Greinar laugardaginn 12. júlí 1997

Forsíða

12. júlí 1997 | Forsíða | 365 orð

"Dyrnar að NATO standa enn opnar"

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í gær tugþúsundir Rúmena, sem fögnuðu honum ákaft í miðborg Búkarest, og hvatti stjórn landsins til að halda áfram að koma á umbótum til að tryggja landinu aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Meira
12. júlí 1997 | Forsíða | 99 orð

Mesti hótelbruni Tælands

AÐ MINNSTA kosti 74 manns létu lífið í gær í mannskæðasta hótelbruna, sem orðið hefur í Tælandi, og óttast var að tala látinna færi yfir 100. Eldurinn kom upp á jarðhæð 16 hæða hótels í strandbænum Pattaya og fyrr en varði barst hann upp á 12. hæð. Ekkert slökkvi- eða vatnsúðunarkerfi var í hótelinu og allir neyðarútgangar reyndust vera læstir. Meira
12. júlí 1997 | Forsíða | 396 orð

Rússar mótmæla "kúrekaaðgerðum" í Bosníu

RÚSSAR fordæmdu í gær atlögu breskra NATO-hermanna að eftirlýstum stríðsglæpamönnum meðal Serba og sögðu, að "kúrekaaðgerðir" af þessu tagi gætu gert Dayton- friðarsamningana að engu. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, lofaði hins vegar aðgerðina og ýmis mannréttindasamtök hvöttu til, að þeir 66 menn, sem grunaðir eru um stríðsglæpi en ganga enn lausir, yrðu handteknir strax. Meira
12. júlí 1997 | Forsíða | 275 orð

Skotbardagi í Belfast

FIMM lögreglu- og hermenn særðust í skotbardaga í hverfi kaþólikka í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fyrstu fréttir af átökunum voru óljósar en borgarbúar sögðu að tveir lögreglumenn og þrír breskir hermenn hefðu verið fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Einn borgarbúanna kvaðst hafa heyrt tuttugu byssuskot þegar öryggissveit ók um hverfið. Meira

Fréttir

12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 174 orð

14 ára fangelsi fyrir að valda alnæmi

STEVEN Thomas, 36 ára bandarískur karlmaður sem starfað hefur í Helsinki undanfarin ár, var dæmdur í 14 ára fangelsi í fyrradag fyrir að hafa hugsanlega smitað a.m.k. 17 konur af alnæmi. Er þetta einn þyngsti dómur sem felldur hefur verið í Finnlandi. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

1,4 milljónir til kosningaeftirlits í Bosníu

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að leggja fram 20.000 Bandaríkjadali, um 1,4 milljónir íslenzkra króna, vegna kosningaeftirlits við bæjar- og sveitarstjórnakosningar í Bosníu-Herzegóvínu 13. og 14. september næstkomandi. Meira
12. júlí 1997 | Landsbyggðin | 792 orð

90 ára afmæli Búðahrepps á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði-Fyrir aldamót og fram undir 1935 voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum. Þar var franskur konsúll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Franskur grafreitur er út með ströndinni nokkru utan við þorpið, þar eru 49 franskir og belgískir sjómenn grafnir. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 345 orð

Allir neyðarútgangar læstir

SJÖTÍU og fjórir menn að minnsta kosti létu lífið í mesta hótelbruna, sem orðið hefur í Tælandi, og óttast var, að tala látinna færi yfir 100. Kom eldurinn upp í Royal Jomtien-hótelinu, sem er 16 hæða, í strandbænum Pattaya en hann er 200 km suðaustur af höfuðborginni, Bangkok. Meira
12. júlí 1997 | Miðopna | 350 orð

Ábyrgðarleysi að mála með slíkum efnum

NIÐURSTAÐA fundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Hollustuverndar Íslands, Dagvistar barna og Byggingadeildar Borgarverkfræðings, 22. maí sl., var sú að Dagvist barna og Byggingadeild Borgarverkfræðings ætluðu að breyta verklagsreglum sínum við framkvæmdir inni á dagvistarstofnunum. Reglurnar yrðu bornar undir Heilbrigðiseftirlitið áður en þær yrðu teknar til framkvæmda. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Álftarungi í öruggum höndum

FYRRI hluta sumars lifnar allt við í náttúrunni, ungar komast á legg og fuglar syngja sumrinu fagnaðaróð. Steinunn Sigurðardóttir fann þennan álftarunga við Topphól í Hrafnkelsdal, tók hann upp kjassaði hann svolítið og skilaði honum síðan aftur til móðuririnnar sem átti tvo aðra eins hnoðra á tjörn við hreiðrið sitt. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Álftirnar kvaka

ÁLFTAFJÖLSKYLDA á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi virtist alsæl með sig þrátt fyrir rigninguna í gær. Fjölskyldan hefur tjörnina út af fyrir sig því varpparið hrekur aðrar álftir í burtu á varptímanum. Þetta er þriðja árið sem álft verpir þar, að sögn dr. Ólafs Einarssonar fuglafræðings. Settust álftir þar fyrst að eftir að hólmi var gerður í tjörninni. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Á sléttum Pollinum

VEÐRIÐ hefur leikið við Norðlendinga síðustu daga og útlitið framundan er nokkuð bjart. Á Akureyri fór hitastigið yfir 20 gráður í gær. Þessi ungmenni í Siglingaklúbbnum Nökkva voru á fleytum sínum á sléttum Polllinum í góðviðrinu í gær og skemmtu sér hið besta. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 342 orð

Áætlunarflug til London og Kaupmannhafnar næsta ár?

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta mun nú, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, kanna hvort það telji grundvöll fyrir að hefja áætlunarflug til a.m.k. tveggja borga í Evrópu á næsta ári. Samkvæmt sömu heimildum munu borgirnar sem um ræðir vera Kaupmannahöfn og London. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð

Bandaríkjaforseti aufúsugestur í Danmörku

CLINTON kemur" stendur á skiltum í búðargluggum og stjörnur og rendur skreyta Kaupmannahöfn. Þessi fyrsta heimsókn ríkjandi Bandaríkjaforseta til Danmerkur berst um athyglina við Tour de France-hjólreiðakeppnina og vart verður séð hver hefur betur, Bill eða hjólreiðakappinn Bjarne Riis. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 157 orð

Barist í Kambódíu

BARDAGAR blossuðu upp milli hersveita forsætisráðherranna Huns Sens og Ranariddhs prins við bæinn Siem Reap í Kambódíu í gær. Liðsforingi í her Huns Sens, sem fer með völdin í landinu, sagði að stjórnvöld hefðu sent liðsauka á svæðið til að hindra að hermenn hliðhollir hinum brottræka forsætisráðherra, Ranariddh prinsi, næðu Siem Reap á sitt vald. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Bílskúr brann til kaldra kola

BÍLSKÚR við sumarhús í Laugarási, neðst í Hvítársíðu, brann til kaldra kola í gærkvöldi. Kviknaði eldurinn um leið og kveikt var á gasgrilli og hljóp í skúrinn sem fuðraði upp á skammri stundu. Fjölskyldan var að grilla í gættinni á opnum bílskúr, að sögn lögreglu, þegar eldur komst í gaskútinn og logi stóð út úr honum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 454 orð

Borgarstjórn samþykkir endurskoðað Aðalskipulag

MEIRIHLUTI borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti nýtt endurskoðað aðalskipulag Reykjavíkur 1996­2016 á síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumarleyfi. Jafnframt var samþykkt að leita eftir samþykkt skipulagsstjóra ríkisins og staðfestingu umhverfisráðherra. Ómarkviss vinnubrögð Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 353 orð

Chretien gagnrýndur fyrir ummæli um Bandaríkin

LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Kanada hefur gagnrýnt Jean Chretien, forsætisráðherra landsins, harkalega fyrir að skaða samskipti Kanada við Bandaríkin með ummælum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Madríd. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 224 orð

Doktorspróf í mannfræði

HJÖRLEIFUR Rafn Jónsson varði á síðastliðnu ári doktorsritgerð sína í mannfræði við Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. Ritgerðin sem ber titilinn "Shifting Social Landscape: Mien (Yao) Upland Communities and Histories in State-Client Settings", hlaut Lauriston Sharp- verðlaun sem Suðaustur-Asíufræðadeild Cornell-háskóla veitir. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 513 orð

Dæmi um yfir 40% lækkun á flugfargjöldum

VERÐSTRÍÐ ríkir nú milli þeirra sjö flugfélaga sem bjóða í sumar upp á flug milli Þýskalands og Íslands og hafa fargjöld sumra félaga verið lækkuð um rúm 40%. Mun meira sætaframboð er milli landanna en fyrir fáum árum. Talið er einnig að Þjóðverjar ferðist almennt minna í ár en oft áður vegna efnahagsástandsins heima fyrir. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ein félagsmálastofnun í Þingeyjarsýslum?

SAMÞYKKT var á fundi Héraðsnefndar Þingeyinga í vikunni að leggja til við sveitarfélögin að stofnuð yrði sameiginleg félagsmálastofnun sem öll sveitarfélögin 13 ættu aðild að. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar, sagði fulltrúa allra sveitarfélaganna nema tveggja hafa lýst fylgi sínu við hugmyndina en fulltrúi eins sveitarfélags var fjarstaddur. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ekið á 9 ára stúlku á reiðhjóli

EKIÐ var á níu ára stúlku á reiðhjóli á Akureyri um sexleytið í gær. Stúlkan hjólaði yfir á rauðu gangbrautarljósi á Hörgárbraut, skammt sunnan við gatnamót Stórholts. Ökutæki, sem ekið var til norðurs eftir Hörgárbraut, lenti á stúlkunni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild og er talið að um minni háttar meiðsl hafi verið að ræða. Meira
12. júlí 1997 | Landsbyggðin | 110 orð

Erlendir ráðgjafar á Sólheimum

Selfossi­Tveir af yfirmönnum ráðgjafafyrirtækisins SA IC, Science Applications International Corporation, komu til Íslands á dögunum, gagngert til þess að kynna sér starfsemi Sólheima í Grímsnesi. SAIC er eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki í veröldinni á sviði umhverfis-, heilbrigðis- og félagsmála. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Ferming á landsbyggðinni

FERMING í Stöðvarfjarðarkirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr. Gunnlaugur Stefánsson. Fermd verður: Birgit Þorbjörg Ingirid Larsson, Rochester, USA. aðs: Hóll, Stöðvarfirði. FERMING í Egilsstaðakirkju sunnudag kl. 14. Prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Fermd verða: Eva Björk Harðardóttir, Faxatröð 14, Egilsstöðum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 297 orð

Félagið og flugstjóri sýknuð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Íslandsflug hf. og einn flugstjóra félagsins af skaðabótakröfu sambýliskonu manns, sem lést er hann var í starfi sem hlaðmaður hjá félaginu. Í nóvember 1993 varð maðurinn fyrir blöðum loftskrúfu flugvélar Íslandsflugs og lést samstundis. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 324 orð

Forsetahjónin í heimsókn

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir munu í lok júlí og byrjun ágúst heimsækja Íslendingabyggðir í Bandaríkjunum og Kanada og taka þátt í hátíðarhöldum í Utah-ríki og Íslendingadeginum í Gimli. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1227 orð

Frítökuréttur safnast upp ef hvíldartími er skertur

Komið hefur í ljós að óvissa virðist vera á mörgum vinnustöðum um framkvæmd nýrra reglna um skipulag vinnutíma og 11 klst. lágmarkshvíld, að því er fram kemur í samantekt Ómars Friðrikssonar . Reglurnar hafa verið teknar upp í kjarasamningum en eru byggðar á vinnutímatilskipun ESB. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Fyrstu laxarnir

STANGAVEIÐIMENN hafa margir hverjir ekki haft erindi sem erfiði í veiðiferðum sínum á þessu sumri. Til að mynda hefur laxveiðin verið mjög dræm í laxveiðiám á Norðurlandi, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í gær. Benedikt Kristjánsson, 11 ára snáði frá Akureyri, fór aðra leið og reyndi fyrir sér í tjörn við Ystu-Vík með góðum árangri. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Gönguferð um Bakkann

Í TILEFNI 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps og safnadeginum 13. júlí býður Sjóminjasafnið á Eyrarbakka upp á gönguferð um Eyrarbakka. Gönguferðin um Bakkann hefst við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka kl. 14 sunnudaginn 13. júlí. Leiðsögumaður verður Magnús Karel Hilmarsson, oddviti. Gengið verður um þorpið, rakin saga byggðarinnar og einstakra húsa og sagt frá mönnum og málefnum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Handtekinn með ólögmæt efni

MAÐUR var handtekinn eftir að bifreið hans var stöðvuð í Póshússtræti um klukkan tvö í fyrrinótt, eftir að ólögmæt efni fundust í fórum hans. Við leit á manninum fundust meðal annars sterar, lyf og fleiri fíkniefni. Hann var fluttur í fangageymslur lögreglu og vistaður þar þangað til í gærdag, að hægt var að yfirheyra hann. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Heldur fyrirlestur á Aksjón café

