Greinar fimmtudaginn 17. apríl 1997

Forsíða

17. apríl 1997 | Forsíða | 144 orð

Atvinnulausum fækkar

ATVINNULAUSUM fækkaði um 41.000 í Bretlandi í mars og hefur atvinnuleysi ekki verið minna þar í landi um sex ára skeið. Talið er að þessar fregnir geti orðið Íhaldsflokknum til framdráttar í baráttunni fyrir þingkosningarnar 1. maí nk. Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 72 orð

Kabila útilokar viðræður

LAURENT Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna í Zaire, (t.v.) kom í gær til Suður-Afríku til viðræðna við Nelson Mandela forseta og Thabo Mbeki varaforseta. Suður-afrískir ráðamenn freista þess að finna friðsamlega lausn deilunnar í Zaire en Kabila útilokaði vonahlé og viðræður við Mobutu Sese Seko forseta. Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 307 orð

Kann að leiða til nýrra kosninga

ÍSRAELSKA lögreglan leggur til að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, verði kærður fyrir trúnaðarbrot og sviksemi við útnefningu ríkissaksóknara. Yaacov Weinroth, lögmaður Netanyahus, sagðist myndu reyna sýna saksóknurum fram á, að tilmæli lögreglunnar væru tilefnislaus. Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 45 orð

Olía lækkar í verði

OLÍUVERÐ lækkaði á heimsmarkaði í gær og kostaði tunna af Brent- olíu, sem höfð er til viðmiðunar í olíuviðskiptum, 17,20 dollara. Búist hafði verið við hækkun olíuverðs en óvæntar fregnir í gær um birgðasöfnun í Bandaríkjunum gjörbreyttu því viðhorfi. Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 150 orð

Salmonella gegn krabbameini

VÍSINDAMENN við hinn virta Yale-háskóla í Bandaríkjunum hafa komist að því að breyta má salmonella-bakteríunni svo að hún ráðist á krabbameinsfrumur án þess að skaða vefinn umhverfis þær. Salmonella veldur t.d. alvarlegri matareitrun í mönnum en vísindamönnunum tókst að fjarlægja þrjú gen úr bakteríunni sem varð til þess að hún missti lystina á öllu öðru en illkynja krabbameinsfrumum. Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 172 orð

Sigur sjónvarpsáhorfenda

RÍKISSTJÓRNIR Evrópusambandsríkjanna og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um, að sjónvarpsáhorfendur fái að horfa endurgjaldslaust á ýmsa meiriháttar íþrótta- og menningarviðburði. Var það niðurstaðan á fundi um ágreining, sem verið hefur með þinginu og ríkisstjórnunum um endurskoðun á lögum, sem kölluð hafa verið "sjónvarp án landamæra". Meira
17. apríl 1997 | Forsíða | 97 orð

Sveitasæla í Albaníu

FYRSTU stóru sendingunni af hjálpargögnum var skipað á land í hafnarborginni Durres í Albaníu í gær, um 400 tonnum af hveiti og baunum. Búist var við að afhending til almennings hæfist á morgun, föstudag. Gert var ráð fyrir frekari matvælasendingum næstu daga en hjálparstofnanir sögðu a.m.k. tíunda hvern Albana við hungurmörk. Meira

Fréttir

17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 137 orð

343 pílagrímar fórust

RÍKISÚTVARPIÐ í Saudi-Arabíu skýrði frá því í gær að 343 manns hefðu farist í eldsvoða í tjaldbúðum pílagríma í Mena, nálægt Mekka, í fyrradag. Yfirvöld í Saudi-Arabíu höfðu ekki staðfest þetta í gærkvöldi en sögðu að 1.290 pílagrímar hefðu slasast. Stjórnarerindrekar sögðu að 70. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 224 orð

Afmælislag Egilsstaða

Egilsstöðum-Keppni um lag í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaða var haldin í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Það var Harmóníkufélag Héraðsbúa sem efndi til keppninnar í samvinnu við Egilsstaðabæ. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Alls 800 umsóknir um sumarstörf

ALLS bárust 630 umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ frá ungmennum 17 ára og eldri og 170 umsóknir frá ungmennum sem verða 16 ára á árinu. Karl Jörundsson, starfsmannastjóri bæjarins, segir að ráðningar 17 ára og eldri verði um 350-380 í sumar og því sé ljóst að einungis rúmur helmingur þeirra sem sóttu um eigi kost á vinnu. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 533 orð

Athugasemdir í 74% tilfella

FRÁ ársbyrjun 1994 hafa varðskip Landhelgisgæslunnar framkvæmt skyndiskoðanir um borð í 1.722 skipum og gerðu þeir athugasemdir við 74,1% þeirra. 189 sinnum vantaði tiltekna menn um borð, oftast vélaverði, en fimm sinnum var enginn skráður skipstjóri um borð. 168 athugasemdir voru gerðar vegna atvinnuréttinda. Björgunarbúnaði var oft áfátt. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs um Flugfélag Íslands

FORRÁÐAMENN Flugleiða og Flugfélags Norðurlands hafa ákveðið að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun samkeppnisráðs frá 4. apríl sl. um skilyrði fyrir sameiningu Flugleiða innanlands og Flugfélags Norðurlands. Við ætlum á meðan að halda áfram undirbúningi að rekstri Flugfélags Íslands," sagði Einar Sigurðsson fulltrúi forstjóra Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Beiðni um stofnun séreignadeilda ósvarað í þrjú ár

HRAFN Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL), segir að beiðni frá SAL um heimild til að stofna séreignadeildir við lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði hafi legið hjá fjármálaráðuneytinu í þrjú ár og henni aldrei verið svarað. Málið sé nú til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 74 orð

Dönskumaraþon í Laugarbakkaskóla

10. BEKKUR Laugarbakkaskóla í Miðfirði þreytir dönskumaraþon í skólanum laugardaginn 19. apríl með aðstoð dönskukennara síns, Guðrúnar Láru Ásgeirsdóttur. Þetta maraþon er liður í söfnunarátaki bekkjarins til að fjármagna náms- og fræðsluferðalag sem fyrirhugað er að fara til Danmerkur í vor. Hver nemandi hefur það markmið að læra 200 bls. í dönsku þennan dag, alls 2.400 bls. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Eldri borgarar skipuleggja ferðir

Í SUMAR mun Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni bjóða upp á ferðalög líkt og undanfarin ár. Farnar verða 16 styttri og lengri ferðir innan lands og utan. Af styttri ferðum má nefna skoðunarferð um Álftanes með heimsókn að Bessastöðum, dagsferð um Flóann, Akranesferð o.fl. Farin verður 6 daga ferð um Snæfellsnes og Vestfirði og einnig verður farið til Færeyja. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Engar undanþágur frá reglugerð ESB

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið, í kjölfar athugunar og viðræðna við Eftirlitsstofnun EFTA, að veita engar undanþágur frá reglugerð Evrópusambandsins um merkingar matvæla. Ekki verður látið duga að merkingar og upplýsingar séu í hillum verslana eða bæklingum, eins og íslenskir innflytjendur matvæla frá löndum utan Evrópusambandsins höfðu lagt til, Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Erindi um fléttuerfðatækni

ÓLAFUR S. Andrésson, lífefnafræðingur á Rannsóknastofu háskólans að Keldum, heldur erindi föstudaginn 18. apríl um fléttuerfðatækni. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Líffræðistofnunar. Erindið verður í stofu G-6 að Grensásvegi 12, kl 12.20. Allir velkomnir. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Erindi um svefn

LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, heldur fræðslufund fimmtudaginn 17. apríl kl. 21 á Laugavegi 26, 4. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. Björg Þorleifsdóttir, lífeðlisfræðingur, flytur erindi um svefn og svefntruflanir. Að loknu erindi mun hún svara fyrirspurnum. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 181 orð

Evrópubúar vilja meiri þróunarstyrki frá ESB

MIKILL meirihluti þeirra 370 milljón íbúa sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) telja styrki sambandsins til þróunarríkja mikilvæga og eru því fylgjandi að styrkveitingar á vegum þess verði auknar enn frekar, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Framkvæmdastjórn ESB. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Felldu samninga og boða verkfall

NÍTJÁN verkalýðsfélög hafa fellt í atkvæðagreiðslu nýgerða kjarasamninga landsambanda Alþýðusambands Íslands. Þar af hafa átta boðað verkfall frá og með 24. apríl en enn er eftir að telja hjá þremur félögum. Á Vestfjörðum hafa verkalýðsfélög boðað verkfall frá og með næsta mánudegi 21. apríl. Þá hafa flugvirkjar fellt sína samninga og boðað verkfall frá og með 25. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 287 orð

Fjalla um NATO og stolna listmuni

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær til Baden-Baden, þar sem hann mun eiga fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í dag. Verður það annar fundur leiðtoganna á þremur mánuðum en þeir munu ræða stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) og listmuni sem rússneskt herlið lagði hald á í Þýskalandi í lok heimsstyrjaldarinnar seinni og þjóðirnar hafa deilt um. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fjársöfnun fyrir heimili munaðarlausra

ABC hjálparstarf gengst í dag og á morgun fyrir fjársöfnun fyrir heimili 610 munaðarlausra og yfirgefinna barna á Indlandi. Safnað verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Omega í kvöld og útvarpsstöðinni Lindinni allan morgundaginn. Fjársöfnun ABC hjálparstarfs er tvíþætt. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fjórmenningar í góðu formi

HJÚKRUNARFRÆÐINEMAR á þriðja ári buðu frambjóðendunum fjórum til rektorskjörs að koma í blóðþrýstings- og blóðfitumælingu í gær, m.a. til að vekja athygli á alþjóðlegum degi 12. maí, tileinkuðum ungu fólki og heilbrigði. Að sögn Soffíu Eiríksdóttur hjúkrunarfræðinema eru fjórmenningarnir allir í mjög góðu formi. Meira
17. apríl 1997 | Miðopna | 1744 orð

Flugöryggi er stanslaus barátta Góður tækjakostur, þjálfun og eftirlit eru grundvallaratriði í flugöryggi þar sem gera þarf

ÖRYGGI í flugi er ekki verk neins eins starfsmanns. Allir sem koma við sögu við undirbúning og framkvæmd flugferðar eiga þar hlut að máli. Öryggismál eru ein af þessum málum sem alltaf má bæta og þau eru í rauninni stanslaus barátta. Þau eru eins konar keðja þar sem allir hlekkir verða að vera heilir. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fundur um viðskiptahagsmuni Íslands og utanríkisþjónustuna

ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskóla Íslands heldur almennan fund um viðskiptahagsmuni Íslands og utanríkisþjónustuna með tilliti til markaðssóknar erlendis og aðstoðar við íslensk fyrirtæki. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 18. apríl í Sunnusal Hótels Sögu og hefst kl. 16. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fyrirlestur um lestur í íslenskum fjölskyldum

ÁGÚSTA Pálsdóttir bókasafnsfræðingur, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.30 í fundarsal Norræna hússins sem hún nefnir Lestur í íslenskum fjölskyldum. Ágústa mun ljúka meistaraprófi í bókasafns- og upplýsingafræðum frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands í vor og er efni fyrirlestursins lokaverkefni hennar. Meira
17. apríl 1997 | Miðopna | 945 orð

Hafa skoðað 500 flugvélar á hálfu ári

ÞÝSKALAND er fyrsta ríkið í Evrópu sem tekur upp nýtt skoðanakerfi á flugvélum sem verið er að taka upp í Evrópu. Byggist það að stofni til á kerfi Evrópusamtaka flugmálastjórna, ECAC, en Flugöryggissamtökum Evrópu, JAA, hefur verið falið að sjá um framkvæmd kerfisins. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Hagnaður Hagkaups 247 milljónir

HAGNAÐUR Hagkaups nam alls um 247 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þetta er ívið meiri hagnaður en árið 1995 þegar hagnaðurinn nam 224 milljónum. Upplýsingar úr ársreikningum Hofs og dótturfélaga birtust í fyrsta sinn opinberlega á síðasta ári vegna ársins 1995, en tölur úr reikningum fyrir árið 1996 verða ekki birtar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð

Háskóladeild hafði ekki heimild til að segja upp lektor

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að heimspekideild Háskóla Íslands hafi skort lagaheimild til að segja upp ráðningarsamningi Aitors Yraola, lektors í spænsku, í febrúar 1995 og hefur beint því til menntamálaráðuneytisins að það leiti leiða til að rétta hlut hans. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Heimilt verði að reka skotvopnaleigu

33.879 skotvopn voru til á skrá hérlendis árið 1995 og 18.048 manns höfðu þá skotvopnaleyfi. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja frumvarp til nýrra vopnalaga fyrir Alþingi. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir því að komið verði á samræmdri landsskrá yfir skotvopn og að heimilt verði að reka skotvopnaleigu. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hvalreki við Kópasker

MILLI 16 og 18 metra langa andarnefju rak á land í fjörunni við Krosssand skammt frá bænum Snartarstöðum norðan við Kópasker fyrr í vikunni. Helgi Árnason sem býr á Hjarðarási, nýbýli frá Snartarstöðum, leit á skepnuna í gær en þá var háflóð og erfitt að sjá hver tegundin var. Samkvæmt lýsingu fyrir starfsmann Hafrannsóknastofnunar er þó talið að um andarnefju sé að ræða. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Hvorki Ármannsfell né undirverktakar munu tapa

