hið versta veður á fundarmenn og lentu ýmsir í erfiðleikum þótt allir kæmust óskaddaðir heim. Eyjafjarðardeild LÍV, þ.e. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hermaður dæmdur fyrir árás á konu

BANDARÍSKUR hermaður á fertugsaldri var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í bandarísku herfangelsi á mánudag fyrir herdómstóli, fyrir afbrot sem hann framdi meðal annars hér á landi. Hann var einnig lækkaður í tign, úr stöðu liðþjálfa niður í stöðu óbreytts, auk þess sem hann verður rekinn úr herþjónustu með skömm þegar fangelsisvist hans lýkur. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

"Himin og haf ber á milli"

SAMNINGANEFND tæplega 300 rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma hf. fékk á fundi í fyrrakvöld heimild til að fara út í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls frá og með 25. apríl næstkomandi. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands, gæti atkvæðagreiðslan tekið um tíu daga vegna þess hve rafiðnaðarmenn hjá Pósti og síma eru dreifðir um landið, en atkvæðin verða send með pósti. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Hlutabréfin hækka um 50%

Samherji stærsta félag landsins Hlutabréfin hækka um 50% VIÐSKIPTI með hlutabréf í Samherja hf. fóru í fyrsta sinn fram á Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Fimm sölur áttu sér stað, í tveimur tilfellum voru seld hlutabréf á genginu 13,75 og í þremur tilfellum á genginu 13,0. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Kennsla hefst um áramót

SKÓLAHALD í Giljaskóla getur ekki hafist í haust eins eins og stefnt var að og ekki fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Tafir hafa orðið á verkinu vegna veðráttu síðustu mánuði, einkum hafa frosthörkur sett strik í reikninginn. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð

Kjósendur telja Schröder hæfastan

TILKYNNING Helmuts Kohls Þýzkalandskanzlara í liðinni viku um að hann væri ákveðinn í að bjóða sig fram til endurkjörs í þingkosningunum haustið 1998 hefur leitt til aukins þrýsings á þýzka jafnaðarmenn að þeir taki af skarið um hver leiði kosningabaráttu þeirra og keppi um setuna á kanzlarastólnum kjörtímabilið 1998-2002. Meira
9. apríl 1997 | Miðopna | 426 orð

Komið í veg fyrir hagræðingu

MÉR finnst það koma úr hörðustu átt ef Samkeppnisstofnun gerir hvort tveggja með afskiptum sínum, að koma í veg fyrir hagræðingu í flugrekstri hér innanlands og takmarka frelsi manna til að vinna að bættri þjónustu," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra þegar leitað var álits hans á ákvörðun Samkeppnisráðs. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 130 orð

Kosningakexi dreift í Sofíu

BÚLGARIR ganga til kosninga á laugardag í næstu viku og búist er við að Bandalag lýðræðisaflanna (SDS) beri þá sigurorð af sósíalistum. Bandalagið stóð fyrir 30 daga mótmælum gegn stjórn sósíalista í janúar og febrúar og knúði fram myndun bráðabirgðastjórnar sem verður við völd fram yfir kosningar. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 434 orð

Krafa um ábyrgð gæti leitt til hærri iðgjalda

MARGRÉT Kjartansdóttir, eigandi húsgagnaverslunarinnar Míra á vöru í fjörutíu feta gámi sem losaður var úr Víkartindi um síðustu helgi. Varan, húsgögn, var tryggð en Margrét kveðst eiga von á því að krafa útgerðar og tryggingafélags Víkartinds um ábyrgð tryggingafélaga á kostnaði vegna björgunar leiði til hækkunar iðgjalds. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Kynningarbæklingur um forsetamyndir

Kynningarbæklingur um forsetamyndir FYRIR nokkru kom út nýr bæklingur á vegum forsetaembættisins þar sem kynntar eru ljósmyndir og veggspjöld af forseta Íslands og forsetahjónunum og var bæklingnum m.a. dreift til sendiráða Íslands á erlendri grundu. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kynning á námi við Gautaborgarháskóla

FULLTRÚAR frá Gautaborgarháskóla standa fyrir kynningu á námi við skólann í dag, miðvikudaginn 9. apríl, kl. 10-14, 2. hæð í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Gautaborgarháskóli veitir einum íslenskum stúdent styrk tili að stunda nám við skólann. Nánari upplýsingar veitir Upplýsingastofa um nám erlendis, Neshaga 16. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Lífrænn úrgangur verði notaður til að auka frjósemi

GRÓÐUR fyrir fólk í landnámi Ingólfs er nafn samtaka sem stofnuð voru í gær til að vinna að stöðvun á gróður- og jarðvegseyðingu. Er hugmyndin að ná samstöðu einstaklinga, félagasamtaka og sveitarfélaga um vinnu og fjármagn til að endurheimta glötuð landgæði. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 167 orð

Lítil kjörsókn á Haiti

KOSNINGAR voru á Haiti á sunnudag og fóru þær vel og heiðarlega fram að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. Kjörsókn var hins vegar mjög lítil. Kosið var um níu sæti af 27 í öldungadeild þingsins á Haiti, tvö í neðri deild og 700 sæti í sveitarstjórnum og voru fjórar milljónir manna á kjörskrá. Engar tölur hafa verið birtar um kjörsókn en hún var afar lítil. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Lýst eftir vitnum

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem gerðist á Reykjanesbraut undir Elliðaárbrú sunnudaginn 30. mars síðastliðinn, laust eftir miðnætti. Þá var fólksbifreið af gerðinni Mercedes Bens 500, dökkblárri að lit, ekið á steypustólpa. Þeir sem kynnu að hafa séð aðdraganda óhappsins eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 114 orð

Mannréttindastofnun sett á fót

YFIRVÖLD í Brasilíu tilkynntu á mánudag, að þau hefðu ákveðið að setja á fót stofnun, sem hefði það hlutverk að fylgjast með mannréttindamálum í landinu og að rannsaka meint mannréttindabrot. Þetta skref var stigið í kjölfar þess að í liðinni viku voru sýnd í brasilísku sjónvarpi myndbandsupptökur af fólskulegu ofbeldi lögreglumanna. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 104 orð

Mannskæður eldsvoði í Hong Kong

AÐ MINNSTA kosti sjö manns biðu bana í eldsvoða á sjöttu hæð 20 hæða íbúðarbyggingar í Hong Kong í gær. Tvö ung börn, fjórar konur og karlmaður létust af völdum reykeitrunar. Að minnsta kosti 38 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og þar af voru tveir í gjörgæslu. Ekki var vitað með vissu um eldsupptökin en talið var að kviknað hefði í út frá sígarettu. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Matvæli verða æ algengari smitleið

MATVÆLI verða æ algengari smitleið fyrir ýmsa sjúkdóma og er það m.a. rakið til breyttra matarvenja, tilbúinna rétta í stórverslunum og til skyndibitastaðanna. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá WHO, Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 147 orð

Minnkandi verðbólga innan ESB

VERÐBÓLGA innan Evrópusambandsins (ESB) mældist 2% að meðaltali í febrúar síðastliðnum, samkvæmt nýrri samantekt Eurostat, hagstofu ESB. Þetta er lægsta verðbólga sem mælst hefur innan ESB og raunar einnig á evrópska efnahagssvæðinu frá því samræmdar mælingar hófust. Verðbólga á ársgrundvelli í janúar sl. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 117 orð

Missti stjórn á bílnum

Hellu - Ökumaður Volvo-bifreiðar sem var á leið austur Suðurlandsveg missti stjórn á bifreið sinni aðfaranótt mánudags með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Óhappið átti sér stað skammt vestan við Hellu, en slabb og hálkublettir voru á veginum. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en varð að skilja bíl sinn eftir. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Myndasýning frá Grænlandi og Færeyjum

MYNDAKVÖLD Ferðafélags Íslands verður á miðvikudagskvöldið 9. apríl í félagsheimilinu í Mörkinni 6. Fyrir hlé mun Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur sýna myndir og segja frá ferð sl. sumar um afskekktar slóðir í norðvesturhluta Grænlands. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Námskeið um markaðsrannsóknir

NÁMSKEIÐ um markaðsrannsóknir verður haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar næstkomandi föstudag, 11. apríl. Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa að markaðs- og sölumálum fyrirtækja. Notkun markaðsrannsókna hefur farið ört vaxandi á síðustu árum. Meira
9. apríl 1997 | Miðopna | 363 orð

Óbreytt skilyrði hindra sameiningu

SKILYRÐI Samkeppnisráðs fyrir sameiningu innanlandsflugs Flugleiða hf. og Flugfélags Norðurlands hf. undir merkjum Flugfélags Íslands hf. munu að óbreyttu koma í veg fyrir að sameiningin nái fram að ganga. Að óbreyttum skilyrðum verður innanlandsflugið áfram hluti af Flugleiðum og hefur félagið þegar hafið undirbúning að nýjum rekstrar- og þjónustuáætlunum. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 965 orð

Óttast verðfall, hávaða og mengun Hugsanleg breikkun og breyting á Reykjanesbraut í Hafnarfirði hefur kallað á sterk viðbrögð

ÍBÚAR í Setbergshverfi í Hafnarfirði létu í ljós miklar áhyggur á fundi með bæjaryfirvöldum af þeim áformum að Reykjanesbraut verði tvöfölduð á kafla meðfram hverfi þeirra, þ.e. milli Kaplakrika og suður fyrir Kaldárselsveg. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 344 orð

Óvíst um áhrif á samskipti Kínverja við aðrar þjóðir

KÍNVERSK yfirvöld kváðust í gær harma að Danir héldu fast við þá yfirlýsingu sína að leggja til að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fordæmi mannréttindabrot Kínverja. Ítrekuðu þeir að þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna en gengu hins vegar ekki svo langt að fullyrða að samskipti þeirra við önnur lönd sem styddu tillöguna myndu bíða skaða af. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

DR. SIGRÚN Stefánsdóttir flytur fimmtudaginn 10. apríl rabb sem hún nefnir: Hvar eru konurnar? Hver er hlutur kvenna í fréttum, íþróttum, auglýsingum og barnaefni? "Á síðata misseri fór af stað kennsla í kvennafræði við Háskóla Íslands. Sigrún Stefánsdóttir hafði umsjón með námskeiðinu Kynferði og fjölmiðlar þar sem skoðaðar voru fjölmargar hliðar fjölmiðla. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Ráðherra víkur sæti vegna eignaraðildar

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti er ráðuneyti hans úrskurðar í kærumáli vegna breytinga á 1. hæð hússins Hafnarstræti 20. Félagið Skúlagarður, sem er að hluta í eigu Framsóknarflokksins, átti stóran hlut í húsinu er ákvörðun var tekin um breytingarnar. Guðmundur átti einnig lítinn hlut í félaginu sjálfur. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 404 orð

Reynir á að ríkisfjármálin verði í lagi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Oddi Kristjánssyni alþingismanni vegna fréttatilkynningar Sjálfsbjargar: "Í fréttatilkynningu sem mér hefur borist frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, 5. apríl 1997 segir: "Í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, 5. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 864 orð

Rithöfundar lesa fyrir leikskólabörn Sögustund í Skerjafirði Barnabókavika Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir undir

