Greinar þriðjudaginn 3. júní 1997

Forsíða

3. júní 1997 | Forsíða | 78 orð

Íhlutun í Sierra Leone

EFTIR árangurslausar sáttaumleitanir um helgina hefur Nigeríuher sent herlið til Sierra Leone. Samningamenn Nígeríumanna og Breta voru lengi bjartsýnir á að samkomulag tækist um að koma Ahmad Tejan Kabbah, forseta landsins, aftur til valda en á sunnudagskvöld var orðið ljóst að ekki yrði af friðsamlegri lausn. Innrás Nígeríumanna fór hægt af stað. Meira
3. júní 1997 | Forsíða | 554 orð

Krefjast endurskoðunar á stöðugleikasáttmála ESB

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, fól í gær Lionel Jospin, leiðtoga sósíalista, að mynda nýja stjórn í landinu en vinstriflokkarnir unnu mikinn sigur í síðari umferð kosninganna á sunnudag. Er jafnvel búist við fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar fyrir vikulok en sósíalistar geta ekki myndað stjórn einir án stuðnings kommúnista. Meira
3. júní 1997 | Forsíða | 262 orð

McVeigh fundinn sekur

TIMOTHY McVeigh var í gær fundinn sekur um að hafa sprengt upp alríkisbyggingu í Oklahomaborg í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1995 en þá týndu 168 manns lífi. Er það mannskæðasta hryðjuverk í sögu Bandaríkjanna. Meira
3. júní 1997 | Forsíða | 111 orð

Meirihlutinn í hættu?

KOSIÐ var til alríkisþingsins í Kanada í gær og töldu fréttaskýrendur að ríkisstjórn Frjálslynda flokksins, undir forystu Jeans Chrétiens, myndi halda velli en tapa fylgi, jafnvel meirihluta sínum á þingi. Meira

Fréttir

3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

10 ára afmæli friðarhlaups

10 ára afmæli friðarhlaups FRIÐARHLAUP '97 var hlaupið í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Um var að ræða boðhlaup nemenda í níu skólum á höfuðborgarsvæðinu sem hlupu eftir tveim leiðum, frá Austurbæjarskóla og Fossvogsskóla, í átt að Laugarnesskóla þar sem lokaathöfn fór fram með gróðursetningu á tré. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 688 orð

40 í fangageymslum

Í YFIRLITI helgarinnar eru skráð 9 innbrot, 16 þjófnaðir, 8 líkamsmeiðingar, 31 eignarspjöll, 2 nytjastuldir, 1 rán og 1 fíkniefnatengt mál. Afskipti þurfti að hafa af 54 vegna ölvunar og vista þurfti 40 manns í fangageymslum af ýmsum ástæðum. Átta aðilar meiddust í fjörutíu umferðaróhöppum er tilkynnt voru til lögreglunnar. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Áhyggjur af kjara- og heilbrigðismálum

RÚMLEGA 100 fulltrúar frá 45 félögum víðs vegar um land sátu föstudag og laugardag aðalfund Landssambands aldraðra sem fram fór í Hafnarfirði. Ólafur Jónsson fráfarandi formaður sambandsins segir að innan vébanda þess séu um 13 þúsund manns og að félög aldraðra séu starfandi í flestum þéttbýlisstöðum landsins. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 431 orð

Álíka margir kusu og undirrituðu kröfu um kosningu

HANS Markús Hafsteinsson guðfræðingur, hlaut 1.376 atkvæði í prestskosningunum sem fram fóru í Garðaprestakalli á sunnudag. Sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, hlaut 701 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 87. Á kjörskrá voru 6.985 en af þeim kusu 2.164 og var kosningaþáttaka um 32,3%. Kosningin er því ekki bindandi. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Blásið í lúðra

LANDSMÓT skólalúðrasveita var haldið um helgina í Reykjavík. Þátttakendur, sem komu víðs vegar að af landinu, voru um 700 auk 100 fararstjóra. Alls tróðu 27 hljómsveitir upp á landsmótinu, sem hófst formlega síðastliðinn föstudag með ávarpi Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa og formanns fræðsluráðs. Eftir setningarathöfnina voru haldnir tónleikar. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

BYKO kaupir rekstur Metró

SAMNINGUR á milli BYKO hf. og Bílanausts hf. um kaup BYKO á rekstri bygginga- og heimilisvöruverslunarinnar Metró á Akureyri eru á lokastigi. Að sögn Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra BYKO, er stefnt að því að reka alhliða byggingavöruverslun í húsnæði Metró á Furuvöllum 1 sem áfram verður í eigu eigenda Bílanausts. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Dagsbrún hvetur til samstöðu

FRAMHALDSAÐALFUNDUR Dagsbrúnar hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Framhaldsaðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar haldinn 30. maí 1997 ítrekar fyrri stuðningsyfirlýsingu félagsins sem samþykkt var 30. apríl sl. og hvetur verkafólk um allt land til að sýna samstöðu með félögum sínum fyrir vestan sem standa nú í verkfalli. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 222 orð

Deilt um morð þriggja landsala

Ísraelska lögreglan kvaðst, á sunnudag, hafa óyggjandi sannanir fyrir því að palestínska sjálfstjórnin bæri ábyrgð á morðum a.m.k. tveggja palestínskra landsala auk þess að vera viðriðin mannránstilraun. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Deyjandi einstaklingar þurfa sérstaka umönnun

Fjöldi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum sækir þessa dagana fróðleik í sínu fagi, þar sem ýmist er nýlokið ráðstefnum, þær standa yfir eða eru framundan. Þannig hafa hjúkrunarfræðingar nýlokið málþingi um lífsgæði sjúklinga. Í gær og í dag stendur yfir norræn ráðstefna á vegum Nordisk Förening för Psykosocial Onkologi. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 266 orð

Doktor í sameindalíffræði

BJÖRN Lárus Örvar varði doktorsritgerð sína í plöntusameindalíffræði við háskólann í Bresku-Kólumbíu, Kanada, 24. maí sl. Heiti ritgerðarinnar er "The effects of wounding response and cytosolic ascorbate peroxidase levels on ozone susceptibility in ozone- sensitive tobacco cultivar". Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 1415 orð

Eigum að gera ESB líkara Norðurlöndunum

MARGARETA Winberg, atvinnumálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í sænsku ríkisstjórninni, hélt ræðu við stofnun Íslenzk- sænska verzlunarráðsins í gær. Þar var umræðuefni hennar norrænt samstarf á evrópskum vettvangi. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 544 orð

Ekki enn farið að selja kvóta

VESTFIRSKIR útgerðarmenn sem rætt var við í gær bundu vonir við að skriður kæmist á samningamál á fundi verkfallsmanna á Vestfjörðum og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í gær. "Ennþá erum við ekki í neinum vandamálum en ef þetta heldur áfram í einhverjar vikur í viðbót þá liggur ljóst fyrir að það verður farið að selja einhvern kvóta," sagði Magnús Reynir Guðmundsson, Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Engar ákvarðanir eftir óformlegan fund

FULLTRÚAR vinnuveitenda og Alþýðusambands Vestfjarða áttu óformlegar viðræður við ríkissáttasemjara í gær eftir að miðlunartillagan var felld í atkvæðagreiðslu félaga ASV en ekkert var afráðið með framhald. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Everestfararnir Svangir menn í London FYRSTA verk Einars K

FYRSTA verk Einars K. Stefánssonar eftir að hann kom til London var að fara á hamborgarastað og raða í sig tveimur tvöföldum hamborgurum. Hann var þá nýkominn úr flugi þar sem hann borðaði tvisvar sinnum margréttaða máltíð. Einar sagði að hann hefði óslökkvandi þörf fyrir að borða eftir að hann kom af tindinum. Fjallgangan reyndi mikið á líkamlegt þrek þremenninganna. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Fékk sjöunda skírteinið

"MUGGUR Matthíasson er einn tryggasti nemandi okkar. Í hvert sinn sem hann hefur fengið brautskráningarskírteini hefur hann sótt um nám að nýju. Hann hefur í dag fengið 7. skírteinið," sagði Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmennaskólans á Akureyri, við skólaslit sl. laugardag. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Félagsdómur segir samúðarverkfall Hlífar lögmætt

FÉLAGSDÓMUR hafnaði í gær kröfum VSÍ um að lýsa samúðarverkfall Hlífar í Hafnarfirði vegna verkfallsins á Vestfjörðum ólögmætt. Samúðarverkfall Hlífar hófst 21. maí og gildir um löndun og afgreiðslu skipa sem gerð eru út frá Vestfjörðum af atvinnurekendum sem verkföll stéttarfélaga á Vestfjörðum taka til. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 265 orð

Fjölmenni í poppmessu í flugskýli

GLAÐBEITTUR hópur ungmenna, um 360 talsins, steig út úr Lockheed- Tristar breiðþotu flugfélagsins Atlanta á Akureyrarflugvelli á sunnudag og skundaði beint í flugskýli Flugfélags Norðurlands. Þar var haldin poppmessa að viðstöddu fjölmenni, en gestirnir eru félagar í æskulýðsfélögum kirkjunnar á Reykjavíkursvæðinu. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Flytur fyrirlestra um heilsu kvenna

DR. FARIDA Sharan heldur kvöldfyrirlestra dagana 4. og 5. júní nk. í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, kl. 20. Í fyrri fyrirlestrinum fjallar dr. Sharan um heilsufar kvenna og hamingju. Í seinni kvöldfyrirlestrinum, hinn 5. júní, mun hún fjalla um að taka ábyrgð á eigin heilsu. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Foreldrar barna með geðræn vandamál stofna stuðningshóp

STOFNFUNDUR stuðningshóps foreldra barna með geðræn vandamál verður haldinn í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu 9, miðvikudaginn 4. júní kl. 20.30. Framsögu hefur Þröstur Guðmundsson. Rætt verður um geðheilbrigðisþjónustu við börn, stöðu barna- og unglingageðdeildar og hvernig foreldrar geta tekið höndum saman til þess að koma málum barna sinna áleiðis í kerfinu. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 290 orð

"Fótboltalög" samþykkt

NEÐRI deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er varðar rétt til beinna sjónvarpsútsendinga frá knattspyrnuleikjum á Spáni. Hart hefur verið deilt um frumvarp þetta, sem er hápólitískt og snertir m.a. samkeppnisstöðu einkarekinna sjónvarpsstöðva gagnvart spænska ríkissjónvarpinu og lagalegt gildi gerðra samninga. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fundir á Vestfjörðum

VINNUHÓPUR þingflokks framsóknarmanna um stöðu byggðamála heldur fundi á Vestfjörðum í vikunni. Er ráðgert að halda slíka fundi í öllum kjördæmum. Vinnuhópinn skipa Gunnlaugur Sigmundsson, Magnús Stefánsson, Stefán Guðmundsson og Valgerður Sverrisdóttir og hefur hann starfað í framhaldi af ráðstefnu sem var haldin í janúar. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Fyrirfór sér með öflugri sprengju

TÉKKNESKI sprengjusérfræðingurinn Bohumil Sol, sem var kallaður "faðir semtexins", hefur svipt sig lífi með heimasmíðaðri sprengju sem innihélt þetta alræmda sprengiefni. Sprengjan var svo öflug að tékkneska lögreglan var í fyrstu ekki viss um hversu margir hefðu beðið bana og það tók hana sólarhring að finna allar líkamsleifar Sols. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 407 orð

Færri í stjórn og fleiri konur

NÝ RÍKISSTJÓRN verður mynduð í Frakklandi á næstu dögum undir forsæti Lionels Jospins og eru þegar hafnar vangaveltar um hverjir muni skipa helstu ráðherraembætti. Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er talinn koma sterklega til greina sem utanríkisráðherra en sjálfur segir hann allt tal um slíkt einungis vangaveltur. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Gafst upp á miðri leið

SUNDMAÐURINN Heimir Arnar Sveinbjörnsson, sem ætlaði að synda úr Viðey inn í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn, gafst upp þegar hann var um hálfnaður. Að sögn Heimis hafði hann hreinlega ekki nóga líkamsfitu til þess að verja sig gegn kuldanum. Heimir var búinn að synda í 52 og hálfa mínútu þegar hann var tekinn upp í fylgdarbát björgunarbátsins Henrys A. Hálfdánarsonar. Meira
3. júní 1997 | Landsbyggðin | 141 orð

Græna stjarnan á Skeiðflöt

Fagradal-Þegar keyrt er um suðurlandsveg taka margir vegfarendur eftir grænni stjörnu sem er í brekkunni sunnan við bæinn á Skeiðflöt í Mýrdal. Stjörnunni er haldið við með því að strengja band milli hæla sem alltaf er haldið við í brekkunni og borinn er á hana áburður á vorin. Þannig er hún grænni en annar gróður í brekkunni. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Gæslan vill 26 millj. en útgerð býður 800 þúsund

ÁGREININGUR um björgunarlaun til Landhelgisgæslunnar og áhafnar varðskipsins Týs vegna björgunar hollenska flutningaskipsins Hendrik B., sem áhöfnin yfirgaf úti á rúmsjó þann 29. desember 1994, er nú kominn til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Gæslan krefst 26 milljóna króna björgunarlauna en hollenska útgerðin hefur boðið um 800 þúsund krónur. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Gætu hafist um næstu áramót

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir, formaður stefnumótunarnefndar um endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla, segir það jafnvel geta komið til framkvæmda þegar á næsta skólaári að samræmd próf í tíunda bekk grunnskóla verði lögð fyrir tvisvar á ári, fyrir áramót og að vori. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

Harðir dómar yfir Bandidosmeðlimum

TVEIR meðlimir mótorhjólaklúbbsins Bandidos hafa verið dæmdir í tíu og ellefu ára fangelsi fyrir drápstilraun á Vítisengli á síðasta ári. Sá sem fékk þyngri dóm var auk drápstilraunar dæmdur fyrir brot á vopnalögunum. Vinur þeirra fékk fjögur ár fyrir að hafa aðstoðað þá. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Harður árekstur við Rauðavatn

HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á mótum Breiðholtsbrautar og Suðurlandsvegar við Rauðavatn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild en var ekki talinn alvarlega slasaður. Meira
3. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Hákarl í lauginni.

