Greinar föstudaginn 11. júlí 1997

Forsíða

11. júlí 1997 | Forsíða | 348 orð

Clinton segir Pólverja vera "komna heim"

PÓLVERJAR fögnuðu vel Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, þegar hann kom til Póllands í gær og þökkuðu honum fyrir stuðninginn við aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Clinton sagði í ræðu að nú, átta árum eftir að kommúnisminn leið undir lok í Póllandi, táknaði NATO-aðildin að Pólverjar væru "komnir heim". Meira
11. júlí 1997 | Forsíða | 178 orð

Dvínandi fylgi Kohls í austri

FYLGI Austur-Þjóðverja við stærsta stjórnarflokkinn, flokk Helmuts Kohls kanzlara, kristilega demókrata (CDU) fer hraðminnkandi um þessar mundir. Að mati sérfræðinga, sem sérhæfa sig í skoðanakönnunum, er mjög hætt við því að flokkurinn hljóti þar minna fylgi en jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í þingkosningunum sem fram fara haustið 1998, en hvor stóru flokkanna tveggja, CDU eða SPD, Meira
11. júlí 1997 | Forsíða | 92 orð

Flóð í Mið- Evrópu

MIKIL flóð, þau mestu á öldinni, eru í Tékklandi og Póllandi og víða hefur fólk orðið að flýja heimili sín. Í gær höfðu að minnsta kosti 39 manns látið lífið í flóðunum og tuga manna var saknað. Tugir þúsunda hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Meira
11. júlí 1997 | Forsíða | 329 orð

Margir taldir inni lokaðir í rústunum

UNNIÐ var að því í gær að grafa fólk úr rúsum húsa, sem hrundu í öflugum jarðskjálfta, sem varð í Venesúela um nónbil í fyrradag. Í gær var vitað um 59 látna en ljóst þótti, að tala látinna ætti eftir að hækka. Jarðskjálftinn var 6,9 stig á Richter-kvarða og olli mestu tjóni í bænum Cariaco á Karíbahafsströndinni, um 470 km austur af höfuðborginni, Caracas. Meira
11. júlí 1997 | Forsíða | 128 orð

Sagðir nota fanga sem gísla

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty Internatiol sökuðu í gær Ísraela um að halda líbönskum borgurum í fangelsi með ólöglegum hætti og beita þeim sem gíslum til að knýja á um að íslamskir skæruliðar í Líbanon leysi ísraelska hermenn úr haldi. Meira

Fréttir

11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

10 net tekin upp vegna of stórra möskva

VEIÐIEFTIRLITIÐ tók upp tíu net síðastliðna nótt í Steingrímsfirði sem samrýmdust ekki reglum um silungsveiðar í sjó og afhentu lögreglunni á Hólmavík. Netin voru með of stóra möskva, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þau mega vera á bilinu 3 sm til w4 sm í legg á milli hnúta. Allt sem er þar fyrir ofan er bannað samkvæmt reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um silungsveiði í sjó. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

17 km eftirför

LÖGREGLAN veitti ungum bílstjóra, sem ók á rúmlega 150 km hraða, eftirför í gær um 17 km frá Blönduósi suður Langadal. Mikil umferð var. Maðurinn var handtekinn og færður í yfirheyrslu. Á eftir að rétta í málinu. Að sögn lögreglu klessukeyrði sami maður mótorhjól í síðustu viku. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

19 ferðir í mánuði til áramóta

ATLANTA flugfélagið í Mosfellsbæ hefur samið við spænska flugfélagið Iberia um flug milli Madrid á Spáni og Havana á Kúbu með 747-200 breiðþotu félagsins. Farnar verða 19 ferðir í mánuði milli landanna allt til áramóta og var fyrsta flugið í síðustu viku. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

20 ára afmæli Sælukots

Á ÞESSU ári eru 20 ár síðan Ananda Marga á Íslandi hóf rekstur leikskólans Sælukots. Af þessu tilefni verður reiðhjólarallí laugardaginn 12. júlí kl. 13. Lagt verður af stað á göngustígnum við Suðurgötu rétt hjá Sælukoti og hjólað áleiðis að Öskjuhlíð. Nokkrar vegalengdir eru í boði. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

450 milljóna viðbótarframlag til aldamóta

LANDGRÆÐSLA ríkisins og Skógrækt ríkisins hófu sérstakt átak í landgræðslu og skógrækt í vor, en það er í samræmi við nýja framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2000, sem hefur það m.a. að markmiði að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu á forgangssvæðum og að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri um 100.000 tonn frá því sem hún var árið 1990. Meira
11. júlí 1997 | Landsbyggðin | 393 orð

50 ára kaupstaðarafmæli Sauðárkróks

Sauðárkróki-Fyrsta bæjarstjórn á Sauðárkróki kom saman til síns fyrsta fundar 8. júlí 1947 en Sauðárkrókur hlaut kaupstaðarréttindi það ár. Í tilefni þessara tímamóta hélt bæjarstjórn Sauðárkróks hátíðarfund sl. þriðjudagskvöld í Gúttó en einmitt þar var fyrsti fundurinn haldinn. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 825 orð

700 milljón kr. minni tekjur

26.200 tonn af karfa höfðu veiðst á Reykjaneshrygg 6. júlí síðastliðinn, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Heildarkvótinn er 45 þúsund tonn, þannig að enn á eftir að veiða 18.800 tonn til að ná kvótanum. Þetta eru viðbrigði frá því í fyrra þegar veiðarnar stöðvuðust 15. júní vegna þess að þær voru komnar í 45 þúsund tonn á Reykjaneshrygg. Til viðbótar höfðu þrjú skip Samherja hf. veitt um 5. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Áfengið hrellir Kennedyana

CHRISTOPHER Kennedy, sonur Roberts heitins Kennedys, segir í viðtali, sem birtist í fyrradag, að það sé auðveldara fyrir unga fólkið í Kennedy-fjölskyldunni "að koma saman A.A.-deild en knattspyrnuliði". Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 399 orð

Bandaríkjamenn ekki staðið við samninga

Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, segir að Bandaríkjamenn hafi ekki staðið við gerða samninga við Landmælingar Íslands um útgáfu grunnkorta af Íslandi. Ágúst segir að samningurinn byggist á varnarsamningi þjóðanna og viðbótarákvæðum við hann. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Landmælingar hafa unnið að kortlagningu landsins í 1:50. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Bílvelta í Hrútafirði

KONA og tvö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Hvammstanga eftir að bifreið sem konan ók valt við bæinn Bæ í Hrútafirði um klukkan 13 í gær. Talið er að konan hafi ekið út í lausamöl og misst stjórn á bifreiðinni í kjölfarið. Bifreiðin valt og hafnaði utan vegar. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Bærinn greiðir 14 milljónir

BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti í gær samkomulag milli Handknattleikssambands Íslands og Akureyrarbæjar um uppgjör á kröfu HSÍ vegna bæjarábyrgðar á miðasölusamningi framkvæmdanefndar HM '95 og Halldórs Jóhannssonar. Samkvæmt samkomulaginu greiðir bærinn 14 milljónir króna vegna ábyrgðarinnar. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Dagskrá um tómthúsmenn í Reykjavík

Á ÁRBÆJARSAFNI verður sunnudagurinn 13. júlí tileinkaður tómthúsmönnum. Steinbæirnir á safninu, Nýlenda og Hábær, verða þá í sviðsljósinu en það voru einmeitt tómthúsmenn sem byggðu þá fyrir rúmlega hundrað árum. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ekið á dreng

EKIÐ var á tíu ára gamlan dreng á reiðhjóli á Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann á slysadeild. Talið var að drengurinn hefði lærbrotnað við áreksturinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Menn frá tæknideild lögreglu og rannsóknadeild komu á vettvang til að rannsaka slysstað. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Ekki þurft að kaupa heitt vatn

JÓNA Sigrún Sigurðardóttir, garðyrkjubóndi á Grísará í Eyjafjarðarsveit, segir ekki rétt að Grísará hafi fengið heitt vatn á lægra verði en aðrir í sveitinni. Áki Áskelsson fulltrúi í sveitarstjórn sagði í Morgunblaðinu í vikunni að Grísará og Vín hafi fengið heitt vatn á lægra verði en aðrir og um hafi verið að ræða pólitíska fyrirgreiðslu frá fyrri tíð. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð

ESB vill taka upp ýmis atriði karfasamningsins

EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst taka upp ýmis atriði samnings síns við Ísland um rétt skipa frá ríkjum sambandsins til karfaveiða í íslenzku lögsögunni, þegar árlegur fundur um framkvæmd samningsins verður haldinn á komandi hausti. Aukafundur embættismanna Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um karfaveiðarnar var haldinn hér á landi í síðustu viku og lauk honum án samkomulags. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 391 orð

Fenris hópurinn frumsýnir í kvöld

NORRÆNI leikhópurinn Fenris, sem settur er saman af hópi ungmenna á öllum Norðurlöndunum, sýnir afrakstur sinn í Íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30. Þetta er í fjórða sinn sem Fenris hópurinn setur upp leiksýningu og nú annað skiptið í röð sem frumsýnt er á Íslandi. Sýningar á Akureyri verða tvær, í kvöld og á morgum laugardag. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fiskurinn eltir loðnubátana

MOKFISKIRÍ er oft hjá bryggjuveiðimönnum á Seyðisfirði þegar loðnubátar landa þar hjá SR- mjöli hf. Ingi Ásmundsson segist oft veiða þar þegar verið sé að landa, fiskurinn elti bátana að SR-bryggjunni. Hann og Sigurjón Viktorsson, sem hér sést landa einum vænum, fylltu öll ílát á meðan landað var úr Grindvíkingi GK-606 í vikunni. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Fjölskylduhátíð Kiwanismanna

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ á Óðinssvæði Kiwanis var haldin í Grímsey nýlega. Gestir komu með ferjunni Sæfara og var búist við fjölmenni en þegar ferjan lagðist að bryggju í Grímsey kom í ljós að tæplega fjörutíu manns, sem boðað höfðu komu sína, vantaði í hópinn. Hátíðin var sett kl. 10 á laugardagsmorgni og fjölbreytt dagskrá stóð framn á kvöld. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Flotinn leitar að loðnunni

Frá upphafi loðnuvertíðarinnar hafa borist um 101.000 tonn af loðnu á land, þar af rúm 92.000 tonn sem íslensk skip hafa veitt. Mest hefur verið landað hjá SR-möli á Siglufirði, rúmum 12.000 tonnum. Afli norskra loðnuskipa í íslensku landhelginni er nú kominn í 56.600 tonn, færeyskra skipa um 11.700 tonn en grænlensk skip hafa veitt hér um 1.700 tonn af loðnu á þessari vertíð. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 388 orð

Gæti greitt fyrir friðarviðræðum

NABIL Shaath, samningamaður Palestínumanna, sagði í gær að ýmsar aðgerðir, sem væru til þess fallnar að skapa traust milli Palestínumanna og Ísraela, gætu orðið til þess að friðarviðræður þeirra hæfust að nýju eftir að hafa legið niðri í fjóra mánuði. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 674 orð

