Greinar sunnudaginn 22. júní 1997

Forsíða

22. júní 1997 | Forsíða | 424 orð

Bjóða geymslur fyrir kjarnavopn í Grænlandi

GRÆNLENSKA landsstjórnin er reiðubúin að semja við Bandaríkjamenn og Rússa um að koma upp geymslum fyrir aflögð kjarnavopn í Thule-stöðinni í norðanverðu Grænlandi. Lýsti Lars Emil Johansen, formaður stjórnarinnar, þessu yfir í samtali við danska blaðið Jyllands-Posten í gær og sagði, Meira
22. júní 1997 | Forsíða | 320 orð

Ráðherrann skildi ekki skýrslu sína FYRSTI

FYRSTI fundur Davids Blunketts menntamálaráðherra Bretlands með Tony Blair forsætisráðherra tók óvænta stefnu er hann hugðist lesa upp helstu ráðstafanir sínar í menntamálum, eftirlætismál Blairs, frá því hann tók við starfi. Reyndist skýrslan vera á sænsku, en Blunkett, sem er blindur, skilur ekki orð í henni. Meira

Fréttir

22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 35 orð

Bílvelta á Suðurlandsvegi

BÍLVELTA varð í gærmorgun laust fyrir klukkan níu á Suðurlandsvegi skammt frá Rauðhólum. Fjórir voru í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild en meiðsli reyndust minniháttar. Ökumaður er grunaður um ölvun. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Björgunaræfingar

TÍU björgunarsveitir SVFÍ við Faxaflóa og frá Snæfellsnesi æfðu í Hvalfirðinum í gær m.a. björgun úr sjó og úr klettum og niður í báta. Um níutíu björgunarsveitamenn tóku þátt í æfingunni. Að sögn Jóns Ólafs Magnússonar björgunarsveitarmanns var markmið hennar að æfa samstarf á milli björgunarsveita og kenna nýliðum m.a. björgun úr sjó. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Doktor í félagsfræði

ÞORGERÐUR Einarsdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð 6. júní sl. Heiti ritgerðarinnar er "Läkaryrket i förändring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferentiering." Leiðbeinandi Þorgerðar var Inga Hellberg prófessor og andmælandi var Elianne Riska prófessor við Åbo Akademi í Finnlandi. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Drengur fyrir bíl

ÁTTA ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á Eyrarbakka síðdegis á föstudag. Að sögn lögreglu á Selfossi virðist sem drengurinn hafi ekki séð bílinn, þar sem hann hjólaði í veg fyrir hann. Drengurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn Þengils Oddssonar, læknis á vakt, er hann ekki í hættu en höfuðkúpu- og handleggsbrotinn. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Eldur í feiti á veitingastað

TVEIR starfsmenn á veitingastaðnum Jónatan Livingston mávi við Tryggvagötu voru fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun eftir að eldur kviknaði í feiti á pönnu í eldhúsi staðarins á fimmta tímanum á fimmtudag. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ferðafélag Íslands

Í DAG verður 3. áfangi 70 km afmælisgöngu á vegum Ferðafélags Íslands farinn kl. 10.30 um Hengilssvæðið: Nesjavellir-Skeggjadalur- Dyradalur. Gengnir eru 10 km. Klukkan 13.00: Ögmundarhraun-Selatangar. Þar er margt að skoða, m.a. fornar minjar um útræði fyrri tíma, fiskabyrgi, refagildrur o.fl. Ferðin kostar 1.200 krónur en frítt er fyrir börn með fullorðnum. Mánudaginn 23. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Ferming á sunnudag Ferming í Áskirkju kl. 11. Prestur sr. Á

Ferming í Áskirkju kl. 11. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verður: Eva Björg Harðardóttir, Hamratanga 14, Mosfellsbæ. Ferming í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Fermd verður: Kolbrún Aronsdóttir, Heiðargerði 68. Ferming í Haukadalskirkju í Skálholtsprestakalli sunnudaginn 22. júní kl. 14. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fíkniefni gerð upptæk

Lögreglan í Reykjavík fór í gærmorgun í kjallara á iðnaðarhúsnæði og leysti upp fíkniefnasamkomu. Níu manns voru á staðnum og voru þrír handteknir. Fíkniefni og áhöld til fíkniefnaneyslu voru gerð upptæk. Á Hafnarfjarðarvegi kviknaði í leigubíl í gærmorgun. Bílstjórinn var einn í bílnum þegar byrjaði að rjúka úr vélarhúsi og varð bíllinn alelda á svipstundu. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fjögur verkalýðsfélög í Húnavatnssýslu sameinast

FÉLAGSMENN í fjórum verkalýðsfélögum á Blönduósi, Hvammstanga og Skagaströnd ætla að stofna nýtt verkalýðsfélag í dag. Í þessum félögum eru 800 félagsmenn. Valdimar Guðmannsson, formaður Verkalýðsfélags A-Húnvetninga, segir að með sameiningunni sé stefnt að því að veita félagsmönnum betri þjónustu og spara í rekstri. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Flugþjónustan í sjötta sæti FLUGÞJÓNUSTAN ehf. á Reyk

FLUGÞJÓNUSTAN ehf. á Reykjavíkurflugvelli lenti í sjötta sæti yfir þjónustuaðila á flugvöllum í Evrópu í könnun tímaritsins Aviation International News, fréttablaði um alþjóðleg flugmál. Könnunin fór fram meðal flugmanna í síðasta mánuði. Árlega hafa um 1. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Forsetinn skoðar byggðasafnið á Laugum

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir byrjuðu daginn í gær á því að skoða byggðasafnið á Laugum, en opinberri heimsókn forsetahjónanna í Dalasýslu lauk síðdegis í gær. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Frístundahópur eldra fólks hlýtur heilsuverðlaun ársins

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra afhenti Frístundahópnum Hana-nú heilsuverðlaun ársins 1997 í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi á miðvikudag. Frístundahópurinn Hana-nú hefur í fjórtán ár lagt áherslu á alhliða heilsurækt eldra fólks m.a. með reglubundnum göngum og ferðalögum. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 703 orð

Frumkvæði Íslendinga skiptir sköpum

STOFNUNIN American- Scandinavian Foundation í Bandaríkjunum var stofnað árið 1910 og er markmið þess að auka skilning og vináttu milli Bandaríkjamanna og þjóða Norðurlandanna. Er þetta gert með ýmsum hætti, þ.ám. nemendaskiptum. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fyrirlestur og ljóðaflutningur

DAGSKRÁ verður í Norræna húsinu í dag kl. 16 þegar sálfræðingurinn Russell Bradshaw, prófessor við City University of New York, heldur fyrirlestur sem hann kallar "Intuition-intellect". Þar fjallar hann meðal annars um rannsóknir sem gerðar hafa verið á vitundinni, æðri vitund og samband hugar og hjarta. Meira
22. júní 1997 | Erlendar fréttir | 396 orð

Hague kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins WILLIAM

WILLIAM Hague var kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins á fimmtudag er hann sigraði keppinaut sinn, Kenneth Clarke, með 92 atkvæðum gegn 70, í þriðju umferð leiðtogakjörsins. Hague er 36 ára og verður yngsti leiðtogi flokksins í nærri 200 ár. Hann tekur við af John Major sem ákvað að draga sig í hlé eftir að Íhaldsflokkurinn hafði beðið mikinn ósigur í þingkosningunum 1. maí sl. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Hjólreiðamaður fyrir bíl

MAÐUR á reiðhjóli varð fyrir bíl á Húsavík í fyrradag. Að sögn lögreglu hjólaði maðurinn í veg fyrir bílinn, sem hann virðist ekki hafa séð, en bíllinn var ekki á mikilli ferð. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík, þar sem hann er til eftirlits. Að sögn Gísla Auðunssonar læknis er hann óbrotinn og líðan eftir atvikum. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Höskuldur tryggði sér sæti

HÖSKULDUR Jónsson var fyrstur til að tryggja sér og hesti sínum, Þyti frá Krossum, sæti í landsliði Íslands í úrtökukeppninni að Varmárbökkum í gær. Urðu þeir efstir öðru sinni í fjórgangi og skipa þeir því fjórgangssætið í liðinu. Þeir hlutu 7,7 í einkunn en Páll Bragi Hólmarsson á Hranni frá Þóreyjarnúpi varð annar með 6,83. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Jónsmessugleði í Eyjum

