Greinar sunnudaginn 4. maí 1997

Forsíða

4. maí 1997 | Forsíða | 255 orð

Konum fjölgar í ráðherraliði Blairs

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, skipaði í gær Claire Short ráðherra þróunaraðstoðar, en jafnvel hafði verið búist við því að Short fengi ekki sæti í hinni nýju stjórn Blairs. Short er til vinstri í Verkamannaflokknum og hefur margsinnis lýst yfir efasemdum með stefnu flokksins. Meira
4. maí 1997 | Forsíða | 79 orð

Prófablíða

VORPRÓFIN eru hafin í framhaldsskólum landsins. Þúsundir nemenda sitja nú sveittir yfir námsbókunum og reyna að láta blíðviðrið, sem hefur verið sunnan heiða að undanförnu, ekki glepja. En þeir eru líka til sem reyna að sameina þetta tvennt, próflestur og bæjarferð, eins og þessi ungi maður, sem komið hafði sér fyrir á tröppum Dómkirkjunnar. Meira
4. maí 1997 | Forsíða | 166 orð

Ráðist á franska frambjóðendur

Á ÝMSU hefur gengið í frönsku kosningabaráttunni, sem er nú komin á fullan skrið. Hefur hvað eftir annað verið ráðist að frambjóðendum, kastað í þá matvælum og öðru lauslegu, og á föstudagskvöld réðst maður á menntamálaráðherrann og stakk hann með hnífi. Meira
4. maí 1997 | Forsíða | 352 orð

Véfréttin í Delfí undir áhrifum? VÉFRÉ

VÉFRÉTTIN í Delfí, þar sem prestar féllu í trans eftir að hafa andað að sér guðdómlegum gufum, var byggð á sprungum, sem eitraðar lofttegundir kunna að hafa streymt út um. Á jarðfræðiráðstefnu í London kom fram að í sprungunum þar sem hof Appollons stóð kunna að hafa stigið upp etan og metan, lyktar- og litlausar lofttegundir sem valda tilfinningaleysi, deyfð og syfju. Meira

Fréttir

4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 409 orð

12 punda bolti úr Geirlandsá

Prýðisgóð veiði hefur verið í Geirlandsá síðustu daga og veiðimenn séð mikinn fisk í ánni, einkum í svokölluðum Ármótum neðst í ánni. Hópur sem var um helgina fékk sex fiska, 3-6 punda, og var aðeins veiðandi annan daginn. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð

80% þeirra sem látast af slysförum eru karlar

KARLAR látast í yfir 80% dauðsfalla af slysförum, að því er fram kom í erindi Ásþórs Ragnarssonar sálfræðings á ráðstefnu undir yfirskriftinni "Karlar krunka!" um málefni karla í Borgarleikhúsinu á föstudag. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Á sjúkrahús eftir árás í miðbænum

RÁÐIST var á mann um þrítugt í húsagarði við miðbæ Akureyrar í fyrrinótt. Árásarmennirnir börðu manninn svo hann hlaut töluverð meiðsli af, meðal annars í andliti, og var talin ástæða til að leggja hann inn á sjúkrahús þar til meiðslin væru fullkönnuð. Árásarmennirnir tveir, sem eru innan við tvítugt, sváfu úr sér ölæði í fangageymslum um nóttina, en í gær átti að yfirheyra þá. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 203 orð

Beðið eftir lóð við golfvöllinn

UM ÞAÐ bil 25 manns höfðu beðið í allt að einn sólarhring fyrir utan húsnæði borgarverkfræðingsins í Reykjavík þegar úthlutun einbýlishúsalóða í Staðahverfi við Korpúlfsstaði hófst þar á föstudagsmorgun. Þeir fyrstu höfðu komið sér fyrir utan við húsið um klukkan 8 að morgni 1. maí. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Bjartsýni á sumarið

BJARTSÝNI ríkir um að vel gangiað útvega skólafólki í Reykjavík atvinnu í sumar. Á vegum Reykjavíkurborgar er einnig starfandi Vinnumiðlun skólafólks, sem ætluð er skólafólki 17 ára og eldri. Að sögn Önnu Helgadóttur verkefnisstjóra hefur vinnumiðluninni yfirleitt tekist að útvega öllum sem þess hafa óskað vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar. Skráning hófst 1. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 684 orð

Brýnt að kirkjan sinni heimaþjónustu

DAGUR aldraðra í kirkjum landsins verður haldinn hátíðlegur á uppstigningardag, 8. maí nk. Sigrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæma, segir að í tilefni dagsins muni aldraðir taka virkan þátt í guðsþjónustum, m.a. predika og leiða söng. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 5. til 10. maí. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Föstudagurinn 9. maí: Magnús M. Kristjánsson sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun flytur fyrirlestur hjá Líffræðistofnun Háskóla Íslands í stofu G­6, Grensásvegi 12 kl. 12. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Dómur mildaður um hálft ár

HÆSTIRÉTTUR hefur mildað refsingu Kristjáns Jóhanns Stefánssonar, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir fíkniefnasölu. Hæstiréttur taldi hæfilega refsingu hans vera 18 mánaða fangelsi og vísaði til þess að verknaður hans yrði ekki talinn sala fíkniefna, heldur kaup fyrir aðra og afhending til þeirra. Meira
4. maí 1997 | Erlendar fréttir | 989 orð

Endurmat bíður eftir sögulegan sigur Fáir bjuggust við að Verkamannaflokkurinn mundi vinna annan eins yfirburðasigur og í

YFIRBURÐASIGUR Verkamannaflokksins í þingkosningunum á Bretlandi gefur Tony Blair, nýjum forsætisráðherra landsins, rúmt svigrúm til aðgerða. Meirihluti flokksins á þingi er mjög mikill þannig að Blair mun eiga auðveldara með að fara sínu fram en forveri hans, John Major, sem aðeins hafði nauman meirihluta á þingi og var oft og tíðum í gíslingu einstakra þingmanna. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fræðslufundur CCU

CCU SAMTÖKIN halda fræðslufund þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal (ÍSÍ) 3. hæð. Gestur fundarins verður Kristleifur Kristjánsson, barnalæknir og erfðafræðingur og mun hann kynna rannsókn sem hann vinnur að á erfðum á Crohn's og Colitis Ulcerosa sjúkdómum hjá Íslenskri erfðagreiningu. Á fundinn mætir einnig Sigurður Björnsson, meltingarsérfræðingur. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hafnarfjarðarkirkja 50, 60 og 70 ára fermingarbörn í heimsókn

Á BÆNADEGI Þjóðkirkjunnar í dag munu 50, 60 og 70 ára fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju sækja messu sem hefst kl. 14 svo sem þessir afmælisárgangar hafa gert undanfarin ár á bænadegi. Sr. Sighvatur Birgir Emilsson sem nú er þjónandi prestur í Noregi predikar en hann er 50 ára fermingarbarn og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Gunnþóri Ingasyni. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Hagfræðinemar mótmæla lífeyrisfrumvarpi

FÉLAG frjálslyndra hagfræðinema hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun meðal hagfræðinema við Háskóla Íslands þar sem skrifað er undir mótmæli gegn áformum ríkisstjórnarinnar um frelsisskerðingu í lífeyrissparnaði Íslendinga. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hálfur kílómetri af rörum

SJÖ lengjur af 500 m löngum plaströrum voru í síðustu viku dregnar yfir hafið frá Noregi til Íslands en nota á rörin í holræsalagnir sem verið er að leggja frá höfuðborgarsvæðinu. Norska fyrirtækið Large framleiðir rörin og er eitt fárra fyrirtækja á þessu sviði sem getur boðið svo langar lengjur. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 214 orð

Heyrnarlausir krefjast túlkaþjónustu

FÉLAG heyrnarlausra afhenti á miðvikudag Davíð Oddssyni forsætisráðherra áskorun um það að ríkisstjórn Íslands tryggi rétt heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu í lögum hið snarasta, tryggi að fullu túlkaþjónustu um alla framtíð og viðurkenni íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hjóladagur í Kópavogi

UM NÍU hundruð manns tóku þátt í svokölluðum Hjóla- og nammidegi fyrirtækjanna Hvells og Freyju hinn 1. maí sl., að sögn Jóhannesar Valdemarssonar framkvæmdastjóra Hvells. Þetta er í áttunda sinn á jafnmörgum árum sem fyrirtækin standa fyrir slíkum degi og er markmiðið að stuðla að heilbrigðri útiveru. Á fimmtudag hófst dagurinn hjá Hvelli við Smiðjuveg. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Jógastöðin með námskeið í Bláfjöllum