Flateyri-Hætt er við að mönnum bregði allnokkuð í brún þegar þeir bregða sér næst í sund í sundlaug Flateyrar. Sundlaugin hefur verið lokuð að undanförnu vegna málningarvinnu, aðallega við sundlaugarbotninn. Í grynnri enda sundlaugarinnar blasir nefnilega við mönnum hákarl einn með blóðugar tennur, tryllt augnaráð og sveigðan sporð. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Hátíðarhöld í blíðskaparveðri

SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Akureyri á sunnudaginn. Sjómannadagsráð stóð fyrir fjölskylduhátíð við Oddeyrarbryggju og þangað kom mikill fjöldi fólks á öllum aldri og skemmti sér vel. Hátíðin hófst með ávarpi Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns og formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis, en síðan sté Magnús Scheving á svið og brá á leik með gestum. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 98 orð

Hörð átök í Seoul

SUÐUR-kóreskur lögreglumaður lést á sjúkrahúsi í Seoul í gær eftir að hafa særst í hörðum átökum við herskáa námsmenn sem hafa efnt til mótmæla í fjóra daga og krafist afsagnar Kims Young-sams forseta. Sjónarvottar sögðu að þúsundir námsmanna hefðu brotist framhjá röð lögreglumanna umhverfis eina af byggingum Hanyang-háskóla. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Íþróttaráðherrar halda fund

Íþróttaráðherrar halda fund Í TILEFNI Smáþjóðaleikanna, sem standa hér á landi til 7. júní nk. verður haldinn óformlegur fundur íþróttaráðherra landanna, sem taka þátt í leikunum, en þau eru auk Íslands, Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marinó. Meira
3. júní 1997 | Landsbyggðin | 288 orð

Jóhann Rafnsson gefur Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt

Stykkishólmi-Jóhann Rafnsson afhenti nýverið Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt að gjöf. Gjöfin er mikils virði fyrir Hólmara því safn Jóhanns geymir yfir 3.000 myndir og langflestar þeirra tengjast Hólminum. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

JÓN GUÐMUNDSSON

LÁTINN er Jón Guðmundsson, bóndi og fræðimaður á Fjalli á Skeiðum. Var hann fæddur 3. nóvember 1919 á Fjalli, yngstur sex systkina. Jón Guðmundsson tók tvítugur próf frá Héraðsskólanum að Laugarvatni og Samvinnuskólanum tveimur árum síðar. Stundaði hann landbúnaðarnám í Bandaríkjunum árið 1951. Hann gerðist bóndi á Fjalli 1944. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Kveikt í Snælandsskóla

Kveikt í Snælandsskóla BROTIST var inn í kennslustofu í Snælandsskóla í Kópavogi og kveikt í gluggatjöldum og borðum á sunnudagskvöld. Slökkviliðið var kallað á vettvang og gekk því greiðlega að slökkva eldinn og reykræsta skólann. Meira
3. júní 1997 | Landsbyggðin | 249 orð

Kynning á skóla, landbúnaði og Borgarfirði

LANDBÚNAÐARSÝNING verður á Bændaskólanum á Hvanneyri dagana 4. til 6. júlí næstkomandi. Sýningin verður haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi og víðar um Borgarfjörð, meðal annars á Hvanneyri. "Sýningin er haldin til að kynna skólann, landbúnaðinn og Borgarfjörð. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Kærður fyrir veiðar á sjómannadegi

SJÓMANNASAMBAND Íslands hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur útgerðaraðilum línubátsins Hrannars frá Hafnarfirði sem var að veiðum á Reykjaneshrygg síðastliðinn sunnudag á lögbundnum frídegi sjómanna. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hefur málið einnig til athugunar. Meira
3. júní 1997 | Landsbyggðin | 75 orð

Landsbankahlaup á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði-Hið árlega Landsbankahlaup var hlaupið á Fáskrúðsfirði laugardaginn 24. maí sl. Góð þátttaka var í hlaupinu enda má segja að þetta hafi verið fyrsti dagur sumarsins með sól og 15 stiga hita. Að hlaupi loknu fengu allir keppendur viðurkenningu frá Landsbankanum og þrír fyrstu í hverjum aldursflokki fengu styttu. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 403 orð

Lausn fundin í laxadeilu ESB og Norðmanna

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) samþykkti á fundi sínum á sunnudagskvöld samkomulag það náðst hafði milli Norðmanna og Sir Leons Brittans, sem fer með utanríkisviðskipti í framkvæmdastjórninni, fyrr um daginn um innflutningstakmarkanir á norskan lax, í stað refsitolla. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 374 orð

Mestu breytingar í sögu skólans

MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 23. maí. Nýtt og glæsilegt verknámshús fyrir Hótel- og matvælagreinar mun senn vera miðstöð fyrir allt slíkt nám hérlendis og eru það mestu breytingar sem orðið hafa í sögu skólans. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 167 orð

Metfækkun ofbeldisglæpa

OFBELDISGLÆPUM fækkaði um 7% í fyrra miðað við árið áður og hefur ekki fækkað jafn mikið í að minnsta kosti 35 ár, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bandaríska alríkislögreglan FBI birti á sunnudag. Þetta er fimmta árið í röð sem ofbeldisglæpunum fækkar. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Mikið sorp í Suðurskarði

MIKIÐ rusl hefur safnast fyrir í Suðurskarði þar sem efstu tjaldbúðir eru á Everest, en í áratugi hugsuðu fjallgöngumenn lítið um að reyna að taka til eftir sig. Þeirra eina hugsun var að komast upp á tindinn, hvað sem það kostaði. Á seinni árum hefur verið gert átak í að hreinsa sorp af fjallinu, en miklir erfiðleikar eru við að ná því úr Suðurskarði sem er í 8.000 metra hæð. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1902 orð

Miklir erfiðleikar mættu Everestförunum á leiðinni á tindinn

"ÉG VAR ekki öruggur um að okkur myndi takast að ná tindinum fyrr en við komumst upp á Suðurtind og sáum upp á Hillary-þrep. Veðrið var búið að vera vont á leiðinni, færið erfitt og við vorum seinir upp. Maður barðist því við efann allan tímann. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Milljarðatjón í borginni San Sebastian

TJÓN sem talið er nema milljörðum króna varð í borginni San Sebastian á Norður-Spáni á sunnudag þegar yfir gekk gífurleg úrhellisrigning. Borgarstjórn San Sebastian hefur farið fram á að lýst verði yfir neyðarástandi og beðið stjórnvöld í Madrid um fjárhagsaðstoð. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Morgunblaðið/Björn Ólafsson 1) ÞAÐ var um kl. 7:15 að íslenskum

Morgunblaðið/Björn Ólafsson 1) ÞAÐ var um kl. 7:15 að íslenskum tíma 21. maí semEverestförunum tókst aðkomast á tind Everest. Ferðinvar erfið og menn voru þvíglaðir þegar takmarkinu varnáð. Það var þó erfitt að nábrosinu á filmu. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Morgunblaðið/Margrét Þóra Sjómenn heiðraðir ÞRÍR sjóme

Morgunblaðið/Margrét Þóra Sjómenn heiðraðir ÞRÍR sjómenn voru heiðraðir á Akureyri nú á sjómannadaginnog fór athöfnin fram við minnisvarða um týnda sjómenn viðGlerárkirkju. Þeir sem heiðraðir voru að þessu sinni voru Agnar B. Óskarsson, Gylfi Heiðar Þorsteinsson og Jón Sigurðsson. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Nauðlending á túni við Keldur

EINS hreyfils flugvél, af gerðinni Cessna 152 C, nauðlenti á túni við Keldur á sunnudagskvöld. Talið er að eitthvað hafi brotnað í hreyfli vélarinnar. Nauðlendingin gekk vel og tvo menn sem í henni voru sakaði ekki. Virtist flugvélin vera lítið sem ekkert skemmd eftir lendinguna. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Nýr stuðningshópur og opið hús

GEÐHJÁLP, félag fólks með geðræna sjúkdóma og aðstandendur þeirra, mun standa fyrir stofnun stuðningshóp fyrir foreldra barna með geðræn vandamál á miðvikudagskvöldið. Að sögn framkvæmdastjóra samtakanna, Ingólfs H. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Samið um þátttöku í umhverfisfræðslu

Samið um þátttöku í umhverfisfræðslu SAMNINGUR um þátttöku Íslands í GLOBE-verkefninu, sem er fjölþjóðlegt umhverfisfræðsluverkefni, var undirritaður síðastliðinn föstudag. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 465 orð

Samtals verið úthlutað 260 milljónum króna

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1997 og er þetta í tuttugasta skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Til úthlutunar í ár koma allt að 5.000.000 króna og þar af rennur helmingur til Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns, en alls bárust 74 umsóknir um styrki að fjárhæð 48,5 milljónir króna og fengu 18 umsækjendur styrki. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 175 orð

Sátt um landamæri

FORSETAR Rúmeníu og Úkraínu skrifuðu í gær undir sáttmála sem gæti aukið möguleika Rúmena á að fá fljótan aðgang að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Emil Constantinescu, forseti Rúmeníu, og Leoníd Kútsma, Úkraínuforseti, skrifuðu undir sáttmálann, sem kveður á um lausn landamæradeilna sem staðið hafa síðan þýskir nasistar og Sovétríkin gerðu með sjér samkomulag fyrir um það bil 60 árum. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 458 orð

Seðlabankinn herðir róðurinn gegn stjórninni

ÞRÍR fulltrúar bankaráðs þýska seðlabankans, Bundesbankans, gagnrýndu áform þýsku stjórnarinnar um endurmat á gullforða ríkisins opinberlega í gær. Seðlabankinn og ríkisstjórnin eiga í harðri togstreitu um málið og hefur seðlabankinn ekki áður beitt sér þetta opinskátt gegn stjórninni. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Selfosskirkja opin ferðafólki í sumar

SELFOSSKIRKJA er opin alla daga ferðamönnum og öðrum sem leið eiga um Selfoss. Húsið er opið frá kl. 10­17 og er starfsfólk reiðubúið til leiðsagnar gestum og gangandi sem þangað koma. Þetta er annað sumarið í röð sem Selfosskirkja reynir að koma til móts við þann áhuga sem fólk á ferðalögum hefur til að skoða kirkjubyggingar og staldra við í kyrrð helgidómsins á bakka Ölfusár. Meira
3. júní 1997 | Miðopna | 676 orð

Sjálfbær gróðurframvinda Vísindamenn hjá Landgræðslunni láta sér ekki nægja að skoða þann hluta jurtanna sem vex upp úr

ÉG KYNNTIST vandamálum gróðureyðingar í uppvexti mínum þegar ég vann hjá Landgræðslunni á sumrin. Mér þótti þetta heillandi svið, menntaði mig til að geta tekist á við vandamálin og tókst að fá starf við það," segir Sigurður Greipsson líffræðingur hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 301 orð

Sjö fyrstu laxarnir úr Norðurá

Sjö laxar voru komnir á land úr Norðurá í Borgarfirði á hádegi í gær, en enn var beðið eftir fyrstu löxunum úr Þverá og Laxá á Ásum. "Áin er að hreinsa sig núna og við höfum séð talsvert af laxi að ganga, bæði á Stokkhylsbroti og uppi í Fossi," sagði Friðrik Þ. Stefánsson formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við blaðið í gærdag. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Skuldir og eignir jukust jafnt á síðasta ári

SKULDIR íslenskra heimila jukust um 25 milljarða á föstu verðlagi á síðasta ári en í fyrsta skipti frá 1980 jukust eignir jafnmikið. Langstærstur hluti skuldanna tengist fjármögnun náms, íbúðarhúsnæðis og annarrar eignaöflunar. Kemur þetta fram í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins, riti Seðlabankans. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Smáþjóðaleikarnir settir

SJÖUNDU leikar smáþjóða í Evrópu voru settir við hátíðlega athöfn á Laugardalsvelli í gær. Átta þjóðir senda keppendur á leikana, sem standa yfir fram á laugardag. Að hefðbundnum athöfnum loknum, voru sýndir íslenskir og suður-amerískir dansar auk glímu og fimleika. Á myndinni sýna fimleikastúlkur úr Hlín listir sínar. Keppni hefst á Smáþjóðaleikunum í dag. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð

Stefnt að stofnun almenningshlutafélags

ÍSLENZKUM aðalverktökum var breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag á fundi eigenda fyrirtækisins síðastliðinn laugardag. Hið nýja hlutafélag hefur tekið við öllum rekstri og skuldbindingum sameignarfélagsins. Verksvið fyrirtækisins hefur verið víkkað, að sögn Jóns Sveinssonar stjórnarformanns. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 624 orð

Stærsti hópur stúdenta sem brautskráður hefur verið

Vestmannaeyjum-Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu og nemendur brautskráðir. 37 nemendur voru brautskráðir af ýmsum brautum skólans en 27 nemendur luku stúdentsprófi, sem er mesti fjöldi stúdenta sem útskrifaður hefur verið í einu í sögu skólans. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Svíar verja vegabréfasambandið

MARGARETA Winberg, atvinnumálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í sænsku stjórninni, segir að norræna vegabréfasambandinu verði ekki fórnað er Schengen-vegabréfasamstarfið verði innlimað í Evrópusambandið. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sýning á verkum nemendaí Grandaskóla

