Greinar laugardaginn 14. júní 1997

Forsíða

14. júní 1997 | Forsíða | 65 orð

Dæmdur til dauða

TIMOTHY McVeigh, fyrrverandi hermaður, var dæmdur til dauða í gærkvöldi fyrir sprengjutilræði í stjórnsýslubyggingu í miðborg Oklahoma-borgar 19. apríl 1995. Það tók kviðdóm 11 klukkustundir að komast að niðurstöðu. Alls varð McVeigh 168 manns að bana í sprengjutilræðinu í Alfred P. Meira
14. júní 1997 | Forsíða | 38 orð

Ekki haggað

Reuter ÁSTRALSKIR skólapiltar fá ekki haggað hinum tröllaukna japanska súmókappa Konishiki á skemmtisýningu, sem haldin var í Sydney í Ástralíu í gær en þar stendur fyrir dyrum stórmót í súmóglímu með þátttöku 40 súmókappa frá Japan. Meira
14. júní 1997 | Forsíða | 271 orð

Frakkar sagðir hvergi vilja hvika

LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands náðu árangri en komust ekki að endanlegu samkomulagi í gær um samræmingu á stefnu, hagvöxt og atvinnumál í ríkjum Evrópusambandsins, sem miðar að því að sameiginlegur gjaldmiðill sambandsríkjanna, evró, verði tekinn í notkun á tilsettum tíma. Meira
14. júní 1997 | Forsíða | 406 orð

Kohl og Chirac styðja inngöngu Rúmena og Slóvena

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að þeir vildu að Rúmenum og Slóvenum yrði boðin innganga í Atlantshafsbandalagið (NATO) í upphafi stækkunar bandalagsins þrátt fyrir mótbárur Bandaríkjamanna. Meira
14. júní 1997 | Forsíða | 332 orð

Pol Pot sagður hafa flúið

POL Pot, leiðtogi Rauðu kmeranna í Kambódíu, myrti yfirmann skæruliða maóistahreyfingarinnar og ellefu ættingja hans áður en hann flúði síðasta vígi hreyfingarinnar, að sögn annars af forsætisráðherrum landsins, Norodoms Ranariddhs, í gær. Hann sagði að Pol Pot hefði einnig tekið annan af forystumönnum Rauðu kmeranna í gíslingu. Meira

Fréttir

14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Afmælishátíð Olís í Mosfellsbæ

OLÍS stendur í dag, laugardag, fyrir fjölbreyttri afmælishátíð við þjónustustöð Olís við Langatanga í Mosfellsbæ í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Svipaðar hátíðir verða haldnar á öllum stærstu Olísstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu í sumar og tengjast afmælisleik Olís sem hófst í maí. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Alain Delon-kvikmyndahátíð í Háskólabíói

Í ÁR eru Frakkar að heiðra einn af sínum frægustu kvikmyndaleikurum Alain Delon og af því tilefni er á ferð um heim allan kvikmyndahátíð með úrvali mynda frá ferli leikarans. Háskólabíó, franska sendiráðið og Alliance Francaise halda kvikmyndahátíð 14.-20. júní til heiðurs Alain Delon. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 416 orð

Ásakanir um misnotkun á ríkisfjölmiðlunum

FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, heyr nú sína síðustu kosningabaráttu og búist er við að hann vinni öruggan sigur í forsetakosningum sem fara fram í landinu á morgun. Telja fréttaskýrendur að kjósendur muni veita Tudjman afgerandi umboð til að halda áfram að tengja Króatíu Vesturlöndum og kveða endanlega niður kommúníska fortíðardrauga úr tíð Júgóslavíu, sem Króatía var hluti af. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 506 orð

Bandaríkin hagnast vel á Sameinuðu þjóðunum

HAGNAÐUR Bandaríkjamanna af verslun við Sameinuðu þjóðirnar og þjónustu í tengslum við aðalskrifstofu þeirra í New York er meiri en framlag Bandaríkjastjórnar til þróunarmála. Þetta kom fram í máli Erlings Dessaus, dansks hagfræðings Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem í vikunni var staddur hér á landi til að kynna nýja skýrslu um framþróun í heiminum. Meira
14. júní 1997 | Landsbyggðin | 194 orð

Barnaskólinn endurbyggður

Siglufirði-Um leið og skóla lauk í vor var hafist handa við endurbyggingu Grunnskólans á Siglufirði, enda kominn til ára sinna. Fyrsti hluti hússins var byggður 1913 og síðan var byggt við húsið í áföngum. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 193 orð

Bílabúð Benna sýnir nýjan jeppa

BÍLABÚÐ Benna frumsýnir nýjan jeppa á Íslandi um helgina. Frumsýndur verður hinn nýi Ssangyong Korando 602 EL sem er jeppi eftir hinni klassísku hefð sem skapaðist um jeppa fyrir löngu síðan en hann er jafnframt búinn nýjustu tækni og þægindum, segir í fréttatilkynnigu. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Breytt umferðarlög taka gildi í júlíbyrjun

FRUMVARP til laga um breytingar á umferðarlögum, þar sem meðal annars refsingar eru þyngdar og punktakerfi innleitt í tengslum við ökuferilsskrá, var samþykkt á Alþingi á vorþingi og munu nýju lögin taka gildi um næstu mánaðamót. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Drengurinn sem lést

Drengurinn sem lést DRENGURINN sem lést í bílslysi á Borgarfirði eystra í fyrradag hét Reynir Örn Kárason til heimilis að Ásbrún. Reynir Örn var fjögurra ára gamall, fæddur árið 1993. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

ÐKaupþing fær starfsleyfi fjárfestingarbanka

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur veitt Kaupþingi hf. starfsleyfi fjárfestingarbanka. Fyrirtækið hefur þó ekki í hyggju að hefja lánastarfsemi hér innanlands, heldur hefur starfsleyfið fyrst og fremst þýðingu gagnvart erlendum aðilum. Þannig opnast nú betri aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum og fyrirtækið mun njóta þar töluvert hagstæðari kjara en áður. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Engin rök dugðu til að sannfæra Norðmenn

Sigurður VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun eftir siglingu frá Bodö í Noregi þangað sem skipið var fært af norsku strandgæslunni. Áhöfn Sigurðar var vel fagnað við komuna til Eyja og meðal annars færðu bæjarstjórinn og sýslumaðurinn í Eyjum Kristbirni Árnasyni blóm. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Félag um lifandi listamiðstöð í Straumi

FUNDUR áhugamanna um lifandi listastarf í Straumi verður haldinn sunnudagskvöldið 15. júní, kl. 20.30 í Kaffi-Borg, kaffistofu Hafnarborgar. Fyrir viku kom saman hópur hafnfirskra listamanna til að ræða þá stöðu sem upp er komin í Listamiðstöðinni Straumi. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Fiskaflinn nærri 1,6 milljónir tonna

FISKAFLI innan lögsögu okkar og á Reykjaneshrygg var í lok maímánaðar orðinn 1,4 milljónir tonna. Auk þess var afli utan lögsögu orððinn um 184.000 tonn. Heildaraflinn er því að nálgast 1,6 milljónir tonna. Það er með því mesta sem áður hefur veiðzt á einu ári, en enn eru þrír mánuðir eftir af fiskiveiðiárinu. Á sama tíma í fyrra var aflinn innan landhelgi og á Reykjaneshrygg 1.366.000 tonn. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Flugvélar saknað um tíma

NEYÐARÁÆTLUN var sett af stað um sjöleytið í gærkvöldi eftir að flugvél skilaði sér ekki á áætluðum tíma á Egilsstaðaflugvöll. Hafði flugvélin lent í Kverkfjöllum, samkvæmt áætlun, og ekki komist aftur í loftið vegna veðurs. Þrír menn voru í áhöfn vélarinnar. Símasamband frá Kverkfjöllum er erfitt og gátu mennirnir þess vegna ekki látið vita af sér. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Forsetinn heimsækir Dalamenn

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, koma í opinbera heimsókn í Dalasýslu föstudaginn 20. og laugardaginn 21. júní nk. Tekið verður á móti forsetahjónunum og fylgdarliði á sýslumörkum á Bröttubrekku. Síðan haldið eins og leið liggur til Búðardals og þar verður stutt móttökuathöfn við Félagsheimilið Dalabúð. Meira
14. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Framkvæmt fyrir 100 milljónir í ár

VEGAFRAMKVÆMDIR á Fljótsheiði hefjast á ný í næsta mánuði en vinna þar hefur legið niðri frá síðasta hausti. Fljótsheiðin er stærsta einstaka verkefnið á vegum Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra. Til verksins í ár er varið 100 milljónum króna samkvæmt vegaáætlun og er stefnt að því að ljúka við undirbyggingu og neðra burðarlag nýja vegarins fyrir 15. október. Verklok eru áætluð 1. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð

Friðardrög í sjö liðum samþykkt í Kongó

DRÖG að friðarsamkomulagi voru samþykkt í Brazzaville í Kongó í gær. Drögin eru í sjö liðum og sagði Edmond Munungi, talsmaður Bernards Kolelas borgarstjóra, að þar væri meðal annars kveðið á um eftirlitssveitir, sem yrðu undir umsjá svokallaðrar málamiðlunarnefndar. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Furðufjölskyldan í Fjölskyldu­ og húsdýragarðinum

Í SUMAR verður Furðuleikhúsið með leiksýningar á laugardögum í Fjölskyldu­ og húsdýragarðinum. Fyrsta sýningin verður í dag, laugardag með Furðufjölskyldunni. Mjallhvít og dvergarnir sjö verður sýnt í veitingatjaldinu laugardaginn 21. júní en þessi sýning hefur verið sýnd á leikskólum og víðar í vetur. Tanja tatarastelpa verður á ferðinni 12. júlí. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fyrirlestur um innsæi og vitsmuni

RUSSELL Bradshaw, sálfræðingur, prófessor við City University of New York, verður með fyrirlestur í Norræna húsinu sem hefst kl. 16 sunnudaginn 22. júní. Fyrirlesturinn kallar hann Intuition ­ intellect (East - West) og fjallar m.a. um rannsóknir sem gerðar hafa verið á vitundinni, æðri vitund, tengsl hugar og hjarta o.fl. Meira
14. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi

Þórshöfn-Unga kynslóðin var í aðalhlutverki þegar fyrsta skóflustungan var tekin að íþróttahúsbyggingu hér á Þórshöfn en það voru einmitt börnin í bænum sem saman hófu það verk, að beiðni oddvita Þórshafnarhrepps, Jóhanns A. Jónssonar. Jóhann sagði m.a. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrsta umferðaróhappið í göngunum

ÖLVAÐIR menn á bíl keyrðu ofan í Hvalfjarðargöngin að norðanverðu í gærmorgun. Þegar þeir voru komnir um 150 metra ofan í göngin lentu þeir ofan í frárennslisskurði sem grafinn er meðfram veggjunum til að hleypa burt vatni. Bíllinn sat fastur þar. Þá tóku þeir vinnuvél traustataki og ætluðu að losa bílinn, en hún lenti ofan í skurði líka. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 376 orð

