Greinar þriðjudaginn 29. apríl 1997

Forsíða

29. apríl 1997 | Forsíða | 102 orð

Bænagerð gegn orkuverunum

NORSKIR umhverfisverndarsinnar, sem berjast gegn áformum stjórnvalda um að reisa fleiri gasorkuver, geta nú vænst aðstoðar "að ofan". Leiðtogar norsku þjóðkirkjunnar hafa samþykkt að biðja alla söfnuðina um að fara með sérstakar bænir í von um að geta þannig komið í veg fyrir þessar umdeildu framkvæmdir. Meira
29. apríl 1997 | Forsíða | 265 orð

Flúðu grimmilegar árásir þorpsbúa

ÞÚSUNDIR rúandískra hútúa sneru aftur í flóttamannabúðir sunnan við borgina Kisangani í Zaire í gær og sögðust hafa flúið þaðan vegna grimmilegra árása íbúa þorpa í grenndinni og uppreisnarmanna. Starfsmenn hjálparstofnana og fréttamenn fengu að skoða búðirnar og sáu þar tugi rotnandi líka hútúa, sem höfðu verið of veikburða til að geta flúið. Meira
29. apríl 1997 | Forsíða | 284 orð

Major segir einingu Bretlands í hættu

KOSNINGABARÁTTAN harðnaði á Bretlandi í gær og gerði John Major forsætisráðherra tilraun til að hrifsa frumkvæðið þegar hann kom óvænt fram fyrir utan breska þingið síðdegis með ásakanir um að einingu Bretlands væri stefnt í voða sigraði Verkamannaflokkurinn. Meira
29. apríl 1997 | Forsíða | 238 orð

Ótti við mannát

HUNGURSNEYÐIN í Norður- Kóreu er svo mikil, að fólk reynir að selja utan af sér flíkurnar fyrir mat; sumir læðast yfir til Kína til að stela skepnufóðri og dæmi eru um, að fólk bíði með að jarðsetja látna ástvini sína af ótta við, að líkin verði grafin upp og étin. Er þetta haft eftir fólki, sem er nýkomið frá landinu. Meira
29. apríl 1997 | Forsíða | 97 orð

Saddam Hussein mærður

TUGIR þúsunda Íraka tóku þátt í skrúðgöngu í tilefni af 60 ára afmæli Saddams Husseins Íraksforseta í heimabæ hans, Tikrit, í gær. "Með blóði okkar og sál skulum við verja þig, Saddam!" hrópaði mannfjöldinn að viðstöddum öllum æðstu embættismönnum landsins, að Saddam sjálfum undanskildum. Meira

Fréttir

29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

120 maríhúanaplöntur

LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald á 120 maríhúanaplöntur síðdegis í gær í gróðurhúsi í Hveragerði, eftir að lögreglumaður hafði orðið var við að þær væru í ræktun þar. Um gróðurhús í einkaeigu var að ræða og enn sem komið er hafa ekki komið fram vísbendingar um að afrakstur ræktunarinnar hafi verið seldur utanaðkomandi aðilum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

650 þúsund krónur til barnageðdeildar

Í FRÉTT í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, þar sem greint var frá því að Sambíóin hefðu haldið styrktarsýningu fyrir barna- og unglingageðdeild Landspítalans, var ranglega farið með föðurnöfn tveggja sona Árna Samúelssonar í myndatexta. Synir Árna eru Alfreð og Björn, en þeir voru sagðir Samúelssynir í myndatextanum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

Aðeins til þess að sverta veiðifélagið

YFIRLEITT eru fleiri hliðar en ein á hverju máli og sannast það enn og aftur varðandi netaveiðar í Elliðavatni sem standa fyrir dyrum í vor. Í Morgunblaðinu var um helgina greint frá umræddum netaveiðum og haft eftir Guttormi Einarssyni að óhugur væri í stangaveiðimönnum sem stunda vatnið og sjálfur hefði hann rökstuddan grun um að forsendurnar fyrir veiðunum væru aðrar en yfirlýstar væru. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 226 orð

Aðskilnaðarsinnarsleppa gíslum

SPENNA fór úr lögregluumsátri við dvalarstað aðskilnaðarsinna í Texas í gær er þeir síðarnefndu slepptu tveimur gíslum sínum í stað liðsmanns þeirra, sem handtekinn var á sunnudag fyrir ólöglegan vopnaburð. Samtökin, Lýðveldið Texas, hafa lýst yfir sjálfstæðu ríki og vilja að bandarísk stjórnvöld viðurkenni það. Meira
29. apríl 1997 | Miðopna | 1259 orð

Baráttan harðnar en fylgið stendur í stað

AÐEINS tveir dagar eru eftir af kosningabaráttunni á Bretlandi og bendir fátt til þess að Íhaldsflokknum takist að vinna upp það forskot, sem Verkamannaflokkurinn hefur haft samkvæmt skoðanakönnunum, áður en Bretar ganga að kjörborðinu eftir tvo daga. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 276 orð

Besta afkoma Landsvirkjunar í fyrra

HAGNAÐUR Landsvirkjunar nam 1.740 milljónum króna á síðasta ári og er þetta besta rekstrarafkoma í sögu fyrirtækisins. Þetta kom fram í ársskýrslu sem lögð var fram á ársfundi fyrirtækisins í gær. Á samráðsfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var að loknum ársfundinum, sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Blettaskoðun í byrjun sumars

FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélag Íslands sameinast um þjónustu við almenning fimmtudaginn 1. maí. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið á göngudeild húð- og kynsjúkdóma að Þverholti 18 í Reykjavík eða Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Bridssigur í norrænni keppni

ÍSLAND vann Bikarkeppni Norðurlandanna í brids, sem haldin var í Rottneros í Svíþjóð um helgina. Hvert Norðurlandanna sendi eitt lið til mótsins. Íslenska liðið endaði með 101 stig og næstir komu Danir með 91 stig. Íslenska liðið var skipað Sævari Þorbjörnssyni, Sverri Ármannssyni, Sigurði Sverrissyni og Þorláki Jónssyni. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Dæmi um grátandi nemendur í lok prófsins

KVARTAÐ var við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála vegna samræmda prófsins í stærðfræði sem fram fór í grunnskólum landsins í gær. Prófið þótti of langt og komust nemendur í tímaþröng. Dæmi er um að þegar próftíma lauk hafi 60% nemenda enn setið yfir úrlausnunum og dæmi er um að nemendur hafi setið grátandi við prófborðin. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Eigendur söluturna

HJÓNIN Jóna Sighvatsdóttir og Sigurður Bergsson hafa tekið við rekstri tveggja söluturna í miðbæ Akureyrar, Borgarsölunnar og Turnsins. Jóna er sjúkraliði og hefur starfað við þá grein meira og minna síðustu 30 ár en Sigurður hefur verið vélstjóri á ýmsum skipum og gert út trillur. Meira
29. apríl 1997 | Smáfréttir | 46 orð

EIGENDUR söluturnsins Drekans, Njálsgötu 23, Reykjavík

EIGENDUR söluturnsins Drekans, Njálsgötu 23, Reykjavík gáfu Barnaspítala Hringsins nýlega 107 myndbandsspólur. Þessi gjöf kemur sér vel og á örugglega eftir að stytta stundirnar og gera lífið bærilegra fyrir þann fjölda barna og unglinga er á spítalann kemur. Á myndinni sjást ánægðir sjúklingar og starfsmenn skoða spólurnar. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 959 orð

Eiturlyfjamafíur smygla flóttafólki til Spánar Glæpamannahóparí Marokkó hafa færtút kvíarnar og takanú að sér að smygla fólki

ÓLÖGLEGUM innflytjendum frá Afríku hefur fjölgað mjög á Spáni á síðustu tveimur árum. Á þessu tímabili hefur fjöldi þeirra sem handteknir hafa verið í Andalúsíu á Suður-Spáni næstum því tvöfaldast. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Elstu mannvistarleifar Kaupmannahafnar

Fornleifafundur við Kóngsins nýja torg Elstu mannvistarleifar Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Endurbætt þjónustumiðstöð opnuð

BRIMBORG-ÞÓRSHAMAR hefur opnað nýja sölu- og þjónustumiðstöð á Tryggvabraut 3­5 á Akureyri. Brimborg hf. keypti bifreiða- og þjónustuverkstæðið Þórshamar og húsnæði þess í lok síðasta árs og hefur nafni fyrirtækisins verið breytt í Brimborg-Þórshamar hf. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 963 orð

Er baktería undirrót hjartasjúkdóma?

BAKTERÍAN Chlamydia pneumoniae er ekki jafn kunn og nafna hennar trachomatis, sem veldur kynsjúkdómi, en hún er miklu útbreiddari og hugsanlega miklu hættulegri. Allir komast í kynni við þessa bakteríu fyrr eða síðar og margir oft en hún berst á milli manna með hósta og hnerra. Veldur hún sýkingu í öndunarfærum, sem stundum getur orðið að lungnabólgu. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Fengu að klappa kiðlingnum

ÞÆR Anna Jónína sem býr á Húsavík og Inga Bryndís sem á heima á Akureyri heimsóttu Guðnýju Buch bónda á Einarsstöðum í Reykjadal á dögunum. Þær voru ekki seinar á sér að hlaupa beint í fjárhúsið að líta á nýfæddan kiðling sem þær fengu að halda á og klappa. Guðný átti á árum áður nokkrar geitur en heldur nú aðeins huðnu og hafur. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 435 orð

Fer í Skeiðará um Grímsvötn

VÍSINDAMENN voru á ferð á sumardaginn fyrsta við eldstöðvarnar undir Vatnajökli þar sem gaus í haust og á Skeiðarársandi við margs konar mælingar og athuganir. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans segir að nú hafi í fyrsta sinn gefið til mælinga frá 30. janúar og fari vatnsborð Grímsvatna greinilega lækkandi. Meira
29. apríl 1997 | Landsbyggðin | 379 orð

Fleiri nemendur eiga kost á framhaldsnámi

Húsavík-Í tilefni 10 ára afmælis Framhaldsskólans á Húsavík bauð skólinn til fagnaðar í íþróttahöllinni á Húsavík nýlega. Hátíðin hófst með ávarpi formanns skólanefndar, Gísla G. Auðunssonar læknis. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fræðslufundur Garðyrkjufélagsins

GARÐYRKJUFÉLAG Íslands, sem er félag áhugafólks um ræktun, verður með allmarga fundi á næstunni. Á fræðslufundum Garðyrkjufélagsins er fjallað um margvísleg ræktunarmál, bæði ræktun trjáa og runna, blóma og grænmetis. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

FUF styður utanríkisráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík lýsir yfir stuðningi við utanríkisráðherra varðandi jákvæða afstöðu Íslendinga til tillögu Dana á vettvangi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að fordæma mannréttindabrot í Kína sem er löngu tímabær. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 248 orð

Gáfust upp í ræðismannsskrifstofu Perú

DANSKA lögreglan skýrði frá því í gær, að sex ungir danskir mótmælendur og þrír starfsmenn kapalsjónvarpsstöðvar, sem lögðu undir sig skrifstofur ræðismanns Perú í Kaupmannahöfn, hefðu gefist upp. Hefðu þeir hrópað slagorð út um glugga á byggingunni eftir að lögreglan umkringdi hana, en aðgerðin að öllu leyti verið friðsamleg. Var hópurinn handtekinn og færður til yfirheyrslu. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Geta gefið langt nef

LÖGREGLU á Akureyri barst ábending um að menn væru á ferð á Ráðhústorgi aðfaranótt sunnudags með nefið af Snæfinni snjókarli, 8 metra háum snjókarli sem prýddi torgið um síðustu páska. Nefið er úr frauðplasti og er á annan metra að lengd. Er lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt, en höfðu skilið nefið eftir. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Heiðruð fyrsta sumardag

VIÐ athöfn á Bessastöðum sumardaginn fyrsta, 24. apríl, tilkynnti forseti Íslands að hann hefði sæmt eftirtalda Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Arnór Pétursson, riddarakrossi fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra; Björk Guðmundsdóttur, tónlistarmann, riddarakrossi fyrir tónlistarstörf; Guðríði Elíasdóttur, fv. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Heimsókn Charles Nieman til Íslands

HÉR á landi er nú staddur Charles Nieman. Charles er forstöðumaður fríkirkju í El Paso Texas sem heitir Abundant Living Faith Center sem er fríkirkja og í eru um 10.000 manns. "Charles er hér í boði Frelsisins kristilegrar miðstöðvar, Hverfisgötu 105, Reykjavík, sem heldur í tengslum við komu hans ráðstefnuna Konungar og prestar dagana 29. apríl til 1. maí. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 240 orð

IMF varar við seinkun gildistöku EMU

ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN (IMF) varar við því að seinka gildistöku Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og telur slíkt geta valdið ringulreið á fjármálamörkuðum. Massimo Russo, sérlegur ráðgjafi Michels Camdessus framkvæmdastjóra IMF í málefnum EMU, sagði á blaðamannafundi í Washington að seinkun framyfir 1. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 206 orð

Indónesi og Rússar á tindinn

Einn Indónesi og tveir Rússar komust á tindinn á laugardag ásamt aðstoðarmönnum sínum úr hópi Sherpa. Lentu þeir í miklum raunum og urðu nokkrir leiðangursmanna þeirra frá að hverfa vegna veðurs og hinna erfiðu aðstæðna. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 616 orð

Inga Jóna hyggst gefa kost á sér í efsta sætið

INGA Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti D-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar komi til prófkjörs vegna kosninganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist ekki hafa ákveðið hvernig hann muni beita sér komi til prófkjörs og að slíkar yfirlýsingar séu ótímabærar. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 422 orð

Innan ESB er fátækt útbreiddust meðal breskra barna

Á BRETLANDI búa hlutfallslega fleiri börn við fátækt eitt af hverjum þremur en í nokkru öðru ríki Evrópusambandsins (ESB) samkvæmt óbirtri könnun Eurostat, hagstofu Evrópu, sem breska blaðið The Guardian greindi frá í gær. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Íhuga að stofna félag sjálfstæðislaunþega

TÆPLEGA 90 manns voru búnir að skrá nafn sitt á undirskriftalista, í gær, þess efnis að þeir ætli að segja sig úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hveragerði, að sögn Ingu Lóu Hannesdóttur, einnar þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Íslendingar fá hlýrri móttökur en Danir

