Greinar föstudaginn 23. maí 1997

Forsíða

23. maí 1997 | Forsíða | 65 orð

Aðskilnaði frá foreldrum mótmælt

ÞESSI börn, sem hafa orðið viðskila við foreldra sína, efndu til mótmæla í Hong Kong í gær og kröfðust þess að fá að sameinast fjölskyldum sínum í Kína. Yfirvöld í Hong Kong segja að 34.000 börn bíði þar þess að sameinast foreldrum sínum en Kínverjar telja að þau séu um 100.000. Mörgum þeirra var smyglað til Hong Kong frá suðurhluta Kína. Meira
23. maí 1997 | Forsíða | 102 orð

Dæmdir til dauða fyrir sölu lands?

PALESTÍNSK yfirvöld kváðust í gær hafa handtekið sex manns, sem sakaðir eru um að hafa brotið nýlegt bann við sölu lands til gyðinga. Mennirnir eiga yfir höfði sér dauðadóm verði þeir fundnir sekir. Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa mótmælt lögunum um viðurlög við sölu lands, sem Palestínumenn tóku upp eftir Jórdaníumönnum. Meira
23. maí 1997 | Forsíða | 373 orð

Hótar frekari uppstokkun í yfirstjórn hersins

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, rak í gær Ígor Rodíonov varnarmálaráðherra og Viktor Samsonov, forseta rússneska herráðsins, og kvaðst sárreiður yfir því hversu hægt hefur miðað að koma á umbótum innan hersins. Forsetinn sagðist einnig vera gramur yfir spillingunni meðal yfirmanna hersins og hótaði frekari uppstokkun til að knýja fram breytingar. Meira
23. maí 1997 | Forsíða | 194 orð

Hægrimönnum spáð meirihluta

SKOÐANAKÖNNUN, sem breska dagblaðið The Daily Telegraphbirtir í dag, bendir til þess að mið- og hægriflokkarnir í Frakklandi verði áfram við völd eftir þingkosningarnar á sunnudag og 1. júní og fái 51 sætis meirihluta á þinginu. Meira
23. maí 1997 | Forsíða | 130 orð

Hættulaus en hitar heilann

FINNSK rannsókn, sem símafyrirtæki fjármögnuðu að hluta, bendir til þess að farsímar séu ekki hættulegir heilsu manna en geti þó hitað heila þeirra. Fjórar opinberar stofnanir í Finnlandi stóðu fyrir rannsókninni, sem hófst árið 1994. Vísindamenn rannsökuðu áhrif útvarpstíðninnar, sem símarnir nota, á heila 19 farsímanotenda og á mýs. Meira

Fréttir

23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 582 orð

184,2 milljónir í framkvæmdir og rekstur á Kjalarnesi

TILLAGA samstarfsnefndar um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps gerir ráð fyrir að skipaður verði vinnuhópur fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi, sem fjalla á um fjármál Kjalarneshrepps og þær framkvæmdir sem nauðsynlegt er að ráðast í á yfirstandandi kjörtímabili. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 176 orð

38 látnir, þúsundir heimilislausar

AÐ MINNSTA kosti 38 létust og allt að 1.000 slösuðust í öflugum jarðskjálfta á Indlandi í gærmorgun. Þúsundir misstu heimili sín. Skjálftinn, sem mældist 6,0 á Richter og varði í allt að 50 sekúndur, reið yfir Madhya Pradesh fylki. Yfirvöld óskuðu eftir aðstoð hersins en tólf tímum eftir skjálftann höfðu hjálparsveitir enn ekki náð til allra þorpa á svæðinu. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Aðalfundur félags um rannsóknir á lyfjanotkun

FÉLAG um rannsóknir á lyfjanotkun var stofnað 30. janúar sl. og verður fyrsti aðalfundur þess haldinn í Lyfjafræðisafninu við Neströð, Seltjarnarnesi, mánudaginn 26. maí nk. og hefst kl. 16.30. Fjallað verður um starfsáætlun félagsins og kjörin fyrsta stjórn þess. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Afhendingsveinsbréfa

NÝLEGA voru tekin sveinspróf í snyrtifræði og þreyttu fimm stúlkur prófið að þessu sinni. Af því tilefni var þeim boðið til hófs þar sem skírteini voru afhent og þeim færðar gjafir frá Félagi íslenskra snyrtifræðinga. Á myndinni afhendir Sigríður Guðjónsdóttir, formaður F.Í.S.F. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Apótekin dreifa bæklingi um fæðuofnæmi og fæðuóþol

HOLLUSTUVERND ríksins gaf út árið 1995 fræðslurit um fæðuofnæmi og fæðuóþol með hagnýtum upplýsingum og leiðbeiningum fyrir almening. Þessi bæklingur hefur hingað til hlotið litla dreifingu en nú hefur verið bætt úr því með því að nær öll apótekin í landinu hafa tekið bæklinginn til sölu, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

BSRB gefur út bók Kelsey um Nýja-Sjáland

BSRB hefur gefið út ritið "Tilraunir með Nýja-Sjáland ­ Fyrirmynd fyrir heiminn?" eftir nýsjálenska lagaprófessorinn dr. Jane Kelsey, en í ritinu er birtur fyrirlestur sem dr. Kelsey hélt á vegum Málstofu BSRB á Hótel Loftleiðum 16. desember 1996. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Dagur leikskólabarna í Hafnarfirði

DAGUR leikskólabarna í Hafnarfirði er í dag, föstudaginn 23. maí og opið hús verður laugardaginn 24. maí. Fyrri dagurinn er sérstaklega ætlaður börnum og starfsfólki leikskólanna og seinni daginn verður opið hús fyrir almening þar sem starfsemi leikskólanna verður kynnt. Hver leikskóli um sig skipuleggur og sér um eigin kynningu. Í dag, föstudag, er mæting á Víðivöllum kl. 9.30. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Doktor í eðlisfræði

HARALDUR Páll Gunnlaugsson varði doktorsritgerð sína í eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla 6. maí sl. Heiti ritgerðarinnar er "The Magnetic Properties Experiment on Mars Pathfinder and Mars Surveyor" og fjallar um hönnun seguleiginleika tilraunarinnar um borð í geimförunum "Mars Pathfinder" og "Mars Surveyor". Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Eggjatími í Eyjum

BJARGVEIÐIMENN í Eyjum hafa í nógu að snúast þessa dagana því bjargfuglinn er orpinn og eggjataka því hafin. Stíf austanátt ríkti í Eyjum frá miðri síðustu viku og fram yfir helgi og því komust bjargveiðimenn ekki í úteyjar til eggjatínslu fyrr en um miðja þessa viku. Fýllinn var þá orpinn og svartfuglinn einnig, svo bæði fýlsegg og svartfuglsegg eru nú á boðstólum hjá bjargveiðimönnum. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ekki má snerta samtímis vél og jörð ef ekið er á háspennulínu

EF VINNUVÉLAR eða önnur ökutæki komast í snertingu við háspennulínu ber ökumanni að halda kyrru fyrir í stjórnhúsi og snerta alls ekki vélina og jörð samtímis með því að stíga út úr ökutækinu segir í leiðbeiningum um vinnuvélar í námunda við háspennulínur. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Everestfararnir höfundar greina

ÞAÐ láðist að geta þess í Morgunblaðinu í gær að greinar um frumherjana á Everest og Sherpana sem birtust á miðopnu blaðsins í gær eru eftir íslensku leiðangursmennina á Everest, þá Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrím Magnússon en þar voru birtir kaflar úr fyrri greinum eftir þá. Fjallgarparnir eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 822 orð

"Ég reyndi ætíð að fræða börnin um Ísland"

Guðný Magnúsdóttir, sem hefur búið í Bandaríkjunum í rúma hálfa öld, hefur dvalið hér á landi síðustu daga í tilefni sjötugsafmælis síns 16. maí. Guðný kynntist eiginmanni sínum, Marvin Heyer, sumarið 1943, en hann gegndi herþjónustu á Íslandi á stríðsárunum 1941­45. "Elsti bróðir minn, sem bjó í Vestmannaeyjum, hafði beðið mig að koma þangað til að hjálpa konu sinni um sumarið. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Farsæll með gott forskot

FARSÆLL frá Arnarholti hefur gott forskot eftir forkeppni B-flokks gæðinga á Gæðingamóti Fáks sem hófst í gær. Er hann með 8,75 í einkunn en Ásgeir Svan Herbertsson knapi hans er jafnframt eigandi. Annar er Valiant frá Heggsstöðum sem Hafliði Halldórsson sýndi með 8,59 en jafn honum er Snillingur frá Austvaðsholti sem Gunnar Arnarsson sýndi. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Félagshús tilbúið um mánaðamót

UM næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að vinnu við félagshús Ungmenna- og íþróttasambands Ólafsfjarðar ljúki. Húsið, sem er tveggja hæða og hið glæsilegasta, stendur við knattspyrnuvöll bæjarins. Á efri hæð hússins eru skrifstofur, eldhús, salerni og fundarsalur. Á neðri hæðinni eru sturtur, búningsklefar, ræstiherbergi og geymslur. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fimmta hverfisþing húmanista

FIMMTA hverfisþing húmanista fyrir Hlíðar, Holt og Norðurmýri verður haldið að Kjarvalsstöðum laugardaginn 24. maí kl. 14. Á þessu hverfisþingi verður einkum fjallað um umferðarmál og búast má við að Miklubrautarmálið verði í brennidepli. Einnig er opið fyrir önnur mál sem íbúar hverfanna vilja ræða. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Fjallað sérstaklega um framtíð landvinnslunnar

Á STJÓRNARFUNDUM í Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. og Gunnvöru hf., sem haldnir voru á miðvikudag, var rætt um þá alvarlegu stöðu sem uppi er í atvinnumálum á Ísafirði eftir nær fimm vikna verkfall Verkalýðsfélagsins Baldurs. Á aðalfundum félaganna, sem haldnir verða 3. júní nk., verður fjallað sérstaklega um framtíð landvinnslunnar hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Forstöðumannaskipti í Hvítasunnukirkjunni

FORSTÖÐUMANNASKIPTI verða í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri á sunnudag, 25. maí kl. 15.30. Hjónin Ester K. Jakobsen og Vörður Leví Traustason sem verið hafa forstöðuhjón safnaðarins í nærfellt 17 ár eru á förum en þau taka við forstöðu Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík. Kveðjusamkoma verður haldin af þessu tilefni og ný forstöðuhjón, Katrín Þorsteinsdóttir og G. Meira
23. maí 1997 | Miðopna | 1281 orð

Framtíð landvinnslunnar byggist á aukinni framleiðni

FRAMTÍÐ fiskvinnslunnar hér á landi mun ráðast af því hvernig til tekst með að auka framleiðni greinarinnar sem er um þriðjungi minni hér á landi en í Noregi og Danmörku. Til að svo megi verða er brýnt að búið verði í haginn fyrir greinina eins og kostur er. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fyrirlestur um umhverfisvæna byggingarlist

HALDINN verður fyrirlestur laugardaginn 24. maí í tengslum við heimskynningu Forbo Krommenie og Kjaran á nýrri linleum línu. Jón Kristinsson, arkitekt og prófessor við háskólann í Delft, heldur fyrirlestur undir heitinu: Umhverfisvæn byggingarlist. Meira
23. maí 1997 | Landsbyggðin | 373 orð

Fyrsti fundur Evrópuverkefnis var haldinn á Hellu

Hellu-Nýlega var haldinn á Hellu fyrsti vinnufundur í svokölluðu RITTS-verkefni á Suðurlandi, en það er stefnumótunarverkefni sem tekur til nýsköpunar og tækniyfirfærslu. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Hafa á eftirlit með unglingum

MÖGULEIKAR verða kannaðir á meira samstarfi við ýmsa aðila í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum til að koma í veg fyrir að unglingar undir lögaldri séu eftirlitslausir á Akureyri meðan hátíðarhöldin Halló Akureyri standa yfir um næstu verslunarmannahelgi. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 198 orð

Hafa sótt 200 km inn í Írak

HERSVEITIR Tyrkja héldu áfram sókn sinni lengra inn í Norður-Írak í gær, á níunda degi innrásar þeirra sem hefur að markmiði að uppræta bækistöðvar herskárra Kúrda, sem berjast fyrir aðskilnaði Kúrdahéraðanna í Austur-Tyrklandi og stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Harðfiskurinn á toppnum

Eins og fram hefur komið í fréttum höfðu Everestfararnir með sér harðfisk úr Önundarfirði. Fram kom á heimasíðu þeirra að harðfiskurinn væri eina fæðan sem þeir gætu haldið niðri. Harðfiskurinn góði reyndist eiga rætur sínar að rekja í Neðri-Breiðadal þar sem hjónin Halldór Mikaelsson og Guðrún Óskarsdóttir reka harðfiskverkun ásamt fjórum börnum sínum. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 546 orð

Herða þarf aðhald í peninga- og ríkisfjármálum

EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD,telur að búast megi við 4­5% hagvexti hér á landi á þessu og næsta ári, atvinnuleysi dragist verulega saman og geti farið í 3,5% árið 1998, og jafnframt geti verðbólga þá náð aftur 3% í fyrsta skipti síðan 1993. Þá sé útlit fyrir versnandi viðskiptajöfnuð. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hraðskákmót Íslands

HRAÐSKÁKMÓT Íslands 1997 verður haldið sunnudaginn 25. maí í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 14. Þátttökugjald fyrir 16 ára og eldri er 700 kr. en 400 kr. fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun verða með þeim hætti að 60% af þátttökugjöldum fara í verðlaun og skipast þau þannig: 1. verðlaun 50%, 2. verðlaun 30% og 3. verðlaun 20%. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 298 orð

Hversu langt á að fylgja trúarbókstafnum?