Gat valið úr tilboðum um framhaldsnám

GAUTI Bergþóruson Eggertsson útskrifast úr Háskóla Íslands 17. júní nk. og verður fyrstur nemenda til að útskrifast úr hagfræðiskori með ágætiseinkunn. Gauti fékk 9,1 í lokaeinkunn. Hann hefur fengið tilboð um doktorsnám frá mörgum virtum háskólum í Bandaríkjunum eins og Yale, Duke, MIT, Columbia og Johns Hopkins. Hann kaus Princeton. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 214 orð

Geimþættir geta valdið fíkn

HÖRÐUSTU aðdáendur Geimstöðvarþáttanna, eða Star Trek, fá sömu sálrænu og stundum líkamlegu einkenni og eiturlyfjafíklar, samkvæmt fjögurra ára rannsókn sálfræðings við Northumbria-háskóla. "Rannsókn mín leiddi í ljós að um það bil 5-10% aðdáendanna fá sálræn einkenni fíknar," sagði sálfræðingurinn, Sandy Wolfson. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 361 orð

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON

Einn helzti forystumaður verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, Guðmundur Jóhann Guðmundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands Íslands og fyrrverandi alþingismaður, er látinn sjötugur að aldri. Guðmundur var staddur í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag, 12. júní, þegar hann lést. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Guðrún Katrín flytur stólræðu

BRYDDAÐ er upp á þeirri nýbreytni í Kópavogskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní að halda sérstaka hátíðarguðsþjónustu kl. 13. Eru kirkjugestir sem eiga þess kost hvattir til að koma til kirkju á íslenskum búningi eða hátíðarbúningi, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Háskólahátíð í dag

BRAUTSKRÁNINGARHÁTÍÐ Háskólans á Akureyri verður haldinn í Akureyrarkirkju í dag, laugardag kl. 14.00. Brautskráðir verða alls 73 kandídatar, úr heilbrigðisdeild, kennaradeild, sjávarútvegsdeild og rekstrardeild. Þetta er næst fjölmennasti hópurinn sem útskrifast hefur frá skólanum. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 507 orð

Hávaðarifrildi á Watergate-ráðstefnu

HEITT var í kolunum á ráðstefnu, sem efnt var til í Washington í tilefni af því, að 25 ár eru liðin frá Watergate-hneykslinu, sem varð Richard M. Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, að falli. Á ráðstefnunni voru ýmsir, sem komu mikið við söguna á sínum tíma. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Hefði áhrif á markaðsverð fasteigna

BREYTING á félagslega eignaríbúðakerfinu á þann veg að lánað yrði beint til einstaklinga til íbúðakaupa á almennum fasteignamarkaði myndi væntanlega leiða til hækkunar íbúðaverðs, að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Félags fasteignasala. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 231 orð

Hljóðinu er enn ábótavant

ÞÓTT símtöl um alnetið séu ódýr og örugg er þessari fjarskiptatækni enn ábótavant og bæta þarf hljóðið verulega áður en símnotendur geta lagt hefðbundnum símtækjum sínum, að sögn sérfræðinga á ráðstefnu fjarskiptafyrirtækja í Singapore í gær. Meira
14. júní 1997 | Landsbyggðin | 131 orð

Innistöðuskjögur læknað

Vaðbrekka, Jökuldal-Það er mörg búmanns raunin og í mörg horn að líta við sauðburð og fyrst eftir hann. Þó að lömbin lifi af sauðburðinn eru hætturnar fyrir þau ekki úr sögunni því ýmsir sjúkdómar geta beðið handan við hornið. Það fékk svarta gimbrin, sem hér er á myndinni, að reyna. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 226 orð

Íslenskur arkitekt hlýtur verðlaun í danskri samkeppni

Þórhallur Sigurðsson arkitekt og sambýlis- og samstarfskona hans Ine Cordt Andersen unnu í vikunni fyrstu verðlaun í samkeppni sex bæjarfélaga á Jótlandi um dagheimili. Tillaga þeirra Þórhalls og Ine er að dagheimili í Randers og bar sigurorð af 21 tillögu. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Kaffisala Hjálpræðishersins

HJÁLPRÆÐISHERINN hefur sína árlegu kaffisölu á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Herkastalanum, Kirkjustræti 2. Húsið verður opnað kl. 14 og opið til kl. 19. Stutt söng- og hugvekjustund verður kl. 18. Flóamarkaðsbúð Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 376 orð

"Kennari af Guðs náð"

STJÓRN sjóðs Níelsar Dungals efndi í gær til fundar í Odda í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Níelsar Dungals prófessors en jafnframt eru 80 ár liðin síðan Rannsóknastofa Háskólans var stofnuð. Dungal stjórnaði Rannsóknastofunni í 39 ár og lagði grundvöllinn að nútímalegu rannsóknastarfi í læknisfræði hér á landi auk margvíslegra umbóta í heilsugæslu. Níels lést árið 1965. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Kvennahlaup í Mosfellsbæ

NÚ stendur fyrir dyrum hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ og ÍFA sunnudaginn 15. júní. Í fyrsta sinn er nú boðið upp á að hlaupa í Mosfellssveit en það er ungmennafélagið Afturelding í samvinnu við bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar sem sér um framkvæmd og skipulagningu hlaupsins. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 3 km skemmtiskokk og 7 km hlaupahring. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Kynningardagur miðbæjarstarfs KFUM og KFUK

KFUM og KFUK í Reykjavík hafa í vetur rekið starf í miðbænum á föstudagskvöldum og aðfaranótt laugardagsins. Starfið hefur ekki verið kynnt annars staðar en meðal ungs fólks í miðbænum þar sem hugmyndin var ekki að draga fólk sérstaklega niður í bæ vegna þess heldur að koma til móts við þau sem þegar eru þar. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kynning á grafíkverkum Sun Sun Yip

Á VEGUM félagsins Íslensk grafík verður kynning á grafíkverkum og aðferðum kínverska listamannsins Sun Sun Yip á verkstæði félagsins, Tryggvagötu 15 í dag, laugardag kl. 13. Sýning á verkum Sun Sun Yip verður opnuð sama dag kl. 15 í sýningarsal félagsins. Þar sýnir hann marglitaþrykk af einni plötu; "single plate color print". Myndirnar eru allar til sölu. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 276 orð

Leggja til skattalækkun SKATTANEFND fulltrúadei

SKATTANEFND fulltrúadeildar bandaríska þingsins lagði í gær blessun sína yfir frumvarp til laga sem myndu kveða á um minnkaða skattbyrði sem nemur samtals 85 milljörðum Bandaríkjadollara á fimm ára tímabili, fáist það samþykkt. Þetta yrði fyrsta stórfellda skattalækkunin í Bandaríkjunum í 16 ár. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 322 orð

Lítil hætta af flugumferð við völlinn

AÐ MATI National Air Traffic Services Ltd. (NATS) stafar byggð við Reykjavíkurflugvöll lítil hætta af flugumferð við völlinn. Áhættan er vel innan þeirra marka, sem miðað er við á öðrum sviðum þjóðlífsins. Ekkert tilefni er til að rýma byggingar við flugvöllinn eða breyta nýtingu þeirra. Þá fylgir lítil áhætta notkun svokallaðrar NA/SV flugbrautar. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 73 orð

Mannskæður eldsvoði á elliheimili

SEXTÁN rússneskir ellilífeyrisþegar létu lífið og einn fékk alvarleg brunasár í eldsvoða á elliheimili í afskekktu þorpi við Úralfjöll í fyrrakvöld. Það tók slökkvilið staðarins þrjár klukkustundir að slökkva eldinn. 34 vistmenn voru á elliheimilinu, sem var í viðarhúsi frá 19. öld, í þorpinu Kosja, um 230 km frá Jekaterinburg. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 210 orð

Mary Robinson fari með mannréttindamál

MARY Robinson, forseti Írlands, var í fyrradag skipuð yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum og bað Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hana að láta af embætti forseta fyrir ágústlok til að taka við starfinu. Kjörtímabili hennar lýkur hins vegar ekki fyrr en 2. desember. Meira
14. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudag kl. 11.00, séra Birgir Snæbjörnsson. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Stúlknakór Húsavíkur syngur við athöfnina undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Tónleikar Stúlknakórsins kl. 16.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma sunnudag kl. 11.00. Ræðumaður verður Omar Mando frá Burkina Faso. Kl. 20. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Minningarsjóður um Hermann Ragnar Stefánsson

VINIR og velunnarar Hermanns Ragnars Stefánssonar og fjölskyldu hans hafa stofnað sjóð í minningu Hermanns Ragnars, sem lést 10. þessa mánaðar. Er þeim vinsamlegu tilmælum beint til þeirra, sem heiðra vilja minningu hans, að láta minningarsjóðinn njóta þess. Sjóðurinn er í vörslu Búnaðarbanka Íslands, Háaleitisútibúi við Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík, nr. 0313-13-891107. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

MÍ-ingar hittast

GAMLIR nemendur Menntaskólans á Ísafirði hafa komið á þeirri hefð að hittast þann 16. júní. Undanfarin ár hefur samkomustaðurinn verið á neðstu hæðinni á Kaffi Reykjavík. Nú ber 16. júní upp á mánudegi og eru MÍ-ingar hvattir til þess að nota tækifærið og hitta gamla félaga og vini, segir í fréttatilkynningu. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 256 orð

Nefnd um umhverfisrannsóknir í Hvalfirði

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að skipa ráðgjafarnefnd um umhverfisrannsóknir og vöktun umhverfis vegna stóriðju í Hvalfirði. Nefndin er skipuð í samræmi við samkomulag umhverfisráðherra og Samtakanna óspillt land í Hvalfirði (SÓL í Hvalfirði) frá 16. maí sl. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Nýr Fiat Bravo

ÍSTRAKTOR, Smiðsbúð 2 í Garðabæ frumsýnir laugardaginn 14. júní nýjan Fiat Bravo sportbíl. Þessi bíll er með nýrri 2.0 lítra, 5 sílindra og 20 ventla vél sem gefur heil 147 hestöfl við 6100 sn/mín. Meira
14. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 458 orð

Nýtt meðferðarheimili fyrir unga vímuefnanotendur

BARNAVERNDARSTOFA hefur hafið rekstur meðferðarheimilis fyrir unga vímuefnaneytendur í Varpholti í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Rekstraraðilar eru hjónin Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Brynjarsdóttir og búa þau á staðnum. Bæði hafa þau starfað við meðferð vímuefnaneytenda og aðstandenda þeirra um árabil. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Óþrifnaður af auglýsingum á rafmagnskössum

"ÞETTA er mjög hvimleitt. Þessir kassar eru nú ekki fallegir út af fyrir sig og ekki batna þeir við þessar auglýsingar," segir Ívar Þorsteinsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur en rafmagnskassar borgarinnar hafa mátt þola mikinn ágang auglýsenda upp á síðkastið. "Þetta er alls ekki leyfilegt og algjörlega gegn okkar vilja. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Rafknúið skip á þurru landi

SANDDÆLUSKIPIÐ sem notað er á lóni Búrfellsvirkjunar er um margt óvenjulegt skip. Það er líklega eina skipið á Íslandi og þó víðar væri leitað, sem er eingöngu knúið með rafmagni. Vegna viðgerða á Búrfellsvirkjun hefur lónið verið tæmt og þess vegna hvílir skipið núna á botni lónsins. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ragnar Fjalar kveður

SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli og prófastur verður sjötugur sunnudaginn 15. júní. Sr. Ragnar hefur gegnt sóknarprestsembættinu í Hallgrímskirkju í Reykjavík í 29 ár og þar áður var hann prestur á Siglufirði og Hofsósi. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 520 orð

