Greinar laugardaginn 7. júní 1997

Forsíða

7. júní 1997 | Forsíða | 164 orð

Ásakanir um kosningasvik

NÝSTOFNAÐUR flokkur Liamine Zeroual, forseta, sópaði til sín atkvæðum í þingkosningum í Alsír á fimmtudag. Flokkur forsetans og stuðningsmanna hans, sem stofnaður var fyrir þremur mánuðum, fékk 155 þingsæti af 380. Formenn annarra flokka hafa flestir sett fram ásakanir um kosningasvik. Mustapha Benmansour, innanríkisráðherra, vísaði öllum ásökunum á bug. Meira
7. júní 1997 | Forsíða | 458 orð

Blair veitir Kohl efnahagsráðgjöf

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands og jafnframt yngsti forsætisráðherra Evrópu, kom í gær í opinbera heimsókn til Þýskalands með áskorun til Helmuts Kohls kanslara, sem hefur setið við völd einna lengst evrópskra leiðtoga, um að koma lagi á þýsk efnahagsmál. Í frétt dagblaðsins The Daily Telegraphsagði í fyrirsögn að Blair hefði hrifsað frumkvæðið af Kohl. Meira
7. júní 1997 | Forsíða | 215 orð

Lenín fái kristilega greftrun

Stjórn Jeltsíns hefur ýjað að því að hann kunni að leysa þingið upp samþykki það ekki frumvörp stjórnarinnar um efnahagsumbætur og forsetinn virtist njóta þess að bjóða andstæðingum sínum birginn með því að leggja til að þjóðin ákvæði í atkvæðagreiðslu í haust hvort grafa ætti lík byltingarleiðtogans. Meira
7. júní 1997 | Forsíða | 218 orð

Veikleikamerki eftir valdarán

HERFORINGJASTJÓRNIN, sem tók völdin í Sierra Leone 25. maí, sýndi í gær veikleikamerki og bað umheiminn hjálpar við að ná samkomulagi. Valdaræningjarnir hafa þurft að eiga við vopnaða íhlutun og verkföll og hafa verið fordæmdir víða um heim. Yfirlýsingin var flutt í ríkisútvarpinu og þótti bera því vitni að sveitir Johnnys Pauls Koromas herforingja væru teknar að þreytast. Meira

Fréttir

7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Aukin fjölbreytni í dýragarðinum í Slakka

DÝRAGARÐURINN í Slakka í Laugarási hefur opnað aftur þriðja árið í röð en í ár hefur fengist formlegt leyfi til reksturs garðsins og er það sennilega í fyrsta skipti sem það er veitt til einstaklings, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Aukin þjónusta með safnkorti

OLÍUFÉLAGIÐ hf. sendir frá sér nýtt Safnkort. Sú breyting felst í nýju Safnkortunum að nú geta viðskiptavinir safnað punktum þegar þeir greiða með kreditkortum. Um 3 ár eru síðan fyrirtækið hóf að bjóða viðskiptavinum sínum slík fríðindi, fyrst íslenskra fyrirtækja. Safnkortshafar eru 70.000 og munu þeim verða send ný kort í júní. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 166 orð

Barist fyrir aukinni bílbeltanotkun

Í BANDARÍKJUNUM nota einungis 68% farþega og ökumanna bílbelti. Ef hægt væri að hækka það hlutfall upp í 85%, sem er það takmark sem Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hefur nýlega sett fram, gæti dauðaslysum í umferðinni fækkað um allt að 4200 á ári. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Biskup mælir með Hans Markúsi

HERRA Ólafur Skúlason biskup, hefur mælt með því við Þorstein Pálsson kirkjumálaráðherra, að Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur, verði skipaður sóknarprestur í Garðaprestakalli frá og með 16. júní nk. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Bílar utan vegar

ÍSBÍLL lenti utan vegar á Hringbrautinni við Vatnsmýrina í gærmorgun. Óhappið varð, samkvæmt upplýsingum lögreglu, þegar bílstjóri ísbílsins afstýrði árekstri við lítinn fólksbíl. Alvarleg meiðsli munu ekki hafa orðið á fólki. Svipað óhapp varð í gær við Garðaholt á Álftanesi er bíll valt utan vegar. Þar var lögreglu ekki kunnugt um að meiðsl hefðu orðið á fólki. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Bráðamóttaka fyrir börn forgangsmál

"ÞAÐ MÆTTU nú ekki margir á fundinn sem er talandi dæmi um það hve margir foreldrar eiga erfitt með að komast að heiman frá börnum sínum," segir Ingólfur Ingólfsson, formaður Geðhjálpar, félags fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra, en á miðvikudagskvöld var stofnfundur stuðningshóps fyrir foreldra barna með geðræn vandamál haldinn. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 597 orð

Deilt í borgarsjórn um tilboð veitufyrirtækja

DEILT var um þátttöku veitufyrirtækja Reykjavíkurborgar í kauptilboð í Áburðarverksmiðju ríkisins á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Alfreð Þorsteinsson, formaður Stjórnar veitustofnana, sagði það skoðun Reykjavíkurlistans að með því að taka þátt í tilboðinu hefðu borgaryfirvöld verið að vernda þau 100 störf, sem þar eru. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Drífa ehf. 25 ára

EITT elsta ullarfyrirtæki á Íslandi, Drífa ehf., er 25 ára í ár. Fyrirtækið, sem er stofnað á Hvammstanga í apríl 1972, starfrækti fyrst aðeins saumstofu en seinna var stofnuð prjónastofa til stuðnings saumastofu, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Eigendaskipti á Hard Rock Café

TÓMAS Tómasson veitingamaður hefur selt Hard Rock Café hf. í Kringlunni. Kaupendur eru Helga Bjarnadóttir, fyrrverandi eiginkona hans, og Kristbjörg Kristinsdóttir, fjármálastjóri Hard Rock Café. Tómas hefur rekið veitingastaðinn í tæp 10 ár. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Endur í sólskini

ÞÆR létu fara vel um sig endurnar á Tjörninni í gær. Andarungarnir kanna umhverfið sitt og móðirin fylgir þeim fast á eftir. Sólskin var í borginni þótt enn sé kuldi í lofti og margir sjálfsagt farnir að bíða óþreyjufullir eftir því að geta spókað sig á stuttbuxunum. Endurnar láta sér fátt um veðráttuna finnast enda ýmsu vanar í þeim efnum. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Fjölbreytt danssýning í íþróttahöllinni

DANSLISTAMÓT verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri nú um helgina. Þátttakendur eru nemendur frá skapandi dansskólum víðsvegar á landinu, á aldrinum 12 til 18 ára. Þátttakendur eru um 150 talsins. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fokker í nýjum búningi

FOKKER 50 flugvél Flugfélags Íslands kom í nýjum búningi í áætlunarflugi til Akureyrar um hádegisbilið í gær. Þetta er fyrsta vélin sem á er málað merki Flugfélags Íslands, sem tekið hefur yfir sumaráætlun Flugleiða innanlands. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 523 orð

Frávikstilboð hljóðaði upp á 860 milljónir króna

GUFUNES ehf. sem átti 725 milljóna króna tilboð í Áburðarverksmiðjuna í nýafstöðnu útboði lagði einnig fram frávikstilboð sem hljóðaði upp á 860 milljónir króna. Þetta frávikstilboð miðaðist ekki við staðgreiðslu eins og gert er að skilyrði í útboðslýsingu heldur að kaupverðið yrði greitt upp á þremur árum. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Fyrirlestur um ástarfíkn

VILHELMÍNA Magnúsdóttir flytur fyrirlestur um ástarfíkn í Deiglunni, Kaupvangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. júní kl. 20. Ástarfíkn er skilgreind þannig í tilkynningu um fyrirlesturinn að manneskja einbeiti sér jafnmikið eða meira að ástvini sínum, maka, barni, foreldri, vini eða vinkonu heldur en sjálfum sér. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Fyrstur að flytja inn

"ÉG var fyrstur til að setjast hér að," segir Steinþór Eiríksson listmálari og vélsmiður á Egilsstöðum. Hann byggði íbúðarhús sitt Bjarmaland sumarið 1945 og flutti inn um haustið, fyrstur frumbyggjanna. Hann er liðlega áttræður og býr enn á Egilsstöðum, nú á dvalarheimili aldraðra. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Harður árekstur í Hafnarfirði

HARÐUR árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns á fimmtudag. Ökumaður fólksbíls sem ætlaði að aka af Fjarðarhrauni inn Reykjanesbraut ók bíl sínum í veg fyrir stórum vöruflutningabíl og skullu bílarnir saman. Ekki eru beygjuljós á gatnamótunum en lögreglan í Hafnarfirði segir að vöruflutningabíllinn hafi verið á grænu ljósi. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Heimskautaloft yfir landinu

KALT var á Norðurlandi í gær og gekk á með éljum. Hiti fór niður undir frostmark og var víða kuldalegt um að litast. Á Húsavík gekk á með éljum um hádegisbilið og var skyggni ekki nema um 200 metrar á tímabili. Hiti var um frostmark og gránaði í rót. Svipaða sögu er að segja af veðri á Akureyri og Egilsstöðum og enn víðar. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Helgaratskákmót í Taflfélagi Reykjavíkur

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmót nú um helgina og er teflt í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar síðari með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Umferðartafla: 1.­3. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 502 orð

Hjól atvinnulífsins í gang eftir sjö vikna verkfall

SÍÐARI miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum var samþykkt af báðum deiluaðilum með afgerandi meirihluta greiddra atkvæða í gær. Sjö vikna löngu verkfalli á Vestfjörðum er þar með lokið og munu hjól atvinnulífsins fara strax í gang, að sögn Einars Jónatanssonar, formanns Vinnuveitendafélags Vestfjarða. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hvala- og sjófugla skoðun frá Sandgerði

FARIN verður sjóferð til hvala- og fuglaskoðunar sunnudaginn 8. júní. Farið verður frá Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 13. Ferðin er farin í samvinnu við Fuglaverndarfélag Íslands, Fræðasetrið í Sandgerði og Ferðaþjónustu Helgu Ingimundardóttur. Fargjald er 3.000 kr. á mann, hálft gjald fyrir börn yngri en 12 ára. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Hönnun Miklubrautar miðast við göng frá Stakkahlíð

ÖLL hönnun Miklubrautar miðast við að hægt verði að leggja götuna í göng að Stakkahlíð og jafnvel mun lengra til austurs, segir í svari Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns skipulags- og umferðarnefndar, við fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 767 orð

Ísland græðir ekki sízt á undirbúningnum

UNDIRBÚNINGSÆFING fyrir almannavarnaæfingu Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins, Samvörð '97, fer fram hér á landi þessa dagana og voru fulltrúar flestra þeirra 22 ríkja, sem munu taka þátt í æfingunni, samankomnir á Keflavíkurflugvelli í gær til skrafs og ráðagerða. Tvö ríki hafa bætzt í hópinn á síðustu dögum; annars vegar Grikkland og hins vegar Ísrael. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 81 orð

Ísraela leitað á Vesturbakkanum

ÍSRAELSKIR lögreglumenn hófu í gær mikla leit á Vesturbakkanum að fimm Ísraelum, sem fóru frá Jerúsalem og ætluðu á brúðkaup í bænum Tiberias í norðurhluta landsins. Brúðguminn var á meðal mannanna og þeir ákváðu að fara um Vesturbakkann til að stytta sér leið. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 590 orð

Í vinnunni allan sólarhringinn

ANNAR tveggja þingmanna Gotlendinga í sænska þinginu er íslensk kona frá Stykkishólmi, Ingibjörg Sigurðardóttir. Frá árinu 1977 hefur hún einnig setið í fjölflokka sveitarstjórn Gotlands og var hún fyrsta konan til að fá sæti í sjö manna yfirstjórn eyjarinnar, eins konar bæjarráði. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 354 orð

Kaffisala í elsta húsinu

FYRSTA íbúðarhúsið sem byrjað var að byggja á þeim stað sem síðar varð Egilsstaðakauptún er Lyngás, hús Osvalds Nielsen sem þá var danskur vinnumaður á Egilsstaðabúinu. Byrjað var á húsinu árið 1944, að því er fram kemur í Egilsstaðabók, en ekki flutt inn í það fyrr en síðla árs 1946 og á meðan fluttu nokkrir aðrir frumbyggjar inn í hús sín. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Kosið um sameiningu í dag

ÍBÚAR fjögurra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkur, Svarfaðardals- Árskógs- og Hríseyjarhreppa ganga að kjörborði í dag, laugardag og kjósa um sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt. Á Dalvík verður kosið í Dalvíkurskóla og stendur kjörfundur frá kl. 10 til 22. Talning atkvæða hefst um klukkustund síðar. Alls eru 1014 manns á kjörskrá á Dalvík. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 436 orð

