Greinar þriðjudaginn 8. júlí 1997

Forsíða

8. júlí 1997 | Forsíða | 294 orð

Hun Sen hrifsar völdin í Kambódíu

ANNAR forsætisráðherra Kambódíu, Hun Sen, hefur nú tekið völdin í landinu eftir að lið hans bar um helgina sigurorð af hersveitum hliðhollum fyrsta forsætisráðherranum, Norodom Ranariddh prinsi. Ekki er lengur barist í höfuðborginni Phnom Penh, en órói ríkir á götum borgarinnar. Meira
8. júlí 1997 | Forsíða | 341 orð

Málamiðlun um stækkun ekki enn í höfn

LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, náðu ekki að útkljá ágreining um stækkun bandalagsins á kvöldverðarfundi í Madríd í gærkvöldi. Leiðtogarnir eru nú samankomnir í spænsku höfuðborginni til að sitja sögulegan fund, þar sem þeir hafa einsett sér að komast yfir djúpstæðan ágreining um það hversu langt og hversu hratt beri að stækka bandalagið til austurs, Meira
8. júlí 1997 | Forsíða | 247 orð

Ofbeldið fordæmt

MO Mowlam, Norður-Írlandsráðherra bresku stjórnarinnar, fordæmdi í gær ofbeldið á N-Írlandi og óeirðirnar, sem spruttu upp vegna göngu mótmælenda í gegnum hverfi kaþólskra manna í bænum Portadown. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, ræddust við í London í gær um ástandið á N- Írlandi og sagði sá síðarnefndi á fréttamannafundi, Meira
8. júlí 1997 | Forsíða | 240 orð

Tölvuþrjótar kúga fé út úr fyrirtækjum

TÖLVUÞRJÓTAR hafa samband við allmörg stórfyrirtæki í mánuði hverjum og hóta því að lauma sér inn á vefsíður þeirra og eyðileggja þær, fái þeir ekki greiddar fúlgur fjár. Hafa tölvuþrjótarnir m.a. hótað að birta óhróður um ýmsa nafngreinda menn á síðunum. Meira

Fréttir

8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Aðeins 885 metrar eftir

ÞEGAR best lætur lengjast Hvalfjarðargöngin um tíu metra á dag og í gærmorgun átti eftir að bora 885 metra samtals. Búið er að bora 2.559 metra að sunnan og 2.040 metra að norðan eða 4.599 metra en alls verða göngin 5.484 metra löng. Gert er ráð fyrir að göngin nái saman seinast á árinu. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Afmælisfundur hreppnefndar

Í TILEFNI af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps verður haldinn fundur í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps þriðjudaginn 8. júlí 1997 í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka kl. 20. Eyrarbakkahreppur var stofnaður með skiptingu Stokkseyrarhrepps hins forna í tvö sveitarfélög, Eyrarbakkahrepp og Stokkseyrarhrepp, með bréfi landshöfðingja sem dagsett er 18. maí 1897. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ágreiningur um iðnréttindi

KÆRA gegn íslenskum stjórnvöldum var send Eftirlitsstofnun EFTA í júní sl. vegna ágreinings um iðnréttindi íslensks snyrtifræðings. Önnur var send í síðustu viku og sú þriðja er á leiðinni. Þá hefur umboðsmanni Alþingis verið sent bréf. Íslendingarnir sem kæra eru óánægðir með að alþjóðlegt próf sé ekki metið að fullu til starfsréttinda á Íslandi. Meira
8. júlí 1997 | Miðopna | 1024 orð

Bandaríkin ráða fjölda nýrra aðildarríkja

STARFSMENN höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins hafa sjaldan eða aldrei verið eins önnum kafnir og þessa dagana. Undanfarnar vikur hefur undirbúningur leiðtogafundar bandalagsins, sem hefst í Madríd í dag, haldið þúsundum embættismanna, stjórnmálamanna og sérfræðinga uppteknum. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 260 orð

Bretum bjargað úr olíulausum gúmbáti

GÚMBÁTUR, sem fjórir Bretar eru að sigla frá Portsmouth í Bandaríkjunum áleiðis til heimahafnarinnar Portsmouth í Bretlandi, varð olíulaus 20 til 30 mílur suður af Reykjanesi um miðnætti á laugardag. Togari Granda, Ottó N. Þorláksson, var nærri og hífði bæði menn og bát um borð. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Dregið í happdrætti Neyslukönnunar Gallup

GALLUP hefur lokið söfnun gagna í árlegri Neyslu- og lífsstílskönnun sinni. Þetta er í fimmta sinn sem Gallup framkvæmir slíka könnun. Þeim einstaklingum sem lenda í úrtaki Gallup er boðið að taka þátt í könnuninni með því að svara heimsendum spurningalista. Könnunin nær til neyslu, áhugamála, viðhorfa, væntinga, skoðana, heimilisaðstæðna, fjármála, kauphegðunar o.fl. Meira
8. júlí 1997 | Landsbyggðin | 61 orð

Eigendaskipti á Bláfelli

FIMMTÁN ár eru síðan hafist var handa um að reisa Hótel Bláfell í Breiðdalsvík og hefur það verið rekið síðan af Skafta Ottesen og Guðnýju Gunnþórsdóttur. Um miðjan júní áttu sér stað eigendaskipti en þá keyptu Helga E. Jónsdóttir og Vilhjálmur Heiðdal Waltersson hótelið. Á myndinni eru Skafti og Guðný til vinstri en Helga og Vilhjálmur til hægri. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 635 orð

"Eins og einhver togaði mig niður í djúpin"

"ÉG HÉLT að þetta yrði mitt síðasta, því þrátt fyrir að ég berðist á móti þá var eins og einhver togaði mig niður í djúpin. Ég varð örmagna á stuttri stundu, gleypti sjó og kastaði upp. Ég ætlaði mér hins vegar ekki að gefast upp og hugsaði til fjölskyldu minnar. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Ekið á hjólareiðamann

Ekið á hjólareiðamann EKIÐ var á stúlku á reiðhjóli um tvöleytið í gær á gatnamótum Miklubrautar og Skeiðarvogar. Stúlkan var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið með lítilsháttar meiðsl, að því er talið var. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 402 orð

Engar skýringar fengust á slysinu

ÞORSTEINN Þorbergsson, skipstjóri kúfiskskipsins Öðufells ÞH frá Þórshöfn, sem sökk sunnan við Langanes sl. miðvikudagskvöld, sagðist við sjópróf í gær ekki hafa neina skýringu á því hvað gerðist er slysið varð en taldi hugsanlegt að gat hefði komið á skipið. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ferðafélagið mótmælir áfram

FERÐAFÉLAG Íslands mun mótmæla deiliskipulagi fyrir Hveravallasvæðið sem Svínavatns- og Torfalækjarhreppar hafa kynnt ásamt Skipulagi ríkisins en hrepparnir fara með skipulags- og byggingayfirvald. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að nýrra sæluhús Ferðafélagsins víki af svæðinu en að reist verði þjónustumiðstöð á vegum hreppanna. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 174 orð

Flutti birgðir til Mír

RÚSSNESKT birgðafar af gerðinni Progress, sem skotið var upp á laugardag, lagðist að geimstöðinni Mír í gær. Tókst tengingin vel en við það gekk þó svo á orkubirgðir geimstöðvarinnar að rafgeymar hennar verða hlaðnir til morguns áður en birgðafarið verður opnað. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1935 orð

Frakkar lýsa yfir vopnahléi fyrir NATO­fundinn í Madríd

STÆKKUN Atlantshafsbandalagsins (NATO) verður mál málanna þegar leiðtogar bandalagsins koma til fundar í Madríd í dag og á morgun. Fundur þessi mun hins vegar ekki uppfylla þær vonir, sem gerðar voru þegar ákveðið var að halda hann. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 784 orð

Fróðleiksbrunnur um fyrri tíma

HAGSKINNA heitir nýútkomin söguleg tölfræðihandbók frá Hagstofu Íslands sem jafnframt er gefin út á geisladiski. Þetta er viðamesta rit sem Hagstofan hefur gefið út frá upphafi. Í bókinni er að finna miklar tölulegar upplýsingar um land og þjóð. Elstu tölur í ritinu eru frá árinu 1604 og þær yngstu frá 1990. Í bókinni er margt sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Fylkismenn gerðu góða ferð norður

HIÐ árlega Pollamót Þórs í knattspyrnu var haldið á svæði félagsins við Hamar um helgina. Til leiks mættu 56 lið víðs vegar af landinu og var keppt í tveimur flokkum, 30-40 ára og lávarðadeild leikmanna 40 ára og eldri. Keppni hófst á föstudag en úrslitaleikirnir fóru fram seinni part á laugardag. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Færðu heimamönnum plöntur að gjöf

UM 40 konur í Kvenfélagasambandi Kópavogs brugðu sér í húsmæðraorlof um helgina og ferðuðust alla leið norður í Grímsey. Meðferðis höfðu konurnar 140 plöntur, grávíði, lerki og sitkagreni, sem þær færðu Grímseyingum að gjöf. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 299 orð

Hefur setið í ráðherrastóli í 2.260 daga

FRIÐRIK Sophusson hefur gegnt embætti fjármálaráðherra samfleytt lengur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður, eða í 2.260 sólarhringa. Fyrra met átti Magnús Jónsson frá Mel, sem var fjármálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Viðreisnarstjórninni samfleytt í 2.258 daga á árunum 1965 til 1971. Það var Steingrímur Pálsson, fyrrv. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Heitt vatn fannst á Flúðum

FLÚÐAMENN þurfa ekki að hafa áhyggjur af heitu vatni í bráð. Undanfarið hafa staðið yfir boranir í landi Grafarbakka og frá einni grunnri holu þar, fá Flúðamenn um 50 sekúndulítra af 110 stiga heitu vatni. "Við duttum svo sannarlega í lukkupottinn", sagði Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahrepps. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Hjólaferð í Suðurárbotna

FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir hjólaferð í skála félagsins í Suðurárbotnum um næstu helgi. Lagt verður af stað frá Akureyri kl. 08 á laugardagsmorgun og ekið með hjól og fólk að Svartárkoti en þaðan er hjólað um 16 km leið í Suðurárbotna. Þar er skálinn Botni sem er nýjasti skáli ferðafélagsins. Hann var reistur árið 1996 og í honum er gistirými fyrir 16 manns í kojum. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 544 orð

Hrottafengin árás sem olli varanlegum skaða

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára karlmann, Guðna Tómasson, í 3 árs fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Guðni kastaði hellusteini í höfuð manns í Pósthússtræti í apríl sl. og sparkaði einnig í höfuð hans. Tvítugur félagi Guðna, sem dómurinn taldi upphafsmann átakanna, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild sína í árásinni. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Húsaleigusamningur ekki endurnýjaður

"PIZZA Hut hefur hætt starfsemi í Kringlunni að ósk húseigenda" sagði í auglýsingu í Morgunblaðinu. Að sögn Steindórs Ólafssonar, eiganda Pizza Hut, rann húsaleigusamningur fyrirtækisins og Kringlunnar út nú fyrir stuttu og vildu húseigendur ekki endurnýja hann. "Ástæðan er hvorki sú að við höfum ekki staðið í skilum né að við séum að fara á hausinn. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Hæsti hluti vegar lækkar um 130 metra

FRUMATHUGUN vegna mats á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda á hringvegi úr Langadal að Ármótaseli á Jökuldalsheiði er í vinnslu. Hún er unnin af Hönnun og ráðgjöf verkfræðistofu á Reyðarfirði. Skýrslan verður send til Skipulags ríkisins sem auglýsir umhverfismat og staðfestir veglínuna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meira
8. júlí 1997 | Landsbyggðin | 488 orð

Höfn á Hornafirði 100 ára 300 kepptu í Hornafjarð-

ÍBÚAR Hornafjarðar héldu veglega upp á afmælið, er þeir buðu til þriggja daga skemmtidagskár, og fjöldi gesta leið sína til Hafnar til að vera viðstaddur hátíðahöldin. Allt gistirými var löngu uppselt og víða mátti sjá tjöld í görðum í bænum. Auk þess sem fjöldi brottfluttra Hornfirðinga var á staðnum voru þar fulltrúar frá vinabæjum Hornafjarðar á Norðurlöndum. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 566 orð

Hörð átök á Norður-Írlandi

ÓEIRÐIR geisuðu um gjörvallt Norður-Írland á sunnudag og aðfaranótt mánudags eftir að Ronnie Flanagan, lögreglustjóri á Norður- Írlandi, ákvað að leyfa skrúðgöngu Óraníumanna niður Garvaghy-veginn í Portadown. Í kjölfarið gengu kaþólikkar berserksgang og þurftu fjölmargir að leita sér læknishjálpar þegar til átaka kom við liðsmenn hers og lögreglu. Ólætin breiddust hratt út. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

KLEMENS TRYGGVASON

KLEMENS Tryggvason frá Laufási, fyrrverandi hagstofustjóri, andaðist í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn, 82 ára að aldri. Klemens var fæddur á Hesti í Borgarfirði 10. september 1914 sonur hjónanna Tryggva Þórhallssonar, prests á Hesti, síðar forsætisráðherra og bankastjóra, og Önnu Guðrúnar Klemensdóttur. Klemens varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933 og lauk Cand. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Kviknaði í örbylgjuofni

