Greinar föstudaginn 22. ágúst 1997

Forsíða

22. ágúst 1997 | Forsíða | 227 orð

Feluflugvél viðkvæm fyrir veðri

BANDARÍSKI flugherinn greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að slá því á frest að taka B-2 sprengjuflugvélina í notkun erlendis þar sem geyma þurfi hana í sérstökum flugskýlum vegna þess að áferðin, sem á að gera að verkum að hún sjáist ekki á ratsjám, þoli ekki slæmt veður og máist af í vatni og raka. Meira
22. ágúst 1997 | Forsíða | 205 orð

Játar að reykingar "geti verið" banvænar

GEOFFREY Bible, framkvæmdastjóri tóbaksfyrirtækisins Philip Morris, sem meðal annars framleiðir Marlboro vindlinga, sagði í gær að það "gæti verið" að 100 þúsund manns dæju á ári af völdum reykinga og bætti við að yrði sannað að vindlingar valdi krabbameini mundi hann stöðva framleiðslu fyrirtækisins, að minnsta kosti tímabundið. Meira
22. ágúst 1997 | Forsíða | 252 orð

Netanyahu vænir Arafat um tvöfeldni

Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ætti ekki að sækjast eftir friði við Ísraela og samtímis reyna að friðþægjast við herskáu múslimahreyfinguna Hamas. Meira
22. ágúst 1997 | Forsíða | 116 orð

Reuter

ÞESSI 12 metra hái stóll var reistur í fyrradag fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, sem eru í Genf í Sviss. Brotni fóturinn á stólnum á að minna á það að árlega verða mörg þúsund manns fyrir því að missa fætur eða fatlast af völdum jarðsprengja. Stóllinn verður á þessum stað uns skrifað verður undir Ottawasáttmálann um jarðsprengjur. Meira
22. ágúst 1997 | Forsíða | 115 orð

Viðgerð á Mír að hefjast

Moskvu, Canaveralhöfða. Reuter. ÞRIGGJA manna áhöfn rússnesku geimstöðvarinnar Mír hefst handa snemma í dag við viðgerðir á svonefndri Spektr- einingu stöðvarinnar, eftir að hafa hvílst í gær. Stjórnandi geimgönguáætlunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, segir að viðgerðin sé ekki áhættusöm að öðru leyti en því að hún verði unnin í þyngdarleysi. Meira
22. ágúst 1997 | Forsíða | 218 orð

Vill höfða til æskunnar

FJÖGURRA daga ferð Jóhannesar Páls páfa II um Frakkland hófst í gær en hann vonast til, að hún verði til að auka áhuga ungs fólks á trúmálum. Samkvæmt könnunum er hann þó heldur lítill. Óttast er, að deilur um fóstureyðingar geti varpað skugga á heimsóknina. Þúsundir manna vörðuðu leið páfa inn í París en hann þótti fremur þreytulegur að sjá. Meira

Fréttir

22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 631 orð

17 flóttamenn frá gömlu Júgóslavíu koma til Hornafjarðar

HÓPUR flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu er væntanlegur til Íslands næstkomandi laugardagskvöld með flugi frá London. Alls er um að ræða 17 flóttamenn í fimm fjölskyldum sem koma frá Krajina-héraði. Verður fólkið búsett á Hornafirði. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 90 orð

Afmælishátíð Kringlunnar

HALDIÐ er upp á það um helgina að 10 ár eru liðin síðan Kringlan hóf starfsemi. Í dag, föstudag, hefst sérstök dagskrá klukkan 14 og stendur hún fram að lokun. Á laugardag hefst dagskráin klukkan 11 og stendur fram til klukkan 16. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Alþýðuflokksfólk á ferð um Suðurland hittir Margréti

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, mun blanda geði við þátttakendur í síðsumarsfjölskylduferð sem skipulögð er af Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur og Alþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um ferðina. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 303 orð

American Airlines biðst afsökunar

BANDARÍSKA flugfélagið American Airlines hefur beðið viðskiptavini sína frá Rómönsku- Ameríku afsökunar á leiðbeiningabæklingi þar sem gefið er í skyn að þeir verði gjarnan ölvaðir um borð í flugvélum og eigi til að tilkynna um sprengju ef þeir séu að verða of seinir á flugvöllinn. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhannesi Einarssyni, skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði. "Athugasemd við grein "Hvers virði er menntun" í blaði yðar sunnudaginn 17. ágúst og endurbirtingu á sömu upplýsingum í blaðinu þriðjudaginn 19. ágúst. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 338 orð

Aukningin vegna aukins langtímaatvinnuleysis

ÚTGJÖLD vegna fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar til einstaklinga jukust um 87 milljónir króna, eða 5,7% fyrstu sex mánuði ársins frá því sem verið hafði á sama tíma í fyrra. 2.934 heimili hafa þegið fjárhagsaðstoð fyrri helming ársins og hefur þeim fjölgað um 2,8% frá fyrra ári þegar styrkþegar voru 2.853 talsins. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 217 orð

Barnaspítali Hringsins fær öndunarvél

BÓNUS hefur afhent Barnaspítala Hringsins öndunarvél fyrir nýbura að gjöf og er hún gefin í nafni viðskiptavina Bónus. Í fréttatilkynningu segir að öndunarvélin bjóði upp á alla möguleika sem nútímalæknisfræði þekki til öndunaraðstoðar fyrir nýbura hvort sem þeir eru fyrirburar eða fullburar. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Bestu knapar landsins taka þátt

NÚ stendur yfir á Gaddstaðaflötum við Hellu Suðurlands- og HSK- mót í hestaíþróttum en keppendur eru um 130 með samtals um 350 skráningar sem nálgast umfang síðasta Íslandsmóts í hestaíþróttum. Það eru hestamannafélögin Geysir í Rangárvallasýslu, Sleipnir á Selfossi, Smári í Árnessýslu og Ljúfur í Hveragerði sem standa að mótinu. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

Breskir aðilar vinna að þróunaráætlun

NÝVERIÐ voru staddir hér á landi breskir sérfræðingar sem vinna að þróunaráætlun fyrir miðbæ Reykjavíkur. "Þetta er samstarf Reykjavíkurborgar og Miðbæjarsamtakanna en sú ákvörðun var tekin að kalla til utanaðkomandi aðila til að vinna með okkur að þróunaráætlun," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 390 orð

Bretar bjóða íbúum Montserrat bætur

BRETAR tilkynntu í gær að þeir hygðust styrkja fólk, sem vill yfirgefa eyjuna Montserrat í Karíbahafi, vegna eldsumbrotanna undanfarið og hættu á sprengigosi, með fé. Upphæðin, sem Bretar bjóða, er hins vegar sýnu lægri en fulltrúar stjórnvalda á eyjunni, sem er bresk nýlenda, hafa farið fram á. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Brúin á byggðasafn?

SKIP Hraðfrystihússins á Eskifirði, Jón Kjartansson, fer á mánudag áleiðis til Póllands, þar sem það verður endurnýjað að hluta. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihússins, sagði í samtali við Morgunblaðið að Jón Kjartansson væri gamalt skip og tími til kominn að lagfæra það en skipið var smíðað árið 1959 og hét upphaflega Narfi. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Daufdumbir hnepptir í þrældóm

DÓMSTÓLL í Bandaríkjunum birti í gær ákæru á hendur 20 meintum forsprökkum samtaka er lokkuðu tugi heyrnar- og mállausra Mexíkóa til Bandaríkjanna þar sem þeir voru látnir selja ýmsan glysvarning. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Eldri en öldin

ÞRÍR Íslendingar, nánast jafnaldrar, héldu upp á 100 ára afmæli sín í vikunni. Eiríkur G. Guðmundsson á Siglufirði varð 100 ára á mánudag, 18. ágúst, Sólveig Pálsdóttir, hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, dvalarheimili aldraðra á Höfn, varð 100 ára á miðvikudag, 20. ágúst og Jóna Sigríður Jónsdóttir, elliheimilinu Grund, fagnaði aldarafmæli í gær, 21. ágúst. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 685 orð

Fjölmennum sóknum skipt eða fleiri prestar ráðnir Graf

MEÐ síauknum fjölda íbúa í Grafarvogshverfi í Reykjavík stóð sóknarnefnd hverfisins frammi fyrir tveimur kostum: Að leggja til að Grafarvogssókn yrði skipt í tvær sóknir sem þýddi að kjörin yrði ný sóknarnefnd, ráðinn nýr prestur og reist ný kirkja, eða ráða þriðja aðstoðarprestinn til núverandi sóknar og þjóna þannig öllum 12­13 þúsund íbúunum. Er nú unnið eftir hugmyndum síðari kostsins. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Gengið á Ármannsfell

GENGIÐ verður á Ármannsfell á vegum landvarða laugardag kl. 13 ef veður og skyggni leyfir. Þjóðsögur og jarðfræði svæðisins verða í brennidepli. Á sunnudag kl. 13 verður gengið um gjár og sprungur að Öxarárfossi og kl. 14 verður messað í Þingvallakirkju. Að messu lokinni kl. 15.30 verður gestamóttaka á Skáldareit þar sem staðarhaldari ræðir um náttúru og sögu Þingvalla. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Gospelhátíð í Krossinum

GOSPELHÁTÍÐ verður í Krossinum í Hlíðarsmára 5 í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Þeir sem koma fram eru Páll Rósinkranz og Christ Gospel Band, Sigríður Guðnadóttir, Hermann Ingi Hermannsson, Mide Riordan o.fl. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

Gott í Langá ­ dauft í Norðurá

VEIÐI í Norðurá í Borgarfirði hefur dalað þónokkuð að undanförnu og er það í samræmi við reynslu manna af ánni. Í henni er snemmgenginn stofn og eru flestir laxar í ánni nú orðnir drauglegnir og latir að elta agn veiðimanna. Göngur hafa ekki verið miklar að undanförnu, heldur reytist inn fiskur og fiskur. Hins vegar er mikill lax í ánni og lofar góðu fyrir næstu kynslóð laxa í ánni. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Gvendarbrunnahús opið á degi vatnsins

DAGUR vatnsins verður laugardaginn 23. ágúst og verður þá opið hús að Gvendarbrunnum. Þá gefst öllum almenningi kostur á að kynna sér starfsemi vatnsveitunnar og skoða hið stórbrotna mannvirki sem Gvendarbrunnahús er. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Gæsluvarðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD var í gær framlengt til 29. ágúst yfir manni, sem grunaður er um aðild að innflutningi e-taflna. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald sl. föstudag til sl. miðvikudags. Þá fór lögregla fram á framlengingu en dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest. Í gær var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. ágúst nk. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Helgaratskákmót Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir helgaratskákmóti 22.­23. ágúst. Mótið verður haldið í félagsheimili Hellis í Mjódd og hefst föstudaginn 22. ágúst kl. 20 og verður fram haldið laugardaginn 23. ágúst kl. 14. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Húfur sem hlæja flytja í nýtt húsnæði

HÚFUR sem hlæja hafa flutt verkstæði sitt og verslun í nýtt húsnæði á Laugavegi 24. Verkstæðið var áður í handverkshúsinu Eldgamla Ísafold, Þingholtsstræti 5. Húfur sem hlæja hanna og framleiða fjölbreyttan prjónafatnað þótt megin áhersla sé lögð á húfur af öllum gerðum og stærðum. Hver flík er sérstök og engar tvær húfur nákvæmlega eins. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

J.J. Soul Band á Ráðhúskaffi

HLJÓMSVEITIN J.J. Soul Band er aftur komin á kreik eftir árs hlé og leikur á Ráðhúskaffi á Akureyri í kvöld og annað kvöld, föstudag og laugardag. Sveitin lék um síðustu helgi á djass- og blúshátíð á Selfossi og mun einnig koma fram á RúRek djasshátíðinni sem verður í Reykjavík í næsta mánuði. J.J. Soul Band leikur blús, djassrokk, rytmablús, bossa nova og ýmislegt fleira. Meira
22. ágúst 1997 | Miðopna | 908 orð

Kaup á kvóta nærtækari kostur en gagnkvæm skipti

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur að samningar við Rússa um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum verði helzt gerðir í tengslum við hugsanlega lausn Smugudeilunnar, sem hann telur hafa færzt nær með gerð sjávarútvegssamningsins við Rússland. Meira
22. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 150 orð