JYTTE Abildström heldur fyrirlestur í Aksjón café í dag, laugardaginn 12. júlí kl. 16. Jytte er vel þekkt fyrir leiklistarstarfsemi sína og ekki síður fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum málum sem lúta að framtíð mannsins á jörðinni. Fyrirlesturinn fjallar einmitt um þessi málefni og hún kryddar hann með leikrænum tilburðum af ýmsu tagi. Aðgangur er ókeypis. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Hinir grunuðu gáfu sig fram

TVEIR menn um þrítugt, sem kærðir hafa verið fyrir hlutdeild sína í ráni á fjármunum af starfsmanni 10­11 verslana í apríl sl., gáfu sig fram við lögreglu í gær, eftir að mikil leit hafði verið gerð að þeim víða um land. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hluthafar í SH nýttu sér forkaupsréttinn

SJÖ hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa nýtt sér forkaupsrétt sinn á 3,43% hlut Frosta hf. í Súðavík í SH. Bréfin eru að nafnvirði 51,3 milljónir króna og voru seld miðað við gengið 5,012 eða fyrir 257,2 milljónir. Þar með er orðið ljóst að ekkert verður af sölu hlutabréfanna til fimm stofnanafjárfesta sem áður hafði verið samið við með fyrirvara um forkaupsréttinn. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 409 orð

Hóta að myrða unga manninn síðdegis

MIKIL reiði ríkir á Spáni eftir að sú tilkynning barst frá basknesku hryðjuverkasamtökunum ETA síðdegis á fimmtudag að þau hefðu tekið ungan mann í gíslingu og hygðust myrða hann yrði félögum í hreyfingunni ekki sleppt úr fangelsi á Norður-Spáni innan 48 klukkustunda. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hraðamælingar í íbúðahverfum

Morgunblaðið/Golli BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ hafa keypt mælitæki sem mælir hraða ökutækja. Tækið er á færanlegum vagni og verða ökumenn á ólöglegum hraða stöðvaðir af bæjarstarfsmanni og þeim afhentur miði með ábendingum frá Umferðarráði. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra hafa bæjaryfirvöld ekki heimild til að sekta ökumenn. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hrekkjalómar á þaki

LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst tilkynning um það í fyrrakvöld að tveir menn væru að brjótast inn um þakglugga á versluninni Ísafold í Austurstræti og fór umsvifalaust á vettvang. Þegar átti að hirða innbrotsþjófana kom í ljós að um svonefnda hrekkjalóma var að ræða og höfðu þeir ekki glæpsamlegt athæfi í hyggju. Var mönnunum gert að fara niður af þakinu án frekari tafar. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Íbúðir við Snægil afhentar

HÚSNÆÐISNEFND Akureyrar afhendir fyrstu 20 íbúðirnar í 1. áfanga við Snægil næstkomandi þriðjudag. Íbúðirnar eru í fimm fjölbýlishúsum við Snægil 10-18. Húsin eru öll á tveimur hæðum og hafa allar íbúðirnar sérinngang. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 410 orð

Íslenskur prófessor settur við bandarískan háskóla

HARALDUR Rúnar Karlsson var nýlega fastráðinn við jarðvísindadeild Tækniháskóla Texas (Texas Tech University) í bænum Lubbock í Norðvestur-Texas. Haraldur lauk stúdentsprófi úr MR og síðan BS- prófi í jarðfræði við Háskóla Íslands. Að því loknu hélt hann til Bandaríkjanna í framhaldsnám við Chicago-háskóla og var leiðbeinandi hans próf. Robert N. Clayton. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jarðskjálftahrina

JARÐSKJÁLFTAHRINA varð sunnan Skálafells málægt Þrengslavegi og Raufarhólshelli um klukkan níu í fyrrakvöld. Stærsti skjálftinn mældist um 2,8 á Richterkvarða og varð skjálftanna vart bæði í Þorlákshöfn og í Ölfusi. Í fyrrakvöld mældust um 120 skjálftar en hrinan hélt áfram um nóttina á þessum slóðum og leitaði svo yfir á Hengilssvæðið. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Kaffihús fær viðurkenningu fyrir innra eftirlit

KAFFI Mílanó fékk nýverið viðurkenningu á innra eftirliti. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur veitti viðurkenninguna en uppsetning innra eftirlits var í höndum Þyríar Valdimarsdóttur, matvælafræðings hjá Mati og lyfjum ehf. Sverrir Þorsteinsson er forstjóri Kaffi Mílanó sem hefur verið starfrækt í Faxafeni í 7 ár. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

Kostnaður vegna úttekta og athugana 18,3 millj.

Í SVARI borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um kostnað vegna sérstakra athugana og úttekta á vegum borgarinnar kemur fram að kostnaðurinn var miðað við verðlag árið 1996 rúmar 12,3 millj. árið 1994 og 13,3 millj. árið 1995 en rúmar 18,3 millj. árið 1996. Þar af var kostnaður vegna könnunar á rekstrarfyrirkomulagi íbúðarhúsnæðis á vegum borgarinnar rúmar 3,1 millj. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Kærður fyrir að senda rangar tölur

SKIPSTJÓRI norska loðnuskipsins Kristian Ryggefjörd var ekki viðstaddur þegar ákæra á hendur honum var tekin fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í gær, og mun hann vera farinn úr landi. Ákæran er í þremur liðum og er skipstjórinn í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa sent skeyti sem innihélt rangar hnitatölur er varða staðsetningu skipsins, Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 225 orð

Lítil sæla í sumarleyfinu

ÞJÓFNAÐUR, veikindi og rifrildi milli hjóna valda því meðal annars, að Bretum finnst sumarleyfisferð til útlanda miklu erfiðari en að vera bara heima. Kemur þetta fram í könnun, sem birt var á mánudag. Yfirleitt tekst sæmilega til í sumarleyfisferðinni en margir hafa þó af því áhyggjur allan tímann, að eitthvað fari úrskeiðis. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Ljósmyndasýning á Minjasafninu

ÍSLENSKI safnadagurinn er á morgun, sunnudag, og er meiningin að söfn í landinu noti daginn til að vekja athygli á starfsemi sinni. Á Minjasafninu á Akureyri verður safnadagurinn tileinkaður ljósmyndum. Sýndar verða 800 þjóðlífsmyndir frá ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri en myndirnar eru flestar frá tímabilinu 1930­1950 og hafa fæstar verið til sýnis áður. Meira
12. júlí 1997 | Miðopna | 193 orð

Málið komið í réttar skorður

"VIÐ ÞURFUM að halda leikskólum við og reynum að nálgast þarfir foreldra að því leyti að loka ekki í minniháttar viðhaldsaðgerðum," segir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna. "Hins vegar höfum við yfirleitt lokað í meiriháttar viðhaldsaðgerðum á sumrin. Meira
12. júlí 1997 | Miðopna | 778 orð

Málningarframkvæmdir vöktu bráðaofnæmi

LAUFEYJU E. Gissurardóttur bárust skilaboð í hádeginu 30. apríl um að eitthvað væri að syni hennar á leikskólanum. "Ég hringdi og heyrði á honum að hann átti erfitt með andardrátt," segir hún. "Annað foreldri, sem var nærstatt, tók við símanum og sagðist ætla að koma honum til mín strax. Ástand drengsins væri alvarlegt. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Menn ganga frá borði með fullar hendur fjár

KOMIÐ hefur verið til móts við kröfur áhafnar olíuskipsins North Wind, sem lagði niður störf við komuna til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Áhöfnin gerði kröfur um að hún fengi greitt samkvæmt kjarasamningum sem undirritaðir höfðu verið 31. mars sl. og nutu fulltingis ITF, þ.e. Alþjóða flutningaverkamannasambandsins. 115 þúsund dollarar um borð Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

»Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 13. júlí kl 11.0

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 13. júlí kl 11.00, séra Birgir Snæbjörnsson. Flytjendur á Sumartónleikum taka þátt í athöfninni. Sumartónleikar kl. 17.00. Ferðamenn og heimafólk er boðið velkomið til messu og á tónleikana. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta sunnudaginn 13. júlí kl. 21.00. Athugið breyttan messutíma. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa laugardaginn 12. júlí kl. 18. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Miðaldaguðsþjónusta í keltneskum stíl

Á LOKADEGI víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði sunnudaginn 13. júlí, verður sungin miðaldaguðsþjónusta í keltneskum stíl á hátíðarsvæðinu á Víðistaðatúni. "Allt messutónið verður með þeim hætti er munkar sungu bæði á Íslandi og Írlandi á 9. og 10. öld. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 115 orð

Mið-Evrópa á kafi

FLÓÐIN í Tékklandi og Póllandi hafa kostað 55 manns lífið og óttast er, að þau eigi eftir að aukast enn. Sólin gægðist að vísu fram úr skýjaþykkninu í gær en vatnið í ám og fljótum hækkar enn og verður því hærra sem neðar dregur. Í Tékklandi nær flóðahættan yfir þriðjung alls landsins og þar og í Póllandi er atvinnustarfsemi lömuð vegna ástandsins. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Milljón til lyfjakaupa og rannsókna

ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að leggja Norður-Kóreumönnum til eina milljón króna til að kosta rannsókn og greiningu smitsjúkdóma og til lyfjakaupa. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu barst beiðni þessa efnis frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) í gegnum fastanefnd Íslands hjá Genf. Meira
12. júlí 1997 | Landsbyggðin | 402 orð

Minnisvarði reistur um Bjarna Herjólfsson

HÁTÍÐARFUNDUR hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps var haldinn þriðjudaginn 8. júlí sl. í tilefni af 100 ára afmæli Eyrarbakkahrepps. Á fundinum samþykkti hreppsnefndin að reisa minnisvarða um Eyrbekkinginn Bjarna Herjólfsson sem fyrstur Evrópumanna fann meginland Norður-Ameríku. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

NASA

MYND tekin með myndavél Carl Sagan-stöðvarinnar á Mars sýnir jeppann Ferðalangi kominn í hann all krappan. Jeppinn, sem fjarstýrt er frá miðstöð leiðangursins í Pasadena í Kaliforníu, fór öllu hraðar en ráð var fyrir gert þegar hann nálgaðist steinhnullung, sem vísindamenn hafa nefnt Jóga, og til stóð að rannsaka með efnagreiningartæki jeppans. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 178 orð

Neanderthalsmenn ekki forfeður nútímamannsins

ALÞJÓÐLEGUR hópur vísindamanna tilkynnti í gær að útilokað væri að Neanderthalsmenn hafi verið forfeður nútímamannsins. Sérfræðingum frá Þýskalandi og Bandaríkjunum tókst að einangra DNA kjarnsýru úr beinum Neanderthalsmanns sem lifði fyrir meira en 30 þúsund árum. Við rannsókn kom í ljós að genauppbygging hans var of ólík genum manna til að um tengsl geti verið að ræða. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Niðjamót á Hólum í Hjaltadal

NIÐJAMÓT Þórðar Jónssonar og Hansínu Elíasdóttur verður haldið á Hólum í Hjaltadal 18.­20. júlí. Mótið verður sett laugardaginn 19. júlí og verður boðið upp á hlaðborð þá um kvöldið gegn vægu gjaldi. HJÓNIN Þórður Jónsson og Hansína Elíasdóttir. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Ný sjávarútvegssýning í undirbúningi

TVÆR sjávarútvegssýningar verða haldnar hér á landi á næstu tveimur árum. Auk Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem haldin hefur verið þriðja hvert ár frá árinu 1984, verður sett á laggirnar ný sýning árið 1999, Fish Tech, og er hún skipulögð af íslenskum aðilum Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 703 orð

Nýstárleg þjónusta rekin af hjúkrunarfræðingum

ÞEGAR ljóst var að Taugadeild Landspítalans yrði lokað í nokkrar vikur í sumar, sóttu þær Kristín Thorberg og Ingibjörg Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingar og starfsmenn deildarinnar, um fjárveitingu til að reka hvíldaraðstöðu fyrir aldraða þennan tíma. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

Nýtt GSM-kerfi undirbúið

STJÓRN Pósts og síma hf. hefur ákveðið að hefja tilraunarekstur á DCS 1800 farsímakerfinu næsta haust en hér er um að ræða kerfi sem hefur hærra tíðnisvið en núverandi GSM-kerfi. Samgönguráðuneytið veitti í janúar 1996 Póst- og símamálastofnun, eins og hún hét þá, heimild til reksturs DCS 1800 kerfisins þegar það teldist tímabært og nú hefur stofnunin ákveðið að hefja undirbúning. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Óvenjulegur varpstaður

SILFURMÁVSPAR hreiðraði um sig á nokkuð óvenjulegum stað hér í Grímsey. Venjan er sú að mávarnir eins og aðrir bjargfuglar verpi í bjarginu en þetta par gerði sér hreiður um eitt hundrað metra frá bjargi, reyndar undir steini. Þegar fréttaritara bar að var einn ungi skriðinn úr eggi og var ennþá blautur. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1106 orð

