Greinar miðvikudaginn 23. júlí 1997

Forsíða

23. júlí 1997 | Forsíða | 52 orð

Franskur áfangasigur

FRAKKINN Christophe Mengin fagnar sigri í 16. áfanga Frakklandskeppninnar í hjólreiðum, en dagleiðin var 181 km og lá um Alpana. Þjóðverjinn Jan Ullrich heldur hins vegar forystunni, er með bestan samanlagðan tíma en sigurvegara síðasta árs, Dananum Bjarne Riis, gekk illa í gær og er hann nú í 7. sæti. Meira
23. júlí 1997 | Forsíða | 280 orð

"Mikilvæg og jákvæð skref stigin"

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og David Levy, utanríkisráðherra Ísraels kváðust í gær hafa átt árangursríkan fund um að koma friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum af stað á ný. Féllust þeir á að hittast að nýju til að koma friðarviðræðum af stað að nýju en vildu þó ekki segja hvenær af því yrði. Meira
23. júlí 1997 | Forsíða | 147 orð

Priebke hlýtur 15 ára dóm

ÍTALSKUR herdómstóll úrskurðaði í gær Erich Priebke, fyrrverandi höfuðsmann í SS-sveitum nasista í heimsstyrjöldinni síðari, til fimmtán ára fangelsisvistar fyrir þátttöku hans í fjöldamorðum í Ardeatine- hellum á Ítalíu árið 1943. Sami dómstóll stytti jafnframt afplánun Priebkes niður í fimm ár. Meira
23. júlí 1997 | Forsíða | 181 orð

Reuter

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, lagði lykkju á leið sína í gær þar sem hann var á ferð í austurhluta landsins og fullvissaði fórnarlömb þeirra miklu flóða, sem nú herja á Mið-Evrópu, um að stjórnvöld myndu veita alla nauðsynlega aðstoð vegna hamfaranna. Meira
23. júlí 1997 | Forsíða | 368 orð

Segir Sinn Fein hafa "sprengt sér leið að samningaborðinu"

IAN Paisley, leiðtogi Demókrataflokks sambandssinna á Norður-Írlandi (DUP), sagði í gær að flokkur sinn myndi hætta þátttöku í viðræðum um frið í héraðinu eftir að atkvæðagreiðsla um áætlun um afvopnun skæruliðahreyfingar Írska lýðveldishersins (IRA) fer fram í dag. Meira

Fréttir

23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

13 ára kærði nauðgun

ÞRETTÁN ára stúlka kærði tvo menn fyrir nauðgun á tjaldstæði á Bíldudal um helgina. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, sagði síðdegis í gær að málið væri í rannsókn. Hann sagði að enginn væri í haldi lögreglu vegna málsins, en varðist að öðru leyti fregna. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

25 ára afmæli Fólkvangs Neskaupstaðar

"Í ÁR eru 25 ár liðin frá því að Fólkvangur Neskaupstaðar var stofnaður. Hann er fyrsti fólkvangur á Íslandi sem var friðlýstur semkvæmt Náttúrverndarlögum. Umhverifsmálaráð Neskaupstaðar ætlar að minnast þessara tímamóta laugardaginn 26. júlí kl. 10 árdegis, úti í fólkvangi. Þar verður stutt dagskrá og farið í gönguferð með leiðsögn Hjörleifs Guttormssonar. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

80% hækkun frá fyrra mati

DÓMKVADDIR yfirmatsmenn hafa ákveðið að Kópavogsbær skuli greiða 11,69 kr. til Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir hvern rúmmetra af köldu vatni. Verðið gildi frá 1. janúar 1996 til fimm ára og taki árlega breytingum, sem verða á vísitölu byggingarkostnaðar. Er þetta um 80% hækkun frá fyrra mati en Vatnsveita Reykjavíkur hafði farið fram á 30% hækkun í viðræðum við Kópavog segir í bókun borgarráðs. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Álftarhreiður við Ólafsfjarðarvatn

FJÖGUR börn fóru með afa sínum á Ólafsfirði að skoða álftarhreiður sem er í hólmanum í suðurenda Ólafsfjarðarvatns. Þeim fannst mikið til þess koma enda ekkert þeirra séð álftaregg. Að sjálfsögu voru þau öll í björgunarvestum þegar róið var út í hólmann. Krakkarnir eru f.v.: Svavar Berg Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Kristrún María Björnsdóttir og Sigurgeir Orri Alexandersson. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Árekstur á loðnumiðunum

LOÐNUSKIPIN Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði og Örn frá Keflavík rákust saman á loðnumiðunum fyrir norðan land sl. sunnudag. Einhverjar skemmdir urðu á Guðrúnu Þorkelsdóttur, en þó ekki það miklar að þær valdi töfum frá veiðum. Sjópróf voru haldin, vegna óhappsins, á Eskifirði í gær. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 46 orð

Björgun af Akraborg

EFNT var til björgunaræfingar á Akraborginni í gær. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flaug yfir ferjuna þar sem hún var á reglulegri leið sinni á milli Reykjavíkur og Akraness og æfð var björgun við skipið. Áður hefur verið efnt til slíkrar æfingar við Akraborgina. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Byggja fiskveiðilögsögu ekki lengur á Rockall

BREZK stjórnvöld munu á næstu dögum staðfesta hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og hafa lýst yfir að þau muni í framhaldi af því endurskoða mörk fiskveiðilögsögu Bretlands. Þau verða ekki lengur miðuð við klettinn Rockall, heldur eyna Sankti Kildu. Þetta hefur meðal annars þá þýðingu að Bretar hætta að gera tilkall til 3.900 ferkílómetra hafsvæðis syðst í íslenzku fiskeiðilögsögunni. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 144 orð

Churchill merkasti Evrópumaðurinn

HÓPUR stjórnmálamanna, vísindamanna, listamanna og menntamanna frá 24 Evrópulöndum hefur valið Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, merkasta mann Evrópu á þessari öld. Niðurstöður valsins voru kynntar í fyrsta hefti nýs tímarits um samfélags- og menningarmál, Europe Quarterly. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Dagskrá fyrir erlenda ferðamenn

ARI Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur heldur fyrirlestur um jarðfræði Íslands, eldfjöll og heita hveri í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Í fyrirlestrinum fjallar Ari sérstaklega um umbrotin á Skeiðarársandi í kjölfar eldgoss í Vatnajökli sl. haust og um núverandi ástand á Hengilssvæðinu. Fyrirlesturinn er fluttur á norsku. Kl. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Dreifa átta þúsund smokkum um verslunarmannahelgina

"MEÐ dreifingu smokka til ungs fólks um verslunarmannahelgina viljum við hvetja til þess að fólk beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum," segir Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir og fulltrúi í fræðslusamtökum áhugafólks um heilbrigt kynlíf og tímabærar barneignir. En tvö síðustu kvöld hafa samtökin fengið hóp unglinga til að líma átta þúsund smokka á jafnmörg sérhönnuð póstkort. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Eins árs drengur á gjörgæslu

EINS árs drengur var fluttur með sjúkraflugvél frá Vopnafirði til Reykjavíkur í gær. Hann lenti fyrir bíl og er málið í rannsókn, að sögn lögreglunnar á Vopnafirði. Drengurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og þaðan á gjörgæslu. Líðan hans er sæmileg. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 202 orð

Ekki veitt starfsleyfi nema til eins árs

Siglufjörður­Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur lagt það til við Hollustuvernd ríkisins að loðnuverksmiðju SR­mjöls á Siglufirði verði ekki veitt starfsleyfi nema til eins árs verði ekki gerðar úrbætur á mengun þeirri sem kemur frá verksmiðjunni, þ.e. bæði sjón­ og lyktarmengun, og fullkomnum mengunarvarnarbúnaði komið upp við verksmiðjuna. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Eldur í íbúð í Safamýri

MIKLAR skemmdir urðu á íbúð í Safamýri 42 þegar eldur braust út í henni í gærkvöldi. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt uppúr níu að reyk legði út úr íbúðinni. Það tók um eina klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Enginn var í íbúðinni og eru eldsupptök ókunn. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 464 orð

Fagleg þjónusta í samræmi við lög

HELGI Sigurðsson, lyfsali og einn eigenda Árnesapóteks á Selfossi, segir það misskilning að fagleg sjónarmið séu ekki ráðandi í lyfsölu útibúa apóteksins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar séu afhent lyf sem afgreidd eru eftir lyfseðli frá móðurapótekinu á Selfossi, starfsmenn þar hafi fengið þjálfun og leyfi sé fyrir hendi frá heilbrigðisráðuneyti og Lyfjaeftirliti ríksins. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 543 orð

Fjölbreyttari aðgerðir mögulegar

"MEÐ nýju rannsóknarstofunni skapast möguleikar á að gera fjölbreyttari aðgerðir og vonandi verður hægt að stytta biðlista. Hversu mikið fer hins vegar eftir því hvort okkur verður gert kleift að endurnýja tækjabúnað núverandi rannsóknarstofu og fá rekstrarfé til hinnar nýju. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun

FRAMKVÆMDIR á gatnamótum Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Miklubrautar/Vesturlandsvegar eru nú í fullum gangi. Samkvæmt Guðmundi Nikulássyni yfirverkfræðingi hjá gatnamálastjóra og staðgengli gatnamálastjóra ganga þær samkvæmt áætlun. Reiknað er með að umferð verði komin á þessar nýju umferðaræðar um miðjan september. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Framkvæmdum við Skeiðarárbrú flýtt vegna vatnavaxta

LOKAFRAMKVÆMDUM við Skeiðarárbrú var flýtt á mánudag vegna vatnavaxta í ánni. Hlýtt hefur verið á þessum slóðum og á tímabili hækkaði vatn í ánni um hálfan metra á klukkustund. Að sögn Rögnvaldar Gunnarssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Gengið um Hafnarbakkann

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð um hafnarbakka Reykjavíkurhafnar og fer í heimsókn um borð í skip sem eru í höfninni í dag, miðvikudag. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og kynnt ný starfsemi til fræðslu um lífríki og sögu hafnarinnar. Að því loknu verður gengið eftir hafnarbökkum og farið um borð í skip. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 169 orð

Góð þátttaka í skógardeginum

Góð þátttaka í skógardeginum Selfossi. Hinn árlegi skógardagur Skógræktar ríkisins og Skeljungs fór fram síðastliðinn laugardag á þremur stöðum samtímis, í Stálpastaðaskógi í Skorradal, Hallormsstaðaskógi og Haukadalsskógi. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 382 orð

Greiðfærir göngustígar fyrir almenning

Fjölmenni á skógardegi á Stálpastöðum Greiðfærir göngustígar fyrir almenning Skorradalur­Á þriðja hundrað gesta heimsóttu Stálpastaði í blíðskaparveðri, þurru, sólarlausu en 19 hita sem var á Stálpastöðum í Skorradal laugardaginn 19. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

HALLGRÍMUR BJÖRNSSON

HALLGRÍMUR Björnsson, efnaverkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Nóa og Síríusar, er látinn á 85. aldursári. Hallgrímur fæddist 22. júlí 1912 og lést á Landspítalanum aðfaranótt 19. júlí sl. Hallgrímur fæddist á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal, sonur Björns Jónssonar bónda og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Hátt verð á mjöli og lýsi

VERÐ á fiskilýsi er nú í hámarki og mjölverð er einnig mjög hátt. Verðmæti loðnu- og síldarafla í ár er því meira en nokkru sinni, enda samanlagður afli þessara tegunda orðinn nálægt 1,2 milljónum tonna frá áramótum. Aflaverðmæti er því nálægt 6,6 milljörðum króna og útflutningsverðmæti afurðanna, mjöls og lýsis, gæti verið um 12 til 13 milljarðar króna. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 325 orð