LÝSI hf. undirritaði á föstudag samstarfssamning við kínverska fyrirtækið China Peace Corporation, um innflutning og markaðssetningu á lýsisperlum fyrirtækisins. Undirritun samningsins var slegið upp af hálfu kínverskra stjórnvalda og athöfnin haldin í þinghúsi Kína, Alþýðuhöllinni við Torg hins himneska friðar. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 208 orð

Kappaksturinn endaði á ljósastaur

ÞAÐ fór ekki vel fyrir ökumönnum tveggja bifreiða sem reyndu með sér í kappakstri á einni af aðalgötum bæjarins um helgina. Önnur birfeiðin kastaðist upp á umferðareyju og hafnaði þar á ljósastaur og braut hann niður. Bíllinn er stórskemmdur, en mildi þykir að þeir sem í bílnum voru, fjórir alls, sluppu nánast ómeiddir. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

"Kapphlaup" jum síldina að hefjast

ÞAU íslensku skip, sem taka munu þátt í "kapphlaupinu" um veiðarnar á norsk-íslensku síldinni, munu flest ætla að halda úr höfn fyrir miðnætti annað kvöld þar sem þau ætla sér að verða komin á miðin þegar veiðar mega hefjast á miðnætti 3. maí, aðfaranótt laugardags. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerðarstjóra hjá Síldarvinnslunni hf. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 280 orð

Kosningum flýtt í Kanada JEAN Chrétien, fors

AÐ minnsta kosti einn maður beið bana og 17 særðust í öflugri sprengingu í lestastöð í suðurhluta Rússlands í gær og rússneskir embættismenn töldu að tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar hefðu komið fyrir sprengju í stöðinni. Leiðtogar Tsjetsjena vísuðu því á bug. Tveir biðu bana í svipaðri sprengingu í annarri lestastöð í Rússlandi fimm dögum áður. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN sem birtist í Vikulokunum á laugardaginn voru misfærslur. Einn viðmælendanna heitir Björgvin, ekki Bjarni og hann var að fara á fund með Hrefnu Haralds, ekki Árna Haralds. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 480 orð

Lítið kvartað yfir næturónæði

Í DAGBÓK helgarinnar eru 362 færslur. Af þeim eru 13 vegna innbrota, 16 vegna þjófnaða, 17 vegna eignarspjalla og 5 vegna líkamsmeiðinga. 52 of hraðskreiðir Afskipti voru höfð af 35 manns vegna ölvunar og vista þurfti 36 í fangageymslunum vegna ýmissa mála. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 666 orð

Merkilegri sögu að ljúka

Í SÍÐASTA hefti af breska tímaritinu Economist segir frá því, að Íslendingar muni fá síðustu handritin heim frá Danmörku í júní nk. og er afhendingin, sem hefur staðið yfir frá 1971, sögð einstæð í samskiptum ríkja. Eru frammámenn í öðrum gömlum nýlenduveldum hvattir til að taka Dani sér til fyrirmyndar: Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Nýtt rit um skjalavörslu

ÞJÓÐSKJALASAFN Íslands hefur í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga gefið úr ritið Skjalavarsla sveitarfélaga. Er rit þetta ætlað öllum þeim er starfa við eða fjalla um skjalavörslu hjá sveitarfélögum landsins. Þar er að finna samræmdan bréfalykil fyrir skjalasöfn sveitarfélaga og reglur um grisjun í söfnunum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Opið hús hjá Heimahlynningu

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins er Rúnar Matthíasson, sálfræðingur, sem lýsir reynslu sinni af því að missa maka. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
29. apríl 1997 | Miðopna | 1217 orð

Orkusamningarnir draga úr vægi sjávarútvegs

BJARTSÝNI ríkti á samráðsfundi Landsvirkjunar í gær og kom þar m.a. fram í máli Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra að tilkynnt hafi verið um fimmtán nýjar fjárfestingar í málmvinnslu í Evrópu síðustu tólf mánuði en þrjú verkefni á þessu sviði hafi skilað sér til Íslands á síðustu 18 mánuðum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 628 orð

Óvenju hrottafengin árás í miðbænum

TÆPLEGA fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis aðfaranótt sunnudags, var útskrifaður af gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Tveir af þremur ungum mönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn málsins voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrrakvöld. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Óþörf forræðishyggja og meingallað frumvarp

VERSLUNARRÁÐ Íslands leggst gegn því að frumvarp um lífeyrissjóði verði samþykkt sem lög frá þingi. Í umsögn Verslunarráðsins um frumvarpið segir að það sé meingallað, bæði sú almenna stefna sem þar komi fram og einstakar greinar þess. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Pörupiltar í þjófnaði og íkveikju

TVEIR ellefu ára drengir voru færðir í hendur foreldra eftir að hafa verið staðnir að því að stela veski af konu í verslun við Brautarholt um helgina. Þá voru tveir piltar handteknir í Vonarstræti við ráðhúsið eftir að hafa kveikt þar í rusli. Ekkert tjón hlaust af. Piltarnir voru fluttir á lögreglustöð þangað sem foreldar þeirra sóttu þá. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 998 orð

Ráðherra sakaður um að rjúfa samkomulag

TALSVERÐ uppstokkun varð í stjórn Landsvirkjunar á ársfundinum í gær í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum um fyrirtækið á síðasta alþingi. Skipt var um stjórnarformann; Jóhannes Geir Sigurgeirson, fyrrum alþingismaður og stjórnarformaður KEA, tók við af Helgu Jónsdóttur, borgarritara, en hún hafði gegnt formennsku síðan í júlí 1995 þegar Jóhannes Nordal lét af formennsku. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Réttmæti útgáfu verið véfengt

MIÐLUN ehf. hefur hætt frekari útgáfu á bókinni Dear Visitor, sem ætluð var til upplýsingar og kynningar fyrir ferðamenn. Örn Þórisson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að ásakanir sem fram komu í fyrra um að bókin væri eftirlíking á upplýsingaritinu Gestur og umfjöllun Samkeppnisstofnunar í kjölfarið, hafi áhrif á þessa ákvörðun. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Rétt röð seld í söluturninum Gerplu í ellefta skipti

FYRSTI vinningur í Lottóinu á laugardaginn varð 34 milljónir króna í sexföldum potti, sem er hæsta upphæðin í sögu Íslenskrar getspár. 1,6 milljónir raða seldust í söluturnum landsins og væntanlega var áhorf á Lottó 5/38 í Sjónvarpinu óvenjumikið þetta kvöld, en fimm hrepptu pottinn og fá 6,8 milljónir hver. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Ríkið taki gjald fyrir aflaheimildir

"BSRB telur að sníða eigi gallana af fiskveiðistjórnuninni og breyta kerfinu þannig að ríkið taki gjald fyrir aflaheimildir. Allur afli skal fara um innlenda fiskmarkaði, svo eðlileg verðmyndun verði á aflanum auk þess sem eftirlit verður skilvirkara," segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á þingi BSRB um efnahags- og atvinnumál. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

Samningur um efnavopn fullgiltur á þingi

ALÞINGI ályktaði í gær á aukafundi að heimila ríkisstjórninni að fullgilda samning um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Þingið samþykkti samninginn með 43 samhljóða atkvæðum, fáeinum klukkustundum áður en hann gekk í gildi í nótt. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 160 orð

Segir ráðstefnulok verða í júní

WIM Kok, forsætisráðherra Hollands, segir að kosningarnar í Bretlandi og Frakklandi hafi ekki áhrif á það markmið hans að ljúka ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um miðjan júní og reka smiðshöggið á endurskoðaðan stofnsáttmála þess. Holland fer nú með forsætið í ráðherraráði sambandsins. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Sex sóttu um stöðu aðstoðarprests

SEX umsækjendur voru um stöðu aðstoðarprests í Hallgrímsprestakalli, en umsóknarfrestur rann út 15. apríl síðastliðinn. Þeir sem sóttu um prestakallið voru Guðmunda Inga Gunnarsdóttir guðfræðingur, séra Guðný Hallgrímsdóttir, Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur, Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur, séra Sigurður Pálsson og séra Þórir Jökull Þorsteinsson. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Sex sækja um starfið

FIMM umsóknir bárust um starf skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri en Guðmundur Óli Gunnarsson sem verið hefur skólastjóri síðustu ár lætur af störfum eftir þetta skólaár. Þeir sem sækja um starfið eru Atli Guðlaugsson, Eyjafjarðarsveit, Daði Þór Einarsson, Stykkishólmi, Hákon Leifsson, Reykjavík, Ívar Aðalsteinsson, Akureyri, Kristinn Jóhann Níelsson, Flateyri, Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1531 orð

Sjónum beint að tindinum

VEIKINDI sem íslensku leiðangursmennirnir á Everest hafa átt við að stríða virðast vera að baki, aðlögunarferlinu er að ljúka og með batnandi veðri er ljóst að sjónir þeirra beinast brátt að tindinum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Sjöfn sigraði Björgu með 149 gegn 59 atkv.

TEKIST var á um embætti fyrsta varaforseta BSRB við stjórnarkjör á lokadegi þings BSRB á sunnudag. Kjörnefnd þingsins klofnaði í tillögugerð til þingsins, meirihluti nefndarinnar gerði tillögu um Sjöfn Ingólfsdóttur, formann Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, en hún var fyrsti varaformaður á síðasta kjörtímabili. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Skiptar skoðanir á samningi SFR

STAÐAN í samningamálum kom lítið til umræðu á nýafstöðnu þingi BSRB. Mörg aðildarfélög eiga enn ósamið en um það leyti sem þingið hófst skrifaði stærsta aðildarfélagið, Starfsmannafélag ríkisstofnana, undir nýjan kjarasamning við ríkið. Af máli nokkurra þingfulltrúa mátti ráða að skiptar skoðanir eru á samningnum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Slys á skíðamönnum

STÚLKA féll á skíðum í Skálafelli á föstudag með þeim afleiðingum að hún var talin hafa fótbrotnað og var því flutt á slysadeild. Önnur stúlka datt á skíðum í Bláfjöllum og meiddist á mjöðm. Hún var einnig flutt á slysadeild. Loks fór skíðamaður í Bláfjöllum úr axlarlið eftir byltu. Meira
29. apríl 1997 | Landsbyggðin | 462 orð

Slæmt ástand í vegamálum á norðanverðu Snæfellsnesi

Stykkishólmur-Vegamál á Snæfellsnesi hafa verið mikið til umræðu manna á meðal. Vegir á norðanverðu Snæfellsnesi eru oft á tíðum illfærir vegna þess þess hve holóttir þeir eru og viðhaldi áfátt. Á veturna gefur Vegagerðin út upplýsingar um ástand vega til upplýsingar fyrir ferðamenn. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

STEINDÓR STEINDÓRSSON

STEINDÓR Steindórsson frá Hlöðum, fyrrverandi skólameistari og alþingismaður, er látinn á nítugasta og fimmta aldursári. Steindór fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 12. ágúst 1902. Foreldrar hans voru Steindór Jónasson, verslunarmaður á Þrasthóli í Arnarneshreppi, og Kristín Jónsdóttir, ráðskona á Möðruvöllum. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1133 orð

Stjórnarseta kann að brjóta gegn lögum

Í SKRIFLEGU svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við spurningum Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um hagsmunatengsl, stjórnargreiðslur, lífeyrisgreiðslur og ferða- og bílahlunnindi stjórnenda ríkisbankanna sem lagt var fram á Alþingi í liðinni viku kemur fram að skoða megi hvort seta bankastjóra í stjórnum fyrirtækja á samkeppnismarkaði kunni að brjóta í bága við samkeppnislög. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Stofnfundur Grósku á Norðurlandi

STOFNFUNDUR Grósku, samtaka jafnaðar- og félagshyggjufólks á Norðurlandi verður haldinn í Deiglunni á Akureyri 1. maí næstkomandi og hefst hann kl. 17. Tilgangur Grósku er að skapa samstarfs- og samræðugrundvöll fyrir flokka og samtök á vinstri væng íslenskra stjórnmála og stuðla þannig að sameiningu þeirra. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Stóriðja í Eyjafirði

ER stóriðja hluti af framtíðarsýn í atvinnumálum í Eyjafirði? er yfirskrift hádegisverðarfundar sem efnt verður til á veitingastaðnum Fiðlaranum, 4. hæð, á morgun, miðvikudaginn 30. apríl. Fundurinn stendur frá kl. 12.15 til 13.30. Frummælendur verða Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Ingi Björnsson framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar hf. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Strandar á röðun í launaflokka

SEINT í fyrrakvöld slitnaði upp úr samningaviðræðum í kjaradeilu Rafiðnaðarsasmbands Íslands og Pósts og síma hf. og er óvíst hvenær viðræður hefjast að nýju. Að sögn Valgeirs Jónassonar, sem sæti á í samninganefnd rafiðnaðarmanna, höfðu samningar tekist um öll mál nema röðun símsmiða í launaflokka. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Stöðvuðu drukkinn viðskiptavin

STARFSMÖNNUM veitingahúss við Hraunberg leist illa á ástand drukkins viðskiptavinar sem þar var síðdegis á sunnudag, þegar ljóst var að hann hygðist aka á brott. Þeim tókst með útsjónarsemi að hindra viðskiptavininn í að halda af stað á bifreið sinni. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Svalbakur EA undir þýskan fána

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur leigt Mecklenburger Hochseefischerei, dótturfélagi sínu í Þýskalandi, frystitogarann Svalbak EA næsta hálfa árið. Ráðgert er að togarinn haldi til veiða á Reykjaneshrygg fyrir MHF á morgun og verði þar við karfaveiðar næstu mánuði. Alls verða 32 skipverjar í áhöfn Svalbaks og þar af 21 íslenskur en skipstjórinn verður þýskur. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

SVEINN BJÖRNSSON LISTMÁLARI

EINN helsti myndlistarmaður landsins, Sveinn Björnsson listmálari, lést á Landspítalanum í gærkvöldi, 72 ára að aldri. Sveinn fæddist 19. febrúar 1925 á Skálum á Langanesi og voru foreldrar hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir og Björn Sæmundsson Brimar farandsali. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Sömu reglur og hjá ráðherrum