Klukkutindur fer á safn

Ólafsvík-Í sumar var trébáturinn Klukkutindur staðsettur í sjómannagarðinum á Hellissandi, en þar er Sjóminjasafn Hellissands. Sjómannadagsráð Hellisands hefur veg og vanda af safninu og er með einn starfsmann á sumrin sem sér um að upplýsa ferðamenn. Meira
22. ágúst 1997 | Miðopna | 159 orð

Kvennaráðstefna sett í gær

BRYNDÍS Kristjánsdóttir setti í gær Evrópuráðstefnu BPW-samtakanna, sem eru vettvangur kvenna í atvinnulífinu. Bryndís sem er formaður íslensku samtakanna sagði í ræðu sinni að verndari ráðstefnunnar, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, væri íslenskum konum fyrirmynd sem þær vildu líkjast. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

LEIÐRÉTT Nafn misritast Í viðt

Í viðtali í bílablaðinu sl. sunnudag, við bílasafnara í Reykhólasveitinni, misritaðist nafn viðmælandans á nokkrum stöðum. Maðurinn heitir Stefán Magnússon og býr í Seljanesi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Síberískir menningardagar Í FRÉTT í blaðinu á miðvikudag var sagt frá opnun myndlistarsýningar Ara Alexanders Ergis Magnússonar. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Lokun þriggja gæsluvalla Foreldrar mótmæla lokun vi

ÁRNI Sigfússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórn Dagvistar barna, segir að það megi auðveldlega kynna starfsemi gæsluvalla Reykjavíkurborgar betur í hverfunum og standa fyrir uppákomum í þeim í stað þess að gera ekkert fyrir þá eins og nú og lýsa því svo yfir að það borgi sig ekki að reka þá vegna lélegrar aðsóknar. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Lýkur með samsýningu heimamanna

Í SUMAR hefur verið röð myndlistarsýninga í félgasheimilinu Sæborg í Hrísey. Nú lýkur þessu myndlistarsumri með samsýningu heimamanna sem opnuð verður í kvöld, föstudaginn 22. ágúst kl. 20.00. Þar sýna Þórunn Arnórsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Ebba Sigurhjartardóttir og Magdalena Sylwia Zawodna málverk, Júlíus Berg Júlíusson renda trémuni og Helga Þorbjarnardóttir skartgripi. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 19 orð

Messur

Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju sunnudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 24. ágúst kl. 21.00. Sóknarprestur. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 229 orð

Mikið áfall segja norskir sjómenn

NORSKA dagblaðið Nordlys í Tromsø skýrði frá nýjum fiskveiðisamning milli Íslands og Rússlands í fyrradag og hafði eftir einum talsmanni norskra útvegsmanna, að hann væri mikið áhyggjuefni fyrir Norðmenn. Einkum vegna þess, að hann hefði verið gerður þótt allt sæti við það samam í Smugudeilunni. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Mikil vinna í landvinnslu

STEFNT er að því að ráða um 70 manns til vinnu fyrir haustið hjá landvinnslu Samherja hf. á Akureyri (Strýtu) og á Dalvík (Söltunarfélagi Dalvíkinga). Birgir Össurarson framleiðslustjóri segir að mikið hafi verið auglýst eftir starfsfólki að undanförnu, bæði vegna aukinna umsvifa, auk þess sem skólafólk er að hætta. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 592 orð

Mikilvægt að taka heimilistæki úr sambandi eftir notkun

ALGENGASTA orsök bruna út frá rafmagnstækjum má rekja til bilunar af einhverju tagi í tækinu sjálfu sem veldur því að leiðslur eða rafeindabúnaður hitnar nægilega mikið til að það kvikni í. Önnur algengasta orsök bruna út frá rafmagnstækjum hefur hins vegar ekkert með tækin að gera heldur fólkið sjálft sem þau notar. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 331 orð

Návígi við náttúruöfl í Blómstrandi bæ

ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að Hvergerðingar bjóði til Blómstrandi daga eina helgi í ágústmánuði. Sú er einnig raunin í ár og um komandi helgi verður boðið upp á stanslausa dagskrá í bænum frá morgni til kvölds, bæði laugardag og sunnudag. Einn af föstu liðunum sem ávallt stendur upp úr er varðeldur og brekkusöngur á laugardagskvöldinu í umsjón Árna Johnsens alþingismanns. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 545 orð

Nefnd á vegum Bandaríkjaþings á að skoða kvótakerfi K

NEFND á vegum Bandaríkjaþings, þar sem tveir íslenzkir fræðimenn eiga sæti, á að gera víðtæka úttekt á reynslunni af kvótakerfum í sjávarútvegi. Í verkefnislýsingu nefndarinnar kemur meðal annars fram að henni beri að skoða áhrif þess að leggja gjöld á veiðileyfi eða bjóða þau upp og að banna framsal kvóta. Þá á nefndin að skoða afleiðingar þess að verðgildi færist af fiskiskipum og yfir á kvóta. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 267 orð

Neysla amfetamíns og e-pillna hefur ekki minnkað

NEYSLA ungs fólks á ólöglegum vímuefnum var svo til óbreytt á fyrri hluta þessa árs miðað við árið í fyrra, samkvæmt sjúkraskýrslum frá Vogi. Fyrstu sex mánuði þessa árs greindust 108 einstaklingar, 24 eða yngri, stórneytendur amfetamíns, miðað við 112 á sama tíma í fyrra. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Norðmenn vilja reynslusigla Íslendingi næsta sumar

GUNNARI Marel Eggertssyni, skipasmið og eiganda langskipsins Íslendings, hefur verið boðið að koma með skipið til Noregs næsta sumar þar sem Siglingastofnun hefur áhuga á að gera mælingar á skipinu og reynslusigla því. Gunnar segir Norðmenn telja Íslending best heppnuðu eftirlíkingu Gaukstaðaskipsins og betri en norsku skipin Gaiu og Lofot. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 129 orð

Nýtt tilboð væntanlegt á mánudag

SAMNINGANEFNDIR kennarafélaganna og launanefnd sveitarfélaga komu saman til síns fyrsta sáttafundar hjá ríkissáttasemjara í gær. Á fundinum óskuðu fulltrúar launanefndarinnar eftir að viðræðum yrði frestað til næstkomandi mánudags svo þeim ynnist tími til að semja nýtt tilboð sem leggja á fram á mánudag. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 91 orð

Of langt gengið

ÞESSI garðyrkjumaður í Prag átti leið framhjá skilti þar sem auglýstur er skófatnaður en þar má einnig sjá tíkina Dashenku sleikja brjóstmynd af Vaclav Havel, forseta Tékklands. Í tékknesku er Dashenka gælunafn á konum, sem bera nafnið Dagmar eins og til dæmis eiginkona Havels. Fór þessi auglýsing svo fyrir brjóstið á henni, að hún fór fram á, að hún yrði bönnuð. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Óskað rannsóknar á ákvörðun stjórnar

FULLTRÚAR minnihluta í stjórn Hótel Valaskjálfar á Egilsstöðum hafa óskað eftir rannsókn viðskiptaráðuneytisins á ákvörðunum meirihluta stjórnar um að leggja niður hótelið til að taka þátt í rekstri nýs hótels sem verið er að reisa í bænum. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 80 orð

Reuter

KAMBÓDÍSK móðir huggar dóttur sína eftir að búið hafði verið um sár á höfði þeirrar stuttu á bráðabirgðasjúkrahúsi í flóttamannabúðum í Tælandi. Þarlend stjórnvöld hafa falast eftir fundi með ráðmönnum í Kambódíu til þess að ræða hvernig senda megi þúsundir flóttafólks frá Kambódíu aftur til síns heima. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 154 orð

Reuter

SUHARTO Indónesíuforseti, annar frá vinstri, og dóttir hans, Siti Hediati Prabowo, önnur frá hægri, virða fyrir sér líkan að brú sem ætlunin er að reisa milli Súmötru í Indónesíu og Malacca í Malasíu. Ekki hefur verið tilgreint hvenær vinna við brúarsmíðina byrjar, en þetta verður samstarfsverkefni Indónesíu og Malasíu, og hefst væntanlega ekki fyrr en á næsta ári. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð

Reynt að þoka Smuguviðræðum af stað á ný

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að í framhaldi af gerð tvíhliða samnings við Rússland um samstarf í sjávarútvegsmálum verði reynt að þoka þríhliða viðræðum um lausn Smugudeilunnar af stað á ný. "Við höfum unnið lengi að undirbúningi þessa samnings og ég tel að þarna séu ánægjulegir hlutir að gerast í samskiptum þjóðanna. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 62 orð

Sakaruppgjöf mótmælt

FÉLAGAR í suður-afríska kommúnistaflokknum komu saman í Pretoríu í gær til að mótmæla því, að pólska innflytjandanum Janusz Walus verði gefnar upp sakir fyrir að myrða landa þeirra og kommúnistaleiðtogann Chris Hani árið 1993. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 485 orð

Samkeppni og slagur framundan

Samkeppni og slagur framundan Tvær sjávarútvegssýningar hérlendis á næstu tveimur árum FRAMKVÆMDASTJÓRI Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, John Legate, hefur sent íslenskum fyrirtækjum og stofnunum opið bréf þar sem hann segir m.a. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 273 orð

Samstarf verði aukið og dregið úr miðstýringu

STEFNT er að undirritun samkomulags mjög fljótlega á milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og stjórna Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) um skipulags- og hagræðingaraðgerðir vegna mikils fjárskorts sjúkrahúsanna. Þriggja manna nefnd fjármálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur í sumar unnið að gerð tillagna um aðgerðir. Meira
22. ágúst 1997 | Miðopna | 620 orð

Skoða þarf hvar sóknarfærin liggja

SÖLUAÐILAR sjávarafurða fagna tvíhliða samningi Íslendinga og Rússa um samstarf og samskipti á sviði sjávarútvegs og telja að hann gefi aukið svigrúm í viðskiptum við Rússa en skoða verði betur hvar sóknarfærin liggi. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 168 orð

Skotinn fyrir að valda töfum

HAÍTÍSKUR innflytjandi sem var að ýta biluðum bíl sínum út í vegarkant var skotinn af reiðum manni sem fannst hann fara sér of hægt og tefja þannig umferð, að því er lögregla greindi frá í gær. Jacques Dominique liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi. Hann var skotinn í hjartað. Atvikið átti sér stað á mánudagskvöld. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Stefnt að því að ráða um 70 manns til starfa

MJÖG mikil vinna hefur verið að undanförnu hjá landvinnslu Samherja hf., bæði á Akureyri (Strýtu) og á Dalvík (Söltunarfélagi Dalvíkinga). Birgir Össurason framleiðslustjóri segir að mikið hafi verið auglýst eftir starfsfólki að undanförnu, bæði vegna aukinna umsvifa, auk þess sem skólafólk er að hætta og er stefnt að því að ráða um 70 manns til vinnu fyrir haustið. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 590 orð

Stuðningur við endurbyggingu Ellefsenshúss

SAUTJÁN manna sendinefnd frá Önundarfirði og Önfirðingafélaginu í Reykjavík er komin úr heimsókn til hinnar sólríku Stokkebyggðar í Vestfoldfylki í Noregi. Þessi vinaheimsókn vakti töluverða athygli í Fylkinu. Bæjarstjórn Stokke hefur ákveðið að leggja Önfirðingum lið við endurbyggingu Ellefsenshúss á Flateyri en hugmyndir eru um að nýta það sem safnahús og fræðimannssetur. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Sumar'97 í Myndlistarskólanum

SÝNINGIN Sumar'97 verður opnuð í Myndlistaskólanum á Akureyri í kvöld, föstudaginn 22. ágúst. Þetta er í sjöunda sinn sem sumarsýningin er haldin og hafa sýnendur verið norðlenskir myndlistarmenn. Í Þetta sinn eru sýnendur; Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Helgi Vilberg, Kristinn G. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 158 orð

Söfnun hafin

HRUNDIÐ hefur verið af stað söfnun til styrktar þeim Tékkum sem misstu heimili sín í flóðunum í Tékklandi í júlímánuði. Söfnunin ber yfirskriftina Neyðarhjálp úr norðri og er Búnaðarbanki Íslands, aðalbanki, fjárgæsluaðili hennar. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 251 orð

Telja offitu orðna að heimsfaraldri

OFFITA er orðin að alvarlegum, alþjóða faraldri og leita þarf nýrra leiða til að takast á við þennan vágest, að því er fram kemur í ritgerð er birt er í The British Medical Journal í dag. "Offita verður sífellt meira áberandi í mörgum löndum, og þess vegna ætti nú að líta á hana sem heimsfaraldur," segir í ritgerð eftir Garry Egger, Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 116 orð

The Economist fjallar um Ísland og nýtingu vetnis

BRESKA tímaritið The Economistbirti í vikunni umfjöllun um hugmyndir á Íslandi um að nota vetni unnið úr jarðhita sem eldsneyti. Í greininni er vísað til framtaks Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokks, í þessum málum og sagt að draumur hans sé að Ísland verði fyrsta "vetnishagkerfið" með því að láta vetni koma í stað kolefniseldsneytis á borð við díselolíu og bensín. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 400 orð

Torvelda deilur um fjárlögin stækkun?

