Greinar laugardaginn 6. september 1997

Forsíða

6. september 1997 | Forsíða | 77 orð

Aþena fær ólympíuleikana 2004

SAMÞYKKT var á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) að ólympíuleikarnir árið 2004 verði haldnir í Aþenu. Í lokaumferðinni stóð valið milli Aþenu og Rómar og fékk gríska höfuðborgin 66 atkvæði en sú rómverska 41. Meira
6. september 1997 | Forsíða | 421 orð

Ávarp "frá hjartanu" styrkir stöðu konungsfjölskyldunnar

ELÍSABET Bretadrottning vottaði í gær Díönu prinsessu af Wales, sem lést í París fyrir tæpri viku, virðingu sína í ávarpi til bresku þjóðarinnar. Drottningin kvaðst tala "beint frá hjartanu" og bætti við að draga mætti mikinn "lærdóm af lífi Díönu og hinum sterku viðbrögðum við andláti hennar". Meira
6. september 1997 | Forsíða | 372 orð

"Dýrlingur göturæsanna" látinn

MÓÐIR Teresa, indverska nunnan sem helgaði fátækum, bjargráðalausum og deyjandi fólki líf sitt í rúma hálfa öld, lést í gær á 88. aldursári. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir að gefa milljónum manna von og reisn. Meira

Fréttir

6. september 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

150 ára afmæli Prestaskólans

Í TILEFNI af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Prestaskólans í Reykjavík verður hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni sunnudaginn 7. september kl. 14. Um er að ræða tímamót í sögu háskólamenntunar á Íslandi því segja má að kennsla á háskólastigi hefjist með stofnun Prestaskólans. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

40 metra afmælisterta

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands heldur upp á 40 ára afmæli sitt um helgina, og hefst það með handknattleikshátíð í Laugardalshöllinni í dag kl. 16 ­ aðgangur er ókeypis. Í tilefni af afmælinu bauð HSÍ gestum og gangandi upp á fjörutíu metra afmælistertu á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Andlát ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON ÓLAFUR Stein

ÓLAFUR Steinar Valdimarsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, lést 4. september, 66 ára að aldri. Ólafur Steinar fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931, sonur Kristínar Ólafsdóttur húsmóður og Valdimars Alberts Jónssonar verkamanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1957. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 251 orð

Athugasemd vegna fréttar um öryggismál á sjúkrahúsum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Angantý Sigurðssyni öryggisstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur: Í tilefni greinar í blaði yðar þann 5. september um öryggisvörslu á sjúkrahúsum vill undirritaður koma fram leiðréttingu á fyrrgreindri grein. Meira
6. september 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Atskákmót á Vagninum

Flateyri-Atskákmót var haldið á Vagninum laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn. Mót þetta var eitt af mörgum samsvarandi mótum sem voru haldin þennan sama dag víða um landið. Það var Skáksamband Vestfjarða sem sá um framkvæmd mótsins á Vagninum. Til leiks mættu 10-15 keppendur og komu þeir víða að, frá Þingeyri og alla leið norður á Strandir. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 424 orð

Ágreiningur um nýja launatöflu

LAUNANEFND sveitarfélaganna hefur lagt fram tilboð í kjaradeilu leikskólakennara sem gerir ráð fyrir 100 þúsund króna lágmarkslaunum í lok samningstímans. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, sagði að tilboðið hefði gert ráð fyrir að munur milli launaflokka yrði einungis 0,5% og það væri óviðunandi. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Árekstur við Gljúfrárbrú

HARÐUR árekstur fólksbíls og jeppa varð við austari enda Gljúfrárbrúar á mörkum Austur- og Vestur Húnavatnssýslu á sjöunda tímanum í gærdag, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Lítils háttar meiðsl urðu á mönnum, en draga þurfti báða bílana í burtu með kranabíl. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Áttunda starfsár Barnakórs Grensáskirkju

STARFSEMI Barnakórs Grensáskirkju hefur frá upphafi verið fjölbreytt og mikið, segir í fréttatilkynningu. Hlutverk kórsins er að hvetja sóknarbörn til söngs og kynna fyrir þeim kirkjulega tónlist. Kórinn tekur þátt í guðsþjónustum og syngur á stórhátíðum kirkjunnar. Einnig kemur hann fram á ýmsum mannamótum og fór söngferð sl. sumar í Páfagarð. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Biskup ritar prestum og safnaðarfólki hirðisbréf

VIÐ tímamót er nafn á hirðisbréfi sem biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur sent frá sér. Er það yfir 100 blaðsíðna rit þar sem biskup ræðir fjölmörg málefni kirkjunnar. Í sextán köflum hirðisbréfsins fjallar biskup m.a. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Bæjarstjóri ræðir við KA-menn

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið bæjarstjóra, Jakobi Björnssyni, að ræða við fulltrúa Knattspyrnufélags Akureyrar, en félagið sendi í síðustu viku inn erindi með ósk um viðræður um fjárhagsstuðning. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi í vikunni að veita Íþróttafélaginu Þór 20 milljóna króna styrk til að lækka skuldir félagins, en gjaldþrot blasti við félaginu. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Dagamunur hjá Esso, Lækjargötu, Hafnarfirði

Í TILEFNI af umferðaröryggisdeild Hafnarfjarðar í dag, laugardag, verður dagamunur á bensínstöð ESSO við Lækjargötu, Hafnarfirði. Þar gefst Safnkortshöfum kostur á 5 króna afslætti á bensínlítra í formi safnkortspunkta. Þá verður endurskinsmerkjum dreift á ESSO- stöðvunum í Hafnarfirði meðan birgðir endast. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 914 orð

Díana og Dodi skiptust á dýrmætum gjöfum

DÍANA prinsessa og Dodi Fayed höfðu skipst á dýrmætum gjöfum meðan á stuttu sambandi þeirra stóð og nokkrum klukkustundum áður en þau létu lífið gaf Dodi Díönu hring. Að sögn talsmanns Fayed-fjölskyldunnar veit hins vegar enginn hvaða þýðingu hann hafði og sagði talsmaðurinn að heimurinn myndi velta því fyrir sér um ókomna tíð. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 276 orð

Doktorspróf í verkfræði

SIGURÐUR M. Garðarsson varði doktorsverkefni sitt við byggingarverkfræðideild University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum, þann 5. júní síðastliðinn. Verkefnið ber titilinn "Shallow- Water Sloshing". Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 664 orð

Dýrlingur í lifanda lífi MÓÐIR Teresa, sem nú er látin, var ein merkilegasta manneskja þessarar aldar, kona, sem helgaði allt

MÓÐIR Teresa, sem lést í höfuðstöðvum trúboðsreglu sinnar á Austur- Indlandi í gær, 87 ára að aldri, var óþekkt nunna er hún helgaði fátækrahjálp líf sitt en var við andlát sitt Nóbelsverðlaunahafi og lifandi dýrlingur í augum milljóna manna sem hún hafði fært von og gefið reisn. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

ÐSkrifstofur Ríkisspítala í Templarahöll

RÍKISSPÍTALAR eru með í athugun kaup eða leigu á svonefndri Templarahöll við Eiríksgötu í Reykjavík, en húsið er skáhallt á móti Landspítalalóðinni. Er gert ráð fyrir að skrifstofur spítalans verði þar til húsa eða göngudeildir. Leitað hefur verið eftir heimild heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins og er vonast til þess að fyrir liggi fljótlega hvert framhaldið verður. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

ÐYfirmenn Landssíma og Íslandspósts

STJÓRN Pósts og síma hf. hefur ráðið Einar Þorsteinsson forstjóra fyrir Íslandspósti hf. og Guðmund Björnsson, sem forstjóra Landssíma Íslands hf., en fyrirtækin taka til starfa um áramótin. Einar er fæddur 28. maí 1959. Hann lauk prófi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Aalborgs Universitets Center. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Eldur í tveimur bílum

SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað út tvisvar sinnum í gærdag vegna þess að kviknað hafði í fólksbílum. Um hádegisbil barst tilkynning um eld í fólksbíl á bílaplaninu í Kaupgarði í Mjóddinni, en þegar slökkvilið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn. Tjón er talið verulegt. Þá var tilkynnt um eld í bíl á Bíldshöfða 12 rétt fyrir áttaleytið í gærkvöldi. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Erfitt að fá sérgreinakennara til starfa

SVO virðist sem flestum grunnskólum landsins hafi tekist að fá kennara eða leiðbeinendur til starfa, þannig að hægt hefur verið að hefja skólastarfið á tilsettum tíma. Hins vegar hefur víða verið erfitt að fá sérgreinakennara til starfa og er enn verið að vinna í því. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Evrópufrumsýning á nýjum Daihatsu

NÝR bíll frá Daihatsu verður sýndur hjá Brimborg-Þórshamri á Akureyri, dótturfyrirtæki Brimborgar, um helgina og er um Evrópufrumsýningu að ræða þar sem bifreiðin hefur ekki verið kynnt áður í Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópufrumsýning á nýjum bíl er á Akureyri. Nýja bifreiðin er fjórhjóladrifin og hlaðin búnaði. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 946 orð

Fjallað um Ísland sem griðastað fyrir viðræður

KOFI Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í gærmorgun og sagði Ólafur Ragnar að fundinum loknum að greinilegt væri að kominn væri nýr andblær með Kofi Annan í starf framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Einnig átti Annan fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gærmorgun og jafnframt ræddi hann við utanríkismálanefnd Alþingis. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fjölskyldu- og fullorðinsstarf KFUM og K að hefjast

SUMARBÚÐASTARFI KFUM og K er nú lokið og undirbúningur fyrir æskulýðsstarf vetrarins vel á veg kominn. Vetrarstarfið hefst formlega með samkomu sunnudaginn 7. september kl. 17 í húsi félaganna við Holtaveg, gegnt Langholtsskóla. Barna- og unglingastundir verða á sama tíma og áfram í vetur. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Foreldrum kynnt skólastarf

TÍU grunnskólar í Reykjavík bjóða nú í fyrsta sinn upp á námskeið fyrir foreldra sex ára barna, þar sem þeim er kynnt skólastarfið og ýtt er undir nánara samstarf heimila og skóla en verið hefur. Fræðsluráð Reykjavíkur styrkir námskeiðshaldið. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

Gönguferðir í bæjarlandi Garðabæjar

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Garðabæjar og umhverfismálanefnd Garðabæjar standa fyrir tveimur gönguferðum um bæjarlandið í september. Laugardaginn 6. september kl. 14 verður gengið um Gálgahraun undir leiðsögn Jóns Jónssonar jarðfræðings. Gangan hefst frá enda Lyngáss. Gert er ráð fyrir að gangan taki 1­2 tíma. Skoðaðar verða merktar gönguleiðir. Laugardaginn 13. september kl. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hafnarstræti lokað í austurenda

Í SAMRÆMI við ákvörðun skipulags­ og umferðarnefndar og borgarráðs verður Hafnarstræti lokað í austurenda nk. sunnudag og verður austan Pósthússtrætis "pokagata" með aðgengi úr vestri. Á götukaflanum austan Pósthússtrætis verða stöðumælastæði. Á fundi borgarstjóra með eigendum fasteigna og atvinnurekendum í Hafnarstræti milli Pósthússtrætis og Lækjargötu 1. september sl. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hagkvæmni kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði skoðuð að nýju