Göngur FÍ

FERÐAFÉLAG Íslands efnir um helgina til ferða í Þórsmörk, gönguferðar á Fimmvörðuháls og bakpokaferðar frá Hagavatni um Hlöðuvelli að Úthlíð. Í Þórsmerkurferðum er boðið upp á að dvelja í Þórsmörk á milli ferða. Farið verður í göngugerðir á Fimmvörðuháls flestar helgar í sumar. Gengið er yfir hálsinn á einum degi og gist í Þórsmörk. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 41 orð

Hanes- úrskurður kærður til Hæstaréttar

ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagaskilyrðum fyrir framsali Conniear Jean og Donalds Hanes til Bandaríkjanna væri ekki fullnægt, var í gær kærður til Hæstaréttar. Úrskurðurinn var kveðinn upp sl. mánudag og hafði ákæruvaldið þriggja sólarhringa kærufrest. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hálandaleikarnir hefjast á Eskifirði

HÁLANDALEIKAR í skoskum stíl hefjast um næstu helgi á Eskifirði og verða þeir haldnir á nokkrum stöðum á landinu fram í september. Í fyrra sigraði Pétur Guðmundsson kúluvarpari og freistar hann þess að halda titlinum í ár. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Helgardagskrá í Viðey

AÐ VENJU verður um að ræða gönguferð, staðarskoðun, ljósmyndasýningu og hestaleigu í Viðey um helgina. Gönguferðin er morgunganga á laugardag. Farið verður úr Sundahöfn kl. 10 en síðan gengið yfir á norðurströnd Heimaeyjar vestur á Eiði og alla leið yfir að Nautahúsunum á Vestureynni en þar er steinn með áletrun frá 1821, sem hugsanlega geymir gamla ástarsögu. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Helgi Áss í 2.-4. sæti

DANINN Erling Mortensen er efstur á Politiken Cup í Kaupmannahöfn eftir 5 umferðir af 11. Hann hefur unnið allar skákir sínar. Helgi Áss Grétarsson vann Ole Jakobsen í 5. umferð og er í 2.-4. sæti með 4vinning ásamt Dönunum Carsten Höi og Karsten Rasmussen. Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnarsson eru í 12.-27. sæti með 3 v. Stefán Kristjánsson er í 28.-46. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Helmingi minni afföll

Á sama tímabili lækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa til 25 ára úr 5,79 í 5,45%, sem olli því að afföll við sölu slíkra bréfa fóru úr 9,72% í 6,93%, samkvæmt upplýsingum frá Viðskiptastofu Íslandsbanka hf. Sá sem tók 40 ára lán í janúar að fjárhæð 5,6 milljónir fékk á þeim tíma 4.873.303 kr. útborgaðar við sölu bréfanna hjá verðbréfafyrirtækjum. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hnífstunga í Vesturbæ

ÁTÖK milli manns og konu í fjölbýlishúsi í Vesturbæ enduðu með hnífstungu í fyrrinótt. Átökin voru tilkynnt lögreglu skömmu eftir miðnætti og voru tvær manneskjur færðar í fangageymslur í kjölfarið. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Hugmyndir um sameiningu í Þingeyjarsýslum

HREPPSNEFND Skútustaðahrepps við Mývatn vill beita sér fyrir sameiningu allra sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslunum báðum ásamt Húsavíkurbæ. Hreppsnefndin samþykkti samhljóða að lýsa yfir vilja til þess að hefja undirbúning á vettvangi Héraðsnefndar Þingeyinga. Meira
11. júlí 1997 | Landsbyggðin | 516 orð

Hvalaskoðun frá Stykkishólmi

Stykkishólmi-HVALASKOÐUN dregur að sér sífellt meiri athygli og fjölgar ferðamönnum íslenskum sem erlendum sem hafa áhuga á að sjá þessar stóru, friðuðu skepnur. Í vetur keyptu Eyjaferðir í Stykkishólmi stórt og öflugt, tveggja skrokka skip, m.a. í þeim tilgangi að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

Ísland nú á kortinu

ÍSLAND er nú sýnt á Evrópukorti því sem mun skreyta seðla, sem gefnir verða út í evró, væntanlegum gjaldmiðli Evrópusambandsins. Á fyrstu tillögunni að útliti seðlanna, sem kynnt var í desember sl., vantaði Ísland á kortið. Í gær kynnti Peningamálastofnun Evrópu í Frankfurt (EMI) hins vegar endurskoðaða útgáfu af seðlunum og hefur Íslandi og Tyrklandi verið bætt inn á kortið. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Jafnræði á við opinbera starfsmenn

VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Sókn hefur samþykkt að höfða mál til að láta reyna á fæðingarorlofsrétt félaga sinna. Verður þess krafist að þeir njóti sama réttar og aðrir starfsmenn ríkisins á grundvelli jafnræðisreglu. Munu nokkrir félagar í Sókn höfða einkamál fyrir héraðsdómi í haust og láta reyna á rétt sinn. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Kosningar 15. nóvember

UNDIRBÚNINGUR sameiningar 11 sveitarfélaga í Skagafirði er að komast á lokastig. Að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra Sauðárkróksbæjar, verður á næstu dögum dreift blaði til íbúa þeirra allra þar sem kynntar verða hugmyndir sameiningarnefndar um fyrirkomulag einstakra málaflokka. Í kjölfarið verða sveitarstjórnir beðnar um athugasemdir. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Lokun í Bólstaðarhlíð

BÓLSTAÐARHLÍÐ, skammt austan við gatnamótin við Skaftahlíð, verður lokuð fyrir umferð bíla í eitt ár til reynslu frá og með þriðjudegi 15. júlí næstkomandi. Leið 3 Strætisvagna Reykjavíkur mun frá sama tíma aka um Háteigsveg í stað þess að fara um Stakkahlíð og Bólstaðarhlíð. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Minni leki en meiri hiti í berginu

EINGÖNGU 850 metra vantar uppá svo Hvalfjarðargöngin nái saman. "Svæðið framundan er viðkvæmt enda kaflinn þar sem fjörðurinn er dýpstur", sagði Björgvin Guðjónsson, jarðfræðingur og starfsmaður Fossvirkis í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Mjög dræm veiði í laxveiðiám norðanlands

ÞAÐ SEM af er sumri hefur laxveiði í ám norðanlands verið mjög dræm. Að sögn Sigurðar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Veiðimálastofnunar, er helsta ástæðan lélegur árgangur af tveggja ára fiski. "Það vantar þennan stórlax, eða tveggja ára fisk, en við bjuggumst svo sem ekki við miklu af honum. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 360 orð

Mótmælendur undirbúa göngu

MÓTMÆLENDUR á Norður- Írlandi bjuggu sig undir það í gær að ganga á morgun um hverfi kaþólskra í Belfast og Londonderry en ganga þeirra í Portadown sl. sunnudag olli mestu óeirðum í landinu í mörg ár. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 204 orð

Niðurstöðu er að vænta í haust

UNDIRBÚNINGSSTARF vegna fyrirhugaðrar sameiningar verkalýðsfélaganna Dagsbrúnar og Framsóknar hefur að mestu legið niðri að undanförnu vegna vinnu við kjarasamninga, en Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, gerir ráð fyrir að settur verði kraftur í undirbúningsvinnuna í haust þannig að fyrir áramót liggi ljóst fyrir hvort af sameiningu verður. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Nítján styrkir vegna end urbóta húsa í Reykjavík

NÍTJÁN styrkir úr nýjum Húsverndarsjóði Reykjavíkurborgar voru formlega afhentir við athöfn á Árbæjarsafni í gærdag, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá var Húsverndarsjóðnum breytt úr lánasjóði í styrktarsjóð fyrr á þessu ári. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 487 orð

Norðurá á góðu róli

NORÐURÁ í Borgarfirði hefur reynst gjöful það sem af er veiðitímanum. Um hádegi fimmtudaginn 10. júlí var búið að landa 781 laxi úr ánni. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma í fyrra hafði áin gefið 708 laxa. Aðra sögu er að segja af Elliðaánum, en á hádegi fimmtudags höfðu ekki veiðst nema 102 laxar í ánum samanborið við 210 laxa á sama tíma í fyrra. Meira
11. júlí 1997 | Miðopna | 1964 orð

Orkan og lega landsins lykillinn

Hugmyndir um byggingu olíuhreinsunarstöðvar í samvinnu við Rússa og Bandaríkjamenn Orkan og lega landsins lykillinn Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 69 orð

Óraníureglan hætt við

FÉLAGAR í Óraníureglu mótmælenda á Norður-Írlandi hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða skrúðgöngu um kaþólska hluta Ormeaugötu í Belfast á laugardag. Fréttastofa BBC greindi frá þessu í gærkvöldi. Var vitnað í yfirlýsingu frá reglunni þar sem ástæða þessarar "alvarlegu ákvörðunar" er sögð sú, að reglumenn vilji forðast ofbeldi. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 429 orð

Ranariddh vill málamiðlun í Kambódíu

HINN brottræki forsætisráðherra Kambódíu, Ranariddh prins, hvatti í gær Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að viðurkenna ekki ríkisstjórn forsætisráðherrans Huns Sens og taka fyrir fjárhagsaðstoð til landsins á meðan hann væri við völd. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 88 orð

Reuter

SKOSKA fyrirsætan Stella Tennant sýnir kögraða silkiskyrtu með gegnsæjum ermum við pils úr sama efni. Eru þetta verk eftir þýska fatahönnuðinn Karl Lagerfeld, sem sýnd voru hjá tískuhúsinu Chanel í París þar sem kynnt var haust og vetrartískan '97-'98 í gær. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 87 orð

Reuter

GÍFURLEG aurskriða féll á bæinn Izumi í suðurhluta Japans í gærmorgun og varð 19 manns að bana. Flestir bæjarbúa voru í fastasvefni er skriðan féll. Úrhellisrigning, sem staðið hefur í fjóra daga, losaði um jarðveg í fjallshlíð fyrir ofan bæinn með þessum afleiðingum. Síðdegis í gær leituðu um 1.000 björgunarmenn að tveim sem enn var saknað og nutu við það aðstoðar hunda. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 99 orð

Reuter

CARL Sagan-stöðin, eða geimfarið Ratvís, eftir að það lenti á Mars. Myndin er tekin með myndavél framan á jeppanum Ferðalangi, sem Ratvís bar til Mars og er fjarstýrt frá jörð. Sjá má brautina sem Ferðalangi var ekið niður úr farinu og hjólför eftir hann. Loftbelgirnir sem vörðu Ratvís í lendingunni sjást umhverfis farið. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 574 orð

Ríkið tæki við öðrum kostnaðarliðum

GERT er ráð fyrir að ríkið hætti greiðsluþátttöku vegna húsaleigubóta frá 1. janúar næstkomandi og sveitarfélögin taki alfarið við greiðslu þeirra, að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. "Það er eðlilegra að þetta verkefni sé hjá sveitarfélögunum. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 496 orð