TALIÐ er að krafa þýzkra stjórnvalda, um að framlag Þýzkalands til sameiginlegra sjóða Evrópusambandsins verði lækkað, mæti litlum skilningi hjá öðrum aðildarríkjum. Sérfræðingar óttast að deilur um fjárlög ESB geti orðið til þess að torvelda stækkun sambandsins til austurs. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 333 orð

Tveimur slaufum lokað í 8 daga

FRÁ laugardeginum 23. ágúst kl. 7.30 til sunnudagsins 31. ágúst kl. 7.30, eða í átta daga, verða lokaðar tvær slaufur við gatnamót Miklubrautar og Sæbrautar. Við það lokast akstursleið þeirra sem ætla norður Reykjanesbraut og inn á Miklubraut til vesturs og þeirra sem ætla vestur Vesturlandsveg og inn á Reykjanesbraut til suðurs. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Útför Hannesar Sigfússonar Ú

ÚTFÖR Hannesar Sigfússonar, skálds og þýðanda, var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson jarðsöng. Hannes Sigfússon var á 76. aldursári er hann lést. Hann var brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð og eitt helsta ljóðskáld sinnar kynslóðar á Íslandi. Eftir Hannes liggja átta ljóðabækur, tvær skáldsögur og endurminningar hans sem út komu í tveimur bindum. Meira
22. ágúst 1997 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Útlit fyrir "góða" uppskeru

KARTÖFLUBÆNDUR í Eyjafirði eru farnir að kíkja undir og er útlit fyrir ágætis uppskeru á þessu hausti. Vorið var nokkuð kalt en sumarið hefur verið hagstætt kartöflubændum. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi var að taka upp kartöflur í gær. Hann segir horfur á góðri uppskeru en ekki sé þó víst að það sé endilega það besta fyrir kartöflubændur. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Vatn yfir veginn í Eldhrauni

VATN flæddi yfir þjóðveginn á 120 metra kafla austast í Eldhrauni við Dyngjur í gærkvöldi. Vatnshæðin á veginum var allt að 20 sentimetrar. Ökumenn voru aðstoðaðir við að komast leiðar sinnar. Mikil úrkoma hefur verið á þessum slóðum að undanförnu, en einnig er um hlaupvatn úr Skaftá að ræða. Vegagerðarmenn úr Vík töldu líklegt að varnargarður hefði gefið sig ofan við þjóðveginn. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Vegagerðin vék úr vegi álaganna

VEGAGERÐ ríkisins hætti við að sprengja niður blindhæð á nýjum vegi í Hegranesi í Skagafirði árið 1978 eftir misheppnaðar samningaumleitanir við öfl úr öðrum heimi um að fá að sprengja klöpp í svonefndu Tröllaskarði. Meira
22. ágúst 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Vekja á umræðu um stöðu eldra fólksins

NEFND sem kosin hefur verið til að undirbúa stofnun félags eldri sjálfstæðismanna kom saman til fyrsta fundar í gær og var Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri kosinn formaður nefndarinnar. Fyrr í þessum mánuði komu rúmlega 50 eldri sjálfstæðismenn saman að frumkvæði Guðmundar Hallvarðssonar alþingismanns og ræddu stofnun slíks félags og var undirbúningsnefndinni falið að vinna að málinu, Meira
22. ágúst 1997 | Landsbyggðin | 774 orð

Villtur birkiskógur með hávöxnum trjám

SKÓGRÆKT ríkisins hefur keypt meginhluta jarðarinnar Vatnshorns í Skorradal og er það áttunda skógræktarjörðin í dalnum. Jörðin er keypt í þeim tilgangi að vernda villtan birkiskóg sem þar vex með allt að sjö metra háum trjám. Skógarvörðurinn segir að skógurinn sé náttúruperla sem fáir hafi vitað um. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 339 orð

"Vökul augu kjósenda þrýsta á Khatami"

ALMENNINGUR í Íran bíður þess nú að Mohammad Khatami, forseti landsins, geri þær umbætur sem hann lofaði í kosningabaráttunni, að því er írönsk dagblöð sögðu í gær. Þingið samþykkti í fyrradag öll ráðherraefni Khatamis, og segja fréttaskýrendur það hafa verið mikilvægasta sigur sem forsetinn hafi unnið frá því hann vann stórsigur í kosningunum í maí. Meira
22. ágúst 1997 | Erlendar fréttir | 952 orð

"Yfirráðherra" sem fer sínu fram

BRESKI Verkamannaflokkurinn hélt nýlega upp á fyrstu 100 daga sína í stjórn og það var í raun aðeins eitt, sem skyggði dálítið á gleðina. Þá er átt við þær deilur og óánægju, sem komin er upp með vaxandi völd Peter Mandelsons, ráðherra án ráðuneytis í ríkisstjórn Tony Blairs. Meira
22. ágúst 1997 | Miðopna | 879 orð

Yfirsýn um heiminn

Þessa dagana fer fram Evrópuráðstefna kvenna sem eiga sæti í BPW samtökunum. Þau eru vettvangur kvenna í atvinnulífinu og hafa það að markmiði að styrkja stöðu kvenna í heiminum. Sigríður B. Tómasdóttir hitti nokkra þátttakendur á ráðstefnunni sem voru sammála um að það væri mjög lærdómsríkt þegar konur úr öllum áttum koma saman. Meira

Ritstjórnargreinar

22. ágúst 1997 | Leiðarar | 553 orð

LeiðariTÍMAMÓTASAMNINGUR VIÐ RÚSSA AMNINGUR íslenzkra og rús

LeiðariTÍMAMÓTASAMNINGUR VIÐ RÚSSA AMNINGUR íslenzkra og rússneskra stjórnvalda um samstarf og samskipti á sviði sjávarútvegsmála markar tímamót í samskiptum ríkjanna. Samningurinn kann, ef rétt er á haldið, að opna gífurlega möguleika, sem orðið geta löndunum báðum til hagsbóta. Meira
22. ágúst 1997 | Staksteinar | 344 orð

»Mansal? RÉTTUR fólks í sjávarplássum til að veiða fisk er réttur þess til a

RÉTTUR fólks í sjávarplássum til að veiða fisk er réttur þess til að komast af og búa í heimahögum. Þetta segir Bæjarins bezta á Ísafirði. "Sala á atvinnu", segir í blaðinu, "er aldrei neitt annað en sala á fólki." Sala á lífsbjörginni Meira

Menning

22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 70 orð

51 árs afmæli Clintons

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hélt nýlega upp á 51 árs afmæli sitt á heimili leikarahjónanna Ted Danson og Mary Steenburgen. Jimmy Buffett sá um tónlistina. Á boðslistanum voru m.a. Carly Simon, sjónvarpsframleiðandinn Merv Griffin og rithöfundurinn William Styron. Clinton er í þriggja vikna leyfi um þessar mundir með fjölskyldu sinni. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 183 orð

Afmælissýning Eyvinds

EYVINDUR Erlendsson leikstjóri heldur sýningu á handverki sínu og myndlist í vinnustofu sinni og útihúsum í Hátúni í Ölfusi laugardaginn 23. ágúst. Það er rétt utan Ölfusárbrúar hjá Selfossi. Sýningin er haldin í tilefni af nýliðnu sextugsafmæli listamannsins. Þar verða mest nýleg verk en einnig nokkur frá fyrri tíð. Meira
22. ágúst 1997 | Kvikmyndir | 414 orð

Á hálfum hraða

Leikstjóri Jan de Bont. Handritshöfundur Jan de Bont, Randall McCormick, Jeff Nathanson. Kvikmyndatökustjóri Jack N. Green. Tónlist Mark Mancina. Aðalleikendur Sandra Bullock, Jason Patrick, Willem Dafoe, Temuera Morrison, Christine Firkins. 121 mín. Bandarísk. 20th Century Fox 1997. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 394 orð

Átt þú Sanasol brúsa?

MANST þú eftir Sanasol f vítamíndrykknum sem allir krakkar drukku í gamla daga," spyr Þórhallur Skúlason blaðamann og er áhyggjufullur á svip. "Þetta voru vítamíndrykkir úr ávöxtum ... svartir brúsar ... ferlega skrítnir?" Blaðamaður kemur af fjöllum. "Mig vantar svona brúsa," segir Þórhallur. "Jæja, það nær ekki lengra. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 540 orð

Á villigötum í jarðarför Frumsýning

DAVID Schwimmer úr sjónvarpsþáttunum Vinum leikur aðalhlutverkið á móti Gwyneth Paltrow í gamanmyndinni um Líkmanninn, The Pallbearer. Tom Thompson er nýsloppinn úr háskóla en gengur ekkert að finna sér starf, ná sér í kærustu eða gera eitthvað í því að koma sér út af heimili móður sinnar (Carol Kane) í Brooklyn. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 266 orð

Bræður munu berjast Veiðimennirnir (Jagarna)

Framleiðendur: Joakim Hansson, Björn Carlström. Leikstjóri: Kjell Sundvall. Handritshöfundar: Kjell Sundvall, Björn Carlström. Kvikmyndataka: Kjell Lagerroos. Tónlist: Björn J:Son Lindh. Aðalhlutverk: Rolf Lassgard, Helena Bergström, Lennart Jaekel, Jarmo Makinen, Thomas Hedegran. 113 mín. Skífan. 1997. Útgáfudagur: 30. júlí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Diaz slær sér upp með Dillon

CAMERON Diaz hefur komist langt á framabrautinni á þeim átta árum sem liðin eru síðan hún hóf fyrirsætustörf 16 ára gömul. Hún sló eftirminnilega í gegn í myndinni "The Mask", þar sem Jim Carrey fór á kostum. Síðan þá hefur hún leikið í myndum á borð við "The Last Supper", "She's the One" og "My Best Friend's Wedding", sem bráðlega verður frumsýnd í Stjörnubíói. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 65 orð

Djarfur dans endurlífgaður

LEIKARARNIR Patrick Swayze og Jennifer Gray fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Djarfur dans eða "Dirty Dancing" árið 1987, sem sló svo eftirminnilega í gegn. Það voru því ánægjulegir endurfundir þegar þau hittust á sýningu myndarinnar í fyrrakvöld í tilefni af því að tíu ár eru frá því hún var frumsýnd. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 110 orð

Finnsk list í Galleríi Horninu

FINNSKU listakonurnar Helena Junttila og Ullamaija Hänninen opna laugardaginn 23. ágúst kl. 15­17 sýningu á verkum sínum í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Helena var í listnámi í Helsinki en býr og starfar í Lapplandi. Hún sýnir málverk. Helena hefur haldið nokkrar einkasýningar í Finnlandi og tekið þátt í samsýningum víða um Evrópu. Ullamaija sýnir ljósmyndir. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 782 orð

Frekar fyndin mynd

Bergþóra er 11 ára og Freydís er 12 ára. Þær voru að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Stikkfrí þegar Hildur Loftsdóttir hitti þær uppi á hóli í Hafnarfirði. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 558 orð

Gagnrýnin rós í hnappagatið

NÚ ER meira en vika liðin frá frumsýningu Blossa/810551, nýjustu íslensku kvikmyndarinnar. Blaðamaður vildum forvitnast um hvernig viðtökurnar hefðu verið, og höfðum því samband við Lars Emil Árnason handrits- og útlitshöfund kvikmyndarinnar. "Viðtökurnar hafa verið alveg stórkostlegar. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 397 orð

Gangandi gallerý

"GANGANDI gallerý" var stofnað fyrir ári af Berglindi Ágústsdóttur en eins og nafnið gefur til kynna er það hún sjálf sem er gallerýið. Í tilefni af eins árs afmælinu hringdi Berglind í fyrirtæki og fékk þau til að gefa sælgæti og ávexti sem hún gaf borgarbúum á göngu sinni um borgina á Menningarnótt um síðustu helgi. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 115 orð

