Greinar föstudaginn 27. júní 1997

Forsíða

27. júní 1997 | Forsíða | 110 orð

Alnetslög brot á tjáningarfrelsi Washington.

HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkjunum felldi í gær sögulegan dóm, er hann ógilti lög sem setja miklar skorður við ósæmilegu myndefni og texta á alnetinu. Telja dómarar hæstaréttarins lögin brot á stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi. Meira
27. júní 1997 | Forsíða | 215 orð

Daufleg vist um borð í MÍR Koroljov. Reuter.

GEIMFARANNA þriggja um borð í rússnesku geimstöðinni MÍR bíður tveggja vikna dapurleg vist þar til birgðafar er væntanlegt með tæki og búnað til að gera við skemmdir, sem urðu á stöðinni eftir árekstur við ómannað birgðafar á miðvikudag. Atvikið þykir hið alvarlegasta í 11 ára sögu MÍR en þar hefur hvert óhappið rekið annað. Meira
27. júní 1997 | Forsíða | 135 orð

Reuter Flaggað í fagnaðarskyni

DRYKKJASALI í Peking dregur reiðhjól sitt framhjá kínverskum fánum sem flaggað er í tilefni af því að Bretar afhenda Kínverjum Hong Kong um mánaðamótin. Kínversk stjórnvöld hafa reynt að vekja þjóðernisvitund þegnanna í aðdragandanum að því að Kína endurheimti brezku borgnýlenduna og hafa fyrirskipað að þjóðfáninn sjáist sem víðast við hún í heimsins fjölmennasta ríki. Meira
27. júní 1997 | Forsíða | 104 orð

Reuter Þjáning til dýrðar guðunum "LÚSÍFER" eða

"LÚSÍFER" eða svokallaður "skæradansari" í Ayacucho- fjallahéraðinu í Perú rennir fimm metra löngum stálvír í gegnum vörina á sér í því skyni að sanna vald sitt yfir líkamanum. Með þátttöku í árlegri "skæradanskeppni" leggja afkomendur Inka-indíána rækt við hefðir þeirrar fornu menningarþjóðar sem felast í því að dansa í skrautlegum búningum með stórum málmstöngum sem beitt er sem skærum í Meira
27. júní 1997 | Forsíða | 274 orð

Ströngum losunarmörkum hafnað

Í ÁVARPI Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er heitið stuðningi Bandaríkjanna við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og eiturefna út í andrúmsloftið, en í ræðunni er þeim mikla samdrætti slíkrar losunar sem Evrópusambandsríkin leggja til að iðnríkin setji sér sem takmark hafnað sem "óraunsæu" markmiði. Meira
27. júní 1997 | Forsíða | 217 orð

Vopnahlé rofið í Kongó Friðaráætlanir út um þúfur B

BORGARASTRÍÐ geysar nú í Brazzaville, höfuðborg Kongós. Bardagar brutust út í fyrradag á milli hersveita Pascals Lissoubas forseta og Denis Sassou Nguesso í Brazzaville í Kongó og héldu þeir áfram af fullri hörku í gær. Bardagarnir, sem rufu vikugamalt vopnahlé, standa um flugvöllinn í borginni. Meira

Fréttir

27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

76 skráðir atvinnulausir

"ÞAÐ ER auðvitað verið að setja þessa menn beint á atvinnuleysisbætur," segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um uppsagnir Granda hf. á 15 til 20 af sjómönnum fyrirtækisins. Að sögn Jónasar er atvinnuleysi sjómanna í Reykjavík orðið töluvert. 76 hafi verið á skrá fyrir og nú bætist heil áhöfn við. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Afmælishátíð Olís

OLÍS stendur fyrir fjölbreyttri afmælishátíð við þjónustumiðstöð Olís á Akureyri laugardaginn 28. júní frá kl. 10-16. Hátíðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og tengist afmælisleik Olís, "Veisluhöld og vinningar". Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gevalía býður kaffið, Vífilfell gosið og grillað verður af kappi. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 114 orð

Arabaríki sameinast um markað

SÝRLAND, Egyptaland og sex önnur arabaríki við Persaflóa luku í gær fundum í sýrlenska bænum Latakia með því að samþykkja að opna skuli sameiginlegan markað ríkjanna átta. Í fréttatilkynningu frá ráðherrum, sem standa að svonefndri Damaskusyfirlýsingu, Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 225 orð

Ágreiningur ógnar EMU

PENINGALEGUR samruni Evrópusambandsríkjanna kann að vera ógnað af "grundvallarágreiningi" Frakka og Þjóðverja í mikilvægum málum að mati háttsetts embættismanns í þýska seðlabankanum. Reimut Jochimsen, er á sæti í bankaráði seðlabankans, Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 202 orð

Áhersla á framleiðslu matvæla og iðnvarnings

ATVINNULÍFSSÝNING, sem er liður í Björtum nóttum, héraðshátíð Vestur-Húnvetninga, verður haldin á Hvammstanga laugardag og sunnudag, 28. og 29. júní. Verður þar lögð áhersla á að kynna framleiðslu matvæla og iðnvarnings, handverk og margvíslega þjónustu sem veitt er í héraðinu. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ávísanafals hefur aukist ÁVÍSANAFAL

ÁVÍSANAFALS hefur færst í vöxt á ný eftir að mikið hafði dregið úr slíkum afbrotum frá árinu 1993. Samkvæmt upplýsingum frá RLR jókst ávísanafals hratt allt fram til ársins 1993. Þá fór að draga verulega úr fölsunum og voru þessi brot í lágmarki í fyrra. Aftur fór að bera á ávísanafalsi á vetrarmánuðum og hefur verið töluvert um það síðustu mánuði. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Birtir yfir hjá Svíum?

"FJÁRÚTLÁT í stað niðurskurðar" er boðskapur Görans Perssons forsætisráðherra Svía að loknum fundi í stjórn Jafnaðarmannaflokksins. Jafnframt boðar hann skattahækkanir á hálaunafólk þar sem jafna þurfi byrðunum. Samtök sænskra iðnrekenda benda hins vegar á að efnahagsstaðan sé enn ótrygg og ekki horfur á aukinni atvinnu. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 159 orð

Bæjarskemmtun haldin 29. júní

Stykkishólmi-Það eru margar stofnanir og félög í Stykkishólmi sem eiga merkisafmæli á þessu ári. Á þessu ári eru 400 ár síðan verslun hófst í Stykkishólmi, 10 ár síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi og 150 ár frá stofnun Amtbókasafnsins í Stykkishólmi. Þessara tímamóta verður minnst í Stykkishólmi á veglegan hátt sunnudaginn 29. júní nk. Afmælisdagskráin hefst kl. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Dagrún með gott forskot í B-flokki

KEPPNI hófst á fjórðungsmótinu á Kaldármelum með B-flokki gæðinga í gærmorgun. Eftir forkeppnina stóð efst Dagrún frá Skjólbrekku, hestamannafélaginu Faxa, knapi Olil Amble með 8,66. Annar varð Kveikur frá Ártúnum, hestamannafélaginu Skugga, knapi Alexander Hrafnkelsson, með 8,43. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 233 orð

Dauðdaginn þykir grunsamlegur

HERINN í Indónesíu tilkynnti í gær, að David Alex, annar æðsti foringi uppreisnarmanna á Austur- Tímor, hefði látist af sárum mörgum klukkustundum eftir að hann var handtekinn. Þykja þessar kringumstæður fremur grunsamlegar og hafa vakið upp ýmsar spurningar. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 222 orð

Dýpkun innsiglingarinnar í Grindavík á undan áætlun

Grindavík-Dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Grindavíkurhafnar hafa gengið mjög vel og lætur nærri að verkið sé tveimur mánuðum á undan áætlun. Að sögn Jóns Sigurðssonar bæjartæknifræðings er það veðrið sem skiptir sköpum um það hversu vel hefur gengið því verktakinn J&K Petersen ehf. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

ÐSkýrsla Seðlabankans um EMU Óljós áhrif á íslenskt efnahagslíf

ÓLJÓST ER hvaða áhrif fyrirhugað Efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins (EMU) mun hafa á íslenskt efnahagslíf. Myntbandalagið mun fela í sér að núverandi gjaldmiðlar aðildarríkja ESB hverfa en í staðinn kemur ein mynt, evró (evra), og einn seðlabanki, Seðlabanki Evrópu. Íslendingar geta að óbreyttu ekki tekið þátt í Myntbandalaginu þar sem aðild að því er bundin við ESB-aðild. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

ÐVextir á langtímamarkaði lækka VEXTIR á langtímabréfum héldu áfram að þokast ni

VEXTIR á langtímabréfum héldu áfram að þokast niður á við í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Ávöxtun spariskírteina til átta ára var fyrir útboðið 5,60% en hafði í gær lækkað í 5,49% á Verðbréfaþinginu. Þá hafði ávöxtun húsbréfa lækkað úr 5,58% í 5,49% eða um 9 punkta. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

EFTA-dómstóllinn úrskurðar í norska áfengismálinu

DÓMSTÓLL EFTA í Lúxemborg, þar sem Íslendingar eiga aðild, lætur í dag uppi álit í norsku máli um áfengissölu. Spurningin er hvort það samræmist reglum sambandsins að sterkur bjór, með meira en 4,75% vínanda, sé aðeins til sölu í norska "ríkinu", þ.e.a.s. opinberum áfengisverslunum. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ferðaskrifstofan Nonni færir út kvíarnar

VEGNA síaukinna umsvifa í ferðaþjónustu hefur Ferðaskrifstofan Nonni, sem hóf göngu sína á Akureyri 1989, opnað útibú í Reykjavík. Það er til húsa í Hafnarstræti 1-3, undir sama þaki og íslenskur heimilisiðnaður. Ferðaskrifstofan Nonni hefur einkum lagt áherslu á ferðir norðanlands og Grænlandsferðir, en veitir að öðru leyti alhliða ferðaþjónustu. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fermingar um helgina FERMING í Flateyjarkirkju laugardaginn 28. j

FERMING í Flateyjarkirkju laugardaginn 28. júní kl. 13. prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd verður: Anna Guðmundsdóttir, Skólastíg 4, Stykkishólmi. FERMING í Hvalsneskirkju sunnudaginn 29. júní kl. 11. Prestur sr. Önundur Björnsson. Fermdar verða: Elísabet K. Richardsdóttir, Vallargötu 13, Sandgerði. Kristín H. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Fimm og köttur sýna

FJÖLLISTAHÓPURINN Fimm og köttur opnar sýningu í International Gallerý of Snorri Ásmundsson í kvöld kl. 21. Hópurinn samanstendur af listamönnum af öllum stærðum og gerðum sem sameinst nú með eldmóð í hjarta í að skapa sýninguna "Líf ?" fyrir alla fjölskylduna. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fjölskylduhlaupið Skúlaskeið í Viðey

EFNT verður til fjölskylduhlaups í Viðey laugardaginn 28. júní. Þetta er 3 km hlaup, skokk eða ganga fyrir alla fjölskylduna. Það hefst kl. 14 en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir fullorðna eða 300 kr. fyrir börn. Í gjaldinu er innifalið fargjald og síðan grillaðar pylsur og kaldir drykkir að loknu hlaupi. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Forseti Íslands til Finnlands

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur þegið boð Finnlandsforseta, Martti Ahtisaari, um að koma í opinbera heimsókn til Finnlands. Heimsókn forsetans og eiginkonu hans stendur yfir dagana 25.-28. ágúst nk. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 191 orð

Forsetinn afhjúpaði listaverk í miðbænum

FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, komu til Akureyrar í gær og tóku þátt í dagskrá á lokadegi norrænu vinabæjavikunnar NOVU 97. Ólafur Ragnar afhjúpaði listaverk í miðbænum og forsetahjónin voru heiðursgestir á "Nordisk aften" hátíðarkvöldverði í Íþróttahöllinni í gærkvöldi, Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 410 orð

Frú Netanyahu missir stjórn á sér

SARA Netanyahu, forsætisráðherrarú Ísraels, missti stjórn á sér við upptökur á sjónvarpsþætti í vikunni, lét niðrandi ummæli falla um eiginkonu Shimonar Peresar og varð að biðjast afsökunar í kjölfarið. Ástæðan var nærgöngular spurningar þáttastjórnandans um framhjáhald eiginmanns hennar, Benjamins Netanyahus. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 460 orð

Gefið að drekka í svefnherberginu

KAMILLA Líf Ingimars, folald sem að undanförnu hefur dvalist í dýragarðinum við Slakka í Laugarási, er hvers manns hugljúfi að sögn Helga Sveinbjörnssonar forstöðumanns garðsins. En þótt Kamilla Líf sé aðeins sjö vikna gömul, er tilvist hennar í raun lítið kraftaverk. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Geitungar seint á ferðinni