UPPI er fótur og fit á leikskólanum Skerjakoti ­ það er kominn gestur. Börnin í Fíladeildinni hreiðra um sig á gólfinu og fylgjast grannt með hverri hreyfingu hans, þegar hann seilist ofan í skjalatöskuna sína og raðar stafla af bókum á borðið fyrir framan sig. "Hvað heitirðu?" spyr einhver og litlu andlitin eru ein augu. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð

Sammála um þörf á vopnahléi

FULLTRÚAR hinna stríðandi fylkinga í Zaire í friðarviðræðunum í Suður-Afríku sögðust í gær vera sammála um að þörf væri á vopnahléi í landinu en sögðu ekkert um hvernig hægt yrði að koma því á. Fulltrúar Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, og Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, gerðu hlé á friðarviðræðunum í gær, fjórum dögum eftir að þær hófust í Pretoríu. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 105 orð

SASS í nýtt húsnæði

Selfossi-Það var margt um manninn þegar SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, tóku formlega í notkun nýtt húsnæði á Austurvegi 56 á Selfossi. Húsnæðið er 480 fm að stærð og mun hýsa Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands. Auk þess er í húsnæðinu stjórnunar- og skrifstofuaðstaða fyrir Sorpstöð Suðurlands. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 341 orð

Skelfileg hungursneyð í N-Kóreu

"NORÐUR-Kórea er á hraðri leið inn í skelfilega hungursneyð," sagði bandaríski þingmaðurinn Tony Hall í Tókýó í gær en hann er nýkominn úr ferð um landið. Því hefur verið haldið fram, að n-kóreski herinn væri látinn sitja fyrir um matinn en Hall kvaðst hafa séð hermenn, sem voru illa haldnir af vannæringu. Stjórnvöld í N-Kóreu hafa skýrt frá því, að börn hafi látist úr hungri í landinu. Meira
9. apríl 1997 | Miðopna | 1568 orð

Skilyrði sett til verndar virkri samkeppni Samkeppnisráð setti ströng skilyrði fyrirsamruna innanlandsflugs Flugleiða og

SAMKEPPNISRÁÐ samþykkti á fundi sínum á föstudag í síðustu viku hin afdrifaríku skilyrði fyrir samruna Flugfélags Norðurlands hf. og innanlandsflugs Flugleiða undir nafni Flugfélags Íslands hf. Meira
9. apríl 1997 | Landsbyggðin | 152 orð

Skólaskákmót Vesturlands haldið í Borgarnesi

Grundarfirði-Skólaskákmót Vesturlands var haldið í Borgarnesi sl. laugardag. Fjórum bestu skákmönnum hvers grunnskóla gefst kostur á taka þátt í svæðisbundnu móti þar sem keppt er um réttinn til þátttöku á landsmóti. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 359 orð

Svíar gagnrýna tillögur um samruna ESB og VES

LÍTILL árangur náðist á samningafundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Noordwijk í Hollandi um síðustu helgi, en fundurinn var sá fyrsti í röð samningafunda, þar sem á að reyna að fækka óleystum vandamálum á ríkjaráðstefnu sambandsins. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

TF-CCP hífð upp þegar kyrrist

BEÐIÐ verður eftir að veður og sjór kyrrist þar til reynt verður að ná flaki flugvélarinnar sem fórst sl. laugardag, TF-CCP, af hafsbotni skammt utan við Straumsvík. Spáð er hvassviðri en aðstæður verða skoðaðar í dag. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 565 orð

Tímamót í virkjanasögu Reykjavíkurborgar

SAMNINGUR vegna kaupa á vélasamstæðu í Nesjavallavirkjun af Mitsubishi Corporation var undirritaður í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Samningurinn hljóðar upp á 1.336 milljónir króna, sem eru 76,1% af kostnaðaráætlun. Reykjavíkurborg hefur farið fram á að kærumeðferð hjá fjármálaráðuneytinu vegna kæru umboðsmanns Sumitomo á málsmeðferð í útboðinu verði hætt. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Tólf sóttu um sviðsstjórastarf

TÓLF umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Akureyrarbæjar. Þeir sem sóttu um eru Arnar Sverrisson, Akureyri, Benedikt Sigurðarson, Akureyri, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Kópaskeri, Guðmundur Þór Ásmundsson, Akureyri, Guðmundur Sigvaldason, Akureyri, Guðni Hreinsson, Akureyri, Ingólfur Ármannsson, Akureyri, Jón Einar Haraldsson, Egilsstöðum, Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Tryggingar hækki vegna launabóta

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá sambandsstjórnarfundi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra: "Sjálfsbjörg getur ekki látið þau skilaboð átölulaus sem fram komu í utandagskrárumræðu á Alþingi 4. apríl sl. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ulf Ekman í Reykjavík

ULF Ekman predikar á almennum samkomum í Fíladelfíukirkjunni í kvöld og annaðkvöld og hefjast samkomurnar kl. 20. Ulf hefur einu sinni áður komið til Íslands, en það var árið 1986. Það er söfnuðurinn Orð lífsins í Reykjavík sem stendur fyrir heimsókn Ulfs, en samkomurnar eru samkirkjulegar þar sem margir söfnuðir leggja fram starfsfólk, Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð

Veltu bílnum og fóru í felur

ÞRJÁR unglingsstúlkur, tvær af meðferðarheimilinu Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og ein sem dvaldist að Laugahvammmi á sama stað, struku á mánudagskvöld og hafa verið í felum síðan. Þær tóku bíl heimilisins traustataki nyrðra en för þeirra endaði utan vegar skammt frá Borgarnesi. Þaðan komust þær til Reykjavíkur og leitar lögreglan þeirra nú. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Verður að breyta stefnunni í umferðarmálum

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ritað Reykjavíkurborg bréf og farið fram á viðræður sem allra fyrst um framkvæmd mengunarvarnareglugerðar á Miklubraut frá Snorrabraut og upp fyrir Lönguhlíð. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur, segir að finna verði úrræði sem duga til að minnka loftmengun og breyta verði stefnunni í umferðarmálum í borginni. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 441 orð

Verktaki á Hellu telur sig þjófkenndan

BERGUR Sveinbjörnsson, verktaki á Hellu og félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, hefur ákveðið að kæra Steingrím Þormóðsson, lögmann Ólafs Þórarinssonar, bónda á Háfi, til sýslumannsins á Hvolsvelli. Hann telur lögmanninn þjófkenna sig í bréfi til sýslumanns, en vitnað var til efnis bréfsins í sjónvarpsfréttum. Í bréfi sem lögmaðurinn ritaði sýslumanni 4. Meira
9. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 291 orð

Viðskiptabann fordæmt

ROBERTO Robaina, utanríkisráðherra Kúbu, sagði í gær samtök 113 óháðra ríkja fordæma einróma viðskiptabann Bandaríkjanna gegn eyríkinu. Samtökin þinguðu í Nýju-Delhi á Indlandi í gær og fyrradag. Minna atvinnuleysi Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 745 orð

Vil starfa með konum úr öllum flokkum

Svenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907. "Félagið hefur starfað í 90 ár og látið sig varða málefni líðandi stundar, þótt rauði þráðurinn hafi verið sá að gæta stjórnmálalegra réttinda kvenna." ­Hver eru brýnustu baráttumál félagsins um þessar mundir? "Kvenréttindafélagið hefur hingað til sett sér dagskrá hálft til eitt ár fram í tímann. Meira
9. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þrjú prestsembætti laus til umsóknar

BISKUP Íslands hefur auglýst þrjú prestsembætti laus til umsóknar. Er hér um að ræða stöðu sóknarprests í Grensásprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, en sr. Halldór Gröndal, sóknarprestur, lætur af störfum vegna aldurs þar sem hann verður sjötugur 15. október nk. Meira
9. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Æfingar hjá Kór Tónlistarskólans

ÆFINGAR eru að hefjast aftur hjá Kór Tónlistarskólans á Akureyri. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum, frá kl. 18 til 20 á sal skólans. Næsta verkefni verður Petit Messe Sollenelle eftir Rossini sem flutt verður í vor ásamt einsöngvurum. Kórinn er opinn öllu söngfólki. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. Meira

Ritstjórnargreinar

9. apríl 1997 | Staksteinar | 382 orð

»Allt hefur sín takmörk "ALLT hefur sín takmörk", er fyrirsögn á leiðara Bæjar

"ALLT hefur sín takmörk", er fyrirsögn á leiðara Bæjarins besta, sem gefið er út á Ísafirði. Þar gerir leiðarahöfundur þátt Spaugstofumanna hjá Ríkisútvarpinu að umtalsefni. Hann segir, að hornsteinar hvers þjóðfélags séu lög og reglur og segir: "Án laga og reglna um grundvallaratriði í samskiptum þegnanna fær ekkert þjóðfélag staðist." Meira
9. apríl 1997 | Leiðarar | 709 orð

Leiðari METNAÐUR ER UNDIRSTAÐAN LÞJÓÐLEGUR heilbrigðisdagur

Leiðari METNAÐUR ER UNDIRSTAÐAN LÞJÓÐLEGUR heilbrigðisdagur Sameinuðu þjóðanna, 7. apríl sl., var tileinkaður baráttunni gegn smitsjúkdómum. Fáum dögum fyrr var samþykkt hér á landi ný rammalöggjöf, sem færa á sóttvarnir til nútíma horfs. Reyndar hefur okkur Íslendingum tekizt vel upp í baráttunni gegn smitsjúkdómum. Meira

Menning

9. apríl 1997 | Tónlist | 693 orð

Af þjóðlegum gulleggjum

Verk eftir Brahms, Liszt og Dvorák. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson, píanó. Listasafni Kópavogs, mánudaginn 7. apríl kl. 20:30. TÓNFÉLAGSFRÆÐINGAR hefðu ekki getað ráðlagt betur um verkefnaval á tónleikum þeirra píanóleikara Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Jónasar Ingimundarsonar í Gerðarsafni sl. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Anderson á þeysireið

RÁÐGÁTULEIKKONAN Gillian Anderson, sem margir vilja meina að sé kynþokkafyllst kvenna sem gista þennan heim, sést hér í þykjustu þeysireið á vélfáki á opnun nýrrar leiktækjadeildar, GameWorks, í skemmtigarði í Seattle í Bandaríkjunum nýlega. Anderson var í fríi frá tökum sjónvarpsþáttanna Ráðgátna en þeir njóta nú geysilegra vinsælda víða um heim. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 372 orð

Ástandið versnar á Dramaten

MIKLIR fjárhagserfiðleikar steðja að Dramaten, sænska þjóðarleikhúsinu, og virðist nú fátt geta bjargar leikhúsinu út úr þeim vanda nema stóraukið fjárframlag til hússins. Menningarmálaráðherra Svía, Marita Ulvskog, vísaði slíkum vangaveltum hins vegar algerlega á bug fyrr í vetur, að því er segir í Berlingske Tidende. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 111 orð

Burtfararpróf í Listasafni Íslands

Burtfararpróf í Listasafni Íslands BURTFARAPRÓFSTÓNLEIKAR Gunnars Benediktssonar óbóleikara frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Listasafni Íslands fimmtudaginn 10. apríl kl. 20. Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 264 orð