Saga Sigurðar VE 15

Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka eins og hann var oftast nefndur, en Sigurður Einarsson, núverandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi Ísfélagsins, Meira
14. júní 1997 | Landsbyggðin | 396 orð

Saga verslunar í Grundarfirði mun lengri

Grundarfirði-"Vjer Christian hinn Níundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Alsinborg, gjörum kunnugt: Alþingi hefur fallizt á lög þessi og Vjer staðfest þau með samþykki Voru: Á Grafarnesi við Grundarfjörð skal vera löggiltur verzlunarstaður. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Samið við Fossvirki, Suðurverk og Arnarfell

HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, undirritaði í gær verksamninga við verktaka vegna byggingarvinnu Sultartangavirkjunar. Samningurinn er við Fossvirki sf., Suðurverk hf. og Arnarfell ehf. Samanlagt nema tilboðin 5.519 milljónum króna. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Samkeppni harðnar á Þýskalandsmarkaði

ÞÝSKA flugfélagið Aerolloyd verður með vikulegar ferðir til Íslands í sumar og lendir fyrsta vélin á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Aerolloyd sérhæfir sig í leiguflugi og er það þýska ferðaskrifstofan Arktis Reisen Schehle, þ.e. ARS, sem stendur fyrir þessum ferðum. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Sendiherrar á vinadegi

ÖLLUM starfandi sendiherrum á Íslandi var boðið til óopinbers "Vinamóts" við Reynisvatn í gærkvöldi að frumkvæði Laxins ehf. og Rússneska sendiráðsins. Einnig var utanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra og borgarstjóra Reykjavíkur boðið ásamt mökum og börnum. Þeir sem mættu til leiks í rjómablíðu síðdegis í gær gátu valið um veiðiskap eða útreiðartúr. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sextíu ára flugsaga

OPNUÐ verður í Perlunni í dag sýningin "60 ára samfelld sókn til framfara" þar sem Flugleiðir kynna atriði úr sögu félagsins og fyrirrennara þess. Verður hún opin milli klukkan 14 og 18 til 17. júní. Á myndinni er Stinson Reliant, flugvél sömu gerðar og Loftleiðir notuðu á fyrstu árunum. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Sjúkradagpeningar hækkaðir um 17%

STJÓRN Sjúkrasjóðs VR hefur ákveðið að hækka sjúkra- og slysadagpeninga í 80% af meðallaunum síðustu sex mánaða, frá og með 1. júlí nk. Fyrir breytinguna voru dagpeningar miðaðir við grundvallartaxta samkvæmt aðalkjarasamningi 61.846 kr. á mánuði og síðan 60% tekjutenging af launum umfram það. Meira
14. júní 1997 | Miðopna | 909 orð

SKAPAR STERKARI STÖÐU ERLENDIS Starfsleyfið skapar betri aðgang að fjármagni og fólki erlendis um leið og lánskjörin batna.

VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur veitt Kaupþingi hf. starfsleyfi fjárfestingarbanka. Fyrirtækið hefur þó ekki í hyggju að hefja lánastarfsemi hér innanlands, heldur hefur starfsleyfið fyrst og fremst þýðingu gagnvart erlendum aðilum. Þannig opnast nú betri aðgangur að erlendum lánsfjármörkuðum og fyrirtækið mun njóta þar töluvert hagstæðari kjara en áður. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Skýrslan hefur verið afhent ríkissaksóknara

RANNSÓKNARHÓPUR sem falið var að kanna samskipti lögreglunnar í Reykjavík og Franklíns Kristins Steiners hefur lokið störfum og liggja niðurstöður rannsóknarinnar nú fyrir. Búið er að senda ríkissaksóknara rúmlega 40 blaðsíðna skýrslu og yfirlit yfir rannsóknina, auk rannsóknargagna, og mun ríkissaksóknari taka ákvörðun í málinu í kjölfarið. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 267 orð

Sleipnismenn meta nýjar hugmyndir frá VSÍ

ENGINN árangur var af samningafundi fulltrúa Sleipnismanna og viðsemjenda þeirra hjá sáttasemjara í gær og hefur nýr fundur verið ákveðinn klukkan 14 á mánudag. Alls eru um 150 bílstjórar í Sleipni sem boðað hefur verkfall frá næsta laugardegi. Meira
14. júní 1997 | Miðopna | 1269 orð

Sóknardögum fækkar verulega næsta fiskveiðiár Línu- og handfærabátum í sóknardagakerfi verður heimilt að róa 19 daga á næsta

SAMKVÆMT spá um fjölda sóknardaga krókabáta verður bátum í línu- og handfærakerfi heimilt að róa 19 daga á næsta fiskveiðiári. Krókabátar í handfærakerfi fá 32 daga. Þessa miklu fækkun má einkum rekja til mikils afla þessara báta á yfirstandandi fiskveiðiári. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Sóknardögum krókabáta fækkar verulega á næsta ári

SÓKNARDÖGUM krókabáta fækkar verulega á næsta ári samkvæmt spá sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gert um fjölda sóknardaga á næsta fiskveiðiári. Samkvæmt hlutfallstengingu smábáta við heildarþorskaflaheimildir, sem samkykkt var sl. vor, verða veiðiheimildir krókabáta á næsta fiskveiðiári um 30.302 tonn, sem er um 41% aukning á tveimur fiskveiðiárum. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 238 orð

Spassky vill koma til Íslands fáist Fischer líka

BORÍS Spassky, fyrrum heimsmeistari í skák, ræddi við Morgunblaðið í París í gær í tilefni af 25 ára afmæli heimsmeistaraeinvígis þeirra Bobbys Fischers í Reykjavík. Hann kvaðst fús vilja koma til Íslands í sumar í tilefni afmælisins, sér í lagi ef Fischer fengist líka. Það gæti orðið ef takast myndi að koma upp sjóði til að greiða Fischer upphæð sem Spassky telur þurfa að nema 40. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Stjarnan sendir út klassískt rokk þriggja áratuga

ÚTSENDINGAR útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar hófust í gær. Að sögn Halls Helgasonar, dagskrárstjóra Bylgjunnar og Stjörnunnar, verður Stjarnan tónlistarstöð, sem sendir út klassíska rokktónlist frá árunum 1965 til 1985. Sendar verða út fréttir frá fréttastofu Íslenska útvarpsfélagsins á klukkutíma fresti. Fjórir þeirra, kl. Meira
14. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Stúdentsefnin gróðursettu plöntur

BRAUTSKRÁNING Menntaskólans á Akureyri fer fram samkvæmt gamalli hefð 17. júní. Margar skemmtilegar venjur hafa skapast í kringum skólalokin og mannmargt í kringum gleðskap afmælisárganganna. Síðastliðna tvo áratugi hefur það verið venja að stúdentsefnin gróðursetja trjáplöntur í skógræktinni á Þelamörk í Hörgárdal. Sl. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Suðræn rómantík á Hótel Borg

Suðræn rómantík á Hótel Borg SPÆNSKUNEMENDUR í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarar þeirra bjóða til hátíðar í Gyllta salnum, Hótel Borg, sunnudaginn 15. júní kl. 14, gengið inn við Skuggabar. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sumarhátíð í Hljómskálagarðinum

LEIKSKÓLARNIR Barónsborg, Grænaborg, Laufásborg, Lindarborg og Njálsborg efndu í gær til sumarhátíðar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði börnin, farið var í leiki og mikið sungið og trallað. Börnin komu saman á Skólavörðuholtinu við styttu Leifs heppna og gengu þaðan í skrúðgöngu í lögreglufylgd í Hljómskálagarðinn. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Svíar í stjórnarskrárvanda?

Sænska stjórnin stendur nú frammi fyrir stjórnarskrárvanda í kjölfar málamiðlunartillögu Hollendinga um lögreglu- og lagasamstarf. Að sögn Svenska Dagbladet er lausnin annaðhvort að breyta stjórnarskránni eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 597 orð

Sögn í sjón í Reykholti

HINN 17. júní nk. verður opnuð sýning í Reykholti í Borgarfirði undir yfirskriftinni Sögn í sjón. Heimskringla, Reykholti ehf., stendur að sýningunni. Sýningin er sett upp í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Norræna húsið í Reykjavík og Listasafn Íslands. Dagný Emilsdóttir er forstöðumaður Heimskringlu ehf. í Reykholti sem sér um sýninguna þar. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 530 orð

Tímamót í rannsóknum á sjóbleikju

VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur ýtt úr vör rannsóknarverkefni á lifnaðarháttum sjóbleikju og byggir það í stórum dráttum á aðferðafræði verkefnis sem í gangi hefur verið síðustu ár á lífsháttum sjóbirtinga á Skaftársvæðinu. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tómataverð lækkar um þriðjung

VERÐ á íslenskum tómötum lækkaði í gær um hátt í þriðjung, en framleiðsla tómata er nú að ná hámarki í fyrsta sinn í sumar. Algengt verð út úr búð fyrir verðlækkunina var um 290 kr. kílóið, en í gær var kílóverðið komið niður fyrir 200 kr. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Tvær stöður í boði

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt tillögu um að auglýsa nýja stöðu starfsmanns menningarmálanefndar og stöðu umsjónarmanns með listamiðstöðinni í Straumi. Tillagan gerir ráð fyrir að umsóknarfrestur um stöðu starfsmanns menningarmálanefndar verði til 20. júlí nk. og að ráðið verði í stöðuna frá og með 1. september. Meira
14. júní 1997 | Erlendar fréttir | 61 orð

Veggjalist í Ástralíu GESTUR á Bondi Beach farfu

GESTUR á Bondi Beach farfuglaheimilinu burstar tennurnar undir veggmynd. Forráðamenn farfuglaheimilisins, sem er í Sydney í Ástralíu, höfðu samband við lögregluna og spurðust fyrir um hver væri besti veggjalistamaðurinn í borginni og föluðust eftir honum til þátttöku í innanhússhönnun heimilisins. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

VesturÍslendingar fylgjast með Bjarna

MIKILL áhugi er fyrir geimferð Bjarna Tryggvasonar meðal félaga í Íslendingafélaginu í Vancouver í Kanada. Erlendur Óli Leifsson, sjómaður frá Vancouver, sem fluttist frá Reykjavík til Kanada árið 1956, segir að Íslendingafélagið hafi í tilefni af geimferð Bjarna látið gera sérstakt merki sem á að vera táknrænt fyrir ferð hans. Merkið teiknaði Warren Oddsson. Meira
14. júní 1997 | Landsbyggðin | 139 orð

"Við leggjum lið" er kjörorð klúbbsins

Stykkishólmi-Nú er að ljúka þrítugasta starfsári Lionsklúbbs Stykkishólms. Starfsemin hefur verið góð í vetur og félagar klúbbsins tekið að sér ýmis verkefni og fjáraflanir. Klúbburinn starfar undir kjörorðinu "Við leggjum lið" og hefur starfið miðast við það. Meira
14. júní 1997 | Miðopna | 692 orð

Vill friða strýtuna

VATNSRENNSLIÐ úr hverastrýtunni sem Jakob K. Kristjánsson dósent fann nýlega á botni Eyjafjarðar er ekki talið nýtanlegt en um er að ræða merkt jarðfræðifyrirbæri, sem Jakob telur að beri að friða. Hann varar við því að ef t.d. veiðarfæri verði dregin yfir strýtuna muni hún brotna niður. Þvermál strýtunnar er um 10 metrar neðst. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Vinningsnúmer á alnetinu