KJARTAN Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði að sú regla hefði gilt í áratugi að greiðsla á ferðakostnaði og dagpeningum lyti sömu reglum og hjá ráðherrum sem einnig hefðu gilt í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 236 orð

Útilokar ekki þjóðaratkvæði

CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, útilokar ekki að ástæða verði til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Svía að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og hann hefur áhuga á að Svíar taki þátt í yfirstandandi uppbyggingu nýs öryggiskerfis í Evrópu. Þetta kom fram í fyrsta sjónvarpsviðtalinu við Bildt um sænsk stjórnmál nú þegar hann er á leið heim með vorinu. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Valborgarmessa í Viðey

VALBORGARMESSUHÁTÍÐ Íslensk-sænska félagsins verður haldin í Viðey miðvikudaginn 30. apríl. Farið verður frá Sundahöfn kl. 19 stundvíslega en hápunktur kvöldsins er Valborgarbrenna í fjörunni sem kveikt verður í kl. 23. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

"Við getum gert betur"

SIGRÚN Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur, MA í stjórnun, stefnumörkun og skipulagningu heilbrigðisþjónustu, flytur opinn háskólafyrirlestur á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði, Háskóla Íslands, miðvikudaginn 30. apríl kl. 17 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: "Við getum gert betur". Meira
29. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 416 orð

Vindur eykur hættu á tjóni

MIKILL vindur jók í gær enn á áhyggjur íbúa flóðasvæðanna í suðurhluta Manitoba-fylkis í Kanada, þar sem hann gæti valdið öldugangi á flóðvatnsyfirborðinu og aukið þannig hættuna á að flóðvarnargarðar brystu. Meira
29. apríl 1997 | Landsbyggðin | 134 orð

Það kviknaði í hjá Kobba

Vopnafirði-Hver bær og þorp á sína höfðingja þar á meðal er Jakob Þórðarson en hann er á níræðisaldri fjárbóndi og fyrrverandi húsasmiður. Ásbyrgi er gamalt hús á Vopnafirði sem mörgum þykir vænt um því þar ríkir gamli tíminn utan sem innan dyra og þar hefur Jakob búið lengi. Meira
29. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Þakkir vegna stuðnings við líffæraskipti

HERDÍS Hauksdóttir á Akureyri hefur beðið Morgunblaðið að koma á framfæri fyrir sig þökkum til allra þeirra sem stutt hafa hana fjárhagslega og andlega í veikindum hennar og stutt hana til ferðar vegna líffæraskipta í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks og eigenda Hölds, starfsmanna Útgerðarfélags Akureyringa og Pósts og síma á Akureyri. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 688 orð

Þróun hugmyndar í markaðshæfa vöru

VERKEFNIÐ Vöruþróun 1997 er sjötta vöruþróunarverkefnið sem Iðntæknistofnun hefur umsjón með frá árinu 1988 en verkefnið er hluti af "Átaki til atvinnusköpunar" sem er samstarfsverkefni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Sævar Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun, hefur umsjón með verkefninu Vöruþróun 1997. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Æfð viðbrögð við stórslysi

NOKKUR hundruð manns tóku þátt í björgunaræfingu á Reykjavíkurflugvelli í gær, þeirri stærstu sem þar hefur farið fram. Æfð voru viðbrögð við því að flugvél í flugtaki rækist á rútubifreið og gert ráð fyrir því að 75 manns lentu í slysinu. Eldar voru kveiktir víða um Reykjavíkurflugvöll og ýmiskonar braki komið þar fyrir. Meira
29. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Öryrkjar fá ekki lágmarkslaun

HELGI Hjörvar var kosinn formaður á aðalfundi Blindrafélagsins sumardaginn fyrsta. Aðrir í framboði voru Halldór S. Guðbergsson og Ómar Stefánsson. Helgi tekur við af Ragnari R. Magnússyni. Á aðalfundinum var samþykktað gera kröfu umað örorkubæturfylgi lágmarkslaunum í landinusem á næstuárum verða 70þúsund krónur. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 1997 | Leiðarar | 530 orð

leiðariSÍÐBÚIN AÐILD AÐ TÍMAMÓTASAMNINGI ÍMAMÓT verða í afv

leiðariSÍÐBÚIN AÐILD AÐ TÍMAMÓTASAMNINGI ÍMAMÓT verða í afvopnunarmálum í dag, er alþjóðlegur samningur um bann við framleiðslu, geymslu og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra tekur gildi. Meira

Menning

29. apríl 1997 | Menningarlíf | 547 orð

Að syngja Guði dýrð

Íslenskt sönglistafólk stóð fyrir tónleikum í Grafarvogskirkju og á ágóðinn af tónleikunum að renna í orgelsjóð. Sunnudagurinn 27.apríl 1997. FYRSTA nútímakirkjubyggingin á Íslandi mun vera Neskirkja en sú nýjasta er Grafarvogskirkja, sem enn er vart meira en tilbúin undir tréverk. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 381 orð

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn ÁRIÐ 1982 ákvað UNESCO að alþjóðlegi dansdagurinn skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert 29. apríl á afmælisdegi Jean Georges Noverre (1727­1810) en hann var frumkvöðull ballettsýninga. Ár hvert er dreift um heim allan ávarpi frá þekktum listamanni innan dansins. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Bingham fagnar afmæli tígrisdýrs

STRANDVARÐALEIKKONAN Traci Bingham sést hér koma glöð í bragði til 45 ára afmælishátíðar tígrisdýrsins Tonys en mynd af því prýðir umbúðir af Kellogg's Frosted Flakes morgunkorninu. Hátíðin fór fram í kínverska leikhúsinu Mann's í Hollywood. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 171 orð

Blávindur og fleiri ljóð

Blávindur og fleiri ljóð er ljóðakver eftir pakistanska skáldið Daud Kamal, í íslenskri þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Pakistanskar bókmenntir eru lítt kunnar hér á landi, en meðal lýrískra skálda austur þar eftir miðja öldina er Daud Kamal, sem lést fyrir réttum áratug, framarlega í flokki. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Bon Jovi í nýrri stuttmynd

ROKKSÖNGVARINN Jon Bon Jovi sést hér ásamt Demi Moore og barni við tökur á nýrri stuttmynd, "Destination Anywhere", í New York nýlega. Í myndinni leikur einnig meðleikari Bon Jovis úr "Moonlight and Valentino", Whoopi Goldberg. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Carrey í Lundúnum

BANDARÍSKI gamanleikarinn Jim Carrey bregður hér á leik fyrir ljósmyndara á blaðamannafundi sem efnt var til í Lundúnum í síðustu viku í tilefni af frumsýningu nýjustu myndar leikarans, "Liar Liar" um allt England um helgina. Myndin fjallar um forfallinn lygara sem neyðist til að segja einungis sannleikann í einn sólarhring. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Curtis sýnir í Cannes

GAMLI hjartaknúsarinn og leikarinn, Tony Curtis, 72 ára, sést hér ásamt unnustu sinni, Gill Van Den Berg, við eitt af málverkum sínum. Curtis, sem hefur átt listmálun að áhugamáli um 20 ára skeið, sýnir nú sem stendur 18 mynda sinna í sýningarsal á Rivierunni í Cannes í Frakklandi. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 734 orð

Dáið þér Beethoven (II)?

Verk eftir Beethoven, þ.ám. sellósónöturnar Op. 69 og Op. 102 nr. 1 & 2. Sigurður Halldórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, píanó. Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 20. apríl kl. 17. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 93 orð

"Djammkvöld" á Jómfrúnni

"Djammkvöld" á Jómfrúnni JAZZKLÚBBURINN Múlinn mun standa fyrir "djamm-sessjón" á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, miðvikudagskvöldið 30. apríl. "Djammkvöld" þetta er þrettánda og síðasta jazzkvöld Múlans í fyrstu tónleikahrinu félagsins sem stofnað var síðasta vetur. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 91 orð

Erindi um Ragnheiði Jónsdóttur

DR. DAGNÝ Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur flutti fróðlegt erindi um rithöfundinn Ragnheiði Jónsdóttur á dögunum. Þar rakti hún fyrst æviferil skáldkonunnar út frá bókmenntalegu sjónarmiði og fjallaði um skáldskap hennar í hinum níu skáldsögum sem út komu eftir hana auk hinna vinsælu barnabóka. Ragnheiður var á sinni tíð meðal mest lesinna íslensku höfunda. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 387 orð

"Hagkvæmt að fjárfesta í bókum"

Bókauppboð Svarthamars "Hagkvæmt að fjárfesta í bókum" BÓKAUPPBOÐ var haldið á Sóloni Íslandusi á sunnudaginn á vegum Svarthamars. Um 160 bækur voru boðnar upp og var sú dýrasta þeirra, Íslands Árbækur Jóns Espólín, slegin á 65.000 krónur sem að viðbættum gjöldum verða um 72.000 krónur. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 293 orð

Heimildarmynd um Vilhjálm Stefánsson

JÓN Proppé og Þór Elís Pálsson eru um þessar mundir að leggja drög að heimildamynd um Vilhjálm Stefánsson mannfræðing og landkönnuð í samvinnu við kanadískan aðila. Fyrirhugað er að tökur hefjist að ári og myndin verði tilbúin til frumsýningar fyrir árslok 1998. Jón Proppé skrifar handritið en Þór Elís mun leikstýra myndinni. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 144 orð

Heimskórinn æfir Messías

SJÖUNDA starfsár Íslandsdeildar Heimskórsins hefst 17. maí næstkomandi en næsta verkefni kórsins er flutningur á Messíasi eftir Händel ásamt Sinfóníuhljómsveit Stokkhólms í Globen- höllinni í Stokkhólmi í nóvember. Munu Hákon Leifsson kórstjóri og Vilhelmína Ólafsdóttir undirleikari stjórna æfingum fyrir tónleikana hér á landi. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 133 orð

Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna

Höfn- HEIMSMEISTARAMÓT í Hornafjarðarmanna fer fram á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði fyrstu vikuna í júlí næstkomandi. Af því tilefni meðal annars hafa jafn ungir sem gamlir Hornfirðingar safnast saman á viku til hálfs mánaðar fresti frá því fyrir áramót og æft sig spilinu. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 1012 orð

"Hér er allt svo ágætt" Smámælikvarðar á íslenskar bókmenntir, sjálfhverfni bókmenntafræðinga, hroki Íslendinga gagnvart

ÍSLENSKUR bókmenntaheimur er eins konar verndaður vinnustaður," segir Sigfús Bjartmarsson í viðtali við Eirík Guðmundsson og Kristján B. Jónasson í Tímariti Máls og menningar (4. hefti 1996). Og ennfremur: "Hér er allt svo ágætt. Það eru skrifaðar svo miklar heimsbókmenntir á Íslandi. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 597 orð

Hittumst á Kili

Höfundur: Matthías Jochumsson. Leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir, Tónlistarstjóri og undirleikari: Katrín Sigurðardóttir Leikmynd: Sigurður Hallmarsson. Lýsing: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Tryggvi Steinarsson, Sigrún Símonardóttir, Aðalsteinn Steinþórsson, Kristín Bjarnadóttir, Loftur S. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 203 orð

Ímyndir

Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14­18 til 4. maí. Aðgangur ókeypis. ÍMYNDIR standa fyrir myndir og á það við um málverkin sem hér um ræðir. Þau sýna níu stakar sviðsetningar þar sem persónugervingar í líkneski kvenna leika hlutverkin. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 140 orð

Íris sigraði Elitekeppnina

ÍRIS Dögg Oddsdóttir, 15 ára, sigraði í Elite fyrirsætukeppninni sem fór fram fyrir fullu húsi áhorfenda í Borgarleikhúsinu um helgina. Í öðru sæti varð Guðmunda María Sigurðardóttir og í því þriðja, Malüna B. Abelsen frá Grænlandi. Alls kepptu 27 stúlkur til úrslita, þar af voru tveir gestakeppendur frá Grænlandi. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Íslensk söngkona hlýtur alþjóðlegan styrk

HULDA Björk Garðarsdóttir,sópransöngkona, hefur hlotið styrk frá The Associated Board of the Royal School of Music í London, til framhaldsnáms í einhverjum af konunglegu tónlistarháskólunum í Bretlandi. Huldu Björk var boðið að sækja um styrkinn í framhaldi af burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð

Kántrí í Bjórkjallara

KÁNTRÍKVÖLD var haldið á veitingastaðnum Bjórkjallaranum að kvöldi síðasta vetrardags. Þangað fjölmenntu línudansarar og fleiri áhugamenn um sveitatónlist og skemmtu sér saman. Morgunblaðið/Halldór JÓHANN Ólafsson danskennari leiðir hópinn ílínudansi. KÚREKARNIR Júlíus Bess og Elín G. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Listaverk á Litla sviðinu

LEIKRITIÐ Listaverkið var frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í síðustu viku. Verkið fjallar á gamansaman hátt um vináttu þriggja karlmanna og er síðasta frumsýning leikársins hjá leikhúsinu. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 29 orð

Ljóðakvöld í Borgarbókasafni

Ljóðakvöld í Borgarbókasafni LJÓÐAKVÖLD verður í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Sólheimum 27, miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30. Andri Snær Magnason, Berglind Gunnarsdóttir, Gyrðir Elíasson og Margrét Lóa Jónsdóttir lesa úr verkum sínum. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 620 orð

Minni fortíðar

Antti Linnovara. Opið alla daga frá 14­19. Til 11. maí. Aðgangur 200 krónur. FINNSKI málarinn Antti Linnovara (f. 1960), er af kynslóð sem hóf ný grunnmál landslagsmálverksins til vegs á Norðurlöndum. Og það er rétt sem sýningarstjórinn Lars Saari segir í því samhengi í inngangi sýningarskrár, "að Linnovara fari í myndrænan leiðangur út í náttúruna, söguna og nóttina". Meira
29. apríl 1997 | Kvikmyndir | 565 orð

Mjólkurbörn NELLY'S Café er skrifstofa kvikmyndafyrirtækisins Bob & John Movies, í eigu Róberts Douglas og Jóns Sæmundar

