Greinar miðvikudaginn 3. september 1997

Forsíða

3. september 1997 | Forsíða | 563 orð

Búist við að gífurlegur mannfjöldi kveðji Díönu

BRESKA konungsfjölskyldan hvatti landa sína í gær til að minnast Díönu prinsessu með einnar mínútu þögn þegar hún verður borin til grafar á laugardag en búist er við, að milljón manna eða fleiri muni varða strætin, sem líkfylgdin fer eftir. Meira
3. september 1997 | Forsíða | 82 orð

Einvígi Kasparovs og Karpovs?

GARRY Kasparov, heimsmeistari í skák, og hatrammur keppinautur hans til margra ára, Anatolí Karpov, hafa samþykkt að heyja einvígi um heimsmeistaratitilinn í Compi`egne skammt utan Parísar í næsta mánuði. Svissneska dagblaðið Journal de Genéve greindi frá þessu í gær. Meira
3. september 1997 | Forsíða | 136 orð

Gaddafi óttast innrás

MUAMMAR Gaddafi Líbýuleiðtogi varaði þegna sína við því í gær, að vestræn ríki horfðu löngunaraugum til Líbýu og hefðu jafnvel innrás á prjónunum. Kom þetta fram í ræðu, sem Gaddafi flutti í gær þegar þess var minnst, að hann hefur verið einráður í landinu í 28 ár. "Vestræn ríki vantar sólskin fyrir sólarorkuver og ekkert land í heimi snýr betur við sólu en Líbýa. Meira
3. september 1997 | Forsíða | 241 orð

Kínverskur ráðgjafi hvetur til stjórnmálaumbóta

HÁTTSETTUR ráðgjafi Jiangs Zemins, formanns kínverska kommúnistaflokksins, hvatti í gær til aukinna stjórnmálaumbóta vegna háværra krafna almennings um að fá að láta skoðanir sínar í ljós um leið og lífsgæði ykjust vegna efnahagsumbóta. Meira

Fréttir

3. september 1997 | Landsbyggðin | 171 orð

Afmælishátíð á Búðum á sunnudag

Í ÁR er margfalt afmæli á Búðum á Snæfellssnesi. Kirkjan státar af því að 150 ár eru síðan hún var byggð í núverandi mynd auk þess sem 10 ára endurvígsla kirkjunnar kemur upp á sama ár. Eins má geta þess að 50 ár eru síðan Búðasókn fékk kirkjuna afhenta til eignar frá ríkissjóði. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 278 orð

Allrahanda tekur við 1. október

FLUTNINGAR á pósti með tveimur bílum milli Reykjavíkur og Akureyrar voru boðnir út á ný snemma í sumar og hefur verið gengið til samninga við Allrahanda um að annast flutningana frá 1. október næstkomandi. Síðustu tæpu fjögur árin hefur Páll Sveinsson annast þessa flutninga með Scania aldrifsbílum. Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 595 orð

Auknum útgjöldum mætt með skertu veltufé

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í gær samning við Íþróttafélagið Þór sem felur í sér styrk til félagsins að upphæð 20 milljónir króna en hann verður notaður til að lækka skuldir félagsins. Einnig var samþykkt tillaga bæjarstjóra, Jakobs Björnssonar, um að þessum útgjöldum verði mætt með skerðingu á veltufé bæjarins. Meira
3. september 1997 | Landsbyggðin | 184 orð

Ábyrgð ungra ökumanna

Stykkishólmi-Sjóvá-Almennar buðu ungum ökumönnum á aldrinum 17­20 ára upp á dagsnámskeið laugardaginn 30. ágúst. Þátttakendur voru úr Stykkishólmi, Grundarfirði og Búðardal. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Björg hrynja niður á veg MIL

MILDI var að hvorki fólk né fénaður varð fyrir tveimur stórum björgum sem hrundu úr fjallshlíðinni rétt vestan við bæinn Steina undir Eyjafjöllum skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. Björgin staðnæmdust á miðjum veginum, hlið við hlið, og lokuðu honum fyrir umferð um tíma. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Breytingar á framkvæmd löggildingar mælitækja

LÖGGILDINGARSTOFA, sem hefur annast löggildingu mælitækja í tæp 80 ár, hefur hætt þeirri starfsemi samkvæmt nýjum reglum sem gefnar hafa verið út um löggildingu mælitækja. Löggildingarstofa sinnir framvegis yfirumsjón og stjórnsýsluhlutverki á þessu sviði, en framkvæmd löggildinga verður falin faggiltum prófunarstofum sem fullnægja ströngum skilyrðum um tækjabúnað, hæfni og hlutleysi. Meira
3. september 1997 | Miðopna | 1097 orð

Breytt öryggishugtak efst á baugi

BREYTT öryggishugtak var mjög til umræðu á ráðstefnu Norðurlandaráðs um öryggismál á Norðurlöndum og nærsvæðum þeirra, sem haldin var í Helsinki í síðustu viku. Í umræðum á ráðstefnunni kom skýrt fram að menn einblína nú ekki lengur á varnargetu og hernaðarmátt, þegar rætt er um öryggismál, heldur marga aðra þætti, til dæmis umhverfismál, lýðræði og mannréttindi, Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 27 orð

Bubbi og KK á Fógetanum í kvöld

Bubbi og KK á Fógetanum í kvöld BUBBI Morthens og KK leika miðvikudagskvöldið 3. september á Fógetanum en þetta eru lokatónleikar félaganna í sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Meira
3. september 1997 | Landsbyggðin | 214 orð

Búist við góðri þátttöku í Brúarhlaupinu

Selfossi-Mikill áhugi er fyrir Brúarhlaupi Selfoss sem fram fer næstkomandi laugardag 6. september. Skráning hófst í seinustu viku og hafa nú þegar skráð sig þátttakendur víðs vegar af landinu þó flestir frá Selfossi og nágrannabyggðum. Í þessari viku geta keppendur skráð sig í Kjarnanum í KÁ síðdegis fimmtudaginn 4. sept. og eftir hádegi föstudaginn 5. Meira
3. september 1997 | Miðopna | 1348 orð

Bætir lífsskilyrði og þjónar búskaparháttum

Skjólskógar nýtt umhverfisverkefni í Dýrafirði og Önundarfirði Bætir lífsskilyrði og þjónar búskaparháttum Sveitungar Sæmundar Kr. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 373 orð

Börnin stundum þreytt á kjaramálum

KENNARASAMBANDIÐ og Félag íslenskra leikskólakennara eiga í harðri kjarabaráttu við viðsemjendur sína. Formenn stéttarfélaganna, Eiríkur Jónsson og Björg Bjarnadóttir, eru hjón. Leikskólakennarar hafa boðað verkfall 22. september og Eiríkur segir ekki útilokað að kennarar taki ákvörðun um verkfall í þessari viku. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

ETA hótar morði

BASKNESKIR aðskilnaðarsinnar á Spáni hafa hótað að myrða bæjarstjóra í norðurhluta landsins, og virðist hótunin liður í herferð gegn stjórnmálamönnum. Skammt er síðan baskneskur bæjarráðsmaður var ráðinn af dögum. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 416 orð

Fellt að hvetja forstjóra til að draga uppsagnir til baka

TILLÖGU fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, þar sem forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur er hvattur til þess að draga til baka uppsagnir þriggja vagnstjóra hjá fyrirtækinu á meðan málsatvik séu könnuð og borgarráði gerð nánari grein fyrir málinu, var vísað frá að tillögu R-listans á fundi borgarráðs í gær. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fimm sækja um starf framkvæmdastjóra

FIMM hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á mánudag, 1. september. Umsækjendurnir fimm eru Ásdís Olsen, Bjarni Guðmundsson, Hólmgeir Baldursson, Ingólfur Hannesson og Steinþór Ólafsson. Samkvæmt útvarpslögum ræður menntamálaráðherra framkvæmdastjóra að fenginni umsögn útvarpsstjóra og Útvarpsráðs. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fjórir sóttu um stöðu borgarbókavarðar

FJÓRAR umsóknir bárust um stöðu borgarbókavarðar en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Menningarmálanefnd borgarinnar mun fjalla um umsóknirnar á fundi sínum 10. september, að sögn Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

FÓLK

ÞORLÁKUR Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarrektor við Samvinnuháskólann á Bifröst. Hann lauk Cand mercgráðu í Fjármálastjórnun frá Álaborgarháskóla árið 1995 og BSgráðu frá samaskóla þar á undan.Hann lagði einnigstund á nám viðSamvinnuháskólann á árunum1988­90. Þorlákur hefur starfað við Samvinnuháskólann, sem aðjúnkt og lektor, frá hausti 1995. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Frí klipping í eitt ár

DREIFT var fílofax spjöldum frá Hárstofunni í Baðhúsinu í framhaldsskóla á Reykjavíkursvæðinu sem eru númeruð og gilda sem 30% afsláttur fyrir nemendur og er afsláttur í gildi á meðan á námi stendur. Nýlega var dregið í beinni útsendingu á FM 95,7. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrirlestur Stoltenbergs á morgun

GERHARD Stoltenberg fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudag, klukkan 15.30 í Odda. Fjallar fyrirlesturinn um inntak félagslega markaðskerfisins og sögulegt hlutverk prófessors Ludwigs Erhards í uppbyggingu þýsks efnahagslífs eftir síðari heimsstyrjöld. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Gengið um gamla Laugarneslandið

HAFNARGÖNGUHÓPURINN gengst fyrir gönguferð miðvikudagskvöldið 4. september um gamla Laugarneslandið. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og með SVR inn í Laugarnes. Þar hefst gangan kl. 20.40 frá bæjarhólnum við rústir Laugarnesbæjarins. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 353 orð

Gæsluliðar NATO beittu trékylfum

BANDARÍSKIR friðargæsluliðar í Bosníu beittu í gær trékylfum gegn herskáum Serbum er réðust gegn gæsluliðunum sem stóðu vörð um umdeildan sjónvarpssendi. Átökunum í gærmorgunn lauk án þess að nokkur hlyti alvarleg sár, en Serbarnir höfðu í hótunum um frekari aðför síðdegis. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Gæsluvarðhald staðfest

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru grunaðir um innflutning á miklu magni af E-töflum. Héraðsdómur úrskurðaði mennina í gæsluvarðhald til 8. október en þeir kærðu þann úrskurð til Hæstaréttar. Hann staðfesti úrskurðinn. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hafnarfjarðarkirkjusókn í safnaðarferð til Akraness

FARIÐ verður í safnaðar- og messuferð frá Hafnarfjarðarkirkju til Akraness sunnudaginn 7. september nk Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10.15 og komið að safnaðarheimili Akraneskirkju fyrir hádegi og þar bjóða sóknarnefnd og Kvenfélag kirkjunnar upp á léttan hádegisverð. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hagnaður SÍF eykst um 58 af hundraði

HAGNAÐUR SÍF hf. án rekstrarárangurs dótturfélaga nam 103,7 milljónum króna á fyrri árshelmingi, en var 65,8 milljónir á sama tímabili í fyrra, samkvæmt óendurskoðuðu innra uppgjöri, og jókst hagnaðurinn milli ára því um 38 milljónir eða 58%. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Heildarkostnaður um 227 milljónir

SKJÓLSKÓGAR er nýtt umhverfisverkefni sem heimamenn hafa ákveðið að ráðast í í Dýrafirði og Önundarfirði. Markmiðið er að auka arðsemi ræktunar í landbúnaði og gefa möguleika á nýjum framleiðslugreinum. Gert er ráð fyrir að áætlaður heildarkostnaður við verkefnið verði 227,4 milljónir og að verkið verði unnið á 20 árum. Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Heldur dregur úr atvinnuleysi

HELDUR hefur dregið úr atvinnuleysi á Akureyri að undanförnu. Í lok ágúst sl. voru 328 manns á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri, 95 karlar og 233 konur. Þar af eru 97 manns með hlutastörf og fá atvinnuleysisbætur á móti. Auglýst eftir fólki til starfa Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Hraun- og setlög í fjallshlíðum könnuð

