Greinar föstudaginn 13. júní 1997

Forsíða

13. júní 1997 | Forsíða | 354 orð

Aðeins þrjú ríki fái inngöngu í NATO

BANDARÍKJAMENN lýstu yfir því í gær að þeir væru hlynntir því að aðeins Tékkum, Pólverjum og Ungverjum yrði boðin innganga í Atlantshafsbandalagið (NATO) þegar það yrði stækkað. William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi formlega frá þessari ákvörðun á fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja NATO í Brussel. Meira
13. júní 1997 | Forsíða | 73 orð

Átök á Gazasvæðinu

ÍSRAELSKIR hermenn skutu og særðu tvo Palestínumenn á Gaza- svæðinu á fimmtudag þegar til átaka kom eftir að mörg hundruð arabar höfðu gróðursett ólífutré á landi, sem gyðingar höfðu lagt undir sig. Síðar í gær særðust tveir Palestínumenn til viðbótar skotsárum er til átaka kom annars staðar á Gaza-svæðinu við athöfn í minningu ísraelsks hermanns, sem lést í september. Meira
13. júní 1997 | Forsíða | -1 orð

Brotabrot heimsveltu gegn fátækt

"MEÐ því að eyða 0,25% árlegrar heimsveltu í uppbyggingarstarf má eyða fátækt í heiminum á næstu 10-20 árum," sagði Erling Dessau, starfsmaður Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem staddur er hér á landi í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um framþróun, í gær. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Íslendingar eru í fimmta sæti hvað lífsgæði varðar. Meira
13. júní 1997 | Forsíða | 145 orð

Kauphallarviðskipti sameinuð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina viðskipti kauphallanna í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til að auka sameiginlega veltu um a.m.k. kosti 10% og sameiningin á að leiða til samnorræns verðbréfamarkaðar. Efnahagsráðherra Dana, Marianne Jelved, sagði að ætlunina að bæta samkeppnisaðstöðu samstarfsaðilanna gegn öðrum kauphöllum. Meira
13. júní 1997 | Forsíða | 50 orð

Kosningabarátta í Króatíu

Kosningabaráttunni í Króatíu lýkur í dag og kjósa Króatar á sunnudag. Búist er við að Franjo Tudjman forseti nái auðveldlega endurkjöri en andstæðingar hans, Vlado Gotovac, frambjóðandi frjálslyndra sósíalista, og Zdravko Tomac, frambjóðandi jafnaðarmanna, segja kosningarnar meingallaðar. Myndin var tekin á kosningafundi Tudjmans í Zagreb í gær. Meira
13. júní 1997 | Forsíða | 260 orð

Þjóðverjar og Frakkar vænta sáttar um myntbandalagið

LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands vænta þess að í dag nái þeir samkomulagi um stöðugleikasáttmála Efnahags- og myntbandalags Evrópusambandsins, EMU, og tryggi þannig að leiðtogafundur sambandsins í næstu viku verði árangursríkur. Var þetta haft eftir embættismönnum beggja ríkja í gær. Meira

Fréttir

13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

130 manns við vinnu í Búrfellsvirkjun

Á MILLI 120 og 130 starfsmenn eru nú að störfum við Búrfellsvirkjun, en unnið er að margvíslegum endurbótum á virkjuninni, sem m.a. koma til með að auka afl hennar og þar með arðsemi. Vegna endurbótanna reyndist nauðsynlegt að stöðva rafmagnsframleiðslu í virkjunni í 10 daga. Hún fer í gang aftur nk. mánudag. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

18 ára piltur í 10 mánaða fangelsi

ÁTJÁN ára gamall piltur frá Stykkishólmi hefur verið dæmdur fyrir héraðsdómi til að sæta tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á móður sína með flökunarhníf í lok mars síðastliðins og ógna lögreglumanni sem kom á vettvang í kjölfarið með sama vopni. Hann hótaði einnig móður sinni og nágrönnum með sama hætti. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 357 orð

Aðrennslisgöng Búrfellsvirkjunar skoðuð

UNNIÐ hefur verið nótt og dag undanfarna daga að lagfæringum á ristum við aðrennslisgöng Búrfellsvirkjunar, en þær skemmdust veturinn 1984-85. Lón virkjunarinnar hefur verið tæmt og rafmagnsframleiðslu hætt á meðan unnið er að endurbótunum. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð

Afsagnarbeiðni hafnað

YUKIHIKO Ikeda, utanríkisráðherra Japans, kvaðst í gær hafa boðist til að segja af sér vegna gíslamálsins í Perú en forsætisráðherrann, Ryutaro Hashimoto, hefði ekki fallist á það. "Ég bauðst til að segja af mér vegna þess að ég ber að miklu leyti ábyrgð á þeim álitshnekki sem japanska utanríkisþjónustan beið vegna atburðanna í Perú," sagði Ikeda. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Aldrei fleiri útskrifaðir frá Samvinnuháskólanum

Á SKÓLAHÁTÍÐ Samvinnuháskólans á Bifröst útskrifuðust 36 rekstrarfræðingar og 11 BS rekstrarfræðingar frá skólanum. Þetta er stærsti hópur sem útskrifast hefur frá skólanum síðan hann fór á háskólastig árið 1988. Vonir eru til þess að nemendum komi til með að fjölga enn frekar á næstu árum. Meira
13. júní 1997 | Miðopna | 940 orð

Andi samningsins veitir Íslendingum sérstakan rétt

Í framhaldi af umdeildri töku síldveiðiskipsins Sigurðar VE í lögsögu Jan Mayen sakar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Norðmenn um að hafa ekki virt "anda Jan Mayen- samkomulagsins" og segir að íslensk stjórnvöld muni fara yfir samninginn. Ómar Friðriksson talaði við Halldór og rifjar upp efni Jan Mayen-samninganna frá 1980 og 1981. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Astma- og ofnæmisfélag stofnað

STOFNFUNDUR hjá astma- og ofnæmisfélaginu á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 15. júní kl. 20.30 í Lóni við Hrísalund. Félagið er stofnað í samvinnu við Félag astma- og ofnæmissjúklinga í Reykjavík. Tilgangurinn með stofnun félagsins á Akureyri er m.a. að fólk hittist og skiptist á upplýsingum um þessa sjúkdóma. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 427 orð

Blair sniðgengur innsetningu nýs þings

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að vera ekki viðstaddur innsetningu nýs þings í Hong Kong 1. júlí þegar breska nýlendan verður aftur hluti af Kína. Þeir sem verða við stjórnvölinn í Hong Kong létu sér fátt um finnast og sögðust hvergi ætla að hvika frá þeim áformum sínum að hefja innsetningarathöfnina um leið og Bretar hafa afhent Kínverjum yfirráð yfir nýlendunni. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Drengur lést af slysförum

FJÖGURRA ára gamall drengur lést laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun á Borgarfirði eystra af völdum áverka sem hann hlaut þegar ekið var á hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var jeppabifreið ekið á löglegum hraða eftir aðalgötu þorpsins þegar drengurinn hljóp þvert fyrir hana með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á hann. Drengurinn hlaut alvarlega áverka, meðal annars á höfði. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ekið á konu á gangbraut

EKIÐ var á rúmlega fertuga konu sem var að fara yfir gangbraut á Austurvegi á Selfossi um klukkan 13.30 í gær, með þeim afleiðingum að hún meiddist lítilsháttar. Fólksbifreiðin sem ók á konuna hafði ekið götuna fyrir aftan jeppabifreið sem skyggði á útsýni til gangbrautarinnar. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 654 orð

Ekki að hætti góðra granna

ÍSLENSK stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir framgöngu sína eftir að nótaskipið Sigurður VE 15 var dreginn til hafnar í Bodø frá veiðum við Jan Mayen í fréttaskýringu norska dagblaðsins Nordlys í gær. Í leiðara Stavanger Aftenblad í gær er norskum stjórnvöldum hins vegar lesinn pistillinn og sagt að þau hegði sér ekki eins og góðum grönnum sæmi. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ekki kominn á

ÞAÐ VAR talað um að afslátturinn tæki gildi fyrsta júní," segir Páll Jónsson, innheimtustjóri hjá RÚV, en margir ellilífeyrisþegar hafa haft samband við hann vegna þess að 20% afsláttur af afnotagjaldi sem ríkisstjórnin hafði lofað þeim var ekki reiknaður inn í síðustu afnotagjöld. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Endurnýjun aðalæðar lokið

LOKIÐ er endurnýjun aðalæðar í dreifikerfi Hitaveitu Ólafsfjarðar. Skipt hefur verið um rör á 170 metra kafla, frá gatnamótum Ólafsvegar og Hafnargötu að gatnamótum Aðalgötu og Vesturgötu. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Evrópuþing JC

35. EVRÓPUÞING JC hreyfingarinnar var sett á miðvikudaginn í Hallgrímskirkju. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson setti þingið. Áætlað er að um 1100 gestir heimsæki land og þjóð meðan á þinginu stendur en því lýkur á morgun, laugardag. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Finnar gróðursetja í Heiðmörk

FINNSKA félagið á Íslandi gróðursetti nýlega 80 finnskar hengibirkiplöntur og 105 íslenskar birkiplöntur í Heiðmörk. Landskikann, sem fengið hefur nafnið Finnmörk, fékk félagið að gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í tilefni þess að Finnland heldur upp á 80 ára lýðveldisafmæli sitt í ár. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fjarlækningar góður kostur við íslenskar aðstæður

Á þingi heimilislækna, sem nú stendur yfir, fóru í gær fram fjarlækningar milli Skövde í Svíþjóð og Reykjavíkur. Skoðað var í eyra, kok og nefkok sjúklings sem staddur var í Svíþjóð og hreyfimynd flutt á sýningartjald í Háskólabíói með stafrænum myndsímabúnaði, þar sem greining fór fram. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fréttastjórar Stöðvar 2 brotlegir

SIÐANEFND Blaðamannafélags Ísland hefur sent frá sér úrskurð í kærumáli Tryggva Sveinbjörnssonar, eins eiganda MM-búðanna sem nú hefur verið lokað, á hendur fréttastjóra Stöðvar 2 og fréttamannsins Eiríks Hjálmarssonar. Úrskurður nefndarinnar er sá að fréttastjórar Stöðvar 2 hafi gerst brotlegir við 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 402 orð

Friðarviðræður við leiðtoga Rauðu kmeranna

KHIEU Samphan, einn af leiðtogum Rauðu kmeranna í Kambódíu, hefur óskað eftir fundi með kambódískum embættismönnum til að binda enda á langvinnt stríð í landinu. Norodom Ranariddh prins, annar af forsætisráðherrum Kambódíu, skýrði frá þessu í gær og kvaðst þegar hafa sent embættismenn til fundar við Samphan. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fundir jafnaðarmanna á NA-landi

ÞINGMENN jafnaðarmanna þau Svanfríður Jónasdóttir og Jón Baldvin Hannibalsson verða með fundi á Norðausturlandi sem hér segir: Föstudaginn 13. júní á Þórshöfn í Þórsveri kl. 21, laugardaginn 14. júní á Raufarhöfn í félagsheimilinu kl. 10 og á Húsavík sama dag á Hótelinu (Rauða torginu) kl. 16. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Gefum þeim tíma