Hefja þarf undirbúning strax

RÍKISENDURSKOÐUN telur að ríkisaðilar þurfi án tafar að taka á þeim upplýsingatæknilegu vandamálum sem tengjast ártalinu 2000 og stefna að því að leysa þau fyrir árslok 1998. Vandamálin koma upp vegna ritháttar ártals í tölvum, sem yfirleitt er með tveimur tölustöfum, og geta þau valdið margvíslegum erfiðleikum við tölvuvinnslu ef ekki er hugað að lausn þeirra í tíma. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Herstöðvarandstæðingar mótmæla Samverði

SAMTÖK herstöðvarandstæðinga hafa afhent Davíð Oddssyni forsætisráðherra yfirlýsingu, þar sem mótmælt er almannavarnaæfingunni Samverði '97, sem hefst hér á landi á föstudaginn. Í yfirlýsingunni segir m.a: "Það er siðlaust að lána land okkar undir heræfingar. Það er smekklaust að halda því fram að Íslendingar hafi gagn af almannavarnaæfingum sem eru fátt annað en vopnaskak. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 147 orð

Héraðsmót í frjálsum íþróttum

HELGINA 12.­13. júlí fór fram héraðsmót USVH í frjálsum íþróttum á Hvammstanga og tókst mótið vel í alla staði. Keppt var eftir nýju fyrirkomulagi, þ.e. héraðsmóti og unglingamóti slegið saman í eitt og skipt niður á tvo daga. Fyrri dag mótsins var rigning en seinni daginn var veðrið eins og best verður á kosið. Þátttaka var með besta móti og árangur sæmilegur. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 740 orð

Hætta á meiri vá?

Á FUNDI sem stjórn Kirkjubæjarstofu boðaði til í dag með Almannavarnanefnd í Skaftárhreppi, fulltrúum Almannavarna ríkisins, Almannavarna V-Skaft., Orkustofnunar, Vegagerðar ríkisins, Náttúrufræðistofu Suðurlands, Raunvísindastofnunar Háskólans, Norrænu eldfjallastöðvarinnar, umhverfisráðuneytis, Landsvirkjunar og Landgræðslunnar var þessari spurningu velt upp. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

ÍBR mælir með tillögu Ístaks

BORGARRÁÐ vísaði á fundi sínum í gær erindi frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, ÍBR, um byggingu yfir skautasvellið í Laugardal til umhverfis- og skipulagsnefndar. Alútboð fór fram um þetta verkefni og skiluðu þrír verktakar inn tilboðum sem öll reyndust vera of há. ÍBR tók síðan upp viðræður við verktakana um hvort einhverjir ódýrari kostir væru fyrir hendi. Meira
23. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Jeppa- og gönguferðir um helgina

FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til þriggja ferða nú um komandi helgi. Á föstudag verður lagt af stað í jeppaferð um Brúaröræfin. Þar verða skoðaðir ýmsir markverðir staðir, og má þar m.a. nefna Hafrahvammagljúfur, en þar fellur Jökulsá á Dal í hrikalegu gljúfri. Meira
23. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Kammertónleikar

KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Deiglunni í kvöld, miðvikudagskvöldið 23. júlí, og hefjast kl. 20.30. Þeir sem leika á tónleikunum eru Þórunn Ósk Magnúsdóttir lágfiðluleikari, Jeroen Robbrecht fiðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Þórunn Ósk er fædd á Akureyri, þar sem hún stundaði nám við tónlistarskólann. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 391 orð

Kirkjuhvammskirkja endurvígð

Hvammstanga­Laugardaginn 19. júlí var Kirkjuhvammskirkja á Hvammstanga endurvígð. Þessi 115 ára gamla timburkirkja stendur ofan kauptúnsins, í kirkjugarði safnaðarins. Hún var lögð af sem sóknarkirkja árið 1957, þegar Hvammstangakirkja var vígð. Kirkjuhvammskirkja var síðar afhent Þjóðminjasafni og er merkt "friðlýstar minjar". Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 446 orð

Kostnaður a.m.k. 230 milljónir

NEFND um skipulag umferðar á Þingvöllum á fjöldahátíðum, reiknar með því að kostnaður vegna nauðsynlegra endurbóta á vegum út frá höfuðborginni og á þjóðvegum nærri Þingvöllum verði samtals 230 milljónir króna, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Kröfluboranir á undan áætlun þrátt fyrir töf

VERIÐ er að ljúka borun á annarri af þremur nýjum holum við Kröflu sem boraðar verða í sumar en auk þeirra á að gera við tvær aðrar holur. Er ætlunin með þessu að fá meira gufuafl fyrir virkjunina. Verkið tafðist um nokkra daga þar sem borinn sat fastur en í gær tókst að losa hann. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 280 orð

Kveðst fórnarlamb ófrægingar

ALBERTO Fujimori, forseti Perú, segir að hafin sé skipulögð ófrægingarherferð á hendur sér og ríkisstjórn sinni í fjölmiðlum landsins. Mótmæli vegna einræðislegra stjórnarhátta forsetans hafa farið vaxandi dag frá degi og hafa þúsundir manna komið saman i höfuðborginni Lima til að andmæla síðustu aðför forsetans að tjáningarfrelsinu í landinu. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

LEIÐRÉTT Tankurinn ekki listaverk Mynd af

Mynd af Essótanki ofan við verslun KHB á Seyðisfirði lenti af vangá með frétt um listahátíð í bænum í blaðinu í gær en tankurinn mun ekki tengjast hátíðinni með neinum hætti. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Snorrahátíð Í Morgunblaðinu í gær segir, að Björn Bjarnason muni tala við upphaf tónlistarhátíðar í Reykholti í Borgarfirði 25. júlí n.k. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

LEIÐRÉTT Tankurinn ekki listaverk Mynd af

Mynd af Essótanki ofan við verslun KHB á Seyðisfirði lenti af vangá með frétt um listahátíð í bænum í blaðinu í gær en tankurinn mun ekki tengjast hátíðinni með neinum hætti. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Snorrahátíð Í Morgunblaðinu í gær segir, að Björn Bjarnason muni tala við upphaf tónlistarhátíðar í Reykholti í Borgarfirði 25. júlí n.k. Meira
23. júlí 1997 | Miðopna | 1528 orð

Markmiðum laga um Kjaradóm og kjaranefnd ekki náð

Kjaradómi og kjaranefnd er ætlað að gæta innbyrðis samræmis í launakjörum og fylgja um leið almennri launaþróun í landinu. Í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að þrátt fyrir tíðar breytingar virðist enn ekki fundin sú aðferð við ákvörðun launa íslenskra embættismanna sem sátt verður um. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Meðalhæð Íslendinga hækkað um 6­7 cm

ALLT frá landnámi hefur meðalhæð Íslendinga farið hækkandi og er meðalhæð karla í dag rúmum 7 cm hærri en hún var í upphafi og meðalhæð kvenna tæpum 6 cm hærri. Gildir það bæði um karla og konur og koma tölur þessar fram í Hagskinnu, riti Hagstofu Íslands. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Með Fokker- vél Gæslunnar

ALLAR líkur eru á því að forseti Íslands og fylgdarlið hans fari með Fokker-vél Landhelgisgæslunnar í opinbera heimsókn forsetans til Finnlands í lok ágúst nk., að sögn Kornelíusar Sigmundssonar, forsetaritara. "Ef það verður ákveðið verður það alfarið gert af hagkvæmniástæðum," segir hann. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Morgunblaðið/Jim SmartÍ veðurblíðu

VEÐURBLÍÐA hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Margir lögðust flatir til að slaka á í góða veðrinu og hugsanlega í von um dekkra litarhaft en áður, þar á meðal Bjarki Stefánsson sem ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á þar sem hann lá endilangur uppi á þaki við Grandagarð og naut sólarinnar. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 499 orð

Mónakóauðurinn byggður á nasistagulli?

FRANSKT vikurit heldur því fram að yfirvöld í Mónakó hafi þvegið nasistafé, þar með talið fé sem rænt var frá gyðingum, og hagnast svo vel á því að smáríkið, sem var á barmi gjaldþrots, breyttist í blómlegan leikvöll milljónamæringa. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Niðurrifi Víkartinds lokið í næstu viku

NIÐURRIFI Víkartinds, sem strandaði í Háfsfjöru í byrjun marsmánaðar síðastliðins, lýkur í næstu viku. David Parrot, forstjóri Titan björgunarfélagsins, sem annast niðurrif skipsins, sagði að nú þegar hafi um 75% skipsins verið tekin í sundur og afgangurinn verði annaðhvort fjarlægður eða grafinn í fjöruna. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 792 orð

Norski þjóðsöngurinn kannski sænskuskotinn

Jón Rúnar Arason birtist í leðurjakkanum á Laugardalsvelli fyrir landsleik Íslendinga og Norðmanna og söng þjóðsöngva beggja þjóða undirleikslaust. Sjö þúsund vallargestir hlýddu andaktugir á söng Jóns Rúnars, enda ekki á hvers manns færi að syngja Lofsöng Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar, Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ný snyrtistofa opnuð

AGNES Agnarsdóttir snyrti­ og förðunarfræðingur hefur opnað nýja snyrtistofu í Listhúsinu, Engjateigi 19. Snyrtistofan býður upp á alla almenna þjónustu, s.s. andlitsböð, húðhreinsanir, AHA­sýrumeðferðir, litanir, handsnyrtingar, fótsnyrtingar, gervineglur, vaxmeðferðir, rafmagnsháreyðingar, ýmsar sérmeðferðir og farðanir við öll tækifæri. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 217 orð

Óeining um austurstækkun

MISMUNANDI skoðanir aðildarríkja Evrópusambandsins á tillögum framkvæmdastjórnar sambandsins um stækkun þess til austurs komu skýrt fram á fundi utanríkisráðherra þeirra í Brussel í gær. Danmörk, Svíþjóð og Ítalía leggjast gegn tillögum framkvæmdastjórnarinnar um að aðeins verði rætt um aðild við sex ný ríki og vilja að rætt verði við ellefu. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ráðherrar í sjóstangaveiði

Siglufjörður­Siglfirðingar fengu góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra ásamt eiginkonum sínum, Ástríði Thorarensen og Kristrúnu Eymundsdóttur. Gestirinir komu til Siglufjarðar um hádegisbil á sunnudag ásamt bæjarstjórnarmönnum frá Ólafsfirði og Dalvík. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 42 orð

Reuter Vetrarklæði í Moskvu

RÚSSNESKUR götusali bíður eftir viðskiptavinum í Moskvu. Hann verslaði þarna með loðfeldi, og ef til vill var veðrið í höfuðstað Rússlands í gær ekki þannig að það hvetti fólk til kaupa á vetrarklæðum, en hitinn fór í þrjátíu gráður. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 875 orð

Rockall-málið aftur í brennidepil

BRETLAND mun staðfesta hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. Í framhaldi af því segjast brezk stjórnvöld munu endurskoða mörk fiskveiðilögsögu ríkisins, þar sem ekki sé hægt að byggja kröfu um fiskveiðilögsögu á klettinum Rockall samkvæmt samningnum. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 247 orð

Saka Bandaríkin um ofveiði

KANADÍSKIR sjómenn hættu þriggja daga umsátri um bandaríska ferju í fyrrikvöld eftir að stjórn Kanada fullvissaði þá um að hún myndi reyna að leysa deilu um meinta ofveiði bandarískra sjómanna á Kyrrahafslaxi. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Salka kastaði tveimur folöldum