Kviknaði í örbylgjuofni ELDUR kviknaði í örbylgjuofni í eldshúsi leikskóla við Safamýri í hádeginu í gær. Börnunum var komið út og húsið reykhreinsað. Lítilsháttar skemmdir urðu á ísskáp og eldhúsinnréttingu. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 604 orð

Lagaskilyrðum til framsals ekki fullnægt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær að lagaskilyrðum til að framselja Connie Jean og Donald Hanes til Bandaríkjanna væri ekki fullnægt. Ákæruvaldið hefur þriggja daga frest til að taka afstöðu til þess hvort úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Úrskurður var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júní sl. og skv. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

LEIÐRÉTT

Í MYNDATEXTA í laugardagsblaðinu var Halldór Lárusson kallaður Bragason. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sigurðsson, ekki Guðmundsson Í fyrirsögn og formála með minningargrein Sigrúnar Helgadóttur um Hafþór Vestfjörð Sigurðsson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu laugardaginn 5. júlí var Hafþór heitinn sagður Guðmundsson. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Lýst eftir sendibíl

LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir bifreiðinni KZ-394, sem er Opel Corsa sendibíll, hvítur að lit, árgerð 1992. Bifreiðinni var stolið frá Réttarhálsi 2 mánudaginn 30. júní sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreiðina eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 442 orð

Málið dómtekið en málflutningi frestað Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SKIPSTJÓRINN á norska loðnuskipinu Kristian Ryggefjord,

SKIPSTJÓRINN á norska loðnuskipinu Kristian Ryggefjord, Reidar Hevroy, var á laugardaginn ákærður fyrir brot á almennum hegningarlögum og lögum um loðnuveiðar erlendra skipa í íslenskri landhelgi. Skipið hélt frá Eyjum í gærmorgun og stefnir á loðnumiðin fyrir norðan landið á ný. Málið var dómtekið í Eyjum undir kvöld á laugardag undir stjórn Kristjáns Torfasonar dómstjóra og flutti Georg Kr. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 379 orð

Meirihluti PRI í tæp 70 ár úr sögunni

VERULEG vinstrisveifla varð í kosningunum í Mexíkó á sunnudag og hefur stjórnarflokkurinn ekki lengur meirhluta á þingi, í fyrsta sinn í nærri 70 ár. Þá tapaði hann einnig í borgarstjórakosningunum í Mexíkóborg. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð

Menning víkinganna endurvakin

VÍKINGAHÁTÍÐ verður sett í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 9. júlí kl. 16, og mun standa til 13. júlí nk. Þetta er í annað sinn sem Hafnfirðingar standa fyrir slíkri hátíð, sú fyrri var haldin árið 1995 og þá urðu gestir 12.000. Nú hefur hátíðardögunum verið fjölgað úr 3 í 5 og stefnt er að því að Víkingahátíðin verði fastur liður í menningarlífi Hafnarfjarðar á tveggja ára fresti. Meira
8. júlí 1997 | Óflokkað efni | -1 orð

Messa vorra daga

Frumflutt var messa eftir Oliver Kentish. Flytjendur voru Voces Thules undir stjórn Kjartans Óskarssonar Laugardagurinn 5. júlí, 1997. Á SEINNI sumartónleikunum í Skálholtskirkju var frumflutt messa eftir Oliver Kentish, sem hann nefnir Messa vorra daga (Missa temporum nostrorum) fyrir karlaraddir, nefnilega Voces Thules með aðstoð sópransöngvara og baritoneinsöngvara. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 514 orð

Mikill mannfjöldi og slæm umgengni í Þórsmörk

SKÁLAVÖRÐUM í Básum, Húsadal og Langadal í Þórsmörk ber saman um að umgengni hafi verið slæm í Mörkinni um helgina en rigningin hafi haft þau áhrif að fólk hafi verið minna á ferli en ella. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 368 orð

Miklar vonir bundnar við rófsjá Marsjeppans

VÍSINDAMENN í stjórnstöð geimfarsins Ratvíss eða Pathfinder vonuðust í gær til að sérstök rófsjá í Marsjeppanum myndi ljúka upp fleiri leyndarmálum um tilurð plánetunnar er niðurstöður mælinga hennar á grjótsteininum Barnacle Billa bærust til jarðar. Meira
8. júlí 1997 | Landsbyggðin | 93 orð

Myndir fréttaritara á Ísafirði

SÝNING með ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins verður í dag sett upp í Rammagerð Ísafjarðar Aðalstræti 16. Myndirnar verða þar til sýnis út næstu viku. Á sýningunni eru nokkuð á þriðja tug ljósmynda sem fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni tóku á árunum 1995 og 1996. Eru þetta verðlaunamyndir úr ljósmyndasamkeppni félags fréttaritara og Morgunblaðsins. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Myndlist, tónlist og leiklist

HANNE Gravgaard opnar myndlistarsýningu í Deiglunni miðvikudagskvöldið 9. júlí kl. 20.30. Þar sýnir hún akrýlmálverk og vatnslitamyndir. Hanne er fædd í Thisted í Danmörku 1950, hún útskrifaðist sem myndlistarkennari frá Kaupmannahöfn 1973. Hún sneri sér að sálfræðinámi og er nú starfandi sálfræðingur í Kaupmannahöfn en kennir jafnframt við framhaldsdeild Emdrup kennaraháskólans. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Nausti lokað

VEITINGAHÚSIÐ Naustið við Vesturgötu hefur verið lokað síðan í síðustu viku. Þeir aðilar sem sáu síðast um rekstur þar eru hættir. Að sögn Karls Steingrímssonar, eiganda húsnæðisins, eru í gangi viðræður við aðila um kaup eða leigu á húsnæðinu. Hann sagði að breytingar yrðu gerðar á rekstri veitingasölunnar með nýjum rekstraraðilum. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 9. júlí kl. 19­23. Kennsludagar verða 9., 14. og 15. júlí. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Norðurlandameisturum fagnað

NÝJUSTU Norðurlandameisturum Íslendinga í brids var vel fagnað þegar þeir komu heim frá Færeyjum á sunnudag. Þar var keppt í aldursflokki 25 ára og yngri, og vann íslenska liðið keppnina með yfirburðum. Þetta er fyrsti Norðurlandameistaratitil Íslendinga í brids í þessum aldursflokki en Ísland hefur oft unnið Norðurlandamótið í opnum flokki og í kvennaflokki. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 138 orð

Nýtt baðsalt á markaðinn

PURITY Herbs snyrtivörur afhentu starfsfólki og stjórnendum Blómavals á Akureyri viðurkenningu nýlega fyrir að vera söluhæsta fyrirtæki á Íslandi á vörum Purity Herbs fyrstu 6 mánuði ársins. Forráðamenn Purity Herbs telja þetta einstakan árangur þar sem Blómaval er blómaverslun en ekki snyrtivöruverslun og hefur aðeins selt vörur fyrirtækisins í rúmt ár. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Ósammála borgarverkfræðingi

ÞRÁTT fyrir mótmæli íbúa við Egilsgötu og mat borgarverkfræðings, hefur borgarráð samþykkt tillögu skipulags- og umferðarnefndar um að heimila OLÍS að setja upp bensíndælu á lóð við Egilsgötu 5. Að sögn Guðrúnar Ágústsdóttur, formanns skipulags-og umferðarnefndar, Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 279 orð

Óteljandi pyttir í sandinum

JAKARNIR sem hlupu fram á Skeiðarársand í hamförunum síðastliðið haust eru nú langflestir bráðnaðir en hafa skilið eftir sig óteljandi polla og pytti víðs vegar um sandinn. Þegar sandur blandast við þessa polla myndast hættulegt kviksyndi. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Óvenju róleg helgi

HELGIN var sérstaklega róleg hjá lögreglunni í Reykjavík. Mjög fátt var í miðborginni og ölvun lítil, einkum á föstudag. Sem dæmi má nefna að einungis tveir gistu fangageymslur aðfaranótt laugardags. 345 mál voru færð í dagbók lögreglunnar um helgina. 13 ökumenn voru stöðvaðir um helgina vegna gruns um ölvun við akstur. 32 umferðaróhöpp voru skráð. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Par handtekið fyrir þjófnað

LÖGREGLAN á Akureyri handtók ungt par sem staðið var að þjófnaði í verslun á Akureyri í gær. Parið, sem hefur áður komið við sögu lögreglunnar, var flutt í fangageymslur á meðan frekari rannsókn fer fram. Að sögn lögreglu var parið nokkuð stórtækt við iðju sína og er talið að það tengist fleiri slíkum málum en töluvert af vörum fannst einnig í bíl sem það var á. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Piltur brenndist

FIMMTÁN ára piltur brenndist á laugardagskvöld við Engihjalla í Kópavogi. Að sögn lögreglu í Kópavogi er ekki vitað hvernig óhappið vildi til vegna þess að hvorki er búið að yfirheyra piltinn né þá sem voru í för með honum, en talið er að bensín hafi komið við sögu. Að sögn lögreglu var pilturinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann er til meðhöndlunar. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Reuter

ARGENTÍNSKI réttarmannfræðingurinn Patricia Bernardi sýndi fréttamönnum í gær höfuðkúpu sem talin er vera af argentínsk-kúbanska skæruliðaforingjanum Ernesto "Che" Guevara. Hann féll ásamt fylgismönnum sínum í bardaga við bólivíska herinn fyrir tæplega 30 árum. Gröf, sem talin er vera þeirra, fannst í síðustu viku eftir eins og hálfs árs leit. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 116 orð

Seguin kjörinn leiðtogi

FLOKKUR gaullista í Frakklandi, RPR, kaus Philippe Seguin leiðtoga sinn, fimm vikum eftir að Alain Juppe sagði af sér formennsku í kjölfar afhroðs hægrimanna í þingkosningum. Seguin var forseti þingsins í tíð síðustu ríkisstjórnar en hans bíður nú það erfiða verkefni að blása nýju lífi í flokkinn. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 176 orð

Sharon fékk ekki fjármálin

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, gerði í gær óvæntar breytingar í ríkisstjórn sinni, þegar hann útnefndi fyrrum dómsmálaráðherra, Yaacov Neeman í embætti fjármálaráðherra. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að Ariel Sharon, fyrrum foringi í hernum og núverandi ráðherra uppbyggingarmála, fengi embættið. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Sluppu úr brennandi tjaldi

PAR með tvö börn slapp naumlega er eldur kom upp í tjaldi þeirra á tjaldsvæðinu á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Talið er að fólkið hafi verið sofandi er eldurinn kom upp en öllum tókst að komast út heilu og höldnu. Tjaldið og viðlegubúnaður brann til kaldra kola en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gashellu sem notuð var til að hita upp tjaldið. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Spjöll voru unnin við Peningagjá

FJÓRUM steinum, sem loka brúnni yfir Flosagjá, og sömuleiðis ruslatunnu og sígarettukeri var hent í Peningagjá á Þingvöllum aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Að sögn Einars Á.E. Sæmundsen, landvarðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum, er þetta í annað skipti sem þetta gerist á stuttum tíma. Fyrr í sumar var einum steinanna við brúna hent í gjána. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 375 orð

Stórsigur sósíalista staðfestur

ÖNNUR umferð þingkosninganna í Albaníu fór fram á sunnudag en kjörsóknin var lítil, enda var þegar orðið ljóst að sósíalistar unnu stórsigur í kosningunum. Sósíalistar fengu 80 af 155 þingsætum í fyrstu umferðinni 29. júní, samkvæmt lokatölum sem birtar voru um helgina, og á sunnudag var kosið í 34 kjördæmum þar sem enginn frambjóðendanna fékk meira en helming atkvæðanna. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Sýning á ljósmyndum Everestfara

Í ANDDYRI Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið sett upp sýning á ljósmyndum frá ferð þeirra Björns Ólafssonar, Einars K. Stefánssonar og Hallgríms Magnússonar sem stóðu fyrstir Íslendinga á tindi Everest, hæsta fjalls heims, að morgni 21. maí sl. Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og tjald, súrefnisgrímur, eldunarbúnaður, fatnaður ofl. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Söfnun fyrir myndeftirlitsbúnaði að ljúka

SVAVAR Sigurðsson, einn harðasti baráttumaður landsins gegn fíkniefnum, hefur verið á ferð um Eyjafjarðarsvæðið í um mánaðartíma. Hann hefur verið að safna peningum til kaupa á færanlegum myndeftirlitsbúnaði til notkunar við rannsóknir fíkniefnamála. Búnaðurinn kostar rúmlega hálfa milljón króna og í gær hafði Svavar safnað um 330 þúsundum króna á Eyjafjarðarsvæðinu. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Undanþága veitt til þriggja ára

SAMKEPPNISRÁÐ telur að samningur Eimskipafélags Íslands og Samskipa hf. um flutninga til Norður-Ameríku brjóti í bága við 10. grein samkeppnislaga. Ráðið veitir skipafélögunum þó þriggja ára undanþágu frá bannákvæði samkeppnislaga vegna samningsins þar sem hann hafi fleiri kosti en galla við núverandi aðstæður. Í 10. grein samkeppnislaga segir m.a. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Upplýsingamiðstöðin á Akureyri bs. skiptir umn nafn Heitir nú Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, Akureyri

HÉRAÐSNEFND Eyjafjarðar hefur samþykkt tillögu frá stjórn Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri bs. um breytingu á nafni byggðasamlagsins og mun það héðan í frá heita Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, Akureyri. Ástæða breytingarinnar er að hið nýja nafn endurspeglar mun betur þá starfsemi sem byggðasamlagið hefur með höndum, auk þess sem athafnasvæði þess, þ.e. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Upplýsinga- og fræðslulína um astma og ofnæmi