JÓGASTÖÐIN heldur námskeið í Bláfjöllum 7.­11. maí. Á námskeiðinu er stuðst við aðferðir Charles Berner. Leiðbeinandi námskeiðsins er Osha Reader frá Bandaríkjunum. Hún er náttúrulæknir og næringarfræðingur og hefur leitt námskeið víða um heim í 27 ár. Kynningarkvöld verður haldið í Jógastöðinni Heimsljósi sunnudagskvöldið 4. maí kl. 20. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Krían komin á Tjörnina

EINN af vorboðum landsins, krían, er nú farinn að láta sjá sig við Tjörnina í Reykjavík, að sögn sjónarvotta, en krían kemur venjulega hingað til lands fyrri hluta maí mánaðar og er víðast alkomin um miðjan maí. Krían verpir m.a. í hólmanum í Tjörninni og segir í bókinni Fuglar Íslands eftir Hjálmar R. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

LEIÐRÉTT

SÚ MEINLEGA villa var í frétt um æfingar Íslandsdeildar Heimskórsins á Messíasi eftir Händel í blaðinu þriðjudaginn 29. apríl að orðið "kórnum" varð að "börnum". Því átti að standa í fréttinni: "Hákon Leifsson kórstjóri, sem ekki hefur starfað með kórnum áður..." en ekki "Hákon Leifsson kórstjóri, sem ekki hefur starfað með börnum áður...". Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lýst eftir manni

LÖGREGLAN áAkranesi lýsir eftirOttó Sveinssyni,Vallarbraut 1 þarí bæ. Ekkert hefurspurst til hans fráþví á sunnudag, entalið er að hannhafi farið meðAkraborginni tilReykjavíkur kl. 17þann dag. Þá ertalið, að hann hafi sést á Tryggvagötu í Reykjavík kl. 19-20 þann sama dag. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 457 orð

Metið í hverju tilviki

EKKI eru til skýrar reglur um í hvaða röð áfengis- og fíkniefnasjúklingar eru teknir til meðferðar hjá SÁÁ á Vogi, en nú eru á fjórða hundrað manns á biðlistum eftir meðferð og er biðtími allt frá mánuði til fjögurra mánaða. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að menn séu teknir fram fyrir venjulega röð. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Nýrnaskortur hindrar ekki samstarf um líffæraflutninga

Þorvaldur Jónsson skurðlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að íslenskir læknar hafi ekki merkt samskonar þróun. "Hugtakið um heiladauða var ekki sett inn í íslenska löggjöf fyrr en 1991 og ekki farið að beita þessari notkun dauðahugtaksins fyrr en líffæratökur gerðu það tímabært árið 1993. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 405 orð

Ráðherra óskaði sérstaklega eftir fundi

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hitti í Shanghai á miðvikudagskvöld kínverska taugaskurðlækninn sem gert hefur tvær aðgerðir á Hrafnhildi Thoroddsen sem slasaðist í bílslysi fyrir átta árum og lamaðist. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ráðstefna um veiðigjald og skattbyrði

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heldur ráðstefnu um áhrif veiðigjalds á skattbyrði einstakra landshluta á Hótel KEA á Akureyri 6. maí nk. undir yfirskriftinni: Er veiðigjald í raun byggðaskattur? Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna greinargerð sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið fyrir sjávarútvegsráðuneytið um veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 373 orð

Sameiginlegt átak gegn óbeinum reykingum barna

NORRÆN krabbameinssamtök hafa samvinnu um átak gegn óbeinum reykingum barna og er nú unnið að íslenskri útgáfu þriggja rita í því sambandi. Eitt þeirra er ætlað foreldrum og hin tvö starfsfólki heilsugæslustöðva. Verða þau gefin út fljótlega á vegum Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvarnanefndar. Þetta kom fram á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem haldinn var nýlega. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Skyggnst inn í ævintýraheim

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir virða fyrir sér líkan af bóndabænum úr sögunni um Gilitrutt og sögupersónurnar Gilitrutt tröllkonu, bóndann, húsfreyjuna og kindurnar. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 373 orð

Stuðningsmenn hvalveiða verða að skýra mál sitt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að stuðningsmenn hvalveiða á Alþingi verði að skýra mál sitt, útskýra hversu víðtækar hvalveiðar þeir vilji og benda á markað fyrir hvalafurðir. Þetta kom fram í máli Davíðs á fundi Samtaka um vestræna samvinnu á Hótel Sögu í gær, laugardag, en hann flutti þar ræðu um utanríkismál. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 383 orð

Tekjuskattur á íbúa gæti lækkað um 22­60 þúsund

TVEIR háskólakennarar, þeir Ragnar Árnason prófessor og Birgir Þór Runólfsson dósent, hafa tekið saman greinargerð fyrir sjávarútvegsráðuneytið um áhrif hugsanlegs veiðileyfagjalds á skattbyrði. Í greinargerð þeirra kemur m.a. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tvö síldarskip með afla

NÁLEGA 40 skip eru nú við síldveiðar djúpt austur af landinu en lítið hefur enn veiðst. Flest þeirra hófu veiðarnar á miðnætti á föstudagskvöld. Síldin stóð djúpt þessa fyrstu nótt en Súlan EA hafði í gærmorgun náð 200 tonnum í einu kasti og Sunnuberg frá Vopnafirði 50 tonnum. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Úrskurður kjörnefndar kærður

ÚRSKURÐUR er kjörnefnd, skipuð af sýslumanninum á Seyðisfirði, kvað upp 20. apríl síðastliðinn vegna sameiningarkosninga Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhrepps hefur verið kærður til félagsmálaráðuneytisins. Kjörnefndin úrskurðaði sameiningarkosningar þessar ógildar vegna ónógra auglýsinga, bæði utankjörstaðaatkvæðagreiðslu og atkvæðagreiðsluna sjálfa er fram fór 29. mars síðastliðinn. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Vatnsleki á Vatnsstíg

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað út á ellefta tímanum í gærmorgun vegna vatnsleka í húsnæði fyrirtækisins Bikarbox hf. á Vatnsstíg í Reykjavík, en þegar að var komið reyndist vatnsslanga að plastiðnaðarvél á þriðju hæð hússins hafa gefið sig, að sögn slökkviliðsins. Mikið vatn hafði þá flætt um hæðina og í gegnum loftin og niður á næstu tvær hæðir hússins. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 458 orð

Þórsmörk tilheyri tveimur sveitum

STARFSHÓPUR um stjórnsýslumörk á miðhálendinu hefur ákveðið að leggja til að stjórnsýslumörk milli Jökuldalshrepps í Norður- Múlasýslu og Skútustaðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu, fylgi farvegi Jökulsár á Fjöllum, allt frá upptökum hennar í Dyngjujökli þannig að Hveradalur og Kverkfjöll teljist til Jökuldalshrepps. Meira
4. maí 1997 | Innlendar fréttir | 599 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐAL meðal efnaminnstu barnafjölskyldna er allstór hópur sem frestaði á síðasta ári eða hætti alveg við að leita sér læknismeðferðar og taka út lyf vegna fjárskorts. Þetta kom fram í rannsókn landlæknisembættisins. Fram kom að nú eru yfir 6.900 einstaklingar á biðlistum eftir aðgerðum en voru um 4.100 til 4.650 á árunum 1991­1995. Talið er að í dag séu 4. Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 1997 | Leiðarar | 362 orð

HVER TALAR UM AÐ SKIPTA UM KERFI?

leiðariHVER TALAR UM AÐ SKIPTA UM KERFI? YLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans, flutti fyrr í vikunni erindi á morgunverðarfundi hjá Verslunarráði Íslands, þar sem hann fjallaði um lífeyrissjóðakerfið og hvaða áhrif það gæti haft á æviréttindi lífeyrissjóðsfélaga, Meira
4. maí 1997 | Leiðarar | 2341 orð

leiðari TONY BLAIR, HINN NÝI forsætisráðherra Breta, gaf athyglisve

TONY BLAIR, HINN NÝI forsætisráðherra Breta, gaf athyglisverða yfirlýsingu í kosningabaráttunni í Bretlandi fyrir nokkrum vikum. Hann lýsti því sérstaklega yfir, að Verkamannaflokkurinn eða öllu heldur hinn nýi Verkamannaflokkur, eins og hann kemst alltaf að orði, mundi ekki gera neinar ráðstafanir til þess að hverfa frá þeim umbótum, Meira

