Greinar laugardaginn 12. apríl 1997

Forsíða

12. apríl 1997 | Forsíða | 113 orð

Indlandsstjórn fallin

H.D. DEVE Gowda, forsætisráðherra Indlands, beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu um traust á ríkisstjórnina á þingi í gær. Gekk hann strax á fund forseta landsins þar sem hann lagði fram afsagnarbeiðni og er búist við nýjum kosningum bráðlega. Meira
12. apríl 1997 | Forsíða | 218 orð

Ítalskur herflokkur til Durres

FYRSTU ítölsku hermennirnir komu til Albaníu í gær til að undirbúa aðgerðir fjölþjóðlegra öryggissveita sem eiga að greiða fyrir matvæla- og lyfjaflutningum til nauðstaddra Albana. Þetta er í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöld sem Ítalir fara fyrir fjölþjóðlegum hersveitum. Gert er ráð fyrir að 6. Meira
12. apríl 1997 | Forsíða | 80 orð

Lúðu- og steinbítseldi styrkt

LÚÐA, skelfiskur og steinbítur eiga að verða nýju eldistegundirnar í Noregi og hafa stjórnvöld lagt fram 600 millj. ísl. kr. til að koma starfseminni af stað. Laxinn ber höfuð og herðar yfir allt annað í eldinu en norska stjórnin vill renna fleiri stoðum undir mannlífið á landsbyggðinni. Meira
12. apríl 1997 | Forsíða | 143 orð

Lögunum um Kúbu breytt?

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) kvaðst í gær hafa náð samkomulagi við Bandaríkjastjórn í deilu þeirra um bandarísk lög um refsiaðgerðir gegn Kúbu. Samkomulagið gæti orðið til þess að lögunum yrði breytt. Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Meira
12. apríl 1997 | Forsíða | 47 orð

Ófriðlegt í Hebron

ÁTÖKIN milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna halda áfram, ekki aðeins í Jerúsalem, heldur einnig víða á Vesturbakkanum. Þessi mynd var tekin í Hebron í gær og sýnir Palestínumann kasta steini fyrir húshorn á ísraelska hermenn, sem þar biðu. Um 16 Palestínumenn særðust í átökunum. Meira
12. apríl 1997 | Forsíða | 365 orð

Sendiherrar ESB-ríkjanna í Íran kallaðir heim

FLEST Evrópusambandsríkin ákváðu í gær að kalla heim sendiherra sína í Teheran en í fyrradag komst þýskur dómstóll að þeirri niðurstöðu, að ráðamenn í Íran hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Þýskalandi. Hundruð manna grýttu í gær þýska sendiráðið í Teheran en Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti Írans, sagði, að uppistandið væri aðeins bylur, sem gengi fljótt yfir. Meira

Fréttir

12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

8 handteknir vegna fíkniefnamisferlis

LÖGREGLAN í Kópavogi hefur handtekið alls átta manns seinustu tvo sólarhringa, vegna gruns um neyslu fíkniefna og að hafa fíkniefni undir höndum. Fólkið var handtekið við venjubundið eftirlit, og voru flestir þeir sem um ræðir annað hvort ökumenn eða farþegar í bifreiðum sem lögreglan stöðvaði. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 822 orð

Að finna nál í heystakki

Hjálmtýr Hafsteinsson dósent í tölvunarfræði flytur í dag fyrirlesturinn "Að finna nál í heystakki: Textaleit í tölvum." Fyrirlesturinn er sá fimmti í fyrirlestraröðinni "Undur veraldar" sem haldinn er á vegum Raunvísindadeildar Háskóla Íslands og Hollvinafélags hennar í sal 3 í Háskólabíói kl. 14.. "Ég ætla að hafa fyrirlesturinn í nokkrum hlutum. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 97 orð

Aðildarviðræður snemma á næsta ári

EVRÓPUSAMBANDIÐ mun að öllum líkindum hefja aðildarviðræður við tíu ríki Austur- og Mið-Evrópu snemma á næsta ári, að sögn Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Santer, sem er í opinberri heimsókn í Ljubljana í Slóveníu, sagði að mikilvægur tími færi í hönd, "þar sem viðræður munu sennilega hefjast í byrjun ársins 1998. Meira
12. apríl 1997 | Landsbyggðin | 288 orð

Afkoman svipuð þrátt fyrir samdrátt

Stykkishólmi-Aðalfundur Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. var haldinn í Stykkishólmi þann 8. apríl sl. Í skýrslu Páls Ingólfssonar kom fram að rekstur FMB á árinu 1996, sem var fimmta starfsár félagsins, var að mestu með hefðbundnum hætti. Rekstrarafkoma ársins var sú sama og á árinu á undan, þrátt fyrir nokkurn samdrátt í uppboðs- og þjónustutekjum af fiski. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 32 orð

Aglowfundur

AGLOW ­ kristilegt félag kvenna heldur fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 næstkomandi mánudagskvöld, 14. apríl kl. 20. Ræðumaður verður Ester Jacobsen. Mikill söngur. Kaffihlaðborð selt á staðnum. Allar konur eru velkomnar. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 183 orð

Aukafundur leiðtoga til að höggva á hnútinn?

HOLLENZKA ríkisstjórnin, sem situr nú í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, veltir fyrir sér þeim möguleika að halda aukafund leiðtoga aðildarríkjanna í næsta mánuði til að höggva á hnútinn, sem virðist vera kominn í samningaviðræður á ríkjaráðstefnu sambandsins. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 254 orð

Ástamál Ershads kljúfa flokk hans

ÞRIÐJI stærsti stjórnmálaflokkurinn í Bangladesh, Jatiya-flokknum, stendur frammi fyrir klofningi vegna ástamála leiðtogans, Hossains Mohammads Ershads, og ágreinings hans við aðra forystumenn flokksins um stuðning hans við stjórnina. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 614 orð

Brýnt að huga að verkaskiptingu

Mat lagt á viðskipta- og rekstrarfræðimenntun í menntastofnunum á háskólastigi Brýnt að huga að verkaskiptingu Meira
12. apríl 1997 | Miðopna | 1446 orð

"Dánarbætur of lágar" Dánarbætur vegna fráfalls bátsmanns er tók út af varðskipinu Ægi þann 5. mars sl. nema tæpum tveimur

TUTTUGU og sex ára gömul ekkja, Kristín Geirþrúður Gísladóttir, stendur uppi eignalaus eftir fráfall sambýlismanns síns, Elíasar Arnars Kristjánssonar, sem fórst við björgunarstörf vegna Víkartinds hinn 5. mars síðastliðinn. Mál þetta var til umfjöllunar í fréttum Sjónvarps í fyrrakvöld. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 260 orð

Deilt á íhaldsmenn í Evrópumálum

EVRÓPUMÁLIN, sem hafa reynst John Major, forsætisráðherra Breta, erfiður ljár í þúfu, urðu enn einu sinni tilefni pólitískra deilna í gær, aðeins 20 dögum fyrir þingkosningar. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, réðst þá að Íhaldsflokknum vegna afstöðu hans til sameiginlegs evrópsks gjaldmiðils. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Doktorsritgerð um vaxtarhormón

Ritgerðin nefnist "Growth hormone treatment of growth hormone- deficient adults: Long-term efficacy and individual responsiveness" og fjallar um áhrif vaxtarhormónameðferðar meðal sjúklinga sem eiga við vaxtarhormónaskort að stríða á fullorðinsárum, oftast vegna sjúkdóms í heiladingli. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 305 orð

Er bann við mökum systkina úrelt?

Í KJÖLFAR aukins frjálsræðis á kynferðissviðinu hefur Vagn Greve, danskur prófessor í refsirétti, nú varpað því fram hvort ekki sé kominn tími til að fella úr lögum bann við kynmökum systkina, hvort sem um sé að ræða hálf- eða alsystkin, og að hugtakið blóðskömm eigi ekki lengur rétt á sér. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fá að leysa út vörur

SÝSLUMAÐURINN í Rangárvallasýslu hefur ákveðið að eigendur farms um borð í Víkartindi geti leyst til sín vörur sínar gegn afhendingu tryggingar í formi yfirlýsingar vátryggjanda vöru, bankaábyrgðar eða geymslugreiðslu. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

FÍA ver hag sinna manna

FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, mun standa vörð um hagsmuni rúmlega tuttugu félagsmanna sem höfðu ráðið sig til Flugfélags Íslands. Kristján Egilsson, formaður FÍA, segir félagið ekki hafa aðstöðu til þess að tjá sig um úrskurð samkeppnisyfirvalda, sem sett hefur skilyrði fyrir samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fjallað um flóttakonur

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Digraneskirkju í Kópavogi sunnudaginn 13. apríl kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar er flóttakonur heimsins. Lilja Hjartardóttir frá Amnesty International segir frá og sýnir myndir af flóttakonum sem eru landlausar, heimilislausar og eignalausar. Meira
12. apríl 1997 | Landsbyggðin | 216 orð

Fjölmenni á afmælishátíð

Sauðárkróki-Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, sem er 50 ára, og Sögufélag Skagfirðinga, sem er 60 ára á þessu ári, buðu sl. sunnudag til sameiginlegrar afmælishátíðar í félagsheimilinu Miðgarði. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fjörtíu ár frá vígslu Neskirkju

NESKIRKJA í Reykjavík á vígsluafmæli um þessar mundir en hún var vígð 14. apríl 1957 af þáverandi biskupi Íslands, herra Ásmundi Guðmundssyni. Í tilefni afmælisins verður hátíðarguðsþjónusta næstkomandi sunnudag kl. 14. Ræðumaður verður Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráðherra. Ritningarlestra annast sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og Kristín Bögeskov djákni. Inga J. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 54 orð

Flóð í Minnesota

TVEIR samhentir íbúar St. Peter í Minnesota reyna að gera við leka í flóðvarnargarði, sem ætlað er að verja íbúðarhús bæjarins fyrir skemmdum af völdum flóðvatns úr ánni Minnesota. Reiknað er með því að flóðið í ánni nái hámarki í dag, með um fjögurra metra meiri vatnshæð en í eðlilegu rennsli. Meira
12. apríl 1997 | Landsbyggðin | 78 orð

Fullbúinn skáli við Kollumúlavatn

Egilsstöðum-Hjálparsveit skáta á Fljótsdalshéraði flutti viðbyggingu við skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Egilssel við Kollumúlavatn. Viðbyggingin var flutt á snjóbíl frá Egilsstöðum og gekk ferðin vel. Stækkun skálans nemur 7 fermetrum og telst skálinn því fullbúinn nú, en hann tekur 16-20 manns. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Galakvöldverður útskriftarnema

ÚTSKRIFTARNEMENDUR í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi verða með galakvöldverð sunnudaginn 13. apríl sem samanstendur af 9 réttum og víni. Í fréttatilkynningu segir að þarna verði þeir nemendur sem munu útskrifast í vor að æfa sig fyrir prófið og hafi verið ákveðið að bjóða þeim sem áhuga hefðu á að koma og snæða kvöldverð með frábærri þjónustu. Meira
12. apríl 1997 | Miðopna | 1139 orð

Gekk vonum framar Á þingi Skurðlæknafélags Íslands sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum eru kynntar ýmsar merkar nýjungar. Ein

NÝLEGA var gerð allnýstárleg hjartaskurðaðgerð á skurðdeild Landspítalans, þar sem stór hluti hjartavöðva fertugs karlmanns var skorinn brott í þeim tilgangi að gera hjartanu kleift að starfa eðlilega á ný. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Gengið á milli mannvistarminja í Eldvarpahrauni

ÚTIVIST stendur fyrir gönguferð á milli staða í Eldvarpahrauni á Reykjanesi sunnudaginn 13. apríl þar sem mannvistarminjar hafa fundist. Um er að ræða hellisskúta, smágerðar húsatóftir, rétt o.fl. Stutt frá eru fornleifar þ.ám. tvær alfaraleiðir milli Járngerðastaðahverfis og Staðarhverfis og Njarðvíkurfitja. Farið verðu með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Gengið á Valhúsahæð - Suðurnes

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Ferðafélags Íslands efnir félagið til fjölmargra styttri eða lengri afmælisferða. Fyrsta ferðin er nú á sunnudaginn kemur, 13. apríl, en þá er gengin fyrsti áfangi í léttri raðgöngu um útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Raðgangan er farin í 6 ferðum frá Seltjarnarnesi um göngustíga upp í Heiðmörk. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Gleði í skíðabrekkunum