Segir Kim undirbúa leifturstríð

HWANG Jang-yop, þekktasti flóttamaðurinn frá Norður-Kóreu, sagði í gær að Kim Jong-il, leiðtogi landsins, væri að undirbúa leiftursókn gegn Suður-Kóreu. Hann hefði hafnað umbótum þrátt fyrir hungursneyð og efnahagsþrengingar í landinu og liti á leifturstríð sem einu leiðina til að losna út úr kreppunni. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 275 orð

Serbi beið bana í handtökutilraun

HERMENN úr friðargæzluliði NATO í Bosníu skutu í gær til bana serbneskan lögregluforingja er þeir reyndu að handtaka hann vegna gruns um aðild hans að stríðsglæpum. Lögregluforinginn, Simo Drljaca að nafni, stýrði grimmilegum þjóðernishreinsunum gegn múslimum og Króötum í norðurhluta Bosníu á árinu 1992. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 461 orð

Skipulagsréttur óháður eignarrétti

UMHVERFISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, segir eignarhald á hálendinu ekki hafa áhrif á skipulagsstjórn þar. Á síðasta ári úrskurðaði umhverfisráðuneytið að Svínavatnshreppur færi með skipulagsmál á Hveravöllum í kjölfar stjórnsýslukæru Ferðafélags Íslands þar sem þess var krafist að sá hluti aðalskipulags Svínavatnshrepps sem fjallaði um Hveravallasvæðið yrði felldur úr gildi. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Stórsigrar hjá Keflavík og KR

TVEIR leikir voru í bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu í gærkvöldi. Keflavík bar sigurorð af Val að Hlíðarenda, 5-1, eftir framlengdan leik. KR sigraði Skallagrím í Borgarnesi, 5-1. ÍBV og Leiftur eru einnig komin í undanúrslit í bikarnum. Breiðablik, KR, Valur og ÍBV eru komin áfram í bikarkeppni kvenna. Dregið verður í undanúrslit bæði í bikarkeppni karla og kvenna á morgun. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 364 orð

Stórslys verði lóðinni hafnað

BORGARAFUNDUR um skipulagsmál í Arnarneshreppi var haldinn í Freyjulundi í fyrrakvöld. Unnið er að gerð aðalskipulags Arnarneshrepps og er það nánast frágengið að öðru leyti en því að íbúar hreppsins eiga eftir að taka afstöðu til þess hvort stóriðjulóð verði samþykkt við Dysnes. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

Stöðvarbygging á Nesjavöllum Tafir vegna breytinga

FRAMKVÆMDIR við byggingu nýs stöðvarhúss á Nesjavöllum hafa tafist um eina til tvær vikur vegna breytinga sem gera þurfti á sökkli fyrir Mitsubishi-vélasamstæðu sem keypt var til raforkuframleiðslu í virkjuninni. Vélasamstæðan verður í vélasal nýja húsnæðisins sem byggt er við gömlu stöðvarbygginguna. "Þegar verkefnið var boðið út var ekki vitað hvers konar vélar yrðu fyrir valinu. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sumarlest Esso á Vestfjörðum

SUMARLEST Esso verður á Hólmavík föstudaginn 11. júlí frá kl. 16­18, á Ísafirði laugardaginn 12. júlí kl. 14­16 og á Patreksfirði sunnudaginn 13. júlí kl. 14­16. Á Ísafirði hefst ratleikur á laugardeginum kl. 13.30 og er gasgrill í verðlaun. Meira
11. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Svanhvít ráðin skólastjóri

SVANHVÍT Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hafralækjarskóla í Aðaldal. Hún tekur við stöðunni af Sigmari Ólafssyni sem gegnt hefur starfi skólastjóra í 21 ár. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna en ein umsókn var dregin til baka áður en þær voru teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn. Svanhvít hefur starfað sem skólastjóri í afleysingum á Hornafirði sl. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Tekjur úr lífeyrissjóðum dragast frá bótum

NÝ lög tóku gildi um síðustu mánaðamót um atvinnuleysistryggingar. Meðal helstu breytinga sem verða á bótarétti atvinnuleysistrygginga er að greiðslur úr lífeyrissjóðum, almennum og frjálsum, koma til frádráttar atvinnuleysisbótum á sama hátt og grunnlífeyrir elli- og örorkulífeyris og örorkustyrks frá Tryggingastofnun ríkisins. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Telja að Samkeppnisráð skorti heimild í lögum

FLUGLEIÐIR ákváðu í gær að bera úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um stjórnunaríhlutun í máli Flugfélags Íslands hf. undir almenna dómstóla. Telur félagið að Samkeppnisráð skorti heimild í lögum fyrir þessari ákvörðun. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Tölvubúnaði stolið

TÖLVU, lyklaborði og merkjavél var stolið í innbroti í fyrirtæki á Réttarhálsi í fyrradag. Daginn áður var brotist inn í fyrirtæki við Ártúnshöfða og þaðan stolið tölvubúnaði, auk þess sem bifreið sem tilheyrði því fyrirtæki var einnig stolið. Hún fannst skömmu seinna við Ásgarð. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Útlit fyrir rigningu um helgina

ÚTLIT er fyrir að það haldi áfram að rigna á landsmenn um mest allt land um helgina, en spáin er vænlegust fyrir íbúa á norður og norðausturlandi. Þar er gert ráð fyrir að verði þurrt á laugardag og sunnudag og víða léttskýjað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Veitingahús og verslanir opnaðar eftir tvo mánuði

FRAMKVÆMDUM við Vegamótastíg miðar vel. Ráðgert er að svæðið verði tilbúið eftir tvo mánuði. Lóðin er á bak við Laugavegsapótek en í portinu voru á sínum tíma saltgeymslur gatnamálastjóra, auk þess sem vinnuvélar voru geymdar þar og meinadýraeyðir hafði þar aðsetur. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 594 orð

Verðbólgan í ár 2% að mati Seðlabankans

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,2% frá júní til júlímánaðar, skv. upplýsingum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% og ef húsnæðisliður vísitölunnar er undanskilinn er hækkunin 1,4%. Samkvæmt bráðabirgðaathugun Seðlabankans gerir bankinn nú ráð fyrir 2% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Verkstjórar og Reykjavíkurborg semja

SAMNINGAR náðust í kjaradeilu Verkstjórasambands Íslands og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í fyrrinótt. Boðuðu verkfalli verkstjóra hjá borginni, sem átti að hefjast í dag, hefur því verið frestað fram yfir atkvæðagreiðslu um hinn nýgerða kjarasamning. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 718 orð

Þrjú eða fimm A-Evrópulönd?

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins, ESB, kom saman á löngum fundi í gær til að ræða fyrirhugaða stækkun sambandsins. Þessi fundur var mjög mikilvægur, þar sem niðurstaða hans kann að skera úr um hvort fyrsta lota stækkunar sambandsins til austurs nái einnig til Eistlands og Slóveníu, eða hvort beri að takmarka hana við sömu þrjú ríki og Atlantshafsbandalagið hefur þegar boðið til aðildarviðræðna, Meira
11. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Þrjú tilboð í eftirlit við Sultartanga

OPNUÐ voru í gær hjá Landsvirkjun tilboð í eftirlit með framkvæmdum við Sultartangavirkjun sem standa eiga fram í ársbyrjun 2000. Er hér um að ræða eitt stærsta eftirlitsverkefni við verklegar framkvæmdir til þessa. Meira
11. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 672 orð

Ætla bítlabænum aftur á tónlistarkortið

HLJÓMSVEITAKEPPNIN Rokkstokk 97 fer fram í Reykjanesbæ um helgina. Forkeppni fer fram í dag og úrslitakeppni á morgun. Framkvæmdastjóri keppninnar er Jón Hilmarsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Ungó, og var hann inntur fregna af tilurð keppninnar, fyrirkomulagi og tilgangi. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júlí 1997 | Leiðarar | 554 orð

LeiðariVITUND UM ÁSTAND LANDSINS ANNSÓKNASTOFNUN landbú

LeiðariVITUND UM ÁSTAND LANDSINS ANNSÓKNASTOFNUN landbúnaðarins og Landgræðslan hafa í samvinnu við Umhverfissjóð verzlunarinnar gefið út bækling undir heitinu "Að lesa landið". Bæklingurinn er ætlaður til að auðvelda almenningi að skynja ástand gróðurfars á Íslandi og benda á leiðir til að vinna gegn gróður- og jarðvegseyðingu. Meira
11. júlí 1997 | Staksteinar | 315 orð

Réttarbót hjá VR

STJÓRN Lífeyrissjóðs VR hefur fært ellilífeyrisaldur úr 70 árum niður í 67. Ennfremur hækkað réttindaávinnslu til ellilífeyris um 11,8% og barnalífeyri um 40%. "Hér er um að ræða eina mestu réttindabót sem átt hefur sér stað hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna," segir í VR-blaðinu. Góð staða VR- sjóðsins Meira

Menning

11. júlí 1997 | Menningarlíf | 436 orð

Að afhjúpa hátíðleikann

SÝNING á verkum Tuma Magnússonar í Ingólfsstræti 8 var opnuð í síðustu viku. Nefnist sýningin Heilavefur og rauðvín. Eitt verk er á sýningunni þar sem sýnt er hvernig litur rauðvíns blandast lit heilavefs og hellist síðan algerlega yfir hann. Verkið er á 21 mynd og má líta á það sem einkennilega litarannsókn, sem samruma tveggja ólíkra efna. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 1070 orð

Agað taumleysi

ÍHEILDINA er hann kraftmikill, geðríkur málari sem leyfir engum að sofa í friði. Hann er næstum ósvífinn í ákafa sínum, litir stundum hráir, en oftar munúðarfullir. Mynd er eins og hús, ef grind og grunnur eru ekki traust, hrynur allt saman. Þrátt fyrir óstýrilæti á ytra borði, gleymir hann aldrei að hafa myndbygginguna sterka. Agaður maður í taumleysi sínu, einfari. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Á þriðja tug handrita

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í haust að undangenginni samkeppni en dómnefnd um verðlaunin hefur nú lokið störfum. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 15. maí 1997. Alls barst á þriðja tug handrita í keppnina. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 415 orð

Barnabókahöfundur slær í gegn

UNGUR breskur rithöfundur gerði fyrir skemmstu samning við bandarískt bókaforlag um útgáfu á fyrstu bók, fyrir sem svarar til um 12 milljóna íslenskra kr. Það sem þykir einna helst tíðindum sæta, er að bókin er skrifuð fyrir börn og takast tvö kvikmyndaver í Hollywood nú á um réttinn til að kvikmynda bókina. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Claudia Schiffer í húsakaupum

ÞRJÚ hús nægja ekki Claudiu Schiffer. Um þessar mundir er hún að koma því fjórða í íbúðarhæft ástand en það er reyndar í næsta nágrenni við annað hús sem hún á. Það er eyjan Mallorca sem heillar Claudiu svo mikið sem raun ber vitni. Annars á Claudia líka íbúð í París og Mónakó þannig að hún þarf varla að óttast að lenda á götunni. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 100 orð

