Greinar föstudaginn 4. júlí 1997

Forsíða

4. júlí 1997 | Forsíða | 108 orð

Enn ein bilunin í Mír

ENN eitt vandamálið kom upp um borð í rússnesku geimstöðinni Mír í gær þegar allir snúðvitar hennar biluðu. Snúðvitarnir eru hluti af siglingakerfi sem stillir afstöðu rafhlaðna geimstöðvarinnar gagnvart sólu sjálfkrafa og bilunin þýðir að geimfararnir þurfa sjálfir að hnika stöðinni til með sérstökum eldflaugum. Meira
4. júlí 1997 | Forsíða | 119 orð

Feit börn sæl til æviloka?

FEITIR hvítvoðungar eru ekki eins líklegir til að þjást af þunglyndi síðar á ævinni og grennri börn, samkvæmt breskri rannsókn sem kynnt var í gær. "Því feitari sem smábörnin eru þeim mun færri verða þunglyndisköstin," sagði breski geðlæknirinn Ian Rodie á árlegri ráðstefnu geðlækna í Bournemouth. Meira
4. júlí 1997 | Forsíða | 273 orð

Fjórir íhaldsmenn átaldir

TVEIR fyrrverandi ráðherrar í breska Íhaldsflokknum, Tim Smith og Neil Hamilton, sæta alvarlegri gagnrýni fyrir að hafa þegið greiðslur frá kaupsýslumanni fyrir að bera upp fyrirspurnir á þingi, í skýrslu sem gefin var út í gær. Meira
4. júlí 1997 | Forsíða | 354 orð

Konungssinnar í átökum við lögreglu

TIL skotbardaga kom milli albanskra konungssinna og lögreglumanna í miðborg Tirana í gær þegar stuðningsmenn Leka, sonar síðasta konungs Albaníu, gengu að byggingu albönsku yfirkjörstjórnarinnar til að mótmæla meintum kosningasvikum sósíalista. Meira
4. júlí 1997 | Forsíða | 118 orð

Þjóðverjar neita að skuldbinda sig

ÞJÓÐVERJAR eru fylgjandi aðild Rúmeníu að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en þeir neita hins vegar að setja henni tímamörk. Talsmaður Helmuts Kohls Þýskalandskanslara sagði í gær að Þjóðverjar myndu ekki taka afstöðu til þess hvort bjóða ætti þremur, fjórum eða fimm ríkjum aðild fyrr en á leiðtogafundi NATO í næstu viku. Meira

Fréttir

4. júlí 1997 | Miðopna | 1720 orð

260 km hringvegar verða áfram á malarvegi

HEILDARFJÁRMAGN til vegagerðar á árinu eru 7.239 milljónir króna sem er svipuð upphæð og síðustu ár. Stærstu framkvæmdirnar verða þverun Gilsfjarðar, Hvalfjarðargöng og tenging Norður- og Austurlands. Framlög til vegamála hafa verið mikil síðustu fjögur ár og hafa ekki verið hærri síðan upp úr 1970. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

500 milljóna inneign hjá Seðlabankanum

RÍKISSJÓÐUR og ríkisstofnanir áttu í lok júní rúmlega 500 milljóna króna innistæðu hjá Seðlabankanum. Þessi staða ríkisins gagnvart bankanum er mjög óvenjuleg því að jafnaði hefur Seðlabankinn átt háar kröfur á hendur ríkissjóði og ríkisstofnunum. Um áramót námu t.d. kröfur bankans á hendur ríkinu um 3,7 milljörðum og batnaði því staðan að þessu leyti um 4,2 milljarða á fyrri helmingi ársins. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

59 nemendur með viðbótarnám til starfsréttinda

Kennslufræði til kennsluréttinda (42) Ann Birgit Boesen Knudsen Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir Ása Hólmarsdóttir Ása Magnea Ólafsdóttir Áslaug Sigvaldadóttir Ástríður Elín Jónsdóttir Berglind Reynisdóttir Berglind Steinsdóttir Björn Gísli Erlingsson Davíð Ágúst Davíðsson Edda Sigurdís Oddsdóttir Elín Bryndís Guðmundsdóttir Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

7,3 milljarðar króna til vegamála á árinu

VEGAGERÐIN leggur mikla áherslu á að fækka einbreiðum brúm á landinu. Í sumar verður þeim fækkað um tuttugu. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri segir að vandinn við einbreiðar brýr sé tvenns konar. Annars vegar séu slys tíð við þær og hins vegar uppfylli þær ekki kröfur sem Evrópusambandið gerir um burðarþol. Einbreiðar brýr standi þungaflutningum fyrir þrifum á mörgum leiðum. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 674 orð

Akranes í upphafi nýrrar aldar

Akranesi-Að undanförnu hefur starfshópur unnið að stefnumótunarverkefni sem nefnist "Akranes í upphafi nýrrar aldar", sem er liður í því að undirbúa kaupstaðinn vegna þeirrar byltingar sem Hvalfjarðargöngin koma til með að hafa á samgöngumál bæjarins, samkeppnisstöðu og byggðaþróun. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 437 orð

Allir sem sækja um framhaldsskóla fá skólavist

UM 3600 nýir nemendur setjast á skólabekk í framhaldsskólum landsins næsta haust, eða um 85% þeirra sem þreyttu samræmd próf síðasta vor. Nokkuð er um að framhaldsskólarnir verði að vísa nemendum frá, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eiga allir sem óska eftir að hefja nám í framhaldsskóla að eiga þess kost. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1079 orð

Allt of fáir fá meðferð við hæfi hér á landi

Almennt er talið á Vesturlöndum að á bilinu 2% til 5% barna og unglinga verði fyrir alvarlegu kynferðislegu ofbeldi, en með kynferðislegu ofbeldi er hér átt við að kynfæri komi á einhvern hátt við sögu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Athugasemdir við pappíra í kínversku skipi

FULLTRÚI Alþjóðasambands flutningaverkamanna gerði í gær athugasemd við skipstjóra kínversks flutningaskips í Straumsvík þar sem engir samningar eru fyrir hendi við skipshöfnina og engar skýrslur gerðar um vinnutíma. Borgþór S. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Árbókarferð Ferðafélagsins

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferða á slóðir nýútkominnar árbókar sinnar "Í fjallhögum milli Mýra og Dala" nú um helgina. Brottför er kl. 8 á laugardag og verður deginum eytt á slóðum sem Guðrún Ása Grímsdóttir ritaði um í árbókina eða svæðinu upp af Mýrum. Sama dag gefst einnig kostur á dagsferð í Hítardal. Á sunnudaginn verður farið í Dalina sem Árni Björnsson ritaði um. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 136 orð

Átta látnir af völdum óveðurs

AÐ minnsta kosti átta manns hafa látist af völdum óveðurs í suðausturhluta Michiganfylkis í Bandaríkjunum. Skýstrókar og þrumuveður hafa gengið yfir fylkið undanfarna daga og ríkisstjórinn, John Engler, lýsti í gær yfir neyðarástandi í Detroit og nágrenni. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Ber nafn Guðsmóður

Blönduósi-Maríuerlan er algengur fugl á Íslandi og auðþekkt á blágráum, hvítum og svörtum lit og löngu, síkviku stéli. Þorvaldur Björnsson á Náttúrufræðistofnun sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði heyrt að nafn sitt hefði fuglinn frá Maríu mey. Maríuerlan væri nunnuleg í útliti, hrein og fín og svipurinn fallegur. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 84 orð

Bretar sakaðir um ólöglegan útflutning

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) sagði í gær að 1.600 tonn af bresku nautakjöti hefðu verið flutt ólöglega til Hollands, Rússlands og Egyptalands, með aðstoð Belga. Hefðu Bretar með þessu brotið bann sem sett var á útflutning bresks nautakjöts fyrir rúmu ári vegna kúariðu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 277 orð

Börn þroskist án vímuefna

RÍKISSTJÓRN Íslands og Reykjavíkurborg hafa hrint í framkvæmd áætlun um að Ísland verði land án eiturlyfja í samstarfi við Samtök evrópskra borga gegn eiturlyfjum, ECAD. Til að ná sem bestum árangri hefur verið gerð áætlun til 5 ára, eða til ársins 2002, um markvissar aðgerðir í vímuvörnum. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Clinton boðar fríverslun á alnetinu

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur jafnað alnetinu við villta vestrið í heimsviðskiptum og segist munu beita sér fyrir því að breyta netheimum í "veraldarvítt fríverslunarsvæði" sem laust verði við nýja skattheimtu og opinber afskipti. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 335 orð

Dauf byrjun í Þistilfirðinum

VEIÐI hefur gengið stirðlega í ánum í Þistilfirði það sem af er og fiskur yfirleitt lítt eða ekki genginn. Árnar, Sandá, Svalbarðsá og Hafralónsá, súpa nú seyðið af því að illa hefur farið fyrir laxaárganginum sem átti að skila tveggja ára fiski úr sjó á þessu sumri. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Deila við ÍA tefur

GUÐJÓN Þórðarson, sem hefur átt í viðræðum við KSÍ um að verða næsti landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segist undrast að ekki hafi enn verið skrifað undir samning. "Samningur okkar er tilbúinn og ég var reiðubúinn að skrifa undir hann [í gær] en þá var mér tjáð af formanni KSÍ að ekkert yrði gert fyrr en sæi fyrir endann á málinu við Skagann," sagði Guðjón við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Doktor í sameindaerfðafræði

EINAR Mäntylä varði 13. febrúar sl. doktorsritgerð í sameindaerfðafræði við Sameindaerfðafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans (SLU) í Uppsölum. Ritgerðin er skrifuð á ensku og ber heitið "Molecular Mechanisms of Cold Acclimation and Drought Tolerance in Plants". Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 716 orð

Ekki allir á eitt sáttir

Ungt fólk á hjólabrettum er algeng sjón í miðbæ Reykjavíkur. Ingólfstorg er vinsæll verustaður hjólabrettakappa sem bókstaflega fljúga um torgið og vekja athygli vegfarenda. Ekki eru allir á eitt sáttir og fólk hefur ýmist lýst ánægju sinni eða vanþóknun á veru hjólabrettafólks á torginu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Enn tafir við afgreiðslu í bönkum

ÞAÐ var ekki fyrr en líða tók á daginn í gær að afgreiðsla í bönkum fór að ganga að mestu vandræðalaust vegna mikils álags, sem verið hefur á tölvukerfi Reiknistofu bankanna undanfarna daga. Að sögn Helga H. Steingrímssonar, forstjóra Reiknistofu bankanna, voru vandamálin í gær meðal annars vegna útskrifta. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 860 orð

Er dellukarl og sé drauminn rætast

INGIMUNDUR Ingimundarson er formaður landsmótsnefndar og hann hafði í nógu að snúast í gærmorgun þegar Morgunblaðið náði að króa hann af úti í horni í nokkrar mínútur. Ingimundur var rólegur þrátt fyrir erilinn og sagði að hann væri búinn að vinna að því að fá landsmótið í Borgarnes frá því 1987. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Fífilbrekkuhópurinn í heimsókn

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og þingmaður Norðurlands eystra hafði forgöngu um að á mánudagskvöld hélt Fífilbrekkuhópurinn tónleika fyrir Grímseyinga í félagsheimilinu Múla. Flutt voru 20 lög í gömlum stíl eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og einnig valsar eftir Schubert. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 122 orð

Fjárlagahallinn vart niður í 3%

DOMINIQUE Strauss-Kahn, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að fjárlagahallinn kynni að verða umtalsvert hærri en spáð hefði verið fyrr á árinu og að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða til að takast á við hann ef þörf krefði. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Fleiri vínbúðir opnar á laugardögum

FLEIRI verslanir ÁTVR verða opnar á laugardögum í júlí og ágúst en voru opnar í fyrra. Í október 1995 var reglugerð dóms- og kirkjumálaráðuneytis um sölu áfengis breytt. Ákvæði um lokun vínbúða á laugardögum var samræmt ákvæðum áfengislaga sem segja að útsölustaðir ÁTVR skulu vera lokaðir frá kl. 12 á hádegi á laugardögum. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Frekari færsla ekki rædd

FREKARI færsla sæstrengsins Cantat 3, sem síðar í þessum mánuði verður færður af Kötluhrygg, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hefur, að sögn Páls Jónssonar, forstöðumanns langlínudeildar Pósts & síma, ekki verið rædd af eigendum strengsins. Útvegsbændur í Vestmannaeyjum líta svo á að færsla strengsins af Kötluhrygg sé aðeins áfangasigur. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Frístund 15 ára

KROSSGÁTUBLAÐIÐ Frístund hefur nú náð þeim áfanga á þessu ári að verða 15 ára. "Í tilefni af 15 ára útgáfuafmæli blaðsins hefur nú verið hafin útgáfa á sérstöku krossgátublaði fyrir börn og hefur það hlotið nafnið Frístund fyrir börnin. Blaðið er 16 blaðsíður að stærð og kostar 298 kr. í útsölu með virðisaukaskatti, og er áætlað að það komi þrisvar til fjórum sinnum út á ári. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Fyrsta loðnan til Ólafsfjarðar

Fyrsta loðnan til Ólafsfjarðar Ólafsfjörður. Morgunblaðið. FYRSTA loðnan á nýhafinni vertíð barst til Ólafsfjarðar á miðvikudag þegar Guðmundur Ólafur ÓF landaði fullfermi eða um 800 tonnum til loðnuverksmiðju Krossaness. Meira
4. júlí 1997 | Miðopna | 276 orð

Fækkun einbreiðra brúa

HELGI Hallgrímsson vegamálastjóri segir að undanfarin ár hafi verið lögð sérstök áhersla á það að fækka einbreiðum brúm á landinu sem eru nokkur hundruð talsins. Hann segir að einbreiðar brýr hafi verið talsverðar slysagildrur. Á þessu ári hverfa um tuttugu einbreiðar brýr, eða heldur fleiri en í fyrra. Alls renna 132 milljónir á þessu ári til brúargerðar og 145 milljónir kr. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Golf á Gróttusvæði

Í GRÓTTU á Seltjarnarnesi má sjá hina ýmsu fugla á sumrin. Þangað koma farfuglar á vorin og gera sér hreiður og á sama tíma taka golfspilarar fram kylfur sínar eftir vetrarfrí. Samlífið virðist ganga vel, að minnsta kosti halda kylfingar ró sinni og klára hringinn án teljandi vandræða. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Gunnar sýnir í Hrísey

Gunnar sýnir í Hrísey GUNNAR Kr. Jónasson opnar myndlistarsýningu í félagsheimilinu í Hrísey laugardaginn 5. júlí kl. 14. Gunnar sýnir um 20 vatnslitamyndir og stendur sýningin til sunnudagins 13. júlí. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Gömul handbrögð í Sjóminjasafninu

FYRRVERANDI sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjómennsku í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, laugardaginn 5. júlí kl. 13­17. Meðal annars verður beitt í bjóð, trogmyndað ílát sem notað var undir lóð fyrr á öldinni fyrir daga lóðabalanna. Gestum gefst kostur á að æfa handtökin. Þetta er annað sumarið sem boðið er upp á lifandi starfsemi í safninu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Gönguferðir og barnastundir á Þingvöllum

