Greinar laugardaginn 26. apríl 1997

Forsíða

26. apríl 1997 | Forsíða | 151 orð

Biðjast afsökunar á Guernica

ROMAN Herzog, forseti Þýskalands, mun í dag biðjast formlega afsökunar á árásinni á bæinn Guernica í spænsku borgarastyrjöldinni, í tilefni þess að nákvæmlega sextíu ár eru liðin frá henni. Guernica er í Baskalandi og Kondor-flugsveit Þjóðverja, sem barðist við hlið spænskra falangista, varpaði sprengjum á bæinn, 26. apríl 1937. Var það ein fyrsta sprengjuárásin sem gerð var úr lofti. Meira
26. apríl 1997 | Forsíða | 267 orð

Deilt á Kabila vegna týndra flóttamanna New York, Kisanga

HART var deilt á uppreisnarmenn í Zaire vegna allt að 100 þúsund flóttamanna frá Rúanda, sem horfið hafa úr flóttamannabúðum í austurhluta landsins. Haft var eftir Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að "hægfara útrýming" á flóttamönnum frá Rúanda ætti sér stað í Zaire. Meira
26. apríl 1997 | Forsíða | 49 orð

Flóð valda usla í Manitoba

VÖXTUR í Rauðá og mikil úrkoma hefur valdið miklum flóðum og mengunarhættu á víðfeðmum svæðum í Manitoba-fylki í Kanada í vikunni. Á myndinni flýja bóndinn Jerry Pearse og kona hans heimili sitt skammt frá Dominion-borg. Meira
26. apríl 1997 | Forsíða | 101 orð

Rússar fresta fullgildingu

TALSMAÐUR stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta lét í ljós mikil vonbrigði í gær með að rússneska þingið skildi streitast gegn alþjóðlegum þrýstingi um að fullgilda alþjóðlegan samning um efnavopnabann. Meira
26. apríl 1997 | Forsíða | 154 orð

Samið um viðskipti

STJÓRNVÖLD í Frakklandi undirrituðu í gær viðskiptasamning við Kúbustjórn og vöruðu jafnframt Bandaríkjastjórn við afskiptum af frönskum fyrirtækjum, sem hefðu viðskipti við eyjarskeggja. Talsmaður Bandaríkjastjórnar gangrýndi samninga Frakklands og Kúbu með óbeinum hætti á fimmtudag og kvaðst um leið vona, að Frakkar héldu áfram að berjast fyrir auknum mannréttindum í ríki Castros. Meira
26. apríl 1997 | Forsíða | 245 orð

Uppsveiflan dugar vart Major

HAGVÖXTUR í Bretlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jafngildir 3% aukningu á ári, samkvæmt hagtölum, sem birtar voru í gær. Þessar góðu fréttir eru taldar koma of seint til þess að gagnast Íhaldsflokki Johns Majors forsætisráðherra nóg til að halda völdum eftir þingkosningarnar í næstu viku. Meira

Fréttir

26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

2,5 milljónir hafa safnast

SAFNAST hafa 2 milljónir og 250 þúsund krónur til styrktar sambýliskonu Elíasar Arnar Kristjánssonar, skipverja á Ægi, sem fórst við björgunarstörf 5. mars síðastliðinn, og að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns, eins aðstandenda söfnunarinnar, hafa borist fyrirheit um 250 þúsund krónur til viðbótar. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

30 millj. fyrir 5 réttar tölur

"VIÐ létum prenta 24 kílómetra af lottómiðum fyrir þessa viku," sagði Bolli Valgarðsson hjá Íslenskri getspá. "Vinningurinn hefur aldrei áður verið sexfaldur og ég spái 50 milljónum í pottinn." Salan á lottóröðum er 100% meiri þessa vikuna en vikuna áður, að sögn Bolla, og því orðið nokkuð líklegt að einhver verði með fimm réttar tölur. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

5 milljónir frá DAS til Ísafjarðar

Hjón á fimmtugsaldri duttu í lukkupottinn í gær þegar dregið var í happdrætti DAS við lok happdrættisársins. Fimm milljóna króna vinningur kom á einfaldan miða sem seldur var hjá umboðsmanni á Ísafirði. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

700 millj. sagðar í boði

SENDIRÁÐ Íslands í Lundúnum hefur að undanförnu kannað fyrir íslenska stúlku sem búsett hefur verið í borginni um skeið, hvort verið geti að hún hafi unnið tæpar sjö milljónir punda í skafmiðahappdrætti þar í landi, eða á milli 700 og 800 milljónir króna. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Afhentu trúnaðarbréf

GUNNAR Gunnarsson, sendiherra, afhenti fimmtudaginn 17. apríl Petru Lucinschi, forseta Moldóvu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Moldóvu með aðsetur í Moskvu. Þá afhenti Ólafur Egilsson, sendiherra, þann 24. apríl, Jóhannesi Páli II. páfa, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Páfaríkinu með aðsetur í Reykjavík. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 576 orð

Allt að 2.000 ferkílómetrar fara á flot

FLÓÐIÐ í Rauðá, sem á upptök sín í Minnesota og rennur í norður um Suður- og Norður-Dakóta í gegn um Manitoba-fylki í Kanada í Winnipeg-vatn, hefur nú lagt mestallan Rauðárdal í Manitoba á flot. Flóðið er nú að mestu gengið yfir í Grand Forks í Norður- Dakóta, þaðan sem langflestir íbúanna 50.000 þurftu að flýja undan flóðinu um síðustu helgi. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Athugasemd um vátryggingamiðlun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vátryggingaeftirlitinu: "Í frásögn af starfsemi vátryggingamiðlara er ranghermt að EES samningurinn krefjist þess að viðskipti við erlend vátryggingafélög séu fyrir milligöngu vátryggingamiðlara. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ágóði til barnageðdeildar

STYRKTARSÝNING á nýjustu kvikmynd John Travolta, Michael, þar sem Travolta leikur óvenjulegan engil, var haldin miðvikudaginn 16. apríl sl. Á undan sýningu myndarinnar var skyggnilýsing og umsjónarmenn hennar voru miðlarnir Valgarður Einarsson og Þórhallur Guðmundsson. Aðgangseyrir á þessa sýningu var 1.000 kr. og allur ágóði rann til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 643 orð

Áhersla lögð á víðtækt samstarf eða sameiningu

ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, og forystumenn launþegasamtaka, sem ávörpuðu 38. þing BSRB, sem hófst á fimmtudag, lögðu áherslu á aukið samstarf og jafnvel sameiningu launþegasamtaka í máli sínu við setningu þingsins. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Barnadagar

BARNADAGAR hefjast hjá fjölda fyrirtækja í Suður-Kringlunni. Þau fyrirtæki sem taka þátt í Barnadögum eru Eymundsson, Götugrillið, Barnakot, Ótrúlega búðin, Íslandsbanki, Ísbúðin, Whittard, Sega-salurinn, Kringlubíó og Virgin Megastore. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Barnadagar að hefjast í Suðurkringlunni

BARNADAGAR hefjast í Suðurkringlu í dag, laugardaginn 26. apríl. Fyrirtæki og verslanir í Suðurkringlunni verða með skemmtanir, sértilboð og uppákomur fyrir börn meðan á Barnadögum stendur til 5. maí næstkomandi. Á morgun, fyrsta Barnadaginn, koma góðir vinir barnanna í heimsókn til Suðurkringlu. Páll Óskar syngur kl. 14 og sparimörgæsin Georg spjallar við börnin. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Beint samband milli Eyja og Bandaríkjanna

NOKKRIR íslenskir vísindamenn hafa í vetur ásamt fimm nemendum í 10. bekk grunnskólans í Vestmannaeyjum tekið þátt í kennsluverkefni um náttúrufræði á alnetinu sem kostað er af Jason-kennslustofnuninni í Bandaríkjunum. Verða beinar útsendingar frá Vestmannaeyjum í næstu viku og er talið að 750 þúsund ungir Bandaríkjamenn kynnist Íslandi á þennan hátt. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Borgarstjóri á ráðstefnu í Noregi

Borgarstjóri á ráðstefnu í Noregi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur nú um helgina þátt í viðamikilli ráðstefnu í Þrándheimi í Noregi sem ber yfirskriftina "Kvinnekjönn í topp-politik" þar sem samankomnir eru norrænir stjórnmálamenn. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Bókagerðarmenn samþykktu

FÉLAG bókagerðarmanna samþykkti kjarasamning við Samtök iðnaðarins og VSÍ í atkvæðagreiðslu. Á kjörskrá voru 1.127 og kusu 486 eða 43,2%. Þar af sögðu 312 já, eða 64,2% og 162 sögðu nei eða 33,5%. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Breikkun Gullinbrúar verði flýtt

SJÁLFSTÆÐISMENN í skipulagsnefnd lögðu til á fundi nefndarinnar á mánudag að tryggt verði að framkvæmdir við breikkun Gullinbrúar frá Stórhöfða gegnum gatnamót við Hallsveg hefjist á þessu ári. Áætlað er að kostnaður við það sé um 160 milljónir króna. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 480 orð

Breytt launakerfi tekur gildi 1. apríl á næsta ári

STARFSMANNAFÉLAG ríkisstofnana, SFR, undirritaði nýjan kjarasamning við ríkið að morgni sumardagsins fyrsta og felur hann m.a. í sér breytt launakerfi sem taka á gildi 1. apríl á næsta ári. Samkvæmt því verða laun ekki einskorðuð við starfsheitaskrá kjarasamninga heldur verða búin til sérstök launaheiti í staðinn. Samningurinn gildir frá 1. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Dansleikur fyrir fatlaða

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel við Rofabæ heldur stórball fyrir fatlaða laugardaginn 26. apríl kl. 20­23. Allir 13 ára og eldri eru velkomnir á ballið. Hljómsveitin Sóldögg leikur fyrir dansi. Miðaverð er 300 krónur. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Dýrar umhverfisreglur

AÐILD að Evrópusambandinu gæti kostað Pólland upphæð sem nemur hálfri árlegri landsframleiðslu vegna gífurlegs kostnaðar við að uppfylla umhverfisreglur ESB. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um stækkun ESB, sem Alþjóðabankinn gefur út bráðlega. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks í Sæluviku

UNDIRBÚNINGUR Sæluviku Skagfirðinga er nú að komast á lokastig en hún hefst formlega sunnudaginn 27. apríl næstkomandi, með opnun málverkasýningar í Safnhúsi Skagfirðinga, þar sem Sigurlaugur Elíasson og Ágúst Brynjar Eiðsson sýna verk sín. Þá verða einnig kynnt úrslit í vísnakeppni Safnhússins. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Eftirför endaði með árekstri

LÖGREGLAN í Hafnarfirði veitti ökumanni eftirför á Reykjanesbraut aðfaranótt fimmtudags, eftir að hafa veitt athygli hraðakstri hans og einkennilegu aksturslagi. Eftirförin stóð þó skamma stund, þar sem ökumaðurinn ók bifreið sinni á umferðarmerki, umferðareyju og ljósastaur við gatnamót Fagrabergs og Hamrabergs nokkrum mínútum síðar. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Farþegum hefur fjölgað á öllum hraðleiðum

LILJA Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, telur að áskorun starfsmanna SVR um að hætt verði við tengingar á leiðum í Mjódd og Ártúni, eigi ekki rétt á sér. Nýleg könnun sýni að breytingar á leiðakerfinu hafi mælst vel fyrir meðal farþega. Miðað við fyrri talningu hafi farþegum fjölgað um 130­160% á hraðleiðum, sem fara um Ártún og um 15% á þeim, sem fara um Mjódd. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Flatbaka og skák fyrir 14­20 ára

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur svokallað flatbökukvöld í fimmta sinn í dag klukkan 18, fyrir unglinga á aldrinum 14­22 ára. "Ekki hefur áður verið boðið upp á skipulagt skákstarf hér á landi sem miðast sérstaklega við unglinga á þessum aldri. Hér er ekki um hefðbundnar skákæfingar að ræða, heldur er lögð meiri áhersla á félagsskapinn og að skapa skemmtilegt andrúmsloft í kringum skákina. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 214 orð

Flugmaðurinn las ekki flugkortin vel

FLUGMAÐUR F-16 þotu norska hersins sem fórst í Totenfjorden í fyrradag hefur að öllum líkindum ekki lesið rétt af flug- og leiðarkortum sínum, að því er talsmaður flughersins tjáði blaðinu Aftenposten. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Flugmenn samþykktu

FLUGMENN hjá Flugleiðum samþykktu nýjan kjarasamning á fundi í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna að kvöldi sumardagsins fyrsta. Eftir að samningurinn hafði verið kynntur og ræddur á fundinum var gengið til atkvæðagreiðslu og voru 86% fylgjandi samningnum en 11% andvíg. Tóku 98 flugmenn þátt í atkvæðagreiðslunni eða um 60% flugmanna hjá Flugleiðum sem samningurinn nær til. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar kynnt

