Greinar fimmtudaginn 26. júní 1997

Forsíða

26. júní 1997 | Forsíða | 250 orð

Eyríkin óttast að sökkva í sæ

LÍTIL eyríki hafa lagt fram hjálparbeiðni á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem segir að ríkin óttist að verða fyrstu fórnarlömb gróðurhúsaáhrifanna og hverfa undir vatn, verði ekkert að gert. Sendiherra Vestur-Samóa og formaður samtaka eyríkja, Tuiloma Neroni Slade, sagði í gær að gróðurhúsaáhrifin væru greinileg. "Fólkið veit að breytingar eru að verða. Meira
26. júní 1997 | Forsíða | 116 orð

Jacques Cousteau genginn á vit feðranna

HAFKÖNNUÐURINN Jacques- Yves Cousteau, sem Jacques Chirac Frakklandsforseti heldur fram að sé þekktari Frakki en nokkur annar fyrr og síðar, lést í gær 87 ára að aldri. Cousteau færði almenningi víða um veröld undur og töfra hafheima inn í stofu með vinsælum sjónvarpsþáttum en einnig liggja eftir hann fjöldi bóka og margverðlaunaðra kvikmynda um náttúru- og umhverfismál. Meira
26. júní 1997 | Forsíða | 69 orð

Reuter Hverfult listaverk

"BRÁÐNUN" heitir þetta íslistaverk, sem bandarísk umhverfisverndarsamtök komu upp fyrir utan byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York en þar er nú haldin umhverfisráðstefna samtakanna. Á verkið að minna á vaxandi mengun og gróðurhúsaáhrif, aukinn hita á jörðinni, af völdum hennar. Meira
26. júní 1997 | Forsíða | 87 orð

Reuter Kosið í Albaníu

ÞINGKOSNINGAR verða í Albaníu á sunnudag og þá verður einnig kannað hvort landsmenn vilji endurvekja konungdæmið í landinu. Þessir tveir menn voru í gær að hengja upp myndir af fyrrverandi konungi, Leka I, við aðaltorgið í Tirana, höfuðborginni. Meira
26. júní 1997 | Forsíða | 336 orð

Vandræði með orku og lítinn loftþrýsting

ÁHÖFNIN um borð í rússneska geimfarinu Mír átti í gær í vandræðum með raforkuna eftir að komið hafði til áreksturs milli geimfarsins og ómannaðrar flutningaflaugar. Er áhöfnin ekki talin í yfirvofandi hættu og talsmenn NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, segja, að reynist það nauðsynlegt, geti hún forðað sér í þriggja manna Soyuz-geimfari til jarðar. Meira
26. júní 1997 | Forsíða | 156 orð

Whitewater-rannsóknin Snýst um kvennamá

STARFSMENN bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og aðstoðarmenn Kenneth W. Starrs, óháðs saksóknara í Whitewater-málinu, hafa á síðustu mánuðum yfirheyrt tvo lögreglumenn í Arkansas til að komast að því hvort Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefði haldið framhjá konu sinni þegar hann var ríkisstjóri þar. Meira

Fréttir

26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

200 þús. til Reðurstofu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar um 200 þús. króna styrk til Reðurstofu Íslands. Sótt var um 300 þús. vegna breytinga og lagfæringar á húsnæði og búnaði safnsins. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1158 orð

520 þúsund Íslendingar hafa þegar verið skráðir Friðrik Skúlason hf. og Íslensk erfðagreining vinna nú sameiginlega að gerð

Friðrik Skúlason ehf. og Íslensk erfðagreining vinna að gerð gagnasafns með ættfræðiupplýsingum um alla Íslendinga 520 þúsund Íslendingar hafa þegar verið skráðir Friðrik Skúlason hf. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | 78 orð

52 milljónir til gatnagerða

Húsavík-Húsavíkurbær áætlar að verja 52 milljónum króna til gatnagerðar á líðandi ári. Götur komu heldur illa undan vetri svo nokkru hefur orðið að kosta til að gera við skemmdir. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Að vakna við fyrsta hanagal

HÚN Ólafía Sigurbergsdóttir í Keflavík vaknar á hverjum morgni við fyrsta hanagal. Hvernig skyldi nú standa á því væri næsta spurning og því er til að svara að Ólafía og eiginmaður hennar Gylfi Ármannsson halda nú hana sem húsdýr og hafa gert í tæplega eitt ár án teljandi vandræða. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Átak gegn auglýsingum á tengikössum

UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur borið mikið á því að límd hafa verið auglýsingaspjöld á tengikassa veitustofnana en það er með öllu óleyfilegt. Þeir sem þetta gera eru að auglýsa skemmtanir, sýningar og fleira slíkt og eru nánast allir tengikassar útlímdir af þessum auglýsingum og eru af þessu óþrif mikil. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 509 orð

Bandaríkjamenn í kjölfar Leifs

KNÖRRINN Snorri, sem er í eigu bandarískra aðila, kom til landsins í liðinni viku og verður fluttur á morgun til Grænlands, þaðan sem hann mun sigla þá leið sem talið er að Leifur Eiríksson og menn hans hafi farið þegar hann uppgötvaði Ameríku. Leiðangurinn er farinn að undirlagi rithöfundar að nafni W. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 343 orð

Blair kynnir tillögur sínar

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði breska þinginu grein fyrir tillögum sínum um afvopnun skæruliða á Norður-Írlandi, í gær. Tillögur hans felast m.a. í því að Sinn Fein, stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, IRA, fái að taka þátt í viðræðunum gegn því að IRA afhendi vopn sín í áföngum. Þessar tillögur eru ekki nýjar. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 98 orð

Bossi fyrir rétt vegna meiðyrða

DÓMARI í Mílanó úrkurðaði í gær að Umberto Bossi, leiðtogi hins aðskilnaðarsinnaða Norðursambands, bæri að mæta fyrir rétti fyrir að hafa borið Oscar Luigi Scalfaro, forseta landsins, saman við Raspútín. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum

AFHENDING námsstyrkja til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans fór fram 16. júní sl. Er þetta í sjöunda sinn sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni voru veittir 12 styrkir, hver að upphæð 125.000 kr. Veittir eru útskriftarstyrkir til nema við Háskóla Íslands og íslenska sérskóla, auk námsstyrkja til námsmanna erlendis. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Doktorspróf í hagfræði

GYLFI Magnússon lauk í vor doktorsprófi í hagfræði frá Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerð Gylfa fjallar um byggðaþróun og byggðastefnu á Íslandi og nefnist á ensku "Internal and External Migration in Iceland 1960-94: A Structural Model, Government Policies and Welfare Implications. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Einstaklingsbónus með nýrri tækni?

KOMIÐ hefur til tals hjá nokkrum fiskvinnslufyrirtækjum að taka upp einstaklingsbónus að einhverju leyti og fækka þeim sem starfa eftir því hópbónuskerfi sem hefur verið ríkjandi síðasta áratuginn. Er þetta mögulegt m.a. með tilkomu nýrra flæðilína frá Marel að sögn Arnars Sigurmundssonar framkvæmdastjóra Sambands fiskvinnslustöðva. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð

Engar geimverur í Roswell

BANDARÍSKI flugherinn segir í skýrslu, sem gefin var út í fyrradag, að "geimverurnar", sem fundust í eyðimörk Nýju Mexíkó fyrir 50 árum, hafi aðeins verið brúður, sem látnar voru svífa úr mikilli hæð til jarðar í fallhlífum. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fastráðið í sjö stöður í útvarpi og sjónvarpi

Á FUNDI Útvarpsráðs í síðustu viku gaf ráðið álit sitt á umsækjendum um sjö fastar stöður hjá útvarpi og sjónvarpi. Geir Magnússon fékk fjögur atkvæði í Útvarpsráði í vali í stöðu íþróttafréttamanns hjá sjónvarpinu, en Þorsteinn Gunnarsson fékk þrjú og mun útvarpsstjóri ráða Geir. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fjórðungsmótið á Kaldármelum hefst í dag

FJÓRÐUNGSMÓT Vesturlands hefst á Kaldármelum í dag, fimmtudaginn 26. júní, og stendur til sunnudagsins 27. júní. Á mótinu verður bryddað upp á nýjungum því fyrirhuguð er opin stóðhestakeppni í A- og B-flokki gæðinga en hún var sett á stofn til að forðast "eigendaskipti" á þekktum hestum fyrir mótið. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fjölbreytt dagskrá á móti Kristniboðssambandsins

SAMBAND íslenskra kristniboðsfélaga stendur um næstu helgi fyrir almennu kristilegu móti í Vatnaskógi sem þar hefur verið haldið um árabil. Á dagskrá er talað orð og söngur, m.a. kemur norski tónlistarmaðurinn Hans-Inge Fagervik í heimsókn á mótið. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjölgar um tvö þúsund manns í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. UNGIR knattspyrnumenn fjölmenntu til Vestmannaeyja í gær þar sem næstu daga fer fram árlega knattspyrnumót, Shellmót ÍBV. Í gærkvöldi fór hópurinn í skrúðgöngu að Hásteinsvelli þar sem mótið var sett. Rúmlega 900 þátttakendur eru í mótinu en forsvarsmenn mótsins reikna með að rúmlega annar eins fjöldi fylgi þátttakendum. Meira
26. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Fjölmenni í Grímsey um sólstöður

ÞAÐ var mikið um að vera á flugvellinum í Grímsey sl. föstudag en þá komu með flugi alls um 150 farþegar til eyjarinnar, sem er met. Á föstudagskvöld voru 10 flugvélar á flugvellinum í Grímsey í einu og með þeim 101 farþegi. Við höfnina í Grímsey var einnig mikið um að vera en á laugardag kom hvalaskoðunarskipið Moby Dick með 75 farþega frá Húsavík. Meira
26. júní 1997 | Miðopna | 1540 orð

Flugfélag Íslands og Íslandsflug munu skipta markaðnum

ÞRÁTT fyrir frjálsræði í áætlunarflugi innanlands frá 1. júlí næstkomandi má ætla að ráðandi afl á þeim markaði verði Flugfélag Íslands, sem reist er á grunni Flugleiða innanlands og Flugfélags Norðurlands, og býður 380 vikulegar ferðir til 14 staða. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Frelsi í áætlunarflugi 1. júlí Fjárfest í nýjum

FLUGFÉLAG Íslands og Íslandsflug búa sig undir frjálsræði í innanlandsflugi sem ríkja á hérlendis frá 1. júlí nk. Íslandsflug hefur stækkað flugflota sinn og fjárfest fyrir um 20 milljónir kr. í búnaði og aðstöðu og Flugfélag Íslands fær um helgina þriðju Fairchild Metro vél sína. Innlendir sem erlendir aðilar með flugrekstrarleyfi geta frá 1. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 141 orð

Friðarviðræður til umræðu

SUÐUR-kóreskir hermenn ganga út skugga um að víggirðingin á vopnahléslínunni milli kóresku ríkjanna tveggja sé í lagi. Í gær voru nákvæmlega 47 ár frá því Kóreustríðið hófst. Vopnahlé hefur verið í gildi frá því um mitt ár 1953. Háttsettir embættismenn frá Bandaríkjunum, Suður- og Norður-Kóreu, munu eiga fund í New York nk. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Friðrik Pálsson talar á ráðstefnu ESB

FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, flytur erindi og tekur þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu, sem Evrópusambandið heldur í Brussel í dag og á morgun. Friðrik er eini fulltrúinn utan ESB sem heldur framsöguerindi á ráðstefnunni, sem fjalla mun um framleiðslu sjávarafurða, áætlanir og viðfangsefni henni tengd. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | 307 orð

Fundur Flugráðs haldinn í Bolungarvík

Bolungarvík-Flugráð hélt einn af sínum reglulegum fundum hér í Bolungarvík nýlega. Í Flugráði eru haldnir um 20 fundir á ári og er gjarnan stefnt að því að halda tvo fundi utan höfuðborgarsvæðisins. Þar sem fundur Flugráðs var að þessu sinni á Vestfjörðum voru málefni Vestfjarða megið fundarefnið. Helstu mál Flugráðs er snerta Vestfirði eru m.a. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | 202 orð

Fýlsungi á fósturstigi

Vestmannaeyjum-Bjargfuglar liggja nú á eggjum sínum og innan skamms fara ungarnir að skríða úr þeim. Fýllinn er einn þeirra fugla sem nú liggur á og ungar eru að myndast í eggjunum. Fýllinn verpir einu eggi og liggur á í rúmar 7 vikur áður en unginn skríður úr egginu. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 440 orð