Ráðgjöf til að nýta betur opinbert fé

HLUTVERK ríkisendurskoðunar er víðast hvar svipað, að fara yfir reikninga ríkisins og stofnana þess og veita umsögn og ráðgjöf um það sem betur má fara til þess að fjármunir nýtist sem best til þeirra verkefna sem þeim er ætlað," segir sir John Bourn, ríkisendurskoðandi Bretlands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 389 orð

Reynt að hughreysta þá sem urðu útundan

MIKIL vonbrigði einkenna viðbrögð stjórnvalda í þeim ríkjum Austur-Evrópu, sem ekki eru á meðal hinna útvöldu, sem NATO og Evrópusambandið hyggjast hefja aðildarviðræður við á næstunni. Framkvæmdastjórn ESB ákvað í fyrrakvöld að mæla með aðildarviðræðum við sömu þrjú ríkin og NATO hyggst ræða við, þ.e. Tékkland, Pólland og Ungverjaland, auk Slóveníu, Eistlands og Kýpur. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 269 orð

Sambandið stendur á tímamótum

ÞING lútherska heimssambandsins hófst í Hong Kong á þriðjudagskvöld. Þetta er í fyrsta skiptið sem þingið er haldið í Asíu. Lútherska heimssambandið stendur á tímamótum því á þessu ári eru 50 ár liðin frá stofnun þess og framundan eru ný viðfangsefni í ljósi breyttra aðstæðna lútherskra kirkna víða um heim. Meira
12. júlí 1997 | Miðopna | 194 orð

Sterk lykt olli ertingu í lungnaberkjum

"SUM BÖRN eru viðkvæm í lungnaberkjum," segir Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum barna. "Sú málningartegund sem þarna var notuð getur valdið slæmri ertingu í lungnaberkjum hjá viðkvæmum einstaklingum og þar af leiðandi astma-einkennum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1516 orð

Stjórnsýslunefnd, dómstóll eða gerðardómur?

Kjaradómur og dómarar deila um málsmeðferð vegna orlofs á yfirvinnu Stjórnsýslunefnd, dómstóll eða gerðardómur? Kjaradómur hefur sent umboðsmanni Alþingis svar vegna kvörtunar Dómarafélags Íslands um málsmeðferð fyrrverandi Kjaradóms. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Styrkar stoðir undir Leifi heppna

LEIFUR heppni stendur traustum fótum á Skólavörðuholtinu. Stöpullinn undir styttunni, sem er úr graníti, er settur saman af 18 steinbjörgum, og er heildarþyngd stöpulsins hátt í fimmtíu tonn. Sjálf myndin af Leifi vegur hins vegar um eitt tonn. Styttan og stöpullinn mynda saman eina órofa heild. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 283 orð

Sýslumaður hefði átt að víkja sæti

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur fellt úr gildi tvær áminningar sem sýslumaðurinn á Patreksfirði veitti veitingamanni þar í bæ, annars vegar fyrir að hafa farið út fyrir þær heimildir, sem veitingaleyfi veitti og hins vegar fyrir að hafa brotið skilyrði sem honum voru sett í leyfisbréfi til áfengisveitinga. Meira
12. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Sækja í hærra kaup og meiri vinnu

SMIÐIR á Akureyri og jafnvel fleiri iðnaðarmenn eru farnir að fara suður yfir heiðar til vinnu. Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, segir að það sé mikill hugur í mönnum að sækja sér hærra kaup og jafnvel meiri vinnu. "Það er skortur á smiðum fyrir sunnan og ég veit að menn eru farnir að líta vel í kringum sig. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Tilboð 84% af áætlun

TVÖ tilboð bárust í endurbætur Vestfjarðavegar á Dynjandisheiði, en tilboð í verkið voru opnuð á mánudag. Stakkafell ehf., Patreksfirði, bauðst til að vinna verkið fyrir um 19,2 milljónir króna sem er um 84% af kostnaðaráætlun. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 712 orð

Tónleikar í kirkjum og Jökulsárgljúfrum

SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi eru nú haldnir í kirkjum á austanverðu Norðurlandi ellefta árið í röð, en þeir hefjast fyrstu helgina í júlí og lýkur fyrstu helgina í ágúst. Á undanförnum 10 árum eru tónleikarnir 151 í 12 kirkjum og tónlistarmenn, sem fram hafa komið, eru orðnir 332 frá 14 þjóðlöndum. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 76 orð

Tvíefla leit í húsarústum

Reuter LEIT var tvíefld í gær að fólki sem talið er grafið í rústir bygginga, sem hrundu í 6,9 richterstiga jarðskjálfta í austurhluta Venesúela í fyrradag. Í gær var vitað um a.m.k. 68 manns sem biðu bana. Björgunarmenn dældu lofti niður í húsarústir til að hjálpa fólki sem hugsanlega var talið á lífi í rústunum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tæki gefin til vímuefnavarna

LIONSKLÚBBURINN Eir afhenti fíkefnadeild lögreglunnar fyrir skömmu ýmis tæki til vímuefnavarna. Lionskonur úr Eir hafa síðastliðin þrettán ár haft vímuefnavarnir sem aðalverkefni og hafa á hverju ári selt bíómiða í Háskólabíó og ágóðinn runnið óskiptur til vímuefnavarna. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 296 orð

Ummæli dæmd dauð og ómerk

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur kveðið upp tvo dóma í meiðyrðamálum er Jóhann Bergþórsson höfðaði gegn Sverri Ólafssyni annars vegar og gegn Magnúsi Hafsteinssyni hins vegar. Í máli Jóhanns gegn Sverri Ólafssyni var stefnt vegna sex ummæla sem birtust í DV og Alþýðublaðinu í ágúst á síðasta ári. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Unglingar veittust að stúlku

HÓPUR unglinga veittist að stúlku í Hafnarstræti við Lækjargötu í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að flytja þurfti hana á slysadeild. Lögreglan handtók nokkur ungmenni á vettvangi og færði þau á lögreglustöð, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ástæða árásarinnar ekki fyrir. Stúlkan hlaut minniháttar áverka. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 196 orð

Úlfaldinn 97 ­ útihátíð SÁÁ

SÁÁ HELDUR útihátíð í Galtalækjarskógi helgina 18.­20. júlí næstkomandi. Þetta er fjölskylduvæn útihátíð sem kallast Úlfaldinn 97. "SÁÁ fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári og er kjörið fyrir allt SÁÁ-fólk að koma saman á einni útihátíð í tilefni af því. Úlfaldinn 97 er haldinn á fallegum og hentugum stað. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Útför Klemensar Tryggvasonar

ÚTFÖR Klemensar Tryggvasonar, fyrrverandi hagstofustjóra, fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur jarðsöng. Kistuna báru Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Tryggvi Agnarsson lögfræðingur, Broddi Broddason útvarpsmaður, Bjarni Guðnason prófessor, Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Útgerð Sigurðar rukkuð um hafnargjöld í Bodø

HAFNARYFIRVÖLD í Bodø í Noregi hafa sent útgerð Sigurðar VE, sem norska strandgæzlan færði til hafnar í bænum í síðasta mánuði, reikning vegna hafnargjalda. Að sögn Sigurðar Einarssonar, útgerðarmanns Sigurðar, barst íslenzka sendiráðinu í Ósló reikningurinn og var hann sendur áfram til útgerðarinnar, Ísfélags Vestmannaeyja hf. Ísfélaginu er gert að greiða 1. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Útsölubið

ÚTSÖLUTÍMINN er kominn og þær fyrstu hófust nú í vikunni. Margt var um manninn í verslunum borgarinnar en ekki höfðu allir jafnmikinn áhuga á varningnum sem í boði er. Þessi ungi maður lét útsöluæðið ekki grípa sig og kaus að bíða fyrir utan eina verslunina í ró og næði. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Veðurguðir fá það óþvegið

EKKI kunnu allir jafn vel að meta rigninguna í höfuðborginni í gær og lét þessi litla stúlka veðurguðina hafa það óþvegið. Vætusamt var á sunnanverðu landinu, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Mældist úrkoma í Reykjavík 19 millímetrar frá níu um morguninn til klukkan 18. Sama magn mældist á Eyrarbakka, en mun minna annars staðar. Meira
12. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 291 orð

Vill endurskoðun grunnþátta

BANDARÍKJASTJÓRN vill ekki ganga að einum af grundvallarþáttum nýgerðs samkomulags við tóbaksfyrirtæki, sem m.a. felur í sér að fyrirtækin greiði sem svarar 26 þúsund milljörðum ísl. króna. Er ástæða höfnunar stjórnarinnar sú, að þessi tiltekni þáttur samkomulagsins myndi setja víðtækar hömlur á vald alríkisyfirvalda yfir því hversu mikið nikótínmagn má vera í sígarettum. Meira
12. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Virðisaukinn á GSM í athugun

HJÁ Pósti og síma er nú til athugunar hvort og hvernig er hægt að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af GSM-símtölum erlendis í þeim tilvikum þar sem um tvöfaldan skatt gæti verið að ræða. Halldór Blöndal samgönguráðherra kvaðst hafa rætt málið lauslega við Guðmund Björnsson, forstjóra Pósts og síma hf., og málið væri í athugun með endurskoðanda fyrirtækisins. Meira

Ritstjórnargreinar

12. júlí 1997 | Leiðarar | 563 orð

ÁNÆGJULEGUR ÁRANGUR

LeiðariÁNÆGJULEGUR ÁRANGUR TÖÐUGLEIKI í verðlagsmálum hefur verið ótrúlega mikill síðustu þrjá mánuði, þegar haft er í huga, að þetta tímabil fylgir í kjölfar kjarasamninga. Verðbólga þessa mánuði hefur aðeins verið 0,2%, sem jafngildir 0,9% á ári. Meira
12. júlí 1997 | Staksteinar | 262 orð

Eftirlit á verðbréfamarkaði

VIÐSKIPTI með hlutabréf og ýmis önnur verðbréf fara fyrst og fremst fram á Verðbréfaþingi, þar sem strangar reglur gilda um eftirlit, svo og á Opna tilboðsmarkaðnum, þar sem eftirlit er lítið sem ekkert með fyrirtækjunum, sem þar selja hlutabréf sín. Þetta fyrirkomulag var til umfjöllunar í forustugrein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Barnsskórnir Meira

Menning

12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 265 orð

Damme í ham Hættumörk (Maximum Risk)

Framleiðandi: Moshe Diamant. Leikstjóri: Ringo Lam. Handritshöfundur: Larry Ferguson. Kvikmyndataka: Alexander Gruszynski. Tónlist: Robert Folk. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van Damme, Natashia Henstridge, Jean-Hugues Anglade. 97 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 2. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Engar hrotur!

MEISTARA Marlon Brando var boðið til Grikklands á dögunum. Sá sem bauð honum var skipakóngurinn Yannis Latsis og er Brando með dóttur hans á myndinni. Í boði sem haldið var í tilefni af komu Brandos hélt hann ræðu um umhverfismengun á vorum dögum og gerðu gestir góðan róm að máli hans. Hann þakkaði áhorfendum hins vegar fyrir að hlusta og hrjóta ekki. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 378 orð

Fjölbreytni nauðsynleg

KVIKMYNDAFRAMLEIÐENDUR í Hollywood eru farnir að velta því fyrir sér hvort skortur á fjölbreytni hrjái sumarframboð kvikmyndaveranna. Þeir hafa lagt mikið undir í gerð hasarmynda sumarsins en kvikmyndahúsagestir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeim þykir framboðið ívið einhæft. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 104 orð

Frægð og frami

VINCE Vaughan hefði aldrei trúað því að hlutverk hans sem kvennabósi í "Swingers" yrði til þess að hann hreppti hlutverk í "The Lost World" en sú varð raunin. Aðstandendur "Swingers" buðu Steven Spielberg á forsýningu á myndinni þar sem þeir vildu fá samþykki hans til þess að nota stefið úr "Jaws" í einu atriði. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 311 orð

Fylgikvillar framhjáhalds Gripin glóðvolg (Caught)

Framleiðandi: Richard Brick og Irwin Young. Leikstjóri: Robert M. Young. Handritshöfundur: Edward Pomerantz. Kvikmyndataka: Michael Barrow. Tónlist: Chris Botti. Aðalhlutverk: Edward James Olmos, Maria Conchita Alonso, Steven Schub, Bitty Schram. 109 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 2. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Guðlaugur kvaddur

BRÁTT lýkur kjörtímabili Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna og í tilefni af því hélt hann kveðjuhóf á Astró um síðustu helgi. Eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna var glatt á hjalla. Morgunblaðið/Halldór SIGÞÓR Einarsson spjallarvið Guðlaug. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 51 orð