Vestmannaeyjum-Árleg Jónsmessuhátíð var haldin í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld en slík hátíð hefur verið haldin í Eyjum í áraraðir. Hátíðin er haldin í Herjólfsdal og það er ÍBV sem stendur fyrir henni. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum fyrirtækjum í Eyjum að halda grillkvöld sama kvöld og Jónsmessuhátíðin er haldin. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kosið um sameiningu

Kosið um sameiningu Morgunblaðið/Árni Sæberg KOSIÐ var um sameininguKjalarneshrepps og Reykjavíkur í gær. Á kjörskrá íReykjavík voru 77.514 mannsog á hádegi höfðu 1.147 kosiðeða 1,48 prósent þeirra semvoru á kjörskrá. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Lífleg byrjun í Haffjarðará

VEIÐI byrjaði afar vel í Haffjarðará á fimmtudaginn, en þá komu sjö laxar á land. Á hádegi föstudags var einn til kominn á þurrt, en veiðiveður þá orðið afleitt, sól, stilla og mikill hiti. "Við erum mjög ánægð með þessa byrjun og höfum séð lax víða, aðallega þó í Kvörninni," sagði Einar Sigfússon í samtali við blaðið á föstudag. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

NEAFC verði á Íslandi RÍKISSTJÓRNIN

RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um að Ísland bjóðist til að skrifstofa Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) verði á Íslandi. Skrifstofa NEAFC hefur verið í breska landbúnaðarráðuneytinu, en verið er að breyta skipulagi stofnunarinnar. "Það eru ýmsar hugmyndir um staðsetninguna. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nýtt ítalskt blómaskeið að renna upp?

Evrópumótið í sveitakeppni er haldið í Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.­29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. ÍTALIR voru ósigrandi við bridsborðið á árunum 1957­1975 og margt bendir til að upp sé að renna nýtt ítalskt blómaskeið. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Pólsk-íslenska vinafélagið hélt upp á þjóðhátíðardaginn

FÉLAGAR í Pólsk-íslenska vinafélaginu í Póllandi hittust síðastliðinn sunnudag í Varsjá til þess að halda upp á þjóðhátíðardag Íslendinga. Dr. Stanislaw Laskowski, ræðismaður Íslands í Póllandi, var gestur á hátíðinni og sagði félagsmönnum nýjustu fréttir frá Íslandi og svaraði spurningum þeirra um land og þjóð. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Selur truflar laxveiðimenn

SELUR gerði sig heimakominn í bestu veiðihyljum Hítarár á Mýrum á föstudaginn og hefur veiðiskapur stangaveiðimanna nánast legið niðri síðan. Veiðimenn "opnuðu" ána, síðdegis á fimmtudaginn og veiddu strax vel. En morguninn eftir kom babb í bátinn. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Starfsaðstaða fjölmiðla takmörkuð

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent fjölmiðlum upplýsingar vegna heimsóknar Ítalíuforseta, sem hefst í dag. Þar kemur m.a. fram að RÚV annist eitt myndatökur í veislu forseta Íslands í kvöld, sem og í móttöku borgarstjóra í Höfða. "Aðrar stöðvar geta fengið efni hjá Sjónvarpinu." Ekkert er minnst á hvaðan dagblöð eiga að fá myndefni. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Verkfalli Sleipnis frestað Samningsuppkast liggur fy

VIÐRÆÐUR fulltrúa Sleipnis og atvinnuveitenda eftir sólarhrings langan fund leiddu til þess að samningsuppkast lá fyrir um kl. 13.30 í gær. Verkfall hófst aðfaranótt laugardags og í gær var felld niður fjölmenn hópferð frá skemmtiferðaskipi í Reykjavíkurhöfn. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vinnuvistfræðifélag Íslands stofnað

VINNUVISTFRÆÐIFÉLAG Íslands (VINNÍS) var stofnað þriðjudaginn 8. apríl. Formaður félagsins er Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari, í stjórn eru auk þess Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur, Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi, Heiða Elín Jóhannsdóttir, innanhúsarkitekt og Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Yfir 75% 5 og 6 ára barna sækja skólann

MIKIL aðsókn er að Umferðarskólanum í sumar og nú þegar hafa mætt yfir 75% allra fimm og sex ára barna sem fengið hafa boð um að koma á námskeið. Á námskeiðunum spjalla lögregluþjónar og leikskólakennarar við börnin um þær aðstæður í umferðinni sem þau þekkja af eigin raun og lögð er áhersla á að börnin fái að tjá skoðanir sínar og reynslu. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

"Þörf á skjótum aðgerðum"

HELSTA umhverfisógnunin sem steðjar að heilbrigði manna á norðurskautssvæðinu er mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna, til dæmis ýmissa efna sem notuð eru sem skordýra- og illgresiseitur. Magn slíkra efna getur verið tvöfalt til tífalt meira í nýfæddum börnum á norðurskautssvæðinu, en á tempruðum svæðum fyrir sunnan það. Þetta kemur m.a. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 423 orð

Ömurleg niðurstaða

"Ég vænti þess að reynt verði af hálfu umhverfisráðherra og skipulagsyfirvalda að hraða málinu þannig að niðurstaða fást á eins skömmum tíma og kostur er," sagði Sturla Böðvarsson alþingismaður á Vesturlandi aðspurður um þá ákvörðun Jóns bónda Kjartanssonar að flytja frá Stóra- Kroppi vegna deilna um vegarstæði eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Gísli S. Meira
22. júní 1997 | Innlendar fréttir | 432 orð

(fyrirsögn vantar)

FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að kaupa fjórar nýjar þotur af Boeing verksmiðjunum bandarísku á næstu fimm árum sem kosta munu milli 14 og 15 milljarða króna. Jafnframt hefur verið gengið frá rammasamningi um kauprétt á allt að átta þotum til viðbótar og hefur fyrirtækið þannig markað stefnu um þotukaup til ársins 2006. Í kjölfar frétta af kaupunum hækkuðu hlutabréf í Flugleiðum um 14%. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júní 1997 | Leiðarar | 594 orð

AFTURHALDIÐ Í LANDBÚNAÐI

LeiðariAFTURHALDIÐ Í LANDBÚNAÐI YRIR nokkrum árum settust ung hjón að á Stóra- Kroppi í Borgarfirði og hófust handa um mikla uppbyggingu á búrekstri þar. Starfsferill þeirra var óvenjulegur. Meira
22. júní 1997 | Leiðarar | 2351 orð

ReykjavíkurbréfGUÐMUNDUR J. GUÐmundsson, sem jarðsettur verður á mánudag, v

GUÐMUNDUR J. GUÐmundsson, sem jarðsettur verður á mánudag, var í fjóra áratugi einn af fremstu forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, jafnframt því að vera öflugur pólitískur talsmaður sósíalista og síðar Alþýðubandalags. Þegar Guðmundur J. kom til starfa í verkalýðshreyfingunni voru aðstæður verkafólks aðrar en nú. Atvinnuöryggi var takmarkað og afkomuöryggi enn minna. Meira

Menning

22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Á Claudia hús í Karíbahafinu?

NÝVERIÐ greindu fjölmiðlar á eyjunni Roatan frá því að Claudia Schiffer hefði reist hús þar. Eyjan er í Karíbahafinu undan ströndum Hondúras. Það fylgdi líka sögunni að Claudia og eiginmaður hennar, töframaðurinn David Copperfield, stefndu á að halda innflutningspartí innan tíðar. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Árgangur '44 hittist á ný

GLAÐBEITTUR hópur kennara og nemenda Miðbæjarskólans hittist fyrir skömmu í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá útskrift gamla fullnaðarprófsins. Gengið var um skólann og kynni endurnýjuð, enda langt um liðið frá skólaárunum. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Brynjar íþróttamaður Þróttar

BRYNJAR Pétursson var útnefndur íþróttamaður Þróttar á Neskaupstað á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Brynjar var í vor einnig kjörinn íþróttamaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Brynjar er 19 ára gamall blakmaður og leikur með meistaraflokki Þróttar. Hann hefur leikið nokkra landsleiki í blaki. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð

Fjörug forsýning

KVIKMYNDIN "Con Air" var forsýnd í Bíóborginni um helgina. Í byrjun sýningar birtust tveir gulklæddir menn og hófu skothríð hvor á annan, en slíkar uppákomur eru tíðar í myndinni. Að sýningu lokinni var gestum boðið í partí á Tunglinu, þar sem Eskimó módel sýndu föt frá versluninni Spúútnik. Síðan var dansað fram á rauða nótt. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Gítarleikari gefur út sólóplötu

HINGAÐ til hefur söngvari hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins, Billy Corgan, vakið mesta athygli hljómsveitarmeðlima. Nú virðist breyting vera í aðsigi. Gítarleikarinn James Iha hefur í huga að gefa út sólóplötu. "Við Billy höfum svipaðan smekk á tónlist en ég sem yfirleitt rólegri lög," segir James Iha. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Gróðrarstöð í 30 ár

STARFSFÓLK Gróðrarstöðvarinnar Markar hélt upp á 30 ára afmæli hennar með því að halda eigendunum grillveislu á dögunum. Margt var til gamans gert, djasshljómsveit kom fram og dansað var og sungið. Ljósmyndari Morgunblaðsins var meðal gesta. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 428 orð

Hugsýn eða veruleiki?