SÁ fágæti atburður gerðist á bænum Bringu í Eyjafjarðarsveit að hryssan Salka frá Kvíabekk, ættb. nr. 9649 kastaði tveimur folöldum sem bæði lifðu og eru spræk. Folöldin sem eru hryssur eru undan Víkingi frá Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 116 orð

Sextíu milljóna kvenna "saknað"

OFBELDI gegn konum er algengasta mannréttindabrotið í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) gaf út í gær. Þar kemur fram að 60 milljónir kvenna, sem ættu að vera á lífi nú, sé "saknað" vegna ofbeldis sem tengist kynjamismunun, einkum í suður- og vesturhluta Asíu, Kína og Norður- Afríku. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Skipstjórinn kallaður heim

SKIPSTJÓRI þýska skemmtiferðaskipsins Hanseatic, sem kom til Hafnarfjarðar í gær, hefur verið kallaður heim til Þýskalands. Þar á hann að gefa útgerð skipsins skýrslu um strand þess við Svalbarða um miðjan mánuðinn. Annar skipstjóri kom til Íslands í gær og hefur hann tekið við stjórn skipsins. Kári Valvesson hjá Gáru ehf. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Sluppu með skrekkinn

LITLU munaði að illa færi fyrir nokkrum dögum er börn á Seyðisfirði brugðu á leik. Þrjú börn, tveir drengir á fjórða ári og telpa tæplega tveggja ára, voru skilin eftir í bíl fyrir utan verslun KHB á Seyðisfirði meðan tveir fullorðnir skruppu skamma stund inn í búðina. Þegar út var komið voru börnin á bak og burt. Leit var hafin þegar í stað. Meira
23. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Sótt um leyfi til að stækka húsið

SÓTT hefur verið um leyfi til bygginganefndar til að stækka hús sem stendur sunnan Strandgötu um 70 fermetra til að unnt verði að koma þar fyrir líkamsræktarstöð World Class. Einnig hefur verið sótt um breytta starfsemi á lóðinni en hún er í samþykktu deiliskipulagi skilgreind sem lóð fyrir sjóbjörgunarstöð. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Sportbílasýning

SPORTBÍLAR verða til sýnis á Sportbílasýningu sem haldin verður helgina 26.­27. júlí. Sýningin verður í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi. "Hér er á ferðinni kraftmestu og hraðskreiðustu bílar landsins og engan vantar, erfitt er að nefna alla, en nokkra má þó telja: Dodge Viper, Benz CLK, Pontiac Trans Am Firehawk, Toyota Supra, Lexus 300SC, BMW, Chervolet Corvette, Lotus, Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Sportköfunarskóli stofnaður í Keflavík

SPORTKÖFUNARSKÓLI Íslands hefur verið stofnaður í Keflavík. Að skólanum standa Tómas Knútsson og Sigurður Ámundason sem báðir hafa að baki mikla reynslu sem kafarar. Samanlagt hafa þeir félagar stundað köfun í liðlega 40 ár bæði hérlendis og erlendis. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku

"EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni," segir í fréttatilkynningu frá Vestfirðingafélaginu í Reykjavík. "Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður og einstæðar mæður. 2. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Stærstu skjálftar síðan árið 1994

JARÐSKJÁLFTAHRINA gekk yfir fyrir norðan land síðdegis í gær. Hrinan stóð yfir í um hálftíma og voru fjórir meginskjálftar í henni. Stærstur þeirra var rúmlega fimm á Richter. Jarðskjálftarnir áttu upptök sín 10­15 km út af mynni Eyjafjarðar nv af Gjögri. Það er rétt norður af Húsavíkurmisgenginu. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 114 orð

Sundlaugarpartý á Selfossi

ÞAÐ VAR svo sannarlega sumarstemmning sem ríkti í Sundhöll Selfoss á dögunum þegar hljómsveitin Skítamórall hélt tónleika fyrir sundlaugargesti. Ástæða tónleikanna var reyndar sú að unglingavinnan á Selfossi hafði sérstaka hátíðardagskrá alla vikuna og voru tónleikarnir rúsínan í pylsuendanum á þeirri dagskrá. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 242 orð

Sveitir Ranar- iddhs í sókn

BARDAGAR héldu áfram milli hersveita stjórnarinnar og liðsmanna Ranariddhs prins í Kambódíu í gær. Konungssinnar hafa náð á sitt vald bænum Samrong í norðvesturhluta landsins, skammt frá landamærunum að Tælandi. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Sykursýkifaraldur

SYKURSÝKI, sem nú þegar er fjórða algengasta dánarorsökin í mörgum löndum heims, stefnir í að verða að faraldri sem nær til allra jarðarbúa. Þessu var haldið fram á sextándu alþjóðlegu sykursýkiráðstefnunni sem hófst í Helsingfors á mánudag. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 117 orð

Sömu byssu beitt í þremur morðum

FYRIRSÆTAN Naomi Campbell umkringd fjölmiðlafólki þegar hún kom til Mílanó í gær til að vera viðstödd minningarathöfn um ítalska tískuhönnuðinn Gianni Versace. Tugir þekktra vina Versace voru við athöfnina, þeirra á meðal Díana Bretaprinsessa og söngvararnir Elton John, Sting og Luciano Pavarotti. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Tage Abelsen farinn til Danmerkur

KOMIÐ er í ljós að Tage Abelsen sem lýst var eftir í fjölmiðlum í gær og fyrradag fór til Danmerkur 3. júlí. Greint var frá því í fjölmiðlum að ekkert hefði sést til Tage Abelsen síðan 2. júlí. Við nánari eftirgrennslan lögreglunnar kom í ljós að hann yfirgaf landið 3. júlí og hélt til Danmerkur. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Tímabundið vandamál

"EKKI hefur verið óskað eftir sérstakri aðstoð vegna biðlista í hjartaaðgerðir enda er um tímabundið vandamál á meðan á sumarleyfum stendur að ræða," segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, í framhaldi af fréttaflutningi af löngum biðlistum eftir hjartaaðgerðum á Landspítala. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

"Trúfrelsi ógnað í Rússlandi"

"BORIS Jeltsín Rússlandsforseta voru í fyrradag afhentir undirskriftarlistar með nöfnum 134.248 Rússa sem telja trúfrelsi sínu ógnað. Það voru Vottar Jehóva sem gengust fyrir undirskriftasöfnuninni og óttast þeir að Rússland sé að taka aftur upp fyrri háttsemi að banna starfsemi trúfélaga. Meira
23. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Um 800 gestir sóttu hátíðina

HRÍSEYJARFERJAN Sævar flutti 1.853 farþega milli lands og eyjar um liðna helgi, en það er svipaður fjöldi og fluttur er á þessari leið á meðal vetrarmánuði. Fjölmenni sótti Hríseyinga heim um helgina, enda mikið um að vera þegar eyjarskeggjar héldu fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

"Við erum í einu orði sagt æfir"

KJARANEFND hefur lokið við að úrskurða um laun fyrir skólameistara, sýslumenn, presta, skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, sendiherra og sendifulltrúa og forstöðumenn og forstjóra hjá ríkinu, þ.m.t. ráðuneytisstjóra. Mikil óánægja er meðal presta vegna úrskurðar nefndarinnar. Meira
23. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 619 orð

Virðingarvottur við Íslendinga

"ÉG MET boð Clintons Bandaríkjaforseta um að hitta hann á fundi mikils og tel það virðingarvott við íslensku þjóðina. Mér gefst tækifæri til að ræða við hann um hátíðarhöld árið 2000 í minningu landafundanna, og reikna einnig með að vikið verði að nýlegum fundi leiðtoga Atlantshafsbandalags-ríkjanna," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
23. júlí 1997 | Miðopna | 1019 orð

Yfirstjórn kirkjunnar mun óska eftir lagabreytingu

FIMM ára skipunartími biskups hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu en ljóst er af lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá síðasta ári að biskup er, eins og prestar og vígslubiskupar, skipaður til fimm ára. Meira
23. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 1702 orð

Þjóðarsátt um að einangra Herri Batasuna

"MILLJÓNIR Spánverja safnast ekki saman á götunum til þess eins að ekkert breytist." Svo mælti Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Þjóðarflokksins (PP), á fundi framkvæmdastjórnar samtakanna á dögunum. Meira
23. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 236 orð

Þrír flytjendahópar á fernum tónleikum

FJÓRÐA tónleikahelgi Sumartónleika á Norðurlandi verður um helgina en þessi tónleikaröð er óvenjuleg að því leyti að sömu helgina verða þrennir ólíkir flytjendahópar á ferð um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða í Svalbarðskirkju í Þistilfirði fimmtudagskvöldið 24. júlí og föstudagskvöldið 25. júlí verða tónleikar í Raufarhafnarkirkju. Meira
23. júlí 1997 | Landsbyggðin | 328 orð

(fyrirsögn vantar)

Sameining þriggja hreppa samþykkt naumlega Vaðbrekka, Jökuldal- Atkvæðagreiðsla um sameiningu þriggja hreppa á Norður- Héraði, Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps og Tunguhrepps, fór fram síðastliðinn laugardag og var sameiningin samþykkt í hreppunum öllum. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júlí 1997 | Leiðarar | 519 orð

FORSENDUR KJARADÓMS RSKURÐUR Kjaradóms um hækkun launa æðst

FORSENDUR KJARADÓMS RSKURÐUR Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna hefur komið illa við marga. Laun embættismanna, sem fá laun samkvæmt úrskurði kjaradóms, voru með úrskurðinum hækkuð um 8,55%, en flestir launþegar hafa fengið 4,7% launahækkun í þeim kjarasamningum, sem gerðir hafa verið að undanförnu. Meira
23. júlí 1997 | Staksteinar | 299 orð

Meðferð fjölmiðla á fréttaefni

MIKILVÆGT er, að blaðamenn geri sér far um að sannreyna frásagnir sínar og fréttir og birti ekki gagnrýnislaust pöntuð viðtöl við forráðamenn fyrirtækja. Þetta segir í Vísbendingu. Gúrkutíð Meira

Menning

23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Brotthvarf leikara í Melrose

FRAMLEIÐENDUR Melrose Place þáttanna sem sýndir eru á Stöð 2 þurfa að ráða nýja leikara ef marka má nýjustu fréttir. Fimm af aðalleikurunum eru sagðir hafa yfirgefið þáttaröðina. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 146 orð

Brúðkaup í Kirkjufjörunni við Dyrhólaey

UNNUR Elfa Þorsteinsdóttir frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal og Kristján Kristjánsson voru gefin saman í Kirkjufjörunni sunnan undir Dyrhólaey um síðustu helgi. Mikið rigndi, en það kom ekki að sök þar sem athöfnin fór fram í hellisskúta sem skreyttur var með blómum og lýstur með kertum. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 157 orð

Cadavre exquis og Óli Stef leika

FRANSKA djasshljómsveitin Cadavre exquis og Tríó Ólafs Stephensen leika í kvöld, miðvikudag, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Í fréttatilkynningu segir að franska djasshljómsveitin Cadavre exquis sé þekkt hljómsveit í París um þessar mundir. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 130 orð

Chrissie Hynde í það heilaga

CHRISSIE Hynde söngkona hljómsveitarinnar Pretenders gekk í það heilaga við borgaralega og látlausa athöfn í London nú á dögunum. Sá heppni er 32 ára kólombískur myndhöggvari, Lucho Brieva að nafni. Það var enginn íburður hjá hinni 46 ára gömlu söngkonu sem mætti í bláum gallabuxum og rauðum jakka í brúðkaupið. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 240 orð

CNN, fréttir og kvikmyndir

STJÓRNENDUR CNN hafa látið fréttamenn sína vita að þeir hafi fengið nóg að leikaradraumum þeirra. "Ég tel það ekki góða hugmynd að fréttamenn okkar séu í kvikmyndum," er haft eftir stjórnarformanni CNN Tom Johnson. Hvers vegna er Johnson með þessar áhyggjur? Jú í sumar má t.d. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 131 orð

Dýrkeyptur draumur

DRAUMUR leikarahjónanna Tom Cruise og Nicole Kidman um að starfa með leikstjóranum Stanley Kubrick er orðinn ansi dýrkeyptur. Parið dvelur enn í London við tökur á myndinni "Eyes Wide Shut" og búist er við að heildarlengd tökutíma verði 300 dagar, sem er lengsti tökutími í kvikmyndagerð síðustu áratuga. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð

Dýrkeyptur skilnaður Jims Carreys?