Á ÞINGVÖLLUM bjóða landverðir upp á gönguferðir og barnastundir og af nógu verður að taka um helgina. Á laugardag kl. 13 verður gengið að eyðibýlinu Skógarkoti í Þingvallahrauni og fjallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Kl. 15 verður svo litað og leikið með börnum í Hvannagjá. Á sunnudag kl. 13 verður gengið um gjár og fornar götur í Hrauntún og hugað að náttúrufari og sögu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 768 orð

Heildarkostnaður fær ekki staðist

GERÐAR eru athugasemdir við framkvæmd gjaldtöku fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík og jafnframt er fundið að stjórnsýslu umhverfisráðuneytisins í áliti sem umboðsmaður Alþingis sendi frá sér 30. júní sl. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Heimsmót skáta minnst

NOKKRIR gamlir skátar minntust þess á þriðjudaginn að 60 ár eru frá því þeir sóttu alheimsmót skáta í Hollandi sumarið 1937 en viðstödd setningu þess voru Vilhelmína Hollandsdrottning og Baden Powell lávarður, stofnandi skátahreyfingarinnar. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hjúkrunar fræðingar samþykktu

FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti í gær kjarasamning, sem undirritaður var 9. júní, með 825 atkvæðum, eða 88 prósent þeirra sem greiddu atkvæði. Alls voru 1870 manns á kjörskrá en 938 greiddu samningnum atkvæði. Nei sögðu 9,8 prósent og ógild og auð atkvæði voru 2,2 prósent. Viðsemjendur voru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Reykjalundur og St. Franciskusspítali í Stykkishólmi. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 395 orð

Hong Kong og Tævan skipa sendifulltrúa

HONG Kong, sem nú er hluti af Kína, og Tævan, sem stjórnvöld í Peking telja vandræðahérað í landinu, tilnefndu í gær háttsetta sendimenn sem vinna skuli að bættri samvinnu, að því er tævanskur embættismaður greindi frá á fréttamannafundi. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1353 orð

Hrósað fyrir kænsku og raunsæi

Bresku blöðin hrósuðu Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, á hvert reipi í gær fyrir fyrstu fjárlög Verkamannaflokksins í 18 ár. Stjórnarandstaða Íhaldsflokksins gagnrýndi þau hins vegar harðlega og einkum fyrir það, að afnuminn hefur verið skattafrádráttur af arðgreiðslum til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða. Meira
4. júlí 1997 | Óflokkað efni | 125 orð

Hundasýning í Íþróttahöllinni

HIN árlega hundasýning Hundaræktarfélags Íslands og svæðafélags H.R.F.Í á Norðurlandi var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Dómarar voru Rodi og Vera Hubenthal frá Noregi. Keppni á laugardag hefst kl. 13.30 og verður þá keppt í tveimur tegundahópum, hópi spísshunda og sækjandi veiðihunda. Úrslit úr þeim hópum eru áætluð um kl. l7.40. Keppni á sunnudag hefst kl. 9. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Innan við 100 karlar á skrá

Atvinnuleysið Innan við 100 karlar á skrá UM síðustu mánaðamót voru 304 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 208 konur og 96 karlar. Sigríður Jóhannesdóttir hefur starfað á Vinnumiðlunarskrifstofunni frá árinu 1993 og hún segist ekki muna eftir því að á þeim tíma hafi karlar verið færri en 100 á atvinnuleysisskránni. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 319 orð

Íslensk ungmenni ekki heyrnarsljó

HEYRN íslenskra ungmenna virðist ekki hafa hrakað undanfarin ár. Það er hins vegar langt síðan gerð var rannsókn á heyrn ungmenna sem komin eru yfir grunnskólaaldur, en að sögn Gylfa Baldurssonar, heyrnar- og talmeinafræðings, er ekkert sem bendir til að heyrn ungmenna sé verri nú en fyrir u.þ.b. 25 árum þegar viðamikil rannsókn á heyrn ungs fólks var gerð. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Íslenskur fjárhundur bestur

ÁRLEG hundasýning Hundaræktarfélags Íslands og svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Keppt var í 9 tegundahópum og tóku um 190 hundar af 32 tegundum þátt í sýningunni. Líkt og á sýningunni á Akureyri í fyrra varð íslenskur fjárhundur valinn besti hundur sýningarinnar. Sá heitir Tanga- Sómi en eigandi hans er Snorri Dal Sveinsson úr Reykjavík. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 271 orð

Íþróttavöllur vígður í Grundarfirði

Grundarfirði-Mikil gleði var í Grundarfirði sunnudaginn 29. júni þegar nýr íþróttavöllur var vígður. Það var fyrir fjórum árum að ákveðið var að gera nýjan og fullkominn íþróttavöll með hlaupabrautum, kasthring, stökkgryfju og fleiru. Sveitarfélagið og Ungmennafélagið gerðu með sér samning um verkið og er því nú lokið. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð

Jeltsín rekur ráðherra BORIS Jeltsín Rússlandsforset

BORIS Jeltsín Rússlandsforseti rak á miðvikudag dómsmálaráðherrann Valentin Kovalyov eftir að gerð var opinber myndbandsupptaka af honum í gufubaði, umkringdum nöktum konum, á vafasömum skemmtistað. Einkalíf rússneskra stjórnmálamanna hefur hingað til ekki verið mikið í sviðsljósinu og hneykslismál á borð við þetta eru afar fátíð. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kafbáturinn hugsanlega norskur

INNAN íslenzka stjórnkerfisins eru líkur taldar á að kafbáturinn sem Landhelgisgæslan sá á íslensku loðnumiðunum á miðvikudag sé norskur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um hvaðan kafbáturinn er, en ýmislegt er talið renna stoðum undir að um norskan kafbát hafi verið að ræða. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

KHÍ fær 5 ritþjálfa

NÝVERIÐ barst Kennaraháskóla Íslands höfðingleg gjöf en það voru 5 eintök af nýju íslensku kennslutæki ásamt fylgibúnaði. Kennslutæki þetta heitir "Ritþjálfi" og er tækið hannað og þróað af gefendum, fyrirtækinu Hugfang hf., í nánu samstarfi við skóla og menntayfirvöld. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Landbúnaðarsýning hefst á Hvanneyri í dag

HALDIN verður landbúnaðarsýning á Hvanneyri í Andakílshreppi, Borgarfirði, dagana 4.­6. júlí. Sýningin er haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem stendur í Borgarnesi dagana 3.­6. júlí. Nokkrar keppnisgreinar landsmótsins fara fram á Hvanneyri. Þessar greinar eru dráttavélaakstur, að leggja á borð, jurtagreining, brids og hluti keppninnar í knattspyrnu. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 100 orð

Landssamtök félags skógareigenda stofnað

Geitagerði-Stofnfundur Landssamtaka félags skógareigenda að Hallormsstað var haldinn laugardaginn 28. júní. Formaður Félags skógarbænda á Fljótsdalshéraði Þorsteinn Pétursson setti fundinn. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

LEIÐRÉTT

NAFN Braga Ásgeirssonar féll niður við grein hans í blaðinu í gær, Myndlist og miðaldabækur. Beðizt er velvirðingar á því. Nöfn féllu niður Í FRÉTT í gær um íslenzkar bókmenntir á bókastefnunni í Gautaborg í haust féllu niður nöfn þeirra Guðbergs Bergssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Beðizt er afsökunar á þeim mistökum. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Leikir og leikföng í Árbæjarsafni

ÁRBÆJARSAFN verður opið frá kl. 10­18 helgina 5.­6. júlí og verður sunnudagurinn helgaður börnum, leikjum þeirra og leikföngum. Milli kl. 13 og 14 verður teymt undir börnum við Árbæinn. Kl. 14 og 15 verður farið í leiki við Klepp. Þar verða rifjaðir upp gamlir og góðir barnaleikir eins og að stökkva yfir sauðalegg, að reisa horgemling og Völuspá. Kl. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Leyninúmer í bensínsjálfsala

ÞEIR sem kaupa eldsneyti af sjálfsölum bensínstöðvanna þurfa frá og með 8. júlí að slá inn persónulegt leyninúmer korthafa, svokallað PIN- númer þegar þeir greiða fyrir með greiðslukortum. Andri Hrólfsson, forstöðumaður á þjónustusviði söluaðila hjá VISA, segir að þetta sé ekki síst gert í ljósi tilmæla frá VISA International. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lifandi tónlist í Búðarkletti

Á VEITINGAHÚSINU Búðarkletti, Borgarnesi, verður boðið upp á lifandi tónlist um helgina. Á föstudagskvöld leika þau Sigrún Eva og Stefán fyrir dansi til kl. 3 og á laugardagskvöldinu tekur við dúettinn KOS sem skipaður er þeim Evu Ásrúnu og Kristjáni. Í tilefni Landsmóts UMFÍ í Borgarnesi býður veitingastaðurinn upp á sérstakan matseðil frá kl. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 308 orð

Mafían bauðst til að myrða Castro ókeypis

BANDARÍSKA mafían taldi sig eiga svo mikilla harma að hefna á Kúbu á sjöunda áratugnum að hún bauðst til að myrða Fidel Castro, leiðtoga landsins, og það án þess að fá greitt fyrir. Þetta kemur fram í skjali sem leynd var nýlega aflétt af en það er hluti umfangsmikillar skýrslu sem verið er að vinna um John F. Kennedy forseta og afstöðu hans og stjórnar hans til Kúbu. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 355 orð

Magn olíu stórlega ofmetið

KOMIÐ hefur í ljós að magn olíunnar sem lak úr olíuflutningaskipinu Diamond Grace í Tókýóflóa á miðvikudag er tíu sinnum minna en talið var í fyrstu. Orsök slyssins má að öllum líkindum rekja til mannlegra mistaka. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 432 orð

Mátti kalla Haider hálfvita

AUSTURRÍKI var í gær dæmt brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu í máli blaðamanns sem hafði kallað austurríska stjórnmálamanninn Jörg Haider hálfvita. Heima fyrir hafði blaðamaðurinn verið dæmdur í refsingu fyrir að móðga Haider en mannréttindadómstóllinn í Strassborg er á öndverðum meiði og telur ummæli hans varin af 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Með hrafn á hjólinu

HANN Ævar Vilberg Ævarsson á Þórshöfn er ekki alltaf maður einsamall á ferð sinni um bæinn á hjóli sínu. Þessi vinalegi hrafn, sem situr á stýrinu á hjóli hans, á það til að þiggja far og ekki síst þegar Ævar heldur niður á bryggju með veiðistöngina. Þeir félagar voru einmitt á leið þangað er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 118 orð

Merk gögn finnast í Vogum

Vogum-Merk skjöl úr atvinnusögu Voga hafa fundist við framkvæmdir í húsnæði sem frystihúsið Vogar hf. starfaði í um áratuga skeið. Að sögn Hlöðvers Kristinssonar, núverandi eiganda húsnæðisins, fundust skjölin uppi á háalofti en þau komu í ljós þegar var verið að vinna að breytingum á húsnæðinu. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Messa og ljósmyndasýning í Viðey

Á HELGARDAGSKRÁNNI í Viðey eru nú gönguferð, staðarskoðun, messa og ljósmyndasýning. Auk þess eru hestaleigan og veitingahúsið með sína starfsemi. Gönguferðin er á laugardagsmorgun. Þá er farið úr Sundahöfn kl. 10. Gengið verður af Viðeyjarhlaði, framhjá Klausturhól, um Eiðið og yfir á Vesturey. Þar eru "súlurnar hans Serra", hið þekkta umhverfislistaverk, sem verður skoðað og útskýrt. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Námsstyrkir námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík

ÁRLEGUM námsstyrkjum í námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað. Eftirtaldir námsmenn fengu styrk í ár: 100.000 kr. styrk fengu Anna Ragnarsdóttir, en hún er að ljúka BS-námi í næringarfræði í Bandaríkjunum, Guðbjörg Glóð Logadóttir, sem er að ljúka BS-námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri, Gylfi Jón Gylfason, sem lýkur prófi í Cand. Psych. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Netvæðing skólakerfis ins hér vekur athygli

19. ráðstefna menntamálaráðherra Evrópuríkja Netvæðing skólakerfis ins hér vekur athygli "19. RÁÐSETEFNA menntamálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins með þátttöku fulltrúa þeirra ríkja sem eiga áheyrnaraðild að ráðinu og alþjóðastofnana var haldin í Kristiansand í Noregi 22.­24. júní 1997. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Nýtt dagblað á alnetinu

Í DAG hefur göngu sína nýtt dagblað, Xnet Vefurinn, en það verður aðeins hægt að lesa á alnetinu. Þorsteinn Eggertsson er ritstjóri Xnet Vefsins en það er alnetsfyrirtækið Xnet sem annast útgáfuna á slóðinni www.xnet.is. "Ekki er ætlunin að fara í fréttaslag við aðra fjölmiðla landsins en reynt verður að nýta kosti alnetsins til hins ítrasta. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

Nýtt prestembætti

BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti aðstoðarprests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hér er um að ræða nýtt embætti. Embættið er veitt af dóms- og kirkjumálaráðherra til ársloka 1998. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 1997. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Ný tækni til hjálpar börnum

Ný tækni til hjálpar börnum NORÐURLANDARÁÐ hyggst taka í notkun nútíma samskiptatækni í pólitískri umræðu. Vinnuhópurinn um málefni barna á grannsvæðunum opnar nú eigin heimasíðu á netinu. Formaður vinnuhópsins er sænski þingmaðurinn Margareta Israelsson. "Við viljum ná til almennings. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Prófessor í félagsfræði

MENNTAMÁLARÁÐHERRA skipaði nýlega Rúnar Vilhjálmsson í stöðu prófessors í félagsfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Rúnar hafði áður gegnt stöðu lektors í félagsfræði frá 1986 og stöðu dósents í félagsfræði frá 1991. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Pödduveiðar í Alviðru

Í FRAMHALDI af Veiðidegi fjölskyldunnar, Sólstöðugöngu og Jónsmessuhátíð býður Umhverfisfræðslusetrið Alviðra upp á fræðsludagskrá nk. sunnudag kl. 14­18. Fjallað verður um pöddur í íslenskri náttúru á láði og legi og farið í gönguferð um nágrenni Alviðru þar sem gestum verður boðið upp á pödduveiðar. Farið verður með fenginn heim í Alviðru og pöddurnar greindar og flokkaðar. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Reynt verður að fá erlendan vsk. endurgreiddan

Virðisaukaskattur verður innheimtur af GSM-símtölum, sem íslenskir símnotendur hringja erlendis, skv. breyttum lögum um virðisaukaskatt sem tóku gildi 1. júlí sl., eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 391 orð

Ríkið dæmt til að greiða einstaklingi skaðabætur

DÓMS- og kirkjumálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða einstaklingi í Reykjavík, sem höfðaði málið gegn íslenska ríkinu, um 270 þús. kr. skaðabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ræktun líkama og sálar