ÁRMANN Örn Ármannsson framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. segir að fyrirtækið muni ekki tapa á tilboði sínu í byggingu rafstöðvarhúss á Nesjavöllum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur né heldur þeir undirverktakar, sem samið hefur verið við. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hættuviðbrögð vegna gasleka

LEKI kom að klórgashylki hjá Ísaga í Reykjavík í gær og var slökkviliðið fengið til að fjarlægja hylkið úr húsi og tæma það. Var hylkið sett í þar til gert vatnsker á athafnasvæði Ísaga og gripið til varúðarráðstafana, umferð stöðvuð um nálægar götur og fólk beðið að yfirgefa hús í grenndinni. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1500 orð

Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 3,5­4% árlega til 2000

Þjóðhagsstofnun spáir 3,5% hagvexti í ár og 3,8% hagvexti á næsta ári Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst um 3,5­4% árlega til 2000 Horfur eru á að hagvöxtur verði mikill hér á landi á þessu ári annað árið í röð, og spáir Þjóðhagsstofnun 3,5% hagvexti en 2, Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Konur, atvinna og efnahagsmál

KONUR, atvinna og efnahagsmál er yfirskrift á ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar sem haldin verður í Reykjavík 17. og 18. apríl nk. Þar verður kastljósinu beint að efnahagslegum völdum kvenna. Áhersla verður lögð á eftirtalin atriði: Rétt kvenna til atvinnu og launa, reynslu þeirra af kjarabaráttu og hvaða afleiðingar breytingar á vinnumarkaðinum hafa á stöðu þeirra. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Kveikt í kirkjum á N-Írlandi HARKA hefur færst í átök kaþól

HARKA hefur færst í átök kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi að undanförnu og kveikt var í kaþólskri kirkju í Annaclone í fyrrinótt. Þetta er fimmta kirkja kaþólikka sem kveikt er í á hálfum mánuði. Kvöldið áður höfðu átök blossað upp milli mótmælenda og kaþólikka nálægt Lurgan. Lögreglan skaut plastkúlum til að dreifa hópunum, sem köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnunum. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kærunefnd hefur ekki lagastoð

REYKJAVÍKURBORG telur sig hvergi hafa brotið þau lög eða reglur sem gilda um framkvæmd útboða og að skilmálum hafi verið fylgt í hvívetna," segir meðal annars í greinargerð Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns til fjármálaráðherra vegna kærumáls í framhaldi útboðs á hverflasamstæðu til Nesjavallavirkjunar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

LEIÐRÉTT

Í GÆR var Hilmir Snær Guðnason leikari rangnefndur. Beðist er velvirðingar á þessu. Uglan ­ íslenski kiljuklúbburinn MEÐ ástarkveðju, eymd og volæði, Þjófurinn og Mávahlátur eru gefnar út af Uglunni ­ íslenska kiljuklúbbnum. Það láðist að geta þess í gær. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Líflegt hjá Slippstöðinni

ÞAÐ hefur jafnan verið mikið um að vera á athafnasvæði Slippstöðvarinnar hf. undanfarna mánuði og dagurinn í gær var þar engin undantekning. Þá var m.a. verið að steypa í lestargólf togarans Geira Péturs ÞH frá Húsavík og vinna við viðhald og endurbætur á rússneska togaranum Opron og nótaskipunum Arnþóri EA og Oddeyrinni EA. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1536 orð

Margir leiðangursmenn þjást af lungnasýkingu

TALSVERT hefur verið um veikindi meðal fjallgöngumanna sem hyggjast ganga á topp Everest í maí. Íslensku fjallgöngumennirnir hafa að mestu sloppið, en þó hefur Hallgrímur Magnússon fundið fyrir kvefi. Nokkrir aðrir eru mjög slæmir og t.d. þurfti að flytja þrjá Breta neðar í fjallið þar sem aðstæður fyrir þá til að ná heilsu eru betri. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Mennirnir þrír í gæsluvarðhaldi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði 32 ára gamlan Reykvíking í gæsluvarðhald til 23. apríl nk. á þriðjudagskvöld, vegna gruns um aðild að ráni á tæplega sex milljónum króna af starfsmanni 10-11 verslananna á Suðurlandsbraut á mánudagsmorgun. Tveir aðrir menn, sem einnig eru grunaðir um aðild að ráninu, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sama tíma. RLR fer með rannsókn málsins. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Miðar hægt hjá flugmönnum

FUNDUR fulltrúa flugmanna og Flugleiða stóð enn hjá ríkissáttasemjara um miðnættið í gær og var búist við að hann stæði eitthvað fram eftir nóttu. Fundur hófst klukkan 13. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað rúmlega tveggja sólarhringa verkfall hjá Flugleiðum frá kl. 20 annað kvöld hafi samningar ekki tekist. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 192 orð

Mikill "kántrý"dansáhugi

Skagaströnd-Í vetur hafa um eitt hundrað manns sótt tvö námskeið í "kántrý"-dönsum á Skagaströnd. Leiðbeinendur voru hinir sömu í bæði skiptin, Hanna Mjöll og Brynjólfur, en þau reka Kúrekann í Kópavogi. Utan námskeiðanna hafa 30 til 40 manns hittst á hverju miðvikudagskvöldið í allan vetur til að dansa. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Misþroski og ofvirkni

ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra efnir til hádegisverðarfundar á Hótel KEA næstkomandi laugardag, 19. apríl, og hefst hann kl. 11.00 Fundarefnið er misþroski og ofvirk börn og eru frummælendur þau Kristján Magnússon sálfræðingur og Sigríður Guðmundsdóttir sem talar fyrir hönd foreldra. Allir eru velkomnir á fundinn. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Morgunblaðið/Ásdís

ÞESSAR stúlkur fundu dauða gæs og ákváðu að leggja hana til hinstu hvílu á viðeigandi stað. Við drápum hana ekki - við fundum hana svona og ætlum heim að grafa hana," sögðu þær við ljósmyndarann. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Myndasýning hjá Hellarannsóknafélaginu

HELLARANNSÓKNAFÉLAG Íslands gengst fyrir myndasýningu í kvöld, fimmtudaginnn 17. apríl, kl. 20.30 í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík. Um er að ræða myndir sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir, en spanna tíu ára vinnu við hellaskoðun og -rannsóknir félagsmanna. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Norrænn djasskvartett um landið

NORRÆNN djasskvartett undir stjórn Björns Thoroddsen gítarleikara leikur á Íslandi næstu daga. Verkefni þetta er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og heldur kvartettinn fimm tónleika hér á landi og hljóðritar að auki efni á geisladisk. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Nýir yfirmenn við Lögregluskóla ríkisins

MEÐ tilvísun til nýju lögreglulaganna hefur dómsmálaráðherra skipað lögreglumenn í nýjar stöður yfirmanna við Lögregluskóla ríksins. Gunnlaugur V. Snævarr, sem verið hefur yfirkennari við skólann frá 1988, hefur verið skipaður yfirlögregluþjónn. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Nýtt skoð- anakerfi

"EKKERT sem ógnað getur flugöryggi kom fram við skyndiskoðun þýska loftferðaeftirlitsins á þotu Flugleiða í Hamborg 5. mars né á nokkurri vél þeirra flugfélaga sem nefnd voru í frétt Bild Zeitung og sögð á svörtum lista," sagði Jochen Pieper, talsmaður þýska loftferðaeftirlitsins, í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann atriðin sem skoðunarmenn nefndu hjá þessum félögum öll minni háttar. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Nærri 96% samdráttur í útflutningi á síðasta ári

TAP AF rekstri fóðurverksmiðjunnar Laxár nam rúmum 7 milljónum króna seinni hluta síðasta árs, að teknu tilliti til skatta. Sá rekstrarreikningur sem lagður var fram á aðalfundi fyrirtækisins í gær nær aðeins frá júní til áramóta. Reikningsárinu hefur hins vegar verið breytt og er nú almanaksárið. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 126 orð

Of langt gengið í reykbanni

BORGARRÁÐ Toronto í Kanada hefur fellt úr gildi umdeild lög, sem bönnuðu reykingar á velflestum börum og veitingahúsum, vegna harðrar andstöðu við þau. Fimm vikur eru síðan bannið tók gildi og viðurkenndi borgarráðið að það hefði hleypt svo illu blóði í reykingamenn að þeir væru farnir að reykja á stöðum sem voru reyklausir fyrir bannið, að því er segir í The Washington Post. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 376 orð

Ófarir á Everest

10. og 11. maí 1996 voru örlagaríkir dagar á Mount Everest, hæsta fjalli heims. Þá létu átta menn og konur lífið í óveðri, sem brast á, og þar á meðal voru tveir leiðangursforingjar, Rob Hall og Scott Fisher, sem taldir voru þeir færustu í heimi á sínu sviði. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Óvenjulegur fararskjóti

ÞEIR eru laghentir félagarnir, Gunni og Villi, en þeir hafa smíðað sér svolítið óvenjulegan fararskjóta, reiðhjól með hliðarvagni. Þeir voru glaðhlakkalegir þar sem þeir geystust um í vorblíðunni. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 362 orð

Páll varð efstur

PÁLL Skúlason, prófessor í heimspeki, hlaut flest atkvæði í rektorskjöri sem fram fór í Háskóla Íslands í gær eða 28,62% atkvæða. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, hlaut 27,20% atkvæða, Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, hlaut 21,33% atkvæða og Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, hlaut 21,24% atkvæða. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Rafmagnslaust í hálfa klukkustund

RAFMAGNSLAUST varð á Akureyri um miðjan dag í gær og varði rafmagnsleysið í rúma hálfa klukkstund. Rafveita Akureyrar hefur tvær flutningsleiðir fyrir rafmagn frá Rangárvöllum en vegna framkvæmda á vegum bæjarins var önnur þeirra úti í gær. Hin flutningsleiðin fór svo út er loftpressa fór í stýrisstreng hennar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ráðstefna um rándýr í Mývatnssveit

RÁÐSTEFNA um rándýr í Mývatnssveit verður haldin í Skjólbrekku föstudaginn 18. apríl og hefst klukkan 13. Það er Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn sem stendur að ráðstefnunni. Fjölmargir vísindamenn flytja erindi um viðfangefni fundarins og m.a. verður rætt um minka, refi, fálka, máva og hrafna. Allir eru velkomnir. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ráðstefna um þriðja aldursskeiðið

ÖLDRUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir ráðstefnu laugardaginn 18. apríl kl. 13 í safnaðarheimili Áskirkju við Vesturbrún. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þriðja aldursskeiðið ­ að lifa lífinu lifandi eftir starfslok. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Rekinn vegna bænagjörðar

MÚSLIMA á námskeiði í skóla á vegum danska atvinnuráðuneytisins hefur verið vísað úr skóla vegna bænahalds af þeirri ástæðu að hann neitaði að biðjast fyrir á snyrtingunni. Málið hefur vakið blendnar tilfinningar, því umburðarlyndi og skilningur á aðstæðum innflytjenda er viðkvæmt mál í Danmörku eins og víðar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

"Reynum að leysa málið farsællega"

MÁLI finnskrar stúlku, sem búsett hefur verið hér á landi í níu ár og var synjað um námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna náms í Englandi, jafnvel þó að hún hefði áður fengið lán til náms við Háskóla Íslands, hefur verið vísað til vafamálanefndar LÍN og segir stjórnarformaður sjóðsins að reynt verði að leiðrétta það. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 307 orð

Rúmar 18 milljónir án atvinnu í ESB

ATVINNULEYSI hélst óbreytt í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB), í febrúar síðastliðnum samanborið við síðustu þrjá mánuði þar á undan. Um 10,8% vinnufærra manna í ríkjunum 15 reyndust vera án atvinnu og samsvarar það rúmum 18 milljónum vinnufærra manna. Þetta er að sama skapi nánast óbreytt ástand samanborið við febrúar 1996 og 1995. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 69 orð

Sameiginlegur gjaldmiðill í Bosníu

NICHOLAS Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, lýsti því yfir á þriðjudag að forsætisráðið í Bosníu hefði fallist á einn gjaldmiðil í landinu. Þessi ákvörðun er í samræmi við Dayton-friðarsamkomulagið og féllst forsætisráðið sem fulltrúar múslima, Króata og Serba eiga sæti í, á gjaldmiðilinn. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Samkomur hjá KFUM og KFUK

ALMENNAR samkomur undir yfirskriftinni Jesús Kristur ­ er var og kemur verða haldnar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg föstudags- og laugardagsvöld 18. og 19. apríl kl. 20.30 og sunnudaginn 20. apríl kl. 17. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Sammála um að bónus fari ekki í kauptaxta

LOKIÐ er úttekt nefndar Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda á áhrifum þess að bónusgreiðslur verði teknar inn í kauptaxta. Var samhljóða niðurstaða nefndarinnar að þessi leið væri ekki fær, laun fiskvinnslufólks hækkuðu á frídögum en lítil hækkun væri á dagvinnulaunum og hætta væri á að afköst og framleiðni minnkuðu. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Samtök sjóðfélaga stofnuð í dag

STOFNFUNDUR Samtaka sjóðfélaga séreignarsjóða verður haldinn á Hótel Loftleiðum í dag kl. 17.30. Verður meginmarkmið samtakanna að vinna að því að þeim sem hafa valið að greiða 10% lögbundið framlag í séreignarlífeyrissjóði verði það heimilt áfram. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sendibifreið bakkað á lítinn dreng

