Greinar þriðjudaginn 15. júlí 1997

Forsíða

15. júlí 1997 | Forsíða | 116 orð

510 milljarða kr. afgangur

AFGANGUR Norðmanna af viðskiptunum við útlönd var 510 milljarðar íslenskra króna á fyrra misseri þessa árs eða 20% meiri en á sama tíma fyrir ári. Er það eingöngu olíu- og gassölunni að þakka því að hallinn á viðskiptum með aðra vöru jókst um 9,8%. Meira
15. júlí 1997 | Forsíða | 150 orð

Blóðugt tilræði uppreisnarmanna í Alsír

AÐ minnsta kosti 21 maður beið bana og 40 særðust þegar sprengja sprakk á útimarkaði í Algeirsborg í gær. "Flest fórnarlambanna voru konur og börn," sagði borgarbúi í samtali við fréttaritara Reuters. Meira
15. júlí 1997 | Forsíða | 250 orð

Chirac gagnrýnir stefnu Jospins

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi í gær stefnu Lionels Jospins forsætisráðherra en kvaðst vonast til þess að geta deilt völdunum með vinstristjórninni út kjörtímabilið. Hann kvaðst ætla að halda vöku sinni til að tryggja að Frakkar uppfylltu skilyrðin fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Meira
15. júlí 1997 | Forsíða | 519 orð

Milljónir manna mótmæltu á götum úti

ALLT athafnalíf á Spáni stöðvaðist í gær þegar landsmenn vottuðu Miguel Angel Blanco sína hinstu virðingu en hryðjuverkamenn ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, rændu honum og myrtu. Hefur þetta ódæðisverk vakið gífurlega reiði meðal Spánverja, sem hafa flykkst út á götur hundruð þúsunda og milljónum saman til að mótmæla þessu morði á saklausum manni. Meira

Fréttir

15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 178 orð

20 ára fangelsi fyrir "þjóðernishreinsanir"

ALÞJÓÐLEGI stríðsglæpadómstóllinn í Haag dæmdi í gær Bosníu- Serbann Dusan Tadic í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa átt þátt í grimmilegum "þjóðernishreinsunum" gegn múslimskum borgurum í Bosníu á meðan á borgarastríðinu þar stóð 1992-1995. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

23 punda lax úr Ytri- Rangá

ENGLENDINGURINN John Ride veiddi 23 punda nýgenginn hæng á Rangárflúðum í Ytri- Rangá í gærmorgun og er það einn stærsti lax sem veiðst hefur á þessu sumri. 20 punda hrygna veiddist einnig í ánni í gærmorgun, í veiðistaðnum Heiðarbrún og eru báðir laxarnir lifandi í klakkistum í ánni. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 308 orð

3 árásir og 8 innbrot

ÞAÐ voru rúmlega 300 mál færð til bókunar hjá lögreglunni um helgina. Talsverður mannfjöldi var í miðbænum aðfaranótt sunnudags og nokkur ölvun. Skráðar voru 3 líkamsárásir og 8 innbrot um helgina. Á föstudagskvöldið hafði einn borgari gert sér þann leik í ölvunarástandi að leysa landfestar báts sem lá við Miðbakka. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1654 orð

Ákalli um miskunn og mannúð svarað með byssukúlum

"MORÐINGJAR", "Hugleysingjar", "Óvinir fólksins", "Þjóðin öll gegn ETA". Með þessum hætti lýstu spænsk dagblöð um helgina þeirri djúpu hryggð og miklu reiði sem ríkir á Spáni eftir að ETA, hryðjuverkasamtök Baska, tóku af lífi gísl sinn, Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Álfasteinn hf. hlaut viðurkenningu

Á UMDÆMAÞINGI íslensku Rótarýhreyfingarinnar, sem haldið var á Egilsstöðum nýlega, hlaut fyrirtækið Álfasteinn hf. á Borgarfirði eystri viðurkenningu og 250.000 kr. verðlaun úr starfsgreinasjóði Rótarý á Íslandi. Starfsgreinasjóður Rótarý var stofnaður árið 1984, er minnst var 50 ára starfs Rótarý á Íslandi. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Ástandið verra á landsbyggðinni

SUMARLOKANIR leikskóla eru hafnar og í Reykjavík verður tuttugu leikskólum lokað ýmist vegna viðgerða eða í kjölfar kannana sem gerðar eru á óskum foreldra. "Við heyrum alltaf frá einhverjum foreldrum á hverju ári, þar sem þeir eru ósáttir eða eiga í erfiðleikum af því að leikskólinn er lokaður. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 490 orð

Ber óskertir dagpeningar í boðsferðum

FÉLAGSDÓMUR hefur úrskurðað að félagsmenn í Félagi fréttamanna eigi rétt á óskertum dagpeningum í samræmi við ákvarðanir og reglur ferðakostnaðarnefndar á hverjum tíma og skulu dagpeningar greiddir fyrir tímabilið frá því utanför hefst og þar til heimferð lýkur. Hingað til hafa fréttamenn ekki fengið greidda dagpeninga fyrir dagana á út- og heimleið, en þeir hafa fengið hálfa dagpeninga aðra daga. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 250 orð

Bresk stjórnvöld ræða við Sinn Fein

BRETAR gengust við því í gær að þeir hefðu haft samband við Sinn Fein, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins (IRA) til þess að útskýra nákvæmlega hver væru skilyrðin fyrir því að Sinn Fein fengi að taka þátt í viðræðum um frið á Norður- Írlandi. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Breskur kór í Ráðhúsinu

SKÓLAKÓR Downing College við háskólann í Cambridge í Englandi syngur í sal Ráðhússins í Reykjavík í dag kl. 17. Stjórnandi kórsins er Nicola Crickmore og á efnisskrá eru bæði trúarleg og veraldleg kórverk. Meira
15. júlí 1997 | Miðopna | 3258 orð

Böðull bókabúða eða gleðileg viðbót? Margir telja bóksölu á netinu vera lykilinn að viðskiptaháttum framtíðar. Flestir íslenskir

EF MARKA má niðurstöður könnunar Hagvangs frá því í mars síðast liðnum hafa 41,4% Íslendinga aðgang að alnetinu í vinnu, skóla eða á heimili, meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Tæp 30% þeirra nota netið að staðaldri. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 133 orð

"Clinton-æði" í Kaupmannahöfn

DANIR eru uppnumdir af hrifningu eftir stutta heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta um helgina ef marka má dönsku blöðin. "Forseti Dana" sagði í Politiken, "Hylltur eins og konungur", og "Innilegar þakkir Clintons", voru aðrar fyrirsagnir blaðanna eftir fjöldafund Clintons á Nýjatorgi á laugardag. Um 80. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 427 orð

Eðlisfræðingar leysa verkefni

266 keppendur frá 56 löndum eru nú staddir í Sudbury í Norður-Ontario í Kanada, til að taka þátt í 28. Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Þetta eru framhaldsskólanemendur á aldrinum 14 til 19 ára sem skarað hafa fram úr í úrtakskeppni í heimalandi sínu. Auk þeirra eru fararstjórar, gestir og áheyrnarfulltrúar 6 landa sem áhuga hafa á að taka þátt í leikunum í framtíðinni. Meira
15. júlí 1997 | Miðopna | 456 orð

Einfalt en borgar sig hægt

Fyrir nokkru setti Sigurður I. Björnsson fjármálastjóri Hofs hf. upp litla bóksölu á alnetinu fyrir samtök notenda Oracle-hugbúnaðar í Bandaríkjunum og segir hana ganga ágætlega. Aðeins er um nokkur hundruð titla að ræða og fjalla flestar bækurnar um tölvur, en hugbúnaðurinn snýr að miklu leyti að gagnagrunnum fyrir stórtölvur. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Ekki samið um stóriðju til áramóta

EKKI verður úr frekari samningum um stóriðju hér á landi fyrr en að lokinni umhverfisráðstefnu í Kyoto í Japan í desember nk., að sögn Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tekur hann undir orð Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra, þess efnis í blaðinu síðastliðinn sunnudag. "Ég vissi af þessari skoðun Guðmundar og er henni sammála," segir Finnur. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eldur í Selásskóla

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út laust eftir kl. átta í gærkvöldi vegna þess að kviknað hafði í einni færanlegri kennslustofu Selásskóla við Selásbraut. Að sögn aðalvarðstjóra hafði eldurinn læst sig í vegg hússins þegar að var komið en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum hans nokkru síðar. Eldsupptök eru ókunn. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 197 orð

Engar óskir um lagabreytingar

ALLSHERJARNEFND Alþingis kom saman í gær til að ræða um skipunartíma biskups Íslands. Biskupsritari, Baldur Kristjánsson, sat fundinn. Að sögn Sólveigar Pétursdóttur, formanns allsherjarnefndar, var ákveðið að halda upplýsingafund til að fara yfir stöðu málsins vegna þess að misskilningur virtist hafa komið upp, m.a. hjá kirkjunnar mönnum, enda um flókna löggjöf að ræða. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 352 orð

Evró verði jafnstöðugt og markið

THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, segir að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsins, evróið, verði að vera jafnstöðugur og þýzka markið er nú, eigi Þýzkaland að hafa áhuga á aðild að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU). Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

Eystrasaltsríkin hæf til inngöngu í NATO

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Rússum það skýrt og skorinort á sunnudaginn, að Eystrasaltsríkjunum þremur væri frjálst að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO), þrátt fyrir yfirlýsta harða andstöðu rússneskra stjórnvalda við því að "fyrrverandi Sovétlýðveldi" gangi til liðs við bandalagið. Meira
15. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Fiðla og gítar í Deiglunni

LAUFEY Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari koma fram á tónleikum í Deiglunni annað kvöld, miðvikudagskvöldið 16. júlí, en þeir hefjast kl. 20.30. Laufey lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974 og stundaði framhaldsnám í Róm og hjá prófessor Neikrug í Bandaríkjunum. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 462 orð

Fjöldi aðila kann að eiga kröfu um endurgreiðslu

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt sýslumönnum, bönkum og sparisjóðum um endurskoðun reglna um innheimtu stimpilgjalds sem fela í sér lækkun þeirra við skuldbreytingu lána. Þannig ber aðeins að taka hálft stimpilgjald af eftirstöðvum höfuðstóls þegar eldri skuld er endurnýjuð með nýju bréfi, Meira
15. júlí 1997 | Landsbyggðin | 412 orð

Forsetahjónin í heimsókn

Selfossi­Selfossbær á 50 ára afmæli í ár og þess hefur verið minnst með margvíslegum hætti. Hápunktur afmælishátíðarinnar fór fram um helgina þegar forseti Íslands, hr Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, heimsóttu bæjarbúa, og fögnuðu með þeim. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 677 orð

Fréttaflutningur DV

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að birta eftirfarandi frá Sjóvá­Almennum tryggingum hf.: "Við biðjum Morgunblaðið hér með að birta meðfylgjandi athugasemd Sjóvár­Almennra trygginga hf., sem DV var beðið um að birta laugardaginn 5. júlí sl. að gefnu tilefni, ásamt meðfylgjandi "matreiðslu" DV á athugasemdinni. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Greni í fjárhúsum

SKAGFIRSKAR refaskyttur unnu óvenjulegt greni skammt frá Egilsá um helgina. Tófan hafði gotið í gömlum hálfföllnum fjárhúsum í Egilsdal. Maður sem átti leið um dalinn heyrði í yrðlingunum fyrir tilviljun og menn sem fengnir voru til að vinna grenið náðu að fella bæði fullorðnu dýrin og yrðlingana sem voru þrír. Meira
15. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Gömlu handtökin vöktu athygli gesta í Laufási

STARFSDAGUR var í gamla bænum í Laufási síðasta sunnudag, á Íslenska safnadeginum, og komu fjölmargir við og fylgdust með því sem í boði var. Áhersla hefur verið á tóvinnu, sýnd er vinnsla ullar og hvernig hún verður að flík, íslenskar jurtir voru sýndar og notkun þeirra til litunar, heilsubótar og lækninga kynnt. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 657 orð

Hagstæðast að búa í Neskaupstað

SAMKVÆMT könnun, sem Þróunarfélag Vestmannaeyja lét gera á kostnaði við búsetu á nokkrum stöðum á landinu, er hagkvæmast að búa í Neskaupstað. Óhagstæðast er að búa á Akureyri ef tekið er mið af niðurstöðum könnunarinnar. Alls voru sex kaupstaðir teknir fyrir og reiknaðir út álagningarstofnar sveitarfélaganna. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hani á hrakhólum

