Hjarta mitt syrgir, á hvörmunum tár, horfin mín gleði um löng, löng ár. Í napurri einsemd er þjáning mín þung, því þögnuð er rödd hans, svo mild og svo ung. Ást, hve þú gleður! af elsku ég brann! ást, hve þú hryggir! hve trega ég hann! En hjartað, sem blæðir í brjósti mér enn, frá blóðugri kvöl fær nú hvíldina senn.
Meira