FJÖGURRA ára drengur, sem var að hjóla við Nóatúnsverslunina í Rofabæ í gærmorgun, slapp svo til ómeiddur er sendibifreið var bakkað á hann, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Drengurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en við rannsókn á honum kom í ljós að hann var aðeins marinn á baki, en að öðru leyti ómeiddur. Hjólið skemmdist töluvert. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 264 orð

SGóð frammistaða í fyrirsætukeppni

Blönduósi-Fjórtán ára stúlka frá Blönduósi, Íris Elma Jónsdóttir, stóð sig vel í fyrirsætukeppni sem haldin var á vegum "Modeling Association of America International" (MAAI) í New York um páskana. Keppendur voru um 1.400, aðallega frá Bandaríkjunum og Kanada, og reyndu menn með sér á ýmsum hæfileikasviðum en fyrirsætan var þó í fyrirrúmi. Íris hreppti m.a. 2. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 34 orð

Sorphirðubíll valt

Reyðarfirði-Hann er stundum vandfarinn vegurinn þótt hann sé beinn, mætti segja um óhapp þessa sorphirðubíls frá Sorpsamlagi Mið-Austurlands. Bílstjórann sakaði ekki í veltunni og litlar skemmdir urðu á bílnum. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 137 orð

Sparisjóðurinn gefur tölvu

Neskaupstað-Sparisjóður Norðfjarðar gaf nýlega félagsmiðstöðinni ATOM öfluga PC tölvu ásamt litprentara að verðmæti 190 þúsund krónur. Tölvan, sem er búin innbyggðu mótaldi, hljóðkorti auk fjölda forrita mun vafalaust nýtast unglingum sem sækja félagsmiðstöðina t.d. við heimanám auk samskipta við aðrar félagsmiðstöðvar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Spáð 3,6% hagvexti á árinu

ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að hagvöxtur hér á næstu árum verði áfram meiri en í helstu viðskiptalöndum. Spáir hún 3,5% hagvexti á þessu ári en spáð er 2,4% vexti að meðaltali í ríkjum OECD. Í fyrra var hagvöxtur hér 5,7% og hefur vöxturinn ekki verið meiri í efnahagslífinu hér frá árinu 1987. Reiknað er með að hagvöxtur á næsta ári verði 3,8% og 2,8% árið 1999. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 176 orð

Stjórn Kúbu fordæmd

TILLAGA Bandaríkjastjórnar um að fordæma stjórnvöld á Kúbu fyrir mannréttindabrot var samþykkt í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í gær. Stuðningur við hana var þó minni en í fyrra. Í mannréttindanefndinni sitja fulltrúar 53 ríkja og samþykktu 19 bandarísku tillöguna, 20 í fyrra, og 10 voru á móti, fimm fleiri en á síðasta ári. 24 sátu nú hjá en 28 í fyrra. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 750 orð

Stuðningur við foreldra barna með litningagalla

ÆTLUNIN er að stofna félag áhugafólks um Downs heilkenni (syndrome) og er tilgangurinn meðal annars að: Stuðla að fræðslu fyrir foreldra og almenning um Downs heilkenni. Efla samkennd milli aðstandenda. Afla upplýsinga um Downs heilkenni og miðla þeim. Samræma og efla þjónustu. Foreldrar hafa boðað til stofnfundar sem verður haldinn í dag, fimmtudaginn 17. apríl kl. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sumar í nánd

AÐEINS lifir eftir vika af vetri og þær Lára Hildur (t.v.) og Guðný Dóra í Gróðrarstöðinni í Fossvogi í Reykjavík búa sig og aðra með græna fingur undir vorkomuna. Sumarmál eru á laugardag og síðan kemur harpa með sumardeginum fyrsta. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Sýning á verkum Hrings

SÝNING á verkum Hrings Jóhannessonar opnar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 19. apríl kl. 16.00. Á sýningunni eru á fjórða tug verka sem spanna stóran hluta af ferli Hrings. Hringur Jóhannesson fæddist 1932 og andaðist 1996. Hann er einn merkasti raunsæismálari sem komið hefur fram á Íslandi, segir í frétt frá Listasafninu. Hann var ævinlega trúr sínu. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sænskir dagar

SÆNSKIR dagar hófust í Kringlunni í gærdag og af því tilefni klippti Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á borða við bókabúð Eymundssonar í Kringlunni 2. Við hlið fjármálaráðherra stendur frú Gunilla Lindh Foster Kettis og lengst til vinstri stendur Pär Kettis, sendiherra Svíþjóðar. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Takmörkun á aðgangi samnings andstæður samkeppnislögum

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs frá því í janúar að samningur Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um takmörkun á aðgangi lækna að samningi um sérfræðilæknishjálp sé andstæður samkeppnislögum. Tryggingastofnun kærði ákvörðun samkeppnisráðs og felldi áfrýjunarnefndin úrskurð sinn í síðustu viku. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Tjá sig ekki vegna trúnaðarskyldu

FORSVARSMENN Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs vilja ekki tjá sig um ásakanir stjórnarformanns Plastos ehf. í garð sjóðanna, sem birtust í Morgunblaðinu í fyrradag. Stjórnarformaðurinn, Jenný St. Jensdóttir, sakaði sjóðina um að hafa brugðist hlutverki sínu þegar Plastos leitaði til þeirra vegna byggingar nýs verksmiðjuhúss að Suðurhrauni í Garðabæ. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 157 orð

Tólf fórust í eldi á diskóteki

TÓLF manns létust og þrettán fengu brunasár í eldsvoða á diskóteki í Portúgal í fyrrinótt. Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn ruddust inn á skemmtistaðinn skömmu fyrir lokun og kveiktu í staðnum. Átta hinna látnu voru konur og einn útlendingur, franskur sölumaður. Líkin fundust flest við neyðarútgang sem hafði ekki tekist að opna. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Uppeldi og menntun

FORELDRAFÉLAG Oddeyrarskóla boðar til fræðslufundar í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. apríl, kl. 20.30 í bókasafni skólans. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri, flytur erindi sem hann kallar: Uppeldi og menntun. Ábyrgð foreldra og skóla. Að erindinu loknu gefst tækifæri á fyrirspurnum og umræðum yfir rjúkandi kaffibolla. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 131 orð

Upplyfting í Vík

ATVINNUMÁLANEFND Mýrdalshrepps stendur fyrir atvinnumálaupplyftingu í Leikskálum í Vík laugardaginn 19. apríl og byggist hún upp á framsöguerindum og fyrirspurnum. Flutt verða erindi um íslenskan iðnað, landbúnaðarmál, umhverfismál, ferðaþjónustu og handverk, smáiðnað o.fl. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 507 orð

Upplýsingar gefnar eftir bestu vitund

FORSVARSMENN Verðbréfaþings Íslands og Útgerðarfélags Akureyringa hf. (ÚA) ræddu í vikunni um upplýsingagjöf fyrirtækisins vegna afkomu síðastliðins árs. Í fréttabréfi ÚA, sem sent var út í byrjun október, var því spáð að hagnaður félagsins myndi nema um 100 milljónum króna á árinu en í uppgjöri, sem birt var nú í apríl, kom í ljós að tap varð á félaginu sem nam 124 milljónum króna. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Úrskurðurinn byggður á faglegu áliti og gildandi lögum

ÞÓTT Reykjavíkurborg sé sjálfstæður aðili verður hún að sætta sig við að fara að landslögum eins og aðrir en séu borgaryfirvöld óánægð og efist um lögsögu fjármálaráðuneytisins geta þau að sjálfsögðu lagt úrskurðinn fyrir dómstóla," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra aðspurður um viðbrögð sín við bókun borgarráðs í fyrradag um kærumál vegna útboðs á vélum fyrir Nesjavallavirkjun. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

Varði doktorsritgerð í frönskum miðaldabókmenntum

ÁSDÍS R. Magnúsdóttir varði doktorsritgerð í frönskum miðaldabókmenntum við Stendhal-háskólann í Grenoble í Frakklandi 21. janúar sl. Leiðbeinandi var Philippe Walter, prófessor í frönskum miðaldabókmenntum við Stendhal-háskólann en andmælendur voru Claude Lecouteux frá Sorbonne-háskólanum (Paris IV), Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Var ekki spenntur fyrir tilskipuninni

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að hugsast geti að vinnutímatilskipun Evrópusambandsins leiði til svartrar atvinnustarfsemi hér á landi. Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Seltjarnarness, Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Vel gengur að losa skipið

30 GÁMAR hafa verið losaðir úr lest Víkartinds síðustu tvo daga og gengur verkið vel, að sögn Svavars Ottóssonar hjá flutningamiðstöð Eimskips. Enn eru um 60 gámar í lestum skipsins. Titan björgunarfélagið bandaríska, sem vinnur að losuninni, ætlaði sér í upphafi sex vikur til verksins og hefur þegar verið að í þrjár vikur. Vel gengur að flytja gámana yfir sandinn í Háfsfjöru. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Verinu lokað og stjórnendur ákærðir

STJÓRNVÖLD í Japan fóru formlega fram á það í gær við lögregluyfirvöld, að forráðamenn kjarnorkuendurvinnslustöðvar yrðu ákærðir. Eru þeir sakaðir um að hafa reynt að fela hvernig tekið var á einu mesta kjarnorkuslysi, sem orðið hefur í landinu. Ríkir mikil reiði meðal almennings vegna þessa máls, jafnt stuðningsmanna sem andstæðinga kjarnorkuveranna. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Verkir og velferð íslenskra skólabarna

DR. GUÐRÚN Kristjánsdóttir, dósent við H.Í., flytur fyrirlestur á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 17. apríl, í stofu 101 í Odda kl. 17. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Verkir og velferð íslenskra skólabarna. Meira
17. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Viðbrögð við kjarnorkuslysi æfð í Finnlandi

HVAÐ gerist ef geislavirkt ský stefnir í átt að Íslandi eftir slys í kjarnorkuveri í Finnlandi? INEX 2 er heiti alþjóðlegrar æfingar í viðbrögðum við kjarnorkuslysi, sem fram fer í dag með þátttöku sérfræðinga hvaðanæva að úr Evrópu og öðrum heimsálfum. Alls eru þátttökulöndin 26. Meira
17. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Vill að kirkjan dreifi valdi sínu

STUÐNINGSMENN séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur til biskupskjörs boðuðu til fundar í Kornhlöðunni þriðjudag, þar sem Auður Eir kynnti þá stefnu sem hún vildi fylgja í biskupsstarfi, verði hún kosin. Meira
17. apríl 1997 | Landsbyggðin | 1327 orð

Vonumst eftir fimm góðum árum Loðdýrabændurnir í Ásgerði fenguyfir sig verðlækkun skinna skömmu eftir að þeir hófu minkarækt.

VIÐ erum að vonast til að fá núna fimm góð ár. Þá munum við ljúka uppbyggingu búsins og lækka skuldirnar," segir Sigurður Jónsson, bóndi í Ásgerði í Hrunamannahreppi. Hann og Þorbjörn sonur hans hafa rekið minkabú, Loðdýrabúið Ásgerði 2 ehf., á bænum í tíu ár. Meira
17. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Vortónleikar strengjadeildar

VORTÓNLEIKAR strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir á sal Gagnfræðaskólans á Akureyri á morgun, föstudaginn 18. apríl kl. 17.30. Fram koma fiðlu-, lágfiðlu-, og sellónemendur á ýmsum aldri. Nemendur leika einleik með píanóundirleik og fram koma ýmsir hópar. Meira

Ritstjórnargreinar

17. apríl 1997 | Leiðarar | 558 orð

AFGREIÐSLA KJARASAMNINGA

Leiðari AFGREIÐSLA KJARASAMNINGA IÐURSTÖÐUR í atkvæðagreiðslum um nýgerða kjarasamninga hafa streymt inn til sáttasemjara ríkisins og sýna þær, að öll félög Samiðnar hafa samþykkt þá, 17 af 19 aðildarfélögum Landssambands verzlunarmanna, 28 félög í Verkamannasambandinu, en 12 felldu, Meira
17. apríl 1997 | Staksteinar | 305 orð

Hagnýtt háskólastarf

NÝLEG umbrot í Vatnajökli vöktu athygli þjóðarinnar á hagnýtri þekkingu á náttúru landsins, sem rannsóknarstofur Háskóla Íslands búa yfir. Í ávarpi Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors á háskóladegi, sem Fréttabréf Háskólans birtir, er vikið að þessu efni. Gjöful raunvísindi Meira

Menning

17. apríl 1997 | Kvikmyndir | 174 orð

12 metra slanga á toppnum

"ANACONDA" fór á topp listans yfir aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum um síðustu helgi þrátt fyrir heldur dræmar viðtökur gagnrýnenda. Myndin, sem skartar þeim Jon Voight, Jennifer Lopez og rappsöngvaranum Ice Cube, fékk 1. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 226 orð

16 ára óperusöngkona til Íslands

KORNUNG bandarísk óperusöngkona, Jessica Tivens, mun halda sína fyrstu tónleika utan heimalandsins í Háskólabíói 30. apríl og 3. maí næstkomandi. Með henni í för verður píanó- og hljómborðsleikarinn Michael Garson sem hyggst nýta tækifærið og efna til tvennra djasstónleika ásamt tríói sínu í Súlnasal Hótels Sögu 1. maí og í Loftkastalanum degi síðar. Meira
17. apríl 1997 | Tónlist | 437 orð

"Að syngja fyrir þjóðir"

