Greinar þriðjudaginn 19. ágúst 1997

Forsíða

19. ágúst 1997 | Forsíða | 148 orð

Pokabuxur bannaðar

HUNDRUÐ unglinga í gagnfræðaskóla í Albuquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum voru send heim í gær vegna klæðaburðar. Skólayfirvöld ákváðu að líða ekki lengur að unglingarnir létu sjá sig í skólanum í pokabuxum, mjög stuttum stuttbuxum og naflasýningarstuttermabolum, en slíkur klæðnaður þykir vera ósiðlegur og/eða einkennisbúningar óæskilegra og agalausra unglingagengja. Meira
19. ágúst 1997 | Forsíða | 89 orð

Reuter

ROSKINN Palestínumaður gengur niðurlútur um rústir íbúðarhúss fjölskyldu sinnar í Hebron á Vesturbakkanum, sem jarðýtur ísraelska hersins jöfnuðu við jörðu í gær. Ísraelar ganga hart fram í því að refsa þeim sem byggja hús án leyfis, og gildir þar einu hvort þau séu reist í Ísrael sjálfu eða á hernumdum svæðum. Meira
19. ágúst 1997 | Forsíða | 252 orð

Stjórnarherinn kominn til O'Smach

EFTIR harða bardaga í norðvesturhluta Kambódíu um helgina segjast talsmenn stjórnarhersins vera komnir inn í borgina O'Smach þó að þeir hafi hana ekki alla á valdi sínu. O'Smach er síðasta vígi Ranariddhs prins, sem hrakinn var úr stöðu annars af tveimur forsætisráðherrum landsins 6. Meira
19. ágúst 1997 | Forsíða | 167 orð

Viðræðum um framtíð Tsjetsjníu hraðað

BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Aslan Maskhadov, leiðtogi Tsjetsjena, lýstu í gær yfir vilja til að flýta viðræðum um varanlegt samkomulag um framtíðarsamband Rússlands og rússneska sjálfstjórnarhéraðsins Tsjetsjníu. Leiðtogarnir tveir virtust þó vera ósammála um skilmálana sem gilda skulu um hið komandi samkomulag. Meira
19. ágúst 1997 | Forsíða | 339 orð

Þörf talin á leiðréttingu vegna ofmats

FRAMAN af degi hélt gengi hlutabréfa í gær áfram að falla í kauphöllinni í New York en á föstudag féll það um rúm 3%, sem er næstmesta lækkun á einum degi í sögunni. Seinni hluta dagsins tók gengið þó aftur við sér og er kauphöllinni var lokað hafði það hækkað um 1,4% á ný. Meira
19. ágúst 1997 | Forsíða | 108 orð

Örlagaríkir dagar í Mír

BANDARÍSKI geimfarinn David Wolf er hér við ýmsar tilraunir á eftirlíkingu af Mír-geimstöðinni, sem komið hefur verið fyrir í stórum vatnstanki í Stjörnuborg skammt frá Moskvu, þar sem æfingabúðir geimfara eru til húsa. Líkti hann meðal annars eftir þriggja klukkustunda geimgöngu og varð þá fyrir því að rífa gat á annan hanskann. Úti í geimnum hefði það leitt hann til dauða. Meira

Fréttir

19. ágúst 1997 | Smáfréttir | 103 orð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni um nafn á stéttarfélag sem

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni um nafn á stéttarfélag sem Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvammstanga, Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar, Verslunarmannafélag Húnvetninga, Blönduósi, og Verklalýðsfélag A-Húnvetninga, Blönduósi, standa að og stofnað var í Víðihlíð 22. júní sl. Tillögu um nafn skal skilað fyrir 22. ágúst nk. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

Ávöxtunarkrafan lækkar um 0,10,2 af hundraði

ÁVÖXTUNARKRAFA ríkisvíxla lækkaði nokkuð í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Alls var tekið tilboðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna í ríkisvíxla til þriggja mánaða og nam meðalávöxtun þeirra 6,79%. Er þar um u.þ.b. 11 punkta lækkun að ræða frá síðasta útboði fyrir mánuði. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Blómstrandi dagar í Hveragerði

Í HVERAGERÐI verða haldnir svokallaðir Blómstrandi dagar 23.­24. ágúst. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Á laugardeginum verður boðið upp á barnagaman, Halur og Sprund verða með kynningu í Grænu smiðjunni, sýning verður á fallegum görðum í Hveragerði, Hverasvæðið verðu sýnt með leiðsögn, golfvöllur Golfklúbbs Hveragerðis verður opinn öllum, Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Brottflutningur íbúa undirbúinn

BRESKT herskip var í gær reiðubúið að flytja íbúa Karíbahafseyjarinnar Montserrat á brott, því óttast er að gífurlega öflugt sprengigos hefjist þar. Bresk yfirvöld, sem hafa forráð á eynni, segja ástandið verða sífellt hættulegra og væri verið að skipuleggja brottflutning flestra þeirra fjögur til fimm þúsunda íbúa sem enn væru þar. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 283 orð

Bæjarbúar skemmtu sér á Dokkardegi

DOKKARDAGUR var haldinn á Akureyri á laugardag. Dagskráin hófst kl. 8 á laugardagsmorgun og stóð fram að miðnætti og lauk með glæsilegri flugeldasýningu við nýju flotbryggjuna við Strandgötu, þar sem aðalhátíðarsvæðið var. Bæjarbúar fjölmenntu á hafnarsvæðið og tóku þátt í dagskránni, m.a. dorgveiðikeppni við bryggjur bæjarins. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 740 orð

Dana fær þá köllun að bjarga Írlandi

ÍRSKA söngkonan Dana bar sigurorð af Julio Iglesias í söngvakeppni Evrópu fyrir 27 árum og nú stefnir hún að því að verða kjörin næsti forseti Írlands. Dana, réttu nafni Rosemary Brown, var aðeins átján ára þegar hún sigraði í söngvakeppni Evrópu árið 1970 með laginu "All Kinds of Everything". Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 414 orð

"Eins og að steypa sér fram af hömrum"

"TILFINNINGIN var eins og að steypa sér fram af hömrum án þess að hafa neitt til að halda sér í," segir Björgvin Þórðarson, sem var um borð í Metro-flugvél Flugfélags Íslands sem lenti í sviptivindum sl. laugardag og missti mikla hæð. Að sögn Björgvins tók vélin nokkrar dýfur. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Fannst eftir 6 klukkutíma

BIFREIÐ var ekið á vegrið í Bakkaselsbrekku snemma á sunnudagsmorgun og brotnaði framhjól undan. Ökumaðurinn, sem grunur leikur á að hafi ekið undir áhrifum áfengis, yfirgaf bifreiðina en fannst 6 klukkustundum síðar. Rétt fyrir kl. 20 á laugardagskvöld varð árekstur á mótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis og valt önnur bifreiðin. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Féll af hestbaki

TUTTUGU og eins árs gamall karlmaður hlaut alvarlega kviðarholsáverka er hann féll af hestbaki í Reykholtshverfi í Biskupstungum síðdegis í gær. Að sögn lögreglu kvartaði maðurinn um verk í baki, hálsi og höfði og var hann fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir fallið. Hann fór í aðgerð í gærkvöldi. Að henni lokinni var hann lagður inn á gjörgæsludeild. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 263 orð

Fjárskortur ógnar geimförunum

VASÍLÍ Tsíblíjev, fyrrverandi yfirmaður í Mír, sem kennt hefur verið um óhöppin um borð, sagði á fréttamannafundi sl. laugardag, að mesta hættan, sem steðjaði að Mír og rússnesku geimferðaáætluninni, væri fjárskortur. Meira
19. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 131 orð

Fjöldi heimsótti bændur

Laxamýri-Nokkur hundruð manns lögðu leið sína á þau þingeysku bændabýli sem tóku þátt í verkefninu Bændur bjóða heim um helgina. Í boði var að skoða fjölbreytilegan bústofn á bæjunum Fagranesi og Norðurhlíð í Aðaldal, Fremstafelli í Köldukinn og Halldórsstöðum í Bárðadal. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjöldi sótti um ný ökuskírteini

"ÉG HEF ekki tölu á öllum þeim sem komið hafa í dag til að spyrjast fyrir um nýju ökuskírteinin. Hérna hefur verið fullt út úr dyrum í allan dag og við höfum tekið á móti fjölda umsókna um ný skírteini," sagði Dóra Ólafsdóttir, deildarstjóri í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 488 orð

Flugvél Flugfélags Íslands lendir í sviptivindum í Ísafjarðardjúpi

METRO flugvél Flugfélags Íslands lenti í miklum sviptivindum nokkru eftir flugtak frá Ísafirði á áttunda tímanum sl. laugardagskvöld. Engin hætta var á ferð, segir Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Þegar vélin lenti í ókyrrðinni var hún komin í 6.000-7.000 feta hæð. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Forsetahjónin til Finnlands og Svíþjóðar

FORSETI Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, verða á faraldsfæti innan lands og utan fram á haustið en þau eru nú nýkomin úr þriggja vikna heimsókn til Bandaríkjanna og Kanada. Næst á dagskrá er opinber heimsókn til Finnlands dagana 25.-28. ágúst nk. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Frakki á 148 km hraða

LÖGREGLAN á Blönduósi tók franskan ferðalang á 148 kílómetra hraða í Torfalækjarhreppi í gærkvöldi. Að sögn lögreglu er mun algengara að suður-evrópskir fremur en norður-evrópskir eða norrænir ferðalangar séu teknir fyrir of hraðan akstur á íslenskum þjóðvegum. Hinir suður-evrópsku geri sér oft ekki grein fyrir því hvaða hraði hæfi íslenskum þjóðvegum. Meira
19. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 392 orð

Garði -

Garði - GARÐSKAGAVITI, einn af elztu vitum landsins, er hundrað ára um þessar mundir. Af því tilefni voru báðir vitarnir, gamli og "nýi" vitinn, opnir almenningi til sýnis sl. sunnudag. Nýttu 5­600 manns sér það að skoða vitana og þiggja veitingar í boði slysavarnakvenna í vitavarðarhúsinu. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Gestir á milli átta og níu þúsund

TALIÐ er að á milli átta og níu þúsund manns hafi komið á sýninguna Handverk '97 þá fjóra daga sem sýningin stóð yfir í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Sýningin var nú haldin í fimmta sinn og lauk á sunnudag. Vel á annað hundrað sýnendur, víðs vegar af landinu sýndu handverk sitt og einnig komu sýnendur frá Grænlandi. Meira
19. ágúst 1997 | Miðopna | 665 orð

Gos í Vatnajökli á 4­8 ára fresti næstu 40­80 ár?