Elle Macpherson beitt fjárkúgun

TVEIR menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til að kúga fé út úr ofurfyrirsætunni Elle Macpherson. Mennirnir tveir, William Ryan Holt og Michael Robert Mischler, hótuðu að setja stolnar myndir af fyrirsætunni leggjalöngu á alnetið. Það var Mischler sem braust inn á heimili Elle Macpherson í Hollywood ekki alls fyrir löngu. Þar tók hann nokkrar myndir traustataki. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Fiðla og píanó í Stykkishólmskirkju

SUMARTÓNLEIKARÖÐIN í Stykkishólmi heldur áfram. Næstkomandi mánudag 14. júlí kl. 21 eru það þær Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanóleikari, sem leika í Stykkishólmskirkju. Á efnisskránni er tónlist eftir Clöru Schumann, Claude Debussy, Edward Elgar, Fitz Kreisler og Edward Grieg. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 117 orð

Fjör á landsmótinu

UM helgina fór fram landsmót UMFÍ. Þrátt fyrir að veðurguðir hafi ekki leikið við mótsgesti allan tímann var ekki annað að sjá en keppendur og gestir skemmtu sér hið besta. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og smellti nokkrum myndum af gestum og gangandi. Meira
11. júlí 1997 | Kvikmyndir | 381 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur að fenginni umsögn stjórnarnefndar Listasafnsins skipað Hrafnhildi Schram, listfræðing, forstöðumann Listasafns Einars Jónssonar um fimm ára skeið frá 1. júlí 1997 að telja. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Fyrsta einkasýningin

GUNNAR Þjóðbjörn Jónsson opnar á morgun, laugardaginn 12. júlí, sýningu á málverkum í Galleríi Horninu við Hafnarstræti 15. Gunnar stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og MHÍ árin 1966­1969 og aftur við MHÍ 1993­1996 og við Glermesterskolen í Holbæk, Danmörku, á síðastliðnu ári. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 202 orð

Getty-safninu lokað um stundarsakir

EINU stærsta og best stæða listasafni heims, J Paul Getty- safninu í Malibu í Kaliforníu hefur verið lokað um stundarsakir. Safnið, sem er eftirlíking hinnar rómversku Villa dei Papiri, verður opnað eftir fjögur ár og mun þá eingöngu hýsa gríska og rómverska list- og fornmuni. Meira
11. júlí 1997 | Kvikmyndir | 251 orð

Godzilla stríðir bíógestum

EKKI er ráð nema í tíma sé tekið er greinilega slagorð Roland Emmerich og Dean Devlin, mannanna á bak við risasmellinn "Independence Day". Þeir byrjuðu að auglýsa ID4 hálfu áru áður en hún var frumsýnd en bæta nú um betur fyrir næstu kvikmynd sína, "Godzilla", og hefja auglýsingaherferðina ári fyrir frumsýninguna. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 142 orð

Háskólabíó frumsýnir spennumynd

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "Bulletproof". Með aðalhlutverk fara Damon Wayans, James Caan og Adam Sandler. Smáglæpamaðurinn Archie Moses (Adam Sandler) er í vondum málum þegar hann kemst að því að Rock Keats (Damon Wayans) besti vinur hans er lögregluþjónn Jack Carter að nafni sem hefur unnið undir fölsku flaggi til að uppræta glæpahringinn sem Archie vinnur fyrir. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Hátíska sett upp í París

BRESKI hönnuðurinn John Galliano verður seint talinn ófrumlegur og sumir myndu eflaust kalla hönnun hans list. Á dögunum setti hann upp tískusýningu í París fyrir hönd vinnuveitanda síns, tískuhússins Christian Dior. Þar gat að líta haust­ og vetrartískuna í ár og eins og sjá má var hún mismunandi klæðalítil. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Julie Andrews syngur í síðasta skipti í Victor/Victoria

ÞEGAR Julie Andrews kom fram í síðasta skipti í söngleiknum Victor/Victoria var henni klappað mikið lof í lófa. Ekki minnkuðu fagnaðarlætin þegar leikarinn Christopher Plummer birtist á sviðinu en svo vildi til að hann var að leika í grenndinni. Þau léku saman í myndinni Söngvaseiður ("The Sound of Music") og þarna upp á sviði hófu þau að syngja eitt þekktasta lag myndarinnar, Edelweiss. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Kristinn sýnir í Gallerí Sævars Karls

KRISTINN M. Pálma opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, föstudag, kl. 16. Þetta er þriðja einkasýning Kristins en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Kristinn erfæddur í Keflavík2. apríl 1967. Meira
11. júlí 1997 | Kvikmyndir | 100 orð

Kvikmyndir í andlitslyftingu

ENDURÚTGÁFUR á eldri kvikmyndum virðast vera í tísku þessa dagana. Stjörnustríðsbálkurinn, "The Godfather I", og "Vertigo" hafa allar verið yfirfarnar og endursýndar í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og víðar. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Magdolna Szabó sýnir í Gallerí Listakoti

GRAFÍKLISTAKONAN Magdolna Szabó opnar ungverska sýningu í Gallerí Listakoti Laugavegi 70 laugardaginn 12. júlí kl. 14. Magdolna stundaði nám í Ungverjalandi og í Svíþjóð í grafíkskólanum Forum í Malmö. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Á sýningunni í Listakoti eru silkiþrykk og steinþrykk unnin á síðustu tveimur árum. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Menning og matargerð í Skemmtihúsinu

Í SKEMMTIHÚSINU,( The Actors Studio ), Laufásvegi 22, er boðið upp á þriggja stunda námskeið í menningu og matargerð á ensku fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti í júlí alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 18. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Menn í svörtu gera það gott

MYNDIN Menn í svörtu, eða "Men in Black", sem var frumsýnd í Bandaríkjunum 2. júlí, skilaði 84,1 milljón dollara tekjum á fimm dögum. Á þriggja daga tímabili, 4.-6. júlí, skilaði hún 51 milljón dollara í kassann og er það mesta aðsókn að mynd sem er ekki framhaldsmynd. Menn í svörtu eru þar með þriðja best sótta myndin á frumsýningarhelgi. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 61 orð

Milla Jojovich: Ný stjarna

MILLA Jojovich er aðeins 21 árs gömul en á þrátt fyrir það yfir tíu ára starfsferil að baki. Hún var aðeins 11 ára gömul þegar hún var farin að birtast á forsíðum tímarita. Fyrirsætuferlinum er ekki lokið en Milla hefur bætt við sig. Hún leikur í nýjustu mynd Luc Besson, "The Fifth Element", og hefur gaman af. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 148 orð

Móðir um dóttur

FJÖLMIÐLAR hafa velt sér upp úr meintri sjálfsvígstilraun Naomi Campbell. Í viðtali við móður Naomi, Valerie, í breska blaðinu OK þvertekur hún fyrir að sú hafi verið raunin. Valerie segir að um ofnæmisviðbrögð hafi verið að ræða. Hún er þó þeirrar skoðunar að Naomi hafi verið í uppnámi vegna þess að þeim Joaqín Cortés hafi sinnast. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 604 orð

Ólík viðfangsefni í Gerðasafni

SÝNINGIN Fjærvera/nærvera hefur verið opnuð í Gerðasafni, Listasafni Kópavogs. Það er fyrir atbeina sýningarstjórans Michaels Tarantinos, sem jafnframt hefur valið til þátttöku þrjá listamenn, hvern öðrum ólíkari. Á sýningunni eiga tveir erlendir listamenn verk, þau Christine Borland og Juliao Sarmento, og einn íslenskur, Kristján Guðmundsson. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 102 orð

Raddskúlptúr í Nýlistasafninu

RADDSKÚLPTÚR eftir Magnús Pálsson verður endurfluttur í Nýlistasafninu laugardaginn 12. júlí kl. 20.30. Í kynningu segir að verkið sé hljóðljóð sem að grunni til er byggt á fornu ítölsku ævintýri en aukið og breytt og fært til íslenskrar sagnahefðar. Verkið er flutt í glitrandi umhverfi með skrautlýsingu á neðsta gólfi Nýlistasafnsins, Gryfjunni. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 30 orð

Ralph Fiennes í tökum

Ralph Fiennes í tökum NÚ standa yfir tökur á myndinni "The Avenger". Þar fer leikarinn huggulegi Ralph Fiennes með aðalhlutverk og sést hann hér í hlutverki sínu sem John Steed. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 194 orð

Rómantísk gamanmynd frumsýnd

REGNBOGINN og Sambíóin Álfabakka hafa tekið til sýninga rómantísku gamanmyndina "One Fine Day" með George Clooney og Michelle Pfeiffer í aðahlutverkum. Myndin er gamaldags ástarsaga sem gerist á öld farsímans. Leikstjóri er Michael Hoffman. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 460 orð

Safn Ríkarðs Jónssonar opnað á Djúpavogi

SAFN Ríkarðs Jónssonar, safn um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera verður formlega opnað laugardaginn 12. júlí í hinu sögufræga húsi Löngubúð á Djúpavogi. Ekki er auðvelt að segja með vissu til um aldur Löngubúðar. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 144 orð

Sambíóin sýna Morðið í Hvíta húsinu

BÍÓBORGIN hefur tekið til sýningar myndina Morðið í Hvíta húsinu "Murder at 1600". Aðalhlutverk leika Wesley Snipes og Diane Lane. Harlan Regis er lögreglumaður í Washington D.C. sem heldur að hann hafi séð allt. Eftir áralangan starfsferil í höfuðborginni er ekki margt sem kemur honum á óvart. Meira
11. júlí 1997 | Kvikmyndir | -1 orð

Seinfeld malar gull

ÞEGAR gamanþátturinn "Seinfeld" hóf göngu sína árið 1989 voru stjórnendur NBC sjónvarpsstöðvarinnar ekkert sérstaklega spenntir fyrir honum. Áhorfendur virtust líka vera sammála þeim í byrjun þar sem mælingar á áhorfi sýndu miðlungs velgengni. Framleiðandi þáttanna, kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner, þurfti að grátbiðja yfirmenn NBC um að gefa "Seinfeld" tækifæri áfram. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Selfyssingar sýna

MYNDLISTARSÝNING í tilefni 50 ára afmælis Selfossbæjar er haldin þessa dagana í Listasafni Árnesinga Tryggvagötu 23 (neðri salur). Sýningin stendur til 31. ágúst. Opið er kl. 14­18 alla daga. Selfyssingar sem sýna eru: Árni Guðmundsson, Ellisif Malmo Bjarnason, Gróa Bjarnadóttir, Gunnar Gränz, Heimir Guðmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Hermann Österby, Ingibjörg H. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 279 orð

Sembal, orgel og söngur í Skálholti

ÖNNUR tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju verður 12. og 13. júlí. Hedwig Bilgram, heimskunnur orgel- og semballeikari, leikur einleiksverk eftir Bruhns, Buxtehude, Forqueray, J.S. Bach o.fl. kl. 15 laugardaginn 12. júlí. Kl. 17 á laugardag syngur Marta G. Halldórsdóttir, sópran, verk eftir Purcell, Telemann og J.S. Bach. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Sveinn í Bræðratungu sjötugur