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að halda fundi víðsvegar um landið til þess að ræða framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Markmið fundanna er að kynna gerð áætlunarinnar og safna hugmyndum og ábendingum varðandi verkefni hennar. Núgildandi þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 7. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 915 orð

Frumvarpið gengur gegn yfirlýsingum um aukið valfrelsi

"Skylduaðild að lífeyrissjóðum er jákvæð enda nauðsynlegt að allir launþegar leggi ákveðinn hluta sinn til hliðar í slíkt kerfi. Hins vegar finnst mér hvorki sjálfsagt að allir greiði sömu prósentu af launum óháð því hver þau eru, né að menn hafi ekkert val um til hvaða sjóðs þeir greiða," sagði Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags Íslands. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Frönskuskóli fyrir börn

FRÖNSKUSKÓLI Alliance Française býður upp á sumarnámskeið frá 9. maí til 21. júní, samtals sjö skipti. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 3­12 ára og er námskeiðsgjald 5.500 kr. Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar á Franska bókasafninu alla virka daga milli kl. 15 og 18. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Grillaðar pylsur og bátsferðir

Samræmdum prófum fagnað Grillaðar pylsur og bátsferðir FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur bjóða tíundubekkingum upp á grill, tónlist og bátsferðir í Nauthólsvík til að samfagna þeim eftir síðasta samræmda prófið á þriðjudag. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Grjóti kastað í sendiráð

MAÐUR kastaði grjóti að bandaríska sendiráðinu á Laufásvegi skömmu eftir klukkan 16 í gær, en flúði af vettvangi áður en til hans náðist. Nokkru seinna handtók lögreglan í Reykjavík mann á Laugavegi sem svaraði til lýsingar á þeim sem kastaði í sendiráðið. Reyndist hann vera drukkinn og var vistaður í fangageymslum lögreglu þangað til hægt yrði að yfirheyra hann. Meira
26. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Harður árekstur

HARÐUR árekstur varð á mótum Austursíðu og Bugðusíðu um kl. 19 á fimmtudag þegar jeppi og pallbíll skullu saman. Jeppinn fór tvær til þrjár veltur eftir áreksturinn og þykir að sögn lögreglu mildi að ökumaður sem var einn í bílnum skyldi ekki slasast alvarlega. Hann og ökumaður og farþegi í pallbílnum fóru á slysadeild en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hátt í 7 þúsund manns eru á biðlistum eftir aðgerðum

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir varaði við frekari hækkun þjónustugjalda í heilbrigðiskerfinu í erindi sem hann flutti á þingi BSRB í gær. Greindi hann frá niðurstöðum rannsóknar landlæknisembættisins þar sem kemur í ljós að meðal efnaminnstu barnafjölskyldna er allstór hópur sem frestaði á síðasta ári eða hætti alveg við að leita sér læknismeðferðar og taka út lyf vegna fjárskorts. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Heimildarkvikmynd um Maju Plísetskaju

KVIKMYNDIN Maja Plísestskaja verður sýnd sunnudaginn 27. apríl kl. 16 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er heimildarkvikmynd um eina frægustu ballerínu heims gerð á árinu 1964 þegar hún stóð á hátindi frægðar sinnar. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Heimiskvöld á Sauðárkróki

KARLAKÓRINN Heimir efnir til Heimiskvölds í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudagskvöld, 30. apríl kl. 21. Karlakórinn Heimir verður þar með fjölbreytta söngskrá, söngstjóri er Stefán R. Gíslason, undirleikarar eru Tómas Higgersson og Jón St. Gíslason. Einsöng og tvísöng með kórnum syngja Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðurnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Helmut Kohl útilokar seinkun EMU

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, gaf í gær afdráttarlausa yfirlýsingu um að ekki kæmi til greina að fresta gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og að Þýzkaland myndi uppfylla þau skilyrði, sem sett eru fyrir aðild að myntbandalaginu. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Heyrnarhjálp vinnur að afmælisriti

FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp, sem er hagsmunasamtök heyrnarskertra, á 60 ára afmæli á þessu ári. Félagið vinnur nú að veglegu afmælistímariti með fróðleik um málefni heyrnarskertra. Eitt af helstu framtíðarverkefnum félagsins er að vinna að heyrnarvernd og því mun ágóði af tímaritinu renna til kaupa á hljóðmæli. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hugsanlegt að stálbiti hafi losnað

SJÓPRÓF voru haldin í Héraðsdómi Austurlands sl. fimmtudag vegna Hauks SF 208, 17 brúttólesta eikarbáts, sem sökk um 14 sjómílur suður frá Hornafirði 11. apríl sl. Þremur mönnum af bátnum var bjargað. Kristján Guðmundsson, hjá Rannsóknanefnd sjóslys, segir að komið hafi fram við yfirheyrslur yfir skipverjum að skömmu fyrir slysið hafi verið gerðar breytingar á bátnum og stálbiti festur undir hann. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Iðja semur í 3. sinn

IÐJA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, hefur gengið frá kjarasamningi við vinnuveitendur í þriðja skipti á stuttum tíma en tveir fyrri samningarnir voru felldir af félagsmönnum. Að sögn Guðmundar Þ. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 400 orð

James McDougal segir forsetahjónin ljúga

JAMES McDougal, sem dæmdur hefur verið í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Whitewater-málinu svokallaða, sagði í fyrrakvöld, að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og kona hans, Hillary Rodham Clinton, lygju til um þátt sinn í þessu máli. Talsmaður forsetans vildi ekkert um þessi ummæli segja en Clinton sagði fyrir helgi, að hann hefði ekki áhyggjur af yfirlýsingum eða framburði McDougals. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 656 orð

Kannast ekki við hlutabréfakaup í Eimskipi

NOKKRIR forsvarsmanna Þjóðviljans á níunda áratugnum kannast ekki við að keypt hafi verið hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands hf., en ákveðið hefur verið að opna að nýju þrotabú Þjóðviljans eftir að uppvíst varð um að það ætti þrettán hlutabréf í félaginu fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur miðað við skráð gengi. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 354 orð

Kanna þarf 12 svæði

MEIRI boranir, fleiri gryfjur og sýnatökur þarf til að ganga úr skugga um hvort gull finnst í vinnanlegu magni hér á landi en niðurstöður eru jákvæðar. Þetta kom fram í máli jarðvísindamanna á vorráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands sem haldin var s.l. þriðjudag. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Lagt til að hækka ellilífeyri um 7,1%

Á AÐALFUNDI Sameinaða lífeyrissjóðsins á mánudag verður lögð fram tillaga um að ellilífeyrir sjóðfélaga hækki um 7,1% frá 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðnum í árslok 1996 nam núvirt eign hans til greiðslu lífeyris 28,1 milljarði króna og skuldbinding til greiðslu lífeyris 23,8 milljörðum króna. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN um lífeyrissjóði í blaðinu á fimmtudag var Sigurbjörn Sigurbjörnsson titlaður framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Hið rétta er, að Sigurbjörn er varaframkvæmdastjóri, en framkvæmdastjóri er sem fyrr Jóhannes B. Sveinbjörnsson. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Lenging brautarinnar hlýtur að verða skoðuð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að lenging A/V flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli út í Skerjafjörð og lagning Suðurgötunnar í stokk hljóti að koma til skoðunar núna vegna flugslyssins sem varð þar síðastliðinn mánudag. "Það er hins vegar fleira sem lýtur að öryggi við flugvöllinn sem þarf að skoða," segir hún. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Lífríki íslenskra vatna

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag heldur fræðslufund mánudaginn 28. apríl kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, lagadeildarhúsi Háskólans. Á fundinum flytur Hilmar J. Malmquist, líffræðingur, Náttúrufræðistofu Kópavogs, erindi sem hann nefnir: Lífríki íslenskra vatna. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Líknar- og kvenfélag Árbæjarkirkju með kökubasar

GUÐSÞJÓNUSTA verður í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis á sunnudag. Eftir guðsþjónustu verður molasopi gegn vægu gjaldi. Líknar- og kvenfélag Árbæjarkirkju munu standa fyrir kökubasar eftir guðsþjónustu, en ágóði hans mun renna í söfnunina til fjölskyldu bátsmannsins á Ægi, Elíasar Arnar Kristjánssonar, er fórst við björgunarstörf í byrjun marsmánaðar. Tekið verður við kökum frá kl. Meira
26. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Ljóðatónleikar

LJÓÐATÓNLEIKAR verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 16 í dag, laugardaginn 26. apríl. Fram koma Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Arnar Kristinsson. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og eru liður í Kirkjulistaviku Akureyrarkirkju. Fluttu verða verk eftir Henry Purcell, Sigurð Þórðarson, Samuel Barber, Jón Leifs og Johannes Brahms. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Lýsi sett á markað í Kína

STJÓRNENDUR Lýsis hf. undirrituðu samning við China Peace Corporation og Beijing Peace Century Economic & Trade Inc. í Peking í gær um markaðssetningu á Omega fitusýrum í perluformi í nokkrum borgum Kína. Undirritun samningsins ber upp á sama tíma og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, er þar í opinberri heimsókn. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Læknafélag Reykjavíkur mótmælir orðum formanns tryggingaráðs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá samninganefnd LR: "Bolli Héðinsson, formaður tryggingaráðs, heldur því fram í Morgunblaðinu 20. apríl sl. að það hafi verið að ósk læknasamtakanna að aðgengi sérfræðinga hefði verið takmarkað inn á samning Læknafélags Reykjavíkur (LR) og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) um sérfræðilæknishjálp. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 757 orð

Löður: sápukúlur og stærðfræði

UNDUR veraldar er yfirskrift fyrirlestraraðar á vegum Hollvinafélags raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Í Háskólabíói í dag kl. 14 heldur Reynir Axelsson, dósent í stærðfræði, fyrirlestur sem ber heitið "Löður: sápukúlur og stærðfræði". Það fjallar um lögun sápukúlna, sápuhimna og sápulöðurs. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Lög um skipströnd endurskoðuð

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem ætlað er að endurskoða lög um skipströnd og vogrek frá 1926 og semja frumvarp til nýrra laga. Í kjölfarið á strandi Víkartinds hafa lög þessi verið til umfjöllunar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 131 orð

Margir að veiðum

VEIÐIBANNI vegna hrygningar þorsks lauk klukkan 10 á miðvikudagsmorgun og um hádegið hafði 671 skip gert viðvart um ferðir sínar til Tilkynningaskyldunnar. Fleiri skip og bátar munu ekki hafa verið að veiðum í einu það sem af er þessu ári. Tveir handfærabátar voru staðnir að ólögmætum veiðum á miðvikudag, örstuttu áður en veiðibanninu lauk. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Merkjasala Ingólfs um helgina

ÁRLEG merkjasala Björgunarsveitar Ingólfs fer fram dagana 25. og 26. apríl nk. Þá ganga börn úr Grunnskólum Reykjavíkur í hús og bjóða merki sveitarinnar til sölu. Merkið mun líkt og undanfarin ár kosta 200 kr. Merkjasala þessi á sér langa hefð að baki. Meira
26. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 352 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á morgun, sunnudag, en þá lýkur Kirkjulistaviku. Séra Karl Sigurbjörnsson, prestur í Hallgrímskirkju, prédikar en sóknarprestar þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju flytur þætti úr þýskri messu eftir Franz Schubert í þýðingu Sverris Pálssonar. Dorothea Dagný Tómasdóttir leikur með á orgel. Meira
26. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 466 orð

Michael Jón Clarke næsti bæjarlistamaður

MICHAEL Jón Clarke tónlistarmaður hefur hlotið starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar 1997-'98. "Það er mat menningarmálanefndar að Michael Jón Clarke sé mjög vel að titlinum Bæjarlistamaður Akureyrar kominn og viljum við þakka honum hans störf," sagði Alfreð Gíslason, formaður nefndarinnar, í hófi sem haldið var á Fiðlaranum á sumardaginn fyrsta. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Mikil hækkun á verði hlutabréfa

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands hækkaði um 2,15% í gær. Viðskipti dagsins námu alls 69,6 m.kr, þar af 41,5 m.kr. í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir 19,6 milljónir króna skiptu um hendur og hækkuðu bréfin í verði um 7,29% frá síðustu viðskiptum. Þá var verslað með hlutabréf í SR-mjöli fyrir 16,2 m.kr. Meira
26. apríl 1997 | Miðopna | 1747 orð

Mikilvæg samskipti í breyttum heimi

Mikilvæg samskipti í breyttum heimi Geir H. Haarde hefur um tveggja ára skeið verið varaforseti Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU). Ólafur Þ. Stephensen ræddi við hann um starf IPU og nýafstaðið þing sambandsins í Kóreu. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 389 orð

Mikilvægur sigur fyrir Clinton

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudagskvöld alþjóðlegan samning um bann við framleiðslu, geymslu og dreifingu efnavopna. Samþykktin er mikill pólitískur sigur fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta, en repúblikanar í öldungadeildinni höfðu um langt skeið staðið í vegi fyrir henni. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 715 orð

