Greinar fimmtudaginn 10. apríl 1997

Forsíða

10. apríl 1997 | Forsíða | 327 orð

Hershöfðingi í stól forsætisráðherra

MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, fól í gær háttsettum hershöfðingja að fara með völd forsætisráðherra í krafti neyðarlaga, sem forsetinn setti í fyrrakvöld. Hermenn handtóku Etienne Tshisekedi tæplega einni viku eftir að hann var skipaður í embætti forsætisráðherra. Meira
10. apríl 1997 | Forsíða | 207 orð

Íslenskur varaborgarstjóri í Nuuk

"ÞETTA er stórkostlegur árangur, miklu betri en ég átti von á," segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, sem lenti öðru sæti í borgarstjórnarkosningunum í Nuuk á Grænlandi, og verður varaborgarstjóri í næstu borgarstjórn. Úrslit lágu fyrir í fyrrinótt og í gær sagðist Inga Dóra, sem er 25 ára, ekki fyllilega vera búin að átta sig á sigrinum. Meira
10. apríl 1997 | Forsíða | -1 orð

Klofningur í ESB

Við skulum ekki stæra okkur, en í raun er það Danmörk sem bjargar orðstír Evrópu hvað mannréttindi varðar," sagði Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana þungur á brún í gær, er hann lýsti áliti sínu á deilum Evrópusambandslandanna um nýja ályktun Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í Kína. Meira
10. apríl 1997 | Forsíða | 155 orð

Prodi hélt andlitinu

ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hlaut í gær tilskilinn stuðning ítalska þingsins við áætlun sína um fjölþjóðlegan friðargæzluleiðangur til Albaníu, sem ítölskum hermönnum er ætlað að fara fyrir. Tap í þessari atkvæðagreiðslu hefði þýtt mikinn andlitsmissi fyrir stjórn Prodis. Meira
10. apríl 1997 | Forsíða | 291 orð

Syrgjendur ráðast gegn ísraelskum hermönnum

ÍSRAELSKIR hermenn særðu 31 Palestínumann í gær er þeir skutu á þá með gúmmíkúlum. Til átaka kom í Hebron í kjölfar útfarar eins af þremur Palestínumönnum sem ísraelskir hermenn skutu á þriðjudag. Ekki horfir friðvænlega í samskiptum Ísraela og Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bað menn í gær að sýna þolinmæði. Meira

Fréttir

10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 246 orð

45 milljónir til viðhalds gamalla húsa

Á FUNDI Húsfriðunarnefndar ríkisins þann 2. apríl sl. voru samþykktar styrkveitingar úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 1997. Veittir voru 158 styrkir, samtals að upphæð 44.795.000, aðallega til endurbygginga og viðhalds gamalla húsa um land allt. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Almenningi boðið á Djöflaeyjuna í dag

Í TILEFNI af því að 75.000 manns hafa séð íslensku stórmyndina Djöflaeyjuna ætla Íslenska kvikmyndasamsteypan og Sambíóin að bjóða frítt á Djöflaeyjuna í Sambíóunum, Álfabakka, fimmtudaginn 10. apríl kl. 5, 7, 9 og 11. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Árgangarnir '66 og '67 úr Gaggó Aust hittast

NEMENDUR frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar árið 1967 og landsprófsnemendur úr sama skóla árið 1966 hafa ákveðið að hittast í Ásbyrgi, Hótel Sögu, laugardaginn 24. maí kl 20.30 í tilefni af 30 ára útskriftarafmæli. Í tilkynningu segir að þessi hópur hafi hist á 20 ára afmæli sínu í Hollywood sáluga með frábærri mætingu og sé skorað á alla að mæta aftur nú. Aðgangseyrir er 500 kr. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Ávöxtun hlutabréfa um 48% á árinu

ÁVÖXTUN hlutabréfa í Hlutabréfasjóði Norðurlands hf. nam um 48% á síðasta ári, að teknu tilliti til greiðslu 5% arðs á árinu. Þetta er jafnframt mesta ávöxtun á einu ári frá stofnun sjóðsins. Sölugengi bréfa sjóðsins í upphafi ársins 1996 var 1,57, í lok árs 2,25 og í gær var sölugengið 2,35. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Barn ók á myndbandaleigu

STARFSMÖNNUM og viðskiptamönnum myndbandaleigu á Höfðabakka brá óþyrmilega í brún um klukkan 17 á þriðjudag, þegar bifreið þeyttist á glugga á leigunni og mölvaði hann. Málavextir voru þeir að kona ein hafði átt erindi í myndbandaleiguna og yfirgefið bifreið sína fyrir utan fyrirtækið til að sinna erindinu innandyra. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1035 orð

Biðstaða og óvissa í málinu fram í næstu viku Forráðamenn Flugfélags Íslands íhuga nú næsta skref varðandi fyrirkomulag

"ÚRSKURÐUR Samkeppnisráðs kom okkur algjörlega í opna skjöldu, í það minnsta það sem snertir skipan í stjórn og takmörkun á áætlun en við erum að skoða málið og tökum ákvörðun um framhald í næstu viku." Þetta sagði Páll Halldórsson forstöðumaður Flugleiða innanlands aðspurður um framtíð Flugfélags Íslands í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs síðasta föstudag en ráðgert var að FÍ tæki Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Borgarmálafundur hjá Heimdalli

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður gestur á opnum fundi borgarmálahóps Heimdallar sem haldinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Vilhjálmur mun m.a. ræða um félagsmál og atvinnumál og þróunina í þeim efnum á valdatíma R-listans. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 499 orð

Brotið blað í danskri fjölmiðlasögu

Á MÁNUDAGSMORGUNINN klukkan sex hófust útsendingar á TvDanmark, nýrri danskri einkasjónvarpsstöð, sem verður þriðja stærsta stöðin á eftir ríkisstöðvunum tveimur. Með nýjum lögum, sem heimila samsendingar staðbundinna stöðva breyttist Kanal 2 í landsjónvarp undir nafninu TvDanmark. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 130 orð

Danskur maður skotinn á Kúbu

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ á Kúbu sagði í gær að danskur ferðamaður hefði verið skotinn til bana á svæði, sem herinn hefði bannað óbreyttum borgurum að fara á. Danskir fjölmiðlar sögðu að hermenn hefðu skotið ferðamanninn, Joachim Løvschall, sem var 26 ára, eftir að hann hefði ekki orðið við fyrirmælum þeirra um að fara af bannsvæðinu. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 278 orð

Dregur heldur saman með flokkunum

BILIÐ milli stóru flokkanna í Bretlandi, Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins, hefur minnkað nokkuð samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær. Í annarri könnun kemur fram, að sú ákvörðun stríðsfréttaritarans Martin Bells að bjóða sig fram gegn Neil Hamilton, einum þingmanni íhaldsflokksins, sem sakaður hefur verið um mútuþægni, nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Eldsneyti úr útblæstri álvera?

MIKIÐ væri unnið með því að nýta vatnsorku í formi eldsneytis fyrir flota landsins og farartæki. Núverandi tækni gerir þetta kleift ef notað er vetni eða vetni sem umbreytt hefur verið í metanól með koltvíoxíði sem unnið yrði úr andrúmslofti eða afmörkuðum uppsprettum. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

ELÍAS I. ELÍASSON

ELÍAS Ingibergur Elíasson fyrrverandi sýslumaður lést á heimili sínu að Hrafnagilsstræti á Akureyri síðastliðinn mánudag, 7. apríl. Elías fæddist í Reykjavík 10. apríl 1926. Foreldrar hans voru Elías Hjörleifsson múrarameistari og Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík. Elías lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1948 og kandidatsprófi í lögfræði árið 1954. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 274 orð

EÞ gagnrýnir meint mannréttindabrot í ESB

EVRÓPUÞINGIÐ gagnrýnir ýmis aðildarríki Evrópusambandsins fyrir meint brot á mannréttindum. Þetta kemur fram í þriðju ársskýrslu þingsins um mannréttindi í ESB. Þingið ræðst á Bretland, Belgíu og Grikkland fyrir að staðfesta ekki bókun við mannréttindasáttmála Evrópu um afnám dauðarefsingar. Þá leggst þingið gegn öllum tegundum líknardráps. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 537 orð

"Ég sat eftir"

"ÉG kom hingað vorið 1969. Þá var verið að prófa vélarnar og safnað saman þeim mannskap í landinu sem hafði reynslu á þessu sviði. Ég sat eftir," sagði Helgi Arason sem verið hefur aðstoðarstöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar frá því hún var gangsett. Helgi og Hólmfríður Haraldsdóttir kona hans hafa alla tíð búið í íbúðahverfinu við Búrfellsvirkjun. Meira
10. apríl 1997 | Miðopna | 544 orð

Farandkennarar örva dönskukennslu

VIÐ tungumálakennslu í íslenskum skólum er lögð allt of mikil einhliða áhersla á að lesa texta á kostnað munnlegrar færni. Það er að minnsta kosti skoðun dönsku farandkennaranna þriggja sem eru hér á landi í vetur, fara á milli skóla og aðstoða íslenska dönskukennara. Þær eru Marianne Folmer Nielsen á Vestfjörðum, Ulla Brink á Suðurnesjum og Lotte Kristensen í Reykjavík. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Farmurinn reyndist yfirleitt í þokkalegu ástandi

ÁSTAND farms í fyrstu gámunum úr Víkartindi sem fluttir voru til Reykjavíkur í fyrrakvöld og gærmorgun er þokkalegt, að sögn Andrésar Bridde, fulltrúa í tjónadeild Eimskips. Í gærmorgun var hafist handa við að opna gámana og kanna ástand farmsins, í viðurvist fulltrúa tollstjóra og Könnunar hf. sem er hlutlaus skoðunaraðili. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 417 orð

Flugleiðir draga sig út úr samstarfi í áföngum

FLUGLEIÐIR hyggjast draga sig smátt og smátt út úr sameiginlegum skrifstofurekstri með Ferðamálaráði erlendis. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum og stjórnarmanns í Ferðamálaráði, hefur verið tekin ákvörðun um að hætta sameiginlegum rekstri skrifstofu í París, en í staðinn verður sett á fót skrifstofa Ferðamálaráðs, Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Flugmenn samþykkja verkfall

FLUGMENN samþykktu með miklum meirihluta atkvæða að boða til verkfalls síðar í mánuðinum. Verður fyrst boðað verkfall í þrjá daga, 18. til 20. apríl, og síðan ótímabundið verkfall frá 25. apríl. Alls er nokkuð á fjórða hundrað félaga í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og greiddu 130 atkvæði. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

Foreldrar ósáttir við afskipti

LÖGREGLAN hafði afskipti af fimmtán unglingum við verslunarmiðstöð í Eddufelli um seinustu helgi, en hluti hópsins reyndist undir 16 ára aldri og nokkrir einstaklingar voru undir áhrifum áfengis. Lögreglan flutti þá unglinga sem voru undir aldri á lögreglustöð og foreldrar þeirra voru látnir vita, auk þess sem foreldrar þeirra barna sem voru undir áhrifum áfengis voru látnir vita. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fundur um aðgerðarannsóknir og stjórnmál

AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Íslands boðar til fundar um tengsl aðgerðarannsókna og stjórnmála föstudaginn 11. apríl. Fundurinn hefst með stuttu innleggi frá tveimru alþingismönnum sem búa yfir hvað mestri þekkingu á aðgerðarannsóknum en síðan gefst góður tími fyrir umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda við Sturlugötu, kl. 16.15­17.45. Meira
10. apríl 1997 | Miðopna | 1165 orð

"Færir okkur nær danskri tungu og menningu"

SKÓLAFERÐALÖG íslenskra nemenda til Danmerkur, námskeið í Danmörku fyrir íslenska kennara og kennaranema, danskur sendikennari við Kennaraháskólann, danskir farandkennarar á Vestfjörðum, Suðurnesjum og í Reykjavík, gerð kennslumyndbanda, Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Gengi hlutabréfa lækkaði

HLUTABRÉF í Samherja hf. lækkuðu á Opna tilboðsmarkaðnum í gær, miðað við daginn áður, sem var fyrsti dagur félagsins á markaðnum. Heildarviðskipti gærdagsins námu tæpum 10 milljónum króna í 24 sölum og voru 20 þeirra á genginu 12,5. Hæsta gengi í gær var 12,75 en það lægsta 12,45. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Háspenna í Garðabæ

HAUKAR úr Hafnarfirði vörðu Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með því að vinna Stjörnuna 26:24 í æsispennandi og tvíframlengdum úrslitaleik í Garðabæ í gærkvöldi. Haukar sigruðu í fyrstu tveimur viðureignunum en Stjarnan jafnaði metin og því þurfti oddaleik til að knýja fram úrslit. Meira
10. apríl 1997 | Landsbyggðin | 449 orð

Hefur endurvinnslu á plastafgöngum

FUNAPLAST ehf. er að hefja endurvinnslu á plasti á Flúðum. Plastafgöngum, sem nú er fargað, verður safnað saman og úr þeim framleitt hráefni til plastframleiðslu á ný. Funaplast hefur hingað til framleitt Hjúps-einangrun, aðallega fyrir hitaveitur í dreifbýlinu. Starfsemin mun margfaldast með endurvinnslunni og verið er að byggja við hús fyrirtækisins. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Helgarferð til Mallorca um hvítasunnu

Í TILEFNI 5 ára afmælis ferðaskrifstofunnar Heimsferða, verður hún með sérstaka hvítasunnuferð til Mallorca hinn 15. maí. Um er að ræða eina af mörgum sérferðum á sérkjörum, sem fyrirtækið býður upp á í tilefni afmælisins. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 730 orð

Hugað að hagsmunum höfunda og barna

UM ÞESSAR mundir stendur yfir lestrarátak sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. Hópur sem kallar sig Síung stendur dyggilega að baki bókaútgefenda og hefur tekið á sig talsvert af vinnunni sem fylgir átakinu. Iðunn Steinsdóttir rithöfundur er óopinber talsmaður hópsins og hún segir nú aðeins frá félagsskapnum, fyrir hvað hann stendur og fleira. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hvaða ríki fá fyrst inngöngu í NATO?