Grafík á "22"

EGGERT Einarsson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum á veitingahúsinu 22 á Laugavegi 22 laugardaginn 23. ágúst kl. 20. Á sýningunni verða grafíkmyndir og einn hreyfiskúlptúr og eru grafíkmyndirnar einskonar uppdrættir eða skissur að ýmiss konar vélum listamannsins. Eggert Einarsson er útskrifaður úr nýlistadeild MHÍ. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 829 orð

Hasarblaðahetjur vinsæll efniviður í Hollywood

ÞRÁTT fyrir að nýjasta myndin um Batman hafi ekki fengið eins góðar viðtökur og búist var við eru ofurhetjur enn vinsælar í Hollywood. Á dögunum var frumsýnd mynd um teiknimyndahetju Todd McFarlane "Spawn" og myndin "Steel" með Shaquille O'Neal í aðalhlutverki. Leikarinn Wesley Snipes mun svo leika blóðsugubanann í "Blade" og í vetur mun Nicholas Cage hefja tökur á nýrri mynd um "Superman". Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 611 orð

Hundleið á hinum fimm fræknu

ENID Blyton ætlaði aðeins að skrifa sex bækur í þekktasta bókaflokki sínum, bókunum um hin fræknu fimm, að sögn dóttur hennar. Hún lét hins vegar undan þrýstingi útgefanda síns og lesenda og samdi alls 21 bók um fimmmenningana á árunum 1942 til 1963, þrátt fyrir að hún væri orðin hundleið á efninu. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Landsýn Ingu Hlöðversdóttur

FJAÐRIR, skeljar, rósir og önnur náttúruleg efni ásamt hefðbundinni olíumálningu eru uppistaðan og hráefnið í verkum Ingu Hlöðversdóttur sem verða til sýnis í Perlunni á næstunni. Um er að ræða 31 verk, málverk og "kassalist", sem unnin eru á sl. fimm árum en Inga hefur búið og starfað í Hollandi og Frakklandi í áratug. Sýningin sem ber yfirskriftina Landsýn er fyrsta einkasýning hennar hérlendis. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 67 orð

Leðjubað í Tyrklandi

SÖNGVARINN góðkunni Sting er eins og alþjóð veit áhugamaður um íslenska hesta. Ef marka má meðfylgjandi mynd virðisthann eiga sér fleiri áhugamál, þar á meðal leirböð í Tyrklandi.Leikarinn Dustin Hoffmann virðist ekki síður áhugasamur ogleggur sig að því er virðist allan fram við að smyrja leðjunni álíkama Stings. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 725 orð

Leikari í lagaflækjum Frumsýning

TRIAL and Error er ærslafull gamanmynd um velmeinandi, atvinnulausan leikara, sem fer að leika lögfræðing og er allt í einu farinn að verja mann sem er ákærður fyrir fjársvik. Þessi leikari er Richard Rietti (Michael Richards úr Seinfeld), sem var búinn að skipuleggja mesta steggjapartí aldarinnar fyrir vin sinn, lögfræðinginn Charles, þegar það kom babb í bátinn. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 450 orð

Listahátíð í hámarki

SEGJA má að listahátíð Seyðisfjarðar sé nú í hámarki. Listamennirnir og bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir hafa opnað sýningu sína í stofu 1 í Seyðisfjarðarskóla. Þar sýnir Sigurður fimm verk. Tvö verkanna Fjallfoss (1997) og Mývatn (1997) eru steinþrykk/tréristur, tvö eru tréristur Jail (1996) og Prison (1996) og eitt er Biðskák, Gullfiskar. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 1973 orð

Líkaminn hreyfist en hjartað ekki

CHEN Zhen fór frá heimalandi sínu fyrir rúmum tíu árum, í lok árs 1986, og hefur síðan búið í Frakklandi og unnið að list sinni. Reyndar vann hann ekkert að listinni fyrstu fjögur ár sín í landinu heldur notaði tímann í að kynnast nýrri menningu og tungumáli. Hann sá einnig heimaland sitt í öðru ljósi og upplifði það utanfrá með augum Evrópubúans. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 113 orð

Ljósmyndir frá Samabyggðum í Finnlandi

Í DAG, föstudag kl. 17 verður ljósmyndasýningin Augnablik í tímans Straumi eftir finnska ljósmyndarann Jukka Suvilehto opnuð í anddyri Norræna hússins. Myndirnar eru afrakstur mikillar heimildasöfnunar um lífshætti Sama í nútímasamfélagi. Meira
22. ágúst 1997 | Myndlist | -1 orð

Miðaldabækur Íslands

Opið alla daga frá 13-17. Til 31. ágúst. Aðgangur 200 krónur. Sýningarskrá 400 krónur. ÞAÐ virðist hafa farið framhjá alltof mörgum, að í Stofnun Árna Magnússonar er um þessar mundir þjóðhátíðarsýning handrita sem afhent hafa verið úr Det arnamagnæanske Instutit og Det kongelige Bibliotek í Kaupmannahöfn á árunum 1971­1997. Auglýsing því til áréttingar gat að líta í blaðinu sl. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Miðnætursýning á Veðmálinu

LEIKFÉLAG Íslands stendur fyrir miðnætursýningu föstudaginn 22. ágúst á leikritinu Veðmálinu eftir Mark Medoff. Í aðalhlutverkum eru þau Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Benedikt Erlingsson. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 218 orð

Námskeið fyrir kór stjórnendur

Á VEGUM embættis söngmálastjóra íslensku þjóðkirkjunnar verður í Hafnarfirði haldið námskeið fyrir kórstjórnendur, organista og annað áhugafólk um kórstarf dagana 24.­27. ágúst nk. Rúmlega 40 þátttakendur munu sækja námskeiðið sem haldið verður í húsakynnum Hafnarfjarðarkirkju en námskeiðin hafa farið fram til þessa í Skálholti. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 221 orð

Nótt hinna löngu hnífa

EINHVER alræmdustu illmenni hvíta tjaldsins, óþokkarnir Freddy Krueger úr martraðamyndunum frá Elm-stræti og Jason Vorhees úr myndunum um föstudaginn þrettánda, mætast bráðlega á breiðtjaldinu. Munu þorpararnir tveir kljást um yfirráðin yfir myrkraöflunum og mun tæknibrellusérfræðingurinn Rob Bottin leikstýra hildarleiknum. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 181 orð

Nýjar bækur BLÓT í norrænum sið e

BLÓT í norrænum sið er rannsóknarrit byggt á forníslenskum heimildum um blót. Í upphafi bókarinnar eru rök að því leidd að ýmsar blótfrásagnir Landnámabókar séu langtum fyrr skráðar en talið hefur verið. Guðrúnu Ósvífursdóttur er helgaður kafli í bókinni og grafist fyrir um upprunalegt trúarinntak frásagnar af blóti hennar og spuna. Meira
22. ágúst 1997 | Tónlist | -1 orð

Óvenjulegir en frábærir

Caput og 8 söngvarar flytja tónlistina úr 4. söng Guðrúnar í Héðinshúsinu 21. ágúst. Höfundur tónlistar Haukur Tómasson. Texti úr Eddukvæðum. Stjórnandi Christian Eggen. Flytjendur söngva, Berit Mæland, Merete Sveistrup, Ulla Kudsk Jensen, Isabel Piganiol, Rudi Sisseck, Sverrir Guðjónsson, Herdís Anna Jónasdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Karlakórinn Fóstbræður. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 118 orð

Roskilde Harmoniorkester í Norræna húsinu

ROSKILDE Harmoniorkester heldur tónleika laugardaginn 23. ágúst kl. 16 í Norræna húsinu. Hljómsveitin kemur til Reykjavíkur frá Ísafirði, vinabæ Hróarskeldu, þar sem þau héldu tónleika ásamt tónlistarskóla þeirra Ísfirðinga. Hljómveitin heldur þessu einu tónleika í Reykjavík. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Síðasta sýningarhelgi Baska

Í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, lýkur sýningu á verkum Baska (Bjarna Ketilssonar) sunnudaginn 24. ágúst. Bjarni sýnir þar olíumálverk, vatnslitamyndir og blekteikningar. Sýningin er mjög fjölbreytt og án þema. Bjarni er fæddur 1966 á Akranesi. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 37 orð

Sýning á heilabrotum

ANNA Júlía Friðbjörnsdóttir hefur opnað netta myndlistarsýningu á heilabrotum í Galleríi Nema hvað, Þingholtsstræti 6. Sýningin verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16­19 og á sunnudögum frá kl. 15­18 til 2. september. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 232 orð

Sýning Gjörningaklúbbsins eyðilögð

SÝNING Gjörningaklúbbsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi hefur verið eyðilögð og því hefur henni verið aflýst en hún átti að standa til 31. ágúst. Gjörningaklúbbinn skipa þær Dóra Ísleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Jóní Jónsdóttir en að sögn þeirrar síðastnefndu skemmdu gestir sýningarinnar allt sem henni tilheyrði eða hafði það á brott með sér. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 168 orð

Tónleikar með gítar og steinaspili á Húsafelli

GÍTARLEIKARINN Símon H. Ívarsson og tónskáldið Elías Davíðsson halda tónleika laugardaginn 23. ágúst kl. 17 í Húsafellskirkju. Á tónleikunum leikur Símon verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og tónlist frá Suður-Ameríku og mun hann kynna verkin fyrir áheyrendur. Elías leikur spuna á steinaspil sem hann hefur gert úr íslenskum steinum sem hann hefur m.a. fundið í nágrenni Húsafells. Meira
22. ágúst 1997 | Tónlist | -1 orð

Trúbadorar í startholunum

Safnaðarheimilið Akranesi 19. ágúst kl. 20.30. Ólafur Árni Bjarnason tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Verkefni eftir íslenska og erlenda höfunda. VIÐ erum undirlögð tækninni, sem við treystum að bregðist ekki, en á þó til að koma aftan að manni og gerði svo í þessu tilfelli, Meira
22. ágúst 1997 | Tónlist | 403 orð

Vel agaðar englaraddir

Stjórnandi: Jón Stefánsson. Hljóðfæraleikarar: Hallfríður Ólafsdóttir (óbó), Lára Bryndís Eggertsdóttir (píanó), Kjartan Valdimarsson (píanó), Þórður Högnason (bassi). Einsöngvarar: Árný Ingvarsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Guðrún Helga Steinsdóttir, Lovísa Árnadóttir, Vala S. Guðmunsdóttir. Stafræn upptaka í Studio Langholtskirkju 20. og 21. september 1996. Meira
22. ágúst 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Æfa skugga dóttur Lés konungs

TVEIR leikarar sem fara með hlutverk skugga dóttur Lés konungs sjást hér á æfingu 8. ágúst síðastliðinn. Til stendur að sýna uppfærslu á Lé konungi í Singapore árið 1988 og taka margir af hæfileikaríkustu leikurum landsins þátt í sýningunni. Meira
22. ágúst 1997 | Menningarlíf | 420 orð

Öndvegislistamaður Grænlendinga

Í KATUAQ, nýja menningarhúsinu í Nuuk á Grænlandi, var nýlega opnuð viðamikil sýning á list grænlenska málarans Hans Lynge (1906-1988). Hans Lynge hefur verið kallaður öndvegislistamaður Grænlendinga, en á sýningunni eru líka dæmi um annað sem hann tók sér fyrir hendur, m.a. ritstörf hans, en hann orti ljóð, samdi leikrit, skáldsögur og skrifaði endurminningar sínar. Meira

Umræðan

22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 935 orð

Árinni kennir illur ræðari

Árinni kennir illur ræðari Á síðustu mánuðum hefur heldur betur, segir Sölvína Konráðs, hrikt í stoðum hins íslenska skólakerfis. Í ÁRATUGI hefur íslenska skólakerfið verið háð pólítískri hentistefnu, miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði sér ekki fyrir endann á því. Meira
22. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Enn um alþingishús

FYRIR skömmu birti ég blaðagrein um Alþingishús (Alþýðublaðið 25.7. 1997). Lagði ég til, að öll hús á reitinum Kirkjustræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og Tjarnargata yrðu fjarlægð, Alþingishúsinu lyft í rétta hæð og síðan yrðu tvö ný hús úr höggnu grjóti, eins og Alþingishúsið, byggð meðfram Kirkjustræti. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 998 orð

Eru stafræn bókasöfn það sem koma skal?