Minnstu verkefni erfið í 7.000 metra hæð

ÍSLENSKU fjallagarparnir eru óðum að ná sér eftir veirusýkingar og ljúka aðlögun fyrir síðasta áfanga klifursins á tind Everest sem hugsanlega verður eftir tíu daga til hálfan mánuð. Ræðst það af veðri því enn ríkir vetrarveður á tindinum og segir Hörður Magnússon, aðstoðarmaður Everestfaranna, að nú verði menn bara að bíða færis, veðrið verði að ráða. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Námskeiðinu "Lærðu að njóta góðrar tónlistar" að ljúka

UM EITT hundrað manns innrituðu sig á námskeiðið Lærðu að njóta góðrar tónlistar ­ hátinds barokksins í ítalskri og þýskri tónlist undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar og lauk því sl. miðvikudag með afhendingu viðurkenningar. Ástundun hefur verið mjög góð, hjá mörgum 100% en meðaltal yfir 80%. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Prófastur vísiterar Langholtskirkju

PRÓFASTUR Reykjavíkurprófastsdæmis, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, mun vísitera Langholtssöfnuð sunnudaginn 27. apríl. Vísitasían hefst með hátíðarmessu í Langholtskirkju kl. 11. Þar mun prófastur einnig setja nývígðan djákna, Svölu Sigríði Thomsen, í embætti. Veitingar verða eftir messuna, en síðan mun prófatsur eiga fund með sóknarnefnd og starfsfólki kirkjunnar. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Rafiðnaðarmenn semja

KJARASAMNINGUR rafiðnaðarmanna hjá Rafmagnsveitum ríkisins var samþykktur í gær. 62,7% þeirra sem tóku þátt í kosningunni sögðu já en 32,2% nei. Auðir seðlar voru fjórir og tveir ógildir. Rafiðnaðarmenn höfðu fellt áður gerðan samning. Hann var tekinn upp og borinn að nýju undir félagsmenn í gær. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Samfallandi Schengenhagsmunir

ÍSLENZKIR og norskir embættismenn hafa að undanförnu átt samráðsfundi með fulltrúum norrænu Evrópusambandsríkjanna um tillögur, sem liggja fyrir ríkjaráðstefnu ESB um innlimun Schengen-samningsins í stofnsáttmála ESB. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur komið fram á þessum fundum að a.m.k. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 529 orð

Samkeppni í fluguhnýtingum

LOKAKEPPNI fluguhnýtingarkeppni Landssambands stangaveiðifélaga verður haldin í húsakynnum Stangaveiðifélagsins Ármanna að Dugguvogi 13 í dag, laugardag, og hefjast leikar klukkan 12.30. Áætlað er að keppnin standi fram eftir degi og búast mótshaldarar við spennandi keppni. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og þótti hún heppnast með ágætum í fyrra. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1272 orð

Sammála um að samtrygging liggi til grundvallar

TALSMENN þingflokka eru sammála um að samtryggingarkerfi almennra lífeyrissjóða eigi fullan rétt á sér áfram, en eru ekki á eitt sáttir um nánari útfærslu lífeyrismála. Ýmislegt til bóta Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 643 orð

Sendiherra Japans vissi af áhlaupinu

SENDIHERRA Japans í Perú, Morihisa Aioki, vissi af áætlunum perúskra stjórnvalda um að gera áhlaup í sendiherrabústaðinn og með vísan til þess, bað hann sáttasemjara í málinu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að flýta viðræðum og reyna að ná samkomulagi um lausn gíslanna. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sex bíla árekstur

SEX bifreiðar lentu í árekstri laust eftir klukkan 17 í gær á Miklubraut. Bifreiðarnar óku í vesturátt eftir Miklubraut og virðist sem ein þeirra hafi hemlað snögglega, skammt frá gönguljósum á móts við BSÍ, og hinar skollið saman í kjölfarið, hver á eftir annarri. Ekki urðu teljandi meiðsl á fólki en nokkrar skemmdir á ökutækjum. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 611 orð

Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkun gatnagerðargjalda

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld. Lagt er til að grunnur gatnagerðargjalds verði hlutfall af byggingarkostnaði hvers fermetra í stað rúmmetra. Borgarfulltrúar D-listans lögðu fram bókun á fundi borgarráðs á þriðjudag þar sem þeim telst til að minni og meðalstór fyrirtæki að koma sér upp aðstöðu í Reykjavík þurfi að greiða 10-20% hærra gjald. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Skrúðgöngur og skemmtanir

SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur með skrúðgöngum og skemmtunum víða um land á fimmtudag, eins og lengi hefur tíðkast. Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir að sumardagsins fyrsta sé þegar getið í elstu heimildum og að víða hafi verið messað sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar. Samkomur hófust í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Stefnt að staðfestingu á mánudag

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi Alþingi í gær þingsályktunartillögu um staðfestingu Íslands á samningnum um bann við framleiðslu, geymslu og notkun á efnavopnum. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, eru allar líkur á að þingið geti staðfest samninginn á mánudag, daginn áður en hann gengur í gildi. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

St. Georgsdagur í Hafnarfjarðarkirkju

VIÐ tónlistarguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, sunnudag, sem er 1. sunnudagur í sumri og hefst kl. 18, mun mezzosópransöngkonan Jóhanna Linnet syngja vor- og sumarlög. Prestur verður séra Þórhildur Ólafs en organisti Natalía Chow. Fyrr um daginn munu skátar í st. Georgsgildi, Hafnarfirði, halda upp á st. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Stimpilgjald af líftryggingum verður fellt niður

NÝTT frumvarp til laga um stimpilgjald er í smíðum í fjármálaráðuneytinu og er í því gert ráð fyrir að breyta ákvæðum um stimpilgjald af vátryggingarsamningum. Nú er íslenskum tryggingarfélögum skylt að greiða 8% stimpilgjald af iðgjaldi fyrsta árs líftryggingarsamnings, en þau erlendu tryggingafélög, sem hafa selt Íslendingum líftryggingar, hafa ekki þurft að innheimta stimpilgjald. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Stjórn skiptir með sér verkum

INGVI Þorsteinsson, náttúrufræðingur, var kosinn formaður samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar sl. þriðjudag. Þórður H. Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfismálaráðuneytisins var kjörinn varaformaður, Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur, gjaldkeri og Fríða Björg Eðvarsdóttir, landslagsarkitekt, ritari. Meira
26. apríl 1997 | Landsbyggðin | 1007 orð

Strákafélag sem haft hefur mikil áhrif

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík sjötíu ára um þessar mundir Strákafélag sem haft hefur mikil áhrif Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá því að 27 strákar stofnuðu Íþróttafélagið Völsung á Húsavík fyrir 70 árum. Meira
26. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 294 orð

Sýning á bókum og munum sem tengjast bókmenntum

AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri varð 170 ára í gær, föstudaginn 25. apríl, en safnið er langelsta stofnun bæjarins stofnuð árið 1827 af Grími amtmanni á Möðruvöllum. Amtsbókasafnið var stofnað sama árið og Kambsránið var framið, Skírnir elsta bókmenntatímarit á Norðurlöndum kom út í fyrsta skipti og árinu áður en Natan Ketilsson var myrtur. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1688 orð

Tekist á um samtryggingu og séreign

"ÞAÐ undrar mig að menn skuli vera í þeim hugleiðingum að festa í löggjöf og breyta atriðum sem eru kjarasamningsatriði. Samningarnir eru skýrir og vel skilgreindir um tryggingalegan þátt sjóðanna, starfsgreinabundna sjóði og 10% skyldutryggingu í sameignarsjóði. Samningarnir gera hins vegar ráð fyrir að sett verði löggjöf um eftirlit með sjóðunum og starfsemi þeirra. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1092 orð

Tekist á um trú og skóla

UNDANFARNAR vikur hafa verið pólitísk átök í Tyrklandi og órói í lofti. Við síðustu kosningar hlaut íslamski flokkurinn RF 21 % fylgi og neyddist Tansu Ciller og flokkur hennar DYB til að mynda með honum samsteypustjórn undir forustu Necmettins Meira
26. apríl 1997 | Miðopna | 972 orð

Tími jafnræðis virðist liðinn Um 20% barnafólks með lægstu laun fresta eða hætta við að leita læknis og leysa út lyf af

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir flutti erindi á þingi BSRB í gær og fjallaði þar um heilbrigðisþjónustuna, skipulag og árangur í nútíð og framtíð. "Kröfur um hækkandi þjónustugjöld berast oft með Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Tóku hluta stærðfræðiprófsins með tölvum

NEMENDUR í sjötta bekk Verslunarskóla Íslands tóku hluta stúdentsprófs síns í stærðfræði á tölvur. Er þetta í fyrsta sinn sem tölvur eru notaðar við stúdentspróf í stærðfræði að sögn Baldurs Sveinssonar, stærðfræðikennara við skólann. Þeir sem þreyttu prófið á þennan hátt voru nemendur í sjötta bekk á hagfræðibraut stærðfræðilínu og á stærðfræðibraut. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Tvær orlofsferðir á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Kópavogi

EINS og undanfarin ár skipuleggur Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi orlof fyrir húsmæður, búsettar í Kópavogi. Að þessu sinni verður farin fjögurra daga ferð til Grímseyjar dagana 26.­29. júní á vegum nefndarinnar. Ekið verður til Sauðárkróks og gist eina nótt á Hótel Áningu. Þaðan verður haldið, föstudaginn 27. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Tvær smábilanir á símakerfinu í gær

VERKFALL símsmiða og rafeindavirkja hjá Pósti og síma hf. hófst á miðnætti í fyrrinótt, en samningafundir stóðu yfir til kl. 4.30 um nóttina. Var þeim haldið áfram að nýju kl. 14 í gær og stóðu enn á tólfta tímanum í gærkvöld. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 289 orð

Uppstokkun ekki á döfinni TALSMAÐUR þýsku rík

TALSMAÐUR þýsku ríkisstjórnarinnar vísaði í gær á bug vangaveltum um að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hygðist stokka upp í stjórn sinni fyrir þingkosningar á næsta ári. Hermann Otto Solms, þingflokksformaður kristilegra demókrata, flokks Kohls, ýjaði að þessu í blaðaviðtali. M.a. hefur verið talið að Gunther Rexrodt efnahagsmálaráðherra verði látinn fjúka. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Veggmynd finnst í Stjórnarráðinu

LEIFAR af gamalli veggmynd fundust í gær í suðvesturenda Stjórnarráðshússins, þar sem nú er unnið að byggingarsögulegum rannsóknum og endurbótum. Myndin kom í ljós þegar fjarlægð höfðu verið nokkur lög af veggfóðri, spónaplötum og þess háttar. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vídalínshátíð á sunnudag

HIN árlega Vídalínshátíð fer fram nk. sunnudag í Vídalínskirkju. Guðsþjónusta verður kl. 11 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og nemendur Tónlistarskólans í Garðabæ og kór kirkjunnar annast flutning tónlistar. Hátíðarsamkoma hefst kl. 17. Þar verður flutt fjölbreytt tónlistardagskrá, ávörp flutt og lesið úr verkum Jóns biskups Vídalíns. Meira
26. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 268 orð

Vonarstjarna rússneskra stjórnmála

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skipaði á fimmtudag Borís Nemtsov orkumálaráðherra en hann hefur gegnt embætti fyrsta aðstoðarforsætisráðherra í rúman mánuð. Telja stjórnmálaskýrendur skipun Nemtsovs til marks um að nú eigi að hraða umbótum í Rússlandi, og beina sjónum einkum að orkufyrirtækjum. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þrjátíu flóttamönnum neitað um hæli

Á ÁRUNUM 1990-1996 báðu þrjátíu flóttamenn um hæli á Íslandi og var þeim öllum neitað. Tíu þeirra fengu þó dvalarleyfi, en að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra er munur á réttarstöðu þeirra sem fá dvalarleyfi og pólitískt hæli óglöggur. Flóttamennirnir komu allir frá hinum Norðurlöndunum og þeim sem neitað var um dvöl hér var vísað aftur þangað. Meira
26. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

(fyrirsögn vantar)

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með frumvarpinu er gerð sú meginbreyting að öllum launþegum er gert skylt að greiða í sameignarlífeyrissjóði. Meira

Ritstjórnargreinar

26. apríl 1997 | Staksteinar | 285 orð

Allir dagar bókadagar

"VÍST er stundin hverful / en gefum dýpt hennar gaum." Með þessari tilvitnun hefst forystugrein í Alþýðublaðinu á degi bókarinnar: "Það má vel vera að vináttan við bækurnar hafi lotið í lægra haldi fyrir öðrum þeim miðlum sem keppast við að tala við fólk í gegnum veggi heimilanna, en gefum dýpt hennar gaum." Bókin er góður vinur Meira
26. apríl 1997 | Leiðarar | 630 orð