Í LUNDI í Öxarfirði er rekið heilsusetur og sumarhótel þar sem boðið er upp á lengri eða skemmri dvöl. Gestum gefst kostur á að fara í jógaleikfimi, hugleiðslu, líkamsrækt, svitahof, gufubað og nudd. Á staðnum er einnig sundlaug. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 440 orð

Segja hluta aflans tekinn innan lögsögu Jan Mayen

NORSKA loðnuskipið Kristian Ryggefjord hefur tilkynnt Landhelgisgæzlunni um löndun á 700 til 800 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum síðar í dag. Skipstjórinn hefur ennfremur tilkynnt að um 400 tonn aflans hafi fengizt í lögsögu Jan Mayen áður en komið var inn í landhelgina og um 300 innan íslenzku landhelginnar. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 26 orð

Skipaður forstjóri Fangelsismálastofnunar

Skipaður forstjóri Fangelsismálastofnunar DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Þorstein A. Jónsson, settan forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, til að vera forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins frá 1. júlí að telja. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 461 orð

Skipum með skutgálga er hættara en öðrum

"REYNSLA mín frá Bandaríkjunum er sú að skelbátar með gálgann í skutnum farast miklu oftar en þeir sem eru með hliðargálga. Um 85% þeirra skelbáta sem hafa farist heima voru með gálgann í skut," segir Jim Florant, skipstjóri frá Bandaríkjunum. Hann kom hingað með nýja skipinu sem Íslenskur skelfiskur keypti vestra og heitir Skel. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 214 orð

Skorar á ríkisstjórnina að mótmæla

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun þingflokks Kvennalistans vegna áforma um geymslu kjarnorkuvopna á Grænlandi: "Þingflokkur Kvennalistans lýsir miklum áhyggjum vegna frétta um áhuga grænlenskra ráðamanna á því að geyna kjarnorkuvopn fyrir stórþjóðirnar á Grænlandi. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Skógræktarferð Heimdallar

HIN árlega skógræktarferð Heimdallar verður farin laugardaginn 5. júlí. Heimdallur hefur í tugi ára séð um lund í Heiðmörk og þangað verður farið. Þar verða gróðursettar sjötíu plöntur sem Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gaf Heimdalli í tilefni 70 ára afmælis félagsins í vetur. Heimdallarlundurinn er við Heiðarveg, efst og austast í Heiðmörk og þar munu menn hittast kl. 14. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 386 orð

Snúðvitar Mír bila óvænt allir í einu

NÝ OG óútskýranleg bilun varð um borð í rússnesku geimstöðinni Mír í gær er allir snúðvitar hennar sem einn biluðu með þeim afleiðingum að geimfararnir þurfa sjálfir með reglulegu millibili að hnika stöðinni til með sérstökum eldflaugum til að snúa rafhlöðum hennar að sólu svo afköst þeirra verði sem næst hámarki. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 46 orð

Sólveig sýnir í Mývatnssveit

SÓLVEIG Illugadóttir, hjúkrunarfræðingur opnaði myndlistarsýningu í nýju Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð í Mývatnssveit sl. fimmtudag. Þetta er sjöunda einkasýning Sólveigar og stendur hún til 10. ágúst. Hún sýnir 15 olíuverk og eru þau flest til sölu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-22. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 867 orð

Stefnir í hörð átök í Madríd

ÞAÐ stefnir í hörð átök á milli Bandaríkjanna og stærstu Evrópuþjóðanna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldinn verður í Madríd, 8.-9. júlí um stækkun bandalagsins. Svo virtist sem Þjóðverjar hefðu snúist á sveif með Frökkum, sem krefjast þess að fimm en ekki þremur þjóðum verði boðin aðild að NATO á fundinum, Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 154 orð

Styrkveitingar úr Menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur

Ólafsvík­Nýlega var veittur styrkur úr Menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur. Sjóðnum, sem stofnaður var fyrir ári með 500.000 kr. framlagi frá stjórn Sparisjóðsins, er ætlað að styrkja menningar­ og framfaramál í byggðarlaginu. Sparisjóðurinn hefur verið með þess konar óformlega styrki, en nú er þetta gert formlega og auglýst var eftir umsóknum um styrki. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Sumarlest Esso á Húsavík og Akureyri

SUMARLEST Esso verður á Húsavík föstudaginn 4. júlí kl. 16­18 og á Akureyri laugardaginn 5. júlí kl. 14­16. Á Akureyri hefst ratleikur kl. 13.30 og er gasgrill í verðlaun. Eins og undanfarin ár verður heilmargt um að vera þar sem Sumarlestin kemur við hverju sinni. Grillveisla verður í boði Afurðarsölunnar í Borgarnesi, ís frá Emmessís, sælgæti frá Mónu og gos og snakk frá Ölgerðinni. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Sumarsýning listasafnsins

SUMARSÝNING Listasafnsins á Akureyri verður opnuð kl. 16 laugardaginn 5. júlí. Í austur- og miðsal er sýning á málverkum eftir Finn Jónsson og í vestursal eru sýnd málverk eftir Kötu saumakonu, (Katrínu Jónsdóttur) sem safnið hefur fengið að gjöf. Á sýningunni í listasafninu eru verk frá ýmsum skeiðum á ferli Finns Jónssonar og ýmsum myndflokkum í list hans. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Tveir sigrar

ÍSLENSKA liðið á Norðurlandamóti ungmenna í bridsi vann Færeyinga og Norðmenn í gær og er í efsta sæti en mótinu lýkur í dag. Íslendingar hafa 160 stig, Danir 141 og Svíar 120 þegar tveimur leikjum er ólokið. Næstsíðasta umferð mótsins hófst í gærkvöldi og þá mættust Íslendingar og Danir. Fyrri hálfleikur leiksins var spilaður í gærkvöldi en sá síðari verður í dag. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Um 10% verðlækkun og lækkun frá maí

BRIMBORG hóf á mánudag að selja notaðar bifreiðar með afslætti og hyggst halda því áfram fram á föstudag, eða alls í fimm daga að sögn Egils Jóhannssonar framkvæmdastjóra fyrirækisins. Egill segir að algengasti afsláttur nemi um 10% en í sumum tilvikum sé hann hærri. Umboðið lækkaði verð á notuðum bílum í maí síðastliðnum. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Um 1.300 keppendur á félagssvæðum Þórs og KA

Tvö af stærstu knattspyrnumótum landsins á Akureyri Um 1.300 keppendur á félagssvæðum Þórs og KA TVÖ af stærstu knattspyrnumótum landsins fara fram á Akureyri þessa dagana. Ungu strákarnir í 5. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 397 orð

Umfangsmiklar breytingar á landvinnslunni

VINNSLU í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. var hætt í gær og mun landvinnslan liggja niðri næstu fjórar vikur. Á meðan tekur starfsfólkið sitt sumarfrí. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA segir að á þeim tíma verði unnið við umfangsmiklar breytingar á allri landvinnslu félagsins. "Við stefnum að því að hefja vinnslu á ný fyrstu vikuna í ágúst. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Unnu 16 milljónir

UNG hjón úr vesturbænum í Reykjavík duttu heldur betur í lukkupottinn á þriðjudagskvöld er þau fengu gullpott Gullnámunnar á Rauða ljóninu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Var hann tæpar 16 milljónir. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Verkstjórar hjá Reykjavíkurborg boða verkfall

VERKSTJÓRAR hjá Reykjavíkurborg hafa boðað verkfall frá næstkomandi föstudegi. Samningafundir hafa verið fáir fram til þessa en Óskar A. Mar, framkvæmdastjóri Verkstjórasambandsins, telur að nú sé að komast hreyfing á málin. Meira
4. júlí 1997 | Landsbyggðin | 174 orð

Viðurkenning fyrir Gámes- kerfi

Laxamýri-Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra, Þorkell Björnsson, afhenti fyrir helgina starfsfólki Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga viðurkenningarskjal fyrir að hafa tekið í notkun Gámes-kerfi sem er innra eftirlit með vinnslu afurða og stenst 3. og 4. grein reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu afurða. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 469 orð

Vilhjálmur Örn og Þjóðminjasafn dæmd til greiðslu miskabóta

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Vilhjálm Örn Vilhjálmsson fornleifafræðing og Þjóðminjasafn Íslands til að greiða Eddu Kr. Björnsdóttur og Hlyn Halldórssyni á Miðhúsum 200 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur vegna ummæla, sem Vilhjálmur Örn, þá starfsmaður Þjóðminjasafnsins, ritaði í bréfi með bréfhaus Þjóðminjasafnsins til dr. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

Votasti júní aldarinnar í Bretlandi

NÝLIÐINN júnímánuður var sá votasti á Bretlandseyjum síðan 1860, en fyrr á þessu ári varð þar mesta þurrkatíð í tvær aldir, að því er Veðurstofa Bretlands greindi frá. Alls var úrkoma 133,7 millimetrar í júní, samanborið við 150 millimetra 1860, en meðaltalsúrkoma í júní er 65 millimetrar. Meira
4. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Þóra Björk sýnir "Himinn og jörð"

Gallerí Svartfugl Þóra Björk sýnir "Himinn og jörð" ÞÓRA Björk Schram textílhönnuður opnar sýningu sína laugardaginn 5. júlí kl. 14 í Gallerí Svartfugli í Listagilinu á Akureyri. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Þrastarungi í fóstri

ÞRASTARUNGINN var nær dauða en lífi þegar Sigurður Sigurðsson á Patreksfirði fann hann og skaut skjólshúsi yfir hann. Síðan hefur unginn braggast mikið og fer nú brátt að hugsa sér til hreyfings út í hinn stóra heim. Á myndinni má sjá þrastarungann sitja á hönd lífgjafa síns, Sigurðar Sigurðssonar. Meira
4. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 343 orð

Öflug dagblöð lítil spilling

SPILLING er minnst í þeim löndum þar sem dagblaðalestur er mikill. Er það niðurstaða rannsóknar, sem stofnunin TI (Transparency International) hefur gert en hún fylgist með þessum málum um allan heim. Meira
4. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Öllum starfsmönnum sagt upp á Hótel Valaskjálf

ÖLLUM fastráðnum starfsmönnum Hótels Valaskjálfs á Egilsstöðum, eða ellefu manns, hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. október næstkomandi. Að sögn Sigurðar Ananíassonar hótelstjóra má rekja ástæður uppsagnanna til breytinga sem verða á rekstri hótelsins í byrjun október, en þá mun Ferðaskrifstofa Íslands væntanlega taka við rekstrinum af núverandi rekstraraðila. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júlí 1997 | Staksteinar | 313 orð

»Álútir og hoknir Vissi Jón á Stóra-Kroppi ekki, spyr Guðrún Helgadóttir í D

Vissi Jón á Stóra-Kroppi ekki, spyr Guðrún Helgadóttir í Degi-Tímanum, að "álútir skuli menn ganga og hoknir í hnjánum, ef þeir stunda búskap á Íslandi? Hélt maðurinn að hann væri ennþá í Sviss"? Hagfræðin og rollan Meira
4. júlí 1997 | Leiðarar | 543 orð

LEIDARI SKIPSTAPAR OG VIÐBRÖGÐ ANNBJÖRG varð þegar kúfisk

LEIDARI SKIPSTAPAR OG VIÐBRÖGÐ ANNBJÖRG varð þegar kúfiskskipið Öðufell frá Þórshöfn fórst sunnan Langaness aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Þá var ekki nema tæpt ár síðan kúfiskskipið Æsa ÍS sökk skyndilega í Arnarfirði vestra, 25. júlí í fyrra. Aðeins fjórir af sex manna áhöfn björguðust. Meira

Menning

4. júlí 1997 | Menningarlíf | 122 orð

Afmælishátíð á Höfn

GUÐRÚN Benedikta Elíasdóttir opnar málverkasýningu föstudaginn 4. júlí sem ber yfirskriftina "Náttúrulega" í Kaupmannshúsinu, Hafnarbraut 2, Hornafjarðarbæ. Guðrún, sem er fædd og uppalin á Höfn, heldur þessa sýningu í tilefni af hundrað ára afmælishátíð byggðar á Höfn. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 119 orð

Á leikhúsnámskeiði

MÖGULEIKHÚSIÐ, barna- og unglingaleikhús, hefur staðið í þriðja sinn fyrir leikhúsnámskeiði í samvinnu við ÍTR fyrir börn á aldrinum 9­12 ára. Lokasýning námskeiðsins, sem hefur hlotið heitið Alveg satt,verður sýnt í dag, föstudag, kl. 14 fyrir börn á leikjanámskeiðum ÍTR og kl. 17 fyrir aðstandendur barnanna sem þátt taka í sýningunni. Tuttugu þáttakendur Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 223 orð

Breskur millistéttarhúmor Brúðkaupsraunir (Vol au vent)

Framleiðandi: John McKenzie. Leikstjóri: John McKenzie. Handritshöfundur: John McKenzie. Kvikmyndataka: Chrisopher Connel. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Julia McKenzie, Dennis Waterman, Lisa Coleman, Joanne Engelsman. 90 mín. England. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 10. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 42 orð

Djasstónleikar

DJASSTRÍÓ Sunnu Gunnlaugsdóttur er um þessar mundir á tónleikaferð um Ísland. Tríóið leikur á Hótel Selinu á Hvammstanga föstudaginn 4. júlí kl. 21, Kaffi Krók á Sauðárkróki laugardaginn 5. júlí kl. 21 og á Hótel Ísafirði sunnudaginn 6. júlí kl. 21. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 126 orð

"Dýrðleg veisla"

Í LISTHÚSINU 39, Hafnarfirði, verða helgina 5.­7. júlí sýnd verk Sigríðar Erlu. Tilefni sýningarinnar er hönnun og gerð matar- og drykkjaríláta úr jarðleir. Á opnun laugardag kl. 15­18 verður athöfn í gluggum listhússins. Þar verða sýnd, framreidd og snædd 7 verk matar frá sjö mismunandi löndum, Íslandi, Indlandi, Japan, Grikklandi, Mexíkó, Ítalíu og Ungverjalandi. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 173 orð

Eikin launar eplinu

SVO VIRÐIST sem sonur leikarans góðkunna Walters Matthau, Charles Matthau, þurfi ekki að hafa mikið fyrir að afla sér tekna. Í öllum samningum sem karl faðir hans hefur gert síðan 1991 um að leika í kvikmyndum, hefur verið klausa um að Charles hljóti 100 þúsund dollara, 7 milljónir króna, af launum föður síns. Einnig að framleiðendur myndarinnar greiði allan kostnað af veru hans á tökustað. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 401 orð

Fagmannleg og óspennandi Michael Collins (Michael Collins)

Framleiðandi: Geffen Pictures. Leikstjóri og handritshöfundur: Neil Jordan. Kvikmyndataka: Chris Menges. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Aidan Quinn, Julia Roberts, Stephen Rea og Alan Rickman. 127 mín. Bretland. Warner Bros./Sam Bíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 268 orð

Fín félagamynd Skrautkarlinn (The Glimmer man)

Framleiðendur: Julius R. Nasso og Steven Seagal. Leikstjóri: John Gray. Handritshöfundur: Kevin Brodbin. Kvikmyndataka: Rick Bota. Tónlist: Trevor Rabin. Aðalhlutverk: Steven Seagal, Keenan Ivory Wayans, Brian Cox, Michelle Johnson. 87 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 26. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 105 orð