UNDANFARNA daga hefur hiti verið að færast í undirbúning forsetakosninganna sem fram fara í Íran í dag. Á sunnudag voru 280 manns handteknir vegna óskilgreindra kosningabrota. Á aðfaranótt fimmtudags setti lögregla upp götuhindranir og dreifði mannfjölda er hundruð ungra stuðningsmanna Mohammad Khatami flykktust út á götur Teheran, veifandi myndum af frambjóðandanum. Meira
23. maí 1997 | Miðopna | 1476 orð

Íslendingar gætu hagnazt á umhverfisvottun ráðsins

ÍSLENDINGAR standa öðrum þjóðum framar í sjálfbærum og ábyrgum fiskveiðum og gætu hagnazt á að láta merkja sjávarafurðir sínar með merki Sjávarnytjaráðsins (Marine Stewardship Council). Þetta er boðskapur forsvarsmanna ráðsins, Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Kórar aldraðra í Akureyrarkirkju

KÓR Félagsstarfs aldraðra, Vesturgötu 7 í Reykjavík, er að ljúka vetrarstarfinu. Kórinn skipa 45 manns, þ.e. blandaður kór, kvennakór og karlakór. Kórinn fer í sumarferð um helgina og heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. maí klukkan 17 ásamt kórum aldraðra frá Akureyri, Húsavík og Dalvík. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kvennakirkjan á Vesturlandi

KVENNAKIRKJAN fer í messuferðalag um Vesturland helgina 24. og 25. maí. Prestur Kvennakirkjunnar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prédikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng, hljóðfæraleik annast Aðalheiður Þorsteinsdóttur og Nanna Þórðardóttir organisti í Ólafsvík. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1050 orð

Kvóti skips ekki framseldur nema veðhafar samþykki

Umdeilt lagafrumvarp um samningsveð varð að lögum á síðasta degi vorþingsins Kvóti skips ekki framseldur nema veðhafar samþykki Lög um samningsveð voru afgreidd frá Alþingi á laugardag. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kynnisferð á slóðir árbókar

FERÐAFÉLAG Íslands efnir nú á laugardaginn 24. maí til dagsferðar í tilefni útkomu nýrrar árbókar sinnar er nefnist: Í Fjallahögum milli Mýra og Dala. Farið verður um hluta árbókarsvæðisins þ.e. Hítardal, Hraundal og um Mýrar undir leiðsögn Árna Guðmundssonar frá Beigalda sem er þaulkunnugur þessum slóðum. Brottför í ferðina er kl. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Landsbankahlaupið

LANDSBANKAHLAUPIÐ fer fram á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. maí og hefst það kl. 13. Skráning fer fram í Landsbankanum við Strandgötu 1 á Akureyri, Brekkuafgreiðslu, Kaupangi við Mýrarveg og afgreiðslunni á Svalbarðseyri. Hlaupið hefst við afgreiðslu bankans við Strandgötu og eru þátttakendur beðnir að mæta hálftíma fyrir hlaupið, kl. 12.30. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Landsbankahlaupið í tólfta sinn

HIÐ árlega Landsbankahlaup fer fram í tólfta sinn laugardaginn 24. maí nk. Landsbanki Íslands stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Frjálsíþróttasambandið. Hlaupið er fyrir 10­13 ára krakka (fæddir 1984­ 1987). Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTT Fósturforeldrar Í minningargr

Í minningargrein Ingunnar Hauksdóttur um Sigurð Halldór Gíslason frá Hóli í Ólafsfirði á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 22. maí, misritaðist orðið fósturforeldrar í fjórðu efnisgreininni, varð föðurforeldrar. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Leikgleðin í fyrirrúmi

UNDIRBÚNINGUR fyrir Frissa fríska leikana, sem fram fara á Akureyri dagana 6.-8. júní nk. er langt kominn. Það er Hestamannafélagið Léttir sem stendur fyrir leikunum fyrir alla hestakrakka. Búist er við að á þriðja hundrað þátttakendur víðs vegar af landinu á aldrinum 6-16 ára mæti til leiks. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 430 orð

Lenti í holrými og slapp ómeiddur

FÁLKI varð fyrir fólksbifreið sem ók á um 90 kílómetra hraða í Súgandafirði í gærmorgun, lenti inni í vélarrými hennar og var talinn dauður en rankaði við sér eftir nokkra stund og gat flogið á brott. Jón Arnar Gestsson, ökumaður bifreiðarinnar, segir ótrúlegt að fuglinn hafi lifað af höggið og hremmingarnar í kjölfarið. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Lítil framleiðni í fiskvinnslu aðalvandinn

FRAMLEIÐNI í fiskvinnslu á Íslandi er um þriðjungi minni en í Noregi og Danmörku og byggist framtíð íslenskrar landvinnslu fyrst og fremst á því að hægt verði að auka framleiðni í greininni hérlendis á allra næstu árum. Það er ein helsta niðurstaða fiskvinnslunefndar, sem skilað hefur af sér til sjávarútvegsráðherra tillögum í tíu liðum um framtíðarmöguleika íslenskrar fiskvinnslu. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Lundinn lét sér fátt um finnast

FJÖLMENNI var á bjargi í Grímsey í gær en þar var hið besta veður, stillt og bjart. Eyjan skartaði sínu fegursta miðað við árstíma. Fuglinn söng hástöfum í bjarginu og auðfundið að nú er vorið komið. Lundinn er að byrja að verpa. Að undanförnu hafa bæði heimamenn og aðkomumenn verið að síga í bjargið og búið að tína þúsundir eggja. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 331 orð

Markmiðið að ýta undir sköpunargleði

SUMARLISTASKÓLINN á Akureyri verður með starfsemi í sjöunda sinn nú í sumar, dagana 29. júní til 13. júlí. Hann er ætlaður börnum og unglingum á aldrinum 10 til 16 ára. Aðalkennarar verða Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður og Auður Bjarnadóttir listdansari og leikstjóri. Markmið Sumarlistaskólans er að ýta undir hvers konar sköpunargleði og leiðbeina nemendum á sem fjölbreyttastan hátt. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

Málið er í höndum stjórnar spítalans

ÞÓRIR Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir 15 milljóna aukafjárveitingu til barna- og unglingageðdeildar á síðasta ári hafa gert deildinni kleift að ráða til sín 4­5 nýja starfsmenn. Engu að síður sé árangur hvorki merkjanlegur í fjölda þeirra sem deildin hefur sinnt né í bættri þjónustu. Þetta hafi komið fram á fundi ráðherra með forsvarsmönnum Landspítalans. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð

Meðaleinkunn í stærðfræðiprófinu var 5,1

NIÐURSTÖÐUR samræmdra prófa liggja nú fyrir og verða birtar þegar allir grunnskólar landsins hafa fengið þær í hendur, sem ætti að verða einhvern tíma í næstu viku, að sögn Þórólfs Þórlindssonar, forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 193 orð

Morgunganga og staðarskoðun í Viðey

ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta til með laugardagsgöngurnar í Viðey. Þær hafa verið á síðdegis en nú verður gerð tilraun með að hafa þær að morgninum. Verður þá farið frá bryggju kl. 10 og komið aftur um kl. 12. Flestir gönguhópar í Reykjavík og nágrenni eru að ferð að morgni til og þarna hafa þeir tækifæri til að slást í hópinn ef þeir vilja. Kvöldgöngur eru svo á þriðjudögum eins og verið hefur. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 1779 orð

Mótvægi við ægivald Framsóknar Nýtt meirihlutasamstarf á Fáskrúðsfirði, "hræðslubandalagið", var tekið upp til að hamla á móti

FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur stjórnað hreppsmálum á Fáskrúðsfirði í áratugi, fyrir utan örfá ár sem Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur höfðu meirihluta. Síðustu árin hafa framsóknarmenn myndað meirihluta til skiptis með Alþýðubandalagi og Sjálfstæðisflokki en á þessu Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Nám í svæðameðferð

NUDDSKÓLI Nuddstofu Reykjavíkur og Katrín Jónsdóttir svæðanuddari á Akureyri standa fyrir námi í svæðameðferð, á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík. Námið er 415 kennslustundir í formi fyrirlestra, verklegra æfinga og verkefnagerðar. Það spannar yfir 4 annir og er þá sex mánaða starfsþjálfun meðtalin. Auk þess er bóklegt nám 30 einingar í heilbrigðisgreinum. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Námsdagar norrænna slökkviliðsmanna

NÁMSDAGAR norrænna slökkviliðsmanna hefjast í Reykjavík í dag og standa fram á mánudag. Meginþema námsdaganna er "Hlutverk slökkviliða í almannavarnaástandi." Námsdagarnir norrænna slökkviliðsmanna verða í Vinabæ (áður Tónabíó). Brunavarðafélag Reykjavíkur á aðild að samtökunum. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Nóg af silungi í ósnum

ÞAÐ er ekki algengt að verið sé að krækja í silung á þessum tíma. Ragnar Axelsson hefur verið að fá silung í ósum Ólafsfjarðarvatns undanfarna daga. Ragnar sagði að hér væri sennilega á ferðinni niðurgöngufiskur og væri hann nokkuð feitur. Þegar ljósmyndara bar að garði hafði hann fengið 15 fallega silunga á innan við klukkustund. Daginn áður fékk hann 23 stykki. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 150 orð

Nýju ófremdarástandi afstýrt

FRANZ Vranitzky, sérlegur sáttasemjari Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (RÖSE) í Albaníu, greindi frá því í gær að andstæðar fylkingar stjórnmálamanna þar í landi hafi fallizt á að þingkosningar fari fram 29. júní nk. Þar með hefur verið höggvið á erfiðan hnút, sem hætta var orðin á að valdið gæti nýju ófremdarástandi í landinu. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Nýtt listgallerí opnað

SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður á Akureyri opnar í dag, föstudaginn 23. maí, nýtt listgallerí að Kaupvangsstræti 23, í kjallara vinnustofu sinnar. Opnunarsýning verður á verkum Werners Kalbfleish eftir gengið Akureyri-USA, eða þá Ásmund Ásmundsson, bróður Snorra og Justin Blaustein, en um leið verður umboðsskrifstofa fyrir Akureyri-USA opnuð á sama stað. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ný tækni í þágu dreifðari byggða

NORRÆNA Atlantsnefndin NORA gekkst í gær fyrir fjarráðstefnu með þátttöku frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Vestur- og Norður-Noregi um möguleika á að hagnýta nýja fjarskipta- og upplýsingatækni í þágu íbúa dreifðari byggða, en þátttakendur frá þessum fimm löndum og landshlutum söfnuðust saman í hverju landi fyrir sig og komu íslensku þátttakendurnir saman í Landsímahúsinu. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Opinber heimsókn frá Eistlandi

JAAK Allik menningarmálaráðherra Eistlands, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn ásamt stjórn eistneska menningarsjóðsins Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók á móti ráðherranum í menntamálaráðuneytinu í gær og á fundi með embættismönnum þar var rætt um fjármögnun og stuðning við íslenska menningu. Að loknum fundinum var haldið í Alþingi, þar sem Ólafur G. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Persson snuprar sendiherra GÖRAN Persson, f

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sakaði í gær sendiherra Bandaríkjanna, Thomas Siebert, um afskipti af sænskum innanríkismálum en hann gagnrýndi Svía fyrir að hyggjast draga úr framleiðslu raforku með kjarnorku. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Pólunarmeðferð fyrir líkama og sál

PÓLUNARMEÐFERÐ (Polarity Therapy) er heildræn meðferð sem byggð er á snertingu og er ætluð þeim sem vilja viðhalda góðri heilsu og öðlast bætta meðvitund um líkama og sál. Lísa Björg Hjaltested hefur lokið APP-gráðu í pólunarmeðferð (Polarity Therapy) undir handleiðslu Scott Zamurut frá Polarity Center of Colorado í Bandaríkjunum og er meðlimur í APTA, bandarískra pólunarfélaginu. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Rannsóknardagur í hjúkrunarfræði

RANNSÓKNARDAGUR námsbrautar í hjúkrunarfræði verður haldinn í Eirbergi við Eiríksgötu 34, föstudaginn 23. maí kl. 13­16. Kandídatar til B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði munu kynna lokaverkefni sín sem þeir hafa unnið ýmist sem rannsóknir eða fræðileg verkefni. Verkefnin eru á mörgum sviðum hjúkrunar s.s. tengd heilsu kvenna, meðgöngu og fæðingu, geðhjúkrun og heilsugæslu. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ráðið í stöður lögreglumanna

RÁÐIÐ hefur verið í 19 stöður lögreglumanna sem starfa munu við embætti ríkislögreglustjóra, en nýtt og breytt skipulag lögreglumála tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Að sögn Boga Nilssonar ríkislögreglustjóra verða tveir yfirlögregluþjónar hjá embættinu og sex aðstoðaryfirlögregluþjónar sem hafa flestir umsjón hver með sínu sérsviði. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 1166 orð

Ríkisarfi Marokkó búinn undir hásætið

HASSAN II, konungur Marokkó, er með yfirveguðum og markvissum hætti að búa ríkisarfann, hinn 34 ára gamla Sidi Mohamed, undir að taka við stjórn konungdæmisins. Þetta kom glögglega í ljós í fjögurra daga opinberri heimsókn ríkisarfans til Spánar nú í vikunni. Sidi Mohamed hlaut konunglegar viðtökur og átti samtöl við helstu ráðamenn Spánar um samskipti ríkjanna. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 324 orð

Ríkisskattstjóri handtekinn fyrir skattsvik

JUKKA Tammi, skattstjóri Finnlands, hefur verið handtekinn og útilokaður frá starfi sínu þangað til gengið hefur verið úr skugga um hvort hann hefur gerst sekur um lögbrot. Auk Tammi voru fjórir ónafngreindir menn handteknir vegna meintra brota á skattalögum. Er hann grunaður um að hafa misnotað embættisstöðu sína og aðstoðað við skattsvik. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Rússneskur fljúgandi furðuhlutur

Í BORGINNI Saratov í Rússlandi vinna starfsmenn flugvélaverksmiðju að þróun þessa "fljúgandi furðuhlutar". Flugvélin er þróuð samkvæmt leynilegum sovéskum hernaðarupplýsingum og hana má nota hvort sem er í hernaðarlegum tilgangi eða til að flytja allt að 2.000 farþega. Stefnt er að því að flugvélin fari í sína fyrstu flugferð árið 1999. Meira
23. maí 1997 | Landsbyggðin | 103 orð

Sauðburður í fullum gangi í Árneshreppi

Árneshreppi-Sauðburður hófst í Árneshreppi um miðjan mánuð. Allt fé hjá bændum ber inni í húsum því enn er mjög kalt í veðri en hlýnar vonandi þegar fé verður sleppt um næstu mánaðarmót. Lambgimbur hjá Sigursteini bónda í Litlu-Ávík átti pínulítið lamb nú á dögunum og lifir. Er það duglegt að sjúga mömmu sína og verður það að teygja sig upp til að ná í spena. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sjávarútvegs- og Evrópumál rædd um helgina

MÁLEFNI Evrópu og sjávarútvegs verða til umræðu á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn verður um helgina. Fer fundurinn fram á Þinghóli í Kópavogi. Stefna flokksins í sjávarútvegsmálum hefur verið í endurskoðun. Starfshópur skilar skýrslu um málið á fundinum. Einnig mun starfshópur í utanríkismálum greina frá vinnu sinni. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Sjö milljóna króna fjárdráttur

FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norðurlands, FMN, hefur kært fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir rúmlega sjö milljóna króna fjárdrátt og hefur verið óskað eftir opinberri rannsókn á málinu. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hefur játað að hafa dregið sér fjármuni og lýst sig fúsan til að aðstoða við að upplýsa málið og endurgreiða félaginu. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 416 orð

Sósíalistar setja skilyrði fyrir EMU

SÓSÍALISTAR reyna á lokaspretti kosningabaráttunnar í Frakklandi að sannfæra almenning um að ekkert sé hæft í ásökunum hægrimanna um að komist vinstriflokkarnir til valda, stefni það Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og utanríkisstefnu Frakka í hættu. Það hefur verið inntak kosningabaráttu stjórnarflokkanna síðustu dagana fyrir fyrri umferð þingkosninganna sem fram fara á sunnudag. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

Sparar Flugleiðum miklar fjárhæðir

HÁTT í hundrað manns hefur verið stöðvað í flugstöð Leifs Eiríkssonar seinustu tólf mánuði með fölsuð vegabréf í tilraun til að fara áfram til Bandaríkjanna, að sögn Huldu Hauksdóttur aðstoðarstöðvarstjóra. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Stefnir landaði í Vestmannaeyjum

STEFNIR ÍS landaði um 40 tonnum af karfa og grálúðu í Vestmannaeyjum í gærmorgun, en þangað hélt togarinn eftir að verkfallsverðir frá Vestfjörðum komu í veg fyrir að landað yrði úr honum í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Stofnun hverfafélags í Setbergi og Mosahlíð

ÍBÚAR í Setbergi og Mosahlíð hafa tekið saman höndum og hyggjast stofna hverfafélag. Markmið félagsins yrði að bæta mannlífið í hverfunum ásamt því að gæta hagsmuna þeirra. Það má segja að Reykjanesbrautin hafi komið íbúunum af stað og menn hafi skilið að samtakamátturinn skilar betri árangri en skraf yfir girðingar og símtöl við embættismenn bæjarins, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 97 orð

Stoltenberg formaður umhverfismálanefndar

THORVALD Stoltenberg, sendiherra Noregs í Danmörku og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið útnefndur formaður nýrrar 32 manna nefndar, sem á að vera framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til ráðuneytis í umhverfismálum. Meirihluti fulltrúa í nefndinni er frá ríkjum ESB, en einnig eiga EFTA- ríkin og Austur-Evrópuríki, sem sótt hafa um aðild að ESB, fulltrúa í nefndinni. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Stuðningsmenn Íslendinga öflugir

Stuðningsmenn Íslendinga öflugir Kumamoto. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR sigruðu Júgóslava með níu marka mun, 27:18, í A-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í Japan í gærmorgun. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Sumaropnun Tennismiðstöðvarinnar

TENNIMIÐSTÖÐIN í Kópavogi hefur sumaropnun sína laugardaginn 24. maí kl. 11. Tennismiðstöðin hefur yfir að ráða sex innivöllum í Tennishöllinni og þremur útivöllum hjá Tennisfélagi Kópavogs. Á laugardeginum hefst dagskráin kl. 11 eins og fyrr segir. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Svefn- og vökugenið fundið

VÍSINDAMENN við Northwestern-háskólann í Boston skýrðu frá því í vikunni sem leið að þeim hefði tekizt að greina örlítið brot erfðaefnis (gen), sem þeir segja að sé ábyrgt fyrir 24 stunda klukkunni sem stýri svefnvenjum spendýra. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 191 orð

Sýknaður af ákæru fyrir manndráp af gáleysi

ÖKUMAÐUR fólksflutningabifreiðar var sýknaður í Hæstarétti í gær af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Bifreið, sem maðurinn ók, valt í Hrútafirði í október 1995 með 41 farþega innanborðs, með þeim afleiðingum að tveir farþegar létust og allir hinir, þar á meðal bílstjórinn, hlutu meiri eða minni áverka. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Telur ekki skilyrði til endurupptöku

RAGNAR H. Hall settur ríkissaksóknari í Geirfinns- og Guðmundarmálum, telur að lagaskilyrði fyrir endurupptöku dóma í málinu séu ekki uppfyllt og skilaði Hæstarétti í gær greinargerð sinni þess efnis en Hæstiréttur tekur endanlega ákvörðun í málinu. Ragnar H. Hall vildi ekki ræða efnislega niðurstöðu sína og rökstuðning þegar Morgunblaðið leitaði til hans í gær. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 832 orð

Tómir súrefniskútar og stíflaðar grímur

EVERESTFARARNIR, Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon voru í nótt í þriðju búðum eftir um sex tíma ferð úr Suðurskarði þar sem þeir höfðu hvílst nokkuð eftir förina á tindinn. Í dag fikra þeir sig niður í grunnbúðir, sem eru um 1.700 metrum neðar. Það er erfið ferð yfir ísfallið og gæti tekið fimm tíma ef vel gengur. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Tónleikar, hátíðarmessa og poppmessa í Hjallakirkju

HJALLASÖFNUÐUR í Kópavogi heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina. Af því tilefni verða halndir tónleikar í kirkjunni á morgun, laugardaginn 24. maí. Tónleikarnir eru einnig stofnhátíð orgelsjóðs við kirkjuna. Um er að ræða þrenna tónleika u.þ.b. klukkustund í senn með hálftíma hlé á milli. Verð á tónleikana er 500 kr., eitt gjald hvort sem mætt er á eina tónleika eða alla. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 276 orð

Tveir listar eru í kjöri í Eyjafirði

TVEIR listar verða í kjöri til búnaðarþings hér í Eyjafirði, K-listi og M-listi. Kosið verður 13. júní næstkomandi. K-listi er skipaður þeim Pétri Ó. Helgasyni, Hranastöðum, Hauki Halldórssyni, Þórsmörk, Svönu Halldórsdóttur, Melum, og Stefáni Magnússyni, Fagraskógi. Á M-lista er Þórður R. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 707 orð

Um 25.000 börn þátttakendur í tannverndarverkefni

LIONSKLÚBBURINN Freyr kynnti á fundi sínum sl. þriðjudagskvöld árangur af fimm ára átaksverkefni í tannhirðu barna sem unnið hefur verið í samstarfi við Tannfræðingafélag Íslands. Hefur Lionsklúbburinn Freyr séð um dreifingu á sérstöku tannverndarverkefni til 6 ára barna í grunnskólum landsins og hafa nú um 25.000 börn notið slíkrar kennslu með þeirra aðstoð. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Vekja athygli á sérstöðu veganna

VINIR vega á Vestfjörðum" er nafn á átaki sem hrint hefur verið af stað á Vestfjörðum. Er tilgangur þess að beina sjónum manna að vegum á Vestfjörðum og bæta ímynd þeirra í hugum Íslendinga jafnvel þótt þeir þyki ekki eins góðir og best verður á kosið. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ver doktorsritgerð við Háskólann

BJARNHEIÐUR K. Guðmundsdóttir, líffræðingur ver doktorsritgerð sína við Læknadeild Háskóla Íslands laugardsaginn 24. maí. Prófessor Jóhann Ág. Sigurðsson, Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Háskólabíói og hefst kl 13:00. Andmælendur verða Dr. Alan Munro forstöðumaður Marine Laboratory, SOEFD, Aberdeen Skotlandi og Prófessor Ásgeir Haraldsson, Háskóla Íslands. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Verð á fasteignum mun hækka

VERÐ á fasteignum og landi á Kjalarnesi mun fara hækkandi komi til sameiningar Kjalarneshrepps og Reykjavíkur, að mati fasteignasala. Það mun þó gerast hægt og velta á almenningssamgöngum og öryggi í skóla- og dagvistarmálum. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Verkfallsverðir á Ísafirði lentu í árekstri

ÁREKSTUR varð í Tungudal við Ísafjörð síðdegis í gær milli bíls tveggja verkfallsvarða og bíls tveggja starfsmanna sorphirðufyrirtækis bæjarins. Að sögn lögreglu voru verkfallsverðir að aka fram úr hinum og hugðust stöðva akstur þeirra þar sem þeir töldu þá vera að fremja verkfallsbrot. Lögregla segir að ökumennirnir segist hafa verið á 70-80 km hraða. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Vilja reyna að leysa vandann

BÆJARRÁÐ Kópavogs fundaði í gær um beiðni félags Búddista á Íslandi að fá lóð undir musteri fyrir söfnuð íslenskra búddista í landi bæjarins. Söfnuðurinn horfir sérstaklega til lóðar í landi Vatnsenda og svo kallaðs Eilífsreits við Nýbýlaveg í Kópavogi. Meira
23. maí 1997 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

VMA fær bíl

ÞÓRARINN B. Jónsson umboðsmaður Sjóvár-Almennra á Akureyri færði Rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri bifreið að gjöf, en hún verður notuð við kennslu í deildinni. "Ég vona að bíllinn muni koma í góðar þarfir við kennslu hér í skólanum," sagði Þórarinn. Meira
23. maí 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Vorhátíð Kársnesskóla

Í TILEFNI 40 ára afmælis Kársnesskóla verður haldin vorhátíð laugardaginn 24. maí frá kl. 12­18. Í stofum skólans verða verkefni nemenda til sýnis til kl. 16. Á skólalóðinni verður mikið um að vera, m.a. verður börnum boðið á bak á hestum frá Gusti, grillað verður kl. 12.30, söngvarakeppni, skólahljómsveit Kópavogs leikur kl. 12, andlistmálum, leiksýning kl. 12. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 562 orð

Yfirmönnum varnarmála skipt út

ÍGOR Rodionov, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak úr embætti varnarmálaráðherra í gær, fékk með brottrekstrinum að súpa seyðið af því að hafa ekki tekizt að ná tilætluðum árangri í því erfiða verkefni að uppræta spillingu í rússneska hernum og hrinda róttækum skipulagsendurbótum á heraflanum í framkvæmd. Meira
23. maí 1997 | Erlendar fréttir | 106 orð

Þriðjungur baðstaða mengaður

ÞRIÐJUNGUR opinberra baðstaða í ám og stöðuvötnum í ríkjum Evrópusambandsins stenzt ekki lágmarkskröfur um hreinlæti og eftirlit. Þetta er niðurstaða skýrslu, sem Ritt Bjerregaard, umhverfismálastjóri ESB, hefur látið vinna. Meira
23. maí 1997 | Óflokkað efni | 125 orð

Æfingar hafnar á Ástarsögu 3

HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á nýju íslensku verki: Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að hér sé á ferðinni ögrandi verk í senn rómantískt og djarft. Höfundurinn leiði okkur inn í táknrænan ástarskóg sem fólk er alltaf að lenda í, villast í, rata í, týnast í, hverfa í. Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 1997 | Leiðarar | 591 orð

BROTALÖM Í OPINBERUM ÚTBOÐUM AMTÖK iðnaðarins hafa gagnrýn

BROTALÖM Í OPINBERUM ÚTBOÐUM AMTÖK iðnaðarins hafa gagnrýnt framkvæmd opinberra útboða hér á landi. Í samtali við Svein Hannesson, framkvæmdastjóra samtakanna, Meira
23. maí 1997 | Staksteinar | 264 orð

»Sveitarfélögin og aldraðir Á FORMANNAFUNDI Landssambands aldraðra var rætt

Á FORMANNAFUNDI Landssambands aldraðra var rætt um nauðsyn þess að sveitarstjórnir viðurkenni í verki tilvist félaga eldri borgara með því að bera undir þau málefni sveitarfélaganna sem snerta hagsmuni fullorðins fólks. Samráð við aldraða Meira

Menning

23. maí 1997 | Menningarlíf | 607 orð

Anna í jöklinum Kvika Íslands heitir málverkasýning ungrar listakonu, Önnu Jóu, sem nú stendur yfir í Frakklandi. Anna málaði

Kvika Íslands heitir málverkasýning ungrar listakonu, Önnu Jóu, sem nú stendur yfir í Frakklandi. Anna málaði myndir af Vatnajökli í vetur leið og sagði Þórunni Þórsdótturað spenna jökulsins væri um margt mannleg. Holdlegur ís og eldur er til sýnis í París fram yfir miðjan júlí. París. Morgunblaðið. Meira
23. maí 1997 | Bókmenntir | 510 orð

Bandaríkin og Evrópa eftir seinni heimsstyrjöld

eftir Harald Jóhannsson, Reykjavík, Akrafjall, 1996, 159 bls. ÞAÐ fer ekkert á milli mála að hlutverk Bandaríkjanna í stjórnmálum Evrópu á þessari öld hefur skipt sköpum um frið í álfunni. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 122 orð

Barði kærustuna

KVIKMYNDALEIKARINN Charlie Sheen hefur verið kærður fyrir líkamsárás á fyrrverandi kærustu sína, fyrirsætuna Brittany Ashland. Atvikið á að hafa átt sér stað síðustu jól þegar parið kom seint heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér. Þau byrjuðu að rífast og endaði rifrildið í allsherjar slagsmálum þar sem Charlie á að hafa barið Brittany til óbóta. Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 240 orð

Boðskapurinn er umburðarlyndi

HIN sjötíu og tveggja ára gamli egypski leikstjóri Youssef Chahine vakti fyrst athygli í Cannes þegar hann var 24 ára með myndinni "The Son of the Nile". Tæpum fimmtíu árum síðar er hann enn að en nýjusta kvikmynd hans, "Al Massir (The Destiny)", tók þátt í aðalkeppninni á hátíðinni í ár. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 213 orð

Bókauppboð Svarthamars

Bókauppboð Svarthamars SVARTHAMAR heldur bókauppboð á Sóloni Íslandusi á sunnudag kl. 13. Margt sjaldgæfra bóka er að finna á uppboðsskrá að þessu sinni, bækur eins og Aðvörunar og sannleiksraust um höfuðatriði trúar "Jesú Kristi kirkju af síðustu daga heilögum", sem Halldór Laxness sagði að væri "... Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 479 orð

Bræður í blíðu og stríðu

Leikstjórn og handrit: Buddy Giovinazzo. Aðalhlutverk: Tim Roth, James Russo, Deborah Karr Unger. Goldcrest. 1997. FÁIR leika betur í bíómyndum en Tim Roth. Frá því við sáum hann fyrst í "The Hit" hefur honum tekist að nota fremur óaðlaðandi útlit sitt ásamt einhverri framkomu sem lýsir af hroka og afskiptaleysi til að setja mark sitt á hverja þá mynd sem hann leikur í. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 754 orð