Í SUMAR hefur verið haldið áfram rannsóknarverkefni við kortlagningu á þeim berglögum sem mynda innanverða Eyjafjarðarsveit. Verkefnið hófst árið 1995 og könnuð er gerð allra hraun- og setlaga í nokkrum sniðum í fjallshlíðum á svæðinu. Leitast er við að afla gagna, m.a. Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 585 orð

Í lykilhlutverki í uppbyggingu eyfirskra byggða

Á MORGUN, fimmtudaginn 4. september, eru liðin 70 ár frá því að fulltrúaráð KEA samþykkti að stofna og starfrækja mjólkursamlag á Akureyri. Er sá dagur jafnan talinn afmælisdagur samlagsins en mjólkurvinnsla hófst réttu hálfu ári síðar, eða 6. mars 1928. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 779 orð

Legg áherslu á að virkja börnin

MAGNÚS Scheving hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri Æskunnar sem á 100 ára afmæli um þessar mundir. Magnús er reyndar ekki ókunnugur þar á bæ því hann hefur starfað sem pistlahöfundur á Æskunni og unnið með Karli Helgasyni ritstjóra að öðrum verkefnum hin síðari misseri. Hefur Æskan meðal annars gefið út tvær bækur eftir Magnús, Áfram Latibær og Latibær á Ólympíuleikum. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

LEIÐRÉTT Rangt farið með hækkun ellilífeyris

Í FRÉTT blaðsins í gær gætti þess misskilnings að tekjur ellilífeyrisþega og tekjur úr lífeyrissjóðum hækkuðu frá og með byrjun mánaðarins í 6,5% og 9,2%. Hið rétta er að frá og með 1. september eru tekjur ársins 1996 samkvæmt skattframtali notaðar við útreikning á bótum almannatrygginga. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

LEIÐRÉTT Röng föðurnöfn FÖÐURNAF

FÖÐURNAFN Skafta Þ. Halldórssonar misritaðist með umsögn hans um ljóðabókina Heilyndi, sem birtist í blaðinu í gær. Þá misritaðist einnig föðurnafn Árna Jóns Eggertssonar undir mynd, sem tekin var er tónlistarhandrit Árna Björnssonar voru afhent Landsbókasafninu. Beðizt er afsökunar á þessum mistökum. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 153 orð

Leyfa umferð Palestínumanna að nýju

ÍSRAELAR tilkynntu á mánudag að þeir myndu leyfa takmörkuðum fjölda palestínskra verkamanna, sem búsettir eru á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, að halda til vinnu í Ísrael. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt frá því Ísraelar lokuðu heimastjórnarsvæðunum á Vesturbakkanum og Gaza í kjölfar sprengjutilræðis á markaðstorgi í Jerúsalem 30. júlí sl. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 505 orð

Liður í að efla nám í náttúruvísindum

HÁSKÓLAREKTOR og forstöðumenn Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Bændaskólans á Hvanneyri undirrituðu í gær rammasamninga um samvinnu, sem m.a. miða að því að efla rannsóknir í náttúrufræði og skyldum greinum. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor segist vonast eftir að samstarfið leiði til þess að fleiri stúdentar fari í framhaldsnám í þessum greinum. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Línur féllu niður í Díönu-umfjöllun

VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins féll síðasta lína í hverjum dálki niður í umfjöllun um Díönu prinsessu og Dodi Fayed á bls. 23 í gær. Í fyrsta dálki á síðasta málsgrein að vera: "Ófær um að takast á við vaxandi þunglyndi taldi hún oftar en einu sinni lausnina á því vera að stytta sér aldur." Í öðrum dálki á síðasta málsgrein að vera rétt: "John Major ... Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 1141 orð

Ljósmyndarar gerðir að blóraböggli?

LJÓSMYNDARAR, sem leggja allt kapp á að ná myndum af frægu og ríku fólki, hafa verið harkalega gagnrýndir eftir að Díana prinsessa af Wales og Dodi Fayed létu lífið í bílslysi í undirgöngum við ána Signu í París aðfaranótt sunnudags og virðist umræðu um þátt þeirra í slysinu ekki ætla að linna þótt í ljós sé komið að ökumaður bifreiðarinnar, sem einnig lét lífið, Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 1177 orð

Ljósmyndarar sæta opinberri rannsókn

FRANSKUR dómari fyrirskipaði í gær, að sjö ljósmyndarar sem eltu bifreið Díönu prinsessu er hún beið bana í París, skyldu sæta formlegri rannsókn fyrir meint manndráp, að sögn lögfræðinga þeirra. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 137 orð

Matarkista sjófuglanna

RAUÐUR flekkur sem sást í gær á sjónum milli lands og Þrídranga, vestur af Vestmannaeyjum, er líklega ljósáta. Í fyrstu var talið að flekkurinn eða rákin sem er um 3-4 km að lengd, væri einhvers konar þörungar og var jafnvel óttast að þeir kynnu að vera eitraðir. Kristinn Guðmundsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flaug yfir svæðið síðdegis í gær. Meira
3. september 1997 | Landsbyggðin | 186 orð

Mikill skortur á vinnuafli í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Mjög gott ástand er í atvinnumálum í Stykkishólmi og vantar fólk tilfinnanlega til vinnu að sögn Einars Karlssonar, formanns Verkalýðsfélags Stykkishólms. Enginn er á atvinnuleysisskrá og er Einar mjög ánægður með það. Auglýst hefur verið eftir fólki. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Miklar aflaheimildir fluttar á næsta ár

TÆPLEGA sjö þúsund þorskígildistonn féllu niður óveidd við ný fiskveiðiáramót, sem gengu í gildi síðastliðinn mánudag, 1. september. Auk þess voru rúmlega 20.000 þorskígildistonn flutt yfir á þetta fiskveiðiár. Langmest munar um ufsann, en af um 28 þúsund tonna aflamarki í ufsa á nýliðnu fiskveiðiári, féllu um þrjú þúsund tonn niður óveidd og á árinu var rúmlega 11. Meira
3. september 1997 | Landsbyggðin | 322 orð

Minnisvarði um Fjalla-Eyvind á Hveravöllum

Selfossi-Sunnan- og norðanmenn áttu fund á Hveravöllum á höfuðdegi þar sem rædd var sú hugmynd að reisa Eyvindi Jónssyni og Höllu Jónsdóttur minnisvarða á Hveravöllum. Fyrr í sumar var stofnuð svokölluð Fjalla- Eyvindarnefnd um málið á fundi á Selfossi og eru upphafsmenn þessa Ögmundur Jónsson í Vorsaæ í Ölfusi og Guðni Ágústsson alþingismaður á Selfossi. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Minnisvarði um Hermann afhjúpaður

MINNISVARÐI um Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, var afhjúpaður á fæðingarstað hans, að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, um helgina. Það voru börn Hermanns, Steingrímur og Pálína, sem afhjúpuðu minnisvarðann. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Mistök bitni ekki á skólastarfinu

TILLÖGUM um 40 milljóna niðurskurð á forfallakennslu og forvörnum í grunnskólum borgarinnar hefur verið mótmælt af Kennarafélagi Reykjavíkur og fulltrúum foreldra. Gagnrýni þessara aðila beinist einkum að tveimur atriðum. Annars vegar telja þeir ástæður umframútgjalda Fræðslumiðstöðvarinnar vera vegna vanáætlana en Fræðslumiðstöðin er ný og er í fyrsta skipti að gera áætlanir í þessum efnum. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Mjólkurbíll og fólksbíll rákust á

ÁREKSTUR varð milli mjólkurbíls og fólksbíls á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Varð hann skammt vestan við Bitru. Flytja varð ökumann fólksbílsins á heilsugæslustöðina á Selfossi en hann reyndist ekki alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þar. Fólksbíllinn skemmdist allmikið og var hann dreginn burt með dráttarbíl. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ný hjúkrunardeild í Víðinesi næsta ár

HJÚKRUNARDEILD fyrir aldraða verður opnuð í Víðinesi um mitt næsta ár í húsnæði sem þar hefur verið ónotað um skeið, að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem er til skoðunar varðandi starfsemi sjúkrahúsa í framhaldi af skýrslu VSÓ er framtíð Vífilsstaða og hvaða starfsemi ástæða sé til að þar fari fram. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Nýr forstöðumaður ráðinn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu meirihluta menningarmálanefndar Reykjavíkur um að ráða Sigurjón Baldur Hafsteinsson forstöðumann Ljósmyndasafns Reykjavíkur í stað Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sem hefur afsalað sér stöðunni. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 274 orð

Oft verið talið undanfari gosa

ÓVENJU lítið vatnsmagn er nú í ám og lækjum undir Heklu og segir Ófeigur bóndi Ófeigsson í Næfurholti, einum efsta bæ í Landsveit, að svo hafi verið í allt sumar, fyrravetur og jafnvel á síðasta sumri. Hann segir að menn hafi bæði fyrr og síðar talið minnkandi vatnsmagn geta verið undanfara Heklugosa. Breytileg vatnsstaða tengd landrisi og sigi Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 312 orð

Óánægja vegna breytinga á skipulagi

ÓÁNÆGJU hefur gætt meðal íbúa við sunnanverða Skúlagötu með breytingar sem gerðar voru á skipulagi frá 1985 vegna skrifstofubyggingar sem nú er að rísa á Skúlagötu 17. Umhverfisráðuneytinu barst í sumar stjórnsýslukæra frá nokkrum eigendum fasteigna við Skúlagötu en ráðuneytið telur sig skorta lagaheimild til að fella skipulagsákvarðanir varðandi lóðina úr gildi. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 317 orð

Óku á 130-140 kílómetra hraða við barnaskóla

TVEIR ökumenn mældust aka á 130 til 140 kílómetra hraða við Hofsstaðaskóla í Garðabæ í síðustu viku. Mælingar stóðu í rúman sólarhring og reyndust 88% ökumanna aka yfir leyfilegum hámarkshraða, sem er 50 km á klst. Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Páll Sigurjónsson tekur við hótelstjórninni

GUÐMUNDUR Árnason hótelstjóri á Hótel Hörpu hefur selt 15% hlut í hótelinu en núverandi hluthafar nýttu sér forkaupsrétt sinn að þeim hluta. Guðmundur mun áfram eiga 10% hlut í hótelinu. Hann lætur af starfi hótelstjóra um næstu áramót og heldur til náms í Frakklandi. Við starfi hans tekur Páll Sigurjónsson en hann hefur rekið Hótel Egilsbúð í Neskaupstað síðastliðin ár. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 184 orð

Ráðin verkefnisstjóri í upplýsinga- og tölvumál

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur ráðið Guðbjörgu Sigurðardóttur, tölvunarfræðing, sem verkefnisstjóra í sérstöku þróunarverkefni stjórnarráðs Íslands í upplýsinga- og tölvumálum. Verður hún formaður verkefnisstjórnarinnar. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

Reyndir atvinnuljósmyndarar

LJÓSMYNDARARNIR sjö, sem eltu bifreiðina sem flutti Díönu prinsessu og vin hennar Dodi Fayed frá Ritz-hótelinu í París hina örlagaríku aðfaranótt sunnudagsins eru flestir reyndir atvinnuljósmyndarar, og sumir þeirra unnu fyrir virtar fréttstofur. Þeir eru: Nicolas Arsov, um þrítugt, hefur starfað fyrir SIPA-fréttastofuna frönsku í rúmt ár og m.a. myndað heimsókn páfans. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ríkisfjármálanefnd gengur frá frumvarpi

RÍKISSTJÓRNIN fjallaði um fjárlagafrumvarp næsta árs á fundi sínum í gær og fól ríkisfjármálanefnd sem skipuð er fjórum ráðherrum ­ formönnum og varaformönnum ríkisstjórnarflokkanna ­ að hnýta saman nokkra lausa enda í frumvarpinu og ganga endanlega frá því til prentunar. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 552 orð

Róast í Rangánum

VEIÐI hefur róast nokkuð í Rangánum, eystri áin hefur oftar en ekki verið skoluð að undanförnu og ytri áin dauf. Það eru þó að reytast laxar á land báðum megin að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka Ytri- Rangár. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ræðismaður aflar gagna

SENDIRÁÐ Íslands í Washington fól í gær ræðismanni Íslands í Houston að afla upplýsinga um mál íslenska barnsins sem dæmt hefur verið í 10 ára fangelsi í Texas. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ólaf Árna Ásgeirsson, ræðismann í Texas, sagðist hann fyrst hafa frétt af málinu í gær þegar haft var samband við hann frá sendiráðinu. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

Rætt um prófkjör í október

STJÓRN Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík tekur í næstu viku ákvörðun um hvort hún leggur fram tillögu fyrir fulltrúaráðsfund um að haldið verði prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Baldur Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins, segir að ef prófkjör verði haldið séu mestar líkur á að það verði haldið í októbermánuði. Ýmis sjónarmið innan stjórnarinnar Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Röð fyrir framan Rimaskóla

FYRSTI almenni skóladagurinn að loknu sumarfríi hófst hjá grunnskólanemendum í gær. Þessir krakkar í 2. bekk B í Rimaskóla höfðu komið sér fyrir í einfaldri röð og biðu spenntir eftir að komast inn í kennslustofuna þegar ljósmyndara bar að garði, en í bekknum eru "rúmlega 20 hressir og kátir nemendur", eins og Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóli, orðaði það. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 107 orð

Samvinna eftir skilnað?