Íslensk ljóð á ensku eftir: Stein Steinarr, Matthías Johannessen, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jón úr Vör, Jóhann Sigurjónsson, Njörð P. Njarðvík, Nínu Björk Árnadóttur, Hannes Pétursson, Þuríði Guðmundsdóttur, Jón Óskar, Snorra Hjartarson og Jón Dan. Valið og lesið af Magnúsi Magnússyni. Spor 1997. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 1140 orð

Í leit að teiknurum

TEIKNIMYNDAGERÐ stendur í miklum blóma í Bandaríkjunum um þessar mundir og ótal möguleikar standa menntuðum teiknurum til boða. Stóru stúdíóin á borð við Disney og Warner hafa verið að gera ákaflega vinsælar kvikmyndir í fullri lengd, eins og Konung ljónanna og Aladín, og myndir þar sem teiknimyndahetjur og raunverulegir leikarar eru saman á hvíta tjaldinu, Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 752 orð

Í návígi við námumenn

Martin Cruz Smith: Rose Ballantine Books, 1997. Aðalsöguhetjan í nýjustu spennusögu bandaríska metsöluhöfundarins Martins Cruz Smiths, Rósa eða "Rose", er malaríusjúkur Bandaríkjamaður af breskum ættum, námuverkfræðingur að mennt, frægur ef ekki alræmdur Afríkufari, arsenikneytandi og viðvaningur í spæjarastétt. Meira
22. júní 1997 | Kvikmyndir | 318 orð

Íslenskur markaður er mikilvægur

NÚ ER staddur hér á landi David Bristow sem er dreifingarstjóri fyrirtækisins United International Pictures (UIP). UIP er í eigu þriggja stórfyrirtækja á bandarískum kvikmyndamarkaði, Paramount, Metro Goldwyn Mayer og Universal. Hlutverk UIP er að sjá um dreifingu og markaðssetningu kvikmynda fyrirtækjanna þriggja fyrir utan Bandaríkin. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð

Kvennahlaup í Búðardal

KVENNAHLAUP var haldið í Búðardal eins og víðast hvar annars staðar á landinu 15. júní sl. Þátttakendur voru um 70, konur og börn á öllum aldri. Hlaupinn var hringur umhverfis Búðardal sem er samtals 2 km. Fyrst komu í mark þau Eyrún Harpa Gísladóttir, Gróa Björg Baldvinsdóttir og Nökkvi og Sölvi G. Gylfasynir. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Michael Jackson í Mílanó

MICHAEL Jackson er á tónleikaferðalagi um þessar mundir. Nú á dögunum var hann með tónleika í Mílanó og var óperusöngvarinn Luciano Pavarotti á meðal gesta. Pavarotti tilkynnti nýverið að hann hygðist taka upp plötu með Michael Jackson og fleiri listamönnum. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 230 orð

Nýjar bækurÍ TILEFNI af ljósmyndasý

Í TILEFNI af ljósmyndasýningunni "Reykjavík: ljósmyndir og ljóð" hefur Árbæjarsafn gefið út ritgerðina "Völundarhús sjónlínanna: Reykjavík í ljósmyndum og ljóðum á tuttugustu öld" eftir Garðar Baldvinsson bókmenntafræðing. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 243 orð

Nýtt íslenskt verk frumflutt

NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld heldur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari einleikstónleika í tónleikaröð sumarsins í listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á efnisskránni er Partíta nr. II í d-moll, BWV 1004 og Partíta nr. III í E-dúr, BWV 1006 eftir Bach. Að auki mun Hlíf frumflytja nýtt einleiksverk sem Karólína Eiríksdóttir hefur samið sérstaklega fyrir hana. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Rokkari fimmtugur

RON Wood er síðastur meðlima Rolling Stones til að ná fimmtugsaldrinum. Að sjálfsögðu hélt hann upp á þennan merkisviðburð og fór gleðskapurinn fram í London á dögunum. Meðal gesta þar voru Mick Jagger og Jerry Hall. Á myndinni stillir Ron sér upp til myndatöku ásamt eiginkonu sinni Jo og voru þau klædd í samræmi við tilefnið. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 424 orð

Samansafn af seiðum

Fyrsta geislaplata listahópsins Gus Gus. Lagahöfundar eru sveitarmenn og meðlimir hljómsveitarinnar Slowblow ásamt erlendum listamönnum. Upptökustjórn, útsetningar og hljóðblöndun voru í höndum Páls Borg og hljómsveitarinnar sjálfrar. 4AD 1.999 kr. 61 mínúta. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 188 orð

Skagaleikflokkurinn til Noregs

HÓPUR unglinga í Skagaleikflokknum á Akranesi lagði af stað til Lofoten í Noregi 17. júní. Síðastliðið sumar komu 13 ungir áhugaleikarar frá Loftoten í heimsókn á Akranes og tóku þau þátt í námskeiði með unglingum úr Skagaleikflokknum. Þau gistu hjá félagsmönnum og dvöldu hér í vikutíma. Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Skilaboð til Dimmu sýnd í Ólafsvík

FRUMSÝNING á leikritinu Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur var í Kaffileikhúsi Gistiheimilis Ólafsvíkur 13. júní sl. Er þetta ný uppsetning á leikritinu sem er einþáttungur. Leikstjóri var höfundur en leikari var Anna Sigga Ólafsdóttir sem er heimamaður og hefur ekki fengist við leikarastörf áður sem heitið getur. Meira
22. júní 1997 | Kvikmyndir | 225 orð

SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið22.25 Aake Sandgren er af mörgum talin ein bjartasta von Svía meðal kvikmyndaleikstjóra af yngri kynslóð og mynd hans Slöngubyssan fór víða. Nýrri er Stórir karlar og litlir (Stora och smaa man, 1995), þar sem lýst er ævintýraferð þriggja sænskra djassgeggjara til fyrirheitna landsins ­ Bandaríkjanna. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 242 orð

Svartklætt fólk í Austurstræti

MIKIÐ var um að vera í miðbænum á fimmtudaginn, þegar grunsamlegt svartklætt fólk safnaðist saman í Austurstræti fyrir framan McDonald's veitingastaðinn. Þegar ljósmyndari kannaði hvað væri á seyði kom í ljós að eigendur Stjörnubíós höfðu lofað þeim 400 fyrstu sem mættu svartklæddir á staðinn miða á myndina "Men in Black" og hamborgara og kók hjá McDonald's. Meira
22. júní 1997 | Kvikmyndir | 1099 orð

Tímalaus sammannleg vandamál

NÆSTA haust verða á dagskrá Stöðvar 2 grínþættir Fóstbræðra. Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason eru bræðurnir, og Helga Braga Jónsdóttir gekk til liðs við þá. Helgu Brögu þáttur Jónsdóttur Meira
22. júní 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Tónleikar á Fáskrúðsfirði

HJÓNIN Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson héldu tónleika í félagsheimilinu Skrúði á Fáskrúðsfirði fimmtudagskvöldið 19. júní. Undirleikari var Guðlaug Hestnes. Tónleika þessa nefna þau Sumartónleika og á efnisskránni eru lög eftir Inga T. Lárusson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og óperur úr Kátu ekkjunni og Don Giovanni. Meira
22. júní 1997 | Fólk í fréttum | 45 orð