Hamingjusöm Roth-fjölskylda

BRESKI leikarinn Tim Roth er mikill fjölskyldumaður. Hann á soninn Hunter með kærustunni Nikki Butler, sem er bandarísk. Hér sjáum við brosmilda fjölskylduna mæta á frumsýningu Disney-myndarinnar "Hercules" í Los Angeles. Tim þreytir frumraun sína í leikstjórastólnum með myndinni "War Zone" sem verður frumsýnd í Bretlandi á næsta ári. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Harmi slegin

ZSA ZSA Gabor er að sögn kunnugra niðurbrotin manneskja eftir andlát systra sinna og móður. Hún er nú ein eftirlifandi úr Gabor-fjölskyldunni sem gerði garðinn frægan allt frá fjórða áratugnum þegar hún flutti til Bandaríkjanna frá Ungverjalandi. "Móðir mín og systir voru mér allt og ég er ein eftir. Þær eru á himnum og ég hitti þær þar síðar meir. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 141 orð

Heima er best

LOKSINS hefur Michael Jackson fundið heimili sem hentar honum og fjölskyldu hans, þ.e. Debbie og syninum Prince Michael Jr. Húsið sem hann festi kaup á er reyndar meira í ætt við kastala með 24 herbergjum og kostaði um einn milljarð. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 57 orð

Hugh Grant fær sér nýjan bíl

HUGH Grant eignaðist nýjan bíl nú á dögunum. Bíllinn er af tegundinni Jaguar XK8 og kostar tæpar sjö milljónir króna. Það eru fleiri en Hugh sem girnast gripinn en um sex mánaða bið er eftir bílnum. Aðrar stjörnur sem eiga eins bíl eru t.d. George Michael, Tom Hanks og Jennifer Saunders. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 333 orð

Kvikmyndafréttir Mel Gibson og

Mel Gibson og Danny Glovereru að hugleiða að gera fjórðu "Lethal Weapon"-myndina. Gibson hefur verið lofað 20 milljónum Bandaríkjadala ef hann tekur þátt í hasarnum. Að auki hefur honum verið lofað hluta af öllum gróða tengdum myndinni sem ef vel tekst til gæti gert hann 15 til 20 milljónum ríkari. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Madonna og JFK fylgjast með hnefaleikum

MADONNA og kyntröllið John F. Kennedy yngri voru meðal gesta á margfrægum hnefaleik Mikes Tysons og Evanders Holyfields í Las Vegas á dögunum. Fjöldi annars frægs fólks kom á MGM Grand hótelið til að fylgjast með bardaganum, sem endaði með ósköpum eins og flestum er kunnugt. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Michael geimgengill

MICHAEL Jackson ber höfuð og herðar yfir aðra tónlistarmenn þegar kemur að tæknibrellum og brögðum á tónleikum. Á síðustu tónleikum sínum í París lenti hann á sviðinu í eftirlíkingu af geimskutlu. Sagan segir að vinsældir Jackson fari minnkandi í Bandaríkjunum. Ekkert lát er hins vegar á vinsældum hans í Frakklandi og voru 40.000 manns samankomnir til að hlýða á hann á umræddum tónleikum. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 168 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Eigi skal skaða Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Ólétt Aniston?

NEI, JENNIFER Aniston er ekki ólétt, hún leikur ófríska konu í myndinni "Object of Affection", en þessi mynd var tekin í New York, þar sem tökur fóru fram. Þó er aldrei að vita hvort Aniston fari að fjölga mannkyninu á næstunni, þar sem hún trúlofaðist kærastanum, Tate Donovan, fyrir skemmstu. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

Seinheppinn náungi!

NICOLAS Cage var svo hræddur um að ósvífnir tölvunotendur myndu brjótast inn í tölvuna hans að hann kom sér upp mjög öflugu varnarkerfi. Því miður gleymdi hann lykilorðinu til að komast inn í kerfið og varð að ráða sér tölvusérfræðing til að komast inn í kerfið. Sá tók skildinginn fyrir þessa þjónustu þannnig að óhætt er að segja að Nicolas sé seinheppinn. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 97 orð

Sérfræðingur um sjóinn horfinn á braut

ÞÚSUNDIR manna komu saman í París á dögunum til að fylgja Jacques Cousteau til grafar. Jacques varð þekktur fyrir kvikmyndir sínar af undirdjúpum sjávar. Hann heillaðist ungur af sjónum og eyddi miklum tíma í að rannsaka djúpin. Fyrsta kvikmynd hans "Þögul veröld" var sýnd árið 1956. Meira
12. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Tímaritið Tízka lítur dagsins ljós

Í TILEFNI af fyrsta tölublaði tímaritsins Tízku efndu aðstandendur þess til tískusýningar á Hótel Borg á fimmtudaginn síðasta. Gestir á fagnaðinum skemmtu sér hið besta. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á staðnum og festi atburði kvöldsins á filmu. Meira
12. júlí 1997 | Kvikmyndir | 634 orð

Vaninn er harður húsbóndi

ÞAÐ HEFUR vakið athygli, að Ríkisútvarpið hefur verið að segja upp dagskrárgerðarfólki, sem vegna starfa sinna er orðið þekktar persónur í þjóðlífinu. Við er borið að nú eigi að spara. En þá má spyrja: Af hverju spara þetta fólk? Við þessu fást náttúrlega ekki svör, en þeir sem horfa á og fylgjast með fjölmiðlum ríkisins, eru með allt annað í huga en sparnað, Meira

Umræðan

12. júlí 1997 | Aðsent efni | 982 orð

Er ekki komið nóg?

SJÓPRÓF eru merkileg fyrir margra hluta sakir. Með þeim á að skýra, eða leita skýringa á slysum á sjó. Þau eru lífsnauðsynleg fyrir sjómenn, nauðsynleg fyrir tryggingafélög og ættu líka að vera það fyrir skipafélögin. En það er svo undarlegt, að svo virðist sem menn kasti höndunum til sjóprófa og íhugi lítt grundvallaratriðin. Meira
12. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 263 orð

Fóstri Jóns Guðmundssonar

ÉG LAS greinar Einars Laxness í Lesbók Morgunblaðsins um Jón Guðmundsson, ritstjóra og alþingismann, mér til mikillar ánægju. Einar gerir Kristínu, dóttur Jóns, Harald Krabbe, manni hennar og niðjum góð skil. Um Jón Guðmundsson skrifaði Einar Laxness bók sem út kom 1960 á vegum Sögufélagsins og Ísafoldarprentsmiðju. Í grein Einars í Lesbók, 31. Meira
12. júlí 1997 | Aðsent efni | 808 orð

Gott er að vera laus við reykingabölið

Í MORGUNBLAÐINU 3. júlí er viðtal við ungan mann um kosti þess að vera laus við reykingar. Maðurinn benti á aðferðir til þess að menn gætu hætt að vera "þrælar sígarettunnar". Þetta er lofsvert framtak, og hér skal einnig sagt frá aðferð, sem maður nokkur beitti til þess að hætta að reykja. Maður þessi hafði reykt allmikið frá því um tvítugt, samfellt í um 16 ár. Meira
12. júlí 1997 | Aðsent efni | 728 orð

Mannskemmandi skoðanakannanir Í okkar litla þjóðfélagi virðist harla auðvelt, segir Gunnlaugur Þórðarson, að kalla fram með

ÞANN 23. f.m. gerði "Stöð 2" mikla frétt úr skoðanakönnun, sem birst hafði í síðasta blaði tímaritsins "Mannlíf" (5. tbl.). "Gallup" hafði gert hana fyrir "Mannlíf". Spurt var um traust almennings til íslenska dómkerfisins og um leið um Geirfinns- og Guðmundarmálið svokallaða. Ritstjóri "Mannlífs" hafði fjallað alleinhliða um það mál í næst síðasta "Mannlífi" (4. tbl.). Meira
12. júlí 1997 | Aðsent efni | 580 orð

Ófrægingarherferð Lífsvogar

AÐ UNDANFÖRNU hafa samtökin Lífsvog staðið að sérkennilegri auglýsingaherferð sem beinst hefur gegn Tryggingastofnun ríkisins. Samtökin hafa í þessari herferð spurt hvort spilling væri innan Tryggingastofnunar og "að gefnu tilefni auglýst eftir fólki sem farið hefur í læknisskoðun vegna örorkumats...og þurft að greiða fyrir matið". Meira
12. júlí 1997 | Aðsent efni | 963 orð

Samkeppnishæfni Íslands

NÝLEGA kom út bókin "World Competitivenes Yearbook 1997". Í henni er leitast við að raða 46 þjóðum eftir því hversu gott umhverfi þeirra er til verðmætasköpunar. Íslendingar lenda í 21. sæti og eru um miðjan hóp. Meira
12. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 114 orð

Stuðningur við starfandi prest í Ósló Félagi ísl. námsmanna í Ósló og nágrenni: VIÐ undirrituð í stjórn FÍSN viljum lýsa yfir

VIÐ undirrituð í stjórn FÍSN viljum lýsa yfir stuðningi okkar við Sigrúnu Óskarsdóttur sem er starfandi prestur í Ósló. Hún er einn umsækjenda um stöðu Íslendingaprests hins nýstofnaða íslenska safnaðar í Ósló. Meira
12. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Til yfirvalda

SUMIR eru "drengskaparmenn" ­ aðrir skilja ekki einu sinni hvað átt er við með orðinu. Það er alltaf verið að látast og blekkja ­ einlægni og hreinskilni þykja blátt áfram hlægileg ­ eins og það er mikið einfaldara. Meira

Minningargreinar

12. júlí 1997 | Minningargreinar | 372 orð

Aðalsteinn Vígmundsson

Mig langar til að minnast frænda míns og vinar Aðalsteins Vígmundssonar með örfáum orðum. Hann ólst upp hjá ömmu og afa, Maríu og Páli, sem lengi bjuggu á Grettisgötu 73 í Reykjavík og í fyrstu fannst mér hann vera yngsti bróðirinn af þeirra sonum, en í raun vorum við bræðrasynir, hann sonur Vígmundar föðurbróður míns. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 27 orð

AÐALSTEINN VÍGMUNDSSON

AÐALSTEINN VÍGMUNDSSON Aðalsteinn H. Vígmundsson fæddist á Kjalarnesi 17. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum 16. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 26. júní. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 308 orð

BALDUR BRAGASON

Fallinn er svo skyndilega einn helzti forystumaður Sjálfsbjargar, bæði í heimahéraði sem á landsvísu. Ekki er svo ýkja langt frá því kunnugleg rödd hljómaði í símanum, spyrjandi frétta hversu fram gengi í sameiginlegum baráttumálum. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BALDUR BRAGASON

BALDUR BRAGASON Baldur Bragason fæddist á Öxará í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu 1. október 1933. Hann lést á Akureyri 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 8. júlí. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 283 orð

BJARGHILDUR EINARSDÓTTIR

Bjarghildur frænka okkar er látin langt um aldur fram. Hún fæddist á Egilsstöðum fyrir þrjátíu og fjórum, árum elst systkinabarna okkar, og fyrstu mánuði ævi sinnar bjuggu foreldrar hennar með hana heima hjá okkur. Eftir stöndum við hnípin og skiljum ekki hvers vegna ung kona í blóma lífsins er ekki lengur á meðal okkar. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 302 orð

BJARGHILDUR EINARSDÓTTIR Í dag kveðjum við með söknuði vinkonu okkar B

Í dag kveðjum við með söknuði vinkonu okkar Bjarghildi Einarsdóttur. Frá fyrstu kynnum okkar skapaðist traust og vinátta sem við vorum svo lánsamar að njóta til þess síðasta þrátt fyrir að búsetuskipti yrðu til þess að þó nokkrar fjarlægðir í kílómetrum talið aðskildu okkur síðustu árin. Í fari Bjarghildar nutum við þess er einkenndi hana mest, sem var trygglyndi, nærgætni og umhyggjusemi. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 579 orð

BJARGHILDUR EINARSDÓTTIR Það er ávallt erfitt að skilja þegar góður vi

Það er ávallt erfitt að skilja þegar góður vinur er svo skyndilega kallaður á brott frá okkur, eins og var nú þegar okkur barst fregnin um að Bjarghildur væri öll. Eftir sitja spurningarnar og sorgin sem við verðum að yfirvinna með tímanum. Bjarghildur var ein merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst. Viljastyrkur og ákveðni voru lýsandi skapgerðareinkenni hennar. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 460 orð

Bjarghildur Margrét Einarsdóttir

Elsku Bjarghildur systir mín er dáin. Þú sem varst alltaf stóra, sterka systir mín, sem alltaf var hægt að treysta. Alltaf varstu tilbúin að bjarga og hjálpa ef þú hafðir grun um að eitthvað væri að, þá varst þú fyrst til að reyna að lagfæra það. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 522 orð