PAVOL Hamzík, utanríkisráðherra Slóvakíu, flytur erindi um stækkun NATO séða frá bæjardyrum Slóvaka á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála, 2. hæð, Hótel Sögu, í dag kl. 17. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Illvígur búðarþjófur

BÚÐARÞJÓFUR sem staðinn var að verki í verslun á Grundarstíg í fyrrakvöld brást ókvæða við afskiptasemi starfsmanna af hnupli hans, svo mjög að starfsfólk taldi öruggast að leyfa honum að fara af vettvangi. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Innritunarborðum fjölgað

LOKIÐ verður við að fjölga innritunarborðum í Leifsstöð úr 14 í 20 fyrir næstu mánaðamót, að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hann segir það bæta mjög aðstöðuna við innritun farþega, en hins vegar sé ekki hægt að koma fyrir fleiri innritunarborðum innanhúss í Leifsstöð. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 418 orð

Japanir deila um styrjaldarsöguna

NÝTT skólaár hófst í Japan á mánudag og eins og stundum áður eru strax komnar upp deilur um útlistun sögubókanna á þátttöku eða framferði Japana í síðari heimsstyrjöld. Nú snúast þær um það, sem segir um konurnar, kynlífsþrælana, sem neyddar voru til fylgilags við japanska hermenn. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Klippt af 1.220 bílum frá áramótum

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gær svipt rúmlega 1.220 bifreiðar númeraplötum frá áramótum vegna vanrækslu á lögbundinni bifreiðaskoðun, eða liðlega tólf bifreiðar á sólarhring að meðaltali. Seinustu tvo sólarhringa hefur verið klippt af 72 bifreiðum. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 140 orð

Kynþroskaskeiðið hefst fyrr en áður

NÝ rannsókn bendir til þess að kynþroskaskeið bandarískra stúlkna hefjist fyrr en áður, hugsanlega vegna vöru sem hefur meira af kynhormónum kvenna en verið hefur. "Við vitum ekki hver skýringin er," sagði dr. Marcia Herman-Giddens, sem stjórnaði rannsókninni. "Þetta eru eintómar vangaveltur, en við veltum því fyrir okkur hvort vaxandi notkun varnings með estrógen geti haft áhrif. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Lagt fram frumvarp um atvinnulýðræði

ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um atvinnulýðræði og á það að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Einarsson. Í frumvarpinu er lagt til að í stjórn hlutafélags sem er skráð á Verðbréfaþingi Íslands skuli eiga sæti einn stjórnarmaður kosinn á almennum fundi starfsmanna. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Leitað að vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar að vitni að ákeyrslu eða tjónvaldinum, en um er að ræða atvik sem átti sér stað miðvikudaginn 2. apríl sl. Þá var ekið á mannlausa bifreið, LV-503, af gerðinni Honda Accord, einhvern tímann á milli klukkan 13 og 16, annað hvort á stæði fyrir utan Blómaval eða á lóð Landspítalans við Barónsstíg. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Lína langsokkur

KVIKMYND um Línu langsokk eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren verður sýnd á Bjargi við Bugðusíðu næstkomandi laugardag, 12. apríl, kl. 11. Í upphafi verður rithöfundurinn kynntur. Dagskráin tekur um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir bæði foreldrar og börn. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Mál Sophiu sent til Strassborgar

SOPHIA Hansen og lögmaður hennar fengu í gærmorgun skriflega staðfestingu um úrskurð Hæstaréttar í Tyrklandi um forræði Halims Al yfir dætrum þeirra. Þau eru ákveðin í að kæra úrskurðinn til Alþjóða mannréttindadómstólsins í Strassborg. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Með tónlist gegn ofbeldi

UNGT fólk gegn ofbeldi, UFGO, stendur fyrir tónleikum í Tjarnarbíói fimmtudaginn 10. apríl kl. 19­23 og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir bera yfirskriftina Með tónlist gegn ofbeldi og segir í fréttatilkynningu að UFGO sé áhugahópur ungs fólks sem vilji leggja sitt af mörkum til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 250 orð

Meirihlutinn andvígur Kohl

GÓÐUR meirihluti Þjóðverja vill ekki, að Helmut Kohl verði endurkjörinn kanslari Þýskalands en býst samt við, að svo verði. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Kohl tók af skarið um framboð sitt á næsta ári á 67 ára afmæli sínu í síðustu viku en samkvæmt skoðanakönnuninni, sem birtist í vikublaðinu Die Zeit í dag, eru 57% andvíg endurkjöri hans en 59% telja, Meira
10. apríl 1997 | Landsbyggðin | 152 orð

Mesta fundarsókn sem um getur

Vogum-Mesta fundarsókn sem um getur hjá verkalýðsfélögum á Suðurnesjum var á mánudaginn. Um 20% félaga í Iðnsveinafélagi Suðurnesja mættu á kynningarfund um kjarasamningana og 180 manns komu á fund Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Hjá báðum félögunum voru fundarsalirnir troðfullir. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Metfé á skákmóti

VERÐLAUNAFÉ á heimsmeistaramóti Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) næsta vetur verður fimm milljónir dollara, jafnvirði 350 milljóna króna, og hefur aldrei verið meira. Nýtt fyrirkomulag verður á mótinu og er því ætlað að auka vinsældir þess og gera sigur eftirsóknarverðari, að sögn Kírsans Iljúmzhínovs, forseta FIDE. Falla menn úr leik við tap og umhugsunartími verður styttur. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Mikill áhugi erlendra kylfinga

GÍFURLEGUR áhugi er á meðal erlendra kylfinga fyrir "Arctic open" alþjóðlega golfmótinu, sem fram fer á vegum Golfklúbbs Akureyrar á Jaðarsvelli dagana 25.-28. júní í sumar. Að sögn Ásgríms Hilmissonar formanns GA, stefnir enn einu sinni í metþátttöku erlendra kylfinga. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 742 orð

Misvísandi ráðleggingar um brjóstaskoðun

MISVÍSANDI yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda og stofnana í Bandaríkjunum um hópskoðun með brjóstamyndatöku hafa vakið litla hrifningu þarlendra kvenna, sem vita vart hverju þær eiga að trúa. Bandaríska krabbameinsfélagið, sem er sjálfseignarstofnun, og Bandaríska krabbameinsstofnunin, sem starfar á vegum hins opinbera, Meira
10. apríl 1997 | Landsbyggðin | 139 orð

Njarðvíkurmær ungfrú Suðurnes 1997

Grindavík-Harpa Harðardóttir, tvítug stúlka úr Njarðvík, hreppti um helgina titilinn ungfrú Suðurnes 1997 er hún sigraði í fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin var í Félagsheimilinu Stapa. Að auki var hún útnefnd förðunarstúlka keppninnar. Í öðru sæti var Sigurborg Jónsdóttir, 18 ára stúlka frá Sandgerði, og var hún einnig valin K-sport stúlka keppninnar. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ný sýning í Póst- og símaminjasafninu

PÓST- og símaminjasafnið hefur verið opnað aftur eftir breytingar og hefur verið sett upp sérstök sýning á neðri hæð safnsins í Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni má sjá gamla póstafgreiðslu frá fjórða áratug aldarinnar. Ennfremur ýmis bréf, uppdrætti og myndir af tilefni af útkomu bókarinnar Póstsaga Íslands 1776­1873, eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Björn G. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

Nýtt prótein stöðvar alnæmisveiru

VÍSINDAMENN við Genfarháskóla hafa framleitt nýja kjarnsýra, AOP-Rantes, sem við tilraunir kom í veg fyrir að alnæmisveirur brjytust inn í frumur. Leiði frekari og ítarlegri rannsóknir til sömu niðurstöðu yrði kjarnsýran notuð til að framleiða nýtt lyf gegn alnæmi. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Ók á pilt og hvarf á brott

SVÖRT BMW-bifreið ók á pilt við strætisvagnabiðstöð á Nesvegi um klukkan 22.30 í fyrrakvöld og ók bílstjórinn af vettvangi án þess að aðgæta líðan hans. Pilturinn varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum, en marðist talsvert mikið. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Óvissa um starfsemi FÍ

ÓVISSA ríkir um fyrirhugaða starfsemi Flugfélags Íslands í kjölfar ákvörðunar Samkeppnisráðs um ýmis skilyrði fyrir samruna Flugfélags Norðurlands og Flugleiða innanlands. Forráðamenn FÍ íhuga nú stöðuna og segja hana skýrast í næstu viku. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 369 orð

Pílagrímaflug í trássi við refsiaðgerðir SÞ

ÍRAKAR sendu í gær flugvél með pílagríma til Saudi-Arabíu í trássi við refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hafði áður hafnað beiðni þeirra um að fá að senda flugvélar með pílagríma til Mekka. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

RAGNHEIÐUR HAFSTEIN

RAGNHEIÐUR Hafstein, ekkja Jóhanns Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, er látin, 76 ára að aldri. Ragnheiður var fædd 23. júlí árið 1920, dóttir hjónanna Hauks Thors, forstjóra í Reykjavík, og Sofíu Láru Thors. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1938. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Rangfærslum mótmælt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Dagsbrún: "Í frétt Morgunblaðsins fimmtudaginn 3. apríl sl. birtir blaðið ályktun frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sem haldinn var 21. mars sl. Í ályktuninni er veist að Verkamannafélaginu Dagsbrún með röngum fullyrðingum og segir þar m.a. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Rannsókn vegna yfirhylmingar

RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, brást í gær ókvæða við yfirhylmingu ríkisfyrirtækis, sem annast endurvinnslu kjarnorkuúrgangs, og fyrirskipaði rannsókn á mesta kjarnorkuslysi í sögu landsins. Stjórnendur fyrirtækisins höfðu viðurkennt að rangar upplýsingar hefðu komið fram í skýrslu um slysið. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 240 orð

Rannveig Fríða semur við óperuna í Frankfurt

RANNVEIG Fríða Bragadóttir óperusöngkona hefur gert samning við óperuna í Frankfurt til tveggja ára. Hún segir að líta megi á samninginn sem mikla viðurkenningu þar sem óperan í Frankfurt sé ein af þeim fremstu í heiminum. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Ráðstefna um þróun byggðar

RÁÐSTEFNA verður haldin á Akureyri 22.­23. apríl á vegum landhlutasamtaka sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þróun byggðar á Íslandi - Þjóðarsátt um framtíðarsýn. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Reki úr Jonnu SF

FYRIR skömmu fannst rekin flíspeysa á fjörum vestan við Papós í Lóni. Að sögn lögreglunnar á Höfn er staðfest að peysan tilheyrði einum skipverjanna á Jonnu SF enda fundust á henni skilríki sem tóku af allan efa. Jonna SF fórst í Meðallandsbugt þann 13. október sl. Á tæplega hálfu ári hefur peysuna því rekið a.m.k. 90­100 sjómílur. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Réttindalaus ók á tré

UNGUR maður fékk lánaða bifreið í reynsluakstur hjá bílasölu í Skeifunni í fyrradag og reyndist það auðsótt. Þegar bílnum var hins vegar skilað nokkru seinna, urðu forsvarsmenn bílasölunnar varir við að ökutækið hafði orðið fyrir tjóni. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ræktunarsýning Hundaræktarfélagsins

RÆKTUNARSÝNING Hundaræktarfélags Íslands verður haldin helgina 12.­13. apríl nk. Sýningin fer fram í Reiðhöll Gusts í Kópavogi og hefst hún kl. 11 báða dagana. Laugardaginn 12. apríl fer einnig fram keppni ungra sýnenda en nú taka 30 börn og unglingar þátt í þessari keppni. Úrslit sýningarinnar eru áætluð um kl. 16.15 sunnudaginn 13. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Sjálfsbjörg og Aðalútgáfan gefa út Ferðafélaga barnanna '97

SALA á Ferðafélaga barnanna til styrktar Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, er nú hafin annað árið í röð. Pakkinn samanstendur af bók og geisladiski eða snældu. "Það er Aðalútgáfan sem sér um útgáfuna en á diskinum les Örn Árnason ævintýri, Ingunn Gylfadóttir og Tómas Hermannsson flytja einnig skemmtileg barnalög. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 212 orð

Skinnaiðnaður styrkir íþróttir og listir

SKINNAIÐNAÐUR hf. hefur afhent styrki til fimm félaga sem starfa á sviði íþrótta eða menningar. Alls veitt fyrirtækið 500 þúsund krónur í styrki að þessu sinni. Þeir sem fengu styrkina voru Sumarskóli Arnar Inga sem fékk 150 þúsund krónur, einkum til nota á myndlistarsviði, Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Slys á börnum rædd á mömmumorgni

Á MÖMMUMORGNI sem haldinn var í safnaðarheimili Neskirkju í vikunni kom Herdís Storgaard frá Slysavarnafélagi Íslands í heimsókn og flutti erindi um varnir gegn slysum á börnum. Myndin er tekin við það tækifæri af þessum föngulega hópi. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Sting heldur tónleika á Íslandi

BRESKI tónlistarmaðurinn Sting er væntanlegur hingað til lands til tónleikahalds í sumar. Sting leikur hér með hljómsveit sinni 25. júní í sumar í Laugardalshöll, en hann hyggst nota tímann hér meðal annars til að bregða sér á hestbak. Sting er einn þekktasti popptónlistarmaður heims og hefur einnig getið sér orð fyrir kvikmyndaleik. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Strokustelpur fundust í Breiðholti

STÚLKURNAR þrjár sem struku af vistheimili í Skagafirði á mánudagskvöld fundust í fyrrinótt í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Ein þeirra reyndist bera lítilsháttar áverka eftir að þær veltu bifreið sem þær stálu við strokið. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Stúlkan látin

TUTTUGU og eins árs gömul stúlka, sem slasaðist alvarlega þegar hún féll af hestbaki í Stokkseyrarhreppi á laugardag, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrrinótt. Stúlkan hét Arna Rún Haraldsdóttir, til heimilis að Hléskógum 3 í Reykjavík. Hún lætur eftir sig unnusta. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sunnudagskólaferð Árbæjarkirkju

SUNNUDAGASKÓLI Árbæjarkirkju fer í sitt árvissa ferðalag í lok vetrarstarfsins laugardaginn 12. apríl. Farið verður sem leið liggur til Þingvalla, staðurinn skoðaður og fjölskyldustund verður í Þingvallakirkju og farið verður í leiki. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sýning á tækjum til linsuframleiðslu