Krefjast dauðadóms yfir Timothy McVeigh

RÉTTARHÖLDIN yfir Timothy McVeigh, sem fundinn hefur verið sekur um að myrða 168 manns með því að sprengja Alfred P. Murrah- bygginguna í Oklahoma-borg, eru nú á lokastigi og má búast við því að kviðdómnum verði falið að ákveða hver refsing hans eigi að vera í upphafi næstu viku. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Kvennasögusafn fær skjöl Félags kvenna í fræðslustörfum

FÉLAG kvenna í fræðslustörfum hefur afhent Kvennasögusafni skjöl sín til varðveislu. Í tilefni afmælisins kemur út saga samtakanna, Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára. Ritstjórar eru Pálína Jónsdóttir og dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Kynnir líkangerð í Excel

FRAKKINN Hervé Thiriez segir frá og sýnir líkangerð í töflureikninum Excel mánudaginn 9. júní í Odda, stofu 101 frá kl. 16.30­18. Hervé er prófessor við viðskiptaháskóla í Frakklandi og hefur mikla reynslu af notkun Excel í ráðgjöf við fyrirtæki. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Langur laugardagur

LANGUR laugardagur verður í miðborg Reykjavíkur í dag en þá eru verslanir í miðborginni opnar til kl. 17 og flestar með sérstök sumartilboð í tilefni dagsins. "Laugaveginum verður lokað að hluta (allar hliðargötur verða opnar) og um alla miðborg verða á ferðinni götuleikhús, lúðrasveit, trúbadorar og sprelltæki. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

LEIÐRÉTT

RÝNINUM varð nokkuð á í messunni í niðurlagi listdóms um kynningu á "akvarellum" Hafsteins Austmanns í fimmdudagsblaðinu 5 júní. Honum láðist að geta, að auk myndbands um nokkrar síðustu sýningar og aðrar framkvæmdir listamannsins, lægi frammi á þríblöðungi ítarleg skrá yfir feril listamannsins frá upphafi til dagsins í dag. Allt tíundað af mikilli nákvæmni og samviskusemi. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 184 orð

Lenti á vitlausum velli

FLUGÖRYGGI virðist vera mjög ábótavannt á Indlandi. Frá því stærsti flugárekstur sögunnar varð 349 manns að bana nálægt Nýju Delhí, í nóvember á síðasta ári, hefur tíu sinnum legið við að illa færi. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 373 orð

Líklegt að fleiri bein finnist

LÍKLEGT er að fleiri hvalbein eigi eftir að finnast í malarnámu við Stórufellsöxl í Skilmannahreppi, að sögn Jóns Heiðars Allanssonar, forstöðumanns Byggðasafnsins að Görðum. Fundust þar hvalbein í fyrradag og er hluti af öðru beininu enn fastur í stálinu, þ.e. malarveggnum. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 164 orð

Matareitrun hjá McDonalds í Noregi

FLYTJA þurfti tvo gesti og tvo starfsmenn veitingakeðjunnar McDonalds á sjúkrahús eftir að þeir höfðu borðað McLaks laxaborgara í Loerenskog í Noregi, á sunnudag. Eitrunin lýsti sér m.a. í lömun í munni, skjálfta, útbrotum og kláða. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Mega fara annan túr

BRÆLA hefur tafið síldveiðar undanfarna daga og mörg skipanna nú á miðunum með slatta. Því hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að þeim skipum sem ekki landi fullum farmi sé heimilt að fara í aðra veiðiferð, samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út í gær. Ráðuneytið hafði áður ákveðið að hverju síldveiðiskipi væri aðeins heimilt að fara eina veiðiferð eftir sjómannadaginn. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

»MessurAKUREYRARKIRKJA: Guðþjónusta í Akureyrarkirkju k

AKUREYRARKIRKJA: Guðþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11 á morgun. Fermingarguðsþjónusta verður í Miðgarðakirkju í Grímsey kl. 13.30 á sunnudag. Fermdir verða Haraldur Helgi, Vallargerði 3 og Sigurður Henningsson, Höfða. Kór Möðruvallakirkju syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Prestur Birgir Snæbjörnsson. Minnum á fjölskylduhelgi Akureyrarsóknar á Vestmannsvatni 13. til 15. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Norðankuldi mætti Norrönu

Á SEYÐISFIRÐI er það tvennt sem einkennir mannlíf bjartari mánuði ársins framar öðru. Annars vegar er það koma vorsins þegar Hjörtur í Shell-sjoppunni byrjar að selja mjúkan ís eftir vetrarhvíldina og hins vegar er það sumarkoman þegar farþegaferjan Norröna kemur í fyrstu ferð ársins. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 568 orð

Nótt og bjartur dagur

Afmælistónleikar í Háskólabíói í tilefni 30 ára afmælis Bítlaplötunnar Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band. Fram komu Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ólafs Gauks sem sá um útsetningar, Daníel Ágúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson, Rúnar Júlíusson, Sigurjón Brink, Ari Jónsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson og fleiri. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ný auglýsingastofa

NÝ auglýsingastofa að nafni Galdramenn hefur verið opnuð. Hún er staðsett á Klapparstíg 25­27. Auglýsingastofan Galdramenn sér um alla almenna auglýsingagerð ásamt þrívíðri auglýsingagerð og heimasíðugerð. Einnig sjá Galdramenn um gerð hreyfimynda fyrir alnetið. Eigendurnir eru fjórir: Stefán Stefánsson, Bjarki Guðjónsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ómar Guðjónsson. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Opið hús hjá Skóla Johns Casablancas

SKÓLI Johns Casablancas hefur staðið fyrir ferðum íslenskra ungmenna til New York sl. 5 ár til þátttöku í keppni ungs fólks á vegum M.A.A.I. Leit stendur nú yfir og einnig er hafin leit fyrir Elite 1998. Af því tilefni verður opið hús hjá Skóla Johns Casablancas, Skeifunni 7, kjallara (snýr út að Suðurlandsbraut) sunnudaginn 8. júní kl. 15­17. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Orkar tvímælis að ganga ekki að hærra tilboðinu

"MÉR finnst það orka tvímælis hjá einkavæðingarnefnd og landbúnaðarráðherra að ganga ekki að hærra tilboðinu fyrst ekkert annað en fjárhagslegar forsendur var lagt til grundvallar," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Kaupþings, þegar hann var spurður álits á þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafna báðum tilboðunum í Áburðarverksmiðjuna. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Orkufyrirtækjum breytt í hlutafélög og félag um flutningakerfi

UNNIÐ er nú að stefnumótun fyrir framtíðarskipulag raforkumála í landinu og er eitt skrefa hennar að breyta stjórnskipulagi orkufyrirtækja í hlutafélög, stofna félag um meginflutningakerfið og að aðskilja vinnslu, flutning, dreifingu og sölu í reikningum orkufyrirtækja. Kom þetta fram í ræðu Halldórs J. Kristjánssonar ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins á ársfundi Rarik í gær. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Orlofsvikur á vegum Bergmáls

LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál efnir til tveggja orlofsvikna nú í sumar að Hlíðardal í Ölfusi. Fyrri vikan 15.­21. júlí er ætluð blindum og einnig sjúkum og öldruðum. Seinni vikan 22.­29. júlí verður fyrir krabbameinssjúka. Dvölin er gestum að kostnaðarlausu. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. júní nk. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Óvissu starfsmanna verði eytt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Starfsmannafélags Áburðarverksmiðjunnar hf.: "Stjórn Starfsmannafélags Áburðarverksmiðjunnar hf. skorar á landbúnaðarráðherra að eyða þeirri óvissu starfsmanna sem þeir hafa búið við síðastliðið ár um framtíð Áburðarverksmiðjunnar hf. Það er ósk okkar að Áburðarverksmiðjunni hf. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Reiðleiðin opnuð

LANDEIGENDUR í Eyjafjarðarsveit sem nýlega lokuðu reiðleiðinni frá Akureyri inn að Hrafnagili að vestan, hafa samþykkt að opna leiðina að nýju. Að sögn Sigfúsar Helgasonar, formanns hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, hillir nú undir lausn í deilu landeigenda og hestamanna. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sigfríður formaður Eyþings

SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, var kjörin formaður Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum á aðalfundi samtakanna í gær. Hún tekur við formennsku af Einari Njálssyni, bæjarstjóra á Húsavík, sem verið hefur formaður samtakanna frá því þau voru stofnuð. Meira
7. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sigríður talar á Aglowfundi

SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir prestur í Ólafsfirði talar á opnum Aglowfundi sem verður í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 9. júní og hefst kl. 20. Þá verður sungið og kaffihlaðborð stendur til boða, þátttökugjald er 300 krónur og eru allir velkomnir. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 535 orð

Sigurvíma á evrópska jafnaðarmannaþinginu

Sigurvímann liggur í loftinu á þingi evrópskra jafnaðarmannaflokka á Málmey og hvert tækifæri nýtt til að minna á að þrettán af fimmtán ríkisstjórnum Evrópusambandsins er nú stjórnað eða meðstjórnað af jafnaðarmannaflokkum. En það minntu líka ýmsir á að verkefnið nú væri að efna loforðin. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Síðasta sýningarhelgi Ricart

SÝNINGU á verkum Philippe Ricart lýkur í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sunnudaginn 8. júní nk. Philippe sýnir þar textílverk unnin með blandaðri tækni. Hann hefur kennt spjaldvefnað og jurtalitun við Endurmenntunardeild Bændaskólans á Hvanneyri og útskurð í ýsubein við Heimilisiðnaðarskólann í Reykjavík. Meira
7. júní 1997 | Miðopna | 884 orð

Skipulagsstjórn ríkisins verður lögð niður

ÞEGAR skipulags- og byggingarlög, sem sett voru á síðasta Alþingi, taka gildi í upphafi næsta árs verður skipulagsstjórn ríkisins lögð niður og nafni Skipulags ríkisins breytt í Skipulagsstofnun. Frumkvæði og ábyrgð af gerð aðalskipulags og deiliskipulags verður flutt til sveitarfélaga frá stofnunum ríkisins og aukin áhersla lögð á kynningu tillagna og málsmeðferð. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Sr. Bragi Friðriksson kveður

SÉRA Bragi Friðriksson kveður Garðasöfnuð á morgun, sunnudaginn 8. júní, í Vídalínskirkju kl. 14 eftir rúmlega þriggja áratuga starf. Kaffiveitingar verða í boði sóknarnefndar að athöfn lokinni í safnaðarheimilinu. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 198 orð

Stjórn Indónesíu aflýsir vopnakaupum

INDÓNESÍA hefur svarað gagnrýni bandaríska þjóðþingsins með því að aflýsa þátttöku í bandarísku hernámskeiði og kaupum á níu bandarískum F-6 herþotum. Bandaríska þjóðþingið setti nýlega fram gagnrýni á það hvernig staðið var að kosningum í Indónesíu 29 maí síðastliðinn. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 571 orð

Stjórnvöld krefjast þess að skipinu verði sleppt

NORSKA varðskipið Nordkap tók síðdegis í gær síldarskipið Sigurð VE 15 í norsku fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen vegna meintra brota á tilkynningaskyldu. Íslenzk stjórnvöld hafa krafizt þess að skipinu verði sleppt og bent á að málið geti gert norsku loðnuskipunum, sem væntanleg eru í íslenzku lögsöguna í næsta mánuði, erfitt fyrir. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Sumarnámskeið í lestri

BORGARBÓKASAFNIÐ hóf fyrir stuttu lestrarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára og er þetta annað sumarið sem útibú safnsins bjóða upp á slík námskeið. Námskeiðin eru ókeypis og eiga að hvetja börn til lesturs. "Við erum venjulega með ákveðið þema fyrir hvern dag, til dæmis vorum við með þjóðsögur í dag. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sumarönn Fullorðinsfræðslunnar

FULLORÐINSFRÆÐSLAN í Gerðubergi 1 sem hóf starfsemi 1989 hefur frá upphafi starfað allt árið og hefur verið boðið upp á matshæft prófnám frá 1990. Kennsla er nú að hefjast í kjarnagreinum á fornáms- (samr.pr.) og framhaldsskólastigi á 9 vikna sumarönn. Í boði eru fyrstu áfangar í tungumálum (10, 20, 30) og raungreinum (10, 20, 30, 40) ásamt fyrsta áfanga í spænsku og frönsku. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 786 orð

Sumir geta lifað eðlilegu lífi eftir ígræðslu

EFTIRMÆLI nýrnasjúklinga fyrri tíðar voru stundum þau að þeir hefðu dáið úr leti. Þegar nýrun starfa ekki eðlilega eykst magn vökva og þvagefna í blóðinu. Sjúklingarnir verða síþreyttir og sinnulausir, geta ekki stundað störf og jafnvel geta komið upp geðsjúkdómar. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Söfnin á Eyrarbakka opin alla daga