GRÍNISTINN og milljónamæringurinn Jim Carrey mun líklega hætta að hlægja um stund ef fréttir af áformum eiginkonu hans um skilnaðarkröfur reynast sannar. Þau hjón skildu að borði og sæng nú í vor og flutti Carrey tímabundið út úr glæsisetri sínu. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 221 orð

Eins konar ævisaga

RAPPSVEITIN Fugees er Íslendingum að góðu kunn, ekki síst fyrir bráðskemmtilega tónleika í Laugardalshöll fyrr í sumar. Framundar er frí á meðan söngkonan Lauryn Hill elur barn, en leiðtogi sveitarinnar og tónlistarstjóri, Wyclef Jean, ann sér ekki hvíldar og væntanleg er breiðskífa þar sem hann lætur gamminn geysa studdur legíó tónlistarmanna úr öllum áttum. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 204 orð

Ennþá svartur toppur

MYNDIN "Men in Black" eða Menn í svörtu hélt kórónunni um síðustu helgi og var best sótta kvikmyndin vestanhafs. Þar með varð hún fyrsta myndin í sumar til að halda toppsætinu þrjár vikur í röð og nú er talið öruggt að hún skili meiri tekjum en best sótta mynd ársins til þessa, Horfinn heimur, sem hefur skilað 222 milljónum dollara. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 510 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Fyrir rétt í járnum

SÖNGVARINN R Kelly sem átti smellinn "I Believe I Can Fly" síðastliðið vor á vinsældalistum óskar þess líklega að geta flogið eftir að hafa verið leiddur í handjárnum fyrir dómara nýlega. Fjórir karlmenn ásökuðu fylgdarlið söngvarans um að hafa ráðist á sig en söngvarinn sjálfur var kærður fyrir glæpsamlega óvirðingu þegar hann mætti ekki fyrir rétt vegna málsins. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 483 orð

Fyrstu frægðarsporin erlendis

NÝSTOFNAÐUR íslenskur fjöllistahópur sem ber nafnið "The Icelandic Phony Company" er um þessar mundir að gera landann frægan í Berlín. Meðlimir hópsins eru meðal annarra hljómsveitin Kvartett Ó. Jónson og Grjóni, Gjörningaklúbburinn, að ógleymdum plötusnúðunum Árna og Hrönn sem eru snillingar í að leggja meistara íslenska poppsins á fóninn. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 147 orð

Haust- og vetrartíska Versace

ÍTALSKI fatahönnuðurinn Gianni Versace kynnti fatalínu sína í haust- og vetrartísku 1997/98 skömmu fyrir andlát sitt. Inntak sýningarinnar voru hinar hvössu línur nútímaútlits gerðar úr munúðarfullum og dýrum efnum. Versace notaði einnig teinótt efni, leður og axlapúða í föt sín og þótti það minna á "fyrirtækjaútlit" 9. áratugarins. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Haustútsala Harrods

VERSLUNIN Harrods í London opnaði árlega haustútsölu sína að venju með glæsibrag. Það var leikkonan Darryl Hannah sem mætti á svörtum fák til að opna útsöluna formlega. Eftir að hafa talið niður, að hefðbundnum hætti, til opnunar og lokið hurðinni upp gekk Darryl inn í verslunina ásamt 3000 viðskiptavinum. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 103 orð

Kvikmynd um Ingalls-fjölskylduna

INGALLS-fjölskyldan í sívinsælu þáttunum "Húsið á sléttunni" verður að öllum líkindum efni kvikmyndar sem Universal Pictures kvikmyndafyrirtækið ætlar að framleiða. Þrátt fyrir að Michael Landon, sem lék föðurinn, sé látinn og þau sem léku börnin orðin fullorðin var ákveðið að endurvekja sögu Lauru Ingalls Wilder á hvíta tjaldinu. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 56 orð

Laddi og félagar kampakátir

ÞEGAR ljósmyndari Morgunblaðsins rölti eftir Hverfisgötunni einn góðviðrisdag fyrir skömmu rakst hann á Þórhall "Ladda" Sigurðsson og vini hans á Sir Oliver, þar sem þeir fögnuðu nýjum matseðli. Beinast lá við að taka mynd af Ladda og félögum og á myndinni eru: Sigurður Hall, Sigríður Thorarensen, Kristján Guðnason og Laddi. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 507 orð

Merkismynd

Nautið frá Bronx Raging Bull - 1980 Þessi kvikmynd, sem er ein af bestu myndum leikstjórans Martins Scorsese, er frábært dæmi um samvinnu hans við leikarann Robert De Niro sem hefur skilað mörgum stórvirkjum. Myndin byggist á ævisögu hnefaleikakappans Jake La Motta. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 331 orð

Mikill og sérstakur listamaður

List sem hefur áhrif á drauma okkar er yfirskrift gagnrýni Aalborg Stiftstidende um sýningu Karólínu Lárusdóttur, tveggja norskra málara og níu myndhöggvara en þeirra á meðal var Kristjana Samper. Sýningin var í Lerup á Jótlandi og fékk mjög góða dóma í dagblöðum og þá ekki síst hlutur Karólínu. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 878 orð

Mitt á milli friðsemdar og brjálæðis

VIÐ ERUM nú stödd í Reykjavík þar sem dvalið er í tólf daga. Við sofum í svefnpokum í eldhúsi Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Við reynum að lifa sem ódýrast og verslum því í Bónus tíu daga fyrirfram. Alls staðar þar sem við þurfum að draga upp veskið, prúttum við. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 85 orð

MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU

Óendanleiki (Infinity) Gleym mér ei (Unforgettable) Skrautkarlinn (The Glimmer Man) Brúðkaupsraunir Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 144 orð

Píanótónleikar Pietro Massa

ÍTALSKI píanóleikarinn Pietro Massa heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Á efnisskrá eru Píanósónata op. 101 eftir Ludvig v. Beethoven, Ballata op. 38 eftir F. Chopin, Preludio, Aria e Finale eftir C. Franck, Notturno eftir O. Respighi og Toccata eftir A. Casella. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Saman opinberlega eftir 30 ár

BRESKA leikkonan Joanna Lumley sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum "Absolutely Fabulous" var alsæl við giftingu einkasonar síns, Jamie Lumley, fyrir skömmu. Lumley hefur ávalt haldið faðerni sonarins leyndu en hann heitir Michael Claydon og er ljósmyndari. Meira
23. júlí 1997 | Bókmenntir | 503 orð

Sigurverk og saga

Edda Kristjánsdóttir. Saga úrsmíði á Íslandi. Sagt frá sigurverki og tímamælum. Safn til Iðnsögu Íslendinga X. bindi. Hið íslenska bókmenntafélag, 1997, 277 bls. ENDA þótt þessi bók sé þrettánda ritið í hinu mikla ritverki Safni til Iðnsögu Íslendinga, er hún tíunda bindið þar sem þrjú af fyrri bindunum eru tvöföld. Meira
23. júlí 1997 | Kvikmyndir | 345 orð

Sjálfsmorð unglings Lífið eftir Jimmy (After Jimmy)

Framleiðandi: Glen Jordan. Leikstjóri: Glen Jordan. Handritshöfundar: Judith Fein og Cynthia Saunders. Kvikmyndataka: Neil Roach. Tónlist: Patrick Williams. Aðalhlutverk: Meredith Baxter, Bruce Davison, Peter Facinelli, Eve Marie Saint, Zeljko Ivanek. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 22. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
23. júlí 1997 | Tónlist | 413 orð

Snemmklassík í Skálholti

Verk eftir Haydn og Mozart. Magnea Gunnarsdóttir sópran, Hilmar Örn Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson, orgel; Kammerkór Suðurlands; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Stjórnendur: Ingvar Jónasson og Hilmar Ö. Agnarsson. Skálholtskirkju, laugardaginn 19. júlí kl. 16. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Strandvörður á ferð

GEENA Lee Nolin, ein af strandvörðunum lögulegu í "Baywatch"-þáttunum vinsælu, eignaðist sitt fyrsta barn fyrir skömmu eins og lesendum Morgunblaðsins er kunnugt. Um sex vikum eftir fæðinguna sást Geena á ferð í Malibu með eiginmanni sínum, Greg Fahlman, og syninum, Spencer. Meira
23. júlí 1997 | Bókmenntir | 317 orð

Tímarit TÍMARIT Háskóla Íslands

Tímarit TÍMARIT Háskóla Íslandshefur nú þriðja árgang sinn. Sem fyrr kynnir það rannsóknir við Háskóla Íslands með viðtölum við fræðimenn skólans. Þemu ritsins að þessu sinni eru kvennafræði og þjóðerni. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 868 orð

Veðjað í vitfirringu

Leikfélag Íslands frumsýnir Veðmálið eftir Mark Medoff í Loftkastalanum í kvöld. Leikritið fjallar um átakamikil samskipti háskólanema og sem fyrr eru leikarar af yngri kynslóðinni á fjölum Loftkastalans. Örlygur Steinn Sigurjónsson fór á rennsli og ræddi við Magnús Geir Þórðarson leikstjóra og Baltasar Kormák leikara. Meira
23. júlí 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Virtur breskur leikstjóri færir verkið upp

FRÁ ÞVÍ hefur verið gengið að breski leikstjórinn David Freeman færi upp óperu Wolfgangs Amadeus Mozarts, Cosi fan tutte, í Íslensku óperunni í haust. Mun hann jafnframt hanna leikmynd en tónlistarstjóri verður landi Freemans, Howard Moody. Með helstu hlutverk fara Sólrún Bragadóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Björn Ingi Jónsson, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson. Meira
23. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Þrjár kynslóðir af Jaggerum

LJÓSMYNDARI nokkur náði á flakki sínu um London mynd af þremur kynslóðum Jagger-ættarinnar; Biönku fyrrum eiginkonu Micks Jaggers, dóttur þeirra Jade og dætrum Jade, Assisi og Ömbu (nf: Amba). Mick sjálfur var hins vegar víðs fjarri, enda löngu skilinn við Biöncu og kvæntur fyrirsætunni Jerry Hall. Meira

Umræðan

23. júlí 1997 | Aðsent efni | 911 orð

Breyttar áherslur á fjármagnsmarkaði

EINS og fram kom í fyrri grein minni um breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði er það álit þeirra er best þekkja að víðtæk þátttaka ríkisins á þeim markaði hafi veikt alþjóðlega samkeppnisstöðu Íslands og dregið úr lánshæfi þjóðarinnar á alþjóðlegum mörkuðum. Meira
23. júlí 1997 | Aðsent efni | 1140 orð