Winona og vinur hennar

ÞAÐ sást til Winonu Ryder og Dave Pirner úr hljómsveitinni Soul Asylum á gangi á dögunum. En sögur herma að þau séu ekki lengur par heldur bara góðir vinir. Leikkonan hefur hins vegar verið orðuð við leikarann og fyrirsætuna Johnny Sander. Meira

Umræðan

22. júní 1997 | Aðsent efni | 2003 orð

FÉLAGSVÆÐING HJÁ REYKJAVÍKURBORG

NÝJAR hugmyndir í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa þróast hratt eftir að klakabönd kaldastríðsstjórnmálanna tóku að þiðna fyrir alvöru eftir miðjan síðasta áratug. Þetta var raunar löngu tímabært þar sem þau hugmyndakerfi sem við höfum búið við á síðustu áratugum, hvort heldur er hið pólitíska eða stjórnsýslan, þróaðist um eða eftir aldamótin síðustu. Hvort tveggja var barn síns tíma. Meira
22. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 945 orð

Til varnar vinum vorum, Norðmönnum

ÞAÐ HEFUR mikið gengið á í samskiptum gamalla vinaþjóða, Íslendinga og Norðmanna, undanfarið. Margt hefur verið sagt á opinberum vettvangi og margt verið skrifað sem heldur hefði verið ósagt og óskrifað. Meira
22. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 896 orð

Vörn gegn umhverfissamtökum

NÚ ER stærsta ógnin við lífríki Íslands umhverfissamtök ýmiskonar. Þar ræður almenn fáfræði sem er stjórnað af nokkrum einstaklingum íslenskum sem erlendum. Ef við ætlum að vera fiskútflutningsþjóð áfram og jafnvel vaxa í því sambandi verðum við að byggja upp almennan trúverðugleika á að við misbjóðum hvorki náttúru né náttúruauðlindum svo sem lífríki sjávar og gera það þannig að ekki verði um Meira

Minningargreinar

22. júní 1997 | Minningargreinar | 464 orð

Bóas Arnbjörn Emilsson

Bóas Arnbjörn Emilsson framkvæmdastjóri er fallinn frá. Með honum er farinn einstakur maður, sem hafði forystuhæfileika í ríkum mæli. Bóas framkvæmdi af eldmóði þá hluti, sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1953 stofnaði hann verktakafyrirtækið Snæfell, sem á sinni tíð var stórveldi í verktakabransanum. Snæfell starfaði um 13 ára skeið. Það sem m.a. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BÓAS ARNBJÖRN EMILSSON

BÓAS ARNBJÖRN EMILSSON Bóas Arnbjörn Emilsson fæddist á Stuðlum í Reyðarfirði 17. júní 1920. Hann lést á Selfossi 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 5. júní. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Ð Morgunblaðið/RAX Ljósmyndasafn Dagsbrúna

Ð Morgunblaðið/RAX Ljósmyndasafn Dagsbrúnar ELDSKÍRNINA í verkalýðsbaráttunni fékk Guðmundur J. Guðmundsson í verkfallinu 1955. Hér má hins vegar sjá hann í miðjum hópi verkfallsmanna á hafnarbakkanum 1961. MIKIL vinátta var með Guðmundi J. og Alberti Guðmundssyni. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Mér brá er ég heyrði fráfall vinar míns Guðmundar J. Guðmundssonar. Að vísu er sagt að maður komi í manns stað, en með fráfalli Guðmundar þykir mér skarð fyrir skildi, sem seint verður fyllt. Með örfáum, fátæklegum orðum, vil ég kveðja Guðmund. Óþarft er að rekja hreinskilni Guðmundar og baráttuvilja. Það þekkir þjóðin öll. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 544 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Með Guðmundi J. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, er genginn einn áhrifamesti foringi íslenskrar verkalýðshreyfingar um hálfrar aldar skeið. Nánast alla starfsævi sína helgaði Guðmundur J. Verkamannafélaginu Dagsbrún. Hann hóf störf hjá félaginu 1953, þá 27 ára gamall og starfaði samfleytt á þeim starfsvettvangi þar til hann lét af störfum 1996. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 581 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Mig langar að minnast vinar míns, Guðmundar J., en við vorum leikbræður í æsku. Fluttum í gömlu verkamannabústaðina við Ásvallagötu, Bræðraborgarstíg og Hringbraut 5 til 6 ára gamlir árið 1932 og bjuggum í sama stigagangi hvor á móti öðrum. Við lékum okkur saman, fórum í barnaskóla og Ingimarsskólann. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur Jaki er allur. Fallinn er frá merkismaður með sterka réttlætiskennd sem tilbúinn var að berjast af einurð fyrir hagsmunum lítilmagnans. Þannig viljum við minnast Guðmundar Jóhanns Guðmundssonar. Við í Lúðrasveit verkalýðsins leituðum í mörgu til Guðmundar um áratuga skeið. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Veturinn 1954­55 var ég kominn til Reykjavíkur að stúdera í Kennaraskólanum og svala um leið forvitni minni um stórborgina sem ég taldi Reykjavík vera og hef alltaf viljað að hún væri. Margt var um að vera þennan vetur, m.a. háðu Dagsbrúnarmenn verkfall í einar 5 vikur. Þetta varð að skoða og við fórum þrír úr skólanum á verkfallsvakt. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 1001 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Þegar ég minnist Guðmundar J. Guðmundssonar kemur mér fyrst í hug að við áttum eftir að tala um margt; það stóð alltaf til að hittast og fara yfir margt úr sameiginlegri sögu okkar og að rifja margt upp um þær rætur sem við áttum saman pólitískt og persónulega. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Einstaka menn verða nánast þjóðsagnapersónur í lifanda lífi. Þannig var um Guðmund J. Guðmundsson, eða Guðmund Jaka, eins og hann var títt nefndur manna á meðal. Það er fólgin sterk mannlýsing í þessari nafnkenningu og Guðmundur stóð án efa undir henni. Horfinn er af sviðinu einn eftirminnilegasti forystumaður íslensks launafólks á síðari árum. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 443 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Á þeim árum, sem atvinnuleysi var enn mikið í Reykjavík ólst Guðmundur J. Guðmundsson upp. Hann átti sín uppvaxtarár í heimi þar, sem atvinnuleysi og fátækt settu svip sinn á allt mannlíf hér, því samanburður við þá fáu, sem efni höfðu var svo augljós. Að vísu var þá að fæðast skilningur manna á almennri notkun á heitu jarðvatni til upphitunar húsa. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Í minningu Guðmundar J. Guðmundssonar. Vestan um haf barst helfregn köld horfinn var góður drengur bak við óræðust tímans tjöld, titraði ómsár strengur. Foringi fallinn var frækinn af verkum sínum hljóðnaði í huga mínum harmljóðið sungið var. Lengi hann fremst í stafni stóð styrjaldir ýmsar háði. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 502 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundi J. Guðmundssyni (þá í Ingimarsskólanum) kynntist ég í Æskulýðsfylkingunni veturinn 1943­44. Þann vetur sem hinn undanfarandi gekk allmargt pilta ­ og allnokkrar stúlkur ­ í fylkinguna. Hófst þá skeið vaxtar hennar og viðgangs, sem stóð fram til loka sjötta áratugarins, og í breyttri mynd nokkru lengur. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 408 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Mér hefur sjaldan verið jafn brugðið og þegar ég frétti að eldklerkurinn, vinur minn, Guðmundur J. Guðmundsson, væri fallinn frá, ég leyfi mér að segja langt um aldur fram. Margir urðu til að samfagna honum nýverið á sjötugsafmæli hans og ég veit að ýmsir deildu þeirri von minni að þau Elín gætu nú tekið við að njóta lífsins. Ég kynntist Guðmundi jaka seint, því miður alltof seint. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 805 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Hann var foringi, hár og þrekvaxinn, raddsterkur og skapmikill en næmur og blíðlyndur. Hann varð goðsögn í lifandi lífi, táknmynd öflugrar verkalýðshreyfingar og talsmaður sinna félaga. Hann brúaði reynsluheima fátæktar og öryggisleysis áranna um og eftir stríð og tæknisamfélags nútímans. Það varð hans hlutverk að tryggja félögum sínum hlut og rými í þessu nýja samfélagi. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 464 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur Jóhann Guðmundsson, sem nú er allur, var fyrst og síðast Dagsbrúnarmaður. Hann var um margt ólíkur öllum öðrum mönnum, þeim sem ég hef kynnst. Það var ekki aðeins útlit hans og rödd sem gerði hann svo sérstæðan; heldur viðmót hans allt, skaphöfn og lífssýn. Ég var ungur þá mér varð fyrst starsýnt á þennan mann. Við vorum svo ólíkir að við sáum strax sitthvað skondið við hvor annan. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Fallinn er í valinn einn svipmesti verkalýðsleiðtogi þessarar aldar, Guðmundur J. Guðmundsson. Hann hefur um margra áratuga skeið sett svip sinn á íslenska verkalýðsbaráttu og raunar þjóðlífið allt. Guðmundur var Reykvíkingur en með rætur í Arnarfirði og úr Borgarfirði. Hann stundaði verkamannavinnu á árunum 1941-1953. Hann var glæsimenni að vallarsýn og var m.a. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 1400 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Það var í "stóra verkfallinu" 1955 að Morgunblaðið sór þá ímynd inn í þjóðarvitundina að Guðmundur jaki væri eins konar séríslenskur Che Guevara sinnar kynslóðar: Uppreisnarmaður og skæruliðaforingi. Verkfallið stóð að mig minnir í allt að sex vikur. Þjóðfélagið var lamað. Ólafur Thors var forsætisráðherra og réð ekki neitt við neitt. Hannibal stýrði ASÍ. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur Joð, eitt helsta stórmenni íslenskrar verkalýðssögu, er skyndilega allur, allt of skömmu eftir að hann ætlaði að fara að hægja á, setjast við lestur fornbókmennta og njóta langþráðra og verðskuldaðra frístunda. Sagnameistarinn segir ekki kíminn fleiri mergjaðar sögur hérna megin ­ og skvettir ekki lengur neftóbaki allt um kring eftir því sem nær dregur hámarki sögunnar. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Elsku heimsins besti afi minn! Þú ert demanturinn minn sem hefur skinið svo skært í mínu lífi. En hvað getur afastelpa sagt núna þegar ég fyrst átta mig á því hvað fólk virkilega meinar þegar það talar um að tilvera þess hrynji á einu augnabliki. Þú veist að ég elskaði þig út af lífinu og það náði ég að segja þér margoft. En sár er sorgin og söknuðurinn. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 1102 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur J. Guðmundsson markaði djúp spor í samfélagi okkar í hartnær hálfa öld. Verka hans sér víða stað. En hann var líka stórbrotinn og trygglyndur vinur. Við fráfall hans skynja ég loks til fulls hversu mikils ég mat vináttu hans. Söknuðurinn er sár. Sveinstaular innan úr Sogamýri tíðkuðu það fyrir 35 til 40 árum að sækja niður á höfn í von um vinnu hjá Eimskip eða Togaraafgreiðslunni. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 422 orð