Jóhann Smári Sævarsson og Maris Skuja fluttu söngverk eftir Tsjaíkovskij, Rachmaninov, fimm íslensk sönglög og aríur eftir Beethoven, Bellini, Mozart og Verdi. Þriðjudagurinn 15. apríl, 1997. Meira
17. apríl 1997 | Kvikmyndir | 236 orð

Arftakar Steina og Olla Svarti Sauðurinn (Black Sheep)

Framleiðendandi: Lorne Michaels. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Handritshöfundur: Fred Wolf. Kvikmyndataka: Daryn Okuda. Tónlist: William Ross. Aðalhlutverk: Chris Farley, David Spade, Tim Matheson og Gary Busey. 83 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 15. apríl. Myndind er öllum leyfð. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Á kafi í reyk

STOPPLEIKHÓPURINN frumsýnir í Foldaskóla í dag kl. 13 leikritið Á-kafi eftir Valgeir Skagfjörð en það fjallar um reykingar og skaðsemi þeirra og er ætlað til sýninga í grunnskólum landsins. Tveir leikendur eru í sýningunni, Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir en bæði bregða þau sér í fjölmörg hlutverk. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Átta tilnefningar til IMPAC- verðlauna

ÁTTA skáldsögur hafa verið tilnefndar til hinna alþjóðlegu IMPAC-bókmenntaverðlauna, sem samband bókasafnsfræðinga veitir í Dublin ár hvert. Eru þetta stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir skáldsögur, en verðlaunaféð nemur um 10,7 milljónum ísl. kr. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 885 orð

Einhver deyr á endanum

ÉG ER aðallega að fjalla um sköpunargleðina og hið sjónræna. Ég nálgast málverkið af ást og er reyndar ástfanginn af því," segir Daði sem í gegnum málverkið nær góðu sambandi við kvenlíkamann, reyndar svo góðu að mörgum þykir nóg um. "Mörgum finnast myndir mínar of erótískar. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 44 orð

Erna Hartmannsdóttir sýnir á Caffe 17

ERNA Hartmannsdóttir opnaði sýningu á málverkum úr olíu og vatnslitum á Caffe 17, Laugavegi 91, þriðjudaginn 15. apríl. sl. og lýkur henni 15.maí. Þetta er fyrsta einkasýning Ernu, en tvisvar áður hefur hún tekið þátt í samsýningum. VERK ErnuHartmannsdóttir. Meira
17. apríl 1997 | Tónlist | 668 orð

Faðmlög og freyðandi vín

Lög eftir m.a. Sigfús Halldórsson, Stefán Guðmundsson, Sigurð Ágústsson, Schubert, Winkler og Verdi. Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Katrín Sigurðardóttir, píanó; Samkór Kópavogs u. stjórn Stefáns Guðmundssonar. Digraneskirkju, Kópavogi, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Heiðursfélagi Arsenal- klúbbsins

FINNBOGI Friðfinnsson (Bogi í Eyjabúð) var gerður að fyrsta heiðursfélaga Arsenal-klúbbsins á Íslandi fyrir skömmu. Finnbogi, sem er sjötugur, hefur verið í klúbbnum nánast frá upphafi, en hann var stofnaður fyrir 15 árum. Kjartan Björnsson formaður Arsenal-klúbbsins heimsótti Finnboga og afhenti honum heiðursskjal, undirritað af stjórnarformanni Arsenal, Peter Hill-Wood. Meira
17. apríl 1997 | Kvikmyndir | 252 orð

Herskár kennari Staðgengillinn (The Substitute)

Framleiðendur: Morrie Eisenman og Jim Steele. Leikstjóri: Robert Mandel. Handritshöfundar: Roy Frumkes, Rocco Simonenlly og Alan Ormsby. Kvikmyndataka: Bruce Surtess. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Ernie Hudson og William Forsythe. 112 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 15. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 181 orð

"Hér eru myndir sem ég kannast ekki við"

GRÉTAR Hjaltason sýnir nú um þessar mundir í safnahúsinu á Selfossi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17­19 og laugardaga og sunnudaga frá 14­19. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 20. apríl n.k. "Ég er enginn listmálari, heldur frístundamálari sem reynir að fást við myndlist. Mér dettur ekki í hug að bera mig saman við myndlistarfólk. Meira
17. apríl 1997 | Kvikmyndir | 230 orð

Hættulegur elskhugi Snert af hinu illa (Touched by Evil)

Framleiðandi: Harry Sherman. Leikstjóri: James Contner. Handritshöfundur: Philip E. Pennigroth, jr. Kvikmyndataka: Ron Lautore. Tónlist: Dan Slider. Aðalhlutverk: Paula Abdul, Adrian Pasdar og Susan Ruttan. 90 mín. Bandaríkin. Begvík 1997. Útgáfudagur: 8. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 38 orð

Í ballett

NEMENDUR Ballettskóla Guðbjargar Björgvins voru með sýningu í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld. Þar sýndu þeir verkið Áróru prinsessu, sem Guðbjörg Björgvins hafði unnið upp úr ballettverkinu Þyrnirós við tónlist Tchaikovskys. Við skólann eru um 120 nemendur. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 300 orð

Íslenzkir keppendur í frönsku sjónvarpi

ÍSLENZKU þáttakendurnir í sérstakri keppni spurningaleiksins "Question pour un Champion" eða Spurning fyrir meistara, sem sendur er út af frönsku ríkissjónvarpsstöðinni France 3, birtast á skjánum á morgun, föstudaginn 18. apríl. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Jóhann og Maris í Njarðvíkum

JÓHANN Smári Sævarsson, óperusöngvari og Maris Skuja, píanóleikari endurtaka tónleika sína sem haldnir voru í Íslensku óperunni 15. apríl sl. Tónleikana halda þeir í Ytri­Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru rússnesk ljóð, íslensk sönglög og óperuaríur úr ýmsum áttum. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 51 orð

Kórsöngur í Laugarneskirkju

KÓRTÓNLEIKAR verða í Laugarneskirkju í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Á tónleikunum syngja og stjórna nemendur úr Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Eru þessir tónleikar síðasti hluti af kórstjórnarprófi þeirra nemenda er taka lokapróf í kórstjórn, segir í kynningu. Kór Tónlistarskólans mun einnig syngja, en stjórnandi hans er Marteinn H. Friðriksson. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Létt í skapi á eldfjallamynd

HÉR sjást leikararnir Anne Heche og Tommy Lee Jones mæta í léttu skapi á forsýningu spennuævintýramyndarinnar "Volcano", þar sem eldfjall gýs og hrellir viðkvæmar sálir, í Hollywood í vikunni. Jones og Heche eru aðalleikarar myndarinnar. Af öðrum leikurum má nefna Don Cheadle. Myndin verður frumsýnd um öll Bandaríkin 25. apríl næstkomandi. Meira
17. apríl 1997 | Myndlist | 1125 orð

Ljós og skuggar

Opið alla daga frá kl. 10­18. Til 11. maí. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 900 krónur. MINIMALISMI eða naumhyggja eins og mörgum er tamt að nefna stílheitið, á drjúgu fylgi að fagna í þröngum hópi hér í þessu víðáttumikla strjálbýla landi fjölbreytileika og veðrabrigða. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

McCartney tekur við af Lagerfeld

STELLA McCartney, 25 ára, fatahönnuður og dóttir Bítilsins fyrrverandi Pauls McCartney, hefur verið útnefnd sem arftaki fatahönnuðarins Karls Lagerfeld við franska tískuhúsið Chloe. Stella er menntuð í fatahönnun í hinum þekkta skóla Saint Martin, en í honum voru meðal annarra hinir heimsþekktu fatahönnuðir John Galliano og Alexander McQueen við nám. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Nemendur MK lesa í Gerðarsafni

FIMMTUDAGSUPPLESTUR Ritlistarhóps Kópavogs í kaffistofu Gerðarsafns er á sínum stað þessa vikuna, líkt og endranær, segir í kynningu. Að þessu sinni bera nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi hitann og þungann af dagskránni, skáld koma úr skólanum og lesa gestum ljóð og annan frumsaminn skáldskap. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Níu sýnir

AÐALSTEINN Svanur Sigfússon opnar sýningu laugardaginn 19. apríl kl. 14, í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. Á sýningunni, sem ber titilinn Níu sýnir, eru olíumálverk af konum sem hann hefur málað á síðustu tveimur árum. En, eins og segir í sýningarskrá: "Konurnar á þessum málverkum eru ekki konur. Þær eru sýnir; táknmyndir, ímyndir, tálsýnir." Sýningunni lýkur 4. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 72 orð

Norræni kvartettinn með tónleika

HALDNIR verða jazztónleikar á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, á vegum Jazzklúbbsins Múlans, föstudaginn 18. apríl kl. 22. Norræni kvartettinn mun m.a. flytja frumsamin jazzlög eftir Björn og Egil. Gítarleikarinn Björn Thoroddsen og Egill Ólafsson söngvari hafa stofnað norrænan kvartett, Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Nýjar hljómplötur ÚT ER k

Nýjar hljómplötur ÚT ER komin hljómplatan Listen (Ljáðu mér eyra). Hljómplatan hefur að geyma 12 lög sem leikin eru af 22 ára harmoníkuleikara, Tatu Kantoma. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 271 orð

Ný plata frá En Vogue 17. júní

SÖNGKVARTETTINN En Vogue hefur haldið sig til hlés síðustu þrjú árin. Árið 1994 ákvað hann að taka sér þriggja ára hlé, svo Terry Ellis gæti gert plötu ein síns liðs og vinkonur hennar Cindy Herron og Maxine Jones gætu stofnað fjölskyldur. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Portmyndir í sundum og innkeyrslum

MYNDLISTARSÝNINGIN Portmyndir hófst laugardaginn 5. apríl sl., í sundum og innkeyrslum við Laugaveg og Bankastræti. Sýningin stendur til 3. maí. 12 myndlistarmenn taka þátt í sýningunni: Alda Sigurðardóttir, Arnfinnur Einarsson, Ásta Ólafsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hlynur Helgason, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Reynisdóttir, Magnús S. Meira
17. apríl 1997 | Kvikmyndir | 255 orð

Raunir fasteignasala Lækjargata (River Street)

Framleiðandi: Linda House. Leikstjóri: Tony Mahood. Handritshöfundur: Philip Ryall. Kvikmyndataka: Martin McGrath. Tónlist: David Birdie og John Phillips. Aðalhlutverk: Aden Young, Bill Hunter, Essie Davis. 85 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 15 apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 934 orð

Safnfréttir, 105,7

RÓSENBERGKJALLARINN Á fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Hugh Jazz sem kynnir efni af væntanlegri 12" plötu. Þeir spila "jungle". Meira
17. apríl 1997 | Myndlist | 419 orð

Sagnfræði í grafík

Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 27. apríl. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er tilhneiging hjá listakonum af yngri kynslóð, að vinna úr minnum fortíðar hvort heldur þau séu fiskuð upp úr heimildum eða aðskiljanlegustu íðum liðinna alda. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 32 orð

Sesselja Björnsdóttir opnar sýningu

SESSELJA Björnsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls föstudaginn 18. apríl kl. 16. Sesselja hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, segir í kynningu. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 30 orð

Sigurður Örlygsson opnar sýningu

SIGURÐUR Örlygsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi Regnbogans, Hverfisgötu 54, í dag, fimmtudag. Sýning Sigurðar verður opin virka daga frá kl. 16­24 og frá kl. 14­24 um helgar. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 232 orð

Sjúkrahús valda mér ógleði

EINU sinni lenti vinur Juliönnu Margulies með fótinn í utanborðsmótor og slasaðist mikið. Hún bjó um sárið til bráðabirgða og tókst að koma honum á bráðavakt sjúkrahúss, "áður en ég kastaði upp á stéttinni fyrir utan," segir leikkonan sem þekkt er fyrir leik sinn í hlutverki hjúkrunarkonunnar Carole Hathaway í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Bráðavaktinni. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Sparistellið

SAMSÝNING tólf íslenskra listamanna verður opnuð í Hafnarborg laugardaginn 19. apríl. Þar sýna listamennirnir Elínrós Eyjólfsdóttir, Guðjón Bjarnason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákon, Jón Óskar Hafsteinsson, Kristján Guðmundsson, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon og Vignir Jóhannsson. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 200 orð

Sænska stjórnin bjargar Dramaten

SÆNSKA ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að yfirtaka lán upp á 25 milljónir sænskra króna, ríflega 250 milljónir ísl. kr. sem stjórnendur stærsta leikhúss Svía, Dramaten, hafa reynt að greiða af en árangurs. Var svo komið að gjaldþrot blasti við leikhúsinu sem beiddi stjórnvöld aðstoðar. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Sænskt þjóðlagatríó í Norræna húsinu

SÆNSKA þjóðlagatríóið Vendelkråkorna heldur tónleika í Norræna húsinu, föstudaginn 18. apríl kl. 20.30, í tengslum við Sænska daga sem eru í Kringlunni 16.­19. apríl. Aðgangur á tónleikana eru 500 kr. Í Vendelkråkorna eru þau Annika og Cajsa Ekstav og Michael Näslund, sem leikur á gítar. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Tíska að loknu sumri

TÍSKUHÚS New York borgar keppast nú við að sýna áhugasömum hönnun sína fyrir komandi haust. Hver sýningin rekur aðra og á meðfylgjandi myndum sést dæmi um hvernig æskilegt er að klæða sig er laufin taka að roðna og sumri að halla. HÉR sést fyrirsæta í síðkjól,klæðlitlum á hliðunum, áhaustsýningu Marc Bouwerum síðustu helgi. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 44 orð

