Greinar þriðjudaginn 15. apríl 1997

Forsíða

15. apríl 1997 | Forsíða | 324 orð

Allsherjarverkfall lamar höfuðborgina

KINSHASA, höfðuborg Zaire, var sem lömuð í gær er íbúarnir sátu heima að áeggjan andstæðinga Mobutus Sese Seko, forseta Zaire, en þeir vilja að hann segi af sér. Á sama tíma hélt Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna, innreið sína í næststærstu borg landsins, Lubumbashi, þar sem honum var ákaft fagnað af íbúunum. Meira
15. apríl 1997 | Forsíða | 208 orð

Átök við sendiráð Þýskalands í Íran

NOKKUR hundruð íslamskra námsmanna börðust í gær við lögreglumenn fyrir utan þýska sendiráðið í Teheran á mótmælafundi vegna þeirrar niðurstöðu þýsks dómstóls í vikunni sem leið að leiðtogar Írans hefðu skipað fyrir um morð á fjórum Kúrdum í Þýskalandi. Lögreglan handtók nokkra námsmenn, sem sögðust ætla að leggja sendiráðið undir sig til að krefjast þess að Þjóðverjar bæðust afsökunar. Meira
15. apríl 1997 | Forsíða | 82 orð

Fundað á Möltu

RÁÐAMENN frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og strandríkjum Miðjarðarhafsins streymdu í gær til Valletta, höfuðborgar Möltu, til að taka þátt í ráðstefnu sem hefur að markmiði að koma á friðarbandalagi í þessum heimshluta. Meira
15. apríl 1997 | Forsíða | 215 orð

Rússar segja "kreppunni miklu" lokið

HAGVÖXTUR mældist í fyrsta sinni í sex ár í Rússlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs samkvæmt opinberum tölum, sem birtar voru í gær. Ýmsir drógu tölurnar reyndar í efa og sögðu að þær væru afleiðing bókhaldsbreytinga, en rússnesk stjórnvöld lýstu yfir því að "kreppunni miklu" væri lokið. James Wolfensohn, bankastjóri Alþjóðabankans, átti í gær viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Meira
15. apríl 1997 | Forsíða | 115 orð

Snjóamet í Norður- Noregi

NORÐMENN fögnuðu í gær sumardeginum fyrsta, en sú gleði var þó nokkuð blendin í Norður-Noregi, þar sem nýtt snjóamet var slegið. Mældist snjóhæðin í Tromsø 197 cm, sem er met í apríl. Veðurstofan spáir snjó næstu daga og varar fólk við því að auða jörð verði líklega ekki að hafa fyrr en langt verður liðið á júní. Meira
15. apríl 1997 | Forsíða | 120 orð

Viðskiptafélagi Clintons dæmdur

JAMES McDougal, fyrrverandi viðskiptafélagi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, var dæmdur í þriggja ára fangelsi og þrjú ár til viðbótar, skilorðsbundin, fyrir að vera fundinn sekur um svik og samsæri í sambandi við rannsókn á hinu svokallaða Whitewater-máli. Auk þess var honum gert að greiða 10.000 Bandaríkjadali í sekt. Meira

Fréttir

15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

12 milljónir gengu ekki út

DREGIÐ var um fjórfaldan fyrsta vinning í Lottóinu sl. laugardag. Fyrsti vinningurinn, 12 milljónir, gekk ekki út og verður 1. vinningur fimmfaldur nk. laugardag. Má búast við því að hann verði allt að 20 milljónir króna. Meira
15. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

12 ný fyrirtæki í undirbúningi á Suðurlandi

Selfossi-Á tuttugu árum hefur Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands veitt 400 milljónir króna til atvinnulífsins á Suðurlandi auk þess að veita ráðgjöf. Þetta kom meðal annars fram í máli Einars Sigurðssonar formanns sjóðsins á aðalfundi hans fyrir skömmu. Á þessu ári veitti sjóðurinn 25,3 milljónir í lán, 3,3 milljónir í styrki og 3,5 milljónir til hlutafjárkaupa. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 507 orð

25 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt fimmtugan mann, Franklín Kristin Steiner, í 25 mánaða fangelsi fyrir að hafa átt í bifreið sinni og á heimili sínu í Hafnarfirði 253,5 grömm af amfetamíni, 126,3 grömm af hassi og 6,7 grömm af marijuana þegar hann var handtekinn af lögreglu þann 13. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 433 orð

5 milljónum rænt af starfsmanni 10-11

TVEGGJA manna, sem grunaðir eru um að hafa rænt um fimm milljónum króna af starfsmanni 10-11 verslunarkeðjunnar, er leitað. Einn maður er í haldi lögreglunnar og er hann grunaður um aðild að málinu. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

88 óhöpp á 5 árum

UNDANFARIN fimm ár hafa lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbifreiðir í útkalli lent í 88 óhöppum í umferðinni, þar af urðu 79 óhöpp vegna bíla sem staðsettir eru í Reykjavík. Ökumenn neyðarbifreiðanna hafa ekki sætt viðurlögum vegna óhappanna en í einu tilviki var lögreglumanni bannað að aka lögreglubifreið í sex mánuði og hann sendur í akstursþjálfun og þjálfunarmat. Meira
15. apríl 1997 | Miðopna | 457 orð

Allur salurinn geispaði að ósk íþróttaálfsins

Hátíðarsalur Ráðhússins var þegar orðinn þéttsetinn um tvöleytið er dagskrá Barnabókahátíðin hófst og úr andlitum barnanna mátti greinilega lesa spennu og eftirvæntingu. Nokkur af þeim huguðustu voru búin að hreiðra um sig fyrir framan sviðið, en hin héldu sig í öruggum faðmi foreldranna. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 748 orð

Áhersla á smitsjúkdómavarnir

MEINATÆKNAR og aðrir starfsmenn á rannsóknarstofum vinna við mælingu og greiningu á lífrænum sýnum og starfsemi líffæra og líffærakerfa, einnig meta þeir gæði mælinganna. Læknar nota síðan niðurstöðurnar til að greina sjúkdóma og fylgjast með framvindunni, ákveða meðferð og hefja fyrirbyggjandi aðgerðir. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Á sundi við Torfunef

MIKILL erill var hjá lögreglu síðastliðið laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudag en fjölmargir voru á ferðinni að fagna Íslandsmeistaratitli KA í handbolta. Um kl. 2 um nóttina var tilkynnt að maður hefði stungið sér í sjóinn við Torfunefsbryggju. Var maðurinn þar á sundi, lítt klæddur. Honum var náð á land og settur í þurrkví í fangahúsi lögreglunnar. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Blaðamenn semja

BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands gerði á laugardag kjarasamning við Vinnuveitendasamband Íslands og Samtök iðnaðarins en Morgunblaðið og DV eru innan vébanda þeirra. Samningurinn gildir til 1. nóvember árið 2000 og samkvæmt honum hækka laun blaðamanna um 4,7% frá 1. apríl, 4% um næstu áramót, 3,5% um áramótin 1998­1999 og um 3% um áramótin 1999­2000. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 257 orð

Bretar hóta að hindra ríkjaráðstefnu

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins, ESB, reyndu á fundi sínum í Lúxemborg í gær að semja um minni samdrátt í aflaheimildum til handa fiskveiðiflota bandalagsins en fyrri áætlun gerði ráð fyrir, en samkvæmt henni átti að skera kvóta niður um allt að 30%. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Brotajárn á leið til Spánar

UM 3.000 tonum af tættu brotajárni var í gær skipað út á vegum Furu hf. við nýjan viðlegukant Straumsvíkurhafnar. Að sögn Sveins Magnússonar hjá Furu hf. hefur fyrirtækið til þessa skipað út brotajárni í Hafnarfjarðarhöfn. Nýi viðlegukanturinn gerði kleift að skipa út frá Staumsvík, sem væri hagstæðara á margan hátt enda skemmra að fara frá athafnasvæði Furu. Fura hf. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 915 orð

Brot á lögum og góðum siðum

ATHÆFI Reykjavíkurborgar eftir opnun tilboða er samkvæmt úrskurðinum frá því á miðvikudag talið hafa falið í sér brot á lögum og góðum siðum í útboðsmálum. "Er hátterni þetta því alvarlegra og ámælisverðara sem hér er um stórt opinbert fyrirtæki að ræða og miklir hagsmunir í húfi," segir í álitsgerðinni. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 90 orð

Brúðkaup við Brandenborgarhliðið

DAGMAR Erdmann og Andreas Paetzel riðu á vaðið í gær og urðu fyrsta parið sem gefið er saman fyrir framan Brandenborgarhliðið í miðborg Berlínar. Gáfu þau hvort öðru hjúskaparheit standandi á efri hæð þaklauss strætisvagns, að viðstöddum 38 ættingjum og vinum. Hefð er fyrir því að slíkir tveggja hæða strætisvagnar flytji farþega um götur þýzku höfuðborgarinnar. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Carl Bildt vinsælli en Göran Persson

HELMINGUR Svía vill nú að Carl Bildt leiðtogi Hægriflokksins verði forsætisráðherra, en aðeins 25 prósent vilja Göran Persson forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins ef marka má nýja skoðanakönnun. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ekki spurning hvort heldur hvenær

ÞAÐ er ekki spurning hvort Finnar og Svíar gerast aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, heldur aðeins hvenær, því með undirritun Maastricht-sáttmálans samþykktu þeir aðild. Þessari skoðun sinni lýsti Paavo Lipponen forsætisráðherra Finna í hádegisfréttum sænska ríkisútvarpsins í gær. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 694 orð

Engu áfátt í viðhaldi

ÞEIR menn sem hafa haldið því fram að viðhaldi Dísarfells hafi verið áfátt tala gegn betri vitund. Ég staðhæfi að það var ekkert látið reka á reiðanum varðandi viðhald skipsins," segir Kristinn Aadnegard skipstjóri á Dísarfelli í samtali við Morgunblaðið þegar hann er spurður um þær efasemdir sem fram hafa komið þess efnis að Dísarfellið hafi ekki fengið eðlilegt viðhald, Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fagna byggingu álvers við Grundartanga

Á FUNDI atvinnumálanefndar Hvalfjarðarstrandahrepps 2. apríl 1997 var eftirfarandi stuðningsyfirlýsing samþykkt: "Atvinnumálanefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps fagnar ákvörðun hreppsnefndar Hvalfjarðarstrandarhrepps að stuðla að auknum atvinnutækifærum innan hreppsins með því að leyfa byggingu álvers við Grundartanga. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ferskir fjárbændur í bæjarferð

HAGKAUP bauð á fjórða tug húnvetnskra fjárbænda í bæjarferð fyrir helgi, bændum í Félagi ferskra fjárbænda sem gert hafa samninga um sölu á kjöti í stórverslunina. Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups sýndi þeim kjötvinnslu félagsins, verslanir og aðra starfsemi og var myndin tekin í matvöruversluninni í Kringlunni. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fíkniefni fundust á Ísafirði

LÖGREGLAN á Ísafirði gerði leit í húsi einu á Ísafirði á sunnudaginn þar sem grunur lék á að fíkniefnamisferli ættu sér stað. Húsleitin var gerð um miðjan dag að fenginni húsleitarheimild hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Mikið magn fíkniefna fannst við leitina, auk þýfis. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Fjórir á slysadeild

FJÓRIR voru fluttir slasaðir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur á Öxnadalsheiði um miðjan dag á laugardag. Tveir bílar, fólksbíll á leið til Akureyrar og L-300 sendibíll á leið frá Akureyri rákust saman en slysið varð efst í Bakkaselsbrekkunni. Síðarnefndi bíllinn hafði lent úti í vegkanti en mikið krap og hálka hafði myndast á veginum. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fræðslufundur skógræktarfélaganna

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda fræðslufund í kvöld, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30 í sal Ferðafélags Ísalnds, Mörkinni 6. Þetta er þriðji fræðslufundurinn í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrirlestur um hljóðláta nemendur

KARI Kalbach Christensen sérkennslufræðingur og lektor við Þelamerkurháskóla (Telemark Högskole) í Noregi heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 16. apríl kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist: Hljóðlátir nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 99 orð

Fötum safnað áfram

FATASÖFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur verið framlengd og verður opið í kjallara Glerárkirkju næstu daga frá kl. 12 til 16 þar sem tekið verður á móti fötum í söfnunina. Söfnin stóð í fjóra daga í liðinni viku og á Akureyri er búið að safna fatnaði og skóm í fjóra 20 feta gáma sem skipað verður út næsta föstudag. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 96 orð

Glundroði í Malí

EFNT var til þingkosninga í Malí í vestanverðri Afríku á sunnudag en þær þóttu einkennast af glundroða vegna brotalama í skipulagningu þeirra. Litið var á kosningarnar sem prófstein á það hvort fjölflokkalýðræðið, sem var tekið upp árið 1992, hefði náð að festa rætur í landinu. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 412 orð

Gripið til aðgerða til að laga reksturinn

GERT er ráð fyrir að rekstur Útgerðarfélags Akureyringa verði í járnum á þessu ári, en vonir standa til þess að aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila sér þannig að félagið verði gert upp með viðunandi hagnaði árið 1998. Þetta kom fram í máli Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, á aðalfundi félagsins í gær. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Gæslan tók trillu á bannsvæði