DREGIÐ verður í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júní að venju. Nú verða vinningsnúmer, sem í þetta sinn eru 145 að tölu, birt í fyrsta sinn á alnetinu, auk þess sem vinningaskrá kemur í dagblöðum eins fljótt og kostur er á. Skráin verður sett á heimasíðu happdrættisins (http: //www.krabb.is/happ/) þann 18. júní og ætti að vera komin þar um kl. 10 árdegis. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ylfingamót að Úlfljótsvatni

HALDIÐ verður ylfingamót Bandalags íslenskra skáta að Úlfljótsvatni helgina 14.­15. júní. Búist er við fjölda ylfingasveita á staðinn en ylfingar kallast skátar 9­10 ára. Að mótsstjórninni stendur hópur ungra ylfingaforingja sem hafa unnið mikið og gott starf fyrir mótið. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Þungt haldinn eftir umferðarslys

UMFERÐARSLYS varð á Höfn á Hornafirði um sexleytið í gærkvöldi þegar 10 ára drengur á reiðhjóli lenti á vörubíl. Drengurinn lærbrotnaði og hlaut höfuðhögg og kviðáverka. Hann var fluttur með sjúkraþyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur og var án meðvitundar um ellefuleytið í gærkvöldi. Hann var talinn alvarlega slasaður, en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Hafnarbraut. Meira
14. júní 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

Á höfuðborgarsvæðinu falla niður ferðir Almenningsvagna, sérleyfisferðir á vegum Norðurleiðar, SBS og Austurleiðar, á Norðurlandi ferðir með Sérleyfisbílum Akureyrar og á Vestfjörðum með Allrahanda. Þá nær verkfallið til starfsmanna hjá Teiti Jónassyni, Vestfjarðaleið, Hópbílum og Kynnisferðum. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júní 1997 | Staksteinar | 311 orð

Klúður á klúður ofan

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður segir í grein í Degi-Tímanum 12. júni sl. að Þjóðvaki og Alþýðuflokkur hafi "með offorsi sínu, einleikjum og atgangi komist býsna langt með að klúðra tækifærinu sem nú er til að þjappa íslenzkum vinstri mönnum og félagshyggjufólki saman." "Óskynsamlegt" ­ "óheppilegt" Meira
14. júní 1997 | Leiðarar | 581 orð

LeiðariÍSLENZK VELFERÐ ÍFSGÆÐIN eru mest í Kanada

LeiðariÍSLENZK VELFERÐ ÍFSGÆÐIN eru mest í Kanada, Frakklandi, Noregi, Bandaríkjunum og á Íslandi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um framþróun í heiminum. Þar eru lagðar til grundvallar lífslíkur íbúanna, meðaltekjur á mann og menntunarstig. Miðað er við tölur frá árinu 1994, en síðan hefur hagur okkar enn vænkazt. Meira

Menning

14. júní 1997 | Kvikmyndir | 327 orð

Alain Delon í sviðsljósinu

DAGANA 14.­20. júní verður haldin frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói. Þar verður sýndur þverskurður af bestu kvikmyndum leikarans Alains Delons til þessa dags. Hátíðin mun fara út um allan heim og eru Íslendingar einna fyrstir til að fá að njóta hennar. Stjarna vegna útlitsins Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 117 orð

Ástin blómstrar hjá Díönu prinsessu

ÞAÐ sást til Díönu prinsessu og Christopher Whalley á gangi í London á dögunum. Christopher er maðurinn í lífi Díönu um þessar mundir. Samband þeirra hefur þó farið hljóðlega og fáar myndir verið teknar af þeim saman. Vinir þeirra segja að Díönu líði mjög vel í návist Christophers og kunni að meta þagmælsku hans og tryggð. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 156 orð

Á toppnum

"UNDANFARIÐ ár hefur verið ævintýri líkas," segir Berthil Espegren. Þessi 24 ára Normaður er nýjasta stjarnan í fyrirsætuheiminum. Andlit hans hefur birst á forsíðum aðaltískublaðanna auk þess að hann auglýsir fyrir hönnuði á borð við Armani og Valentino. "Ég er ekkert hrifinn af því að vera settur í flokk með stjörnum. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 225 orð

Buckley var allsgáður

TÓNLISTARMAÐURINN Jeff Buckley var hvorki drukkinn né undir áhrifum eiturlyfja þegar hann lést þann 29. júní, að sögn læknis sem krufði líkið. Jeff var sonur þjóðlagatrúbadorsins Tims Buckley, sem lést af heróínneyslu árið 1975, 28 ára, tveimur árum yngri en sonurinn varð. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 63 orð

Enn á lausu

FELIPE Spánarprins er einn af eftirsóttustu piparsveinum Evrópu. Það lítur einnig út fyrir að hann haldi því viðurnefni lengur. Þegar trúlofun systur hans var gerð opinber notuðu blaðamenn tækifærið og spurðu prinsinn hvort hann ætlaði að festa ráð sitt á næstunni. Felipe brá þá á leik og þóttist ekki skilja spurninguna og virtist hafa lítinn áhuga á að svara henni. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Hefðinni haldið við

YNGSTI sonur forseta Indónesíu, Hutomo Mandala Putra, kvæntist á dögunum. Sú heppna var Ardhia Pramesti Regita Cahyani prinsessa. Brúðkaupið var haldið samkvæmt indónesískri hefð og var líkt og gestir hefðu stigið inn í austurlenskt ævintýri. Í raunveruleikanum er brúðguminn kallaður Tommy og starfar við viðskipti og brúðurin er verkfræðingur. Meira
14. júní 1997 | Kvikmyndir | 232 orð

Ímyndaður vinur Bull (Bogus)

Framleiðendur: Norman Jewison, Arnon Milchan, Jeff Rothberg. Leikstjóri: Norman Jewison. Handritshöfundur: Alvin Sargent. Kvikmyndataka: David Watkin. Tónlist: Mark Shaiman. Aðalhlutverk: Whoopie Goldberg, Gerard Depardieu, Haley Joel Osment. 107 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 2.júní. Myndin er öllum leyfð. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Í sambandi

ÞRÁTT fyrir annríki tekst fyrirsætunni Naomi Campbell og flamenco-dansaranum Joaqín Cortés ávallt að finna tíma hvort fyrir annað. Svo virðist sem samband þeirra risti dýpra en margir spáðu í upphafi. Naomi hefur nokkrum sinnum tekið sér ferð á hendur til að hitta Cortés sem ferðast nú um og sýnir dans í helstu borgum Evrópu. Nú á dögunum hittust þau í Munchen og áttu góðar stundir. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Jeff og Laura hittast á ný

ÞÓTT leikararnir Laura Dern og Jeff Goldblum hafi hist á góðgerðarsamkundu í Los Angeles þar sem þessi mynd var tekin, eru þau ekki byrjuð saman á ný eftir að hafa skilið að skiptum á síðasta ári. Laura hefur tekið saman við Billy Bob Thornton, leikstjóra "Sling Blade". Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Konungbornir íþróttaunnendur

SYNIR Díönu og Karls eru báðir gefnir fyrir íþróttir. Sá yngri, Harry, heillast af tennisleik en William æfir róður af kappi. Hann stundar nám í Eton sem er einn frægasti breski einkaskóli fyrir drengi. ÆTLI Harry muni keppa áWimbledon einhvern daginn? WILLIAM þykir liðtækurræðari. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Konungleg tíska

Á dögunum var opnuð sýning í Museum of London sem heitir "konungleg tíska 1796-1901." Anna prinsessa (systir Karls) var viðstödd opnunina. Hún heillaðist svo af klæðum forfeðra sinna að hún var miklu lengur að skoða sýninguna en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
14. júní 1997 | Kvikmyndir | 329 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið21.10 Addams-fjölskyldan (The Addams Family, 1991) er fyrri bíómyndin um kjarnafjölskylduna sem stútar öllum meðalstöðlum um slíkar fjölskyldur. Teiknimyndasögurnar og sjónvarpsþættirnir um þessa fjölskyldu þekkja margir og bíómyndirnar hafa notið vinsælda enda er kolsvartur hrollvekjuhúmorinn oft frumlegur í besta máta. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Matthew Perry leitar sér lækninga

MATTHEW Perry (úr sjónvarpsþáttunum "Friends") hefur hríðhorast nú upp á síðkastið. Því hefur verið fleygt að hann sé haldinn lystarstoli. Eftir að sá orðrómur fór af stað fór hann í meðferð vegna lyfjafíknar en sagt var frá því um daginn. Læknar búast við því að hann muni ná sér fljótlega aðdáendum til mikils léttis. MAGUR Matthew. Meira
14. júní 1997 | Kvikmyndir | 200 orð

Móðurhlutverk Óvæntir fjölskyldumeðlimir (An Unexpected Family)

Framleiðandi: Lee Rose. Leikstjóri: Larry Elikann. Handritshöfundur: Lee Rose. Kvikmyndataka: Eric van Haren Nomen. Tónlist: Tom Scott. Aðalhlutverk: Stockard Channing og Stephen Collins. 91 mín. Bandaríkin. Cic-myndbönd 1997. Útgáfudagur: 27. maí. Myndin er öllum leyfð. Meira
14. júní 1997 | Kvikmyndir | 85 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Vélrænir böðlar (Cyber Trackers) Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate) Þrumurnar (Rolling Thunder) Glæpastundin (Crime Time) Aftökulistinn Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 80 orð

Nýir strandverðir

MARGAR frægustu stjörnur Strandvarðaþáttanna hafa yfirgefið þá á síðustu misserum, þeirra á meðal sjálf Pamela Anderson. Þrátt fyrir það hafa þættirnir, sem byggjast að miklu leyti á fegurð leikaranna, ekki misst aðdráttarafl sitt, þar sem nýir liðsmenn eru ekki síður föngulegir en þeir gömlu. Þættirnir heita reyndar nú "New Baywatch", eða Nýju strandverðirnir. Meira
14. júní 1997 | Fólk í fréttum | 336 orð

Strákunum vel tekið í Bodö

SKIPVERJARNIR á Sigurði VE kunna vel við sig í Bodö í Norður- Noregi, þrátt fyrir að þeir hafi verið fluttir þangað nauðugir af norsku strandgæzlunni. Veðurblíðan í Bodö var með eindæmum og því sjálfsagt að skreppa frá borði og vinsæll viðkomustaður var veitingastaðurinn Paviljongen í göngugötu bæjarins, rétt ofan við bryggjuna. Meira
14. júní 1997 | Kvikmyndir | 611 orð

Tæknin og tuttugasta öldin TUTTUGA

Tæknin og tuttugasta öldin TUTTUGASTA öldin hefur verið öld stórstígra framfara, sem komið hafa í gusum yfir Vesturlönd og feykt burtu flestu sem fyrir var, svo nú þykjast menn sjá fyrir að í stað hrossaaldar komi tölvuöld og síðan einhver önnur öld, þar sem öllu er bylt sem áður var á tölvuöld og svo koll af kolli, Meira