Félagsvæðing

BÚSETI stóð fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur 3. júní sl. undir yfirskriftinni "Ný öld, ný hugsun, ný verkaskipting". Megintilgangurinn var að ræða þær breytingar sem menn sjá fyrir sér í verkaskiptingu á milli sveitarfélaga og félagasamtaka í framtíðarþjóðfélaginu. Mörg fróðleg erindi voru flutt, m.a. Meira
23. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 119 orð

Góð grein Þuríði Guðmundsdóttur: MIG langar til að þakka Þorsteini Sch. Þorsteinssyni fyrir grein hans í Morgunblaðinu 2. júlí

MIG langar til að þakka Þorsteini Sch. Þorsteinssyni fyrir grein hans í Morgunblaðinu 2. júlí sl. Gott að fá eina grein sprottna af heilbrigðri hugsun til að vega upp á móti mörgum trúarofstækisgreinum, sem birst hafa í Morgunblaðinu. Í hádegisútvarpinu 16. Meira
23. júlí 1997 | Aðsent efni | 673 orð

"Ill var þeirra ganga in fyrsta"

TVEIR "fámenniskvótavinir", hagfræðingurinn Illugi Gunnarsson og verkfræðingurinn Orri Hauksson, hafa fundið sér þá undarlegu köllun að vega í sama knérunn í framhaldi af níði tveggja annarra "greifavina", Birgis Þ. Runólfssonar og Bjarna H. Helgasonar (sjá Mbl. 18. þ.m.), um Jón Sigurðsson í Járnblendinu, sem lætur af störfum um þessar mundir. Meira
23. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 582 orð

Undir dalanna sól

EINS og við var búist, varð opinber heimsókn forsetahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttir, í Dalasýslu þeim til sóma. Það sama verður ekki sagt um þátt sjónvarpsins. Ferð þessi hefði getað verið góð landkynning og auglýsing Dalamönnum til handa. Hún hefði getað miðlað miklum fróðleik til þjóðarinnar um eina athyglisverðustu sýslu landsins. Meira

Minningargreinar

23. júlí 1997 | Minningargreinar | 926 orð

FRIÐRIK JÓNASSON

Mér finnst hann Friðrik vera einn af óskabörnum Íslands. Hann ólst upp, þegar vorhugar tók að gæta hjá þjóðinni; frelsi og fullveldi var að verða að veruleika. Menntun á uppleið, skólakerfi í mótun. Bjartsýni var yfirleitt ríkjandi. Þjóð, sem búið hafði við erlend yfirráð um aldir, sá nú hilla undir betri tíð, sem hlaut að koma þegnunum til góða. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Gísli

Við Gísli kynntumst fyrst á háskólaárum mínum þar sem hann kenndi fjármál í viðskiptadeild Háskóla Íslands. Samband nemenda og kennara í fjölmennum kúrsum við Háskólann verður sjaldnast mjög mikið en á lokaári mínu í viðskiptafræði varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta tekið valfag þar sem Gísli kenndi fámennari hópi nemenda. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Gísli S. Arason

Það var haustið 1980 að leiðir okkar Gísla lágu fyrst saman, en þá hófum við báðir nám í Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Mér er það ennþá mjög minnisstætt hvernig athygli mín beindist að honum, en við vissum þá ekki hvor af öðrum. Gísli var hár maður og myndarlegur og bar höfuð og herðar yfir þann stóra hóp nemenda sem safnast höfðu saman í upphafi skólaársins. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 371 orð

Gísli S. Arason

Það var áfall fyrir okkur fyrrverandi nemendur Gísla S. Arasonar að frétta af andláti hans aðeins þremur mánuðum eftir að hann var að kenna okkur fjármál í Háskólanum. Þrátt fyrir að Gísli ætti við langvarandi veikindi að stríða gaf hann sig hverju sinni allan í kennsluna, og á honum var aldrei neinn bilbugur. Við nemendur hans virtum og dáðum dugnað hans og framgöngu. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 333 orð

Gísli S. Arason

Fallinn er frá vinur minn Gísli Arason eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Sýndi Gísli mikinn dugnað og þrek í baráttu sinni við sjúkdóminn. Gísla kynntist ég haustið 1976 er við hófum nám í viðskiptadeild Háskóla Íslands. Þessi stóri, sterki, fjörmikli og ópjattaði strákur úr Hafnarfirði vakti strax athygli, ekki síst fyrir sinn stórgóða húmor og hispuslausu framkomu. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 282 orð

Gísli S. Arason

Flest kynntumst við Gísla í upphafi árs 1996, er við hófum rekstrar- og viðskiptanám við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Við vorum okkur meðvitandi um það í gegnum þetta þriggja missera nám að Gísli hafði veigamiklu hlutverki að gegna við uppbyggingu þessa náms við Endurmenntunnarstofnun HÍ og hefur hann án efa sett mark sitt á skipulag og mótun þeirrar stefnu sem þar er byggt á. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 319 orð

Gísli S. Arason

Kveðja frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þriðjudaginn 15. júlí lést Gísli S. Arason, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Samleið Gísla með kennurum og starfsfólki hefur verið nánast óslitin frá árinu 1976. Það ár hóf Gísli nám í viðskiptafræði og lauk hann cand. oecon. prófi á árinu 1980 með reikningshald og fjármál sem kjörsvið. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 142 orð

Gísli S. Arason

Í dag kveðjum við kennara okkar og vin, Gísla S. Arason. Undanfarin ár höfum við notið góðs af leiðsögn hans í Háskóla Íslands. Gísli var góður og vel metinn kennari sem ætlaðist til mikils af nemendum sínum og sjálfum sér. Hann vildi kenna fólki sem hafði áhuga á að læra. Ánægðastur var hann þegar áhugasamir nemendur létu í sér heyra. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Gísli S. Arason

Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast míns gamla vinar Gísla Arasonar. Ósanngjarnt finnst okkur lífið oft vera, ekki síst þegar fólk er burt kallað á unga aldri og fær ekki að eldast með maka og afkomendum. Þannig er það með Gísla Arason sem er látinn eftir langa og erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm langt um aldur fram. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 314 orð

Gísli S. Arason

Okkur í saumaklúbbnum Lykkjunni langar til að minnast vinar okkar, Gísla S. Arasonar, sem lést á heimili sínu 15.7. sl., eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Vildís, kona Gísla, er ein af okkur stelpunum í sumaklúbbnum en Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | -1 orð

Gísli S. Arason

Við andlát Gísla S. Arasonar, lektors, er sannur drengskaparmaður fallinn frá langt um aldur fram. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast hans í kveðju- og þakklætisskyni. Fyrir nær sautján árum lágu leiðir okkar saman. Þetta var á Litla Apótekinu í Kaupmannahöfn, þar sem klúbbur íslenskra stúdenta við Viðskiptaháskólann hittist reglulega að hætti Hafnarstúdenta forðum. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

GÍSLI S. ARASON

GÍSLI S. ARASON Gísli Sigurður Arason fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1956. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði hinn 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 192 orð

Guðrún Helgadóttir

Elsku Guðrún. Nú ertu horfin frá mér. Ég sakna þess að geta ekki komið til þín og átt með þér góða stund. Þú varst ein sú besta kona sem ég hef kynnst um mína ævidaga. Alltaf svona æðrulaus, hvað sem mætti þér. Það má með sanni segja að þú hafir verið hetja hér í þessu lífi. Ég hef aldrei hjálpað neinum sem mér hefur fundist eins gaman að hjálpa og þér. Þú varst svo einlæg og góð. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir var fædd 2. nóvember 1939. Hún lést á Akureyri 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Jóhannesson, f. 12. nóvember 1905, d. 9. júlí 1992, og Ingibjörg H. Tómasdóttir, f. 28. október 1911. Systkini hennar eru Þórunn Ósk, f. 9. janúar 1934, og Jóhannes, f. 12. desember 1942. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 519 orð

Guðrún Helgadóttir

Ég var stödd í Grindavík hjá foreldrum mínum þann 7. þessa mánaðar. Ég hringdi heim til mín, sem ég geri dag hvern er ég dvelst að heiman. Stjúpsonur minn svaraði í símann. Mamma, sagði hann, hún mamma dó í morgun. Þessi frétt átti ekki að koma mér á óvart, en þegar dauðinn knýr dyra veldur það manni alltaf vissu áfalli, en í þessu tilfelli líka létti. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Guðrún Helgadóttir

Elsku tengdamamma. Nú er komið að kveðjustund. Eftir nokkra legu á sjúkrahúsi valdir þú þér dag til að kveðja þetta líf og takast á við annað líf. Minningar mínar um þig verða ætíð fallegastar allra minninga í mínu hjarta því þú varst svo einstök manneskja og vel af guði gerð. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 492 orð

Gunnar Kristinn Jónsson

Kvöldkyrrðin ber þér kveðju mína út í vorið, út í alheiminn þennan ósýnilega heim sem mannlegt auga sér ekki leyndardóm Guðs. Gunnar var næstelstur okkar systkinanna, en fyrstur til að kveðja þetta jarðlíf. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 177 orð

GUNNAR KRISTINN JÓNSSON

GUNNAR KRISTINN JÓNSSON Gunnar Kristinn Jónsson fæddist á Merkigili í Eyjafirði 7. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum að morgni 12. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurðsson, bóndi á Merkigili, f. 11. júlí 1888, d. 11. apríl 1954, og kona hans Rósa Sigurðardóttir, f. 1. júlí 1893 á Snæbjarnarstöðum, d. 19. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 187 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Elsku systir, í dag hefðir þú orðið 43 ára og viljum við af því tilefni minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst stóra systir sem fékkst það hlutverk að vera fyrirmynd okkar á yngri árum og búum við ætíð vel að því. Þú komst alltaf til dyranna eins og þú varst klædd. Það var ósjaldan sem við hringdum og spjölluðum saman um daginn og veginn eða til að leita ráða. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 161 orð

Gunnur Hanna Ágústsdóttir

Drottinn er minn hirðir og mig mun ekkert bresta. Það er svo margt sem kemur fram í huga okkar þegar við hugsum um þig, elsku dóttir góð. Yndisleg lítil stúlka, hress og kát, full af orku og krafti sem sýndi sig best eftir að systur þínar fæddust. Umhyggjan var mikil fyrir þeim sem og öðrum börnum. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 29 orð

GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR

GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR Gunnur Hanna Ágústsdóttir fæddist á Vopnafirði 23. júlí 1954. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 29. maí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 440 orð

Jens Guðmundsson

Elsku afi, sú hugsun að ég myndi ekki sjá þig aftur kom ekki upp í huga mér sumarið 1995, þegar ég heimsótti ykkur síðast. Sumarið sem ég flutti til Danmerkur. Mér fannst þú vera hluti af sveitinni minni, og hún hverfur bara ekki. Svo barnslegur getur hugur manns verið. Ég kom fyrst til þín og ömmu tveggja ára gömul, og dvaldi hjá ykkur öll sumur fram á unglingsár. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 35 orð

JENS GUÐUNDSSON

JENS GUÐUNDSSON Jens Guðmundsson, bóndi á Kirkjubæ við Skutulsfjörð, fæddist á Lónseyri við Kaldalón 9. nóvember 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 21. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 946 orð