Morgunblaðið/Þorkell Gleði í skíðabrekkunum MIKIL keppnisgleði ríkir í skíðalöndum Reykvíkinga í Bláfjöllum og Skálafelli um þessa helgi, en þar fer fram Unglingameistaramót Íslands á skíðum. Alls keppa um 600 ungmenni á mótinu. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 651 orð

Grunnskólar opnist íbúum hverfisins

DRÖG að endurskoðun tómstundamála á Akureyri voru lögð fyrir íþrótta- og tómstundaráð í vikunni. Skýrslan var unnin af Valgerði Magnúsdóttur, félagsmálastjóra og Eiríki Birni Björgvinssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag var skýrslan einnig lögð fram til kynningar. Markvisst forvarnarstarf Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hárið í Hvassaleitisskóla

LEIKFÉLAG Hvassaleitisskóla hefur í hálft ár æft hluta söngleiksins Hárið. Söngleikurinn var sýndur þriðjudaginn 8. apríl á árshátíð skólans. Á sunnudaginn kl. 15 verður opin sýning á Hárinu og er miðaverð 250 kr. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 631 orð

Helmingur útgjalda í mat, húsnæði og bíla Hagstofa Íslands kynnti í gær nýjan vísitölugrunn sem byggir á viðamikilli

Hagstofan kynnir nýja neyslukönnun og vísitölugrunn Helmingur útgjalda í mat, húsnæði og bíla Hagstofa Íslands kynnti í gær nýjan vísitölugrunn sem byggir á viðamikilli neyslukönnun sem gerð var 1995. Ný vísitala neysluverðs sem byggir á vísitölugrunninum verður gefin út næstkomandi mánudag. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 387 orð

Hlutabréf seldust fyrir 350 milljónir króna

METVIÐSKIPTI urðu með hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Samtals seldust hlutabréf fyrir tæpar 350 milljónir króna, en síðast var metið slegið í viðskiptum miðvikudaginn 26. mars sl. þegar bréf seldust fyrir 260 milljónir. Til marks um vöxtinn á þessum markaði má nefna að viðskiptin námu einungis 3,7 milljónum fyrir réttu ári síðan þann 11. apríl 1996. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 245 orð

Hvetur Mobutu til afsagnar

KYUNGU wa Kumwanza, héraðsstjóri námuvinnsluhéraðsins Shaba í Zaire, hvatti í gær forseta landsins, Mobutu Sese Seko, til að segja af sér. Héraðið er á valdi uppreisnarmanna og Kyungu sagði að nú væri óhætt fyrir erlend fyrirtæki að hefja fjárfestingar þar að nýju. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

"Í sóttkví" sýnd í bíósal MÍR

RÚSSNESKA kvikmyndin "Í sóttkví" (Karantín) verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 13. apríl kl. 16. Myndin er frá áttunda áratugnum og leikstjórinn, Ilja Frez, sá hinn sami og leikstýrði myndinni sem sýnd var sl. sunnudag, "Fyrstabekkjarbarni". Eins og sú kvikmynd fjallar "Í sóttkví" um sitthvað sem á daga yngstu kynslóðarinnar drífur. Enskir textar. Aðgangur ókeypis. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Jasstríó og Jóna sterka

JASSTRÍÓ Birgis Karlssonar og Dixielandhljómsveitin Jóna sterka leika í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit annað kvöld, sunnudagskvöldið 13. apríl kl. 21. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar stendur að tónleikunum og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 118 orð

Jeltsín rekur fjóra herforingja

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti vék fjórum yfirmönnum rússnesku herjanna úr starfi í gær. Engin skýring var gefin fyrir brottvikningunni, en rússneskir fjölmiðlar sögðu þá alla hafa verið sakaða um að misnota stöðu sína í eigin þágu. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

Kirkjuvika í Bústaðakirkju

VIKUNA 13.­20. apríl verður haldin kirkjuvika í Bústaðakirkju þar sem leitast er við að hafa fjölbreytta dagskrá sem höfðar til sem flestra. Markmið kirkjuvikunnar er fyrst og fremst að kalla fólk til kirkjunnar, opna hana meir en ella og bjóða sóknarbörnum og velunnurum þátttöku í starfinu. Dagskráin er fjölbreytt alla daga vikunnar, segir í fréttatilkynningu. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 835 orð

Kvótakerfið gallað án endurgjalds Íslendingar hafa stigið skref í skynsemisátt í fiskveiðistjórnun, en á meðan kvótar falla

FRANCES Cairncross, ritstjóri hjá The Economist, segir að Íslendingar ættu að hugsa sig um tvisvar áður en ákveðið yrði að hefja hvalveiðar að nýju vegna þess að með því gætu þeir markaðir, sem við vildum vinna, lokast og gagnrýnir kvótakerfið vegna þess að ríkið láti kvóta endurgjaldslaust af hendi. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 376 orð

Leiðin yfir Khumbu skriðjökul lokaðist

EVERESTFARARNIR urðu að hætta við ferð sína upp hlíðar Everestfjalls í gær eftir að leiðin yfir Khumbu skriðjökulinn lokaðist vegna hruns í jöklinum. Þeir vonast eftir að komast af stað í dag, en þeir fyrirhuga að vera þrjá daga uppi í fjallinu við undirbúning næstu áfanga ferðarinnar. Þeir koma niður í grunnbúðir aftur eftir helgi. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

LEIÐRÉTT

Í DAGLEGU lífi í gær á blaðsíðu B2 sneri mynd af síma, sem Katrín Pétursdóttir hannaði, öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Gisti ekki fangageymslu Í FRÉTT sl. miðvikudag um unglingsstúlkur sem struku frá meðferðarheimili í Skagafirði, var sagt frá handtöku vinkonu einnar þeirra í húsi við Þórsgötu. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 520 orð

Lögreglan stillti til friðar

LIÐ laganna varða á 5-6 lögregubílum og mótorhjólum kom í hádeginu í gær í veg fyrir að stór hópur nemenda úr Hagaskóla í Reykjavík gerði aðsúg að fjölmennum hópi jafnaldra sinna úr Þingholtsskóla í Kópavogi. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 156 orð

Mafíumorð á ráðherra í Belgrad

GRÍMUKLÆDDUR maður gekk inn á veitingahús í Belgrad í fyrrinótt og skaut aðstoðarinnanríkisráðherra Serbíu, Radovan Stojicic, til bana. Hvert sæti var skipað á veitingahúsinu Mama Mia í miðborg Belgrad er atburðurinn átti sér stað, rétt eftir miðnætti að staðartíma. Stojicic sat þar að snæðingi ásamt syni sínum og vini. Hann beið samstundis bana en aðra sakaði ekki. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Málþing um klassíska menningu

Málþing um klassíska menningu FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfirskriftina "Klassísk menning og ritstörf Íslendinga á 17. og 18. öld", í dag, laugardag. Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni, 2. hæð, kl. 13.30. Svavar Hrafn Svavarsson, fornfræðingur, flytur erindi um latnesk fræði á 17. og 18. öld. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Meðalútgjöld heimila 200 þús. á mánuði

SAMKVÆMT nýjum vísitölugrunni sem Hagstofa Íslands hefur kynnt fara 17% útgjalda heimila til kaupa á mat og óáfengum drykkjarvörum, 17,3% til reksturs húsnæðis, 15,8% til ferða og flutninga og 13% til tómstundaiðkunar og menningarmála. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Æskulýðsfundur í kapellu kl. 20.30 í dag, laugardag. Ath. tímann. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á morgun, sunnudag, kl. 11. Allir velkomnir, munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun, sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur prédikar. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudag. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Neytendasamtökin fagna því að ekki verður af samruna

"Vegna nýlegs úrskurðar samkeppnisráðs um samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands vilja Neytendasamtökin minna á þá staðreynd að í dag búa íslenskir neytendur við fákeppnismarkað í flugi eins og skýrt kemur fram í gögnum samkeppnisráðs með úrskurðinum. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 345 orð

Ný stjórn í Angóla NÝ ríkisstjórn var í

NÝ ríkisstjórn var í gær svarin í embætti í Angóla en í henni eiga sæti fyrrverandi andstæðingar úr borgarastyrjöldinni sem stóð í 19 ár. Sagði forseti landsins myndun stjórnarinnar mikilvægt skref í átt að friði, en í henni eiga sæti fjórir ráðherrar úr UNITA-hreyfingu Jonasar Savimbi. Fórust á Grænlandi Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Parkisonsamtökin opna reikning

EVRÓPUSAMBAND parkinsonsamtaka hefur tilnefnt 11. apríl dag parkisonsjúklinga í Evrópu. Í tilefni þess hafa Parkinsonsamtökin á Íslandi opnað reikning í Landsbanka Íslands, Laugavegi 77, þar sem allir þeir sem vilja styrkja samtökin geta lagt inn á reikning nr. 0111-26-25. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Rammvilltir og fastir í snjó

SAMRÆMING neyðarnúmers fyrir Evrópu varð tveimur erlendum ferðamönnum til bjargar þegar þeir lentu í nokkrum hrakningum á miðvikudag. Þeir höfðu leigt sér bíl og ætluðu til Þingvalla gegnum Selfoss, en villtust talsvert af réttri leið. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Rannsókn svikamáls langt komin

MAÐUR var handtekinn á fimmtudag í tengslum við rannsókn RLR á umfangsmiklu fjársvikamáli sem hefur verið til meðferðar hjá embættinu um nokkra hríð. Fyrir skömmu voru fimm manns handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, eftir að upp komst um fjársvik á þeirra vegum, sem talin eru nema um 35 milljónum króna. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Rotta í sundi

MORGUNHRESSIR fastagestir í Laugardalslauginni í Reykjavík voru mættir eins og venjulega fyrir klukkan sjö í gærmorgun í röð við afgreiðsluna. Klukkan sló, gestir hlupu gangana í sturtu og stungu sér svo í kalda laugina. Einn þeirra synti af kappi á braut 4 sem er um miðbik laugarinnar, en nú brá honum í brún, sundglöð rotta var á undan honum. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Salka Valka í Mosfellsbæ

LEIKRITIÐ Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness í flutningi Leikfélags Hveragerðis verður sýnt í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ í kvöld, laugardagskvöld, klukkan 20:30. Leikritið hefur verið sýnt í Hveragerði undanfarið og hlotið mjög góða dóma. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 363 orð

Samið um starfsnám í áliðnaði

SAMNINGUR sá, sem gerður var í fyrrakvöld um kjör 400 starfsmanna Íslenska álfélagsins, gildir til 30. nóvember árið 2000, að sögn Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðarmanns starfsfólks hjá álverinu. Hann metur upphafs- og áfangahækkanir samningsins til 16,5% hækkunar en önnur atriði til 1,5% hækkunar að meðaltali. Einnig var samið um starfsnám í áliðnaði sem stefnt er að að hefjist um næstu áramót. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Samið við starfsfólk sveitarfélaga

LAUNANEFND sveitarfélaga og samflot starfsmannafélaga sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Samningurinn er hliðstæður öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið undanfarnar vikur. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Samkomulag um meðferð lífeyrismála

SAMKOMULAG hefur tekist milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um skipan sex manna nefndar sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um framtíðarskipulag lífeyrismála starfsmanna sveitarfélaganna. Formaður BSRB og formaður Sambands sveitarfélaga undirrituðu samkomulagið í gær. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sekt fyrir ólöglegar fuglaveiðar

UNGUR maður hefur verið dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð og þá var haglabyssa hans gerð upptæk, en maðurinn var kærður fyrir ólöglegar fuglaveiðar síðasta haust á Öxnadalsheiði. Hann var það á rjúpnaveiðum með haglabyssu nr. 12 Remington sem tekur 5 skothylki í skothylkjahólf og þá hafði hann ekki meðferðis skotvopnaleyfi. Manninum var gefið að sök að hafa brotið 9. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

"Sem betur fer er bókin ekki á undanhaldi"

ÁRMANN Kr. Einarsson rithöfundur heimsótti börnin á leikskólanum Sólbakka í gær og las fyrir þau úr bók sinni Óskasteininum og sagði þeim ævintýri. Var það liður í lestrarátaki sem Félag íslenskra bókaútgefanda og SÍUNG Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda hafa staðið fyrir undanfarna viku. Meira
12. apríl 1997 | Landsbyggðin | 81 orð