FORSETI bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar segir að rétt sé að gefa nýsameinuðum fyrirtækjum í bænum tíma til að skipuleggja starf sitt áður en vert sé að hafa áhyggjur af fækkun starfsmanna, er hann var inntur álits á hugsanlegum uppsögnum hjá Básafelli. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 94 orð

Grænglóandi mýs

JAPANSKIR vísindamenn hafa búið til mýs, sem verða grænglóandi þegar tilbúnu ljósi er beint að þeim, með því að breyta genum þeirra, setja í þau græn prótín úr sjálflýsandi marglyttum. Fimm slíkar mýs, sem sjást á myndinni, fæddust fyrr í vikunni á rannsóknarstofu Osaka- háskóla og vísindamennirnir sögðu þetta geta markað tímamót í rannsóknum á krabbameini og líffæraflutningum. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Guðbjörg sýnir

GUÐBJÖRG Ringsted opnar sýningu í Gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag kl. 14.00. Guðbjörg er fædd og uppalin á Akureyri en er nú búsett á Ísafirði. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild M.H.Í. 1982. Að loknu námi hefur hún aðallega unnið með dúkristur en á þessari sjöundu einkasýningu hennar vinnur hún verk sín með blandarði tækni. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 757 orð

Gæti valdið byltingu í sjúkdómsgreiningu og lyfjaprófum

Stjórnandi leynilegra líftæknirannsókna í Ástralíu, Bruce Cornwell, sagði í fréttum fyrir skömmu að nýtt nanótæki, sem er örsmár lífskynjari, gæti valdið byltingu í sjúkdómsgreiningum og lyfjaprófum auk þess sem það gæti fært Áströlum tugi milljarða í tekjur þegar fjöldaframleiðsla hefst á því eftir tvö ár. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 217 orð

Hagfræðingar hrakyrða EMU

RÚMLEGA 300 leiðandi hagfræðingar í Evrópu hafa gagnrýnt áætlanir um sameiginlega mynt ríkja í álfunni. Kemur gagnrýnin fram í opnu bréfi til leiðtoga ríkisstjórna og er krafist endurskoðunar á áætlununum þannig að ýtt verði undir hagvöxt og atvinnusköpun. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Hana-nú til Færeyja

HÓPUR Hana-nú félaga úr Kópavogi lagði af stað 10. júní sl. með Flugfélagi Íslands til Færeyja. Fyrst liggur leiðin til Klakksvíkur sem er vinabær Kópavogs en síðan mun dvalið um hríð í Þórshöfn. Ferð þessi er farin að tilhlutan Bókmenntaklúbbs Hana-nú sem löngum hefur gert víðreist í framhaldi af lestri bókmennta yfir vetrartímannn. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hátíð í Búðarkletti í Borgarnesi

120 ÁRA afmæli hússins að Brákarbraut 13 í Borgarnesi, sem nú er veitingahúsið Búðarklettur, verður haldið laugardaginn 21. júní nk. Hátíðin hefst kl. 14 með kaffihlaðborði sem stendur til kl. 17. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Helgardagskrá í Viðey

FARIÐ verður með Maríusúð úr Sundahöfn til gönguferðar um slóðir Jóns Arasonar í Viðey á laugardagsmorgun kl. 10. Kirkjugarðurinn þar hefur ekki verið vígður síðan herra Jón gerði það árið 1550. Auk þess eru nokkur örnefni í eynni tengd komu hans þangað og m.a. vísan sem hefst með orðunum "Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur". Gengið verður um þetta svæði og víðar reyndar. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Hrafn Jökulsson sýknaður af ærumeiðingum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Hrafn Jökulsson, ritstjóra Alþýðublaðsins, af kröfum ákæruvaldsins í máli sem höfðað var að kröfu Haraldar Johannessen, þáverandi forstjóra fangelsismálastofnunar ríkisins. Málið var höfðað á hendur Hrafni fyrir að birta í grein í Alþýðublaðinu 6. mars 1996 svohljóðandi ummæli: "Haraldur Johannessen er ekki fangelsismálastjóri. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 611 orð

Hvatning og upplýsingar fyrir rannsóknarfólk

ÁRLEG ráðstefna Kjettil Bruun félagsins lauk um síðustu helgi í Reykjavík. Um er ræða félagsskap einstaklinga um allan heim sem vinna við áfengisrannsóknir. Félagið er nefnt eftir Kjettil Bruun, finnskum félagsfræðingi, sem var þekktur fyrir rannsóknir á sviði áfengis- og fíkniefnamála. Félagar eru á fimmta hundrað en um 130 þátttakendur frá 26 löndum komu til landsins að þessu sinni. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 385 orð

Hvert læknisverk reiknað út

Í ATHUGUN er hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur að meta nákvæmlega kostnað á hvern sjúkling sem til meðferðar kemur á spítalanum. Yrði með því fenginn grunnur til að byggja á útreikninga vegna þjónustusamninga, kostnaðarvitund yrði efld og hægt að ná betur inn kostnaði við meðferð sjúklinga sem ekki eiga rétt í sjúkratryggingakerfinu. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Íbúar vinabæja til Akureyrar

FIMMTÍU ár eru liðin frá því að vinabæir Akureyrar á Norðurlöndunum hófu skipulegt samstarf og urðu þannig með fyrstu bæjunum sem komu á slíku samstarfi. Í ár er komið að Akureyri að standa fyrir vinabæjavikunni. Það verður því mikið um dýrðir í bænum 22.­27. júní nk. Vinabæir Akureyrar eru Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi, Ålesund í Noregi og Västerås í Svíþjóð. Meira
13. júní 1997 | Landsbyggðin | 86 orð

Í kaffi á Einbúanum

Skagaströnd-Sverrir, Rebekka og Birna notuðu kaffitímann sinn í bæjarvinnunni til að borða nestið sitt og sleikja sólina uppi á Einbúanum í blíðunni í vikunni. Einbúinn er klettadrangur fyrir ofan höfnina og í honum búa álfar að sögn. Einbúinn er friðlýstur enda eru á honum þau álög að þeim mun illa farnast sem skerðir hann á einhvern hátt. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 467 orð

Ísland gangi í hvalveiðiráðið og hefji veiðar

"ÞAÐ KOM fram í ferð sjávarútvegsráðherra til Japans seint á síðasta ári að þeir væru reiðubúnir að kaupa af okkur Íslendingum hvalaafurðir ef við gengjum í Alþjóða hvalveiðiráðið," segir Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður um þá frétt að japönsk lög banni Japönum að kaupa hvalaafurðir af öðrum þjóðum en þeim sem eru í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 657 orð

Ísland í fimmta sæti hvað varðar lífsgæðin

LÍFSGÆÐIN eru mest í Kanada, Frakklandi, Noregi, Bandaríkjunum og á Íslandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Eru þar lagðar til grundvallar lífslíkur íbúanna, meðaltekjur á mann og menntunarstig. Miðað er við tölur frá árinu 1994. Meira
13. júní 1997 | Landsbyggðin | 250 orð

Íþróttahúsið að taka á sig rétta mynd

Skagaströnd-Þeir voru hressir í sólskininu smiðirnir sem unnu að því að reisa sperrubogana í nýja íþróttahúsinu. "Það passar, hann spáði rigningu," sögðu þeir og settu upp sólgleraugun. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 154 orð

Jospin jákvæður eftir fund með Santer

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að náðst hefði árangur í viðræðum Frakka um þátttöku þeirra í myntsamstarfi Evrópusambandsríkja, EMU. Jospin átti fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem hafði í farteskinu tillögur að samræmingu fjármála- og atvinnumálastefnu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Amsterdam í byrjun næstu viku. Meira
13. júní 1997 | Miðopna | 1533 orð

Lánað verði til húsnæðiskaupa á almennum markaði

NEFND félagsmálaráðherra um breytingar á félagslega íbúðalánakerfinu var skipuð í október 1995 og í henni áttu sæti Magnús Stefánsson alþingismaður, sem var formaður nefndarinnar, Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

LEIÐRÉTTRockall 400 kmnorðvestur af Írlandi

Í FRÉTT um að Grænfriðungar hefðu tekið granítklettinn Rockall í Atlantshafi í gær sagði að hann væri úti fyrir strönd Skotlands. Rockall er um 400 km norðvestur af Írlandi. Kletturinn er um 100 m að ummáli. Bretar helguðu sér hann árið 1955 og árið 1972 reistu þeir þar vita og lýstu hann hluta af Skotlandi. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Lítil sól á nefbroddinn

ÞAÐ GLAÐNAR jafnan yfir miðbæ Reykjavíkur þegar sólin lætur á sér kræla. Þá getur enginn látið sér leiðast. Þessi unga stúlka var ein af þeim sem lét mála sig á Ingólfstorgi. Hún var einbeitt á svip. Lét sig engu skipta skarkala bæjarlífsins enda mátti hvergi út af bregða. Árangurinn var eftir því. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 160 orð

Lofa byssulög á Bretlandi

FJÖLSKYLDUR barnanna 16, sem voru skotin til bana í bænum Dunblane í Skotlandi á síðasta ári, luku í gær lofsorði á breska þingið fyrir að samþykkja lagafrumvarp um að banna allar skammbyssur. Frumvarpið var samþykkt með 384 atkvæðum gegn 181 eftir aðra umræðu á miðvikudagskvöld. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 263 orð

Læknar segja sig frá samningi Tryggingastofnunar

SÉRFRÆÐINGAR í þvagfæraskurðlækningum hafa sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins og koma uppsagnirnar til framkvæmda 1. september. Þá eru bæklunarlæknar einnig að segja upp samningnum en í báðum tilvikum eru læknarnir að segja sig frá samningnum sem einstaklingar. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 877 orð

Mannúðarástæður sagðar mæla gegn framsali Mjög dökk mynd er dregin upp af því sem beðið gæti Hanes-hjónanna, verði þau framseld

Í GREINARGERÐ verjanda Connie Jean Hanes og Donalds Hanes er því haldið fram að mannúðarástæður, að minnsta kosti að svo stöddu, mæli gegn framsali, en héraðsdómur úrskurðaði í seinustu viku að lagaskilyrðum til framsals þeirra væri fullnægt. Hanes-hjónin hafa ákveðið að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Ákæruvaldið ósamvinnufúst Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Málverk í minningu Höllu Snæbjörnsdóttur

SAMSTARFSFÓLK, vinir og ættingjar Höllu Snæbjörnsdóttur, fv. hjúkrunarstjóra Blóðbandkans, fengu Benedikt Gunnarsson, listmálara, til að mála af henni mynd sem hefur verið hengd upp í Blóðbankanum. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 256 orð

Mexíkóar atyrtir fyrir tvöfeldni

VESTRÆN ríki, sem eru áfram um að koma á alþjóðlegu banni við jarðsprengjunotkun, reyndu árangurlaust að draga andstæðinga slíks banns fram í dagsljósið í Genf í gær. Finnar hvöttu í gær allar þjóðir, sem andvígar væru banni, að gera opinberlega grein fyrir þeirri afstöðu sinni, og studdu Ástralir, Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar tillögu Finna, Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Norsk yfirvöld óvinir okkar

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., var afar þungorður í garð Norðmanna vegna töku Sigurðar VE í viðtali við norska ríkisútvarpið en það var birt í aðalfréttatíma þess á þriðjudaginn. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 485 orð