STÓRBÓNDINN Sveinn Skúlason í Bræðratungu í Biskupstungum varð sjötugur á dögunum. Afmælisveislan var haldin í Aratungu og var troðfullt út úr dyrum. Gestir skemmtu sér hið besta enda Sveinn og kona hans Sigríður Stefánsdóttir höfðingjar heim að sækja. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 34 orð

Sýning á Stokkseyri

Sýning á Stokkseyri GUNNAR Gränz heldur sýningu á um 20 myndverkum í kaffihúsinu "Við fjöruborðið" á Stokkseyri 12. júlí til 1. ágúst. Á sýningunni verða myndir unnar í olíu, vatnsliti, akríl með túski og fantasíur. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI Mamma geymir gullin þín.. í Galleríi Handverks & hönnunar, Amtmannsstíg 1, Reykjavík, lýkur á laugardag. Gullasmiðjan Stubbur sýnir leikföng hönnuð og smíðuð af Georg Hollanders. Leikföngin eru handunnin og smíðuð úr gegnheilum viði; íslensku lerki, birki og rekaviði. Leikföngin eru öll meðhöndluð með lífrænni málningu og bývaxi. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 219 orð

Söngur Næturgalans hljómar á ný

"ÞETTA á að vera lítill, huggulegur dansstaður fyrir snyrtilegt fólk á öllum aldri, sem hefur gaman af að dansa," sagði söngkonan góðkunna Anna Vilhjálms, en hún hefur, ásamt Sigríði Grímsdóttur, opnað veitingahúsið Næturgalann við Smiðjuveg í Kópavogi. Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Taktmælar með tónleika

HLJÓMSVEITIN Taktmælarnir hélt tónleika í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar fyrir skömmu. Á efnisskránni var nýmóðins tónlist og var gestum boðið upp á límonaði. Taktmælana skipa Kristján Eldjárn á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Meira
11. júlí 1997 | Menningarlíf | 141 orð

Telja "Sólblóm" ekki falsað

HINN japanski eigandi "Sólblóma" eftir Vincent van Gogh telur það útilokað að verkið sé falsað, eins og haldið hefur verið fram í listatímaritinu Art Newspaper. Verkið er eitt dýrasta listaverk sögunnar en japanska tryggingafélagið Yasuda keypti það á uppboði hjá Christie's árið 1987 fyrir 24,75 milljónir punda, tæpa 2,9 milljarða ísl. kr. Meira
11. júlí 1997 | Kvikmyndir | 148 orð

Villuráfandi handritshöfundar

LÖGFRÆÐINGURINN Paul Attanasio hætti sem aðalkvikmyndagagnrýnandi The Washington Post árið1987 og ákvaðað snúa sér aðþví að skrifahandrit fyrirsjónvarp og kvikmyndir. Fyrstaverk hans til þessað ná einhverjumvinsældum varsjónvarpsþátturinn "Homicide: Life on the Street". Meira
11. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 43 orð

Wunderbar opnaður

SKEMMTISTAÐURINN Wunderbar var opnaður um síðustu helgi með pompi og pragt. Ljósmyndari Morgunblaðsins var að sjálfsögðu á meðal gesta og tók meðfylgjandi myndir. Morgunblaðið/Halldór TINNA Rúnarsdóttir,Helga Selma Viðarsdóttir og Elísabet Ásgeirsdóttir. JÚLÍUS Hafstein ogRagnar Hafstein. Meira

Umræðan

11. júlí 1997 | Aðsent efni | 302 orð

Áttavilltur stjórnmálamaður

RÆÐA Jóns Baldvins á Hrafnseyri við Arnarfjörð hneykslaði marga. Frá henni var greint í Morgunblaðinu 19. júní sl. Lesendur eru að vísu ýmsu vanir frá hendi hans. Hann hefir talið sig jafnaðar- og félagshyggjumann og komst til áhrifa í Alþýðuflokknum eins og faðir hans Hannibal. En þegar Ráðstjórnarríkin lögðu upp laupana í lok 9. Meira
11. júlí 1997 | Aðsent efni | 718 orð

Ekki bara strik á blaði heldur pólitísk stefna

FYRIR ókunnugum lítur aðalskipulag út eins og strik á blaði; í besta lagi með margvíslegum litum innan um. Fáum er því eins ljóst og vera þyrfti að aðalskipulag er pólitísk stefna en ekki aðeins strik á blaði. Meira
11. júlí 1997 | Aðsent efni | 804 orð

Lífeyrissjóðakerfið ­ boginn spenntur of hátt?

Í FYRRI grein var því lýst hve risastórir lífeyrissjóðirnir eiga eftir að verða ef áætlanir standast, og efasemdum um að þeir hafi nægilegt vaxtarrými. En er rétt að lögfesta kerfi sem vafasamt er að fái staðist? Hér verður nú drepið á nokkur atriði sem skipta máli í því sambandi. Almenna reglan er nú 10% iðgjald til lífeyrissjóðs og hefur verið svo frá 1970. Meira
11. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 1004 orð

Lög um hundahald

OFT HEFUR mig langað til að drepa niður penna og gera að umræðuefni hunda og gæludýramenningu okkar Íslendinga eða réttara sagt ómenningu. Ekki hefur orðið af því fyrr en nú en sjálfsagt þykir mér nú mælirinn fullur og mál að linni. Nýorðinn atburður í Neðstaleiti 1 sýnir svo ekki verður um villst að gera þarf bragarbót og breyta lögum um hundahald bæði í Reykjavík og víðsvegar á landsbyggðinni. Meira
11. júlí 1997 | Aðsent efni | 702 orð

Vildirðu eiga 34 milljónir? ­ Leikur að tölum

Það þótti mikill fengur fyrir íslenzku þjóðina, þegar nokkur hluti af Marshall-aðstoðinni bandarísku rann til hennar. Féð átti að nota til uppbyggingar í hinni stríðshrjáðu Evrópu og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var Ísland flokkað þar með. En hvað um það, þetta var gert af góðum hug til að bæta efnahagsástand viðkomandi þjóða. Meira
11. júlí 1997 | Aðsent efni | 658 orð

Þekking í þágu blekkingar Alvarlegt er, segir Árni Björnsson, þegar grandvarir embættis- og vísindamenn láta nota þekkingu sína

ÞEGAR ég las vandaða og ítarlega grein þeirra Jakobs Björnssonar fv. orkumálastjóra og Þorkels Helgasonar núv. orkumálastjóra í Mbl. 6. þm. kom í huga minn vísa, sem lengi hefur verið mér hugstæð og ég hef einhvern tíma vitnað til áður. Vísan er eignuð Halldórunum Laxness og Kolbeins og hljóðar svo. Meira

Minningargreinar

11. júlí 1997 | Minningargreinar | 477 orð

Einar Valtýr Baldursson

Kæri bróðir. Nú er kaflaskil í lífi okkar allra sem þig þekktum, þú ert horfinn okkur sjónum eftir löng og ströng veikindi sem engu eirðu. Það voru 16 mánuðir á milli þess er fjölskyldan í Fagurgerðinu stækkaði. Þú varst frumburður foreldra okkar, rólegur og ábyrgðarfullur, þá kom ég fiðrildið og reyndist þér oft örðugt að hemja mig fyrstu árin. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Einar Valtýr Baldursson

Okkur langar að minnast góðs vinar okkar Einars Valtýs sem fallinn er nú frá eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Einar var traustur og góður vinur sem sárt er að sjá á eftir. Hann var ræðinn og skemmtilegur og hafði einstaka frásagnarhæfileika. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Einar Valtýr Baldursson

Nú er Einar vinur minn dáinn, æskuvinur og félagi. Einar vinur minn var búinn að heyja harða baráttu við illvígan sjúkdóm en samt sem áður er erfitt að trúa því að nú sé hann allur. Vinátta okkar Einars hófst í barnaskóla þegar ég var nýfluttur að Selfossi. Fljótlega var ég orðinn heimagangur í Fagurgerðinu, þar sem ég kynntist vel fjölskyldu hans. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Einar Valtýr Baldursson

Okkur langar að minnast félaga okkar og vinar Einars Baldurssonar sem nú er látinn eftir erfið veikindi. Kynni okkar allra, hvort sem þau voru í gegnum leik eða störf, voru öll á einn veg. Hvar sem Einar kom, var hann ávallt léttur og kátur og alltaf gott að leita til hans. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Einar Valtýr Baldursson

Það var árið 1984 sem við kynntumst Einsa hennar Röggu. Fljótt kom í ljós að þar var á ferðinni náttúrubarn, sem unni ferðalögum og útiveru allri. Einsi var mikill hestamaður og naut þess að fara á fjall á haustin, og muna fjallmenn örugglega hve hann skemmti sér við söng og skemmtun í leitarmannahúsum. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 174 orð

EINAR VALTÝR BALDURSSON

EINAR VALTÝR BALDURSSON Einar Valtýr Baldursson fæddist á Selfossi 31. júlí 1963. Hann lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Gunndís Sigurðardóttir, f. 26. júní 1943, og Baldur Bjarnason, f. 28. september 1934. Einar Valtýr var fyrsta barn þeirra. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 450 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson

Elsku pabbi minn. Þau hafa verið þung sporin undanfarnar vikur, eða frá þeim degi þegar þú veiktist. Viðureignin var snörp, viku eftir úrskurð veikinda ertu allur. Þú sem varst alltaf svo hraustur og sterkur, mikill útivistarmaður ýmist á hestum, hjólandi eða í sundi. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 179 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson

Elsku pabbi minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. En einhver hlýtur tilgangurinn að hafa verið, þó svo við skiljum hann ekki. Frá því að ég kom inn í líf þitt tveggja ára hnáta hefur þú verið mér svo góður faðir, umlukið mig kærleika og hjartahlýju og kennt mér að breyta rétt. Þú varst svo stoltur af "kvennaljómanum" þínum. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson

Um hádegi hinn 4. júlí barst mér sú fregn að Gunnar Kaprasíus, bróðir minn, væri látinn. Síðustu sjö árin vorum við mjög náin systkini, vorum það reyndar alltaf, en seinni árin voru það hestarnir sem tengdu okkur sterkari böndum. Nokkrar ferðirnar frá húsi teymdi ég Freyju hans og sagði hann þá alltaf: "Freyja mín, vertu nú góð. Þú ert stolt mitt og tilvonandi ættmóðir. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 474 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson

Skömmu eftir að ég kynntist Ólínu mágkonu minni í Skipanesi, gaf hún mér mynd af einstaklega myndarlegum og svipfallegum fermingardreng. Þetta var elsta barnið hennar, Gunnar Kaprasíus. Tímar liðu. Við hjónin áttum eftir að kynnast Gunnari vel, og yfir þeim kynnum er bjart í endurminningunni. Ég held að öllum hljóti að hafa þótt vænt um Gunnar, sem kynntust honum. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson

Elsku frændi. Ég á ennþá erfitt með að átta mig á að þú sért dáinn á svo góðum aldri, þú sem varst svo frískur alla tíð. Veikindi þín komu eins og reiðarslag yfir okkur, en þau stóðu svo stutt að við vorum varla búin að snúa okkur við þegar kallið kom. Ég vildi hafa haft meira samband hin síðustu ár, en maður heldur alltaf að það sé nægur tími. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 222 orð