Grandi leggur einu skipi og segir upp 30 manns

GRANDI hf. hefur ákveðið að hætta útgerð eins af þremur ísfisktogurum fyrirtækisins og mun því sjómönnum fækka um 15 til 20. Auk þess verður sagt upp 10 til 15 starfsmönnum í landi vegna skipulagsbreytinga í sumar. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, segir þessar aðgerðir óhjákvæmilegar til að bregðast við minnkandi aflaheimildum sem nú sé hægt að ná með fimm skipum í stað sex áður. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Gus Gus fær milljón

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja Gus Gus listahópinn um eina milljón króna vegna tónleikaferðalags hópsins um Norður-Ameríku og Evrópu. Hópurinn sótti um þrjár milljónir vegna ferðalagsins sem stendur frá 25. júní til 1. september. Hópurinn mun koma fram á tónlistarhátíðum, í sjónvarpi, útvarpi og á tónleikum, sem hann stendur sjálfur fyrir í samvinnu við umboðsmenn. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hafa ekkert með ritstjórn HP að gera

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: "Í ljósi umræðu fjölmiðla að undanförnu um tengsl Alþýðubandalagsins í gegnum Tilsjá ehf. við útgáfufélag Helgarpóstsins, vilja formaður Alþýðubandalagsins og stjórnarformaður Tilsjár taka eftirfarandi fram: Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Hafnarstræti lokað til austurs

HLUTI borgarráðs hefur samþykkt að loka Hafnarstræti til austurs frá Pósthússtræti að Lækjargötu. Tillögu sjálfstæðismanna um að gatan verði opin var vísað frá. Í tillögu Reykjavíkurlista segir að forsenda lokunarinnar sé sú að núverandi ástand skapi verulega slysahættu fyrir farþega SVR, sem borgaryfirvöld telji óviðunandi. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ísland í 8. sæti eftir tap fyrir Spáni

ÍSLENSKA liðið í opnum flokki á Evrópumótinu í brids tapaði illa fyrir Spánverjum í 27. umferð í gærkvöldi og er í 8. sæti með 476,5 stig. Viðureignin við Spán var sýningarleikur umferðarinnar. Íslensku spilararnir voru langt frá því að sýna sínar bestu hliðar og leikurinn endaði 6­24 fyrir Spánverja sem komust við þennan sigur í 2. sætið með 503 stig. Meira
26. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Íslandsbærinn risin

FJÖGURRA bursta torfbær sem restur hefur verið við veitinga- og gróðrarskálann Vin í Eyjafjarðarsveit hefur verið formlega vígður. Torfbærinn hefur hlotið nafnið Íslandsbærinn og er 140 fermetrar að stærð og býður upp á fjölmarga möguleika til hvers konar veisluhalda en daglega er þar kaffisala. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Jarðsprengjubann undirbúið ALLS hafa 62 ríki undirritað yfirlýsingu um algert bann við jarðsprengjum, sem hugsuð er til

FRANSKA lögreglan greindi frá því í gær, að fimmti Frakkinn, sem grunaður var um barnaklámsfíkn, hefði framið sjálfsmorð. Maðurinn, sem starfaði sem barnaskólakennari í bæ nálægt Bordeaux, fannst hengdur í fyrradag, Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 360 orð

Johansen sér nýlendudraug

Petersen gagnrýnir Grænlendinga Johansen sér nýlendudraug Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NIELS Helveg Petersen utanríkisráðherra Dana segist ekki skilja gagnrýni Lars Emil Johansens á dönsku stjórnina fyrir að vilja ekki ræða möguleika á að Grænland taki kjarnavopn í geymslu. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 649 orð

Kafteinninn sem sýndi undur undirdjúpanna

FRANSKI haffræðingurinn Jacques-Yves Cousteau, sem lést í gær á 88. aldursári, miðlaði leyndardómum hafanna til almennings um veröld víða með margverðlaunuðum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti hryggð frönsku þjóðarinnar við fráfall hans og sagði Cousteau hafa verið heillandi mann og líklega þekktari meðal þjóða heims en nokkur annar Frakki. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | 519 orð

"Konur á Króknum"

"KONUR á Króknum" nefnist sýning sem fjallar um líf og störf kvenna á Sauðárkróki síðustu 125 árin. Það eru kvennafélögin á staðnum sem standa að sýningunni en forveri þeirra, Hið skagfirska kvenfélag, var stofnað árið 1895. Sýningin er í Barnaskólanum og á efri hæð skólans var opnað kaffihúsið Guðrúnarlundur, tileinkað Guðrúnu B. Árnadóttur frá Lundi. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Kórfyrirliði í knattspyrnutreyju

Selfossi-Blaðafulltrúi ítalska knattspyrnuliðsins Inter Milan, Ginó Franchetti, sendi nýlega Unglingakór Selfosskirkju að gjöf leikmannstreyju leikmanns númer 6, Djokareffs. Ástæða gjafarinnar er sú að fyrirliði Unglingakórsins klæðist ávallt Intertreyju við óopinber tækifæri, á æfingum og svipuðum samkomum. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Langirimi opnaður

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu skipulags- og umferðarnefndar um að Langirimi í Grafarvogi verði opnaður almennri bílaumferð í tilraunaskyni. Fram kemur að umferðinni verði beint austur Langarima, um bílastæðalóð. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 107 orð

Leiðtogafundur Japans og ESB

RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, hlýðir á þjóðsöng lands síns ásamt Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, fyrir utan hollenzka þinghúsið í Haag í gær. Ráðherrarnir sátu í gær sameiginlegan samráðs- og leiðtogafund Evrópusambandsins, ESB, og Japans, en þetta var sjötta árið í röð sem slíkur fundur var haldinn. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 25 orð

Lést í vinnuslysi

Lést í vinnuslysi MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Grindavík á þriðjudag hét Ágúst Karl Guðmundsson húsasmíðameistari. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Mannbjörg þegar trilla sökk MAÐUR bjargaðist þegar t

MAÐUR bjargaðist þegar trilla sem hann var á, Hvítá MB2, sökk um 20 sjómílur norður af Hellissandi um kvöldmatarleytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík var manninum, sem var einn um borð, bjargað yfir í Örkina frá Sauðárkróki og þaðan yfir í Darra sem var á leiðinni til Rifs, en maðurinn er þaðan. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Mannrækt undir jökli

ÞRIÐJA starfsár Mannræktarmiðstöðvar Snæfellsáss samfélagsins á Brekkubæ, Hellnum, hefst um næstu helgi. Enn sem fyrr er í boði fjölbreytt dagskrá allt sumarið fyrir þá sem vilja dvelja í orku jökulsins í skemmri en lengri tíma. Byrjað verður með þemahelginni Frá konu til konu, segir í fréttatilkynningu frá Snæfellsási. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð

Málefni samkynhneigðra til umræðu á Prestastefnu

DRÖG að samþykktum um málefni samkynhneigðra voru kynnt á Prestastefnu á Akureyri í gær. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík, sem farið hefur fyrir þeirri nefnd sem vann að drögunum, flutti framsögu. Í fyrirliggjandi drögum er hvatt til þess að helgisiðanefnd verði falið að undirbúa bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk, sem staðfest hefur samvist sína. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 275 orð

Meira flutt til höfuðborgarsvæðisins

SÁ munur sem til skamms tíma var á vöruflutningum til og frá Reykjavík hefur að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra jafnast út og vega fiskflutningar til Reykjavíkur þar þyngst. Helgi segir að fyrir nokkrum árum hafi forsvarsmenn flutningafyrirtækja kvartað yfir því að þeir hefðu aðeins vörur til að flytja frá Reykjavík en keyrðu svo tóma bíla til baka. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 573 orð

Merkar heimildir um sögu vegagerðar á Íslandi

ÞEGAR verið var að ganga frá dánarbúi manns eins í vesturbæ Óslóar í apríl síðastliðnum munaði minnstu að merk skjöl er vörðuðu upphaf sögu vegagerðar á Íslandi færu forgörðum. Þar var meðal annars um að ræða safn bréfa frá Tryggva Gunnarssyni alþingismanni, vegakort og drög að teikningum af brú yfir Ölfusá og Þjórsá. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Mótmælti förgun kjarnorkuvopna

GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverfisráðherra, átti á þriðjudag fund með Marianne Jensen, umhverfisráðherra í grænlensku heimastjórninni vegna frétta um hugsanlega förgun kjarnorkuvopna á grænlensku landsvæði. Fundurinn fór fram í New York þar sem ráðherrarnir sátu fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Myndband um íslenska náttúru og landbúnað

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur í samvinnu við Bændasamtök Íslands gefið út kynningarmyndband fyrir ferðaþjónustuaðila um íslenska náttúru og íslenskan landbúnað. Á myndbandinu, sem er um 12 mínútna langt, er íslenskur landbúnaður og framleiðsla landbúnaðarafurða við íslenskar aðstæður kynntur sem einstakur. Lögð er áhersla á samspil ómengaðrar náttúru og hreinleika afurðanna. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Mælt með Hannesi Péturssyni

LÆKNADEILD Háskóla Íslands hefur mælt með því við háskólarektor að Hannesi Péturssyni, dósent og yfirlækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, verði veitt staða prófessors í geðlæknisfræði, sem auglýst var í október síðastliðnum. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna og er gert ráð fyrir að gengið verði frá ráðningunni fljótlega. Tómas Helgason, sem gegnt hefur stöðunni sl. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Náttúruleg sýklavörn húðarinnar

HÚÐ manna framleiðir náttúrulega sýklavörn, sem ver líkamann árásum gerla, að sögn þýskra vísindamanna, sem starfa við háskólann í Kiel. Telja þeir uppgötvun sína geta orðið grunn að nýju sýklalyfi, að því er segir í nýjasta hefti vísindaritsins Nature. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Niðurskurður á fjárlögum líklegur

VALGERÐUR Sverrisdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og fulltrúi í forsætisnefnd ráðsins, býst við því að niðurskurður á fjárlögum Norðurlandaráðs fyrir árið 1998, verði einhverjir tugir milljóna króna, en samstarfsráðherrar Norðurlandaráðs, sem nú funda í Svíþjóð, munu leggja fjárhagsáætlunina fyrir forsætisnefndina í dag til umsagnar. Þetta kom m.a. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Norræn tungumálaumræða Norðurlandaráðs

HRINGBORÐSUMRÆÐAN, Norrænt málatorg ­ staða vestnorrænna tungumála í norrænni samvinnu, fer fram á vegum Norðurlandanefndar ráðsins föstudaginn 27. júní nk. kl. 9­11 í Ráðhúsi Reykjavíkur, borgarstjórnarsal. Meira
26. júní 1997 | Landsbyggðin | 164 orð

Nýtt íþróttahús að rísa á Seyðisfirði

Seyðisfirði-Framkvæmdir eru nú hafnar við nýtt íþróttahús á Seyðisfirði. Ólafur M. Ólafsson íþróttagarpur og fyrrum íþróttakennari tók fyrstu skóflustunguna á nýlega við hátíðlega athöfn. Á meðan stóðu yngri félagar íþróttafélagsins Hugins heiðursvörð. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ný þota Atlanta nefnd Þorsteinn Jónsson

FLUGFÉLAGIÐ ATLANTA tók nýja þotu í notkun í maí og hefur hún verið nefnd eftir Þorsteini Jónssyni flugkappa. Venja hefur skapast hjá félaginu að gefa vélum fyrirtækisins nöfn Íslendinga og á félagið meðal annars vélar merktar Úlfari Þórðarsyni augnlækni og Agnari Kofoed-Hansen, fyrrverandi flugmálastjóra. Meira
26. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 845 orð

Okkar framtíð er á Reykjavíkurmarkaði

PRENTSMIÐJAN Ásprent/POB ehf. á Akureyri hefur nýlega lokið við stærsta einstaka verk sem fyrirtækið hefur tekið að sér til þessa. Um er að ræða prentun á fjögurra lita handbók um vátryggingar, fyrir Sjóvá-Almennar, sem prentuð var í 66.000 eintökum. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ók á ljósastaur og þrjár bifreiðar

UNGUR ökumaður missti stjórn á bíl á Gerðavegi í Garði í gærmorgun, eftir gáleysislegan akstur. Hafnaði bíllinn á ljósastaur og síðan á þremur kyrrstæðum bifreiðum. Urðu verulegar skemmdir á þremur ökutækjanna, en engin slys á fólki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu viðurkenndi ökumaður að hafa ekið á tæplega 100 kílómetra hraða og var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 801 orð