Foreldrar og fyrirsætur

ÁSTRALSKI kvikmyndaleikstjórinn Gillian Armstrong fundar nú með yfirmönnum Columbia-kvikmyndafyrirtækisins, en þeir vilja fá hana til þess að leikstýra handriti sem ber titilinn "Model Daughter". Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 425 orð

Frumskógaskrímsli í stórborginni

Leikstjóri Peter Hyams. Handritshöfundar Frank Jaffa, Amanda Silver. Kvikmyndatökustjóri. Peter Hyams. Tónlist John Debney. Aðalleikendur Penelope Ann Miller, Tom Sizemore, Linda Hunt, James Whitmore, Clayton Rohner 110 mín. Bandarísk. Paramount 1997. SAFNAHÚS eru góður bakgrunnur fyrir hrollvekjur og skrímslamyndir. Einkum eftir lokun á kvöldin. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 168 orð

Fyrstu Sumartónleikar í Skálholtskirkju

FYRSTA tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju verður 5. og 6. júlí. Kári Bjarnason flytur erindi um síra Einar Sigurðsson í Eydölum kl. 14 í Skálholtsskóla. Kl. 15 hefjast fyrstu tónleikar sumarsins en þá leikur Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, einleiksverk eftir Jón Leifs, Tryggva M. Baldursson, Atla Heimi Sveinsson og færeyska tónskáldið Kristian Blak. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Galleríkeðjan Sýnirými

LILJA Björk Egilsdóttir opnar á morgun, laugardag, sýningu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. Í gallerí Barmi sýnir Hulda Ágústsdóttir speglastál. Berendur gallerísins eru að þessu sinni Bruce Concle og Hildur Bjarnadóttir myndlistarmenn í New York. Í símsvaragalleríinu Hlust (s. 551 4348) sýnir málarinn Kristbergur Ó. Pétursson nýtt hljóðverk, Peningur. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 212 orð

Háskólabíó sýnir Einræðisherra í upplyftingu

HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga grínmyndina Einræðisherra í upplyftingu eða "The Beautician and the Beast" með Timothy Dalton og Fran Drescher í aðalhlutverki. Myndin fjallar um einræðisherrann Boris (Timothy Dalton) sem hefur ákveðið að snúa landi sínu Slovetziu til vestrænna siða og til að gefa börnum sínum bestu mögulega vestræna kennslu ræður hann til starfsins, að hann heldur, Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 261 orð

Helgi Hjaltalín sýnir á Sjónarhóli

SÝNING Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar, Kjöraðstæður, verður opnuð á Sjónarhóli að Hverfsigötu 12 laugardaginn 5. júlí kl. 14. Í kynningu segir m.a.: "Undanfarin ár hefur hann fengist við að búa til banvæn listaverk m.a. snotrar ferðaöskjur í módernískum anda fyrir lífshættulegar sýrur. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 376 orð

HÓGVÆRAR RAFSUÐUR

SÝNING á verkum þýska myndlistarmannsins Wulfs Kirschners hefur veriðopnuð í Hafnarborg, menningar-og listastofnun Hafnarfjarðar. Kirschner hefur sýnt verk sín ötullega víða um heim síðan 1979 en síðustu þrettán árin hefur hann lagt mikla rækt við málmsuðu. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 129 orð

Írsk kvikmyndahátíð

NÍUNDA Galway-kvikmyndahátíðin verður haldin 8. til 13. júlí á Írlandi. Á hátíðinni í ár verður nýjasta kvikmynd Neil Jordan, "The Butcher Boy", frumsýnd. Auk þess verða allar myndir Jordan frá "Angel" (1982) til "Michael Collins" (1986) sýndar. Yfirskrift hátíðarinnar er Stríð frá ýmsum sjónarhornum. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð

Jackson-hjón í Vín

MARGBREYTT andlit Michaels Jacksons var að venju hulið þegar poppstjarnan steig út úr einkaflugvél sinni á flugvellinum í Vín í Austurríki á miðvikudag. Tilefni heimsóknar Michaels var tónleikar sem hann hélt 50.000 aðdáendum sínum þar í borg sama kvöld. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 122 orð

James Bond ekki seinn

SÖGUSAGNIR um að nýjasta Bond-myndin verði ekki tilbúin til frumsýningar 12. desember eru ekki réttar, að sögn Guy Laurence, sem sér um alþjóðadreifingu kvikmynda MGM-kvikmyndafyrirtækisins. Að undanförnu hafa kjaftasögur um seinagang á tökustað í Asíu skotið upp kollinum í fjölmiðlum ásamt getgátum um að "Tomorrow Never Dies" missi af jólamarkaðinum í ár. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 86 orð

Joan Collins í sviðsljósinu

"ÉG ER tvíburi," segir Joan Collins, "við erum marghliða persónur og eigum jafn mikið heima í nestisferð á ströndinni og á Maxim's í París. Þetta er ég í hnotskurn." En það er engum blöðum um það að fletta að það er glæsikvendið í Joan Collins sem hefur heillað áhorfendur frá upphafi. Margir muna eftir henni sem Alexis Carrington í Dynasty. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 69 orð

Jodie og Matthew í Sambandi

KVIKMYNDIN "Contact", eða Samband, var frumsýnd með viðhöfn í Hollywood á miðvikudag. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Carls Sagans og fjallar um stjörnufræðing sem fyrstur manna nemur boð geimvera. Margt var fyrirmenna á sýningunni og var Sylvester Stallone fremstur í flokki gesta, ásamt eiginkonunni Jennifer Flavin. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 172 orð

Karl Schulze í Slunkaríki

ANDREAS Karl Schulze opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði laugardaginn 5. júlí kl. 16. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16­18 og lýkur þann 20. júlí. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Virkni lita er meginviðfangsefni Andreas Karl Schulze. Á síðustu þremur árum hefur hann unnið við gerð óvenjulegra málverka. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Kirschner í Hafnarborg

S ÝNING á verkum þýska myndlistarmannsins Wulfs Kirschners verður opnuð í dag í Hafnarborg, menningar-og listastofnun Hafnarfjarðar. Kirschner hefur sýnt verk sín víða um heim síðan 1979 en síðustu þrettán árin hefur hann lagt mikla rækt við málmsuðu. Þau verk sem verða nú til sýnis í Hafnarborg byggjast á einföldum formum með ásoðnum rafskautum. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 143 orð

Kvennahlaup í Washington

ÞANN 15. júní síðastliðinn var efnt til kvennahlaups á meðal íslenskra kvenna í Washington í Bandaríkjunum. Alls tóku 17 konur á aldrinum 10 til 75 ára þátt í hlaupinu. Konurnar vildu með því sýna samstöðu með stallsystrum sínum heima á Íslandi, jafnframt því að njóta hollrar útiveru. Hlaupið var frá heimili Birnu Hreiðarsdóttur og Péturs G. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 358 orð

Kvikmyndin Menn í svörtu frumsýnd

STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin v/Álfabakka og Laugarásbíó hafa hafið sýningar á stórmyndinni Menn í svörtu eða "Men in Black" með Tommy Lee Jones og Will Smith. Aðrir leikarar eru Linda Fiorentino, Rip Torn og Vincent D'Onofrio. Myndin er í leikstjórn Barry Sonnenfeld. Aukaframleiðandi myndarinnar er Steven Spielberg. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 307 orð

Kvöldopnun í Nýlistasafninu

OPNAÐAR verða fimm sýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í Reykjavík laugardaginn 5. júlí kl. 20. Fyrst ber að nefna sýningu Magnúsar Pálssonar, en hann hefur komið sér fyrir í Gryfjunni. Raddskúlptúrinn "Ævintýr" eftir Magnús verður frumfluttur á opnun kl. 20 og endurfluttur á sama tíma laugardaginn 12. júlí. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 179 orð

Mannssálin dansar milli himins og jarðar

HÓPUR þýskra og japanskra listamanna sem nú er staddur hér á landi heldur tvær eurythmie-sýningar, þá fyrri á Sólheimum í Grímsnesi á morgun laugardag kl. 14 og þá síðari í Norræna húsinu 12. júlí kl. 14. Yfirskrift sýninganna er: Mannssálin dansar...milli himins og jarðar. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 30 orð

Málverkasýning í Þrastarlundi

EDWIN Kaaber sýnir olíumálverk og vatnlistamyndir í Þrastalundi, veitingahúsinu við Sog. Þetta er 13. einkasýning Edwins og stendur hún til 20. júlí. EDWIN Kaaber við eitt verkasinna. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 316 orð

Mikið vill meira

"LOST World" sprengdi öll sölumet þegar hún var frumsýnd og gladdi kvikmyndaframleiðendur í Hollywood en sú gleði hvarf fljótt þegar aðrar svokallaðar stórmyndir, eins og "Speed 2", voru frumsýndar og bíógestir létu ekki sjá sig í jafnstórum hópum. Mikið vill meira virðist eiga við hér. Meira
4. júlí 1997 | Kvikmyndir | 114 orð

MYNDBÖNDSÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 54 orð

Olíumálverk í sparisjóði

JÓHANN Kr. Gunnarsson opnar sína fyrstu einka- og sölusýningu á málverkum sínum í Sparisjóðnum í Garðabæ, laugardaginn 5. júlí kl. 14­17. Sýnd verða 32 olíuverk sem hafa verið unnin á síðustu árum. Myndefnið er að mestu úr náttúru landsins. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30­16. EITT verka Jóhanns. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 262 orð

Regnboginn sýnir myndina Togstreita

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Togstreita eða "Some Mother's Son". Með aðalhlutverk fara Helen Mirren og Fionnula Flanagan. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um Kathleen Quigley (Mirren) sem er kennari og býr ásamt þremur börnum sínum í rólegu fiskiþorpi á Norður-Írlandi. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Sade í fangelsi?

DÓMSTÓLAR á Jamaica hafa gefið út handtökuskipun á söngkonuna Sade. Það þýðir að ef Sade fer til Jamaica bíður hennar fangelsisdvöl. Ástæðan er sú að hún kom ekki fyrir rétt 30. júní þegar hún átti að svara til saka fyrir of hraðan akstur. Dómarinn tók ekki tillit til skýringar Sade sem sagði að hún kæmist ekki vegna veikinda dóttur sinnar. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð

Seal á snjóbretti

BRESKI söngvarinn Seal var áberandi í skíðabrekkunum í Pyreneafjöllunum, en hann tók sér frí frá tökum á nýrri plötu til að fara á snjóbretti. Hann er að sögn frekar fær í þessari íþrótt og hér má sjá hann á fleygiferð. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Síðasta sýningarhelgi í Gerðarsafni

ÞREMUR sýningum lýkur nú um helgina í Listasafni Kópavogs. Þetta er í fyrsta lagi sýning Ásu Ólafsdóttur í austursal sem ber yfirskriftina Brot af fornum arfi og á eru útsaumuð teppi og verk með blandaðri textíl. Í öðru lagi er um að ræða málverkasýningu Sigurbjörns Jónssonar í vestursal. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 1524 orð

Stoðir undir íslenska menningar- og bókmenntaumræðu

ÞAÐ er geysilega dýrmætt fyrir íslenskar bókmenntir og menningu að eiga jafnsterk tímarit og Skírni og Tímarit Máls og menningar (TMM) sem sinna þeim málaflokkum. Segja má að þau séu burðarstoðir undir íslenska menningar- og bókmenntaumræðu. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 69 orð

"Stórbrotin byggingarlist"

ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Oliver Kochta opnar sýninguna "I Like the Suburb" í Gallerí 20 m á morgun, laugardaginn 5. júlí, klukkan 16. Á sýningunni verða ljósmyndir, skyggnur og teikningar, "sex dæmi um stórbrotna byggingarlist í Reykjavík", svo sem segir í kynningu, en auk þess safn teikninga eftir börn, "Börn teikna borgina sína", Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Strandleikir og 500 manna grillveisla

BENIDORM er vinsælasta ferðamannaströnd hjá landanum þessa dagana. 17. júní var slegið upp heljar veislu meðal gesta Samvinnuferða ­ Landsýnar og Heimsferða. Fyrst tók fólk þátt í ýmiskonar strandleikjum í 30 stiga hita, en um kvöldið var haldin 500 manna grillveisla með öllu tilheyrandi. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Sýning á verkum Ásgríms opnuð á Selfossi

SÝNING á verkum Ásgríms Jónssonar verður opnuð á laugardag, 5. júlí, klukkan 14.00 í nýuppgerðum húsakynnum Listasafns Árnesinga að Tryggvagötu 23 á Selfossi. Sýningin er sett upp í tilefni 50 ára afmælis Selfossbæjar í samvinnu við Listasafn Íslands. Sýningin sem fengið hefur nafnið Í ljósi landsins, verður opin alla daga fram til 31. ágúst. Meira
4. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 39 orð

Tískan næsta sumar

SVONA verður karlmannatískan á næsta ári, ef marka má tískuhönnuðinn Katherine Hamnett, en þessi mynd var tekin á sýningu hennar í Mílanóborg á miðvikudag. Þar var vor- og sumarhönnun Katherine á næsta ári til sýnis. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 230 orð

Vatnslitamyndir í Ráðhúsinu

BIRDGET Woods, ensk myndlistakona og kennari, opnar myndlistasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 5. júlí, kl. 11. Sýningin verður opin daglega á opnunartíma Ráðhússins til 15. júlí og er í Tjarnarsal og veitingasal. Á sýningunni eru ríflega 40 vatnslitamyndir og meðal verkanna eru íslenskar landslagsmyndir frá dvöl listakonunnar hérlendis sl. sumar. Meira
4. júlí 1997 | Tónlist | 629 orð

VORGYÐJAN KEMUR

Lög eftir íslenzka og erlenda höfunda. Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran, Jónína Gísladóttir, orgel og píanó. Seltjarnarneskirkju, miðvikudaginn 2. júlí kl. 20:30. TRÚRÆKNU fólki kann sumu að þykja orðið jaðra við afhelgun hvað guðshús eru mikið notuð til tónlistariðkunar, og að hljómleikahald sé jafnvel farið að skyggja á helgihald. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 112 orð

Yfirlitssýning á Akranesi

YFIRLITSSÝNING á verkum í eigu Akranesbæjar hefst laugardaginn 5. júlí í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, og eru þau eign Menningarsjóðs og Bæjar- og héraðsbókasafns. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslitamyndir og grafíkverk eftir marga listamenn og má þá nefna verk eftir Svein Björnsson, Jóhönnu Bogadóttur, Vigni Jóhannsson, Sossu, Hrein Elíasson, Ragnar Lár. Meira
4. júlí 1997 | Menningarlíf | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

Í SÝNINGARSÖLUM í kjallara Norræna hússins stendur yfir sýningin Sögn í sjón og þar eru til sýnis myndlýsingar í íslenskum fornritaútgáfum á 20. öld sem helstu listamenn þjóðarinnar hafa gert. Einnig er sýning á grafíkverkum eftir danska listamanninn Lars Munthe og sækir hann myndefnið sitt m.a. til handritanna. Sýningin er opin daglega kl. 13­19 og henni lýkur sunnudaginn 6. júlí. Meira

Umræðan

4. júlí 1997 | Aðsent efni | 1198 orð

Að draga ályktanir

UNDANFARIÐ ár hef ég búið í smábæ í Þrændalögum, ásamt eiginmanni mínum og yngri sonum okkar tveimur. Mogginn kemur með skilum í póstkassann okkar, aðeins tveimur til þremur dögum eftir útgáfudag, og veitir okkur kærkomið tækifæri til að fylgjast með fréttum og þjóðmálaumræðu heima. Meira
4. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 798 orð

Að taka lögin í sínar hendur

FYRIR nokkru birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá lögfræðingi þess manns sem grunaður er um að hafa drepið hund í Neðstaleiti 1. Í yfirlýsingunni er sagt frá aðdraganda málsins í húsinu sem er hið sorglegasta í alla staði. Meira
4. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 387 orð

Blind stefna

VEGNA niðurskurðar í heilbrigðisgeiranum er nú svo komið að einungis er ein stofa fyrir bæði kynin á helstu augndeild Íslands. Undirrituð hefur verið með annan fótinn á deildinni sl. 17 mánuði og hefur notið þar góðrar umhyggju starfsfólks sem haldið hefur sínum dampi þrátt fyrir stöðuga flutninga, fyrst innan Landakots en í des. '96 fluttist deildin svo á Landspítalann. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 889 orð

Breyttar áherslur í heilbrigðismálum spara peninga

HEILBRIGÐISUMRÆÐAN á Íslandi hefur á undanförnum árum og áratugum einskorðast við rekstur sjúkrahúsa og uppbyggingu heilsugæslunnar. Hún hefur dregið dám af fjárhagsvanda kerfisins og óskum og kröfum um bætta og meiri þjónustu. Það hefur hins vegar sáralítið verið rætt hvernig unnt er að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustuna með því að bæta heilsufar þjóðarinnar. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 394 orð

Hákon konungur Hákonarson afturgenginn?