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Guðmundur J. Guðmundsson fæddist 22. janúar árið 1927 í Reykjavík. Hann lést 12. júní síðastliðinn í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Sólveig Jóhannsdóttir frá Svignaskarði í Borgarfirði, f. 7.8. 1897, d. 10.6. 1979, og Guðmundur Halldór Guðmundsson sjómaður frá Hrafnseyrarhúsum í Arnarfirði, f. 4.10. 1887, d. 15.2. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Guðmundur J. Guðmundsson Frá því ég man eftir mér hefur Guðmundur J. Guðmundsso

Frá því ég man eftir mér hefur Guðmundur J. Guðmundsson verið til staðar, órjúfanlegur hluti af landslaginu, nánast einsog Esjan. Og sú staðreynd mun reynast óhagganleg þrátt fyrir fráfall hans, að á síðustu áratugum hafa fáir talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sett eins mikinn svip á sína samtíð og hann gerði. Allt frá því Guðmundur J. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 788 orð

Guðmundur Jóhann Guðmundsson

Risinn með barnshjartað, sem ekkert aumt mátti sjá án þess að reyna að hjálpa, er fallinn, farinn yfir móðuna miklu þaðan sem enginn á afturkvæmt. En minningin um góðan dreng, í fyllstu merkingu þeirra orða, lifir áfram í hugum þeirra sem þekktu hann. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 645 orð

Ólöf Jónsdóttir

Hversu víða tendrast ekki töfrandi litbrigði þessa lífs okkar hér á jörð. Tilbrigði þess svo margræð og megna svo oft að bregða yfir för okkar þeim ljóma, sem leiftrandi skín langt fram á veg. Eins er það með kynni okkar og samskipti öll við samferðafólk okkar, þegar bezt lætur auðga þau og gleðja, gefa frá sér gnótt birtu og hlýju, veita yndi og afl til góðra verka. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR

ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Ólöf Jónína Kristbjörg Jónsdóttir fæddist í Litlu Ávík í Strandasýslu 22. september 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 5. júní. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 79 orð

Reynir Örn Kárason Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.)

Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Elsku litli vinur! Aðeins örfá orð. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fylgjast með þér. Þakka þér alla gleðina sem þú gafst okkur. Meira
22. júní 1997 | Minningargreinar | 32 orð

REYNIR ÖRN KÁRASON Reynir Örn Kárason fæddist í Reykjavík 28. mars 1993. Hann lést af slysförum í Bakkagerði, Borgarfirði

REYNIR ÖRN KÁRASON Reynir Örn Kárason fæddist í Reykjavík 28. mars 1993. Hann lést af slysförum í Bakkagerði, Borgarfirði eystra, 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju 17. júní. Meira

Daglegt líf

22. júní 1997 | Ferðalög | 1309 orð

Á mörkum tveggja heima

KLETTANÝLENDAN breska, Gíbraltar, er ekki aðeins á mörkum tveggja hafsvæða, Miðjarðarhafsins og Atlantshafsins, heldur renna þar einnig saman með heillandi hætti tveir mikilvægustu málheimar samtímans, hinn enski og hinn spænski. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 776 orð

Best búnu Defender bílarnir í Evrópu?

ÍSLANDSFLAKKARAR er félag fólks sem hefur áratuga reynslu af ferðamennsku og afþreyingu fyrir ferðamenn. Félagarnir leggja mikinn metnað í sem bestan aðbúnað fyrir ferðalanga og eru að gera athyglisverða hluti jafnt á sviði bíl- og raftækni sem á sviði ævintýra og afþreyingu fyrir ferðamenn. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 312 orð

B&L gefur tvo Renault Mégane

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar undirrituðu nýlega samning við Fræðslumiðstöð bílgreina (FMB). Í honum fólst að B&L útvegar FMB ýmis kennslugögn eins og margskonar bækur og tæki til bílgreina svo og ýmsa aðra hluti til kennslu eins og vélar, gírkassa og fleira. Einnig gáfu B&L FMB tvo 1997 Renault Mégane Berline-bíla sem eiga að notast við kennslu. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 214 orð

Corvette í bíómynd

Á SUMRIN birtast alls kyns glæsibílar á götunum eftir vetrardvala í bílskúrunum. Sigurður Grétarson, annar eigenda Þ. Jónsson Vélarlands, á 1986 árgerð Chevrolet Corvette. Bíllinn er með blæju og er svonefndur "Official Pace Car 1986". Það þýðir að er einn af fyrstu bílunum úr framleiðslulínunni en þá fengu umboðsmenn Chrysler í Bandaríkjunum til eignar. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 331 orð

Dönsk ferð á Íslendingasagnaslóðir

SJÓNVARPSMAÐURINN Magnús Magnússon mun verða leiðsögumaður í tíu daga ferð um söguslóðir Íslendingasagna í byrjun ágúst. Ýmsir valinkunnir menn munu halda fyrirlestra á merkum sögustöðum. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 111 orð

Ferðir í Purkey

SÓMABÁTUR siglir um Breiðafjörð í sumar en hann er í eigu Magnúsar Kristjánssonar og tekur 15 farþega. Um borð er unnt að stunda sjóstangaveiðar og auðvelt ætti að vera að fá í soðið þar sem fiskgegnd er í Breiðafirði. Einnig eru í boði siglingar að Purkey sem liggur inn af Hrappsey. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 1052 orð