STARFSMENN Landhelgisgæslunnar stóðu trilluna Stellu NK-12 að meintum ólöglegum veiðum á laugardag. Trillan var um 1,3 mílur innan við það 3 mílna bannsvæði frá landi sem ætlað er að vernda hrygningarstöðvar þorsksins á þessum árstíma. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 502 orð

Hafbeitarlax aftur í Hellisá

LEIGUTAKAR Hellisár á Síðu hafa fengið leyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu fyrir því að flytja hafbeitarlaxa til sleppingar í ánni. Þar með hafa fengist leyfi til slíkra sleppinga í tvær ár, en tekið var fyrir slík leyfi í fyrra sumar vegna kýlaveikifaraldurs sem kom upp í Elliðaánum og Kollafirði sumarið 1995. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hagsmunagæsla fyrir Flugleiðir

ÞINGMENN þingflokks jafnaðarmanna sökuðu Davíð Oddsson forsætisráðherra á Alþingi í gær um hagsmunagæslu fyrir Flugleiðir vegna efasemda hans um að úrskurður Samkeppnisráðs um samstarf Flugfélags Norðurlands og Flugleiða í innanlandsflugi væri réttur. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Handtekinn með stera í Glasgow

ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri var handtekinn á flugvellinum í Glasgow með töluvert magn af sterum sem hann hugðist flytja úr landi. Norman Hamilton, ræðismaður Íslands í Glasgow, sagði að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum í Skotlandi og vildu menn forðast þá umfjöllun. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Háskólafyrirlestur um málspeki

DR. STEEN Ebbesen, forstöðumaður Stofnunar grísku og latínu við Kaupmannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands föstudaginn 18. apríl nk. kl. 16.15 í stofu 201 í Árnagarði. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Helmingur ársverka vegna fíkniefna og áfengis

ÁÆTLAÐ er að um helmingur ársverka löggæslumanna og fangavarða sé unninn vegna afbrota sem tengjast áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hnökkum og pískum stolið

BROTIST var inn í vöruskemmu á baklóð MR-búðarinnar á Laugavegi um helgina og stolið um 45 reiðhnökkum og 100 pískum. Verðmæti ránsfengsins er talið vera tæplega ein milljón króna. Ekki hafði tekist að hafa hendur í hári þjófanna í gær. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Hótel Akureyri býður persónulega þjónustu

NÝTT hótel var opnað á Akureyri um helgina, Hótel Akureyri, en það er við Hafnarstræti 67, þar sem áður var Hótel Óðal. Hótelið er í eigu samnefnds einkahlutafélags en eigendur þess eru Héðinn Bech og Snæbjörn Kristjánsson veitingamenn á Fiðlaranum á Akureyri og Kristján Ármannsson sem er hótelstjóri. Húsið á sér langa sögu en það hefur lengst af gengið undir nafninu Skjaldborg. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 294 orð

Hrepparnir eiga ekki heiðarnar

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að Bólstaðarhlíðar-, Lýtingsstaðar- og Seyluhreppar hafi ekki fært sönnur á eignarhald sitt á Eyvindarstaðaheiði og Svínavatns- og Torfalækjarhreppar hafi ekki fært sönnur á að eignarhald sitt á Auðkúluheiði. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Ísland hætt við að halda ársþing FIDE

SKÁKSAMBAND Íslands hefur ákveðið að halda ekki ársþing Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, árið 1999 eins og fyrirhugað var, m.a. vegna þeirrar upplausnar sem nú er innan FIDE. Norðmenn hafa sömuleiðis fallið frá því að halda ársþing FIDE á þessu ári en það átti að vera í Ósló í ágúst. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

JÓN GUNNLAUGSSON LÆKNIR

JÓN Gunnlaugsson, læknir á Seltjarnarnesi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í gærmorgun 82ja ára að aldri. Jón fæddist á Höfn í Bakkafirði 8. maí 1914, sonur hjónanna Gunnlaugs A. Jónssonar, verslunarstjóra þar og Oktavíu S. Jóhannesdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og embættisprófi í læknisfræði 1947. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 475 orð

Kjör Gæslumanna ráðast ekki af samningum lögreglu

LÖGFRÆÐINGUR Landhelgisgæslunnar og lögráðamaður barna Elíasar Arnar Kristjánssonar, bátsmanns á varðskipinu Ægi, sem fórst við björgunarstörf 5. mars sl., eru ósammála túlkun Svölu Thorlacius hæstaréttarlögmanns á bótarétti eftirlifandi sambýliskonu og barna hins látna. Aðstandendur söfnunar til handa sambýliskonunni segja að bakslag hafi komið í söfnunina um helgina. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Kosningaréttur í biskupskjöri

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á framkvæmdastjórnarfundi SUF: "Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna finnst eðlilegt og lýðræðislegt að allir meðlimir Þjóðkirkjunnar hafi atkvæðisrétt í biskupskjöri. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 253 orð

Krefst breyttrar sjávarútvegsstefnu

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ítrekaði í gær að hann væri staðráðinn í að hindra breytingar á stofnunum Evrópusambandsins ef breytingar yrðu ekki gerðar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 491 orð

Kviknaði í tjaldinu og augabrúnir sviðnuðu

ÍSLENSKU fjallgöngumennirnir sem eru á leið upp Everest sluppu ómeiddir þegar prímus sem þeir notuðu við að elda sprakk í loft upp. Eldurinn læsti sig í tjaldið og eina dýnu, en allur fatnaður slapp óskemmdur. Félagarnir létu þetta áfall ekki á sig fá og sváfu í leyfunum af tjaldinu um nóttina og héldu svo ferð sinni upp fjallið áfram. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kvöldmessa í Friðrikskapellu

KVÖLDMESSA verður haldin í Friðrikskapellu við Hlíðarenda miðvikudaginn 16. apríl og hefst hún kl. 20.30. Félagið Gamlir Fóstbræður sér um kvöldmessuna að þessu sinni. Bigir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, heldur ræðu, sr. Hjörtur Hjartarson þjónar fyrir altari og Gamlir Fóstbræður syngja nokkur lög og sálma undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Þá verður einnig almennur söngur. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Kynning á Akureyri

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum er nú kynnt á fundum víða um land um þessar mundir. Markmið fundanna er að kynna gerð áætlunarinnar heimamönnum á hverjum stað og safna hugmyndum og ábendingum um verkefni hennar, en ný áætlun til fjögurra ára tekur gildi um næstu áramót. Jafnréttisnefndir sveitarfélaganna hafa verið innan handar við undirbúning fundanna. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Lifað í voninni

ÆTTINGJAR tveggja Breta, sem hafa verið í haldi skæruliða í Kasmír á Indlandi í næstum tvö ár, héldu fréttamannafund í Nýju Delhi í gær þar sem þeir skoruðu á skæruliðana að láta mennina lausa. Voru þeir teknir ásamt fjórum öðrum Vesturlandabúum. Einum þeirra, Bandaríkjamanni, tókst að flýja en einn manninn, sem var norskur, tóku skæruliðarnir af lífi. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Losað úr lestum

BYRJA átti að losa gáma úr lestum Víkartinds kl. 5 í morgun. Þegar hafa sex gámar með timbri verið losaðir úr fremstu lestinni og voru þeir fluttir til Reykjavíkur í gær. Brenna þarf festingar á gámunum til að losa þá. Talsverð olía var í lestum skipsins. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lægsta tilboð í eftirlit

OPNUÐ hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í verkfræðilegt eftirlit með lagningu Vesturlandsvegar frá Elliðaám að Skeiðarvogi. Þetta var lokað útboð og var sjö aðilum boðin þátttaka. Sendu þeir allir inn tilboð. Lægsta tilboðið átti VSÓ-Ráðgjöf ehf, 6,5 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið átti Almenna verkfræðistofan hf, tæpar 6,8 milljónir króna. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 836 orð

Lögreglan fylgist sérstaklega með hraðakstri

UM HELGINA voru 18 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík, en um þessr mundir er sérstaklega fylgst með hraðaskri. Þrettán ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur. Á sama tímabili voru 27 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Maður sýknaður af áreitni og húsbroti

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað mann sem ákærður var fyrir húsbrot og blygðunarsemisbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 1988 til 1991 brotist í sjö skipti inn um glugga á heimili konu, sest á rúmstokk hennar og strokið henni í framan auk þess að áreita hana kynferðislega í síðasta skiptið. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Mál Sophiu komið til mannréttindanefndar

LÖGMAÐUR Sophiu Hansen, Hassip Kaplan, lagði í gærmorgun fram í Mannréttindanefnd Evrópuráðsins kæru fyrir hennar hönd gegn tyrkneska ríkinu. Er það vegna málsmeðferðar fyrir dómstólum og þess dráttar sem orðið hefur og stórskaðað hefur málið á meðan dætur Sophiu vaxa upp og vegna þess að umgengnisréttur hennar hefur ekki verið virtur. Meira
15. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 407 orð

Mikið áfall að riða komi upp í miðju héraðinu

RIÐA var nýlega staðfest í kind á bænum Hesjuvöllum skammt ofan Akureyrar. Öllu fé af bænum, samtals um 70 kindum verður að líkindum lógað í dag og verður sýni tekið úr öllum kindum í hjörðinni. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir það mikið áfall að riða hafi greinst á Akureyri. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 222 orð

Níkítín fær umhverfisverndarverðlaun

ALEXANDER Níkítín, fyrrverandi höfuðsmaður í rússneska sjóhernum, fékk í gær umhverfisverndarverðlaun í Bandaríkjunum fyrir að skýra frá hættum sem hann sagði stafa af gömlum kjarnorkukafbátum á Kólaskaga. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Nýr framkvæmdastjóri

AÐALFUNDUR Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn mánudaginn 28. apríl kl. 20 í sal A á 2. hæð í Gerðubergi. Aðalfundurinn markar að mörgu leyti tímamót í sögu samtakanna sem rekið hafa vist- og meðferðarheimili fyrir vímuefnaneytendur í Krýsuvíkurskóla samfleytt síðan 1989, segir í fréttatilkynningu. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

Ný stjórn á Indlandi?

TALSMAÐUR Kongressflokksins á Indlandi sagði í gær, að hugsanlega yrði búið að leysa stjórnarkreppuna í landinu eftir viku. Einingarflokkurinn, sem var við stjórn, reynir nú að finna eftirmann H.D. Gowda forsætisráðherra. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Nær 200 sektaðir

160 ÖKUMENN og 25 farþegar hafa verið sektaðir fyrir að nota ekki bílbelti í umferðinni frá því átak lögreglunnar í þessum málum hófst skömmu fyrir páska. Lögreglan ráðgerir að halda áfram að fylgjast sérstaklega með bíltbeltanotkuninni á næstu vikum. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 362 orð

Óttast að eldflaugar geti ógnað Japan

YUKIHIKO Ikeda, utanríkisráðherra Japans, sagði í gær að samkvæmt óstaðfestum fréttum kynnu Norður-Kóreumenn að hafa sett upp nokkrar eldflaugar sem hægt yrði að beita í árásum á Japan. Stjórnin í Pyongyang sakaði stjórnvöld í Bandaríkjunum, Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 249 orð

Páfi hvetur til sátta og fyrirgefningar

TRÚARLEIÐTOGAR múslima og Serba fögnuðu á sunnudag ákalli Jóhannesar Páls II páfa um sættir og umburðarlyndi þjóðarbrotanna í Bosníu, en páfi heimsótti Sarajevo um helgina. Var páfa fagnað vel við komuna til borgarinnar en um 60.000 manns voru viðstaddir messu hans á útileikvangi. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 143 orð

Raðmorðingi gengur laus í Belgíu

ALLT bendir til þess að raðmorðingi gangi laus í Belgíu, en undanfarnar vikur hafa fundist æ fleiri líkamshlutar ungra kvenna í og við borgina Mons. Um helgina fundust tveir plastpokar með höfði, fæti og sköflungi við vegarbrún í litlu þorpi en ekki hefur tekist að bera kennsl á líkamshlutana. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ræða samstarf um verðlagsmál

FULLTRÚAR Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands hittust í gær til þess að ræða mögulegt samstarf þessara samtaka og annarra um verðlagsmál. Á fundinum var ákveðið að skipa starfshóp til þess að skoða fyrirkomulag mögulegs samstarfs nánar, segir í fréttatilkynningu. Fulltrúar samtakanna munu hittast fljótlega aftur til þess að ræða þessi mál. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 203 orð

Samtök félaga í séreignarsjóðum stofnuð í vikunni

STOFNA á samtök sjóðfélaga séreignarlífeyrissjóða á fimmtudag en aðalmarkmið samtakanna er að áfram verði heimilt að greiða lögbundna tíund af launum í séreignarsjóði. Samkvæmt nýju lífeyrisfrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður skylt að greiða þetta 10% lífeyrisframlag í sameignarlífeyrissjóði. Meira
15. apríl 1997 | Miðopna | 1393 orð

Sjálfstæði Austur-Tímor bíður fráfalls Suhartos

Friðarverðlaunahafi Nóbels Sjálfstæði Austur-Tímor bíður fráfalls Suhartos José Ramos-Horta, talsmaður Austur-Tímorbúa hjá Sameinuðu þjóðunum hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði heimalands síns. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 89 orð