"Vögum vér og og vögum vér með vora byrði þunga upp er komið það áður var í öld Sturlunga í öld Sturlunga" Á 19. öld var mjög vitnað til atburðarásar Sturlungaaldar í sjálfstæðisbaráttunni. Samkvæmt skoðun þeirra sem skeleggastir voru í þeim efnum báru hirðmenn Hákonar konungs Hákonarsonar flekkaðan skjöld. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 683 orð

Íran og íslenskt lýðræði

FYRIR skömmu fóru fram forsetakosningar í Íran. Fulltrúi þeirra afla sem talin eru "hófsöm" innan klerkaveldisins sem þar ræður ríkjum fór með sigur af hólmi. Mjög kom á óvart að Muhammad Khatami skyldi hljóta meirihluta atkvæða í fyrri umferð kosninganna því búist hafði verið við því að úrslit fengjust aðeins eftir síðari umferðina þegar valið yrði á milli tveggja efstu manna. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 755 orð

Máttur menntunar

HINN 1. júli síðastliðinn tók Kína aftur við stjórn Hong Kong, sem þá hafði verið undir breskri stjórn í 156 ár. En það gerðist fleira þann 1. júlí, því þá tók í Svíþjóð gildi áætlun um að leggja sérstaka áherslu á menntun og fullorðinsfræðslu. Í því skyni er ætlunin að leggja samtals þrjá milljarða sænskra króna í verkefnið hvert þeirra fimm ára sem það varir. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 559 orð

Menntamálaráðherra, háskólaráð og stúdentaráð Háskóla Íslands

,ÉG ER mjög undrandi á því ef þið áttið ykkur ekki á gildi þess að hafa frjálsa félagaaðild. Að þið haldið að það sé skynsamlegt í þjóðfélaginu að skylda menn til að vera í einhverjum ákveðnum félögum eða borga til þeirra." Þessi orð lét Björn Bjarnason falla er hann sat fyrir svörum í unglingaþættinum Ó-inu nú í vetur og svaraði spurningum ungmenna um skylduaðild að nemendafélögum. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 430 orð

Ónauðsynlegur ofurkvíði Árna Ragnars

ÁSTÆÐA er til þess að þakka Árna Ragnari Árnasyni alþingismanni fyrir grein í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var er hann gerir að umtalsefni hina nýju kirkjulöggjöf er vonandi leiðir til öflugri þjóðkirkju. Meira
4. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Sjúkrahúsprestur í London starfi áfram

Í FRÉTTUM þann 25. júní sl. heyrði ég að Tryggingastofnun ríkisins hygðist hætta að greiða með stöðu sjúkrahúsprests í London en stofnunin greiðir um eina milljón á ári fyrir þessa stöðu. Ástæðan fyrir þessari uppsögn er fækkun á hjartaaðgerðum en nú er farið að gera allar hjartaaðgerðir á fullorðnum hér heima og búið að flytja meirihluta þeirra aðgerða sem þarf að gera á börnum hingað heim. Meira
4. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 414 orð

Stofnið "Hana nú" klúbba

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 29. júní eru mál aldraðra á dagskrá. Höfundar bréfsins hafa glöggt auga fyrir lífæðum þjóðfélagsins og vara stundum við þróun eða ástandi þegar upp úr er að sjóða í þjóðfélaginu og stjórnvöld skynja ekki hlutina í erli dagsins. Og núna er einmitt að sjóða upp úr í þessum málaflokki. Meira
4. júlí 1997 | Aðsent efni | 718 orð

Vinnuskóli gegn vímu

NÚ Í sumar starfar Vinnuskóli Reykjavíkur í þriðja sinn eftir nýjum starfsreglum. Í þeim er m.a. kveðið á um aukinn þátt fræðslu í starfi skólans og á það bæði við um fræðslu til unglinganna sem og leiðbeinenda þeirra. Meðal nýmælanna í starfi skólans er að á starfstíma hvers 14 og 15 ára unglings skuli einum degi varið til fræðslu um áfengis- og vímuefnavandann. Meira

Minningargreinar

4. júlí 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Aðalgeir Sigurgeirsson

Nú þegar afi er dáinn langar mig að minnast hans í örfáum orðum. Það er sárt að kveðja afa en ég veit að nú líður honum vel og er ég fegin að hann þurfti ekki að kljást lengi við hinn illvíga sjúkdóm sem krabbamein er. Ég geymi minninguna um góðan, virðulegan og fallegan afa sem bar hatt og ók um á Bensinum sínum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 966 orð

Aðalgeir Sigurgeirsson

Í dag er til moldar borinn forustumaður, brautryðjandi og góður félagi, Alli Geira, eins og Aðalgeir Sigurgeirsson var oftast nefndur í okkar hópi. Aðalgeir var sérstakur á margan hátt og það voru forréttindi að fá að kynnast honum og að starfa með honum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 480 orð

Aðalgeir Sigurgeirsson

Í júní 1971 kynntist ég Aðalgeiri Sigurgeirssyni. Hann var þá formaður nýstofnaðs félags, Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum. Stjórn félagsins réð mig til þess að annast skrifstofuhald og framkvæmdastjórn fyrir hið nýstofnaða félag og gegndi ég því sem hlutastarfi í nítján ár, lengst af undir formennsku Aðalgeirs. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 553 orð

Aðalgeir Sigurgeirsson

Elsku pabbi. Okkur langar með nokkrum orðum að þakka þér fyrir samferðina, þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst ástríkur faðir og sagðir alltaf að það dýrmætasta sem þið mamma ættuð væru börnin ykkar. Þetta voru ekki bara orð, þetta sýndir þú okkur í öllu þínu viðmóti og umhyggju fyrir velferð okkar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 525 orð

AÐALGEIR SIGURGEIRSSON

AÐALGEIR SIGURGEIRSSON Egill Aðalgeir Sigurgeirsson, en svo hét hann fullu nafni, fæddist á Bangastöðum á Tjörnesi 1. október 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björg Jónsdóttir, f. 31. janúar 1890 að Vallakoti í Reykjadal, d. 18. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 521 orð

Atli Guðmundsson

Elsku bróðir. Ég trúi varla að þú sért dáinn, að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur, aldrei eftir að heyra þig syngja og spila. Þú spilaðir svo fallega á gítarinn þinn sem þú lærðir að spila á sjálfur. Ég vildi að ég hefði getað tekið utan um þig og sagt þér að mér þætti vænt um þig, að ég hefði getað kvatt þig og skilið við þig í sátt. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Atli Guðmundsson

Góður og kær vinur minn Atli Guðmundsson er látinn. Ég heyrði tilkynningu í útvarpi að maður í Danmörku hefði orðið fyrir bíl. Ekki datt mér til hugar að það væri Atli. Fyrir stuttu fékk ég bréf frá honum og í því bréfi lék hann á als oddi. Gleðin og hamingjan skein út úr því sem hann skrifaði. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 162 orð

ATLI GUÐMUNDSSON

ATLI GUÐMUNDSSON Atli Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 11. september 1963. Hann fórst í umferðarslysi í Danmörku 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Óskarsson, f. 11.6. 1928, d. 26.5. 1970, og Hólmfríður Oddsdóttir, f. 27. 11. 1926 og býr í Reykjavík. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 416 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Elskuleg vinkona og samstarfskona, Ásgerður Bjarnadóttir, er látin langt um aldur fram. Sorgartíðindin komu á óvart. Margir vissu ekki að Ásgerður var alvarlega veik og þeir sem það vissu áttu ekki von á að kallið kæmi svona fljótt. Þing Alþýðuflokksins á Akranesi, nú í júní sl., var fyrsta þingið í áraraðir sem Ásgerður og Steini sóttu ekki. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Í öllum stjórnmálaflokkum eru fyrirmyndarfélagar. Félagar sem eru fullir áhuga, jákvæðir, opnir fyrir nýjum hugmyndum, nýju fólki ­ félagar sem ávallt eru reiðubúnir til að veita liðsinni í stóru sem smáu. Þeir starfa af hugsjón og gera aldrei kröfu um neitt sjálfum sér til handa, aðra en þá að fá að taka þátt í starfinu og tækifæri til að láta gott af sér leiða. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Í okkar harðbýla, hrakta landi er náttúra ægifögur og hrikaleg, í senn miskunnarlaus og gjöful, óblíð og nærandi. Hin stríðandi náttúruöfl hafa sjálfsagt í aldanna rás meitlað Íslendinginn, eðli hans og eiginleika, rétt eins og aðra þátttakendur í spilverki náttúrunnar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 907 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Hún Ágú mín, einn ötulasti talsmaður jafnaðarstefnunnar, er farin frá okkur svo skyndilega. Ég á erfitt með að trúa því að ég fái ekki að sjá hana framar. Hér sit ég hnípin og læt hugann reika um þann tíma sem við áttum vináttu hvor annarrar. Það er gott að eiga minningarnar. Í gleðinni á sorgin sinn uppruna, nú syrgi ég þær gleðistundir sem við áttum saman og þær voru margar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 297 orð

Ásgerður Bjarnadóttir

Í dag er borin til grafar Ásgerður Bjarnadóttir jafnaðarmaður og stjórnarmaður í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Ég kynntist þessari ágætu konu er ég fór að starfa með og fyrir Alþýðuflokkinn hér í Reykjavík árið 1991. Ásgerður var ein af þeim sem ekki var mikið fyrir sviðsljósið en var ötul við að leggja hönd á plóg við flokksstarf hverskonar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 27 orð

ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á Ísafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní

ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR Ásgerður Bjarnadóttir fæddist á Ísafirði 17. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 2. júlí. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 1099 orð

Baldur Líndal

Kvaddur er í dag Baldur Líndal, efnaverkfræðingur. Hann var einn helsti brautryðjandi landsins á sviði jarðhitanýtingar og frumkvöðull að framleiðslu efna úr innlendum hráefnum. Hann var nafntogaður langt út fyrir landsteina Íslands fyrir sérþekkingu sína á þessu sviði, sem hann gerði grein fyrir í fjölda erinda og ritgerða á alþjóðlegum ráðstefnum á langri starfsævi. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 1357 orð

Baldur Líndal

Ég ætla að minnast í fáum orðum vinar míns og samstarfsmanns til margra ára, Baldurs Líndal efnaverkfræðings. Með honum sjáum við á bak einum okkar helstu frumherja í verkfræðingastétt og baráttumanns fyrir viðurkenningu framlags verkfræðinga við þróun nýrra atvinnuvega. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 315 orð

Baldur Líndal

Vinur minn og félagi Baldur Líndal er dáinn. Baldur var löngu orðinn bæði þjóðkunnur og alþjóðlega þekktur frumkvöðull og vísindamaður og hafði unnið mörg stórvirki þegar ég kynntist honum. Árið 1991 starfaði ég sem atvinnuráðgjafi á Húsavík að verkefni sem ég kallaði auðlindakönnun og hafði komist að því að jarðhitinn væri líklegasta auðlindin til að skapa ný meiri háttar iðntækifæri. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 35 orð

BALDUR LÍNDAL (Tryggvi) Baldur Líndal efnaverkfræðingur fæddist á Lækjamóti í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu, 17.