SÉ RAUNIN sú að tímabil jarðhræringa og óróleika í eldstöðvum við Vatnajökul hafi hafist með gosinu sl. ár og þróist það með svipuðu móti og önnur slík á síðustu 800 árum gætu að meðaltali liðið 4­8 ár milli gosa undir Vatnajökli næstu 40­80 árin. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hálfnað verk

FJÓRÐA 500 metra lengjan í aðalholræsisútrásinni sem verið er að leggja frá dælustöðinni við Mýrargötu verður dregin úr Eiðsvíkinni í vikunni og komið fyrir á sínum stað. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er verkið aðeins á eftir áætlun en þegar hafa verið lagðir 1,5 km af 4,1 km aðallögn. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 237 orð

Heildarskuldir með ábyrgð ríkisins um 570 milljarðar króna

NEFND sem skipuð var af fjármálaráðherra til að fjalla um endurskoðun ríkisábyrgða leggur til í nýrri skýrslu að dregið verði úr veitingu ríkisábyrgða eins og kostur er. Nefndin leggur til að gerð verði breyting á ríkisábyrgðargjöldum og þegar ábyrgðir eru veittar skuli það gert með ströngum skilyrðum um verklag. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

Heimkomu Discovery frestað um sólarhring

FYRIRHUGAÐRI lendingu geimferjunnar Discovery var frestað um sólarhring í fyrrinótt en ráð var fyrir því gert í gær, að Bjarni Tryggvason og félagar hans í áhöfn geimferjunnar sneru til jarðar í dag og lentu á Flórída klukkan 11:08 að íslenskum tíma. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 91 orð

Heimsókn smyrils í heyskapinn

Laxamýri-Blíðskaparveður hefur verið í Þingeyjarsýslu undanfarið eins og víðar á landinu. Fyrri slætti er lokið í flestum sveitum héraðsins og sumir bændur eru farnir að slá aftur. Smyrillinn á myndinni gerði sig heimakominn á túninu hjá Vigfúsi B. Meira
19. ágúst 1997 | Óflokkað efni | 54 orð

Hrefna sýnir leirlist

HREFNA Harðardóttir leirlistakona hefur opnað sínu fyrstu einkasýningu í Gallerí Svartfugli í Listagilinu Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Á sýningunni sem hún kallar Minninga-ker eru leirker sem geyma jarðneskar eða ójarðneskar minningar frá sjö lífskeiðum. Sýningin stendur til 31. ágúst nk. og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Hvassviðri setti strik í reikninginn

BÆNDUR á fimm bæjum á svæði Búnaðarfélags Eyjafjarðar buðu gestum heim sl. sunnudag og þáðu vel á sjötta hundrað manns boðið. Þetta voru bæirnir Bakki í Öxnadal, Stóri-Dunhagi í Hörgárdal og Víðigerði, Hríshóll og Rifkelsstaðir II í Eyjafjarðarsveit. Þarna eru rekin blönduð bú, þar sem megináhersla er þó lögð á mjólkurframleiðslu. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Hver vinnur gullskóinn?

MORGUNBLAÐIÐ á alnetinu og Adidas bjóða upp á leik á alnetinu þar sem þátttakendur giska á hverjir verði þrír markahæstu menn efstu deildar í knattspyrnu og vinna þar með gull-, silfur- og bronsskó Adidas. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Innflutningur á e-pillum Fimm menn í gæsluv

FIMM menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á tæplega 800 e-pillum í tveimur sendingum til landsins. Í báðum tilfellum voru pillurnar faldar í bókum. Sú fyrri var send í pósti og sú seinni kom með hraðsendingu. Báðar fundust á Tollpóststofunni við Ármúla. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins á föstudag og sá fimmti á laugardag. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Joris Rademaker í Deiglunni

JORIS Rademaker opnar sýningu í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Heimir Hlöðversson spilar jazz á píanó við opnunina. Á sýningunni verða mismunandi myndaseríur, myndirnar eru allar unnar í sömu stærð og er þetta yfirlitssýning á tilraunum sem staðið hafa í fimm ár. Þær eru unnar með listadufti og vatni þannig að efninu er blásið á pappírinn og látið drjúpa og renna. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Kanna möguleika á nýsmíði fiskiskipa í Kína

HÓPUR útgerðarmanna fer til Kína og Hong Kong á vegum fyrirtækisins IceMac hf. 5.­12. september næstkomandi til að kanna möguleika á nýsmíði fiskiskipa fyrir íslenskar útgerðir hjá stórri skipasmíðastöð í Kína. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 746 orð

Kínversk viðskiptasendinefnd á ÍslandiÍsland hefur

Kínversk viðskiptasendinefnd hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Alls eru tæplega 50 manns í för með nefndinni. An Chengxin, varaformaður alþjóðaviðskiptahvatningarráðsins, sem ætlað er að efla utanríkisviðskipti Kínverja, fór fyrir nefndinni og sagði að heimsóknin til Íslands hefði tekist vel. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Kjaraviðræður kennara í hnút Deilunni vísað til

KJARADEILA kennarafélaganna og launanefndar sveitarfélaga er í hnút, að mati Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt á samningafundi sem haldinn var í gær og verður væntanlega tekin ákvörðun í dag um að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Klippurnar á lofti LÖGREGLAN í Kópavogi hefu

LÖGREGLAN í Kópavogi hefur klippt af fjölda bíla í bænum síðustu daga vegna vanrækslu á að færa bílana til skoðunar eða vegna vangoldinna bifreiðagjalda eða tryggingaiðgjalda. Bifreiðaeigendur eru minntir á að koma sínum málum í lag til að komast hjá óþægindum og kostnaði sem fylgja aðgerð af þessu tagi. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 244 orð

Króati í haldi fyrir stríðsglæpi

KRÓATÍSK yfirvöld héldu í gær meintum stríðsglæpamanni frá Bosníu, Pero Skopljak, í fangelsi í Zagreb og líklegt er að hann verði framseldur til stríðglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í dag. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 68 orð

Kyrkingur í korninu

YFIRMAÐUR samyrkjubús í Hwangju í Norður-Kóreu sýnir hér hve hár maísinn er vanur að vera á þessum árstíma. Nú er hann helmingi lægri vegna þurrkanna í sumar og uppskeran verður ekki nema brot af því, sem ella væri. Flóð í landinu síðustu tvö sumur og þurrkar á þessu hafa valdið mikilli hungursneyð í N-Kóreu en margir telja þó, að mesta meinið sé stjórnarfarið í landinu. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 362 orð

Lágholtsvegur valinn fegursta gatan

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti sex fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar á 211 ára afmæli borgarinnar í gær. Viðurkenningar voru veittar fyrir fegurstu götuna, fyrirtækja- og stofnanalóðir, fjölbýlishúsalóð og endurbætur á gömlum húsum. Lágholtsvegur í vesturbæ Reykjavíkur var valinn fegursta gatan. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

LEIÐRÉTT Skólagjöld Í TÖFL

Í MINNINGARGREIN Skúla um Grím Skúlason Norðdahl, sem birtist í Mbl. 17. þ.m., féll niður fyrsta lína ljóðs eftir Jóhannes úr Kötlum. Rétt er upphafið svona: Eg hylli hiklausa sporið./ Eg hylli æskuna og vorið... Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
19. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 240 orð

Lífið í sveitinni lokkar

Blönduósi-Bændur buðu gestum í heimsókn sl. sunnudag, þar á meðal hjónin í Árholti í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu, þau Hrafnhildur Pálmadóttir og Ingimar Skaftason. Um 200 manns þáðu heimboð þeirra hjóna, skoðuðu búskapinn og nutu veitinga sem Sölufélag Austur- Húnvetninga (SAH) bauð upp á. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Lægsta tilboð 234 milljónir

VÖLUR hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í lagningu á 1,5 km löngum kafla á hringveginum um Mosfellsbæ, tæpar 234 milljónir kr. Er það örlítið fyrir neðan kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var 235 milljónir. Verkið felst í lagningu þjóðvegarins um Mosfellsbæ ásamt gerð vegamóta og aðliggjandi vega og byggingu undirganga og göngubrúar. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 1. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 158 orð

Mannskæð ofbeldisalda í Mombasa

KENÝSKAR öryggissveitir freistuðu þess í gær að hemja öldu ofbeldisverka. Hafa a.m.k. 35 manns beðið bana í hafnarborginni Mombasa síðustu fimm daga en Daniel Arap Moi forseti segir stjórnarandstæðinga bera ábyrgð á upplausnarástandi sem leitt hefur til ofbeldisverkanna. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Margt í miðbæ á menningarnótt

TALSVERT annríki var hjá lögreglu þessa helgi og voru 326 mál færð til bókar. Þrátt fyrir úrkomu var mikill mannfjöldi í miðbænum á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu. Margt var á veitingahúsum en almennt gekk löggæslan vel. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Málverk í Sparisjóði

SÝNING á verkum eftir Helgu Magnúsdóttur hefur verið opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis við Álfabakka 14 í Mjódd. Helga stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík á árunum 1984­1985 og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1985­1989 og brautskráðist þaðan úr málaradeild. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 129 orð

Minningarathöfn í Belgíu

MÖRG hundruð manns komu saman í þorpinu Sars-La-Buissiere í suðurhluta Belgíu á sunnudag til að minnast þess að þá var ár liðið frá því að þar fundust lík tveggja ungra stúlkna, sem höfðu verið myrtar með hrottalegum hætti. Líkin voru á landareign Marcs Dutroux, sem situr nú í fangelsi í Arlon þar sem hann er í algerri einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar myrði hann. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 317 orð

Netanyahu slakar á refsiaðgerðum

ÞRÁTT fyrir óánægju Ísraela með þá ákvörðun Yasser Arafats, leiðtoga Palestínumanna, að boða fulltrúa allra fylkinga Palestínumanna til viðræðna ákvað Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær að greiða sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna þriðjung þess fjármagns sem hann frestaði afgreiðslu á eftir sprengjutilræði í Jerúsalem í lok síðasta mánaðar. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Nettó-verslun opnuð í Mjódd

VERSLUNIN Nettó hefur verið opnuð í Álfabakka 16 í Mjódd en Nettó hefur verið rekin á Laugavegi 30, Reykjavík, síðan 1988. Megináhersla verður lögð á Calida nærfatnað og náttfatnað fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar auk þess sem verslunin selur sokka, sokkabuxur, boli, peysuskyrtur, sloppa, innigalla, sundfatnað, leikfimifatnað og ullar- og silkinærfatnað fyrir göngu- og skíðafólk. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Nýr kafli gossögu að hefjast?