Dansatriðin best Fatafellan (Striptease)

Framleiðandi: Castle Rock Entertainment. Leikstjóri: Andrew Bergman. Handritshöfundur: Andrew Bergman eftir sögu Carl Hiaasen. Kvikmyndataka: Stephen Goldblatt. Tónlist: Howard Shore. Danshöfundur:Margurite Pomerhn Derricks. Aðalhlutverk: Demi Moore, Armand Assante, Ving Rhames og Burt Reynolds. 112 mín. Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skífan 1997. Útgáfudagur: 2. apríl. Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 164 orð

Dómsmáli Sidneys Pollacks vísað frá í Danmörku

BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjórinn, Sidney Pollack kærði danska ríkissjónvarpið fyrir að sýna stytta og endurunna útgáfu af mynd sinni, "Three Days of the Condor", árið 1991. Leikstjórinn hélt því fram að listrænn orðstír sinn hefði orðið fyrir tjóni og fór fram á 15.600 dollara í skaðabætur. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Ellen fær stuðning

LEIKKONAN Ellen DeGeneres, sem kom út úr skápnum fyrir fáeinum dögum, kom fram á samkomu samkynhneigðra kvenna í Los Angeles nýlega, stuttu eftir að hún hafði tilkynnt að persóna hennar í þáttunum "Ellen" myndi viðurkenna samkynhneigð sína 30. apríl næstkomandi. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

Embættismannahvörf í Tjarnarbíói

ÁHUGLEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsýndi leikritið Embættismannahvörfin í Tjarnarbíói nýlega. Höfundar leikritsins eru átta og leikstjóri er Jón St. Kristjánsson. Verkið er nokkurs konar nútíma þjóðsaga og fjallar um hvörf embættismanna á Korpúlfsstöðum. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór á frumsýninguna og tók þessar myndir. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 528 orð

Erró sýnir "konur í fullu fjöri"

GALLERI Galax í Gautaborg opnaði sýningu á verkum Errós að listamanninum sjálfum viðstöddum laugardaginn 5. apríl sl. Á sýningunni sem hann nefnir "Les Femmes Fatales" eru 35 stórar myndir og 80­100 litlar myndir. "Þetta er nú bara smásýning, hluti af syrpu," sagði Erró í viðtali við Hallfríði Sigurðardóttur í Dvergasteini (útvarpi Sænsk- íslenska félagsins í Gautaborg) og gaf m.a. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 184 orð

Ég og pabbi málum okkur og fíflumst

LEIKKONAN og fyrirsætan, Liv Tyler, 19 ára, dóttir rokksöngvarans Steven Tyler, vill ekki kannast við að vera ein af vinsælustu ungu leikurunum í Hollywood í dag. "Þegar ég sé mynd af mér á forsíðu einhvers tímaritsins líður mér frekar eins og einhverjir vinir mínir séu að gera at í mér," segir Tyler en nýjasta mynd hennar, Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 244 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 349 orð

Geggjaður samruni

Gullbokkan, sjötomma Mr. Maggó. Liðsmanna ekki getið á umslagi en á mynd má þekka Heimi Björgúlfsson og Magnús Óskar Hafsteinsson. pvf gefur út. SJÖTOMMAN verður sífellt vinsælli sem útgáfuform og síðustu mánuði hafa líklega verið gefnar út fleiri sjötommur en tíðkaðist þegar vínylútgáfa stóð með sem mestum blóma á sínum tíma. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 196 orð

Getur unnið jeppa og fyrirsætusamning

FULLTRÚI Íslands í Hawaiian Tropic fyrirsætukeppninni, sem hefst þann 15. apríl næstkomandi í Las Vegas í Bandaríkjunum, Berglind Ólafsdóttir, 19 ára, er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir keppnina. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Írsk stemmning í Stjörnubíói

KVIKMYNDIN "The Devil's Own" var frumsýnd í Stjörnubíói í síðustu viku, aðeins viku eftir frumsýningu hennar í Bandaríkjunum. Myndin fjallar um írskan hryðjuverkamann (Brad Pitt) og samskipti hans við bandarískan lögregluþjón (Harrison Ford). Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á forsýningu myndarinnar þar sem sköpuð var írsk stemmning með írskri tónlist og veitingum. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Kolbrún var kynþokkafyllst

ÚRSLITAKVÖLD kynþokkakeppninnar Leyndardóms Victoriu fór fram í Tunglinu um síðustu helgi fyrir fullu húsi áhorfenda. Sex stúlkur kepptu til úrslita en alls hófu 16 stúlkur keppni á tveimur undanúrslitakvöldum, sem fóru fram fyrr í vetur. Sigurvegari varð Kolbrún Pálína Helgadóttir, í öðru sæti varð Díana Helgadóttir og í því þriðja varð Elsa Gissurardóttir. Meira
9. apríl 1997 | Bókmenntir | 1135 orð

Konur skelfa

eftir Helgu Kress. Háskóli Íslands, Rannsóknarstofa í kvennafræðum, 1996, 244 síður. Í FYRIR dyrum fóstru er fjallað um íslenskar fornbókmenntir frá kvennafræðilegu sjónarmiði. Bókin inniheldur sjö greinar eftir Helgu Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 225 orð

Kynþáttafordómar hrella Cuba

CUBA Gooding Jr. hefur að vonum verið eitt allsherjar sólskinsbros undanfarið eftir frábæra frammistöðu í hlutverki Rods Tidewell í stórmyndinni "Jerry Maguire" og Óskarsverðlaunin í kjölfarið. Hann segist loksins hafa öðlast þá viðurkenningu sem hann þráði og nú sé litið á hann sem Cuba Gooding Jr., ekki bara svartan leikara. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 360 orð

Leikur með minni

Sanndreymi, geisladiskur Pauls Lydons. Paul leikur á öll hljóðfæri og stýrði upptökum. Nano Records gefur út. 46,30 mín. PAUL Lydon og Laura Valentino settust að hér á landi fyrir nokkrum árum og hafa auðgað íslenskt tónlistarlíf á ýmsan hátt. Meira
9. apríl 1997 | Myndlist | 456 orð

Litríki sortans

Opið kl. 14­18 alla daga nema mánud. til 13. apríl; aðgangur kr. 100 EIN afleiðing batnandi samgöngutækja hér á landi sem og aukinnar umfjöllunar myndmiðla um fjölbreytta náttúru landsins hefur verið aukin ferðalög landsmanna sjálfra á lítt troðnar slóðir óbyggðanna. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Lærisveinar og -meyjar lesa í Gerðarsafni

Lærisveinar og -meyjar lesa í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópavogs tekur upp þráðinn að nýju eftir páskahlé, fimmtudaginn 10. apríl, við upplestur í Gerðarsafni. Að þessu sinni verða yngri skáld í forgrunni, lærisveinar og -meyjar Þórðar Helgasonar, skálds og kennara. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Málverkasýning í Eden, Hveragerði

Í EDEN, Hveragerði, stendur yfir málverkasýning Hannesar Scheving. Á sýningunni eru sýndar 24 myndir, flestar unnar á síðustu tveimur árum, og er þetta önnur einkasýning Hannesar. Sýningin hófst 8. apríl og lýkur 21. apríl. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Moore og Rumer í Bloomingdale's

LEIKKONAN Demi Moore og elsta dóttir hennar, Rumer, 8 ára, fengu að virða þennan páfagauk fyrir sér í návígi við opnun nýrrar Bloomingdale's verslunar í Los Angeles. VIð opnunina söfnuðust rúmar 8,2 milljónir króna til læknarannsókna á eyðni. Moore var heiðursgestur samkomunnar. Meira
9. apríl 1997 | Bókmenntir | 91 orð

Nýjar bækur Spámaðurinn

Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran er komin út í 13. útgáfu, en bókin kom fyrst út árið 1958, í þýðingu Gunnars Dal, en hann þýddi jafnframt Mannssoninn eftir sama höfund, skáldverk sem fjallar um Jesúm Krist og hefur notið mikilla vinsælda. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 160 orð

Óvægin mynd af samferðamönnum

Óvægin mynd af samferðamönnum HAFI einhver listamaður dregið upp óvægna mynd af samferðafólki sínu var það Þjóðverjinn Otto Dix, sem var á hápunkti ferils síns á millistríðsárunum. Í Mílanó stendur nú yfir sýning á um 180 verkum Dix, þar sem getur að líta sýn hans á þýskt samfélag. Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Reeves á ísinn

LEIKARINN Keanu Reeves er íþróttamaður ágætur. Nýlega klæddi hann sig í ísknattleiksbúninginn sinn og lék í All Star-ísknattleiksliðinu gegn skólaliði LA Kings í Forum-höllinni í Los Angeles. "Ég er með réttu markmannshreyfingarnar," sagði Reeves sem eins og sést á meðfylgjandi myndum stóð vaktina í markinu. Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 127 orð

Tarantino með nýja kvikmynd

QUENTIN Tarantino ætlar loks að leikstýra kvikmynd aftur í fullri lengd en enginn mynd hefur komið frá honum síðan "Pulp Fiction" árið 1994. Tarantino hefur rætt við Samuel L. Jackson, Pam Grier og Bridget Fonda um að leika aðalhlutverkin í kvikmynd byggðri á skáldsögu Elmore Leonard "Rum Punch". Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð

Tekur frægðinni með fyrirvara

BRENDA Blethyn, sem hlaut útnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni "Secrets and Lies", tekur frægðinni með fyrirvara. Hún er alin upp í verkamannafjölskyldu í Ramset, yngst níu systkina, og þrátt fyrir að hugurinn stæði snemma til náms í leiklist þótti Brendu óhugsandi að hlú að svo óábyrgum draumi. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 466 orð

"Til að menn verði góðir listamenn þurfa þeir að vera góðar manneskjur"

"Til að menn verði góðir listamenn þurfa þeir að vera góðar manneskjur" Það er fremur sjaldgæft að kínverskir óperusöngvarar nái fótfestu á Vesturlöndum, en söngkonan Ying Huang er á góðri leið, eftir að frændi Mitterrands sálunga Frakklandsforseta uppgötvaði hana, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 172 orð

Tískumyndir frá London

Tískumyndir frá London JÓNAS Hallgrímsson opnaði sýningu laugardaginn 22. mars á tískuljósmyndum í verslun Hans Petersen í Austurveri. Myndirnar eru allar teknar í London á þessu ári og eru afrakstur nokkurra vikna vinnu fyrir ýmsar fyrirsætuskrifstofur í borginni, þar á meðal Elite Premier umboðsskrifstofuna. Meira
9. apríl 1997 | Myndlist | 554 orð

Trúarlegar tvímyndir

Opið kl. 10­18 virka daga og á laugardögum kl. 10­14 til 16. apríl; aðgangur ókeypis. Píslarsaga Krists hefur verið listamönnum yrkisefni allt frá því biðin eftir heimsendi tók að lengjast, og menn tóku að leita leiða til að dýrka guð sinn hérna megin grafar með þeim fegurstu meðulum, sem þeir gátu. Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 664 orð