Óttast dauða rauðhöfðaunga í sumar

Árni Einarsson segir að Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn sé stofnun sem heyri undir umhverfisráðuneytið og hlutverk hennar sé að fylgjast með framvindu lífríkisins á svæðinu og að standa fyrir rannsóknum sem geti varpað ljósi á alla þætti þessa lífríkis. "Við fylgjum eftir allri fæðukeðjunni frá fuglum og fiskum niður í flugur og krabbadýr. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Óttast ungadauða við Mývatn

SÉRFRÆÐINGAR óttast ungadauða hjá vissum andategundum við Mývatn í sumar, m.a. rauðhöfðaönd, vegna þess að stofn litlu toppflugu, sem er ein af mörgum tegundum rykmýs, hefur hrunið en fuglarnir treysta á hana sem fæðuuppsprettu til að lifa af. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Rallkappar fá 2 milljónir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja verkefnið Rallí Reykjavík um 2 milljónir króna. Atvinnu- og ferðamálnefnd hefur samþykkt þróunaráætlun um framkvæmd Rallí Reykjavík, sem Landssamband ísl. akstursíþróttamanna stendur fyrir. Í áætluninni felst að verkefnið verði styrkt með 800 þús. króna framlagi á árinu 1997 og 1,2 millj. á árinu 1998. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Rannsaka á aflatölur norskra loðnuskipa ÁKVEÐ

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram fari opinber rannsókn á þeim mismun, sem fram hefur komið á aflamagni í tilkynntum tölum og lönduðum tölum hjá norskum loðnuskipum á síðustu vertíð. Um er að ræða mismun upp á um 25.000 tonn. Ákvörðun þessi var tekin á fundi norskra og íslenzkra embættismanna í Reykjavík í gær, en tímasetning rannsóknarinnar hefur ekki verið ákveðin. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Samninganefndir deiluaðila samþykktu

SAMNINGANEFNDIR Verkalýðsfélags Húsavíkur og ríkisins samþykktu báðar innanhússsáttatillögur ríkissáttasemjara í gær vegna kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Verkfalli starfsmannanna 65 var þó ekki frestað þar sem verkalýðsfélagið ákvað að fá fyrst niðurstöður úr atkvæðagreiðslu starfsmannanna um tillöguna sem kynnt var á félagsfundi í gærkvöldi. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Settur umhverfisráðherra fellst á endurupptöku

ÞORSTEINN Pálsson, settur umhverfisráðherra í máli vegna breytinga á jarðhæð Hafnarstrætis 20, hefur fallist á að málið verði endurupptekið. Sem settur umhverfisráðherra felldi hann 2. maí sl. úr gildi leyfi byggingarnefndar Reykjavíkur til framkvæmda á jarðhæð hússins. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Skipan nýs ráðherra frestað

ÞÓTT Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og stjórn hans hafi staðið af sér atkvæðagreiðslu um vantraustsyfirlýsingu stjórnarandstæðinga á þriðjudag er langt því frá að vandræðum Netanyahus sé lokið. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Skipt um sæti með sigri á Dönum

Evrópumótið í sveitakeppni er haldið í Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.­29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. ÍSLENDINGAR unnu Dani í gær í 26. umferð á Evrópumótinu í brids. Íslendingar hafa lengi haft gott tak á Dönum við bridsborðið og niðurstaðan nú varð 20­10, Íslandi í vil. Við þetta höfðu þjóðirnar tvær sætaskipti: Íslendingar fóru upp í 5. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skógarganga í kvöld

SJÖTTA skógarganga skógræktarfélaganna, Ferðafélags Íslands og Búnaðarbankans um "Græna trefilinn" hefst í dag fimmtudaginn 26. júní á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Mæting og rútuferð (500 kr.) verður frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélagsins kl. 20 eða við gatnamót Heiðarvegar og Hjallabrautar á Heiðmörk kl. 20.30. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Slasaðist alvarlega á handlegg

MAÐUR sem slasaðist á hendi við færibandsvinnu í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga var fluttur með sjúkraþyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur í gær. Hann lenti með hendina í einum valsinum á færibandinu og fékk alvarlega áverka á handlegg. Einnig fékk hann áverka á brjóstkassa. Maðurinn var á batavegi í gær eftir að hafa farið í aðgerð. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sting skemmti þúsundum TALI

TALIÐ er að á fimmta þúsund manns, á öllum aldri, hafi fylgst með tónleikum breska tónlistarmannsins Sting í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og fór tónleikahaldið vel fram. Tónlistarmaðurinn tók með sér mikinn og flókinn sviðsbúnað til landsins vegna tónleikanna; hátalarakerfi fyrir hljómsveitina, tölvuvæddan ljósabúnað og fleira. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

Stofnun Samtaka lungnasjúklinga

Í LOK síðasta mánaðar var haldinn stofnfundur Samtaka lungnasjúklinga. Fundurinn var haldinn að Reykjalundi í Mosfellsbæ og kom á þann fund á annað hundrað manns. Lög samtakanna voru lögð fram og samþykkt og kosin var stjórn en hana skipa: Jóhannes Kr. Guðmundsson, formaður, Brynja D. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 390 orð

Stórlaxagöngurnar að bregðast

"STÓRLAXAGÖNGUR munu sýnilega bregðast, það þarf ekki að bíða lengur eftir því. Hins vegar sýnist mér að horfur með smálaxagengd lofi góðu, en smálaxinn byrjar jafnan að ganga um þetta leyti. Það á að vísu eftir að koma í ljós hvort botninn dettur úr göngunum, en víða hafa menn orðið smálaxa varir óvenju snemma og það lofar alltaf góðu, Meira
26. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Sýningu Einars Garibalda að ljúka

EINAR Garibaldi Eiríksson sýnir í Listasafninu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina "Frá Reykjavík" og er þar að sjá nýleg verk eftir Einar sem eru sérstök að því leyti að þau eru "fundin", að því er fram kemur í tilkynningu. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Tenging við aðra hæð nauðsynleg

Í GREINARGERÐ frá skrifstofu Alþingis um tengsl Alþingishússins við nýbyggingar á Alþingisreit segir að til þess að þinghúsið og aðrar byggingar myndi eina heild þurfi að vera innangengt, eftir stystu leiðum, um allar byggingarnar. Það takist samkvæmt þeirri hugmynd að tengja Þingmannaskálann við Alþingishúsið úr sal efri deildar. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Umhverfismál og málefni fatlaðra á fræðsludögum í Sólheimum

EFNT var til fræðsludaga á Sólheimum í gær og í dag. Í gær kynnti Linda Joseph, ráðgjafi í málefnum vistrænna byggðahverfa, Manitou-stofnunina, Colorado, Bandaríkjunum. Linda Joseph er framkvæmdastjóri Manitou-sjóðsins og Manitou- stofnunarinnar í Colorado-fylki í Bandaríkjunum. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ummæli dæmd dauð og ómerk

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dauð og ómerk fjölda ummæla sem Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Húseigendafélagsins, lét falla um Húsnæðisstofnun ríkisins og lögfræðideild stofnunarinnar í samtölum við Stöð 2 og Bylgjuna í október og nóvember á seinasta ári. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ummæli í Alþýðublaði dæmd ómerk

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt dauð og ómerk þrenn ummæli Magnúsar Hafsteinssonar sem hann viðhafði um Jóhann G. Bergþórsson í grein í Alþýðublaðinu í september síðastliðnum. Magnús var jafnframt dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur, 50 þúsund krónur til birtingar dómi, Meira
26. júní 1997 | Miðopna | 740 orð

Undirbúningur hafinn að kirkjubyggingu á Hörgaeyri í Eyjum

UNDANFARIN ár hefur verið unnið að undirbúningi þess að kirkja verði byggð á Hörgaeyri í Vestmannaeyjum. Hörgaeyri er norðan innsiglingarinnar til Eyja, þar sem nyrðri hafnargarðurinn liggur, en þar er talið að fyrsta kirkja í kristni á Íslandi hafi verð byggð árið 1000. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 287 orð

Valdhafar í Hong Kong hrósa happi

VERÐANDI valdhafar Hong Kong hrósuðu tvöföldu happi í gær er annars vegar var samþykkt á Bandaríkjaþingi að framlengja bestu viðskiptakjör handa Kína eitt ár til viðbótar og hins vegar er tilraunir Breta til þess að fá þjóðir heims til að hundsa valdatöku nýrra valdhafa í bresku nýlendunni fyrrverandi virtust ætla að fara út um þúfur. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 405 orð

Þingmannaskáli verði tengdur Alþingshúsi

NÝTT og endurskoðað deiliskipulag af Alþingisreit hefur verið kynnt í skipulagsnefnd. Að söng Sigurðar Einarssonar arkitekts, eru helstu breytingar þær að áhersla er lögð á Alþingishúsið, sem verður þungamiðja, en jafnframt er gert ráð fyrir að byggt verði nýtt hús, Þingmannaskáli, þar sem Listamannaskálinn stóð og að hann verði tengdur með tengigangi og/eða glergangi á brú á 2. Meira
26. júní 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON

ÞÓRÐUR Kristleifsson, menntaskólakennari og söngstjóri, lést 24. júní sl., 104 að aldri. Hann fæddist á Uppsölum í Hálsasveit en ólst að mestu leyti upp á Stóra-Kroppi, en foreldrar hans fluttu þangað þegar hann var fjögurra ára gamall. Þórður var síðan við nám í skóla sr. Meira
26. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Þrír menn dæmd ir til fangavistar

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá menn frá Ólafsfirði í 6, 7 og 15 mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Þá var einn mannanna dæmdur til að greiða 40.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og þremenningunum er gert að greiða allan sakarkostnað samtals 100.000 krónur og málsvarnarlaun samtals 250.000 krónur. Meira
26. júní 1997 | Erlendar fréttir | 356 orð

Þverrandi vægi Evrópu

EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, er með hinum 15 aðildarþjóðum sínum og 373 milljónum íbúa ekki þungamiðja alheimsins. Þetta staðfesti framkvæmdastjórn sambandsins í gær með útgáfu nýrrar skýrslu undir titlinum "Handan hins fyrirsjáanlega: Lýðfræðilegar breytingar í ESB til 2050." Meira

Ritstjórnargreinar

26. júní 1997 | Leiðarar | 552 orð

ÁTAK Í TÓBAKSVÖRNUM

leiðari ÁTAK Í TÓBAKSVÖRNUM ÓBAKSFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum hafa fallizt á að borga um 370 milljarða dala í sérstakan sjóð, sem greiða á úr skaðabætur vegna heilsutjóns af völdum reykinga. Þeir viðurkenna og að tóbak sé vanabindandi og fallast á að hlíta ströngum reglum um framleiðslu og markaðssetningu. Meira
26. júní 1997 | Staksteinar | 279 orð

»Brezkir og franskir kratar VÍSBENDING veltir því fyrir sér hvort "vinstri b

VÍSBENDING veltir því fyrir sér hvort "vinstri bylgja skelli nú á Evrópu". Niðurstaða blaðsins, sem sótt er til greinar Magnúsar Árna Magnússonar í Alþýðublaðinu, er sú, að ólíku sé saman að jafna um framvindu stjórnmála í Bretlandi og Frakklandi. Ólíku saman að jafn Meira

Menning

26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 170 orð

Aftur í hjónaband

FÓTBOLTAHETJAN og fíkillinn Paul Merson sem leikur með Arsenal og æskuástin hans Lorraine gengu í það heilaga á dögunum - aftur. Paul og Lorraine kynntust þegar þau voru fimmtán og gengu í hjónaband átta árum síðar, árið 1990. Paul átti í miklum erfiðleikum með fíkn sína í áfengi, kókaín og fjárhættuspil. Hann fór í meðferð í desember árið 1994 og hefur haldið sig á beinu brautinni síðan. Meira
26. júní 1997 | Kvikmyndir | 295 orð

Ástin kvödd. Gillian. (To Gillian on Her 37th Birthday)

Framleiðendur:David E. Kelley, Terry Morse Jr. Leikstjóri: Michael Pressman. Handritshöfundur: David E. Kelley. Byggt á leikriti Michael Brady. Kvikmyndataka: Tim Suhrstedt. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Peter Gallagher, Michelle Pfeiffer, Claire Danes, Bruce Altman, Kathy Baker. 95 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 18. júní. Myndin er öllum leyfð. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Ást í loftinu?