NEMENDUR í 7. bekk Grandaskóla hafa í vetur tekið þátt í samstarfsverkefninu Comenius á vegum Evrópusambandsins. Comenius er liður í Sókrates- áætlun ESB sem ætlað er að stuðla að auknum samskiptum milli Evrópuríkja. Löndin fjögur sem unnu saman að þessu sinni voru Danmörk, N.- Írland, Holland og Ísland. Verkefnin fólust í bréfasamskiptum á milli nemenda. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Talebanar umkringdir

HERSVEITIR Taleban-hreyfingarinnar í Afghanistan eru nú umkringdar í borginni Pul-i-Khumri, í norðurhluta landsins og óvinaherir sækja að þeim úr norðri og suðri, samkvæmt staðfestum fréttum Talebana. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Tryggingaskóla Sambands tryggingafélaga slitið

TRYGGINGASKÓLA SÍT var slitið fimmtudaginn 29. maí sl. Alls gengu 38 nemendur undir próf í vetur. Af þeim stóðust 35 próf. Við skólaslitin var nemendum afhent prófskírteini en frá stofnun skólans hafa verið gefin út 958 prófskírteini frá Tryggingaskólanum. Varaformaður Sambands íslenskra trygginafélaga, Axel Gíslason, afhenti tveimur nemendum bókaverðlaun fyrir góðan prófárangur. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Umönnun við ævilok

NORRÆN ráðstefna Umönnun við ævilok verður haldin í Háskólabíói dagana 5.­7. júní. Nordisk Förening ­ Omsorg vid livets slut stendur fyrir ráðstefnunni en undirbúningsnefndin er eingöngu skipuð Íslendingum. Þátttakendur eru tæplega 700 hundruð, þar af um 600 frá hinum norrænu löndunum. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 1226 orð

Úrslitin áfall fyrir Chirac Sigur sósíalista í frönsku kosningunum á sunnudag eflir kenningar um vinstrisveiflu í Evrópu. Þórunn

LIONEL Jospin, leiðtogi franskra vinstrimanna, vann sigur í þingkosningum í Frakklandi á sunnudag og fékk í gær umboð forsetans til að mynda ríkisstjórn. Það verður þriðja sambúð stjórnar og forseta af andstæðum vængjum stjórnmála á ellefu árum. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar gæti orðið þegar í vikulokin, en lögum samkvæmt hefur Jospin frest fram til 12. júní til að velja ráðherra sína. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 422 orð

Veiðihús byggt við Laxá í Kjós

Veiðifélag Laxár í Kjós samþykkti á aðalfundi sínum fyrir skömmu að reist skyldi nýtt og glæsilegt veðihús við ána. Bygging hússins hefst bráðlega og er áætlað að verkinu verði lokið vorið 1998 þannig að veiðimenn við Laxá á næsta sumri verði fyrstir til að nýta sér aðbúnaðinn. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Verður næststærsta fyrirtæki Vestfjarða

NÝTT sjávarútvegsfyrirtæki, Hraðfrystihúsið hf., varð til í gærkvöldi er Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, ásamt dótturfyrirtækinu Miðfelli, og Frosti í Súðavík sameinuðust. Hraðfrystihúsið hf. verður næststærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum, með um 7.000 þorskígildistonna kvóta og tveggja milljarða króna veltu. Talið er að sameiningin spari tugi milljóna króna í rekstrinum. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Við erum búnir að semja

"VIÐ erum einfaldlega búnir að semja en þeir eru sjálfir með sína samninga. Ef þeir semja um eitthvað meira er það bara þeirra. Þetta er réttur félaganna, valdið liggur hjá þeim en ekki samböndunum," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 803 orð

Viljum við fórna kostum gamla kerfisins?

"MÉR LÍST vel á þá hugmynd að stytta nám til stúdentsprófs um eitt til tvö ár og samræma námstímann því sem tíðkast í Evrópu," segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. "Ég sé þá leið helsta að þjappa saman námi í grunnskólum, þar sem mér sýnist hægt að fara allmiklu hraðar í sakirnar. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1620 orð

Víðtækasta umræða um Íslandssögu frá upphafi Fyrsta íslenska söguþinginu lauk um helgina. Í ávarpi við slit þingsins sagði Páll

LOKAÁVÖRP þingsins fluttu þeir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Páll Skúlason háskólarektor. Páll sagði ekki tímabært að fella dóm um þýðingu málþingsins fyrir framtíðina, en að ljóst væri að gildi þess væri mikið. "Saga er merkilegt orð. Það merkir í senn atburðarás, frásögn af sönnum eða ímynduðum atburðum og ennfremur fræðin um liðna tíð. Meira
3. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 369 orð

Vonandi upphaf að meiri tækni- og verkmenntun

VERKMENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið í þrettánda sinn sl. laugardag og fór athöfnin fram í Íþróttahöllinni. 4. stigs vélstjórar voru nú brautskráðir frá skólanum í fyrsta sinn. "Það er mikill áfangi því nú getum við veitt sambærilegt nám og Vélskóli Íslands, einir skóla utan Reykjavíkur. Megi það verða öllum til góðs. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

ÞAÐ voru þreyttir en ánægðir menn sem stilltu sér upp til myndatöku á tindi Eve

ÞAÐ voru þreyttir en ánægðir menn sem stilltu sér upp til myndatöku á tindi Everest með íslenska fánann. F.v. Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson, sem eru fyrstu Íslendingarnir til að klífa þetta hæsta fjall í heimi, 8.848 metra hátt. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Þjálfun í jógakennslu í boði

SKRÁNING nemenda í jógakennaraþjálfun á vegum Yoga Studio sf. og Shanti Yoga Institute í New Jersey í Bandaríkjunum stendur nú yfir en þessir aðilar munu í sumar bjóða upp á viðurkennt jógakennaranám í fyrsta skipti hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu. Kynningarkvöld um námið verður haldið næstkomandi föstudag, 6. júní, klukkan 20 í Yoga Stúdíó í Hátúni 6a. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

HIN vikulega þriðjudagskvöldganga í Viðey verður að þessu sinni farin á Vestureyna. Farið verður með Maríusúðinni úr Sundahöfn kl. 20.30 og síðan gengið um Viðeyjarhlað framhjá Klausturhól og vestur á Eiði. Þar er fallegt og fjölbreytilegt landslag og mikið fuglalíf. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 439 orð

Þrír urðu eftir í Katmandu

ÞAÐ varð bæði gleði og sorg þegar eiginkonur Everestfaranna tóku á móti fjallgönguköppunum á flugvellinum í Gatwick á sunnudaginn. Aðeins tveir ferðalanganna komust með en þrír urðu eftir í Katmandu vegna þess að flugvélin var yfirbókuð. Meira
3. júní 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Þýðingarmiklir leikar

ALBERT prins af Mónakó kom til landsins um kaffileytið í gær til að vera viðstaddur Smáþjóðaleikana og lenti þota hans á Reykjavíkurflugvelli í blíðuveðri. "Þetta eru þýðingarmiklir leikar, "mini-ólympíuleikar", og nauðsynlegir þessum þjóðum", sagði hann við komuna. Strax var ekið með hann í heimsókn til forseta Íslands og í framhaldi af því var setningarathöfn leikanna. Meira
3. júní 1997 | Erlendar fréttir | 433 orð

(fyrirsögn vantar)

NECMETTIN Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands tilkynnti í fyrradag að hann myndi boða til kosninga innan tíðar. Flokkur Erbakans, Velferðarflokkur Islams (Refah), hefur verið við völd í samstarfi við flokk Tansu Cillers, fyrrverandi forsætisráðherra, í tæpt ár. Skoðanakannanir benda til að í kosningum nú myndi Refah auka við það 21 prósent fylgi sem hann hlaut í kosningunum í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júní 1997 | Leiðarar | 573 orð

STJÓRNARSKIPTI Í FRAKKLANDI ACQUES Chirac Frakklandsfo

STJÓRNARSKIPTI Í FRAKKLANDI ACQUES Chirac Frakklandsforseti tók mikla pólitíska áhættu er hann ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið rann út. Markmið Chiracs var að tryggja öruggan þingmeirihluta til næstu fimm ára og endurnýjað umboð fyrir þá efnahagsstefnu sem ríkisstjórn Alains Juppés hefur fylgt. Meira
3. júní 1997 | Staksteinar | 358 orð

Umferðarofbeldi

HVER og einn vill vera í friði með sitt fólk og sitt hús fyrir uppáþrengjandi bílaumferð. En getur verið að þeim hinum sama finnist jafnsjálfsagt að beita fólk í öðrum hverfum ósvífnu umferðarofbeldi? Þversögnin Meira

Menning

3. júní 1997 | Menningarlíf | 333 orð

Áform um framkvæmdir döguðu uppi

VILHJÁLMUR Hjálmarsson, arkitekt Útvarpshússins í Efstaleiti, segir að áform um að reisa höggmynd eftir Helga Gíslason myndhöggvara á torginu framan við aðalinngang hússins hafi dagað uppi en myndin varð hlutskörpust í verðlaunasamkeppni sem fram fór á vegum Ríkisútvarpsins árið 1987. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Ástfangin og ósjálfbjarga

KYLIE Minogue var í hópi fyrstu íbúanna við Ramsay- götu, þar sem hún lék Charlene í áströlsku sjónvarpsþáttunum Nágrannar. Hún hætti árið 1988. Síðan þá hefur hún fengist við kvikmyndaleik og söng og nú er væntanleg ný geislaplata. Þá plötu vann hún með Kevin, söngvara hljómsveitarinnar Manic Street Preachers. Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 318 orð

Brúðubíllinn leggur í'ann

BRÚÐUBÍLLINN frumsýnir leikritið Í Dúskalandi á morgun, miðvikudag, kl. 14.00 í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Er þetta sautjánda sumarið sem brúðuleikhús Helgu Steffensen í Brúðubílnum sýnir á gæsluvöllum og ýmsum útivistarsvæðum borgarinnar. Að sögn Helgu verða sýningarnar með hefðbundnu sniði í sumar. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

David Bowie fimmtugur

"Þetta var draumi líkast," sagði David Bowie eftir tónleika sem voru haldnir í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Fjöldinn allur af stjörnum tróð upp á tónleikunum. Meðal þeirra voru Lou Reed, Sonic Youth og Robert Smith úr hljómsveitinni Cure. Ágóðinn rann til styrktar samtökum sem berjast fyrir réttindum barna. Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 336 orð

Dýrasti saur sögunnar?

BER listasafnið í Randers á Jótlandi ábyrgð á því að dós með hægðum ítalsks listamanns er farin að leka eða er það eðli dósa með súru innihaldi að tærast á endanum? Þessi spurning hefur vaknað eftir að danski listaverkasafnarinn John Hunov hefur krafist um 3,3 milljóna íslenskra króna í skaðabætur frá safninu, þar sem dós í hans eigu með saur ítalska listamannsins Piero Manzoni er farin að leka. Meira
3. júní 1997 | Skólar/Menntun | 99 orð

Fjölgun nemenda samsvarar þremur skólum

GERT er ráð fyrir að grunnskólanemendum í Reykjavík fjölgi um 1.600 á næstu fimm árum, samkvæmt spám sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur gefið út. Er þetta mun örari fjölgun en verið hefur á undanförnum áratug og samsvarar því að þrír nýir skólar bætast við á næstu 5 árum. 14.314 nemendur eru í grunnskólum borgarinnar í ár en gert er ráð fyrir að þeir verði 15.900 skólaárið 2001-02. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Fleiri börn

NICOLE KIDMAN og Tom Cruise hafa nú þegar ættleidd tvö börn en hafa ekki hugsað sér að láta þar við sitja. Þau vilja nefnilega ekki að það verði of mikill aldursmunur á milli systkinanna og ætla því ekki að bíða alltof lengi með það að bæta í barnahópinn. Bæði eru þau innstillt á það að minnka við sig hvað vinnu snertir til að eyða frekari tíma saman með börnunum. Meira
3. júní 1997 | Skólar/Menntun | 556 orð

Forvarnir sem féllu í kramið

"VIÐ TÓKUM okkur saman fjórar mæður og ákváðum að hefja forvarnir gegn vímuefnum eftir öðrum leiðum en venja er. Ég tek það skýrt fram að þetta kom ekki upp vegna neinna vandamála," sagði Hjördís Bjarnadóttir, ein fjögurra mæðra frá Grundarfirði sem hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla sl. fimmtudag. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 234 orð

Frumsýningum frestað

FJÖLMIDLAR í Bandaríkjunum hafa skemmt sér að undanförnu með hrakspám fyrir nýjustu mynd James Camerons "Titanic" og er vinsælt að líkja vinsældarmöguleikum hennar við sökkvandi skip. Kostnaðurinn við gerð "Titanic" er kominn upp í 250 milljónir dollara, nýtt kostnaðarmet, og enn er hún í vinnslu. Til stóð að frumsýna stórslysamyndina í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 308 orð

Geislaplata með verkum Árna Björnssonar

FYRIR stuttu kom út á vegum bresku útgáfunnar Olympia geislaplata með verkum Árna Björnssonar. Útgáfunni anaðist breski píanóleikarinn James Lisney, sem leikur ennig á plötunni, en aðrir flytjendur eru fiðluleikarinn Elizabeth Layton og Gunnar Guðbjörnsson tenór. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 216 orð

Gott gengi Panorama í Þrándheimi

10 MANNA hópur listamanna var valinn til að fara á listahátíðina Ung I Norden sem fór fram í Þrándheimi í Noregi dagana 7.­12. maí. Hljómsveitin Panorama var í þeim hópi og að sögn Birgis Hilmarssonar, söngvara og gítarleikara, hennar gekk ferðin vel. "Íbúar Þrándheims héldu upp á 1.000 ára afmæli borgarinnar á sama tíma og það var mikið um dýrðir. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 525 orð