"ÉG HEF ekkert í höndunum sem segir að meira sé af geitungum eða hunangsflugum en venjulega," segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun, og bætir við: "En fólki finnst alltaf voðalega mikið af þessum flugum." Að sögn Erlings hefur kuldakastið sem kom í vor haft augljós áhrif. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 154 orð

Gleymdi að setja niður hjólin

ÓHAPP varð á flugvelli Flugklúbbs Mosfellsbæjar á Tungubakka í gær þegar flugmaður gleymdi að setja hjólin niður þegar hann lenti vél sinni. Engin slys hlutust af og skemmdir á vélinni voru sáralitlar. Íslenskir listflugsmenn æfa á flugvellinum um þessar mundir undir stjórn Kalidu Makagonovu, tvöfalds heimsmeistara í listflugi og landsliðsþjálfara Rússa. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 530 orð

Heildarskuldir um 3 milljarðar króna

HEILDARSKULDIR Hita- og vatnsveitu Akureyrar eru um 3 milljarðar króna og hafa lækkað um rúmar 500 milljónir króna frá því í árslok 1993. Eftir er að greiða um 200 milljónir króna í afborganir af lánum á þessu ári og vonast Franz Árnason, hita- og vatnsveitustjóri, til að um næstu áramót verði skuldir veitunnar komnar niður undir 2,8 milljarða króna. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 706 orð

Híma í tvær vikur eftir varahlutum

ÁHÖFN rússnesku geimstöðvarinnar Mír, tveir Rússar og einn Bandaríkjamaður, verða að bíða í myrkvuðum dvalarstað sínum í næstum tvær vikur eftir varahlutum og búnaði til þess að gera við stöðina, sem laskaðist í fyrrinótt í 400 kílómetra hæð yfir jörðu er ómönnuð flutningaflaug, Progress, rakst á hana. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 211 orð

Hveragerði, blómstrandi bær

Hveragerði­Mikið verður um dýrðir í Hveragerði nú um helgina en þá eru þar haldnir hinir árvissu "Blómstrandi dagar". Er þessi helgi tileinkuð heilbrigði og heilsusamlegu líferni. Af því tilefni er efnt til kynningar- og sölusýningar í íþróttahúsi bæjarins á vörum og þjónustu er tengist því sviði. Fjöldi uppákoma verður í bænum alla helgina og mikið um að vera. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 715 orð

"Höfum við gengið til góðs?"

ÞING samtaka norrænna sérkennara stendur nú yfir á Laugarvatni. Þátttakendur eru um 150 talsins frá öllum Norðurlöndunum. Anna Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra sérkennara, hefur verið forseti samtakanna undanfarin tvö ár. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Íslandsflug kynnir flug til Akureyrar

ÍSLANDSFLUG mun hefja áætlunarflug milli Reyjavíkur og Akureyrar þriðjudaginn 1. júlí. Farnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar, á 46 sæta ATR vél félagsins. Af því tilefni hefur félagið boðað til fjörugra flugdaga á Akureyrarflugvelli laugardaginn 28. júní, frá kl. 15-17. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Íslenskt kínakál á markað

Íslenskt kínakál á markað FYRSTA íslenska kínakálið á þessu sumri er að koma í verslanir um þessar mundir. Í gær var starfsfólk Nóatúns að taka fram fyrstu sendinguna og kostaði kílóið 325 krónur. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

JÓHANN G. MÖLLER

JÓHANN G. Möller, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. júní sl., á áttugasta aldursári. Jóhann fæddist á Siglufirði 27. maí 1918, sonur hjónanna Christians L. Möller og Jónu S. Rögnvaldsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 starfaði hann sem verkamaður og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 292 orð

Kohl trúir á samkomulag í haust

FRUMVARP Theo Waigels, fjármálaráðherra Þýskalands, um skattalækkanir var samþykkt í neðri deild þýska sambandsþingsins í gær en talið er, að róðurinn verði erfiðari í efri deildinni þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 219 orð

Landinn bestur í bremsuvökva

LÖGREGLAN í Moskvu lagði nýlega hald á hundruð þúsunda flaskna af landa, sem selja átti sem vodka, og þótti mjöðurinn svo göróttur, að hann var sendur til endurvinnslu í efnaverksmiðju. Þar var honum breytt í bremsuvökva og glerúða. Sagði rússneska Interfax- fréttastofan frá þessu í gær. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 177 orð

Leikskólinn Barnaból 20 ára

Skagaströnd-Það var mikið um dýrðir þegar haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans Barnabóls í sól og blíðu 20. júní síðastliðinn. Í tilefni dagsins buðu börnin foreldrum sínum, systkinum, öfum og ömmum til garðveislu á leikskólanum. Margt var um manninn í afmælishófinu þar sem krakkarnir sýndu leikrit og sungu fyrir gesti. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Leit að manni og bát án árangurs

LEIT stóð yfir á Skorradalsvatni frá hádegi í gær og til klukkan 18 að bát sem talið var að hefði sokkið. Sjónarvottar í sumarbústað í Skorradal töldu sig hafa séð mann á báti úti á vatninu um klukkan 9.30 í gær og að báturinn hefði sokkið skyndilega. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Lýðskólinn "Skóli án veggja"

LÝÐSKÓLINN heldur áfram á hausti komanda. Skólinn hefur í 2 ár boðið upp á nám sem er valkostur við hið hefðbundna framhaldsnám. "Haustið 1997 mun Lýðskólinn starfa í 14 vikur, frá 15. september til jóla. Farið verður í ferðalag í upphafi annar auk tveggja vikna námsferðar til Færeyja í lok október. Hver vinnuvika hefur ákveðið "þema" sem nemendur í samráði við kennara velja. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að ákeyrslu í Garðabæ sl. laugardag. Rauðri Mözdu 626 með skráningarnúmer JL887 var lagt á bílastæði við Hrísmóa 2a, sem er á bak við Hagkaup í Garðabæ. Þar stóð bíllinn frá kl. 20.15 til 20.40. Þegar eigendur bílsins komu að honum hafði verið ekið á framenda bílsins og hann mikið skemmdur. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Lægsta tilboð var 53,6 milljónir

TÖLUVERÐAR framkvæmdir verða við höfnina á Þórshöfn á næstu mánuðum en á miðvikudag voru tilboð opnuð í gerð brimvarnargarða. Alls buðu níu fyrirtæki í verkið. Kostnaðaráætlun er kr. 71.394.881 og lægsta tilboð áttu Hjarðarnesbræður ehf, Höfn, kr. 53.612.240 sem er um 75% af kostnaðaráætlun. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 281 orð

Mannskæð sprenging í Alsír AÐ minnsta kosti þr

AÐ minnsta kosti þrír létu lífið og tuttugu særðust í sprengingu í lítilli rútu í Alsír í gær. Rútan var í áætlunarferð á milli El Harrach og Oued Smar. Þetta er önnur sprengingin á jafnmörgum dögum á svæðinu. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 80 orð

Málsverður á kafi

MENN taka upp á ýmsu til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Austurrískur framleiðandi borðbúnaðar úr postulíni bauð í gær kafara til að setjast að snæðingi ofan í sundlaug og þjónuðu tvær framreiðslustúlkur til borðs. Var kafaranum veittir ávextir sem hann skolaði niður með glasi af kampavíni. Ekki fylgdi hins vegar sögunni hvernig honum gekk að innbyrða kræsingarnar. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Menningarkvöld

MENNINGARKVÖLD til heiðurs tónlistarmanninum Jóni Árnasyni frá Syðri-Á verður haldið í Tjarnarborg laugardagskvöldið 28. júní. Margir góðir gestir koma fram, m.a. Sigrún Eva Ármannsdóttir, Ólafur Þórðarson, Harmonikkufélag Eyjafjarðar og fleiri. Eftir skemmtidagskrá verður dansað við harmonikkumúsik. Meira
27. júní 1997 | Miðopna | 1284 orð

Meta þarf kosti og galla aðildar

Evrópusambandið stefnir að stofnun efnahags- og myntbandalags og samkvæmt Maastricht-sáttmálanum er gert ráð fyrir að það verði að veruleika 1. janúar 1999 með þátttöku þeirra ríkja sem fullnægja skilyrðum sáttmálans um efnahagslegan stöðugleika og samleitni. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 165 orð

Miklar endurbætur á stærsta flugskýlinu

Vogum-Allsherjar endurnýjun á þaki stærsta flugskýlis varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli stendur yfir. Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafulltrúa varnarliðsins, var þriðjungur verksins unninn síðastliðið sumar, og er vonast til að verkinu, sem upphaflega átti að ljúka á næsta ári, verði lokið í haust. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Morgunblaðið/ÞorkellMe

Morgunblaðið/ÞorkellMeð Concorde í ævintýraför UM 200 franskir ferðamenn komu hingað til lands um klukkan 18 í gær með tveimur hljóðfráum Concordeþotum í eigu Air France. Um boðsferð var að ræða á vegum fransks fyrirtækis og hugðust ferðamennirnir halda aftur utan um klukkan 5 í nótt, eftir ellefu stunda viðdvöl. Meira
27. júní 1997 | Miðopna | 1637 orð

Óhugsandi að hverfa frá ákvörðun í Madríd Enn ríkir nokkur óvissa um fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs, en

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) stendur nú frammi fyrir einum mestu tímamótum í sögu þess. Í upphafi næsta mánaðar munu leiðtogar aðildarríkjanna 16 koma saman til fundar í Madríd, þar sem tekin verður ákvörðun um hvaða ríkjum Austur- og Mið-Evrópu verður boðin aðild. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

Óskar rannsóknar ríkissaksóknara á sakargiftum

JÓN Ólafsson eigandi Skífunnar fór í gær fram á við embætti ríkissaksóknara að það hefji opinbera rannsókn á sakargiftum á hendur honum og fyrirtæki hans sem birtust í þremur nýlegum tölublöðum Helgarpóstsins, þ.e. 5., 12. og 19. júní. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Pílagrímsferð um Árnesþing

FARIN verður pílagrímsferð um Árnesþing sunnudaginn 29. júní. M.a. verða sóttir heim þrír þeirra staða sem beinlínis varða minningu kristnitökunnar á Þingvöllum við Öxará árið 1000. Ferðin hefst hjá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12 á hádegi en þá fer fólksflutningabifreið af stað þaðan áleiðis á Þingvöll og síðan áfram daglangt. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 621 orð

Prestar vandi málfar sitt og framburð

PRESTASTEFNAN á Akureyri fagnar því að skipuð hefur verið nefnd til að vinna að jafnréttismálum innan kirkjunnar og til að taka fyrir mál þar sem kvartað er yfir áreitni, hvort heldur kynferðislegri eða af öðrum toga hjá starfsfólki kirkjunnar eða innan vébanda hennar. Prestastefnan samþykkti einnig að leggja til við kirkjuþing að komið verði á umhverfismálanefnd þjóðkirkjunnar. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Reynir í annað sinn að sigla á Norðurpól

GERONIMO B. Saint Martin, franskur læknir búsettur í Argentínu, hyggst sigla í dag á skútu sinni úr Reykjavíkurhöfn í þeim tilgangi að vera fyrsti maður sem fer einn á sex metra langri skútu eins nærri Norðurpól og hægt er að komast. Fyrri tilraun hans fyrir ári fór út um þúfur. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Rjúpnastofninn vex á nýjan leik

STÆRÐ íslenska rjúpnastofnsins er í meðallagi. Stofninn er í vexti en stofnbreytingar eru hægar og fátt sem bendir til þess að jafnörar breytingar verði á honum og voru t.d. á sjöunda áratugnum. Þetta er mat Náttúrufræðistofnunar Íslands sem hefur lagt mat á íslenska rjúpnastofninn. Meðal þess sem gert er til að fylgjast með ástandi stofnsins eru karratalningar á vorin. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Ræddu sameiginlegt átak gegn skipulögðu ofbeldi

"AÐALEFNI árlegs fundar dómsmálaráðherra Norðurlandanna var sameiginlegt átak gegn skipulögðu ofbeldi, sérstaklega svokölluðum vélhjólasamtökum. Þar er verið að tala bæði um lögregluaðgerðir og lagalega samvinnu," sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra aðspurður um fund dómsmálaráðherranna. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

Rætt um 200 þús. tonna álver

KÖNNUNARVIÐRÆÐUR fara fram um þessar mundir á milli fulltrúa iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar annars vegar og Hydro- Aluminium í Noregi hins vegar um áhuga fyrirtækisins á hugsanlegri byggingu álvers hér á landi, sem yrði fyrst í stað að lágmarki með 200 þúsund tonna afkastagetu á ári og möguleika á að hægt verði að stækka það síðar. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 421 orð