Umdeildur leiðtogi Íra

Leikstjórn og handrit: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Alan Rickman, Aidan Quinn, Julia Roberts, Stephen Rea, Ian Hart. Geffen Pictures. 1996. ÍRSKI leikstjórinn Neil Jordan hefur kvikmyndað ævisögu einnar af sjálfstæðishetjum Íra frá því fyrr á öldinni, Michael Collins, Meira
9. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 181 orð

Upphaf og endir

Fyrsta og síðasta skífa Múldýrsins, samnefnd því. Múldýrið skipuðu Kristín Jónsdóttir, Svavar P. Eysteinsson, Einar Þór Kristjánsson, Kristinn Gunnar Blöndal og helgi Örn Pétursson. Skakkamanage gefur út. Meira
9. apríl 1997 | Bókmenntir | 219 orð

Út er komið ritið Guðamjöður og Arnarleir. Bó

Út er komið ritið Guðamjöður og Arnarleir. Bókin er safn ritgerða um eddulist. Ritstjóri er dr. Sverrir Tómasson, sérfræðingur á Árnastofnun. Ritgerðir bókarinnar eru níu talsins eftir sex höfunda: dr. Bergljótu S. Kristjánsdóttur, Margréti Eggertsdóttur cand. mag., Svanhildi Óskarsdóttur MA, Svein Yngva Egilsson MA, dr. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 322 orð

Wynton Marsalis fær Pulitzer-verðlaunin

JASSTÓNLISTARMAÐURINN Wynton Marsalis hlaut Pulitzer- verðlaunin í ár. Tilkynnt var um verðlaunahafa á mánudagskvöld. Þetta var í fyrsta skipti í 80 ár sem verðlaunin hafa verið veitt starfandi jass- eða bluestónlistarmanni. Árið 1965 hafnaði Pulitzer-nefndin tilnefningu Dukes Ellingtons, sem risið hefur hæst í hinni svokölluðu klassísku tónlist Bandaríkjamanna. Meira
9. apríl 1997 | Leiklist | 458 orð

Það var lagið

Leikrit með söngvum í þremur þáttum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri: Jón Einars. Gústafsson. Leikendur: Ólafur Gunnarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Inga Rún Björnsdóttir, Björn Jóhannsson, Stefán V. Ólafsson, Jóna Ester Kristjánsdóttir, Ágúst Örn Einarsson, Ingimundur Grétarsson, Helgi Samúelsson. Undirleikarar: Bjarni Valtýr Guðjónsson, Haukur Gíslason. Meira
9. apríl 1997 | Menningarlíf | 27 orð

Þorsteinn Víkingur sýnir á 22

Þorsteinn Víkingur sýnir á 22 MÁLVERKASÝNING Þorsteins Víkings stendur ný yfir á veitingastaðnum 22 við Laugaveg. Á sýningunni eru níu olíumálverk unnin á pappír. Sýningunni lýkur 11. maí. Meira
9. apríl 1997 | Kvikmyndir | 87 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUÁst og skuggar (Of Love and Shadows) Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) Eyja Dr. Meira

Umræðan

9. apríl 1997 | Aðsent efni | 727 orð

Af túlkunum skuluð þér þekkja þá

ÓHUGNANLEGUR atburður átti sér stað hér á landi um miðjan marsmánuð og vakti athygli landsmanna. Sá atburður sem um ræðir gerðist á barnaheimili í Hafnarfirði er ófaglærður starfsmaður á barnaheimilinu setti límband fyrir munn 2 ára drengs. Þetta átti aldrei að gerast en gerðist engu að síður og menn setti hljóða að svona skyldi gerast innan veggja barnaheimilis. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 1006 orð

Ef koldíoxíð væri útflutningsvara væri allt með felldu

Ef koldíoxíð væri útflutningsvara væri allt með felldu Álverið sem reist yrði á Grundartanga var lagt af í Þýskalandi, segir Freyr Sverrisson í fyrri grein sinni, óháð ákvörðun um hvort það yrði endurreist hér. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 445 orð

Húsaleigubætur fyrir Kópavogsbúa

FRÁ því greiðsla húsaleigubóta hófst hér á landi hefur mikil ágreiningur verið milli ríkis og sveitarfélaga um fyrirkomulag á greiðslu þeirra. Ríkisstjórnin ákvað einhliða að bætur yrðu greiddar að hluta af ríkissjóði og að hluta af sveitarfélögum og hefur ekki viljað breyta þessari ákvörðun þrátt fyrir að áskoranir hafi komið um það frá fjölmörgum sveitarfélögum. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 1152 orð

Náttúruvernd á villigötum?

ÞEIR, sem lesa þessa fyrirsögn, munu eflaust slá því föstu, að hana skrifi maður sem er andvígur allri náttúruvernd, en svo er þó ekki. Náttúruvernd er nauðsynleg, en það er eins með hana og mörg önnur hugsjónamál, að það má snúa henni til andhverfu sinnar og það hafa öfgamenn stundum gert. Áður en ég fjalla meira um þetta, verð ég að segja landsfólki einhver deili á sjálfum mér. Meira
9. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 109 orð

Skortur á umburðarlyndi Moshe Okon: EIN AÐALÁSTÆÐA þess að ég hef alvarlega íhugað að yfirgefa heimaland mitt, Ísrael, og

EIN AÐALÁSTÆÐA þess að ég hef alvarlega íhugað að yfirgefa heimaland mitt, Ísrael, og setjast að á Íslandi er gífurlegur skortur á umburðarlyndi í heimalandi mínu, sem kemur m.a. fram í því að gyðingum er meinað að ganga í hjónaband með kristnum einstaklingum, en einnig í heftingu tjáningarfrelsis, bæði í orðum og listum. Meira
9. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Tillitsleysi og leti!

HVER kannast ekki við það að þurfa að fara og kaupa inn. Fæstir hafa þó gaman af því en það er nú svo með okkur mannfólkið eins og aðrar dýrategundir að við þurfum að borða til þess að lifa og til þess að lifa þurfum við að borða. Einn góðviðrisdag nú nýlega uppgötvaði ég með hryllingi að ísskápurinn var tómur og ég var því nauðbeygð til þess að fara og kaupa inn. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 837 orð

Um fjölskylduráðgjöfina Samvist

Á SÍÐASTA ári var undirritaður samstarfssamningur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar um sameiginlegan rekstur fjölskylduráðgjafar. Fjölskylduráðgjöfin Samvist er opin fjölskyldum í sveitarfélögunum tveimur sem eru með börn á aldrinum 0-18 ára. Meira
9. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 451 orð

Upplýsingar um alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s. netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 867 orð

Útgerðin fylgir ábyrgri fiskveiðistefnu

ÞEIR sem kynna sér fiskveiðar og sögu þeirra hérlendis og í öðrum löndum gera sér fljótt grein fyrir því hversu mikilvæg ábyrg fiskveiðistefna er, bæði fyrir ástand fiskimiðanna og fyrir afkomu útgerðar og alls almennings. Án ábyrgrar fiskveiðistefnu eru fiskistofnar í niðurníðslu og arðsemi sjávarútvegs mun minni en efni standa til. Meira
9. apríl 1997 | Aðsent efni | 1187 orð

Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Árni hefur löngum farið með einskisvert fleipur, segir Baldur Hermannsson. Og uppskorið lítinn

SVOFELLDUM orðum fer Árni Björnsson um þáttagerð mína, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins: "Ekki þurfti neitt fjögurra stunda sjónvarpsrugl til að benda á fátækt og kúgun íslenskrar alþýðu, sem lesa má í öllum haldbærum heimildum um sögu Íslands. Meira

Minningargreinar

9. apríl 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Auðunn Þorsteinsson

Tengdafaðir minn, Auðunn Þorsteinsson, var af mörgum ástæðum eftirminnilegur maður. Auk þess að vera greindur og skemmtilegur var hann vel menntaður, því eftir að hann lauk iðnskólaprófi var hann sífellt að bæta við þekkingu sína. Fyrir utan ljósmyndun voru tungumál, bókmenntir og listir aðaláhugamál hans. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Auðunn Þorsteinsson

Nú verðum við víst að kveðjast, afi minn. Hversu stór hluti þú varst af mínu lífi sést einna best á fyrstu setningunni sem ég sagði : "Aja búddi" (afi úti). Varla leið sá dagur sem ég dveldi ekki hjá þér og ömmu á "Bestó". Þar fylgdist ég með þér smíða húsgögn og þú hjálpaðir mér að smíða dúkkusófa úr tveim spýtum. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Auðunn Þorsteinsson

Nú hefur þú kvatt þennan heim, elsku afi minn, og nú líður þér vel. Þegar söknuðurinn kemur hugsar maður fyrst og fremst um hversu vel þér líður nú. Já, elsku afi, ég man hvað það var gott að sitja í fanginu þínu þegar ég var lítil og þú gerðir "Fagur, fagur fiskur í sjó" við höndina mína. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Auðunn Þorsteinsson

Okkur langar til að minnast þín, elsku afi. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til þín. Við lítil að sniglast í kringum þig á verkstæðinu á Bergstaðastrætinu eða Bestó eins við kölluðum það, þar sem þú leyfðir okkur að fylgjast með þér við vinnuna og leika okkur. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 210 orð

AUÐUNN ÞORSTEINSSON

AUÐUNN ÞORSTEINSSON Auðunn Þorsteinsson var fæddur á Blönduósi 1. nóvember 1917. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Bjarnasonar kaupmanns á Blönduósi og konu hans, Margrétar Kristjánsdóttur. Systkini Auðuns, er upp komust, eru Sigríður, nú látin, og Kristján búsettur í Reykjavík. Hinn 7. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 105 orð

Auðunn Þorsteinsson Það er svo skrítið, maður gerir sér ekki grein fyrir því hve sárt ég sakna þín. Þú varst alltaf þar til

Það er svo skrítið, maður gerir sér ekki grein fyrir því hve sárt ég sakna þín. Þú varst alltaf þar til staðar þegar mig vantaði svar við spurningum mínum. Þú ert búinn að kenna mér mikið á þessari stuttu ævi sem ég er búin að lifa og það er sárt að hugsa til þess að þú getir ekki frætt mig meira um lífið, en allt tekur enda um síðir. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Auðunn Þorsteinsson Það var gaman þegar ég fór upp á loft með afa mínum og við vorum oft að smíða saman þar. Hann fór stundum

Það var gaman þegar ég fór upp á loft með afa mínum og við vorum oft að smíða saman þar. Hann fór stundum út í búð og keypti handa mér snúð. Svo fórum við að spila. Stundum spiluðum við Ólsen-Ólsen og skemmtum okkur báðir vel. Hann afi minn var alltaf svo góður við mig og ég horfi alltaf á hilluna sem hann smíðaði og gaf mér, áður en ég fer að sofa á kvöldin. Ég sakna hans mjög mikið. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Friðrik Sigtryggsson

Elsku afi Fíi. Nú ert þú farinn héðan til betri staðar. Við erum vissar um að þú ert umvafinn kærleik og fegurð þar sem þú ert nú, fyrir öll þín góðu verk. Það er einstakt hve mjög þú lést þér umhugað um velferð þinna nánustu en í skuggann féll alltaf hvernig þér sjálfum leið. Elskulegi afi okkar. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Friðrik Sigtryggsson