GUNNAR KAPRASÍUS STEFÁNSSON

GUNNAR KAPRASÍUS STEFÁNSSON Gunnar Kaprasíus Stefánsson var fæddur á Akranesi hinn 21. ágúst 1940. Hann lést á Landspítalanum 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Stefán Gunnarsson, f. 5.3. 1912, og Ólína Ingveldur Jónsdóttir, f. 27.3. 1910. Þau eru frá Skipanesi. Gunnar var elstur fjögurra systkina. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 58 orð

Gunnar Kaprasíus Stefánsson Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið, vonandi líður þér vel. Ég veit þú ert alltaf hjá mér. Takk

Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið, vonandi líður þér vel. Ég veit þú ert alltaf hjá mér. Takk fyrir allar ferðirnar sem við fórum saman, t.d. í pizzapartíið hjá hestamannafélaginu og þegar við smíðuðum saman í skúrnum, mér fannst gaman í hestunum með þér. Ég elska þig mikið. Guð geymi þig. Þinn Jón Gunnar. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 677 orð

Hulda Magnúsdóttir

Amma Hulda er farin frá okkur og á kveðjustund hellast yfir mann minningar tengdar hennar persónu. Það sem ég upplifi sterkast er að flestar þessar minningar tengjast tímum og hugsunarhætti sem er að hverfa. Þegar ég segi að hverfa á ég við siði og venjur sem ekki tíðkast lengur. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 1012 orð

Hulda Magnúsdóttir

Með fráfalli móðursystur minnar Huldu Magnúsdóttur er horfin af sviðinu kona sem ætíð reyndist mér sem móðir. Við fráfall hennar leitar hugurinn til baka á vit þeirrar veraldar sem var, þeirra mörgu minninga sem því mætari verða sem árunum fjölgar. Sú ljúfa mynd af Huldu frænku sem mætir huganum nú á kveðjustund er ástúð og umhyggja, trygglyndi og trúmennska, dugnaður og drenglyndi. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 974 orð

Hulda Magnúsdóttir

Með andláti hennar ömmu má segja að kynslóð hafi kvatt. Hún var næstyngst fimm systra, sem ólust upp í Vík í Mýrdal. Sú gamla, eins og hún var oft kölluð á síðari árum, var eins konar ættmóðir. Ekkert var henni óviðkomandi og þá meina ég EKKERT. Sú gamla var sannkallað hörkutól, mikil vexti, hermannleg og einkar tignarleg. Hulda var stór kona sem átti að sama skapi stórt hjarta. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 223 orð

HULDA MAGNÚSDÓTTIR

HULDA MAGNÚSDÓTTIR Hulda Magnúsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 4. október 1915. Hún lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson, f. 28.9. 1875, d. 11.2. 1946, skósmiður og síðar póstur í Vík í Mýrdal, og kona hans Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 25.11. 1878, d. 7.4. 1964, húsmóðir. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 390 orð

Klemens Tryggvason

Við Klemens kynntumst á námsárum okkar í Kaupmannahöfn og hefur vinátta okkar haldist óslitin síðan. Um fjörutíu ára skeið hittumst við Klemens vikulega til að spila brids ásamt félögum okkar. Á árum áður ferðaðist þessi hópur einnig saman ásamt fjölskyldum. Eftir að Klemens kvæntist Guðrúnu varð vináttan enn nánari á milli okkar hjóna og þeirra. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 555 orð

Klemens Tryggvason

Með Klemensi Tryggvasyni, fyrrv. hagstofustjóra, er fallinn frá einn þeirra embættismanna, sem lengst og bezt hafa þjónað íslenzkri stjórnsýslu á síðara helmingi þessarar aldar. Klemens hóf starfsferil sinn í Landsbanka Íslands haustið 1940, þá nýbúinn að ljúka hagfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla eftir glæsilegan námsferil. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 233 orð

Klemens Tryggvason

Við fráfall bekkjarbróður míns í menntaskóla, Klemensar Tryggvasonar, koma svo sem vænta má margar minningar fram í huganum. Stúdentaárgangurinn 1933 var ekki fjölmennur, 38 talsins í upphafi en 8 voru eftir nú á miðju sumri, en með fráfalli Guðmundar Arnlaugssonar fyrir áramótin og nú Klemensar, eru ef svo má segja báðir forustusauðirnir fallnir, þ.e. ,dúxarnir" í stærðfræðideild og máladeild. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 512 orð

Klemens Tryggvason

Er við kveðjum frænda okkar Klemens Tryggvason er okkur efst í huga þakklæti fyrir þá miklu vináttu og tryggð sem hann ávallt sýndi okkur og foreldrum okkar. Hann var elstur ellefu barnabarna Klemensar Jónssonar landritara en við erum þau yngstu. Móðir hans, Anna, og faðir okkar, Agnar, voru hálfsystkini, einu börn Klemensar sem komust til fullorðinsára. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 1223 orð

Klemens Tryggvason

Klemens Tryggvason, forveri minn, var annar maðurinn sem gegndi starfi hagstofustjóra frá stofnun Hagstofu Íslands árið 1914. Hann var skipaður í árslok 1950 er Þorsteinn Þorsteinsson, fyrsti hagstofustjórinn, fékk lausn frá starfinu fyrir aldurs sakir eftir að hafa gegnt því í 37 ár. Klemens tók við starfi hagstofustjóra 1. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 673 orð

Klemens Tryggvason

Nú er Klemens frændi allur og viljum við systkinabörnin minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Klemens var elsta barn foreldra sinna, hjónanna Önnu Klemensdóttur og Tryggva Þórhallssonar. Hann ólst upp í stórum systkinahópi, sé tekið mið af fjölskyldustærð nú á dögum. Glaðværð og hamingja ríkti á heimilinu þar til faðir þeirra féll frá langt um aldur fram. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 120 orð

KLEMENS TRYGGVASON

KLEMENS TRYGGVASON Klemens Tryggvason frá Laufási, fyrrverandi hagstofustjóri, fæddist á Hesti í Borgarfirði 10. september 1914. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Þórhallsson, prestur á Hesti, síðar forsætisráðherra og bankastjóri, og Anna Guðrún Klemensdóttir. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 557 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Svo kveður listaskáldið góða í Sólsetursljóði sínu. Þetta ljóð hefur leitað á huga minn síðan lífssól Sigurðar Birgis Björnssonar hneig til viðar. Svo hóglega, hæglega hvarf hann frá okkur, vinurinn góði. Kynni okkar hófust fyrir um átta árum, þegar börnin okkar tóku að feta sig saman út í lífið. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 337 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Við Siggi þekktumst ekki lengi en við þekktumst vel. Fyrst sem nágrannar og hann varð mitt fyrsta íþróttaátrúnaðargoð, á undan Jessie Owens og Vilhjálmi Einarssyni. Síðan, að mínu mati, sem vinnufélagar er hann kom sem vetrarmaður að Hæli þegar ég var 9 ára gamall. Mér líður aldrei úr minni, fyrsta kvöldið sem hann átti að rétta mér og Ara bróður mínum hjálparhönd við gegningarnar. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Vertu sæll, bróðir. Þitt ljúfa viðmót yljaði okkur. Erla mín, börn, tengda- og barnabörn. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur alltaf. Við mæðgin kveðjum Sigga með þessum erindum úr ljóði Tómasar Guðmundssonar, Hótel Jörð: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Elsku pabbi. Aldrei datt mér það í hug að þú myndir fara svona snögglega frá mér. Þú varst svo hraustur að vanda og nýkominn frá lækninum og allt var í þessu besta lagi. Þú fórst í vinnuna eins og venjulega og lagðir af stað miklu fyrr til að rabba við fólk. Já, svoleiðis var hann pabbi, alltaf blaðrandi við fólk, alveg saman hvort þú þekktir það eða ekki. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 103 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Elsku afi. Við skiljum fæst atburði liðinna daga. En eitt vitum við, að nú ert þú hjá Guði og þér líður vel hjá honum. Við viljum biðja góðan Guð um að veita ömmu okkar styrk í sorginni. Saman munum við öll halda minningu elsku afa okkar á loft og þau sem eldri eru munu fræða þau yngri. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 72 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Elsku pabbi minn. Takk fyrir yndislegu 23 árin sem við höfðum. Ég veit að þú ert í góðum höndum núna og það er hugsað vel um þig. Ég mun sakna þín sárt. Ég kveð þig með þessari bæn og mun ætíð minnast þín: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 311 orð

Sigurður Birgir Björnsson

Yndislegur maður er fallinn frá. Ótímabær og skyndilegur dauði hans vekur margar spurningar hjá okkur sem eftir sitjum. Þeim spurningum verður ósvarað. Ljúfsárar minningar streyma upp í hugann, minningar, sem um ókomna tíð eiga eftir að ylja okkur, sem þekktum hann, um hjartarætur. Siggi var heillandi persóna. Það vissu þeir sem þekktu hann. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 196 orð

SIGURÐUR BIRGIR BJÖRNSSON

SIGURÐUR BIRGIR BJÖRNSSON Sigurður Birgir Björnsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigríður Steingrímsdóttir, f. 14.9. 1894, d. 20.11. 1934, og Björn Rögnvaldsson, f. 21.12. 1896, d. 11.9. 1962. Systkini Sigurðar eru: Margrét Kristín, f. 30.1. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 689 orð

Vilborg Helgadóttir

Elsku Villa. Við kveðjum þig með fátæklegum orðum. Minningarnar mínar um þig eru ótalmargar, ég átti svo margar skemmtilegar samverustundir með þér í gegnum ævina. Ég minnist þín í Goðatúninu þar sem við leituðum að maríuhænum á trjánum, Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 779 orð

Vilborg Helgadóttir

Í dag er til moldar borin móðursystir mín Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona. Hún hafði lifað langa og farsæla ævi og var sátt við og reiðubúin að leggja upp í þá för sem fyrir okkur öllum liggur að lokum. Meira
11. júlí 1997 | Minningargreinar | 282 orð

VILBORG HELGADÓTTIR

VILBORG HELGADÓTTIR Vilborg Helgadóttir hjúkrunarkona var fædd í Keflavík 15. júlí 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. júlí síðastliðinn. Faðir hennar var Helgi Sveinsson verkamaður, f. 7. sept. 1885, sonur Sveins Helgasonar bónda Stóra-Hólmi, Leiru, Gullbringusýslu og konu hans Þóreyjar Guðmundsdóttur. Meira

Viðskipti

11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 109 orð

ÐFramtíðarsýn og Þekking sameinast Þekking ehf., útgáfuféla

Þekking ehf., útgáfufélag Viðskiptablaðsins, og bókaútgáfan Framtíðarsýn ehf. hafa verið sameinuð í eitt útgáfufélag undir nafni Framtíðarsýnar. Fyrirtækið mun áfram sinna útgáfu blaða og bóka, sem tengjast viðskipta- og atvinnulífi. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 106 orð

ÐGengi ÍS-bréfa hækkar

GENGI hlutabréfa í Íslenskum sjávarafurðum hækkaði lítillega í viðskiptum á Opna tilboðsmarkaðnum í gær eða úr 3,65 í 3,70 eftir að ljóst varð að félagið hefði gengið frá uppgjöri við UTRF á Kamtsjatka. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 143 orð

ÐOpin kerfi á Verðbréfaþing

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Opinna kerfa hf. á skrá þingsins fimmtudaginn 17. júlí nk. Verða skráð hlutafélög þá orðin 40 að tölu og hefur fjölgað um átta á þessu ári. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 309 orð

ÐSkíma flytur í nýtt húsnæði VEFSTOFA Skímu hf.

