Greinar laugardaginn 28. júní 1997

Forsíða

28. júní 1997 | Forsíða | 141 orð

Alnæmi breiðist hratt út í Afríku Heimsálfa m

TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að hætta væri á að Afríka breyttist í heimsálfu munaðarleysingja yrði ekki strax reynt að stemma stigu við útbreiðslu alnæmis. Peter Piot, framkvæmdastjóri alnæmisstofnunar SÞ, sagði að milljónir barna ættu á hættu að sýkjast en auk þess væri áætlað, að níu milljónir barna undir 15 ára aldri hefðu misst móður sína úr sjúkdómnum. Meira
28. júní 1997 | Forsíða | 96 orð

Garrí Kasparov Vill leyfa tölvur í skákmótum

GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, lagði til í gær, að stórmeisturunum í íþróttinni yrði leyft að notast við ferðatölvu á mótum til að auðvelda sér stöðugreiningu. Heimsmeistarinn sagði á blaðamannafundi á Spáni, að skákmeistarar þyrftu ekki síður á tölvunni að halda en til dæmis stærðfræðingar. Meira
28. júní 1997 | Forsíða | 110 orð

Úrhelli á Bretlandi MIKIÐ hefur

MIKIÐ hefur rignt á Bretlandi undanfarna daga og þar hefur ekki mælst meiri rigning í júnímánuði á þessari öld. Ekkert var leikið á tennismótinu í Wimbledon annan daginn í röð og gerðist það síðast árið 1909. Velta stjórnendur nú fyrir sér hvort ekki verði að gera undantekningu og leika á sunnudag og stytta leiki hjá körlum. Meira
28. júní 1997 | Forsíða | 384 orð

Valdaskiptin í Hong Kong um mánaðamótin Yfirlýsi

KÍNVERJAR tilkynntu í gær að fjögur þúsund hermenn myndu halda inn í Hong Kong í dögun á þriðjudag, 1. júlí, aðeins sex klukkustundum eftir að Kínverjar taka þar völdin og síðustu bresku hermennirnir hverfa á braut. Vakti þessi yfirlýsing, sem barst frá skrifstofu Tungs Chee-hwas, verðandi leiðtoga Hong Kong, óhug margra. Meira
28. júní 1997 | Forsíða | 307 orð

Yfirlýsingar Lars Emils Johansens um geymslu kjarnavopna á Grænlan

BANDARÍSK yfirvöld eru reiðubúin að hefja viðræður við Grænlendinga um að koma fyrir kjarnaoddum á Grænlandi, að sögn eins helsta sérfræðings Bills Clintons Bandaríkjaforseta í afvopnunarmálum, Gary Samore. Málið hefur hins vegar ekki verið tekið formlega fyrir hjá bandarískum stjórnvöldum. Meira

Fréttir

28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 471 orð

300 milljónir á ári til landkynningar næstu þrjú árin

STYRKUR Íslands á ferðaþjónustumarkaði felst fyrst og fremst í náttúrunni og umhverfinu en helstu veikleikarnir eru skortur á fjármagni til markaðssetningar, skortur á skipulagi og samstarfi í markaðs- og kynningarmálum og hátt verðlag á ákveðnum þjónustuþáttum, eins og til dæmis bílaleigubílum, áfengi og mat. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

3.500 manns taka þátt í æfingunni

3.500 manns munu taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingur, sem haldin verður á Íslandi 30. júlí til 5. ágúst í sumar. Þar af koma 1.200 manns frá Bandaríkjunum. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar dagskrá æfinganna var kynnt í utanríkisráðuneytinu í gær. Æfing af þessu tagi hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1983 og er það liður í framkvæmd varnarsamningsins. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

82 stiga sveifla í þremur spilum

Evrópumótið í sveitakeppni er haldið í Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.­29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. LUKKUDÍSIRNAR voru víðs fjarri Íslendingum í viðureign þeirra við Líbani á fimmtudagskvöldið. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

950 Safnkortshafar á leið til Þýskalands

950 Safnkortshafar á leið til Þýskalands "SAFNKORTSHAFAR hafa tekið ferðatilboði Olíufélagsins og Samvinnuferða­Landsýnar opnum örmum. Tilboðið hljóðaði upp á flug og bíl í viku til Þýskalands fyrir 19.900 krónur, með öllum gjöldum, sköttum og tryggingum inniföldum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

AA aðstoðar Grænlendinga

AA-SAMTÖKIN á Íslandi héldu laugardaginn 24. maí átjándu landsþjónusturáðstefnu sína að Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu AA félagar víðsvegar að af landinu en unnið var í vinnuhópum með verkefnin. Starfshættir og stefna AA-samtakanna: Eining ­ þjónusta ­ bati. Erfðavenjurnar og sporin 12 í framkvæmd. AA-samtökin og þjóðfélagið. Málefna- og dagskrárnefnd. Meira
28. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Aldrei fleiri umsóknir um nám í háskólanum

UM 460 umsóknir hafa borist Háskólanum á Akureyri um skólavist næsta vetur og hafa aldrei verið fleiri. Af þessum 460 umsóknum er helmingur, eða um 230 frá nýnemum. Síðastliðið skólaár voru nemendur skólans 390 talsins og er aukningin því tæp 20%. Eins og komið hefur fram hefst kennsla í iðjuþjálfun við skólann á hausti komanda og bárust 43 umsóknir um nám í iðjuþjálfun. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 611 orð

Áhrifamikil kynning á íslenzkri tónlist

"ÞETTA var áhrifamikil kynning á fjölbreytni og fegurð tónlistar þjóðar sem telur færri en 270 þúsund manns. Eins og Íslendingar eru heimsins mestu lestrarhestar má með sanni kalla þá heimsins beztu kórsöngvara," segir m.a. í umsögn í kanadíska blaðinu Toronto Star um söng Hamrahlíðarkórsins á Norrænu menningarhátíðinni þar í borg. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Árlegur hjóladagur

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins Sniglar halda sinn árlega hjóladag laugardaginn 28. júní. "Þau mál sem oftast hafa borið á góma undanfarin misseri hafa verið fækkun slysa og í kjölfar þess lækkun iðgjalda á bifhjólatryggingum. Það er augljóst að þessi málefni tengjast beint og gera Sniglar sér fyllilega grein fyrir því. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 400 orð

Bíður í flóttafari meðan hinir gera við

MEÐAN rússnesku geimfararnir tveir um borð í Mír-geimstöðinni freista þess að gera við gat á Spektr-rannsóknarstofunni verður bandaríski geimfarinn Michael Foale í öryggisskyni látinn dveljast í flóttafarinu, sem tengt er geimstöðinni, að sögn Sergei Kríkaljovs, aðstoðarstjórnanda Mír-áætlunarinnar. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Blómleg tré og runnar í Reykjavík

ÞRÁTT fyrir kalt sumar til þessa í Reykjavík er óvenju mikil og falleg blómgun í trjám og runnum í borginni. Að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkur hefur veðráttan í ár ekki mikið að segja um blómgun trjánna heldur er það einkum sumarið í fyrra sem hefur áhrif í þeim efnum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

Breytingar á flugvélakosti varnarliðsins

FIMM F-16C "Viper"-orrustuþotur koma til landsins mánudaginn 30. júní og taka þá þegar við hlutverki F-15 "Eagle"-þotna, en vélar af þeirri gerð hafa verið hér frá árinu 1985. Upphaflega komu þær frá 57. flugsveitinni, en frá því í janúar '95 hafa nokkrar sveitir F-15 véla skipst á um að annast loftvarnir Íslands. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Brúarvígsla á Þórsmerkurleið

RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur átti 75 ára afmæli á sl. ári og var haldið upp á það með margvíslegum hætti. M.a. voru hátíðarhöld eina helgi í Elliðaárdal og fyrir þau var smíðuð vegleg göngubrú til að auðvelda umferð um svæðið. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 122 orð

Byssulög um breytt

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hefur fellt úr gildi mikilvægt ákvæði Brady-laganna svokölluðu, sem sett voru til að takmarka byssueign í landinu. Samkvæmt úrskurðinum er ekki hægt að skylda lögregluyfirvöld á hverjum stað til að kanna hvort fólki sé treystandi fyrir byssu. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 195 orð

Börnin tóku fyrstu skóflustunguna

FRAMKVÆMDIR við byggingu nýs leikskóla á Ísafirði hófst í gær þegar börnin á Hlíðarskjóli tóku fyrstu skóflustunguna að leikskólanum sem rísa mun á Torfnesi. Hann á að rúma allt að 132 börn og þar af 88 í samtímavistun. Með byggingunni verður útrýmt biðlistum í Ísafjarðarbæ eftir leikskólaplássi. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Dómkirkjan ­ ferð aldraðra á Skaga

Dómkirkjan ­ ferð aldraðra á Skaga "MIÐVIKUDAGINN 2. júlí er áformuð ferð aldraðra á vegum Dómkirkjunnar á Skaga. Skoðað verður byggðasafnið í Görðum, kaffi drukkið í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi og höfð helgi- og sögustund í Innra-Hólmskirkju. Fararstjórar eru prestar safnaðarins sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Meira
28. júní 1997 | Miðopna | 618 orð

Draga verður úr áníðslu á þinghúsi

FORSÆTISNEFND Alþingis hefur lagt fram til kynningar í skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkur, tillögu að nýju deiliskipulagi á Alþingisreit. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, verður tillagan kynnt í þingflokkunum þegar viðbrögð borgaryfirvalda liggja fyrir. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 638 orð

Einkaleyfi brýtur ekki gegn EES-samningi

Í ÁLITI, sem EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg lét í gær uppi á nokkrum atriðum sem varða einkarétt norsku áfengisverzlunarinnar til að selja bjór yfir 4,75% að áfengisinnihaldi í smásölu, segir að einkaleyfi slíkrar sölu fari ekki gegn 16. gr. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Enn von um HM-sæti Montecatini. Morgunblaðið

ÍSLENDINGAR eiga enn möguleika að ná einu af fimm efstu sætunum í opnum flokki á Evrópumótinu í brids og vinna sér þannig keppnisrétt í næstu heimsmeistarakeppni. Til þess þurfa þeir þó að vinna báða leiki sína í dag og fá hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Íslenska liðið er í 6. sæti þegar tveimur umferðum er ólokið, með 583,5 stig. Efstir eru Ítalir með, 635,5 stig, Pólverjar eru í 2. Meira
28. júní 1997 | Landsbyggðin | 142 orð

Farið með póstinn

Flateyri- Tvisvar í viku fer Guðmundur Hagalínsson bóndi með póstinn að Sæbóli III á Ingjaldssandi. Á Sæbóli III búa tveir bræður, Guðmundur og Guðni Ágústssynir, komnir á miðjan aldur. Þeir ásamt tveimur öðrum ábúendum á nálægum bæ eru einu ábúendurnir sem búa enn á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Fékk sér lyf út á falsaða lyfseðla

ÞRJÁTÍU og átta ára gömul kona var í gær dæmd í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir skjalafals með því að hafa frá október 1996 til febrúar 1997 notað alls 19 fjölnota lyfseðla til að afla sér lyfja. Hún framvísaði lyfseðlum þessum alls 57 sinnum í apótekum til að verða sér úti um lyf. Meira
28. júní 1997 | Miðopna | 1127 orð

Fjórar skipulagstillögur og samkeppni um Alþingisreit

ÍRÚM þrjátíu ár hafa húsnæðismál Alþingis verið til umfjöllunar. Á því tímabili hefur húsnæðisþörf þingsins breyst töluvert sérstaklega eftir að þingið var sameinað í eina málstofu. Fjórar deiliskipulagstillögur hafa verið gerðar, þar sem bent er á hugsanlega byggingamöguleika á reitnum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Forsetaheimsókn í sumarblíðu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir komu í heimsókn til Egilsstaða í gær í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Fjöldi Héraðsbúa og gesta var saman kominn við Lagarfljótsbrú kl. 16 í glampandi sól og yfir 20 stiga hita til þess að taka á móti þeim hjónum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 846 orð

Frá Peking um Kópavog og Oxford til Haag

HJÁ alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag, þar sem réttað er yfir mönnum sem ákærðir eru fyrir að hafa framið stríðsglæpi í borgarastríðinu í fyrrum Júgóslavíu, starfar nú sem aðstoðarmaður eins ellefu dómara við réttinn ungur maður, Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fræðsludagskrá á Þingvöllum

"NÁTTÚRUSKOÐUNARFERÐ um Lambhaga verður farin í dag, laugardag, kl. 13 á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Hugað verður að dýralífi og gróðurfari við Þingvallavatn. Kl. 15 verður litað og leikið með börnum í Hvannagjá. Á morgun, sunnudag, kl. 13 verður gengið um gjár og sprungur að Öxarárfossi, til baka um Fögrubrekku og fjallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 521 orð