Í lausu lofti

Spuni fyrir söngraddir og flautu. Voces Spontane con flauto (Cornelia Giese, Karin Scheider og Gottfried Zawichowski, söngraddir; Manuela Wiesler, flauta.) Hallgrímskirkja, föstudaginn 30. maí kl. 20.30. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 224 orð

Jólalæti Jólin koma (Jingle All the Way)

Framleiðandi: 1492 Pictures. Leikstjóri: Brian Levant. Handritshöfundur: Randy Kornfield. Kvikmyndataka: Victor J. Kemper. Tónlist: David Newman. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Sinbad, Phil Hartman og Rita Wilson. 145 mín. Bandaríkin. 20th Cent. Fox Home Entertainment/Skífan 1997. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð

Kaffihús í Grasagarði

KAFFIHÚSIÐ Café Floran var opnað á sunnudaginn. Það er staðsett í gróðurhúsi í Grasagarðinum í Laugardal og tekur 50 manns í sæti. Boð var haldið í tilefni opnunarinnar og hér sjást svipmyndir þaðan. Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 139 orð

Karlakórinn Heimir á ferð um Austurland

KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði verður á tónleikaferðalagi um Austurland dagana 5.­7. júní. Fyrstu tónleikarnir verða í Félagsheimilinu Miklagerði, Vopnafirði, fimmtudaginn 5. júní kl. 21. Föstudaginn 6. júní verða tónleikar í Félagsheimilinu Valhöll, Eskifirði, og hefjast þeir kl. 21. Tvennir tónleikar verða laugardaginn 7. júní. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 522 orð

Kirkjulistahátíð 1997 lokið

Skólakór Kársness, Dómkórinn og einsöngvararnir Jóhanna S. Halldórsdóttir og Magnea Tómasdóttir fluttu íslensk og erlend kirkjuverk, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudagurinn 1. júní, 1997. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Kyssir aðdáendur sína

LEIKARANUM Jim Carrey hefur alltaf þótt mjög vænt um sína trúföstu aðdáendur. Þegar einn aðdándi Jim bað hann um eiginhandaráritun í London á dögunum lét Jim sér það ekki nægja að skrifa niður nafn sitt fyrir hann heldur rak hann honum rembingskoss á kinnina sem vakti mikla lukku. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Kærkomin gleðistund

BILL Cosby var kampakátur þegar hann var sæmdur heiðursnafnbót við New York-háskóla á dögunum. Cosby, sem þakkaði heiðurinn í ræðu, hefur undanfarna mánuði syrgt son sinn Ennis sem féll fyrir hendi morðingja í janúar síðastliðnum. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 452 orð

Launspakar athugasemdir

Spil eftir Karólínu Eiríksdóttur; Quaternio eftir Snorra Sigfús Birgisson (frumfl.). Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautur. Norræna húsinu, laugardaginn 31. maí kl. 12.30. FLAUTULEIKARAHJÓNIN Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau hafa verið iðin við að grafa upp og kynna flautudúó frá ýmsum tímum, Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 238 orð

Messað á Hótel Íslandi

ANDRAÉ Crouch, víðkunnur gospelsöngvari, lagasmiður, útsetjari og prestur, átti leið hér um í síðustu viku og hélt tónleika fyrir fullu húsi á Hótel Íslandi. Crouch var að ljúka tónleikaferð sem hann fór til Þýskalands og Norðurlanda til að kynna nýjustu plötu sína, Pray. Í för með Crouch voru Ricky Grundy hljómborðsleikari og Carol Dennis söngkona. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 65 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Líf eftir Picasso (Surviving Picasso) Stelpuklíkan (Foxfire) Niðurtalning (Countdown) Næturkossinn langi (The Long Kiss Good Night) Emma Meira
3. júní 1997 | Skólar/Menntun | 471 orð

Nám í gluggaútstillingum í undirbúningi

NÁM Í gluggaútstillingum hefur fram til þessa ekki verið kennt á Íslandi sem fullgilt nám en nú er það í undirbúningi í hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að það verði tekið upp haustið 1998. Iðnskólinn í Hafnarfirði var fyrstur íslenskra skóla til að setja á stofn hönnunardeild árið 1990. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 632 orð

Ógleymanlegur Schubert

Gerrit Schuil lauk Schubert-tónlistarhátíðinni í Garðabæ með þremur verkum eftir Franz Peter Schubert. Laugardagurinn 31. maí,1997. SCHUBERT-hátíðinni í Garðabæ lauk sl. sunnudag, með því að Gerrit Schuil flutti þrjú píanóverk eftir meistara Schubert. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 415 orð

Ógnarþynnka

Leikstjóri Tom Holland. Handritshöfundur Tom Holland, Michael McDowell, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Richard Bachman (Stephen King). Kvikmyndatökustjóri Kees Van Oostrum. Tónlist Daniel Licht. Aðalleikendur Robert John Burke, Joe Mantegna, Lucinda Jenney, Kari Salin, Michael Constantine, John Horton, Sam Freed. 92 mín. Bandarísk. Spelling Films Int. 1996. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Óheppinn prins

ALBERT Mónakóprinsi tókst, með naumindum þó, að brosa breitt og klappa fyrir sigurvegara í siglinga- keppni sem haldin var í Cannes nýlega. Albert, sem tók sjálfur þátt í kappsiglingunni, varð fyrir óhappi meðan á keppni stóð og slasaðist á báðum höndum. Eftir verðlaunaafhendinguna fór prinsinn í hendingskasti á sjúkrahús kennt við Grace móður sína og fékk viðeigandi aðhlynningu. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 521 orð

Óperukórinn

Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes flutti íslensk og erlend söngverk. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Alda Ingibergsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Píanóleikari John Beswick. Sunnudagurinn 1. júni, 1997. KÓR Íslensku óperunnar heldur til Ítalíu á næstu dögun og mun syngja veraldleg og trúarleg lög. Meira
3. júní 1997 | Myndlist | 222 orð

Persónur og leikendur

Opið alla daga nema mánudaga kl. 14­18 til 8. júní. Aðgangur ókeypis. FYRSTA sýning í Svarta sal, í rými þar sem áður var listaverkageymsla Nýlistasafnsins, er innsetning 14. samtengdra tölva. Pétur Örn byggir verk sitt á leikriti Shakespeares Ofviðrinu/The Tempest frá 1611. Hann birtir leiktextan á úreltum tölvuskjám í 4. stundir sem er fullur flutningstími verksins. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 48 orð

Prinsessa í orrustuflugi

JOHN Peters, stríðshetja úr Persaflóastríðinu, veitti Margréti Bretaprinsessu harðsoðna tilsögn í orrustuflugi þegar hún heimsótti hann á æfingasvæði hersins. John var skotinn, handtekinn og pyntaður af íröskum hermönnum meðan á stríðinu stóð en kennir nú flugmönnum að fljúga Tornado-orrustuvélum. Vel fór á með hetjunni og prinsessunni. Meira
3. júní 1997 | Bókmenntir | 716 orð

Sá sem á hrafn er ekki einn

eftir Lars Huldén. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Prentun Oddi. Urta 1997 ­ 64 síður LARS Huldén (f. 1926) er finnskt þjóðskáld í þeirri merkingu að hann er skáld sem verðskuldar þann titil og með þeim fyrirvara að hann getur ort gáleysislega um þjóðskáld, Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Skáldadraumar leikarans

BANDARÍSKI leikarinn Ethan Hawke gaf út sínu fyrstu skáldsögu á dögunum. Það lítur allt út fyrir að hún verði jafnframt sú síðasta ef marka má dómana sem hún fékk. Bókin fjallar um ungan leikara og samband hans við stúlku og þykir heldur væmin. Ethan Hawke tekur umfjölluninni með jafnaðargeði. Hann þarf heldur ekki að kvarta yfir að hafa kastað vinnu sinni á glæ. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 149 orð

Skelfingu lostinn leikari loksins á biðilsbuxum

SYLVESTER Stallone slapp með skrekkinn þegar framrúða í einkaþotu hans sprakk í tuttugu og fimm þúsund feta hæð. Atburðurinn hafði þó afgerandi áhrif á líf leikarans sem hringdi í ofboði úr vélinni til kærustunnar sinnar, Jennifer, á Miami, og boðaði hana til London í grænum hvelli. "Ég elska þig," sagði hetjan, "og við giftum okkur á laugardaginn. Meira
3. júní 1997 | Skólar/Menntun | 224 orð

Skólum ber að gefa út skýrslur um sjálfsmat

Í NÝÚTKOMNU riti um sjálfsmat skóla, sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út, kemur fram að gert er ráð fyrir að hver skóli gefi út opinbera sjálfsmatsskýrslu. Slíkt sé forsenda aðhalds og að hægt sé að fylgja umbótum eftir, en einnig að skólinn fái viðurkenningu fyrir það sem vel sé gert. Í lögum um grunn- og framhaldsskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla er kveðið á um sjálfsmat skóla. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 419 orð

Slangan og sauðahjörðin

Leikstjóri: Louis Llosa. Handrit: John Mandel og Mark Haskell Smith. Kvikmyndataka: Bill Butler. Jennifer Lopez, Jon Voight, Erik Stoltz, Ice Cube, Jonathan Hyde og Owen Wilson. Columbia Pictures. 1997. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Styrktarsýning á Dýrlingnum

LIONSKLÚBBUR Mosfellsbæjar stóð fyrir styrktarsýningu á myndinni "The Saint" í Sambíóunum í Álfabakka nýverið. Allur ágóði rann til tækjakaupa fyrir hjarta­ og lungnaendurhæfingardeild Reykjalundar. Inni í kvikmyndahúsinu var Volvo C70-bifreið til sýnis, en hún var notuð í myndinni. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 494 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir SBÍÓ

Visnaðu Ein af slakari bókum Kings fær ámóta meðhöndlun hjá B-myndasmið. Einhæf og óspennandi. Donnie Brasco Johnny Depp og Al Pacino eru stórfenglegir í vel gerðri mafíumynd sem skortir einmitt fátt annað en mikilleik. Fín skemmtun. Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 202 orð

Tímarit Tímarit Máls og menningar

Tímarit Tímarit Máls og menningar, annað hefti 1997, er komið út. Meðal efnis má nefna Nóbelsávarp pólsku skáldkonunnar Szymborsku, grein Jóns Yngva Jóhannssonar um muninn á íslensku og bandarísku útgáfunni á skáldsögunin Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Meira
3. júní 1997 | Menningarlíf | 384 orð

Vekur meiri athygli en heimsmeistarakeppnin í Kumamoto

NORRÆN kvikmyndahátíð er nú haldin í Tókýó í Japan og eru þrjár íslenskar kvikmyndir á meðal þátttakenda; Agnes, eftir Egil Eðvarðsson, Benjamín dúfa, eftir Gísla Snæ Erlingsson, og Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar. Meira
3. júní 1997 | Tónlist | 398 orð

Verðugt lokaverkefni

Sköpunin eftir Joseph Haydn, einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir, Björn Jónsson og Keith Reed. Passíukórinn á Akureyri og hljómsveit undir stjórn Roars Kvams. Sunnudagurinn 1. júní 1997. LOKATÓNLEIKAR Passíukórsins á Akureyri voru haldnir í Íþróttaskemmunni sl. sunnudag. Meira
3. júní 1997 | Kvikmyndir | 286 orð

Vinnuglaðar stjörnur

STEPHEN Baldwin og Jennifer Aniston leika saman í næstu mynd Nicholas Hytner "The Object of My Affection". Hún segir frá manni sem á erfitt með að sætta sig við það þegar kærasta hans hrífst af homma. Aðrir leikarar eru Paul Rudd, Alan Alda, Tim Daly,og Nigel Hawthorne. Meira
3. júní 1997 | Myndlist | 420 orð

Yfirpoppað plast

Opið á tímum kaffistofunnar. Til 6. júní. Aðgangur ókeypis. FRAM kemur takmörkuð trú á miðlum fortíðar og nútímans í myndlist í samræmi við þann viðvarandi áróður, að dagar málverksins og raunar fleiri sjónrænna miðla séu taldir. "Verkunum er ætlað að yfirpoppa og afhjúpa óþol gerandans gagnvart gjaldþroti miðilsins. Meira
3. júní 1997 | Fólk í fréttum | 161 orð

Önnur "kryddstúlka" trúlofuð?

BRESKA blaðið The Sunday Mirror skýrði frá því á sunnudaginn að kryddstúlkan Victoria Adams úr kvennasveitinni "Spice Girls" hygðist giftast knattspyrnumanninum David Beckham. Með greininni fylgdi mynd sem sýndi Victoriu yfirgefa brúðarkjólabúð. Meira

Umræðan

3. júní 1997 | Aðsent efni | 497 orð

Frí frá opinberri þjónustu

ÞANN þriðja júní var hátíðisdagur verkalýðsins - skattleysisdagurinn. Þetta er ekki opinber hátíðisdagur. Ekki dagurinn þegar steinrunnir verkalýðsrekendur safnast saman í Austurstræti og eru hylltir af múgnum. Þetta er ekki einn af þeim dögum sem íslensk alþýða lætur stjórnmálamenn, atvinnu- og verkalýðsrekendur vaða yfir sig á skítugum skónum. Meira
3. júní 1997 | Bréf til blaðsins | -1 orð

Hallgrímskirkja fær loks verðugan ramma

EKKI alls fyrir löngu vakti Víkverji Morgunblaðsins athygli á því hversu vel hefði tekist til með endurgerð gatnamótanna á Njarðargötu og Eiríksgötu en nefndi um leið að nú vantaði bara að haldið yrði áfram svo nöturlegt umhverfi Hallgrímskirkju, sem trassað hefði verið alltof lengi að ganga frá, fengi á sig nýja og fallega mynd. Meira
3. júní 1997 | Aðsent efni | 394 orð

Í maí að ári?