Saka Breta og Bandaríkjamenn um svik

KJÖRNIR fulltrúar á löggjafarþingi Hong Kong, sem munu missa þingsæti sín við valdatöku Kínverja, hafa harðlega gagnrýnt ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjanna fyrir að hverfa frá fyrri yfirlýsingum sínum um að hundsa innsetningarathöfn nýja þingsins. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Sama fargjald hjá Íslandsflugi til allra staði nema eins

ÁKVEÐIN hafa verið fargjöld hjá Íslandsflugi í áætlunarflugi félagsins sem hefst samkvæmt nýrri áætlun á þriðjudaginn kemur. Fargjald verður 6.900 kr. báðar leiðir á öllum leiðum nema 5.900 kr. til Vestmannaeyja. Fargjald aðra leiðina verður 4.900 kr. og 3.900 til Eyja. Íslandsflug flýgur frá 1. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Samkomulag náðist um málefni samkynhneigðra

UMRÆÐUR um drög að samþykktum um málefni samkynhneigðra héldu áfram á Prestastefnu á Akureyri í gær. Nokkur andstaða var við drögin og þá aðallega þann lið þar sem hvatt er til að helgisiðanefnd verði falið að undirbúa bæn og blessun fyrir samkynhneigt fólk sem staðfest hefur samvist sína. Eftir miklar umræður og breytingar á drögunum var samstaða um samþykkt um málefni samkynhneigðra. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 375 orð

Santer segir breytingarnar ganga of skammt

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, fordæmdi í gær hvernig leiðtogum ESB-ríkjanna mistókst á fundi sínum í Amsterdam í liðinni viku að samþykkja endurbætur á sambandinu, sem nægðu til að búa það undir stækkun til austurs. Utanríkisráðherrar ESB funduðu um niðurstöðu Amsterdam-fundarins í Lúxemborg í gær. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 271 orð

Sigurðarmálið ekki rætt

ORKUMÁL og niðurstöðu Amsterdam-fundarins, þar með taldar breytingar á Schengen-samkomulaginu bar hæst á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Björgvin í gær. Sérstakur gestur fundarins var Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans. Að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra var Sigurðarmálið svokallaða ekki rætt á fundinum. Davíð heldur heim á leið í dag. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Skátamót í Krýsuvík

SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir opnu skátamóti í Krýsuvík nú um helgina. Þetta er 56. vormót Hraunbúa og hafa flest mót verið haldin í Krýsuvík. Skátar víðs vegar að munu eyða helginni við tjaldbúðastörf, leiki og önnur fjölþætt verkefni, undir yfirskrift mótsins "Með vinum". Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Skel komin í stað Æsu

NÝTT skelfiskveiðiskip sem Vestfirskur skelfiskur á Flateyri festi kaup á í Bandaríkjunum kom til heimahafnar í gærmorgun. Skipið sem heitir Skel ÍS 33 er með rúmlega helmingi meiri burðargetu en Æsa ÍS, sem fórst í Arnarfirði í júlí á síðasta ári. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 95 orð

Skjólgarður í Kokkálsvíkurhöfn

Drangsnesi-Unnið er að endurgerð skjólgarðs í Kokkálsvíkurhöfn við Drangsnes. Garðurinn, sem gerður var árið 1973, var farinn að gefa sig á kafla þannig að sjór gekk yfir hann ef eitthvað var að veðri. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Skógarteigur til minningar um Soffíu Jónsdóttur og Stein Stefánsson frá Neðri-Ási í Hjaltadal

ÞANN 14. og 18. júní síðastliðinn voru gróðursettar 2.680 birkiplöntur í landi Neðri-Áss í Hjaltadal en sá atburður markar fyrsta skrefið í tilurð skógarteigs til minningar um Soffíu Jónsdóttur og Stein Stefánsson, fyrrum ábúendur í Neðra- Ási. Það eru afkomendur Soffíu og Steins sem að verkinu standa. Í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu Soffíu en hún fæddist 9. október 1887. Hún lést 13. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 368 orð

Slæm áhrif á rekstur verslana í Kvosinni

MIÐBORGARSAMTÖK Reykjavíkur harma þá ákvörðun borgarráðs að loka Hafnarstræti til austurs frá Pósthússtræti að Lækjargötu og áskilja sér allan rétt til hörku þegar til lokunarinnar kemur. Fulltrúar Miðborgarsamtakanna segja m.a. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Snorri Olsen skipaður tollstjóri

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Snorra Olsen yfirlögfræðing í embætti tollstjóra í Reykjavík frá 1. október nk. Björn Hermannsson tollstjóri hefur óskað lausnar frá embætti sínu frá sama tíma. Eftirtaldir umsækjendur voru um stöðuna: Barði Þórhallsson deildarstjóri, Hermann Guðmundsson forstöðumaður, Kristinn Ólafsson, fv. Meira
27. júní 1997 | Landsbyggðin | 194 orð

SSkemmtisiglingar á Húnaflóa Blönduósi-

Blönduósi-Húni II, sem er 130 tonna eikarbátur, lagði í sína fyrstu skemmtisiglingu út á Húnaflóa frá Blönduósi sl. miðvikudag. Þessum bát, sem er smíðaður árið 1963, hefur verið breytt í skemmtisiglingaskip og er hann gerður út frá Skagaströnd. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Stolið frá björgunarsveit

BROTIST var inn hjá Björgunarsveitinni Albert á Seltjarnarnesi aðfaranótt miðvikudags og stolið þaðan búnaði að verðmæti rúmlega 500 þúsund króna. Stolið var sex talstöðvum, litaprentara, sigbeltum, siglínum, útkallsbúnaði og ýmsum persónulegum búnaði sveitarmanna. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Stóraukinn útflutningur til Bandaríkjanna 100 h

MIKIL aukning hefur orðið á útflutningi hesta til Bandaríkjanna á undanförnum misserum og fer hrossaútflutningur á þennan markað áfram vaxandi. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru flutt 99 hross frá Íslandi til Bandaríkjanna samanborið við 114 á öllu árinu 1995. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 370 orð

Styðja ungmenni í Indlandi til iðnnáms

FYRSTA framlag frá Íslensku dagsverki, söfnunarherferð námsmannahreyfingarinnar frá liðnum vetri, var afhent í gær fulltrúa Sameinuðu indversku kirkjunnar. Alls söfnuðust 4,6 milljónir króna og mun verkefnisnefnd þegar í haust hefja undirbúning næstu herferðar en slík herferð er ráðgerð annað hvert ár hér eftir. Nokkur samtök námsmanna efndu í annað sinn til Íslensks dagsverks 13. Meira
27. júní 1997 | Erlendar fréttir | 64 orð

Tennurnar lakkaðar

CLAUDIA Amphlett, starfsmaður breska náttúrugripasafnsins í London, lakkar tennur eftirlíkingar af risaeðlu, sem gerð er eftir beinagrind sem fannst í Surrey árið 1983. Um að er ræða risaeðlu af tegundunni Baryonyx, sem nærðist aðallega á fiski. Upprétt var hún um þrír metrar á hæð. Meira
27. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 218 orð

Tónlist, myndlist og fyrirlestur

SAMSÝNING akureyrskra listamanna stendur nú yfir í Deiglunni. Akureyri hefur gefið af sér marga myndlistarmenn gegnum tíðina, sumir þeirra eru búsettir á staðnum en aðrir hafa haldið á aðrar slóðir en nú sameinast tæplega 50 þeirra á sýningu í Deiglunni. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Tromphundarnir voru ekki eins verðlausir og sýndist

Evrópumótið í sveitakeppni er haldið í Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. ÍSLENSKA liðið í opna flokknum lét slæmt tap gegn Spáni á miðvikudagskvöld ekkert á sig fá og vann góðan sigur á Króatíu í 29. umferð í gærmorgun, 23­7. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Veður hlýnar norðanlands BJART veður

BJART veður var víðast hvar á landinu í gær, en búist var við því að það myndi þykkna upp í nótt með sunnankalda og að í dag yrði dálítil rigning eða súld, einkum vestanlands, en þurrt og bjart veður að mestu norðaustanlands. Farið er að hlýna um norðanvert landið eftir óvenju kaldan júnímánuð. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 656 orð

Verk framið óyfirvegað og í geðshræringu

TUTTUGU og fjögurra ára gamall maður, Sveinn Ingi Andrésson, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að sæta tíu ára fangelsisvist fyrir að hafa orðið Hlöðveri S. Aðalsteinssyni að bana aðfaranótt 29. desember 1996 við Krýsuvíkurveg. Frá refsivist dregst gæsluvarðhald frá 4. febrúar sl. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Viðkvæmar persónulegar upplýsingar ekki skráðar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að það sé ekki rétt að fyrirtækið hafi í hyggju skrá upplýsingar um blóðforeldra ættleiddra barna né aðrar viðkvæmar persónulegar upplýsingar um fólk, eins og skilja hafi mátt á viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær við Friðrik Skúlason, en þessir tveir aðilar hafa tekið upp samvinnu um skráningu á ættum allra Íslendinga. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 254 orð

Vinnumiðlanir færðar frá sveitarfélögum til ríkisins

BREYTING verður á starfi vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins með nýjum lögum sem ganga í gildi 1. júlí næstkomandi en frá þeim degi nefnist skrifstofan Vinnumálastofnun. Starfsmenn verða hinir sömu og hún verður áfram með aðsetur í húsnæði ráðuneytisins í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Jafnframt er verið að flytja starfsemi vinnumiðlana frá sveitarfélögum til ríkisins. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Yfir 73% samþykktu nýjan kjarasamning

FÉLAGAR í Verkalýðsfélagi Húsavíkur samþykktu í gær nýjan kjarasamning félagsins við samninganefnd ríkisins fyrir ófaglærða starfsmann á Sjúkrahúsi Húsavíkur sem gerður var í fyrradag og byggðist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins, sagðist sáttur en hefði viljað ná meiru fram. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 213 orð

ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON

Við frágang á andlátsfrétt um Þórð Kristleifsson, menntaskólakennara og söngstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, urðu þau leiðu mistök að hluti fréttarinnar féll út. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og birtir fréttina á ný. Þórður lést 24. júní, 104 ára að aldri. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

Þyrlan sótti tvo með höfuðáverka

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tvo menn með höfuðáverka í gærmorgun og flutti þá á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hvorugur reyndist alvarlega slasaður og eru þeir við meðvitund í eftirliti á gjörgæslu. Ástand þeirra er í jafnvægi. Meira
27. júní 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þýfi fannst í bíl

LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðvaði á miðvikudag bíl fullan af munum sem reyndust hafa verið teknir úr mannlausu húsi í Kópavogi. Þrír menn á aldrinum 18­24 ára voru í bílnum. Þeir höfðu orðið þess áskynja að húseigendur voru í útlöndum, sætt lagi, brotist inn og haft ýmis verðmæti á brott með sér. Meira

Ritstjórnargreinar

27. júní 1997 | Staksteinar | 319 orð

»Flokksstyrkur og Helgarpóstur ÚR LEIÐARA DV: "Frá upphafi núverandi útgerða

ÚR LEIÐARA DV: "Frá upphafi núverandi útgerðar Helgarpóstsins hefur ritstjórinn einmitt gert það, sem hann sýknt og heilagt varaði aðra við. Hann hefur búið við 40% eignaraðild áhrifamikils aðila úti í bæ, útgáfufélags Alþýðubandalagsins, þess sem rekur Vikublaðið fyrir flokksstyrkinn." Leyndin mikla Meira
27. júní 1997 | Leiðarar | 660 orð

Franska velferðarkerfið tekjutengt

Franska velferðarkerfið tekjutengt in nýja ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi hefur tekið athyglisverða ákvörðun um að tekjutengja velferðarkerfið þar í landi. Þetta kom fram í stefnuræðu Lionel Jospin í síðustu viku. Meira

Menning

27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

17. júní fagnað í Ísrael

ÍSLENDINGAR í Ísrael komu saman í bænum Ashdod til að halda upp á 17. júní. Boðið var haldið á heimili Ólafs Gíslasonar og Gerðu Jónsdóttur. Alls voru nítján Íslendingar saman komnir og notaði Susan Sigurbjarnarson tækifærið og smellti mynd af hópnum. Ljósmynd Susan Sigurbjarnarson/ GUÐMUNDUR, (f.v. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 360 orð

Afleit auglýsing

"Tjútt", geisladiskur hljómsveitarinnar Skítamórals. Skítamóral skipa Gunnar Ólason gítarleikari og söngvari, Herbert Viðarsson bassaleikari, Arngrímur F. Haraldsson gítarleikari, Jóhann Bachmann trommuleikari og Karl Þ. Þorvaldsson hljómborðsleikari. Hljómsveitin gefur sjálf út, Spor dreifir. 33,59 mín. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Chelsea útskrifast