Börnum líkar ekki eilíf væmni

BRÚÐULEIKHÚS hefur aðra stöðu í slóvensku menningarlífi en íslensku; frumsýning á nýju brúðuleikriti hlýtur þar jafn mikla athygli og frumsýning í hefðbundnu leikhúsi en vart er hægt að segja að það sama eigi við hér á landi. Brúðurnar eiga líka sitt eigið leikhús í höfuðborginni, Ljubljana, og það stórt. Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 373 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Handverkssýning í Hvassaleiti 56-58

HANDAVINNU- og myndlistarsýning í félags- og þjónustumiðstöðinni Hvassaleiti 56-58 verður sunnudaginn 25. maí og mánudaginn 26. maí. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Opið verður báða dagana frá kl. 13-17. Þá verður harmonikkuleikur og kórsöngur svo og kaffiveitingar. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Heillast af baugum undir augum

ÞAÐ HEFUR verið sagt að hin 33 ára leikkona Juliette Binoche sé með fallegustu efrivör í heimi, a.m.k frá sjónarhóli leikstjórans Anthony Minghella. Juliette segist þó ekki gera mikið fyrir útlit sitt. Hún þvoi andlit sitt með vatni tvisvar á dag og beri aðeins krem á það. Ef hún fær ekki nógan svefn þá reynir hún ekki að fela baugana. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 502 orð

Hin lifandi tengsl styrkt

SÍÐDEGIS í dag, föstudag, verða haldnir tónleikar í sal Æfingadeilar KHÍ sem marka lok námskeiðs í spuna og tónlistarmiðlun er staðið hefur yfir síðustu daga á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Paul Griffiths og Sean Gregory, kennarar við hinn virta Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 29 orð

Hönnunarnemar sýna í Hafnarborg

Hönnunarnemar sýna í Hafnarborg OPNUÐ verður á morgun í Sverrissal, Hafnarborg, sýning hönnunarnema Iðnskólans í Hafnarfirði. Sýningin stendur til 2. júní. Í aðalsal er sýning á verkum úr eigu safnsins. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 567 orð

Inn með fimm milljónir ára á bakinu og út með þrettán

Inn með fimm milljónir ára á bakinu og út með þrettán Lundi. Morgunblaðið. RANNSÓKNIR er tengjast Íslandi og Íslendingum voru ofarlega á baugi í Lundarháskóla, þegar skólinn var kynntur íslensku forsætisráðherrahjónunum á miðvikudag. Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 207 orð

Í kapphlaupi við tímann Niðurtalning (Countdown)

Framleiðendur: Aki Komine og David Peters. Leikstjóri: Keoni Waxman. Handritshöfundur: Keoni Waxman. Kvikmyndataka: David Bridges. Tónlist: Walter Werzowa. Aðalhlutverk: Lori Petty, Jack London, James LeGross og Yuki Amami. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 13. maí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 96 orð

Kylián skoðar aðstæður

JIRÍ Kylián, aðallistdansstjóri Nederlands Dans Teater í Hollandi, var sérstakur gestur Íslenska dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík á aðalæfingu flokksins á fjórum nýjum dansverkum í Borgarleikhúsinu á miðvikudag. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Leiðrétting Í gagnrýni minni um tónleikana í Hveragerðiskirkju la

Leiðrétting Í gagnrýni minni um tónleikana í Hveragerðiskirkju laugardaginn 17. maí sl. vildi svo slysalega til, að hugsun ætluð Rannveigu Fríðu Bragadóttur mezzosópran [RFB "söng fjórar "ævintýramyndir" (...) með tilþrifum sem sýndu glöggt hversu hagvön hún er þýzku rómantíkinni"] víxlaðist úr réttu umhverfi, þ.e. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 158 orð

Listdansskóli Íslands sýnir í Þjóðleikhúsinu

LISTDANSSKÓLI Íslands heldur nemendasýningu í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag kl. 14. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni. Stuttir dansar bæði í klassískum og nútíma stíl, samdir af kennurum skólans fyrir viðkomandi flokka, sumir með aðstoð nemendanna sjálfra. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 148 orð

Lög Björgvins Þ. Valdimarssonar sungin

Söngtónleikar á Selfossi Lög Björgvins Þ. Valdimarssonar sungin SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Þar munu kórar og einsöngvarar syngja lög eftur Björgvin Þ. Valdimarsson. Tónleikar þessir eru liður í menningarviku sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli Selfossbæjar. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 38 orð

Málverkasýning í Vogum

MARGRÉT Brynjólfsdóttir frá Hellum opnar málverkasýningu í Glaðheimum, Vogum, á morgun kl. 14. Málverkasýninguna nefnir Margrét Ströndin og lýkur henni 30. maí. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14­22, virka daga frá kl. 16­21. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Málþing um kirkjulist

MÁLÞINGIÐ "Hvað er kirkjulist?" verður haldið í stofu 101 í Odda á morgun kl. 13. Málþingið er haldið í tengslum við myndlistarsýningu á kirkjulistahátíð, þar sem athygli er beint að nýsköpun í myndlist fyrir kirkjur og áhersla hefur verið lögð á samstarf arkitekta og myndlistarmanna. Á málþinginu verða flutt fimm erindi og verða pallborðsumræður að þeim loknum. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

Ný Versace- stúlka

HÖNNUÐURINN Gianni Versace hefur valið þessa stúlku, sem heitir Amy Wesson og er 19 ára gömul, til þess að kynna hönnun sína næsta misserið. Amy er nú þegar þekkt í fyrirsætuheiminum og hefur verið á þeytingi milli tískusýninga í London, París og Róm, en sjálf býr hún í New York með kærastanum. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 114 orð

Óskar sér styttri leggja

ÞÆR eru margar konurnar sem óska sér aðeins lengri leggja. Það andstæða á hins vegar við hina 24 ára gömlu fyrirsætu Rebeccu Romijn, sem er hálf þýsk og hálf bandarísk. Segist hún oft óska sér styttri leggja. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 164 orð

Óvenjuleg uppvaxtarsaga

BÓK Guðbergs Bergssonar, Svanurinn, fær góða dóma í stuttri umsögn í The Times Literary Supplement og er henni m.a. líkt við mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka. Í mynd og bók segi frá sérvitringum, sem séu þó hvorki ótrúverðugir eða ýktir, þrátt fyrir að samtöl þeirra og gerðir séu á köflum torskildar. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Philippe Ricart sýnir textílverk

Í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuð sýning á verkum Philippes Ricarts á morgun, laugardag. Verkin á sýningunni eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Philippe var útnefndur bæjarlistamaður Akraness 1996 og verkin á sýningunni eru afrakstur af starfi hans sl. ár. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15­18. Sýningunni lýkur 8. júní. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 327 orð

Réttarskop

MARGT skondið gerist í réttarsalnum, þegar lögmenn yfirheyra vitni. Eftirfarandi samtalsbútar birtast í bókunum Disorder in the Court og More Humour in the Courtsem Samband réttarritara í Bandaríkjunum gefur út. Lögmaður: Læknir, hversu marga látna menn hefur þú krufið? Vitni: Allar krufningar mínar hafa verið á látnu fólki. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 40 orð

Röndótt leirtau í Sneglu

Í GLUGGUM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í jarðleir, matarílát af ýmsum toga, diskar, glös og skálar. Snegla Listhús er opið frá kl. 12­18 virka daga og 10­14 laugardaga. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 135 orð

Sambíóin sýna mynd Howards Sterns

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga "Private Parts" eftir Howard Stern sem er ótrúlega hreinskilinn og opinskár útvarpsmaður sem stjórnar vinsælasta útvarpsþætti í Bandaríkjunum og höfundur metsölusjálfsævisögunnar "Private Parts". Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 195 orð

Sefjandi ölduniður

TUNGLSKINSEYJAN, kammerópera Atla Heimis Sveinssonar, hlaut góðar viðtökur í Peking. Meðal dóma um sýninguna er lofsamleg umsögn eftir Wang Qiling í dagblaði Nanfang (20. apríl) undir fyrirsögninni Ís og eldur frá Norðurpólnum. Qiling segir að óperan hafi fært kínverskum áheyrendum ölduslátt norrænna hafa og látið þá finna hjartslátt Íslendinga. Meira
23. maí 1997 | Tónlist | 400 orð

Silfurtær flaututónn

Flutt voru verk eftir Mozart, Reinecke og Brahms. Einleikari: Áshildur Haraldsdóttir. Stjórnandi: Anne Manson. Fimmtudagurinn 22. maí 1997. EFTIR langt frí býður Sinfóníhljómsveit Íslands tónleikagestum til tónlistarveislu á ný. Svona langt hlé á tónleikahaldi getur haft slæm áhrif á heimtur hlustenda, því vaninn er sterkur mótor og t.d. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 39 orð

Síðasta sýningarhelgi Sigrúnar Eldjárns

Síðasta sýningarhelgi Sigrúnar Eldjárns SÝNINGU Sigrúnar Eldjárns á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, lýkur nú um helgina. "Á sýninguni getur að líta málverk af fólki sem kemur kunnuglega fyrir sjónir," segir í kynningu. Sjónarhóll er opinn fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 43 orð

Sjónþingi Magnúsar að ljúka

SJÓNÞINGI Magnúsar Tómassonar í Gerðubergi lýkur um helgina. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril Magnúsar frá námsárunum í Danmörku á 7. áratugnum til dagsins í dag. Húsið er opið föstudaga frá kl. 9­19 og um helgar kl. 12­16. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Skírlífisbelti fyrir kindur

SAUÐFJÁRBÓNDI einn í Skotlandi, Jimmy Moffat frá Selkirk, notar heldur nýstárlegar aðferðir við búskapinn. Hann er á þeirri skoðun að ekki sé hollt fyrir ær á fyrsta ári að ala lömb. Til að koma í veg fyrir þetta hefur hann hannað heldur nýstárlega getnaðarvörn fyrir hinar ungu kindur sínar. Yfir hávetrartímann saumar hann fasta bót í ullina á bakenda hverrar kindur. Meira
23. maí 1997 | Tónlist | 393 orð

Spunaleikur

Mattias Wager orgelleikari og Anders Åstrand slagverksleikari fluttu tvö spunaverk, orgelumritun á Bolero eftir Ravel og Prelúdíu í C-dúr BWV 647, eftir J.S. Bach. Miðvikudagurinn 21. maí 1997. TÓNLEIKARNIR hófust með flutningi á Bolero, eftir Ravel, væntanlega í umritun flytjenda, þótt það sé ekki tekið fram í efnisskrá. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 291 orð

Stjörnubíó sýnir Blóð & vín

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á spennumyndinni Blóð & vín eða "Blood & Wine". Með aðalhlutverk fara Jack Nicholson, Michael Caine, Stephen Dorff, Jennifer Lopez og Judy Davis. Myndin er í leikstjórn Bobs Rafelsons. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 200 orð

Sumarnámskeið á vegum fræðsludeildar MHÍ

FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla Íslands gengst fyrir fimm sumarnámskeiðum að þessu sinni. Bera þau yfirskriftirnar Tölva ­ verkfæri í myndlist, Tölvur og myndlist, Ljósmyndun, Eldsmíði og Glerungagerð. Fræðsludeild MHÍ hefur verið starfrækt í tvö ár og er markmið hennar að kynna skólann og skipuleggja fræðslustarf fyrir almenning á vegum hans. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju NÚ ERU að hefjast í annað sinn Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju. Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, laugardag kl. 17. Félagar í Kór Stykkishólmskirkju standa að þeim tónleikum. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 58 orð

Sýning í Seljahlíð

Á morgun klukkan 14 verður opnuð hin árlega vorsýning á handverki íbúa í Seljahlíð í Reykjavík. Á sýningunni verða leirmunir, gólfteppi, tauþrykk, útsaumur og prjónles. Sýningin, sem sett er upp í húsakynnum Seljahlíðar í Hjallaseli 55, stendur í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag, og er opið frá klukkan 14­17 alla dagana. HANDVERK íbúa í Seljahlíð. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 32 orð

Sýningu Magdalenu M. Hermanns að ljúka

LJÓSMYNDASÝNINGU Magdalenu M. Hermanns í Galleríi Horninu lýkur nú um helgina. Gallerí Hornið er opið kl. 11­23.30. Innangengt um veitingahúsið. Litskyggnusýning í kjallara er opin kl. 14­18. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | -1 orð

SÆTAR SÍTRÓNUR Á Bretlandi er starfandi íslenskur leikhópur, The Icelandic Take Away Theatre. Stofnfélagarnir eru þrír: Ágústa

HVERNIG varð The Icelandic Take Away Theatre til? "Skömmu eftir að hringferð minni um Ísland með einþáttungana tvo lauk, fór ég hingað út til London að vinna smá verkefni með Ágústu Skúladóttur fyrir ljóðskáld. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 40 orð

Tónleikar í Sæborgu, Garði

Tónleikar í Sæborgu, Garði TÓNLISTARFÉLAG Gerðahrepps heldur tónleika í Sæborgu, Garði, sunnudagskvöld kl. 20. Kristín María Gunnarsdóttir, klarinettleikari, Áki Ásgeirsson, trompetleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Svana Víkingsdóttir, píanóleikari, flytja verk eftir Olivier Messiaen, Arutunian, J. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Tónleikar Kórs Hafnarfjarðarkirkju

KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika í kvöld kl. 16 í Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn skipa um 30 félagar og stjórnandi kórsins er Natalía Chow. Undirleik á píanó annst Helgi Pétursson. Efnisskráin inniheldur trúarleg verk ásamt vor- og sumarlögum. Kórinn er að fara í vorferðalag og mun í þeirri ferð halda tónleika í Dalvíkurkirkju 31. maí kl. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Tónleikar Landsvirkjunarkórsins

LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur vortónleika í Grensáskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 16. Á dagskrá eru íslensk og erlend lög, bæði klassísk og dægurflugur. Einsöngvari með kórnum er Þuríður G. Sigurðardóttir, hún sér jafnframt um raddþjálfun kórsins. Undirleik annast Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari og Guðni A. Þorsteinsson harmonikkuleikari. Þá mun harmonikkukvartett koma fram á tónleikunum. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar Reykjalundarkórsins

Tónleikar Reykjalundarkórsins REYKJALUNDARKÓRINN heldur vortónleika fyrir styrktarfélaga sína og aðra velunnara, á sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru þjóðlög, sígild tónverk og lög í léttari kantinum, bæði innlend og erlend. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson. Undirleikari er Hjördís Elín Lárusdóttir. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Tumi í Tuttugu fermetrum