Bjarghildur Margrét Einarsdóttir

Sæl Bjarghildur. Það er orðið of langt síðan ég ætlaði að koma mér að því að senda þér nokkrar línur og þakka þér fyrir stuðninginn og allt gamalt og gott. Þetta eru upphafsorð bréfs sem var loksins klárað og tilbúið þegar Gulli hringdi í mig sl. sunnudag og færði mér þær sorgarfréttir að Bjarghildur væri dáin. Kynni okkar Bjarghildar hófust á áliðnu hausti 1993. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Bjarghildur Margrét Einarsdóttir

Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn vitjað okkar, og enn einu sinni kemur það okkur í opna skjöldu, eins og oft áður finnst okkur heimsókn hans algjörlega ótímabær. Mánudagurinn 7. júlí hófst eins og aðrir sumardagar, ég vitjaði veðurs, athugaði skýjafarið, og sólin skein, Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Bjarghildur Margrét Einarsdóttir

Hún Bjarghildur systir, mágkona og frænka okkar, er dáin. Stórt skarð er komið í fjölskylduna á Túngötunni. Það er svo stutt síðan við fórum niður á Seyðisfjörð og var boðið í mat heim til Bjarghildar. Þessari síðustu samverustund okkar munum við aldrei gleyma. Bjarghildur var svo góð og yndisleg manneskja. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún einstaklega vel. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 116 orð

BJARGHILDUR MARGRÉT EINARSDÓTTIR

BJARGHILDUR MARGRÉT EINARSDÓTTIR Bjarghildur Margrét Einarsdóttir fæddist á Egilsstöðum 22. júní 1963. Hún lést á heimili sínu á Seyðisfirði hinn 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Gerður Aradóttir og Einar Halldórsson. Bjarghildur giftist 25. mars 1989 Sigurði Ormari Sigurðssyni, og eignuðust þau tvö börn, Davíð Þór, f. 20. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 645 orð

GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR

Ég veit það vel, elsku Gaua mín, að þér er engin þökk í að skrifuð sé afmælisgrein í tilefni þeirra tímamóta, sem nú eru í lífi þínu á níræðisafmælinu. Það ætla ég heldur ekki að gera, en samt get ég ekki stillt mig um að biðja Morgunblaðið að bera þér örfá og fátækleg kveðjuorð frá okkur hjónum og fjölskyldu okkar. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Með nokkrum orðum vil ég minnast míns góða frænda Guðmundar Pálssonar sem kvaddur verður frá Eyrarbakkakirkju í dag. Þegar hugurinn leitar til baka á kveðjustundum sem þessum eru minningarnar svo margar og góðar að manni fallast hendur. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Okkur langar að minnast gamals félaga og samstarfsmanns, Guðmundar Pálssonar. Hann vann í 20 ár hjá Skeljungi í Vestmannaeyjum, fyrst hjá Tómasi í Höfn og síðan hjá Martin syni hans. Eftir gos fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og vann fyrst í fjögur ár hjá Trésmiðjunni Víði, en hóf svo störf á Shell-stöðinni, Skógarhlíð 16. Þar vann hann í rúman áratug. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 1039 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Hinn 5. apríl 1927 reru allir bátar frá Eyrarbakka og Stokkseyri í sæmilegu veðri, en ekki var farið á sjó í Þorlákshöfn þennan dag. Um morguninn hafði verið austan strekkingur og útlit heldur vindlegt. Þegar á daginn leið fór hann að hvessa og gerði allskarpa austan kviku, "hornriða" eins og menn kölluðu þegar áttin var slík og aðeins farið að brima. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Nú þegar afi hefur kvatt okkur í hinsta sinn, viljum við afabörnin, minnnast hans í örfáum orðum. Það er sárt að kveðja afa sinn og kom strax upp tómleiki hjá okkur, að nú tæki hann ekki lengur á móti okkur þegar við heimsæktum hann. En nú vitum við að honum líður vel og erum við fegin að hann þurfti ekki lengur að kljást við hinn illvíga sjúkdóm sem alltof fáir ráða við. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 245 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Elsku afi, þá er komið að síðustu kveðjustund okkar. Þær hafa nú verið margar frá því að ég fór í skóla í Reykjavík og flutti inn til þín, en þessi mun verða sú erfiðasta. Það verður skrýtið að koma suður í haust og hafa þig ekki til að taka á móti mér og vera með mér yfir veturinn. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Guðmundur Gunnar Pálsson

Ég kynntist Guðmundi Pálssyni fyrir um það bil 15 árum, en hann var góður vinur móður minnar síðari ár. Guðmundur kom oft í heimsókn á heimili mitt og kom þá glöggt í ljós góðmennska hans og hversu barngóður hann var, þegar yngstu meðlimir fjölskyldunnar hlupu til hans, buðu koss og settust í kjöltu hans. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 371 orð

GUÐMUNDUR GUNNAR PÁLSSON

Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Þó að dauðinn sé alltaf jafn sorglegur getur hann líka verið líkn fyrir veikan líkama og nú ert þú laus allra þjáninga og líður vel. Margs er að minnast hjá okkur systkinunum þegar við rifjum upp stundirnar með afa. Fyrstu minningarnar eru frá Sætúni þar sem við bjuggum á efri hæðinni hjá ömmu og afa. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 161 orð

GUÐMUNDUR GUNNAR PÁLSSON

GUÐMUNDUR GUNNAR PÁLSSON Guðmundur Gunnar Pálsson fæddist á Eyrarbakka 3. nóvember 1919. Hann lést á Vífilsstöðum 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson, f. 26.9. 1895, d. 5.4. 1927, og kona hans Guðbjörg Elín Þórðardóttir, f. 4.12. 1896, d. 25.11. 1983. Systkini hans eru: Þórður, f. 1921; Ingileif, f. 1923, d. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Hanna Guðnadóttir

Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Á björtum júlídegi dregur skyndilega ský fyrir sólu. Okkar kæra vinkona, Hanna Guðnadóttir, er dáin, eftir skamma en mjög stranga og erfiða sjúkdómsbaráttu. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Hanna Guðnadóttir

Mér er minnisstæð heimsókn sem við fengum í Ystahvamm einn sumardag fyrir um 26 árum. Upp á bankaði ung og sköruleg kona með þrjú börn og kynnti sig sem nýja nágrannann á Reynistað. Þarna var Hanna mætt ásamt Hönnu Möggu, Valdísi og Kjartani, en Stefán maður hennar var byrjaður að vinna við Laxárvirkjun og þau höfðu fengið Reynistað til búsetu. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Hanna Guðnadóttir

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. (Tómas Guðmundsson). Í fáum orðum viljum við minnast Hönnu föðursystur okkar sem er látin eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er ótrúlegt að ekki sé liðið nema tæpt hálft ár síðan sjúkdómsins varð vart. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 299 orð

Hanna Guðnadóttir

Okkar ástkær vinkona og félagi Hanna Guðnadóttir verður jarðsungin í frá Einarsstöðum í Reykjadal 12. júlí 1997. Hún lést 4. júlí sl. eftir tiltölulega skamma en erfiða sjúkdómsbaráttu. Hanna var ein helsta driffjöðrin í leiklistarstarfsemi í Aðaldal eftir að hún flutti þangað 1974. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 685 orð

Hanna Guðnadóttir

Í dag 12. júlí verður til moldar borin að Einarsstöðum í Reykjadal mín besta vinkona Hanna Guðnadóttir. Hennar hinsta ósk var að fá að hvíla í dalnum sem hún unni, en í huga hennar voru Reykjadalur og Aðaldalur ein heild. Ég kynntist hjónunum Stefáni og Hönnu og dætrum þeirra, Hönnu Möggu og Valdísi árið 1966 þegar við urðum nágrannar. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Hanna Guðnadóttir

Mig langar til að minnast með örfáum orðum minnar uppáhalds frænku og bestu vinkonu, Hönnu Guðnadóttur. Í minningu minni sem lítillar stúlku man ég þegar Hanna leyfði mér að koma með sér í sveitina að Klömbrum undir Eyjafjöllum. Áttum við þar góðar stundir saman og var vinátta okkar óslitin frá þeim tíma er Hanna leiddi mig um túnið heima á Klömbrum. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 406 orð

Hanna Guðnadóttir

Hláturinn hennar Hönnu er hljóðnaður. Gleðin, sem ætíð fylgdi henni og hún var svo gjöful á er á braut. Hlýju faðmlögin hennar finnum við ekki oftar. Hver ert þú dauði, sem hefur vald til að höggva svo fast og svo ótímabært? Hver ert þú sem hefur vald til að hrifsa til þín konu frá miðju dagsverki? Hver ert þú sem hefur vald til að skapa svo mikla sorg og þjáningu? Hvernig er hægt að hugga Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Hanna Guðnadóttir

Elsku Hanna, mér datt ekki í hug þegar ég hringdi í Vallakot til að kveðja þig áður en ég fór burt í nokkurn tíma að það yrði hinsta kveðjan, en allt er í heiminum hverfult og svo ótalmargt sem við fáum engu um ráðið. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 162 orð

HANNA GUÐNADÓTTIR

HANNA GUÐNADÓTTIR Hanna Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðni S. Ingvarsson, f. 5. maí 1900. d. 16. september 1982 og Magnea Þ. Guðmundsdóttir, f. 30. janúar 1914. Bræður hennar eru Ingvar K. Guðnason, f. 25. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 855 orð

Ólöf Elimundardóttir

"Sæll og blessaður, velkominn til kerlinganna, við hokrum hérna tvær kerlingar með nokkrar kýr, það er nú allt og sumt og ekki eru húsin hátimbruð svo það er nú ekki mikið sem ég get sýnt þér." Það var eitthvað á þessa leið er kona sú sem í dag er kvödd hinsta sinn ávarpaði undirritaðan er fundum okkar bar saman í fyrsta sinn heima á Stakkabergi í Klofningshreppi fyrir nærri 25 árum. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 664 orð

Ólöf Elimundardóttir

Við kveðjum nú í dag hjartkæra vinkonu Ólöfu Elimundardóttur frá Stakkabergi. Þegar sá sem þessar línur ritar opnaði fyrst augun í þessu lífi og grenjaði í fyrsta sinni, mun það hafa verið í örmum Lóu, en svo var hún alltaf kölluð. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 587 orð

Ólöf Elimundardóttir

Við strönd Breiðafjarðar vestur í Dalasýslu stendur gamalt lítið steinhús undir bröttu fjalli. Þar má sjá vítt um fjörðinn vestur og suður, óteljandi eyjar og fagran fjallahring. Sjálfur er bærinn í skjóli Klofningfjalls fyrir norðri. Þar er hvað fegurst á Íslandi að vori og sumri. Þar heitir á Stakkabergi. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 255 orð

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR Ólöf Elimundardóttir var fædd á Stakkabergi í Klofningshreppi í Dalasýslu 11. júlí 1905 og var því nærri 92 ára er hún lést í Reykjavík 7. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elimundur Þorvarðarson, f. 28. des. 1877, d. 4. febr. 1959, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 30. des. 1872, d. 25. nóv. 1947. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 767 orð

Steinfríður Matthildur Thomassen

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 296 orð

STEINFRÍÐUR MATTHILDUR THOMASSEN

STEINFRÍÐUR MATTHILDUR THOMASSEN Steinfríður Matthildur Thomassen var fædd á Eskifirði 6. desember 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Einarsdóttir frá Reykjavík og Cristjan Thomassen frá Bergen í Noregi. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Valgarð Björnsson

Í dag er til moldar borinn Valgarð Björnsson heilsugæslulæknir í Borgarnesi. Hann hafði áður verið héraðslæknir á Hofsósi. Valgarð var góður fulltrúi þeirra lækna, sem litu á störf sín á landsbyggðinni sem þýðingarmikinn þátt í viðhaldi byggðar þar. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 164 orð

VALGARÐ Þ. BJÖRNSSON

VALGARÐ Þ. BJÖRNSSON Valgarð Þorsteinn Björnsson fæddist í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði hinn 21. apríl 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 27. júní síðastliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ingibjörg Kristinsdóttir og Björn Jónsson hreppstjóri í Bæ. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 491 orð

Vignir Jóhannesson

Viggi minn, við sem héldum að þú hefðir unnið síðustu orustuna, eins og þær mörgu sem þú hefur háð síðustu tvö árin sem þú barðist við þenna illvíga sjúkdóm, en þá kom bakslagið og ekki varð við neitt ráðið. Viggi minn, með aðdáun horfðum við á það hugrekki, þann vilja og kjark sem þú sýndir í baráttunni við þinn sjúkdóm. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 600 orð

Vignir Jóhannesson

Mig tekur það svo óendanlega sárt að setjast niður og skrifa þessar línur á blað, til minningar um þig. Að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur af þessari jörðu, að fá ekki lengur að njóta samvista við þig, heyra rödd þína og faðma þig að sér, þú sem varst mér svo afar kær, yndislegri föður hefði ég ekki getað hugsað mér. Það var alltaf svo gott að leita til þín með alla skapaða hluti. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 151 orð

Vignir Jóhannesson

Elsku pabbi og afi. Hinn 6. júlí síðastliðinn kvöddum við þig eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Þú sem varst svo duglegur og bjartsýnn að hafa yfirhöndina við krabbameinið. Þú varst alltaf svo glaður og góður, fullur af lífskrafti. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 247 orð