Á VEGUM Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar er verið að kanna hagkvæmni þess að reisa kísilmálmbræðslu á Reyðarfirði. Fyrir níu árum voru áform um byggingu slíkrar verksmiðju lögð til hliðar eftir að markaðsverð á kísilmálmi lækkaði samhliða hækkun á aðföngum. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri MIL, sagði að aukin eftirspurn væri eftir kísilmálmi og m.a. Meira
6. september 1997 | Miðopna | 1436 orð

Háskólaþegnar taki virkari þátt í umræðu samfélagsins

ÍSTEFNURÆÐU sinni hvatti Páll Skúlason háskólamenn til að taka virkari þátt í opinberri umræðu. Háskólinn ætti að leiða málefnalega og faglega umræðu um ýmis þjóðþrifamál svo sem skólagjöld, veiðigjald, aðild að Evrópusambandinu, veiðar Íslendinga á úthöfunum, virkjanamál, uppblástur og landeyðingu. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 271 orð

Hefðbundin athöfn með alþýðlegu ívafi

ÚTFÖR Díönu hefst í Westminster Abbey klukkan ellefu í dag að íslenskum tíma. Verður athöfnin að mestu hefðbundin að hætti ensku Biskupakirkjunnar, auk nokkurra alþýðlegra þátta sem aukið er við. Geoffrey Crawford, fréttafulltrúi drottningar, sagði að útförin myndi "minna okkur á að [Díana] var konungleg prinsessa." Meira
6. september 1997 | Landsbyggðin | 191 orð

Herra Suðurland valinn í kvöld

Hveragerði-Mikill undirbúningur er nú að baki hjá þeim 8 keppendum sem í kvöld etja kappi um titilinn herra Suðurland á Hótel Örk í Hveragerði. Keppendurnir sem koma alls staðar að af Suðurlandi eru á aldrinum 18-21 árs. Þeir munu koma fram þrisvar um kvöldið; í nærfatnaði, hversdagsfötum og veisluklæðnaði. Það er verslunin Book's í Reykjavík sem sér um fatnað keppendanna. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Hvassaleitisskóli stækkar um 1.100 fermetra

TILLAGA Ögmundar Skarphéðinssonar og Ragnhildar Skarphéðinsdóttur arkitekta varð hlutskörpust í forvali um viðbyggingu Hvassaleitisskóla. Tillagan gerir ráð fyrir 1.100 fermetra stækkun skólans. Stækkunin er liður í áformum um einsetningu skólans. Áætlaður byggingarkostnaður er 135 milljónir króna með búnaði. Stefnt er að því að bjóða út verkið snemma á næsta ári. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 1028 orð

Í meiri hættu en þær gerðu sér grein fyrir

FORSVARSMENN fegurðarsamkeppninnar um titilinn ungfrú Evrópa, segja að brotthvarf tíu stúlkna úr yfirstandandi fegurðarsamkeppni í Úkraínu hafi byggst á misskilningi. Ein af stúlkunum er Harpa Lind Harðardóttir, ungfrú Ísland, og telur Hörður Karlsson, faðir Hörpu Lindar, að meiri hætta hafi verið á ferðum en Harpa Lind hafi gert sér grein fyrir. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 620 orð

Íslendingar semji um kaup á gagnagrunnum

Ínæstu viku, fimmtudaginn 11. september, verður haldið málþing á vegum félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnun. Fjallað verður um aðgang atvinnulífs og vísindasamfélags að upplýsingum. Guðrún Pálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, er einn aðstandenda málþingsins. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Jón Viðar hættir í Dagsljósi

JÓN Viðar Jónsson, sem var leikhúsgagnrýnandi Sjónvarpsins í þættinum Dagsljósi sl. fjögur ár, segir að hann muni ekki gegna því starfi í vetur, þar sem gera hafi átt gagngerar breytingar sem hann hafi ekki getað sætt sig við. Hann segir Sjónvarpið hafa gefist upp fyrir þeim, sem þurfi að sæta opinberri gagnrýni fyrir verk sín. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 287 orð

Kaþólsk ráðstefna haldin í Viðey

SAMKVÆMT boði staðarhaldara í Viðey, séra Þóris Stephensen, verður haldin kaþólsk ráðstefna í eyjunni þann 20. september næstkomandi. Ráðstefna þessi mun fjalla um sögu, kenningar og framtíð kirkjunnar á nýju árþúsundi. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 431 orð

Kennaraverkfall 27. október hafi samningar ekki náðst

STJÓRNIR kennarafélaganna samþykktu í gær að leggja tillögu um verkfall í grunnskólum landsins fyrir félagsmenn sína. Tillagan gerir ráð fyrir að verkfall hefjist 27. október hafi ekki samist fyrir þann tíma. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, sagði að kennarar hefðu reynt til þrautar að ná samningum, en án árangurs og því væru kennarar nauðbeygðir til að stíga þetta skref. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kynningarfundur hjá Hjálparsveit skáta

HJÁLPARSVEIT skáta í Kópavogi heldur kynningarfund fyrir nýja félaga mánudaginn 8. september kl. 20.30 í húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Á hverju hausti tekur hjálparsveitin til þjálfunar áhugasama einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja á sig þjálfun í eitt og hálft ár. Meira
6. september 1997 | Landsbyggðin | 178 orð

Langþráðar vegabætur á Snæfellsnesi

Ólafsvík-Nú er verið að leggja síðustu hönd á uppbyggingu vegarkafla frá Urriðaá að Bjarnarfossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Lagður hefur verið 6 km kafli og er verið að leggja bundið slitlag á hann þessa dagana. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 382 orð

Leggja áherslu á að lögum um þungaskatt verði breytt

FÉLÖG leigu-, sendi- og vörubifreiðastjóra munu fylgja fast eftir áliti Samkeppnisráðs þess efnis að ákvæði laga um þungaskatt hamli samkeppni og gera kröfu til þess að nauðsynlegar lagabreytingar verði gerðar eins fljótt og mögulegt er. Munu félögin óska eftir fundi með fjármálaráðherra af þessu tilefni og munu knýja á um það að Alþingi taki þetta fyrir strax á haustþingi og geri breytingar. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Listhópurinn Crew Cut sýnir

SÝNING á verkum listahópsins Crew Cut verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardaginn 6. september kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina "(un)blind". Um er að ræða norrænan listhóp sem þau Heini Høktta frá Finnlandi, Jytte Høy frá Danmörku, Pétur Magnússon frá Íslandi, Elisabet Norseng frá Noregi, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir frá Íslandi og Sven Lyder Kars frá Noregi skipa. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 510 orð

"Ljós heimsins er horfið"

ÞAÐ fyrsta sem blasir við þegar horft er yfir London úr lofti, er mannþröngin við Westminster Abbey, þar sem útför Díönu prinsessu af Wales fer fram í dag, tæpri viku eftir að hún lést í bílslysi í París, ásamt Dodi Fayed, erfingja Harrods-veldisins, og Henri Paul, sem var bílstjóri þeirra þetta örlagaríka kvöld. Meira
6. september 1997 | Miðopna | 407 orð

Lofaði Díönu sem einstæða manneskju

ELÍSABET drottning minntist Díönu í gær í beinu sjónvarpsávarpi sem "merkilegrar og hæfileikaríkrar" manneskju og skoraði á landa sína að sameinast í sorginni vegna fráfalls hennar. Þetta er aðeins í annað sinn á 45 árum að drottning ávarpar þegna sína beint en það fyrra var við lok Persaflóastríðsins. Eru þá jólaávörpin undanskilin. Fer ræða hennar hér á eftir: Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 507 orð

Lúkasjenkó verst gagnrýni vegna mannréttindabrota

ALEKSANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, átti undir högg að sækja á málþingi um friðsamlega sambúð og stöðugleika í Evrópu, sem fram fer þessa dagana í Vilnius í Litháen með þátttöku tíu þjóðarleiðtoga ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Norðurfells þriðjudaginn 26. ágúst sl. kl. fimm mínútur yfir tvö eftir hádegi. Sendibifreið af gerðinni Iveco, sem ekið var suður Norðurfell, og Nissan-fólksbifreið, sem ekið var vestur Breiðholtsbraut, Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 358 orð

Læknar skyldugir til að gefa von

"ÉG HUGSA stundum til sögunnar um litlu sjúku stúlkuna. Litla stúlkan horfir á tréð fyrir utan fella lauf og hugsar með sér að eins og tréð eigi hún eftir að missa laufin og deyja smám saman. Hún missir vonina og eygir hana ekki aftur fyrr en vinkona hennar klippir út lauf úr pappír og hengir á tréð fyrir utan. Eins og sannir vinir eru læknar skuldbundnir til að gefa sjúklingum von. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Messur

AKURERYARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Birgir Snæbjörnsson. GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 14. Séra Gunnlaugur Garðarsson. DALVÍKURPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 7. september kl. 11. Sóknarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 sunnudagskvöldið 7. september. Allir velkomir. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 545 orð

Mesta mannfall í Ísraelsher í 12 ár

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísrael myndi ekki láta bugast undir aðför "hryðjuverkamanna" eftir að hafa orðið fyrir áföllum á tveimur vígstöðvum. Ellefu ísraelskir hermenn féllu í átökum í suðurhluta Líbanon í fyrrinótt, og sjö biðu bana í sprengjutilræði í Jerúsalem á fimmtudag. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 407 orð

Ný og bætt aðstaða við Gæsavötn

FÉLAGAR í Gæsavatnafélaginu fóru á dögunum frá Akureyri inn í Gæsavötn með nýjan skála sem þar var komið fyrir. Um 55 manns eru í félaginu, flestir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, en þeir hafa unnið við að smíða skálann síðustu ár. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 232 orð

Ný vetrardagskrá hjá Mætti

VETRARDAGSKRÁIN í líkamsræktarstöðinni Mætti tekur gildi mánudaginn 8. september, sem gildir í þremur heilsuræktarstöðvum Máttar í Reykjavík. Stöðvarnar eru í Faxafeni, í Skipholti og sú nýjasta í Grafarvogi. Vikulega eru á dagskrá vel á annað hundrað leikfimitímar og þar af um 50 tímar sem eingöngu eru ætlaðar konum. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Opið hús hjá Kraftbílum

KRAFTBÍLAR ehf. hafa opnað nýtt bifreiðaverkstæði við Draupnisgötu 6 og verður af því tilefni opið hús frá kl. 12 til 17 í dag, laugardaginn 6. september. Þar gefur að líta nýjustu tækni við bílaréttingar og sprautun og alhliða viðgerðir á vörubílum. Sýndir verða vörubílar, bílkranar og gröfur. Álftagerðisbræður syngja ljúfa og létta tóna kl. 15. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Óheimilt er að breyta einkunn eftir birtingu

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að óheimilt hafi verið að breyta einkunn fyrir lokaverkefni fjögurra nemenda við rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Nemendunum var birt einkunnin 9, sem var vegið meðaltal leiðbeinanda og prófdómara, en síðar var nemendunum tilkynnt að einkunnin hefði verið kærð af umsjónarmanni lokaverkefna. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð

Ólga við landamærin

MIKIL ólga hefur verið við landamæri Tadjíkistans og Afganistans að undanförnu. Á þriðjudag var landamæravörður úr rússneska herliðinu í Tadsjíkistan skotinn til bana við landamærin, 200 km suður af höfuðborginni Dushanbe. Þá var maður skotinn til bana á miðvikudag er hann reyndi að smygla 19 kg af ópíum yfir landamærin. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Ráða þarf 60-70 manns