Menning

4. maí 1997 | Menningarlíf | 164 orð

Árangur samvinnu í textílhönnun

UNDANFARIN ár hafa Textíldeild MHÍ og Ístex hf. átt samstarf um ýmis verkefni á sviði textílhönnunar. Í vetur gerðu deildin og Ístex með sér samning um samvinnu að námskeiði í prjónahönnun/prjónatækni fyrir nemendur á öðru ári. Ístex lagði nemendum til efni en skólinn kennslu og aðstöðu. Markmið námskeiðsins var að nemendur lærðu að vinna hugmyndir og skissur markvisst fyrir prjón. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 108 orð

Bird reynir fyrir sér í Hollywood

BRESKI kvikmyndaleikstjórinn Antonia Bird ætlar að gera næstu mynd sína í Hollywood. Bird, sem fékk góða dóma fyrir bresku myndina "Priest", ætlar greinilega ekki að láta slæmt gengi "Mad Love", með Drew Barrymore í aðalhlutverki, koma í veg fyrir það að hún vinni aftur í Bandaríkjunum. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 259 orð

Fyrir frægðina

FÓLK breytist í útliti og þroskast á lífsleiðinni og gildir það jafnt um Hollywoodstjörnur sem annað fólk. Hollywoodstjörnur eiga það líka flestar sameiginlegt að hafa einhvern tímann verið annað en Hollywoodstjörnur. Flestar gengu þær í skóla, sumar voru jafnvel bekkjarnirðir ("nördar") og í fari sumra þeirra var fátt sem benti til komandi frægðar. Gwyneth Paltrow Meira
4. maí 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Harry er hress

HARRY Hamlin, sem margir kannast við úr þáttunum "LA Law", kvæntist Lisu Rinna fyrir skömmu og eins og sjá má er hann ánægður mjög. Brúðkaupið fór fram á setri hans í Hollywood og tók aðeins 20 mínútur. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 275 orð

Íslenski dansflokkurinn sýnir í Baltnesku löndunum

ÍSLENSKA dansflokknum hefur verið boðið í sýningarferðalag um Baltnesku löndin, en 2. maí sýndu tveir af dönsurum Íslenska dansflokksins, þau Lára Stefánsdóttir og David Greenall tvo tvídansa (pas de deux) úr La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich á hátíðarkvöldi í Þjóðaróperunni í Riga í Lettlandi. Verkið var sýnt í heild sinni í Borgarleikhúsinu við góðar viðtökur íslenskra áhorfenda. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Kórtónleikar

Í KVÖLD, sunnudag kl. 20, mun Kór Flensborgarskóla í Hafnarfirði, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg, og Lúðrasveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar, halda sameiginlega vortónleika í Víðistaðakirkju. Á efnisskrá kórsins eru íslensk og erlend lög. Lúðrasveitin flytur m.a. lög úr söngleiknum Porgy og Bess og verk eftir Frank Ericksson. Sameiginlega mun kór og sveit m.a. Meira
4. maí 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Köttur heiðraður

LEIKKONAN Rebecca De Mornay sést hér ásamt kettinum Slinky, sem hlaut þann heiður að fá loppufar sitt greypt í gangstéttina fyrir framan Mann's leikhúsið í Hollywood. Samtökin Purina Pets for People stóðu fyrir atburðinum, en þau berjast fyrir því að fólk taki að sér munaðarlaus gæludýr. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 655 orð

Listin til fólksins

BUBBI Morthens og Kristján KK" Kristjánsson hafa verið í hjópi vinsælustu tónlistarmanna landsins undanfarin ár; Bubbi allt frá því Ísbjarnarblús kom út fyrir sautján árum og Kristján frá því hann sendi frá sér breiðskífuna Lucky One fyrir tæpum fimm árum, þá nýfluttur hingað til lands eftir langvarandi búsetu erlendis. Meira
4. maí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Með tengdó á góðri stund

SPÆNSKA dansstjarnan Joaquin Cortés þykir vera mikið kyntröll og hefur áunnið sér aðdáun kvenfólks um allan heim. Kærasta hans heitir Naomi Campbell og er svokölluð ofurfyrirsæta, þ.e. fræg og vel launuð fyrirsæta. Hún mætti að sjálfsögðu á sýningu Joaquins sem haldin var í Royal Albert Hall nýlega, en hér sést Joaquin að sýningarlokum. Meira
4. maí 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Mishárprúðir söngvarar

ÞESSIR tveir síungu skallapopparar, Elton John og Sting, eru góðir vinir og hafa svipaðar hugsjónir. Þeir komu fram á tónleikum til styrktar uppbyggingu frumskóga jarðarinnar og þar var þessi mynd tekin. Eins og sjá má á myndinni hafa kollvik Stings færst upp á við, enda hefur hann ekki fengið hárígræðslu eins og hinn hárprúði Elton. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 68 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKUStaðgeng

Staðgengillinn (The Substitute) Lækjargata (River Street) Svarti sauðurinn (Black Sheep) Snert af hinu illa (Touch by Evil) Undur og stórmerki Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 24 orð

Orgeltónleikar í Grensáskirkju

Orgeltónleikar í Grensáskirkju ORGELTÓNLEIKAR verða í Grensáskirkju mánudaginn 5. maí kl. 20.30. Orgelleikari kirkjunnar, Árni Arinbjarnarson, leikur orgelverk eftir Sweelinck, Buxtehude, Bach og Jón Þórarinsson. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 336 orð

Skotið framhjá Lokaráð (Last Resort)

Framleiðandi: Dayton studios. Leikstjóri: Lyman Dayton. Handritshöfundar: Lyman Dayton og Bob King. Tónlist: Richard Marvin. Kvikmyndataka: T.C. Christensen. Aðalhlutverk: Dean Stockwell, Justin Walker, Stephanie Dicker, Charlie Talbert og Seidy Lopez. 89 mín. Bandaríkin. Layton Studios/Stjörnubíó 1997. Útgáfudagur 24. apríl. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 176 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið22. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 27 orð

Sýningu Sesselju Björnsdóttur að ljúka

Sýningu Sesselju Björnsdóttur að ljúka SÝNINGU Sesselju Björnsdóttur í Galleríi Sævars Karls lýkur á miðvikudag. Á sýningunni eru vatnslitamyndir málaðar á japanskan pappír. Galleríið er opið á verslunartíma. Meira
4. maí 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Tilbrigði við framburð

FRAMBURÐUR á erlendum nöfnum hefur vafist fyrir mörgum manninum, enda eru algildar reglur fáar í tungumálum. Jafnvel Bandaríkjamönnum hættir til að bera viss nöfn rangt fram og þeir virðast eiga í erfiðleikum með nöfn þeirra stjarna sem hér birtast. Áhersluatkvæðin eru skáletruð, annars er áherslan á fyrsta atkvæðinu. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 33 orð

Tolli sýnir í Lífslist

STÓR olíumálverk eftir Tolla prýða nú veggi í húsgagna­ og gjafavöruversluninni Lífslist...Listin að lifa, Dalbrekku 16, Kópavogi. Verslunin er opin virka daga frá kl. 13­18 og laugardaga frá kl. 12­15. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Tónleikar Ágústs Ólafssonar í Hafnarborg

TÓNLEIKAR verða í Hafnarborg í dag, sunnudag, þar sem Ágúst Ólafsson, bariton, mun syngja ljóð og aríur eftir F. Schubert, W.A. Mozart og A. Borodin, ennfremur íslensk lög ýmissa höfunda. Tónleikarnir eru þáttur í burtfararprófi Ágústs með 8. stig frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefur Eiður Ágúst Gunnarsson verið kennari hans. Undirleikari er Sigurður Marteinsson. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Tónleikum í Kópavogskirkju frestað

TÓNLEIKUM sem vera áttu í Kópavogskirkju í kvöld, sunnudaginn 4. maí, verður frestað um eina viku vegna veikinda og verða þeir haldnir sunnudaginn 11. maí kl. 21. Þar koma fram Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Einar S. Einarsson og Kristinn Árnason, gítar, ásamt Erni Falkner orgel. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Tónver Tónlistarskóla Kópavogs

