Greinar sunnudaginn 1. júní 1997

Forsíða

1. júní 1997 | Forsíða | 230 orð

Framkvæmd kjörsins víða gagnrýnd

ALLT benti til stórsigurs stjórnarflokksins Golkar í þingkosningum í Indónesíu, sem fram fóru á fimmtudag. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin stefndi í að Golkar fengi rúmlega 74 af hundraði atkvæða. Þetta er bezta útkoma flokksins í kosningum í þau nærri 30 ár sem flokkurinn hefur myndað ríkisstjórn landsins. Meira
1. júní 1997 | Forsíða | 181 orð

Segir frestun evrósins koma til greina

Talsmaður tímaritsins, sem staðfesti að upplýsingarnar væru ekki komnar beint frá bankastjóranum heldur ónafngreindum þýskum heimildarmönnum, sagði Tietmayer ekki sjá neitt athugavert við að fresta gildistöku evrósins, takist annaðhvort Þýskalandi eða Frakklandi ekki að uppfylla Maastricht- skilyrðin. Meira
1. júní 1997 | Forsíða | 78 orð

Til hamingju með daginn sjómenn Á SÍLDV

Á SÍLDVEIÐUM. Sjómenn halda sjómannadaginn hátíðlegan um land allt í dag. Skipin eru flest í landi og því liggja síldveiðar niðri eins og aðrar veiðar. Veiðzt hefur langleiðina í 200.000 tonn af síld í vor og er heildarafli í lok maímánaðar orðinn meiri en nokkru sinni áður á sama tíma. Meira
1. júní 1997 | Forsíða | 141 orð

Tvísýnt í Frakklandi

Fréttaskýrendur kváðust í gær þeirrar hyggju að Jacques Chirac forseti gæti aðeins komist hjá því að þurfa að deila völdum með andstæðingum sínum á vinstri vængnum tækist honum að ná í atkvæði stórs hluta þeirra, sem sneru baki við samsteypustjórn mið- og hægriflokkanna fyrir viku þegar vinstriflokkarnir unnu óvæntan sigur. Chirac hefur reynt að nota liðna viku til að snúa taflinu sér í hag. Meira

Fréttir

1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 343 orð

58% ASV voru á móti

MIÐLUNARTILLAGA sáttasemjara var felld í atkvæðagreiðslu hjá verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum í gær. Nei sögðu 280 eða 59,1%, já 185 eða 39%. Auðir og ógildir seðlar voru 9 sem er 1,9%. Vinnuveitendur samþykktu hins vegar tillöguna með miklum meirihluta atkvæða. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 408 orð

Aukinn þorskkvóti

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til að þorskkvótinn fyrir næsta fiskveiðiár verði aukinn um 32 þús. tonn. Útflutningsverðmæti þessarar aukningar gæti verið um fjórir milljarðar króna. Enn fremur er lagt til að leyfilegur afli úthafsrækju verði 70 þús. tonn en leyfilegur afli á þessu ári er 60 þús. tonn. Útflutningsverðmæti 10 þús. tonnanna gæti verið 1,5 milljarðar. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Ársskýrsla Akureyrarbæjar komin út

ÁRSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyrir árið 1996 er komin út. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi allra stofnana og deilda Akureyrarbæjar á síðasta ári, ársreikninga bæjarfélagsins svo og yfirlit yfir nefndir, ráð og stjórnir á vegum þess. Loks er að finna fjölmargar myndir úr bæjarlandinu. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Beðin um að gefa sig fram

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir að kona, sem ók bifreið sinni á mann sunnudaginn 4. maí sl. við bensínstöð Esso við Lækjargötu í Hafnarfirði, gefi sig fram við lögreglu. Málsatvik voru þau að kona á rauðum smábíl ók á mann á tilgreindum stað skömmu eftir hádegi 4. maí. Skall hann í götuna en stóð síðan á fætur og kenndi sér ekki meins í fyrstu. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bílvelta á Breiðholtsbraut

BIFREIÐ rakst í vegrið á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun, með þeim afleiðingum að hún valt. Bifreiðin ók vestur Breiðholtsbraut og hugðist ökumaður hennar beygja inn á Reykjanesbraut þegar slysið varð. Ekki þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðs, en það var kallað á vettvang til að hreinsa burt bensín af slysstað. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Blað um hártísku

INTERCOIFFURE eru alþjóða samtök eigenda hárgreiðslustofa. Eitt markmið samtakanna er að fylgjast með tískustraumum og koma þeim á framfæri við viðskiptavini sína. Íslandsdeildin gefur árlega út blað með myndum sem félagarnir hafa unnið. Í blaðinu er komið á framfæri hugmyndum um þá tísku sem ríkjandi er á hverjum tíma og í boði er á stofum félaga. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Eiga rétt á að sjá prófúrlausnir GRUNNSKÓLANEMENDUR sem

GRUNNSKÓLANEMENDUR sem tóku samræmd próf í vor eiga samkvæmt nýrri reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólum rétt á því að sjá úrlausnir sínar og fá af þeim ljósrit. Umsjónarmaður samræmdra prófa hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála segir þó að til þess að fá aðgang að prófunum þurfi nemendurnir eða forráðamenn þeirra að senda inn skriflega beiðni. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Eigendaskipti

BJARGEY Eyjólfsdóttir og Sigrún Pétursdóttir hafa keypt barnafataverslunina Spékoppa. Verslunin Spékoppar hóf starfsemi í febrúar sl. og er til húsa í Hverafold 1-3 í Grafarvogi. Verslunin er opin frá kl. 10-18.30 virka daga og frá kl. 10-16 á laugardögum. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Eigendaskipti á Salon Paris

NÝR eigandi hefur tekið við rekstrinum á Hárgreiðslustofunni Salon Paris en það er Jonna Magdalena Pedersen, hágreiðslumeistari, en hún lærði hjá Báru Kemp en vann síðast hjá Stellu, Hraunbæ 102. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 297 orð

Engar kjarnorkuflaugar á Íslandi

VALUR Ingimundarson sagnfræðingur sagði í erindi, sem hann flutti á lokadegi hins íslenska söguþings, að kjarnorkuflaugarnar, sem H.C. Hansen, forsætisráðherra Danmerkur, heimilaði Bandaríkjamönnum á laun að koma fyrir á Grænlandi á árunum 1959­1965 hefðu verið sömu tegundar og þær flaugar, sem bandaríski herinn hugðist koma fyrir á Íslandi. Meira
1. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 450 orð

Fjölmenni tók þátt í í firmakeppni Léttis

FIRMAKEPPNI Léttis var haldin á Hlíðarholtsvelli í blíðskaparveðri nýlega. Keppt var í barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Á annað hundrað fyrirtæki voru með og mættu knapar til keppni með gæðinga sína sem ekki sjást í keppni öllu jöfnu, en eiga þó fullt erindi. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Flugáhugamenn á Parísarflugsýninguna

FLUGÁHUGAMENN hérlendis leggja föstudaginn 20. júní upp í hópferð á alþjóðaflugsýninguna í París. Parísarborg verður Mekka flugsins í heiminum þá vikuna enda er flugsýningin sú stærsta í heiminum. Alls munu 1.750 fyrirtæki frá 41 landi sýna framleiðslu sína, þ.ám. 224 flugvélar af öllum gerðum og stærðum. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Frábær árangur ÍSLENDINGAR sigruðu Egypta, 23:20,

ÍSLENDINGAR sigruðu Egypta, 23:20, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Japan í gærmorgun og lentu þar með í 5. sæti. Þetta er besti árangur íslensks landsliðs í handknattleik á heimsmeistaramóti, en tvívegis hafa Íslendingar lent í sjötta sæti, 1961 og 1986. Árangurinn nú er frábær, liðið sigraði í sjö leikjum, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 461 orð

Gild rök verða að vera fyrir breytingu á ákvörðun

SKIPTAR skoðanir eru á því hvort unnt er að taka til endurskoðunar ákvörðun um virkjanaleyfi Fljótsdalsvirkjunar sem veitt var 1991 en svæðisnefnd um skipulag miðhálendis telur að minnka eigi lón virkjunarinnar og skoða aðra kosti. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn á Austurlandi, sem Morgunblaðið ræddi við í gærmorgun, eru ekki á einu máli um möguleika þess. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Haldnir í Laugardal