10. JÚNÍ 1995, 7. júní 1996 og 3. júní 1997. Hvað eiga þessar dagsetningar sameiginlegt? Þetta eru þeir dagar sem skattadaginn hefur borið upp á frá því að Heimdallur hélt fyrst upp á hann. Hægt og sígandi færist hann framar á árið, en það þýðir að hver vinnandi maður eyðir styttri tíma í að vinna fyrir sköttum og gjöldum í ár en í fyrra. Meira
3. júní 1997 | Aðsent efni | 692 orð

Nú gengur þetta ekki lengur! Viðbótarkvótann verður að bjóða út til leigu.

NÚ LIGGUR fyrir tillaga Hafrannsóknarstofnunar um 32.000 tonna aukningu veiði úr þorskstofninum og 15.000 tonna aukningu veiði úr rækjustofninum. Umsvifalaust hækka hlutabréf í hlutafélögum, sem eiga mikinn kvóta. Fyrirhugaðar gjafaúthlutanir kvóta eru þannig farnar að fita hlutabréfaeigendur. Dæmi um slíkt tilefnislaust eldi kvótaeigenda eru fleiri. Meira
3. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Reykjavíkurflugvöllur; ekki hvort heldur hvenær

MESTUR hluti flugslysa gerist við aðflug eða brottflug frá flugvelli. Mig minnir að það séu um 35% slysa. Því miður verða flugslys. Þess vegna er Reykjavíkurflugvöllur hættulegur. Undir fjölfarnasta aðflugfleti flugvallarins, frá Akranesi til suðurs er Reykjavíkurhöfn með fjölda skipa og fyrirtækja og stundum Tívolí og skemmtiferðaskip. Meira
3. júní 1997 | Aðsent efni | 1117 orð

Starf Þróunarsamvinnustofnunar á Grænhöfðaeyjum

TIL AÐ meta þróunarverkefni og árangur þeirra, verðum við fyrst að líta á þau markmið sem sett voru fyrir þau í byrjun og síðan að dæma árangurinn miðað við aðstæður. Aðalmarkmiðin í byrjun samstarfsins árið 1980 voru "að meta fiskveiðimöguleika við strendur Grænhöfðaeyja og gera mögulega nýtingu þessara auðlinda á hagkvæman og raunhæfan hátt". Meira
3. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 679 orð

Tímaritið Breiðfirðingur

ÉG hygg þau tímarit vera fá hér á landi, sem út hafa komið í meira en hálfa öld. Þannig er því nú samt háttað með Breiðfirðing, tímarit Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík, en fyrir nokkru barst mér síðasta hefti hans, sem er 54. árgangurinn. Fyrsta greinin í Breiðfirðingi að þessu sinni nefnist "Göngukona á grýttri slóð" og er eftir Jón Marinó Samsonarson. Meira

Minningargreinar

3. júní 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Elsku Ásta amma. Nú sefur þú á góðum og fallegum stað og ég veit að þér líður vel. En það er svo margs að minnst um það þegar við vorum saman eins og á jólunum. Jólin með þér voru yndisleg og hafðir þú hannað hina ýmsu hluti til að gefa okkur. Amma var mikil hannyrðakona og gerði nánast hvað sem var. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Kæra amma! Þú sem við héldum að yrði til staðar hjá okkur alla tíð. Dauðinn er ótrúlegur. Hann tekur án þess að spyrja. Einn daginn ertu hjá okkur sterk, þann næsta farin. Einhvern veginn, líklega vegna eigingirni minnar, bjóst ég við að hafa þig næstu tíu árin því síðast þegar ég sá þig fannst mér nóg að lífskrafti eftir og var mér því mjög brugðið þegar þú fóst svona skyndilega. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 191 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Elsku amma. Þegar ég kom til þín aðeins fimm dögum áður en þú lést átti ég allt eins von á því að þú myndir lifa í hið minnsta 10 ár til viðbótar. Við ætluðum að halda upp á 90 ára afmæli þitt hinn 27. júní næstkomandi og hlökkuðum við öll til þess dags. Því er svo erfitt að sjá á eftir þér þegar þú fórst svo skyndilega frá okkur. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 326 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Ég vil minnast með nokkrum fátækum orðum tengdamóður minnar, Ástu Guðmundsdóttur. Lítt upplitsdjarfur kom ég inn á heimili hennar og eiginmanns hennar Sigurbents Gunnars Gíslasonar um mitt ár 1966 með dóttur þeirra Guðrúnu Ágústu og urðu kynni okkar mjög góð og er ég gæfumaður að hafa fengið að kynnast þeim hjónum báðum en Benni dó 1972 fyrir aldur fram og missti Ásta mikið er hann dó. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Ásta Guðmundsdóttir

Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði, það er sárt og erfitt að horfa á eftir konu eins og þér, en allar góðu minningarnar sem eftir standa ylja manni um hjartarætur. Þar sem ég ólst upp á Suðurgötunni hjá þér og afa kynntist ég þér mjög náið, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér þegar á þurfti að halda. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 171 orð

ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR

ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Ásta Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 27. júní 1907. Hún lést á Landspítalanum hinn 25. maí síðastliðin. Foreldrar hennar voru hjónin Ingileif Stefánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson skipstjóri. Ásta var elst tólf systkina, en tvö þeirra dóu í æsku. Árið 1925 fluttist Ásta frá Ísafirði til Hafnarfjarðar. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Ólafur Helgason

Mig langar að minnast Ólafs Helgasonar, fyrrverandi bankastjóra Útvegsbanka Íslands, nokkrum orðum. Kynni okkar hófust á árinu 1964, þegar ég hóf störf í bankanum. Ólafur var þá settur skrifstofustjóri og réð hann mig í bankann. Í nokkur misseri vorum við nágrannar á 1. hæð í "Pálshúsi", hann í ábyrgðadeild og ég í sparisjóðsdeild bankans. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 379 orð

Ólafur Helgason

Það var ekki laust við, að Eyjamenn bæru ugg í brjósti á haustdögum 1967, við bankastjóraskipti hjá Útvegsbankanum, þegar spurðist, að á leiðinni væri kerfiskarl frá höfuðstöðvunum. Við á landsbyggðinni, umfram aðra, sem lengst af höfum átt allt undir sól og regni, erum svo mjög háð skilningi og víðsýni þeirra, sem á hverjum tíma stjórna fjármálastofnunum. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 613 orð

Ólafur Helgason

Um miðjan sjöunda áratuginn var Vogaskóli í Reykjavík stærsti skóli landsins með um 1.600 nemendur. Þá, eins og lengi síðan, var skortur á kennurum til að fræða allan þennan hóp. Haustið 1965 hófu nokkrir nýir kennarar störf við skólann. Meðal þeirra voru hjónin Sigríður Helgadóttir og Ólafur Helgason. Þau vöktu athygli fyrir hve glæsileg, vel menntuð og greind þau voru. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Ólafur Helgason

Á miklum umbrota- og örlagatímum í sögu byggðar skiptir miklu máli hvernig þeir forystumenn sem ferðinni ráða halda á málum. Við slíkar aðstæður þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir sem geta skipt öllu fyrir framtíð viðkomandi byggðarlags. Við minnumst í dag manns sem með starfi sínu hafði mikil og farsæl áhrif á þróun atvinnulífs og byggðar í Vestmannaeyjum. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 555 orð

Ólafur Helgason

Þeir menn eru til sem nálgast hvern þann vanda sem lífið býður upp á, þannig að þeir verða ósjálfrátt hluti af lausninni en ekki hluti vandans. Þetta er ekki síður dýrmætur eiginleiki þeim sem standa slíkum mönnum næst, en þeim sjálfum. Þessu fylgir afdráttarlaus hæfni til þess að vera þátttakendur í lífi annarra. Innifalið er virðing fyrir vilja og lífsviðhorfum annarra. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 344 orð

Ólafur Helgason

Á undanförnum árum hef ég oft verið spurður hvernig standi á því að vinskapur okkar Ólafs Helgasonar skuli hafa enst svo vel án þess að nokkurntíma bæri þar skugga á, því vel má ímynda sér samstilltara dúó en blásarafífl og bankastjóra. Við spurningunni er aðeins til eitt svar: Ólafur gerði mig að kommúnista úti í Kaupmannahöfn í nóvember 1949. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Ólafur Helgason

Núna þegar suttu en erfiðu stríði afa míns, Ólafs Helgasonar, er lokið koma upp margar minningar um hann enda var hann einstakur maður að öllu leyti. Aldrei hef ég kynnst manni sem hefur átt eins auðvelt með að umgangast fólk, enda voru allir jafnir í hans huga. Og það er sjaldgæft að hitta mann sem öllum líkar jafn vel við. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Ólafur Helgason

Ég set á blað nokkur orð um Ólaf Helgason og ekki veit ég fyrr en hann eins og gægist yfir öxlina á mér og mótmælir eindregið öllu sem ég vildi sagt hafa. Ætlar þú að gera mig að einhverskonar heimsljósi! Nei, góði besti, hættu þessari bölvuðu vitleysu! Tónninn er ögn hranalegur en þó miklu heldur glettinn og í trausti þess held ég áfram að leita að nokkrum orðum til að lýsa góðum dreng. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 440 orð

Ólafur Helgason

Sameiginleg vegferð um langa stund bindur fólk böndum tryggðar og vináttu. Þau bönd verða ekki slitin án djúps trega og mikils saknaðar. Það er huggun á harmastund að minnast orða Hallgríms Péturssonar í kvæðinu Um dauðans óvissan tíma: "Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt." og "... Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 259 orð

ÓLAFUR HELGASON

ÓLAFUR HELGASON Ólafur Helgason fæddist á Ísafirði 2. desember 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karítas Ólafsdóttir, f. 21. nóvember 1894, d. 27. desember 1951, og Helgi Guðmundsson, bankastjóri Útvegsbankans, f. 29. september 1890, d. 21. mars 1972. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 93 orð

Ólafur Helgason Okkar langar til að skrifa dálítið um afa okkar. Þegar við fórum í ferðalög var hann alltaf með prímus og

Okkar langar til að skrifa dálítið um afa okkar. Þegar við fórum í ferðalög var hann alltaf með prímus og eldaði gúllas. Afi svaf þegar hann horfði á sjónvarp. Hann vaknaði þegar hann var búinn að hella kaffinu yfir sig. Hann var góður og fyndinn og ljúfur og lék sér við okkur krakkana. Það var best að vera með afa þegar hann sagði Magga-sögur og var að passa okkur á kvöldin. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 532 orð

Sigurður Hákonarson

Mig langar að minnast Sigurðar Hákonarsonar með örfáum orðum. Ég var svo lánsamur að eiga hann að vini. Leiðir okkar hafa legið saman í mörg ár. Ég kynntist Sigurði fyrst sem unglingur í gegnum syni hans Jens og Ottó. Á heimilinu var mér vel tekið og varð strax hlýtt til Sigurðar. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Sigurður Snævar Hákonarson

Við Sigurður kynntumst 1952 þegar ég vann aukavinnu á verkstæði Ottos A. Michelsen á kvöldin, þá var hann starfandi þar og naut ég tilsagnar hans í viðgerðum á skrifstofuvélum og búnaði og hefur sú tilsögn reynst mér happadrjúg í starfi mínu. Ég hóf störf hjá Póst- og símamálastofnun snemma árs 1952 og starfaði þar óslitið til nóvemberloka 1996. Meira
3. júní 1997 | Minningargreinar | 327 orð

SIGURÐUR SNÆVAR HÁKONARSON

SIGURÐUR SNÆVAR HÁKONARSON Sigurður Snævar Hákonarson fæddist á Seyðisfirði 13. nóvember 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Hákon Sigurðsson frá Seyðisfirði, f. 17. júní 1905, d. 11. janúar 1987, og Sigurbjörg Sigurbjörnsd. frá Ekkjufelli, Norður-Múlasýslu, f. 1. apríl 1905, d. 24. Meira

Viðskipti

3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Bandaríkin vilja faglegt mat

BANDARÍKIN hafa hvatt Evrópusambandið til að láta ekki pólitísk sjónarmið hafa áhrif á úrskurð þess um hvort fyrirhugaður samruni Boeing flugvélaverksmiðjanna og McDonnell Douglas samrýmist ströngum reglum bandalagsins um hringamyndanir. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Handbók um pappírslaus viðskipti

ICEPRO, nefnd um pappírslaus viðskipti, hefur gefið út handbók um notkun EDI-staðalsins í verslun og vörudreifingu. EDI-staðallinn er alþjóðlegur staðall um pappírslaus viðskipti. Tilgangurinn með útgáfunni er að styrkja enn frekar vöxt og viðgang pappírslausra viðskipta hérlendis en í handbókinni er tekið á ýmsu er kann að valda misskilningi í slíkum viðskiptum milli fyrirtækja. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Hækkun í París þrátt fyrir sigur vinstrisinna NOK

NOKKUR hækkun varð á gengi hlutabréfa í París í gær eftir sveiflur vegna bollalegginga um áhrif nýrrar sósíalistastjórnar á viðskiptalífið. Á gjaldeyrismörkuðum hækkaði dollar um tvo pfenninga gegn marki síðdegis. Í Frankfurt hækkaði gengi hlutabréfa um tæplega 2% og sterkur dollar bætti stöðu þýzks útflutnings. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Mesta eftirspurn eftir vinnuafli í 6 ár

ATVINNUREKENDUR töldu æskilegt að fjölga starfsfólki um 310 manns á landinu öllu í apríl, sem er um 0,3% af áætluðu vinnuafli og hefur eftirspurn eftir vinnuafli ekki verið svo mikil síðan árið 1991, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í apríl 1997. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Nadir hótar Bretum að fara í mál

ASIL NADIR, hinn landflótta auðjöfur og Kýpur-Tyrki, segir lögfræðinga sína hafa undirbúið málaferli gegn brezkum yfirvöldum vegna gjaldþrots áður öflugs fyrirtækis hans. Nadir, sem er eftirlýstur fyrir fjársvik í Bretlandi, flúði fyrir fjórum árum eftir hrun stórveldis hans, Polly Peck International, sem seldi allt frá ávöxtum til raftækja. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Ríkisvíxlar seldir fyrir 3 milljarða

TEKIÐ var tilboðum fyrir 3 milljarða króna í ríkisvíxla til 75 daga, en það er endurútgáfa á síðasta þriggja mánaða ríkisvíxlaflokki með gjalddaga 20. ágúst 1997, í útboði sem fram fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Þar af tók Seðlabanki Íslands 700 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða en alls bárust sjö gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 3,4 milljarðar króna. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Verðbréfaþing aðili að Samtökum evrópskra kauphalla

VERÐBRÉFAÞING Íslands var veitt aðild að Samtökum evrópskra kauphalla (ESE) á ársfundi samtakanna í Amsterdam sl. fimmtudag. Aðild er veitt einni kauphöll í hverju aðildarríkja Evrópusambandsins og ETA og er Verðbréfaþing 18. aðilinn að samtökunum, segir í frétt. Meira
3. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 561 orð

"Væntum þess að okkar tilboði verði tekið"

GÍSLI V. Einarsson, stjórnarformaður Gufuness ehf., sem átti hæsta tilboðið í hlutabréf ríkisins í Áburðarverksmiðjunni hf. segist vænta þess sterklega að tilboði félagsins í verksmiðjuna verði tekið. Eins og fram hefur komið hljóðaði tilboð Gufuness upp á 725 milljónir króna og miðast það við staðgreiðslu. Meira

Daglegt líf

3. júní 1997 | Neytendur | 216 orð

Nýjar kartöflur á boðlegu verði?