Fjölskrúðug flóra og fána

HVAÐ er líkt með jörðinni og grautarpotti? Spurningin hljómar kjánalega en á sér þó stoð í raunverleikanum. Þegar menn komust að því að yfirborði jarðar er skipt upp í hreyfanlegar plötur, breyttust hugmyndir þeirra um innviði jarðar. Plöturnar skríða í sundur um úthafshryggi eins og þann sem Ísland er á. Víða um heim rekast plöturnar saman eins og til dæmis meðfram strönd Suður-Ameríku. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 454 orð

Forn menning vakin

Hafnfirðingar blása til fimm daga hátíðar um menningu víkinga. Blandað verður saman fræðum, listum og leik og vonast aðstandendur eftir góðu veðri 9.­13. júlí næstkomandi. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 124 orð

FRÆÐAGARÐUR VIÐ MÝVATN

GESTASTOFA Náttúruverndarráðs hefur tekið til starfa í Grunnskóla Skútustaðahrepps í Reykjahlíð og er þar sýning um jarðfræði og lífríki Mývatnssveitar í máli og myndum. Fræðagarður við Mývatn mun í sumar starfa í sama húsnæði, en hann er vettvangur lifandi fræðslu og fróðlegrar afþreyingar. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 775 orð

Gran Move er fjölhæfur fjölskyldubíll

GRAN Move frá Daihatsu er stóri bróðir Move sem var til umfjöllunar hér í blaðinu fyrir nokkru en báðar gerðirnar eru að komast á götuna eftir kynningu umboðsins á dögunum. Gran Move er verulega mikið meiri bíll en minni gerðin, Move, Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 123 orð

Hjólreiðar á Hvolsvelli

DAGANA 28.-29. júní n.k. verður hin árlega hjólreiðahátíð "TOUR DE HVOLSVÖLLUR" og er Sælubúið ehf, ferðaþjónusta, framkvæmdaraðili hátíðarinnar. Keppt er bæði í bikarmeistarakeppni á götuhjólum og fjallahjólum í mismunandi flokkum, þar sem peningaverðlaun eru í boði fyrir stigahæsta einstaklinginn, auk annarra verðlauna. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 331 orð

NÝJA Corollan frumsýnd um næstu helgi

TOYOTA umboðið á Íslandi frumsýnir um næstu helgi nýja Toyota Corollu línu en það er nýr bíll frá grunni. Boðnar verða fjórar grunngerðir og tvær útgáfur af tveimur þeirra en allir eru bílarnir betur búnir en eldri gerðir. Meira
22. júní 1997 | Bílar | 248 orð

Nýr fjölnotabíll frá Nissan

SÚ var tíðin að japanskir bílablaðamenn héldu því fram að fjölnotabílar Chrysler, Ford og GM væru of stórir fyrir japanskan markað. Nú hefur Nissan sett á markað fjölnotabílinn Elgrand sem gerir þessa fullyrðingu vafasama. Elgrand er nefnilega fullvaxinn fjölnotabíll. Dodge Caravan er reyndar um 17,5 sm breiðari en Elgrand en um 20 sm lægri og örlítið styttri. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 259 orð

Nýstárleg ferðamannamiðstöð

NÝ miðstöð fyrir ferðamenn verður opnuð á morgun, mánudag í Fálkahúsinu við Ingólfstorg í Reykjavík. Þar munu sex fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa starfsemi og reka í sameiningu upplýsingaþjónustu. Sum fyrirtækjanna eiga að baki langa hefð í ferðaþjónustu en nokkur eru tiltölulega ný af nálinni. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 153 orð

Siglt um Þingvallavatn

HIMBRIMINN, bátur Þingvallasiglinga, er kominn á flot á nýjan leik eftir langan vetur. Siglingarnar hófust í byrjun júní en þetta er annað sumarið í röð sem Himbriminn siglir um vatnið með ferðamenn. Í boði er hringferð um Þingvallavatnið sem tekur um það bil eina og hálfa klukkustund. Meira
22. júní 1997 | Ferðalög | 114 orð

Upplýsingastöð

LAUGARDAGINN 14. júní var opnuð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Stykkishólmi. Það finnst mörgum að tími sé kominn vegna þess að með hverju ári hefur ferðamönnum sem til Stykkishólms fjölgað, bæði innlendum sem erlendum. Þjónusta sem þeim stendur til boða hefur aukist og fleiri hafa atvinnu af því að þjónusta þá. Meira

Fastir þættir

22. júní 1997 | Dagbók | 2899 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 28 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á mo

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun mánudaginn 23. júní, verður sextugur Guðmundur S. Guðveigsson, rannsóknarlögreglumaður, Otrateigi 42, Reykjavík. Eiginkona hans er Kolbrún Dóra Indriðadóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
22. júní 1997 | Fastir þættir | 115 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsd. Félags eldr

SPILAÐUR var Mitchell-tvímenningur þriðjud. 10.06.'97. 24 pör mættu og urðu úrslit N/S: Eysteinn Einarsson ­ Sævar Magnússon281 Ásthildur Sigurgíslad. ­ Lárus Arnórsson266 Sigríður Pálsd. ­ Eyvindur Valdimarsson257 Sæbjörg Jónasd. ­ Þorsteinn Erlingsson240 A/V: Þórhildur Magnúsd. ­ Sigurður Pálsson270 Ragnheiður Jónsd. Meira
22. júní 1997 | Fastir þættir | 115 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslit í Alcatel-tv

Staðan eftir 9 umferðir: N/S Guttormur Kristmanns. ­ Pálmi Kristmanns.269 Bjarni Sveinsson ­ Skúli Sveinsson238 Böðvar Þórisson ­ Ragna Hreinsdóttir226 Guðmundur Magnússon ­ Jónas Jónsson219 Ragnar Ö. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. maí sl. í Lágafellskirkju af sr. Sigríði Guðmundsdóttur Eva Rakel Helgadóttir og Höskuldur Ólafsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 188, Reykjavík. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. maí í Háteigskirkju af sr. Óskari Inga Ingasyni Oddný Árnadóttir ogGuðmar Guðmundsson. Heimili þeirra er í Mávahlíð 13, Reykjavík. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 39 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu nýlega hlutaveltu til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 4.220 krónur. Þær eru frá vinstri Persída Guðný, Maríam, Unnur Margrét og Sigrún Birna. Signý vann með þeim í hlutaveltunni, en gat ekki verið með á myndinni. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 26 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 2.010 krónur. Þeir heita Kristinn Gunnar Kristinsson, Bergur Már Óskarsson og Elías Sigurðsson. Meira
22. júní 1997 | Fastir þættir | 567 orð

NÝ SUMARBLÓM II

Á HVERJU ári prófa garðyrkjumenn um allt land aragrúa af nýjum sumarblómategundum. Stór hluti þessara tegunda kemur aldrei til með að pluma sig við íslenskar aðstæður en það telur ekki kjarkinn úr ræktendunum, þeir halda ótrauðir áfram í þeirri fullvissu að einhvern tímann finni þeir tegund sem skilar viðunandi árangri. Upplýsingastreymi milli ræktenda er hins vegar ekki nógu gott. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 486 orð

ÓLMÁNUÐUR, þriðji mánuður sumars, hefst á morgun, 23. júní

ÓLMÁNUÐUR, þriðji mánuður sumars, hefst á morgun, 23. júní, að fornu tímatali. Þá voru og vorvertíðarlok. Jónsmessunóttin er aðfaranótt 24. júní. 24. júní, Jónsmessudagur, er talinn fæðingardagur Jóhannesar skírara. Þann dag er og talið að Íslendingar hafi tekið kristinn sið á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Meira
22. júní 1997 | Í dag | 565 orð

Óvandaðurþáttur ísjónvarpinu

Í GÆR, 18. júní, var í sjónvarpinu var þáttur sem hét "Þótt þú langförull legðir" um vesturferðir Íslendinga fyrr og nú. Reyndar var þessi þáttur mest um ferðir tveggja kóra vestur um haf en ekki um vesturferðir Íslendinga en látum það nú vera. Í þættinum var maður nefndur Áskellsson þótt vitanlega eigi að skrifa það Áskelsson. Borgin Winnipeg var skrifuð Vinnipeg. Meira
22. júní 1997 | Dagbók | 742 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira

Íþróttir

22. júní 1997 | Íþróttir | 1628 orð

Þrjú efstu liðin eru mjög sterk

MJÖG athyglivert hefur verið að fylgjast með leik Keflavíkurliðsins, sem er á toppi deildarinnar, og margir velta því fyrir sér hvort það sé að gera eitthvað sérstakt umfram aðra. Segja má að Keflvíkingar spili hefðbundna 4-5-1 leikaferð varnarlega og 4-3-3 þegar þeir sækja. Meira