BALDUR LÍNDAL (Tryggvi) Baldur Líndal efnaverkfræðingur fæddist á Lækjamóti í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu, 17. ágúst 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 27. júní. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 447 orð

Elvar Þóroddsson

Sunnudaginn 22. júní, þegar ég var á leið í vinnu, heyrði ég í útvarpinu að banaslys hefði orðið heima á Selfossi. Mín fysta hugsun var að vonandi væri þetta ekki einhver sem ég þekkti, eigingjörn hugsun en líklega mannleg í hæsta máta. En því miður varð mér ekki að ósk minni, ég var vart komin inn þegar síminn hringdi og mér var sagt að Elvar væri dáinn. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ELVAR ÞÓRODDSSON

ELVAR ÞÓRODDSSON Elvar Þóroddsson fæddist á Selfossi 27. febrúar 1980. Hann lést af slysförum 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 28. júní. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 603 orð

Guðríður Jónsdóttir

Látin er Guðríður Jónsdóttir frá Seglbúðum. Þannig skrifaði hún gjarnan nafn sitt og kenndi sig við fæðingarstað sinn, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára og fékk það veganesti, sem reyndist henni vel á löngum og starfsömum æviferli. Hún var næstyngst af sex systkinum, sem komust upp af börnum hjónanna Jóns Þorkelssonar frá Eystra-Hrauni og Ólafar Jónsdóttur frá Seglbúðum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Guðríður Jónsdóttir yfirhjúkrunarkona fæddist á Seglbúðum í Landbroti 10. maí 1903. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. júní. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Hallur Hermannsson

Með söknuði kveðjum við afa okkar Hall Hermannsson sem nýlega er látinn. Við vorum svo lánsamar að kynnast og eiga með honum ótalmargar góðar og gefandi stundir frá barnæsku fram á fullorðinsár. Einkennandi fyrir afa var einmitt hversu gefandi hann var. Í hverju spjalli lærðum við eitthvað merkilegt eða nytsamlegt því hann var sérlega víðlesinn og fróður maður. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

HALLUR HERMANNSSON

HALLUR HERMANNSSON Hallur Hermannsson fæddist á Skútustöðum 31. maí 1917. Hann lést í Reykjavík 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. júní. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Hann litli bróðir minn er farinn. Hörmungarfregn mætti mér á Keflavíkurflugvelli, laugardagsmorgun þegar ég var að koma frá Ameríku. Enginn veit hvenær síðasta förin er farin, hver ræður? Margar minningar koma í huga minn, sérstaklega frá þeim tíma sem þú bjóst í næsta húsi við mig í Stokkhólmi. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 648 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Bróðir minn, Arnar, var yngstur okkar systkina og einkasonur foreldra okkar. Hann ólst upp á Húsavík til sjö ára aldurs, en 1963 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og 18 ára að aldri fór Arnar einn síns liðs til Stokkhólms og lauk þar stúdentsprófi. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 501 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Elsku pabbi minn. Ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar mamma sagði mér frá því að þú værir dáinn. Þegar hún sagði mér það þá trúði ég því ekki að þú værir farinn. Svo þegar ég skildi hvað hún hafði sagt þá var eins og það vantaði hluta í mig og hefur vantað alveg síðan. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 798 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Á háskólaárum mínum stundaði ég kennslustörf og mér varð minnisstæður einn nemandi minn, vegna þess hversu einbeittur hann var og ákveðinn. Þessi nemandi var Arnar Hákonarson. Iðulega fór hann ekki að þeim ráðum, sem honum voru gefin, en hann hafði ákveðna og ríka réttlætiskennd og fengi hann áhuga á einhverju, þá sinnti hann því málefni af mikilli kostgæfni og alúð. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Elsku Arnar. Hér sitjum við vinkonurnar, hnípnar. Ekki hvarflaði það að okkur að komið væri að endalokum hjá þér í þessari jarðvist þegar við sátum með þér fallegum og fjallhressum á kaffihúsi kvöldinu áður. Þú með hnyttin og kómísk tilsvör eins og þín var von og vísa. Þú varst einstakur vinur, alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 509 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Hann Arnar bróðir minn er floginn á braut eins og farfugl að hausti. Samt er ekki komið haust og enginn fugl farinn að búa sig undir brottför. En hann er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum floginn á braut fyrir fullt og allt. Eftir stöndum við hin og horfum til himins ­ hann hlýtur að koma aftur ­ og við fyllumst þeirri skelfingu og því vonleysi sem fylgir því að standa andspænis tóminu. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 294 orð

Hákon Arnar Hákonarson

Hann Arnar frændi (eða Addi bró) hefur alltaf verið mér sérstakur og minn uppáhalds frændi. Ég var svo heppinn að mín fyrstu ár í mínu lífi fékk ég að alast upp hjá ömmu og afa og Arnari frænda. Arnar var mín fyrirmynd langt fram á táningsár. Þegar Arnar fór í þröngar buxur sem svo víkkuðu þegar neðar dró og ögn fram fyrir tá þá varð ég að vera eins. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 90 orð

HÁKON ARNAR HÁKONARSON

HÁKON ARNAR HÁKONARSON Hákon Arnar Hákonarson fæddist á Húsavík 19. ágúst 1956. Hann varð bráðkvaddur í Reykjavík 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Oddný Gestsdóttir og Hákon Sigtryggsson tæknifræðingur. Systur hans eru: Sigrún og Karin, búsettar í Stokkhólmi, og Sólveig, búsett í Ósló. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Hákon Arnar Hákonarson Elsku hjartans drengurinn, nú ertu farinn frá okkur. Guð kallaði þig svo snöggt til sín, til annarra

Elsku hjartans drengurinn, nú ertu farinn frá okkur. Guð kallaði þig svo snöggt til sín, til annarra starfa sem hann ætlar þér. Minningin um yndislegan son lifir í hjörtum okkar og hana tekur enginn frá okkur. Þú skildir eftir þig tvær yndislegar dætur, sem verða okkur svo mikils virði í sorg okkar. Guð styrki þær og blessi, leiði þær sér við hönd í gegnum lífið. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 450 orð

Karen Óladóttir

Hún amma mín er dáin. Stundin sem ég einhvern veginn hafði aldrei gert ráð fyrir að myndi renna upp, er komin og er hún því full trega og söknuðar. Á kveðjustundu hellast yfir mig minningar úr barnæsku minni þegar amma og afi bjuggu aðeins nokkrum húsum neðar á Lindargötunni en ég. Ég sótti mikið til þeirra, enda í mikla manngæsku og hlýju að sækja. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

KAREN ÓLADÓTTIR

KAREN ÓLADÓTTIR Karen Björg Óladóttir fæddist á Jörva á Borgarfirði eystra 18. ágúst 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 2. júlí. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Karen Óladóttir Kæra amma. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Ég kom að kveðja þig áður en ég fór utan, en

Kæra amma. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Ég kom að kveðja þig áður en ég fór utan, en þú svafst svo vært að ég tímdi ekki að vekja þig. Ég hefði betur gert það. Í staðinn sendi ég þér bréf sem náði ekki til þín í tæka tíð. Minningin um brosmildu ömmu mína mun ylja mér um ókomin ár. Sama hvað bjátaði á, alltaf var stutt í húmorinn og hláturinn þinn. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 78 orð

Leiðrétting Í minningargrein Guðbrands Elling um Ólaf Valgeir Einarsson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí

Í minningargrein Guðbrands Elling um Ólaf Valgeir Einarsson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. júlí varð ruglingur í greinarmerkjasetningu. Málsgreinarnar sem þetta bitnaði á áttu að vera svona: "Ásdís mín, megi Guð og allar góðar vættir styðja þig og styrkja. Þú ert hetja. Vilhjálmur, Jóna Valdís, Valgerður og Ásgerður, guð veri með ykkur. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson bóndi var fæddur á Blesastöðum í Skeiðahreppi 17. september 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, f. á Votumýri 11. maí 1878, d. 20. október 1972, og Kristín Jónsdóttir frá Vorsabæ, f. 16. maí 1886, d. 2. september 1971. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Magnús Guðmundsson

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hann Maddi okkar hefur kvatt þennan heim og verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju í dag. Á slíkri stundu hrannast upp minningarnar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 755 orð

Magnús Guðmundsson

Það var vor í lofti og náttúran skartaði sínu fegursta. Austan skógargötuna á Reykjum kom ríðandi maður og fór hratt yfir jörð. Hann staðnæmdist heima á hlaði á Reykjum, hesturinn var jarpur, hann titraði í nárum og froðan vall um mél og nasir. Á baki sat dökkhærður strákur, reið berbakt og var á sundskýlu einni fata. Þetta var Maddi á Blesastöðum á Prata en Prati var þekktur gæðingur. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Magnús Guðmundsson

Við viljum með nokkrum línum minnast föðurbróður okkar, Magnúsar Guðmundssonar. Maddi var í raun mikið meira en frændi, sumir eru einhvern veginn skyldari manni en aðrir. Hann var í ákveðnu föðurhlutverki þar sem við krakkarnir á hlaðinu á Blesastöðum vorum börn Blesastaða og bræðurnir á Blesastöðum feður okkar allra. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 749 orð

Magnús Guðmundsson

Þeir falla nú hver af öðrum gömlu bændurnir, menn hins nýja tíma sem breyttu sveitum landsins til nútíma hátta, frá handverki til vélarinnar og frá þrotlausu striti til mannsæmandi starfa og lífsgæða. Einn af þessum mönnum, Magnús á Blesastöðum, er kvaddur í dag. Hafði hann lengi mátt þola sykursýki þótt annað mein yrði honum að aldurtila að lokum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Æskuvinur minn Ólafur Valgeir er látinn. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd, en hugurinn leitar til baka og minningabrotin birtast ljóslifandi. Æskuárin í Norðurmýrinni voru skemmtileg enda margt gert sér til gamans. Frískir strákar sátu ekki auðum höndum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Fyrir um 25 árum átti ég því láni að fagna sem ung stúlka að fá vinnu við símavörslu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fljótlega eftir að ég hóf störf, afar fákunnandi um starfsemi stofnunarinnar, lenti ég í ýmsum hremmingum við að svara alls konar furðulegum fyrirspurnum sem bárust. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 472 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Ólafur V. Einarsson starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands lést sunnudaginn 22. júní sl. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu langt fyrir aldur fram. Fundum okkar Ólafs bar fyrst saman snemma árs 1996 þegar ég, þá nýorðinn stjórnarformaður ÞSSÍ, sótti ráðstefnu ríkja í sunnanverðri Afríku, svokallaðra SADC landa, og Norðurlandanna í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 298 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Það var fyrir um það bil átta árum að ég hitti Ólaf í Angóla í Afríku þar sem hann var í vinnuferð fyrir SADC-löndin (Southern African Development Community) að veita ríkistjórn og fulltrúum í sjávarútvegi þar í landi ráð og miðla af þekkingu sinni. Ég kannaðist við hann fyrir, þar sem hann var giftur, Ásdísi, sem ég hafði þekkt í mörg ár, en hún er ein af bestu vinkonum systur minnar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 552 orð

Ólafur Valgeir Einarsson

Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum míns ágæta vinar og starfsfélaga, Ólafs V. Einarssonar, eða Óla fimmta eins og hann var svo oft kallaður. Við kynntumst árið 1988 þegar ég hóf störf hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Óli var þá kominn til Malawi en ég var á skrifstofunni í Reykjavík að undirbúa ferð til Grænhöfðaeyja. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 67 orð

Ólafur Valgeir Einarsson Komið er að kveðjustund, félagi er fallinn, langt um aldur fram. Ólafur Valgeir Einarsson var einn af

Komið er að kveðjustund, félagi er fallinn, langt um aldur fram. Ólafur Valgeir Einarsson var einn af máttarstólpunum í keppnisliði Sundfélagsins Ægis á sjöunda áratugnum. Mikill keppnismaður, metnaðargjarn fyrir hönd Ægis og skemmtilegur félagi. Að leiðarlokum vill Sundfélagið Ægir þakka hans óeigingjarna framlag til eflingar félagsins og uppbyggingar sundíþróttarinnar. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 34 orð

ÓLAFUR VALGEIR EINARSSON Ólafur Valgeir Einarsson, sjávarútvegsfræðingur, fæddist í Reykjavík 3. júní 1952 og ólst þar upp. Hann

ÓLAFUR VALGEIR EINARSSON Ólafur Valgeir Einarsson, sjávarútvegsfræðingur, fæddist í Reykjavík 3. júní 1952 og ólst þar upp. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. júlí. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 477 orð

Ólafur V. Einarsson

Í Namibíu eru búsettir um 100 Íslendingar, flestir í sjávarbæjunum Lüderitz og Walvis Bay á strönd Suður-Atlantshafsins. Í höfuðborginni Windhoek, sem liggur inni í miðju landinu, starfaði lengst af frá stofnun lýðveldisins Namibía, aðeins einn Íslendingur, Ólafur V. Einarsson, og var svo þar til ég var ráðinn til Windhoek fyrir tveimur árum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 483 orð

Þórir Þorgeirsson

Ungur ákvað ég að gerast kennari og þá helst íþróttakennari líka. Mun þar mestu hafa ráðið uppeldislegar aðstæður. Þetta fór eftir. Haustið 1965 fór ég með áætlunarbifreið Ólafs Ketilssonar til Laugarvatns til að stunda nám við ÍKÍ ásamt 13 öðrum, ungu fólki af báðum kynjum. Þar tók við strangt nám þar sem áhersla var lögð á líkamlegt atgervi og uppeldislega þætti kennslu. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 603 orð

Þórir Þorgeirsson

Það verður allt annað en auðvelt að hugsa sér Laugarvatnsstað án Þóris Þorgeirssonar, svo margvíslega hefur hann sett svip á hann - og helgað honum líf sitt og krafta í meira en hálfan sjötta áratug. Hann var reyndar nemandi héraðsskólans 1936-38 og lauk prófi við íþróttakennaraskóla Björns Jakobssonar 1941. Sama ár réðst hann íþróttakennari að héraðsskólanum. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 763 orð

Þórir Þorgeirsson

Öllu er afmörkuð stund. Pendúll lífsklukku okkar tifar áfram í amstri dagsins, í gleði eða sorg, á sumri eða vetri, í draumi eða veruleika. Hlutverk mannanna eru mörg og mismunandi á jörðinni, lífsklukkurnar slá í mislangan tíma og af mismunandi öryggi enda er gangverkið misgott. Við sem erum vegfarendur á óræðri braut lífsins. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 593 orð

Þórir Þorgeirsson

Árla morguns 26. júní sl. barst mér sú harmafregn að Þórir Þorgeirsson, vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, hefði látist kvöldið áður á heimili sínu hér á Laugarvatni. Þrátt fyrir allt kom fregnin mér á óvart og snerti mig mjög djúpt. Morgunninn var undurfagur. Himinninn var heiður og blár og vatnið spegilslétt. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 760 orð

Þórir Þorgeirsson

Það fer ekki hjá því, að maður hrekkur við þegar þekktir samtíðarmenn, góðir vinir og samverkamenn hverfa af sviðinu, menn sem alla sína æfi hafa unnið uppbyggileg þjónustustörf í þágu samfélagsins. Einn þessara manna er Þórir Þorgeirsson íþróttakennari og sveitarstjórnarmaður, Reykjum á Laugarvatni, en Þórir lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. júní sl. tæpra 80 ára að aldri. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 587 orð

Þórir Þorgeirsson

Þórir Þorgeirsson hóf kennslu við Hérðasskólann á Laugarvatni haustið 1941, þá nýútskrifaður íþróttakennari, og starfaði við þann skóla allt til 1972 þegar skipulagi íþróttakennslu á Laugarvatni var breytt. Hann hafði því starfað við skólann tæpa þrjá áratugi þegar mig bar að garði haustið 1970 og leiðir okkar lágu saman. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 467 orð

Þórir Þorgeirsson

Bjartur sumardagur rennur upp eins og þeir gerast fegurstir á Laugarvatni. Fjöllin prýdd grænum skógi, spegilslétt vatn, fuglasöngur. Síminn hringir, Þórir Þorgeirsson er látinn. Getur þetta verið rétt, hann sem var svo lifandi mitt í hringiðunni á meðal okkar. Ég horfi út um gluggann - og ekki ber á öðru, sólin heldur áfram að skína og lífið iðar allt um kring. Meira
4. júlí 1997 | Minningargreinar | 610 orð

ÞÓRIR ÞORGEIRSSON

ÞÓRIR ÞORGEIRSSON Þórir Þorgeirsson fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 14. júlí 1917. Hann andaðist á heimili sínu að Reykjum á Laugarvatni að kvöldi 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Þorsteinsson bóndi og smiður, á Hlemmiskeiði, (f. 16.3. 1885, d. 20.8. 1943), og Vilborg Jónsdóttir kennari, á Hlemmiskeiði, (f. 9.5. Meira