SUNDÆFINGAR fyrir Smáþjóðaleikana hefjast í Laugardalslaug klukkan tíu í dag, en fyrstu viðgerð eftir óhappið á föstudag þegar rúða í horni laugarinnar gaf sig, lauk skömmu fyrir hádegi í gær. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs, segir að stálplata hafi verið sett í stað gluggans og sé um frambúðarráðstöfun að ræða. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Hestar fluttir út í Viðey

HANN var heldur óvenjulegur farmurinn sem Viðeyjarferjan flutti frá Reykjavík út í Viðey á föstudag. Það voru hátt í þrjátíu hestar frá Laxnesi í Mosfellsdal, en í Viðey verður starfrækt hestaleiga og reiðskóli í sumar. Farnar voru tvær ferðir og voru hestarnir fluttir á pramma sem ferjan dró á eftir sér. Að sögn Hauks Þórarinssonar í Laxnesi gengu flutningarnir mjög vel. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Horft til hafs afhjúpuð á Miðbakka Fiskimenn br

STYTTAN Horft til hafs verður afhjúpuð á sjómannadaginn austast á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Styttan er eftir Inga Þ. Gíslason og afhjúpar bróðir hans, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, styttuna. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, segir að styttan verði m.a. til þess að minna borgarbúa á að það voru fiskimenn sem breyttu bænum í borg. Ingi er látinn. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 649 orð

Kaffisala á sjómannadaginn er mikilvæg

Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík mun venju samkvæmt standa fyrir veitingasölu við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn, ásamt kaffisölu í félagsheimilinu Höllubúð að Sóltúni 20. Félagið var stofnað árið 1930 og var fyrsta kvennadeildin innan Slysavarnafélags Íslands, sem stofnað var tveimur árum fyrr. Um þrjúhundruð konur eru nú skráðir félagar. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Komið til móts við óskir feðra

FRÁ og með deginum í dag, 1. júní, verða breytingar á heimsóknartímum á sængurkvennadeild Landspítalans. Heimsóknartíminn lengist og mun standa yfir frá kl.14.00 til 21.00. Hann er hins vegar eingöngu ætlaður feðrum barna, systkinum og ömmum og öfum. Þessar breytingar eru gerðar fyrst og fremst vegna óska feðra um betra aðgengi. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Námsstyrkjum SPRON úthlutað í fyrsta sinn

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, hefur í fyrsta sinn veitt tíu námsmönnum styrki til áframhaldandi náms. Allir félagar í Námsmannaþjónustu SPRON eiga rétt á því að sækja um styrki og verður þeim hér eftir úthlutað árlega. Námsmannaþjónusta SPRON hefur verið í örri þróun sl. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Opið hús vegna 90 ára afmælis

OPIÐ hús verður hjá geðdeild Landspítalans í dag, sunnudag, í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar sem haldið var upp á með athöfn á Kleppsspítala síðastliðinn þriðjudag. Opið verður milli klukkan 14 og 18 og geta gestir skoðað sig um á Kleppsspítala, Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 648 orð

Rétt viðbrögð við slysum á sjó

ÚT HAFA komið á vegum slysa- og bráðamóttökudeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, tvö myndbönd, Á sama báti, læknisverk sjómanna, sem ætluð eru fyrir skipstjórnarmenn á fiskiskipum. Myndböndin sýna rétt viðbrögð við algengum slysum, sem sjómenn verða fyrir á sjó, oft á fjarlægum miðum. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Samstarf björgunaraðila verði styrkt

FJÓRÐA landsþing Landsbjargar, Landssambands björgunarsveita, hófst á Akureyri á föstudag en því lauk síðdegis í gær. Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, setti þingið og minntist m.a. á að stórt skref hefði verið stigið í björgunarmálum hér á landi í kjölfar stofnunar Landsbjargar fyrir tæpum fimm árum. Sagði hann mörg stóráföll hafa dunið yfir þjóðina síðustu misseri, m.a. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Sjálfboðavinna fyrir Barnaspítala Hringsins

ÞESSIR krakkur úr 7-M í Engjaskóla bökuðu 1.000 kleinur og seldu og gáfu ágóðann, 19.260 kr., til Barnaspítala Hringsins. Þetta var í tengslum við verkefni í Tilveru "Sjálfboðavinna Lion- Quest". Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Steingrímur Sigurgeirsson fréttastjóri erlendra frétta

STEINGRÍMUR Sigurgeirsson hefur verið ráðinn fréttastjóri erlendra frétta við Morgunblaðið. Ásgeir Sverrisson, sem gegnt hefur því starfi nokkur undanfarin ár, lét af því fyrr á þessu ári, þegar hann fór til námsdvalar á Spáni. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sumargleði Hananú í Gjábakka

SUMARGLEÐI Hana-nú verður í Félagsheimilinu Gjábakka í Kópavogi mánudagskvöldið 2. júní kl. 20. Félagar úr Bókmenntaklúbbi Hana-nú flytja færeyska ljóðadagskrá. Þar munu m.a. flutt ljóð eftir W. Heinesen, Christian Matras,, Hans Andrias Djuurhus, Simun av Skarði, Hedin Brú, Róa Patursson, Guðri Helmsdal, Carl Jóhan Jenssen o.fl. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sumarsýning í Þjóðarbókhlöðunni

SÝNINGIN Ísland ­ himnaríki eða helvíti? stendur yfir í Landsbókasafni Íslands ­ Háskólabókasafni í sumar. Henni er ætlað að vekja athygli á því hvernig erlendir menn hafa lýst Íslandi og Íslendingum fyrr á öldum eða í ritum frá byrjun 16. aldar fram á miðja 19. öld. Sýningin byggir á Íslandslýsingum og ferðabókum og myndum úr þeim. Meira
1. júní 1997 | Erlendar fréttir | 327 orð

Tengsl umhverfis og gáfna

NÝJAR danskar rannsóknir benda til þess að umhverfið hafi minni áhrif á gáfnafar en talið hefur verið og í dagblaðinu Politikenkemur fram að erfðaþátturinn sé sennilega mikilvægari. Eins og í öðrum rannsóknum kemur fram að gáfur barna hafa aukist undanfarna áratugi. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Tímamótasamkomulag NATO og Rússa

LEIÐTOGAR Atlandshafsbandalagsins, NATO, og Rússa undirrituðu tímamótasamkomulag um samstarf í varnarmálum í París á þriðjudag. Viðstaddir undirritun sáttmálans voru m.a. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Jacques Chirac Frakklandsforseti, Boris Jeltsín Rússlandsforseti og Davíð Oddson forsætisráðherra Íslands. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Tíu skip á veiðum ÚTLIT er fyri

ÚTLIT er fyrir að tíu íslensk skip verði að veiðum í dag, sjómannadaginn, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Átta íslensk skip eru við veiðar á Flæmska hattinum og eitt í Barentshafi skammt frá Svalbarða. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tölvustudd vinnslustjórn í bitavinnslu

PÉTUR Snæland kynnir MS-verkefni sitt við verkfræðideild Háskóla Íslands, mánudaginn 2. júní nk. klukkan 17:00. Kynningin fer fram í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeildar, stofu V158. Markmið verkefnisins var að þróa ný verkfæri sem stuðlað gætu að betri og öruggari ákvarðanatöku við vinnslustjórnun í fiskvinnslu, Meira
1. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Þrennupeningarnir til krabbameinssjúkra barna

RASTISLAV Lazorik skoraði sem kunnugt er þrennu í leik gegn Val í þriðju umferð Sjóvár- Almennra deildarinnar og fyrir það fær hann 100 þúsund krónur frá Lengjunni. Fyrir leiktímabilið ákváðu leikmenn Leifturs að ef þessi staða kæmi upp myndi fjárhæðin renna í sameiginlegan sjóð leikmanna, enda eiga margir leikmenn hlut að máli þegar skorað er. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þrír á sjúkrahús eftir veltu BIFREIÐ valt við F

BIFREIÐ valt við Fellabæ um klukkan 22 á föstudagskvöld og voru þrír menn fluttir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum virðist ökumaður bifreiðarinnar hafa misst vald á henni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Meira
1. júní 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ættarmót Lækjarbotnaættar

LÆKJARBOTNAÆTT heldur ættarmót á Laugalandi í Holtum 28. júní nk. Ættin hefur beitt sér fyrir skógrækt í Landsveit, gaf rafmagnshitun í Skarðskirkju og málaði kirkjuna. Ættin er kennd við Sæmund Guðbrandsson, hreppstjóra í Landsveit, og konu hans, Katrínu Brynjólfsdóttur, ljósmóður, segir í fréttatilkynningu. Ættarmótið hefst kl. fjögur með hátíðarmessu í Skarðskirkju. Sr. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júní 1997 | Leiðarar | 507 orð