TUMI Magnússon opnar sýningu á veggmálverkum í galleríinu Tuttugu fermetrar á morgun, laugardag kl. 16. Vesturgötu 10a, kjallara. Sýningin er opin frá 15­18 miðvikudaga til sunnudaga, og stendur til 8. júní. LAMBAKJÖT og mygla,1997. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 206 orð

Tveir nýir sýningarsalir

Tveir nýir sýningarsalir Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg 3b í Reykjavík verða tveir nýir sýningarsalir, Bjarti salur og Svarti salur, vígðir og opnuð verður ný setustofa á annarri hæð á morgun, laugardag. Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 734 orð

Tveir söguþræðir

Í JÚLÍ hefjast tökur á barnamyndinni Stikkfrír. Íslenska kvikmyndasamsteypan er framleiðandi, ásamt Norðmönnum, Dönum og Þjóðverjum. Ari Kristinsson er leikstjóri, en auk þess höfundur handritsins. "Myndin fjallar um litla stúlku sem býr ein með mömmu sinni. Hún hefur aldrei þekkt föður sinn, sem mamma hennar segir að búi erlendis. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Tvær sýningar eftir á Dómínó

Tvær sýningar eftir á Dómínó NÆSTSÍÐASTA sýning á Dómínó Jökuls Jakobssonar verður í kvöld og annað kvöld allra síðasta sýning. Dómínó var frumsýnt 9. janúar sl. og hlaut góðar viðtökur, en verkið hefur nú verið sýnt yfir fjörutíu sinnum og verið uppselt á flestar sýningar. Meira
23. maí 1997 | Myndlist | 456 orð

"Undir grænni torfu"

Opið alla daga frá 14-19, Lokað mánudaga. Til 25. maí. Aðgangur ókeypis. LEIKMYNDAHÖNNUÐURINN Sigurjón Jóhannsson hóf námsferil sinn í myndlistarskóla, og óheft myndsköpun hefur því alltaf blundað með honum, eins og athafnir hans báru iðulega með sér. Meira
23. maí 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Útskriftarsýning MHÍ

NEMENDUR sem útskrifuðust frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands héldu í tilefni af því sýningu í Laugarnesi fyrir skömmu. Fjöldi gesta mætti til að virða fyrir sér verk listafólks framtíðarinnar, meðal annarra ljósmyndari Morgunblaðsins sem tók meðfylgjandi myndir. Meira
23. maí 1997 | Menningarlíf | 211 orð

Þriggja ættliða sópranar

Þriggja ættliða sópranar Hvammstangi. Morgunblaðið. Á NORÐANVERÐU Vatnsnesi er Tjörn, kirkjustaður um langa hríð. Hér hafa setið landskunnir prestar fyrr á tíð. Í fámennri sókn reynir oft á einstaklinginn og var það tilefni heimsóknar í Tjarnarkirkju á uppstigningardag. Meira
23. maí 1997 | Kvikmyndir | 516 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjónvarpið20.30 Hræsnin, tvískinnungurinn, fordildin í gildismati samfélags og einstaklinga voru tíð yrkisefni meistara Charles Dickens og svo er einnig í sögunni sem breska sjónvarpsmyndin Erfiðir tímar (Hard Times, 1994) heitir eftir. Þar eru úrvalsleikarar á ferð ­ Alan Bates, Bob Peck, Bill Paterson og Richard E. Grant m.a. Meira

Umræðan

23. maí 1997 | Aðsent efni | 776 orð

Aldraðir enn úti í kuldanum

OKKUR er ætlað að trúa því að almennar hagtölur varðandi meðal launabreytingar í kjarasamningum sé eðlileg viðmiðun til hækkunar launa frá almannatryggingum. Þessi "vísindi" eru ekki sannfærandi og þegar meðalhækkun launa er sögð vera 4,7% er tími til kominn að skoða málið nánar: Í ljós kom t.d. að lægsti taxti rafiðnaðarmanna hækkar um 26,7% (úr 70.038 í 88.719), en sá hæsti um 4,7% (úr 119. Meira
23. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 691 orð

Austfirzk melódía

NÍTJÁN farþega vélin frá Flugfélagi Norðurlands kom frá Akureyri. Hún haggaðist ekki í blíðviðrinu. Stefnt á Egilsstaði ­ þennan höfuðstað Austurlands, sem er að verða frægur fyrir ýmislegt, meðal annars árlega jazzhátíð á heimsmælikvarða, undir tóngjöf Árna Ísleifs ­ þess virtuosa í músík. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 802 orð

Börn á sjúkrahúsum ­ sálfræðileg aðstoð

ÞAÐ verður seint sagt að börn séu gjaldgengur þrýstihópur. Þau verða í besta falli ágætis skrautfjöður í stefnuyfirlýsingum þegar líður að kosningum. Gjarnan sett svolítið fyrir aftan miðju á óskalistann, svona til að ekki sýnist sem þau séu afgangsstærð, en heldur ekki svo framarlega að standa þurfi við yfirlýsingarnar. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 565 orð

Eflum íþróttastarfið

NÝLEGA samþykkti Alþingi tillögu um eflingu íþróttastarfs sem ég flutti ásamt 9 þingmönnum úr öllum þingflokkum. Efni tillögunnar er áskorun á ríkisstjórnina að skipa nefnd til að gera tillögu um að efla íþróttahreyfinguna og um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfinguna og stuðning við íþróttastarfið í landinu. Markmið nefndarstarfsins verði m.a. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 998 orð

Fimmtán falsloforð R-listans

ÞEGAR R-listinn hlaut meirihluta við síðustu borgarstjórnarkosningar, sagðist hann vera "kominn til að breyta". Nú, þegar eitt ár er til kosninga, er ljóst að breytingarnar eru aðallega fólgnar í sviknum loforðum. Sjálfstæðismenn birtu jafnan loforðalista í kosningum. Borgarbúar veittu okkur brautargengi. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 776 orð

Fjölskyldur í vanda

Í grein sinni í Morgunblaðinu laugardaginn 10. maí sl. fjallar dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent um nauðsyn þess að íslenskar barnafjölskyldur geti leitað sér aðstoðar með vanda sinn þegar hann ber að höndum og að hana (aðstoðina) sé þá að finna á margvíslegum stofnunum, allt eftir því hvers eðlis vandamálið er. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 2239 orð

Kalmarsambandið 600 ára

Sjónmenntavettvangur Kalmarsambandið 600 ára Senn líður að hinum miklu hátíðarhöldum í tilefni 600 ára afmæli Kalmarsambandsins, en skjalfesting þess átti sér stað 17. júní 1397. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 634 orð

Leiguíbúðir Reykjavíkurborgar hf.

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar í maí 1994 gáfu frambjóðendur R-listans út viðamikið kosningablað þar sem þeir m.a. kynntu borgarbúum nokkur hundruð kosningaloforð R-listans. Auðvelt er að finna þar mörg kosningaloforð sem ekki hefur verið staðið við og önnur sem borgarfulltrúar R-listans hafa ekki minnst á eftir að þetta kosningablað kom út. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 968 orð

Opið bréf til menntamálaráðherra, fræðslustjóra og Morgunblaðsins

VIÐ Íslendingar viljum gjarna telja okkur með helstu menningarþjóðum heims og látum ekkert tækifæri ónotað til að minna okkur og þó einkum aðrar þjóðir á hina stórmerku sögulegu arfleifð okkar, handritin. Í þeim mörgum er einnig að finna sérstæðar myndskreytingar. Meira
23. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Staðreyndirnar tala

SÍÐUSTU vikur hefur orðið nokkur umræða um glímu á síðum Morgunblaðsins þar sem tekist hafa á ólík sjónarmið nokkurra kunnra keppnismanna og tveggja stjórnarmanna GLÍ sem naumlega náðu kjöri á nýafstöðnu glímuþingi. Meira
23. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 501 orð

Tennis, íþrótt fyrir alla Sumaropnun tennismiðstöðvar í Kópavogi

Sumaropnun tennismiðstöðvar í Kópavogi Í TILEFNI af sumaropnun Tennismiðstöðvar í Kópavogi þann 24. maí er ástæða til að eftirfarandi upplýsingar um tennisíþróttina á Íslandi komi fram. Í hinum stóra heimi er tennisíþróttin ein sú stærsta og er bæði stunduð sem almenningsíþrótt og keppnisíþrótt. Hún er tiltölulega ung íþróttagrein á Íslandi. Meira
23. maí 1997 | Aðsent efni | 445 orð

Það tekur skemmri tíma nú en áður að vinna fyrir matnum

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur hver kjarasamningurinn á fætur öðrum verið undirritaður. Haldi forsendur samninganna, mun kaupmáttur launa fara jafnt og þétt vaxandi á næstu árum. Ekki er því úr vegi að rifja upp að árið 1991 voru gerðir sögulegir kjarasamningar sem kenndir voru við þjóðarsátt. Margir minnast fréttar í sjónvarpi frá undirritun þeirra er Þórarinn V. og Ásmundur S. Meira
23. maí 1997 | Bréf til blaðsins | 175 orð

Þegar foreldrar eru ráðþrota

FLESTIR foreldrar hafa eðlislæga tilfinningu fyrir uppeldi barna sinna. Þeir finna hvenær rétt er að gefa eftir og hvenær rétt er að veita aðhald. En þegar kemur að áfengis- eða fíkniefnaneyslu unglinga standa margir foreldrar ráðþrota. Slíkar aðstæður kalla á fræðslu um forvarnir. Sá aðili hér á landi sem hefur mesta reynslu af því að fást við áfengis- og vímuefnavandann er SÁÁ. Meira

Minningargreinar

23. maí 1997 | Minningargreinar | 108 orð

Árni Þorvaldsson

Elsku afi, okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við hlökkuðum alltaf til að fara í sumarbústaðinn til þín, þar áttum við ánægjulegar stundir saman í sundi og flöskuleiknum sem þú fannst upp á, það var alltaf notalegt að vera nálægt þér. Alltaf varst þú tilbúinn að passa okkur, líka þegar við vorum veik og mamma þurfti að vinna. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Árni Þorvaldsson

Eik hefur fallið. Sterkur, traustur, rótfastur stofn, hár og sveigjanlegur. Leiðir okkar Árna Þorvaldssonar lágu fyrst saman á árinu 1973. Breytingar voru í aðsigi á umboði Tryggingar hf. á Suðurlandi. Úr varð stofnun fyrirtækisins Suðurgarður hf., með aðsetur á Selfossi og var Árni stjórnarformaður þess í nær tuttugu ár. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 397 orð

Árni Þorvaldsson

Árni Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingar hf., er látinn, sléttra sjötíu og tveggja ára. Banamein hans var heilablóðfall. Með Árna er genginn sá maðurinn sem lengst og best dugði Tryggingu hf. Hann var fyrsti starfsmaðurinn, sem ráðinn var til félagsins 17. september 1951, en félagið var stofnað 17. maí þá um vorið. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Árni Þorvaldsson

Hratt flýgur stund. Í dag kveðjum við kæran vin og mikinn fjölskylduföður. Þetta er bara allt of fljótt. Það er svo stutt síðan, en samt eru bráðum þrjátíu og átta ár síðan ég var boðin velkomin í þessa stóru fjölskyldu. Það er sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ekki síst þegar kveðjukallið kemur jafn óvænt og núna. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 290 orð

ÁRNI ÞORVALDSSON

ÁRNI ÞORVALDSSON Árni Þorvaldsson var fæddur í Hafnarfirði 30. apríl 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorvaldar Árnasonar, skattstjóra í Hafnarfirði, f. 5.1. 1895, d. 15.4. 1957 og konu hans Margrétar Sigurgeirsdóttur, f. 27.9. 1897, d. 14.9. 1937. Systkini Árna voru Sigurgeir, f. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 24 orð

Árni Þorvaldsson Ég man eftir þeim orðum er sagðir þú forðum það besta er í heimi hér að gefa af sjálfum sér. Þín dóttir

Árni Þorvaldsson Ég man eftir þeim orðum er sagðir þú forðum það besta er í heimi hér að gefa af sjálfum sér. Þín dóttir Gerður. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 1724 orð

Björg Ellingsen

Liðin eru rúm fimmtíu ár frá því ég kynntist Björgu Ellingsen og í áratugi meira eða minna viðloðandi heimili þeirra hjóna, í Reykjavík eða í sumarbústaðnum við Álftavatn, ýmist með Ragnari að hlusta á og njóta tónverka hinna miklu meistara, eða viðdvöl eftir allar þær helgarferðir, er við undum tveir einir við margskonar verkefni austur í sumarbústað eða við Helgafellslagerinn. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Björg Ellingsen

Nú þegar Björg Ellingsen er dáin koma endurminningar liðinna daga upp í hugann, allar götur til þess dags að ég var fyrst gestur hennar í Bergstaðastræti árið 1942. Hún var þá nýbúin að eignast aðra dóttur, Auði, en Erna var árinu eldri. Hún sýndi mér inn í svefnherbergi, þar sem þær lágu sofandi. Jón Óttar er yngstur, fæddur 1945. Ég man allt frá þessu kvöldi. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

BJÖRG ELLINGSEN

BJÖRG ELLINGSEN Björg Ellingsen fæddist í Reykjavík 10. desember 1916. Hún lést í Svíþjóð 12. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 24 orð

GYÐA RUNÓLFSDÓTTIR

GYÐA RUNÓLFSDÓTTIR Gyða Runólfsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1909. Hún lést á Landspítalanum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 261 orð

Haukur Jacobsen

Með fáeinum orðum viljum við minnast einstaklega ljúfs og góðs manns. Móðir okkar, Kristjana Bjargmundsdóttir Mellk, kynnti Hauk fyrir okkur systkinunum og fjölskyldum okkar fyrir um það bil fjórum árum. Honum var strax tekið sem einum af fjölskyldunni því þau urðu mjög náin og auðséð að kærleikur þeirra sýndi að þau áttu mjög vel saman. Yndislegt er að geta fundið þannig félagsskap og kærleika. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HAUKUR JACOBSEN

HAUKUR JACOBSEN Haukur Jacobsen fæddist í Reykjavík 24. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Hulda Ragna Magnúsdóttir