SUMAROPNUN Byggðasafns Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka er þann 1. júní. Húsið er opið kl. 10­18 alla daga til 31. ágúst. Sami aðgangseyrir gildir að báðum söfnunum. Húsið er í hópi elstu bygginga landsins frá 1765 og var í upphafi og fram til ársins 1926 heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslunar. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

Tímakaup fólks í hlutastörfum lækkar

TÍMAKAUP starfsmanna Hagkaups á Eiðistorgi sem eru í hlutastarfi lækkar um u.þ.b. 200 krónur í kjölfar vinnustaðasamnings sem þar hefur verið gerður. Vinnustaðasamningurinn var samþykktur með 85% atkvæða og felur hann í sér sex tíma og sjö tíma vaktir og fær starfsfólkið jafnhá laun fyrir 12­15% minni vinnu en áður. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tvær trillur í erfiðleikum

TVEIR smábátar lentu í erfiðleikum með stuttu millibili snemma í gærmorgun og voru dregnir vélarvana til lands. Vélarbilun varð í öðrum bátnum en hinn hafði fengið aðskotahlut í skrúfuna. Sendi annar báturinn út beiðni um aðstoð um kl. hálf fimm í gærmorgun en hann var þá staddur 29 mílur norðvestur af Garðskaga. Meira
7. júní 1997 | Landsbyggðin | 39 orð

Ungviði

ÞÓRUNN Lilja heitir litla stúlkan á myndinni. Hún var í heimsókn á bænum Vallarnesi þar sem hún fékk að gefa litlu lambi að drekka úr pela en hún var í fyrsta skipti að sjá nýfætt lamb. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Uppsagnir röntgenlækna

RÖNTGENLÆKNAR á Landspítalanum, átta talsins, hafa boðað uppsagnir frá og með 1. ágúst n.k. Yfirstjórn spítalans beitti lagaákvæði sem heimilar frestun í fjóra mánuði. Verði af því að röntgenlæknar leggi niður störf koma uppsagnirnar til framkvæmda 1. desember n.k. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Útgáfutónleikar Skárren ekkert

HLJÓMSVEITIN Skárren ekkert efnir til útgáfutónleika í kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Hljómsveitin mun spila verkið Ein sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn á sýningum í Borgarleikhúsinu í vetur. Verkið hefur nú verið gefið út á geisladiski. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 554 orð

Veltufjármunir 1.084 milljónir kr. um áramótin

VELTUFJÁRMUNIR Áburðarverksmiðjunnar hf. voru um 1.084,5 milljónir króna í lok ársins 1996 eða um 53% af heildareignum verksmiðjunnar. Stærstu liðir í veltufjármunum voru birgðir, 675,9 milljónir króna, þar af voru áburðarbirgðir 524 m.kr. Viðskiptakröfur námu 78,9 m.kr. og verðbréfaeign var 277,1 m.kr. Þetta kemur fram í sölulýsingu Áburðarverksmiðjunnar hf. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Verðlaun fyrir frímerkjasöfn

TVÖ frímerkjasöfn Íslendinga hlutu verðlaun á alþjóðafrímerkjasýningunni Pacific '97 sem haldin er í San Francisco. Tilefni sýningarinnar er 150 ára afmæli bandarískra frímerkja. Á sýningunni eru aðeins tvö söfn Íslendinga í tíu römmum, þ.e. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 528 orð

Verðum að taka mið af nýjum kröfum

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kveðst telja eðlilegt að menn endurskoði afstöðu sína hvað varðar forgangsröð í kennslu erlendra tungumála, í ljósi tillagna stefnumótunarnefndar um endurskoðun aðalnámskráa, þar sem þær séu gerðar á mjög traustum forsendum. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 265 orð

Verkalýðsfélög þrýsta á Jospin

NÝ ríkisstjórn vinstriflokkanna í Frakklandi sætir nú auknum þrýstingi frá verkalýðsforystunni í landinu, sem krefst launahækkana. Hinn nýi forsætisráðherra, Lionel Jospin, ítrekaði Evrópusamstarfsvilja Frakka, en vill að aukin áhersla verði lögð á atvinnumál. Meira
7. júní 1997 | Landsbyggðin | 169 orð

Vestfjarðaleið hættir akstri í Dali

Búðardal-Vestfjarðaleið hætti akstri í Dali um síðustu mánaðamót þar sem sérleyfið rann út og var ekki endurnýjað. Vestfjarðaleið var stofnuð árið 1953 og tók þá við af Guðbrandi Jörundssyni (Dalabrandi) sem hafði annast farþegaflutninga á þessari leið frá því skömmu eftir að Brattabrekka var opnuð um 1930. Meira
7. júní 1997 | Landsbyggðin | 123 orð

Vöruflutningabíll á hliðina

Vöruflutningabíll fór á hliðina á Fróðárheiði sl. miðvikudagsmorgun. Var þetta bíll með 45 feta gám sem innhélt 20 tonn af frosnum fiskafurðum. Að sögn bílstjórans var veghefill þarna við vinnu og hafði heflað upp úr köntunum inn á veginn. Myndaðist hryggur með stórgrýti á miðjum vegi sem bílstjórinn á flutningabílnum var að reyna að komast fram hjá þegar vegakanturinn gaf sig. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1273 orð

Þjónustubær á krossgötum Egilsstaðir vaxa jafnt og þétt og íbúunum fjölgar þrátt fyrir almennan byggðavanda á Austfjörðum. Helgi

STOFNUN Egilsstaðakauptúns bar að með nokkuð sérstæðum hætti fyrir fimmtíu árum. Ríkisstjórnin fékk samþykkt lög um að sjö jarðir í Vallahreppi og Eiðahreppi skyldu verða sérstakt sveitarfélag og nefnast Egilsstaðahreppur. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þrír virkjunarkostir koma til greina

RARIK hefur athugað ýmsa möguleika á hagkvæmum virkjunarkostum og koma helst þrír til greina: Fjarðarárvirkjun í Seyðisfirði, Gilsárvatnavirkjun í Fljótsdal og Villinganesvirkjun í Skagafirði. Kom þetta fram í skýrslu Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitustjóra á ársfundi fyrirtækisins sem haldinn var á Egilsstöðum í gær. Meira
7. júní 1997 | Miðopna | 2228 orð

Þróunarsjóðsgjald auðveldasta útfærsla veiðigjalds

MIÐAÐ við núverandi kvótakerfi virðist þróunarsjóðsgjald vera auðveldasta útfærsla veiðigjalds hér á landi. Þetta er niðurstaða sex nemenda í rekstrarfræðum við Samvinnuháskólann á Bifröst sem gert hafa úttekt og samanburðarrannsókn á ýmsum útfærslum veiðigjalds í kjölfar þeirrar miklu umræðu, sem átt hefur sér stað um veiðigjald hér á landi. Meira
7. júní 1997 | Erlendar fréttir | 331 orð

(fyrirsögn vantar)

ALÞJÓÐABANKINN samþykkti á fimmtudag lánveitingar til Rússlands samtals sem svarar rúmum 5,7 milljörðum króna. Segja talsmenn bankans markmiðið vera að hjálpa Rússum að gera umbætur á efnahagskerfi landsins og ýta undir hagvöxt. Sjö farast á Indlandi SPRENGJA sem sprakk í langferðabifreið á Norður-Indlandi í gær varð sjö manns að bana og særði hátt á annan tug. Meira
7. júní 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

(fyrirsögn vantar)

LEIKMENN meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá KR mættu ekki á æfingu hjá félaginu á KR-velli í gær. Ástæðan er sú að þeir eru mjög óánægðir með hvernig stjórn knattspyrnudeildarinnar stóð að þjálfaraskiptunum á fimmtudag. Einn leikmanna KR-liðsins sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að stjórnin hefði ekki talað við fyrirliða liðsins eða aðra leikmenn um þjálfaraskiptin. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 1997 | Staksteinar | 316 orð

Í skjóli nætur

"Í SKJÓLI NÆTUR" er heiti leiðara Bæjarins besta á Ísafirði, en þar segir, að fimm sinnum á jafn mörgum þingum hafi dómsmálaráðherra reynt að fá samþykki Alþingis fyrir veðheimild á aflakvóta, sem sjávarútvegsráðherra úthlutar árlega ókeyps. "Ráðherranum tókst ætlunarverk sitt, þegar framsóknarmenn voru sestir við hlið hans". Meira
7. júní 1997 | Leiðarar | 601 orð

SAMEINING Á HÖFUÐBORGARSVÆÐI

leiðari SAMEINING Á HÖFUÐBORGARSVÆÐI OSIÐ VERÐUR 21. júní um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps. Augljóst er, að yfirgnæfandi hagsmunir íbúanna og sveitarfélaganna beggja kalla á sameiningu. Rekstur stærra og öflugra sveitarfélags verður hagkvæmari og kemur íbúum til góða. Meira

Menning

7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 120 orð

Áfall að klífa Everesttind

FYRIR ári síðan komst Jon Krakauer á tind Everest. Sú reynsla hefur sett djúp spor á hann því margir félagar hans létust í leiðangrinum. Jon hefur skrifað bók um reynslu sína. "Ég bjóst við að Everest breytti mér. Fjallið er svo stórt og hefur svo mikinn kraft." Fjallið hefur breytt honum, úr lítið þekktum höfundi í metsöluhöfund. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 34 orð

Dennis lætur allt flakka

DENNIS Rodman er þekktur fyrir flest annað en að láta lítið á sér bera. Nú hefur kappinn gefið út ævisögu sína aðdáendum væntanlega til mikillar ánægju. DENNIS Rodman líkarsviðsljósið vel. Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 746 orð

Enginn galdur

HLJÓÐSETNING ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í talsetningu á teiknimyndum, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Aðstandendur fyrirtækisins eru Örn Árnason, Stefán Hjörleifsson, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson. Fastráðnir starfsmenn eru Jakob Þór Einarsson leikstjóri, tæknimennirnir Friðrik Sturluson og Hrannar Ingimarsson, og u.þ.b. tíu leikarar. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 246 orð

Furðulegir Íslendingar í franska útvarpinu

ALLTAF skrítin, mitt á milli þess að vera þægileg og erta, sagði dagblaðið Liberation um tónlist íslensku sveitarinnar GusGus á þriðjudag fyrir viku. Þá um kvöldið hélt hljómsveitin tónleika í Útvarpshúsinu í París svo áhugasömum hlustendum gafst færi á að kynnast afurðum "kuldaverksmiðjunnar" eins og sagði í blaðinu. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Gaman að gefa í!

SÖNGVARINN Jason Kay (Jamiroquai) er með bíladellu. Hann á átta bíla en uppáhaldsbíllinn hans af þeim er svartur Ferrari 355. Reyndar má Jason ekki setjast undir stýri um þessar mundir. Hann var sviptur ökuréttindum í sex mánuði fyrir of hraðan akstur. HRAÐSKREIÐIR bílar eru í uppáhaldi hjá JasonKay. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 209 orð

Háskólabíó sýnir myndina Í blíðu og stríði

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Í blíðu og stríði eða "In Love And War" eftir hinn virta Óskarsverðlaunaleikstjóra Richard Attenborough. Myndin er byggð á bókinni Hemingway In "Love And War" eftir Henry S. Willard og James Nagel og aðalhlutverk leika tvær vinsælustu stjörnur kvikmyndanna í dag, Sandra Bullock og Chris O'Donnel. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 110 orð

Hollywoodleikkona frekar en húsmóðir

"ALLIR sem ég þekkti hvöttu mig til að verða húsmóðir. En ég vissi að ég gæti leikið og fór mína leið." Svo mælir Monica Potter ein af rísandi stjörnum í Hollywood. Hún leikur konu Nicolas Cage í myndinni Con Air sem verður frumsýnd innan tíðar. Hagir hennar hafa aldeilis breyst til batnaðar síðan hún og eiginmaðurinn Tommy fluttu til Los Angeles. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Hönnuður í Hollywood

MAÐURINN á bak við marga glæsilegustu kjóla Hollywoodkvikmyndanna hét Jean Lois. Hann var eins og nafnið bendir til af frönsku bergi brotinn. Leikkonan Irene Dunn uppgötvaði kappann og í kjölfar þess, árið 1944, var hann ráðinn hönnuður Columbia Pictures. Eftir það lá leiðin upp á við. Jean Louis er nýlátinn en kjólarnir munu halda nafni hans á lofti. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Í Forboðnu borginni