Umræðan

14. júní 1997 | Aðsent efni | 1040 orð

Athugasemdir við starfsleyfistillögu fiskimjölsverksmiðju í Siglufirði

VIÐ undirritaðir, Valgeir T. Sigurðsson og Jónas Þ. Sigurðsson, viljum gera athugasemdir við þær tillögur sem liggja fyrir um veitingu starfsleyfis til handa Fiskimjölsverksmiðju SR-mjöls á Siglufirði. Við bræður teljum málið varða okkur þar sem við erum landeigendur við fjörðinn, nánar tiltekið frá botni fjarðarins austanvert og út á Siglunes, og er landið einnig í eigu fleiri fjölskyldumeðlima. Meira
14. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 78 orð

Áfram KR!Halldóri Guðmundssyni: ÞAÐ gladdi mig að lesa í Morgunblaðinu um daginn að leikmenn KR hefðu ákveðið að byrja að vinna

ÞAÐ gladdi mig að lesa í Morgunblaðinu um daginn að leikmenn KR hefðu ákveðið að byrja að vinna aftur. Hinn langi kafli þar sem liðið vann lítið sem ekkert var afar dapurlegur og endaði eins og alþjóð veit með því að hinn geðþekki þjálfari liðsins þurfti að taka afleiðingunum og hætta. En nú hefur KR- liðið axlað ábyrgð sína og ákveðið að byrja að vinna. Því ber að fagna ­ á vellinum. Meira
14. júní 1997 | Aðsent efni | 654 orð

Bolir vegna baráttu gegn brjóstakrabbameini

KRABBAMEINSFÉLAG Íslands hóf sérstakt átak í baráttunni gegn brjóstakrabbameini í apríl sl. Átakið mun standa út þetta ár og eru seldir sérmerktir stuttermabolir til ágóða fyrir baráttuna gegn þessu algengasta krabbameini meðal íslenskra kvenna. Meira
14. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 430 orð

Listaverk klippt í tvennt

ÞEIR kalla það list það sem ekkert er en þegja í hel listsköpun sem höfðar til hjartans og tilfinninganna. Vísindalegt skal það vera, eftiröpun og frá fyrirframgefinni línu; hjóm, spark, og klór: allt á vísindalegum grunni og helst sem vitlausast. Kuldakast ef eitthvað höfðar til hjartans. Meira
14. júní 1997 | Aðsent efni | 1142 orð

Rangfærslum Guðmundar Hagalínssonar um Æsumálið svarað

Í HÉRAÐSFRÉTTABLAÐINU Vestra á Ísafirði og í Morgunblaðinu þann 11. júní sl. birtist opið bréf til mín og Reynis Traustasonar fréttastjóra á DV, ritað af Guðmundi Hagalínssyni, fyrrum bónda í Hrauni á Ingjaldssandi, um sjóslysið á Arnarfirði þegar Æsa ÍS 87 frá Flateyri fórst þar í blíðskaparveðri. Í þessari tímamótaritsmíð Guðmundar er farið samhengislaust um víðan völl. Meira
14. júní 1997 | Bréf til blaðsins | -1 orð

R-listinn áminntur um sannsögli

ALFREÐ Þorsteinsson, fulltrúi R- listans í borgarstjórn, hefur áhyggjur af því í Morgunblaðinu 29. maí að Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn Reykjavíkur hafi engan forustumann. Sjálfstæðisfólk hefur alltaf verið svo lánsamt að geta valið sér góða forustu sem enginn styr hefur staðið um. Það er meira en aðrir geta státað af. Meira
14. júní 1997 | Aðsent efni | 698 orð

Samstaða um nauðsyn breytinga

UMRÆÐURNAR sem þegar hafa spunnist í tilefni af niðurstöðum TIMSS-rannsóknarinnar um frammistöðu íslenskra nemenda 3. og 4. bekkjar í stærðfræði og náttúrufræði sýna víðtækan stuðning við þá stefnu, sem fylgt hefur verið á þessu kjörtímabili, að í skólakerfinu eigi að setja fram skýr markmið og kröfur. Nú virðist flestum ljóst að án skýrra markmiða og aga næst ekki viðunandi árangur. Meira

Minningargreinar

14. júní 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Ásta Sigurbjarna

Um héraðsbrest ei getur verið að ræða þó aldurhnigin kona, sem lifað hefur nálægt heila öld, hafi átt sitt skapadægur. Þá er það samt svo að einstaklingur hver skilur eftir sig autt sæti og minningu í umhverfinu. Í dag er kvödd hinstu kveðju Ásta Sigurbjarnadóttir, vel gefin og mæt kona. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÁSTA SIGURBJARNA Ásta Sigurbjarna fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 11. júní 1899. Hún lést á vistheimilinu Skjóli hinn 4. júní

ÁSTA SIGURBJARNA Ásta Sigurbjarna fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 11. júní 1899. Hún lést á vistheimilinu Skjóli hinn 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kapellunni í Fossvogi 13. júní. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Guðbjartur Finnbjörnsson

Kæri vinur minn. Nú ert þú farinn til æðri heimkynna. Ég er eiginlega ekki ósátt við það, vegna þess illvíga sjúkdóms sem þjáði þig og ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Vissulega söknum við þín. Þú sem að vart alltaf svo ljúfur og rólegur. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐBJARTUR FINNBJöRNSSON Guðbjartur Finnbjörnsson fæddist á Ísafirði 15. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí

GUÐBJARTUR FINNBJöRNSSON Guðbjartur Finnbjörnsson fæddist á Ísafirði 15. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 27. maí. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 667 orð

Jakobína Guðríður Jakobsdóttir

Þegar ég minnist ömmusystur minnar Bínu detta mér alltaf þessar ljóðlínur í hug. Ég varð þeirrar hamingju aðnjótandi að fá að fara í sveit að Búrfelli í Hálsasveit til Bínu frænku. Hún bjó þar ásamt manni sínum Sigursteini Þorsteinssyni. Bína var ein af þessum konum sem geta allt eða það fannst mér. Hún var ekki há í loftinu en með stórt hjarta og óþrjótandi þolinmæði. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 484 orð

JAKOBÍNA GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR

JAKOBÍNA GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR Jakobína Guðríður Jakobsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 8. ágúst 1910. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Björnsson trésmiður, f. 14. ágúst 1864, drukknaði 26. maí 1910, og Guðríður Pétursdóttir, f. 14. júní 1863, d. 12. nóvember 1923. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 81 orð

Jakobína Guðríður Jakobsdóttir Himneski faðir, heimsins úr dölum hef ég nú augun í hæðir til þín. Ljúk þú upp, faðir, ljósanna

Jakobína Guðríður Jakobsdóttir Himneski faðir, heimsins úr dölum hef ég nú augun í hæðir til þín. Ljúk þú upp, faðir, ljósanna sölum; himininn opinn í anda mér sýn! Aldanna faðir, ævin er liðin; tíminn er kominn, að kveðji ég hér. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Jakobína Jakobsdóttir

Þeir eru fáir sem búa yfir sama glaðlyndi og góðmennsku og einkenndi Jakobínu Guðríði Jakobsdóttur. Það er engum orðum aukið þó sagt sé að hún hafi ekki lagt illt til nokkurs manns. Hún eignaðist á lífsleiðinni trausta vini hvort sem var vestur á Flateyri, þar sem hún bjó síðustu 23 ár ævi sinnar, eða í Borgarfirðinum þar sem hún eyddi stærstum hluta ævinnar ásamt eiginmanni sínum, Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Katrín Karlsdóttir

Mér brá við sunnudagskvöldið sl. þegar minn góði vinur Vigfús Baldvinsson tjáði mér að hún Katrín væri látin. Mitt í notalegu tali þeirra hjóna um hvernig þau ætluðu að nýta laugardaginn til þarfra verka á heimilinu, hvarf Katrín til annars heims, sem er ofar öllu. Það er ekki í mannlegu valdi að skýra hvers vegna hvert og eitt okkar er kallað héðan. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Katrín Karlsdóttir

Í fullkomleika alheimsins er öllu afmörkuð stund og staður. Laugardaginn 7. júní sl. var öllum á óvart stundaglas Katrínar Karlsdóttur tæmt. Enn og aftur erum við minnt á hversu örstutt bilið er milli lífs og dauða og áður en varir er komið að kveðjustund. Á slíkum stundum streyma minningarnar fram og síðast en ekki síst þakkir til þessarar trygglyndu vinkonu minnar. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Katrín Karlsdóttir

Með örfáum línum viljum við minnast elsku ömmu okkar Katrínar Karlsdóttur sem við söknum svo sárt og eigum svo margt að þakka. Alltaf var gott að leita til ömmu og afa á Miðbrautinni þegar eitthvað bjátaði á eða við þurftum um lengri eða skemmri tíma að dvelja annars staðar en heima hjá okkur. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 362 orð

KATRÍN KARLSDÓTTIR

KATRÍN KARLSDÓTTIR Katrín Karlsdóttir fæddist á Fitjum í Staðarsveit í Strandasýslu 24. ágúst 1926. Hún lést á heimili sínu í Búðardal 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétur Karl Jónsson, f. 22. júní 1899, d. 23. okt. 1968, frá Víðivöllum í Strandasýslu, og Guðrún Níelsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 17. jan. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 541 orð

Kistín Hannesdóttir

Í dag verður kvödd hinstu kveðju elskuleg móðursystir mín, Kistín Hannesdóttir. Hún kaus að fá hinstu hvílu í sinni heimasveit sem hún unni svo mjög. Allt sitt líf þjónaði hún öðrum af mikilli ástúð og umhyggju. Hún var ljúf í lund og átti alltaf til hlý og jákvæð orð. Þess fengum við systkinabörn hennar að njóta alla tíð, enda á hún alveg sérstakan sess í huga okkar allra. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 605 orð

Kistín Hannesdóttir

Þær eru bjartar bernskuminningarnar sem ég á um Möggu og Kiddu í Stóru-Sandvík, þó ekki væri fyrir annað en þær mundu eftir afmælisdeginum mínum. Sá dagur lenti annars inni í miðri sláturtíð og var lítið gert með hann. Nema hvað að skilaboð komu frá Stóru-Sandvík reglulega að koma frameftir og líta til þeirra systra. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 1224 orð

Kistín Hannesdóttir

Kidda. Þetta nafn, þessi stúlka, kallar fram í huga minn myndir frá bernsku og æsku, bjartar og hlýjar, samofnar við minningar um hin Stóru-Sandvíkursystkinin. Hún ólst upp í stórum systkinahópi. Þau voru fjórtán ­ tólf komust til fullorðinsára. Nú er Magnea Katrín ein eftir á lífi. Eiginlega má segja að þau systkin hafi átt tvenna foreldra, þ.e. Hannes Magnússon b. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Kistín Hannesdóttir

Okkur langar til að minnast fáeinum orðum Kiddu frænku, eða "Kiddu í Kiddu og Möggu" eins og hún gjarnan var nefnd, enda eru þær algerlega samofnar í huga manns. Það koma upp í hugann minningar frá bernsku okkar, en Kidda var einstaklega barngóð og nutum við góðs af því í ríkum mæli og síðar börnin okkar. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Kistín Hannesdóttir

Árið 1961 flutti ég með foreldrum mínum í Stóragerði 36, þá nýkomin frá Ameríku þar sem faðir minn hafði verið í námi. Á hæðinni fyrir neðan okkur bjuggu systurnar Kidda og Magga. Ég held ég geti sagt fyrir víst að þær séu þær yndislegustu manneskjur sem Guð hefur sett í þennan heim. Ég átti margar stundir í íbúðinni þeirra og aldrei virtist vera óheppilegur tími að líta inn. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 665 orð