ÞESSI spjátrungslegi hani var á vappi við Elliðaárnar þótt engar sæust hænurnar. Ef til vill hefur hann verið á hrakhólum og bölvað í hljóði, eins og haninn í vísunni. Haninn bölvar í hljóði en hvað er um það að tala þótt hænuréttindahæna heimti að fá að gala. Meira
15. júlí 1997 | Landsbyggðin | 348 orð

Hátíðarfundur bæjarstjórnar

Egilsstaðir-Hátíðarfundur bæjarstjórnar Egilsstaða var haldinn í Valaskjálf þann 8. júlí sl. að viðstöddum prúðbúnum bæjarstjórnarmönnum og fjölda bæjarbúa. Í upphafi fundar léku þau Jón Guðmundsson og Lovísa Hreinsdóttir á flautu. Að því loknu setti forseti bæjarstjórnar, Þuríður Bachmann, fundinn og ræddi m.a. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Helmingur án sjúkdómseinkenna

SEX flugumferðarstjórar voru kallaðir í læknisskoðun til trúnaðarlæknis eftir að hafa tilkynnt forföll á laugardagsmorgun. Að sögn Ásgeirs Péturssonar, framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu, voru sjúkdómseinkenni staðfest þjá þremur mannanna. Tafir urðu á millilandaflugi og varð meðal annars að seinka brottför sjúkraflugs til Portúgals. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hestur sló mann

HESTUR sló mann í andlitið í Húsafelli í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og fékk fleiri áverka í andlit, meðal annars skurð á augnabrún. Maðurinn var að skoða undir hófa hestsins þegar hann fældist, prjónaði og sló hann með öðrum framfæti. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Hvölunum klappað á kollinn

"HVALASKOÐUNIN hefur gengið vel í sumar," segir Hörður Sigurbjarnarson, annar af eigendum Norðursiglingar ehf. á Húsavík. Hann segir greinilega aukningu miðað við sama tíma í fyrra. Þá muni mikið um að vertíðin hafi byrjað 18. apríl eða þremur vikum fyrr en í fyrra. "Við erum búnir að fara um 150 ferðir og höfum fundið hval í hverri einustu ferð," segir Hörður. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Í flasið á innbrotsþjófum

ÍBÚA í Ásbúð í Garðabæ brá heldur í brún þegar hann kom heim til sín aðfaranótt sunnudags og mætti þar þremur ungum mönnum sem ekki voru til heimilis þar eða gestkomandi. Þremenningarnir höfðu safnað saman lausamunum í hrúgu innan dyra, í því skyni að bera þá á brott. Þeir sáu sér hins vegar ekki fært að hafa þá meðferðis þegar heimkoma íbúans styggði þá. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 703 orð

Ísland er meira en risastórt náttúruminjasafn

NORÐURLANDABÚAR eru stærsti hópur erlendra ferðamanna sem kemur til Íslands. Eitt helsta hlutverk Norræna hússins er að þjóna þessu fólki og miðla til þeirra upplýsingum um Ísland og íslenska menningu. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

KA-drengir rændir á Gothia Cup í Gautaborg

HIÐ alþjóðlega knattspyrnumót ungmenna Gothia Cup, sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð, hófst um helgina. Meðal þátttakenda í mótinu að þessu sinni eru tvö drengjalið frá KA, leikmenn fæddir 1981 og síðar og leikmenn fæddir 1982 og síðar. Þessi 27 manna hópur frá Akureyri varð fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að þjófar komust í vistarverur þeirra á laugardag og létu greipar sópa. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kona lenti undir dráttarvél

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyrrakvöld konu sem lenti undir dráttarvél á bænum Lækjarbaug við Hítará í Hraunhreppi með þeim afleiðingum að hún hlaut beinbrot og ýmsa aðra áverka. Vélin valt aftur fyrir sig Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

LEIÐRÉTT Fjarstæð fullyrðing Í GR

Í GREIN Gunnlaugs Þórðarsonar, "Mannskemmandi skoðanakannanir", sem birtist í blaðinu sl. laugardag, féllu niður línur í kafla, sem bar fyrirsögnina "Fjarstæð fullyrðing". Réttur er hann svohljóðandi: "Álit þess hóps varð að eftirfrandi ályktun tímaritsins: "Einungis fjórðungur Íslendinga hefur trú á íslenska dómskerfinu. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Leifur heppni í Norfolk

AFSTEYPA af styttu Leifs heppna var í garðinum við sjóminjasafnið í Norfolk í Virginíu þegar Magnús Óskarsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarlögmaður, var þar á ferð árið 1961. Magnús var í boðsferð ásamt níu öðrum Íslendingum og sagði hann að Georg Dufek, aðmíráll og forstöðumaður safnsins, hefði beðið Íslendingana að beita sér fyrir því að safnið fengi styttuna að gjöf. Meira
15. júlí 1997 | Landsbyggðin | 74 orð

Leitað að vatni á norðanverðu Snæfellsnesi

Ólafsvík-Nokkrar holur á vegum RARIKS hafa verið boraðar í hlíðunum vestan við rafstöðina í Mjóadalnum. Hafa þær gefið betri vonir en hingað til hefur komið fram. Borunin er gerð í sama tilgangi og þegar borað var nálgæt Stykkishólmi, að finna meiri orku. Reyndist það vel. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 307 orð

Leitin fjármögnuð með erlendu áhættufé

AÐ FERÐAST með þyrlum, hestum, jeppum og á tveim jafnfljótum er ferðamáti 10 starfsmanna Melmis ehf. sem leita nú að gulli á tíu stöðum á landinu. Leitin hófst í maí, stendur út árið og verður unnið fyrir milli 100 og 200 milljónir króna. Framhaldið ræðst af niðurstöðum verksins í ár. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 305 orð

Lokið við stærstu vegsjávarfyllinguna

FRAMKVÆMDUM við þverun Gilsfjarðar miðar vel. Í gær náðu fyllingarnar að sunnan- og norðanverðu saman úti á miðjum firðinum og var því fagnað með athöfn á brúnni. Halldór Blöndal samgönguráðherra sturtaði síðasta hlassinu og ók síðan fyrsta bílnum yfir. Í Gilsfirði er nú til orðin stærsta vegsjávarfylling landsins. Hún er tæpir 4 kílómetrar í sjó auk brúar sem er aðeins 65 metrar að lengd. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lögregla leitar að stolinni kerru

LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar eftir upplýsingum um bílkerru sem stolið var aðfaranótt 2. júlí sl. frá Glugga- og hurðasmiðjunni, Hvaleyrarbraut 39, en verðmæti hennar er talið nema um hálfri milljón króna. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 247 orð

Margir geta átt endurkröfurétt

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt sýslumönnum, bönkum og sparisjóðum um endurskoðun reglna um innheimtu stimpilgjalds sem fela í sér lækkun þeirra við skuldbreytingu lána. Þannig ber aðeins að taka hálft stimpilgjald af eftirstöðvum höfuðstóls þegar eldri skuld er endurnýjuð með nýju bréfi, Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 326 orð

Milosevic einn í framboði FORSETI Serbíu, Sl

FORSETI Serbíu, Slobodan Milosevic, verður eini frambjóðandinn til embættis forseta Júgóslavíu þegar það verður skipað nú í mánuðinum. Er þetta niðurstaða nefnda á sambandsþingi Serbíu og Montenegro, sem greint var frá í gær, en þingið mun kjósa forseta sambandsríkisins 25. júlí. Embætti forseta sambandsríkisins fylgja lítil völd. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 242 orð

Nágrannar kvarta undan Tívolíinu

TÍVOLÍ var opnað við Reykjavíkurhöfn sjötta árið í röð síðastliðinn föstudag. Það verður opið í fyrsta skipti til 5. ágúst og er ætlunin, að sögn Jörundar Guðmundssonar, umboðsmanns tívolísins hér á landi, að koma upp "karnival"-stemmningu um verslunarmannahelgina. Meira
15. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 463 orð

Nemendum fækkar seinni ár

NEMENDUM Tónlistarskólans á Akureyri hefur heldur fækkað á undanförnum árum að því er fram kemur í úttekt á rekstri og starfsemi skólans. Vinnuhópur sem í voru bæjarstjóri, félagsmálastjóri og skóla- og menningarfulltrúi, hafði yfirumsjón með úttektinni en fleiri komu að gerð hennar. Nemendur hafa verið um 500 talsins en hefur farið fækkandi á liðnum misserum. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 369 orð

Ný EES-ökuskírteini tekin upp 15. ágúst

ÚTLIT nýs, samevrópsks ökuskírteinis, sem tekið verður upp hér á landi 15. ágúst næstkomandi, liggur nú fyrir. Ísland er skuldbundið samkvæmt EES-samningnum að taka upp ökuskírteini af þessari gerð. Með tilkomu skírteinisins á að vera úr sögunni að íslenzkir ökumenn lendi í vandræðum í öðrum Evrópuríkjum vegna framandlegra ökuskírteina. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 108 orð

Reuter Jarðneskar leifar Che til Kúbu

HERMENN í kúbanska hernum flytja jarðneskar leifar hins þekkta skæruliðaleiðtoga, Che Guevara, þegar komið var með þær til Havana á laugardag. Beinagrind Guevaras var grafin upp ásamt beinum sex annarra í fjallaþorpinu Vallegrande í suðurhluta Bólivíu 5. júlí. Viku síðar staðfestu vísindamenn að beinin væru í raun og veru jarðneskar leifar skæruliðaleiðtogans. Meira
15. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 200 orð

Reynt að stilla til friðar í Hebron

ÍSRAELAR og palestínsk yfirvöld tóku í gær höndum saman um að koma í veg fyrir frekari átök á götum Hebron-borgar á Vesturbakkanum. Um 200 palestínskir lögreglumenn voru á varðbergi á götum milli yfirráðasvæða Palestínumanna og þeirra 20% borgarinnar, sem eru enn á valdi Ísraela eftir samninginn um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebron í janúar. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sigurði sagt upp hjá Val

SIGURÐI Grétarssyni, þjálfara meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélaginu Val, var í gær sagt upp störfum hjá félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar Vals var ekki sátt við stöðu liðsins í deildinni og ákvað því að ráða Þorlák Árnason í stað Sigurðar. Þorlákur stjórnaði fyrstu æfingu meistaraflokks Vals í gær. Meira
15. júlí 1997 | Landsbyggðin | 233 orð

Tilsjónarheimili fyrir vegalaus ungmenni

Húsavík-Rauði kross Íslands og Húsavíkurbær skrifuðu 9. þessa mánaðar undir samstarfssamning um rekstur tilsjónarheimilis fyrir vegalaus ungmenni á aldrinum 16­20 ára. Heimilið hefur aðsetur að Sólbakka, Höfðavegi 4, á Húsavík. Um tveggja ára tilraunaverkefni er að ræða. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Tjón af völdum eldinga í A-Skaftafellssýslu

TALSVERT tjón varð í A-Skaftafellssýslu aðfaranótt laugardags. Þá gekk mikið þrumuveður yfir sveitina og sló eldingum niður í rafmagnslínur og fjölsímabúnað. Í kjölfarið varð Öræfasveit og hluti Neshverfis símasambandslaus. Um tíma var einnig rafmagnslaust í sveitum vestan við Almannaskarð en þær eru Öræfasveit, Suðursveit, Mýrar og Nes. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Torvelda á fölsun vegabréfa

NÝ GERÐ vegabréfa verður tekin upp hér á landi á næsta ári. Að sögn Tryggva Þórhallssonar, lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, eru dæmi þess að íslenzkt vegabréf hafi verið falsað í því skyni að smygla börnum til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Trausti og Funi sigruðu

TRAUSTI Þór Guðmundsson og Funi frá Hvítárholti mörðu sigur eftir æsispennandi keppni í töltkeppninni sem haldin var á föstudag á Laugabakka í Mosfellsbæ. Sigurður Sigurðarson og Kringla frá Kringlumýri voru efst eftir forkeppni en höfnuðu í öðru sæti í úrslitum. Þórður Þorgeirsson sem keppti á Fönix frá Tjarnarlandi vann sig upp úr B-úrslitum og náði þriðja sæti í A-úrslitum. Meira
15. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Tún útbúin sem tjaldstæði

