Greinar þriðjudaginn 17. júní 1997

Forsíða

17. júní 1997 | Forsíða | 306 orð

Evró á áætlun en aukin áhersla á atvinnumál

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins (ESB) náðu samkomulagi um stöðugleikasáttmála Evrópska myntbandalagsins (EMU), á fundi sínum í Amsterdam í gær. Samkomulagið felur m.a. í sér að efnt verður til sérstakrar ráðstefnu um atvinnumál á vegum ESB í haust auk þess sem Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) verður falið stærra hlutverk í atvinnusköpun innan ESB. Meira
17. júní 1997 | Forsíða | 99 orð

Pavarotti og Michael Jackson

ÍTALSKI óperusöngvarinn Luciano Pavarotti tilkynnti í gær að hann hygði á upptökur með bandaríska poppsöngvaranum Michael Jackson, ásamt fleirum. "Við erum byrjaðir að ræða þetta," sagði Pavarotti við fréttamenn í heimabæ sínum, Modena á Ítalíu, í gær. Þar mun hann halda konsert í kvöld með Plácido Domingo og José Carreras. Er þess vænst að Jackson verði meðal áheyrenda. Meira
17. júní 1997 | Forsíða | 282 orð

Vara við sigri hægrimanna

SÍÐARI umferð leiðtogakjörsins í breska Íhaldsflokknum verður í dag og bendir flest til, að William Hague muni bera sigurorð af þeim Kenneth Clarke og John Redwood. Geoffrey Howe, lávarður og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, sagði í gær, að yrði annar hvor þeirra hægrimannanna, Hagues eða Redwoods, kjörinn, væri hætta á, að flokkurinn einangraðist enn frekar frá öllum almenningi í landinu. Meira

Fréttir

17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

21 punds hængur úr Laxá í Kjós

Skoski veiðimaðurinn James Inglish, veiddi í gærmorgun 21 punds hæng í Laxá í Kjós og er það stærsti laxinn sem veiðst hefur það sem af er þessu sumri. Áður hafði veiðst einn 20 punda í Þverá í Borgarfirði. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

30% nemenda skólans eru konur

BRAUTSKRÁNING Iðnskólans í Reykjavík fór fram í Hallgrímkirkju þann 30. maí sl. 259 nemendur luku burtfararprófi á skólaárinu, 110 á haustönn og 149 nú á vorönn. 70% þeirra er þreyttu próf á vorönn stóðust próf, 20% hurfu frá námi og 10% féllu. Meðaleinkunn brautskráðra var 6,75 sem er nokkur hækkun frá fyrri árum. Á haustönn voru 1589 nemendur skráðir í dagskóla og 339 í kvöldskóla. Meira
17. júní 1997 | Landsbyggðin | 218 orð

40 sekúndulítrar af 95 gráða heitu vatni

MIKIÐ vatn kom upp í borholu sem boruð var vestan Reykjahlíðar í Varmahlíð. Hitaveita Seyluhrepps stóð að boruninni og alls voru boraðar ellefu tilraunaholur og staðsetningin ákveðin út frá þeim. Borað var niður á 427 metrar dýpi og samkvæmt mælingum Orkustofnunar var rennslið um 40 sekúndulítar af 95 gráðu heitu vatni. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

5,5 milljarðar til framkvæmda

Á NESJAVÖLLUM eru framkvæmdir hafnar á vegum Ármannsfells við byggingu rafstöðvarhúss fyrir jarðvarmavirkjun með allt að 60 MW afli að Nesjavöllum. Áætlaður kostnaður er um 5 milljarðar en auk þess er ráðgert að veita 100 milljónum til stækkunar á varmaorkuveri Hitaveitunnar á árinu. Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

73 kandídatar útskrifaðir

BRAUTSKRÁNINGARHÁTÍÐ Háskólans á Akureyri fór fram í Akureyrarkirkju sl. laugardag. Brautskráðir voru 73 kandídatar frá fjórum deildum skólans og er þetta næststærsti hópurinn sem útskrifaður hefur verið frá skólanum. Fjórar stúlkur útskrifuðust úr sjávarútvegsdeild að þessu sinni, þær fyrstu sem útskrifast frá deildinni. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Aðalskipulag Reykjavíkur afgreitt 3. júlí

ÁBENDINGAR og athugasemdir vegna aðalskipulags Reykjavíkur 1996­2016 voru lagðar fyrir skipulagsnefnd borgarinnar 9. júní og borgarráð 10. júní ásamt umfjöllun og svörum. Aðalskipulagið var kynnt mjög vandlega á auglýsingatíma, fyrst með kynningarfundum og sýningu í Ráðhúsi 3.­9. maí og síðan kynningu á borgarskipulagi og með umfjöllun og auglýsingu í fjölmiðlum til loka maímánaðar. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Aldrei fleiri á skrá hjá Atvinnumiðlun námsmanna

1.800 námsmenn hafa skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna í sumar, sem er meira en nokkru sinni fyrr, og 500 hafa fengið úthlutað vinnu í gegnum miðlunina. Eru þá meðtalin hlutastörf og Nýsköpunarsjóður, en 200 fengu úthlutað úr sjóðnum. Að sögn Kristínar Ásgeirsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra, hafa 450 staðfest við miðlunina að þeir hafi fengið vinnu eftir öðrum leiðum. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 537 orð

Allar fasteignir í miðborginni verða endurmetnar

FASTEIGNAMAT ríkisins undirbýr nú endurmat allra fasteigna í miðborg Reykjavíkur á svæði sem afmarkast af Hverfisgötu, Snorrabraut, Grettisgötu, Hallveigarstíg, Amtmannsstíg og Lækjargötu. Búast má við lækkun lóðarmats á vestasta hluta svæðisins, að sögn Davíðs Arnljótssonar, forstöðumanns Reykjavíkurdeildar Fasteignamats ríkisins, Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 490 orð

Áhersla á sjálfbæraþróun atvinnuveganna

RÍKISSTJÓRNIN hefur nýlega samþykkt framkvæmdaáætlun um umhverfismál sem miðar að því að koma á sjálfbærri þróun í íslensku atvinnulífi og samfélagi á næstu árum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra kynnti helstu atriði áætlunarinnar á blaðamannafundi í gærdag, Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bandalag kvenna í Reykjavík 80 ára

BANDALAG kvenna í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu með hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Bandalagið hefur í gegnum tíðina látið til sín taka í ýmsum málum er m.a snerta umhverfisvernd, neytendamál og uppeldis- og skólamál. Hátíðarfundurinn var fjölsóttur og var fundagestum boðið upp á veitingar af borgarstjórn Reykjavíkurborgar á eftir. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 245 orð

Bannað að auglýsa Klípu sem fituminnsta viðbitið

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Osta- og smjörsölunni að auglýsa Klípu sem fituminnsta viðbitið. Þetta kemur fram í úrskurði ráðsins í máli Karls K. Karlsonar ehf. gegn Osta- og smjörsölunni. Forsaga þessa máls er sú að Karl K. Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Barði gest með borðfæti

NOKKUR ölvun var á Akureyri um helgina og talsverður erill hjá lögreglu. Fjöldi ölvaðra var fluttur til síns heima, fimm gistu fangageymslur lögreglu og nokkra þurfti að flytja á sjúkrahús til að sleikja sár sín eftir bardaga næturinnar. Til átaka kom í teiti í bænum og varð húsráðandi vopnfár en brá fyrir sig borðfæti sem úr stóðu tvær skrúfur. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Bréfin hækkuðu um 14%

HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands. Ljóst þykir að hækkunina megi rekja til ákvörðunar stjórnar Flugleiða að kaupa fjórar nýjar flugvélar til millilandaflugs og gera samning um kauprétt á átta öðrum. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Brú smíðuð yfir Sæbraut

Morgunblaðið/Árni Sæberg VERIÐ er að smíða nýja brú á Vesturlandsveg yfir Sæbraut. Áætluð verklok eru 1. nóvember nk. en umferð verður hleypt á nýju brúna 1. október. Þar með verða þrjár akreinar í hvora átt. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, gengur framkvæmdin samkvæmt áætlun en á vegaáætlun er gert ráð fyrir 290 milljónum til verksins á þessu ári. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Brýnt að ljúka tillögum um stækkun

"HLUTIRNIR gerast hratt í þessum efnum, menn þurfa að vinna hratt og vel og einhenda sér í að ljúka tillögugerð varðandi stækkun Leifsstöðvar vegna aukningar í flugi Flugleiða og annarra félaga," sagði Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri í Keflavík í samtali við Morgunblaðið aðspurður um áætlanir um stækkun flugstöðvarinnar m.a. í framhaldi af fréttum um stækkun flugflota Flugleiða. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Búddahofið mun rísa á Akranesi

ÞETTA ER afskaplega falleg lóð, á fallegum stað með útsýni til allra átta og þar getur andinn svifið yfir vötnunum", segir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Akranesi en bærinn hefur ákveðið að úthluta 1,6 hektara lóð í landi Innsta-Vogs undir búddahof. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 673 orð

"Dauðadómur yfir smábátaútgerð"

SMÁBÁTAEIGENDUR telja að gangi eftir spá sjávarútvegsráðuneytisins um fjölda sóknardaga á næsta fiskveiðiári, þýði það dauðadóm yfir smábátaútgerð í landinu. Í spánni er gert ráð fyrir að sóknardagar smábáta í línu- og handfærakerfinu verði 19 talsins, en báta í handfærakerfinu 32. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 522 orð

Efasemdir um að ákvæðið standist tilskipun ESB

FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) hefur óskað eftir því við samráðsnefnd aðila vinnumarkaðarins um skipulag vinnutíma, að hún kanni hvort samningstilboð samninganefndar ríkisins til FÍN standist ákvæði vinnutímatilskipunar ESB. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru uppi efasemdir innan nefndarinnar um að svo sé. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

EKIÐ var á konu þar sem hún var að ganga yfir Hafnargötu í Keflavík í gærmorgun. Hún var flutt á Sjúkrahús Suðurnesja til skoðunar en fékk að fara heim að henni lokinni. Að sögn Hrafnkels Óskarssonar yfirlæknis slapp konan tiltölulega vel, en hún var m.a. viðbeinsbrotin. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ekki álitleg staðsetning

STEFÁN P. Eggertsson, formaður nefndar um tónlistarhús í Reykjavík, segir að nefndin sé þeirrar skoðunar að lóðin við Borgarleikhúsið myndi ekki rúma svo stóra byggingu sem tónlistarhúsið verður. Stefán sagði að nefndin hefði fengið Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra á sinn fund þar sem hún viðraði þessar hugmyndir. Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 300 orð

Ferðalangar í hrakningum á Hólssandi

SÆNSKIR ferðalangar, kona um fimmtugt og tvítugur sonur hennar, lentu í hrakningum á Hólssandi, nálægt Dettifossi sl. laugardagskvöld. Fjórhjóladrifin fólksbifreið sem þau voru á festist í skafli á veginum í sannkölluðu vetrarveðri, stórhríð og töluverðum vindi. Eftir að mæðginin höfðu beðið í bílnum eftir aðstoð í 5­6 klukkutíma, hélt sonurinn fótgangandi eftir aðstoð. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Flugfreyjur og Flugleiðir sömdu um helgina Flug

SAMNINGAR tókust milli Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða um helgina. Kjarasamningurinn felur í sér að lífeyrisréttindi flugfreyja verða aukin um 2,45%. Sömu áfangahækkanir eru í samningnum og flestar aðrar starfsstéttir hafa samið um og gildistíminn er frá 1. maí 1997 til 15. febrúar 2000. Flugfreyjur gerðu samkomulag við Flugleiðir árið 1995 um að flugfélagið greiddi u.þ.b. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Flugsagan á sýningu í Perlunni

FJÖLMENNI var við opnun sýningar Flugleiða á sextíu ára sögu flugs félagsins og fyrirrennara þess í Perlunni sl. laugardag. Sigurður Helgason forstjóri kynnti þar áform félagsins um þotukaup til ársins 2006 og fjölgun áfangastaða. Á sýningunni eru flugvélar og líkön, hreyfill úr 757-200 þotu er við innganginn og fjöldi ljósmynda úr sögu félaganna prýðir veggina. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Framhald málsins ræðst í vikulokin

Fyrirhuguð sala Áburðarverksmiðjunnar Framhald málsins ræðst í vikulokin EINKAVÆÐINGARNEFND mun væntanlega leggja fram tillögur næstkomandi föstudag varðandi fyrirhugaða sölu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, en tveimur tilboðum sem bárust í verksmiðjuna var hafnað. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Gengið og siglt með ströndinni

Í SÓLSTÖÐUGÖNGUNNI 1997 laugardaginn 21. júní verða í boði gönguferðir og sjóferðir með ströndum Kollafjarðar og Skerjafjarðar. Að þessu standa ýmsar stofnanir, fyrirtæki, félög og áhugahópar í sveitarfélögunum sem strönd fjarðanna tilheyrir. Sveitarfélögin sem um er að ræða eru; við Kollafjörð: Kjalarneshreppur, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Getum ekki svarað í blaðagrein

JÓHANN Guðmundsson hjá Hollustuvernd ríkisins segir að misskilnings gæti í grein Valgeir T. Sigurðssonar og Jónasar Þ. Sigurðssonar á starfsleyfi fiskmjölsverksmiðju í Siglufirði. Greinin birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Gossvæðið við Gjálp er hættulegt yfirferðar

GJÁIN sem myndaðist í eldgosinu í Vatnajökli síðastliðið haust er enn hrikaleg ásýndum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun HÍ, stýrir þessa dagana tveggja vikna vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökli. Hann sagði miklu meira eftir af gjánni en hann hefði búist við eftir veturinn. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 749 orð

Góð byrjun hjá íslenska liðinu

Íslenska bridslandsliðið byrjaði vel á Evrópumótinu í sveitakeppni sem nú stendur yfir í heilsulindarbænum Montecatini á Ítalíu. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgist með mótinu. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Grasmaðkur herjar á tún og úthaga á Suðurlandi T