DÖNSK yfirvöld hyggjast nú kanna hvort gripið verði til þess ráðs að þvinga foreldra, sem ekki ná samkomulagi um börn sín við skilnað, til að vinna saman. Frank Jensen, dómsmálaráðherra Danmerkur, lýsti á mánudag yfir því að hann væri reiðubúinn til að kanna þetta mál eftir að norskir vísindamenn lögðu fram niðurstöður af því að beita slíkum kvöðum í Noregi. Meira
3. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 402 orð

Sendibifreið lenti á tré og valt á toppinn

LITLU munaði að illa færi er sendibíll frá Möl og sandi hf. hafnaði á tré í garði við húsið númer 10 við Bjarmastíg á Akureyri og valt á toppinn. Garðurinn liggur um 3-4 metrum neðar en vegurinn og því var fallið nokkurt, en tréð kom í veg fyrir að bíllinn færi áfram ofan í Skátagilið. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum slasaðist en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Skemmdarverk unnin á Hallgrímskirkju

GRJÓTI var kastað í glugga Hallgrímskirkju sl. föstudag og unnar skemmdir á vinnuvélum og vinnuskúr við kirkjuna. Einn steinn lenti í Kristsstyttu Einars Jónssonar, en hún slapp lítið skemmd. Nóttina eftir voru unnar skemmdir á Háteigskirkju en ólíklegt er að sömu aðilar hafi verið þar að verki þó það hafi ekki verið útilokað. Kristsstyttan sködduð Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 381 orð

Skipstjórinn neitar öllum sakargiftum

RÉTTARHÖLD hófust í Bodö í Noregi í gær í svokölluðu Sigurðarmáli en norska strandgæslan stóð nótaveiðiskipið Sigurð VE 15 að meintum ólöglegum veiðum innan lögsögu Jan Mayen 7. júní síðastliðinn. Skipstjóri neitaði öllum sakargiftum við vitnaleiðslur og kvaðst hafa fylgt öllum reglugerðum af bestu vitund. Meira
3. september 1997 | Landsbyggðin | 211 orð

Skólasetning á Eyrarbakka og Stokkseyri

Eyrarbakka-Stofnað hefur verið byggðasamlag um rekstur grunnskólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skólarnir hafa verið sameinaðir þannig að 1. til 5. bekkur sækir nám sitt til Stokkseyrar en 6. til 10. bekkur sækir skóla á Eyrarbakka. Skólabíll verður í förum eftir því sem þörf er á. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 751 orð

Skráargataáráttan sem söluvara

NÝ VIKURIT, sem sérhæfa sig í hræringum í kringum þekkta fólkið og þá konungabornu hafa komið fram á sjónarsviðið í Danmörku. Áfergjufullum útgefendum dugar ekkert minna en strætisvagnar undir auglýsingar sínar. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 436 orð

Starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur kynnt skýrsla um sameiningu sjú

STARFSFÓLKI Sjúkrahúss Reykjavíkur var í gær kynnt skýrsla um framtíðarsýn sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er lagt til að sex sjúkrahús í Reykjavík og nágrenni verði sameinuð í eitt stórt háskólasjúkrahús. Fundurinn var fjölmennur og voru gagnrýnisraddir áberandi þó að einnig væru ýmsir sem fögnuðu skýrslunni. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 309 orð

Svíþjóð fylgi Bretlandi í myntbandalag

SÆNSKA ríkisstjórnin ætti að byrja að róa að því að búa Svíþjóð undir að gerast aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, þrátt fyrir andstöðu meirihluta almennings í landinu. Ef Bretar gerast aðilar að EMU ætti sænska stjórnin að íhuga EMU-aðild alvarlega. Þetta sagði Leif Pagrotsky, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, í viðtali við Svenska Dagbladet. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Svör um vinnutíma ráða framhaldi viðræðna

FULLTRÚAR kennara og sveitarfélaganna hittast á ný á samningafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 16 í dag og segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, svör um ýmis atriði vinnutímans ráða framhaldi viðræðna. Þá ræddu flugumferðarstjórar við fulltrúa samninganefndar ríkisins og hefur nýr fundur þeirra verið boðaður á föstudag klukkan 11. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 188 orð

Trúarleiðtogi leystur úr klóm skæruliða

TRÚARLEIÐTOGI múslima í Tadsjíkistan, sem skæruliðar rændu í liðinni viku, var látinn laus í gær ásamt bróður sínum, samkvæmt upplýsingum háttsetts embættismanns í ráðuneyti Imomalis Rakhmonovs, forseta. Sagði embættismaðurinn í samtali við Reuter að stjórninni hefði tekizt að semja um lausn múftísins Amunullos Nigmatzoda. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 49 orð

Tvö skip í Straumsvíkurhöfn

TVÖ flutningaskip voru stödd í Straumsvíkurhöfn í gærmorgun en í fyrrahaust var byggður þar nýr viðlegukantur úr stáli svo fleiri skip með súrál gætu lagst þar að. Nýrri kanturinn liggur nánast þvert á gamla viðlegukantinn og er hann um 105 metrar að lengd. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Umhverfisöryggisvika í Hafnarfirði

UMFERÐARMÁL eru í sérstökum brennidepli í Hafnarfirði í fyrstu viku septembermánaðar, sem er umferðaröryggisvika. Á nýliðnu vori lagði umferðarnefnd Hafnarfjarðar fram umferðisöryggisáætlun. Í fræðsluþætti áætlunarinnar er lögð áhersla á að ná til yngstu vegfarendanna, t.d. með sérstakri umferðaröryggisviku að hausti. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Vali á presti fagnað

STJÓRN Íslendingafélagsins í Osló hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem því er fagnað að stjórn íslenska safnaðarins í Noregi hafi nú lokið vali sínu á presti til að þjóna söfnuðinum. Stjórnin lýsir ánægju sinni með vönduð vinnubrögð safnaðarnefndar og lýsir fullum stuðningi við þá niðurstöðu sem fengin er. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vetrarstarfsemi Kúrekans hafin

KÁNTRÝKLÚBBURINN Kúrekinn hóf vetrarstarfsemi sína 2. september og verða námskeið haldin á þriðjudögum kl. 19 fyrir byrjendur og kl. 20 fyrir framhaldshóp. Upprifjunarnámskeið verður haldið á fimmtudögum kl. 19. Kúrekinn er einnig með námskeið fyrir stærri einkahópa svo sem starfsmannafélög og fleiri. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 379 orð

Vilja hertar reglur BRESKA stjórnin lagði í gær t

BRESKA stjórnin lagði í gær til að reglur um losun úrgangs í sjó yrðu hertar til muna. Nái tillögur Breta fram að ganga myndi það m.a. þýða að ekki yrði lengur heimilt að sökkva úreltum olíuborpöllum í sjó, nema í einstaka undantekningartilvikum. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 291 orð

Yfirlæknir segir sjúklinga og starfsfólk vera í hættu

LÖGREGLUVAKT, sem var um helgar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, var hætt 1. júlí síðastliðinn. Um helgina þurfti að kalla til lögreglu á slysadeildina þar sem tveir menn voru handteknir eftir að hafa veist að starfsfólki og mölvað gler og rúður á deildinni. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 203 orð

Yfirmenn þriggja framleiðsludeilda RÚV Útvarpsst

ÚTVARPSSTJÓRI hefur ráðið yfirmenn þriggja framleiðsludeilda Ríkisútvarpsins. Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður menningarmála, Óskar Ingólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður tónlistarmála og Þorgerður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður samfélags- og dægurmála. Kristín Ólafsdóttir hlaut fleiri atkvæði útvarpsráðs í stöðuna en Þorgerður. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 185 orð

Yilmaz segir tollabandalag við ESB í vanda

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagði á mánudag að tollabandalag Tyrklands og Evrópusambandsins væri í vanda statt vegna þess að ESB stæði ekki við skuldbindingar sínar. "Þar sem sambandið hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar er samningur okkar um tollabandalag í alvarlegum vanda, Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

Þjóðhátíð í Víetnam

GEGNVOTIR fánar skreyttir hamri og sigð hanga þunglamalega í þrumuveðri yfir götum Hanoi, höfuðborgar Víetnams, þegar hraktir pílagrímar úr sveitum landsins bíða í röð við grafhýsi Ho Chi Minhs, byltingarleiðtogans fyrrverandi, sem enn er í hávegum hafður meðal stórs hluta almennings. Smurt lík hans er varðveitt í grafhýsinu. Meira
3. september 1997 | Erlendar fréttir | 41 orð

Þúsundir Breta minnast Díönu prinsessu

KONA í Lundúnum þerrar tárin fyrir framan Kensington-höll, heimili Díönu prinsessu. Blómahafið út frá hallarhliðinu nær um 400 metra frá því og hefur geysilegur fjöldi fólks komið þangað til að minnast prinsessunnar og votta henni virðingu sína. Meira
3. september 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

(fyrirsögn vantar)

KARL-HEINZ Knebel, þerapisti og kennari, verður gestur Jógastöðvarinnar Heimsljóss dagana 5.-7. september þar sem hann heldur helgarnámskeið í Qi Gong/Tai Ji. Í fréttatilkynningu frá Jógastöðinni Heimsljósi segir: "Qi Gong/Tai Ji er notað til sjálfstyrkingar í daglegu lífi, Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 1997 | Staksteinar | 307 orð

»Breytt stjórnmálaumræða? "UNDANFARIN ár hefur nokkuð borið á því að stj

"UNDANFARIN ár hefur nokkuð borið á því að stjórnmálaumræðan sé að breytast. Færri og færri ræða raunveruleg grundvallaratriði en leggja aðal áherslu á tæknileg atriði." Þannig hefst pistill í Vef-Þjóðviljanum um helgina. Meira
3. september 1997 | Leiðarar | 535 orð

leiðari FURUGRUNDARMÁLIÐ - RANNSÓKN ÓHJÁKVÆMILEG VOKALLAÐ Fu

leiðari FURUGRUNDARMÁLIÐ - RANNSÓKN ÓHJÁKVÆMILEG VOKALLAÐ Furugrundarmál, sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fullrannsakaði á árinu 1988, týndist í embættismannakerfinu og hefur ekki verið hreyft við því í 9 ár. Samkvæmt upplýsingum Arnars Jenssonar fór málið frá lögreglumönnunum með eðlilegum hætti, en síðan veit enginn hvað af því varð. Meira

Menning

3. september 1997 | Tónlist | 538 orð

Að syngja af lífi og sál

Ólafur Kjartan Sigurðarson og Tómas Guðni Eggertsson fluttu söngverk eftir Mozart, Finzi, Ravel, Wolf, Massenet og sönglög eftir Sigfús Einarsson, Árna Thorsteinsson, Jón Leifs, Sigurð Rúnar Jónsson og Karl O. Runólfsson. Mánudagurinn 1. september 1997. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Carrie Otis er ánægð með Mickey Rourke