NELLY'S Café er skrifstofa kvikmyndafyrirtækisins Bob & John Movies, í eigu Róberts Douglas og Jóns Sæmundar Auðarsonar. Þeir hefja tökur á sinni fyrstu bíómynd, Mjólkurbörn, í sumar. Þar sem nafn fyrirtækisins er á útlensku, spurði blaðamaður hvort ætlunin væri að herja á erlendan markað í framtíðinni Meira
29. apríl 1997 | Kvikmyndir | 144 orð

Mynd Francescos Rosis verðlaunuð

ÍTALSKA kvikmyndin "La Tregua", nýjasta verk Francescos Rosis, vann sem besta mynd þegar David di Donatello kvikmyndaverðlaununum var úthlutað í ár. Þetta var í fertugasta og fyrsta skipti sem þessi ítalska verðlaunahátíð var haldin. "La Tregua" er talin líkleg til að keppa á Cannes- kvikmyndahátíðinni. Meira
29. apríl 1997 | Kvikmyndir | 295 orð

Ógnir í óbyggðum Beint í mark(Dead Ahead)

Framleiðandi: Mary Eilts. Leikstjóri: Stuart Cooper. Handritshöfundur: David Alexander. Kvikmyndataka: Curtis Petersen. Tónlist: Charles Bernstein. Aðalhlutverk: Stephanie Zimbalist, Sarah Chalke, Tom Butler. 90 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 15. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 127 orð

Óvæntur glaðningur í bíói

ÞAÐ er ekki ónýtt að bregða sér í Stjörnubíó þegar boðið er upp á óvæntar veitingar í hléinu, eins og gert var síðasta vetrardag. Verið var að frumsýna myndina Svindlið mikla með Lauru Flynn Boyle í aðalhlutverki. Eftir fjörugan fyrri hálfleik fengu 20 ára og eldri svaladrykk samskonar og mikið var drukkinn í myndinni. Meira
29. apríl 1997 | Kvikmyndir | 113 orð

Pacino og Reeves sem lögfræðingar

AL Pachino er sístarfandi. Hann leikur nú á móti Keanu Reeves í "Devil's Advocate". Reeves leikur saksóknara á Florída sem býðst staða við virðulega lögfræðistofu í New York og ákveður að slá til. Al Pacino leikur einn af eigendum stofunnar. Handritið að "Devil's Advocate" hefur þvælst á milli manna í Hollywood undanfarin 10 ár. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Pinkett hvæsir í New York

LEIKKONAN Jada Pinkett mætti gulklædd og án unnusta síns, kvikmyndaleikarans Wills Smith, á 10. Essence verðlaunahátíðina í New York nýlega. Pinkett steig á stokk á hátíðinni og veitti Marilyn Chamberlain, baráttukonu í málum eyðnisjúkra, viðurkenningu fyrir störf hennar. Á meðfylgjandi mynd bregður Pinkett á leik og hvæsir framan í ljósmyndara. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 620 orð

Pjáturveizla

Verk eftir Árna Björnsson, Jacob, Jón Leifs, Grainger, Alpert/Hautwast, Williams, Jón Múla Árnason/Moravek, Pál P. Pálsson, Ertl, Sonntag og Sigvalda Kaldalóns. Lúðrasveit Reykjavíkur og Heiðurssveit u. stj. Jóhanns Ingólfssonar og Páls P. Pálssonar. Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 26. apríl kl. 14. LÚÐRASVEIT Reykjavíkur varð 75 ára um daginn. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 60 orð

Rimes fékk þrenn sveitasöngvaverðlaun

HIN fjórtán ára gamla sveitasöngkona, LeAnn Rimes, sést hér flytja lagið "The Light in Your Eyes" á hinni árlegu sveitasöngvaverðlaunahátíð sem fram fór í Los Angeles í Kaliforníu í síðustu viku. Rimes fór heim með þrenn verðlaun af hátíðinni. Hún var valin besta nýja sveitasöngkonan, fékk verðlaun fyrir smáskífu ársins og einnig fyrir lag ársins, "Blue". Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 553 orð

Sjónlestur

Opið alla daga frá kl. 14-18. Til 4. maí. Aðgangur ókeypis. MARGUR mun að óathuguðu máli mótmæla því hástöfum að blindraletur geti kallast sjónlestur. En sé litið nánar á alla fleti staðhæfingarinnar, má vera ljóst að blindir skynja og "sjá" með fingurgómunum og heyrninni, eitthvað líkt og heyrnarlausir skynja, upplifa og "heyra" með augunum. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 411 orð

Skál fyrir Bolla

eftir Kjartan Ragnarsson. Leikklúbbur Laxdæla. Leikstjóri: Hörður Torfason. Aðstoðarmenn leikstjóra: Þuríður Sigurðardóttir, Bryndís Svansdóttir. Sviðsmynd: Þrúður Kristjánsdóttir. Leikendur: Ásdís Melsteð, Sigurður Ásmundsson, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Finnur Kristjánsson, Skjöldur Orri Skjaldarson, Sólveig Ágústsdóttir, Elmar Þór Gilbertsson, Katrín Lilja Ólafsdóttir. Meira
29. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 369 orð

Sumarskóli HÍ starfræktur í fyrsta sinn

SUMARSKÓLI Háskóla Íslands, sem er á vegum ýmissa stofnana innan HÍ auk annarra, verður starfræktur í sumar í fyrsta sinn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en fram til þessa hafa nokkrar þessara stofnana haldið námskeið á eigin vegum. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 101 orð

Sýning í Galleríi Nema hvað

Sýning í Galleríi Nema hvað FJÓRIR nemendur við grafíkdeild Myndlista- handíðaskóla Íslands opna sýningu í dag í Galleríi Nema hvað kl. 18. Gallerí Nema hvað er nýr sýningarsalur við Þingholtsstræti 6 rekinn af nemendum MHÍ. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Tilnefnd til verðlauna í London

Tilnefnd til verðlauna í London ÍSLENSK listakona, Guðrún Nielsen, sem hefur búið í London síðustu 8 ár, hefur verið tilnefnd af Konunglega breskra myndhöggvarafélaginu (Royal Society of British Sculptors, RBS) til Wybo Haas eða "David" verðlaunanna fyrir unga breska myndhöggvara. Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 101 orð

Tæknidagur í Stykkishólmi

Stykkishólmi- VERKFRÆÐINGAFÉLAG Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands stóðu fyrir svokölluðum tæknidögum þann 19. apríl sl. Hólmarar fengu að njóta tæknidagsins því RARIK á Vesturlandi, sem hefur aðsetur í Stykkishólmi, var með opið hús þennan dag. Þar gafst almenningi kostur á að skoða aðstöðu RARIK og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Meira
29. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 1085 orð

Tölvubylting meðal kennara(nema)

NÁM Í upplýsingatækni eða tölvunotkun verður frá og með næsta skólaári fært inn í kjarnagreinar Kennaraháskóla Íslands. Salvör Gissurardóttir, lektor við skólann, segir að hér sé stigið stórt framfaraspor, nánast sé um byltingu að ræða, Meira
29. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Veiði hafin í Vola

Selfossi- HANDKNATTLEIKSMAÐURINN góðkunni, Sigurður Valur Sveinsson, var að munda stöngina í ánni Vola þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði þar nýlega en veiði er nú nýhafin í ánni sem er lítil veiðiá rétt austan Selfoss. Í Volanum er mikið af silungi en á sumrin er einnig möguleiki á að fanga lax. Meira
29. apríl 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Verður bókvit í askana látið?

Verður bókvit í askana látið? Á FUNDI Vísindafélags Íslendinga miðvikudaginn 30. apríl verður umræða um nýlega skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um tengsl menntunar, mannauðs og hagvaxtar. Framsögu hefur Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur, en til andsvara verður Hörður Bergmann. Meira
29. apríl 1997 | Tónlist | 657 orð

Þýtur í skógum

Ýmis kórlög og verk eftir m.a. Jón Ásgeirsson, Vivaldi, Verdi, J. Strauss og Sibelius. Einsöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jóhann Fr. Valdimarsson og Reynir Þórisson. Píanóundirleikari: Vilhelmína Ólafsdóttir. Skagfirzka söngsveitin í Reykjavík ásamt hljómsveit u. stj. Björgvins Þ. Valdimarssonar, Stað, fimmtudaginn 24. apríl kl. 17. Meira

Umræðan

29. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 271 orð

Bankastjórarnir og lífeyrisþegarnir o.fl í landinu

NÚ ER ekki hægt að sitja og þegja lengur eftir að hafa horft á fréttir á sjónvarpsstöðvunum í kvöld. Þar er sagt frá bruðlinu hjá íslenskum stjórnarherrum og sonum. Bankastjórarnir með sínar milljónir í laun á mánuði fá aukasporslur ofan á milljónirnar sínar þó svo að allt sé greitt fyrir þá ef þeir skreppa í ferðalag, Meira
29. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 509 orð

Einfeldni eða leikaraskapur

ÁFENGISFRAMLEIÐENDUR hafa skýra áfengismálastefnu. Hún er tiltölulega einföld eins og þeir einstaklingar sem fylgja henni án þess að fá nokkuð af gróðanum af áfengissölunni í sinn hlut. Hins vegar bera þeir kostnaðinn af tjóninu sem hún veldur ásamt öðrum skattgreiðendum. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 367 orð

Frávik frá kjarna máls

FRÉTT er frávik frá hinu venjulega, segir Kristín Þorsteinsdóttir fréttamaður í "svari" sínu í Mbl. 26. apríl, og er góð byrjun á skilgreiningu. Það telst því miður ekki frétt þótt sumir fréttamenn sjónvarps víki sér hjá kjarna þeirra mála sem þeir taka til umræðu og búi til nýjan. Meira
29. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Fyrirspurn vegna nauðlendingar

UNDIRRITAÐUR æskir svara við eftirfarandi spurningum til flugmálayfirvalda, slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita í sambandi við nauðlendingu flugvélarinnar 22. apríl sl. Hvers vegna í ósköpunum var ekki lokað fyrir umferð um Suðurgötu, Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 547 orð

Íþróttaheimur heyrnarlausra

ÍÞRÓTTAFÉLAG heyrnarlausra er eina félagið sem starfar á vettvangi íþrótta heyrnarlausra hér á landi. Íþróttafélag heyrnarlausra hefur ávallt reynt að starfa sjálfstætt að sínum málum. Í dag eru aðallega stundaðar hópíþróttir svo sem handbolti og keila, en einnig er efnilegt sundfólk í einstaklingsgreinum innan okkar vébanda. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 672 orð

Mistök R-listans í umferðarmálum

ÞAU góðu tíðindi hafa nú gerst í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að veita fé til að ljúka þjóðvegaframkvæmdum í Ártúnsbrekku. Með þessu er komið á móts við kröfur sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu um að nauðsynlegum og þjóðhagslega hagkvæmum umferðarbótum á höfuðborgarsvæðinu verði ekki slegið á frest. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 361 orð

Nokkur orð um táknmálstúlkun

AÐ UNDANFÖRNU hefur í fjölmiðlum farið fram nokkur umræða um táknmálstúlkaþjónustu. Nokkuð hefur borið á ókunnugleika hvað varðar skipulag þessara mála og fjármögnun þjónustunnar. Með lögum nr. 129 frá 1990 um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var ákveðið að Samskiptamiðstöðin yrði undir stofnun menntamálaráðuneytisins en ekki félagsmálaráðuneytisins. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 815 orð

Tími jafnræðis þarf ekki að vera liðinn! Hver hefur efni á spyr Ólafur Ólafsson, að greiða milljón krónur fyrir kransæðaaðgerð?

RÆÐA undirritaðs á BSRB- þingi er varð tilefni Reykjavíkurbréfs hinn 27. apríl var í raun tvískipt. Í fyrri hluta ræðunnar kom fram að á árunum 1967­1990 hafi efnahagslegur aðbúnaður fólks batnað mjög ­ en samfara þeim breytingum tvöfaldaðist kvörtunartíðni um vinnustreitu og heildarvinnutími kvenna lengdist verulega. Meira
29. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 513 orð

Tvö skattþrep

Á FÉLAGSFUNDI eldri borgara 8. mars sl. var m.a. samþykkt tillaga um að skattleysismörk verði 80 þús. kr. á mánuði í samræmi við útreikninga ASÍ. Það er óskiljanlegt að í kjarasamningum skuli ekki hafa verið lögð meiri áhersla á hækkun skattleysismarka. Þó fólk hafi aðeins 70 þús. kr. á mánuði fara samt nærri 5 þús. kr. af því í skatta. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 403 orð

Um fréttamat og skilning á fréttamennsku

AÐALFRÉTT Ríkissjónvarpsins að kvöldi 16. apríl sl. um að Rannsóknarráð Íslands hefði veitt Jóhannesi Nordal meira en tvöfalt hærri styrk en reglur segi til um fyrir heildarútgáfu á ritverkum Sigurðar Nordals var ósönn. Fréttamaðurinn hafði þó sér til málsbóta mjög villandi upplýsingar framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs. Meira
29. apríl 1997 | Aðsent efni | 854 orð

Vald og vænhæfi

HÁVAR Sigurjónsson, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, formaður Leiklistarráðs og framkvæmdastjórnar þess, snýst í Mbl. h. 26.4. sl. enn til varnar gegn þeirri gagnrýni minni að Þjóðleikhúsið hafi óeðlilega mikil tök á úthlutun styrkja til þeirrar leiklistarstarfsemi sem er í samkeppni við þá stofnun. Meira

Minningargreinar

29. apríl 1997 | Minningargreinar | 351 orð

ESTER MAGNÚSDÓTTIR

Ester er dóttir heiðurshjónanna Guðfinnu Guðmundsdóttur og Magnúsar Hannibalssonar, útgerðarmanns, mestu myndar- og dugnaðarhjóna, sem allir samferðamenn elskuðu og virtu. Þau eignuðust Þrjú börn. Elst er Ester, sem fagnar áttræðisafmæli sínu í dag, þá Trausti, fyrrverandi skipstjóri og vitavörður á Sauðanesvita, og yngst er Emma, sem býr í Hafnarfirði, Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Gunnar Kristján Jónsson

Vinur minn og tengdafaðir, Gunnar Kr. Jónsson, hefur nú kvatt þetta jarðsvið. En huggun mín er sú að ekki þurfi hann lengur að þjást. "Allur veraldar vegur liggur að sama punkti," sagði séra Hallgrímur. Gunnar undi sér best með sinni fjölskyldu. Hann var ekki mikið fyrir að láta á sér bera eða hafa sig mikið í frammi. Hann var víðsýnn, mjög greindur og hafði sterka réttlætiskennd. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 68 orð

Gunnar Kristján Jónsson

Afi minn dó í kvöld. Elsku afi minn, ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Ég sakna þín mikið en ég veit að nú ert þú kominn á stað þar sem þér líður vel. Þín, Hildur. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 526 orð

Gunnar Kristján Jónsson

Hann pabbi minn er dáinn. Elsku pabbi minn, núna leita á hugann allar góðu minningarnar um þig, og þær eru margar. Þegar ég var lítil stúlka, vissi ég alveg hverjum ég ætlaði að giftast þegar ég yrði stór, ég ætlaði að giftast pabba mínum. Vegna þess að hann var bestur, fallegastur og sterkastur af öllum. Tíu ár varstu á millilandaskipi. Þrisvar sinnum fór ég með þér í langar ferðir. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Gunnar Kristján Jónsson

Elsku, hjartans pabbi minn! Mig skortir orð til að lýsa því hve sárt ég á eftir að sakna þín. Allar minningarnar um þig leita á hugann og ég get á engan hátt séð fyrir mér framtíðina án þín. Þakka þér fyrir að hafa verið eins og þú varst og megi góður Guð varðveita þig um alla eilífð. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 222 orð

GUNNAR KRISTJÁN JÓNSSON

GUNNAR KRISTJÁN JÓNSSON Gunnar Kristján Jónsson fæddist í Hafnarfirði 24. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur frá Skuld, f. 11.10. 1893, d. 29.5. 1975, og Jóns Gests Vigfússonar er lengi var gjaldkeri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, f. 26.12. 1892, d. 14.10. 1980. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 41 orð

Gunnar Kr. Jónsson Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.)

Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi þeim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elskulegi afi. Með þessu erindi úr Hávamálum viljum við flytja þér okkar hjartans þakkir fyrir allt. Gunnar Ingi og BjarkiTraustasynir. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 53 orð

Gunnar Kr. Jónsson Kveðja til afa. Elsku afi. Ég fékk svo mikinn verk í hjartað þegar ég frétti að þú værir dáinn og ég vissi

Kveðja til afa. Elsku afi. Ég fékk svo mikinn verk í hjartað þegar ég frétti að þú værir dáinn og ég vissi ekki hvernig ég ætti að láta hann fara. En nú er ég glaður af því að hafa átt svona góðan afa og ég mun aldrei gleyma þér. Hlynur Torfi. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 1423 orð

Gunnar Kr. Jónsson Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi

Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. ­ Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur ­ síðar. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 186 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Okkur langar í fáum orðum að minnast samstarfskonu okkar til margra ára, Ingibjargar Friðriksdóttur, sem fallin er frá fyrir aldur fram. Við söknum þessarar lífsglöðu konu úr okkar hópi, það fylgdi henni alltaf hressandi andblær. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku Ingibjörg amma. Árla morguns hinn 18. apríl vaknaði ég kl. 5.00 til að læra fyrir próf. Klukkustund seinna hringdi Guðjón af spítalanum og tilkynnti okkur að þú værir dáin. Það tekur mig mjög sárt að þurfa að kveðja þig hinstu kveðju en minningarnar varðveitast og þú verður alltaf í huga mínum og hjarta. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 437 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Að eignast góða nágranna er eitt af því sem gefur lífinu gildi og oft kynnist fólk í gegnum börnin sín og einmitt þannig kynntist ég Ingibjörgu Friðriksdóttur og hennar fjölskyldu. Það er með trega og söknuði að ég nú kveð hinstu kveðju þessa góðu konu. Einu sinni enn hefur maðurinn með ljáinn verið of fljótt á ferðinni. Það voru slæmar fréttir sem ég fékk þegar ég kom úr fríi í mars sl. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Ingibjargar Friðriksdóttur í nokkrum orðum. Ingibjörg hóf störf á skrifstofu Kennaraháskóla Íslands síðari hluta árs 1987. Auk ritarastarfa gegndi hún þýðingarmiklu hlutverki í nemendaskráningu skólans. Nemendaskráning er lífæð skólans og það krefst árvekni, þolinmæði og lipurðar að sinna öllum þeim verkefnum sem henni fylgja. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 406 orð

Ingibjörg Friðriksdóttir

Elsku Imba mín. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, nú þegar leiðir skilja og þú yfirgefur þetta jarðneska líf, svo snögglega og óvænt, löngu áður en okkur öllum vinum þínum og skyldmennum fannst tímabært að stundaglasið þitt rynni út. Þú varst enn svo full af lífsgleði og dugnaði, og hafðir svo margt að starfa og mikið að lifa fyrir. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR Ingibjörg Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1935. Hún lést á Landspítalanum 18. apríl

INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR Ingibjörg Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1935. Hún lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. apríl. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Klemenz Ragnar Guðmundsson

Klemenz R. Guðmundsson var fæddur 9. júní 1936. Hann lést að heimili sínu 20. apríl sl. Banamein hans var astmi. Ég kynntist Klemenz fyrst á kaupstefnu haustið 1966, þar sem við störfuðum sem sölumenn. Hann hafði geislandi persónuleika, þéttur á velli og léttur í lund. Er hann heyrði að ég væri nýgræðingur í starfinu tók hann mig þegar að sér, leiðbeindi og studdi á allan hátt. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 225 orð

KLEMENZ RAGNAR GUÐMUNDSSON

KLEMENZ RAGNAR GUÐMUNDSSON Klemenz Ragnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Albert Þórarinsson, f. 24. apríl 1903, d. 8. maí 1985, og Ingibjörg Amelía Kristjánsdóttir, f. 7. október 1898, d. 24. mars 1974. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 256 orð

Kristín Halla Haraldsdóttir

Mig langar með fáum orðum að minnast vinkonu minnar, Kristínar Höllu. Haustið 1994, á fyrsta skóladeginum í Réttarholtsskóla, kynntist ég Kristínu. Höfum við verið góðar vinkonur frá þeim degi. Ég var svo lánsöm að lenda í sama bekk og hún og sátum við alltaf hlið við hlið í öllum kennslustundum. Betri námsmann en Kristínu er erfitt að ímynda sér. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Kristín Halla Haraldsdóttir

Kær vinkona mín, Kristín Halla Haraldsdóttir, er látin, nýlega orðin 16 ára gömul. Hún hafði sl. sjö ár verið nemandi minn í píanóleik og hafði hug á að halda áfram námi. Kristín Halla ávann sér virðingu og vinsældir allra sem henni kynntust með sinni ljúfu framkomu og glaðværð. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Kristín Halla Haraldsdóttir

Kristín var falleg stúlka, há og grönn með tígulegt yfirbragð. Hún var glaðlynd og í góðu jafnvægi, en úr svip hennar mátti lesa rósemd gagnvart lífinu. Hún var heppin. Hún átti yndislega fjölskyldu. Foreldra sem voru ávallt stoltir af henni, veittu henni einstaka hlýju og öryggi og tvær systur sem voru um leið vinkonur hennar. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 361 orð

Kristín Halla Haraldsdóttir

Mánudagurinn 21. apríl sl. hófst á hefðbundinn hátt í Réttarholtsskóla, nemendur og kennarar gengu til starfa sinna í kennslustofum og allt virtist í föstum skorðum. En svo var ekki. Nemendur voru kallaðir á sal, einn árgangur af öðrum, fyrst 10. bekkur. Sóknarpresturinn okkar, hann séra Pálmi, sagði að einn úr hópnum, Kristín Halla Haraldsdóttir, hefði látist daginn áður. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 312 orð

Kristín Halla Haraldsdóttir

Elsku Kristín mín. Ég trúi varla að þú sért farin. Að við munum ekki hittast aftur í þessu lífi. Það er svo stutt síðan þú varst að segja mér hvað þú værir spennt að mega byrja að fara í ökutíma. Og að þú værir byrjuð að búa þig undir samræmdu prófin. Ég dáðist alltaf að því hvað þú varst dugleg og áhugasöm um námið. Og þú ætlaðir þér stóra hluti í framtíðinni. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 69 orð

KRISTÍN HALLA HARALDSDÓTTIR

KRISTÍN HALLA HARALDSDÓTTIR Kristín Halla Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1981. Hún lést 20. apríl síðastliðinn. Kristín var nemandi í 10. bekk Réttarholtsskóla. Foreldrar hennar eru Helga Sigríður Bachmann kennari og Haraldur Hjartarson bifreiðastjóri frá Eyri í Kjós. Systur Kristínar eru dr. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Rakel E. Jónsdóttir

Elsku Rakel mín. Ég á svo góðar minningar um þig, að ég get ekki látið vera að skrifa nokkur minningarorð. Okkur kom svo vel saman þegar ég kom suður þegar ég var lítil. Það var mikil upplifun fyrir stelpu úr litlu þorpi að vestan að koma á glæsilega heimilið ykkar í Reykjavík. Þú áttir svo fína kjóla, en ég var í buxum sem voru í tísku þá. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 616 orð

Rakel E. Jónsdóttir

Elsku besta vina mín sérðu ekki engilinn svífa inn um gluggann þinn sópa burtu leiðindin léttfætt stígur gleðin inn og geði lyftir þínu. Þessi fallegu huggunarorð sendi Rakel mér á stundu þegar hún vissi að þeirra var þörf. Þau lýsa henni vinkonu minni svo vel og get ég aldrei þakkað forsjóninni það að hafa átt vináttu hennar. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Rakel E. Jónsdóttir

Sumardagurinn fyrsti og það er loksins farið að vora. Íbúar borgarinnar eru margir farnir að sinna vorverkum í görðum sínum. Okkur finnst við mega á hverri stundu eiga von á að sjá glitta í síðu, gulu regnkápuna hennar Rakelar, sem hún klæddist ætíð við garðyrkjustörf, inni á milli runnanna við Skildinganes 9, Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Rakel E. Jónsdóttir Það er með sárum söknuði sem við kveðjum Rakel móðursystur okkar og minnumst samverustunda með henni.

Það er með sárum söknuði sem við kveðjum Rakel móðursystur okkar og minnumst samverustunda með henni. Rakel reyndist okkur ávallt vel í hvívetna og bar mikla hlýju og vinsemd með sér í öllum samskiptum við sitt fjölskyldufólk. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og sinnti heimili sínu af alúð og bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili sem hún mun vaka yfir áfram. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 261 orð

Rakel Elsa Jónsdóttir

Á kveðjustundu leitar hugurinn til allra góðu stundanna sem við áttum saman í gegnum lífið. Dægurmál hljóðna og minningar lifna. Sumardvöl í bústað fjölskyldu okkar á Þingvöllum færði okkur ævintýraheim þar sem við réðum ríkjum í "búi" okkar og aðeins hugmyndaflugið takmarkaði atburðarásina. Fjölskylduboð, árlegar jólatrésskemmtanir og bíóferðir á sunnudögum. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Rakel Elsa Jónsdóttir

Lóan er komin að kveða burt snjóinn og um leið er kveðin burt elsku litla systir mín, Rakel. Hún dó á afmælisdegi sínum 22. apríl, deginum sem við vöknuðum upp við alhvíta jörð. Veikindi hennar komu upp fyrir nákvæmlega tveimur mánuðum og var fljótt vitað að hverju stefndi. Ég bið öll æðstu máttarvöld um styrk til fjölskyldu hennar, þetta er svo sárt og þetta er svo ótímabært. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Rakel Elsa Jónsdóttir

Minningin um þig verður ávallt góð og róandi. Þessi dásamlega ró sem ríkti yfir þér var einn af óteljandi kostum sem ég dáði alltaf í fari þínu. Þær eru alveg ógleymanlegar og ljóslifandi í huga mínum tíðu heimsóknirnar til ykkar. Alltaf fengum við frænkurnar leyfi til að gera eitthvað spennandi saman og varst þú oft þátttakandi í mörgum sundferðum okkar og bæjarferðum. Meira
29. apríl 1997 | Minningargreinar | 233 orð

RAKEL ELSA JÓNSDÓTTIR

RAKEL ELSA JÓNSDÓTTIR Rakel E. Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu, Skildinganesi 9 í Reykjavík, 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar: Jón Björn Elíasson, skipstjóri, ættaður frá Bæjum á Snæfjallaströnd, f. 14. janúar 1890, d. 27. Meira

Viðskipti

29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 226 orð

117 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR SÍF hf. nam tæpum 117 milljónum króna á síðasta ári, sem er tæplega 53 milljóna króna minni hagnaður en árið 1995 eða um 31%. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir minni hagnað skýrast af lakari afkomu Nord-Morue, dótturfélags SÍF í Frakklandi, heldur en árið á undan. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 197 orð

ÐKASK með 12 milljóna tap af reglulegri starfsemi TAP af regluleg

TAP af reglulegri starfsemi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK) var 11,9 milljónir á árinu 1996, borið saman við 8,6 milljóna hagnað árið 1995. Þegar tekið hefur verið tillit til söluhagnaðar, hlutdeildar í afkomu dótturfélags o.fl. var hagnaður ársins 23,3 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi kaupfélagsins sem haldinn laugardaginn 19. apríl. Rekstrartekjur félagsins árið 1996 voru 1. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 424 orð

Hagnaður Landsvirkjunar 1.740 milljónir króna

HAGNAÐUR Landsvirkjunar nam alls 1.740 milljónum króna á síðasta ári og er þetta besta rekstrarafkoma í sögu fyrirtækisins frá upphafi, en á árinu 1995 var 628 milljóna króna tap á fyrirtækinu. Þessa góðu afkomu má einkum rekja til þess að raunvextir voru lágir á síðasta ári vegna hagstæðrar gengisþróunar, að því er fram kemur í ársskýrslu Landsvirkjunar, Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Lífeyrisfrumvarpið harðlega gagnrýnt

BENEDIKT Davíðsson, formaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, gagnrýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar um lífeyrissjóði harðlega á aðalfundi sjóðsins í gær. Sagði hann alla málsmeðferðina hafa verið með ólíkindum, eins og það að frumvarpið skyldi hafa verið samið án nokkurs samráðs við þá aðila sem ættu hlut að máli, svo sem samtök á vinnumarkaði, lífeyrissjóðina og samtök þeirra. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Lífleg hlutabréfaviðskipti