ÁRLEGIR vortónleikar Tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir sunnudaginn 4. maí í sal skólans að Hamraborg 11, og hefjast stundvíslega klukkan 17.00. Á dagskrá verða ný verk eftir nemendur tónversins. Reikna má með að tónverkin verði krydduð með myndverkum, skuggaverkum og jafnvel einstaka hausverkum, segir í kynningu. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Tvær sýningar eftir á Litla­Kláus og Stóra­Kláus

NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir á barnaleikritinu um Litla­ Kláus og Stóra­Kláus á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikritið byggist á samnefndu ævintýri H.C. Andersen og segir frá Litla­Kláus sem er bláfátækur en bæði glaður og nægjusamur. Stóri­Kláus er hins vegar alveg steinríkur en bæði skapillur og gráðugur. Er sagan sögð með litríku ívafi af tónlist, dansi og gamni. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 123 orð

Vorhátíð Skólahljómsveitar Grafarvogs

VORHÁTÍÐ Skólahljómsveitar Grafarvogs verður í dag og hefst með því að hljómsveitin leikur á skemmtun eldri borgara í Laugardalshöll. Eftir skemmtuninn, kl. 15, verður haldið upp í Húsaskóla, þar sem hátíðinni verður fram haldið. Þar koma fram allir nemendur blásaraskólans ýmist einir sér eða við píanóundirleik Unnar Vilhelmsdóttur. Meira
4. maí 1997 | Menningarlíf | 91 orð

Vortónleikar Árnesingakórsins

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur vortónleika sína í Langholtskirkju sunnudaginn 4. maí kl. 16. Á efnisskránni má m.a. sjá lög eftir Ísólf Pálsson, Pál Ísólfsson, Gerswhin, Silcher og Schrader. Einsöngvarar með kórnum eru Elísabet F. Eiríksdóttir og Magnús Torfason, Árni Sighvatsson, Ingvar Kristinsson, Þorsteinn Þ. Bjarnson og Þorsteinn Þorsteinsson. Meira
4. maí 1997 | Kvikmyndir | 314 orð

Þrjár stuttar hrollvekjur Varðeldasögur (Campfire Tales)

Framleiðendur: Eric Manes, Lori Miller og Larry Weinberg. Leikstjórar: David Semel, Martin Kunert og Matt Cooper. Handritshöfundar: David Semel, Martin Kunert og Matt Cooper. Kvikmyndataka: John Peters. Tónlist: Andrew Rose. Aðalhlutverk: Jay R. Ferguson , Christine Taylor, Christopher K. Masterson. 90 mín. Bandaríkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 29. apríl. Meira

Umræðan

4. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 581 orð

Eru sjúklingar útskrifaðir of fljótt!

ERINDI landlæknis, Ólafs Ólafssonar, á þingi BSRB vakti athygli, en í erindi þessu var fólgin viðurkenning fagaðilans á vanköntum núverandi heilbrigðisþjónustu, vanköntum sem eru allsendis ekki við viðunandi í "besta heilbrigðiskerfi í heimi", en ráðherra heilbrigðismála verður oftar en ekki tíðrætt um hið góða kerfi. Meira
4. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 232 orð

Við viljum prófkjör

ÉG FAGNA því að Inga Jóna Þórðardóttir skyldi lýsa yfir áhuga á að bjóða sig fram í fyrsta sæti D-listans komi til prófkjörs í borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjvaík næsta vor. Ekki svo að skilja að ég sé með þessum orðum að lýsa yfir stuðningi við Ingu Jónu heldur finnst mér það vera sjálfsagður réttur hvers manns að sækjast eftir hverju sæti sem þeir vilja án þess að fjölmiðlar og aðrir Meira
4. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 660 orð

Það er aðeins ein leið til Guðs

NJÖRÐUR P. Njarðvík (N.P.N.) skrifar um trúarbrögð í Morgunblaðinu þ. 26. marz sl. "Lifandi Buddha, lifandi Kristur." Eins og flestir ættu að vita er Buddha ekki lifandi, hann er dauður. Einhver hefur sagt að trúarbrögð, sem eigi dauðan höfund, séu jafn dauð og höfundur þeirra. Jesús Kristur er sannarlega lifandi, vegna þess að Guð sjálfur, faðirinn, reisti hann upp frá dauðum. Meira

Minningargreinar

4. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUNNAR KRISTJÁN JÓNSSON

GUNNAR KRISTJÁN JÓNSSON Gunnar Kristján Jónsson fæddist í Hafnarfirði 24. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 29. apríl. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Gunnar Kr. Jónsson

Þegar ég heyri góðs manns getið, glaðnar yfir mér um sinn. Þá er eins og dögun dafni, drýgi bjarma um himininn, vonum fjölgi, veður batni, vökni af döggum jarðar kinn. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Mig langar í nokkrum orðum að minnast elsku litlu frænku minnar, hennar Hildar Hörpu, sem svo skyndilega var tekin frá okkur. Elsku litli sólargeislinn okkar: Ástar þakkir fyrir yndisleg kynni og fyrir allar góðu minningarnar, sem þú gafst okkur á þessum árum sem þú varst hjá okkur. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 307 orð

Hildur Harpa Hilmarsdóttir

Okkur langar að kveðja þig, elsku besta Hildur Harpa, sem fórst frá okkur alltof fljótt. Það hefði verið ljúft ef við hefðum náð að eldast saman, en ljúfar minningar um þig munum við geyma í hjörtum okkar þar til við hittumst á ný. Og þú fagnar okkur með útbreiddan faðminn og fallega brosið þitt, eins og þú gerðir alltaf. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 28 orð

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR Hildur Harpa Hilmarsdóttir fæddist á Blönduósi 2. apríl 1991. Hún lést af slysförum 1. apríl

HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR Hildur Harpa Hilmarsdóttir fæddist á Blönduósi 2. apríl 1991. Hún lést af slysförum 1. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju 9. apríl. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 345 orð

Katrín S. Arnar

Þá er lokið löngu og viðburðaríku æviskeiði Katrínar Stefánsdóttur Arnar. Hún var dóttir Stefáns hins oddhaga Eiríkssonar og Sigrúnar Gestsdóttur. Hún fæddist í Grjótagötu 4, Reykjavík. Þar byrjar hennar ganga. Það eru svo mörg þáttaskilin í hennar lífi ævintýri líkust, en ég þekki þau ekki öll, ég kem í heiminn 1932. Móðir mín Hjördís bjó þá í heimahúsum eins og öll systkinin. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 329 orð

Katrín S. Arnar

Það veldur jafnan miklum sársauka þegar góð vinkona lýkur lífi sínu hér á jörðu og hverfur héðan. Eftir langa vináttu kveð ég hana með söknuði. Kata var gift Snorra P.B. Arnar föðurbróður mínum (d. 1978) og var þeirra hjónaband afar hamingjusamt. Snorri var umboðsmaður Philips hér um árabil og var mjög farsæll í því starfi. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Katrín S. Arnar

Okkur systkinin langar að minnast elsku Nöfnu í nokkrum orðum, en það kölluðum við hana alltaf. Hún var það stórbrotin persónuleiki að slíkum kynnist maður aðeins einu sinni á lífsleiðinni. Hún var mikil athafna- og heimskona og vildi hafa fólk í kringum sig. 33 ára gömul giftist hún Snorra P.B. Arnar og áttu þau mjög myndarlegt heimili og rausnarlegt. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 174 orð

KATRÍN S. ARNAR

KATRÍN S. ARNAR Katrín Stefánsdóttir Arnar fæddist í Grjótagötu 4, Reykjavík 27. júní 1902. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Eiríksson myndskeri, f. 1862 á Fremra-Seli í Hróarstungu, d. 1924, og Sigrún Gestsdóttir, f. 1874, frá Fossi í Vopnafirði, d. 1929. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Klemenz Ragnar Guðmundsson

Nýlega var til moldar borinn félagi okkar og samstarfsmaður Klemenz Ragnar Guðmundsson. Klemenz starfaði hjá Húsnæðisstofnun um árabil en lét af störfum við skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrir um fjórum árum. Öllum sem þekktu Klemenz var ljóst að heilsu hans fór sífellt hrakandi en hann tók hverju áfalli með ótrúlegu jafnaðargeði og ávallt var stutt í gamanmálin. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

KLEMENZ RAGNAR GUÐMUNDSSON Klemenz Ragnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést 20. apríl síðastliðinn og fór