Kistín Hannesdóttir

Okkur er ljúft að minnast Kistínar Hannesdóttur, Kiddu frá Stóru- Sandvík, sem farin er í ferðina löngu sem bíður okkar allra. Færa henni þannig með fátæklegum orðum þakkir fyrir allar góðu stundirnar er við áttum með henni á liðnum áratugum. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 737 orð

Kistín Hannesdóttir

Móðursystir mín, Kistín Hannesdóttir frá Stóru-Sandvík, lést 3. júní, 10 dögum vant í 87 árin. Hún var 13 árum eldri en sá sem hér rifjar upp lífshlaup hennar, en frá tveggja ára aldri var ég hjá ömmu minni í Stóru-Sandvík öll sumur, þar til tvítugsaldri var náð. Fyrstu sumurin var ég þar í fóstri á meðan móðir mín var að afla heyja fyrir mjólkurkúna og hestana, en við áttum heima á Eyrarbakka. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 264 orð

KISTÍN HANNESDÓTTIR

KISTÍN HANNESDÓTTIR Kistín Hannesdóttir fæddist í Stóru-Sandvík í Flóa 13. júní 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristín Jóhannsdóttir, f. 16. apríl 1873, d. 26. júlí 1959, og Hannes Magnússon, f. 24. júní 1868, d. 12. jan. 1925. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Óskar Stefánsson

Sú frétt barst okkur að vinur okkar Óskar Stefánsson hefði látist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. maí sl., á 86. aldursári. Óskar var mikill gleðigjafi í lífi okkar hjóna. Á hverju ári í yfir 20 ár ferðuðumst við með Óskari og börnum okkar hjóna vítt um Ísland. Nutum íslenska sumarsins og þess sem náttúran hafði upp á að bjóða. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ÓSKAR STEFÁNSSON Óskar Stefánsson var fæddur í Sauðagerði í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Landspítalanum

ÓSKAR STEFÁNSSON Óskar Stefánsson var fæddur í Sauðagerði í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember 1911. Hann lést á Landspítalanum 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 5. júní. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Sæunn Jónsdóttir

Hinn 28. maí sl. barst mér sú fregn að Sæunn móðursystir mín væri dáin eftir langvarandi og oft erfið veikindi. Þegar ég fór að hugsa til baka minntist ég löngu liðins samtals okkar þar sem ég hafði lofað að skrifa um hana minningargrein. Þetta hafði að vísu verið sagt í gríni en festist þó í minni. Meira
14. júní 1997 | Minningargreinar | 31 orð

SÆUNN JÓNSDÓTTIR

SÆUNN JÓNSDÓTTIR Sæunn Jónsdóttir fæddist á Hofi í Vesturdal 23. október 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 28. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 5. júní. Meira

Viðskipti

14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Amersham tengist Pharmacia

BREZKA heilbrigðis- og tæknifyrirtækið Amersham International Plc, hefur bundið enda á margra mánaða vangaveltur með því að segja frá fyrirætlunum um að tengja lyfjaleitararm fyrirtækisins Pharmacia Biotech í Svíþjóð. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Boðeind á tímamótum

BOÐEIND fagnar 10 ára afmæli fyrirtækisins um þessar mundir og heldur formlega upp á það í dag, laugardag. Fyrirtækið var stofnað af Bjarna og Gunnari Sigurðssonum árið 1987 og var allt fram til ársins 1995 til húsa að Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi. Í ágúst 1995 flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Mörkinni 6 Reykjavík. Býður heildarlausnir Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 185 orð

British Airways boðar breytingar

BREZKA flugfélagið British Airways hefur skýrt frá 10 milljarða dollara breytingaráætlun til þriggja ára sem á að hressa upp á ímynd fyrirtækisins og gerir ráð fyrir nýrri þjónustu, nýjum varningi og flugvélum, bættri aðstöðu og aukinni þjálfun starfsmanna. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 242 orð

»Evrópsk met eftir hækkun í New York

ENN ein hækkun í Wall Street leiddi til þess að ný met voru sett í Evrópu í gær á sama tíma og dró úr ugg vegna sameiginlegs gjaldmiðils Evrópu. Föstudagur þrettándi var happadagur, einkum í París, þar sem hlutabréfavísitalan hækkaði um 48,25 punkta, eða 1,75%, í 2808,52 punkta, sem var nýtt met, en hæst hafði vísitalan komizt í 2811,86 punkta. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Íslenskt grjót flutt út

STEINSMIÐJA S. Helgasonar er að smíða gólf- og veggflísar úr íslensku basalti fyrir nýtt húsnæði stórfyrirtækisins Bang & Olufsen í Danmörku. Að sögn Jóhanns Þórs Sigurðsson, tæknifræðings hjá Steinsmiðju S. Helgasonar, er um 50 tonn af steinflísum að ræða og er áætlað að verkinu ljúki í ágúst næstkomandi. "Basaltið kemur úr landi Hrepphóla í Árnessýslu. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Opnar veitingastað í Malaysíu

PIZZA 67 veitingastaður verður opnaður í Malaysíu innan skamms. Staðurinn verður rekinn af malaysískum aðilum samkvæmt sérleyfi frá Hafmeyjunni ehf. Samningar hafa verið undirritaður um að a.m.k. fjórir slíkir staðir verði opnaðir í landinu fyrir árslok 1998. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 662 orð

Söluhagnaður eigna nam 288,7 milljónum

REKSTRARTAP Básafells hf. nam 68,7 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Að meðtöldum 288,7 milljóna króna söluhagnaði nemur hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu hins vegar 220 milljónum. Til að bæta rekstur fyrirtækisins hefur verið ákveðið að draga úr bolfiskvinnslu en auka rækjuvinnslu og vonast framkvæmdastjórinn til að reksturinn verði réttu megin við núllið á árinu. Meira
14. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Veruleg aukning í farþegaflugi í heiminum

FLUGFÉLÖG í heiminum hafa skýrt frá mikilli aukningu farþegaflugs í heiminum á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og fjölgaði farþegum um níu af hundraði. Aukning sætaframboðs var minni, eða 6%, að sögn Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Farþegaflug jókst um 9% í apríl miðað við sama tíma í fyrra. Meira

Daglegt líf

14. júní 1997 | Neytendur | 255 orð

Geymsluþol matvæla á að koma fram

MATVÆLI á að merkja með geymsluþoli samkvæmt þeim reglum sem Umhverfisráðuneytið hefur tekið ákvörðun um að framfylgja. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa menn nálgast þessi atriði með mismunandi hætti og því hefur ekki reynst mögulegt að samræma kröfur um merkingar. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Hollustuverndar. Meira
14. júní 1997 | Neytendur | 445 orð

Hvað er kýrhakk og hvað nautahakk?

FJÖLDI skinkutegunda blasir við þegar farið er út í búð. Hver er munurinn og hvernig geta neytendur vitað um gæði þeirrar skinku sem þeir kaupa? Nýjar reglur um samsetningu og vöruheiti fyrir kjöt og kjötvörur eru að líta dagsins ljós þessa dagana. Þessar reglur eiga að auðvelda neytendum að velja t.d. skinku eftir gæðum. Meira
14. júní 1997 | Neytendur | 386 orð

Ódýrara að kaupa papriku á Íslandi en í Evrópu

UNDANFARNA daga hefur verð á ýmsu íslensku grænmeti lækkað mikið og margir sem nýta hagstætt verð og skella grænmetinu með á grillið. Græn paprika sem var á 659 krónur kílóið í Bónus fyrir fimm vikum kostaði í gær 279 krónur kílóið og tómatakílóið sem var á 498 krónur fyrir fimm vikum kostaði 159 krónur í Bónus í gær. Meira
14. júní 1997 | Neytendur | 25 orð

Superdrug hreinlætis- og snyrtivörur

Nýtt Superdrug hreinlætis- og snyrtivörur B. Magnússon hefur fengið umboð fyrir svokallaðar Superdrug hreinlætis- og snyrtivörur en það eru breskar vörur sem fást víða í apótekum. Meira
14. júní 1997 | Neytendur | 54 orð

Völusteinn í nýtt húsnæði

REKSTUR Völusteins hefur flutt í Mörkina 1. Á sama stað eru einnig fyrirtækin Augasteinn og Hausverk auglýsingastofa. Verslunin Völusteinn hefur verið stækkuð og stendur til að auka úrval af vörum í kjölfar stækkunarinnar. Meira

Fastir þættir

14. júní 1997 | Dagbók | 2897 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. Meira
14. júní 1997 | Dagbók | 449 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | 181 orð

Fermingar 15. og 17. júní

Ferming í Þingmúlakirkju 15. júní kl. 14. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Fermdur verður: Jón Mar Jónsson, Geirólfsstöðum, Skriðdal. Ferming í Bergsstaðakirkju 15. júní kl. 11. Prestur sr. Stína Gísladóttir. Fermdur verður: Jakob Ólafur Óskarsson, Steiná 2. Ferming í Svínavatnskirkju 15. júní kl. 14. Prestur sr. Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Gárugaldrar sem glepja lax

Veiði er nú byrjuð í flestum bestu laxveiðiánum. Veiðiaðferðir manna eru æði fjölbreyttar og fara mikið eftir því hverju þeir hafa trú á. Portlandsbragðið eða "hitsið" á vaxandi vinsældum að fagna meðal fluguveiðimanna. Ingvi Hrafn Jónsson er mikill "hitsari" og miðlar hér nokkrum fróðleikskornum. Meira
14. júní 1997 | Í dag | 90 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 14. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir og Pálmi Ólafsson, frá Holti á Ásum, nú búsett íFlúðabakka 1, Blönduósi. ÁRA afmæli. Mánudaginn 16. júní verður Ólöf Kristófersdóttir á Útgörðum í Hvolhrepp sextug. Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | 667 orð

Hvað er herpes?

Herpes Spurning: Hvað er herpes zoster og herpes simplex og hver er munurinn? Svar: Það veldur stundum ruglingi að til eru tveir sjúkdómar sem báðir heita herpes (herpes simplex og herpes zoster). Meira
14. júní 1997 | Í dag | 463 orð

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Hrefnu Ingólfsdóttur blaða-

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Hrefnu Ingólfsdóttur blaða- og upplýsingafulltrúa Pósts og síma. Þar gerir Hrefna að umtalsefni umsögn Víkverja um símaskrána, hvers vegna ekki sé unnt að kaupa hana í tölvutæku formi og umkvörtun Leós M. Jónssonar í bréfi til blaðsins 10. júní síðastliðinn. Meira
14. júní 1997 | Dagbók | 124 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 hreinlætisv

Kross 1LÁRÉTT: 1 hreinlætisvaran, 4 kjöts, 7 smá, 8 holdugt, 9 óværa, 11 nálægð, 13 veit, 14 dugnaðurinn, 15 kosning, 17 skoðun, 20 skar, 22 smákvikindi, 23 spónamaturinn, 24 miskunnin, 25 hlaupa. Meira
14. júní 1997 | Dagbók | 349 orð

Spurt er...