VEFSTOFA Skímu hf. hefur tekið í notkun nýjan margmiðlunargagnagrunn sem gerir fyrirtækinu kleift að hanna vefi og tengja þá öðrum skrám og gögnum viðskiptavina fyrirtækisins. Auk þess hefur Skíma sett upp 1 Mbit tengingu við alnetið. Fyrir nokkrum mánuðum sameinuðust alnets- og tölvupóstþjónustufyrirtækin Skíma og Miðheimar í Skímu hf. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Englandsbanki hækkar vexti

ENGLANDSBANKI hækkaði vexti í 6,75% úr 6,50% í gær til að draga úr eftirspurn neytenda og halda verðbólgu í skefjum. Almennt hafði verið búizt við hækkuninni, hinni þriðju á þremur mánuðum, og miklar sveiflur urðu á gengi punds. Pundið lækkaði fyrst um einn pfenning gegn þýzka markinu, hækkaði síðan, en lækkaði aftur. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Norrænar samvinnuverslanir sameinast

MIKIÐ stendur til hjá samvinnuverslununum á Norðurlöndum en þær vinna nú að því að koma á fót sameiginlegri stórverslanakeðju með um 260 milljarða ísl. kr. veltu árlega. Ætla verslanirnar að standa saman að innkaupum og styrkja þannig stöðu sína gagnvart framleiðendum. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 219 orð

»Pundið lækkar gegn marki

PUNDIÐ lækkaði gegn marki síðdegis í gær þegar Englandsbanki hækkaði vexti um 0,25% í 6.75%. Góð byrjun í Wall Street hafði minni áhrif í evrópskum kauphöllum en brezka vaxtahækkunin og ummæli sem þýzki seðlabankastjórinn lét falla. Seinna lækkaði Dow Jones vísitalan. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Risi á sviði heilsugæzlu vestanhafs

BANDARÍSKT heilsuþjónustufyrirtæki, Integrated Health Services Inc., hefur tilkynnt að það hafi samþykkt að kaupa fyrirtækið RoTech Medical fyrir um 570 milljónir dollara í hlutabréfum og taka við 300 milljóna dollara skuldum þess. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Verðbólgan minni en spár gerðu ráð fyrir

BÚNAÐARBANKINN lækkar í dag vexti af óverðtryggðum útlánum um 0,25 prósentustig og vexti af verðtryggðum útlánum um 0,10 prósentustig. Engar breytingar verða á vöxtum annarra banka eða sparisjóða. Búnaðarbankinn bendir á í tilkynningu um þessa breytingu að við ákvörðun vaxta taki bankinn meðal annars mið af vaxtaþróun á markaði, verðlagsþróun, Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Virgin vill bjóða í suður-afríska flugfélagið SAA

BREZKA flugfélagið Virgin Atlantic kveðst hafa áhuga á að bjóða í meirihluta hlutabréfa í suður- afríska flugfélaginu South African Airways. Í síðasta mánuði dró Virgin Atlantic sig út úr tilboðastríði um flugfélagið Sun Air þegar suður-afríska samgönguráðuneytið samþykkti tilboð þriggja fyrirtækjahópa í 100% bréfa í félaginu. Meira
11. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 401 orð

Yfirmaður Apple lætur af störfum

APPLE tölvufyrirtækið hefur tilkynnt að að Gilbert Amelio stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri hafi sagt af sér eftir 17 mánaða misheppnaðar tilraunir til að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl. Meira

Fastir þættir

11. júlí 1997 | Dagbók | 2972 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
11. júlí 1997 | Í dag | 350 orð

Á rauðu ljósiKONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún

KONA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa verið stödd á mótum Laugavegar og Snorrabrautar þegar ungir drengir á hjólabrettum brunuðu yfir á rauðu ljósi. Hún segist hafa séð fullorðið fólk með börn sér við hönd ganga yfir á rauðu ljósi og finnst það ekki góð fyrirmynd fyrir börnin sem séu að læra um umferðina í umferðarskóla, þau haldi jafnvel að þetta sé fínt. Meira
11. júlí 1997 | Í dag | 219 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, föstu

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, föstudaginn 11. júlí,Þórður Valdimarsson, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði. Eiginkona hans erSvanhildur Ísleifsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 19 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 14. Meira
11. júlí 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Erla Kristín Sigurðardóttir og Bjarki Þór Guðmundsson. Heimili þeirra er í Fjóluhvammi 6, Hafnarfirði. Meira
11. júlí 1997 | Dagbók | 749 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. júlí 1997 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til sty

HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 1.713 krónur. Þeir heita Einar Bragi Árnason, Árni Þorsteinsson og Daníel Kristinsson. Meira
11. júlí 1997 | Í dag | 380 orð

IKILL spenningur er ríkjandi vegna landsleiks Íslen

IKILL spenningur er ríkjandi vegna landsleiks Íslendinga og Norðmanna sem fram fer á Laugardalsvellinum eftir rúma 10 daga. Norðmenn eru geysisterkir á knattspyrnuvellinum um þessar mundir og koma með sitt sterkasta lið, að undanskildum tveimur leikmönnum Manchester United. Meira

Íþróttir

11. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA SELFOSS 7 6 1 0 19 8 19VÍÐIR 8 5 1 2 21 11 16KVA 7 5 1 1 21 12 16HK 8 4 1 3 17 14 13LEIKNIR 7 2 3 2 15 8 9VÖLSUNGUR 7 2 1 4 11 17 7 Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 257 orð

30 mörk í 4 leikjum í bikarkeppninni

Það verða nöfn Keflavíkur, KR, Leifturs og Vestmanneyja sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppninnar í dag. Mikil markasúpa var í átta liða úrslitunum og skoruðu liðin 30 mörk í leikjunum fjórum. Í gærvöldi vann Keflavík lið Vals 5:1 eftir framlengingu þar sem hvoru liði hafði tekist að skora einu sinni áður en framlenging hófst. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 65 orð

Arnar mun styrkja hópinn hjá Bolton

ENSKIR fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Bolton væri búið að kaupa Íslendinginn Arnar Gunnlaugsson frá Akranesi á 100 þús. pund, um tólf millj. ísl. kr. Haft var eftir Colin Todd, knattspyrnustjóra liðsins, að Arnar myndi styrkja leikmannahóp hans og tók það fram að hann væri enn á höttunum eftir miðherja. Arnar er væntanlegur heim frá Englandi í dag. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 254 orð

Á fimmtu mínútu leiksins fékk Einar Þór Daníelsson boltann ú

Á fimmtu mínútu leiksins fékk Einar Þór Daníelsson boltann út til hægri utan vítateigs Skallagríms. Hann lék að miðjum teig og skaut síðan þrumuskoti með vinstri. Boltinn fór í heimamanninn Jakob Hallgeirsson, og af honum í gagnstætt horn, vinstra megin við Friðrik Þorsteinsson í markinu. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 83 orð

Baggio til Parma?

NÝJUSTU fregnir frá Ítalíu herma að nú sé nánast öruggt að knattspyrnumaðurinn Roberto Baggio hjá AC Milan sé á förum til Parma. "Það eru 99 prósent líkur á að Baggio fari til Parma," sagði Antonio Caliendo, umboðsmaður Baggios, en Baggio hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni ekki leika með Milan á næsta keppnistímabili. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 409 orð

Fimm mörk í sjö fyrstu skotunum

KR-INGAR þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppninnar. Þeir sóttu Skallagrímsmenn heim í gærkvöldi og eftir fjórðung leiks var staðan 4:0 í Borgarnesi. Gestirnir bættu fimmta markinu við skömmu fyrir hlé og voru þá komnir með 71% skotnýtingu ­ fimm mörk í sjö skotum. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 130 orð

Helgi fékk góða dóma

HELGI Kolviðsson fékk bestu einkunn í austurrískum dagblöðum í gær eftir að lið hans, Austria Lustenau, lagði meistarana frá Strasbourg, 2:0, í fyrstu umferð fyrstu deildarinnar í Austurríki. Helgi og félagar unnu sig upp í 1. deildina í vor og eftir tíu daga sumarfrí hófst deildarkeppnin í fyrrakvöld. "Þetta gekk vel hjá okkur. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 170 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin 5. áfangi, 261,5 km frá Chantonnay: 1. Cedric Vasseur (Frakkl.)6.16,44 Aðrir keppendur eru mín og sek á eftir. 2. Stuart O'Grady (Ástralíu)2,32 3. Francisco Cabello (Spáni)2,32 4. Marco Artunghi (Ítalíu)2,32 5. P. Meinert-Nielsen (Danm.)2,32 6. Thierry Bourguignon (Frakkl.)2,32 7. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 49 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Akureyri:Þór - FH20 ÍR-völlur:ÍR - Dalvík20 Kópavogsv.:Breiðablik - KA20 Sandgerði:Reynir -

Knattspyrna 1. deild karla: Akureyri:Þór - FH20 ÍR-völlur:ÍR - Dalvík20 Kópavogsv.:Breiðablik - KA20 Sandgerði:Reynir - Víkingur20 Valbjarnarv.:Þróttur - Fylkir20 Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 88 orð

Juninho fannst aðdáendurna vanta

BRASILÍSKI knattspyrnumaðurinn, Juninho, kom til Spánar á miðvikudaginn en hann skrifaði á þriðjudgskvöldið undir fimm ára samning við Atletico Madrid. Þegar Juninho steig út úr flugvélinni á flugvellinum í Madrid biðu hans fréttamenn frá átta sjónvarpsstöðvum, annað eins af ljósmyndurum og hátt á þriðja tug blaðamanna. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Jöfn staða í torfærunni

Þremur mótum af fimm er lokið, en fjögur mót af fimm gilda til lokastiga. Lakasti árangur ökumanna í einni keppni er dreginn frá heildarstigum. Ef eitt mót er dregið af eins og staðan er núna, þá verður Gunnar Pálmi Pétursson með 35 stig í flokki sérútbúinna götujeppa, Árni Pálsson 34 og Gunnar Guðmundsson 33. Í flokki sérútbúinna jeppa yrði að sama skapi Haraldur með 33 stig, Gísli G. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 342 orð

Keppir Vala á Laugardalsvelli?