KLEMENZ RAGNAR GUÐMUNDSSON Klemenz Ragnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. apríl. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 504 orð

Nicolai Nicolaison

Þegar við Nicolai sátum saman dagpart í síðustu viku grunaði mig síst að hann ætti fáa daga ólifaða. Hann var reifur og kátur og kímnin söm við sig. Þennan dag var komið að mér að endurgjalda ótal stillingar á bílgörmunum mínum með því að stilla fyrir hann harmoniku þeirrar gerðar sem í upphafi átti stóran þátt í að góð kynni tókust með okkur. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 101 orð

NICOLAI NICOLAISON

NICOLAI NICOLAISON Nicolai Nicolaison fæddist í Reykjavík 20. júlí 1920. Hann lést í Reykjavík 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir og Nicolai Þorsteinsson bifvélavirkjameistari. Sigríður lifir enn og er á hundraðasta aldursári. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 1750 orð

Pétur Ásmundsson Brekkan

Þess verður minnst nú um helgina í Húnavatnssýslu, á Brekkulæk og víðar, að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Péturs Ásmundssonar Brekkan og af því tilefni hef ég tekið saman þessi fátæklegu brot. Þegar undirritaður var þrettán ára gamall og við bjuggum við götuna Nóatún í Reykjavík, kom stundum til okkar Pétur Ásmundsson Brekkan, afabróðir minn. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 99 orð

PÉTUR ÁSMUNDSSON BREKKAN

PÉTUR ÁSMUNDSSON BREKKAN Pétur Ásmundsson Brekkan fæddist á Brekkulæk í Miðfirði 4. maí 1897. Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson bóndi á Brekkulæk og kona hans Messína Margrét Bjarnadóttir. Þau voru sjö systkinin á Brekkulæk, sem náðu fullorðinsaldri. Barnsmóðir Péturs var Þóra Þorgrímsdóttir, f. 7.4. 1898, d. 2.7. 1978. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 1571 orð

Sigfríð Sigurjónsdóttir

Sigfríð Sigurjónsdóttir var alin upp á Eskifirði og bjó þar fram á fullorðinsár. Þar stundaði hún öll almenn störf á heimili og við fiskverkun enda ekki um marga aðra atvinnukosti að ræða. Nokkur ár var hún á vertíð á Hornafirði og kunni frá ýmsu að segja þaðan. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 174 orð

SIGFRÍÐ SIGURJÓNSDÓTTIR

SIGFRÍÐ SIGURJÓNSDÓTTIR Sigfríð Sigurjónsdóttir var fædd á Eskifirði 6. mars 1914. Hún lést í Reykjavík 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Einarsson og Sigríður Jónsdóttir á Eskifirði, bæði ættuð af Austurlandi. Systkini hennar voru Ása Torfhildur, f. 1911, dó á unglingsárum, Soffía Kristín hjúkrunarkona í Reykjavík, f. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 292 orð

Sigurbjörn Kárason

Það er stundum merkilegt hvað lítil atvik úr barnæsku lifa lengi í huga manns, og virðast nánast greypt í minnið. Oft eru þetta atvik tengd biturri reynslu, þegar barn áttar sig á að heimurinn er harður og kaldur. Tilfinningar eins og vantrú, vonbrigði, reiði og sorg eru yfirleitt tengd atburðum, þá þegar barnið fann til þeirra í fyrsta skipti og veröldin breyttist að eilífu. Meira
4. maí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

SIGURBJÖRN KÁRASON

SIGURBJÖRN KÁRASON Sigurbjörn Kárason fæddist í Vestur-Holtum undir Eyjafjöllum 31. maí 1908. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði hinn 21. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 28. apríl. Meira

Daglegt líf

4. maí 1997 | Ferðalög | 999 orð

Á kaffihúsarápi í Helsinki

HELSINKI er ef til vill ekki sá staður sem mönnum dettur fyrst í hug þegar kaffihúsarölt ber á góma. Þar er engu að síður að finna fjölmörg kaffihús þar sem gaman er að setjast niður. Á milli þess sem dreypt er á kaffi og nartað í gómsætt bakkelsi, er rétt að hafa augun opin, Helsinki er falleg borg og ber þess greinileg merki að þar mætast austur og vestur. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 258 orð

Brimborg með nýstárlegan Move

BRIMBORG hf., umboðsaðili Daihatsu, Volvo og Ford, hefur flutt inn fyrstu bílana af gerðunum Daihatsu Move og Gran Move. Bílarnir vekja strax mikla eftirtekt fyrir óvenjulegt útlit en flokkast líklega undir það að vera litlir fjölnotabílar. Vélarstærðirnar vekja einnig athygli því minni bíllinn er með 850 rúmsentimetra vél en fæst engu að síður með sjálfskiptingu. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 799 orð

Endalaust gamanað aka Galant V6REYNSLUAKSTUR

MITSUBISHI hefur í gegnum tíðina haft mikla markaðshlutdeild hér á landi. Nú er kominn á markaðinn nýr Galant sem er stærsti fólksbíllinn frá Mitsubishi á markaði hérlendis. Hann er með nýju útliti og vélum og fjölmörgum endurbótum. Hann fæst bæði í stallbaksútfærslu og sem langbakur. Verðið frá 2.095.000 kr. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 304 orð

Er bíllinn kraftminni en gefið er upp? Er bíllinn þinn með 100 hestafla vél eins og sagt er í sölubæklingnum? Sem leikmaður áttu

ROTO hefur mælt hestaflafjölda og snúningsvægi vélar í yfir 200 bílum um þriggja ára skeið. Í ljós hefur komið að vélarafl (hestöfl og snúningsvægi) Skoda Felicia árgerð 1996 er meira en gefið er upp í bæklingum en Mitsubishi Pajero V6 árgerð 1994 er með 21,3% minna afli er uppgefið er í bæklingum, segir í grein Bilen. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 85 orð

Galant V6 í hnotskurn »Vél: Se

Galant V6 í hnotskurn »Vél: Sex strokka V-vél, einn yfirliggjandi knastás, 24 ventlar, 2.498 rúmsentimetrar, ECI fjölinnsprautun. Afl: 163 hestöfl við 5.750 snúninga á mínútu. Tog: 223 Nm við 4.500 snúninga á mínútu. Drifbúnaður: Framhjóladrifinn. INVECS II 4ja gíra sjálfskipting. Meira
4. maí 1997 | Ferðalög | 1302 orð

Háborg hins spænska anda

ANDALÚSÍU-hraðlestin silast áfram og þótt útsýnið sé á köflum stórbrotið ákveður ferðamaðurinn að stela hjólhesti næst þegar leiðin liggur um þessar slóðir. Sessunauturinn er að sönnu viðræðurgóður og skemmtilegur með afbrigðum og andríkið er aðeins rofið með reglulegum heimsóknum vígtennts Spánverja sem ber heiðríkju brjálseminnar í augum sér. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 73 orð

Lítill Land Rover

MIKILL vöxtur er í sölu lítilla jeppa hvarvetna í heiminum og hafa margir bílaframleiðendur svarað kröfum markaðarins á þessu sviði. Nú hefur Land Rover tilkynnt um nýjan jeppling sem verður frumkynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september. Bíllinn kemur á markað í janúar á næsta ári og verður einnig boðinn til sölu í Bandaríkjunum vorið 1999. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 158 orð

Námskeið hjá FÍB í akstri erlendis

30 MANNS sóttu námskeið á vegum Félags íslenskra bifreiðaeigenda í samvinnu við Flugleiðir, VISA og Umferðaráð um síðustu helgi um akstur í útlöndum. Á námskeiðinu var farið yfir undirbúning ferðar, kynntir voru bílaleigusamningar og menn upplýstir um hvaða tryggingar er nauðsynlegt að taka og hverjum er óhætt að sleppa. Einnig var farið almennt yfir ferðatryggingar, t.d. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 560 orð

Nýr Jeep Cherokee fullbúinn að innan

JÖFUR hf. hefur fengið fyrsta Jeep Cherokee jeppann af nýrri gerð til landsins og varð reyndar fyrsta bílaumboðið í Evrópu til þess að kynna þessa nýju og breyttu gerð bílsins. Breytingarnar eru ekki stórvægilegar að utan. Bíllinn hefur verið lengi á markaði án þess að taka miklum breytingum enda hálfgert samasemmerki fyrir ameríska jeppa og stolt Jeep verksmiðjanna. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 259 orð