FYRIRSÆTAN Carre Otis lætur vel af hjónabandi sínu og leikarans Mickey Rourke, þrátt fyrir ítrekaða árekstra þeirra í milli undanfarin ár. "Hann er eiginmaður minn. Við eigum yndislegt líf saman," sagði hún í viðtali við USA Today. Hún hélt nýlega upp á auglýsingar á Rado-úrum sem hún kemur fram ásamt tennisstjörnunum Todd Martin og Malivai Washington. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 248 orð

Dóp, list og peningar Basquiat (Basquiat)

Framleiðandi: Peter Brant og Jospeh Allen. Leikstjóri og handritshöfundur Julian Schnabel eftir bók Lech J. Majewski. Kvikmyndataka: Don Fortunato. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Jeffrey Wright, Michael Wincott, David Bowie, Benecio Del Toro, Claire Forlant og Gary Oldman. 107 mín. Bandaríkin. Miramax International/Skífan 1997. Myndin er öllum leyfð. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 330 orð

Einkahúmor Elvisar

ARI Gísli hefur gefið út fjórar ljóðabækur, og seinast kom Hvítur himinn úr glugga út árið 1995. Hann rekur einnig fornbókabúðina Bókavörðuna í samvinnu föður sinn. Hann gefur sér þó tíma á kvöldin til að glugga í bók, og hefur mjög gaman af því að horfa á góð myndbönd og hlusta á góða tónlist. Guðfaðirinn The Godfather ­ 1972 Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 834 orð

Ekki bara barnagaman Pétur Yngvi Yamagata er áhugamaður um teiknimyndablöð. Ottó Geir Borg er það líka. Þeir hittust og skröfuðu

VERSLUNIN Fáfnir er heill heimur útaf fyrir sig þar sem aðdáendur ýmissa furðufyrirbæra koma saman, ræða áhugamál sín og kaupa hluti sem tilheyra aðeins þessum litla heimi. Bak við afgreiðsluborðið stendur Pétur Yngvi Yamagata, innkaupastjóri teiknimyndablaða, og heldur fyrirlestra um gæði þeirra og vísindaraða á borð við "Babylon 5". Meira
3. september 1997 | Kvikmyndir | 231 orð

Endalaus saga Skuggalönd (Darklands)

Framleiðandi: Lluniau Lliw Cyf. Leikstjóri og handritshöfundur: Julian Richards. Kvikmyndataka: Zoran Djordjevic. Tónlist: John Murphy og David Hughes. Aðalhlutverk: Craig Fairbrass og Rowena King. 90 mín., Bretland. Metrodrome Films/Stjörnubíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára.. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 176 orð

Enginn frægur leikari en fullt af tæknibrellum

NÝJASTA mynd Paul Verhoeven er vísindaskáldsaga byggð á bók Robert Heinlein, "Starship Troopers". Verhoeven hefur tvisvar áður gert vísindaskáldsögu en það voru myndirnar "Robocop" og "Total Recall". Fjallar myndin um landgönguliða í geimnum, sem þurfa að kljást við geimkvikindi, ekki ólík skordýrum. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 149 orð

Fróðleiksmolar F

Fyrsta kvikmynd í fullri lengd var gerð í Ástralíu árið 1906 og nefndist Saga Kelly- gengisins eða "The Story of the Kelly Gang". Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem tekin var í lit var Heimurinn, hörundið og djöfullinn eða "The World, The Flesh and The Devil". Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 167 orð

Gleði og glaumur skáta

LOKAHÁTÍÐ var haldin í Húsdýragarðinum í Laugardal á sunnudag og var ýmislegt gert til að skemmta ungum sem öldnum. Um daginn var haldin skemmtun þar sem leikrit var sett upp, Skari skrípó töfraði og sprellaði og ýmis önnur skemmtiatriði lífguðu upp á þessa síðustu helgi sumarins í Húsdýragarðinum. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 175 orð

Glæsikvendi á Nelly's

DRAG-keppni var haldin á skemmtistaðnum Nelly's Café um síðustu helgi. Þetta var fyrri keppnin af tveimur undankeppnum en úrslitakvöldið verður 13. september. Fjórar drag-drottningar kepptu um sæti í úrslitum að þessu sinni því einn keppenda forfallaðist óvænt. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 62 orð

Jackson 39 ára

MICHAEL Jackson fékk óvæntan glaðning á afmælinu sínu á 50 þúsund manna tónleikum í Kaupmannahöfn. Afmælistertu á hjólum var rúllað inn á sviðið, flugeldum skotið á loft, sem mynduðu orðin "Konungur poppsins" og áhorfendur fögnuðu honum innilega. Jackson, sem varð 39 ára, þakkaði fyrir sig með orðunum: "Mér þykir afskaplega vænt um ykkur. Þakka ykkur kærlega. Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 437 orð

Kórinn flytur íslensk verk í þýska sjónvarpinu

EUROPA Cantat er stærsta og veigamesta kórhátíð Evrópu og er haldin á þriggja ára fresti víðs vegar um Evrópu. Hátíðin var fyrst haldin 1961 og að henni stendur Evrópusamband æskukóra. Hamrahlíðarkórinn er eini íslenski aðilinn í sambandinu (EFJC) og kórinn hefur tekið þátt í Europa Cantat hátíðinni sem fulltrúi Íslands í hvert sinn síðan 1976. Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 295 orð

Kór Stykkishólmskirkju á leið til Noregs

FÉLAGAR í kór Stykkishólmskirkju eru á förum til Drammen í Noregi, fimmtudaginn 3. september. Kórnum var boðið að taka þátt í norrænu kórammóti sem þar er haldið dagana 5.­7. september. Hann er eini íslenski kórinn sem syngur á þessu móti. Þarna syngja kórar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Eystrasaltsríkjum. Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 94 orð

Ljóðatónleikar

MARGRÉT Bóasdóttir sópransöngkona og Ulrich Eisenlohr píanóleikari halda ljóðatónleika næstu daga. Fyrstu tónleikarnir verða í Aratungu á morgun, fimmtudag kl. 21. Á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Reykholtskirkju, Borgarfirði, föstudaginn 5. september kl. 21, á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. september kl. 20. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 34 orð

Milljón kvenflíkur

SOFIE Rahman, sem er fyrrverandi ungfrú Hong Kong, kynnir hér nýju sundfatalínuna frá Kurare. Tískusýningin fór fram á hóteli í Tokýó í gær. Fatahönnuðurinn Kurare áætlar sölu á milljón kvenflíkum á næsta ári. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 186 orð

"Money Talks" fast á hæla Demi Moore

HERMANNAMYND Demi Moore, "G.I. Jane", heldur fyrsta sætinu aðra vikuna í röð en fast á hæla hennar kemur nýjasta mynd Charlies Sheens "Money Talks" en þar leikur hann á móti grínleikaranum Chris Tucker. Þriðja sætinu heldur svo forsetamynd Harrisons Fords "Air Force One". Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 95 orð

Nýjar hljóðbækur ÚT er komið á hljóðsnældu

ÚT er komið á hljóðsnældu fyrsta bindi Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar, sem Þórbergur Þórðarson færði í letur, í upplestri Péturs Péturssonar, fyrrverandi útvarpsmanns. Ævisaga Árna prófasts kom út á vegum Bókaútgáfunnar Helgafells í sex bindum á árunum 1945 til 1950. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 38 orð

Of seint að hætta við

GEORGY Georgiev, sem er 21 árs, stekkur fram af Asparuhovo-brúnni við höfnina í Varna, sem snýr út að Svartahafi. Boðið er upp á teygjustökk og laðar það bæði að borgarbúa sem og ferðamenn. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 627 orð

ÓLJÓS OG DULARFULL

ÓVENJULEG ferðabók um Ísland verður gefin út í október nk. Í bókinni, sem verður bæði með þýskum og íslenskum texta, verður m.a. fjallað um álfa, klæðskiptinga og forseta Íslands. Höfundur er þýski listamaðurinn Wolfgang Muller, en þýðandi er Veturliði Guðnason. Meira
3. september 1997 | Myndlist | 846 orð

Sjónarhóll lokar

SÝNING Gunnars Karlssonar, sem staðið hefur yfir í Sjónarhóli undanfarnar vikur markar jafnframt endalokin á starfsemi listhússins. Rýmið hafði drjúga sérstöðu meðal listhúsa um hreina og klára hönnun, var afar bjart og fallegt. Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 281 orð

Starfsár Kammermúsíkklúbbsins að hefjast

STARFSÁR Kammermúsíkklúbbsins, hið 41. í röðinni, hefst næstkomandi sunnudag en fimm tónleikar verða á vegum klúbbsins í Bústaðakirkju í vetur. Átta tónlistarmenn koma fram á fyrstu tónleikum starfsársins í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag, 7. september, kl. 20. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 311 orð

Stormare er stór

SVÍAR eru glaðir og stoltir um þessar mundir því þeir eiga leikara sem er að verða stórstjörna í ameríska bíóheiminum. Peter Stormare heitir náungi sá. Margir muna sjálfsagt eftir honum í Fargo þeirra Coen bræðra, þar sem hann var glæpafélagi Steve Buscemi. Þeir leika aftur saman í nýjustu Coen- myndinni The Big Lebowski . Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Útnefnd til skoskra verðlauna

SÍÐASTLIÐIÐ haust kom út bókin Scottish Skalds and Sagamen: Norse Influence on Modern Scottish Literature (Skoskskáld og sagnamenn: fornnorræn áhrif á skoskar nútímabókmenntir), eftirJúlían M. D'Arcy,dósent í ensku viðHáskóla Íslands. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 253 orð

Vetrarmynd í Feneyjum

BRESKI leikarinn Alan Rickman er um þessar mundir að kynna fyrstu myndina sem hann leikstýrir á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Myndin heitir "The Winter Guest" og leika mæðgurnar Emma Thomson og Phyllida Law aðalhlutverkin. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 243 orð

Vindlar og leynd kvenfyrirlitning

Í HOLLYWOOD ríður yfir um þessar mundir mikill tískufaraldur meðal háttsettra karlmanna í kvikmyndaiðnaðinum. Þeir safnast saman í The Grand Havana Room, japla þar á vindlum og tala um konur. Meira
3. september 1997 | Fólk í fréttum | 679 orð

Það er miklu flottara að segja nei

Í KVÖLD kl. 21.00 verður sýnd í samtengdri dagskrá sjónvarpsstöðvanna heimildarmyndin Fikt, sem fjallar um ferð Jafningjafræðslu framhaldsskólanema til Norðurlanda. Eftir á verður umræðuþáttur um forvarnastarfsemi í vímuefnaeyslu hér á landi. Ranghugmyndir Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 809 orð

Þegar hjólin fara að snúast

SEGÐU mér frá Wybo Haas verðlaununum. "Wybo Haas er ungt evrópskt hönnunar­, auglýsinga­ og markaðssetningarfyirtæki sem hefur tilkomumikinn lista viðskiptavina. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau verða framvegis veitt árlega til þess myndhöggvara eða rithöfundar sem þykir hafa til þess unnið á árinu. Meira
3. september 1997 | Menningarlíf | 368 orð

Þuríður Guðmundsdóttir fékk Bókmenntaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar

Á SAMKOMU í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal sunnudaginn 31. ágúst sl. var kunngert hverjir hlytu Bókmenntaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsku menningarverðlaunin árið 1997. Það er Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans, sem veitir verðlaunin. Meira

Umræðan

3. september 1997 | Aðsent efni | 634 orð

Aukinn sparnaður fyrir atvinnulíf og almenning Stjórnmálamenn geta hjá

FYRIR skömmu sendi Vinnuveitendasamband Íslands frá sér greinargerð um þróun efnahagsmála og afkomuhorfur í atvinnurekstri. Þar er að finna ýmis varnarorð sem mikilvægt er að huga að. Einna mikilvægast í þessu sambandi er að auka sparnað þjóðarinnar en hann er mun minni en hjá öðrum þjóðum. Meira
3. september 1997 | Aðsent efni | 1093 orð

Mengun á varnarsvæðum í Keflavík

HINN 16. maí var skýrt frá því í staðarblaði í Reykjanesbæ og einnig á annarri sjónvarpsstöðinni að haldið væri að sjúkdóm í fóstrum sem ylli fósturláti í Reykjanesbæ og nágrenni mætti rekja til mengunar á svokölluðu Nikkel-svæði. Þetta kom mér alls ekki á óvart. Meira
3. september 1997 | Bréf til blaðsins | 651 orð