HLAUP sem hófst í Skaftá á föstudag var í rénun í gær, en þá var ekki vitað í hvorum Skaftárkatlanna í Vatnajökli það átti upptök sín. Jarðhræringar komu fram á mælum á Grímsfjalli, Skrokköldu og í Vonarskarði og mældist stærsti skjálftinn 2 á Richter. Er talið að smágos hafi orðið undir jöklinum og í Meðallandi töldu menn sig sjá gosmökk stíga upp á sunnudagskvöldið. Meira
19. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Nýtt kort með gönguleiðum á Glerárdal

FERÐAFÉLAG Akureyrar, FFA, hefur með styrk frá atvinnumálanefnd endurútgefið kort með gönguleiðum á Glerárdalssvæðinu. Með kortinu fylgja stuttar lýsingar um 8 gönguleiðir og eru þær merktar inn á kortið. Textinn er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Nýtt tímarit um hannyrðir

NÝTT tímarit hefur hafið göngu síðan og nefnist Fimir fingur. Ritið er um föndur og hannyrðir og á að koma út þrisvar sinnum á ári, þ.e. haustblað, jólablað og vorblað fyrir páska. Fyrsta tölublaðið var kynnt á hannyrðasýningunni að Hrafnagili í Eyjafirði og fór í almenna dreifingu mánudaginn 18. ágúst. Útgefandi blaðsins er Langbrók ehf. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Rafmagn fór af stóru svæði

RAfMAGN fór af stærstum hluta Mosfellsbæjar, öllum Mosfellsdal og Kjalarnesi um kl. 23.30 í gærkvöldi, en komst á að nýju um hálftíma síðar. Samkvæmt upplýsingum Rafmagnsveitu Reykjavíkur sló háspennurofi út, en um miðnætti var ekki vitað hvað olli. Rafmagnsveitan gat leitt rafmagn til notenda eftir svokallaðri varaleið, á meðan bilunar var leitað. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Rannsaka uppruna lindarvatns við Snæfellsjökul

ÞÝSKIR jarðfræðingar hafa í sumar verið við rannsóknir á Snæfellsnesi sem felast í úttekt á grunnvatni og lindum á svæðinu og við hvaða jarðfræðilegar aðstæður grunnvatnið rennur eða kemur upp. Reyna þau að mæla rennslið í lindum í þeim tilgangi að meta vatnsbúskap svæðisins. Jarðfræðingarnir eru frá jarðfræðideild Háskólans í Kiel, dr. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 131 orð

Reuter

EGON Krenz, síðasti harðlínuleiðtogi kommúnista í Austur- Þýskalandi, var umkringdur ljósmyndurum og myndatökumönnum þar sem hann kom í réttarsal í Berlín í gær. Þar gaf hann lokayfirlýsingu sína fyrir rétti, en þess er vænst að á mánudag verði kveðinn upp úrskurður um sekt eða sakleysi hans og fleiri fyrrum ráðamanna í Austur-Þýskalandi, Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Sexfaldur vinningur í lottói næst

FIMMFALDUR lottóvinningur síðustu helgi gekk ekki út þannig að næsta laugardag verður potturinn sexfaldur. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá íslenskri getspá er þetta í annað sinn sem potturinn er sexfaldur, í apríl síðastliðnum var sama uppi á teningnum. Vilhjálmur spáir því að vinningur fyrir alla rétta verði um 29 milljónir en hann var 17 milljónir síðustu helgi. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Skotið á aðvörunarljós

Blönduósi-Aðvörunarljós, sem blikkar á ökumenn aki þeir of hratt og staðsett er skammt vestan við Blönduós, hefur orðið fyrir skotárás nýlega. Greinilegt far eftir riffilskot er vinstra megin við blikkljósið. Um athæfi þetta er það eitt að segja, að hefði skotmaður misst marks hefði byssukúlan farið inn í Blönduósbæ og þau skotmörk sem eru handan aðvörunarljóssins eru m.a. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 218 orð

Sósíalíski þjóðarflokkurinn hallast gegn Amsterdam-sáttmálanum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Sósíalíska þjóðarflokksins í Danmörku samþykkti um helgina með yfirgnæfandi meirihluta að hafna Amsterdam-sáttmálanum. Hin endanlega stefna flokksins verður þó ekki ákveðin fyrr en á flokksþingi í september og stuðningsmenn sáttmálans í flokknum eru enn vongóðir um að niðurstaðan þá verði önnur. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Styttist í ákvörðun ákæruvalds

HALLVARÐUR Einvarðsson, ríkissaksóknari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekki væri langt í að ákvörðun ákæruvaldsins lægi fyrir vegna opinberrar rannsóknar á samskiptum starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík við dæmdan fíkniefnasala. Meira
19. ágúst 1997 | Miðopna | 982 orð

Talið að lítil gos hafi orðið undir jöklinum

Hlaup í Skaftá sem hófst síðastliðinn föstudag var talið í rénun í gær Talið að lítil gos hafi orðið undir jöklinum Hlaup í Skaftá sem hófst síðastliðinn föstudag virtist í rénun í gær en það náði hámarki á sunnudaginn. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Trjávöxtur góður þrátt fyrir kuldakastið í byrjun júnímánaðar

TRJÁVÖXTUR í ár er í betra meðallagi en þó er ekki um neitt metár að ræða, að sögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, sérfræðings á rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Kuldakastið í júníbyrjun setti strik í reikninginn. Aðalsteinn segir að því megi líkja við náttúruhamfarir. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 344 orð

Upptökur verði aðeins nýttar í þágu flugöryggis

IFALPA, Alþjóðasamtök flugmannafélaga, hafa gefið út yfirlýsingu í tilefni misnotkunar sem þeir telja að hafi átt sér stað á upplýsingum sem fram koma á hljóðupptökum í stjórnklefa flugvéla. Slíkar upptökur eigi einungis að nota í rannsóknaskyni á flugatvikum eða slysum í þágu aukins flugöryggis. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Urðarmáninn reyndist leysigeisli

PAR í háhýsi við Skúlagötu varð fyrir ónotalegri lífsreynslu á laugardagskvöldið. Tveir hárauðir geislar léku í þrígang um rúllugardínur í glugga í íbúðinni. Geislarnir komu svo inn í íbúðina og léku um húsgögnin eftir að húsráðendur höfðu tekið rúllugardínurnar frá. Meira
19. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 124 orð

Valt á Mýrdalssandi

BÍLSTJÓRI fólksbíls slasaðist mikið þegar hann sofnaði undir stýri á Mýrdalssandi og fór út af. Einn farþegi var í bílnum og slapp hann lítið meiddur. Óhappið varð um sexleytið á sunnudagsmorgun. Við Ljósuvötn, austarlega á sandinum, missti bílstjórinn bílinn út af. Þar liggur vegurinn nokkuð hátt en aflíðandi flái er niður af honum. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 638 orð

Verður í sífelldri endurskoðun

NÝTT aðalskipulag Reykjavíkur 1996­2016 var staðfest í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur með undirritun Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra. Þar með er formlega lokið þriggja ára vinnu- og kynningarferli aðalskipulagsáætlunarinnar. Skipulagsáætlunin tekur gildi eftir að staðfesting ráðherra hefur verið auglýst í stjórnartíðindum og fellur þá aðalskipulag Reykjavíkur 1990­2010 úr gildi. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vigdís sæmd heiðursnafnbót í Kanada

FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verður sæmd heiðursnafnbót við Memorial háskólann á Nýfundnalandi á sérstakri kvöldsamkundu háskólakennara þann 1. september nk. í St. John, Nýfundnalandi, Kanada. Samkundan er hluti af opnunarhátíð alþjóðlegrar ráðstefnu um hafið, sem haldin verður í St. John dagana 1. til 6. september. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Vilja aðstoð við fiskveiðistjórnun

YFIRVÖLD í einu af strandhéruðum Argentínu, Chubut, hafa óskað eftir því við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, að Íslendingar taki að sér að stýra sérstöku verkefni á sviði sjávarútvegs. Gert er ráð fyrir að Íslendingar taki að sér að þróa fiskveiðistjórnun, gæðaeftirlit og veiðiaðferðir ásamt því að annast rannsóknir á fiskimiðum undan ströndum héraðsins. Meira
19. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 135 orð

Þriðjudagskvöldganga í Viðey

Í KVÖLD verður farið kl. 20 úr Sundahöfn eða hálftíma fyrr en venjulega því nú er farið að bregða birtu. Gengið verður austur fyrir Viðeyjarstofu og þar upp með gamla túngarðinum yfir á norðurströndina sem síðan verður fylgt vestur á Eiði og að Nautahúsunum austast á vestureynni. Þar er steinn með áletrun frá 1821 sem gæti geymt ástarsögu frá þeim tíma, segir í fréttatilkynningu. Meira
19. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 339 orð

(fyrirsögn vantar)

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, býst við að efnt verði til kosninga í september á næsta ári, að því er fréttastofa Reutershefur eftir heimildamanni úr röðum danskra stjórnarliða. Sagði hann að á ráðstefnu Sósíaldemókrataflokksins, sem haldin var um helgina, hafi verið ákveðið, að vegna bæjar- og sveitarstjórnakosninga í nóvember nk. Meira

Ritstjórnargreinar

19. ágúst 1997 | Staksteinar | 268 orð

»Efnahagsbati í ESB EFNAHAGSHORFUR fara batnandi í Evrópusambandinu, segir í

EFNAHAGSHORFUR fara batnandi í Evrópusambandinu, segir í "Fréttum frá ESB", en á fyrri hluta líðandi áratugar var vöxtur efnahagslífsins í Evrópu miklu minni en í Bandaríkjunum og Japan. Skýrsla framkvæmdastjórnar ESB Meira
19. ágúst 1997 | Leiðarar | 536 orð