Skipulögðu árásir á ráðamenn

FJÓRIR hægriöfgamenn voru í gær úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að ráðast gegn fólki sem er áberandi í norsku þjóðfélagi. Við húsleit hjá mönnunum fundust listar með nöfnum, þeirra á meðal forsætisráðherrans Thorbjørns Jaglands. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Skjálfti af stærðinni 5,5 ekki ólíklegur í Þrengslum

RAGNAR Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir ekki ólíklegt að jarðskjálfti allt að 5,5 á Richter geti komið fram á svæðinu við sprungu sem liggur frá Ölkelduhálsi í Hengli og að Þrengslum. Ástæðan er spennubreytingar sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst í Henglinum á laugardagskvöld með skjálfta sem mældist um 4,2 á Richter og átti upptök í grennd við Ölkelduháls. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sluppu ómeiddir er prímus sprakk

ÍSLENSKU Everestfararnir þrír sluppu ómeiddir þegar prímus sem þeir notuðu við að elda sprakk í loft upp síðastliðinn sunnudag, en þá voru félagarnir staddir í búðum tvö, sem eru fyrir ofan Khumbu skriðjökulinn. Eldurinn læsti sig í tjald þeirra og eina dýnu, en þremenningunum tókst að forða sér með því að komast út um afturhlutann á tjaldinu. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 109 orð

Sprengjutilræði í Eþíópíu

RÁÐIST var með handsprengjum á hótel og ítalskan veitingastað í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, síðastliðinn laugardag. Lést ein framreiðslustúlka og 42 slösuðust, þar á meðal nokkrir útlendingar. Margar svipaðar árásir hafa verið gerðar í Eþíópíu undanfarið. Meira
15. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 477 orð

SÞ óánægðar með framkvæmdina í A-Slavóníu

SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) sökuðu í gær króatísk stjórnvöld um lélega skipulagningu bæjar- og sveitarstjórnarkosninga, en hún varð til þess að framlengja varð kosningarnar um einn dag, fram á mánudag, í Austur-Slavóníu, þar sem Serbar eru í meirihluta. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Talið í dag

TALNING atkvæða um nýgerða kjarasamninga Verkamannasambands Íslands, Samiðnar, Landssambands verslunarmanna og Dagsbrúnar/Framsóknar hefst í dag. Talningin er alfarið á vegum félaganna og fer fram í þeirra húsakynnum. Meira
15. apríl 1997 | Landsbyggðin | 81 orð

Tískuverslanir sameinast

Húsavík-Tvær tískuverslanir, Miðbær KÞ og Esar, eigandi Sigrún Ingvarsdóttir, hafa undanfarið verið reknar á Húsavík. Nú hafa þær verið sameinaðar og verða framvegis reknar undir nafninu KÞ-Esar ehf. og verður verslunin til húsa í aðalbyggingu KÞ að Garðarsbraut 5. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Undirskriftasöfnun vegna prestskosningar

UNDIRSKRIFTASÖFNUN er hafin meðal sóknarbarna í Garðasókn í þeim tilgangi að fara fram á almenna prestskosningu í Garðaprestakalli. Í prestakallinu eru þrjár sóknir, Garðasókn, Bessastaðasókn og Kálfatjarnarsókn og kusu 34 kjörmenn úr sóknarnefndunum þremur milli fimm umsækjenda sl. laugardag. Sr. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Úthald togaranna tveir mánuðir

MECKLENBURGER Hochseefischerei, dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa, hefur samið við Eystein Yngvason, útgerðarmann skemmtiferðaskipsins Árness, um að Árnesið ferji áhafnir togara fyrirtækisins á milli Reykjavíkur og miðanna á Reykjaneshrygg og við Austur-Grænland. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Verst að hundsa bilanaeinkenni

"ÞAÐ er sjálfsögð regla fyrir fólk að slökkva ekki á sjónvarpstækjum með fjarstýringunni heldur nota aðalrofann eða að taka úr sambandi, en það sem okkur finnst verst er þegar fólk hundsar bilanaeinkenni fram úr öllu viti," segir Símon Haralds, rafeindavirki hjá Radíó- og sjónvarpsverkstæðinu í Reykjavík. "Það er ekki í lagi að nota biluð sjónvörp. Meira
15. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vitni vantar

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að aðdraganda umferðaróhapps sem varð á aðreininni er liggur norður frá Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi. Volkswagen sendiferðabíl, ST 763, var ekið norður nefnda rein frá Kringlumýrarbraut og hugðist ökumaður beygja til vinstri vestur Bústaðaveg. Var þá fólksbifreið af Skoda gerð UK 398 ekið austur Bústaðaveg og árekstur varð. Meira
15. apríl 1997 | Smáfréttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Óflokkað efni | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Bestu viðbrögðin við grun um fölskuð málverk er að koma sér saman um óháða og sérfróða aðila, sem geta skorið úr, ef grunur leikur á að listaverk séu fölskuð. Þetta segir Peter Christmas Møller, sem sér um nútímalist hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið seldi grunlaust fyrir um ári Kjarvalsmálverkið, sem nú er álitið falsað. Meira

Ritstjórnargreinar

15. apríl 1997 | Leiðarar | 550 orð

PÓLITÍSK UMBYLTING BLAIRS

leiðari PÓLITÍSK UMBYLTING BLAIRS OSNINGABARÁTTAN í Bretlandi er komin á fullt skrið, enda verður kosið 1. maí næstkomandi. Verkamannaflokkurinn hefur ennþá verulegt forskot á Íhaldsflokkinn, þótt það hafi minnkað að undanförnu. Tvennt er íhaldsmönnum erfiðast í baráttunni við að halda áfram um stjórnartaumana. Meira
15. apríl 1997 | Staksteinar | 309 orð

Úrvinnsla um borð í frystitogurum

SÚ HUGMYND hefur verið skoðuð hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Granda hf. í Reykjavík að koma karfaflökunarvélum og lausfrysti [sem sérfrystir fiskbita og flök] fyrir í frystiskipum. Úr lausfrysti færu karfaflök síðan í kör eða poka í lest og síðan til framhaldsvinnslu í landi eða í flokkun og pökkun. Framhaldsvinnsla Meira

Menning

15. apríl 1997 | Menningarlíf | 231 orð

Abstraktmálari af hjartans innlifun

LOUISA Matthíasdóttir hlaut fyrir skemmstu afar jákvæða gagnrýni í The New York Timesá yfirlitssýningu sem nú stendur yfir í New York Studio School í Greenwich Village. Þar getur að líta verk frá fjórða áratugnum og fram á þennan áratug, en listakonan var áttræð fyrr á árinu. Meira
15. apríl 1997 | Tónlist | 647 orð

Á nótum Háskólakórs

Verk eftir Egil Gunnarsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Leif Þórarinsson, Paul Hindemith og Árna Harðarson. Stjórnandi Hákon Leifsson. Sunnudagur 13. apríl. HÁSKÓLAKÓRINN hélt sína árlegu vortónleika í sínum venjubundna stað, Seltjarnarneskirkju, og verð ég að segja að fróðlegt væri að heyra kórinn einu sinni í öðru húsi, Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 498 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimargsson/Arnaldur Indriðason/Anna

Lesið í snjóinn Kvikmynd Bille August fer vel af stað, andrúmsloftið er ógnvekjandi og útlitið drungalega fallegt. Því miður dregur afleitur leikur flestra leikaranna og heimskuleg þróun sögunnar myndina niður. Meira
15. apríl 1997 | Leiklist | 559 orð

Enn um dóp

Höfundar: Björgvin J. Hreiðarsson, Björn Þ. Jóhannsson, Eyrún B. Magnúsdóttir, Lena B. Kristjánsdóttir, Rúnar Þórarinsson. Leikstjóri: Guðmundur Karl Sigurdórsson. Leikarar: Karen Guðmundsdóttir, Helgi Valur Ásgeirsson, Kolbrún Dögg Eggertsdóttir, Heiðveig Hanna Friðriksdóttir, Rakel Magnúsdóttir, Guðni Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi Valberg Jensson, Leifur Viðarsson, Adólf Ingvi Bragason, Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Fjörgynjarfjör

FJÖRGYN, félagsmiðstöð unglinga í Grafarvogi, hélt stórball á dögunum. Fjölmargir krakkar mættu á svæðið og skemmtu sér hið besta, allsgáðir að sjálfsögðu. Ljósmyndari Morgunblaðsins smellti nokkrum myndum eins og honum einum er lagið. Meira
15. apríl 1997 | Myndlist | 875 orð

Grímulaust Málverk

Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 27 apríl. Aðgangur 200 krónur. "ÉG ELSKA liti, sterka liti; vil lifa sterkt í öllu sem ég geri," er haft eftir málaranum Sveini Björnssyni í viðtali í Lesbókinni sl. laugardag. Þetta er með öllu rétt, myndirnar gefa það til kynna svo ekki verður um villst, umbúðalusari málari fyrirfinnst naumast á landinu. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Lokasýning Skara skrípó

LOKASÝNING Sirkuss Skara skrípó var haldin í Loftkastalanum síðastliðið laugardagskvöld. Fjölmennt var eins og við var að búast og ekki var nein þreytumerki að sjá á Skara þrátt fyrir margar sýningar. Ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér í trúðsbúninginn og skellti sér í fjölleikahús. Meira
15. apríl 1997 | Leiklist | 587 orð

Mátturinn og dýrðin

Höfundur: Jean Genet. Þýðing: Frú Vigdís Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Þorgerður Sigurðardóttir. Förðun: Elín Jónína Ólafsdóttir. Lýsing: Ævar Gunnarsson. Leikarar: Jóna Guðrún Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Fimmtudagur 10. apríl. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Með flotkútinn að vopni

#DAVID Hasselhoff sést sjaldan einn síns liðs, enda nýtur hann mikillar kvenhylli. Hér situr hann fyrir ásamt tveimur starfsfélögum sínum úr strandvarðastéttinni, Donnu D'Errico og Traci Bingham. Tilefni mynda tökunnar var upphaf nýs sýningartímabils Strandvarðaþáttanna á bresku sjónvarpsstöðinni ITV, en þar hafa þættirnir verið sýndir í sex ár. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 250 orð

Merkisdagar fá viðurkenningu

NEFND Félags bókasafnsfræðinga um val á frumsaminni íslenskri fræðibók ársins 1996 fyrir fullorðna hefur valið bókina Merkisdagar á mannsævinni etir Árna Björnsson þjóðháttafræðing, sem Mál og menning gaf út, til að hljóta viðurkenningu félagsins fyrir frumsamda íslenska fræðibók fyrir fullorðna árið 1996. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 140 orð

MR­kórinn með tónleika í Háteigskirkju

KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Flutt verður hátíðarkantatan "Rejoice in the Lamb" fyrir einsöng, kór, pákur og orgel eftir Benjamin Britten. Tónskáldið samdi verkið eftir 1943 fyrir St. Matthew's Church, Northampton, en textinn er eftir Christopher Smart og var saminn á 18. öld. Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 439 orð

Myrkraverk í snjónum

Leikstjóri: Billy August. Kvikmyndataka: Jorgen Persson. Handrit: Ann Biderman. Byggt á skáldsögu Peter Høeg. Aðalhlutverk: Julia Ormond, Gabriel Byrne, Clipper Miano, Richard Harris og Robert Loggia. 121 mín. Dönsk/þýsk/sænsk. Constantin Film. 1997. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 100 orð

Mælir með Eiríki Þorlákssyni á Kjarvalsstaði

MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar hefur lagt til að Eiríkur Þorláksson, listfræðingur sem starfar sem framkvæmdastjóri Fullbright stofnunarinnar á Íslandi og myndlistagagnrýnandi á Morgunblaðinu, verði ráðinn forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalsstaða en núverandi forstöðumaður, Gunnar Kvaran, heldur til annarra starfa í maí. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 150 orð

NEI Ara Jósefssonar

NEI eftir Ara Jósefsson (1939­ 1964) hefur verið endurútgefin. Ari Jósefsson fæddist á Blönduósi 28. ágúst 1939. Hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri fimmtán ára gamall, ári á undan jafnöldrum sínum, en hvarf þaðan og hélt til Reykjavíkur þar sem hann hóf að gefa út tímaritið Forspil árið 1958 ásamt fleirum. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 83 orð

Nýi Tónlistarskólinn frumsýnir Meyjarskemmuna

NÝI Tónlistarskólinn frumsýnir Meyjarskemmuna eftir A.M. Willner og Heinz Reihert, í húsnæði skólans, Grensásvegi 3, sunnudaginn 20. apríl kl. 20.30. Tónlistin er eftir Franz Schubert. Það eru milli 30 og 40 manns sem taka þátt í þessari uppfærslu og er reynt að vanda til hennar eins og kostur er, segir í tilkynningu. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 156 orð

Nýjar bækur

Vasaútgáfan, systurforlag Fjölva, hefur nýlega sent frá sér tvær bækur. Þar er fjallað um einn viðkvæmasta þátt heilbrigðismála, geðræna kvilla og geðheilsu. Útgáfan telur að bækur þessar muni koma fólki að notum, bæði til útbreiðslu þekkingar, og til skilningsauka og virkjunar aðstandenda hins sjúka. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Ný Monty Python-mynd?