HÁTÍÐISDAGUR SJÓMANNA

leiðari HÁTÍÐISDAGUR SJÓMANNA JÓMANNADAGURINN er í dag og í ár eru 60 ár liðin frá því er ákveðið var að tileinka sjómönnum þessa lands ákveðinn dag, mönnunum, sem um aldir höfðu dregið björg í bú og skapað verðmæti, sem lögðu grunninn að góðu mannlífi í þessu harðbýla landi. Meira
1. júní 1997 | Leiðarar | 1906 orð

KLEPPSSPÍTALINN, sem nú er hluti geðdeildar Landspítalans átti 90 á

KLEPPSSPÍTALINN, sem nú er hluti geðdeildar Landspítalans átti 90 ára afmæli sl. þriðjudag. Segja má, að viðhorf fólks til Kleppsspítalans og þær breytingar, sem á því hafa orðið, endurspegli þær breytingar, sem smátt og smátt hafa orðið á viðhorfi almennings til geðsjúkdóma og þeirra, sem hafa átt við þá að stríða. Meira

Menning

1. júní 1997 | Kvikmyndir | 1186 orð

Alltaf meira gaman að búa til þrívídd Árni Páll Jóhannsson er okkar reyndasti leikmyndahönnuður. Hann hefur unnið við um þrjátíu

ÁRNI Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður lærði ljósmyndun og átti litstækkunarfyrirtæki. Hann kenndi ljósmyndun við Myndlista- og handíðaskólann í tólf ár og lærði mikið af því, að eigin sögn. Hann hóf kvikmyndaferil sinn sem annar tökumaður í myndinni Rokk í Reykjavík ásamt fyrrverandi nemanda sínum, Ara Kristinssyni. Maður gerir allt Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 62 orð

Djasstríó Hauks Gröndal á Sóloni Íslandusi

DJASSTRÍÓ saxafónleikarans Hauks Gröndal leikur fyrir gesti kaffihússins Sólons Íslanduss næstkomandi þriðjudag, kl. 22. Hljómsveitina skipa, auk Hauks, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Agnar M. Magnússon píanisti. Á efnisskrá eru þekkt djasslög eftir kunna höfunda og m.a. hluti af efni sem Haukur flutti á burtfararprófstónleikum sínum frá Tónlistarskóla FÍH sem hann hélt fyrir stuttu. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Eltir kærastann

DÓTTIR Bills Clintons Bandaríkjaforseta, hin 17 ára Chelsea Clinton, hefur ákveðið að hefja nám við Stanford University í haust. Chelsea hefði getað valið sér skóla nær föðurhúsunum en valdi að fylgja hinum 19 ára kærasta sínum, Marc Mezvinsky, til Stanford. Marc og Chelsea hafa þekkt hvort annað í fjögur ár en Marc er sonur fyrrverandi stjórnmálakonu. Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 34 orð

ÉG

ÉG Ég er ekki barn náttúrunnar Asfaltið er iljum mínum kærast auðar regnvotar götur bakgrunnur drauma og martraða minna. Fjöllin fjarlæg umgerð dregin fínum dráttum á mörkum himins og jarðar. Ingibjörg Haraldsdóttir. Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 737 orð

Fáein orð um Inga Þ. Gíslason

FORMAÐUR Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson, hefur beðið mig um að skrifa fáein orð um bróður minn, Inga Þ. Gíslason, í tilefni þess, að í dag, á Sjómannadaginn, verður afhjúpuð við höfnina í Reykjavík höggmynd eftir hann af tveimur sjómönnum, sem horfa og benda til hafs. "Horft til hafs" hefur hún verið nefnd. Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 84 orð

"Fjórði tenórinn" fundinn

HLJÓMPLÖTUFYRIRTÆKIÐ Erato, sem gaf út fyrstu plötu tenórsöngvarans Roberto Alagna, hefur samið við annan tenórsöngvara, sem að sögn tímaritsins Gramophone er talinn geta gert tilkall til titilsins "fjórði tenórinn". Þetta er Argentínumaður, José Cura, og hann hefur fengið einn af "tenórunum þremur" til að leggja sér lið á fyrstu geislaplötunni. Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 268 orð

Fyrstu tónleikar sumarsins í Listasafni Sigurjóns

LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar gengst eins og undanfarin ár fyrir vikulegum sumartónleikum í sal safnsins á Laugarnesi á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Hefst tónleikaröðin næstkomandi þriðjudag, 3. júní, en þá munu Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Örn Magnússon píanóleikari flytja tríó op.11 eftir Ludwig van Beethoven, tríó op. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

Hefnir sín á Roseanne

FYRRVERANDI eiginmaður Roseanne, Tom Arnold, veit greinilega hvernig á að hefna sín. Í haust mun hann nefnilega byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt sem fjalla mun um mann nokkurn sem neyðist til að byrja nýtt líf þegar hin fræga eiginkona hans sparkar honum úr sjónvarpsþætti sínum. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Joan aftur í sviðsljósið

HVER man ekki eftir Joan Collins úr"Dynasty"-þáttunum? Leikkonan hefurhaft frekar hljótt um sig hin síðustu áren nú mun hún birtast áhorfendum aðnýju í sjónvarpsmyndaflokknum "Pacific Pallisades" en það er Aaron Spellingsem stendur á bak við gerð þáttanna. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Liz og Hugh enn saman

HUGH Grant og Liz Hurley fóru út að borða með systur hennar Kate og föður hans James þegar þau komu til London eftir að hafa verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Sögusagnir herma að parið hafi nýlega keypt hús í London, en sé ekki enn flutt inn. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Líkar mæðgur

SJÖ MÁNAÐA gömul dóttir Antonio Banderas og Melanie Griffith, Stella Carmen, þykir vera farin að líkjast mömmu sinni mjög mikið. Á myndinni má sjá þær mæðgur á flugvellinum áður en þær lögðu af stað til Mexíkó, þar sem Antonio var við tökur á myndinni "Zorro". Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 39 orð

Málverkasýning í Nelly's Café

VAPEN, Valdemar Bjarnfreðsson, opnar málverkasýningu í Nelly's Café í dag, sunnudag. Í kynningu segir að Valdemar Bjarnfreðsson hafi takið upp listamannsafnið Vapen. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til loka júnímánaðar. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 98 orð

Með snöruna um hálsinn

SNÖRUKJÓLAR og snörutoppar eiga síauknum vinsældum að fagna, ekki einungis hér á Íslandi heldur líka í Hollywood. Hver stjarnan á fætur annarri hefur sést með þessa kjóla hangandi um hálsinn og er Liz Hurley þar fremst í flokki en hún hefur lengi verið mikill aðdándi þessarar tegundar af fatnaði. "Snörukjólanir eru kynæsandi án þess samt að sýna of mikið. Meira
1. júní 1997 | Menningarlíf | 700 orð

Reykjavík, ljósmyndir og ljóð Reykjavík, ljósmyndir og ljóð nefnist sýning sem opnuð verður í Árbæjarsafni í dag, í húsi sem

GRÚTSYFJAÐUR leit ég út um baðherbergisgluggann minn í morgun og hann rammaði inn sínálæga Esjuna og sjálfan mig framandi í gamalli bylgjóttri rúðunni. Stundum er eins og þetta fjall sé eini fasti punkturinn í tilverunni, maður þekkir það jafnvel betur en sjálfan sig. Meira
1. júní 1997 | Kvikmyndir | 121 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNAStöð 220. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 131 orð

Tekur trúna fram yfir tískuna

ÍTALSKA fyrirsætan Antonella Moccia hefur ákveðið að gerast nunna eftir áralangan feril sem fyrirsæta. Antonella, sem gengur undir fyrirsætunafninu Hella, hefur m.a unnið fyrir hönnuðina Trussardi og Lauru Biaggiotti og hefur hún átt góðu gengi að fagna í starfi. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 131 orð

Vinkonur í og utan vinnunnar

LEIKKONAN Sharon Stone á hið flotta útlit sitt mikið til förðunardömunni Triciu Sawyer að þakka. Þegar Sharon tók á móti Golden Globe-verðlaununum í fyrra fyrir leik sinn í myndinni Casino þakkaði hún Triciu fyrir alla hjálpina. Tricia hjálpar nefnilega ekki bara Sharon með útlitið heldur eru þær stöllur líka mjög góðar vinkonur og hefur Tricia stutt Sharon óspart bæði í leik og starfi. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 51 orð