MIKILL fjöldi fólks gisti í Vaglaskógi um liðna helgi en þar og á tjaldsvæðinu Húsabrekku sem er gengt Akureyri brugðu staðarhaldarar á það ráð að útbúa tún sem tjaldstæði. Þá var Tjaldstæðið á Akureyri einnig yfirfullt. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 494 orð

Tveir 23 punda úr Vatnsdalsá

Tveir 23 punda hængar veiddust á sunnudagsmorgun í Vatnsdalsá og var báðum gefið líf í samræmi við veiða-sleppa fyrirkomulagið sem leigutakar árinnar hafa innleitt. "Þetta voru stórfallegir laxar, báðir 103 sentímetra langir og samkvæmt staðli sem við höfum fengið frá Norður-Atlantshafslaxasjóðnum er varlegt að áætla 103 sentímetra fiska 23 pund," sagði Ingólfur Ásgeirsson, Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Um 140 skógræktarstyrkir veittir

GENGIÐ hefur verið frá styrkveitingum og helstu verkefnum í ár á vegum samstarfsverkefnis Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. sem ber yfirskriftina "Skógrækt með Skeljungi". Meðal verkefna sem styrkt eru í sumar af samstarfsverkefninu er gerð göngustíga í Þórsmörk, á Þingvöllum, að Vöglum á Þelamörk og í trjásafninu við Múlakot í Fljótshlíð. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 423 orð

Undirbýr skaðabótamál á hendur Miðlun

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Líf og saga hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Miðlun vegna útgáfu á bókinni Dear Visitor sem forráðamenn Lífs og sögu telja eftirlíkingu af Gesti sem Líf og saga hefur gefið út undanfarin ár. Róbert Mellk, ritstjóri Gests, segir að fyrirtækið hafi tapað umtalsverðum tekjum vegna óheiðarlegra viðskiptahátta Miðlunar. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 544 orð

Vantar faglega forystu hér á landi

HELGA Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, vekur athygli á því í nýútkomnu Læknablaði að brýn þörf sé á því að komið verði á prófessorsstöðu í barna- og unglingageðlækningum við læknadeild Háskóla Íslands þannig að hægt verði að vinna skipulega að uppbyggingu kennslu, rannsókna og meðferða í barna- og unglingageðlækningum hér á landi. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 1340 orð

Vellíðan kvenna eykst með aldrinum

Meirihluti kvenna finnur fyrir jákvæðum tilfinningum og aukinni vellíðan eftir að þær hafa gengið í gegnum breytingaskeiðið svokallaða, það tímabil í ævi kvenna þegar þær hætta að hafa tíðir. Þetta eru m.a. niðurstöður rannsókna Lorraine Dennerstein prófessors við Háskólann í Melbourne í Ástralíu. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 229 orð

Verður að viðurkenna Votta Jehóva

"MANNRÉTTINDANEFND Evrópu hefur opnað Vottum Jehóva leið til að þvinga búlgörsk stjórnvöld til að veita samtökunum lagalega viðurkenningu," segir í fréttatilkynningu frá Biblíu- og smáritafélaginu Varðturninum. Í tilkynningunni segir að ráðherraráð Búlgaríu hafi neitað að endurnýja skrásetningu Votta Jehóva 28. Meira
15. júlí 1997 | Smáfréttir | 32 orð

VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur fyrirlestur um ástarfíkn í Norræ

VILHELMÍNA Magnúsdóttir heldur fyrirlestur um ástarfíkn í Norræna húsinu í dag þriðjudaginn 15. júlí kl. 20. Fyrirlesturinn fjallar um samskipti ástvina, hegðunarmynstur sem oft valda togstreitu milli hjóna, vina, vinkvenna, foreldra og barna. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Þjóðvegi eitt lokað

LOKA þurfti þjóðvegi 1 við Kolásbrekku skammt frá Munaðarnesi frá klukkan 15 á laugardag og fram undir kvöldmat og olli lokunin talsverðum töfum á umferð. Loka þurfti veginum meðan verið var að koma fiskflutningabifreið sem valt þar snemma á laugardagsmorgun á réttan kjöl. Voru aðstæður erfiðar sökum þrengsla, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira
15. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Þriðjudagsganga í Viðey

GÖNGUFERÐ um Viðey verður í kvöld, þriðjudag. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 en síðan er gengið yfir á norðurströnd Heimaeyjar vestur á Eiði og alla leið yfir að Nautahúsunum á Vestureynni. Gangan, sem er einn af fimm áföngum í röð gönguferða um Viðey, tekur um tvo tíma og gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er kr. 400 fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Meira
15. júlí 1997 | Óflokkað efni | 69 orð

(fyrirsögn vantar)

Leirvogsá Á hádegi á mánudag voru komnir 103 laxar á tvær stangir í Leirvogsá frá því veiði hófst þann 25. júní. Þetta teljast vera rúmlega tveir og hálfur lax á hvern stangardag og mun vera svipuð veiði og á sama tímabili í fyrra. Síðastliðinn sunnudag fengust 20 laxar og fimm komu á land fyrir hádegi á mánudag. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júlí 1997 | Leiðarar | 518 orð

leiðariSAMEININGARÁFORM NYRÐRA JÓSENDUR í þremur sveitarfélög

leiðariSAMEININGARÁFORM NYRÐRA JÓSENDUR í þremur sveitarfélögum við Eyjafjörð, Dalvíkurbæ, Svarfaðardalshreppi og Árskógsstrandarhreppi, munu kjósa um sameiningu sveitarfélaganna á komandi hausti. Meirihluti íbúa í þessum byggðarlögum samþykkti sameiningu í síðasta mánuði en Hríseyingar ekki og verður því að kjósa að nýju. Meira
15. júlí 1997 | Staksteinar | 320 orð

»Þungur baggi sveitarfélaga SVEITARFÉLÖGIN eyða ómældu fé í að innleysa og r

SVEITARFÉLÖGIN eyða ómældu fé í að innleysa og reka félagslegar íbúðir sem ekki seljast, segir í forystugrein Íslenzks iðnaðar. Þessar kvaðir hafa bundið mörgum sveitarfélögum erfiða skuldabagga og dregið úr getu þeirra til að sinna eðlilegum framkvæmdum og þjónustu í þágu íbúanna. Flókið og óþjált kerfi Meira

Menning

15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 187 orð

Batman og Robin frumsýnd í London

KVIKMYNDIN Batman og Robin var frumsýnd í London fyrir skömmu. Mikill fjöldi aðdáenda var saman kominn við Leicester torg til að berja augum breskar og bandarískar stjörnur sem mættu á frumsýninguna. Meira
15. júlí 1997 | Tónlist | 470 orð

B-in fjögur

Hedwig Bilgram flutti orgel- og sembalverk eftir Bruhns, Buxtehude, Forqueray, J.S. Bach, Newman, Tisdall og Byrd. Laugardagurinn 12. júlí, 1997. HEDWIG Bilgram, orgelleikari frá Munchen, hélt tónleika í Skálholtskirkju um síðustu helgi en hafði helgina áður leikið á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Meira
15. júlí 1997 | Kvikmyndir | 541 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Morð í Hvíta húsinu Wesley Snipes heldur samsærissögu úr Hvíta húsinu hressilega á floti í misjafnri en spennandu og vandaðri spennumynd. Fangaflug Bráðskemmtileg og spennandi hasarmynd með úrvalsliði leikara. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Borgaði námslánin

MARY McCormack hlaut frægð fyrir að leika í þáttunum "Murder One" sem sýndir voru á stöð tvö síðasta vetur. Í kjölfar þáttanna lék hún eiginkonu Howards Stern í gamanmyndinni "Private Parts" sem fjallar um líf hins kunna útvarpsmanns. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 129 orð

Brjálaður grasafræðingur

UMA THURMAN leikur Poison Ivy í nýjustu Batman-myndinni, "Batman and Robin", sem brátt verður tekin til sýninga hér á landi. "Poison Ivy er mjög girnileg, margbrotin persóna," segir Uma. "Hún er mælsk, snjöll og illgjörn. Hún er gersamlega lífshættulegt feigðarflag sem safnar valdamiklum mönnum í kringum sig og spilar með þá. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 104 orð

Dead Sea Apple í New York

HLJÓMSVEITIN Dead Sea Apple er nýkomin til landsins eftir þriggja vikna dvöl í New York, þar sem hún spilaði m.a. fyrir útgáfufyrirtækið BMG. Liðsmenn héldu þrenna tónleika fyrir fulltrúa fyrirtækisins, m.a. í þeim fræga klúbbi CBGB. Meira
15. júlí 1997 | Tónlist | 434 orð

Dýrðaróður til náttúrunnar

Marta Halldórsdóttir, Hedwig Bilgram og Kolbeinn Bjarnason fluttu verk Purcell, Böhm. Telemann, Krebs og Bach. Laugardagurinn 12. júlí,1997. EITT af því sem einkennir þann tíma, sem kenndur er við barokk, er ótrúleg framleiðni tónskálda, sem jafnvel yfirskyggir sköpunargleði klassísku tónskáldanna, þegar á heildina er litið, Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 1592 orð

Einstök tónlistarhátíð í Montpellier

Tónlistarhátíðir sumarsins eru fjölmargar en þegar vel er að gáð má sjá að efnisskrárnar eru æði líkar frá einni hátíð til annarrar: helstu verk Beethovens, Brahms, Schuberts og Tchaikovskys eru nú sem fyrr í forgrunni. Ein hátíð sker sig þó úr ­ Tónlistarhátíð Radio France og Montpellier Languedoc-Roussillon en hún hefst í Montpellierborg í Suður-Frakklandi nk. þriðjudag, 15. júlí. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 215 orð

Eitthvað af Isabellu Rossellini

ISABELLA Rossellini hefur gefið út ævisögu sína sem hún nefnir "Some of Me" eða "Eitthvað af mér". Isabella á langan starfsferil að baki sem leikkona og fyrirsæta, var gift leikstjóranum Martin Scorsese og átti í ástarsambandi við leikstjórann David Lynch og minnstu munaði að hún giftist leikaranum Gary Oldman. Meira
15. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 205 orð

Ellefu námsráðgjafar ráðnir

RÁÐIÐ hefur verið í þær 11 stöður námsráðgjafa, sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsti lausar fyrr í sumar. Sérhver þeirra er í hálfu starfi og sinnir einum skóla. Frá og með næsta skólaári eiga því nemendur á unglingastigi í öllum skólum í Reykjavík að hafa aðgang að námsráðgjafa. Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 690 orð

FENRIS: List án landamæra

Fenris. Samnorrænt ungmennaleikhús. Spunaverk úr norrænni goðafræði og Kalevala. Framkvæmdastjóri: Joachim Clausen. Ritstjóri: Nilla Ekström. Tónlistarstjóri: Kristian Blak. Leikstjóri: Skúli Gautason. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Flagari á hvíta tjaldinu

THOMAS Calabro þekkja menn betur sem Michael Mancini lækni í Melrose-þáttunum sem sýndir eru á Stöð tvö. Calabro hefur leikið hinn undirförula flagara í þáttunum í fimm ár og í nýjustu mynd sinni L.A. Johns heldur hann uppteknum hætti. Þar leikur Calabro annan undirförulan flagara sem í þetta sinn er framleiðandi sjónvarpsþátta. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 46 orð

Helena á Hróarskeldu

HIN árlega Hróarskelduhátíð er nýafstaðin. Eins og vanalega var múgur og margmenni samankominn til að skemmta sér. Einn af fastagestum hátíðarinnar er fyrirsætan Helena Christensen. Hún og vinkona hennar voru á leiðinni að hlusta á hljómsveitina Smashing Pumpkins þegar myndin var tekin. Meira
15. júlí 1997 | Kvikmyndir | 410 orð

Hroki og hleypidómar

Leikstjóri: Michael Hoffman. Kvikmyndataka: Oliver Simon. Handrit: Terrel Seltzer og Ellen Simon. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer, George Clooney, Mae Whitman, Alex D. Linz, og Charles Durning. 108 mín. Bandarísk. Via Rosa Productions/ 20th Century Fox/ Fox 2000 Pictures. 1996. Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 159 orð

"Hvenær drepur maður mann?"