CHELSEA Clinton lauk menntaskólanámi á dögunum. Við útskriftina flutti Bill Clinton ræðu. Nú líður senn að því að Chelsea yfirgefi foreldrahús og búa forsetahjónin sig nú undir aðskilnaðinn við einkadótturina. Sögur herma að bókin á náttborði Hillary Clinton fjalli um hvernig best sé fyrir foreldra að sætta sig við háskólaár barna sinna og aðskilnaðinn við þau. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Dansað í Kramhúsinu

LJÓSMYNDARI var á ferðinni á Skólavörðustígnum og heyrði þá torkennileg hljóð. Hann rann á hljóðið og komst að því að upptökin voru í Kramhúsinu, þar sem dansinn dunaði af miklum krafti. Meðfylgjandi mynd er þaðan. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 27 orð

Díana prinsessa mætir í musteri

Díana prinsessa mætir í musteri DÍANA prinsessa heimsótti hindu-musteri á dögunum. Samkvæmt hefð hindúa var settur rauður blettur á enni hennar, en hann er tákn um virðingu. Meira
27. júní 1997 | Tónlist | 551 orð

Draumurinn um stóra sinfóníuhljómsveit

Flutt voru verk eftir Rakhmanínov og Mahler. Einleikari: Richard Simm. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Fimmtudagurinn 26. júní, 1997. LÍKLEGA verður seint sett á laggirnar 100­120 manna sinfóníuhljómsveit, því mörgum þykir enn nóg um að hér starfi 60­70 manna sveit. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 103 orð

Dæmdur maður

ÞVÍ fer fjarri að ferill leikarans Charlie Sheen sé sléttur og felldur. Hann hefur átt við drykkjuvandamál að stríða og nýverið var hann sakfelldur fyrir barsmíðar á fyrrverandi unnustu, Brittany Ashland. Þær áttu sér stað í kjölfar rifrildis þeirra skötuhjúa og kærði Brittany hann strax daginn eftir þrátt fyrir að Charlie hefði hótað henni öllu illu ef hún gerði það. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Fyrstu eintökin afhent

ÚTVARP Reykjavík nefnist bók eftir Gunnar Stefánsson þar sem rakin er saga stofnunarinnar í máli og myndum frá upphafi til ársins 1960. Bókin er rituð á vegum Ríkisútvarpsins en útgefandi er Sögufélag. Ritnefnd skipuðu Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri og Jón Þórarinsson tónskáld. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Gítarleikur í Húsafellskirkju

GÍTARLEIKARINN Símon H. Ívarsson heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 17, í Húsafellskirkju. Á tónleikunum leikur Símon flamenco­tónlist og mun hann kynna einkenni laganna fyrir áheyrendum. Flamenco-lögin sem Símon leikur eru m.a. hinn tilþrifaríki Bulerias, hið austræna Fandango, tregablandið Soleares og Colombian, ríkulega litað af suður­amerískum áhrifum, segir í kynningu. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Gullasýning

GULLASMIÐJAN Stubbur sýnir leikföng í Handverki og hönnun, gallerí, í Bernhöftstorfunni í Reykjavík. Til sýnis eru leikföng hönnuð og smíðuð af Georg Hollanders. Gullasmiðjan Stubbur tók til starfa í Eyjafjarðarsveit haustið 1994 og er nú til húsa í Húsmæðraskólanum á Laugalandi. Þar eru framleidd leikföngi sem eru öll handunnin og smíðuð úr gegnheilum viði; íslensku lerki, birki og rekaviði. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 272 orð

Hljómsveit nýrra tíma

Geimjazz, stuttskífa hljómsveitarinnar Súrefnis. Súrefni skipa Páll og Þröstur, sem leika á öll hljóðfæri, stýra upptökum og annast útsetningar. Súrefnispiltar gefa skífuna sjálfir út, en Hljómalind dreifir henni. 26,28 mín. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 776 orð

Hnoss og grýla

Verk eftir J.S. Bach og Karólínu Eiríksdóttur (frumfl.). Hlíf Sigurjónsdóttur, fiðla. Myndlistarsafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 24. júní kl. 20.30. HINAR sex partítur og sónötur Bachs frá Köthenárunum fyrir fiðlu án undirleiks eru meðal stærstu furða tónbókmennta. Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 184 orð

Hægagangur hjá Kubrick

STANLEY Kubrick er ekkert að flýta sér þegar hann gerir kvikmyndir. Í Hollywood eru nokkrir leikstjórar montnir af því að vera í 100 daga tökuklúbbinum en þeir komast ekki með tærnar þar sem Kubrick hefur hælana. Tökur á "The Shining" tóku í kringum 200 daga og nú virðist kappinn á góðri leið með að slá það met. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Íslandsmet í stórfiskaleik

HK-INGAR settu Íslandsmet í stórfiskaleik á fjölskyldudegi HK sem haldinn var hátíðlegur í Fagralundi í Kópavogi nýlega. Þátttakendur voru 205 talsins á öllum aldri og er þetta fyrsta Íslandsmetið sem skráð er í þessum gamla og sígilda leik. Niðurstaðan verður send Heimsmetabók Guinnes til skráningar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta hópsins á fleygiferð. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Karlakórinn Stefnir í Búdapest

Karlakórinn Stefnir í Búdapest KARLAKÓRINN Stefnir úr Mosfellsbæ og Kjós flutti Sálumessu eftir Franz Liszt í Matthíasarkirkjunni í Búdapest 24. júní sl. Fjölmenni var á tónleikunum, enda ekki á hverjum degi sem Sálumessa Liszt er flutt í heild, jafnvel í heimalandi tónskáldsins, segir í kynningu. Flutningur verksins þótti takast afar vel. Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 191 orð

Kúrekinn Clooney

NÝJASTI Leðurblökumaðurinn George Clooney er nú í viðræðum um að leika á móti Will Smith í "Wild Wild West". Myndin er byggð á sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd vestanhafs á milli 1965 og 1970. Aðalsöguhetjur þáttanna voru leyniþjónustumennirnir Artemus Gordon og James T. West sem voru sendir af forsetanum, Ulysses S. Grant, til þess að rannsaka mál í villta vestrinu. Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 132 orð

Kvikmyndafréttir

DANNY DeVito er í samningaviðræðum um að leikstýra "The Little Things" hjá Warner Bros. en til stendur að fá Robert DeNiro til þess að leika aðalhlutverkið. Handritið að "The Little Things" er skrifað af John Lee Hancock og fjallar um lífsþreytta löggu og reglufastan rannsóknarlögreglumann sem eltast við raðmorðingja. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Kynþokkafullur leikari

ER Brad Pitt kynþokkafyllsti maður í heimi? Það er mat blaðsins Elle. Brad segir í viðtali við blaðið að hann vildi frekar vera virtur fyrir leik en dáður fyrir útlitið. Hins vegar neitar hann því ekki að útlitið hafi hjálpað honum á framabrautinni. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 27 orð

Liðsauki strandvarða

HINIR sívinsælu þættir um strandverðina (Baywatch) eiga von á liðsauka næsta vetur. Þá slæst í hóp föngulegra leikara fyrrverandi undirfatafyrirsæta hjá Calvin Klein, Michael Bergin. Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 203 orð

Misheppnuð mynd Regnboginn (Rainbow)

Framleiðandi: Nicholas Clermont og Robert Sidaway. Leikstjóri: Bob Hoskins. Handritshöfundur: Ashley og Robert Sidaway eftir bók þeirrar fyrrnefndu. Kvikmyndataka: John Palmer. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Terry Finn, Jakob Tierney, Saul Rubinek og Dan Akroyd. 90 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 63 orð

Opinni sýningu að ljúka

Opinni sýningu að ljúka "OPIN sýning", sem boðað var til í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, er að ljúka og er þetta síðasta sýningarhelgi. Öllum var boðið að koma og setja upp verk á meðan húsrúm leyfði og sýna fjölmargir listamenn verk sín í safninu. Gestur safnsins í setustofu úr röðum Félags íslenskra myndlistarmanna er Ásgerður Búadóttir. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 39 orð

Ómar Sverrisson sýnir á 22

ÓMAR Sverrisson heldur málverkasýningu á Veitingastaðnum 22, Laugavegi 22. Ómar er nemi í iðnhönnun og sýnir olíumálverk máluð á þessu ári. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 29. júní kl. 18 og stendur yfir í þrjár vikur. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 162 orð

Óvætturinn frumsýnd

HÁSKÓLABÍÓ og Laugarásbíó hafa hafið sýningar á spennumyndinni Óvætturinn eða "The Relic" eins og hún nefnist á ensku. The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens með Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum og framleiðandi er Gale Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiðslu "science fiction" mynda. Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 124 orð

Roger Rabbit snýr aftur

BÍÓGESTIR sem skemmtu sér vel á "Who Framed Roger Rabbit?" geta farið að hlakka til að sjá framhaldsmyndina. Síðan myndin sló í gegn árið 1988 hefur Disney-fyrirtækið haft framhald á prjónunum en nú fyrst virðast hjólin vera farin að snúast. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Sade í fangelsi?

GEFIN var út handtökuskipun á poppsöngkonuna Sade í Jamaica þegar hún mætti ekki fyrir rétt í Montego Bay. Söngkonan var kærð fyrir of hraðan akstur og óhlýðni við lögregluna. Atburðurinn sem hún er kærð fyrir átti sér stað í febrúar. Þá var Sade stöðvuð eftir að lögregla hafði elt hana um götur Montego Bay. Þegar hún náðist bölvaði hún lögreglunni í sand og ösku. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Sigrid Valtingojer sýnir í Japan

SIGRID Valtingojer, grafíklistakona, opnar einkasýningu 1. júlí nk. í boði í Gallerís Heian í Kyoto, Japan, en galleríið sérhæfir sig í sýningum á grafík. Sigrid mun sýna 22 verk frá sl. 10 árum; nýjustu tréristurnar úr röðinni "Mantra" og myndir (ætingar) úr röðinni "Landslag". Sum þessara verka hafa þegar hlotið verðlaun á grafíkbiennölum í Japan, segir í kynningu. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 131 orð

Skáldað í tré

Skáldað í tré SÝNING á verkum trérennismiða er nefnist Skáldað í tré, stendur nú yfir í húsi Landgræðslusjóðs. Alls eiga 19 rennismiðir rúmlega 200 verk á sýningunni, sem jafnframt er sölusýning og gestur sýningarinnar er Chris Stott frá Englandi. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 110 orð

Skæðagrös í heiðursskyni

MEÐFYLGJANDI myndir eru úr hófi sem Hið íslenska bókmenntafélag hélt í tilefni af útkomu afmælisrits til heiðurs Sigurjóni Björnssyni sálfræðingi sjötugum. Íslenskar þýðingar Sigurjóns á sálfræðiritum Sigmunds Freuds hafa komið út á undanförnum árum hjá bókmenntafélaginu auk annarra verka. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 755 orð

SONURINN SEM HVARF

Jacquelyn Mitchard: Bak við ystu sjónarrönd The Deep End of the Ocean". Viking,1996. 434 s. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey gerði skáldsöguna The Deep End of the Ocean", sem fær íslensku þýðinguna Bak við ystu sjónarrönd þegar hún kemur út hjá Vöku-Helgafelli síðar á árinu í þýðingu Björns Jónssonar, Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Stallone gagnrýndur

SYLVESTER Stallone er ekki sá vinsælasti þessa dagana meðal íbúa í Miami. Fyrir nokkru bað hann yfirvöld í borginni að girða af gönguleiðir í grennd við villu sína og bar við öryggisástæðum. Leikarinn er ekki einn um þessa ósk og er studdur af sumum nágrönnum sínum. En Stallone lét hliðið ekki duga og kom fyrir baujum í sjónum í kringum hús sitt. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 1243 orð

Stórfelldar uppsagnir og samdráttur að öllu óbreyttu Staða Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu virðist veik eftir síðasta

SÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að ef ekki komi til frekari styrkir til leikhússins þurfi að grípa til stórfelldra uppsagna hjá Leikfélagi Reykjavíkur eða draga saman starfsemina því að það sé ekki hægt að halda úti leikhúsi í tíu mánuði fyrir þann pening Meira
27. júní 1997 | Kvikmyndir | 528 orð

Stórstjörnur eru kröfuharðar

STÓRSTJÖRNUR Hollywood fá ekki eingöngu borgaðar svimandi háar upphæðir fyrir leik sinn, þær fara einnig fram á að ýmsum skilyrðum sé fullnægt ef þær samþykkja að leika í kvikmynd. Tökum John Travolta sem dæmi. Nýlega tók Variety saman hvaða kröfur sá sjarmur gerði þegar hann ætlaði að leika fyrir Roman Polanski í "The Double" á síðasta ári. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Styrktarklúbbur í Eyjum