ÞINGVÍSITALA hlutabréfa hækkaði um 2,99% í gær og er það fjórða mesta dagshækkun í sögu hennar. Metið er 4,59%, sett fyrir nákvæmlega þremur árum. Mikil viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í gær og námu heildarviðskipti dagsins tæpum 227 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands og Opna tilboðsmarkaðnum. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 377 orð

Margmiðlun fjölgar atvinnutækifærum mikið

HAGNÝTING rafrænnar útgáfu og möguleikar íslenskra fyrirtækja á sviði margmiðlunar voru kynntir á fjölmennri hátíð í Þjóðleikhúsinu sl. fimmtudag. Að henni stóð Midas-Net á Íslandi, upplýsingaskrifstofa sem var opnuð hérlendis í byrjun ársins og er ætlað að styðja við INFO 2000 margmiðlunaráætlun Evrópusambandsins. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

»Miklar sveiflur gjaldeyrismarkaði

GENGI dollars gagnvart marki hækkaði mikið í gærmorgun og hefur ekki verið hærra í 37 mánuði. Gengi dollars gagnvart jeni hækkaði einnig mjög mikið og hefur ekki verið hærra í 55 mánuði. Aftur á móti lækkaði dollar gagnvart bæði marki og jeni þegar leið á daginn og áhrifa af fundi fjármálaráðherra G7 ríkjanna á sunnudag minnkuðu. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

Nýtt fyrirtæki þjónar flutningabifreiðum

NÝLEGA tók til starfa fyrirtækið Aflrás ehf. á Eirhöfða 14 á Ártúnshöfða. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í þjónustu við landflutninga- og vörudreifingaraðila og leitast við að koma til móts við sérþarfir þeirra sem stunda landflutninga og vörudreifingu, segir í frétt. Meira
29. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 445 orð

Verðmæti hlutabréfaeignar meira en tvöfaldaðist

ÖLL RÉTTINDI sjóðfélaga í Lífeyrissjóði Vesturlands hafa verið aukinn um 7% vegna sterkrar eiginfjárstöðu sjóðsins. Staða sjóðsins hefur styrkst mjög á undanförnum árum og er hrein raunávöxtun hans á síðasta ári var 11,44% en það er hæsta ávöxtun sem sjóðurinn hefur náð. Ársfundur Lífeyrissjóðsins var haldinn í Grundarfirði 11. apríl sl. Meira

Daglegt líf

29. apríl 1997 | Neytendur | 184 orð

Fagnar verðlækkun á filmum

Í MORGUNBLAÐINU 24. apríl sl. gerði Bergur G. Gíslason hjá Ljósmyndavörum athugasemd vegna viðtals á neytendasíðu við Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna þann 22. apríl um að verð á Fuji-filmum hafi ekki lækkað þrátt fyrir lækkun vörugjalds. Meira
29. apríl 1997 | Neytendur | 416 orð

Kennsluefni fyrir ökunema á tölvutæku formi

ÍSLENSKUR margmiðlunardiskur með kennsluefni fyrir verðandi ökumenn kemur út á næstunni, en það er tryggingafélagið Sjóvá-Almennar sem stendur að útgáfunni í samvinnu við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín. Meira

Fastir þættir

29. apríl 1997 | Dagbók | 2899 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 25. apríl til 1. maí: Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21, er opið allan sólarhringinn en Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
29. apríl 1997 | Í dag | 48 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. aprí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. apríl, er sjötíu og fimm ára Henný Dagný Sigurjónsdóttir, Laugarnesvegi 42, Reykjavík. ÁRA afmæli. Sjötug er í dagGuðbjörg Jóhannsdóttir, Rauðagerði 10, Reykjavík. Meira
29. apríl 1997 | Fastir þættir | 528 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

MÁNUDAGINN 28. apríl byrjar minningarmót félagsins um Stefán Pálsson. Spilaður verður barómeter og stendur mótið yfir í 2 kvöld. Allir spilarar eru velkomnir, spilað er í félagsálmu Haukahússins, með innkeyrslu frá Flatahrauni. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Mánudaginn 21. apríl var spilaður Howell tvímenningur með þátttöku 12 para. Meira
29. apríl 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. desember 1996 í Ólafsfjarðarkirkju af sr. Sigríði Guðmarsdóttur Helga Björg Gunnarsdóttir og Árni Gunnólfsson. Heimili þeirra er í Bylgjubyggð 21, Ólafsfirði. Meira
29. apríl 1997 | Í dag | 426 orð

ERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur skilaði hvorki meira né

ERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur skilaði hvorki meira né minna en 108 milljóna króna tekjuafgangi á síðasta ári. Í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, að þessi mikli hagnaður skýrðist m.a. af mikilli fjölgun félagsmanna á árinu. Meira
29. apríl 1997 | Í dag | 1097 orð

Fyrstu útskriftarnemendur Melaskóla ÞIÐ SEM lukuð fullnaðar

ÞIÐ SEM lukuð fullnaðarprófi frá Melaskóla vorið 1947, fyrsti útskriftarhópur skólans. Hvernig væri að hittast í maí og minnast tímamótanna? Vinsamlegast hafið samband við Halldóru Gunnarsdóttur í síma 5625551 og Dóru Guðleifsdóttur í síma 5542643. Meira
29. apríl 1997 | Fastir þættir | 564 orð

Íslenskur sigur á Norðurlandamóti

Bikarkeppni Norðurlanda í brids var haldin í Rottneros í Svíþjóð dagana 25.­28. apríl ÞAÐ vannst íslenskur sigur í fyrsta skipti á Bikarkeppni Norðurlandanna í brids, sem háð var um helgina í Rottneros í Svíþjóð. En þar hafa bikarmeistarar á Norðurlöndunum komið saman annað hvert ár síðan 1985 og reynt með sér. Meira
29. apríl 1997 | Dagbók | 608 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira

Íþróttir

29. apríl 1997 | Íþróttir | 261 orð

"Aldrei lent í öðru eins"

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk stóran skell á móti Króatíu í síðari leiknum í undankeppni HM sem fram fór í Virovitica í Króatíu á sunnudag. Lokatölurnar urðu 34:8 og er það eitt stærsta tap íslensks kvennalandsliðsins frá upphafi. Staðan í hálfleik var 20:4. Íslenska liðið er úr leik en Króatía kemst áfram í keppninni. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 1062 orð

Andrésar andarleikarnir

Svig 7 ára stúlkur: 1. Esther Gunnarsdóttir, Ármannni52,85 2. Halla Kristín Jónsdóttir, Ármanni52,87 3. Þóra Björg Stefánsdóttir, Akureyri53,42 4. Arna Kristjánsdóttir, Akureyri53,46 5. Silja H. Sigurðardóttir, Eskif.54,33 7 ára drengir: 1. Andri Geir Gunnarsson, Haukum51,78 2. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 174 orð

Andrés með lið KR og Gróttu ANDRÉS Gu

ANDRÉS Gunnlaugsson verður þjálfari sameinaðs 1. deildar liðs Gróttu og KR í handknattleik kvenna á næsta tímabili en um helgina gerði hann samning til þriggja ára um þjálfun liðsins og hefjast æfingar 1. maí. "Þetta er framtíðarlið og spennandi verkefni," sagði Andrés við Morgunblaðið en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá HK í Kópavogi undanfarin ár með góðum árangri. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 460 orð

Á skíðum skemmti...

ANDRÉSAR andar-leikarnir, 22. í röðinni, fóru fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina og þóttu takast vel þrátt fyrir lítinn snjó í fjallinu. Leikarnir eru fyrst og fremst hátíð barnanna, sem nutu sín vel í leik og keppni eins og á fyrri leikum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 223 orð

Barnsley loks í hóp þeirra bestu

Barnsley vann Bradford 2:0 í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardag og tryggði sér þar með sæti í úrvalsdeildinni næsta tímabil en félagið hefur ekki átt lið í efstu deild í 110 ára sögu þess. Paul Wilkinson skoraði með skalla um miðjan fyrri hálfleik en heimamenn voru ekki í rónni fyrr en Clint Marcelle bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 266 orð

Besti leikur Bayern

Bayern M¨unchen lék betur en áður á tímabilinu þegar liðið vann D¨usseldorf 5:0 á laugardag og endurheimti þriggja stiga forystu í þýsku deildinni. Aðeins Leverkusen virðist geta veitt Bæjurum keppni en fimm umferðir eru eftir. Christian Nerlinger kom Bayern á bragðið með marki af 20 metra færi á 6. mínútu. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 411 orð

Bikarinn afhentur á ráðhústorginu í Wuppertal

VIGGÓ Sigurðsson stýrði Wuppertal til sigurs í 2. deild þýska handboltans og leikur liðið því í 1. deild næsta tímabil. Wuppertal sótti Spandau heim í Berlín í lokaumferðinni og vann 25:18. Bad Schwartau, sem var stigi á eftir Wuppertal, vann 37:23 í síðasta leik, en var með lakari markatölu en Wuppertal sem hefði nægt jafntefli í Berlín til að halda efsta sætinu. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 219 orð

Bikarmót Skotsambands Íslands

BIKARMÓT Skotsambands Íslands fór fram í Digranesi, Kópavogi, helgina 19. og 20. apríl. Keppt var í fjórum greinum, í loftskammbyssu, staðlaðri skammbyssu, frjálsri skammbyssu og riffilskotfimi. Nú líður óðum að Smáþjóðaleikunum, sem að þessu sinni verða haldnir hér á landi undir stjórn Ólympíunefndar Íslands. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 294 orð

BORDEAUX

BORDEAUX keypti Ba, sem er 23 ára og leikur sem hægri bakvörður, í fyrra á andvirði rúmlega 170 milljóna króna en selur hann væntanlega ekki fyrir minna en rúmlega milljarð. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 196 orð

Davis úr leik á HM STEVE Davis, sem he

STEVE Davis, sem hefur sex sinnum orðið heimsmeistari í snóker, féll úr keppni í 2. umferð HM í Sheffield um helgina. Hann tapaði 13:3 fyrir Íranum Ken Doherty, sem er númer sjö á heimslistanum, og er þetta stærsta tap kappans síðan hann lá 10:1 fyrir landa sínum Tony Knowles fyrir 15 árum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 15 orð

Deildabikarkeppni KSÍ

Deildabikarkeppni KSÍ Karlar ÍBV - Víkingur4:0Konur ÍBV - Haukar3:3Breiðablik - ÍBV5:1Suðurnesjamót UMFG - Reynir3:2UMFN - V Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 43 orð

Dunleavy hættur MIKE Dunleavy, f

MIKE Dunleavy, framkvæmdastjóri Milwaukee Buck, sagði af sér um helgina í kjölfar lélegs árangurs liðsins. Liðið hefur ekki náð inn í úrslitakeppnina síðustu sex árin. Bucks endaði nú í sjötta sæti miðriðils með 40,2 prósenta vinningshlutfall, vann 33 leiki en tapaði 49. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 456 orð

England

1. deild Port Vale - Wolverhampton1:2 Barnsley - Bradford2:0Birmingham - Oxford United2:0Queens Park Rangers - Tranmere2:0Reading - Oldham2:0Southend - Huddersfield1:2Swindon - Crystal Palace0:2West Bromwich - Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 288 orð

Essen býður Patreki nýjan samning

Patrekur Jóhannesson stóð sig vel með Essen í þýska handboltanum í vetur og vill félagið gera nýjan samning við hann í sumar en hann gerði samning til tveggja ára í fyrra. "Ég gerði alls 128 mörk í deildinni sem þykir gott hjá nýliða og félagið er ánægt," sagði Patrekur við Morgunblaðið en hann var í 19. sæti yfir markahæstu menn fyrir síðustu umferðina. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 163 orð

FÉLAGSLÍFLokahóf handknattleiksmanna

LOKAHÓF handknattleiksmanna fer fram á hótel Íslandi í umsjón handknattleiksdeildar Fram miðvikudagskvöldið 30. apríl. Húsið opnar kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20. Miðasala og pantanir í Framhúsinu við Safamýri. Heimsklúbbur áhugamanna KYNNINGARFUNDUR Heimsklúbbs áhugamanna um knattspyrnu (W.S.S.C.) verður haldinn í Valsheimilinu í kvöld og hefst hann kl. 20. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 507 orð

FRÉTTIR

FRÉTTIR frá Englandi herma að þau stórtíðindi verði jafnvel í sumar að Newcastle og Tottenham skipti á frægum framherjum; Teddy Sheringham fari til Newcastle og félagi hans í enska landsliðshópnum, Les Ferdinand, fari hina leiðina. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 84 orð

Gunnar fór í Fram

GUNNAR Berg Viktorsson, landsliðsmaður í handknattleik, undirritaði í gær eins árs samning við Fram um að leika með félaginu. Gunnar hefur til þessa dags leikið með ÍBV en hyggur á nám í Reykjavík á næsta hausti og taldi það ekki ganga að leika með Eyjamönnum samhliða því. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 114 orð

Gústaf til Fram, Guðríður hætt GÚSTAF B

GÚSTAF Björnsson mun þjálfa meistaraflokk Fram í handknattleik næsta keppnistímabil. Þegar er búið að ganga frá munnlegu samkomulagi milli Gústafs og stjórnar handknattleiksdeildar Fram varðandi þjálfunina. Hann hefur áður þjálfað Framstúlkur með mjög góðum árangri og eins var hann með kvennalið Víkings og kvennalandsliðið fyrir nokkrum árum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 76 orð

HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli

FJÓRIR íslensku atvinnumannanna í handknattleik í Þýskalandi komu til landsins síðdegis í gær, skömmu fyrir æfingu landsliðsins, og þar með er allur landsliðshópurinn saman kominn til lokaundirbúnings fyrir HM í Japan sem hefst 17. maí. Fjórmenningarnir héldu strax á æfingu; fóru reyndar ekki í Laugardalshöllina þar sem samherjarnir æfðu heldur voru sendir út að hlaupa. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 427 orð

HANNES Þorsteinsson

HANNES Þorsteinsson frá Akranesi hefur verið ráðinn til starfa hjá Golfsambandi Íslands. Verið er að fjölga á skrifstofu sambandsins og var Hannes valinn úr hópi 20 umsækjenda. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 132 orð