Oddný Halldórsdóttir

Elsku Oddný vinkona mín. Mikið var ég lánsöm að eignast þig fyrir vinkonu fyrir 19 árum. Tilefnið var þegar við lágum báðar á sjúkrahúsi þar sem við gengumst undir samskonar aðgerð. Þú stendur svo ljóslifandi fyrir sjónum mér þar sem þú stóðst yfir mér, ég að rakna úr svæfingunni. Þessi háa og glæsilega kona með brúnu augun og bjarta brosið sem geislaði af hjartahlýju, visku og glettni. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 25 orð

ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR

ODDNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Oddný Halldórsdóttir fæddist 2. janúar 1942. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 18. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 546 orð

Ólöf Elimundardóttir

Mig langar til þess að minnast Ólafar Elimundardóttur, ömmusystur minnar, sem lést fyrir aldurs sakir fagran júlímorgun. Lóa, eins og hún var kölluð, var 66 árum eldri en ég og þess vegna get ég ekki með góðu móti rakið sögu hennar né skilið ævihlaup hennar fullkomlega. En Lóa talaði tungumál sem allir skildu, mál ástar, væntumþykju og vináttu. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR

ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR Ólöf Elimundardóttir fæddist á Stakkabergi í Klofningshreppi í Dalasýslu 11. júlí 1905. Hún lést í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd 12. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 336 orð

Rögnvaldur Finnbogason

Elskulegur bróðir er horfinn okkur sjónum um sinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Engjaseli 45. Með Didda, eins og Rögnvaldur var jafnan kallaður innan fjölskyldunnar, er fallinn í valinn mætur maður sem helgaði allt líf sitt starfi sínu og fjölskyldu. Heiðarleika hans, trúmennsku og dugnað mátu þeir mest sem best þekktu til hans. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 54 orð

RÖGNVALDUR FINNBOGASON

RÖGNVALDUR FINNBOGASON Rögnvaldur Finnbogason fæddist á Ísafirði 25. október 1919. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 18. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 387 orð

Svavar Steinn Pálsson Kárason

Það var seinnipart mánudaginn 16. júní að mér barst sú fregn að þú hefðir lent í slysi, að þú hefðir verið að prófa mótorhjól sem þig langaði í. Mótorhjólaslys, þá gerði ég mér strax grein fyrir því að þetta væri alvarlegt, en ekki svo alvarlegt að þú myndir kveðja þennan heim. Ég bað Guð að vernda þig og hjálpa þér. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 32 orð

SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON

SVAVAR STEINN PÁLSSON KÁRASON Svavar Steinn Pálsson Kárason fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1976. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 8. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Þórarinn Árnason

Mig langar að minnast Þórarins Árnasonar eða Dodda eins og hann var jafnan kallaður. Doddi var giftur Öldu móðursystur minni en mjög náið samband er með fjölskyldunum sem hafa staðið þétt saman í gleði og sorg. Doddi var mjög barngóður og var ég ein af þeim sem naut góðvildar hans og síðar börnin mín. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 26 orð

ÞÓRARINN ÁRNASON

ÞÓRARINN ÁRNASON Þórarinn Árnason fæddist á Raufarhöfn 6. mars 1929. Hann lést á Landspítalanum 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 21. júlí. Meira
23. júlí 1997 | Minningargreinar | 429 orð

Þórarinn Árnason, Snælandi

Það var á sunnudaginn sem mamma hringdi og sagði nú væri komið að því að þú myndir kveðja þennan heim. Fyrst þá hugsaði ég með mér, ég er nú búinn að heyra þennan nokkuð oft áður, oft hef ég haldið að þú værir að kveðja þennan heim, en alltaf hefur þú staðið upp aftur. Meira

Viðskipti

23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 86 orð

BBC boðar fréttarás allan sólarhringinn

BREZKA útvarpið BBC hefur skýrt frá fyrirætlunum um að koma á fót alþjóðlegri fréttaþjónustu allan sólarhringinn sem verður viðbót við núverandi heimsþjónustu, BBC World Service. Í ársskýrslu stofnunarinnar segir að fram fari umræður um nákvæma heildaráætlun til fimm ára og að þar sé gert ráð fyrir samfelldri frétta- og upplýsingaþjónustu á ensku, Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 487 orð

Bensínsalan dróst saman um 20%

BENSÍNSALA hefur dregist verulega saman hjá Orkunni ehf. eftir að sú vinnuregla var tekin upp að kaupendur með greiðslukort þyrftu að slá inn öryggisnúmer (PIN-númer) sitt til að fá afgreitt bensín úr sjálfsölum fyrirtækisins. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 481 orð

Brotajárn flutt landshorna á milli

FURA ehf. í Hafnarfirði hefur flutt út um 70-80 þúsund tonn af brotajárni frá því að fyrirtækið hóf að safna og vinna brotajárn til stálvinnslu árið 1993. Að sögn Haraldar Ólafssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Furu ehf. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 46 orð

ÐLaunavísitala hækkar um 0,3%

HAGSTOFA Íslands hefur reiknað launavísitölu miðað við meðallaun í júnímánuði 1997. Er vísitalan 157,1 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. Í fréttatilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, er 3.436 stig í ágúst 1997. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 194 orð

ESB hyggst endurskoða stefnu í landbúnaði

STJÓRN Efnahagssambands Evrópu hyggur á róttæka endurskoðun á stefnunni í landbúnaðarmálum (CAP) að sögn brezka blaðsins Independent. Blaðið sagði að í staðinn fyrir að fá hátt verð og ríkisstyrki, eins og tíðkazt hefði í 35 ár, mundu bændur fá beinan tekjustyrk. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Fyrirtæki dæmt fyrir meiðyrði í tölvupósti

BREZKT tryggingafyrirtæki, Norwich Union, hefur verið dæmt til að greiða 450.000 punda sekt og málskostnað fyrir ærumeiðandi ummæli um keppinaut sinn í tölvupósti. Þetta er eitt fyrsta mál sinnar tegundar í Bretlandi. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Hagnaður Siemens eykst um 3%

ÞÝZKA stóriðnaðarfyrirtækið Siemens AG hefur skýrt frá því að nettóhagnaður þess á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 1996/97 hafi aukizt um 3% í 1,705 milljarða marka vegna jákvæðra gengisáhrifa og vaxandi sölu tölvubúnaðar. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 114 orð

IBM með vænan hagnað

IBM hefur skýrt frá nokkuð auknum hagnaði á öðrum ársfjórðungi, þar sem mikil eftirspurn eftir þjónustu, hálfleiðurum og diskadrifum vógu á móti minni sölu á sumum vélbúnaði. Hagnaðurinn nam 1,4 milljörðum dollara, eða 1,46 dollurum á hlutabréf, á ársfjórðungnum. miðað við 1,3 milljarða dollara, eða 1,26 dollara á hlutabréf, á sama tíma í fyrra. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 118 orð

ITT skipt í þrennt

HÓTEL- og spilabankarisinn ITT Corp. hefur hafizt handa um umfangsmikla endurskipulagningu til að koma í veg fyrir að keppinauturinn Hilton Hotels Corp. kaupi fyrirtækið fyrir 6,5 milljarða dollara í óþökk þess. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 133 orð

ÍSFAR leyfishafi númer tvö

ÍSFAR, Íslenska farsímafélagið ehf., verður afhent starfsleyfi til reksturs GSM-farsímakerfis í samkeppni við Póst og síma hf. í dag. Aðaleigendur Ísfar eru bandarísku fyrirtækjanna Western Wireless International Corporation og The Walter Group Inc., auk Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Versace var tryggður hjá Lloyd's

GIANNI VERSACE, hinn kunni tízkuhönnuður sem var myrtur í Miami, var tryggður fyrir 21 milljón dollara hjá Lloyd's tryggingafélaginu í London samkvæmt góðum heimildum. Versace tízkufyrirtækið í Mílanó er talið 875 milljóna dollara virði. Gianni Versace átti 45% í fyrirtækinu, Santo Versace, bróðir hans og framkvæmdastjóri, 35% og systir þeirra, Donatella, 20%. Meira
23. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 209 orð

»Þýzk bréf hækka í verði vegna samruna

ÞÝZK hlutabréf seldust á metverði í gær vegna bollalegginga um samruna fleiri banka, en meiri varkárni gætti í öðrum evrópskum kauphöllum fyrir tveggja daga fund Alans Greenspans seðlabankastjóra með bandarískum þingmönnum. Á gjaldeyrismörkuðum hafði mark ekki verið lægra gegn dollar í 71 mánuð, því að búizt er við að sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill verði veikur. Meira

Fastir þættir

23. júlí 1997 | Dagbók | 2995 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
23. júlí 1997 | Í dag | 49 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag er hundrað

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag er hundrað ára Ingunn Þorsteinsdóttir, fyrrum húsfreyja í Broddanesi í Strandasýslu, ekkja Guðbrandar Benediktssonar, bónda þar. Hún dvelst nú á Vífilsstaðaspítala. ÁRA afmæli. Meira
23. júlí 1997 | Fastir þættir | 357 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Rúnar Einarsson vik

Þrátt fyrir blíðviðri síðustu viku var aðsókn í sumarbridge jöfn og góð. Rúnar Einarsson náði vikuverðlaununum með aðeins 59 bronsstig en bronsstigin skiptust á alls 75 spilara í síðustu viku. Þriðjudaginn 15. júlí spiluðu 32 pör, mitchell barómeter, meðalskor 364. Efstu pör í N/S riðli: Meira
23. júlí 1997 | Dagbók | 652 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
23. júlí 1997 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 4.589 krónur. Þær heita Rósa Sigurgeirsdóttir, Jakobína Sigurgeirsdóttir, Arna Helgadóttir og Lilja Dís Sigurgeirsdóttir. Meira
23. júlí 1997 | Í dag | 404 orð

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Viktori A. Ingó

ÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Viktori A. Ingólfssyni, tæknifræðingi hjá Vegagerðinni: "Ágæti Víkverji. Í dálki þínum þann 16. júlí kvartar þú yfir umferðarmerkjum með áletruninni "einbreið brú" og vilt nota "þröng brú" í staðinn. Þarna er um misskilning að ræða. Meira
23. júlí 1997 | Í dag | 214 orð

Tapað/fundið Þrír giftingar-hringar töpuðust

ÞRÍR giftingahringar, í rauðri hjartalaga öskju frá Mebu, töpuðust fyrir utan IKEA í Holtagörðum rétt fyrir hádegi mánudaginn 21. júlí. Hringarnir eiga að notast við hjónavígslu nk. laugardag og er því brýnt að þeir komist í réttar hendur. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 567-3110 eftir kl. 17 eða skili þeim á næstu lögreglustöð. Fundarlaun. Meira

Íþróttir

23. júlí 1997 | Íþróttir | 145 orð

ALEXANDRE Silva Chiquinho frá Brasilíu

ALEXANDRE Silva Chiquinho frá Brasilíu er genginn til liðs við Gladbach í Þýskalandi. Ekki eru þó allir sáttir við félagaskipti Chiquinhos því forráðamenn Dortmund töldu sig hafa krækt í kappann og voru þeir búnir að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 238 orð

Átakalítill sigur Þróttar Sigurganga Þrótta

Átakalítill sigur Þróttar Sigurganga Þróttar heldur áfram í 1. deild karla og þokast liðið öruggum skrefum að sæti í efstu deild að ári. Í gærkvöldi vann Þróttur sannfærandi sigur á Víkingum á Víkingsvelli, 0:3. Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og fengu vítaspyrnu á 7. mínútu en Stefán Arnarson varði vel fast skot Einars Arnar Birgissonar. Á 36. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 269 orð