GRASMAÐKUR hefur valdið miklu tjóni á túnum á Stóra-Klofa og Stóru- Völlum í Landsveit, en maðkurinn hefur eytt grasi á hátt í 100 hektara túnum á þessum bæjum og fleiri í nágrenninu. Þá hefur maðkur valdið gróðurskaða undir Eyjafjöllum, en að sögn Kristjáns Bjarndals Jónssonar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands hefur maðkurinn sennilega eytt nokkur hundruð hekturum af úthaga. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 858 orð

Hagstæð samvinna launþega og vinnuveitenda

ÍGANG er farið tilraunaverkefni sem snýst um fræðslumál í bílgreininni. Ásgeir segir að sífellt komi upp spurningin um þörf á endurmenntun yfirleitt og hvers virði hún er. Fræðslumiðstöð bílgreina fékk síðastliðið haust aðsetur í Borgarholtsskóla í Grafarvogi og þar með er orðin bylting í aðstöðu þeirri sem fræðslumiðstöðin hefur til verkefna sinna. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 801 orð

Hagstæð samvinna launþega og vinnuveitenda

ÍGANG er farið tilraunaverkefni sem snýst um fræðslumál í bílgreininni. Ásgeir segir að sífellt komi upp spurningin um þörf á endurmenntun yfirleitt og hvers virði hún er. Fræðslumiðstöð bílgreina fékk sl. haust aðsetur í Borgarholtsskóla í Grafarvogi og þar með er orðin bylting í aðstöðu þeirri sem fræðslumiðstöðin hefur. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1234 orð

Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn

FJÖLBREYTT hátíðahöld vegna þjóðhátíðardagsins eru í Reykjavík að venju, samanber upplýsingar þar um í tilkynningum í Morgunblaðinu í dag. Auk þess eru hátíðarhöld í nágrannasveitarfélögunum og í sveitarfélögum um allt land með hefðbundnum hætti. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Hrönn ræðumaður Evrópu

HRÖNN Petersen hagfræðingur bar sigur úr býtum í keppni um ræðumann Evrópu á Evrópuþingi alþjóðlegu JC-hreyfingarinnar. Úrslit voru tilkynnt í lokahófinu sl. laugardag og verður Hrönn fulltrúi Evrópu í ræðukeppni á heimsþingi JC-hreyfingarinnar sem haldið verður í Honolulu á Hawaii í haust. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Innbrot í Skaftafelli

UM 600 þúsund krónum í peningum og öðru eins í greiðslukortanótum var stolið úr verslun Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í Skaftafelli og söluskálanum við Jökulsárlón í fyrrinótt. Einnig var farið í peningakassa veitingasölunnar í Skaftafelli, sem er í sama húsi og verslunin. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 190 orð

Írski lýðveldisherinn myrðir tvo lögreglumenn

FÉLAGAR í Írska lýðveldishernum (IRA) myrtu í gær tvo lögreglumenn í fyrirsát við bæinn Lurgan. Dregur árásin enn úr friðarvonum þar í landi og hefur breska stjórnin ákveðið að slíta viðræðum við Sinn Fein, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins, en stjórnvöld hófu þær að nýju í síðasta mánuði eftir árs hlé. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 461 orð

Kaupmáttur í sögulegu hámarki 1999

AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar verður kaupmáttur launa árið 1999 svipaður og hann varð mestur á árunum 1987­88, en þá jókst kaupmáttur mjög mikið, en féll síðan hratt aftur þegar samdráttur varð í efnahagslífinu. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þetta sýni að sú stefna verkalýðshreyfingarinnar að vinna hægt en markvisst að aukningu kaupmáttar sé farin að skila árangri. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 189 orð

Klofningur í stjórn Kambódíu

LEIÐTOGI Rauðu khmeranna í Kambódíu, Pol Pot, var í gær sagður vera á leið til Thailands, eftir að flestir liðsmanna hans höfðu snúið við honum baki. Óeining ríkir innan stjórnar Kambódíu um hvernig bregðast skuli við uppreisnarmönnum. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Konur fá frekar höfuðverk en karlar

FINNSK rannsókn sýnir að konur fá mun oftar höfuðverk en karlar og að tengsl eru milli launa og þess hve oft viðkomandi fær höfuðverk. Talið er að skýringuna sé að hluta til að finna í framleiðslu líkamans á kvenhormóninu Estrógen. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 303 orð

Launaþróun lækna úr takti við ábyrgðina

BYRJUNARLAUN hjúkrunarfræðinga eru um 11 þúsund krónum hærri en byrjunarlaun læknakandídata eftir nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga. Helgi H. Helgason, formaður Félags ungra lækna, segir þetta lýsandi dæmi um slæma launaþróun hjá læknum. Þeir hafi dregist aftur úr í kjörum og þróunin sé úr takti við ábyrgðina. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 406 orð

Laxinn gaf sig aðeins í kuldanum

VEIÐI hófst í nokkrum af þekktustu laxveiðiánum um helgina og bar árangur veiðimanna nokkurn keim af aðstæðum, en kuldar herja enn á menn og laxa. Þó voru menn á eitt sáttir um að byrjunin hefði verið ljómandi góð miðað við aðstæður, því alls staðar var eitthvað að hafa. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 370 orð

Lásu 8 bækur á leiðinni

FYRSTA skútan til að ná landi í siglingakeppni milli Plymouth og Reykjavíkur var hollenska skútan "Sunday" og kom hún hingað á sunnudagskvöld. 15 skútur taka þátt í keppninni og ekki er enn ljóst hverjir endanlegir sigurvegarar verða því forgjöf hefur ekki verið reiknuð, en flest bendir þó til að hollensku hjónin Peter Ploeg og Patty Smith hrósi sigri. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 459 orð

Legurúmum fækkað í sumar en þjónustan bætt í haust

AUGNDEILD Landspítalans hefur, eftir breytingar sem gerðar voru fyrir skömmu, fjögur rúm til umráða á einni stofu. Það er fækkun um helming, eða úr 8, en þegar deildin var á Landakoti hafði hún 12 rúm til umráða. Að sögn Einars Stefánssonar yfirlæknis er þessi ráðstöfun vonandi tímabundin og verður á meðan reynt að halda fjölda aðgerða uppi með því að gera þær sem flestar án innlagnar. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 24 orð

LEIÐRÉTTTöðugjöld á Hellu HEIMILDIR br

LEIÐRÉTTTöðugjöld á Hellu HEIMILDIR brugðust um hátíðina Töðugjöld á Hellu í Ferðablaðinu á sunnudaginn. Í handbók Ferðamálaráð Íslands er vitlaus dagsetning. Hátíðin er 16.-17. ágúst. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Mikill skortur á leikskólakennurum um allt land

FÓSTURSKÓLI Íslands útskrifaði 101 leikskólakennara hinn 31. maí sl. 66 luku 3 ára starfsnámi og 35 af fjarnámsbraut. 17 leikskólakennarar luku 1 árs framhaldsnámi. Þar var viðfangsefnið skapandi starf og megináhersla lögð á tónlist og myndlist. Fósturskóli Íslands varð 50 ára í október sl. Fjórir nemendur hlutu verðlaun fyrir mjög góðan námsárangur. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 874 orð

Mikil skrautsýning fyrir skynfærin Hátíðahöldin í tilefni af 600 ára afmæli Kalmarsambandins leiða ekki aðeins hugann að

Það er allt á hvolfi í bænum og ótrúlega mikið að gera", stundi feitlagni leigubílstjórinn á leiðinni frá Kalmarflugvelli í bæinn og bætti þó glaðlega við en þú mátt bóka að það er gaman." Í 60 þúsund manna bæ fer það ekki framhjá neinum þegar miðbænum er lokað til að fimm þjóðhöfðingjar og makar geti farið um bæinn í hestvögnum. Meira
17. júní 1997 | Miðopna | 1718 orð

MINNINGU FRELSISHETJU HALDIÐ Á LOFTI Endurgerð æskuheimilis Jóns Sigurðssonar forseta á Hrafnseyri við Arnarfjörð var vígð á

ÁRIÐ 1791 birtist ritgerð í riti Lærdómslistafélagsins eftir séra Guðlaug Sveinsson, prófast í Vatnsfirði við Djúp, sem nefndist Um húsa eða bæjarbyggingar á Íslandi og höfðu skrif þessi legið óbirt í handriti í um tvo áratugi. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Missti stjórn á bifhjóli

PILTUR liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hann missti stjórn á bifhjóli sem hann ók og lenti á steyptri girðingu við gatnamót Hafnarbrautar og Sjávargötu í Njarðvík síðdegis í gær. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjálpargjá

GJÁIN sem myndaðist í eldsumbrotunum í Vatnajökli í haust er enn hrikaleg ásýndum, þrátt fyrir að nokkuð sé umliðið frá gosinu. Myndin er tekin austur eftir gjánni. Magnús S. Kristjónsson var í hópi ferðamanna sem skoðuðu gjána um síðustu helgi og notaði tækifærið til að príla upp á eina strýtuna við gjárbarminn. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 516 orð

Njósnað í nafni norskra barna

YFIRMENN austur-þýsku leyniþjónustunnar færðu sér í nyt áætlanir nasista í heimsstyrjöldinni síðari um hreinan arískan kynstofn til að koma útsendurum sínum fyrir á Vesturlöndum á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í skjölum sem nýlega komu í ljós í Berlín en þau tengjast m.a. örlögum barna af norsku móðerni og þýsku faðerni, sem flutt voru til Þýskalands í stríðinu. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ný hraðamæling ökutækja

ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa viðvörunarbúnað sem mælir hraða ökutækja og sýnir ökumönnum á ljósaskilti hver hraðinn er. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings er hugmyndin að kaupa fimm skilti sem sett verða upp á höfuðborgarsvæðinu. Meira
17. júní 1997 | Landsbyggðin | 60 orð

Nýtt sundlaugarsvæði vígt á Selfossi í dag

Morgunblaðið/Sig. Jóns Nýtt sundlaugarsvæði vígt á Selfossi í dag VATNI var hleypt á nýju útisundlaugina á Selfossi að kvöldi 15. júní. Guðmundur Kr. Ingvarsson, framkvæmdastjóri G- verks, var að vonum ánægður með þennan áfanga. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ótrúlega góð þátttaka

METÞÁTTTAKA var í áttunda Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á yfir 90 stöðum á landinu á sunnudaginn. Mesta aukningin var á höfuðborgarsvæðinu en þar bættust við 1600 konur frá því í fyrra.Í Mosfellsbæ var hlaupið í fyrsta skipti og hlupu þar 700 konur. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hlaupsins er þátttakan á nokkrum stöðum á landsbyggðinni orðin 100%. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Réttarhöldum frestað

ÞANN 13. júní sl. fóru fram réttarhöld í sakadómi í Istanbul vegna umgengnisbrota Halims Al á Sophiu Hansen. Frestaði dómari réttarhaldinu til 17. júlí. Við réttarhaldið var tekin fyrir þriðja ákæran á hendur Halim Al vegna umgengnisréttarbrota. Óskaði dómari eftir að fá öll gögn um forræðismálið frá Hæstarétti, auk afrita af umgengnisréttarbrotum. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð

Samþykkt Bandaríkjaþings um Jerúsalem vekur reiði

MIKIL ólga hefur verið á Vesturbakkanum undanfarna daga. Bardagar hafa brotist út, hvað eftir annað, á milli Palestínumanna og ísraelskra hermanna í Hebron og tugir Palestínumanna slasast í gúmmíkúlnaskothríðum Ísraela. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Sauðfé enn á túnum og kýr inni

VÍÐAST hvar í Þingeyjarsýslum er sauðfé er enn á túnum, sem nú eru að verða uppurin. Ekki er hægt að setja kýr út, þar sem enginn hagi er fyrir þær, og þar við bætist að nokkurt kal er í túnum. Enn er ekki ljóst hvort kuldinn hefur haft áhrif á fuglalíf norðanlands. Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Snjór olli ófærð á heiðum

LÖGREGLUMENN á Norðurlandi höfðu í ýmsu að snúast um helgina og fór töluverður tími þeirra í að hjálpa vegfarendum á heiðum uppi, sem lent höfðu í vandræðum vegna ófærðar. Lögreglunni á Akureyri barst hjálparbeiðni af Öxnadalsheiði klukkan rúmlega 5 á sunnudagsmorgun. Þar voru 14 manns tepptir í slysavarnaskýlinu Sesselíubúð og komust hvorki lönd né strönd vegna ófærðar. Meira
17. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Snjór víða á Norðurlandi

Blönduósi-Það snjóaði víða á Norðurlandi um helgina aðfaranótt mánudagsins og höfðu margir af því ama og amstur. Lögreglan í Húnavatnssýslu þurfti að hjálpa mörgum ökumanninum á Vatnskarði aðfaranótt sunnudagsins vegna hálku og ófærðar. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Stefnumótun í ferðaþjónustu rædd

ÁRLEG ráðstefna Atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, miðvikudag, kl. 15. Ráðstefnan er að þessu sinni helguð stefnumótun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Kynntar verða helstu niðurstöður sem birtar hafa verið undir heitinu Stefnumót 2002. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Stjórn Blairs íhugar einkavæðingu

HIÐ fjárvana jarðlestakerfi í London kann að verða selt í hendur einkaaðila samkvæmt tillögum bresku stjórnarinnar, að því er fram kemur í skjölum sem lekið var til breska ríkissjónvarpssins, BBC. Meira
17. júní 1997 | Landsbyggðin | 296 orð

Söfn á Austurlandi tengjast

Reyðarfirði-Í vetur hefur Laufey Eiríksdóttir, skólasafnafulltrúi á Skólaskrifstofu Austurlands, unnið að samtengingu safna á Austurlandi í samvinnu við Hendricus Bjarnason, kerfisfræðing hjá Skýrr og umsjónarmann með bókasafnskerfinu Feng. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tap fyrir Noregi