MÁLEFNALEG SKATTHEIMTA? EGLUGERÐ, sem landbúnaðarráðuneytið

MÁLEFNALEG SKATTHEIMTA? EGLUGERÐ, sem landbúnaðarráðuneytið gaf út á árinu 1987, sem takmarkaði innflutning á frosnum frönskum kartöflum með álagningu jöfnunargjalds stóðst ekki lög að mati Hæstaréttar Íslands. Meira

Menning

19. ágúst 1997 | Myndlist | -1 orð

Áræði og kraftur

Opið alla daga frá 8­22. Til 31 ágúst. Aðgangur 300 krónur. Á TÍMUM deyfðar og lognmollu í húsnæðismálum myndlistarmanna skeður það undur, að einstaklingur tekur sig til og byggir þúsund fermetra menningarmiðstöð með eigin höndum og hugviti að segja má. Að vísu studdur af fjölskyldu sinni og frændfólki, sem lagði nótt við dag til að hugsjónin gæti orðið að veruleika. Meira
19. ágúst 1997 | Tónlist | 295 orð

Fínn tónleikasalur

Á MENNINGARHÁTÍÐINNI í Reykjavík nú um helgina voru haldnir fernir tónleikar í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Hófust þeir klukkan sex og stóðu til miðnættis. Húsið var troðfullt og biðröð langt út á götu, rétt eins og í gamla daga þegar böll voru haldin í húsinu og leiknar þar revíur. Meira
19. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 407 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
19. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 602 orð

Hasar í haust

HOLLYWOOD stoppar aldrei til að anda. Sumarmyndatímabilinu er ekki lokið en undirbúningur fyrir haustið, frá byrjun september til þakkargjörðarhátíðar, er á fullu. Ef bíógestir hlakka til haustsins og halda að loks gefist tækifæri til þess að fara í bíó til að sjá dramatískar kvikmyndir eða rólegar myndir um venjulegt fólk geta þeir gleymt þeim draumi. Meira
19. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 216 orð

Hálf milljón á tónlistarhátíð í Z¨urich

400 til 500 þúsund manns sem komu víðs vegar að úr Evrópu tóku þátt í árlegri "techno"- tónlistarhátíð í Z¨urich síðastliðinn laugardag. Er gangan næst stærsta "techno"-tónlistarhátíð í Evrópu, næst á eftir "Love Parade" í Berlín þar sem allt að milljón dansarar og áhorfendur safnast saman í júlí. Meira
19. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 194 orð

Innkaup nemenda dreifast á fleiri daga

FORELDRAR grunnskólanemenda og nemendur framhaldsskólanna þekkja vel þær örtraðir sem myndast um mánaðamótin ágúst og september, þegar nemendur hafa fengið afhentan bókalistann úr skólunum og þeysa í innkaupaleiðangur. Margir vildu fengnir geta forðast örtröðina og keypt stílabækur sínar og annað skóladót í svolítið meiri ró. Meira
19. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 121 orð

Jodie komin á stjá

LEIKKONAN Jodie Foster mætti nýlega til frumsýningar á kvikmynd í Los Angeles ásamt félaga sínum Randy Stone. Jodie hefur lítið sést á opinberum vettvangi síðan bók bróður hennar Buddy kom út fyrr á árinu. Bókin ber titilinn "Foster Child" og er gerð án samþykkis Jodie en Buddy segir þar frá ýmsum persónulegum hlutum um líf hinnar frægu systur sinnar. Meira
19. ágúst 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Keith Reed vann Tónvakann

KEITH Reed baritónsöngvari, Egilsstöðum, sigraði í Tónvakakeppni ríkisútvarpsins. Úrslitin voru tilkynnt á sunnudag og hélt Keith Reed þá útvarpstónleika við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Á efnisskránni voru íslenzk, ítölsk, frönsk og austurrísk lög og söng Keith Reed á jafnmörgum tungumálum, íslenzku, ítölsku, frönsku og þýzku. Meira
19. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 180 orð

Málþing um nýbreytni í skólum

ÞRÓUN og nýbreytni í skólum er yfirskrift málþings, sem haldið verður á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands laugardaginn 23. ágúst nk. Markmiðið er m.a. að efla rannsóknar- og þróunarviðleitni íslenskra kennara. Meira
19. ágúst 1997 | Menningarlíf | 578 orð

Menningarþorsti

KLUKKAN korter yfir átta á laugardagskvöld braust sólin fram úr skýjum og virtist ætla að leggja blessun sína yfir menningarnótt í Reykjavík. En það var skammgóður vermir. Eftir örskotsstund var hún aftur horfin sjónum og rigningin gusaðist yfir borgarbúa eins og til að reyna að slökkva skyndilegan menningarþorsta þeirra. Meira
19. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 290 orð

Merkismynd

Triumph des Willens ­ 1935 ÞESSI mynd er eitt umdeildasta framlagið til kvikmyndasögunnar. Hún sýnir nasistasamkomuna í Nuremburg 1934. Hitler pantaði þessa mynd, og henni var leikstýrt af Leni Riefenstahl. Spurningin er hvort Riefenstahl hafi gert Sigur viljans sem áróður fyrir nasisma eða ekki. Myndin sýnir Hitler mæta á fjöldasamkomuna í flugvél. Meira
19. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 152 orð

Myndhöggvarafélagið 25 ára

MYNDHÖGGVARAFÉLAGIÐ í Reykjavík minntist 25 ára afmælis um síðustu helgi. Félagið var stofnað á afmælisdegi Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara hinn 17. ágúst árið 1972 og í dag eru meðlimir félagsins orðnir 77 talsins. Meira
19. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 500 orð

Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason/ Anna Sveinbjarnardóttir SBÍÓBO

Grosse Pointe Blank Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum þar sem söguhetjan (Cusack) er leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta viðfangsefnið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. Í hæsta máta óvenjuleg enda gerð af frumlegri hugsun sem er fágæt í Hollywood. Meira
19. ágúst 1997 | Tónlist | 1197 orð

Söngveizlan mikla

49 lög eftir 31 íslenzkt tónskáld. Hanna Dóra Sturludóttir, Þóra Einarsdóttir og Judith Gans (S), Ingveldur Ýr Jónsdóttir (MS), Elsa Waage (A), Björn Jónsson (T), Gunnar Guðbjörnsson (T) og Finnur Bjarnason (Bar). Jónas Ingimundarson, píanó. Stóra sviði Borgarleikhússins, laugardaginn 16. ágúst kl. 14:30. Meira
19. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 201 orð

Washington eftirsóttur

DENZEL Washington hefur í mörgu að snúast. Hann er nú í New York við tökur á nýjustu kvikmynd Spike Lees, "He Got Game". Á sama tíma er Washington í alvarlegum viðræðum um að leika í tveimur stórmyndum, "Lush Life" og "Green River Rising". Meira
19. ágúst 1997 | Skólar/Menntun | 90 orð

(fyrirsögn vantar)

SKÍMA, tímarit Samtaka móðurmálskennara, 1. tbl. 20. árgangur, er komið út. Meginþema ritsins að þessu sinni er óhefðbundin móðurmálskennsla, s.s. íslenska sem annað tungumál, heildstæð móðurmálskennsla og umfjöllun um dyslexíu. Jenna Jensdóttir rithöfundur fjallar um skáldskap Jóhanns Hjálmarssonar. Meira
19. ágúst 1997 | Menningarlíf | 122 orð

(fyrirsögn vantar)

ALLT bendir nú til þess að danska leikkonan Ghita Nørby munu stíga í fyrsta sinn á svið á Broadway. Áætlað er að hún leiki í verki eftir landa sinn, "Draumurinn" heitir það og er eftir Stig Dalager. Verður verkið frumsýnt á svokölluðu Actors Studios-sviði í október en Nørby mun stíga á svið næsta vor. Meira

Umræðan

19. ágúst 1997 | Aðsent efni | 4118 orð

"RIDDARAR RÉTTLÆTISINS" Í KRAFTI "FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR"

GREINARGERÐ "RIDDARAR RÉTTLÆTISINS" Í KRAFTI "FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR" Á venjulegri íslensku er hér verið að kasta fram lygi, láta síðan vini sína vitna nógu oft í lygina svo að hún verði að "sannleikanum". Meira
19. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 939 orð

Sönnun fyrir tilvist geimskipa!

Á UNDANFÖRNUM fjórum árum hafa birst fréttir og greinar um fljúgandi furðuhluti og vangaveltur um hvort þeir séu til eður ei. Hæst reis umræðan haustið 1993 þegar því var haldið fram að geimverur myndu lenda á fyrirfram ákveðnum tíma á Snæfellsjökli og kynna sig fyrir umheiminum. Lítið gerðist annað en að sumir sögðust hafa séð torkennileg ljós á himni. Sumir trúðu, aðrir hlógu. Meira

Minningargreinar

19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 548 orð

Guðmundur Guðmundsson og Rannveig Guðmundsdóttir

Í tilefni þess að nú eru 130 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Guðmundssonar á Brekkum langar mig að minnast hans og eiginkonu hans, Rannveigar Guðmundsdóttur, með fáeinum orðum. Guðmundur fæddist að Ytri- Brekkum í Mýrdal 18. ágúst 1867 og var hann sonur hjónanna Guðmundar Þórðarsonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 155 orð

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON OG RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON OG RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Guðmundur Guðmundsson fæddist á Ytri-Brekkum í Mýrdal 18. ágúst 1867. Hann lést 10. mars 1964. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðrún Ólafsdóttir, f. 7.8. 1832 í Álftaveri, d. 16.9. 1906 á Brekkum, og Guðmundur Þórðarson, f. 13.11. 1826 á Brekkum, d. 20.3. 1871 í Dyrhólahöfn. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 244 orð

GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓREY ÖRNÓLFSDÓTTIR Guðrún Þórey Örnólfsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 3. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Örnólfur Jóhannesson, f. 22.8. 1979, d. 11.7. 1955, og Margrét Þórlaug Guðnadóttir, f. 11.11. 1883, d. 31.1. 1960. Systkini Guðrúnar voru Kristrún, f. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 421 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Elsku frænka, þá hefur þú fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Þegar mamma hringdi í mig til að tilkynna mér andlát þitt, kom það mér ekki á óvart þar sem ég vissi hversu veik þú varst búin að vera. Þessa síðustu daga hafa komið upp í huga minn minningar sem ég á frá dvöl minni hjá ykkur Sveini. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 455 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Fyrir rúmri viku, á sólbjörtum laugardagsmorgni, var ég á ferð um Suðureyri við Súgandafjörð. Þá varð mér hugsað til Gunnu, minnar gömlu, góðu vinkonu. Ég hlakkaði til að eiga með henni stund, þegar heim kæmi og bera henni kveðju frá firðinum hennar og eyrinni, en þá hafði ég ekki frétt af brottför hennar aðfaranótt þessa laugardags. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 153 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Elsku besta amma. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og það sem þú hefur kennt okkur. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og áttir alltaf nógan tíma fyrir öll barnabörnin þín. Okkur fannst svo vænt um þig og við fundum það alltaf frá þér hvað þér fannst vænt um okkur. Við vitum að þér á eftir að líða vel þar sem þú ert núna. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 539 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Kær móðursystir mín, Guðrún Örnólfsdóttir, hefur kvatt þennan heim södd lífdaga. Gunna frænka fæddist og ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð í stórum hópi glaðværra og samheldinna systkina og þurfti ung að árum að sjá sér farborða við þau störf sem í boði voru á þessum tíma. Er hún giftist Sveini, settust þau að á Akranesi og hafa búið þar öll sín hjúskaparár. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 487 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Við fráfall Guðrúnar Örnólfsdóttur vildum við hjónin minnast hennar með örfáum orðum. Þegar við fluttum til Akraness fyrir tæpum fjörutíu árum leigðum við hjá Guðrúnu og eftirlifandi eiginmanni hennar, Sveini Guðmundssyni, á Jaðarsbraut 3. Það var því eðlilegt að þau hjónin og fjölskylda þeirra varð fyrsta fólkið sem við kynntumst á Akranesi. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 88 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Guðrún Örnólfsdóttir Stund sem var fyrir löngu liðin frá leitar á hugann, veldur djúpum trega. Úr sorg og gleði er margt að minnast á, mildi og fegurð ­ samfylgd yndislega. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Elsku amma Guðrún mín. Núna hefur þú kvatt okkur og eftir standa góðar og fallegar minningar í hjarta mínu sem ég mun alltaf geyma. Minningin um þig, kærleik þinn, ást þína og vináttu. Börn þín og barnabörn stóðu þér ávallt efst í huga og vildir þú allt fyrir okkur gera. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 190 orð

Guðrún Örnólfsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Guðrúnar Þóreyjar Örnólfsdóttur sem lést h. 9. ágúst síðastliðinn. Það veitist margt örðugt, sem við er að fást, í veröld með óþreyju ríka. Þar fyndum við meira af friðsæld og ást ef fleiri þú ættir þér líka. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Jón Guðmann Jónsson

Elsku afi! Nú þegar leiðir okkar skilja þá dettur okkur þetta ljóð í hug sem lýsti þér svo vel: Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins. (D.St. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 208 orð

JÓN GUÐMANN JÓNSSON

JÓN GUÐMANN JÓNSSON Jón Guðmann Jónsson fæddist í Feigsdal í Barðastrandarsýslu 3. júní 1904. Hann lést í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Skipholti í Hreppum, f. 16.10. 1870, d. 17.12. 1955, og Valdís Jónsdóttir frá Reykjadal í Hreppum, f. 14.3. 1875, d. 9.2. 1970. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 527 orð

Pétur Kristján Árnason

Með þessum orðum kveðjum við Pétur Kristján, kæran og góðan vin, sem ásamt Úllu frænku hefur alla tíð talist til okkar nánustu fjölskyldu. Allt frá því að við fluttum til Reykjavíkur árið 1961 hafa samskiptin við þau hjónin verið mjög náin og var Pétur tíður gestur í Goðheimunum þar sem hann hengdi húfuna sína á ofninn og fékk sér kaffisopa við eldhúsborðið. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 324 orð

Pétur Kristján Árnason

Minningarbrot um kæran vin fjölskyldu minnar, Pétur Kristján Árnason, múrarameistara, f. 4. feb. 1919 á Áslaugarstöðum í Selárdal í Vopnafirði, d. 10. ágúst sl. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þegar ég hugsa um Kidda, en það var hann alltaf kallaður í vinahópi fjölskyldu sinnar, fyllist ég gleði og þakklæti. Þakklæti yfir því að hafa orðið aðnjótandi ávaxta vináttu pabba og mömmu og Kidda og Úllu. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 613 orð

Pétur Kristján Árnason

Þegar komið er að kveðjustund við fráfall föður okkar rifjast upp svo ótrúlega margar góðar stundir og minningar um hann. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar er hve hjartahlýr og barngóður hann var, lundin svo létt og ljúfmannleg sem með nærveru sinni gaf okkur svo notalega öryggistilfinningu og hann mátti ekkert aumt sjá enda fór enginn frá honum bónleiður til búðar því hann átti ekki til Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 520 orð

PÉTUR KRISTJÁN ÁRNASON

PÉTUR KRISTJÁN ÁRNASON Pétur Kristján Árnason fæddist á Áslaugarstöðum í Selárdal, Vopnafirði, 4. febrúar 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Árnason, bóndi á Breiðumýri og síðar á Áslaugarstöðum, f. 8. júní 1881, d. 7. júní 1968, og Hólmfríður Jóhannsdóttir, húsfreyja, f. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 556 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín, Rúna Halldórsdóttir, og langar mig að minnast hennar með nokkru orðum. Rúna var fædd í Norðfirði og alin þar upp á barnmörgu heimili. Einnig voru í sambýli og nábýli stórar fjölskyldur nákominna ættmenna. Afkoma fjölskyldunnar var komin undir því sem sjórinn gaf, og var sótt á gjöful Austfjarðamiðin, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 221 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Í dag er til moldar borin Rúna Vigdís Halldórsdóttir. Í fáum orðum langar mig til að setja á blað nokkur kveðjuorð til hennar. Tæp tvö ár eru nú liðin síðan hún missti eiginmann sinn, Bjarna Þ. Halldórsson, heildsala. Rúna naut þess að eiga góðan og traustan eiginmann, söknuður Rúnu var því mikill við fráfall hans, þótt hún bæri það ekki á torg. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Elskuleg föðursystir mín, Rúna Vigdís Halldórsdóttir, er látin og í dga er hún kvödd hinstu kveðju. Vegna búsetu minnar erlendis hef ég ekki tök á að fylgja henni og af þeim sökum langar mig að festa nokkrar línur á blað um hana. Rúna Vigdís, eða Rúna frænka eins og við kölluðum hana alltaf í fjölskyldunni, var glæsileg kona, ákveðin, röggsöm, hlý, gamansöm og traust. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Okkar kæra félagskona, Rúna Vigdís Halldórsdóttir, er kvödd í dag. Við sjáum ekki framar hlýja brosið hennar á fundum okkar. Rúna gekk í Thorvaldsensfélagið eins og við allar með það í huga að láta eitthvað gott af sér leiða, fegra og bæta samfélagið og létta þeim lífið sem eiga í erfiðleikum. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 217 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Góð vinkona okkar hjónanna, Rúna V. Halldórsdóttir, er látin, tæplega 79 ára gömul. Hún lést mánudaginn 11. ágúst sl. eftir að hafa þurft að ganga í gegnum mikil veikindi sl. 10 ár. Hún bar veikindi sín með reisn og kvartaði ekki, enda voru börnin hennar henni stoð og styrkur alla tíð og alveg sérstaklega eftir að hún missti eiginmann sinn, Bjarna Þ. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 387 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Það minnsta sem hægt er að gera eftir 15 gæfurík ár með tengdamömmu er að þakka fyrir sig. Rúna Vigdís Halldórsdóttir lifði samkvæmt hefðum sinnar kynslóðar. Fyrst og fremst eiginkona og móðir og svo amma og langamma. Möndullinn sem stórfjölskyldan snerist um og verndarhöndin sem umlék okkur og sameinaði. Rúna var stórkostleg kona, kvik í hreyfingum með hlýtt og virðulegt fas. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 349 orð

Rúna Vigdís Halldórsdóttir

Ástrík amma er eins og fjöllin í kringum okkur; traust og alltaf til staðar. Það er undarlegt þegar sjálfsagðir hlutir á borð við fjöllin hverfa úr landslaginu. Nú þegar amma er dáin setjumst við systkinin niður og reynum að ráða í það hver þessi elskulega manneskja hafi í rauninni verið. Amma var falleg og glæsileg kona, smekkvís í stóru og smáu. Meira
19. ágúst 1997 | Minningargreinar | 316 orð

RÚNA VIGDÍS HALLDÓRSDÓTTIR

RÚNA VIGDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Rúna Vigdís Halldórsdóttir var fædd í Vindheimi, Norðfirði, 18. október 1916. Hún lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur að morgni 11. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Halldór Ásmundsson, f. 23.3. 1878, bátaútgerðarmaður og sjómaður í Vindheimi, og kona hans Guðríður Hjálmarsdóttir, f. 9.1. 1884. Meira

Viðskipti

19. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 370 orð

Afkoman versnaði um 61 milljón króna

TAP Árness hf. nam 45 milljónum króna á fyrri árshelmingi þessa árs og versnaði afkoma félagsins um 61 milljón frá því á sama tímabili í fyrra er 16 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins. Slæm aflabrögð og verðlækkun á loðnuafurðum skýra lakari afkomu nú, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Meira
19. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 421 orð

Afkomubati um 171%

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 325,5 milljónum króna. Þetta er rösklega 200 milljóna króna betri afkoma en á sama tíma á síðasta ári eða sem samsvarar um 170% afkomubata. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans, er þessi rekstrarniðurstaða mjög ánægjuleg og í takt við rekstraráætlanir bankans. Meira
19. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 563 orð

Hagnaðurinn jókst um 40%

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., nam 301 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á síðasta ári var hagnaðurinn 215 milljónir króna fyrir sama tímabil og jókst hann um 86 milljónir króna, eða 40%. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri árshelmingi voru 2.230 milljónir króna og jukust þær um 1%. Rekstrargjöldin námu 1.978 milljónum króna og lækkuðu þau úr 2. Meira
19. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Markaðurinn að blása mæðinni