OPNUÐ verður ný símaþjónusta á vegum GlaxoWellcome lyfjafyrirtækisins þriðjudaginn 8. júlí nk. Astma- og ofnæmislínan er ætluð öllum sem fræðast vilja um þessa algengu sjúkdóma. Geta sjúklingar, aðstandendur eða almenningur hlustað á fjölda mismunandi kafla um sjúkdóma s.s. astma, bronkítis, frjókornaofnæmi, rykmauraofnæmi, exem o.fl. Meira
8. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Útlán á geisladiskum

AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri hefur hafið útlán á tónlist á geisladiskum og er ætlunin að hafa úrvalið sem fjölbreyttast, þar sem hægt verður að nálagst allt frá poppi til Paganini. Þá hefur afgreiðslutíma safnsins verið breytt í sumar. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er opið frá kl. 10-19 en á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10-20. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Varða til minningar um dr. Charcot

FRANSKIR og íslenskir skátar munu næstu daga hefjast handa við að hlaða vörðu í Straumfirði á Mýrum til minningar um franska vísindamanninn dr. Jean Baptiste Carcot sem fórst með rannsóknarskipinu Pourquoi pas? á skerinu Hnokka undan Straumfirði 16. september 1936. Aðeins einn maður úr áhöfninni bjargaðist. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 559 orð

Veiði að glæðast nyrðra

LAXVEIÐI glæddist verulega í kringum stórstrauminn sem var í hámarki á laugardaginn. Mest varð breytingin til hins betra víða í ám á Suðvestur- og Vesturlandi, en menn fundu einnig fyrir breytingu nyrðra þó búast megi við að laxinn sé viku til tíu dögum seinna á ferð þar um slóðir heldur en sunnan heiða. Í nokkrum ám, s.s. Norðurá og Laxá í Kjós mátti ýkjulaust tala um stórgöngur. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Verðlaun í notendakönnun Vatnsveitu

SEM lið í þeirri viðleitni að bæta þjónustu sína við neytendur gerði Vatnsveita Reykjavíkur neytendakönnun til að afla upplýsinga um gæði vatns, ástand lagnakerfa og vitneskju notenda um staðsetningu kaldavatnsinntaka. Unnið verður úr þessum gögnum og skoðað hvaða úrbóta er þörf. Alls voru um 46.000 spurningalistar sendir á heimili í Reykjavík og bárust 5825 svör sem er 12,7% svörun. Meira
8. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 323 orð

Vestræn ríki á sveif með Plavsic

FULLTRÚAR vestrænna ríkja fordæmdu í gær harðlínumenn meðal Bosníu-Serba fyrir árásir þeirra á Biljönu Plavsic, forseta serbneska lýðveldisins. Sögðu þeir, að þær minntu mest á þann áróður, sem stundaður væri í einræðisríkjum, og væri augljóslega ætlað að kynda undir ótta og öryggisleysi meðal almennings. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Víkingaskipið á víkingahátíð

VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur verður með reglubundnar ferðir fyrir almenning frá Hafnarfjarðarhöfn á meðan á víkingahátíðinni stendur, 9.-13. júlí. Ferðirnar eru rúmlega klukkustundarlangar og er farið í fyrstu ferð kl. 13 og þá síðustu kl. 21 dag hvern. Lagt er upp frá flotbryggju framan við Fjörukrána og siglt útundir Garða á Álftanesi. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum

DAGSRKRÁ Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum í sumar verður sem fyrr fjölbreytt og fræðandi. Boðið er upp á kvöldrölt flest kvöld vikunnar þar sem athyglinni er beint að undrum náttúrunnar og sögu staðarins. Kvöldröltin hefjast kl. 20 frá tjaldsvæðunum í Ásbyrgi og Vesturdal og taka 1­2 klst., segir í fréttatilkynningu. Meira
8. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

VIKULEG kvöldganga í Viðey verður að þessu sinni um Vestureyna. Farið verður með Maríusúðinni úr Sundahöfn kl. 20.30. Gengið verður af Viðeyjarhlaði framhjá Klausturhól, um Eiðið og yfir á Vesturey. Þar eru "súlurnar hans Serra", hið þekkta umhverfislistaverk, sem verður skoðað og útskýrt. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 1997 | Leiðarar | 604 orð

EFTIRLIT Á LOÐNUMIÐUM

Leiðari EFTIRLIT Á LOÐNUMIÐUM ÁL NORSKA loðnuveiðiskipsins Kristians Ryggefjords sýnir glögglega, að full ástæða var fyrir íslenzk stjórnvöld til að setja ítarlega reglugerð um loðnuveiðar norsku skipanna innan íslenzkrar lögsögu. Meira
8. júlí 1997 | Staksteinar | 320 orð

Loksins, loksins!

LOKSINS, loksins, segir í forystugrein Viðskiptablaðsins, hefur verið afnumið það kerfi sem byggt var á úthlutun sérleyfa í flugi. Frelsi og samkeppni taka við. Ávinningurinn er almennings og ferðaiðnaðarins í landinu. Mikill og skjótur árangur Meira

Menning

8. júlí 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Áfeng ljóð afhjúpuð

LISTAVERKIN Áfengt ljóð létt og Áfengt ljóð sterkt eftir Kristján Guðmundsson voru afhjúpuð í vínbúðinni á Dalvegi 2 í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Í kynningu segir að verkin feli í sér allar tegundir áfengis sem seldar eru í áfengisverslunum landsins og munu gestir síðan njóta hendinga úr ljóðunum og þannig drekka í sig ljóðin í orðsins fyllstu merkingu. Meira
8. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 550 orð

Ágreiningur um iðnréttindi íslenskra snyrtifræðinga

KÆRA gegn íslenskum stjórnvöldum liggur fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA frá íslenskum snyrtifræðingi vegna ágreinings um iðnréttindi í faginu. Ástæðan er sú að svokallað alþjóðlegt CIDESCO-snyrtifræðipróf fæst ekki metið til starfsréttinda á Íslandi eitt sér, heldur er krafist 10 mánaða starfsþjálfunar að auki. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Clint í golfstríði

CLINT Eastwood hefur í hyggju að reisa golfvöll nærri heimabyggð sinni, smábænum Camel í Kaliforníu. Umhverfisverndarsinnar hafa hins vegar lagt sig fram um að meina Clint gamla að hefja framkvæmdir og segja að á þessu svæði sé sjaldgæft graslendi. Reyndar höfðuðu þeir mál á hendur honum og höfðu sigur. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

David reiðist ljósmyndara

DAVID Duchovny er ekki vel við "paparazzi"-ljósmyndarana, sem elta hann á röndum. Nýlega reiddist hann einum slíkum ógurlega, hellti úr kaffibolla yfir hann og fylgdi því eftir með epliskasti. Að sjálfsögðu var eiginkonan, Téa Leoni, nærstödd, en hún leikur einmitt "paparazzi"-ljósmyndara í myndinni "The Naked Truth". DUCHOVNY lætur ljósmyndarann fá það óþvegið. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð

Endurkoma Frumskógabræðra

MEÐAL þeirra sveita sem lögðu grunninn að nútíma rappi er Jungle Brothers flokkurinn, sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir bráðum tíu árum. Jungle Brothers vakti athygli fyrir djúphugsaða texta þegar aðrir rapparar ortu helst um kynlíf og ofbeldi. Fyrir skemmstu kom út ný breiðskífa Jungle Brothers og kallast Raw Deluxe. Meira
8. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 352 orð

Féð í samræmi við metnaðinn

STJÓRNVÖLD í Bretlandi ætla að sjá til þess að fjárveitingar til skóla verði í fyrsta sinn í sögu þess ákveðnar með markmiðin sem stefnt sé að í stofnunum í huga, að sögn blaðsins The Daily Telegraph. Ætlunin var að kynna í gær hvítbók með stefnu stjórnar Tony Blairs í þessum efnum. Er þar tekið fram að tryggja beri að lélegir skólar og kennarar bæti ráð sitt. Meira
8. júlí 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Gefa innréttingu í Snorrastofu

NORÐMENN hafa heitið því að kosta fullfrágengna innréttingu með húsgögnum í Snorrastofu í Reykholti í samráði við sjálfseignarsjóð Snorrastofu og Alþingi. Það var fylkismaðurinn í Hörðalandi, Hokan Randål sem greindi frá fyrirhugaðri gjöf Norðmanna við hátíðlega athöfn í Reykholti fyrir skemmstu, en gjöfin er metin á um fimmtán milljónir króna. Meira
8. júlí 1997 | Tónlist | 784 orð

Glæsilegur upptaktur að sumartónleikunum

Sumartónleikar á Norðurlandi hófust í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6. júlí, kl. 17 með leik þeirra: Björns Steinars Sólbergssonar, orgelleikara, og Hafliða Hallgrímssonar, sellóleikara og tónskálds. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Heimsmet í pylsuáti

HIROFUMI Nakijama sló eigið heimsmet í pylsuáti á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Tilefnið var hin árlega keppni í pylsuáti sem fór fram á Coney Island í Brooklyn. Hirofumi sporðrenndi 24 og hálfri pylsu á þeim 12 mínútum sem keppnin stóð yfir. Næsti maður á eftir var Ed Krachie sem hefur viðurnefnið "dýrið". Honum tókst að innbyrða 22 pylsur. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 186 orð

Híbýli fræga fólksins

BANDARÍSKIR leikarar búa gjarnan í stórum húsum og hætt er við að þeir myndu fæstir sætta sig við þriggja herbergja íbúð í Hlíðunum. Setur margra þeirra eru hreint ótrúlega stór og flest víggirt, enda er margt um truflaðan einstaklinginn sem vill gera stjörnunum eitthvað til miska. Hér getur að líta nokkrar frægar fasteignir í Hollywood. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 125 orð

Komu til Íslands til að gifta sig

ÁRIÐ 1984 fékk þýska Rehberg- fjölskyldan til sín íslenskan skiptinema, Sólveigu Júlíönu Ásgeirsdóttur, og síðan þá hefur fjölskyldan haft mikil tengsl við Ísland. Það kom því ekki á óvart að dóttirin á heimilinu, Kristen Rehberg, kaus að ganga í það heilaga hér á landi. Athöfnin fór fram síðastliðinn föstudag hjá sýslumanninum í Reykjavík. Meira
8. júlí 1997 | Tónlist | -1 orð

Kyrrðarstemmning í Skálholtskirkju

Rut Ingólfsdóttir lék verk eftir Jón Leifs, Kristian Blak, Atla Heimi Sveinsson og Tryggva Baldvinsson Laugardagurinn 5. júlí, 1997 FYRSTU tónleikarnir í sumartónleikaröðinni í Skálholskirkju á þessu ári voru einleikstónleikar Rutar Ingólfsdóttur og var meginuppistaða efnisskrár íslensk fiðluverk ásamt einu eftir færeyska tónskáldið Kristian Blak. Meira
8. júlí 1997 | Menningarlíf | 133 orð

Listaskálinn í Hveragerði vígður

LISTASKÁLINN í Hveragerði, einkarekin menningarmiðstöð, var vígður síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Að sögn Einars Hákonarsonar myndlistarmanns, sem staðið hefur að byggingu hússins, kom fram mikil ánægja með framtakið meðal gesta en um 1.500 manns munu hafa sótt skálann heim fyrstu helgina. Meira
8. júlí 1997 | Kvikmyndir | 339 orð

Merkismynd Lífið er yndislegt It's a Wond

Leikarinn James Stewart féll í valinn sl. miðvikudag, og til heiðurs honum skulum við fjalla um þessa eina af betri myndum Frank Capra sem James lék aðalhlutverkið í. Myndin gefur góða mynd af heildarverki þessa sjálfstæða höfundar og leikstjóra, og sjálfum fannst honum þetta besta myndin sín. Meira
8. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 90 orð

Nám fyrir brottfallsnemendur

HUGMYNDIR eru uppi innan Rauða kross Íslands að koma á fót skóla eða bjóða upp á nám, sem einkum yrði ætlað ungum, einstæðum mæðrum með litla menntun, ungu fólki sem er atvinnulaust og nýtur ekki bóta og þá sem flosnað hafa upp úr námi. Málið er á frumstigi en skýrist væntanlega með haustinu. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 305 orð

Nýr Barry Gibb?