UNDANFARIN ár hefur mikil umræða átt sér stað um svokölluð stafræn bókasöfn, á ensku kölluð "Digital Libraries". Mikilvægt er fyrir bókasöfn að ná tökum sem fyrst á þessari tækni þar eð gífurleg þróun mun verða í þessa átt á næstu árum. Nú eru það aðallega þjóðbókasöfn og háskólabókasöfn sem eru að leggja út á þessa braut en fyrirsjáanlegt er að ýmis önnur söfn, t.d. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 736 orð

Guðmundar- og Geirfinnsmál

ENN á ný eru svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál til umfjöllunar vegna erindis um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 214/1978. Deilt hefur verið hart um sönnunarfærslu í þessu máli, hvort harðræði hafi verið beitt við fanga til að knýja fram játningar, ólögmætum rannsóknarháttum og dómniðurstöður verið grundvallaðar án fullra lögsönnunar. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 1826 orð

KERFIÐ EÐA LÍFIÐ!

Mánudagur 7. júlí: Hjartaþræðingu er lokið. Ég ligg og bíð flutnings til baka á sjúkrastofuna á deild B7 á Borgarspítalanum. Læknirinn minn, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, sem annaðist þræðinguna ásamt aðstoðarfólki, segist ætla að koma til mín eftir flutninginn og ræða við mig. Eitthvað í fasi fólksins í kringum mig segir mér að vondra frétta sé að vænta. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 698 orð

Nýtt launakerfi háskólamanna

FLEST aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa nýverið gengið frá nýjum kjarasamningum við fjármálaráðherra um nýtt launakerfi sem mun leiða af sér margvíslegar breytingar á samningstímabilinu á fyrirkomulagi kjarasamninga og launum háskólamanna. Frá sjónarhól stéttarfélaganna er núverandi launakerfi komið í algert öngstræti. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 821 orð

Snjóflóðavarnir á Flateyri

UNDANFARIN misseri hefur Önundur Ásgeirsson (ÖÁ), fyrrverandi forstjóri OLÍS, skrifað margar greinar í dagblöð um þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Flateyri og ætlað er að verja byggðina þar fyrir yfirvofandi snjóflóðahættu. Meira
22. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 284 orð

Stjórnvöld eða R-listinn?

KARL Ormsson skrifar mikið í blöðin. Í DV þann 23. júní sl. skrifar hann eldri borgurum í Reykjavík. ­ Þar vitnar hann í mig, sem er varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, en ég lýsti því yfir í blaðagrein, að við myndum grípa til róttækra ráðstafana í næstu kosningum, ef ekkert yrði gert til að leiðrétta kjör okkar. Meira
22. ágúst 1997 | Bréf til blaðsins | 170 orð

Um geymsluþol lyfja

Nýlega birtist í Morgunblaðinu lesendabréf þar sem kvartað var undan misvísandi upplýsingum um geymsluskilyrði ZOVIR krems (framleiðandi GlaxoWellcome). Lesandi hafði fengið kremið afhent úr kæli lyfjaverslunar þrátt fyrir að á umbúðum og í fylgiseðli kæmi skýrt fram að lyfið skuli geymt við stofuhita. Bréfritari spyr hvort röng geymsluskilyrði kunni að hafa áhrif á virkni lyfsins. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 409 orð

Vafasamar fyrirætlanir Pósts og síma

HÆTT er við að fyrirhuguð hækkun á póstburðargjöldum fyrir blöð og tímarit hafi verri og óæskilegri áhrif en flestir hafa gert sér í hugarlund. Stór hluti af því íslenska lesmáli sem berst í hendur almennings er dreift með póstinum. Þar er um að ræða dagblöð, tímarit, fréttabréf og fleira í þeim dúr. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 713 orð

Valdið og vitjunartíminn

HANNES Hómsteinn spyr í 2. grein sinni hinn 8. þ.m. hér í blaði: "Hvorugir séu líklegri til þess að verja fiskveiðiarðinum (gróðanum af gjafakvótanum) skynsamlega, tímabundinn meirihluti atvinnustjórnmálamanna eða nokkur þúsund hluthafar í útgerðarfyrirtækjum?" Svar Hannesar er svona: "Ég er ekki í neinum vafa um hvernig Adam Smith hefði svarað þessari spurningu. Meira
22. ágúst 1997 | Aðsent efni | 487 orð

Þjóðvegurinn Gullinbrú

AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkur umræða verið um umferðarmál í Grafarvogi þar á meðal frestun ríkisins á breikkun Gullinbrúar og þess ástands sem skapast þegar aðkoma að hverfinu teppist. Borgaryfirvöld eru þess vel meðvituð að nauðsynlegt er að gera úrbætur á Gullinbrú og breikkun Gullinbrúar var á vegáætlun ársins 1998 eða þar til ríkisstjórnin ákvað með skömmum fyrirvara sl. Meira

Minningargreinar

22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Bjarni Guðmundur Bogason

Hann elsku afi minn er dáinn. Ég er í sorg en þó sátt. Hann var 90 ára síðan í janúar og líkaminn búinn. Hann var mér svo mikið og mér þótti svo vænt um hann og þykir enn. Hann var svo góður við mig og hlýr og ég var sem dóttir hans þar sem hann og amma ólu mig upp. Alltaf þótti mér jafn gott að koma heim frá London og faðma hann afa sem lifnaði allur við þegar hann sá mig. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 152 orð

BJARNI GUÐMUNDUR BOGASON

BJARNI GUÐMUNDUR BOGASON Bjarni Guðmundur Bogason fæddist í Folafæti í Seyðisfirði við Ísarfjarðardjúp 8. janúar 1907. Hann lést á heimili sínu 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósa Aradóttir, f. 6. júlí 1874, d. 30. júní 1939, og Bogi Benediktsson, f. 29. júní 1865, drukknaði 14. október 1907. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Björn Stefánsson

Elsku afi. Eins og margir vita er það aldrei létt að missa svo góðan mann og elskandi afa eins og þig. Ég vil þakka þér fyrir margar góðar minningar og hlýlegar stundir. Þó að ég hafi alltaf búið erlendis hefur þú alltaf skrifað mér bréf og ég heyrt af þér á hátíðum. Ég vil þakka fyrir að þú hefur gefið mér svo góða móður og hugsað svo vel um ömmu mína. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 274 orð

Björn Stefánsson

Það var sársaukafullt að frétta að tengdafaðir minn, Björn Stefánsson, væri látinn. Nokkrum vikum áður sátum við í hlýjunni á pallinum á Hóli í Stöðvarfirði og spjölluðum saman. Þú varst oft hugsandi. Þú horfðir til hafs og til hafnar og fylgdist með fiskibátunum og sjómönnunum sem þú dáðist að. Ég er viss um að þig grunaði að þú værir að leggja af stað í þína síðustu sjóferð. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 424 orð

Björn Stefánsson

Það voru miklar gleðistundir fyrir mig og fjölskyldu mína að vera með pabba og mömmu vikudvöl í sumar, eftir margra ára aðskilnað. Við nutum samvista þeirra í ríkum mæli. Það eina sem skyggði á gleðina var að pabbi var veikur og við fundum að þetta yrðu okkar síðustu stundir með honum í þessu lífi. Hann bar veikindi sín með miklum hetjuskap. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Björn Stefánsson

Ég sá ekki afa minn mjög oft, en það var nógu oft til að vita hvernig maður hann var. Hann var góður maður með mikinn kærleik sem hann gaf ættingjum og vinum. Honum þótti mjög vænt um fólk og var annt um annarra líðan og hamingju. Hann bauð fólk velkomið inn á sitt heimili og vildi að það fyndi sig heima. Ég minnist þess þegar ég var lítil að ég sat á hans hné og var örugg og elskuð. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 30 orð

BJöRN STEFÁNSSON

BJöRN STEFÁNSSON Björn Stefánsson fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 7. apríl 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 5. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 15. ágúst. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Okkur langar með nokkrum orðum að minnast Steina. Þó að við höfum ekki þekkt hann lengi, höguðu atvikin því þannig að leiðir okkar lágu saman og eru okkur þá efst í huga síðastliðin jól og áramót. Fjölskyldur okkar höfðu ákveðið, reyndar sín í hvoru lagi, að dveljast erlendis yfir jólahátíðina. Það var með blendnum huga að við ákváðum þetta og hygg ég að eins hafi það verið hjá Steina og Sigrúnu. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 266 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Elsku Steini minn, aldrei datt mér í hug að eina bréfið og jafnframt það síðasta sem ég skrifa þér mundi verða kveðjubréf til þín. Það á eftir að taka mig langan tíma að átta mig á því að þú sért farinn, en ég hugga mig með því að það er líf eftir þetta líf og við eigum eftir að hittast aftur einhvern tímann í næstu lífum. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 320 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Kæri Steini, þetta vísubrot lýsir því hve fljótt þú fórst frá okkur og hversu mikið þín er saknað. Friðsteinn var fæddur í Reykjavík. Móðir hans er Sóley Loftsdóttir og faðir hans Björgvin Friðsteinsson (látinn). Steini ólst upp hjá mömmu og Bjarna í Bæ, en ég ólst upp hjá ömmu í Vík. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 365 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Með örfáum orðum vil ég minnast elsku drengsins okkar Friðsteins Helga sem fórst með bátnum sínum Margréti SH frá Rifi við annan mann. Við fengum að njóta þess að vera með honum og fjölskyldu hans og systkinum í sumarhúsi í Grímsnesi 11.­13. júlí sl. Það eru okkur öllum dýrmætir dagar. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 283 orð

Friðsteinn Helgi Björgvinsson

Elsku Steini minn. Ég ætla hvorki að hafa þetta háfleygt né væmið, því ég veit að þú hefðir ekki kært þig um slíkt. Við hjónin erum afar þakklát fyrir að hafa átt svo yndislegan tengdason í þessi ár, sem voru þó alltof fá. Ekki óraði okkur fyrir því að við værum að sjást í hinsta sinn þegar við komum að heimsækja ykkur í sumarbústaðinn fyrir nokkrum vikum. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 251 orð

FRIÐSTEINN HELGI BJÖRGVINSSON

FRIÐSTEINN HELGI BJÖRGVINSSON Friðsteinn Helgi Björgvinsson, sjómaður, fæddist í Reykjavík 5. júní 1962. Friðsteinn Helgi var eigandi vélbátsins Margrétar SH 196 úr Rifi sem fórst á Breiðafirði 15. júlí síðastliðinn. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 572 orð

Gunnar Markússon

Um huga mér stormbylur hafði þotið, og húmið sem niður mig beygði var þrotið, þar kvað við með sverðtungum: Sæktu fram, uns síðasta virkið er brotið. (Guðmundur Magnússon.) Þessar tilvitnuðu ljóðlínur skáldsins mættu vera einskonar einkunnarorð eða eintal þess manns sem hér skal að nokkru minnast. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 27 orð

GUNNAR MARKÚSSON

GUNNAR MARKÚSSON Gunnar Markússon fæddist á Eyrarbakka 18. október 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 20. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju 26. júlí. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Jón Hansson Hoffmann

Elsku langafi. Við söknum þín því að þú varst alltaf svo góður við okkur, en nú ertu kominn til himna og við vitum að þér líður vel. Guð blessi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 435 orð

JÓN HANSSON HOFFMANN

JÓN HANSSON HOFFMANN Jón Hansson Hoffmann var fæddur á Búðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi 13. desember 1901. Hann lést 15. ágúst síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hans Jónsson Hoffmann, bóndi, f. 23. maí 1864, d. 18. ágúst 1924, og Rósa Ketilsdóttir, f. 19. febrúar 1860, d. 2. janúar 1912. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Jón Hoffmann Hansson

Látinn er í hárri elli Jón Hoffmann Hansson sem síðustu ár sín var vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hann var fæddur á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Móður sína missti hann ellefu ára og var um sinn með föður sínum einum, þar til faðir hans kvæntist aftur, fór þá þegar með honum til sjós og stundaði róðra til tvítugsaldurs. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 340 orð

Páll Einar Sigurðsson

Þegar starfsemi Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði hófst haustið 1948 var Páll Sigurðsson í þeim fámenna hópi sem þar var kvaddur til starfa undir forustu Björns Sigurðssonar læknis. Þrátt fyrir ungan aldur var hann þó enginn nýgræðingur í rannsóknavinnu enda hafði hann byrjað sem sendisveinn hjá Níelsi Dungal prófessor á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Páll Einar Sigurðsson