SAMEININGARHUGMYNDIR AÐ LÁ sameiningarvilji í loftinu á 38

SAMEININGARHUGMYNDIR AÐ LÁ sameiningarvilji í loftinu á 38. þingi BSRB í gær. Ögmundur Jónasson, formaður sambandsins, sagði í setningarræðu: "Hér mun verða borin fram tillaga um undirbúning að sameiginlegu þingi, eins konar allsherjarþingi verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, Meira

Menning

26. apríl 1997 | Kvikmyndir | 79 orð

Doherty aftur á skjáinn

SHANNON Doherty, fyrrverandi leikkona í sjónvarpsþáttunum vinsælu "Beverly Hills 90210", mun brátt snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í gamanmyndaflokknum "Faster Baby, Kill!" sem sýndur verður á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Þættirnir eru gamansamir og spennandi í bland og fjalla um unga einkaspæjara í Los Angeles. Meira
26. apríl 1997 | Kvikmyndir | 480 orð

Eldgos, eldgos alls staðar

Eldfjallastórslysamyndir eru vinsælt viðfangsefni í Bandaríkjunum um þessar mundir. Universal kvikmyndafyrirtækið er með Dante's Peak, Fox með Volcano, og nú hefur sjónvarpsstöðin ABC gert Volcano: Fire on the Mountain. Íslendingar sem þekkja eldgos af eigin raun geta bráðum séð Volcano og Dante's Peak í bíó. Meira
26. apríl 1997 | Kvikmyndir | 297 orð

Enginn koss Keðjuverkun (Chain Reaction)

Framleiðandi: 20th Century Fox. Leikstjóri: Andrew Davies. Handritshöfundur: J.E.Lawton og Michael Bortman. Kvikmyndataka: Frank Tidy. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Morgan Freeman og Rachel Weisz. 107 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox Home Video/Skífan 1997. Útgáfudagur: 23. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Húnn á sundi í Rotterdam

Á MEÐFYLGJANDI mynd sést ísbjörninn Mien ásamt húni sínum, Taco, fjögurra mánaða, á sundi í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi. Húnninn fæddist í desember síðastliðnum og er nú fyrst að byrja að synda með móður sinni. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

Kellie úr sjónvarpi í skóla

ÍSLENSKIR sjónvarpsáhorfendur kannast sjálfsagt margir við leikkonuna Kellie Martin, 21 árs, síðan hún lék Beccu í sjónvarpsmyndaflokknum "Life Goes On" en hún hefur auk þess leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum. Nú hefur Kellie snúið baki við leiklistinni, í bili að minnsta kosti, og er nú annars árs nemandi við Yale háskólann. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 112 orð

Lásu námsbækur í 30 tíma

Egilsstöðum- NEMENDUR 10. bekkjar í Egilsstaðaskóla söfnuðu nýlega áheitum fyrir námsmaraþon en tilgangur þess var að safna peningum fyrir skólaferð auk þess sem maraþonið nýttist vel fyrir lærdóm undir samræmd próf. Eftir námslotuna, sem stóð í 30 tíma, eða frá átta að morgni til kl. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 132 orð

McCartney segir lagasmíðar hughreystandi

BÍTILLINN fyrrverandi, Sir Paul McCartney, segir að lagasmíðar séu fyrir sér eins og meðferð sem hjálpar honum að takast á við veikindi konu sinnar, Lindu, en hún berst nú við brjóstakrabbamein. "Ég hef alltaf getað leitað hughreystingar í tónlist," segir McCartney í nýlegu viðtali en ný plata hans, "Flamingo Pie", er að koma út um þessar mundir. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Nýtt lag og tónleikar með U2

Í VIKUNNI var tilkynnt um útgáfudag nýrrar smáskífu bresku hljómsveitarinnar Oasis en á henni verður fyrsta lagið sem heyrist af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar sem kemur út síðar á árinu, hugsanlega í kringum mánaðamótin ágúst/september. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Russel og fjölskylda á frumsýningu

LEIKARINN Kurt Russel, annar frá hægri, sem leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni "Breakdown", kemur til frumsýningar myndarinnar í Los Angeles í vikunni í fylgd með konu sinni, Goldie Hawn, og börnum þeirra , Oliver, Kate og Boston. "Breakdown" fjallar um mann sem er einn á báti í eyðimörk. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 175 orð

Sambíóin sýna myndina Veislan mikla

KRINGLUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Veislan mikla eða "Big Night". Að myndinni standa tveir leikarar sem hafa getið sér gott orð í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Fyrst ber að nefna Stanley Tucci sem m.a. lék í sjónvarpsþáttunum "Murder One" og Campell Scott sem lék m.a. í myndinni "Dying Young". Þeir Stanley og Campell leikstýra báðir myndinni. Meira
26. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 127 orð

Tímaritið Eiðfaxi verðlaunað

NÝVERIÐ fékk tímaritið Eiðfaxi fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 1996. Það var Halldór Blöndal samgönguráðherra sem afhenti Ásdísi Haraldsdóttur ritstjóra og Gyðu Gerðarsdóttur framkvæmdastjóra bikarinn á fundi Ferðamálaráðs Íslands sem haldinn var í Borgarnesi. Meira
26. apríl 1997 | Kvikmyndir | 89 orð

(fyrirsögn vantar)

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKUHáskólakennari á ystu nöf (Twilight Man) Jack Reed lV: Löggumorð (Jack Reed IV: One of Our Own) Dauðsmannseyjan Meira
26. apríl 1997 | Kvikmyndir | 521 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið22.05 - Sjá umfjöllun í ramma. Sjónvarpið24.00 Ekki hef ég séð bandarísku spennumyndina Hugleiðingar um glæp, öðru nafni (Reflections in the Dark, 1994), þar sem segir frá húsmóður sem er svo þjökuð af ást og umhyggju eiginmanns síns að hún kemur honum fyrir kattarnef. Meira

Umræðan

26. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 652 orð

Gefum þessari ríkisstjórn frí

EKKI þurfum við Íslendingar að kvarta yfir því, að eiga ekki nægilega mörg hvatningarorð, sem hægt er að grípa til, til að minna okkur á og hagyrðingar góðra setninga ætluðust til að tiltæk væru, þegar eitt og annað skyldi athugast. Nefni hér aðeins fátt eitt: "Hamra skal járnið, meðan heitt er." "Brennt barn forðast eldinn." "Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 803 orð

Háskóli fyrir kennara- og uppeldisnám

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur orðið nokkur umræða um menntun kennara og gildi kennslu fyrir árangur í skólastarfi. Hin alþjóðlega samanburðarkönnun á þekkingu í stærðfræði og náttúrugreinum hefur leitt í ljós, að vel menntaðir kennarar, sem vekja áhuga nemenda sinna, gegna lykilhlutverki til að góður árangur náist. Raunar þarf ekki slíka könnun til að minna á þessa staðreynd. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 672 orð

Hvernig biskup viljum við?

FYRIR skemmstu stóð Félag guðfræðinema fyrir fundum vegna komandi biskupskosninga. Þau fjögur sem opinberlega hafa lýst áhuga á embættinu fluttu þar framsöguerindi og svöruðu fyrirspurnum. Auk þess var rætt um stöðu og hlutverk biskups. Þessir fundir voru um margt áhugaverðir og staðfestu brýna þörf fyrir umræðu um þessi mál. Meira
26. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 452 orð

Í fótspor víkinganna!

ÚT VIL ek, sagði einhver einhvern tíma. Margir hafa sennilega sagt það á undan honum, enn fleiri á eftir honum ­ og nú er það klisja! Íslendingar hafa lengi þjáðst af þeim kvilla að vilja vera að þvælast út um allan heim. Á þeim öldum sem við helst viljum kenna okkur við voru þeir lítil karlmenni sem ekki höfðu farið í víking og verið þar nokkur ár, drepið slatta og rænt hinu og þessu. Meira
26. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Opið bréf til Sálfræðingafélags Íslands

Í forsjárdeilum er bitbeinið milli foreldra barnið. Ef foreldrar geta ekki verið á eitt sáttir um forsjá og umgengni við barnið, kemur til kasta úrskurðar dómsaðila. Oft og tíðum má sjá mjög einkennilega úrskurði varðandi umgengnisrétt og efast maður um að hagur barnsins sé hafður í huga. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 462 orð

Prófessorar á villigötum

Í ÞESSARI viku varð ég þess heiðurs aðnjótandi að tveir prófessorar gerðu verk mín á fréttastofu Sjónvarps að umtalsefni á síðum Morgunblaðsins, en umtalið var þó ekki ætlað mér til heiðurs. Annar prófessorinn, Vésteinn Ólason, varð undir í rektorskjöri og á honum er helst að skilja að það sé mér eða fréttastofu Sjónvarps að kenna. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 905 orð

Sameignarlífeyrissjóðir og skylduaðild

FAGNA ber frumkvæði Morgunblaðsins að málefnalegri umræðu um lífeyrismál sem nú þessa dagana fer fram á síðum blaðsins. Greinaflokkur um lífeyrismál, sem hófst sl. sunnudag, 20. apríl, á umfjöllun um sameignarlífeyrissjóðina, lofar góðu og sýnir hug blaðsins til þess að upplýsa fólk um þessi mikilvægu mál. Verður ekki sérstaklega fjallað um einstök atriði í þeim skrifum á þessu stigi. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 374 orð

Starfslaunin og styrkirnir

BRYNJA Benediktsdóttir sendi framkvæmdastjórn leiklistarráðs sumarkveðju í Morgunblaðinu sumardaginn fyrsta og ­ einsog reyndar mátti gera ráð fyrir ­ sættir hún sig ekki við að rangfærslur hennar séu leiðréttar, heldur vill hún áfram loka eyrum og augum og halda sig við vitleysurnar því þær eru undirstöðurnar sem málflutningur hennar byggist á. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 845 orð

Sundabyggð

"ÞAÐ er víðar England en í Kaupmannahöfn." Eitthvað á þessa leið segir sagan að maður frá bæ þeim er England heitir og er í Borgarfirði hafi svarað, þegar hann hafði verið spurður hvaðan hann væri, og viðmælandi hans var sýnilega vantrúaður á sannleiksgildi svarsins. Sama má segja um Grafarvog og Grafarholt fyrir botni vogsins. Meira
26. apríl 1997 | Aðsent efni | 796 orð

Þjóðarráð bahá'ía 25 ára

Bahá'í (framber bahæ) trúin á sér langa sögu hér á landi. Upphafsmanns trúarinnar, Bahá'u'lláh, var fyrst getið á prenti hér á landi árið 1908, er Þórhallur Bjarnason, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum: "Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Meira

Minningargreinar

26. apríl 1997 | Minningargreinar | 616 orð

Árni Halldórsson

Hann Árni móðurbróðir er nú látinn. Hann átti um margt merkilega ævi, sennilega mest fyrir eigin dugnað og jákvætt lífsviðhorf. Hann fæddist árið 1925 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Árni var mongólíti og það var áreiðanlega engin sæluvist að alast upp við slíka fötlun á fyrrihluta þessarar aldar, þegar félagsleg samtrygging var í lágmarki, ef þá nokkur. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 350 orð

Árni Halldórsson

Vinur minn Árni Halldórsson lést á heimili sínu mánudaginn 21. þ.m., orðinn tæpra sjötíu og tveggja ára og verður það að teljast hár aldur hjá einstaklingi fæddum með Down'heilkenni. Árna kynntist ég fyrst 1977, er ég hóf störf á vistheimilinu Sólborg á Akureyri þar sem Árni hafði verið vistmaður frá stofnun heimilisins um 1970. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 161 orð

ÁRNI HALLDÓRSSON

ÁRNI HALLDÓRSSON Árni Halldórsson fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 25. júlí 1925. Síðustu mánuðina átti hann heimili á Dvergagili 40 þar sem hann hlaut góða aðhlynningu og fékk hægt andlát 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Ólason, f. 7. september 1895, dáinn 28. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 157 orð

Birkir Huginsson

Birkir er farinn, margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið. Hjá okkur, sem erum enn hérna megin landamæranna, ríkir söknuður en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann þann tíma er hann dvaldi hér. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

BIRKIR HUGINSSON Birkir Huginsson fæddist í Vestmannaeyjum 12. mars 1964. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. apríl

BIRKIR HUGINSSON Birkir Huginsson fæddist í Vestmannaeyjum 12. mars 1964. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 19. apríl. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Erla Óskarsdóttir

Nú ertu farin, elsku amma okkar, og við fengum ekki tækifæri til að kveðja þig eða þakka þér fyrir allar liðnu stundirnar sem við fengum að njóta með þér í sveitinni, þeim stundum munum við seint gleyma og þökkum guði fyrir þær. Þú kenndir okkur hvað fólst í þeim orðum að vera hjálpsamur og varst alltaf reiðubúin að gera allt það sem þú gast fyrir aðra. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Erla Óskarsdóttir