SAUÐFJÁRSLÁTRUN í sláturhúsi KEA á Akureyri hefst af fullum krafti í lok næstu viku. Slátrað verður um 28.000 fjár á þessu hausti, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Að sögn Óla Valdimarssonar sláturhússstjóra þarf að ráða um 60-70 manns í sláturtíðina, sem stendur yfir í einn mánuð. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Reiðhjólamaður fyrir bíl

KONA á reiðhjóli varð fyrir bíl á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í gær. Að sögn lögreglu marðist konan talsvert en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg. Ekki var nánar vitað um tildrög slyssins. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Reykjavegur, næstsíðasti áfanginn á sunnudaginn

SJÖTTI og næstsíðasti áfangi í raðgöngu Ferðafélags Íslands og Útivistar um gönguleiðina Reykjaveginn er á morgun, sunnudaginn 7. september, og er brottför frá BSÍ, sunnanmegin, og Mörkinni 6 kl. 10.30. Reykjavegurinn er farinn í 10 áföngum, en gönguleiðin liggur á milli Þingvalla og Reykjanesvita, en í ferðinni á sunnudaginn er genginn áfanginn Bláa lónið ­ Eldvörp ­ Stóra-Sandvík. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 566 orð

Ríkissaksóknari telur engin efni til ákæru

RÍKISSAKSÓKNARI telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu ákæruvaldsins í kjölfar rannsóknar á sannleiksgildi fullyrðinga um að Franklín Steiner stundi umfangsmikil fíkniefnaviðskipti sem varði við landslög, með vitund og samþykki lögreglu. Í greinargerð ríkissaksóknara er því vísað á bug að lögreglumenn hafi gerst sekir um brot í opinberu starfi eða brotlegir við refsilög. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sala og dreifing á írönskum pistasíuhnetum stöðvuð

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur ákveðið, í samráði við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, að fara fram á innköllun og dreifingarstöðvun á öllum pistasíuhnetum frá Íran, sem eru í sölu og dreifingu hér á landi, en stór hluti pistasíuhneta sem eru núna á íslenskum markaði eru frá Íran, að sögn Guðrúnar E. Gunnarsdóttur matvælafræðings. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sérsmíðuð Grumman flugvél

GRUMMAN G520 er nafnið á þessari sérsmíðuðu flugvél sem ekki er lík "venjulegum" Grumman enda munu fáar slíkar til í heiminum. Þessi er þýsk og kom þaðan í gærdag, fimmtudag, og heldur áleiðis vestur um haf í dag. Mikið vænghafið gerir hana hentuga til flugs í mjög mikilli hæð en hún er notuð til eftirlitsflugs. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 146 orð

Sunnudagar í Kringlunni

Í VETUR munu fjölmargar verslanir og veitingastaðir vera með opið á sunnudögum í Kringlunni frá kl. 1­5. Ýmsar uppákomur verða í boði fyrir yngstu kynslóðina. Í dag verða um 50 fyrirtæki í Kringlunni opin og ýmislegt á boðstólum sérstaklega fyrir börnin. Kringlubíó býður 120 fyrstu bíógestunum frítt á barnamyndina Selurinn Andre kl. 1. Meira
6. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Sýningu að ljúka

HOLLENSKI listamaðurinn Stan Roncken heldur sýningu í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri. Um er að ræða þrjú málverk máluð beint á vegginn og innsetningu. Sýningunni lýkur kl. 18 á sunnudag. Galleríið er opið um helgina frá kl. 14 til 18 eða eftir samkomulagi við eigendur á öðrum tímum. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Teflt á auðu skákborði

FYRSTA Íslandsmótið í blindskák, sem haldið er í samvinnu Blindrafélagsins og Skáksambands Íslands, var sett í gær í Nýherjasalnum í Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Níu skákmenn keppa í tveimur riðlum og urðu úrslit í gær þannig: Í fyrstu umferð í A-riðli vann Helgi Áss Grétarsson Sigurð Daða Sigfússon og Helgi Ólafsson vann Jón Viktor Gunnarsson. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 126 orð

Tímasetningar við athöfnina

Kl. 9.00: Kistu Díönu, sveipaðri fána bresku konungsfjölskyldunnar, komið fyrir á byssuvagni í Kensingtonhöll. Kl. 9.08: Lagt af stað til Westminster Abbey. Kl. 10.35: Spencerfjölskyldan kemur til Westminster. Kl. 10.40: Meðlimir konungsfjölskyldunnar koma til Westminster. Kl. 10. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Útsendingar kvikmynda og barnaefnis á breiðbandi

"ÞAÐ ER ekki ljóst hvenær útsendingar á breiðbandi hefjast, en við stefnum sem fyrr að því að það geti orðið í október eða nóvember," sagði Friðrik Friðriksson, forstöðumaður breiðbandsþjónustu Pósts og síma hf. Meira
6. september 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð

Var handtekinn með sprengiefni í bakpoka

LÖGREGLAN í Stokkhólmi handtók í fyrrakvöld mann með sprengiefni skammt frá styttu, sem fyrirhugað er að nota sem einkennismerki Ólympíuleikanna verði þeir haldnir í borginni árið 2004. Reuters-fréttastofan hafði eftir talsmanni lögreglunnar í gær, að hugsanlega hefði þessi sami maður verið að verki er sprengjur sprungu á tveimur sænskum íþróttaleikvöngum. Meira
6. september 1997 | Landsbyggðin | 206 orð

Viðurkenning fyrir frumkvæði í umhverfismálum

Hvolsvelli-Guðmundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaðarráðherra hefur veitt Hvolhreppi veglega viðurkenningu, 2 milljónir króna, vegna frumkvæðis í umhverfismálum. Hvolhreppur réðist fyrir nokkrum árum í byggingu hreinsistöðvar fyrir frárennsli og hefur síðan í samvinnu við RALA unnið að tilraunum með notkun seyru, sem er botfall úr hreinsikeri, Meira
6. september 1997 | Miðopna | 787 orð

Vikan sem var engu lík Eftirspurn eftir blómum er slík á Bretlandi að blóm eru flutt með flugvélum frá Ísrael til að anna henni.

VIÐBRÖGÐ Breta við andláti Díönu prinsessu af Wales í bílslysi í París hafa komið heimsbyggðinni á óvart, enda minna þau að mörgu leyti meira á skapferli íbúa rómönsku Ameríku en Norður-Evrópu. Þau hafa einnig komið Bretum sjálfum í opna skjöldu. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 798 orð

Yfirlýsing vegna Dagsljóss

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Viðari Jónssyni leiklistargagnrýnanda: Á undanförnum vikum hef ég alloft verið spurður að því, m.a. af fjölmiðlamönnum, hvort ég yrði ekki áreiðanlega leiklistargagnrýnandi Dagsljóss í vetur. Ég hef jafnan svarað því til, að ég vissi ekki betur. Meira
6. september 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Þekkingarleysi öryggisvarðar

ÞEKKINGAR- og/eða þjálfunarskortur starfsmanns öryggisþjónustu er orsök þess að vatnsúðakerfi í Borgarleikhúsinu var ræst 26. ágúst sl., ennfremur þess að úr hófi dróst að loka fyrir vatnsrennslið. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu sem Brunamálastofnun ríkisins hefur sent frá sér um gangsetningu kælikerfis á öryggistjaldi í Borgarleikhúsinu í lok ágúst sl. Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 1997 | Staksteinar | 308 orð

»Hættulega lítill sparnaður GENGISFELLINGAR og óðaverðbólga skóku íslenzkt a

GENGISFELLINGAR og óðaverðbólga skóku íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf á áttunda og fram eftir níunda áratugnum. Á þessu tímabili hrundi íslenzkur peningasparnaður ­ og bankakerfið var að hruni komið. Sparnaður er enn hættulega lítill, þrátt fyrir efnahagsbata í kjölfar áunnins stöðugleika. Háar tekjur ­ lítill sparnaður Meira
6. september 1997 | Leiðarar | 662 orð

NÝSKIPAN Í ALÞJÓÐASTARFI

LEIDARI NÝSKIPAN Í ALÞJÓÐASTARFI ÁTTTAKA Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi mun óhjákvæmilega aukast í næstu framtíð og undan því verður ekki vikizt. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að gífurlegur kostnaður er því samfara og takmörkunum háð, hversu miklu fé er hægt að verja í því skyni. Meira

Menning

6. september 1997 | Fólk í fréttum | 564 orð

Allir drepa yndi sitt

skáldið Oscar Wilde var dáður maður á sinni tíð, en lenti í fangelsi, m.a. vegna frægðar sinnar. Á meðan hann sat í Reading Gaol orti hann kvæði m.a. um að allir dræpu yndi sitt. Nú hefur þetta bókstaflega gerst með andláti Díönu Spencer, prinsessu, í bílslysi í París. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 295 orð

Á ljónaveiðum Draugurinn og myrkrið (Ghost and the Darkness)

Framleiðendur: Gale Anne Hurd, A. Kitman Ho, Paul B. Radin. Leikstjóri: Stephen Hopkins. Handritshöfundur: William Goldman. Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Val Kilmer, Michael Douglas, Tom Wilkinson, Om Puri, John Kani. 106 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 26. ágúst. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 123 orð

Brúðkaupsterta í hléi á "My Best Friends Wedding"

SÉRSTÖK forsýning var haldin í Stjörnubíói á nýjustu mynd kvikmyndagyðjunnar Júlíu Roberts, "My Best Friends Wedding", í vikunni. Í hléi myndarinnar var boðið upp á sjö hæða brúðkaupstertu sem forsýningargestir voru ófeimnir við að gæða sér á. Það var Bakarameistarinn sem lagði til hina glæsilegu tertu, en allir þeir sem höfðu keypt Vínartertu í bakaríinu fengu boðsmiða á forsýninguna. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 316 orð

Deilt um brjóstastækkanir

SALA er hafin á nýju tímariti í Los Angeles sem nefnist Perfect 10. Þar eru birtar myndir af berbrjósta konum sem ekki hafa farið í brjóstastækkun. "Ég hef farið á fatafelluknæpur og orðið ástfanginn. Síðan hef ég komist að því að þau [brjóstin] væru ekki alvöru og orðið fyrir miklum vonbrigðum," segir Norm Zadeh, útgefandi blaðsins. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 283 orð

Ekki halda áfram Áfram Kólumbus (Carry on Columbus)

Framleiðandi: John Goldstone. Leikstjóri: Gerald Thomas. Handritshöfundur: Dave Freeman. Kvikmyndataka: Alan Hume. Tónlist: John Du Prez. Aðalhlutverk: Jim Dale, Rick Mayall, Alexei Sayle, Peter Richardson, Bernard Cribbins, Sara Crowe. 90 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1997. Útgáfudagur: 19. ágúst. Myndin er öllum leyfð. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð

Hópferðir bannaðar í Carmel

BÆRINN Carmel í Kaliforníu er þekkastur fyrir þá staðreynd að gamli jaxlinn Clint Eastwood var eitt sinn bæjarstjóri þar. Ferðamannastraumurinn jókst mjög vegna veru "Dirty Harry" í bænum og nú er svo komið að sumir bæjarbúar hafa fengið nóg. Nýlega voru útsýnisgönguferðir bannaðar í bænum, það er segja skipulagðar hópferðir með leiðsögumanni. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Magic með spjallþátt

MAGIC Johnson gerði garðinn frægan með körfuknattleiksliðinu Los Angeles Lakers á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna þegar hann greindist með alnæmi og hefur síðan varið tíma sínum í baráttu gegn þessum vágesti. Nýjustu tíðindi af kappanum herma að hann verði með spjallþátt í vetur sem hefji göngu sína í byrjun næsta árs. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 58 orð

Nýr Denni dæmalausi

UNDIRBÚNINGUR er hafinn fyrir tökur á nýrri mynd um Denna dæmalausa. Justin Cooper, sem fékk Jim Carrey til að vera sannsöglan í heilan dag í myndinni "Liar Liar", fer með aðalhlutverkið. Denni á vitaskuld eftir að lenda í árekstrum við kenjótta nágrannann, sem leikinn verður af Don Rickles. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 119 orð

Ný sölubrella eða hjartnæm hinsta ósk?