Í ÁR eru liðin 40 ár síðan fyrst var farið að máta snertilinsur (contact linsur) hér á landi. Jóhann Sófusson, sjóntækjafræðingur, hafði þá lært mátun linsa hjá sérfræðingi í London, mr. R. Tyler-Jones. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 358 orð

Telja refsitolla vera nær óhjákvæmilega

BJØRN Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, og Karl Eirik Schjøtt- Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, áttu í gær fund með Sir Leon Brittan, fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um fyrirhugaða refsitolla sambandsins á norskan lax. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Teppi ofin að norskri hefð

SÝNING á hefðbundnum norskum vefnaði verður opnuð í Gallerí Allrahanda í Grófargili á sunnudag 13. apríl kl. 17. Listamennirnir eru frá Norðurfirði í Noregi og er sýningin haldin í samvinnu við heimilisiðnaðarfélagið þar. Listamennirnir Inge Rotevatn og Siv Jørsted og Þórey Eyþórsdóttir, sem rekur Gallerí Allrahanda, hafa frumkvæði að sýningunni. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Tollgæsla efld til varnar innflutningi fíkniefna

RÍKISSTJÓRNIN mótaði á síðastliðnu ári stefnu í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum til ársins 2000. Liður í þeirri stefnu er að efla tollgæslu til þess að draga úr innflutningi fíkniefna og var ákveðið að ráðstafa 25 m.kr. á ári í því skyni. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Tónleikar í Aðaldal og á Akureyri

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði sækir Þingeyinga heim laugardaginn 12. apríl nk. og heldur tónleika í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal kl. 15.30. Á laugardagskvöld heldur kórinn svo tónleika í Glerárkirkju á Akureyri kl. 20.30. Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason en undirleikarar eru Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Umsvifamikil stíflugerð

SUNNLENSKUR bragur var yfir veðurfarinu á Akureyri í gær, rok og rigning. Lítið er eftir af snjó í bænum, en þeir skaflar sem eftir standa hverfa fljótt í hlýindunum. Félagarnir Haukur og Gunnar nýttu sér aðstæðurnar óspart og stífluðu hvern lækinn á fætur öðrum, en eins og tíðkast við stórframkvæmdir á borð við slíkar virkjanir þarf í mörg horn að líta, Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 352 orð

Upplýsingamiðstöð um fíkniefni og forvarnir

ÁFENGISVARNARRÁÐ hefur tekið í notkun svo kallaðan Vímuvarnarvef, sem er upplýsingavefur þess, en tilgangur hans er einkum sá að veita upplýsingar um ávana- og fíkniefni og forvarnir gegn þeim. Kristján Kristjánsson, sem hafði umsjón með uppsetningu Vímuvarnarvefsins, Meira
10. apríl 1997 | Miðopna | 639 orð

Vantar meira danskt áreiti í umhverfið

STÖLLURNAR Ingibjörg Anna Arnarsdóttir, Sunna Viðarsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir eru á 2. ári í Kennaraháskólanum. Þær eru sammála um að það vanti meira danskt áreiti í umhverfið, danskar myndir í kvikmyndahúsin, danska tónlist í útvarpið og þar fram eftir götunum. Og svo auðvitað fleiri áhugasama og vel menntaða kennara. Meira
10. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 419 orð

Varar við hungursneyð í Norður-Kóreu

WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær margt benda til þess að hungursneyð væri yfirvofandi í Norður- Kóreu og hvatti stjórnina í Pyongyang til að hefja samstarf við Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn um lausn vandans. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

Verð 15­18% lægra en listaverð Áburðarverksmiðju

VERÐ á áburði sem Áburðarsalan Ísafold ehf. hefur hafið innflutning á frá Hollandi er að sögn Þorsteins Þorvaldssonar, sölustjóra Ísafoldar, 15­18% lægra en listaverð frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar, segir að verðmunurinn til bænda sem kaupi áburð frá verksmiðjunni t.d. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

Verkfalli aflýst

VINNUVEITENDASAMBANDIÐ, fyrir hönd Rafmagnsveitna ríkisins, og rafiðnaðarmenn hjá RARIK náðu í gærkvöldi samkomulagi um kjarasamning öðru sinni, en fyrri samningur var felldur í atkvæðagreiðslu. Verkfalli rafiðnaðarmanna hjá RARIK, sem hefur staðið í nokkra daga, hefur verið aflýst. Að sögn Þórarins V. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Vilja opinbera rannsókn á björgun farmsins Stórkaupmenn hafa farið fram á opinbera rannsókn á björgun farms úr Víkartindi.

VEL gekk í gær að flytja til Reykjavíkur gáma sem losaðir voru af Víkartindi um síðustu helgi. Um miðjan dag höfðu verið fluttir ellefu gámar og var stefnt að því að flytja síðustu gámana af þilfari skipsins til borgarinnar í dag. Meira
10. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Víða hætta á kali í túnum syðra

HLÝTT veður verður á landinu að minnsta kosti fram á þriðjudag næstkomandi með sunnan og suðvestanátt og verður hitastig á bilinu 4-8 stig. Að sögn Harðar Þórðarsonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, verður hitastig nálægt frostmarki norðanlands í dag en síðan fer veður þar hlýnandi. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Þrjú fyrirtæki fá styrk

ATVINNUMÁLANEFND hefur fjallað um umsóknir sem borist hafa um styrki frá nefndinni en þrjú fyrirtæki frá styrk að þessu sinni, samtals að upphæð 400 þúsund krónur. Þau fyrirtæki sem fá styrki nú eru Leikráð ehf. 100 þúsund krónur, Skinnastofan ehf. 150 þúsund krónur og Tölvutón ehf. 150 þúsund krónur. Meira
10. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 215 orð

Þrjú tilboð í verkefnið

ÞRJÚ tilboð bárust í uppbyggingu bókasafns Háskólans á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Öll tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun ráðgjafa. Þau byggingarfyrirtæki sem sendu inn tilboð í verkið voru SJS- verktakar sem buðust til að vinna verkið fyrir 45.266.639 krónur sem er 104,3% af áætluðum kostnaði, Páll Alfreðsson bauð 48. Meira

Ritstjórnargreinar

10. apríl 1997 | Staksteinar | 341 orð

»Biðlistar ­ svartur blettur "SVARTASTI bletturinn á heilbrigðiskerfi okkar er

"SVARTASTI bletturinn á heilbrigðiskerfi okkar eru biðlistarnir," segir leiðarahöfundur Alþýðublaðsins á þriðjudag. "Það er ömurlegt að vita til þess, að hundruð manna eru með líf sitt í biðstöðu vegna þess að ríkið getur ekki séð af fjármagni til að kosta nauðsynlegar aðgerðir. Biðlistarnir eru í rauninni ekkert annað en brot á mannréttindum í nútíma þjóðfélagi." Meira
10. apríl 1997 | Leiðarar | 695 orð

ÞÁTTASKIL Í SAMKEPPNISMÁLUM KILYRÐI þau, sem Samkeppnisráð

ÞÁTTASKIL Í SAMKEPPNISMÁLUM KILYRÐI þau, sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir sameiningu innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í Flugfélag Íslands marka þáttaskil í samkeppnismálum hér á landi. Meira

Menning

10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

170 manns í áheyrnarprufu fyrir Evitu

170 MANNS, jafnt atvinnuleikarar sem áhugaleikarar, mættu í Íslensku óperuna um síðustu helgi í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í söngleiknum Evitu, eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, sem settur verður þar upp í sumar. Að söngleiknum stendur P-leikhópurinn og leikstjóri verður Andrés Sigurvinsson. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 1328 orð

AH

Nú er ég orðinn gamall maður og á ekki tuttugu ár ólifuð kannski ekki einu sinni tuttugu vikur, kannski, á hverri stundu, verð ég hrifsaður burttil endurfæðingar, ormafæða, kannski hefur það þegar gerst­ Hvað veit ég, Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 85 orð

Audrey Hepburn eflir ástarelda MI

Audrey Hepburn eflir ástarelda MICHAEL Lembeck er kannski ekki nafn sem margir kannast við. Hann hlaut Emmy-verðlaun á síðasta ári fyrir leikstjórn á þætti um Vinina ("Friends"), og hefur þess vegna fengið tækifæri til þess að leikstýra rómantískri gamanmynd sem ber titilinn, "Why Can't I Be Audrey Hepburn?". Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Árshátíð Alliance Française

ÁRSHÁTÍÐ Alliance Française fór fram í húsakynnum félagsins við Veltusund nýlega. Meðal dagskrárefna var happdrætti þar sem í aðalvinning var ferðavinningur fyrir tvo til Parísar. Auk þess voru drukkin frönsk eðalvín og snæddir ostar og paté að frönskum hætti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 52 orð

Ástkær kvikmynduð

THANDIE Newton kemur til með að leika á móti Ophru Winfrey í kvikmynd byggðri á skáldsögu Toni Morrison, Ástkær ("Beloved"). Það er Jonathan Demme sem ætlar að leikstýra myndinni. Newton hefur áður leikið í búningamyndum sviðsettum í fortíðinni. Hún lék á móti Nick Nolte í Merchant-Ivory búningamyndinni "Jefferson in Paris". Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 119 orð

Blaðamennskan spennandi

ÞÆR Sóley Sigurðardóttir og Guðfinna Ólafsdóttir úr níunda bekk Steinsstaðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði voru í starfskynningu á Morgunblaðinu í þessari viku. Sóley fékk að reyna sig við fréttaskrif á innlendri fréttadeild en Guðfinna kynntist ljósmyndadeild blaðsins. "Þetta er búið að vera mjög spennandi," sögðu þær Sóley og Guðfinna. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 943 orð

Blóðugir fingur, illa lyktandi tær

SÚ VAR tíð að breskar stúlkur hleyptu heimdraganum og hófu störf í íslenskum frystihúsum. Vistin í fásinninu var hins vegar oft og tíðum enginn dans á rósum og ósjaldan voru taugarnar þandar til hins ýtrasta. Undir þeim kringumstæðum voru þolinmæði og sjálfsagi kærkomnar dyggðir, svo ekki sé minnst á sanna vináttu. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 545 orð

Borist á banaspjót

Leikstjóri Alan J. Pakula. Handritshöfundar Kevin Jarre, David Aaron Cohen, Vincent Parker. Kvikmyndatökustjóri Gordon Willis. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Harrison Ford, Brad Pitt, Margaret Colin, Rubén Blades, Treat Williams, Paul Ronan., George Hearn, Natasha McElhonr. 111 mín. Bandarísk. Columbia 1997. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 293 orð

Dóttir Joni Mitchell fann móður sína á veraldarvefnum

KILAUREN Gibb var á flakki um veraldarvefinn þegar hún rakst á mynd af söngkonunni Joni Mitchell sem sannfærði hana um að Mitchell væri móðirin sem hún hafði verið að leita að um nokkra hríð. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 246 orð

Ein af þessum stóru

ÚTGÁFA Random House á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í Bandríkjunum nýverið, hefur vakið mikla athygli í þarlendum útgáfuheimi. Áður hafa birst fréttir af lofsamlegri umsögn í stórblaðinu Washington Post þar sem sagði að Halldór Laxness væri mikill rithöfundur frá litlu landi og þetta væru gleðilegir endurfundir. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 586 orð

Fjölskyldusögur Hollendings

ÓHÆTT er að segja að hollenski rithöfundurinn Marcel Möring njóti velgengni í bókmenntaheiminum. Árið 1992, þegar hann var 35 ára, sló önnur skáldsaga hans Löngunin mikla" sölumet í Hollandi og í kjölfarið hlaut hún AKO-bókmenntaverðlaunin og var þýdd á 15 tungumál. Þá var bókin þýdd á ensku og gefin út af einu virtasta forlaginu vestanhafs. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Kardemomm· ubær á Húsavík

LEIKFÉLAG Húsavíkur og leikflokkur framhaldsskólans frumsýndu um síðustu helgi sjónleikinn Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir Thorbjörn Egner. Húsið var fullsetið og leikstjórinn, Sigurður Hallmarsson, og leikarar ákaft hylltir í leikslok og þeim þökkuð góð og skemmtileg sýning. Bastían bæjarfógeta lék Svavar Jónsson og konu hans lék Guðrún K. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 91 orð

Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir í Stykkishólmi

LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar leggur land undir fót um helgina og sýnir í félagsheimili Stykkishólms laugardaginn 12. apríl. Sýnd verða atriði úr barnaleikritum Thorbjörns Egners. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Rifjuð eru upp lög og atriði úr leikritum sem Egner er hvað þekktastur fyrir, s.s. Karíus og Baktus, Hinir síglöðu söngvarar, Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 491 orð

Lokið við ófullgerða sinfóníu Elgars

ÞEIRRI ákvörðun erfingja enska tónskáldsins Edwards Elgars að gefa landa hans, Anthony Payne, leyfi til að ljúka við ófullgerða sinfóníu Elgars hefur ekki verið tekið hljóðalaust í Bretlandi. Hafa margir áhyggjur af því að verkið verði eyðilagt og að með þessu séu óskir tónskáldsins virtar að vettugi. Ég reikna með því að ljúka verkinu innan 3-4 mánaða. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 539 orð

Lyklar að hálendi Íslands MYNDLISTARMAÐURINN K

MYNDLISTARMAÐURINN Kristján Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, Ásmundarsal, til 13. apríl næstkomandi. Hann hefur unnið með náttúru Íslands og málverkið síðastliðin sex ár en segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa notað pensla allan þann tíma. "Það liðu í raun nokkur ár áður en ég áttaði mig á því að í rauninni málaði ég ekki. Ég þrykkti og stimplaði. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 96 orð

Mynd um gjörningalistamann verðlaunuð

KVIKMYNDIN "Sick": The Life and Death of Bob Flanagan, Super Masochist" fékk verðlaun á Los Angeles Independent kvikmyndahátíðinni sem nú fer fram í Los Angeles. Í ár voru í fyrsta sinn veitt sérstök áhorfendaverðlaun en þau samanstanda af peningum og annarri aðstoð við kvikmyndagerðarmennina sem eiga sigurmyndir hátíðarinnar. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 222 orð

Neeson og McGregor Jedi-riddarar

LIAM Neeson, Ewan McGregor, Kate Winslet og Natalie Portman hafa öll verið orðuð við nýju "Star Wars" mynd Georges Lucas. Samkvæmt blaðafulltrúa Lucas, Lynne Hale, hefur enginn verið ráðinn enn til þess að leika í myndinni og Lucas hefur gefið skyn að hann vilji óþekkta leikara í aðalhlutverkin. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 160 orð