Gerði kröfur um 26 milljónir

HOLLENSKUR útgerðarmaður, Rederij N en F Bruins C.V., var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landhelgisgæslu Íslands 7 milljónir króna ásamt vöxtum frá 1. janúar 1995, auk 550 þúsund króna í málskostnað, vegna greiðslu björgunarlauna fyrir vöruflutningaskipið Hendrik B. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 205 orð

Grandi hf. selur 2% af 9,9% hlut sínum í SH N

GRANDI hf. hefur selt 2% eignarhlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. fyrir 172 milljónir króna. Eftir söluna er hlutur Granda í Sölumiðstöðinni 7,9%. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda, er markmiðið með sölu hlutafjárins að afla fjár til að hagnýta tækifæri til fjárfestinga í sjávarútvegi. Kaupendur hlutafjárins eru Íslenski fjársjóðurinn hf. Meira
28. júní 1997 | Landsbyggðin | 166 orð

Grasmaðkur leggst á þurrlendi

Hnausum í Meðallandi-Nú er lambfé yfirleitt komið í úthaga og viðraði vel á sauðburð. Þótt vorið hafi verið kalt er sæmilegur gróður í úthaga og betri en í þeim vorum sem verst hafa verið. Miklir þurrkar voru á þessu vori og oft vindur. Hefur rykmóða frá Skeiðarársandi oft lagst hér yfir. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Gönguferð á Hengilssvæðinu

FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyrir þremur gönguferðum á morgun, sunnudag. Fyrsta ferðin hefst kl. 8, en þá verður lagt af stað í dagsferð til Þórsmerkur. Farið verður inn í Strákagil og stansað í Langadal og á Steinsholti. Fimmti áfangi göngunnar um Reykjaveg hefst kl. 10.30. Ekið verður í Bláfjöll og gengið þaðan að Vatnsskarði á Krýsuvíkurvegi. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði

ÆSKULÝÐS- OG tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorgveiðikeppni þriðjudaginn 1. júli við Flensborgarbryggju. "Síðastliðin sumur hefur Æskulýðsráð haldið dorgveiðikeppni og í fyrra voru þátttakendur um 350 börn. Þessi keppni hefur þótt takast vel og þeir sem ekki eiga veiðarfæri geta fengið lánuð færi á keppnisstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfsmönnum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Happdrætti ESSO og Ferðamálaráðs

Happdrætti ESSO og Ferðamálaráðs "ÚT ER komið Vegabréf ESSO og Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 1997. Með Vegabréfinu vilja Olíufélagið hf. og Ferðamálaráð Íslands hvetja landsmenn til þess að ferðast um landið sitt og kynnast fegurð þess og fjölbreytileika. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Heimasíða um vanda barna í grannríkjum

NORÐURLANDARÁÐ hyggst taka í notkun nútímasamskiptatækni í pólitískri umræðu. Vinnuhópurinn um málefni barna á grannsvæðunum opnar nú eigin heimasíðu á netinu. Formaður vinnuhópsins er sænski þingmaðurinn Margareta Israelsson. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hrafnsmálinu áfrýjað til Hæstaréttar

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar máli ríkisins á hendur Hrafni Jökulssyni. Reis málið út af ummælum Hrafns um Harald Johannessen, fyrrum fangelsismálastjóra, sem hann hafði m.a. í blaðagrein nefnt "glæpamannaframleiðanda ríkisins." Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hress flytur í stærra húsnæði

LINDA Hilmarsdóttir og Jón Þórðarson sem undanfarin ár hafa rekið líkamræktarstöðina Hress í Hafnarfirði hafa fest kaup á húsnæði að Dalshrauni 11 fyrir líkamsræktarstöð sína. Hress hefur verið starfrækt í Hafnarfirðinum í 10 ár. Meira
28. júní 1997 | Miðopna | 628 orð

Hvorki sátt um glertengibyggingu né niðurrif á Kirkjustræti 8

SKIPTAR skoðanir eru meðal borgarfulltrúa á nýrri tillögu að deiliskipulagi á Alþingisreit. Tillagan fær yfirleitt góða dóma en ekki eru allir sáttir við glertengibyggingu við Alþingishúsið eða hugmyndina um að rífa Hótel Skjaldbreið eða Kirkjustræti 8. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Íslandsflug stækkar flugafgreiðslu í Reykjavík

NÝTT hús fyrir stærri afgreiðslu Íslandsflugs á Reykjavíkurflugvelli var flutt á fimmtudagskvöld frá Seltjarnarnesi og sett niður á athafnasvæði félagsins. Er þetta 150 fermetra hús og bætir aðstöðu til afgreiðslu farþega og fraktar. Húsið var híft á bíl á Nesvegi og ekið með það um Ægissíðu, Starhaga og Suðurgötu og þar inná vesturenda flugbrautarinnar. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Íslendingar sakaðir um tvöfeldni

Í leiðara blaðsins segir að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra Íslands, sé merkilegur maður. Eina stundina finnist honum það vera út í hött, að Norðmenn skuli framfylgja eigin reglum, en hina stundina taki hann upp sams konar reglugerð. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 446 orð

Jafnvægi í ríkisfjármálum forsenda velferðarkerfisins

RÁÐHERRAR efnahags- og fjármála á Norðurlöndunum fjölluðu á fundi sínum í Norður-Noregi í fyrradag um áhrif þeirra umfangsmiklu aðgerða í ríkisfjármálum sem gripið hefur verið til í löndunum. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir ráðherrana hafa verið sammála um að jafnvægi í ríkisfjármálum og lækkun útgjalda séu forsendur þess að viðhalda velferðarþjóðfélaginu. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

KELD GALL JØRGENSEN

LÁTINN er í Danmörku Keld Gall Jørgensen lektor við háskólann í Hróarskeldu. Hann bjó og starfaði hérlendis um árabil, var m.a. sendikennari við Háskóla Íslands. Keld Gall Jørgensen var fæddur 1955 í Kaupmannahöfn og stundaði nám í háskólanum þar. Aðalfag hans var danska en íslenska aukafag og tók hann BA-próf í henni frá Háskóla Íslands. Hann bjó hérlendis árin 1981 til 1990, kenndi m. Meira
28. júní 1997 | Landsbyggðin | 175 orð

Kostnaður við nýjan skóla yfir 650 milljónir

Keflavík­Um síðustu helgi var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla í Heiðarbyggð í Keflavík og voru þar að verki tveir 6 ára bæjarbúar, þau Ísabella Ósk Eyjólfsdóttir og Hörður Jóhannsson. Skólinn verður við Heiðarhvamm og er áætlað að hann verði fyrir um 500 nemendur frá fyrsta til tíunda bekkjar. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 26 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTTForsvarsmenn Veiðimannsins ÁGÚSTÍNA Ingvarsdóttir vill árétta, vegnar fréttar Morgunblaðsins í gær um lokun Hafnarstrætis, að eigandi Veiðimannsins ehf. er Paul O'Keeffe en Ágústína situr í stjórn fyrirtækisins. Meira
28. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 217 orð

Leika 17 hringi á einum sólarhring

FJÓRIR breskir kylfingar eru komnir til Íslands til þess að gera tilraun við nokkuð sérstakt heimsmet á golfvellinum á Akureyri á morgun, sunnudag. Þeir félagar ætla að spila 17 hringi eða 306 holur á einum sólarhring. Nái þeir takmarkinu er talið að hver þeirra leggi að baki um 75 mílna göngu/ skokk eða um 120 km. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lélegasta humarvertíð seinni ára HUMARAFLI á yfirsta

HUMARAFLI á yfirstandandi vertíð er nú orðinn um 718 tonn og ljóst að stefnir í lélegustu humarvertíð seinni ára. Um svipað leyti á síðustu humarvertíð var aflinn orðinn um 1.168 tonn en heildarafli á síðustu humarvertíð var um 1.633 tonn. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Lægsta tilboðið 79,7% af kostnaðaráætlun

STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að fyrirtækið taki sameiginlegu tilboði Sulzer Hydro GmbH í Þýskalandi og ESB International Ltd. í Írlandi (Electricity Supply Board of Ireland) í vél- og rafbúnað Sultartangavirkjunar. Hefur stjórnin veitt Halldóri Jónatanssyni, forstjóra, umboð til að leiða hlutaðeigandi samningsgerð til lykta. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 1396 orð

Markmiðið að auka skilvirkni Ný lögreglulög taka gildi næsta þriðjudag, 1. júlí. Frá og með þeim degi heyrir Rannsóknarlögregla

LÖGREGLULÖGIN nýju voru samþykkt á Alþingi í júní á síðasta ári og hefur síðan verið unnið að undirbúningi þeirra breytinga, sem þau gera ráð fyrir. Upphafið að setningu þeirra má þó rekja til ársins 1992 þegar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra skipaði nefnd í janúar það ár til þess m.a. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Mat á umhverfisáhrifum kynnt

SKIPULAG ríkisins hefur hafið athugun á frummati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar nýrrar veglínu Borgarfjarðarbrautar í Reykholtsdalshreppi í Borgarfirði, en um er að ræða svokallaða sáttaleið í deilum sem spunnist hafa um lagningu vegarkaflans. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 611 orð

Málamiðlun einkennir lokayfirlýsinguna

HÓPAR umhverfisverndarsinna lýstu óánægju með að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, skyldi í ávarpi sínu á Umhverfsiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á fimmtudagskvöld ekki vilja setja skýr markmið um samdrátt í losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum. Meira
28. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 29. júní, séra Birgir Snæbjörnsson. Guðsþjónusta verður á Hlíð kl. 16.00, séra Birgir Snæbjörnsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma sunnudaginn 29. júní kl. 20. Níels Jakob Erlingsson talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma sunnudaginn 29. júní kl. 20.00. G. Theodór Birgisson predikar. Meira
28. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Minnisvarði um Jónas Hallgrímsson afhjúpaður

MINNISVARÐI um Jónas Hallgrímsson frá Hrauni í Öxnadal verður afhjúpaður í Jónasarlundi í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Jónas fæddist þann 16. nóvember 1807 og á þessu ári eru því 190 ár liðin frá að þjóðskáldið og náttúrufræðingurinn fæddist. Í tilefni þessa hefur stjórn Jónasarlundar í Öxnadal og vinir Jónasar látið gera minnivarða um þetta mikla ljóðskáld. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Mjólkin hækkar um 2 kr. VERÐ á mjólk og mjólkurv

VERÐ á mjólk og mjólkurvörum hækkar um tæplega 3% næstkomandi mánudag og þannig hækkar verð á hverjum mjólkurlítra um tvær krónur, eða úr 68 kr. í 70 kr. Mjólkurverð hefur ekki hækkað í 1 ár og þá hafði verðið ekki hækkað í fjögur ár þar á undan. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Námskeið í sálrænni skyndihjálp

Námskeið í sálrænni skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í áfalla- og stórslysasálarfræði (sálrænni skyndihjálp) 3. og 7. júlí nk. Kennt verður frá kl. 19 til 22 báða dagana. "Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 163 orð

Norðurlandaráð varar Dani við

NORÐURLANDARÁÐ hefur varað Ole Vig Jensen, menntamálaráðherra Danmerkur, við því að segja upp samningi Norðurlandanna um frjálsan aðgang Norðurlandabúa að menntun í löndunum. Jensen hefur hótað því að segja samningnum upp vegna deilna við Norðmenn en fjöldi norskra námsmanna stundar dýrt háskólanám í Danmörku, t.d. í læknisfræði og bera Danir kostnaðinn. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 1147 orð

Nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir þurfa að koma til Friðarferlið í Mið-Austurlöndum er í hnút, það er kunnara en frá þurfi

ÉG hef trú á því að bandaríska stjórnin reyni að beita ísraelsku ríkisstjórnina þeim þrýstingi sem dugar til þess að friðarferlið í Miðausturlöndum og þar á ég náttúrlega fyrst og fremst við samninga Ísraela og Palestínumanna, komist úr þeirri sjálfheldu sem það er í og hefur verið nú um alllanga hríð. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Ný kort frá Landmælingum

LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út nýtt Aðalkort í mælikvarðanum 1:250.000, blað 8, Mið-Austurland. Kortið er það áttunda í nýrri útgáfu aðalkorta af landinu, en það níunda og síðasta (blað 9, Suð-Austurland), er væntanlegt á markaðinn í ágústmánuði næstkomandi. Aðalkortin innihalda alla vegi, vegaslóða og veganúmer auk fjölda örnefna. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Óánægja með hanagal

VEGNA fréttar um hana í Keflavík í blaðinu í fyrradag vildi einn af nágrönnum hanans koma því á framfæri að ekki væru þeir allir sáttir við nærveru hans og hávaða sem honum fylgdi. Ólafur Jónsson sagði óánægju með þetta sérstaka húsdýrahald og kvaðst mæla þar fyrir munn fleiri nágranna. Væri útilokað að sofa við opna glugga og feikileg truflun af nærveru hanans. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 111 orð