ÞRIÐJI fyrirlestur "Laxnessársins" í Norræna húsinu verður í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. júlí og nefnist "Hvenær drepur maður mann?" Ármann Jakobsson ræðir um Halldór Laxness og Agöthu Christie eða: Skvaldur um alvarlega hluti. Erindi þetta hefst kl. 17.15, og er öllum opið og aðgangur ókeypis. Þetta er þriðji fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni af afmælisári skáldsins. Meira
15. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 1665 orð

Hver grunnskóli í borginni er á við stórt fyrirtæki

ÍSKÝRSLU starfshópsins er tekið á málum eins og stundaskrárgerð, matarmálum, auk tómstundastarfs og listnáms. Lagðar eru fram nokkrar tillögur í hverjum málaflokki og dregnir fram kostir og ókostir hverrar Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 73 orð

Hæfileikaríkur dansari

SEAN Connery kom gestum í golfklúbbi í Marbella skemmtilega á óvart þegar hann tók sporið með flamenco dansaranum Solera de Jérez. Solera var mjög hrifinn af frammistöðu Sean á dansgólfinu: "Sean hefur meðfædda hæfileika sem dansari, hann er heillandi og ástríðufullur. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 465 orð

Illa unnin leiðindi

Leikstjóri: David Mirkin. Handrit: Robin Schiff. Byggt á leikriti hennar "The Ladies' Room". Kvikmyndataka: Reynaldo Villalobos. Aðalhlutverk: Mira Sorvino, Lisa Kudrow, Janeane Garofalo, Alan Cumming, og Julia Campell. BESTU vinkonurnar Romy (Mira Sorvino) og Michele (Lisa Kudrow) eru frekar sáttar við lífið. Meira
15. júlí 1997 | Leiklist | 573 orð

Íslandskynning fyrir útlendinga

Höfundar: Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy, Terry Gunnell og leikhópurinn. Leikstjóri: Kristín G. Magnús. Aðstoðarleikstjóri: Magnús Snorri Halldórsson. Ljósahönnuður: David Walters. Umsjón ljósa: Benedikt Axelsson. Tæknilegur umsjónarmaður: Jón Ívarsson. Búningar: Ragnheiður Þorsteinsdóttir og Dóróthea Sigurfinnsdóttir. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 118 orð

Leikur Önnu Karenínu

FRANSKA leikonan Sophie Marceau er um þessar mundir að leika Önnu Karenínu í samnefndri kvikmynd. Síðast mátti sjá leikkonuna í mynd Mel Gibsons "Braveheart" en hún lék í sinni fyrstu kvikmynd aðeins 13 ára gömul og varð ein frægasta leikkona Frakklands. Sophie segist skilja vel hlutverk hinnar 19. aldar Önnu Karenínu sem eyðilagði líf sitt með framhjáhaldi. Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 183 orð

Lucky Thirteen

HÓPUR ungra listaskólanema sem kallar sig Lucky Thirteen er nú á landinu. Hópurinn samanstendur af 10 listaskólanemum frá jafnmörgum akademíum á Norðurlöndunum. Markmið verkefnisins er að starfrækja skóla á faraldsfæti, þ.e.a.s. Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 77 orð

Málverkasýning í Eden

GUNNAR Á. Hjaltason opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerði, í dag, þriðjudag kl. 19. Í kynningu segir að Gunnar sé fyrst og fremst landslagsmálari og hafi ferðast víða um landið og teiknað og málað það sem fyrir augu ber. Margar myndanna eru þó úr Hafnarfirði og umhverfi hans. Einkasýningar hefur Gunnar haldið víða og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, í Svíþjóð og Austurríki. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 151 orð

Menningarkvöld til heiðurs Jóni á Syðri-Á

MIKILL fjöldi fólks var saman kominn í Tjarnarborg í Ólafsfirði nýlega þegar haldið var menningarkvöld til heiðurs tónlistarmanninum Jóni Árnasyni frá Syðri-Á, sem var þar mættur ásamt konu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Skemmtidagskráin var fjölbreytt og stigu margir á svið. Meira
15. júlí 1997 | Kvikmyndir | 78 orð

Minnkandi aðsókn

KVIKMYNDAAÐSÓKN hefur dregist saman í Kína undanfarin ár. Árið 1984 voru 29 milljarðar bíómiða seldir en á síðasta ári var miðasalan komin niður í 8 milljarða. Samkeppni við sjónvarp, myndbönd, og mynddiska er kennt um minnkandi bíóaðsókn Kínverja en einnig spilar hækkandi verð bíómiða inn í. Meira
15. júlí 1997 | Kvikmyndir | 182 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Draugurinn Susie (Susie Q) Jólin koma (Jingle All the Way) Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish) Eigi skal skaða Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 348 orð

Smíðaði skápa og spegil úr gömlum kirkjugluggum

Hvolsvelli-Hagleiksmaðurinn Hafþór Bjarnason á Hvolsvelli hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem hann kallar "Gallerí í gangi". Hann smíðar og hannar nytjahluti fyrir heimili og hefur nú snúið sér alfarið að því að smíða og reka galleríið. Hafþór var inntur eftir því hvort hann teldi rekstrargrundvöll fyrir þessu litla fyrirtæki. Meira
15. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Syngur um eðli kvenna

MEREDITH Brooks skaut sér upp á topp vinsældalista í Bandaríkjunum og á Íslandi síðastliðið vor með laginu "Bitch". Að hennar sögn er lagið lýsandi dæmi um það hvernig hún sjálf er. Laginu sé ætlað að lofa margs konar eðli hversdagskonunnar og að konur eigi að halda í hinar allar hliðar skapgerðar sinnar og fjölbreytileika. Meira
15. júlí 1997 | Myndlist | -1 orð

"Sögn í sjón"

Opið daglega frá 12­17. Lokað mánudaga. Til 17. ágúst. Aðgangur 3OO kr. Sýningarskrá 2OO kr. TVEIR salir listasafnsins á neðri hæðum eru undirlagðir samvinnuverkefninu Sögn í sjón. Í þessu falli er um að ræða nokkurs konar úttekt á því sem íslenzkir listamenn hafa unnið út frá forsendum bókmenntaarfsins, einkum fornsagnanna. Meira
15. júlí 1997 | Skólar/Menntun | 112 orð

Æfingaskólinn verði Háteigsskóli

ÆFINGASKÓLI Kennaraháskóla Íslands hefur breytt um nafn og heitir nú Háteigsskóli. Það nafn fékk flestar tilnefningar frá foreldrum, nemendum og starfsmönnum skólans í hugmyndasamkeppni, sem haldin var frumkvæði fræðsluráðs Reykjavíkur. Gerður G. Meira
15. júlí 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Ævintýri Soffíu

"LÍTIL indversk ævintýri" nefnist sýning Soffíu Sæmundsdóttur á hæðinni í versluninni Jón Indíafari í Kringlunni. Verkin eru máluð með olíulitum á tré í austrænum anda með þennan stað í huga. Lítil indversk ævintýri þar sem prinsar ráða ríkjum og vatnaliljur stingast úr sefinu við borgina helgu, segir í kynningu. Sýningin stendur út júlímánuð. Meira

Umræðan

15. júlí 1997 | Aðsent efni | 717 orð

Grundartanga- Jón og greifavinir

ÞJÓÐMÁLAUMRÆÐAN er á "lágu plani" í fjölmiðlum. Skrif Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra á Grundartanga eru undantekning. Þann 3. júní sl. birtist athyglisverð grein eftir hann. Fyrirsögn hennar var: "Nú gengur þetta ekki lengur! Viðbótarkvóta verður að bjóða út til leigu." Greinin vakti úlfaþyt meðal manna, sem þola illa óþægilegan sannleika. Meira
15. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 650 orð

Reykjavík stækkar

ÞUNGU fargi var af mörgum létt þegar úrslit kosninga um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps lágu fyrir. Raunar má segja að það hefði orðið hnekkir fyrir þjóðfélagið ef sameiningin hefði ekki náð fram að ganga. Sjálfsagt mun sumum finnast þetta of djúpt í árinni tekið, en skoðum málið nánar. Meira
15. júlí 1997 | Aðsent efni | 531 orð

Rökfræðileg mótsögn

NÚVERANDI og fyrrverandi orkumálastjóri skrifa grein í Morgunblaðið 6. júlí sl. sem heitir: "Um losun á koltvísýringi í álvinnslu og ferðaþjónustu". Höfundar fjalla einkum um álverið í Straumsvík og mengun frá því veri, en minnast ekki á Járnblendiverksmiðjuna. Höfundar útlista þau auknu gróðurhúsaáhrif sem orsakast af aukinni mengun andrúmsloftsins af koltvísýringi. Meira
15. júlí 1997 | Aðsent efni | 776 orð

Sveiflur í lífríki Mývatns

SÍÐUSTU daga hafa fjölmiðlar birt fréttir af hruni í lífríki Mývatns. Hefur þar margt verið sagt, en sumt missagt, eins og stundum vill verða í ranni fréttamanna. Undirritaður ber ábyrgð á vöktun lífríkisins í Mývatni, og skal hér lýst helstu atriðum sem máli skipta. Meira
15. júlí 1997 | Aðsent efni | 1043 orð

Um skólamál

ALLLÍFLEGAR umræður hafa verið í fjölmiðlum um skólamál að undanförnu. Sumir þeirra sem hæst hafa talað hafa enga reynslu af fræðslustörfum. Ýmislegt sem sagt hefur verið um kennslu og skólamál ber þessu vitni, en málefni skóla eru með öðrum hætti í huga manns sem hefur fengist við kennslu og skólastarf í rúman aldarfjórðung og kennt þúsundum ungmenna. Meira

Minningargreinar

15. júlí 1997 | Minningargreinar | 154 orð

Alma Antonsdóttir

Með fáum orðum vil ég minnast þín, elsku amma. Þú sem fórst svo skyndilega frá okkur eftir stutta sjúkrahúslegu. Ég fylgdist með þér í veikindum þínum og þú varst full af bjartsýni um að þú kæmir heim aftur. Þetta sést best á því að þú ákvaðst að láta mála íbúðina þína og baðst mig um að koma með litaprufur upp á sjúkrahús til þín. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Alma Antonsdóttir

Amma þú varst einstök, þú gafst mikið af þér og var fjölskyldan þér allt. Það er því með söknuði sem við kveðjum þig, en minningarnar lifa, eins og stakan sem við fundum inni í bók hjá þér segir: Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 276 orð

Alma Antonsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Hvernig á ég að trúa þessu? Nei ­ Alma amma verður alltaf í Einilundinum. Hún hefur alltaf verið þar, alveg sama hvar ég hef verið í heiminum. Svo allt í einu er mér sagt að hún sé farin. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 268 orð

Alma Antonsdóttir Alma Antonsdóttir var fædd á Akureyri hinn 18. apríl 19

Alma Antonsdóttir Alma Antonsdóttir var fædd á Akureyri hinn 18. apríl 1926. Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anton Sigurjónsson, f. 28. maí 1892, d. 14. október 1970, og Margrét Vilmundardóttir, f. 10. september 1899, d. 27. september 1970. Anton og Margrét eignuðust níu börn. Hinn 25. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Alma Antonsdóttir Elsku amma, nú ert þú komin til afa eftir langan aðs

Elsku amma, nú ert þú komin til afa eftir langan aðskilnað og við vitum að þér líður vel og getur unnið í rósagarðinum þínum. Við viljum þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum með þér. Við kveðjum þig með söknuði og virðingu. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 49 orð

Alma Antonsdóttir Elsku amma, nú ert þú orðin engill og finnur ekki lengur til í hjartanu þínu. Við söknum þín mikið. Er

Elsku amma, nú ert þú orðin engill og finnur ekki lengur til í hjartanu þínu. Við söknum þín mikið. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Bless, elsku amma, Hildur Mist og Anton Darri. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Alma Antonsdóttir Elsku langamma mín, nú ert þú komin upp til hennar Veigu frænku og þið leikið ykkur saman. Ég sakna þín mikið

Elsku langamma mín, nú ert þú komin upp til hennar Veigu frænku og þið leikið ykkur saman. Ég sakna þín mikið en ég veit að þú ert alltaf hjá okkur og á hverju kvöldi fer ég með þessa bæn handa þér: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Elínborg Margrét Einarsdóttir

Þegar ég fékk þær fregnir að elsku langamma mín væri látin var eins og tíminn stæði í stað. Margar góðar minningar rifjuðust upp fyrir mér. Ein af þeim eftirminnilegustu var þegar ég og langa, eins og ég kallaði hana, sátum inni í stofu með góðgæti og spiluðum kúlu saman. Við gátum hlegið tímunum saman á milli þess sem við skömmuðumst hvor út í aðra. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Elínborg Margrét Einarsdóttir