NÚ VIRÐIST vera möguleiki á að einn vinsælasti gamanleikhópur allra tíma, Monty Python- flokkurinn, komi saman á ný. John Cleese segir í viðtali við People Magazine að hann komi til með að hitta fyrrum félaga sína Eric Idle, Michael Palin, Terry Jones og Terry Gilliam í London í næsta mánuði. Þar mun umræðuefnið verða gerð nýrrar kvikmyndar. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Ofbeldið burt

UNGT fólk gegn ofbeldi hélt tónleikana "Með tónlist - gegn ofbeldi" í Tjarnarbíói fyrir stuttu. Þar steig á svið einvalalið ungra íslenskra tónlistarmanna: Botnleðja, Quarashi, dj. Kári, Kvartett Ó Jónsson og Grjóna, Maus, Soðin fiðla, Bag of Joys, Flo, Andhéri og Panorama. Eins og við var að búast var húsfyllir og skemmti fólk sér vel. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Samrýndar systur

KVIKMYNDIN "Crash", sem nýlega var frumsýnd í henni Ameríku, hefur valdið miklu umtali og deilum. Leikkonan Rosanna Arquette fer með eitt aðalhlutverk myndarinnar og hér sést hún mæta til frumsýningarinnar ásamt systur sinni, Patriciu. Eins og sést á myndinni eru þær nánar mjög. Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 361 orð

Snákur snýr aftur Flóttinn Frá L.A. (John Carpenters: "Escape From L.A.")

Framleiðendur: Debra Hill, John Carpenter og Kurt Russell. Leikstjóri: John Carpenter. Handritshöfundur: Debra Hill og Kurt Russell. Kvikmyndataka: Gary B. Kibbe. Tónlist: Shirley Walker og John Carpenter. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Stacy Keach, Steve Buscemi, Bruce Campbell, Pam Grier og Cliff Robertson. 97 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 240 orð

Sonur föður síns

EARL Woods barðist með Grænhúfunum í Víetnamstríðinu og meðal félaga hans var Suður-Víetnami að nafni Nguyen Phong, í daglegu tali kallaður Tiger. Earl kvæntist tælenskri konu, Kultida og tók hana heim með sér að stríði loknu. Þau eignuðust dreng sem Kultida kallaði Eldrick, en Earl tók ekki annað í mál en að sonurinn yrði kallaður Tiger, í höfuðið á gamla félaganum. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Stjörnufjöld á styrktartónleikum

STYRKTARTÓNLEIKARNIR VH1 fóru fram í Los Angeles í vikunni. Meðal listamanna sem fram komu var popptónlistarmaðurinn sem enn er þekktur undir nafninu Prince og George Michael, sem söng dúett með Stevie Wonder, Sheryl Crow og Jakob Dylan. Kynnir tónleikanna var leikkonan Fran Drescher. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Stuttmyndadögum lýkur

ÚRSLITAHÁTÍÐ Stuttmyndadaga 1997 var haldin í Loftkastalanum fyrir skömmu. Tvær myndir hlutu fyrstu verðlaun, "The Last Two Martians on Mars" eftir Ragnar Brynjúlfsson og Lífsg(æði) eftir Arnald Mána og Rúnar Eyjólf Rúnarsson. Önnur verðlaun féllu í skaut Ásvalds Kristjánssonar, fyrir myndina Notkun farsíma bönnuð. Bjarni Þór Pétursson hlaut þriðju verðlaun fyrir myndina Guð er góður. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Súrefni á Bíóbarnum

HLJÓMSVEITIN Súrefni, sem helgar sig danstónlist, hélt útgáfuhátíð í kjallara Bíóbarsins eigi alls fyrir löngu. Tilefnið var útgáfa fimm laga geislaplötu, Geimdjass. Fjöldi danstónlistaráhangenda, þar á meðal ljósmyndari Morgunblaðsins, mætti þangað til að samfagna Súrefnismönnum. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Sýningar Smáborgarabrúðkaupsins hafnar að nýju

LEIKFÉLAG Selfoss hefur hafið sýningar að nýju eftir páskafrí á Smáborgarabrúðkaupinu eftir Bertolt Brecht í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sýnt var á föstudag og laugardag og síðustu sýningar verða 17., 18. og 19. apríl og hefjast allar sýningarnar kl. 20.30 í Kaffileikhúsinu, Sigtúnum 1, Selfossi. Meira
15. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 114 orð

Tíska íflugskýli

FLUGSKÝLI Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli var innréttað á fremur nýstárlegan hátt á föstudaginn, þegar fram fór þar heimsfrumsýning á haustlínu bandaríska fatafyrirtækisins Joe Boxer. Fyrirtækið framleiðir m.a. undirfatnað á konur og karlmenn, gallabuxur og íþróttafatnað. 157 erlendir gestir, m.a. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Tónleikar í Hveragerðiskirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir í Hveragerðiskirkju, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30. Þar koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson oranleikari. Gunnar mun leika tvær einleikssvítur eftir Bach nr. 3 í g­dúr og no. 5 í c­moll. Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 230 orð

Vantar rétta stílinn Ást og slagsmál í Minnesota (Feeling Minnesota)

Framleiðandi: New Line Cinema. Leikstjóri og handritshöfundur: Steven Baigelman . Kvikmyndataka: Walt Lloyd. Tónlist: Los Lobos. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Vincent D´Onofrio og Cameron Diaz. 100 mín. Bandaríkin. New Line Cinema/Myndform 1996. Útgáfudagur 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 302 orð

Villimennska Skylmingalöggan (Gladiator Cop)

Framleiðandi: SC Entertainment. Leikstjóri og handritshöfundur: Nick Rotundo . Kvikmyndataka: Edgar Egger. Tónlist: Guy Zerafa. Aðalhlutverk: Lorenzo Lamas, George Touliatos, James Hiong og Nicolas Pasco. 92 mín. Bandaríkin. SC Ent./Myndform 1994. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins

ÁRLEGIR vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir næstkomandi miðvikudag kl. 20 í Langholtskirkju. Í tilkynningu segir að á efnisskrá verði m.a. verk eftir Grieg, John Williams, Rimski-Korsakov, Gustav Holst, Schuman og Leonard Bernstein. Einleikari á tónleikunum er Eydís Fransdóttir, sem leikur á óbó í verki eftir Rimski-Korsakov. Meira
15. apríl 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Vortónleikar Samkórs Kópavogsí Digraneskirkju

Vortónleikar Samkórs Kópavogsí Digraneskirkju SAMKÓR Kópavogs heldur árlega vortónleika sína í Digraneskirkju á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, íslensk og erlend, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Sigurð Ágústsson, Verdi og Bizet. Meira
15. apríl 1997 | Kvikmyndir | 132 orð

Þýskar myndir vinsælar

ÞÝSKAR kvikmyndir virðast eiga aftur upp á pallborðið hjá Þjóðverjum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru þýskar myndir 20% af þeim myndum sem í boði voru í þýskum kvikmyndahúsum og tóku inn 37% af heildargróðanum. Þýskum myndum hefur ekki gengið eins vel í heimalandi sínu síðan á sjötta áratuginum. Meira

Umræðan

15. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 335 orð

Að fela vandann

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti nýverið í fjölmiðlum skýrslu um skuldasöfnun heimilanna og vanskil. Skýrslan er um margt fróðleg og vel unnin, enda samin af hæfum mönnum. Eitt vantar þó í skýrsluna þ.e. skuldastöðu og vanskil ísl. heimila nú vorið 1997, því skýrslan tekur aðeins til áranna 1990­1994. Við þessu væri ekkert að segja ef skýrslan væri kynnt þannig og rædd. Svo er þó ekki. Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | 953 orð

Breytingar á lögum um LÍN ­ skref í rétta átt.

MENNTUN er ein hagkvæmasta fjárfesting sem samfélagið getur ráðist í og menntun á að vera fyrir alla. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja að á Íslandi ríki jafnrétti til náms. Eftir þær breytingar sem gerðar voru á sjóðnum 1992 má segja að hann hafi ekki náð að sinna því hlutverki sem skyldi. Meira
15. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 189 orð

Ég skal ekki reykja

HANA langaði til að læra hjúkrun. Hún var lagin að fást við fólk og var kappsöm og dugleg í vinnu. Þetta er saga frá þeim tíma að hjúkrunarnemar voru með svuntur, í bláum slopp, með hvítan kappa. Hún mætti á deildina sína á Landspítalanum og naut þess að vinna. Hún tók eftir því að samstarfskonurnar voru alltaf að fá sér kaffibolla og sígarettu, skreppa í "pásu". Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | 935 orð

Iðnríkið Ísland ­ Loftsía ­ Skógræktarátak

UMHVERFIS- og landbúnaðarráðherra Guðmundur Bjarnason hefur hampað því við flest tækifæri að í desember sl. var samþykkt að veita 450 milljóna króna viðbótarframlag til landgræðslu og skógræktar á næstu fjórum árum. Aðalmarkmiðið með þessari aukafjárveitingu er sagt vera að auka bindingu koltvísýrings um 100. Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | 407 orð

Íslenzki hesturinn í menningarborg Evrópu Landsmót íslenzkra hestamannafélaga, segir Óskar Bergsson, er heimsviðburður.

MEGINVIÐFANGSEFNI Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 er að sýna fram á samspil menningar og náttúru. Fer vel á því að höfuðborg Íslands hafi það verkefni á höndum og víst er af mörgu að taka. Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Meinatæknafélag Íslands 30 ára ­ 20. apríl 1997

ÞRÁTT fyrir að meinatæknastarfið sé ekki gamalt nær Meinatæknafélag Íslands 30 ára aldri á þessu ári. Í upphafi var um að ræða aðstoðarmenn lækna á rannsóknarstofum. Erlendis voru það oft ógiftar vel menntaðar stúlkur sem fengu þetta starf og unnu að rannsóknum við frumstæð og erfið skilyrði. Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | 999 orð

Opið bréf til fjármálaráðherra og borgarstjóra

AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikið rætt og ritað um breytingar á starfsmannastefnu og launakerfum. Bæði ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt áherslu á að auka vald forstöðumanna í ákvörðunum um laun en BSRB hefur á hinn bóginn bent á mikilvægi þess að um öll laun verði samið á félagslegum grunni. Meira
15. apríl 1997 | Aðsent efni | 585 orð

Rafmagn um sæstreng

FYRIR tæpu eða rúmu ári eða svo birtist stórhuga áætlun einnar verkfræðingaskrifstofu hér í borg um auknar virkjanir fljóta hér á landi til rafmagnsframleiðslu, sem síðan skyldi selja til Evrópu eftir sæstreng, sem sama verkfræðiskrifstofan hugðist hanna og framleiða. Þetta var fyrir þann tíma að fátækt stóriðjufyrirtæki kom til sögunnar sem væntanlegur orkukaupandi. Meira

Minningargreinar

15. apríl 1997 | Minningargreinar | 293 orð

Guðmundur Kristófer Georgsson

Elsku Gummi minn, mig langar til að minnast þín nokkrum orðum, margs er að minnast. Nú er þessu stríði lokið, en það var aldrei neitt að þér í þínum augum, aldrei kvartaðir þú, en nú líður þér vel þar sem þú ert kominn, öllum þjáningum lokið. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þú varst einstakur eiginmaður, faðir og afi, vildir öllum gera gott. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 131 orð

GUÐMUNDUR KRISTÓFER GEORGSSON

GUÐMUNDUR KRISTÓFER GEORGSSON Guðmundur Kristófer Georgsson fæddist í Ólafsvík 7. desember 1921. Hann lést á heimili sínu 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, f. 11.11. 1895, d. 1973, og Georg Júlíus Ásmundsson, f. 8.9. 1891, d. 1983. Systkini hans eru átta og eru þau öll á lífi. Hinn 5. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 347 orð

Herdís Birna Arnardóttir

Í dag, 15. apríl, hefði vinkona mín, hún Dísa, orðið 34 ára. Þessi vinkona mín sem alla tíð hefur fyllt huga minn gleði, bara við það að hugsa til hennar. En Dísa átti ekki þess kost að upplifa þennan dag. Hennar varð annað hlutskipti. "Dísa dó í morgun," voru orð Arneyjar vinkonu minnar þegar hún hringdi í mig mánudaginn 3. mars. Aldrei fyrr hefur svo botnlaus sorg gripið mig heljartaki. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 32 orð

HERDÍS BIRNA ARNARDÓTTIR

HERDÍS BIRNA ARNARDÓTTIR Herdís Birna Arnardóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. apríl 1963. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 11. mars. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Ingibjörg Jakobsdóttir

Dóttir í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum guði. Í Guði sofnar þú. Í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 95 orð

INGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist 13. ágúst 1924. Hún lést á Landakotsspítala 6. apríl síðastliðinn. Hún var

INGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist 13. ágúst 1924. Hún lést á Landakotsspítala 6. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Jónsdóttur og Jakobs Benediktssonar. Ingibjörg ólst upp í Vopnafirði og var næstyngst sex barna þeirra. Látin er Stefanía, fædd 9. apríl 1918, Stefán, fæddur 27. október 1916. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 77 orð

Ingibjörg Jakobsdóttir Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni

Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H. Pétursson.) Elsku, Imba, nú ert þú komin til Kidda og ykkur líður vel. Okkur langar til að þakka fyrir allt sem þið voruð okkur og gerðuð fyrir okkur. Guð blessi ykkur bæði. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 457 orð