Það kom okkur systkinunum á óvart þegar okkur bárust þær fréttir að hún Hulda systir Sigrúnar ömmu okkar væri dáin. En vegna lítilla samskipta á undanförnum árum er það ekki óeðlilegt. Sem börn eigum við systkinin yndislegar minningar frá Freyjugötunni. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR Hulda Ragna Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 14. október 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR Hulda Ragna Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 14. október 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 7. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 350 orð

Jónas Eggert Tómasson

Okkur bræður langar til að minnast Jónasar móðurbróður okkar í Sólheimatungu. Allt frá því við vorum litlir guttar höfum við oft farið í sveitina eins við köllum Sólheimatungu. Vorum við þar sem kaupamenn hjá þeim bræðrum Jónasi og Sigga á sumrin. Þótti það bæði gagn og gaman hjá ungum mönnum og höfum við búið að því æ síðan að hafa tekið þátt í sveitastörfunum. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 33 orð

JÓNAS EGGERT TÓMASSON Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. janúar 1928. Hann andaðist á heimili

JÓNAS EGGERT TÓMASSON Jónas Eggert Tómasson fæddist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. janúar 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sólheimatungu 12. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafholtskirkju 21. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Jónas Eggert Tómasson Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og

Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Ég var svo lánsamur að eignast vináttu mágs míns, Jónasar Tómassonar. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 513 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Margrét Bettý Jónsdóttir, Melási 6. Það var yndislegur sunnudagur, sólin skein skært og hlýtt var í lofti, Þór og Jón Grétar voru úti við að þvo bílinn en ég inni að læra, ætlunin var að ljúka ákveðnum skrifum áður en haldið yrði út í vorið og þess notið í nokkra klukkutíma, en þá kom hringing frá Íslandi. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 518 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Við kveðjum Bettý ömmu í dag eða ömmu í Garðabæ eins og við kölluðum hana alltaf. Þetta er skrítið ­ amma sem alltaf barðist af krafti gegn þeim veikindum sem á hafa dunið, er skyndilega sigruð. Okkur var brugðið, því ekki datt okkur í hug að amma yrði tekin frá okkur svona fljótt. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Hún Bettý frænka mín hafði þann heiðurssess í móðurfjölskyldunni minni að vera fyrsta barnabarn ömmu og afa og um leið frumburður foreldra sinna. Það var þó ekki sjálfgefið samkvæmt aldursröðinni einni saman að hún yrði fyrst okkar til að kveðja en þannig fór það. Hún veiktist snögglega og lést tíu dögum síðar án þess að komast til meðvitundar. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 177 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Elsku Bettý. Það er hálf undarlegt að hitta þig ekki úti í garði, eða þú komir ekki í kaffi og talir við strákana. Okkar kynni hófust fyrir um sjö árum þegar við Jón Gunnar fluttumst á neðri hæðina hjá ykkur Braga. Við fengum hlýjar móttökur, og við fundum að þið vilduð allt fyrir okkur gera. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 279 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Í dag verður elsku tengdamóðir mín, Margrét Bettý Jónsdóttir, jarðsungin. Það er undarlegt að kveðjustundin skuli runnin upp. Ég hafði í einfeldni minni gert ráð fyrir því að hún mundi verða miklu lengur með okkur. Milli okkar var mikill kærleikur, hún var bæði tengdamóðir mín og vinkona. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Elsku besta amma mín, núna ertu farin til hans afa og litlu Ásdísar Birtu. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér og núna passar þú litlu systur fyrir okkur með honum afa mínum. Ég á eftir að sakna þess að koma ekki í Garðabæinn til þín til að spila og teikna með þér. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Margrét Bettý Jónsdóttir

Með þessu fallega ljóði kveðjum við hana Bettý. Þegar við horfum um öxl og hugsum til æskuáranna eru þau Bragi ofarlega í huga okkar. Þau voru alltaf efst á vinsældalistanum hjá okkur krökkunum í götunni, ekki síst fyrir það að löngum leyndust sælgætismolar í vasa þeirra, sem ævinlega enduðu uppi í okkur. Okkur finnst gott um það að hugsa að nú eru þessi barngóðu hjón saman á ný. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 184 orð

MARGRÉT BETTÝ JÓNSDÓTTIR Margrét Bettý Jónsdóttir fæddist í Reykjav

MARGRÉT BETTÝ JÓNSDÓTTIR Margrét Bettý Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson málarameistari, f. 30.7. 1903, d. 30.7. 1980, og Gréta Björnsson listmálari, f. 25.1. 1908, d. 14.10. 1985. Systkini Bettýar eru Karen, f. 24.7. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 581 orð

Páll Einar Kalman

Frændi minn og vinur, Páll Einar Kalman, lést hinn 23. maí 1996 á Karangi-sjúkrahúsinu í Nýja Sjálandi, eða fyrir ári. Mér þykir tilhlýðilegt að setja nokkur fátækleg orð á blað, til þess að minnast frænda míns sem ungur hélt út í heim, og settist að hinum megin á hnettinum. Hann leit fósturjörðina aldrei augum aftur, en þráði það til hinstu stundar. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 72 orð

PÁLL EINAR KALMAN

PÁLL EINAR KALMAN Páll Einar Kalman fæddist í Reykjavík 14. janúar 1924. Hann lést á Karangi-sjúkrahúsinu á Nýja Sjálandi 23. maí 1996. Foreldrar hans voru Martha María Indriðadóttir og Björn Pálsson Kalman, lögfræðingur, frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, Norður-Múlasýslu. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 124 orð

Ríkharð Óskar Jónsson

Ríkharð Óskar Jónsson Ég farinn er í ferðalag til fegri og sælli landa. Ég fékk að líta dýrðardag, já dýrð til beggja handa. Nú Jesús fékk ég sjálfan séð í sigurdýrð og engla með. Nú sækir aldrei sorg í geð. Ég sveif til furðustranda. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 570 orð

Ríkharð Óskar Jónsson

Þegar mér barst andlátsfregn Ríkharðs Jónssonar, fv. framkvæmdastjóra í Þorlákshöfn, setti mig hljóðan. Ég rifjaði upp í huganum kveðjustundina frá sl. sumri þegar hann ásamt eiginkonu sinni hafði stuttan stans á heimili mínu á leið um Djúpavog. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 209 orð

Ríkharð Óskar Jónsson

Okkar góði vinur og félagi Ríkharð Jónsson er fallinn frá eftir erfiða glímu við óvæginn andstæðing, þar sem hann glímdi af því æðruleysi og karlmennsku sem jafnan voru svo ríkir þættir í dagfari hans. Fyrir rúmum tuttugu árum var ákveðið að stofna Kiwanisklúbb í Þorlákshöfn. Þá var Rikki eins og við kölluðum hann jafnan í okkar hópi, einn af aðalhvatamönnunum að stofnun klúbbsins. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 139 orð

Ríkharð Óskar Jónsson

Í dag er til moldar borinn Ríkharð Óskar Jónsson. Hann var um langt árabil framkvæmdastjóri nokkurra fyrirtækja sem tengjast okkar starfsemi, Meitilsins hf., Kirkjusands hf. og Útvegsfélags samvinnumanna hf., jafnframt því að vera í stjórn fjölmargra annarra tengdra fyrirtækja. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 632 orð

Ríkharð Óskar Jónsson

Þegar Ríkharð kom í hóp frystihúsamanna átti hann að baki langan feril á sjó. Aðeins rúmlega fertugur að aldri hafði hann verið stýrimaður og skipstjóri á farskipum um langt skeið, síðustu árin skipstjóri á Hamrafellinu, stærsta skipi sem Íslendingar hafa nokkru sinni átt. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 221 orð

RÍKHARÐ ÓSKAR JÓNSSON

RÍKHARÐ ÓSKAR JÓNSSON Ríkarð Óskar Jónsson fæddist á Akureyri 28. október 1924. Hann lést á Landspítalanum 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Benediktsdóttir og Jón Jónsson. Ríkharð átti þrjú systkini. Þau eru: Þorvaldur, búsettur á Akureyri; Sigríður, búsett í Hafnarfirði; og Halldóra sem er látin. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Ríkharð Óskar Jónsson Elsku afi, ég sakna þín mjög mikið. Ég man þegar ég var lítill þegar við mamma og Róbert vorum hjá ykkur

Elsku afi, ég sakna þín mjög mikið. Ég man þegar ég var lítill þegar við mamma og Róbert vorum hjá ykkur á jólunum, hvað það var gaman og á gamlárskvöld þegar við vorum að skjóta upp rakettum. Ég man líka þegar ég, þú og amma fórum í göngutúr niður á höfn og þú fræddir mig um skipin. Svo varðstu veikur og mér brá mikið þegar ég kom til þín á spítalann. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 65 orð

Ríkharð Óskar Jónsson Elsku afi. Við urðum mjög sorgmæddar að frétta að þú værir dáinn, en nú vitum við að þér líður betur af

Elsku afi. Við urðum mjög sorgmæddar að frétta að þú værir dáinn, en nú vitum við að þér líður betur af því að þú varst búinn að vera svo mikið veikur. Okkur finnst mjög leiðinlegt að geta aldrei fengið að sjá þig eða heimsækja þig í Þorlákshöfn en við ætlum alltaf að geyma minninguna um þig í hjörtum okkar. Ríkharð Óskar og Heimir. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Sigríður Þórðardóttir

Nú þegar amma mín, Sigríður Þórðardóttir, er fallin frá, er mikið tómarúm í mínu lífi. Þó svo að ég hafi vitað að kallið gæti komið hvenær sem er, var ég engan veginn undirbúinn fyrir þetta áfall. Amma mín var einhver sú elskulegasta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var æðrulaus, hjartahlý, gerði öllum jafnt undir höfði og lagði öllum gott eitt til. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Þórðardóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði hinn 19. apríl 1908. Hún lést á

SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Þórðardóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði hinn 19. apríl 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. maí síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu og fór útför hennar fram frá Vopnafjarðarkirkju 17. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Sigurður H. Gíslason

Er við litum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru þar stundir í vina hópi sem veittu okkur mesta gleði. (mico) Kæri bróðir og mágur. Stórt skarð er höggvið í systkinahópinn þegar þú ert horfinn frá okkur. Við vissum að hverju stefndi og Guð ræður. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURÐUR H. GÍSLASON Sigurður Halldór Gíslason fæddist á Hóli í Ólafsfirði 25. desember 1923. Hann lést á heimili sínu,

SIGURÐUR H. GÍSLASON Sigurður Halldór Gíslason fæddist á Hóli í Ólafsfirði 25. desember 1923. Hann lést á heimili sínu, Reynihvammi 43, Kópavogi, 13. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 21. maí. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 370 orð

Valur Gústafsson

Útför gamals vinar míns og skólafélaga, Vals Gústafssonar, var nýlega gerð í kyrrþey. Fyrstu kynni okkar Vals voru í ellefu ára bekk Laugarnesskóla. Kennari okkar var Skeggi Ásbjarnarson, mikill sómamaður og þjóðkunnur stjórnandi barnatíma í Ríkisútvarpinu á árum áður. Mikil vinátta tókst með okkar Val, sem hélst til æviloka. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 153 orð

VALUR GÚSTAFSSON

VALUR GÚSTAFSSON Valur Gústafsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1933. Hann lést í Reykjavík eftir langvarandi heilsuleysi 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gústaf Kristjánsson, kaupmaður, f. 1.10 1904, d. 6.3. 1968, og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 4.7. 1910, d. 20.12. 1976. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 386 orð

Þórður Einarsson

Við skyndilegt fráfall Þórðar koma upp í hugann margar og góðar minningar frá veru minni á heimili þeirra Þórðar og Nítíar. Það stóð mér alltaf opið hvar sem þau voru og komu þau fram við mig eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Fyrst var ég hjá þeim sem unglingur einn vetur á Fornhaganum meðan ég var í skóla og átti frænka mín að sjá til þess að ég héldi mig að náminu. Meira
23. maí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRÐUR EINARSSON

ÞÓRÐUR EINARSSON Þórður Einarsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 21. maí. Meira

Viðskipti

23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 193 orð

»Dollar hækkar gegn jeni

DOLLAR hækkaði verulega gegn jeni í gær, en lækkaði eftir fyrstu stóru hækkunina, og frönsk hlutabréf lækkuðu í verði vegna uggs um stjórnmálahorfurnar. Japanska fjármálaráðuneytið lýsti yfir stuðningi við lágvaxtastefnu Japansbanka, en bankinn sagði að leiðrétting á veikleika jensins væri of snögg. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Eignir um 1,2 milljarðar umfram skuldbindingar

EIGNIR lífeyrissjóðsins Lífiðnar umfram skuldbindingar námu um 1.210 milljónum króna í ársbyrjun 1997 miðað við 3,5% raunávöxtun, samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt Bjarna Þórðarsonar, tryggingastærðfræðings. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Einkavæðing í mótbyr í Frakklandi

EINKAVÆÐING í Frakklandi kemst í mótbyr hverjar sem niðurstöðurnar verða í þingkosningunum 25. maí og 1. júní. Þótt flokkur sósíalista segist ekki ætla að halda áfram einkavæðingu kann hann að neyðast til að selja eignir vegna nauðsynlegrar viðbótarfjármögnunar annarra fyrirtækja í ríkiseign að sögn hagfræðinga. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 51 orð

ESB gegn Boeing samruna

STJÓRN Efnahagssambands Evrópu hefur formlega tilkynnt Boeing flugvélaverksmiðjunum að sambandið sé andvígt fyrirhuguðum kaupum fyrirtækisins á keppinautinum McDonnell Douglas Corp. Boeing sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið væri þess enn fullvisst að gengið yrði frá fyrirhuguðum 14 milljarða dollara samruna í sumar þrátt fyrir mótbárur ESB. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Ríkissjóður fær 10% af veltu verslana í Leifsstöð

VERSLANIR og þjónustufyrirtæki sem munu hefja rekstur á frísvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar munu greiða 10% af heildarveltu starfseminnar í Leifsstöð til ríkisins auk þess sem þau munu greiða húsaleigu til ríkisins ásamt sameiginlegum rekstrarkostnaði flugstöðvarinnar. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Rupert Murdoch ­ auðugasti maður S-Kaliforníu

RUPERT MURDOCH, fjölmiðlajöfurinn frægi sem býr tvo þriðju ársins í Beverly Hills, er 3,2 milljarða dollara virði og auðugasti maður Suður-Kaliforníu samkvæmt mati viðskiptaritsins Los Angeles Business Journal. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Samið um kaffikvóta og verðið hækkar