VERULEG lækkun varð á gengi hlutabréfa á evrópskum fjármálamörkuðum í gærmorgun en hún gekk að nokkru leyti til baka þegar á daginn leið. Komu þessar hræringar í kjölfar lækkunarinnar í Wall Street á föstudag, þeirrar næstmestu, sem orðið hefur þar á einum degi, en í gær hækkaði gengið aftur örlítið. Meira

Daglegt líf

19. ágúst 1997 | Neytendur | 46 orð

Biomjólk með perum

Á NÆSTUNNI mun Mjólkursamsalan setja á markaðinn nýja bragðtegund af Biomjólk í ltr. fernum. Biomjólkin er fitusnauð mjólkurafurð með lifandi Biogarde gerlum. Mjólkursamsalan hefur nú þegar sett á markaðinn þykkmjólk með bláberjabragði í ltr fernum, og er hún einnig væntanleg í 170 gr dósum. Meira
19. ágúst 1997 | Neytendur | 167 orð

Kál hefur lækkað í verði

NÚ ER mikið af íslensku grænmeti á markaðnum. Það sem helst er að frétta af grænmetisverði þessa dagana er að verð á káli hefur lækkað, að sögn nokkurra kaupmanna. Verð á kínakáli var 289 kr. en er komið í 189 kr/kg. Einnig hefur blómkál lækkað úr 389 kr. í 189 kr/kg. Verð á gulrótum hefur lækkað niður í 298 kr/kg. Grænmetisverð stöðugt Meira
19. ágúst 1997 | Neytendur | 46 orð

Sundfatnaður með sólarvörn

SPORTÍS hefur hafið innflutning á sundfatnaði fyrir börn. Hann er með sólarvörn upp að 50+ gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Sundfatnaðurinn er frá Osh Kosh B'Gosh. Sama efni og í sundfatnaðinum er einnig notað í boli og húfur. Vörurnar eru seldar í barnafata- og sportvöruverslunum. Meira
19. ágúst 1997 | Neytendur | 186 orð

Umhverfisvænna bensín á markað

SKELJUNGUR hf. hefur sett á markað umhverfisvænna bensín en það sem fyrir er sem hentar fyrir sláttuvélar, sláttuorf, trjásagir, vélsagir og aðrar skyldar vélar. Boðið er upp á tvær tegundir af umhverfisvænu bensíni, bensín fyrir fjórgengisvélar og hinsvegar bensín með tveggja prósenta blöndu af tvígengisolíu fyrir tvígengisvélar. Í fréttatilkynningu frá Skeljungi hf. Meira

Fastir þættir

19. ágúst 1997 | Í dag | 115 orð

Argentína

Viðskipti milli Íslands og Argentínu aukast líklega verulega í kjölfar heimsóknar íslenskrar viðskiptasendinefndar þangað, undir forystu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Íslendingar hafa átt lítil viðskipti við þetta land í Suður-Ameríku, sem er 28 sinnum stærra en Ísland. Í mið- og norðurhluta landsins eru gresjur, að vestanverðu eru Andesfjöllin og syðst er háslétta. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 33 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 20.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst, verður sjötug Margrét Tómasdóttir, Framnesvegi 62, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í sal Kvennaheimilisins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, milli klukkan 17 og 19. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Langholtskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Gígja Þórðardóttir ogPáll Liljar Guðmundsson. Heimili þeirra er í Drekavogi 104, Reykjavík. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí í Digraneskirkju af sr. Gunnari Sigurjónssyni Helena Sigfúsdóttirog Hermann Óli Finnsson. Heimili þeirra er í Lundi 3, Kópavogi. Meira
19. ágúst 1997 | Dagbók | 386 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. ágúst 1997 | Fastir þættir | 1567 orð

Góðir hestar og gjafmildir dómarar

GÓÐUR hestakostur og djarfir dómarar var það sem einkum setti svip sinn á Íslandsbankamótið á Æðarodda á Akranesi sem haldið var í sjötta skipti. Mót þessi hafa fest sig vel í sessi og orðin eftirsótt af keppendum. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 35 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrkt

ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.500 krónur. Þau heita Bjarni Þóroddsson, Valgerður Þóroddsdóttir, Skúli Hansen, Anna Vala Hansen og Skúli Steinar Pétursson. Á myndina vantar Hafrúnu Sigurðardóttur. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrkt

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.008 krónur. Þau heita Kristín Hansdóttir, Una Harðardóttir og Ragnar Harðarson. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 342 orð

SLENDINGAR ferðast víða eins og allir vita. Nú eru Samvin

SLENDINGAR ferðast víða eins og allir vita. Nú eru Samvinnuferðir-Landsýn að efna til hópferðar til Las Vegas fyrir lítið verð, eins og fram kemur í auglýsingu hér í blaðinu í fyrradag. Víkverji hefur einu sinni komið til Las Vegas. Að vísu er langt síðan. En tæpast hefur borgin breytt um svip. Meira
19. ágúst 1997 | Fastir þættir | 74 orð

Suðurlandsmót og kynbótasýning

SUÐURLANDSMÓT í hestaíþróttum verður haldið á Gaddstaðaflötum um helgina ásamt því að kynbótahross verða dæmd í vikunni og á föstudag fer fram yfirlitssýning en verðlaun afhent á sunnudag. Suðurlandsmótið hefst á föstudagssíðdegi með skeiði en farnir verða tveir sprettir þá af fjórum og endað verður með skeiðmeistarakeppni á sunnudag. Meira
19. ágúst 1997 | Í dag | 336 orð

Þekkir einhver fólkið? "Kæra Morgunblað. Við hér í hr

"Kæra Morgunblað. Við hér í hraðbúð Essó á Egilsstöðum höfum haft í nógu að snúast í sumar, viðskiptin blómleg, mikill ferðamannaflaumur og því oft mikill hasar hér yfir háannatímann. Í öllum hamaganginum vill stundum brenna við að fólk gleymi hlutunum sínum. Pennar, hanskar, veski, greiðslukort og jafnvel bíllyklar liggja oft í haugum á borðinu hjá okkur að kvöldi. Meira

Íþróttir

19. ágúst 1997 | Íþróttir | 304 orð

Aftur skall hurð nærri hælum ÍR

Það er eins gott að hjartað er í lagi!" sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR, eftir að hans menn höfðu innbyrt öll stigin úr viðureign sinni við Þór á laugardaginn. ÍR-ingar komust í 3:0 eftir aðeins þrjátíu mínútur en áttu í vök að verjast eftir það og voru þeirri stundu fegnastir þegar flautað var til leiksloka. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 138 orð

Andri Sigþórsson, KR.

Andri Sigþórsson, KR. Bjarni Þorsteinsson, Einar Þór Daníelsson, KR. Ragnar Hauksson, Jóhannes Harðarson, Haraldur Ingólfsson og Gunnlaugur Jónsson, ÍA. Zoran Miljkovic og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 92 orð

ANN Kristin Aarönes

ÁSTHILDUR Helgadóttir úrBreiðabliki varð að hafa hraðan á eftir leikinn um þriðja sætið á laugardaginn því hún þurfti að ná flugvél til Bandaríkjanna, þar sem hún mun dvelja við nám og knattspyrnu í vetur. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 201 orð

Á 29. mínútu gaf Guðmundur Steinarsson laglega sendingu

Á 29. mínútu gaf Guðmundur Steinarsson laglega sendingu inn fyrir vörn Skallagríms á Hauk Inga Guðnason. Haukur Ingi lék knettinum áfram í átt að markinu og renndi honum svo örugglega með hægri fæti framhjá Friðriki Þorsteinssyni markverði. Á 39. mínútu fékk Skallagrímur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Keflvíkinga. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 99 orð

Á 51. mínútu fékk Þorbjörn Atli Sveinsson se

Á 51. mínútu fékk Þorbjörn Atli Sveinsson sendingu inn á vítateig Leifturs. Hann sneri varnarmann af sér með einni gabbhreyfingu, lagði knöttinn fyrir sig og skaut hnitmiðað með vinstri fæti efst í vinstra markhornið, óverjandi fyrir Þorvald í markinu. Sannarlega glæsilegt mark. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 436 orð

Á lygnum sjó

FRAM og Leiftur misstu að öllum líkindum af möguleikanum á Evrópusæti þegar liðin skildu jöfn, 1:1, á Laugardalsvelli. Leikurinn var fremur daufur og fátt sem gladdi augað ef frá eru talin mörkin tvö, sem voru einkar glæsileg. Fyrir leikinn var ljóst, að bæði lið þyrftu á sigri að halda ef þau ætluðu sér að vera með í toppslagnum. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 159 orð

Árangur vegna skipulagningar og menntu

"VIÐ vorum smeyk við Danina fyrir leikinn," sagði Sturla Voll, þjálfari Trondheim Örn, eftir sigur í úrslitaleiknum, "en svo sáum við að þeir spila öðruvísi en við með þrjá varnarmenn aftast og fimm á miðjunni svo að við notuðum kantana vel og það gekk upp. Þeim tókst aldrei að bregðast við því og við höfðum öll tök á leiknum og fengum mun fleiri færi en þeir," bætti Sturla við. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 139 orð

Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks var Sverrir Sverrisson með

Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks var Sverrir Sverrisson með boltann utarlega á hægri kantinum. Hann sendi fyrir markið, boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tryggvi Guðmundsson var mættur og skallaði hann í jörðina og inn. Á 73. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 490 orð

Bikarkeppni FRÍ 1. deild, Laugardalsvöllur: 100

Bikarkeppni FRÍ 1. deild, Laugardalsvöllur: 100 metra hlaup karla: Jóhannes Már Marteinsson, ÍR10,91 Bjarni Þór Traustason, FH11,07 Reynir Ólafsson, Á 11,32 200 metra hlaup karla: Jóhannes Már Marteinsson, ÍR21,67 Bjarni Þór Traustason, FH22,27 Reynir Ólafsson, Á22, Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 289 orð

Brynjar Gunnarsson tók aukaspyrnu við miðjuhringinn á vallar

Brynjar Gunnarsson tók aukaspyrnu við miðjuhringinn á vallarhelmingi KR á 15. mínútu. Spyrna hans fór út á vinstri kantinn á móts við vítateigshorn þar sem Einar Þór Daníelsson tók við knettinum og skaut rakleitt með vinstri fæti í hægra markhornið. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 123 orð