Virtar leikkonur gleðjast

GOLDIE Hawn og Sally Field eru góðkunnar og gamalreyndar leikkonur. Sú síðarnefnda afhenti þeirri fyrrnefndu verðlaun á samkomu Tel Aviv-sjóðsins í Los Angeles nýlega og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Þær virðast hafa verið ánægðar með lífið, ef marka má myndina. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Vorskemmtun Barnaspítala Hringsins

HIN ÁRLEGA vorskemmtun unglinga á Barnaspítala Hringsins var haldin fyrir skemmstu. Hún er ætluð þeim unglingum er þar dvelja þá stundina og einnig þeim sem hafa verið þar langdvölum á undanförnum árum. KK skemmti við góðar undirtektir og veitingar voru í boði Domino's. Skemmtu allir sér vel eins og meðfylgjandi mynd af nokkrum þátttakendum sýnir. Meira
1. júní 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Woods trúlofaður

LEIKARINN James Woods hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum um ævina. Hann er tvígiftur og nú á Cannes-hátíðinni tilkynnti hann trúlofun sína og leikkonunnar Missy Crider. Crider er 28 árum yngri en hann, 22 ára, frægust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum "Murder One". Hún kynnist James þegar hún lék dóttur hans í sjónvarpsþætti nýlega. Meira

Umræðan

1. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 304 orð

Ekki staðið við loforðið

HELDUR finnst mér ríkisstjórnin hafa farið faglega framhjá gefnu loforði um að lífeyrir ellilífeyrisþega og öryrkja skyldi hækka í samræmi við hækkun taxta lægstu launa. Eins og ríkisstjórninni er kunnugt hækkuðu taxtar fyrir neðan 70 þús. ekki um 4% heldur voru gerðar á þeim taxta tilfærslur sem skiluðu 12­13% hækkun og allt upp í yfir 20%. En samt komust þessir launþegar ekki upp í 70 þús. kr. Meira
1. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 740 orð

Reykjavíkurflugvöllur á næstu öld

SKÖMMU eftir hernám Breta á Íslandi vorið 1940 tóku þeir til við flugvallargerð í Reykjavík. Fyrir stríð voru til skipulagsdrög er gerðu ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni og þar var þegar kominn grasvöllur fyrir smávélar. Íslendingar munu hafa bent Bretum á þennan stað og hugsað gott til glóðarinnar að fá bærilegan flugvöll fyrir lítið. Meira
1. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 267 orð

"Sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er"

EKKERT er eins stórkostlegt og íslenska vorið, það er ekki bara að gróðurinn vaknar og dagurinn lengist heldur er það líka uppskerutími tónlistarfólks eftir annasaman vetur. Þetta sést best á óendanlegu framboði tónleika allt frá nemendum upp í heimsfræga listamenn svo að oft stendur maður alveg ruglaður og getur ekki valið á milli. Meira

Minningargreinar

1. júní 1997 | Minningargreinar | 456 orð

Árni Baldur Baldvinsson

Með þessum orðum vil ég minnast tengdaföður míns, sem varð bráðkvaddur aðfaranótt 25. maí sl. Árni var fæddur á Húsavík og voru foreldrar hans Baldvin (Skáldi) Jónatansson og Elinóra Ágústa Símonardóttir. Þau hjón voru um margt ólík. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 266 orð

ÁRNI BALDUR BALDVINSSON

ÁRNI BALDUR BALDVINSSON Árni Baldur Baldvinsson var fæddur á Húsavík 7. ágúst 1925. Hann lést aðfaranótt sunnudagsins 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Baldvin (Skáldi) Jónatansson frá Víðaseli, fæddur 30. september 1860, dáinn 28. október 1944, og Elinóra Ágústa Símonardóttir, fædd 1. ágúst 1892, dáin 8. desember 1984. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 100 orð

Árni Baldur Baldvinsson Á morgun kveð ég elskulegan tengdaföður minn, Árna Baldur Baldvinsson. Kynni mín af honum stóð í rúm

Á morgun kveð ég elskulegan tengdaföður minn, Árna Baldur Baldvinsson. Kynni mín af honum stóð í rúm þrjú ár og áttum við góðar stundir saman þennan stutta tíma. Hann var hjartahlýr og elskulegur tengdafaðir, þannig mun ég minnast hans. Árni var mjög félagslyndur og átti auðvelt með að kynnast öðru fólki og brjóta ísinn með umræðum, ef til þurfti. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Árni Baldur Baldvinsson Elsku afi. Nú ertu horfinn á braut, en ég veit þó að þú munt ávallt vaka yfir mér. Ég man alltaf þegar

Elsku afi. Nú ertu horfinn á braut, en ég veit þó að þú munt ávallt vaka yfir mér. Ég man alltaf þegar pabbi náði í þig og þegar þú komst í dyragættina fylltist maður hlýju og öryggi, sem ég fann alltaf í návist þinni. Ég man einnig eftir því að þú varst oftast hjá okkur í Fannafoldinni yfir jól og áramót, sem gerði þau enn skemmtilegri. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 780 orð

Eggert Ólafsson

Þegar fyrsta, milda vorregnið svalaði þyrstum grundum Eyjafjalla flutti Eggert á Þorvaldseyri yfir á þær duldu brautir, sem okkur öllum eru búnar og leiða til meiri starfa guðs um geim. Sviðið breytist en maðurinn er það verk, sem hann skapar. Fögru verki manns lýkur ekki við brotthvarf hans því "orðstír deyr aldreigi þeim er sér góðan getur. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 944 orð

Eggert Ólafsson

Ungur að árum var Eggert Ólafsson kjörinn í stjórn tveggja þýðingarmestu félagssamtaka sunnlenskra bænda, Búnaðarsambands Suðurlands og Mjólkurbús Flóamanna. Hann sagði mér að innkoma sín í stjórn Mjólkurbús Flóamanna 1942 hefði verið með sögulegum hætti. Aðeins einu sinni fór hann sem fulltrúi sveitar sinnar á aðalfund Mjólkurbúsins. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

EGGERT ÓLAFSSON

EGGERT ÓLAFSSONEggert Ólafsson var fæddur á Þorvaldseyri 29. júní 1913. Hann lést á heimili sínu að morgni 24. maí síðastliðins og fór útför hans fram frá Eyvindarhólakirkju 31. maí. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Karl Finnbogason

Afi minn, Karl Finnbogason, lést í janúar síðastliðnum á nítugasta aldursári. Afi ólst upp í Skarfanesi á Landi í torfbæ. Man ég svo vel eftir að hann minntist á kuldann í bænum á veturna og að hann hafi fengið fótabólgu af kulda. Þessar hugsanir streyma að, því afi var alltaf með svo gott minni og sífellt að minna mann á gæðin sem við höfum í dag og hvað ungt fólk hefur mikið frelsi. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 94 orð

KARL FINNBOGASON

KARL FINNBOGASON Karl Finnbogason var fæddur í Skarfanesi á Landi árið 1917. Hann lést 21. janúar síðastliðinn. Hann var sonur Elísabetar Þórðardóttur og Finnboga Höskuldssonar. Hann var yngstur tíu systkina. Ungur að aldri kvæntist Karl Svanfríði Guðjónsdóttur, f. 2.11. 1921, og eignuðust þau þrjú börn: Elísabetu, f. 21.5. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Ragnar Skarphéðinn Jóhannsson

Það er þriðjudagur 20. maí, sólin skín, ilmur gróðursins sem er að vakna eftir vetrarsvefn fyllir vitin, fuglarnir flögra syngjandi allt um kring uppteknir við að búa í haginn fyrir ungana sína sem senn líta dagsins ljós. Fullkomið jafnvægi og friður er yfir öllu. En í einu vetfangi breytist allt. Fuglarnir hætta söng sínum og sólin missir birtu sína, öll veröldin verður grá. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 30 orð

RAGNAR SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON

RAGNAR SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON Ragnar Skarphéðinn Jóhannsson fæddist í Reykjavík 2. október 1993. Hann lést af slysförum á Barðaströnd 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Brjánslækjarkirkju 28. maí. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Sara Kristinsdóttir

Í dag kveðjum við svo ofsalega góða vinkonu, Söru Kristinsdóttur. Þetta er svo óskiljanlegt, ég sit hér og er ekki enn búin að grípa þetta. Ótal minningar hafa flogið gegnum hugann og alltaf sé ég brosið hennar Söru fyrir mér. Við gátum setið og hlegið að engu tímunum saman. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Sara Kristinsdóttir