Stefnumotta og höggdeyfaramælir

BIFREIÐASKOÐUN Íslands hf. hefur opnað nýja skoðunarstöð á Dalvegi í Kópavogi. Auk hefðbundinnar aðalskoðunar annast stöðin endurskoðun og ástandsskoðun auk sérstakrar athugunar á höggdeyfum og hjólabúnaði. Stöðin er með einni skoðunarbraut og er með búnað sem aðrar skoðunarstöðvar hafa ekki. Er þar um að ræða stefnumottu og höggdeyfaramæli. Meira
4. maí 1997 | Bílar | 276 orð

Tillögur að vænta á næstunni

NEFND sem dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um tjónabíla á að skila af sér tillögum á næstunni varðandi skráningu á bílum sem skemmast í tjónum innanlands. Nefndin var fyrst skipuð í fyrra og skilaði þá af sér áliti varðandi tjónabíla sem fluttir eru inn til landsins. Meira
4. maí 1997 | Ferðalög | 875 orð

Vingjarnlegt fólk í vinalegri borg

UM LEIÐ og tyllt er fæti á kanadíska grund í St. John's á Nýfundnalandi er ljóst hvers vegna hlynlaufið rauða skreytir þjóðfánann. Eftir öllum götum og um allar gangstéttir fýkur þjóðartáknið í golunni, gult, rautt, brúnt. Flest eru lófastór en sum dansa við fætur ferðamannsins rétt rúmlega stóra táin. Meira

Fastir þættir

4. maí 1997 | Fastir þættir | 625 orð

Anand er fjölhæfastur

Indverjinn Anand sigraði í Mónakó, varð á undan Karpov, Kramnik og fleiri firnasterkum stórmeisturum. HOLLENSKI auðkýfingurinn Joop van Oosterom hefur stutt skákina dyggilega á undanförnum árum. Hann er frumlegur skipuleggjandi og hefur lag á að vekja áhuga fjölmiðla ekki síður en skákmanna með því að fara ótroðnar slóðir í mótahaldi. T.d. Meira
4. maí 1997 | Í dag | 149 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 5. maí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 5. maí, verður sjötugSvanhildur Árný Sigurjónsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Hún verður með kaffi fyrir fjölskyldu og vini að Hótel Esju, morgunverðarsal, kl. 15, í dag, sunnudaginn 4. maí. ÁRA afmæli. Sjötug verður á morgun, mánudaginn 5. Meira
4. maí 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. apríl í Landakirkju af sr. Bjarna Karlssyni Halldóra Ólafsdóttir og Friðrik Heiðar Vigfússon. Heimili þeirra er á Faxastíg 10, Vestmannaeyjum. Meira
4. maí 1997 | Dagbók | 634 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. maí 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
4. maí 1997 | Í dag | 519 orð

RÓÐURKRAGINN umhverfis hálendið er ekki stór. Hefur þa

RÓÐURKRAGINN umhverfis hálendið er ekki stór. Hefur þar að auki lengi átt í vök að verjast. Sér í lagi skóglendið. Landið var viði vaxið milli fjalls og fjöru, víðast hvar, þegar numið var, samkvæmt fornum heimildum. Skógum hnignaði hins vegar mjög í tímans rás. Orsakir: eldgos, kuldaskeið, uppblástur, ágangur manna og ofbeit sauðkindar. Meira
4. maí 1997 | Í dag | 549 orð

Samræmt próf í stærðfræðiVELVAKANDA barst eftirfarandi bréf:

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Opið bréf til Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála. - Með þessu bréfi viljum við í hraðferð í 10. bekk Valhúsaskóla, sýna óánægju okkar með samræmda prófið í stærðfræði sem lagt var fyrir okkur þann 28. apríl 1997. Okkur fannst þetta próf mjög ósanngjarnt. Þetta próf var mun lengra og þyngra en prófin frá fyrri árum. Meira

Íþróttir

4. maí 1997 | Íþróttir | 269 orð

Alfreð vill "tengdasoninn"ALFREÐ Gíslason, nýráðinn

ALFREÐ Gíslason, nýráðinn þjálfari þýska liðsins Hameln, leitar nú að sterkri örvhentri skyttu, "sem er líka góður varnarmaður," eins og hann sagði við Morgunblaðið. Hann ræddi fyrir nokkrum dögum við Spánverjann Ignacio Urdangarin, leikmann Barcelona, og bauð honum að koma til Hameln næsta vetur. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 211 orð

Keflavík í sam- starf við Örgryte

Knattspyrnudeild Keflavíkur og sænska liðið Örgryte frá Gautaborg, sem Rúnar Kristinsson leikur með, gerðu í gærmorgun með sér samning um leikmannaskipti milli félaganna. Forráðamenn Keflavíkurliðsins eru í Gautaborg um helgina vegna samningsins við Örgryte. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 133 orð

KNATTSPYRNASolskjær bjargaði Unite

NORÐMAÐURINN Ole Gunnar Solskjærbjargaði andliti meistaraliðs Manchester United gegn Leicester á Filbert Street í gærmorgun. Hann jafnaði leikinn með tveimur mörkum eftir að heimamenn höfðu komist í 2:0 á fyrstu 20 mínútum leiksins. Með jafnteflinu er Manchesterliðið komið með 70 stig í efsta sæti að loknum 35 leikjum. Steve Walsh kom Leicester yfir á 16. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 299 orð

Lakers áfram en Pistons þarf enn til Atlanta

Los Angeles Lakers komst í aðra umferð úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik er liðið sigraði Portland Trail Blazers á útivelli á föstudagskvöld. Lið Detroit mistókst hins vegar að slá Atlanta Hawks út á heimavelli og þurfa liðin að mætast fimmta sinni. Shaquille O'Neal og Elden Campbell gerðu 27 stig hvor fyrir Lakers. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 93 orð

Morgunblaðið/Halldór Þau bestu og efnilegustu

JUDITH Estergal úr Haukum og Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu, voru valin bestu leikmenn 1. deildar kvenna og karla á nýliðinni leiktíð. Var gert opinbert um val þeirra í lokahófi handknattleiksmanna á Hótel Íslandi á miðvikudagskvöldið. Hér má sjá þau, á myndinni til vinstri, glöð í bragði með viðurkenningar sínar eftir að kjörinu var lýst. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 235 orð

Skúla hefur verið boðið að þjálfa Aftureldingu

Skúla Gunnsteinssyni, leikmanni og aðstoðarþjálfara Vals, hefur verið boðið að þjálfa 1. deildarlið Aftureldingar í handknattleik næsta vetur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að ef Skúli þekkist boðið verði gengið frá samningum þar að lútandi í dag. Meira
4. maí 1997 | Íþróttir | 214 orð

TOMMY Burns,

MICHAEL Johnson segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann keppi í 200 eða 400 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í sumar, en ljóst sé hins vegar að hann verði ekki með í báðum greinum líkt og á síðasta heimsmeistaramóti í Gautaborg fyrir 2 árum og á Ólympíuleikunum í Atlanta. Meira

Sunnudagsblað

4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 426 orð

Að tileinka sér kínverskt söngl Dagbók frá Hong KongAthygli beinist að Hong Kong um þessar mundir. Jóhanna Kristjónsdóttir var í

Að tileinka sér kínverskt söngl Dagbók frá Hong KongAthygli beinist að Hong Kong um þessar mundir. Jóhanna Kristjónsdóttir var í Hong Kong og hafði hina mestu unun af að spreyta sig á framburði kínverskra nafna auk þess að setja sig lítillega inn í pólitíkina. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 2470 orð

Af einhverjum ástæðum á Flúðum

HANN kennir á Flúðum, í Reykholti, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík. Hún stjórnar tveimur kirkjukórum, tveimur barnakórum, einum samkór og karlakór, er kirkjuorganisti og kennir í grunnskóla og tónlistarskóla. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 947 orð

Ástarjurt sem lykt er af!