Ógildir bann við "ósiðlegu" efni

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurðaði á fimmutdag um málfrelsi á alnetinu og komst að þeirri niðurstöðu að lög, sem Bandaríkjaþing setti um að það væri glæpur að senda eða sýna "ósiðlegt" efni á alnetinu þannig að börn hefðu aðgang að því, stönguðust á við bandarísku stjórnarskrána. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 70 orð

Óöld í Albaníu

ÞINGKOSNINGAR verða í Albaníu á sunnudag en fáir búast við, að lög og regla muni taka við að þeim loknum. Í suðurhluta landsins eru glæpaflokkar allsráðandi og virðast stjórnvöld og erlendir sendifulltrúar ekki hafa neina hugmynd um hvernig eigi að ráða niðurlögum þeirra. Um 1.500 manns hafa fallið síðan í uppreisninni, sem hófst á síðasta ári. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Reykjavegur, 5. áfangi

Ferðafélag Íslandsog Útivist Reykjavegur, 5. áfangi FIMMTI áfangi raðgöngu Ferðafélags Íslands og Útivistar um gönguleiðina Reykjaveg er á morgun, sunnudag, og er brottför frá BSÍ, sunnan megin og Mörkinni 6, kl. 10.30. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sameiningarkosningar endurteknar

KOSNINGAR um sameiningu Jökuldals­, Hlíðar­ og Tunguhreppa sem fram fór 29. mars sl. og úrskurðaðar voru ógildar verður endurteknar 19. júlí nk. Að sögn Guðgeirs Ragnarssonar, oddvita Hlíðarhrepps, var samstaða í sameiningarnefnd um þetta mál. Kjörskrá sem notuð var 29. mars sl. ber að nota nú og er því unnt að endurtaka kosningarnar með svo stuttum fyrirvara. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 42 orð

Sjaldséður gestur

RÚSSNESKI tundurspillirinn Vínogradov aðmíráll kom til Tókýó í gær og er hann fyrsta herskipið, sem kemur í japanska höfn í meira 100 ár. Skipið, sem er 7.600 tonn, er í Kyrrahafsflota Rússa og átti heimsóknin að standa í fjóra daga. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skipaður skólastjóri

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað dr. Erling Jóhannsson íþróttafræðing í starf skólastjóra Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni til eins árs, samkvæmt tillögu frá skólanefnd Íþróttakennarakólans. Erlingur tekur við af Árna Guðmundssyni sem gegnt hefur skólastjórastarfinu frá árinu 1956, en Árni lét af störfum í byrjun júní, fyrir aldurs sakir. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sláttur hafinn í Eyjafirði

SLÁTTUR hófst á bænum Ytri- Tjörnum í Eyjafjarðarsveit í gær. Benjamín Baldursson bóndi þar hefur jafnan verið með fyrstu mönnum að hefja slátt í Eyjafirði og þá oftast mun fyrr en nú. Baldur Helgi, sonur Benjamíns var á fleygiferð með sláttuvélina um heimatúnið þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð í Eyjafjarðarsveit í gær. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sótti tvo sjómenn á haf út

TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti tvo sjúka, íslenska sjómenn á haf út í tveimur ferðum í gær. Í gærmorgun sótti þyrlan sjómann sem var með sýkingu í andliti um borð í Vin frá Bolungarvík, en skipið var þá statt um 130 sjómílur vestur af Reykjanesi, og í gærkvöldi var veikur skipverji sóttur um borð í línubát sem var staddur um 60 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Meira
28. júní 1997 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Sparisjóður Norðurlands stofnaður

STOFNAÐUR hefur verið á Akureyri nýr sparisjóður undir nafninu Sparisjóður Norðurlands, sem varð til við samruna Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps, sem báðir hafa starfað á Akureyri til fjölda ára. Samruni sjóðanna var samþykktur samhljóða á fundi í fyrrakvöld. Samruni sjóðanna tekur gildi nk. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sumarferð Minja og sögu

Sumarferð Minja og sögu SUMARFERÐ Minja og sögu, gönguferð um Þingholtin undir leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, verður farin sunnudaginn 29. júní kl. 14. Safnast verður saman við Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Sviptingar á Kaldármelum

MIKLAR sviptingar urðu í röð efstu keppenda á fjórðungsmótinu á Kaldármelum í gær. En það var ekki bara í keppninni sem sviptingar urðu því veðrið breyttist heldur betur frá því í fyrradag. Í gær rigndi lungann úr deginum og var orðið býsna blautt undir kvöldið á mótssvæðinu. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Sögulegt samkomulag í Tajikistan

FORSETI Tajikistan, Imomali Rakhmonov og leiðtogi stjórnarandstöðu múslima, Sayid Abdullo Nuri, skrifuðu í gær undir sögulegan friðarsamning, sem binda á endi á fjögurra ára borgarastyrjöld, sem kostað hefur tugi þúsunda lífið. Meira
28. júní 1997 | Landsbyggðin | 187 orð

Sölumarkaðurinn Við- Bót í nýju húsnæði

Vaðbrekku, Jökuldal- Hjónin Anna Bragadóttir og Friðjón Þórarinsson bændur á Flúðum í Hróarstungu hafa rekið sölumarkaðinn Við-Bót síðustu þrjú ár. Nú hafa þau byggt nýtt hús yfir markaðinn og stækkað við sig. Gamla húsnæðið, sem var gamalt hjólhýsi, var allt of þröngt og óhentugt til rekstursins. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Tilfellum heilahimnubólgu fer aftur fækkandi

TILFELLI heilahimnubólgu eru orðin 12 á þessu ári. Óvenju mikils fjölda tilfella varð vart á Sauðárkróki í byrjun ársins en engin ný tilfelli hafa komið upp eftir að þar var hafin bólusetning gegn sjúkdómnum hjá börnum og unglingum 2-18 ára. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Tómas Ingi Olrich vinnur að skýrslu Evrópuþingsráðsins

TÓMAS Ingi Olrich alþingismaður var í gærmorgun útnefndur á fundi vísinda- og tækninefndar Evrópuþingsráðsins til að vinna að skýrslu um sameiginlega stefnu Evrópuríkja í orkumálum. Í frétt frá Alþingi kemur fram að markmið þeirrar vinnu sé að gera úttekt á mismunandi orkugjöfum, meta áhrif orkuvinnslunnar á umhverfið eftir því hvaða orkugjafar eiga í hlut og marka stefnu í málaflokkum. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 430 orð

Um 70% trúa á endurkomu Felipe Gonzalez

MIKILL meirihluti Spánverja telur að Felipe Gonzalez, fyrrum leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE), hafi aðeins dregið sig í hlé tímabundið og hann muni snúa aftur til forystustarfa í spænskum stjórnmálum, ef marka má skoðanakönnun sem dagblaðið El País birti í vikunni. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 372 orð

Umboðsmaður barna sendir heilbrigðisráðherra erindi vegna vanda BU

ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, telur mjög brýnt að yfirvöld vinni að úrbótum í geðheilbrigðismálum barna á Íslandi vegna alvarlegs vanda barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Í bréfi sem Þórhildur ritaði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra 28. maí sl. vegna þessa máls hvetur hún ráðherrann til að móta heildarstefnu í geðheilbrigðismálum. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 38 orð

Undraverða Ísland

SLAGORÐIÐ "Amazing Iceland" eða Undraverða Ísland var valið úr um 650 tillögum til þess að vera slagorð fyrir Ísland sem ferðamannaland. Sigríður Friðriksdóttir, skrifstofumaður, á heiðurinn af vinningsslagorðinu. Hlaut hún að launum flugferð til Evrópu og hótelgistingu. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 177 orð

Viðgerðir utanhúss hafnar

Í SÍÐUSTU viku heimsóttu þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Safnhúsið við Hverfisgötu og kynntu sér framkvæmdir sem þar standa yfir og hlýddu á tillögur stjórnar og forstöðumanns um nýja starfsemi í húsinu árið 2000. Nú standa yfir viðgerðir utanhúss á Safnhúsinu sem áætlað er að ljúki í haust. Húsið verður m. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Vöru- og þjónustusýning á Sauðárkróki 1997

HALDIN verður vöru og þjónustusýning á Sauðárkróki dagana 11.­13. júlí. Sýningin verður haldin í Íþróttahúsi Sauðárkróks sem einmitt er verið að stækka þessa dagana og verður framkvæmdum að hluta til frestað á meðan á vöru- og þjónustusýningunni stendur. "Atvinnumálanend Sauðárkróks stendur fyrir sýningunni og er hún haldin í tilefni af afmælisári Sauðárkrókskaupstaðar. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Þeir hætta sáttir

FIMM starfsmenn Rannsóknarlögreglu ríkisins láta af störfum um leið og embættið verður lagt niður. Þeir hafa allir starfað hjá RLR frá því hún var stofnsett en það var 1. júlí 1977, þannig að starfsaldur embættisins er nákvæmlega 20 ár. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 360 orð

Þingið ákveði hvort það fylgi stjórnarskrá

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ekki brotið í bága við stjórnarskrána þótt valdi hafi verið afsalað til Evrópusambandsins (ESB). Þetta var niðurstaða Eystri landsréttar í gær þegar dómur var kveðinn upp í máli tíu ESB-andstæðinga gegn forsætisráðherra til að fá úr því skorið hvort það væri stjórnarskrárbrot að valdi hefur verið afsalað til ESB. Meira
28. júní 1997 | Erlendar fréttir | 286 orð

(fyrirsögn vantar)

ENN einn þingmaður Sannleiksstígsins, samstarfsflokks heittrúaðra múslima í stjórn Necmettins Erbakans, sagði sig úr flokknum í gær. Vantar helsta keppinaut hans, Mesut Yilmaz, formann Föðurlandsflokksins, nú aðeins stuðning eins þingmanns til viðbótar til að mynda starfhæfa stjórn í Tyrklandi. Meira
28. júní 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/ÞorkellBifreið í háloftum BIFREIÐ sveif yfir Reykjavík í gær þegar þyrla flutti eina slíka upp á þak Laugardalshallarinnar þar sem hún var fest niður. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 1997 | Leiðarar | 583 orð

leiðari MIÐBORGIN OG MENNINGIN KIPULAGSMÁL miðborgar Reykjav

leiðari MIÐBORGIN OG MENNINGIN KIPULAGSMÁL miðborgar Reykjavíkur eru enn í uppnámi og nú vegna þeirrar ákvörðunar borgarráðs að loka Hafnarstræti fyrir bílaumferð til austurs frá Pósthússtræti. Verzlunareigendur í miðborginni telja að þessi ákvörðun muni gera þeim enn erfiðara fyrir og þessi lokun muni enn fækka fyrirtækjum á þessu svæði. Meira

Menning

28. júní 1997 | Kvikmyndir | 144 orð

AFI á afmæli

AFI, American Film Institute, er þrjátíu ára í ár. Síðan AFI-stofnunin var stofnuð árið 1967 hefur verið komið á fót á hennar vegum skóla í kvikmyndagerð, byggt upp öflugt kvikmyndavarðveislukerfi, kvikmyndasafn og kvikmyndahátíð sett á laggirnar. Í tilefni afmælisins er nú haldin sýning hjá Disney- MGM stúdíóinu í Orlando til þess að kynna starfsemi AFI betur fyrir almenningi. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Aldrei lengi fjarri fjölskyldunni

KÆRLEIKSBJÖRNINN Pierce Brosnan er nú staddur í London við tökur á nýjustu James Bond-myndinni, en hann er þó aldrei fjarri fjölskyldu sinni í langan tíma. Kærastan, Keely Shaye-Smith, kemur oft á tökustað með son þeirra, Dylan, sem er fimm mánaða. Þau ferðast reglulega frá fjölskylduheimilinu í Kaliforníu til London til að kæta Pierce. Meira
28. júní 1997 | Kvikmyndir | 257 orð

Allt er fertugum fært

JUDY Davis, sem er nýlega orðin 41 árs, fer með hlutverk í fjórum kvikmyndum sem eru frumsýndar á þessu ári, "Blood and Wine", "Absolute Power", "Children of the Revolution" og "Deconstructing Harry". Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Cindy kemur til bjargar

CINDY Crawford var stödd á flugvellinum í Los Angeles á dögunum. Þegar hún sá að konan sem var stödd fyrir framan hana í rúllustiganum átti í vandræðum með farangurinn sinn brást Cindy skjótt við og kom til hjálpar. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Depp annars hugar

LEIKARINN Johnny Depp sýndist annars hugar þegar hann sótti athöfn til heiðurs bandaríska rithöfundinum Hunter S. Thompson í New York nýverið. Kannski hefur hann verið að hugsa um kærustuna Kate Moss, en sögusagnir herma að sambandi þeirra sé lokið. Meira
28. júní 1997 | Kvikmyndir | 373 orð