Norðurland

Í NÝLEGUM hugleiðingum, um "Borgríkið og Austurland" var bent á hve þróunin í átt til borgríkis er ör hér á landi og hvernig atvinnuuppbygging á Austurlandi gæti hamlað þar á móti. Ekki skiptir þó minna máli að Norðurland haldi sínu og eflist og dafni. Þó gengur ekki allt vel í þeim efnum. Þannig var búið að bíða lengi eftir þeim áfanga að Akureyringar yrðu 15 þúsund. Meira
3. september 1997 | Aðsent efni | 542 orð

Rousseau, Voltaire og veiðigjald

FYRIR skömmu nefndi ég nokkur dæmi um það, að krafan um auðlindaskatt eða veiðigjald er ekki ný: Einokunarverslun Dana á Íslandi var eins konar innheimtustofnun fyrir veiðigjald. Adam Smith hafði þegar 1776 svarað þeim rökum veiðigjaldssinna, að ástæðulaust væri að keppa að bættum viðskiptahag, rynni hann allur til eyðslusamra auðmanna. Meira
3. september 1997 | Aðsent efni | 610 orð

Umferðarmál ­ allra hagur

UMFERÐARMÁL verða í sérstökum brennidepli í Hafnarfirði í fyrstu viku septembermánaðar, en umferðaröryggisvika stendur þar yfir. Við framsetningu umferðaröryggisáætlunar Hafnarfjarðar fyrir árið 1997 var lögð áhersla á markvissa umfjöllum um umferðarmál á haustdögum. Meira
3. september 1997 | Aðsent efni | 1001 orð

Þorskurinn okkar, Hannes og kvótinn

HANNES Hólmsteinn er þekktur hérlendis sem lærisveinn Friedmanns og Hayeks. Hugmyndir þeirra þremenninga kalla Íslendingar frjálshyggju. Umræða um frjálshyggjuna hristi mjög ánægjulega upp í okkur öllum á síðasta áratug. Hún vakti spurningar um frelsi og réttlæti sem hollt var að leita svara við. Munurinn á Hannesi og okkur hinum var sannfæring hans. Hann hafði svör við öllu á reiðum höndum. Meira
3. september 1997 | Aðsent efni | 476 orð

Öskutunnuhremmingar í Kópavogi

NÚ Á dögunum kom flokkur manna og dreifði öskutunnum fyrir framan hvert hús í hverfinu mínu. Tunnunum var stillt upp framan við húsin og ekki var gengið úr skugga um hvort þær pössuðu inn í þær ruslageymslur sem eru í húsunum. Ég og nágrannar mínir komumst fljótlega að því að þessar tunnur komust alls ekki inn í þau hólf sem eru í húsunum til þessara nota. Meira

Minningargreinar

3. september 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Einar G. Lárusson

Þegar vinir okkar og samferðamenn í lífsferðinni okkar allra hverfa frá okkur inn í móðuna miklu þar sem aldrei segir af ferðum og við stöndum eftir hér á þessari strönd, finnum við að þáttaskil hafa orðið. Okkur finnst autt rúm standa eftir í hjörtum okkar. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 545 orð

Einar G. Lárusson

Mér er ljúft að minnast Einars G. Lárussonar, en hann lést eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. ágúst síðastliðinn. Í kringum 1950 kynntist Einar tengdamóður minni Sigrúnu Elínborgu Guðjónsdóttur frá Syðstakoti í Miðneshreppi og má með sanni segja að það hafi orðið ást við fyrstu sýn, því upp frá því voru örlög þeirra ráðin. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 189 orð

EINAR G. LÁRUSSON

EINAR G. LÁRUSSON Einar Geir Lárusson var fæddur í Vestmannaeyjum 24. september 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. ágúst síðastliðinn. Hann var fjórði í röðinni í fimm systkina hópi, Unnur Halla, yngsta systkinið, er ein eftir á lífi. Hin voru Óskar, Ólafía og Ólafur. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 42 orð

Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Jónmundur Gunnar Guðmundsson Kveðja frá tvíburunum Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 151 orð

Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Jónmundur Gunnar Guðmundsson Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum, Skagafjarðarsýslu, 7. maí 1908. Hann lést á heimili sínu, Sandabraut 11, Akranesi, 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 400 orð

Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Lífið gekk sinn vanagang þennan seinni hluta ágústmánaðar. Ég var í óða önn að búa mig undir próf og foreldrar mínir höfðu farið í frí norður í Fljót. Pabbi flutti mér þær fréttir að þau hefðu stoppað hjá afa á Akranesi þegar þau fóru norður. Afi hafði leikið við hvern sinn fingur og verið hinn hressasti. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Jónmundur Gunnar Guðmundsson

Elsku afi. Þegar ég, á áttunda aldursári, kom fyrst til ykkar ömmu var mér tekið opnum örmum og ætíð síðan átti ég afa og ömmu á Sandó. Nú er komið að kveðjustund og minningarnar streyma fram en efst í huga mér er þakklæti. Þakka þér fyrir að vera afi minn. Þakka þér fyrir allan þann hlýhug og alla þá umhyggju sem þú hefur sýnt mér. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 116 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Karítas Guðmundsdóttir Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sín. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Í dag er til moldar borin mæt sómakona, Karítas Guðmundsdóttir, en hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 26. ágúst síðastliðinn á áttugasta aldursári. Ég kynntist Karítas er ég hóf að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, Hildigunni, fyrir rúmum aldarfjórðungi. Vandi ég þá mjög komur mínar á æskuheimili Hildigunnar að Lynghaga 12. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 165 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Með fáeinum orðum langar okkur að minnast ömmu okkar, ömmu Kaju eins og við kölluðum hana alltaf, og þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Alltaf var jafn notalegt að heimsækja hana eða fá hana í heimsókn. Ætíð ljómaði andlit hennar af gleði og hlýju. Hvergi leið henni betur en í faðmi fjölskyldu sinnar. Það var aldrei langt í hláturinn og grínið hjá henni ömmu. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Elsku amma Kaja. Mig langar með þessum fáu orðum að þakka þér fyrir allt það sem þú gafst mér. Þegar ég kvaddi þig sunnudaginn fyrir andlát þitt, óraði mig ekki fyrir því að það væri í síðasta sinn því þú leist svo vel út og virtist vera hress. Þegar ég minnist þín kemur upp í hugann hlýja og umhyggja. Þú tókst alltaf á móti okkur með opnum örmum og bros á vör. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 781 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Mig langar að kveðja tengdamóður mína, Karítas Guðmundsdóttur, með örfáum orðum og þakka henni samfylgdina. Ekki datt okkur í hug þegar við kvöddum Kaju að þetta væri hinsta kveðjan, en daginn eftir fengum við upplýsingar um að hún væri látin. Þessi umgangspest, sem hún var talin vera með, hefur verið undanfari þess sem koma skyldi. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 211 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Minningarnar hrönnuðust upp þegar mér var sagt frá láti Kaju móðursystur minnar, þriðjudaginn 26.8. sl. Karítas hét hún og fór það henni vel, því kærleikur og góðvild var ríkjandi eiginleiki hennar. Sem stelpa var ég hjá henni, þegar foreldrar mínir fóru í siglingu og þau tilfinningabönd sem þá urðu til hafa haldið æ síðan. Kaja var gift Sigurði E. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 355 orð

Karítas Guðmundsdóttir

Vertu yfir og allt umkring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S.J.) Amma Kaja kenndi okkur að biðja bænir, spilaði og söng sálma og fór með kristilegar tilvitnanir. Hún ól börn sín og barnabörn upp í guðrækni, var ástrík kona sem gaf frá sér mikla hlýju. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 192 orð

KARÍTAS GUÐMUNDSDÓTTIR

KARÍTAS GUÐMUNDSDÓTTIR Karítas Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðjónsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 19. júní 1894, d. 3. september 1961, og Anna María Gísladóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 18. mars 1893, d. 10. apríl 1981. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 472 orð

Magnús Ágúst Haraldsson

Það var að kvöldi 17. ágúst að mér bárust þær fréttir frá Íslandi að afi minn Magnús Ágúst Haraldsson hefði látist föstudaginn 15. ágúst. Ég var á ferðalagi í Danmörku og hafði notið lífsins í björtu og góðu veðri. Það er einkennilegt að einhvern veginn finnst manni það draga úr söknuði og sársauka ef veðrið er bjart og fallegt heldur en ef það er dumbungslegt veður. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 240 orð

MAGNÚS ÁGÚST HARALDSSON

MAGNÚS ÁGÚST HARALDSSON Magnús Ágúst Haraldsson fæddist í Bolungarvík 24. ágúst 1905. Hann lést 15. ágúst síðastliðinn í sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Foreldrar hans voru Haraldur Stefánsson frá Tröð í Álftafirði, f. 27.10. 1877, d. 19.3. 1961, og Ágústa Marísdóttir frá Langeyjarnesi, Dalasýslu, f. 15.12. 1880, d. 13.12. 1930. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 363 orð

Óskar Ólafur Vigfússon

Elsku afi minn, ekki hvarflaði það að mér í maíbyrjun er við kvöddumst að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Reyndar frá því ég fluttist út, kvaddir þú mig í hvert sinn eins og þú sæir mig aldrei aftur. En mér fannst þú alltaf svo hress, og síðast kvaddi ég þig einmitt með orðunum "sjáumst um jólin", og annað hvarflaði ekki að mér. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Óskar Ólafur Vigfússon

Elsku afi minn, ekki hvarflaði það að mér í maíbyrjun er við kvöddumst að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Reyndar frá því ég fluttist út, kvaddir þú mig í hvert sinn eins og þú sæir mig aldrei aftur. En mér fannst þú alltaf svo hress, og síðast kvaddi ég þig einmitt með orðunum "sjáumst um jólin", og annað hvarflaði ekki að mér. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 132 orð

ÓSKAR ÓLAFUR VIGFÚSSON

ÓSKAR ÓLAFUR VIGFÚSSON Óskar Ólafur Vigfússon var fæddur í Áshverfi í Rangárvallasýslu 21. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Sveinsson og Anna Guðmundsdóttir. Óskar var eldri tveggja bræðra, yngri bróðir hans var Ólafur, sem er látinn. Hinn 5. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Óskar Vigfússon

Okkur systkinin langar til að kveðja afa okkar með nokkrum orðum. Það má segja að við höfum tengst afa mest á hans seinni árum. Afi var prúður og hæglátur maður sem lét hverjum degi nægja sína þjáningu, hann var lítillátur og lítið fyrir veraldleg gæði. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 577 orð

Þóra Marteinsdóttir

Oft er lífið bjart og elskulegt og við viljum njóta hverrar stundar. En stundum, jafnvel þegar best lætur, syrtir skyndilega að. Núna er himinn þungbúinn og tilveran dapurleg því frænka mín hún Þóra Marteinsdóttir, ung og hæfileikarík glæsikona, er horfin frá okkur. Mæður okkar Þóru voru systurnar Anna og Kristín Bjarnadætur Sæmundssonar fiskifræðings. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 348 orð

Þóra Marteinsdóttir

Við hjónin vorum harmi slegin er vinur okkar, Einar Gíslason, tilkynnti okkur andlát eiginkonu sinnar og vinkonu minnar, Þóru Marteinsdóttur. Ég kynntist Þóru fyrir hartnær þrjátíu árum vegna vinskapar eiginmanna okkar. Ég tók fljótlega eftir því, að Þóra var gædd sérstæðum persónuleika, vinátta okkar þróaðist hægt í byrjun en varð þeim mun sterkari með tímanum. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Þóra Marteinsdóttir

Þegar ég minnist Þóru Marteinsdóttur, tengdadóttur minnar, koma fram allar þær hugljúfu minningar sem ég á frá okkar kynnum og gleymast aldrei. Elsku Þóra mín, þú varst mér alltaf eins og góð dóttir. Meðfæddir eiginleikar hennar voru góðar gáfur, fáguð framkoma og snyrtimennska. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 343 orð