Sunnudagsblað

22. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Alltaf HEPPINN

V IÐ göngum um stóra húsið hans Kristins Olsen niðri við sjóinn í Arnarnesinu, þar sem álft kemur daglega til að þiggja mat af höfðingjanum sem þar býr. Flugvél rennir sér lágt yfir fjörðinn á leið inn á Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 516 orð

Auðvelt að fá vinnu erlendis

MALINI frá Sri Lanka hefur verið á Íslandi síðan um áramót og er vistráðin á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Hún gætir barns fyrir fjölskylduna og vinnur ýmis heimilisstörf. Þó hún hafi aldrei verið á Íslandi fyrr eru þetta ekki fyrstu kynni hennar af slíkum störfum. Tuttugu og tveggja ára gömul fór hún til Kúveit og var vinnukona hjá fjölskyldu þar í fimm ár. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 298 orð

ÁSTVALDURKann vel við kuldann

FYRSTU kynni Ástvaldar Guðmundssonar af jöklum voru á Vatnajökli 1970. Þá gekk hann ásamt nokkrum félögum sínum í Flugbjörgunarsveitinni úr Jökulheimum á Grímsfjall og þaðan í Skaftafell. Síðan eru ferðirnar orðnar margar, á öllum árstímum og í öllum veðrum. Á fjöllum gengur hann undir nafninu Valdi rakari, enda hárskeri að atvinnu og vinnur á rakarastofu við Dalbraut í Reykjavík. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 492 orð

»Bráðlifandi tónlistarform MJÖG ER deilt um techno, gamla fólkinu finnst

MJÖG ER deilt um techno, gamla fólkinu finnst það ekki tónlist og rokkvinir skilja það ekki. Þrátt fyrir fordóma og tregðu er techno bráðlifandi tónlistarform fyrir atbeina manna eins og Detroit-búans Jeff Mills. Ein eftirminnilegsta breiðskífa síðasta árs var plata með sjóðandi techno-keyrslu, tekin upp á dansiballi í Tókýó og kallaðist einfaldlega Live at the Liquid Room, Tokyo. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 457 orð

BRYNDÍSAukin skjálftavirkni á Lokahrygg

BRYNDÍS Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sat kappklædd í gamla skálanum á Grímsfjalli, skoðaði jarðskjálfta á tölvuskjá og skráði samviskusamlega í stóran kladda. Á gólfinu blikkuðu ótal ljós á mælitækjum sem sótt höfðu verið út á jökulinn og voru fleytifull af upplýsingum um jarðhræringar. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 859 orð

Enn bætir á Brúnku

NÝTT lántökugjald bætist á lántakendur húsnæðismálakerfisins, segir blaðafrétt á Gáruskrifadegi. Þetta nýja gjald bætist þá ekki aðeins ofan á hjá nýjum lántakendum heldur líka ofan á eldri lán þegar íbúðin skiptir um eigendur. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1239 orð

Evró er lífið

AF HVERJU klifra ekki leiðtogar Evrópu upp á hæsta hólinn og segja hátt og snjallt: "ESB er það besta sem fyrir löndin okkar hefur komið og án þess væru lífskjör miklu verri en þau eru nú." Þeir vita allir að það er sannleikurinn. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1558 orð

Ég lifi eins og mér best hentar Nú fer í hönd sá tími sem erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og kaupa þá gjarnan eitt og

FRÁ ÞVÍ ég fór að búa hér í Auðsholti með manninum mínum, Einari Tómassyni, sem nú er látinn, reyndi ég að taka mér alltaf frí á sunnudögum til þess að gera einhverja handavinnu," segir Ragnheiður. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2086 orð

FÓRU KJARNORKUVOPN UM ÍSLAND? Mats R. Berdal er höfundur bókar um stöðu og samskipti Noregs og Bandaríkjanna 1954-1960, þar sem

ÍLJÓSI ÞESS hver viðbúnaður og stefna Bandaríkjanna var á sjötta áratugnum er vart annað hugsanlegt en að kjarnorkuvopn hafi farið um Ísland og það máttu allir vita, sem á annað borð fylgdust með innan Atlantshafsbandalagsins. Þetta er mat Norðmannsins Mats R. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 729 orð

Hasar í háloftum

KVIKMYNDIR/Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó, Bíóborgin og Borgarbíó á Akureyri sýna hasartryllinn Flótti á fyrsta farrými, Con Air, með þeim Nicholas Cage, John Cusack og John Malkovich í aðalhlutverkum, en myndin er nýjasta afurð kvikmyndaframleiðandans Jerry Bruckheimer sem m.a. á að baki The Rock og Crimson Tide. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 623 orð

Heimilishaldið gengi ekki án Emmu

DRÍFA Freysdóttir og Jónas Magnússon, vinnuveitendur Emmu Surban eru bæði læknar og vinna langan vinnudag. "Þetta gengi einfaldlega ekki upp án Emmu," segir Drífa. "Ólíkt öðrum stéttum hafa læknar ekki neinn kost á því að fara í hlutastarf. Vinnuvikan hjá mér er um sjötíu tímar á viku og og þar af er helgarvakt aðra hverja helgi. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 758 orð

Hetja af nýrri kynslóð

Hetja af nýrri kynslóð NICHOLAS Cage hefur greinilega stundað líkamsrækt af nægilega miklum ákafa undanfarin misseri til að verða gjaldgengur sem hasarmyndahetja, en í þá átt virðist hugur leikarans helst hneigjast upp á síðkastið. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 630 orð

Hross aldrei fleiri á landinu

SMÁM saman hafa landsmenn verið að vakna til vitundar um að hrossaeign er hér orðin ótrúlega mikil. Núna eru í landinu rúmlega 80 þúsund hross og hafa samkvæmt áreiðanlegum heimildum aldrei verið fleiri. Upp úr 1940 voru um 60 þúsund hross hér en þeim fækkaði og voru 30 þúsund árið 1970. Síðan hefur þessi mikla fjölgun orðið. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1045 orð

Ímynd stöðugleika í landi óreiðu

OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands um helgina. Hann hefur setið í embætti í fimm ár og sagt er að í landi óstöðugleikans sé hann eini frammámaðurinn, sem megi reiða sig á, "eini fastinn í landi hins pólitíska breytileika" eins og sagði í fyrirsögn dagblaðsins Die Welt nýverið. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 587 orð

MAGNÚS TUMIÁhersla á rannsóknir sem tengj

MAGNÚS Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, var leiðangursstjóri í vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands. Hann sagði að þetta væri ein umfangsmesta rannsóknaferð félagsins að vorlagi á Vatnajökul. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 650 orð

Menningarlegur dans á hátölurum skemmtistaða

DANSGÓLFIÐ er fullt af ungu fólki sem hreyfir sig í takt við tónlistina. Verið er að spila svokallað teknó, takturinn er þungur og hreyfingarnar einnig. Smátt og smátt breytist tónlistin, takturinn verður léttari og það lifnar yfir dansgólfinu. Tvær stelpur klifra upp á hátalara og byrja að dansa af miklum móð. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1370 orð

Mikilvægur markaður í suðri

ÍSLENZKUR fiskur flyzt nú ekki til annarra bæja en Genua," segir í skýrslu Ditlevs Thomsen kaupmanns og fyrsta ræðismanns Þjóðverja hérlendis til landshöfðingjans yfir Íslandi um sölu á íslenskum vörum, sem Hið íslenzka þjóðvinafjelag gaf út árið 1894. Þar fjallar hann m.a. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Misklíð þríeykisins í Líbanon vekur ugg Deilur hafa magnast milli þeirra þriggja manna sem fara með völdin í Líbanon og þykir

STÖÐUGAR deilur milli þeirra þriggja manna sem hafa öll völd í Líbanon hafa færst í aukana eftir að Rafiq Harari forsætisráðherra ákvað upp á sína, að fresta bæja- og sveitastjórnarkosningum í landinu sem áttu að vera á vordögum. Þess í stað verða kosningarnar ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Nokkur atriði um tækni komandi aldar