Það var rigning þegar þú kvaddir þennan heim en það rigndi enn meira í hjarta okkar. Þú birtist okkur sem sólargeisli og hvarfst aftur svo snöggt. Með fáeinum orðum viljum við fá að kveðja þig, elsku Sara. Aldrei hefði okkur dottið í hug að við þyrftum að kveðja þig svo fljótt. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Sara Kristinsdóttir

Elsku Sara. Ég minnist þess dags er ég hitti þig fyrst. Þú varst nýbyrjuð á sama vinnustað og ég og upp frá því hófst vinátta okkar. Strákarnir voru alltaf að tala um nýju stelpuna, hvað hún væri sæt og skemmtileg. Ekki leið á löngu þar til þeir voru farnir að senda þér blóm og semja ljóð um þig. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Sara Kristinsdóttir

Það var sem ísköld hönd nísti hjarta mitt þegar Stína vinkona mín hringdi í okkur hjónin sl. föstudag og tilkynnti okkur að Sara dóttir hennar hefði látist þá um nóttina. Hún Sara sem ég hafði hitt aðeins fáum dögum áður, geislandi af lífsorku og fjöri, nýbúin í prófunum og ævintýri sumarsins framundan. Þetta var svo ótrúlegt og óskiljanlegt. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SARA KRISTINSDÓTTIR

SARA KRISTINSDÓTTIR Sara Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1978. Hún andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði 23. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 30. maí. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 95 orð

Sara Kristinsdóttir Elsku Sara. Nú ert þú horfin úr okkar heimi. Við stöndum uppi með söknuð og trega, en samtímis þakklæti og

Elsku Sara. Nú ert þú horfin úr okkar heimi. Við stöndum uppi með söknuð og trega, en samtímis þakklæti og gleði yfir að hafa fengið að kynnast þér og deila með þér eftirminnilegum og góðum stundum. Við minnumst fallega brossins þíns og hlýju, sem við vorum svo heppnar að fá að njóta. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 305 orð

Sigríður Kolbeinsdóttir

Elsti einstaklingurinn í okkar samfélagi er nú látinn. Í gegnum tíðina höfum við ætíð litið upp til Sigríðar, bæði vegna þess að hún var elst í samfélagi heyrnarlausra og naut einnig mikillar sérstöðu þar. Sérstaða hennar fólst í því að í fjölskyldu hennar eru margir heyrnarlausir, sem er einstakt hér á landi. Heyrnarlausir, þar á meðal ég, litum til hennar með aðdáun. Meira
1. júní 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGRÍÐUR KOLBEINSDÓTTIR

SIGRÍÐUR KOLBEINSDÓTTIR Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir fæddist í Æðey við Ísafjarðardjúp hinn 10. ágúst 1900. Hún lést á Dvalarheimilinu Vinahlíð í Reykjavík hinn 20. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. maí. Meira

Daglegt líf

1. júní 1997 | Ferðalög | 694 orð

Bestu skoðunarsvæðin í heiminum

ANTARKTÍKA Á hjara veraldar innan um villta náttúrufegurð er að finna veislukræsingar hvalsins og augnakonfekt hvalaskoðarans. Þar eru m.a. hrefna, hnúfubakur, langreyður, sandreyður, steypireyður og búrhvalur auk háhyrninga og höfrunga. Erfitt og dýrt er að ferðast þangað, en vel þess virði vegna sögunnar, náttúrunnar og hvað það er afskekkt. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 632 orð

Bíllinn sóttur í Audi Center Kaup á nýjum bíl er næststærsta fjárfestingin í lífi flestra. Aðeins íbúðarkaup útheimta meiri

AUDI býður viðskiptavinum sínum að sækja bílinn í Audi Center í Ingolstadt þar sem sköpuð er umgjörð um afhendinguna á bílnum sem kaupandinn og fjölskylda hans muna eftir. Audi Center er stórfengleg bygging úr gleri og áli og eitt af kennimerkjum Ingolstadt. Þar ræður ríkjum meðal annarra Axel Just, einn af sölustjórum Audi. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 168 orð

Brimborg fær verðlaun frá Ford

FYRIR stuttu veitti Ford Brimborg hf. verðlaun fyrir að hafa náð sölu- og gæðamarkmiðum Ford en Brimborg var í hópi þriggja bestu umboðsmanna Ford í heiminum árið 1996. Umboðsmenn Ford utan Bandaríkjanna eru 153. Árið 1996 hóf Ford mikið gæða- og söluátak hjá umboðsmönnum sínum og sett voru gæða- og sölumarkmið sem allir þurftu að uppfylla fyrir árslok 1996. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 51 orð

Ferðalangar í Króatíu

FYRSTU níu mánuðina í fyrra lögðu 2,5 milljónir ferðamanna leið sína til Króatíu. Þetta þýðir að ferðamannastraumurinn til landsins er nú um helmingur þess sem hann var áður en stríðið braust út í fyrrum Júgóslavíu. Fjölmennastir eru Austurríkismenn og Þjóðverjar og næstir koma nágrannarnir frá Bosníu og Slóveníu. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 500 orð

Góð blanda

SIGURJEPPI Einars Þórs Gunnlaugssonar í fyrsta torfærumóti ársins um síðustu helgi sló í gegn í fyrstu tilraun, en jeppinn var smíðaður í vetur. Þetta er sannkallaður kokteill, blanda úr ýmsum farartækjum, en engu að síður eitt öflugasta ökutæki landsins. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 553 orð

Hjólreiðar og gönguferð með sögufróðleik

TILRAUN með nýjan þátt í ferðaþjónustu á Vestfjörðum verður gerð í sumar, rúta og reiðhjól, en með því er ferðamönnum boðið að aka og hjóla til skiptis á ákveðnum leiðum út frá áfangastöðum sérleyfishafa þar. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 115 orð

Honda CR-V uppseldur

HONDA CR-V jepplingurinn, sem er frumkynntur hjá Honda umboðinu um helgina, er þegar uppseldur hjá umboðinu. Fyrsta sendingin, 30 bílar, seldust áður en formleg kynning hófst á bílnum. Þá er von á tíu bílum til viðbótar 10. júní nk. og eru þeir allir seldir líka. Seinni í sumar koma 30 bílar og segir Geir Gunnarsson hjá umboðinu að farið sé að ganga verulega á þá pöntun. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 619 orð

Hvalur í návígi

VINSÆLDIR hvalaskoðunar vaxa enn. Stórfiskurinn í hafinu heillar ferðamanninn, hann birtist óvænt í nánd við skoðunarbátinn og leikur listir sínar. Spennan felst í því að enginn veit hverju skepnan kann upp á að taka. Hvalaskoðun er fíkn líkust, segja vanir menn, og á svipstundu umbreytast dæmigerðir skrifstofumenn og borgarbúar í ástríðufulla ævintýramenn. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 358 orð

Í Boston er hótel með leynihæð

ELGIR setja svip sinn á Tremont House-hótelið í Boston sem Flugleiðir bjóða viðskiptavinum sínum gistingu nú í sumar. "Ástæðuna má rekja til ævaforns félagskapar leikara sem nefndist Elgaklúbburinn," útskýrir Roger C. Baker, sölustjóri hótelsins. "Klúbburinn lét reisa húsið árið 1925 og skreytti það að innan með litlum elgshöfðum, m.a. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 1080 orð

Markverðir staðir og allir í göngufæri

TÚLIPANAR í skærum litum. Það er vor og Boston Comment, elsti almenningsgarður Bandaríkjanna, iðar af mannlífi og ilmandi gróðri. Ómur berst af saxófónleik, einhver djassari að spila þá tónlist sem borgin er svo fræg fyrir. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 180 orð

M-jeppinn kynntur í Bandaríkjunum

MERCEDES-BENZ M-jeppinn var kynntur í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar opnaði fyrirtækið sína fyrstu fólksbílaverksmiðju í Bandaríkjunum 21. maí nk. og þar verður M-jeppinn smíðaður. Auk verksmiðju hefur Mercedes-Benz byggt þar þjálfurnarstöð og gestamiðstöð sem sést í bakgrunni bílsins á myndinni að ofan. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 82 orð