Þóra Marteinsdóttir

Kæra tengdamóðir. Engri manneskju hef ég kynnst sem sannaðist betur á að sitt er hvort gæfa og gjörvileiki. Líf þitt var sannarlega langt frá því að vera alltaf dans á rósum. En þrátt fyrir margar erfiðar stundir leiftrar samt skært minningin um hinar góðu. Nú er við kveðjumst finn ég svölun í huggunarríkum og umburðarlyndum ljóðlínum Richards Beck. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 533 orð

Þóra Marteinsdóttir

Ég sit við tölvuna og hlusta á löngu genginn vin okkar beggja, Hólmar frá Merkinesi, sem aðrir eflaust þekkja undir nafninu Vilhjálmur Vilhjálmsson, söngvari. Lagið sem nú hljómar er "Söknuður". Næst hljómar lag eftir Maron Vilhjálmsson "Raunasaga". Margar myndir frá liðinni tíð koma upp í hugann. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 212 orð

Þóra Marteinsdóttir

Eitt það dýrmætasta í lífinu er að eiga góðan og traustan vin. Þannig vinur reyndist hún Þóra mín mér, ávallt trygg og gefandi og umhugað um velferð mína og fjölskyldu minnar. Vinskapur okkar hófst í Hagaskóla þar sem við vorum saman í bekk. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman á þessum árum. Þessi tími einkenndist af því að lifa fyrir líðandi stund. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 193 orð

ÞÓRA MARTEINSDÓTTIR

ÞÓRA MARTEINSDÓTTIR Þóra Marteinsdóttir fæddist í Merkinesi í Höfnum hinn 18. maí 1946. Hún lést í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marteinn Guðbjartur Guðmundsson, myndhöggvari, f. 16.7. 1905 í Merkinesi í Höfnum, d. 23.7. 1952 í Reykjavík, og Kristín Bjarnadóttir píanókennari og bókavörður, f. 4.7. 1907 í Reykjavík, d. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 337 orð

ÞÓRARINN JÓHANNES EINARSSON GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR

ÞÓRARINN JÓHANNES EINARSSON GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR Guðný Jónsdóttir var fædd í Kálfadal í Gufudalshreppi, A-Barðastrandarsýslu 4. apríl 1896. Hún lést í Reykjavík 12. september 1986 á 91. aldursári. Foreldrar hennar voru: Jón Finnur Arnfinnsson, bóndi, f. 1862, og kona hans Elín Guðmundsdóttir, f. Meira
3. september 1997 | Minningargreinar | 708 orð

Þórarinn Jóhannes Einarsson Guðrún Jónsdóttir

Í dag, hinn 3. september 1997, eru liðin 100 ár frá fæðingu Þórarins J. Einarssonar, kennara og fræðimanns. Þeir Íslendingar, sem fæddir voru í kringum síðustu aldamót og komust til fullorðinsára, eru óðfluga að hverfa frá okkur. Þetta var dugmikið fólk, sem lifði af kröpp kjör og mikið líkamlegt erfiði. Andstæðurnar í lífskjörum og framfarir, sem þeirra kynslóð upplifði, eru nánast ótrúlegar. Meira

Viðskipti

3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 126 orð

ÐFundað um áhættusjóði

VERSLUNARRÁÐ Íslands gengst fyrir morgunverðarfundi í Sunnusal Hótel Sögu á morgun fimmtudaginn 4. september klukkan 8 til 9.30. Þar verður fjallað um hvort áhættufjármagnssjóðir (Venture Capital Funds) nýtast í raun og veru atvinnulífinu til nýsköpunar. Framsögumenn verða: dr. Gordon Murray, prófessor við Warwick Business School. Halldór J. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 87 orð

ÐHlutabréfin áfram á niðurleið

HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í verði í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Hlutabréf Samvinnusjóðs lækkuðu um 10% frá því á mánudag, bréf KEA um 9,4%, bréf Þróunarfélagsins um 8% og Sæplasts um 7%. Um 52% lækkun varð á gengi hlutabréfa Pharmaco sem skýrist að mestu af útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 149 orð

ÐNonni og Manni og Sjöundi himinn sameinast

GENGIÐ hefur verið frá samningi um sameiningu auglýsingastofanna Nonna og Manna og Sjöunda himins. Sameinaða stofan sem rekin verður undir nafni Nonna og Manna verður með alls 16 starfsmenn, en þar af koma tólf manns frá Nonna og Manna og fjórir frá Sjöunda himni. Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir samningaviðræður hafa staðið yfir í sumar. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

ÐNý herrafataverslun opnuð á Laugavegi

NÝ herrafataverslun, GK, verður opnuð á Laugavegi 66 á morgun, fimmtudag. Eigandi verslunarinnar er Gunnar Hilmarsson, en hann hefur starfað sem verslunarstjóri hjá Hanz í Kringlunni undanfarin fjögur ár. Tvær tískuverslanir, CM og Monsoon, voru nýlega opnaðar í sama húsi. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 318 orð

Hagnaður nam 94 milljónum króna

HAGNAÐUR af rekstri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) og dótturfélaga nam 94 milljónum króna á fyrri árshelmingi. Ekki liggur fyrir endurskoðað árshlutauppgjör fyrir sama tímabil síðastliðins árs en rekstur SÍF samstæðunnar skilaði 117 milljóna króna hagnaði allt árið. Hagnaður SÍF hf. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

»Hækkanir austan hafs og vestan »MIKLAR hækkanir urðu í helztu k

»MIKLAR hækkanir urðu í helztu kauphöllum Evrópu í gær eftir verulega hækkun í Wall Street er stafaði af hagstæðri könnun, sterkum dollar og uppsveiflu í Asíu. Bjartsýni jókst því að samkvæmt viðskiptakönnun dró meira úr trausti í ágúst en búizt hafði verið við og styrkir það þá skoðun að vaxtahækkun sé ekki yfirvofandi vestanhafs. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 373 orð

Meiri hagnaður en allt síðasta ár

KAUPÞING hf. skilaði alls um 122,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins eða ívið meiri hagnaði en allt síðastliðið ár. Það ár var þó metár í sögu fyrirtækisins hvað snertir afkomu og bata á eiginfjárstöðu. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 536 orð

Mikilvægt að réttar tölur liggi fyrir sem fyrst

RÉTTUR ársreikningur Kælismiðjunnar Frosts fyrir árið 1996 og milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 1997 mun væntanlega liggja fyrir í þessum mánuði. Nú er unnið að því að endurskoða bókhald fyrirtækisins eftir að í ljós komu alvarlegar rangfærslur í bókhaldi þess. Rangfærslurnar voru gerðar af fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækisins að sögn Páls Halldórssonar stjórnarformanns. Meira
3. september 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Rangfærslur í bókhaldi Kælismiðjunnar Frosts

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fyrrverandi starfsmönnum Kælismiðjunnar Frosts: "Í frétt Morgunblaðsins föstudaginn 29. ágúst sl. var fréttatilkynning frá stjórn Kælismiðjunnar Frosts um misferli í bókhaldi félagsins, þar sem sagt var að fyrrverandi starfsmaður Kælismiðjunnar sæti undir grun vegna þessa misferlis. Meira

Fastir þættir

3. september 1997 | Fastir þættir | 67 orð

Bridsmót í Hallormsstað 6. sept. NÆSTKOMANDI laugardag, 6. septembe

NÆSTKOMANDI laugardag, 6. september, verður haldið silfurstigamót í nýju hóteli, Fosshóteli, í Hallormsstað. Mjög góð aðstaða er til spilamennsku í íþróttahúsi sem er við hlið hótelsins. Til stendur að gera þetta mót að árlegum viðburði en þátttakan nú verður bundin við 32 pör. Skráning er hjá Bjarna, í síma 471-2070 eða Pálma, í síma 471-1421. Þátttökugjald er 3. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 29 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs VETRARSTARFSEMIN hefst á morgun með eins kvölds tvímenningi. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð. Spilamennska hefst kl. 19.45. Keppnisstjóri Hermann Lárusson. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 51 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Bridsdeild Sjál

EINS og undanfarna vetur verður spilað á mánudagskvöldum kl. 19 í félagsheimilinu Hátúni 12. Byrjað verður mánudaginn 8. sept. nk. með eins kvölds Mitchell-tvímenning, verðlaun fyrir efsta sæti í báðum riðlum verða leikhúsmiðar. Frekari upplýsingar gefa Páll sími 551-3599 og Karl sími 562-9103. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslandsmót

Mótið verður spilað í tveimur hlutum, opin undankeppni 11. og 12. okt. og síðan úrslit 1. og 2. nóv. Úr undankeppninni komast a.m.k. 32 pör í úrslit og síðan eiga svæðameistarar hvers svæðis rétt til að fara beint í úrslitin. Nýti þeir ekki rétt sinn fjölgar þeim sem komast úr undanúrslitum. Mót á næstunni Opna Hornafjarðarmótið 26. og 27. sept. Meira
3. september 1997 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní í Lágafellskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Ingibjörg Thors og Magnús Einarsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Meira
3. september 1997 | Dagbók | 648 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
3. september 1997 | Í dag | 398 orð

EGAR viðrar jafn vel og gert hefur hér á suðvesturhornin

EGAR viðrar jafn vel og gert hefur hér á suðvesturhorninu að undanförnu, er Ísland sannkölluð paradís, að mati Víkverja. Í liðinni viku átti Víkverji ásamt fjölskyldu, góða daga á Laugarvatni, í einstaklega yndislegu veðri. Laugarvatn og allt umhverfi þess er sérdeilis fallegur og skemmtilegur staður að sækja heim í slíku veðri. Meira
3. september 1997 | Í dag | 376 orð

Fyrirspurntil Bónuss

KONAN mín var að bíða í röð í Bónus í Hafnarfirði í gær, mánudaginn 1. september. Fyrir framan hana var útlendingur, líklega Rússi. Var hann ekki með nóg á sér af íslenskum peningum til að borga fyrir vöruna og þurfti hann að skipti 100 dollara seðli. Það var farið í einhver plögg við kassann til að athuga gengið og var seðillinn seldur á 6.000 kr. en gengisskráning hans er nálægt 7.200 kr. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 927 orð

Hannes sigraði á Víkingaleikunum

Hannes Hlífar Stefánsson sigraði ásamt tveimur öðrum á öflugu opnu skákmóti. HANNES hlaut sjö vinninga af átta mögulegum, ásamt þeim Mikhail Gurevich, sem nú teflir fyrir Belgíu, og Rússanum Ulybin. Íslenskir skákmenn ætluðu sér að vonum stóran hlut á "Víkingaleikunum". Meira
3. september 1997 | Í dag | 47 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 1.015 krónur. Þær heita Anna Lind Pálmadóttir, Anna Björg Daníelsdóttir, Iðunn Líf Gunnarsdóttir, Hulda Kristín Guðmundsdóttir og Sigurlaug Ása Pálmadóttir. Díana Ósk Arnardóttir vann einnig að hlutaveltunni en gat ekki verið með á myndinni. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 997 orð

Höggvið nærri meti

LOKASPRETTUR Harðar var haldinn á Varmárbökkum í Mosfellsbæ að þessu sinni þar sem keppt var í tölti og skeiði. Þátttaka var temmileg miðað við eins dags mót og gekk vel að framfylgja auglýstri dagskrá. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 599 orð

Matur og matgerð Sólberja- og rifsberjahlaup Oft

JÁ, og það mikla uppskeru ef runnunum er vel sinnt. Sólber gera mun meiri kröfur til hita og raka en rifsber og þurfa lengri vaxtartíma og meiri sól. Þegar snemma haustar ná sólberin oft ekki að þroskast. Oft er þessum tveimur runnategundum ekki sinnt sem skyldi, en varla má búast við góðri berjatekju af runnum í svelti og óhirðu. Meira
3. september 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
3. september 1997 | Í dag | 51 orð

TUTTUGU og þriggja

TUTTUGU og þriggja ára ítalskur karlmaður sem getur ekki áhugamála: Edoardo Maugeri, Via Rosso di S. Secondo 2, 35020 Cannizzaro (CT), Italia. ÞÝSKUR frímerkjasafnari óskar eftir bréfaskiptum við íslenska frímerkjasafnara með skiptum á þýskum og íslenskum merkjum í huga. Meira
3. september 1997 | Fastir þættir | 119 orð

(fyrirsögn vantar)

A/V Viggó Norquist ­ Oddur Halldórsson251Ragnar Halldórsson ­ Hjálmar Gíslason242Eggert Einarsson ­ Kristinn Magnússon242 Mánudaginn 25. ágúst spiluðu 19 pör: N/S Rafn Kristjánsson ­ Auðunn Guðmundsson257Ingunn K. Meira

Íþróttir

3. september 1997 | Íþróttir | 166 orð

3. deild karla: Ármann - KS1:1 Tindastóll - Afturelding2:0 KS og Tindastóll hafa tryggt sér sæti í 2. deild.