Sett bæjarstjóri Hornafjarðar

BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson, fór í 2mánaðar námsleyfi til Edinborgar sem stendur frá apríl­júní. Frá og með 7. apríl var Anna Sigurðardóttir sett bæjarstjóri Hornafjarðar. Anna er framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Hornafjarðarbæjar og jafnframt aðstoðarmaður bæjarstjóra. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Sérmerktir bolir til styrktar baráttunni

KRABBAMEINSFÉLAG Íslands hefur fengið leyfi frá samtökum bandarískra tískuhönnuða til að selja hér á landi sérmerkta boli til að afla fjár til átaksins Berjumst gegn brjóstakrabbameini, sem er verið að hleypa af stokkunum. Bolirnir eru seldir í helstu tískuverslununum. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 457 orð

"Skref til baka að minnka frelsi"

GUNNLAUGUR M. Sigmundsson þingmaður Framsóknarflokksins kveðst alfarið vera mótfallinn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, þar sem gert er ráð fyrir að greiðendum iðgjalda til séreignarsjóða verði gert að greiða 10% lágmarksiðgjöld af launum sínum til sameignarsjóða. Um fráleitar hugmyndir sé að ræða. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Starfsemi Borgarholtsskóla kynnt

BORGARHOLTSSKÓLI, framhaldsskólinn í Grafarvogi, býður íbúum Grafarvogshverfa og Mosfellsbæjar að koma og kynna sér starfsemina sunnudaginn 13. apríl kl. 13­17. Skólinn hóf starfsemi sína í nýju og glæsilegu húsnæði haustið 1996. Þar fer fram fjölbreytt bóklegt og verklegt nám og skólinn leggur sig fram um að hver nemandi fái nám við sitt hæfi. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 276 orð

Stefnir í skort á skurðlæknum

SÍFELLT færri ungir læknar hér á landi fara í sérnám á sviði skurðlækninga og einungis fáir þeirra snúa heim aftur að námi loknu. Meðalaldur lækna í mörgum sérgreinum skurðlækninga er nú yfir fimmtíu ár þannig að ef svo heldur fram sem horfir verður hér verulegur skortur á skurðlæknum á næstu 10­20 árum. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Stækkun mikilvægari en aukinn samruni

STÆKKUN Evrópusambandsins er mikilvægari en dýpkun þess, eða aukinn samruni landanna, sem þegar eru í ESB, til dæmis með myntbandalaginu. Þessari skoðun sinni lýsti Percy Barnevik, stjórnarformaður sænsk-svissneska fyrirtækisins ABB, á ráðstefnu, sem sænska utanríkisráðuneytið gekkst fyrir um stækkun ESB. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Sýning á verkum nemenda

SÝNING á verkum nemenda í Myndlistarskóla Arnar Inga verður sett upp í Klettagerði 6 á morgun, sunnudaginn 13. apríl og verður hún opin frá kl. 14 til 18. Á sýningunni verða u.þ.b. 50 verk aðallega unnin með olíu- og pastellitum. Verkin eru innrömmuð og vel frá gengin og þó ekki sé um sölusýningu að ræða hafa sýningargestir oft falast eftir verkum á fyrri sýningum. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Sökk þegar síðasti maður fór frá borði

MANNBJÖRG varð þegar dragnótarbáturinn Haukur SF 208 frá Hornafirði sökk um fjórtán sjómílur suður af Hornafirði í gær. Þremur mönnum af bátnum tókst að komast í gúmmíbjörgunarbát og senda út neyðarkall. Hafborg SF 116 var í fjögurra sjómílna fjarlægð og heyrðu skipverjar kallið. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Tarzan í trjánum

HITINN fór upp í 15 stig á Akureyri um miðjan dag í gær og greinilegt að vorið er komið. Þeir voru því ekki seinir á sér, félagarnir Tómas og Daníel og þustu út í garð þar sem trén hentuðu sérlega vel til klifurs. Áfram er spáð hlýju veðri á landinu. Í dag á að verða sex til fimmtán stiga hiti, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Tónsmiðurinn Hermes í Ævintýra-Kringlunni

TÓNSMIÐURINN Hermes kemur í dag kl. 14.30 í Ævintýra-Kringluna og skemmtir börnum með hljóðfæraleik og söng. Guðni Franzson klarínettleikari leikur Hermes en sér til aðstoðar hefur hann Daníel Þorsteinsson sem mætir með harmoníkuna. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 457 orð

Tryggingu verði sett ákveðin mörk

VILHJÁLMUR Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kveðst telja frumvarpið um skyldutryggingu lífeyrisréttinda fela í sér réttmæta eiginleika, en hann sé hins vegar algjörlega mótfallinn því að umfang skyldutryggingarinnar sé jafn mikið og lagt er til í frumvarpinu. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Tvö tilboð

TVÖ tilboð bárust í byggingu 1. áfanga Giljaskóla við Kiðagil á Akureyri. SS Byggir bauð 170.589.503 krónur sem er 93% af áætluðum kostnaði og SJS-verktakar buðu 175.938.728 eða 96,1% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 182.960.000 krónur. Byggingin er samtals um 2.100 fermetrar, fyrri hluti hennar er um 1.400 fermetrar á þremur hæðum og á að vera fullbúinn 15. Meira
12. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Varðhald og réttindamissir fyrir ölvunarakstur

TÆPLEGA fertugur maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 60 daga varðhald og sviptur ökurétti ævilangt auk þess að greiða allan sakarkostnað. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, sviptur ökurétti, en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki og trjágróðri á mótum Vestursíðu og Bugðusíðu á Akureyri. Atburðurinn varð í október árið 1994. Meira
12. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Verið að leggja séreignarsjóðina niður

FORSVARSMENN séreignarlífeyrissjóða bregðast hart við ákvæðum í lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, að öllum verði gert skylt að greiða 10% lágmarksiðgjald af launum í sameignarlífeyrissjóði. "Það er mikil reiði meðal félaga í séreignarsjóðum enda er verið að leggja séreignarsjóðina niður með þessu frumvarpi, og gera þá að geymslustað fyrir peninga," sagði Sigurður R. Meira
12. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 505 orð

Víðtækustu "hreinsanir" í stjórnmálasögu Spánar Hægri menn á Spáni hafa á aðeins 11 mánuðum beitt sér fyrir víðtækari

Á ÞEIM 11 mánuðum sem liðnir eru frá því að hægri menn komust til valda á Spáni hefur um 3.000 háttsettum embættismönnum verið gert að taka pokann sinn. Aldrei áður í nútímasögu Spánar hafa svo víðtækar pólitískar "hreinsanir" farið fram. Meira
12. apríl 1997 | Smáfréttir | 37 orð

WHIPLASH á Íslandi, samtök fólks með tognun í hálsi og baki, heldur f

WHIPLASH á Íslandi, samtök fólks með tognun í hálsi og baki, heldur fund mánudagskvöldið 14. apríl kl. 20 í ÍSÍ hótelinu í Laugardal. Gestur fundarins verður Hallgrímur Þ. Magnússon læknir. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn. Meira

Ritstjórnargreinar

12. apríl 1997 | Leiðarar | 743 orð

LEIDARIÓÞOLANDI FORSJÁRHYGGJA ERÐI frumvarp ríkisstjórn

LEIDARIÓÞOLANDI FORSJÁRHYGGJA ERÐI frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að lögum óbreytt, breytast allar forsendur fyrir áformum þúsunda manna um lífeyrissparnað til elliáranna. Meira
12. apríl 1997 | Staksteinar | 320 orð

»Lífeyrismál Í LEIÐARA Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands Íslands, eru lífeyri

Í LEIÐARA Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands Íslands, eru lífeyrismál gerð að umtalsefni og þar segir, að launafólk hafi byggt upp á síðari árum öflugt lífeyriskerfi, "sem hefur burði til að tryggja öllum mannsæmandi lífeyri að lokinni starfsævi. Grundvöllur þessa kerfis er skylduaðild, samtrygging og sjóðssöfnun." Meira

Menning

12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Árshátíð í Stóru-Vogaskóla

ÁRSHÁTÍÐ nemenda í Stóru-Vogaskóla fór fram í Glaðheimum nýlega. Hátíðin var vel sótt en á henni komu allar bekkjardeildir fram með skemmtiatriði, leikrit eða söng. Meðal atriða var einsöngur Loga Más Kvaran, nemanda í öðrum bekk, og frumsamið leikrit 8.­10. bekkinga, "Ojnig", í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar og fjallaði það um ástir og örlög unglinga. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Árshátíð Kassagerðarinnar

ÁRSHÁTÍÐ Starfsmannafélags Kassagerðarinnar fór fram um síðustu helgi í Sunnusal Hótel Sögu. Þetta var fyrsta árshátíð félagsins eftir ISO 9001 vottun þess og jafnframt 65 ára afmælishátíð fyrirtækisins. Árshátíðin var vel sótt og tókst með miklum ágætum. Meira
12. apríl 1997 | Kvikmyndir | 350 orð

Box er listgrein þegar best lætur

ÁHUGAMENN um hnefaleika geta horft á beina útsendingu frá viðureign Oscar De La Hoya og Pernell Whitaker sem hefst kl. 1.55 í nótt á Sýn. Bubbi Mortens, tónlistarmaður og hnefaleikaáhugamaður, mun lýsa leiknum. Að sögn hans er þessi viðureign einn stærsti íþróttaviðburður ársins. "Keppendurnir tveir eru í sérklassa, elítumenn í sinni grein. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Campbell segir tískuheiminn einblína á ljóskur

FYRIRSÆTAN þeldökka, Naomi Campbell, 26 ára, tjáði sig nýlega um fordóma gagnvart litarhætti fólks í tískuheiminum í bresku dagblaði og sagði að tískuheimurinn væri upptekinn af bláeygum ljóshærðum stúlkum. "Það eru fordómar í gangi og það er vandamál sem þarf að taka á," sagði Campbell. "Mér fannst ég þurfa að tjá mig til að benda viðkomandi aðilum á þetta. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Cusack og Driver á frumsýningu

LEIKKONAN Minnie Driver og leikarinn John Cusack, aðalleikarar myndarinnar "Grosse Pointe Blank" sjást hér við komuna á frumsýningu myndarinnar í Hollywood í vikunni. Myndin fjallar um leigumorðingja sem kemur til heimabæjar síns til að vera viðstaddur 10 ára útskriftarafmæli úr menntaskóla. Meira
12. apríl 1997 | Kvikmyndir | 395 orð

Frábær persónusköpun Fallegar stúlkur (Beautiful Girls)

Framleiðandi: Miramax Leikstjóri: Ted Demme. Handritshöfundur: Scott Rosenberg. Kvikmyndataka: Adam Kimmel. Tónlist: David A. Stewart. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Lauren Holly, Timothy Hutton, Rosie O´Donnel, Marthe Plimpton, Nathalie Portman, Michael Rapaport, Mira Sorvino og Uma Thurman. 108 mín. Bandaríkin. Miramax/Skífan 1997. Útgáfudagur: 2. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Kvikmyndir | 237 orð

Fríkuð saga Galdrafár (Rough Magic)

Framleiðandi: UGC Images. Leikstjóri: Clare Peploe. Handritshöfundar: Robert Mundy, William Brookfield og Clare Peploe eftir sögu James Hadley Chase. Kvikmyndataka: John J. Campbell. Tónlist: Richard Hartley. Aðalhlutverk: Birdget Fonda, Russel Crowe, Jim Broadbent og Paul Rodriguez. 100 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox/Skífan 1997. Útgáfudagur: 9. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 88 orð

Hárið og kabarett á árshátíð

ÁRSHÁTÍÐ Hvassaleitisskóla fór fram í vikunni í Hvassaleitiskóla og var hún með hefðbundnu sniði. Nemendur fluttu atriði úr söngleiknum Hárinu undir stjórn Kristínar Thors og einnig var fluttur kabarett þar sem atvik úr skólalífinu voru færð í spaugilegan búning. Einnig kom dansflokkurinn Dust fram. Um kvöldið var svo snæddur árshátíðarmatur og samkvæmt venju þjónuðu nemendur úr 7. Meira
12. apríl 1997 | Kvikmyndir | 521 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið22.15 Bandaríski grínistinn Dave Thomas leikstýrir Greftrun við Niagara (Bury Me At Niagara, 1993) um ungan mann sem að ósk móður sinnar grefur upp lík hennar og hyggst grafa að nyju við Niagarafossa. Ekki er vitað um útkomu þessarar graf-alvarlegu myndar en í aðalhlutverkum eru Jean Stapleton og Geraint Wyn Davies. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 598 orð