Elsku afi minn. Nú ertu kominn í himnaríki, í himnaríki þar sem ég veit að þér líður svo vel. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú fórst frá okkur. Það var svo fallegt hvernig þú kvaddir. Það var páskadagsmorgunn og sólin skein svo bjart, þú hefur sennilega vaknað eldsnemma við þessa indælu sól og klætt þig í þitt fínasta til þess að fara að hlúa að gröf ömmu minnar. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 151 orð

FRIÐRIK SIGTRYGGSSON

FRIÐRIK SIGTRYGGSSON Friðrik Sigtryggsson fæddist í Kumblavík á Langanesi 18. febrúar 1919. Hann lést 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Helgason og Guðbjörg Friðriksdóttir. Friðrik var þriðji í röðinni af sex systkinum. Alsystkini hans voru: Kristrún, Helga, Olgeir, Valgerður og Sigtryggur. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 1463 orð

Hallgrímur Tryggvason

Hallgrímur Tryggvason var gleðimaður og fagmaður. Titlaði ég hann stundum prentlistamann á bréfum mínum frá Sverje. Haddi hafði ekta kúnstnærlegan sans fyrir prentverki. Gilti það jafnt um útlit sem uppsetningu bóka, blaða og tímarita. Átti einnig við um arkitektúr og hönnun almennt, þ.e.a.s. umhverfisskipulag (oft sárgrætilegan skortinn á slíku) og byggingar allar. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Hallgrímur Tryggvason

Það er komið að leiðarlokum, minn kæri vin. Þú sem varst orðinn svo góður af þínum veikindum og hafðir smátt og smátt fengið meiri styrk. En svo kom síðasta áfallið og það varð þér ofviða. Ég kynntist Hadda fyrir um sjö árum. Bjó þá hjá móður minni og náði því að kynnast honum vel. Oft sátum við heima við er mamma var á vakt og spjölluðum saman um lífið og tilveruna. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 598 orð

Hallgrímur Tryggvason

Haddi minn. Þú ert þá farinn á feðranna fund. Lífsgöngunni sem hófst á Eyrinni á Akureyri fyrir rúmum sextíu árum er lokið. Eyrarpúkar vorum við báðir tveir en höfðum lengi vel lítt saman að sælda. Ég sparkaði bolta öllum stundum en þú lékst Harrison Dillard á hlaupabrautinni. Ég í KA, þú í Þór. Kynni tókust ekki fyrr en þú hafðir lokið landsprófi einu ári á undan mér enda árinu eldri. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 493 orð

Hallgrímur Tryggvason

Ég man það áreiðanlega rétt að í þá daga hafi verið sólskin og gott veður ef ekki logn öll sumur á Akureyri og á veturna óslitið skíðafæri með einstaka stórhríð eins og þær áttu að vera, glórulausar, með krapi í Laxá og skyldugu rafmagnsleysi. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 219 orð

HALLGRÍMUR TRYGGVASON

HALLGRÍMUR TRYGGVASON Hallgrímur Tryggvason fæddist á Akureyri 16. maí 1936. Hann lést 1. apríl á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Tryggvi, skipstjóri á Akureyri, f. 15. mars 1897, d. 9. apríl 1968, Hallgrímssonar bónda í Höfðahverfi, Indriðasonar, og kona hans, Pálína, f. 7. febrúar 1896, d. 3. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 51 orð

Hallgrímur Tryggvason Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn

Hallgrímur Tryggvason Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Haddi minn, hafðu þökk fyrir allt, guð geymi þig. Þín, Ólöf. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 440 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

Í dag er við kveðjum Halla afa rifjast upp margar góðar minningar um hann. Það sem ber hæst er hve gjafmildur hann var. Alltaf var nóg til, í skúffunni var alltaf eitthvert góðgæti til og hún var opnuð í hvert sinn sem komið var í heimsókn. Ef honum fannst maður ekki borða nóg þá rétti hann eitthvað svona í nesti. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

Hann afi minn er dáinn, þessi orð heyrði ég að kvöldi mánudagsins 31. mars sl. Upp í hugann flugu óteljandi minningar af Halla afa eins og við kölluðum hann. Fallegar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Minningar sem ég mun varðveita í hjarta mínu til æviloka af yndislegum afa. Ég bið góðan Guð að geyma þig, hann veit að ég var ekki tilbúinn að missa þig. Þú dvaldir hér skemur en ég vildi. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 226 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

Nú kveð ég hann langafa minn hinstu kveðju. Já, hann Halla afa eins og við barnabarnabörnin kölluðum hann alltaf, afann sem alltaf átti appelsín í gleri í ísskápnum og eilítið sælgæti í skúffunni sinni við skrifborðið. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 389 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

Við sem ólumst upp í Knattspyrnufélaginu Þrótti á fyrstu áratugum þess, sjáum nú á bak einum af máttarstólpum félagsins á þeim tíma. Manni sem gaf allan sinn tíma fyrir félagið og virtist alltaf hafa tíma og áhuga á að gera allt það sem hann var beðinn um fyrir Þrótt og meira en það. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

"Jörðin gefur ykkur ávöxt sinn, og ykkur mun ekkert skorta, ef þið kunnið að taka á móti gjöfum hennar. Með því að deila rétt gjöfum jarðarinnar, fáið þið auð og allsnægtir. En ef þið deilið ekki af kærleika og réttsýni, verða sumir ágjarnir og aðrir svangir." (Kahlil Gibran). Í dag fylgjum við afa okkar til grafar. Þegar komið er að þessum tímamótum, leitar hugur okkar til baka. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Haraldur Ágúst Snorrason

Með örfáum línum vil ég kveðja Harald, tengdaföður minn. Kynni okkar hófust fyrir tæpum þremur áratugum er við Lilja, dóttir hans, hófum sambúð. Hann vann þá við húsamálun og sinnti áhugamálum sínum, knattspyrnu og brids, í tómstundum og varð ég þess fljótlega var að þar gekk hann ekki hálfur til verks. Snemma árs 1970 varð Haraldur fyrir því óhappi að fótbrotna við vinnu sína. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 343 orð

HARALDUR ÁGÚST SNORRASON

HARALDUR ÁGÚST SNORRASON Haraldur Ágúst Snorrason fæddist í Reykjavík 30. september 1913. Hann lést 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jórunn Álfsdóttir, f. 19.8. 1888 á Vestri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi (af Bergsætt), og Snorri Magnússon, f. 4.9. 1884 í Efstabæ í Garði. Haraldur missti föður sinn 9.02. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 268 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Elsku hjartans Hildur Harpa okkar. Vissulega er erfitt að trúa því að þú hafir yfirgefið þennan heim aðeins sex ára gömul. Síminn hringdi og okkur var sagt að þið mæðgur hefðuð lent í bílslysi og þú værir dáin en mamma mín slösuð. Lífshlaup þitt þaut í gegnum huga okkar. Þú varst tæplega átta mánaða gömul þegar faðir þinn fórst með Eldhamri GK. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 464 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Sú frétt sem ég fékk hinn 1. apríl sl. kom sem elding af heiðskírum himni beint í hjartastað þegar Siggi hringdi í mig og sagði mér að Hildur Harpa, litli augasteinninn í fjölskyldunni, hefði látist í bílslysi um morguninn. Hún var á leið heim í Kópavog með mömmu sinni, frá því að eyða páskunum með afa, ömmu og fjölskyldu sinni á Blönduósi. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 130 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Með örfáum línum langar okkur að kveðja litlu vinkonu okkar, Hildi Hörpu, sem kölluð var burt frá okkur svo skyndilega. Þú komst hingað til okkar fyrir tæpum þremur árum með fallega brosið þitt og hýru augun. Þú gafst okkur svo mikið og frá þér stafaði svo mikil útgeislun. Þú varst svo ljúf og góð og allir vildu vera með þér. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 222 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar stoltur faðir hringdi í mig og lét mig vita að fædd væri lítil stúlka og að þeim mæðgum heilsaðist vel. Ekki grunaði mig þá að Hildur ætti aðeins eftir að lifa í sex ár, en þessi sex ár gáfu mér og öllum sem hana umgengust mikla gleði. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 152 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Litla skógarmúsin mín sem hafði svo mikinn áhuga á dýrum og blómum. Það er ótrúlegt að þú, svona lítil, værir svona meðvituð um náttúruna, en það sást best á því hvernig sambandi ykkar mæðgna var háttað, það einkenndist af umhyggju og ástúð. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Þessar ljóðlínur stórskáldsins eru eins og sérstaklega samdar um hana Hildi Hörpu. Öll börn eru gleðigjafar. En Hildur Harpa var alveg sérstakur gleðigjafi. Indæl, kát og hress og huggun svo margra sem áttu um sárt að binda þegar Hilli pabbi hennar lést þegar hún var sjö mánaða gömul. Þeir tímar voru erfiðir en hún vakti von og gleði og var augasteinn svo margra. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 121 orð

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR Hildur Harpa Hilmarsdóttir lést af slysförum hinn 1. apríl síðastliðinn. Hún var fædd á Blönduósi hinn 2. apríl 1991. Hildur Harpa var dóttir Þórhildar Gísladóttur, f. 23. júlí 1971 og Hilmars Þórs Davíðssonar, f. 24. október 1967, en hann lést af slysförum 22.11. 1991. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 50 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir Hildur Harpa var blíð og góð eins og er sagt um gleðigjafa. Allt vildi hún gera fyrir alla. Af

Hildur Harpa var blíð og góð eins og er sagt um gleðigjafa. Allt vildi hún gera fyrir alla. Af hverju varð hún ekki stór? Af hverju fékk hún ekki að fara í skóla til að læra? Hún hefði orðið merkiskona. Dugleg stúlka var Hildur Harpa. Kjartan Þór Kristgeirsson. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 1205 orð

Hulda Guðmundsdóttir

Móðuramma mín, Hulda Gunnlaug Guðmundsdóttir, er látin. Það er undarlegt til þess að hugsa, að þessi kona sem átt hefur svo stóran þátt í lífi mínu skuli vera farin og komi aldrei aftur. Ég var ekki nema þriggja vikna gömul þegar amma byrjaði að gæta mín á meðan mamma var í vinnunni. Ég var afar lítið ungbarn og þótti ömmu ég lítil og viðkvæm. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 526 orð

Hulda Guðmundsdóttir

Farsælu lífshlaupi tengdamóður minnar er lokið. Síðastliðin þrjú ár höfðu veikindi hennar verið að ágerast og andlát hennar kom því aðstandendum ekki á óvart. Söknuður fjölskyldunnar eftir missi hjartfólgins ástvinar er þó mikill, ástvinar sem ávallt var hægt að treysta á og ávallt bar hag fjölskyldu sinnar ofar eigin hagsmunum. Hulda fæddist og ólst upp á Ísafirði og var elst fimm systkina. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 217 orð

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Hulda Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 3. nóvember 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason, f. 1883, d. 1986, og Una Magnúsdóttir, f. 1895, d. 1975. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 729 orð