Mannkynið hefur reynslu af því að segja má að nokkru fyrir um tækni og vísindi komandi áratuga og e.t.v. komandi aldar út frá ástandi hlutanna nú. Það er m.a. út frá því hvar innan raunvísindarannsókna þróunin er örust og hvar helstu áhersluatriðin eru. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 724 orð

Pílagrímsferð um Árnesþing

Sunnudaginn 29. júní verður farin pílagrímsferð um Árnesþing. M.a. verða sóttir heim þrír þeirra staða, er beinlínis varða minningu kristnitökunnar á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Menn munu koma víðar við og ljúka ferðinni í Skálholti. Tíminn, sem valinn er til ferðarinnar, tengist sögu Alþingis hins forna, en það var háð um þetta leyti sumars. Sunnudaginn 29. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2208 orð

Póstkort eru gífurleg landkynning

Litbrá hf. er rótgróið fyrirtæki á sviði ljósmyndunar, textagerðar, hönnunar, litgreiningar, tölvuumbrots og prentunar. Fyrirtækið er e.t.v. þekktast fyrir póst- og jólakortaútgáfu auk landkynningarefnis. Litbrá er fjölskyldufyrirtæki og fer þar fyrir Rafn Hafnfjörð sem er löngu landskunnur fyrir listrænar ljósmyndir sínar af landi og þjóð. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 736 orð

Samhjálp færir út kvíarnar

SAMHJÁLP hvítasunnumanna, sem er meðferðarstofnun fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, hefur fest kaup á framhúsi og bakhúsi Hverfisgötu 44, samtals rúmlega 300 fermetra húsnæði, af Söngskólanum í Reykjavík. Að sögn Óla Ágústssonar, forstöðumanns Samhjálpar, er ætlunin að hýsa þar eldhús og kaffistofu Samhjálpar, íbúð fyrir fjölskyldur skjólstæðinga og fleira. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 6319 orð

Sem betur fer var orðið alkóhólisti ekki til... Ein innsta jörðin í Mosfellsdal, næsta jörð vestan við Laxnes, heitir Bakkakot.

Sem betur fer var orðið alkóhólisti ekki til... Ein innsta jörðin í Mosfellsdal, næsta jörð vestan við Laxnes, heitir Bakkakot. Þar hefur búskapur lagst af fyrir nokkrum árum. Ekki er jörðin þó í órækt, heldur er þar grösugt tún sem þjónar nú hlutverki golfvallar. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 830 orð

"Sól Íslands, sól Ítalíu"

MARGIR Íslendingar gengu suður til Rómar eftir kristnitöku hérlendis sálu sinni til bjargar og voru þessar ferðir mjög gríðarlega tímafrekar og erfiðar á mælikvarða nútímamanna sem fljúga beint í leiguflugi á nokkrum klukkustundum eða aka þangað frá öðrum löndum Evrópu á skömmum tíma. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 732 orð

STURLA Þórðarson var merkasta skáld sinnar samtíðar á Ísland

STURLA Þórðarson var merkasta skáld sinnar samtíðar á Íslandi. Það var engin tilviljun að Magnús lagabætir skyldi fá hann til að skrifa ævisögu Hákonar gamla föður síns og voru þeir þó litlir vinir í upphafi. Það er meira en brekkumunur á ljóðlist Sturlu Þórðarsonar og Snorra Sturlusonar föðubróður hans. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1534 orð

Sumar óeirða blasir við á N-Írlandi landi Vonir um að stjórnarskipti í Bretlandi leiddu til þess að friðarviðræður um

MORÐIN á tveimur ungum lögreglumönnum í bænum Lurgan sunnan við Belfast á mánudag hafa vakið mikinn óhug meðal íbúa á Norður-Írlandi og gerðu nánast út af við veikar vonir fólks um að sumarið yrði friðsamt. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Sveiflumeistarinn áttræði Fiðlarinn Svend Asmussen heimsækir Ísland að nýju.Vernharð Linnet segir frá þessum liðlega áttræða

SVEND Asmussen er á leið til Íslands í annað skipti og mun halda tvenna tónleika hérlendis í vikunni. Opnar 10. djasshátíðina á Egilsstöðum 25. júní og leikur á Hótel Sögu þann 26. júní. Til Íslands kom hann fyrst með splunkunýjan kvartett til að leika á RúRek tónleikum á Hótel Sögu rétt fyrir hvítasunnuna 1993. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | -1 orð

Ungu tenórljónin

JÓEL Pálsson og Óskar Guðjónsson hafa vakið athygli djassáhugamanna og eru í fremstu röð íslenskra saxófónleikara. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir og að hefja sinn feril en með aukinni reynslu gætu þeir orðið verðugir arftakar helstu tenórsaxófónleikara síðustu áratuga í íslenskri djasssögu, Sveins Ólafssonar, Gunnars Ormslevs og Rúnars Georgssonar. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1826 orð

Vinnukonustéttin endurlífguð

VINNUKONUSTÉTTIN hvarf að mestu leyti af heimilum Íslendinga eftir seinni heimsstyrjöld. Í staðinn kom aðkeypt heimilishjálp í tímavinnu. Um 1990 varð vart mikillar aukningar í fjölda svonefndra au-pairstúlkna en þá voru ekki til neinar sérreglur um Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 327 orð

Vinnur fyrir fjórum börnum í námi

EMMA Surban er 48 ára gömul einstæð móðir með fjögur börn, 14­17 ára gömul, sem öll eru í námi heima á Filippseyjum. Elsta dóttir hennar er byrjuð í tölvunarfræði í háskóla. Vinnukonulaun Emmu duga fyrir framfærslu og skólagjöldum barnanna fjögurra og hún ætlar sér að vinna hér á landi að minnsta kosti þangað til þau öll eru útskrifuð úr háskóla. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 2461 orð

VORFERÐÁVATNAJÖKUL

Í HAUST verða tveir sérútbúnir Toyota Land Cruiser-jeppar af stærri gerðinni sendir frá Íslandi til Suðurskautslandsins. Þar munu Freyr Jónsson tæknifræðingur og Jón Svanþórsson lögreglumaður aka bílunum sem notaðir verða í rannsóknarleiðangri Sænsku Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 300 orð

ÞORSTEINN Vélaður upp á jökul

ÞAÐ VAR sama hvort verið var að stafla tækjum á bíl, velta olíutunnum eða dekstra óþæga og gaddfreðna dælu í gang, alltaf var Steini í Hurðasmiðjunni fremstur í flokki í vorferðinni á Vatnajökli. Hann heitir fullu nafni Þorsteinn Jónsson, er bifreiðasmiður að mennt og framkvæmdastjóri Hurðasmiðjunnar í Stangarhyl í Reykjavík. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 1096 orð

Þótt náttúran sé lamin með lurk

MÖRGUM gengur illa að venjast þeirri helgislepju og tvískinnungshætti, sem svo oft skýtur upp kollinum í mannhafs-hrærigrautnum hérna í henni Ameríku. Eitt bezta dæmið er hin hatramma barátta, sem lengi hefir geisað út af fóstureyðingum. En í sumar er annað mál í helgi- og siðferðisslepju flokknum, sem jafnvel skyggir á það. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 242 orð

Öðlingssveit

EINS HELSTA öðlingssveit Bretlandseyja er Uxavaðssveitin Radiohead. Fáar hafa notið sambærilegrar virðingar gagnrýnenda og tónlistarunnenda og selt að auki það mikið af plötum að geta samið og hljóðritað það sem henni þóknast þegar henni þóknast. Meira
22. júní 1997 | Sunnudagsblað | 224 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÁLKURINN Mark Morrison samdi lagið vinsæla Return of the Mac þar sem hann sat í fangelsi og beið lausnarinnar. Ekki varð rasphúsið til að siða hann því fyrir skemmstu var hann dæmdur til sektar fyrir áflog, er hann réðst á hóp manna, og þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að vera með 23.000 volta nautgripakylfu á sér. Meira

Ýmis aukablöð

22. júní 1997 | Blaðaukar | 288 orð

Hálendið handa Íslendingum

"ÞAÐ má örugglega segja að sjaldan hafi verið auðveldara að arka á fjöll. Göngufólkið þarf svo til ekkert að huga að mat eða að hafa fyrir því að bera eigin farangur á bakinu," segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Snælands Grímssonar ehf. en fyrirtækið skipuleggur fjögurra daga gönguferðir á "Laugaveginn" í sumar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.