Á MYNDINNI má sjá ánægða Kínafara í Forboðnu borginni. Kínaklúbbur Unnar stóð fyrir ferðinni, sem farin var í maí. Á myndinni eru f.v. Dómhildur Gottliebsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Inga Guðmundsdóttir, Örn Sigurjónsson, Edda Níelsdóttir, Ragnheiður Guðnadóttir, Ívar Daníelsson, Aðalheiður Þórðardóttir, Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 558 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið21.10 Systkini eru sökuð um morð á föður og stjúpmóður og mega þakka sínum sæla að Kavanagh lögmaður kemur að málinu. Kavanagh lögmaður (Kavanagh Q.C.: Job Satisfaction, 1996) er sem fyrr leikinn af John Thaw en aðrir nærstaddir af m.a. Lisa Harrow, Art Malik og Paul Rhys. Sakamálamyndir þessarar syrpu eru flestar frambærilegar. Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 1011 orð

Ljósvakamiðlar

VIÐ erum orðin mikil dægurlagaþjóð og höfum verið það allan síðari hluta aldarinnar, þótt nú hafi tekið steininn úr með mikilli fjölgun skemmtistaða og ríflegri dægurlagatónlist í sjónvörpum, einkum á Stöð 2, sem sendir út popptónlist í öllum smugum og glufum í dagskránni ásamt heilum dagskrárliðum. Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 150 orð

Merkis- mynd

Þetta er þekktasta mynd rússneska leikstjórans Sergei M. Eisenstein, sem var einn af áhrifaríkari mönnum í þróun kvikmyndalistarinnar. Myndin var pöntuð fyrir hátíðahöld í tilefni 20 ára afmælis Októberbyltingarinnar, og sýnir myndin byltinguna í gegnum atburðina á herskipinu. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð

Mike og Liz í Los Angeles

Mike Myers og Liz Hurley leika saman í njósnamyndinni "Austin Powers: International Man of Mystery." Mike skrifaði handrit myndarinnar og leikur aðalhlutverkið. Á FRUMSÝNINGU myndarinnar í LosAngeles. Mikesetti upp JamesBond svipinnog Liz leit úteins og bestaBond stúlka. Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 67 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Skólabílsránið (Sudden Terror Hijacking of School Bus 17) Vélrænir böðlar (Cyber Trackers) Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate) Þrumurnar Meira
7. júní 1997 | Kvikmyndir | 386 orð

Nixon og Watergate

WATERGATE-hneykslið er lífseigt. Á næstu vikum sýnir Stöð 2 nýja breska heimildarþáttaröð í fimm hlutum um þetta bandaríska pólitíska hneykslismál sem varð þess valdandi að Richard Nixon lét af embætti sem forseti Bandaríkjanna 9. ágúst 1974. Watergate er nú í daglegu tali notað til þess að vísa til flókins vefs hneykslismála sem áttu sér stað milli 1972 og 1974. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Úr Oxford í óperuna

TENÓRSÖNGVARINN Ian Bostridge er nýjasta stjarnan í breskum óperuheimi. Það er uppselt á alla tónleika og gagnrýnendur lofa þennan unga söngvara. Hann hefur dásamlega rödd og nærveru á sviði. "Það besta sem sagt er við mig er að engu líkara sé en ég hafi samið lögin sjálfur," segir hann "ég næ til áhorfenda sem eru vanir að hlusta á Oasis, Bítlana og Wagner. Meira
7. júní 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Úr sjónvarpi á svið

SJÓNVARPSÞÁTTURINN um Roseanne er ekki lengur við lýði. En Roseanne situr ekki aðgerðalaus. Hún leikur um þessar mundir í uppfærslu leikhúss í New York á söngleiknum Galdrakarlinn frá Oz. Þar leikur hún vondu vesturnornina og gerir vel. ROSEANNE og félagar takavið fagnaðarlátum áhorfenda. Meira

Umræðan

7. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Akureyrarbær og dagvistarmál

ÞAÐ SEM hér er sett á blað er tilkomið vegna óánægju með leikskólagjöld hjá Akureyrarbæ. Við sem þetta skrifum erum foreldrar tvíbura, en þetta mál varðar samt alla foreldra sem eru með fleira en eitt barn á leikskóla hjá bæjarfélaginu. Meira
7. júní 1997 | Aðsent efni | 1277 orð

Beiðni til hæstaréttar Íslands

HÆSTIRÉTTUR Íslands kveður fljótlega upp úrskurð sinn um hvort rétt sé að heimila endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Ég tek undir þá kröfu og færi rök fyrir því í grein þessari. Ungum var mér kennt af ömmu minni að það væri margt líkt með gildi þess að segja sannleikann og að taka lýsi; lýsi er jafn vont á bragðið og það er hollt fyrir mann; og sannleikurinn er að sama skapi oft á Meira
7. júní 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Borgarvæðing R-listans

SKATTPÍNDIR Íslendingar héldu upp á skattadaginn síðastliðinn þriðjudag en það er sá dagur þegar menn hætta að vinna fyrir hið opinbera, samkvæmt umsvifum þess á ársgrundvelli, og fara að vinna fyrir öðrum reikningum. Sú skoðun verður sem betur fer æ útbreiddari að skattlagning hafi keyrt fram úr hófi. Meira
7. júní 1997 | Aðsent efni | 840 orð

Félag leiðsögumanna 25 ára

NORSKA kvikmyndin Leiðsögumaðurinn, með Helga Skúlasyni í einu af aðalhlutverkunum, vakti verðskuldaða athygli fyrir nokkrum árum. Myndin fjallar um aðför erlendra manna að þjóðflokki nyrst á Skandinavíuskaganum (væntanlega er um að ræða aðför víkinga að friðsömum Sömum). Meira
7. júní 1997 | Aðsent efni | 423 orð

Kynslóðahlaupið 1, 2, 3

BÆÐI börn og fullorðnir hafa þörf fyrir að hreyfa sig á hverjum degi. Það er börnum eðlislægt að hreyfa sig og þau eiga oft erfitt með að vera kyrr í langan tíma. Börnin eru sífellt að prófa sig áfram með hvað líkami þeirra getur og um leið örva þau ímyndunaraflið í ýmiss konar leikjum. Meira
7. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 970 orð

Opið bréf til sveitarstjóra um allt land

FÉLAG húsbílaeigenda og Flakkarar fara þess á leit við sveitarfélög og ferðamálafulltrúa um allt land að þau hvetji aðila í ferðaþjónustu til að huga betur að þjónustu við húsbílafólk. Fólk á húsbílum ferðast yfirleitt mun meir og oftar um landið hvert sumar en hinn almenni íslenski ferðamaður sem fer kannski í eitt til tvö tjaldferðalög á ári. Meira
7. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 111 orð

Varst þú á togara í stríðinu? Einari Heimissyni: UNDIRRITAÐUR undirbýr nú gerð sjónvarpsmyndar um íslenska fiskimenn í síðari

UNDIRRITAÐUR undirbýr nú gerð sjónvarpsmyndar um íslenska fiskimenn í síðari heimsstyrjöldinni. Alls komu um 75 prósent af öllum fiski, sem Bretar neyttu í stríðinu, héðan, og segir það sitt um þýðingu togarasiglinga Íslendinga. Þær mannfórnir sem Íslendingar færðu í hildarleiknum voru miklar, jafnvel meiri en Bandaríkjamanna. Meira
7. júní 1997 | Aðsent efni | 894 orð

Vinnudagur grunnskólanemenda eftir einsetningu og lengdan skóladag

FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 16. september sl. að setja á laggirnar starfshóp á vegum Fræðslumiðstöðvar til að skoða og gera tillögur um skipan skólastarfs eftir einsetningu og lögboðna lengingu skóladags. Verkefni hópsins var m.a. Meira

Minningargreinar

7. júní 1997 | Minningargreinar | 854 orð

Arthúr Vilhelmsson

Elsku afi minn. Þú ert horfinn frá mér og þó að ég reyni að leita huggunar í því að þjáningum þínum sé lokið, þá er söknuðurinn mikill. Það hjálpar mér þó mikið hvað þú varst sáttur við hlutskipti þitt og það sem þú skildir eftir þig. Þú varst sáttur við að fara og aldrei kom fram óánægja með stöðuna eins og hún var eða ósk um að hún væri öðruvísi. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 760 orð

Arthúr Vilhelmsson

Fyrir nær 30 árum bar fundum okkar Arthúrs saman í fyrsta sinn er ég kom á heimili hans og Kristjönu með dóttur þeirra. Frá fyrstu stundu tók Arthúr mér eins og við hefðum þekkst lengi. Hann var þá tæplega fimmtugur og hafði fyrir stuttu keypt sér bíl í fyrsta sinn, en enn ekki tekið bílpróf. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 212 orð

ARTHÚR VILHELMSSON

ARTHÚR VILHELMSSON Arthúr Vilhelmsson fæddist í Hringsdal á Látraströnd 26. júní 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Dýrleif Oddsdóttir, f. 30. október 1894, d. 22. apríl 1972, og Vilhelm Vigfússon, f. 11. júlí 1897, d. 26. júlí 1977 . Systkini Arthúrs eru Reynir, f. 12. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Arthúr Vilhelmsson Arthúr var ekki bara afi minn heldur líka vinur minn. Hann var maður sem elskaði börn og að leika sér með

Arthúr var ekki bara afi minn heldur líka vinur minn. Hann var maður sem elskaði börn og að leika sér með þeim. Ég man hve mér þótti gaman, þegar ég fór til Grenivíkur til að hitta afa og ömmu á sumrin. Jafnvel þegar afi var kominn til ára sinna var hann alltaf til í að grallarast eitthvað, hvort sem það þýddi að labba upp á Kaldbak, róa á sjó eða skjóta úr byssu. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 1028 orð

Halldór Sigurðsson

Það er komin ný símaskrá og ég er að endurskrá nöfn og símanúmer sem ég ætla að geyma úr gömlu skránni, þar á meðal símanúmer frænda míns Halldórs Sigurðssonar og kemur þá upp í huga minn, að allt of langt er síðan ég hringdi til hans. En það er alltaf svo mikið að gera eða það finnst manni að minnsta kosti og því er það að um leið hugsa ég, það er best að gera það á morgun. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Halldór Sigurðsson

Mér eru í barnsminni jólin 1948. Frá Halldóri móðurbróður mínum og Sigrúnu Einarsdóttur konu hans komu góðar gjafir. Halldór sem þá stundaði nám í Handíðaskólanum sendi okkur systkinunum haganlega smíðað barnaborð og þrjá litla stóla. Og síðast en ekki síst, fagurlega gert líkan af Fagranesinu, gamla Djúpbátnum sem var nánast eina samgöngutæki Djúpmanna við umheiminn á þeim tíma. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 788 orð

Halldór Sigurðsson

Fyrir fáum árum var ég staddur í kirkju í fjarlægum landshluta. Frammi fyrir altarinu stóð skírnarfontur veglegur og vandaður að allri gjörð, svo að bar af öðrum kirkjugripum. Mér var tjáð í óspurðum fréttum að þennan grip hefði listasmiðurinn Halldór Sigurðsson á Miðhúsum gert. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Halldór Sigurðsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast föðurbróður míns Halldórs Sigurðssonar frá Snæfjallaströnd. Stórt skarð hefur verið höggvið í stóran systkinahóp. Halldór bjó allan sinn búskap á Austurlandi, fyrst á Eiðum þar sem hann var kennari, en síðan á Miðhúsum við Egilsstaði þar sem hann rak fjárbúskap en kenndi jafnframt við grunnskólann á Egilsstöðum. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 497 orð

HALLDÓR SIGURÐSSON

HALLDÓR SIGURÐSSON Halldór Sigurðsson fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 24. júní 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 28. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson, f. 12. maí 1882, d. 23. mars 1959, bóndi í Bæjum, og María Rebekka Ólafsdóttir, f. 1. september 1880, d. 9. apríl 1970. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 1127 orð

Jón Guðmundsson

Vinur minn og frændi, Jón Guðmundsson í Fjalli, varð allur fyrr en ég hélt. Við vorum í miðjum klíðum að koma út þáttasafni eftir Jón sjálfan, sem nú verður eins konar minningarrit um hann. Þar fjallaði Jón um ættarjörðina og stórbýlið Fjall og búskap foreldra sinna þar, einnig um mesta ríkismann Skeiðamanna, Ófeig ríka í Fjalli, og misskildasta gáfumennið, séra Brynjólf á Ólafsvöllum. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 811 orð

Jón Guðmundsson

Kynni okkar Jóns Guðmundssonar í Fjalli urðu löng. Það mun hafa verið sumarið 1960, er ég var læknir í Laugarási, að við Jón sáumst fyrst. Hann kom ríðandi í hópi kunningja, sem voru að heimsækja mig. Þeir höfðu komið á hestunum frá Fjalli upp með Hvítá, vestan Vörðufells, og ugglaust höfðu þeir bræður, Lýður (d. 1981) og Jón, lagt til flest hrossin. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 465 orð