Norskir í anddyri Norræna hússins

SÝNING á verkum sjö norskra myndlistarmanna verður opnuð á morgun, fimmtudag, kl. 18 í anddyri Norræna hússins. Sýningin verður opin daglega frá kl. 9­19, sunnudaga frá kl. 12­17 og henni lýkur 11. maí. Listamennirnir heita Evy Skaar, Siv Jørstad, Harry Borr, Øyvind Botn, Finn Egil Eide, Inge Rotevatn og Elisabeth Steen, sem er myndhöggvari. Meira
10. apríl 1997 | Bókmenntir | 113 orð

Ný Jónasar útgáfa

KVÆÐI og sögur eftir Jónas Hallgrímsson er komin út. Þessi nýja útgáfa á Kvæðum og sögum er byggð á grunni fyrri útgáfu frá 1957 og sniði hennar fylgt. Í henni er safnað saman öllum þekktum kvæðum Jónasar á dönsku. Þá er einnig prentuð ferðadagbók hans, Salthólmsferð. Í þessari nýju útgáfu eru því öll kvæði og sögur Jónasar komin á eina bók. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 270 orð

Ótti við skæri í Hollywood

Ótti við skæri í Hollywood LÍFIÐ er ekki endilega dans á rósum í Hollywood og hversdagsleg ákvörðun eins og að láta klippa sig getur valdið stjörnunum sálarstríði. Til allrar hamingju geta þær viðkvæmustu leitað til fagmanns sem hefur skilning á vandamálinu og leggur sig allan fram um að gera þeim klippinguna léttbærari. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 418 orð

Pétur mikli of stór biti

ÞAR til fyrir nokkrum mánuðum var georgíski myndhöggvarinn Surab Tsereteli sá sem fékk öll bestu verkefnin þegar prýða átti Moskvu með listaverkum. Sextíu metra há stytta sem hann gerði af Pétri mikla, og verið er að koma fyrir á stalli við Moskvufljót, reyndist hins vegar of stór biti fyrir borgarbúa. Hafa athafnasamir íbúar hafið undirskriftasöfnun til að losna við styttuna. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð

Rocky Horror í Borgarnesi

ÁRSHÁTÍÐ nema úr Grunnskóla Borgarness var haldin í félagsmiðstöðinni Óðali í Samkomuhúsinu Borgarnesi fyrir troðfullu húsi nýverið. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og áberandi var hversu mörg söng- og dansatriði var boðið upp á. Auk söngatriða buðu nemendur úr 5. til 7. bekkjar upp á kúreka- og diskódans og tískusýningu, en eftir hlé fluttu nemendur úr 8. til 10. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 979 orð

Safnfréttir, 105,7

SÓL DÖGG heldur norður um helgina og leikur á Hlöðufelli Húsavík föstudags- og laugardagskvöld. Þess má geta að hljómsveitin sendi nýverið frá sér nýtt frumsamið lag á útvarpsstöðvarnar sem heitir Friður. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 128 orð

Sár á kjálkunum eftir kossa

AÐSTOÐARMAÐUR borgarstjórans í sjónvarpsmyndaflokknum "Spin City", Carter Heywood, er eina samkynhneigða svarta persónan sem kemur fram í bandarískum sjónvarpsþætti sem sýndur er á besta tíma. Michael Boatman, 32 ára, sem leikur Carter, hafði áhyggjur af viðbrögðum samkynhneigðra við túlkun hans á persónunni því hann sjálfur er gagnkynhneigður. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 255 orð

Síbelíusarplata V¨ansk¨a vinsælust

LESENDUR brezka tónlistartímaritsins Classic CD völdu sem beztu útgáfu síðasta árs á sjaldgæfum verkum geislaplötu BIS- útgáfunnar, þar sem Lahti-sínfóníuhljómsveitin leikur fimmtu sinfóníu Síbelíusar, En Saga, undir stjórn Osmo V¨ansk¨a. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 672 orð

Síðustu handritin úr Konungsbókhlöðu komin heim

ÞAÐ var heldur kalt og hryssingslegt veður þegar síðustu handritin sem Danir afhenda Íslendingum úr Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn komu til landsins með Brúarfossi Eimskipafélags Íslands í gær en liðin eru 26 ár síðan fyrstu handritin komu til landsins með dönsku varðskipi. Meira
10. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 667 orð

Skemmtilegt ár framundan Breskir danstónlistarmenn hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin misseri og heimsækja það enn,

BRESKIR danspostular hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár og sækja margir í að koma hingað. Nýjasti gesturinn í þeim hópi er John Stapleton, sem hefur meðal annars unnið sér til frægðar að setja sama vinsæla safnplöturöð, Dope on Plastic, en fjórða bindið í þeirri útgáfu hefur notið mikillar hylli hér undanfarið. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 229 orð

Spilling alls staðar Jack Reed IV: Löggumorð (Jack Reed IV: One of Our Own)

Framleiðandi: Steve Krantz. Leikstjóri: Brian Dennehy. Handritshöfundur: Brian Dennehy og Bill Philips. Kvikmyndataka: Ron Orieux. Tónlist: Lee Holdridge. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Susan Ruttan og Charles S. Dutton. 97 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 127 orð

Söng leikur á Selfossi

NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Suðurlands frumsýnir í kvöld söngleikinn Kostir hins villta lífernis, eftir Björn Þór Jóhannsson, Björgvin Rúnar Hreiðarsson, Eyrúnu Björgu Magnúsdóttur, Lenu Björk Kristjánsdóttur og Rúnar Þórarinsson. Lög og textar eru frumsamin og hljómsveitina skipa fimm ungir menn sem allir nema við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 246 orð

"The Saint" gekk vel en Carrey gekk enn betur

HÁÐFUGLINN Jim Carrey og mynd hans "Liar Liar" eru þaulsetin á toppi listans yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum en myndin er nú á toppnum þriðju vikuna í röð með 1.299,3 milljónir króna í greiddan aðgangseyri og alls 7.149,7 milljónir króna eða 100,7 milljónir bandaríkjadala frá frumsýningu. Meira
10. apríl 1997 | Tónlist | 710 orð

Tröllum meðan við tórum

Verk eftir ýmsa höfunda. Judith Ganz sópran, Þorgeir Andrésson tenór, Jónas Ingimundarson, píanó; karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar. Langholtskirkju, þriðjudaginn 8. apríl kl. 20.30. Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 265 orð

Tölvutryllir Háskólakennari á ystu nöf (Twilight Man)

Framleiðandi: Ted Kurdyla. Leikstjóri: Craig R. Baxles. Handritshöfundur: Pablo F. Fenjeves og Jim Korris. Kvikmyndataka: David Connell. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Tim Matheson og Dean Stockwell. 95 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 802 orð

Valdaleikir vinnukvennanna

VINNUKONURNAR byggir Genet á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Frakklandi árið 1933 en þá myrtu Papin-systurnar húsmóður sína og dóttur hennar. "Genet tekur á þessum atburðum á eigin forsendum," segir Melkorka Tekla, "og á sinn hátt enda var hugsunarháttur hans ólíkur flestra annarra. Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Veggspjald og kort eftir Hring

LISTASAFN Reykjavíkur ­ Kjarvalsstaðir hafa nýverið gefið út veggspjald með mynd af málverkinu Fífa frá árinu 1992 eftir Hring Jóhannesson og kort sem sýna annars vegar verkið Miðnæturbirta frá árinu 1983 og hins vegar verkið Sólmóða við mýrina eftir listamanninn . Meira
10. apríl 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Verslun Undir pari RÁÐHILDUR Ingadóttir opnar verslun í sýningarrými Undir pari, Smiðjustíg 3, föstudaginn 11. apríl kl. 20.

RÁÐHILDUR Ingadóttir opnar verslun í sýningarrými Undir pari, Smiðjustíg 3, föstudaginn 11. apríl kl. 20. Verslunin verður opin frá kl. 20­23, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Til sölu verður fatnaður, fjölfeldi og bréf með teikningum og upplýsingum um logarithmiskan, arkimedískan, innanmyndaðan og utanmyndaðan spíral, Meira
10. apríl 1997 | Kvikmyndir | 89 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUÁst og skuggar (Of Love and Shadows) Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) Eyja Dr. Meira

Umræðan

10. apríl 1997 | Aðsent efni | 1129 orð

Ef koldíoxíð væri útflutningsvara væri allt með felldu

FYRRI grein lauk með því að lýst var nokkuð aðferð í samskiptum þjóða og fyrirtækja og hagkvæmri stöðu framleiðenda í skjóli lágs orkuverðs. Merki þess að framleiðendur þekki og nýti sér þessa stöðu má finna í samningatækni Columbia Ventures við íslensk stjórnvöld. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 1083 orð

Enn um Samtök iðnaðarins og veiðigjald

HAGFRÆÐINGUR Samtaka iðnaðarins, Ingólfur Bender, ritar grein í Mbl. þann 12. mars sl. Greinin er ætluð sem svar við athugsemdum undirritaðs við málflutning samtakanna. Þó er engin svör þar að finna. Greinin er því miður full af upphrópunum og skítkasti undir rós. Væntanlega á orðavalið að fela hið efnislega undanhald hjá hagfræðingi samtakanna. Meira
10. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 182 orð

Fornbókabúðin slæmur þáttur

ÉG GET ekki lengur orða bundist yfir þeirri dagskrá sem Stöð 2 getur verið þekkt fyrir að bjóða áskrifendum sínum. Á ég hér sérstaklega við um þann þátt sem kallast Fornbókabúðin sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum hjá þeim nú eftir að þættinum Gott kvöld með Gísla Rúnari virðist hafa verið sparkað út af dagskrá hjá Stöð 2!! Var þátturinn með Gísla Rúnari hátíð miðað við þennan Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 742 orð

Forsetasonurinn

FYRIR jólin kom út bókin "Berlínar-blús" með undirtitlinum "Íslenskir meðreiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista." Tilefni þessarar greinar er ritdómur sem birtist um hana í menningarpistli DV 11. des. s. l. Að vonum fær Björn Sv. Björnsson sinn skerf í bókinni en hann gekk til liðs við Þjóðverja í styrjöldinni. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 1086 orð

Handan halastjörnu

Ídymbilviku fórum við hjónin austur í Öræfasveit með vinum okkar til þess að skoða verksummerki eftir flóðið á Skeiðarársandi, og bar fleira minnisvert fyrir augu. Hinir gríðarstóru jakar sem flóðið velti fram sandinn eins og bandhnyklum, sýna okkar hvílíku afli náttúran býr yfir, og um leið smæð mannsins andspænis eyðandi og skapandi frumkröftum tilverunnar. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 429 orð

Hvers eiga borgarstarfsmenn að gjalda?

Í NÓVEMBER sl. lagði samninganefnd Reykjavíkurborgar fram meginmarkmið borgaryfirvalda í komandi kjarasamningaviðræðum. Í þeim er m.a. lögð áhersla á að huga sérstaklega að bættum kjörum láglaunahópa og draga úr launamismun. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 1048 orð

Höfum við efni á hentistefnu?

HVALFJARÐARÁLVERSDEILAN er nú að snúast upp í sorglegan en hefðbundinn íslenskan feril. En ef til vill væri það þó ekki of mikill fórnarkostnaður, ef unnt væri að draga nokkurn lærdóm af málinu öllu og varast að endurtaka þetta í framtíðinni. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 824 orð

John Wayne, Jesús Kristur og Hinrik Bjarnason Gott er til þess að vita, segir Friðrik Erlingsson, að afnotagjöld eru notuð til

SIÐGÆÐISVARSLA Hinriks Bjarnasonar er með eindæmum áhugaverð. Sem dagskrárstjóri erlends efnis hefur hann með haukfránum augum verið óþreytandi að leita uppi þau vondu áhrif sem útlendingar finna uppá að setja í kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 492 orð

Kvótinn og hlutafjársala Kvótinn, segir Gunnlaugur Þórðarson, virðist vera þungur á metunum þegar hlutafé er selt.

ENGINN vafi er á því að færast mun í vöxt, að útgerðarfélögum verði breytt í almenningshlutafélög. Í framhaldi af því mun framboð á slíkum hlutabréfum aukast. Enda er þetta ákjósanleg leið til þess að fá aukið rekstrarfé og að dreifa ábyrgðinni. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 838 orð

Kyrrsetufólk... ykkur er ekki lengur til setunnar boðið!

OF HÁR blóðþrýstingur, of hátt kólesteról í blóði, reykingar, offita, erfðir og þjálfun eru nokkur lykilatriði hvað varðar heilbrigði og lífslíkur. Í heilbrigðiskerfinu er öllum þessum þáttum oftast veitt athygli, að frátalinni líkamsþjálfun. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að regluleg þjálfun eykur gæði lífsins og er undirstöðuatriði hvað varðar heilsufar og lífslíkur. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 1135 orð

Nýgræðingar í flórunni

DAGANA 21. og 22. febrúar 1997 stóð Félag garðyrkjumanna fyrir ráðstefnu um innflutning plantna. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýgræðingar í flórunni ­ Innfluttar plöntur; saga, áhrif, framtíð. Ráðstefnan var haldin í húsi Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík og hana sóttu um 200 manns. Fyrirlesarar á ráðstefnunni komu víða að. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 584 orð

Nýr raforkusamningur fyrir RR

Í MEÐFYLGJANDI töflu má lesa um söluverð Landsvirkjunar á kílóvattstundum (kWst) til almennra rafveitna, Áburðarverksmiðjunnar, ÍSALs og Járnblendisins. Verðið er mælt í US millum, þ.e. dollaraeiningum. Við sjáum að verulegur munur er á verði eftir því hvort selt er til stóriðju eða almennra rafveitna eða allt að fjórfaldur munur sum árin. Meira
10. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 481 orð

Opið bréf til Önnu H. Bragadóttur, Flúðum, Tunguhreppi

Á dauða mínum átti ég von en ekki afsögn þinni úr hreppsnefnd Tunguhrepps með hætti sem þessum. Þú kýst að senda mér fax úr ritstjórn Austra þess efnis að þú sért hætt í hreppsnefnd Tunguhrepps. Það er rétt sem þú segir í bréfkorninu að þú sért búin að vera í hreppsnefnd Tunguhrepps í 7 ár. Samstarf þitt við mig í hreppsnefndinni hefur verið með miklum ágætum. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 977 orð

"Pirringur dansks blaðamanns"

ÞRJÁR greinar um sjálfsmynd Íslendinga hafa nýlega birst í Morgunblaðinu. Fyrsta greinin, Lesbókargrein, eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson mannfræðing birtist 1. mars. Hún fjallaði um glansmyndir Íslendinga fyrr og síðar. Sigurjóni varð það á í messunni að fara of lofsamlegum orðum um sjónvarpsþættina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 575 orð

Um hjónaskilnaði og lífeyri Konur á miðjum aldri, segir Svala Thorlacius, eru í sjálfheldu með að skapa sér betri eftirlaun.