Haukamaður og FH-ingur

FANNAR Gíslason úr Haukum varð Andrésar-meistari í stórsvigi í flokki 11 ára drengja. Hann var með besta tímann eftir fyrri umferðina í sviginu en datt í síðari umferðinni. "Ég steig óvart á innra skíðið í beygju og datt. Það kemur stundum fyrir að ég dett, en ef ég kemst niður brautina þá er ég yfirleitt með besta tímann. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 104 orð

Heimsmeistarakeppnin

Helsingi, Finnlandi: A-riðill Tékkland - Þýskaland2:1Martin Prochazka (45.33), Roman Simicek (56.07) - Mirko Ludemann (31.02). 12.862. Rússland - Slóvakía2:2Sergei Petrenko (0.16), Andrei Skopintsev (51.49) - Jozef Dano (30.37), Zdenko Ciger (37.42). 12.919. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 613 orð

Ingibergur glímukóngur Íslands annað árið í röð

INGIBERGUR Sigurðsson úr Víkverja varð glímukóngur Íslands annað árið í röð á laugardaginn. Hann hlaut átta vinninga af níu mögulegum á Íslandsglímunni í íþróttahúsi Kennaraháskólans, Arngeir Friðriksson varð í öðru sæti og Orri Björnsson þriðji. Mótið var skemmtilegt og spennandi og boðið upp á skemmtilegar glímur. Sigur Ingibergs var verðskuldaður. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 17 orð

Í kvöld

Deildabikarkeppnin íknattspyrnu Úrslitakeppnin Fylkisv.: Fylkir - Breiðablik19Ásvellir: FH - Valur19Borgarnes: Skallagrímur - UMFG19Löngulágarv. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 173 orð

Íslandsmótið

Haldið á Selfossi um helgina. -60 kg flokkur: 1. Höskuldur Einarsson, Ármanni 2. Jóhann Jónsson, Selfossi 3. Snævar Jónsson, JFR -65 kg 1. Sævar J. Sigursteinsson, KA 2. Hilmar Trausti Harðarson, KA 3. Baldvin Freyr Kristjánsson, KA -71 kg 1. Jónas Friðrik Jónsson, KA 2. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 699 orð

Jordan frábær

Michael Jordan sýndi enn einu sinni að þegar á brattann er að sækja hjá Chicago Bulls, er það hann sem tekur af skarið. Eftir auðveldan fyrsta sigur Chicago gegn Washington á föstudag, lentu meistararnir í erfiðleikum í öðrum leik liðanna á sunnudag. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 257 orð

Jón endur-kjörinnJÓN M. Ívarsson var endurkjör

JÓN M. Ívarsson var endurkjörinn formaður Glímusambands Íslands til eins árs á ársþingi þess sem fram fór á sunnudaginn. Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, sem lengi sat í framkvæmdastjórn Íþróttasambands Íslands, bauð sig fram á móti Jóni og segja má að glíma þeirra hafi verið hörð og tvísýn; Jón fékk 25 atkvæði en Jón Ármann 22. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 54 orð

KR-ingar unnu Genk ÞÓRHALLUR Dan

ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson var með þrennu þegar KR vann 1. deildar lið Genk 5:2 í æfingaleik í Belgíu um helgina. Genk er í 6. sæti í Belgíu og var þetta fyrsti tapleikur liðsins í nokkurn tíma. Ríkharður Daðason og Einar Daníelsson skoruðu líka fyrir KR-inga en Belgarnir gerðu tvö síðustu mörk leiksins. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 152 orð

Kristján Uni bestur

Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði varð tvöfaldur Andrésar-meistari í flokki 12 ára drengja. Hann sigraði bæði í svigi og stórsvigi, var með besta brautartímann í öllum fjórum ferðunum. "Ég bjóst ekkert frekar við að sigra, en ég hef æft mjög vel í vetur enda hefur verið nægur snjór á Ólafsfirði. Við reynum að fara eins oft á skíði og við getum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 483 orð

Kristján þjálfar FH, Bjarki enn óákveðinn

KRISTJÁN Arason var ráðinn þjálfari 1. deildar liðs FH um helgina. Afturelding hafði einnig áhuga á að fá Kristján sem þjálfara, en þegar hann kaus að halda á heimaslóðirnar sneru Mosfellingar sér til Bjarka Sigurðssonar, leikmanns liðsins, og óskuðu eftir því að hann yrði þjálfari þess. Bjarki hefur enn ekki gefið svar ­ sagðist í gærkvöldi ætla að hugsa málið betur. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 106 orð

Króatía - Ísland34:8

Virovitica, undankeppni HM kvenna, síðari leikur, sunnudaginn 27. apríl 1997. Gangur leiksins: 3:0, 4:2, 13:2, 20:4, 26:6, 28:8, 34:8. Mörk Íslands: Svava Sigurðardóttir 3, Ragnheiður Stephensen 2, Halla María Helgadóttir 2/2 og Auður Hermannsdóttir 1. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | -1 orð

Landsleikjum fækkar um 54 ÞRJÁR breytin

ÞRJÁR breytingar voru gerðar á landsliðshópnum á laugardag, daginn áður en hópurinn hélt til Bratislava. Báðir markverðirnir, Birkir Kristinsson frá Brann og Kristján Finnbogason úr KR, sem Logi Ólafsson landsliðsþjálfari hafði valið, heltust úr lestinni og Sigurður Jónsson úr Örebro að auki. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 37 orð

Logi sá þriðji sem reynir LOGI Ólafsson lands

LOGI Ólafsson landsliðsþjálfari er þriðji þjálfarinn sem reynir að knýja fram sigur í Bratislava og næsta nágrenni. Í fyrri leik Íslands á svæðinu var Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari en Bo Johansson í þeim síðari. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 62 orð

Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Þau fengu skíðaútbúnað

Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Þau fengu skíðaútbúnað SIGURVEGARARNIR í flokki 12 ára, bæði í alpagreinum og göngu, voru leystir út með sérstökum gjöfum, skíðaútbúnaði sem Skátabúðin gaf. Þau sem fengu þessi verðlaun eru: Frá vinstri:Sigvaldi B. Magnússon, HSS, Freyr Gunnlaugsson, Siglufirði, Freydís H. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 63 orð

NBA-deildin

Úrslitakeppnin Austurdeild Atlanta - Detroit89:75Atlanta - Detroit80:93Staðan er 1:1. Chicago - Washington98:86Chicago - Washington109:104Chicago er 2:0 yfir. Miami - Orlando104:87Miami er 2:0 yfir. New York - Charlotte100:93New York er 2:0 yfir. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 263 orð

Nefndin skuldar um 10 milljónir króna

Ólympíunefnd Íslands samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi frumvarp til laga að sameinuðum nýjum samtökum með öllum greiddum atkvæðum en fram kom að fjárhagsstaða ÓÍ er mun verri en talið var ­ skuldirnar voru um 10 milljónir 1. mars sl. en ekki liðlega átta millj. kr. eins og fram kom á aðalfundi í febrúar. Að sögn Ellerts B. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 58 orð

NHL-deildin

Úrslitakeppnin Austurdeild Florida - NY Rangers2:3Eftir framlengingu. Rangers sigraði 4:1. Buffalo - Ottawa1:4Ottawa - Buffalo0:3Staðan er 3:3. New Jersey - Montreal4:0New Jersey sigraði 4:1. Philadelphia - Pittsburgh6:3Philadelphia sigraði 4:1. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 324 orð

Norðlenskir göngugarpar

Guðný Ósk Gottliebsdóttir frá Ólafsfirði hefur verið sigursæl í göngukeppninni á Andrésarleikum undanfarin ár. Hún sigraði í flokki 12 ára stúlkna með frjálsri aðferð og var önnur á eftir Freydísi Konráðsdóttur í keppni með hefðbundinni aðferð. "Ég er að keppa á Andrésarleikum í sjötta sinn og ég held að þetta séu skemmtilegustu leikarnir. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 110 orð

Nýr leikmaður til Akraness ÍSLANDSMEISTARAR Akurne

ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga í knattspyrnu, sem komu úr æfingaferð í Júgóslavíu um helgina, gerðu í ferðinni samning við Vladan Tomic, 26 ára leikmann 1. deildar liðsins FC Zeta í Júgóslavíu. Tomic var valinn úr hópi fjögurra júgóslavneskra leikmanna sem léku æfingaleik með ÍA en hann þótti standa sig mjög vel. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 30 orð

Opið mót Fiskimjöls - og Lýsismótið fór fram í Grindavík um he

Fiskimjöls - og Lýsismótið fór fram í Grindavík um helgina. Helstu úrslit: Án forgjafar Björgvin Sigurbergsson, GK,72Davíð Jónsson, GS,77Skúli Ágústsson, GA,78Með forgjöf Gústaf Alfreðsson, GK,66Albert Sævarsson, GG,68Jakop Böðvarsson, GK, Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 92 orð

Ólafur verður í marki

ÓLAFUR Gottskálksson markvörður úr Keflavík verður í byrjunarliðinu þegar Íslendingar mæta Slóvökum í dag. Rúm fjögur ár eru síðan Ólafur stóð síðast í marki íslenska landsliðsins; hann lék seinni hálfleikinn í vináttuleik gegn Bandaríkjamönnum, sem lauk með 1:1 jafntefli, í Costa Mesa í Kaliforníu 17. apríl 1993. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 146 orð

Óvænt ánægja

Ég átti ekki von á því að sigra í báðum greinum. Mér hefur ekki gengið vel í vetur, oftast verið á hausnum í mótunum í Reykjavík og því var þetta óvænt ánægja, sagði Hrönn Kristjánsdóttir úr Ármanni, sem vann tvöfalt í flokki 11 ára stúlkna. Hún byrjaði að æfa skíði hjá Ármanni fyrir þremur árum en þá flutti hún til Reykjavíkur frá Grundarfirði. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 112 orð

Raúl bestur á Spáni RAÚL Gonzalez, hinn 19 ára gam

RAÚL Gonzalez, hinn 19 ára gamli framherji Real Madrid, hefur verið valinn besti knattspyrnumaður Spánar. Það var tímaritið Don Balón, sem stóð að kjörinu en þátt tóku fulltrúar 40 fjölmiðla á Spáni. Raúl, sem nýverið framlengdi samning sinn við Real Madrid og er nú dýrasti knattspyrnumaður Spánar, var kjörinn besti leikmaðurinn á þessari leiktíð með nokkrum yfirburðum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 461 orð

Risarnir Genúa og Tórínó fastir í annarri deild?

Risarnir Genúa og Tórínó fastir í annarri deild? Ekkert var leikið í fyrstu deildinni á Ítalíu um helgina vegna landsleiks Ítala og Pólverja í vikunni. Hinsvegar var leikið í annarri deild, Serie B, og þar eru línur nokkuð teknar að skýrast með hvaða lið komast í Serie A í júní. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 58 orð

Rudy ráðinn RUDY Tomjanovich, þjálfar

RUDY Tomjanovich, þjálfari Houston Rockets, hefur verið útnefndur þjálfari bandaríska "draumaliðsins" á heimsmeistaramótinu í Aþenu á næsta ári. Hann stýrði Houston til sigurs í NBA- deildinni 1994 og 1995. Vinningshlutfall hans sem þjálfara í NBA-deildinni er 63,9 prósent, hefur unnið 281 leik og tapað 159. Hann hefur verið með Houston í úrslitakeppni NBA sex ár í röð. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 154 orð

Rugluðust á skíðastöfum

VINKONURNAR úr Ármanni, Esther Gunnarsdóttir og Halla Kristín Jónsdóttir, voru ánægðar með veruna á Akureyri. Þær höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í svigi 7 ára stúlkna og munaði aðeins tveimur hundruðustu hlutum úr sekúndu á þeim. Þær voru að keppa á Andrésarleikunum í fyrsta sinn. "Við erum oft að keppa og það er gaman. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 196 orð

Safnað fyrir Bos-man í Barcelona

ARGENTÍNUMAÐURINN Diego Armando Maradona lék með heimsúrvali gegn úrvalsliði Evrópu á Ólympíuleikvanginum á Montjuich hæð í Barcelona á sunnudaginn og er með knöttinn á myndinni að ofan, en við hlið hans búlgarski leikmaðurinn Hristo Stoichkov hjá Barcelona. Heimsliðið sigraði 4:3. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 425 orð

SAMAN »Sameining íþróttafé-laga hreyfingunnitil framdráttar

Undanfarin misseri hefur markvisst verið unnið að sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands og eftir fund ÓÍ um málið í gærkvöldi bendir allt til þess að sameiningin verði að veruleika í haust eins og að er stefnt. Íþróttafélögin Þór og Týr í Vestmannaeyjum hafa stigið skrefið til fulls og keppa héðan í frá undir nafni ÍBV. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | -1 orð

Skiptir miklu máli að strákarnir hittist

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu leikur vináttulandsleik við Slóvakíu í Trnava, sem er skammt utan við Bratislava, í dag. Þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það mætti Írum í Dublin í nóvember í fyrra, en alvaran hefst í júní þegar leikið verður við Makedóníu og Litháen. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 423 orð

Skíðaíþróttin styrkir fjölskylduböndin

Jensína Magnúsdóttir, formaður skíðadeildar Víkings, hefur aðeins misst úr tvenna Andrésar- leika frá upphafi. Hún sagði að leikarnir væru orðnir hluti af lífi sínu enda var hún nú í 20. skipti á leikunum. "Ég hef ofsalega gaman af þessu. Það er yndislegt að koma hingað og fylgjast með börnunum, þau ljóma öll af lífsgleði og hafa greinilega mikla ánægju af því að taka þátt. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 113 orð

Spennandi að keppa

Andri Geir Gunnarsson úr Haukum sigraði í svigi og stórsvigi í flokki 7 ára drengja. Grétar Már Pálsson úr Breiðabliki var annar í sviginu og í 5. sæti í stórsviginu. Þeir voru báðir með sigurbros á vör þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá á meðan þeir biðu eftir að vera kallaðir upp á verðlaunapallinn í Íþróttahöllinni. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 265 orð