Djass og dópuð dama Kansas City (Kansas City)

Framleiðandi: Ciby 2000/Sandcastle 5. Leikstjóri: Robert Altman. Handritshöfundur: Robert Altman og Frank Barrydt. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Tónlist: Hal Willner. Aðalhlutverk: Jennifer Jason Leigh, Harry Belafonte og Miranda Richardson. 111 mín. Bandaríkin. Ciby 2000/Skífan 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 183 orð

Einkalíf SMAP ekki á bók

DÓMARI í Tokyo í Japan hefur lagt bann við útgáfu bókar um hina geysivinsælu japönsku hljómsveit SMAP. Í bókinni var meðal annars ad finna heimilisföng liðsmanna sveitarinnar, kort til að hjálpa fólki að finna heimili þeirra, símanúmer og myndir af meðlimum. Bannið var sett á grundvelli laga um friðhelgi einkalífsins. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

Juliette heiðruð enn og aftur

KJÓLLINN sem franska leikkonan Juliette Binoche klæddist þegar hún tók við verðlaunum fyrir að vera rómantískasta leikkona ársins þótti vera sérstakur og hæfa tilefninu. Verðlaunin voru afhent á Rómantísku kvikmyndahátíðinni í Frakklandi fyrir skömmu og vann Juliette þau fyrir frammistöðu sína í myndinni "The English Patient", þar sem hún lék á móti Ralph Fiennes. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 126 orð

Kona svartklædds töffara

Kona svartklædds töffara LEIKKONAN Jada Pinkett er, þrátt fyrir góða frammistöðu í leiklistinni, þekktust fyrir að vera kærasta Wills Smiths, sem leikur í myndinni "Men in Black". Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Konur í lykilstöðum í Norðurlandaráði

MEIRIHLUTI Íslandsdeildar Norðurlandaráðs er konur, en óvanalegt hlýtur að teljast að konur séu í svo ríkum mæli í lykilstöðum í tengslum við alþjóðlegt samstarf. Valgerður Sverrisdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir sitja í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, Siv Friðleifsdóttir er varaformaður Evrópunefndar og Sigríður Anna Þórðardóttir situr í Norðurlandanefnd, Meira
28. júní 1997 | Kvikmyndir | 581 orð

Landkönnun í austurvegi

ÉG HEF oft furðað mig á því, að ekki skuli koma meira af landa- og borgaþáttum í sjónvarpinu en raun ber vitni. Auglýstar eru sólarlandaferðir og heimsferðir og karabískar ferðir og Flórídaferðir, þar sem lagt er í langt ferðalag til að sjá Disney eða til að deyja. Ekki komast allir í ferðalag allan tímann eða hafa löngun til þess, þótt þeir hafi gaman af að virða fyrir sér ókunn lönd. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Madonna lætur Carlos róa

MADONNA er hætt með barnsföður sínum, Carlosi Leon. Hér sést hún ásamt nýjum félaga sínum, sem ekki er laust við að líkist Carlosi, yfirgefa veitingastað í New York. Madonna eignaðist sem kunnugt er dótturina Lourdes með Carlosi og nú virðist sem hann hafi þjónað tilgangi sínum í lífi söngkonunnar. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Moore með nýjan upp á arminn

DEMI Moore mætti ekki í fylgd eiginmanns síns, gamla kærleiksbjarnarins Bruce Willis, til góðgerðasamkomu í Los Angeles nýlega, eins og sést á myndinni. Henni til halds og trausts var ónafngreindur sjarmör, en upp á síðkastið hafa margir spáð því að skilnaður sé á næsta leiti hjá Demi og Bruce. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 144 orð

Myrkraverk í Stjörnubíói

STJÖRNUBÍÓ sýnir bresku verðlaunamyndina og spennuhrollvekjuna Myrkraverk, "Darklands". Með helstu hlutverk fara Craig Fairbrass, Rowena King og John Finch. Leikstjóri er Julian Richards. Myndin hlaut fern verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni O Porto Interntaional í Portúgal fyrir nokkru. Hún hlaut m.a. verðlaun fyrir besta handritið, sem besta myndin og kosin frumlegasta myndin. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 47 orð

Reggí í ráðhúsinu

Reggí í ráðhúsinu HLJÓMSVEITIN Reggae on Ice hélt upp á útgáfu nýrrar plötu með tónleikum í ráðhúsinu nýlega. Fjöldi manns mætti til að samfagna liðsmönnum á þessum óvenjulega popptónleikastað, þeirra á meðal ljósmyndari Morgunblaðsins. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Samfélagið í nærmynd 5 ára

ÞÁTTURINN Samfélagið í nærmynd á Rás 1, í umsjón Jóns Ásgeirs Sigurðssonar og Sigríðar Arnardóttur, varð fimm ára á miðvikudaginn. Í tilefni þess fór útsendingin fram utan dyra, í mikilli veðurblíðu. Fjöldi fólks lét sjá sig og fjörið var mikið. Hér sjáum við svipmyndir frá afmælishátíðinni. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Sandra og Jason í bíó

KVIKMYNDIN "Speed 2: Cruise Control" hefur fengið miður góða dóma í bandarískum fjölmiðlum, en aðalleikararnir, Sandra Bullock og Jason Patrick, láta það ekki á sig fá. Þau sjást hér mæta til frumsýningarinnar í Los Angeles fyrir skömmu. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 53 orð

Stoltir foreldrar

DAVID Schwimmer, sem leikur í þáttunum um Vini, "Friends", mætti kokhraustur til góðgerðasamkomunnar Vinir hjálpa vinum í Los Angeles. Með honum voru foreldrar hans og eins og sést eru þau stolt af syni sínum. Hinir Vinirnir voru líka á staðnum; Lisa Kudrow, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Matt Le Blanc og Matthew Perry. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 101 orð

Svartklæddir menn á ferð um miðbæinn

FURÐULEGUR bíll sást á strætum borgarinnar á fimmtudaginn. Þar reyndust vera á ferð svartklæddir menn, "Men in Black", að kynna samnefnda mynd sem tekin verður til sýninga í bíóhúsum borgarinnar um næstu helgi, á sama tíma og vestanhafs. Svartklæddu mennirnir óku um miðbæ Reykjavíkur með útvarpsmanninn Sigvalda Kaldalóns innanborðs, en hann lýsti ferðinni í beinni útsendingu á FM957. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Verðlaun veitt fyrir frönskukunnáttu

ALLIANCE Française í París stendur árlega fyrir evrópskri frönskukeppni. Nú í ár tóku u.þ.b. 30 lönd þátt í keppninni með yfir 10.000 þátttakendum. Aðeins menntaskólanemendur mega taka þátt og má enginn hafa dvalið lengur en þrjá mánuði í Frakklandi. Meira
28. júní 1997 | Fólk í fréttum | 258 orð

Þörf útgáfa

Fyrsta geislaplata hljómsveitarinnar Á móti sól. Hana skipa Björgvin Jóhann Hreiðarsson söngvari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari, Sæmundur Kristinn Sigurðsson gítarleikari, Ingólfur Arnar Þorvaldsson trommuleikari, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir söngkona og Þórir Gunnarsson bassaleikari. Hljómsveitin gefur sjálf út, Skífan dreifir. 35,38 mín. Meira

Umræðan

28. júní 1997 | Aðsent efni | 1542 orð

Er Hong Kong Kína? UPP Á síðkastið hefur mikið verið fjallað um Hong Kong. Ástæðan er sú að 1. júlí fá Kínverjar yfirráð yfir

UPP á síðkastið hefur umfjöllun um Hong Kong farið vaxandi og má segja að það sé eðlilegt þar sem 1. júlí skila Bretar Kínverjum Hong Kong eftir að hafa farið þar með völd í 99 ár. Ég hef tekið eftir því að margir Íslendingar þekkja lítið til Hong Kong og langar mig að draga upp skýrari mynd af staðnum. Nafnið Hong Kong þýðir höfn sem ilmar vel. Meira
28. júní 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Fastir liðir, Lúkas minn

"ÉG ER mjög vanaföst," sagði kona nokkur, "ég á til dæmis alltaf afmæli sama dag." Þetta datt mér í hug þegar ég fregnaði brottrekstur Lúkasar Kostic frá KR eitt vorkvöldið um daginn og fannst að þar með hefði vorkvöld í vesturbænum breyst í haustkvöld í huga hans og margra annarra á þeim bænum þetta árið. Stjórnir knattspyrnudeilda eru orðnar mjög vanafastar þegar illa árar hjá liðum þeirra. Meira
28. júní 1997 | Aðsent efni | 869 orð

Fjárfesting í nýrri tækni til rakamælinga.

FISKIMJÖLSIÐNAÐURINN skilaði 27% hagnaði á síðasta ári sem er mesti hagnaður allra greina í fiskiðnaði. Velta fiskimjölsframleiðenda var 15­16 milljarðar og hagnaðurinn um 4 milljarðar króna. Auk hærra afurðaverðs, og vaxandi framleiðslu. Meira
28. júní 1997 | Aðsent efni | 460 orð

Opið bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra

BORGARSTJÓRI, þú hefur sagt að það kostaði okkur útsvarsgreiðendur 30 til 40 milljónir á ári að reka Perluna og að þú hafir mikinn áhuga á að losa þennan bagga af okkur Reykvíkingum, jafnvel að selja Perluna. Ég er alveg sammála þér og það verður að finna leiðir til að nýta þetta glæsilega mannvirki betur. Meira
28. júní 1997 | Bréf til blaðsins | 716 orð

Þakgluggi að umheiminum

NÚ MUN vera ráðið að danska víki fyrir ensku sem fyrsta erlenda tungumálið í íslenska skólakerfinu. Enskukennsla hefst þá við 10 ára aldur og dönskukennsla tveimur árum síðar, en verður þó ekki minni en áður. Samt hafa þessar breytingar verið gagnrýndar á þeim forsendum að verið sé að rýra tengslin við Norðurlönd. Meira

Minningargreinar

28. júní 1997 | Minningargreinar | 415 orð

Elvar Þóroddsson

"Vinur þinn er dáinn." Þessum orðum og nóttinni sem þú fórst frá okkur gleymi ég aldrei. Ég var komin heim og farin að sofa þegar mamma kom heim og sagði mér að þú værir dáinn. Ég missti allan mátt í fótunum, hrundi niður á gólfið og grét. Ég sofnaði grátandi og vaknaði grátandi. Það er bara svo sárt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá þig brosa og heyra þig hlæja aftur. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Elvar Þóroddsson

Það er eins og gerst hafi í gær. Börnin á Tunguveginum að leik og glettni og glaðlyndi strákurinn á númer 5 stjórnar ferðinni og sér til þess að allt fari vel. Hann tekur þau minni í faðm sér þegar eitthvað bjátar á og ber smyrsl á sárin með huggunarorðum og hlýlegu viðmóti. Í samskiptum við fullorðna fólkið er brosið hans fagra ávallt til staðar og óbeðinn réttir hann hjálparhönd. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 185 orð

Elvar Þóroddsson

Okkar elskulegi vinur er nú fallinn frá og langar okkur að skrifa grein um hann eins og við munum eftir honum. Laugardagskvöldið 21. júní fórum við vinirnir saman að skemmta okkur eins og við gerðum oft, en kvöldið endaði með harmleik. Elvar var einlægur, hreinskilinn og frábær vinur í alla staði, og var aldrei í vondu skapi. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Elvar Þóroddsson

Hve sárt að sjá þig hníga er sólin gyllir höf, og lífi sviptan síga um sumarmál í gröf, svo fjörlegan og fríðan, og frækilegan svein, því skerpan bæði' og blíðan í brjósti þínu skein. (M. Joch.) Það er einkennilegt að hugsa til þess að okkar skólafélagi og góður vinur sé ekki meðal vor lengur. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Elvar Þóroddsson

Við erum hér saman komin frændsystkinin niðri í sveit, hjá afa og ömmu í Skógsnesi, til að minnast okkar kæra frænda Elvars, sem lést af slysförum aðfaranótt sl. sunnudags. Það er mjög erfitt að skrifa minningargrein, því okkar stóra fjölskylda hefur verið svo lánsöm að hafa ekki kynnst sorginni á þennan hátt. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 290 orð

Elvar Þóroddsson

Svo örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds. (M. Joch.) Það er fagurt sumarkvöld og fólk nýtur góða veðursins. Á leið minni um Austurveginn sé ég hópa af ungu fólki á leið að skemmta sér. Ég þekki marga ­ sumir eru fyrrverandi nemendur mínir eða úr skólanum okkar ­ Sólvallaskóla ­ glæsileg ungmenni. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 356 orð

Elvar Þóroddsson

Það er með söknuði sem við kveðjum Elvar Þóroddsson. Hann sem var svo broshýr og glaðlyndur ungur maður, ávallt reiðubúinn að gera allt fyrir alla. Við félagarnir höfum þekkt Elvar frá því að hann var lítill drengur í gegnum vinskap við eldri bræður hans. Tengslin sem myndast á svo löngum tíma verða alltaf sterk enda þótt dagleg umgengni hafi ekki verið nú á síðustu árum. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 100 orð

ELVAR ÞÓRODDSSON

ELVAR ÞÓRODDSSON Elvar Þóroddsson var fæddur á Selfossi 27. febrúar 1980. Hann lést 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Elín Tómasdóttir, f. 1. nóv. 1949, og Þóroddur Kristjánsson, f. 10. jan. 1949. Bræður Elvars eru: 1) Tómas, f. 18. ág. 1971. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Elvar Þóroddsson Í dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt þar sefur það barn, ó, guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig

Í dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt þar sefur það barn, ó, guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. Ó, faðir, lít í líkn til mín, og lát þú blessuð orðin þín mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. (H. Hálf.) Megi góður guð veita fjölskyldu Elvars styrk og huggun í þessari miklu sorg. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Elvar Þóroddsson Þegar góður vinur er hrifinn úr þessum heimi fyrirvaralaust rifjast upp allar minningarnar frá liðnum árum.