VIGNIR JÓHANNESSON

VIGNIR JÓHANNESSON Vignir Jóhannesson fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði hinn 27. júní 1935. Hann lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Michelsen, formaður mótorbáts á Búðum, f. 1891, d. 1969, og kona hans Guðfinna Árnadóttir, f. 1899 á Eyrarstekk á Fáskrúðsfirði, d. 1971. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON

ÞORGEIR KR. MAGNÚSSON Þorgeir Kr. Magnússon fæddist í Reykjavík 21. desember 1929. Hann lést af slysförum í Reykjavík 23. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 2. júlí. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 331 orð

Þorgeir Magnússon

Nú er Þorgeir Magnússon látinn eftir stranga lífsgöngu. Ég hitti hann fyrst á Hvammstanga um kringum 1970, hann hafði þá komið með leigubíl úr Reykjavík og komið svo við og fengið sér kaffisopa hjá mágkonu minni á Tanganum. Ég tók eftir fingurstúfunum og hún sagði mér frá hvernig hann hafði kalið á höndum, orðinn rammvilltur í norðlenskum hríðarbyl. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 207 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Æðruleysi, tíguleiki og reisn munu alla tíð einkenna minningu Gerðu ömmu. Hún var af kynslóðinni sem stritaði til þess að börnin og barnabörnin gætu búið við velsæld og val en bar sjálf skarðan hlut frá borði. Amma átti fárra kosta völ í uppvextinum ­ aldrei eignaðist hún bíl, aldrei eignaðist hún myndbandstæki og aldrei fór hún til Flórída. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 411 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Mig langar til að minnast elskulegrar ömmu minnar, Þorgerðar Pétursdóttur. Hún lést á Landspítalanum 3. júlí sl. "Amma á Djúpó," eins og við systkinin vorum vön að kalla hana, var skörungur mikill. Þær voru ófáar legur hennar á sjúkrahúsum um ævina en hún efldist við hverja raun og komst jafnan á fætur aftur. Ég minnist ömmu minnar fyrst þegar ég var tíu ára gömul. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 639 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Ég vil minnast tengdamóður minnar, Þorgerðar Pétursdóttur. Ég hitti hana fyrst fyrir næstum fjörutíu árum, nokkru eftir að ég og dóttir hennar Berta höfðum heitbundist. Kynni mín við væntanlega tengdamóður voru strax góð og innileg. Og í hvert skipti er ég síðar hitti þessa indælu og góðu konu sem átti svo mörg börn og svo stórt hjarta fannst mér ég eiga meira í henni. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 242 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Hún amma mín, Þorgerður Pétursdóttir, er dáin. Það var vitað að svo mundi fara innan tíðar, en var þó svo óvænt og sárt þegar það gerðist. Á uppvaxtarárunum var það ekki oft sem ég hitti afa og ömmu, þar sem þau bjuggu austur á Djúpavogi en fjölskylda mín á Ólafsfirði. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 377 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Þegar nákominn ættingi fellur frá er ekki óeðlilegt þótt upp hrannist í hugann minningar tengdar viðkomandi. Þannig er okkur farið núna þegar við kveðjum Gerðu ömmu. Í hugann koma minningarbrot sem okkur eru kær þótt öðrum virðist þau ósköp léttvæg frá því er við vorum lítil og dvöldum með mömmu um lengri eða skemmri hríð hjá ömmu og afa á sumrin. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 139 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Þegar ég hugsa um ömmu er margs að minnast. Hún prjónaði, bakaði kökur og bjó til mat. Já, hún var sannkölluð húsmóðir. Alltaf fékk maður hlýjar móttökur hjá henni ömmu. Það er skrýtið að hugsa til þess að amma er ekki lengur í þessum heimi. Ég mun sakna þess að geta ekki heimsótt hana í Miðhús. Ég hugsa oft til þess tíma sem við áttum saman þar, en vildi óska að þær stundir hefðu verið fleiri. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Okkur langar að minnast hennar ömmu okkar, Þorgerðar Pétursdóttur, eða ömmu á Djúpó eins og við vorum vön að kalla hana. Er við vorum yngri var lítið um ferðalög. Mörg ár liðu áður og á milli þess að við sáum ömmu. En hún var alltaf til. Er við uxum úr grasi urðu heimsóknir okkar austur á Djúpavog tíðari. Það er sagt að fólk eigi bara heima á einum stað. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 538 orð

Þorgerður Pétursdóttir

Þorgerður Pétursdóttir Þorgerður Pétursdóttir fæddist í Vallanesi á Völlum 2. ágúst árið 1913. Hún lést á Landspítalanum 3. júlí síðastliðinn. Hún var fyrstu sjö ár ævinnar á Héraði en flutti þá til Neskaupstaðar. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson, f. 1874, d. Meira
12. júlí 1997 | Minningargreinar | 660 orð

ÞORGERÐUR PÉTURSDÓTTIR

Mig langar til að minnast móður minnar, þeirrar mætu konu, Þorgerðar Pétursdóttur. Þessarar konu sem ól mig í þennan heim fjórum dögum eftir andlát Önnu Margrétar, elstu dóttur hennar og föður míns, Björgvins Ívarssonar. Anna Margrét varð aðeins 17 ára gömul. Ég hlaut sama nafn, það lá beint við. Ef til vill bundumst við sterkari böndum vegna þessara atburða, ásamt því að ég var yngst. Meira

Viðskipti

12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Bankar styðja skuld- breytingu Eurotunnel

PATRICK Ponsolle, forstjóri Eurotunnel SA/Plc, ensk- franska félagsins sem rekur Ermarsundsgöngin, telur að lánardrottnar muni styðja fyrirætlanir fyrirtækisins um skuldbreytingu. Skuldirnar nema 70 milljörðum franka eða 11,8 milljörðum punda. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

ÐHlutafjárútboð Fjarhönnun gengur vel HLUT

HLUTAFÉ seldist upp í fyrri hluta hlutafjárútboðs hugbúnaðarfyrirtækisins Fjarhönnunar hf. Alls var selt hlutafé fyrir um 60 milljónir króna að markaðsvirði til íslenskra fagfjárfesta. Seinni hluti útboðsins stendur nú yfir en það snýst aðallega um sölu hlutafjár til forkaupsréttaraðila. Heildarfjárhæð útboðsins er 100 milljónir króna. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 66 orð

ÐRíkisbréf seld fyrir 103 milljónir króna

ALLS bárust 17 gild tilboð að fjárhæð 501 milljón króna í ríkisbréf með gjalddaga 10. október 2000 í útboði Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Tekið var tilboðum í ríkisbréf að fjárhæð 103 milljónir að söluverði. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÐSamskip framlengja skipaleigusamninga SAMSKIP hafa f

SAMSKIP hafa framlengt leigusamninga vegna gámaskipanna Arnarfells og Heidi B. Jafnframt fær Heidi B nafnið Helgafell. Í frétt kemur fram að Heidi B hóf siglingar á Evrópuleiðum Samskipa þann 8. apríl sl. á móti systurskipinu Arnarfelli. Skipin voru bæði tekin á tímaleigu í Danmörku og eru stærstu gámaskipin sem Samskip hafa gert út frá upphafi en skipin voru bæði smíðuð árið 1994. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 184 orð

ÐVÍB spáir áframhaldandi vaxtalækkun næstu mánuði

LÍKLEGT er að langtímavextir muni lækka um 10 punkta á þriðja ársfjórðungi og að vextir ríkisvíxla lækki um 20 punkta á næstu mánuðum, að mati Verðbréfamarkaðs Íslandsbanka. Í nýrri ársfjórðungsskýrslu fyrir þriðja ársfjórðung sem fyrirtækið kynnti í gær er bent á að horfur í þjóðarbúskapnum á Íslandi séu jafnbjartar og annars staðar. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 65 orð

ESB býst við jákvæðu svari frá Boeing

STJÓRN Efnahagssambandsins kveðst vongott um að Boeing muni gera nógu miklar breytingar á fyrirhuguðum 14 milljarða dollara samruna verksmiðjanna og McDonnell Douglas til þess að ESB geti vel við unað. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Joe Camel fyrir björg

TÓBAKSFYRIRTÆKIÐ RJ Reynolds hefur beygt sig fyrir þrýstingi yfirvalda og tilkynnt að það muni hætta notkun á umdeildRIauglýsingafígúru, Joe Camel, sem sést hér á einni hlið byggingar í New York. Veggmyndin er á byggingu nærri Times Square og er yfir átta hæða há. Joe Camel hefur verið helsta markaðstákn fyrir Camel-vindlinga allt frá 1988. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

»Pundið ekki hærra í sex ár

PUNDIÐ fór yfir þrjú mörk í fyrsta skipti í 6 1/2 ár í gær og dollarinn hefur ekki verið eins sterkur í sex ár. Gengi hlutabréfa hækkaði einnig í evrópskum kauphöllum, meðal annars vegna góðrar byrjunar í Wall Street. Pundið hefur ekki verið hærra síðan í október 1990 og hefur hækkað um 30% gegn þýzka markinu á tólf mánuðum. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 362 orð

Sjö hluthafanna í SH nýttu sér forkaupsrétt sinn

SJÖ hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa nýtt sér forkaupsrétt sinn á 3,43% hlut Frosta hf. á Súðavík í SH. Bréfin eru að að nafnvirði 51,3 milljónir króna og voru seld miðað við gengið 5,012 eða fyrir 257,2 milljónir. Þar með er orðið ljóst að ekkert verður af sölu hlutabréfanna til fimm stofnanafjárfesta sem áður hafði verið samið við með fyrirvara um forkaupsréttinn. Meira
12. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Valujet kaupir AirWays og fær nýtt nafn

NAFN flugfélagsins ValuJet Airlines verður lagt niður þegar það kaupir annað flugfélag í Bandaríkjunum, AirWays Corp. Flugfélögin munu mynda eignarhaldsfélag, sem fær nafnið AirTran Holdings Inc. ValuJet hefur barizt í bökkum síðan vél félagsins fórst skömmu eftir flugtak frá Miami 11. maí 1996 og 110 biðu bana. Mikilvæg nafnbreyting Meira

Daglegt líf

12. júlí 1997 | Neytendur | 384 orð

Algengt að 30-60% afsláttur sé veittur

HÁLFTÍMA eftir að útsalan í Hagkaup Kringlunni hófst síðastliðinn fimmtudag voru þrír eða fjórir einnar krónu hlutir eftir en hálftíma áður námu þeir hundruðum. Það var örtröð við innganginn þar sem karlmenn voru við stóran kassa að máta jakkaföt á 995 krónur og eiginkonurnar að skoða úlpur við hliðina. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 48 orð

Granini grænmetissafar

SÓL hf. hefur hafið sölu á Granini söfum. Fyrst um sinn eru það þrjár tegundir sem eru á boðstólum, gulrótarsafi, grænmetissafi sem inniheldur sjö tegundir af grænmeti og tómatsafi. Granini hefur verið til um áraraðir hérlendis, safarnir koma frá Austurríki og fást í hálfs lítra flöskum. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 64 orð

Græni skápurinn

FYRIR skömmu var opnuð ný verslun, Græni skápurinn, að Laugalæk 4. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að á boðstólum sé ýmis gjafavara, leikföng, ritföng, gjafapappír, kort, minjagripir, kerti, trévara og margt fleira. Þá eru alltaf einhverjar vörur á tilboði. Um helgar eru seldir tilbúnir blómavendir í Græna skápnum. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 47 orð

Hlunkar með ávaxtaog lakkrísbragði

KJÖRÍS hefur sett á markað hlunka með ávaxta- og lakkrísbragði. Ávaxtahlunkurinn er tvílitur með tvennskonar ávaxtabragði og súkkulaðitopp. Lakkríshlunkurinn er með lakkrísbragði og lakkrísdýfu. Þá hefur Kjörís einnig sett á markað nýjan Lúxus íspinna. Pinninn er með súkkulaðibragði og með Síríus súkkulaðidýfu. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 238 orð

Iðgjöld íslensku tryggingafélaganna enn lægri

SÍÐASTLIÐINN þriðjudag birtist á síðum Morgunblaðsins grein þar sem fram kom að heimilistryggingar og líftryggingar væru næst lægstar á Íslandi af Norðurlöndunum. Þær niðurstöður fengust úr könnum sem Norræna ráðherranefndin lét gera fyrir skömmu. Í töflu sem Neytendasamtökin sendu frá sér var greint frá iðgjöldum félaganna. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 48 orð

Opið til 22 og neyðarlína

HERRAFATAVERSLUNIN Books býður nú viðskiptavinum sínum upp á lengdan afgreiðslutíma en opið er frá klukkan 10-22 alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Auk þess er hægt að fá uppgefið sérstakt neyðarnúmer hjá versluninni ef viðskiptavinir þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda utan afgreiðslutímans. Meira
12. júlí 1997 | Neytendur | 689 orð