TEXASBÚINN Matthew McConaughey tekur frægðinni og látunum umhverfis sig með rósemd sem hæfir lífsreyndum manni. Hann er jarðbundinn og frægðin hefur ekki breytt honum. Nýjasta mynd hans, "Contact", verður frumsýnd vestra um næstu helgi, en þar er hann í hlutverki Palmers Ross, ráðgjafa Bandaríkjastjórnar. Hitt aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Jodie Foster. Meira
8. júlí 1997 | Tónlist | -1 orð

Órói umhverfis Leif og Hallgrím

Hedwig Bilgram lék á Klais ogel kirkjunnar verk eftir Bruhns, Bach, Krebs, Mozart og Mendelssohn. Sunnudagurinn 6. júlí, 1997. NÚ standa yfir miklar framkvæmdir og jarðrask alls konar fyrir framan Hallgrímskirkju og Leifur gamli heppni hefur stigið ofan, svo hagræða megi skipi hans en vel fer á því að hann horfi fram ásamt Hallgrími. Meira
8. júlí 1997 | Kvikmyndir | 239 orð

Peter Fonda á fullri ferð

PETER Fonda sem að eigin sögn bjóst aldrei við því að ná þrítugsaldri nálgast nú sextugt. Dagar óreglu og fíkniefnanotkunar eru löngu að baki og frammistaða hans í nýjustu mynd hans, "Ulee's Gold" sem er leikstýrt af Victor Nunez, hefur hlotið mikið lof bandarískra gagnrýnenda, sumir tala meira að segja um hugsanleg Óskarsverðlaun. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Sonur Streisand á fjölunum í London

SONUR Barböru Streisand, Jason Gould, lék í sínu fyrsta leikriti í London nú á dögunum. Leikritið hlaut ágætar viðtökur meðal áhorfenda en Jason hefur áður leikið í kvikmyndum. JASON Gould ásamt leikstjóranum Polly James. Meira
8. júlí 1997 | Kvikmyndir | 348 orð

Svalir menn í svörtu

Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Handrit: Ed Solomon. Byggt á teiknimyndasögu Lowell Cunningham. Kvikmyndataka: Donald Peterman. Leikmyndahöfundur: Bo Welch. Tæknibrellur: Industrial Light & Magic, Vision Art. Aðalleikendur. Tommy Lee Jones, Will Smith, Vincent D'Onfrio, Linda Fiorentino, og Rip Torn. 96 mín. Bandarísk. Amblin Entertainment/ Columbia Pictures Corporation/ MacDonald-Parkes. 1997. Meira
8. júlí 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Sýnir í Gallerí Nema hvað

KOLBRÚN Sigurðardóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Nema hvað, Þingholtsstræti 6. Kolbrún lauk mastersnámi frá Ungverska Listiðnaðarháskólanum í Búdapetst sl. vor. Á þessari sýningu verða lokaverk hennar til sýnis. Þema þessa verka er "tregða", innri spenna sem myndast af völdum ytri áreita, hamla og hafta. Sýningin verður opin frá 5.­17. Meira
8. júlí 1997 | Kvikmyndir | 492 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbjarnardóttir SBÍÓ

Fangaflug Bráðskemmtileg og spennandi hasarmynd með úrvalsliði leikara. Donnie Brasco Johnny Depp og Al Pacino eru stórfenglegir í vel gerðri mafíumynd sem skortir einmitt fátt annað en mikilleik. Fín skemmtun. Meira
8. júlí 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Söngnámskeið með Sigríði Ellu Magnúsdóttur

SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir, söngvari og Simon Marlow píanóleikari leiðbeina á námskeiði í söng og túlkun sem Kvennakór Reykjavíkur stendur fyrir. Námskeiðið stendur í eina viku frá 24. júlí til 30. júlí nk. og fer fram í húsnæði Kvennakórsins að Ægisgötu 7. Starfað sem undirleikari og kennari Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Til sölu?

NAFN hinnar dönsku Gitte Nielsen sem eitt sinn var gift Sylvester Stallone er komið upp í tengslum við vændismál. Sagt er að hún hafi þegið boð arabísks prins um að eyða nótt með honum gegn milljón dollara greiðslu (70 milljónir ísk.). Málið er tengt alþjóðlegum hring lúxusvændiskvenna sem franska lögreglan leitast nú við að fletta ofan af. Meira
8. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Tískan að ári liðnu

TÍSKUHÖNNUÐIR gegna því mikilvæga hlutverki að sýna okkur hinum hvernig við eigum að klæðast eftir nokkra mánuði ef við á annað borð ætlum að tolla í tískunni. Nú standa yfir sýningar á karlmannatískunni eins og hún verður eftir eitt ár; vor/sumar 1998 og eins og sjá má verður hún hin fjölbreytilegasta. Meira
8. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 38 orð

Umsögn um skólanámskár

FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að fela tveimur starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að fylgjast með námskrárvinnu grunnskóla Reykjavíkur á næsta ári, gefa umsögn um skólanámskrár og aðstoða foreldráðin að vinna slíkar umsagnir, óski þau eftir aðstoð. Meira
8. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 538 orð

Útivistarkennsla í öllum námsgreinum

"ÞAÐ ER mesti misskilningur að útivistarkennsla snúist einungis um íþróttir, þó að hún sé mest stunduð meðal íþróttakennara. Hún á að geta átt sér stað nánast í öllum fögum í grunnskóla," segir Gunnar Ólafur Kvaran. Hann útskrifaðist sem kennari í vor frá Kennaraháskóla Íslands og fjallaði í lokaritgerð sinni um kennslu sem fer fram utandyra. Gunnar kynntist í Noregi sl. Meira

Umræðan

8. júlí 1997 | Aðsent efni | 606 orð

Almenningur kveður sér hljós á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna var kvatt til sérstaks fundar í New York dagana 23.­28. júní sl. þar sem eingöngu voru rædd umhverfisþróunarmál og sérstaklega gerð úttekt á árangri af Ríóráðstefnunni 1992. Meira
8. júlí 1997 | Aðsent efni | 548 orð

Ferlimál fatlaðra

Á UNDANFÖRNUM árum hefur umræða í þjóðfélaginu orðið æ háværari um úrbætur í aðgengismálum fatlaðra og að lög um þau mál væru virt. Samtök fatlaðra hafa verið með forystu í þessum mikilvægu baráttumálum og hafa vakið athygli þjóðarinnar á slæmu aðgengi í og við margar opinberar byggingar með margvíslegum hætti. Meira
8. júlí 1997 | Aðsent efni | 1123 orð

Hvalir eru meira en súrsað rengi!

UNDIRRITAÐUR átti þess kost fyrir nokkru að sækja vinnufund um fræðslugildi hvalaskoðunarferða, "Educational Values of Whale Watching", í Provincetown á Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum. Fund þennan sóttu aðilar sem tengjast umhverfisvernd og hvalaskoðun víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Japan, Danmörku, Ástralíu, Bretlandi, Argentínu, Chile, Bandaríkjunum, Finnlandi og fleiri löndum. Meira
8. júlí 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Misskilningur Rannveigar Guðmundsdóttur

UNDANFARIÐ hef ég og fleiri skrifað um og flett upp nokkrum hliðum á hinum sögulegu sameiningartilburðum vinstrimanna í eina sæng. Allt að þeirra sögn undir einu merki sameinaðs jafnaðarmannaflokks. Það gengur nú þannig með þessi sameiningarmál að alltaf er sundrungin að verða meiri. Meira
8. júlí 1997 | Aðsent efni | 1112 orð

Náttúrulækningafélag Íslands 60 ára

NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Íslands, NLFÍ, var stofnað að Hótel Tindastóli á Sauðárkróki 5. júlí 1937. Upphafsmaður náttúrulækningastefnunnar hér á landi var Jónas Kristjánsson héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði, en því starfi gengdi hann frá árinu 1911 til ársloka 1938 (f. 1870, d. 1960). Jónas Kristjánsson vildi bæta heilsu og auka lífsgæði þjóðarinnar með heilbrigðum lífsháttum. Meira
8. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 355 orð

Nokkur orð um Helgispjall

HÖFUNDUR Helgispjalls hefur nú lengi ekki skrifað um annað en Njálu og það til þess að ætla Sturlu Þórðarson höfund hennar. Höfundi er ekki of gott að skemmta sér við það, en slíkur málflutningur er sá heilaspuni sem enginn fræðimaður tekur mark á, svo mál er að linni. Meira

Minningargreinar

8. júlí 1997 | Minningargreinar | 306 orð

Baldur Bragason

Enn þá einu sinni, á tæpum áratug, heggur dauðinn stórt skarð í liðsmenn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Að þessu sinni sneri maðurinn með ljáinn sér að Baldri Bragasyni, meðstjórnanda í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar. Baldur var mikið hreyfihamlaður, þurfi lengst af ævi sinnar að nota rafknúinn hjólastól. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 456 orð

Baldur Bragason

Við hið skyndilega fráfall Baldurs Bragasonar, leitar hugur okkar, sem með honum unnum að málefnum Sjálfsbjargar á Akureyri, að minningum honum tengdum. Þótt það væri hlutskipti Baldurs að vera bundinn við hjólastól síðustu 27 ár ævinnar, heyrðum við hann aldrei kvarta, heldur var hann hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi, og tilbúinn að veita öðrum liðsinni er til hans leituðu. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 195 orð

Baldur Bragason

Hann Baldur er allur. Þessi fregn barst mér austur á Hérað þar sem ég var staddur í sumarleyfi. Það síðasta sem mér og Baldri fór á milli, þegar við hittumst í Reykjavík fyrir stuttu, var að hann minnti mig enn og aftur á að líta við hjá sér á Akureyri þegar ég færi í bæinn. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 77 orð

BALDUR BRAGASON

BALDUR BRAGASON Baldur Bragason var fæddur að Öxará í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, 1. október 1933. Hann lést 30. júní síðastliðinn. Foreldrar: Bragi Ingjaldsson bóndi að Birkihlíð í Ljósavatnshreppi, fæddur 4. febrúar 1902, dáinn 1992, og Lára Bjarnadóttir, fædd 4. júní 1904, dáin 1991. Systkini: Karl, fæddur 12. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 443 orð

Baldur Bragason Kveðja frá Sjálfsbjörgu á Akureyri

Við hið skyndilega fráfall Baldurs Bragasonar leitar hugur okkar, sem með honum unnum að málefnum Sjálfsbjargar á Akureyri, að minningum honum tengdum. Þótt það væri hlutskipti Baldurs að vera bundinn við hjólastól síðustu 27 ár ævinnar, heyrðum við hann aldrei kvarta, heldur var hann hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi og tilbúinn að veita öðrum liðsinni er til hans leituðu. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 572 orð

Ebbi Jens Guðnason

Þessar ljóðlínur Dalaskáldsins góða Jóhannesar úr Kötlum urðu mér íhugunarefni er ég frétti að tengdafaðir minn og vinur, Ebbi Jens, væri allur. Hann var sannur alþýðumaður, fæddur á Fellsströnd í Dalasýslu í upphafi aldar. Kjörin voru kröpp í uppvextinum en trúmennska og vinnusemi voru honum í blóð borin og þannig tókst honum tvítugum að komast í Héraðsskólann á Laugarvatni. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 251 orð

Ebbi Jens Guðnason

Kópavogsbraut 1A er 40 íbúða hús. Hér á 5. hæð hússins var heimili Ebba rúmlega níu síðustu æviár hans. Við Valborg fluttum einnig hingað á 5. hæðina snemma árs 1988. Að sjálfsögðu gátum við ekki valið okkur sambýlisfólk. Var því nokkur eftirvænting að vita hvernig mannlíf í svona sambýli gengi. Segja má að björtustu vonir um það hafi ræst. Íbúum 5. hæðar gekk sérstaklega vel að blanda geði. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 208 orð

Ebbi Jens Guðnason

Hann afi er dáinn, það er með miklum söknuði sem ég kveð hann afa minn í dag. Hann varð 87 ára gamall og ekki heilsuhraustur þessi síðustu ár en samt var það eitthvað svo fjarlægt að hann afi minn gæti dáið. Það er svo margt sem kemur upp í hugann núna þegar ég sit og set þessar línur á blað, myndir og atvik rifjast upp sem erfitt er að færa í orð. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 335 orð

EBBI JENS GUÐNASON

EBBI JENS GUÐNASON Ebbi Jens Guðnason var fæddur á Valþúfu á Fellsströnd 3. júní 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðni Jónasson frá Skógum á Fellsströnd, f. 28.8. 1874, d. 15.12. 1953, og Petrína Þorgerður Kristjánsdóttir frá Skoravík á Fellsströnd, f. 1.12. 1874, d. 15.12. 1941. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Guðmundur Jónsson

Látinn er á Hrafnistu, DAS í Hafnarfirði, vinur minn, Guðmundur Jónsson, f. 26. júní 1909. Hann hefði því orðið 88 ára daginn eftir andlát sitt. Guðmundur fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hann kynntist snemma sjósókn og var á togurum og línuveiðurum. Gaman var að heyra hann segja frá þeim tímum. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 82 orð

GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist 26. júní 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. júní síðastliðinn. Foreldrar

GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur Jónsson fæddist 26. júní 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gróa Sigurðardóttir og Jón Kristjánsson. Guðmundur giftist Kristrúnu Einarsdóttur, hún er látin. Þau eignuðust tvö börn, Kristján, sem lést um tíu ára aldur, og Kristínu Gróu, f. 26.6. 1944, d. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Gunnar Páll Jóakimsson

Vinur og bróðir er látinn. Gunnar Páll var með fjölskyldu sinni í fríi hér heima eftir erilsama daga í sumar í Kiel í Þýskalandi þar sem þau eru búsett. Gunnar var atkvæðamikill í Félagi íslenskra stúdenta í Kiel (FÍSÍK) og tók virkan þátt í hátíðarhöldum í sumar sem nefnast Kielar-vikan og beinast mjög að samskiptum við Norðurlönd. Fráfall Gunnars bar brátt að. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 513 orð

Gunnar Páll Jóakimsson

Nú þegar Gunnar Páll er horfinn til annarra heima er ljúft og skylt að minnast hans. Við fyrstu kynni var mér ljóst að Gunnar hafði mikinn kraft enda iðinn með afbrigðum. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Gunnar fór ungur að árum til náms í Kiel. Að halda til náms í nóvember 1956 hefur verið mikið átak og þurft seiglu. Gunnar var skarpgreindur. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Gunnar Páll Jóakimsson