Þegar góður vinur er hrifinn úr þessum heimi fyrirvaralaust rifjast upp allar minningarnar frá liðnum árum. Frá þeim tíma sem ég bjó um stundarsakir hjá Þóroddi og Ellu, með þeim bræðrum Tomma, Kristjáni og Elvari. Ég grét þegar ég kom til þeirra og ég grét þegar ég fór frá þeim. Þetta var yndislegur tími. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Gísla Sigríður Kristjánsdóttir

Hún amma er dáin. Þótt hún hafi verið á 86. árinu kom kallið óvænt því hún var hress og ern til hinstu stundar. Amma fylgdist vel með okkur systkinunum og fjölskyldum okkar og hringdi oft til mömmu og spurði frétta af okkur. Þó um langan veg væri að fara heimsótti hún okkur eins oft og við varð komið og var ómissandi á stórum stundum í lífi okkar og barnanna. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Gísla Sigríður Kristjánsdóttir

Amma mín Gísla frá Teigi er fallin frá. Hún kvaddi lífið sæl í sinni sveit í faðmi dóttur sinnar. Sveitin hennar ömmu var Hvammssveitin, þar stundaði hún búskap lengst af og þar leið henni vel. Hún var náttúrubarn og unni sveitastörfunum. Margar minningar leita á hugann þegar ég hugsa til ömmu. Hún hafði góða söngrödd og kunni ógrynni af sönglögum og vísum. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Gísla Sigríður Kristjánsdóttir

Elsku langamma. Nú ert þú farin og ég get ekki heimsótt þig oftar. Við hittumst allt of sjaldan, ég er svo ung og átti heima svo langt frá þér. Samt kom ég nokkrum sinnum og heimsótti þig í Búðardal. Þegar ég kom fyrst var ég mjög ung. Ég var voða vær og góð eins og ég var alltaf þegar ég kom til þín. Mér fannst svo gott að koma til þín og leið svo vel. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 209 orð

GÍSLA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

GÍSLA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Gísla Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Belgsdal í Dalasýslu 29. október 1911. Hún lést 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Kristján Frímann Magnússon sem þar bjuggu. Systkini: Þórarinn lést ungur. Börn Hólmfríðar með fyrri manni, Gísla Jónssyni; Ingimundur, f. 28.3. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Guðfinna Björg Lárusdóttir

Guðfinna Björg var yndisleg manneskja. Hún var ekki allra en mjög trygglynd. Ég kynntist henni þegar ég var sextán ára, borgarbarn í kaupavinnu. Hún var hafsjór af fróðleik, sögum og vísum, hafði verið vinnukona á Búðum á Snæfellsnesi þegar þar var rekið stórbú. Margt í heimili og mikið að gera. Hún kenndi mér að baka og sauma og var mér sem önnur móðir. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 211 orð

GUÐFINNA BJöRG LÁRUSDÓTTIR

GUÐFINNA BJöRG LÁRUSDÓTTIR Guðfinna Björg Lárusdóttir fæddist í Vörum í Garði 29. nóvember 1901. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefánía Ólafsdóttir, fædd á Kirkjuskarði í Laxárdal, Austur-Húnavatnssýslu, 30. nóvember 1874, og Lárus Lárusson, fæddur á Litlu-Mörk í sömu sveit 30. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 621 orð

Guðmundur Helgason

Guðmundur Helgason kom til Selfoss 1944. Hann hafði þá lokið búfræðinámi frá Hvanneyri. Það hittist svo á þegar hann kom að brúin lá niðri. Guðmundur hóf störf hjá Guðmundi Eiríkssyni húsasmíðameistara, meðal annars við byggingu Selfossbíós. Guðmundur hóf fljótlega nám í húsasmíði hjá Þorsteini Sigurðsyni, sem starfaði fyrir Kaupfélag Árnesinga. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 220 orð

Guðmundur Helgason

Alþýðuflokksfélag Selfoss á fimmtíu ára afmæli nú á þessu ári, en það var stofnað 12. janúar 1947 og er því jafn gamalt sveitarfélaginu. Í fundargerð stofnfundar kemur fram að frumkvæðið að stofnun félagsins og undirbúningur stofnunarinnar hafi verið í höndum þeirra Guðmundar Jónssonar, Guðmundar Helgasonar og Bjarna Ólafssonar. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 446 orð

Guðmundur Helgason

Með virðingu langar mig til að minnast Guðmundar tengdaföður míns með fáeinum línum. Okkar kynni hófust vorið 1964 er ég kynntist Helgu Guðrúnu. Það var í apríl og Guðmundur var að rífa stóran trékassa í heimkeyrslunni sem hafði verið utan um bíl sem hann keypti. En það þótti mikill fengur í þessum kössum og Guðmundur kom öllu timbrinu haganlega fyrir uppi á lofti. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 137 orð

GUÐMUNDUR HELGASON

GUÐMUNDUR HELGASON Guðmundur Helgason húsasmíðameistari fæddist á Strandseljum við Ísafjarðardjúp 6. janúar 1920. Hann lést á elliheimilinu Ljósheimum á Selfossi 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir, f. 3. júlí 1897, d. 24. nóv 1987, og Helgi Guðmundsson f. 18. sept. 1891, d. 8. okt 1945. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 246 orð

Guðrún Emilsdóttir

Það var um sumarið 1990 að ég var svo lánsöm að fá að kynnast Guðrúnu Emilsdóttur. Bjó hún þá hjá sonarsyni sínum, Eyjólfi Kjalari Emilssyni, og fyrrverandi konu hans, Hjördísi Hákonardóttur. Þar fann ég fyrir eðlislægri gestrisni hennar, því að þótt ekki væri hún heima hjá sér og hún væri líkamlega mjög þreytt, fannst henni ekki annað hægt en að baka pönnukökur ofaní okkur. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Guðrún Emilsdóttir Ég veit um eitt blóm sem ekki bregður litum þegar það fölnar ­ blómið vex í hjarta mannsins á þessari jörð.

Elsku amma Guðrún, við Diljá hefðum viljað kveðja þig með öðrum hætti, faðma þig að okkur og segja þér hversu mikið okkur þykir vænt um þig. En lífið er einu sinni þannig, við vitum aldrei hvenær tími okkar í þessu jarðlífi er allur. Þess vegna kveðjum við þig nú og föðmum þig í huga okkar með þessum fátæklegu orðum. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐRÚN EMILSDÓTTIR Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðudal 20. apríl 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli

GUÐRÚN EMILSDÓTTIR Guðrún Emilsdóttir fæddist á Borg í Skriðudal 20. apríl 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. júní. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 576 orð

Jón Þorsteinsson

Við fæðumst og við deyjum, það er það eina sem við vitum, allt þar á milli er óskrifað blað hvers og eins. Nú, þegar hann Jonni frændi er farinn frá okkur þangað sem honum líður vel, hverfur hugurinn til baka til þess tíma sem við vorum yngri og fórum í sveit á hverju sumri. Já, því öll fórum við systkinin í sveit til Jonna frænda í Giljahlíð. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 375 orð

Jón Þorsteinsson

Jonni mágur er fallinn í valinn eftir mjög langa og hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, baráttu, sem hann háði með jafnaðargeði og af fullkomnu æðruleysi fram á síðustu stundu. Hann hafði brugðist viturlega við því að vera dæmdur úr leik vegna illkynja krabbameins og selt jörðina, búið og vélarnar, Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 94 orð

JÓN ÞORSTEINSSON

JÓN ÞORSTEINSSON Jón Þorgeir Þorsteinsson fæddist í Hægindi í Reykholtsdal 30. október 1929. Hann andaðist 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Agatha Árnadóttir frá Flóðatanga og Þorsteinn Einarsson frá Skáney. Móður sína missti hann ungur, en faðir hans hélt áfram heimili fyrir börnin fimm. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 743 orð

Loftur S. Loftsson

Loftur Sigurður Loftsson, Breiðanesi, kennari og tónlistarmaður, lést á Landspítalnum að morgni 18. júní sl., eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 5. apríl 1937 og var því liðlega sextugur. Var hann þriðja barn foreldra sinna er þar bjuggu, þeirra Elínar Guðjónsdóttur og Lofts Loftssonar. Síðar bættust við tvær stúlkur. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 447 orð

Loftur S. Loftsson

Lokið er langri og strangri baráttu vinar okkar Lofts í Breiðanesi. Innviðirnir voru traustir og sterkir, en líkaminn megnaði ekki meir þrátt fyrir ýtrustu mannlega hjálp og mikinn vilja. Viljastyrk Lofts var raunar viðbrugðið. Hann varð ungur maður fyrir miklu áfalli og lifði æ síðan við skerta krafta. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 454 orð

Loftur S. Loftsson

Nálgst nóttin kær, næturmildur blær niðar í laufi hlýr og vær. Ég ætla að ganga út í kvöld í aftansólarglóð og blærinn heyrir einn mitt litla ljóð. (Loftur S. Loftsson.) Nóttin kæra er komin og hinn næturmildi Jónsmessublær niðar í laufinu bæði hlýr og vær. Hinn tónvísi félagi okkar, Loftur S. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Loftur S. Loftsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast Lofts frænda míns eða Lolla, eins og hann var alltaf kallaður í fjölskyldunni, og þakka allt það sem hann gaf mér og kenndi, bæði um tónlistina og lífið sjálft. Hann kenndi mér á píanó, blokkflautu og rafmagnsorgel, að ógleymdum öllum þeim lögum sem ég söng með honum ásamt fleirum í Ásaskóla, í Árneskórnum, Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 508 orð

Loftur S. Loftsson

Á haustdögum árið 1972 lagði sá er þessar línur ritar leið sína að Breiðanesi í Gnúpverjahreppi. Erindi mitt var að fá staðfestingu á því að húsráðandi þar, Loftur S. Loftsson, kæmi áfram til starfa sem tónmenntakennari við skólann í Brautarholti á Skeiðum. Þetta er mér mjög eftirminnileg heimsókn. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 185 orð

LOFTUR S. LOFTSSON

LOFTUR S. LOFTSSON Loftur Sigurður Loftsson, bóndi og tónlistarkennari, var fæddur á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 5. apríl 1937. Hann lést á Landspítalanum 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Sandæk, þau Elín Guðjónsdóttir, húsfreyja frá Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 14. september 1901, d. 2. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 269 orð

Sigurður Örn Arnarson

Í dag kveðjum við í hinsta sinn kæran félaga, Sigurð Örn. Það er margt sem kemur upp í hugann á slíkri stundu. Þó kynni okkar af Sigga hafi ekki verið mjög löng, eignuðumst við tryggan félaga sem við söknum mjög. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 310 orð

Sigurður Örn Arnarson

Nú þegar við fylgjum "Sigga Víkingi" vini okkar og "fly guy" heim til Íslands í hans hinstu flugferð með Atlanta eru minningarnar margar sem koma fram í hugann. Það er skrítið að hafa ekki tollvarðaskelfinn fremstan í flokki með hljómborðið, bassann, bassamagnarann, hljóðkerfið, gítarinn og nú síðast trompetið. Þessir hlutir fylgdu honum hvert sem hann fór, í orðsins fyllstu merkingu. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Sigurður Örn Arnarson

Það er óhugnanlegt að hugsa til þess er ungt fólk er tekið í burtu frá okkur í blóma lífsins og fátt um svör þegar stórt er spurt. Það var um vorið 1993 sem Siggi, gjarnan nefndur "Víkingur" hóf störf sem flugþjónn hjá flugfélaginu Atlanta. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON

SIGURÐUR ÖRN ARNARSON Sigurður Örn Arnarson fæddist í Lúxemborg 12. ágúst 1973. Hann lést af slysförum í Manchester á Englandi 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 27. júní. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 218 orð

Sigurður Örn Arnarsson

Kæri vinur. Það er erfitt að trúa því að þú hafir verið tekinn frá okkur svona snögglega, í blóma lífsins, þú sem áttir alla ævina framundan. Þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar og áttir auðvelt með að koma fólki til að brosa. Þitt skarð verður vandfyllt og erfitt er að ímynda sér að við eigum aldrei eftir að fljúga saman aftur. Aldrei eftir að syngja saman eða sjást aftur hérna megin. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Sigurð Örn Arnarson

Fréttin um þetta hræðilega slys í Manchester, laust alla eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er nær óhugsandi að við fáum aldrei að hitta Sigga aftur. Siggi var öllum sem til hans þekktu mjög kær og megum við vera þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þessum góða dreng. Ekki var lognmollu fyrir að fara þegar Siggi var annars vegar. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 258 orð

Sigurþór Einarsson

Þegar hann afi yfirgaf þennan heim rifjuðust upp fyrir mér allar góðu stundirnar okkar saman, sem voru allmargar. Ég man að ég fór oft til ömmu og afa upp í Hverhamar eftir skóla og lék mér þar alveg frá því ég var 6 ára gömul. Það var alltaf gaman að koma til afa í vinnuskúrinn hans og eitt er víst að maður fór aldrei tómhentur þaðan út. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 216 orð

SIGURÞÓR EINARSSON

SIGURÞÓR EINARSSON Sigurþór Einarsson fæddist á Miðbýli, Skeiðahreppi, Árn., 30. september 1909. Hann lést á hjartadeild Borgarspítalans 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Einarsson, f. 10.10. 1880, d. 16.6. 1946, og Helga Hannesdóttir, f. 22.4. 1886, d. 22. maí 1973. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 356 orð

Soffía Túbals

Þegar við hófum búskap okkar að Njálsgötu 39B í upphafi níunda áratugarins bjó Soffía Túbals í næsta húsi á sömu lóð. Þar hafði hún búið alllengi og stundað þar öskjugerð sem hún var þekkt fyrir en var að mestu hætt þeirri iðju þá. Kynni okkar voru ekki náin í fyrstu en breyttust verulega eftir að dóttir okkar fæddist og urðu enn nánari þegar við fengum kött á heimili okkar. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 494 orð

Soffía Túbals

Ég kveð Fíu frænku mína með þakklæti fyrir ótal ánægju- og ævintýrastundir á langri leið okkar saman. Frá því að ég man eftir mér var Fía frænka stór hluti af okkar lífi. Hún keyrði bíl, sem ekki var algengt í þá daga, og tók okkur krakkana reglulega með sér austur í Fljótshlíð í ýmsum erindagjörðum. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 402 orð

Soffía Túbals

Soffía Túbals er látin í hárri elli. Soffía frænka var af aldamótakynslóðinni, fædd árið 1902. Hún var eftirminnileg kona sem fór ótroðnar slóðir í lífinu. Hún var sjálfstæð og ákveðin og stundum gustaði af henni líkt og nöfnu hennar í Kardimommubænum. En þótt hún gæti verið hrjúf í framkomu var hún öðlingur inn við beinið og mátti ekkert aumt sjá. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 131 orð

SOFFÍA TÚBALS

SOFFÍA TÚBALS Þuríður Soffía Túbalsdóttir fæddist í Múlakoti í Fljótshlíð 22. janúar 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Túbal Karl Magnús Magnússon, bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 31. desember 1867, d. 9. maí 1946, og Guðbjörg Aðalheiður Þorleifsdóttir húsmóðir og garðyrkjufrömuður, f. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 620 orð

Soffía Túbals Hún Soffía Túbals frænka mín er búin að fá hvíldina.

Hún Soffía Túbals frænka mín er búin að fá hvíldina. Það koma ótal minningar upp í hugann á kveðjustundu og eru þær margar tengdar Múlakoti í Fljótshlíð, þar sem hún var fædd og uppalin. Múlakot var mikið menningarheimili. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 990 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Nú þegar jörðin er að vakna af vetrardvala, blóm í haga, ærnar bornar, bjargfuglinn orpinn og ungviðið leikur sér, slokknar líf vinar míns Þorsteins Sigurðssonar frá Blátindi. Með láti Þorsteins eru þeir allir látnir, sem stofnuðu Fiskiðjuna á sínum tíma. Hinir voru Ágúst Matthíasson og Gísli Þorsteinsson. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 441 orð

Þorsteinn Sigurðsson

Þorsteinn Sigurðsson á Blátindi í Vestmannaeyjum var athafnaskáld, hann var mikilvirkur athafnamaður í forsvari stærstu fiskvinnslufyrirtækja landsins um langt árabil, en jafnhliða gaf hann sér tíma til að huga grannt að ýmsum framfara- og hagsmunamálum bæði á sviði landsmála almennt og umhverfismála. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 367 orð

ÞORSTEINN SIGURÐSSON

ÞORSTEINN SIGURÐSSON Þorsteinn Sigurðsson frá Melstað, einnig kenndur við Blátind, fæddist í Vestmannaeyjum 14. nóvember 1913. Hann lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Eyjum, 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Hermannsson. Meira
28. júní 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Þorsteinn Þorsteinn á Blátindi eða afi á Blá eins og ég kallaði hann a

Þorsteinn á Blátindi eða afi á Blá eins og ég kallaði hann alltaf er fallinn frá. Á þessum tímamótum eru margar góðar minningar sem sækja á enda skipaði hann mikilvægan sess í lífi mínu. Ég er fyrsta barnabarn hans og var skírður í höfuðið á honum. Samband okkar nafnanna var alla tíð mjög gott, enda þótt ég hafi ekki alltaf látið vel að stjórn. Meira

Viðskipti

28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Carlton og Granada fá stafræn leyfi

HLUTABRÉF í óháðu brezku sjónvarpsfyrirtækjunum Carlton Communications og Granada hafa hækkað í verði af því að þeim hefur verið úthlutað þremur mikilvægum leyfum til að reka margrása stafrænt jarðsjónvarp í Bretlandi. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 322 orð

ÐÍslenska útvarpsfélagið með 60 milljóna hagnað ÍSLENSKA útvarpsfélagi

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. skilaði um 60 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er ívíð betri afkoma en árið 1995. Það íþyngdi afkomunni á síðasta ári að félagið þurfti að taka á sig gjaldfærslu vegna söluskattsmála frá árinu 1986 og starfslokasamninga við stofnendur. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 246 orð

ÐÞróunarfélagið kaupir 16% hlut í Kerfi hf. ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf.

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. hefur keypt 16% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf. Fyrirtækið er að langstærstum hluta í eigu Þrastar Guðmundssonar, en forráðamenn þess hafa að undanförnu unnið að því að breikka eigendahópinn með útgáfu nýs hlutafjár. Flestir starfsmenn eiga nú hlut í fyrirtækinu og ýmsir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að eignast hlut. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 665 orð

Heildareignir tífölduðust á rekstarárinu

HAGNAÐUR af starfsemi Íslenska fjársjóðsins nam rúmum 36 milljónum króna á síðasta rekstrarári, 1. maí 1996 til 30. apríl 1997, en tekjur af hlutabréfaeign eru ekki skráðar fyrr en geymsluhagnaður er innleystur við sölu hlutabréfanna, heldur færðar meðal eiginfjárliða. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Helmingur bréfa í Tele Danmark seldur

DANSKA stjórnin mun selja 52% hlutabréfa í fjarskiptarisanum Tele Danmark að sögn danska blaðsins Börsen. Ef öll bréfin seljast mun hagnaðurinn nema að minnsta kosti 20 milljörðum danskra króna og verður honum varið til þess að grynnka á skuldum danska ríkisins, samkvæmt frétt blaðsins. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Laker í mál við BA um lendingar á Gatwick

LAKER AIRWAYS, flugfélag Sir Freddys Lakers sem frægt er fyrir lág fargjöld, ætlar í mál við British Airawys vegna úthlutunar leyfa til lendingar og flugtaks á Gatwick flugvelli Lundúna. Laker Airways heldur því fram að British Airways (BA) brjóti bandarísk lög gegn hringamyndunum og komi í veg fyrir heiðarlega samkeppni á leiðinni London-Miami. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Leeson kann að græða á mynd um fall Barings

NICK LEESON, hinn kunni starfsmaður Barings banka í Singapore, sem varð valdur að hruni hankans, gæti hagnazt á kvikmynd um ævi hans að sögn Daily Telegraph. Samkvæmt samningi sem hefur verið undirritaður mun Leeson geta lifað þægilegu lífi þegar honum verður sleppt úr fangelsi í Singapore, þar sem hann hefur afplánað 18 mánuði af sex og hálfs árs dómi að sögn blaðsins. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð

»Lækkanir í Evrópu, en sterkur Dow

GENGi hlutabréfa lækkaði í helztu kauphöllum Evrópu í gær, þótt allt léki í lyndi í Wall Street. Dollarinn stóð vel að vígi vegna talna, sem sýndu staðgóðan hagvöxt í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, en hagfræðingar efast um að hann dollar mikið meir. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu hafði Dow Jones vísitalan hækkað um 70,79 punkta eða 0,92% í 7725,04. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 134 orð

McDonald's kaupir brezkt kjöt á ný

McDONALD's hamborgarakeðjan hefur ákveðið að kaupa brezkt nautakjöt á ný og hafa það á boðstólum á 764 veitingastöðum sínum í Bretlandi. Ákvörðunin er brezkum landbúnaði mikill styrkur og er mikilvægasti sigur greinarinnar síðan kúariðudeilan hófst fyrir 15 mánuðum. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Meira tap á frönskum banka en ætlað var

NÝ STJÓRN sósíalista í Frakklandi hefur orðið fyrir nýju áfalli vegna blaðafréttar um að tap af miklum lánveitingum ríkisbankans Crédit Lyonnais geti numið alls 170 milljörðum franka. Tölurnar sýna þann mikla kostnað sem tilraunir bankans til að auka umsvif sín höfðu í för með sér á fyrri valdatíma sósíalista í Frakklandi á árunum um og eftir 1990. Meira
28. júní 1997 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Sáttum í asbestmáli hafnað í hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna hefur neitað að staðfesta sátt í máli 30 fyrrverandi asbestframleiðenda og 100.000 manns, sem töldu sig hafa orðið fyrir heilsutjóni af völdum efnisins. Úrskurðurinn í asbestmálinu getur haft áhrif á sögulegar sættir, sem nýlega náðust í deilum við bandaríska tóbaksiðnaðinn. Meira

Daglegt líf

28. júní 1997 | Neytendur | 88 orð

45 ár frá stofnun versl unarinnar Hjá Báru

UM ÞESSAR mundir eru 45 ár síðan verslunin Hjá Báru var stofnsett. Í fréttatilkynningu frá búðinni segir að hún sé því ein elsta ef ekki elsta tískuverslun borgarinnar. Verslunin er í eigu frú Báru Sigurjónsdóttur en hún hefur átt verslunina og rekið hana öll árin. Frú Bára hefur eingöngu selt vörur frá New York. Meira
28. júní 1997 | Neytendur | 95 orð

Bændadagar

HJÓNIN Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttir, sem búa í Fagradal í Mýrdal, eru þessa dagana að kynna framleiðslu sína á bændadögum í Hagkaupi. Viðskiptavinir fá að gæða sér á reyktri bleikju og laxi svo og á kryddreykri Fagradalsbleikju sem er nýjung. Meira
28. júní 1997 | Neytendur | 533 orð

Undirbúningurinn fer helst úrskeiðis

MARGIR huga að framkvæmdum við hús sín á sumrin. Oft er um að ræða nauðsynlegt viðhald, verið að betrumbæta, stækka eða breyta. Ekki eru allir það heppnir að eiga sína föstu iðnaðarmenn sem kallað er í þegar hefjast á handa. Hvernig á fólk að bera sig að þegar það þarf að leita fagmanns í verk? "Við hjá Samtökum iðnaðarins starfrækjum svokallaða viðgerðadeild. Meira

Fastir þættir

28. júní 1997 | Í dag | 389 orð

AÐ er bjartara yfir efnahagsmálum þjóðarinnar nú en verið

AÐ er bjartara yfir efnahagsmálum þjóðarinnar nú en verið hefur um árabil og ánægjulegt að kjarasamningar skuli að mestu vera frágengnir við stærstan hluta launþegahreyfingarinnar í landinu allt til aldamóta. Meira
28. júní 1997 | Dagbók | 2925 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
28. júní 1997 | Í dag | 79 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 29. júní, verðu

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 29. júní, verður áttræð Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Stórholti 35, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ögmundur Hannesson.Þau hjónin taka á móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, Kópavogi, á morgun, afmælisdaginn, milli kl. 15 og 18. ÁRA afmæli. Meira
28. júní 1997 | Dagbók | 464 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 30 orð

EXEC 162F

Lengd.....8,78 m. Hæð.......2,44 m. Breidd...1,60 m. Hámarks flugtaksþyngd....681 kg. Tómaþyngd....443 kg. Burðargeta...238 kg. Eldsneytismagn.... 64 lítrar Klifurhraði....1000 fet/mín. Hestöfl...... 150 Hámarkshraði....185 km/klst. Farflugshraði...153 km/klst. Flugþol.....180 mílur/2 klst. Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 619 orð

Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi (Lúk. 5.) »

Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi (Lúk. 5.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur. Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 551 orð

Hvað er til ráða við bólgnum blöðruhálskirtli?