Ný sölubrella eða hjartnæm hinsta ósk? Í SÍÐUSTU viku var gefin út bók með endurprentun á 12 eintökum teiknimyndablaða, sem upphaflega komu út árið 1985 og báru nafnið "Squadron Supreme". Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 347 orð

Radar unga fólksins

RADAR nefnist nýr þáttur fyrir ungt fólk sem mun hefja göngu sína í byrjun október í Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmenn þáttarins eru Jóhann Guðlaugsson og Kristín Ólafsdóttir en auk þeirra vinna Arnar Þór Þórisson og Kolbrún Jarlsdóttir dagskrárgerðarmenn að þættinum. Fjórmenningarnir hófu vinnslu þáttarins í vikunni og hafa því mánuð til að slípa sig saman. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 741 orð

Skopast að söngleikjum?

Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Leikarar: Albert Ágústsson, Einar Rafn Guðbrandsson, Einar Rúnarsson, Eva Banine, Jón Ríkharðsson, Kristófer Jensson, Linda Sif Þorláksdóttir, Pálína Gunnarsdóttir, Ragnheiður Sigjónsdóttir, Rut Magnúsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Gestadansarar: Linda Heiðarsdóttir og Sigurður Hjaltason. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 240 orð

Sókn er besta vörnin

ÞRJÁR stórstjörnur í Hollywood hafa ákveðið að snúa vörn í sókn og ráðið einkaspæjara til að þefa uppi hneykslismál sem tengjast ritstjórum þriggja slúðurblaða. Dálkahöfundurinn Liz Smith hefur greint frá því að stórstjörnurnar þrjár, sem vildu ekki láta nafns síns getið, ætluðu sér að láta grafa upp óhróður um Steve Coz, ritstjóra The National Enquirer, Phil Bunton, ritstjóra The Star, Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 940 orð

Sporlaust er miklu meira en spennumynd

"ÉG HEF ekki leikstýrt spennumynd áður," segir Hilmar Oddsson, "en ég er mikill aðdáandi góðra spennumynda og tel mig alveg eins eiga heima í þeim eins og í dramatískari myndum. Síðasta mynd mín Tár úr steinivar mikið drama. Mér finnst spennandi að gera allt öðruvísi mynd og það er mjög gaman að gera þessa mynd. Handritið er mjög vel skrifað af Sveinbirni I. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 139 orð

Tarzan aftur á kreik

TARZAN tekur stakkaskiptum í nýrri kvikmynd sem er í bígerð. Hann drepur ekki lengur dýr og Jane, lagskona hans, tekur þátt í bardögum með honum. "Þetta er Tarzan tíunda áratugarins og Jane er nútímakona," segir Greg Coote, yfirmaður Village Roadshow Pictures, sem vinnur að gerð nýrrar myndar um skógarmanninn fíleflda. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 278 orð

Weissmuller frægasti Tarzaninn

RÍFLEGA 40 myndir hafa verið gerðar um Tarzan síðan Edgar Rice Burroughs skrifaði fyrstu söguna um hann árið 1912. Hann gaf út 25 bækur um Tarzan, þar sem kom fram að hann væri sonur ensks aðalsmanns, hefði verið skilinn eftir í frumskóginum sem ungbarn og alinn upp af öpum. Meira
6. september 1997 | Fólk í fréttum | 573 orð

Ævintýralegir útvarpsmenn

ÚTVARPSMENNIRNIR Þór Bæring Ólafsson og Steinn Kári Ragnarsson stjórna morgunþætti á útvarpsstöðinni FM og eru þekktir fyrir ævintýramennsku sína. Nýjasta uppátæki kappanna er þátttaka í Kumho alþjóðarallinu um helgina. Meira

Umræðan

6. september 1997 | Aðsent efni | 510 orð

Að leysa vanda fárra útvaldra á kostnað fjöldans

TILGANGUR þeirra er aðhyllast kaup á biðlistaplássum og há þjónustugjöld er að ná fram hagkvæmni og sparnaði í kerfinu í anda markaðshyggju. Þrátt fyrir spár hagfræðinga hafa tilraunir í þessum anda ekki gengið eftir. Þessum kerfisbreytingum fylgir að fleiri óska eftir "sérmeðferð" með aðstoð einkatrygginga. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 575 orð

Búðakirkja á Snæfellsnesi 150 ára

Á SUNNUDAGINN, 7. september, verður þess minnst að 150 ár eru liðin frá því að Steinunn Sveinsdóttir, ekkja Guðmundar Guðmundssonar faktors á Búðum, reisti kirkjuna sem þar stendur. Þá eru liðin 10 ár frá því hr. Ólafur Skúlason biskup Íslands endurvígði hana. Einnig eru liðin 50 ár frá því að ríkið afhenti söfnuðinum kirkjuna til eignar og umsjár. Meira
6. september 1997 | Bréf til blaðsins | 86 orð

Díana Hjálmari Jónssyni: Mennsk og hlýleg flestum öðrum fegri fór um heiminn, veitti sjúkum lið. Lífið sjálft í krónu

Mennsk og hlýleg flestum öðrum fegri fór um heiminn, veitti sjúkum lið. Lífið sjálft í krónu konunglegri, kraup hjá þeim er skorti líkn og grið. Brosti, snerti, tók upp töfrastafinn, tárin þerrði, færði von og yl. Opin sálin þrautum þjáðra vafin þekkti sjálf þess kjör er finnur til. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 407 orð

Gæði í verkefnastjórnun ­ alþjóðleg ráðstefna á Íslandi

Verkefnastjórnunarfélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um verkefnastjórnun dagana 10.-13. september 1997 á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Quality in Project Management, eða gæði í verkefnastjórnun, og fer ráðstefnan fram á ensku. Fyrirlesarar eru um 40 talsins, erlendir sem innlendir, með víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði, og er verndari ráðstefnunnar hr. Meira
6. september 1997 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Í minningu Díönu prinsessu

ÉG VAR harmi slegin þegar ég frétti lát Díönu prinsessu, öll skynsemi hvarf. Ég fékk verk fyrir hjartað af sorg og jafnvægisstillingin aflagaðist. Ég tók andlega niðursveiflu. Það er ekki hægt að láta sem andlát hennar fái ekki á mann, þó svo hún væri ekki skyld manni á nokkurn hátt. Mig langar til að minnast hennar þannig að hún fór mjúku leiðina sem leiðtogi. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 711 orð

Ríkið lækkar skatta ­ borgin hækkkar skatta

EFTIR nokkur mögur ár í efnahagslífi Íslendinga hafa hjól atvinnulífsins snúist við, hagvöxtur og kaupmáttur aukist og almenn bjartsýni ríkir. Eftir rúma átta mánuði verður blásið til sveitarstjórnarkosninga. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 1255 orð

Sorptunnur í Kópavogi

UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa sorptunnum í hvert hús í Kópavogi. Bæjaryfirvöld tóku nýlega þá ákvörðun að plasttunnur á hjólum verði framvegis notaðar í stað sorppokanna sem notaðir hafa verið um árabil. Flestir Kópavogsbúar eru ánægðir með breytinguna, en ekki var unnt að gera öllum til hæfis, sbr. opið bréf Ara Skúlasonar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 1842 orð

Stiklur úr Japansferð

DAGANA 10. til 21. júní síðastliðinn ferðuðumst við víðs vegar um Japan. Tilgangur ferðarinnar var að kynna okkur skólastarf þar í landi og ýmsa þætti þess, einkum hvernig Japanir taka á einelti og skólafælni. Áður hafa birst í Morgunblaðinu greinar um þau mál en nú munum við segja frá ýmsu öðru sem okkur þótti merkilegt og ólíkt því sem við eigum að venjast í íslenskum skólum. Meira
6. september 1997 | Bréf til blaðsins | 169 orð

Svar við greininni "Ótrúlegur dónaskapur"

Í TILEFNI af grein sem birtist í Morgunblaðinu 31. ágúst sl. undir fyrirsögninni "Ótrúlegur dónaskapur" vill Reykjavíkur maraþon taka eftirfarandi fram: Blaðaskrif og umfjöllun í fjölmiðlum þess efnis að þátttakandi hafi sýnt dónaskap eða brotið reglur er hann kom í mark í Reykjavíkur maraþoninu á dögunum eru ekki frá Reykjavíkur maraþoni komnar og því maraþoninu óviðkomandi. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 590 orð

Um aðskilnað ríkis og kirkju

GALLUP birti á dögunum niðurstöður könnunar á afstöðu fólks til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Þar var sýnt fram á verulega vaxandi stuðning við aðskilnað og er svo komið að tveir af hverjum þremur sem afstöðu hafa í málinu vilja aðskilnað og meira en helmingur landsmanna ef allir eru taldir. Sumum þykja þetta vond tíðindi en aðrir líta svo á að þetta sé tímanna tákn. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Vantalin öldrunarrými!