Elsku amma mín er dáin. Hún var eina amma mín og sú allra besta sem hægt var að hugsa sér. Nú þegar hún er farin þangað sem henni líður vel koma fram minningar af Háteigsveginum. Alltaf áttir þú, amma mín, gos, kökur og ís þegar við komum til þín. Heilu klukkutímana sátum við inni í borðstofu og spiluðum kúluspil sem þér þótti svo skemmtilegt, en ekki þótti þér eins skemmtilegt ef þú tapaðir. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 64 orð

Elínborg Margrét Einarsdóttir

Elsku langamma. Kveðja til þín. Við vitum að þú ert núna hjá Guði, og þú ert ekki lengur veik. Nú líður þér vel. Guð geymi þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V.Briem.) Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 136 orð

ELÍNBORG MARGRÉT EINARSDÓTTIR

ELÍNBORG MARGRÉT EINARSDÓTTIR Elínborg Margrét Einarsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 17. ágúst 1909. Hún lést á St. Jósefsspítala 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Sæmundsson, sjómaður og verkamaður í Vatnagarði í Garði, f. 4. maí 1874 í Gerðahreppi, d. 15. september 1921, og kona hans Ingveldur Steinsdóttir, f. 3. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 367 orð

Helga Helgadóttir

Hún Helga okkar hefur kvatt og löngu veikindastríði er lokið. Mikil var þó bjartsýni þín, Helga mín, og vilji til sigurs. Aldrei heyrðist þú kvarta yfir nokkru og fram á síðustu stund sagðir þú að þér hlyti bráðlega að batna. Já, svona er lífið. Við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér. Stundum finnst manni það svo ótímabært að lífið sé á þrotum. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 569 orð

Helga Helgadóttir

Mig langar að skrifa nokkrar línur um elskulega tengdamóður mína, Helgu Helgadóttur, sem er látin. Mín fyrstu kynni af Helgu voru fyrir um tuttugu og tveimur árum er ég og sonur hennar vorum að kynnast. Var þá oft hlegið að rauðu skónum sem voru í forstofunni í Mánagerði. Var mér strax tekið opnum örmum. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 42 orð

Helga Helgadóttir

Helga Helgadóttir Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær; Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt. Jón Fannar, Guðrún Helga og Arnar Freyr. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 357 orð

HELGA HELGADÓTTIR

Að morgni 9. júlí bárust okkur þær fréttir að nágrannakona okkar og frænka, hún Helga, væri dáin. Ég kynntist Helgu fyrir 25 árum þegar ég giftist bróðursyni hennar og við byggðum húsið okkar við hliðina á þeim í Mánagerðinu. Það varð strax mikill kærleikur og góður samgangur milli heimilanna okkar. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 86 orð

HELGA HELGADÓTTIR

HELGA HELGADÓTTIR Helga Helgadóttir fæddist í Hraunkoti í Grindavík 5. október 1933. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson og Margrét Guðfinna Hjálmarsdóttir frá Stafholti í Grindavík. Helga giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Boga Guðbrandi Hallgrímssyni, 26. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 155 orð

HELGA HELGADÓTTIR

Elsku amma. Þegar þú ert dáin hugsa ég um liðnar stundir með þér. Ég á eftir að sakna stundanna með þér, t.d. þegar ég var að koma heim af æfingu og kom við hjá þér. Þá varst þú alltaf strax komin með eitthvað að drekka og borða. Amma mín, þú stóðst alltaf með mér og hjálpaðir mér, t.d. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 133 orð

HELGA HELGADÓTTIR

Elsku amma okkar er dáin. Amma sem alltaf var svo góð. Það var alltaf svo gott að koma við í Mánagerði þegar við frændurnir komum af fótboltaæfingu, svangir og með blauta sokka. Þú gafst okkur alltaf að drekka og þurrkaðir fötin okkar og spjallaðir við okkur og hvattir okkur áfram í fótboltanum. Ég skal alltaf muna bænirnar sem þú kenndir okkur. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 87 orð

HELGA HELGADÓTTIR

Elsku amma. Við þökkum allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 119 orð

HELGA HELGADÓTTIR

Mig langar til að minnast Helgu Helgadóttur, tengdamóður dóttur minnar, Ellu Bjarkar Einarsdóttur, sem reyndist dóttur minni sem góð móðir þegar Ella Björk kynntist syni hennar Helga Bogasyni frá Grindavík. Ég var búsett erlendis þegar það átti sér stað og tók Helga ásamt hennar fjölskyldu dóttur minni opnum örmum. Var hún henni ætíð afar góð og hjálpsöm. Ég verð henni þakklát um aldur og ævi. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 89 orð

Helga Helgadóttir Elsku amma Helga, ég mun aldrei gleyma því sem þú gerðir með okkur Hörpu systur. Við fórum í Fljótin. Nei

Elsku amma Helga, ég mun aldrei gleyma því sem þú gerðir með okkur Hörpu systur. Við fórum í Fljótin. Nei aldrei mun ég gleyma hve góð þú og afi voruð við okkur krakkana. Alltaf var gaman hjá ykkur afa á jólunum og gaman að leika með dúkkudótið hjá gosbrunninum í garðinum hjá ykkur. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 86 orð

HREFNA ÁSGEIRSDÓTTIR

HREFNA ÁSGEIRSDÓTTIR Hrefna Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1906, dóttir hjónanna Ásgeirs Ingimundars onar, f. 6. september 1881, og Ketilríðar Einarsdóttur, f. 1. nóvember 1869. Hrefna lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni 5. júlí síðastliðinn. Hrefna giftist Daníel Markússyni frá Neðra-Núpi 4. október 1931. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 85 orð

Hrefna Ásgeirsdóttir Heima' er hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær; þar mun þægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að

Heima' er hægt að þreyja, hvíld þar sál mín fær; þar mun þægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. (Steingr. Thorst.) Við minnumst móður, ömmu og langömmu með þessu ljóði. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 352 orð

Klemens Tryggvason

Eftir fyrsta námsár mitt í hagfræði úti í Englandi, fannst mér tímabært að kveðja sjómennsku og vegagerð í sumarvinnunni og starfa nær fræðunum. Ég knúði því dyra á Hagstofu Íslands, enda kunnugur í Arnarhvolnum, þar sem Torfi Hjartarson tollstjóri og faðir minn heitinn voru uppeldissystrasynir frá Ólafsdal og hafði systir mín hafið störf á Tollstjóraskrifstofunni áratug áður. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 180 orð

Klemens Tryggvason

Þegar Klemens Tryggvason settist í húsbóndasætið í Hagstofu Íslands árið 1951 hafði skýrsluvélasamstæða þegar verið sett þar upp og vinnsla hafin, verslunarskýrslur og úrvinnsla manntals. Ákvörðun mun einnig hafa legið fyrir um að stofna þjóðskrá sem Hagstofan skyldi halda og nota til þess téðar skýrsluvélar. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 1659 orð

Klemens Tryggvason

Það er ekki ofmælt, að Klemens Tryggvason hafi sökum mannkosta sinna, ævistarfs og lífsstíls átt fáa sína líka meðal samferðamanna sinna. Hann tók í arf mikla náttúrulega greind, sem hann ávaxtaði á sinn persónulega hátt bæði í námi og starfi. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

KLEMENS TRYGGVASON

KLEMENS TRYGGVASON Klemens Tryggvason frá Laufási, fyrrverandi hagstofustjóri, fæddist á Hesti í Borgarfirði 10. september 1914. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. júlí. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Kristinn Haraldsson

Það var að morgni föstudagsins 13. júní að mér var sagt að afi minn væri dáinn. Hvaða afi? spyr ég. Kristinn afi þinn, er þá svarað. Ég vil ekki trúa svona vitleysu, en samt er þetta engin vitleysa. Núna nokkrum dögum seinna er ég ekki enn búin að kyngja þessu. Ég á alltaf von á því að afi komi inn um dyrnar þegar ég er í heimsókn hjá ömmu, en ekkert gerist. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTINN HARALDSSON

KRISTINN HARALDSSON Kristinn Haraldsson fæddist í Gerðhömrum í Dýrafirði 14. janúar 1931. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 21. júní. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 90 orð

Kristján Gunnlaugsson

Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur en eftir sitja góðar minningar sem við munum varðveita. Elsku afi, við vitum að þér líður vel hjá Guði, laus við þínar þjáningar. Söknuður ömmu á eftir að vera mikill en við vitum að Guð heldur verndarhendi yfir henni. Við kveðjum þig með söknuði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 190 orð

Kristján Gunnlaugsson

Hógværð og virðuleiki munu einkenna minningu mína um Kristján sem kvaddi eftir langvarandi veikindi. Ég kynntist honum fyrst fyrir um 13 árum er ég hóf flugnám ásamt syni hans Einari sem er minn besti vinur enn í dag. Kristján átti farsælan flugferil að baki og fór ekki troðnar slóðir. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 134 orð

KRISTJÁN GUNNLAUGSSON

KRISTJÁN GUNNLAUGSSON Kristján Gunnlaugsson fæddist á Svalbarði í Suður- Þingeyjarsýslu hinn 6. maí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Friðrik Hallgrímsson, kennari á Svalbarðseyri, og Hulda Vigfúsdóttir, ættuð frá Dalvík. Þau eru bæði látin. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 286 orð

KRISTJÁN GUNNLAUGSSON

Í örfáum orðum vil ég minnast tengdaföður míns Kristjáns Gunnlaugssonar. Hann var flughetja í mínum augum. Hann byrjaði að læra svifflug á Melgerðismelum 28. júlí 1945. Síðan var hann hjá Arab Airways aðeins 21 árs gamall, Flugfélagi Íslands, Sabena í Kongó, í sjúkraflugi hjá Birni Pálssyni, var einn af eigendum Flugskóla Flugsýnar, var í Bíafra-flugi á stríðstímum, Air Viking, Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Sigríður Axelsdóttir

Kær vinkona er "farin heim" eins og við skátar segjum, hún er laus úr viðjum sjúkdóms, laus við jarðarlífið. Við Sigga kynntumst 1972 þegar farin var fyrsta ferð á Norðurlandaþing St. Georgsgilda sem haldið var í Skinnarbu á Þelamörk í Noregi. Síðan höfum við farið saman í margar ferðir á vegum þessa félagsskapar, til Þýskalands, Danmerkur, Englands, Grikklands og fleiri landa. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Sigríður Axelsdóttir

Það var á útmánuðum 1958 að ég fyrst átti orðstað við Sigríði Axelsdóttur ­ eða Siggu Axels ­ eins og hún var ávallt kölluð. Ég var að mæta á fyrsta stjórnarfund minn í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sem þá var til húsa á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu 26. Ég stóð þarna í lítilli afgreiðslu og spurði dökkhærða, önnum kafna, myndarstúlku, hvar fundarherbergi stjórnarinnar væri. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 374 orð

Sigríður Axelsdóttir

Fáein kveðjuorð til elskulegrar fjölskylduvinkonu minnar, Sigríðar Axelsdóttur, sem við kölluðum ætíð Siggu Axels. Hún er látin eftir harða og dyggilega baráttu við Alzheimer á byrjunarstigi og hjartasjúkdóm. Hún tók þessum erfiðu veikindum með sínu góða geði, jafnlyndi og þrautseigju ­ eins og hún hafði reyndar gert með alla hluti í lífinu þegar eitthvað bjátaði á. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 96 orð

SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR

SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR Sigríður Axelsdóttir fæddist á Ísafirði 26. júní 1920. Hún lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Axel Ketilsson, útgerðarmaður og kaupmaður á Ísafirði og síðar í Reykjavík, og Ólöf Björnsdóttir. Systkini Sigríðar: Axel, Soffía Svava Ólöf, Elísabet, Björn, Ketill og Ólöf. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Þorkell Jón Gíslason

Þorkell Gíslason, "Kolli", var kvæntur "Sísi frænku" sem var ekki bara systir Elínar, móður okkar, heldur líka alla tíð hennar besta vinkona. Af þessum sökum var alltaf mikill samgangur milli fjölskyldna þeirra systra. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Þorkell Jón Gíslason