Jón Halldórsson

Elsku afi. Þótt árin séu orðin 32 síðan við kynntumst þá finnst mér að þau hefðu mátt vera fleiri. Raunar man ég ekki eftir upphafi okkar kynna en þú þeim mun betur. Við brölluðum ýmislegt saman ég og þú og þar sem ég var fyrsta afabarnið þitt þá fékk ég að hafa þig og ömmu útaf fyrir mig fyrstu árin. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 600 orð

Jón Halldórsson

"Hérna afi malt, ég fann eitt í viðbót handa þér." Þetta sagði litli strákurinn minn við afa þegar hann var búinn að tína nokkur vínber upp í afa sinn. Takk, vinurinn minn, sagði afi og Agnar Smári skreið upp í fangið á honum og knúsaði hann. En hvað þetta er sætt, hugsaði ég, þeir eru svo góðir vinir. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Jón Halldórsson

Einn af öðrum kveðja þeir gömlu félagarnir sem gátu sagt með stolti að þeir væru sannir Haukamenn og gátu rakið þátt sinn í starfinu allt til upphafsins. Jón Halldórsson var einn þeirra þrettán ungu drengja sem tóku sig til á vordögum árið 1931 og stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka. Það voru ekki margir á þeim tíma sem spáðu þessu unglingafélagi langra lífdaga, en tíminn hefur leitt annað í ljós. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Jón Halldórsson

Það er sunnudagur og ég bíð við dyrnar, nú hlýtur afi að fara koma. Það líður ekki á löngu þar til að hurðin opnast og inn gengur besti afi í heimi. "Sæll, elsku nafni minn, ertu tilbúinn?" Auðvitað var ég tilbúinn, ég hafði verið tilbúinn í eina viku, eða allt frá því að afi kom síðast og sótti mig til þess að fara með mig í sunnudagsgöngutúrinn. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 240 orð

Kristján Atli Sigurjónsson

Mig langar að minnast með nokkrum orðum mágs míns Kristjáns Atla Sigurjónssonar. Okkur var illa brugðið er við fréttum að Stjáni væri dáinn, langt fyrir aldur fram. Síðustu tvo áratugi bjó hann með foreldrum sínum á Þingeyri, og á tveimur árum höfum við misst þau öll þrjú yfir móðuna miklu. Það er eins og tómarúmið hafi náð yfirhöndinni. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Kristján Atli Sigurjónsson

Það syrti skyndilega yfir annan dag páska þegar okkur bárust þær sorglegu fréttir að elskulegur frændi okkar og móðurbróðir, Kristján Atli, hefði kvatt þennan heim mjög sviplega. Við sem höfðum átt svo yndislega bjarta, rólega og góða hátíðisdaga áður. Hátíð sem við minnumst með vissum trega og líka með gleði. Minnumst krossfestingar Jesú og upprisu. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 206 orð

KRISTJÁN ATLI SIGURJÓNSSON

KRISTJÁN ATLI SIGURJÓNSSON Kristján Atli Sigurjónsson var fæddur á Sveinseyri í Dýrafirði hinn 29. október 1944. Hann lést á heimili sínu á Þingeyri annan dag páska, 31. mars síðastliðinn. Kristján Atli var annar í röð fimm barna hjónanna Sigurjóns Hákonar Haukdals Andréssonar, f. 5. mars 1916, d. 21. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Leifur Jónsson

Okkar ástkæri afi er látinn. Við minnumst hans sem yndislegs og afar hjartgóðs manns. Við hlökkuðum alltaf mikið til þegar við vissum að afi og amma ætluðu að koma í sveitina til okkar í heimsókn. Afi var afar handlaginn maður. Hann smíðaði fyrir okkur hús í búin okkar, "Litla bæ" sem var stór kofi sem við lékum okkur mikið í, sleða handa öllum til þess að renna sér á snjónum og fleira. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 532 orð

Leifur Jónsson

Þannig kvað skáldið, er hann kvaddi góðan vin. Þetta erindi kom mér í hug er ég kveð góðan vin og velgerðarmann Leif Jónsson frá Gunnlaugstöðum í Stafholtstungum. Hann var af kunnum borgfirskum ættum og ólst upp í stórum systkinahópi á Gunnlaugsstöðum, í hinu fagra og sögufræga Borgarfjarðarhéraði. Eigi munu efnin hafa verið mikil né stór í foreldrahúsum. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 44 orð

Leifur Jónsson

Elsku besti afi, nú ertu farinn frá okkur. Það var yndislegt að fá að kynnast þér, vera með þér og eiga ást þína, því að af henni áttir þú nóg. Takk fyrir allt, elsku besti vinur. Hafdís Ósk, Hjalti Örn og Heiðar Örn. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 195 orð

LEIFUR JÓNSSON

LEIFUR JÓNSSON Leifur Jónsson fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi 31. október 1912. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson, bóndi, og kona hans Jófríður Ásmundsdóttir. Leifur var sjöundi í röð sextán systkina sem komust upp. Hinn 14. Meira
9. apríl 1997 | Minningargreinar | 27 orð

Leifur Jónsson Elsku afi. Góðvild þín og hlýja í okkar garð mun geymast í hjörtum okkar alla tíð. Takk fyrir allt.

Leifur Jónsson Elsku afi. Góðvild þín og hlýja í okkar garð mun geymast í hjörtum okkar alla tíð. Takk fyrir allt. Daníel Birgir, Leifur og Arnar Freyr, Kothúsum. Meira

Viðskipti

9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Credit Suisse á leið á alnetið

CREDIT SUISSE hyggst taka upp bankaþjónustu á alnetinu, fyrstur hinna þriggja stóru banka í Sviss, samkvæmt blaðafréttum. Blaðið Sonntags Zeitunghermir að nýja þjónustan muni gera viðskiptavinum kleift að athuga reikningsstöðu, greiða reikninga eða kaupa og selja hlutabréf. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 158 orð

»Dollar treystir sig í sessi »DOLLARINN t

»DOLLARINN treysti stöðu sína í gær eftir hækkanir að undanförnu, en í evrópskum kauphöllum kom upp biðstaða eftir smávegis lækkun í Wall Street. Gengi dollars var með því hæsta í 56 mánuði og fengust fyrir hann 1,72 mörk, þótt hann hefði lækkað nokkuð þegar viðskiptum lauk í Evrópu. Kunnugir segja að þrátt fyrir leiðréttingu séu meiri hækkanir líklegar, þar sem aðstæður séu góðar. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 43 orð

Exxon og GE efst á blaði

EXXON Corp. og General Electric Co. eru efst og jöfn á lista tímaritsins Forbes um fremstu fyrritæki Bandaríkjanna. Skrá Forbes nær til 500 fremstu fyrirtækja Bandaríkjanna og er þeim raðað eftir sölu, hagnaði og markaðsvirði. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Frakkar snupra Breta í máli Thomson-CSF

FRAKKAR hafa sagt að þeir muni ekki leyfa General Electric (GEC) í Bretlandi að bjóða í 58% hlut franska ríkisins í hergagna- og rafeindatæknifyrirtækið Thomson- CSF af öryggisástæðum. GEC gaf til kynna að fyrirtækið hefði ekki gefizt upp og ætti í viðræðum við tvö frönsk fyrirtæki, sem fá að bjóða í Thomson-CSF-Lagardere Groupe og Alcatel Alsthom. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Hagnaðurinn minnkaði um helming

HAGNAÐUR Skagstrendings hf. nam 40,1 milljón króna á síðasta ári. Áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 45 milljóna króna hagnaði og er útkoman því fimm milljónum króna lakari en ráðgert var. Velta fyrirtækisins dróst saman um 11,6% á árinu og nam 1.365 milljónum króna. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Japanir vilja hlut í evrópsku sjónvarpi

MATSUSHITA fyrirtækið í Japan kveðst hafa hert á tilraunum til að hagnast á möguleikum stafræns sjónvarps með því að fara að dæmi Sony og eignast hlut í evrópsku sjónvarpi. Matsushita kveðst eiga í viðræðum við mörg evrópsk sjónvarpsfyrirtæki um hugsanlegan eignarhlut, þar á meðal brezka gervihnattasjónvarpið BSkyB, sem News Corp fjölmiðlafyrirtæki Rupert Murdochs stofnaði. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 21 orð

Microsoft kaupir WebTV Networks

Microsoft kaupir WebTV Networks Las Vegas. Reuter. MICROSOFT kveðst hafa samþykkt að kaupa einkafyrirtækið WebTV Networks Inc. fyrir um 425 milljónir dollara. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Nýs átaks krafizt gegn atvinnuleysi

LEIÐTOGI þýzka alþýðusambandsins (DGB), Dieter Schulte, hvatti vinnuveitendur og stjórnvöld til samvinnu við um að draga úr atvinnuleysi. Um leið sýna nýjar tölur að lítið dró úr atvinnuleysi í marz. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 431 orð

Ríkið vill selja öll hlutabréfin í einu

RÍKISSJÓÐUR hefur auglýst Áburðarverksmiðjuna hf. til sölu í opnu útboði. Bjóðendum gefst kostur á að gera tilboð í öll hlutabréf verksmiðjunnar eða í minnihluta þeirra. Nafnverð hlutabréfanna er einn milljarður króna. Yfirlýst markmið ríkisins með sölunni er að hætta afskiptum af áburðarframleiðslu og dreifingu með því að selja öll hlutabréfin í verksmiðjunni. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 36 orð

Saab semur við Airbus um A3XX

SAAB flugvélaverksmiðjurnar í Svíþjóð og Airbus flugiðnaðarsamsteypan hafa undirritað viljayfirlýsingu um rannsóknarþátt A3XX þotuáætlunarinnar. Við verðum með frá byrjun," sagði talsmaður Saab. Tilgangur okkar er að gerast fullur aðili. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Stærri og færri verslanir

SÉRMERKJAVÖRUM í matvöruverslunum á eftir að fjölga verulega á næstu árum í Evrópu. Fákeppni mun aukast á matvörumarkaði þar sem stórar matvöruverslanakeðjur eiga eftir að stækka enn frekar á kostnað lítilla verslana. Samfara þessu eiga matavöruverslanir eftir auka úrval á annarri vöru en matvælum þannig að neytendur geti keypt inn á einum stað. Þetta kom meðal annars fram í erindi dr. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 18 orð

Tilboð í CompuServe?