Margrét Lúðvíksdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar Margrétar Lúðvíksdóttur með örfáum orðum. Við kynntumst fyrst fyrir um aldarfjórðungi þegar hún bauð mig velkominn í fjölskyldu sína. Þá bjó hún ásamt eiginmanni sínum Leó Sveinssyni brunaverði á Hávallagötu 5. Í heimahúsum voru þá þrjú yngri börn þeirra hjóna en hin þrjú eldri voru komin með fjölskyldur og farin að heiman. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Margrét Lúðvíksdóttir

Margrét Lúðvíksdóttir frænka mín er okkur horfin sjónum. En minningin um hjartamilda konu lifir áfram með okkur ­ konu, sem átti þá ósk helsta að gera meðbræðrum sínum gott. Allt frá bernsku eru mér ofarlega í minni ferðir okkar bræðra um Reykjavík þvera og endilanga til að heimsækja Margréti frænku og börnin hennar ­ Margréti, Lúðvík og Guðnýju ­ inn í Laugarnes, Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 523 orð

Margrét Lúðvíksdóttir

Mig langar til að kveðja tengdamóður mína, Margréti Lúðvíksdóttur, með nokkrum orðum, og þakka henni umhyggju hennar fyrir mér og mínum, en þar er ég að þakka tæp 40 ára viðkynni, sem aldrei bar skugga á. Margrét lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. apríl sl., 86 ára að aldri. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 419 orð

Margrét Lúðvíksdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma Margrét er dáin. Það er staðreynd sem horfast verður í augu við, því verður ekki breytt. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 344 orð

MARGRÉT LÚÐVÍKSDÓTTIR

MARGRÉT LÚÐVÍKSDÓTTIR Margrét Lúðvíksdóttir var fædd í Lúðvíkshúsi, Nesi í Norðfirði, 12. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reyjavíkur 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lúðvík Sigurður Sigurðsson, útgerðar- og verslunarmaður í Neskaupstað, f. 10.8. 1866, d. 20.1. 1941, og kona hans frú Ingibjörg Þorláksdóttir, f. 13.11. 1875, d. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Óskar Ögmundsson

Afi minn. Hversu oft heyrðist ekki í Kaldárhöfða þetta ávarp þegar einhvers þurfti við. Og afi leyfði okkur að spreyta okkur á alls kyns viðfangsefnum, hann átti ráð við flestum vanda, leiðbeindi og miðlaði rósemd og hlýju. Einnig hafði hann sérstaka og skemmtilega kímnigáfu sem við nutum óspart af. Afi kenndi okkur að skoða náttúruna í kring um okkur. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 508 orð

Óskar Ögmundsson

Mig langar að minnast vinar míns Óskars Ögmundssonar frá Kaldárhöfða. Það var árið 1951, laugardagskvöld í 22. viku sumars að við, 12 fjallmenn úr Grímsnesi, sátum í tjöldum okkar við rætur Skjaldbreiðs á Gatfellsflöt og hlýddum á fjallkónginn okkar, Ingileif á Svínavatni, skipa í leitir fyrir næsta dag. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 189 orð

Óskar Ögmundsson

Þegar sest er niður til að skrifa nokkrar línur um mann eins og Óskar Ögmundsson í Kaldárhöfða, situr maður og horfir á autt blaðið fyrir framanm sig og í gegnum hugann fara ótal minningabrot. Það er frá svo mörgu að segja að hugurinn fyllist af minningum og það er ómögulegt að skrifa um það allt. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Óskar Ögmundsson

Óskar í Kaldárhöfða er látinn. Í ágúst sl. greindist hann með illvígan sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða eins og marga aðra. Ég kynntist Óskari eftir að hann kvæntist móðursystur minni Pálínu árið 1951 og urðu þau kynni bæði góð og traust. Kaldárhöfði á land bæði að Úlfljótsvatni og Þingvallavatni, svo og "Gljúfrinu", þ.e. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 578 orð

Óskar Ögmundsson

Eftir því sem árunum fjölgar og aldurinn færist yfir verða mér ljósari sannleiksorð skáldsins þar sem segir: "elfur tímans áfram rennur" o.s.frv. og alltaf er það að endurtakast að maður fylgi til grafar samferðafólki sem hefur átt samleið með manni, allt frá æsku- og unglingsárum og þeim fer fækkandi sem eftir standa. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Óskar Ögmundsson

Elsku afi, nú ertu horfinn frá okkur og eftir varð undarlegur tómleiki í hjartanu. En við þökkum Guði að þú þurftir ekki að berjast við veikindin lengi. Þegar við horfum framhjá tómleikanum brjótast fram minningar um afa, sem alltaf var hlýr með eitthvert prakkarablik í augunum. Þegar við vorum litlar, systurnar, höfðum við þá trú að afi gæti búið til allt. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 264 orð

ÓSKAR ÖGMUNDSSON

ÓSKAR ÖGMUNDSSON Óskar Ögmundsson var fæddur 2. júní 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi hinn 6. apríl síðastliðinn. Foreldar hans voru Ögmundur Jónsson frá Stóru-Borg í Grímsnesi og kona hans Elísabet Guðmundsdóttir frá Efra- Apavatni í Grímsnesi. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap í Kaldárhöfða í sömu sveit. Óskar kvæntist hinn 1. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 348 orð

ÓSKAR ÖGMUNDSSON

Pabbi minn. Ósköp lá honum á manninum með ljáinn, hann hefði víst getað beðið og leyft þér að njóta sumarsins eftir að hafa þraukað langan og erfiðan vetur. Það er fyrir hönd okkar barna þinna og fósturbarna sem ég skrifa þér þessa litlu kveðju. Ekki má ég verða of hátíðleg, því þú vildir enga væmni í kringum þig, en það skal samt segjast að missir okkar er mikill og ekki ósár. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 399 orð

ÓSKAR ÖGMUNDSSON

Óskar Ögmundsson var betur þekktur á heimaslóðum sem Óskar í Kaldárhöfða. Honum kynntist ég fyrst lítillega fyrir rúmlega tuttugu árum þegar ég varð formaður Veiðifélags Þingvallavatns og kom meðan svo var því nokkuð reglulega heim á bæina, sem veiði áttu að vatninu. Áður hafði ég aðeins þekkt Óskar af afspurn og þá varla í sjón. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Reynir Guðmundsson

Góður félagi og samstarfsmaður er fallinn í valinn. Ég kynntist Reyni þegar ég hóf störf hjá Landssíma Íslands á ritsímaverkstæðinu árið 1952. Þau kynni voru að vísu ekki mikil fyrr en Reynir varð starfsmaður minn á sérbúnaði 2 er breytingar urðu á skipulagi Póst- og símamálastofnunar 1989. Þá var mér ljóst hvern mann hann hafði að geyma, hann var traustur, ósérhlífinn og tryggur starfsmaður. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 239 orð

REYNIR GUÐMUNDSSON

REYNIR GUÐMUNDSSON Reynir Guðmundsson fæddist á Kvígindisfelli við Tálknafjörð 23. apríl 1923. Hann lést á Landspítalanum 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur K. Guðmundsson, f. 6. maí 1890, d. 6. júní 1967, og Þórhalla Oddsdóttir, f. 12. júlí 1899, og lifir hún son sinn. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Sigríður Elísdóttir Aðeins ofurlítil kveðja til kennara sem öðrum kenn

Aðeins ofurlítil kveðja til kennara sem öðrum kennurum fremur hafði mikil áhrif á telpukorn sem nú er raunar löngu uppkomin. Ég var ein þeirra lánsömu sem fengu Sigríði Elísdóttur sem kennara í næstum 5 ár, á árunum 1967-1971. Víst er langt um liðið, en þó ekki lengra en svo að sporin hennar finnast enn og varla getur nokkur kennari óskað sér neins frekar, trúi ég. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR ELÍSDÓTTIR Sigríður Elísdóttir fæddist í Laxárdal í Hrútafirði 28. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15.

SIGRÍÐUR ELÍSDÓTTIR Sigríður Elísdóttir fæddist í Laxárdal í Hrútafirði 28. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. mars. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Sigurður Runólfsson

Kær vinur er kvaddur. Áralöng kynni við hjónin Sigurð Runólfsson og Hallfríði Þorkelsdóttur hafa veitt mér mikla ánægju og gleði. Hallfríður lést 19. janúar 1993. Börn þeirra hjóna eru þrjú, dr. Gústa, prófessor við háskóla í Montpellier í Frakklandi, Sverrir arkitekt, búsettur í Washington DC, og Kristján Hrafn, deildarstjóri hjá Orkustofnun ríkisins. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 726 orð

Sigurður Runólfsson

Sigurður Runólfsson kennari er látinn, 88 ára að aldri. Sigurður var kvæntur Hallfríði Þorkelsdóttur, föðursystur okkar, en þau kynntust þegar bæði voru við nám í Kennaraskólanum. Snemma á búskaparárum sínum, fyrir tæpum sextíu árum, keyptu þau ásamt foreldrum okkar húsið að Tjarnargötu 43 þar sem við ólumst upp fyrstu 15­20 ár ævinnar. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 229 orð

SIGURÐUR RUNÓLFSSON

Kæri Sigurður er látinn. Það er undarlegt að hann skuli ekki vera á meðal okkar lengur. Sigurður "afi" var mér og börnum mínum mikils virði. Hann var ljúfmenni, elskaði börn og sagði þeim ógrynni af sögum, sem hann kunni svo vel að segja. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 191 orð

SIGURÐUR RUNÓLFSSON

SIGURÐUR RUNÓLFSSON Sigurður Runólfsson var fæddur í Böðvarsdal í Vopnafirði 1. ágúst 1908. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Hannesson, bóndi í Böðvarsdal, f. 22.10. 1867, d. 9.1. 1936, og Kristbjörg Pétursdóttir, f. 3.1. 1871, d. 29.3. 1939. Meira
15. apríl 1997 | Minningargreinar | 38 orð

Sigurður Runólfsson Afi minn passaði mig þegar ég var lítil. Hann bjó einu sinni á móti okkur en flutti síðan inn til okkar.

Afi minn passaði mig þegar ég var lítil. Hann bjó einu sinni á móti okkur en flutti síðan inn til okkar. Síðan fluttum við aftur og hann með okkur líka. Hann var mjög góður alltaf. Margrét Ásta. Meira

Viðskipti

15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Ferðamönnum fækkar um 1%

LIÐLEGA 25 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands fyrstu þrjá mánuði ársins sem er um 1% fækkun frá árinu á undan. Þróunin var þó ákaflega misjöfn þegar litið er á þjóðerni þessa fólks, eins og sést á yfirlitinu hér að ofan. Breskum ferðamönnum fjölgaði um 62%, en Dönum fækkaði um 31% milli ára og Svíum um 27%. Sömuleiðis varð um 32,5% fækkun á Þjóðverjum. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 261 orð

Hagnaður Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga 26,8 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga nam 26,8 milljónum króna á síðasta ári en var 21,4 milljónir króna árið 1995. Halli var þó á frystihúsi félagsins að fjárhæð 24 milljónir króna og er þetta annað árið í röð sem tap er á frystingunni því árið 1995 nam það 19 milljónum króna, að því er segir í frétt. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Lyonnaise og Suez sameinast í stórveldi

FRANSKA stórfyrirtækið Lyonnaise des Eaux hefur skýrt frá því að það muni taka við stjórn eignarhaldsfyrirtækisins Cie de Suez og koma á fót almenningsþjónustufyrirtæki á heimsmælikvarða. Stjórnarformaður Lyonnaise, Jerome Monod, sagði að stærra fyrirtækið mundi innlima fjármála- og almenningsþjónustufyrirtækið Suez með vinsamlegri samrunayfirtöku. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 210 orð

»Lækkun á evrópskum mörkuðum

EVRÓPSKI hlutabréfamarkaðurinn byrjaði illa á mánudag með miklu verðfalli en þegar leið á daginn rættist heldur úr. Fall Dow Jones hlutabréfavísitölunnar um 148 stig á föstudag hafði mikil áhrif auk þess sem staða dollars var sterk gagnvart jeni og marki og í lok dagsins var dollar nálægt því hæsta sem hann hefur náð. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 529 orð

Sjóðirnir í hlekkjum hugarfarsins

JENNÝ St. Jensdóttir, stjórnarformaður Plastos, sakar lánasjóði iðnaðarins, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð, um að hafa brugðist hlutverki sínu þegar Plastos leitaði til þeirra vegna byggingar 5.000 fermetra verksmiðjuhúss að Suðurhrauni í Garðabæ. Segir hún að langvarandi óvissuástand um tilveru og tilvist sjóðanna sé óþolandi, bæði gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum sjóðanna. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 385 orð

Sjóvá eignast Ábyrgð að öllu leyti

SJÓVÁ-ALMENNAR hafa keypt 51% eignarhlut í tryggingarfélaginu Ábyrgð og eiga nú félagið að öllu leyti, en áttu fyrir 49% eignarhlut í félaginu. Seljandi er Ansvar, tryggingarfélag bindindismanna í Svíþjóð, en það stofnaði Ábyrgð árið 1960 eða fyrir tæpum fjörutíu árum. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Veruleg hækkun á hveitiverði

Miklir kuldar á Sléttunum miklu í Bandaríkjunum hafa hækkað hveitiverð þar og í Frakklandi kvíða menn sumrinu og uppskerunni í haust vegna þurrka en í norðurhluta landsins hefur ekki rignt vikum saman. Í Ástralíu hefur einnig orðið verðhækkun vegna þurrka þar. Meira
15. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Volvo og Mitsubishi semja um samvinnu

VOLVO AB og Mitsubishi Motors Corp. segjast munu kanna möguleika á því að framleiða næstu kynslóð" bíla sinna eftir árið 2000 í Hollandi og segja að þar með framlengist ágæt samvinna" þeirra í sex ár. Meira

Daglegt líf

15. apríl 1997 | Neytendur | 100 orð

Fríkortspunktar af öllum Visakortum Íslandsbanka?