Óhagstæð gengisþróun áhyggjuefni

"SAMKVÆMT þeim upplýsingum og vísbendingum sem ég hef í dag er ekki ástæða til annars en að gera ráð fyrir því að fjölgun ferðamanna til landsins á árinu verði hliðstæð samfelldri fjölgun síðustu ára," sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Vísbendingar séu um einhverja breytingu á samsetningu markaðarins þannig að ekki sé hægt að ganga út frá hliðstæðri aukningu í tekjum og magni. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Ólafur sýnir í Sæborg

ÓLAFUR Sveinsson, myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í félagsheimilinu Sæborg í Hrísey á morgun, laugardaginn 14. júní kl. 14. Sýndar verða pastelmyndir, akrýl- og olíumálverk. Ólafur hefur lokið námi frá málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri. Hann hefur áður haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum bæði hélendis og í Danmörku. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Prestvígsla í Dómkirkjunni

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir sunnudaginn 15. júní tvo kandidata til prestþjónustu, Lilju Kirstínu Þorsteinsdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Raufarhafnarprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi og Hans Markús Hafsteinsson, sem skipaður hefur verið sóknarprestur í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Messan hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 341 orð

Punktakerfi og ökuferilsskrá

Í ÁÆTLUN um aukið umferðaröryggi sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári er stefnt að a.m.k. 20% fækkun alvarlega slasaðra í umferðinni fyrir lok ársins 2000. Meðal nýjunga er punktakerfi þar sem uppsöfnun punkta vegna umferðarlagabrota leiðir til sviptingar ökuréttar í 3 mánuði. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Safnar fyrir tækjabúnaði handa lögreglu

SVAVAR Sigurðsson, sem þekktastur er fyrir baráttu sína gegn fíkniefnum hér á landi, er staddur á Akureyri þessa dagana. Svavar er m.a. að safna fjármagni til kaupa á myndeftirlitsbúnaði til rannsóknar fíkniefnamála, fyrir rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Samið við ljósmæður

LJÓSMÆÐUR gengu frá kjarasamningi við ríkið í gærkvöldi. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara var samið um nýtt launakerfi á svipuðum kjörum og aðrir launahópar hafa samið undanfarið. Samningarnir gilda til 31. október árið 2000. Um ellefuleytið í gærkvöldi stóðu enn yfir samningaviðræður við hárgreiðslu- og hárskerasveina. Meira
13. júní 1997 | Landsbyggðin | 204 orð

Samningur þriggja sveitarfélaga frágenginn

Fáskrúðsfirði-Nýr samningur um byggingu hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfirði var undirritaður sl. laugardag á Fáskrúðsfirði af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra. Í samningnum er gert ráð fyrir að útboð á byggingunni fari fram á næstu vikum og að verklok séu ákveðin 1999 en þá er reiknað með fullbúnu húsi. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sérfræðingur frá Sotheby's til Íslands

VEGNA 50 ára afmælis COPRA hefur Soteby's ákveðið að halda sérstakt uppboð á verkum COPRA- hópsins í Amsterdam 4. mars 1998. Af því tilefni mun sérfræðingur Sotheby's í Amsterdam, Rod Sneep, verða hér á landi dagana 18. og 19. júní til að leita að verkum eftir Svavar Guðnason og aðra COPRA-menn. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Síldarskipin á heimleið

FLEST nótaskipin eru nú á landleið af síldarmiðunum en nánast engin veiði hefur verið síðustu daga. Skipin hafa síðustu sólarhringa landað slöttum og hyggjast flestir gera hlé á veiðunum uns loðnuvertíðin hefst 1. júlí. Nú eru aðeins rúm 30.000 t. eftir af úthlutuðum síldarkvóta. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sjö tonn í selalátrið

PÁLL Steingrímsson er að vinna að heimildarmynd um seli um þessar mundir. Hann náði einstökum myndum af kæpingu í vikubyrjun eftir að hafa beðið eftir tækifæri til þess í 27 daga. Hann segist ekki vita til þess að kæping hafi áður verið kvikmynduð nokkurs staðar í heiminum. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 238 orð

Skógræktartilraunir á Végeirsstöðum

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins um skógræktartilraunir á jörðinni Végeirsstöðum í Fnjóskadal í S- Þingeyjarsýslu var undirritaður í gær. Athöfnin fór fram á Végeirsstöðum en jörðin er í eigu Háskólans á Akureyri. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Skólastjóri grunnskóla

BÆJARRÁÐ ræddi á fundi sínum í gær um ráðningu skólastjóra að sameinuðum grunnskóla á Brekkunni á Akureyri. Eins og fram hefur komið var báðum umsækjendum um stöðuna hafnað á fundi bæjarstjórnar nýlega. Jakobi Björnssyni bæjarstjóra og Ingólfi Ármannssyni, sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs, var falið að vinna áfram að málinu. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 474 orð

Skólastjóri lætur af störfum eftir 41 ár

ÍÞRÓTTAKENNARASKÓLA Íslands var slitið 1. júní sl. í íþróttahúsi skólans á Laugarvatni. Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og frú voru viðstödd athöfnina ásamt íþróttafulltrúa ríkisins og stjórn Íþróttakennarafélags Íslands. Fjölmargir úr eldri árgöngum skólans voru viðstaddir athöfnina. Þar á meðal var hópur íþróttakennara sem útskrifaðist fyrir 55 árum. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sól í Sælukoti

BARNAHEIMILIÐ Sælukot í Skerjafirði er 20 ára um þessar mundir. Af því tilefni var efnt til afmælishátíðar á dögunum. Sólin lék við veislugesti, foreldra og börn, þar sem skemmtidagskrá fór fram utandyra á nýuppgerðri lóð skólans. Mikið var sungið og dansað auk þess sem farið var í fjársjóðsleit. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Stærsta sprenging á Íslandi

STARFSMENN Ístaks hf., sem vinna við fyrsta áfanga Sultartangavirkjunar, sprengdu í gærkvöldi 20 þúsund rúmmetra af jarðefnum í einni sprengingu, en það er ein stærsta sprenging sem sprengd hefur verið á Íslandi. Framkvæmdir við virkjunina eru í fullum gangi, en vinnu við fyrsta áfanga, á að ljúka í lok þessa mánaðar. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sumarhátíð varnarliðsmanna

VARNARLIÐSMENN halda árlega sumarhátíð sína laugardaginn 14. júní nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11­17. Þátttaka í þrautum og leikjum og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 121 orð

Svissneski herhnífurinn 100 ára

ÞESS var minnst í gær að hundrað ár eru liðin frá því svissneski eggjárnsmiðurinn Carl Elsener fékk einkaleyfi fyrir svissneska herhnífnum, vasaáhaldi sem er búið tveimur hnífsblöðum, dósaskera, flöskuupptakkara, tappatogara og al með gati til að nota við sauma. Síðar hafa verið framleiddar fjölmargar gerðir af þessu áhaldi þar sem m.a. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 435 orð

SVR og sundstaðir missa viðskiptavini

FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn kynntu í gær upplýsingar um hækkanir Reykjavíkurborgar síðustu þrjú ár á ýmsum útgjaldaliðum fjölskyldna og einstaklinga í Reykjavík. Þetta var gert í tilefni af nýgerðum kjarasamningum og ákvörðunar Neytendasamtakanna, ASÍ og BSRB um að fylgjast með verðlagsbreytingum. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Sýnir tvo einþáttunga í sumar

NÝR leikhópur hefur tekið til starfa á Akureyri og eru æfingar hafnar á tveimur einþáttungum eftir Valgarð Stefánsson og Örn Inga Gíslason sem jafnframt er leikstjóri. Sýningar fara fram á Renniverkstæðinu við Strandgötu og hefjast 20. júní nk. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Tólf mánaða fangelsi og sekt

HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm héraðsdóms yfir Þórði Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Bifreiðastöðvar ÞÞÞ á Akranesi, úr tíu mánaða fangelsisvist og 40 milljón króna sekt í 12 mánaða fangelsi og 50 milljón króna sekt. Níu mánuðir af refsingunni falla niður ef ákærði heldur almennt skilorð í þrjú ár. Verði 50 milljóna króna sektin ekki greidd í ríkissjóð innan fjögurra vikna kemur til 12 mánaða fangelsi. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Tólf svæðisleiðsögumenn brautskráðir

Farnar voru æfinga- og skoðunarferðir um allt kjördæmið. Í námi hinna nýju leiðsögumanna var fjallað um náttúrufar og sögu svæðisins, atvinnuhætti og mannlíf auk mikillar þjálfunar í leiðsögutækni. Námið var undir falegri umsjón Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi og styrkt af Starfsmenntasjóði og Atvinnuþróunarsjóði Norðurlands vestra. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Tvennir tónleikar á sunnudag

STÚLKNAKÓR Húsavíkur heldur tvenna tónleika sunnudaginn 15. júní, í Glerárkirkju á Akureyri kl. 16.00 og í Reykjahlíðarkirkju kl. 20.30. Efnsskrá kórsins er fjölbreytt, íslensk þjóðlög, kirkjutónlist og söngleikja- og popptónlist. Þann 17. júní heldur kórinn tónleika í Húsavíkurkirkju kl. 17. Stjórnandi kórsins er Hólmfríður S. Benediktsdóttir. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Unglingar á óhrjálegu ökutæki

LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði númeralausa bifreið með fimm piltum í skammt fyrir ofan bæinn í fyrrdag, eftir að ábendingar höfðu borist um að ekki væri allt með felldu um akstur þeirra og ökutækið. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 572 orð

Unnið að bættu öryggi baðgesta

Á SÍÐASTA ári komu um eitt hundrað og fimmtíu þúsund manns í Bláa lónið og búist er við 5-7% aukningu í ár. Aðstæður við lónið eru ekki hefðbundnar fyrir sundstaði landsmanna og eftir banaslys í lóninu utan baðtíma í vor komu fram kröfur um úrbætur í öryggismálum. Anna G. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Úrslit kynnt á sunnudag

ÚRSLIT í hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Naustahverfis á Akureyri verða kunngerð á sunndag og um leið opnuð sýning á tillögunum í Listasafninu í Grófargili. Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti að efna til forvals vegna skipulagsins og í kjölfarið voru fimm vinnustofur valdar til þátttöku. Naustahverfi er framtíðarbyggingarland bæjarins, suður frá núverandi byggð að Kjarnaskógi. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Verðlækkun á Opel Astra

BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Opel á Íslandi, náðu hagstæðum samningum við Opel-verksmiðjuna í Þýskalandi og hefur undanfarna daga boðið Astra-bíla með 1.400 rúmsentimetra vélum með allt að 111.000 króna verðlækkun. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Verkfall 21. júní

FÉLAGSFUNDUR í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni, hefur samþykkt með 90% greiddra atkvæða að boða til verkfalls 21. júní nk. 155 voru á kjörskrá en 96 greiddu atkvæði. Þar af sögðu 86 já en 9 sögðu nei, einn seðill var auður. Að sögn Óskars Stefánssonar, formanns Sleipnis, hittast deiluaðilar á fundi hjá sáttasemjara í dag. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Verkfall boðað á sjúkrahúsinu

VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur boðað verkfall hjá Sjúkrahúsi Þingeyinga og Heilsugæslu Húsavíkur 22. júní nk. Tillaga um verkfallsboðun var samþykkt með 90,4% atkvæða. Kjörsókn var 80%. Verkfallsboðunin nær til 65 starfsmanna sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar sem starfa í þvottahúsi, eldhúsi og ræstingu. Ennfremur nær það til gangastúlkna. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 340 orð