Morgunblaðið/Halldór Hundraðasti

BIFREIÐAR og Landabúnaðarvélar afhentu í síðustu viku eitt hundraðasta Land Rover bílinn en fyrirtækið tók við umboðinu á síðasta ári af Heklu hf. Karl Óskarsson, sölustjóri hjá B&L, segir að ánægja ríki með viðtökurnar á Land Rover og salan aukist jafnt og þétt. Frá því hundraðasti bíllinn var afhentur hafa selst 10 bílar til viðbótar. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 97 orð

Nýr Pajero með GDI vél

MITSUBISHI Pajero með nýju útliti var kynntur í Tókíó um miðjan mánuðinn. Bíllinn er með nýja vatnskassahlíf og nýir stuðarar eru að framan og aftan. Meginbreytingin á Pajero er hins vegar ekki sjáanleg fyrr en vélarhlífin er opnuð. Bíllinn er nefnilega með nýrri 3,5 lítra, V-6 vél með beinni strokkinnspýtingu, svokallaðri GDI vél sem verður valbúnaður í bílinn fyrir japanska kaupendur. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 227 orð

Prowler smíðaður í næsta mánuði

FRAMLEIÐSLA á fyrstu Plymouth Prowler tveggja sæta sportbílunum hefst í næsta mánuði, fimm mánuðum síðar en Chrysler samsteypan ætlaði sér í upphafi. Fyrstu bílarnir verða sendir til umboðsaðila Plymouth í Bandaríkjunum sem mesta sölu hafa á stærstu mörkuðunum, svo sem New York, Los Angeles, Texas og Detroit. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 156 orð

REFSING VIÐ SÍMTALI Í BÍL Á SPÁNI

SPÁNN er vinsæll áfangastaður símaglaðra Íslendinga á sumrin. Landinn er gjarn á að taka handsíma (GSM) með í ferðalagið og ef hann leigir sér bifreið og síminn hringir er hann kominn í hættu. Svari hann í símann, spjalli með aðra hönd á stýri og er staðinn að verki af árvökulli umferðarlöggu verður hann umsvifalaust stöðvaður. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 222 orð

Sjónum ferðamanna beint að landnámi Ingólfs

LANDNÁMA býður ferðamönnum í sumar skoðunarferðir um Reykjavík og næsta nágrenni. Ferðirnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir litla hópa og markmiðið að leggja áherslu á sérstöðu Reykjavíkur sem landnámsjarðar Ingólfs og lista- og söguborgar með margar hliðar. Lágmarksfjöldi þátttakenda er fimm og hámarkið 25. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 938 orð

Sportlegur og fjölskylduvænn Alfa Romeo 146 ALFA Romeo er nú boð

ALFA Romeo er nú boðinn aftur til sölu á Íslandi eftir margra ára fjarveru en eins og kunnugt er tók Ístraktor hf. í Garðabæ við umboði fyrir Fiat og Alfa á síðasta ári. Alfa Romeo hefur alltaf vakið mikla athygli fyrir glæsilega hönnun. Þessi glæsileiki er aðalsmerki 146 sem var reynsluekinn í síðustu viku. Meira
1. júní 1997 | Ferðalög | 166 orð

Til sólarlanda án áfengis

ÍT-ferðir, ný ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðum íþróttahópa ásamt skemmtiferðum fyrir alls konar hópa, ætlar að bjóða óvanalegar sólarlandaferðir í sumar og haust. "Það eru margir sem kjósa að eyða frítíma sínum, innan lands sem utan, án áfengis og annarra vímuefna. Því er ætlunin að bjóða upp á sérstakar ferðir við þeirra hæfi," segir Hörður Hilmarsson, eigandi ÍT-ferða. Meira
1. júní 1997 | Bílar | 124 orð

Vél:

Vél: Þverstæð, fjögurra strokka, 1.970 rúmsentimetra, 150 hestöfl við 6.200 snúninga á mínútu. Tog: 187 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Tvöfaldur yfirliggjandi knastás og tvö kerti á hverjum strokki. Vökvastýri - veltistýri. Fimm gíra handskipting. Framhjóladrifinn. Rafeindastýrð Bosch Motronic innspýting. Sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun að framan og aftan. Meira

Fastir þættir

1. júní 1997 | Dagbók | 2873 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 30. maí - 5. júní: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23 er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
1. júní 1997 | Í dag | 513 orð

ARGT er manna bölið og misjafnt drukkið ölið, sögðu áar o

ARGT er manna bölið og misjafnt drukkið ölið, sögðu áar okkar. Þau orð standa enn í dag. "Mikil lifandis skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður" syngur þjóðkórinn enn sem fyrr og af ríkri innlifun. Samkvæmt fjárlögum líðandi árs á ríkisrekin einkasala áfengis að skila landssjóðnum sjö milljörðum króna. Meira
1. júní 1997 | Í dag | 45 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, sunnudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræð er í dag, sunnudaginn 1. júní, frú Sigrún Halldóra Ágústsdóttir, Blöndubakka 8, Reykjavík. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 2. júní, verður sjötíu og fimm ára Kristinn Gísli Magnússon, prentari, Keilugranda 2, Reykjavík. Meira
1. júní 1997 | Dagbók | 705 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. júní 1997 | Fastir þættir | 26 orð

Ferming 1. júní

Ferming 1. júní Ferming í Knappstaðakirkju í Fljótum sunnudaginn 1. júní kl. 15. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Fermdur verður: Rúnar Þór Númason, Reykjarhóli í Fljótum, Skagafirði. Meira
1. júní 1997 | Í dag | 326 orð

Fyrirspurn tilgatnamálastjóraÞAÐ

ÞAÐ vekur furðu að sandur í Austurstræti er ekki fjarlægður við verklok. Manni kynni að koma til hugar að maður sé staddur á Sprengisandi, því það eru hrúgur af sandi skildar eftir á hverjum degi. Aldraðir Reykvíkingar velta því fyrir sér hverjir bakkabræðra hafi tekið að sér verkstjórn, Gísli, Eiríkur eða Helgi. Meira
1. júní 1997 | Fastir þættir | 1207 orð

IBM fékk 7 milljarða auglýsingu fyrir sigurinn á Kasparov

3.­11. maí. Dimmblá, tölva IBM 3­ Kasparov 2. Skákeinvígið gífurlegur áróðurssigur fyrir IBM ÞRÓUN tölvuforritsins sem sigraði Kasparov hófst 1986, en IBM réð hönnuði þess til sín árið 1989. Síðan þá hefur hundruðum milljóna króna verið eytt í þróun þess og fátt til sparað. Einvígið nú í vor kostaði IBM 350 milljónir. Meira

Íþróttir

1. júní 1997 | Íþróttir | 44 orð

Atli ræddi við leikmenn

ATLI Hilmarsson, þjálfari KA, ræddi við ungverska leikmanninn Zsigmond, sem leikur með Fotex Veszprem, í gærmorgun og einnig við Kóreumanninn Beumayun Cho, sem leikur með japanska liðinu Nakamura Niyaki. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 226 orð

Bergsveinn meiddistBERGSVEINN Bergsveinsson, markvör

BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður, meiddist í upphitun og gat ekki leikið gegn Egyptum. "Ég tognaði á nára," sagði Bergsveinn. Þegar ljóst var að Bergsteinn gæti ekki leikið, fóru menn að leita að Reyni Þór Reynissyni út um allt, innan og utanhúss. Þá var nafn hans kallað upp í hátalarakerfi Dome Park-hallarinnar ­ hann beðinn að koma strax að bekk Íslendinga. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 302 orð

Besta byrjun Jóns Arnars

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Tindastóli, setti Íslandsmet í 100 m hlaupi í fyrstu grein tugþrautarmótsins í Götzis í Austurríki í gærmorgun. Jón hljóp á 10,56 sek. og bætti fyrra Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu. Það var í eigu Vilmundar Vilhjálmssonar, KR, frá árinu 1977 og Ármenningsins Einars Einarssonar í Ósló 1991. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 278 orð

"Ég er stoltur af strákunum"

"ÞEGAR viljinn er fyrir hendi getur allt gengið upp. Strákarnir voru ákveðnir að ná fimmta sætinu og með baráttu og dugnaði tókst þeim það. Ég er stoltur af þeim ­ það er mikill heiður fyrir mig að fá að þjálfa þá," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari sem var skælbrosandi eftir leikinn gegn Egyptum. Ég er mjög ánægður með leik liðsins í keppninni. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 136 orð