Það er 17. júní 1956. Við göngum út úr gamla MA og húfurnar eru settar upp. Það er vor í lofti, "enn er liðinn langur vetur" segir í skólasöngnum og við syngjum líka "Gaudeamus", gleðjumst meðan við erum ung, en með þeim varnaðarorðum þó að "nos habebit humus", ellin kemur og jörðin geymir okkur. Sú hugsun er órafjarri á þessari stund. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Gunnar Páll Jóakimsson

Að kvöldi 23. júní sl. kvöddumst við Gunnar í Kiel og bundum það fastmælum að hittast á Íslandi í byrjun júlí, en þangað var för hans heitið 1. júlí. Ferðin var farin og tók raunar allan daginn vegna tafa á brottför flugvéla. En síðla þetta kvöld var hann allur. Ég man Gunnar fyrst í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var glaðvær drengur og glaðværðin fylgdi honum að ég held alla tíð. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 310 orð

GUNNAR PÁLL JÓAKIMSSON

GUNNAR PÁLL JÓAKIMSSON Gunnar Páll Jóakimsson, fiskifræðingur í Kiel, Þýskalandi, var fæddur í Hnífsdal 27. júní 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóakim Pálsson, f. 20. júní 1915, d. 8. okt. 1996, skipstjóri í Hnífsdal, og kona hans Gabríela Jóhannesdóttir, f. 17. júlí 1916, d. 2. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Gunnar Páll Jóakimsson Í garðinum hjá Gunnari Páli Jóakimssyni var alltaf sól, þar skein ánægjan af hverju andliti og þar var

Í garðinum hjá Gunnari Páli Jóakimssyni var alltaf sól, þar skein ánægjan af hverju andliti og þar var gaman og yndislegt að vera. Þannig var það alltaf í Kiel, þannig var það alltaf í Padang og þannig var það líka í Heikendorf. Þau einstöku sæmdarhjón, Gunnar og Helga, hafa svo veitt úr brunni sínum af rausn og virðingu, ást og hlýju að aldrei fæst þakkað. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 656 orð

Karl Hilmar Johnsen

Karl Hilmar var fæddur á Ísafirði. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjánsdóttir Juel og Diðrik Johnsen sjómaður, norskur að ætt. Liðin er þessi langa þraut, lof sé þér Drottinn minn. Gengin á enda grýtt er braut, Guð fyrir kraftinn þinn. Faðir ég þinnar náðar naut, þá napur var heimurinn. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 73 orð

KARL HILMAR JOHNSEN Karl Hilmar Johnsen fæddist á Ísafirði 2. janúar 1929. Hann lést 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru

KARL HILMAR JOHNSEN Karl Hilmar Johnsen fæddist á Ísafirði 2. janúar 1929. Hann lést 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjánsdóttir Juel og Diðrik Johnsen, sjómaður, af norskum ættum. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 400 orð

Sigurbjörg Davíðsdóttir

Mín elskulega og ástkæra amma er farin frá okkur. Hún lést á heimili sínu 30. júní síðastliðinn. Þetta var mikill sorgardagur í huga mér og það sem er svo skrýtið er að hann Eyjólfur afi lést fyrir 20 árum. Þannig að ég hugsa bara að hann afi hafi komið og sótt hana Siggu sína. Hún Sigga amma var alltaf svo kát og brosmild að það geislaði af henni gleðin. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 341 orð

Sigurbjörg Davíðsdóttir

Elsku amma Sigga. Það er alltaf erfitt að kveðja, þrátt fyrir að við vissum að einhvern tímann færir þú til Eyjólfs. En nú hefur þín heitasta ósk ræst og þú ert loksins komin til hans. Sorgin er mikil og söknuðurinn sár en jafnframt ríkir gleði í hjörtum okkar því að nú ertu þar sem þér líður vel og þar sem þú vilt vera. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Sigurbjörg Davíðsdóttir

Elskuleg amma okkar, Sigurbjörg Davíðsdóttir, er dáin, hún lést í svefni á heimili sínu, Aðalgötu 14 í Keflavík. Ömmu varð að ósk sinni að fá að deyja heima í sínu rúmi. Hún varð 90 ára og hugurinn var skýr alla tíð. Amma var næst af fjórum systkinum, þeirra Sigfúsar, Lilju og Sveinbjörns, sem nú eru öll dáin. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 98 orð

SIGURBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR

SIGURBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR Sigurbjörg Davíðsdóttir fæddist að Stokkseyrarseli í Flóa 3. mars 1907. Hún lést á heimili sínu, Aðalgötu 14 í Keflavík, að morgni 30. júní síðastliðins. Foreldrar Sigurbjargar voru hjónin Davíð Sigurðsson, fæddur 26. apríl 1872, dáinn 8. desember 1959, og Svanborg Ágústa Vigfúsdóttir, fædd 14. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Sigurður Hannes Jóhannsson

Því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. (Tómas Guðmundsson.) Sorgin, sem engum gleymir, gerði vart við sig á Hamarsbraut 14 fyrir réttu ári, þegar húsbóndinn þar greindist með illkynja sjúkdóm. Í baráttu þeirri sem þá hófst hafa skipst á skin og skúrir, sigrar og ósigrar. Vonir lifnað og dáið. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 636 orð

Sigurður Hannes Jóhannsson

Nú er Siggi allur eftir um eins árs hetjulega baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið, það er sárt að viðurkenna að þegar allir eru búnir að reyna allt, læknar, sérfræðingar með öllum tiltækum ráðum með geislum, lyfjum, öllu sem nútímaþekking getur lagt í té. Krabbameinið leggur margan manninn að velli. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 165 orð

Sigurður Hannes Jóhannsson

Í dag verður til moldar borinn einn starfsfélagi okkar í slökkviliði Hafnarfjarðar, Sigurður H. Jóhannsson. Eftir stendur stórt skarð í okkar röðum. Sigurður hóf störf í slökkviliði Hafnarfjarðar árið 1975 og starfaði þar síðan. Hann var rafvirki að mennt og hafði unnið við iðn sína fyrir þann tíma. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 72 orð

Sigurður Hannes Jóhannsson Elsku pabbi. Nú ert þú dáinn, söknuðurinn er mikill og ég á svo margar minningar en kem þeim ekki á

Elsku pabbi. Nú ert þú dáinn, söknuðurinn er mikill og ég á svo margar minningar en kem þeim ekki á blað, en geymi þær í hjarta mínu. Elsku pabbi minn, ég sakna þín. Sofðu rótt. Nú legg ég augun aftur, ó guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engill, svo ég sofi rótt. (S. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 77 orð

SIGURÐUR HANNES JÓHANNSSON Sigurður Hannes Jóhannsson, brunavörður, var fæddur á Steinum í Hafnarfirði 4. október 1949. Hann

SIGURÐUR HANNES JÓHANNSSON Sigurður Hannes Jóhannsson, brunavörður, var fæddur á Steinum í Hafnarfirði 4. október 1949. Hann andaðist á Landspítalanum 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Áslaug Sigurðardóttir og Jóhann Sigmundsson. Sigurður Hannes kvæntist 3. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 35 orð

Svavar Steinn Pálsson

Okkur langar til þess að kveðja þig og þakka fyrir allar góðu stundirnar með þér. Þú ert ljós í lífi okkar. Megi góður Guð geyma þig. Þín frændsystkini, Gísli, Þórdís og Sindri Már. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 451 orð

Svavar Steinn Pálsson

Kæri Svavar Steinn. Þú komst inn í líf mitt í byrjun júnímánaðar 1997 og ert farinn frá mér áður en mánuðurinn er úti. Mér líkaði strax vel við þig og þér vonandi við mig. Það sem leiddi okkur saman var "adrenalín", þar að segja della fyrir hraða, bílum og mótorhjólum. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 735 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Á stundu sem þessari þegar góður vinur manns er farinn verður maður mjög sár og spyr: "Af hverju núna, hann sem var í blóma lífsins?" Enn maður fær engin svör, þótt maður spyrji og þess vegna verður þetta sárara enn ella. Það voru sláandi fréttir sem ég fékk þegar ég kom heim af sjónum og frétti að Svavar, eða Svabbi eins og hann var alltaf kallaður, hefði lent í mjög alvarlegu slysi. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 592 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Að sitja hér í sól og sumarhita úti í Portúgal og skrifa minningargrein um vin minn, Svavar Stein Pálsson Kárason, er svo óraunverulegt að ég skil það ekki ennþá. Hvers vegna er svo skyndilega lokið lífi þessa yndislega unga manns. Svavar var sonur elskulegrar vinkonu minnar, Sesselju Aðalsteinsdóttur. Hann var aðeins 20 ára og ætti því að eiga langa framtíð fyrir sér. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 736 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Á stundu sem þessari þegar góður vinur manns er farinn verður maður mjög sár og spyr: "Af hverju núna, hann sem var í blóma lífsins?" Enn maður fær engin svör, þótt maður spyrji og þess vegna verður þetta sárara enn ella. Það voru sláandi fréttir sem ég fékk þegar ég kom heim af sjónum og frétti að Svavar, eða Svabbi eins og hann var alltaf kallaður, hefði lent í mjög alvarlegu slysi. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 206 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Elsku Svabbi frændi. Okkur langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Það er alltaf svo erfitt að sætta sig við það þegar svona ungt fólk sem er rétt að byrja lífið er kallað burt. Þegar þú varst lítill varst þú alltaf svo einlægur og glaður drengur, lítil sætur drengur með ljósa lokka. En svo stækkaðir þú og lokkarnir hurfu, en einlægnin og gleðin voru enn til staðar. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Okkur langar til að minnast ástkærs frænda okkar og vinar Svavars Steins eða Svabba eins og við kölluðum hann. En hvað var það í fari Svabba sem heillaði okkur og alla sem hann þekktum? Hann var alltaf léttur og kátur, svolítill fjörkálfur, allavega var ekki annað hægt en að vera með bros á vör þar sem hann var. Ef einhver átti í vanda þá var Svabbi alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 57 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Elsku besti frændi okkar. Við viljum þakka þér fyrir allar torfæru- og jeppaferðirnar sem þú fórst með okkur. Þú varst alltaf svo góður. Við munum sárt sakna þín, elsku frændi. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 623 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Það er víst ábyggilegt að það veit enginn hver er næstur. Það hefði ekki hvarflað að mér að það værir þú, elsku besti frændi minn. Hinn 16. júní sl. var hringt í mig og mér sagt að þú, elsku besti Svabbi minn, hefðir lent í slysi og ég vissi ekki meira. Ég lagði símann á og fór að leita hvar þú værir. Ég grét svo mikið. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 208 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Nú ert þú farinn yndislegi bróðir, farinn burt og kemur aldrei aftur. Þú fórst svo snögglega og svo alltof, alltof snemma. Skyndilega varst þú rifinn burtu og eftir sitja stór sár í hjörtum okkar. Af hverju þú, af hverju? Eftir alla þessa bið og að vita til þess hvernig þú hefðir þurft að lifa, þá var það eflaust betra að þú fengir að fara yfir í betri heim. Meira
8. júlí 1997 | Minningargreinar | 145 orð

SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON

SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON Svavar Steinn Pálsson fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1976. Hann lést á gjörgæsudeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn. Svavar Steinn ólst upp í Sandgerði. Móðir hans er Sesselja Aðalsteinsdóttir, f. 9.2. 1954. Fósturfaðir hans er Kári Jónsson, f. 25.5. 1959. Faðir Svavars Steins er Páll Gíslason, f. 7. Meira

Viðskipti

8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÐFundur um samkeppnislögin

VERSLUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi um samkeppnislögin og viðskiptalífið á morgun kl. 8.-9.30 á Hótel Sögu. Á fundinum verður meðal annars fjallað um hvort samkeppnislögin og samkeppnisyfirvöld hafi stuðlað að aukinni samkeppni sl. fjögur ár, hvort þau hamli hagræðingu í viðskiptalífinu og hvort úrræðum þeirra sé beitt nóg. Meira
8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 231 orð

ÐLandsvirkjun með 14 milljarða lánssamning

LANDSVIRKJUN hefur undirritað lánssamning við Société Générale, Den Danske Bank, Dresdner Bank, Bank of Tokyo-Mitsubishi, Fuji Bank og 16 aðrar erlendar fjármálastofnir að fjárhæð 200 milljónir bandaríkjadollara eða 14 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Meira
8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Gull heldur áfram að lækka í verði

ÁHRIFA verðhruns á gullmarkaði er farið að gæta í námaiðnaði og hefur einni námu í Suður-Afríku verið lokað vegna verðlækkunarinnar. Áhyggjur af framtíð margra annarra kostnaðarfrekra náma og gremja í greininni um allan heim hafa magnazt vegna nýrra verðlækkana í innan við 315 dollara únsan ­ sem er lægsta verð í 12 ár og rúmlega 50 dollara lækkun síðan í janúar. Meira
8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

»Gull hærra eftir lægð dollar lækkar

VERÐ á gulli hafði ekki verið lægra í 12 ár í gær vegna uggs um að seðlabankar selji meira af gullforða sínum. Á gjaldeyrismörkuðum lét dollar undan síga, því að fréttir um hagstæðari viðskiptajöfnuð Japana treystu stöðu jens og vöktu nýjar áhyggjur af efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Meira
8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 328 orð