Viðskipti

4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 275 orð

11 milljarða dollara samruni Lockheed og Northrop Grumman

LOCKHEED MARTIN ætlar að kaupa Northrop Grumman með samningi, sem er metinn á 11,6 milljarða dollara, og þar með hefur verið stigið enn eitt sameiningarskref í bandarískum flugiðnaði. Fyrirtæki kalla samninginn samruna, sem muni gera Lockheed Martin að eina keppinauti Boeing risafyritækisins, sem ætlar að kaupa McDonnell Douglas. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 255 orð

Búist við meiri sveiflum á gengi krónunnar

TÖLUVERÐAR breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrisviðskipta og gengisskráningar krónunnar munu taka gildi þann 8. júlí nk. Þá verður hætt að halda daglega skráningarfundi hjá Seðlabankanum og komið á samfelldum markaði yfir daginn með viðskiptavakt af hálfu markaðsaðila. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

»Evrópsk bréf hækka í verði

EVRÓPSK bréf hækkuðu í verði í gær, brezk og þýzk mest, eftir aðra hækkun í Wall Street vegna þess að launakostnaður í Bandaríkjunum hefur aukizt minna en búizt hefur verið við. Um leið lækkaði dollar gegn marki og jeni. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum í júní jókst í 5% úr 4,8% og meðallaun á klukkustund hækkuðu í 12,22 dollara úr 12,18 í maí. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Norðvesturbandalagið stefnir á Verðbréfaþing

STOFNFUNDUR félags um slátrun við Húnaflóa og Breiðafjörð sem borið hefur vinnuheitið "Norðvesturbandalagið" var haldinn á Hvammstanga þriðjudaginn 1. júll. Félagið mun annast rekstur sláturhúsa og skyld starfsemi, kaup og leiga fasteigna og lánastarfsemi. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Samþykkt að hækka stigainneign um 5%

ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðs Vestfirðinga á laugardag samþykkti að hækka stigainneign allra sjóðfélaga um 5% þann 1. janúar 1998 og hækka uppbót á lífeyrisgreiðslur um 4,3%. Hrein eign lífeyrissjóðsins til greiðslu lífeyris nam samtals 7.768 milljónum og hafði hækkað um 15% á árinu 1996. Raunávöxtun ársins 1996 miðað við vísitölu neysluverðs var 8,9% og lífeyrisbyrði 33%. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Skraut má fylgja flösku

SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að ÁTVR sé óheimilt að krefjast þess að vara sem sett er í sölu áfengisverslana sé óbreytt að því er varðar stærð og útlit umbúða og gerð sölueiningar nema sannanleg, hlutlæg og málefnaleg rök leiði til annarrar niðurstöðu. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 300 orð

STET gengur í bandalag með AT&T

RISARNIR STET/Telecom á Ítalíu og AT&T í Bandaríkjunum hafa bundið enda á vangaveltur fjölmiðla með tilkynningu um myndun alþjóðlegs fjarskiptabandalags með áherzlu á Rómönsku-Ameríku og Evrópu. Í Evrópu mun STET/Telecom Italia gerast aðili að fjarskipta- og sameignarfyrirtækinu AT&T- Unisource og eiga kauprétt á allt að 30% í AT&T-Unisource. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Tæknival kaupir 30%

TÆKNIVAL hf. hefur keypt 30% hlut í Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands hf. Ákvörðun um kaupin var tekin til þess að treysta nánar það samstarf sem fyrirtækin hafa haft með sér. Í frétt kemur fram að Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands var stofnuð í október 1995 af Gunnari B. Þorsteinssyni, Júlíusi M. Pálssyni og Páli Gestssyni. Meira
4. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Veltan nam um 2,9 milljörðum króna

VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu alls tæpum 2,9 milljörðum í gær, sem er nýtt met á einum degi. Næstmestu viðskipti urðu 7. febrúar sl., en þá nam veltan á þinginu liðlega 1,9 milljörðum. Um helmingur viðskiptanna var með ríkisvíxla, en talsverð viðskipti urðu einnig með húsbréf og spariskírteini. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði í gær úr 5,40% í 5,45%, en ávöxtun ríkisvíxla lækkaði. Meira

Fastir þættir

4. júlí 1997 | Dagbók | 2932 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
4. júlí 1997 | Í dag | 214 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræður verður á morgun,

Árnað heillaÁRA afmæli. Níræður verður á morgun, laugardaginn 5. júlí, Þórður Sigurðsson, frá Hnífsdal, nú Hlíf, Ísafirði. Í tilefni þess verður hann, ásamt fjölskyldu sinni, með opið hús fyrir vini og kunningja í húsi starfsmanna Orkubús Vestfjarða í Engidal frá kl. 15 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
4. júlí 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júní í Dómkirkjunni af sr. Einari Eyjólfssyni Ásta Margrét Guðmundsdóttir og Þórir Kristinsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
4. júlí 1997 | Dagbók | 700 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. júlí 1997 | Í dag | 365 orð

EGAR Víkverji ók sem leið lá norður í land fyrir skömmu

EGAR Víkverji ók sem leið lá norður í land fyrir skömmu gat hann ekki varizt þeirri hugsun að umferðarmenning okkar væri komin á hærra stig en var fyrir tveimur árum, þegar hann fór í sams konar langferð. Bílar óku á jöfnum og þægilegum hraða og þeir ökumenn sem kusu að aka hægt sýndu mikla tillitssemi við framúrakstur. Meira
4. júlí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

KLIFURPLÖNTUR Forsæla í garðskálum og skraut í görðum

KLIFURPLÖNTUR eru enn sem komið er ekki mikið ræktaðar í görðum á Íslandi, þótt skilyrði til ræktunar þeirra séu fyrir hendi. Þó má finna í stöku görðum klifurplöntur og hugvitsamlega notkun þeirra til að hylja og skreyta mannvirki sem annars væru ekki til mikillar prýði. Meira
4. júlí 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Miðar á leið þótt hægt fari

Sextíu og fimm hross hlutu sinn dóm á fjórðungsmótinu á Kaldármelum dagana 26.-29. júní sl. Fjórtán hross hlutu dóm fyrir afkvæmi en fimmtíu og eitt var í einstaklingsdómi. Þá kom fjöldi hrossa fram í sýningu ræktunarbúa. Meira
4. júlí 1997 | Í dag | 517 orð

Vantar eintök afblaðinu Ýr

NANNA hafði samband við Velvakanda og er hún að leita eftir 2 eintökum af Prjónablaðinu Ýr. Blöðin eru númer 9 og 11. Ef einhver hefur þessi blöð undir höndum sem getur séð af þeim eða selt henni þau er viðkomandi beðinn um að hringja í Nönnu í síma 555-3041. Meira

Íþróttir

4. júlí 1997 | Íþróttir | 92 orð

Á 60. mínútu sóttu Stjörnumenn upp vinstri kantinn og Kristi

Á 60. mínútu sóttu Stjörnumenn upp vinstri kantinn og Kristinn Lárusson gaf fyrir, að því er virtist hættulítið. En Garðar Newmann, fyrirliði Skallagríms, ætlaði að spyrna frá marki, hitti boltann illa og hann fór neðst í bláhornið á eigin marki. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka komst Stefán B. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 271 orð

Árni Gautur tryggði Stjörnunni stig

NEÐSTU liðin í efstu deild karla í knattspyrnu, Skallagrímur og Stjarnan, skildu jöfn, 1:1, er þau mættust í Borgarnesi í gærkvöldi. Bæði lið hefðu sjálfsagt viljað fá þrjú stig en jafntefli varð niðurstaðan í slökum leik þar sem heimamenn voru skömminni skárri en að því er ekki spurt í knattspyrnunni. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 493 orð

BALDOMERO Ballesteros,

BALDOMERO Ballesteros,sonur hins kunna kylfings Severiano, vann sinn fyrsta sigur á golfmóti á Spáni um síðustu helgi. Hann er sex ára gamall, en mótið var haldið fyrir 5 - 10 ára. Baldomero hefur nú leikið golf í tvö ár og þykir mjög efnilegur. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 487 orð

Bretarnir úr leik

BRETAR eignast ekki Wimbledon-meistara í ár, því Tim Henman og Greg Rusedski töpuðu í átta manna úrslitum. Boris Becker tapaði einnig og segist ekki munu taka þátt á stórmóti framar. Í kvennaflokki sigruðu þær Martina Hingis og Jana Novotna í undanúrslitum og leika því til úrslita á morgun. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 671 orð

Búist við a.m.k. 10 þúsund mannsMÓTSHALDAR

MÓTSHALDARAR búast við því að um 10.000 manns verði í Borgarnesi um helgina og sagði Ingimundur Ingimundarson, formaður mótsnefndar, að það væri varlega reiknað. Í Borgarnesi búa um 1.800 manns, keppendur eru nærri 2.000 og starfsfólk og aðstoðarfólk annað eins þannig að hann sagði að ekki þyrfti mjög marga áhorfendur til að ná áætlaðri tölu. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 337 orð

Enn sigrar Þróttur Þróttarar héldu áfram upp

Enn sigrar Þróttur Þróttarar héldu áfram uppteknum hætti í 1. deild í gærkveldi er þeir unnu öruggan sigur á KA 4:0 á Akureyri. Þróttarar léku ágætlega í leiknum og verðskulduðu fyllilega sigurinn sem styrkti stöðu þeirra á toppnum í deildinni. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 374 orð

Enn tapa Fylkismenn

Ekki tókst Fylkismönnum að innbyrða fyrsta sigur sinn í 1. deild á þessari leiktíð er þeir tóku á móti Þórsurum á heimavelli í gærkvöldi. Þeir léku afleitlega í fyrri hálfleik og lentu þá tveimur mörkum undir og það bil tókst þeim aldrei að brúa til fulls þrátt fyrir skárri frammistöðu í síðari hálfleik. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 633 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót í Sviss Lausanne í Sviss miðvikudag: Karlar: 100 m hlaup, A-riðill: 1. Maurice Greene, Bandar.9,90 2. Frankie Fredericks, Namibíu9,91 3. Donovan Bailey, Kanada9,97 4. Tim Montgomery, Bandar.10,02 5. Dennis Mitchell, Bandar.10,07 6. Ato Boldon, Trínidad10,08 7. Linford Christie, Bretl. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 43 orð

Fylkir - Þór3:4

1. deild karla Fylkir - Þór3:4 Gylfi Einarsson (4.), Hrafnkell Helgason (65.), Kristinn Tómasson (80., vítaspyrna.) - Hreinn Hringsson 2 (22., 75.), Páll Gíslason (6.), Brynjar Óttarsson (26.). KA - Þróttur4:0 -Gunnar Gunnarsson (34.), Páll Einarsson (43.), Einar ¨Orn Birgisson (62.), Ingvar Ólafsson (85.). Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 145 orð

Golf Meistaramót klúbbanna Staðan í meistaraflokkum eftir tvo keppnisdaga af fjórum. Golfklúbbur Reykjavíkur Karlar: 1. Kristinn

Golfklúbbur Reykjavíkur Karlar: 1. Kristinn G. Bjarnason151 2. Örn Sölvi Halldórsson152 3. Tryggvi Pétursson153 Konur: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir152 2. Herborg Arnarsdóttir158 3. Ásgerður Sverrisdóttir183 Golfklúbbur Suðurnesja Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 189 orð

Grindavík - ÍBV1:1

Skallagrímsvöllur Borgarnesi, 8-umferð Sjóvár-Almennra deildarinnar, fimmtudaginn 3.júlí 1997. Aðstæður: Vestan strekkingur og gekk á með skúrum. Góður völlur. Mark Skallagríms: Valdimar K. Sigurðsson (80. vsp.). Mark Stjörnunnar: Grétar Newmann (60. sjálfsmark.). Markskot: Skallgrímur 13 - Stjanan 15. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 463 orð

Guðjón undrast biðina

GUÐJÓN Þórðarson, sem KSÍ hefur óskað eftir að verði landsliðsþjálfari í knattspyrnu, furðar sig á því hvers vegna ekki er búið að skrifa undir samning þar að lútandi. Hann segir samning tilbúinn, en forráðamenn KSÍ vilji ekki ganga frá honum fyrr en deilumál hans og Knattspyrnufélags ÍA sé leyst. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 448 orð

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton,

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, og samherjar hans fá nýjan félaga fyrir næsta keppnistímabil. Bolton borgaði Newcastle um 293 milljónir króna (2,5 millj. punda) fyrir Robbie Elliott. Hann getur bæði leikið í stöðu bakvarðar og miðvallarleikmanns. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 219 orð

Handknattleikur

Sportira mótið í Toronto Ísland - Bandaríkin28:22Halla María Helgadóttir og Svava Sigurðardóttir gerðu sín sex mörkin hvor. Ísland - Kanada 120:19Svava Sigurðardóttir 6, Halla María Helgadóttir 4, Herdís Sigurbergsdóttir 4, Auður Hermannsdóttir 2, Heiða Erlingsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 2. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 409 orð

HARALDUR Pétursson

HARALDUR Pétursson er efstur að stigum í flokki sérútbúinna jeppa í torfæru með 33 stig.Einar Gunnlaugsson er með 31 stig, Gunnar Egilsson 30, Gísli G. Jónsson 28 og Ragnar Skúlason 27. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 78 orð

Haukar, Fram og FH til Álaborgar

HANDKNATTLEIKSLIÐ Hauka, karla og kvennalið, karlalið Fram og kvennalið FH taka þátt í opnu Norðurlandamóti, sem fer fram í Álaborg 27. ágúst til 3. september. Eitt enn "Íslendingalið" tekur þátt í mótinu ­ Bayer Dormagen, sem Róbert Sighvatsson leikur með. 24 lið taka þátt í úrvalsdeild karla og leika Haukar í riðli með Györ frá Ungverjalandi; Kolding, Danmörku og Skövde, Svíþjóð. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 47 orð

HNEFALEIKARFast bitið

MIKE Tyson beit í eyra Evanders Holyfields með tvöfalt meiri krafti en mannskepnan bítur venjulega, þegar hann beit stykki úr hægra eyra, í bardaga þeirra um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hnefaleika í Las Vegas um síðustu helgi. Frá þessu var greint í tímaritinu New Scientist í dag. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 53 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild Dalvík:Dalvík - Breiðablik20ÍR-völlur:ÍR - Reynir S.20Kaplakriki:FH - Víkingur R.202. deild

Knattspyrna 1. deild Dalvík:Dalvík - Breiðablik20ÍR-völlur:ÍR - Reynir S.20Kaplakriki:FH - Víkingur R.202. deild Húsavík:Völsungur - Ægir20Kópavogsvöllur:HK - KVA203. deild Helgafellsv. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 440 orð

Jacques Villenueve og lið Willams í vandræðum

FRAMMISTAÐA Williams liðsins í síðustu mótum hefur komið mörgum á óvart, en fyrir keppnistímabil Formula 1 ökumanna var búist við að liðið næði í báða heimsmeistaratitla sem í boði eru. Fyrir ökumenn og bílahönnuði. En þegar keppnistímabilið er liðlega hálfnað er Micahel Schumacher og Ferrari í forystuhlutverkinu. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 144 orð