Frá því Kolaportið, markaðstorg var opnað hefur myndast ákveðinn hópur seljenda og starfsmanna Kolaportsins sem hefur verið í langan tíma um hverja helgi. Hluti þessa hóps hefur starfað saman í mörg ár og Erla Óskarsdóttir var einmitt ein af þeim aðilum. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Erla Óskarsdóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Elsku stóra systir mín, það er erfitt að kveðja þig svona langt um aldur fram. Þú sem varst svo hress og dugleg, alltaf varst þú tilbúin að hjálpa til ef eitthvað þurfti að gera. Það er svo margs að minnast. Sem unglingur var ég send í sveit að Dísukoti. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 409 orð

Erla Óskarsdóttir

Síminn hringdi, það var hún Kristín frænka mín, hún sagði, Karen mín, sestu niður, ég þarf að segja þér að hún mamma mín er dáin. Já, hún stóra systir mín í sveitinni er dáin. Nú sit ég hér og ætla að reyna að skrifa litla kveðju, en það er svo margt sem mig langar að segja, en hvar á ég að byrja? Hún var stóra systir mín og kenndi mér svo margt, hún var svo góð, Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Erla Óskarsdóttir

Nú er komið að leiðarlokum, alltof fljótt, hún tendamamma mín Erla Óskarsdóttir andaðist á heimili sínu Búð Þykkvabæ föstudaginn 18. april. Það er margs að minnast og þakka. Andlát Erlu bar snöggt að. Ég kynntist þessari ágætu konu fyrir 13 árum. Það er ekki ofsögum sagt að hún var hinn mesti kvenskörungur. Það var hreint ekkert sem hún ekki gat. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 107 orð

Erla Óskarsdóttir

Erla Óskarsdóttir Hinsta kveðja til mömmu Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Erla Óskarsdóttir

Gamall sveitungi okkar, hún Erla í Búð, er dáin langt um aldur fram og viljum við minnast hennar með nokkrum línum. Fyrir tæpum tuttugu árum hittum við Erlu fyrst, það var í Þykkvabænum. Þarna stóð þessi grannvaxna kona og bauð okkur brosandi velkomin í byggðarlagið. Erla var um margt sérstök kona, einstaklega greiðvikin og hjálpsöm. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 286 orð

Erla Óskarsdóttir

Á svona stundu er erfitt að ætla að setja eitthvað lítið á blað, því allt í kringum Erlu var stórt. Svo ótalmargar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Ég var svo lánsöm á unglingsárum mínum að Steinunn vinkona mín bauð mér um helgi í Þykkvabæinn til Erlu systur sinnar. Sú ferð var sú fyrsta af mörgum ógleymanlegum gleðistundum í sveitinni hjá Erlu. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 301 orð

Erla Óskarsdóttir

Erla frænka mín í Þykkvabænum hefur kvatt þennan heim fyrir aldur fram. Við hin stöndum eftir hálfdofin og hugsi. Það er ósjálfrátt meira tómarúm, þegar manneskja hverfur af sjónarsviðinu, sem hefur látið að sér kveða í lífi og starfi. Ég kynntist Erlu og Daníel, manni hennar, fjórtán ára gömul er ég kom til þeirra í dvöl að hausti til. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 157 orð

ERLA ÓSKARSDÓTTIR

ERLA ÓSKARSDÓTTIR Erla Óskarsdóttir fæddist á Ystabæli undir Eyjafjöllum hinn 19. maí 1938. Hún andaðist á heimili sínu Búð, Þykkvabæ, 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Óskar Magnússon frá Steinum undir Eyjafjöllum, fæddur 24.2. 1915, og Sigríður Ingimundardóttir, fædd 13.10. 1917. Fósturfaðir Jón Stefánsson, f. 28.10. 1919. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 76 orð

Erla Óskarsdóttir Elsku Erla. Með þessum orðum kveð ég þig og þakka þér fyrir allt. Og því varð allt svo hljótt við helfregn

Elsku Erla. Með þessum orðum kveð ég þig og þakka þér fyrir allt. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Hinn 6. apríl dó stór hluti af mér er skólasystir mín tilkynnti mér það að Fannar æskuvinur okkar væri látinn, mér er það hulin ráðgáta svo og mörgum öðrum hvað guð hefur hreinlega að gera með hann á himnum þar sem hann átti gott og blómlegt líf hér á meðal okkar. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 30 orð

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON Fannar Þorlákur Sverrisson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1968. Hann lést af slysförum 5. apríl

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON Fannar Þorlákur Sverrisson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1968. Hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 22. apríl. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Helga Ólafsdóttir

Ég var sjö ára þegar ég flutti með foreldrum mínum til Vestmannaeyja. Ég hafði aldrei komið þangað áður og þekkti því engan þar. Systkini mín urðu eftir uppi á landi, vinirnir og skyldmenni, afi og ömmur mínar gátu heldur ekki komið með, nýr skóli og að læra á nýjan bæ. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 633 orð

Helga Ólafsdóttir

Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þegar ég kveð tengdamóður mína, Helgu Ólafsdóttur, nú eftir rúmlega sautján ára kynni, er mér minnisstæð fyrsta koma mín á heimili hennar. Það var á haustmánuðum árið 1979. Ég var frekar kvíðin að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 300 orð

Helga Ólafsdóttir

Elsku amma Helga. Lífið mitt hefur verið hluti af þínu lífi. Ég hef alltaf hlakkað til sumarsins, því í Eyjum varst þú og ég mátti alltaf koma til þín. Þú gafst mér mikla gleði og umhyggju. Hvert sumarkvöld sátum við saman og spiluðum á spil og borðuðum eitthvað gott. Það allra besta sem ég fékk voru pönnukökurnar þínar. Ég á eftir að sakna þín mikið. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Helga Ólafsdóttir

Þó að ég hafi vitað að hverju stefndi í veikindum kærrar vinkonu minnar Helgu Ólafsdóttur, er maður aldrei viðbúinn þegar stundin rennur upp. Svo var einnig þegar Kristján hringdi föstudagsmorguninn 11. apríl og tilkynnti mér, að mamma sín væri dáin. Í gegnum hugann fóru að streyma minningar liðinna ára, um allar góðu stundirnar, sem fjölskyldur okkar hafa átt saman. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Helga Ólafsdóttir

Mamma okkar var oft búin að segja okkur skemmtilegar sögur frá því þegar hún var lítil úti í Eyjum. Helga frænka var alltaf partur af sögunum og við fórum til Eyja í sumar til þess að upplifa þessi ævintýri sjálf, að leita að pysjum, spranga, skoða Stórhöfða, fara niður í Klauf og Herjólfsdal. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 131 orð

HELGA ÓLAFSDÓTTIR

HELGA ÓLAFSDÓTTIR Helga Ólafsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. janúar 1925. Hún lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. apríl síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristjönu Ragnheiðar Kristjánsdóttur, f. 12.1. 1906, d. 6.9. 1982, og Ólafs Ragnars Sveinssonar, f. 25.8. 1903, d. 2.5. 1970. Systkini: Margrét Ólafsdóttir, f. 14.6. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Ingibjörg Stefánsdóttir

Amma mín var afskaplega blíð og góð kona, og alltaf gott að vera nálægt henni, því það var svo mikil ró yfir henni. Hún var afskaplega hjálpsöm, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og gera það fyrir mann sem hún gat. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 589 orð

Ingibjörg Stefánsdóttir

Það verður enginn héraðsbrestur, þótt gömul og sjúk ljósmóðir hverfi yfir í eilífðina, en það bresta margir strengir er bundu hana vináttuböndum við sængurkonur þær, er hún hjúkraði og börnin, sem hún hjálpaði í heiminn og hugsaði um fyrstu daga lífs þeirra. Ingibjörg Stefánsdóttir ljósmóðir eða Ingibjörg ljósa eins og við kölluðum hana oft er látin tæplega níræð. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 220 orð

INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR

INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist í Mjóadal í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, 8. maí 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson, bóndi þar, síðar hreppstjóri, Gili, Svartárdal, fæddur 7.4. 1879, dáinn 30.8. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 124 orð

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Elsku mamma. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Því okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og ekkert meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (H.K.J.) Mig óraði aldrei fyrir að þú kveddir svo fljótt, það var svo margt sem við áttum ógert saman. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 41 orð

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Elsku amma. Okkur þótti svo mikið vænt um þig. Við söknum þín, en við vitum að nú ert þú hjá guði og fylgist með okkur alltaf eins og hann. Við gleymum þér aldrei. Gylfi, Gígja, Sveinn og Hrafnhildur Jóhanna. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Elsku tengdamóðir, Jóhanna Björg. Vorfuglarnir eru komnir, úti ómar fuglasöngur og við sjáum á bak löngum vetri. En þá knýr sorgin dyra. Kallið kom frekar snöggt. Nú ert þú farin. Harðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið, þú barðist hetjulega við sjúkdóminn. Það var svo mikill kraftur í þér og lífsgleði að við gleymdum því oft hvað þú varst að berjast við. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 330 orð

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Þegar komið er að kveðjustund þjóta minningarnar fram í hugann og þær á ég margar góðar um Björgu. Allt frá því ég var lítil stelpa og Loftur móðurbróðir krækti sér í Björgu, og við kölluðum hvor aðra "Löng stutt" og "Stutt löng" og ég reyndi að stæla hláturinn hennar, finnst mér sérstakur þráður hafa verið milli okkar sem styrkst hefur með árunum. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 710 orð

Jóhanna Björg Sigurðardóttir

Við ótímabært andlát Bjargar Sigurðardóttur í Steinsholti rifjast upp ótal ánægjulegar minningar um samverustundir með henni, Lofti eiginmanni hennar og börnum, og raunar öllu fólkinu í Steinsholti sem hafa verið vinir mínir og velgjörðamenn um nærri hálfrar aldar skeið. Björg og Loftur gengu í hjónaband árið 1961. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 299 orð

JÓHANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

JÓHANNA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Jóhanna Björg Sigurðardóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson, bóndi í Rauðseyjum og Efri-Langey, síðast verkamaður í Stykkishólmi, f. 20.12. 1894 í Bjarneyjum á Breiðafirði, d. 29.11. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 667 orð

Jón Karlsson

Jón Karlsson var fæddur að Gunnfríðarstöðum 18. ágúst árið 1912. Foreldrar hans, Guðrún Sigurðardóttir, f. að Hamri í Svínavatnshreppi, og Karl Jónsson, f. á Sölvabakka. Jón Karlsson var fjórða barn foreldra sinna. Um hann segir svo í niðjatali Einars Andréssonar í Bólu í Blönduhlíð, útgefið 1993: "Var alls 8 mánuði í farskóla á 4 árum að Grund, Ljótshólum og Stóradal. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Jón Karlsson

Jón ólst upp í foreldrahúsum og var fjórða barn sinna foreldra og þurfti því snemma að taka til hendi við bústörf. Hann naut stuttrar menntunar en hann stundaði sjálfsnám með miklum árangri, sem hann naut er heilsan bilaði úr lömunarveiki. Hann þótti nákvæmur og ábyggilegur í öllum sínum störfum. Hann var mikill starfsfræðingur og hafði fagra rithönd, sem kom sér vel í þátíð. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 159 orð

JÓN KARLSSON

JÓN KARLSSON Jón Karlsson var fæddur á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 18. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. apríl síðastliðinn, sonur hjónanna Karls Jónssonar, bónda, og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hamri í sömu sveit, fósturforeldrar hennar voru Halldóra Runólfsdóttir og Eggert Eggertsson, Vatnahverfi. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 509 orð

Njála Guðjónsdóttir

Nú er hún Njála frænka dáin. Auðvitað vissi ég að, að því kæmi, því að árin hennar voru orðin mörg. Þó er erfitt að hugsa sér lífið án hennar. Njála hefur alla tíð verið stór hluti af lífi mínu og minna nánustu. Þegar ég var lítil stelpa, þá var hún ein af fáum móðurættingjum mínum sem bjó í Reykjavík og samgangurinn á milli fjölskyldnanna var mikill. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Njála Guðjónsdóttir

Elsku amma, sagt er að kötturinn hafi níu líf, og hélt ég það stundum um þig líka. Undanfarin ár hefur amma fengið misalvarleg áföll, en staðið upp aftur, en að síðustu lagðist hún til hinstu hvíldar og hefur það verið henni kærkomið. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Njála Guðjónsdóttir

Mig langar að skrifa nokkrar línur um ömmu Helgu konu minnar, tengdaömmu mína. Ég kynntist henni fyrir 16 árum þegar við Helga byrjuðum búskap. Okkar fyrsta heimili var í Eyjabakka 22, í næstu íbúð við hliðina á Njálu og Hrólfi. Þannig að stutt var að fara í heimsókn og strax kom mjög gott samband og vinátta á milli okkar. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 435 orð