Tilboð í CompuServe? Washington. Reuter. AMERICA Online kannar tilboð í keppinaut sinn, beinlínuþjónustuna CompuServe, að sögn blaðsins Washington Post. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Þýzkt upplýsingasjónvarp

OPINBERAR sjónvarpsstöðvar í Þýzkalandi hafa hleypt af stokkunum nýrri Fönix" upplýsingarás, sem mun marka upphaf nýs fréttasjónvarps án fréttaskýringa. Fönix verður meðal annars með beinar útsendingar frá þinginu í Þýzkalandi og höfuðborgum annarra Evrópulanda líkt og C-SPAN rásin í Bandaríkjunum. Meira
9. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Örlög Fokker virðast endanlega ráðin

ÖRLÖG Fokker flugvélaverksmiðjanna virðast endanlega ráðin, því að einn aðila að viðræðum um björgunaraðgerð hefur dregið sig í hlé og jafnvel skiptaráðendur segja að nú virðist ógerningur að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl. Meira

Fastir þættir

9. apríl 1997 | Í dag | 492 orð

AMALGRÓINN ÍR-ingur kom að máli við Víkverja í liðinni

AMALGRÓINN ÍR-ingur kom að máli við Víkverja í liðinni viku og hafði sitthvað að athuga við skrif Víkverja sl. miðvikudag, þar sem Víkverji lýsti skíðaiðkun sinni um bænadagana og páska. Meira
9. apríl 1997 | Dagbók | 2875 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
9. apríl 1997 | Í dag | 126 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 9. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 9. apríl, er sjötugOddný Jónsdóttir, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 10. apríl, verður sextug Jóhanna Kristinsdóttir, Hofsvallagötu 23, Reykjavík. Meira
9. apríl 1997 | Dagbók | 642 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
9. apríl 1997 | Í dag | 408 orð

Lyklakippurfrá VaraVARI hefur frá árinu 1992 selt lyklaki

VARI hefur frá árinu 1992 selt lyklakippur með skráningarnúmeri sem eru þannig að skilvís finnandi slíkrar lyklakippur getur látið Vara vita eða skilað henni í næsta póstkassa og berst hún honum að kostnaðarlausu til Vara. Skráningarnúmerið í gagnagrunni Vara vísar svo á réttan eiganda lyklakippunnar. VARI lætur hann vita og eigandinn getur vitjað hennar til Vara eða til finnanda. Meira

Íþróttir

9. apríl 1997 | Íþróttir | 314 orð

Aldrei unnið á Akureyri ÞAÐ var

ÞAÐ var fastur liður eins og venjulega í KA-heimilinu, heimamenn fögnuðu sigri á Aftureldingu, sem hefur aldrei náð að fagna sigri á KA á Akureyri. Bjarki Sigurðsson hefur einu sinni áður leikið í úrslitakeppni gegn KA á Akureyri og mátti sætta sig við tap með Víkingum 1995 í undanúrslitum, 22:19. Þá skoraði hann fimm mörk eins og í gærkvöldi. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 173 orð

ARNÓR Guðjohnsen

ARNÓR Guðjohnsen fékk 4 í einkunn í sænska blaðinu Expressen fyrir frammistöðu sína með Örebro í fyrstu umferð sænsku deildarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld. Arnór þótti leika mjög vel en blaðið gefur hæst 5 í einkunn. Sigurður Jónsson fékk 3 og Hlynur Birgisson fékk 2. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 79 orð

Donar úr leik

DONAR, lið Herberts Arnarsonar í Hollandi, er úr leik í hollensku deildinni. Liðið tapaði 3:1 fyrir Amsterdam og nú bíða leikmenn liðsins aðeins eftir bikarúrslitunum, en þar munu liðin mætast á ný. Fyrsti leikurinn var á heimavelli Donar og þar gerði Herbert 13 stig í 87:82 sigri en 8 stig í 83:82 tapi í öðrum leiknum. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 284 orð

Dortmund án lykilmanna

FJÓRIR af bestu leikmönnum Dortmund verða illa fjarri góðu gamni í kvöld, þegar liðið mætir Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópukeppninnar en Alex Ferguson, stjóri United, getur stillt upp sterkasta liði sínu. Ajax og Juventus mætast í Hollandi. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 153 orð

Drög að sam-einingu ÍSÍ ogÓÍ rædd hjásérsamböndum

LAGANEFND sem Íþróttaþing skipaði sl. haust kynnti ný drög að sameiningu ÍSÍ og ÓÍ á fundi með fulltrúum sérsambanda ÍSÍ í gærkvöldi en þau voru send til allra sem hlut eiga að máli í lok liðins mánaðar. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 743 orð

Eins og minkur í hænsnabúi

JULIAN Róbert Duranona vaknaði greinilega við fyrsta hanagal fyrir viðureign KA-manna gegn Aftureldingu á Akureyri, var í miklum vígamóði og þegar hann fékk að leika lausum hala, var hann slóttugur eins og minkur í hænsnabúi. Þegar slíkur "vágestur" er á ferðinni er voðinn vís og oft var mikið fjaðrafok í varnarleik Aftureldingar. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 108 orð

Enginn nýliði í landsliði Atla ATLI Eðv

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari landsliðs Íslands skipaðs leikmönnum 21 árs og yngri, hefur valið landsliðshóp fyrir æfingaleik við Lúxemborg á miðvikudaginn. Liðið heldur utan mánudaginn 14. apríl og sama dag leikur það æfingaleik við Virton í Belgíu, en það lið leikur í 3. deildinni. Markverðir eru Árni Gautur Arason úr Stjörnunni og Gunnar Sigurðsson úr Vestmannaeyjum. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 419 orð

Frábær af- mælisgjöf

Frábær af- mælisgjöf Þetta var frábær afmælisgjöf, raunar sú besta sem ég gat fengið; fyrsti sigur okkar af þremur í viðureigninni við Aftureldingu," sagði Leó Örn Þorleifsson línumaður KA sem hélt uppá 22 ára afmæli sitt í gær. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 383 orð

Ganz skoraði tvö mörk gegn Mónakó

Inter á góða möguleika að komast í úrslit UEFA-keppninnar eftir sigur á Mónakó 3:1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á San Siro- leikvanginum í Mílanó í gærkvöldi. Í hinum undanúrslitaleiknum vann Tenerife lið Schalke 1:0 á Spáni þrátt fyrir að vera tveimur leikmönnum færri síðasta stundarfjórðunginn. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 291 orð

Gengur mjög vel

Eyjólfur Sverrisson og samherjar í Hertha Berlín skutust upp í fyrsta sæti 2. deildar með sigri á Kaiserslautern í Berlín í fyrrakvöld og er almennt talið að liðið leiki í 1. deild næsta keppnistímabil. Þrjú efstu liðin fara upp og eru níu stig í Mainz í fjórða sæti en 10 umferðir eru eftir. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 15 orð

Í kvöld Handknattleikur

Handknattleikur Úrslitaleikur kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Haukar20 Knattspyrna Reykjavíkurmótið: Laugardalur:Valur - Víkingur20.30 Leiknisvöllur:Ármann - Léttir20. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 134 orð

KA - Afturelding27:24

KA-heimilið á Akureyri, annar leikurinn um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik, 8. apríl 1997. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 4:6, 5:7, 7:7, 10:10, 11:11, 13:11, 13:12, 14:12. 14:13, 16:14, 18:14, 18:16, 19:16, 19:20, 20:20, 20:21, 22:21, 23:23, 25:23, 25:24, 27:24. Mörk KA: Julina Róbert Duranona 12/5, Jóhann G. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 67 orð

Knattspyrna UEFA-keppnin Undanúrslit, fyrri leikir: Mílanó: Inter - Mónakó3:1 Maurizio Ganz 17., 30., Ivan Zamorano 40. - Victor

UEFA-keppnin Undanúrslit, fyrri leikir: Mílanó: Inter - Mónakó3:1 Maurizio Ganz 17., 30., Ivan Zamorano 40. - Victor Ikpeba 71. Rautt spjald: Gilles Grimandi (Mónakó) 46. Áhorfendur:41.000. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 19 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin: Cleveland - Charlotte105:110 Eftir framlengingu. Detorit - Miami88:94 Chicago - Philadelphia128:102 Denver - Portland104:110 Utah - San Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 333 orð

Lykilatriði fyrir Hauka að Judith nái sér á strik

Stjarnan og Haukar leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Ásgarði í Garðabæ í kvöld kl. 20. Haukar unnu tvo fyrstu leikina en Stjarnan tvo næstu og því þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið hlýtur meistaratitilinn. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 78 orð

Magnús Már áfram hjá ÍR

MAGNÚS Már Þórðarson, línumaður ÍR-inga, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við félagið eins og Ragnar Óskarsson gerði á dögunum. Matthías Matthíasson verður áfram þjálfari liðsins. Hann gerði þriggja ára samning í fyrra. "Við erum að ganga frá samningum við leikmennina og getum því strax farið að undirbúa okkur fyrir næsta keppnistímabil. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 177 orð

NILS Liedholm

NILS Liedholm var í gær ráðinn þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Roma í staðinn fyrir Carlos Bianchi, sem var látinn fara í kjölfar 2:1 tapsins fyrir Cagliari. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 221 orð

Stuðningur við sameiningu og Smáþjóðaleikana

Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og formaður Ólympíunefndar Íslands, átti fund með Juan Antonio Samaranch, forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar í höfuðstöðvum IOC í Sviss í fyrradag og ræddu þeir m.a. framtíð Smáþjóðaleikanna og sameiningu ÍSÍ og ÓÍ. Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 349 orð

Stúdínur hömpuðu Íslandsbikarnum

STÚDÍNUR kórónuðu frábæra leiktíð sína í Víkinni í gærkvöldi þegar þær lögðu Víkingsstúlkur að velli í fjórða úrslitaleik liðanna en hrinurnar urðu einungis þrjár. Stúdínur unnu alla titla sem í boði voru í vetur, en þær byrjuðu á því að verða haustmeistarar, Meira
9. apríl 1997 | Íþróttir | 51 orð

Þannig vörðu þeir Guðmundur A. Jó

Guðmundur A. Jónsson, KA: 6. 5 langskot, 1 eftir gengumbrot. Hermann Karlsson, KA: 2 1 langskot,1 úr horni. Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu: 8/1 (Þar af þrjú skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja). 3(1) langskot, 2 eftir hraðaupphlaup, 1(1) úr horni,1(1) af línu, 1 vítakast. Meira

Úr verinu

9. apríl 1997 | Úr verinu | 187 orð

Afli Runólfs70.000 tonn

RUNÓLFUR SH hefur farið í 664 veiðiferðir á þessum 22 árumsem liðin eru frá komu hans. Aflamagnið er 70.000 tonn og áætlamá lauslega að verðmæti þess afla sé um 3,2 milljarðar króna,og að útflutningsverðmæti sé 7 milljarðar króna. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 29 orð

EFNI Viðtal 3 Guðmundur Smári Runólfsson og Runólfur Guðmundsson í Grundarfirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning

Guðmundur Smári Runólfsson og Runólfur Guðmundsson í Grundarfirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 ÍS eykur fiskviðskipti sín á erlendri grundu jafnt og þétt Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 336 orð

Falkland hagnast á sölu veiðileyfa

FALKLENDINGAR hafa miklar tekjur af sölu veiðileyfa á hvern íbúa síðan landhelgi eyjanna var færð út í 200 mílur. Þeir stunda litlar sem engar veiðar sjálfir, en selja útlendingum aðgang að auðlindinni. Veiðileyfagjaldið er nálægt 4 til 6% af aflaverðmæti, eftir tegundum og er reiknað út á fremur flókinn hátt, stærð skipa, tímabilum og fleiru. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 64 orð

FISKAÐ Í SIGLINGU

TOGARINN Klakkur SH 510 frá Grundarfirði landaði góðum karfafarmi í Þýzkalandi í á mánudag. Aflinn var alls rúmlega 180 tonn af karfa og reyndist meðalverð á kílói um 100 krónur. Alls var því selt fyrir um 18 milljónir króna. Hér eru þeir Ragnar Börkur Ragnarsson og Þröstur Theodórsson við lestarlúguna og eins og sjá má er nóg af þeim rauða. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 169 orð

Grásleppan undirbúin austur á Bakkafirði

Bakkafirði - Í HUGA flestra smábátasjómanna á Norður- og Asturlandi er 20. mars upphaf trillútgerðarinnar á hverju ári, en þennan dag má leggja grásleppunet í sjó og margra mánaða undirbúningur á enda. Bátarnir eru fylltir af netum, drekum, færum og baujum og síðan farið á sjó strax aðfaranótt 20. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 607 orð

Hafnirnar hlunnfarnar um tugi milljóna á ári?