Hagnaður áætlaður 38 milljónir í ár

FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hf. hefur hafið útboð á nýju hlutafé að nafnvirði um 36,4 milljónir króna sem er 22,3% af núverandi hlutafé. Gengi bréfanna er 3,1 til forkaupsréttarhafa, en eftir að forkaupsréttartímabili lýkur getur gengi bréfanna breyst eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Söluandvirði bréfanna verður því a.m.k. tæpar 113 milljónir króna. Meira
8. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 560 orð

Undanþága veitt frá bannákvæðum laganna

SAMKEPPNISRÁÐ telur að samkomulag Eimskipafélags Íslands og Samskipa hf. um flutninga til Norður-Ameríku brjóti í bága við 10. grein samkeppnislaga. Ráðið veitir skipafélögunum þó undanþágu frá bannákvæði samkeppnislaga vegna samningsins þar sem hann hafi fleiri kosti en galla við núverandi aðstæður. Meira

Daglegt líf

8. júlí 1997 | Neytendur | 144 orð

Skýringar með markaðskönnun á heimilistryggingum

EF notuð er prósentutala í töflu þýðir það að hámarksbótafjárhæð er viðkomandi prósentutala miðuð við vátryggingafjárhæð. Ef já kemur fram í töflu þýðir það að tryggingin greiðir að fullu fyrir viðkomandi tjón, þó með því hámarki sem kveðið er á um. Ef reitur er auður þá er viðkomandi ekki tryggður gagnvart því tjóni sem þar er tiltekið. 1. Meira
8. júlí 1997 | Neytendur | 748 orð

Verð er næstlægst á Íslandi

"FRAMMISTAÐA íslensku tryggingafélaganna í samanburði við tryggingafélög á öðrum Norðurlöndum er ágæt. Fram kemur að verð á heimilis- og líftryggingum er næstlægst á Íslandi", segir Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna um nýútkomna skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar "Ráðgjöf og aukið gagnsæi á tryggingasviðinu". Meira

Fastir þættir

8. júlí 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Akureyrarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Bryndís Ýr Viggósdóttir og Guðmundur Sigurjónsson.Heimili þeirra er í Tröllagili 13, Akureyri. Meira
8. júlí 1997 | Dagbók | 647 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
8. júlí 1997 | Í dag | 83 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 8. júlí, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Ágústa Sigurdórsdóttir og Stefán Scheving Kristjánsson, Götu í Hrunamannahreppi. Meira
8. júlí 1997 | Í dag | 33 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu "litla flóamarkaðinn" nýl

ÞESSIR duglegu strákar héldu "litla flóamarkaðinn" nýlega og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann, sem varð 5.095 krónur. Þeir heita talið frá vinstri Aron Örn Jónsson, Birgir Dagur Hallgrímsson, Andri Þorvarðarson og Ívar Sveinn Friðriksson. Meira
8. júlí 1997 | Fastir þættir | 1003 orð

Kramnik vinnur heimsmeistarana

Vladímir Kramnik vann Anatólí Karpov í 1. umferð og hefur unnið bæði Kasparov og Karpov á aðeins þremur vikum! KRAMNIK vann síðan Vasílí Ívantsjúk í aðeins 19 leikjum í þriðju umferð og er efstur á mótinu með tvo og hálfan vinning, ásamt Indverjanum Anand og Júdit Polgar. Anatólí Karpov þarf sárlega á sigri í Dortmund að halda. Meira
8. júlí 1997 | Í dag | 346 orð

töð 2 sýndi kvikmynd Olivers Stone um Richard Nixon á

töð 2 sýndi kvikmynd Olivers Stone um Richard Nixon á laugardagskvöldið var. En myndin var frumsýnd hér snemma á síðasta ári, ef Víkverji man rétt. Þótt myndin sé síður en svo samfelldur áfellisdómur yfir Nixon dregur Víkverji í efa, að hún gefi rétta mynd af þessum merka stjórnmálamanni. Meira
8. júlí 1997 | Í dag | 353 orð

Um hvalbeinin

VALDIMAR hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma eftirfarandi á framfæri. "Varðandi þessi bein sem fundust að Fellsöxi í Skilmannahreppi vil ég taka fram að þessi bein eru meir og soðin. Þetta eru soðin hvalbein og eru frá mannvistartímabili þannig að Íslendingar hafa étið hval. Meira

Íþróttir

8. júlí 1997 | Íþróttir | 294 orð

1. riðill

1. riðill Dinamo 93 (Hv. Rússl.) - Duisburg0:1Heerenveen (Holl.) - Polonia (Póll.)0:0Staðan MSV Duisburg22003:06Dinamo Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 320 orð

Allir me vallarmet

ÍVAR Hauksson varði meistaratitil sinn í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á Vífilstaðavelli. Sigur hans var naumur, en munurinn var aðeins eitt högg. Ívar lék hringina fjóra á 305 höggum, en þeir Svanþór Laxdal og Ottó Sigurðsson voru jafnir á 306 höggum. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 177 orð

Á 6. mínútu átti Kristinn Lárusson góða sendingu inn á vítat

Á 6. mínútu átti Kristinn Lárusson góða sendingu inn á vítateig Valsmanna þar sem mættur var hinn marksækni Mihajlo Bibercic. Bibercic hikaði hvergi, tók knöttinn viðstöðulaust á lofti og skoraði upp í markhornið vinstra megin. Eftir mikla baráttu á vallarhelmingi Stjörnunnar á 9. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Áskrifandi að meistaratitlinum

MEISTARAMÓTI Golfklúbbs Akureyrar lauk að Jaðri sl. laugardag. Þátttakendur voru 128 og gekk keppni hið besta, að sögn Þórhalls Pálssonar í mótstjórn. Veður var yfirleitt gott en hann sagði að mikil vinna væri í kringum svona mót og fleiri hefðu mátt leggja hönd á plóg. Úrslitin komu ekki á óvart, Sigurpáll Geir Sveinsson varð Akureyrarmeistari karla og Andrea Ásgrímsdóttir sigraði í kvennaflokki. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 149 orð

Bjarki opnaði markareikninginn hjá Molde

BJARKI Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, opnaði markareikning sinn hjá Molde í Noregi, þegar hann lék sinn fyrsta leik með liðinu um helgina ­ skoraði í sigurleik gegn Strømsgodset á heimavelli Molde, 2:0. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 393 orð

Björgvin losnaði úr klóm "bjarnanna"

Þeir Björn og Friðbjörn lentu undir í baráttu sinni við Björgvin á fyrri hlutanum, en spennan magnaðist þegar sá síðastnefndi missti tvö stutt pútt á 14. og 15. holu. Björgvin var þá með eins höggs forskot, en glataði því á 16. holu. Þar fékk hann skolla, en Björn vippaði ofan í, fékk fugl og tók forystu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 975 orð

Davíð lagði Golíat

TOPPÖKUMENN síðustu ára tóku andköf þegar hvert óhappið rak annað hjá þeim í torfærunni á Egilsstöðum. Á meðan tóku ungir og vaxandi ökumenn flugið, óku oft frábærlega í skemmtilegum þrautum keppninnar. Enginn flaug þó betur en Fluga Péturs S. Péturssonar sem vann í flokki sérútbúinna jeppa. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 462 orð

DERBY hefur boðið AC Milan

DERBY hefur boðið AC Milan 27 milljarða líra (um 1,1 milljarð kr.) fyrir Roberto Baggio, að sögn ítalska blaðsins Gazzetta dello Sport. Derby keypti miðjumanninn Stefano Eranio frá AC Milan í maí sem leið. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 175 orð

"Efstar og bestar"

"VIÐ mættum einbeittar til leiks og vel undirbúnar. Það var góður andi í liðinu og það býr mikill "karakter" í því. Breiðabliksstúlkur hafa átt í erfiðleikum með varnarleikinn og við lögðum upp með að sækja grimmt og pressa þær framarlega á vellinum. Það gekk upp," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, leikmaður og þjálfari KR, að leik loknum. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 194 orð

Erfiður róður hjá Íslandi

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á erfiða leiki fyrir höndum í D-riðli undanúrslitakeppni 31. Evrópumóts landsliða, en dregið var í riðla í Barcelona á Spáni í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í keppninni, en landsliðið tryggði sér rétt til að vera í keppninni með frammistöðu sinni í undankeppninni sem fram fór hér á landi í fyrra. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 383 orð

Eydís og Arnar best

Sundfólkið var samt við sig á landsmótinu og hvert landsmótsmetið af öðru féll. Að öðrum ólöstuðum verða þó þau Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík og Arnar Freyr Ólafsson úr HSK að teljast fólk sundkeppninnar, en þau sigruðu bæði í þeim fimm greinum sem þeim var heimilt að keppa í og áttu bestu afrek sundkeppninnar. Eydís synti 100 metra flugsund á 1. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 346 orð

Fáir í golfi BORGFIRÐINGAR léku best í go

BORGFIRÐINGAR léku best í golfi karla á landsmótinu, en þetta var í fyrsta sinn sem golf telur í stigakeppninni. UMSB lék á 462 höggum en HSGH á 499 og Njarðvíkingar á 513. Hjá konunum sigraði HSH hins vegar á 382 höggum, UMSB var á 404 og HSK á 448. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 464 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót í Stokkhólmi Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins, í Stokkhólmi í gærkvöldi: 400 m grindahlaup karla: 1. Bryan Bronson (Bandar.) 48,06 2. Rohan Robinson (Ástralíu) 49,03 3. Joey Woody (Bandar.) 49,37 4. Torrance Zellner (Bandar.) 49,38 100 m hlaup karla: 1. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 59 orð

Glæsilegir verðlaunagripir VERÐLAUNAGRIPIRNIR á lan

VERÐLAUNAGRIPIRNIR á landsmótinu voru sérlega glæsilegir og nýstárlegir. Þeir vísuðu til viðkomandi íþróttagreinar og því kærkomin tilbreyting frá hefðbundnum bikurum sem margir af okkar fremstu íþróttamönnum eiga orðið mikið af. Að sögn mótshaldara eru verðlaunagripirnir frá KLM-verðlaunagripum á Siglufirði. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 263 orð

Gunnar fjölhæfastur í starfshlaupinu

Keppnin í starfshlaupinu á landsmótinu var að venju skemmtileg. Fjöldi keppenda var skráður til leiks og voru menn ræstir út með mínútu millibili. Gunnar Þór Garðarsson úr UMSE sigraði nokkuð örugglega með 11,47 stig en keppnin um næstu sæti var jöfn og spennandi. Árni Þorgilsson úr HSK varð annar með 13,24 stig, Illugi Guðmar Pálsson úr HSH þriðji með 13,35 stig og Guðmundur R. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 55 orð

Haraldur frá í mánuð HARALDUR Ingólfsson ver

HARALDUR Ingólfsson verður frá keppni í fjórar til sex vikur. Hann var skorinn upp vegna botnlangakasts í fyrradag og verður þess vegna að taka því rólega næstu vikurnar. Þetta getur komið sér illa fyrir Skagamenn einkum með tilliti til þess að framlínumenn liðsins hafa ekki náð sér almennilega á strik í sumar. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 371 orð

Harðsnúin sveit HSK

Frjálsíþróttasveit HSK er harðsnúin sveit og þar á bæ leggja menn sig alla fram til að ná í stig fyrir sambandið. Sigríður Anna Guðjónsdóttir var iðin við kolann að þessu sinni og vann besta afrek kvenna í frjálsum þegar hún sigraði í þrístökki með 12,81 metra stökki, hún varð önnur í langstökki og hástökki og í sigursveitinni í 1.000 metra boðhlaupinu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 61 orð

Helgi hættir sem formaður

HELGI S. Haraldsson, sem verið hefur formaður Frjálsíþróttasambands Íslands undanfarin ár hefur sagt af sér sem slíkur. Helgi tilkynnti þetta á stjórnarfundi FRÍ á laugardaginn og sagði ástæðuna vera miklar annir sem gerðu það að verkum að hann gærti ekki sinnt starfi sínu sem formaður sem skyldi. Jónas Egilsson, varaformaður FRÍ, var á sama fundi einróma kosinn formaður. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 335 orð

Hélt ég næði honum ekki "ÉG held ég hafi fengið kef

"ÉG held ég hafi fengið keflið svona 20-25 metrum á eftir Inga Þór og ég keyrði eins og ég gat, ákveðinn í að sigra," sagði Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttamður úr UMSS eftir glæsilegan endasprett í 1.000 metra boðhlaupinu. "Ég verð að viðurkenna að þegar ég kom í síðustu beygjuna hélt ég að þetta myndi ekki takast, en það hægðist heldur meira á honum en mér þannig að þetta tókst. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 257 orð

Hélt ég væri ekki nokkur maður til afreka

Einar Karl Hjartarson, 16 ára piltur úr Húnavatnssýslunni, sigraði nokkuð örugglega í hástökki karla og setti landsmótsmet þegar hann vippaði sér yfir 2,13 metra í annari tilraun. Þar með sló hann met Unnars Vilhjálmssonar úr UÍA frá því í Keflavík fyrir þrettán árum, en þá stökk Unnar 2,12 metra. "Ég átti alls ekki von á að ná metinu núna. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 117 orð

Hilmar Björnsson sendir knöttinn fyrir mark Fram frá h

Hilmar Björnsson sendir knöttinn fyrir mark Fram frá hægri kanti á móts við miðja vítateigslínu á 23. mínútu. Knötturinn kemur inn á vítateiginn rétt við markteigshornið þar sem Ríkharður Daðason spyrnir knettinum með hægri fæti ofarlega í hægra markhornið með viðkomu í Ólafi Péturssyni markverði Fram sem gerði heiðarlega tilraun til v Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 304 orð