BRAGÐLAUKAR okkar eru alltaf að þroskast eins og við sjálf (flest a.m.k.). Börn sækja yfirleitt í það sem sætara er, a.m.k. forðast þau afgerandi súrt eða sterkt bragð yfirleitt. Eftir því sem þau stækka þroskast persónuleiki þeirra, smekkur og þá samhliða því bragðlaukarnir. Þessi endi bragðtaugarinnar í tungunni er merkilegt fyrirbæri. Ég get nefnt persónuleg dæmi um þróun bragðlauka. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 835 orð

Balanchine og bandarískar ballerínur

»DANS/ðHver var Balanchine og hvaða áhrif hafði hann á þróun listdans? Balanchine og bandarískar ballerínur GLöGGT er gests augað segir máltækið og má það til sanns vegar færa með ýmsu móti. Aðkomumenn í ókunnugu landi taka eftir hefðum og siðum heimamanna sem heimamenn sjálfir eru lítið meðvitaðir um. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 809 orð

Dýr þorsti

Kvikmyndastjórnandinn Rob White, sem er að gera heimildamynd um breska orrustuskipið HMS Hood og örlög þess á Grænlandssundi, kom úr ferðinni þangað í gömlu höfnina með danska varðskipinu Triton. Hann langaði til að fá nasasjón af Reykjavík og rölti inn í miðbæinn. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Ein þjóð, tvö kerfi Ekki þarf að hafa mörg orð um það að þegar Hong Kong verður afhent stjórninni í Kína á miðnætti 30. júní

STJÓRNIN í Peking hefur heitið því að Hong Kong skuli fá að búa við óbreytt kapítalískt kerfi næstu fimmtíu árin. Ian Perkin sem er yfirhagfræðingur verslunarráðs Hong Kong finnst sú yfirlýsing út í hött. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 712 orð

Er tímabært að leyfa neyslu eiturlyfa? Mikla athygli hafa vakið ummæli portúgalskra ráðamanna í þá veru að tímabært kunni að

HAFNAR eru í Portúgal umræður um hvort breyta beri lögum þannig að neysla fíkniefna skuli ekki teljast refsivert athæfi. Nokkrir helstu ráðamenn þar í landi hafa vakið máls á þessu og sagt tímabært að umskipti í þessa veru verði rædd með fordómalausum hætti. Ummæli þeirra hafa almennt hlotið jákvæðar viðtökur. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 425 orð

Flýtir minnir á valdarán

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, tók við lyklavöldum í Downingstræti 10, aðsetri forsætisráðherrans, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ljóst var orðið, að flokkur hans hafði sigrað í kosningunum. Þá var John Major í óða önn að flytja út með allt sitt hafurtask. Hvergi í víðri veröld taka lýðræðisleg valdaskipti skemmri tíma en í Bretlandi. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 681 orð

Fullorðinsfræðsla fyrir ófaglærða

DANIR starfrækja 24 svokallaðar AMU-miðstöðvar (Arbejdsmarkeds Uddannelse Center) víðs vegar um Danmörku, þar sem fram fer menntun fyrir fullorðna ófaglærða. Einnig sér miðstöðin um fræðslu fyrir atvinnulausa, sem eru þátttakenda. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 57 orð

HEILSAÐ UPP Á ÞINGEYINGA

Um helgina halda forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, í sína fyrstu heimsókn til Þingeyinga eftir að Ólafur tók við embætti. Með í för verður meðal annarra Gunnar G. Vigfússon ljósmyndari sem á sínum tíma annaðist myndatöku í ferðum forsetanna Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárns um landið. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 660 orð

HEILSAÐ UPP Á ÞINGEYINGA Um helgina halda forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín

Um helgina halda forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, í sína fyrstu heimsókn til Þingeyinga eftir að Ólafur tók við embætti. Með í för verður meðal annarra Gunnar G. Vigfússon ljósmyndari sem á sínum tíma annaðist myndatöku í ferðum forsetanna Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárns um landið. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 744 orð

Hristiglas heimsins

HALDIÐI að ég ætli að fjalla um störf sýningarstúlkna, fjarri því og þó. Færi létt með slíkt glamúrdjobb, fyrst í leikfimiþrælkun rétta úr bakinu, upp með höku aftur með axlir, horfa upp og beint fram, liðka hálsvöðva, láta arma hanga eðlilega lausa og liðuga, áhyggjulausa hringla um bolinn, gengið um, beinaber, Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 455 orð

Í hlíðum Everest-fjalls

BJÖRN Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon eru nú staddir í hlíðum Everest-fjalls og búa sig undir að klífa þennan hæsta tind veraldar. Með í för eru þeir Jón Þór Víglundsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Sjónvarps, og Hörður Magnússon, bróðir Hallgríms. Höfuðstöðvar þeirra eru við rætur Khumbu-skriðjökulsins í 5. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 936 orð

Í XXIII KAP.Brennu-Njáls sögu segir frá því þegar Gunnar

Í XXIII KAP.Brennu-Njáls sögu segir frá því þegar Gunnar reið í Dali vestur. Hann er í gervi Kaupa-Heðins, þeirrar sérkennilegu persónu. Gunnar skiptir um gervi þarna í miðri sögu einsog Gísli Súrsson þegar hann leikur Ingjaldsfíflið í sinni sögu. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 630 orð

Konungur í Hollywood

JIM Carrey er konungur í Hollywood um þessar mundir. Allt sem hann hefur komið nálægt undanfarin þrjú ár hefur orðið að gulli. Leið Carreys á stjörnuhimininn var óvenjuleg því hann byrjaði í "uppistandi"; einn uppi á sviði í klúbbum. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 595 orð

Lögfræðingurinn sem gat ekki logið

LIAR Liar er gamansöm og tilfinningarík mynd um mann sem er í vafa um hvort hann eigi að láta ráða í lífi sínu; sóknina eftir peningum og völdum eða samband sitt við son sinn. Fletcher Reede er metnaðargjarn lögfræðingur á uppleið. Hann starfar samkvæmt siðareglum sem eru svohljóðandi: Í réttarsalnum má semja um sannleikann. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 639 orð

Maðurinn í náttúrunni

Maðurinn í náttúrunni er yfirskrift sýningar á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins sem opnuð hefur verið í anddyri Morgunblaðshússins. Dómnefnd valdi 26 myndir og myndraðir úr liðlega 700 ljósmyndum í samkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, stóð fyrir. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 1343 orð

Magn efna skilur á milli gagns og eituráhrifa

Magn efna skilur á milli gagns og eituráhrifa Í umhverfi nútímamannsins eru alls kyns eiturefni notuð við framleiðslu bæði hluta og matvæla. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 333 orð

Matreiðslukeppni og meistarakokkur

TÓLF íslenskir matreiðslumeist+arar munu miðvikudaginn 7. maí taka þátt í "Mouton Cadet"-keppninni í matargerð, sem haldinn verður í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Er keppnin haldin á vegum franska vínfyrirtækisins Baron Philippe de Rothschild í Bordeaux og Lindar, umboðsfyrirtækis þess á Íslandi. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 1784 orð

MENNTUN ALLA ÆVI

SÍMENNTUN er orð sem menn taka sér æ oftar í munn, enda hafa menn víðast hvar gert sér grein fyrir hversu stórum þætti hún þjónar til framfara hverrar þjóðar. Þessu samfara hefur þörf fullorðinna einstaklinga aukist fyrir þjálfun og endurmenntun, Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 239 orð

Nefnd um símenntun

Í BYRJUN apríl sl. skipaði menntamálaráðherra nefnd, sem ætlað er að leggja drög að heildarstefnu í málefnum símenntunar. Í henni sitja 13 manns frá ýmsum ráðuneytum, VSÍ, ASÍ, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum iðnaðarins, BHM, BHMR, Vinnumálasambandinu o.fl. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að skilgreina ábyrgð, hlutverk og verkaskiptingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 251 orð

Paul Oskar

ÞEGAR þetta er ritað er framundan söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en lokið þegar það birtist. Á sviðinu í Dyflinni stóð Páll Óskar Hjálmtýsson og fluttu Minn hinsti dans sem hann samdi með Trausta Haraldssyni. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 947 orð

Prófsemjendur svara

ÞAÐ hefur ábyggilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fréttum undanfarið, að nú er samræmdum prófum lokið þetta árið. Að vanda vekja þau umræður í þjóðfélaginu. Nú í vor hefur umræðan að mestu snúist um stærðfræðiprófið þ.e. hversu langt og þungt það hafi verið en mest þó gert úr því að nemendur hafi komið út úr því niðurbrotnir og grátandi. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 267 orð