Ísland - Egyptaland23:20 Park Do

Park Dome-höllin í Kumamoto, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, leikur umfimmta sæti, laugardagur 30. maí 1997. Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 3:4, 4:6; 6:6, 7:6,, 9:7, 9:9, 10:9. 11:9, 12:10, 13:12,16:12, 19:14, 20:15, 22:17, 23:18, 23:20. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Rússar og Svíar í úrslitRÚSSAR mæta Svíum í úr

RÚSSAR mæta Svíum í úrslitaleik HM í dag, unnu Frakka í framlengdum spennuleik í gær, 25:24. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 21:21, en þá jöfnuðu Frakkar er tíu sek. voru til leiksloka, eftir að Rússar voru yfir 21:19. Frakkar voru yfir í framlengingu 24:23, Rússar jöfnuðu, Lavrov varði frá Frökkum þegar 40 sek. voru eftir og Pogorolov skoraði sigurmarkið er tíu sek. voru eftir, 25:24. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 534 orð

Siglt niður Níl

KUMAMOTO-ævintýrinu er lokið. "Strákarnir okkar" enduðu það á viðeigandi hátt, með siglingu niður Níl. Þeir buðu Egypta velkomna til leiks með því að leika píramídavörn gegn þeim ­ og þegar þeir voru búnir að ná góðum tökum á leiknum, voru Egyptar eins og steingerðir Sfinxar ­ það stóð ekki steinn yfir steini, þegar þeir voru reknir inn í píramídann. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 308 orð

"Sæll og glaður"

Ég er sæll og glaður ­ þetta er hreint stórkostlegt," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. "Þetta er samhentur og góður hópur sem hefur náð þessu markmiði. Það er sama hvern maður telur upp, allir sem hér er um að ræða eru miklir öðlingar og höfðingjar í þessu liði. Meira
1. júní 1997 | Íþróttir | 109 orð

Valdimar í heimsliðið VALDIMAR Grímsson hand

VALDIMAR Grímsson handknattleiksmaður hefur verið valinn í heimsliðið í handknattleik sem mætir danska landsliðinu í tilefni 50 ára afmælis danska handknattleikssambandsins í Kaupmannahöfn 4. ágúst. Það var þjálfaranefnd Alþjóða handknattleikssambandsins sem valdi heimsliðið. Valdimar Grímsson hefur einu sinni áður verið valinn í heimsliðið. Meira

Sunnudagsblað

1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 273 orð

1.716 námsmenn óskuðu eftir starfi

ATVINNUMIÐLUN námsmanna er nú með 1.716 námsmenn á skrá sem óskað hafa eftir sumarvinnu eða starfi til lengri tíma og er það um 300 fleiri en á sama tíma í fyrra, að sögn Erlu Hlínar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra atvinnumiðlunarinnar. Þegar hefur tekist að útvega um 490 námsmönnum sumarstarf eða til lengri tíma, þar með eru talin störf í gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2424 orð

Að vakna af draumi lífsins Hér á landi er hópur sem iðkar zen ­ hugleiðslu, sem hefur það eitt markmið að enduruppgötva

HEILINN þarf hvíld. Það er svo mikið af áreitum á öll skynfæri í dag. Við erum að nálgast aldamót, maðurinn hefur náð svo langt í tækni og tölvum, en eitthvað vantar; við erum stöðugt að fylgjast með, læra að hugsa flesta hluti upp á nýtt, en heilinn þarf hvíld til að kyrra og endurnýja skapandi hugsun, sem ber í sér visku og samlíðan sem kemur þér og öðrum til góða. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 206 orð

Alvöru hljómsveit

SUPERTRAMP þótti ein helsta öndvegissveit áttunda áratugarins, að minnsta kosti meðal þeirra sem léku ofurútsett skrautrokk. Á áttunda áratugnum dró nokkuð úr að einn stofnenda sagði skilið við félaga sína og níunda áratuginn hefur lítið heyrst frá Supertramp utan að safnskífa með helstu lögum seldist bráðvel. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 181 orð

Anaconda LENG

LENGSTA Anaconda- slangan sem staðfest vitneskja er um var 12,5 metrar á lengd en þjóðsögurnar í regnskóginum segja að til séu allt að því 30 metra langar slöngur, það hefur bara ekki tekist að veiða þær og mæla. Kvenslöngurnar er sterkara kynið hjá Anacondunni og miðað við þær eru karlarnir bæði rýrir og rindilslegir. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 745 orð

Arfleifðin helga

Föstudaginn 16. maí boðaði Kristnihátíðarnefnd til athafnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af samkeppni um merki "Kristnihátíðar árið 2000", en svo nefnist það hátíðahald, sem fyrirhugað er að efna til, þegar þúsund ár eru liðin frá kristnitökunni á Þingvöllum við Öxará. Kristnihátíðarnefnd hefur yfirumsjón með undirbúningi hátíðarinnar. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 746 orð

EGGJANIReru frægar í Íslendinga sögum en það er ekki ein

EGGJANIReru frægar í Íslendinga sögum en það er ekki einsog þær séu skáldlegur tilbúningur, svo mikilvægar sem þær eru bæði í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala. Mætti ætla að einhver leyniþráður lægi milli þessara eggjana í samtímasögunum og þeirra sem frægastar eru í Íslendinga sögum. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1153 orð

Einfættir farfuglar

ÞEGAR ég var að gera vorhreingerninguna í skrifborðinu hjá mér um daginn, rakst ég á nokkrar gamlar greinar, sem birtar höfðu verið í Morgunblaðinu endur fyrir löngu. Þar á meðal var ein af mínum uppáhaldsgreinum, frá 1987, sem ég ætla að biðja þá að prenta aftur, aukna og endurbætta. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1216 orð

Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga

Þrátt fyrir berangurslega ásýnd landsins eru raunveruleg gróðurskilyrði góð víðast hvar á Reykjanesskaga. Til forna þótti þar mikil veðursæld, samanber þá frásögn Sturlungu að á Reykjanesi hafi aldrei orðið "ófrjóvgir akrar". Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 3755 orð

ÉG FISKAÐI LÉTT Sjórinn hefur löngum verið líf og yndi Gríms Karlssonar fyrrverandi skipstjóra. Hann fæddist á Siglufirði og

Grímur Karlsson virðist við fyrstu sýn falla vel að almennum hugmyndum manna um hinn dæmigerða sjómann sem er þéttur á velli og þéttur í lund". Hann var líka að eigin sögn frá fyrstu tíð ákveðinn í að verða sjómaður. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 859 orð

Frá Himinlægju!

GÁRUHÖFUNDUR fékk upphringingu þegar himinlægjurnar voru á leið á Everesttind og Íslendingar biðu í ofvæni, jafnvel svo að meðan þeir biðu þess í Suðurskarði hvort þeir hefðu næga orku til að leggja aftur í efstu brekkuna voru þeir látnir eyða sínu dýrmæta súrefni í málæði. Sjálfir sögðu þeir að í þessu þunna lofti spöruðu þeir orðin sín á milli því hvert orð tæki orku. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 480 orð

»Góð frelsistilfinning GETIÐ ER nýrrar breiðskífu Ragnhildar Gísladó

GETIÐ ER nýrrar breiðskífu Ragnhildar Gísladóttur, Jakobs Magnússonar og bresks samverkamanns, Ragga & the Jack Magic Orchestra, sem gefin var út hér á landi í liðinni viku. Á þeirri plötu hljómar módernísk danstónlist að bresk- íslenskum hætti, ýmislegir nýstárlegir hljómar sem koma skemmtilega á óvart. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 3959 orð

Hlýtt fólk í köldu landi

SÖGUR af mannabyggð á Ammassalik-svæðinu í Austur-Grænlandi fengust ekki staðfestar fyrr en árið 1884. Margir leiðangrar höfðu lagt upp frá Evrópu til suðausturstrandar Grænlands frá því á 17. öld og allt fram á þá 19. í þeirri von að finna afkomendur norrænna manna, eða menjar um veru þeirra þar. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 625 orð

Hraðara, ódýrara, minna

EF TÖLVUEININGAR minnka jafnört og undanfarna áratugi, verður það sem nú hefur getu ofurtölva orðið nógu smátt til að rúmast í heimilistölvu eftir nokkra áratugi. Með nokkrum rétti má segja að tölvuöldin hafi byrjað með mönnum eins og Isaac Newton eða Blaise Pascal sem bjuggu báðir til reiknivélar úr tannhjólum og þvíumlíku. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1201 orð

Í leit að hamingjunni Hamingjan er ekki mælanleg vísindi, ekki frekar en gleði og sorg, hlátur eða grátur, og hamingjan verður