1 Í umræðum um stækkun Atlantshafsbandalagsins er deilt um það hvað mörgum nýjum aðildarríkjum eigi að veita inngöngu í fyrstu umferð. Bandaríkjamenn og Íslendingar eru meðal þeirra, sem telja að aðeins eigi að hleypa þremur ríkjum inn. Bandaríkjamenn lýstu á fimmtudag yfir því hvaða ríki það væru. Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | 359 orð

Verðið gleymist en gæðin ekki

JÓN Sigurjónsson gullsmiður flutti bílinn, Rolls Royce Silver Shadow Long Wheelbase Saloon, til landsins í haust og hefur verið að dytta að honum síðan. Hann hyggst nota hann á nokkuð sérstakan hátt í sumar, bjóða þeim sem kaupa giftingarhring eða morgungjöf hjá Jóni & Óskari afnot af drossíunni yfir brúðkaupsdaginn. Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | 1023 orð

Viðburðaríkt líf

PAMELA Digby Churchill Hayward Harriman var ein umtalaðasta kona í heiminum eftir að Clinton Bandaríkjaforseti skipaði hana sendiherra í París fyrir fjórum árum. Þegar eiginmaður hennar, Averall Harriman, lést erfði hún rúmlega 100 milljónir dollara og var talin ein af auðugustu ekkjum í Bandaríkjunum. Meira
14. júní 1997 | Í dag | 425 orð

Vísað á dyrÞannig er að við hjónin keyptum fellihýsi af fyri

Þannig er að við hjónin keyptum fellihýsi af fyrirtækinu Evró hf. og fórum með það í ferðalag um síðustu helgi. Það kviknaði ekki á miðstöðinni í fellihýsinu og var það vægast sagt ömurleg nótt sem við áttum, þar sem mjög kalt var í veðri. Við vorum með lítil börn með okkur sem kvörtuðu mikið undan kulda og þar af leiðandi varð engum svefnsamt um nóttina. Meira
14. júní 1997 | Fastir þættir | 1167 orð

Þú birtist mér í draumi

AUSTURRÍSKI drauma- og sálgreinandinn C.G. Jung (1875­ 1961) skilgreindi draumkonu allra karlmanna sem tákngerving allra góðra eiginleika hans og verndarengil. Þessari veru draumsins sem birtist í líki vinar, móður, ástkonu eða kunnuglegrar persónu úr opinberu lífi gaf hann nafnið Anima (gríska orðið fyrir sál), Meira

Íþróttir

14. júní 1997 | Íþróttir | 255 orð

AKSTURSÍÞRÓTTIRVillenuve á hei

KANADABÚINN Jacques Villenueve verður á heimavelli í kanadíska Formula 1 kappakstrinum á morgun. Hann ekur Williams Renault og hefur forystu í stigakeppni ökumanna. Er með 30 stig, en Þjóðverjinn Michael Schumacher er með 27. Brautin sem ekin verður er skírð eftir föður Villenueve, Gilles Villenueve sem lést í kappakstri. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 75 orð

Arnljótur í herbúðir ÍR-inga

ARNLJÓTUR Davíðsson knattspyrnumaður tilkynnti í gær félagsskipti yfir í 1. deildar lið ÍR, en Arnljótur hefur verið í herbúðum Vals síðustu misseri. Arnljótur lék með Val í vorleikjunum en hætti með félaginu áður en keppni hófst á Íslandsmótinu fyrir mánuði síðan. ÍR-ingar eru í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum umferðum næst efstu deild karla, 1. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 349 orð

Eldingahætta tafði leik

Rúmlega tveggja klukkustundar hlé var gert á Opna bandaríska mótinu í golfi í gær vegna hættu á eldingum sem voru í næsta nágrenni. Mótið tafðist því nokkuð og þegar blaðið fór í prentun var ljóst að hluti af þeim 156 kylfingum sem þátt taka gæti ekki lokið öðrum hringnum fyrir myrkur. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 2691 orð

Er hægt að rétta skútuna við?

Íslenska landsliðið er því miður á hraðri niðurleið í alþjóðlegri knattspyrnu. Skapti Hallgrímsson veltir stöðu liðsins fyrir sér, eftir jafnteflið gegn Litháen á miðvikudag. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 95 orð

Fyrsta höggið á 18 holu vellinum

NÝI 18 holu golfvöllurinn að Korpúlfsstöðum var opnaður í gær, en hafist var handa við gerð hans 13. júní 1995 og níu fyrstu holurnar voru opnaðar fyrir ári. Fyrrverandi formenn Golfklúbbs Reykjavíkur komu saman við þetta tækifæri og núverandi stjórn golfklúbbsins auk fleiri kylfinga. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 172 orð

Gil verður stefnt SPÆNSKA knattspyrnusam

SPÆNSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Jesus Gil, forseta Atletico Madrid, en hann hefur verið óspar á stóru orðin í garð knattspyrnusambandsins og upp úr sauð í gær þegar honum var neitað um aðgang að fundi sambandsins vegna þess að hann væri í banni frá því í mars en þá lenti honum saman við forráðamenn sambandsins. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 375 orð

Kapphlaup við tímann

MIKIÐ kapphlaup var hjá Rafni Harðarsyni og aðstoðarmönnum og Haraldi Péturssyni og aðstoðarmönnum að ljúka smíði yfirbyggingar torfærujeppa með útliti nútímajeppa fyrir torfærukeppni í Jósepsdal í dag. Rafn er búinn að smíða nýjan jeppa með Dodge Ram- útliti og Haraldur er að setja Musso-yfirbyggingu á sitt gamla ökutæki, meistarajeppann þrautreynda. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 77 orð

Kvennaliðið til Kanada

KVENNALANDSLIÐ Íslands í handknattleik leikur á æfingamóti í Kanada 27. júní til 1. júlí. Liðið, sem leikur í forkeppni Evrópumótsins í haust, er þannig skipað: Fanney Rúnarsdóttir, Stjörnunni, Helga Torfadóttir, Víkingi, Vigdís Sigurðardóttir, Haukum, Anna Blöndal, ÍBA, Auður Hermannsdóttir, Haukum, Björk Ægisdóttir, FH, Brynja Steinssen, KR, Dagný Skúladóttir, FH, Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 121 orð

Kænur og bretti til sölu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja allan þann búnað sem notaður var við keppni á seglbátum og brettum á Smáþjóðaleikunum í síðustu viku, í stað þess að senda hann aftur utan. Báðar gerðir eru í ólympíuflokki kæna og bretta og valin af ólympíunefndum, þar sem þessar gerðir þykja henta vel fyrir æfða siglingamenn svo og byrjendur. Um er að ræða 22 Laser-báta og 18 Mistral-bretti. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 557 orð

Körfuknattleiks- kona fljótust

Marion Jones fyrrum leikmaður körfuknattleiksliðs Norður- Karólínuríkis í kvennaflokki stal senunni í undankeppni 100 m hlaups kvenna á bandaríska meistaramótinu í Indianapolis í gær. Hún hljóp fyrst á 10,98 sek., og bætti um betur í undanúrslitum er hún fékk tímann 10,92 sek. Jones er 14. bandaríska stúlkan sem hleypur 100 m á skemmri tíma en 11 sek. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 82 orð

Landsliðið á Polar Cup LANDSLIÐ 22

LANDSLIÐ 22 ára og yngri í körfuknattleik er í Ósló í Noregi, þar sem Polar Cup mótið hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari stjórnar liðinu. Eftirtaldir skipta hópinn: Gunnar Einarsson, Elentínus Margeirsson og Þorsteinn Húnfjörð úr Keflavík, Páll Kristinsson og Örvar Kristjánsson úr Njarðvík, Páll Axel Vilbergsson og Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík, Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 492 orð

MIKLAR

MIKLAR líkur virðast á því að enski landsliðsmaðurinn Paul Ince fari frá Inter Milan til Liverpoolí sumar skv. fréttum í enskum fjölmiðlum í gær. Liverpool býður honum betri laun, að sögn, en Inter hefur gert. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 277 orð

Óhress með aukakeppnina

Guðmundur Karlsson, sleggjukastari, hafði samband við Morgunblaðið og sagði að ekki hefði verið farið rétt með í umfjöllun blaðsins um sleggjukastskeppninni á Smáþjóðaleikunum. Ein sleggjan, sem notuð var, reyndist of létt og því voru tvær umferðir keppninnar endurteknar. "Í þriðju umferð kastaði ég sleggjunni tæpa 64 metra. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 141 orð

Rhodes þjálfarí 1. deildháskólaliðanna

JOHN Rhodes, sem lék með Haukum og ÍR í úrvalsdeildinni, skipti á dögunum um starf í Bandaríkjunum. Í vetur var hann aðstoðarþjálfari hjá 2. deildar háskólaliði Norður-Flórída í Jacksonville en var fyrir skemmstu ráðinn aðstoðarþjálfari hjá St. Bonaventure háskólaliðinu sem leikur í 1. deildinni. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 169 orð

Samkvæmt reglum

BIRGIR Guðjónsson var yfirdómari frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna. "Það gerðist algjörlega óviljandi að ein sleggjan sem notuð var í keppninni var of létt. Ég vil taka skýrt fram að alls ekki var um svindl að ræða heldur mannleg yfirsjón að sleggjan skyldi tekin með út á völl," sagði Birgir við Morgunblaðið. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 316 orð

Spretthlauparar í ham

Góður árangur náðist í mörgum greinum á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í frjálsíþróttum í Indianapolis. Fimm keppendur í 100 m hlaupi karla hlupu undir 10 sekúndum, tvær stúlkur undir 11 sekúndum í 100 m hlaupi kvenna. Þá sigraði Steve Fritz í tugþraut, fékk 8.604 stig sem er næst besti árangur í heiminum í ár. Meira
14. júní 1997 | Íþróttir | 235 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: Coca Cola bikar karla: Akranes.ÍA 23 - ÍA14 Dalvík:Dalvík - FH14 Garður:Víðir - Grindavík14 KR-völlur:KR 23 - Fram14 Leiknisvöllur:Leiknir - ÍBV14 Nesk.staður:Þóttur N. - Þróttur R. Meira

Úr verinu

14. júní 1997 | Úr verinu | 485 orð

Háskóli Íslands útskrifar meistara í sjávarútvegsfræðum í fyrsta sinn

MEÐAL þeirra nemenda, sem útskrifast frá Háskóla Íslands þann 17. júní næstkomandi, verða fyrstu þrír nemendurnir sem útskrifast með meistaragráðu í sjávarútvegsfræðum frá skólanum. Nemendurnir, tveir líffræðingar og einn hagfræðingur, hófu M.Sc.nám í sjávarútvegsfræðum árin 1994 og 1995 og eins og við er að búast endurspegla rannsóknarverkefnin bakgrunn þeirra og áhugasvið. Meira
14. júní 1997 | Úr verinu | 338 orð

Kom Rússum til bjargar

ÁSTRALSKI togarinn Austral Leader, sem gerður er út frá Perth, kom rússneskri lystisnekkju til bjargar eftir að hafa fengið neyðarkall frá höfuðstöðvum Slysavarnafélags Ástrala um að snekkjan væri stödd í nauðum, þann 28. maí síðastliðinn. Togarinn, sem er 86 metra langur, var að veiðum nærri Heard Island, um 4.100 km suðvestur af Perth í Ástralíu, þegar kallið kom. Meira