Couples og Janzen í Ryder-lið DAVIS Love III

DAVIS Love III sigraði á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina, en það er síðasta mót hinna fjögurra stærstu á hverju ári. Love lék hringina fjóra á 269 höggum, ellefu undir pari, en Justin Leonard varð annar á 274 höggum. Með sigrinum tryggði Love sér sæti í Ryder-liði Bandaríkjanna, sem leikur gegn samnefndu liði Evrópu á Valderrama- vellinum á Spáni 25. til 27. september nk. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 386 orð

England

1. deild Charlton - Oxford3:2Crewe - West Bromwich2:3Huddersfield - Birminghamfr.Portsmouth - Port Vale3:1Reading - Swindon0:1Stockport - Bury0:0Wolves - Sheffield United0:0 Efstu lið: 1. Nottingham Forest22005:162. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 552 orð

Eyjamenn gefa ekkert eftir á toppi deildarinnar

Eyjamenn fengu Grindvíkinga í heimsókn í fyrradag og ljóst var að toppliðið átti erfiðan leik fyrir höndum enda Grindvíkingar verið grimmir að undanförnu. En Eyjamenn höfðu 2:1 sigur þar sem markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson gerði bæði mörk heimamanna og tryggði þeim áframhaldandi veru á toppi deildarinnar. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 211 orð

EYJÓLFUR Sverrisson

EYJÓLFUR Sverrisson var valinn maður leiksins þegar Herthasótti Eisenh¨uttenstadt heim í 1. umferð þýsku bikarkeppninnar á laugardag og vann, 4:0. Eyjólfurgerði fyrsta markið á 4. mínútu og lagði síðan upp næstu tvö mörk. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 455 orð

Gerði þrjú mörk á níu mínútum

Skagamenn sýndu skemmtilega takta á móti botnliði deildarinnar, Stjörnunni, á Skipaskaga á sunnudagkvöld. Lokatölurnar urðu 6:2 en hefðu alveg eins getað verið 12:2. Yfirburðir heimamenna voru miklir og ljóst að þeir ætla enn einu sinni að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn sem þeir hafa haldið undanfarin fimm ár. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 120 orð

Hjalti og Örn keppa á EM í dag HJALTI Guð

HJALTI Guðmundsson og Örn Arnarson hefja keppni í dag á Evrópumeistaramótinu í sundi í Sevilla á Spáni. Hjalti keppir í 100 m bringusundi og Örn í 200 m skriðsundi. Auk þeirra taka Elín Sigurðardóttir og Eydís Konráðsdóttir þátt í mótinu og hefja keppni seinna. "Sundmennirnir eru í góðri æfingu og til alls líklegir," sagði Hafþór B. Guðmundsson landsliðsþjálfari í gær. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 254 orð

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna,

HLYNUR Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna, þurfti að yfirgefa völlinn um miðbik fyrri hálfleiks með skurð á andlitinu eftir að hafa fengið högg frá Kekic Simisa. Einar Jónsson, læknir, lokaði skurðinum með fimm sporum og fyrirliðinn var fljótlega mættur í slaginn aftur. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 595 orð

Hver er SiglfirðingurinnRAGNAR HAUKSSONsem gerði þrennu fyrir ÍA?Tímakaupið var ágætt

SKAGAMENN fengu til liðs við sig ungan siglfirskan knattspyrnumann úr KS, Ragnar Hauksson, á dögungum. Margir voru undrandi á því að meistararnir leituðu fyrir sér að markaskorara í 3. deild. Eftir að hafa orðið vitni að innkomu hans í leiknum á móti Stjörnunni er auðvelt að skilja að Skagamenn hafi gert við þennan 21 árs gamla strák þriggja ára samning. Hann kom inn á sem varamaður á 66. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 18 orð

Í kvöld

Knattspyrna Stofndeildin (efsta deild kvenna) Vestm.:ÍBV - KRkl. 19.00 Kópavogsv.:Breiðabl. - ÍAkl. 19.00 Valsvöllur:Valur - Stjarnankl. 19. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 873 orð

KR - Valur6:1

KR-völlur: Íslandsmótið í knatttspyrnu, 13. umferð Sjóvár-Almennra deildarinnar, sunnudaginn 17. ágúst 1997. Aðstæður: Hægviðri og 13 gráðu hiti, völlurinn góður. Í leikhléi fór að rigna og stytti ekki upp meðan á leiknum stóð. Mörk KR: Andri Sigþórsson 3 (25., 76., 87., vítaspyrna.), Einar Þór Daníelsson (15.), Bjarni Þorsteinsson (66. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 270 orð

Met hjá Guðrúnu í 400 m hlaupi

Guðrún Arnardóttir hlaupakona úr Ármanni setti á sunnudagskvöldið annað Íslandsmet sitt á fimm dögum er hún hljóp 400 m á móti í Crystal Palace á 52,83 sek. og varð hún í 4. sæti. Gamla metið átti hún sjálf en það var 53,03 frá 31. maí sl. Þar með hefur Guðrún bætt metið í greininni sem stóð í byrjun árs um 1,1 sek. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 368 orð

MÓTAHALD »Ekki skyggir það á gleðina að vera réttu megin við núllið

Íslensk íþróttahreyfing hefur oft sýnt að hún getur lyft grettistaki með samtakamætti sínum. Það hefur hún sannað á undanförnum vikum með framkvæmd þriggja alþjóðlegra móta, Smáþjóðaleikum, úrslitakeppni EM 18 ára landsliða í knattspyrnu og Norðurlandamóti kvennaliða í knattspyrnu. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 370 orð

Norskar hrepptu gullið en Blikar misstu af bronsinu

NORSKA liðið Trondheim Örn, sem Blikar töpuðu fyrir, 3:0, í riðlakeppninni, stóð uppi sigurvegari á Norðurlandamóti meistaraliða kvenna í knattspyrnu eftir 5:0 sigur á danska liðinu Fortuna Hjörring sem hampað hafði gullinu undanfarin tvö ár. Blikar náðu ekki að hreppa bronsið og höfnuðu í fjórða sæti við 3:2 tap gegn Svíum en úrvalslið KSÍ hafnaði í neðsta sætinu. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 130 orð

Nökkvi Már til KR

NÖKKVI Már Jónsson, sem leikið hefur með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, er genginn í raðir KR-inga. Vesturbæjarliðið hefur einnig gengið frá samningi við bandarískan miðherja, Kevin Tuckson að nafni, sem kemur frá Missouri í St. Louis. Tuckson er 22 ára að aldri, 2 metrar á hæð og leikur í stöðu miðherja. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 437 orð

RAGNARSMÓTINU

RAGNARSMÓTINU í handknattleik lauk á Selfossi á föstudagskvöld. HK sigraði í mótinu. Hlynur Jóhannesson, markvörðurHK, var valinn besti markvörður mótsins og einnig besti leikmaðurinn. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 275 orð

Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson tók hornspyrnu frá vi

Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson tók hornspyrnu frá vinstri á 3. mín. Hann sendi fyrir og Ólafur Adolfsson skallaði að marki en Stjörnumenn hreinsuðu frá. Steinar Adolfsson náði frákastinu við vítateigslínuna hægra megin og sendi fyrir markið og þar stökkAlexander Högnasson hæst og skallaði efst í hægra markhornið. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 441 orð

Skallagrímur blés á allar spár

Skallagrímur blés á allar spár Óvænt úrslit litu dagsins ljós í Sjóvár-Almennra deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn þegar Skallagrímur sótti Keflvíkinga heim og fór með sigur af hólmi, 3:2. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 409 orð

Spenna í Eyjum

SVEITAKEPPNIN í golfi fór fram víðs vegar um landið um helgina. Keppni í 1. deild var haldin í leiðindaveðri í Vestmannaeyjum, en þar sigraði A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur í karlaflokki. Í kvennaflokki sigraði sveit Keilis fjórða árið í röð. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 134 orð

Stór hópur Vöndu

VANDA Sigurgeirsdóttir landsliðsþjálfari leyfði 23 stúlkum að spreyta sig í mótinu. "Þetta var frábært tækifæri og léttir mér valið fyrir landsleikina gegn Svíum 30. ágúst og Úkraínumönnum 7. september í undankeppni HM en það hefði líka verið gott að geta stillt upp fullu liði," sagði Vanda og var mjög ánægð með árangur fyrrum nemenda sinna í Breiðabliki. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 141 orð

Sveitakeppni GSÍ Neðri deildir

Karlar Úrslit í neðri deildum í Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Tvær efstu sveitir í hverri deild komast upp í þá næstu fyrir ofan en tvær neðstu sveitirnar í hverri deild falli niður um eina deild. 2. deild: Garðabær: 1.A-sveit GA 2.GKG 3.B-sveit Keilis 4.B-sveit GR 5.A-sveit GH 6. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 258 orð

Sveitakeppni GSÍ Töludálkurinn sýnir vinningafjölda sveitanna í

Töludálkurinn sýnir vinningafjölda sveitanna í viðureignum. Tvær neðstu sveitirnar féllu í aðra deild. 1. deild karla: 1. A-sveit GR4 2. A-sveit GS4 Sveitir GR og GS höfðu báðar hlotið 10 stig úr leikjum sínum, en GR sigraði GS í innbyrðis viðureign sveitanna. 3. Leynir3 4. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 501 orð

Valsmenn kjöldregnir á KR-velli

KR-ingar sýndu Valsmönnum í tvo heimana á heimavelli á sunnudaginn og hefndu rækilega fyrir tapið í fyrri umferðinni og kjöldrógu Hlíðarendadrengi með stórsigri, 6:1, sem var síður en svo of stór miðað við það sem á gekk og afspyrnuslakan leik gestanna. Leikmenn KR gátu nánast gert það sem þá lysti lengst af og sýndu flestar sínar bestu hliðar. Enginn var betri en Andri Sigþórsson sem m.a. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 741 orð

Yfirburðir FH-inga

SVEIT FH sigraði fjórða árið í röð í bikarkeppni FRÍ sem fram fór á Laugardalsvelli á föstudag og laugardag. Félagið hafði mikla yfirburði, bæði karla- og kvennakeppninni, og sigraði í kvennakeppninni í fyrsta sinn. FH-ingar hlutu 247 stig en næstir komu liðsmenn HSK með 201,5 stig og ÍR fékk bronsverðlaun með 186 stig. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 71 orð