Reglur um tryggðarkort væntanlegar

FYRIRTÆKI mega ekki lengur halda skrá um einstakar vörur sem neytendur kaupa þegar tryggðarkort er notað heldur aðeins skrá áunna punkta eða upphæðir. Þessar hertu reglur Tölvunefndar koma fram í bréfi til Neytendasamtakanna sem höfðu fyrir nokkru bent nefndinni á að slíkar reglur væru í gildi í Noregi. Meira

Fastir þættir

12. júlí 1997 | Í dag | 392 orð

ALLT sumar hefur í fjölmiðlum verið talað um úrval

ALLT sumar hefur í fjölmiðlum verið talað um úrvalsdeildina í knattspyrnu sem "Sjóvá-Almennra- deildina". Þetta kvað vera hið opinbera heiti deildarinnar, ákveðið af Knattspyrnusambandi Íslands. Nafngiftin hefur komið Víkverja spánskt fyrir sjónir, því að í henni er augljós málvilla. Meira
12. júlí 1997 | Dagbók | 2972 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
12. júlí 1997 | Í dag | 169 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 12. júlí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 12. júlí, er níutíu og fimm ára Anna Oddsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Hún verður stödd að Silfurgötu 31 í Stykkishólmi, á afmælisdaginn og er síminn þar 898-7104. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 12. júlí, er níræð Guðbjörg S. Meira
12. júlí 1997 | Dagbók | 422 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 1153 orð

DRAUMSTAFIR/Kristjáns Frímanns Í draumsins lit

TIL ERU þeir dreymendur sem segja að þá dreymi ekki í lit heldur svart/hvítu eða grámósku tónum og draumarnir séu heldur hráslagalegir, því sé best að gleyma þeim enda séu þeir hvort eð er tómt rugl! Liggur fiskur undir steini? Alla dreymir í lit, líka þá "draumlausu" og vantrúuðu. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 37 orð

Fermingar á sunnudag FERMING í Háteigskirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr

FERMING í Háteigskirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Fermd verður: Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, Einimel 14. FERMING í Neskirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. Fermdur verður: Davíð Kristján Guðmundsson, Bræðraborgarstíg 49. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 751 orð

Guðspjall dagsins: Jesús mettar fjögur þúsund manna. (Mark. 8

Guðspjall dagsins: Jesús mettar fjögur þúsund manna. (Mark. 8.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Léttur hádegisverður eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 720 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 909. þáttur

909. þáttur FYRST er hér bréf frá Helga Hálfdanarsyni sem mér þótti betur fengið en ófengið og ég tek mér bessaleyfi að birta: "Kæri Gísli! Í 907. Mbl.-þætti þínum bar snúna bragarhætti á góma. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 645 orð

Kramnik, Anand og Júdit berjast

Vladímir Kramnik hefur hefur örugga forystu með fimm vinninga af sex mögulegum. Anand er næstur með fjóra vinninga og Júdit er þriðja með þrjá og hálfan. ANATÓLÍ Karpov, FIDE heimsmeistari, er aðeins í miðjum hópi keppenda með þrjá vinninga. Þar sem hann hefur þegar tapað fyrir Kramnik, er svo til útilokað að hann nái að blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 1704 orð

Náttúruperla, birkilauf og silungssúpa Að Lun

"ÞEGAR maður lítur á eina blómjurt sem vex grönn og umkomulaus uppí öræfum meðal hundrað þúsund steina, og maður fann hana aðeins af tilviljun, þá er spurt: hvernig stendur á því að lífið er að reyna að brjótast fram?" Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa setningu úr Sjálfstæðu fólki, þar sem ég ók eftir rússíbanískum þjóðveginum á Tjörnesi. Meira
12. júlí 1997 | Fastir þættir | 1122 orð

SER TÍMI EINKAÞYRLUNNAR RUNNINN UPP? Undraflugvélin - hin

Í skáldsögunni Undraflugvélin, úr ritverki Ármanns Kr. Einarssonar um Árna í Hraunkoti, segir frá því þegar Árni og félagi hans, Olli ofviti, settu saman þyrlu úr pörtum sem sendir voru í kössum frá Englandi. Meira
12. júlí 1997 | Dagbók | 373 orð

Spurt er...

»Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna sextán ákváðu í þessari viku að bjóða þremur fyrrverandi Varsjárbandalagsríkjum til viðræðna um inngöngu í bandalagið. Hvaða ríki eru þetta? »Hnefaleikarinn Mike Tyson var í vikunni settur í keppnisbann um óákveðinn tíma vegna þess að hann beit andstæðing sinn í bæði eyru er þeir kepptu fyrir skömmu. Meira
12. júlí 1997 | Í dag | 413 orð

Unaðsdagará Örkinni

VIÐ undirritaðar dvöldumst ásamt mökum okkar á Hótel Örk í Hveragerði um páskahelgina. Sú dvöl var einstaklega ánægjuleg og viljum við láta í ljós þakklæti okkar með því að vekja athygli fólks á þessu ágæta hóteli. Öll þjónusta þar er með glæsibrag. Maturinn er ekki einungis mikill og góður heldur eru þarna listakokkar og framreiðslan eins og best verður á kosið. Meira
12. júlí 1997 | Í dag | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

12 Í ljósi árangurs þíns í starfi og iðjusemi hef ég tekið ákvörðun um að láta pakka launaumslagi þínu í gjafapappír í framtíðinni. 13 AÐRIR létu sér nægja að taka póstkort eða minjagrip með sér heim úr þjóðgarðinum. Meira

Íþróttir

12. júlí 1997 | Íþróttir | 95 orð

1. deild kvenna C:

Knattspyrna LAUGARDAGUR: Stofndeildin: Akureyri:ÍBA - KR14 1. deild kvenna C: Fáskrúðsfj.:Leiknir - Höttur14 Vopnafj.:Einherji - Sindri14 2. deild karla: Þorlákshöfn:Ægir - Þróttur N.14 Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 137 orð

Arftakinn fundinn

MAGNÚS Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, hefur tekið miklum framförum í grein sinni sl. ár og bætt sig um rúma 10 metra. Á meistaramóti Ármanns í fyrrakvöld kastaði hann 57,48 m sem skipar honum í 5. sæti á afrekslista yfir bestu kringlukastara hér á landi. Magnús er aðeins tvítugur að aldri. Kast hans í fyrrakvöld er aðeins 2,5 m frá B-lágmarki fyrir HM í Aþenu í næsta mánuði. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 74 orð

Axel Z¨ulle hættur

SVISSLENDINGURINN Alex Z¨ulle hefur hætt þátttöku í Frakklandskeppninni í hjólreiðum vegna meiðsla. Z¨ulle, sem varð annar í keppninni árið 1995 og var fyrirfram talinn sigurstranglegur í ár, viðbeinsbrotnaði í keppni í Sviss í síðasta mánuði og lengi var óvíst hvort hann gæti verið með í Frakklandi. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 437 orð

BERND Hobsch

BERND Hobsch, fyrrum landsliðsframherji Þýskalands í knattspyrnu, hefur skrifað undir tveggja ára samning við franska 1. deildarfélagið Rennes. Hobsch, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin fimm ár leikið með Werder Bremen í Þýskalandi. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 103 orð

Bjarni með Newcastle til Írlands BJARNI

BJARNI Guðjónsson fer sína fyrstu ferð með Newcastle-liðinu í næstu viku, er liðið hefur til Írlands til að taka þátt í keppni í Dublin. Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Newcastle, var búinn að velja átján manna hóp fyrir ferðina, en í gær bætti hann Bjarna við hópinn. Bjarni skoraði mark í leik með varaliði Newcastle í vikunni. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 180 orð

Blikasigur í blautviðrinu KA-me

KA-menn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Breiðablik þegar liðin mættust í slagviðrinu í Kópavogi í gærkvöldi og höfðu heimamenn sigur, 2:1. Leikurinn fór rólega af stað og fátt markvert gerðist framan af fyrri hálfleik, en þegar líða tók á sóttu bæði lið í sig veðrið og um miðjan hálfleikinn átti Blikinn Þórhallur Hinriksson þrumuskot í stöng. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 266 orð

Bragðdaufur Þróttarsigur

Þróttur heldur sínu striki í 1. deild og í gærkvöldi unnu þeir sinn sjöunda leik er þeir mættu Fylki í 8. umferð deildarinnar á Valbjarnarvelli, lokatölur 2:1. Mörkin þrjú komu snemma leiks og eftir það var leikurinn fremur daufur og illa leikinn á blautum vellinum í taumlausri rigningu. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 150 orð

FYLKISMENN

FYLKISMENN hafa fengið liðsstyrk. Vilhjálmur Vilhjálmsson sem verið hefur í herbúðum KR hefur verið lánaður til Árbæjarliðsins. SVEINN Margeirsson millivegahlaupari úr UMSS setti unglingamet í 3. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 164 orð

Góð ferð hjá Víkingum Víkingar gerðu góða f

Víkingar gerðu góða ferð til Sandgerðis, þar sem þeir lögðu heimamenn úr Reyni að velli í frekar slökum og bragðdaufum leik, 3:1. Reynismenn byrjuðu betur, en Víkingar náðu að slá þá út af laginu með því að skora mark í fyrstu sókn sinni ­ Sváfnir Gíslason skoraði markið með skoti utan úr vítateig á fimmtu mín. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 136 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin Hollendingurinn Jeroen Blijlevens kom fyrstur í mark á sjöttu leið ­ 217.5 km frá Le Blanc til Marennes, á fimm klukkustundum og 58,9 mín. Staðan eftir sex leiðir: 1. Cedric Vasseur (Frakklandi) 34.12.44 Hér sést hvað aðrir keppendureru mörkum mín. á eftir honum.2. Erik Zabel (Þýskalandi) 2. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 126 orð

Kim Magnús til Los Angeles

ÍSLANDSMEISTARINN í skvassi, Kim Magnús Nielsen, er á förum til Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem hann tekur þátt í Opna Suður-Kaliforníu mótinu en þar verða flestir bestu skvassarar Bandaríkjanna meðal keppenda. Kim Magnús hefur æft vel fyrir mótið og hefur síðustu vikur æft undir stjórn norska þjálfarans Stig Olsen sem er besti skvassspilari Norðmanna. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 82 orð

Knattspyrna

1. deild karla Þór - FH0:4 -Brynjar Þ. Gestsson 2 (9., 63.), Jón Gunnar Gunnarsson (16.), Hrafnkell Kristjánsson (38.). ÍR - Dalvík5:0 Kjartan Kjartansson (9), Guðjón Þorvarðarson 2 (35., 46.), Kristján Brooks (59.), Brynjólfur Bjarnason (88.). Breiðablik - KA2:1 Kjartan Einarsson 2 (64., 77. - vítasp. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 282 orð

KR-ingar eiga harma að hefna í Eyjum

KR-ingar sækja ÍBV heim til Eyja í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ. Þessi tvö lið mættust einnig í undanúrslitunum í Eyjum í fyrra og þá höfðu heimamenn betur, 1:0. KR-ingar eru vafalítið staðráðnir í að hefna harma sinna í ár. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 36 orð

KVA - Selfoss3:3

2. deild karla KVA - Selfoss3:3 Kári Jónsson 2, Miroslav Nikolic ­ Sævar Gíslason 3. Leiknir - Völsungur3:0 Axel Ingvarsson, Heiðar Ómarsson 2. Sindri - Fjölnir2:3 Hermann Stefánsson, Stefán Arnaldsson ­ Ægir Ísleifsson, Þorvaldur Logason, Steinar Ingimundarson. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 58 orð

KÖRFUKNATTLEIKURMorgunblaðið/Einar Falur Fræ

KÖRFUKNATTLEIKURMorgunblaðið/Einar Falur Frægur þjálfari í heimsóknTEX Winter, sóknarþjálfari Chicago Bulls í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, er umþessar mundir staddur á Íslandi og heldur hann þjálfaranámskeið í Keflavík um helgina. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

Stórsigur FH

FH-ingar gerðu góða ferð til Akureyrar í gærkveldi ­ fóru heim með þrjú stig í pokahorninu með því að vinna stórsigur á Þór, 4:0, í tilþrifalitlum leik. FH-ingar eru með í toppbaráttunni í 1. deild, en Þórsarar eru hins vegar neðri hluta deildarinnar og verða að fara að spila betur ætli þeir ekki að eiga það á hættu að verða í fallbaráttunni seinnihluta sumars. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 184 orð

"Við erum fullar sjálfstrausts"

Bikar- og Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Eyjastúlkum í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í Kópavogi. Sigfríður Sophusdóttir, markvörður Blika, er bjartsýn fyrir leikinn. "Mér líst vel á þessa viðureign og þetta verður örugglega mikill baráttuleikur. Meira
12. júlí 1997 | Íþróttir | 310 orð