KARÓLÍNA af Mónakó og Ernst prins af Hannover eru greinilega ástfangin. Ljósmyndarar smelltu af þeim myndum þegar þau fóru saman í siglingu á dögunum. Karólína hefur tvisvar sinnum gifst, Philippe Junot sem hún skildi við og Stefano Casiraghi sem lést í slysi. Ernst stendur hins vegar í skilnaði þessa dagana. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Á veðreiðum

ELÍSABET II Bretadrottning er þekkt fyrir virðulega framkomu á opinberum vettvangi. Ein undantekning er á þessari reglu og hún er þegar drottningin bregður sér á veðreiðar. Nú á dögunum var Elísabet á Derby veðreiðunum og fylgdist með af miklum áhuga. Filippus prins, eiginmaður Elísabetar, var einnig meðal áhorfenda og virtist skemmta sér vel yfir áhuga og kappi Elísabetar. Meira
26. júní 1997 | Kvikmyndir | 168 orð

Batman á toppnum

MIÐASALAN í bandarískum kvikmyndahúsum tók mikinn kipp um síðustu helgi, eftir óvenju slappa helgi þar áður og jókst hún um 60 prósent. Réð þar mestu gott gengi efstu tveggja myndanna, "Batman and Robin" og "My Best Friend's Wedding", en hlutur þeirra í heildar aðgangseyrinum var 62 prósent. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Bowie slakar ekki á

DAVID BOWIE er ekki á þeim buxunum að fara að setjast í helgan stein eftir 33 ár í fremstu víglínu. Hann varð fimmtugur í janúar og sendi frá sér plötuna "Earthling" 3. febrúar. Hér sjáum við hann syngja og spila á 12 strengja gítar á tónleikum í Vín í Austurríki á þriðjudag. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Bryggjuball í Viðey

SKÁTAFÉLAGIÐ Landnemar hélt skátamót í Viðey um síðustu helgi. Var þar margt til skemmtunar gert svo sem venja er á skátamótum, en auk þess var haldinn dansleikur á bryggjutorginu á laugardagskvöldið. Jóna Einarsdóttir harmoníkuleikari lék og söng fyrir dansi. Hún stjórnaði einnig hringdansi og samkvæmisleikjum. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 93 orð

Englar í dómkirkju

Englar í dómkirkju NÚ stendur yfir englasýning í forkirkju dómkirkjunnar að Hólum í Hjaltadal. Á sýningunni eru þrjátíu og tveir leikfangaenglar úr smiðju Stubbs á Laugalandi í Eyjafirði, skreyttir af jafnmörgum myndlistarmönnum. Þetta er í þriðja sinn sem sýningin er sett upp. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | -1 orð

Fjallkirkjan

eftir Gunnar Gunnarsson. Halldór Laxness íslenskaði. Gunnar yngri Gunnarsson myndskreytti söguna. Mál og menning 1997. 866 bls. ÞAÐ er gleðilegt að nú skuli Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975) aftur fáanleg í þýðingu Halldórs Laxness. Eins og flestum er kunnugt kom bókin fyrst út á dönsku í fimm hlutum á árunum 1923 til 1928. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Flókasýningum að ljúka

Flókasýningum að ljúka SÝNINGUNUM Flóka án takmarka, sex lönd ­ tíu raddir og Flókaflíkur Bjargar Pjetursdótturer, Sverrissal, sem hafa verið undanfarið í Hafnarborg, menningar­og listastofnun Hafnarfjarðar, fer nú senn að ljúka og er þetta síðasta sýningarhelgi. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 12­18 alla daga nema þriðjudaga, til 30. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 807 orð

Fylling framar öllu Sérstæður viðburður er í nánd á sviði flutnings klassískrar tónlistar hér á landi. Tvær íslenskar

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands stilla saman strengi sína í kvöld og óhætt er að segja að góðrar skipulagningar á fermetra sé þörf með tilliti til minnkandi olnbogarýmis. Systrakærleikur hljómsveitanna svífur þó yfir vötnunum enda segir Guðmundur Óli Gunnarsson aðalstjórnandi þeirrar síðarnefndu að samkomulagið hafi alltaf verið mjög gott. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Fyrirlestur um handritin

Í OPNU húsi í Norræna húsinu verður fyrirlestur fimmtudaginn 26. júní kl. 20.00, en sumardagskrá hússins byrjaði 19. júní. Dagskráin er einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndum og eru fyrirlestrarnir fluttir á einhverju Norðurlandamáli, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir að koma og hlusta á fróðlegan fyrirlestur. Í fyrirlestrinum á fimmtudag ætlar Sigurgeir Steingrímsson, cand. mag. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Góð frammistaða

Skólakór Kársness Góð frammistaða SKÓLAKÓR Kársness fékk góða umsögn á mánudaginn í einu útbreiddasta blaði Kanada, Toronto Star, eftir tónleika ásamt öðrum norrænum kórum í síðustu viku. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Hana-nú hlýtur heilsuverðlaunin

FRÍSTUNDAKLÚBBNUM Hana-nú í Kópavogi voru veitt heilsuverðlaun heilbrigðisráðherra 1997 fyrir skömmu. Klúbburinn hefur unnið að bættri heilsu eldra fólks í 14 ár, jafnt líkamlegri og andlegri. Á vegum hans hafa verið farnar reglubundnar göngur og farið í ferðalög. Þessar myndir voru teknar við afhendingu verðlaunanna í Gljábakka í Kópavogi. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Hringlist í Keflavík

ÍRIS Jónsdóttir opnaði nýlega gallerí og vinnustofu í Keflavík. Íris lauk námi við Myndlistar­ og handíðaskóla Íslands í vor og hyggst sýna listaverk, bæði eigin og annarra, í galleríinu sem hún kallar Hringlist. Hér sjáum við svipmyndir frá opnun gallerísins. STEINAR Sigtryggsson, Júlíus Jónsson, Þorsteinn Erlingsson,Georg V. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 522 orð

Íslensku kórunum afar vel tekið í Kanada

Aðaltónleikar Hamrahlíðarkórsins voru haldnir í Metropolitan United kirkjunni í Toronto. Tónleikarnir voru einkum ætlaðir til kynningar á íslenskri nútímatónlist og því verk eftir samtíma tónskáld á efnisskránni. Í lok tónleikanna risu áheyrendur úr sætum og þökkuðu flytjendum og stjórnanda þeirra, Þorgerði Ingólfsdóttur, með langvarandi lófataki. Meira
26. júní 1997 | Kvikmyndir | 275 orð

Kúreki með fortíð Óskastund (Blue Rodeo)

Framleiðandi: Elliot Friedgen. Leikstjóri: Peter Werner. Handritshöfundur: Paul A. Lussier. Kvikmyndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Laura Karpman. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson, Ann-Margret, Corbin Allred. 88 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 12. júní. Myndin er öllum leyfð. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Landsbankakórinn syngur í Jónshúsi

LANDSBANKAKÓRINN heldur í söngferð til Kaupmannahafnar og Uddevalla í Svíþjóð ásamt sjö öðrum kórum frá Íslandi á vegum Tónal og stendur ferðin 28. júní til 7. júlí nk. Landsbankakórinn mun syngja í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 29. júní kl. 16. Söngstjóri er Guðlaugur Viktorsson. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 182 orð

Lars­Henrik Olsen hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin

NORRÆNU barnabókaverðlaunin 1997 komu að þessu sinni í hlut danska rithöfundarins Lars­Henrik Olsen. Það eru samtök norrænna skólasafnskennara (Nordisk skolebibliotekarforening) sem standa að verðlaununum og hafa þau verið veitt árlega síðan 1985. Árið 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir verðlaunin. Framlag Íslands til norrænu barnabókaverðlaunanna nú var bók Vigdísar Grímsdóttur, Gauti vinur minn. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 72 orð

Laus við kókaínið

LEIKARINN Stacy Keach var tekinn á Heathrow-flugvelli fyrir nokkrum árum með nokkur grömm af kókaíni. Í kjölfarið þurfti hann að sitja inni í nokkra mánuði. Í dag er leikur lífið hins vegar við hann. "Það er allt eiginkonu minni að þakka." Stacy er kvæntur leikkonunni Malgosia og eiga þau tvær dætur. "Í dag skiptir fjölskyldan mig mestu máli," segir leikarinn. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 546 orð

Lesið á göngu Það er gömul saga og ný að þegar sumrar breytast lestrarvenjur fólks - það les minna, sækir meira undir bert loft.

SÁ BÚNAÐUR sem þarf til að stunda lestur meðan gengið er um guðsgræna náttúruna eða þegar rótað er í rósabeðinu undir suðurgaflinum, er hvorki flókinn né dýr - aðeins einfaldur gönguhrólfur (sem margir kalla vasadiskó") og batterí. Þeir sem eru útbúnir slíkum græjum geta notið upplestrar við hinar fjölbreytilegustu aðstæður. Meira
26. júní 1997 | Kvikmyndir | 93 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Eigi skal skaða (First Do No Harm) Ótti Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 314 orð

Myndlistarsýning í tilefni afmælis Egilsstaða

Í TILEFNI af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar hefur Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs sett upp allviðamikla myndlistarsýningu í Grunnskólanum á Egilsstöðum. Hafa því 6 kennslustofur skólans fengið veigamikið hlutverk í sumar, því sýning þessi mun standa til 10. ágúst. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 91 orð

Nýtt tímarit um menningu

Nýtt tímarit um menningu NÝTT ársfjórðungslegt tímarit hefur göngu sína 4. júlí að nafni Fjölnir. útgefendur segja í tilkynningu að tímaritið muni eiga efnisþætti sameiginlega með samnefndu tímariti sem gefið var út á síðustu öld, þ.e. menning, listir og þjóðfélagsmál. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 421 orð

Opin sýning

Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 29. júní. Aðgangur ókeypis. "ÖLLUM boðið að sýna" meðan húsrúm leyfir er inntak sýningar í samanlögðum húsakynnum Nýlistasafnsins, að setustofunni undanskilinni, þar sem fer fram kynning á list og listferli Ásgerðar Búadóttur. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 95 orð

Pamela ófrísk á ný

STRANDVARÐALEIKKONAN fyrrverandi, Pamela Anderson Lee, á von á öðru barni sínu með Tommy Lee, trommuleikara Mötley Crue, í desember. Fyrir eiga þau soninn Brandon, sem er eins árs. Pamela og Tommy hafa verið gift í þrjú ár og hefur sambúð þeirra vakið mikla athygli. Þau gerðu margar tilraunir til að eignast barn áður en Brandon kom í heiminn og missti Pamela fóstur. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 778 orð

Safnfréttir, 105,7

BUBBI OG KK trúbadorar hefja upp raust sína í sameiningu á suðvesturhorni landsins en báðir þessir tónlistarmenn eru landsmönnum að góðu kunnir. Skagamenn munu njóta tóna þeirra Bubba og KK fimmtudagskvöld í Bíóhöllinni á Akranesi og á Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 136 orð

Síðustu sýningar leikárs Þjóðleikhússins

Síðustu sýningar leikárs Þjóðleikhússins TVÆR sýningar eru eftir í sumar á söngleiknum Fiðlaranum á þakinu sem sýndur hefur verið á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá miðjum apríl og fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda, segir í kynningu. Meira
26. júní 1997 | Menningarlíf | 68 orð

Skyndisýning á Laugavegi 20

Skyndisýning á Laugavegi 20 SKYNDISÝNINGIN "Art Take Away" er á Laugavegi 20. Þar sýna listamennirnir Ásdís Kalmann, Ingimar Waage, Jóhann Torfason, Karl Jóhann Jónsson og Sigríður Ólafsdóttir olíumálverk. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Snyrtivörur Iman

FYRIRSÆTUNNI og leikkkonunni Iman, sem er gift David Bowie, er margt til lista lagt. Nýlega komu á markað í Bretlandi snyrtivörur með hennar nafni en þær hafa fengist í Bandaríkjunum í þrjú ár. Iman fylgdi vörunum úr hlaði og kynnti þær áhugasömum. Meira
26. júní 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Söngkona í góðu formi

SÖNGKONAN og þokkagyðjan Celine Dion er mikill íþróttaunnandi. Hún æfir nú með kanadísku íþróttafólki fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Celine verður þó ekki á meðal keppenda heldur er hún til aðstoðar við fjáröflun fyrir Ólympíuleikana. En hún er liðtæk í sportinu og sögur herma að hún veiti íþróttafólkinu harða samkeppni. CELINE Dion er ansi spræk. Meira