STOFNAÐUR hefur verið styrktarklúbbur fyrir knattspyrnuna í Vestmannaeyjum. Fyrirkomulagið er á þann veg að stuðningsmenn fá gull-, silfur- eða bronsskírteini eftir því hversu vel þeir styðja liðið. Ýmis fríðindi fylgja aðild að klúbbnum. Efnt var til happdrættis meðal klúbbfélaga og upp kom nafn Hallgríms Tryggvasonar, sem hafði gengið í hann nokkrum mínútum áður. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 21 orð

Sýningarlok hjá Jóni Inga í Eden

Sýningarlok hjá Jóni Inga í Eden JÓN Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í Eden, Hveragerði, 16. júní sl. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. júní. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 118 orð

Tónleikar feðgina

SUMARTÓNLEIKAR í Stykkishólmskirkju á morgun, laugardag, eru þeir fjórðu í tónleikaröðinni. Jósep Blöndal, yfirlæknir við st. Franciskussjúkrahúsið í Stykkishólmi hefur veg og vanda af þessum tónleikum, en þeir eru haldnir í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans. Með honum leika þrjú af börnum hans, þ.e. Björn, kontrabassaleikari, Smári, trommuleikari og Sigurbjörg María, píanóleikari. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 132 orð

Ullarvinna í Húsinu á Eyrarbakka

Ullarvinna í Húsinu á Eyrarbakka KONUR frá ullarverkstæðinu á Þingborg koma í heimsókn og vinna úr ull í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka laugardag og sunnudag milli kl. 14-17. Mikil hefð hefur verið fyrir tóvinnu og vefnaði í Húsinu í gegnum tíðina. Meira
27. júní 1997 | Menningarlíf | 55 orð

Vatnslitamyndir í Varmahlíð

ÓLAFUR Sveinsson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Ash Galleríi, Lundi í Varmahlíð, Skagafirði, á morgun, laugardag kl. 14. Sýndar verða vatnslitamyndir og kyrralífsstemmur. Einnig má sjá sýnishorn af verkum Ólafs í Gallerí Hringlist í Keflavík. Sýningin í Ash Gallerí er opin alla daga frá kl. 10­18 og stendur til 18. júní. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 25 orð

Verðlaunaafhending MTV

Verðlaunaafhending MTV KVIKMYNDAVERÐLAUN MTV voru veitt á dögunum. Þar voru meðal gesta Alicia Silverstone sem leikur Batgirl í nýjustu Batman-myndinni og spaugarinn Jim Carrey. Meira
27. júní 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Víkingahátíð JC

JC HREYFINGIN og Fjörukráin stóðu nýlega fyrir mikilli víkingahátíð síðastliðinn fimmtudag í Hafnarfirði, en Evrópuþing hreyfingarinnar var í ár haldið í Reykjavík og var víkingahátíðin hluti af dagskrá þingsins. Margir erlendir gestir heimsóttu landið vegna ráðstefnunnar og skemmtu þeir sér hið besta innan um víkingana sem sýndu skylmingar og fleiri bardagalistir. Meira

Umræðan

27. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 154 orð

Besta liðið valið?

MIKIÐ HEFUR verið rætt um frammistöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM undanfarið, þar sem uppskeran telst vera ansi rýr. Liðið hefur aðeins skrapað saman þremur stigum í sex leikjum og gert aðeins tvö mörk. Í framhaldi af slælegu gengi liðsins mætti e.t.v. spyrja nokkurra spurninga: "Hvers vegna hefur landsliðsþjálfarinn ekki not fyrir leikmann (Gunnar Oddsson, Keflav. Meira
27. júní 1997 | Aðsent efni | 1159 orð

Gaf glæsilega kirkju í Afríku Almenningur segir að þetta sé "kirkjan sem fuglinn byggði", segir Kjartan Jónsson, því að þyrla

"ÞAÐ ER mikil gleði fyrir mig að hafa getað kostað þessa byggingu. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að þetta fólk, sem ég varð sérlega hrifin af vegna gestrisni þess, að ég tali ekki um börnin, skuli geta komið saman í Guðs húsi til að tilbiðja Guð og njóta leiðbeiningar. Meira
27. júní 1997 | Aðsent efni | 1189 orð

Hveragerði ­ Fóstbræðrasaga hin nýja

ÓHÆTT er að segja að töluverðir skruðningar hafi átt sér stað í bæjarmálapólitík Hveragerðis á yfirstandandi kjörtímabili. Ástæða þess að hin undarlegasta staða hefur komið upp í bæjarstjórn er tilhneiging tveggja bæjarráðsmanna, sem voru í meirihluta, að fara fram úr sjálfum sér. Meira
27. júní 1997 | Aðsent efni | 1004 orð

Hver er að berja hvern?

KARLAR eru farnir að láta jafnrétti kynjanna sig meiru varða nú í seinni tíð, og má m.a. rekja þá þróun til starfa karlanefndar Jafnréttisráðs. Karlanefndin hefur vakið marga til umhugsunar t.d. um ábyrgð karla á heimilisofbeldi, um skyldur þeirra og ábyrgð í fjölskyldulífi, um skyldur þeirra gagnvart börnum sínum og þá um leið réttindi til umönnunar og umgengni við börnin. Meira
27. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Verður íþróttadeild sjónvarpsins okkar áróðurstæki tóbaksframleiðenda?

MARGIR urðu undrandi þegar íþróttadeildin tók að sér að senda út formúlu eitt keppnina frá Mónakó. Eins og vel mátti sjá er þessi keppni kostuð að langmestu af Marlboro-tóbaksfyrirtækinu. Risaborðar og skilti með merki þeirra voru aftur og aftur á skjánum og í langan tíma. Samtals var því áróðri rækilega komið á framfæri. Meira
27. júní 1997 | Aðsent efni | 470 orð

Vorboðar menningarinnar í Hafnarfirði

NÝLEGA hittist hópur atvinnu- og áhugamanna um listir og menningu í Hafnarfirði yfir kvöldkaffi í Hafnarborg og varð þar úr að hefja undirbúning stofnunar samtaka um þessi mál á komandi haustdögum. Þáttur lista og menningar í Hafnarfirði er nú orðinn slíkur að framtak af þessu tagi hlaut að koma fram fyrr heldur en síðar. Samtök listamanna og listunnenda þekkjast m.a. Meira
27. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 191 orð

Þakkir til Einars Bollasonar

ÉG VIL í þessu stutta sendibréfi koma á framfæri kæru þakklæti til Einars Bollasonar fyrir frábærar lýsingar á leikjum NBA körfuboltans. Ég tel mig mæla fyrir munn allra aðdáenda þessa flaggskips bandarískrar íþróttamenningar þegar ég segi að ef Einars Bollasonar nyti ekki við í lýsingum á leikjum þessum þá væri betur heima setið en af stað farið. Meira

Minningargreinar

27. júní 1997 | Minningargreinar | 275 orð

Árni Elíasson

Árni Elíasson Árni Elíasson fæddist í Helgárseli í Garðsárdal í Eyjafirði 12. október 1904. Hann lést á Landspítalanum að morgni mánudagsins 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elías Árnason og Sigurmunda Sigmundsdóttir í Helgárseli. Þau eignuðust tíu börn og komust átta þeirra á legg. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 560 orð

Árni Elíasson

Árni gerðist aðalfélagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún 15. febrúar 1945 og var síðan Dagsbrúnarmaður með stórum staf allt til hinsta dags. Virkur félagi sem ótrauður og hiklaus lagði fram sinn skerf í baráttunni fyrir bættum hag verkafólks. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 667 orð

Árni Elíasson

Hann fæddist norður í Eyjafirði, það var sveitin hans. Þangað fannst honum gaman að fara, þó ekki væri nema í huganum. Arka um Garðsárdal, þar sem hann þekkti hverja þúfu og hvern stein. Minnast þess þegar hann gekk um fjöllin á degi hverjum, allt haustið og færði björg í bú með því að skjóta rjúpu, sem var flutt í skip og seld til útlanda. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 394 orð

Árni Elíasson

Sem ég horfi á lítinn son minn leika sér hérna á gólfinu fyrir framan mig hér í útlöndum, kemst ég ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort hann muni eiga eins langa og viðburðaríka ævi og hann afi átti. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Árni Elíasson

Elsku tengdapabbi minn, Árni Elíasson. Núna er komið að því að kveðja þig. Það er svo stutt síðan að við þurftum að kveðja ástkæra eiginkonu þína, Fanneyju, sem lést fyrir tveimur og hálfu ári. Það var svo þung byrði fyrir þig að missa hana og mikill söknuður hjá okkur öllum í fjölskyldunni. Nú eruð þið bæði horfin frá þessu jarðlífi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Árni Elíasson

Nú er hann kæri afi minn og einn af bestu vinum mínum búinn að kveðja þetta jarðneska líf. Afi var í alla staði yndislegur. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér. Fram á síðustu stundu hlógum við saman að einhverjum fyndnum atvikum sem höfðu á dagana drifið. Afi var líka fullur af lífsþrótti og vilja. Hann var sannur harðjaxl. Ég segi ykkur frá einu fyndnu atviki. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Baldur Líndal

Baldur Líndal efnaverkfræðingur, einn elsti félaginn í klúbbi okkar, er nú lagstur til hinstu hvílu. Hann gekk í klúbbinn fyrir 25 árum og var forseti hans árið 1994 til 1995 eftir að hafa verið ritari nokkrum árum áður. Hann hefur einnig setið í mörgum nefndum í klúbbnum. Í maímánuði sl. var hann útnefndur Paul Harris félagi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 380 orð

Baldur Líndal

Með Baldri Líndal efnaverkfræðingi er genginn einn af frumherjum jarðhitanýtingar hér á landi á síðari hluta þessarar aldar. Hann var sá fyrsti sem helgaði sig því markmiði að finna nýjar leiðir til að nýta þessa orkulind í iðnaði fyrst og fremst. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 371 orð

Baldur Líndal

Þeir verða að missa sem eiga. Fyrir því höfum við fengið að finna sem áttum Baldur Líndal að. Söknuðurinn nístir því við kveðjum einstakan mann sem var gefandi fram á síðasta dag. Það var sumarið 1974 sem móðir mín, Ásdís Hafliðadóttir, þá einstæð þriggja barna móðir, og Baldur, einstæður faðir, giftu sig og hófu sambúð í Kópavoginum. Baldurs beið erfitt verkefni. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Baldur Líndal

Þar eð aðrir munu verða til að fjalla hér um bakgrunn og störf föður míns heitins, vil ég nú einungis snara hér úr ensku nokkrum brotum úr umfjöllunum móður minnar sálugu, Amalíu Líndal, um hann, úr útgefnum ritum hennar. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 415 orð

Baldur Líndal

Fyrir skömmu hringdi Baldur Líndal til mín. Hann hafði tekið saman sögu rannsókna á kísilgúrnum við Mývatn og tilrauna með nýtingu hans. Hann vildi bera undir mig nokkur atriði. Þar kom í samtali okkar að ég spurði Baldur að því við hvað hann væri að fást nú. Á sinn hægláta máta skýrði hann mér frá hugmyndum og verkefnum, sem hann væri að skoða. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 564 orð

BALDUR LÍNDAL

BALDUR LÍNDAL (Tryggvi) Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, fæddist á Lækjamóti í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu, 17. ágúst 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal, húsmóðir og kennari, f. 7.1. 1888 á Lækjamóti, d. 19.7. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Bjarnheiður Jóhannsdóttir

Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. (Jón Helgason) Frænka mín, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, hefur lokið sínum jarðvistardögum. Hún ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 89 orð

BJARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR

BJARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR Bjarnheiður Jóhannsdóttir var fædd í Reykjavík 30. júlí 1901. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Tómasdóttir, f. 20. apríl 1866, d. 11. janúar 1943, frá Seli í Grímsnesi í Árnessýslu, og Jóhann Björnsson, f. 1. mars 1865, d. 14. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Einar Jakob Ólafsson

Það var á þjóðhátíðardaginn okkar, 17. júní sl., að Einar, minn kæri vinur til margra ára, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ég kynntist Einari fyrst fyrir meir en tveim tugum ára, er hann og tengdamóðir mín, Helga Sigtryggsdóttir, rugluðu saman reitum sínum. Margs er að minnast frá liðinni tíð og áttum við margar ánægjustundir saman, og var þá gjarnan lagið tekið í góðra vina hópi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 566 orð

Einar Jakob Ólafsson

Einar var fjórði í röð sjö barna hjónanna Ólafs Gottskálkssonar og Ólínu Björnsdóttur. Snemma byrjaði hann að aðstoða föður sinn í búverkum og snerist með honum daginn út og daginn inn. Svo þrekmikill var hann, að níu ára gamall tók hann þátt í skíðagöngu, sem hann var langyngstur í, og varð í þriðja sæti. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 201 orð

Einar Jakob Ólafsson

Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Alveg síðan ég man eftir mér hefur mér verið sögð sagan af því þegar ég bjó ásamt foreldrum mínum við hliðina á ömmu og afa, Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Einar Jakob Ólafsson