ÞRÓTT

ÞRÓTTUR 13 10 2 1 31 10 32ÍR 13 9 2 2 36 16 29BREIÐABL. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir 10 - Andri Sigþórsson, KR og Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. 6 - Einar Þór Daníelsson, KR, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík, Steingrímur Jóhannesson, ÍBV og Þorvaldur M. Sigbjörnsson, Leiftri. 5 - Sverrir Sverrisson, ÍBV. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

19. ágúst 1997 | Íþróttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Stofndeildin (Efsta deild kvenna) Haukar - ÍBA4:1 Ragnhildur Ágústsdóttir 2, Hildur Sævarsdóttir, Ólöf Bjarnadóttir - Eydís Hafþórsdóttir. Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild karla ÍR - Þór Ak.3:2 Guðjón Þorvarðarson (13.), Geir Brynjólfsson (20.), Kristján Brooks (28.) - Páll Gíslason (32.), Hreinn Hringsson (76.). Meira
19. ágúst 1997 | Íþróttir | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

NM meistaraliða kvenna Úrslitaleikur: Örn (Noregi) - Fortuna (Danmörku)5:0 Brit Sandaune (59., 61.), Monica Enlid (13.), Ragnhild Guldbrandsen (38.), Ann Kristin Aarönes (72.). Leikur um 3. - 4. sæti: Alvsjö AIK (Svíþjóð) - Breiðablik3:2 Julia Carlson (11., 36.), Malin Bergquist (8., vsp.) ­ Kristrún L. Meira

Fasteignablað

19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 209 orð

Einlyft einbýlis- hús í Fossvogi

TALSVERÐ eftirspurn hefur verið eftir sérbýlum í Fossvogi og í sumar hefur eftirspurn verið meiri en framboð. Hjá fasteignasölunni Gimli er nú til sölu einbýlishús að Traðarlandi 8 í Fossvogi. Húsið er á einni hæð, steinsteypt og byggt 1972. Það er 170 ferm. að stærð auk sólskála og 44 ferm. bílskúrs. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 643 orð

Ei veldur sá, er varar

Menn bregða undir sig betri fætinum um fleiri helgar en verslunarmannahelgina, sumarið er stutt hérlendis og um að gera að reyna að njóta þess meðan færi gefst. Eitt af því sem er snar þáttur í ferðamennsku landans innanlands er að sækja sundstaði og líklega eru fáar þjóðir með jafn gróna hefð fyrir sundi og Íslendingar. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Falleg grasflöt

FLESTIR vilja, að grasflötin sé jöfn og slétt, vaxin fíngerðu, mjúku og fagurgrænu grasi, segir Hafsteinn Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. Hún á að vera laus við hnúska og þúfur, holur eða skellur og vera til skrauts og yndis fyrir augað. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | -1 orð

Fegurstu garðar Hveragerðis verðlaunaðir

VIÐURKENNINGAR fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar 1997 voru veittar nýverið. Jóhann Ísleifsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar afhenti viðurkenningarnar og gerði grein fyrir vali nefndarinnar. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 165 orð

Glæsilegt einbýlishús í Þingholtunum

EIGNIR í Þingholtunum eru alltaf mjög vinsælar í sölu, ekki síst þykir staðsetningin nálægt Landspítalanum góð. Nú eru Borgarfasteignir með til sölu stórt einbýlishús að Bergstaðastræti 82. Þetta er steinhús, byggt 1930 og 252 ferm. að stærð ásamt bílskúr. Aukaíbúð er í kjallara hússins. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 932 orð

Grasflötin og grösin í garðinum

GRASFLÖTIN skiptir miklu máli í flestum görðum. Eitt af hlutverkum hennar er að tengja saman mismunandi þætti garðsins þannig að hann verði ein heild. Í öðru lagi er henni ætlað að gefa svigrúm til vistar og félagslífs í garðinum. Einnig - og ekki síst - á grasflötin að vera til skrauts og yndis fyrir augað. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 38 orð

Handhægur þvottapoki

FYRIR suma er gott að hafa þvottapoka við höndina. Hér hefur einn slíkur verið hengdur við rúmið og er þá engin afsökun að hafa óhrein föt út um allt herbergi eins og stundum gerist hjá yngri kynslóðinni. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 295 orð

Íbúðabyggingar mestar hér á Norðurlöndunum

MEIRA er byggt hlutfallslega af íbúðarhúsnæði hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Raunar skiptir þar í tvö horn. Annars vegar eru Ísland og Noregur, en í þessum löndum hafa verið minni sveiflur í íbúðarbyggingum miðað við hin löndin og byggðar fjórar íbúðir eða rúmlega það á hverja þúsund íbúa á síðustu árum. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 392 orð

Lækjarkinn valin stjörnugata í ár

LÆKJARKINN var valin stjörnugata Hafnarfjarðar í ár. Ekki var valinn fegursti garðurinn, en valdir úr nokkrir garðar mismunandi að gerð og uppbyggingu, bæði gamlir og nýir, víðs vegar um bæinn. Eigendur kjúklingastaðarins Kentucky Fried Chicken að Hjallahrauni 15 hlutu viðurkenningu fyrir fallega og vel hirta lóð við atvinnuhúsnæði. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 33 orð

Meira öryggi

ÞEIR sundstaðir eru ótrúlega margir vítt og breitt um landið, þar sem blöndunartæki í sturtum eru handvirk, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Sjálfvirk blöndunartæki veita miklu meira öryggi. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 1743 orð

Nýjar byggingaraðferðir ryðja sér til rúms Við Einihlíð í Hafnarfirði er risið hús, sem steypt er upp í einangrunarmótum, gifs

ÍSLENZK byggingarhefð hefur verið býsna íhaldssöm. Litlar breytingar hafi orðið í byggingaraðferðum á undanförnum áratugum. Nokkrar athyglisverðar tilraunir hafa þó verið gerðar með árangri á síðustu árum. Þar má nefna permaformíbúðirnar og hús byggð með einangrunarmótum úr plasti. Þessar húsagerðir hafa það sammerkt, að í þeim er einangrunin flutt út fyrir burðarvirkið. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 246 orð

Sex íbúðir við Fram nesveg

ÖÐRU hvoru eru gömul hús gerð upp og síðan seld. Eitt slíkt hús með mörgum íbúðum er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Húsið stendur við Framnesveg 29. Það er steinhús og byggt 1941. Í því eru 8 íbúðir og verða sex þeirra seldar á næstunni. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 197 orð

Timburhús í grónu hverfi í Firðinum

GÓÐ timburhús í grónum hverfum í Hafnarfirði vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Höfða er til járnklætt timburhús að Öldugötu 11. Húsið er byggt 1934, en hefur verið talsvert endurnýjað. Það er um 150 ferm. og skiptist í þriggja herbergja nýstandsetta íbúð á jarðhæð með sér inngangi og tæplega 100 fermetra íbúð á tveimur hæðum á aðalhæð og risi. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 418 orð

Vaxandi eftirspurn eftir leiguhúsnæði

EFTIRSPURN eftir íbúðarhúsnæði til leigu er miklu meiri en framboð og þetta bil hefur breikkað, einkum á þessu ári. "Á þessu er engin einhlít skýring, en ég þó ráð fyrir, að húsleigubæturnar séu ein aðalástæðan, en þær hafa gert leighúsnæði eftirsóknarverðara en það var," segir Guðlaugur Örn Þorsteinsson hjá Leigulistinum. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 202 orð

Vel hannað einbýlishús í Breiðholti

EINBÝLISHÚS í grónari hverfum Breiðholts hafa verið eftirsótt í sumar enda hverfin víðast skjólgóð og garðar þar vel grónir. Að sögn Viðars Böðvarssonar fasteignasala hjá Fold láta Breiðhyltingar vel af sínu hverfi og áberandi er, að ef þeir þurfa að stækka við sig, vilja þeir gera það innan hverfisins. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 332 orð

Vel hugsað um gömul hús

Í Stykkishólmi er mikið af gömlum húsum. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í því að gera þau upp og mörg þeirra færð í upprunalegt horf. Hús sem áður þóttu ljót og að hruni komin hafa fengið nýjan svip og setja nú fallegan svip á bæinn. Meira
19. ágúst 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

19. ágúst 1997 | Úr verinu | 120 orð

Meinað um rannsóknir

NORÐMENN hafa enn ekki fengið leyfi til að að fara áætlaðan rannsóknarleiðangur inn í lögsögu Rússa í Barentshafi. Norskir fiskifræðingar telja að fái þeir ekki að rannsaka svæðið, dragi það úr áreiðanleika ráðgjafar um hæfilegan heildarafla á næsta ári. Meira
19. ágúst 1997 | Úr verinu | 690 orð

"Sulta" veldur miklum usla á loðnumiðunum

LOÐNUVEIÐI hefur verið dræm yfir helgina og svokölluð "sulta" hefur verið að gera usla með þeim afleiðingum að mörg skip hafa þurft að leita í land á norðurhöfnunum með rifnar nætur síðustu daga. Ísleifur VE kom t.d. inn til Siglufjarðar í gærmorgun kl. Meira

Ýmis aukablöð

19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 144 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH)(11:25) (e) [8635] 17.30Taumlaus tónlist [26345] 18.30Ensku mörkin [4242] 19.00Ofurhugar (Rebel TV) (30:52) [426] 19.30Ruðningur (Rugby) (33:52) [797] 20. Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 160 orð

17.50Táknmálsfréttir

17.50Táknmálsfréttir [6610529] 18.00Fréttir [10797] 18.02Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (706) [200062987] 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan [418722] 19.00Barnagull Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 721 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05Morguntónar. 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Ágúst Einarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir. 7.31 Fréttir á ensku. 7.50 Daglegt mál. Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 93 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 122 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 751 orð

ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst BBC PRIME

ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst BBC PRIME 4.30 The Learning Zone 5.00 Newsdesk 5.30Jonny Briggs 5.45 Uncle Jack and the Dark Side of the Moon 6.10 Just William 6.45Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
19. ágúst 1997 | Dagskrárblað | 129 orð

ö9.00Línurnar í lag [32659] 9.15Sjó

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [73873567] 13.00Dr. Quinn (18:25) (e) [53242] 13.45Morðgáta (Murder she Wrote) (19:22) (e) [2283971] 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn [46797] 14. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.