PÁLL Skúlason, prófessor í heimspeki, hlaut flest atkvæði í rektorskjöri sem fram fór í Háskóla Íslands í gær eða 28,62% atkvæða. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, hlaut 27,20% atkvæða, Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, hlaut 21,33% atkvæða og Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, hlaut 21,24% atkvæða.
Meira