LESANDI hafði samband og vildi fá vitneskju um hvort ekki væri öruggt að hann fengi fríkortspunkta með notkun allra tegunda Visakorta svo framarlega sem þau væru gefin út af Íslandsbanka? Honum hafði verið tjáð að hann þyrfti að hafa vildarferðakort Flugleiða og Visa þegar hann borgaði nokkra farseðla til útlanda fyrir skömmu til að eiga kost á frípunktum bankans. Meira
15. apríl 1997 | Neytendur | 114 orð

Lambakjötsréttur á grillið

ÖRN Garðarsson matreiðslumeistari og veitingamaður á Hótel Borg gefur hér lesendum uppskrift að ljúffengum mexíkóskum lambakjötsrétti á grillið. Lamb Yuccutan 2 kg lambavöðvar skornir í steikur Marinering: 2 tsk. chiliduft 2 tsk. kanill 2 tsk. grófur hvítur pipar 6 tsk. salt 8 msk. olía 4 tsk. appelsínubörkur 2 tsk. Meira
15. apríl 1997 | Neytendur | 83 orð

Rúmdýnur fyrir þá sem hafa ofnæmi

NÝLEGA hóf Epal sölu á norskum Box rúmdýnum sem eiga meðal annars að henta þeim sem eru með ofnæmi fyrir rykmaurum. Að sögn Eyjólfs Pálssonar hjá Epal deyja rykmaurar við 58C hita og í þessu tilfelli má taka verið af dýnunni og þvo það við 60C. "Þetta gerir það að verkum að rykmaurarnir drepast í þvotti. Meira
15. apríl 1997 | Neytendur | 443 orð

Snúa steinunum svo steikin brenni ekki

MARGIR eru farnir að dusta rykið af grillinu eftir veturinn og reyndar eru ýmsir farnir að grilla úti allan ársins hring. Ingvar Örn Ingvarsson starfsmaður hjá Skeljungsbúðinni segir að taka þurfi grindur og steina úr grilli og skafa fitu af botni og sópa upp ryki og ryði þegar grillið er tekið fram eftir veturinn. "Steinunum á að snúa við séu þeir úr keramíki. Meira
15. apríl 1997 | Neytendur | 89 orð

Stuðningshlífar

VÖRUR frá Medisport International Ltd. eru nú fáanlegar hér á landi. í fréttatilkynningu frá Bergfelli ehf. segir að um tvær gerðir af stuðningshlífum sé að ræða, Neoprene línan sem er ætlað að veita varma og stuðning og létta á verkjum og draga úr bólgum og stirðleika. Hin línan, Cotton Elastic, veitir meiddum vöðvum og liðamótum stuðning og fyrirbyggir að gömul meiðsl taki sig upp. Meira

Fastir þættir

15. apríl 1997 | Dagbók | 2872 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 11.­17. apríl: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
15. apríl 1997 | Í dag | 59 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 15. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 15. apríl, er níræð Friðrika Hallgrímsdóttir, til heimilis aðBakkahlíð 39, Akureyri. Hún tekur á móti ættingjum og vinum milli kl. 15 og 17 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun, miðvikudaginn 16. Meira
15. apríl 1997 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Anna Þóra og

HJÓNIN Anna Þóra Jónsdóttir og Ragnar Hermannsson sigruðu í Íslandsmótinu í paratvímenningi, sem fram fór um helgina. Ljósbrá Baldursdóttir og Björn Eysteinsson voru þeirra helztu keppinautar og saumuðu hart að þeim í lokaumferðunum en Anna Þóra og Ragnar höfðu leitt mótið nær alla keppnina. Anna Þóra og Ragnar skoruðu 362 stig yfir meðalskor en Ljósbrá og Björn voru með 342 stig. Meira
15. apríl 1997 | Fastir þættir | 174 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsd. Félags eldr

SPILAÐUR var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 8. apríl. 34 pör mættu, úrslit urðu: N/S Rafn Kristjánss. ­ Þorsteinn Kristjánss. 461 Sveinn K. Sveinss. ­ Guðmundur Sveinss.458 Sigríður Pálsd. ­ Eyvindur Valdimarsson422 Jón Stefánsson ­ Þorsteinn Laufdal405 A/V Baldur Ásgeirss. ­ Magnús Halldórss. Meira
15. apríl 1997 | Dagbók | 645 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. apríl 1997 | Fastir þættir | 1076 orð

Gæðingaval í hefðbundnum stíl

Þriðja reiðhallarsýning ársins var haldin í reiðhöllinni í Víðidal um helgina þegar Fáksmenn buðu upp á sína árlegu sýningu. HÉR VAR um að ræða nokkuð hefðbundna sýningu eins og reyndar þessar reiðhallarsýningar eru orðnar, hver annarri lík án þess þó að vera neitt slakar. Meira
15. apríl 1997 | Í dag | 318 orð

ÍKVERJI varð vitni að því um borð í Flugleiðavél á leið t

ÍKVERJI varð vitni að því um borð í Flugleiðavél á leið til landsins fyrir nokkrum dögum, að útlendingi kom á óvart, að greiðsla var innheimt fyrir drykki, sem farþegum var boðið, þ.e. fyrir aðra drykki en gosdrykki eða ávaxtasafa. Líklega er þetta að mestu leyti liðin tíð hjá flugfélögum. A.m.k. Meira
15. apríl 1997 | Fastir þættir | 773 orð

Kramnik og Anand sigruðu

Rússinn Kramnik og Indverjinn Anand sigruðu, vinningi á undan Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistara. KRAMNIK hafði lengi forystu einn, en með sigri á Júditi Polgar í síðustu umferð komst Anand upp að hlið hans. Þeir tveir virðast einmitt líklegastir til að velta Gary Kasparov, sterkasta skákmanni heims, úr sessi. Meira
15. apríl 1997 | Í dag | 208 orð

Rétt skalvera rétt ERLA Bjarnadóttir hringdi í Velvakan

ERLA Bjarnadóttir hringdi í Velvakanda með eftirfarandi: "Jón Steinar Elíasson, oddviti, Tunguhreppi, sendi konu nýlega opið bréf, þar sem hann sakar hana um að hún hafi selt sig og vitnar í Biblíuna þar sem segir að einhver hafi selt Jesú fyrir 10 skildinga. Ef menn vilja vitna í Biblíuna finnst mér að þeir ættu að fara rétt með. Meira

Íþróttir

15. apríl 1997 | Íþróttir | 115 orð

Adidas-mótið

Mótið var haldið í TBR-húsinu sl. sunnudag. Helstu úrslit: Meistaraflokkur karla 1. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi 2. Sigurður Jónsson, Víkingi 3.­4. Kristján Jónasson, Víkingi 3.­4. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi Meistaraflokkur kvenna 1. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi 2. Ásta Urbancic, Erni 3. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 327 orð

Bandaríska meistarakeppnin Augusta, Georgíuríki: (Kylfingar frá Band

Augusta, Georgíuríki: (Kylfingar frá Bandaríkjunum nema annað sé getið). 270 Tiger Woods 70 66 65 69 282 Tom Kite 77 69 66 70 283 Tommy Tolles 72 72 72 67 284 Tom Watson 75 68 69 72 285 Paul Stankowski 68 74 69 74, Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 62 orð

Bjarni skoraði tvö í Belgíu Í

ÍSLENSKA landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, sem mætir Luxemborg á morgun í vináttulandsleik, hitaði upp í Belgíu í gærkvöldi. Strákarnir mættu þá 3. deildarliðinu Virton og unnu örugglega 4:2, eftir að hafa verið yfir í leikhéi, 4:0. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 55 orð

Bræðurnir með varaliði Arsenal

VALUR Fannar og Stefán Gíslasynir léku með varaliði Arsenal á móti Bristol City um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem bræður leika með liðinu síðan Denis og Daniel Clapton gerðu það í nóvember 1960. Valur Fannar hefur verið viðloðandi varaliðið á tímabilinu en þetta var fyrsti leikur Stefáns með því. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 405 orð

Búinn að bíða lengi

Alfreð Gíslason var vitaskuld í sjöunda himni eftir að sigurinn var í höfn. "Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og hélt reyndar að möguleikinn væri löngu farinn," sagði hann við Morgunblaðið. "Ég hef aldrei verið jafn langt niðri, sem leikmaður eða þjálfari, og eftir tapið gegn Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar um daginn. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 294 orð

Bæjarar á góðri ferð

Bayern M¨unchen er með fimm stiga forystu í þýsku deildinni. Liðið hafði heppnina með sér og vann Köln 3:2 um helgina en Dortmund tapaði 3:2 í Duisburg og féll í fjórða sæti. Stuttgart vann Hansa Rostock 5:1 og er í þriðja sæti með 52 stig en Leverkusen er með 53 stig. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 66 orð

Deildarbikarkeppni KSÍ

ÍBV - Breiðablik1:1 Þróttur N. - FH1:6 Leiftur - Haukar5:0 Fylkir - Afturelding4:0 Grindavík - ÍA1:4 Njarðvík - Sindri2:1 Dalvík - Léttir2:3 Fjölnir - Þór Ak.1:3 ÍR - Víkingur Ól.8:1 Víkingur Rvk. - Völsungur1:0 Fram - Selfoss6:0 Þróttur N. - KR0:3 Þór Ak. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 169 orð

Drammen vill fá Bjarka

Norska handknattleiksliðið Drammen hefur haft samband við Bjarka Sigurðsson hjá Aftureldingu og á hann von á tilboði frá félaginu innan skamms. "Talsmaður félagsins spurði hvort ég hefði áhuga á að leika með liðinu og sagði ég að það gæti komið til greina en færi eftir því sem í boði væri," sagði Bjarki við Morgunblaðið og bætti því við að hann ætti von á tilboði. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 1054 orð

Draumur KA-manna varð loks að veruleika

ÓSTJÓRNLEG gleði braust út í KA-heimilinu eftir sigur KA á Aftureldingu á laugardag enda stórkostlegur áfangi í höfn, Íslandsmeistaratitillinn í handknattleik í fyrsta sinn. Talsmenn liðanna spáðu KA ekki fyrsta sæti áður en keppnin hófst á liðnu hausti og frammistaða liðsins lengi vel benti ekki til að það yrði á toppnum þegar yfir lyki en leikmenn og þjálfari létu mótlætið ekki á sig fá, Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 80 orð

Eindhoven lagði Ajax PSV Eindhoven sigraði Ajax

PSV Eindhoven sigraði Ajax 2:0 í toppslag hollensku deildarkeppninnar á sunnudag. PSV er í efsta sæti deildarinnar með 62 stig þegar sex umferðir eru eftir og Feyenoord er í öðru sæti með jafn mörg stig. Þetta var fyrsta tap Ajax í deildinni eftir vetrarhléið. Philip Cocu og Belginn Gille de Bilde, sem gekk til liðs við félagið fyrir skömmu, gerðu mörkin. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 216 orð

EM piltalandsliða Haldið í Portúgal: Ísland

Haldið í Portúgal: Ísland - Írland69:81 Sæmundur Oddsson var stigahæstur með 13 stig, Lýður Vignisson gerði 12 og Svavar Birgisson 10 stig. Íslenska liðið komst ekki í milliriðil, liðið vann tvo leiki og tapaði þremur. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 1101 orð

England Enska bikarkeppnin, undanúrslit Chelsea - Wimbledon3:0 Mark Hughes 42., 90., Zola 64. 32.674. Chesterfield -

Enska bikarkeppnin, undanúrslit Chelsea - Wimbledon3:0 Mark Hughes 42., 90., Zola 64. 32.674. Chesterfield - Middlesbrough3:3 Morris 54., Dyche 60. - vsp., Hewitt 120. - Ravanelli 64., Hignett 70. - vsp., Festa 100. Staðan var 2:2 eftir venjulgan leiktíma og því var framlengt. Áhorfendur: 49.640. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 84 orð

Eyjólfur skoraði

EYJÓLFUR Sverrisson skoraði annað mark Herthu Berlín og kom liðinu yfir gegn Oldenburg, en liðin skildu jöfn 2:2 í þýsku 2. deildarkeppninni í knattspyrnu. Eyjólfur fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn, var besti maður liðsins. Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Mannheim, sem vann Bayer Uerdingen 1:0. Kaiserslautern vann Leipzig 4:1 og er efst eftir 25 umferðir með 48 stig. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 114 orð

Formula 1

Buenos Aires: Argentínu-kappaksturinn Keppnin var 72 hringir, samtals 306,5 km. klst. 1. Jacques Villeneuve (Kanada) Williams1:52.1,715 Meðalhraði hans 164,155 km á klst. 2. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 101 orð