Njála Guðjónsdóttir

Nú er hún farin heim til Drottins hún Njála okkar. Fréttin um andlát hennar barst okkur hjónunum þann sextánda apríl og kom sú frétt okkur ekki á óvart. Amma Njála var á 88. aldursári. Það er svo margt sem kemur upp í huga mannns þegar minnast á jafn stórbrotinnar manneskju og hún amma var. Á henni sannaðist best að aldur einstaklings er afstæður og fer fremur eftir ástandi hugans en fjölda ára. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 735 orð

Njála Guðjónsdóttir

Hinn 16. þ.m. lézt mágkona mín, Njála Guðjónsdóttir, sem ég tel mér bæði ljúft og skylt að mæla eftir nokkur orð, þótt miklu verði þau fátæklegri en hún á reyndar skilið frá minni hálfu. Þeim fækkar nú að vonum óðum Oddsstaðasystkinum, sem ég var svo lánsamur að kynnast og eiga samleið með nú í tæpa hálfa öld. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 257 orð

Njála Guðjónsdóttir

Elsku amma lang mín. Þó að ég viti að þinn tími hafi verið kominn er samt svo sárt að kveðja þig. Sorgartárin sem ég græt eru einnig grátin af gleði yfir því að hafa kynnst þér. Þér sem átt alltaf eftir að lifa í minningunum. Ég get huggað mig við þá hugsun að nú hefur þú öðlast friðinn, ert hjá Guði og englunum. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 302 orð

NJÁLA GUÐJÓNSDÓTTIR

NJÁLA GUÐJÓNSDÓTTIR Njála Guðjónsdóttir fæddist á Oddsstöðum í Vestmannaeyjum 22. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson, f. 1874, og Marthea Guðlaug Pétursdóttir, f. 1877. Af ellefu alsystkinum Njálu er Ósk, f. 1915, ein eftirlifandi. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 60 orð

Njála Guðjónsdóttir Elsku amma lang, alltaf varstu góð við alla, unga sem gamla. Þú vildir gefa manni allt sem þú áttir en

Elsku amma lang, alltaf varstu góð við alla, unga sem gamla. Þú vildir gefa manni allt sem þú áttir en eitthvað varðst þú að eiga sjálf. Maður labbaði til þín og maður fann hlýjuna koma á móti sér. Þú varst svo veik en samt vildirðu gera allt. Við viljum hafa þig hjá okkur. Ég sakna þín, amma lang. Heba. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 78 orð

Njála Guðjónsdóttir Mig langar að þakka allar stundirnar með ömmu lang, eins og við krakkarnir kölluðum hana. Hún var alltaf

Mig langar að þakka allar stundirnar með ömmu lang, eins og við krakkarnir kölluðum hana. Hún var alltaf óþreytt að spila við mig, og færði mér sælgæti eða aura þegar ég hitti hana. Hún fylgdist vel með öllu því sem ég hef áhuga á, og þó svo að amma væri orðin veik, gleymdi hún aldrei okkur börnunum og sá til þess að við fengjum allt, eins og hún var vön. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 832 orð

Ragnar Friðriksson

Elsku besti afi minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég sá þig síðast sunnudaginn áður en þú kvaddir þennan heim en þá var ég á leið minni á Laugarvatn í skólann. Mér datt aldrei í hug að þú værir á leiðinni að fara frá okkur þótt þú hafir verið orðinn mikið veikur. Þú faldir það svo vel að ekkert okkar í fjölskyldunni gerði sér í raun grein fyrir því hve veikur þú varst. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 155 orð

RAGNAR FRIÐRIKSSON

RAGNAR FRIÐRIKSSON Ragnar Friðriksson fæddist í Keflavík 16. maí 1927. Hann lést á heimili sínu 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Þorsteinsson, f. 1.9. 1900, d. 1968, og Sigurveig Sigurðardóttir, f. 2.1. 1905, d. 26.6. 1981. Ragnar var elstur sex systkina. Þau eru Þorsteinn, f. 24.11. 1928, Björg Erna, f. 5.12. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 347 orð

Þuríður Jónsdóttir

Góðir nágrannar eru ómetanlegir og söknuður kemur upp í hugann Þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu. Margar minningar brjótast fram í hugann frá þeim tíma er við systkinin vorum að alast upp á Reistará. Oft voru vetrardagarnir langir og dimmir og við systkinin sátum við gluggann og horfðum eftir gestum. Meira
26. apríl 1997 | Minningargreinar | 292 orð

ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR Þuríður Jónsdóttir frá Pálmholti, Arnarneshreppi, var fædd að Hálsi í Svarfaðardal 12. ágúst 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og skipstjóri á Hálsi, og Elín Þorsteinsdóttir frá Rauðuvík. Meira

Viðskipti

26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Alpan með 22 milljóna tap

TAP Alpan hf. nam um 22 milljónum króna á síðasta ári en árið 1995 nam tap félagsins 6,5 milljónum króna. Í mars á síðasta ári missti fyrirtækið stærsta viðskiptavin sinn og þar með 17% af veltu en velta þess var tæpum 80 milljónum minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir, eða 276 milljónir króna á síðasta ári. Meira
26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Áætluð velta um 3,4 milljarðar

Sameining Þormóðs ramma og Sæbergs Áætluð velta um 3,4 milljarðar AÐALFUNDUR Þormóðs ramma hf., sem haldinn var í gær á Siglufirði, samþykkti sameiningu við Sæberg hf. á Ólafsfirði frá og með 1. janúar 1997. Nafni félagsins var jafnframt breytt í Þormóður rammi ­ Sæberg hf. Meira
26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 122 orð

»Evrópsk hlutabréf lækka

MIKLAR lækkanir voru á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær í kjölfar lélegrar opnunar í Wall Street, en þar höfðu hlutabréf lækkað um 0,75% þegar verðbréfamarkaðir í Evrópu lokuðu, og hversu áhyggjufullir evrópskir fjárfestar eru vegna óvissu í stjórnmálum í Frakklandi og Bretlandi. Í London lækkaði FTSE-vísitalan um 0,43%, eða 18,8 stig í 4. Meira
26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Ferðamönnum fjölgaði

ERLENDIR ferðamenn sem komu til Íslands fyrstu þrjá mánuði ársins komu voru 28.519 talsins og fjölgaði þeim um 11,5% frá sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu að ferðamönnum hafi fækkað á milli ára á þessu tímabili og var þá stuðst við tölur frá Útlendingaeftirlitinu. Meira
26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 437 orð

Hagnaður jókst um helming

HAGNAÐUR Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri nam tæpum 48 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 6,1% af veltu félagsins. Þetta er aukning um rúm 50% frá árinu 1995 en þá nam hagnaður félagsins tæpum 32 milljónum króna. Heildarvelta félagsins nam um 789,3 milljónum króna og jókst hún um 193 milljónir króna á milli ára eða um 32,4%. Meira
26. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 316 orð

Hampiðjan hlýtur útflutningsverðlaun

HAMPIÐJAN hf. hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands 1997 sem afhent voru á sumardaginn fyrsta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Meira

Daglegt líf

26. apríl 1997 | Neytendur | 501 orð

Hvað skýrir hátt verðlag á erlendum tímaritum?

ÞORSTEINN Ingason hringdi og vildi gjarnan fá skýringar á háu verði á erlendum tímaritum. Hann segist oft verða vitni að því að blöðin séu seld á jafnvel þreföldu verði á við það sem þau kosta úti. "Sem dæmi nefnir hann að tímaritið Macformat kosti 4,99 pund eða 573 krónur í Bretlandi en hér á landi kostar það 1.250 krónur. Meira
26. apríl 1997 | Neytendur | 181 orð

Mannþröng á birgðasölu tískuverslana

MIKIL örtröð hefur verið undanfarna daga á birgðasölu Sautján, 4You, Deres, Smash og fleiri tískuverslana sem nú stendur yfir að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Salan hófst um síðustu helgi og þá voru þrengslin slík að starfsmenn brugðu á það ráð að verðmerkja flíkurnar undir berum himni og sem betur fer viðraði vel til slíkra verka. Meira

Fastir þættir

26. apríl 1997 | Dagbók | 2899 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 25. apríl til 1. maí: Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21, er opið allan sólarhringinn en Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 58 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dag, laugar

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður er í dag, laugardaginn 26. apríl,Þorgeir Ibsen, fyrrverandi skólastjóri, Sævangi 31, Hafnarfirði.Hann er að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, laugardaginn 26. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. desember 1996 í Háteigskirkju af sr. Gísla Kolbeinssyni Rósa Árnadóttirog Jakob Ingi Jakobsson. Heimili þeirra er á Helgubraut 33, Kópavogi. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember 1996 í Glerárkirkju af sr. Gunnlaugi Garðarssyni Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Jóhann Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 95, Reykjavík. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. febrúar í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Cecil Haraldssyni, Bryndís Þórarinsdóttir og Halldór Geir Þorgeirsson. Þau eru til heimilis í Tjarnargötu 41, Reykjavík. Meira
26. apríl 1997 | Dagbók | 788 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 475 orð

Ferming 27. apríl

Fermingar í Kristskirkju, Landakoti kl. 10.30. Fermd verða: Elva Rut Guðlaugsdóttir, Breiðvangi 9, Hf. Jóhanna Guðmundsdóttir, Gunnarsbraut 28, Rvík. Laufey Joniville Rosento, Sjávargötu 18, Bessast.hr. Matthildur Filippusdóttir, Skólavörðustíg 12, Rvík. Michael James Jónsson, Túngötu 8, Grindavík. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 792 orð

Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.)

Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Barnakórs kirkjunnar undir stjórn Ágústs Valgarðs Ólafssonar. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 500 orð

Heilaskemmd og fundahöld

Þegar maður ferðast með strætó gefst tóm til að íhuga lífið og tilveruna. Velta fyrir sér heimspekilegum spurningum eins og: "Er siðferði afstætt?" og "Hver er tilgangur lífsins?" Þá má ekki gleyma að fara út á réttum stað, eins og Ívar Páll Jónssongerði. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 33 orð

HlutaveltaMorgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradal ÞESSAR d

HlutaveltaMorgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagradal ÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til styrktar sundlaugarbyggingu í Vík í Mýrdal og söfnuðu þær 4.000 krónum. Þær heita frá vinstri talið Helena Smáradóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir og Kolbrún Magga Matthíasdóttir. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 788 orð

Hópmeðferð

Í SÍÐASTA pistli var gefið svar við spurningu um hópefli, en ekki gafst rúm til að svara því hvernig hópeflið tengist hópmeðferð. Verður nú reynt að bæta örlítið úr því. Hópefli er það afl sem skapast og býr í hópi og getur haft áhrif til góðs eða ills á hegðun þátttakendanna. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 1083 orð

Í hverju liggja verðmætin?

LISTMUNIR hafa þjónað margvíslegum tilgangi í gegnum aldirnar. Söfnunarþrá hefur einnig fylgt manninum frá alda öðli. Þar kemur til þrá hans eftir því sem hefur sögulegt gildi og gerir hlutina oft eftirsóknarverðari og verðmætari. Listaverkamarkaðurinn eins og við þekkjum hann varð til á seinni hluta þessarar aldar. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 437 orð

ÍKVERJI þakkar þeim lesendum (öllum körlum), sem hafa bru

ÍKVERJI þakkar þeim lesendum (öllum körlum), sem hafa brugðizt ýmist vel eða illa við skrifum hans fyrir hálfum mánuði um jafna verkaskiptingu á heimilum, gúmmíhanzka, heimilistæki og auglýsingar. Sérstaklega þakkar skrifari fyrir gúmmíhanzkana, sem hjálpfúsir lesendur hafa sent. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 829 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 898. þáttur

898. þáttur NÚ KEMUR ný ætt í rímnabragfræði, stafhenduætt. Þar er ekki víxlrím eins og í ferskeytluættinni, heldur ríma braglínur hlið við hlið, stundum allar. Í dæmunum hér á eftir hagar svo til; það er stafhenduætt II, samhenda. Samhendan hér á eftir er bæði hringhend og oddhend, og heitir þá áttþættingur. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
26. apríl 1997 | Í dag | 397 orð

Réttmæti eðaólögleg

EFTIRFARANDI barst Velvakanda: "Sagt er að íslenskir unglingar kunni ekki að skemmta sér! Það er ekki rétt. Við kunnum að skemmta okkur og flestir meira að segja án áfengis og eiturlyfja. En í gegnum árin höfum við þurft að hlusta á, bæði í fjölmiðlum og í predikunum foreldra (bæði minna og annarra), hvað við unglingarnir séum slæmir. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 499 orð

Skipulag í æðinu

BRESKI rithöfundurinn Terry Pratchett er geysivinsæll í heimalandi sínu og reyndar víða um heim fyrir Discworld-bækur sínar, en af þeim hefur komið út á þriðja tug. Persónurnar sem þar koma fyrir sjónir eru margar sérkenni- og kímilegar og henta vel fyrir teiknimyndaútfærslu og jafnvel tölvuleikjavinnslu. Meira
26. apríl 1997 | Dagbók | 261 orð

SPURT ER ...