Vinur okkar og samstarfsmaður, Páll Sigurðsson, er látinn. Daginn sem hann lést gekk hann að störfum sínum á Rannsóknastofunni að vanda og var sami glæsibragurinn yfir honum sem endranær. Hann var nýkominn úr fríi frá Danmörku og bar engin merki um sjúkdóminn sem gert hafði vart við sig á liðnum vetri. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 575 orð

Páll Einar Sigurðsson

Páll Einar Sigurðsson móðurbróðir minn er dáinn. Palli frændi eins og hann var alltaf kallaður. Þetta kom mér eins og öðrum í opna skjöldu. Vissulega var Palli orðinn sjötugur en að komið væri að leiðarlokum hjá þessum reista og myndarlega manni, það fannst mér af og frá. Ég hitti hann nýlega á förnum vegi hressan að venju. Hann var bæjarprýði eins og mamma sagði um hann. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Páll Einar Sigurðsson

Palli var móðurbróðir minn. Hann var uppáhaldsfrændinn minn. Þegar ég nú við andlát hans hugsa til hans, koma fyrst upp í hugann minningar frá því að ég sem smástelpa var í afmælisboðum hjá honum. En áður en Palli giftist hélt hann upp á afmælin sín með því að bjóða börnum systra sinna til sín, en Palli var afar barngóður. Þetta voru fínustu veislurnar sem ég fór í þá. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 488 orð

Páll Einar Sigurðsson

Það er með miklum söknuði sem ég kveð tengdaföður minn, Pál E. Sigurðsson. Rúm sex ár eru liðin frá því að Kara mín kynnti mig fyrir foreldrum sínum, þeim Sigríði og Páli, á heimili þeirra í Safamýri. Mér leið strax vel í návist þeirra, enda tóku þau mér opnum örmum allt frá upphafi og fjölmargar ánægjustundir hef ég átt á þeirra fallega heimili. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 234 orð

Páll Einar Sigurðsson

Palli bróðir dáinn! Nei, ég trúi því ekki, varð mér að orði þegar fregnin barst mér. Þú sem varst hreystin uppmáluð, alltaf hress og kátur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér ásamt öðru skyldfólki og vinkonu minni síðasta daginn, sem þú lifðir í sumarbústað okkar hjónanna í þessu dásamlega veðri við kaffidrykkju úti á veröndinni. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Páll Einar Sigurðsson

Sigrún og ég gátum ekki annað en brosað í gegnum tárin þar sem við sátum í nýju íbúðinni hennar og töluðum um Palla. Sendill frá raftækjaverslun hafði truflað samræður okkar er hann færði Sigrúnu nýja eldavél, sem hún hafði fest kaup á. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 227 orð

PÁLL EINAR SIGURÐSSON

PÁLL EINAR SIGURÐSSON Páll Einar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 19. desember 1925. Hann lést á heimili sínu, Safamýri 48 í Reykjavík, 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Kristmann Pálsson, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík, f. 13. febrúar 1886, d. 6. janúar 1950, og Jóhanna Einarsdóttir saumakona, f. 22. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 683 orð

Páll E. Sigurðsson

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er og hefur lengi verið sérstæður vinnustaður. Þar starfar fólk að fjölbreytilegum verkefnum á ólíkum sviðum lífvísinda og margir hafa verið þar lengi. Stofnunin hefur eitthvað aðdráttarafl þannig að þeir sem hafa einu sinni unnið þar koma gjarnan aftur. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 401 orð

Pétur Einarsson

Þeim fækkar óðum félögum og vinum í gamla kaffiklúbbnum, sem hist hafa að morgni dags í rösk fjörutíu ár og blandað geði yfir kaffibolla á góðra vina fundum. Síðasti félaginn, sem kveður og skilur eftir auðan stól er Pétur Einarsson, en hann lést 8. ágúst sl. Minningarnar hrannast upp, þegar að kveðjustund kemur. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 26 orð

PÉTUR EINARSSON

PÉTUR EINARSSON Pétur Einarsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1929. Hann lést í Landspítalanum 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 14. ágúst. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 445 orð

Stefán Helgi Bjarnason

Mig langar til að minnast vinar míns Stefáns Bjarnasonar sem var burtu kallaður svo snöggt. Stefán er talinn hafa farist með Margréti SH 196 ásamt Freysteini Björgvinssyni þriðjudaginn 15. júlí síðastliðinn. Það kom ekki í huga minn þennan dag að það væri hættulegt veður á sjó, sólskin og blíða í landi. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Stefán Helgi Bjarnason

Hverjum hefði dottið það í hug að hann Stebbi kæmi ekki aftur að landi, þegar þeir héldu á sjóinn þennan örlagaríka dag, 15. júlí sl.? Þá var hásumar og allt svo bjart og fagurt. Hann var fæddur Skagfirðingur og mér segir svo hugur um að innst inni hafi hann átt þar djúpar rætur og sveitamaður var hann í sér þó sjómennskan yrði hans ævistarf. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 302 orð

STEFÁN HELGI BJARNASON

STEFÁN HELGI BJARNASON Stefán Helgi Bjarnason fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd, Skagafirði, 7. júlí 1941. Hann fórst með Margréti SH frá Rifi 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson, f. 3. jan. 1902 á Bjarnastöðum, Unadal, Skag., d. 6. ágúst 1987, og Anna Margrét Guðbrandsdóttir, f. 13. sept. 1908 á Ólafsfirði, d. 11. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 196 orð

Sturla Þorgeirsson

Ástkæri frændi okkar, Sturla Þorgeirsson, verður jarðsettur í dag. Langar okkur systkinin að segja frá nokkrum minningum um góðan frænda. Allt frá barnæsku var hann brosmildur strákur hvort sem við heimsóttum hann til Stykkishólms, þar sem hann bjó fyrstu ár ævi sinnar, eða þegar hann heimsótti okkur í Kópavoginn. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 262 orð

Sturla Þorgeirsson

Ég man þegar við hittumst fyrst. Þú varst ekki orðinn átta ára, bjartur og fallegur, og þú spurðir konurnar hvort búið væri að finna fyrir þig gull. Gull þýddi fjölskyldu sem þú þráðir svo mjög. Þennan dag heyrðist þú söngla mamma, mamma, eins og þú værir að segja eitthvað langþráð. Frá fyrsta degi kallaðir þú okkur mömmu og pabba og börnin okkar urðu þín systkini. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Sturla Þorgeirsson

Kveðja til vinar Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 673 orð

Sturla Þorgeirsson

Oft er stutt á milli hinna stóru högga gleði og sorgar. Sunnudaginn 10. ágúst er ég var nýkomin heim frá skírnarathöfn dóttursonar míns barst mér sú sorglega fregn að Sturla, eða Stulli okkar eins og við í sveitinni kölluðum hann, væri dáinn. Það er aldrei hægt að undirbúa sig fyrir að taka því og skilja tilganginn í því þegar ungt fólk sem á allt lífið framundan, er kallað í burtu. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 534 orð

Sturla Þorgeirsson

Elskulegi Sturla minn. Þinni stuttu og erfiðu ævi í þessari vídd er lokið. Aðeins 15 ára ertu tekinn frá okkur, á sama hátt og móðir þín fór og fleiri skyldmenni þín. Arfgeng heilablæðing er hræðilegur kross að bera, ekki síst fyrir þau ættmenni þín sem eftir lifa og bera ekki þennan hræðilega erfðalykil. Þau hafa þurft að horfa upp á hvern missinn á fætur öðrum undanfarin ár. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Sturla Þorgeirsson

Við skátar í Hveragerði kveðjum í dag látinn skátabróður, Sturlu Þorgeirsson. Á slíkri stundu er okkur efst í huga þakklæti. Við þökkum Sturlu fyrir samfylgdina. Við þökkum þær stundir sem við áttum saman í skátastarfi. Sturla var mikill skáti. Hann var ætíð með hugann við framfarir. Og hugmyndir um þær átti hann. Helst vildi Sturla framkvæma hugmyndir sínar strax, ekki bíða. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 171 orð

Sturla Þorgeirsson

Það er dimmt yfir Ölfusinu. Höfgir regndroparnir falla til jarðar dag eftir dag. Tár glitra á kinn. Ungur, efnilegur nemandi okkar hefur kvatt þennan heim langt, langt um aldur fram. Á örfáum vikum hefur harðvítugur sjúkdómur lagt hann að velli. Við höfum fylgst með baráttunni. Hann ætlaði að standa meðan stætt var og það gerði hann með sæmd. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Sturla Þorgeirsson

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Svo ótímabært, svo alltof fljótt. Í dag þegar við kveðjum góðan vin hugsa ég um liðnar samverustundir. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 433 orð

Sturla Þorgeirsson

"Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins." (Rómv. 14.8.) Að morgni lífsins kom skyndilega nótt. Fyrr en nokkurn hafði órað fyrir. Veikindi sem vísindin standa ráðþrota frammi fyrir. Það er dapurlegt að horfa á og geta ekkert gert. Sjúkdómurinn tók hann hraðar en dæmi eru um. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 241 orð

Sturla Þorgeirsson

Elsku Sturla. Við minnumst þín ávallt sem hins sanna ofurskáta frá því þú komst fyrst í flokkinn og þangað til þú hvarfst úr lífi okkar miklu fyrr en við áttum von á. Síðastliðna mánuði urðum við vitni að mesta viljastyrk sem nokkur mannvera hefur búið yfir. Þrátt fyrir mikil veikindi þín í vor ætlaðir þú að gera svo margt með okkur í haust, svo sem fara í fjallgöngu og á skátamót. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Sturla Þorgeirsson

Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt sem nálgast, falla fleiri tár. ­ Hví lifa sumir lengur en hundrað ár? Ef höllin hrynur eftir nokkur andartök og vinur leiðir vin í dauðans djúpu vök, - hví á þá ekki sorgin líka ragnarök? Sviðinn vex og hryggðin við hvert hjartaslag og sorgin rennur saman við hvert ljúflingslag. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 145 orð

STURLA ÞORGEIRSSON

STURLA ÞORGEIRSSON Sturla Þorgeirsson var fæddur í Reykjavík 11. mars 1982. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann var sonur hjónanna Ólafíu Kristínar Snorradóttur, fædd 18.5. 1955, dáin 19.7. 1986, og Þorgeirs Tryggvasonar, fæddur 14.4. 1947. Systur Sturlu eru þær Sigrún, fædd 31.10. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 59 orð

Sturla Þorgeirsson Ljóshærður og stór, fjörugur, skemmtilegur, talaði mikið og alltaf hress. Mjög virkur og metnaðarfullur

Ljóshærður og stór, fjörugur, skemmtilegur, talaði mikið og alltaf hress. Mjög virkur og metnaðarfullur skáti og skátaforingi. Æfði frjálsar íþróttir og var góður í þeim. Það var hægt að treysta honum. Þróttmikill, sterkur og gafst aldrei upp. Fínn náungi, metnaðargjarn, útivistarmaður, hugrakkur persónuleiki. Traustur og góður vinur, sem við munum sakna úr okkar hóp. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 101 orð

Sturla Þorgeirsson Mig langar í fáum orðum að minnast látins skátaforingja. Kæri Sturla, mig langar að þakka þér fyrir hvað þú

Mig langar í fáum orðum að minnast látins skátaforingja. Kæri Sturla, mig langar að þakka þér fyrir hvað þú varst okkur góður skátaforingi. Einnig varstu okkur í flokknum mjög kær. Í fyrra vorum við búin að ákveða að ganga upp í hitaveituskála en ekkert varð af því, en ég veit að þú ert enn fastur á því að ganga þangað. Að ganga upp í hitaveituskála verður fyrsta verk flokksins í haust. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 157 orð

Þórunni Rafnar

Elsku amma. Nú ertu farin frá mér til guðs þar sem engir sjúkdómar eru og ég veit að núna líður þér vel. Margs er að minnast. T.d. allra okkar ferða upp í sumarbústað í útilegur og nú síðastliðið vor alla leið til Ameríku. Þar var alveg rosalega gaman og þú skemmtir þér svo vel. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 321 orð

Þórunn Rafnar

Það er skammt stórra högga á milli. Í annað sinn á þessu ári megum við félagarnir í Lionsklúbbnum Engey sjá af mætum félaga okkar yfir móðuna miklu. Þórunn og ég vorum stofnfélagar í Lionessuklúbbi Reykjavíkur 14. ágúst 1985 og vorum saman í fyrstu stjórninni. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 236 orð