SÉRSAMNINGUR VIÐ ALMÆTTIÐ

ÞYNNIST í röðum rappara en þeir sem syngja rytmablús, eða bara soul-tónlist, sækja í sig veðrið. Ný stjarna á því sviði er bandaríska söngkonan Erykah Badu og sendi frá sér fyrstu skífuna fyrir skemmstu. Lagið On and On kannast væntanlega flestir við, en Erykah Badu hefur þó fleira í pokahorninu eins og heyra má á breiðskífunni Baduism. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 321 orð

SKEMMTILEG TÓNLIST

MEÐAL athyglisverðra hljómsveita í síðustu Músíktilraunum var Hafnarfjarðarsveitin Nuance, sem stóð sig vel þó ekki kæmist hún í úrslit. Nunace leikur hægfara danstónlist, sem kalla má triphop og tekur nafn sitt af stillingu á trommuheila sveitarinnar, eins konar prívatbrandari sem liðsmenn segja að enginn skilji utan þeir. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 3284 orð

STÓRIÐJA Í VÍÐARA SAMHENGI

"Ál í hvert mál" var ágætis slagorð sem menntskælingar kynntu hérna á árunum þegar hver sýsla og hver hreppur vildi fá eigið álver en nú bregður svo við að menn þrasa um álver eða ekki álver og er það vel. Varla hafa menn opnað dagblöðin síðustu vikurnar svo ekki hafi verið meira eða minna fjallað um byggingu álvers við Grundartanga og Járnblendiverksmiðjuna. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 322 orð

Stórsigur Verkamannaflokksins í Bretlandi

VERKAMANNAFLOKKURINN vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í Bretlandi 1. maí og batt þar með enda á 18 ára valdatíma Íhaldsflokksins. Hefur Verkamannaflokkurinn aldrei verið jafn sterkur á þingi en meirihluti hans er 179 þingmenn. Hann hlaut 45% atkvæða og 419 þingmenn. Íhaldsflokkurinn beið afhroð, hlaut 31% atkvæða og fær 165 þingmenn, en tapaði 178 sætum. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 616 orð

Tengsl stærðar og dánartíðni

STUNDUM er sagt að einhver lifi hratt og hættulega, lifi lífinu til fullnustu. Þó slík umsögn sé höfð um fólk er dýraríkið fullt af dæmum um slíkt. Dýr koma fyrir í öllum stærðum, lifa mislengi, eignast mismunandi mörg og stór afkvæmi sem þarfnast umsjár foreldra í mislangan tíma. Eins eru líflíkur dýrategunda mismunandi og þar af leiðandi tíðni kynslóða. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 3627 orð

TÍMAMÓT Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI

Í GREIN þessari er fjallað um megineinkenni þróunar á vinnumörkuðum í Evrópu á síðustu áratugum og reynt að gera nokkra grein fyrir því, með fjölþjóðlegum samanburði, hvar Íslendingar eru á vegi staddir í þróun nútímalegs vinnumarkaðar. Fjallað verður einkum um skipulag, átök og árangur í samskiptum aðilanna á vinnumarkaði. I. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 252 orð

Upplýsingafyrir

Teymi hf. óskar eftir starfsmanni er á að sjá um skipulagningu allra verkefna fyrirtækisins en Teymi annast sérfræðiþjónustu í upplýsingatækni. Viðkomandi, sem þarf að vera verkfræðingur eða hafa sambærilega menntun, mun sjá um gerð kostnaðaráætlana og bera ábyrgð á gæðum verkefna, þ.e. sjá um að þeim ljúki á réttum tíma og innan kostnaðarmarka. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 2591 orð

VIÐ BERJUMST ÁFRAM

Um þessar mundir eru 15 ár síðan Magnús Hreggviðsson lenti "fyrir tilviljun" eins og hann lýsir því, í útgáfustarfsemi. Hann er nú forstjóri Frjáls framtaks og Fróða ehf. Magnús ræðir hér um ferilinn og ekki síst vandamál tímaritaútgáfu á Íslandi sem hefur mjög átt undir högg að sækja. Magnús er fæddur í Reykjavík 29.mai 1949. Meira
4. maí 1997 | Sunnudagsblað | 323 orð

»Þrír pörupiltar BRESKA rokksveitin Supergrass sló eftirminnilega í gegn su

BRESKA rokksveitin Supergrass sló eftirminnilega í gegn sumarið 1995, með sína fyrstu breiðskífu og lagið Allright. Tónlistin var glaðvær og ungæðisleg og ekki skemmdi galgopaleg hegðum þeirra félaga og framkoma. Í kjölfarið seldist breiðskífan í yfir milljón eintökum og Supregrass sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum áður en hún tók sér frí til að semja lög á næstu skífu. Meira

Lesbók

4. maí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 525 orð

AÐ HUGSA FYRIR HORN

Hallsteinn Sigurðsson og Ásmundur Sveinsson. Opið kl. 13­16 alla daga til 4. maí; aðgangur kr. 200. NÚ FER senn að ljúka í Ásmundarsafni við Sigtún áhugaverðri sýningu, þar sem leidd eru saman verk tveggja náskyldra listamanna. Það er ekki aðeins að Hallsteinn Sigurðsson sé bróðursonur Ásmundar Sveinssonar, heldur var sá síðarnefndi einnig fyrsti kennari frænda síns. Meira

Ýmis aukablöð

4. maí 1997 | Dagskrárblað | 167 orð

11.00Enski boltinn Bein út

11.00Enski boltinn Bein útsending frá leik Manchester Utd. og Middlesbrough á Old Trafford. [7562143] 13.00Hlé 17.00Spítalalíf (MASH)[3308) 17.30Fjörefnið [6495] 18. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 160 orð

17.00Körfubolti um víða v

17.25Suður-ameríska knattspyrnan (Futbol Americas) [5753075] 18.25Ítalski boltinn [1612487] 20.10Golfmót í Asíu (PGA Asian) [748926] 21.10Golfmót í Evrópu (PGA European Tour - Cannes Open) [2736181] 22. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 169 orð

17.05Markaregn [2953

17.05Markaregn [2953476] 17.50 Táknmálsfréttir [2337501] 18.00Fréttir [24766] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (635) [200087018] 18.45Auglýsingatími Sjónvarpskringlan [880563] 19. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 169 orð

9.00Morgunsjónvarp barn

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Skófólkið ­ (17:26) Sigga og skessan ­ Múmínálfarnir ­ Undraheimur dýranna (5:13) [2869365] 10.40Hlé [25339988] 17.50Táknmálsfréttir [2440029] 18. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 595 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.07Morgunandakt: Séra Davíð Baldursson prófastur á Eskifirði flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. ­Orgelkonsert í F-dúr ópus 4 nr. 4 eftir Georg Friedrich H¨andel. Karl Richter leikur með kammersveit sinni. ­Sónata í a-moll fyrir einleiksflautu eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 718 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Gunnlaugur Garðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Leifur Þórarinsson. 8.00Hér og nú. Að utan 8.35Víðsjá, morgunútgáfa. Listir, vísindi, hugmyndir, tónlist. 8. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 776 orð

MÁNUDAGUR 5. maí SBBC PRIME 4.00 The Smal

MÁNUDAGUR 5. maí SBBC PRIME 4.00 The Small Business 5.00 News 5.35Julia Jekyll and Harriet Hyde 5.50 Blue Peter 6.15 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8.30 Children's Hospital 9. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 777 orð

Sunnudagur 4. maí SBBC PRIME 4.00

Sunnudagur 4. maí SBBC PRIME 4.00 Powers of the President 5.00 World News 5.30 Simon and the Witch 5.50 Bodger and Badger 6.05 Mop and Smiff 6.20 Get Your Own Back 6.45 Uncle Jack & Cleopatra's Mummy 7.10 Blue Peter 7. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 89 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 109 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 129 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 58 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 125 orð

ö9.00Bangsar og bananar [17365]

9.05Í Erilborg [9867758] 9.30Urmull [2983297] 9.55Disneyrímur [6687568] 10.40Ein af strákunum [9357181] 11.05Úrvalsdeildin [1990617] 11.30Eyjarklíkan [7704] 12. Meira
4. maí 1997 | Dagskrárblað | 200 orð

ö9.00Línurnar í lag [41698]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [88084143] 13.00Morð í Malibu (Murder in Malibu) Þekktur ástarsagnarithöfundur, Teresa Goern, hefur verið myrtur og Columbo er viss um hver framdi glæpinn. Aðalhlutverk: Peter Falk. 1990. (e) [9332679] 14.35Sjónvarpsmarkaðurinn [530691] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.