EFTIR góða byrjun á Evrópumótinu í brids sló í bakseglin í gærkvöldi þegar Ísland tapaði fyrir Noregi og er íslenska liðið í 6. sæti eftir fimm umferðir. Fyrr um daginn vann Ísland Liechtenstein, 20­10, en tapaði síðan fyrir Portúgal, 13­17. Danir eru efstir með 104 stig, Ítalir hafa 100 stig, Norðmenn 96, Spánverjar 89, Júgóslavar 86,5 og Íslendingar 84. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 670 orð

Tengsl Evrópu fjölbreyttari - vægi Íslands eykst

TENGSL og samband Evrópuríkjanna verður æ fjölbreytilegra og það eykur vægi Íslands, móts við það ef öll áherslan hefði áfram eingöngu verið á efnahagsmálin, eins og stefndi í fyrir nokkrum árum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, er hann ræddi við Morgunblaðið í Kalmar. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Tíu ára afmæli fagnað

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík fagnaði í gær 10 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni var ný handverksbúð á Bakaraloftinu að Bankastræti 2 formlega opnuð. Þar mun handverksfólk víðsvegar að af landinu selja muni sína og er tilgangurinn að vekja athygli ferðamanna á íslensku handverki og veita handverksfólki vettvang til að kynna vöru sína. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Tónskynjun barna

HELGA Rut Guðmundsdóttir MA í tónmenntunarfræðum flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands fimmtudaginn 19. júní kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Tónskynjun barna. Fyrirlesturinn byggist á rannsóknarverkefni Helgu Rutar sem unnið var til meistaraprófs við McGill-háskólann í Montreal. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 180 orð

Tudjman endurkjörinn

FRANJO Tudjman fór með sigur af hólmi í forsetakosningum í Króatíu á sunnudag en hlaut aðeins atkvæði 37% kjósenda. Kjörsókn var einungis 57% og sögðu stjórnmálaskýrendur þátttökuna og úrslitin endurspegla áhugaleysi almennings. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Tvö laus prestsembætti

Tvö laus prestsembætti EMBÆTTI héraðsprests í Kjalarnesprófastsdæmi og sjúkrahúsprests á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa verið auglýst laus. Séra Bjarni Þór Bjarnason, sem gegnt hefur starfi héraðsprests Kjalarnesprófastsdæmis, hefur verið kjörinn aðstoðarprestur í Garðaprestakalli. Umsóknarfrestur um starfið rennur út 10. júlí nk. Meira
17. júní 1997 | Landsbyggðin | 296 orð

Útitónleikar, grillveisla og karnivalstemning

SELFOSSBÆR á 50 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verður mikið um dýrðir vikuna 5.­13. júlí. Að sögn Björns Gíslasonar, formanns afmælisnefndarinnar, verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá þessa daga bæði fyrir bæjarbúa og gesti. Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 388 orð

Verðlaunatillagan snjöll og heildstæð

KANON-arkitektar ehf. í Reykjavík hlutu fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Naustahverfis á Akureyri. Úrslit voru kynnt sl. sunnudag í Listasafninu í Grófargili og um leið var opnuð sýning á þeim fimm tillögum sem kepptu um fyrstu verðlaun. Höfundar verðlaunatillögunnar eru arkitektarnir Halldóra Bragadóttir, Helgi Bollason Thoroddsen og Þórður Steingrímsson. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Viðræðuslit hjá Sleipni

SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum milli Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og vinnuveitenda og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Félagið hefur boðað verkfall 21. júní nk. og nær það til á annað hundrað bifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Virkjunarleyfi vegna raforkuvinnslu á Nesjavöllum

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra gaf í gær út leyfi til Hitaveitu Reykjavíkur til að reisa og reka jarðvarmavirkjun með allt að 60 MW afli á Nesjavöllum. Leyfið er háð fyrirvara um að samningur milli Landsvirkjunar og Norðuráls hf. vegna álvers á Grundartanga hafi öðlast endanlegt gildi og samrekstrarsamningur milli Landsvirkjunar og Hitaveitu Reykjavíkur liggi fyrir. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 113 orð

Vonir um frið í Kongó

FRAKKAR kváðust í gær vongóðir um að pólitískar tilraunir til að tryggja frið og lýðræði í Kongó skiluðu árangri. Þær báru þó engan árangur í gær en verður haldið áfram. Í yfirlýsingu, sem franska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær, var stuðningi lýst við friðarumleitanir Omars Bongo forseta Gabons og Mohameds Sahnouns, sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
17. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Þrjár aspir felldar í húsagarði

SKÓGGANGSMAÐUR er talinn hafa gengið laus á Akureyri aðfaranótt laugardags en þá var lögreglu tilkynnt að felldar hefðu verið þrjár 3 metra háar aspir í garði við Hrafnagilsstræti. Málið er óupplýst. Á sunnudagsnótt var bíl stolið frá Byggðavegi. Meira
17. júní 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ættarmót á Breiðabliki

AFKOMENDUR hjónanna Helgu Kristmundardóttur og Orms Ormssonar frá Laxárbakka, halda ættarmót á Breiðabliki helgina 20.-22. júní nk. Hægt er að mæta strax á föstudag kl. 16.00 og tjalda og koma sér og sínum fyrir, eða laugardag, en þá byrjar dagskráin kl. 14 og stendur eins lengi og fólk óskar. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 126 orð

(fyrirsögn vantar)

N-KÓREUMENN munu væntanlega sættast á að taka þátt í viðræðum háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, að því er talsmaður suður-kóreska utanríkisráðuneytisins sagði í gær. Suður-Kóreumenn eru "hóflega bjartsýnir" á að friðarviðræður fari fram á þessu ári. Meira
17. júní 1997 | Erlendar fréttir | 169 orð

(fyrirsögn vantar)

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,5 stig á Richter-kvarða varð í austurhluta Írans um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma. Að sögn írönsku fréttastofunnar IRNA hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum. Jarðskjálfti er mældist 7,1 stig á Richter varð rúmlega 1500 manns að bana og olli ómældu eignatjóni á þessu sama svæði í síðasta mánuði. Meira

Ritstjórnargreinar

17. júní 1997 | Leiðarar | 605 orð

LeiðariFULLVELDI OG FRAMTÍÐ RJÚ ÁR rísa hæst í sjálfstæðis

LeiðariFULLVELDI OG FRAMTÍÐ RJÚ ÁR rísa hæst í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þessari öld. Árið 1904 þegar við fengum heimastjórn og stjórnarráð var stofnað í Reykjavík. Árið 1918 þegar fullveldi okkar var viðurkennt með dansk-íslenzku sambandslögunum. Árið 1944 þegar íslenzka lýðveldið var stofnað. "Föðurland vort hálft er hafið. Meira
17. júní 1997 | Staksteinar | 365 orð

»Mannhelgi "HÖFUM við gengið til góðs.." spurði skáldið, Jónas Hallgrímsson, s

"HÖFUM við gengið til góðs.." spurði skáldið, Jónas Hallgrímsson, sem í kvæðum sínum hvatti þjóðina til aukins frelsis og framfara, rúmri öld áður en við fögnuðum frelsi, sem sjálfstæð og fullvalda þjóð". Þannig hefst leiðari Bæjarins besta á Ísafirði í síðustu viku. Meira

Menning

17. júní 1997 | Kvikmyndir | 348 orð

Allt er feitlögnum fært

Leikstjóri Dennis Dugan. Handritshöfundar Mark Feldberg og Mitch Klebanoff. Kvikmyndatökustjóri Arthur Albert. Tónlist George S. Clinton. Aðalleikendur Chris Farley, Nicolette Sheridan, Robin Shou, Nathanel Parker, Soon-Tek Oh. 90 mín. Bandarísk. TriStar 1997. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 173 orð

Arvo Alas talar um eistneskar bókmenntir

ARVO Alas (f. 1943 í Tallin) fyrrum sendiherra Danmerkur, Noregs og Íslands og þýðandi norrænna bókmennta, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag kl. 17.30. Hann talar um stefnur og strauma í eistneskum bókmenntum. Arvo Alas hefur þýtt rúmlega 20 bækur eftir norræna höfunda yfir á eistnesku, m.a. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 65 orð

Auður Jónsdóttir sýnir í Listhúsi 39

AUÐUR Jónsdóttir sýnir útskriftarverk sitt úr Leirlistardeild Myndlista­ og handíðaskóla Íslands í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Verkið heitir Verk, án titils, 1997. Það er samsett af 123 einingum. Einingarnar eru úr steinleir. Þær eru mótaðar í rennibekk, glerjaðar og hábrenndar í rafmagnsofni við 1270 c. Stærð þeirra er á bilinu 10­20 cm í þvermál. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 680 orð

Átök á Balkanskaga túlkuð á beinahrúgu

Feneyjatvíæringurinn sá 47ndi var settur á sunnudaginn. Agnes Martin og Emilo Vedova fengu Gullljónið fyrir framlag sitt til samtímalistar. Þá voru skálar hinna ýmsu þjóðlanda opnaðir og í íslenska skálanum vakti myndbandsverk Steinu Vasulku ótvíræða athygli. Einar Falur Ingólfsson var viðstaddur hátíðarhöldin. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 83 orð

Camilla lenti í árekstri!

CAMILLA Parker Bowles, hjákona Bretaprins, lenti í árekstri í vikunni. Camilla var á leið til kvöldverðar með Karli þegar slysið átti sér stað. Hún fékk slæmt höfuðhögg og og sneri sig illa á úlnlið. Samkvæmt venju könnuðu lögreglumenn hvort Camilla og bílstjóri hinnar bifreiðarinnar hefðu verið undir áhrifum áfengis en svo reyndist ekki vera. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 342 orð

Campbell útskrifuð

BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell var flutt á sjúkrahús á Kanaríeyjum á sunnudaginn, eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum, að sögn starfsmanns sjúkrahússins. Eftir að hafa legið á gjörgæslu og síðan almennri deild var hún útskrifuð um kvöldið og hélt þá rakleiðis til Parísar í einkavél sinni. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Claudia Schiffer í kvikmynd

FRUMRAUN þýsku fyrirsætunnar Claudiu Schiffer á hvíta tjaldinu er leikur í kvikmyndinni "The Blackout." Myndin var frumsýnd í Cannes nú á dögunum. Í henni leikur Claudia kærustu eiturlyfjaneytanda (Matthew Modine). Franska leikkonan Beatrice Dalle leikur keppinaut hennar um hylli kærastans. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Debbie enn ástfangin!

"VIÐ Michael búum ekki saman. Hann er ennþá ástfanginn af Lisu-Mariu Presley," segir Debbie Rowe barnsmóðir Michaels. "Ég hef ekki séð son okkar í margar vikur." Þrátt fyrir þetta er Debbie enn ástfangin af Michael. Debbie hefur þekkt stjörnuna í fimmtán ár en hún kynntist honum í gegnum starf sitt sem hjúkrunarkona. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Díana undir smásjá

DÍANA prinsessa er í miklu uppáhaldi hjá Bretum. Fjölmiðlar fylgja henni hvert fótmál og festa athafnir hennar á filmu. Nýverið sótti hún breska uppboðsfyrirtækið Christies heim en það styttist óðum í uppboð sem haldið verður þar á kjólunum hennar. Það vakti athygli fjölmiðla hversu glæsilega hún steig út úr bílnum þegar hún kom á staðinn. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 331 orð

Draugur í liðinu

Leikstjóri: Randall Miller. Handrit: Christopher Reed og Cynthia Carle. Aðalhlutverki: Marlon Wayans, Kadeem Hardison, Kevin Dunn, Michael Michele. Touchstones. 1997. KÖRFUBOLTAMYNDIN Körfudraugurinn segir af tveimur ungum bræðrum í háskólakörfubolta, sem þykja geysilega efnilegir. Annar þeirra fær hjartaáfall og deyr þegar komið er í hina miklu úrslitakeppni myndarinnar. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Draumar móður

SÖNGKONAN Suzanne Vega á þá ósk heitasta að dóttir hennar verði sjávarlíffræðingur. "Hún myndi mæta í tilraunastofuna á morgnana og vinna umhverfismálum gagn í sínu starfi." Hitt er annað mál að um þessar mundir þykir henni ekki mjög líklegt að þessi draumur rætist. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Eitt barn enn

LEIKKONAN Bette Midler vill óð og uppvæg verða móðir á nýjan leik. Hún kom öllum á óvart þegar hún tilkynnti vinum og vandamönnum vilja sinn en Bette er 51 árs gömul. Eiginmaður hennar var lítið hrifinn af áætlunum hennar en Bette sannfærði hann um að stækkun fjölskyldunnar væri góð hugmynd. BETTE er hrifin af móðurhlutverkinu. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 278 orð

Ferð um hulduheima

Leikstjóri Marko Röhr. Tónlist Björk ofl. 50 mín. Finnsk-íslensk heimildarmynd. Marko Röhr Production/ Íslenska kvikmyndasamsteypan. 1997. FINNSKI ævintýramaðurinn, kvikmyndatökumaðurinn og kafarinn Marko Röhr ferðast með áhorfendur um íslenskar furðustrandir sem eru, þrátt fyrir nálægðina, veröld að öllu jöfnu lokuð sjónum okkar. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 579 orð

Félagi augans

SÚ TÆKNI, sem myndir þeirra Kjartans Péturs Sigurðssonar og Jóhanns Ísbergs í Ráðhúsinu í Reykjavík, byggist á, þróaðist út frá útgáfu "Íslandsbókarinnar", sem kom út fyrir síðustu jól. "Við fundum aðferð til að setja saman myndir sem uðru sífellt betri og betri," segir Kjartan um aðdragandann. Meira
17. júní 1997 | Tónlist | 525 orð

Frá Hvarfi til Góðrarvonarhöfða

Kristín Höiseth Rustad, sópran og Knut Anders Vstad. píanó. Vekefni eftir Knut Anders Vestad. Missa Brevis og The Meridian under ATLANTIS. Norræna húsið sunnudaginn 15. júní. Sú hugsun sótti að mér í upphafi tónleikanna að norska landhelgisgæslan væri mætt í íslenskri landhelgi. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Gallerí Grúsk opnar í Grundarfirði