Blöðruhálskirtill Spurning: Ég er með bólginn blöðruhálskirtil. Hverjar eru batahorfur og eru til lyf við þessum kvilla? Svar: Hér getur einkum verið um að ræða sýkingu í blöðruhálskirtlinum vegna baktería eða annarra sýkla eða góðkynja stækkun á kirtlinum sem kemur oft þegar menn eldast (ég mun fjalla um það síðar). Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 443 orð

Í Kvennaparadís í Eyjum Pilsaþytur á

Við erum komnar til að skemmta okkur," sagði Erla Adolfsdóttir, ein úr hópi sextán golfkvenna frá Akureyri við komuna til Vestmannaeyja. Og það var vissulega kátt yfir þeim norðlensku er þær lentu á Vestmannaeyjaflugvelli, enda skein sól í heiði og Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta. Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 696 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 907. þáttur

907. þáttur INGVAR Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sendi mér það skemmtilega bréf sem hér fer á eftir. Auk þess ágætavel gerða limru sem bíður næsta þáttar. Hafi hann kæra þökk fyrir: "Kæri Gísli. Í þætti þínum 7. þ.m. minnist þú á orðtakið "að láta fótinn fæða sig" og getur þess að það muni ekki ýkjaalgengt í málinu. Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 29 orð

Mini 500

Lengd....6,86 m. Hæð.....2,46 m. Breidd....1,60 m. Hámarks flugtaksþyngd.......381 kg. Tómaþyngd.....220 kg. Burðargeta...161 kg. Eldsneytismagn...56 lítrar Klifurhraði.....1100 fet/mín. Hestöfl......... 67 Hámarkshraði.....185 km/klst. Farflugshraði.....121 km/klst. Flugþol....... 3 klst. Meira
28. júní 1997 | Í dag | 397 orð

OpnumArnarholtNÚ ER NÓG komið. Það er nauðsynlegt að opna

NÚ ER NÓG komið. Það er nauðsynlegt að opna deild nr. 35 í Arnarholti. Deild sem er ætluð fyrir ungt fólk sem er búið að vera veikt árum saman og kemst ekki út í lífið. Það var algjör plága fyrir mig að þurfa að vera innan um fullorðið fólk, sumt mjög fullorðið t.d. á áttræðisaldri, flest í hjólastólum og mjög krónískt. Meira
28. júní 1997 | Dagbók | 318 orð

Spurt er...

1 1. júlí fara fram valdaskipti á þéttbýlasta svæði heims. Taka Kínverjar þá við völdum þar af Bretum. Hvaða stað er hér um að ræða? 2 Geimstöð Rússa lenti í árekstri við ómannað birgðafar á miðvikudag og bíður mannanna þriggja í geimstöðinni daufleg vist þar til þeir fá búnað til að gera við skemmdir. Geimstöðin hefur verið 11 ár á braut um jörðu. Meira
28. júní 1997 | Fastir þættir | 138 orð

SUMARTÍSKAN Í SUNDFATNAÐI SUMARIÐ er k

SUMARIÐ er komið og ekki seinna vænna að kynna sér það nýjasta í sundfatatískunni. Sigríður B. Tómasdóttir fór í búðir og kannaði hvað er á boðstólum. Hún komst að því að litagleðin er allsráðandi og tískan er undir áhrifun frá sjöunda og áttunda áratugnum. Fyrirsæta Linda Einarsdóttir/Eskimó módel, förðun Sigga Dögg/Face, hárgreiðsla Baldur Rafn/Kompaníið. Meira

Íþróttir

28. júní 1997 | Íþróttir | 142 orð

3. deild karla A:

Knattspyrna LAUGARDAGUR: 1. deild kvenna C: Reyðarfjörður:KVA - Leiknir F.14 Sindravellir:Sindri - Höttur17 3. deild karla A: Grýluvöllur:Hamar - Smástund14 3. deild karla B: Stykkish.:Snæfell - Víkingur Ó.14 Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 52 orð

Ágúst hljóp í Afríku

ÁGÚST Kvaran tók nú fyrir skömmu þátt í Comrades-langhlaupinu í S-Afríku og kom hann í mark númer 1.325 - á 7 klukkustundum og 53 mínútum. Hlaupið er 90 kílómetrar og alls tóku um 13.000 keppendur þátt í því. Ágúst er annar Íslendingurinn, sem þátt tekur í þessu erfiða hlaupi. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 297 orð

BJARNI Sigurðsson og Einar Guðmundsson

BJARNI Sigurðsson og Einar Guðmundsson munu stjórna Stjörnunni þegar liðið sækir Skallagrím heim í Borgarnesið í næstu viku. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 228 orð

"Ég er í stakk búinn"

"ÉG VAR spurður hvort ég hefði áhuga á starfinu. Það er engin launung á því að það hlýtur að vera mesta áskorun hvers þjálfara að taka við landsliði eigin þjóðar og eftir tíu ára þjálfaraferil tel ég mig vera vel í stakk búinn að takast á við þetta verkefni. En það verður mjög krefjandi, það er ljóst," sagði Guðjón Þórðarson við Morgunblaðið. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 174 orð

Fjórir landsliðsþjálfarar hafa verið leystir frá störfum

LOGI Ólafsson er fjórði landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, sem hefur verið leystur frá störfum ­ fyrsti Íslendingurinn. Skotinn Duncan McDowell var fyrsti þjálfarinn sem fékk að taka poka sinn. Albert Guðmundsson, fyrrum formaður KSÍ, rak hann nokkrum dögum áður en landsliðið hélt til Stavanger í Noregi 1972. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 337 orð

Gengið til viðræðna við Guðjón Þórðarson

STJÓRN Knattspyrnusambands Íslands samþykkti einróma á fundi í fyrrakvöld að reka Loga Ólafsson landsliðsþjálfara og bjóða Guðjóni Þórðarsyni starfið. Brottrekstur Loga var tilkynntur opinberlega í gærmorgun og ástæðan sögð slakt gengi landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins, þar sem liðið hefur þrjú stig að loknum sex leikjum og aðeins gert eitt mark. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 96 orð

GOLF/ARCTIC OPEN Morgunblaðið/Björn Gís

GOLF/ARCTIC OPEN Morgunblaðið/Björn Gíslason Miðnætursól á JaðarsvelliAKUREYRI og Eyjafjörður skörtuðu sínu fegursta á hinu árlega Arctic open-golfmóti í fyrrinótt. Ríflega130 kylfingar stóðu á Jaðarsvelli á Akureyri á miðnætti og horfðu til himins. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 128 orð

Góð spilamennska Birgis Leifs BIRGIR L

Góð spilamennska Birgis Leifs BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lauk í gær keppni á úrtökumóti fyrir síðari hluta sænsku mótaraðarinnar. Leikið var á velli skammt utan Vesterås sem er par 72 og í gær gerði Birgir Leifur sér lítið fyrir og lék á 68 höggum, fjórum undir pari. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 55 orð

Holyfield gegn Tyson Heims

Heimsmeistarinn Evander Holyfield er 34ára og 99 kíló að þyngd. ÁskorandinnMike Tyson, fyrrum heimsmeistari, er 30ára og 99 kg. Hér eru nokkrar upplýsingarum þá félaga, allar tölur eru í sentímetrum. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 1033 orð

Korpúlfsstaðavöllur varla boðlegur

Talsverðrar óánægju gætir meðal kylfinga sem leika í 2. og 3. flokki karla og 2. flokki kvenna vegna landsmótisns í golfi sem hefst 22. júlí. Mótið verður að þessu sinni haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og er ætlunin að meistaraflokkarnir og 1. flokkur karla og kvenna leiki á Grafarholtsvelli en 3. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 249 orð

KR til Borgarness

Dregið var í gær í átta-liða úrslit Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu. Í karlaflokki tekur Skallagrímur á móti KR í Borgarnesi, Keflavík sækir Val heim að Hlíðarenda, Leiftur og Þróttur mætast á Ólafsfirði og ÍBV og Breiðablik í Eyjum, en í kvennaflokki taka Skagastúlkur á móti KR-ingum, Haukar fá Val í heimsókn, ÍBV mætir KVA og ÍBA sækir Breiðablik heim. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 334 orð

Mike Tyson á harma að hefna

ÁHUGAMENN um hnefaleika um heim allan bíða nú með öndina í hálsinum eftir einvígi þeirra Mike Tysons og Evander Holyfields um heimsmeistaratitil WBA í þungavigt. Margir búast við að bardaginn, sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum í kvöld, muni verða einn sá harðasti í mörg ár og hafa veðbankar ekki undan því að taka við veðmálum frá fólki, Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 163 orð

Perú í kennsl· ustund

BRASILÍUMENN tóku Perú í kennslustund í knattspyrnu þegar liðin mættust í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í Bólivíu í fyrrinótt. Perúmenn sáu aldrei til sólar og þegar upp var staðið höfðu heimsmeistararnir náð að koma knettinum sjö sinnum í net andstæðinganna án þess að þeir næðu að svara fyrir sig. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 202 orð

Schumacher fljótastur

Michael Schumacher á Ferrari var með besta aksturstíma á rakri Magny Cours-brautinni í gærdag. Tímatökur fyrir franska Formula 1 kappaksturinn fara fram í dag en keppnin er á morgun. Á fyrri æfingunni var Rubens Barrichello á Stewart Ford með besta tíma en þá var brautin flughál vegna bleytu. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 99 orð

Sheringham til Man. Utd.

ENSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Teddy Sheringham, gekk í gær til liðs við meistara Manchester United fyrir rúmar 400 milljónir króna. Sheringham, sem er 31 árs gamall, mun án efa verða mikill styrkur fyrir United en honum er ætlað að fylla það skarð sem Frakkinn Eric Cantona skildi eftir sig þegar hann tilkynnti nú ekki alls fyrir löngu að hann myndi ekki leika aftur fyrir Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 448 orð

"Skortur á þolinmæði hjá KSÍ"

"MÉR var tilkynnt um þetta mál í fyrsta skipti á þriðjudaginn þegar ég átti fund með Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og það kom mér á óvart að þetta skyldi vera umræðuefni fundarins, sérstaklega þegar tillit er tekið til ummæla Eggerts í Morgunblaðinu 12. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 83 orð

Stuðningur í verki

BÝFLUGNABÆNDUR í suðurhluta Ísraels hafa nú sýnt stuðning sinn við heimsmeistarann í hnefaleikum, Evander Holyfield, í verki með því að senda honum sýkladrepandi lyf, sem unnið er á býflugnabúinu. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 167 orð

Tap gegn Skotum á EM í Írlandi

Íslenska golflandsliðið tapaði í gær 5:2 fyrir Skotum í A-riðli á Evrópumóti landsliða í golfi sem fram fer á Portmanrock vellinum í Írlandi. Fyrir hádegi voru leiknir tveir fjórmenningar og eftir þá var staðan jöfn, 1:1. Þórður Emil Ólafsson úr Leyni og Björgvin Sigurbergsson úr Keili töpuðu 1/0 fyrir sterkustu spilurum Skota en Kristinn G. Meira
28. júní 1997 | Íþróttir | 73 orð

Þeir hafa þjálfaðlandsliðið frá 1974

FRÁ því að Daninn Henning Enoksenvar rekinn sem landsliðsþjálfari 1973,hafa átta þjálfarar stjórnað landsliðinu: Tony Knapp1974 - 1977 Dr. Youri Ilitchew1978 - 1979 Guðni Kjartansson1980 - 1981 Jóhannes Atlason1982 - 1983 Tony Knapp1984 - 1985 Siegfried Held1986 - 1989 Held sagði Meira