Stál og hnífur

eftir Frederick Harrison. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson, Gítar og söngur: Bubbi Mortens. Sviðsstjóri: Bradley Fitt. Aðstoðarsviðsstjóri: Anna Pála Kristjánsdóttir. Leikendur: Barry Satchwell Smith, Belinda Kelly, Mali Harries, Oded Fehr, Phoebe McEnery Beacham. Frumsýning í Þjóðleikhúskjallaranum 10. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 235 orð

Tvífarar með rytjulegan hökutopp

Tvífarar með rytjulegan hökutopp LEIKARARNIR Skeet Ulrich og Jonny Depp þykja ekki bara ómótstæðilega flottir heldur sláandi líkir. Skeet, sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að frægð og frama, er orðinn hundleiður á að vera ruglað saman við Depp og segir líkinguna alveg út í hött. Meira
12. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 155 orð

Vill ekki samkynhneigða Ellen

STAÐBUNDIN sjónvarpsstöð ABC í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýna ekki þann þátt í sjónvarpsmyndaflokknum "Ellen", sem sýna á þann 30. apríl næstkomandi, þegar aðalpersónan "Ellen" kemur út úr skápnum og viðurkennir samkynhneigð sína. Meira
12. apríl 1997 | Kvikmyndir | 81 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUSkriftunin (Le Confessional) Margfaldur (Multiplicity) Hættuleg ást (Sleeping With Danger) Draumar og brimbretti Meira

Umræðan

12. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Enn um kaffihús og veitingastaði

AF HVERJU eru ekki reyklaus svæði á öllum kaffihúsum og veitingastöðum? Lögin og reglurnar eru skýrar. Hvað veldur? Hugsanaleysi? Fólk biður ekki um reyklaus svæði? Þetta er ótrúlegt því 70% landsmanna reyka ekki. Eru þá kaffi- og veitingahús bara fyrir 30% þjóðarinnar? Ég efast um að þeir sem reki þessa staði hafi einungis 30% þjóðarinnar í huga. Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 751 orð

Hálaunahóparnir áfram skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar

UM ÁRATUGA skeið hefur ríkisvaldið þurft að leggja umtalsverða fjármuni og félagslegar úrbætur fram til lausnar á kjaradeilum. ­ Ástæðan er einkum sú að lægst launaða fólkið býr við laun sem eru þjóðarskömm og langt frá því að standast samanburð við þau launakjör sem þekkjast í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 1032 orð

Hvað er að gerast í hestaíþróttum?

ALLMÖRG undanfarin ár hafa birst í Morgunblaðinu greinar um hesta og menn undir heitinu "Hestar". Þar hefur komið fram margskonar fróðleikur og yfirleitt á jákvæðum nótum. Ber að þakka Morgunblaðinu og blaðamanninum fyrir þeirra framlag. Það hefur þó borið við, einstaka sinnum, að blaðamaðurinn (lausráðinn?) virðist hafa hlaupið útundan sér eins og hestur, sem einhver kergja hefur hlaupið í. Meira
12. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | -1 orð

Hvað þýðir orðið ferming?

SUMIR hafa, m.a. í þessu blaði, látið í ljós þá skoðun að orðið ferming eigi aðeins við um trúarathöfn og að ekki sé réttlætanlegt að tala um borgaralega fermingu. Ferming er dregið af latneska orðinu "confirmare". Í bókinni Kirkjumál sem Kirkjuráð hefur gefið út er orðið "confirmation" mest notað í upprunalegri mynd. Meira
12. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 638 orð

Hvers vegna ekki propolis?

RANNSÓKNIRNAR á propolis hafa ótvírætt leitt í ljós að sýklalyf náttúrunnar eru bólgueyðandi, bakteríudrepandi og auk þess bráðholl líkamanum. Í ljósi þess að Íslendingar eiga Norðurlandamet og jafnvel heimsmet í notkun sýklalyfja er mér spurn hvers vegna læknar vísa ekki sjúklingum sínum í meira mæli á propolis? Penísillín og súlfalyf drepa án mismununar vinsamlegar og óæskilegar bakteríur í Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 943 orð

Hvers virði er sjálfstæð hugsun?

SJÁLFSTÆÐ hugsun virðist ekki vera mikils metin í íslenska skólakerfinu í dag. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á hver einstaklingur að hafa tileinkað sér ákveðna þekkingu og öðlast ákveðna hæfni í lok hvers skólaárs. Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 991 orð

Innflutningur mjólkurkúakyns Bændur mega varast, segir Björn S. Stefánsson, að óvirða almenningsálitið með vanreifuðu stórmáli.

KOSTNAÐURINN við að skipta um mjólkurkúakyn í landinu hefur ekki verið áætlaður. Í tilraun í Færeyjum hallaði ekki á íslenskar kýr í arðsemi í samanburði við rauðar norskar kýr. Þær búfræðistofnanir, sem ráða yfir mestri kunnáttu, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, háskóladeild bændaskólans á Hvanneyri og Hagþjónusta landbúnaðarins, hafa ekki verið kvaddar til málsins. Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 1150 orð

Loksins kom lífsmark

STUNDUM hef ég stungið niður penna þegar mér hefur blöskrað hve hlutur Freysteins Þorbergssonar hefur verið fyrir borð borinn af stjórnum Skáksambands Íslands, ýmist með beinum ósannindum eða því sem kalla má þagnarlygi. Ég hef ekki fengið svar við greinum mínum eða hlutur Freysteins leiðréttur allan þennan tíma. Nú hefur ÞG tekið sig til og látið í sér heyra, með hálfum hug. Meira
12. apríl 1997 | Aðsent efni | 700 orð

Tvær "Landsvirkjanir"

MEÐ VALDATÖKU Lenins í Rússlandi 1917, hófst ný öld í mannheimum, samkvæmt kenningum sameignarsinna. Eitt höfuðeinkenni hinnar nýju stjórnarstefnu var nýting náttúruauðlinda hins víðfeðma ríkis. Náttúruöflin skyldu þjóna stjórnvöldum sem lögðu mikla áherslu á "stórhuga framkvæmdir" ekki síst í orkumálum. Meira

Minningargreinar

12. apríl 1997 | Minningargreinar | 778 orð

Arnar Karl Bragason

Engin orð fá lýst þeim óbærilega söknuði sem fylgir dauða þínum, elsku vinur minn. Mig langar til að fá að kveðja þig almennilega og þetta eru mín kveðjuorð til þín. Ég gleymi því aldrei hvenær ég hitti þig fyrst. Það var á unglingaballi í Víðihlíð árið 1989 eða 1990. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Arnar Karl Bragason

Elsku Arnar Karl, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og þú kenndir okkur svo margt gott og varst svo góður við okkur eins og önnur börn. Arnar, þín verður sárt saknað en vonandi líður þér vel á þínum nýja stað þar sem aðrir fá að njóta þinnar einstöku manngæsku og hlýleika. Elsku Bragi, Laufey, Kári, Sveinn, Kolbrún og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ARNAR KARL BRAGASON Arnar Karl Bragason var fæddur á Hvammstanga hinn 17. desember 1977. Hann lést á Hvammstanga 27. mars

ARNAR KARL BRAGASON Arnar Karl Bragason var fæddur á Hvammstanga hinn 17. desember 1977. Hann lést á Hvammstanga 27. mars síðastliðinn og fer útför hans fram frá Hvammstangakirkju 5. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Björg Bjarnadóttir

Það er skrýtið að skrifa minningargrein um Björgu hans Didda. Þó að ég hafi ekki séð hana í nokkurn tíma tekur það mig sárt að vita að hún er ekki lengur hjá okkur. Ég á margar góðar minningar um Björgu. Ég man alltaf eftir því að það var langskemmtilegast að opna jólagjafirnar frá Didda og Björgu, þ.e.a.s. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Björg Bjarnadóttir

"Talaðu bara hratt, þá skilur hún ekki." Þetta voru ein fyrstu ummælin sem við heyrðum í vinahópi um kærustu vinar okkar sem hann kynntist á heimleið úr Evrópuferð með Gullfossi. Björg Bjarnadóttir dvaldist að mestu í Bandaríkjunum frá fjögurra ára aldri og íslenskukunnátta hennar var ekki mikil þegar hún kom hingað haustið '57. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Björg Bjarnadóttir

Okkur langar að kveðja þig, Björg, með nokkrum orðum. Það er ekki auðvelt þar sem svo margs er að minnast. Fyrstu kynni okkar urðu þegar sonur okkar, Guðmundur, eignaðist dóttur ykkar Kristjáns, Elnu. Margar ljúfar minningar koma upp í huga okkar á þessari stundu, þær ljúfustu þegar við hittumst ár hvert, Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 140 orð

BJÖRG BJARNADÓTTIR

BJÖRG BJARNADÓTTIR Björg Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1939. Hún lést í Bandaríkjunum hinn 29. mars síðastliðinn þar sem hún var í heimsókn hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar ásamt manni sínum, Kristjáni E. Þórðarsyni. Kjörforeldrar hennar voru Bjarni Gunnar Guðjónsson forstjóri og Elna Guðjónsson. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Björn Kári Björnsson

Það má segja að vorið væri komið hjá Birni Kára Björnssyni, hann var hættur vinnu hjá Reykjavíkurhöfn þó enn vantaði hálfan fimmta mánuð í sjötugsafmælið. Hugurinn stóð til að taka sumarið snemma og byggja nýja sumarbústaðinn fyrir mitt sumar og fara síðan til Birnu dóttur sinnar í Ameríku og dvelja þar góðan tíma og njóta lífsins og síðan til Svíþjóðar og eiga þar góðan tíma með Lindu og hennar Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 28 orð

BJÖRN KÁRI BJÖRNSSON Björn Kári Björnsson fæddist í Viðey 26. júlí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn og fór

BJÖRN KÁRI BJÖRNSSON Björn Kári Björnsson fæddist í Viðey 26. júlí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 600 orð

Brynjólfur Ketilsson

Æskuheimili okkar var í Njörvasundi 33 í Reykjavík. Þangað fluttust foreldrar okkar með eldri bræðurna, fljótlega eftir að fjölskyldan kom heim frá Hollandi. Húsið sem við fluttum inn í var þá nýlega byggt, seint á sjötta áratugnum. Þetta hús byggðu Brynjólfur Ketilsson og Elínbjörg Sigurðardóttir, afi og amma. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

BRYNJÓLFUR KETILSSON Brynjólfur Ketilsson var fæddur á Álfsstöðum, Skeiðahreppi í Árnessýslu, 26. september 1901. Hann lést 31.

BRYNJÓLFUR KETILSSON Brynjólfur Ketilsson var fæddur á Álfsstöðum, Skeiðahreppi í Árnessýslu, 26. september 1901. Hann lést 31. mars síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 8. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Eyjólfur Ágústsson

Nú er hann dáinn hann Eyjólfur minn í Hvammi, maðurinn sem heillaði mig upp úr skónum þegar ég var að alast upp því ég ætlaði að verða eins stór og hann og taka hann mér til fyrirmyndar í einu og öllu, en það hefur heldur lítið farið fyrir því. Hann Eyjólfur var mikill dugnaðarforkur, ósérhlífinn og hamhleypa við allt sem hann tók sér fyrir hendur í orðsins fyllstu mnerkingu. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Eyjólfur Ágústsson

Elskulegur föðurbróðir okkar, Eyjólfur Ágústsson, Hvammi í Landsveit, hefur nú kvatt sitt jarðneska líf. Ekki, ­ að á óvart þurfi að koma, þegar maður á hans aldri fellur frá. Þaðan af síður, þegar svo harmþrungnir atburðir hafa gerst sem raun er á hjá Hvammsfjölskyldunni. Tveir elstu synir Eyjólfs og Dúnu í Hvammi, þeir Kristinn og Ágúst, létust báðir langt um aldur fram sl. haust. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 1447 orð

Eyjólfur Ágústsson

Genginn er vænn maður, sveitarhöfðingi og búhöldur á einni frægustu jörð Rangárþings. Eyjólfur Ágústsson, bóndi, að Hvammi, Landsveit, andaðist á páskadag 30. mars 1997. Hann var fæddur 9. janúar 1918 og náði því hátt á áttræðisaldur en var orðinn langþreyttur af mikilli vinnu við jörð sína, í reynd sem einyrki með konu sinni Guðrúnu Sigríði Kristinsdóttur, Dúnu, frá Skarði. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 1222 orð