HANDVERKSHÚS Gallerí Grúsk hefur verið opnað í Grundarfiðri og eru stofnfélagar þess orðnir um það bil 15. Þær Sigrún Ólafsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Jónína Herdís Björnsdóttir eru hvatamenn að tilurð þessa fyrirtækis sem er til húsa í Skerðingsstöðum hér í miðju þorpinu sem hefur rúmlega 950 íbúa. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Gary gulldrengur

SÖNGVARINN geðþekki Gary Barlow er ánægður með endalok Take That. Það þýðir að hann getur einbeitt sér að eigin ferli. Hann hugsar líka meira um útlitið nú en þegar hann var með hljómsveitinni. "Þá skipti það mig ekki svo miklu máli hvernig ég leit út en nú vil ég líta eins vel út og hægt er. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 243 orð

Gengur ekki upp Eiginkona efnamanns (The Rich Man´s Wife)

Framleiðandi: Roger Birnbaum. Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Holden Jones. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: John Frizell. Aðalhlutverk: Halle Berry, Peter Greene, Clive Owen og Christopher McDonald. 91 mín. Bandaríkin. Hollywood Pictures/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Hátíðardagskrá á Kjarvalsstöðum LISTASAFN

LISTASAFN Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verður opið frá kl. 10­18 á þjóðhátíðardaginn eins og alla aðra daga. Kaffistofan og safnverslun verða opin á sama tíma. Klukkan 14 mun Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar, flytja ávarp og síðan mun borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, útnefna borgarlistamann. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 366 orð

Herra Klein og gyðingarnir

Leikstjóri: Joseph Losey. Framleiðandi: Alain Delon. Leikmyndir: Alexander Trauner. Aðalhlutverk: Alain Delon, Michael Lonsdale, Jeanne Moreau. Frakkland. 1976. HERRA Klein, aðalpersónan í samnefndri mynd með Alain Delon, er velstæður, franskur borgari búsettur í París í seinni heimstyrjöldinni. Hann lætur sig lítið varða stríðið. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Hope hlýtur frelsisverðlaun Ronalds Reagans

BOB GAMLI Hope ber viðurnefni sitt með rentu, enda orðinn 94 ára. Þegar hann hélt upp á afmæli sitt nýlega voru honum afhent Ronald Reagan- frelsisverðlaunin, fyrir "að berjast fyrir frelsi í fremstu víglínu". Nancy Reagan mætti til gala-kvöldverðar sem haldinn var Bob til heiðurs. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 499 orð

Íslensk skáld og leikarar á menningarhátíðinni í Totonto

ÞEIR fóru á kostum allir þrír, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Matthías Johannessen, þegar þeir lásu úr verkum sínum á Menningarhátíðinni, sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada, ásamt 20 öðrum skáldum og rithöfundum frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Alls koma hins vegar fram á hátíðinni um 2. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 171 orð

Kór Íslensku óperunnar á Ítalíu

KÓR íslensku óperunnar er nú á tónleikaferð um N­Ítalíu. Fyrsti viðkomustaðurinn var bærinn Riva del Garda við Gardavatnið, þar sem tónleikar voru haldnir í Castello Rocca, virki sem reist var í upphafi 15. aldar. Í frétt frá kórnum segir, að aðsóknin að tónleikunum í Garda hafi verið mjög góð, hvert sæti skipað og að auki fjölmargir sem stóðu. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 232 orð

Kristinn lofaður í París

"HAFINN yfir meðalmennskuna, frábær og marglitur, í hlutverki Hinriks konungs. Kristinn Sigmundsson var örlátur við óperugesti." Á þessa leið var gagnrýni franska blasins Figaroum Kristin í óperunni Lohengrin eftir Wagner í Bastillunni í París í maí. Kristinn söng Hinrik þegar óperan var aftur tekin til sýningar frá fyrra hausti. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 393 orð

Kvikmyndafréttir

GEORGE Lucas hefur að sögn beðið Steven Spielberg um að leikstýra væntanlegri Stjörnustríðsmynd númer tvö. Lucas er nú á fullu að undirbúa tökur á mynd eitt sem hann ætlar að leikstýra sjálfur en hann ætlar ekki að leikstýra númer tvö og þrjú. Lucas hafði sama háttinn á með fyrstu þrennuna. Meira
17. júní 1997 | Myndlist | 612 orð

Lestrarherbergið

Opið fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Til 25. júní. Aðgangur ókeypis. VERK Bandarísku listakonunnar Roni Horn vöktu drjúga athygli rýnisins er hún sýndi í öllum sölum Nýlistasafnsins í marz 1992 og er framkvæmdin honum enn í fersku minni. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Málað á líkamann

NÝJASTA tískan hjá stjörnunum í Ameríku er mynstur sem eru máluð á líkamann. Tæknin heitir mehndi og hefur þekkst meðal Indverja um aldir. "Í skemmtanaiðnaðinum slær allt í gegn sem vekur athygli," segir mehndi-listamaðurinn Sumita Batra en hann skreytti Liv Tyler nýverið. MIRA Sorvino fékk sér blómá hendur og keltneskt munstur á bakið. Meira
17. júní 1997 | Tónlist | 658 orð

Með ásum og englum

Verk efti Giovanni Gabrieli, J. S. Bach, Kurt Weill, Hoagy Carmichael og Richard Wagner. Lúðrahópurinn Serpent (Birkir Freyr Mattíasson, Edda Rut Björnsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson og Jóhann Stefánsson, trompetar; Emil Friðfinnsson, Jóhann Björn Ævarsson og Stefán Jón Bernharðsson, horn; David Bobroff, Edward Frederiksen, Einar Jónsson og Sigrún Sævarsdóttir, Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 117 orð

Mikið á sig lagt

LEIKARINN Danny Nucci flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna frá Ítalíu þegar hann var sjö ára. Hann þurfti að rifja upp ítölskuna fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni "Titanic". Í henni leikur hann ítalskan innflytjenda sem eyðir tímanum í pókerspil. Honum fannst það samt lítið mál samanborið við að þurfa að grennast um tíu kíló fyrir leik sinn í myndinni "Alive. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 75 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Þytur í laufi (Wind in the Willows) Moll Flanders (Moll Flanders) Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish Meira
17. júní 1997 | Myndlist | 602 orð

Mynstraður heimur

Valgarður Gunnarsson. Opið fimmtudaga ­ sunnudaga frá 14­18. Til 29. júní. Aðgangur 200 krónur. MÁLARINN Valgarður Gunnarsson hefur skapað sér nokkra sérstöðu í íslenzkri myndlist með myndverkum sem hann byggir á ákveðin hátt á mynstri. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Naomi á tónleikum

NAOMI Campbell vakti mikla athygli þegar hún sótti tónleika hljómsveitarinnar U2 í New Jersey fyrir skömmu. Hún var ein á ferð ­ kærastinn, spænski dansarinn Joaquin Cortez, var fjarri góðu gamni. Naomi hefur verið aðdáandi U2 síðan hún kynntist gítarleikaranum Adam Clayton árið 1993. Þau trúlofuðu sig á sínum tíma, en upp úr slitnaði skömmu síðar. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 142 orð

Nýjar bækurLYSTARSTOL

LYSTARSTOL og lotugræðgi eftir Júlíu Buckroyd, klíniskan sálfræðing í Bretlandi er komin út. Bókin fjallar um sjúkdóma sem færast í aukana hvarvetna á Vesturlöndum. Algengastir eru þeir meðal ungra stúlkna. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 143 orð

Nýjar bækurÞAÐ má ekki vera satt he

ÞAÐ má ekki vera satt heitir ný barnabók sem komin er út. Höfundurinn er Guðrún Alda Harðardóttir og er þetta endurbætt útgáfa á sögu hennar Þegar pabbi dó, sem kom út fyrir 14 árum og hefur lengi verið ófáanleg. Steinarr er sex ára þegar pabbi hans deyr. Í Sögunni er lýst viðbrögðum drengsins, fyrstu dögunum á eftir og jarðarförinni. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Orð í eyra á Bókasafni Kópavogs

ORÐ í eyra ­ hljóðbókaútgáfa Blindrabókasafns Íslands, afhendir Bókasafni Kópavogs sína fyrstu sendingu af hljóðbókum miðvikudaginn 18. júní kl. 11. Alls eru þetta 35 titlar. Þar með hefur úrval hljóðbóka á Bókasafni Kópavogs stóraukist. Orð í eyra hóf í vor útgáfu á völdum hljóðritum úr bókakosti Blindrabókasafns Íslands. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 333 orð

Óperubrot eftir Mozart finnst

DAVID Buch, prófessor í tónlistarsögu við Háskóla Norður-Iowa í Bandaríkjunum, kvaðst fyrir helgi hafa komist að því að Wolfgang Amadeus Mozart hefði samið brot úr tveimur lítt þekktum Vínaróperum um yfirnáttúrleg fyrirbæri. Sagði hann að þetta sýndi að austurríska tónskáldið hefði unnið að tónsmíðum með öðrum. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 707 orð

Palli var einn í heiminum Bókina Palli var einn í heiminum hafa flestir lesið. Nú hefur Palli lifnað við í hálftíma barnamynd

ÁSTHILDUR á kvikmyndafyrirtækið Litlu gulu hænuna, og framleiðir því sjálf myndina gerða eftir þessari geysivinsælu bók Danans Jens Sigsgaard. Eins og flestir vita fjallar hún um lítinn strák, sem dreymir um að hann sé einn í heiminum, og geti því gert allt sem hann langar til. Til að byrja með skemmtir hann sér konunglega, en smám saman fer hann að sakna foreldra sinna og vina. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Prestar sýna "Í sátt og samlyndi"

FJÓRIR norðlenskir prestar héldu málverkasýningu í Safnhúsinu á Húsavík 7. og 8. júní. Sýninguna nefndu þeir "Í sátt og samlyndi" og er þáttur í tilefni af 90 ára afmæli Húsavíkurkirkju. Prestarnir sem sýndu voru þingeysku prestarnir Örn Friðriksson, prófastur, Skútustöðum, Sighvatur Karlsson, Húsavík, Sigurður Ægisson, Grenjaðarstað, og Bolli Gústavsson vígslubiskip, Hólum. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 19 orð

Ríkey sýnir á Sauðárkróki

Ríkey sýnir á Sauðárkróki RÍKEY Ingimundardóttir heldur myndlistarsýningu í Safnhúsinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 17. júní. Sýningin stendur í 4­5 daga. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Roger Moore sveik mig!

FYRRVERANDI eiginkona Roger Moore, Luisa, er reið. Hún getur ekki fyrirgefið Roger fyrir að hafa yfirgefið sig fyrir aðra konu eftir 35 ára hjónaband. "Allt samband okkar snerist í kringum hans feril. Ég var alltaf í skugganum af honum og þetta eru þakkirnar. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 89 orð

Sara Ferguson í leit að nýjum manni

ÞRÁTT fyrir að Sara Ferguson og Andrew prins séu löngu skilin búa þau saman. "Það er nóg rúm fyrir okkur bæði í húsinu," segir Sara "þannig að við getum lifað okkar lífi." Sara segist alls ekki vera afbrýðisöm út í unnustu Andrew. Sögur herma reyndar að Sara sé á höttunum eftir nýjum eiginmanni. "Sara vill nýjan mann. Meira
17. júní 1997 | Leiklist | 865 orð

Stelpa slær í gegn og giftist vel

Höfundur tónlistar: Andrew Lloyd Webber. Höfundur texta: Tim Rice. Þýðandi: Jónas Friðrik Guðnason. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Söngþjálfun: Sverrir Guðjónsson. Dansahöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir og Hany Hadaya. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Ásta Guðmundsdóttir. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Stjarnan í loftið að nýju

ÚTVARPSSTÖÐIN Stjarnan hóf útsendingar að nýju eftir langt hlé á föstudaginn. Til að fagna því var efnt til hófs í húsakynnum Íslenska útvarpsfélagsins sama dag og hér sjáum við svipmyndir þaðan. Morgunblaðið/Arnaldur HALLUR Helgason, KolbrúnÝr Gísladóttir og Helga Hilmarsdóttir. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 287 orð

Svartklæddur Smith

WILL Smith var kokhraustur í myndinni "Independence Day" eins og menn muna. Þar þótti hann fara á kostum sem flugmaður í baráttunni við illvígar geimverur. Nú hefur hann leikið í myndinni "Men in Black" sem sérfræðingar vestra halda að verði ein af stórmyndum sumarsins. Myndin verður frumsýnd ytra þann 4. júlí og samtímis hér á landi. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 248 orð

Sýning á verkum Svavars Guðnasonar

Hornafirði. Morgunblaðið- Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, var opnuð í íþróttahúsinu á Höfn 15. júní sl. og mun standa til 10. ágúst. Svavar var fæddur og uppalinn í Hornafiðri og réðust menn í það stórvirki að setja upp sýningu á verkum hans í tilefni hundrað ára afmælis byggðar á Höfn, en foreldrar Svavars voru í þeim hópi fólks sem byggði Höfn. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 92 orð

TímaritÚT er komið ritið

ÚT er komið ritið Mannlíf og saga í Þingeyrar­ og Auðkúluhreppi hinum fornu, þjóðlegur fróðleikur gamall og nýr, eins og segir í kynningu. Meðal efnis er: Frumherjinn í járn­ og vélsmíði á Þingeyri; Séra Þorsteinn í aflraunum í Keldudal; Fyrstu gestgjafahjónin á Þingeyri; "Útvarp Vestfirðir, gott kvöld, Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 49 orð

Tölvumyndlist á Nelly's Café

SIGURÐUR Óskar Lárus Bragason opnar sýningu á tölvumyndum í Nelly's Café, Þingholtsstræti 2­4. Sýningin stendur frá 17. júní og lýkur 30. júní. Á sýningunni eru 12 myndir. Viðfangsefnið er: "Kinderegg". Þetta er önnur sýning Sigurðar á tölvumyndum. Sigurður er 19 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Meira
17. júní 1997 | Kvikmyndir | 232 orð

Umdeild kvikmynd

"AUGLJÓSLEGA fasísk", "svik við kvenréttindabaráttuna", "niðurlægjandi fyrir karlmenn", svona voru viðbrögð sumra bandarískra kvikmyndagagnrýnanda þegar vegamyndin "Thelma & Louise" var frumsýnd fyrir sex árum. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Upp á eigin spýtur

SONUR Bobs Dylans, Jakob Dylan, hefur fetað í fótspor föður síns og heldur sig í heimi popptónlistarinnar. Hann er söngvari hljómsveitarinnar The Wallflowers sem hefur gert það gott upp á síðkastið. Hann segir að í upphafi ferilsins hafi allir búist við því að hann nýtti sér það að vera sonur föður síns. Jakob lét það vera og er ánægður með það. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 335 orð

Vildi sýna hve fáguð íslensk nútímaljóðlist er

Í DAG kemur út hljómdiskur með íslenskum lögum og ljóðum í enskri þýðingu. Það er Magnús Magnússon sjónvarpsmaður sem velur ljóðin og les þau. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að hann hafi fyrst og fremst valið ljóð sem hann hefur gaman af. Meira
17. júní 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Þórdís Alda í Tehúsinu

Í TEHÚSINU, við Hlaðvarpann á Vesturgötu, stendur ný yfir sýning Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. Verkið er til sýnis í gegnum glugga þessa litla gallerís og ber heitið Leiðtogafundur 1997. Í verkið er notað blaðsalat frá Lambhaga, fjaðrir úr aligæsum Villa og Verónikku auk eggja o.fl. náttúruvænna efna. Sýningin stendur yfir til 29. júní. Meira
17. júní 1997 | Tónlist | -1 orð

Þú skalt samt fram!