Í GREIN minni sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 28. ágúst síðastliðinn og vitnað var til í forystugrein blaðsins daginn eftir, var því haldið fram að ekki hefði orðið fjölgun á plássum fyrir sjúka aldraða á síðustu árum. Í greinargerð frá heilbrigðisráðherra, sem hann sendi Morgunblaðinu og blaðið vitnar í sunnudaginn 31. ágúst eru hins vegar tíundaðar tölur um hið gagnstæða. Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 144 orð

Yfirlit yfir legurými fyrir aldraða og langsjúka á sjúkrahúsum í Reykjavík 19

B-6 Borgarspítali 27 Lokað 1992 0 0 B-5 Borgarspítali 27 Lokað 1995 0 0 B-4 Borgarspítali 13 Fjölgun 1995 24 24 Hvítaband 19 19 Lokað 1997 0 Heilsuverndarstöð 24 24 Lokað Meira
6. september 1997 | Aðsent efni | 871 orð

Örugg umferð frá gullinbrú að Miklatorgi

BREIKKUN Gullinbrúar og aðrar nauðsynlegar umferðarbætur fyrir íbúa Grafarvogs hafa verið til umræðu að undanförnu. Í grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 14. ágúst sl. var gerð grein fyrir frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og tillöguflutningi þeirra í skipulagsnefnd. Þetta leiddi síðar til þess, að borgarráð ályktaði um málið. Meira

Minningargreinar

6. september 1997 | Minningargreinar | 552 orð

Aðalheiður Hörðdal Þorsteinsdóttir

Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel ­ við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Höfuðdagurinn var og er merkisdagur meðal Íslendinga, einkum hinna eldri sem til sveita búa. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 250 orð

Aðalheiður Hörðdal Þorsteinsdóttir

Alla á Hreimsstöðum var heimilisvinur og tíður gestur á heimili fjölskyldu minnar þegar ég var barn. Heimili okkar var jafnframt vinnustaður, þar var greiðasala og gisting, foreldrar mínir ráku Hreðavatnsskála í Norðurárdal. Í huga barns eru stærri atburðir á svona heimili heimsviðburðir. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 531 orð

Aðalheiður Hörðdal Þorsteinsdóttir

Hún var borin og barnfædd í Dalnum, þar lifði hún og starfaði frá vöggu til grafar. Norðurárdalur í Borgarfirði er ekki afdalur þar sem spurningar geta vaknað hvert erindi vegfarandi geti átt við íbúa dalsins. Umferðin sem fer í gegnum sveitina miðja í stríðum straumi, setur svip sinn á umhverfi og mannlíf. Íbúarnir eru í þjóðbraut. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 277 orð

Aðalheiður Hörðdal Þorsteinsdóttir

Á höfuðdaginn, 29. ágúst, kvaddi hún Alla okkar þennan heim, eftir stutta baráttu við krabbamein. Hún bjó ein á Hreimsstöðum síðustu 18 árin. Á sumrin voru hjá henni strákar, ekki þó margir því þeir komu alltaf aftur sumar eftir sumar, ólust upp hjá henni frá blautu barnsbeini fram á fullorðinsár. En á veturna var hún ein en naut aðstoðar nágranna sinna eftir þörfum. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 102 orð

AÐALHEIÐUR HÖRÐDAL ÞORSTEINSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR HÖRÐDAL ÞORSTEINSDÓTTIR Aðalheiður Þorsteinsdóttir fæddist á Brekku í Norðurárdal 4. júní 1925. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 29. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigurrósar Jónsdóttur, f. 28. okt. 1888, d. 9. ágúst 1974, og Þorsteins Klemenssonar, f. 21. ágúst 1892, d. 18. ágúst 1979. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Bragi Óskarsson

Elsku fóstbróðir! Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti að þú værir allur. Hringt var til mín á sunnudagsmorgni 31. mars og mér sagt að þú hefðir dáið klukkan 5 að morgni. Ég sat lömuð; af hverju þú? Þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Hugur minn hvarflaði norður í Fljót á æskustöðvarnar þar sem við ólumst upp saman. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 34 orð

BRAGI ÓSKARSSON

BRAGI ÓSKARSSON Bragi Óskarsson fæddist í Sigríðarstaðakoti í Vestur- Fljótum, Skagafirði, 19. mars 1939. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 5. september. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 392 orð

Guðný Friðfinnsdóttir

Þegar mér barst fréttin um fráfall Guðnýjar í Fagranesi bar hugurinn mig norður í Aðaldal eins og svo oft áður. Í anda stóð ég á bæjarhlaði í Fagranesi. Horfði á Vatnshlíðina skógi vaxna og skyggðan flöt Vestmannsvatns með hólmum og eyjum, grænar breiður túnanna umhverfis bæina og í norðvestri Kinnarfjöll rísa yfir mjúkar línur Fljótsheiðar. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 184 orð

GUÐNÝ FRIÐFINNSDÓTTIR

GUÐNÝ FRIÐFINNSDÓTTIR Guðný Friðfinnsdóttir var fædd í Rauðuskriðu 1. október 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 31. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Friðfinns Sigurðssonar í Rauðuskriðu, f. 16.7. 1865, d. 6.9. 1965, og Guðrúnar Bjarnardóttur, f. 22.7. 1864, d. 2.1. 1949. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 359 orð

Guðný Sigrún Friðfinnsdóttir

Okkur langar til að kveðja elsku ömmu okkar með nokkrum orðum. Við systkinin fengum að njóta þeirra forréttinda að fá að alast upp á heimili með henni. Margar ljúfar minningar streyma fram þegar við hugsum um allt sem við fengum að njóta og læra hjá henni. Hún var okkur alltaf svo góð og alltaf gátum við leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 95 orð

Guðný Sigrún Friðfinnsdóttir Elsku langamma. Þó að árin okkar saman hafi ekki verið mjög mörg þá var gaman að fá að kynnast

Elsku langamma. Þó að árin okkar saman hafi ekki verið mjög mörg þá var gaman að fá að kynnast þér. Mamma kemur til með að segja okkur sögur af þér í framtíðinni og hjálpa okkur að muna eftir þér. Það var svo gaman að fara með þér og gefa hænunum og tína eggin. Fara með þér út að labba og skoða kýrnar og kálfana. Þú varst líka dugleg að leika við okkur og sýna okkur bækur og segja okkur sögur. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 246 orð

Jakobína Þórðardóttir Nardella

Það urðu miklar breytingar í lífi Bínu á unglingsárunum, þegar hún flutti úr litlu sjávarplássi til Reykjavíkur og síðar er hún flutti til Bandaríkjanna, þar sem hún átti sitt heimili eftir það. Bína var heppin að eignast góðan eiginmann sem bar hana á höndum sér og ekki var hún síður heppin með fjölskylduna hans, sem reyndist henni alla tíð svo vel. Bína var mikil hannyrðakona. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 112 orð

JAKOBÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR NARDELLA

JAKOBÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR NARDELLA Jakobína Ágústa Nardella fæddist á Einarsstöðum, Stöðvarfirði, 28. október 1919. Hún lést á heimili sínu 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Magnússon útvegsbóndi og hafnsögumaður, og kona hans Sólveig María Sigbjörnsdóttir. Systkini Jakobínu: Þorsteinn, f. 1907, látinn; Unnur, f. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 106 orð

Kristín Sigurðardóttir

"Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp á móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Kristín Sigurðardóttir

Falla af trjánum fölnuð blöðin. Fegurð sölnar, blómin deyja. Að endingu kemur að öllum röðin. Hið örugga, þetta að fölna og deyja. En eins og frá vetrarins kalda klaka koma blómin þá viðjar rakna okkur mun heldur ekki saka ­ endursköpuð til lífsins vakna. (Björk. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 318 orð

Kristín Sigurðardóttir

Fyrir um það bil 35 árum, löngu áður en bílaeign var orðin eins sjálfsögð og nú er, fengum við hjónin lánaðan eldgamlan jeppa hjá föður mínum í Borgarnesi og lögðum upp í langferð að skoða Snæfellsnesið. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 208 orð

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Kristín Sigurðardóttir fæddist í Einarsbúð á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi 15. júní 1936. Hún lést á Landspítalanum 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Margrét Hansdóttir og Sigurður Guðmundur Tómasson. Bræður hennar eru: 1) Hermann Marinó, f. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 299 orð

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Mánudaginn 1. september bárust okkur þær fregnir að góð vinkona okkar og kórfélagi væri látin eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúkdóm, þá setti okkur hljóð. Þrátt fyrir erfið veikindi hennar undanfarið ár vonuðumst við til að lífið mundi sigra. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 578 orð

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Eftir þungbær veikindi síðustu tvö ár er kær mágkona látin langt um aldur fram. Ég sit hér með kertaljós hjá mér og horfi yfir hafið á sólarlagið sem bæði henni og mér finnst hvergi fegurra en í Ólafsvík. Og minningarnar birtast hver af annarri. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 303 orð

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Mig langar með örfáum orðum að kveðja góða konu, sem fallin er frá, Kristínu Sigurðardóttur, Stínu, en hún lést 1. september síðastliðinn. Ég kynntist henni fyrir 19 árum þegar ég var 12 ára gamall, hún var mamma besta vinar míns, hans Sigga. Stína var einstök kona, ávallt hvatti hún okkur til að virða og meta okkar vinskap, míns, Sigga og Svans, en Svanur er bróðursonur Stínu. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 84 orð

KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Bara nokkur orð til að kveðja konu sem skipti miklu máli í lífi mínu sem barn og unglingur. Konu sem

Bara nokkur orð til að kveðja konu sem skipti miklu máli í lífi mínu sem barn og unglingur. Konu sem sýndi mér ástúð og umhyggju þegar ég þurfti að fara í gegnum erfið ár unglings og opnaði heimili sitt fyrir mér. Þessi djúpa vinátta og skilningur Kristínar í minn garð gleymist ekki og verður minningin um hana geymd að eilífu í hjarta mínu. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 621 orð

Steingrímur Bjarnason

Mig langar til að minnast pabba míns með nokkrum orðum. Það er erfitt að skilja við þá sem hafa leikið stórt hlutverk í lífi manns og svoleiðis er einmitt ástatt um mig nú. Allt breytist, það sem einu sinni var verður aldrei meir, ekki meira gert og sagt. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 668 orð

Steingrímur Bjarnason

Það voru erfið spor, sem voru stigin um miðjan ágúst, er við heimsóttum Steingrím frænda minn á Landspítalann. Við vissum að þetta væri í síðasta sinn sem við myndum sjá hann á lífi. Þessi stóri og stælti maður var að ganga sinn veg, eftir stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. En þessu mætti hann með slíku æðruleysi og styrk að það var aðdáanlegt. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Steingrímur Bjarnason

Mig langar með nokkrum orðum að minnast þeirra kynna sem ég hafði af móðurbróður mínum Steingrími Bjarnasyni. Með honum er genginn einn sá mesti mannkostamaður sem ég hef kynnst. Hann var af ungmennafélagskynslóðinni og barn íslenskrar náttúru í orðsins fyllstu merkingu ­ fróður, hraustur og glæsilegur á velli og geymdi sérlega heilbrigða sál sem bjó yfir miklum kærleika, Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 581 orð

Steingrímur Bjarnason

Sú harmafregn barst okkur hjónunum 30. ágúst sl. að vinur okkar Steingrímur Bjarnason væri látinn. Hann lést eftir erfiða baráttu við erfiðan sjúkdóm 77 ára að aldri. Síðasta förin var hafin yfir móðuna miklu. Lát góðs vinar og félaga kom sem reiðarslag. Jafnvel þó hvíldin mikla losi þjáðan frá kvöl. Steingrímur var svo sterkur og svo lífsglaður að manni fannst stundin ekki nærri honum. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Steingrímur Bjarnason

Skjótt hefur sól brugðið sumri. Kæri frændi minn, Steingrímur Bjarnason, er látinn. Hún var stutt en þeim mun harðari baráttan sem hann háði við meinið sem heltók hann af þvílíkum krafti að ekki varð við neitt ráðið. Örlögum sínum mætti hann af svo miklu æðruleysi að aðdáunarvert var. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 516 orð

Steingrímur Bjarnason

Enn hefur einn hugþekkur samferðamaður minn heima um árabil verið kvaddur héðan af heimi, enn hefur dauðinn knúið dyra í kærri heimabyggð minni. Steingrímur Bjarnason var einn þessara trúu og traustu þegna okkar litla samfélags, sem hvarvetna lét gott af sér leiða, sem vammlaus gekk um veg sinn og varð kunnugum hugumkær. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 705 orð

Steingrímur Bjarnason

Kaldan vetrarmorgun í desember 1919 þegar ég vaknaði, var lítill drengur kominn í rúmið til móður minnar. Mér var sagt að Hildur ljósmóðir hefði komið með hann í svörtu töskunni sinni. Þessu trúði ég og sá í huganum hvernig hún bar sig að við að taka hann úr töskunni. Þriggja ára börn halda að allt sé satt sem fullorðna fólkið segir þó að stundum komi annað í ljós. Meira
6. september 1997 | Minningargreinar | 296 orð