Eyjólfur Ágústsson

"Nú lítum við á fjöllin." Hann stóð á tröppunum í Hvammi, hár og þrekinn, sambland af alþjóðlegum sjarmör og norrænum kóngi. Þetta var uppáhalds frændi hennar mömmu, ­ "jafn góður eins og hann var fallegur," ­ hún kunni að orða mannlýsingarnar, gamla konan. Hekla hafði gosið í Skjólkvíum og réttað var inní Sölvahrauni. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Eyjólfur Ágústsson

Að kvöldi páskadags barst mér sú fregn að hann Eyvi væri látinn. Þótt Eyvi væri að nálgast áttrætt var það eitthvað svo fjarlægt í huga manns að hans tími væri kominn því í honum bjó sá mesti kraftur og lífsgleði sem ég hef kynnst. Við systkinin vorum öll til lengri og skemmri tíma í sveit hjá þeim Eyva og Dúnu. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 260 orð

Eyjólfur Ágústsson

Mig langar að kveðja hann afa minn og nafna með nokkrum orðum. Þau orð verða aldrei annað en fátækleg því allar minningarnar sem ég geymi um afa myndu eflaust fylla heila bók. Mér telst til að ég hafi verið meira og minna í 16 sumur í sveit hjá afa og ömmu í Hvammi. Maður var nú ekki nýtilegur til margra hluta í fyrstu en Selma frænka passaði mig í fyrstu. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Eyjólfur Ágústsson

Enn eitt áfallið hellist yfir Hvammsfjölskylduna. Þegar Eyjólfur Pétur sonur minn kom í hesthúsið til okkar pabba síns á páskadag og sagði okkur lát afa síns, fannst mér öllu lokið. Hetjan mín og góður vinur var fallinn. Þessi stóri og sterki maður, sem ég hélt að mundi lifa í mörg ár enn. En hann var orðinn þreyttur og slitinn og var í mikilli sorg. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 252 orð

EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON

EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON Eyjólfur Ágústsson, bóndi í Hvammi á Landi, var fæddur í Hvammi 9. janúar 1918. Hann lést á Hellu 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Kristinn Eyjólfsson, bóndi og kennari í Hvammi, og kona hans Sigurlaug Eyjólfsdóttir, húsfreyja. Systkini Eyjólfs eru Þórður, verslunarmaður í Reykjavík, f. 5.3. 1920, d. 14.5. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir

Þegar nú þessi góða og trygga vinkona mín kveður, hrannast upp margar og góðar minningar. Frá okkar fyrstu kynnum hefir alltaf hið góða samband haldist milli, og ekki er langt síðan ég heyrði til hennar. Því kom mér þessi fregn í opna skjöldu. Við kynntumst fyrst á Eskifirði, þegar hún kom þar í stutta heimsókn og þau kynni urðu upphaf þeirrar vináttu sem hélst æ síðan. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 373 orð

Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir

Gengin er sómakona, vinkona mín Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir. Dóra var um margt stórbrotin manneskja; dugleg, kraftmikil, ákveðin, föst fyrir, sjálfstæð og trygg. Kostir sem vafalaust hafa komið henni vel í lífinu og voru raunar nauðsyn konum sem oft þurftu að reka heimili sín einar í fjarveru eiginmanna. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1909. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 537 orð

Hallgrímur Hansson

Fallinn er frá sómamaður mikill, Hallgrímur Hansson. Mig langar að minnast hans í örfáum línum, sem góðs félaga og vinar. Honum kynntist ég fyrst hausið 1977, þá vann hann við húsasmíðar í Húnaþingi. Ég var þá að hefja byggingu þurrheyshlöðu og vantaði smið og meistara til að hefja verkið. Mér fannst nærtækast að leita til Halla, eins og hann var jafnan kallaður af vinum og kunningjum sínum. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HALLGRÍMUR HANSSON Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimilsvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í

HALLGRÍMUR HANSSON Hallgrímur Hansson fæddist í Holti á Brimilsvöllum, Snæfellsnesi, 15. mars 1916. Hann lést á heimili sínu í Skaftahlíð 9 hinn 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 489 orð

Hallgrímur Tryggvason

Með Hallgrími Tryggvasyni, eða Hadda eins og flestir þekktu hann, er genginn ljúfur drengur. Ég kynntist Hadda ekki að ráði fyrr en ég var kominn yfir tvítugt, og þá fyrst og fremst á léttu nótunum. Hann var að eðlisfari léttur í lund, með gott skopskyn og átti afar auðvelt með að blanda geði við aðra, enda vinsæll meðal starfsfélaga sinna, hvar sem hann vann, síðar í lífinu. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HALLGRÍMUR TRYGGVASON Hallgrímur Tryggvason fæddist á Akureyri 16. maí 1936. Hann lést 1. apríl á Landspítalanum í Reykjavík og

HALLGRÍMUR TRYGGVASON Hallgrímur Tryggvason fæddist á Akureyri 16. maí 1936. Hann lést 1. apríl á Landspítalanum í Reykjavík og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir

Elsku Inga amma. Þú varst okkur alltaf svo góð og þú sendir okkur líka alltaf gjafir á jólum og afmælisdögum og þá oftast eitthvað sem þú bjóst til sjálf, því handlagnari konum hef ég ekki kynnst en þér og Pöllu. Þeir hlutir verða nú mun dýrmætari en þeir voru áður. Ef ég kom í heimsókn var alltaf stjanað við mig og alltaf boðið mjólk og með því. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir

Vorið er í nánd og með vorkomunni fyllumst við bjartsýni að allt verði betra með hækkandi sól. En því miður, elsku Inga, auðnaðist þér ekki að fagna vorinu með okkur. Það var mér mikils virði að vera þér stoð í veikindum þínum þar sem þú þurftir að vera um tíma hér fyrir sunnan. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 779 orð

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir

Nú ertu leidd mín ljúfa,lystigarð Drottins í,þar áttu hvíld að hafahörmunga og rauna frí.Við Guð þú mátt nú mæla,miklu fegri en sólunan og eilíf sælaer þín hjá lambsins stól.(H. Pétursson.) Dauðinn kemur alltaf jafn mikið á óvart, jafnvel þó hann hafi gert boð á undan sér. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 234 orð

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir

Elsku Inga frænka. Ég man eftir því þegar ég hringdi til þín sumarið 1994 og spurði hvort ég mætti koma í heimsókn til þín og Gríms til Siglufjarðar og vera í tvær vikur. Svarið var auðvitað já. Ég kom keyrandi með Sigurgeiri Hrólfi frá Hafnarfirði. Þetta voru skemmtilegar tvær vikur, sérstaklega þegar við fórum þrjú, ég, þú og Grímur, á Síldarminjasafnið, það var rosalegt fjör. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 176 orð

INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR

INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Ingibjörg Sigurgeirsdóttir var fædd á Ísafirði 14. maí 1932. Hún lést á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinsína Björg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 17.5. 1908, d. 11.9. 1983, og Sigurgeir Bjarni Halldórsson sjómaður, f. 2.3. 1908, d. 31.3. 1972. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Ingibjörg Sigurgeirsdóttir Elsku Inga frænka. Mig grunaði ekki að við værum að kveðjast í síðasta sinn er þú fórst heim til þín

Elsku Inga frænka. Mig grunaði ekki að við værum að kveðjast í síðasta sinn er þú fórst heim til þín til Ísafjarðar fyrir páskana. Þú ætlaðir að koma aftur í maí og áttir þá að fara aftur á spítalann í lyfjameðferð og rannsókn. Rannsóknin fyrir páskana lofaði góðu enda varstu mun hressari núna en um áramótin. Ég var svo vakin sunnudaginn 6. apríl og þá var mér sagt að þú værir dáin. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 309 orð

Jensína Karlsdóttir

Elsku amma. Nú sit ég hér með tár á vöngum og skrifa kveðjuorð til þín. Minningarnar um þig eru svo margar og góðar. Þú varst án efa sú allra besta amma sem maður getur átt. Alltaf er ég kom í Framkaupstaðinn varstu þar til staðar, tilbúin til að hlusta á mig ef mér lá eitthvað á hjarta og alltaf áttirðu eitthvað gott í munninn handa mér. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 376 orð

Jensína Karlsdóttir

Elsku amma Nenna, það er sárt að þú skulir vera farin en um leið léttir að þú skyldir ekki þurfa að kveljast lengur. Það er svo skrítið, mér fannst eins og þú yrðir alltaf á Eskifirði til að taka á móti okkur þegar við kæmum í heimsókn. Það var alltaf svo gaman að koma austur til þín, og afa meðan hann var á lífi. Það var allt gert fyrir mann og þú varst svo góð við okkur barnabörnin. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 173 orð

JENSÍNA KARLSDÓTTIR

JENSÍNA KARLSDÓTTIR Jensína María Karlsdóttir fæddist á Eskifirði 19. maí 1915. Hún lést á sjúkradeild Hulduhlíðar á Eskifirði 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Jónasson, útgerðarmaður, f. 14.4. 1886, d. 5.12. 1956, og Augusta Jónasson, húsmóðir, f. 24.7. 1888, d. 6.10. 1966. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Karl Jónatansson

Elsku pabbi minn. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst ánægður þegar ég kallaði þig pabba í fyrsta sinn. Alltaf hefur verið kært á milli okkar og aldrei hef ég fundið fyrir því frá þér að ég væri ekki eitt af þínum börnum. Einnig barst þú mikla umhyggju fyrir Braga, albróður mínum, sem ólst upp hjá föðurforeldrum okkar Braga. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Karl Jónatansson

Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Margt kemur upp í huga okkar þegar við hugsum til baka um þær samverustundir, sem við áttum meðan þú varst frískur heima í sveitinni. Við systkinin vorum mikið hjá ykkur ömmu á Nípá og þið tókuð okkur alltaf opnum örmum. Mikið fannst okkur gott að koma í sveitina og vildum við helst fá að vera eftir í hvert skipti sem við komum í heimsókn. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 126 orð

KARL JÓNATANSSON

KARL JÓNATANSSON Karl Jónatansson bóndi á Nípá í Köldukinn var fæddur á Sandi í Aðaldal 16. desember 1913. Hann lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðfinna Friðbjarnardóttir og Jónatan Jónasson. Systkini hans eru Sigurbjörg, Friðbjörn, Kristjana, Vilborg og hálfsystir, Hansína. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Lára Lárusdóttir

Elsku amma. Ég átti með þér stutta en eftirminnilega stund síðastliðið sumar á ferð minni um Borgarnes. Þú varst orðin ferðalúin. Þessi stund snart mig djúpt og hana geymi ég með mér það sem eftir er ævinnar, eins og fyrstu bernskuminningar mínar í faðmi þínum á stóra heimilinu suðurfrá. Þú sagðir að nú væri farið að styttast hjá þér. Það bjó beygur með þér. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 97 orð

Lára Lárusdóttir

Nú þegar penni er í hönd mína kominn til að skrifa þessi fátæklegu lokaorð til þín, amma mín, þá vefst mér svo tunga um tönn að erfitt er að koma stafkrók á blað því um margt vil ég rita um ævinnar skeið, þín mörgu ár en okkar svo fá. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Lára Lárusdóttir

Elsku amma Lára mín, sem varst mér svo kær. Þú ert loks búin að fá hvíldina og komin til afa Jóa og mömmu, sem ég veit að hafa fagnað þér. Ég minnist þess er ég var lítil stelpa að alast upp hjá þér og afa "suðurfrá" í Borgarnesi, a.m.k. að miklu leyti nokkur fyrstu árin mín. Þú varst svo mjúk og notaleg að kúra hjá. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 359 orð

LÁRA LÁRUSDÓTTIR

LÁRA LÁRUSDÓTTIR Lára Lárusdóttir var fædd á Heiði á Langanesi 12. desember 1908. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnþrúður Sæmundsdóttir og Lárus Helgason bóndi. Systkini hennar voru 14 og einn fósturbróðir. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 190 orð

Magnús M. Brynjólfsson

Mig langar að kveðja hann Magga frænda minn eins og við systkinin kölluðum hann með þessum fátæklegu orðum. Ég vil þakka honum allar þær góðu stundir sem ég átti með honum og Sigrúnu á Tómasarhaganum þegar ég var barn. Ég var þeirra forréttinda aðnjótandi að Maggi og Sigrún tóku mig oft með sér á skíði og í önnur ferðalög í sumarbústað til vinafólks síns. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON

MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON Magnús Brynjólfsson fæddist í Kaupmannahöfn 11. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 608 orð

Ólafur Halldórsson

Fallinn er frá í hárri elli mætur Eyjamður, sem ég vil nefna svo, Ólafur Halldórsson læknir. Ólafur nam læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi 1935 og starfaði á sjúkrahúsum í Danmörku til ársins 1938. Flutti þá til Eyja. Var "praktiserandi" læknir þar 1938­1957 og aðstoðarlæknir við Sjúkrahúsið. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR HALLDÓRSSON

ÓLAFUR HALLDÓRSSON Ólafur Halldórsson fæddist í Vestmannaeyjum 4. desember 1906. Hann lést á sjúkrahúsi í Flórída hinn 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 3. mars. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Ragnheiður Rósa Jónsdóttir

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um hana ömmu mína sem andaðist 31. mars og var jarðsungin frá Bergstaðakirkju í Svartárdal 5. apríl. Ég átti við þá gæfu að búa sem barn að amma mín og afi bjuggu aðeins steinsnar frá mínu æskuheimili. Amma mín var blíðlynd kona sem lifði sínu lífi af æðruleysi og tók hverjum deginum eins og hann var. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 34 orð

RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Rósa Jónsdóttir fæddist á Bergstöðum í Svartárdal 10. nóvember 1908. Hún lést á

RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Rósa Jónsdóttir fæddist á Bergstöðum í Svartárdal 10. nóvember 1908. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bergstaðakirkju í Svartárdal 5. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Sigurður Sigurðsson Mér eru fornu minnin kær meir en sumt hið nýrra (Fornólfur)

Þegar ég starfaði á fréttastofu gömlu Gufunnar í rúman áratug eftir 1963, var sá vinnustaður um margt óvenjulegur. Mikil ábyrgð hvíldi á fréttamönnum um nákvæman og óhlutdrægan fréttaflutning, enda samkeppni ekki fyrir hendi. Grannt var fylgst með fréttaflutningi, einkum í herbúðum stjórnmálaflokkanna og hjá ýmsum hagsmunasamtökum. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson var fæddur í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Hann lést á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson var fæddur í Hafnarfirði 27. janúar 1920. Hann lést á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. apríl. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Vilhjálmur Halldórsson

Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Vilhjálmur Halldórsson, Brekku í Garði, hefur kvatt og gengið mót ljósinu. Á hans æsku- og uppvaxtarárum snerist allt hans líf um fisk og sjó eins og oft gerist í sjávarplássum. Þegar Vilhjálmur giftist Steinunni Sigurðardóttur hófu ungu hjónin sinn búskap á Brekku og börnin urðu sjö. Vilhjálmur vann mikið og skaffaði sínu fólki alltaf vel. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 513 orð

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Vilhjálmur Halldórsson var fæddur í Vörum í Garði 5. júlí 1913. Hann lést á Garðvangi 1. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur frá Hellukoti á Vatnsleysuströnd, f. 2.11. 1885, d. 1.8. 1975, og Halldórs Þorsteinssonar frá Melbæ í Leiru, f. 22.2. 1887, d. 3.1. 1980. Meira
12. apríl 1997 | Minningargreinar | 104 orð

Vilhjálmur Halldórsson Elsku bróðir. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að segja þér hvað þú hefur verið mér mikils virði.

Elsku bróðir. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að segja þér hvað þú hefur verið mér mikils virði. Þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd, svo sterkur og tryggur vinur í raun. Á síðari árum hefur þú verið brautryðjandi í pútti fyrir eldri borgara. Það hefur glatt mig og svo marga aðra að hittast og vera með. Metnaður þinn var mér hvatning, en þú varst alltaf í fremstu röð. Meira

Viðskipti

12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Afkoma Tanga hf. í járnum á sl. ári

TAP af reglulegri starfsemi Tanga hf. og dótturfélaga á Vopnafirði nam 4 milljónum króna á árinu 1996 sem er um 0,34% af veltu. Til samanburðar varð um 38 milljóna tap af reglulegri starfsemi móðurfélagsins á árinu 1995. Að teknu tilliti til óreglulegra liða varð tap félagsins 4,2 milljónir, en 2,2 milljóna hagnaður varð á móðurfélaginu 1995. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Domino's Pizza í Reykjavík með mesta sölu

VEITINGASTAÐUR Domino's Pizza í Reykjavík var söluhæsti pítsastaðurinn innan keðjunnar á síðasta ári. Seldi staðurinn alls 165.000 pítsur í fyrra fyrir 138.717.206 krónur eða tvær milljónir dollara, samkvæmt fréttatilkynningu Domino's Pizza. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 392 orð

Hagnaður nam 43 milljónum

BÚLANDSTINDUR hf. á Djúpavogi skilaði alls tæplega 43 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði reikningsársins sem hófst 1. september 1996. Uppgjörið miðast nú í fyrsta sinn við fiskveiðitímabilið og liggja samanburðarhæfar tölur því ekki fyrir frá árinu 1995. Hins vegar sýna tölur úr átta mánaða uppgjörinu 1996 að verulegur bati hefur orðið í rekstrinum, en þá nam hagnaðurinn um 13 milljónum. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Minni hagnaður hjá Sementsverksmiðjunni

HAGNAÐUR af rekstri Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi nam rúmum 10 milljónum króna á síðasta ári. Er það 24,1% minni hagnaður en árið 1995 en þá nam hagnaðurinn tæpum 14 milljónum króna. Velta fyrirtækisins, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, nam 733 milljónum króna sem er 19,6% aukning frá árinu 1995 þegar veltan nam 613 milljónum króna. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Námskeið um lestur ársreikninga fyrirtækja

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands mun dagana 16. og 17. apríl nk. gangast fyrir síðdegisnámskeiði um lestur og greiningu ársreikninga. Námskeiðið er ætlað öllum sem þurfa að fara með og meta ársreikninga fyrirtækja. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 645 orð

Samningar við stórfyrirtæki í burðarliðnum

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Fjarhönnun stefnir að skráningu á hlutabréfamarkaði í New York eða Toronto á næsta eða þarnæsta ári. Þrjár gerðir af hugbúnaði fyrirtækisins, flugumferðarbúnaðurinn Flugvakinn, viðhaldshugbúnaðurinn Verkvakinn og ASK-gagnabankinn, hafa hlotið góðar viðtökur bandarískra stórfyrirtækja að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Meira
12. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Vaxtaótti gerir usla á mörkuðum

»STAÐAN versnaði á evrópskum mörkuðum í gær vegna verðbólguþrýstings samkvæmt bandarískum hagtölum, sem getur leit til annarrar vaxtahækkunar í Bandaríkjunum. Verðfall varð í Wall Street eftir opnun og hafði Dow Jones vísitalan lækkað um tæplega 75 punkta við lokun í Evrópu, Meira

Daglegt líf

12. apríl 1997 | Neytendur | 510 orð

570 verslanir og 80 vörubílar

ÞAÐ eru tvær matvöruverslanir í næstu götu við þá sem ég bý við. Önnur er rekin af kaupmanninum á horninu og hin af Migros-verslunarkeðjunni (borið fram Mígró). Í báðum fæst allt það nauðsynlegasta en takmarkað úrval svo að ég geri yfirleitt helgarinnkaupin í stærri Migros-verslun ekki langt frá. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 484 orð

Dýrast að kaupa í matinn í Sviss

DÝRASTA matarkarfan var keypt í Zürich í Sviss síðastliðinn laugardag. Guðbjörg R. Guðmundsdóttirgerði helgarinnkaupin í Nóatúni og fékk fólk í sjö borgum jafnmargra landa til að fara með samskonar innkaupalista út í búð. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 330 orð

Ferskmeti og fjölbreytt úrval

ALBERT Heijn er stór verslanakeðja með matvöruverslunum víðsvegar um Holland. Verslunin sem hér um ræðir er útibú Albert Heijn á Cornelies Troostplein í Amsterdam. Verslun þessi er nokkurra ára gömul og var fyrsti eiginlegi stórmarkaður hverfisins. Vöruúrval er mjög fjölbreytt og boðið er upp á ýmsar vörutegundir sem áður var einungis hægt að fá í sérverslunum hverfisins. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 271 orð

Fiskur munaðarvara

VERSLUNARKEÐJAN Familia í Kiel, nyrst í Þýskalandi, býður mikið úrval varnings. Mat, snyrtivörur, föt og skó, rafeindatæki og búsáhöld. Þarna verslar alls konar fólk, en ekki þeir sem minnst fjárráð hafa. Þeir fara frekar í Bónus- búðir Þjóðverja, sem eru þó nokkrar. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 195 orð

Frönsk keðja í samkeppnina

STÓRVERSLUNIN Cactus er í Kópavogi þeirra í Lúxemborg, Howald, um 3 km í suður frá járnbrautarstöðinni, sem margir Íslendingar kannast við. í borginni og úthverfum hennar eru allmargar verslunarmiðstöðvar og stórverslanir og frönsk keðja blandaði sér nýlega í samkeppnina. Í hverfi útsendara Morgunblaðsins er Cactus allsráðandi. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | -1 orð

KAUPMANNAHÖFN Vistrænt í kjörbúðunum

ÞAÐ eru varla nokkrar hverfisbúðir eftir í Kaupmannahöfn nema þá grænmetisbúðir og sérbúðir. Allar stærri matarbúðir eru í eigu verslanakeðja. Hér á Austurbrú er úr einum fjórum stórum að velja og að þessu sinni voru innkaupin gerð í ISO, sem er nýleg búð í þessum bæjarhluta. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 412 orð

Rómverskur sjarmi

VERSLUNIN sem farið var í rétt utan við Róm heitir Conad, ein af fjölmörgum allstórum hverfisbúðum í þessari keðju. Hægt er að fara í risabúðir og borga minna eða til kaupmannsins á horninu og punga út meira fyrir svipaðan varning. Meira
12. apríl 1997 | Neytendur | 514 orð

Teppi á allri íbúðinni

VERÐKÖNNUNIN var gerð hér í Minnesota á gráum og blautum laugardagseftirmiðdegi. Vorið er vonandi komið eftir nýstingskaldan hörkuvetur, af þeirri gerð sem venjan kallar á hér um slóðir. Þótt snjór og vetur séu mér kærkomið fyrirbæri og ég skíðakennari á vetrum, þá eru vorlaukarnir í garðum alltaf notalegt merki um vorkomuna og skærir litir lokaðra krókusanna eru afar falleg sjón í gráma dagsins. Meira

Fastir þættir

12. apríl 1997 | Dagbók | 2872 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 11.­17. apríl: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
12. apríl 1997 | Í dag | 104 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötug er á morgun, sunnudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötug er á morgun, sunnudaginn 13. apríl Evlalía Sigurgeirsdóttir, Holtastíg 8, Bolungarvík. Hún og eiginmaður hennar Jóhann Kristjánsson taka á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimilinu Aðalstræti 22 í Bolungarvík, á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. ÁRA afmæli. Meira
12. apríl 1997 | Í dag | 24 orð

Árnað heillaÞESSAR duglegu stúlkur seldu flöskur til styrktar Ra

Árnað heillaÞESSAR duglegu stúlkur seldu flöskur til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.309 krónur. Þær heita Sandra Steingrímsdóttir og Linda Hrönn Karlsdóttir Schiöth. Meira
12. apríl 1997 | Í dag | 367 orð

Bannaðarmyndir

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "Ég vil senda þakklæti mitt til Hinriks Bjarnasonar fyrir að taka myndina um Krist, "Síðasta freisting Krists", út af dagskrá og eins vil ég koma með þá ábendingu að aldrei ætti að sýna myndir á kvöldin og um helgar sem eru bannaðar innan 16 ára, Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 398 orð

BRIDS

Mánudaginn 7. apríl byrjaði fyrra kvöldið af tveimur í Hraðsveitakeppni félagsins. 9 sveitir taka þátt í mótinu. Meðalskor eftir fyrra kvöldið er 576 og efstu sveitir eru: Dröfn Guðmundsdóttir662Halldór Einarsson618Lauflétta sveitin613Erla Sigurjónsdóttir609Óskýra sveitin597 Næsta mót félagsins er minningarmót um Stefán Pálsson. Það byrjar 21. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 42 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíku

Lokið er hjá Bridsfélagi Húsavíkur aðaltvímenningi þessa vetrar og urðu úrslit þessi: Þórólfur og Einar156 Magnús og Þóra123 Gaukur og Friðgeir111 Vetrarstarfinu er ekki þar með lokið, spilað verður eitthvað fram í maímánuði hvert mánudagskvöld. Meira
12. apríl 1997 | Dagbók | 412 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 322 orð

Doppóttir, vinalegir og þverir

Langt er síðan íslenski fjárhundurinn var einn um að ylja þjóðinni og hin ýmsu hundakyn hafa tekið sér bólfestu hér á landi í skjóli eigenda sinna. Einna nýjasta viðbótin er hinn doppótti dalmatíuhundur, en Agnes Ýr Þorláksdóttir flutti tvo slíka til landsins árið 1992. Hún segir dalmatíuhundinn vera stórkostlegan hund. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 1707 orð

Ferming 13. apríl

Ferming 13. apríl Ferming í Áskirkju kl. 14. Fermd verða: Ásgrímur Ásmundsson, Austurbrún 25. Erlendur Þór Magnússon, Langholtsvegi 29. Guðmundur Æ. Ásgeirsson, Hagalandi 11, Mosf. Hjörtur Smári Birgisson, Kambsvegi 20. Páll Gísli Jónsson, Kleppsvegi 74. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 656 orð

Guðsmaður á glapstigum

ÞAÐ ÞÓTTI saga til næsta bæjar þegar spurðist að guðsmaðurinn Pat Boone, sem helst er þekktur fyrir að syngja útvatnaðar útgáfur af rokklögum, hefði gengið djöflinum á hönd og væri farinn að syngja þungarokk. Viðbrögðin létu ekki á sér standa; Boone var bannaður á kristilegum útvarpsstöðvum, fjöldi áhangenda hans sneri við honum baki og meira að segja fjölskyldan afneitaði honum. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 1081 orð

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10.)

Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Lesið verður úr kristilegum barnabókum og kynntar verða barnabækur í forkirkjunni á vegum Skálholtsútgáfunnar. Lesari m.a. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Hvað er hópefli?

Spurning: Stundum heyrir maður um námskeið í hópefli. Hvað er hópefli og á það eitthvað skylt við hópmeðferð? Svar: Hópefli (e. group dynamics) er hugtak sem notað er um þau öfl sem eru að verki í hópum, á svipaðan hátt og sálefli (e. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 1665 orð

Í Kína borðar maður

ÞAÐ KOM bara símhringing eitt kvöldið: "Ertu til í að fara til Peking eftir viku, sem blaðamaður. Þú verður að svara núna ­ já eða nei?" Mín stödd í skafli og mannskaðaveðri í jeppasíma uppi á hálendi. Já. Framkvæma fyrst, hugsa svo, taka ákvörðun fyrst, hugsa svo... Lífs míns saga. Upphófst ein vika af undirbúningi. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 796 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 896. þáttur

896. þáttur Sverrir Ragnars kaupmaður vakti athygli mína á fyrirsögn og grein í viðskiptablaðinu hér á bæ 6. mars. Fyrirsögnin er svohljóðandi: "Microsoft með böggum hildar." Þetta er allt gott og blessað, því að fram kemur í greininni að í nefndu fyrirtæki eru menn áhyggjufullir. Meira
12. apríl 1997 | Í dag | 307 orð

RAMLEIÐENDUR og seljendur gúmmíhanzka hafa augljóslega ek

RAMLEIÐENDUR og seljendur gúmmíhanzka hafa augljóslega ekki áttað sig á breyttri verkaskiptingu á heimilum. Enn eru umbúðir gúmmíhanzka skreyttar myndum af velsnyrtum kvenhöndum, sem njóta verndar gúmmíhanzka við uppvaskið. Og það sem verra er: Það getur verið mjög erfitt að finna gúmmíhanzka, sem passa á karlmenn, í verzlunum. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 481 orð

Rúgbrauð með rjóma á,...

Rúgbrauð eða öllu heldur pottbrauð hefur um aldaraðir verið bakað hér á landi. Það brauð var seytt, þ.e. bakað við lágan hita í langan tíma. Við það brotnar sterkja kornsins niður og sykur myndast. Hliðstætt við það sem gerist í eplum sem eru geymd við of hátt hitastig. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 896 orð

Skúrir á síðustu klukkustund

VEÐRIÐ er eins og klippt úr kennslubók í veðurfræði, skýringarmynd í kafla um góðviðri, þar sem veðurfræðingurinn og blaðamaðurinn sitja á áttundu hæð Hótel Sögu. Heiður himinn endar við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er og kvöldsólin varpar gylltum geislum sínum á hvítleita borgina. Meira
12. apríl 1997 | Dagbók | 284 orð

Spurt er...

1 Íslendingur varð í öðru sæti í borgarstjórnarkosningum í Nuuk í Grænlandi í vikunni og verður varaborgarstjóri í næstu borgarstjórn. Hún stefnir nú á framboð þegar kosið verður til landstjórnarinnar eftir tvö ár. Hvað heitir konan? 2 Úrslit réðust í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í æsispennandi, tvíframlengdum úrslitaleik á miðvikudag. Meira
12. apríl 1997 | Fastir þættir | 210 orð

(fyrirsögn vantar)

Hinn 9. janúar var spiluð sveitakeppni þar sem keppt var um Ræsibikarinn. 4 sveitir mættu til leiks og stóð sveit Vilhjálms Kristjánssonar uppi sem sigurvegari með 63 stig, í öðru sæti lenti sveit Indriða Guðmundssonar og sveit Birgis Halldórssonar í 3. sæti. Næst var spilaður tveggja kvölda barómeter tvímenningur með þátttöku 10 para. Meira

Íþróttir

12. apríl 1997 | Íþróttir | 61 orð

Aðdáendur Formula 1 hittast

Formula 1 kappaksturinn er í fullum gangi og á morgun verður keppt í Argentínu. Af því tilefni ætla aðdáendur kappakstursins að hittast á Glaumbar kl. 16 á morgun og fylgjast með keppninni beint í sjónvarpi. Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 158 orð

Fyrsti Evrópuleikur Leifturs gegn þýsku liði

Knattspyrnusamband Evrópu sendi í gær frá sér riðlaskiptinguna í UEFA-Intertoto keppninni í sumar og er Leiftur í 6. riðli ásamt liðum frá Þýskalandi, Tyrklandi, Danmörku og Litháen. Leiftur byrjar á heimaleik 20. eða 21. júní og fær þá þýska liðið í heimsókn. 28. eða 29. júní á Leiftur að leika í Danmörku, 5. eða 6. júlí eiga norðanmenn heimaleik á móti liði frá Litháen og 12. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 199 orð

Guðbjörg og Hermann best

KR-INGARNIR Guðbjörg Norðfjörð og Hermann Hauksson voru útnefnd bestu leikmenn Íslandsmótsins í körfuknattleik kvenna og karla í kjöri sem var lýst í lokahófi Körfuknattleikssambandssins á Hótel Íslandi í gærkvöldi. Damon Johnson úr Keflavík var valinn besti erlendi leikmaðurinn í úrvalsdeildinni. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 250 orð

Handknattleikur LAUGARDAGUR: Úrslitakeppni 1. deildar karla 4. leikur: KA-heimili:KA - UMFA16Knattspyrna

Úrslitakeppni 1. deildar karla 4. leikur: KA-heimili:KA - UMFA16Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Leiknisv.:Þróttur N. - KR11Ásvellir:Völsungur - ÍBV13Sandgras Kóp.:Dalvík - Valur13Ásvellir:FH - Sindri15Sandgras Kóp.:Þór A. - Skallagr.15Leiknisv. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 195 orð

Ísland í 76. sæti á FIFA-listanum

ÍSLAND er í 76. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem kom út um síðustu helgi. Um síðustu áramót var Ísland í 60. sæti og hefur því fallið niður um 16 sæti á þremur mánuðum. Þess má geta að íslenska landsliðið hefur ekki leikið neinn landsleik á þessum tíma. Ísland er með 35,16 stig. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans með 65,51 stig. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 70 orð

Ísland vann Portúgal

ÍSLENSKA piltalandsliðið sigraði Portúgal 58:52 á Evrópumótinu í körfuknattleik í Portúgal í gærkvöldi eftir að hafa verið tíu stigum undir í hálfleik 29:39. Sæmundur Oddsson var stigahæstur í liði Íslands með 14 stig og tók auk þess níu fráköst. Önnur úrslit í gær voru þau að Spánn vann Írland 88:71 og Pólland vann Svíþjóð 81:78 eftir framlengdan leik. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 883 orð

KA-menn hafa vindinn í seglin, en...

HEFÐ verður brotin í íslenskri handboltasögu á Akureyri í dag, sama hvernig fjórða viðureign KA og Aftureldingar í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik fer. KA hefur aldrei orðið Íslandsmeistari, en verður það með sigri, og Afturelding hefur aldrei sigrað Akureyrarliðið fyrir norðan. Gerist það í dag mætast liðin fimmta sinn í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöldið. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 297 orð

Kaupa enskir spænsk lið?

NOKKUR ensk knattspyrnulið hafa áhuga á að kaupa lið á Spáni og hafa falið fyrirtæki í Barcelona að kanna hvaða möguleikar kunni að liggja fyrir í þeim efnum. Þetta fullyrðir Josep Lluis Nunyes, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona. Nunyes sagði á fundi með blaðamönnum í Barcelona að um væri að ræða knattspyrnulið í Englandi sem störfuðu sem opin hlutafélög. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 68 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Fylkir - ÍR2:0Kristinn Tómasson, Ólafur Sigurjónsson. Þróttur - Fjölnir4:2Pál Einarsson, Vilhjálmur

Reykjavíkurmótið Fylkir - ÍR2:0Kristinn Tómasson, Ólafur Sigurjónsson. Þróttur - Fjölnir4:2Pál Einarsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Gestur Pálsson, Andri Sveinsson - Sveinn Ögmundsson, Ólafur Páll Snorrason. Körfuknattleikur NBA-deildin Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 485 orð

LEIKIRNIR í

LEIKIRNIR í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu fara fram á morgun. Wimbledon og Chelsea eigast við á Highbury og Middlesbrough og Chesterfield á Old Trafford. Knattspyrnustjórar liðanna eru frá fjórum þjóðlöndum. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 85 orð

Leverkusen eygir von BAYER L

BAYER Leverkusen vann Karlsruhe 3:1 í þýsku deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og heldur því enn í vonina um að verða meistari. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Bayern M¨unchen, sem leikur við Köln í dag. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 160 orð

Tiger Woods tók forystu

Tiger Woods hefur forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, 36 holur, á bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Augusta National-vellinum í Georgíu. Hann lék á 66 höggum í gær og 70 höggum fyrsta daginn og samtals 136 höggum, sem er 8 höggum undir pari vallarins. Meira
12. apríl 1997 | Íþróttir | 2164 orð

Æfingabúðir í sól og og sumaryl í Algarve

Fimm íslensk knattspyrnulið voru í æfingabúðum í Algarve í Portúgal fyrir skömmu og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir knattspyrnumenn búa sig undir keppnistímabilið á þessum slóðum auk þess sem svo mörg íslensk meistaraflokkslið hafa ekki áður verið í æfingabúðum saman. Meira

Úr verinu

12. apríl 1997 | Úr verinu | 285 orð

Engar viðræður í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna í 2 mánuði

ENGAR viðræður hafa farið fram í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna síðan í janúar sl. Talsmenn sjómannasamtakanna segja útvegsmenn ekki til viðtals um þær hugmyndir um verðmyndun á fiski sem samtökin hafa lagt fram. Sjómannasamband Íslands hefur vísað sínum málum til ríkissáttasemjara og formaður Vélstjórafélags Íslands telur að stefni í átök enn á ný. Meira
12. apríl 1997 | Úr verinu | 241 orð

Íslensku skipin fara að tínast á Reykjaneshrygg

GERA MÁ ráð fyrir að íslensk skip fari nú að hugsa sér til hreyfings á Reykjaneshrygg þó að aflafréttir þaðan hafi ekki verið góðar síðustu vikurnar en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur afli verið mestur um eitt tonn á togtíma. Á milli 25-30 skip af ýmsum þjóðernum eru nú á svæðinu eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Meira
12. apríl 1997 | Úr verinu | 55 orð

Tvíhlóðu trilluna

ÞEIR Halldór Einarsson og Ivan Frandsen sem róa frá Vogunum á trillunni Fögruvík gerðu það gott nú rétt fyrir hrygningarstoppið, eða "fæðingarorlofið" eins og gárungarnir kalla þar. Þeir róa með net í Flóanum og tvíhlóðu trilluna vænum þorski eins og sjá má á myndinni og lönduðu samtals fjórum tonnum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Meira