Einar hennar mömmu er dáinn. Okkur systkinin langar að minnast Einars með örfáum orðum. Fyrstu kynni okkar af honum voru þegar hann fór að venja komur sínar í Úthlíðina til mömmu. Var þá margur kaffisopinn drukkinn og oft hlustuðum við á sögurnar frá æskustöðvum hans á Siglufirði, Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Einar Jakob Ólafsson

Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Fyrstu kynni mín af þér voru veturinn 1987 þegar ég kom ný inn í fjölskylduna. Þórir kynnti mig fyrir afa Einari og Helgu sem bjuggu fyrir neðan fjölskyldu hans í Snælandinu. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 96 orð

EINAR JAKOB ÓLAFSSON Einar Jakob Ólafsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní

EINAR JAKOB ÓLAFSSON Einar Jakob Ólafsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Hann var fjórði í röð sjö systkina, hjónanna Ólafs Gottskálkssonar og Ólínu Björnsdóttur. Fyrri kona Einars var Unnur Stefánsdóttir, þau slitu samvistir. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 633 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Kæri félagi og vinur! Ekki reiknuðum við með því að kveðjustund væri svona skammt undan, þegar við áttum saman löng símtöl í síðasta mánuði og fram til þess að þú lagðir upp í þitt langþráða sumarfrí. Þar hvattir þú okkur Vestfirðinga til dáða og gafst okkur góð ráð úr þínum mikla reynslubrunni um kjaramál og starfsemi verkalýðshreyfingar. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Guðmundur J. Guðmundsson

Fréttin um að vinur minn Guðmundur J. Guðmundsson væri látinn kom mér mjög svo á óvart. Tveimur dögum fyrir brottför þeirra Guðmundar og Elínar til Bandaríkjanna voru þau stödd á læknastofu minni sem svo oft áður. Guðmundur var þá hinn hressasti og lék á als oddi og hlakkaði mikið til þessarar hinstu ferðar sinnar. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Guðmundur J. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann lést í Bandaríkjunum 12. júní

GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Guðmundur J. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann lést í Bandaríkjunum 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 23. júní. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Hallur Hermannsson

Okkur langar að minnast okkar ástkæra föður og tengdaföður Halls Hermannssonar. Hann var fæddur á Skútustöðum í Mývatnssveit, sonur prestshjónanna þar. Hallur ólst upp við öll almenn sveitastörf og tók þátt í starfi og leik í heimasveit sinni. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 465 orð

Hallur Hermannsson

Við Hallur heitinn kynntumst fyrst persónulega í ársbyrjun 1990 er ég tók við formennsku í Landssamtökum hjartasjúklinga, en vorum áður málkunnugir. Hallur átti mjög glæsilegan starfsferil hjá Skipaútgerð ríkisins, en hann var þar skrifstofustjóri í mörg ár. Hann hóf störf hjá samtökunum 1. ágúst 1985 og hætti þar 1. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Hallur Hermannsson

Þegar ég fyrir um það bil 35 árum hitti tengdaföður minn, Hall Hermannsson, í fyrsta skipti var ég ung og óframfærin. Mér fannst ég bókstaflega skríða upp síðustu tröppurnar á Kópavogsbraut 12, en þar bjuggu tengdaforeldrar mínir á þeim tíma. Inni biðu mín Hallur, Sísí og þrjú systkini Stefáns sem litu mig miklum forvitnisaugum. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 457 orð

Hallur Hermannsson

Eftir stutta sjúkralegu lést afi minn og nafni, Hallur Hermannsson, nokkrum dögum eftir áttræðisafmæli sitt. Sjálfum fannst mér afi aldrei gamall enda hafði hann fas og augnaráð mun yngri manns auk þess sem hann var alla tíð einkar skýr í hugsun og málfari. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Hallur Hermannsson

Í dag kveð ég með söknuði afa minn Hall Hermannsson og um leið þakka ég honum fyrir allar þær dýrmætu stundir sem ég átti með honum. Þegar ég lít til baka, koma ótal minningar um frábæran afa fram í hugann. Afi Hallur var vel að sér á öllum sviðum og flestum mönnum fróðari. Hann gaf út tímaritið Bergmál til nokkurra ára. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Hallur Hermannsson

Stundum getur verið skammt stórra högga á milli. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég fylgdi elskulegri móður minni til grafar og nú Halli. Vinátta okkar ristir marga áratugi aftur í tímann. Ég leit alltaf á hann sem góðan frænda enda giftur Sísí systur mömmu. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 188 orð

HALLUR HERMANNSSON

HALLUR HERMANNSSON Hallur Hermannsson var fæddur á Skútustöðum 31. maí 1917. Hann lést í Reykjavík 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigurðardóttir (1889­1973) og Hermann Hjartarson (1887­1950) prestshjón á Skútustöðum. Þau fluttu síðar að Laugum í Reykjadal þar sem Hermann var skólastjóri. Systkini Halls eru Ingibjörg, f. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Ingólfur Helgason

Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að kveðja elsku afa okkar. Ekki er nema rúmlega eitt og hálft ár síðan Lóa amma lést. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 375 orð

Ingólfur Helgason

Það er undarleg tilhugsun að vita til þess að ég fái ekki að sjá elskulegan tengdaföður minn aftur. Samt er ég í hjarta mínu glöð yfir því að hann þurfti ekki að berjast við veikindin lengur. Núna eru þau Ingi og Lóa glöð og ánægð yfir því að hafa náð saman aftur. Það er ekki nema eitt og hálft ár síðan tengdamóðir mín dó, svo að það var ekki langt á milli þeirra. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 287 orð

INGÓLFUR HELGASON

INGÓLFUR HELGASON Ingólfur Helgason var fæddur á Kverngrjóti í Saurbæ í Dalasýslu 17. janúar 1913. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Friðriksdóttir og Helgi Helgason sem bjuggu á Kverngrjóti. Systkini Ingólfs eru Sigrún, f. 1898, látin, Ólafur, f. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Jóhanna Pálsdóttir

Elsku Hanna mín. Örfáar minningar og þakkarorð. Alveg frá því að Svala hringdi í mig og sagði mér að nú værir þú búin að fá hvíldina hefur þú verið í huga mér meira og minna. Ég hef verið að rifja upp allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, öll skiptin sem þú og Gummi komuð í bæinn og allar búðarferðirnar sem við fórum saman í. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 79 orð

JÓHANNA PÁLSDÓTTIR

JÓHANNA PÁLSDÓTTIR Jóhanna Pálsdóttir fæddist á Patreksfirði hinn 17. janúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar hinn 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna María Björnsdóttir og Poul Nicolai Christensen. Hinn 11. október 1929 giftist Jóhanna Guðmundi Gestssyni, f. 3. júlí 1901, d. 19. janúar 1982. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 1282 orð

Jóna Erlingsdóttir

Það var mikil sorgarfrétt, þegar tilkynning barst frá hjúkrunarheimilinu Skjóli snemma að morgni síðastliðins föstudags, að ástkær móðir, amma og langamma, hefði látist. Margar minningar koma upp í hugann um þessa yndislegu konu, sem svo oft þurfti að horfast í augu við harða lífsbaráttuna. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 276 orð

JÓNA ERLINGSDÓTTIR

JÓNA ERLINGSDÓTTIR Jóna Erlingsdóttir var fædd 21. október 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Dalbraut í Reykjavík, að morgni 20. júní síðastliðinn. Móðir hennar var Kristín, dóttir Erlends Magnússonar, b. á Kaldárbakka í Skorradal, og Ragnhildar Bergþórsdóttur. Faðir Jónu var Erlingur, b. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Margrét Eggertsdóttir

Það var að kvöldi 17. júní, eftir sólbjartan hátíðardag okkar allra, að ég fékk þá sorgarfrétt út á sjó að tengdamóðir mín Margrét hefði látist mjög skyndilega, þessi dagur var ekki bara þjóðhátíðardagurinn okkar allra, helur sérstakur dagur hjá Grétu og hennar fjölskyldu, þetta var afmælisdagurinn hennar, sem hún hafði sérstaka ástæðu til að halda uppá, Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 237 orð

Margrét Eggertsdóttir

Elsku amma okkar er horfin af þessari jörðu. Hún hefur sofnað svefninum langa. Amma lést að kvöldi afmælisdags síns, 17. júní sl., aðeins 73 ára gömul. Hún sem hafði verið svo hress og ánægð á afmælisdeginum er hún hitti skyldfólk og vini. Fréttin um andlát henanr þetta kvöld kom því sem þruma úr heiðskíru lofti. Gréta amma, eins og við kölluðum hana, var lífsglöð og góð kona. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 234 orð

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR

MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR Margrét Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júní 1924. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ísfold Helgadóttir, húsmóðir frá Ánastöðum, Skagafirði, og Eggert Bjarni Kristjánsson, stýrimaður frá Arnarfirði. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Margrét Eggertsdóttir 17. júní síðastliðinn, á afmælisdegi sínum, lést

17. júní síðastliðinn, á afmælisdegi sínum, lést frú Margrét Eggertsdóttir. Það var skammt á milli þeirra hjóna, tengdaforeldra minna, Sigurðar Sigurðssonar verslunarmanns, sem lést í janúar síðastliðnum og Margrétar Eggertsdóttur. Hvernig gat það líka öðruvísi verið eins samrýnd og þau voru í löngu hjónabandi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 310 orð

Páll Ólafsson

Afi var alveg yndislegur maður. Það fór aldrei mikið fyrir honum en samt vissum við alltaf af honum sitjandi í stólnum sínum í Safamýrinni, að lesa, skrifa eða að hlusta á tónlist. Hann var einn hógværasti maður sem við höfum kynnst, og aldrei var hann að stæra sig af verkum sínum. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Páll Ólafsson

Páli Ólafssyni efnafræðingi kynntist ég fyrir rúmum 30 árum þegar ég hóf störf á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og við unnum þar náið saman í ein 15 ár. Mér þótti strax mikið koma til þekkingar hans á stóriðju Íslands sem þá var, vinnsla fiskimjöls og lýsis. Það eru ekki nema 30 ár síðan fiskimjöl og lýsi voru nærri helmingur útflutningsverðmætis vöru frá Íslandi. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 585 orð

Páll Ólafsson

Með Páli Ólafssyni er genginn einn af merkustu frumkvöðlum í efnarannsóknum á Íslandi. Hann var Vestfirðingur að ætt og ólst upp á Ísafirði. Frá unga aldri kynntist Páll algengum sveitastörfum hjá afa sínum og ömmu, þeim Páli Ólafssyni prófasti og Arndísi Pétursdóttur í Vatnsfirði og taldi Páll að sumardvölin hjá þeim heiðurshjónum hafi reynst honum gott veganesti. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 366 orð

PÁLL ÓLAFSSON

PÁLL ÓLAFSSON Páll Ólafsson var fæddur á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi, N-Ís. 9. nóvember 1911. Hann andaðist í dvalarheimilinu Seljahlíð að morgni 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Pálsson, f. 29.1. 1884, d. 12.12. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 360 orð

Sigurður Örn Arnarson

Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þessi orð komu í huga minn þegar faðir þinn flutti mér þessa voðafrétt að þú hefðir látist af slysförum úti í Englandi. Við skiljum illa og sættum okkur ekki alltaf við, hve lífið getur verið hart og að okkur finnst miskunnarlaust. Svo er nú þegar fjölskylda okkar varð fyrir þessu höggi, svo skyndilega og óvænt. En tilgangurinn hlýtur að vera einhver. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Sigurður Örn Arnarson

Elsku hjartans vinur minn, nú er komið að kveðjustund og allar góðu minningarnar sem ég á um þig streyma um huga minn. Allar eru þær tengdar góðum stundum, þó sérstaklega úr Völu. Ég man þegar ég mætti fyrst í Völu, hvað þú tókst vel á móti mér. Upp frá því myndaðist innilegt vinasamband á milli okkar og áttum við margar ógleymanlegar stundir upp frá því. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Sigurður Örn Arnarson

Siggi víkingur flaug um heiminn með bros á vör. Hann var einlægnin uppmáluð, sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Með sínu heilbrigða viðhorfi til lífsins og því að viðhalda barninu í sér tókst honum að lifa lífinu á þann hátt sem flest okkar dreymir aðeins um. Þar sem Siggi var, þar var tónlist. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 111 orð

Sigurður Örn Arnarson

Elskulegi frændi. Aðeins örfá orð til þín. Þær komu eins og reiðarslag fréttirnar um að þú værir farinn frá okkur, svona ungur og áttir allt lífið framundan. Elsku Siggi, hjartans þökk fyrir samverustundirnar, gleðina, hláturinn, tónlistina og allt sem þú gafst okkur. Í hjarta okkar lifir minningin um þig, einlægan og skemmtilegan frænda. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Sigurður Örn Arnarson

Elsku frændi, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Það er hart þegar ungt fólk er kallað burt í blóma lífsins, en ég veit að þetta hefur tilgang. Við hjónin erum svo glöð að þú komst heim fyrir stuttu, til að vera með elsku litlu dóttur þinni, og fara með hana í sveitina að sjá dýrin. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 484 orð

Sigurður Örn Arnarson

Siggi minn, ég vildi að ég væri ekki að kveðja þig. Aldrei hugsaði ég að svona myndi koma fyrir. Þú varst svo ungur og lífsglaður. Ég var ekki búin að þekkja þig í nema tæp sex ár, við kynntumst þegar við vorum bæði 18 ára og trúlofuðum okkur stuttu seinna. Það var margt sem við brölluðum saman, tvö eða með vinum okkar. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 374 orð

Sigurður Örn Arnarson

Yndislegur frændi er fallinn frá, svo hræðilega snöggt. Alltaf svo einlægur, kurteis og hlýr. Minningar okkar um hann eru margar og yndislegar. Siggi þorði að vera öðruvísi, að hafa sínar eigin skoðanir, og það gerði hann svo einstakan. Við minnumst skemmtilegra heimsókna til Lúxemborgar, þar sem svo margt var brallað. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 188 orð

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON Sigurður Örn Arnarson var fæddur í Lúxemborg 12. ágúst 1973. Hann lést af slysförum í Manchester á Englandi 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Karen Sigurðardóttir flugfreyja, f. 14.12. 1949 í Reykjavík, og Örn Jóhannsson flugvirki, f. 3.7. 1949 á Akureyri. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 48 orð

Sigurður Örn Arnarson Elsku Siggi minn, hér er smákveðja til þín. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín.