»Rektorskjör fór fram í Háskóla Íslands í vikunni. Nýr rektor háskólans er heimspekingur og mun taka við embættinu í haust. Hvað heitir hann? »Forseta Perú var hrósað víða um heim eftir að hann sendi sveitir inn í bústað japanska sendiherrans í Lima til að frelsa rúmlega sjötíu gísla, sem skæruliðar Tupac Amaru-hreyfingarinnar höfðu haft í haldi í 126 daga. Meira
26. apríl 1997 | Fastir þættir | 1161 orð

Sælkeri í sendiherrastarfi

"KAMPAVÍN er að mörgu leyti ofmetinn drykkur að mínu mati," segir John Maddison þar sem við dreypum á kampavínsglasi fyrir matinn í forstofu Einars Ben við Ingólfstorg. "Alls ekki svo að skilja að kampavín séu vond. Það mætti frekar líkja þessu við hversu ofmetinn humar er í samanburði við krabba, þótt krabbakjöt gefi humri stundum ekkert eftir. Meira

Íþróttir

26. apríl 1997 | Íþróttir | 353 orð

Allt er þá þrennt er

Gríska félagið Olympiakos varð Evrópumeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti í fyrrakvöld, þegar það lagði Barcelona frá Spáni að velli, 73:58, í Rómaborg. Sigurinn var langþráður því Olympiakos tapaði í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða 1994 og 1995; nú var hins vegar aldrei spurning um hvort liðið væri sterkara, Grikkirnir höfðu leikinn í hendi sér í síðari hálfleik. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 143 orð

Birgir Leifur komst áfram BIRGIR Leifu

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, náði markmiði sínu í fyrradag er hann tryggði sér keppnisrétt í sænsku mótaröðinni. "Mér tókst að ná markmiðinu og er stoltur yfir því, nú er að setja sér ný," sagði Birgir í gær. Hann segir veður hafa sett strik í reikninginn hjá öllum keppendum, níu vindstig voru og rigning meðan keppni stóð yfir. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 255 orð

DIKEMBE Mutombo,

DIKEMBE Mutombo, miðherji hjá Atlanta Hawks, var útnefndur varnarmaður ársins í NBA deildinni í körfuknattleik á fimmtudag. ÞETTA er í annað skipti á þremur árum sem Mutombo, sem er frá Zaire, hlotnast þessi heiður. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 95 orð

Fimmti sigur Sigmars í röð SIGMAR Gunnar

SIGMAR Gunnarsson úr Borgarfirði sigraði í karlaflokki í 82. víðavangshlaupi ÍR sem haldið var á sumardaginn fyrsta að vanda. Þetta var fimmta árið í röð sem Sigmar sigrar og voru yfirburðir hans meiri en dæmi eru um í sögu hlaupsins. Hann kom í mark 25 sek. á undan næsta manni, Daníel Smára Guðmundssyni úr Ármanni. Gunnlaugur Skúlason, UMSS, varð þriðji. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 118 orð

Glímt um GrettisbeltiðÍSLANDSGLÍMA

ÍSLANDSGLÍMAN fer fram í dag í 87. skipti. Keppni hefst kl. 14 í íþróttahúsi Kennaraháskólans og er reiknað með mjög spennandi keppni um Grettisbeltið ­ elsta verðlaunagrip sem barist er um í íslenskum íþróttum. Ellefu kappar munu takast glímutökum í dag og keppa um beltið fagra, sem gefið var 1906 af glímuvinum í Grettisfélaginu á Akureyri. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 61 orð

Gunnar skrifar undir hjá Fram

GUNNAR Berg Viktorsson, landsliðsmaður úr Vestmannaeyjum, gerir ráð fyrir að skrifa undir samning til eins árs við 1. deildarlið Fram í handknattleik á mánudag, en hann hyggst fara í Tækniskólann í haust. "Ég hef gert munnlegt samkomulag við Framara," sagði skyttan við Morgunblaðið í gærkvöldi. "Málið er ekki frágengið en væntanlega skrifa ég undir samning á mánudag. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 279 orð

Heitt í kolun- um í Flórens

Heitt var í kolunum þegar Fiorentina tók á móti Barcelona í fyrrakvöld. Liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum en Barcelona tryggði sér sæti í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa með 2:0 sigri í Flórens. Ronaldo, sem var annars vel gætt af heimamönnum, skoraði eftir stundarfjórðung en markið var dæmt af vegna rangstöðu og var dómurinn umdeildur. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 230 orð

Íslendingar neðstir

Íslenska skvasslandsliðið varð í neðsta sæti á Evrópumótinu í Óðinsvéum í Danmörku, sigraði í einni lotu en tapaði öllum leikjum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar eru með á Evrópumóti og eru þeir reynslunni ríkari en næsta verkefni er keppni á Smáþjóðaleikunum heima. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 139 orð

Íslendingar töpuðu á fyrsta degi

Norðurlandameistaramótið í badminton hófst í gær í Kaupmannahöfn og tapaði Broddi Kristjánsson í fyrstu umferð í einliðaleik karla. Andstæðingur hans, Daninn Kenneth Jonassen, hafði betur í tveimur lotum, 15/8, 15/7. Í tvenndarleik töpuðu íslensku pörin í fyrstu umferð og bæði fyrir dönskum pörum. Árni Þór Hallgrímsson og Vigdís Ásgeirsdóttir lutu í lægra haldi, 15/12, 15/4. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 288 orð

Jón féll á lyfjaprófi

Jón Gunnarsson, kraftlyftingamaður, féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramótinu í Austurríki á liðnu ári, samkvæmt frétt DV í gær. Í frétt blaðsins kemur fram að Jón var dæmdur í tveggja ára keppnisbann 13. nóvember sl. og sviptur bronsverðlaununum sem hann vann til á mótinu. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 95 orð

KNATTSPYRNA

GUÐNI Bergsson, fyrirliði enska 1. deildarliðsins Bolton Wanderers, tók í gærkvöldi á móti bikarnum sem fylgir sigri í deildinni ­ eftir síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Bolton sigraði Charlton 4:1, hefur nú 97 stig og hefur gert 98 mörk.Guðni og félagar eiga einn leik eftir, gegn Tranmere á útivelli. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 553 orð

Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða Úrslitaleikur í Rómaborg: Olympiakos - Barcelona73:58 David Rivers 26, Dragan Tarlac

Evrópukeppni meistaraliða Úrslitaleikur í Rómaborg: Olympiakos - Barcelona73:58 David Rivers 26, Dragan Tarlac 11, Dimitry Papaniikolau 11 ­ Andres Jimenez 16, Arturas Karnisovas 14, Rafael Jofresa 9. NBA-deildin Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 70 orð

Leverkusen upp að hlið Bayern BAYER Leverkusen van

BAYER Leverkusen vann Werder Bremen 2:1 í gærkvöldi og skaust upp að hlið Bayern M¨unchen á toppnum í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Ulf Kirsten gerði bæði mörk Leverkusen en Skripnik minnkaði muninn úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Bayern og Leverkusen eru með 59 stig. Leverkusen er með 24 mörk í plús en Bayern 27 mörk auk þess sem liðið á leik við D¨usseldorf til góða. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 38 orð

Meistararí snókerJÓHANNES B. Jóhannesson t.v.

JÓHANNES B. Jóhannesson t.v. og Gunnar Valsson t.h. urðu um síðustu helgi Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í snóker. Í úrslitum lögðu þeir Brynjar Valdimarsson og Björgvin Hallgrímsson með nokkrum yfirburðum. Ásgeir Ásgeirsson og Gary Vinson höfnuðu í þriðja sæti. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 477 orð

Miami byrjaði með háum hvelli

Leikmenn Miami Heat byrjuðu með hvelli í úrslitakeppninni í fyrrakvöld er þeir sigruðu Orlando á heimavelli, 99:64. Þar með tóku þeir forystu í einvígi liðanna. Voshon Lenard gerði 24 stig í leiknum þar af 11 í fyrsta leikhluta er Miami náði 25 stiga forystu og lagði þar með grunn að sigrinum. Alonzo Mourning gerði 12 stig og tók 11 fráköst auk þess að verja sex skot. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 398 orð

Mikilvægur áfangi í höfn

Forráðamenn Ólympíunefndar Íslands skrifuðu í gær undir samstarfs- og styrktarsamning við níu fyrirtæki vegna Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi 2.­7. júní nk. Styrkirnir eru í formi fjármagns og þjónustu á ýmsum sviðum. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 112 orð

PÍLUKASTTvöfalt hjá Þorgeir

ÞORGEIR Guðmundsson varð um fyrri helgi tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í pílukasti, sigraði í einmenningi og tvímenningi ásamt Einari Óskarssyni. Þeir Þorgeir og Einar sigruðu Arnar og Óla Sigurðssyni 4-3 í úrslitum í tvímenningi og í einmenningi mættust þeir Þorgeir og Óli á ný og aftur hafði Þorgeir betur, vann 5-3. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 275 orð

PSG slapp með skrekkinn á Anfield

Franska liðið PSG og Barcelona frá Spáni leika til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam 14. maí. Barcelona tryggði sér úrslitasætið með 2:0 sigri á Fiorentina á Ítalíu en 3:0 sigur PSG á Liverpool í París fyrir hálfum mánuði fleytti franska liðinu áfram, því það tapaði 2:0 á Anfield í seinni leiknum í fyrrakvöld. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 151 orð

Sigurður frá Minden? SIGURÐUR Bjarnason er hugsan

SIGURÐUR Bjarnason er hugsanlega á leið frá Minden þó hann eigi ár eftir af samningi sínum við þýska félagið. "Félagið hefur keypt marga nýja leikmenn, er skuldugt og þarf að losa sig við leikmenn en ég hef meðal annars verið nefndur í því sambandi," sagði Sigurður við Morgunblaðið. Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 45 orð

Um helgina Knattspyrna Deildabikar karla Laugardagur: Víkingsvöllur:ÍBV - Víkingur13 Deildabikar kvenna: Laugardagur: Sandgras

Knattspyrna Deildabikar karla Laugardagur: Víkingsvöllur:ÍBV - Víkingur13 Deildabikar kvenna: Laugardagur: Sandgras Kópavogi:Stjarnan - ÍA15 Sunnudagur: Ásvellir:ÍBV - Haukar13 Júdó Meira
26. apríl 1997 | Íþróttir | 373 orð

Vernharð varla með Noregi á Norðurlandamótinu

JÚLÍUS Hafstein, formaður Júdósambands Íslands (JSÍ), telur litlar líkur á því að Vernharð Þorleifsson keppi fyrir hönd Noregs á Norðurlandamótinu í lok maí, eins og hann og Júdósamband Noregs hafa óskað eftir. Meira

Úr verinu

26. apríl 1997 | Úr verinu | 678 orð

Veruleg aukning hefur orðið í veiðum á kaldsjávarrækju

KALDSJÁVARRÆKJU er finna um allt norðurhvel, í Atlantshafi í Barentshafi, við Svalbarða, suður með Noregsströnd og í Norðursjó; við Ísland og Grænland, við Baffinseyju, við Labradorströnd og Nýfundnaland, á Miklabanka og allt suður í Maineflóa. Í Atlantshafi er aðallega um að ræða eina tegund, Pandalus borealis, en í Kyrrahafi eru þær nokkrar. Meira

Lesbók

26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

AFMÆLISTÓNLEIKAR LÚÐRASVEITAR REYKJAVÍKUR

LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur afmælistónleika í dag, laugardaginn 26. apríl, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni 75 ára afmælis sveitarinnar. Þeir hefjast klukkan 14. Karlakór Reykjavíkur syngur nokkur lög á undan tónleikunum, lúðrasveitin leikur og Páll Pampichler Pálsson mun stjórna sveit eldri félaga. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1106 orð

BÓKAVERSLUN Í NETHEIMUM Því hefur verið spáð að alnetið muni ganga af prentuðu máli dauðu og er sumum bókhneigðum þyrnir í auga.