Jón Guðmundsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast frænda míns, Jóns í Fjalli, er nú hefur kvatt heim þennan eftir stutta sjúkrahúsvist. Huggun er þó okkur sem eftir lifum, að hann fékk að fara snögglega og þurfa sem minnst að vera upp á aðra kominn, enda var það andstætt hans hugarfari að vera öðrum byrði. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 208 orð

JÓN GUÐMUNDSSON Jón Guðmundsson fæddist í Fjalli á Skeiðum 3. nóvembe

JÓN GUÐMUNDSSON Jón Guðmundsson fæddist í Fjalli á Skeiðum 3. nóvember 1919. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. mars 1965, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Holti í Stokkseyrarhreppi, f. 14. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 741 orð

Margrét Lilja Sigurvinsdóttir

Nú er hún dáin, elsku Magga mín sem mér þótti svo vænt um. Horfin þangað sem við öll förum að lokum. Það er nú einu sinni þannig að þegar dauðann ber að garði er eins og við séum alltaf jafnóviðbúin. Þó að ég vissi vel að hverju stefndi var ég óviðbúin því að hún færi svo snöggt sem raun var á. Hún var lengi búin að eiga við mikil veikindi að stríða. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 115 orð

MARGRÉT LILJA SIGURVINSDÓTTIR

MARGRÉT LILJA SIGURVINSDÓTTIR Margrét Lilja Sigurvinsdóttir fæddist á Völlum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, 7. júní 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Þóra Friðriksdóttir, f. í Hólsgerði í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, og Sigurvin Jóhannesson, f. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Ólafur Kristinn Björnsson

Með þessum orðum langar mig til að minnast Kidda, afa konunnar minnar. Ég mun aldrei gleyma þeim morgni þegar ég fékk skilaboð um að hringja heim til hans. Ekki hvarflaði það að mér að Magga kæmi grátandi í símann og segði "Afi er dáinn, hann situr hérna í stólnum." Ég gat ekkert sagt, ég kom í heimsókn til hans kvöldið áður. Þá var hann uppi í stiga, hálfur uppi á þaki, að dytta að. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 708 orð

Ólafur Kristinn Björnsson

Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran/Þýð. Gunnar Dal.) Elsku, besti afi minn. Nú er komið að því, sem ég kveið svo fyrir, að þú myndir deyja. Frá mörgu er að segja og langar mig að skrifa til þín nokkur orð. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 642 orð

Ólafur Kristinn Björnsson

Þeirrar stóru gjafar sem Guð gefur okkur með lífinu hér á jörðu fáum við að njóta mislengi. Sumir falla frá ungir en aðrir fá að njóta jarðvistar um mörg ár. Þannig var það með elskulegan föðurbróður minn Kristin Björnsson. Hann var 78 ára er kallið kom og hann snéri til æðri vistar. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Ólafur Kristinn Björnsson

Elsku afi minn, nú ert þú látinn en um morguninn 27. þegar ég frétti að þú værir dáinn brá mér því þú varst búinn að vera svo hress og glaður eftir að þú og amma fluttuð í götuna til mín. Þið voruð nýkomin úr annari sólarlandaferðinni ykkar og farin að tala um næstu ferð að ári en minningin um þig lifir áfram. Elsku amma, megi Guð vera með þér í sorginni og um ókomna tíð. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Ólafur Kristinn Björnsson

Elsku afi. Ég veit að þú hefur alltaf verið mér kær, lát þitt var hálfgert kjaftshögg fyrir mig en á meðan ég veit að þér líður vel þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur. Eins og þú mundir vilja þá mun ég hjálpa ömmu mikið. Ég minnist þess þegar ég, þú og pabbi fórum alltaf austur undir Eyjafjöll og fórum að veiða eða fórum á fjöru, ég mun aldrei gleyma því en ég hefði viljað eina ferð enn. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 318 orð

ÓLAFUR KRISTINN BJÖRNSSON

ÓLAFUR KRISTINN BJÖRNSSON Ólafur Kristinn Björnsson fæddist á Nýjabæ undir V- Eyjafjöllum 13. mars 1919. Hann lést á heimili sínu hinn 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Einarsdóttir fædd 4.10. 1889, d. 14.7. 1958, frá Nýjabæ undir V-Eyjafjöllum, síðar húsfreyja í Vestur- Holtum og Björn Bjarnason, f. 3.3. 1893, d. 25. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 96 orð

Ólafur Kristinn Björnsson Takk fyrir allt, elsku langafi, mikið, var gott að fá að eiga með þér þessi ár. Takk fyrir kúlurnar

Takk fyrir allt, elsku langafi, mikið, var gott að fá að eiga með þér þessi ár. Takk fyrir kúlurnar og kókómjólkina sem þú laumaðir alltaf að okkur þegar við komum í heimsókn. Langar okkur að fá að fara með bæn sem þú kenndir okkur og mömmu þegar hún var lítil. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Óli Þór Ólafsson

Nú þegar vorið stendur í blóma og sól er hæst á lofti hefur kær vinur og mágur Óli Þór Ólafsson kvatt þennan heim eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem lagt hefur svo margan manninn að velli. Á slíkri kveðjustund langar okkur til að þakka honum ánægjuleg kynni og samverustundir í gegnum tíðina. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Óli Þór Ólafsson

Það var í byrjun júní á bjartri vornótt að tilvonandi tengdafaðir minn Óli Þór kvaddi þennan heim eftir mikil veikindi og fékk nýtt hlutverk á nýjum stað, í nýjum heimi. Ég efast ekki um að það var vel tekið á móti honum og núna veit ég að honum líður vel. Fyrir rúmu ári hitti ég Óla Þór fyrst, þá vorum við Árni, sonur hans, að byrja saman. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 228 orð

ÓLI ÞÓR ÓLAFSSON

ÓLI ÞÓR ÓLAFSSON Óli Þór Ólafsson fæddist í Vestmannaeyjum 30. mars 1942. Hann lést á heimili sínu á Selfossi aðfaranótt mánudagsins 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Jónsson, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti í Vestur-Eyjafjallahreppi, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir, saumakona, f. 18. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 57 orð

Óli Þór Ólafsson Kveðja frá systurdætrum Elsku Hofdís, Ólafur, Árni Gunnar, afi, mamma og Jónína. Megi Guð gefa ykkur styrk í

Kveðja frá systurdætrum Elsku Hofdís, Ólafur, Árni Gunnar, afi, mamma og Jónína. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Guð blessi ykkur og varðveiti. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Rósa Magnúsdóttir

Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur og við viljum þakka þér fyrir þær gleðiríku stundir sem við áttum með þér á Suðurgötunni í Sandgerði. Heimili þitt stóð okkur ætíð opið og þar var alltaf að finna mikla umhyggju og hlýju. Þú barst hag okkar ætíð fyrir brjósti og lést skoðanir þínar óhikað í ljós. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 183 orð

RÓSA MAGNÚSDÓTTIR

RÓSA MAGNÚSDÓTTIR Rósa Magnúsdóttir fæddist í Hólkoti í Sandgerði 2. september 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Magnús Kristinn Sigurðsson, f. 15. ágúst 1891, d. 12. janúar 1968, og Rósa Einarsdóttir, f. 10. janúar 1900, d. 13. nóvember 1993. Meira
7. júní 1997 | Minningargreinar | 293 orð

SKARPHÉÐINN PÁLMASON

Skarphéðinn Pálmason menntaskólakennari er sjötugur í dag. Á þeim tímamótum fer ekki hjá því, að hugur margra nemenda hans hvarfli til áranna í Menntaskólanum í Reykjavík, er Finnbogi rýndi með okkur í Völuspá, Ottó og Baldur töluðu tungum og Guðni lét ýmislegt flakka. Meira

Viðskipti

7. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 200 orð

»Dow hærri vegna betri atvinnu

»GENGI hlutabréfa í Wall Street hækkaði í gær og um tíma hafði gengi dollars ekki verið hærra í 39 mánuði. Skömmu áður höfðu skýrslur um ástand í atvinnumálum í Bandaríkjunum og Þýzkalandi sýnt mikinn mun á löndunum. Dollarinn komst hæst í 1,7423 mörk, en lækkaði síðan. Meira
7. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Hagstæðasta lán sjóðsins frá upphafi

IÐNLÁNASJÓÐUR hefur tekið lán að fjárhæð 50 milljónir dollara sem jafngildir um 3.500 milljónum króna. Er þetta hagstæðasta lán sem sjóðurinn hefur tekið erlendis. Umsjón með lántökunni hafði Fuji bankinn í Lundúnum en níu aðrir bankar standa að henni. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, annaðist undirbúning og undirritaði lánssamning. Meira
7. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Japanskir bankamenn handteknir

FYRSTU starfsmenn frægs japansks banka hafa verið handteknir í fjárkúgunarmáli, sem stærsta verðbréfafyrirtæki Japana er einnig viðriðið. Fjórir starfsmenn Dai-Ichi Kangyo Bank Ltd voru handteknir vegna rannsóknar, sem japanskir fjölmiðlar telja að kunni að svipta hulunni af tengslum glæpamanna og fjármálastofnana í Japan. Meira
7. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 471 orð

Tvöfaldaði hagnaðinn á milli ára

HAGNAÐUR Heklu hf. nam alls um 63,5 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins og er það rösklega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Sala fyrirtækisins hefur aukist verulega milli ára á öllum sviðum, bæði á notuðum og nýjum fólksbílum, þungavinnuvélum, vörubílum, heimilistækjum o.fl. Námu rekstrartekjur um 2.076 milljónum fyrstu fjóra mánuðina og jukust um 31%. Meira

Daglegt líf

7. júní 1997 | Neytendur | 105 orð

Dýrara að leigja hækjur en kaupa þær

HVERSVEGNA er ódýrara að kaupa hækjur hjá Hjálpartækjabankanum en leigja þær í fimm vikur? Svar: "Það er ákveðinn viðhaldskostnaður samfara hækjuleigu. Við erum líka með hækjuþjónustu á spítölunum. Það þarf að yfirfara hækjurnar eftir leigu, þrífa þær og sjá til að þær séu í lagi, skipta um gúmmí á þeim og svo framvegis," segir Jóhanna Ingólfsdóttir forstöðumaður Hjálpartækjabankans. Meira
7. júní 1997 | Neytendur | 334 orð

"Heildarlausn á máltíð" í einum pakka

SLÁTURFÉLAG Suðurlands setti fyrr í vikunni nýja vörulínu á markað undir vörumerkinu "Askur víðförli - og fjársjóður bragðlaukanna". Um er að ræða "heildarlausn á máltíð", þar sem allt hráefni í máltíð fyrir tvo er saman í pakkningu. Hægt á að vera að elda réttina á 10-25 mínútum. Meira
7. júní 1997 | Neytendur | 35 orð

Húsgögn frá Indónesíu

HAGKAUP í Kringlunni hefur hafið sölu á húsgögnum frá Indónesíu. Húsgögnin eru unnin úr gegnheilum viði; tekki og mahóníi og til sölu eru m.a. glerskápar, sófaborð, skrifborð, stólar og speglar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meira
7. júní 1997 | Neytendur | 51 orð

Ný sólvarnarkrem

FRÁ Vichy snyrtivörumerkinu er komin á markað ný sólarlína með sólvarnarkremum og áburði í andlit og á líkama fyrir börn og fullorðna. Kremin innihalda Mexoryl SX sem er vörn gegn bæði UVA og UVB geislum. Einnig er í þeim Poly-vítamín E sem er gott til varnar sindurefnum í andrúmsloftinu. Meira
7. júní 1997 | Neytendur | 34 orð

Tilboð á fjölærum plöntum

VERSLUNIN Blómaval hefur á tilboði 6 fjölærar plöntur að eigin vali á 699 kr. Valið stendur á milli 60 tegunda fjölæringa og gildir tilboðið bæði í Reykjavík og á Akureyri. Meira

Fastir þættir

7. júní 1997 | Í dag | 36 orð

2. a) Hvert eru allir að fara? Komið aftur! Þið sjáið að ég er ekki á

2. a) Hvert eru allir að fara? Komið aftur! Þið sjáið að ég er ekki á förum, er ekki svo? Þið sjáið að varnarleikmaðurinn okkar er ekki á förum, er ekki svo? Og missið af öllu f Meira
7. júní 1997 | Í dag | 283 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert vel fær á öllum sviðum og hefur mikið sjál

Afmælisbarn dagsins: Þú ert vel fær á öllum sviðum og hefur mikið sjálfsöryggi. Smá ágreiningur kemur upp milli ástvina í dag, en lausnin finnst fljótt og einhugur ríkir þegar kvölda tekur. Óvenjuleg skemmtun stendur þér til boða í dag, sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara. Ástin ræður ríkjum í kvöld. Meira
7. júní 1997 | Dagbók | 2869 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 6.-12. júní: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Bréfs: 577-2606. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 301 orð

Ábending tilatvinnurekenda

ÞRÖSTUR hafði samband við Velvakanda og var hann óhress með að atvinnurekendur, sem hann hefur sótt um vinnu hjá og farið í viðtal til, hafa ekki sýnt þá kurteisi að láta hann vita um árangur viðtalsins eða svara atvinnuumsóknum. Hann segir að oft þurfi hann að bíða dögum saman eftir að vita hvernig farið hafi og sæki jafnvel ekki um vinnu hjá öðrum á meðan. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 30 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 7. júní,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 7. júní, er níræð Sigurlaug Jóhannsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. Hún er að heiman, dvelur hjá dætrum sínum í Englandi. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 47 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þann 9. júní nk.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Þann 9. júní nk. verður fimmtugur Jón Torfi Jónasson, prófessor. Hann og kona hans, Bryndís Ísaksdóttir, bókasafnsfræðingur, sem varð fimmtug 7. maí taka á móti gestum af þessu tilefni í safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðarins, Laufásvegi 13, milli kl. 17 og 19 í dag, laugardaginn 7. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 841 orð

Ber sjálfsvíg vott um geðveiki?