Blikar í annað sætið Breiðablik vann í gærkvöldi mikilv

Blikar í annað sætið Breiðablik vann í gærkvöldi mikilvægan 2:0 sigur á FH-ingum í Kaplakrika og skaust þar með í 2. sæti 1. deildar. Blikar voru sterkari í upphafi leiks og fengu kjörið tækifæri til þess að komast yfir þegar dæmd var vítaspyrna á FH-inga eftir að brotið hafði verið á Bjarka Péturssyni innan teigs. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 105 orð

Einar Karl með gull í Lissabon

Einar Karl Hjartarson stóð uppi sem sigurvegari í hástökki eftir mikla og harða keppni á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í gærkvöldi í Lissabon, stökk 2,11 m. Fimm keppendur fóru yfir 2,06 m og Einar Karl, Rússi og Hvít-Rússi stukku síðan yfir 2,09 m. Einar Karl kom síðan, sá og sigraði ­ fór yfir 2,11 í síðustu tilraun sinni, eftir að hinir höfðu fellt. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 288 orð

Fyrst og fremst varnarvinna

Ég veit mjög lítið um Kosice en það eru þó einhverjir landsliðsmenn þar á meðal og liðið er geysilega sterkt. Við gerum okkur fulla grein fyrir að þetta verður mjög erfiður leikur en við munum þó leggja okkur hundrað prósent fram og gera okkar besta," sagði Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Skagamanna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 165 orð

Golf

Landsmót Keppni hófst í 2. og 3. flokki karla á Korpúlfsstaðavelli í gær. Par vallarins er 72. Aðstæður voru þokkalegar. Vindur var frekar hægur, en stutt var í rigningu. Völlurinn var ágætur, en nokkuð harður. 2. flokkur karla: 1. Stefán B. Gunnarsson, GR77 Ragnar Kristinn Gunnarsson, GR77 3. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 471 orð

Gott að eiga seinni leikinn heima

DYNAMO Búkarest, mótherji KR í Evrópukeppni félagsliða, er vinsælasta lið Rúmeníu. Cornel Talner, þjálfari liðsins, sagði við Vladimir Novak að möguleikarnir á að komast áfram væru miklir, ekki síst vegna þess að seinni leikurinn væri á heimavelli. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 459 orð

HJALTI Guðmundsson sundmaður úr SH

HJALTI Guðmundsson sundmaður úr SH varð í 6. sæti í 50 m bringusundi á breska meistaramótinu í Crystal Palace um síðustu helgi. Tími hans í sundinu var 30,09 sek. EYDÍS Konráðsdóttir frá Keflavík hreppti 5. sæti í 50 m flugsundi á sama móti á tímanum 29,36 sek. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 69 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin 16. áfangi, frá Morzine í Frakklandi til Fribourgar, 181 km alls. Frakkinn Christophe Mengin kom fyrstur í mark Á 4:30, 11 kls. Nítján aðrir kappar komu á sama tíma. Staðan eftir 16. áfanga:klst. 1. Ullrich, Þýskal.81.29,10 2. Virenque, Frakkl.6,22 mín á eftir 3. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 28 orð

Í kvöld

Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða: Laugardalsv.:KR - D. Búkarest20 Meðlimir KR-klúbbsins og aðriráhangendur KR ætla að hittast áAski við Suðurlandsbraut kl. 18 í dag. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 53 orð

Knattspyrna

1. deild karla FH - Breiðablik0:2 -Hallsteinn Arnarson (43. sjálfsm.), Þórhallur Hinriksson (88.). Víkingur - Þróttur R.0:3 -Sigurður R. Eyjólfsson (36.), Ingvar Ólason (67.) Heiðar Sigurjónsson (71.). KA - Dalvík2:1 Bjarni Jónsson (25.), Steingrímur Eiðsson (88.) - Jónas Baldursson (68. vsp.). Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 149 orð

Lúðvík í þriggja leikja bann

Lúðvík Jónasson, leikmaður Stjörnunnar, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir brottvísun í leik gegn Keflavík, en þá réðst hann að einum mótherja sínum. Félagi hans, Valdimar Kristófersson, fékk eins leiks bann vegna brottvísunar. Ásgeir Halldórsson, Fram, fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 866 orð

Nýir Íslandsmeistarar verða krýndir

NÝIR Íslandsmeistarar verða krýndir í karla- og kvennaflokki á laugardag, en þá lýkur Landsmótinu í golfi. Birgir Leifur Hafþórsson og Karen Sævarsdóttir hafa bæði reynt fyrir sér í atvinnumennsku og mega því ekki taka þátt í Landsmóti. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 193 orð

Nýi völlurinn þykir krefjandi

Landsmótið í golfi hófst í gær á nýjum og glæsilegum Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppni hefst í dag á Grafarholtsvelli, en mótið fer fram á báðum völlum samtímis. 2. og 3. flokkur karla leika á Korpúlfsstöðum, en meistara- og fyrsti flokkur karla og kvenna leika í Grafarholti auk 2. flokks kvenna. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 147 orð

Rúnar farinn til Lilleström

Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, heldur til Lilleström í Noregi í dag, til að skoða aðstæður hjá liðinu, en Örgryte samþykkti í gær að selja hann til Lilleström. Rúnar mun ekki leika meira með Gautaborgarliðinu ­ er samningsbundinn Lilleström frá og með 1. ágúst. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 242 orð

Stórtíðindi úr Árbænum

FYLKISMENN brutu blað í þátttöku sinni á Íslandsmótinu í sumar er þeir lögðu ÍR 3:0 á sannfærandi hátt á heimavelli í gærkvöldi. Fylkismenn sem ekki hafa riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í sumar stilltu upp sóknarliði gegn næstefsta liði deildarinnar og uppskáru eins og til var sáð. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 286 orð

Treystum á reynsluna í Evrópukeppni

HARALDUR Haraldsson, þjálfari KR, veit lítið um væntanlega mótherja í Evrópukeppni félagsliða á Laugardalsvelli í kvöld en sagði við Morgunblaðið að ekki þýddi að einblína á andstæðingana heldur væri aðalatriðið að ná því besta út úr KR-liðinu. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 33 orð

Þýskaland Undanúrslit í deildarbikarkeppni: Stuttgart - Karlsruhe3:2 Hagner (11.), Balakov (28.), Soldo (63.) 18.000. Stuttgart

Þýskaland Undanúrslit í deildarbikarkeppni: Stuttgart - Karlsruhe3:2 Hagner (11.), Balakov (28.), Soldo (63.) 18.000. Stuttgart mætir Bayern M¨unchen eða Dortmund í úrslitum. UEFA-keppnin Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | 91 orð

Örn vann silfur

ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, vann silfurverðlaun í 200 m baksundi á Ólympíudögum Evrópuæskunnar sem standa yfir í Lissabon í Portúgal. Örn synti á 2.05,42 mín., og var aðeins 8/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum. Tími Arnar er jafnframt hans besti í 50 m laug. Meira
23. júlí 1997 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Heppnisigur KA Uppskeran í knattspyrnunni er ekki alltaf í samræmi við sáninguna og það fengu Dalvíkingar að reyna þegar þeir sóttu KA-menn heim í gær. Lið Dalvíkur sótti allan seinni hálfleikinn og jafnaði metin í 1:1 en KA stal svo sigrinum þegar skammt var til leiksloka og úrslitin því 2:1. Meira

Úr verinu

23. júlí 1997 | Úr verinu | 138 orð

Að utan til Ísfélagsins

WILAWAN Sagthoing er einn starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja sem á uppruna að rekja til útlanda, en rætt er við hana í Ísfélagsfréttum. Og Van, eins og hún er kölluð í Ísfélaginu kemur um langan veg því hún er fædd og uppalin í Tælandi. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 136 orð

Ánægð með að hafa vinnu

SOL Ramirez hefur ekki verið á Íslandi nema í tvö ár en hún er frá Suður-Ameríku, nánar tiltekið frá Dóminíska lýðveldinu. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 270 orð

Blandaðir sjávarréttir í camenbertsósu

MATREIÐSLUMEISTARI Versins í dag er Bjarni Þór Ólafsson. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1980. Hann var yfirmatreiðslumeistari á Hótel Loftleiðum og aðstoðaryfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu. Bjarni á sæti í trúnaðarmannaráði Félags matreiðslumanna. Hann er í landsliði Klúbbs matreiðslumeistara. Bjarni starfar núna hjá GV Heildverslun. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 168 orð

Bretar kaupa meira af mjöli

BRETAR juku innflutning á fiskimjöli og lýsi um rúmlega 20% fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Alls fluttu þeir inn um 125.000 tonn nú og kaupa þeir langmest af mjöli frá Perú og Íslandi, en þessar tvær þjóðir eru samtals með um 70.000 tonn. Frá Perú keyptu Bretar nú um 35.000 tonn, sem er mikil auking frá árinu áður er þeir keyptu aðeins um 13.400 tonn frá Perú. Við seldum Bretum nú rúmlega 34. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 33 orð

EFNI Viðtal 3 Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastjóri Hólmadrangs Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Greinar

Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastjóri Hólmadrangs Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Greinar 5/7 Kristófer Frank de Fonteney og Sveinbjörn Jónsson Markaðsmál 6 Hækkun á fiskverði vestan hafs er hugsanleg í haust Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 175 orð

Fiskaflinn fer vaxandi

FISKAFLINN það sem af er þessu almanaksári er orðinn 1,3 milljónir tonna og hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikill á hálfu ári. Á síðasta ári varð aflinn eftir sama tíma 1,2 milljónir tonna, en það ár varð heildarafli okkar á öllum miðum rúmlega tvær milljónir tonna og hefur aldrei verið meiri. Miklar líkur eru því á að þetta ár verið hið gjöfulasta í fiskveiðisögu okkar. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 114 orð

Frestur á flutningi á aflahlutdeild að renna út

ÚTHLUTUN aflamarks fyrir næsta fiskveiðiár fer nú að nálgast, en fiskveiðiárið hefst þann 1. september næstkomandi. Fiskistofa hefur af því tilefni sent frá sér tilkynningu til útgerðarmanna um frest til að tilkynna flutning aflahlutdeildar og aflamarks milli skipa. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 69 orð

Friðrik til VFSÍ

VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur ráðið til starfa Friðrik Á. Hermannsson, lögfræðing. Hann mun sinna almennum lögfræðistörfum hjá félaginu fyrir vélstjóra á landi og sjó. Friðrik er fæddur 28. september 1971 á Ísafirði, en ólst upp í Siglufirði. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 1339 orð

Hvenær étur þorskur þorsk?