VERÐ á kaffi á heimsmarkaði fer aftur hækkandi, þar sem framleiðsluþjóðir hafa náð samkomulagi um að framlengja útflutningskvóta í eitt ár. Í New York hækkaði júlíverð um 10 sent úr 2,50 dollurum pundið þegr fréttir bárust um samkomulag á fundi Sambands kaffiframleiðslulanda (ACPC) í London. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Sölu Crédit Lyonnais ef til vill flýtt

ALAIN JUPPÉ, forsætisráðherra Frakka, segir að ríkisstjórnin kunni að flýta einkavæðingu Crédit Lyonnais bankans og selja hann á þessu ári. Hann gagnrýndi tillögu sósíalista um að fresta einkavæðingu og sagði í viðtali við viðskiptablaðið Les Echos að selja yrði bankann og önnur ríkisfyrirtæki til að afstýra stórslysum á borð við Crédit Lyonnais, Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Tékkneska krónan í vaxandi hættu

TÉKKNESKI seðlabankinn (CNB) hefur hert á vikulöngum tilraunum til að verja gengi tékknesku krónunnar, sem hefur aldrei verið lægra. Tékkneski gjaldmiðillinn hefur jafnan verið sá traustasti í Mið-Evrópu og sérfræðingar spá því að baráttan um hann muni ná hámarki á næstu dögum. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Tæknival selur endurnýtt prenthylki

TÆKNIVAL hf. og Gylco hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Tæknival hf. muni framvegis annast sölu á endurnýttum prenthylkjum í leysiprentara sem Gylco hefur framleitt og selt um nokkurra ára skeið. Gylco mun hins vegar einbeita sér að framleiðslu hér eftir. Meira
23. maí 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Umhverfisstjórnunarkerfi fagnað hjá ÍSAL

Umhverfisstjórnunarkerfi fagnað hjá ÍSAL ÍSAL efndi til móttöku fyrir ýmsa samstarfsaðila sína í gær í tilefni af nýju umhverfisstjórnunarkerfi sem er hið fyrsta hér á landi. Úttekt svissnesks vottunarfyrirtækis lauk í mars sl. Meira

Fastir þættir

23. maí 1997 | Dagbók | 2840 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 23.-29. maí: Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 er opið allan sólarhringinn en Holts Apótek, Glæsibæ er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
23. maí 1997 | Fastir þættir | 75 orð

A/V

Fimmtudaginn 15. maí var spilað síðasta kvöldið í vortvímenningnum sem lauk með sigri Þórðar Björnssonar og Birgis Arnar Steingrímssonar. Lokastaðan: Þórður Björnss. ­ Birgir Örn Steingrímss.739Ármann J. Lárusson ­ Jens Jensson733Árni Már Björnsson ­ Leifur Kristjánsson707Meðalskor648 Skor kvöldsins: N/S Ármann J. Meira
23. maí 1997 | Í dag | 657 orð

Ábendingtil Visa

FAÐIR þriggja barna sem lært hafa á hljóðfæri hafði samband við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég vil gera athugasemd við auglýsingu frá Visa- kortafyrirtækinu sem sýnd hefur verið í sjónvarpinu. Meira
23. maí 1997 | Í dag | 64 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 23. maí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 23. maí, er sjötíu og fimm ára Elías Sigurjónsson, Ásvallagötu 69, Reykjavík. Hann er að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 23. Meira
23. maí 1997 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þátttaka eykst í su

Sumarbrids hófst mánudaginn 19. maí. 14 pör spiluðu og var miðlungur 156. Lokaröðin var eftirfarandi: Eðvarð Hallgrímsson-Magnús Sverrisson196 Tómas Sigurjónsson-Friðrik Jónsson191 Rafn Thorarensen-Hafþór Kristjánsson180 Guðl. Sveinsson-Sigurjón Tryggvason170 Þriðjudaginn 20. maí var spilaður mitchell með 28 pörum, miðlungur 216. Meira
23. maí 1997 | Dagbók | 681 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. maí 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira

Íþróttir

23. maí 1997 | Íþróttir | 134 orð

Argentína - Ítalía15:21 (3:10)

B-RIÐILL Argentína - Ítalía15:21 (3:10) Buceta 4, Molina 4 ­ Fusina 7, Bosniak 4. Suður-Kóra - Svíþjóð21:36 (9:21) Yoon 6, Choi 5 ­ Sivertsson 6, Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 131 orð

Auðun Helgason, Leiftri. Albert Sævarsso

Auðun Helgason, Leiftri. Albert Sævarsson, Milan Stefán Jankovic, Grindavík. Haukur Ingi Guðnason, Gunnar Oddsson, Jóhann GuðmundssonKeflavík. Sigursteinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Gunnlaugur Jónsson, Þórður Þórðarson ÍA. Slobodan Milisic, Davíð Garðarsson, Þorvaldur M. Sigbjörnsson, Leiftri. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Á 11. mín. áttu Framarar ágæta sókn upp hægri kantinn. Efti

Á 11. mín. áttu Framarar ágæta sókn upp hægri kantinn. Eftir talsvert þóf tókst Eyjamönnum að hreinsa frá. Þar var Pétur Arnþórsson mættur og setti sannkallað þrumuskot með hægri fæti af rúmlega þrjátíu metra færi, neðarlega í hægra hornið án þess að Gunnar Sigurðsson markvörður fengi neitt við ráðið. Frábært mark. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Á 63. mínútu tók Sigurbjörn Hreiðarsson innkast frá hægri á

Á 63. mínútu tók Sigurbjörn Hreiðarsson innkast frá hægri á mótsd við miðjan vítateig Skallagríms. Hann kastaði stut inn á Bjarka Stefánsson er lék einn og óáreittur inn í vítateig og er hann kom til móts við markteigshornið skaut hann með föstu skoti með hægri fæti með jörðinni í fjærhornið á þess að Friðrik Þorsteinsson fengi vörnum við k Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 356 orð

Bestir í þessum vígamóði

Ég trúði því alltaf að við gætum lagt Júgóslava að velli, en ef ég á að vera hreinskilinn verð ég að segja að ég átti aldrei von á níu marka sigri," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik við Morgunblaðið eftir stóran sigur, 27:18, á Júgóslövum í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í Japan í gærmorgun. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Bragðlítið í Borgarnesi

LEIKMÖNNUM Skallagríms tókst ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni á Íslandsmótinu er þeir tóku á móti Valsmönnum í 2. umferð í gærkvöldi. Þeir áttu lengst af undir högg að sækja frá Hlíðarendadrengjum sem greinilega voru komnir í þeim tilgangi að sækja þrjú stig eftir daufa byrjun gegn Grindavík. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 363 orð

Eins og eldgos á Kyúshú

ÁKAFINN var svo mikill hjá íslensku leikmönnunum þegar þeir hófu leik sinn gegn Júgóslövum, að það var eins og enn eitt eldgosið væri að brjótast út á eldfjallaeyjunni Kyúshú, þar sem heimsmeistarakeppnin í handknattleik fer fram í Kumamoto. Geysileg fagnaðarlæti um fjögur þús. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 51 orð

Harðfiskurinn vinsæll Á GANGI hótelsins, sem landsli

Á GANGI hótelsins, sem landsliðið dvelur á í Kumamoto, er stór kassi fullur af harðfiski. Það er vinsælt hjá strákunum að ná sér í poka með nokkrum fiskum í, til að nærast á á milli mála. Þá fá leikmenn sér yfirleitt harðfisk í rútunni á eftir leiki sína á HM. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 272 orð

Hverju spá þeir gömlu

Nokkrir ökumenn sem náðu góðum árangri í torfæru í sérútbúna flokknum á árum áður spáðu í möguleika núverandi keppenda í Íslandsmótinu. Þetta eru þeir Árni Kópsson, Þórir Schiöth og Bergþór Góðjónsson. Bergþór Guðjónsson Ég held að Gísi G. Jónsson og Haraldur Pétursson verði að berjast um titilinn, en Gísli hafi þetta í ár. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 798 orð

ÍA - Leiftur 0:0 Akranesvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu,

Akranesvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvá-Almennra deildin, 2. umferð, fimmtudaginn 22. maí 1997. Aðstæður: Suðsuðvestsn gola þvert á völlinn, um sjö stiga hiti, góður völlur. Markskot: ÍA 6 - Leiftur 8. Horn: ÍA 7 - Leiftur 2. Rangstaða: ÍA 3 - Leiftur 3. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 503 orð

ÍBV varð að sætta sig við eitt stig

Eyjamenn urðu að sætta sig við skiptan hlut úr viðureign sinni við Framara á Valbjarnarvellinum í gærkvöldi. Þótt gestirnir ættu mun fleiri færi og hættulegri, tókst Frömurum að verjast vel og beita hættulegum skyndisóknum og knýja þannig fram fyrsta stig sitt í deildinni. Segja má, að Eyjamenn hafi strax náð undirtökunum í leiknum. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 91 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla; næst efsta deild: Dalvík:Dalvík - KA20 Kópavogur:Breiðablik - FH20 Valbjarnarv.:Þróttur -

Knattspyrna 1. deild karla; næst efsta deild: Dalvík:Dalvík - KA20 Kópavogur:Breiðablik - FH20 Valbjarnarv.:Þróttur - Víkingur20 2. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 333 orð

Ísland eitt besta liðið PETER Kovacs, fy

PETER Kovacs, fyrrum leikmaður Ungverjalands, sem hefur tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum, var eftirlitsmaður leiks Íslands og Júgóslavíu fyrir hönd alþjóða handknattleikssambandsinsd, IHF. Hann var mjög hrifinn af leik íslenska liðsins. "Baráttan var mikil og það var ljóst að íslensku leikmennirnir höfðu gaman af því sem þeir voru að fást við. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 133 orð

Ísland - Júgóslavía27:18 Dome-

Dome-höllin í Kumamoto í Japan, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, A-riðill, fimmtudaginn 22.maí 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 1:2, 3:2, 6:4, 7:5, 9:7,9:9, 11:9. 14:9, 14:10, 15:10, 15:11, 17:11, 19:13,20:15, 22:15, 24:16, 27:17, 27:18. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 248 orð

ÍSLANDSMEISTARINN

ÍSLANDSMEISTARINN í flokki götujeppa Hornfirðingurinn Gunnar Pálmi Pétursson mætir galvaskur á Akureyri. Hann mun mæta Gunnari Guðmundssyni, Rafni A. Guðjónssyni, Hallgrími Ævarssyni og Hrólfi A. Borgarssyni. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 178 orð

Íslendingar "áttu" höllina

GEYSILEG gleði braust út í Dome-höllinni glæsilegu, þar sem 7.500 áhorfendur voru saman komnir og flestir á bandi Íslendinga. Leikmenn íslenska liðsins fögnuðu og þeir fóru síðan til stuðningsmannahópa sinna og þökkuðu þeim fyrir stuðninginn við geysileg fagnaðarlæti. 1.400 nemendur frá Kita-skólanum voru mættir til leiks, auk þess bættust um 1. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 84 orð

KR-ingar fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs á 68. mínútu.

KR-ingar fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs á 68. mínútu. Vilhjálmur Vilhjálmsson tók spyrnuna og skaut föstu skot sem Albert Sævarsson varði, en missti boltann frá sér Ríkharður Daðason fylgdi vel á eftir og skoraði með vinstri fæti frá markteig í hægra hornið. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Kveðja til EverestfaraÞEGAR landsliðshópurinn fékk þ

ÞEGAR landsliðshópurinn fékk þær fréttir frá Morgunblaðinu, að íslensku fjallagarparnir þrír væru komnir á toppinn á Everest, er þeir voru að snæða kvöldverð á miðvikudagskvöldið, brutust út mikil fagnaðarlæti. Landsliðsmennirnir báðu Morgunblaðið um kveðju til þremenninganna og hamingjuóskir með frábært afrek. Því er hér með komið á framfæri. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 46 orð

Litháar klaufar

LITHÁAR urðu að sætta sig við að missa unninn leik gegn Alsír niður í jafntefli, 19:19. Þeir voru yfir, 18:14, þegar níu mín. voru til leiksloka, Alsírmenn jöfnuðu og komust yfir, 18:19, þegar tvær mín. voru eftir, stuttu síðar jöfnuðu Litháar með síðasta marki leiksins. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 605 orð

"Menn að mínu skapi"

ÞORBJÖRN Jensson gekk sigurreifur frá baráttunni við Júgóslava, eins og sigursæll hershöfðingi á Balkanskaga. "Þetta eru menn að mínu skapi. Þetta var miklu meiri sigur en ég hafði ímyndað mér að við gætum náð. Ég hugsaði sem svo, að leikurinn yrði örugglega í járnum fram á síðustu mínútu, eins og alltaf gegn Júgóslövum. Ég verð að segja eins og er, að þessi stóri sigur kemur mér á óvart. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 62 orð

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Brautin útskýrð

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Brautin útskýrðJacques Villenueve sýnir hér hvaða gírskiptingar eru notaðar á brautinni í Barcelona og hvaða hraða ökumenn náí brautinni. Hann stýrir 700 hestafla Williams Renault umbrautina í ár, en keppendur munu aka 307 km samfleytt. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 350 orð

Patrekur kastaði "sprengju" á Júgóslavana

Ég er mjög ánægður, enda getum við ekki verið annað," sagði Patrekur Jóhanesson, sem fékk það óþvegið hjá Júgóslövum. Í byrjun leiks sló Dragan Skrbic hann í andlitið og í seinni hálfleik réðist Predrag Perunicic á hann og skellti í gólfið með þeim afleiðingum að hann fékk að sjá rauða spjaldið. Í kjölfarið gerði Nebojsa Jokic sig líklegan til að hjóla í Patrek. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 541 orð

Sama hjarta í nýjum jeppa

Þorsteinn Einarsson varð Íslands- og bikarmeistari í torfæru árið 1993 í flokki götujeppa. Hann hefur nú smíðað nýjan jeppa og keppir í flokki sérútbúinna jeppa á völundarsmíð, sem nefnist Inga eins og fyrra ökutæki hans. Valur Vífilsson og Jónsstaðarbræður voru smíðameistararar jeppans, sem verður með 750 hestafla þrautreyndri keppnisvél. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 456 orð

Scum acher í sterkri stöðu

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher er efstur að stigum í heimsmeistaramótinu í Formula-1 kappakstri eftir fimm fyrstu mótin. Um næstu helgi fer fram keppni í Barcelona á Spáni, en þá keppni vann Schumacher örugglega í fyrra, þegar óvænt hellirigndi. Schumacher er með 24 stig í keppni ökumanna, Kanadabúinn Jacques Villenueve er með 20 og Eddie Irvine 14. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN SKALLAGR. -VALUR 0:

STAÐAN SKALLAGR. -VALUR 0: 2GRINDAV´IK -KR 1: 1STJARNAN -KEFLAV´IK 1: 3´IA -LEIFTUR 0: 0FRAM -´IBV 1: 1 KEFLAV´IK 2 2 0 0 4 1 6´IBV 2 1 1 0 4 2 4VALUR 2 1 Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 58 orð

StjörnuhrapZDRAVKO Radjenovic, þjálfari Júgós

ZDRAVKO Radjenovic, þjálfari Júgóslava, var ekki ánægður með sína menn eftir leikinn gegn Íslandi. "Íslendingar léku mjög vel og veittu mínum mönnum ráðningu. Leikmenn mínir komu hingað í Dome-höllina og héldu að þeir væri stjörnur skýjum ofar ­ gætu litið niður á aðra. Hér var ekki eitt stjörnuhrap, þau urðu mörg," sagði Radjenovic á fundi með fréttamönnum eftir leikinn. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 189 orð

Stórkostlegur andi í landsliðshópnum

Ég get ekki annað en verið ánægður núna, þar sem það gekk ekki of vel hjá mér gegn Japan og Alsír. Ástæðuna fyrir því tel ég vera að Japanir og Alsírsmenn leika allt annan varnarleik en ég er vanur ­ pressuðu mjög langt út, þannig að ég lenti mjög aftarlega á vellinum og fékk ekki mörg tækifæri. Þegar þau komu var ég of fljótur að skjóta. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 637 orð

SÖryggið á oddinum á Skaga ÍA og Leiftur gerðu mark

ÍA og Leiftur gerðu markalaust jafntefli á Akranesi í gærkvöldi og má segja að úrslitin hafi verið eftir gangi leiksins. Liðin voru í sárum eftir fyrstu umferðina, ætluðu greinilega ekki að halda á sömu braut, lögðu áherslu á vörnina og tóku enga áhættu. Fyrir vikið fóru menn frekar rólega í sakirnar og uppskáru samkvæmt því. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 276 orð

Tíundi þráttfyrir mistök

Karl Gunnlaugsson varð í tíunda sæti í liðakeppni í mótorhjólakappakstri á Pembrey-brautinni í Wales á sunnudaginn. Hann ók breyttu Honda mótorhjóli ásamt Craig Jackson og Terry Wales, en þeir kepptu gegn 38 öðrum liðum í keppni þar sem liðin aka samfleytt í sex klukkutíma. Karl náði besta aksturstíma þeirra félaga, ók hlykkjótta brautina best á 1. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 189 orð

Utah sigraði aftur

UTAH Jazz vann Houston á heimavelli í úrslitum vesturdeildar í fyrrinótt, 104:92, og hefur því unnið tvo fyrstu leikina. Næstu tveir leikir fara fram í Houston. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki leikur til úrslita um NBA-titlinn við annað hvort Chicago eða Miami. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 225 orð

"Varnarleikurinn frábær" "ÞAÐ er aðeins eitt orð yf

"ÞAÐ er aðeins eitt orð yfir varnarleik okkar ­ frábær," sagði Bjarki Sigurðsson eftir sigurinn á Júgóslavíu. "Ef einhver var að missa sinn mann, þá var næsti mættur á svæðið til að aðstoða ­ Júgóslavarnir voru hreinlega jarðaðir. Fyrir aftan þessa sterku vörn var Bergsveinn Bergsveinsson, sem tók það sem þurfti að taka. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 239 orð

"Veðjuðum á réttan hest"

"ÞAÐ er allt annað líf, að leika fyrir aftan svona öfluga vörn," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, ein af hetjum íslenska liðsins í sigurleiknum á Júgóslavíu í gærmorgun ­ hann varði sextán skot í leiknum og mörg þeirra afar glæsilega. "Það eru fleiri stórskyttur hjá Júgóslövum en í liði Japans og Alsírs. Það er hægt að lesa leikinn gegn Júgóslavíu á annan hátt. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | 80 orð

"Ævintýri líkast" BJÖRGVIN Björgvinsson lék sinn fyr

BJÖRGVIN Björgvinsson lék sinn fyrsta HM-leik og stóð sig vel. "Það er ævintýri líkast að fá að taka þátt í þessu. Samstaðan og baráttan í vörninni var frábær ­ sóknin kom síðan að sjálfu sér. Ég reiknaði ekki með að fá að leika, en þegar kallið kom var ég ákveðinn í að nýta það og gefa allt sem ég átti í leikinn. Meira
23. maí 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

VIGNIR Helgason jafnaði fyrir Grindavík, 1:1, á móti KR-ingum á næstsíðustu mínútu í leik liðanna í Grindavík í gærkvöldi. "Það var ekkert annað að gera en láta vaða á markið því tíminn var að renna út. Ég hitti hann vel og það var gaman að sjá boltann í netinu," sagði Vignir sem skoraði fyrsta mark sitt í fyrstu deild. Meira

Úr verinu

23. maí 1997 | Úr verinu | 93 orð

Aðalfundur haldinn í dag

AÐALFUNDUR Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda verður haldinn í dag, föstudaginn 23. maí, og hefst kl. 14.00 á Hótel Sögu, B- sal. Dagskrá fundarins hefst með ræðu formanns, Lárusar Ægis Guðmundssonar. Að því búnu ávarpar Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, fundinn og síðan flytur Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri, ræðu. Meira
23. maí 1997 | Úr verinu | 287 orð

Dræm síldveiði síðustu daga

VEIÐI er ennþá dræm á síldarmiðunum en þó fréttist af þokkalegum köstum hjá nokkrum skipum í fyrrinótt. Skipin eru nú að veiðum í Síldarsmugunni, nokkru norðar en þau hafa áður verið. Samtals hafa íslensku skipin nú borið um 106.000 tonn af síld á land frá upphafi vertíðar. Meira
23. maí 1997 | Úr verinu | 262 orð

Ráðherra stefnt vegna kvótaúthlutunar

SIGLFIRÐINGUR hf., útgerðarfélag Siglis SI, hefur stefnt sjávarútvegsráðherra vegna kvótaúthlutunar til skipsins á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Voru forráðamenn útgerðarinnar ósáttir við að ekki skyldi tekið tillit til allra afurða, sem að landi höfðu borist, heldur miðaðist kvótaúthlutunin eingöngu við frosinn fisk. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 376 orð

Allt endurnýjað

ÞEGAR Þorkell Þorkelsson flutti í íbúð í nærri 100 ára gömlu húsi við Laugaveg í Reykjavík var opið klóakrör í vegg á baðherberginu. "Þar var því stöðugur fnykur og baðherbergið, eins og annað í íbúðinni, í ástandi sem bauð ekki upp á annað en endurbætur." Hann kveðst þó hafa gefið sér góðan tíma og velt hverju smáatriði vel fyrir sér. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 283 orð

Baðherbergi af öllum stærðum og gerðum

Baðherbergi af öllum stærðum og gerðum Baðherbergi eru sérstakar vistarverur, ekki síst fyrir þær sakir að þar eru heimilsmenn og gestir oftast einir með sjálfum sér. "Dvelja þar með sína þanka þar til einhver fer að banka," eins og segir í kvæðinu. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 99 orð

Eins og rækja í laginu

BOGRANDI yfir sjúklingunum var Guðrún Jónsdóttir tannlæknir orðin eins og rækja í laginu, að eigin sögn. Að endingu fékk hún brjósklos í hálsinn og gat því ekki tekið á þungum hlutum né hlaupið að vild. Fyrir tveimur árum hóf hún að æfa Pilates tvisvar í viku hjá Liisu og viti menn; verkirnir hurfu að mestu. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð

Gæðin kreist úr hverri æfingu

"ÆFINGARNAR styrkja ekki aðeins líkamann heldur hreinsa einnig hugann," segir Guðmundur Helgason, ballettdansari í Íslenska dansflokknum. Þegar hann byrjaði að æfa ballett með dansflokknum kveðst hann hafa staðið öðrum að baki hvað líkamsstyrk varðar en með Pilates hafi sér tekist að vinna hann upp. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 579 orð

HANS HENTTINEN, FRAMKVÆMDASTJÓRI AFS

"MARKMIÐ samtakanna er fyrst og fremst að auka víðsýni ungs fólks," sagði Hans Henttinen framkvæmdastjóri AFS, í samtali við Daglegt líf. Fyrstu skiptinemarnir héðan fóru með flugi til Bandaríkjanna árið 1957. Fljótlega bættust önnur lönd í hópinn og nú eru þau orðin 54 í þessum alþjóðlegu skiptinemasamtökum. "Nú er AFS búið að starfa í 50 ár á alþjóðavettvangi og við eigum 40 ára afmæli í ár. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 519 orð

Kvikulampinn gengur aftur og aftur

KVIKULAMPINN kom fyrst fyrir sjónir snemma á sjöunda áratugnum og segir sagan að breskur efnafræðingur hafi fundið hann upp fyrir slysni á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar eftir að dóttir hans missti eggjaklukku heimilisins í gólfið. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 196 orð

Listrænir rómantískir æðislegir

ELMA Karen Sigþórsdóttir býr hjá lampaeiganda við Öldugötu og segir að kvikulampar séu æðislegir. "Birtan frá þeim er listræn og rómantísk á kvöldin," segir hún. Eigandi lampans, Ólöf Björnsdóttir, dvelur á efri hæð hússins og segir að lampinn passi betur í íbúð þriggja grannkvenna því naumhyggjan sé allsráðandi í sinni íbúð. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 322 orð

Litríkar prjónapeysur

ÍSLENSKAR konur hafa ekki slegið slöku við í prjónaskapnum ef marka má undirtektir í prjónasamkeppni Garnbúðarinnar Tinnu sem haldin var nýlega. Um 350 prjónakonur víðs vegar að af landinu og nokkrar íslenkar konur búsettar í Frakklandi og Danmörku gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn og sendu til keppni litríkar og fjölbreytilegar flíkur úr ullar- og bómullargarni. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 27 orð

LITSKRÚÐUGI kvikulampinn er einn minnisvarða sjötta og sjöun

LITSKRÚÐUGI kvikulampinn er einn minnisvarða sjötta og sjöunda áratugarins sem nú bólar á að nýju. Tilurð lampans er rakin til eggjasuðumælis sem brotnaði á tímum síðari heimsstyrjaldar. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 314 orð

Lítið og gult

MARÍA Karen Sigurðardóttir býr í leiguíbúð í Mosfellsbæ. Baðherbergi hennar er ekki stórt, en bæði persónulegt og hlýlegt. Hún segist ekki leggja mikla fjármuni í innréttingar, leita frekar uppi notaða, ódýra muni, sem henni finnst fallegir eða skemmtilegir. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 128 orð

Menningarlegt yfirbragð

EITT baðherbergi og pínulítil gestasnyrting eru í glæsilegri íbúð á tveimur hæðum við Hólatorg í Reykjavík. Ekki verður annað sagt en menningarlegt yfirbragð sé á hinni agnarsmáu gestasnyrtingu og húsráðendur sjái gestum sínum fyrir afþreyingu. Margar myndir hanga á veggjum og meira að segja hefur gamalli ritvél verið fundinn staður þarna inni. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 366 orð

Minnir á liðna tíð

HÚN hefur mörg logandi kertaljós á baðherberginu sínu þegar hún fer í freyðibað. "Það gerist raunar ekki mjög oft, einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá fæ ég mér kannski bjór, hef logandi kertaljós um allt baðherbergi og slappa af í klukkutíma," segir Ásdís Ásgeirsdóttir, þrítug kona sem býr í leiguíbúð í gömlu húsi í Grjótaþorpi. Baðherbergi Ásdísar minnir á liðna tíð. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 742 orð

Pilates styrkir huga og líkama

NAFNIÐ undarlega á ekkert skylt við Pontíus Pílatus eins og sumir halda, heldur er það kennt við höfundinn Joseph Pilates sem opnaði fyrstu æfingastöðina sína í New York fyrir rúmum 70 árum. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 96 orð

Rétt meðferð tryggir endingu

EKKI er mælt með því að láta kvikulampann loga lengur en tíu klukkustundir í einu. Hann má hvorki standa á of heitum né of köldum stað og alls ekki í sól. Óráðlegt er að færa lampann eða hrista meðan hann logar, það getur gert vökvann gruggugan. Þá má hvorki bæta vökva á lampann né losa toppstykkið af. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 213 orð

Stiklað á stóru í sögu AFS

SÖGU AFS má rekja allt aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar 15 Bandaríkjamenn búsettir í París buðu sig fram sem sjálfboðaliða við að keyra sjúkrabíla fyrir bandaríska sjúkrahúsið þar í borg. Þeir urðu þekktir undir nafninu "Amerikan Field Services", AFS, og hlutverk þeirra var að flytja særða franska hermenn af átakasvæðum undir læknishendur. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 562 orð

Stórt og glæsilegt

BAÐHERBERGI Gyðu Björnsdóttur og Sigurðar Gunnarssonar í Óttuhæð í Garðabæ er óvenjulega stórt, um 30 fermetrar. Þar sem rýmið var mikið ákváðu þau að leita aðstoðar innanhússarkitekts og tók Anna Pála Pálsdóttir að sér verkið. Auk þess fengu þau faglega ráðgjöf um lýsingu. "Ég hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vildi hafa baðherbergið," segir Gyða. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 833 orð

Þetta ár var eitt ævintýri Sextán íslensk ungmenni fóru á vegum AFS frá Íslandi til dvalar í Bandaríkjunum 1962-1963. Helga

"ÞAÐ er alveg tvímælalaust AFS að þakka að við erum hjón í dag. Við þekktumst ekkert áður en við fórum út, það var ekki fyrr en eftir að við komum heim að haldin var AFS-skemmtun á Hótel Sögu," sögðu þau Elínborg og Símon Kjærnested þegar Daglegt líf heimsótti þau til þess að forvitnast um dvöl þeirra í Bandaríkjunum þar sem þau voru skiptinemar á árunum 1962-'63. Meira
23. maí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 148 orð

Þvertoppar

ÞYKKIR og stuttir þvertoppar eru aftur orðnir vinsælir hjá kvenþjóðinni en síðast náðu þeir verulegri fótfestu þegar diskótónlistin var í algleymingi í kringum árið 1980. "Hugmyndin er sprottin frá Asíu þar sem hárgreiðslur hafa jafnan verið skarpar og jafnar," segir Rut Danelíusdóttir á hárgreiðslustofunni Salon VEH. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.