GRUNUR leikur á að hafnir landsins verði af umtalsverðum tekjum, sem skipta tugum milljóna króna árlega og ef skoðuð eru nokkur ár aftur í tímann er ljóst að upphæðin er veruleg. Ástæðan fyrir því að þessi mál eru komin upp er sú að bæjarfélag á Suðurnesjum lét ráðgjafarfyrirtæki gera úttekt á höfn bæjarins vegna endurskipulagningar á starfsemi hafnarinnar og kom þá í ljós allnokkur Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 115 orð

ÍS eykur "sérvinnsluna"

FYRIRTÆKI innan vébanda Íslenzkra sjávarafurða auka stöðugt vinnslu á sérunnum afurðum. Þar er um að ræða afurðir fyrir hótel, veitingahús, smásölukeðjur og fleiri aðila. Þessar afurðir eru þróaðar í Þróunarsetri ÍS, en unnar víðs vegar um landið. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 1200 orð

"Ísland og WWF eiga margt sameiginlegt"

WORLD Wide Fund for Nature (WWF) eru öflugustu náttúruverndarsamtök heims. Um 4,7 milljónir einstaklinga styðja samtökin með einum eða öðrum hætti og þau reka félagsdeildir í 25 ríkjum. Dr. Peter Prokosch hefur yfirumsjón með norðurskautsverkefni WWF og hefur aðsetur í Ósló. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 1549 orð

Mikilvægt fjöregg fyrir Grundarfjörð

Fjölskyldufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði á leið á hlutafjármarkaðinn Mikilvægt fjöregg fyrir Grundarfjörð Stjórnendur fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði segja að nú sé tími smákónganna í sjávarútvegi á Snæfellsnedi liðinn. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 168 orð

Nýtt kúfiskskip til Flateyrar

VESTFIRSKUR skelfiskur hf. á Flateyri hefur gengið frá kaupum á nýju kúfiskveiðiskipi í stað Æsu ÍS sem sökk í lok júlí í fyrra. Skipið, sem er tólf ára gamalt, var smíðað í Bandaríkjunum eftir kanadískri teikningu og hefur verið gert út á kúfiskveiðar frá spilavítaborginni Atlantic City. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 723 orð

Nýtt og stærra kúfiskveiðiskip væntanlegt til Flateyrar í maílok

VESTFIRSKUR skelfiskur hf. á Flateyri hefur gengið frá kaupum á nýju kúfiskveiðiskipi í stað Æsu ÍS sem sökk í lok júlí í fyrra. Skipið, sem er tólf ára gamalt, var smíðað í Bandaríkjunum eftir kanadískri teikningu og hefur verið gert út á kúfiskveiðar frá spilavítaborginni Atlantic City í New Jersey- fylki allt þar til fyrir tveimur árum að reyndar voru á því rækjuveiðar með misjöfnum árangri. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 494 orð

Rólegt hjá Arnarborginni

ARNARBORG EA frá Dalvík hefur nú verið rúma viku á rækjuveiðum við Svalbarða en skipið þurfti að fara í land í Tromsö í Noregi vegna bilunnar á leiðinni á miðin í síðasta mánuði, með bilaða frystibremsu. Sigurður Friðriksson, skipstjóri, sagði í spjalli við Verið í gær að veiðarnar gengju fremur rólega, enda mikill ís á svæðinu. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 270 orð

SÍF hefur nú fest kaup á flutningaskipinu Hvítanesi

SÍF hefur fest kaup á flutningaskipinu Hvítanesi, sem verið hefur í eigu Nesskipa. Undanfarin ár hefur skipið fyrst og fremst verið í flutningum á saltfiski og salti fyrir SÍF, sem hefur nýtt um 80% af flutningsgetu þess. Útgerð skipsins verður að mestu óbreytt þrátt fyrir eigendaskiptin og verður sama áhöfn á því og áður, en það er skráð í Panama. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 21 orð

VÆNN HROGNASEKKUR

RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson hefur verið að klakrannsóknum að undanförnu. Hér er hampar Haraldur Einarsson, líffræðingur, vænum hrognasekk úr stórþorski. Morgunblaðið/Muggur. Meira
9. apríl 1997 | Úr verinu | 244 orð

Yfir 30 íslenzk fyrirtæki verða á sýningu í Brussel

ALLS hafa 32 íslensk fyrirtæki tilkynnt þátttöku á sjávarútvegssýninguna í Brussel í Belgíu sem haldin verður dagana 15.­17. apríl nk. og hafa þau aldrei verið fleiri. Íslensku fyrirtækin sýna í alls 17 básum á 288 fermetra sýningarsvæði. Sjávarútvegssýningin í Brussel var fyrst haldin fyrir fimm árum og hefur vaxið fiskur um hrygg og er nú með stærstu sýningum af þessu tagi í heiminum. Meira

Barnablað

9. apríl 1997 | Barnablað | 150 orð

Bréf frá Chile

MYNDASÖGUNUM barst á dögunum bréf alla leið frá Chile í Suður-Ameríku. Við skulum opna bréfið og skoða innihald þess; eina ljósmynd af bréfritara og bróður hans á ströndinni í Vina del Mal við hið ógnarstóra Kyrrahaf, sem Chile liggur að, eina góða teikningu af íþróttaálfinum í Latabæ og eitt bréf, sem hljóðar svona: Myndasögur Moggans, Reykjavík. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 273 orð

DÍSIN

OKKUR hefur borist fyrsti hluti af ævintýri eftir Öldu Jónsdóttur, 8 ára. Hún lofar okkur framhaldi, sem við vonum að geti birst fyrr en seinna, svo enginn gleymi fyrsta hlutanum. Fyrir langalöngu, árið 1883, var drengur sem Kári hét. Hárið á honum var ljóst og augun blá. Hann átti heima í sveit, á bæ sem Hólar hétu. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 78 orð

Farfuglarnir

SENN hvað líður fara vorboðarnir - farfuglarnir - að streyma hingað til landsins og fylla fjörur næstum örmagna eftir ævintýralegt flug yfir Atlantshafið hálft. Þá mæta margir fuglaskoðarar í fjörurnar með sjónauka og fuglabækur og virða fyrir sér fjöldann; skyldi leynast þarna fugl sem ekki hefur sést áður á Íslandi? Friðrik vinur okkar á myndinni er einn þessara Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 61 orð

Fimm atriðin

ÞÆR eru alls ekki eins myndirnar tvær, þótt í fljótu bragði virðist svo. Þar skeikar í fimm atriðum. Hverjum? - - - 1) Það vantar höldu á eina skáphurðina. 2) Einnar skeiðar á gólfinu er saknað. 3) Niðursuðudós neðst í ísskápnum er horfin. 4) Kaldavatnskraninn er á bak og burt. 5) Stólbakið er brotið og rimil vantar í það. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 32 orð

GÓLFFLÍSAPÚSL

HVAÐA flísabitar passa í auðu reitina á gólfinu hjá Jóa dúklagningameistara, númer 1, 2, 3, 4 eða 5? - - - Biti númeraður með tölustafnum einum passar í flísalögnina. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 21 orð

Hvernig er athyglin?

Hvernig er athyglin? VIRÐIÐ myndina fyrir ykkur í eina mínútu. Hyljið hana síðan og rifjið upp hvaða hlutir eru á henni. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 51 orð

Leiðin til Lísu

HVAÐA leið á glaðlegi stýrimaðurinn á hraðbátnum að fara, til þess að rata réttu leiðina til hennar Lísu litlu á bryggjunni, sem bíður eftir honum pabba sínum af sjónum? - - - Rétta leiðin liggur um skipaskurðinn sem merktur er með bókstafnum sem borinn er fram sem: sje. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 115 orð

Pennavinir

Hæ. Ég er 10 ára stelpa og bý í Hafnarfirði. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára, bæði stráka og stelpur, helst úti á landi. Áhugamál: Tónlist, útivera og margt fleira. P.S. Mynd fylgi með fyrsta bréfi. Björk Níelsdóttir Vitastíg 1 220 Hafnarfjörður Hæ, kæri Moggi. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 38 orð

Reikningur

HVAÐA þrjár tölur af þeim fjórum, sem liggja á lausu, eiga að fylla í eyðurnar og í hvaða röð í reikningsþrautinni? - - - Tölurnar þrír, fjórir og sjö og rétta röðin er sjö, Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 137 orð

Sigurganga dansara

BERGÞÓRA Smáradóttir, 9 ára, Jakaseli 24, 109 Reykjavík, hlýtur að fylgjast vel með fréttunum. Mjög góð frammistaða ungra íslenskra danspara úti í Englandi og víðar undanfarna daga, vikur og mánuði hefur glatt alla unnendur danslistarinnar. Frá því hefur verið greint í Morgunblaðinu, öðrum dagblöðum og útvarps- og sjónvarpsstöðvunum. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 50 orð

Valli og Snati

MÖRG ef ekki flest ykkar kannist við hann Valla úr Hvar er Valli? bókunum og sjónvarpsþáttunum með sama nafni. Anna Hildigunnur Jónasdóttir, 8 ára, Neðstaleiti 16, 103 Reykjavík, sendi okkur þessa flottu mynd af Valla og hundinum hans, honum Snata. Við þökkum fyrir skemmtilega mynd, Anna Hildigunnur. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 174 orð

Örlögin mín og yrkingar

EYDÍS Ósk Ásgeirsdóttir, 12 ára, sendi fallegt og mjög athyglisvert ljóð til Myndasagnanna. Okkur er sönn ánægja að birta ljóð eftir ykkur, sem lögð er í vinna og hugsun, eins og hjá Eydísi Ósk. En að búa til ljóð sem byggja eingöngu á því að láta endaorðin ríma, sama hvaða vitleysa kemur út úr því, á ekki margt skylt við yrkingar. Meira
9. apríl 1997 | Barnablað | 146 orð

(fyrirsögn vantar)

Ég óska eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, á aldrinum 11-13 ára, sjálfur er ég 12 ára. Áhugamál mín eru góð tónlist, körfubolti, tölvur og fleira. Ásgeir D. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. apríl 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 324 orð

Er hægt að mæla lífsgæði?

"ER hægt að mæla lífsgæði?" spyr Halldór Kr. Júlíusson yfirsálfræðingur hjá Svæðisstjórn fatlaðra á námskeiðinu, og leitast við að svara spurningunni. "Lífshamingja er annað hugtak," segir Halldór, "sem stendur persónuleikanum nær en lífsgæði. Lífshamingjan er stöðug þótt hún sveiflist með áföllum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.