Ýmis kórlög. Kórar á vegum Tónlistarsambands Alþýðu (TÓNAL): Álafosskórinn, Trésmiðakór Reykjavíkur, Reykjalundarkórinn, UMFÍ-kórinn, Blandaður kór/Kvennakór/Karlakór TÓNAL. Undirleikarar: Hrönn Helgadóttir, Guðlaugur Viktorsson, píanó; Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Örn Arason, harmoníkur. Stjórnendur: Helgi R. Einarsson, Jóhanna V. Meira
17. júní 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

GILLIAN Anderson sem þekkt er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum X-Files vonast til að slá í gegn í tónlistarheiminum. Hún er þegar búin að gefa út sína fyrstu smáskífu. Annars á Gillian í launabaráttu þessa dagana. Hún er ekki ánægð með að vera aðeins hálfdrættingur í launum miðað við mótleikara sinn, David Duchovny. Meira

Umræðan

17. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 451 orð

Barn sem situr laust í bíl er í mikilli hættu

ÞVÍ miður er það staðreynd að mörg alvarleg umferðarslys hér á landi má rekja til þess að börn voru laus í bílum. Ennfremur slasast mörg börn vegna þess að ekki var notaður réttur öryggisbúnaður eða þá að hann var ranglega notaður. Þegar talað er um að öryggisbúnaður sé ekki rétt notaður er átt við eftirfarandi: 1. Meira
17. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 228 orð

Bein úr jörðu

NORSKIR fornleifafræðingar hafa ákveðið að grafa í Hálfdanar-hauginn á Steini, Hringaríki, og ber þeim heiður fyrir, hvort sem árangur verður eða ekki. Þeir draga enga dul á, að þeir séu að leita að beinaleifum úr Hálfdáni konungi svarta (uppi 840-880 eða um það bil), sem arfsagnir telja heygðan í þessum stað. Meira
17. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Efla þarf dönskukennslu

ÉG VIL þakka fyrir skeleggan leiðara Morgunblaðsins fyrir skömmu, þar sem varað er við því að byrjað verði að kenna ensku á undan dönsku í grunnskólum. Ábendingar blaðsins eru þarfar og ráðamenn menntamála á villigötum. Væri æskilegt að fleiri létu í sér heyra um þetta svo að ekki verði tekin skyndiákvörðun í jafn mikilvægu máli. Svipaðar tillögur voru til umræðu þegar Ólafur G. Meira
17. júní 1997 | Aðsent efni | 292 orð

Hvað varð um skattalækkunina?

FORSÆTISRÁÐHERRA sagði á Alþingi að í stað þess að hækka skattleysismörkin yrði upphæðin notuð til að lækka skatta og þá sérstaklega jaðarskatta, því það væri forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar. Margir bundu því vonir við að skattar myndu lækka verulega 1. maí sl. Meira
17. júní 1997 | Aðsent efni | 799 orð

Íslenska - það er málið

Á TYLLIDÖGUM verður okkur tíðrætt um menningu okkar og sögu og fer vel á því. Jafnan kemur þar í ræðuhöldum að sagt er að menning okkar og líf sem sjálfstæðrar þjóðar byggist á ræktun og varðveislu íslenskrar tungu. "Líf íslenskrar þjóðar er samofið íslenskri tungu og þeirri menningu sem vér tókum í arf eftir áa vora" ­ eða eitthvað í þá veru segja stjórnmálamennirnir. Meira
17. júní 1997 | Aðsent efni | 952 orð

Líðan íslenskra ungmenna

MIG LANGAR að víkja nokkrum orðum að líðan íslenskra ungmenna vegna þess að ég hef miklar áhyggjur af henni. Ég starfa sem félagsráðgjafi og námsráðgjafi við Menntaskólann við Sund, þar sem ég sinni bæði námsráðgjöf og félagsráðgjöf við nemendur skólans. Stöðuheiti mitt er námsráðgjafi en í raun fæst ég ekki síður við félagsráðgjöf. Meira
17. júní 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Martröð utanríkisþjónustunnar

SVALBARÐAMÁLIÐ hefur verið eitt erfiðasta utanríkismál Íslands allt frá því að Danir fóru með þau mál. Réttur Íslendinga til fiskveiða í Barentshafi ætti að vera til jafns við Norðmenn, eftir að Ísland varð aðili að Parísarsamningnum um Svalbarða frá 1920. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, var frumkvöðull þessa, en hafði því miður ekki aðstöðu til þess að fylgja málinu eftir. Meira
17. júní 1997 | Aðsent efni | 719 orð

Sameining eða stöðnun

ÞANN 21. júní næstkomandi kjósa Kjalnesingar og Reykvíkingar um hvort sameina eigi sveitarfélögin. Mér finnst valið auðvelt fyrir okkur Kjalnesinga. Eftir sameiningu við Reykjavík munum við áfram njóta þess að búa í sviptivindum og stillum undir Esjunni, í nágrenni við opið haf og iðjagræn tún. Meira
17. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 633 orð

Tölvusímaskrá fyrir blinda og sjónskerta

ÁGÆTI Víkverji. Ég þakka þér skrifin vegna útkomu nýju símaskrárinnar hér á dögunum. Þú minntist á að óeðlilegt væri að gefa hana ekki út á tölvutæku formi. Ég er þér innilega sammála og langar að því tilefni að segja þér eftirfarandi: Fyrir nokkrum árum varð ég samferða Þorvarði Jónssyni, yfirverkfræðingi Pósts og síma, en við vorum á leið heim frá útlöndum. Meira

Minningargreinar

17. júní 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Elsa Dóróthea Sigurðardóttir

Um móðursystur mína á ég margar fallegar minningar, ljúfa, hægláta og elskulega konu. Það var í byrjun febrúar sl. að hún kenndi sér meins sem reyndist ólæknandi. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að það sem við köllum oft "fasta punkta í tilverunni" hverfur og nú er skammt stórra högga á milli því systir Elsu, Oddný móðir mín, lést í febrúar. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ELSA DÓRÓTHEA SIGURÐARDÓTTIR

ELSA DÓRÓTHEA SIGURÐARDÓTTIR Elsa Dóróthea Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 7. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkurkirkju 16. júní. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Guðjón Magnússon

Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt að koma orðum að því sem við viljum skrifa um þig. Minningar okkar eru margar en þó mismunandi. Við systkinin eigum mismunandi minningar um þig, en þó eigum við öll sameiginlegar minningar um ástríkan föður sem við gátum alltaf leitað til. Við eigum minningar um hamingjusama foreldra sem gátu annast mannmargt heimili. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Guðjón Magnússon

Elsku Guðjón tengdapabbi. Nú þegar þú hefur lagt upp í þína hinstu ferð, streyma fram í huga okkar allar yndislegu minningarnar sem eru okkur svo dýrmætar. Það var svo gott að tala við þig því þú kunnir að hlusta og sagðir aldrei þínar skoðanir nema maður bæði þig um það, þess vegna var gott að leita til þín. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa án skilyrða en baðst sjaldan um hjálp sjálfur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 453 orð

Guðjón Magnússon

Það er nú liðin um það bil hálf öld frá því að systir mín, Sigríður Helga, kynnti mig fyrir mannsefni sínu, Guðjóni Magnússyni sem hér er kvaddur. Þau voru þá nýtrúlofuð, hamingjusöm og bjartsýn, enda beið framtíðin þeirra, frjósöm og full af fögrum fyrirheitum. Mörg þeirra rættust, önnur þróuðust í tímans rás og tóku jafnvel á sig nýjar myndir, eins og gengur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Guðjón Magnússon

Elsku pabbi. Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég mun aldrei gleyma þegar við sátum og horfðum á íþróttir saman öskrandi þannig að öðrum stóð ekki á sama, stuðninginn frá þér þegar Þrótti gekk illa eða gleði okkar þegar vel gekk, né hlátri þínum þegar ég sagði þér "köttara"-sögur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 225 orð

Guðjón Magnússon

Elsku afi minn. Ég rita þessi orð með miklum söknuði. Ég sá þig í hinsta sinn í skírninni síðastliðinn sunnudag. Þú varst þreyttur að sjá. Þú sagðist bíða eftir plássi á sjúkrahúsi því það þyrfti að laga æðarnar. Biðin varð endaslepp. Þú kvaddir þennan heim svo skyndilega. Þau voru góð árin sem við bræður áttum hjá þér og ömmu í Gnoðarvogi. Þið veittuð okkur öryggi og hlýju. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Guðjón Magnússon

Elsku afi, þegar ég kveð þig í hinsta sinn með söknuði langar mig að skrifa minningar sem mér eru efstar í huga. Fyrstu minningar mínar um þig eru þær er þú og amma bjugguð inni í Gnoðarvogi þar sem ég og Rúnar bróðir minn ólumst að mestu leyti upp ásamt bræðrunum Vigni, Guðjóni og frænkum mínum, Siggu og Bryndísi. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Guðjón Magnússon

Elsku besti afi. Nú ertu laus við allar þjáningar sem hafa plagað þig síðustu ár, en ég vissi ekki hversu alvarlegA veikur þú varst. Þér tókst að blekkja mig og sagðir alltaf að þú værir bara með verki í fætinum, en þú vissir betur en sagðir aldrei neitt. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Guðjón Magnússon

Það var laugardaginn 7. júní að Sigga systir hringdi í mig og sagði mér að þú hefðir dottið í vinnunni og það væri hugsanlega vegna hjartaáfalls. Þú hafðir verið lagður inn á spítala til frekari rannsókna. Hún bað mig um að koma til mömmu því þar ætlaði öll fjölskyldan að hittast. Ekki grunaði mig þá að ég fengi ekki að njóta nærveru þinnar mikið lengur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 258 orð

GUÐJÓN MAGNÚSSON

GUÐJÓN MAGNÚSSON Guðjón Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum 8. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Þorsteinsdóttur og Magnúsar Jónssonar. Þau eignuðust níu börn, þau eru Guðríður, f. 18.3. 1923, d. 12.9. 1937, Guðsteinn, f. 18.3. 1925, Guðjón, f. 12.8. 1927, d. 8.6. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Guðjón Magnússon Elsku afi okkar. Þú varst besti afi í öllum heiminum. Þú varst góður, fyndinn, fallegur og skemmtilegur. Okkur

Elsku afi okkar. Þú varst besti afi í öllum heiminum. Þú varst góður, fyndinn, fallegur og skemmtilegur. Okkur þótti alveg rosalega vænt um þig. Elsku besti afi, við áttum yndislegar stundir saman. Okkur fannst svo gaman að spila við þig og að láta þig mata okkur, Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 1384 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Tregatár féllu og djúpur söknuður fyllti huga minn er mér barst fréttin um að elskulegur föðurbróðir minn, vinur, vinnuveitandi og samstarfsmaður til margra ára, væri allur. Kallið var komið, sú stund er við vissum að nálgaðist. Þrautagöngu var lokið. Göngu sem oft var erfið. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 211 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Hermann Ragnar gekk í Lionsklúbbinn Baldur fyrir um 40 árum og starfaði í klúbbnum til dauðadags. Hann hafði allt til að bera til að verða góður Lionsmaður og það sannaði hann svo margsinnis. Hann var óþreytandi brunnur hugmynda um tekjuöflun fyrir klúbbinn, sem safnar fé til líknarmála og þeirra, Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 705 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Vinur minn og yfirmaður, Hermann Ragnar Stefánsson, hefur lokið erfiðri baráttu sinni. Ég kynntist Hermanni Ragnari og Unni konu hans árið 1959 þegar ég byrjaði í dansnámi hjá þeim; námi sem ég stundaði í fjölda ára þannig að ég kynntist þeim ekki aðeins sem kennurum, heldur líka sem góðum og traustum vinum. Hermann Ragnar varð mér fljótlega sem annar pabbi. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 518 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Við áttum stefnumót á fimmtudögum í Útvarpshúsinu. Þótt við vissum bæði að við vorum alltaf á sama tíma inni á safnadeild, létum við alltaf eins og við yrðum hissa á að hittast. Þess vegna föðmuðumst við og kysstumst af meiri innileik í hvert skipti en gerist og gengur meðal fólks sem starfar hjá sömu stofnun. Við Hermann Ragnar vorum vinir í næstum fjörutíu ár. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Mig setti hjóðan þegar mér barst sú fregn að félagi minn og vinur, Hermann Ragnar Stefánsson, væri látinn. Kynni okkar Hermanns Ragnars hófust þegar við vorum aðeins 14 ára gamlir og lágu leiðir okkar þá saman í Skátahreyfingunni. Af einhverjum ástæðum löðuðumst við hvor að öðrum. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Hetja er fallin í valinn. Góður drengur genginn, "meira að starfa Guðs um geim". Það er ekki öllum gefinn slíkur andlegur styrkur að berjast jákvæðri hetjubaráttu í áratug við þann ógnvald sem læknavísindin hafa ekki ennþá unnið bug á ­ krabbameinið. Ekki í eitt einasta sinn öll þessi löngu baráttuár heyrði ég uppgjafartón frá mínum kæra félaga. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 523 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að minnast þín í örfáum orðum, það verður svo margt eftir ósagt. Þegar ég fæddist voruð þið mamma ein á landinu, öll fjölskyldan var erlendis í mismunandi erindagjörðum. Þú hringdir strax í ömmu og sagðir: "Sæl amma, þetta er afi." Það tók hana smátíma að skilja þetta, ég var allt of snemma á ferðinni. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 737 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Hermann Ragnar Stefánsson hefur nú kvatt þennan heim og við sem eftir lifum skulum minnast alls þess sem hann kenndi okkur meðan hann steig sinn lífsdans. Þúsundir Íslendinga hafa stigið dansspor undir handleiðslu hans enda hafði hann verið danskennari í 50 ár með frú Unni sér við hlið sem sína stoð og styttu gegnum súrt og sætt. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 236 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Með örfáum orðum kveð ég vin minn Hermann Ragnar Stefánsson. Ef lýsa ætti Hermanni með einu orði þá kemur orðið stór fyrst í hugann, því hann var stór maður í huga og orði. Með stolti skrifa ég vinur, því vinur var hann mér fyrst og fremst. Ég var svo lánsamur að nema dans hjá honum. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 134 orð