Ítengslum við Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands og í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins 16. ágúst nk. stendur til að setja upp sérstaka keppni í stangarstökki kvenna samhliða Bikarkeppninni. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 71 orð

Knattspyrna 2. deild: Víðir - HK3:0 Sigurður Valur Árnason 3. Staðan: 3. deild: ÍH - KFR3:3 Hamar - Ármann2:3

3. deild: ÍH - KFR3:3 Hamar - Ármann2:3 Léttir - Haukar3:3 Bruni - Grótta3:0 GG - Njarðvík1:5 Víkingur Ó. - UMFA0:0 Reynir H. - Bolungarvík0:10 Magni - Hvöt2:4 Tindastóll - Nökkvi7:1 Leiknir F. - Neisti3:3 Evrópukeppni kvenna: Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 189 orð

Magnús bætir sig um tíu metra í kringluk

MAGNÚS Hallgrímsson úr HSK kastaði 57,48 metra í kringlukasti á meistaramóti Ármanns í gærkvöldi og hefur piltur nú bætt sig um rúma tíu metra frá því í fyrra. Magnús, sem er aðeins tvítugur, sigraði á landsmótinu í Borgarnesi á dögunum, kastaði þá 54,84 metra sem hefði dugað honum á Heimsmeistaramót unglinga sem verður um helgina. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 341 orð

Skallagrímur - KR1:5 Skallagrímsvöllur í Borgarnesi, Coca-Co

Skallagrímsvöllur í Borgarnesi, Coca-Cola bikarkeppni KSÍ, átta liða úrslit karla, fimmtudaginn 10. júlí 1997. Aðstæður: Um 12 stiga hiti, nánast logn, frábært knattspyrnuveður. Mark Skallagríms: Sindri Þór Grétarsson (50.). Mörk KR: Jakob Hallgeirsson (sjálfsm. 5.), Þorsteinn Jónsson (5.), Andri Sigþórsson (18., 39. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 62 orð

Staðan í torfærunni Sérútbúnir g

Sérútbúnir götujeppar Gunnar Pálmi Pétursson 20151550 Árni Pálsson 17171044 Gunnar Guðmundsson 13201144 Hrólfur A. Borgarsson 10131740 Rafn A. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 694 orð

Taugastrekkjandi upplifun

ÓLAFUR Guðmundsson, forseti Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga, upplifði erfiðar stundir á Formula 3000 kappakstri fyrir tveimur vikum. Hann var í dómnefnd fyrir alþjóða bílaíþróttasambandið á keppni á Nurburgring, þar sem ungur ökumaður, Dino Morelli, slasaðist. Þurfti að aflýsa keppninni eftir aðeins fjögurra hringja akstur. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 464 orð

TRABANT

TRABANTbílar verða í öndvegi í rallkeppni á Sauðárkrók á laugardaginn. Þrír Trabant bílar verða í keppninni og meðal þeirra er einn sem Örn Dali Ingólfsson ekur. Sonur hans Halldór Ingólfssonekur öðrum og þeim þriðja Ingólfur Arnarsson. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 438 orð

Valsmenn misstu flugið í framlengingu

KEFLVÍKINGAR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarkeppni KSÍ þegar þeir lögðu Valsmenn að velli að Hlíðarenda, 5:1, eftir framlengingu. Sigurinn hefði í raun getað lent hvorum megin sem var í venjulegum leiktíma en í framlengingunni settu Keflvíkingar hins vegar í fluggírinn og skoruðu fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 323 orð

VARAMARKVÖRÐUR

VARAMARKVÖRÐUR hollenska 2. deildarfélagsins FC den Bosch, Maikel Aerts, varð nú nýverið fyrsti maðurinn í hollenskri knattspyrnusögu til þess að falla á lyfjaprófi. Aerts gerði sig sekan um neyslu kókaíns. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 141 orð

Wright fékk háa sekt og aðvörun

IAN Wright, sóknarmaður Arsenal og enska landsliðsins, var í gær sektaður um 1,7 milljónir króna vegna ósæmilegrar hegðunar í fyrravetur. Wright, sem er 33 ára, hefur löngum átt erfitt með skap sitt og í vetur voru það aðallega tvö atriði sem urðu til þess að enska knattspyrnusambandið sektaði hann. Meira
11. júlí 1997 | Íþróttir | 292 orð

Þegar einungis um 20 sekúndur voru liðnar af síðari

Þegar einungis um 20 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik gaf Gunnar Oddsson, leikmaður og þjálfari Keflvíkinga, laglega stungusendingu inn fyrir vörn Valsmanna á Jóhann Guðmundsson. Jóhann hikaði hvergi, skaut að marki með hægri fæti og skoraði örugglega í hornið nær. Á 57. Meira

Úr verinu

11. júlí 1997 | Úr verinu | 1266 orð

Byggir á gömlum og traustum grunni

INGIMUNDUR hf. er eitt af elstu útgerðarfyrirtækjum landsins, er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem í dag er í eigu Ármanns Ármannsson og fjölskyldu hans. Fyrirtækið er í dag 50 ára gamalt, stofnað 11. júlí 1947 af þeim Ármanni Friðrikssyni, skipstjóra, og Sveini Benediktssyni, útgerðarmanni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 137 orð

Brosi gegnum tárin

HÉR eru fullyrðingar sem lesendur geta íhugað, og svarað eftirfarandi við hverja þeirra: 1) Ég er mjög sammála, 2) ég er sammála, 3) ég er pínulítið sammála, 4) ég er hvorki sammála né ósammála, 5) ég er pínulítið ósammála, 6) ég er ósammála, 7) ég er mjög ósammála. Fullyrðingarnar eru þessar: "Líf mitt er að mestu leyti eins og ég vil að það sé. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 732 orð

Fjölmenni í Hornafjarðarmanna Eitt af því sem setti hvað mestan svip á hátíðarhöldin þegar Hornfirðingar héldu upp á aldarafmæli

Talið er að séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi (1892­1954) hafi verið höfundur þess afbrigðis af manna sem nefnt hefur verið Hornafjarðarmanni. Albert Eymundsson, skólastjóri á Höfn í Hornafirði, átti hins vegar hugmyndina að heimsmeistaramótinu auk þess sem hann stóð að öllu leyti að framkvæmd þess. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 652 orð

Heimsókn tilgamla bæjarins

ERLA Sigurbjörnsdóttir og Eysteinn Jónsson fluttu til Hafnar í Hornafirði árið 1972 og bjuggu þar í 12 ár. Þau heimsóttu staðinn í tilefni aldarafmælisins og tóku m.a. þátt í Hornafjarðarmannanum. Erla komst í 27 manna úrslit en var mjög óheppin þar og datt út. "Það er alveg einstakt hvað hann Albert er búinn að vinna þetta vel. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 476 orð

Hún er frönsk, 137 ára og glymur enn

ÞAÐ er ekki á hverjum degi að munir frá smiði Napóleons III. Frakklandskeisara eru auglýstir til sölu í Morgunblaðinu, líkt og gerðist síðastliðinn sunnudag. Um er að ræða klukku frá 1860, í eigu ungrar franskrar konu, sem búsett er í Reykjavík. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð

Konur geta líka pissað standandi

kannast ekki við að hafa þurft að fara á klósett sem vart er boðlegt til setu. Í Svíþjóð hefur verið hannaður koppur sem á að auðvelda konum að pissa standandi, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun er þetta nýtísku útfærsla á gamla náttgagninu, því mikla þarfaþingi fyrir tíma salernisins. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1133 orð

Leitin að hamingjunni

Ný rannsókn sem bandarísku prófessorarnir David G. Myers og Ed Diener stjórnuðu afhjúpar rótgrónar hugmyndir um hamingju manna og þjáningu. Gunnar Hersveinnrýndi í grein um hana í Scientific Americanen þar kemur fram að hamingjan virðist að mestu leyti óháð aldri, kyni, og menntun. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 295 orð

Líflegtíþróttalíf

ÁGÚST Elvarsson er þrettán ára Hornfirðingur sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í Hornafjarðarmanna um helgina. Hann komst í 27 manna úrslit en eftir það segir hann að ekki hafi gengið nógu vel. "Ég datt út en veit ekki í hvaða sæti ég lenti." Varstu eitthvað búinn að æfa þig eða ertu vanur því að spila manna? "Nei, ég æfði mig ekki neitt. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð

Notalegt mannlíf

RAGNHILDUR Jónsdóttir flutti ásamt foreldrum sínum frá Borgarfirði eystri til Hornafjarðar, þegar hún var þriggja mánaða gömul. Hún býr nú á Hornafirði ásamt eiginmanni sínum og dætrum sem hún kallar tvö einbirni, fimmtán ára og þriggja ára. Ragnhildur tók þátt í mannanum um helgina og var spurð um spilamennsku sína og mótið. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 758 orð

Safnað fyrir Sælukot

Í 20 ár hefur verið starfræktur leikskóli í Skerjafirði á vegum Ananda Marga hreyfingarinnar indversku. Dídí er indverskt orð yfir systir og það nafn bera kvenkyns meðlimir hreyfingarinnar. Hér er nú stödd sú Dídí er hóf starfsemina á Íslandi og kom á fót leikskólanum Sælukoti. Stýrir hún áheitasöfnun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar leikskólans en á morgun, laugardaginn 12. júlí kl. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 315 orð

Skærlitar skyndistrípur fyrir þá sem hjálpa sér sjálfir

NÝTT blikefni til lokkalitunar frá Christian Dior, sem greiða má í hárið við spegilinn heima, hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum. Áreiðanlegar fregnir herma að konur í sólskinsborginni Los Angeles noti hármaskara Dior í gríð og erg og hið sama gildir um New York búa, ef marka má reynslu greinarhöfundar, sem stundum verður tískunni að bráð, Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð

Stjórnað með kímni

NÝLEG skoðanakönnun meðal 359 viðskiptafræðinema hefur leitt í ljós að undirmenn telja konur sem slá á létta strengi í vinnunni betri yfirmenn en hinar sem alvarlegri eru. Greint er frá þessu í tímaritinu Psychology Today. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 12 orð

VILLIGARÐUR FYRIR LETINGJA/2SAFNAÐ FYRIR SÆLUKOTI/3

VILLIGARÐUR FYRIR LETINGJA/2SAFNAÐ FYRIR SÆLUKOTI/3HVERJIR ERU HAMINGJUSAMIR/4HEIMSMEISTARAKEPPNI Í HORNAFJARÐARMANNA/6 KLUKKA FRÁ TÍMUM N Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1202 orð

Villigarður í sumarregninu

ÞORSTEINN Úlfar Björnsson, kvikmyndatökumaður, hefur lengi sinnt gróðurrækt af miklum áhuga. Í bók sinni Villigarðurinn, Garðyrkjuhandbók letingjans, setur hann fram hugmyndir sínar um villta garðrækt. Í formála bókarinnar segir Þorsteinn að sér hafi lengi fundist vanta aðgengilegar og einfaldar handbækur um hvernig hægt er að minnka vinnuna í garðinum svo að hún verði ekki að kvöð. Meira
11. júlí 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 460 orð

Þjónar á spani...

FJöR var á götum Parísarborgar síðastliðinn sunnudag þegar haldið var í tuttugasta og fyrsta sinn hið sívinsæla kapphlaup þjóna og þjónustustúlkna. Borgarbúar röðuðu sér í breiðfylkingar meðfram nokkrum af helstu götum borgarinnar og fylgdust spenntir með þessari bráðskondnu keppni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.