HVENÆR bjóðast nýjar, erlendar kartöflur á sanngjörnu verði? Svar: "Gæðin á íslenskum kartöflum hafa verið viðunandi fram til þessa vegna breyttra geymsluaðferða og við höfum ekki séð ástæðu til að sækjast eftir innfluttum kartöflum," segir Jóhann Ólason hjá Nóatúni. Meira
3. júní 1997 | Neytendur | 119 orð

Nýjungar í heimilis- og ruslapokum

PLASTPRENT hf. kynnir nýja neytendalínu, Pokahornið, um þessar mundir. Um er að ræða heimilis- og ruslapoka. Til að auðvelda val á réttum stærðum eru stærðirnar skýrðar út myndrænt á umbúðum. Á nestispokunum eru t.d. myndir af samlokum og langlokum og á heimilispokum myndir af kökubotnum eða lambahrygg. Til að auðvelda meðhöndlun á pokunum eru umbúðirnar rifgataðar á bakhlið umbúðanna. Meira
3. júní 1997 | Neytendur | 521 orð

Skiptið um sand í sandkössum fyrir sumarið

"ÞEIR sem hafa yfir sandkössum að ráða ættu endilega að skipta um sand núna því á sólríkum dögum fer hiti upp úr öllu valdi í sandkössum og eggin í skítnum verða smithæf," segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Meira

Fastir þættir

3. júní 1997 | Í dag | 333 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert traustvekjandi persóna og ert gjarnan vali

Afmælisbarn dagsins: Þú ert traustvekjandi persóna og ert gjarnan valinn til leiðbeinendastarfa. Þú skalt leita leiða til að bæta aðstæður þínar, sem eru þó ekki eins slæmar og þú álítur. Vertu bjartsýnn. Þú ert menningarlegur þessa dagana og ættir að heimsækja listasöfn, bókasöfn o.fl. Meira
3. júní 1997 | Dagbók | 2870 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 30. maí - 5. júní: Apótek Austurbæjar, Háteigsvegi 1 er opið allan sólarhringinn en Breiðholts Apótek, Álfabakka 23 er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 75 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 3. júní,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 3. júní, er áttatíu og fimm ára Þorkell G. Sigurbjörnsson, fyrrverandi verslunarmaður, Sigtúni 29, Reykjavík. Eiginkona hans erSteinunn Pálsdóttir. Þau hjónin, sem áttu þrjátíu og fimm ára brúðkaupsafmæli í gær, mánudaginn 2. júní, eru að heiman í dag. Meira
3. júní 1997 | Fastir þættir | 759 orð

Birtir yfir vestlenskri hrossarækt

FORSKOÐUN kynbótahrossa fyrir fjórðungsmótið á Kaldármelum síðar í þessum mánuði er lokið og þykir niðurstaðan lofa góðu um kynbótasýningu mótsins. Gera ráðunautar sér vonir um að þar verði betri hross en á fyrri fjórðungsmótum í þessum landshluta. Sömuleiðis verða þau ívið fleiri en áður og er það góðs viti ef saman fara aukin gæði og fjöldi. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 34 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí 1996 í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Eva Hulda Emilsdóttir og Stefán Stefánsson. Sonur þeirra er með þeim á myndinni. Heimili þeirra er í Miðstræti 10, Reykjavík. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 506 orð

Fermingarbarnamót á Hótel ÖrkVELVAKANDA barst eftirfarandi br

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Föstudaginn 23. maí streymdu gestir hvaðanæva að af landinu til Hótel Arkar í Hveragerði. Eftirvæntingu og gleði var þegar að sjá í andlitum, hvernig skyldi nú takast til með þennan mannfagnað sem ekki var haldinn í Eyjum. Tilefnið var að einn fagran sunnudag í maí árið 1962 fermdust rúmlega eitt hundrað unglingar í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 300 orð

Fróðlegt samtal Hrafnhildar Hagalín við japönsku skáldkonuna

Fróðlegt samtal Hrafnhildar Hagalín við japönsku skáldkonuna Banana Yoshimoto birtist í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag. Í lok samtalsins segir rithöfundurinn: "Þið eruð fyrsta fólkið, sem ég hitti frá Íslandi. Ísland er mjög í tízku í Japan um þessar mundir eftir myndina "Cold fever" og söngkonuna þarna, hvað hún nú heitir aftur. Meira
3. júní 1997 | Fastir þættir | 689 orð

Gustur að breytast í kvenfélag

SÁLMUR frá Stokkseyri og Einar Þór sigruðu enn og aftur í A-flokki gæðinga á móti Gusts í Kópavogi um helgina. Sálmur var auk þess valinn glæsilegasti gæðingur mótsins. Ekki gekk þetta átakalaust hjá þeim félögum því þeir voru í öðru sæti eftir forkeppnina á eftir stóðhestinum Ferli frá Kópavogi sem Sigurður V. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 21 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar þeir Sindri Aron Viktorsson og

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar þeir Sindri Aron Viktorsson og Steinar Birgisson héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 2.509 krónur. Meira
3. júní 1997 | Fastir þættir | 596 orð

Kakó og súkkulaðidrykkir

KAKÓ kom frá nýja heiminum með Kolumbusi eins og svo margt annað. Montezuma, keisari asteka í Mexíkó frá 1502-1520, bar gestum sínum drykkjarker úr gulli með beiskum drykk sem kallaðist chocolati. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 138 orð

Þriðjudagur 3. júní 1996: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur

Þriðjudagur 3. júní 1996: STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á öflugu alþjóðaskákmóti í Madrid á Spáni sem lauk um helgina. Rússinn Valery Salov(2.665) var með hvítt, en ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.645) hafði svart og átti leik. Meira
3. júní 1997 | Í dag | 196 orð

ÞVINGUN er til í ótal afbrigðum. Sú sem hér kemur við sögu heitir á fræðimáli "samsett

Útspil: Hjartasjö. Vörnin tekur þrjá fyrstu slagina með stungu og austur spilar svo laufi í fjórða slag. Getur lesandinn áttað sig á endastöðunni, sem gefur tíunda slaginn? Til að byrja með er nauðsynlegt að taka laufslaginn heima. Síðan er trompi spilað fimm sinnum. Meira

Íþróttir

3. júní 1997 | Íþróttir | 71 orð

1.deild karla (Næst efsta deild) ÍR - Víkingur3:0

1.deild karla (Næst efsta deild) ÍR - Víkingur3:0 Marteinn Guðgeirsson (17., sjálfsm.), Kristján Brooks (55., 88.). Dalvík - FH2:2 Grétar Steindórsson (64., vsp.), Vilhjálmur Haraldsson (89.) - Davíð Ólafsson (31.), Lúðvík Arnarsson (62.). Reynir S. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA KVA 2 2 0 0 6 1 6SELFOSS 2 2 0 0 5 2 6HK 2 2 0 0 3 0 6VÍÐIR 2 1 0 1 4 3 3ÞRÓTTUR N. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 269 orð

Alþjóðlegt mót Saint-Denis í Frakklandi í gær:

Saint-Denis í Frakklandi í gær: 400 m grindahlaup karla 1. Bryan Robson, Bandaríkjunum48,24 2. Stephane Diagana, Frakklandi49,62 3. Ken Harnden, Zimbabwe49,67 400 m grindahlaup kvenna 1. Kim Batten, Bandaríkjunum53,63 2. Deon Hemmings, Jamaíka54,02 3. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 241 orð

Ánægður að vera á heimleið "ÉG er orðinn

"ÉG er orðinn þreyttur ­ spennufallið er komið, ég hlakka til að komast heim," sagði Boris Bjarni Akbavhev, aðstoðarþjálfari Þorbjarnar Jenssonar, landsliðsþjálfara. Bosis Bjarni sagði að útlegan hafi verið löng og ströng. "Strákarnir gleymdu sér eitt andartak ­ sofnuðu á verðinum gegn Ungverjum, sem kostaði þá mikið. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

BREIÐABLI

BREIÐABLIK 2 2 0 0 13 2 6STJARNAN 1 1 0 0 2 1 3VALUR 1 1 0 0 2 1 3KR 1 1 0 0 1 0 3ÍA 1 0 0 1 1 2 0HAUKAR 1 0 0 1 0 1 0ÍBV 1 0 0 1 2 Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 662 orð

Bréfberinn vinnur ekki á sunnudögum

ÞRÁTT fyrir sigur á Utah Jazz í fyrsta leiknum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar, 84:82, geta leikmenn Chicago Bulls ekki verið ánægðir með leik sinn. Utah hafði forystu mestallan leikinn, en þegar til kom var það sjálfur Karl Malone sem klúðraði tveimur vítaskotum rétt fyrir leikslok sem sett hefðu mikla pressu á Chicago. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 104 orð

Bröndby meistari

Bröndby tryggði sér danska meistaratitilinn í gær, er liðið sigraði AGF í Árósum, 3:2. 20 þúsund áhorfendur voru á leiknum, sem er mesti fjöldi tímabilsins í Danmörku. Bröndby sigraði einnig í fyrra, en þetta er sjöundi meistaratitill félagsins frá upphafi. Tvær umferðir eru enn eftir. Bröndby-liðið hefur haft nokkra yfirburði á tímabilinu og hefur verið í toppsætinu frá 2. umferð. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 89 orð

Býð Geir sérstaklega velkominn "ÍSLENSKA liðið hefur

"ÍSLENSKA liðið hefur staðið sig frábærlega hér í Kumamoto. Ég þekki leikmenn liðsins vel og veit hvað íslenskir handknattleiksmenn geta. Ég hef þjálfað Kristján Arason og Júlíus Jónasson hjá Gummersbach ­ frábæra leikmenn, sem vinna vel sín störf. Það hafa margir íslenskir leikmenn leikið í Þýskalandi. Já, eru reyndar að nú með þýskum liðum. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 182 orð

"Davíð"hringdií Þorbjörn"ÉG fékk

"ÉG fékk upphringingu nóttina eftir leikinn gegn Egyptum ­ mér var tjáð að Davíð Oddsson, forsætisráðherra væri á línunni. Ég hlustaði, tók við heillaóskum ­ vitandi að Davíð væri ekki í símanum, heldur maður að nafni Hjálmar, sem er mjög góð eftirherma. Ég lét Davíð, það er að segja Hjálmar, rausa um stund, síðan þakkaði ég honum fyrir og sagði: "Ég bið að heilsa Hjálmari. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 417 orð

Dýrkeypt sekúnda

Tíminn er dýrmætur, en vafalaust nagar Haile Gebrselassie, heimsmethafi í 5.000 m hlaupi, sig í handarbökin fyir þá rúmu sekúndu sem hann hefði þurft að hlaupa hraðar í tveggja mílna hlaupi í Hengelo í Hollandi um helgina. Þar háði hann einvígi við Noureddine Morceli og sá er myndi hlaupa vegalengdina undir 8 mínútum átti að fá í sinn hlut rúmar 70 milljónir króna. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 101 orð

Englandsigraði

Englendingar sigruðu Pólverja í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag, 2:0, í Póllandi. Þeir eru því öruggir um að leika í úrslitakeppni mótsins í Frakklandi á næsta ári. Alan Shearer gerði fyrra mark gestanna á 5. mínútu, en hann misnotaði einnig vítaspyrnu skömmu áður en fyrri hálfleikurinn rann sitt skeið. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 183 orð

Evrópska mótaröðin Mót helgarinnar fór fram á Gut Kaden-vellinum

Evrópska mótaröðin Mót helgarinnar fór fram á Gut Kaden-vellinum í Þýskalandi. 1. Ross McFarlane, Bretl.282(-6) 707368712. Gordon Brand yngri, Skotl. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 53 orð

Finnur lengi frá

FINNUR Kolbeinsson, miðvallarleikmaður Leiftursmanna, meiddist á hné í leiknum við Skagamenn í 2. umferð Íslandsmótsins 22. maí. Í fyrstu var talið að meiðsli hans væru ekki alvarleg, en nú hefur komið í ljós að hann er með slitið krossband í hnénu og leikur ekki með liðinu næstu fimm til sex vikurnar. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 198 orð