STEINGRÍMUR BJARNASON

STEINGRÍMUR BJARNASON Steingrímur Bjarnason var fæddur á Eskifirði 11. desember 1919. Hann lést á Landsspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnhildur Steinsdóttir, f. 6.6. 1886 á Sellátrum í Reyðarfirði, d. 9.2. 1968, og Bjarni Marteinsson, f. 14.11. 1884 í Árnagerði í Fáskrúðsfirði, d. 3.2. 1982. Meira

Viðskipti

6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 165 orð

ÐHugbúnaðarfyrirtæki á fund áhættufjárfesta

SEX íslensk hugbúnaðar- og upplýsingarfyrirtæki, Gagnalind hf., Gula línan, Hugbúnaður hf., Hugvit hf., Margmiðlun og Netverk hf., kynntu í gær viðskiptaáætlanir sínar fyrir erlendum áhættufjárfestum á sviði hátækni á fjárfestingarþinginu Venture Market Iceland í gær. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 162 orð

ÐLandsbankinn minnkar kröfur um ábyrgðarmenn

LANDSBANKI Íslands hefur ákveðið að krefjast ekki lengur ábyrgðarmanna af viðskiptavinum sínum í Námunni, námsmannaþjónustu Landsbankans, sem þjónustar námsmenn á aldrinum 16­25 ára og eru í lánshæfu námi að mati Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 159 orð

ÐSameiningu Kælismiðjunnar Frost og Sameyjar rift

SAMKOMULAGI um sameiningu Kælismiðjunnar Frosts hf. og Sameyjar hf. hefur verið rift eftir að í ljós komu verulegar rangfærslur í reikningsskilum Kælismiðjunnar. Skrifað var undir samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna í júní. Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnir fyrirtækjanna hefðu samþykkt að láta sameininguna ganga til baka. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 430 orð

ÐSPRON með 89 millj. hagnað Hreinar vaxtgatekjur jukust um 21%

HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis fyrir skatta var 89 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 85 milljónir á sama tíma í fyrra. Áætlað er að tekju- og eignarskattar verði 27 milljónir á tímabilinu og er hagnaður eftir skatta því 62 milljónir, samanborið við 54 milljónir á sama tíma í fyrra. Allt árið 1996 var 121 milljónar kr. hagnaður eftir skatta. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Einn aðalbankastjóri og tveir bankastjórar

TVÆR nefndir viðskiptaráðherra sem undirbúið hafa breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög hafa komist að þeirri niðurstöðu að ráða beri einn sterkan forystumann eða aðalbankastjóra til starfa í hvorum banka. Hann verði síðan með tvo bankastjóra sér við hlið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Ekki skylt að skrá bréfin á VÞÍ

HLUTAFÉLÖGUM er ekki skylt að skrá hlutabréf sín á Verðbréfaþingi Íslands að afloknu almennu hlutafjárútboði samkvæmt núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti, að sögn Eiríks Guðnasonar, seðlabankastjóra og stjórnarformanns Verðbréfaþings Íslands. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 377 orð

Hagnaður nam 181 milljón króna

HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fyrri árshelmingi þessa árs nam 181 milljón króna. Þetta er lítillega betri afkoma en varð af rekstri félagsins á sama tímabili í fyrra er hagnaður félagsins nam 169 milljónum króna eftir skatta. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 225 orð

»Verri staða í Evrópu og lægri Dow

STAÐAN versnaði í evrópskum kauphöllum í gær og bandarísk hlutabréf lækkuðu eftir hækkun vegna upplýsinga um atvinnu, sem voru taldar jákvæðar í fyrstu. Kauphallarvísitölur í Evrópu lækkuð, en í London hækkaði FTSE 100 um 2,9 punkta í 4994,2, en hafði áður hækkað um 37 punkta vegna frétta um að Bandaríkjamönnum án atvinnu hefði fjölgað í 4,9% í ágúst úr 4,8% í júlí. Meira
6. september 1997 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Þýzkir vextir óbreyttir

STJÓRN þýzka seðlabankans hefur ákveðið að halda helztu vöxtum bankans óbreyttum enn um hríð. Hans Tietmeyer seðlabankastjóri og fleiri embættismenn hafa þó lýst yfir áhyggjum af aukinni verðbólgu í Þýzkalandi að undanförnu, en beðið verði átekta til að sjá hvort um tímabundið fyrirbæri sé að ræða áður en látið verði til skarar skríða. Meira

Daglegt líf

6. september 1997 | Neytendur | 105 orð

Hárlitunarsjampó fyrir karlmenn

NÝLEGA hófst innflutningur á hárlitunarsjampói fyrir karlmenn sem heitir Just For Men.Sjampóið litar grá hár oggefur lit áfimm mínútum. Í fréttatilkynningufrá heildverslun Haralds Sigurðssonar, sem sér um innflutninginn, segir að liturinn þvoist hvorki úr né lýsist. Hver litun endist í allt að sex vikur. Meira
6. september 1997 | Neytendur | 788 orð

Indversk matargerð arlist í hávegum höfð

Í ÞRJÚ ár hefur Shabana Zaman látið sig dreyma um að opna ekta indverskan veitingastað í Reykjavík. Í gær varð sá draumur að veruleika þegar hún ásamt eiginmanni sínum Lárusi Christensen opnaði veitingastaðinn Himalaja í verslunar- og þjónustukjarnanum í Engihjalla í Kópavogi. Shabana flutti hingað með íslenskum eiginmanni sínum fyrir fjórum árum. Meira

Fastir þættir

6. september 1997 | Fastir þættir | 1175 orð

Alger sveppur Þessa dagana fer hver að verða síðastur að tína sveppi til að koma sér upp forða fyrir veturinn. Súsanna

ÉG fæddist ekki með búkonufrumur, allt þetta fyrirhyggjuþrungna; flösku- og krukkuhugsun og í framhaldi af því hrærandi-í-innyflum skipulagið með hugvitssamlega fylltum frystikistum. Það sem ég á við er að ég kann hvorki að búa til saft né sultu, hef aldrei tekið slátur ­ hef ekki einu sinni séð það gert ­ og hrýs hugur við öllu þessu dýrablóði. Meira
6. september 1997 | Dagbók | 2930 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 118 orð

A/V

A/V Erla Sigurjónsdóttir ­ Dröfn Guðmundsdóttir270 Magnús Aspelund ­ Steingrímur Jónasson245 Leifur Kristjánsson ­ Árni Már Björnsson229 Næsta fimmtudag, 11. september, verður aftur einskvölds tvímenningur, en annars verður dagskrá á fyrri hluta vetrarins sem hér segir: 18. sept.­2. okt. Hausttvímenningur (3 kvöld). 9. okt.­6. nóv. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 123 orð

A/V riðill:

A/V riðill: Guðrún Jóhannesdóttir ­ Þórir Leifsson256 Rúnar Einarsson ­ Guðjón Sigurjónsson239 Eðvarð Hallgrímsson ­ Valdimar Sveinsson235 Silfurstigasveitakeppnisumarbrids Skráning gengur vel í silfurstigasveitakeppni sumarbrids sem spiluð verður í Þönglabakka 1 laugardaginn 6. sept. Meira
6. september 1997 | Í dag | 30 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 8. september,

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 8. september, verður sjötugurGrímur Magnússon, Króki, Villingaholtshreppi. Í tilefni þess tekur hann á móti gestum í dag, laugardaginn 6. september, í Flögu frá kl. 16 til 22. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 106 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

VETRARSTARF félagsins hefst nk. mánudagskvöld með eins kvölds tvímenningi. Vetrardagskráin hefir verið ákveðin og ber þar hæst Írlandsferð sem farin verður 7. október nk. Vetrardagskráin verður þessi: 8. sept. Upphitunartvímenningur 15.­22. sept. Tveggja kvölda tvímenningur 29. sept. Firmakeppni 6. okt. Lokaæfing fyrir Írlandsferð 13.­27. okt. Hausttvímenningur 3. nóv. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 85 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Vetrarstarf félagsins hefst nk. mánudagskvöld með eins kvölds tvímenningi. Rykfallin sagnkerfin verða nú tekin fram og hvetur stjórn félagsins spilara til að vera með strax í byrjun. Spilað er í félagsheimilinu Mána við Sandgerðisveg. Aðkoma að húsinu er ekki sem best þessa dagana vegna vegalagningar en ekki er nauðsynlegt að eiga jeppa til að mæta. Sl. Meira
6. september 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. maí í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Anita Sigurbergsdóttir ogÓlafur Birgisson. Heimili þeirra er í Efstasundi 13, Reykjavík. Meira
6. september 1997 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Árbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Anna Guðbjartsdóttirog Kjartan Gylfason. Heimili þeirra er á Faxastíg 37, Vestmannaeyjum. Meira
6. september 1997 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst í Landakirkju í Vestmannaeyjum af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Harpa Sigmarsdóttir og Baldvin Þór Svavarsson. Heimili þeirra er á Faxastíg 39, Vestmannaeyjum. Meira
6. september 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Lágafellskirkju af sr. Gylfa Jónssyni Elín Anna Gunnarsdóttir ogKristinn Pétursson. Heimili þeirra er á Skólabrú 3, Höfn. Meira
6. september 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Garðakirkju af sr. Sigurði Antonssyni Ölrún Marðardóttir og Helgi Skúli Helgason. Heimili þeirra er á Eyjabakka 16, Reykjavík. Meira
6. september 1997 | Dagbók | 388 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 811 orð

Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Ma

Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Meira
6. september 1997 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrkt

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu nýlega til styrktar Rauða krossi Íslands og varð ágóðinn 844 krónur. Þær heita Helga Katrín Hjartardóttir og Þórdís Kristjánsdóttir. Meira
6. september 1997 | Í dag | 23 orð

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega og færðu S

HlutaveltaÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega og færðu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann sem varð 2.700 krónur. Þau heita Thelma Karen Kristjánsdóttir og Kári Gunnarsson. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 678 orð

Hvað er þvagsýrugigt?