Umræðan

26. júní 1997 | Aðsent efni | 887 orð

Að hengja bakara fyrir smið

VEGNA mjög einhliða fréttaflutnings og leiðaraskrifa Morgunblaðsins um lagningu Borgarfjarðarbrautar og búferlaflutning ábúenda á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal, svo og yfirlýsingar þeirra, telur undirritaður nauðsynlegt að gera eftirfarandi athugasemdir: 1.Ákvörðun um vegstæði og lagningu þjóðbrauta, þ.m. Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 672 orð

Birni Bjarnasyni svarað

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur átt menntamálaráðherra í 12 af síðustu 14 árum. Það hefur verið þjóðinni til ógæfu. Björn Bjarnason hefur sem menntamálaráðherra fylgt þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins af kostgæfni að hafa menntamálin annars flokks. Hann vill bera ábyrgð á því eins og fram kom í grein hans í Mbl. 21. júní sl. sem er svar hans við grein minni í Mbl. 19. júní. Meira
26. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 514 orð

Eignaspjöll af völdum ófyrirleitinna

AÐ GEFNU tilefni vil ég koma á framfæri frásögn af atburðarás sem hefur verið í gangi í götunni minni á liðnum vikum. Ég hef búið við hana í tvo áratugi og líkað það vel. Á þessu svæði hafa í gegnum tíðina, eins og víða annars staðar, gerst óásættanlegir atburðir. Íbúar hverfisins hafa ekki sloppið við ökutækjahnupl, benzínþjófnaði og önnur óviðeigandi vandræði áreitis og angurs. Það þótti t.d. Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 252 orð

Enn um atkvæðisrétt

VEGNA greinar Magnúsar L. Sveinssonar formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur í Mbl. 24. júní sl. vil ég taka fram eftirfarandi. Tilgangur minn með grein minni sem birtist í Mbl. 11. júní sl. og fjallaði um skerðingu á atkvæðisrétti félagsmanna í stéttarfélögum var sá að ég vildi vekja athygli á þeim samningi sem gerður hafði verið fyrir starfsfólk Hagkaupa á Eiðistorgi og vara við því að Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 1187 orð

Fjárfest til framtíðar

NÚ ER þess minnst hér á landi að 60 ár eru frá stofnun elsta starfandi íslenska flugfélagsins. Í stærstu atvinnugrein veraldar, ferðaþjónustu, eru samgöngur undirstaða þess að hún geti þróast. Fyrir eyþjóð eins og okkur Íslendinga eru flugsamgöngur mikilvægari en fyrir flestar aðrar þjóðir. Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 695 orð

Markaðsvæðing viðbótarkvótans

Á DÖGUNUM eyddi ég einni kvöldstund mér til afþreyingar við að skrifa litla grein í Morgunblaðið um að nú eigi að bjóða upp á markaði til leigu viðbótar þorsk- og rækjukvóta. Af þessu litla tilefni uppgötva ég svo í Morgunblaðinu 19. júní, að háskólakennari nokkur hefur algerlega hrokkið upp af standinum við lestur greinarinnar. Birgir Þór Runólfsson heitir maðurinn, sem fyrir þessum ósköpum varð. Meira
26. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 75 orð

Nú er lag Sjöfn Haraldsdóttur: SEM INNFÆDDUR Reykvíkingur hefi ég af áhuga fylgst með lagfæringu Skólavörðuholts og finnst svo

SEM INNFÆDDUR Reykvíkingur hefi ég af áhuga fylgst með lagfæringu Skólavörðuholts og finnst svo sannarlega tímabært að hafist verði handa. Nú mun vera komið að lóð sjálfrar höfuðkirkjunnar. Öll þessi ár hefur stytta Leifs heppna blasað við augum í hróplegu ósamræmi við guðshúsið. Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Skattar og samfélagsþjónusta

Undanfarnar vikur hafa meðlimir ungliðahreyfingar Sálfstæðisflokksins í nafni Heimdallar geyst fram á ritvöllinn og birt fjölda greina. Tilefnið er svokallaður skattadagur, en þann dag kalla ungliðarnir þann dag, sem þeir hafa reiknað út að sé fyrsti dagur ársins, sem "Íslendingar vinna fyrir sig sjálfa". Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 514 orð

Þjóð án sinfóníuhljómsveitar er ekki menningarþjóð

ÞAÐ var fyrir u.þ.b. einu ári, sem ákveðið var að ég myndi, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og Arnold Östman hljómsveitarstjóra hljóðrita nokkrar óperuaríur á geisladisk. Jafnframt var ákveðið að halda tónleika þar sem nokkrar af aríunum yrðu fluttar, ásamt hljómsveitartónlist úr óperum. Þetta er nú allt um garð gengið. Meira
26. júní 1997 | Aðsent efni | 581 orð

Þjóðkirkjan ­ sameiginleg ábyrgð presta og leikmanna

Stundum bregður svo undarlega við að prestum og leikmönnum í safnaðarstarfi er stillt upp sem andstæðingum innan kirkjunnar. Ábyrgðin í þjóðkirkju Íslands er þó beggja því að henni er skipt milli presta og safnaða. Meira

Minningargreinar

26. júní 1997 | Minningargreinar | 283 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Í dag er kær mágkona okkar, Aðalheiður Jóhannesdóttir, kvödd frá Hallgrímskirkju, en hún lést hinn 15. júní síðastliðinn eftir skamma en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hefur reynst læknavísindunum erfiður viðureignar. Aðalheiður fæddist í Reykjavík hinn 9. febrúar 1931. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 201 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir) Á Orkustofnun ríkir söknuður vegna fráfalls Aðalheiðar. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 649 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Fáeinum orðum vil ég minnast elskulegrar mágkonu minnar, Aðalheiðar Jóhannesdóttur, er lést um aldur fram á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 15. júní síðastliðinn eftir stutt en ströng veikindi. Skjótt skipast veður í lofti og harmi lostnir ástvinir og samferðamenn verða nú að sætta sig við að sjá á bak Aðalheiði, ástríkri eiginkonu og móður, tengdamóður, systur og vini. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Aðalheiður Jóhannesdóttir

Starfsfólk Orkustofnunar kveður í dag látna starfssystur, Aðalheiði Jóhannesdóttur. Aðalheiður hafði þjónað Orkustofnun um langt árabil, lengst af sem ritari forstjóra jarðhitadeildar stofnunarinnar, Guðmundar Pálmasonar. Um síðustu áramót urðu skipulagsbreytingar og yfirmannsskipti á Orkustofnun. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 263 orð

AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR

AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Aðalheiður Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1931. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Nordal Þorsteinsson, f. 18. október 1905 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, d. 12. júní 1937, iðnrekandi í Reykjavík, og Anna Gísladóttir, f. 26. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 731 orð

Aðalsteinn H. Vígmundsson

Núna ertu horfinn yfir til annars heims, elsku afi minn. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki átt líflegar samræður við þig um heima og geima eins og vaninn var hjá okkur, og finna kaffiilminn um leið og ég vaknaði á morgnana þar sem þú hafðir alltaf heitt á könnunni fyrir okkur, og við spjölluðum á meðan þú beiðst eftir að fá Kolla í pössun. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Aðalsteinn H. Vígmundsson

Það eru ekki allir svo lánsamir að eiga afa sem þeir geta talað við eins og einn af sínum bestu vinum. Við afi gátum talað um allt milli himins og jarðar, enda var hann ungur í anda og sýndi áhugamálum mínum mikinn áhuga. þrátt fyrir að hann væri mikill Framari lét hann sig hafa það að mæta á leiki hjá Val og hvetja okkur áfram. Enda held ég að hann hafi verið orðinn Valsari inn við beinið. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Aðalsteinn H. Vígmundsson

Elsku Alli minn, mig langar til þess að kveðja þig með örfáum orðum. Ég man þegar ég vaknaði í fyrsta skiptið í Eskihlíðinni, þá fór ég fram í eldhús og kynnti mig fyrir þér. Þú tókst fram einn bolla úr sparistellinu og bauðst mér upp á kaffi. Við byrjuðum að spjalla saman og þegar Steini kom fram stuttu seinna sá ég að hann var dálítið hissa. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 264 orð

AÐALSTEINN H. VÍGMUNDSSON

AÐALSTEINN H. VÍGMUNDSSON Aðalsteinn H. Vígmundsson fæddist í Álfsnesi á Kjalarnesi 17. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Jónsdóttir frá Laug í Biskupstungum og Vígmundur Pálsson frá Eiði í Mosfellssveit. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 177 orð

Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Horfin er á braut ein litríkasta félagskona SVDK Hraunprýði, Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Hún flutti ung til Hafnarfjarðar og gekk strax í deildina og starfaði af miklum áhuga í áratugi. Hún var formaður basarnefndar í um 45 ár og vann einnig við merkjasöluna. Þeir muna hana áreiðanlega starfsmenn í Straumsvík, en þar mætti hún 11. maí ár hvert með merki SVFÍ. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 139 orð

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 16. júní 1910. Hún lést í Hafnarfirði 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Natalie Vilhelmine Rosalinde Jörgensen, síðar Árnason, f. 30.7. 1883, d. 7.1. 1961, og Þorsteinn Árnason, f. 24.10. 1884, d. 22.5. 1946. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Kristján Sigurgeirsson

Hann elsku afi okkar er dáinn. Við sendum samúðarkveðjur yfir hafið til ykkar allra. Elsku afi var meira en afi í huga okkar. Það fylgdi honum alltaf kærleikur, blíða og bros á vör. Afi var svo sérstaklega barngóður. Við þökkum þér allar stundirnar okkar með þér. Við þökkum þér fyrir að vera hjá okkur hér í Kaliforníu. Við þökkum þér fyrir gönguferðirnar og löngu gönguna á ströndinni. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 321 orð

KRISTJÁN SIGURGEIRSSON

KRISTJÁN SIGURGEIRSSON Kristján Sigurgeirsson fæddist í Súðavík 28. september 1918. Hann lést í Landspítalanum 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigurðardóttir, f. 5. júní 1892, d. 17. maí 1971, og Sigurgeir Auðunsson, f. 24. ágúst 1888, d. 24. maí 1924. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 632 orð

Þorkell Ásmundsson

Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Ég hef aldrei verið pennalipur, en mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það var farið að taka svo á mig að sjá þig, þennan sterka mann, þig sem varst stoð mín og stytta alla tíð, verða svo vanmáttugan og ósjálfbjarga, og geta ekkert hjálpað þér, að ég þakka guði fyrir að hafa tekið þig til sín, ég veit að mamma og börnin þín, Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Þorkell Ásmundsson

Nú kveðjum við þig með söknuði og trega. Í minningu okkar geymum við allt það, sem þú gerðir fyrir okkur og kenndir á uppvaxtarárunum, öll handarverk þín í hýbýlum okkar flestra eigum við til minningar um þig. Börnin okkar minnast þeirra stunda þegar afi sagði þeim sögur frá uppvaxtarárum sínum og finnst nútímaborgarbörnunum það allt svo óraunverulegt. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 577 orð

Þorkell Ásmundsson

Gamall maður er genginn. Höndin haga hefur lagt frá sér verkfærin í hinsta sinn. Fleiri verða ekki fundir með vinum og bræðrum. Fyrir nokkrum árum hlýddi ég á Þorkel Ásmundsson segja frá bernsku sinni og æskudögum á góðra vina fundi. Hóglátt fas og hlýr rómur voru umgerðin um skýrar myndir af löngu liðnum stundum. Ekki var mulið undir hann ungan. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Þorkell Ásmundsson

Elsku afi. Þá er komið að kveðjustundinni, góðu og farsælu ævistarfi er lokið. Á svona stund streyma fram minningarnar, minningar sem gott og hollt er að ylja sér við. Alltaf þótti okkur svo notalegt að koma í heimsókn á Grettó þegar við vorum á ferð í bænum. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Þorkell Ásmundsson

Afi minn blessaður er látinn í Reykjavík 95 ára að aldri. Mér finnst kafla í lífi mínu lokið. Afi var hlédrægur og hélt sig til hliðar. Þess vegna er erfiðara að sjá í fljótu bragði hver áhrif hans voru á líf mitt. Hann var maður orða sinna og eitt er víst að það var gott og öruggt að alast upp í hans skjóli. Fyrstu tíu ár ævi minnar naut ég þess að búa í húsi afa og ömmu á Grettisgötunni. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 512 orð