Þórunn Rafnar

Elskuleg vinkona mín og fjölskyldu minnar er látin, langt um aldur fram. Sorgartíðindin komu á óvart, þó að við hefðum fylgst náið með veikindum hennar áttum við ekki von á að kallið kæmi svo fljótt. Ég man fyrst eftir Tótu þegar ég, lítil stúlka, lék mér ásamt frænkum mínum á Óðinsgötunni við Tótu og Hildi. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 204 orð

Þórunn Rafnar

Við, vinahópurinn úr Brautarlandi, viljum minnast Tótu í fáum orðum. Kynni okkar af Tótu voru gegnum Helgu, æskuvinkonu okkar. Við erum stór hópur úr hverfinu sem höfum haldið saman frá barnæsku og vorum við tíðir gestir á heimili þeirra hjóna, Tótu og Hadda. Upp í hugann koma margar skemmtilegar stundir þegar hópurinn kom saman á heimili þeirra. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 413 orð

Þórunn Rafnar

Í dag verður kvödd frá Bústaðakirkju elskuleg mágkona, vinkona og nágranni í áratugi. Tóta kom inn í fjölskylduna þegar hún giftist Hallgrími ung að árum og reyndist fjölskyldunni hinn besti liðsstyrkur alla tíð. Í fyrstu þótti okkur hún hlédræg og jafnvel feimin, en eftir að kynni okkar jukust kom í ljós að hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum, sem hún rökstuddi af einurð. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 122 orð

Þórunn Rafnar

Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja Tótu frænku. Með þakklæti fyrir ljúfar stundir. Í dögun verður lífið öllum ljúft, sem líta upp og anda nógu djúpt. Að allra vitum ilmur jarðar berst, þó enginn skilji það, sem hefur gerzt. En hverri sál, sem eitt sinn ljósið leit, er líknsemd veitt og getið fyrirheit. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 570 orð

Þórunn Rafnar

Þú skaust inn í líf mitt sem lítill bjartur sólargeisli þegar ég hafði lifað sem einbirni í meira en 18 ár. Þegar ég var lítill drengur gætti mín ung stúlka, Ágústa Magnea Jónsdóttir, móðir Þórunnar, og var hún ætíð síðan í nánum tengslum við fjölskylduna. Eftir lát móður minnar 1934 gerðist hún ráðskona hjá okkur pabba og þau gengu síðan í hjónaband árið 1940. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 124 orð

Þórunn Rafnar

Of sviplega nú er sortaþungt ský á sólglæstan himin dregið og framtíðarhallirnar okkar í sem elding sé niður slegið. Nú er hljótt, nú er dapurt við helfregn þína. Við treystum þér eins og traustið er mest, því tryggð átti í barmi heima, og öruggur hugur var eðli þitt, sem aldrei er hægt að gleyma. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 490 orð

Þórunn Rafnar

Þeir eru ekki alltaf mestir sem hrópa hæst. Það sannaðist á mágkonu minni og vinkonu, Þórunni Rafnar, sem lést aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst sl. Hún var ekki hávaðasöm kona né fyrirferðarmikil. Þó var persónuleiki hennar mikill. Það vissu þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast henni. Minningarnar streyma fram. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Þórunn Rafnar

Ég vil í fáum orðum minnast systur minnar og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Tóta, ég er bæði ósáttur og leiður þrátt fyrir að ég vissi innst inni að þetta var best úr því sem komið var. Við hjónin munum standa í ævinlegu þakklæti fyrir alla þá hjálp og styrk sem þið Haddi hafið veitt okkur í gegnum tíðina. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 437 orð

Þórunn Rafnar

Það eru um 39 ár síðan ég kynntist Þórunni Rafnar, sem þá var 17 ára. Við vorum að kynnast verðandi eiginmönnum okkar, en Hallgrímur var, og er, einn af bestu vinum mannsins míns. Löng og góð hafa kynnin verið. Engum höfum við hjónin ferðast jafnmikið með og Tótu og Hadda. Endalausar tjaldútilegur, sumar eftir sumar, fyrst í tilhugalífinu og seinna með börnin með okkur. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 240 orð

ÞÓRUNN RAFNAR

ÞÓRUNN RAFNAR Þórunn S. Rafnar fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1941. Hún lést á heimili sínu 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Magnea Jónsdóttir, f. 8. ágúst 1914, d. 9. febrúar 1985, og Stefán Sigurður Rafnar, f. 5. apríl 1896, d. 17. apríl 1947. Systir Þórunnar er Hildur S. Rafnar, f. 15. Meira
22. ágúst 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Þórunn S. Rafnar

Þórunn S. Rafnar er látin. Hún giftist ung að árum Hallgrími G. Jónssyni og eignuðust þau 5 börn sem öll eru hið mesta myndarfólk og foreldrum sínum til mikils sóma. Þórunn var viðfelldin, góð og skemmtileg kona. Margar samverustundir áttum við saman sem voru allar hinar ánægjulegustu í þau 35 ár sem liðin eru síðan ég kynntist henni. Meira

Viðskipti

22. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 249 orð

ÐHagnaður Pharmaco 48 millj.

HAGNAÐUR Pharmaco hf. jókst um 60% á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður tímabilsins eftir skatta tæpum 49 milljónum króna, en fyrstu sex mánuði síðasta árs hagnaðist fyrirtækið um röskar 30 milljónir. Velta félagsins á sama tíma jókst um 13% og nam tæpum 1.500 milljónum fyrstu sex mánuði ársins. Meira
22. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 256 orð

ÐNýr forstjóri hjá Skýrr

HREINN Jakobsson hefur verið ráðinn forstjóri Skýrr hf., en hann hefur undanfarin fjögur ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Þróunarfélags Íslands hf. Jafnframt hefur stjórn Skýrr lokið við ákveðnar skipulagsbreytingar á rekstri félagsins sem m.a. fela í sér nýtt skipurit og fækkun deilda. Spennandi verkefni Meira
22. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 363 orð

Hagnaður 166 millj. króna

OLÍUFÉLAGIÐ hf. og dótturfélög skiluðu 166,2 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 170,8 milljón. Hefur hagnaðurinn því minnkað um 4,6 milljónir eða 2,7% milli ára. Velta fyrirtækisins nam 5.059 milljónum fyrstu sex mánuðina og jókst um 562 milljónir eða 12,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 4,795 milljónum og hækkuðu um 11,9% milli ára. Meira
22. ágúst 1997 | Viðskiptafréttir | 624 orð

Um 15­20.000 manns litu á afmælisbarnið

KRINGLAN fagnaði 10 ára afmæli sínu í gær og verður hátíðarhöldum framhaldið í dag og á morgun, en þessi stærsta verslunarmiðstöð landsmanna var opnuð formlega þann 13. ágúst 1987. Efnt var til skipulagðrar hátíðardagskrár í gær og er áætlað að á bilinu 15­20.000 manns hafi lagt leið sína þangað. Meira

Fastir þættir

22. ágúst 1997 | Fastir þættir | 142 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

Nýlokið er keppni í jöklabikarnum en hann hefur verið spilaður í sumar. Keppnisfyrirkomulag er sveitakeppni og var spiluð ein umferð í mánuði. Sigursveitin hlaut nafnbótina kaldasta sveitin og fær að hýsa glæsilegan farandbikar sem Jöklaferðir hf. gáfu félaginu. Lokastaðan var eftirfarandi: Meira
22. ágúst 1997 | Fastir þættir | 113 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Fimmtudaginn 14. ágúst sl. spiluðu 20 pör mitchell tvímenning. N/S-riðill Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannss.275 Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss.230 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss.223 Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss.223 A/V-riðill Kristinn Gíslas. - Margrét Jakobsd. Meira
22. ágúst 1997 | Fastir þættir | 86 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opna Hornafjarðarmó

SKRÁNING er hafin í Hornafjarðarmótið sem haldið verður 26. og 27. september nk. Boðið verður upp á mjög hagstæðan pakka frá Reykajvík. Að vanda eru glæsileg verðlaun. 410.000 kr. peningaverðlaun, þar af 160.000 í fyrstu verðlaun, auk fjölda glæsilegra aukaverðlauna s.s. humar, jöklaferðir o.fl. Spilaður verður Barómeter, Monrad eða allir við alla, eftir mætingu. Meira
22. ágúst 1997 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids á Akurey

Þátttaka hefur verið ágæt í sumarspilamennsku Bridsfélags Akureyrar á þriðjudagskvöldum í Hamri. Hinn 19. ágúst mættu 16 pör og efst urðu þessi: Jón A. Jónsson ­ Kristján Þorsteinsson232 Jóhannes Jónsson ­ Þorgeir Halldórsson203 Skúli Skúlason ­ Stefán Sveinsson202 Hróðmar I. Sigurbjörnss. ­ Ragnh. Haraldsd. Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 19 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofa Suðurlands BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí í Eyrarbakkakirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Lars Hansen og Gerður Þórisdóttir. Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 449 orð

byggðaferðir hafa til þessa ekki verið ofarlega á baugi hjá Víkv

byggðaferðir hafa til þessa ekki verið ofarlega á baugi hjá Víkverja dagsins. En hann ákvað samt nýlega að þiggja boð um að taka þátt í göngu yfir Fimmvörðuháls og lét hvergi bugast þrátt fyrir hrakfallasögur sem kunningjar hans voru ósínkir á um illviðri og hælsæri og aðrar hremmingar sem óvanir göngumenn lenda í. Meira
22. ágúst 1997 | Dagbók | 474 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 122 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Sunnudaginn 24. ágúst nk. eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Sólveig Pétursdóttir, húsfreyja, og Hjálmar Hjálmarsson, fyrrverandi lögregluþjónn, Háteigi, Húsavík. Þau voru gefin saman af sr. Hákoni Jónssyni á heimili sínu í Háteigi, Húsavík, 24. ágúst 1947. Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 25 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til styrkt

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 2.051 króna. Þær heita Þorbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir og Inga Hlíf Melvinsdóttir. Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 28 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSIR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 1.136 krónur. Þær heita (f.v.) Íris Lilja Ragnarsdóttir, Ruth Þórðardóttir og Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir. Meira
22. ágúst 1997 | Í dag | 380 orð

Uppskrift að brúntertu óskast AMERÍSKUR maður, Evett Wilbur

AMERÍSKUR maður, Evett Wilbur, hafði samband við Velvakanda og bað hann að aðstoða sig við að fá uppskrift að ákveðinni tegund af brúntertu. Eftir því sem Velvakandi komst næst er hann að leita að mjög sætri, brúnni lagtertu með ljósu kremi milli laga. Hann taldi að kremið væri úr smjöri/smjörlíki og flórsykri, en tertan sjálf væri brún með keim af kanel, en hann var þó ekki viss. Meira

Íþróttir

22. ágúst 1997 | Íþróttir | 165 orð

Barátta á kjölbátunum

ÍSLANDSMÓTIÐ í siglingum kjölbáta hefst utan við Reykjavíkurhöfn í dag klukkan fimm. Mótið er í raun fimmskipt þar sem hver keppandi getur þurrkað út lakasta árangur sinn. Fyrsti hlutinn er í dag og sigla menn þá svokallað baujuskrölt sem tekur um þrjár til fjórar klukkustundir. Á morgun eru síðan 2., 3. og 4. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 99 orð

Brynjar undir smásjá IFK Gautaborgar

THOMAS Wernerson, knattspyrnustjóri sænska liðsins IFK Gautaborgar, var á meðal áhorfenda þegar landslið Íslands og Liechtenstein mættust í fyrradag. Þjálfari félagsins, Mats Jingblad, var með honum í för. Eftir leikinn kvaðst Wernerson hafa áhuga á Brynjari Gunnarssyni, leikmanni KR, sem gerði eitt af fjórum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 106 orð

Enginn í alþjóðlegum gæðaflokki

AÐ dómi blaðsins Liechtenstein Vaterland voru engir leikmenn í landsleik Liechtenstein og Íslands að sýna leik í alþjóðlegum gæðaflokki eða heimsklassa, en fyrir það fá leikmenn einkunnirnar 5 og 6. Sex leikmenn íslenska liðsins fengu 4 í einkunn, sem segir að þeir hafi verið góðir. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 311 orð