Hermann Ragnar Stefánsson

Við fráfall Hermanns Ragnars Stefánssonar danskennara er fallinn í valinn einn af fremstu dansfrömuðum þessa lands. Ævistarf hans byggðist fyrst og fremst á því að kenna þjóð vorri að dansa. Fáir gerðu sér betur grein fyrir því hversu þýðingarmikill þáttur dansinn er í lífi okkar. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 539 orð

HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON

HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari og dagskrárgerðarmaður, fæddist í Reykjavík 11. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rannveig Ólafsdóttir, húsmóðir, f. 11.2. 1882 á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, N-Múlasýslu, d. 12.11. 1956, og Stefán Sveinsson, kennari og verkstjóri, f. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 255 orð

INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR

INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR Ingibjörg Sigríður Skúladóttir fæddist í Nes í Hallingdal, í Noregi 15. október 1926. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Skúli Skúlason ritstjóri, f. 27.7. 1890, d. 12.1. 1982, og Nelly Thora Skúlason, f. Mjölið 31.5. 1894, d. 5.12. 1980. Ingibjörg átti þrjú systkin. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 447 orð

Ingibjörg Skúladóttir

Heimili okkar Sigríðar Ingimarsdóttur var á fyrstu hjúskaparárum okkar á Fálkagötu 13 í Reykjavík. Þetta hús er ekki langt frá Háskóla Íslands, en þar stunduðu þá nám tvær vinkonur Sigríðar, þær Jóhanna Guðmundsdóttir er síðar giftist Thorolf Smith, blaðamanni, og Ingibjörg Sigríður Skúladóttir sem síðar varð eiginkona Karls Eiríkssonar, flugmanns og forstjóra. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Ingibjörg Skúladóttir

Við fráfall Ingibjargar Skúladóttur er okkur sem áttum hana að vini um áratuga skeið fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir góða samfylgd og þann rótgróna hlýhug sem hún varpaði jafnan á allt umhverfi sitt. Hún var af íslensku bergi brotin í föðurætt en móðurættin var norsk. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Ingibjörg Skúladóttir

Í dag vil ég minnast hennar Ingibjargar S. Skúladóttur en með henni átti ég samleið í tæp 15 ár. Við kynntumst þegar ég fór að vinna hjá Bræðrunum Ormsson ehf., þá sem einkaritari mannsins hennar, Karls Eiríkssonar forstjóra. Strax við fyrstu kynni fann ég fyrir þessu hlýja viðmóti, sem var einkennandi fyrir hana. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 176 orð

Ingibjörg Skúladóttir

Okkur systrum er minnisstæður sá dagur er Karl móðurbróðir okkar birtist á heimili okkar á Suðurgötu 22 með Ingibjörgu Skúladóttur sér við hönd og tilkynnti hátíðlega trúlofun þeirra. Þó allir yrðu himinlifandi yfir þessari fregn óraði okkur ekki fyrir því hvílík gæfa hafði fallið Kalla og allri fjölskyldu okkar í skaut. Nú er við kveðjum Bitten viljum við minnast hennar og þakka. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Ingibjörg Skúladóttir

Starfsfólk Bræðranna Ormsson vill senda Ingibjörgu Skúladóttur hinstu kveðjur. Nokkur okkar hafa þekkt hana í áratugi, aðrir hafa starfað með henni nokkur ár og enn aðrir hafa haft styttri kynni af henni. Ekki skiptir máli hversu löng kynnin voru. Þau voru öll á eina lund. Ingibjörg var hógvær, hæglát og þægilegur samstarfsmaður og vinnuveitandi. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Óli Valgeir Hjartarson

Nú er Óli frændi minn farinn og hvílir hann nú í friði. Hann lést 93 ára gamall. Ég minnist Óla fyrst þegar ég var lítil stelpa sex ára gömul. Ég byggði bú með leggjum og hornum ásamt frænku minni Vilborgu Hólmjárn sem dvaldist í stuttan tíma hjá þeim Óla og Dóru. Óli bjó til litla staura fyrir okkur og hjá honum fengum við líka band og hamar. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 166 orð

ÓLI VALGEIR HJARTARSON

ÓLI VALGEIR HJARTARSON Óli Valgeir Hjartarson fæddist á Jaðri í Hrútafirði 8. janúar 1904. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 9. júní síðastliðinn. Hann var ókvæntur og barnlaus. Foreldrar hans voru Hjörtur Björnsson og Hólmfríður Jónsdóttir búsett á Jaðri. Óli átti tvo bræður, þá Sigurð, f. 2. apríl 1899, d. 11. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 235 orð

Ólöf Jónsdóttir

Ólafar minnist ég sem kærleiksríkrar konu sem gaf svo mikið af sér. Ég unni Ólöfu eins og ömmu minni. Við vorum vinkonur frá upphafi okkar kynna. Ólöf kenndi mér að meta sjálfa mig og það sem ég hef í kringum mig. Ég kallaði Ólöfu alltaf rósina mína. Hún var rósin mín. Það var alltaf svo bjart heima hjá Ólöfu. Það geislaði af henni lífskraftur og kærleikur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Ólöf Jónsdóttir

Ólöf J. Jónsdóttir rithöfundur er farin héðan úr þessum heimi. Hún hvarf á hlýjum maímorgni inn í vorið eilífa. Sjálf var hún í ætt við vorið, dýrkaði listina, fegurðina, góðleikann umfram allt. Sést það best á skáldskap hennar, ljóðunum, sögunum og ævintýrunum. Hún var reyndar virtur höfundur, sem sendi frá sér margar bækur og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Ólöf Jónína Kristbjörg Jónsdóttir fæddist í Litlu Ávík í Strandasýslu 22. september 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 430 orð

Reynir Örn Kárason

Litli frændi er farinn frá okkur, allt í einu svo fyrirvaralaust. Allt í einu er þessi litli drengur rifinn frá okkur og maður spyr "af hverju?" Af hverju hann sem var hvers manns hugljúfi og öllum þótti svo vænt um? Það er hægt að segja svo margt um þennan indæla dreng, sem stoppaði svo alltof stutt hjá okkur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 903 orð

Reynir Örn Kárason

Allt var svo friðsælt, eðlilegt og sjálfsagt á þessum fimmtudagsmorgni. Fullorðnir og börn við leik og störf og allar áhyggjur virtust víðsfjarri. En þá gerðist það sem allir hafa einhverntíma leitt hugann að en fáir þorað að hugsa til enda. Það varð slys. Hörmulegt slys sem engum var um að kenna. Það var líkt og tíminn stæði kyrr eitt andartak og þögnin ein ríkti. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 238 orð

Reynir Örn Kárason

Lítill hnoðri. Allt of lítill. Þegar við komum með Ásgeir Boga sex vikna austur kom Helga Björg með fullan poka af samfellum og bað okkur endilega að nota þetta á strákinn. Hún var hætt. Þetta var í júlí en níu mánuðum síðar fórum við með sama poka á fæðingardeildina; pínulítill hnoðri var fæddur. Lítill og knár. Svo lítill að honum var vart hugað líf. En seiglan í einu barni. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Reynir Örn Kárason

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt ó alheimsljós og mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Reynir Örn Kárason

Einmitt þegar sumarið var að leysa af langan og strangan vetur þá reið áfallið yfir. Sólargeislinn í götunni okkar, Reynir Örn, frá okkur tekinn aðeins fjögurra ára. Það var alltaf gaman að koma heim í götuna okkar og hitta Reyni sem oftar en ekki var úti að leika sér. Alltaf heilsaði hann mér og alltaf hafði hann frá einhverju að segja. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Reynir Örn Kárason Ó, Jesú bróðir besti, og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Elsku Reynir. Þú sem

Ó, Jesú bróðir besti, og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Elsku Reynir. Þú sem háðir svo harða baráttu fyrir lífi þínu þegar þú fæddist, svona agnarsmár og hafðir betur. Við áttum mjög ánægjulegar stundir þegar við pössuðum þig og systkini þín. Þú varst alltaf svo kátur og fjörugur. Meira
17. júní 1997 | Minningargreinar | 72 orð

REYNIR ÖRN KÁRASON Reynir Örn Kárason fæddist í Reykjavík 28. mars 1993. Hann lést af slysförum í Bakkagerði, Borgarfirði

REYNIR ÖRN KÁRASON Reynir Örn Kárason fæddist í Reykjavík 28. mars 1993. Hann lést af slysförum í Bakkagerði, Borgarfirði eystra, 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kári Borgar Ásgrímsson, útgerðarmaður, f. 12. september 1964, og Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir, f. 1. apríl 1967. Systkini hans eru Óttar Már, f. 3. Meira

Viðskipti

17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Borgin semur við Evrópubankann

REYKJAVÍKURBORG hefur gert rammasamning við Evrópubankann (EIB) um allt að tveggja milljarða króna lán. Samkvæmt samningnum er bankinn tilbúinn til að lána borginni allt að tveimur milljörðum króna, þurfi hún á því að halda. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Borgin tekur tilboðum

SAMÞYKKT hefur verið á fundi borgarráðs Reykjavíkur að taka tilboði lægstbjóðanda, Alberts Finnbogasonar, í lóð og utanhússfrágang við sundlaug í Grafarvogi. Tilboð Alberts hljóðaði upp á 59.398.090 krónur sem er 89,65% af kostnaðaráætlun. Eins var samþykkt að taka tilboði Víkurverks í annan áfanga endurnýjunar á Skólavörðuholti. Tilboð Víkurverks hljóðar upp á 33.722. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Electrolux sker niður

Lokun 25 af 150 verksmiðjum Electrolux, 50 geymsluhúsa og uppsagnir 12 þúsund starfsmanna næstu árin lyfti verði hlutabréfa fyrirtækisins strax upp á við, þegar Michael Treschow, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tilkynnti um þennan mesta niðurskurð, sem norrænt fyrirtæki gengur í gegnum. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Flugleiðabréfin taka flugið

HLUTABRÉF í Flugleiðum hækkuðu í verði um tæp 14% í gær á Verðbréfaþingi Íslands eftir að tilkynnt var um kaup á nýjum millilandavélum og um nýjar áætlunarleiðir. Þegar verðið var sem hæst í gær nam hækkunin rúmum 23% miðað við lokaverð á föstudag. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 1,45% í gær. Flugleiðabréf lækkuðu síðdegis Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Hagnaður Daily Mail eykst um 27%

BREZKA blaðaútgáfan Daily Mail & General Trust PLC jók hagnað sinn um 27% á fyrri helmingi fjárhagsárs síns vegna mikillar sölu landsmálablaða sinna. Fyrirtækið gefur út landsmálablöðin Daily Mail og Mail on Sunday. Hagnaður þess fyrir skatta jókst úr 36,9 milljónum punda í 46,8 milljónir punda að sérútgjöldum undanskildum á sex mánuðum til marzloka. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 25 orð

IBM lokar búð sinni á netinu

IBM lokar búð sinni á netinu New York. Reuter. IBM hyggst loka verzlun sinn á netinu, sem kallast World Avenue, 9. júlí vegna dræmra viðskipta. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Moody's endurskoðar mat á lánshæfi Íslands

BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody's Investors Service tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði ákveðið að endurskoða mat sitt á lánshæfi Íslands með hugsanlega hækkun fyrir augum. Í frétt frá Moody's kemur fram að þjóðarbúskapur Íslendinga haldi áfram að uppskera ávöxt aukins frjálsræðis í efnahagslífinu á síðastliðnum sex árum sem m.a. leiddi af sér hækkun á lánshæfismati fyrir ári. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Ný stjórn kjörin hjá Skýrr hf.