ÞORKELL ÁSMUNDSSON

ÞORKELL ÁSMUNDSSON Þorkell Ásmundsson fæddist í Fellsaxlarkoti í Seljahlíð Skilamannahreppi 25. apríl 1902. Hann lést í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristbjörg Þórðardóttir frá Heggstöðum í Andakíl, f. 7.9. 1864, d. 22.5. 1943, og Ásmundur Þorláksson, f. á Ósi 25.5. 1871, d. 29.4. 1909. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 612 orð

Þorkell Eggertsson

Ávallt kemur það á óvart þegar hverfa af sjónarsviðinu menn, sem á einhvern hátt hafa átt góð samskipti við samborgara sína. Minningin í hugum flestra er bundin atburðum eða atvikum sem hinn látni tengdist á einn eða annan hátt. Þeir sem þekktu Þorkel Eggertsson, vissu að þar fór reynsluríkur maður. Að morgni miðvikudags 18. Meira
26. júní 1997 | Minningargreinar | 93 orð

ÞORKELL EGGERTSSON

ÞORKELL EGGERTSSON Þorkell Eggertsson fæddist á Bakkaseli í Öxnadal 28. maí 1926 en ólst upp hjá móður sinni í Skagafirði. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jósepsdóttir, fædd á Hofi í Lýtingsstaðahreppi, og Eggert Þorkelsson, fæddur á Flatatungu í Akrahreppi. Meira

Viðskipti

26. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Evrópsk bréf hækka EVRÓPSK hl

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær, frönsk bréf mest eða um 3%, og met varð á lokaverði. Á gjaldeyrismörkuðum þokaðist dollar upp á við gegn jeni og varð stöðugri gegn marki vegna meiri sölu íbúðahúsa í Bandaríkjunum í maí. Salan jókst 4,4% í 4,24 milljónir, en spáð hafði verið sölu upp á 4,07 milljónir. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Nýjar vonir um björgun Fokker

HOLLENZKUR eigandi belgíska innanlandsflugfélagsins VLM reynir að endurreisa Fokker, hinar kunnu gjaldþrota flugvélaverksmiðjur. Líkurnar á því að þetta megi takast eru einn á móti fjórum," sagði aðalframkvæmdastjóri VLM, Freddy van Gaever þegar hann hafði skýrt frá samstarfssamningi VLM (Vlaamse Luchtvaart Maatschappij) og Deutsche Lufthansa AG. Meira

Daglegt líf

26. júní 1997 | Ferðalög | 123 orð

Afmælisferð í Þórsmörk

YFIR sumartímann og fram á haust býður Ferðafélag Íslands skipulagðar ferðir í Þórsmörk um hverja helgi. Í júlí og ágúst er einnig boðið uppá ferðir þangað á miðvikudögum og ennfremur eru dagsferðir flesta sunnudaga og miðvikudaga í sumar. Á morgun verður lagt af stað í afmælisferð félagsins sem er 70 ára um þessar mundir. Meira
26. júní 1997 | Ferðalög | 783 orð

Alltaf blíða um borð

SKIPSTJÓRINN Gunnar Marel skipasmiður setur mótorinn í gang og víkingaskipið Íslendingur leggur úr Reykjavíkurhöfn liðinn sunnudag eins og alla aðra daga klukkan 10 með farþega til fræðslu og skemmtunar. Gunnar smíðaði skipið eftir Gauksstaðaskipinu, og sjósetti það 16. mars árið 1996. Meira
26. júní 1997 | Neytendur | 101 orð

Barnamatur úr lífrænt ræktuðu hráefni

HEILSUHÚSIÐ hefur hafið innflutning á svokölluðum Hipp barnamat sem er úr lífrænt ræktuðu grænmeti, ávöxtum og kornvörum. Í fréttatilkynningu frá Heilsu ehf. segir að barnavörurnar séu jafnframt lausar við salt, rotvarnarefni og aukaefni. Allar eru þær án viðbætts sykurs nema einn súkkulaðieftirréttur. Meira
26. júní 1997 | Ferðalög | 188 orð

Hugleiðsla og ferðir um huliðsheima

"VIÐ getum skynjað náttúruna á ólíkan hátt en einnig hlustað, fundið og horft inn í innri heima hennar," segir Erla Stefánsdóttir, sjáandi. Hún verður í sumar með hugleiðsluferðir um huliðsheima Hafnarfjarðar í samvinnu við Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði. Meira
26. júní 1997 | Neytendur | 804 orð

Höfuðáverkar vegna reiðhjólaslysa algengir

UNDANFARIN ár hefur hjólreiðanotkun aukist mikið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs flutt til landsins 10.806 reiðhjól. Sé litið til síðustu þriggja ára er ekki fjarri lagi að álykta að um fimmtíu þúsund hjól hafi bæst við hjólaeign landsmanna á þeim tíma. Meira
26. júní 1997 | Neytendur | 109 orð

Ný þjónusta hjá Nýju sendibílastöðinni

NÝJA sendibílastöðin hf. hefur fengið í sína þjónustu sérhannaða búslóða- og vörulyftu til að flytja húsgögn, byggingarefni og nánast hvað sem er upp og niður af hæðum. Lyftan nær upp að 11. hæð og getur flutt allt að 300 kíló í hverri ferð. Þannig er hægt að flytja t.d. píanó, vörubretti með byggingarefnum og stærri húsgögn. Meira
26. júní 1997 | Neytendur | 47 orð

Sætahlífar

ÚTILÍF hefur hafið sölu á sætahlífum í bíla. Sætahlífarnar, sem eru íslensk framleiðsla, eru einkum ætlaðar veiðimönnum, hestamönnum og öllum þeim sem stunda útilíf og vilja hlífa sætum í bílum sínum. Sætahlífarnar koma í einni stærð og passa í flestar gerðir bíla. Parið kostar 4.890 krónur. Meira
26. júní 1997 | Neytendur | 144 orð

Testo mælitæki

FYRIRTÆKIÐ Testo hefur markaðssett hitamælinn Testo 926 fyrir matvælaiðnað. Í fréttatilkynningu frá RJ verkfræðingum ehf. sem hefur umboð fyrir vöruna segir að mælirinn sé hannaður fyrir hitamælingar samkvæmt HACCP/Gámes. Úrval skynjara er fáanlegt með mælinum svo sem innrauðir skynjarar, skrúfuskynjarar fyrir fryst matvæli og ryðfríir skynjarar. Meira
26. júní 1997 | Ferðalög | 101 orð

Tónleikar í tjaldi galdramannsins

HÁLFDÁNARHRINGUR, tjald galdramannsins, er nýtt mannvirki sem stendur við Lónkot í Sléttuhlíð, skammt norður af Hofsósi í Skagafirði. Um er að ræða 700 fermetra stórt tjald sem er í senn sýningargripur og skemmtistaður m.a. fyrir tónleika, leikverk og ættarmót. Hringurinn er kenndur við sr. Hálfdán Narfason að Felli í Sléttuhlíð en hann var galdramaður uppi á 16. öld. Meira

Fastir þættir

26. júní 1997 | Dagbók | 2909 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
26. júní 1997 | Fastir þættir | 90 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Mánudaginn 16. júní spiluðu 18 pör Mitchell tvímenning. N/S Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson277 Elín Jónsdóttir ­ Gunnþórunn Erlingsdóttir237 Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson225 A/V Lárus Hermannsson ­ Eysteinn Einarsson255 Þorleifur Þórarinsson ­ Þorsteinn Erlingsson242 Ingibjörg Meira
26. júní 1997 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslit úr 1. umferð

Björgvin Leifss.-Guðjón Bragas.Guðjón vann Guðm. Ólafsson-Sparisj. Mýras.97­68 Unnar Guðmundss.-Snorri Karlss.83­129 Þorsteinn Berg-Sérsveitin90­145 SS Brú-Sparisjóður Hornafjarðar126­11 Meira
26. júní 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Brynhildur Ingibjörg Hauksdóttir og Guðmundur Ingvar Sveinsson. Heimili þeirra er í Brautarlandi 19, Reykjavík. Meira
26. júní 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. maí í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Helena Erlingsdóttir og Þóroddur Ottesen Arnarson. Heimili þeirra er í Lækjarsmára 64, Kópavogi. Meira
26. júní 1997 | Dagbók | 665 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
26. júní 1997 | Í dag | 439 orð

Everest-fararnirEFTIRFARANDI barst Velvakanda:

EFTIRFARANDI barst Velvakanda: Gætnir djarfir garparnir grimman þoldu fjallavindinn. Hörkusnjallir hugrakkir hæstan klifu jarðartindinn. Grímur S. Norðdahl. DularfullatöskuhvarfiðAÐ KVÖLDi 28. maí sl. var kona nokkur, sem býr í Reykjavík, að koma úr ferðalagi. Meira
26. júní 1997 | Í dag | 250 orð

TVÖFALT BRÚÐKAUPSAFMÆLI. Hjónin Eygló Þorgeirsdóttir

TVÖFALT BRÚÐKAUPSAFMÆLI. Hjónin Eygló Þorgeirsdóttir ogReynir Pálmason og hjónin Ann og Randolf Paulsen frá Bergen í Noregi, eiga í dag tuttugu og sex ára brúðkaupsafmæli. Meira
26. júní 1997 | Í dag | 528 orð

UNNINGI Víkverja, sem staðið hefur í byggingaframkvæmdum o

UNNINGI Víkverja, sem staðið hefur í byggingaframkvæmdum og vill hafa snyrtilegt í kringum sig, hefur í vor verið að lagfæra lóð við hús sitt í Engjahverfi í Grafarvogi. Meira

Íþróttir

26. júní 1997 | Íþróttir | 533 orð

Aðframkominn í mótorhjólakeppni

KARL Gunnlaugsson mótorhjólakappi keppti nýverið í tveimur ólíkum akstursmótum á Bretlandseyjum og lenti í mikilli svaðilför í öðru þeirra, í tveggja daga mótorhjólakeppni fyrir torfæruhjól í Wales. En ferðin byrjaði á Bishopscourt kappakstursbrautinni á Írlandi, þar sem hann keppti í þol- kappakstri á Honda 900 ásamt Craig Johnson og Terry Wales. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 410 orð

Að skora eða ekki skora

ÞRÓTTARAR eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppninnar eftir 2:0 sigur á Þór frá Akureyri á Laugardagsvelli í gærkvöldi. Þórsarar geta sjálfum sér um kennt, því þeir fengu mjög góð færi til að skora áður en þeir Einar Örn Birgisson og Heiðar Sigurjónsson gerðu út um leikinn með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleik. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 612 orð

Aðstæður:

Aðstæður: Norðan gola, sól í fyrri hálfleik en svalt, þoka í grennd. Batnandi völlur. Mark Leifturs: Arnar Grétarsson (9.) Markskot: Leiftur 11 - ÍA 10. Horn: Leiftur 5 - ÍA 3. Rangstaða: Leiftur 7 - ÍA 5. Gult spjald: Hörður Már Magnússon (13. - brot), Slobodan Milisic (48. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 68 orð

Á 57. mínútu fengu Valsmenn aukaspyrnu til móts við ví

Á 57. mínútu fengu Valsmenn aukaspyrnu til móts við vítateiginn vinstra megin. Guðmundur Brynjólfsson tók spyrnuna og barst knötturinn inn í vítateig Fylkis þar sem Hörður Magnússon var réttur maður á réttum stað, lagði boltann örugglega í hornið. Eftir snarpa sókn Valsmanna á 68. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 81 orð

Á 68. mínútu féll Heiðar Sigurjónsson við í vítateig Þórs ef

Á 68. mínútu féll Heiðar Sigurjónsson við í vítateig Þórs eftir samstuð við varnarmann og dæmdi Gísli H. Jóhannesson vítaspyrnu. Sýndist brotið þó eiga sér stað utan teigs en Gísli var viss í sinni sök eftir að hafa litið til aðstoðardómarans. Úr spyrnunni skoraði Einar Örn Birgisson með föstu hægri fótar skoti í vinstra hornið. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 287 orð

Bibercic leikur með Stjörnunni gegn KR

MARKAHRÓKURINN mikli Mihajlo Bibercic klæðist Stjörnubúningnum í kvöld - leikur gegn fyrrum félögum sínum hjá KR [1995] í 16-liða úrslitum í Bikarkeppni KSÍ á Stjörnuvellinum. "Mikki," sem lék með Skagamönnum fyrri hluta keppnistímabilsins í fyrra, skrifaði undir samning við Stjörnuna í gærkvöldi og leikur með liðinu út keppnistímabilið. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 407 orð