AÐ UNDANFÖRNU og raunar mörg undanfarin ár hafa lífeyrismál landsmanna verið mjög til umræðu og eins og lýst var í leiðara Morgunblaðsins fyrir skömmu hafa margir lýst þeirri skoðun sinni að brýna nauðsyn beri til að gera grundvallarbreytingar á lífeyrismálum þjóðarinnar. Meira
10. apríl 1997 | Aðsent efni | 970 orð

Utanríkisþjónusta á nýjum tímum

ÞAÐ er leiðinlegur plagsiður hér á landi að gera lítið úr starfsemi sendiráða Íslands og störfum íslenskra sendimanna á erlendri grund. Gjarnan er því haldið fram að þessi starfsemi sé alltof kostnaðarsöm, skili litlum áþreifanlegum árangri og að fulltrúar ríkisins lifi í vellystingum og veisluhöldum á kostnað skattborgaranna. Meira
10. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Vinnufélagi deyr

SKEMMTILEGUR vinnustaður, vinnufélagar, gefandi starf. Kvennavinnustaður, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, elliheimili. Margar konur framfleyta sér af þessari vinnu þó launin séu lág. Aðrar konur koma í vinnuna til að komast í félagskap annarra kvenna, komast út af heimilinu, aðeins til að hvíla sig á krökkunum. Það er líka gefandi að vinna með sjúklingum, vistmönnum eða gömlu fólki. Meira

Minningargreinar

10. apríl 1997 | Minningargreinar | 547 orð

Björn Thors

Mig langar til að minnast ástkærs uppeldisföður míns með fáeinum orðum. Hann kom inn í líf mitt þegar ég er aðeins tólf ára gömul og ég er sannfærð um það, að hann hafði mikil og djúp áhrif á uppeldi mitt. Ég er yngst fjögurra systkina og eru 9 ár á milli mín og bróður míns. Ég var því orðin ein eftir í kotinu hjá mömmu, þegar þau gengu í hjónaband. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 27 orð

BJÖRN THORS Björn Thors blaðamaður fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1923. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór

BJÖRN THORS Björn Thors blaðamaður fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1923. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 1. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 631 orð

Bogi Nikulásarson

Það var snemma árs 1977 að ég hitti Boga Nikulásarson í fyrsta sinn. Við vorum þá nýorðin par, ég og dóttir hans, Geirþrúður Fanney. Það var á heimili Boga og Ragnhildar á Sunnuveginum. Hann var að koma heim úr vinnu og heilsaði, að mér fannst þá, heldur fálega. Við Geirþrúður vorum mjög ung, ég á 18. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

BOGI NIKULÁSARSON

BOGI NIKULÁSARSON Bogi Nikulásarson var fæddur á Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. apríl 1912. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 1. desember 1996 og var jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 7. desember. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 408 orð

Einar Th. Hallgrímsson

Sá látni kvaddi lífið sem sigurvegari. Þó var meira lagt á hann en margan manninn. Hann slasaðist illa við vinnu á sjó fyrir mörgum árum. Þá var hann í blóma lífsins - orkumikill ungur maður, tæplega þrítugur, sem naut lífsins, átti góða glæsilega konu og þrjú indæl börn. Hann lamaðist af völdum slyssins og gat sig lítið eða ekkert hreyft upp frá því. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 484 orð

Einar Th. Hallgrímsson

Einar, frændi minn var barn náttúrunnar og hann langaði að verða bóndi. Einar var mikill baráttumaður og harður af sér. Hann gerði sér ekki rellu út af ströngu lífsstríði enda hafði hann betur, þar til bóndinn ákvað á undurfögrum páskadagsmorgni að hirða óþekkt tún næsta vor. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Einar Th. Hallgrímsson

Elsku bróðir. Við þökkum þér hvað þú varst og hvað þú ert okkur. Því verður ekki með orðum lýst. Þegar þú varst lítill bauð mamma þér góða nótt með ljóði, sem hún orti til þín: Nú svífur þú á svefnsins örmum um sólarfögur draumalönd svo langt frá sorg og lífsins hörmum þig leiðir drottins friðarhönd. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Einar Th. Hallgrímsson

Með fáeinum orðum langar mig að minnast elskulegs tengdaföður míns, sem lést á páskadag. Það sem einkenndi Einar var hve jákvæður og brosmildur hann var, þrátt fyrir mikla fötlun og að lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann. Söngur var honum mjög mikilvægur og yfirleitt fékk hann alla til að syngja með sér. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

EINAR THORLACIUS HALLGRÍMSSON Einar Thorlacius Hallgrímsson fæddist á Akureyri 26. september 1941. Hann lést á dvalarheimili

EINAR THORLACIUS HALLGRÍMSSON Einar Thorlacius Hallgrímsson fæddist á Akureyri 26. september 1941. Hann lést á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 30. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 4. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Elínrós Margrét Hermannsdóttir

Þegar ég heimsótti ömmu mína síðast vissi ég að ég myndi ekki sjá hana aftur. Ég fór til að kveðja hana. Þegar fréttin barst um að Ella amma væri dáin þá létti mér. Loks var bundinn endi á þrautir hennar. Hún er dáin en eftir standa minningarnar um yndislega manneskju. Þessar minningar munu ylja mér alla mína ævi. Ég mun aldrei gleyma heimsóknunum á Holtsgötuna. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 242 orð

Elínrós Margrét Hermannsdóttir

Nú er elsku móðir okkar búin að kveðja þennan heim. Hún átti við alzheimersjúkdómin að stríða síðustu ár ævi sinnar og langar okkur að minnast hennar eins og hún var áður en sjúkdómurinn fór að herja á hana. Mamma var mjög geðgóð kona og alltaf hugsaði hún mest um aðra og minnst um sjálfan sig. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 218 orð

ELÍNRÓS MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR

ELÍNRÓS MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR Elínrós Hermannsdóttir var fædd á Kolgrímastöðum í Eyjafirði 28. apríl 1922. Hún lést hinn 31. mars síðastliðinn. Elínrós var þriðja í röðinni af fimm systkinum og sá yngsti, Bjarni, einn eftirlifandi. Elínrós giftist Aðalsteini Sæmundssyni vélstjóra árið 1947. Hann lést 14.10. 1995. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 109 orð

Elínrós Margrét Hermannsdóttir Elsku amma, nú ertu farin til Alla afa en við munum alltaf eftir þér. Við þökkum þér hvað þú

Elsku amma, nú ertu farin til Alla afa en við munum alltaf eftir þér. Við þökkum þér hvað þú varst alltaf góð við okkur. Hér kemur ljóð eftir Evu Hjálmarsdóttur: Í faðmi hennar ömmu þar bestan fékk ég blund, sem blóm und skógarrunni um hljóða næturstund. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Guðfinnur Karlsson

Ég sest hér niður til að skrifa nokkrar línur um góðan vin minn sem er fallinn frá, hann "Guffa", eins og ég var vanur að kalla hann. Við kynntumst er við byrjuðum í Vélskóla Íslands fyrir um tíu árum og hjálpuðumst að í gegnum hluta hans saman. Guðfinnur var vinur, sem alltaf var hægt að treysta á, hvort sem um var að ræða hjálp við viðgerðir, skemmtanir eða bara að fá sér kaffi og spjalla. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐFINNUR KARLSSON Guðfinnur Karlsson fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1969. Hann lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn

GUÐFINNUR KARLSSON Guðfinnur Karlsson fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1969. Hann lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. mars. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMUNDUR STEFÁNSSON Guðmundur Stefánsson fæddist í Hólkoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. apríl 1957. Hann andaðist á

GUÐMUNDUR STEFÁNSSON Guðmundur Stefánsson fæddist í Hólkoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. apríl 1957. Hann andaðist á Grensásdeild 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 7. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Guðrún Jónsdóttir

Föstudaginn 14. mars, tveimur dögum fyrir ferminguna mína, hringdi Rúna og sagðist vera að fara á sjúkrahús, í erfiða hjartaaðgerð. Hún sagðist því ekki geta komið í ferminguna. Á mánudaginn hringir Álfrún dóttir hennar og segir að hún hafi veikst skyndilega og því hafi hún ekki komist í aðgerðina sem hún hefði átt að fara í. Rúna var besta vinkona hennar Siggu ömmu. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Loðmundarfirði 26. maí, 1918. Hún lést á Landspítalanum hinn 17. mars síðastliðinn

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Loðmundarfirði 26. maí, 1918. Hún lést á Landspítalanum hinn 17. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 25. mars. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Þó ævi þín hafi ekki verið löng, elsku Hildur Harpa, þá gafst þú okkur öllum ómetanlega gleði og ánægju. Ekki er hægt að segja með nokkrum orðum hve mikla gleði þú færðir okkur, en minningarnar um þig munum við geyma í hjörtum okkar alla ævi. Ég minnist þess einna helst þegar við vorum í sumarbústað með ömmu og afa, og við vorum að tína ber. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Elsku Hildur Harpa, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman bæði heima og í leikskólanum. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við byrjuðum að leika okkur saman úti á róló fyrir utan heimilin okkar eða kíktum í heimsókn hvor til annarrar. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 417 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Elsku Hildur Harpa. Okkur afa og ömmu langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar, sem við áttum með þér. Þú komst inn í tilveru okkar sem sannur sólargeisli og veittir birtu og gleði inn í líf okkar er sorgin kvaddi fyrst dyra þegar faðir þinn, Hilmar Þór Davíðsson, Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 164 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja litla vinkonu okkar hinstu kveðju. Það er erfitt að finna orð, sem lýsa tilfinningum okkar á þessari stundu. Upp í hugann koma minningar úr sumarbústaðaferðum, þar sem Hildur Harpa og Ingunn vinkona hennar sprelluðu saman í heita pottinum og flissuðu og pískruðu þegar þær áttu að vara farnar að sofa. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Elsku Hildur Harpa. Við trúum því að nú sértu hjá pabba þínum og að hann leiði litlu höndina þína. Það er nær óhugsandi að eiga aldrei eftir að sjá þig koma brosandi og valhoppandi við hlið mömmu þinnar því samrýndari mæðgur er vart hægt að finna og á svona stundu spyr maður sjálfan sig hver tilgangurinn sé með því að taka þig burtu frá mömmu þinni sem misst hafði pabba þinn þegar þú varst aðeins Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Elsku Hildur Harpa. Við þökkum þér fyrir að leyfa okkur að þekkja þig þennan stutta tíma sem þú dvaldir hérna hjá okkur. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst með mömmu þinni í heimsókn til okkar og lékst þér við Jón Gísla. Þú varst alltaf svo góð og blíð þó að stundum slettist upp á vinskapinn hjá ykkur. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 96 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir Elsku Hildur Harpa! Elsku Hildur, getur þú komið í heimsókn til okkar í leikskólann þegar þú ert

Elsku Hildur Harpa! Elsku Hildur, getur þú komið í heimsókn til okkar í leikskólann þegar þú ert orðinn engill? Elsku Hildur, getur þú haldið uppá afmælið þitt hjá Guði? Þá getur pabbi þinn verið í afmælinu. Það er gott að pabbi þinn hefur þig núna hjá sér. Núna getur þú leikið í boltaleik við Elsu Maríu, vinkonu mína. Ég skal passa undirgöngin fyrir þig. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir Elsku Hildur Harpa. Ég sakna þín sárt þó svo að við höfum ekki verið vinkonur lengi. Við ætluðum að

Elsku Hildur Harpa. Ég sakna þín sárt þó svo að við höfum ekki verið vinkonur lengi. Við ætluðum að gera svo margt saman í sumar. Leika okkur úti og verða samferða í skólann sem við áttum báðar að byrja í í haust. En nú skilja leiðir og ég veit að þú ert núna komin í himnaríki, sem við töluðum svo oft um. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR Hildur Harpa Hilmarsdóttir var fædd á Blönduósi hinn 2. apríl 1991. Hún lést af slysförum hinn 1.