Gulir og glaðir á Akureyri

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í fyrsta sinn þegar norðanmenn unnu Aftureldingu 24:22.. Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, hætti með liðið á eftirminnilegan hátt á heimavelli og sagði að nú væri hann örugglega hættur að leika en sem kunnugt er tekur hann við stjórninni hjá Hameln í Þýskalandi í sumar. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 455 orð

Gullit með Chelsea á Wembley

RUUD Gullit verður fyrsti erlendi þjálfarinn til að stjórna liði í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum í London. Chelsea vann Wimbledon 3:0 í undanúrslitum um helgina en Middlesbrough og Chesterfield gerðu jafntefli, 3:3, í framlengdum leik og verða að mætast öðru sinni. Mark Hughes skoraði af stuttu færi á Highbury skömmu fyrir hlé. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 264 orð

Heilsaði með vinstri... FLEIRA en hnjámeiðslin voru

FLEIRA en hnjámeiðslin voru að angra Alfreð. Hægri hönd hans hefur verið reifuð í úrslitakeppninni vegna þess að hann er handarbrotinn, og heilsaði mönnum með vinstri hendi að leiknum loknum á laugardag. Var svo kvalinn í þeirri hægri... Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 626 orð

Hvernig var það fyrirKRISTJÁN HALLDÓRSSONað vera norskur meistari?Ótrúlegt en satt

KRISTJÁN Halldórsson handknattleiksþjálfari hefur náð undraverðum árangri með norska kvennaliðið hjá Larvik í vetur. Liðið vann alla 22 leiki sína í deildinni og hampaði norska meistaratitlinum eftir sigur á Bækkelaget 31:27 í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn. Mikil stemmning var fyrir leiknum og var orðið uppselt á hann fyrir tveimur mánuðum, en íþróttahúsið tekur 4.500 áhorfendur. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 11 orð

Í kvöld

Í kvöld Knattspyrna Deildarbikarkeppni kvenna Leiknisv.:Valur - Haukar18.30 Leiknisv.:KR - Reynir S.20. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 419 orð

JÓN Arnar Magnússon

JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður, fer til Athens íBandaríkjunum í fjögurra vikna æfingabúðir um næstu helgi. Hann mun þar undirbúa sig fyrir tugþrautarmótið í Götzis í Austurríki31. maí. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 162 orð

KA - UMFA24:22 KA-heimilið á Akureyri, 4. leikur í úrslitum

KA-heimilið á Akureyri, 4. leikur í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik, laugardaginn 12. apríl 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 2:2, 2:3, 3:3, 3:4, 6:4, 6:5, 7:5, 8:6, 9:7, 9:9, 11:9, 11:10, 12:10, 12:11, 14:11, 14:12, 16:12, 18:15, 20:17, 22:19, 22:21, 23:22, 24:22. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 460 orð

Kim Magnús komst í hann krappan

KIM Magnús Nielsen, besti skvassmaður Íslands, lenti í kröppum dansi á Íslandsmótinu um helgina þegar hann lék úrslitaleik við Albert Guðmundsson. Alberti tókst tvívegis að ná góðu forskoti en með þrautseigju náði Kim Magnús að sigra og hampaði Íslandsmeistarabikarnum fimmta árið í röð. Í kvennaflokki átti Hrafnhildur Hreinsdóttir ekki í miklum vandræðum með að sigra, þriðja árið í röð. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 86 orð

Konráð skoðar aðstæður í Þýskalandi

KONRÁÐ Olavson, hornamaður Stjörnunnar og landsliðsins, hefur verið í Þýskalandi að undanförnu til að skoða sig um hjá tveimur liðum. Hann æfði með Niederw¨urzbach fyrir helgi og fór síðan til Leutershausen til að skoða aðstæður þar. Með liðinu leikur Jason Ólafsson. Konráð hefur mikinn áhuga á að leika í Þýskalandi næsta vetur og er umboðsmaður hans að reyna að koma honum að þar. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 1438 orð

Langþráð stund

Stundin, þegar Erlingur Kristjánsson hóf Íslandsbikarinn á loft, var langþráð mörgum Akureyringnum. Skapti Hallgrímsson fylgdist með síðasta úrslitaleik KA og Aftureldingar og lætur hugann reika í framhaldi þessa fyrsta sigurs landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu á þessum vettvangi. TÁR. Þau eru tvenns konar, tár gleði og tár sorgar. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 32 orð

Lizarazu til Bayern BAYERN M¨unc

Lizarazu til Bayern BAYERN M¨unchen hefur keypt franska landsliðsmanninn Lizarazu frá Atletico Bilbao á Spáni. Bayern borgaði 300 millj. ísl. kr. fyrir Lizarazu, sem er 27 ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 1471 orð

"Líkaminn í góðu lagi ennþá"

ÞAÐ var söguleg stund þegar Erlingur Kristjánsson tók við Íslandsmeistarabikarnum í KA- heimilinu á laugardaginn. Loksins hafði liði utan höfuðborgarsvæðisins tekist að hampa þessum eftirsótta bikar. Einnig er það einsdæmi að sami einstaklingur taki sem fyrirliði við Íslandsmeistarabikar bæði í handknattleik og knattspyrnu, en Erlingur var fyrirliði KA í knattspyrnu 1989. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 80 orð

London-maraþonið Karlar. 1. Anto

Karlar. 1. Antonio Pinto (Portúgal)2.07,55 2. Stefano Baldini (Ítalíu)2.07,57 3. Josiah Thugwane (S-Afríu)2.08,06 4. Eric Kimaiyo (Keníu)2.08,08 5. Richard Nerurkar (Bretlandi)2.08,36 6. Steve Moneghetti (Ástralíu)2.08,45 7. Lawrence Peu (S-Afríu)2. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 818 orð

Markverðir KA hætta

"ÞAÐ að er ólýsanleg tilfinning að hafa klárað dæmið í dag og orðið Íslandsmeistari," sagði Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður KA. "Við höfum verið að leika vel í úrslitunum og má segja að Alli hafi verið með okkur á réttum tíma. Þá skiptir það mjög miklu máli að hann kom inn í vörnina. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 284 orð

Meiðsl, reynsla og Duranona

Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, sagði við Morgunblaðið eftir leik að meiðsl hjá lykilmönnum hefðu sett strik í reikninginn, lið KA hefði reynsluna framyfir Aftureldingu í þessum slag auk þess sem það hefði Róbert Julian Duranona. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 288 orð

Mjög hamingjusamur

"ÉG ER mjög þreyttur ­ en einnig mjög hamingjusamur," var það fyrsta sem Róbert Julian Duranona sagði þegar sigurinn var í höfn. Framan af vetri var Duranona ekki eins og hann á að sér. "Það var erfitt fyrir mig að spila vel vegna þess að liðið var að leika allt öðruvísi en í fyrra. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 78 orð

NM fatlaðra í bogfimi

Haldið í Laugardalshöll: B-flokkur (Olympic): 1. Roger Eriksson Svíþjóð1036 2. Ole Chr. Övly Noregi1032 3. Leifur Karlsson Ísland1026 (Íslandsmet) 4. Rolf Edvardsen Noregi1009 5. Rúnar Þór Björnsson Íslandi988 6. Hans Hansson Danmörku980 7. Jón M. Árnason Íslandi974 8. Pálmi G. Jónsson Íslandi922 9. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 240 orð

Oft hætt, en fyrst nú skriflega ALFREÐ Gíslason seg

ALFREÐ Gíslason segist endanlega hættur að leika handknattleik. "Ég er búinn að lofa því síðustu fjögur árin að hætta, en gerði það í fyrsta skriflega núna!" sagði Alfreð en á treyju sem hann áritaði, fyrir ungan aðdáanda eftir leikinn á laugardaginn, bætti hann við í sviga fyrir aftan nafn sitt: Örugglega hættur. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 289 orð

Óbreytt á toppnum

Staða efstu liða á Englandi er óbreytt eftir leiki helgarinnar. Man. United vann 3:2 í Blackburn, Arsenal vann Leicester 2:0 og Liverpool vann Sunderland 2:1. Andy Cole, Paul Scholes og Eric Cantona skoruðu fyrir United. Um miðjan fyrri hálfleik fékk Cantona tækifæri til að ná forystunni en Frakkinn skoraði ekki úr vítaspyrnu. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 664 orð

Óvænt stórtap Juventus gegn Udinese í Tórínó

MIKIL spenna er nú komin í toppbaráttuna á Ítalíu. Juventus beið óvænt afhroð gegn Udinese á heimavelli 0:3 um helgina á meðan Parma vann enn einn 1:0 sigurinn, í þetta skiptið gegn Roma, og er nú aðeins þremur stigum á eftir Juve. Inter niðurlægði Milan í nágrannaslag Mílanó liðanna, sigraði 3:1 og er í þriðja sæti. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 105 orð

Redbergslid sænskur meistari

Redbergslid tryggði sér sænska meistaratitilinn í handknattleik á sunnudag þegar liðið vann GUIF 35:23 í þriðja leik liðanna um gullið. Redbergslid, sem vann fyrri viðureignirnar 27:21 og 26:19, er að mestu leyti skipað leikmönnum sem eiga að halda uppi merki landsliðs Svía á næstu árum. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 226 orð

Róbert ekki áfram hjá Schutterwald

Róbert Sighvatsson átti góðan leik og gerði fimm mörk fyrir Schutterwald sem tapaði fyrir Grosswalstadt á útivelli 29:24 í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Schutterwald er í neðsta sæti deildarinnar og er nánast fallið. Liðið á eftir að leika við Gummersbach og Kiel og verður að vinna þá báða til að eygja von. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 129 orð

Sameining ÍSÍ og ÓÍ samkvæmt áætlun

SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR Íþróttasambands Íslands var haldinn um helgina og samþykkti hann frumvarp að nýjum íþróttasamtökum en stefnt er að sameiningu ÍSÍ og ÓÍ í haust. Á liðnu hausti samþykkti Íþróttaþing að leggja breytt drög að nýjum íþróttasamtökum fyrir Sambandsstjórnarfund ÍSÍ og samkvæmt áætlun var lagafrumvarp að nýjum samtökum tekið fyrir og rætt á fundinum. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 59 orð

Shearer krýndur sá besti

ALAN Shearer, markahrókur hjá Newcastle, var krýndur besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í Englandi á sunnudagskvöldið. Það voru leikmenn deildarinnar sem völdu hann, efnilegasti leikmaðurinn var valinn David Beckham hjá Manchester United. Shearer er annar leikmaðurinn sem hefur fengið þessa nafnbót tvisvar, en hann var einnig valinn sá besti 1995. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 101 orð

Sigurjón úr liði

SIGURJÓN Bjarnason, línumaður hjá Aftureldingu, meiddist þegar liðlega fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan 12:10 fyrir KA. "Ég hef fengið ýmsa skelli en þetta er það versta og sársaukafyllsta sem ég hef lent í," sagði Sigurjón við Morgunblaðið en hann fór úr liði á vinstri olnboga. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 46 orð

Skvass

Íslandsmótið í skvassi, haldið í sölum Veggsports helgina 11. til 13. apríl 1997. Karlaflokkur: 1. Kim Magnús Nielsen. 2. Albert Guðmundsson. 3. Magnús Helgason. Kvennaflokkur: 1. Hrafnhildur Hreinsdóttir. 2. Rósamunda Baldursdóttir. 3. Aðalheiður Gestsdóttir. Heldrimannaflokkur: 1. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 339 orð

Spennandi lokasprettur

KANADABÚINN Jaqueus Villenueve á Williams Renault kom rúmlega bíllengd á undan Íranum Eddie Irvine á Ferrari í endamark í argentínska kappakstrinum á sunnudaginn. Lokaspretturinn var spennandi, þar sem Irvine saxaði á níu sekúndna forskot Villenuves í síðustu fjórum hringjunum. En Villenueve ók af öryggi og hefur náð forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna eftir tvo sigra í röð. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 83 orð

Strassborg franskur deildarbikarmeistari

STRASSBORG sigraði Bordeaux 6:5 eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í úrslitum frönsku deildarbikarkeppninnar á laugardaginn og leikur í UEFA-keppninni næsta tímabil. Þetta var í fyrsta sinn í 18 ár sem Strassborg vinnur titil. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 58 orð

Svíþjóð Gautaborg - Örgryte 2:0 Halmstad - Malmö 3

Gautaborg - Örgryte 2:0 Halmstad - Malmö 3:1 Helsingborg - Öster 2:0 Norrköping - Degerfors 2:0 Örebro - Ljungskile 3:1 Trelleborg - AIK Stokkhólmur 0:3 Vasterås - Elfsborg 0:3 Staðan: Elfsborg 22006:06 AIK Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 190 orð

TIGER Woods

TIGER Woods varð um helgina yngstur allra til að sigra í bandarísku meistarakeppninni í golfi, aðeins 21 árs gamall. Gamla metið átti Severino Ballesteros frá Spáni, en hann var 23 ára þegar hann vann árið 1980. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 508 orð

VERÐLAUN »Tímabært er að breytavali á þeim sem skarafram úr í körfunni

Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir að gera eitthvað vel, sama hvort það er á íþróttavellinum eða í daglegu starfi. Það ríkir því alltaf viss eftirvænting þegar íþróttamenn halda lokahóf sín þar sem tilkynnt er um val á þeim leikmönnum sem skarað hafa fram úr á liðnu keppnistímabili. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 297 orð