3. deild karla: Ármann - KS1:1 Tindastóll - Afturelding2:0 KS og Tindastóll hafa tryggt sér sæti í 2. deild. Stofndeild kvenna ÍBV - ÍBA8:0 Íris Sæmundsdóttir 2 (14., 84.), Bryndís Jóhannesdóttir (48., 55.), Hjördís Halldórsdóttir (69.), Elena Einisdóttir (70.), Guðbjörg Guðmannsdóttir (78. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 339 orð

Arnór Guðpjohnsen ekki með gegn Írlandi

GUÐJÓN Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær átján manna hóp sinn fyrir landsleikinn gegn Írum á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sami hópur er einnig fyrir leikinn við Rúmena í Búkarest, nema hvað þá verður fækkað um tvo. Guðjón gerði tvær breytingar á hópnum frá því í leiknum við Liechtenstein í síðasta mánuði. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Dýrmætt stig til Fylkis Eftir arfasla

Dýrmætt stig til Fylkis Eftir arfaslaka byrjun í 1. deildinni hefur Fylkir sankað að sér stigum og rokið upp töfluna. Eitt stig fékkst á Akureyri í gær þegar liðið gerði jafntefli við Þór, 1:1. Fylkismenn eru þó ekki sloppnir úr fallhættu ­ berjast um tilverurétt sinn við Dalvíkinga og Víkinga. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 146 orð

Eftir rúmlega fimm mínútna leik vann Árni Ingi P

Eftir rúmlega fimm mínútna leik vann Árni Ingi Pjetursson knöttinn á miðjum vallarhelmingi Grindvíkinga, lék inn í vítateiginn og skoraði með föstu vinstri fótar skoti framhjá Sævari markverði, sem þó kom við knöttinn. Steinar Guðgeirsson átti langskot á 48. mínútu sem Sævar varði. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 57 orð

Elva Rut gerir samning við Austurbakka

ELVA Rut Jónsdóttir, ein besta fimleikakona landsins, hefur ákveðið að setja stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Elva Rut, sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Lausanne í Sviss þessa dagana, hefur æft kappsamlega undir leiðsögn þjálfara síns, Vladimir Anotov. Austurbakki hf., umboðsaðili Nike á Íslandi, hefur gert afreksmannasamning við Elvu Rut. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 294 orð

Elva Rut í 79. sæti og Rúnar meiddur

ELVA Rut Jónsdóttir úr Björk lenti í 79. sæti af 149 keppendum í undankeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í fimleikum, sem fram fer í Sviss. 36 keppendur komust áfram í úrslit, en þó aldrei meira en þrír frá hverju landi. Charlotte Andreasen frá Danmörku varð í 61. sæti með 34,310 stig, en Elva var með 33,230 stig. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 294 orð

FH-ingar mega vel við una Lið Víkings er en

FH-ingar mega vel við una Lið Víkings er enn á "hættusvæði" eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir FH í Fossvoginum í gærkvöldi, 2:1. Heimamenn hafa samt leikið verr og jafntefli hefði alls ekki verið ósanngjarnt. Hafnfirðingarnir komust þó upp með að leika undir getu og tóku þremur dýrmætum stigum í toppbaráttunni fegins hendi. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 207 orð

Fram - Grindavík2:2

Laugardalsvöllur, 15. umferð Sjóvár- Almennra deildarinnar, efstu deildar karla í knattspyrnu, þriðjudaginn 2. september 1997. Aðstæður: Logn og þéttur rigningarúði. Mjög góðar aðstæður. Mörk Fram: Árni Ingi Pjetursson (6.), Anton Björn Markússon (48.). Mörk Grindavíkur: Árni Stefán Björnsson (85.), Zoran Ljubicic (88.). Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 260 orð

HANDKNATTLEIKURNM mót bestu félagsliða

FULLTRÚAR félagsliða í handknattleik á Norðurlöndum ákváðu á fundi í Kaupmannahöfn um helgina að koma á Norðurlandamóti bestu félagsliða karla og kvenna. Karlakeppnin verður fyrst haldin í Gautaborg í Svíþjóð í lok apríl á næsta ári en kvennakeppnin verður á Jótlandi í Danmörku mánuði síðar. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 28 orð

Í kvöld Knattspyrna Sjóvá

Knattspyrna Sjóvár-almennra deildin: Vestm.ey.:ÍBV - Valur18 Keflavík:Keflavík - KR18 1. deild karla: Þróttur R. - Breiðablik18 2. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 261 orð

ÍR-ingar gefa ekkert eftir

ÞRÁTT fyrir stórtap í síðustu umferð fyrir Breiðabliki virðist lið ÍR ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um sæti í efstu deild að ári. ÍR-ingar unnu geysilega mikilvægan sigur á Reyni í Sandgerði í gærkvöldi, 3:0. Sigur ÍR, sem verður að teljast sanngjarn, var þó ekki mjög sannfærandi. Reynismenn komu ákveðnir til leiks og börðust eins og ljón. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 42 orð

Keflavík og ÍBV leika 5. október

MÓTANEFND KSÍ hefur ákveðið í samráði við Keflavík og ÍBV að nýr bikarúrslitaleikur fari fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 5. október kl. 14. Af ýmsum ástæðum hefur verið fallið frá því að leikurinn færi fram miðvikudaginn 24. sept. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 87 orð

Knattspyrna England 1. deild: Crewe - Bury1:2 Huddersfield - Bradford1:2 Ipswich - Swindon2:1 Portsmouth - Norwich1:1 Reading -

England 1. deild: Crewe - Bury1:2 Huddersfield - Bradford1:2 Ipswich - Swindon2:1 Portsmouth - Norwich1:1 Reading - Queens Park Rangers1:2 Stockport - Middlesbrough1:1 Sunderland - Oxford United3:1 Tranmere - Birmingham0:3 Ítalía Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 289 orð

KR-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk

KR-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk í borðtennis ­ og eru þeir ákveðnir að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. KR hefur endurheimt Kjartan Briem, landsliðsmann og fyrrverandi Íslandsmeistara, frá Danmörku þar sem hann hefur verið við nám og leikið með úrvalsdeildarliðinu Brønshøj. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 56 orð

Körfunámskeið hjá ÍR

Körfuknattleiksdeild ÍR gengst fyrir námskeiði í körfuknattleik dagana 5. til 7. september. Antonio J. Vallejo og Karl Jónsson, þjálfarar meistaraflokka deildarinnar, og fleiri sjá um kennsluna en námskeiðið er ætlað börnum og unglingum að 18 ára aldri. Innritun stendur yfir í ÍR-heimilinu daglega kl. 17 til 19. Nánari upplýsingar í síma 587-5013 og 587-7080. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 59 orð

Lawrence Culver til ÍR ÍR-INGAR haf

ÍR-INGAR hafa samið við bandaríska leikmanninn Lawrence Culver og verður hann miðherji liðsins í körfuboltanum í vetur. Culver er 23 ára og lék með Mansfield háskólanum í Pensylvaníu í vetur sem leið. Antonio J. Vallejo og Karl Jónsson verða þjálfarar meistaraflokka deildarinnar. Vallejo þjálfaði meistaraflokk karla á liðnu tímabili en Karl var þjálfari yngri flokka Snæfells. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 63 orð

Markverðir:

Markverðir: Kristján Finnbogason, KR Ólafur Gottskálksson, Hibernian Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton Rúnar Kristinsson, Lilleström Sigurður Jónsson, Örebro Arnar Grétarsson, AEK Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín Helgi Sigurðsson, Stabæk Þórður Guðjónsson, Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 498 orð

Nýliðinn gulltryggði Grindvíkingum sætið

GRINDVÍKINGAR náðu í eitt stig í viðureigninni við Fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Liðin skildu jöfn, 2:2, og jöfnuðu Grindvíkingar metin með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútunum. Með þessu stigi hafa Grindvíkingar tryggt sér áframhaldandi setu í efstu deild karla að ári en að sama skapi naga Framarar sig í handarbökin vegna tapaðra stiga í baráttunni um sæti í Evrópukeppninni. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 240 orð

Olazábal kemur í stað Martins

SPÁNVERJINN Miguel Angel Martin leikur ekki með liði Evrópu gegn Bandaríkjunum í Ryder- keppninni á Valderrama-vellinum á Spáni 26. ­ 28. september nk., en hann varð tíundi í stigakeppninni til liðsins. Hann hefur ekki tekið þátt í móti síðan 18. júlí sl. vegna úlnliðsmeiðsla. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 66 orð

Pálmi skallaði

Í UMFJÖLLUN um leik ÍA og Skallagríms í gær var sagt að Kári Steinn hefði skallað að marki þegar Haraldur gerði fyrsta markið. Þetta er rangt því það var Pálmi Haraldsson sem skallaði að markinu. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 467 orð

RAVANELLI

BRYAN Robson, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er að gefast upp á kröfum ítalska leikmannsins Fabrizios Ravanellis, sem hann hefur samt stutt þó miðherjinn hafi gefið félaginu langt nef. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 375 orð

Rice úr leik

FÁTT var um óvænt úrslit á fyrstu leikhelgi ársins í NFL-deildinni utan sigur Tampa Bay Buccaneers á San Francisco 49ers, 13:6. Þetta var fyrsti sigur Buccaneers gegn 49ers í 17 ár og í fyrsta skipti í sex ár sem 49ers hafa ekki skorað snertimark í leik. Í leiknum meiddust tveir bestu leikmenn 49ers og gætu meiðsl þeirra gert að litlu vonir forráðamanna liðsins um að berjast um meistaratitilinn. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 47 orð

Valdimar með gegn Dönum?