Fyrsti sigur McFarlanes

Bretinn Ross McFarlane sigraði í móti helgarinnar á evrópsku mótaröðinni á Gut Kaden-vellinum í Þýskalandi. Hann lék fjóra hringi á 282 höggum, sex höggum undir pari og einu höggi á undan Skotanum Gordon Brand yngri og Svíanum Anders Forsbrand. McFarlane hefur aldrei sigrað áður á evrópsku mótaröðinni, en hann hefur leikið á henni í 15 ár. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 500 orð

Geir einn besti línumaðurinn

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er einn besti línumaður heims. Þrír línumenn eru taldir í sérflokki, Geir, Dmitri Torgovanov frá Rússlandi og Svíinn Thomas Sivertsson. "Það væri heiður fyrir mig að hafa leikmann eins og Geir í mínu liði," sagði Vladimir Maximov, þjálfari heimsmeistara Rússa. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 175 orð

Glæsileg met Jóns ArnarsJón Arnar Magnússon setti

Jón Arnar Magnússon setti glæsilegt Íslandsmet í tugþraut á sterku móti í Götzis í Austurríki um helgina. Fékk 8.470 og bætti gamla metið, frá Ólympíuleikunum í Atlanta, um 196 stig. Jón Arnar setti einnig Íslandsmet í 100 m hlaupi og 110 m grindahlaupi í Götzis. Jón varð í fimmta sæti af 24 sem luku keppni. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 118 orð

Guðmundur og Berg- sveinn stóðu sig vel

Ílensku markverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson og Bergsveinn Bergsveinsson stóðu sig vel ­ eftir tölulegum upplýsingum mótshaldara að dæma var Guðmundur í áttunda sæti á listanum yfir varin skot, 49 af 155 skotum sem komu á markið og Bergsveinn var í tíunda sæti, með 42 skot varin af 138 sem komu á markið. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 460 orð

Guðrún bætti 10 ára met

Guðrún Arnardóttir úr Ármanni bætti á laugardaginn 10 ára gamalt met Helgu Halldórsdóttur í 400 m hlaupi á alþjóðlegu móti á Krít. Guðrún hljóp á 53,03 sek., en met Helgu var 53,92. 400 m hlaupið er "aukabúgrein" hjá Guðrúnu sem eins og kunnugt er leggur aðaláherslu á 400 m grindahlaup. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 96 orð

HANDKNATTLEIKUR"Strákarni

RÚSSAR urðu heimsmeistarar í handknattleik á sunnudag; sigruðu Svía 23:21 í úrslitaleik. Frakkar sigruðu Ungverja í leik um þriðja sætið og Íslendingar urðu í fimmta sæti, eins og kom fram í sunnudagsblaðinu og er það besti árangur sem íslenskt landslið hefur náð í heimsmeistarakeppni. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 328 orð

HEIKE Dreschler

HEIKE Dreschler langstökkvari frá Þýskalandi og bandaríska stúlkan Jackie Joyner-Kersee háðu einvígi í langstökki í Toronto sama kvöld og þeir Bailey og Johnson reyndu með sér í 150 m hlaupi. Dreschler hafði betur, stökk 6,82 m en Kersee 6,79 m. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 121 orð

Heilsuhlaup í tíunda sinn

HEILSUHLAUP Krabbameinfélagsins fer nú fram í tíunda skipti. Fyrsta hlaupið var í Grímsey á laugardaginn en á fimmtudag verður hlaupið í Reykjavík, Borgarnesi, á Ólafsfirði, Akureyri, í Hrísey, á Grenivík, Húsavík og í Keflavík. Skráning í hlaupið er hjá Krabbameinsfélaginu í dag og á morgun kl. 16-18 og á fimmtudag kl. 8-18. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 428 orð

HELGI Sigurðsson,

HELGI Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Fram, hefur vakið áhuga norska 1. deildar liðsins Stabæk og komist félagið að samningum við TB Berlin félag það sem Helgi er samningsbundinn er líklegt að hann flytji sig um set. Berlínarliðið lánaði Helga til Fram í sumar. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 617 orð

Hvenær hefur læknirinnSTEFÁN CARLSSONþað best á bekknum hjá landsliðinu?Best ef ekkert er að gera

"ÉG ER ánægður með Stefán, hann hefur ekki þurft að skera neinn upp," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins um þátt Stefáns Carlssonar, læknis landsliðsins. Stefán er ekki ókunnugur landsliðsstrákunum, hann byrjaði að veita þeim þjónustu 1984 ­ og hefur "leikið" fleiri landsleiki en flestir þeirra. "Það er gaman að vinna með strákunum. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 78 orð

Í kvöld

Knattspyrna Sjóvá-Almennra deildin: (Efsta deild í karlaflokki) Valbjarnarvöllur:Fram - Stjarnan18 Akranes:ÍA - Grindavík20 Vestm. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 181 orð

ÍR á meðal efstu liða

Víkingar eru enn stigalausir í 1. deild, en þeir sóttu ÍR-inga heim í Mjódd á laugardag og töpuðu, 3:0. Leikurinn einkenndist af slæmum samleik leikmanna, en mörkin komu um leið og leikmönnum tókst að leika skynsamlegan sóknarleik og nýta breidd vallarins til samvinnu. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 403 orð

"Ísland orðið virkur meðlimur í stærstu fjölskyldu heims"

SJÖUNDU leikar smáþjóða í Evrópu voru settir á Laugardalsvelli í gær að tæplega sex þúsund áhorfendum viðstöddum. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setti leikana og eftir það var fáni leikanna dregin að húni, eldurinn tendraður og áhorfendum skemmt með sýningaratriðum. Keppendur gengu inná aðalleikvanginn í stafrófsröð, en íslenska liðið rak þó lestina sem gestgjafi. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 183 orð

Jafntefliá Dalvík

Dalvíkingar tóku á móti FH í brakandi þurrki, sunnan strekkingi og 20 stiga hita síðastliðinn laugardag. Hafnfirðingar kunnu vel við sig í þessu loftslagi og komust í 2:0, en misstu leikinn niður í jafntefli þrátt fyrir að vera sterkari í seinni hálfleik. Úrslitin 2:2 og heimamenn gengu sáttir af velli. Davíð Ólafsson skoraði snyrtilegt mark fyrir FH á 31. mínútu. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 449 orð

"Johnson er heigull"

Michael Johnson er ekki spretthlaupari, hann er tvö hundruð metra hlaupari," sagði Donovan Bailey heimsmethafi í 100 m hlaupi eftir að hann hafði sigraði í einvíginu "fljótasti maður jarðarinnar" í Toronto í Kanada á sunnudaginn. Þar átti hann í höggi, í 150 m hlaupi, við Michael Johnson heimsmethafa í 200 og 400 m hlaupi. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 169 orð

Kemp frá Seattle?

SHAWN Kemp, framherjinn sterki hjá Seattle Supersonics, hefur beðið stjórnendur félagsins um skipti til annars liðs. "Við höfum heyrt frá nokkrum öðrum liðum sem vilja fá Kemp," sagði Wally Walker, forseti Sonics. "Við höfum ekki rætt við Kemp vegna þess, en við skiptum aðeins um leikmenn ef það gerir liðinu gott," bætti hann við. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 236 orð

Keppni stöðvuð vegna úrhellis

Bandaríkjamaðurinn Scott Hoch og Vijay Singh frá Fiji-eyjum voru í forystu á tólf höggum undir pari er leikur á Minningarmótinu svokallaða var stöðvaður. Í gær var enn óljóst hvort mögulegt væri að klára þriðja hringinn, en mikið hefur rignt í Ohioríki, þar sem mótið fer fram, um helgina. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 345 orð

Klinsmann skoraði í kveðjuleiknu

Bayern M¨unchen var krýndur meistari í þýsku 1. deildinni á laugardag, en það var síðasti leikdagur. J¨urgen Klinsmann skoraði annað tveggja marka liðsins í jafnteflisleik við Borussia Mönchengladbach en hann leikur með Sampdoria á Ítalíu eftir sumarfrí. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 169 orð

Konurnar léku á St. Andrews

FJÓRIR bestu kvenkylfingar landsins tóku þátt í keppni um St. Rule-bikarinn í St. Andrews í Skotlandi um helgina. Það voru þær Ragnhildur Sigurðardóttir og Herborg Arnarsdóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir úr Keili. Ragnhildur lék best og lauk leik á 241 höggi. Hún lék fyrsta hringinn á 81 höggi, en hann var leikinn á nýja vellinum. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 174 orð

Leiftur mætir Hamburger

Leiftursmenn leika í svokallaðri Toto-Evrópukeppni í sumar og nú er ljóst hverjir andstæðingar þeirra verða. Ólafsfirðingarnir mæta Hamburger SV frá Þýskalandi, Samsunspor frá Tyrkalndi, Tauras Taurage frá Litháen og dönsku liði sem enn er ekki vitað hvert er. Leikirnir í keppninni fara fram í lok júní og síðan í júlí. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 569 orð

Lék seinni níu á 32 höggum

SUÐURNESJAMAÐURINN Örn Ævar Hjartarson sigraði á Landsbréfamótinu, öðru móti íslensku mótaraðarinnar, sem fram fór á Grafarholtsvelli um helgina. Hann lék síðustu 18 holurnar á 69 höggum, tveimur höggum undir pari, og lauk leik einu höggi á undan Björgvini Sigurbergssyni úr Keili, sem mistókst örstutt pútt á síðustu holu og lék síðustu tvær holurnar á þremur höggum yfir pari. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 169 orð

Litlu munaði aðilla færiLÍKT og fyrri daginn hóf

LÍKT og fyrri daginn hóf Jón síðari keppnisdaginn með látum og sló Íslandsmetið í 110 m grindahlaupi. Kom í mark á 14,00 sek., sem er 19/100 betri tími en gamla Íslandsmetið var sem einnig var í hans eigu ­ sett Evrópubikarkeppninni í Tallinn í Eistlandi 11. júní 1995. Mótvindur var 1/m á sekúndu. Besti tími Jóns í þessari grein í tugþraut var 14,22 frá Ólympíuleikunum í Atlanta. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 61 orð

Lokastaðan í Kumamoto

Röð liðanna á heimsmeistarakeppninni að þessu sinni varð sem hér segir: 1. Rússland, 2. Svíþjóð, 3. Frakkland, 4. Ungverjaland, 5. Ísland, 6. Egytpaland, 7. Spánn, 8. S-Kórea, 9. Júgóslavía, 10. Litháen, 11. Tékkland, 12. Noregur, 13. Króatía, 14. Kúba, 15. Japan, 16. Túnis, 17. Alsír, 18. Ítalía, 19. Portúgal, 20. Kína, 21. Saudi-Arabía, 22. Argentína, 23. Marokkó, 24. Brasilía. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 1112 orð

Loks gekk allt upp

"LOKSINS komst ég í gegnum eina þraut þar sem allt gekk upp," sagði Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Tindastóli, eftir að hann hafði sett glæsilegt Íslandsmet í tugþraut á alþjóðlegu móti í Götzis á sunnudaginn Jón fékk 8.470 stig og bætti gamla metið sitt um 196 stig frá Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrrasumar. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 364 orð

Nýjar æfingar farnar að skila sér

"ÞETTA er mjög glæsileg byrjun á tímabilinu hjá Jóni og vonandi verður framhaldið eins jákvætt," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars Magnússonar. "Sannast sagna átti ég ekki von á meti og síðast en ekki síst svona miklum framförum en greinilegt er að stutt hvíld fyrir mótið hefur gert honum gott. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 312 orð

Parma í Meistaradeildina

Keppni í ítölsku 1. deildinni lauk um helgina. Parma náði öðru sæti og tryggði sér rétt til að leika í meistaradeild Evrópu er liðið sigraði Verona, 2:1. Enrico Chiesa og Hernan Crespo gerðu mörk Parma, sem slóst með sigrinum í hóp með nýkrýndum meisturum Juventus í keppni bestu félagsliða Evrópu. Vonir Inter Milan um sæti í meistaradeildinni urðu að engu eftir jafntefli við Bologna, 2:2. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 312 orð

"Sex tröll og Lavrov"

Rússar urðu heimsmeistarar í handknattleik. Þeir sigruðu Svía 23:21 í úrslitaleik í Japan á sunnudag. "Þetta var barátta tveggja frábærra liða, sem þekkja hvort annað mjög vel. Það má segja með sanni að það var rússneska maskínan sem stóð uppi sem sigurvegari - gegn sænsku stálvélinni. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

SJÓVÁ-ALMENNRA DEILDIN

SJÓVÁ-ALMENNRA DEILDIN KEFLAVÍK 4 4 0 0 7 1 12ÍBV 4 3 1 0 11 2 10ÍA 4 2 1 1 7 5 7VALUR 4 2 1 1 5 6 7KR 4 1 2 1 6 4 5LEIFTUR 4 1 1 2 5 4 4FRAM Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 222 orð

Slaney og Farmer-Patrick í bann

MARY Slaney og Sandra Farmer- Patrick, tvær af fremstu frjálsíþróttakonum Bandaríkjanna, voru dæmdar í keppnisbann um helgina af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu vegna ólöglegrar lyfjaneyslu. Báðar féllu þær á lyfjaprófi í júní í fyrra en vegna seinagangs bandaríska frjálsíþróttasambandsins gat Alþjóðasambandið ekki tekið málið fyrir fyrr en um sl. helgi. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 86 orð

Smáþjóða-leikarnirÍ DAGKörfuknattleikur Karlar, leikið í Smáranum: Kýpur - Maltakl. 18 Lúxemburg - Andorrakl. 20 Blak Konur,

Blak Konur, leikið í Austurbergi: Liechtenstein - Maltakl. 12 Ísland - Kýpurkl. 17 Karlar, leikið í Digranesi: Kýpur - San Marínókl. 14:30 Ísland - Andorrakl. 19:30 Siglingar Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 128 orð