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR Hildur Harpa Hilmarsdóttir var fædd á Blönduósi hinn 2. apríl 1991. Hún lést af slysförum hinn 1. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju 9. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 92 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir Kæra frænka og vinkona. Við sögðum oft hvor um aðra að við værum bestu vinkonur, okkur kom vel

Kæra frænka og vinkona. Við sögðum oft hvor um aðra að við værum bestu vinkonur, okkur kom vel saman. Ég man þegar við tæmdum bókahillurnar hjá afa og ömmu við litla hrifningu, eða þegar þú varst í pössun hjá okkur og við vöknuðum klukkan 5 um morguninn til að leika okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, eins og til dæmis ferðirnar í sumarbústaðinn hjá afa og ömmu. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Jón Halldórsson

Elsku besti langafi. Þú varst ekta afi sem varst okkur öllum góður. Við viljum kveðja þig með bæninni sem mamma þín kenndi þér og þú saumaðir út og settir í ramma fyrir okkur alla langafastrákana þína. Illa dreymi drenginn minn, Drottinn sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum bægðu frá. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Jón Halldórsson

Er kemur að leiðarlokum er svo margs að minnast. Mér er þakklæti efst í huga er ég kveð góðan vin, Jón Halldórsson, og þakka öll liðnu árin og þá sérstaklega góðu samverustundirnar í Eilífsdal. Sumarið 1979 voru auglýst tvö sumarhús með viku millibili í Eilífsdal í Kjós. Ásdís og Jón Halldórsson keypt Hlíð 36 en undirrituð og hennar maður Hlíð 35. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 777 orð

Jón Halldórsson

Þau eru orðin allmörg árin síðan kynni okkar hjóna við þau Jón Halldórsson og Dísu hófust. Jón fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi 11. október 1918, eða sama árið og Björn bróðir minn fæddist á Þjótanda. Af þessum uppruna kom það að hann fór að safna átthagasafni með stimplum og bréfum úr Rangárvallasýslu. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Jón Halldórsson

Jón Halldórsson húsgagnabólstrari er látinn. Andlátsfregnin þurfti ekki að koma á óvart. Jón hafði strítt alllengi við sjúkdóm sinn og ætíð af æðruleysi. Hann var mjög hagur maður, ekki síður við þau handverk, sem fremur eru talin vera á verksviði kvenna en karla, en þau, sem körlum hafa einkum verið eignuð. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 544 orð

Jón Halldórsson

Hinn 28. marz sl. lézt einn af elztu og tryggustu félagsmönnum FF eftir alllöng veikindi, Jón Halldórsson húsgagnabólstrari. Ekki verður sagt, að mikið hafi farið fyrir honum innan félags okkar, enda var hann þeirrar gerðar að hann kaus yfirleitt að halda sig sem mest til hlés í félagsstarfinu. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Jón Halldórsson

Elsku afi. Þegar ég kynntist honum Bjarna mínum fyrir um fjórum árum, eignaðist ég afa, nokkuð sem ég hafði aldrei áður kynnst. Og þú varst svo sannarlega afi minn. Hvað þú varst góður maður, skemmtilegur og duglegur og reyndist okkur Bjarna Frey alltaf svo vel og svo líka dóttur okkar, Karenu Margréti, Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 1369 orð

Jón Halldórsson

Það er enginn afi nema hann reyki pípu. Þetta voru þín seinustu orð til mín eftir lítið spjall í gegnum síma rétt áður en þú kvaddir þennan heim með reisn. Með þínu lífi sýndir þú mér hversu einfalt væri að vera sáttur við lífið og tilveruna. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 33 orð

JÓN HALLDÓRSSON

JÓN HALLDÓRSSON Jón Halldórsson fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 11. október 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 28. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 9. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 386 orð

Kristín Markúsdóttir

Ég hitti Kristínu og Harald fyrst fyrir u.þ.b. 20 árum, þegar við Haraldur Árni sonur þeirra vorum nýbyrjuð saman. Þau tóku mér hlýlega eins og þeirra var von og vísa. Við vorum bara krakkar, ég nýorðin 16 ára og Halli á 18. árinu og bjuggum fyrstu mánuðina á fallega heimilinu þeirra á Mosabarði 4. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 283 orð

KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR

KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR Kristín Markúsdóttir var fædd á Sæbóli í Aðalvík 10. desember 1912. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Markús Finnbjörnsson, útvegsbóndi, f. 3.3. 1885, d. 11.3. 1972, og Herborg Árnadóttir, húsmóðir, f. 30.4. 1885, d. 15.1. 1934. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Sigrún Ingólfsdóttir

Sigrún Ingólfsdóttir gerðist liðsmaður í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík árið 1962. Hún var þá nýlega flutt til Reykjavíkur, en hafði áður verið skólastjórafrú á Hólum í Hjaltadal. Maður hennar, Kristján Karlsson hafði verið skólastjóri á Hólum um árabil. Sigrún var húsfreyja sem staðnum hæfði. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 205 orð

SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR

SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR Sigrún Ingólfsdóttir fæddist í Fjósatungu í Fnjóskadal 14. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Bjarnarson, f. 6.11. 1874, d. 8.4. 1936, bóndi í Fjósatungu og alþingismaður, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 12.4. 1869, d. 6.1. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Stefanía Sveinsdóttir

Þótt fullorðna fólkið í hverfinu kallaði hana Stebbu mína Stefaníu, var Stebba alltaf Stebba fyrir mér. Oft var farið mörgum stuttum skrefum á ská yfir götuna til þess að heimsækja Stebbu. Þar var undantekningarlaust vel tekið á móti litlum stuttum snáða, sem lengi fram eftir aldri trúði því að Stebba væri jafn eðlilegur hluti af fjölskyldumynstrinu og mamma, pabbi og systkinin. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

STEFANÍA SVEINSDÓTTIR

STEFANÍA SVEINSDÓTTIR Stefanía Sveinsdóttir fæddist í Arnarbæli í Grímsnesi 22. nóvember 1914. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 27. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 8. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 232 orð

Stefán Þorsteinsson

Elsku afi minn, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum og rita síðasta bréfið til þín. Mig langar að þakka þér samfylgdina í þessu lífi. Á svona tímamótum rifjast allt upp, það er eins og maður spóli til baka. Ég man vel eftir þegar ég heimsótti þig og Helgu ömmu til Ólafsvíkur 1970, þá fjögurra ára, með mömmu og pabba og bræðrum mínum. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Stefán Þorsteinsson

Tengdafaðir minn, Stefán Þorsteinsson, kvaddi þennan heim hljóðlega, líkami þreyttur en hugsun og minni skýr. Því bliknaði aldrei það einkenni hans, að geta miðlað í frásögu, fróðleik og skemmtun um fólk og atburði, einatt með fyndni og glöggu auga fyrir skoplegri hlið mála. Stefán var maður skemmtilegur og margir kunnu vel að meta félagsskap hans. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Stefán Þorsteinsson

Þetta er Ólafsvíkurrútan. Maður er einn og horfir út um gluggann. Rosalega er hún lengi á leiðinni. Allan daginn. Það finnst manni allavega þegar maður er bara átta ára. Það fara allir inn í Hótel Borgarnes og fá sér að borða. Nema ég. Ég er með banana og samloku í poka. Ég hef aldrei komið til Ólafsvíkur. Það er allt í lagi. Rútan fer ekki lengra en þangað svo þá hlýt ég að vita að hún er komin. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | 386 orð

STEFÁN ÞORSTEINSSON

STEFÁN ÞORSTEINSSON Stefán Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1913. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þriðjudaginn 1. apríl, 83 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Albertsdóttir og Þorsteinn Sigurgeirsson. Aðalbjörg f. 10.4. Meira
10. apríl 1997 | Minningargreinar | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Það var í kringum 1980 sem kunningsskapur okkar Gumma hófst er hann fór að venja komur sínar í Borgarfjörðinn ýmist í fylgd eða til að heimsækja sameiginlegan félaga okkar Jóhann Pjetur á Hvítárbakka. Seinna áttu fleiri þræðir eftir að tengja okkur betur saman. Meira

Viðskipti

10. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Dollar hækkar gegn marki og jeni

»GENGI dollar hækkaði enn í gær gegn marki og jeni og leiddi það til hærrra gengis hlutabréfa í evrópskum kauphöllum vegna hagnaðarvona útflutningsfyrirtækja. Hlutabréf í París, Frankfurt og London hækkuðu talsvert í verði á sama tíma og gengi dollars gegn marki hafði ekki verið hærra í þrjú ár og gengi hans gegn jeni var með því hæsta í 56 mánuði. Meira

Daglegt líf

10. apríl 1997 | Neytendur | 63 orð

Handverksmarkaður á Garðatorgi

UM helgina verður handverksmarkaður á Garðatorgi. Milli 40 og 50 seljendur verða með aðstöðu á torginu og sýna verk sín, trévörur, glervarning, postulín, leir, blómaskreytingar, málverk og ýmislegt fleira. Sölusýningin er opin á laugardag frá 10-18 og sunnudag frá 11-18. Kvenfélag Garðabæjar verður með sölu á kaffi og meðlæti fyrir þá sem vilja. Meira
10. apríl 1997 | Neytendur | 235 orð

Körlum kennt að matreiða

Á NÆSTU dögum stendur til að halda sérstakt matreiðslunámskeið fyrir karlmenn hjá Matreiðsluskólanum okkar. Þetta er í fyrsta skipti sem forsvarsmenn skólans bjóða karlmönnum sérstaklega að koma á námskeið. "Við erum að reyna að virkja áhuga karlmanna á matreiðslu," segir Gissur Guðmundsson, skólastjóri Matreiðsluskólans okkar. Meira
10. apríl 1997 | Neytendur | 136 orð

Landskeppni Eymundsson og Burda

FYRIRTÆKIÐ Burda hefur ákveðið að hætta með Evrópukeppnina í saumaskap en í fyrra fór Guðrún Árdís Össurardóttir með sigur af hólmi í þeirri keppni. Í staðinn hefur verið ákveðið að hafa landskeppni hér heima sem haldin verður á vegum Eymundsson og Burda. Tekið verður tillit til frágangs, heildarsvips og sumartískunnar þegar vinningsflíkur verða valdar. Meira
10. apríl 1997 | Neytendur | 487 orð

Lýsi ríkt af DHA fitusýrum í undirbúningi

Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Barcelona í lok síðasta árs og fjallaði um fjölómettaðar fitusýrur í fæðu og fyrirbygjandi áhrif þeirra á sjúkdóma komu m.a. fram ýmsar upplýsingar um DHA fitusýru. "DHA fitusýra gegnir stóru hlutverki í vexti og þroska ungbarna og er mikilvæg í uppbyggingu heila og miðtaugakerfis. Meira
10. apríl 1997 | Neytendur | 195 orð

Réttir úr eggjum villtra fugla

Í matreiðsluþætti Sigmars B. Haukssonar í sjónvarpinu í gær var viðfangsefnið egg. Matreiddir voru tveir eggjaréttir sem tilvalið er að nota í egg villtra fugla. Súrsuð egg Meira

Fastir þættir

10. apríl 1997 | Dagbók | 2875 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 4. - 10. apríl: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16, er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 334 orð

AV

AV Sigurleifur Guðjónsson ­ Oliver Kristófersson280Ingibjörg Stefánsdóttir ­ Þorsteinn Davíðsson268Eysteinn Einarsson ­ Sævar Magnússon256 Meðalskor 216. Fimmtudaginn 3. apríl spiluðu 24 pör Mitchell. Meira
10. apríl 1997 | Í dag | 121 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. apríl, er áttatíu og fimm ára Jón Þ. Sigurðsson, vélstjóri frá Hnífsdal, nú til heimilis áDvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði. Eiginkona hans var Sigurpála Jóhannsdóttir, en hún er látin. Meira
10. apríl 1997 | Í dag | 55 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 10. apríl, er sextugurLoftur Jónsson, forstjóri, Blikanesi 19, Garðabæ. Eiginkona hans er Ásta Margrét Hávarðardóttir. Þau hjón dveljast um þessar mundir hjá dóttur sinni og tengdasyni í Indiana, Bandaríkjunum. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 63 orð

Bridsfélag Hornafjarðar HINN árlegi Sýslutvímenning

HINN árlegi Sýslutvímenningur Bridsfélags Hornafjarðar var spilaður í Ekru laugardaginn fyrir páska. Spilaður var barómeter, 55 spil, og varð lokaröð efstu spilara þessi: Gunnar P. Halldórsson - Guðbrandur Jóhannsson49Magnús Jónasson - Grétar Vilbergsson 40Ólafur Jónsson - Sigfinnur Gunnarsson 31Ragnar L. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 218 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akraness

HIN árlega bæjakeppni milli Akraness og Hafnarfjarðar var spiluð á Akranesi 5. apríl sl. Þessi keppni er árleg og keppt til skiptis á Akranesi eða í Hafnarfirði og oftat á 6 borðum, fyrst var spilað fyrir um það bil 40­50 árum. Bridsfélag Hafnarfjarðar hafði unnið sl. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 47 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyflis

Ágús Benediktsson og Bragi Eiríksson hafa tekið forystuna í Butler- tvímenningi félagsins. Þeir hafa 150 stig en röð næstu para er annars þessi: Anna G. Nielsen ­ Guðlaugur Nielsen105Skafti Björnsson ­ Jón Sigtryggsson101Thorvald Imsland ­ Rúnar Guðmundsson82Kári Sigurjónss. ­ Guðm. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 75 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Góð þátttaka á Suðurnesjum

Aðaltvímenningur Bridsfélags Suðurnesja hófst sl. mánudagskvöld í félagsheimilinu og mættu 22 pör. Spilaður er barometer, 6 spil milli para, og stendur keppnin í fimm kvöld. Sigurður Davíðsson og Þorvaldur Finnsson byrjuðu best og eru með 53 yfir meðalskor eða liðlega 13 í setu. Gísli Torfason og Jóhannes Sigurðsson eru með 48 og Sigurður Albertsson og Jóhann Benediktsson eru með 37. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 277 orð

Gömlu jaxlarnir efstir atvinnumanna

Fáksmenn héldu laugardaginn 5. apríl mót á svæði sínu Víðivöllum þar sem keppt var í sex flokkum í tölti. Fyrirhuguð skeiðkeppni var felld niður þar sem ekki þóttu aðstæður fyrir hendi. GÓÐ þátttaka var í flestum flokkum og ljóst að fjölgun keppnisflokka örvar hestamenn til þátttöku í keppnum sem þessum. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 333 orð

Naumur sigur Fjölbrautar í Breiðholti

FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breiðholti sigraði annað árið í röð í keppni framhaldsskólanna í hestaíþróttum. Sigurinn var naumur að þessu sinni því Menntaskólinn við Hamrahlíð var aðeins 0,8 stigum neðan við Breiðhyltinga svo litlu mátti muna. Fjórir keppendur voru leyfðir í hverri sveit en sigursveitina skipuðu Guðmar Þór Pétursson, Sölvi Sigurðarson, Helga S. Valgeirsdóttir og Elfa D. Jónsdóttir. Meira
10. apríl 1997 | Dagbók | 792 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 245 orð

Stígur í reiðhöllinniFÁKSMENN munu hal

Stígur í reiðhöllinniFÁKSMENN munu halda sýningu í reiðhöllinni í Víðidal um helgina þar sem boðið verður upp á ýmislegt, hestamönnum og öðrum til skemmtunar. Meira
10. apríl 1997 | Fastir þættir | 274 orð

Stóðhestar kynntir

Hrossaræktarsamtök Suðurlands Stóðhestar kynntir HROSSARÆKTARSAMTÖK Suðurlands hafa nú öðru sinni gefið út veglegan bækling þar sem kynntir eru stóðhestar sem standa félagsmönnum og öðrum til boða í vor og sumar. Meira
10. apríl 1997 | Í dag | 187 orð