ALNETIÐ er til marga hluta nytsamlegt þó að mönnum hafi gengið erfiðlega að nýta það til verslunar og viðskipta. Dæmi eru þó um hagnýtingu þess í því skyni og fer fjölgandi, ekki síst er bókaverslun blómleg á netinu og harðandi samkeppni á því sviði. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

EFNI

Halldór Laxness varð 95 ára í vikunni. Af því tilefni var m.a. opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Ásjónur skáldsins, þar sem sýnd eru málverk, höggmyndir og teikningar af skáldinu. Myndir af þeirri sýningu eru á forsíðu Lesbókarinnar og í miðopnu, þar sem birtur er kafli úr Sjálfstæðu fólki. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð

EIGINGJARNA BLÓMIÐ Í VASANUM

Væri aðeins unnt að fjarlægja gluggana svo að þreytt augu þeirra vissu ei mót himni væri aðeins unnt við dögun hverja að flytja húsið inní skóginn sitja þar við hlið þess hvísla að því á kvöldin sögunni um broddgöltinn sem ég fann í landi leiðanna gleymdu Þá færu skógarnir að elska gráan leyndardóminn um rykfallin Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 798 orð

EKKI BARA LEIKFIMI

TESSIR unglingar skilja ekki ást. Teir halda bara að tað er leikfimi," ­ sagði þýsk kunningjakona mín, búsett á Íslandi, fyrir skömmu. Mér þótti framsetningin nokkuð skondin og hló við en upp í huga mér komu dálítið dapurlegar fullyrðingar um ástinda sem ég hef lesið í ritgerðum nemenda minna undnafarna vetur. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1403 orð

ERFIÐIR TÍMAR Í ULTIMA THULE

eftir Halldór Laxness. J.A. Thompson þýddi á ensku. Inngangur eftir Brad Leithauser. Vintage International. Vintage Books. New York, 1977. Sjálfstætt fólk kom nýlega út öðru sinni í Bandaríkjunum, en fyrri útgáfan var 1946. Eftirfarandi ritdómur um bókina birtist í bókablaði The New York Times á sunnudaginn 21. apríl og er höfundur hans Annie Dillard rithöfundur. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1168 orð

EVELYN GLENNIE OG MARTHA ARGERICH

James MacMillan: Veni, Veni Emmanuel ­ konsert fyrir slagverk og hljómsveit, After the Tryst, "... as other see us...", Three Dawn Rituals, Untold. Einleikari: Evelyn Glennie. Hljómsveitarstjórar: Jukka-Pekka Saraste og James MacMillan. Hljómsveit: Scottish Chamber Orchestra. Kammerhópur: Einleikarar úr Skosku kammersveitinni. Útgáfa: BMG-CATALYST 09026 61916 2. Verð: kr. 1.899 ­ Skífan. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2041 orð

FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖÐRUVÍSI IV AFBURÐAM

Áráttusérvitringarnir eru kapituli útaf fyrir sig. Þeir sem kenndir eru við fræðimanninn Asperger, samkvæmt staðlinum og fjallað hefur verið um í þessum greinaflokki. Um lýsingu er að ræða fremur en skýringu. Það kann að vera ofmælt en þó helgað af tilgangi sínum að kalla asp. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

FRELSI

Nú! Er hann dáinn? sagði ég rólega, yfirveguð þegar fregnin barst mér Undrandi á rósemd minni en fann samt einhvern torkennilegan titring fyrir brjóstinu eins og þar væri ofurlítill fugl að taka síðustu andvörpin einn í búrinu sínu oftast með breitt yfir það í einu horni stofunnar af því tíst hans var svo truflandi Tár mín Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 783 orð

GENGIÐ FRAMHJÁ GUÐMUNDI SKÓLASKÁLDI Fáein orð um Íslenska bókmenntasögu III og skáld sem hafa mátt þola það að missa vinsældir

GENGIÐ FRAMHJÁ GUÐMUNDI SKÓLASKÁLDI Fáein orð um Íslenska bókmenntasögu III og skáld sem hafa mátt þola það að missa vinsældir og jafnvel að gleymast. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 540 orð

GRÓSKA OG TÍMAMÓT Í ÚTGÁFU HLJÓÐBÓKA Með tilkomu Hljóðbókaklúbbsins eru hljóðbækur orðnar fastur liður í bókaútgáfu hér á landi.

SÚ VIÐBÓT í bókaútgáfu sem varð með tilkomu Hljóðbókaklúbbsins var tímabær, jafnvel kærkomin ef marka má ágætar viðtökur við þessu framtaki. Auk mánaðarbóka fyrir félaga, stendur klúbburinn fyrir viðamikilli útgáfu á Íslendingasögunum ásamt barnaefni, hvorttveggja fyrir almennan markað. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

HUGVEKJA

Hákot er stórt orð. Hugvekja er stórt orð. Hugmynd er líka stórt orð. Af þessum þremur stóryrðum ætla ég að velja mér Hugmyndina. Hvernig sjáum við? Með augunum. Mikið rétt, það gera mörg okkar.Það gera flest okkar - en ekki öll. Sum okkar sjá með fingrunum eða jafnvel eyrunum. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2040 orð

Í KRAÐAKINU EFTIR SÓLVEIGU K. EINARSDÓTTUR Um koss engilsins, blóm í átta litum, kínverskt rokk á snældum, te í sultukrukku,

KÍNVERJUM FJÖLGAR UM 15 MILLJÓNIR Á ÁRI ­ SÍÐARI HLUTI Í KRAÐAKINU EFTIR SÓLVEIGU K. EINARSDÓTTUR Um koss engilsins, blóm í átta litum, kínverskt rokk á snældum, te í sultukrukku, Hamlet á kínversku og dauðahrinur o.fl. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1162 orð

ÍSLENSK "INNRÁS" Á HOT DOCS! "Hot Docs" er heitið á alþjóðlegri kvikmyndahátið og ráðstefnu um heimildamyndir sem haldin er

HOT Docs er í dag ein stærsta markaðshátíð fyrir sjónvarp í Norður- Ameríku. Hátíðin stóð yfir í 5 daga og á þeim tíma var sýndur rjóminn af þeim heimildamyndum sem í boði eru í heiminum í dag. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

ÍSLENSKU BARNABÓKA VERÐLAUNIN TIL ÞORGRÍMS

ÍSLENSKU BARNABÓKA VERÐLAUNIN TIL ÞORGRÍMS ÞORGRÍMUR Þráinsson hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1997 sem afhent voru í tólfta sinn sumardaginn fyrsta. Verðlaunasaga Þorgríms heitir Margt býr í myrkrinuog kom hún út hjá Vöku-Helgafelli afhendingardaginn. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð

Í UNUHÚSI

Upp þetta dimma sund: þar lá mín leið mart liðið kvöld; og sæi eg ljós, þá var sem vanda og neyð væri nú lyft af heilli öld. Hér beið mín eftir amstur dags og önn -eða utanförsú fylling vona er fæstum verður sönn, að fá af vini örugg svör, svo létti vafa og öllum ugg af þér sem átt þar hlé: hver þögn fær óm; hvert orð ber epli í sér. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 5527 orð

KISTA KVELD-ÚLFS EFTIR ÞÓRHALL VILMUNDARSON Flestir Íslendingar munu kannast við frásögn Egils sögu af kistu Kveld-Úlfs, sem

ÍLESBÓK Morgunblaðsins 5. nóv. 1994 ritaði Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðingur greinina Er kista Kveldúlfs fundin? Þar rekur hann hina kunnu frásögn Egils sögu af Kveld-Úlfi, sem lézt í hafi á leið til Íslands, Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2673 orð

KONUNGUR HÖGGVINN MEÐ KÓRÓNU Á HÖFÐI ENSKA BYLTINGIN 1648

Pólitískar breytingar verða á ýmsa vegu. Oft getur verið erfitt að koma breytingum til leiðar og því ekki síður snúið fyrir fræðimenn að greina hvenær og hvernig pólitískar breytingar verða til. Byltingar eru ein tegund pólitískra breytinga og er þá ekki eingöngu um að ræða stjórnarfarsbreytingar, heldur er þjóðfélagsgerðinni allri umturnað. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð

KRÓNIKAN

Um lífshlaup sitt ástsæll ráðherra vor hefur ritað og raunar ekki í neinum ómyndarpésa. Firnaþykk er þessi bók í feiknastóru broti flúruð gulli um kjöl en spjöldin blá. Þessar umbúðir urðu svo miklar að ekkert varð vitað um innihald mannsins sem skrúðmælgin greindi frá. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

KVEÐJA TIL VINAR

Þegar þú fórst fylgdi hjarta mitt í humátt á eftir Ég var ekki viss hvort þú kæmir til baka Fuglarnir flugu út um gluggann. Ástarfuglarnir. Og með þeim sú löngun mín að segja þér að vera um kyrrt. Höfundurinn er í lista- og heimspekinámi í New York. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 647 orð

LEIKGERÐ NJÁLU Á SNÆLDUM Í ÞÝSKALANDI Leikgerð Njálssögu hefur nú verið gefin út í hljóðbókarformi í Þýskalandi. ÞÓRARINN

ÚTGEFANDI leikgerðarinnar er Der HörVerlag, en hefur notið samvinnu við vestur-þýska útvarpið WDR undir forystu leikstjórans og Íslandsvinarins Wolfgangs Schiffers, hafði frumkvæði að leikgerð verksins og hélt utan um framleiðsluna. Höfundur er David Wade og leikstjóri Klaus Mahrländer. Verkið tekur rúma fimm tíma í flutningi og er því komið fyrir á fjórum hljóðsnældum. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð

LISTMUNASTRÍÐ AUSTURS OG VESTURS

LISTMUNASTRÍÐ hefur nú brotist út á milli Bandaríkjanna og Rússlands, vegna listmuna frá Romanov-tímanum, sem þeir fyrrnefndu hafa að láni og hafa sýnt í Washington. Til stóð að senda munina á sýningu í Texas en nú hafa rússneskir diplómatar fengið skipun um að gera allt sem þurfi til að endurheimta gripina hið snarasta. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

LÍFSINS TRÉ

Það stendur fyrir framan migsterkt og fallegtmeð stofninn sveraog sterklegar greinar.Er það lífsins tré? Ég sé að stundum hefur sorfið aðgreinarnar hafa bognaðundan ágangi lífsinsen staðist áhlaupið.Er það lífsins tré? Greinarnar teygja sig uppteygja sig upp til himinsinsog birtunnar eins og við öllgerum þegar á bjátar. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 626 orð

MYNDLIST Ásmundarsafn ­ Sigtúni

Ásmundarsafn ­ Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir ­ Flókagötu Sýn. á verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. ASÍ ­ Ásmundarsalur ­ Freyjugötu 41 Aðalsteinn Svanur Sigfússon til 4. maí. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 600 orð

NORRÆNIR HÖFUNDAR GETA EKKI HORFT FRAMHJÁ SAGNAARFINUM

NORRÆNIR HÖFUNDAR GETA EKKI HORFT FRAMHJÁ SAGNAARFINUM STÍLLINN var töluvert vandamál," segir danski rithöfundurinn, Jon Høyer, sem skrifað hefur skáldsögu sem gerist á Íslandi á þjóðveldisöld. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 232 orð

NÝTT STJÓRNBORÐ

NÝTT, rafstýrt stjórnborð við orgel Hallgrímskirkju er komið til landsins og munu orgelsmiðir frá orgelsmíðafyrirtækinu Johannes Klais í Bonn tengja það næstu daga svo það verði tilbúið fyrir Kirkjulistahátíð 1997 sem hefst á hvítasunnudag, 18. maí nk. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 790 orð

SAGAN ER HÉR OG LIFIR

eftir Ragnar Arnalds Leikstjórn og leikmynd: Sigrún Valbergsdóttir Búningar: Unnur Kristjánsdóttir Lýsing: Kári Gíslason Dragspilsleikari: Jóhann Örn Arnarson aðstoðarleikstjóri: Guðrún Pálsdóttir Leikskrársmiðir: Sigurður Ágústsson, Ágúst Sigurðsson Í helstu hlutverkum: Helga Jónína Andrésdóttir, Kolbrún Zophaníasdóttir, Guðmundur Karl Ellertsson, Benedikt Blöndal Lárusson, Kristín Guðjónsdóttir, Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1738 orð

SÓLBRENNDAR HÆÐIR SMÁSAGA EFTIR ÖNNUR MARÍU ÞÓRISDÓTTUR Þarna lifði ég mestu sæludaga lífs míns, í tjaldbúðum hermanna úti í

Kvöldblærinn bærir tjalddúkinn. Brátt skellur myrkrið á. Hæðirnar eru gulrauðar í kvöldskininu. Kletturinn minn skagar fram og ég get greint hvern drátt í veðruðum rákum hans. Í lægðir safnast dimmbláir skuggar eins og svalandi tjarnir. Þetta hef ég horft á undanfarin kvöld úr rekkju minni í tjaldbúðinni, örlagaklettinn minn og umhverfi hans. Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð

TÓNLEIKAR Í ASÍU

EINAR Jóhannesson klarinettuleikari heldur í dag áleiðis til Asíu, þar sem hann mun koma fram á kammertónleikum í Hong Kong og sinfóníutónleikum í Singapore á næstunni. Fyrst liggur leið Einars til Hong Kong þar sem hann mun í næstu viku efna til námskeiða með "master class" sniði í Academy of the Performing Arts og koma fram á kammertónleikum ásamt David Knowles Játvarðssyni Meira
26. apríl 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1092 orð

VINSTRI VÁNGI

Hvernig tókst svo þessari kattarsneypu að koma í veg fyrir frekari óhamíngju á hinum afskekta bæ í dalnum? Í vökulokin lagði Bjartur af stað með hann undir hendinni útí hús; en þráttfyrir það bar hann ekki fult traust til kattarins; hann fór ekki að sofa og sat leingur frammeftir en hann var vanur, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.