Spurning: Eru sjálfsvíg aðeins framin í geðveikisástandi eða kemur slíkt einnig fyrir hjá fólki í góðu andlegu jafnvægi? Svar: Meiri hluti sjálfsvíga er framinn af fólki með geðræn vandamál. Í geðveiki hafa tengslin við raunveruleikann rofnað eða brenglast að verulegu leyti og það er aðeins hluti fólks sem fremur sjálfsvíg sem þannig er ástatt um. Meira
7. júní 1997 | Dagbók | 543 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 181 orð

Fermingar 8. júní

Ferming í Stóra-Laugardalskirkju kl. 10.30. Prestur sr. Sveinn Valgeirsson. Fermd verða: Árni Grétar Jóhannesson, Móatúni 7. Ársæll Níelsson, Skógum. Bjarni Sigmar Guðnason, Túngötu 39. Haukur Sigurðson, Innstu-Tungu I. Hjalti Þór Heiðarsson, Túngötu 13. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, Móatúni 5. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 225 orð

FORQUET setur stórt spurningarmerki við sagnir Pólverjans Cezary Balicki í spilinu hér

Útspil: Tígultía. Spilið er frá ÓL á Ródos. Balicki var í suður og stóðst ekki mátið að reyna við slemmu yfir stökki makkers í fjóra spaða. En félagi hans, Adam Zmudzinski, átti ekkert aukreitis og passaði fimm hjörtu. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 845 orð

George Martin Íslands? Ein frægasta plata sögunnar, Sgt. Pepper's Lonely Heart's Club Band með Bítlunum, kom út fyrir 30 árum,

ÞÆGILEGT andrúmsloft ríkir í Háskólabíói þegar blaðamaður heimsækir Ólaf Gauk og félaga á einni af lokaæfingunum. Allt virðist vera að smella saman, enda er mikilli undirbúningsvinnu lokið. Hljómsveitin, sem samanstendur af sinfóníusveit, rokksveit og söngvurum, spilar fjögur lög sem flestir þekkja: Sgt. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 720 orð

Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14.)

Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrkt

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.688 krónur. Þær heita Lára Ágústa Hjartardóttir og Ása Björk Valdimarsdóttir. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 730 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 904. þáttur

904. þáttur Gunnhildur er mikið valkyrjuheiti, og vopnabrakið í þessu þysmikla nafni ósvikið. Bæði gunnur og hildur merkja orustu (og valkyrju). Svo áttu menn til að snúa samsetningunni við, og kemur þá út Hildigunnur. Meira
7. júní 1997 | Dagbók | 122 orð

Kross 1LÁRÉTT:

Kross 1LÁRÉTT: 1 skýli úr dúk, 4 félaus, 7 árstíð, 8 grimmur, 9 frístund, 11 kvenmannsnafn, 13 sægur, 14 kæti, 15 hása, 17 málmur, 20 títt, 22 styggir, 23 logið, 24 deila, 25 blossa LÓÐRÉTT: 1 siður, 2 sáran, 3 kurf, 4 guðhrædd, 5 nauta, 6 sveigur, 10 andstyggð, Meira
7. júní 1997 | Í dag | 140 orð

Laugardagur 7.6. 1997: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

Laugardagur 7.6. 1997: STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Þetta skemmtilega peðsendatafl kom upp á Najdorf mótinu í Buenos Aires sem lauk um síðustu helgi. Pedro Zarnicki (2.560) var með hvítt og átti leik, en Oscar Panno (2.465) hafði svart. 37. c4! ­ e4 (Eftir 37. ­ bxc4 38. a4 ­ Kf6 39. b5 ­ axb5 40. Meira
7. júní 1997 | Í dag | 542 orð

MORGUNBLAÐINU á fimmtudag er ágæt grein eftir fimm hjúk

MORGUNBLAÐINU á fimmtudag er ágæt grein eftir fimm hjúkrunarfræðinga um hlutskipti foreldra fatlaðra barna. Það vakti hins vegar athygli Víkverja að rannsóknin, sem greinin segir frá, er byggð á viðtölum við fimm mæðurfatlaðra barna. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 992 orð

»Sergeant Pepper's Lonely Heart's Club Band (Lennon-McCartney)

(Lennon-McCartney) McCartney: söngur, bassi, aðalgítar. Lennon: röddun. Harrison: röddun, gítar. Starr: trommur. Lagið var tekið upp í Abbey Road-hljóðverinu eins og hin lög plötunnar, 1.­2. febrúar og 3. og 6. mars 1967. McCartney samdi það sérstaklega til að vera byrjunarlag plötunnar og að margra mati er það frekar rýrt, þótt það þjóni tilgangi sínum vel. Meira
7. júní 1997 | Dagbók | 362 orð

Spurt er...

1 Heimsmeistarakeppninni í handknattleik karla lauk í Japan um síðustu helgi og náðu Íslendingar fimmta sæti. Hverjir léku úrslitaleikinn í keppninni? 2 Verkamannaflokkurinn í Ísrael kaus í vikunni nýjan leiðtoga. Tveir menn höfðu þá skipst á að stjórna flokknum í 23 ár, þeir Yitzhak Rabin, sem féll fyrir morðingjahendi, og Shimon Peres. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | 671 orð

ÚR EINKASAFNI GLERAUGNAHÖNNUÐARINS ALAIN MIKLI

EFTIRNAFNIÐ hljómar á íslensku eins og viðurnefni fornfrægra herkonunga og koma nöfn Alexanders og Napóleons óhjákvæmilega upp í hugann í því sambandi. Alain Mikli hefur hins vegar aldrei nærri hermennsku komið, heldur hefur hann haslað sér völl á sviði gleraugnaumgjarða og er vissulega stórt nafn í þeim bransa. Meira
7. júní 1997 | Fastir þættir | -1 orð

ÚTI AÐ BORÐA MEÐ DR. MED. HALLDÓRI JÓHANNSSYNI YFIRLÆKNI

HVAÐ skyldi reka fjóra sprenglærða menn, sem "dagli dags" fást við að lækna landsmenn á Landspítalanum, til að kaupa 700 lifandi laxa í Lárósi, skella þeim í súrefni og keyra með bensínið í botni 550 km að Kirkjubæjarklaustri og sleppa þeim í á sem heitir Hellisá og selja svo í hana Meira

Íþróttir

7. júní 1997 | Íþróttir | 22 orð

3. deild Léttir - KFR0:0 Framherjar - Ármann4

3. deild Léttir - KFR0:0 Framherjar - Ármann4:3 Leifur Geir Hafsteinsson 2, Jón Bragi Arnarsson, Arnsteinn Jóhannesson - Pálmi Guðmundsson 2, Arnar Sigtryggsson. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 185 orð

Barátta um toppinn Íslenska ung

Íslenska ungmennnalandsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Makedóníumönnum ytra í dag og skiptir leikurinn miklu máli fyrir Íslendinga, sem eru með níu stig eftir fjóra leiki, hafa aðeins tapað fyrir Rúmenum, sem eru á toppnum með fullt hús stiga. "Þetta verður mjög erfitt," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari við Morgunblaðið eftir æfingu í gær. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 245 orð

Besti árangur frá upphafi er í sjónmáli

Íslenska kvennalandsliðið í blaki er á góðri leið með að ná sínum besta árangri frá upphafi. Liðið lagði Möltu í skemmtilegum baráttuleik í Austurbergi í gær og það þurfti hreina úrslitahrinu til að gera út um málin. Íslenska liðið byrjaði betur og vann 15:6 í fyrstu hrinu en Malta þá næstu 15:10. Ótrúleg hrina Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 99 orð

Bestu frjálsíþróttamenn Kýpur settir í bann

TVEIR bestu íþróttamenn Kýpurbúa voru settir í keppnisbann af Frjálsíþróttasambandi Kýpur eftir að þeir neituðu að keppa á Smáþjóðaleikunum hér á landi. Þetta eru spretthlaupararnir Yiannis Zisimides og Anninos Markouelides, sem kepptu báðir í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra. Markouelides komst þar í undanúrslit á 10,36 sek., en Zisimides komst í 2. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 176 orð

Bjarki spenntur fyrir Noregi UMBOÐSMAÐUR

UMBOÐSMAÐUR 1. deildarliðs Molde í Noregi hefur haft samband við Bjarka Gunnlaugsson og greint honum frá því að norska félagið hafi mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig. "Þetta er mjög spennandi og það kemur mér á óvart hvað Norðmenn bjóða mikið," sagði Bjarki við Morgunblaðið í Skopje í Makedóníu í gærkvöldi, en þar leikur hann með landsliðinu í dag. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 162 orð

Brynjar í byrjunarliði?

Brynjar í byrjunarliði? Logi Ólafsson tilkynnir byrjunarliði Íslands ekki fyrr en í dag, fyrir leikinn gegn Makedóníu í heimsmeistarakeppninni í kvöld, en sé tekið mið af æfingu liðsins í gærkvöldi verður nýliðinn Brynjar Björn Gunnarsson í því. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 181 orð

CAROL Galea

CAROL Galea vann sögulegan sigur í 5.000 metra hlaupinu í gær; gullverðlaun hennar voru þau fyrstu sem Malta fær í frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna frá því þeir hófu göngu sína 1985. GALEA var lang fyrst í mark í gær á 16 mín. 54,16 sek. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 497 orð

DANIEL Komen frá Kenýa,

DANIEL Komen frá Kenýa, varð fyrstur til að hlaupa 5.000 metrana undir 13 mínútum á þessu ári, á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm í fyrrakvöld. Komen hljóp á 12.48,98 mín. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 209 orð

Eiður með þrennufyrir Eindhoven

Eiður Smári Guðjohnsen hefur undanfarnar vikur leikið með varaliði PSV í Hollandi og í síðustu viku var hann með aðalliðinu í æfingaleik gegn smáliðinu Lochem frá Belgíu. PSV sigraði 10:0 og gerði Eiður Smári þrjú marka hollenska liðsins. Hollensk dagblöð hrósa Eiði Smára fyrir frammistöðuna og telja hann og Claudio, 18 ára gamlan brasilískan framherja, vera framtíðarmenn PSV. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 419 orð

Eitt brons til Íslands í borðtennis

EIN bronsverðlaun féllu Íslendingum í skaut þegar keppni í tvíliða- og einliðaleik í borðtennis lauk í gærkvöldi. Ingólfur Ingólfsson og Guðmundur Stephensen endurtóku leikinn frá síðustu Smáþjóðaleikum og urðu í þriðja sæti í tvíliðaleik en Lilju Rós Jóhannesdóttur og Evu Jósteinsdóttur tókst ekki að halda bronsinu, eins og þær gerðu á síðustu leikum. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 352 orð

Ég er virki- lega stoltur

Ég er mjög stoltur af stelpunum. Við lékum mjög hratt til að byrja með og náðum góðri forystu," sagði Sigurður Ingimundarson, hinn sigursæli þjálfari kvennalandsliðsins, eftir að hafa tekið við gullverðlaununum. "Þegar leikið er svona hratt kemur alltaf kafli þar sem eitthvað fer úrskeiðis og þá er stigataflan fljót að breytast. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

Fern verðlaun í hverri tegund

ÞRIÐJI dagur sundkeppni Smáþjóðaleikanna var eflaust sá sísti hjá íslensku sveitinni. Ekkert Íslandsmet var sett í einstakingsgreinum og tvenn í boðsundum og vonin um sigur í 50 skriðsundi kvenna, 200 m baksundi karla, 200 m skriðsundi kvenna og jafnvel í 50 m flugsundi varð að engu. Eigi að síður var uppskeran fern verðlaun af hverri tegund, gulli, silfri og bronsi. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 335 orð