Bikarhafar Skagamanna eru úr leik

ÞAÐ var stórleikur í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í Ólafsfirði í gær þegar heimamenn tóku á móti Skagamönnum, sem eru núverandi handhafar bikarsins. Ljóst er að bikarmeistararnir komast ekki lengra að þessu sinni því hið óútreiknanlega lið Leifturs barðist af krafti og uppskar sigur með marki Arnars Grétarssonar á 9. mínútu. Úrslitin því 1:0 og fögnuðu Ólafsfirðingar ákaflega í leikslok. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 129 orð

Björgvin lék vel á Portmanrnock BJÖRGVIN

BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili lék best íslensku kylfinganna á Evrópumótinu sem hófst á Portmarnock-vellinum í Írlandi í gær. Björgvin lék á 75 höggum og er í 4. til 9. sæti eftir fyrsta dag. Kristinn G. Bjarnsson, úr GR, og Þórður Emil Ólafsson, úr Leyni, léku báðir á 78 höggum og eru í 28. til 38. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 333 orð

Bragðdauft að Hlíðarenda

VALSMENN tryggðu sér í gærkvöldi sæti í átta-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ þegar þeir lögðu Fylki að velli, 2:0, að Hlíðarenda. Leikurinn var lengst af lítið fyrir augað og er óhætt að fullyrða að færi liðanna í fyrri hálfleik megi telja á fingrum annarrar handar. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 36 orð

Breiðablik fékk hornspynru frá vinstri á 60. mínútu og e

Breiðablik fékk hornspynru frá vinstri á 60. mínútu og eftir hana barst boltinn út fyrir markteigshornið hægra megin. Þórhallur Hinriksson spyrnti fast og viðstöðulaust að marki, boltinn fór í varnarmann og í netið. Fallegt skot hjá Þórhalli. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 411 orð

Eddie Jordan skapar stjörnur í kappakstri

ÍRINN Eddie Jordan er eigandi Jordan Peugeot Formula 1 liðsins, sem blandar sér nú í baráttuna um verðlaunasæti í mótum ársins. Ökumenn hans, Ítalinn Giancarlo Fisichella og Þjóðverjinn Ralf Schumacher, hafa reynst geysilega vel á sínu fyrsta ári í Formula 1, en Ralf er bróðir Michaels Schumachers hjá Ferrari. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 213 orð

Formula 1 vinsæl SAMKVÆMT nýrri könn

SAMKVÆMT nýrri könnum markaðsrannsóknarfyrirtækisins Markaðssamskipta ehf. hafa tæp 19% Íslendinga mikinn áhuga á beinum útsendingum frá Formula 1 kappakstri. Könnunin var gerð eftir tvær fyrstu beinu útsendingar Ríkissjónvarpsins, en Formula 1 er vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims á ári hverju. Aðeins Ólympíuleikar og heimsmeistarakeppni í knattspyrnu fá meira áhorf á fjögurra ára fresti. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 680 orð

Frjálsíþróttir Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambansins í París

Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambansins í París í gærkvöldi: 400 m grindahlaup kvenna: 1. Deon Hemmings, Jamaíka54,31 2. Tonja Buford-Bailey, Bandaríkj.55,05 3. Tatyana Tereshchuk, Úkraínu55,29 4. Tiia Eeskivi, Eistlandi56,52 5. Debbie Ann Parris, Jamaíka56,55 6. Anna Knoroz, Rússlandi56,62 7. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 625 orð

Fyrsta tap Johnsons í 400 m hlaupi í átta ár

MICHAEL Johnson tapaði 400 metra hlaupi í fyrsta skipti í átta ár, á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í París í gærkvöldi. Þetta var fyrsta mót bandaríska heims- og ólympíumeistarans, eftir að hann tognaði á lærvöðva í einvígi við Kanadamanninn Donovan Bailey í 150 m hlaupi í Kanada 1. júní ­ en Bandaríkjamaðurinn hafði ekki tapað 400 m hlaupi síðan 1989. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 224 orð

Gott hjá Blikum í Grindavík

Grindvíkingar geta hætt að láta sig dreyma um að komast í úrslit bikarkeppninnar eins og árið 1994. Breiðablik, sem er í þriðja sæti 1. deildar, heimsótti UMFG, sem er um miðja efstu deild, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1:0 og var sigurinn sanngjarn. Leikurinn var afskaplega tíðindalítill og fyrri hálfleikur hreinlega hrútleiðinlegur. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 249 orð

Helgargolfið Akureyri Arctic Open hófst í gær á Jaðarsvelli GA og stendur fram á aðfararnótt sunnudags. 36 holur með og án

Akureyri Arctic Open hófst í gær á Jaðarsvelli GA og stendur fram á aðfararnótt sunnudags. 36 holur með og án forgjafar. Egilsstaðir Afmælismót Egilsstaðabæjar og Kaupþings verður haldið hjá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs á laugardag og sunnudag. 36 holur með og án forgjafar. Hella Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 436 orð

HOWARD Kendall

HOWARD Kendall tekur nú við starfi knattspyrnustjóra hjá Everton í þriðja sinn. Hann segist hafa áhuga á að næla í Paul Ince, leikmann Inter Milan. SAGNIR herma að Andy Gray hafi verið á óskalista Everton sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 478 orð

Íbúatalan í Borgarnesi fimmfaldast

NÚ ER verið að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir 22. landsmót UMFÍ sem hefst eftir viku, fimmtudaginn 3. júlí í Borgarnesi. "Það er allt að verða tilbúið hjá okkur. Undirbúningurinn hefur gengið vel. Við höfum reynt að dreifa vinnunni á margar hendur. Menn eru samtaka hér í Borgarnesi um að gera þetta vel. Við erum núna að snyrta svæðið í kringum íþróttamannvirkin. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni KSÍ Coca-Cola bikar karla: 16-liða úrslit: Akureyri:KA - ÍBV20 Kaplakriki:FH - Skallagrímur20 Keflavík:Keflavík - Fram20 Garðabær:Stjarnan - KR20 Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 92 orð

KNATTSPYRNAMeistarar

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Akurnesinga í knattspyrnu eru úr leik í bikarkeppninni. Þeir töpuðu 0:1 fyrir Leiftri í 16-liða úrslitum í Ólafsfirði í gærkvöldi. Arnar Grétarsson gerði eina markið í þessari fyrstu innbyrðis viðureign félaganna í bikarkeppni KSÍ. Á myndinni er Sigursteinn Gíslason, leikmaður ÍA, með knöttinn en Gunnar Már Másson, fyrirliði norðanmanna, til varnar. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 296 orð

Körfuknattleikur

Evrópukeppni landsliða A-riðill: Gerona, Spáni: Bosnía - Rússland55:65 Nenad Markovic 20, Gordan Firic 11, Dzevad Alihodzic 6, Aris Beciragic 5, Samir Leric, 5, Sejo Bukva 5 - Vassily Karrasev 22, Mikhail Mikhailov 11, Andrei Fetissov 9, Igor Koudelin 8, Sergei Babkov 8. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 288 orð

Meiri áhersla lögð á skemmtun á "Gogga"

Hið árlega stórmót Gogga galvaska og Holtakjúklings var haldið í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Um er að ræða frjálsíþróttamót fyrir krakka á aldrinum 5­14 ára og var mótið nú haldið í sjöunda sinn. Þátttakendur voru 367 og hafa aldrei verið fleiri. Á "Gogga", eins og krakkarnir kalla mótið, er minna lagt upp úr keppni og meiri áhersla lögð á skemmtun. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 67 orð

Morgunblaðið/Borgar Þór Fögnuðu hverju góðu kasti

Morgunblaðið/Borgar Þór Fögnuðu hverju góðu kastiÞESSIR hressu 10 ára strákar úr Fjölni biðu í ofvæni eftir að röðin kæmi að þeim í boltakastkeppninni. Þeir hvöttu hvern annan til afreka og fögnuðu hverju góðu kasti. Að sjálfsögðuvar Jón Arnar Magnússon hetjan þeirra og hver veit nema nýjan tugþrautargarp sé að finnaí þessum hópi. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 46 orð

Morgunblaðið/Borgar Þór Hvöttu ákaft lið sittÞESS

Morgunblaðið/Borgar Þór Hvöttu ákaft lið sittÞESSAR stelpur fylgdust spenntar með keppni í grindahlaupiog hvöttu ákaft sitt lið. Þær sögðust vona að FH myndivinna. Þær voru sammála um að Guðrún Arnarsdóttir væriþeirra uppáhaldsíþróttakona. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 32 orð

Morgunblaðið/Borgar Þór Setti "Goggamet"VINKONURN

Morgunblaðið/Borgar Þór Setti "Goggamet"VINKONURNAR Kristín Birna Ólafsdóttir og Guðrún BjörgEllertsdóttir, voru hæstánægðar með mótið. Kristín hafðinýlokið við setja "Goggamet" en hún á Íslandsmetin í víðavangshlaupi og 60 metra hlaupi innanhúss í sínum aldursflokki. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 395 orð

OLIVER PANIS

OLIVER PANIS sem slasaðist í síðasta Formula 1 kappakstri verður frá keppni í 3­4 mánuði að sögn lækna hans í París. Hann þeyttist á grindverk eftir að fjöðrunarkerfið að aftan bilaði á brautinni í Montreal. Tvíbrotnaði Panisá báðum fótum. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 69 orð

Ostabúningarnir hverfa hjá Sviss

SVISSNESKA landsliðið í alpagreinum, sem hefur klæðst hinum sérstöku gulu "ostabúningum" í keppni undanfarin ár verður ekki í þeim eftir Ólympíuleikana í Nagano í Japan á næsta ári. Svissneska skíðasambandið og ostafyrirtækið, sem hefur verið helsti styrktaraðili landsliðsins, hafa ákveðið að samningurinn verði ekki framlengdur. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 142 orð

Roberto Baggio á förum frá AC Milan ÍTAL

ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Roberto Baggio er að öllum líkindum á förum frá AC Milan. Baggio staðfesti í gær þann orðróm að Fabio Capello, þjálfari Milan, hefði haft samband við kappann til þess að tilkynna honum að ekki yrðu not fyrir hæfileika hans hjá liðinu á komandi keppnistímabili. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 48 orð

Sigurmarkið í leiknum kom strax á 9. mínútu. Há sending barst

Sigurmarkið í leiknum kom strax á 9. mínútu. Há sending barst þvert yfir vítateig Skagamanna frá hægri og alveg að vinstri endalínu teigsins. Þar tók Arnar Grétarsson við boltanum, lagði hann fyrir sig, lék á einn varnarmann og þrumaði með hægri fæti í vinstra hornið fram hjá Þórði markverði. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 815 orð

Stórmót Gogga galvaska og Holtakjúklings Haldið í Mosfellsbæ u

Stórmót Gogga galvaska og Holtakjúklings Haldið í Mosfellsbæ um síðstu helgi 60 metra hlaup stráka Helgi Hrannar Traustason UMSS8,96 Fannar Gíslason FH9,01 Sigurkarl Gústavsson USK9,22 Bjarki Páll Eysteinsson Breiðabliki9,24 600 metra hlaup stráka Guðjón Baldvinsson Breiðabliki1:48, Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 107 orð

Svali ráðinn þjálfari Vals

Svali Björgvinsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals í körfuknattleik. Hann tekur við af Torfa Magnússyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil og kom liðinu m.a. upp í úrvalsdeild sl. vor. Torfa var boðið að halda áfram með liðið en hann vildi heldur snúa sér að uppbyggingarstarfi hjá félaginu og þjálfar yngri flokka þess næsta vetur. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 73 orð

Svíþjóð 1. deild Örgryte - Örebro0:0 Sigurður Jónasson var óheppinn að skora ekki tvö mörk fyrir Örebro, Rúnar Kristinsson náði

Svíþjóð 1. deild Örgryte - Örebro0:0 Sigurður Jónasson var óheppinn að skora ekki tvö mörk fyrir Örebro, Rúnar Kristinsson náði ekki að nýta gullið tækifæri fyrir Örgryte. Halmstadt - Vesterås2:1 Norrköping - Öster1:0 2. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 36 orð

Tennis

Wimbledon-mótið Einliðaleikur kvenna, fyrsta umferð: 2-Monica Seles (Bandar.) vann Rachel McQuillan (Ástralíu) 6-0, 6-2 3-Jana Novotna (Tékklandi) vann Wiltrud Probst (Þýskalandi) 6-4, 4-6, 6-0. Ekki voru fleiri leikir leiknir, þar sem grenjandi rigning var í gær. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 145 orð