Elsku Siggi minn, hér er smákveðja til þín. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Ég bið góðan Guð að styrkja ástvini þína. Megi ljósið ætíð fylgja þér, kæri frændi. Harpa Másdóttir. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 594 orð

Þorbergur R. Sveinsson

Þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að stórvinur minn, Beggi, væri dáinn var eins og tíminn stoppaði. Þetta gat ekki verið, við sem fórum í heilmikinn bíltúr rúmum sólarhring áður. Þetta var ferð sem við vorum fyrir löngu búnir að ákveða en veðrið hafði komið í veg fyrir að það hefði verið hægt. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 28 orð

ÞORBERGUR R. SVEINSSON Þorbergur Rúnar Sveinsson fæddist 11. júlí 1950. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Útför Þorbergs fer fram

ÞORBERGUR R. SVEINSSON Þorbergur Rúnar Sveinsson fæddist 11. júlí 1950. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Útför Þorbergs fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Þorkell Eggertsson

Nú legg ég augun aftur, Ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Hann elsku Keli afi er dáinn, við kveðjum þig með miklum söknuði en huggum okkur við það að nú líður þér vel. Meira
27. júní 1997 | Minningargreinar | 34 orð

ÞORKELL EGGERTSSON Þorkell Eggertsson fæddist á Bakkaseli í Öxnadal 28. maí 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

ÞORKELL EGGERTSSON Þorkell Eggertsson fæddist á Bakkaseli í Öxnadal 28. maí 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. júní síðastliðinn. Útför Þorkels fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira

Viðskipti

27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 414 orð

ÐHandsal með um 40 milljóna tap í fyrra Hagnaður nam um 25 milljónum fyr

TÆPLEGA 40 milljóna króna tap varð hjá verðbréfafyrirtækinu Handsali hf. á síðasta ári borið saman við 3 milljóna tap árið áður. Ástæða tapsins á síðasta ári er uppsafnaður vandi undanfarinna ára, þar sem nauðsynlegt þótti að færa niður eignir og gjaldfæra ábyrgðir í verulegum mæli. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 55 orð

ÐLandssamband stangveiðifélaga kynnir ABU VEIÐIM

VEIÐIMAÐURINN ehf. og Landssamband stangveiðifélaga hafa gert með sér samning um kynningu á veiðisettum ABU Garcia á þessu ári. Landssambandið heimilar notkun á nafni sínu á veiðisettunum gegn því að fá 7,5% af heildsöluverði þeirra. Þeir Valdór Bóasson, formaður Landssambandsins og Paul O'Keeffe, eigandi Veiðimannsins handsöluðu samninginn á dögunum. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Hlutabréf í Deutsche Telekom seld

DEUTSCHE TELEKOM AG, hinn kunni þýzki fjarskiptarisi, hefur komizt að samkomulagi við stjórnina í Bonn um að hún selji nokkur þau hlutabréf sem hún á enn í fyrirtækinu til að auðvelda inngöngu Þjóðverja í evrópskt myntbandalag. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Kaupir 2 banka í 2 vikum

WACHOVIA Corp. í Norður- Karólínu hefur samþykkt að kaupa Central Fidelity Banks Inc. fyrir um 2,3 milljarða dollara og hefur þar með keypt tvo banka á tveimur vikum. Með samningnum um kaupin og fyrri samningi um að kaupa Jefferson Bankshares Inc. verður Wachovia stærsti banki Virginíu og 17. stærsti banki Bandaríkjanna, en áður skipaði hann 20. sæti. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 208 orð

»Metverð á frönskum og þýzkum bréfum

GENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær og frönsk og þýzk bréf seldust á metverði. Dollar hélt verlli gegn marki, en lækkaði gegn jeni. Gengi punds hefur ekki verið hærra síðan í júlí 1992 af því að búizt er við brezkri vaxtahækkun. Dollarinn snarlækkaði gegn kanadískum dollar þegar Kanadabanki hækkaði vexti um 0,25% í 3,5%. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 434 orð

Mörg teikn á lofti um frekari vaxtalækkanir

VEXTIR á langtímabréfum héldu áfram að þokast niður á við í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær í kjölfar þeirrar vaxtalækkunar sem varð á spariskírteinum til 8 ára útboði Lánasýslunnar á miðvikudag. Ávöxtun spariskírteina til átta ára var fyrir útboðið 5,60% en hafði í gær lækkað í 5,49% á Verðbréfaþinginu. Þá hafði ávöxtun húsbréfa lækkað úr 5,58% í 5,49% eða um 9 punkta. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Olíuverð lægra eftir fund OPEC

RÁÐHERRAR Samtaka olíusöluríkja, OPEC, náðu samkomulagi um óbreytta kvóta á fundi sínum í Vín, en tóku ekki á vandamálum vegna offramleiðslu og reyndu að dylja galla á kvótakerfi samtakanna að sögn sérfræðinga. Meira
27. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Statoil einfaldar vinnslu með skiptum á eignum

NORSKA ríkisolíufyrirtækið Statoil hefur ákveðið að leggja út á nýjar brautir með því að einfalda framleiðsluna í Norðursjó með flóknum eignaskiptum samkvæmt samningum við olíurisana British Petroleum og Chevron. Meira

Fastir þættir

27. júní 1997 | Dagbók | 2925 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 93 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í tilefni sextíu ára afmæ

Árnað heillaÁRA afmæli. Í tilefni sextíu ára afmælis hjónanna Sigurbjargar Sigurjónsdóttur og Haraldar Sumarliðasonar 19. júní og 2. júlí, hafa þau opið hús í Gullhömrum, Hallveigarstíg 1, á morgun, laugardaginn 28. júní, frá kl. 17 til 19 og bjóða vini og vandamenn velkomna. ÁRA afmæli. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 37 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Á morgun, laugardaginn 28. júní, verða gefin saman í hjónaband í Sørkedalkirke í Osló Kristín Hrund Davíðsdóttir og Thron Alm.Heimili þeirra er á Pilotveien 10, 0384 Osló, en veislan verður haldin á Jansbergveien 11, 0861, Osló. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. maí í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sonja Ýr Eggertsdóttir og Ólafur Guðmundsson.Heimili þeirra er í Vesturholti 4, Hafnarfirði. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Elín Margrét Guðmundsdóttir og Hálfdán Karl Þórðarson. Heimili þeirra er á Laufvangi 4, Hafnarfirði. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. maí í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Hulda Gústafsdóttir ogHinrik Bragason. Heimili þeirra er í Reykási 26, Reykjavík. Meira
27. júní 1997 | Fastir þættir | 759 orð

Kasparov ennþá bestur manna

Gary Kasparov gerði jafntefli við Bretann Nigel Short í síðustu umferð og sigraði á mótinu. SKÁK þeirra var stutt en spennandi og endaði með því að Short fórnaði drottningunni til að ná þráskák. Vladímir Kramnik gat náð Kasparov með því að sigra Boris Gelfand. Hann beitti öllum brögðum til að freista þess að sigra Hvít- Rússann, en skákinni lauk með jafntefli í 76 leikjum. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 484 orð

ORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Kor

ORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Kornelíusi Sigmundssyni, forsetaritara: "Vegna ummæla Víkverja s.l. miðvikudag skal tekið fram, að sú meginvenja hefur verið á Bessastöðum í marga áratugi, að forseta sé boðið fyrst, séu veitingar bornar fram. Venjan er því ekki ný. Meira
27. júní 1997 | Í dag | 332 orð

ÓsammálaVíkverja

VEGNA ummæla Víkverja í Morgunblaðinu miðvikudaginn 25. júní, þar sem hann gagnrýnir þann sið að forseta sé boðið fyrst en síðan gestum, ofbauð mér ókurteisin í Víkverja. Í bókinni Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur eru nauðsynlegustu borðsiðir eins og t.d.: "Setjist ekki á undan húsbændum við borðið." "Byrjið ekki að borða á undan húsbændunum. Meira

Íþróttir

27. júní 1997 | Íþróttir | 36 orð

2. deild karla:

2. deild karla: 2. deild karla: KVA - Þróttur N.4:5 Ægir - Leiknir R.2:2 Suður-Ameríku keppnin La Paz, Bólivíu: Undanúrslit: Bólivía - Mexikó3:1 Erwin Sanchez (26.), Ramiro Castillo (44.), Jaime Moreno (75.) - Nicolas Ramirez (5.) 46.000. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 252 orð

Besti árangur sem Íslendingar hafa náð

"ÉG er mjög stoltur af strákunum, enda er þetta besti árangur sem Íslendingar hafa náð í golfi ­ það er afrek að tryggja sér sæti í a-riðli í Evrópumóti áhugamanna og skjóta liðum eins og Englandi, Wales, Frakklandi og Ítalíu ref fyrir rass," sagði Ragnar Ólafsson landsliðseinvaldur. Íslenska sveitin náði fjórða besta árangri í gær og hafnaði í sjöunda sæti. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 795 orð

Duncan valinn fyrstur

AÐFARANÓTT fimmtudags fór fram í Charlotte í Bandaríkjunum nýliðavalið í NBA-deildinni í körfuknattleik. Að þessu sinni var það San Antonio Spurs sem átti fyrsta valrétt, síðan Philadelphia 76ers, þá Boston Celtics, Vancouver Grizzlies, Denver Nuggets og Celtics á ný, en liðið hafði fengið sjötta valrétt frá Dallas Mavericks. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 167 orð

Eftir laglegt spil ÍBV skaut Tryggvi á markið, Eggert

Eftir laglegt spil ÍBV skaut Tryggvi á markið, Eggert hálfvarði og Rútur Snorrason náði frákastinu og skoraði með góðu vinstrifótarskot rétt innan vítateigs. Þetta gerðist á 24. mínútu. Á 44. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 115 orð

Eftir þunga sókn FH-inga á 6. mínútu leiksings átti Hrafnkel

Eftir þunga sókn FH-inga á 6. mínútu leiksings átti Hrafnkell Kristjánsson þrumuskot að marki Skallagríms. Friðrik Þorsteinsson markvörður varði en hélt ekki boltanum og Ásmundur Haraldsson fylgdi á eftir og skoraði með hægri fæti frá markteig. Aðeins tveimur mínútum síðar, á 8. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 324 orð

Greið leið ÍBV

Greið leið ÍBV Leið Vestmannaeyinga í 8 liða úrslit bikarkeppninnar var greið, en þeir unnu stórsigur á KA á Akureyri í gærkveldi 6-1. Yfirburðir ÍBV voru algjörir í leiknum og hefðu þeir hæglega geta bætt við fleiri mörkum. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 162 orð

Hermann fer til Crystal Palace

Miklar líkur eru á því að varnarmaðurinn sterki Hermann Hreiðarsson, leikmaður ÍBV, gangi til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace í London í sumar, skv. heimildum Morgunblaðsins. Forráðamenn Palace hafa lengi haft augastað á Hermanni, hann var til reynslu hjá félaginu í fyrra og Englendingarnir hafa verið í sambandi við Eyjamenn öðru hvoru síðan. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 52 orð