Spurs datt í lukkupottinn SAN Antonio fékk

SAN Antonio fékk fyrsta valréttinn í háskólavalinu og mun að öllum líkindum velja Tim Duncan frá Wake Forest-háskólanum. Ef liðið gerir það mun það státa af framlínu sem þeir David Robinsson, Duncan og Sean Elliott skipa og yrði hún mjög öflug. Duncan lék í stöðu miðherja í háskóla, en það getur hann væntanlega ekki gert þegar Robinson er inni á vellinum. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 19 orð

Stofndeildin (Efsta deild meistaraflokks kvenna) Breiðablik -

Stofndeildin (Efsta deild meistaraflokks kvenna) Breiðablik - ÍBA8:0 Margrét Ólafsdóttir 3, Ásthildur Helgadóttir 2, Erla Hendriksdóttir 2, Kristrún Daðadóttir 1. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 434 orð

STOLT »Þjóðin getur veriðstolt af strákunumá HM í KumamotoÍ

Ísland er landið, sagði einn landsliðsmanna Íslands, eftir að "strákarnir okkar" höfðu náð besta árangri sem Íslandingar hafa náði í HM ­ fimmta sætinu í Kumamoto. Gleðin var mikil og menn ræddu um að herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þyrfti að leita til stálsmiðju, til að láta búa til fálkaorðu fyrir Þorbjörn Jensson, sigursælasta þjálfara Íslands. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 778 orð

Stórkostleg tilfinning

"ÞAÐ var stórkostleg tilfinning þegar nafn mitt var kallað upp og tilkynnt að ég væri í sjö manna liði mótsins," sagði Valdimar Grímsson, sem var valinn í sjö manna lið heimsmeistaramótsins í Kumamoto. Eftir að Rússar tóku á móti gullverðlaunum sínum var tilkynnt hvaða leikmenn væru í sjö manna HM-liðinu. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 104 orð

Sörenstam gengur vel SÆNSKA stúlkan A

SÆNSKA stúlkan Annika Sörenstam sigraði á PGA-móti helgarinnar á bandarísku kvennamótaröðinni. Hún lék 72 holur á 277 höggum, eða 11 höggum undir pari. Þetta var fjórði sigur hennar á árinu og sá tíundi síðan hún hóf leik í mótaröðinni fyrir tæpum fjórum árum. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 1861 orð

Við erum allir á lífi

Ég er mjög ánægður, það reiknaði enginn með að við myndum hafna í fimmta sæti, sagði Þorbjörn og Valdimar greip fram í og sagði að það væri engin spurning. "Við fórum hingað til Kumamoto með því hugarfari að skemmta okkur og gera okkar besta. Það hvarflaði ekki að neinum að við myndum ná þessum árangri. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 716 orð

Vonarneisti Barca slökktur í Alicante

REAL MADRID þarf nú aðeins að hljóta eitt stig í síðustu tveimur leikjum liðsins til þess að hreppa spænska meistaratitilinn í knattspyrnu. Madrid vann fyrirhafnarlítinn stórsigur á botnliði Extremadura á sunnudagskvöld á sama tíma og Barcelona hlaut háðulega útreið í viðureign sinni við Hercules frá Alicante, sem fallið er í aðra deild og tapaði með tveimur mörkum gegn einu. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 527 orð

Zaragoza - Atletico Madrid2:3

Zaragoza - Atletico Madrid2:3 Fernando Morientes 49., Francisco Higuera 74. - Juan Esnaider 24., Milinko Pantic 28., Jose Luis Caminero 65. 29.000. Real Sociedad - Tenerife3:0 Mutiu Adepojo 34., 50., Javi De Pedro 66. 10.000. Hercules - Barcelona2:1 Paquito Escudero 38., Dubravko Pavlicic 56. - Luis Enrique Martinez 3. 30. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 74 orð

Þrír fóru á undan ÞRÍR leikmenn íslenska

ÞRÍR leikmenn íslenska landsliðsins fóru frá Kumamoto á sunnudaginn, einum degi á undan landsliðshópnum. Það voru "Þjóðverjarnir" Patrekur Jóhannesson, leikmaður með Essen, sem á Spánarferð framundan með liðinu og Wuppertal-leikmennirnir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Ég öfunda Íslendinga "ÉG get ekki annað en öfundað Íslendinga. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÞRÓTTUR

ÞRÓTTUR 3 3 0 0 9 2 9KA 3 2 1 0 6 2 7BREIÐABL. 3 2 1 0 2 0 7ÍR 3 2 0 1 6 3 6FH 3 1 1 1 5 5 4ÞÓR 3 1 1 1 3 4 4DALVÍK 3 0 3 0 5 5 Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 474 orð

ØYVIND Leonhardsen,

ØYVIND Leonhardsen, Norðmaðurinn vaski sem tók þátt í að leiða landslið Noregs til sigur á heimsmeisturum Brasilíu 4:2 sl. föstudagskvöldið var í gær keyptur til Liverpool fyrir 4 milljónir punda frá Wimbledon þar sem hann hefur verið sl. þrjú ár. Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild karla Framherjar - Smástund2:4 KSÁÁ - Snæfell1:1 Afturelding - Víkingur0:1 Ernir - HVÍ1:18 KS - Nökkvi5:1 Neisti D. - Leiknir F.2:2 Coca-Cola bikar kvenna Meira
3. júní 1997 | Íþróttir | 150 orð

(fyrirsögn vantar)

Tugþrautarmót Keppni í Götzis: Eduard H¨am¨alainen, Finnlandi8.617 (100 m., 10,76 - langstökk 7,54 m - kúluvarp 16,56 - hástökk, 2,00 - 400 m., 47,09 - 110 m grind., 13,79 - kringlukast 47,64 - stangarstökk 5,20 - spjótkast 55,18 - 1.500 m., 4.44,32) Thomas Dvorak, Tékklandi8. Meira

Fasteignablað

3. júní 1997 | Fasteignablað | 32 orð

ÐEngin hámarksþóknun LAGAÁKVAÆÐI um hámarksþókn

LAGAÁKVAÆÐI um hámarksþóknun fasteignasala hafa verið afnumin. Í staðinn skal fasteignasali gera samning við umbjóðanda sinn um þóknun fyrir starfann og jafnframt um greiðslu kostnaðar, þar með talinn auglýsingakostnaður. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 41 orð

ÐGagnsemi plaströra Í dag finnst líklega flestum

Í dag finnst líklega flestum fáránlegt að hugsa sér lífið án plaströra, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir.. Þar gildir einu, hvort það er til lagna í hús, til að tengja eldhúsvaskinn og þvottavélina eða til að vökva garðinn. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 158 orð

ÐVel sóttir Byggingadagar FIMMTÁN þúsund gestir h

FIMMTÁN þúsund gestir heimsóttu fyrirtæki á Byggingadögum 1997 í Perluna um helgina auk þess sem þúsundir gesta sóttu heim fyrirtækin sem voru með opið hús víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Byggingadagar sem að þessu sinni voru haldnir undir kjörorðinu HÚS SKULU STANDA hafa verið haldnir nokkur undanfarin ár, Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 189 orð

Einbýlishús á Arnarnesi

MYNDARLEG einbýlishús á Arnarnesi vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu 237 ferm. hús við Hegranes 15 á sunnanverðu Arnarnesi. Húsið er með tvöföldum 46 ferm. bílskúr. Ásett verð er 20 millj. kr. Á neðri hæð er anddyri, gestasnyrting, tvö herbergi og fjölskylduherbergi með arni og auk þess lítil íbúð með sér inngangi. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 936 orð

Forn verkfæri

Á sýningunni Kirkja og kirkjuskrúð sem nú stendur í Þjóðminjasafninu er til sýnis lítil stafkirkja sem reist var inni í safnhúsinu í fullri stærð. Talið er að á fyrri öldum hafi litlar kirkjur verið byggðar við mörg býli á landinu og að þær hafi verið svipaðar þessari kirkju að gerð. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 217 orð

Glæsilegt hús í grónu hverfi

HJÁ fasteignasölunni Framtíðinni er til sölu stórt hús að Rauðagerði 48 í Reykjavík. Húsið er byggt 1982. Það er steinsteypt og 295 ferm. að stærð með innbyggðum 50 ferm. bílskúr auk einstaklingsíbúðar og 83 ferm. þriggja herbergja íbúðar. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 200 orð

Heilsárshús eða sumarhús við Hellu

HJÁ fasteignasölunni Laufási er til sölu heilsárshús rétt við Hellu á Rangárvöllum og er húsið í landi Helluvaðs og nefnist Helluvað II. Þetta er timburhús á steyptum kjallara, byggt 1974. Það stendur á einum hektara eignarlands. Flatarmál þess alls er tæplega 200 ferm., þar af er 87 ferm. efri hæð, að viðbættri 16 ferm. sólstofu. Kjallarinn er jafnstór hæðinni. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 698 orð

Jöfn umsvif á fasteignamarkaði

FASTEIGNAVIÐSKIPTI hafa verið nokkuð minni það sem af er þessu ári en á sama tímabili á síðasta ári, ef fjöldi umsókna um húsbréfalán er lagður til grundvallar. Umsóknir vegna kaupa á notuðu íbúðarhúsnæði eru um 5% færri en um 2% færri vegna nýbygginga einstaklinga. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 261 orð

Líflegur markaður

FRAMBOÐ á íbúðarhúsnæði er það mikið, að verðhækkun á því verður varla á næstunni, hvað sem síðar verður. Það er mikill kraftur í nýsmíðinni og því bætist stöðugt við framboðið. Þetta kemur fram í viðtali hér í blaðinu í dag við Ævar Dungal hjá fasteignasölunni Fold, þar sem fjallaði er um ástandið á fasteignamarkaðnum nú. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 295 orð

Meiri sementssala með auknum verk- legum framkvæmdum

SEMENTSSALAN hjá Sementsverksmiðju ríkisins er ávallt mikil vísbending um umsvifin á nýbyggingamarkaðnum og í annarri mannvirkjagerð. Í fyrra var salan 88.000 og mun meiri en 1995, en það ár einkenndist salan af samdrættinum í byggingariðnaðinum og var sú minnsta síðan 1961 eða rúml. 76.000 tonn. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var sementssalan tæplega 19. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 1062 orð

Plaströr geta andað

Umræðan um hættuna af súrefnisupptöku vatns í plaströrum er oft deila um keisarans skegg, segir Sigurður Grétar Guðmundsson.Aukum þekkingu okkar og notum rétt rör og réttar lausnir á réttum stað. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 699 orð

Útboð hönnunar - verkfræðiþjónusta í fjötrum

Í HEIMI stöðugra krafna um hagræðingu í rekstri fyrirtækja og stofnana hafa verið notaðar ýmsar aðferðir til að ná sem bestum árangri. Við þær aðstæður þar sem sparnaðarkrafan er hvað mest er hætta á misnotkun á þessum annars viðurkenndu hagræðingaraðgerðum þannig að þær missa marks og hafa þveröfug áhrif þegar upp er staðið. Meira
3. júní 1997 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

3. júní 1997 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

3. júní 1997 | Úr verinu | 647 orð

Átelur seinagang í kjarasamningum

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Grindavík á sjómannadaginn og var viðstaddur hátíðahöldin þar. Grindvíkingar notuðu tækifærði og færðu forsetanum líkan af gömlum bát að gjöf. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands flutti hátíðarræðu dagsins og átaldi hann útgerðarmenn harkalega fyrir seinagang í samningamálum. Meira
3. júní 1997 | Úr verinu | 435 orð

"Gera allt til að hafa fé af sjómönnum"

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sendi útgerðarmönnum tóninn í ræðu sinni við hátíðahöldin í Reykjavík. Hann sagði suma þeirra beita valdi til að arðræna sjómenn. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði að halda þyrfti áfram að þróa stjórnkerfi fiskveiðanna á grundvelli markaðslögmála. Meira
3. júní 1997 | Úr verinu | 148 orð

Heldur meira um sumarlokanir í ár

HELDUR meira verður um sumarlokanir frystihúsa í sumar en í fyrra að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Algengast er að fyrirtækin loki í júlí eða ágúst, í 2-3 vikur. Meira
3. júní 1997 | Úr verinu | 281 orð

Verkföll eru neyðarúrræði

Guðjón fjallaði einig um kjaramál og sagði þá: "Ég verð að segja það hreint út að verkföll eru algjör neyðarúrræði og afar leitt að forysta LÍÚ skuli aldrei fást að raunverulegu samningaborði án þess að þjóðfélagið beri af verulega skaða Meira

Ýmis aukablöð

3. júní 1997 | Dagskrárblað | 147 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) (9:25) [3777] 17.30Beavis og Butthead. (22:30) [6864] 18.00Taumlaus tónlist [90154] 19. Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 163 orð

17.25Helgarsportið (e)

17.25Helgarsportið (e) [3929883] 17.50Táknmálsfréttir [4369615] 18.00Fréttir [19154] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (655) [200033609] 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [992116] 19. Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 725 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Halla Kjartansdóttir flutur þáttinn. 8.00Að utan. Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 91 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 134 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 769 orð

ÞRIÐJUDAGUR 3. júní BBC PRIME 4

ÞRIÐJUDAGUR 3. júní BBC PRIME 4.30 RCN Nursing Update 5.00 Newsdesk 5.30 Jonny Briggs 5.45 Get Your Own Back 6.10 Nobody's Hero 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
3. júní 1997 | Dagskrárblað | 125 orð

ö9.00Líkamsrækt Leiðbeinendur: Ágústa

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [67036715] 13.00Doctor Quinn (7:25) (e) [516796] 14.30Morðgáta (Murder She Wrote) (9:22) (e) [2129067] 15.15Ellen (14:24)(e) [394390] 15.35Mörk dagsins [7983796] 16. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.