Tónleikar Finns endurteknir

TÓNLEIKAR Finns Bjarnasonar og Jónasar Ingimundarsonar verða endurteknir í Listasafni Kópavogs á fimmtudagskvöld klukkan 20:30. Finnur Bjarnason og Jónas Ingimundarson fluttu á mánudagskvöldið lagaflokkinn Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Margir urðu frá að hverfa og því hefur verið ákveðið að endurtaka tónleikana. Meira
17. apríl 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Tvennir tónleikar Tónskóla Sigursveins

TVENNIR tónleikar á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar verða laugardaginn 19. apríl. Tónleikar forskóladeildar verða í Langholtskirkju kl. 14. Þar koma fram yfir 100 nemendur forskóla ásamt einni af þremur strengjasveitum skólans. Tónleikar gítarhópa verða í Fella­ og Hólakirkju kl. 17. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Útgáfutónleikar Kæru Hafnar

Hornafirði ÚTGÁFUTÓNLEIKAR geisladisksins Kæra Höfn fóru fram um síðustu helgi á Höfn í Hornafirði en diskurinn er gefinn út í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Hinn valinkunni Hornfirðingur Grétar Örvarsson hafði veg og vanda af útgáfu disksins en vinna við hann hófst í febrúar síðastliðnum. Meira
17. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Verðlaunaathöfn Hugvísis

VERÐLAUNAAFHENDING Hugvísis, sem er keppni ungra vísindamanna á Íslandi, fór fram í Hinu húsinu fyrir skemmstu. Tónlistarfólk úr Menntaskólanum við Hamrahlíð spilaði fyrir athöfn, en á dagskránni voru ræðuhöld og tilkynnti Sigmundur Guðbjarnason niðurstöðu dómnefndar. Meira

Umræðan

17. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Alþjóðadagur meinatækna ­ 15. apríl 1997

ALÞJÓÐASAMTÖK meinatækna IAMLT (International Association of Medical Laboratory Technologists) eru samtök meinatækna um allan heim. Í dag eru 37 félög frá 36 þjóðlöndum sem eiga aðild að þessum samtökum. IAMLT var stofnað 1958 og frá upphafi hafa samtökin beitt sér fyrir gæðaumbótum á störfum meinatækna og bættu aðgengi einstaklinga að þjónustu þeirra. Meira
17. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 251 orð

Árásir á IsNet?

BORIÐ hefur á því að undanförnu að fjölmiðlar eru að búa sér til fréttir úr því að klám er að finna á alnetinu, þetta eru ekki gróusögur heldur staðreynd sem auðvelt er fyrir flesta að líta framhjá en ég ætla að segja frá einu dæmi sem kom fyrir í ET-blaðinu 1. tbl. 1997. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 332 orð

Bjart framundan?

ÞEGAR ég sá og heyrði nýja neyslukönnun sem Hagstofa Íslands framkvæmdi varð mér hugsað til gamla orðtaksins, að "bráðum kemur betri tíð með blóm í haga," og sá í hillingu þá tíma, þegar fólkið sem lifir í dag um og undir fátækramörkum gæti farið að eyða nálægt einni milljón í alls konar munað, s.s. í hótel, kaffihús, leikhús og slíkan lúxus samanber könnun Hagstofunnar. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 742 orð

Breyttur lánasjóður

NÚ LIGGUR fyrir samkomulag stjórnarflokkanna um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í kosningaslagnum voru einkum tvö atriði nefnd sérstaklega hvað varðar breytingar á sjóðnum: Annars vegar svonefndar mánaðargreiðslur eða samtímagreiðslur og hins vegar lækkun endurgreiðsluhlutfalls. Í samkomulaginu er tekið á báðum þessum atriðum sem og nokkrum öðrum til viðbótar. Meira
17. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 423 orð

Börnin okkar ­ framtíðin er þeirra

AÐ EIGNAST barn er það yndislegasta sem til er í þessum heimi. Allir gleðjast hvað vel tekst til þegar heilbrigt barn fæðist því það er lífshættulegt að fæðast. Ekki hafði mig grunað hve algengt það er að nýburar séu lagðir inn á vökudeild Barnaspítala Hringsins til aðhlynningar. Að þessu komst ég þegar ég eignaðist stúlku 22. nóvember 1996. Hún kom eftir 27 vikna meðgöngu og vó 835 g. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 359 orð

Er Áburðarsalan Ísafold komin til að vera?

ER Áburðarsalan Ísafold komin til að vera? Það er undir bændum komið. Bændur ættu að skoða hug sinn vel áður en þeir hefja viðskipti við Áburðarsöluna Ísafold. Getur Áburðarsalan Ísafold veitt bændum þjónustu sem Áburðarverksmiðjan veitir bændum? Í Áburðarverksmiðjunni vinna um hundrað Íslendingar við að framleiða áburð í Gufunesi. Þeir kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir af íslenskum bændum. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 842 orð

Guðbergur Bergsson og heill barnanna

GUÐBERGUR Bergsson ritar greinina "Barnaheill" í DV 26. mars. Þar telur hann að sú umhyggja fyrir börnum er heyra megi í fjölmiðlum sé stundum furðuleg. Hann skrifar: "Þeir lýsa nákvæmlega hvernig þeim er nauðgað, aðferðum, aldri barnsins og öðru í þeim dúr sem áður hefði þótt óeðlilegt í þessu samfélagi. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 848 orð

Kjarasamningar og öldrunarmál

ELDRI borgarar hafa háð barða baráttu fyrir að öðlast þær kjarabætur, sem aðrir þjóðfélagsþegnar eiga von á og ekki síður að fá aftur þau réttindi, sem af þeim hafa verið tekin á undanförnum árum. Í Morgunblaðinu 26. mars sl. birtist ágæt grein eftir Ágúst Einarsson, alþingismann, með fyrirsögninni: "Sigur eldri borgara". Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 936 orð

Lagnakerfamiðstöð Íslands ­ hvers vegna?

UPPHAF að hugmynd að lagnakerfamiðstöð varð til milli mín og skólameistara Iðnskólans í Reykjavík, Ingvars Ásmundssonar. Ég var þá leiðbeinandi við Iðnskólann í Reykjavík um loftræstitækni og blikksmíði árið 1988. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Lífeyrisréttindi heimavinnandi kvenna, komi til skilnaðar hjóna

ÉG ÞAKKA Svölu mjög tímabæra grein hennar sem birtist í Morgunblaðinu 10. apríl sl. um hjónaskilnaði og lífeyrisréttindi. Í grein sinni bendir Svala réttilega á réttleysi kvenna í lífeyrismálum, þar sem lífeyrisréttur fylgir maka við skilnað og konan stendur uppi réttlaus þó svo að lífeyrisrétturinn hafi áunnist í langri sambúð. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 683 orð

Lífeyrissparnaður er ekki óþolandi forsjárhyggja

Í LEIÐARA Morgunblaðsins laugardaginn 12. apríl sl. er fjallað um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar kemst leiðarahöfundur að þeirri niðurstöðu að það sé óþolandi forsjárhyggja að skylda starfandi fólk til að greiða 10% af launum sínum í lífeyrissjóð, sem byggi á samtryggingu. Meira
17. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 449 orð

Oft er gott það er gamlir kveða

HINN aldni þulur, dr. Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, reifar nýlega í Morgunblaðinu mál málanna, kvótann og hlutafjársölu og bendir mönnum á að hugsa sinn gang. Er það reyndar ekki í fyrsta sinn sem lögmaðurinn hefur uppi aðvaranir í þeim málum í blaðinu. Dr. Gunnlaugur segir: "Með óbreyttu ástandi er aukin hætta á að kvótinn safnist á fárra hendur. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 880 orð

Rauði krossinn hefur verk að vinna í Evrópu

Á UNDANFÖRNUM árum hefur orðið mikið umrót í Evrópu. Í kjölfar mikilla sviptinga í stjórnmálum hefur lífskjörum milljóna manna hrakað. Lýðræði hefur aukist í álfunni og víða býr fólk við meira einstaklingsfrelsi en áður. Jafnframt hefur frelsi í viðskiptum aukist og síður er hætta á styrjöldum milli ríkja álfunnar. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 1159 orð

Skammtímavist og fagteymi fyrir einhverfa, hvers vegna?

ÉG HEF ætlað mér í töluverðan tíma að skrifa um málefni einhverfra, og benda á að mál nýgreindra einhverfra barna eru í ólestri: Börnin eru greind í góðri, vel mannaðri greiningastöð, áhersla er lögð á að þau greinist sem allra yngst til að ná sem bestum árangri, en þá grípa foreldrar í tómt. Engin viðunandi úrræði er nú að finna á Íslandi fyrir þessa einhverfu einstaklinga. Meira
17. apríl 1997 | Aðsent efni | 1167 orð

Tæknimenntun og Tækniskóli Íslands

NÚ UM stundir er eðlilegt að leiða hugann að þörf þjóðfélagsins á tæknifræðimenntun og hvar hægt er að öðlast hana. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir hve marga tæknifræðinga þarf að útskrifa á næstu árum og áratugum. Hver þarf nýliðunin að vera? Núverandi skipting verk- og tæknifræðinga er ekki í samræmi við skiptingu þeirra í nágrannalöndum okkar. Meira
17. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 136 orð

Þökk sé Siðmennt

ÉG LAS með velþóknun það opna bréf, sem samtökin Siðmennt sendu allsherjarnefnd alþingis og birtist í Mbl. 2. apríl sl. Ég vil taka undir kröfuna um aðskilnað ríkis og kirkju og láta í ljósi óánægju mína yfir þeirri ósvinnu að fela atvinnutrúmönnum úr þjóðkirkjunni að ráðstafa þeim fjármunum sem innheimtir eru af fólki utan trúfélaga og eiga að svara til hinna svonefndu sóknargjalda. Meira

Minningargreinar

17. apríl 1997 | Minningargreinar | 267 orð

Eyjólfur Björnsson

Mig langar að minnast örfáum orðum vinar míns Eyjólfs Björnssonar, bónda á Vötnum í Ölfusi. Minnast þess er ég átta ára gamall fór að heimsækja hann í sveitina og fylgja honum við verkin og síðan sem sumarstrákur næstu árin. Strax náðum við vel saman og áttum góðar stundir þegar hann fræddi mig um sveitina og sveitastörfin fyrr og síðar. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 91 orð

EYJÓLFUR BJÖRNSSON

EYJÓLFUR BJÖRNSSON Eyjólfur Björnsson fæddist á Vötnum í Ölfusi 1. september 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigurðsson og Guðný Gísladóttir. Hinn 24.1. 1970 kvæntist Eyjólfur Vigdísi Viggósdóttur. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust tvær dætur, Aldísi, f. 30.7. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 2473 orð

Jón Þ. Árnason

Ekki veit ég hvort stórfrændi minn Jón Þ. Árnason hefði kunnað mér miklar þakkir fyrir að setja á blað nokkrar minningar mínar um hann. Það var ekki hans háttur að hampa hvorki sjálfum sér, hæfileikum sínum, né verkum sínum. Ef þetta verður að ágreiningsefni milli okkar verðum við að fá að leysa það síðar, því endurminningum mínum um Jón Þ. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 538 orð

Jón Þórir Árnason

Fimmtudaginn 10. apríl lést pabbi bestu vinkonu minnar. Hann hét Jón Þórir Árnason og var á lokaári áttunda tugarins þegar hann andaðist. Kynni mín af honum hófust þegar við Valla urðum vinkonur ­ þá var ég átta ára. Í endurminningunni finnst mér að Jón hafi alltaf talað við mig eins og fullorðna manneskju. Hann ræddi við mig, barnið og unglinginn, um allt milli himins og jarðar. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 233 orð

JÓN ÞÓRIR ÁRNASON

JÓN ÞÓRIR ÁRNASON Jón Þórir Árnason fæddist á Karlsskálum við Reyðarfjörð 26. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónína Einarsdóttir, frá Kóngsparti við Helgustaði, f. 1887, d. 1971, og Árni Jónsson, frá Vöðlavík, kaupmaður á Eskifirði, f. 1886, d. 1966. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 440 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja mína ástkæru tengdamóður. Ég kom fyrst inn á hennar heimili 16 ára gömul og tók hún mér strax eins og væri ég ein af fjölskyldunni. Þau Sigrún og Stefán bjuggu þá á Baldursgötu 15, Reykjavík, hjá fjölskyldu Sigrúnar. Þar kynntist ég þessari frábæru fjölskyldu sem hélt svo saman gegnum súrt og sætt. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 217 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Þegar hringt er árla morguns til Texas frá Reykjavík eru tilefni oftar tregablandin. Slík fregn barst nú ­ að hún Sigrún væri látin. Það tekur á að þurfa að lifa þannig atburð ­ að missa þá sem vænstir eru ­ og vera langt í fjarska. Siggý amma ­ hans Sæma Kalla og Daníels er á braut ­ til móts við Stefán og Bergstein ­ sú vissa er það eina sem linar þrautir. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Okkur systurnar langar í fáum orðum að minnast okkar ástkæru og skemmtilegu ömmu, Sigrúnar. Við munum fyrst eftir henni og afa í Stigahlíðinni þar sem við fengum oft að gista og var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að vera hjá afa og ömmu. Svifum við systur um í gömlum náttkjólum af ömmu, spiluðum James Last-plötur og fengum sælgæti eins og við gátum í okkur látið. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 335 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Okkur langar til að minnast vinkonu okkar og samstarfskonu um 10 ára skeið, hennar Sigrúnar. Hún átti sér sérstakan sess í hjörtum okkar þessi síunga kona. Það var einmitt eitt af einkennum hennar hvað hún var ung í anda og hress, alltaf tilbúin að vera með í öllu sem okkur datt í hug, okkur til upplyftingar og skemmtunar. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Sigrún Bergsteinsdóttir gaf mörgum mikið úr stórum sjóði kærleika og ástar á langri ævi. Hún var ekki fyrirferðarmikil kona, barði ekki bumbur á torgum né gerði stórar kröfur til samferðamannanna. Hennar gildismat var fólgið í mannkærleika og þeirra blíðu til allra manna, sem gerir hugarmyndina af hennar fegurri en flest sem prýða má hverja konu. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 163 orð