Vigfús Dan setti met

VIGFÚS Dan er 14 ára Hornfirðingur og keppir fyrir Ungmennasambandið Úlfljót. Hann þykir mikið efni í kúluvarpi og setti Íslandsmet á Goggamótinu í kasti með 3 kg kúlu í flokki 14 ára en var samt 2 metra frá sínu besta. "Þetta met á eftir að verða bætt. Það situr ennþá í manni ferðalagið að austan," sagði Vigfús. Meira
26. júní 1997 | Íþróttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

» ÞÓRDÍS Ólafssdóttir, 8 ára,var ekki alveg á því, aðsvara spurningum blaðamanns en leyfði honum aðtaka af sér eina mynd. Húnsagðist vera fljót að hlaupaog hefði unnið í 60 metrahlaupi á Goggamótinu. Meira

Úr verinu

26. júní 1997 | Úr verinu | 682 orð

Opinber rannsókn á misvísandi tölum Norðmanna um loðnuafla ákveðin

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram fari opinber rannsókn á þeim mismun, sem fram hefur komið á aflamagni í tilkynntum tölum og lönduðum tölum hjá norskum loðnuskipum á síðustu vertíð. Um er að ræða mismun upp á um 25.000 tonn. Ákvörðun þessi var tekin á fundi norskra og íslenzkra embættismanna í Reykjavík í gær, en tímasetning rannsóknarinnar hefur ekki verið ákveðin. Meira
26. júní 1997 | Úr verinu | 54 orð

Þerney fær viðurkenningu

PÁLL Pétursson, framkvæmdastjóri gæðamála Coldwater, afhenti fyrir skömmu áhöfn Þerneyjar RE, eins af frystitogurum Granda hf., viðurkenningarskjöld Coldwater, fyrir framúrskarandi framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað á síðasta ári. Athöfnin fór fram í matsal Norðurgarðs. Meira

Viðskiptablað

26. júní 1997 | Viðskiptablað | 91 orð

Aðalfundur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

AÐALFUNDUR Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins verður haldinn í dag, 26. júní, kl. 16:00 í húsakynnum Samtaka verslunarinnar, Félags íslenskra stórkaupmanna, á 5. hæð í Húsi verslunarinnar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Stefán Úlfarsson flytja erindi sem nefnist "Utanríkisviðskipti Kína á tímum opnunarstefnunnar". Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 186 orð

AKOplast verðlaunað

DANÍEL Árnason, framkvæmdastjóri AKOplasts hf. á Akureyri, fékk verðlaun fyrir verkefnaúrlausn sína í verkefninu "Útflutningsaukning og hagvöxtur" sem Útflutningsráð Íslands stendur að ásamt Íslandsbanka, Iðnlánasjóði og Stjórnunarfélagi Íslands í lokahófi verkefnisins sem haldið var í gær á Hótel Sögu. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 254 orð

Ákvæði í leigusamningi verði fellt út

SAMKEPPNISRÁÐ mælir fyrir um að fellt verði niður ákvæði í leigusamningi sem Raufarhafnarhreppur gerði við leigutaka Hótels Norðurljóss sem kveður á um að Raufarhafnarhreppur leitist við að beina sínum hótelviðskiptum til leigutaka hótelsins. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 360 orð

Bíógestum fjölgaði um 86 þúsund

GESTIR í kvikmyndahúsum landsins voru 1.445 þúsund að tölu árið 1996. Þetta jafngildir því að hver landsmaður hafi 5,4 sinnum lagt leið sína í kvikmyndahús á árinu. Í Reykjavík fjölgaði kvikmyndahúsagestum um 86 þúsund frá fyrra ári, úr 1.209 þúsund í 1.295 þúsund. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 176 orð

ÐGistinóttum fjölgar um 6% HEILDARFJÖLDI gistinátta va

HEILDARFJÖLDI gistinátta var 1.349 þúsund á síðasta ári og hafði þeim fjölgað um 6% frá árinu 1995. Undanfarin tíu ár hafa u.þ.b. hlutar allra gistinátta verið á hótelum og gistiheimilum. Hlutfall gistinátta í bænda-, heima- og sumarhúsagistingu hefur hækkað úr tæpu 1% árið 1986 í 6% árið 1996. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 1720 orð

ÐHjónabandsmiðlun atvinnulífisins Þrjú ný rannsóknarverkefni vor

EVRÓPURÍKIN ákváðu á árinu 1985 að snúa bökum saman og hefja samstarf um rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífinu undir yfirskriftinni Evreka. Markmiðið var að styrkja samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Japan. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 105 orð

ÐLangtímavextir lækka NOKKUR lækkun varð á ávöxtun spariskírteina í útboð

NOKKUR lækkun varð á ávöxtun spariskírteina í útboði í gær vegna endurfjármögnunar á sjö eldri flokkum skírteina sem koma til innlausnar 1. og 10. júlí nk. Þannig var meðalávöxtun á spariskírteini til 8 ára 5,53% borið saman við 5,69% í útboði í lok maí. Þetta er nokkuð lægri ávöxtun en ávöxtunarkrafa á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Engum tilboðum var tekið í 5 ára spariskírteini og Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 83 orð

ÐMarkaðsstjóri Ferðamálaráðs MYND vantaði með frétt um nýjan markaðss

MYND vantaði með frétt um nýjan markaðsstjóra Ferðamálaráðs í viðskiptablaði síðastliðinn fimmtudag og birtist fréttin því hér að nýju. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Haukur Birgisson markaðsfræðingur hefur verið ráðinn markaðsstjóri Ferðamálaráðs Íslands. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 171 orð

ÐNýherji tryggir VÍS nýjustu upplýsingatækni VÁTRYGGINGAFÉLAG

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands og Nýherji hafa á skömmum tíma gert með sér þrjá samninga sem fela í sér heildarlausn og ráðgjöf Nýherja við umfangsmikla upplýsingatæknivæðingu fyrirtækisins, að því er segir í frétt. Í þessum samningum er m.a. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 81 orð

ÐRekstrarstjóri Klaka NICOLAI Jóna

NICOLAI Jónasson hefur verið ráðinn rekstarstjóri hjá Klaka sf. ­ málmiðnaði en fyrirtækið framleiðir m.a. vinnslulínur, bæði um borð í skipum og í landi ásamt innflutningi á tilheyrandi íhlutum. Nicolai er 43 ára og lauk námi í véltæknifræði frá Tækniskólanum í Sönderborg í Danmörku árið 1987. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 196 orð

ÐStarfsmenn Selecta heimsækja Ísland EVRÓPSKA þjónustu

EVRÓPSKA þjónustufyrirtækið Selecta sendi í síðustu viku 130 starfsmenn sína í hvataferð til Íslands. Hópurinn kynnti sér starfsemi Selecta fyrirtækjaþjónustunnar á Íslandi og fór í skemmtiferðir, m.a. upp á Langjökul þar sem Selecta þjónustumiðstöð úr ís hafði verið sett upp. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 437 orð

ÐÚtvarpstækni framtíðarinnar ÞAÐ lét ekk

ÞAÐ lét ekki sérstaklega vel í eyrun í fyrstu á ráðherrafundi Evreka í London í síðustu viku þegar getið var um rannsóknarverkefnið EU 147. Flestir lögðu betur við hlustir þegar í ljós kom í hverju verkefnið fólst því allur almenningur, bæði í Evrópu og víðar um heim, á væntanlega eftir að njóta góðs af þeirri nýjung sem það felur í sér. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 785 orð

"Flugrúta" til Frankfurt

Á VEGUM ferðaskrifstofunnar Arktis Reisen Schehle, sem Vestfjarðaleið hefur umboð fyrir hér á landi, hefur flugfélagið Aero Lloyd hafið vikulegt flug til Íslands frá Frankfurt í Þýskalandi. Fyrsta vélin kom hingað til lands hinn 14. júní síðastliðinn og er áætlað að fljúga hingað til loka ágúst. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 98 orð

FÓLKÐNýr útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi

JÓN Rúnar Bjarnason hefur verið ráðinn útibússtjóri við útibú Íslandsbanka á Selfossi. Jón er rafvirkjameistari, útskrifaðist frá Iðnskólanum á Selfossi árið 1975. Hann er 41 árs og hefur undanfarin 18 ár verið framkvæmdastjóri og einn fjögurra eigenda Árvirkjans ehf. á Selfossi. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 72 orð

Hlutur BSkyB í BDB seldur

BREZKA gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting mun selja hlut sinn í stafræna brezka sjónvarpinu, BDB, vegna þrýstings frá eftirlitsyfirvöldum. BSkyB mun selja 33% hlut sinn í British Digital Broadcasting tveimur öðrum aðilum fyrirtækisins, Carlton Communications PLC og Granada Group PLC, fyrir 75 milljónir punda, Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 94 orð

Iacocca snýr sér að rafmagns- rafhjólum

LEE IACOCCA, bjargvættur Chryslers í tvígang, hefur snúið sér að gerð rafmagnsreiðhjóla á Tævan. Iacocca hefur dvalizt á Tævan og undirritað viljayfirlýsingar um smíði rafmagnsfarartækja ásamt fulltrúum fyrirtækjanna UQM Electric og Giant, eins fremsta reiðhjólaframleiðanda heims. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 10 orð

JARÐHITIEr Tyrkland heitt svæði?/3

JARÐHITIEr Tyrkland heitt svæði?/3 EVREKAHjónabandsmiðlun atvinnulífsins /4-5 LANDBÚNAÐURKjötafurðir á u Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 1068 orð

Kjötafurðir á uppboði

AFURÐAMARKAÐUR Suðurlands var stofnaður af Lögmönnum á Suðurlandi í nóvemberbyrjun á síðasta ári. Fyrsta uppboðið fór fram 12. nóvember á Selfossi en markaðurinn er tengdur við uppboðskerfið Boða sem er tölvukerfi fiskmarkaðanna. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 84 orð

Lucent og Philips sameina deildir

LUCENT Technologies í Bandaríkjunum og Philips í Hollandi hafa ákveðið að sameina símadeildir sínar og skyldar deildir í sameignarfyrirtæki með árssölu upp á um 2,5 milljarða dollara. Fyrirtækið mun nefnast Philips Consumer Communications og í því munu sameinast tveir helztu framleiðendur síma, þráðlausra síma og annars búnaðar í Bandaríkjunum og Evrópu. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 265 orð

Óvinirnir Kirch og Bertelsmann semja

HINIR hörðu keppinautar í þýzka fjölmiðlageiranum, Kirch Group og Bertelsmann AG, hafa slíðrað sverðin eftir tveggja ára viðureign um framtíð stafræns greiðslusjónvarps í Þýzkalandi og samið um lausn á deilumálum sínum. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 225 orð

Útflutningur til Frakklands lofar góðu

FRAMLEIÐSLA er hafin á Bakkalá-snakki, en það er nasl sem unnið er úr roði. Þegar er hafinn útflutningur á vörunni til Frakklands og áformað er að setja hana á markað hérlendis síðar í sumar. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari átti hugmyndina að þessari frumlegu framleiðsluvöru. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 1211 orð

Verður Tyrkland heitt svæði fyrir íslenska athafnamenn?

VIRKIR ORKINT, þ.e. samstarfsfyrirtæki nokkurra verkfræðistofa og Orkustofnunar, er í viðræðum við borgarstjóra tveggja tyrkneskra borga um sölu á íslenskri verkfræðiþekkingu til nýtingar jarðhita. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 114 orð

VW og IG Metall ná víðtækum samningum

VOLKSWAGEN og verkalýðsfélagið IG Metall hafa náð víðtæku tímamótasamkomulagi um laun og kjör, sem gerir VW kleift að fækka í starfsliði með nýstárlegum starfslokasamningum. Samkvæmt samkomulaginu fá um 90.000 starfsmenn VW í Vestur-Þýzkalandi 1,5% kauphækkun 1. ágúst og 2,5% kauphækkun í ágúst 1998. Meira
26. júní 1997 | Viðskiptablað | 623 orð

Þrýstingur á vaxtalækkun

GJALDEYRISINNSTREYMI til landsins hefur verið óvenju mikið frá lokum kjarasamninga með þeim afleiðingum að þrýstingur hefur skapast á lækkun vaxta. Þannig nam nettóinnstreymi í apríl um 7 milljörðum króna, 2 milljörðum í maí og innstreymi hefur verið mikið í júnímánuði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.