Johnson og Devers líklega á HM BANDARÍSKU hlauparar

BANDARÍSKU hlaupararnir Michael Johnson og Gail Devers munu að öllum líkindum fá tækifæri til þess að verja heimsmeistaratitla sína á heimsmeistaramótinu í Aþenu í ágúst ­ Johnson í 200 og 400 metra hlaupi karla en Devers í 100 metra grindahlaupi kvenna ­ þrátt fyrir að þau hafi bæði misst af úrtökumóti Bandaríkjanna vegna meiðsla. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 114 orð

KNATTSPYRNAEins og búist var v

»örfuknattleikskeppni Landsmótsins hófst í gær og er keppt í fjórum riðlum. Þrír þeirra eru leiknir á Akranesi, en einn í Borgarnesi. Úrslit leikja í gær voru samkvæmt bókinni, en þó áttu Skallagrímsmenn (UMSB) í erfiðleikum með HSK í fyrsta leik mótsins. Þeir höfðu þó betur, 68:60. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 98 orð

KNATTSPYRNAStefán með KVA ENS

ENSKA úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur leigt Stefán Gíslason til KVA í 2. deildinni hér heima fram yfir Evrópumeistaramót landsliða leikmanna 18 ára og yngri sem fram fer hér á landi í lok þessa mánaðar og byrjun þess næsta. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 69 orð

KNATTSPYRNAWim Jansen ráðinn þjálfari C

WIM Jansen, fyrrum þjálfari Feyenoord og síðar í Saudi-Arabíu og Japan, var ráðinn þjálfari Celtic í Skotlandi í gær. Hann tekur við af Tommy Burns, sem var látinn fara að loknu nýliðnu tímabili eftir þriggja ára starf en forráðamenn félagsins litu svo á að Burns hefði mistekist ætlunarverkið ­ að stöðva sigurgöngu Rangers. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 542 orð

Kunna að höndla frægðina

LIÐ ARSENAL er stjörnum prýtt ­ hefur sennilega ekki verið betur mannað í langan tíma. Bera bræðurnir flestum stjörnunum vel söguna en Valur æfði annað veifið með aðalliðinu á síðasta keppnistímabili. "Þetta eru yfirleitt menn sem kunna að höndla frægðina. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 68 orð

LANDSMÓT UMFÍ Morgunblaðið/Júlíus

LANDSMÓT Ungmennafélags Íslands, hið 28. í röðinni, hófst í Borgarnesi í gærmorgun með keppni í nokkrum greinum en mótið verður formlega sett í kvöld og verða forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, viðstödd. Keppendur í sundi gerðu allir sitt bestu ­ eins og þessi ungi maður sem þreytir skriðsund í gærmorgun ­ og féllu nokkur mótsmet strax á fyrsta keppnisdegi. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 163 orð

LANDSMÓT UMFÍSigríður Anna setti

Sigríður Anna Guðjónsdóttir úr HSK sigraði af öryggi í fyrstu grein frjálsíþrótta í gær, þrístökki kvenna. Sigríður Anna, sem bætti Íslandsmetið nýverið er hún stökk 13,18 metra, stökk 12,81 metra í gær og setti landsmótsmet, enda ekki annað hægt þar sem þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í þrístökki. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 274 orð

Mikilvægt fyrir bæjarfélagið

Forráðamenn handknattleiksdeildar KA ræddu við Jakob Björnsson, bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar, í vikunni um hugsanlega aðstoð bæjaryfirvalda við liðið í þátttöku sinni í Evrópukeppni meistaraliða í vetur, en eins og kunnugt er hafa þrjú önnur íslensk lið ákveðið að vera ekki með, Haukar, ÍBV og Afturelding. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 27 orð

Morgunblaðið/Júlíus SUNNA Dís Ingibjargardóttir úr Keflavík setti l

Morgunblaðið/Júlíus SUNNA Dís Ingibjargardóttir úr Keflavík setti landsmótsmet í 400 metra skriðsundi í Borgarnesi ígær. Hún bætti þá sjö ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttur um rúmar sjö sekúndur. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 329 orð

Nýjabyggingmeist-arans

NÝ yfirbygging með útliti Musso jeppa er komin á meistarajeppa Haraldar Péturssonar úr Ölfusi fyrir tilstilli bílaverksmiðjunnar Sang Yong í Kóreu. Verður jeppinn annar í röðinni með útliti jeppa í almennri framleiðslu, en fyrir var Dodge Ram Rafns Harðarsonar. Báðir eru meðal keppenda á Íslandsmótinu í torfæru á Egilsstöðum á morgun. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 160 orð

"Ótrúlega góður" STEFÁN Gísl

STEFÁN Gíslason verður ekki eini fulltrúi Arsenal á Evrópumóti u-18 ára landsliða á Íslandi síðar í mánuðinum, því fregnir herma að Nicolas Anelka, framherjinn sem félagið fékk frá Paris Saint Germain í febrúar, verði í liði Frakklands. Er koma hans mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn en Anelka þykir með afbrigðum efnilegur. Það staðfesta Valur og Stefán. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 45 orð

Selfoss - Fjölnir3:1

2. deild Selfoss - Fjölnir3:1Þórir S. Þórisson 2, Jón Þorkell Einarsson - Magnús Bjarnason 3. deild Haukar - Ármann3:1Pálmi Guðmundsson 2, Róbert Stefánsson - Pétur B. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 297 orð

Stefnir á sigur á HM

Kristján Helgason, snókerspilari úr Billiardfélagi Reykjavíkur, varð að sætta sig við annað sætið á Evrópumóti áhugamanna sem lauk um helgina í Biarritz í Frakklandi. Kristján hafði fádæma yfirburði í undanúrslitaleiknum gegn Alex Borg frá Möltu og sigraði 6-0 en varð að játa sig sigraðan er hann mætti Robin Hull frá Finnlandi í úrslitum, 7-3. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 14 orð

Svíþjóð Halmstad - Norrköping1:0Öster - Ljungskile1:1

Svíþjóð Halmstad - Norrköping1:0Öster - Ljungskile1:1Stefán Þórðarson gerði mark Öster. Vesterås - Degerfors1:3Staðan IFK G Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 74 orð

Tennis

Wimbledonmótið Undanúrslit kvenna (1) Martina Hingis (Sviss) - Anna Kournikova (Rússland)6-3 6-2 (3) Jana Novotna (Tékklandi) - (8) Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) 6-4 6-2 Átta manna úrslit karla Cedric Pioline (Frakkl.) - Greg Rusedski (Bretl. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 146 orð

Úrúgvæ í úrslit í fyrsta sinn í 67 ár

ÚRUGVÆBÚAR tryggðu sér í fyrradag farseðilinn í úrslitaleik heimsmeistaramóts knattspyrnulandsliða, leikmanna 20 ára og yngri, þegar þeir lögðu Ghana að velli, 3:2, eftir framlengingu. Meira
4. júlí 1997 | Íþróttir | 2315 orð

Verðum alltaf Arsenal-menn

Bræðurnir Valur Fannar og Stefán Gíslasynir frá Eskifirði dvöldust í herbúðum enska liðsins Arsenal á liðnum vetri. Ljóst er að sá fyrrnefndi verður áfram ytra en Stefán er að íhuga tilboð sem félagið hefur gert honum. Orri Páll Ormarssonhitti bræðurna að máli meðan þeir voru báðir staddir hér á landi í sumarfríi á dögunum. Meira

Úr verinu

4. júlí 1997 | Úr verinu | 297 orð

Aflamark sett á sandkola og skrápflúru í fyrsta sinn

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerðir er varða næsta fiskveiðiár og komandi loðnuvertíð. Þar er kveðið á um leyfilegan heildarafla helztu fisktegunda innan lögsögunnar. Kvóti verður nú settur á sandkola og skrápflúru í fyrsta sinn. Kvótinn tekur til veiða á svæði sem er sunnan við 6430'N við Austurland og sunnan við línu sem dregin er réttvísandi vestur úr Öndverðanesi. Meira
4. júlí 1997 | Úr verinu | 209 orð

Krókabátar fá um 30.000 t. af þorski

SAMKVÆMT reglugerð um veiðar krókabáta á fiskveiðiárinu 1997- 1998 miðast veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári við að þorskafli þeirra fari ekki yfir 30.302 lestir, miðað við óslægðan fisk, að teknu tilliti til flutnings á þorskaflahámarki milli ára. Ákvörðun um fjölda sóknardaga krókabáta verður tekin innan 10 daga frá upphafi næsta fiskveiðiárs. Meira
4. júlí 1997 | Úr verinu | 104 orð

Leyfilegur botnfiskafli

Fyrir fiskveiðiárið 1. september 1997 til 31. ágúst 1998 er leyfilegur heildarafli og úthlutað aflamark úr botnfisktegundum sem hér segir: Utan aflamarks Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 2268 orð

Í SÁTT VIÐ SÓLINA Í júlímánuði á Íslandi er ekki von á kuldaköstum og möguleikinn til að baða sig í sólinni nokkuð góður. Samt

HINIR FORNU inkar dýrkuðu sólina sem máttugan guð sem réð lífi og dauða. Vísindi nútímans hafa staðfest ofurkraft sólarinnar og áhrif hennar á fólk, bæði jákvæð og neikvæð. Sólin er helsti D-vítamíngjafi náttúrunnar. Hlýir geislar hennar hraða framleiðslu hormónsins endorfíns sem eykur bruna í frumum líkamans og veitir vellíðan. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1184 orð

Íslendinganýlenda á Ewaldsgade

"TIL AÐ prófa að standa á eigin fótum ­ til að sjá eitthvað nýtt ­ hér er allt meira líbó ­ næturlífið er svo æðislegt..." Þetta eru nokkur af svörunum sem fást, þegar íslensku krakkarnir á Ewaldsgade og gestir þeirra eru spurðir af hverju þeir kjósi heldur að eyða sumrinu í Danmörku og vinna þar, heldur en heima fyrir. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 250 orð

Kraftaverk um borð í flugvél

KRAFTAVERKIN gerast um borð í breiðþotu af gerðinni MacDouglas 10 sem rekin er af Orbis, alþjóðlegum góðgerðarsamtökum. Orbis þýðir umhverfis augað á latínu en flugvél samtakanna er sú eina sinnar tegundar í heiminum því innanborðs er fullkomin augnskurðstofa, leysigeislaherbergi til augnaðgerða, kennslustofur og bókasafn. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 476 orð

Kynslóðabilið var ekki til

"ÉG MINNIST þessara ára með hlýju, maður var látinn vinna en aldrei þannig að það yrði manni ofviða, heldur lærði maður að bera ábyrgð á hlutunum," sagði Sigurjón Sigurðsson bæklunarlæknir. Hann átti heima í Reykjavík en var í sveit í sjö sumur hjá frændfólki sínu austur á Hornafirði á bæ sem heitir Stapi og er í Nesjahreppi. "Ég fór fyrst austur árið 1954 þá sjö ára gamall. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 430 orð

Kyrrðin í sveitinni

ÞAÐ er frændfólk hans Hjalta Más Erlingssonar úr Reykjavík, sem býr að Jaðri í Hrunamannahreppi en þar er rekið stórt kúabú. "Ég kom hingað fyrst þegar ég var sex ára, en var alltaf bara stutt í einu því ég var svo ungur þá að ég fékk heimþrá eftir vikuna," sagði Hjalti þegar blaðamaður heimsótti hann að Jaðri. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 246 orð

Pappírsblöð sem skál eða eyrnalokkur

PAPPÍR hefur verið endurunninn frá því hann var fyrst búinn til af kínverjum sem mótuðu úr honum stríðshjálma, skálar, krukkur og könnur. Pappírslistin breiddist svo hægt út um heiminn. Á liðnum árum hefur listin að móta hluti úr endurunnum pappír dafnað, efniðviðurinn er líka alltumlykjandi. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 63 orð

SVEITASÆLA Gúmmískór og bustaklipping er eitt af því sem kemur upp í hugann þeg

Gúmmískór og bustaklipping er eitt af því sem kemur upp í hugann þegar minnst er á sumardvöl í sveit Helga Björg Barðadóttir brá sér austur fyrir fjall og hitti þar kúasmala og vinnumann, ræddi við þá um lífið í sveitinni í dag. Hún spjallaði svo við Sigurjón sem fór fyrst í sveit fyrir 43 árum að Stapa í Hornafirði aðeins sjö ára gamall. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 621 orð

Vistvæn byggð í skjóli Snæfellsjökuls

ÞAÐ eru félagar í Snæfellsás-samfélagið sem láta reisa fjögur einbýlishús á landi sem er í eigu samfélagsins. Áður en yfir lýkur stendur til að húsin verði orðin átján. Húsin er öll úr timbri og byggð samkvæmt vistvænum aðferðum. Fyrirmyndir eru meðal annars sóttar til vistvænnar byggðar í Findhorn í Skotlandi. Það eru S.G.-Hús hf. á Selfossi sem byggja. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1188 orð

Þotulæknir berst gegn blindu

"ENGINN veit sína ævina..." segir máltækið og það á svo sannarlega vel við um Íslendinginn Helga Heiðar sem búsettur hefur verið í Bandaríkjunum í 40 ár. Hann starfaði lengi vel í Washingtonfylki og átti þar mikilli velgengni að fagna. Meira
4. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 382 orð

Ætlar í bændaskóla

"ÉG er fædd á sjálfan réttardaginn," sagði Ragnheiður Kjartansdóttir, tólf ára snaggaraleg stelpa úr Þorlákshöfn. Hún ætlar að vera vinnukona í Fellskoti í Biskupstungum í sumar, en þar er stundaður hrossa- og kúabúskapur. "Það er mikið líf í flugunum," sagði Ragnheiður þar sem við sátum úti á svölum í sólinni og ræddum lífið í sveitinni. Meira

Ýmis aukablöð

4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 141 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)(4:25) (e) [3181] 17.30Taumlaus tónlist [15549] 19.00Kafbáturinn (Seaquest DSV 2) (6:21) (e) [7742] 20.00Tímaflakkarar (Sliders) (10:25) [3926] 21. Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 119 orð

17.20Landsmót UMFÍ. Samantek

17.20Landsmót UMFÍ. Samantekt um viðburði gærdagsins. Endursýnt frá fimmtudagskvöldi. [38810] 17.50Táknmálsfréttir [7338407] 18.00Fréttir [89051] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 720 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Fréttir á ensku. 8.00Að utan. Morgunmúsík. 8.45 Ljóð dagsins. 9. Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 750 orð

Föstudagur 4. júlí BBC PRIME 4.

Föstudagur 4. júlí BBC PRIME 4.00 The Small Business Programme 4.3020 Steps to Better Management 5.30 Simon and the Witch 5.45 Alfonso Bonzo 6.10Grange Hill 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15Kilroy 8. Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 126 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 97 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
4. júlí 1997 | Dagskrárblað | 172 orð

ö9.00Líkamsrækt (e) [26013]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [70164029] 13.00Milli skinns og hörunds (The Big Chill) Vinahópur sem var óaðskiljanlegur á skólaárunum hittist aftur og kemur þá í ljós að þau hafa sannarlega farið ólíkar leiðir í lífinu. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Glenn Close, Jeff Goldblum, William Hurt og Kevin Kline. 1983. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.