VALDIMAR Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist á hæl vinstri fótar í keppni á Akureyri um sl. helgi ­ liðbönd tognuðu. "Ég reikna fastlega með því að ég geti leikið með gegn Dönum," sagði Valdimar. Íslenska landsliðið leikur tvo leiki gegn Dönum um næstu helgi. Meira
3. september 1997 | Íþróttir | 42 orð

Þór - Fylkir1:1

1. deild karla Þór - Fylkir1:1 Hreinn Hringsson (83. - vsp.) ­ Ejup Pucisvic (53.). Víkingur - FH1:2 Sváfnir Gíslason (67.) ­ Jón Gunnar Gunnarsson (62.), Brynjar Þ. Gestsson (68.). Reynir - ÍR0:3 -Tómas Björnsson (37.), Ásbjörn Jónsson (70.) og Kristján Brooks (81.). Meira
3. september 1997 | Íþróttir | -1 orð

Þróttar fögnuðu á Dalvík Þróttarar lögðu Dalvík að

Þróttar fögnuðu á Dalvík Þróttarar lögðu Dalvík að velli, 2:1, norðan heiða um helgina. Sigur þeirra var sanngjarn því þeir voru sterkari aðilinn í skemmtilegum leik, en Dalvíkingar hefðu þó hæglega geta náð jafntefli á lokamínútunum er þeir sóttu af krafti. Meira

Úr verinu

3. september 1997 | Úr verinu | 434 orð

Auka mætti verðmæti aflans mikið

SAMTÖK fiskvinnslu án útgerðar hafa gefið út leiðbeiningar um meðferð og frágang afla sem dreift verður á allar hafnarvogir og fleiri slíka staði. Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar útgerðum og áhöfnum dagróðrabáta og ætlað að auka gæði fisksins. "Það er full þörf á átaki í þessum málum. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 206 orð

Árangursrík ráðstefna um sjávarútvegsmál

VESTNORRÆNA ráðið stóð fyrir ráðstefnu í Quaqortoq á Grænlandi í ágúst þar sem fjallað var um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi. Ráðstefnan þótti heppnast vel. Forsætisnefnd vestnorræna ráðsins ákvað því í kjölfar ráðstefnunnar að gangast fyrir ráðstefnu af þessu tagi með reglulegu millibili í framtíðinni. Tæplega 40 manns sóttu ráðstefnuna og komu þeir m.a. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 1587 orð

Binda vonir við breyttar áherzlur

MIKLAR breytingar eiga sér nú stað í rekstri Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði. Megináherzlan er nú lögð á frystingu loðnu og síldar og hefur vinnslugeta og frystirými verið aukið mikið vegna þess. Náin samvinna hefur verið við Snæfell hf. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 34 orð

EFNI Viðtöl 3/5 Páll Gíslason í Moskvu og Magnús Helgason á Stöðvarfirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

Páll Gíslason í Moskvu og Magnús Helgason á Stöðvarfirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Laxeldi í Skotlandi vex hröðum skrefum á þessu ári Greinar 7 Eðvald Eðvaldsson smábátasjómaður Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 203 orð

Fiskiskipin eru færri en stærri

FISKISKIPUM, öðrum en opnum bátum, fækkaði um 25 milli áranna 1995 og 1996, en þau töldust vera um 800 í fyrra. Skipin hafa ekki verið jafn fá allt frá árinu 1980 og hefur þeim fækkað um nærri 200 á síðustu 6 árum. Reyndar eru skipin nú álíka mörg og fyrir 10 árum, er þau voru rétt rúmlega 800, en flest urðu þau 1990 eða um eitt þúsund. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 127 orð

Fjárfestingar aukast á ný

FJÁRFESTINGAR í sjávarútvegi hafa aukizt á ný eftir lægð undanfarinna ára. Í fyrra var meira fjárfest í skipum en árin þar á undan og aftur til 1992 og fjárfesting í fiskvinnslu í landi var í fyrra meiri en nokkru sinni síðustu 10 árin. Í landi var mest fjárfest í vinnslu á síld og loðnu og má þar nefna nýtt hús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað til sögunnar. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 406 orð

Hugur í sjómönnum

"NÝTT fiskveiðiár fer mjög rólega af stað fyrstu dagana. Svo fer að færast meira líf í þetta þegar kemur fram yfir miðjan september og búast má við því að vertíðin verði komin á fullt í október. Það hefur nefnilega sýnt sig að veiðin fer ekki að glæðast fyrr en að það fer að dimma meira á næturnar. Eftir því sem daginn tekur að stytta og nóttina að lengja, fara línuveiðarnar að ganga betur. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 223 orð

Ingvar Helgason hf. kynnir Linde-lyftara

FYRIR dyrum stendur að Ingvar Helgason hf. í samvinnu við Linde AG í Þýskalandi, stærsta lyftaraframleiðanda í heimi, fari sýningarferð um landið þar sem sýndar verða 5 gerðir rafmagns- og dísellyftara. "Sýna þeir vel breiddina af lyfturum sem Ingvar Helgason hf. og Linde AG bjóða upp á. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 40 orð

KARFI Í SOÐIÐ

ÞESSI þýzki ferðalangur greip tækifærið þegar skipverjar á togaranum Klakki voru að landa í gáma í Neskaupstað. Hann hirti nokkra karfa á bryggjunni, flakaði þá og hafði með sér í soðið, þó tæpast heim til Þýzkalands. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 337 orð

Landsbankinn selur tvo báta á næstunni

LANDSBANKI Íslands mun á næstunni auglýsa tvo báta í eigu bankans til sölu, en þá eignaðist hann þegar Íslenskum aðalverktökum var breytt í hlutafélag fyrr í sumar. Bátarnir, Aðalvík KE og Njarðvík KE, hafa verið gerðir út frá Reykjanesbæ á línu og net, en Aðalvíkin er 240 tonna bátur og Njarðvík um 140 tonn að stærð. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 732 orð

Laxeldið í Skotlandi vex hröðum skrefum á þessu ári

LAXELDIÐ í Skotlandi hefur aukist hröðum skrefum á skömmum tíma. Á síðasta ári komst framleiðslan í 83.000 tonn en nú stefnir í, að hún fari yfir 100.000 tonn á þessu ári. Kemur þetta fram í ársskýrslu frá samtökum skoskra laxeldisfyrirtækja en þar segir einnig frá þeim frábæra árangri, sem Skotar hafa náð í klaki og seiðaeldi. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 167 orð

Loðnukvótar ekki á lausu

"LOÐNUKVÓTARNIR liggja ekki á lausu og of hátt verð er á síldarkvótum að okkar mati þannig að við erum ekkert að ýta á það af neinum krafti að fá leigða uppsjávarkvóta, en byggjum þess í stað á ýmsum viðskiptabátum, t.d. Færeyingum," segir Reynir Árnason, útgerðarstjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 644 orð

Loðnukvótar ekki til leigu þrátt fyrir mikla eftirspurn

"LOÐNUKVÓTARNIR liggja ekki á lausu og of hátt verð er á síldarkvótum að okkar mati þannig að við erum ekkert að ýta á það af neinum krafti að fá leigða uppsjávarkvóta, en byggjum þess í stað á ýmsum viðskiptabátum, t.d. Færeyingum," segir Reynir Árnason, útgerðarstjóri Tanga hf. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 1100 orð

Marel selur heildarlausnir í norskar laxeldisvinnslur

MAREL hf. hefur skrifað undir samning um afhendingu á laxavinnslukerfi til fiskeldisfyrirtækis í Álasundi. Formlega var gengið frá undirritun á fiskeldissýningunni Aqua-Nor, sem haldin var í Þrándheimi í ágústmánuði og Marel tók þátt í. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 1384 orð

Mjög sterk hefð fyrir fiskneyslu Nú eru viðskipti með fiskafurðir við Rússland og önnur fyrrum sovétlýðveldi að taka við sér á

VIÐSKIPTI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. við Rússland og ríki fyrrverandi Sovétríkjanna hafa verið að aukast mjög á síðari árum, bæði með afurðasölusamningum við framleiðendur og eins með aukinni sölu á sjávarafurðum. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 111 orð

Neitað um rannsóknir

SENDIHERRA Norðmanna í Mosvu, Per Tresselt, hefur formlega mótmælt því við rússneska utanríkisráðuneytið að norskum fiskifræðingum hafi verið meinað að fara þrjá rannsóknarleiðangra í rússneska fiskveiðilögsögu. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 91 orð

Nýr formaður í stjórn Búlandstinds

STJÓRN Búlandstinds hf. á Djúpavogi hefur skipt með sér verkum á ný eftir deilur innan stjórnarinnar um samruna við Njörð hf. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 339 orð

Ofnbakaður saltfiskur með hvítlauk og grænmeti

SALTFISKUR er veizlumatur á Spáni og víðar í Suður-Evrópu en hefur verið hversdagsmatur á hröðu undanhaldi hér á landi. Nokkur vakning hefur þó átt sér stað undanfarin misseri í kynningu á matreiðslu á saltfiski, sem segja má að hafi hafizt með 60 ára afmæli SÍF. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 353 orð

Töluverðar aflaheimildir ónýttar í lok fiskveiðiárs

TÆPLEGA sjö þúsund þorskígildistonn féllu niður óveidd við ný fiskveiðiáramót, sem gengu í gildi síðastliðinn mánudag, 1. september. Auk þess voru rúmlega 20.000 þorskígildistonn flutt yfir á þetta fiskveiðiár. Langmestu munar um ufsann, en af um 28 þúsund tonna aflamarki í ufsa á nýliðnu fiskveiðiári, féllu um þrjú þúsund tonn niður óveidd og á árinu var rúmlega 11. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 732 orð

Um veiðar með handfærum

TAKA verður fram, strax í upphafi, að auðvitað eiga handfæraveiðar að vera alveg frjálsar og óheftar. Veðurfar og straumar við Ísland veita yfirdrifið aðhald við þann veiðiskap og stuðla ber að því að taka sem mest af heildaraflanum á handfæri. Hafna ber útúrsnúningum fiskifræðinga um að sama sé hvernig dauður fiskur hafi verið drepinn, það er nefnilega alls ekki sama. Meira
3. september 1997 | Úr verinu | 146 orð

Yfir 600 krónur fyrir heil ígulker

JAPANIR borga nú 7 til 9 dollara, 500 til 640 krónur fyrir hvert kíló af heilum ígulkerum frá Noregi. Norðmenn eru að hefja þennan útflutning í nokkrum mæli, en hann hefur talsvert verið stundaður héðan. Þá hafa einungis hrognin verið flutt utan, en fyrir þau geta fengist allt upp í 20.000 krónur hvert kíló. Meira

Barnablað

3. september 1997 | Barnablað | 190 orð

Að sumri hallandi

ALLIR eru ánægðir, það er sumar og sól. Svo segir Bryndís Samúelsdóttir, Jörfabakka 28, 109 Reykjavík. Kæra Bryndís, bestu þakkir fyrir fallega mynd. Það er gott fyrir sálina þegar er sumar og sól. Það er nú þannig í lífinu, að það skiptast á skin og skúrir - en lífið heldur áfram alveg sama þótt ský dragi fyrir sólu og þykkni í lofti. Meira
3. september 1997 | Barnablað | 142 orð

Áfram ÍBV!

ÁREIÐANLEGA hefur ekki farið framhjá mörgum ykkar um síðustu helgi, að mikill kappleikur var á stærsta og glæsilegasta íþróttaleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli. Úrslitaleikur í bikarkeppni meistaraflokks karla á milli liða ÍBK (Keflvíkingar) og ÍBV (Vestmanneyingar). Meira
3. september 1997 | Barnablað | 130 orð

Fjörflug

SKÓGARLÍF... ­ er nafn á frægri teiknimynd frá Walt Disney. Björninn Balli og Lúlli konungur eru úr þeirri mynd og nú eru komin ný ævintýri með þeim og við hefur bæst ný hetja, Kiddi kollótti, sem situr teinréttur í stól aðstoðarflugmannsins. Meira
3. september 1997 | Barnablað | 317 orð

Framhaldssagan - 2. kafli

GJÖRIÐ svo vel. Hér kemur annar hluti framhaldssögunnar eftir Öglu Friðjónsdóttur, Arnarhrauni 33, 220 Hafnarfjörður: Ágústa gengur hröðum skrefum út. Enginn er á ferli. Einstaka bíll fer framhjá og það er ekki nema von, klukkan er bara hálfsjö að morgni. Ágústa hafði vaknað klukkan sex og ekki nennt að bíða þar til hinir vöknuðu. Hún lítur í kringum sig. Meira
3. september 1997 | Barnablað | 668 orð

Pennavinir

Hæ, hæ. Ég er 11 ára hress stelpa, sem langar að eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára. Strákar, ekki vera feimnir! Mynd fylgi fyrsta bréfi. Áhugamál: Handbolti, frjálsar, fótbolti, skemmtilegir krakkar. P.S. Svara öllum bréfum. Lára S. Lýðsdóttir Hraunbæ 63 110 Reykjavík Hæ, hæ og halló. Meira
3. september 1997 | Barnablað | 156 orð

SAFNARAR

Ég safna öllu með Spice Girls, Manchester United (sérstaklega David Beckham) og Celine Dion. Í staðinn getið þið fengið t.d. Boyzone, Tic Tac Toe, Mark Owen, Blumchen, The Kelly Family, Hanson, The Boys, Cita, ðN Sync, Wu Tang Clan, Mr. Meira
3. september 1997 | Barnablað | 100 orð

VAKNIÐ!

GÓÐAN daginn, elskan mín. Vaknaðu! Klukkan er sjö. Svona, vaknaðu nú! Já, krakkagrislingar, nú er komið að því, SKÓLINN ER BYRJAÐUR. Við óskum öllum velfarnaðar á komandi vetri í menntastofnunum landsins, kennurum, nemendum, gangavörðum og öðrum góðum og gegnum starfsmönnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.