LOKSINS hefur það verið uppgötvað, sem okkur hefur alltaf grunað. Hér á Íslandi, já, hér upp á þessum kalda klaka á norðurhjara veraldar, býr sú þjóð, okkar þjóð, við sjálf, sem erum hamingjusamasta þjóðin í heiminum. Hvorki meira né minna. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Ísland ­ Finnland

ÍSLAND er gjarnan kallað land elds og ísa, Bandaríkin hafa orð á sér sem land tækifæranna og áfram mætti lengi telja. Eitt er það land sem alltaf hefur heillað mig þó ekki hafi ég þangað komið og það er land hinna þúsund vatna, endalausu skóga, löngu vetra og björtu sumarnátta eða öðru nafni Finnland. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 170 orð

Ísland í 38. sæti af 53 löndum

ÍSLAND er í 38. sæti á lista yfir 53 lönd þar sem mat er lagt á samkeppnishæfni þeirra á liðnu ári. Árið áður var Ísland í 27. sæti í samskonar úttekt. Listinn er byggður á úttekt Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í Sviss undir stjórn Jeffreys Sachs, virts þjóðhagfræðings við Harvard-háskóla. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1983 orð

Kexið að norðan

Kexsmiðjan á Akureyri var stofnsett í júlímánuði 1996. Fyrirtækið er í eigu Upphafs ehf. að 75% hluta og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að 25% hluta. Upphaf ehf. er í eigu þriggja Akureyringa og á félagið einnig 50% hlut í plastverksmiðjunni Akoplast á Akureyri á móti Plastprenti hf. í Reykjavík. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1040 orð

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga myn

ANACONDA hefur hitaskynjara og á ekki erfitt með að finna líkama með heitu blóði. Hún ræðst til atlögu, vefur sig utan um þig og faðmar þig þéttar en ástin þín. Síðan nýtur þú þeirra forréttinda að heyra beinin í þér brotna áður en krafturinn í faðmlaginu sprengir í þér æðarnar. Þá gleypir hún þig í heilu lagi. Anacondan er fullkomin drápsvél. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 159 orð

MYNDAsmiðs minnst

SALLY Harding var með helstu ljósmyndurum bresks dansheims og meðal annars mörgum Íslendingum að góðu kunn. Hún lést fyrir rúmu ári og til að minnast hennar settu vinir og kunningjar saman tvöfaldan safnpakka með myndum og tónlist. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1341 orð

ORGELSMIÐUR OG EYRARBAKKAORGELIN TVÖ

NÚ ER meira en tímabært að leggja orð í belg. Umræðan snýst um hvort lofa á nýrri iðngrein ­ orgelsmíði ­ að lifa á Íslandi, eða kæfa hana í fæðingu undir innflutningsskriðu. Vel að merkja: enginn krefst verndartolla á né niðurgreiðslna, aðeins jafnréttis við tilboð. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1318 orð

Óskarsverð- launafram- leiðandinn Saul Zaentz er afar vandlátur kvikmyndaframleiðandi og á sífellt í vandræðum með að fjármagna

Saul Zaentz er afar vandlátur kvikmyndaframleiðandi og á sífellt í vandræðum með að fjármagna myndir sínar innan Hollywood-kerfisins en þær hafa samanlagt hreppt 22 Óskarsverðlaun að sögn Arnalds Indriðasonar. Sú nýjasta er Enski sjúklingurinn, sem nýlega hlaut níu Óskarsstyttur. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 100 orð

Reykjanes ­ staða gróðurs og uppgræðslu Á AÐALFUNDI Skógrækt

Reykjanes ­ staða gróðurs og uppgræðslu Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var í Hafnarfirði sl. sumar héldu þeir Andrés Arnalds og Þröstur Eysteinsson erindi um stöðu og framtíðarmöguleika gróðurs og ræktunar á Reykjanesi sem athygli vöktu. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1047 orð

Spurt og svarað um Reykjanes og uppgræðslu þess

Skógræktarfélag Íslands lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsvarsmenn þriggja helstu bæjarfélaganna sem tengjast Reykjanessvæðinu: Spurningar A)Almenn afstaða til uppgræðslu og ræktunar. B)Afstaða til lausagöngu búfjár, staða, áform. C)Framtíðaráform sveitarfélagsins í uppgræðslu. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1606 orð

Stefnubreyting en í hvaða átt? Breski þingmaðurinn og fræðimaðurinn William Wallace er ekki í vafa um að nýafstaðnar kosningar í

WILLIAM Wallace dregur ekki fjöður yfir að hann sé ekki óhlutdrægur í mati sínu á kosningunum og pólitískri stöðu Bretlands, þegar hann velti fyrir sér til hvers Bretland sé" í fyrirlestri hjá dönsku utanríkismálastofnuninni. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 912 orð

Um skógræktarskilyrði á Reykjanesskaga

Á Reykjanesskaga, sem annars staðar á láglendi Íslands er eðlilegur hástigsgróður skógur eða kjarr, en í dag er aðeins lítill hluti hans klæddur þeim gróðri. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður, sem sumar tengjast náttúrunni en aðrar landnýtingu sem ekki er við hæfi. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 254 orð

UPPÚR ENGU

ÞAÐ ÞARF hvorki háan aldur né langan starfa til að komast á plast, eða svo fór í það minnsta með rokksveitina Woofer. Í vikunni kom út fyrsti geisladiskur Woofer, þriggja laga, þó sveitin sé ekki nema hálfs árs gömul. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 868 orð

Vinstrimenn sigurvissir og boða nýja von fyrir Evrópu Síðari umferð frönsku þingkosninganna fer fram í dag og segir Þórunn

FRAKKAR ganga að kjörborðinu í annað skipti á nokkrum dögum í dag og kjósa sér 577 þingmenn. Vinstrimenn höfðu betur í fyrri umferð kosninganna en báðar fylkingar virðast vera bjartsýnar á sigur í síðari umferðinni, þar sem úrslitin ráðast. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2044 orð

Víkingar í vestri Tryggð Íslendinga við gamla ættlandið kemur óvíða betur í ljós en innan Þjóðræknisfélags Íslendinga í

ÍSLENDINGAR eru víðförlir og það er nánast sama hvert farið er um heiminn, alls staðar finnst Íslendingur. Íslendingurinn virðist hafa mikla aðlögunarhæfni og eiga auðvelt með að samlagast öðrum þjóðum, en hann heldur jafnframt tryggð við samlanda sína og menningu. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1739 orð

Wu-Tang ORÐSINS BRANDUR Rappvinir bíða með öndina í hálsinum eftir að komast yfir breiðskífu Wu-Tang--klíkunnar bandarísku og

EITT sinn fyrir langa löngu fór indverskur búddamunkur, Tamo, til Kína til að nema við hið nafntogaða Shaolin-musteri þar sem munkarnir æfðu bardagaíþróttir á milli þess sem þeir íhuguðu fallvaltleika lífsins. Ábótinn vildi í fyrstu ekki hleypa Tamo inn en hann fór í nálægan helli og íhugaði af svo miklum krafti að augnaráð hans brenndi gat á hellisvegginn. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 504 orð

Æðakölkun

ALGENGUSTU afleiðingar æðakölkunar eru kransæðasjúkdómur og slag. Kransæðasjúkdómur getur leitt til hjartadreps, hjartabilunar, hjartsláttartruflana og dauða. Slag, sem getur verið annaðhvort blæðing eða blóðtappi í heila, leiðir oft til talerfiðleika, lömunar (oft í öðrum helmingi líkamans) og dauða. Í Evrópu og Norður-Ameríku eru afleiðingar æðakölkunar algengustu dánarorsakir karla og kvenna. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 981 orð

Öskjuhlíð ­ margþætt útivistarperla

Öskjuhlíðin er ein meginprýði Reykjavíkur, en samt mun staðreynd að tvö orð munu öðrum fremur koma upp í huga margra er nafnið ber á góma: Perlan og ólifnaður. Það er mikil einföldun, því Öskjuhlíðin er ein glæsilegasta útivistarperla höfuðborgarbúa, auk þess að vera lifandi og nærtæk kennslustofa í jarðfræði, fuglafræði og grasafræði fyrir fólk á öllum aldri. Meira
1. júní 1997 | Sunnudagsblað | 403 orð

(fyrirsögn vantar)

Háskóli Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í þjóðfræði við félagsvísindadeild. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslureynslu og rannsóknarstörf umsækjanda, svo og um áform hans í þeim efnum. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Störf hjá Kvennaathvarfi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.