Tapað/fundið Handveski tapaðistSVART, kringlótt,

SVART, kringlótt, handveski tapaðist við Ármúla 2. apríl. Í veskinu voru peningar sem eru afmælisgjöf. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 552­1847. Dýrahald Trýna er týnd!KISAN okkar hún Trýna, sem á heima í Garðabæ, hvarf 30. mars og hefur ekki sést síðan. Hún gæti verið lokuð einhvers staðar inni í bílskúr eða geymslu. Meira
10. apríl 1997 | Í dag | 396 orð

ÝLEGA var klukkunni breytt í Evrópu og tekinn upp suma

ÝLEGA var klukkunni breytt í Evrópu og tekinn upp sumartími. Þetta leiðir hugann að því hvers vegna við Íslendingar gerum ekki það sama. Margvísleg rök mæla með slíkri breytingu. Fyrst og fremst þau að fólk geti notið sumarsins betur á virkum dögum. Meira

Íþróttir

10. apríl 1997 | Íþróttir | 341 orð

Chelsea fékk aftur skell

RUUD Gullit og lærisveinar hans sóttu ekki gull í greipar leikmanna Coventry, sem lögðu þá að velli á Highfield Road í úrvalsdeildarkeppninni í gærkvöldi. Leikmenn Coventry gerðu út um leikinn með þremur mörkum á níu mín. leikkafla í seinni hálfleik. Chelsea hefur fengið tvo skelli á örfáum dögum, tapaði heima fyrir Arsenal um sl. helgi, 0:3. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 492 orð

Dortmund skrefi framar

Dortmund eygir úrslitaleik í Meistaradeildinni í fyrsta sinn eftir 1:0 sigur á Manchester United í Dortmund í gærkvöldi. Vængbrotið lið heimamanna var betra en Englandsmeistararnir, einkum í fyrri hálfleik þegar leikmenn United voru nánast eins og áhorfendur. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 308 orð

Ekki smeykur í framlengingu

Þetta var stórkostleg auglýsing fyrir handboltann, þó að leikurinn hafi ekki verið sérlega vel leikinn. Spennan var geysileg og ég vil þakka Stjörnuliðinu fyrir frábæra skemmtun. Ég var ekki smeykur við framlengingu því ég vissi að við gætum unnið," sagði Magnús Teitsson þjálfari Hauka. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 220 orð

Ekki tilbúinn að tapa "ÞAÐ

"ÞAÐ þýðir ekki annað en að stinga sér eftir gullinu í hvert sinn," sagði Örn Arnarson. "Ég er ekki tilbúinn til að tapa fyrir erlendum keppendum þótt ég þekki lítið til þeirra," bætti hann við, inntur eftir góðum lokaspretti í 100 m skriðsundi, þar sem hann var í 4. sæti eftir helming sundsins. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 248 orð

Esztergal varð fyrir áreitni

UNGVERSKA handknattleikskonan Judith Esztergal, sem leikur með Haukum, varð að flýja heimili sitt til að fá frið fyrir áreitni. Eftir þriðja leikinn í úrslitunum við Stjörnuna var sífellt verið að trufla hana á heimilinu með símhringingum á nóttinni. "Það var hringt á dyrabjöllunni hjá mér og síðan var alltaf verið að trufla mig með símhringingum um nætur. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 258 orð

FREGNIR

FREGNIR frá Spáni í gær hermdu að stórliðið Barcelona hefði boðið 20 milljónir punda í enska landsiðsmiðherjann frábæra Alan Shearer hjá Newcastle. Rétt er að geta þess að fréttin hefur ekki verið staðfest. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 143 orð

HANDKNATTLEIKUR Tímamót

ERLINGUR Kristjánsson, fyrirliði KA-liðsins, lék tímamótaleik gegn Aftureldingu á Akureyri í fyrrakvöld - 500. leikinn með KA meistaraflokki KA í handknattleik. Erlingur hefur verið á ferðinni sem handknattleiks- og knattspyrnumaður með KA í nítján ár. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 266 orð

Heilladísirnar ekki með Norman

Marga kylfinga dreymir um að leika í bandarísku meistarakeppninni, en ekki er ólíklegt að Ástralinn Greg Norman hafi fengið martraðir vegna reynslu sinnar af keppninni. Svo virðist sem græni jakkinn vilji ekki hanga á slá í fataskáp kappans. Árið 1986 hafnaði hann einu höggi á eftir hinum 46 ára gamla Jack Nicklaus, sem lék síðasta hringinn á 65 höggum og sigraði í sjötta sinn. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 582 orð

Í fyrsta skipti í útlöndum

Systurnar Eva og Íris Heimisdætur úr Sandgerði voru að keppa í sundi í fyrsta sinn í útlöndum og sögðust hafa haft gaman af og framfarir verið miklar. Íris sem er yngri af þeim systrum, 13 ára, vann til tvennra bronsverðlauna í sínum flokki í 100 og 200 m bringusundi. Eva sem er tveimur árum eldri náði að bæta sig mikið í sömu greinum og náði 5. sæti í styttra sundinu en 7. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 17 orð

Í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni karla: Varmá:UMFA - KA20.15

Handknattleikur Úrslitakeppni karla: Varmá:UMFA - KA20.15 Knattspyrna Reykjavíkurmótið Gervigras:Fylkir - ÍRkl. 20.30 Leiknisv.:Þróttur - Fjölnirkl. 20. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 97 orð

Jones sá besti ANNAR tveggja hö

Jones sá besti ANNAR tveggja hönnuða Augusta National-vallarins, Bobby Jones, er af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar. Árið 1930 sigraði hann á öllum fjórum stærstu mótum heims; opnu bresku og bandarísku meistara- og áhugamannamótunum. Þrátt fyrir mikla snilli í golfíþróttinni, gerðist Jones aldrei atvinnumaður. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 626 orð

Juventus lék stórkostlega í Amsterdam

Lið Juventus, Evrópu- og heimsmeistari félagsliða frá Ítalíu, lék frábæra knattspyrnu er það sótti Hollandsmeistara Ajax heim í Amsterdam í gærkvöldi og sigraði 2:1. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var frábær skemmtun, bæði lið léku vel og fengu góð tækifæri til að skora, Juventus þó sýnu fleiri og betri og sigur ítalska liðsins var mjög sanngjarn. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 173 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu Fyrri leikir í undanúrslitum: Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Manchester United1:0Rene Tretschok (76.) Áhorfendur: 48.500. Dortmund: Stefan Klos - Stefan Reuter, Wolfgang Feiersinger, Martin Kree - Paul Lambert, Paulo Sousa - Lars Ricken (Steffen Freund 89. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 249 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Valur - Víkingur4:2 Arnar Hrafn Jóhannsson 2, Atli Helgason, Sigurbjörn Hreiðarsson - Gauti

Reykjavíkurmótið Valur - Víkingur4:2 Arnar Hrafn Jóhannsson 2, Atli Helgason, Sigurbjörn Hreiðarsson - Gauti Marteinsson, Lárus Huldarsson. Suðurnesjamótið Grindavík - Njarðvík7:1 England Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 134 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin: Toronto - Washington100:94 New Jersey - Miami92:94 New York - Cleveland73:93 Dallas -

Evrópukeppni kvenna: Fjögurra liða úrslit: Larirra, Grikklandi: Wuppertal - Ruzomberok86:66 Sandra Brondello 23, Petra Kremer 19, Marlise Askamp 19 - Elena Jirko 20, Iveta Bielikova 15, Renata Hirakova 12. 1.800. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 182 orð

Langþráð takmark í höfn

"ÉG áttaði mig ekki á því að ég var komin í A-hóp fyrr en daginn eftir og að sjálfsögðu er ég ánægð með að takmarkið skuli vera í höfn, þetta hefur verið langþráð takmark," sagði Lára Hrund Bjargardóttir, Þór, Þorlákshöfn. Hún vann sér sæti í A-hóp Sundssambandsins er hún synti 200 m skriðsund á 2.09,47 mín sem nægði til 4. sætis. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 761 orð

Listaverk Jones er snúin gestaþraut

Bandaríska meistarakeppnin hefst í dag á Augusta National-vellinum. Edwin Rögnvaldsson varpaði ljósi á sögu keppninnar og vallarins. Snemma á fjórða áratugi þessarar aldar hóf bandaríski kylfingurinn Robert Tyre Jones yngri hönnun á golfvelli nokkrum í Georgíuríki ásamt skoskum kunningja sínum, Alistair Mackenzie. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 177 orð

Lokahóf KKÍ KÖRFUKNATTLEIKSMENN halda lokahóf

KÖRFUKNATTLEIKSMENN halda lokahóf sitt á Hótel Íslandi á morgun, föstudag og hefjast herlegheitin kl. 19. Hófið verður með allra glæsilegasta móti að þessu sinni. Keppendur úr fegurðarsamkeppni Reykjavíkur taka á móti gestum með fordrykk þegar þá ber að garði og síðan verður þriggja rétta máltíð, fiskisúpa, lambavöðvi og írskur kaffiís. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 243 orð

MARGRÉT Theódórsdóttir

MARGRÉT Theódórsdóttirleikmaður Stjörnunnar var mörgum hnútum kunnug á fjölum Íþróttahúss Garðabæjar í gærkvöldi. Hún þjálfaði lið Hauka fyrir nokkrum árum og þá flestar stúlkurnar úr liðinu, sem aldar eru upp hjá félaginu og fyrir tíu árum var hún þjálfari hjá Stjörnunni. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 305 orð

Miklar framfarir

"ÉG gerði mér vonir um að komast í úrslit en hélt að ég næði aldrei að vinna grein, hvað þá tvær," sagði Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi en hann sigraði bæði í 100 og 200 m bringusundi í 15 ára flokki. "Það má því segja að mér hafi gengið vonum framar." Sævar Sigurjónsson úr Keflavík náði einnig að komast í úrslit í sömu greinum í sama aldursflokki. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 126 orð

Nick Price á vallarmetið

VALLARMETIÐ á Augusta er 63 högg, en það var sett af Suður-Afríkumanninum Nick Price árið 1986. Þá lék hann fyrstu holuna á skolla, en næstu fimmtán holur lék hann á tíu höggum undir pari. Þennan snilldarleik sýndi hann á þriðja keppnisdegi og komst hann í toppsætið ásamt Greg Norman. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 364 orð

PATRICK Kluivert,

PATRICK Kluivert, framherji hjá Ajax, var í gær skorinn vegna meiðsla í hné og verður líklega frá æfingum í sex vikur. JEROME Leroy, miðjumaður hjá Paris St. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 163 orð

Raul kyrr hjá Real RAUL Gonzalez, framhe

RAUL Gonzalez, framherjinn ungi hjá spænska stórliðinu Real Madrid, gekk í gær frá nýjum samningi við félagið. Hann er þar með bundinn félaginu til ársins 2002 og talið er að hann fái um 150 miljónir króna í árslaun. Raul er aðeins 19 ára og léku 100. leik sinn fyrir Real á mánudaginn. "Þetta er góður samningur. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 210 orð

Setti allt á fullt

"ÉG hefði ekkert haft á móti því að slá Íslandsmet Eydísar í eitt hundrað metra baksundinu og einnig hefði ég mátt fara aðeins hraðar í tvö hundruð metra baksundinu. En svona ganga hlutirnir fyrir sig og ég hef enga ástæðu til annars en vera ánægð með árangurinn, hann er tvímælalaust hvatning til að halda áfram á sömu braut," sagði Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, í mótslok. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 211 orð

Stálum sigrinum, ekki einu sinni ­ heldur tvisvar

Hvað er hægt að segja um þennan leik? Það var ótrúlegt að okkur skyldi takast að stela sigrinum fyrir framan nefið á þeim ­ ekki einu sinni, heldur tvisvar," sagði Vigdís Sigurðardóttir markvörður Hauka, sem vörðu Íslandsmeistaratitil sinn með því að leggja Stjörnuna 26:24 í tvíframlengdum oddaleik í Garðabæ í gærkvöldi. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 158 orð

Stjarnan - Haukar24:26

Íþróttahúsið Ásgarði í Garðabæ, oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik, miðvikudaginn 9. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:3, 2:4, 4:4, 6:8, 8:9, 10:9, 15:13, 16:16, 17:16, 17:17. 18:17, 18:18, 18:19, 19:19, 20:19, 22:20, 22:22.23:22, 23:24, 23:25, 24:25, 24:26. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 583 orð

Sund

Alþjóðlegt sundmót í Lúxemborg 400 m skriðsund pilta f. 1980: 2. Ómar Snævar Friðriksson, SH4.15,05 7. Róbert Birgisson, Keflavík4.26,09 Sigurtíminn var 4.10,74 mín. 400 m skriðsund pilta f. 1981: 1. Örn Arnarson, SH4.09,65 3. Tómas Sturlaugsson, Ægi4.19,07 400 m skriðsund pilta f. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 78 orð

Sú tólfta ekki erfiðust

MARGIR eru þeirrar skoðunar að Augusta National-völlurinn sé mjög erfiður, en erfiðasta braut hans hafnaði í 57. sæti á lista yfir erfiðustu holurnar á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Margir kynnu þá einnig að halda að sú hola hafi verið sú tólfta (mynd fyrir ofan), sem er sögð vera ein erfiðasta braut heims. Svo var ekki, því erfiðasta hola vallarins er sú fjórða, sem er par 3. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 477 orð

Ungverska kjarnorkukonan fór hamförum

SPENNUSTIGIÐ var hátt í troðfullu íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í gærkvöldi er Haukar og Stjarnan léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki annað árið í röð. Eins og í fyrra voru það Haukar sem hömpuðu Íslandsbikarnum eftir ótrúlega spennandi leik sem þurfti að tvíframlengja. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 1084 orð

Vonum framar

Ég tel þetta vera eitt af stærri unglingamótum í sundi í Evrópu ár hvert og þegar úrslitin frá sama móti í fyrra eru skoðuð kemur fram að það hefur verið sterkara nú. Af því getum við fullyrt að þessi árangur er mjög góður," sagði Eðvarð Þór Eðvarsson, annar tveggja þjálfara íslenska unglingalandsliðsins í sundi. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 117 orð