NÝ stjórn hefur verið kjörin hjá Skýrr hf. í kjölfar kaupa Opinna kerfa hf. á 51% hlutafjár ríkis, Reykjavíkurborgar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fyrirtækinu. Á hluthafafundi í Skýrr 5. júní sl. voru kjörin í stjórnina Hallgrímur Snorrason, Margrét Guðmundsdóttir, Frosti Bergsson, Sindri Sindrason og Hreinn Jakobsson. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Næstæðsti maður DKB handtekinn

NÆSTÆÐSTI maður Dai-ichi Kangyo banka (DKB), Ichiro Fujita, sem gegndi starfi aðalbankastjóra um tíma, og annar yfirmaður bankans hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa veitt fjárkúgara ólögleg lán. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 202 orð

»Tap þrátt fyrir samkomulag í Amsterdam

VIÐSKIPTUM með hlutabréf lauk með tapi í Evrópu í gær þrátt fyrir stöðugleikasáttmála ESB-ráðherra og vegna slæmrar byrjunar í Wall Street. Á gjaldeyrismörkuðum lækkaði gengi dollars lítilega, en hann virðist þó standa vel að vígi þar sem horfur eru á veikum evró- gjaldmiðli. Ástandið var ótryggast í París og lækkaði gengi hlutabréfa um 0,5%. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 475 orð

Tæplega 612 milljóna hagnaður 1996

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Íslenska járnblendifélagsins hf. nam 741,2 milljónum króna á síðasta ári en nam 711,4 milljónum árið 1995. Hagnaður eftir fjármagnsliði, skatta og gjaldfærslu hagnaðarhlutdeildar Landsvirkjunar var 611,7 milljónir króna, sem er rúmlega 15% af brúttóveltu. Árið á undan nam hagnaðurinn 519,8 milljónum króna. Meira
17. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Þýzku banni við farsímum í flugvélum fagnað

FLUGFÉLÖG hafa yfirleitt fagnað nýju þýzku frumvarpi um að dæma megi fólk í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að nota farsíma eða önnur rafeindatæki um borð í flugvélum. Bannið nær yfir kjöltutölvur, sjónvarpsmyndatökuvélar og annan búnað, sem kann að hafa áhrif á rafeinda- og fjarskiptakerfi flugvéla. Meira

Daglegt líf

17. júní 1997 | Neytendur | 90 orð

Dagbók um fyrstu fimm árin

KOMIN er út bókin Dagbókin mín - minningar um fyrstu fimm árin. Bókin sem þýdd er úr ensku er gefin út af Kórund ehf og eru ljósmyndirnar allar eftir Anne Geddes. Anne hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir sínar. Foreldrar eða aðrir forráðamenn geta skráð í bókina merka atburði sem eiga sér stað fyrstu árin og límt inn myndir. Meira
17. júní 1997 | Neytendur | 276 orð

Hversvegna hækkaði verð á dúkahreinsun?

NÝVERIÐ hækkaði verð á dúkahreinsun hjá Fönn. Hversvegna? Svar: Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Fönn segir að ástæðan fyrir verðhækkuninni sé sú að dúkaverð hafi ekkert hækkað frá 1. júní 1992. "Í framhaldi af síðustu launahækkunum var ákveðið að leiðrétta verð á dúkahreinsun. Það er misjafnt hversu mikil hækkunin er. Meira
17. júní 1997 | Neytendur | 510 orð

Salan úr 200 kílóum í 6 tonn á einu og hálfu ári

ÞEGAR Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri Ferskra kjúklinga hóf starf hjá fyrirtækinu fyrir einu og hálfu ári var hann eini starfsmaðurinn. Hann var að pakka 200-300 ferskum kjúklingum á viku en fyrirtækið var stofnað í kjölfar þess að Landbúnaðarráðuneytið veitti leyfi til sölu á ferskum kjúklingum. Meira

Fastir þættir

17. júní 1997 | Í dag | 41 orð

3. a) Sæl, Magga...mér skilst að það sé uppi orð

3. a) Sæl, Magga...mér skilst að það sé uppi orðrómur um að ég kunni að verða útnefnd "Framúrskarandi nemandi ársins". b) Það er athyglisvert, herra...ég heyrði annan orðróm um að tunglið sé að falla ofan af himninum... c) Ég legg á, Magga... Meira
17. júní 1997 | Dagbók | 2897 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
17. júní 1997 | Dagbók | 625 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
17. júní 1997 | Í dag | 164 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 17. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Ásta Guðmundsdóttir og Halldór Björnsson.Þau eiga heima á Stóru-Seylu í Skagafirði. Sama dag giftu sig Ingibjörg Björnsdóttir, systir Halldórs, og Guðmundur Stefánsson, sem einnig bjuggu á Stóru-Seylu. Meira
17. júní 1997 | Fastir þættir | 666 orð

Margir kallaðir en fáir útvaldir

VISSULEGA virðast möguleikar sumra knapanna minni en annarra og eru vafalítið fyrst og fremst að reyna að ná sér í reynslu. En það er með þessa keppni eins og happdrættin að sá sem ekki á miða getur verið öruggur um það eitt að fá ekki vinning. Meira
17. júní 1997 | Fastir þættir | 137 orð

MESSUR 17. JÚNÍ »KÓPAVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 með þ

MESSUR 17. JÚNÍ »KÓPAVOGSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 með þátttöku forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur sem flytur stólræðu. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner organista og einnig syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Meira
17. júní 1997 | Í dag | 340 orð

Sölustarfsemi í síma er farinn að ganga úr hófi. Víkverja er

Sölustarfsemi í síma er farinn að ganga úr hófi. Víkverja er kunnugt um, að fyrir skömmu fengu nokkrir einstaklingar upphringingu frá bókaforlagi Iðunnar, þar sem þeim var tilkynnt, að þeim yrði færð bók að gjöf og spurt, hvort heimsækja mætti viðkomandi með bókagjöfina. Þess var ekki getið að skilmálar fylgdu gjöfinni. Meira
17. júní 1997 | Í dag | 395 orð

Viljafiskverkendur ekki innlentvinnuafl?ÉG GET ek

ÉG GET ekki orða bundist eftir að ég hlustaði á Pál Pétursson félagsmálaráðherra í sjónvarpinu fimmtudaginn 12. júní. Enn einu sinni kvartaði hann yfir því að íslenskt verkafólk vildi ekki vinna í fiski. Sannleikurinn er hins vegar sá, sem Páli tekst voðalega erfiðlega að skilja, að íslenskir fiskverkendur vilja ekki íslenskt verkafólk í vinnu. Meira

Íþróttir

17. júní 1997 | Íþróttir | 449 orð

ALVARA »Hvernig má það veraað dómari frá ÍAdæmi leik ÍA og ÍA?

Það vakti athygli á viðureign svokallaðs 23 ára liðs Akurnesinga í knattspyrnu gegn Íslands- og bikarmeistaraliði félagsins á laugardaginn að Sæmundur Víglundsson dæmdi leikinn. Sæmundur dæmir fyrir Knattspyrnufélag ÍA og var því að dæma leik sem hans eigið félag spilaði. Furðu má sæta ákveðið hafi verið að Sæmundur dæmi hjá eigin félagi í opinberum leik á vegum KSÍ. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 40 orð

Annað kvöld

Annað kvöld, miðvikudagskvöld, verður heil umferð íefstu deild karla. Sjóvá-Almennra deildin: KR-völlur:KR - Keflavík18 Borgarnes:Skallagrímur - ÍA20 Grindavík:Grindavík - Fram20 Ólafsfjörður:Leiftur - Stjarnan20 Hlíðarendi:Valur - Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 220 orð

Arnar semur við AEK

Arnar Grétarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Leiftri á Ólafsfirði hefur náð samkomulagi við gríska 1. deildarliðið AEK í Aþenu skv. heimildum Morgunblaðsins og reikna forráðamenn félagsins með honum utan fljótlega til að ganga frá samningi. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 313 orð

Bandaríska meistaramótið KONURSjöþraut:

KONURSjöþraut: 1. Kelly Blair6.465 2. DeDee Nathan6.317 3. Kym Carter6.289 Kúluvarp kvenna: 1. Connie Price-Smith19,06 2. Valeyta Althouse18,60 3. Tressa Thompson17,73 10 km ganga: 1. Debbi Lawrence46.45,36 2. Sara Standley46.53,07 3. Victoria Herazo47. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 197 orð

Bikarkeppni KSÍ

32 liða úrslit Coca-Cola bikarsins: Víðir - Grindavík0:1 - Ólafur Ingólfsson. ÍA 23 - ÍA2:3 Kári Steinn Reynisson, Pálmi Haraldsson - Steinar Adolfsson, Ólafur Þórðarson, Haraldur Hinriksson. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 516 orð

Breiðablik og KR á sigurbraut

BREIÐABLIK og KR eru enn á toppi efstu deildar kvenna eftir leiki helgarinnar en Blikar halda toppsætinu með glæsilegu markahlutfalli ­ hafa skorað 23 mörk en fengið á sig fjögur. KR vann ÍA 3:0 á Akranesi og í Eyjum bar Stjarnan sigurorð af heimastúlkum, 2:1. Blikastúlkur sóttu af krafti frá byrjun og uppskáru fyrsta markið frá fyrirliðanum Sigrúnu Óttarsdóttur á 19. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 689 orð

Els hafði það sem Montgomereie vantaði

ERNIE Els frá Suður-Afríku sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi um helgina, lék á 276 höggum, einu höggi færra en Skotinn Colin Montgomerie, sem varð enn og aftur að sjá af titlinum. Það sem skildi á milli var fyrst og fremst sjálfstjórn. Els var sex höggum á eftir Montgomerie eftir fyrsta hring, en lék síðustu þrjá hringina af öryggi á meðan Montgomerie sprakk á limminu. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 114 orð

EM kvenna

Búdapest: Undanúrslit: Slóvakía - Ungverjaland81:55 Anna Kotocova 18, Renata Hirakova 15, Iveta Bielikova 11 - Andrea Karolyi 18, Dora Kalmar-Nagy 8, Judit Balogh 7, Agnes Nemeth 7. Litháen - Þýskaland78:77 Staðan var 34:33 í leikhléi og 70:70 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 206 orð

Fleiri útlendingar leyfðir

ÁRSÞING Handknattleikssambandsins var haldið fyrir helgi og var Guðmundur Ág. Ingvarsson endurkjörin formaður. Þrír nýir koma inn í stjórnina, Jóhanna Ág. Sigurðardóttir, fyrrum gjaldkeri HSÍ, er orðin gjaldkeri á nýjan leik og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, og Goði Sveinsson, framkvæmdastjóri Úrvals- Útsýnar, voru báðir kosnir í stjórn. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 540 orð

Haraldur velti tvívegis en sigraði samt

ILLKLEIFAR þrautir og fjölmargar veltur settu svip sinn á torfærumót í Jósepsdal á laugardaginn. Þetta var annað mótið af fimm sem gildir til Íslandsmeistaratitils. Meistarinn úr Ölfusi, Haraldur Pétursson, vann sinn fyrsta sigur á árinu í flokki sérútbúinna jeppa, en í flokki sérútbúinna götujeppa vann Gunnar Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 373 orð

Hrakfarir Montgomeries SKOTINN Colin Mont

SKOTINN Colin Montgomerie hefur síðustu fjögur árin verið besti kylfingur Evrópu, en þrátt fyrir það hefur honum aldrei tekist að sigra á einu af stóru mótunum fjórum. Oft hefur munað litlu en nógu samt. árið 1992 virtist hann öruggur með sigur á Pebble Beach vellinum þegar Opna bandaríska meistaramótið fór þar fram. En Tom Kite fann taktinn í rokinu síðasta daginn og sigraði. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 330 orð

Íslendingar komu á óvart

Íslendingar náðu góðum árangri í hópkata á Evrópumeistaramótinu í hefðbundnu karate ETKF, sem fór fram í Davos í Sviss um helgina. Liðið skipuðu Þórshamarsmennirnir Ásmundur Ísak Jónsson, Jón Ingi Þorvaldsson og Sigþór Markússon. Þeir lentu í fjórða sæti í hópkata, sem verður að teljast mjög góður árangur því 22 þjóðir voru með á mótinu. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 53 orð

Keflavík í basli með ÍR KEFLVÍK

KEFLVÍKINGAR áttu í basli með ÍR, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn. Að loknum venjulegum leiktíma var markalaust en Keflavík sigraði, 2:1, eftir framlengingu. Liðið mætir Fram á heimavelli í 16-liða úrslitum. Á myndinni hér til hliðar reynir Keflvíkingurinn Jakob Jónharðsson að ná knettinum af Kjartani Kjartanssyni. »Leikirnir/B7 Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 215 orð

Leiftur gegn Akranesi

Dregið var í 16-liða úrslit Coca- Cola bikarkeppninnar í gær og fara leikirnir fram miðvikudaginn 25. júní og fimmtudaginn 26. júní. Á miðvikudeginum leika FH og Skallagrímur, Grindavík og Breiðablik, Þróttur R. og Þór A., Leiftur og ÍA og Valsmenn taka á móti Fylki. Á fimmtudaginn mætast KA og ÍBV, Stjarnan og KR og Keflvíkingar fá Fram í heimsókn. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 428 orð

MARK Lawrenson, sem Kevin Keegan

MARK Lawrenson, sem Kevin Keegan fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle réð sem þjálfara, hefur látið af því starfi og snýr sér alfarið að umfjöllun um knattspyrnu í fjölmiðlum. Lawrenson verður bæði í sjónvarpi, hjá BBC, og útvarpi, hjá Radio 5. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 83 orð

Mikið að gerast hjá Bergþóru

MIKIÐ var að gerast hjá Bergþóru Laxdal á laugardaginn en hún náði ekki sjálf að fylgjast með allri atburðarásinni. Hún lék með liði sínu, Val, gegn ÍBA á Hlíðarenda og skoraði tvö góð mörk en lenti síðan í samstuði við markvörð Akureyringa og rotaðist. Hringt var eftir sjúkrabíl og rankaði Bergþóra við sér skömmu síðar. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 168 orð

Nicklaus heldur áfram

GOÐSÖGNIN Jack Nicklaus segist ekki á þeim buxunum að hætta keppni meðal þeirra bestu þó hann sé orðin 57 ára og hafi tekið þátt í 150 stórmótum í golfi og sigrað 18 sinnum. "Ég hef trúlega ekki leikið eins vel og ég er að gera þessa dagana í ein tíu ár," sagði Nicklaus eftir að hann hafði lokið leik á fjórum yfir pari á sunnudaginn, en alls lék hann á 13 yfir pari vallarins. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 1109 orð