Sigrún Bergsteinsdóttir

Það er alltaf erfitt þegar að kveðjustundinni kemur, sér í lagi þegar jafn hjartfólgin kona og hún Sigrún var kveður. Tíðindin um fráfall hennar vakti mikinn söknuð og minningarnar um ánægjulegar samverustundir streymdu inn í hugarheim okkar. Sigrún hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur, allt frá því að við vorum lítil börn. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 128 orð

SIGRÚN BERGSTEINSDÓTTIR

SIGRÚN BERGSTEINSDÓTTIR Sigrún Bergsteinsdóttir fæddist á Árgilsstöðum í Hvolhreppi 23. apríl 1917. Hún lést á Landspítalanum 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Auðunsdóttir frá Eyvindarmúla, Fljótshlíð, og Bergsteinn Kristjánsson frá Árgilsstöðum. Þau áttu fjórar dætur, Sigrúnu, f. 1917, Sigfríði, f. 11.8. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 404 orð

Sigurveig Jónsdóttir Austford

Við bjartan loga kertaljóssins rifjum við upp minningar um kæra vinkonu, Sifu, sem horfin er af sjónarsviðinu. Andlát hennar kom mjög á óvart. Við höfðum lengi beðið eftir bréfi og vissum ekki að hún var veik. Oft hefur verið talað um, einkum á síðari árum, að nú þegar saumaklúbburinn væri kominn á fimmtugsaldurinn létum við loksins verða af því að fljúga til Denver og heimsækja Sifu og Lee. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR AUSTFORD

SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR AUSTFORD Sigurveig Jónsdóttir Austford (Sifa) fæddist á Kaldbak í Reykjahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 15. júní 1928. Hún lést á sjúkrahúsi í Denver í Colorado 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Kaldbak, f. 10. ágúst 1888, d. 15. desember 1976, og Snjólaug Guðrún Egilsdóttir húsmóðir, f. 9. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 1039 orð

Sólveig Guðmundsdóttir

Látin er á 91. aldursári frænka mín og nafna Sólveig Guðmundsdóttir. Veiga eins og hún var alltaf kölluð af vinum og vandamönnum var fædd á Snartarstöðum í Lundarreykjadal og kenndi hún sig ávallt við þann bæ. Vann hún ýmis sveitastörf, fyrst við bú foreldra sinna og síðar meðal annars á Stóra-Kroppi og Kletti í Reykholtsdal. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 615 orð

Sólveig Guðmundsdóttir

Hrossin lestuðu sig niður sneiðinginn. Þokan varð eftir á fjallinu. Hún hafði villt okkur leið en náðum þó veginum niður í dalinn. Flókadalurinn og Lundarhálsinn að baki. Við blesti kirkjan og bæjarhúsin að Lundi í Lundarreykjadal. Oddsstaðabóndinn tók á móti okkur fagnandi og bauð hrossum í haga þar sem stráin náðu í kvið. Fyrst, eftir á að hyggja, spurði ég um Snartarstaði. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 244 orð

SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Sólveig Guðmundsdóttir fæddist á Snartarstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði 11. apríl 1906. Hún lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson (1868­1950), fæddur á Vallarstöðum í Kjós. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Þorgeir Logi Árnason

Með örfáum línum viljum við í Flugsmíð kveðja félaga okkar og formann Þorgeir L. Árnason. Hann tók þátt í stofnun félagsins og hefur frá upphafi gegnt formennsku og unnið ötult og óeigingjarnt starf fyrir félagið í þau sex ár, sem liðin eru frá stofnun þess. Þorgeir smíðaði sér svifflugu, TF-SON, ásamt Herði Hjálmarssyni, nokkrum árum áður en Flugsmíð var stofnuð. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Þorgeir Logi Árnason

Oftar en ekki þegar minningarorð eru rituð vill hver og einn sem þau ritar draga það fram í dagsljósið, sem honum eða henni er hugleiknast í minningunni um hinn látna. Nú þegar við kveðjum samstarfsmann okkar Þorgeir Loga Árnason vefjast ekki fyrir okkur þau atriði í fari hans, sem við viljum draga fram í minningunni um hann. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 874 orð

Þorgeir Logi Árnason

Þorgeir Logi Árnason er fallinn frá langt fyrir aldur fram, aðeins fimmtugur að aldri. Það er erfitt fyrir okkur sem þekktum Þorgeir og nutum umhyggju hans og liðveislu í gegnum árin að sætta okkur við þessa staðreynd, en lífið er nú einu sinni þannig að ekkert er sjálfgefið eða öruggt. Ég kynntist Þorgeiri fyrst fyrir 27 árum í framhaldi af kynnum okkar Ingibjargar systur hans. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Þorgeir Logi Árnason

Í dag kveðjum við Þorgeir Loga Árnason, sem hvarf mjög snögglega og hörmulega af sjónarsviðinu. Hverjum hefði dottið í hug að þessi laugardagur, þegar sólin skein hvað skærast, yrði hinsti dagur Þorgeirs, þessa ljúfa drengs, sem ætíð var tilbúinn að hjálpa öllum sem til hans leituðu. Leiðir okkar Þorgeirs lágu saman í vinnunni þegar PÁV sameinaðist Steindórsprenti Gutenberg. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Þorgeir Logi Árnason

Sumarið nálgast, sólin hækkar á lofti og vermir jörð og hjörtu en skyndilega dregur ský fyrir sólu. Sú harmafregn barst okkur laugardaginn 5. apríl að okkar ágæti félagi og vinur, Þorgeir L. Árnason, hefði farist í flugslysi. Kynni okkar við Þorgeir hófust fyrir u.þ.b. 30 árum er leiðir okkar lágu saman í gegnum flugmódelflug og stofnuðum við Flugmódelfélagið Þyt árið 1970. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Þorgeir Logi Árnason

Kæri vinur, þegar við kveðjum þig hinsta sinni þjóta um hugann mörg ljósbrot frá samstarfi okkar, samverustundum fjölskyldna okkar og vina til margra ára í Svifflugfélagi Íslands, FMÍ og víðar. Þar bar aldrei skugga á. Er mér ljúft að minnast þess þegar þið hjón komuð við hjá mér, þar sem ég var við störf í Mývatnssveit og eyddum saman degi við að skoða náttúruperlur þar. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 223 orð

Þorgeir Logi Árnason

Alltaf brosandi, með bros í augunum, hlýr og traustur. Þetta eru fyrstu lýsingarnar á Þorgeiri, sem okkur detta í hug á þessari stundu. En svona var hann líka. Hugurinn reikar og við minnumst allra stundanna í sumarbústaðnum, þar sem við lékum okkur svo mikið saman, allra stundanna á Ljósvallagötunni, bíltúranna, þegar fjölskyldan fór í "convoy", jólanna hjá Helgu ömmu og fleira og fleira. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 671 orð

Þorgeir Logi Árnason

Hann var sannarlega fríður ungi pilturinn sem kom inn í líf litlu mágkonu minnar fyrir margt löngu svo að hún gekk um með stjörnur í augunum. Og ekki var viðkynningin við hann síðri þegar fram liðu stundir, þar fór karlmenni með trausta og góða skapgerð. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 1048 orð

Þorgeir Logi Árnason

Vinur sýnir þér væntumþykju og hlýju, vinur verndar þig og hlífir, vinur styður þig og hvetur, vinur virðir þig og skilur, vinur áminnir þig og leiðréttir, þér líður vel með vini þínum, þú saknar hans sárt þegar hann kveður. Þorgeir Logi Árnason var vinur minn. Ég var þriggja ára þegar ég kynntist Þorgeiri. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 576 orð

Þorgeir Logi Árnason

Ég vil með þessum orðum minnast Þorgeirs Loga Árnasonar sem lést af slysförum á þeim fagra laugardegi 5. apríl 1997. Það sem ég hugsa um þegar ég minnist fyrstu kynna af feðgunum og flugmönnunum Þorgeiri og Stefáni Árna er hin djúpstæða og gagnkvæma virðing sem þeir félagar báru alla tíð hvor fyrir öðrum. Það var sérstakt samband sem lét mig ekki ósnortinn þegar vinskapur tókst með mér og Stefáni. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 317 orð

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON

ÞORGEIR LOGI ÁRNASON Þorgeir Logi Árnason, prentari, var fæddur í Reykjavík 17. apríl 1946. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Valdemarsson, prentsmiðjustjóri, f. 27.6. 1923, d. 14.8. 1969, og Hallfríður Bjarnadóttir, f. 20.4. 1922, bæði fædd í Reykjavík. Meira
17. apríl 1997 | Minningargreinar | 697 orð

Þorgeir Logi Árnason Það vorar seint í ár. Laugardagurinn 5. aprí

Það vorar seint í ár. Laugardagurinn 5. apríl var bjartur að mestu og gaf ofurlítil fyrirheit um að vorið væri í nánd. Áætlun um ferðalag austur á sanda hafði verið skotið á frest í annað sinn og ég velti því fyrir mér þennan morgun, hvort þessi ferð yrði nokkurn tíma farin. Um eftirmiðdaginn heyrði ég ávæning af fréttum um flugslys. Meira

Viðskipti

17. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

»Lækkun í Wall Street LÆK

LÆKKUN varð á breskum hlutabréfamarkaði í gær eftir að hafa hækkað fyrr um daginn eftir góða opnun í Wall Street á þriðjudag. Í Bretlandi voru birtar atvinnuleysistölur sem sýndu að atvinnulausum hafði fækkað um 41 þúsund í mars. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 793 orð

Vinnustaðasamningar

HUGMYNDIR um vinnustaðasamninga hafa verið mikið til umræðu síðustu misserin og í flestum þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu er að finna ákvæði þar að lútandi. Það er vonum seinna að þessi mál komist á dagskrá hér. Áhrifamáttur heildarsamtaka á vinnumarkaði hefur verið mikill og markað í raun alla aðkomu að kjaramálum. Meira

Daglegt líf

17. apríl 1997 | Neytendur | 275 orð

Á Ísafirði er svipað verð og í Reykjavík

VERSLUNIN Samkaup var opnuð á Ísafirði í desember síðastliðnum og í kjölfarið lækkaði vöruverð töluvert á Ísafirði. Neytendasamtökin gerðu verðkönnun á Ísafirði síðastliðinn þriðjudag því nokkurrar óánægju hefur gætt meðal Ísfirðinga með að svipað vöruverð sé í verslununum á staðnum þ.e. hjá Samkaupum og í Vöruvali. Meira
17. apríl 1997 | Neytendur | 715 orð

Bruni út frá sjónvarpi veldur miklum skaða

"ÞAÐ brenna ekkert fleiri sjónvörp en ýmis önnur rafmagnstæki á heimilum fólks", segir Haukur Ársælsson yfireftirlitsmaður hjá Löggildingastofu. "Frá árinu 1988 og fram til síðustu áramóta hefur kviknað í 32 útvarps- og sjónvarpstækjum. Á sama tíma hefur orðið bruni útfrá 50 eldavélum og 51 þvottavél, þurrkara, ísskáp eða frystikistu. Meira
17. apríl 1997 | Neytendur | 50 orð

L.O.G.G. fatnaður í pöntunarlista

FATNAÐURINN L.O.G.G. frá Hennes & Mauritz er nú fáanlegur eftir pöntunarlista. Um er að ræða sígildan klæðnað bæði fyrir karlmenn og kvenmenn. Hægt er einnig að kaupa fatnaðinn í versluninni H&M Rowells. SEM dæmi um verð. Jakkinn er á 5.930 krónur og buxurnar á 3.710 krónur. Meira
17. apríl 1997 | Neytendur | 111 orð

Sjónvarpsslökkvari

Skúli Magnússon hjá Radíómiðun hafði samband og vildi í kjölfar bruna um síðustu helgi benda á sérstaka sjónvarpsslökkvara sem hann er að selja. "Sjónvarpsslökkvararnir eru norskir og hafa verið notaðir á hinum Norðurlöndunum um tíma. Þetta er lítill kassi. Rafmagnssnúrunni á sjónvarpinu er stungið í hann og síðan er rafmagnssnúra úr kassanum tengd í vegginn. Meira

Fastir þættir

17. apríl 1997 | Dagbók | 2898 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 11.­17. apríl: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1, er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
17. apríl 1997 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtudag er í dag, fimmt

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtudag er í dag, fimmtudaginn 17. apríl,Aðalheiður Finnbogadóttir, til heimilis að Vogabraut 40, Akranesi. Eiginmaður hennar er Svavar Tryggvi Óskarsson. Þau hjónin verða fjarverandi á afmælisdaginn. Meira
17. apríl 1997 | Í dag | 27 orð