Þorkell Jón Gíslason, sem látinn er langt um aldur fram, greindist fyrir örstuttu með þann illvíga sjúkdóm, sem allt of fáum eirir, sem fyrir honum verða. Ég fylgdist með sjúkdómsstríði hans og vissi að hann ætlaði sér stærri hluti í því, en raunin hefur á orðið, enda maðurinn karlmenni að gerð, gamall fótboltakappi, stór og vel á sig kominn. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 574 orð

Þorkell Jón Gíslason

Mér var brugðið er ég fékk þá fregn að morgni hins 9. júlí að æskuvinur minn og félagi Þorkell Jón Gíslason hefði látist á heimili sínu þá nóttina. Daginn áður hafði ég ásamt konu minni, Ingibjörgu, litið inn til þeirra Þorkels og Margrétar Sjafnar, konu hans og náfrænku minnar eða Kolla og Sísíar eins og þau jafnan eru kölluð í vinahópi. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Þorkell Jón Gíslason

Föðurbróðir minn og vinur, Þorkell Jón Gíslason, er látinn, eftir stutta, en erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Að leiðarlokum langar mig að þakka honum vináttu sem varði frá því ég man eftir mér á Urðarstíg þar sem við ólumst upp í góðu og skemmtilegu umhverfi. Fótboltinn var þá allsráðandi, enda vorum við báðir Valsarar í húð og hár. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Þorkell Jón Gíslason

Þorkell Gíslason starfaði um langt skeið hjá embætti borgarfógeta og sýslumannsins í Reykjavík. Við sem þetta ritum urðum þess aðnjótandi að kynnast honum vel í starfi í tæpan áratug. Hann var ljúfur og þægilegur í samskiptum og ávallt var gott að leita til hans hvort sem um var að ræða dægurþras eða lögfræðileg málefni. Meira
15. júlí 1997 | Minningargreinar | 269 orð

ÞORKELL JÓN GÍSLASON

ÞORKELL JÓN GÍSLASON Þorkell Jón Gíslason var fæddur í Reykjavík 9. janúar 1934. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Þorkelsson, f. 1857, d. 1943, og Rannveig Jónsdóttir, f. 1898, d. 1978. Systkini Þorkels eru Sigurður Svavar, f. 1920, d. 1988, Guðríður Sigrún, f. Meira

Viðskipti

15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Ð5% seld í fyrirtækinu Menn og mýs ÍSLENSKI hugbúnað

ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt 5% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Menn og mýs ehf. Sala hlutabréfa til Íslenska hugbúnaðarsjóðsins er fyrsta skref félagsins til að opna það fyrir nýjum hluthöfum, en 95% hlutafjár eru í eigu Péturs Péturssonar og Jóns Georgs Aðalsteinssonar, sem og til að efla það til frekari sóknar á erlenda markaði, að því er segir í frétt. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 84 orð

ÐÍslandsbanki lækkar vexti

ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka vexti sína af verðtryggðum og óverðtryggðum liðum um 0,05- 0,25%. Lækkunin tekur gildi að hluta til í dag, en að öðru leyti 21. júlí. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa lækka um 0,1% eða úr 6,35% í 6,25%. Vextir af verðtryggðum innlánum með lengstan binditíma lækka um 0,15% eða úr 5,85% í 5,7%. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

ÐLandsbankinn kaupir nýja hraðbanka

LANDSBANKINN hefur gert samning við EJS hf. um kaup á tíu nýjum hraðbönkum frá NCR. Hraðbankarnir eru af nýrri kynslóð slíkra tækja sem hægt er að fá í mörgum mismunandi útfærslum. Bankinn kaupir hraðbanka af þremur gerðum, bæði til uppsetningar í anddyri, í vegg utandyra og á borðum. Þann síðastnefnda er unnt að flytja á milli staða án mikilla vandkvæða. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

ÐSævar Karl í Samvinnubankahúsið SÆVAR Karl Ólason hefur keypt jarð

SÆVAR Karl Ólason hefur keypt jarðhæðina og kjallarann í Bankastræti 7 af Landsbankanum þar sem útibú bankans var áður til húsa og Samvinnubankinn þar á undan. Húsnæðið í Bankastræti 9 þar sem Sævar Karl rekur herra- og kvenfataverslun verður hins vegar boðið til sölu. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 275 orð

Fjórar nefndir skipaðar

FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur skipað fjórar nefndir vegna undirbúnings að hlutafélagsvæðingu ríkisviðskiptabankanna og stofnunar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins um næstu áramót. Þar er annars vegar um að ræða tvær nefndir sem munu undirbúa breytingu á bönkunum í hlutafélag. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Lægra verði á olíu spáð þótt eftirspurn aukist

OLÍUNOTKUN var meiri í Bandaríkjunum í vor en búizt hafði verið við og ekki varð veruleg lækkun á hráolíuverði, en olíubirgðir aukast í heiminum og innan skamms munu Írakar hefja olíuútflutning á ný. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

»Metverð í nokkrum kauphöllum í Evrópu

METHÆKKANIR urðu á nokkrum evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær vegna sterks dollars. Gengi dollars var með því hæsta í sex ár, þrátt fyrir fréttir um ráðstafanir Ítalíubanka til að styrkja mark gegn sterkri líru. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 414 orð

Samskip með nýtt gjald fyrir farmskírteini

SAMSKIP hf. hefja gjaldtöku fyrir útgáfu farmskírteina í þessari viku. Fyrirtækið fylgir þannig fordæmi Eimskips hf. sem hóf slíka gjaldtöku skömmu eftir áramót. Samtök stórkaupmanna telja að um ósanngjarna gjaldtöku sé að ræða og að hún geti valdið hækkun á vöruverði. Meira
15. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Volvo Trucks vill færa út kvíarnar vestanhafs

VÖRUBÍLADEILD Volvos leitar að keppinaut til að kaupa í Norður- Ameríku í því skyni að verða mesti framleiðandi flutningabifreiða í heiminum, að sögn sérfræðinga. Þeir segja að Volvo Trucks kanni hugsanlega möguleika og öll rök hnígi að því að fyrirtækið kaupi Mack Trucks, sem er í eigu Renault. Meira

Daglegt líf

15. júlí 1997 | Neytendur | 185 orð

289% verðmunur á íslenskri papriku

VERÐ á íslenskri papriku var mismunandi á höfuðborgarsvæðinu í gær og munaði allt að 289% á lægsta og hæsta verði rauðrar íslenskrar papriku. Í Bónus voru allir litir af papriku á 275 krónur kílóið, hjá 10-11 verslununum var grænt paprikukíló á 597 en aðrir litir á 688 krónur. Hjá Hagkaup var græn paprika seld á 598 krónur kílóið og 698 aðrir litir. Meira
15. júlí 1997 | Neytendur | 674 orð

Tekur ár að fá mold úr garðúrgangi og grænmeti

Í AUKNUM mæli er fólk farið að velta fyrir sér endurvinnslu og lífrænni ræktun og margir eru þegar farnir að búa til eigin mold úr garðúrgangi og matarleifum. Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, er ein af þeim. "Ég set saman garðúrgang og grænmetisúrgang úr eldhúsinu. Það er langbest að setja allt niður í lögum, þá verður moltnunin betri. Meira
15. júlí 1997 | Neytendur | 60 orð

Verslun Föndurstofunnar lokar

FÖNDURSTOFAN lokar innan skamms verslun sinni að Þverholti 5, Mosfellsbæ. Frá árinu 1982 hefur Föndurstofan haft umboð fyrir Tri-Chem í Bandaríkjunum á alhliða föndurmálningu og efni og hlutum til að mála. Föndurstofan mun halda áfram innlutningi á þessum vörum og þjóna viðskiptavinum með heildverslun og póstverslun. Meira

Fastir þættir

15. júlí 1997 | Dagbók | 2972 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
15. júlí 1997 | Í dag | 70 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, þriðjuda

Árnað heillaÁRA afmæli. Sextug er í dag, þriðjudaginn 15. júlí, Katrín Sigurðardóttir, Hólagötu 7, Njarðvík. Eiginmaður hennar er Guðlaugur Borgarsson. Í tilefni dagsins taka þau á móti gestum á heimili sínu. ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 16. Meira
15. júlí 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Heimir Gylfason. Þau eru búsett í Noregi. Meira
15. júlí 1997 | Dagbók | 717 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
15. júlí 1997 | Fastir þættir | 135 orð

Fjórgangshestar í meirihluta

NÚ Í FYRSTA sinn er valinn knapi og hestar erlendis frá í íslenska landsliðið til þátttöku í heimsmeistaramóti. Sigurður Sæmundsson valdi Styrmi Árnason með stóðhestinn Boða frá Gerðum en hann er fjórgangshestur sem kunnugt er og þá valdi hann einnig Vigni Siggeirsson sem reyndar er búsettur á Íslandi en hestur sá er hann mun keppa á á heimsmeistaramótinu er í Þýskalandi en það er Þyrill frá Meira
15. júlí 1997 | Í dag | 462 orð

Goshver íÖskjuhlíðinniMORGUNBLAÐIÐ birti þann 9. júlí sl.

MORGUNBLAÐIÐ birti þann 9. júlí sl. þá frétt að borgarráð hafi samþykkt að félag Hitaveitu Reykjavíkur geri manngerðan goshver í Öskjuhlíðinni. Öllu má nú nafn gefa. Fram að þessu hafa slík mannvirki kallast gosbrunnar. Gildir þá einu hvort þeir sprauti köldu eða heitu vatni. Sá orðhagi maður Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfræðingur nefndi fyrirbærið reyndar Neðanmigu. Meira
15. júlí 1997 | Fastir þættir | 531 orð

Metþátttaka í gæðingakeppni

HESTAMÓT GLAÐS í Dölum var haldið á svæði félagsins á Nesodda í Miðdölum í byrjun júlí. Þátttaka var góð í A og B flokki gæðinga og gæðingatölti og þótti mótið takast með miklum ágætum. Þrjátíu og tveir hestar voru skráðir til leiks í B flokki og tuttugu í A flokki og er þetta mesta skráning sem um getur á móti hjá Glað. Meira
15. júlí 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
15. júlí 1997 | Fastir þættir | 776 orð

Trausti stal sigrinum á síðustu stundu

HARÐARFÉLAGARNIR voru í aðalhlutverkum í töltkeppninni sem haldin var á Laugabakka í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöldið. þar voru samankomnir flestir bestu töltarar landsins þessa stundina og börðust knapar þeirra um veglegt verðlaunafé, alls 280 þúsund krónur. Meira
15. júlí 1997 | Í dag | 385 orð

UMT fólk vinnur í kyrrþey og því fylgir oft óvenjuleg fa

UMT fólk vinnur í kyrrþey og því fylgir oft óvenjuleg farsæld. Það má m.a. segja um eigendur og forsvarsmenn útgerðarfélagsins Ingimundar hf., sem átti hálfrar aldar afmæli sl. föstudag. Þetta fyrirtæki hefur haldið uppi myndarlegum útgerðarrekstri og fiskvinnslu án þess að mikið hafi farið fyrir því. Meira
15. júlí 1997 | Fastir þættir | 859 orð

Öruggur sigur Kramniks

Rússinn Vladímir Kramnik, 22ja ára, vann öruggan sigur á stórmóti í Dortmund sem lauk á sunnudag. Íslenskum skákmönnum vegnar vel á mótum í Danmörku. KRAMNIK gerði jafntefli í þremur síðustu skákum sínum og tryggði sér þar með öruggan sigur með sex og hálfan vinning af níu mögulegum, sem er glæsilegur árangur á svo sterku móti. Meira

Íþróttir

15. júlí 1997 | Íþróttir | 159 orð

Á 42. mínútu kom fyrsta mark leiksins, nánast upp úr þurru.