Of snemmt fyrir Keflvíkinga að fagna

Línur eru nokkuð farnar að skýrast í efstu deild karla í knattspyrnu, Sjóvá-Almennra deildinni, þegar fimm umferðum er lokið. Liðin eru þegar farin að raða sér á botn og topp og ljóst að mikil barátta er framundan. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 610 orð

Opna bandaríska

Congressional-völlurinn við Washington í Bandaríkjunum; par 70. Kylfingar frá Bandaríkjunum nema annað sé tekið fram: 276 - Ernie Els (S-Afríku) 71 67 69 69 277 -Colin Montgomerie (Bretlandi) 65 76 67 69 278 - Tom Lehman 67 70 68 73 281 - Jeff Maggert 73 66 68 74 282 - Bob Tway 71 71 70 70, Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 586 orð

Ólán Coulthards varð Schumacher að láni

KAPPAKSTURSMENN voru rækilega minntir á hætturnar sem fylgja íþrótt þeirra í Formúla-1 kappakstrinum í Montreal á sunnudag. Keppni var hætt vegna slysa á brautinni er fjórðungur leiðarinnar var enn óekinn en þá voru 12 keppendur af 22 úr leik vegna slysa. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 423 orð

PÉTUR S. Péturssoná Flugunni

PÉTUR S. Péturssoná Flugunni, minnsta bíl torfærukeppninnar, stóð sig vel framan af, var í öðru og þriðja sæti í fyrstu þrautunum. Hann þykir snjall við stýrið en vantar öflugri jeppa, þó suð Flugunnar þyki eftirtektarvert. Péturfékk tilþrifaverðlaun fyrir skemmtilega takta í þriðju þraut. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 323 orð

Rauð íslensk helgi í Svíþjóð

Rauð íslensk helgi í Svíþjóð Framganga íslensku knattspyrnumannanna sem leika í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu einkenndist ekki öðru fremur af snilli í 11. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 118 orð

Skaga-mennóánægðirVAXANDI

VAXANDI óánægja er meðal leikmanna Íslands- og bikarmeistaraliðs Akraness, skv. heimildum Morgunblaðsins, með þá erlendu leikmenn sem fengnir voru til ÍA fyrir tímabilið, einkum Vladan Tomic og Dragutin Ristic. Leikmenn furða sig á því hvers vegna fengnir séu erlendir miðlungsmenn þegar nægur efniviður sé til staðar. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 439 orð

Spánn Extremadura - Celta Vigo2:0 Valladolid - Hercules

Extremadura - Celta Vigo2:0 Valladolid - Hercules1:0 Sporting Gijon - Rayo Vallecano3:0 Valencia - Oviedo2:1 Sevilla - Espanyol3:1 Logrones - Racing Santander1:1 Compostela - Real Sociedad1:2 Tenerife - Zaragoza3:3 Barcelona - Real Betis3:0 Real Madrid - Atletico Madrid3:1 Athletic Bilbao - Deportivo Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 94 orð

Stjörnubjart í Eyjum

Stjörnustúlkur nældu sér í þrjú dýrmæt stig í Vestmannaeyjum í gærkvöldi er þær unnu ÍBV 2:1 í efstu deild kvenna, Stofndeildinni. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. Auður Skúladóttir kom Stjörnunni yfir strax á upphafsmínútum leiksins er hún skoraði beint úr aukaspyrnu. Fanný Yngvadóttir jafnaði tíu mínútum síðar fyrir ÍBV. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 79 orð

Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Valur - ÍBA4:3

Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Valur - ÍBA4:3 Bergþóra Laxdal (75., 80.), Írís Andrésdóttir (49.), Ásgerður H. Ingibergsdóttir (51.) - Katrín M. Hjartardóttir (65., 88.), Þorbjörg Jóhannsdóttir (85.). ÍA - KR0:3 - Edda Garðarsdóttir (46.), Olga Færseth (82.), Sigurlín Jónsdóttir (86.). Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 802 orð

"Stóru" liðin í vandræðum með "litlu" liðin

Keflvíkingar, sem hafa unnið alla leiki sína í Sjóvá- Almennra deildinni, áttu í hinu mesta basli með braráttuglaða ÍR- inga í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn. Að loknum venjulegum leiktíma hafði ekkert mark verið skorað, en ÍR fékk besta færið um miðjan fyrri hálfleik er boltinn small í slá Keflavíkurmarksins. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 45 orð

Svíþjóð

AIK - IFK Norrköping1:0 Degerfors - Helsingborg1:1 Elfsborg - Ljungskile3:0 Halmstad - Trelleborg1:2 Malmö FF - Örebro1:1 V¨asterås - IFK Gautaborg1:2 Örgryte - Öster1:1 Staðan: Elfsborg1072124:1023 IFK Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 113 orð

Tveir til Skallagríms

SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi hefur fengið til liðs við sig færeyskan leikmann sem heitir Alan Johansen og hefur leikið með Klaksvík. Hann er miðvallarleikmaður og hefur spilað nokkra heimaleiki með landsliði Færeyja. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 837 orð

Þrjú glæsimörk tryggðu Madrid 27. meistaratitilinn

REAL Madrid tryggði sér meistaratitilinn í spænsku knattspyrnunni á laugardagskvöld er liðið vann fyrirhafnarlítinn sigur á nágrannaliðinu Atletico de Madrid. Þetta er 27. meistartitill Real Madrid í sögu félagsins og þykir sigurinn verðskuldaður. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 586 orð

Ætlar landsliðsmaðurinnBRYNJAR GUNNARSSONað feta í fótspor föður síns?Dreymir um at-vinnumennsku

KR-INGURINN Brynjar Gunnarsson, sem hefur leikið átta landsleiki með ungmennalandsliðinu og gert tvö mörk í þeim, kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðshópinn er landsliðið mætti Makedóníu fyrir tíu dögum og var mjög öflugur á miðjunni í fyrsta landsleik sínum sem tapaðist 1:0 í Skopje í Makedóníu. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

3. deild HVÍ - Bolungarvík2:6 Ernir Ísaf. - Reynir Hn.4:1 Jón Páll Hreinsson 3, Jóhann B. Gunnarsson - Jóhann B. Helgason. Höttur - Neisti D. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 208 orð

(fyrirsögn vantar)

KR-stúlkur sigruðu á Skaganum Leikur ÍA og KR á Akranesi sem fram fór í gærkvöldi var tíðindalítill og bragðdaufur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en KR-ingar tryggðu sér sigur með þremur mörkum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var rólegur og einkenndist af miðjuþófi. Meira
17. júní 1997 | Íþróttir | 78 orð

(fyrirsögn vantar)

Polar Cup í Osló Keppni U-22 ára landsliða Finnland - Ísland82:62 Helgi Jónas Guðfinnsson gerði 22 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 12 stig. Meira

Fasteignablað

17. júní 1997 | Fasteignablað | 34 orð

Atvinnu- húsnæði

EIGNAMIÐLUNIN er nú með til sölu stórt atvinnuhúsnæði við Lyngháls, sem var áður í eigu Metró - Þýzk-íslenzka hf. Þar er um að ræða verzlunar- og skrifstofubyggingu, stórar vöruskemmur og lagerhúsnæði. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 286 orð

Atvinnuhúsnæði við Lyngháls

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu atvinnuhúsnæði að Lynghálsi 10 og Tunguhálsi 15 og 17. Húsnæðið að Lynghálsi er samtals 3146 ferm. að stærð og er þar um að ræða bæði verslunar- og skrifstofubyggingu á þremur hæðum auk riss. Húsin við Lyngháls eru annars vegar stórar vöruskemmur samtals um 2134 ferm. og hins vegar lagerhúsnæði alls 473 ferm. Allar byggingarnar eru nýlegar Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Blómaborðskraut

Blómaborðskraut EF blómaborðskraut á að heppnast vel þarf að vanda bæði til samsetningar blóma og eins vasans sem blómin standa í. Hér er einfaldleikinn látinn ráða ferðinni. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 160 orð

Einbýlishús við Öldugötu

GÓÐ hús í gamla bænum í Hafnarfirði hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Valhúsum í Hafnarfirði er nú til sölu einbýlishús að Öldugötu 37. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, 144 ferm. að stærð, byggt 1947. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Fyrir rómantískar sálir

Fyrir rómantískar sálir Í Ameríku er hugsað fyrir öllu, líka fyrir verulega rómantískum sálum. Fyrir þær er þessi skrautdiskur búinn til, en hann er framleiddur og seldur í Illinois. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 150 orð

Gott sérbýli við Vesturberg

HJÁ fasteignasölunni Fróni er til sölu raðhús við Vesturberg 155. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1973. Það er 184 ferm. að stærð, þar af er innbyggður 20 ferm. bílskúr. "Þetta er heppilegt sérbýli fyrir fjölskyldu sem samanstendur af t.d. fjórum aðilum," sagði Viðar Hauksson hjá Frón. "Á neðri hæðinni er rúmgóð stofa, eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 29 orð

Hjarta fyrir hjartað

Hjarta fyrir hjartað EF fólk á á annað borð eitthvert elsku hjarta" til þess að stjana við, þá er upplagt að gefa hina sama hjarta svona ilmhjarta á rúmstöpulinn sinn. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Íbúðir í Mosfellsbæ

SÉRBÝLIÐ hefur lengi einkennt Mosfellsbæ. Hjá fasteignasölunum Hóli og Eignaborg eru nú til sölu íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á góðum útsýnisstað við Fálkahöfða og eru allar íbúðirnar með sér inngangi. Byggingaraðili er G. Þ. Byggingar hf. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 138 orð

Nýjar íbúðir fyrir aldraða

Í GRUNDARFIRÐI hafa verið byggðar 8 sjálfseignaríbúðir fyrir aldraða á Hrannarstíg 18, rétt við Dvalarheimilið Fellaskjól. Það er sveitarfélagið sem stendur að framkvæmdinni og eru 6 íbúðanna almennar kaupleiguíbúðir og 2 eru félagslegar kaupleiguíbúðir. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 1606 orð

Raðhús á eftirsóttum stað í sunnanverðri Digraneshlíð

BYGGÐIN í sunnanverðum Digraneshálsi hefur yfir sér nýlegt yfirbragð, enda hefur hún að mestu leyti risið á undanförnum fimm árum. Og enn er þar verið að byggja. Landkostir eru miklir, en landinu hallar á móti suðri og þar er því gott skjól fyrir norðanátt. Efst uppi er víðsýnt og útsýni gott til suðurs og vesturs. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 201 orð

Raðhús í Kópavogi

NÚ eru í byggingu síðustu raðhúsin í suðurhlíð Digranesháls í Kópavogi. Þar eru að verki KS-verktakar, en eigendur fyrirtækisins eru byggingameistararnir Kristján Snorrason og Þorleifur Sigurðsson. Húsin eru 9 að tölu. Þau eru hönnuð af Herði Harðarsyni arkitekt og standa við Blikahjalla 1-17. Húsin eru á tveimur hæðum með bílskúr og 160-180 ferm. að stærð. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 265 orð

Sextán íbúða hús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunum Hóli og Eignaborg er nú til sölu 16 íbúða hús við Fálkahöfða 2­4 í Mosfellsbæ. Í húsinu eru tvær gerðir af þriggja herbergja íbúðum og ein gerð af fjögurra herbergja íbúðum. Húsið er svo til tilbúið til afhendingar, en fyrstu íbúðina á að afhenda 1. júlí nk., og hún er þegar seld. Húsið er steinsteypt, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 273 orð

Tuttugu og tveir luku fasteignasalaprófi

TUTTUGU og tveir luku fyrir skömmu prófum til þess að fá löggildingu sem fasteigna- og skipasalar. Námið hófu þeir veturinn 1995 og luku því um síðustu áramót. Hæstu prófseinkunn hlaut Magnea S. Sverrisdóttir og var hún um leið með hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í tíð núverandi prófnefndar. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 308 orð

Uppsöfnuð eftir- spurn segir til sín á markaðnum

TALSVERÐ aukning varð í umsóknum um húsbréfalán í maímánuði og þá einkum í nýbyggingum. Greinilegt er, að markaðurinn hefur tekið við sér á ný, eftir þann samdrátt sem varð í marz og apríl og eflaust mátti rekja til verkfallsumræðunnar, sem þá einkenndi þjóðfélagið. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 160 orð

Vel skipulagt parhús

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu parhús við Fannafold 142. Þetta er steinsteypt hús, suðurendi. Það er 180 ferm. að stærð með innbyggðum 33 ferm. bílskúr. Húsið er byggt árið 1987. "Þetta er gott hús. Það er ekki fullbúið, en skipulag þess er afburðagott," sagði Þorlákur Einarsson hjá Fasteignamarkaðinum. "Niðri eru rúmgóðar stofur, sólskáli og rúmgott eldhús. Meira
17. júní 1997 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

17. júní 1997 | Fasteignablað | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

17. júní 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

17. júní 1997 | Fasteignablað | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

17. júní 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

17. júní 1997 | Úr verinu | 365 orð

Jón Sigurðsson seldur til Færeyja

NÓTASKIPIÐ Jón Sigurðsson GK verður selt til Færeyja í sumar. Það er útgerðarfyrirtækið E.M. Shipping í Færeyjum sem kaupir skipið, en það er í eigu Samherja hf. Fyrirtækið hefur verulegar veiðiheimildir til veiða á uppsjávarfiskum í færeyskri lögsögu, auk heimilda til síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Meira
17. júní 1997 | Úr verinu | 416 orð

Tók að sér hlutverk gæslunnar

SIGURGEIR Pétursson, skipstjóri á nýsjálenska togaranum Austral Leader, stóð í stórræðum á dögunum þegar hann átti í útistöðum við línuskip sem voru að ólöglegum veiðum í Suðuríshöfum. Sigurgeir brá sér í hlutverk landhelgisgæslu og stuggaði við skipunum. Málið hefur vakið nokkra athygli í fjölmiðlum í Ástralíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.