Árnað heillaÞESSAR duglegu stelpur héldu flóamarkað nýlega til s

Árnað heillaÞESSAR duglegu stelpur héldu flóamarkað nýlega til styrktar hjartveikum börnum og varð ágóðinn 1.220 krónur. Herdís Ingibjörg Svansdóttir er til vinstri og Sigríður Tinna Heimisdóttir til hægri. Meira
17. apríl 1997 | Dagbók | 588 orð

Bólstaðarhlíð 43.

dagbok nr. 62,7------- Meira
17. apríl 1997 | Fastir þættir | 179 orð

Bridsfélag Hveragerðis Laugardaginn 19. apríl 19

Laugardaginn 19. apríl 1997 spilum við Opna Edenmótið í suðrænu umhverfi í Eden, Hveragerði, og hefst það stundvíslega kl. 10.00. Peningaverðlaun með meiru eru í boði, munið að skrá ykkur tímalega vegna þess að við verðum því miður að hafa hámarksfjölda, 32 pör. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson og spilaður verður Barómeter, keppnisgjald verður kr. 5.000 á parið. Meira
17. apríl 1997 | Fastir þættir | 146 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsfélag Breiðfirðinga

Lokastaða efstu sveita varð þannig (nöfn fyrirtækja í sviga): Rúnar Einarsson - (Stjörnublikk)2.469Guðrún Óskarsdóttir - (Vaka)2.273Páll Þ. Bergsson - (Bílam. og rétt. Auðuns)2.266María Ásmundsdóttir - (Bílarétt. Sævars)2.204Nectar - (Bílabúð Benna)2.160Sigríður Pálsdóttir - (Réttingav. Meira
17. apríl 1997 | Í dag | 443 orð

Í fáum orðumÉG ER ósátt við það, að "þjóðarsálin" fái ekki að

ÉG ER ósátt við það, að "þjóðarsálin" fái ekki að velja næsta biskup. Þjóðin er vart hlutdrægari í sínu vali en biskupskjósendur innan prestastéttarinnar, þar sem hver höndin virðist upp á móti annarri, eins og í þinginu. Um leið vil ég láta í ljós fróma ósk. Meira
17. apríl 1997 | Í dag | 480 orð

JÓNVARPIÐ sýndi í fyrri viku Kastljósþátt, þar sem fjalla

JÓNVARPIÐ sýndi í fyrri viku Kastljósþátt, þar sem fjallað var um strand Víkartinds. Í þættinum var fjallað um strandið frá öllum sjónarmiðum og reynt að komast að því hvernig á þeim töfum hafi staðið, sem orðið höfðu á björgun varnings úr skipinu. Í sjálfu sér var þátturinn hin bezta samantekt á þessu máli, þar sem sitt sýndist hverjum. Meira
17. apríl 1997 | Fastir þættir | 811 orð

Sveit Réttarholtsskóla grunnskólameistari

Skáksveit Réttarholtsskóla í Reykjavík varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina. MÓTIÐ fór fram í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12, dagana 11.-13. apríl. Þátttaka á mótinu var mjög góð og tefldu yfir 100 keppendur í 26 sveitum frá 19 skólum. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Réttarholtsskóli (Rvk) 32 v. af 36 2. Hagaskóli (Rvk) 30 v. 3. Meira

Íþróttir

17. apríl 1997 | Íþróttir | 191 orð

Andrésar andar- leikarnir verða haldnir

MIKIL hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga og víða orðið snjólítið eða snjólaust. Margir voru því uggandi um að ekki yrði unnt að halda Andrésar andar-leikana á skíðum í næstu viku. Pálmi Kr. Lórenzson, formaður Andrésar andar-nefndarinnar, segir að leikarnir verði haldnir á auglýstum tíma þó svo að lítill snjór sé í Hlíðarfjalli. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 445 orð

Anja skipti um skoðun og fer til Spánar

Anja Andersen, landsliðskona Dana í handknattleik sem lék með Bækkelaget í Noregi í vetur, leikur með spænska félaginu Valencia Urbana næsta vetur. Anja, sem er talin besta handknattleikskona heims, sagði eftir tapleikinn á móti Larvik á sunnudaginn að hún ætlaði að vera áfram hjá norska liðinu, "ég get ekki yfirgefið félagið við þessar aðstæður, ég er ekki þannig manngerð. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 238 orð

Birkir og Ágúst meiddir

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður, hefur ekkert getað æft með norska liðinu Brann í tvær vikur vegna meiðsla og Ágúst Gylfason hefur ekki æft í rúma viku vegna veikinda og höfuðverkjar. Var því hvorugur með Brann í Þrándheimi um helgina er liðið gerði jafntefli við Rosenborg, 1:1, í fyrstu umferð norsku deildarkeppninnar. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 247 orð

Borðtennis

Íslandsmót grunnskóla Yngri flokkur drengja, 13 ára og yngri: 1. Matthías Stephensen, Laugarnesskóla 2. Vigfús Jósepsson, Hólabrekkuskóla 3.-4. Guðmundur Pálsson, Fellask. Rvík 3.-4. Gunnlaugur Guðmunds., Æfing. KHÍ Yngri flokkur stúlkna: 1. Kristín Hjálmarsdóttir, Grandaskóla 2. Elisabet Stefánsdóttir, Fellask. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 179 orð

Brynja í fimmta sæti í Noregi

BRYNJA Þorsteinsdóttir, skíðakona frá Akureyri, hafnaði í 5. sæti í risasvigi á norska meistaramótinu í alpagreinum sem lauk í Hemsedal í Noregi á þriðjudaginn. Árangur hennar er einn sá besti sem Íslendingur hefur náð á þessu móti. Sigurvegari var norska stúlkan Andrine Flemmen á 1.32,75 mín., Trude Gimle önnur á 1.33,30, Ingeborg Helen Marken þriðja á 1. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 797 orð

Dagný Linda hélt uppteknum hætti

Unglingameistaramót Íslands á skíðum fór fram í Bláfjöllum og í Skálafelli um síðastliðna helgi og tókst mótið ágætlega þrátt fyrir að þoka setti nokkurt strik í reikninginn í nokkrum greinum. Mótið var í umsjón Skíðaráðs Reykjavíkur. Í alpatvíkeppni drengja 15 til 16 ára sigraði Kristinn Magnússon frá Akureyri en hann varð annar í stórsvigi og þriðji í svigi. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 109 orð

Dalglish spáir í spilin

KENNY Dalglish knattspyrnustjóri Newcastle er sagður vera farinn að spá í spilin fyrir næstu leiktíð og hefur í hyggju að gera róttækar breytingar á liði sínu. Þar á meðal er talið að hann sé tilbúinn að selja Les Ferdinand fyrir að minnsta kosti sex milljónir punda en kaupa í hans stað Króatann Davor Suker frá Real Madrid fyrir átta milljónir punda. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 161 orð

Elín og Eydís á ferð í Gautaborg

ELÍN Sigurðardóttir, SH, og Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík keppa í dag í 100 m skriðsundi á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í 25 m laug í Gautaborg. "Stúlkurnar eru báðar í góðri æfingu og líkaði vel að synda í lauginni í dag, þannig að ég er bjartsýnn fyrir þeirra hönd þó ég eigi ekki von á að Íslandsmet falli í þessari grein," sagði Hafþór B. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 1001 orð

Fallbyssurnar þrjár á Ítalíu

FILIPPO Inzaghi, Vincenzo Montella og Christian Vieri eru þeir framherjar af ungu kynslóðinni á Ítalíu sem líklegastir teljast til stórafreka í framtíðinni og eru þegar farnir að láta verulega að sér kveða. Ítalir kalla markahróka sína "capocanoniere" sem mætti þýða sem "yfirfallbyssu". Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 454 orð

Fátt getur stöðvað Real Madrid

REAL Madrid náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku meistarakeppninni í knattspyrnu er liðið lagði botnlið Sevilla að velli með fjórum mörkum gegn tveimur eftir að hafa lent 0:2 undir í fyrri hálfleik. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 34 orð

FÉLAGSLÍFStuðningsmenn West Ham ENSKA

ENSKA úrvalsdeildarfélagið West Ham á marga áhangendur á Íslandi og hafa forsprakkar þeirra ákveðið að stofna íslenskan stuðningsmannaklúbb. Stofnfundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Ölveri á morgun, föstudag, og hefst hann kl. 20.30. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 175 orð

FH-ingar ræða við Kristján og Geir

Allt bendir til þess að Kristján Arason eða Geir Hallsteinsson verði næsti þjálfari 1. deildar liðs FH í handknattleik. Gunnar Beinteinsson sagðist ekki geta haldið áfram sem þjálfari og leikmaður vegna anna í starfi og ákvað að hætta þjálfarastarfinu. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 228 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRFRÍ og Kj. Kjartansson hf. gera me

FRJÁLSÍÞRÓTTIRFRÍ og Kj. Kjartansson hf. gera með sér samstarfssamning Verðgildi samningsins um 8 milljónir Frjálsíþróttasamband Íslands og Kj. Kjartansson hf., umboðsaðili íþróttavörumerkisins Sub-4 á Íslandi og Muzuno, hafa gert með sér fjögurra ára samstarfssamning. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 387 orð

GABRIEL Batistuta

GABRIEL Batistuta sóknarmaður Fiorentina er brotinn á hægri hendi eftir að hafa fallið í stiga á heimili sínu í gær, klæddur inniskóm og með tebolla í hendi. Beinið í handleggnum hrökk ekki alveg í sundur og er talið að það nægi kappanum að vera í einn mánuð í léttu gipsi til þess að ná fyrri styrk. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 158 orð

Gerir Wenger nýjan samning?

ÞRÁTT fyrir að Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hafi aðeins verið við stjórnvölinn hjá félaginu í sex mánuði og eigi enn eftir tvö ár af samningi sínum við félagið hafa forráðamenn þess í hyggju að gera sem fyrst nýjan samning við hann. Mikil ánægja ríkir með starf Wengers hjá félaginu og vilja menn tryggja að hann gangi því ekki úr greipum. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 298 orð

Gunnar rotaðist og lék ekki með

Gunnar Einarsson, leikmaður MVV í 2. deild í Hollandi, rotaðist í leik íslenska landsliðsins skipuðu leikmönnum 21s árs og yngri við belgíska 3. deildar liðið Virton sl. mánudagskvöld og gat því ekki verið með í æfingalandsleiknum á móti Lúxemborg í gær. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 12 orð

Í kvöld

Í kvöld Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Karlar: Ásvellir:Stjarnan - Þróttur R.20.30 KR-völlur:KR - FH18. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 285 orð

ÍR-ingar lögðu alla í Svíþjóð

Níundi flokkur ÍR í körfuknattleik sigraði örugglega í Scania Cup sem fram fór í Svíþjóð fyrir skemmstu. Mótið er óopinbert Norðurlandamót félagsliða og því koma til þess sterkustu félagslið þjóðanna í þessum flokki, en hann skipa drengir sem verða 15 ára á þessu ári. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 42 orð

Jafntefli í Lúxemborg

ÍSENSKA landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri gerði í gær 1:1 jafntefli við Lúxemborg ytra í vináttulandsleik. Mark Íslands gerði Guðni Rúnar Helgason í síðari hálfleik en heimamenn höfðu áður komist yfir með marki í fyrri hálfleik. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 136 orð

Julian Róbert Duranona ekki til UMFA

"ÉG HEF aldrei rætt við Duranona um að hann leiki með okkur næsta vetur og ég hef alls ekki í hyggju að gera það. Það er á hreinu og kláru," sagði Jóhann Guðjónsson formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 396 orð

Knattspyrna Deildarbikarkeppni KSÍ Meistaraflokkur karla: Grindavík - Leiknir4:3 Meistaraflokkur kvenna: Valur - Haukar8:2 KR -

Deildarbikarkeppni KSÍ Meistaraflokkur karla: Grindavík - Leiknir4:3 Meistaraflokkur kvenna: Valur - Haukar8:2 KR - Reynir S.15:0 Selfoss - Reynir1:1 England Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 233 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Phoenix - Utah122:127Þetta var 61. sigur Utah á tímabilinu og er það félagsmet en liðið sigraði í 60 leikjum 1994 til 1995. "Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur," sagði Karl Malone sem skoraði 31 stig. "Svonefndir sérfræðingar halda að við tökum því rólega í þeim leikjum sem eftir eru en það gerum við ekki. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 204 orð

Laug byggð á 67 klst.

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í sundi í 25 m laug hefst í Gautaborg í Svíþjóð í dag. En þrátt fyrir allt var fyrsta metið slegið áður en keppni hófst. Það felst í því að keppnislaugin var byggð og í hana settir 922.400 lítrar af vatni á aðeins 67 og hálfri klukkustund. Laugin er með átta 25 m keppnisbrautum. Laugin er í fjölnota íþróttamiðstöð í Gautaborg. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 29 orð

Leiðrétting

ALDA Leif Jónsdóttir, körfuknattleikskona úr ÍS, er í íslenska landsliðinu sem Sigurður Ingimundarson þjálfari valdi fyrir Smáþjóðaleikana. Nafn hennar féll út í upptalningu á landsliðshópnum í blaðinu í gær. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 454 orð

Leifur með met og brons

LEIFUR Karlsson og Ester Finnsdóttir unnu til bronsverðlauna á Norðurlandamóti fatlaðra í bogfimi sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Skotið var 120 örvum af 18 metra færi. Hámarks stigaskor er 1.200 stig. Það er aðeins einn sem hefur náð því, en það gerði Svíinn Petterson sl. haust og þykir ótrúlegt afrek. Leifur hlaut 1.026 stig og setti Íslandsmet, en gamla metið var 1. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 368 orð

Liverpool hikstaði á Goodison Park

Leikmenn Liverpool misstu af möguleikanum að komast í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi er þeir gerðu jafntefli við Everton, 1:1, á Goodison Park. Liðið komst einu stigi upp fyrir Arsenal og hefur leikið jafnmarga leiki en Manchester United hefur tveggja stiga forsytu og hefur leikið einum leik færra. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 406 orð

Mikil upplausn hjá Svíum fyrir HM í Japan?