Vilja ræða ESB-aðild

Í YFIRLÝSINGU, sem forsætisráðherrar Eystrasaltslandanna gáfu út í gær, segjast þeir tilbúnir til að hefja viðræður um aðild ríkjanna að Evrópusambandinu, ESB, en stækkun sambandsins verður undirbúin á leiðtogafundi ESB-ríkjanna í Amsterdam í næstu viku. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 310 orð

Vilja úthýsa "flóttamönnum"

DEILUR hafa vaknað í Noregi vegna aðgerða norskra stjórnvalda gegn innflytjendum sem þau segja að hafi villt á sér heimildir við komuna til landsins. Meðal fólksins eru fjölmörg börn sem fædd eru í Noregi og fólk sem búið hefur í landinu í allt að 13 ár. Meira
13. júní 1997 | Erlendar fréttir | 528 orð

Vinnum að því að útrýma fátækt

ERLING Dessau er danskur hagfræðingur sem hefur starfað á vegum Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna um árabil, bæði í Asíu og Afríku. Hann er nú staddur hér á landi í tilefni af útgáfu nýrrar skýslu um framþróun í heiminum. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Yfirlýsing frá Pósti og síma

MORUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Póstur og sími harmar þau óþægingi sem Bifreiðastjórafélagið Sleipnir varð fyrir vegna þess að skeyti sem þeir sendu VSÍ var borið út tíu mínútum eftir að skrifstofa samtakanna lokaði. Hins vegar hefði mátt komast hjá óþægindum hefði Sleipnir beðið um hraðskeyti í stað venjulegra símskeyta. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 364 orð

Þjóðhöfðingjar Norður- landa viðstaddir hátíðina

FYRIR sex hundruðum árum sameinuðust Norðurlöndin í fyrsta og eina skiptið, þegar Eiríkur 7. af Pommern var krýndur í Kalmar og Kalmarsambandið stofnað. Þessa sögufræga atburðar verður minnst í Kalmar 14. og 15. júní að viðstöddum öllum þjóðhöfðingjum Norðurlanda og þá einnig Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Meira
13. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Þúsundir nemenda við náttúruskoðun

Selfossi-Á síðustu 15 árum hefur Landvernd staðið fyrir öflugu fræðslustarfi í Alviðru. Byggð hefur verið upp miðstöð í umhverfisfræðum og þúsundir nemenda af öllum skólastigum hafa dvalist í Alviðru einn eða fleiri daga við náttúruskoðun og útivist. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ættarmót í Grímsnesi

AFKOMENDUR Vilhjálms Stefánssonar frá Suður-Koti, Grímsnesi, f. 1888 og Sigríðar Júlíönu Wíum Hansdóttur, f. 1878, og seinni konu Vilhjálms, Önnu Knútsen, koma saman um helgina 21. og 22. júní nk. í Grímsnesi, Árnessýslu. Búist er við fjölmenni enda eru afkomendur margir úr 4 ættliðum. Meira
13. júní 1997 | Landsbyggðin | 165 orð

Öflugt skátastarf í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Skátafélagið Hólmverjar í Stykkishólmi hefur starfað af krafti í vetur. Miðvikudaginn 4. júní var samkoma í Stykkishólmi þar sem 18 nýliðar voru vígðir inn í Skátafélagið. Einnig voru eldri félögum veittar vörður. Í vetur hefur starfsemin farið fram í grunnskólanum en nú hefur Stykkishólmsbær útvegað félaginu eigið húsnæði. Meira
13. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Öllum áhugasömum heimil þátttaka

Í TILEFNI 80 ára skátastarfs á Akureyri heldur Skátafélagið Klakkur Jónsmessumót í Kjarnaskógi helgina 20.­22. júní nk., undir kjörorðinu; Skáti í eina helgi. Þátttaka er opin öllum skátum en nú bjóða skátar einnig öðrum þeim er áhuga hafa fyrir skátastarfi að gerast þátttakendur. Meira
13. júní 1997 | Innlendar fréttir | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

13. júní 1997 | Leiðarar | 573 orð

ÁKVÖRÐUN UM TÓNLISTARHÚS

leiðari ÁKVÖRÐUN UM TÓNLISTARHÚS KRIÐUR er að komast á áralangar áætlanir um byggingu tónlistarhúss í höfuðborginni og hefur sérstök nefnd skilað menntamálaráðherra áliti um verkefnið. Þar kemur fram, að kostnaðar við tónlistarhús er áætlaður að lágmarki um 1.550 milljónir króna og er þá miðað við, að tveir salir verði í því, annar fyrir 1. Meira
13. júní 1997 | Staksteinar | 274 orð

Ef ekki, hvað þá?

LEIÐARAHÖFUNDUR Dags-Tímans gerir Sigurðarmál við Norðmenn að umræðuefni á miðvikudag og ber leiðarinn fyrirsögnina "Ef ekki, hvað þá?" BLAÐIÐ segir: "Samskipti Norðmanna og Íslendinga komust á nýtt og verra stig þegar forsætisráðherra opnaði gáttirnar í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld. Nóg hafði þegar verið sagt til að undirstrika óánægju Íslendinga með töku Sigurðar VE. Meira

Menning

13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 54 orð

Allt á fullu!

SÖNGKONAN Madonna er önnum kafin þessa dagana. Auk þess að hugsa um barn og bú þá er hún að semja lög fyrir nýju plötuna sína. Það fylgir ekki sögunni hvort eitthvað af nýju lögunum eru vögguvísur tileinkaðar afkvæminu. ÞRÁTT fyrir annir sá Madonna sér fært að mæta í afmæli vinar síns. Meira
13. júní 1997 | Tónlist | 394 orð

Á blíðu nótunum

Einar Kristján Einarsson flutti verk eftir Villa-Lobos, Ponce og Tárrega. Þriðjudagurinn 9. júní, 1997. TÓNSTÍLL er sérkennilegt fyrirbæri og fyrir utan stærri stíl- tímabilin, barokk, klassík, rómantík og modernisma, hafa komið fram stílfyrirbæri, sem tengjast ákveðnum hljóðfærum og smíðaþróun þeirra. Þar má nefna orgelið, fiðluna, píanóið og síðar blásturshljóðfærin. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 872 orð

Bein tengsl milli ljóðafunda í Reykjavík og Chicago

FYRIRHUGAÐ er að koma á beinum tengslum milli ljóðafunda á kaffihúsum í Reykjavík og Chicago í haust í gegnum skjáfundakerfi sem gengur yfir alnetið, að því er fram kemur í máli Birgittu Jónsdóttur stjórnanda Telepoetics á Íslandi, sem hefur umsjón með verkefninu. Meira
13. júní 1997 | Kvikmyndir | 360 orð

Besson horfir inn í framtíðina

NÝJASTA mynd Luc Besson "Le cinquieme élément" gerist í framtíðinni. Kvikmyndaleikstjórinn franski fékk hugmyndina að myndinni fyrir meira en tuttugu árum þegar hann var unglingur. Söguþráðurinn er einfaldur, góð öfl berjast við vond og hetjan bjargar öllum í lokin, en umgjörðin er allt annað en einföld og kostnaður myndarinnar fór upp í 90 milljónir Bandaríkjadollara. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 37 orð

Breyttur stíll

LEIK- og söngkonan Courtney Love hefur heldur betur breytt um stíl. Nú er hún ávallt í glæsikjólum þegar hún sýnir sig á samkundum. Um daginn mætti hún á góðgerðasamkomu klædd þessum kjól frá hönnuðinum Versace. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 142 orð

Ducruet opinberar sig í bók til Stefaníu

DANIEL Ducruet, fyrrverandi eiginmaður Stefaníu Mónakóprinsessu, hefur skrifað og gefið út bók sem ber heitið Bréf til Stefaníu. Bókin er þrungin tilfinningum og fjálglegum ástarjátningum lífvarðarins fyrrverandi til prinsessunnar, jafnframt því að vera dramatísk tilraun til að réttlæta framhjáhald hans með nektardansmeynni Fili Houtman. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 617 orð

Ekki sjálfsagt að tungan lifi

VIGDÍSI Finnbogadóttur var á miðvikudaginn afhent viðurkenning Málræktarsjóðs "fyrir öflugan stuðning við málrækt í æðsta embætti þjóðarinnar", eins og Guðmundur Magnússon, stjórnarformaður sjóðsins sagði í ræðu við afhendinguna. Vigdís sagði í samtali við Morgunblaðið að viðurkenningin hefði mikla þýðingu fyrir sig. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Erting við beinið á Tuttugu fermetrum

BJARNI Sigurbjörnsson myndlistarmaður opnar sýninguna Ertingu við beinið laugardaginn 14. júní kl. 16, í Tuttugu fermetrum á Vesturgötu 10a, í kjallara. Þetta er sjötta einkasýning Bjarna. Sýndar verða nokkrar fagurfræðilegar ertingar af tilvonandi arftaka homo sapiens, eins og hann þekkist nú um stundir. Meira
13. júní 1997 | Kvikmyndir | 111 orð

Fangaflugið hefst

SPENNUMYNDIN Fangaflugið, eða "Con Air" náði fyrsta sæti bandaríska aðsóknarlistans þegar hún var frumsýnd um helgina. Aðeins ein önnur ný mynd náði inn á topp tíu, "Buddy" og að öðru leyti var lítið um tíðindi. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Félag leiðsögumanna 25 ára

FÉLAG leiðsögumanna hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Kaffi Reykjavík um helgina. Magnús Oddsson ferðamálastjóri flutti ávarp og margir aðrir, meðal annarra Þórarna Jónasdóttir formaður félagsins, kvöddu sér hljóðs afmælisbarninu til heiðurs. Birna G. Bjarnleifsdóttir var gerð að heiðursfélaga og Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur hélt uppi góðri stemmningu. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 202 orð

Fimmta frumefnið frumsýnd

SKÍFAN ehf. kynnir kvikmyndina Fimmta frumefnið eða "The Fifth Element" sem frumsýnd verður í Regnboganum, Háskólabíói, Sambíóunum, Álfabakka og Borgarbíói á Akureyri. Á fimm þsúnd ára fresti opnast hlið milli heimanna. Öðru megin er heimurinn okkar ásamt öllu sínu fjölbreytta lífi. Hinu megin er efni sem ekki er gert af þessari jörðu og ógnar öllu lífi okkar. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Fjórða barnið á leiðinni!