Inter hækkar til- boð sitt í Ronaldo

Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Barcelona eru tilbúnir til að selja brasilíska framherjann Ronaldo en hafa krafið ítalska félagið Inter Milan um fjóra milljarða króna fyrir leikmanninn. Í vikunni rennur úr frestur sá sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur gefið liðunum til að ganga frá máli þessu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 39 orð

Í kvöld

Knattspyrna Coca-Cola bikarkeppni karla Átta liða úrslit: Vestmannaeyjar:ÍBV - Breiðablik20Ólafsfjörður:Leiftur - Þróttur R.20Coca-Cola bikarkeppni kvenna Kópavogsvöllur:Breiðablik - ÍBA19Ath. breyttan tíma, ekki kl. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 608 orð

Jón Arnar átti lokasprettinn

KEPPNIN í frjálsíþróttum á landsmótinu gekk mjög vel og ágætur árangur náðist í mörgum greinum. Síðasta keppnisdaginn bar hæst lokasprett Jóns Arnars Magnússonar fyrir boðhlaupssveit UMSS í 1.000 metra boðhlaupi og glæsilegt landsmótsmet Einars Karls Hjartarsonar, 16 ára pilts úr Húnavatnssýslunni. Jón Arnar varð stigahæstur karla í frjálsum og hann vann einnig besta afrekið. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

KEFLAVÍK

KEFLAVÍK 8 6 1 1 12 6 19ÍA 9 6 1 2 17 12 19ÍBV 8 5 2 1 20 6 17FRAM 9 4 2 3 10 8 14KR 9 3 4 2 14 8 13VALUR 9 3 1 5 10 18 10LEIFTUR 7 2 3 2 Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 152 orð

Kipketet jafnaði heims- met Coe í 800 m hlaupi

Danski hlauparinn Wilson Kipketer, fæddur í Kenýa, jafnaði elsta heimsmet í frjálsum íþróttum í gærkvöldi í Stokkhólmi, er hann hljóp vegalengdina á 1.41,73 mín. á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Bretinn Sebastian Coe hljóp vegalengdina á þessum tíma í Flórens á Ítalíu 10. júní 1981. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

KR 5

KR 5 5 0 0 11 0 15BREIÐABLIK 5 4 0 1 23 8 12VALUR 5 4 0 1 14 9 12STJARNAN 5 3 0 2 12 8 9ÍBV 5 1 1 3 7 9 4ÍA 5 1 1 3 3 7 4ÍBA 5 1 0 4 7 Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 575 orð

KR-ingar stöðvuðu Blika

RÚMLEGA fjögurra ára sigurgöngu Breiðabliks í kvennaknattspyrnu lauk á KR-velli á laugardaginn en liðið tapaði síðast fyrir Val hinn 26. júní 1993. Eftir að hafa leikið 54 deildarleiki í röð án þess að bíða ósigur mættu Blikastúlkur ofjörlum sínum. KR-stúlkur voru miklu betri og unnu verðskuldaðan sigur, 4:0. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 543 orð

Landsmót UMFÍ

Sund KARLAR100 m bringusund Sævar Sigurjónsson, K1.11,33 Sigurður Guðmundsson, UMSB1.11,63 Arnar Einarsson, UMSK1.13,02 200 m bringusund Magnús Konráðsson, K2.25,40 Númi Gunnarsson, HSK2. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Leiftur- Kaunas 2:3 Ólafsfjarðarvöllur, Getraunakeppni Evróp

Ólafsfjarðarvöllur, Getraunakeppni Evrópu, laugardaginn 5. júlí 1997. Aðstæður: Norðan kaldi, súldarvottur í fyrri hálfleik en hellirigning í seinni hálfleik, svalt, blautur völlur. Mörk Leifturs: Rastislav Lazorik (86. vsp.), Ragnar Gíslason (90.). Mörk Kaunas: Orestas Buitkus (28.), Vadas Trakys (37.), Marius Bezykornovas (38.). Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 1611 orð

Meistaramót klúbbanna Keppni hófst um miðja síðustu viku og lauk á laugardag.

Golfklúbbur Reykjavíkur Meistaraflokkur karla: 1. Kristinn G. Bjarnason302 2. Sæmundur Pálsson303 3. Hjalti Atlason304 Jens Sigurðsson304 Hjalti sigraði á fyrstu holu í bráðabana. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir312 2. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 296 orð

Mikið fjör í pönnukökubakstrinum

Það var ótrúlega mikið fjör í tjaldinu á barnaskólalóðinni í Borgarnesi á laugardagsmorguninn. Þeir sem halda að fólk baki alltaf pönnukökur í ró og næði ættu að mæta á næsta landsmót til að sannfærast um að þeir hafi á röngu að standa. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 79 orð

Njarðvíkingar meistarar

Njarðvíkingar sigruðu Grindavíkinga 98:97 í úrslitaleiknum í körfuknattleik á landsmótinu. Grindavíkingar voru lengstum með forystu, mesta um 17 stig um miðjan síðari hálfleikinn, en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og með baráttu tókst þeim að knýja fram sigur. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 100 orð

Næst hjá UÍA

NÆSTA landsmót Ungmennafélags Íslands, sem verður það 23. í röðinni, verður haldið á Egilsstöðum og verður í umsjón Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA. Þetta verður í þriðja sinn sem UÍA sér um landsmót UMFÍ og í bæði fyrri skiptin fór mótið fram á Eiðum, fyrst árið 1952 og þá var fyrst keppt í starfsíþróttum, og síðan var mótið á Eiðum árið 1968. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 559 orð

Ólafur hetja Fram

MEÐ baráttu tókst Fram að krækja í annað stigið út úr viðureign sinni við KR á Laugardalsvelli á sunnudagskvöldið, lokatölur 1:1. KR-liðið var lengstum sterkari aðillinn á leikvellinum, einkum í fyrri hálfleik en átti í vandræðum með að færa sér það í nyt þar sem Safamýrarpiltar gáfust aldrei upp, auk þess sem markvörður þeirra Ólafur Pétursson varði í nokkur skipti snilldarlega. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 125 orð

Ólafur Pétursson, Fram. Steinar Adolfsson,

Ólafur Pétursson, Fram. Steinar Adolfsson, Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason, ÍA. Gunnar Oddsson, Keflavík. Ívar Ingimarsson, Val. Lúðvík Jónasson, Stjörnunni. Jón Sveinsson, Steinar Guðgeirsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 113 orð

Ólafur Þórðarson fékk boltann aftur út á hægri kant eftir ho

Ólafur Þórðarson fékk boltann aftur út á hægri kant eftir hornspyrnu og sendi fyrir markið. Ólafur Gottskálksson náði ekki almennilega í boltann sem fór til Ólafs Adolfssonar og hann skallaði í markið úr markteignum við fjærstöng á 15. mínútu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 376 orð

Ólánið eltir Stjörnuna

STJÖRNUNNI tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur í Sjóvár- Almennra deildinni í knattspyrnu þegar liðið fékk Valsmenn í heimsókn í Garðabæinn í gærkvöldi og urðu lokatölur leiksins 3:1, gestunum í vil. Leikurinn var þó mun jafnari en tölurnar gefa til kynna og voru Stjörnumenn óheppnir að krækja ekki í að minnsta kosti eitt stig úr viðureigninni. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 82 orð

Óli Stefán Flóventsson fékk knöttinn á vinstri kanti, tók

Óli Stefán Flóventsson fékk knöttinn á vinstri kanti, tók stefnuna inn að miðjum velli og gaf lága sendingu fram að vítateig á Sinisa Kekic. Hann tók við boltanum, lék eilítið lengra að marki og renndi honum framhjá Friðrik Þorsteinssyni, markverði Skallagríms. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 255 orð

Ólöf María si

ÞÆR Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir voru jafnar fyrir síðasta hringinn á meistaramóti Keilis. Báðar höfðu slegið 240 högg, en Ólöf tryggði sér klúbbmeistaratignina er hún lék á 80 höggum á laugardag. Þórdísi gekk aftur á móti afleitlega, hún lék á 89 höggum. Ólöf týndi bolta sínum strax á annarri holu og fékk vitaskuld tvö vítishögg fyrir það. Eftir 2. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 287 orð

Óvæntur sigur Austfirðinga AUSTFIRÐINGAR

AUSTFIRÐINGAR komu verulega á óvart þegar þeir lögðu UMSK í úrslitaleik í blakkeppninni, 3:1. Leikmenn UÍA, sem leika með Þrótti úr Neskaupsstað í 1. deildinni, tóku ekkert mark á því þó fjölmargir unglingalandsliðsmenn væru í liði UMSK og unnu sætan sigur. Munurinn varð þó nærri eins lítill og hugsast getur í blaki því þegar stigin eru lögð saman kemur í ljós að UÍA vann með einu stigi. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 154 orð

Paul Ince til Liver pool og Paul Merson frá Arsenal

ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Ince er á förum frá Inter Milan á Ítalíu til enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Liverpool þurfti að reiða fram 5 milljónir punda fyrir Ince en hann er væntanlegur til Englands á morgun til þess að skrifa undir samning. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 109 orð

Popescu frá Barcelona til Galatasaray GHE

GHEORGHE Popescu, fyrirliði Barcelona á Spáni, sem varð Evrópumeistari bikarhafa í knattspyrnu í maí, hefur gert samning við tyrkneska félagið Galatasaray í Istanbul til þriggja ára. Samkvæmt tyrkneska blaðinu Yeni Yuzyil er samningurinn metinn á 4,5 millj. dollara, tæplega 319 millj. króna. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 812 orð

Sampras lék við hvern sinn fingur

WIMBLEDON-tennismótinu lauk um helgina í blíðskaparveðri, en rigning tafði oft leik í fyrri umferðum. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras fór hamförum gegn Frakkanum Cedric Pioline í úrslitaleik á sunnudag, en daginn áður hafði hin unga Martina Hingis betur í viðureign sinni við Jönu Novotnu frá Tékklandi, sem tapaði einnig í úrslitum í fyrra. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 461 orð

SÁTT »Formaður KSÍ í hlut-verki sáttasemjaraíþróttahreyfingarinnar

Eins og vera ber er mikið líf í íþróttahreyfingunni, innan sem utan vallar. Rétt eins og í keppni getur kappið verið mikið í samskiptum manna, ekki síst þegar mannabreytingar verða. Tilfinningarnar stjórna gjarnan ferðinni hjá stjórnarmönnum, sem falla í kosningum. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 635 orð

Sigur á síðustu holu

RAGNHILDUR Sigurðardóttir hafði betur í einvígi sínu við Herborgu Arnarsdóttur í meistaraflokki kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Þegar síðasti hringurinn hófst á laugardag, hafði Ragnhildur tveggja högga forskot, en það varð að engu á elleftu holu, sem er par 3. Þar lenti Ragnhildur í glompu við flötina og þurfti tvö högg til að komast upp úr henni. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 422 orð

Skagamenn upp að hlið Keflvíkinga

SKAGAMENN unnu Keflvíkinga sannfærandi 3:0 á Akranesi í fyrrakvöld og skutust upp að hlið Suðurnesjamannanna á toppi deildarinnar. Allt annað var að sjá til heimamanna en í leiknum við KR í liðinni viku en Keflavík lék sennilega slakasta leik sinn í sumar og tapaði í fyrsta sinn í deildinni á tímabilinu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 411 orð

Skallagrímur náði stigi í Grindavík

Skallagrímsmenn heimsóttu Grindvíkinga á sunnudagskvöld og höfðu með sér eitt stig úr baráttuleik. Hvort lið gerði eitt mark, en þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Heimamenn gerðu fyrra markið snemma í síðari hálfleik, en Borgnesingar jöfnuðu úr einu af fáum færum sínum þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 41 orð

Stofndeildin

Efsta deild kvenna: KR - Breiðablik4:0 Helena Ólafsdóttir 2 (35., 77.), Olga Færseth (343. - vítasp.), Hrefna Jóhannesdóttir (53.). Haukar - Valur2:4 Bergþóra Laxdal, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Rakel Lagadóttir, Íris Andrésdóttir - Hildur Sævarsdóttir 2. Stjarnan - ÍA0:1 -Helga Lind Róbertsdóttir. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 551 orð

TelurPÉTUR SIGURBJÖRN PÉTURSSONsig vera betri í akstri en bakstri?Bakaði keppinauta sína

PÉTUR Sigurbjörn Pétursson vann sína fyrstu torfærukeppni á Egilsstöðum um helgina, í keppni sem gilti til Íslandsmeistara. Þessi 21 árs gamli bakari skaut gömlum refum ref fyrir rass. Hrærði upp í stigakeppninni til Íslandsmeistara og bakaði andstæðing sinn með skemmtilegum tilþrifum. Pétur starfar sem bakari í Fjarðarbakaríi í Hafnarfirði, en er heillaður af tertuskreytingum og torfærunni. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 198 orð

Titillinn enn innan fjölskyldunnar

Það voru ekki margir sem börðust um meistaratitilinn í Eyjum. Aðeins tveir keppendur áttust við í meistaraflokki karla, þeir Júlíus Hallgrímsson, bróðir Þorsteins fyrrum Íslandsmeistara, og hinn ungi Örlygur Grímsson. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 625 orð