Yfirburðir ÍR-inga

DALVÍKINGAR voru engin hindrun fyrir fríska ÍR-inga, sem unnu stórsigur í leik liðanna í gærkvöldi, 5:0, og virðast vera á mikilli siglingu þessa dagana í 1. deildarkeppninni. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark á 9. mínútu þegar hægri bakvörðurinn Kjartan Kjartansson skoraði með skalla eftir skógarferð markvarðar Dalvíkur. Meira

Sunnudagsblað

12. júlí 1997 | Sunnudagsblað | 94 orð

KOMINN HEIM

KOMINN HEIMKOMINN HEIMHann stendur á hlaðinu, þar sem sér vítt um Fljótin, niður yfir Miklavatn, til hvítmataðra fjallanna og um trjálundina út frá húsinu sem hann hefur byggt sér á Minni- Grendli. Þarna byrjaði Guðmundur H. Meira

Úr verinu

12. júlí 1997 | Úr verinu | 154 orð

Loðnuveiðin glæðist á ný

ÞOKKALEG veiði er nú á loðnumiðunum en skipin hafa undanfarna daga verið deifð við leit. Nokkur skip fengu afla um 120 mílur norður úr Melrakkasléttu í fyrrakvöld, nálægt "nýju" landhelgislínunni, eins og einn skipstjórnarmaður orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Frést hafði af góðum loðnuafla danskra skipa á þeim slóðum og stefndu flest íslensku skipin á svæðið í gær. Meira
12. júlí 1997 | Úr verinu | 1072 orð

Ný íslensk sýning haldin í maí 1999

STOFNAÐ hefur verið íslenskt vörusýningarfyrirtæki, Sýningar ehf., en fyrsta verkefni þess er að standa að alþjóðlegri tækni- og sjávarútvegssýningu í Reykjavík í maí 1999. Sýningunni er ætlað að ná til sýnenda og kaupenda um allan heim og er einn liður í að gera Ísland að miðstöð sjávarútvegs og fiskveiðitækni við Norður- Atlantshafið. Meira

Lesbók

12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 768 orð

AÐFERÐIRNAR VIÐ TÓNLISTARSKÖPUN ERU SÍBREYTILEGAR Skúli Sverrisson tónlistarmaður er búsettur í New York og starfar þar að list

SKÚLI er fæddur í Reykjavík árið 1966 og hneigðist hugur hans snemma að tónlist. Hann nam bassaleik hjá Jóni Sigurðssyni við Tónlistarskóla FÍH en hélt síðan til náms við Berklee College of Music í Boston þar sem hann lauk BM-gráðu. Hann hefur starfað með fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 444 orð

AMBASSADOR, DIPLÓMAT, RÆÐISMAÐUR, EMBÆTTI, AMT OG AMBÁTT EFTIR SÖLVA SVEINSSON

AMBASSADOR er sendiherra af hæstu gráðu, en sendimenn erlendra ríkja hafa margvísleg tignarheiti og stöðutákn, allt eftir því hvað þeir eru háttsettir. Orðið er komið til okkar úr dönsku máli, ambassadør, en Danir fengu það með frönskum sendimönnum. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1564 orð

Á SLÓÐUM HRAFNAFLÓKA EFTIR KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR SÝNING á málverkum Käthe Öien sem hlotið hefur heitið: Saga Flóka

Flóki Vilgerðarson hét víkingur mikill; hann bjóst af Rogalandi að leita Snjólands; þeir lágu í Smjörsundi. Hann fékk að blóti miklu og blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið vísa, því að þá höfðu hafsiglingarmenn engir leiðarstein í þann tíma í Norðurlöndum. Þeir hlóðu þar varða, er blótið hafði verið og kölluðu Flókavarða; það er þar er mætist Hörðaland og Rogaland. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð

"DÁSAMLEGT!"

"ÞAÐ ER bara eitt orð yfir þetta - dásamlegt," sagði Gunnþórunn Jónsdóttir, yngsta dóttir Jóns frá Hvanná og eiginkonu hans, Rannveigar Elísabetar Hermannsdóttur, þegar hún var spurð að því hvernig tilfinning það væri að vera komin með geislaplötu með lögum föður síns í hendurnar. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð

Efni

27.tölublað ­ 72.árgangur Efni Fimmtíu ár eru síðan Líf Leifs, 17 ára gömul dóttir Jóns Leifs, drukknaði á sundi við vesturströnd Svíþjóðar. Dótturmissirinn var Jóni ákaflega þungbær, og hann sneri sér þegar í stað að tónsmíðum til að fá útrás fyrir sorg sína og reiði. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 961 orð

EINOKUN ­ HVERJUM TIL GÓÐS?

Íslendingar bjuggu lengi við verslunareinokun og undu því illa. Því var verslunarfrelsinu fagnað sem merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Enn búum við samt við ástæðulausa einokun á ýmsum sviðum. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

EKKERT VAL Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi.

Í þokunni á Tíu-grunni vörpuðum við trollinu út. Strituðum og drógum í fjóra tíma með 2x200 hestöflum. Einungis í ratsjánni sáum við skerin og hina bátana. Á bergmálsdýptarmælinum birtust litlir svartir kekkir og máfarnir í kjölfarinu voru til vitnis. Þegar við hættum og höluðum inn færðist harka í leikinn. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

FINNSKUR SIGUR Í BEETHOVENKEPPNI

ÁTJÁN ára piltur, Antti Siirala frá Helsingfors sigraði nýlega í alþjóðlegu Beethovenkeppninni í píanóleik sem haldin var í Vín í Austurríki. Siirala hlotnuðust einnig sérstök verðlaun fyrir að leika einn af síðari sónötum Beethovens. Siirala stundar nám í Sibeliusar-akademíunni hjá Matti Raekallio. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 451 orð

FRUMFLYTJA MEXÍKANSKT ORGELVERK

MEXÍKÖNSKU hjónin Ofelia Gomes Castellanos og Gustavo Delgada Parra setjast við orgelið í Hallgrímskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, en þau munu þá flytja fjölbreytta efnisskrá í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Að loknum tónleikunum hér halda þau til Evrópu til frekara tónleikahalds. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1279 orð

GALLERÍ SUÐURGATA 7

Hinn 30. apríl sl. voru 20 ár síðan ungt listafólk í Reykjavík tók sig til og spennti út regnhlíf sem átti að vera skjól fyrir víðtæka menningarstarfsemi. Þótt félagsskapurinn hlyti nafnið Gallerí Suðurgata 7 hékk fleira en myndlist á spýtunni. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

GATA BERNSKU MINNAR

Gatan er hljóð og hvílir sig um nætur hún þekkir allra göngulag og fætur. Mikið er hvíldin yndisleg um óttu, andvarinn strýkur götuna á nóttu. Sjómaður einn og einn er nú á ferli áður en dagur hefst með sínum erli, bergmálar gatan göngulagið þunga grunntóninn fyrir stefi dagsins unga. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 137 orð

GRAS STEINN STEINARR ÞÝDDI

Ég er gras. Og ég græ yfir spor ykkar. Skreytið hendur og eyru með glitrandi gimsteinum. Haldið dansleiki og veizlur undir vorbláum himni. Hrópið afreksverk ykkar og hetjudáðir af húsaþökunum. Ég er gras. Og ég græ yfir spor ykkar. Byggið hallir og musteri úr drifhvítum marmara. Leggið götur og stræti úr gulum og rauðum sandsteini. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1109 orð

HINN ÍSLENSKI VALSAKÓNGUR

JÓN Jónsson frá Hvanná var einn af frumkvöðlum íslenskrar dægurlagasmíði. Átti hann þátt í að ryðja brautina og móta nýjar hefðir í tónlistarmálum Ísfirðinga og þjóðarinnar allrar með verkum sínum, svo sem Jónatan Garðarsson bendir á í grein í plötubæklingi Töfrabliks, Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 276 orð

ÍSLENDINGAR MEÐ ROTH-FEÐGUM

ÍSLENSKUM listamanni, Pétri Kristjánssyni á Seyðisfirði, var boðið að vera með hliðarsýningu á sýningu svissneska listamannsins, Dieter Roth, og sonar hans, Björns Roth, í Samtímalistasafninu í Marseille í Frakklandi. Fleiri Íslendingar eiga aðild að sýningunni því Eggert Einarsson, Gunnar Helgason og Gísli Jóhannsson, eru samstarfsmenn Dieters og Björns Roth á þessari sýningu. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

ÍSLENSKUR SAFNADAGUR

ÍSLENSKUR safnadagur verður á morgun, sunnudag. Þá munu söfn á Íslandi sameinast um að vekja athygli á starfsemi sinni og er þess vænst að fólk leggi leið sína á söfnin og njóti þess sem í boði verður, að því er fram kemur í máli Lilju Árnadóttur safnstjóra Þjóðminjasafns Íslands. Víða verður ókeypis aðgangur eða veittur afsláttur og boðið upp á sérstaka leiðsögn um sýningar. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 821 orð

LIFI AF DJASSINUM Í NEW YORK

SUNNA Gunnlaugsdóttir píanóleikari hefur haldið um tíu tónleika ásamt tríói sínu að undanförnu. Á tónleikunum hefur verið kynnt efni af geislaplötunni, Far far away, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Sunna býr í New York ásamt sambýlismanni sínum, Scott McLemore, sem jafnframt er trommuleikari tríósins. Þau ætla reyndar að ganga í það heilaga 19. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2375 orð

MJÖK HEFR RÁN RYSKT UM MIK

Tónverkin fjögur sem Jón Leifs samdi í minningu Lífar eru meðal fegurstu og áhrifamestu verka hans, og í þeim gefur Jón sínum viðkvæmustu tilfinningum, sem hann var annars ekki vanur að flíka í tónlist sinni, lausan tauminn. Líf Leifs fæddist í Þýskalandi þann 20. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 551 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1241 orð

NÝ STJARNA FRÁ SKOTLANDI Fáir kvikmyndaleikarar hafa vakið eins mikla athygli upp á síðkastið og Skotinn Ewan McGregor segir

Skoski leikarinn Ewan McGregor annar ekki eftirspurn enda virðist hann geta leikið hvað sem er. Á síðasta ári var hann í myndunum "Trainspotting" og Emmu, einnig "The Pillow Book" eftir Peter Greenaway, "Brassed Off" var frumsýnd í Bretlandi fyrir síðustu jól en í henni leikur hann kolanámumann, Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 277 orð

TENÓRARNIR ÞRÍR EKKI SÍGILDIR

KOSTNAÐUR við tónleikahald tenóranna þriggja; Lucianos Pavarottis, Placidos Domingos og Joses Carreras, í Þýskalandi verður héðan í frá margfaldur miðað við það sem hingað til hefur verið, eftir að þýskur dómstóll úrskurðaði í vikunni að þeir flyttu ekki sígilda tónlist, heldur dægurtónlist. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

TÓNAFLÓÐ

Ókunnugi fugl! Ég heyri sönginn þinn sem hljómar, hljómar svo blítt. Ég þekki tónana þeir spila, spila á strengina, inn í mér. Má ég syngja, syngja lagið með þér svo hljómfegurðin fái notið sín. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 485 orð

UPPSPRETTUR DYGGÐARINNAR

Matt Ridley: The Origins of Virtue. Viking 1996. ÞRÁ til lífs, til lífs í lægsta ormi..." Einar Benediktsson: Kvöld í Róm ­ Einkenni "genanna" er vart skýrar tjáð en með þessum orðum Einars Benediktssonar. Richard Dawkins segir í bók sinni "The Selfish Gene" Oxford 1976 ­ frá áhrifum genakenninga George Willimans og Williams Hamiltons. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1003 orð

ÚTVALDIR OG KALLAÐIR

G. F. Händel: Agrippina. Alastair Miles, Della Jones, Derek Lee Ragin, Donna Brown, Michael Chance o.fl.; English Baroque Soloists u. stj. Johns Eliots Gardiners. Philips 438 009-2. Upptaka: DDD, London 11/1991, 3/1992. Útgáfuár: 1997. Lengd (3 diskar): 3.37:37. Verð (Skífan): 4.999 kr. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2803 orð

ÞAR SEM ELDURINN ER KVEIKTUR Í mörgum málverkum Jóhannesar Geirs er að finna mikla dramatík. Sögulegu stemmningsmyndirnar hans

Ég nenni ekki að klóra í gamlar minningar og ég hef andstyggð á mönnum sem eru alltaf að troða sér í sviðsljósið," segir hann hvasst þegar ég spyr hvort hann vilji ekki líta yfir farinn veg í tilefni afmælisins. Við erum sest inn í hlýlega stofuna í einbýlishúsi hans niðri við Elliðaárnar. Meira
12. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð

ÆVIKVÖLD

Í fábreytni daganna fölskvast birtan hér innan við tjöldin og er ekki brot af sér sjálfri. Og svo er líka með mig að ég þekki ekki sjálfan mig lengur sem forðum nam gras undir fótum og vindinn í hári við rísandi sól hvern morgun og á heimleið að dagsverki loknu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.