Spænska meistaramótið Madrid: 277 Mark

Madrid: 277 Mark James (Bretl.) 67 68 73 69, Greg Norman (Ástralíu) 69 70 68 70 James vann á þriðju holu í bráðabana. 278 Jarmo Sandelin (Svíþjóð) 72 71 69 66, Eduardo Romero (Arg.) 68 70 71 69 279 Jose Coceres (Argentínu) 72 69 70 68, Jean-Louis Guepy (Frakkl. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 230 orð

Titillinn innan seilingar

Mónakó varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, við Marseille á heimavelli en liðið er með örugga forystu í frönsku deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir og er nánast öruggt með titilinn. Mónakó varð síðast meistari 1988. "Við verðum að sigra í Strasbourg eða á móti Caen en mikilvægast var að tapa ekki að þessu sinni," sagði Jean Tigana, þjálfari Mónakó. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 356 orð

Toppurinn á ferli mínum

Þorvaldur Blöndal, Ármanni, varð tvöfaldur meistari á Íslandsmótinu í júdó sem fór fram á Selfossi á laugardag. Hann sigraði í -95 kg flokki og síðan í opnum flokki. "Ég var Íslandsmeistari í -86 kílóa flokki 1994 og 1996 en þetta er toppurinn á ferlinum," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið en hann byrjaði að æfa júdó í KA hjá Jóni Óðni Óðinssyni á Akureyri fyrir tæplega fimm árum. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 179 orð

Var ákveðin í að standa mig

EVA Dögg Ólafsdóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi 12 ára stúlkna og varð fjórða í sviginu. "Ég var ekki ánægð með árangurinn í svigi vegna þess að ég var með besta tímann í fyrri umferðinni en datt í síðari. Ég var því ákveðin í að standa mig betur í stórsviginu," sagði Eva Dögg. "Ég er búin að æfa skíði í sjö ár og hef fjórum sinnum áður orðið Andrésar-meistari. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 200 orð

Þau fara til Orlando

ÞRÍR 12 ára krakkar fengu ferðavinning til Orlando í Flórída í boði Flugleiða, Samherja og Andrésar-nefndarinnar. Nöfn þriggja 12 ára þátttakenda í leikunum voru dregin út á lokadegi leikanna á laugardaginn. Þau sem duttu í lokkupottinn eru Ólafur Guðmundsson úr Ármanni, Jóhann Rolfsson frá Akureyri og Guðný Ósk Þórsdóttir frá Ísafirði. Farið verður í ferðina í haust. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 567 orð

Ætlar fyrirliði Bolton og landsliðsinsGUÐNI BERGSSONað slá 100 í þrígang?Vantar herbergisfélaga

GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er fyrsti Íslendingurinn sem tekur við bikar fyrir sigur liðs í keppni í ensku knattspyrnunni. Bolton hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deild og lék síðasta heimaleikinn á Burnden Park sl. föstudagskvöld en eftir 4:1 sigur á Charlton tók Guðni, sem er fyrirlið Bolton, við bikarnum eftirsótta. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 237 orð

Önfirðingar stálu senunni

Norðmaðurinn Kjell Hymer, kennari í barnaskólanum í Holti, hefur lyft grettistaki í uppbyggingu skíðagöngunnar í Önundarfirði. Hann mætti á Andrésar-leikana með 21 barn sem hann hefur verið að þjálfa í tvö ár og má segja að þau hafi komið, séð og sigrað. Brynjólfur Ó. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson BrautarskoðunÞAÐ er gaman að fylgjast með yngstu aldurshópunum þegar þau eru að skoða brautina meðþjálfurum sínum. Hér eru það 7 ára börnin sem skoða stórsvigsbrautina. Meira
29. apríl 1997 | Íþróttir | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Kátir krakkarKRAKKARNIR á Andrésar andar-leikunum voru ánægðir meðdvölina í Hlíðarfjalli. Hér er Mikki Mús í góðum félagsskap. Meira

Fasteignablað

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 433 orð

Atvinnuhúsnæði á Akureyri

HÚSEIGNIR Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps eru nú til sölu hjá fasteignasölunni Byggð á Akureyri. Ekkert fast verð er sett á þessr eignir, en óskað er eftir tilboðum. Ástæðan fyrir sölunni er sú, að sparisjóðirnir hafa verið sameinaðir og munu flyta í nýbyggingu við Skipagötu í haust. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 85 orð

Bygginga- dagar 1997

BYGGINGADAGAR Samtaka iðnaðarins 1997 verða haldnir 23-25 maí nk. Að þessu sinni verða þeir haldnir undir heitinu Hús skulu standa" og er þátttaka heimil öllum félagsmönnum SI í byggingariðnaði. Er frá þessu skýrt í síðasta fréttabréfi Samtaka iðnaðarins. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 109 orð

Eftirspurn meiri en framboð

KANNANIR sýna, að framboð á íbúðum og húseignum í Bretlandi er nú mun minna en eftirspurn, þar sem um helmingi fleiri hafa hug á að kaupa en að selja. Mestur er munurinn á framboði og eftirspurn í suðurhluta landsins. Á undanförnu misseri hefur mátt merkja vaxandi áhuga hjá æ fleirum um að kaupa sér húsnæði. Afleiðingin er sú, að fasteignaverð hefur farið stöðugt hækkandi. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 164 orð

Einbýlishús eða or- lofs hús á Djúpavogi

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseign við Djúpavog. Um er að ræða nýlegt, vandað einbýlishús í landi Teigarhorns við Djúpavog. Húsið stendur undir Búlandstindi, þrjá kílómetra frá Djúpavogi en 530 kílómetra frá Reykjavík. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 149 orð

Einbýlishús í Heiðargerði

HJÁ fasteignasölunni Bifröst er til sölu einbýlishús á einni hæð að Heiðargerði 86. Þetta er steinhús, byggt 1971 og 135 ferm. að stærð fyrir utan 30 ferm. bílskúr. Þetta er vandað hús. Í því voru upphaflega fjögur svefnherbergi en nú eru þau þrjú, þar sem tvö hafa verið sameinað í eitt," sagði Guðmundur Björn Steinþórsson hjá Bifröst. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 231 orð

Fullbúið einbýlishús við Neðstaberg

HJÁ fasteignasölunni Framtíðinni er til sölu einbýlishús við Neðstaberg 8 í Reykjavík. Húsið er timburhús á steyptum kjallara, hlaðið utan með dönskum múrsteini. Það er tæpir 270 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr, byggt 1984. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Gamalt hús í nýju hlutverki

GAMLA verzlunarhúsinu undir Suðurnesklettum í Borgarnesi hefur nú verið breytt í veitingahús. Þetta hús á sér mikla sögu, en það er elzta verzlunarhús í Borgarnesi, byggt 1876. Húsið hefur verið nýtt mestallan þennan tíma, lengst af fyrir verzlun og er mjög samofið sögu staðarins. Í grein eftir Helga Bjarnason eru fjallað um þetta sögulega hús í máli og myndum. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 37 orð

Hús frá Viktoríutímanum í Englandi

Hús frá Viktoríutímanum í Englandi ÞESSI tvö hús eru dæmigerð fyrir Viktoríutímabilið í Englandi, en það stærra var aðeins að færi hinna ríku að reisa. Mikið var gjarnan lagt í framhlið þessara hús en minna hugsað um bakhliðina. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 44 orð

Hús handa börnunum

ÝMSIR vilja gjarnan smíða lítið hús í garðinum hjá sér handa börnunum. Í þættinum Smiðjan gefur Bjarni Ólafsson leiðbeiningar um smíði á slíku húsi. Gott er að mála húsið í glaðlegum litum en nota þarf olíumálningu. Hún ver viðinn bezt. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 979 orð

Hús í garðinn Lítið hús í garðinum gleður börnin. En smíði á slíku húsi er ekki vandalaus. Hér fylgja leiðbeiningar frá Bjarna

ÞAÐ virðist sem vorhljóð sé komið í marga. Það er a.m.k. víst að vorhljóð eru að koma í landið okkar. Mýrar og móar eru að fyllast af fagnandi fuglasöng og hið sama má segja um ár og tjarnir. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 131 orð

Innlausn húsnæðis- sparnaðar- reikninga

NÚ er það liðin tíð, að innlegg á húsnæðissparnaðarreikninga veiti rétt til skattaafsláttar. Við næstu álganingu fæst 5% skattafsláttur reiknaður af innleggi ársins 1996, en það sem lagt er inn á slíka reikninga eftir 31. desember 1996, veitir engan skattafslátt. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 392 orð

Íbúðahótel rís við Klapparstíg

NÝBYGGINGAR í Gamla bænum í Reykjavík vekja ávallt athygli. Að Klapparstíg 35A er byggingafyrirtækið Gerpir ehf. að reisa íbúðahótel. Grunnurinn að húsinu er þegar kominn og gert ráð fyrir, að það verði fokhelt í ágústlok. Fimmtán íbúðir verða í húsinu og er áformað að taka þær í notkun á næsta ári. Hönnuður hússins er Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt hjá Arkþingi. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Kristalskróna

Kristalskróna ÞAÐ hefur hingað til þótt heldur prýði en hitt að hafa kristalskrónur hangandi niður úr stofuloftinu hjá sér. Þessi króna er ný í hönnun en vísar í glæsileika til þeirra gömlu. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 812 orð

Mannskepnan er skrítin skepna

EITT af einkennum tegundar þeirrar sem nefnist maður er að horfa eða stara miklu meira á það sem fer aflaga en það sem betur fer. Eftir því sem hagur manna og þjóða vænkast því meir er starað á það neikvæða, það jákvæða er svo sjálfsagt að enginn tekur eftir því. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 535 orð

Ný lagnaefni og ný samsetningartækni

AUKNAR kröfur eru nú gerðar til þeirra sem leggja rör, um að þeir hafi réttindi til að leggja þau og hafi sótt námskeið um nýja lagnaefnið PEX-Plastið. Dagana 30. apríl til 2. maí verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavik alþjóðleg ráðstefna um hitaveitumál og lagnamál. Starfsmenn frá Fjöltækni sf. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 263 orð

Stórt og vandað hús á Melunum

HJÁ fasteignasölunni Gimli er til sölu þrílyft hús að Víðmel 57. Húsið er 254 ferm. og með 42 ferm. bílskúr. Í húsinu eru nú þrjár íbúðir, en einnig væri hægt að nýta húsið sem stórt einbýli. Þetta hús er mjög vel byggt og vel vandað til þess í hvívetna í upphafi," sagði Ólafur B. Blöndal hjá Gimli. Það hefur einnig alla tíð síðan fengið mjög gott viðhald. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 157 orð

Stórt verzlunarhúsnæði við Faxafen

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu öll húseignin Faxafen 7 í Reykjavík. Hér er um að ræða glæsilegt, sérstætt verslunarhús sem er kjallari og tvær hæðir, samtals að gólffleti 1.243 fermetrar. Húsið er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt og reist 1987. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 583 orð

Stöðugur húsnæðismarkaður

HÚSNÆÐISMARKAÐURINN Í dag er töluvert frábrugðinn því hvernig hann var fyrir nokkrum árum. Í umfjöllum um þennan markað, hvort sem er í blaðagreinum, viðtölum, auglýsingum eða annars staðar, er oft ýmislegt sem ekki er endilega alltaf auðvelt að átta sig á. Mikið af alls konar hugtökum og orðatiltækjum er í gangi sem heyrðust ekki fyrir ekki svo löngu síðan. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 43 orð

Tandurhrein orka

Frá hitaveitunni kemur tandurhrein orka, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. EF enginn jarðhiti væri á Íslandi og öll hús hituð upp með olíu eða kolum, væri talsvert öðru vísi um að lítast á stilltum dögum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 316 orð

Verð á nýjum íbúðum hæst í Kópavogi

FERMETRAVERÐ í nýju eða nýlegu fjölbýli er að meðaltali nokkru hærra í Kópavogi en í Reykjavík eða Hafnarfirði, eins og súluritið hér til hliðar sýnir, en það er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins um íbúðir, sem byggðar eru 1990 eða síðar og skiptu um eigendur á síðasta ári. Miðað er við staðgreiðslu. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 418 orð

Verðlaun og viðurkenningar Hönnunardaga

Á VEGUM Hönnunarstöðvarinnar voru nýlega veitt hönnunarverðlaun Hönnunardags húsgagna og innréttinga 1997. Dómnefnd veitti tvær viðurkenningar og tvenn verðlaun. Í dómnefnd áttu sæti: Sverrir Hallgrímsson og Björn Lárusson, Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Finnur P. Fróðason, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 1061 orð

Viljum að Borgnesingar geti verið stoltir

JÓN Jónsson, Akra-Jón, gerðist kaupmaður í Borgarnesi árið 1876. Hann kom þá á skipi frá Björgvin í Noregi inn á Brákarpoll með húsavið og söluvörur. 18. júní fékk hann útmælda lóð undir Suðurnesklettum og borgarabréf þann sama dag, en það heimilaði honum að reka verslun við Brákarpoll, að því er fram kemur hjá Jóni Helgasyni í Hundrað árum í Borgarnesi. Meira
29. apríl 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

29. apríl 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

29. apríl 1997 | Úr verinu | 532 orð

Íslendingar leita undan Mauritaníu

NOKKRIR forsvarsmenn íslenskra útgerða eru nú staddir í Mauritaníu, sem er norðan við Senegal á vesturströnd Afríku, og eiga í viðræðum við þarlend stjórnvöld um hugsanleg veiðileyfi í lögsögu landsins. Milligöngu við það að útvega Íslendingum veiðileyfi frá mauritanískum stjórnvöldum hefur Pétur Guðjónsson, sem rekur fyrirtæki hér á landi undir heitinu IMG, alþjóðleg stjórnunarfræðsla. Meira
29. apríl 1997 | Úr verinu | 97 orð

Nóg af þeim gula

GÓÐUR afli þegur verið að loknu hrygningarstoppinu eða "fæðingarorlofi" þorsksins eins og það er gjarnan kallað. Stoppinu lauk síðasta dag vetrar og fóru trillukarlar í Ólafsvík þá til róðra á ný og reyndist nóg af þeim gula. Ekki þurftu þeir að sækja langt og fylgdust bæjarbúar með, þegar trillurnar drógu þorskinn nánast við bryggjusporðinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.