Þvagsýrugigt Spurning: Hvað er þvagsýrugigt, hvað veldur henni (sérstakur matur?) og hvað er hægt að gera við henni? Svar: Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, t.d. Meira
6. september 1997 | Í dag | 362 orð

ÍKVERJI fær sér stundum göngutúr um Þingholtin og Skólav

ÍKVERJI fær sér stundum göngutúr um Þingholtin og Skólavörðuholtið og virðir fyrir sér það, sem fyrir augu ber. Í sumar hafa málningarpenslar og hamrar verið á lofti í nánast hverri einustu götu í þessu hverfi. Verið er að gera upp mörg gömul hús, sem máttu muna fífil sinn fegri en eru nú að breytast í borgarprýði. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 534 orð

ÍSLENSKIR ORÐALEIKIR Lítið er um íslenska tölvuleiki þrátt fyrir útbreidda forritunarkunnáttu. Árni Matthíasson kynnti sér

ÞRÁTT fyrir mikla tölvukunnáttu er ekki ýkja mikið um íslenska leiki; menn treysta sér líklega ekki til að keppa við erlenda leikjaframleiðendur sem hafa fjölda manns á launum í nokkur ár til að þróa hvern leik. Ekki þarf þó grafík og hamagang ef hugmyndin er góð og þó ekki séu leikirnir af nýjustu sort er íslensk leikjasyrpa Lon & Don-manna bráðskemmtileg. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 779 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 917. þáttur

917. þáttur ENN er því miður rík ástæða til að minna á muninn á eitthvað og eitthvert. Hið fyrra er sérstætt, hið síðara hliðstætt. Það er því rangt að tala um "eitthvað samkomulag". Það á að vera eitthvert samkomulag. Meira
6. september 1997 | Í dag | 457 orð

Reykingar átónleikum

"ÞANNIG var að dóttir mín, ásamt vinkonum sínum, fór á tónleika með Blur í Laugardalshöll og er ekkert nema gott um það að segja. Hún hafði með sér nesti í poka og Svalafernu. En í innganginum voru þær stoppaðar og athugað í allar töskur og fannst þá svalaferna hjá þeim og var hún tekin af þeim. Var ekkert vesen út af því. Síðan hefjast tónleikarnir. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Skiptir öllu að þekkja dýrin Eyjamaðurinn Ingi Sigurjónsson hefur fengist við uppstoppun fugla og dýra í áratugi og hefur nú

Eyjamaðurinn Ingi Sigurjónsson hefur fengist við uppstoppun fugla og dýra í áratugi og hefur nú breytt gamla vatnsbrunninum í Vestmannaeyjum í safn fyrir dýrin sín. Grímur Gíslason heimsótti Inga kvöld eitt í lok ágúst, skoðaði safnið og forvitnaðist um það starf sem hann er að vinna. Meira
6. september 1997 | Dagbók | 256 orð

SPURT ER...

»Þegar Díana giftist Karli Bretaprinsi varð hún prinsessan af Wales. Hún var hins vegar af fínum ættum og rík tengsl milli fjölskyldu hennar og konungsfjölskyldunnar í gegnum tíðina. Hvert var ættarnafn Díönu prinsessu? »Eftir að fréttist af sviplegu fráfalli Díönu prinsessu um síðustu helgi hefur konungsfjölskyldan lengst af dvalið í Skotlandi. Meira
6. september 1997 | Fastir þættir | 80 orð

Sveppir a la grecque

Format fyrir uppskriftir Meira

Íþróttir

6. september 1997 | Íþróttir | 47 orð

Anderlecht mútaði FORRÁÐAMENN belgíska liðsins Ander

FORRÁÐAMENN belgíska liðsins Anderlecht hafa viðurkennt að hafa mútað dómara, sem dæmdi leik liðsins við Nott'm Forest í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða 1984. Að sögn Roger Vanden Stock, formanns Anderlecht, greiddi félagið dómaranum tæpar tvær milljónir króna daginn eftir síðari leik liðanna, sem belgíska liðið vann, 3:0. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 111 orð

BIRKIR R. Gunnarsson

BIRKIR R. Gunnarsson tekur þátt í Evrópumeistaramóti blindra í sundi sem hefst í Riccione á Ítalíu um næstu helgi. Hann tekur þátt í sex greinum, á Evrópumetið í einni þeirra ­ 5.02,38 mín. í 400 m skriðsundi. PATRICE Loko, leikmaður franska liðsins Paris St. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 37 orð

Brotið var á Sigurvin Ólafssyni á klaufalegan hátt rétt utan

Brotið var á Sigurvin Ólafssyni á klaufalegan hátt rétt utan vítateigs hægra megin á 28. mínútu. Stefán Þórðarson tók aukaspyrnuna og skaut með vinstri fæti beint á markið á milli varnarmanna Íranna sem höfðu stillt upp í varnarvegg. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 154 orð

FIMLEIKARKhorkina heimsmeistari

FIMLEIKARKhorkina heimsmeistari Rússneska stúlkan Svetlana Khorkina varð í gær heimsmeistari í fimleikum er hún hlaut 38,636 stig, 0,049 stigum meira en Simona Amanar frá Rúmeníu sem varð önnur, Elena Produnova frá Rússlandi þriðja og rúmenska stúlkan Gina Gogean í því fjórða. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 527 orð

Forystumennirnir í vandræðum

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson voru fyrstir eftir fyrsta dag alþjóðarallsins í gær á Subaru Legacy, en blikur eru á lofti þar sem gírkassi bílsins er ekki í fullkomnu lagi. Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmason á Metró voru í öðru sæti, 1,27 mínútum á eftir, en Hjörtur P. Jónsson og Ísak Guðjónsson á Nissan þriðju, þremur mínútum á eftir feðgunum. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 277 orð

Gerum okkar besta og vonandi áhorfendur líka

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hætti við að tilkynna byrjunarliðið í gærkvöldi eins og hann ætlaði að gera, sagði enga ástæðu til að gera þjálfara Íranna auðvelt fyrir. "Ég tilkynni strákunum byrjunarliðið í fyrramálið," sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. "Ég sá hluta af leik ungmennaliðsins og hann var ljótur á köflum. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 218 orð

Ísland - Írland1:0

Kaplakrikavöllur, undankeppni Evrópumóts 21 árs landsliða í knattspyrnu, föstudaginn 5. september 1997. Aðstæður: Hægviðri, bjart og 10 gráðu hiti. Völlurinn prýðilegur. Mark Íslands: Stefán Þórðarson (28.). Markskot: Ísland 14 - Írland11. Horn: Ísland 4 - Írland 5. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 136 orð

Kapp er best með forsjá

FÉLAGARNIR Helgi Eðvarðsson og Ásmundur Jespersen lentu í ógöngum á Reykjanesleið. Þeir fóru útaf og veltu, en fjórfaldir sigurvegarar rallsins, Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson, komu þeim til hjálpar, sem eftirfarar, komu þeim upp á veg, Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 46 orð

Körfuknattleikur

1. deild: Bradford - Sunderland0:4 Frakkland Strasbourg - Paris St Germain0:3 Rennes - Metz2:2 Cannes - Monaco1:2 Bastia - Bordeaux4:1 Lens - Nantes0:0 Auxerre - Chateauroux5:0 Montpellier - Guingamp2:3 Le Havre - Toulouse1:1 Marseille - Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 333 orð

Leikurinn gegn Íslendingum er mjög mikilvægur

ÍRSKA liðið æfði á Laugardalsvelli í gær og auðsjáanlegt var að góð stemmning ríkir í hópnum. Mick McCarthy, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að írska liðið væri í óþægilegri stöðu í undanriðli heimsmeistarakeppninnar. Það verður helst að bera sigur úr býtum í Laugardalnum í dag og að sigra Litháen á útivelli í næstu viku. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 178 orð

Meiri sigurvilji

Stefán Þórðarson, sem gerði eina mark leiksins, stóð í ströngu í fremstu víglínu og fóru Írarnir ómjúkum höndum um hann. "Við vorum staðráðnir í að mæta þeim af krafti alveg frá byrjun. Þeir voru ekkert komnir hingað til að leika knattspyrnu. Þeir voru bara í slagsmálum allan tímann. Það var ekkert annað að gera en að svara því og við unnum leikinn. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 378 orð

Ólympíuleikarnir árið 2004 verða í Aþenu

ÓLYMPÍULEIKARNIR árið 2004 verða haldnir í Aþenu í Grikklandi. Þetta var tilkynnt í gær eftir að Alþjóðaólympíunefndin hafði greitt atkvæði um borgirnar fimm sem til greina komu. Flestir höfðu búist við að Róm yrði fyrir valinu en þegar atkvæði voru greidd á milli borganna tveggja í fimmtu umferð hlaut Aþena 66 atkvæði en Róm 41. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 252 orð

SIGHVATUR SigurðssonogÚlfar Eysteinsson

SIGHVATUR SigurðssonogÚlfar Eysteinsson voru í tólfta sæti á Jeep Wrangler og talsvert á undan bresku Land Rover herjeppunum. Alan Parramore ogCarl Hewitt voru fremstir þeirra, með mínútu forskot á aðra hermenn í slagnum um breska hermeistaratitilinn. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 674 orð

Sigur í ljótum leik

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið undirstrikaði í gær að sigur þess á Írum í fyrri leiknum ytra í fyrrahaust var engin tilviljun. Í einstaklega grófum leik þjóðanna í Kaplakrika var íslenska liðið mun betri aðilinn og verðskuldaði 1:0 sigur sem var of lítill miðað við marktækifæri. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 46 orð

Staðan eftir fyrsta keppnisdag Rúnar Jóns

Rúnar Jónsson/Jón Ragnarsson, Subaru,44,28 Sigurður Bragi Guðmundsson/Rögnvaldur Pálmasson, Metró43,58 Hjörtur P. Jónsson/Ísak Guðjónsson, Nissan47,11 Páll H. Halldórsson/Jóhannes Jóhannesson, Mitsubishi47,20 Guðbergur Guðbergsson/Jón H. Pálsson, Porsche48,01 Þorsteinn P. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 128 orð

Stríð

ÉG tel okkur hafa átt þetta skilið, því við vorum að spila vel. Við erum með gott lið sem er tilbúið að leggja mikið á sig, eins og ég hef sagt áður og þetta er lið framtíðarinnar ­ gefum þeim fjögur ár," sagði Atli himinlifandi. "Dómarinn gaf þeim víti, en stundum grípa æðri máttarvöld í taumana. Þetta var frábært," bætti hann við. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 256 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: HM karla: Laugardalsv.:Ísland - Írland14 Sunnudagur: HM kvenna: Laugardalsv.:Ísland - Úkraína18 2. deild karla: Kópavogsv.:HK - Víðir14 Selfoss:Selfoss - KVA14 Fjölnisv. Meira
6. september 1997 | Íþróttir | 510 orð

Út í óvissuna

Íslenska kvennalandsliðið heldur út í óvissuna þegar það leikur gegn Úkraínu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Laugardalnum á sunnudaginn því engar upplýsingar er að fá um mótherjanna. Meira

Úr verinu

6. september 1997 | Úr verinu | 287 orð

Hlutur smábáta í þorskafla verður ekki aukinn

VIÐRÆÐUR forystumanna Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegsráðherra vegna fyrirsjáanlegs niðurskurðar á fjölda sóknardaga smábáta á næsta ári eru hafnar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að verið sé að ræða mögulegar breytingar innan hópa eigenda smábátanna en ekki komi til greina að auka hlut smábáta í heildarþorskaflanum. Meira
6. september 1997 | Úr verinu | 812 orð

Ýmsar ranghugmyndir um fiskinn eru á reiki

RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins í samvinnu við Manneldisráð Íslands gengst fyrir námskeiði, sem ber yfirskriftina Hollusta sjávarfangs, næsta miðvikudag, 10. september, og munu sérfræðingar þessara stofnana sjá um fyrirlestra. Meira

Lesbók

6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 434 orð

AÐ SKILJA OG TJÁ NÁTTÚRUNA

AÐ SKAPA í og með náttúrunni er yfirskrift norrænnar farandsýningar sem opnuð verður í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag. Sýningin var fyrst opnuð í Noregi í október á síðasta ári og Ísland er síðasti áfangastaðurinn. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1837 orð

AFTUR Í ÁRDAGA KVIKMYNDANNA EFTIR ARNALD INDRIÐASON Kvikmyndaklúbbur MR og Litla Bíó héldu áfram að draga frá sögu kvikmyndanna

ANDI Filmíu lifði í nokkurskonar arftaka klúbbins, Kvikmyndaklúbbi Listafélags Menntaskólans í Reykjavík. Aðalhvatamaðurinn að stofnun hans var Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, sem þá var forseti Listafélags M.R. en Jón Júlíusson formaður Filmíu kenndi latínu við skólann og "það spillti ekki fyrir" segir Þorsteinn í samtali. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