Fyrsta gull stúlknanna

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik tryggði sér gullverðlaun í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikum í gær er liðið vann Lúxemborg 56:51. Sigurinn var nokkuð öruggur en stúlkurnar virtust taugatrekktar þegar gullverðlaunin voru í augsýn og hleyptu mótherjunum óþarflega mikið inn í leikinn. En sigur vannst engu að síður og rétt að óska stúlkunum til hamingju. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 214 orð

Fyrstur undir 14 sekúndur

JÓN Arnar Magnússon varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem hleypur 110 metra grindahlaup undir 14 sekúndum. "Ég bjóst svo sem ekki við neinu. Ég hefði jafnvel viljað vera aðeins sigurvissari, en þetta hafðist. Það er gaman að vera fyrsti Íslendingurinn sem hleypur undir 14 sekúndum, sagði Jón eftir Íslandsmetið. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 168 orð

Góð uppskera Þróttara

Þróttarar mega vel við una að hafa fengið þrjú stig úr viðureign sinni við Breiðablik í gærkvöldi. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur og var strekkingsvindur í aðalhlutverki. Tilviljun ein réð því að sigurinn féll Þrótturum í skaut og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 248 orð

Guðni slær met Ólafs GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslen

GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, slær landsleikjamet Skagamannsins Ólafs Þórðarssonar í kvöld. Ólafur lék 72. landsleik sinn þegar Íslendingar sóttu Íra heim í Dublin á liðnu hausti. Guðni var þá meiddur en jafnaði metið í vináttuleik í Slovakíu fyrir mánuði. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 201 orð

Í DAG Frjálsíþróttir

Frjálsíþróttir Laugardalsvöllur: Í dag fara fram úrslit í eftirfarandigreinum: Sleggjukast karlakl. 15 Hástökk karlakl. 16.15 Þrístökk karla16.15 100 m grindahlaup kvenna16.15 200 m hlaup kvenna16.25 200 m hlaup karla16.35 1500 m hlaup karla16. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 461 orð

Íslandsmet Jóns hápunkturinn

JÓN Arnar Magnússon sigraði í 110 metra grindahlaupi og sló tæplega vikugamalt Íslandsmet - hljóp á 13,91 sek. Hann átti gamla metið sjálfur og er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hleypur 100 metra grindahlaup undir 14 sekúndum. Met Jóns var glæsilegt og var hann langt á undan keppinautum sínum í mark. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 243 orð

Íslenska þjóðin getur verið stolt

Artur Takatch, fulltrúi Juans Antonios Samaranch, forseta alþjóða ólympíunefndarinnar og stjórnarmaður í alþjóða frjálsíþróttasambandinu, var ánægður með framkvæmd Smáþjóðaleikanna hér á landi. "Ég er mjög ánægður með hvernig staðið er að leikunum hér á Íslandi. Öll íþróttamannvirkin eru til fyrirmyndar. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 243 orð

Johnson ekki með á HM

Michael Johnson heimsmethafi í 200 m hlaupi og heims- og ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi karla tekur ekki þátt í heimsmeistaramóti í Aþenu í sumar. Ástæðan fyrir því er sú að hann dró þátttöku sína á bandaríska meistaramótinu til baka sökum meiðsla sem hann hlaut í einvígi við Donovan Bailey á síðasta sunnudag. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 60 orð

Júlíus áfram í nefndinni JÚLÍUS Hafstein, fyrr

JÚLÍUS Hafstein, fyrrverandi formaður Ólympíunefndar Íslands og núverandi formaður Júdósambandsins, situr áfram í íþrótta- og umhverfisnefnd alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC). Talið var að Júlíus yrði jafnvel ekki tilnefndur áfram, þar sem hann er hættur formennsku í ÓÍ, en Rana, formaður heimssambands ólympíunefnda, tilkynnti á blaðamannafundi á hótel Sögu í vikunni, Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 215 orð

Klaufaskapur

Það verður hlutskipti karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik að leika um þriðja sætið á Smáþjóðaleikunum við lið Lúxemborgar. Íslenska liðið tapaði 64:80 í gær fyrir Kýpur sem tryggði sér réttinn til að leika til úrslita við Möltu. Drengirnir í körfuknattleikslandsliðinu geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt að leika ekki til úrslita í dag. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 128 orð

Knattspyrna

Laugardagur: Coca-Cola bikar karla Fjölnisv.:Fjölnir - Bolungarv.14 Húsavík:Völsungur - Hvöt14 Kópavogsv.:HK - Selfoss14 KA-völlur:Nökkvi - Dalvík14 KR-völlur. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 218 orð

KR-ingar æfa ekki LE

LEIKMENN meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá KR mættu ekki á æfingu hjá félaginu í gær. Ástæðan er sú að þeir eru mjög óánægðir með hvernig stjórn knattspyrnudeildarinnar stóð að þjálfaraskiptunum á fimmtudag, þegar Lúkas Kostic var rekinn og Haraldur Haraldsson, þjálfari 2. flokks, ráðinn í staðinn. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 267 orð

Löng leið en...

ÍSLENSKU landsliðshóparnir komu til Skopje í Fokkervél Flugleiða og fara með henni strax eftir leikinn í kvöld. Farið var frá Reykjavík árla fimmtudags og áætlað að lenda í Aberdeen í Skotlandi til að taka bensín en vegna meðvinds þurfti þess ekki og var flogið beint til Billund í Danmörku. Þar æfðu strákarnir en flugu árla föstudags til Vínar og þaðan til Skopje. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 168 orð

Nýr holumeistari karla verður krýndur

ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni hófst í gær á Hvaleyrarholtsvelli Keilis. Þá fór fram höggleikur og unnu 16 kylfingar í karlaflokki sér rétt til að leika í útsláttarkeppni í dag og á morgun. Aðeins ellefu konur skráðu sig til keppni og komust þær vitaskuld allar áfram, en fimm þeirra sitja hjá í fyrstu umferð í dag. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 186 orð

O'Brien úr leik fyrir HM í Aþenu

DAN O'Brien, heimsmethafi í tugþraut og heims- og ólympíumeistari, ver ekki tign sína á heimsmeistaramótinu í Aþenu í ágústbyrjun vegna álagsmeiðsla. Þau koma í veg fyrir að hann taki þátt í bandaríska meistaramótinu en þrír efstu menn í hverri grein á því vinna sér keppnisrétt á HM. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 286 orð

Pétur hafði yfirburði

Pétur Guðmundsson sigraði í kúluvarpi á Smáþjóðaleikunum í gær með talsverðum yfirburðum og bætti öðrum gullverðlaunum í safnið því hann sigraði í kringlukasti á fimmtudag. Hann varpaði kúlunni 19,12 metra sem er 12 sentímetrum lengra en B-lágmarkið fyrir HM í Aþenu í ágúst. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 698 orð

Reynum að halda áfram á sömu braut

MAKEDÓNÍA og Ísland mætast í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Skopje í kvöld, kl. 20 að staðartíma en 18 að íslenskum tíma, og er mikið í veði. Heimamenn eru í öðru sæti riðilsins með 12 stig eins og Írar og hafa fullan hug á að tryggja sætið sem getur gefið farseðil í úrslitakeppnina í Frakklandi að ári. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 456 orð

SERGEI Fedorov

SERGEI Fedorov, einn af fimm rússneskum leikmönnum Detroit í bandarísku íshokkídeildinni, gerði tvö mörk og lagði upp tvö önnur í 6:1 sigri liðsins á Philadelphia aðfaranótt föstudags. Detroit hefur nú 3:0 forskot í úrslitaeinvíginu. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 38 orð

Skotfimi Loftrifill, opinn flokkur: 1. Iris Roseneck, Lúxemborg101,1 2. Josef Brndle, Lichtenstein96,8 3. Jean-Marc Rue,

Loftrifill, opinn flokkur: 1. Iris Roseneck, Lúxemborg101,1 2. Josef Brndle, Lichtenstein96,8 3. Jean-Marc Rue, Mónakó96,3 Blak Konur San Marínó - Lichtenstein3:0 Ísland - Malta3:2 (15-6 10-15 17-16 15-17 15-11) Karlar Lichtenstein - Kýpur0:3 Andorra - San Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 187 orð

Tvíliðaleikur KONUR

Tvíliðaleikur KONUR Liechtenstein - San Marínó0:2 Lúxemborg - Kýpur2:0 Malta - Ísland2:0 Lúxemborg - San Marínó2:0 Malta - Liechtenstein2:0 Kýpur - Ísland0:2 Malta - Lúxemborg2:1 Kýpur - San Marínó2:0 Liechtenstein - Ísland0:2 Malta - Kýpur2:0 Liechtenstein - Lúxemborg0:2 San Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 280 orð

Viljum ofar á styrkleikalistann

GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, meiddist í upphitun á æfingu liðsins í Danmörku í fyrradag, stífnaði á hægra læri og var aumur í gærkvöldi en var samt alfarið með hugann við leikinn í kvöld. "Við vitum að þetta verður erfiður leikur en mikilvægt verður að halda leikgleðinni, verjast vel og reyna að sækja hratt þegar tækifæri gefst til þess. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 61 orð

Þrjár hættar ÞRJÁR landsliðskonur hafa ák

ÞRJÁR landsliðskonur hafa ákveðið að hætta að leika með landsliðinu. Keflvíkingarnir Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir ætla að leggja landsliðskónum og Linda Stefánsdóttir, sem lék með KR í fyrra, er líka hætt. Segist ætla að selja skóna svo hún byrji ekki aftur. Anna María segist ekki viss hvort hún leiki með félagsliði næsta vetur en Björg er alveg hætt. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

ÞRÓTTUR

ÞRÓTTUR 4 4 0 0 10 2 12ÍR 4 3 0 1 8 3 9KA 4 2 2 0 7 3 8BREIÐABL. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 207 orð

Ætla mér fern gullverðlaun

Íslensku stúlkurnar urðu í tveimur fyrstu sætunum í 400 metra hlaupi. Guðrún Arnardóttir, sem setti Íslandsmet í greininni á dögunum, varð fyrst á 55,05 sekúndum, sem er tæplega tveimur sekúndum frá Íslandsmetinu. Helga Halldórsdóttir varð önnur á 56,87 sekúndum og Sandra Felten frá Lúxemborg þriðja á 57,25 mín. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 226 orð

(fyrirsögn vantar)

Frjálsíþróttir 110 m grindahlaup karla: 1.Jón Arnar Magnússon13,91 sek. 2.Thierry Eischen, Lúxemb.14,41 sek. 3.Ólafur Guðmundsson14,61 sek. 400 m hlaup kvenna: 1.Guðrún Arnardóttir55,05 sek. 2.Helga Halldórsdóttir56,87 sek. 3.Sandra Felten, Lúxemb. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 204 orð

(fyrirsögn vantar)

Körfuknattleikur Ísland - Lúxemborg56:51 Smárinn, úrslitaleikurinn í körfuknattleik kvenna á Smáþjóðaleikunum, föstudaginn 6. júní 1997. Gangur leiksins: 0:4, 13:4, 17:6, 25:15, 25:25, 33:25, 33:27, 43:35, 49:40, 52:50, 56:51. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | 138 orð

(fyrirsögn vantar)

Tennis Undanúrslit: Einliðaleikur karla: Sébastien Graeff, Mónakó, vann Christoph Hoop, Liechtenstein, 6:3 og 6:4. Sacha Thoma, Lúxemborg, vann Joan Jimenez, Andorru, 7:5 og 6:4. Meira
7. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Sund Laugardalslauginni: 50 m skriðsund kvenna: 1. Lara Heinz, Lúxemborg27,28 Lands- og leikjamet2. Elín Sigurðardóttir, Íslandi27,48 3. Kolbrún Kristjánsdóttir, Íslandi27,52 50 m skriðsund karla: 1. Stavros Michaelides, Kýpur23,77 2. Ríkarður Ríkarðsson, Íslandi24,11 3. Meira

Úr verinu

7. júní 1997 | Úr verinu | 1996 orð

Besta byggðastefnan fólgin í eflingu atvinnulífsins

SÖflugt fyrirtæki verður til með sameiningu Hraðfrystihússins í Hnífsdal og Frosta í Súðavík Besta byggðastefnan fólgin í eflingu atvinnulífsins Meira

Lesbók

7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1313 orð

ALDREI AÐ VITA HVERNIG SONNETTU LÝKUR Finnlands-sænska skáldið Lars Huldén hefur oft komið til Íslands og var hér að þessu sinni