Keflvíkingar sóttu hratt upp vinstri kantinn á 63. mínútu og

Keflvíkingar sóttu hratt upp vinstri kantinn á 63. mínútu og Haukur Ingi Guðnason fór upp í hornið, renndi knettinum síðan út fyrir vítateigslínuna á Eystein Hauksson sem renndi inn í vítateiginn á Gunnar Oddsson sem skaut föstu skoti. Ólafur Pétursson markvörður varði vel en Gunnar náði frákastinu og nú brást honum ekki bogalistin. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 87 orð

KEILAJón Helgi stendur sig vel

JÓN Helgi Bragason, landsliðsmaður í keilu, hefur staðið sig mjög vel á Evrópumeistaramótinu í Nottingham í Englandi. Hann er nú í áttunda sæti í samanlögðum árangri einstaklinga, með 4972 stig í 24 leikjum, eða meðalskot 207,2 stig í leik. Hann keppir því í sextán manna úrslitum um helgina. Þá keppa sextán efstu allir við alla. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 238 orð

KRISTJÁN Finnbogason var fyrirliði KR

KRISTINN Lárusson, leikmaður Stjörnunnar, á við rifbeinsbrot að stríða og þurfti að yfirgefa leikvöllinn um miðjan síðari hálfleik í leiknum á móti KR. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 100 orð

Kristján í 8- manna úrslit

KRISTJÁN Helgason sigraði Markku Hamalainen frá Finnlandi 5:1 í 16-manna úrslitum Evrópumótsins í snóker í Frakklandi á miðvikudagskvöldið. Kristján vann fyrsta ramma 75:34, tapaði næsta 40:63 en sigraði síðan 70:62, 81:35, 71:37 og 73:25. Viðureignin stóð í tæpar tvær klukkustundir og aldrei þessu vant náði Kristján ekki 100 í stuði. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 307 orð

Körfuknattleikur

Evrópukeppni landsliða A-RIÐILLGerona, Spáni: Rússland - Grikkland72:74 Igor Kudelin 21, Vasily Karasev 13, Mikhail Mikhailov 12, Sergei Babkov 11, Yevgeny Kisurin 8 ­ Nikos Ekonomou 18, Efthimis Rentzias 16, Theofanis Christopoulou 13, Angelos Koronios 12, George Sigalas 9. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 401 orð

Mikið fjör í Keflavík

ÞAÐ leiðinlega við bikarkeppni er þegar tvö lið leika vel að annað þeirra skuli þurfa að falla úr keppni. Þannig var það í Keflavík í gærkvöldi þegar heimamenn lögðu Fram 1:0 og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru í bikarkeppninni. Leikurinn var eldfjörugur alveg frá byrjun og varla að hægt sé að tala um dauðan tíma. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 166 orð

Nýliðar í NBA

Eftirtaldir leikmenn voruvaldir í fyrstu umferð nýliðavalsins í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik ífyrrinótt. (F=framherji, M=miðherji, B=bakvörður). 1. Tim Duncan (M)San Antonio. 2. Keith Van Horn (F)Philadelphia. Verður að öllum líkindum skipt tilNew Jersey. 3. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 242 orð

Stefnt á 1. deild

Evrópubikarkeppni landsliða í tugþraut hefst í Maribor í Slóveníu á morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Um er að ræða keppni í 2. deild en tvö efstu liðin komast upp í þá fyrstu. Níu þjóðir senda þátttakendur til keppni en hver þeirra má tefla fram fjórum einstaklingum og árangur þriggja bestu í hverri grein gildir. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 660 orð

Stjarnan - KR1:5 Stjörnuvöllur, 16-liða úrslit Coca-Cola bik

Stjörnuvöllur, 16-liða úrslit Coca-Cola bikarkeppni KSÍ, fimmtudaginn 26. júní, 1997. Aðstæður: Sól og gott veður. Völlurinn góður. Mark Stjörnunnar: Ingólfur Ingólfsson (12.). Mörk KR: Bjarni Þorsteinsson (3.), Þorsteinn Jónsson (59.), Ríkharður Daðason (67.- úr vítasp.), Einar Þór Daníelsson (68.), Brynjar Gunnarsson (87.). Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 497 orð

Stjörnuhrap

EFTIR heldur dapurt gengi KR- inga framan af sumri virðast hjólin nú loksins farin að snúast í vesturbænum. KR-ingar lögðu Stjörnuna úr Garðabæ að velli, 5:1, í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi og náðu þeir þar með að fylgja eftir góðum sigri á ÍBV um síðustu helgi í Sjóvár-Almennra deildinni. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 221 orð

Strax á þriðju mínútu fékk KR aukaspyrnu til móts við vítate

Strax á þriðju mínútu fékk KR aukaspyrnu til móts við vítateig Stjörnunnar vinstra megin. Hilmar Björnsson sendi beint á kollinn á Bjarna Þorsteinssyni, sem skoraði örugglega. Á 12. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 307 orð

Valdimar kom Borgnesingum áfram

Skallagrímur er kominn í 8-liða úrslit eftir nauman sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Valdimar Sigurðsson kom Borgnesingum áfram með glæsilegu marki í fyrri hálfleik framlengingar. Ekki var merkjanlegt á leik liðanna að annað spilaði í efstu deild en hitt í næst efstu og voru FH-ingar jafnvel betri ef eitthvað var. Meira
27. júní 1997 | Íþróttir | 380 orð

Það verður mitt verkefni að skora mörk

ARNAR Gunnlaugsson, landsliðsmiðherji í knattspyrnu, hefur samið við Íslands- og bikarmeistara Akurnesinga um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil. Arnar hefur verið á mála hjá franska 2. deildar liðinu Sochaux en er laus allra mála þaðan. "Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, sem ég hef tekið," sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira

Úr verinu

27. júní 1997 | Úr verinu | 278 orð

Nánast nýr Guðfinnur KE

GUÐFINNUR KE frá Sandgerði er nú nánast sem nýr en skipið hefur á síðustu mánuðum verið endurnýjað frá grunni. Áður en byrjað var á breytingunum mældist skipið 29 tonn en er í dag 70 tonn og rúmmetrafjöldinn hefur aukist úr 84 í 196 rúmmetra. Meira
27. júní 1997 | Úr verinu | 542 orð

Unnið á tveimur vöktum við nýja flakavinnslulínu

GERÐUR hefur verið tveggja mánaða reynslusamningur milli Útgerðarfélags Akureyringa og Verkalýðsfélagið Einingu á Akureyri um nýtt vinnufyrirkomulag í tengslum við nýja vinnslulínu sem tekin verður í notkun hjá ÚA í júlí. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð

Biðlistinn er langur

"VIÐ hér á Svæðisskrifstofunni erum að reyna að átta okkur á því hvar við erum stödd með tilliti til laga um málefni fatlaðra í samfélaginu, jafnrétti þeirra og alla grunnþætti sem skapa sjálfsögð lífsgæði. Í því skyni höfum við móta stefnuna fyrir næstu 3-5 ára," segir Þór Garðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 325 orð

Dansað í stóru tjaldi á fánadaginn forðum

LEYNDARDÓMSFULLUR kastali gnæfir yfir í skógivaxinni hæðinni fyrir ofan Álafosskvosina. Í hátt á hálfa öld hefur kastalinn verið heimili Ingunnar Finnbogadóttur en hún var tengdadóttir Sigurjóns Péturssonar sem var forstjóri Álafoss í um 35 ár. Eiginmaður Ingunnar, Ásbjörn, og bróðir hans Pétur tóku við rekstri ullarverksmiðjunnar þegar faðir þeirra lést árið 1955. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 2326 orð

FJÖLFÖTLUÐ BÖRN

ÉG gæti ekki verið í þessari stöðu ef ég þekkti ekki fatlaða einstaklinga og foreldra þeirra" sagði Hrefna Haraldsdóttir en hún starfar fyrir Landsamtökin Þroskahjálp sem foreldraráðgjafi og hjá Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík. Starfið felst aðalega í stuðningi og ráðgjöf við foreldra. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 624 orð

Fjölskyldur skiptinemans á Hauganesi

CARLOS R. Ramires og Gladys Lorenzo, hjón frá Puerto Rico héldu nýlega til heimalands síns eftir um hálfsmánaðar dvöl hér á landi. Þetta er í þriðja sinn sem Carlos heimsækir Ísland og önnur ferð Gladys. Ástæðan fyrir ferðinni hingað í þetta sinn er marþætt; þau voru við fermingu, brautskráningu og einnig voru þau að kanna markað fyrir ferðamenn frá Puerto Rico hér á landi. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 732 orð

Hugmyndir um kynferði hafa áhrif á stofnanir samfélagsins

RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum við Háskóla Íslands er þverfagleg stofnun sem fæst við rannsóknir og miðlun þekkingar á sviði kvennafræða. Rannsóknastofan var stofnuð árið 1990, en meginmarkmið hennar er að efla kvennarannsóknir hér á landi og auka þekkingu og umræðu um þýðingu kynferðis. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1007 orð

Íslendingar ýttu sjálfstæðinu úr vör í Eystrasaltsríkjunum

"Ég held að sjaldan eða aldrei hafi íslensk stjórnvöld látið eins mikið til sín taka í máli sem kemur þeim ekki beint við og í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í samtali við Helga Þorsteinsson en Guðni flutti athyglisvert erindi um málið á Söguþinginu. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 258 orð

Karlmenn óánægðari eftir skilnað

TÖLFRÆÐILEGAR rannsóknir sýna að konur fara að öllu jöfnu verr út úr skilnaði fjárhagslega en karlmenn. Þeir eru hins vegar óánægðari með skilmálana þegar upp er staðið, samkvæmt tímaritinu Psychology Today. Sálfræðingur við ríkisháskólann í Indiana-fylki í Bandaríkjunum, dr. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1279 orð

Listaþorp í Álafosskvosinni

ANDRÚMSLOFTIÐ í Álafosskvosinni minnir á lítið sveitaþorp í Mið-Evrópu með malartorgi, bæjarlæk og trjágróðri. "En samt er það eins íslenskt og íslenska sauðkindin," bætir Þorlákur Kristinsson við, betur þekktur sem Tolli. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 777 orð

Pælt í speki í Háskólanum á Akureyri

HEIMSPEKI fyrir börn á hjara veraldar, áttunda alþjóðlega ráðstefnan um barnaheimspeki, var haldin í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku. Ráðstefnuna sóttu kennarar, heimspekingar og fræðimenn frá öllum heimsálfum og fluttu umm þrjátíu einstaklingar frá 15 löndum fyrirlestur. Meira
27. júní 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 281 orð

STEFÁN HREIÐARSSONSHvað er fjölfötlun?

"Ég held að það sé ekki til nein opinber skilgreining á orðinu fjölfatlaður, en ég held að flestir leggi þann skilning í hugtakið, að um mjög afgerandi fötlun sé að ræða á fleiri en einu sviði. Þannig gæti verið um að ræða alvarlega hreyfi- og þroskahömlun, flogaveiki, sjónskerðingu og erfiðleika við tjáningu," sagði Stefán Hreiðarsson, barnalæknir og sérfræðingur í fötlun barna. Meira

Lesbók

27. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

SEIÐMAGN

Eins og sól rís úr myrkri stendur þú, þétt við klettvegginn teygir anga þín að köldu berginu og býður mig velkomna. Það skín af þér birtan eins og fyrsta sólargeisla morgunsins. Þú dregur mig til þín og ég get ekki annað en hlýtt. Hægt en örugglega í átt til þín Ég læsist í neti þínu og skil þá fyrst hvað verður. Meira

Ýmis aukablöð

27. júní 1997 | Dagskrárblað | 169 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) (2:25) (e) [7379] 17.30Taumlaus tónlist [37621] 19.00Kafbáturinn (Seaquest DSV 2) (5:21) (e) [4008] 20.00Tímaflakkarar (Sliders) (9:25) [3992] 21. Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 148 orð

17.50Táknmálsfréttir [62405

17.50Táknmálsfréttir [6240553] 18.00Fréttir [21263] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. (672) [200017843] 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [105060] 19. Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 725 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Ingileif Malmberg flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 7.31 Fréttir á ensku. 8.00Hér og nú. Að utan. Morgunmúsík. 8. Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 796 orð

Föstudagur 27. júní BBC PRIME 4

Föstudagur 27. júní BBC PRIME 4.00 The Small Business 5.00 Newsdesk 5.30Simon and the Witch 5.45 Blue Peter Special 6.10 Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 84 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 118 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
27. júní 1997 | Dagskrárblað | 192 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [55485]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [67205843] 13.00Aðeins þú (Only You)Bandarísk gamanmynd frá 1994 með Óskarsverðlaunahafanum Marisu Tomei og Robert Downey jr. í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um hina mjög svo rómantísku Faith sem hefur lengið leitað að hinum eina rétta en aldrei fundið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.