HJÓNAKORNIN Jerry Hall og Mick Jagger eiga von á sínu fjórða barni. Þau eru himinlifandi yfir tíðindunum en barnið er væntanlegt í desember. Það hefur verið haft eftir Jerry Hall að móðurhlutverkið sé henni mikilvægast í lífinu. "Ég vil miklu frekar vera súpermamma en súpermódel. Ég var alin upp í stórri fjölskyldu og dreymdi alltaf um að eignast sem flest börn. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Ford forðaðist herskyldu

HARRISON gamli Ford, sem hefur barist við margt illmennið á hvíta tjaldinu, var ekki jafn iðinn við kolann þegar kom að herþjónustu. Hann viðurkennir, í nýju viðtali við tímaritið Movieline, að hafa komist með klækjum hjá því að þurfa að berjast í Víetnam­stríðinu. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 35 orð

Fyrstu útitónleikarnir

HITT húsið stóð fyrir fyrstu síðdegistónleikum sínum utanhúss þetta árið á föstudaginn fyrir viku. Hljómsveitirnar Botnleðja og Quarashi héldu hita á áhorfendum í norðankalsanum á Ingólfstorgi. Hér sjáum við Quarashi á sviði. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 49 orð

Gengur betur næst

SÖNGKONAN Gloria Estefan náði ekki að syngja sigur í sína menn í bandaríska körfuboltanum. Liðið hennar, Heat, fékk hana til að syngja þjóðsönginn fyrir leik gegn Chicago Bulls. Þrátt fyrir þessa tilraun til að gera Gloriu að heilladís liðsins tapaði Heat. GLORIA klæddist búningi sinna manna. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Gjörningur í Gerðubergi

GJÖRNINGAKLÚBBURINN opnar sýningu í Gerðubergi á morgun, laugardag kl. 14. Gjörningaklúbbinn skipa Jóní Jónsdóttir, Dóra Ísleifsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Þær útskrifuðust allar frá Myndlista­ og handíðaskóla Íslands á síðastliðnu ári úr skúlptúr, grafík og grafískri hönnun. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Góðir félagar

ÞAÐ fór vel á með söngvurunum og sálufélögunum Maxwell og Stevie Wonder í gleðskap sem sá fyrrnefndi hélt á dögunum. Tilefnið gleðskaparins var að plata Maxwells, Maxwell's Urban Hang Suite, hefur náð platínusölu. Það er ekki illa af sér vikið fyrir fyrstu plötu. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Heillandi Reykjavík

Heillandi Reykjavík BANDARÍSKA tímaritið Outside­ þekkt og virt meðal útivistarmanna í Norður-Ameríku og víðar - útnefndi Reykjavík eina af 10 mest heillandi borgum jarðarkúlunnar í júnítölublaði sínu. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 269 orð

Hitað upp fyrir Svíþjóðarferð

Hitað upp fyrir Svíþjóðarferð TÓNLISTARSAMBAND alþýðu heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 15. júní nk. kl. 20.30. Þar verður flutt sama efnisskrá ogflutt verður á norrænu tónlistarmóti í Uddevalla í Svíþjóð síðar í sumar. Dagana 30. júní til 5. júlí verður í Uddevalla í Svíþjóð haldið norrænt tónlistarmót með þátttöku um 5. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Hraði og spenna

FRÁ 17 ára aldri hefur Arlo Eisenberg eytt öllum frítíma sínum á hjólaskautum. Í dag er hann 23 ára og ekkert á leiðinni að breyta til. "Jafnvel þegar Arlo var lítill vildi hann komast hraðar en aðrir," segir móðir hans. Arlo rekur fyrirtækið Senate, sem sérhæfir sig í útbúnaði fyrir skautakappa, ásamt félaga sínum. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Hvellur í Háskólabíói

SÍ, undir stjórn Arnolds Östmans, og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari fluttu þætti úr ýmsum óperum. Fimmtudagurinn 12. júní 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á forleiknum fræga við Brúðkaup Fígarós, eftir meistara Mozart og lék hljómsveitin, undir stjórn Arnolds Östmans, þennan fjöruga forleik frábærlega vel. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 36 orð

Jasstónleikar á Álftanesi

DJASSKVINTETT Carls Möller heldur djasstónleika í hátíðasal íþróttahússins á Álftanesi mánudaginn 16. júní kl. 21.30. Kvintettinn skipa auk Carls, Árni Scheving bassaleikari, Guðmundur Steingrímsson, trommuleikari, Stefán Ómar Jakobsson, básúnuleikari og Þórður Árnason, gítarleikari. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Klukkan tifar

Í TILEFNI af 70 ára afmæli Úrsmiðafélags Íslands á árinu verður opnuð sýningin Klukkan tifar í húsinu Þingholtsstræti 9, sunnudaginn 15. júní kl. 14. Þar verða til sýnis ýmsir munir sem tengjast úrsmíði, m.a. gamlar eldhúsklukkur, Borgundarhólmsklukkur og úrasöfn. Úrsmiður verður þar að störfum, sem og alla sunnudaga í sumar. Dagskráin hefst í Lækjargötu 4. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 103 orð

LasseS frá Sørvági sýnir á Akranesi

LASSES frá Sørvági í Færeyjum opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, laugardaginn 14. júní. LasseS er fæddur í Danmörku árið 1935 en hefur búið í Færeyjum síðan 1960, þar sem hann hefur síðan eingöngu unnið að list sinni, en hann er bæði myndlistarmaður og rithöfundur, segir í kynningu frá Kirkjuhvoli. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 87 orð

Lúðraþytur í Laugarneskirkju

Lúðraþytur í Laugarneskirkju MÁLMBLÁSARAHÓPURINN Serpent heldur tónleika í Laugarneskirkju á morgun, laugardag kl. 14. Serpent­hópurinn samanstendur af PIP­kvintettinum auk gesta. Einleikarar á tónleikunum eru Emil Friðfinnsson hornleikari og David Bobroff bassabásúnuleikari. Meira
13. júní 1997 | Kvikmyndir | 85 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Vélrænir böðlar (Cyber Trackers) Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate) Þrumurnar (Rolling Thunder) Glæpastundin (Crime Time) Aftökulistinn Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 178 orð

Ný norsk tónverk flutt í Norræna húsinu

TÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu sunnudaginn 15. júní kl. 20.30. Kristin Høiseth Rustad sópransöngkona og Knut Anders Vestad, tónskáld og píanóleikari, flytja tvö verk eftir Knut Anders Vestad, Missa Brevis op. 11, (samið 1993) og The Meridian under Atlantis (samið 1996) við texta eftir Bodvar Schjelderup. Meira
13. júní 1997 | Kvikmyndir | 162 orð

Radar í M*A*S*H

GARY Burghoff er kannski ekki nafn sem margir þekkja en ef minnst er á Radar O'Reily í "M*A*S*H" átta sig örugglega flestir á leikaranum. Burghoff er sviðsleikari sem sló í gegn í söngleiknum "You're a Good Man, Charlie Brown". Hann lék á sviði bæði í New York og Los Angeles, og stefndi alls ekki á kvikmyndaferil þegar honum var boðið að leika í kvikmynd Roberts Altmans. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 233 orð

Rödd fólksins

BALDUR Trausti Hreinsson, leikari stendur á þrítugu og er nýútskrifaður frá Leiklistarskóla Íslands. Lokaverkefnið var Að eilífu eftir Árna Ibsen sem sýnt var í Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru nú í vor. "Það kom í ljós um páskana, að ég skyldi taka þátt í Evítu. Mér var boðið þetta hlutverk og fór í prufu. Það kom jákvætt út og ég fékk þetta. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Síðasta sýningarhelgi Ninu Kerola

SÝNINGU finnsku listakonunnar Ninu Kerola í Gallerí Listakoti lýkur á morgun, laugardag. Nina sýnir 12 grafíkmyndir, bæði ætingar og silkiþrykk og notar hún ljósmyndir sem innlegg í myndverkin. Gallerí Listakot á Laugavegi 70 er opið 10­18 virka daga og á laugardögum er opið 10­16. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 371 orð

Steindir gluggar í Víkurkirkju

GLERLISTAKONAN Hrafnhildur Ágústsdóttir hefur gert steinda glugga í Víkurkirkju en þeir eru gjöf til minningar um Laufeyju Halgadóttur frá Vík í Mýrdal frá eiginmanni hennar, Hermanni Guðjónssyni, og börnum þeirra, Guðríði og Gústaf. Verða gluggarnir vígðir á sunnudaginn. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 218 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Kung fú-kappinn í Beverly Hills

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á grínmyndinni Kung fú-kappinn í Beverly Hills eða "Beverly Hills Ninja". Með aðalhlutverk fara Chris Farley, Nicolette Sheridan, Robin Shou og Soon-Tek Oh. Leikstjóri er Dennis Dugan. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 105 orð

Sungið af innlifun

GRÍNARINN góðkunni Jim Carrey dvaldist á hóteli í L.A. um daginn. Ástæðan var sú að verið var að gera upp hús hans og konu hans Lauren Holly. Eitt kvöldið meðan á dvölinni stóð skellti hann sér á barinn. Það væri varla í frásögur færandi ef barförin hefði ekki endað með því að söngvarinn hóf upp raust sína og söng síðan við píanóleik langt fram á nótt. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 22 orð

Súpermódel og mamma hennar

Súpermódel og mamma hennar TYRA Banks var kosin súpermódel ársins á dögunum. Hún mætti til athafnarinnar með móður sinni, Carolyn London. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 140 orð

Tónleikar fyrir þýsk-franska sjónvarpsstöð

ÚTVARPSSTÖÐ XNet-fyrirtækisins, Kosmos, stendur fyrir tónleikum á Gauki á Stöng sunnudagskvöldið kl. 22. Upptökumenn frá sjónvarpsstöðinni Art Channel, sem er á vegum þýska og franska ríkissjónvarpsins, verður á staðnum og tekur tónleikana upp. Valdir hlutar þeirra verða í þætti sem stöðin hyggst gera um menningarlíf Íslendinga. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Útskrifuð - að eilífu

LEIKKONAN Robin Tunney sem lék í myndinni The Craftætlar aldrei aftur að setjast á skólabekk i kvikmynd. Hún er samt ánægð með myndina og viðbrögð við henni. "Stelpur höfðu gaman af þessari mynd," segir Robin "hún gerði líf þeirra þolanlegra, rétt eins og Molly Ringwald gerði líf mitt þolanlegra þegar ég var unglingur. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 192 orð

Þrír listamenn opna sýningar í Gerðarsafni

Í LISTASAFNI Kópavogs, Gerðarsafni, opna þrír myndlistarmenn sýningar laugardaginn 14. júní kl. 15. Íris Elfa Friðriksdóttir vinnur verk sín í steypu, auk þess sem hún notar blúndur, perlur og flísar í verk sín. Þessi sýning er í beinu framhaldi af síðustu einkasýningu hennar í Galleríi Sævars Karls á síðasta ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 12­18. Meira
13. júní 1997 | Fólk í fréttum | 71 orð

Ævisaga Isabellu

ISABELLA Rossellini hefur lengi verið í sviðsljósinu. Nú beinist kastljósið að henni vegna væntanlegrar sjálfsævisögu. Í henni kemur m.a. fram að besti tími í lífi hennar hafi verið við tökur á myndinni Blue Velvet árið 1985. Hún sér mest eftir því að hafa ekki hafið fyrirsætustörf fyrr. Lykilinn að hamingju telur hún vera góða heilsu og slæmt minni. Meira
13. júní 1997 | Menningarlíf | 890 orð

Öll Argentína Söngleikurinn Evíta eftir Andrew Lloyd Webber verður frumsýndur á mánudagskvöldið í íslensku óperunni. Ástir

ÞEGAR líf raunverulegs fólks verður efniviður skálda í sögum, kvikmyndum eða söngleikjum vakna ætíð efasemdaraddir þeirra sem telja að ekki sé farið rétt með staðreyndir eða tímaröð frásagnareininga. Meira