Félagið fékk undanþágu fyrir leikinn við Eyjamenn

Samkvæmt reglum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, má félag aðeins tefla fram leikmönnum í Evrópukeppni, sem tilkynntir eru til UEFA a.m.k. hálfum mánuði fyrir leik. Hins vegar getur UEFA veitt undanþágu frá þessari reglu varðandi markverði og því fékk Hibernians á Möltu leikheimild með 24 stunda fyrirvara fyrir markvörð úr öðru liði á móti ÍBV í Evrópukeppni bikarhafa í liðinni viku. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 326 orð

FRJÁLSARGuðrún verður í Brussel

Guðrún Arnardóttir úr Ármanni verður á meðal keppenda í 400 m grindahlaupi kvenna í Brussel í kvöld en um tíma leit út fyrir að hún yrði ekki með. Ástæðan fyrir því að tvísýnt var um þátttökurétt hennar var sú að Guðrún komst ekki í úrslit í greininni á HM og þær stúlkur sem þar voru sitja fyrir keppnisrétti á "gullmótunum". Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 1542 orð

Hélt ég væri orðinn of gamall

Arnar Grétarsson hafði lengi dreymt um að gerast atvinnumaður í knattspyrnu og draumurinn rættist í vor þegar hann skrifaði undir þriggja ára samning við gríska félagið AEK. Þegar Skúli Unnar Sveinsson hitti hann í Aþenu á dögunum sagðist hann hafa verið búinn að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar tilboðið kom frá AEK. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 26 orð

Holland Maastricht - Feyenoord0:3 Frakkland

Holland Maastricht - Feyenoord0:3 Frakkland Cannes - Bordeaux0:2 Strasbourg - Nantes1:2 Ítalía Æfingaleikur Napoli - Parma2:1 Igor Proti (7.), Claudio Bellucci (90.) - Adailton (13.) - 25.000. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 45 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Akureyrarv.:Þór - Dalvík18.30 Kaplakriki:FH - Fylkir18.30 Sandg.:Reynir - Breiðablik18.30

Knattspyrna 1. deild karla: Akureyrarv.:Þór - Dalvík18.30 Kaplakriki:FH - Fylkir18.30 Sandg.:Reynir - Breiðablik18.30 Víkingsv.:Víkingur - KA18.30 Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 435 orð

Ísland í fimmta sæti

Sveit Íslands náði næst besta árangri sínum á Evrópumeistaramóti eldri kylfinga, þegar hún varð í fimmta sæti með forgjöf í keppninni í Finnlandi fyrir skömmu. 16. Evrópumeistaramót eldri kylfinga var haldið á golfvöllum í nágrenni Turku í Finnlandi dagana 13.­15. júlí s.l. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 328 orð

"Íslendingar eru með betra lið en Litháar"

ALFREÐ Riedle, landsliðsþjálfari Liechtenstein, hrósar íslenska landsliðinu eftir að hans menn máttu þola tap, 0:4, á Sportpark Eschen-Mauren. "Íslendingar eru með betra lið en Litháar, leikmennirnir eru mun ákveðnari og leiknari. Ég skil ekki hvers vegna Ísland fékk ekki nema eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Litháen," sagði Riedle í viðtali við Liechtenstein Vaterland. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 21 orð

Knattspyrna

Knattspyrna 1. deild karla Þróttur - ÍR2:2 Ingvar Ólason (23.), Einar Örn Birgisson (85.) - Bjarni Gaukur Sigurðsson (54.), Kristján Brooks (90.). Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 463 orð

NORSKI varnarmaðurinn Ronny Johnsen

NORSKI varnarmaðurinn Ronny Johnsen, sem leikur með Manchester United á Englandi, gat ekki leikið með Norðmönnumá móti Finnum í undanriðli HM í gær vegna meiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Johnsens eru. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 449 orð

Stórmeistarajafntefli

Þróttarar og ÍR-ingar gerðu sannkallað stórmeistarajafntefli í toppslag 1. deildar á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Bæði lið mega vel við una, því lukkudísirnar snerust á sveif með ÍR-ingum þegar þeir jöfnuðu, 2:2, á síðustu mínútunni, en það sama má segja um leikmenn Þróttar þegar tvö ákjósanleg færi ÍR fóru forgörðum með stuttu millibili. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 203 orð

Sund

EM í Sevilla 400 m skriðsund kvenna: 1. Dagmar Hase (Þýskal.) 4.09,58 2. Michelle de Bruin (Írlandi) 4.10,50 3. Kerstin Kielgass (Þýskal.) 4.10,89 4. Carla Geurts (Hollandi) 4.11,23 5. Kirsten Vlieghuis (Hollandi) 4.13,51 6. Nadezhda Chemezova (Rússl.) 4.13,81 7. Simona Paduraru (Rúmeníu) 4.13,87 8. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 345 orð

Örn náði lágmarkinu fyrir HM í Ástralíu

ÖRN Arnarson, sundmaður úr SH, bætti sig um tæpar tvær sekúndur í 200 metra baksundi í undanrásum Evrópumeistaramótsins í Sevilla í gær ­ kom í mark á 2.03,43 mín. Tíminn sem er annar besti árangur íslensks sundmanns í greininni tryggði honum sæti í B-úrslitum. Með þessum árangri vann hann sér einnig sæti á heimsmeistaramótið í Ástralíu í janúar. Meira
22. ágúst 1997 | Íþróttir | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Ásdís Tilbúnar í bikarslaginnBREIÐABLIK og Valur mætast í úrslitum Coca-Cola-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun en fyrirliðar liðanna könnuðu aðstæður á vellinum í gær. Meira

Úr verinu

22. ágúst 1997 | Úr verinu | 638 orð

Klara Sveinsdóttir SU í kaupleigu til Rússlands

EIGENDUR frystitogarans Klöru Sveinsdóttur frá Fáskrúðsfirði hafa gert samning við rússneska aðila um kaupleigu á togaranum til Rússlands. Í samningnum felst að hinir íslenzku seljendur skipsins sjá um veiðar, vinnslu og sölu afurða í samstarfi við rússnesku kaupendurna, en gert er ráð fyrir því að skipið veiði um 6.000 tonn af þorski og öðrum tegundum í Barentshafi árlega. Meira
22. ágúst 1997 | Úr verinu | 134 orð

Laxinn drepst út kulda

LÆGRA sjávarhitastig er helsta orsök þess að villti laxastofninn í Norður-Atlantshafi hefur verið á undanhaldi síðustu 15 til 20 árin að mati Lars Petters Hansens, vísindamanns við norsku náttúrufræðistofnunina. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 60 orð

Andað úr brúsa

Fjarlægið innsiglið af öndunargrímunni. Losið grímuna af brúsanum. Snúið við og festið grímuna á stútinn. Haldið brúsanum með annarri hendi og þrýstið grímunni að vitunum. Gætið þess að gríman nái yfir nefið. Andið að og frá með eðlilegum hætti. Gætið þess að halda við stútinn með hinni hendinni þegar þið andið svo ekkert súrefni fari til spillis. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 182 orð

Ávaxtasafi ekki góður nema í hófi

BÖRN sem drekka mikinn ávaxtasafa hafa ríkari tilhneigingu en önnur til að fitna. Þetta kom í ljós í rannsókn við Bassett- stofnunina í New York. Mataræði barna á leikskólaaldri var kannað í rannsókninni sem alls rúmlega 200 börn tóku þátt í. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 266 orð

"Dæmalaus vitleysa" ÞORSTEIN

ÞORSTEINN Blöndal sérfræðingur í lungnalækningum er nánast orðlaus þegar talið berst að brúsasúrefni í lausasölu. Hlutfall súrefnis í andrúmslofti er 21% og köfnunarefnis 79% og segir Þorsteinn líkamsstarfsemi mannsins lagaða að því. "Manneskjur sem voru of næmar fyrir slíka samsetningu eða of sljóar fjölguðu sér ekki og dóu út. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 519 orð

Fyrirsæta í fýlukasti á mynd

FYRIR utan húsið hjá ömmu í Hafnarfirði var svo margt spennandi að gerast að Símon Sullenheimer, sex ára íslenskur strákur sem búsettur er í Bandaríkjunum, gat aðeins veitt Daglegu lífi afar stutta áheyrn. Í hjáverkum hefur Símon starfað sem fyrirsæta í Miami á Flórída en nokkrar myndir af honum er m.a. að finna í sumarbæklingi Oilily, hollensku barnafatakeðjunnar. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 695 orð

Garðurinn hannaður eftir umhverfi Fólk sækist í sífellt meira mæli eftirráðleggingum landslagsarkitekta sagði Björn Jóhannsson

"STUNDUM vakna ég upp á næturnar með hugmynd í kollinum, og þá verð ég að punkta hana niður í skrifblokkina sem ég hef á náttborðinu," segir Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt. Hann lærði í Bretlandi en kom heim fyrir um fjórum árum og fór fljótlega að vinna hjá BM Vallá. Þar hefur hann veitt ráðgjöf í sambandi við val á steinstéttum. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 207 orð

Hafsteinn miðill HAFSTEINN Björnss

HAFSTEINN Björnsson (1915­ 1977) er sennilega þekktasti miðill Íslendinga. Hann var talinn góður skyggnilýsinga- og lækningamiðill. Hann var líka kallaður sannanamiðill sem felst í því að geta sagt til um atriði sem enginn veit eða getur vitað nema hinn framliðni eða einstaklingur á fundi Hafsteins. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 373 orð

Haustaugun tala ófegruð og umbúðalaust

ÖFGAKENND form og dökkir litir eru aðal hausttískunnar kringum augun. Pönkið er komið aftur, að þessu sinni í úthverfin og með sparilegri blæ. Skuggaformin eru þríhyrnd og jakkafötin úr tvíd. Förðunartískan hefur verið með villtara móti undanfarin misseri, fjörleg, glansandi, glysgjörn og gyllt. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1019 orð

Húsin sem stinga í augun Í ausandi rigningu slóst Hrönn Marinósdóttir í för með áhugasömu fólki sem rölti um miðbæ Reykjavíkur

EKKI var litið við dómkirkjunni og Alþingishúsinu í skipulagðri gönguferð um miðbæ Reykjavíkur sl. laugardag heldur varð okkur starsýnt á hin húsin í bænum, byggingar sem almennt eru taldar fremur ljótar og mislukkaðar. En hvers vegna er miðbærinn eins tætingslegur og raun ber vitni og í hverju er fegurð húsa falin? Leiðsögumaðurinn, Pétur H. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð

Hveragerði miðstöðvísindarannsókna

FORMANNI bæjarstjórnar í Hveragerði, Gísla Páli Pálssyni líst vel á hugmynd Dr. Rolf Dubbels um að gera Hveragerði að miðstöð vísindarannsókna. "Umræðan er ennþá á byrjunarstigi en við höfum fundað nokkrum sinnum og rætt ýmsar áhugaverðar hugmyndir. Að mati Dr. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 548 orð

Súrefni til sölu og í handhægum umbúðum

SKYLDI einhvern hafa órað fyrir því að fólk þyrfti að taka upp budduna til þess að fá að draga inn andann? Sú er einmitt raunin á súrefnisbörum Toronto, New York og Los Angeles þar sem tískudrósir og -dárar borga um 1.200 krónur fyrir 20 mínútna skammt gegnum slöngu í nefið. Ekki smart, en með á nótunum. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 702 orð

Tröllatrú á eldrauðum tómötum

LITAREFNIÐ sem gerir tómata rauða er ákaflega hollt mannslíkamanum, hollara en hingað til hefur verið haldið fram," segir þýski líffræðingurinn og Íslandsvinurinn dr. Rolf Dubbels. Hann kennir við háskólann í Bremen og fyrstur vísindamanna uppgötvaði hann að efnið melatónín sem m.a. þykir gott gegn svefnleysi og flugþreytu, er að finna í grænmeti og ávöxtum. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1245 orð

Vegagerð á miðilsfundi vegna

TRÚ á byggð huldufólks hefur loðað við Hegranes í Skagafirði og þar eru álagablettir eins og víða í íslenskri náttúru. Álfatrú og trú á hulin öfl í náttúrunni er ekki fölsk heldur reist á því að fólk hefur "fundið fyrir einhverju" og Valdimar Tr. Meira
22. ágúst 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

Í HVERJU er fegurð húsa falin og hvers vegna er miðbærinn eins tætingslegur og raun ber vitni? Reykjavíkurbruninn árið 1915 breytti miklu hvað byggingarstíl borgarinnar varðaði. Austurstræti 3 á sér bræður og systur úti um alla borg. Oft ráða ferðinni stórir draumar sem aldrei verða að veruleika. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.