Á 42. mínútu kom fyrsta mark leiksins, nánast upp úr þurru. Eftir baráttu hægra megin inní í vítateig Vals, náði Þórarinn Ólafsson að renna boltanum út fyrir miðjan vítateig þar sem Kekic Sinisatók við honum og skaut hægra megin við Lárus Sigurðsson í marki Vals. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 148 orð

Á 52. mínútu átti Sigurvin Ólafsson fallega sendingu út á

Á 52. mínútu átti Sigurvin Ólafsson fallega sendingu út á hægri kantinn á Guðna Rúnar Helgason. Guðni Rúnar sendi síðan fyrir markið og þar var mættur Steingrímur Jóhannesson, sem skoraði af miklu öryggi. Á 73. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 180 orð

Á 7. mínútu fékk Eysteinn Hauksson boltann vinstra megin við

Á 7. mínútu fékk Eysteinn Hauksson boltann vinstra megin við vítateig Fram. Hann gaf háa sendingu fyrir markið, en þangað kom Guðmundur Oddsson aðvífandi og skallaði boltann í vinstra markhornið. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 327 orð

BARCELONA á Spáni

KEVIN Keegan, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle, hefur lýst því yfir að ef honum yrði boðin staða landsliðsþjálfara Englandstæki hann boðinu. Keegan hafði hins vegar lýst því yfir áður að í framtíðinni myndi hann eingöngu koma nálægt knattspyrnu sem áhorfandi. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 936 orð

Bringusund Hjalta var hápunkturinn

FJÖGUR Íslandsmet voru sett í boðsundi en ekkert í einstaklingssundi á Sundmeistaramóti Íslands sem fór fram í Sundlaug Kópavogs um helgina. Hápunktur mótsins var í 100 m bringusundi karla þar er Hjalti Guðmundsson, SH, tryggði sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í Sevilla í næsta mánuði er hann synti á 1.04,84 mín og hjó nærri Íslandsmetinu. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 342 orð

Cardaklija og Milisic ekki með landvistarleyfi

Þátttaka Leifturs í Inter-toto getraunakeppninni í knattspyrnu lauk með ævintýralegum hætti og þegar leikmenn liðsins gengu af velli eftir 3:0 ósigur á móti tyrkneska félaginu Samsunspor hefur þá vafalítið ekki rennt í grun hvað biði þeirra rétt handan við hornið. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 65 orð

DANIEL Koman

DANIEL Koman heimsmethafi í 3.000 m hlaupi hefur borist ósk frá Frjálsíþróttasambandi Kenýja þess efnis að hann hætti við að setja heimsmet í 2 mílu hlaupi á móti í Belgíu 19. júli og snúi nú þegar í æfingabúðir landsliðs Kenýja til að búa sig undir heimsmeistaramótið. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 215 orð

Draumur að rætast

Ég ætlaði að láta á það reyna hvort mér tækist að ná lágmarkinu nú þrátt fyrir eiga fleiri möguleika á næstunni, en takmarkið hafðist og ég er sæll með það," sagði Hjalti Guðmundsson er hann hafði náð lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið í Sevilla í 100 m bringusundi, synti á 1.04,84 og var aðeins 6/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Arnþórs Ragnarssonar frá 1992. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 74 orð

EM kvenna

Úrslitaleikurinn í Ósló: Þýskaland - Ítalía2:1 Sandra Minnert (23.), Birgit Prinz (49.) ­ Emma Iozzelli (65.). 2.221. Noregur Brann - Strömsgodset 4:1 Lilleström - Bodo Glimt 3:1 Lyn - Viking Stavanger 4:4 Molde - Skeid 3:3 Sogndal - Haugesund 2:1 Tromsö - Rosenborg Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 161 orð

Feðgarnir ósigrandi ENN hefur en

ENN hefur engum tekist að leggja feðgana Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson að velli í rallakstri. Þeir unnu rallkeppni á Sauðárkróki á laugardaginn á Mazda 323, en Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson komu þeim næstir. Þriðju urðu Þórður Bragason og Árni Óli Friðriksson á Mazda. Í flokki Norðdekk bíla unnu Þorsteinn P. Sverrisson og Witek Bogdanski á Toyota Corolla. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 318 orð

Fimm til Bretlands

FIMM íslenskir sundmenn verða á meðal keppenda á breska meistaramótinu í Crystal Palace um næstu helgi. Þetta eru Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, Elín Sigurðardóttir, Hjalti Guðmundsson og Ómar Snævar Friðriksson úr SH og Halldóra Þorgeirsdóttir frá Ægi. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 368 orð

Grindvíkingar uppiskáru ríkulega

Grindvíkingar uppskáru ríkulega fyrir góða baráttu þegar þeir unnu góðan 3:1 sigur á Valsmönnum, sem sóttu þá heim í Grindavík á sunnudaginn. Með sigrinum höfðu þeir sætaskipti við Val ­ náðu upp í sjötta sæti en Valsarar fóru niður í það sjöunda. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 379 orð

Guðrún hjó nærri metinu

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, sigraði í 400 m grindahlaupi á alþjóðlegu móti í Stuttgart á sunnudaginn og hljóp á 54,85 sek., en það er aðeins 4/100 frá hennar eigin Íslandsmeti sem hún setti á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra. Tíminn er hennar besti á árinu og um leið annar besti árangur sem hún hefur náð í greininni um ævina. Þar með er Guðrún kominn upp í 11. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 254 orð

Heimsmeistararnir verða með í Aþenu

Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur úrskurðað að núverandi heimsmeistarar í frjálsum íþróttum megi reyna að verja titla sína á heimsmeistaramótinu í Aþenu í næsta mánuði þrátt fyrir að þeir hafi ekki öðlast þátttökurétt á HM með því að keppa á úrtökumótum viðkomandi þjóða. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 477 orð

Hvenær kastarMAGNÚS ARON HALLGRÍMSSONyfir sextíu metraAðeins eitt þrep af mörgum

KRINGLUKASTARINN ungi, Magnús Aron Hallgrímsson, hefur tekið miklum framförum í grein sinni að undanförnu. Hann sigraði í grein sinni í meistaramóti Ármanns á fimmtudagskvöld, kastaði 57,48 m. Magnús, sem er 21 árs, hefur stundað nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands undanfarna þrjá vetur, en hyggst taka sér frí frá skólabekknum næsta vetur til að geta einbeitt sér að kringlukastinu. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 46 orð

Í kvöld Stofndeild Efsta

Stofndeild Efsta deild kvenna: kl. 20 Ásvellir:Haukar - ÍA Stjörnuvöllur:Stjarnan - Breiðablik Valsvöllur:Valur - ÍBV 2. deild karla: kl. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 108 orð

KNATTSPYRNA KVENNAStórsigur KR-inga

KNATTSPYRNA KVENNAStórsigur KR-inga KR-stúlkur gerðu góða ferð norður til Akureyrar á laugardaginn er þær unnu stórsigur á ÍBA, 11:0, eftir að hafa gert fimm mörk í fyrri hálfleik. Um einstefnu var að ræða allan leikinn og hefði sigur KR-inga hæglega getað orðið stærri. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 439 orð

KRISTINN Helgason

KRISTINN Helgason í Golfklúbbi Bolungarvíkur hitti boltann illa á 7. braut í Vestfjarðamótinu á Ísafirði um helgina. Boltinn stefndi á golfskálann þar sem margir fygldust með, ma. Ragnheiður M. Þórðardóttir úr Golfklúbbi Patreksfjarðar. Boltinn fór í hana og ofan í brjóstvasa hennar. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 439 orð

Lánið lék við Villeneuve

KAPPAKSTUR/FORMÚLA 1Lánið lék við Villeneuve Lánið lék við kanadíska ökuþórinn Jacques Villeneuve er hann sigraði á sunnudag annað árið í röð í breska formúla-1 kappakstrinum á Silverstone brautinni í Suður-Miðlöndum. Þar með var 100. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 456 orð

Meistaratitill í augnsýn

ÁRNI Hjaltason tryggði sér nánast Íslandsmeistaratitilinn í kvartmílu í flokki útbúinna bíla á kvartmílubrautinni við Straumsvík á sunnudaginn. Hann vann Agnar H. Arnarsson í úrslitaspyrnunni, en Árni á gildandi Íslandsmet frá því fyrr í sumar, ók brautina á 10,68, en best núna á 10,83 sek. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 200 orð

Opna Aiwa-mótið Haldið á Vífilstaðavelli Golfklúbbs Kópavogs

Opna Aiwa-mótið Haldið á Vífilstaðavelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, laugardaginn 12. júlí. Karlar án forgjafar: 1. Kristinn G. Bjarnason, GR70 2. Ólafur Már Sigurðsson, GK72 3. Tryggvi Pétursson, GR72 Kristinn setti vallarmet, 70 högg. Ólafur vann Tryggva í bráðabana. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 569 orð

Óbreytt ástand í Garðabæ

ENN varð bið á því að Stjörnumönnum tækist að hrista af sér slenið og vinna leik í efstu deild Íslandsmótsins er þeir tóku á móti KR-ingum á heimavelli á sunnudagskvöldið. Þrátt fyrir að á tíðum tækist þeim þokkalega upp við að ógna KR-ingum varð ekkert úr að þeir kæmust á blað. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 103 orð

Ólafur æfir með Hibs

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Keflavíkur, fór til Skotlands í gærmorgun til að leika æfingaleik með Hibernian, sem leikur í efstu deild þar í landi. Ólafur á von á tilboði frá skoska félaginu, en deildarkeppnin í Skotlandi hefst í byrjun ágúst. Verði hann ánægður með tilboðið, gengur hann líklega til liðs við Hibernian. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 107 orð

Ríkharður Daðason vinnur boltann á miðjunni á 22. mínútu

Ríkharður Daðason vinnur boltann á miðjunni á 22. mínútu og sendir á Þorstein Jónsson sem staddur fyrir utan vítateig Stjörnunnar hægra megin. Þorsteinn snýr af sér Lúðvík Jónasson og skýtur með vinstri fæti þrumuskoti með jörðinni í markhornið hægra megin án þess að Árni Gautur Arason kæmi vörnum við. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 77 orð

Samsunspor - Leiftur3:0

Samsun í Tyrklandi, Getraunakeppni Evrópu. Gult spjald: Davíð Garðarsson. Áhorfendur: Um 10.000. Leiftur: Hajrudin Cardaklija - Júlíus Tryggvason (Sindri Bjarnason), Slobodan Milisic, Daði Dervic, Andri Marteinsson (Matthías Sigvaldason) - Davíð Garðarsson, Ragnar Gíslason (Björgvin Magnússon), Hörður Már Magnússon, Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 287 orð

Sigurður rekinn frá Val

Sigurður Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Val. Við starfi hans tekur Þorlákur Árnason, sem verið hefur íþróttafulltrúi Vals og þjálfað 2. flokk karla hjá félaginu. Hann er 27 ára gamall íþróttakennari og hefur strafað við þjálfun síðustu átta árin. "Að þjálfa í efstu deild er það sem allir þjálfarar stefna að. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 167 orð

Sjaldan fellur eplið...

Í leik Fram og Keflavíkur á sunnudagskvöld, léku þrír synir gamalreyndra knattspyrnukappa í hvoru liði. Slíkt væri ef til vill ekki í frásögur færandi, en synirnir leika allir með sama liði og feðurnir gerðu á sínum tíma. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 581 orð

Skyndisóknir Eyjamanna skeinuhættar

EYJAMENN skutust á toppinn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir lögðu Skagamenn að velli á Akranesi, 3:1. Leikurinn var mikill baráttuleikur frá upphafi til enda því mikið var í húfi fyrir bæði lið, en þó var boðið upp á fjörugan og skemmtilegan leik og ekki vantaði færin. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 138 orð

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV.