Umræðan

13. júní 1997 | Aðsent efni | 495 orð

Bakreikningar vegna Áburðarverksmiðjunnar

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn hafa sýnt sitt rétta andlit í atvinnumálum höfuðborgarinnar. Þeir setja kreddutrú markaðslögmálanna ofar hagsmunum fólksins í Áburðarverksmiðjunni og fjölskyldna þeirra, sem eiga yfir höfði sér atvinnumissi verði Áburðarverksmiðjan lögð niður. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 660 orð

Beit í skóglendi

UM ÞETTA leyti árs sofa garðyrkjustjórar illa, einkum ef vel viðrar, sól skín í heiði og ungir og aldnir labba sér út í góða veðrið. Ástæðan er að sjálfsögðu óttinn við sinubruna. Hættan er mest í skóglendi sem ræktað hefur verið með ærnum tilkostnaði og erfiði. Þó að plantað sé í rýrt og illa gróið land eykst lággróður smátt og smátt, mosi og gras. Meira
13. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 852 orð

Frá húsmóður til húsmóður

"MEGI Kristur vaka yfir þjóð okkar og gefa henni sanna trú." Undir þessi orð mín vil ég heilshugar taka. Og í þeim anda vil ég koma athugasemdum mínum við skrifum þínum frá fyrsta sumardegi sl. á framfæri við þig og aðra. Mér finnst nefnilega, að við verðum að viðurkenna ýmislegt, ef við eigum að geta kennt okkur við Krist með fullum sanni. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 1028 orð

Hagfræðinganefndin frá 1946

Á SVONEFNDU sagnaþingi, sem lauk um sl. mánaðamót, hafa samkvæmt blaðagreinum sem ég hefi lesið um störf þingsins farið fram fróðlegar umræður, m.a. um hagstjórn hér á landi frá því að Ísland varð fullvalda ríki 1918. Meira
13. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 515 orð

Hellasarhópurinn: skáldafélag

NÝLEGA gekkst undirritaður fyrir stofnun Hellasarhópsins: skáldafélags í Rithöfundasambandi Íslands, er skyldi innihalda þá sem hefðu vitnað mikið í forn-grískar bókmenntir í ljóðum sínum. Er meiningin að þessi skáldahópur haldi nú upplestra árlega undir þessum sameiginlegu formerkjum. En til þessa hóps teljast nú, auk undirritaðs: Gunnar Dal, Sigurður A. Magnússon og Kristján Árnason. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 332 orð

Hlaupið gegn beinþynningu

BEINÞYNNING er heilbrigðisvandamál sem æ fleiri þjást af og er jafnvel talað um farsótt tuttugustu og fyrstu aldarinnar í því sambandi. Beinþynning er þögull sjúkdómur sem gerir ekki vart við sig fyrr en beinbrot hlýst af. Gera má ráð fyrir að minnsta kosti önnur hver kona sem náð hefur fimmtugsaldri eigi eftir að hljóta eitt eða fleiri brot af völdum beinþynningar. Meira
13. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 158 orð

Opið bréf til umboðsmanns Alþingis

ÞANNIG er mál lagað, að tekið var lán að upphæð kr. 135.000 árið 1982 hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Í 15 ár er búið að greiða í afborganir kr. 5.000 á ári en í vexti og verðbætur 75.000. Eftirstöðvar eru í dag kr. 532.000. Þetta er lán til 25 ára. Eftir er að greiða sömu fjárhæð næstu 10 ár nema komi líka vextir og verðbætur ofan á vexti og verðbætur. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 1165 orð

Sjálfsvíg og þjóðkirkjan

Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur til trúar- og siðfræðikennslu í eldri bekkjum grunnskóla og að hún verði eitt af kjarnafögum framhaldsskólanna til að sporna gegn sjálfsvígum ungmenna. En vitanlega er í rauninni einkum átt við kristindóms- eða biblíufræðslu. Álit nefndarinnar, er komið hefur út í litlu kveri, hlýtur að mega túlka sem "opinbert viðhorf" kirkjunnar til sjálfsvíga. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 673 orð

Stúlkur þurfa einnig fyrirmyndir í íþróttum

KVENNAHLAUPSDAGUR ÍSÍ er einn mesti sameiningardagur kvenna um allt Ísland. Konur, ungar sem eldri, grannkonur, svilkonur, mágkonur, vinkonur og jafnvel óvinkonur hlaupa saman í Kvennahlaupi ÍSÍ. Allar eiga þessar konur það sameiginlegt að vilja stunda íþróttir og jafnframt vekja athygli á mikilvægi íþrótta fyrir konur. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 830 orð

Vandi ríkisrekstrar og skattheimtu

Í SÍÐUSTU viku, nánar tiltekið 3. júní, var skattadagurinn í ár. Við Heimdellingar höfum haldið upp á þennan dag í nokkur ár, en gerum nú sem fyrr með nokkuð blendnum tilfinningum. Ástæðan er sú að þótt við fögnum því að fólk þurfi ekki að vinna lengur fyrir hið opinbera, hryggir það okkur að þessi dagur skuli ekki vera fyrr á árinu. Meira
13. júní 1997 | Aðsent efni | 622 orð

Verðlaun eða viðurlög?

Á INNKAUPARÁÐSTEFNU 1997 talaði undirritaður um áhrif opinberra innkaupa á atvinnulífið. Meðal annars fjallaði ég í erindi mínu um val á verktökum og benti á þá staðreynd að Vegagerð ríkisins taldi sig ekki getað hafnað tilboði frá aðila sem í ótal tilvikum hafði brotið reglur um þungaskatt. Vegna þessa lá við uppþoti sl. Meira

Minningargreinar

13. júní 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Ása Petersen

Elsku amma mín. Allt í einu varstu farin. Einn daginn varstu hér hjá okkur en farin þann næsta. þetta gerðist allt svo skyndilega að ég hef ekki náð að átta mig á þessu ennþá. Þetta er svo óraunverulegt. Dauðinn er sársaukafullur og það er erfitt að sleppa þeim sem manni þykir vænt um. En ég veit að þér líður vel núna vegna þess að þú ert komin til Thors frænda. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 122 orð

ÁSA PETERSEN

ÁSA PETERSEN Ása Jóns Petersen fæddist í Reykjavík 28. maí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Bárðarson klæðskeri, f. 4.10. 1878, d. 3.2. 1949, og Guðrún Ásmundsdóttir, f. 7.4. 1887, d. 21.5.1954. Systkini Ásu voru þau Jón Jónsson skipherra, f. 26.2. 1909, d. 1.6. 1970, og Gyða Stadil, f. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 633 orð

Ásta Sigurbjarna

Ásta frænka okkar Sigurbjarna er fallin frá og vantaði þá tæpa viku í 98. aldursárið. Það er því löng dagleið að baki sem í bókstaflegri merkingu spannar alla tuttugustu öldina. Fyrir tölvukynslóðina er það a.m.k. áhrifamikið að hugsa til þess, að árið sem Ásta fæddist voru þjóðflutningarnir til Vesturheims enn í fullum gangi í kjölfar harðinda- og hafísáranna. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 772 orð

Ásta Sigurbjarnadóttir

Það er ekki aðeins vandasamt, heldur nánast ómögulegt að skrifa minningargrein um konu eins og Ástu Sigurbjarna, eigi að gera ævi hennar full skil, en engu að síður er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar frænku minnar að henni látinni. Ásta fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð og bjó þar fyrstu tvö ár ævinnar með foreldrum sínum en faðir hennar var faktor hjá R.P. Riis kaupmanni. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 178 orð

ÁSTA SIGURBJARNADÓTTIR

ÁSTA SIGURBJARNADÓTTIR Ásta Sigurbjarnadóttir fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 11. júní 1899. Hún lést á vistheimilinu Skjóli hinn 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Soffía Guðrún Jónsdóttir, fædd 1873, dáin 1960, og Sigurbjarni Jóhannesson, faktor, fæddur 1866, dáinn 1947. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 232 orð

Guðmundur M. Þórðarson

Okkur langar með þessum línum að minnast Guðmundar M. Þórðarsonar, vinar okkar. Í rúman áratug kom Guðmundur bryti, eins og hann var kallaður, á nánast hverjum laugardagsmorgni klukkan 10, í kaffisopa og spjall til okkar á Hjólbarðaviðgerðir Vesturbæjar. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON Guðmundur Marteinn Þórðarson fæddist í Gerðum í Garði 9. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 1.

GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON Guðmundur Marteinn Þórðarson fæddist í Gerðum í Garði 9. febrúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 1. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 11. júní. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Magnús Kristjánsson

Við andlát tengdaföður míns langar mig að skrifa nokkur orð í minningu hans. Mér er minnisstætt hve feimin ég var er ég hitti Magnús í fyrsta sinn, þá tæplega sextán ára gömul. Sú feimni var ástæðulaus því þægilegri mann í viðkynningu og viðmóti er vart hægt að hugsa sér. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Magnús Kristjánsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast Magnúsar Kristjánssonar tollvarðar. Ég átti því láni að fagna að vera með honum í leik og starfi um árabil. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég var barn að aldri og fór fyrst að æfa íþróttir, en þá hitti ég fyrir sundþjálfarann Magnús Kristjánsson, en hjá Sundfélagi Akraness vann Magnús sem víða annars staðar óeigingjarnt starf. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 312 orð

MAGNÚS KRISTJÁNSSON

MAGNÚS KRISTJÁNSSON Magnús Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 22. nóvember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, f. 1.6. 1870 á Lambastöðum í Garði, málari í Reykjavík, d. 5.10. 1946, og Kristín Þorkelsdóttir, f. 8.8. 1891 í Káravík á Seltjarnarnesi, húsmóðir, d. 9.12. 1982. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 93 orð

Magnús Kristjánsson Elskulegur afi minn hann Magnús var mjög góður afi. Mér finnst svo leiðinlegt hvað hann var mikið veikur

Elskulegur afi minn hann Magnús var mjög góður afi. Mér finnst svo leiðinlegt hvað hann var mikið veikur áður en hann dó. En nú er ég fegin að honum líður vel hjá Guði. Mér fannst gaman að fara með honum í sund og bíltúr og það var líka gaman að fara með honum á Selfoss og í Hveragerði. Þegar afi kom til Reykjavíkur fékk hann að sofa í rúminu mínu og hann spilaði oft við mig fiskaspilið mitt. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 848 orð

Páll Ragnar Ólafsson

Páll Ragnar Ólafsson loftskeytamaður úr Hafnarfirði er látinn 72ja ára að aldri eftir fremur stutta en þó erfiða sjúkdómslegu. Ég held að ég hafi verið átta ára gamall þegar ég sá Palla í Hafnarfirði í fyrsta sinn, en hann mun þá hafa verið rétt rúmlega tvítugur að aldri. Hann hafði verið að vinna inní Hvalfirði en einhverra hluta vegna vandi hann komur sínar æ oftar niður á Akranes. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Páll Ragnar Ólafsson

Nú ert þú horfinn. Þú varst svo stór og svo sterkur, en þó svo meyr og viðkvæmur. Í hjarta þínu varstu "bóhem". Þú unnir ljóðum, myndlist og góðum bókum og sóttist eftir því sem fagurt er. Þú gafst börnunum þínum fagra hluti og kenndir þeim að meta listina. Þú varst líka söngelskur og hafðir góða söngrödd. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Páll Ragnar Ólafsson