Wood glataði miðanum

ÁRIÐ 1935 fór meistarakeppnin fram í annað sinn. Bandaríkjamaðurinn Craig Wood hafði lokið keppni og hafði þriggja högga forystu á Gene Sarazen. Sá síðarnefndi sló þá "höggið sem heyrðist um víða veröld". Annað högg hans á 15. holu sveif 200 metra yfir tjörn, sem er við flötina, og hvarf í holuna. Hann lék því brautina á þremur höggum undir pari, en slíkt afrek nefnist albatrosi. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 267 orð

Þeir hafa sigrað Þessir hafa sigrað

Þessir hafa sigrað í bandarísku meistarakeppninni: 1996 Nick Faldo, Bretlandi 1995 Ben Crenshaw, Bandaríkjunum 1994 Jose Maria Olazabal, Spáni 1993 Bernhard Langer, Þýskalandi 1992 Fred Couples, Bandaríkjunum 1991 Ian Woosnam, Bretlandi 1990 Nick Faldo, Bretlandi 1989 Nick Faldo, Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 240 orð

Þýska knattspyrnan á RÚV næsta vetur

RÍKISSJÓNVARPIÐ verður með leiki í þýsku 1. deildinni í knattspyrnunni í beinni útsendingu á laugardögum næsta vetur, á þeim tíma sem enska knattspyrnan hefur verið á dagskrá stöðvarinnar síðustu áratugi. Stöð 2 hefur fengið sýningarréttinn á ensku leikjunum, eins og áður hefur komið fram. Meira
10. apríl 1997 | Íþróttir | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

Þýskaland Nokkrir leikir voru í 1. deildarkeppni karla í handknattleik í gærkvöldi: Fredenbeck - Grosswallstadt29:28 Héðinn Gilsson skoraði tvö mörk. Lemgo - Nettelstedt36:30 Minden - Kiel22:28 Sigurður Bjarnason skoraði fjögur mörk. Meira

Úr verinu

10. apríl 1997 | Úr verinu | 291 orð

Fimmtán fiskiskip sóttu um leyfi til makrílveiða

SAMKVÆMT samkomulagi við færeysk stjórnvöld er íslenskum skipum heimilt á árinu 1997 að veiða í lögsögu Færeyja 1000 lestir af makríl og 2000 lestir af Hjaltlandssíld, sunnan 62. norðlægrar breiddargráðu. Meira
10. apríl 1997 | Úr verinu | 281 orð

Reisti 1.800 fermetra skipsmíðastöð í Guyana

REGIN Grímsson bátasmiður hefur reist skipasmíðastöð í Guyana í Suður-Ameríku í samvinnu við þarlenda útgerð og hyggst þar smíða um 30 plasttogara fyrir útgerðina, auk annarra tilfallandi verkefna. Meira

Viðskiptablað

10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 341 orð

Aðalfundur EDI-félagsins

Aðalfundur EDI-félagsins, félags um pappírslaus viðskipti milli tölva, verður haldinn í Búnaðarþingsal Hótels Sögu á morgun, föstudag, kl. 15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða í fyrsta sinn veitt sérstök EDI-verðlaun en þau hljóta það fyrirtæki sem, að mati dómnefndar, hefur skarað fram úr á sviði pappírslausra viðskipta. Corel kynning Föstudaginn 11. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 135 orð

Atlantic Airways með betri afkomu

AFKOMA Atlantic Airways í Færeyjum hefur aldrei verið betri en í fyrra, þegar flugfélagið skilaði hagnaði upp á 5,1 milljón danskra króna miðað við hálfa milljón danskra króna eftir afskriftir 1995. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 518 orð

Aukinn kostnaður lyfjaheildsala vegna nýrra lyfjalaga

FJÖLGUN lyfjabúða og aukin verðsamkeppni á lyfjamarkaði, í kjölfar nýrra lyfjalaga sem tóku gildi þann 15. mars 1996, hefur ekki leitt til stækkunar lyfjamarkaðarins. Því hefur breytingin haft í för með sér kostnaðarauka fyrir lyfjaheildsölur í landinu. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Ólafs B. Thors, stjórnarformanns Lyfjaverslunar Íslands hf., á aðalfundi félagsins á laugardag. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 409 orð

Ársfundur rannsóknarráðs

Ársfundur rannsóknarráðs RANNSÓKNARRÁÐ Íslands heldur ársfund þriðjudaginn 15. apríl nk. í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Ársfundurinn verður settur kl. 13.15 og mun Björn Bjarnason menntamálaráðherra flytja ávarp en próf. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 785 orð

Breytingar á matvörumarkaði

MIKLAR breytingar hafa orðið á evrópskum matvöruverslunum á undanförnum árum. Alþjóðlegar matvöruverslunarkeðjur eru að færa út kvíarnar í Austur-Evrópu og minni verslanir eiga fótum fjör að launa við að standast samkeppni stóru verslunarkeðjanna. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 78 orð

Engum tilboðum tekið í ríkisbréf

LÁNASÝSLA ríkisins hafnaði þeim tilboðum sem bárust í óverðtryggð ríkisbréf með gjalddaga í október árið 2000 í útboði í gær. Í síðasta útboði á ríkisbréfum fyrir tæpum mánuði seldust ríkisbréf fyrir 789 milljónir króna við meðalávöxtunarkröfunni 9,20%. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 340 orð

Hagkvæmara að ferðast á Saga 2

ERLA Matthíasdóttir starfar hjá lyfjafyrirtækinu Pharmaco og þarf að ferðast mikið á hverju ári vegna starfs síns eða allt frá 5-6 sinnum á ári upp í 12 sinnum á ári. Hún þurfti að bregða sér til Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var vegna viðskiptafundar, en gat lokið erindinu á einum degi og komist heim samdægurs með kvöldflugi Flugleiða. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 105 orð

Hagnaður HP eykst um 15%

912 milljóna dollara hagnaður varð af rekstri Hewlett-Packard á fyrsta fjórðungi þessa fjárhagsárs (1. nóvember­31. janúar) og jókst hagnaður fyrirtækisins um 15% frá sama tímabili í fyrra. Þetta er mun betri afkoma en búist hafði verið við og jókst velta fyrirtækisins um 11%, fór út 9,3 milljörðum í 10,3 milljarða dollara. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 424 orð

Heimsóknin á að efla gömul og sterk tengsl

Bresk viðskiptanefnd heimsækir Ísland í næstu viku Heimsóknin á að efla gömul og sterk tengsl Fulltrúar 21 skosks fyrirtækis og 5 enskra í nefndinni BRESK viðskiptasendinefnd heimsækir Ísland dagana 14. til 18. apríl næstkomandi. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1497 orð

Hlutabréfin hækka þrátt fyrir lága arðsemi Arðsemi eiginfjár olíufélaganna þriggja er á bilinu 7­8% sem þykir lítil arðsemi á

Hagnaður olíufélaganna þriggja nam samtals 623 milljónum króna á síðasta ári Hlutabréfin hækka þrátt fyrir lága arðsemi Arðsemi eiginfjár olíufélaganna þriggja er á bilinu 7­8% sem þykir lítil arðsemi á alþjóðlegan mælikvarða. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 187 orð

IG Metall vill 32 tíma vinnuviku

STÆRSTA verkalýðsfélag Þýzkalands, IG Metall, hefur tekið frumkvæðið á ráðstefnu verkalýðsleiðtoga, vinnuveitenda og stjórnmálamanna með því að stinga upp á 32 klukkutíma vinnuviku til að stuðla að því að dregið verði úr atvinnuleysi. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 728 orð

Íslenskum fjárfestum boðin þátttaka

Íslenska farsímafélagið ehf. sækir um GSM-starfsleyfi Íslenskum fjárfestum boðin þátttaka ÍSLENSKA farsímafélagið ehf., sem var eini umsækjandinn um starfsleyfi fyrir GSM-farsímaþjónustu hér á landi, var stofnað nokkrum dögum áður en umsóknarfrestur rann út 2. apríl. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 356 orð

Lokunin hjá Renault í Belgíu ólögmæt

BELGÍSKUR dómstóll komst að þeirri niðurstöðu á nýverið að Renault hefði brotið gegn belgískum lögum er fyrirtækið ákvað að loka verksmiðjum sínum í Vilvorde í Belgíu frá og með 31. júlí á þessu ári. Sagði dómarinn fyrirtækið hafa verið skuldbundið til að hafa samráð við starfsfólk sitt áður en slík ákvörðun væri tekin. Talsmenn Renault sögðu þennan dóm engu breyta um lokun verksmiðjunnar. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 122 orð

Lyfjaverslun

Fjölgun lyfjabúða og aukin verðsamkeppni á lyfjamarkaði, í kjölfar nýrra lyfjalaga sem tóku gildi þann 15. mars 1996, hefur ekki leitt til stækkunar lyfjamarkaðarins, heldur hefur haft í för með sér kostnaðarauka fyrir lyfjaheildsölur í landinu. /2 FarsímiÍslenska farsímafélagið ehf. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 291 orð

Metsala á mikilvægum vörum í fyrra

STEFNT er að því að auka hlutafé Sláturfélags Suðurlands á þessu ári, að því er fram kemur í ávarpi Steinþórs Skúlasonar, forstjóra félagsins, í ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi á föstudag. Þar kemur fram að frá því hlutafjárútboð félagsins fór fram á síðasta ári hafa hlutabréfin tvöfaldast í verði. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1421 orð

Mun hagkvæmara að fljúga á viðskiptafarrými Íslendingar í viðskiptaerindum fljúga miklu fremur á almennum fargjöldum en á

MUN hagkvæmara er fyrir fyrirtæki að láta starfsmenn sína sem þurfa að sinna viðskiptaerindum erlendis fljúga á viðskiptafarrými heldur en kaupa undir þá almennt fargjald með þeim takmörkunum sem því fylgja. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 631 orð

Nýtt skipurit Olís

NÝLEGA tók gildi nýtt skipurit fyrir Olíuverzlun Íslands hf. Skipuritið tekur mið af stefnumótun félagsins þar sem megináhersla er lögð á markaðsstarf og aukna þjónustu við viðskiptavini. Hið nýja skipulag, sem er svokallað "matrixu"-skipulag, gerir ráð fyrir að starfsemi félagsins sé skipt upp í fjórar tekjueiningar, sem beri uppi tekjumyndun félagsins auk þriggja stoðdeilda, Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 187 orð

Plastos stækkar við sig

PLASTOS tekur á morgun, föstudag, formlega í notkun nýtt 5.000 fermetra húsnæði sem Plastos hefur byggt að Suðurhrauni 3 í Garðabæ en þennan dag er nákvæmlega eitt ár liðið frá því að gengið var frá sölu á 3.000 fermetra húsnæði á Krókhálsi 6 til Íslenska útvarpsfélagsins hf. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 131 orð

Ríkisstjórnin skipar starfshóp

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að setja á fót vinnuhóp til að meta, útfæra og fylgja eftir tillögum nefndar um stöðu og framtíðarmöguleika íslensks tónlistariðnaðar. Ráðgert er að hópurinn taki til starfa á næstu dögum. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 242 orð

Samstarfssamningur um Corel-hugbúnað

UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Hugbúnaðar hf. annars vegar, fyrir hönd Corel Corporation í Kanada, og Tæknivals hf. hins vegar. Samstarfssamningurinn felur í sér að frá og með 1. maí nk. fylgir Corel WordPerfect Suite-hugbúnaður með öllum nýjum tölvum sem Tæknival selur, að því er fram kemur í frétt. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 959 orð

Siðir og hefðir í alþjóðaviðskiptum SamskiptiSiðir og hefðir eru svo sterkur þáttur í menningu og lífsmunstri margra þjóða að

ÞÓ AÐ sérhver þjóð búi við sínar eigin siðareglur og hefðir gilda sameiginlegar grundvallarreglur sem nauðsynlegt getur verið að kunna skil á. Þeir sem leita eftir viðskiptum í öðrum löndum þurfa að undirbúa ferðina vel og kynna sér, áður en farið er af stað, menningu og sögu þjóðar og helstu þætti daglegs lífs. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 970 orð

Skjalastjórnun og kröfur upplýsingalaga SjónarhornNý upplýsingalög hafa tekið gildi hér á landi nýlega. Alfa Kristjánsdóttir

Skjalastjórnun og kröfur upplýsingalaga SjónarhornNý upplýsingalög hafa tekið gildi hér á landi nýlega. Alfa Kristjánsdóttir segir að með gildistöku laganna hafi skjalastjórnun knúið dyra hjá skrifstofum hins opinbera. UPPLÝSINGALÖG (nr. 50/1996) sem tóku gildi 1. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 464 orð

Stefnt að 50 milljóna króna hagnaði í ár

TAP af rekstri Kaupfélags Árnesinga (KÁ) nam 96 milljónum króna á síðastliðnu ári. Tapreksturinn skýrist m.a. af sameiningu þess við Kaupfélag Rangæinga, tapi af rekstri félagsins í Vestmannaeyjum og harðri samkeppni á matvörumarkaði. Tap af reglulegri starfsemi félagsins nam 52,7 milljónum króna samanborið við 67,8 milljónir árið 1995. Velta fyrirtækisins nam 3. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 2183 orð

Strandhögg eðlisfræðinga í fjármálalífinu Áhugaleysi stúdenta á raungreinum er víða áhyggjuefni. Sigrún Davíðsdóttir ræddi

Strandhögg eðlisfræðinga í fjármálalífinu Áhugaleysi stúdenta á raungreinum er víða áhyggjuefni. Sigrún Davíðsdóttir ræddi nýlega við Andrew Jackson, prófessor í eðlisfræði við Niels Bohr-stofnunina í Kaupmannahöfn, um kennslu og hvernig fjármálaheimurinn horfir við eðlisfræðingum. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 109 orð

Umhverfisvernd og hagvöxtur

ALÞJÓÐA verslunarráðið og Gæðastjórnunarfélag Íslands gangast, í samvinnu við umhverfisráðuneytið, fyrir hádegisverðarfundi með Frances Cairncross, blaðamanni og fyrrverandi ritstjóra umhverfismála hjá The Economist föstudaginn 11. apríl nk. í Ársal, Hótel Sögu, frá kl. 12­14. Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | 9 orð

VIÐSKIPTIHagkvæmt á viðskiptafarrými/4

VIÐSKIPTIHagkvæmt á viðskiptafarrými/4OLÍUFÉLÖGLítil arðsemi en hækka samt/6FJÁRMÁLStrandhögg eðlisfræðinganna / Meira
10. apríl 1997 | Viðskiptablað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.