SÆNSKA sjónvarpsstöðin TV4 greindi frá því gær að talsvert los væri í sænska landsliðinu í handknattleik og líkur væru á að aðeins tveir leikmenn úr byrjunarliðinu er hreppti silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Atlanta yrðu með á HM í Kumamoto í næsta mánuði. Per Carlen lýsti því yfir eftir leikana að hann hefði leikið sinn síðasta leik og stendur fast við þá yfirlýsingu. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 614 orð

Ósamkomulag eykur á baráttu nágrannanna

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, deildi hart við Roy Evans, stjóra Liverpool, og Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um fyrirkomulag síðustu leikja ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. Ferguson vildi lengja tímabilið til að menn fengju meiri hvíld á milli leikja en Evans, Wenger og fleiri voru því mótfallnir. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 305 orð

Skíði

Unglingameistaramót Íslands AlpagreinarStórsvig drengja 15 til 16 ára: Björgvin Björgvinsson, Dalvík2.22,95 Kristinn Magnússon, Akureyri2.25,88 Óskar Örn Steindórsson, Fram2.25,93 Stórsvig stúlkna 15 til 16 ára: Dagný L. Kristjánsdóttir, Akureyri1.26,95 Lilja Rut Kristjánsdóttir, KR1.27,78 Ása K. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 94 orð

Stuttgart í úrslit STU

STUTTGART tryggði sér sæti í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með 2:1 sigri á Hamborg í hörkuleik í Stuttgart sem þótti grófur. Það var Thomas Schneider sem gerði sigurmarkið á 60. mínútu og tryggði Stuttgart sæti í úrslitaleiknum en þar mæta þeir 3. deildarliðinu Cottbus Energie sem sendi Karlsruhe út í kuldann í fyrrakvöld. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 313 orð

SVISSNESKI

SVISSNESKI landsliðsmaðurinn Ciri Sforza hjá Inter Mílanó hefur blásið á þær fréttir, að hann sé á förum til Blackburn með Roy Hodgson. "Ef ég fer frá Inter, hef ég áhuga að vera áfram á Ítalíu, sagði Sforza. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 112 orð

Tvö heimsmet hjá Kristínu Rós

KRISTÍN Rós Hákonardóttir sundkona úr IFR og íþróttamaður fatlaðra á síðasta ári setti tvö heimsmet í sundi á alþjóðlegu móti í Árósum í Danmörku á dögunum en þar leggur hún stund á nám um þessar mundir. Fyrra metið setti hún í 200 m fjórsundi er hún kom í mark á 3.16,83 mínútum. Gamla metið átti hún sjálf en það var 3.19,69 mínútur. Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 18 orð

ÚRSLITÍR - Alvik55:41 ÍR - Solna80:47 ÍR - Kouv

ÚRSLITÍR - Alvik55:41 ÍR - Solna80:47 ÍR - Kouvot53:43 ÍR - Jarva77:55 ÍR - Topo76:60 úrslitaleikur: ÍR - Akropol65:54 Meira
17. apríl 1997 | Íþróttir | 45 orð

Verðlaunaskiptingin

Gull silfur brons Akureyri5 6 7 Ármann4 1 1 Ólafsfjörður3 3 1 Dalvík2 4 0 Siglufjörður2 1 2 Ísafjörður1 1 2 KR1 1 0 Breiðablik1 0 0 ÍR0 2 0 Meira

Úr verinu

17. apríl 1997 | Úr verinu | 127 orð

Ekkert sumarfólk ráðið hjá Granda

FRYSTIHÚS Granda hf. verður lokað í ágústmánuði vegna sumarleyfa. Ekki verður ráðið sumarafleysingafólk eins og mörg undanfarin ár, m.a. vegna þess að aðeins mun einn ísfisktogari fyrirtækisins stunda úthafskarfaveiðar í sumar. Meira
17. apríl 1997 | Úr verinu | 267 orð

ÍS verður áfram á Kamtsjatka

SÆMUNDUR Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Íslenskra sjávarafurða hf., segir það vera ljóst að fyrirtækið muni starfa áfram á Kamtsjatka þrátt fyrir að UTFR hafi sagt samstarfssamningi sínum við ÍS upp á dögunum. Meira
17. apríl 1997 | Úr verinu | 330 orð

Skotar vilja minni innflutning á fiski

TVENN samtök skoskra sjómanna hafa krafist þess, að innflutningur á ísfiski verði takmarkaður. Kenna þau honum um verulegt verðfall á þorski og ýsu fyrir páska en aðallega er um að ræða fisk frá Færeyjum en einnig frá Íslandi, Noregi og Rússlandi. Meira

Viðskiptablað

17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 173 orð

Aukinn útflutningur til Grænlands

GRÆNLENDINGAR hafa sýnt aukinn áhuga á að kaupa íslenskar vörur í kjölfar NUUREK- kaupstefnunnar sem haldin var í Nuuk í Grænlandi í febrúar sl. Þar kynntu á fjórða tug íslenskra fyrirtækja vörur og þjónustu í tilefni af nýrri siglingaáætlun milli Íslands og Grænlands, sem gerir ráð fyrir ferðum á a.m.k. fjögurra vikna fresti. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 451 orð

Aukningin um 23% á 2 árum

FJÁRFESTING síðustu ára í aukinni menntun og vísindalegri þekkingu er farin að skila sér í farsælli efnahagsstjórn, bættri opinberri þjónustu og nýjum vaxtarmöguleikum í efnahagslífi. Aukin umsvif rannsóknaraðila, ekki síst fyrirtækja, sýna að tímabært er að veðja á mannauðinn sem mikilvægasta þátt efnahagslegra og félagslegra framfara á komandi árum. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 64 orð

Bílaleigan Avís kaupir Hyundai bifreiðar

SAMNINGUR hefur verið gerður um kaup Avís bílaleigu á 93 Hyundai bifreiðum af Bifreiðum & landbúnaðarvélum. Avís mun taka þessar bifreiðar í notkun á næstu mánuðum, en þær fyrstu verða afhentar bráðlega. Flestir bílarnir eru af gerðinni Accent, en einnig eru nokkrir af gerðinni Hyundai Elantra. Á myndinni eru Pálmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Avís, og Óli G. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 464 orð

Breytingar hjá Kuggi ehf.

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Kuggur ehf. hefur að undanförnu ráðið til sín nokkra nýja starfsmenn. Fyrirtækið var stofnað 1994 af þeim Eiríki Sæmundssyni, Aðalsteini Þórarinssyni og Halldóri Geir Þorgeirssyni. Árið 1995 gerðist Ólafur Jóhann Ólafsson meðeigandi. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 139 orð

Hagkaup með 247 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Hagkaups nam alls um 247 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þetta er ívið meiri hagnaður en árið 1995 þegar hagnaðurinn nam 224 milljónum. Upplýsingar úr ársreikningum Hofs og dótturfélaga birtust í fyrsta sinn opinberlega á síðasta ári vegna ársins 1995, en tölur úr reikningum fyrir árið 1996 verða ekki birtar. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 158 orð

Japanskur og bandarískur banki í samstarf

SKULDUGUR japanskur banki, Nippon Credit Bank Ltd., hefur tekið upp samstarf við bankann Bankers Trust í New York. Bandaríski bankinn mun hjálpa þeim japanska að breyta lánum í hlutabréf eða skuldabréf, sem verða seld utanaðkomandi fjárfestum. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 133 orð

Kaupþing

KAUPÞING hf. hefur sett á stofn tvo verðbréfasjóði í Lúxemborg sem munu eingöngu fjárfesta í íslenskum verðbréfum. Annarsvegar er um að ræða verðbréfasjóð sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum og hins vegar skuldabréfasjóð með íslenskum langtímaskuldabréfum. /2 Object-FaxObject-fax miðlari Traffic USA Inc. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 361 orð

Mannabreytingar á rekstrarsviði P&S

REKSTRARSVIÐ Pósts og síma annast starfsmannamál, þróun og rekstur upplýsingakerfa, rekstur bifreiða og fasteigna, sem og almenna eignaumsýslu. Samhliða nýju skipuriti hafa nokkrar mannabreytingar orðið hjá rekstrarsviði. Framkvæmdastjóri þess er Viðar Viðarsson. BJARNI Ólafsson er forstöðumaður bifreiðadeildar. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 13 orð

MARELMarel stendur í stórræðum/4

MARELMarel stendur í stórræðum/4FISKELDIFiskeldi í örum vexti víða um heim/6TORGIÐVinnustaðasamningar efst á b Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1591 orð

Marel tvíeflist

MAREL hf. og danska fyrirtækið Sabroe Refrigeration A/S gengu frá kaupum Marels á dótturfyrirtæki Sabroe, Carnitech, síðastliðinn föstudag. Eftir kaupin eru starfsmenn samstæðunnar um 450 talsins og er áætlað að velta fyrirtækjanna nemi rúmum 4,5 milljörðum króna á þessu ári. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 183 orð

Nýtt lyf hækkar verð bréfa í Glaxo

TILRAUNIR, sem lofa góðu, með nýtt lyf við lifrarbólguveirunni hepatitis B, hafa vakið vonir manna í kauphöllum um að brezki lyfjarisinn Glaxo Wellcome hafi komizt yfir nýtt metsölulyf. Fyrirtækið er þekktast fyrir metsölulyf við magasári, Zantac, sem búizt er við að fái harða samkeppni síðar á þessu ári. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 283 orð

Object-Fax fékk hæstu einkunn

OBJECT-FAX miðlari Traffic USA Inc., sem er í eigu íslenskra aðila, var valinn besti faxbúnaðurinn fyrir netkerfi fyrirtækja í aprílhefti bandaríska tölvutímaritsins Computer Reseller News. Mælir tímaritið með kaupum á búnaðinum fyrir lesendur sína en það er ætlað endursöluaðilum tölva um allan heim og hefur greinin nú þegar leitt til stóraukinnar sölu á búnaðinum. Traffic USA Inc. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 172 orð

Ráðnar til KOM

Svala Jónsdóttir hefur verið ráðin kynningarráðgjafi hjá KOM ehf. Hún var áður deildarstjóri fræðslu- og útgáfudeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Svala lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1986 og BS-gráðu í fjölmiðlun og almannatengslum auk BA-gráðu í leikhúsfræðum og kvikmyndun frá University of Kansas árið 1993. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 389 orð

Spáð 0,5­0,6% hækkun skammtímavaxta

LANGTÍMAVEXTIR munu lækka um 10­30 punkta á öðrum ársfjórðungi 1997, en skammtímavextir hækka um 50­60 punkta, samkvæmt nýrri ársfjórðungsskýrslu Verðbréfamarkaðs Íslandsbanka sem fyrirtækið kynnti í gær. Í skýrslunni er bent á að útlitið í íslenskum efnahagsmálum sé áfram gott. "Hagvöxtur árið 1996 var 5,7% og horfur eru á 4­5% vexti í ár. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 447 orð

Stefnt að sölu bréfa til alþjóðlegra fjárfesta

KAUPÞING hf. hefur sett á stofn tvo verðbréfasjóði í Lúxemborg sem munu eingöngu fjárfesta í íslenskum verðbréfum. Annarsvegar er um að ræða verðbréfasjóð sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum og hins vegar skuldabréfasjóð með íslenskum langtímaskuldabréfum. Sjóðunum er fyrst og fremst ætlað að höfða til erlendra fjárfesta, einkum stórra fjárfestingarfyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 195 orð

Tollurinn til fyrirmyndar

EMBÆTTI ríkistollstjóra hlaut EDI-bikarinn á aðalfundi EDI- félagsins, sem haldinn var síðastliðinn föstudag. Bikarnum er ætlað að vera eins konar hvatningarverðlaun og var nú veittur í fyrsta sinn þeim aðila sem hefur þótt skara fram úr á sviði pappírslausra viðskipta hérlendis. Á meðfylgjandi mynd tekur Karl Fr. Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 1600 orð

Veðjað á fiskeldi og hugbúnað Fiskeldi reyndist ekki vera sá farseðill inn í framtíðina fyrir íslenskt atvinnulíf sem margir

ÓLAFUR, sem er 29 ára gamall, lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Íslands en hélt síðan til framhaldsnáms í Skotlandi. Þar tók hann masterspróf í fiskeldisverkfræði (Aquaculture Engineering) í Meira
17. apríl 1997 | Viðskiptablað | 217 orð

Verðmæti kísilmálms 53% meira

Í FEBRÚARMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 10 milljarða króna og inn fyrir 9,4 milljarða króna fob. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 0,6 milljarða króna, en í febrúar 1996 voru þau hagstæð um 2,8 milljarða króna á föstu gengi. Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 21,9 milljarða króna en inn fyrir 20,1 milljarð króna fob. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.