Lesbók

12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

AÐ VAKNA

Ég stóð á þröskuldi drauma minna þegar hversdagsleiki dagsins tók yfir. Ég gránaði með árunum, og einfaldleiki lífsins tók völdin, af draumum framtíðarinnar. Ég vaknaði á þröskuldi fortíðarinnar, og leit til baka með eftirsjá. Ég horfði til framtíðarinnar og sá nýja drauma í augnsýn. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 871 orð

Andblær liðins tíma

ÞAÐ GETUR komið tónskáldum í koll að verða vinsæl, að minnsta kosti eftir því sem tíminn líður og smekkur manna breytist. Þá vill það gerast að menn aðeins muna eftir þeim verkum sem mestrar hylli nutu og önnur verk og kannski veigameiri hverfa í skuggann. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2168 orð

AUSTUR-GRÆNLAND EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON LJÓSMYNDIR RAGNAR TH. SIGURÐSSON

Tveir gúmmíbátar damla á hægferð undan tignarlegum borgarísjaka. Allt um kring eru þúsundir lítilla jakabrota sem merla í haustsól. Þau vagga lítillega í golunni og speglast í sjávarfletinum og það heyrast smellir þegar ótalmargar, árþúsundagamlar loftblöðrur springa við bráðnun íssins. Hvergi er undirlendi við fjörðinn. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 142 orð

Á FRAMANDI GRUND

Allt í einu skellur hægra frambretti bifreiðarinnar á manninn sem á sér einskis ills von þar sem hann er á leið yfir götu. Hann hafði aldrei áður farið yfir þessa götu. Bifreiðin var merkt sveitarfélaginu og bifreiðarstjórinn á launum hjá sveitarfélaginu. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2804 orð

BRENNIÐ SÁLIR YKKAR, BRJÓTIÐ PENNA YKKAR

AÐ KOMAST til Palestínu á válegum tímum er ekki auðvelt, allra síst þegar ferðinni er heitið á rithöfundaþing á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn eru ekki reiðubúnir að hleypa hverjum sem vill inn í landið. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1503 orð

DOKTOR Í STÓLUM OG SÉRFRÓÐ UM AALTO

NORRÆNA HÚSIÐ efndi á fyrra ári til kynningar á hönnun Alvar Aaltos, sem eins og flestir vita er höfundur þessa ágæta húss í Vatnsmýrinni og þykir hafa tekizt svo vel að nýlega var það hér í Lesbók útnefnt sem eitt af þremur fegurstu húsum landsins. Aalto teiknaði ekki aðeins húsið, heldur hvert smáatriði innanhúss og húsgögnin þar á meðal. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 240 orð

EFNI

Elly Ameling hélt námskeið (master class) í ljóðasöng fyrir unga íslenska söngvara um síðustu helgi. Þröstur Helgason fylgdist með og segir Ameling vera eins og ljóð; með ljóðræna fegurð í fasi og framgöngu og hljómur hennar sé sannur og hlýr. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

EINMANA SÁL

Ég var einmana sál. Enginn elskaði mig. Hrakin um göturnar gekk. Allt var horfið mér frá, sem ég elskaði mest. Hjartað var blæðandi und. Á skammdegismorgni, í skugganna dal, var sál mín svo helsjúk og hrelld. Ég hrópaði: Drottinn, gefðu mér frið og gleði, sem átti ég fyrr. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 946 orð

GARCÍA LORCA DREPINN AFTUR Í GRANADA

KRINGUMSTÆÐUR dauða Lorca hafa aldrei verið útskýrðar til fulls. Hvorki staðsetningin né gröf hans einhvers staðar fyrir utan Granada er kunn. Eins og kemur fram í myndinni kom skipunin líklega frá æðri stöðum. Líklega var ætlunin að skjóta táknmynd '27 kynslóðar spænskra skálda en flestir úr þeim hópi forðuðu sér í útlegð. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 365 orð

HEMINGWAY-HÁTÍÐ Í KEY WEST AFLÝST

KLUKKAN hefur glumið Hemingway- dögunum í Key West í Florida, heldur sukksamri hátíð til minningar um rithöfundinn, en í Key West bjó hann og starfaði um tíu ára skeið. Sonum hans fannst hins vegar komið nóg af pranginu og kaupmennskunni í kringum hátíðina og ekki minningu föður síns sæmandi. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1156 orð

HVAÐ VILJA KARLAR?

STÆRSTU mistökin, sem hafa verið gerð í jafnréttisbaráttunni á Íslandi, eru að það hefur meira og minna gleymzt að útskýra fyrir hálfri þjóðinni - þ.e. körlum - hvað þeir græði á henni. Of margir, bæði karlar og konur, líta svo á að jafnréttisbaráttan sé einkamál kvenna og að hún sé jafnvel einhvers konar togstreita á milli kynjanna. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1089 orð

HÖFUNDUR SLÆR Í GEGN

MICHAEL Ondaatje hafði að eigin sögn aldrei hugleitt að verða rithöfundur fyrr en hann kom til Kanada, þá 19 ára gamall, til að leggja stund á ensku og enskar bókmenntir við Bishop-háskólann í Lennoxville í Quebec. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1470 orð

Í VIÐJUM MINNINGANNA

RÚTAN leið mjúklega af stað. Hún hallaði sér aftur og lokaði augunum. Eftir nokkra klukkutíma yrði hún komin á heimaslóðir eftir fimmtán ára fjarveru. Hún hugleiddi hversu dásamlegt það yrði að endurupplifa æskuna og fylla lungun af sveitalofti. Kindur, hestar og flaðrandi hundar. Allt þetta í íslensku sveitinni og hvergi annars staðar. Maður, dýr og náttúra samofin. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

KÚLA, PÍRAMÍTI OG SKEL ­ SAMTAL VIÐ ÁSMUND

ÍÁSMUNDARSAFNI við Sigtún verður opnuð sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar laugardaginn 12. apríl kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina Kúla, píramíti og skel og verður opin daglega fram til 5. maí. Á síðastliðnum árum hefur stjórn Ásmundarsafns komið fram með þær nýjungar í starfi safnsins að bjóða samtímalistamönnum að sýna verk sín í nábýli við verk Ásmundar Sveinssonar. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 207 orð

KVÖLDVÍSA ­brot­

Ég gekk upp á leiti, ég horfði yfir haf og sú heilaga glóandi sól sína logandi kveðju með geislanum gaf og gullfáði tinda og hól! Eins og eldmúr var Esjan og jökullinn stóð eins og hvelfing á ljómandi sæ og mér sýndist hann anda sem bylgjandi blóð sem að bærist í purpurablæ. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

LISTVEFNAÐUR

Bók Simons Schama ­ Landscape and Memory er listilega ofinn sögulegur vefnaður. Höfundurinn hefur ofið hér minningar, sögur, náttúru og umhverfi mannsins í heildstætt listaverk. Landslag og náttúra er skynjuð af þeim sem horfir og skapar jafnframt mynd náttúrunnar og umhverfisins, Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 609 orð

LJÓÐRÝNI II

SIGFÚS DAÐASON I Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Við létum gamlan dvalarstað að baki ­ eins og dagblöð í bréfakörfuna ­ höldum nú áfram lítum ei framar við. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

MINN HJARTAGOSI

Komdu einn inn í hjarta mitt ástvinur. Drag skó af fótum legg hurð hóglega að stöfum eg sef vil ekki vakna meðan veturinn ýlir. Er vorar göngum við akurinn ástvinur. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 615 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. ASÍ ­ Ásmundarsalur ­ Freyjugötu 41 Kristján Steingrímur sýn. til 13. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3299 orð

NORRÆNAR TUNGUR FYRR OG NÚ

Íbyrjun þessa árs kom út í Svíþjóð bókin "Nordiska ­ våra språk förr och nu" en heiti hennar má íslenska sem "Norrænar tungur fyrr og nú", þannig að gefi einhverja hugmynd um efnið. Þetta er allmyndarleg bók, 536 blaðsíður að stærð og skipt í níu kafla auk skráa. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

ORT Í FÖNN

SNJÓR er órjúfanlegur hluti af lífi Grænlendinga. Frá alda öðli hefur hann rammað inn tilveru þeirra drjúgan hluta ársins enda er veturinn langur og strangur á norðurslóð. Það þarf því vart að koma á óvart að í grænlenskri tungu séu til fleiri orð yfir snjó en víðast hvar annars staðar. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

SAGAN GLEYMDA

SKÁLDSAGAN "Den glemte historie" (Sagan gleymda) eftir Jon Høyer kemur út í Danmörku á mánudaginn. Sagan byggist á sögulegum atburðum á Íslandi á þjóðveldisöld. Höfðinginn Hafliði á ungan, ofstækisfullan og hefnigjarnan frænda, Má að nafni. Már á í deilum við Ólaf, frænda Þorgils, annars valdamikils höfðingja. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1915 orð

SÉRVITRINGAR

R annsóknir á óviðráðanlegum sérviskuviðbrögðum eru nú stundaðar bæði vestanhafs og austan og sætir tíðindum, einkum fyrir okkur Íslendinga sem lengst af þjóðarsögunnar höfum metið sérvisku mikils. Sér til hægari verka kenna Bandaríkjamenn, sem stunda slíkar rannsóknir, einkennin við einhverfu vegna þess að hún er kunn fyrir. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Svipmyndir úr listamannahjónabandi Tónskáldið Carl Nielsen og myndhöggvarinn Anne Marie lifðu í stormasömu hjónabandi eins og

HJÓNABÖND listamanna eiga það til að vera stormasöm og viðburðarík og hjónaband danska tónskáldsins Carls Nielsens (1865-1931) og myndhöggvarans Anne Marie Brodersen (1863-1945) var þar engin undantekning. Hún var langtímum saman fjarri eiginmanni og börnum til að stunda listina og í einsemdinni leitaði hann til annarra kvenna og átti jafnvel barn með einni. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

TÓFTIR

Þarna stóðum við, ég og hann með fortíð sína að baki og sögu lands og þjóðar í skyggnum augum og gráu hári og ég með óráðna framtíð eins og óhrein gleraugu á þeffúsu nefi ­ og orð hans hljómuðu eins og fortölur áhyggjufullrar móður gegnum graðhestatónlist úr græjum nýfermds unglings sem hefur meiri áhuga á að telja fjárgjafir sínar en hlýða á guðsorð Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

TÓNLIST FYRIR ALLA

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands tekur nú í apríl þátt í verkefninu Tónlist fyrir alla. Það hefur tíðkast að hljómsveitin reki ár hvert endahnútinn á verkefnið. Leikið er á Selfossi, í Búðardal, Stykishólmi og Ólafsvík. Skólatónleikar verða átta talsins, en opinberir tónleikar aðeins tvennir að þessu sinni, á Selfossi 14. apríl kl. 20 og í Stykkishólmi 16. apríl kl. 20. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1104 orð

TVEIR PÓLSKIR SNILLINGAR PÍANÓSINS

Fryderyk Franciszek Chopin: Píanókonsertar nr. 1 og 2 ­ kammerútfærsla. Einleikari: Fumiko Shiraga. Meðleikarar: Yggdrasil strengjakvartettinn og Jan-Inge Haukås kontrabassaleikari. Útgáfa: BIS CD­847. Verð: kr. 1.490 ­ Japis. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 358 orð

Veit upp á hár hvað hún er að gera

AÐ MATI Elly Ameling skaraði Finnur Bjarnason, baríton, fram úr í þeim hópi ungra íslenskra söngvara sem hún leiðbeindi á námskeiðinu í Gerðubergi síðustu helgi. Sagði hún hann hafa fráæra rödd og einstaklega þroskaðan skilning á tónlist af svo ungum söngvara að vera en Finnur er aðeins 23 ára. Meira
12. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 871 orð

VIÐ ERUM EKKI SÖNGVARAR, VIÐ ERUM BOÐBERAR

ELLY Ameling er eins og ljóð. Það er ljóðræn fegurð í fasi hennar og framgöngu og því getur hún talað opinskátt við nemendur sína, jafnvel skammað þá og skensað um þá frammi fyrir fullum sal af fólki án þess að þeir hætti að brosa til hennar. Hún er eins og ljóð því að það er ekki hægt annað en skilja hana rétt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.