Wuppertal fagnaði sigri í D¨usseldorf

"ÞETTA er mikill léttir og góður áfangi, en stríðið er ekki búið. Við eigum tvo leiki eftir sem við verðum að vinna," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, eftir að liðið hafði gert góða ferð til D¨usseldorf ­ unnið 18:16 í miklum baráttuleik í norðurriðli 2. deildarkeppninnar í handknattleik í Þýskalandi. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 773 orð

Yngstur og bestur

TIGER Woods kom sá og sigraði í bandarísku meistarakeppninni í golfi sem lauk á Augusta golfvellinum í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Það hefur verið talað um að þessi 21 árs gamli Bandaríkjamaður sé næsti "stórkylfingur" en nú hafa þær raddir þagnað því Tiger Woods er "stórkylfingurinn". Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 39 orð

Þannig vörðu þeir Guðmundur Arna

Guðmundur Arnar Jónsson, KA, 15(þar af 6 til mótherja): 10(3) langskot, 3(1) úr horni, 2(2) eftir hraðaupphlaup. Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu, 12 (þar af tvö til mótherja): 6(1) langskot, 3(1) eftir gegnumbrot, 2 af línu, eitt eftir hraðaupphlaup. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 49 orð

Þrír KR- ingar til ÍR ÞRÍR handknattle

Þrír KR- ingar til ÍR ÞRÍR handknattleiksmenn hjá KR hafa gengið til liðs ÍR, skrifað undir tveggja ára samning ­ tveir þeirra eru leikmenn með landsliði 21 árs og yngri. Leikmennirnir eru Gylfi Gylfason, sem er örvhentur og leikur í hægra horni, línumaðurinn Haraldur Þorvarðarson og leikstjórnandinn Ágúst Þór Jóhannsson. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 138 orð

Þýskaland stendur best að vígi

ÞÝSKALAND sótti um að halda HM 2006 fyrir fjórum árum og stendur best að vígi, að sögn Sepps Blatters, framkvæmdastjóra FIFA. Hann sagði að staða þess væri í raun mjög sterk en allar þjóðir gætu sótt um mótshaldið og FIFA tæki ákvörðun 2000. Þjóðverjar með Franz Beckenbauer í fararbroddi vilja að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, komi fram sem ein heild á bak við eina Evrópuþjóð. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 416 orð

Örebro flengdi nýliðana

Sigurður Jónsson og Arnór Guðjohnsen voru í aðalhlutverkum þegar Örebro tók nýliða Ljungskile í kennslustund í sænsku deildinni á sunnudag. Örebro vann 3:1 en tveggja stafa tala hefði gefið skýrari mynd af yfirburðunum. Elfsburg skaust á toppinn eftir sigur á V¨asterås 3:0 á útivelli í gærkvöldi. Er með sex stig eftir tvo leiki og markatöluna 6:0. Meira
15. apríl 1997 | Íþróttir | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

Tiger Woods er engum líkur. Auk þess að vera frábær kylfingur hefur hann óbilandi sjálfstraust. Á blaðamannafundi eftir sigurinn um helgina sagðist hann vera tveimur árum á eftir áætlun. "Ég keppti fyrst í Bandaríksku meistarakeppninni þegar ég var 19 ára og þá var ég viss um að ég myndi sigra, en það tókst ekki fyrr en tveimur árum síðar," sagði Woods. Meira

Fasteignablað

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 301 orð

Atvinnuhúsnæði í Örfirisey

TÖLUVERÐ ásókn er nú í gott atvinnuhúsnæði á hentugum stöðum. Hjá fasteignasölunum Garði og Kjöreign er til sölu stórt atvinnuhúsnæði að Hólmaslóð 4 í Örfirisey, sem margir þekkja sem hús Skagfjörðs. Húsið er steinhús byggt 1962. Það er á tveimur hæðum og samtals 2.230 ferm. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 802 orð

Breytingar en ekki stökkbreytingar

MEIRI festa hefur verið á hinum almenna húsnæðismarkaði hér á landi frá tilkomu húsbréfakerfisins á árinu 1989 en oftast áður. Viðskipti hafa verið jafnari og verðlag stöðugra. Það hefur líklega verið gæfa þessa markaðar, að flestar breytingar sem gerðar hafa verið á húsbréfakerfinu hafa verið framkvæmdar í stuttum og litlum skrefum. Kollsteypur í þessum málum heyra vonandi sögunni til. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Engar kollsteypur

FLESTAR breytingar, sem gerðar hafa verið á húsbréfakerfinu, hafa verið framkvæmdar í stuttum og litlum skrefum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Kollsteypur í húsnæðismálum heyra vonandi sögunni til. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Frá tímum Viktoríu drottningar

Frá tímum Viktoríu drottningar LEGUBEKKUR sem þessi þótti ómissandi í dagstofur fólks á Viktoríutímanum. Nú eru slík húsgögn ekki gefin og voru þó kannski aldrei ódýr nema þá sem eftirlíkingar. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Gluggablómavasi

Gluggablómavasi ÞESSI gluggablómavasi er sérlega sniðugur þar sem útsýnið er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann er úr vinyl og er festur með sogskálum á gluggarúðuna. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 180 orð

Glæsilegt hús á Seljarnarnesi

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu einbýlishús að Bollagörðum 26 á Seltjarnarnesi. Þetta er nýlegt steinhús, byggt árið 1990 og 245 ferm. auk 40 ferm. bílskúrs. Þetta er glæsilegt hús, bæði að innan og utan," sagði Viðar Böðvarsson hjá Fold. Það getur hentað mjög vel stórum fjölskyldum eða fólki sem þarf á mörgum herbergjum að halda. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 277 orð

Glæsilegt parhús við Hrísrima

HJÁ fasteignasölunni Borgum er til sölu glæsilegt nýtt en fullbúið parhús á tveimur hæðum, samtals 165 ferm. að stærð með 28 ferm. innbyggðum bílskúr. Húsið stendur við Hrísrima 15, en í því eru tvær stofur og þrjú svefnherbergi. Ásett verð er 13,4 millj. kr. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 203 orð

Gott einbýlishús í Kópavogi

HJÁ fasteignasölunni Kjörbýli er til sölu 128 ferm. pallbyggt einbýli að Selbrekku 4 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1960. Bílskúrinn stendur sér, en hann 42 ferm. og byggður sama ár. Þetta er gullfallegt hús," sagði Kristjána Jónsdóttir hjá Kjörbýli. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 219 orð

Gott raðhús í Kringlunni

HJÁ fasteignasölunni Húsakaupum er til sölu endaraðhús í Kringlunni 43 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1987 og stendur í klasa". Húsið er 173 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 24 orð

Haganleg hirsla

Haganleg hirsla HÉR má sjá sérkennilegt sófaborð, sem er um leið haganleg hirsla. Borðið er með eins konar rennihurðum fyrir hillunni undir borðplötunni. Góð hugmynd. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 284 orð

Húshitun á Norður- löndum ódýrust á Íslandi

ÞAÐ er ekki allt dýrt á Íslandi. Þannig er húshitun mun ódýrari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, en hún sýnir kostnaðarverð á upphitun húsa á Norðurlöndunum. Þessar tölur eru frá árinu 1994, en hafa lítið sem ekkert breytzt. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 198 orð

Hús og jarðhiti

HÚSBYGGINGAR hér á landi hafa lítt mótazt af þeirri staðreynd, að við búum við ódýran jarðhita. Kemur þetta fram í viðtali við dr. Valdimar K. Jónsson, prófessor í verkfræði, hér í blaðinu í dag. - Í framtíðinni kunna húsbyggingar hér á landi að mótast miklu meira af hinum ódýra jarðhita en áður, segir Valdimar. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Hænsnanet í eldhússkápa

Hænsnanet í eldhússkápa ÞAÐ hefði þótt saga til næsta bæjar á árum áður ef fólk hefði notað hænsnanet í eldhúsinnréttinguna hjá sér, en þetta eru frumlegir menn farnir að gera í útlöndum. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 934 orð

Í Gullinhömrum og Þjóðleikhúsi

Það er með ólíkindum hvað allri tækni hefur fleygt fram á þessari öld sem nú er senn lokið, en henni lýkur að sjálfsögðu þegar árið 2000 er á enda, en við munum nú samt halda upp á aldamótin þegar það ár gengur í garð. En það var tæknin sem ætlunin var að fjalla nánar um og framþróun hennar en ekki síður hvað hún getur stundum verið takmörkuð og hjálparvana. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 1783 orð

Jarðhitinn mun setja mót á byggingarlist hér í framtíðinni

SÉRKENNI Íslands í byggingarlist og upphitun og loftræsting í íslenzkum húsum eru á meðal þeirra viðfangsefna, sem kynnt verða á alþjóðlegri ráðstefnu, er Samtök lagnamanna á Norðurlöndum (Norvac) standa fyrir að Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 30. apríl-2. maí nk. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Loftræsting

ÞAÐ er ótrúlegt, hve illa gengur að fá loftræstingu til að skila ætlunarverki sínu áfallalaust, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir, en þar fjallar hann m. a. um ráðstefnu lagnamanna um loftræstingu í skólum fyrir skömmu. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 472 orð

Lóð og byggingar Lýsis við Granda- veg til sölu

LÝSI hf. auglýsir nú húsnæði og athafnasvæði sitt við Grandaveg 42 til sölu. Lóðin er um 7.500 ferm., þar af 2.600 ferm eignarlóð. Á lóðinni er verksmiðjuhúsnæði, sem er misgamalt og 1240 ferm. skrifstofu- og lagerbygging á 6 hæðum í sæmilegu ástandi. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á lóðinni. Óskað er eftir tilboðum. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Málað borðstofugólf

Málað borðstofugólf ÞAÐ er fremur óvenjulegt að sjá diska, skeiðar og önnur mataráhöld máluð á borstofugólfið, en ef einhver vill breyta til hjá sér, er þetta óneitanlega mjög sérstök hugmynd. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 47 orð

Náttúran sem spegilumgjörð

EF fólk á ekki nægilega fallega spegilumgjörð og vill búa sér til eitthvað nýstárlegt, þá er hér góð hugmynd. Allur efniviðurinn er sóttur út í náttúruna áður en gróðurinn fer að bæra verulega á sér og þá er vafalaust rétti tíminn til þess einmitt núna. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 882 orð

Saga sundlauganna

EFTIR að sundlaugin við Sundlaugaveg í Reykjavík var byggð úr varanlegu efni, steinsteypu og hlaðin úr tilhöggnu grjóti 1908, varð sundkennsla miklu almennari en áður hafði verið í Reykjavík. Sundkennslu varð eftir það haldið uppi allan ársins hring. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 167 orð

Stórt hús í Skerjafirði

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu tvílyft einbýlishús að Skildinganesi 37 í Skerjafirði. Þetta er steinhús, byggt 1966. Það er samtals að gólffleti um 300 ferm. með innbyggðum bílskúr. Í húsinu ert tvær íbúðir. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 189 orð

Útlendingar fjárfesta í skrifstofuhúsnæði

ÞAÐ er að þakka erlendum fjárfestingaaðilum og þó einkum bandarískum, að nú er tekið að birta lítilega yfir markaðinum fyrir verzlunar- og skrifstofuhúsnæði í Frakklandi, en kreppa hefur einkennt þennan markað frá 1990. Gert er ráð fyrir, að erlent fjármagn muni hafi mikil áhrif á markaðinn í ár. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 166 orð

Þýskir risar sameinast í byggingariðnaði

FYRIRÆTLANIR tveggja stærstu byggingarfyrirtækja Þýskalands um að sameina krafta sína kunna að leiða til nýrrar deilu framkvæmdastjórnar Efnahagssambandsins og Þjóðverja um eftirlit með samruna fyrirtækja. Meira
15. apríl 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

15. apríl 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

15. apríl 1997 | Úr verinu | 137 orð

Á kolmunnaveiðar í lögsögu Færeyja

BEITIR NK hélt til Kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu um helgina, en skipið mun reyna flottroll við veiðarnar. Á síðasta ári reyndu þeir á Beiti einnig við kolmunnann við Færeyjar, en fengu lítið vegna þess að veiðarnar við eyjarnar voru nánast búnar, þegar þeir komu á miðin. Meira
15. apríl 1997 | Úr verinu | 273 orð

Óróleiki vegna undirboða við sölu á loðnuhrognum

MIKILL óróleiki hefur verið á Japansmarkaði vegna sölu loðnuhrogna síðustu daga Að sögn Halldór G. Eyjólfssonar, sölustjóra loðnuafurða hjá SH, var samið um 130 króna skilaverð á hvert kíló til framleiðenda, en hann segir að nú hafi töluverðra undirboða orðið vart geti það leitt til verðlækkunar. Meira
15. apríl 1997 | Úr verinu | 238 orð

Selur flottóg til Japan

HAMPIÐJAN hf. gerði í síðasta mánuði samning um sölu á flottógi við dreifingaraðila útgerðarvara í Japan. Um er að ræða samtals 265 rúllur af fléttuðu tógi mismunandi sveru með heilum flotkjarna að verðmæti liðlega þrjár milljónir króna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.