Úr verinu

28. júní 1997 | Úr verinu | 499 orð

Afli 400 tonnum minni en á sama tíma í fyrra

LJÓST ER að nú stefnir í eina lökustu humarvertíð síðustu ára hér við land. Veiðar á austursvæðum hafa gengið afleitlega það sem af er og humarinn mjög smár, einkum á austari svæðum. Humaraflinn á vertíðinni er nú rúmlega 400 tonnum minni en á sama tíma á síðustu vertíð. Meira
28. júní 1997 | Úr verinu | 110 orð

Svíar kæra niðurskurð

Þorskkvóti í Eystrasalti Svíar kæra niðurskurð RÍKISSTJÓRN Svíþjóðar hefur ákveðið að kæra niðurskurð á þorskkvóta Svía í Eystrasalti fyrir Evrópudómstólnum eftir að allar aðrar leiðir til að setja niður deilur varðandi þetta efni hafa verið útilokaðar, Meira
28. júní 1997 | Úr verinu | 425 orð

Þorskurinn við Noreg nærri alltaf ofmetinn

LJÓST þykir, að norskir fiskifræðingar hafi ofmetið hrygningarstofn þorksins við Norður-Noreg mjög verulega og á hinn bóginn þykir víst, að þeir hafi stórlega vanmetið hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar. Hefur hann stækkað miklu meira en þeir gerðu sér grein fyrir. Meira

Lesbók

28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð

Efni

25. tölublað ­ 72. árgangur Efni Sýningasumar í Evrópu eru einkunnarorð greinaflokks, sem spannar 8 síður í Lesbókinni. Þar er um að ræða frásögn Einars Fals Ingólfssonar í myndum og máli af ferð hans á þrjár stórar myndlistarsýningar. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

ERRÓ STYRKIR ÍSLENSKAR LISTAKONUR

Syndlistarmaðurinn Erró sagði í samtali við Morgunblaðið í París í vikunni að hann hefði ákveðið að efna til sjóðs til styrktar íslenskum listakonum og handverkskonum. Þetta verður minningarsjóður um frænku hans, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi í Grímsnesi. Þegar hún lést lét hún Erró eftir íbúð í Reykjavík og andvirðið verður stofnfé sjóðsins. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1724 orð

FENEYJAR SÝNISHORN AF MYNDLIST HEIMSINS JÚNÍ er sannkallaður myndlistarmánuður í Evrópu. Fjöldi athyglisverðra sýninga hefur

FENEYJAR SÝNISHORN AF MYNDLIST HEIMSINS JÚNÍ er sannkallaður myndlistarmánuður í Evrópu. Fjöldi athyglisverðra sýninga hefur verið opnaður í ýmsum borgum en mesta athyglin hefur þó beinst að þremur sem myndlistarheimurinn hefur beðið eftir með óþreyju. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2619 orð

FERÐASAGA JÓNSBÓKARHANDRITSINS EFTIR JÓHANN J. ÓLAFSSON.

Upphaf þessarar sögu er að finna í handriti óprentaðrar ferðasögu Konráðs Maurers, sem nú er búið að þýða af frummálinu þýsku yfir á íslensku. Ferðafélag Íslands ætlar að gefa þessa bók út í haust í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 350 orð

GUÐRÚN NIELSEN HLÝTUR VIÐURKENNINGU

GUÐRÚN Nielsen hefur verið búsett í Englandi undanfarin átta ár við nám og störf á sviði höggmyndalistarinnar og nú fyrir skömmu var hún ásamt tíu öðrum valin til verðlauna af breska konunglega myndhöggvarafélaginu sem felast í ókeypis aðild að félaginu í tvö ár. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

HARMLJÓÐ EYGLÓAR (Wae in my heart) Jón Valur Jensson þýddi

Hjarta mitt syrgir, á hvörmunum tár, horfin mín gleði um löng, löng ár. Í napurri einsemd er þjáning mín þung, því þögnuð er rödd hans, svo mild og svo ung. Ást, hve þú gleður! af elsku ég brann! ást, hve þú hryggir! ­ hve trega ég hann! En hjartað, sem blæðir í brjósti mér enn, frá blóðugri kvöl fær nú hvíldina senn. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1457 orð

Í KJÖLTU HEIMSKAUTSBAUGSINS

RABB Í KJÖLTU HEIMSKAUTSBAUGSINS Ég veit ekki hvort það er þannig almennt, en mér finnst að eftir því sem árin færast yfir mig, þótt ég sé auðvitað síungur, að ég hugsi æ meira um náttúru landsins, legu þess og nálægðina við heimskautsbauginn. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 311 orð

ÍSLENSK LJÓÐ Í ENSKUM BÚNINGI

BÓKIN Voices From Across the Water er komin út en hún inniheldur þýdd ljóð eftir Matthías Johannessen og ljóð eftir Kristján Karlsson sem hann hefur frumsamið á ensku. Það er breska forlagið Festival Books sem gefur bókina út. Ljóð Matthíasar eru tekin úr tveimur bókum hans, Árstíðaferð um innri mann (1992) og Vötn þín og vængur (1996). Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1520 orð

Kassel: Umhverfispólitískir draumar og ráðríki

Documenta í Kassel er iðulega lýst sem mikilvægustu yfirlitssýningu á samtímalist í heiminum. Þar sem sýningin er yfirleitt haldin á fimm ára fresti myndast veruleg spenna innan listaheimsins þegar líður að opnun; menn vilja vita hvað verði sýnt og hvaða stefna ríki í valinu. Fyrsta Documenta var haldin árið 1955 og náði óvænt heimsathygli. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 482 orð

KASSEL UMHVERFISPÓLITÍSKIR DRAUMAR OG RÁÐRÍKI

KASSEL UMHVERFISPÓLITÍSKIR DRAUMAR OG RÁÐRÍKI NEW York, 1941, eftir bandaríska ljósmyndarann Helen Levitt, sem í meira en hálfa öld hefur skrásett götulíf New York-borgar í ljósmyndum sínum. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1189 orð

KONUR BERA AF HÉR Í FENEYJUM Bera Nordal hafði í mörg feneysk horn að líta í kringum opnun tvíæringsins. Hún var formaður

DAGANA sem forsýning Feneyjatvíæringsins stóð yfir mátti sjá Beru Nordal koma af og til í íslenska skálanum, að athuga hvort undirbúningur gengi ekki sem skyldi og ræða við gesti, og síðan var hún komin á ferðina aftur á milli sýninga á aðalsvæði tvíæringsins eða annarra sýninga út um borgina. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2203 orð

LISTIN ER AÐ MIÐLA EINHVERJUM GUÐDÓMI Brim brýtur á strönd, vatn flæðir, vindur skekur grös og kríur garga í íslenska skálanum á

VERK Steinu Vasulku í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum vakti ótvíræða athygli gesta fyrstu daga sýningarinnar. Fólk staldraði gjarnan lengi við og upplifði verkið; hljóð og mynd, í litla bláa skálanum sem Steina hafði stækkað furðulega mikið með myrkri og speglum, Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 787 orð

LÖND OG LÝÐIR

Jules Massenet: Hljómsveitarsvítur. Sinfóníuhljómsveit Nýja-Sjálands u. stj. Jean­Yves Ossonce. Naxos 8.553124. Upptaka: DDD, Wellington, N.Z. 7/1994. Lengd: 69:05. Verð (Japis): 690 kr. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 715 orð

MARÍONETTUR UNDIR FUJÍ FJALLI

ÍKONUNGSRÍKI Gúllívers, við rætur Fuji-fjalls í Japan, er verið að opna sýningu á íslenskum maríonettum, eða leikbrúðum, úr smiðju Jóns E. Guðmundssonar, sem um árabil hefur rekið Íslenska brúðuleikhúsið. Á sýningunni verða 44 leikbrúður og tíu höggmyndir ­ og stendur sýningin í eitt ár. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1513 orð

Münster: Ævintýri á gönguför

Ef fólk á leið til Þýskalands í sumar, þá hvet ég það til að koma við í borginni Münster, ná sér í kort af miðbænum og halda út í borgina ­ gangandi eða leigja sér reiðhjól ­ að leita verkin á Münstertíæringnum uppi. Sú ferð gæti orðið að bráðskemmtilegu ævintýri. Skúlptúrsýningin í Münster hefur nú verið opnuð í þriðja skipti en hún er haldin á tíu ára fresti. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 471 orð

MÜNSTER ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR

MÜNSTER ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR Morgunblaðið/Einar Falur ÞJÓÐVERJINN Hans Haacke byggði verk sem hann kallar Hringekju og kallar óneitanlega fram hugmyndir um minnismerki. Það stendur við hlið annars minnismerkis, sem er jafn hátt og breitt, til minnis um þrjá sigra Prússa á nítjándu öld. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 414 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

ÓSÖGÐ ORÐ

Ég hef aldrei sagt þér hve hlýtt mér er þegar þú heldur utan um mig ég hef aldrei sagt þér hve varir mínar brenna eftir heita kossa þína ég hef aldrei sagt þér hve ég kikna í hnjánum þegar þú horfir á mig ég hef aldrei sagt þér er ég vakna á nóttunni leita en finn þig ekki ég hef aldrei sagt þér hve dagurinn er Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

SEIÐMAGN

Eins og sól rís úr myrkri stendur þú, þétt við klettvegginn teygir anga þín að köldu berginu og býður mig velkomna. Það skín af þér birtan eins og fyrsta sólargeisla morgunsins. Þú dregur mig til þín og ég get ekki annað en hlýtt. Hægt en örugglega í átt til þín Ég læsist í neti þínu og skil þá fyrst hvað verður. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

SJÓFERÐASAGA MEÐ ÍSLANDSSIGLINGUM

Jan Bill, Bjørn Poulsen, Flemming Rieck og Ole Ventegodt: Fra stammebåd til skib. Dansk søfartshistorie I. Indtil 1588. Gyldendal 1997. 287 bls., myndir, kort, töflur. LANDSHÆTTIR valda því, að íbúar dönsku eyjanna hafa um allar aldir ferðast mikið á sjó. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3843 orð

SKIPSLÚÐURINN KVEÐUR EFTIR THOR VILHJÁLMSSON Sumarið 1996 var THOR VILHJÁLMSSON gestur á skáldastefnu, sem árlega er haldin í

Og þá flýt ég aftur, langt aftur. Ég er hálfsprottinn drengur í húsi afa míns við Skjálfandaflóa, Hliðskjálf heitir það hæst á bakkanum og var um sinn nyrsta húsið á Húsavík í upphafi aldarinnar, þar næst bara lágir torfkofar og Nissabær. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 678 orð

STEFNUMÓT VIÐ ÓVISSUNA

SAGAN af Tristan og Ísól er sennilega frægasta ástarsaga allra tíma, sagan af elskendunum sem var ekki skapað nema skilja. Á þessari sögu er byggt í nýju íslensku leikriti sem leikhópurinn Augnablik frumsýnir í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnudag. Verkið er samið af leikhópnum Augnablik en höfundur handrits og leikstjóri sýningarinnar er Harpa Arnardóttir. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 230 orð

"SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIÐ" Í HALLGRÍMSKIRKJU

SUMARKVÖLD við orgelið" er tónleikaröð sem Hallgrímskirkja og Listvinafélag Hallgrímskirkju hafa staðið fyrir undanfarin sumur. Í sumar verða haldnir samtals 30 tónleikar, 10 kvöldtónleikar á sunnudagskvöldum og 20 hádegistónleikar á fimmtudögum og laugardögum. Alls munu 18 organistar og einn trompetleikari koma fram á þessum tónleikum. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 350 orð

TJARNARGATA

Undir Dauðramannahæð reistu þeir hús sín á Tjarnarbakkanum, ­ höfðingjarnir. Þar ráðskuðust þeir með sálir hinna lifandi eins og slíkra er siður. Þeir dauðu í garðinum ofan götunnar létu sér fátt um finnast vitandi sem var að brátt yrðu höfðingjarnir grafnir meðal þeirra valdalausir með öllu. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð

VIÐ TVÖ OG ÁSTIN OKKAR ÖRSAGA EFTIR HELLEN LINDU DRAKE

Ástfangin hljóp hún á móti honum, henti sér í fang hans og hló hamingjusöm. Hún leit upp, á andlit hans og sá að hann var orðinn rúnum ristur. Því hafði hún ekki tekið eftir áður. "Ástin mín, ástin mín, hvar hafa blóm þín fölnað svo hratt. Því ertu svo gamall og ljótur orðinn?" "Svona hefi ég alltaf verið, góða mín," svaraði hann, "það var aðeins hulið sjónum þínum. Meira
28. júní 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1019 orð

ÆRIÐ FÖGUR ER MÆRIN

ÆRIÐ FÖGUR ER MÆRIN Þótt margt fornra muna gleðji augað á Njálusýningunni á Hvolsvelli er þar annað og meira á ferðinni en tískusýning frá tíundu öld. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON skoðaði sýninguna í fylgd með Guðjóni Árnasyni sýningarverði sem einnig sýndi honum nokkra sögustaði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.