Elsku afi. Þú,þessi stóri sterki, höfuð fjölskyldunnar, það er erfitt að ímynda sér þennan heim án þín. Við áttum öll okkar stundir með þér og leituðum til þín hvert með sín hugðarefni hvort heldur var á bóklega eða verklega sviðinu, alltaf tókst þér að bjarga málunum. Þú kastaðir aldrei höndunum til neins og öll þín vinna var 100 prósent. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 316 orð

PÁLL RAGNAR ÓLAFSSON

PÁLL RAGNAR ÓLAFSSON Páll Ragnar Ólafsson fæddist í Hafnarfirði 22. febrúar 1925. Hann lést 2. júní síðastliðinn á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Pálína M. Pálsdóttir, f. í Grindavík 29. maí 1898, d. 3. jan. 1977, og Ólafur Ragnar Björnsson vörubifreiðarstjóri í Hafnarfirði f. á Akureyri 22. apríl 1899, d. 27. ágúst 1961. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Sigurður Hilmar Hilmarsson

Elsku afi minn. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þegar ég lít til baka er margs að minnast. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar þú og amma komuð alltaf í morgunkaffi. Á slaginu hálftólf heyrðist í bílnum rúlla niður Þórustíginn. Um leið og ég heyrði í bílnum faldi ég mig alltaf inni í stofu og kallaði hó þegar þið voruð komin inn fyrir skörina. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 658 orð

Sigurður Hilmar Hilmarsson

"Ég kem bráðum til þín," er setning sem að ég gleymi seint. Þetta voru síðustu orðin sem afi mælti til ömmu þegar hún var greftruð fyrir þremur og hálfu ári. Hann hafði verið heilsuveill og ekki alveg eins og hann átti að sér að vera. En þarna var hann eins og hann átti að sér, virtist alveg gera sér grein fyrir stað og stund. Hann var harðákveðinn að komast sem fyrst til hennar. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 828 orð

Sigurður Hilmar Hilmarsson

Þegar ég fyrst man eftir Sigga Hill frænda mínum, þá var ég lítil stelpa í sveit hjá ömmu og afa á Ströndinni. Hann kom þá þar við á leið úr "túr" í Reykjavík. Mér er hann enn í fersku minni alveg rosalega flottur á stórum "drossíubíl" með stráhatt og stóran vindil. Og það sem hún amma fagnaði honum, kyssti hann og klappaði. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 422 orð

SIGURÐUR HILMAR HILMARSSON

SIGURÐUR HILMAR HILMARSSON Sigurður Hilmar Hilmarsson, fyrrv. bifreiðarstjóri, fæddist í Bergskoti á Vatnsleysuströnd 16. febrúar 1908. Hann lést á Garðvangi í Garði 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinþóra Einarsdóttir, f. 8. ágúst 1890 í Stóra- Nýjabæ í Krísuvík, d. 3. mars 1984, og Hilmar Jónsson, ættaður af Skeiðum. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 288 orð

SIGURÐUR TRYGGVASON

SIGURÐUR TRYGGVASON Sigurður Tryggvason fæddist í Keldunesi, Kelduneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu 18. janúar 1916. Hann lést á Landspítalanum 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björg Jónína Þórsteinsdóttir, f. 31.7. 1875, d. 7.1. 1934, og Tryggvi Indriðason, f. 14.11. 1882, d. 2.11. 1945. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Sigurður Tryggvason Elsku afi. Við viljum með þessum orðum minnast þín og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Upp

Elsku afi. Við viljum með þessum orðum minnast þín og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Upp í hugann koma ótal minningar, t.d. þegar við sátum við eldhúsborðið hjá þér með kaffibolla og jólaköku og ræddum landsins gagn og nauðsynjar, eða þegar þú stóðst brosandi á tröppunum, studdist við stafinn þinn og veifaðir til okkar bless. Meira
13. júní 1997 | Minningargreinar | 69 orð

Sigurður Tryggvason Við hlýðum þó að komi hinsta kallið, og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum, eins og blóm til foldar

Sigurður Tryggvason Við hlýðum þó að komi hinsta kallið, og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum, eins og blóm til foldar fallið, er fær ei varist sláttumannsins ljá. Nú bljúg við þökkum alla alúð þína, og umhyggju er jafnan kom frá þér. Meira

Viðskipti

13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 523 orð

80 milljónir í 36 verkefni

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ráðstöfun 80 milljóna króna til eflingar atvinnulífi á landsbyggðinni, einkum á þeim svæðum sem ekki njóta góðs af uppbyggingu á sviði stóriðju og virkjana. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 44 orð

ÐAðalfundur ÍMARK AÐALFUNDUR ÍMARK, félags íslensks markað

AÐALFUNDUR ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, verður haldinn í dag, föstudaginn 13. júní, í sal A, annarri hæð Hótel Sögu klukkan 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og eru allir félagar ÍMARK hvattir til að mæta, að því er segir í fréttatilkynningu frá ÍMARK. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 259 orð

ÐGjaldskrárlækkun hjá Pósti og síma á samnetinu PÓSTUR og

PÓSTUR og sími hf. lækkaði þann 1. júní síðastliðinn gjaldskrá fyrir samnetið í kjölfar áskorunar Kaupmannasamtaka Íslands um lækkun símagjalda af rafrænum gagnaflutningum. Innan 2­3 mánaða er stefnt að því að opna fyrir D-rásar flutning sem kemur til með að hafa í för með sér umtalsverða hagræðingu og sparnað fyrir fyrirtæki sem senda rafræn gögn. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 82 orð

ÐLandsbankinn opnar útibú í Smáranum LANDSBANKI Íslands opnað

LANDSBANKI Íslands opnaði í gær nýtt útibú að Dalvegi 2 (Quellehúsinu) í Kópavogi. Í útibúinu er veitt öll almenn bankaþjónusta og þar er einnig hraðbanki. Afgreiðslutími er frá kl. 9:15 - 16 alla virka daga. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 70 orð

ÐRíkisbréf fyrir 278 milljónir TEKIÐ var tilboðum fyri

TEKIÐ var tilboðum fyrir 225 milljónir króna að söluverði í útboði á ríkisbréfum með gjalddaga 10. október árið 2000 hjá Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Alls bárust sjö gild tilboð í ríkisbréf að fjárhæð 278 milljónir króna að söluverði. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisbréf er 9,01% og er það í samræmi við ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi Íslands í dag. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

»Hækkun á dollar og bréfum

DOLLAR hækkaði um tæplega þrjú jen í gær, þar sem uggur um viðskiptaerjur Bandaríkjamanna og Japana dvínaði, og miklar verðhækkanir urðu í evrópskum kauphöllum vegna nýrrar metútkomu í Wall Street. Dollarinn náði sér eftir miklar lækkanir og hækkaði um fjögur jen skömmu eftir að viðskipti hófust vegna róandi ummæla japansks embættismanns. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Murdoch stofnar nýtt fyrirtæki

NEWS CORP, fyrirtæki fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdochs, hefur komizt að samkomulagi við helzta kapalsjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna um stofnun nýs fyrirtækis, sem verður önnur stærsta gervihnattaþjónusta landsins. Meira
13. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 361 orð

Stuðningur á Íslandi minnkar

STUÐNINGUR við landbúnað hefur minnkað meira á Íslandi síðastliðin tíu ár en að meðaltali í OECD- ríkunum samkvæmt nýútkominni skýrslu OECD um stuðning við landbúnað í OECD-löndunum. Samt sem áður er stuðningurinn mun meiri hér á landi heldur en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Meira

Fastir þættir

13. júní 1997 | Dagbók | 2894 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. Meira
13. júní 1997 | Í dag | 133 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag er á

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag er áttræð Guðrún Þorsteinsdóttir, Álfaskeiði 113, Hafnarfirði, nú dvalarkona á Sólvangi. Eiginmaður hennar var Gísli Jónsson, pípulagningarmeistari, sem lést 3. des. 1993. Guðrún dvelst á afmælisdaginn hjá dóttur sinni Svövu, Mávanesi 13 í Garðabæ. Meira
13. júní 1997 | Dagbók | 642 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. júní 1997 | Í dag | 43 orð

Dýrahald Hallur er týndurHALLUR, sva

HALLUR, svartur fress með hvíta stjörnu á bringu og rauða ól hvarf að heiman frá sér frá Austurbergi 34, miðvikudaginn 11. júní. Hallur er innikisa. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru beðnir að láta Rúnar vita í síma 557­2200. Meira
13. júní 1997 | Fastir þættir | 1146 orð

Jón Viktor er sigursæll

6.­8. júní. Jón Viktor Gunnarsson, 16 ára, sigraði bæði á helgarmóti TR og á meistaramóti Skákskóla íslands JÓN Viktor er í mikilli framför um þessar mundir. Hann hlaut 5 vinning á helgarmótinu, hálfum vinningi meira en næstu menn. Í síðustu umferð vann hann annan ungan og efnilegan skákmann, Matthías Kjeld, en í þeirri viðureign var heppnin með Jóni. Meira
13. júní 1997 | Í dag | 494 orð

Svar frágatnamálastjóra við fyrirspurnEFTIRFARANDI br

EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda: "Föstudaginn 30. maí var í Velvakanda fyrirspurn til gatnamálastjóra um hvort ekki væri unnt að þvo götur miðborgarinnar eftir helgar svipað og gert er erlendis. Götur í miðborg Reykjavíkur eru þvegnar tvisvar í viku auk þess sem sérstakir vinnuflokkar annast ruslatínslu laugardags- og sunnudagsmorgna. Meira

Íþróttir

13. júní 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA SINDRI -HK

2. DEILD KARLA SINDRI -HK 2: 4FJÖLNIR -VÖLSUNGUR 2: 4 HK 4 4 0 0 13 5 12SELFOSS 4 4 0 0 12 4 12KVA 4 3 1 0 10 4 10VÖLSUNGUR 4 2 0 2 8 10 6VÍÐIR 3 1 1 1 Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 114 orð

Birgir Leifur þrítugasti BIRGIR Leifur Ha

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, varð í 30. sæti á Siab-mótinu á sænsku mótaröðinni um síðustu helgi. Birgir Leifur komst áfram eftir tvo hringi af fjórum, lék á pari fyrsta daginn, 71 höggi, og var þá í 9.­13. sæti. Á föstudaginn lék hann á 77 höggum og var í 41.­51. sæti, en alls komst 51 kylfingur áfram af þeim 160, sem hófu keppni á fimmtudag. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 446 orð

Fer ekki til að verða í öðru sæti aftur

Tveir íslenskir snókerspilarar verða meðal keppenda á Evrópumótinu sem hefst í Biarritz í Frakklandi fimmtudaginn 19. júní. Þetta eru þeir Kristján Helgason og Ásgeir Ásgeirsson og lofar Kristján því að gera betur en í fyrra, en þá varð hann í öðru sæti. "Ég er ekki að fara á þetta mót til að verða aftur í öðru sæti. Allt annað en sigur er lélegt," segir hann. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 133 orð

Frjálsíþróttir

Paavo Nurmi mótið Helsinki, Finnlandi: 1.500 m hlaup karla: Paul Bitok (Kenýju) 3.36,87 David Kisand (Kenýju) 3.37,69 John Kosgei (Kenýju) 3. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 159 orð