Lesbók

14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

AÐ TÚLKASANNLEIKANN

ÞÝSKI heimspekingurinn Friedrich Nietzsche taldi að það væri enginn sannleikur til, aðeins mismunandi túlkanir. Þó Nietzsche væri 19. aldar maður, höfða hugmyndir hans sterkt til nútímans og þegar fjölmiðlar verða stöðugt áhrifameiri tæki til að móta skoðanir fólks eiga þessi orð vel við. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 255 orð

ALDAMÓTIN MIKLU

Upp, Íslandsþjóð við aldahvörf með ár hins kristna siðar! En hvað gat valdið þeirri þörf, að þar við tíminn miðar það allt, sem var og verða má og víst er alla daga? Þú, Jesús Drottinn, jörðu á. Það játar trú og saga. Vor heimsbyggð er í hættu stödd og höfuðsynd því veldur, er eigi vill sjá vopnin kvödd og velur styrjöld heldur. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1453 orð

Á HEIMLEIÐ MEÐ "BROT AF FORNUM ARFI" Ása Ólafsdóttir myndlistarkona var í fjóra mánuði gestur Norrænnar vinnustofu á Listafárinu

Ása Ólafsdóttir kvaddi Gautaborg með forsýningu í vinnustofunni og þátttöku í samsýningu á vegum Listafársins svonefnda. Nafnið er dregið af sögu húsanna á hæð fyrir ofan Linnétorgið. Þar reis farsóttarhæli árið 1886, en einni öld síðar fengu listamenn augastað á yfirgefnum húsunum, sáu til að þau yrðu endurnýjuð. Og hælið breyttist í sýningarsali og vinnustofur. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2586 orð

DAGBÓKARÞANKAR FRÁ KÖLDUM VORDöGUM Í SVÍÞJÓÐ

DAGBÓKARÞANKAR FRÁ KÖLDUM VORDöGUM Í SVÍÞJÓÐ LEIKLISTARHÁTÍÐ í Stokkhólmi var tilefni Svíþjóðarferðar Brynju Benediktsdóttur fyrir skömmu. Á þessari leiklistarhátíð var m.a. á dagskrá sýning Þjóðleikhússins á Leitt hún skyldi vera skækja. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

Efni

Níels P. Dungal prófessor var forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í fjóra áratugi en hann lést 1965. Þess er nú minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans og 100 ár frá því að vísir að rannsóknastofu á vegum Háskólans tók til starfa. Fyrir 37 árum átti Matthías Johannessen samtal við Níels Dungal, þar sem þeir ræddu m.a. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 4382 orð

ERUM EKKI ERFINGJAR KALDA STRÍÐSINS

BÓKMENNTAFÉLAGIÐ Mál og menning var stofnað 17. júní árið 1937. Að stofnun félagsins stóðu Félag byltingarsinnaðra rithöfunda og bókaútgáfan Heimskringla. Helsti forsprakki Félags byltingarsinnaðra rithöfunda var Kristinn E. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

FRAKKINN SEM HAFIÐ HAFNAÐI EFTIR JÓNAS KNÚTSSON

LUC Besson fæddist í París árið 1959. Foreldrar hans kenndu köfun við suðurströnd Frakklands. Ungur að aldri var Besson altekinn af heimi undirdjúpanna og Miðjarðarhafinu. Hvort tveggja varð síðar snar þáttur í myndum hans. Sautján ára að aldri lenti Bresson í köfunarslysi. Honum var tilkynnt að hann gæti aldrei stundað köfun. Besson var harmi lostinn. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 756 orð

JARÐARFARIR OG AÐRAR FARIR EKKI SLÉTTAR

Mary Higgins Clark:Moonlight becomes you Pocket Books.1997 Vasabrotsbókin, sem setið hefur í efsta sæti metsölulista The New York Times undanfarnar nokkrar vikur, er eftir "drottningu spennubókmenntanna", Mary Higgins Clark, og heitir "Moonlight Becomes You" eða Tunglskinið klæðir þig vel. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 835 orð

KRAFTAVERKIÐ FRÁ TORONTO

Bela Bartók: Sónata f. einleiksfiðlu BB 124; Fritz Kreisler: Recitativo og Scherzo-Caprice Op. 6; Niccolo Paganini: Inngangur og tilbrigði um "Nel cor piu non mi sento"; Eugene Ysa¨bye: Sónötur f. einleiksfiðlu í d- moll Op. 27 nr. 3 -e-moll nr. 4; Heinrich Wilhelm Ernst: Le roi des aulnes Op. 26 (Grand Caprice f. einleiksfiðlu um "Erlkönig" e. Schubert D 328.) Leila Josefowicz, fiðla. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1158 orð

KRISTNITAKA Í SKÁLHOLTI

KRISTNI á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Allar götur frá því Gissur hvíti, sonur fyrsta ábúandans í Skálholti, Teits Ketilbjarnarsonar, Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

KVÖLDGANGA

Endurómur fótataksins berst mér til eyrna þó ég læðist um í frostköldum skóginum. Ég hlusta á drauma hans í hrímgaðri þögninni með stirðnað bros, sem fraus í vetrarsólinni þegar þú fórst. Fætur mínir kyssa jörð og ástarkvakið berst um skóginn frá kossum okkar sem hugsa um þig. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 317 orð

MÁLÞING UM HANDRITIN

AFHENDINGU íslenskra handrita frá Danmörku lýkur formlega við setningu dansks- íslensks málþings um handrit í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 19. júní nk. kl. 9.30. Þá mun Kjeld Møllgård, rektor Kaupmannahafnarháskóla, sem jafnframt er formaður Árnanefndar (Den arnamagnæanske Kommission), afhenda Sveinbirni Björnssyni, rektor Háskóla Íslands, Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 51 orð

MINNING UM VIN MINN

Dagssporin eru gengin og það húmar að kveldi lífs þíns. Þú sem óttalaust gekkst þennan erfiða veg og æðraðist ekki. Í sál okkar allra er sólin hnigin til viðar og hugsunin hljóð. Far þú í friði vinur. Höfundur er umsjónarmaður íbúða í eigu verkalýðsfélaga í Reykjavík. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3401 orð

MINNISSTÆÐ STUND MEÐ DÓTTURSYNI RITSTJÓRANS EFTIR EINAR LAXNESS Jón Krabbe minntist æskuheimilisins

11. Svo sérkennileg sem staða Jóns Krabbe var sem starfsmanns í sendiráði Íslands annars vegar, og jöfnum höndum trúnaðarmanns í danska utanríkisráðuneytinu hins vegar, varð það auðvitað tilefni til ýmiss konar hugleiðinga um manninn og eðli starfa hans. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

MYNDLÝSINGAR Í ÍSLENSKUM FORNRITAÚTGÁFUM

SÝNINGIN Sögn í sjón ­ myndlýsingar í íslenskum fornritaútgáfum á 20. öld verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins í dag, laugardag. kl. 15. Sýningin er sú þriðja í röðinni sem opnuð er undir samheitinu Sögn í sjón, og er hún samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Norræna hússins og Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 5960 orð

NÍELS P. DUNGAL

Ef ég hef ekki vitað það áður, veit ég það nú, að við lifum í mörgum ólíkum heimum. Um það sannfærðist ég, þegar ég fyrir nokkru skrapp upp á Rannsóknastofu Háskólans að tala við Níels Dungal, prófessor. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 448 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

OPIN SÝNING Í NÝLISTASAFNINU

"SÝNING. Þegar þú lest þetta eða þú heyrir einhvern tala um þessa sýningu er þér um leið boðið að sýna í Nýlistasafninu frá 14. til 29. júní 1997...." Með þessum formála ákvað stjórn Nýlistasafnsins að bjóða til opinnar sýningar sem hefst laugardaginn 14. júní kl. 16. Öllum er boðið að sýna meðan húsrúm leyfir. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

ÓLAFUR THÓRODDSEN NISTI Á hvíta fjöru rak þ

Á hvíta fjöru rak þitt rúnanisti og rautt sem blóð í villtri flökkustúlku; hún klauf það sundur, kveikti eld í þangi við klofið silfrið, gráan eld í þangi og nakin, tryllt hún dansaði á sandi. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

ÓLAFUR TRYGGVASON Steingrímur Thorsteinsson þýddi

Norður um sjó fer sigling glæst, sést við dagsbrún í lyfting hæst Erlingur Skjálgsson frá Sóla. Skimar yfir djúp að Danmörk: Kemur ekki Ólafur Tryggvason? Drekar fimtíu fella voð, fólkið sólbrent af hverri gnoð horfir að Danmörk, þá drynur: Hvað dvelur Orminn langa? Kemur ekki Ólafur Tryggvason? Annan morgun, er eins það brást, Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

PETRÍNA ÓLÖF ÞORSTEINSDÓTTIR Samkvæmt bókunum Á kvöldin þeg

Á kvöldin þegar kyrrð færist yfir mig hugsa ég oft til þín. Þú sem svo löngu ert horfin. Ég ætti að vera hætt að hugsa til þín nema endrum og eins samkvæmt bókunum. Samt get ég ekki hugsað samkvæmt bókunum því þú mótaðir líf mitt og ert hluti af því. Höfundur er þroskaþjálfi. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

SANDUR

ég sit í sandinum sandi drauma minna rjómagula mjúka kornin gæla varlega við hörund mitt sandkorn Abrahams sólin sem með logum sínum kyndir varðeldinn baðar sig í hita hafsins ljós mitt máninn lýsir ljóðum næturinnar sem tregablandin telja stjörnur himins Höfundur er Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

SEX STYRKIR TIL HANDRITSGERÐAR

KVIKMYNDASJÓÐUR Íslands hefur veitt sex handritshöfundum styrki til að vinna frekar að handritum sínum. Við árlega úthlutun í janúar sl. hlutu tíu höfundar styrki og skiluðu allir verki sínu í síðasta mánuði. Nú hefur úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs valið sex þeirra, sem halda áfram í verkefninu, en hinir heltast úr lestinni. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1829 orð

SÍÐUSTU HANDRITIN HEIM Tvö síðustu handritin, sem flutt verða frá Danmörku, verða afhent á fimmtudaginn. Í eftirfarandi grein,

Predikanir og lífssögur dýrlinga eru án efa með því fyrsta sem fært er í letur hér á landi. Þegar fyrsti málfræðingurinn sem líklega var uppi um miðja 12. öld, skrifaði ritgerð sína, vitnaði hann til efnis sem "hægra" yrði að skrifa, lægi fyrir stafróf. Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

SUMAR, VETUR, VOR OG HAUST

Veturinn blæs sínum kalda vindi og beinin nísta hjá fólkinu sem ráfar um snæviþaktar götur borgarinnar Mér er kalt Laufin falla af trjánum Ég sé þau svífa um bláan himininn þau eru gul græn rauð öll í regnbogans litum Það er komið haust Ölduniður! Ég ligg á sólarströnd á gylltum sandi Ég finn volga ölduna snerta Meira
14. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

TÖPUÐU ÁTTUM

VERK Kristínar Reynisdóttur á sýningunni Kristnitaka, "Skjól", stendur á hæð andspænis Skálholtskirkju. Hugmynd listakonunnar var sú að verkið myndi snúa nákvæmlega eins og kirkjan, það er vísa til höfuðáttanna fjögurra. Þegar verið var að festa verkið í jörðu skall aftur á móti á þoka, sem gerði það að verkum að kirkjan hvarf sjónum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.