AUGA FYRIR HLUTFÖLLUM TIL JUAN, MÖRGUM ÁRUM SEINNA Jóhann Hjálmarsson þýddi

Þetta var snjóþungt ár og byltingaár. Meðan útvarpið kunngerði: "Í Portúgal hafa hundruð manna farið í kröfugöngu og krafist gagngerra þjóðfélagsbreytinga" fyllti ég annars hugar baðkarið og þegar ég steig ofan í það algjörlega úti á þekju gagntekinn þönkum um dirfskufullar kröfur rann vatnið út um allt gólf. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

AUKANÆTUR Í UPPLANDI

Sál mín vængjuð skýjadúni og sólskinsljóma himinbláma Vandfundin flís í auga und spanskgrænni eikarkrónu: þrjátíu gráður í skugganum Vatnið svart blik í spegli augans silfurhnepptum dreglum slegið Á minnið leikur straumi stríðum strengur glertærrar bergvatnsár: íslenska uppsprettulindin! Bellmanskir tónar bljúgrar lútu um Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

Bandamenn til Kóreu

BANDAMENN sýna Amlóðasögu í Þrándheimi í dag, laugardag, og halda síðan til Kóreu, þar sem leikhópurinn sýnir fimm sinnum í Seoul og verður að auki með leiksmiðju. Sveinn Einarsson sagði þetta vera tólftu utanlandsferð Bandamanna. Sýningin í Þrándheimi í dag er á dagskrá alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í tilefni 1000 ára afmælis Þrándheims og opnunar nýs leikhúss þar. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

BIBLÍAN Á ALNETIÐ

BÓKMENNTIR og hvers kyns önnur rit sem ekki eru háð takmörkunum varðandi höfundarrétt eru í sívaxandi mæli gefin út á alnetinu. Oftast er öllum heimil notkun þessa efnis án nokkurs endurgjalds. Á ensku og fleiri málum er nú hægt að nálgast flestar eða allar eldri perlur heimsbókmenntanna og reyndar mikið og fjölbreytt úrval bóka af öllu hugsanlegu tagi. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2304 orð

BLÁA NORÐURBIRTAN Ísjaki er heitið á menningarsamstarfi milli Íslands og Jakútíu sem í dag mynda tengsl með þremur

ÍLANDI þar sem miðnætursólin skín, sumarlangt, haustin eru gullin og birtan blá. Þar sem jökullinn er undir jörðinni, alltaf, og veturinn er hvítari en hvítur með nótt sem er svartari en nótt. Þar eru hreindýrin þarfasti þjónninn og hrossin gegna hlutverki sauðfjár. Þar eru demantar og gull og járn og kol í jörðu. Samt drýpur ekki smjör af strái. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1032 orð

DRAUMATÓNLIST

Franz Schubert: Píanósónöturnar. András Schiff, píanó. Decca 448 390­2. Upptaka: DDD, Vín (Brahmssal, Musikverein) 11/1992, 4/1994. Útgáfuár: 1996. Lengd (7 diskar): 8.18:35. Verð (Skífan): 8.099 kr. ANDSTÆTT "Nýja testamenti" hljómborðsmennta, 32 píanósónötum Beethovens, er spanna meiripart ferils hans, Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 316 orð

Efni

er risið á Hofsósi og er það nýjasta menningarstofnun landsins. Í gömlu húsi sem hefur verið gert glæsilega upp, er nú saman kominn margvíslegur fróðleikur í máli og myndum um þetta dapurlega tímabil þegar nær 16 þúsund Íslendingar tóku þann kost að flýja land. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

EITT ANDARTAK

Ó ástin mín, eitt andartak, langt í lífi mínu. Þú fylgist með mér, ég fylgist með þér, einu sinni býsna nálægt hvort öðru, nú úr fjarska. Ljóðin eru úr væntanlegri ljóðabók. Höfundur er píanókennari. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 875 orð

ELDGÍGUR HJARTANS Inger Hagerup er með vinsælustu skáldum Norðmanna. Áttunda útgáfa ljóðasafns hennar er nýkomin. ÖRN ÓLAFSSON

INGER Hagerup er með vinsælustu ljóðskáldum Norðmanna, enda þótt nú séu tólf ár síðan hún lést. Ljóðasafn hennar var að birtast í áttundu útgáfu. Hún fæddist árið 1905 og náði áttræðisaldri. Þau íslensk skáld, sem hún helst gæti minnt á, eru samtímamenn hennar, Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 515 orð

FEMINISMINN

KONUR og opinberi geirinn ­ Umfjöllunarefni frá því á síðari hluta 19. aldar og þó einkum á síðari hluta þeirrar tuttugustu. Christopher Lasch lést 1994 og hafði skrifað um tug bóka, þar sem hann gagnrýndi margvíslegar stefnur og samfélagslegar tilhneigingar, sem hann taldi rýra persónulegt sjálfræði og sljóvga ábyrgð einstaklingsins. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 480 orð

FER MEÐ AÐALHLUTVERK Í AFMÆLISSÝNINGU SKÓLANS

ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON SÖNGNEMI Í RSAMD FER MEÐ AÐALHLUTVERK Í AFMÆLISSÝNINGU SKÓLANS ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari og nemi í óperudeild Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow mun fara með aðalkarlhlutverkið í Söngleiknum Into the Woods eftir Stephen Sondheim s Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1732 orð

"GAMALL OG GEÐILLUR FRESSKÖTTUR" EFTIR ARNALD INDRIÐASON Starfsár Fjalakattarins var jafnlangt skólaárinu, en klúbburinn átti að

KLÚBBSTARFSEMIN á sjöunda áratugnum virtist hafa áhrif á kvikmyndahúsin að einhverju leyti sem sést m.a. á því að Háskólabíó hóf um 1970 að sýna svokallaðar "mánudagsmyndir", listrænar myndir sem höfða áttu til þeirra er gerðu kröfu um vandaðri bíómyndir í kvikmyndahúsunum. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

Gísli Ingvarsson Fokker friendship

Flugvöllur Öltubæjar tómlát snyrtimennska viðmótsþýðan að storkna enn ein tilkynning um seinkun samtal á samísku og rússneska blandast norskunni þægilega framandi loka fyrir veitingar peningarnir nógir langar heim alla hérna langar svo eitthvað annað. Höfundurinn er búsettur í Noregi. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1057 orð

HVAÐ ER EL NINJO?

ÁNOKKURRA ára fresti fjalla fréttastofur um veðurfyrirbærið El Ninjo og kenna því um eða þakka ýmiss konar furður, hita eða kulda, storma eða stillur, votviðri eða ofþurrka. Í sumar hefur þessi umræða verið sérstaklega hávær. Eindæma þurrkar í Norður-Kóreu valda hungursneyð. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 545 orð

LJÓÐRÝNI VIII GYRÐIR ELÍASSON HEIMSÓKN

Með þessu ljóði hefst nýjasta bók Gyrðis Elíassonar (f. 1961), Indíánasumar, sem kom út um síðustu jól. Ljóðið lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér. Það er opið og auðskiljanlegt. Hefðbundin andstæðuhugsun er burðarvirki þess. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

NAKIÐ HJARTA

Í farvegarfjötri flýr lítill lækur undan eldvirku fjalli í umrót hafsins. En klettarnir kyrrir. Kyrrstæður heimurinn bíður. Er fiskur smár á móti flaumi ferð sína býr. Hann vill heldur hjarta nöktu halla heima undir himintindum. ÆTÍÐ Í heljarbjarma af hniginni sól hnípin vera fellir tár. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 502 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

RANNVEIG FRÍÐA Í LISTASAFNI KÓPAVOGS

TÓNLEIKAR verða í Listasafni Kópavogs annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Þar koma fram Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzosópran, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, og flytja fjölþætta efnisskrá, m.a. lög eftir Felix Mendelssohn og Johannes Brahms og minnast með því 150 ára afmælis Mendelssohns og 100 ára ártíðar Brahms. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1699 orð

RASSBERI, TÓNLIST OG TÆKNI Nákvæmir, skipulagðir, stundvísir, tæknivæddir; allt eru þetta einkunnarorð sem eiga við um Finna,

HELSINKI MENNINGARBORG EVRÓPU ÁRIÐ 2000 RASSBERI, TÓNLIST OG TÆKNI Nákvæmir, skipulagðir, stundvísir, tæknivæddir; allt eru þetta einkunnarorð sem eiga við um Finna, hvort sem menn trúa því eða ekki. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1772 orð

SIGURÐUR ARKITEKT EFTIR PÉTUR J. ÁRMANNSSON Síðla árs 1929 teiknaði Sigurður fyrsta íbúðarhús hér á landi eftir hugmyndum

Sigurður Guðmundsson var annar í röð þeirra Íslendinga sem fyrstir nutu háskólamenntunar í byggingarlist í upphafi aldarinnar, næstur á eftir frumherjanum, Guðjóni Samúelssyni. Árið 1925 hóf hann rekstur fyrstu einkareknu arkitektastofunnar hér á landi og starfrækti hana allt til dauðadags árið 1958, seinustu tuttugu árin í samvinnu við Eirík Einarsson arkitekt. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 553 orð

SPUNNIÐ UTANUM HUGMYNDIR OG FORM

SPUNNIÐ UTANUM HUGMYNDIR OG FORM HILMAR Jensson gítarleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Tjarnarbíói við Tjarnargötu annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk sem þeir félagarnir hafa verið að taka upp og hyggjast gefa út. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

ÚR VESTURFARASKRÁ

HÉR er gripið niður á þremur stöðum í Vesturfaraskrá 1870-1914 eftir Júníus H. Kristinsson. Þarna má m.a. sjá að fólkið af Jökuldalsheiðinni er að fara og að árið 1904 flytur fjölskylda frá Sænautaseli, bænum sem nú hefur verið gerður upp. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2271 orð

VESTURFARASETRIÐ Á HOFSÓSI EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Til þessa hefur því verið sýnt full mikið tómlæti að hluti þjóðarinnar yfirgaf

GAMLA kaupfélagshúsið á Hofsósi var byggt 1910 undir brattri brekku við fjörusandinn. Það var orðið æði lúið eftir 85 ár, neglt hafði verið fyrir gluggana og húsið minnti á blindan öldung. Það hefði grotnað niður ef nýtt hlutverk hefði ekki fundizt. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

VON

Í gráma hversdagsleikans kemur þú, og kveikir von, um eitthvað betra. Eins og engill, sem aðeins sést, í hugskoti sálar. Að kveljast í mörg ár, og kenna máttinn þverra, er ekki heiglum hent. En mynd þín birtist oft, svo aðþrengdur hugur minn, öðlast frið á ný. Þegar allt er svart, ert þú ljós, sem lýsir. Meira
6. september 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1788 orð

ÖLD KJAFTASTÉTTANNA; ANDI PÓSTMÓDERNISMANS EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Tíðarandinn er ekki lengur runninn undan rifjum

TÍÐARANDI Í ALDARLOK, 1. HLUTI ÖLD KJAFTASTÉTTANNA; ANDI PÓSTMÓDERNISMANS EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Tíðarandinn er ekki lengur runninn undan rifjum vísindamanna og heimspekinga heldur nýs afls, kjaftastéttanna (the chattering classes") eins og enskir kalla þær: þáttastjórnenda, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.