Frjálsíþróttir

Vormót Kópavogs Haldið á Kópavogsvelli sunnudaginn 25 maí. 100 m hlaup kvenna Helga Halldórsdóttir, FH12,33Guðný Eyþórsdóttir, ÍR12,49Silja Úlfarsdóttir, FH12,76Langstökk kvenna Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK5,65Helga Eggertsdóttir, UMÓ5, Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 207 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIREkki sótt um undan-

Nefnd á vegum bandaríska frjálsíþróttasambandsins ákvað í gær að breyta ekki reglum sínum við val á keppendum fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Aþenu í ágústbyrjun. Þar með er ljóst að ekki verður sótt undanþágukeppnisbeiðni fyrir Michael Johnson, Dan O'Brien, Mike Powell og Gwen Torrence eins og væntingar voru um á tímabili, Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 262 orð

Golf

Opna bandaríska mótið: Congressional-völlurinn, par 70 65 - Colin Montgomerie 66 - Hal Sutton, Steve Stricker 67 - Mark McNulty, Tom Lehman 68 - Hideki Kase, Dave Schreyer 69 - Jeff Sluman, Justin Leonard 70 - Mike Brisky, Chris Perry, Hale Irwin, David Ogrin, Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 241 orð

Huffins byrjar vel í tugþrautinni CHRIS Huffins er

CHRIS Huffins er með forystu eftir fyrri keppnisdag í tugþraut á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst á miðvikudaginn í Indianapolis. Huffins sem hafnaði í 10. sæti í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna í fyrra, fékk þá 8.300 stig, hefur hlotið 4.499 stig, en hafði að loknum fyrri degi á Ólympíuleikunum önglað saman 4.448 stigum. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 243 orð

JACK Nicklaus

JACK Nicklaus mun fá einn af draumum sínum uppfylltan á Opna bandaríska mótinu í golfi. Hann mun leika í mótinu eins og undanfarna áratugi og að þessu sinni er Gary sonur hans einnig meðal keppenda. "Ég er mjög þakklátur mótshöldurum fyrir að leyfa okkur að leika í sama móti, en um það hefur mig dreymt lengi," sagði Nicklaus. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 802 orð

Jordan stórkostlegur

FRAMMISTAÐA Michaels Jordans í fimmta leik Utah Jazz og Chicago Bulls á miðvikudag mun sennilega verða talin sem ein sú sögulegasta í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Kappinn fékk slæma magakveisu aðfaranótt miðvikudags og var lítt til stórræðanna líklegur allan daginn. Þegar upp var staðið hafði hann þó skorað 38 stig, þar af mikilvægustu körfu leiksins á lokamínútunni. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 78 orð

Knattspyrna

3. deild karla: A-riðill: Ármann - ÍH3:0 Magnús Jónsson, Viktor Edvardsson, Pálmi Guðmundsson. Haukar - KFR6:0 Jón Óskar Pétursson 3, Lúðvík Jóhannesson, Róbert Stefánsson og eitt sjálfsmark. Framherjar - Léttir3:1 Leifur Geir Hafsteinsson 2, Arnsteinn I. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 97 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Ásdís

MARKALAUST jafntefli Íslands og Litháen á Laugardalsvelli í fyrrakvöld voru mikil vonbrigði. Og ekki bara úrslitin heldur frammistaða íslenska liðsins. Þessi mynd er e.t.v. dæmigerð fyrir leikinn; Bjarki Gunnlaugsson hugðist spyrna knettinum á lofti með tilþrifum að marki, í stað þess að taka hann niður, en hitti ekki knöttinn. Ísland er í 76. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 120 orð

Kristján ætlar að sigra

Kristján Helgason, Íslandsmeistarinn í snóker síðustu fjögur árin heldur ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni til Frakklands eftir helgina til að taka þátt í Evrópumótinu í snóker. Í fyrra varð Kristján í öðru sæti og hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri ekki að fara á mótið núna til að verða aftur í öðru sæti, stefnan væri að sjálfsögðu sett á sigur. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 314 orð

LORENZO Sanz, forseti Real Madrid

LORENZO Sanz, forseti Real Madrid lýsti í gær yfir áhuga félagsins á að kaupa brasilíska framherjann frábæra Ronaldo frá erkifjendunum Barcelona. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 319 orð

Montgomerie lék best allra

Colin Montgomerie hefur forystu eftir fyrsta daginn í Opna bandaríska golfmótinu sem hófst í gær á Congressional-vellinum við Washington. Skotinn knái lék á 65 höggum, fimm höggum undir pari vallarins sem þykir mjög erfiður. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 140 orð

Óvænt upphafshögg STEVE Hart, bandarískur

STEVE Hart, bandarískur kylfingur, sló fyrsta höggið á Opna bandaríska mótinu sem hófst í gær. Það kom nokkuð snöggt upp á að hann skyldi slá fyrsta höggið, og yfirleitt vera með. Mótshaldarar vöktu hann kl. 6.15 í gærmorgun að staðartíma og spurðu hvort hann gæti mætt á teig 45 mínútum síðar vegna forfalla. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 346 orð

Ri risi í NBA

Hávaxinn drengur frá Norður- Kóreu hefur verið við æfingar hjá frægum körfuknattleiksþjálfara í Kanada frá miðjum maí. "Mig langar til að leika í NBA," sagði pilturinn, sem er hvorki meira né minna en 236 cm. Ef hann leikur nokkurn tíma í NBA-deildinni, verður hann hæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 78 orð

Rodman sektaður DENNIS Rodman var í gær ge

DENNIS Rodman var í gær gert að greiða 3,5 milljónir króna í sekt fyrir niðrandi ummæli í garð mormóna sem hann hefur látið falla á meðan úrslitakeppni Chicago og Utah hefur staðið yfir, en mormónar eru fjölmennir í Utah-ríki. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, tilkynnti um sektina í gær og sagði hana vera í samræmi við fyrri ákvarðanir yfirmanna deildarinnar í svipuðum málum. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 211 orð

Vegleg golfhandbók

GOLFHANDBÓKIN er komin út, þriðja árið í röð. Í bókinni er mikið af upplýsingum sem koma kylfingum vel, ýmiss fróðleikur um nánast alla golfklúbba landsins, kort af völlum þeirra og ýtarleg mótaskrá. Það er Nesútgáfan sem gefur bókina út en Páll Júlíusson, fyrrum framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sá að miklu leyti um efni bókarinnar; texta, kort og auglýsingar. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 66 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Sigfús Pæjur í EyjumPÆJUMÓTIÐ í Eyjum, eða Pepsimótið eins og það er kallað, var sett í áttunda sinn í gær enþar keppa stúlkur úr 6., 5., 4. og 3. flokki. Keppendur eru nærri 900 talsins og lætur nærri aðum 1.300 manns komi til Eyja vegna mótsins og setur fjöldinn mikinn og skemmtilegan svipá Eyjarnar. Meira
13. júní 1997 | Íþróttir | 49 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr völlur vígðurÍR-INGAR héldu ÍR-daginn hátíðlegan í gær og vígðu við þaðtækifæri nýjan frjálsíþróttavöll sem nýtist félaginu til æfinga. Meira

Úr verinu

13. júní 1997 | Úr verinu | 223 orð

"Allt búið í bili"

FLEST nótaskipin eru nú á landleið af síldarmiðunum en nánast engin veiði hefur verið síðustu daga. Skipin hafa síðustu sólarhringa landað slöttum og hyggjast flestir gera hlé á veiðunum, uns loðnuvertíðin hefst hinn 1. júlí. Nú eru aðeins rúm 30.000 tonn eftir af úthlutuðum síldarkvóta. Meira
13. júní 1997 | Úr verinu | 451 orð

Spilbúnaður Vestmannaeyjar VE endurnýjaður

FYRIRTÆKIÐ Naust Marine í Garðabæ, áður Rafboði-Rafur hf., hefur nú nýlokið við endunýjun togvindukerfis frystitogarans Vestmannaeyjar VE. Með nýjum og öflugri togvindum eykst togkraftur skipsins án þess að skipt sé um aðalvél. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 189 orð

Doppa "HÚN ER alltaf til í allt og finnst gaman að leika með krökkunum," sagði

Doppa "HÚN ER alltaf til í allt og finnst gaman að leika með krökkunum," sagði Líva, eigandi Doppu, þegar blaðamaður heimsótti þær á heimili þeirra í vesturbænum. "Hún er skosk-íslensk blanda, skapið er dálítið misjafnt en oftast er það gott. Doppa er þriggja ára, hún fæddist á sveitabæ rétt fyrir austan Vík í Mýrdal á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 778 orð

For-dómarí garðhunda Í Hundaræktarfélagi Íslands eru um el

Í Hundaræktarfélagi Íslands eru um ellefuhundruð félagsmenn. Helstu markmið félagsins eru að halda utan um ræktun allra hundategunda sem til eru í landinu, fræða hundaeigendur, standa vörð um góða meðferð á dýrunum og að uppeldisaðstæður þeirra séu viðunandi. Félagið er eina félag hundaeigenda sem berst fyrir rétti þeirra út á við. Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1017 orð

Jaki og dreki hrífa erlenda stólaframleiðendur

VIÐ veltum því sjaldnast fyrir okkur hvernig einfaldir stólar í stórum rýmum utan veggja heimilisins eru hannaðir. Sú spurning getur hins vegar orðið býsna áleitin eftir langa setu í óþægilegum stól í yfirfullum fundarsal. Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 188 orð

Lappi "HANN átti að heita Tómas vegna þess að hann á heima á Tómasarhaganum, en Lappa

Lappi "HANN átti að heita Tómas vegna þess að hann á heima á Tómasarhaganum, en Lappanafnið festist fljótlega við hann vegna þess að hann er jú með hvítar loppur, en sérstaklega þar sem honum finnst svo notalegt að liggja við fæturna á okkur," sagði Sigrún eigandi hans. Lappi er algjör "kokteill" eins og eigandinn orðaði það, og varð eins árs 5. júní sl. Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1361 orð

Unglingar fyrir hundrað árum

HJÓLABRETTI, Russel Athletic, Smash, húfur, fílaskór, Trainspotting og Spice Girls eru meðal þess sem myndar umgjörð um líf unglinga í Reykjavík í dag. Þetta er hluti af menningu þeirra og líka veruleikanum að að hlusta á að tal um að hjólabretti séu stórhættuleg, Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 858 orð

Vinir í Vesturbænum Hundarnir í Vesturbænum eru í klíku og fara saman í göngut

Vinir í Vesturbænum Hundarnir í Vesturbænum eru í klíku og fara saman í göngutúra. Helga Björg Barðadóttir fór á röltið með eigendum þeirra, ræddi lífið með besta vini mannsins og spurði hundaþjálfara um kjör hundsins í borginni. "VIÐ vorum búin að vera með hunda í um tuttugu ár," sagði Jakobína G. Meira
13. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 562 orð

Þegar besti vinurinn deyr JÓLIN eru hátíð samverunnar um gleðigjafann,

Þegar besti vinurinn deyr JÓLIN eru hátíð samverunnar um gleðigjafann, en þau fjalla um raunveruleikann, ljósið og myrkrið. Á annan dag jóla er textinn um dauða Stefáns píslarvotts og heitir Stefánsdagur frumvotts. Þegar besti vinurinn deyr er það mikið áfall fyrir alla í fjölskyldunni. En okkur ber að hugsa til þess hve börnin taka sér þetta nærri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.