ÞAÐ hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðunni um þorskveiðar í Atlantshafi undanfarið. Norskir vísindamenn eru farnir að véfengja rannsóknaraðferðir sínar og telja sig þurfa að endurskoða þær vegna ósamræmis. Færeyingar eru himinlifandi vegna árangursins af hinu skynsamlega sóknarkerfi sínu. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 843 orð

Hækkun á fiskverði vestanhafs er hugsanleg í haust

NOKKRAR verðhækkanir á bolfiski gætu verið framundan í Bandaríkjunum. Framboð af helztu tegundum var reyndar í meira lagi í vor og birgðir töluverðar, en sú þróun er nú að snúast við að mati sérfræðinga bandaríska sjávarafurðatímaritsins Seafood Leader. Þar er gert ráð fyrir minnkandi framboði á þorski með haustinu og að verð á alaskaufsa fari hækkandi. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 234 orð

Jafnvægi á mörkuðum fyrir rækju í Evrópu

MUN MEIRA jafnvægi hefur ríkt á rækjumörkuðum á þessu ári en í fyrra, að sögn Halldórs Árnasonar, markaðsstjóra rækjuafurða hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, og gengið hefur á heildarbirgðir í framleiðsluríkjunum, Íslandi, Grænlandi og Noregi. Verð hefur verið lágt en stöðugt en þó hefur verð á stærri rækju hækkað þegar liðið hefur á árið. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 127 orð

Lítil mjölframleiðsla

VEIÐIBANN og aflabrestur vegna hlýsjávarstraumsins El Nino við vesturströnd Suður-Ameríku hefur komið illa niður á fiskimjölsframleiðslu í Perú og Chile. Leyfilegur afli hefur ekki náðst og hafa menn áhyggjur af stöðu ansjósustofnanna við löndin. Fyrir vikið hefur framleiðsla á mjöli minnkað mikið og verð á heimsmarkaði hækkað. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 241 orð

Meira selt af freðfiskinum

SALA frystra sjávarafurða í Bandaríkjunum jókst um 7% á árinu 1995 og nam verðmæti þeirra um 770 milljónum dollara, um 5,4 milljörðum íslenzkra króna. Á síðasta ári voru frystar sjávarafurðir í þriðja sæti yfir söluhæstu afurðaflokka, næst á eftir kjúklingi og pizzu. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 34 orð

Mikið af laxi

BÚIZT er við miklum göngum af laxi við Kólaskaga í sumar. Jafnframt er gert ráð fyrir góðri krabbaveiði. Fyrir vikið hafa yfirvöld mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir veiðiþjófnað. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 62 orð

Milli afli við Japan

FISKAFLI Japana á síðasta ári varð um 2% minni en árið áður. Heildaraflinn varð alls um 7,3 milljónir tonna. Mestur varð samdráttur í veiðum á sardínu og túnfiski. Beinar fiskveiðar skiluðu 5,9 milljónum tonna og ýmis konar fiskeldi 1,3 milljónum tonna. Veiðar á úthöfunum drógust mikið saman, en makrílafli jókst um 55% og varð alls um 728.000 tonn. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 1265 orð

Minni kostnaður og aukin nýting

Fjölgun hluthafa í Hólmadrangi hf. leiðir til áherzlubreytinga í rekstrinum Minni kostnaður og aukin nýting Fjölgun hluthafa í Hólmadrangi hf. á Hólmavík hefur aukið vægi arðsemissjónarmiða og leitt til áherslubreytinga. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 1433 orð

Nýir markaðir fyrir botnfisk í A-Evrópu

HELSTU einkenni botnfiskmarkaðarins í Austur-Evrópu eru eftirfarandi: ­ Eftirspurn er mest eftir heilum, slægðum og hauslausum fiski. ­ Rík hefð er fyrir neyslu fisks og þá sérstaklega alaskaufsa frá austurströnd Rússlands. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 100 orð

Nýjar vefsíður hjá Fiskistofu

FISKISTOFA hefur nú endurhannað vefsíður sínar og einnig fært yfir á ensku. Formlegar vefsíður Fiskistofu voru fyrst opnaðar í marz 1995 og aflaupplýsingar í október sama ár. Mikil aðsókn hefur verið að síðunum, sérstaklega aflaupplýsingum, en þar er hægt að fylgjast með kvótastöðu fiskiskipanna. Aðsókn að síðunum hefur verið um 1. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 243 orð

Rúm 222.000 tonn af loðnu komin á land

LOÐNUVEIÐIN hefur nú að langmestu leyti færzt yfir í lögsögu Grænlands og halda skipin áfram að moka loðnunni upp. Löng sigling er því frá miðunum til löndunarhafna og má segja að það sé helzta takmörkunin á veiðinni. Aðeins eitt norskt skip var innan lögsögu okkar í gær, en erlendu skipin stunda veiðarnar Grænlandsmegin við miðlínuna. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 331 orð

Sala frystra sjávarafurða eykst í Bandaríkjunum

SALA frystra sjávarafurða í Bandaríkjunum jókst um 7% á árinu 1995 og nam verðmæti þeirra um 770 milljónum dollara, um 5,4 milljörðum íslenzkra króna. Á síðasta ári voru frystar sjávarafurðir í þriðja sæti yfir söluhæstu afurðaflokka, næst á eftir kjúklingi og pizzu. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 119 orð

Sérblað um sjávarútveginn

Iceland Buisness, sem gefið er út af Iceland Review, undirbýr nú sérblað um sjávarútveg. Blaðið er gefið út í samvinnu við Útflutningsráð og kemur út bæði á ensku og spænsku. Að sögn Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, ritstjóra, er tilefni blaðsins tvær stórar sjávarútvegssýningar. Sú fyrri verður, í Vigo á Spáni dagana 15. - 17. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 92 orð

SKÖTUSELUR Á FÆRIN

SIGURGEIR Bjarnason trillukarl á Bjarna Sigurðssyni SH 90 kom með óvenjulegan feng af handfærunum að landi um daginn. Var það skötuselur sem vó 15 kíló og var 112 sentímetra langur. Sigurgeir veiddi kykvendið út af Hóla-Hólnum við Öndverðarnes, en óvenjulegt er að skötuselur fáist á handfæri, en algengast er að skötuselurinn veiðist í troll. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 442 orð

Trillur mokfiska

MIKIL þorskgegngd er enn á flestum miðum fyrir Vestfjörðum. Smábátar hafa verið að moka upp þorski og þorskgengdin gerir snurvoðarbátum á kola erfitt um vik. Mikil vinna er því á flestum stöðum, þar sem smábátarnir halda sig, en þeir fiskuðu mjög mikið í júní síðastliðnum, eða um helming alls þorskafla, sem þá barst á land. Tvo tonn á dag Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 177 orð

Útgerð í Noregi vill íslenska vélstjóra

NORSKI útgerðarmaðurinn Marius Otley leitar nú logandi ljósi að íslenskum vélstjóra, enda segir hann þá vera úrvals starfskrafta. Útgerðarmaðurinn setti sig í samband við Vélstjórafélag Íslands í síðustu viku og óskaði eftir íslenkum vélstjóra í vinnu. Otley gerir út fjögur skip frá Álasundi í Noregi, togara sem frysta um borð og fiska í ís. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 343 orð

Verðmæti mjöls og lýsis 12 til 13 milljarðar í ár

VERÐ á fiskilýsi er nú í hámarki og mjölverð er einnig mjög hátt. Þó er rólegt yfir mörkuðunum nú yfir hásumarið, en gert er ráð fyrir því að þeir lifni með haustinu. Verðmæti loðnu- og síldarafla í ár er því meira en nokkru sinni, enda samanlagður afli þessara tegunda orðinn nálægt 1,2 milljónum tonna frá áramótum. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 84 orð

Vilja láta gera könnun á arði auðlindarinnar

SMÁBÁTASJÓMENN í Vestur-Barðastrandarsýslu vilja láta gera vandaða könnun á því á hvern hátt fiskimiðin geti skilað þjóðinni sem mestum arði. Fundur í Smábátafélagi Vestur-Barðastrandarsýslu samþykkti ályktun þessa efnis á fjölmennum fundi sínum á Patreksfirði sl. laugardag. Meira
23. júlí 1997 | Úr verinu | 421 orð

Örtröð smábáta í sumar í höfninni á Ólafsvík

VANDRÆÐAÁSTAND skapast oft í Ólafsvíkurhöfn vegna mikils fjölda smábáta sem gerir út frá Ólafsvík á hverju sumri. Um 95 trillur róa nú frá Ólafsvík. Í hafnaráætlun er gert ráð fyrir nýrri flotbryggju í Ólafsvíkurhöfn á næsta ári. Á síðasta fiskveiðiári lönduðu bátar undir 10 tonnum 4.151 sinni í Ólafsvík, 2.108 ainnum á Rifi og 1.604 sinnum á Arnarstapa. Meira

Barnablað

23. júlí 1997 | Barnablað | 111 orð

Afi, froskur og gíraffi

LOKSINS! Þá er komið að því að birta nöfn þeirra fimm heppnu, sem voru dregnir út í litaleiknum að þessu sinni. Við þökkum ykkur öllum, mörg, mörg hundruð krökkum, fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfunum til hamingju. Þeim verða sendir vinningarnir á næstu dögum. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 46 orð

ATHUGASEMD

Í LITALEIK með Kjörís og CCM-línuskautum um daginn láðist að geta síðasta skiladags og hvenær úrslit verða birt. Það tilkynnist hér með, að í dag, 16. júlí, er síðasti skiladagur (hálfur mánuður síðan leikurinn birtist). Úrslit verða birt í Myndasögum Moggans miðvikudaginn 23. júlí næstkomandi. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 59 orð

GRETTIR OG FÉLAGAR

KÆRU Myndasögur Moggans. Ég hafði ánægju af því að teikna, lita og senda ykkur þessa mynd. Kær kveðja. Baldur Snær Jónsson, Bakkagerði 8, 108 Reykjavík. Baldur Snær minn. Myndasögurnar þakka þér fyrir vel gerða mynd af hinum þekkta og vinsæla fressketti, Gretti, og félögum hans. Það leynir sér ekki, að þú er drátthagur í meira lagi. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 53 orð

KAPPAKSTURSBÍLL RIKKA

RÍKHARÐUR Helgason, 6 ára, Breiðuvík 9, Reykjavík, kallaður Rikki, er bíladellukarl. Við birtum hér mynd af kappakstursbílnum hans og um leið vörum við alla vegfarendur, gangandi, akandi, hjólandi, skautandi og guð má vita hvað við of miklum hraða í umferðinni, hann hefur leikið marga grátt. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 65 orð

LÍFIÐ ER GOTT EN STUNDUM ERFITT

ELÍN Magnúsdóttir, 11 ára, Skólavöllum 12, 800 Selfoss, hefur verið dugleg að senda okkur efni í gegnum árin. Þessi skemmtilega mynd af andamömmu með ungana sína minnir okkur á, að nú er sá tími sem ungarnir eru skriðnir úr hreiðrunum. Hin harða lífsbarátta er tekin við og ógnir steðja að úr öllum áttum. Kæra Elín, bestu þakkir fyrir myndina. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 50 orð

Loftbelgslandafræði

FÉLAGARNIR Dóri og Matti láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og svifu austur yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum og alla leið til vesturhluta Rússlands. Við spyrjum í hvaða röð, frá vestri til austurs, þeir svifu yfir þessi lönd: Þýskaland, Írland, Pólland, Belgía, England? Lausnin: Írland, England, Belgía, Þýskaland, Pólland. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 102 orð

Pennavinir Ég heiti Elísabe

Pennavinir Ég heiti Elísabet og mig langar að eignast pennavin á aldrinum 8-10 ára, sjálf er ég að verða 9 ára. Áhugamál mín eru góð tónlist, fótbolti og körfubolti. Mig langar að skrifast á við stráka og stelpur. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Elísabet M. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 23 orð

Snúin þraut

Snúin þraut SETJIÐ tölustafina níu í rétta reiti þannig að samanlagt verði útkoma hvers dálks lóðrétt og lárétt níu. Meira
23. júlí 1997 | Barnablað | 58 orð

SYNGJANDI GLÖÐ

KÆRU Myndasögur Moggans. Viljið þið vera svo væn og birta þessa mynd sem ég teiknaði. Ég er 9 ára. Bless, bless, kær kveðja. Brynja Ingólfsdóttir, Hlégerði 25, 200 Kópavogur. Brynja mín, okkur er sönn ánægja að birta þessa vel gerðu mynd af línuskautastelpunni syngjandi glaðri. Sérstök athygli ykkar, kæru lesendur, er vakin á hjálminum og sólinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.