UMFG - Skallagr.1:1 Grindavíkurvöllur, 9. umferð Sjóvár- Alm

Grindavíkurvöllur, 9. umferð Sjóvár- Almennra deildarinnar, efstu deildar karla, sunnudaginn 6. júlí 1997. Aðstæður: Skýjað, strekkingur og völlurinn þokkalegur. Mark Grindavíkur: Sinisa Kekic (52.). Mark Skallagríms: Valdimar K. Sigurðsson (76.). Markskot: Grindavík 18 - Skallagrímur 11. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 224 orð

Úrslitaleikur

Úrslitaleikur Barcelona: Júgóslavía - Ítalía61:49Dejan Bodiroga 14, Zeljko Rebraca 12, Predrag Danilovic 10, Aleksandar Djordjevic 8, Nikola Bulatovic 6 - Carlton Myers 17, Gregor Fucka 12, Alessandro Abbio 6, Alessandro Frosini 4, Riccardo Pittis 3, Denis Marconato 3. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Viðvaningsháttur varð Leiftri að falli

LEIFTURSMENN sváfu illilega á verðinum í fyrri hálfleik á móti Kaunas frá Litháen í Ólafsfirði á laugardaginn og fengu á sig þrjú mörk á aðeins tíu mínútum. Liðið vaknaði ekki fyrr en undir lok seinni hálfleiks, skoraði þá tvö mörk og þessi þriðji leikur liðsins í Getraunakeppni Evrópu tapaðist því 2:3. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Vörn Leifturs bilaði illa á 28. mínútu, Orestas Buitk

Vörn Leifturs bilaði illa á 28. mínútu, Orestas Buitkus var dauðafrír hægra megin í vítateignum og skoraði með góðu skoti í vinstra markhornið. Leiftursvörnin brást aftur á 37. mínútu. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 67 orð

Wimbledon-mótið

Úrslitaleikir Einliðaleikur karla: Pete Sampras, Bandar., vann Cedric Pioline, Frakkl., 6:4, 6:2, 6:4. Einliðaleikur kvenna: Martina Hingis, Sviss, vann Jönu Novotnu, Tékkl., 2:6, 6:3, 6:3. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 261 orð

Þrír jafnir

ÞAÐ hefur aldrei gerst áður í glímu á landsmóti að þrír verði efstir og jafnir þegar öllum glímum er lokið, en það gerðist í Borgarnesi á laugardaginn. Í +84 kg flokki urðu þeir Ingibergur Sigurðsson úr UV, Jóhannes Sveinbjörnsson úr HSK og Ólafur Sigurðsson úr HSK allir jafnir með fimm vinninga. Þeir þurftu því að glíma á ný og þá hafði glímukóngurinn Ingibergur sigur. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 283 orð

Örn Ævar sigraði með yfirburðum ÖRN

ÖRN Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja. Hann vann yfirburðasigur, lék á 290 höggum, tveimur höggum yfir pari, og var 10 höggum á undan Helga B. Þórissyni. Örn var þrem höggum undir pari eftir tvo hringi, en lék hina tvo á fimm yfir. Örn Ævar fékk litla keppni og varð að reyna að halda einbeitingu sinni með því að setja sér raunhæf markmið upp á eigin spýtur. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 466 orð

(fyrirsögn vantar)

HARALDUR Pétursson á mikla vinnu fyrir höndum. NýjaMusso yfirbygging jeppa hans skemmdist talsvert í tímaþraut í lokin, þar sem hann sat á bólakafi í vatni. - Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skrifað á skónaJÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr UMSS, skrifar hér nafn sitt á skóna hjá Söru Hjörleifsdóttur en Sigrún Gunnarsdóttir vinkona hennar fylgist með. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 87 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/SUS Mæðgur að beitaÞAÐ var handagangur í öskjunni þegar beita var sett á önglana og línurnar voru lagðarí stampana af miklu öryggi og nákvæmni. Hér eru mæðgurnar Inga Lilja Sigurðardóttirtil vinstri og Sigríður Sjöfn Helgadóttir en þær kepptu báðar fyrir UMSB. Meira
8. júlí 1997 | Íþróttir | 112 orð

(fyrirsögn vantar)

FORRÁÐAMENN skoska liðsins Celtic hafa lýst því yfir að hinn ítalski Paolo Di Canio sé ekki til sölu. Bæði Newcastle og Sheffield Wednesday hafa sýnt Di Canioáhuga. Meira

Fasteignablað

8. júlí 1997 | Fasteignablað | 206 orð

Arkitektúr, verktækni og skipulag

TÍMARITIÐ Arkitektúr, verktækni og skipulag er nýkomið út og er að þessu sinni helgað Húsnæðisstofnun ríkisins á 40 ára afmæli stofnunarinnar. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar skrifar grein, sem nefnist Húsnæðisstofnun í fortíð og framtíð. Sigjón Ólafsson upplýsingafulltrúi rekur sögu Húsnæðisstofnunar í 40 ár og þeir Björgvin R. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 273 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa sjaldan verið lægri en nú

ÁVöXTUNARKRAFA húsbréfa hefur lækkað mjög að undanförnu. Hún var 5,45% í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægri frá því í ???? . Lækkun ávöxtunarkröfunnar nú má rekja til vaxtalækkananna að undanförnu. Ávöxtunarkrafan skiptir miklu máli, því að hún ræður þeim afföllum, sem er á húsbréfunum á hverjum tíma. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 48 orð

Blýmengun á heimilum

BLÝ er í einhverjum mæli í flestum húsum, segir Ragnar J.Gunnarsson í grein um blýmengun á heimilum. Af blýmengun getur stafað háski, ekki hvað sízt fyrir börn. Blý getur verið í málningu og lakki og það getur einnig borizt inn á heimili utan frá. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 343 orð

Bónus opnar 600 ferm. verzlun

FYRSTA verzlunarbyggingin í Spönginni í Grafarvogi var tekin í notkun fyrir skömmu, er Bónus opnaði þar 600 ferm. verzlun. Húsnæðið er nánast klæðskerasaumað utan um hefðbundna Bónusverzlun," segir Jóhannes Jónsson í Bónus. Það er á einni hæð og byggt úr forsteyptum einingum, en þakið er úr límtré. Í því verður rekin alhliða matvöruverzlun að hætti Bónus." Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 32 orð

Dúkkur í svefnherbergi

Dúkkur í svefnherbergi EINU sinni þótt mjög fínt að hafa dúkku sitjandi á miðju hjónarúmi. Nú er öldin önnur. Hér eru þó dúkkur í svefnherberginu, en þær sitja pent í sófa til fóta. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Dýraskinn

ÞEIR sem eru miklir áhugamenn um dýrafeldi og skinn ættu að skoða þessa mynd vel. Þarna hefur sófi og skammel verið klætt með eftirlíkingu af dýrafeldi og bætt um betur með því að hafa eins teppi til þess að hlýja sér undir á köldum vetrarkvöldum. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 802 orð

Er blýmengun á heimilinu?

Í BANDARÍKJUNUM er talið að blýmengun í heimahúsum sé algengasta og jafnframt hættulegasta mengun, sem ógnar íbúum hins vestræna heims. Blýmengun hefur afar skaðleg og varanleg áhrif á heilsu manna, sérstaklega ungra barna. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 316 orð

Fallegt einbýlis- hús við Hátún

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu fallegt einbýlishús við Hátún 5, sem er kjallari, hæð og ris og 178 ferm. alls fyrir utan bílskúr. Þetta er steinhús, byggt 1941. Ásett verð er 15,9 millj. kr. Talsverður trjágróður er á lóðinni, sem er í góðri rækt. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 785 orð

Framtíðarsýn

Það þótti tíðindum sæta þegar tvö stór landssamtök atvinnurekenda sameinuðust fyrir nokkrum árum, þetta voru Landsamband iðnaðarmanna og Félag íslenskra iðnrekenda og þá urðu Samtök iðnaðarins til. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 46 orð

Fyrir græna fingur

EF fólk fer að klæja verulega í grænu fingurnar þá er hér verðugt viðfangsefni. Að vísu er þetta erlend mynd en vafalaust mætti finna einhverja þá plöntu sem hentaði vel til að klippa út dýr í hér upp á Íslandi ef vel er leitað. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 193 orð

Gott parhús við Austurbrún

HJÁ Fasteignamarkaðnum er nú til sölu parhús við Austurbrún 34. Húsið er á tveimur hæðum, 212 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 17,5 millj. kr. Á neðri hæð eru forstofa, herbergi, hol, borðstofa með flísum á gólfi og eldhús með alno-innréttingum og borðaðstöðu og útgangi út á timburverönd. Þvottaherbergi er inn af eldhúsi með útgangi út á lóð. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 171 orð

Heilsárshús í landi Elliðakots

ÓVÍÐA er umhverfið fegurra en í landi Elliðakots. Hjá fasteignasölunni Kjörbýli er þar til sölu gullfallegt sumarhús (heilsárshús) ásamt vinnuskúr og geymslu. Húsið stendur á um 2500 ferm. ræktuðu landi. Það er 51 ferm. að stærð auk sólstofu, en vinnuskúrinn er um 20 ferm. Ásett verð er 5,7 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Kjörbýli. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 425 orð

Hús við fjörukambinn á Álftanesi

HÚSEIGNIR á Álftanesi hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Byggðin er lágreist og því er þar ekkert sem skyggir á útsýnið nánast hvar sem er. Mikið er af opnum svæðum og stórar tjarnir eins og Valhúsatjörn og Skógtjörn með öllu sínu fuglalífi á sumrin gefa þessu svæði mjög sérstakt yfirbragð. Aðgangur að góðri strönd er líka langt umfram það, sem gengur og gerist og fjörur afar skemmtilegar. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 165 orð

Hækkandi verð í Bretlandi

ÞEGAR á heildina er litið, hefur verð hækkað á fasteignum um nær 9% í Bretlandi á síðustu 12 mánuðum. Er þetta samkvæmt opinberum tölum, sem kunngerðar voru fyrir skömmu. Að sögnin blaðsins The Daily Telegraph hefur verðhækkunin verið hvað mest í London og umhverfi hennar, en þar hefur verð hækkað um 12,2%. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 193 orð

Of lítið byggt í Danmörku

NÝJAR spár um fólksfjölda í Danmörku ásamt breyttri þróun í framboði á íbúðarhúsnæði benda til, að framundan sé skortur á íbúðarhúsnæði í landinu. Kom þetta fram í viðtali við Jesper Bo Jensen, þekktan sérfræðing á þessu sviði, í viðskiptablaðinu Børsen fyrir skömmu. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Veggfóður á baðherbergi

VEGGFÓÐUR hefur ekki verið í tísku undanfarið eins og það var þó vinsælt fyrir nokkrum árum. Veggfóður er þó oft skemmtilegt, ekki síst í herbergjum sem eru undir súð eins og sjá má hér í þessu baðherbergi. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Veggplattar eru gott veggskraut

Ýmsar þjóðir, ekki síst Grikkir, eru frægar fyrir veggplatta sína. Þessir sem hér hanga eru hins vegar frá Spáni og Portúgal. Sennilega njóta svona plattar sín betur þegar þeir eru ekki alveg svona margir saman. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 215 orð

Vel skipulagt hús á góðum stað

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu gott raðhús á tveimur hæðum við Álftamýri 31. Húsið er 191 ferm. með innbyggðum bílskúr. Í því eru tvær stofur og 4-5 svefnherbergi. Ásett verð er 14,5 millj. kr. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 44 orð

Viðhald er nauðsyn

Það er ekki nauðsynlegt, að hver íbúðareigandi sé sérfræðingur í lögnum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En hann þarf að gera sér grein fyrir því, að lagnir eru eins og hver annar búnaður, sem þarf umhirðu og viðhald. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 197 orð

Þátta- skil í Spönginni

ÞÁTTASKIL eru orðin í Spönginni svonefndu í Grafarvogi með fyrstu verzlunarbyggingunni á svæðinu. Þar er að verki Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Byggingin er um 600 ferm. og í henni verður rekin hefðbundin Bónusverzlun. Hún er byggð úr forsteyptum einingum, en þakið er úr límtré. Meira
8. júlí 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

8. júlí 1997 | Fasteignablað | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

8. júlí 1997 | Fasteignablað | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

8. júlí 1997 | Fasteignablað | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

8. júlí 1997 | Úr verinu | 114 orð

Humarkvóti minnkaður

ÁKVEÐIÐ hefur verið að minnka humarkvóta töluvert frá því sme nú er. Á næsta fiskveiðiári verður leyfilegt að veiða um 1.200 tonn af humri upp úr sjó. Á hinn bóginn verður leyft að veiða meira af rækju og verður úthafsrækjukvótinn nú 75.000 tonn sem er meira en nokkru sinni áður. Hér fer á eftir yfirlit yfir leyfilegan afla á helztu skelfisktegunda á næsta ár og leyfilegur síldarafli: Meira
8. júlí 1997 | Úr verinu | 204 orð

Loðnuskipunum haldið í höfn að lokinni löndun

ENN ER rífandi gangur í loðnuveiðunum og löndunarbið í flestum höfnum. Hefur víða verið gripið til þess að halda skipunum í höfn eftir að landað hefur verið úr þeim, til að dreifa sókn á miðin. Loðnuflotinn hefur nú fært sig fjær landi á ný og er meginveiðisvæðið nú um 100 mílur norðaustur af Langanesi. Veiði hefur verið mjög góð og algengt að að skipin taki um 300 tonn í einu kasti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.