LARS Huldén er það finnskt skáld sem má með fullum rétti kalla þjóðskáld væru ekki slíkir titlar úr sögunni. Hann er orðinn sjötugur og á að baki langan rithöfundarferil. Hæst gnæfa ljóðabækur hans, en hann er einnig leikritaskáld, þýðandi, Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2721 orð

ANDRÉS ÖND ÓL DÚNGÁL UPP

HALLDÓR býður mig velkominn og fylgir mér um stóran garðinn til að sýna mér gróðurinn og rósirnar. Hann er vafalaust ekki eini íbúinn í þessu lífeyrisþegahverfi N-Evrópubúa og lífskapphlaupsflóttamanna er fæst við blóma- og garðrækt. Við hliðina er vegleg sundlaug hverfisins. Á veggjunum hanga þrjú nýjustu málverk Halldórs. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

BJÖRG Í SVERRISSAL

BJÖRG Pjetursdóttir opnar sýningu á verkum sínum í dag í Sverrissal í Hafnarborg. Hún útskrifaðist úr Myndlista­ og handíðaskóla Íslands, textíldeild, nú í vor. Björg hefur þegar unnið til verðlauna fyrir verk sín unnin í flóka, en hún vann undankeppni í alþjóðlegu hugmynda­ og hönnunarkeppni Smirnoff á Íslandi í fyrra. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1150 orð

BRÁÐASPÁR UM VEÐUR

Veðurfræðingar víða um heim leggja nú mikið kapp á að segja sem best og nákvæmast til um veður á líðandi stund og hvernig það muni breytast á næstu klukkustundum. Þetta mætti kalla bráðaspár um veður. Englendingar kalla þær nowcasting, til aðgreiningar frá forecasting hefðbundnum veðurspám. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

COSI FAN TUTTE Í ÓPERUNNI

ÍSLENSKA óperan hefur ákveðið að taka Cosi fan tutte, óperu Wolfgangs Amadeusar Mozarts, til sýninga í haust. Að sögn Garðars Cortes óperustjóra er verið að ganga frá samningum við leikstjóra, söngvara og aðra sem að uppfærslunni munu koma en frumsýning er fyrirhuguð í byrjun október. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2358 orð

DÚLLAÐ OG TÓNAÐ, DANSAÐ OG LEIKIÐ ­ FÖRUMENN OG LEIKLIST Í LOK 19. ALDAR ­

ÍGEGNUM aldirnar settu flakk og vergangur mark sitt á íslenskt þjóðlíf. Á síðari hluta 19. aldar fór förumönnum þó óðum fækkandi, og um 1900 voru aðeins örfáir slíkir eftir á rölti í sveitum landsins. Um þessa síðustu umrenninga eru varðveittar fjölmargar frásagnir, bæði prentaðar og óprentaðar, enda hafa uppátæki þeirra greinilega verið vinsælt umræðuefni. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 325 orð

Efni

22.tölublað - 72.árgangur Efni Íslensk handrit frá miðöldum eru yfirleitt ekki myndskreytt eins fagurlega eins og erlendar skinnbækur frá sama tíma. Þó eru til í söfnum handrit sem mjög vel eru skreytt, en með nokkuð öðrum hætti en í myndskreytingum nú á dögum. Í tilefni þess að 19. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 684 orð

FEGURÐ FLÓKAHEIMA

FLÓKAGERÐ er ævaforn og var fram eftir öldum iðkuð í hagnýtum tilgangi. Unninn var fatnaður, ábreiður og jafnvel skildir til að hlífa sér með í orrustum. "Ullarhárið er alsett einskonar hreistri, sem ýfist upp þegar það blotnar og verður að litlum hringjum. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð

FRANSKAR NÆTUR

Ó, franskar nætur. Svo heitar og hlýjar, hugljúfar, nýjar. Í augunum ljúfustu leyndarmál speglast, langt er til morguns en til hvers að bíða ­ um nætur er tíminn ei lengi að líða. Ó, franskar nætur. Upphaf og endir, áleitnar kenndir. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

GRÁSLEPPUKARL

Mótorskellir, maður við stýri, morgunn og sléttur sjór. Múkkar við hafflöt háværir svífa, hefja upp ráman kór. Eldri maður, sinn eigin herra, uppheldur fornum sið. Heldur áður en hækkar sólin á hvítum bát út á mið. Grásleppan leynist í þykkum þara, þybbin og dularfull. Klunnaleg er hún með körtur á roði, þetta kynlega sjávar gull. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4221 orð

"ÍSLAND ÁTTI STERK ÍTÖK Í HUGA MÍNUM"

ÍKaupmannahöfn settust þau Krabbehjónin að í húsi við St. Knudsveg 14, en síðar fluttust þau á Monradsveg 19 á Friðriksbergi, þar sem þau bjuggu alla tíð og gerðu garðinn frægan, enda lágu þangað leiðir margra, bæði Íslendinga að heiman eða búsettra í Höfn, stúdenta og annarra, að hitta dótturina úr Aðalstræti 6 eða Dana, Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 168 orð

JÓHANNES ÚR KÖTLUM HEIMÞRÁ Ég er einn, ég er einn,

Ég er einn, ég er einn, ­ sál mín allslaus og hljóð. Langt frá upprunans æð þjáist eirðarlaust blóð. Hvar er vængur þinn, vor? Kannski verð ég of seinn, kannski dey ég í dag, kannski dey ég hér einn. Ég vil heim ­ ég vil heim yfir hyldjúpan sæ, ­ heim í dálítinn dal, heim að dálitlum bæ. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 120 orð

JÓN VALUR JENSSON BARÁTTA MYRKURS OG LJÓSS Kliðmjúkur

Kliðmjúkur rennur um þinn einmanaleik árniður djúpur. Brýtur á tærri flúð. En kaldur geigur læsist um hörund og húð: við hlið þér sú sem þú annst ­ en vör þín bleik, titrandi' í þrá eftir því sem aldrei veik, frá því þið funduzt, úr hugsun þinni. En lúð er önd þín og sál. Þó hyggurðu' allt heimsins skrúð ei hrífa þig meir en þann lífs þíns gleðikveik. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2164 orð

LÝSTAR BÆKUR. FORNT MYNDMÁL OG NÝTT

LÝSTAR BÆKUR. FORNT MYNDMÁL OG NÝTT eftir Sverri Tómasson Fimmtudaginn 19. júní verða Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi afhent síðustu handrit úr Konungsbókhlöðu og safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn sem varðveita á hér landi samkvæmt samningi landanna tveggja um lausn handritamálsins. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 392 orð

MENNING/ LISTIR

MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2753 orð

NÝTT LÍF Í LISTASÖFNIN Nokkur eftirvænting ríkir í íslenskum myndlistarheimi vegna mannabreytinga í stjórnunarstöðum nokkurra

NÝTT LÍF Í LISTASÖFNIN Nokkur eftirvænting ríkir í íslenskum myndlistarheimi vegna mannabreytinga í stjórnunarstöðum nokkurra stærstu listasafna landsins. Það er forvitnilegt að vita hvort nýir stjórnendur mæti til leiks með einhver ný viðhorf til hlutverks listasafnanna og starfsemi þeirra. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 320 orð

SÁLUMESSA LIZSTS

KARLAKÓRINN Stefnir í Mosfellsbæ flytur Requiem, sálumessu eftir Franz Liszt annað kvöld, sunnudagskvöld 8. júní, í Digraneskirkju kl. 20.30 og er það í fyrsta skipti, sem verkið er flutt í heild hér á landi. Stjórnandi er Lárus Sveinsson og í verkinu syngur kvartett, sem skipaður er fjórum ungum söngvurum, þeim Garðari Þór Cortes 1. tenór, Gísla Magnússyni 2. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1750 orð

SKÁLDIÐ SKAPAR HEIMINN

VENDIPUNKTUR varð í evrópskri fagurfræði með þriðja gagnrýnisriti þýska heimspekingsins, Immanuels Kants (1724-1804), Kritik der Urteilskraft, eða Gagnrýni dómgreindarinnar, sem kom út árið 1790. Í því riti skipa tilfinningin og fegurðin hinn æðri sess ásamt ímyndunaraflinu sem loksins hlaut þegnrétt í ríki listanna. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2229 orð

SKÁLD Í HLUTVERKI BÓKAÚTGEFANDA

SIGFÚS Daðason, eitt helsta skáld þjóðarinnar á þessari öld, lést í desember sl. Var hans minnst í greinum í desember og janúar hér í blaðinu. Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Máls og menningar árin 1974-1980 og stjórnarformaður í dag, skrifaði m.a. persónulegar hugleiðingar um störf þeirra Sigfúsar þar á árunum 1974-76. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1237 orð

SVIÐSETNING Á ÆVI SKÁLDSINS OG SAMTÍMA OKKAR

ÞÝSKA skáldið Heinrich Heine fæddist 1797 og á því 200 ára afmæli í ár. Hann var ekki aðeins í uppáhaldi hjá löndum sínum, heldur barst hróður hans til Kaupmannahafnar, þar sem bókmenntasinnaðir Hafnarstúdentar héldu upp á hann og Jónas Hallgrímsson orti hann upp á íslensku. Þeir kölluðu hann Hæni og heimaborg hans, Düsseldorf, Þuslaþorp. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

TÓNLEIKAR OG UPPTÖKUR MEÐ KRISTNI

KRISTINN Sigmundsson barítonsöngvari verður gestur Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðustu tónleikum starfsársins í Háskólabíói fimmtudaginn 12. júní. Á efnisskrá verða óperuaríur eftir Mozart, Rossini, Gounod, Verdi, Tsjajkovskíj og Bizet en í kjölfarið verður hljóðrituð geislaplata með sama efni. Að útgáfunni stendur Mál og Menning en fyrirhugað er að platan komi út í haust. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 722 orð

VORU GUÐIRNIR GRÆNFRIÐUNGAR?

ROBIN Cook:Invasion.Berkley Books, New York 1997. LÆKNATRYLLIRINN er vinsælt fyrirbæri í afþreyingarbókmenntum og einn af höfuðpostulum hans er bandaríski læknirinn og rithöfundurinn Robin Cook. Hann er ekki eins þekktur og vinsæll og starfsbróðir hans í lækna- og rithöfundastétt, Michael Crichton, en á dyggan hóp lesenda sem setja hann iðulega í efstu sæti metsölulistanna vestra. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

ÞÚ

Fangin, vakin upp við atlot þín; stolin augnablik. Strjúktu um sveiflukennd augnablik, strokur á fiðluboga morgunsins. Ég mun dansa í dagdraumi þínum, umvefja þig dagvitund minni. Úr óperuhelli Daðraðu mánagull afhjúpaðu mér nekt þína ­ leyndar þrár. Meira
7. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 389 orð

ÞÖGNIN ER ÖGRANDI

ÁRNI Heimir Ingólfsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Gerðarsafni í Kópavogi á mánudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskrá Árna er nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, er nefnist Agnus dei. "Efnisskráin er í heild sinni trúarleg og þó að á þriðja hundrað ár séu á milli elsta verksins og þess yngsta finnur fólk ekki svo mikið fyrir þeirri fjarlægð því inntakið er hið sama, Meira

Ýmis aukablöð

7. júní 1997 | Dagskrárblað | 185 orð

17.00 Suður-Ameríku bikarinn

17.00 Suður-Ameríku bikarinn (Copa preview) Kynning á leikmönnum og liðum sem taka þátt í keppninni um Suður-Ameríku bikarinn í knattspyrnu. (4:6) [7991] 17.30 Íshokkí (NHL Power Week 1996-1997) (35:35) [2555668] 18.20 Star Trek (11:26) [5031991] 19. Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 152 orð

9.00Morgunsjónvarp barnan

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Myndasafnið ­ Dýrin í Fagraskógi (39:39) Barbapabbi (7:96) Tuskudúkkurnar (2:49) Sonja og Sissa (3:3) Simbi ljónakonungur (27:52) [3743910] 10.40Hlé [8972216] 13. Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 676 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson flytur. 7.00Bítið. Blönduð tónlist í morgunsárið Umsjón: Þráinn Bertelsson. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00Bítið heldur áfram. Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 772 orð

Laugardagur 7. júní SBBC PRIME 4.00

Laugardagur 7. júní SBBC PRIME 4.00 Wirral Metropolitan College: Managing Change 4.30 The Chemistry of the Invisible 5.00 World News 5.25 Prime Weather 5.30Julia Jekyll and Harriet Hyde 5.45 Jonny Briggs 6.00 The Brollys 6. Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 101 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 119 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
7. júní 1997 | Dagskrárblað | 135 orð

ö9.00Bangsi gamli [93228]

9.10Ævintýri Vífils [3614945] 9.35Siggi og Vigga [3532397] 10.00Töfravagninn [63484] 10.25Bíbí og félagar [3975465] 11.20Geimævintýri [9741842] 11.45NBA-úrslit (e) [2925465] 13. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.