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Kristján Finnbogason, KR. Gunnar Sigurðsson, Sigurvin Ólafsson, ÍBV. Kekic Sinisa Grindavík. Ólafur Pétursson, Jón Sveinsson, Ásmundur Arnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Fram. Ólafur Gottskálksson, Keflavík. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 315 orð

Sterkari í lokin

Ég hef lagt nokkra áherslu á bringusundið upp á síðkastið, eftir að hafa látið aðrar greinar hafa forgang um tíma," sagði Lára Hrund Bjargardóttir, Þór úr Þorlákshöfn, eftir óvæntan sigur Halldóru Þorgeirsdóttur, Ægi, í greininni. "Sundið var barátta okkar í milli allan tímann en ég var sterkari á lokasprettinum eins og ég vissi, munurinn var hins vegar ekki mikill. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 627 orð

Stjarnan - KR0:2

Stjörnuvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, Sjóvár-Almennra deildin, 10. umferð, sunnudaginn 13. júlí 1997. Aðstæður: SA gola, sólskin með köflum og hiti 10 gráður. Völlurinn nokkuð blautur. Mörk KR: Þorsteinn Jónsson (22.), Ríkharður Daðason (67.). Markskot: Stjarnan 15 - KR 19 Horn: Stjarnan 5 - KR 8. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 46 orð

Stofndeildin Efsta deild kvenna: ÍBA - KR0:11 -Helena Ólafsdóttir 4, Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 2, Ásdís

Stofndeildin Efsta deild kvenna: ÍBA - KR0:11 -Helena Ólafsdóttir 4, Olga Færseth 3, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 2, Ásdís Þorgilsdóttir 1 og Hrefna Jóhannesdóttir 1. 2. deild karla Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 445 orð

Sundmeistaramót Íslands Sundlaug Kópavogs: 50 m

Sundmeistaramót Íslands Sundlaug Kópavogs: 50 m skriðsund kvenna: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA27,12 Elín Sigurðardóttir, SH27,72 Lára Hrund Bjargardóttir, Þór28,28 50 m skriðsund karla: Ríkarður Ríkarðsson, Ægi24,41 Örn Arnarson, SH24,92 Ásgeir Valur Flosason, KR26, Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 531 orð

VÖRN »Sterkur varnarleikurer lykillinn aðgóðu knattspyrnuliði

Eyjamenn hafa sýnt mikinn styrk að undanförnu og eftir að þeir lögðu Íslandsmeistarana frá Akranesi örugglega á Skipaskaga á sunnudaginn, hafa þeir tekið stefnuna á meistaratitilinn sem þeir hafa einu sinni unnið, 1979. Léttleikinn ræður ríkjum hjá Eyjamönnum, sem hafa á að skipa baráttumiklum og hugmyndarríkum leikmönnum, sem geta gert ótrúlegustu hluti. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 471 orð

Þrjú mörk á fyrstu tíu mínútunum

FRAMARAR hafa nú skipað sér á bekk með efstu liðum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu góðan sigur á Keflvíkingum á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld, 3:1. Framarar áttu harma að hefna, því þeir töpuðu fyrir Keflavík í fyrstu umferð tímabilsins og í bikarkeppninni fyrir stuttu. Annað var uppi á teningnum í fyrradag. Framarar léku mun betur og sigur þeirra var verðskuldaður. Meira
15. júlí 1997 | Íþróttir | 188 orð

(fyrirsögn vantar)

Alþjóðlegt mót í Stuttgart 400 m grindahlaup kvenna: 1. GUÐRÚN ARNARDÓTTIR 54,85 2. Karlene Haughton (Jamaica) 55,19 3. Rebecca Buchanan (Bandar.) 55,63 100 m hlaup kvenna: 1. Gwen Torrence (Bandar.) 11,07 2. Chioma Ajunwa (Nígeríu) 11,16 3. Melanie Paschke (Þýskal. Meira

Fasteignablað

15. júlí 1997 | Fasteignablað | 176 orð

Fallegt einbýlis- hús við Lyngberg

SETBERGSHVERFIÐ í Hafnarfirði hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Hóli, Hafnarfirði er nú til sölu fallegt einbýlishús við Lyngberg 9. Húsið er byggt 1987. Það er 116 ferm. fyrir utan bílskúr, sem er 36 ferm. Ásett verð er 14,7 millj. kr. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 262 orð

Friðuð hús

UM þessar mundir er verið að undirbúa endurbætur á Stjórnarráðshúsinu í Reykjavík, en það er eitt af elztu húsum í landinu. Arkitektarnir Þorsteinn Gunnarsson og Garðar Halldórsson hafa umsjón með þessum breytingum. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 319 orð

Frystihús Sjófangs í Örfirisey

EIGNAMIÐLUNIN er nú með til sölu frystihús Sjófangs við Hólmaslóð 2 í Örfirisey. Þetta er steinhús á tveimur hæðum, um 2400 ferm. alls, en hvor hæð er um 1200 ferm. Áætlað söluverð eignarinnar allrar er 80 millj. kr., en brunabótamat er 166 millj. kr. Til greina kemur að selja eignina í hlutum. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Gamaldags yfirbragð

Gamaldags yfirbragð HÉR er svipur stofunnar upp á aldamótamóðinn. Þá var í tísku að hafa kringlótt borð með dökkum og veglegum dúkum á. Dæmi um þetta má t.d. sjá í gömlum húsum á Árbæjarsafni. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 406 orð

Glæsihús í Suður- ríkjastíl

SMÁRARIMI er án efa ein svipmesta íbúðargatan í Rimahverfi og þar má sjá mörg falleg og tilkomumikil íbúðarhús. Hjá fasteignasölunni Eignavali er nú til sölu sérstætt íbúðarhús að Smárarima 60, en húsið er byggt í bandarískum Suðurríkjastíl. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 218 orð

Glæsilegt einbýlis- hús á Hvolsvelli

HJÁ fasteignasölunni Fannbergi á Hellu er til sölu stórt einbýlishús að Öldubakka 1 á Hvolsvelli. Húsið er steinhús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr og alls 304 ferm. að stærð. Það er byggt 1985. Verðhugmynd er 15 millj. kr. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 341 orð

Hagstætt verð á hús- eignum í Hveragerði

VERÐ á húseignum í Hveragerði er mun hagstæðara en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er verð á góðum einbýlishúsum þar af stærðinni 130-140 ferm. með bílskúr á bilinu 7-10 millj. kr. Þetta hefur leitt til þess, að margt ungt fólk, sem vinnur í borginni, hefur valið þann kost að kaupa hús í Hveragerði. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Hentug sængurgeymsla

Hentug sængurgeymsla ÞAR sem þröngt er eða t.d. í sumarbústöðum, er hentugt að hafa sængurgeymslur. Þessi er sérlega einföld að gerð og mætti ef til vill jafnframt nýta hana sem sæti. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Herbergi unga íþróttamannsins

Herbergi unga íþróttamannsins Þetta herbergi er greinilega ætlað ungum íþróttamanni. það virðist góð hugmynd að taka mið af aðaláhugamálinu þegar herbergi fyrir börn og unglinga eru hönnuð. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 238 orð

Hótel Djúpavík til sölu

HÓTEL Djúpavík á Ströndum hefur verið auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Hóli, Reykjavík. Hótelið er í eigu hjónanna Ásbjarnar Þorgilssonar og Evu Sigurbjörnsdóttur. Ásbjörn segir ýmsar ástæður fyrir sölunni en þau hafa rekið hótelið síðustu þrettán ár. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 313 orð

Kuggur kaupir Húsval '97

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Kuggur ehf. hefur keypt Húsval '97 af Hugvirki-Lausnir, en Húsval '97 er eitt útbreiddasta gagnavinnslukerfi meðal fasteignasala. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Kugg ehf. Með þessum kaupum tekur Kuggur ehf. alfarið við þróun og þjónustu kerfisins af Hugvirki- Lausnum. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Lóð eða garður?

Á SÍÐARI árum er orðið algengt að byggingafyrirtæki og fasteignasalar auglýsi nýtt íbúðarhúsnæði með "frágenginni lóð" eða "fullfrágenginni lóð". Þetta er afar "seljandi" og sannarlega mikil bót á því ástandi sem áður ríkti, þegar lóðirnar biðu með moldarraski og ruðningum þótt búið væri að afhenda húsnæðið og fólk flutt inn. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 681 orð

Mengunarvandamál á vinnustað

FJÖLMIÐLUM verður gjarnan tíðrætt um vinnuslys og óhöpp sem tengjast framkvæmdum á hinum ýmsu sviðum. Það fer minna fyrir fréttaflutningi af sjúkdómum sem tengjast starfsumhverfi, sem þó eru vafalítið mun algengari og jafnvel alvarlegri en vinnuslys. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 232 orð

Mikil byggingaverkefni í Rússlandi

RÚSSLAND stendur frammi fyrir mikilli þenslu á byggingasviðinu og mörg erlend fyrirtæki hafa áhuga á að verða sér þar út um verkefni, þar á meðal dönsk fyrirtæki. Ole Løvig Simonsen, húsnæðismálaráðherra Danmerkur, heimsótti Rússland fyrir skömmu ásamt ýmsum framámönnum í dönskum byggingariðnaði til þess að kynna sér ástandið þar. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 311 orð

Minnkandi afföll húsbréfa hagstæð fyrir markaðinn

TALSVERÐ aukning hefur orðið á samþykktum skuldabréfaskiptum vegna nýbygginga byggingaraðila á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, sem bendir ótvírætt til meiri umsvifa í smíði nýrra íbúða í ár. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns Félags fasteignasala, hefur verið góð hreyfing á íbúðarhúsnæði að undanförnu. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 165 orð

Norðmenn kaupa orlofshús í Svíþjóð

SALA á orlofshúsum á vesturströnd Svíþjóðar hefur aldrei verið meiri og tveir af hverjum þremur kaupendum nú eru Norðmenn. Ástæðan er sú, að orlofshús á ströndinni í Noregi eru orðin miklu dýrari en áður vegna sívaxandi ásóknar og mun dýrari en þau sænsku. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 2008 orð

Notkun tryggir varðveizlu friðaðra húsa

VARÐVEIZLA gamalla húsa er tiltölulega nýtt fyrirbrigði, einfaldlega vegna þess að gömlu húsin okkar eru ekki tiltakanlega gömul, miðað við húsakost víðast hvar í Evrópu. Elsta hús okkar sem stendur í óbreyttri mynd er Viðeyjarstofa og hefur hún þegar verið endurreist. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 44 orð

Sérstætt íbúðarhús

HJÁ Eignavali er nú til sölu sérstætt íbúðarhús við Smárarima í Reykjavík, en húsið er byggt í bandarískum Suðurríkjastíl. Húsið er steypt en klætt með timbri. Inni eru gólfborð og rósettur og skrautlistar í loftum. Hurðir eru fulningahurðir í gömlum stíl. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 48 orð

Skipulagning garða

Við skipulagningu á görðum þarf að gera sér grein fyrir, hve lóðin er stór og hvernig hún liggur að landslaginu og höfuðáttunum, segir Hafstein Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. Einnig þarf að taka tillit til húsa, bæði á lóðinni sjálfri og á grannlóðunum. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 193 orð

Stórt og vandað hús við Huldubraut

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er til sölu stórt hús á tveimur hæðum að Huldubraut 13 í Kópavogi. Húsið er samtals 366 ferm. að stærð og er með tveimur samþykktum íbúðum. Það var reist árið 1984. "Þetta er mjög glæsilegt hús," sagði Ólafur Guðmundsson hjá Kjöreign. "Á jarðhæð hússins er þriggja herbergja íbúð, sem er 69 ferm. að stærð. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 435 orð

Um 20% þjóðarinnar búa í leiguhúsnæði

SAMKVÆMT neyzlukönnun, sem Hagstofan hefur látið gera, búa um 20% þjóðarinnar nú í leiguhúsnæði og að sögn Jóns Kjartanssonar, formanns Leigjendasamtakanna, er eftirspurn eftir leiguhúsnæði alltaf að aukast á höfuðborgarsvæðinu. Meira
15. júlí 1997 | Fasteignablað | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

15. júlí 1997 | Fasteignablað | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

15. júlí 1997 | Fasteignablað | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

15. júlí 1997 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

15. júlí 1997 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

15. júlí 1997 | Úr verinu | 144 orð

Haldið í Smuguna

FYRSTU íslensku skipin eru nú að tínast af stað í Smuguna og lét Orri ÍS úr höfn í gærkvöldi. Um svipað leyti í fyrra voru 8 íslenskir togarar komnir til veiða í Smugunni. Vitað er af portúgölskum skipum að veiðum í Smugunni en litlar fréttir hafa borist af aflabrögðum. Margar útgerðir munu því bíða átekta uns fréttir berast frá íslensku skipunum. Meira
15. júlí 1997 | Úr verinu | 122 orð

Mikil loðnuveiði

LOÐNUVEIÐI gekk vel um helgina og fæst nú loðna á stóru svæði við miðlínu Íslands og Grænlands, um 120 mílur norður af Melrakkasléttur. Skipin streyma nú stöðugt af eða á miðin og því löndunarbið í flestum höfnum norðan- og austanlands, allt upp í tveggja sólarhringa bið. Meira
15. júlí 1997 | Úr verinu | 469 orð

Togað allt niður undir tveggja kílómetra dýpi

LEIÐANGRI Hafrannsóknastofnunar á Reykjaneshrygg er nú nýlokið. Togarinn Kaldbakur EA var leigður til verksins, þar sem gerðar voru djúpsjávarrannsóknir utan landhelginnar. Markmið leiðangursins var að kanna hvaða fiskitegundir er að finna á Reykjaneshrygg og útbreiðslu þeirra. Vart varð við töluvert af langhala, berhaus, karfa, grálúðu og gott hal af búra fékkst í leiðangrinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.